Greinar fimmtudaginn 1. ágúst 1996

Forsíða

1. ágúst 1996 | Forsíða | 150 orð | ókeypis

Anganin engu lík

STÆRSTA blóm í heimi opnaði krónuna í gær og ilmurinn eða öllu heldur ódaunninn var svo mikill, að sumir settu upp gasgrímur. Vex blómið í Kew-görðunum í London, einum frægasta grasagarðinum, og höfðu hundruð manna beðið eftir þessum viðburði í marga daga. Blómið, Amorphophallus Titanum, á ætt sína og óðul á Súmötru og þar blómgast það á sex eða sjö ára fresti. Meira
1. ágúst 1996 | Forsíða | 205 orð | ókeypis

Mesta breyting í hálfa öld

BILL CLINTON Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann myndi samþykkja sem lög frumvarp repúblikana um endurbætur á bandaríska velferðarkerfinu, og verða það umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á opinberri aðstoð við fátæka í Bandaríkjunum síðan á fjórða áratugnum. Meira
1. ágúst 1996 | Forsíða | 91 orð | ókeypis

Pravda hætt

ELSTA og þekktasta dagblað í Rússlandi, Pravda, er hætt að koma út. Síðasta tölublaðið kom fyrir augu sífellt minnkandi lesendahóps í fyrradag. Eigendur blaðsins, tveir grískir milljónamæringar, segja gífurlegan taprekstur hafa verið á blaðinu, að því er fram kemur í kanadíska dagblaðinu The Globe and Mail. Meira
1. ágúst 1996 | Forsíða | 396 orð | ókeypis

Smáríki Króata í Bosníu leyst upp

EMBÆTTISMENN Króata og múslima í Bosníu hafa komist að samkomulagi um að sjálfskipað smáríki Króata í Bosníu, sem þeir kalla Herzeg-Bosna, verði leyst upp. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kornblum, greindi frá þessu að loknum fjögurra klukkustunda samningaviðræðum í gær. Spenna hefur aukist mjög á milli múslima og Króata í Bosníu, vegna kosninganna í borginni Mostar, og Herzeg-Bosna. Meira
1. ágúst 1996 | Forsíða | 231 orð | ókeypis

Viðskiptabann sett á Búrúndí

LEIÐTOGAR Afríkuríkja, sem freista þess að afstýra frekari blóðsúthellingum í Búrúndí, ákváðu í gær að setja viðskiptabann á landið vegna valdaráns hersins í vikunni sem leið. Ennfremur kröfðust þeir þess að herinn, sem er undir stjórn Tútsa, efni tafarlaust til viðræðna við uppreisnarmenn úr röðum Hútúa. Meira

Fréttir

1. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 310 orð | ókeypis

22 þúsund sjálfsmorð í Japan

RÚMLEGA 22 þúsund Japanir frömdu sjálfsmorð á síðasta ári, þar af um 2.800 vegna fjárhagsvandræða er stöfuðu af því, að efnahags"blaðran" sprakk, að því er lögregla greindi frá í fyrradag. Fjöldi þeirra, er sviptu sig lífi í fyrra, er hærri en árið á undan sem nemur 766 tilvikum. Gífurleg þensla hófst í japönsku efnahagslífi á níunda áratugnum og fasteignaverð hækkaði verulega. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 148 orð | ókeypis

3.700 starfsmenn til sveitarfélaga

SVEITARFÉLÖGIN taka frá og með deginum í dag við öllum rekstri grunnskólans og flytjast alls 3.700 starfsmenn frá ríki til sveitarfélaga og fá þeir útborgað í fyrsta sinn frá nýjum vinnuveitanda í dag. Árið 2000 hafa verið fluttir til sveitarfélaganna 7 milljarðar króna til þess að sinna þessu verkefni. Ríkið mun leggja fram 1. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð | ókeypis

Aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut

AFTANÁKEYRSLA varð rétt sunnan við göngubrúna á Kringlumýrarbraut um hálfsexleytið í gær. Loka þurfti Kringlumýrarbrautinni í báðar áttir í talsverðan tíma þar sem bifreiðarnar köstuðust yfir á gagnstæðar akreinar. Þrír voru fluttir á slysadeild, einn þeirra slasaðist nokkuð og gekkst undir aðgerð, en hinir tveir fengu að fara heim að skoðun lokinni. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 100 orð | ókeypis

Alþjóðleg grillveisla í Viðey

Alþjóðleg grillveisla í Viðey TÆPLEGA 200 manns af 20 mismunandi þjóðernum komu saman um helgina í Viðey. Svipuð samkoma var haldin í fyrra á Þingvöllum. Meðal þátttakenda nú voru 4 félög útlendinga á Íslandi: Félag nýrra Íslendinga betur þekkt sem SONI (Society of New Icelanders), Nýbúafélag Suðurnesja, FIA (Filipino Icelandic Association), Meira
1. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 146 orð | ókeypis

Aukið gistirými á Langaholti

Ólafsvík-Gistihúsið Langaholt á Snæfellsnesi hefir verið stækkað að mun. Nýlega voru tekin þar í notkun átta rúmgóð herbergi með snyrtingu og eru nú tuttugu herbergi í gistihúsinu auk svefnlofts. Hjónin Svava Guðmundsdóttir og Símon Sigurmonsson hafa nú rekið gistihúsið Langaholt í allmörg ár og náð góðum tökum á rekstrinum. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð | ókeypis

Bensínsala áformuð við Egilsgötu

BORGARSKIPULAG Reykjavíkur hefur auglýst tillögu að skipulagi lóðarinnar nr. 5 við Egilsgötu, þar sem gert er ráð fyrir að verði sjálfsala á bensíni, bílastæði og grænt svæði. Lóðin er á horni Snorrabrautar og Egilsgötu og hefur hingað til verið ófrágengin. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð | ókeypis

Berlínarbjörninn á faraldsfæti

BJÖRNINN sem um árabil hefur staðið í garðinum neðan við Sóleyjargötu 1 verður nú fluttur um set til þess að skapa rými fyrir fánaborgir framan við nýju forsetaskrifstofurnar. Að sögn Þorvaldar S. Þorvaldssonar, forstöðumanns Borgarskipulags, flytur bangsi þó ekki nema spottakorn, eða upp á horn Laufásvegar og Þingholtsstrætis, andspænis nýju sendiráði Þýskalands og Bretlands. Meira
1. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 654 orð | ókeypis

Biskup endurvígir Flateyjarkirkju

Nú hefir verið gengið frá nýju gólfi í kirkjunni og hún öll máluð, gert við bekki og sem sagt allt komið í gott horf og var þessu öllu lokið nú fyrir vígsluathöfnina. Veður hefði getað verið betra en það var rigning og kalsi þar til líða tók á kvöldið en fólk setti það ekki fyrir sig, heldur fjölmenntu gamlir eyjabúar, vinir og velunnarar til hátíðarmessunnar, Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 709 orð | ókeypis

Blómlegt starf kylfinga hjá Flugleiðum

ÓLAFUR Ágúst Þorsteinsson hefur stundað golf í mörg ár og er framkvæmdastjóri Evrópumóts flugfélaga í golfi sem fram fer á Grafarholtsvelli 8. og 9. ágúst. Þar munu um 80 starfsmenn tíu evrópskra flugfélaga reyna með sér ásamt um 20 starfsmönnum Flugleiða. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð | ókeypis

Bruggverksmiðju lokað

FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík lokaði á mánudagskvöld bruggverksmiðju sem tveir menn starfræktu í bílskúr í austurbænum. Annar mannanna var handtekinn í Garðabæ í síðasta mánuði fyrir sömu iðju. Meira
1. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 314 orð | ókeypis

Buchanan úr flokknum?

TALIÐ er, að Pat Buchanan sé svo reiður því að vera bannað að láta til sín taka á flokksþingi bandarískra repúblikana að hann muni hugsanlega segja skilið við flokkinn og bjóða sig fram í forsetakosningunum í haust. Gerði hann það þá fyrst og fremst til að ná sér niðri á Robert Dole, frambjóðanda Repúblikanaflokksins, en þeir eru sagðir vera hatursmenn og talast ekki við. Meira
1. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 446 orð | ókeypis

Byggt verður á reynslu starfsfólks blaðanna

STEFÁN Jón Hafstein hefur verið ráðinn ritstjóri hins nýja dagblaðs Dags-Tímans og hefur hann þegar hafið störf. Hann kom á fund starfsfólks Dags á Akureyri í gær. Stefán Jón sagði að þrátt fyrir víðtæka reynslu af ýmsum fjölmiðlum hefði hann aldrei unnið á dagblaði áður og myndi því nota fyrstu dagana í að ræða við og hlusta á starfsfólk. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð | ókeypis

Dagskrá Samhjálpar um verslunarmannahelgina

Dagskrá Samhjálpar um verslunarmannahelgina SAMHJÁLP hefur um árabil staðið fyrir dagskrá um verslunarmannahelgina í félagsmiðstöðinni Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Hefst dagskráin með Opnu húsi á laugardaginn kl. 14. Allir eru velkomnir að líta inn og rabba um lífið og tilveruna. Dorkaskonur sjá um kaffið og meðlætið. Meira
1. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 127 orð | ókeypis

Danskur fiðluleikari á ferðinni

Í FJÓRÐU tónleikaröð Sumartónleika á Norðurlandi kemur góður gestur frá Danmörku, fiðluleikarinn Elisabeth Zeuthen Schneider. Hún heldur tónleika í Reykjahlíðarkirkju við Mývatn laugardaginn 3. ágúst kl. 21 og Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudag, 4. ágúst kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir Sergeij Prokofiew, Áskel Másson, Andres Nordentoft og J.S. Bach. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 435 orð | ókeypis

Fimmti forseti lýðveldisins tekur við embætti

EMBÆTTISTAKA forseta Íslands fer fram í dag. Nýkjörinn forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, tekur þá við embætti sem fimmti forseti lýðveldisins. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur ættjarðarlög á Austurvelli frá kl. 15 til 15.30. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 169 orð | ókeypis

Fjármagn á þrotum til rannsókna

FJÁRMAGN til fornleifauppgraftrar á Bessastöðum er á þrotum og nægir ekki til þess að ljúka þeirri vinnu sem ráðgert var að ljúka á þessu sumri. Unnið verður við uppgröftinn fram til ágústloka eða einum mánuði skemur en áætlað var. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 527 orð | ókeypis

Fjögurra milljóna stofnfé fræbanka afhent

VIGDÍS Finnbogadóttir afhenti í gær Landgræðslusjóði og Skógræktarfélagi Íslands söfnunarfé átaksins Yrkjum Ísland sem er um leið stofnfé Fræbanka Íslands. Vigdís hefur verið verndari átaksins. Við sama tækifæri voru fimm aðilum afhent sérstök heiðursstofnskírteini fyrir framlög í sjóðinn sem skiptu sköpum. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 111 orð | ókeypis

Forsetaskrifstofan á Sóleyjargötu

Forsetaskrifstofan á Sóleyjargötu LAGFÆRINGUM og breytingum á nýju skrifstofuhúsnæði forseta Íslands við Sóleyjargötu 1 er lokið og í gærkvöldi var skrifstofan flutt úr Stjórnarráðinu. Hingað til hafa forseti og forsætisráðherra deilt með sér neðri hæð Stjórnarráðshússins. Meira
1. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 248 orð | ókeypis

Franskir dagar

Fáskrúðsfirði-Franskir dagar voru haldnir á Fáskrúðsfirði um síðustu helgi, þar sem minnst var samskipta franskra sjómanna og heimamanna fyrr á öldinni og öldinni sem leið. Meira
1. ágúst 1996 | Miðopna | 306 orð | ókeypis

Fráfarandi forseta þakkað ánægjulegt samstarf

VIGDÍS Finnbogadóttir, fráfarandi forseti Íslands, sat sinn síðasta ríkisráðsfund á Bessastöðum í gær. Í lok fundar þakkaði Davíð Oddsson forsætisráðherra Vigdísi gott og ánægjulegt samstarf og árnaði henni og fjölskyldu hennar heilla í framtíðinni. Meira
1. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 120 orð | ókeypis

Grunnskóla Suðureyrar færð rausnarleg gjöf

GRUNNSKÓLANUM á Suðureyri var færð rausnarleg gjöf fyrir skemmstu þegar kvenfélagskonur í kvenfélaginu Ársól á Suðureyri færðu skólanum 500.000 kr. að gjöf til kaupa á tækjum og búnaði fyrir skólann. Það var formaður félagsins Ingibjörg Jónsdóttir sem færði Magnúsi S. Jónssyni skólastjóra göfina. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 314 orð | ókeypis

Gönguferðir í Skaftafelli

DAGSKRÁ í þjóðgarðinum í Skaftafelli um verslunarmannahelgina verður með svipuðu sniði og aðrar helgar, þótt nokkuð sé aukið við gönguferðir og barnastundir. Á laugardag kl. 10 verður gengið inn í Morsárdal að Bæjarstaðarskógi. Gangan tekur 6­7 klst. og á leiðinni verður rætt um náttúrufar og sögu svæðisins. Nauðsynlegt er að vera vel skóaður og að hafa með sér nestisbita. Kl. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 192 orð | ókeypis

Hagkvæmniathugun haldið áfram

FENGIST hefur fjármagn á innanlandsmarkaði til þess að vinna síðari hluta hagkvæmniathugunar á magnesíumframleiðslu á Reykjanesi, eða um 70 milljónir. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, sem á rúmlega 70% eignarhlut í hlutafélagi um athugunina, býst við að niðurstöður liggi fyrir í byrjun næsta árs. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 200 orð | ókeypis

Heiðursfélagi í samtökum Norðurlandasafnara

NÝLEGA var haldinn fundur Scandinavian Collectors International. Var þetta framhaldsaðalfundur aðalfundar sem haldinn var nokkru áður. Til þessa fundar var sérstaklega boðið Sigurði H. Þorsteinssyni uppeldisfræðingi og hann beðinn að sýna heimildasafn sitt um hvernig pósturinn fluttist af yfirborði jarðar upp í loftið sem flugpóstur. Meira
1. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 137 orð | ókeypis

Heimamaður átti lægsta tilboð

FIMM tilboð bárust í hafnarframkvæmdir í Ólafsfirði, sem boðnar voru út á vegum Hafnasamlags Eyjafjarðar nýlega. Tilboðin voru opnuð í vikunni og það lægsta átti heimamaðurinn Árni Helgason. Framkvæmdin sem hér um ræðir nefnist; "Brimvörn ­ sjóvörn ­ flóðavörn" og í verkinu felst m.a. að endurraða tæplega 6.000 m3 af grjóti og framleiða og raða um 10.670 m3 til viðbótar. Meira
1. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 99 orð | ókeypis

Hilmar og Jim Black leika nýjan djass

HILMAR Jensson gítarleikari og Jim Black trommuleikari leika nýjan djass á Tuborgdjassi Listasumars og Café Karolínu í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 1. ágúst og hefjast þeir kl. 21.30. Þeir félagar léku þar síðasta sumar ásamt saxófónleikaranum Chris Speed við góðar undirtektir. Þetta er í fimmta sinn sem Jim Black sækir Íslendinga heim, en hann er búsettur í New York. Meira
1. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 218 orð | ókeypis

Hlutafé verður aukið um helming

HLUTHAFAFUNDUR í Dagsprenti verður haldinn síðdegis í dag, fimmtudag, en tilefni fundarins er að taka afstöðu til tillögu um aukningu á hlutafé félagsins. Það er nú 23,5 milljónir króna og verður aukið um helming, í 47 milljónir. Hlutafjáraukningin verður að hluta til notuð til kaupa á útgáfu Tímans og að hluta til í rekstur vegna aukinna umsvifa og endurnýjunar á tækjabúnaði. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 40 orð | ókeypis

Húsmóðir

Þau mistök urðu við kynningu á Sigurlaugu Sveinsdóttur með grein hennar, "Oft var þörf en nú er nauðsyn" í Morgunblaðinu sl. þriðjudag, að hún var sögð starfsmaður Geðhjálpar. Í kynningu átti að standa húsmóðir. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 230 orð | ókeypis

Hús styrkt með tilliti til jarðskjálfta

VERIÐ er að endurnýja búnað og endurgera húsakost Sogsvirkjana. Stöðvarnar eru þrjár, Írafossstöð, Ljósafossstöð og Steingrímsstöð. Framkvæmdirnar standa yfir fram til aldamóta en mestum fjármunum er varið til verksins á þessu ári og því næsta. Ráðgert er að heildarkostnaður á næstu fimm árum verði um 1.200 milljónir kr. Meira
1. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 76 orð | ókeypis

Hvar er Stebbi hólkur?

Ólafsvík-Fyrir tuttugu árum, 9. júlí 1976, var þetta krot sett á annan brúarstöpulinn á Fróðá á Snæfellsnesi en þá fór fram viðgerð á gömlu brúnni. Þeir Bjössi, Stebbi og Gísli hafa verið í brúarvinnuflokknum. Einhver þeirra hefir svo sett nöfn þeirra (og gælunöfn) á stöpulinn. Nú væri gaman að vita hvort þeir eru allir lífs og hvað þeir hafa fyrir stafni. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð | ókeypis

Japanir veiða túnfisk við Ísland

TVÖ JAPÖNSK túnfiskveiðiskip halda í dag frá Reykjavík til túnfiskveiða djúpt suður af landinu, innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Veiðarnar eru liður í samstarfsverkefni japanskra aðila og Hafrannsóknastofnunar og munu starfsmenn stofunarinnar fara með skipunum og fylgjast með veiðunum. Meira
1. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 174 orð | ókeypis

Kjötframleiðendur fá bætur

ÞAÐ STEFNDI í miklar deilur meðal aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB), er framkvæmdastjórn ESB kynnti í fyrradag áætlun sína til aðgerða vegna "kúariðufársins" svokallaða. Aðgerðirnar felast fyrst of fremst í niðurskurði á niðurgreiðslum úr sjóðum sambandsins til kornbænda til að fjármagna bætur til kúabænda, sem hafa þurft að þola verulegt tekjutap vegna minni sölu á nautakjöti í Evrópu. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 46 orð | ókeypis

Með amfetamín í garðinum

FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík handtók á fimmtudag í síðustu viku tæplega tvítugan pilt í Garðabæ. Í garði við heimili hans fundust 50 grömm af amfetamíni. Pilturinn var á föstudag úrskurðaður í gæsluvarðhald sem hann losnaði úr í gær. Málið er talið upplýst. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 77 orð | ókeypis

Með íslenskuna að vopni á Vopnafirði

SAGNA- og hagyrðingakvöld verður haldið í íþróttahúsinu á Vopnafirði í kvöld klukkan 20:30 og er yfirskrift dagskrárinnar "Með íslenskuna að vopni". Þar koma fram hagyrðingarnir Hákon Aðalsteinsson frá Vaðbrekku, Kristján Stefánsson frá Gilhaga og Ósk Þorkelsdóttir frá Húsavík. Meira
1. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 127 orð | ókeypis

Merki Vöruhússins tekið niður

MERKI Vöruhúss KEA hefur verið tekið niður en eins og fram hefur komið er KEA að hætta rekstri verslunar í Vöruhúsinu. Tölvutæki Bókval hefur tekið húsnæði Vöruhússins á leigu til 10 ára og auk þess keypt hljómdeild KEA. Fyrirtækið tekur við rekstri hljómdeildar í dag 1. ágúst. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð | ókeypis

Metþátttaka í Íslandsmóti í hestaíþróttum

Metþátttaka í Íslandsmóti í hestaíþróttum UNDIRBÚNINGUR fyrir Íslandsmótið í hestaíþróttum er nú á lokastigi. Vallarsvæðið á Varmárbökkum í Mosfellsbæ er senn að verða tilbúið fyrir mótið. Búist er við metþátttöku að sögn Brynjars Gunnlaugssonar sem sér um skráningar og tölvuvinnslu. Meira
1. ágúst 1996 | Miðopna | 1554 orð | ókeypis

Mikilvægasti verkefnaflutningurinn til þessa Grunnskólalögin sem samþykkt voru í byrjun árs 1995 koma að fullu leyti til

FLUTNINGUR grunnskólans að öllu leyti til sveitarfélaganna er viðamesti og mikilvægasti verkefnaflutningur frá ríki til sveitarfélaga fyrr og síðar, að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð | ókeypis

Mótmælafundur við Grensásdeild

SAMTÖK endurhæfðra mænuskaddaðra standa fyrir mótmælafundi á Grensásdeild í dag, fimmtudag, kl. 12 á hádegi. Mótmælin beinast gegn þeirri ákvörðun stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur að leggja niður endurhæfingardeildina á Grensási. Meira
1. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 94 orð | ókeypis

Nýr ritstjóri Dags- Tímans

STEFÁN Jón Hafstein, nýráðinn ritstjóri Dags-Tímans, er 41 árs gamall fjölmiðlafræðingur, fæddur í Reykjavík 18. febrúar 1955. Hann er með háskólapróf í fjölmiðlafræði og boðskiptafræði. Stefán Jón hefur lengi starfað á Ríkisútvarpinu, sem fréttaritari bæði í London og Bandaríkjunum, frétta- og dagskrárgerðarmaður, deildarstjóri dægurmáladeildar og dagskrárstjóri Rásar 2. Meira
1. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 228 orð | ókeypis

Óttast óeirðir í Jakarta

ÓTTAST er að til óeirða komi í Jakarta í Indónesíu í dag þegar réttað verður í máli sem stjórnarandstöðuleiðtoginn Megawati Sukarnoputri hefur höfðað gegn stjórninni. Yfirmaður hers landsins sagði að allir sem staðnir yrðu að því að "grafa undan öryggi landsins" yrðu "skotnir á staðnum". Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 389 orð | ókeypis

Ríkjandi forgangsröðun orsök vandans

LANDLÆKNIR stóð í gær fyrir fundi með aðstandendum og ýmsum aðilum sem sinna málefnum geðfatlaðra. Tilgangur fundarins var að kanna hvernig vistunarmálum geðfatlaðra væri nú háttað og koma með tillögur að úrbótum. Rætt var um hugmyndir um sérstaka lagasetningu um málefni geðfatlaðra, sem myndi m.a. tryggja betur aðgengi geðsjúkra að stofnunum. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 469 orð | ókeypis

Samstarf félagshyggjuafla rætt

STJÓRNIR Alþýðuflokksfélagsins og Alþýðubandalagsfélagsins í Hafnarfirði ræddu á fundi í gær um vettvang fyrir samvinnu félagshyggjuafla í bænum. Lára Sveinsdóttir, formaður Alþýðubandalagsfélags Hafnarfjarðar, sagði að fundurinn hefði verið á jákvæðum nótum og ákveðið var að halda annan fund, líklega upp úr miðjum ágúst. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 159 orð | ókeypis

Sálin saman á ný

Sálin saman á ný HLJÓMSVEITIN Sálin hans Jóns míns hefur ekki verið mikið á ferðinni það sem af er árinu. Síðast lék sveitin í janúarlok, en þá hurfu af landi brott til búsetu erlendis tveir meðlimir hennar. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð | ókeypis

Skorið úr skrúfu Jupiters

Morgunblaðið/Guðmundur St. Valdimarsson Skorið úr skrúfu Jupiters FÆREYSKI togarinn JupiterFD-42 fékk aðstoð varðskipsins Týs sl. laugardag þegarskipið fékk nótina í skrúfuna. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 46 orð | ókeypis

Skólasýningin á ný í Árbæjarsafni

Í TENGSLUM við opnun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar endurvekur Árbækjarsafn skólasýningu safnsins. Á kvistlofti læknisbústaðarins frá Kleppi er innréttuð gömul kennslustofa frá aldamótum og má þar meðal annars finna gamla muni úr Miðbæjarskólanum. Sýningin verðu opnuð í dag, fimmtudaginn 1. ágúst. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 331 orð | ókeypis

Spáir 2,5 milljarða kr. minni halla en á fjárlögum

RÍKISENDURSKOÐUN telur í nýútkominni skýrslu um framkvæmd fjárlaga á fyrri hluta ársins að rekstrarafkoma ríkissjóðs á þessu ári verði til muna hagstæðari en fjármálaráðuneytið gerði ráð fyrir í afkomuáætlun sinni, sem birt var í seinustu viku. Meira
1. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 409 orð | ókeypis

Sprengjuleit hjá öryggisverði

BANDARÍSKA alríkislögreglan FBI leitaði í gær að sprengju í íbúð öryggisvarðar í Atlanta, sem grunaður er um aðild að sprengjutilræðinu í Ólympíugarðinum í borginni á laugardag. Lögfræðingur öryggisvarðarins sagði hann saklausan af tilræðinu. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 421 orð | ókeypis

Starfssviðið tekur til 2.200 starfsmanna

Í DAG tekur Fræðslumiðstöð Reykjavíkur til starfa í kjölfarið á flutningum grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Starfssvið Fræðslumiðstöðvarinnar tekur til 2.200 starfsmanna og fjörutíu fræðslustofnana. Árleg velta er um fimm milljarðar króna, eða um þriðjungur af fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Þrjátíu grunnskólar eru í Reykjavík með um fjórtán þúsund nemendur. Gerður G. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 60 orð | ókeypis

Sumarmót í Svínadal

Verslunarmannahelgina 2.­5. ágúst verður haldið að Þórisstöðum í Svínadal sumarmót AA og Al-anon félaga, ALANÓ '96. Aðgangur er kr. 2.500 fyrir 16 ára og eldri en ókeypis fyrir 15 ára og yngri. Innifalið í miðaverði er veiðileyfi í Þórisstaðavatni og aðgangur að níu holu golfvelli staðarins. Að sjálfsögðu er öll neysla áfengis og annarra vímuefna stranglega bönnuð. Meira
1. ágúst 1996 | Óflokkað efni | 181 orð | ókeypis

"Sveitalíf"

SVEITALÍF, fjölskylduhátíð á Hrísum í Eyjafjarðarsveit, verður haldin um verslunarmannahelgina. Boðið er upp á skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Á "Sveitalífi" verður m.a. hestaleiga, farið verður í leiki með börnum og fullorðnum, t.d. rúllubaggahlaup, fótboltakeppni, jarðýtukeppni, kýló, golf, reiptog, glímu og margt fleira. Meira
1. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 210 orð | ókeypis

Tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

ÞRÍTUGUR karlmaður hefur í Héraðsdómi eystra verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot. Maðurinn var ákæður fyrir að hafa frá miðju ári 1987 og fram á siðari hluta árs 1990 á þáverandi heimili sínu margsinnis farið höndum um kynfæri dóttur sambýliskonu sinnar, sem fædd er árið 1983. Meira
1. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 490 orð | ókeypis

Trúnaður við stjórn Dagsprents brostinn

NÚVERANDI ritstjórar Dags, bræðurnir Jóhann Ólafur og Óskar Þór Halldórssynir, munu gegna störfum sínum þar til nýtt sameinað blað kemur út. Þeir sögðu upp störfum á mánudag. Jóhann Ólafur sagði að uppsagnir þeirra tengdust á engan hátt nýjum ritstjóra, Stefáni Jóni Hafstein sem tók til starfa í gær. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 641 orð | ókeypis

Tvískinnungur stjórnar og minna traust fólks

ÓLAFUR Jónasson, umdæmisstjóri Slysavarnafélags Íslands á Suðurnesjum, hefur sagt sig úr félaginu. Hann var einn af fyrstu umdæmisstjórum félagsins og hefur verið virkur í starfi þess í tæp 30 ár. Hann kveðst ekki geta starfað í félagi með stjórn sem viðhefur tvískinnung og óheiðarleika í vinnubrögðum og segir að félagið hafi misst tiltrú og traust í þjóðfélaginu. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 489 orð | ókeypis

Tæp 14% gerðu upp hug sinn á kjördag

UMTALSVERÐUR hluti kjósenda í forsetakosningunum 29. júní ákvað sig endanlega á kjördag, eða tæp 14%. 43,2% kjósenda höfðu endanlega gert upp hug sinn mánuði fyrir kosningar eða fyrr. Þetta kemur fram í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um forsetakosningarnar, sem unnin var fyrir Morgunblaðið. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 580 orð | ókeypis

Um 120 heilsugæs· lulæknar hættir störfum

UPPSAGNIR rúmlega 120 heilsugæslulækna tóku gildi á miðnætti en í gærkvöldi slitnaði upp úr sáttafundi hjá ríkissáttasemjara. Ekki er búist við að reynt verði að hefja sáttatilraunir á ný fyrr en í næstu viku, að sögn Gunnars Inga Gunnarssonar, formanns samninganefndar heilsugæslulækna. Meira
1. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 94 orð | ókeypis

Ungir björgunarsveitamenn æfa

Ólafsvík-Landshlutamót unglingadeilda slysavarnafélaganna á Suðurlandi, Vesturlandi og Reykjanesi, var haldið á Gufuskálum á Snæfellsnesi um helgina. Björgunarsveitir á Snæfellsnesi stóðu fyrir mótinu. Meira
1. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 311 orð | ókeypis

Verður bannað að borða kindahausa?

NORSKA landbúnaðarráðuneytið hefur nú til athugunar tillögu Breta um að komið verði í veg fyrir, að kindahausar verði nýttir til manneldis eða í fóður. Er það óttinn við riðuna, sem veldur því, en í Noregi kemur hún upp á hverjum bænum á fætur öðrum. Fyrirhugað er að slátra nærri 90.000 fjár af þessum sökum. Meira
1. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 931 orð | ókeypis

"Við erum meðal þeirra sem þarf að drepa" Menntafólki úr röðum hútúa er hætta búin í Búrúndí, þar sem tútsar hafa haft tögl og

GEORGETTE Ndihokubwayo óttast sífellt að morðingjar komi hlaupandi yfir maísbaunaakrana sem liggja á milli heimilis hennar og bæjarins Gitega og séu að leita að henni. Ndihokubwayo er menntakona af ættbálki hútúa sem býr í Búrúndí, og þar verða hútúar, sem tekst að krækja sér í menntun, oft fórnarlömb morðingja. Meira
1. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 414 orð | ókeypis

Vísbendingar enn ekki nógu miklar

ÞRÁTT fyrir að tvær vikur séu liðnar frá því að breiðþota TWA-flugfélagsins fórst skammt undan strönd Long Island, segja rannsóknarmenn að enn hafi ekki fundist nægar vísbendingar til þess að segja með með vissu til um orsök slyssins. Meira
1. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 316 orð | ókeypis

Voru sammála um Palestínuríki

YOSSI Beilin, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Ísrael, greindi frá því í gær að samningamenn síðustu ríkisstjórnar og fulltrúar Frelsissamtaka Palestínu (PLO) hefðu náð samkomulagi í fyrra um myndun palestínsks ríkis. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 95 orð | ókeypis

VSÓ bauð lægst í eftirlit við Hvalfjörð

MUNUR á hæsta og lægsta tilboði til Vegagerðarinnar í eftirlit með vegtengingu Hvalfjarðarganga norðan megin var meira en þrefaldur. Línuhönnun hf átti hæsta tilboðið, 28.335.000, en verkfræðistofan VSÓ bauð 8.650.000. Venja er að gera ráð fyrir um 2,5-3% af verkkostnaði til eftirlits en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar fyrir þetta verk var um 490 milljónir. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 258 orð | ókeypis

Ýmsar ferðir um verslunarmannahelgi

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til fjölmargra ferða um verslunarmannahelgina 2.­5. ágúst og er brottför í flestar þeirra föstudagskvöldið 2. ágúst. Í ferðinni, Landmannalaugar ­ Eldgjá ­ Skælingar verður ökuferð í Eldgjá og hún skoðuð og gengið að sérstæðu gervigígasvæði við Skaftá er nefnist Skælingar. Góð gisting er í sæluhúsinu Laugum. M.a. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 218 orð | ókeypis

"Þakka ykkur fyrir að hafa verið þjóðin mín"

HÁTT í fimm þúsund manns kvöddu fráfarandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur, þegar síðasta starfsdegi hennar lauk síðdegis í gær. Vigdís yfirgaf Stjórnarráðið klukkan 16.30 og þegar hún gekk út úr byggingunni beið mikill fjöldi manns fyrir utan í blíðviðrinu til þess að þakka henni fyrir 16 ára veru í embætti. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 424 orð | ókeypis

Þrá úrkomu og aukið vatn

VEIÐI hefur yfirleitt gengið nokkuð vel í Dölunum, en vatnsleysi í ám hefur þó sett mark sitt á veiðiskapinn. Einnig skal á það bent að þær tölur sem hér fara á eftir eru hafðar til samanburðar við tölur síðasta sumars sem var sérlega slakt. Verulega betra Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð | ókeypis

Þýfi fannst í bílum

TVEIR menn um tvítugt voru handteknir í gærdag eftir að þýfi fannst í bílum þeirra í Fellunum í Breiðholti. Í bílunum tveimur fannst talsvert magn þýfis sem talið er vera úr mörgum innbrotum. Þar á meðal voru verkfæri og hljómflutningstæki. Mennirnir voru færðir til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins sem hefur málið til rannsóknar. Meira
1. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 294 orð | ókeypis

Ökumenn blandi ekki saman akstri og áfengisneyslu

UMFERÐARRÁÐ starfrækir í samstarfi við lögreglu um allt land upplýsingamiðstöð á skrifstofu ráðsins um verslunarmannahelgina. Þar verður safnað saman upplýsingum um umferðina, um ástand vega og annað það sem ætla má að geti orðið ferðafólki að gagni. Útvarp Umferðarráðs verður með útsendingar á öllum útvarpsstöðvum um helgina eftir þörfum. Upplýsingamiðstöðin verður opin föstudaginn 2. Meira

Ritstjórnargreinar

1. ágúst 1996 | Leiðarar | -1 orð | ókeypis

FORSETASKIPTI

FORSETASKIPTI ORSETASKIPTI verða í dag. Frú Vigdís Finnbogadóttir, sem verið hefur forseti Íslands í 16 ár, lætur nú af embætti og við tekur Ólafur Ragnar Grímsson, sem kjörinn var forseti Íslands í forsetakosningunum í lok júnímánaðar. Forsetaembættið er íslenzku þjóðinni hugstætt. Meira
1. ágúst 1996 | Staksteinar | 355 orð | ókeypis

»Hryðjuverk FLEST vestræn blöð hafa ritað forystugreinar um sprengjutilræðið

FLEST vestræn blöð hafa ritað forystugreinar um sprengjutilræðið í Atlanta. Hér er gluggað í skrif tveggja bandarískra dagblaða. Minni öryggiskennd Í forystugrein í Honolulu Star-Bulletin segir: "Einn látinn og um tylft særðra setja rörasprengjuna á Ólympíuleikunum í Atlanta ekki í flokk með mestu hermdarverkum. Meira

Menning

1. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 46 orð | ókeypis

Afmæli á Nesjavöllum

VSDK hélt upp á 30 ára afmæli sitt á aðalfundi félagsskaparins sem haldinn var á Nesjavöllum nýlega. Á meðfylgjandi mynd sjást stjórnarmennirnir frá vinstri: Gerður G. Bjarklind, Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Þórdís Jóhannesdóttir, Anna Snæbjörnsdóttir, Erna Franklín, Guðrún Snæbjörnsdóttir og Þorbjörg Guðmundsdóttir glaðar á góðri stund. Meira
1. ágúst 1996 | Menningarlíf | 582 orð | ókeypis

"Á heimaslóð"

Opið kl. 14-16:30 alla daga til 4. ágúst; aðgangur kr. 250 Það hefur verið í gangi stöðugt og vaxandi sýningarstarf í listasetri Akurnesinga síðastliðið ár, þó í fæstum tilvikum hafi það farið hátt í fréttum. Meira
1. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 69 orð | ókeypis

Claudia í nýrri mynd

ÞÝSKA ofurfyrirsætan Claudia Schiffer mun leika í nýjustu mynd leikstjórans Abel Ferrara "Blackout". Margir muna sjálfsagt eftir síðustu mynd Claudiu "Richie Rich" þar sem hún lék einkaþjálfara ríkasta stráks í heimi sem Macauley Culkin lék. Í "Blackout" fer Claudia með hlutverk kærustu morðingja sem leikinn er af Matthew Modine. Meira
1. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 76 orð | ókeypis

Dýr skilnaður Carreys

GAMANLEIKARINN með gúmmíandlitið Jim Carrey, sem er að skilja við eiginkonu sína Melissu, hefur komist að samkomulagi við hana um skilnaðargreiðslur sem nema um 660 milljónum króna. Greiðslurnar skiptast þannig að Melissa, sem er 36 ára, mun fá um 2.310.000 á mánuði til að framfleyta sér og átta ára dóttur þeirra Jane. Meira
1. ágúst 1996 | Menningarlíf | 224 orð | ókeypis

Frumflutningur á messu eftir Jónas Tómasson

Sumartónleikar í Skálholtskirkju Frumflutningur á messu eftir Jónas Tómasson sembalverk eftir Bach og dansar frá Þelamörk Á SUMARTÓNLEIKUM Skálholtskirkju verður frumflutt messan "Tibi laus" eftir Jónas Tómasson sem Margrét Bóasdóttir, Meira
1. ágúst 1996 | Menningarlíf | 215 orð | ókeypis

Gleðileikur með tragískum endi

Ormstunga frumsýnd í Skemmtihúsinu Gleðileikur með tragískum endi LEIKRITIÐ Ormstunga verður frumsýnt í Skemmtihúsinu við Laufásveg 22 í kvöld kl. 20. Um er að ræða fjörugan gleðileik með tragískum endi. Meira
1. ágúst 1996 | Menningarlíf | 40 orð | ókeypis

Grænn dans

Grænn dans SARAH Wilder í hlutverki gulrótar og Michael Nunn sem baun í nýjasta dansverki Twylu Tharp, "Mr. Worldly Wise" (Herra Sigldur) sem sýnt er í Covent Garden þessar vikurnar. Þetta er fyrsta verkið sem Tharp semur fyrir Konunglega breska ballettinn. Meira
1. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 54 orð | ókeypis

Hálfs árs húnar í Lissabon

BJARNARMAMMA í dýragarðinum í Lissabon í Portúgal gefur hér húnunum sínum, tveir synir og ein dóttir, að drekka en þeir héldu upp á hálfs árs afmæli sitt í vikunni. Fæðingum hefur fjölgað mikið í garðinum á síðustu árum og er hægt að þakka það bættum húsakosti og aðstöðu dýranna. Meira
1. ágúst 1996 | Menningarlíf | 342 orð | ókeypis

Hljómkviða fyrir leir

UM SUMA menn er sagt að þeir geti náð hljóði úr hvaða hlut sem er. Sennilega er Guðni Franzson, tónlistarmaður, einn þessara manna. Í kvöld mun hann ásamt nokkrum tónskáldum og hjóðfæraleikurum leika hljómkviðu fyrir leir eftir Guðna á leirverk Kolbrúnar Björgúlfsdóttur og Eddu Jónsdóttur í Norræna húsinu. Meira
1. ágúst 1996 | Menningarlíf | 863 orð | ókeypis

Hnípin sál í vanda

J. S. Bach: Kirkjukantöturnar Ach Gott, wie manches Herzeleid BWV 162 og Liebster Jesu, mein Verlangen BWV 178; forspil úr kantötunum BWV 18 og BWV 182. Margrét Bóasdóttir sópran, Ólafur Kjartan Sigurðarson bassabarýton og Bachsveitin í Skálholti undir forystu Jaaps Schröders á fiðlu og víólu. Skálholtskirkju, laugardaginn 27. júlí kl. 17. Meira
1. ágúst 1996 | Menningarlíf | 55 orð | ókeypis

Hreyfimyndaverk í Slunkaríki

MAGNÚS S. Guðmundsson opnar sýningu í Slunkaríki á Ísafirði. laugardaginn 3. ágúst klukkan 16. Til sýnis eru hreyfimyndaverk unnin á myndband. Þetta er 6. einkasýning Magnúsar en hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Sýningin stendur yfir til 16. ágúst og er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 16­18. Meira
1. ágúst 1996 | Menningarlíf | 528 orð | ókeypis

Höfundar verða bara að treysta þýðandanum

"ÞAÐ VAR í rauninni tilviljun að ég fór að læra íslensku. Ég var að læra bókmenntasögu við háskólann í Lundi í Svíþjóð og í því námi þótti æskilegt að maður læsi Norðurlandamál. Ég tók því meðal annars námskeið í forníslensku og fannst málið mjög spennandi. Það vildi þá svo vel til að í boði var einnig námskeið í nútíma íslensku sem ég sótti. Meira
1. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 142 orð | ókeypis

ID4 fæddist eftir Stargate

HUGMYNDIN að myndinni Independance Day, sem nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og verður frumsýnd á Íslandi 16. ágúst næstkomandi, fæddist þegar Þjóðverjinn Roland Emmerich leikstjóri myndarinnar og samstarfsmaður hans Dean Devlin voru að kynna síðustu mynd sína, Stargate. Meira
1. ágúst 1996 | Menningarlíf | 402 orð | ókeypis

Með fólki og englum

eftir Önnu S. Björnsdóttur. Útgefandi: Starkaður Örn. Reykjavík 1996 49 bls. ÞAÐ hefur einkennt bækur Önnu S. Björnsdóttur hversu vandað er til þeirra bæði hvað varðar inntak og útlit. Er það nokkuð í samræmi við draumkennda mynd- og táknveröld bókanna og er nýútkomin bók Önnu, Í englakaffi hjá mömmu engin undantekning frá þessu. Meira
1. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 172 orð | ókeypis

Náttúran fönguð í svifflugi

ALMENNINGI var boðið að prófa svifflug síðastliðinn sunnudag þegar Svifflugfélag Íslands var með opinn dag á Sandskeiði. Flogið var á nýrri svifflugu félagsins sem er þýsk og ber einkennisstafina ASK 21. Meira
1. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 311 orð | ókeypis

Náttúruhamfarir auka bíóaðsókn

EIN AF stórmyndum sumarsins "Twister" sem væntanleg er í íslenskt bíó á næstunni hefur gengið vel í Bandaríkjunum og hafa raunverulegar náttúruhamfarir hjálpað til við að feykja áhorfendum vestra inn í kvikmyndahúsin. Þegar myndin var frumsýnd voru íbúar í Norður-Texas þjakaðir af mannskæðu hagléli þar sem höglin voru á stærð við golfkúlur. Meira
1. ágúst 1996 | Menningarlíf | 208 orð | ókeypis

Portrett á uppleið

ÁHUGI á andlitsmyndum, portrettum, hefur aukist mjög í Bretlandi og fyrir skemmstu voru afhent verðlaun í samkeppni um slíkar myndir. Sigurvegarinn, James Hague, hlaut sem svarar til einnar milljónar í verðlaun fyrir sjálfsmynd sína. Hún er til sýnis ásamt öðrum verðlaunaverkum í National Portrait Gallery í London. Meira
1. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 292 orð | ókeypis

Safnfréttir, 105,7

ULTRA verður með tónleika á Hópinu á Tálknafirði á laugardag og sunnudag. Hljómsveitina skipa Anton Kröyer, Elín Hekla Klemensdóttir og Guðbjörg Bjarnadóttir. KAFFI REYKJAVÍK. Meira
1. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 73 orð | ókeypis

Stallone feitur

STALLONE hefur bætt á sig einum 15 kílóum fyrir hlutverk sitt í myndinni "Copland" þar sem hann leikur lögreglustjóra. Tökur myndarinnar hófust í júlí. "Ég er orðinn feitur" sagði Stallone sem þekktur er fyrir stæltan líkamsvöxt. Meira
1. ágúst 1996 | Menningarlíf | 460 orð | ókeypis

Tekist á um Britten

Það er Malcolm Williamson, tónlistarstjóri drottningar, sem hefur andmælt hugmyndinni um að heiðra Britten. Williamson bendir á að fimmtíu ár hafi liðið frá dauða Edward Elgar þar til reist var stytta af honum í heimabæ hans og hafi hann þó verið mun merkara tónskáld en Britten. Meira
1. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 106 orð | ókeypis

Trommarinn skóelski

CHARLIE Watts trommari hinnar sívinsælu hljómsveitar Rolling Stones hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu miðað við aðra meðlimi bandsins í gegnum árin en í nýlegu viðtali lét hann gamminn geysa og meðal annars var farið í saumana á fataskápnum hans. Honum varð tíðrætt um fótabúnað sinn. "Ég versla við tvo skósmiði, George Clevery í London og Fosters. Meira
1. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 118 orð | ókeypis

Þrjár góðar reglur gegn nauðgun

Nú fer í hönd mikil skemmtanahelgi og þá er um að gera að vera varkár á öllum sviðum. Við reynum að forðast slys í umferðinni, ekki er síður nauðsynlegt að forðast slys í mannlegum samskiptum. Nauðganir og áfengisneysla fara oft saman. Gullvægar reglur til þess að reyna að forðast hugsanlega nauðgun eru þrjár: Númer 1. Drekkið ekki áfengi ­ eða mjög lítið af því. Meira

Umræðan

1. ágúst 1996 | Aðsent efni | 369 orð | ókeypis

Alexander og Euphemenes

ÞAÐ er sagt, að þá er hinn sæli kóngur Alexander var að stríða úti á Indlandi, að hann varð sem oftar uppiskroppa með fé til að greiða hernum málann. Þá kom hann að máli við Euphemenes herforingja sinn, sem hann taldi ríkan, og bað hann að lána sér 400 talentur. Euphemenes tók því dræmlega og sagðist ekki vera aflögufær með meira en 200. Meira
1. ágúst 1996 | Aðsent efni | 797 orð | ókeypis

Almennar áherslubreytingar

ÞANN 15. ágúst nk. taka gildi breytingar á leiðakerfi SVR. Með þeim breytingum er brotið blað í almenningssamgöngum í Reykjavík, því leiðakerfið hefur ekki verið endurskoðað í heild frá 1970. Breyttar aðstæður Ljóst er að aðstæður hafa breyst mikið frá 1970. Meira
1. ágúst 1996 | Aðsent efni | 582 orð | ókeypis

Engin umferðarslys!

Engin umferðarslys! Fækka þarf þeim slysagildrum, segir Gestur Ólafsson, sem stöðugt er verið að búa til, bæði í þéttbýli og strjálbýli. ÞEGAR þetta er skrifað er ein mesta umferðarhelgi ársins, verslunarmannahelgin, framundan. Meira
1. ágúst 1996 | Aðsent efni | 626 orð | ókeypis

Eru prestar trúgjarnir?

Eru prestar trúgjarnir? Prestar eru ekki trúverðugir, segir Albert Jensen, meðan þeir geta ekki leyst eigin vandamál. SUM MÁL eru svo mikilvæg að þau fá menn til að höggva tvisvar, eða oftar í sama knérunn. Svo er mér farið. Meira
1. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 429 orð | ókeypis

Glæsilegur forseti

FYRIR augum mínum líður viðtal við Forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur yfir sjónvarpsskjáinn og það er ekki laust við að í huga mér og hjarta tendrist þjóðernisrækni, sem ég er að vísu ekki ókunnugur, en í þetta skiptið fylgja henni ljúfar og minnisstæðar minningar um forseta sem er senn á förum eftir gæfuríkt og farsælt tímabil í stóli forseta íslensku þjóðarinnar. Meira
1. ágúst 1996 | Aðsent efni | 218 orð | ókeypis

Hafa skal það sem sannara reynist - líka í Hafskipsmáli

SÚ RANGA staðhæfing kom fram í grein í Morgunblaðinu fyrir skömmu, að aðeins hafi greiðst 17% af kröfum í þrotabú Hafskips. Ekki verður undan því vikist að rétta sannleikanum hjálparhönd, þegar svo gróflega er hallað réttu máli. Undirritaður skrifaði grein í Morgunblaðið 29. júní 1989 þar sem því er haldið fram að Hafskip hefði verið knúið í gjaldþrot að ástæðulausu. Meira
1. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 398 orð | ókeypis

Heimsókn í anda kærleika

UM DAGINN eins og svo oft áður var hringt dyrabjöllunni hjá mér og fyrir utan stóðu ungur maður og fullorðin kona. Þau vildu kynna mér frið á jörðu sem þau töldu að væri hægt að koma á með því að fá mennina til að hugsa og sýna hver öðrum meiri kærleika. Meira
1. ágúst 1996 | Aðsent efni | 819 orð | ókeypis

Hvað er í húfi?

STJÓRN Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur verið knúin til þess að leggja fram tillögur um skerðingu á starfsemi sinni sem hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér komi þær til framkvæmda. Miklar þrengingar hafa einkennt öldrunarþjónustu Reykvíkinga á undanförnum tveimur áratugum, en jafnt og þétt hefur verið unnið að því að reyna að bæta þjónustuna. Meira
1. ágúst 1996 | Aðsent efni | 819 orð | ókeypis

Hveravellir ­ Hafa skal það er sannara reynist

AÐ undanförnu hafa nokkur blaðaskrif orðið vegna þeirrar skipulagsvinnu sem Svínavatnshreppur er að láta vinna á Hveravöllum. Hafa ýmsar greinar sem birst hafa um þetta merka skipulagsstarf verið ærið neikvæðar og í þeim sumum hefur að mínu mati gætt verulegs misskilnings og ókunnugleika. Vil ég hér á eftir greina frá nokkrum staðreyndum sem varpa ættu ljósi á stöðu mála. Meira
1. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 195 orð | ókeypis

Landmælingar Íslands

FLESTIR stjórnmálaflokkar hafa verið með það á stefnuskrá sinni að flytja ríkisstofnanir út á land. Fyrrverandi ríkisstjórn hafði flutning ríkisfyrirtækja út á land í stjórnarsáttmála sínum. Núverandi ríkisstjórn hefur lýst þeirri stefnu sinni að dreifa ætti ríkisstofnunum um landið. Meira
1. ágúst 1996 | Aðsent efni | 1234 orð | ókeypis

Sameining sjúkrahúsþjónustu

Á UNDANFÖRNUM árum hafa ýmsar ósamstæðar hugmyndir verið á lofti um framtíðarskipan sjúkrahúsþjónustu á Íslandi. Nánast allar hugmyndir hafa átt það sameiginlegt að taka eingöngu til afmarkaðra þátta sjúkrahúsþjónustunnar og oft á tíðum er lítið hugsað til þess hver áhrifin verða á aðra þætti eða þjónustuna í heild. Meira
1. ágúst 1996 | Aðsent efni | 494 orð | ókeypis

Samfélagsrekinni þjónustu fylgir lægri kostnaður

Samfélagsrekinni þjónustu fylgir lægri kostnaður - og meira jafnræði en heilbrigðisþjónustu sem rekin er fyrir einkatryggingar eða frjálsar tryggingar Aðhaldsstefnan á erfiðast uppdráttar, segir Ólafur Ólafsson, í þessari fyrstu grein af þremur, meðal þjóða sem búa við einkatryggingar. Meira
1. ágúst 1996 | Aðsent efni | 607 orð | ókeypis

Satt mælir kjöftugur

Satt mælir kjöftugur Hvergi á landinu, segir Steinþór Gunnarsson, hafa orðið eins miklar breytingar í uppbyggingu sjávarútvegsfyrirtækja og á Vestfjörðum. MÖNNUM er oft tíðrætt um afskipti stjórnmálamanna af atvinnulífi landsmanna og þá ekki hvað síst um afskipti þeirra af sjávarútvegi. Meira
1. ágúst 1996 | Aðsent efni | 822 orð | ókeypis

Svínvetningabúð á Hveravöllum

SVO SEM marga mun reka minni til, hafnaði skipulagsstjóri ríkisins þeirri tillögu Svínvetninga um deiliskipulag Hveravallasvæðisins, sem þeir lögðu fram á liðnum vetri. Í því deiliskipulagi var gert ráð fyrir stórri þjónustumiðstöð í námunda við hverina, 600-900 fermetra að stærð, svo sem fyrr hafði verið staðfest í aðalskipulagi, Meira
1. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 485 orð | ókeypis

Um fáfræði og fordóma íslenskra kotkarla og kerlinga

KÆRU lesendur. Undanfarna mánuði hef ég fylgst með þeirri umræðu sem staðið hefur yfir um stöðu samkynhneigðra í sköpunarverki almættisins. Svo virðist mér á öllu að Guð hafi hreinlega ekki skapað "hýra fólkið" heldur hafi Kölski sjálfur sett þau á jörðina til að gera okkur hinum; eðlilega, fallega, góða, gagnkynhneigða, ljóshærða og bláeyga fólkinu, lífið leitt. Meira
1. ágúst 1996 | Aðsent efni | 651 orð | ókeypis

Um störf þroskaþjálfa á dagdeild Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

TILEFNI þessarar greinar er sú barátta sem þroskaþjálfar á Greiningarstöð hafa átt í til þess að fá leiðréttingu á launum sínum og viðurkenningu á sérstöðu við stofnunina sem þeir áunnu sér 1991. Í síðustu kjarasamningum fengu þroskaþjálfar sem starfa hjá ríkinu þriggja launaflokka hækkun en þroskaþjálfar á Greiningarstöð sátu eftir. Mikil vinna var lögð í að ná fram leiðréttingu án árangurs. Meira

Minningargreinar

1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 424 orð | ókeypis

Andrés Kristinn Hansson

Andrés Kristinn Hansson Starfsdagur minn var nokkuð langur í þágu Reykjavíkur og að sjálfsögðu margt sem er mér hugstætt þegar litið er yfir vegferðina. Þó mun eitt minnisstæðara en allt annað. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 32 orð | ókeypis

ANDRÉS KRISTINN HANSSON

ANDRÉS KRISTINN HANSSON Andrés Kristinn Hansson fæddist í Fitjakoti á Kjalarnesi 15. apríl 1908. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 3. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 12. júlí. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 533 orð | ókeypis

Arnór Björnsson

Í dag er ég í mjög óþægilegri stöðu. Ég er búinn að reyna og reyna að skrifa til ykkar allra eitthvað um Arnór, en það virðist sem að ég geti fyrir engan mun fundið nógu hlýleg og falleg lýsingarorð um hann. Ég deildi með honum, öllu síðastliðnu skólaári, skrifstofuplássi í Háskólanum í Colorado og ég bjóst ekki við því að sjá hann aldrei aftur. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 388 orð | ókeypis

Arnór Björnsson

Kæri Arnór, ég sé mikið eftir því að hafa ekki nefnt við þig allt það sem ég kunni svo vel við í fari þínu. Allt sem ég tók eftir, frá því að við hittumst í ágúst, en nefndi aldrei. Ég ætla að gera það núna. Þú er eina manneskjan, sem ég hef nokkurn tímann hitt, sem hafði alla þá líkamsburði og stíl til að ganga í fötum tveimur númerum of litlum en samt líta alltaf jafn vel út í þeim. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 368 orð | ókeypis

Arnór Björnsson

Kæra fjölskylda og vinir Arnórs. Það var á sunnudagseftirmiðdegi í ágúst 1995, þegar Arnór kom fyrst til Boulder. Við hittum hann fyrir framan Hótel Boulderado þar sem forvitni hans um Colorado, um nýju félaga sína og almenna hegðun mannsins kom öllum í opna skjöldu. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 25 orð | ókeypis

ARNÓR BJÖRNSSON

ARNÓR BJÖRNSSON Arnór Björnsson fæddist í Reykjavík 6. maí 1966. Hann varð bráðkvaddur 25. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 4. júlí. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 554 orð | ókeypis

Einar Kristjánsson

Einar Kristjánsson Nú haustblærinn næðir um húmdökknuð fjöll og hlynur og björk fella laufin sín öll, og víðir og lyngið og blágresið bliknar, svo bleik verður grundin, og brimar við fjörðinn og sundin. Og haustskýjadansinn í dimmunni hefst og drunginn og treginn að hjartanu vefst. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 32 orð | ókeypis

EINAR KRISTJÁNSSON Einar Kristjánsson var fæddur á Hermundarfelli í Þistilfirði 26. október 1911. Hann lést 6. júlí síðastliðinn

EINAR KRISTJÁNSSON Einar Kristjánsson var fæddur á Hermundarfelli í Þistilfirði 26. október 1911. Hann lést 6. júlí síðastliðinn á Hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 15. júlí. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 408 orð | ókeypis

Erna Guðmundsdóttir

Elsku mamma mín. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur staðið fyrir og verið mér í næstum hálfa öld. Myndir og minningar streyma fram í hugann. Myndir eins og þegar; þú leyfðir mér að sitja undir saumavélarborðinu á meðan þú saumaðir og hlusta á æsispennandi útvarpsleikrit, við sátum eftir háttatíma og ég fékk að hjálpa þér við að búa til tuskudýr og dúkkur í jólagjafir, Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 31 orð | ókeypis

ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR Erna Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 5. júní 1930. Hún lést á heimili sínu að kvöldi 12. júlí sl. og fór

ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR Erna Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 5. júní 1930. Hún lést á heimili sínu að kvöldi 12. júlí sl. og fór útför hennar fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði 23. júlí. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 460 orð | ókeypis

Gestur Hallgrímsson

Þar sem ég er, er dauðinn ekki; þar sem dauðinn er, er ég ekki. Svo mælti Pródikos frá Keos um miðja 5. öld f. Kr. Gestur lagði hægt á eftir sér. Allt sitt líf lagði hann hægt á eftir sér, rólegur, æðrulaus, brosti við öllu gríni og óforskömmugheitum, en beitti því ekki sjálfur. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 26 orð | ókeypis

GESTUR HALLGRÍMSSON

GESTUR HALLGRÍMSSON Gestur Hallgrímsson fæddist í Reykjavík 20. september 1929. Hann lést í Reykjavík 25. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 4. júlí. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 230 orð | ókeypis

Guðmunda Jónasdóttir

Þriðjudagurinn 23. júlí var ósköp venjulegur dagur, þar til við fengum þær sorglegu fréttir að amma okkar hefði yfirgefið þennan heim. Það er ótrúlegt hvað okkur finnst sjálfsagt að hafa ömmu hjá okkur. Maður býst ekki við því að einhver svo nákominn hverfi frá sér svo snögglega. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 188 orð | ókeypis

GUÐMUNDA JÓNASDÓTTIR

GUÐMUNDA JÓNASDÓTTIR Guðmunda Jónasdóttir fæddist í Tröð í Súðavík 29. janúar 1919. Hún lést 23. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Karitas Elísabet Kristjánsdóttir og Jónas Sigurðsson frá Súðavík. Hún var þriðja í röð níu systkina sem komust upp, þrjú dóu ung. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 130 orð | ókeypis

Guðmunda Jónasdóttir Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að

Okkur langar til að kveðja hana Mummu ömmu okkar með nokkrum orðum. Það var alltaf gott og notalegt að koma til ömmu og afa á Setbergi. Alltaf gott að vera hjá þeim í sveitinni. Og síðan hjá henni ömmu eftir að afi dó. Og nú er hún komin til hans. Hún var svo nýkomin af heimaslóðum að vestan og því sjálfsagt aldrei ánægðari að kveðja okkur en nú. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 882 orð | ókeypis

Guðmundur Steinsson

Við Guðmundur Steinsson hittumst fyrst í anddyri Krýsuvíkurskóla þar sem hann var kominn til að kynnast þeim heimi lífsfirringar og vonleysis er einkennir líf þeirra er ánetjast fíkniefnum. Hann var að skrifa leikritið Stakkaskipti, ég var að koma með einn af skjólstæðingum okkar til innlagnar í Krýsuvík. Við heilsuðumst og ég bauð hann velkominn til Krýsuvíkur. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 567 orð | ókeypis

Guðmundur Steinsson

Guðmundur Steinsson vinur okkar er nú farinn í aðra vídd, farinn í ferðina miklu sem fyrir okkur öllum liggur að fara. Fundum okkar bar fyrst saman á ráðstefnu Húmanistahreyfingarinnar um heilbrigðismál árið 1993. Þar vakti það athygli hans, að svo væri komið í heiminum að til þyrfti sérstaka hreyfingu til þess að sinna svo sjálfsögðum hlut eins og húmanismanum eins og hann orðaði það. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 34 orð | ókeypis

GUÐMUNDUR STEINSSON Guðmundur J. Gíslason, leikskáldið Guðmundur Steinsson, fæddist í Steinsbæ á Eyrarbakka 19. apríl 1925. Hann

GUÐMUNDUR STEINSSON Guðmundur J. Gíslason, leikskáldið Guðmundur Steinsson, fæddist í Steinsbæ á Eyrarbakka 19. apríl 1925. Hann lést í Landspítalanum í Reykjavík 15. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 23. júlí. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 257 orð | ókeypis

Guðný Bjarnadóttir

Elsku amma Guðný. Okkur langar til þess að minnast þín í fáeinum orðum. Það verður tómlegt og skrýtið að geta ekki skotist út til þín í heimsókn þar sem við og allir voru svo velkomnir. Við munum minnast þess hve gott og skemmtilegt var að rabba við þig um daginn og veginn. Hlusta á þig segja frá ýmsum uppátækjum þínum í lífinu. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 333 orð | ókeypis

Guðný Bjarnadóttir

Það verður tómlegt að koma heim til Íslands og geta ekki farið upp i Asparfell til ömmu, sitja við eldhúsborðið og ræða um alla heima og geima. Hún amma var ekki nein venjuleg amma. Það var hægt að tala við hana um allt milli himins og jarðar. Hún gaf alltaf góð ráð og var ósínk á stuðning við aðra. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 490 orð | ókeypis

Guðný Bjarnadóttir

Hún föðursystir mín er nú gengin til feðra sinna, og í huga okkar sem eftir lifum geymist minning um góða manneskju. Það eru mörg atvikin gegnum árin sem tengjast þessari stórbrotnu konu. Ég vissi alltaf af henni svona í fjarskanum, en eftir að ég fór í Stýrimannaskólann 1970 hófust hin raunverulegu kynni okkar fyrir alvöru. Þá bjó hún í Miðstrætinu rétt ofan við Tjörnina í Reykjavík. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 30 orð | ókeypis

GUÐNÝ BJARNADÓTTIR Guðný Bjarnadóttir fæddist í Stapadal, Arnarfirði, Vestur-Ísafjarðarsýslu, 18. desember 1917. Hún lést í

GUÐNÝ BJARNADÓTTIR Guðný Bjarnadóttir fæddist í Stapadal, Arnarfirði, Vestur-Ísafjarðarsýslu, 18. desember 1917. Hún lést í Borgarspítalanum 23. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 31. júlí. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 225 orð | ókeypis

Gyða Jóhannsdóttir

Mig langar með nokkrum orðum að kveðja elskulega tengdamóður, hana Gyðu mína, og þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Fyrir tæpu ári vorum við farin að hugleiða hvert halda skildi nú í sumar, en heilsubrestur gerði allar áætlanir að engu. Alltaf dáðist ég að því hve minnug hún var og þekkti vel til staðhátta þegar við ferðuðumst saman um landið. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 235 orð | ókeypis

Gyða Jóhannsdóttir

Nú er ég kveð þig í hinsta sinn, elsku frænka, þá er margs að minnast. Til dæmis leikhúsferðanna sem þú fórst með mér, Arnari og systursyni Jóns. Alltaf var jafn gott að koma til þín hvort heldur í Skálará eða Engihjallann. Jóladags- og páskadagsboðin voru eins og þér einni var lagið, allt svo gott og fínt. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 179 orð | ókeypis

GYÐA JÓHANNSDÓTTIR

GYÐA JÓHANNSDÓTTIR Gyða Jóhannsdóttir var fædd að Daufá í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 1. júlí 1929. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 26. júlí síðastliðinn. Foreldrar Gyðu voru Jóhann Jóhannesson, f. 1903, d. 1992, lengst af bóndi í Sólheimum í Sæmundarhlíð í Skagafirði, og Sæmunda Jóhannsdóttir, f. 1891, d. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 626 orð | ókeypis

Halldóra Bjarnadóttir

Amma mín og nafna er lögð af stað í sitt síðasta ferðalag og nú yfir móðuna miklu. Ég veit að margir bíða eftir henni hinum megin og fagna henni með opnum örmum. Við eigum öll margar góðar minningar um ömmu og afa, sem seint gleymast. Þegar ég var krakki, gisti ég oft hjá ömmu og afa í nokkra daga þegar ég kom til Íslands í sumar- eða jólafrí og áttum við þá margar góðar stundir saman. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 30 orð | ókeypis

HALLDÓRA STEINUNN BJARNADÓTTIR Halldóra Steinunn Bjarnadóttir var fædd að Rófu í Miðfirði 8. október 1905. Hún lést 11. júlí á

HALLDÓRA STEINUNN BJARNADÓTTIR Halldóra Steinunn Bjarnadóttir var fædd að Rófu í Miðfirði 8. október 1905. Hún lést 11. júlí á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og fór útförin fram frá Bústaðakirkju 19. júlí. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 336 orð | ókeypis

Hallgrímur Halldórsson

Þegar frétt barst um andlát fyrrverandi nágranna míns og samstarfsmanns, var ég að fara í sumarfrí út á land, sem er ástæðan fyrir þessum síðbúnu minningarorðum. Við systkinin frá Þykkvabæjarklaustri minnumst fyrrverandi nágranna okkar, fjölskyldunnar í Hraungerði, æskuheimili Hallgríms, með þakklæti og hlýjum huga. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 28 orð | ókeypis

HALLGRÍMUR HALLDÓRSSON

HALLGRÍMUR HALLDÓRSSON Hallgrímur Halldórsson fæddist í Hraungerði í Álftaveri 19. maí 1910. Hann lést á Landspítalanum 30. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 8. júlí. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 163 orð | ókeypis

Heba Hilmarsdóttir

Hún Heba mágkona mín er farin í það ferðalag sem okkur er öllum búið aðeins á 51. aldursári. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan ég frétti að hún væri mikið veik, en vonaði að hún gæti þó átt lengri tíma með fólkinu sínu. En tími hennar hér hjá okkur var útrunninn allt of fljótt, hennar hefur beðið annað hlutverk á öðrum stað. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 347 orð | ókeypis

Heba Hilmarsdóttir

Í dag er til moldar borin elskuleg mágkona og svilkona okkar, Heba Hilmarsdóttir. Við viljum með fáum orðum þakka henni samfylgdina á liðnum árum sem voru samt of fá, við hefðum viljað njóta samvista við hana miklu lengur. Stórt skarð er höggvið í fjölskyldu okkar sem seint eða réttara sagt aldrei verður fyllt. Minningarnar eru margar og þær munu lifa í hjörtum okkar. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 348 orð | ókeypis

Heba Hilmarsdóttir

Elsku mamma, á jólunum síðustu þegar öll fjölskyldan var samankomin heima hjá Gumma, var það ekki til í huga okkar að við ættum eftir að þurfa að kveðja þig á nýju ári. Þú hefur alltaf skipað svo stóran sess í lífi okkar að það er erfitt að hugsa sér að það haldi áfram án þín. Það vantar svo mikið þegar þú ert ekki hérna hjá okkur. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 854 orð | ókeypis

Heba Hilmarsdóttir

Heba systir. Heba og Bósi. Þessi tvö hugtök hafa verið okkur systrunum svo töm alla tíð, að nú þegar Heba hefur kvatt okkur að sinni, svo alltof fljótt og fyrirvaralítið, situr tómið eftir. Stórt skarð er höggvið í tilveru fjölskyldunnar, skarð sem hefði átt að vera svo langt undan. Hebu höfum við systurnar átt, þekkt og elskað alla okkar ævi. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 469 orð | ókeypis

Heba Hilmarsdóttir

Þegar ég sting niður penna til að minnast vinkonu minnar, er svo ótal margt sem kemur upp í hugann, en engin leið að festa allt á blað í stuttri minningargrein. Við Heba höfum þekkst í nærfellt tvo tugi ára. Þegar þau hjón fluttu héðan frá Siglufirði árið 1986, ásamt fjölskyldu sinni, hélt ég jafnvel að sambandið kynni að rofna, eða alla vega togna á því. Það var öðru nær. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 299 orð | ókeypis

HEBA HILMARSDÓTTIR

HEBA HILMARSDÓTTIR Heba Hilmarsdóttir fæddist í Siglufirði 11. september 1945. Hún lést á heimili Guðlaugar systur sinnar, að morgni 25. júlí síðastliðins. Heba var dóttir Marheiðar Viggósdóttur frá Siglufirði, f. 6. ágúst 1926 og Hilmars Rósmundssonar frá Siglufirði, f. 16. október 1925. Marheiður giftist hinn 25. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 256 orð | ókeypis

Heba Hilmarsdóttir viðbót fimmtudag

Elskuleg tengdamóðir mín, Heba Hilmarsdóttir er látin, aðeins fimmtug að aldri. Við sem vorum búnar að ráðgera að hún yrði í horninu hjá okkur þegar hallaði að. Á sinn sérstaka hátt minnti hún stundum á það með kímni að við þyrftum að muna eftir að gera ráð fyrir horninu hennar og ruggustólnum. Ég kynntist Hebu þegar við, ég og einkasonur hennar, vorum sautján ára. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 265 orð | ókeypis

Heba Hilmarsdóttir viðbót fimmtudag

Elsku Heba, nú ertu horfin okkur sjónum. Nú hefur myndast mikið tómarúm í hjörtum okkar sem erfitt verður að fylla. Þrátt fyrir að við höfum aðeins þekkt þig í 5 ár er eins og við höfum þekkst mikið lengur. Eins og öllum öðrum reyndist þú okkur jafn traustur og góður vinur sem alltaf tókst á móti manni með opnum örmum hvernig sem á stóð. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 173 orð | ókeypis

Hrafnhildur Sveinsdóttir

Mig langar að minnast með fáum orðum vinkonu minnar Hrafnhildar eða Stellu, eins og hún var ætíð kölluð meðal vina sinna. Ég átti þeirri gæfu að fagna að kynnast Stellu þegar á unga aldri og einnig dætrum hennar. Þau kynni urðu að ævilangri vináttu sem aldrei bar skugga á. Það sama gildir um dætur hennar. Stella var um margt einstök kona. Hjálpsemi var henni í blóð borin. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 26 orð | ókeypis

HRAFNHILDUR SVEINSDÓTTIR

HRAFNHILDUR SVEINSDÓTTIR Hrafnhildur Sveinsdóttir fæddist á Patreksfirði 2. desember 1924. Hún lést á Spáni 26. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 6. júní. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 372 orð | ókeypis

Hringur Jóhannesson

Í 26 ár höfum við Hringur Jóhannesson hist nokkrum sinnum á vetri hverjum. Við kvöddumst á vorin þegar hann hélt norður í Aðaldal og fundi var fagnað að hausti, þegar hann kom til baka. Alltaf var jafn skemmtilegt að hitta Hring og þiggja góð ráð hans og leiðbeiningar. Ég fann á okkar síðasta fundi í vor hversu fyrirhuguð sýning á verkum hans á Kjarvalsstöðum næsta vetur var honum ofarlega í huga. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 403 orð | ókeypis

Hringur Jóhannesson

Hörmulegt er að heyra um andlát vinar míns Hrings Jóhannessonar. Ég hitti hann síðast á Óðinsgötunni í maí, hressan og hýran, rétt eins og alltaf. Ég var nýkominn frá Húsavík og þar sögðu menn með eftirvæntingu að nú væri von á Hring norður eftir tvær vikur. Mitt fyrsta námskeið í myndlist í Reykjavík, haustið '58, var í Handíðaskólanum hjá Hring. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 26 orð | ókeypis

HRINGUR JÓHANNESSON Hringur Jóhannesson fæddist í Haga í Aðaldal 21. desember 1932. Hann lést í Landspítalanum 17. júlí

HRINGUR JÓHANNESSON Hringur Jóhannesson fæddist í Haga í Aðaldal 21. desember 1932. Hann lést í Landspítalanum 17. júlí síðastliðinn. Hringur var jarðsunginn frá Dómkirkjunni 25. júlí. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 199 orð | ókeypis

Jón Mýrdal

Nú ertu farinn, elsku afi minn. Þó ég hafi vitað að heilsa þín væri ekki góð og að kallið gæti komið hvenær sem var þá var ég samt ekki tilbúin að kveðja þig alveg strax. Ekki hefði ég getað átt betri afa en þig þó ekki værir þú blóðskyldur mér. Alltaf varstu mér góður. Sennilega eru mínar fyrstu minningar um þig frá því við vorum í Þórshamri. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 67 orð | ókeypis

JÓN MÝRDAL

JÓN MÝRDAL Jón Mýrdal, orgelleikari og tónmenntakennari, fæddist á Mýrum í Álftaveri 15. október 1926. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 25. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Rósmann Mýrdal og Þuríður Jónsdóttir. Hann ólst upp á Leiðvelli í Meðallandi hjá ömmu sinni Þuríði Oddsdóttur og Þorsteini Guðmundssyni frá Skaftafelli. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 222 orð | ókeypis

Sara Dögg

Það var fimmtudaginn 18. júlí sem við fréttum að fyrrverandi skólasystir okkar og vinkona, hún Sara Dögg, væri dáin. Ha, Sara dáin? Það getur ekki verið! Síðast þegar við hittum hana var hún svo full af lífi. Við trúðum því ekki að hún væri dáin og lengi vel bjuggumst við við því að einhver segði að þetta væri ekki Sara. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 184 orð | ókeypis

Sara Dögg Ómarsdóttir

Ég var stödd úti á Benidorm þegar ég fékk þessar sorgarfréttir að systurdóttir mín væri látin, hún Sara Dögg. Ég trúði þessu ekki, þetta gat ekki verið satt. Óli bróðir hennar lést fyrir aðeins þremur mánuðum, hvernig geta svona hlutir gerst? Ég minnist þess svo innilega þegar ég eignaðist dóttur mína, Thelmu Dögg, 5. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 147 orð | ókeypis

Sara Dögg Ómarsdóttir

Elsku Sara. Þegar mamma hringdi í mig í sveitina og sagði mér hvað hefði gerst þá fannst mér það ótrúlegt og svo ósanngjarnt. Af hverju þú, þú sem ert svo ung alveg eins og ég? Ég hef hugsað mikið um það sem við spjölluðum núna í vor eftir að Óli bróðir þinn var nýdáinn. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 734 orð | ókeypis

Sara Dögg Ómarsdóttir

Ég trúi því ekki að þú sért farin. Ekki þú líka. Það er ekki satt. Ég vil ekki trúa því. Það er svo stutt síðan Óli bróðir þinn var tekinn frá okkur. Ég lít inn í herbergin ykkar, allt er eins og þið skilduð við þau og ég hugsa: Jæja, hvenær ætli Óli og Sara komi heim? Ég vil ekki trúa þessu. Þetta er ekki sanngjarnt. Hvað gerðuð þið rangt? Eða þá við? Nei. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 506 orð | ókeypis

Sara Dögg Ómarsdóttir

Heimsins vegur hulinn er huga manns og vilja, enginn þarf að ætla sér örlög sín að skilja. (S.B.) Þetta er svo einkennilegt. Nú síðast er ég settist niður til að eiga svona skrif, þá sat hún Sara hjá mér. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 291 orð | ókeypis

Sara Dögg Ómarsdóttir

Fréttin um andlát Söru Daggar kom svo óvænt og snöggt. Ég trúði þessu vart í fyrstu. Það er skammt milli lífs og dauða. Hún var svo ung, aðeins 14 ára. Við erum harmi slegin. Við kynntumst Söru Dögg þegar hún var rúmlega fjögurra ára. Við bjuggum í sama stigagangi og hún var með dóttur okkar í leikskólanum Vesturborg. Vináttan óx og dafnaði, stúlkurnar stækkuðu og byrjuðu í grunnskóla. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 178 orð | ókeypis

Sara Dögg Ómarsdóttir

Þegar kveðja á hinstu kveðju góða vinkonu er eins og mann vanti orð. Í nútímaþjóðfélagi finnst varla nýtilegt orð. Tómleikinn heltekur mann og erfitt reynist að skilja það sem gerðist. Það eina sem ég get gert er að reyna að takast á við það og lifa með því. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 123 orð | ókeypis

Sara Dögg Ómarsdóttir

Ég sakna Söru. Ég vildi óska að við gætum hist aftur. Ég sakna þess að hún segi mér að fara í aðrar buxur, greiða hárið upp í loftið og ekki kaupa þetta heldur hitt. Mér fannst Sara mjög ákveðin. Hún réð miklu í okkar sambandi en mér fannst það samt gaman og ég varð hrifnari af henni með hverjum deginum. Það var gaman að vera með þér, Sara. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 140 orð | ókeypis

Sara Dögg Ómarsdóttir Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesú, í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér.

Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesú, í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Ég mun alltaf muna Söru sem bestu vinkonu mína, sem stóð upp fyrir mig og varði mig, eins og móðir ver barnið sitt. Hún var yndislega góð í sér. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 31 orð | ókeypis

SARA DÖGG ÓMARSDÓTTIR Sara Dögg Ómarsdóttir fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1982. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kveldi 17.

SARA DÖGG ÓMARSDÓTTIR Sara Dögg Ómarsdóttir fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1982. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kveldi 17. júlí síðastliðins og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 25. júlí. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 655 orð | ókeypis

Sigríður Sigurðardóttir

Sigríður Sigurðardóttir Elsku Sidda mín, það fóru svo margar minningar í gegnum huga minn í dag er ég var við jarðarför þína, fallegustu athöfn sem ég hef verið við. Ég fann svo mikinn frið, mér fannst eins og þú værir þar meðal okkar og þér leið svo vel, og ég veit að Kristur Jesú var með þér og beið þess að leiða þig heim. (Jóh. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 28 orð | ókeypis

SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR

SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Sigríður Sigurðardóttir fæddist á Þiðriksvöllum í Hrófbergshreppi 7. október 1924. Hún lést á Landspítalanum 30. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 8. júlí. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 250 orð | ókeypis

Sigurður Bjarnason

Elsku afi. Mig langar til að kveðja þig með þessum orðum. Það er satt að segja erfitt að hugsa til þess að þú sért horfinn. Eins og þú veist þá var ég erlendis, þegar þú hvarfst úr þessum heimi. Tveimur dögum áður en ég fór út, kom ég á spítalann til þín með bangsa sem ég keypti handa þér. Við sátum og spjölluðum saman heillengi bara um heima og geima. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 29 orð | ókeypis

SIGURÐUR BJARNASON Sigurður Bjarnason fæddist á Bæjarskerjum í Miðneshreppi 28. mars 1932. Hann lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 30.

SIGURÐUR BJARNASON Sigurður Bjarnason fæddist á Bæjarskerjum í Miðneshreppi 28. mars 1932. Hann lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 30. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvalsneskirkju 5. júlí. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 1057 orð | ókeypis

Þórarinn Sveinsson

Þórarinn Sveinsson Elskulegur móðurbróðir minn kvaddi þetta jarðlíf aðfaranótt 25. júlí sl. þegar fjörðurinn okkar skartaði sínu fegursta, sólin að koma upp og tignarleg fjöllin spegluðust á sléttum haffletinum. Það var í hans anda að velja slíka nótt kyrrðar og friðar. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 140 orð | ókeypis

Þórarinn Sveinsson

Ég skynja í hjarta mér skínandi rós sem skartar í litskrúði sínu þín ást getur aðeins veitt líf sitt og ljós því lífsblómi fegursta mínu. Þú villist ei framar ó, vinurinn minn nú veistu af heimkynni þínu. Þá ratarðu leiðina í ranninn þinn inn í rósina í hjartanu mínu. (Lára Halla Snæfells. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 520 orð | ókeypis

Þórarinn Sveinsson

Þórarinn Sveinsson Ég kynntist Þórarni ekki mikið persónulega, en tildrög þeirra kynna voru þau að sonur minn Tómas Reynir varð svo lánsamur að kynnast yndislegri stúlku, Hallbjörgu, dóttur þeirra hjóna Þórarins og Huldu, og eiga þau saman tvær efnilegar dætur sem nú eru 9 og 2 ára gamlar. Meira
1. ágúst 1996 | Minningargreinar | 261 orð | ókeypis

ÞÓRARINN SVEINSSON

ÞÓRARINN SVEINSSON Þórarinn Sveinsson fæddist í Sandvík í Norðfjarðarhreppi 26. október 1918. Hann lést í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 25. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Oddný Halldórsdóttir, f. 5.9. 1892, d. 15.2. 1976, frá Heiðarseli á Héraði, og Sveinn Guðmundsson, f. 21.9. 1883, d. 21.9. Meira

Viðskipti

1. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 96 orð | ókeypis

ESB frestar fundi um fjölmiðla

FUNDI framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um hugmyndir um lagasetningu í því skyni að hefta yfirgnæfandi áhrif fjölmiðlajöfra á borð við Silvio Berlusconi og Rupert Murdoch hefur verið frestað. Höfundur áætlunar þar að lútandi, stjórnarfulltrúinn Mario Monti, gerði grein fyrir henni á síðasta stjórnarfundi fyrir sumarfrí, en umræðum var frestað vegna tímaskorts. Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 129 orð | ókeypis

Margir enn án atvinnu í Japan

FLEIRI voru enn án atvinnu í Japan í júní en nokkru sinni fyrr, en atvinnutækifærum heldur áfram að fjölga. Atvinnuleysi var 3,5% í júní, annan mánuðinn í röð, og hefur ekki verið meira síðan mælingar með núverandi aðferðum hófust 1953. Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 92 orð | ókeypis

Verkföll í þýzkum verzlunum

ÞÝZKIR verzlanaeigendur, sem reyna að auka veltu með sumarútsölum, standa frammi fyrir nýjum verkfallsaðgerðum verzlunarfólks, sem er orðið þreytt á seinagangi í launaviðræðum. Eitt félag þeirra, DAG, hótar að herða á verkfallsaðgerðum á nokkrum stórmörkuðum í fylkjunum Baden-Württemberg og Nordrhein- Westfalen. Meira

Daglegt líf

1. ágúst 1996 | Neytendur | 215 orð | ókeypis

Ekki sláandi verðmunur milli söluturna

Ein með öllu, gos og sælgæti Ekki sláandi verðmunur milli söluturna VERÐMUNUR á sælgæti, gosi og pylsu með öllu var ekki sláandi í þeim söluturnum sem farið var í fyrr í vikunni. Í sumum tilfellum var verðið það sama á öllum stöðum. Meira
1. ágúst 1996 | Ferðalög | 154 orð | ókeypis

Ferðafélagið eignast hús á Norðurfirði á Ströndum

Ferðafélag Íslands festi nýlega kaup á lítilli jörð, Norðurfirði II í Árneshreppi nyrst á Ströndum. Á jörðinni er stórt og gott hús sem félagið hyggst nýta sem gististað. Húsið er tvílyft með fjórum svefnherbergjum á efri hæð, en á neðri hæð eru setustofa, tvö svefnherbergi, eldhús og bað. Endurbætur hafa farið fram og er m.a. Meira
1. ágúst 1996 | Ferðalög | 169 orð | ókeypis

Fuglalíf og fiskveiðar

EYJAFERÐIR í Stykkishólmi verða með fjölbreytta dagskrá um verslunarmannahelgina. Í fréttatilkynningu segir að höfuðáhersla sé lögð á að sýna ferðalöngum hið fjölbreytta fuglalíf Breiðafjarðar og stórkostlegar klettamyndanir í sumum eyjanna. Þá eru alls kyns botndýr veidd og aflinn matreiddur á staðnum. Meira
1. ágúst 1996 | Ferðalög | 120 orð | ókeypis

Hestaferðir á Ingjaldssandi

HESTAFERÐIR á Ingjaldssandi eru nýjung í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Bæði eru í boði dagsferðir og lengri ferðir, en ferðirnar annast Jón Guðmundsson og Guðmundur Hagalínsson. Ingjaldssandur er í mynni Önundarfjarðar, rúmlega klukkustundar akstur frá Ísafirði. Um verslunarmannahelgina, 2. og 3. ágúst verða í boði dagsferðir þar sem farið verður frá Hrauni á Ingjaldssandi. Meira
1. ágúst 1996 | Ferðalög | 101 orð | ókeypis

Hestaferðir og listmunir í Árnanesi

GISTIHÚSIÐ Árnanes við Hornafjörð býður gestum uppá ýmsa afþreyingarmöguleika allan ársins hring, m.a. fjölbreyttar ferðir á jökul, siglingu á Jökulsárlóni, gönguleiðir, golf, sund, fiskveiði, skotveiði og fuglaskoðun. Hægt er að fá gistingu fyrir 23 í tíu herbergjum í tveimur aðskildum húsum. Í gistihúsinu er gallerí þar sem til sölu eru listmunir og handverk. Meira
1. ágúst 1996 | Ferðalög | 86 orð | ókeypis

Hleðslunámskeið að Þingborg

NÁMSKEIÐ í hleðslu úr grjóti og torfi verður haldið að Þingborg í Hraungerðishreppi helgarnar 17.-18. ágúst og 24.-25. ágúst frá kl. 10-19. Námskeiðinu stjórnar Tryggvi Hansen, en á því verður unnið áfram við 17. aldar torfbæinn sem hafist var handa við á námskeiði fyrr í sumar. Svefnpokapláss er fáanlegt á staðnum, en fólk þarf að sjá sér fyrir nesti. Námskeiðsgjald er 5.000 kr. Meira
1. ágúst 1996 | Neytendur | 250 orð | ókeypis

Mikil aukning á bensínsölu í sjálfsafgreiðslu

Olís Mikil aukning á bensínsölu í sjálfsafgreiðslu UM þriðjungur allrar bensínsölu hjá Olís fer nú fram í sjálfsafgreiðslu og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ráð fyrir að um helmingur af bensínsölu á höfuðborgarsvæðinu verði með þessum hætti í árslok. Meira
1. ágúst 1996 | Neytendur | 70 orð | ókeypis

Ný 10-11 verslun opnuð í Grafarvogi

Ný 10-11 verslun opnuð í Grafarvogi Á morgun, föstudaginn 2. agúst, verður opnuð ný 10-11 verslun að Sporhömrum 3 í Grafarvogi. Verslunin sem er um 400 fermetrar er hefðbundin 10-11 verslun sem er opin alla daga vikunnar frá 10-23. Meira
1. ágúst 1996 | Neytendur | 441 orð | ókeypis

Pítsutilboð og skilagjald á flöskum

Neytendur spyrja Pítsutilboð og skilagjald á flöskum VIÐSKIPTAVINUR Pizzahússins hafði samband og vildi vekja athygli á pítsutilboði sem hann hafði nýtt sér fyrir skömmu. Meira
1. ágúst 1996 | Neytendur | 52 orð | ókeypis

Púlsmælar

NÝLEGA var hafinn innflutningur á svokölluðum Vanguard púlsmælum. Púlsmælarnir eru meðal annars með næturljósi, þráðlausri púlsmælingu, klukku, vekjara-, og skeiðklukku, flautu sem lætur vita ef farið er út fyrir þjálfunarpúls, þeir eru vatnsþéttir og hægt að festa þá á hjól. Mælarnir fást í íþróttavöruverslunum og hjá úrsmiðum og kosta um 9.000 krónur. Meira
1. ágúst 1996 | Neytendur | 128 orð | ókeypis

Sala hafin á nýslátruðu lambakjöti

Í GÆR hófst sala á nýslátruðu lambakjöti í Hagkaupsverslunum. Þetta er fyrsta slátrun sumarsins og verður slátrað vikulega fram yfir miðjan desember. Í þessari fyrstu slátrun er um að ræða rúmlega hundrað skrokka en stefnt er að því að framboð anni eftirspurn. Meira
1. ágúst 1996 | Neytendur | 825 orð | ókeypis

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
1. ágúst 1996 | Ferðalög | 454 orð | ókeypis

Sumar í Stykkishólmi

Stykkishólmur. Morgunblaðið.SUMARIÐ hefur verið mjög blítt og gott hér í Stykkishólmi og margir ferðamenn hafa heimsótt staðinn. Ferðaþjónustan er öflug og rótgróin í bænum og alltaf í sókn. Í sumar hefur verið reynd sú nýjung að skipuleggja sumartónleikaröð í nýrri og glæsilegri kirkju staðarins og hefur því verið mjög vel tekið og aðsókn oftast ágæt. Meira
1. ágúst 1996 | Neytendur | 16 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Fastir þættir

1. ágúst 1996 | Dagbók | 2698 orð | ókeypis

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 26. júlí til 1. ágúst er Garðs Apótek, Sogavegi 108, opið alla nóttina, en Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, er opið til22. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
1. ágúst 1996 | Fastir þættir | 202 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids

Mánudaginn 29. júlí mættu 16 pör til leiks og spiluðu tölvureiknaðan Howell-tvímenning með forgefnum spilum. Spilaðar voru 15 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 210 og efstu pör urðu: Guðmundur Grétarss. ­ Sigurður Sigurjónss.248Arnar Þorsteinsson ­ Ómar Olgeirsson240Guðmundur Baldursson ­ Sævin Bjarnason235 Þriðjudaginn 30. Meira
1. ágúst 1996 | Í dag | 27 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Helena María Jónsdóttir ogSmári Björgvinsson. Heimili þeirra er í Sæbóli 35, Grundarfirði. Meira
1. ágúst 1996 | Í dag | 35 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Ásdís Kristjánsdóttirog Benedikt Ólafsson. Með þeim á myndinni eru börn þeirra Andrea ogHeiðar. Heimili þeirra er á Álfaskeiði 92, Hafnarfirði. Meira
1. ágúst 1996 | Í dag | 27 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaLjósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Kristskirkju 17. júlí af séra Patrick Breen Claudiane Silva Pereira ogÓlafur Ólafsson. Þau eru búsett í Sao Paulo, Brasilíu. Meira
1. ágúst 1996 | Í dag | 25 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaLjósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. júlí í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Ivanova Elena og Ragnar Tryggvason. Þau eru búsett í Rússlandi. Meira
1. ágúst 1996 | Í dag | 26 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Eyrarbakkakirkju 30. júní af Úlfari Guðmundssyni Guðríður Bjarney Kristinsdóttir og Lýður Pálsson.Heimili þeirra er á Háeyðarvöllum 32, Eyrarbakka. Meira
1. ágúst 1996 | Dagbók | 732 orð | ókeypis

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
1. ágúst 1996 | Í dag | 26 orð | ókeypis

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega og færð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega og færðu Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, ágóðann sem varð 2.359 krónur. Þær heita Harpa Dís, Rakel, Guðrún, Magnea og Anna Sara. Meira
1. ágúst 1996 | Í dag | 412 orð | ókeypis

ÍKVERJI brá sér til Akureyrar um daginn. Það er í sjálfu

ÍKVERJI brá sér til Akureyrar um daginn. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, en eitt fanst honum einkennilegt þar í höfuðstað Norðurlands. Strætó gengur aldrei um helgar! Það þótti Víkverja léleg þjónusta við þá bæjarbúa og aðkomufólk, sem vildi gjarnan notfæra sér almenningssamgöngur til að koma sér á milli bæjarhluta. Meira
1. ágúst 1996 | Fastir þættir | 673 orð | ókeypis

SÍÐSUMARSÁNING

SÁNING er verk sem að jafnaði er tengt vorinu og sumarblómum er flestum sáð í mars eða apríl. Ef vel á að vera þarf þó að sá stöku sumarblómum enn fyrr ­ í lok janúar eða febrúar. Ýmsum vinsælum sumarblómum má þó sá síðsumars og rækta í raun sem tvíær og nú er einmitt rétti tíminn til slíkrar sáningar. Meira
1. ágúst 1996 | Í dag | 135 orð | ókeypis

Tapað/fundið Armband tapaðist FÍNLEGT gullarmban

FÍNLEGT gullarmband, flöt þétt keðja, tapaðist á Reykjavíkursvæðinu sl. föstudag. Hafi einhver fundið armbandið er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 569-1323. Eyrnalokkur tapaðist SILFUREYRNALOKKUR með blágrænum steini tapaðist sl. laugardagskvöld á leiðinni frá Vogatungu í Kópavogi upp í Hamraborg. Meira

Íþróttir

1. ágúst 1996 | Íþróttir | 355 orð | ókeypis

100 m grindahlaup kvenna UNDANÚRSLIT 1. RIÐILLsek. 1. Michelle Freeman (Jamaíku)12,61 2. Brigita Bukovec (Slóveníu)12,63 3.

100 m grindahlaup kvenna UNDANÚRSLIT 1. RIÐILLsek. 1. Michelle Freeman (Jamaíku)12,61 2. Brigita Bukovec (Slóveníu)12,63 3. Natalya Shekhodanova (Rússl.)12,67 4. Lynda Goode (Bandar.)12,77 5. Angie Thorp (Bretl.)12,80 6. Julie Baumann (Sviss)12,90 7. N. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 323 orð | ókeypis

1500 M HLAUP KARLAEl-Guerroudj hefur að bera allt sem þarf að prýða úrvalshlaupara, gott úthald, hraða, vöðvastyrk og

SILFURMAÐURINN í 1500 metrunum frá HM í Gautaborg í fyrra, Marokkómaðurinn Hicham el-Guerroudj, hefur vaxið mjög sem hlaupari í sumar og á raunhæfa möguleika á að stöðva sigurgöngu Noureddine Morceli frá Alsír er þeir mætast í 1500 metra hlaupinu á Atlanta-leikunum. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 103 orð | ókeypis

20 með 7 emm eða fleiri

KEPPNI í 1. deild karla í knattspyrnu er rétt liðlega hálfnuð, 11. umferðin verður leikin í kvöld. Að venju hefur Morgunblaðið gefið leikmönnum einkunn fyrir frammistöðu sína og má sjá efstu menn á kortinu hér að ofan ásamt samanburði á einkunnum liðanna, stöðuna í deildinni og spá forráðamanna liðanna í vor. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 282 orð | ókeypis

400 M HLAUP KVENNALið þeirra er að smella saman undir stjórn Daniel Pasarellas. Crespo hetja Argentínumanna

Argentínumenn báru í fyrrinótt sigurorð af Portúgölum 2:0 í fyrri undanúrslitaleik knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna í Atlanta og hafa þar með tryggt sér farseðilinn í úrslitaleikinn sjálfan, sem fram fer á laugardag. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 404 orð | ókeypis

Áfall að stökkva einungis 7,28

Sólin braust fram úr skýjunum í Atlanta í þann mund sem langstökkskeppni tugþrautarkappanna hófst. Hún skein reyndar ekki nema í fáeinar mínútur, skýin tóku völdin á ný, og það dimmdi líka hjá Íslandsmethafanum. Hann fór 7,28 metra í fyrstu tilraun og lengra komst hann ekki. Gerði ógilt í annarri tilraun er hann steig á plankann og þriðja stökkið mældist ekki nema 5,88 m. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 309 orð | ókeypis

BADMINTONSusanti náði ekki að verja titilinn í einliðaleik kvenna Daninn HoyerLarsen leikur um gullið

Susi Susanti frá Indónesíu náði ekki að verja ólympíutitilinn í einliðaleik kvenna því hún tapaði fyrir Bang Soo-hyun frá Suður- Kóreu í undanúrslitum, 11-9 og 11-8. Landi hennar, heimsmeistarinn í einliðaleik karla, Heryanto Arbi, fór sömu leið, tapaði fyrir Dananum Paul-Erik Hoyer-Larsen. Mia Audina, 16 ára frá Indónesíu, hefur slegið í gegn á leikunum. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 557 orð | ókeypis

Besta 100 m hlaup Jóns í tugþraut

Jón Arnar byrjaði mjög vel í gærmorgun. Hljóp 100 metrana á 10,67 sekúndum og var í sjötta sæti eftir fyrstu grein ásamt Þjóðverjanum Dirk-Achim Pajonk en þeir hlupu einmitt hlið við hlið í 4. riðli og komu hnífjafnir í mark. Besti tími Jóns Arnars í 100 metra hlaupi til þessa er 10,65 sek. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 47 orð | ókeypis

Brasilíumenn eru úr leik

HEIMSMEISTARAR Brasilíumanna í knattspyrnu töpuðu mjög óvænt fyrir Nígeríumönnum í undanúrslitum knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna í Atlanta í gær. Staðan var 3:3 að loknum níutíu mínútum en á fjórðu mínútu framlengingar tryggðu Afríkubúarnir sér sigurinn með laglegu marki. Nígeríumenn mæta Argentínumönnum í úrslitaleik keppninnar á laugardag. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 204 orð | ókeypis

Bubka og Brits úr leik

Tveir af þremur bestu stangarstökkvurum heims, sem hafa stokkið yfir sex metra, eru úr leik og keppa ekki um gull í Atlanta. Sergei Bubka, sem hefur "átt" stangarstökkið í meira en áratug, hefur bætt heimsmetið hvað eftir annað, ákvað að hætta keppni þegar hann fann í upphitun að hann gat ekki hlaupið. Bubka hefur verið meiddur mestan hluta ársins. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 1185 orð | ókeypis

CARL LEWIS Maður hinna stóru augnablika

Það er mánudagur 29. júlí 1996. Klukkan er um hálf tíu að kvöldi í Atlanta. Konungur frjálsíþróttanna síðasta áratug liggur afslappaður í grennd langstökksgryfjunnar í upphitunargalla sínum og fylgist með keppinautum sínum reyna hvað þeir geta til að jafna eða bæta árangur hans. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

DALVÍ

DALVÍK 12 8 3 1 34 18 27REYNIR S. 12 6 4 2 32 19 22VÍÐIR 12 7 1 4 29 20 22ÞRÓTTUR N. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 87 orð | ókeypis

Drengir til Noregs

Gústaf Björnsson, þjálfari drengjalandsliðsins, hefur valið lið Íslands sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í Noregi 5.-11. ágúst. Ísland leikur í riðli með Dönum, Svíum og Englandingum. Markverðir eru Gunnar Björn Helgason, Selfossi og Stefán Logi Magnússon, Víkingi. Aðrir leikmenn: Matthías Guðmundsson, Val, Daði Guðmundsson, Fram, Indriði Sigurðsson og Auðunn Jóhannsson, KR, Helgi V. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 135 orð | ókeypis

Fórnarlamb sprengju hitti "Draumali

DÓTTIR konunnar sem lét lífið þegar sprengja sprakk í Ólympíugarðinum í Atlanta fékk að fara af sjúkrahúsinu á þriðjudag og heimsækja bandaríska "Draumaliðið" í körfuknattleik. Stúlkan heitir Fallon Stubbs, en hún var með móður sinni í Ólympíugarðinum aðfaranótt laugardags. Hún fékk sprengjubrot í fætur og hendur. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 209 orð | ókeypis

Fyrir neðan beltisstað

Franski hnefaleikakappinn Christophe Mendy var dæmdur úr keppni fyrir að hafa kýlt andstæðing sinn fyrir neðan beltisstað. Mendy var talinn líklegur til að komast á verðlaunapall í þungavigt, en á ekki lengur möguleika eftir að hafa verið dæmdur úr leik í baráttu sinni við Kanadamanninn Defiagbon. "Þetta er hneyksli," sagði Mendy. "Allir vita að hann var að leika þetta. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 188 orð | ókeypis

Gísli mjög ánægður

GÍSLI Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars, var mjög ánægður þegar þremur greinum var lokið í tugþrautinni í gær. "100 metra hlaupið var mjög gott hjá honum, ég er mjög ánægður með að hann skuli hlaupa á 10,65 í þraut. Það er rétt, startið var ekki alveg nógu gott en hann hefur svo sem aldrei verið mjög góður startari. Ekki farið vel af stað í hlaupum. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 121 orð | ókeypis

Gísli og Birgir mótmæltu GÍSLI Sigu

Gísli og Birgir mótmæltu GÍSLI Sigurðsson þjálfari og Birgir Guðjónsson læknir ráku augun í það í gær að búið var að færa síðustu grein fyrri dags tugþrautarinnar, 400 m hlaupið, aftur um eina og hálfa klukkustund. Frá kl. 21.10 til 22.40. Enginn hafði gert sér grein fyrir þessu og félagarnir mótmæltu breytingunni harðlega. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 147 orð | ókeypis

Golf Merrild hjá Keili Haldið um síðustu helgi: Án forgjafar: Tryggvi Traustason, GK64 Vilhjálmur Ingibergsson, NK72 Einar Long,

Merrild hjá Keili Haldið um síðustu helgi: Án forgjafar: Tryggvi Traustason, GK64 Vilhjálmur Ingibergsson, NK72 Einar Long, GR74 Skúli Skúlason, GH74 Tryggvi lék fyrri níu holurnar á 27 höggum, sex undir pari, sem er glæsilegur árangur. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 114 orð | ókeypis

Grænir "badminton-bananar"

SPÁMAÐUR hefur ráðlagt badmintonmönnum frá Malasíu sem keppa í tvíliðaleik að taka með sér góðan skammt af grænum bönunum á völlinn þegar þeir keppa um gullverðlaun á Ólympíuleikunum. Cheah Soon Kit og Yap Kim Hock, sem eru eina von Malasíumanna um að vinna til gullverðlauna á leikunum, keppa á móti Rexy Mainaky og Ricky Subagja frá Indónesíu í dag. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 61 orð | ókeypis

Gwen náði áttum

GWEN Griffiths, hlaupakona frá Suður-Afríku, missti meðvitund þegar þegar hún rann og datt á steinsteypt gólf við upphitun fyrir 3.000 metra hlaup kvenna. Hún var flutt á sjúkrahús og missti vitaskuld af hlaupinu. Griffiths var þó ekki lengi að jafna sig og tók þátt í 1.500 metra hlaupinu í gær. Hún varð í sjötta sæti og komst í undanúrslit. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 58 orð | ókeypis

Hagi til Tyrklands RÚMENSKI la

RÚMENSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Gheorghe Hagi, samdivið tyrkneska liðið Galatasaray, að sögn umboðsmanns hans. Hannsagði aðeins að Hagi hefði gert mjög hagstætt samkomulag viðTyrkina. Tyrkneskir blaðamenn sögðu að hinn sókndjarfi miðjumaður fengi 1,3 milljónir bandaríkjadala á ári, en samningurinn gildirtil þriggja ára. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 78 orð | ókeypis

Halilou undir stönginni

LYFTINGAKAPPINN Igor Halilou frá Úsbekistan varð fyrir því óláni í keppni í +108 kílógramma flokki í ólympískum lyftingum á þriðjudag að missa jafnvægið þegar hann reyndi að lyfta 182,5 kílógrömmum í snörun með þeim afleiðingum að hann féll á fjóra fætur og stöngin ofan á hann. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 494 orð | ókeypis

HANDKNATTLEIKURÍ undanúrslitum mætast annars vegar Frakkar og Króatar og hins vegar Svíar og Spánverjar Sigur Spánverja á

Mikil spenna ríkti í viðureign Spánverja og Egypta í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Atlanta í gær því fyrir leikinn höfðu bæði þessi lið sex stig í B-riðli og var þar af leiðandi um hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum keppninnar að ræða. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 62 orð | ókeypis

Heimsmeistari úr leik

Heimsmeistari úr leik HEIMSMEISTARINN í dýfingum kvenna af stökkbretti, kínverska stúlkan Tan Shuping, féll úr keppni í fyrstu umferð undankeppninnar. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 222 orð | ókeypis

Hemmings hlaut gull á nýju meti

Jamæska stúlkan Deon Hemmings varð þjóðhetja á tæpri mínútu í gærkvöldi er hún varð óvænt ólympíumeistari í 400 metra grindahlaupi á nýju ólympíumeti, 52,82 sekúndum. Heimsmeistarinn Kim Batten Bandaríkjunum varð önnur á 53,08 sek. og landa hennar, Tonja Buford-Bailey, þriðja á 53,22. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 92 orð | ókeypis

Henry setti ólympíumet

BANDARÍSKI lyftingakappinn Mark Henry setti heldur óvenjulegt ólympíumet þegar hann á þriðjudag tók þátt í keppni í +108 kílógramma flokki í ólympískum lyftingum á leikunum í Atlanta. Henry er nefnilega þyngsti þátttakandinn í þessari grein frá upphafi nútímaólympíuleika og vegur hann hvorki meira né minna en 184,92 kílógrömm. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 280 orð | ókeypis

HRISTO Bonev

HRISTO Bonev var á þriðjudag ráðinn þjálfari búlgarska landsliðsins í knattspyrnu en hann hefur á undanförnum árum þjálfað Apoel Nicosia á Kýpur með góðum árangri. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 262 orð | ókeypis

Jón Arnar á góðu róli

Jón Arnar Magnússon, tugþrautarmaður, var í 13. sæti eftir fjórar greinar í tugþrautarkeppninni á Ólympíuleikunum í gærkvöldi en keppni var ekki hafinn 400 m hlaupi þegar Morgunblaðð fór í prentun. Jón Arnar hafði hlotið 3.396 stig fyrir greinarnar fjórar en þegar hann setti Íslandsmetið, 8.248 stig, í Talence í Frakklandi í fyrra var hann með 3.381 stig eftir fjórar greinar. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 283 orð | ókeypis

Kínversku ólympíumeistararnir úr l

Kínverjarnir Wang Tao og Lu Lin, sem hafa haft mikla yfirburði í tvíliðaleik karla í borðtennis síðustu ár, náðu ekki að komast í úrslit og hafa nú ákveðið að leika ekki saman framar. Þeir töpuðu fyrir löndum sínum, Kong Linghui og Liu Guoliang, í undanúrslitum, 21-8 13-21 21-19 21-11. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 187 orð | ókeypis

Knattspyrna 2. deild karla: Þór - FH 4:0 Birgir Þór Karlsson (22. vsp.), Árni Þór Árnason 2 (36., 45.), Hreinn Hringsson (88.).

2. deild karla: Þór - FH 4:0 Birgir Þór Karlsson (22. vsp.), Árni Þór Árnason 2 (36., 45.), Hreinn Hringsson (88.). 3. deild: Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 377 orð | ókeypis

Kúlan aldrei svifið lengra hjá Jóni

Jón Arnar náði besta árangri sínum í kúluvarpi í tugþrautarkeppni til þessa er hann gerði sér lítið fyrir og henti kúlunni 15,52 metra í gær. Þetta var áttunda lengsta kastið í gær, Jón fékk 822 stig og færðist upp um tvö sæti - upp í það ellefta. Til samanburðar má geta að þegar hann setti Íslandsmetið í fyrra kastaði hann kúlunni aðeins 14,30 metra og fékk þá 747 stig. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 554 orð | ókeypis

LANGSTÖKK

SPÆNSKA pænska stúlkan Arantxa Sanchez Vicario, sem er í 4. sæti á styrkleikalista heimsins, tryggði sér rétt til að leika um gullverðlaun í tenniskeppni Ólympíuleikanna í gær, en hún bar sigurorð af Jönu Novotnu frá Tékklandi; 6-4, 1-6 og 6-3. Vicario réð sér ekki af gleði þegar leiknum lauk og hljóp upp í áhorfendastúku til föður síns. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 519 orð | ókeypis

LINFORD Christie

ÁKVEÐIÐ verður eftir æfingar í dag hvort Butch Reynolds hlaupi til úrslita í bandarísku sveitinni í 4x400 metra boðhlaupi á laugardag. Hann varð að hætta vna krampa í hömlungum í úrslitum 400 metra hlaupsins sl. sunnudag. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 298 orð | ókeypis

LYFTINGARRússinn Tsjemerkin sýndi að hann er með "stáltaugar" Enn falla heimsmetin

Rússinn Andrej Tsjemerkin fagnaði sigri í +108 kílógramma flokki í ólympískum lyftingum á Ólympíuleikunum í Atlanta á þriðjudag en ekki er hægt að segja annað en að hann hafi þurft að hafa mikið fyrir sigrinum. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 187 orð | ókeypis

Michael Johnson Tilbú-

MICHAEL Johnson hefur fallið í skugga Carls Lewis síðan sá síðar nefndi sigraði í langstökki Ólympíuleikanna í Atlanta og sagðist í kjölfarið vera tilbúinn að hlaupa í 4x100 metra boðhlaupssveit Bandaríkjanna á laugardag. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 52 orð | ókeypis

Norskt ÓL- met

VEBJØRN Rodal frá Noregi vann stórglæsilegan sigur í 800 metra hlaupi í Atlanta í nótt á nýju ólympíu- og Noregsmeti, 1.42,58 mín. Gamla metið átti Brasilíumaðurinn Joaquim Cruz, 1.43,00. Annar varð Suður- Afríkumaðurinn Hezekiel Sepeng á 1:42,74, þriðji David Kiptoo Kenýu á 1.42,79 og fjórði Kúbumaðurinn Norberto Tellez á 1.42,85. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 872 orð | ókeypis

Opinber stuðningur skiptir miklu máli

MARGT argt bendir til þess að sigurganga Frakka verði meiri á Ólympíuleikunum í Atlanta en nokkru sinni fyrr í 100 ára sögu nútímaleikanna. Hins vegar mega Bretar muna sinn fífil fegurri og er mikill munur á velgengni íþróttamanna þessara þjóða. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 83 orð | ókeypis

Óvæntur sigur Ástrala

Silfurhafarnir í körfuknattleik frá því á Ólympíuleikunum í Barcelona fyrir fjórum árum, Króatar, féllu mjög óvænt úr keppni á leikunum í Atlanta á þriðjudag þegar þeir biðu ósigur fyrir Áströlum 71:73 Ástralir komu Króötum nokkuð á óvart með mikilli baráttu á fyrstu mínútum leiksins og virtist sem Króatarnir væru örlítið slegnir út af laginu við þessa miklu mótspyrnu Ástrala. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 59 orð | ókeypis

Rúnar tryggði Örgryte sigur

Rúnar tryggði Örgryte sigur RÚNAR Kristinsson skoraði sigurmark Örgryte í 2:1 sigri liðsins á Umeå í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Rúnar er um þessar mundir markahæstur í deildinni með sjö mörk ásamt Andreas Andreasen hjá Gautaborg. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 38 orð | ókeypis

Skegg Jóns Arnars vekur heimsathygli

HIÐ litskrúðuga skegg Jóns Arnars vakti mikla athygli hjá fjölmiðlum í gær á Ólympíuleikvanginum í Atlanta. Sjónvarpsstöðvar sýndu oft nærmynd af honum og fyrsta myndin sem var send út frá tugþrautakeppninni á Reuter- fréttastofunni. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 410 orð | ókeypis

STANGARSTÖKK"Á ekki að hugsa um heimsmet á Ólympíuleikum" Áfallið í Barcelona situr enn í Bubka

Sergei Bubka hefur "átt" stangarstökkið í meira en áratug, hefur bætt heimsmetið hvað eftir annað og unnið til allra helstu verðlauna en áfallið á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 er enn að angra hann. Hann ætlaði sér stóra hluti í Atlanta en gekk af velli í undankeppninni í gær án þess að stökkva. Meiðsl á ökkla komu í veg fyrir það. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 141 orð | ókeypis

Strug fær milljón á dag

KERRI Strug, hetja bandarísku kvennasveitarinnar í fimleikum, hefur ákveðið að hafna boði um fría skólavist við Kaliforníuháskóla í Los Angeles (UCLA) svo hún geti þénað á íþrótt sinni. Strug, sem er 18 ára, hlaut mikla frægð er hún tryggði bandarísku sveitinni gullverðlaun með því að stökkva á hesti illa tognuð á ökkla. Varð að bera hana á verðlaunapallinn. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 68 orð | ókeypis

Undarleg skipulagning KEPPNI í kúluvarpi

KEPPNI í kúluvarpi í tugþrautinni hófst þremur klukkustundum síðar en hún átti að gera skv. tímatöflu. Ástæðan var sú að stangarstökkvarar voru í undankeppni við sama enda vallarins og keppni þeirra tók mun lengri tíma en áætlað hafði verið. "Þetta er alveg út í hött. Tíminn sem áætlaður var í stangarstökkið var allt of stuttur. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 535 orð | ókeypis

Valsmenn betri en ég átti von á

Menn hafa gert það til gamans undanfarin ár að láta leikmenn, þjálfara og forráðemenn liðanna í 1. deild spá fyrir um lokastöðuna. Miðað við spána í vor eru það Valsmenn sem hafa komið hvað mest á óvart en þeim var spáð áttunda sæti en eru nú í því fjórða. Á hinum endanum hafa Blikar valdið mestum vonbrygðum því þeim var spáð fimmta sæti en eru í tíunda og neðsta sæti. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 98 orð | ókeypis

Vinnið gull og veðsetjið

Vinnið gull og veðsetjið ÞAÐ er allt hægt í Ameríku og þeir sem sigra á Ólympíuleikunum geta veðsett gullpeninginn á staðnum. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 283 orð | ókeypis

Þór í toppbaráttunni

Knattspyrnan er kyndug íþrótt og oft á tíðum óútreiknanleg. Eigi alls fyrir löngu burstaði Fram lið Þórs 8:0, nokkru síðar lá Fram fyrir FH, 1:5. Í gærkvöld tóku Þórsarar á móti FH og unnu 4:0. Þetta eru miklar sveiflur og hleypa lífi í toppbaráttu 2. deildar. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 44 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

400 m grindahlaup kvenna ÚRSLIT 1. Deon Hemmings (Jamaíku) 52,82 2. Kim Batten (Bandar.) 53,08 3. Tonja Buford-Bailey (Bandar.) 53,22 4. Debbie Parris (Jamaíku) 53,97 5. Heike Meissner (Þýskal.) 54,03 6. Rosey Edeh (Kanada) 54,39 7. Ionela Tirlea (Rúmeníu) 54,40 8. Silvia Rieger (Þýskal. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 179 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

200 m hlaup kvenna MILLIRIÐLAR (Fjórar fyrstu í hverjum riðli komust í undanúrslit). 1. RIÐILLsek. 1. Carlette Guidry (Bandar.) 22,51 2. Chandra Sturrup (Bahamas) 22,81 3. Melinda Gainsford-Taylor (Ástralíu) 22,91 4. Natalya Safronnikova (Hv-Rússl.) 23,15 5. Sanna Hernesniemi (Finnl.) 23,38 6. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 73 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

400 m grindahlaup karla UNDANÚRSLIT 1. RIÐILLsek. 1. Derrick Adkins (Bandar.)47,6 2. Sven Nylander (Svíþjóð)48,21 3. Fabrizio Mori (Ítalíu)48,43 4. Eronilde de Araujo (Brasilíu)48,45 5. Dusan Kovacs (Ungverjal.)48,57 6. Ken Harnden (Zimbabe)48,61 7. Jon Ridgeon (Bretl.)49,43 8. Meira
1. ágúst 1996 | Íþróttir | 343 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Tugþraut Staðan eftir fjórar greinar: (100 metra hlaup, langstökk, kúluvarp og hástökk) stig 1. Dan O'Brien (Bandar.)3,625 (100m-10,50 sek., langstökk-7,57 metrar, kúluvarp-15,66 metrar, hástökk-2,07) 2. Chris Huffins (Bandar. Meira

Úr verinu

1. ágúst 1996 | Úr verinu | 181 orð | ókeypis

Danir mótmæla grunnlínupunktum

DANIR hafa mótmælt Kolbeinsey og Hvalbak sem grunnlínupunktum íslensku fiskveiðilögunnar í kjölfar þess að Landhelgisgæslan vísaði dönsku loðnuskipi út úr lögsögunni þegar það var staðið að ólöglegum veiðum innan miðlínu Íslands og Grænalands á dögunum. Fyrir þá sök hafa dönsk skip verið á "gráu" svæði á fiskimiðum fyrir norðan land. Meira
1. ágúst 1996 | Úr verinu | 264 orð | ókeypis

Nær engin loðnuveiði í fyrrinótt

MJÖG LÍTIL loðnuveiði var í fyrrinótt og má búast við að langflest loðnuskipin verði í landi um verslunarmannahelgina og mörg hver þegar stoppuð. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var veiði nánast engin á norðursvæðinu í fyrrinótt. Loðnan stóð mjög djúpt og skipin að taka mörg köst. Bræla hamlaði hinsvegar veiðum á vestursvæðinu en veiði hefur verið með ágætum þar undanfarna daga. Meira

Viðskiptablað

1. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 421 orð | ókeypis

180-220 þúsund króna byrjunarlaun algeng

MIKIL og vaxandi eftirspurn er eftir fólki með tölvumenntun á atvinnumarkaðnum og hefur það skamma viðdvöl á listum ráðningarstofa. Þessi eftirspurn virðist skila sér í aukinni ásókn í tölvunám við háskóla. Hefur nýnemum í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og í kerfisfræði við Tölvuháskóla Verzlunarskólans fjölgað verulega milli ára. Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 279 orð | ókeypis

Aukin bjartsýni í byggingariðnaði

SÚ uppsveifla sem verið hefur í efnahagslífinu hér á landi að undanförnu virðist enn ekki hafa skilað sér í byggingariðnaði, en meiri bjartsýni gætir þó innan greinarinnar en oft áður. Þá hafa stærri framkvæmdir á borð við stækkun álversins styrkt verkefnastöðu hennar nokkuð. Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 1706 orð | ókeypis

BITIST UM BÍLANA

BITIST UM BÍLANA Fréttaskýring Samkeppni í bifreiðaskoðun hefur skilað tilætluðum árangri. Verðið hefur farið lækkandi og þjónustan hefur batnað. Minna hefur þó borið á samkeppninni úti á landsbyggði enn sem komið er. Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 100 orð | ókeypis

Brasilía kærð fyrir bílatolla

JAPANAR hafa kært Brasilíumenn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni, WTO, vegna innflutningstolla á bílum og fara fram á formlegar ráðfæringar um málið að sögn japanskra embættismanna. Áður hafa farið fram árangurslausar viðræður um málið í Genf og Rio de Janeiro utan ramma WTO. Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 517 orð | ókeypis

Breytt og bætt útgáfa Íslenskra fyrirtækja

MIKLAR breytingar verða á útgáfu bókarinnar Íslensk fyrirtæki fyrir næsta ár, en hún kemur þá út í tveimur bindum í stað eins. Bókin Íslensk fyrirtæki hefur komið út í 27 ár og verður útgáfan fyrir árið 1997 með breyttu sniði. Hildur Kjartansdóttir, ritstjóri Íslenskra fyrirtækja, segir að m.a. Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 1545 orð | ókeypis

Brotist úr hlekkjum hugarfarsins Samkvæmt íslenskum lögum eiga vinnufærir fangar að stunda atvinnu meðan á afplánun stendur.

ÁANNAÐ hundrað fangar afplána refsidóma í íslenskum fangelsum allan ársins hring. Jafnframt er töluvert um það að þeir sem hafa hlotið dóma afpláni þá með samfélagsþjónustu eða hjá félagasamtökunum Vernd. Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 326 orð | ókeypis

ESB og Þjóðverjar deila um ríkisstyrki til VW

HÖRÐ og langvinn deila virðist hafin milli framkvæmdastjórnar ESB og Þjóðverja um ríkisstyrki til Volkswagen bílaverksmiðjanna og er talið trúlegast að deilan muni koma til kasta dómstóla. Stjórn ESB hefur brugðizt ókvæða við þeirri ákvörðun þýzka fylkisins Saxlands að greiða 141. Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 290 orð | ókeypis

Fólk Breytingar hjá Eimskipafélagi Ísland

NOKKRAR mannabreytingar og tilfærslur hafa að undanförnu átt sér stað hjá Eimskipafélaginu. PÁLA Þórisdóttir hefur tekið við nýju starfi þjónustustjóra viðskiptaþjónustu Eimskips í Sundakletti í Sundahöfn. Pála lauk B.A. Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 368 orð | ókeypis

Hagnaður nam 48 milljónum

PLASTPRENT hf. skilaði alls um 48 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins og er það töluvert betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir. Gert var ráð fyrir að hagnaðurinn yrði um 36 milljónir í áætlunum fyrir þetta tímabil. Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 222 orð | ókeypis

Mikið framboð SÍF-bréfa

FRAMBOÐ hlutabréfa í Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda (SÍF) á Opna tilboðsmarkaðnum hefur farið vaxandi að undanförnu á sama tíma og hlutafjárútboð stendur fyrir dyrum hjá fyrirtækinu. Í gær var hlutafé að nafnvirði um 30,5 milljónir til sölu á markaðnum eða sem svarar til um 6,5% af heildarhlutafé. Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 59 orð | ókeypis

Nýr eigandi á bílaverkstæði KÁ á Rauðalæk

EIGENDASKIPTI hafa orðið að bílaverkstæði KÁ á Rauðalæk. Hafa hjónin Þórður Pálmason og Sigríður Jónasdóttir, keypt reksturinn og reka nú fyrirtækið undir nafninu "Bílaverkstæðið Rauðalæk ehf. Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 702 orð | ókeypis

OS/2 lifir Microsoft-menn berja sér á brjóst sigurvissir í stýrikerfastríðinu sem geisað hefur á einkatölvumarkaðnum. Árni

MARGIR eru vísast þeirrar skoðunar að stýrikerfastríðinu sé lokið; í valnum liggja Apple OS og OS/2, en Microsoft Windows 95 og NT standa uppi sem sigurvegarar. Apple-menn hafa sannað að svo er ekki og hyggjast snúa vörn í sókn með næstu útgáfu stýrikerfisins sem heitir Copland, og OS/2-vinir eru fráleitt á því að leggja upp laupana, enda hafa selst af stýrikerfinu milljón eintök, Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 135 orð | ókeypis

SpariskírteiniEngu tilboði var tekið í útbo

Engu tilboði var tekið í útboði á verðtryggðum spariskírteinum til 10 og 20 ára og 10 ára árgreiðsluskírteinum hjá Lánasýslu ríkisins í gær. Alls bárust fimm gild tilboð í spariskírteini að fjárhæð 228 milljónir króna að söluverðmæti, en ekkert þeirra var nægilega hagstætt. Þýsk-íslenskaKristín S. Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 1326 orð | ókeypis

Starfsmenn eru líka mikilvægur markhópur Innri markaðssetning fjallar um það að skapa þekkingu hjá starfsfólki, þekkingu á

MEÐ aukinni samkeppni verður markviss markaðssetning æ mikilvægari. Forráðamenn fyrirtækja vita að ein af forsendunum fyrir velgengni þeirra er vel skipulögð markaðssetning á þeim mörkuðum sem það starfar á. Við gerð markaðsáætlunar vill það oft gleymast að fyrirtæki starfa a.m. Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 303 orð | ókeypis

Time Warner sammála FTC um Turner- samruna

TIME WARNER kveðst hafa komizt að samkomulagi í aðalatriðum við alríkisráð viðskiptamála, FTC (Federal Trade Commission), Turner Broadcasting System og Tele- Communications Inc. um að halda áfram kaupum á Turner. Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 337 orð | ókeypis

Tæknival opnar í Hafnarfirði

TÆKNIVAL hf. mun í næstu viku stíga enn eitt skrefið í átt til frekari umsvifa þegar fyrirtækið opnar útibú á Reykjavíkurvegi 64 í Hafnarfirði. Þar hefur fyrirtækið tekið á leigu um 300 fermetra rými sem á að verða eins konar smækkuð mynd af verslun Tæknivals í Skeifunni. Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 727 orð | ókeypis

Umrót á verðbréfamarkaði

»ÞAÐ hefur ekki þurft að kvarta yfir viðburðasnauðum tímum á verðbréfamarkaði í vor og sumar. Hlutabréfamarkaðurinn hefur reyndar einkum verið þar í sviðsljósinu, en á skuldabréfamarkaði hafa einnig orðið töluverðar sviptingar. Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 226 orð | ókeypis

USAir í mál gegn tengslum BA/ American

RÁÐGERÐ samvinna flugfélaganna British Airways og American Airlines hefur hlotið mikilvægan stuðning áhrifamikillar brezkrar þingnefndarr, en núverandi samstarfsaðili BA í Bandaríkjunum, USAir, hefur höfðað mál gegn samvinnunni af því að hún geti leitt til hringamyndunar. Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 187 orð | ókeypis

Verslunin Kaplan opnuð

NÝ SÍMTÆKJAVERSLUN hefur verið opnuð á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar. Er þar að finna úrval af aukahlutum fyrir GSM-farsíma eins og rafhlöður, töskur, bílahleðslutæki, mælaborðsfestingar o.fl. Verslunin heitir Kaplan og þar verður megináhersla lögð á að bjóða lágt verð á aukahlutum fyrir GSM-síma. Einnig verða þar seldir hefðbundnir símar og búnaður fyrir þá að sögn Sigþórs R. Meira
1. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 179 orð | ókeypis

Viðskipta- og þjónustuskrá Hafnarfjarðar komin út

KOMIN er út Viðskipta- og þjónustuskrá Hafnarfjarðar, sem er dreift frítt í öll hús og fyrirtæki í Hafnarfirði. Bókin er gefin út af Aflamiðlun ehf. í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og Aflvaka hf. Skráin verður leiðrétt reglulega og verður endurútgefin árlega með áorðnum breytingum. Umsjón með útgáfunni hafði Steinunn Hansdóttir, en alls unnu 15 manns að henni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.