Greinar sunnudaginn 23. júní 1996

Forsíða

23. júní 1996 | Forsíða | 81 orð | ókeypis

Fá að kanna herstöðvar Íraka

ÍRAKAR samþykktu í gær að eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fengju aðgang að herbækistöðvum og vopnaverksmiðjum landsins. Deilt hefur um málið um hríð. Eftirlitsmönnunum er ætlað að kanna hvort Írakar brjóti ákvæði vopnahléssamninga og reyni að framleiða gereyðingarvopn. Meira
23. júní 1996 | Forsíða | 316 orð | ókeypis

Netanyahu hvattur til að halda áfram friðarviðleitni

TVEGGJA daga leiðtogafundur arabaríkja, hinn fyrsti í sex ár, hófst í Kaíró í gær og hvatti gestgjafinn, Hosni Mubarak Egyptalandsforseti, Ísraela til að halda áfram friðarviðleitni í Mið-Austurlöndum. Lögð var áhersla á að staðið yrði við gerða samninga, öll deilumál yrðu rædd. Meira
23. júní 1996 | Forsíða | 296 orð | ókeypis

Vatn undiríshellunni

STAÐFEST hefur verið að eitt af stærstu stöðuvötnum heims er undir Suðurskautslandinu og er það á stærð við Ontario-vatn í Norður-Ameríku en mun dýpra og vatnsmeira, að sögn breskra og rússneskra vísindamanna. Í tímaritinu Nature kemur fram að þeir kalla vatnið Vostok-vatn en Rússar eru með rannsóknastöð á ísnum yfir því. Um 4. Meira

Fréttir

23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 103 orð | ókeypis

Annir í sveitum í einstakri tíð

Syðra-Langholti. Morgunblaðið. ÞEGAR veðrið breyttist í vikubyrjun úr sunnanrigningu í norðangolu og bjartviðri hófu margir bændur heyskap í Hrunamannahreppi. Veðrið hefur leikið við Sunnlendinga þessa vikuna og hitatölur víða farið yfir 20 gráður. Sláttur byrjar í ár 2­3 vikum fyrr en í meðalári og svo gott vor mun ekki hafa komið síðan 1974. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 119 orð | ókeypis

Endamark við heimskautsbaug

HESTAMANNAFÉLAGIÐ Léttir á Akureyri stóð fyrir sérstæðum skeiðkappreiðum á flugvellinum í Grímsey í gær, þar sem endamarkið var heimsskautsbaugur. Þetta mun hafa verið í fyrsta skipti sem keppni af þessu tagi fer fram í eynni. Farið var með sex skeiðhesta og tvo klárhesta með tölti með ferjunni Sæfara frá Dalvík í gærmorgun. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 160 orð | ókeypis

Fjórði Brúarfossinn í eigu Eimskips

NÝJU skipi Eimskipafélags Íslands hf. var gefið nafnið Brúarfoss við hátíðlega athöfn í Stocznia Szczecinski-skipasmíðastöðinni í Stettin í Póllandi föstudaginn 21. júní sl. Skipið er fjórði Brúarfossinn í sögu Eimskipafélagsins. Eftir nafngiftina lagði skipið í jómfrúrferð sína og kemur til Íslands eftir lestun í Evrópuhöfnum 30. júní nk. Brúarfoss er 12. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 484 orð | ókeypis

Grænna land þýðir betri framtíð

RÁÐSTEFNA í tilefni af 50 ára afmæli Norræna skógarsambandsins fór fram í Borgarleikhúsinu í gær og er þetta langfjölmennasta ráðstefnan, sem haldin hefur verið hér á landi um skógræktarmál. Þátttakendur voru hátt í 400 talsins, þar af um 200 gestir frá öðrum Norðurlöndum, en ráðstefnan bar yfirskriftina "Skógurinn og umheimurinn". Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 404 orð | ókeypis

Guðrún Pétursdóttir hættir við framboð

GUÐRÚN Pétursdóttir tilkynnti síðastliðinn miðvikudag að hún drægi framboð sitt til forseta Íslands til baka. Hún sagðist telja óraunhæft eins og málum væri komið að halda baráttunni áfram og leggja þá miklu vinnu sem því myndi fylgja á stuðningsmenn sína. Á blaðamannafundi vildi hún ekki lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðanda. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 198 orð | ókeypis

Hagur beggja af auknu samstarfi

Í UNDIRBÚNINGI er að gera samstarfssamning milli Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands, m.a. um nemenda- og kennaraskipti. Fram kom í ræðu Þorsteins Gunnarssonar háskólarektors við brautskráningu kandidata á dögunum að samstarf háskólanna hefði verið nokkuð í umræðu í fjölmiðlum síðustu misseri og sýndist þar sitt hverjum. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 948 orð | ókeypis

Hef trú á svona listsköpun

HEIDI Kristiansen hefur lagt stund á myndlist og kennslu í myndlist undanfarin ár. Hún hefur ekki farið troðnar slóðir í efnisvali. Hún hefur nýtt til listsköpunar ótrúlegustu efni og afganga, svo sem notuð föt, t.d. gallabuxur, heimagerðan ullarflóka og fleira. Hún heldur nú sýningu á verkum sínum í Perlunni. Heidi var áður sjúkraliði en gerðist svo myndlistarmaður. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 68 orð | ókeypis

Heilsustofnun NLFÍ opnar göngudeild

HEILSUSTOFNUN NLFÍ hefur nú opnað göngudeild. Þangað geta sótt þjónustu einstaklingar sem ekki dveljast á stofnuninni. Einnig geta dvalargestir, sem óska eftir meiri þjónustu en fylgir dvöl á HNLFÍ, leitað til göngudeildar. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð | ókeypis

Íslendingafélag í Murcia á Spáni

Í MURCIA á Spáni var stofnað í mars sl. "Saga, Asociación Murciana de Amigos de Islandia" (Saga, félag Íslandsvina í Murcia) og eru stjórnendur þess Mariano González Campo (formaður), mannfræðingur og B.Ph.Isl. í íslensku fyrir erlenda stúdenta, Unnur Pálsdóttir (aðstoðarformaður), fiðlukennari við Tónskólann í Murcia, og Berglind Hall Ruíz Marínez (ritari), ritari hjá markaðssetningafyrirtæki. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 366 orð | ókeypis

Jeltsín efstur í fyrri umferð BORÍS N

BORÍS N. Jeltsín Rússlandsforseti bar naumlega sigurorð af helsta keppinauti sínum í fyrri umferð forsetakosninganna á sunnudag, hlaut rúmlega 35% atkvæða en kommúnistinn Gennadí Zjúganov rúm 32%. Alexander Lebed, fyrrverandi hershöfðingi varð óvænt í þriðja sæti með 14,5%. Síðari umferðin verður 3. júlí. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 45 orð | ókeypis

Jónsmessunæturganga úti í Engey

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir Jónsmessunæturgöngu úti í Engey í kvöld, sunnudaginn 23. júní. Farið verður frá Ægisgarði klukkan 22. Gengið verður með ströndinni umhverfis eyna og kveikt fjörubál. Áætlað er að komið verði til baka kl. 2 um nóttina. Allir velkomnir. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 134 orð | ókeypis

Lagði þrívegis til ungs manns í bifreið

UNGUR maður veitti öðrum þrjú stungusár í bifreið við veitingastaðinn Víkurbæ í Bolungarvík um kl. 3.30 aðfaranótt laugardags. Hinn særði fékk að fara heim af sjúkrahúsinu á Ísafirði í gærmorgun. Jónas Guðmundsson, sýslumaður, sagði að árásarmaðurinn, sem er 17 ára, hefði stungið liðlega tvítugan manninn í andlit, öxl og brjóst. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 309 orð | ókeypis

Lausnir til bráðabirgða eru dýrar

ÁSTRÓS Sverrisdóttir, formaður Umsjónarfélags einhverfra, segir það ánægjulegt ef úrbóta sé að vænta í málum einhverfra á næsta fjárlagaári. Vandinn sé hins vegar þess eðlis að úrbætur þoli enga bið. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 212 orð | ókeypis

Lág laun gera fiskkaup ÚA í Noregi möguleg

Í FRÉTT í norska blaðinu Dagens Næringsliv er fullyrt að skýringin á því að Íslendingar geti keypt fisk í Noregi, flutt hann til Íslands og unnið hann þar með hagnaði sé sú að laun á Íslandi séu nærri helmingi lægri en í Noregi. Fyrirsögn fréttarinnar er "Lúsarlaun á Íslandi". Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 54 orð | ókeypis

Litskyggnur á Akureyri

LITSKYGGNUSÝNING Danans, Jörgens Max verður á dagskrá Listasumars á Akureyri öll mánudagskvöld í sumar og hefst hún kl. 20.30. Jörgen Max hefur hrifist af Íslandi og ferðast mikið um landið, hann hefur tekið ógrynni af myndum og unnið upp úr þeim litskyggnusýningu sem hann hefur hljóðsett og kallar "Ísland er landið. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 433 orð | ókeypis

Möguleikar taldir á verkefnum í Mið-Ameríku

SÓKNARFÆRI í Mið-Ameríku eru töluverð fyrir íslensk fyrirtæki á sviði raforkumála að mati Eiríks Briem, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Rafmagnsveitna ríkisins. Eiríkur er nýkominn úr kynnisferð til Haítí og Dóminíska lýðveldisins ásamt Kristjáni Jónssyni Rafmagnsveitustjóra. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 162 orð | ókeypis

Nýrnaveiki leiðir til gjaldþrots

NÝRNAVEIKI hefur greinst í laxeldisstöð Sveinseyrarlax ehf. á Tálknafirði. Af þeim sökum og vegna verðhruns á eldislaxi síðustu misseri hefur stjórn félagsins óskað eftir því við Héraðsdóm Vestfjarða að bú þess verði tekið til gjaldþrotaskipta. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 124 orð | ókeypis

Prestastefna hefst á þriðjudag

PRESTASTEFNA hefst með messu í Dómkirkjunni klukkan 10.30 á þriðjudag, þar sem Björn Jónsson predikar. Klukkan 14 sama dag verður setningarathöfn í Digraneskirkju og flytur Ólafur Skúlason, biskup Íslands, yfirlitsræðu. Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráðherra flytur ávarp og Sólveig Sigríður Einarsdóttir sér um orgelleik. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 365 orð | ókeypis

Selsins í Hítará ákaft leitað

Minkaskytta með þrautþjálfaða veiðihunda er búin að ganga alla Hítará, frá Húshyl og ofan í ós, án þess að verða vör við selinn sem menn gengu í flasið á á fimmtudagsmorguninn. Minkur einn var þó ekki eins heppinn, varð á vegi veiðimanna og hunda og lét þar lífið. Um helgina verður áin öll gengin á nýjan leik til að ganga úr skugga um að selurinn sé á bak og burt. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð | ókeypis

Sementssala eykst um 16%

SALA á sementi jókst um 16% á fyrstu fimm mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Stjórnendur Sementsverksmiðjunnar áætluðu í upphafi þessa árs að sementssala á árinu yrði 11,5% meiri en í fyrra, en mikil sala á fyrstu mánuðum ársins bendir til þess að salan í ár geti orðið nokkru meiri en áætlanir gera ráð fyrir, samkvæmt Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð | ókeypis

Sólstöðuferð í uppsveitir Árnessýslu

SÓLSTÖÐUFERÐ Hins íslenska náttúrufræðifélags verður að þessu sinni farin um uppsveitir Árnessýslu og nærliggjandi heiðalönd laugardaginn 29. júní og sunnudaginn 30. júní. Áhersla verður lögð á gróðurfar svæðisins, baráttuna við jarðvegseyðingu, landgræðslu og skógrækt. Einnig verða skoðaðar jöklaminjar frá lokum ísaldar ásamt ýmsum öðrum jarðfræðilegum fyrirbærum. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 380 orð | ókeypis

Sprautunálar finnast oft á leiksvæðum barna Skýrar leiðbeiningar um meðferð nálanna skortir, að mati barnaslysavarnafulltrúa

TILFINNANLEGA skortir hér á landi leiðbeiningar frá heilbrigðisyfirvöldum um það hvernig fólk, börn jafnt sem fullorðnir, eigi að umgangast sprautunálar, sem finnast á víðavangi, að mati Herdísar Storgaard barnaslysavarnafulltrúa. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð | ókeypis

Spurt um ferðavenjur

ALLT að þrjú þúsund Íslendingar, sem verða á faraldsfæti innanlands um helgina, geta átt von á að fólk í gulum vestum leiti til þeirra til að spyrjast fyrir um ferðatilhögun. Það eru Ferðamálasamtök Íslands sem standa að þesari könnun um ferðavenjur landans. Að úrvinnslu lokinni er markmiðið að móta ákveðna stefnu til að gera uppbyggingu markvissari. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð | ókeypis

Stjórnarmenn skoða Ísland

UM FJÖRUTÍU manna hópur stjórnarmanna tveggja af þremur hollenskra fyrirtækja í Icenet-hópnum var hér á landi í vikunni. Icenet er samstarfsverkefni um flutning raforku um sæstreng frá Íslandi til meginlands Evrópu og hafa hollensku fyrirtækin þrjú, sem eru tvö orkufyrirtæki og eitt fyrirtæki sem framleiðir kapla og strengi, verið í samstarfi við Reykjavíkurborg og Landsvirkjun. Meira
23. júní 1996 | Innlendar fréttir | 204 orð | ókeypis

Upplagstölur tímarita og kynningarrita

UPPLAGSEFTIRLIT Verslunarráðs Íslands hefur framkvæmt samningsbundið eftirlit með upplagi tímarita og kynningarrita sem gefin voru út á fyrsta ársþriðjungi 1996. Útgefendur fimm tímarita og níu kynningarrita nýta sér upplagseftirlitið en slíkt eftirlit er eingöngu framkvæmt hjá þeim útgefendum sem þess óska. Meira
23. júní 1996 | Landsbyggðin | 134 orð | ókeypis

Öflugt kórstarf í Grunnskóla Hveragerðis

Hveragerði-Við Grunnskólann í Hveragerði hefur í vetur farið fram mikið starf á sviði sönglistarinnar en við skólann eru nú starfandi 3 kórar, drengjakór og kór yngri og eldri barna. Meira

Ritstjórnargreinar

23. júní 1996 | Leiðarar | 536 orð | ókeypis

ÁSTANDIÐ VERSNAR

leiðari ÁSTANDIÐ VERSNAR ið Íslendingar erum í hópi heppna fólksins í heiminum. Styrjöld hefur ekki verið háð á okkar landsvæði og íslenzk ungmenni ekki látið lífið í styrjaldarátökum á fjarlægum slóðum. Heilbrigðiskerfið er orðið svo gott, að við búum ekki við farsóttir af neinu tagi. Meira
23. júní 1996 | Leiðarar | 2174 orð | ókeypis

Reykjavíkurbréfformat f. sdrbref nr. 68,7, 4.6.

Reykjavíkurbréfformat f. sdrbref nr. 68,7, 4.6. grannt» Meira

Menning

23. júní 1996 | Fólk í fréttum | 136 orð | ókeypis

70 sjálfboðaliðar dreifðu fræi og áburði í Garðinum

UM 70 manns mættu í sjálfboðavinnu sem hreppsnefndin stóð fyrir í fyrrakvöld þar sem dreift var einu og hálfu tonni af fræi og áburði sem Landsgræðslan hafði gefið. Dreift var ofan við þéttasta byggðarkjarnann og komu saman ungir og gamlir og var stemmningin góð. Meira
23. júní 1996 | Menningarlíf | 536 orð | ókeypis

"Alvöru nám"

FYRIR fimm árum var hafin tilraun með nýja námsbraut við Iðnskólann í Hafnarfirði. Tilgangurinn var sá að bjóða upp á nýtt nám, sem undirbúningsnám fyrir frekara hönnunarnám erlendis og skapa atvinnulífinu hér heima starfskrafta er hefðu þekkingu á listrænu handverki og hugviti. Meira
23. júní 1996 | Fólk í fréttum | 408 orð | ókeypis

Ágæt nasasjón

Martraðir, geisladiskur hljómsveitarinnar Leiksviðs fáránleikans. Ýmsir koma við sögu, enda diskurinn tekinn upp á löngum tíma, helst þeir Alferð Alfreðsson sem leikur á trommur, Ágúst Karlsson gítarleikari og söngvari, Jóhann Vilhjálmsson, söngvari, Hreiðar H. Hreiðarsson söngvari, Jón Harry Óskarsson bassaleikari og Sigurbjörn Rafn Úlfarsson hryngítarleikari. Ýmsir tóku upp á ýmsum stöðum. Meira
23. júní 1996 | Menningarlíf | 44 orð | ókeypis

Colin Porter sýnir í Eden

ÞESSA dagana er Colin Porter með málverkasýningu í Eden í Hveragerði. Þetta er þriðja einkasýning hans og sem fyrr leitar hann í íslenska náttúru eftir viðfangsefni. Colin verður sjálfur á staðnum næstu tvær helgar. Sýningunni lýkur 1. júlí næstkomandi. Meira
23. júní 1996 | Menningarlíf | 171 orð | ókeypis

Einkalíf fær góða dóm

EINKALÍF, kvikmynd Þráins Berthelssonar, var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí síðastliðnum. Aðalhlutverkin eru í höndum Gottskálks Dags Sigurðarsonar, Dóru Takefusa og Ólafs Egilssonar. Tímaritið Variety birti í kjölfarið gagnrýni um Einkalíf og segir þar m.a. að myndin tali kröftugu máli sem ætti að skiljast hvar sem er í heiminum. Meira
23. júní 1996 | Menningarlíf | 428 orð | ókeypis

Ekki vera hrædd

SÁ SEM að sýningunni stendur segir hana dæmi um einstakan heimildar-expressjónisma en það sem við sýningargestum blasir er maður sem er að deyja úr alnæmi og situr nakinn í sófa. Gestir eru hvattir til að snerta hann. Meira
23. júní 1996 | Fólk í fréttum | 121 orð | ókeypis

ESSO 50 ára

OLÍUFÉLAGIÐ hf., ESSO, hélt upp á 50 ára afmæli sitt á Hótel Íslandi 14. júní. Viðskiptamenn, starfsmenn og aðrir velunnarar félagsins komu þar saman og veislustjóri var Kristján Loftsson stjórnarformaður fyrirtækisins. Fyrirtækið afhenti tvo styrki til mannræktarmála, eina milljón króna hvorn. Meira
23. júní 1996 | Fólk í fréttum | 34 orð | ókeypis

Galsi í Greifunum

HLJÓMSVEITIN Greifarnir hélt tónleika í Tunglinu síðastliðið föstudagskvöld. Plata með sveitinni er nýkomin út og var tækifærið notað til að kynna hana. Ljósmyndari Morgunblaðsins var að sjálfsögðu á staðnum. Meira
23. júní 1996 | Menningarlíf | 37 orð | ókeypis

Gluggasýning í Sneglu

ELÍN Guðmundsdóttir sýnir verk sín í gluggum Sneglu listhúss við Klapparstíg. Elín útskrifaðist úr leirlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1988. Snegla listhús er opið virka daga frá kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Meira
23. júní 1996 | Fólk í fréttum | 45 orð | ókeypis

Hátíðarfrumsýning

SÝNING nýjustu Disney-teiknimyndarinnar, Hringjarinn frá Notre Dame, fór fram með mikilli viðhöfn í New Orleans á miðvikudag. Hér sjáum við mynd frá hátíðarhöldunum, f.v.: Mikki mús, Troy Carter, borgarráðsmaður í New Orleans, Michael Eisner, forstjóri Disney-fyrirtækisins, Mjallhvít og Marc Morial, borgarstjóri New Orleans. Meira
23. júní 1996 | Fólk í fréttum | 52 orð | ókeypis

Heppinn bíógestur

HJÖRTUR Hinriksson datt í lukkupottinn um síðustu helgi, þegar hann fór á myndina "Spy Hard" í Sambíóunum. Dregið var úr nöfnum allra bíógesta og hlaut Hjörtur aðalvinninginn, jakkaföt að eigin vali frá herrafataversluninni Herra Hafnarfjörður. Á myndinni sést Davíð Guðmundsson, starfsmaður Sambíóanna, afhenda Hirti gjafabréfið sem hann hlaut að launum. Meira
23. júní 1996 | Fólk í fréttum | 451 orð | ókeypis

Leikið tveim skjöldum

Leikstjóri Gregory Hoblit. Handritshöfundur Steve Shagan og Ann Biderman. Kvikmyndatökustjóri Michael Chapman. Tónlist James Newton Howard. Aðalleikendur Richard Gere, Laura Linney, John Mahoney: Alfre Woodard, Frances McDormand, Edward Norton. Bandarísk. Paramount 1996. Meira
23. júní 1996 | Menningarlíf | 14 orð | ókeypis

Listahátíð í Reykjavík 1996

Listahátíð í Reykjavík 1996 Sunnudagur 23. júní "Gulltárþöll". Borgarleikhúsið: 2. sýn. kl. 14. Meira
23. júní 1996 | Menningarlíf | 35 orð | ókeypis

Ljóðatónleikar á Kaffi Oliver

LJÓÐATÓNLEIKAR verða haldnir á Kaffi Oliver í kvöld kl. 19. Þar munu ljóðskáldin Andri Snær Magnússon, Björgvin ívar, Magnúx Gezzon og Davíð Stefánsson lesa ljóð sín við undirleik hljómsveitarinnar Semen. Meira
23. júní 1996 | Fólk í fréttum | 49 orð | ókeypis

Madonna komin fjóra mánuði á leið

SÖNGKONAN Madonna á sem kunnugt er von á sér í nóvember. Hér sést hún í fylgd lífvarðar síns á leið í teiti, sem vinkonur hennar héldu henni á dögunum. Madonna leikur í söngvamyndinni Evítu sem frumsýnd verður á að giska mánuði eftir fæðinguna. Meira
23. júní 1996 | Menningarlíf | 849 orð | ókeypis

Menning þjóðarinnar byggist á höfundarétti

MYNDSTEF, hagsmunasamtök á sviði höfundaréttar að myndverkum, hefur náð samningum við Sjónvarpið um notkun myndefnis eftir félagsmenn Myndstefs, eftir tveggja ára samningaviðræður. Knútur Bruun, hæstaréttarlögmaður og formaður Myndstefs,segir í samtali við Þórodd Bjarnason, að þetta sé tímamótasamningur. Meira
23. júní 1996 | Menningarlíf | 321 orð | ókeypis

Nýfundið brot úr Mozart- aríu frumflutt

BROT úr aríu eftir Mozart, sem nýlega fannst, var flutt fyrsta sinni í að minnsta kosti tvö hundruð ár á miðvikudag, en nóturnar að laginu, skrifaðar af hendi tónskáldsins, verða settar á uppboð hjá uppboðshaldaranum Christie's á miðvikudag. Meira
23. júní 1996 | Menningarlíf | 119 orð | ókeypis

Nýtt verk eftir Árna Ibsen

NÆSTA leikár hjá Leikfélagi Reykjavíkur hefst á nýju íslensku verki eftir Árna Ibsen, "Ef ég væri gullfiskur", en æfingar hafa staðið yfir nú í vor á verkinu. Í kynningu segir: "Ef ég væri gullfiskur" fjallar á gamansaman hátt um "stórfjölskylduna" í íslenskum samtíma og er farsi að frönskum hætti, en með íslensku inntaki. Meira
23. júní 1996 | Fólk í fréttum | 51 orð | ókeypis

Reggítónar kynntir

HLJÓMSVEITIN Reggae On Ice hélt útgáfutónleika á Astró síðastliðið miðvikudagskvöld. Tilefnið var útgáfa á geislaplötu sveitarinnar og fluttu liðsmenn hennar að sjálfsögðu lög af plötunni. Fjöldi áhorfenda sótti tónleikana eins og sést á annarri af meðfylgjandi myndum. Morgunblaðið/Þorkell ÁHORFENDUR voru vel meðá nótunum. Meira
23. júní 1996 | Tónlist | 631 orð | ókeypis

Rödd framtíðarinnar

Tónleikar Bjarkar Guðmundsdóttur og hljómsveitar hennar í Laugardalshöll á vegum Smekkleysu og Listahátíðar. Auk Bjarkar komu fram breska hljómsveitin Plaid og tónlistarmaðurinn Goldie með hljómsveit sína, en tónleikarnir stóðu frá kl. átta til miðnættis. Áhorfendur voru um 4.500, miðinn kostaði 2.500 kr. í stæði, 3.000 kr. í sæti. Meira
23. júní 1996 | Menningarlíf | 81 orð | ókeypis

"Sex í list"

SEX nýlega útskrifaðir myndlistarmenn úr MHÍ halda sýningar í sýningarsalnum Við Hamarinn í Hafnarfirði í sumar. Sýningarnar verða þrjár; 22. júní til 7. júlí sýna Brynja Dís Björnsdóttir og Gunnhildur Björnsdóttir, 13. júní til 27. júlí sýna Berglind Svavarsdóttir og Ólöf Kjaran Knudsen, 10. ágúst til 25. ágúst sýna Ásdís Pétursdóttir og Ingibjörg María Þorvaldsdóttir. Meira
23. júní 1996 | Myndlist | -1 orð | ókeypis

"Sunnudagsmálarar"

Ísleifur Konráðsson, Karl Dunganon, Sölvi Helgason. Opið alla daga frá 14-18. Til 28 júní. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er vel til fallið að minna okkur á hina svonefndu "einfara" í íslenzkri myndlist, jafnvel þótt nafnbótin sé umdeilanleg þar sem aðrar þjóðir hafa kosið að nefna slíka kvisti samheitinu "sunnudagsmálara", en vel að merkja í háleitum skilningi. Meira
23. júní 1996 | Menningarlíf | 59 orð | ókeypis

Sýningin Eftirsóttir einfarar framlengd

ÁKVEÐIÐ hefur verið að framlengja sýninguna Eftirsóttir einfarar í Gallerí Horninu, Hafnarstræti 15. Á sýningunni eru verk þriggja eftirsóttustu einfara íslenskrar myndlistar, Sölva Helgasonar, Ísleifs Konráðssonar og Karls Einarssonar Dunganons. Sýningin mun standa til og með miðvikudagsins 26. júní og verður opin alla daga frá kl. 11-23. Meira
23. júní 1996 | Menningarlíf | 78 orð | ókeypis

Tuttugu frá Tónmenntaskólanum

TÓNMENNTASKÓLI Reykjavíkur er nú að ljúka fertugasta og fjórða starfsári sínu. Í skólanum voru um 460 nemendur og kennarar voru 45. Meðal annars störfuðu við skólann tvær strengjasveitir og tvær blásarasveitir auk léttsveitar. Úr skólanum útskrifuðust í vor alls 20 nemendur, þar af tóku 12 nemendur inntökupróf í Tónlistarskólann í Reykjavík. Meira
23. júní 1996 | Fólk í fréttum | 59 orð | ókeypis

Umferðin stöðvuð

GEORGE Clooney stöðvaði umferðina í New York þegar hann lék í myndinni "The Peacemaker" eða Sáttasemjarinn á götum borgarinnar fyrir skemmstu. Þegar vinnu hans við myndina lýkur hefjast tökur á myndinni "Batman and Robin". Meira
23. júní 1996 | Fólk í fréttum | 40 orð | ókeypis

Veisla í góða veðrinu

HERRAFATAVERSLUN Birgis stóð fyrir veislu fyrir utan verslunina í góða veðrinu fyrir skemmstu. Boðið var upp á léttar veitingar og létu margir viðskiptavinir og vegfarendur sjá sig við veitingavagninn. Hér sjáum við svipmyndir frá veislunni. Meira
23. júní 1996 | Fólk í fréttum | 52 orð | ókeypis

Vel dul búin mæðgin

MEG RYAN, leikkonan kunna, kann greinilega að dulbúast, enda er sjálfsagt ekki vanþörf á þar sem stjörnurnar verða oft og tíðum fyrir áreitni á götum úti vestra. Á þessari mynd sést að meira að segja sonur Meg, Jack, er farinn að ganga með sólgleraugu til að þekkjast síður. Meira

Umræðan

23. júní 1996 | Aðsent efni | 257 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón: Arnór G. Ragnarsson Fótboltav

Miðvikudaginn 19. júní var fótboltakreppa í þáttökunni. 10 pör spiluðu Howell-tvímenning. Spilaðar voru 9 umferðir með 3 spilum á milli para. meðalskor var 108 og bestum árangri náðu: Gróa Guðnadóttir ­ Matthías G. Þorvaldsson141Jens Jensson ­ Eggert Bergsson128Sigrún Pétursdóttir ­ Soffía Daníelsdóttir122 Fimmtudaginn 20. Meira
23. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 413 orð | ókeypis

Kommúnista á Bessastaði?

MIKILL skelfingar skrípaleikur eru þessar forsetakosningar orðnar. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta bréf er grein Jóns Steinars Gunnlaugssonar í Morgunblaðinu 15. júní sl. Eins og greinilega hefur komið fram áður er Jón Steinar eingöngu að segja sannleikann í umfjöllun um mál Ólafs Ragnars Grímssonar en það þola stuðningsmenn Ólafs Ragnars bókstaflega ekki eins og vel lýsir sér í úttekt Meira
23. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 139 orð | ókeypis

Með lögum skal land byggja

NÚ líður óðum að forsetakosningum. Ég vil hvetja alla að styðja Pétur Hafstein. Pétur Hafstein er vel til forystu fallinn. Pétur er löglærður, en það tel ég góða menntun fyrir forseta Íslands, því með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. Það hefur raunar sýnt sig á umliðnum árum, að fyrir vopnlausa smáþjóð eru lög og réttur okkar eina haldreipi. Meira
23. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 363 orð | ókeypis

Psoriasis? ­ "Allison"

MARGIR þjást af húðsjúkdómnum psoriasis og er undirrituð ein þeirra. Frá því á unglingsaldri hefur þessi kvilli herjað á mig, aðallega hársvörð og andlit með tilheyrandi vanlíðan, svo sem kláða, útbrotum og vanmáttarkennd. Gegnum árin hef ég prófað margar tegundir af hár- og húðsnyrtivörum en oftar en ekki enduðu hálffull ílátin í ruslinu og sterakremin voru dregin fram. Meira
23. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 405 orð | ókeypis

Um greindarskort og flughræðslu

UMMÆLI Péturs Kr. Hafstein um fosætisráðherra, Davíð Oddsson, hafa vakið þjóðarathygli og hneykslan. Þau hafa nú verið dregin fram í dagsljósið í tengslum við forsetaframboð Péturs. Umrædd ummæli hefur Pétur bæði viðhaft í Morgunblaðsgrein og bætti síðan um betur í nýlegum viðtölum á öðrum vettvangi. Meira
23. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 225 orð | ókeypis

Upplýsingar um Alnetstengingu við Morgunblaðið

Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Meira
23. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 157 orð | ókeypis

Virðingarvert framtak

20. júní sl. var haldinn afar eftirminnilegur fundur í félagsheimilinu Freyvangi í Eyjafjarðarsveit. Nokkrir 18 ára, fyrrum nemendur Hrafnagilsskóla, ákváðu að boða til fundar um umferðaröryggismál til þess að minna ungt fólk á skelfilegar afleiðingar umferðarslysa. Hugmyndin að fundinum kviknaði eftir mikla slysatíðni í umferðinni meðal ungs fólks. Meira

Minningargreinar

23. júní 1996 | Minningargreinar | 1157 orð | ókeypis

Anna Halldóra Guðjónsdóttir

Við andlát móður minnar, Önnu Guðjónsdóttur frá Eyri, kom mér í hug svar Guðjóns afa míns og föður hennar, þegar hann var eitt sinn spurður um tilgang mannlífsins norður á Ströndum. Hann sagði tilganginn hafa verið óbreyttan frá því hann myndi eftir sér: "Að eiga frá hendinni til munnsins og þaðan af meira." Við þesa lífssýn afa míns ólust móðir mín og systkini hennar upp. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 166 orð | ókeypis

Anna Halldóra Guðjónsdóttir

Lítil kveðja til Önnu Guðjónsdóttur, en Önnu kynntist ég fyrir 34 árum þegar bróðir minn kynntist konunni sinni, henni Siggu má eins og hún er kölluð af okkur öllum. Anna var alltaf glöð og kát. Henni fannst alltaf svo gaman að vera fín. Svo var það hennar mesta gleði að gefa og gleðja aðra enda var hún ljósmóðir og góð ljósmóðir er þannig að aðlisfari. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 274 orð | ókeypis

ANNA HALLDÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR

ANNA HALLDÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR Anna Halldóra Guðjóndóttir fæddist á Eyri við Ingólfsfjörð í Árneshreppi á Ströndum 21. júní 1915. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Guðmundsson hreppstjóri og útvegsbóndi á Eyri og kona hans Guðjóna Sigríður Halldórsdóttir frá Súðavík. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 897 orð | ókeypis

Axel Valdimarsson

Axel, pattaralegur gleðimaður, póstmaður og stoltur af því. Frekur á athygli, og gat grætt með stríðni sinni. Góður þegar hann spilaði við okkur Yatzy og gaf Póló að drekka. Þetta eru minningarmyndir frá fyrstu æviárum mínum af Axel frænda, en þá bjuggum við í sömu íbúð, og aftur síðar á ævinni. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 159 orð | ókeypis

Axel Valdimarsson

Elsku Axel. Það að hafa fengið tækifæri í þessu lífi til að kynnast þér og að eiga þig sem vin eru forréttindi. Þessara forréttinda hef ég notið og einnig sonur minn, sem biður Guð á kvöldin um að passa vin sinn hann Axel. Síðast þegar við hittumst nokkrum dögum áður en þú kvaddir ræddum við um sumarleyfið. Þig langaði að ferðast í sumar ­ ferðast til útlanda. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 461 orð | ókeypis

Axel Valdimarsson

Kæri vinur og frændi. Þegar bróðir þinn hringdi fyrir örfáum dögum og tilkynnti mér andlát þitt, varð mér illa brugðið. Þótt við sæjumst síðast í sextugsafmæli þínu 15. apríl í fyrra og við töluðumst aðeins örsjaldan við í síma eftir það, var sú tíðin að við vorum nánari. Við vorum systrasynir og fæddumst báðir árið 1935, en í þá daga voru fjölskylduböndin mun sterkari en nú er. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 92 orð | ókeypis

AXEL VALDIMARSSON

AXEL VALDIMARSSON Axel Valdimarsson fæddist 15. apríl 1935. Hann lést í Reykjavík 13. júní síðastliðinn. Axel var sonur hjónanna Valdimars A. Jónssonar verkamanns og Kristínar Ólafsdóttur klæðskera. Axel átti einn bróður, Ólaf Steinar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, f. 11. ágúst 1931. Eiginkona hans er Fjóla Magnúsdóttir kaupmaður. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 118 orð | ókeypis

Axel Valdimarsson Um sinn kveðjum við nú kæran vin okkar, Axel Valdimarsson, og þökkum honum fyrir samfylgdina. Slíkan mann sem

Um sinn kveðjum við nú kæran vin okkar, Axel Valdimarsson, og þökkum honum fyrir samfylgdina. Slíkan mann sem Axel kveður maður aldrei alveg, svo rík áhrif sem hann hafði með nærveru sinni. Svo sterka trú á algóðan guð er hann gaf okkur hlutdeild í á hverju kvöldi með fyrirbænum. Og á frelsara sem gefur fyrirheit um endurfundi. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 1343 orð | ókeypis

Bogi Ingjaldur Guðmundsson

Stórvinur minn Bogi Ingjaldur Guðmundsson er látinn. Hann var í farsælu hjónabandi með föðursystur minni Petrínu Margréti Magnúsdóttur í 53 ár. Hann var maður trúr, traustur, ósérhlífinn, þolinmóður, víðlesinn og nægjusamur. Bogi fæddist í lok árabáta- og skútutímabilsins á Snæfellsnesi en Guðmundur faðir hans ólst upp hjá Lárusi Skúlasyni útvegsbónda og sveitarhöfðingja á Sandi. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 169 orð | ókeypis

Bogi Ingjaldur Guðmundsson

Afi okkar Bogi Ingjaldur Guðmundsson er látinn, Minningin um hann mun ávallt lifa í hjörtum okkar barnabarnanna hans. Hann fæddist á Hellissandi og ólst upp við Breiðafjörð, sem óneitanlega mótaði alla skapgerð hans og persónu. Líkt og margir samtímamenn hans fór hann ungur til sjós en atvikin höguðu því þannig til að hann varð verkstjóri en lagði sjómennskuna ekki fyrir sig sem ævistarf. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 261 orð | ókeypis

BOGI INGJALDUR GUÐMUNDSSON

BOGI INGJALDUR GUÐMUNDSSON Bogi Ingjaldur Guðmundsson fæddist í Sjólyst á Hellissandi 18. desember 1917. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Þorvarðarson skútuskipstjóri á Hellissandi, f. 12 janúar 1880, d. 11. júní 1952, og eiginkona hans Sigríður Bogadóttir Gunnlaugsson frá Flatey f. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 663 orð | ókeypis

Guðrún Lára Briem Hilt

Frá því að ég man eftir mér hef ég heyrt mömmu, ömmur mínar og frænkur tala um Guðrúnu Briem Hilt, eða Gógó eins og hún var kölluð, með ævintýratón í röddinni. Sjálf vissi ég ekki hver konan var en fékk gott tækifæri til þess að kynnast henni þegar ég sem menntaskólanemi var ein á ferð í Noregi. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 599 orð | ókeypis

Guðrún Lára Briem Hilt

Guðrún Lára Briem Hilt var á 79. aldursári er hún lést. Hún var yngst þeirra Briemdætra síra Þorsteins, sem lengi var sóknarprestur á Akranesi, prófastur, þingmaður og ráðherra um skeið. Móðir þeirra var Valgerður Lárusdóttir, Halldórssonar Fríkirkjuprests. Með Guðrúnu, Gógó, eru þrjár þeirra systra nú fallnar frá með stuttu millibili. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 304 orð | ókeypis

GUÐRÚN LÁRA BRIEM HILT

GUÐRÚN LÁRA BRIEM HILT Guðrún Lára Briem Hilt fæddist á Hrafnagili í Eyjafirði 22. apríl 1918. Hún lést á sjúkrahúsi í Ósló 15. júní síðastliðinn. Guðrún var yngst uppkominna barna séra Þorsteins Briem, prófasts og ráðherra, f. 3. júlí á Frostastöðum í Skagafirði, d. 16. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 616 orð | ókeypis

Helga Soffía Þorgilsdóttir

Þannig byrjar síra Valdimar Briem einn sinna fögru sálma. Elskulegi barnakennarinn minn hefur kvatt vorn heim eftir eina öld, í fátt fáum mánuðum. Það var hún Helga kennari, eins og hún oftast var kölluð, sem sat við rúm sálmaskáldsins Valdimars Briem á Stóranúpi, þegar hann var að deyja. Hún var hjá honum hina síðustu stund, að ósk hans. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 365 orð | ókeypis

Helga Soffía Þorgilsdóttir

Haustið 1952 gerðist ég kennari við Melaskóla og hafði þá nýlokið kennaraprófi. Mér var falið að kenna 12 ára börnum en yfirkennarinn, Helga S. Þorgilsdóttir, kenndi nokkra tíma á viku í bekknum. Seinna tók ég við skólastjórn meðan hún enn var þar yfirkennari. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 532 orð | ókeypis

Helga Soffía Þorgilsdóttir

Kynni okkar Helgu Þorgilsdóttur hófust stuttu áður en við Þorsteinn hófum búskap. Kynnin þróuðust og urðu að djúpri vináttu og áttum við margar góðar stundir saman þar sem tekið var á ýmsum málum. Oftar en ekki barst talið að réttindmálum kvenna og var gott að fá að njóta reynslu hennar. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 337 orð | ókeypis

HELGA SOFFÍA ÞORGILSDÓTTIR

HELGA SOFFÍA ÞORGILSDÓTTIR Helga Soffía Þorgilsdóttir var fædd í Knarrarhöfn í Hvammssveit, Dalasýslu, 19. nóvember 1896. Hún andaðist á Droplaugarstöðum í Reykjavík 11. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorgils Friðriksson, bóndi og kennari, f. 12. ágúst 1860, d. 29. janúar 1953, og Halldóra Ingibjörg Sigmundsdóttir, f. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 482 orð | ókeypis

Jónas Þórarinn Ásgeirsson

Svo orti Sveinbjörn Egilsson og þannig er nú komið, að Þórarinn Ásgeirsson hlær ekki lengur við veröldinni, en þannig minnist ég helst Jónasar tengdapabba, glettinn á brá með spaugsyrði á vörum. Sendandi frá sér beinskeyttar athugasemdir um menn og málefni og koma þannig þeim er með honum voru í umræðuham. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 376 orð | ókeypis

Jónas Þórarinn Ásgeirsson

Það er margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg af kynnum mínum af Jónasi Ásgeirssyni, vini mínum og svila. Jónas var litríkur persónuleiki, fjölhæfur íþróttamaður og mikill keppnismaður. Hann fylgdist vel með þjóðmálum og voru umræður um íþróttir og hin margvíslegustu dægurmál oft fjörlegar á heimili þeirra Möggu og Jónasar í Hlíð á Siglufirði í gamla daga þegar félagarnir komu saman. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 267 orð | ókeypis

JÓNAS ÞÓRARINN ÁSGEIRSSON

JÓNAS ÞÓRARINN ÁSGEIRSSON Jónas Þórarinn Ásgeirsson fv. kaupmaður og sölufulltrúi var fæddur á Húsavík 25. ágúst 1920. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sólveig Helga Gísladóttir húsmóðir, ættuð úr Svarfaðardal, f. 31. október 1890, d. 14. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 770 orð | ókeypis

JÓNAS ÞÓRARINN ÁSGEIRSSON FRÁ SIGLUFIRÐI

Við barnabörnin viljum skrifa nokkur minningarorð um góðan afa og mann sem við fengum að njóta í mislangan tíma. Litli nafni hans sem aðeins er tæpra þriggja ára var lítill sólargeisli í lífi afa. Þeir voru nánir þrátt fyrir stutt kynni. Við systurnar höfum átt lengri samverustundir með honum og höfum margs að minnast. Okkur þremur þótti óumræðulega vænt um afa okkar. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 307 orð | ókeypis

Laufey Arnórsdóttir

Á morgun kveðjum við tengdamóður mína, Laufeyju. Ég kom fyrst inn á heimili hennar og Bjarna tengdaföður míns í fylgd yngsta sonar þeirra, Lúðvíks, fyrir 29 árum. Við höfum því fylgst að í langan tíma og Laufey var okkur Lúðvík og börnunum einstaklega góð og minnumst við allra samverustundanna með þakklæti. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 416 orð | ókeypis

Laufey Arnórsdóttir

Á kyrru laugardagskvöldi 15. júní síðastliðinn lagði tengdamóðir mín Laufey Arnórsdóttir upp í sína síðustu för í fallegu hlýlegu íbúðinni sinni í Hjallaseli 27 í Reykjavík, sitjandi við skrifborðið sitt þar sem hún sat svo oft með útsauminn sinn í höndunum. Ég held að hún hafi sjálf kosið að hafa ævilokin á þennan veg. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 200 orð | ókeypis

LAUFEY ARNÓRSDÓTTIR

LAUFEY ARNÓRSDÓTTIR Laufey Arnórsdóttir fæddist í Bakkagerði í Borgarfirði eystra 21. febrúar 1910. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Arnór Árnason, útvegsbóndi í Bakkagerði, f. 31. maí 1863, d. 7. júlí 1930, og Katrín María Jónatansdóttir, f. 10. ágúst 1874, d. 16. febrúar 1956. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 639 orð | ókeypis

ÓLAFUR ÓLAFSSON

Í dag 23. júní á Jónsmessu verður ágætur veiðifélagi okkar og vinur sjötugur. Ólafur Ólafsson veggfóðrari Leifsgötu hér í borg er maðurinn sá, og viljum við félagar senda honum hugheilar árnaðaróskir á þessum tímamótum. Það er afar fjarri lagi að Ólafi líkaði, að frá okkur kæmu skrif um hól og lof, eða slegna gullhamra, því hann er í eðli sínu mjög svo hlédrægur og af hjarta lítillátur. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 314 orð | ókeypis

Þóroddur Th. Sigurðsson

Þóroddur Th. Sigurðsson sundfélagi okkar lést 14. júní sl. Með honum sér 8­9 pottflokkurinn í Laugardal á bak traustum liðsmanni til margra ára. En Þóroddur og kona hans, Kristín Guðbjörg, eða Ína eins og við kölluðum hana, fylltu þann flokk með mikilli og góðri ástundan. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 465 orð | ókeypis

Þóroddur Th. Sigurðsson

"Sá sem hefir fáar óskir, mun fá þær uppfylltar. Sá, sem girnist margt, missir af því. Þess vegna ástundar hinn vitri einfeldni og verður fyrirmynd allra. Hann býst ekki í skart, þess vegna ljómar hann. Heldur sér ekki fram og það er ágæti hans. Hann er laus við sjálfhælni og þess vegna er hann vitur. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 397 orð | ókeypis

Þóroddur Th. Sigurðsson

Kær vinur og samverkamaður er nú fallinn frá. Hugurinn fyllist trega og því næst hefst upprifjun á fjölda samverustunda í leik og starfi. Þóroddur var svo leiftrandi skemmtilegur í viðkynningu, þótt ekki væri alltaf gefið eftir og hann stæði fastur á sínu, allt eftir því hvernig málefnin stóðu. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 213 orð | ókeypis

ÞÓRODDUR TH. SIGURÐSSON

ÞÓRODDUR TH. SIGURÐSSON Þóroddur Th. Sigurðsson verkfræðingur fæddist á Patreksfirði 11. október 1922. Hann lést á Landspítalanum 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Andres Guðmundsson, skipstjóri og bóndi þar, og Svandís Árnadóttir, ættuð frá Akranesi. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 454 orð | ókeypis

Örn Eiríksson

Í dag kveðjum við ástkæran föðurbróður okkar, Örn Eiríksson siglingafræðing, sem hefur kvatt þessa jarðvist eftir erfiða baráttu við illskæðan sjúkdóm, þann sama og lagði föður okkar að velli fyrir rúmum fjórum árum. Bryndís og synirnir voru Bassa styrkar stoðir og skiptust á að styðja og hjúkra honum í hinni erfiðu sjúkdómslegu uns yfir lauk. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 155 orð | ókeypis

Örn Eiríksson

Hann afi Bassi er dáinn og farinn upp til Guðs. Eftir sitjum við systkinin og eigum erfitt með að skilja og sætta okkur við að fá ekki lengur að hafa þig hjá okkur. En við vitum líka, að nú ert þú ekki lengur veikur og líður vel. Okkur finnst við svo heppin og rík að hafa átt þig fyrir afa, því þú gafst okkur svo mikið og vildir alltaf taka svo mikinn þátt í lífi okkar, bæði í leik og í starfi. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 670 orð | ókeypis

Örn Eiríksson

Örn er mér hugstæður. Hann hef ég þekkt frá því ég var barn. Örn heillaðist ungur af flugíþróttinni og gerðist félagi í Svifflugfélagi Akureyrar og hóf nám í stjarnsiglingafræði við Pan American Navigation Service í Hollywood Kaliforníu og lauk þaðan prófi 1946. Þá hóf hann nám við Spartan School of Aeronautics í Tulsa Oklahoma og lauk atvinnu- og blindflugsprófi árið 1947. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 327 orð | ókeypis

ÖRN EIRÍKSSON

ÖRN EIRÍKSSON Örn Eiríksson var fæddur á Akureyri 28. janúar 1926. Hann lést í Reykjavík 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eiríkur Kristjánsson, kaupmaður, f. 25. ágúst 1893, d. 4. apríl 1965, og María Þorvarðardóttir, húsfreyja, f. 17. maí 1893, d. 21. júní 1967. Meira
23. júní 1996 | Minningargreinar | 109 orð | ókeypis

Örn Eiríksson Bassi minn. Við urðum býsna gamlir, góði vinur ­ og getum ekki kvartað yfir neinu þótt nú sé kominn tími til að

Bassi minn. Við urðum býsna gamlir, góði vinur ­ og getum ekki kvartað yfir neinu þótt nú sé kominn tími til að fara að tygja sig og kveðja og leggja í'ann. Við lyftum glasi, syngjum nokkra sálma með Sauðárkrók í huga og gamla daga og tökum þessu; og þessi tár sem falla og það eru gamlar minningar sem kalla. Meira

Daglegt líf

23. júní 1996 | Bílar | 381 orð | ókeypis

160 vinnustundir fóru í breytingar á bílnum

P. SAMÚELSSON, umboðsaðili Toyota á Íslandi, hefur selt björgunarsveitarútfærslu af Toyota Landcruiser til Grænlands. Þetta er fyrsti bíllinn sem er pantaður breyttur erlendis frá. Um er að ræða STD með 4,2 lítra, fjölventladísilvél. Hann er með gormafjöðrun, sítengdu aldrifi og 100% driflæsingu að framan og aftan. Meira
23. júní 1996 | Bílar | 132 orð | ókeypis

Breyttur BMW Z3

ÞÝSK bílafyrirtæki sem sérhæfa sig í breytingum á bílum, hafa gripið BMW Z3 fegins hendi og breytt honum á alla kanta. Nýjasta útfærslan er frá Hamann Motorsprot sem kallast Roadster 350. Grunnurinn í þessum bíl er sex strokka, 3,2 lítra M3 vél með breyttum loftinntakskerfi, nýju útblásturskerfi og nýrri vélarstýringu sem eykur aflið úr 321 hestafli í 350 hestöfl. Meira
23. júní 1996 | Ferðalög | 185 orð | ókeypis

Dagsferð upp á topp Snæfells- jökuls

ÝMSAR ferðir eru í boði um Snæfellsnes í sumar. Þeir sem kjósa að ferðast um í rútu geta valið um marga kosti, en einn þeirra er að ferðast með Helga Péturssyni hf., sérleyfishafa á Snæfellsnesi. Sem dæmi um ferðirnar má nefna, að farið er í dagsferð á Snæfellsjökul alla virka daga. Áætlunarbíllinn er tekinn kl. 9 að morgni í Reykjavík og ekið með honum að Búðavegamótum. Meira
23. júní 1996 | Bílar | 290 orð | ókeypis

Eru einrýmisbílar það sem koma skal?

SALA á fjölnotabílum hefur með ágætum víðast hvar í Evrópu en því er nú spáð að sala á minni bílum af þeirri gerð, fimm til sex manna, verði enn meiri í framtíðinni. Þetta er í raun alveg nýr flokkur bíla sem kallast á ensku "monobox" en einrýmisbílar á íslensku. Einn slíkur vagn var sýndur í Genf í marsmánuði, Renault Mégane Scenic. Meira
23. júní 1996 | Bílar | 65 orð | ókeypis

Fyrsti Premium bíllinn

BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar afhentu í síðustu viku fyrsta Renault Premium bílinn til viðskiptavinar hérlendis, Egils Skallagrímssonar. Egill Skallagrímsson varð þar með fyrsti viðskiptavinurinn í Evrópu til þess að fá afhentan bíl úr þessari nýju línu Renault. Bíllinn er af gerðinni Distribution með 300 hestafla vél og afhenti Heiðar J. Meira
23. júní 1996 | Ferðalög | 358 orð | ókeypis

Góðir Íslendingarspurðir um ferðamáta

UM helgina geta ferðamenn víða um land átt von á að ókunnugt fólk vindi sér að þeim og forvitnist um ferðir þeirra og fyrirætlanir. Spyrlarnir, sem eru í gulum vestum merktum Ferðakönnun "Góðir Íslendingar '96", Meira
23. júní 1996 | Bílar | 301 orð | ókeypis

Gúmmívinnslan tekur við umboði fyrir Bridgestone-hjólbarða

GÚMMÍVINNSLAN hf. á Akureyri hefur tekið við umboði á Íslandi fyrir Bridgestone-hjólbarða. Bridgestone-hjólbarðar voru leiðandi merki á íslenska markaðnum þar til fyrir rúmum tíu árum þegar sala þeirra snarféll þar sem þau stóðust ekki lengur verðsamkeppni við ódýrari hjólbarða. Meira
23. júní 1996 | Ferðalög | 169 orð | ókeypis

HAUSTFERÐIR TIL BARSELÓNA

HJÁ markaðsdeild Flugleiða er hafinn undirbúningur helgarferða og stuttri ferða til Barselóna í haust. Í fyrra var flogið til borgarinnar til 10. september, en nú er ráðgert að síðasta flugið verði 25. október. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, frá 13. september. Meira
23. júní 1996 | Bílar | 70 orð | ókeypis

Lögregluhjól

LÖGREGLAN í Reykjavík vinnur að því að safna munum um sögu sína og hefur verið opnuð sýning á Árbæjarsafni þar að lútandi. Þar sýnir lögreglan m.a. þessi forkunnarfögru vélhjól, Harley Davidson, ásamt elstu lögreglubílunum. Lögreglan er að reyna að koma í lag elsta mótorhjóli sínu frá 8. áratugnum. Meira
23. júní 1996 | Bílar | 340 orð | ókeypis

Nissan Micra bestur ÞÝSKA bílablaðið

Nissan Micra bestur ÞÝSKA bílablaðið Autobild hefur valið Nissan Micra besta bílinn úr hópi sjö smábíla úr prófi sem blaðið gekkst fyrir. Í næstu sætum komu Peugeot 106, Citroën AX og Fiat Cinquecento. Aðrir þátttakendur í prófinu voru Suzuki Alto, Daihatsu Cuore og Seat Marbella. Frá því Nissan Micra var sett á markað 1992 hefur hún fengið a.m.k. Meira
23. júní 1996 | Bílar | 47 orð | ókeypis

Nýir bílarvæntanlegir á markað

MEÐAL nýrra bíla sem eru væntanlegir á markað á næstunni má nefna: Audi A3, haustið 1996. Hyundai Elantra Coupé. 1996. Honda Legend, nýr. Haustið 1996. Jaguar XK8. 1996. Lada 110, 111, 112. 1996. Mazda 121, nýr. 1996. Mazda 323, langbakur. 1996. VW Passat, nýr. 1996. Meira
23. júní 1996 | Bílar | 448 orð | ókeypis

Ofur-Skodi næsta vor

ÞEIR KALLA hann Ofur-Skodann. Skoda Octavia er fyrsti nýi bíllinn sem Skoda framleiðir síðan VW eignaðist meirihluta í tékknesku verksmiðjunum og hann kemur á markað innan tíðar. Octavia er af svipaðri stærð og Toyota Carina. Hann verður með vél frá VW og Audi og það sem mestu skiptir, hann verður ódýr. Meira
23. júní 1996 | Ferðalög | 1358 orð | ókeypis

Perla í miðri Evrópu Miðborgin líkist á engan hátt borgum í fyrrum leppríkjum Sovétmanna í Austur-Evrópu. Í úthverfum sá Ásgeir

ÍSLENSKAN bættist í hóp heimstungumálanna sem heyra má á götum Prag, á dögunum er ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar gekkst fyrir hópferð til höfuðborgar Tékkneska lýðveldisins. Íslenska "innrásin" var raunar hafin áður; í Prag býr nokkur fjöldi ungra Íslendinga og þar er að finna veitingastaðinn Reykjavík, Meira
23. júní 1996 | Ferðalög | 70 orð | ókeypis

PRAG Mikið og stöðugt framboð er

Mikið og stöðugt framboð er af hvers kyns menningarviðburðum í Prag. Öll þjónusta og tækni er þar þróaðri en í flestum gömlu kommúnistaríkjunum í Mið- og Austur-Evrópu og auðvelt að vera ferðamaður í þessari fallegu borg. BISKUPSTUNGUR Uppbygging ferðaþjónustu í mestu ferðamannasveit landsins felst m.a. Meira
23. júní 1996 | Ferðalög | 73 orð | ókeypis

Vegabréfsáritun til Suður-Afríku

ÞEIR sem ætla til Suður-Afríku þurfa að sækja um vegabréfsáritun, en slíkrar áritunar hefur ekki verið krafist í tvö ár. Ragnar Magnússon, ræðismaður Suður-Afríku, segist ekki kunna skýringar á nýju reglunum, sem sér hafi komið mjög á óvart í ljósi nýstofnaðs stjórnmálasambands Íslands og Suður-Afríku. Meira
23. júní 1996 | Ferðalög | 1327 orð | ókeypis

Vilja fá fólk til að dvelja lengur

Biskupstungur, mesta ferðamannasveit Íslands Vilja fá fólk til að dvelja lengur Töluverð uppbygging hefur verið í ferðaþjónustu í Biskupstungum. Meira
23. júní 1996 | Ferðalög | 685 orð | ókeypis

"Öðruvísi staðir" á Benidorm Hauskúpur,vændiskona oghippatónlist

Á BENIDORM á Spáni má innan um og saman við ótal venjuleg og tilbreytingarlaus diskótek, næturklúbba og bari ramba inn á nokkra staði sem eru svolítið "öðru vísi". Skilgreiningin er ef til vill svolítið í lausu lofti, en sumir staðir eru sérkennilegir vegna innréttinga og skreytinga, eða vegna þess að eigandinn, barþjónar og annað starfsfólk skapa skemmtilega stemmningu. Meira
23. júní 1996 | Bílar | 1051 orð | ókeypis

Öruggur Golf langbakur með aldrifi REYNSLUAKSTUR

GOLF, millistærðarbíllinn frá Volkswagen verksmiðjunum þýsku, hefur um árabil notið feikimikilla vinsælda hérlendis rétt eins og víðast hvar í heiminum þar sem menn hafa komist í tæri við hann enda er salan í heild orðin yfir 20 milljón stykki. Síðasta kynslóðin kom fram fyrir um fjórum árum, heldur stærri og betur búin en fyrri gerðir. Volkswagen umboðið hérlendis, Hekla hf. Meira

Fastir þættir

23. júní 1996 | Dagbók | 2702 orð | ókeypis

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 21.-27. júní verða Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1 og Breiðholts Apótek, Álfabakka 23, Mjódd. Frá þeim tíma er Apótek Austurbæjar opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
23. júní 1996 | Fastir þættir | 173 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Björn Blöndal

Sl. sunnudag fór fram á alnetinu 108 para tvímenningur og sigraði Björn Blöndal ásamt Kanadamanninum Jian J. He. Spiluð voru 24 spil og eru spiluð tvö spil milli para. Að sögn Björns er spilafyrirkomulagið ýmist IMPS eða Match-points og að þessi sinni var spilað IMPS. Þetta er mjög vinsæl keppni og margir góðir spilarar í landsliðsklassa taka þátt í henni. Meira
23. júní 1996 | Í dag | 30 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

Ljósm. MYND Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Sigrún Ómarsdóttir og Einar Kr. Vilhjálmsson.Heimili þeirra er á Sléttahrauni 25, Hafnarfirði. Meira
23. júní 1996 | Í dag | 29 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní sl. í Akureyrarkirkju af sr. Svavari Alfreð Jónssyni Ásdís Skúladóttir og Jón Kristinn Sigurðsson. Heimili þeirra er á Melasíðu 3, Akureyri. Meira
23. júní 1996 | Dagbók | 742 orð | ókeypis

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
23. júní 1996 | Í dag | 158 orð | ókeypis

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, sunnudaginn 23. júní, eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Margaret ogBent Scheving Thorsteinsson, Efstaleiti 12, Reykjavík. Þau eru nú í hálfsmánaðar skemmtisiglingu um Miðjarðarhafið. ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 24. Meira
23. júní 1996 | Í dag | 99 orð | ókeypis

Tapað/fundið Skór fannst SVARTUR, nýlegur, vanda

SVARTUR, nýlegur, vandaður hælahár kvenskór fannst 17. júní við gamla kirkjugarðinn. Upplýsingar í síma 552-9957. GSM-sími tapaðist GSM síminn minn, Motorola International 7500, var tekinn úr veskinu mínu á Kaffi Reykjavík, föstudaginn 14.6. sl. ásamt GSM korti og tveimur batteríum. Númer á bakhlið símans er 0922WA1AB1. Meira
23. júní 1996 | Í dag | 529 orð | ókeypis

UM orð eru okkur tungutamari en önnur. Orðið lífskjör e

UM orð eru okkur tungutamari en önnur. Orðið lífskjör er til dæmis á hvers manns vörum um þessar mundir. Menn tala gjarnan um samanburð á lífskjörum Dana og Íslendinga, sem deildu saman kóngi frá miðri fjórtándu öld og fram í síðari heimsstyrjöld þeirrar tuttugustu. Meira
23. júní 1996 | Fastir þættir | 39 orð | ókeypis

Úrslit í Bikarkeppninni Eftirtalin úrslit úr fyrstu umferð hafa bor

Eftirtalin úrslit úr fyrstu umferð hafa borist en dregið verður í aðra umferð á mánudaginn. Sveinn Aðalgeirsson - Sparisjóður Þingeyinga27-80Mánarnir - Logaland143-72Guðný Guðjónsdóttir - Gísli Þórarinsson112-116Jón Ág. Guðmundsson 66" Akureyri104-66Guðni Hallgrímsson Sérsveitin81-114Guðlaugur Sveinsson vann Borgey. Meira

Íþróttir

23. júní 1996 | Íþróttir | 339 orð | ókeypis

CARLO Ancelotti

CARLO Ancelotti hefur verið ráðinn þjálfari hjá Parma. Ancelotti, var aðstoðarmaður Arrigo Sacchi er Ítalir náðu í úrslit á HM í Bandaríkjunum 1994. Ancelotti, sem lék áður með Parma, tekur við af Nevio Scala. Meira
23. júní 1996 | Íþróttir | 119 orð | ókeypis

Johansson ánægður með EM LENNA

LENNART Johansson forseti UEFA hefur fylgst grannt með Evrópumótinu á Englandi. Hann hefur lýst yfir ánægju með framkvæmd mótsins og framkomu stuðningsmanna liðanna sem tugþúsundum saman hafa komið til landsins. "Umgjörð keppninnar og andrúmsloftið hefur verið frábært og þar eiga áhorfendur ekki hvað sístan þátt með jákvæðri framkomu utan vallar janft sem innan," sagði Johansson. Meira
23. júní 1996 | Íþróttir | 651 orð | ókeypis

Norrænn baráttufótbolti með suðrænum sambatakti

Í ÚTJAÐRI Gautaborgar í Svíþjóð, í hverfinu Hj¨allbo, á bækistöðvar fyrstu deildar lið í knattspyrnu Gunnilse IS. Síðastliðið haust varð unglingalið félagsins, skipað 18 ára leikmönnum, sænskur meistari. Þetta væri í sjálfu sér tæplega í frásögur færandi, ef ekki vildi svo til að annar þjálfara liðsins í ár er Íslendingur, Pétur Róbertsson 34 ára gamall. Meira
23. júní 1996 | Íþróttir | 188 orð | ókeypis

Stund milli stríða

Í DAG verða leiknir tveir síðari leikirnir í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu á Englandi þegar Þjóðverjar og Króatar mætast á Old Trafford í Manchester og Tékkar og Portúgalir eigast við á Villa Park í Birmingham. Fyrri leikurinn hefst klukkan 14 og sá síðari klukkan 17.30. Undanúrslitin verða síðan á miðvikudaginn og sjálfur úrslitaleikurinn sunnudaginn 30. júní. Meira

Sunnudagsblað

23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 102 orð | ókeypis

7.500 höfðu séð Í hæpnasta svaði

ALLS sáu um 7.500 manns gamanmyndina Í hæpnasta svaði í Sambíóunum og Borgarbíói á Akureyri fyrstu sýningarhelgina. Um 8.000 manns hafa séð Truflaða tilveru í Sambíóunum, 28.000 Leikfangasögu, 13.500 Hættulega ákvörðun, 23.000 Vaska grísinn Badda, 7.000 The Dead Presidents", 12.000 Bréfberann, 7.500 Ennþá fúlli og 14. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 3287 orð | ókeypis

Auðveldara að afla fjár til stríðs en friðar"

STARFSVETTVANGUR Thorvalds Stoltenbergs hefur spannað stóran hluta heimsins, svo hið rétta umhverfi fyrir viðtal við hann væri flugvöllur, hótel eða norskt sendiráð úti í heimi, þar sem hann tyllti sér niður um stund í áríðandi erindagjörðum. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 699 orð | ókeypis

Á SÖMU síðu í Search for the Soul og fjallað er um Runólf R

Á SÖMU síðu í Search for the Soul og fjallað er um Runólf Runólfsson er stór mynd af enska miðlinum Horace S. Hambling í leiðslu eða dásvefni 1937, en hann var eitt af sérkennilegum fyrirbrigðum síns tíma og athyglisvert viðfangsefni dularsálfræðinnar. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 863 orð | ókeypis

Bjartar sumarnætur

ÞAÐ ER Jónsmessunótt. Eiginlega sú hátíð sem við Íslendingar njótum fyrir okkur og algerlega á okkar forsendum, sem fáir aðrir eiga. Þá er lengstur sólargangur, björt nótt. Aðrar þjóðir eiga Jónsmessu, en hjá þeim er svo rökkvað að logandi bál eru einkenni og sjást. Við skynjum þetta líka. Löngum hafa menn vakað á Jónsmessunótt úti í náttúrunni. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1410 orð | ókeypis

Efnahagur í rúst og mannlíf í molum Um miðjan maí síðastliðinn fór fram í Novosibirsk í Síberíu alþjóðleg ráðstefna ungs fólks

Áður en við lögðum af stað til Rússlands hafði okkur verið sagt að Novosibirsk væri einhver ljótasta borg í heimi. Við vorum þess vegna ákaflega spenntir þegar við lentum á flugvellinum um klukkan sex um morguninn eftir þriggja tíma flug frá Moskvu með Aeroflot. Við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 277 orð | ókeypis

Ekkasog

DÚETTINN Reptilicus er ein afkastamesta sveit landsins, að minnsta kosti hvað útgáfu varðar og hver diskurinn rekur annan, yfirleitt á vegum erlendra fyrirtækja. Fyrir skemmstu kom út diskur á vegum hollensku útgáfunnar Staalplaat, S.O.B.S. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 147 orð | ókeypis

Fatafellan Demi Moore

DEMI MOORE varð hæstlaunaða kvikmyndaleikkona í heimi þegar hún samþykkti að leika fatafellu í gamanspennumyndinni Striptease", sem byggir á samnefndri metsölubók Miami-rithöfundarins Carl Hiaasens. Moore fékk litlar 12,5 milljónir dollara fyrir fatafelluhlutverkið og mun víst sannarlega vinna fyrir hverju senti. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 511 orð | ókeypis

Fellibylur í miðasölunni Arnald Indriðason

Formúlan er einföld: Tölvubrellur + Michael Crichton = Metsölumynd. Fellibylstryllirinn Twister", spennumynd um veður eins og David Letterman sagði, stefnir í að verða metsölumynd sumarsins, fyrsti sumarsmellurinn og sá aðsóknarmesti. Hún verður sýnd í Sambíóunum og Háskólabíói og á sjálfsagt eftir að vekja samskonar viðbrögð hér og vestra og verða ein aðsóknarmesta mynd ársins. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 169 orð | ókeypis

Fjall og fjara

FYRIR stuttu kom úr nýr diskur þeirra Önnu Pálínu og Aðalsteins Ásbergs sem kallast Fjall og fjara. Þau Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg hafa áður sent frá sér skífu, Á einu máli kom út árið 1992, en auk þess sendu Anna Pálína og Gunnar Gunnarsson frá sér plötuna Von og vísa árið 1994. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 429 orð | ókeypis

Fjárflutningar

ÚTSÝNISTURN er á íbúðarhúsinu í Skáleyjum. Þar er gáð til veðurs og litið eftir fé og ferðum báta. Turninn er því ómissandi í eyjabúskapnum. Jóhannes hefur fylgst með veðrinu undanfarna daga enda orðinn órólegur að koma fénu ekki í sumarhagana í landi. Nú sér hann að orðið er fært, fjörðurinn lygn og miklu minni vindur niður fjöllin í Kollafirði. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 154 orð | ókeypis

Fólk

Tveir fangar flýja undan kúbönsku mafíunni í nýjustu mynd Kevin Hooks (Passanger 57") sem heitir Fled". Með aðalhlutverkin fara Laurence Fishburne, en hann lék síðast Óþelló á móti Kenneth Branagh, og Stephen Baldwin. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 980 orð | ókeypis

Hafa ráðamenn enga ábyrgð?

ÞÚ ERT alltaf að skrifa í blöðin." Sagði kunningi minn við mig um daginn er við hittumst eftir fjöldamörg ár. "En hefur þetta nú ekki lagast mikið á síðustu árum?" bætti hann við. Mér vafðist hreinlega tunga um tönn, því sjálfur hef ég setið í þessari súpu í nær tuttugu ár og því kannski ekki séð hlutina með nægilegu víðsýni. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 2878 orð | ókeypis

HAMBORGARAR OG HÁLEITAR HUGSJÓNIR

GYÐA Guðmundsdóttir og Kjartan Örn Kjartansson eru eigendur Lystar ehf., sem rekur McDonald's-veitingastaðina á Íslandi. Þau eru bæði fædd í Reykjavík, Vesturbæingar og gengu í Melaskóla og Hagaskóla. Gyða er fædd 1952 og Kjartan 1949. Kjartan fór í Menntaskólann á Akureyri og Gyða í Menntaskólann í Reykjavík. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 16 orð | ókeypis

HAMBORGARAR OG HÁLEITAR HUGSJÓNIR 24

HAMBORGARAR OG HÁLEITAR HUGSJÓNIR 24 Hin harða lífsbarátta húsagarðanna 10 B SuðurAfríka lögð að velli Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 398 orð | ókeypis

Hamingjusöm SPRENGJA

LÖÐRANDI sviti og tónlist í líkamanum. Ljósin flæða um mannfjöldann. Á sviðinu standa græn tré sem teygja naktar greinarnar upp í loftið. Fólkið lyftir höndum og klappar: Björk: "Það eru algjörlega engin rök fyrir mannlegri hegðun." Hljómsveitin Plaid hefur hitað Laugardalshöllina upp og Björk er byrjuð að syngja á íslensku: "Ef þú kvartar færðu her af mér. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 2527 orð | ókeypis

Hin harða lífsbarátta húsagarðanna

Sumarið gekk óvenjulega snemma í garð í görðum landsmanna á þessu ári. Snemma í júní var allt komið á fleygiferð, sprettan, gróandinn og síðast en ekki síst pöddurnar. Það er margt í garðinum sem iðar og suðar. Heilt lífríki með tilheyrandi fæðukeðjum og sviptingum. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 666 orð | ókeypis

Hundaæði

HUNDAÆÐI er bráð heilabólga sem öll spendýr geta smitast af og orsakast af veiru. Sjúkdómurinn lýsir sér með krampaflogum, einkum í vöðvum sem stjórna öndun og kyngingu. Það einkennilega er að kramparnir koma fram eða versna mikið við tilraunir til að drekka vatn, við að sjá vatn, heyra vatnshljóð eða heyra talað um vatn. Af þessum ástæðum hefur sjúkdómurinn stundum verið kallaður vatnsfælni. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 152 orð | ókeypis

Í bíó

Íþróttaviðburðir hafa áhrif á bíósókn eins og sannaðist þegar heimsmeistarakeppnin í handbolta var haldin hér á landi í fyrra. Evrópukeppnin í knattspyrnu hefur staðið lungann úr júní og má búast við að hún hafi haft áhrif á bíósókn. Það er enda ekki til betra bíó en góðir fótboltaleikir og þeir hafa komið á færibandi. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 2864 orð | ókeypis

Í kjölfar VesturÍslendinga

Ég hef aldrei haft það alveg á hreinu hvaða tilfinningar við Íslendingar berum til Vestur- Íslendinga, fólksins sem yfirgaf landið þegar harðindi dundu yfir, fólksins sem settist að í vesturheimi og breytti nöfnum sínum úr Kristján í Chris, Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 702 orð | ókeypis

Í klóm tímans

Ávenjulegum eftirmiðdegi líður tíminn átakalaust og án tilþrifa í lífi bókhaldarans Gene Watson (Johnny Depp) en einn daginn verður veruleg breyting þar á. Hann er nefnilega í þann mund að upplifa atburði sem vekja nánast sjúklega athygli þegar þeir verða aðalefnið í fréttum dagsins, en einskær tilviljun hefur dregið Watson inn í hringiðu skelfilegrar atburðarásar. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 3205 orð | ókeypis

Í "Öskjuhlíðarskólanum" í Peking

ÞRÁTT fyrir þrjár akgreinar í hvora átt var umferðin í hnút á hraðbrautinni vestur frá miðborg Peking. "Morgunhnúturinn", sagði Yan Xue Song, bílstjóri og allsherjarhjálparhella íslenska sendiráðsins, sallarólegur. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 753 orð | ókeypis

Kvenímynd nútímans

Ímannfagnaði sem ég sat um daginn var verið að ræða um kvenímynd nútímans. Ég segi fyrir mig, ég hef engan áhuga á þessum brúnu beinasleggjum sem eru arkandi hér út um allan bæ um þessar mundir. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 778 orð | ókeypis

Lárperukrem og lárperuhlaup Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur

AVOCADO, eða lárpera á íslensku, þessi græni viðkvæmi ávöxtur avókadótrésins, sem svo aftur er af lárviðarætt, hefur margt til brunns að bera. Fitumikið aldinkjöt hans er til margra hluta brúklegt. Einfaldasta leiðin til að gæða sér á lárperukjötinu er að skera lárperuna í tvennt, taka steininn úr og borða kjötið með skeið úr hýðinu og gott er að hafa salt, sítrónu og jafnvel smjör við höndina. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 551 orð | ókeypis

Lofaður og vinsæll

JOHNNY Depp hefur öðlast mikið lof gagnrýnenda og almennar vinsældir fyrir frammistöðu sína í ýmsum athyglisverðum og oft á tíðum nokkuð sérstæðum kvikmyndum. Það var áhrifamikill leikur hans í titilhlutverki myndar Tims Burtons, Edward Scissorhands (1990), sem kom honum í hóp eftirsóttustu leikaranna í Hollywood auk þess að færa honum tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 185 orð | ókeypis

Lærði að skilja tölvuna betur

DAGUR Eyjólfsson heitir 13 ára strákur. Hann hefur nýlokið 8. bekk í Réttarholtsskóla. Heima hjá honum er tölva sem hann fékk virkilegan áhuga á fyrir svona tveimur árum. Áður var hann í Breiðagerðisskóla, en þar voru engar tölvur í tíð hans þar. Dagur segist vera fljótur að læra þegar tölvur eru annars vegar. Á námskeiðinu lærði hann að búa til forrit. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 234 orð | ókeypis

Með algjöra tölvudellu

Helgi Bjarnason er 13 ára strákur úr Árbænum. Nemandi í Árbæjarskóla. Það er ekki nema ár síðan að hann fór að fikra sig áfram í leyndardómum tölvunar. Þau tímamót í lífi hans urðu þegar fjölskyldan tók sig til og keypti tölvu inn á heimilið. Helgi var á forritunarnámskeiði í Tölvuskóla Reykjavíkur á dögunum. "Það er ár síðan að ég byrjaði á tölvunni heima. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 141 orð | ókeypis

Mussolini banað í svínastíu

BENITO Mussolini, einvaldur á Ítalíu og leiðtogi fasista þar, var skotinn til bana í svínastíu. Þetta er fullyrt í nýrri bók eftir Giorgio nokkurn Pisano en hún nefnist "Síðustu fimm sekúndur Mussolinis". Líklegt þykir að hún verði til að lífga á ný við landlægar deilur á Ítalíu um hvernig það bar að Mussolini og ástkona hans Claretta Petacci voru myrt þann 28. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 147 orð | ókeypis

Nemandinn með Vincent Cassel

FRANSKA myndin Hatur hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim. Einn leikaranna ungu í myndinni er Vincent Cassel en hann er einn efnilegasti leikari Frakka af yngri kynslóðinni. Nýjasta myndin hans heitir Nemandinn og er byggð á sögu eftir Henry James. Leikstjóri er Olivier Schatzky og skrifar hann handritið ásamt Eve Deboise. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 460 orð | ókeypis

Ný kynslóð forritara

Tölvuskóli Reykjavíkur hefur verið með námskeið í forritun fyrir börn og unglinga að undanförnu. Þátttaka hefur verið geysigóð og segir Guðmundur Árnason skólastjóri að með ólíkindum sé hversu mikla þekkingu sum börnin hafa, sérstaklega strákar á aldrinum 10 til 14 ára. Hafi kennararnir vart undan á stundum. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 304 orð | ókeypis

Ný sveit á gömlum grunni

REGGÍ nýtur hylli um allan heim, ekki síst hér á landi. Hér er þó aðeins ein sveit að störfum sem leikur slíka tónlist, þó ekki sinni hún því einungis, Reggae on Ice, sem starfað hefur nokkur ár og sendi frá sér fyrstu breiðskífuna fyrir skemmstu. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 173 orð | ókeypis

Sannfærð grænmetisæta

BÍLSTJÓRI og grænmetisæta sem sagt var upp störfum hyggst höfða mál á hendur borgaryfirvöldum í útborg Los Angeles á þeim forsendum að honum hafi verið mismunað á grundvelli sannfæringar sinnar. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 3957 orð | ókeypis

Selkjöt Á LAUGARDÖGUM

Selkjöt Á LAUGARDÖGUM Bændurnir í Skáleyjumlíta á æðarfuglinn og selinn sem bústofn sinn, ekki síður en féð, og verja kollurnarog urturnar með kjafti og klóm. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 550 orð | ókeypis

Skemmtileg ljósadýrð

ÁGÆT RÖÐ var fyrir utan Laugardalshöllina áður en tónleikar Bjarkar hófust. Flestir voru á aldrinum 15 til 20 ára, en einnig var nokkuð um eldra fólk. Þór Halldórsson læknir stóð í röðinni um hálf átta leytið. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 2518 orð | ókeypis

Suður-Afríka lögð að velli Hjónin Friðrik Már Jónsson og Birna Hauksdóttir eru nú á ævintýralegu ferðalagi með börnum sínum

GÓÐRARVONARHÖFÐI­TRÖLLASKAGI ­ 1. áfangi Suður-Afríka lögð að velli Hjónin Friðrik Már Jónsson og Birna Hauksdóttir eru nú á ævintýralegu ferðalagi með börnum sínum þremur, Andra Fannari, Stefáni Hauki og Rannveigu. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 720 orð | ókeypis

Vorkópaveiði

Á ANNAÐ hundrað selalagnir eru í Skáleyjum. Þessi hlunnindi hafa sennilega verið nytjuð frá því eyjan byggðist þótt þau gefi af sér minni arð en áður. Skáleyjabændur líta á urturnar eins og húsdýr og reyna að halda í þeim lífinu. Afkvæmin eru hins vegar veidd. Netin eru lögð með bátum frá skerjum eða fjöru, gjarnan út í sund og ála skammt frá kæpingarstöðum urtanna. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 370 orð | ókeypis

»Það eina sem skipti máli ... FYRIR skemmstu komu út ólíkar safnskífur ólí

FYRIR skemmstu komu út ólíkar safnskífur ólíkra kvikmynda, önnur bandarísk og mjög steypt í anda söluskífunnar miklu með tónlistinni úr NBK og hin eins og dæmigerð bresk safnskífa, upp full með innihaldi og meiningum. Báðar hafa þær nokkuð til síns ágætis. Kvikmyndatónlist er til margra hluta nýtileg, ekki síst þegar auglýsa á viðkomandi mynd. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 164 orð | ókeypis

Þá ferfættu á "canisettin"

FRANSKUR þingmaður hefur lagt til að "hundasalernum" verði komið upp í sérhverjum frönskum bæ þar sem íbúar eru fleiri en 500. Talið er að um 500.000 tonn af hundaskít falli á ári hverju á götum höfuðborgar Frakklands, Parísar, einnar. Þykir þetta fæla ferðamenn frá og ýmsir eru þeirrar hyggju að ekki geti þetta talist eftirsóknarverð landkynning. Meira
23. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1405 orð | ókeypis

Þrengt að Hillary Clinton vegna Whitewater

HILLARY Clinton, hin umdeilda eiginkona Bandaríkjaforseta, var kjölfestan í forsetaframboði manns síns fyrir fjórum árum. Þegar ásakanir um að hann hefði verið ótrúr náðu hámarki stóð hún við hlið hans og datt hvorki af henni né draup. Það var ekki síst hennar vegna að Bill Clinton varð forseti. Meira

Ýmis aukablöð

23. júní 1996 | Blaðaukar | 361 orð | ókeypis

Samkeppni til að bæta gestrisni

FERÐAMÁLAIÐNAÐURINN í Sviss er í verulegum vanda. Landið er svo dýrt að æ færri eyða fríinu þar. Hótelgestir í janúar voru yfir 10% færri en í fyrra. 19% færri gistu á farfuglaheimilum en á sama tíma í fyrra. Það hefur dregið úr fjölda ferðamanna frá öllum löndum Evrópu og Bandaríkjunum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.