Greinar föstudaginn 4. október 1996

Fréttir

4. október 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

1.047 notaðir bílar fluttir inn

INNFLUTNINGUR á notuðum fólksbílum hefur nær fjórfaldast á fyrstu níu mánuðum þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum Bifreiðaskoðunar Íslands og nemur innflutningurinn um 14% af heildarinnflutningi bifreiða það sem af er árinu. Meira
4. október 1996 | Erlendar fréttir | 252 orð

37 Kúrdar felldir TYRKNESK stjórnv

TYRKNESK stjórnvöld sögðu í gær að 37 liðsmenn uppreisnarhreyfingar Kúrda í austurhluta landsins hefðu verið felldir í bardögum í vikunni. Meira en 20.000 manns hafa fallið í átökum stjórnarhersins og uppreisnarmanna síðan þau hófust fyrir 12 árum. Meira
4. október 1996 | Erlendar fréttir | 303 orð

Aðstoðarmaður Clintons hrósar Ólafi Ragnari

ROBERT G. Bell, ráðgjafi Bills Clintons Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggisráðinu, sagði á málþingi, sem haldið var til að minnast þess að tíu ár eru liðin frá því að leiðtogafundurinn var haldinn í Reykjavík, að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefði barist dyggilega fyrir því að allsherjarbannið við kjarnorkutilraunum, sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í ágúst, Meira
4. október 1996 | Landsbyggðin | 213 orð

Afmælislag 1997

Höfn Árið 1997 munu Austur- Skaftfellingar minnast þess að eitt hundrað ár eru liðin frá upphafi byggðar á Höfn í Hornafirði. Kosin var afmælisnefnd sem mun, ásamt Menningarmálanefnd Austur-Skaftafellssýslu, vinna að undirbúningi hátíðahalda næsta árs. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 275 orð

Andri Áss Grétarsson skákmeistari Hellis 1996

NÍUNDA og síðasta umferð á Meistaramóti Hellis 1996 var tefld þriðjudaginn 1. október. Það var Andri Áss Grétarsson, formaður Hellis, sem sigraði á mótinu og hlaut 7 vinning í níu skákum. Hann hlýtur þar með titilinn Skákmeistari Hellis 1996. Bragi Þorfinsson, sem einungis er 15 ára, varð í 2. sæti með 6 vinning. Í 3.-4. sæti urðu Kristján Ó. Meira
4. október 1996 | Landsbyggðin | 242 orð

Athugun vegna vegagerðar á austanverðri Vopnafjarðarströnd

SKIPULAG ríkisins hefur hafið athugun á frummati Vegagerðar ríkisins á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar lagningar Hlíðarvegar um Gljúfursá og Öxl. Vegagerðin gerir ráð fyrir að kostnaður við 2,1 km langan veg um Gljúfursá verði um 48 milljónir og vegna 1,1 km langs vegar við bæinn Öxl um 8 milljónir. Vegurinn er á austanverðri Vopnafjarðarströnd í Norður-Múlasýslu. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 456 orð

Barátta elds, íss og vatns

ELDUR, ís og vatn börðust með ofsafengnum hætti á Vatnajökli þegar blaðamenn Morgunblaðsins flugu upp að gosstöðvunum í gærmorgun. Til að magna enn það stórkostlega sjónarspil sem þarna er í gangi stungu eldingar sér niður í eldgíginn. Það má því segja að nú um stundir sé eldur yfir, á og undir Vatnajökli. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 111 orð

Bjargað úr brennandi íbúð

TVEIMUR mönnum var bjargað eftir að eldur kom upp í íbúð á annarri hæð í húsi við Mávahlíð um fimmleytið aðfaranótt miðvikudags. Íbúar í risi hússins urðu eldsins varir og gerðu slökkviliði viðvart. Tveir menn voru í íbúðinni og voru þeir báðir fluttir á Sjúkrahús Reykjavíkur. Meira
4. október 1996 | Erlendar fréttir | -1 orð

Danska stjórnin trúuð á að takmark hennar náist

DANIR eru vongóðir um að grein um atvinnuskapandi aðgerðir verði tekin með í Maastrichtsáttmálann. Ég get ekki ímyndað mér annað en að svo verði", sagði Niels Helveg Petersen utanríkisráðherra Dana á blaðamannafundi um ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins og undirbúning Dana fyrir hana. Meira
4. október 1996 | Erlendar fréttir | -1 orð

Danskir forstjórar láta sig myntsambandið litlu varða

ÞRÍR af fjórum forstjórum danskra útflutningsfyrirtækja reikna nú með að Evrópska myntsambandið verði að veruleika 1999. Fyrir tæpum tveimur árum sýndi samskonar könnun að aðeins einn af hverjum tíu forstjórum var trúaður á að úr myntsambandinu yrði. Helmingur forstjóranna telur engu skipta þó Danir verði ekki með frá byrjun. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 115 orð

Djöflaeyja Friðriks Þórs frumsýnd

KVIKMYND Friðriks Þórs Friðrikssonar, Þar sem Djöflaeyjan rís, sem byggist á metsölubókum Einars Kárasonar um líf í braggahverfi eftirstríðsáranna, var frumsýnd í þremur kvikmyndahúsum í gærkvöldi, Stjörnubíói og Sambíóum í Reykjavík og Nýja Bíói í Keflavík. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 133 orð

Drag-drottningar í förðunarkeppni

FARÐI ehf., umboðsaðili "Make Up For Ever", á Íslandi heldur nú í þriðja sinn árlega förðunarkeppni á Sólon Íslandus á morgun, laugardag. Í ár verður þema keppninnar drag-drottningar. "Drag-drottningar hafa verið að hasla sér völl í íslensku skemmtanalífi undanfarin ár, en erlendis hafa drag-drottningar verið stór þáttur í skemmtanalífi fólks. Meira
4. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 253 orð

Dröfn Friðfinnsdóttir í Listasafninu

SÝNING á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur verður opnuð í Listasafninu á Akureyri næstkomandi laugardag, 5. október kl. 16. Dröfn sýnir að þessu sinni tréristur og málverk í öllum þremur sölum Listasafnsins. "Í myndum Drafnar sameinast kröftug og öguð framsetning í samspili aðferðar, lits og áferðar huglægri og tilfinningalegri upplifun í myndmáli flatanna. Meira
4. október 1996 | Erlendar fréttir | 209 orð

Dæmdir í fangelsi fyrir samsæri

DÓMARI í Tel Aviv dæmdi í gær Yigal Amir, morðingja Yitzhaks Rabins, bróður Amirs og annan strangtrúaðan gyðing í 5-12 ára fangelsi fyrir að leggja á ráðin um að myrða ísraelska forsætisráðherrann og skipuleggja árásir á Palestínumenn. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 151 orð

Einstakt færi til rannsókna

"HLAUPIÐ á Skeiðarársandi gefur einstakt tækifæri til að kanna áhrif gosefna á lífríki sjávar," segir Sigurður Reynir Gíslason jarðefnafræðingur hjá Raunvísindastofnun. "Sú staðreynd að gosið náði sér ekki upp úr jökli í byrjun þýðir að megnið af mengandi efnum leystist upp í vatninu sem síðan fer niður Skeiðarársandinn og út í sjó. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

Ekið á kyrrstæðan bíl

EKIÐ var á rauða, kyrrstæða Toyotu Corollu, þar sem bíllinn stóð í stæði við Laugarásveg 64 aðfaranótt þriðjudags og skemmdist hann töluvert. Af ummerkjum má ráða að bíllinn, sem lenti á Corollunni, var ljósblár með sanserað lakk. Ökumaður hans er beðinn um að gefa sig fram við slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík, sem og aðrir þeir sem veitt geta upplýsingar. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 42 orð

Elsti varðveitti skrúðgarðurinn

Elsti varðveitti skrúðgarðurinn HUNDRAÐ ár eru nú liðin frá því framkvæmdum við Alþingisgarðinn lauk, en hann er elztivarðveitti skrúðgarðurinn á Íslandi. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 384 orð

Engin vandamál hérlendis

LEIFUR Magnússon forstöðumaður þróunarsviðs Flugleiða segir engar áhyggjur innan fyrirtækisins vegna þeirra flugslysa sem orðið hafa undanfarna mánuði erlendis, þar sem Boeing 757-þotur eiga í hlut. Flugleiðir eiga þrjár slíkar og leigir auk þess eina til viðbótar. Í fyrradag fórst þota þessarar gerðar við strönd Perú með þeim afleiðingum að 70 fórust. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 751 orð

Eykur sjálfstæði aðildarfélaga

Krabbameinsfélagið, sem fagnar 45 ára afmæli sínu í ár, stendur fyrir árlegri merkjasölu sinni í þessari viku og rennur allur ágóði til aðildarfélaga Krabbameinsfélags Íslands sem eru 24 svæðisbundin félög og fimm stuðningshópar. Steinunn Friðriksdóttir er starfsmaður Krabbameinsfélagsins og í forsvari fyrir Styrk, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Meira
4. október 1996 | Erlendar fréttir | 126 orð

Fergie hættir við málssókn

HERTOGAYNJAN af Jórvík, Sarah Ferguson, hætti í gær við tilraunir til að koma í veg fyrir útgáfu bókar, sem sagt er að innihaldi nákvæmar lýsingar á ástarævintýri hennar og "fjármálaráðgjafans" John Bryan. Ferguson, oft kölluð Fergie, var gift Andrési prins, syni Elísabetar Bretadrottningar. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 129 orð

Fimmtíu ára afmæli Melaskóla

FIMMTÍU ár eru liðin á morgun, laugardag, frá því að kennsla hófst í Melaskóla. Þessara tímamóta verður minnst á afmælisdaginn, með dagskrá er verður þannig í stórum dráttum: Kl. 13 verður safnast saman við skólann og lagt af stað í skrúðgöngu um skólahverfið, Lúðrasveit barna í Vesturbænum leikur frá kl. 13. Kl. 14 verður ávarp skólastjóra. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 62 orð

Fiskasýning

FISKASÝNING verður haldin í Dýraríkinu, Grensásvegi, á morgun, laugardag. Þar verða sýndar sjaldgæfar fiskategundir og einnig sjaldgæfar tegundir af lifandi gróðri í fiskabúr í sérlega miklu úrvali. Sérfræðingar verða á staðnum til að leggja fólki ráð um fiskahald og allan búnað Tilboð og afslættir eru í boði í tilefni sýningarinnar, en hún stendur yfir frá kl. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 92 orð

FÍB-Tryggingar enn utan bílabankans

FÍB-Tryggingar, sem hafa hleypt af stað verðstríði á bílatryggingamarkaðnum, hefur ekki fengið aðgang að bílabanka tryggingafélaganna, sem er sameiginlegur upplýsingamiðill þeirra. Að sögn Halldórs Sigurðssonar, tryggingamiðlara, settu hin tryggingafélögin upp óaðgengileg skilyrði fyrir þátttöku FÍB-Trygginga í bílabankanum. Hann sagði samninga um aðildina vera enn í gangi. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

Fjölskyldan og lífskjörin

ÞINGFLOKKUR Alþýðubandalagsins og óháðra lagði við þingsetningu á þriðjudag fram tuttugu þingmál um "fjölskylduna og lífskjörin". Þau eru lögð fram í framhaldi af skýrslu forsætisráðherra um samanburð á lífskjörum á Íslandi og í Danmörku, sem gerð var sl. vor að kröfu Alþýðubandalagsins. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Forseti Íslands opnar sýningu í Hollandi

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, héldu áleiðis til Hollands í gærmorgun. Forsetinn mun opna sýningu um norræna landkönnuði, "The Nordic Explorers' Exhibition" í Haag í dag, 4. október. Norræna ráðherranefndin efnir til sýningarinnar, sem er liður í norrænni menningarkynningu Evrópu. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 446 orð

Fórnarkostnaður 20-40 milljónir kr.

ÁKVEÐIÐ var í gærkvöldi að rjúfa vegi og varnargarða á Skeiðarársandi á nokkrum stöðum til að létta álagi af brúm í yfirvofandi flóði. "Ef áætlanir Vegagerðarinnar standast og tekst að verja brýrnar á Skeiðarársandi og meginhluta vega og varnargarða verður fórnarkostnaður vegna varnanna 20-40 milljónir króna," að sögn Rögnvalds Gunnarssonar verkfræðings hjá Vegagerðinni. Meira
4. október 1996 | Erlendar fréttir | 403 orð

Framtíð friðarferlis undir viðbrögðum Ísraela komin

YASSER Arafat, forseti Palestínumanna, sagði í gær í Saudi-Arabíu að Ísraelar yrðu að hlíta ákvæðum friðarsamninganna út í ystu æsar, framtíð friðarferlisins væri komin undir stefnu Ísraela. Hann var spurður hvort hann hefði fengið einhver loforð á leiðtogafundi þeirra Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, í Washington. "Við verðum að bíða og sjá hvað setur," svaraði Arafat. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Franskur gestakokkar

PERLAN og Óðinsvé hafa fengið til liðs við sig gestakokka frá Frakklandi. Þeir heita Jacques Bertrand og Emanuel Dstrait og koma þeir frá veitingahúsinu Les Cédres í Lyon. Jacques er yngsti matreiðslumeistari í heiminum sem fengið hefur Michelin-stjörnu, hann var aðeins 23ja ára þegar Les Cédres fékk Michelin-stjörnu. Meira
4. október 1996 | Erlendar fréttir | 140 orð

Gagnrýna lækna í áttburamáli

ÝMSIR hvetja nú til þess í Bretlandi að settar verði strangari reglur um það hverjir fái frjósemislyf. Ástæðan er mál Mandy Allwood, 31 ára gamallar konu sem ákvað gegn læknisráði að ala áttbura sem hún gekk með eftir að hafa fengið slík lyf en öll fóstrin dóu í vikunni. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 51 orð

Gangbrautarljósin verða sett upp

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu umferðarnefndar um að gangbrautarljósin við Hverfisgötu vestan við Vitastíg verði sett upp á ný. Á fundinum var lagður fram undirskriftalisti með mótmælum íbúa og gesta á Lindargötu 57, 61 og 64, starfsfólks Dagvistar fyrir heilabilaða við Vitatorg og bréf samtaka Laugavegar og nágrennis. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 278 orð

Gjóska truflaði flugumferðina

GJÓSKAN frá gosinu í Vatnajökli hafði nokkur áhrif á flugumferð yfir landinu í gær. Veðurstofan sendir reglulega frá sér upplýsingar til flugmanna um dreifingu öskunnar, rétt eins og hún sér um að tilkynna um ókyrrð í lofti, ísingu og þvíumlíkt, eftir því sem Helgi Björnsson yfirflugumferðarstjóri hjá Flugmálastjórn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 178 orð

Guðspekifélag Íslands 75 ára

ÍSLANDSDEILD Guðspekifélagsins verður 75 ára á þessu ári, en hún var formlega stofnuð árið 1921. Fyrir þann tíma höfðu starfað hér greinar frá hinni dönsku deild félagsins og var fyrsta greinin stofnuð árið 1912 af nokkrum frammámönnum í Reykjavík er kynnst höfðu boðskap guðspekinnar erlendis. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Gæsir á snúrunum

TVÆR grágæsir og urtönd héngu með þvottinum á snúrum við Bólstað á Eyrarbakka þegar blaðamenn áttu leið þar um í vikunni. Guðmundur Emilsson sagðist hafa fengið tvær endur þá um morguninn, en þetta er í fyrsta skipti sem hann fer á gæsaveiðar í haust. Endurnar þurfa að hanga í fjóra til fimm daga. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 131 orð

Haustsýning Hundaræktarfélagsins

ÁRLEG haustsýning Hundaræktarfélags Íslands verður í Reiðhöll Gusts í Kópavogi dagana 5.­6. október. Að þessu sinni keppa 300 hundar af 39 tegundum í níu tegundahópum. Dómarar eru Rainer Vuorinen frá Finnlandi og Piero Renai della Rena frá Ítalíu. Keppnin er alþjóðleg, sem þýðir að hundar hafa möguleika á að vinna sér inn íslensk og alþjóðleg meistarastig. Meira
4. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 44 orð

Hádegis-tónleikar

BJÖRN Steinar Sólbergsson organisti heldur hádegistónleika í Akureyrarkirkju á morgun, laugardaginn 5. október, kl. 12. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Dietrich Buxtehude, Johann Gottfried Walther og Hafliða Hallgrímsson. Lesari á tónleikunum er sr. Birgir Snæbjörnsson prófastur. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 987 orð

Heildtæk skólastefna í Súðavík

Í Súðavík er unnið að þróun nýrrar skólastefnu með samvinnu leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Nær hún yfir allt tímabilið frá því börnin fara í leikskóla eins eða tveggja ára gömul og þar til þau ljúka grunnskólanum 15 ára. Nýtt skólahús staðarins er hannað með þarfir skólastefnunnar í huga. Helgi Bjarnason kynnti sér þróunarstarfið. Meira
4. október 1996 | Landsbyggðin | 227 orð

Heilsugæslan í húsnæði hreppsins

Hrísey­Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðismálaráðherra afhenti Sigmari Sævaldssyni, formanni stjórnar Heilsugæslustöðvarinnar í Hrísey, nýtt húsnæði í Hlein laugardaginn 21. sept. síðastliðinn. Þar með er lokið löngum búskap stöðvarinnar í kjallara pósthússins á staðnum. Þar hefir verið lítið pláss, lágt undir loft og léleg hljóðeinangrun. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 125 orð

Hitaveitan greiðir fyrir gæslu og ræstingar

BORGARRÁÐ hefur samþykkt breytingar á leigusamningi við rekstraraðila Perlunnar og mun Hitaveita Reykjavíkur greiða leigutaka 80 þús. krónur á mánuði vegna gæslu í húsinu og 114 þús. krónur á mánuði vegna ræstinga, eða rúmar 2,3 milljónir á ári. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 204 orð

Hraðfrystihúsi Eskifjarðar lokað vegna síldarfrystingar

MIKIL gróska er í atvinnulífi Eskfirðinga um þessar mundir, þegar síldarvertíðin stendur sem hæst. Verið er að frysta síld á tveimur stöðum hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar og einnig fer fram síldarflökun til frystingar. Verð er nú gott á frystri síld, sem fer á markað í Japan og Skandinavíu. Auk Hraðfrystihússins eru nýir eigendur Friðþjófs hf., Samherji hf. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 151 orð

Íbúum fækkar á Ströndum

BÚSKAPUR hefur lagst af á fjórum býlum í Strandasýslu á einu ári og hefur fólksfækkun þar ekki verið svo mikil frá árinu 1970, segir Jón Guðbjörns Guðjónssonar, veðurathugunarmaður í Trékyllisvík. Í haust hættu bændur búskap á bænum Felli í Árneshreppi og á bænum Hellu í Kaldrananeshreppi. Í fyrrahaust fóru tveir bæir í Árneshreppi í eyði, Norðurfjörður 1 og 2. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 460 orð

Ísinn á Grímsvötnum lyftist

KRÖFTUGT gos var undir Vatnajökli í allan gærdag og ekkert benti til að það væri í rénun. Töluvert öskufall hefur orðið til norðurs og suðurs. Gossprungan hefur lengst til norðurs og er nú um 8 kílómetrar og mökkurinn, sem stígur upp af jöklinum, nær í 5-6 kílómetra hæð. Hann er svartur af ösku neðst, en hvítir gufubólstrar stíga hæst. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 504 orð

Kröftugasta gosið nyrst í sprungunni

EKKERT benti til þess að dregið hefði úr eldgosinu í Vatnajökli í gær, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Í gær var gosið búið að bræða um einn rúmkílómetra af ís, en eftir fyrstu 18 klukkustundirnar bræddi það um 0,3 rúmkílómetra, næsta sólarhring bættust 0,4 rúmkílómetrar við og næsta sólarhring þar á eftir virtist bráðnunin vera Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 408 orð

Kvartað yfir ölvun íslenskra farþega

FLUGVALLARYFIRVÖLD í Saint John's á Nýfundnalandi og flugfélagið Air Atlantic, sem flýgur milli Saint John's og Halifax, hafa sent Flugleiðum kvartanir vegna óþæginda af völdum ölvaðra sjómanna í leiguflugi Flugleiða til Saint John's og á nýrri áætlunarleið félagsins milli Keflavíkur og Halifax. Meira
4. október 1996 | Erlendar fréttir | 1046 orð

Leggjum áherslu á að uppræta fáfræði og fordóma

TENGSL Íslands og Kína hafa verið að styrkjast á seinustu árum. Íslenskt sendiráð er starfandi í Peking og nú í október verður eitt ár liðið frá stofnun Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins sem yfir eitt hundrað íslensk fyrirtæki eiga aðild að. En það er fleira sem þessar þjóðir geta lært hvor af annarri. Meðal annars á sviði heilbrigðismála. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 132 orð

LEIÐRÉTT

Í frétt um kaup BYKO á IBM tölvum í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær var ranglega farið með að fréttin væri frá BYKO. Hið rétta er að fréttin er frá Nýherja. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Meira
4. október 1996 | Landsbyggðin | 68 orð

Leikfélag Keflavíkur í nýtt húsnæði

BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar samþykkti á þriðjudagskvöld að úthluta Leikfélagi Keflavíkur húsnæði að Vesturbraut 17, Karlakórshúsinu í Keflavík. Kjartan Már Kjartanson, formaður menningarnefndar Reykjanesbæjar, segir leikfélagið hafa verið á hrakhólum undanfarin 40 ár og því sé þessi ákvörðun bæjarstjórnar félaginu afar kærkomin. Meira
4. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 340 orð

Leitað verði tilboða í hús yfir heilan og hálfan völl

ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í vikunni að beina því til framkvæmdanefndar bæjarins að afla tilboða í tvær útgáfur af knattspyrnuhúsum, þannig að hægt verði að taka afstöðu til þeirra við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Annars vegar tilboð í hús yfir hálfan knattspyrnuvöll og hins vegar hús yfir heilan knattspyrnuvöll. Meira
4. október 1996 | Erlendar fréttir | 674 orð

Lýsir yfir stuðningi við Alexander Lebed

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, flutti í gær útvarpsávarp þar sem hann svaraði andstæðingum sínum, sem vilja að hann segi af sér sökum heilsubrests, og kvaðst enn fullfær um að halda um stjórnartaumana. Forsetinn lýsti ennfremur yfir stuðningi við Alexander Lebed, yfirmann rússneska öryggisráðsins, og umdeildan friðarsamning hans við aðskilnaðarsinna í Tsjetsjníju. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 306 orð

Með bát í skólann

Með bát í skólann SÚÐAVÍKURHREPPUR rekur heimavist fyrir börn í hreppnum sem ekki komast daglega á milli heimilis og skóla, eða öllu heldur heimili því yfirbragð er allt með þeim hætti. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 698 orð

Metár í úthafsveiðum

NÚ LIGGUR fyrir að árið í ár verður metár í úthafsveiðum. Aldrei hefur meiri afli komið á land af úthafsmiðum og verðmæti hans hefur heldur ekki verið meira. Afla- og verðmætaaukningin verður þó líklega ekki alveg jafnmikil og spáð var fyrr á árinu. Sömuleiðis er næsta víst að talsvert dragi úr úthafsveiðunum á næsta ári. Meira
4. október 1996 | Miðopna | 1108 orð

Minna flóð en í gosinu 1938

GOSIÐ á Grímsvatnasvæðinu nú er þar sem hryggurinn frá Hamrinum yfir í Grímsvötn tengist vötnunum. Í norður frá þeim ganga tveir hryggir og þetta er sá vestari, sá hinn sami og gaus úr 1938. Meira
4. október 1996 | Erlendar fréttir | 52 orð

Mótmæli í Baskahéruðum

LIÐSMENN sérsveita lögreglunnar í Baskahéruðum Spánar, Erzaintza, fjarlægja nokkrar fullorðnar konur sem tóku þátt í mótmælum við héraðsþing Baska í Vitoria í gær. Fólkið er úr röðum ættingja fanga úr hermdarverkasamtökum Baska, ETA, er krefjast sjálfstæðis Baska. Var þess krafist að fangarnir afplánuðu dóma sína í fangelsum í Baskahéruðunum. Meira
4. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 181 orð

Neðanjarðar sýnd í Borgarbíói

KVIKMYNDAKLÚBBUR Akureyrar sýnir myndina Neðanjarðar (Underground) í Borgarbíói næstkomandi sunnudag, 6. október kl. 17. Neðanjarðar er eftir leikstjórann Emir Kusturica sem kunnastur er fyrir kvikmyndirnar "Arizona Dream" og "Time of the Gypsies". Neðanjarðar hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1995. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Norðurlandamót grunnskólasveita í skák 1996

NORÐURLANDAMÓT grunnskólaveita í skák verður haldið dagana 4.­6 október nk. í Æfingaskólanum í Reykjavík. Mótið er haldið í 19. sinn og hefur sveit Íslands unnið 10 sinnum til þessa. Fyrir Íslands hönd tefla sveitir Æfingaskólans í Reykjavík og Digranesskóla í Kópavogi, en þær urðu í 1. og 2. sæti á Íslandsmóti grunnskólasveita sl. vetur. Meira
4. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 101 orð

Ný sundlaug verður tilbúin í júní á næsta ári

FRAMKVÆMDIR eru hafnar við nýjan áfanga við Sundlaug Akureyrar, en þar er um að ræða jarðvegsflutninga, gerð 25x16 metra sundlaugar auk þess sem innifalið í verkefninu er að ganga frá svæðinu umhverfis laugina og lagnir vegna hennar sem og viðbyggingar sem síðar mun rísa. Meira
4. október 1996 | Smáfréttir | 54 orð

NÝVERIÐ urðu eigendaskipti á Tískuversluninin Gala við Laugav

NÝVERIÐ urðu eigendaskipti á Tískuversluninin Gala við Laugaveg 101. Nýir eigendur eru Einar H. Bridde feldskeri og Alda Sigurbrandsdóttir pelsasaumakona. Gala Tískuhús selur vörur frá Ester Ken, Agatha, Electre og peysur frá Damour, leðurbelti og slæður. Meira
4. október 1996 | Landsbyggðin | 215 orð

Offjölgun ígulkera í Flekkuvík

Vogum­Jón Eggert Guðmundsson, líffræðingur og kafari, hefur sem áhugamál að rannsaka offjölgun ígulkera í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd en þar hefur verið mikil eyðing á þaraskóginum vegna offjölgunar ígulkera. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 24 orð

Ráðstefna fiskverkafólks

Ráðstefna fiskverkafólks FISKVINNSLUFÓLK innan Verkamannasambands Íslands heldur ráðstefnu á Hótel Íslandi laugardaginn 5. október kl. 9-17. Fjallað verður um málefni sjávarútvegs og kjaramál fiskvinnslufólks. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 134 orð

Ráðstefna um heilasjúkdóma

FYRIRLESTRAR um niðurstöður nýjustu rannsókna á Alzheimers- sjúkdómum eru meðal þess sem fjallað verður um á alþjóðlegri ráðstefnu um heilasjúkdóma í ellinni sem haldin verður á Hótel Loftleiðum í dag og á morgun, 4. og 5. október. Meira
4. október 1996 | Erlendar fréttir | 604 orð

Sagði Reykjavík marka tímamót

MAUREEN Reagan, dóttir Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta, kom hingað til lands í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá því að leiðtogafundurinn var haldinn í Reykjavík. Hún kvað föður sinn alltaf hafa sagt að fundurinn hér í Reykjavík hefði markað mikil tímamót. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 232 orð

Samið um fráveitukerfi

RAMMASAMNINGUR hefur verið undirritaður af Ellert Eiríkssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar fyrir hönd bæjaryfirvalda og Janis L. Spruill fyrir hönd bandaríkjastjórnar um uppbyggingu og rekstur fráveitukerfis fyrir Reykjanesbæ og Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Meira
4. október 1996 | Erlendar fréttir | 701 orð

Sauð á Reagan er hann kom úr Höfða

ÞEGAR Nancy Ruwe sendiherrafrú frétti að Ronald Reagan Bandaríkjaforseti væri á leið til Íslands hélt hún að hún hefði tvo til þrjá mánuði til stefnu, en henni varð ekki um sel er Nicholas Ruwe, maður hennar heitinn, sagði að ekki væru nema átta dagar í heimsóknina. Meira
4. október 1996 | Erlendar fréttir | 325 orð

Sérfræðingar ráðþrota

SÉRFRÆÐINGAR í flugmálum stóðu ráðþrota í gær og sögðust með engu leyti skilja hvað valdið hefði því að Boeing 757-þota perúska flugfélagsins fórst undan ströndum Perú í fyrrinótt. Brak þotunnar liggur á 150 metra dýpi 60 km undan ströndu. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 364 orð

Símalínur og sæluhúsið fóru

FILIPUS Eyjólfsson á Núpsstað upplifði hlaupin á Skeiðarársandi 1934 og 1938. Þó þau flóð hafi verið mun stærri en búist er við nú, urðu litlar skemmdir á mannvirkjum. "Þá voru engir vegir og brýr á sandinum, aðeins slóðar," segir Filipus. "Sími var lagður yfir Skeiðarársandinn 1929, og margir staurar fóru í flóðunum. Meira
4. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 37 orð

Sjálfsstyrkur og kreppa

KARÓLÍNA Stefánsdóttir fjölskylduráðgjafi Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri flytur fyrirlestur um sjálfsstyrk og kreppu á opnu húsi Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis næstkomandi mánudagskvöld, 7. október, sem hefst kl. 20 á skrifstofu félagsins í Glerárgötu 24, 2. hæð. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 192 orð

Sjömannanefnd tekin til starfa á ný

SJÖMANNANEFND, sem skipuð er fulltrúum aðila vinnumarkaðarins, bændasamtakanna og ríkisins, hefur hafið störf að nýju og hélt hún fyrsta fund sinn í gær. Samkvæmt erindisbréfi landbúnaðarráðherra frá 23. Meira
4. október 1996 | Erlendar fréttir | 525 orð

"Skemmtilega háðsk án þess að vera hávær"

PÓLSKA ljóðskáldið og gagnrýnandinn Wislawa Szymborska hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Tilkynnt var um val sænsku akademíunnar í Stokkhólmi í gær en það kemur nokkuð á óvart, þar sem ekki var búist við að verðlaunin féllu ljóðskáldi í skaut, annað árið í röð. Meira
4. október 1996 | Landsbyggðin | 66 orð

Skólinn loks hafinn

LANGÞRÁÐUR draumur sex ára barna í Grundarfirði um að hefja skólagöngu í fyrsta sinn, rættist loksins eftir langa bið. En þau hafa beðið með óþreyju eftir því að framkvæmdum við skólann lyki, svo þau gætu hafið ferð sína á menntabrautinni. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 183 orð

Skörp skil íss og ösku

MIKILL kraftur var í gosstöðvunum á Vatnajökli þegar flogið var yfir sprunguna í gærmorgun. Logn var og allgott skyggni og þegar komið var upp að jöklinum bar gosmökkinn við himin. Súla blönduð gufu og ösku steig hátt til lofts en í 3­4 kílómetra hæð breiddi mökkurinn úr sér og myndaði eins konar þak yfir sjálfri gossúlunni. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 121 orð

Smuguafli mun minni en í fyrra

AFLI íslenzkra skipa í Smugunni í Barentshafi er um 10.000 tonnum minni í ár en á sama tíma í fyrra. Um mánaðamótin hafði Fiskistofa fengið tilkynningar um að 13.000 tonnum hefði verið landað af Smuguþorski og önnur 2.700 tonn væru á leið til lands, eða samtals 15.700 tonn. Í septemberlok í fyrra var Smuguaflinn hins vegar orðinn 25.500 tonn. Meira
4. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Sólgnar í vetrarrepjuna

KÝRNAR á Hofi í Arnarneshreppi eru sólgnar í vetrarrepjuna sem þær fá að gæða sér á þessa mildu haustdaga. Þær eru þrjátíu saman í hólfinu og á hverjum morgni er girðingin færð fram en þær fá ákveðinn skammt á hverjum degi. Það bregst ekki að þær koma allar sem ein eftir morgunmjaltirnar og raða sér upp og taka strax að háma kálið í sig. Meira
4. október 1996 | Erlendar fréttir | 196 orð

Taka upp stjórnmálasamskipti

LEIÐTOGAR Bosníu og Serbíu samþykktu í gær að taka upp stjórnmálasamskipti, auk þess sem Serbar viðurkenna Bosníu sem eitt ríki, og Bosníumenn viðurkenna Júgóslavíu; Serbíu og Svartfjallaland, sem arftaka gömlu Júgóslavíu. Þetta var niðurstaða fundar leiðtoganna Alija Izetbegovic og Slobodans Milosevic, í París í gær. Meira
4. október 1996 | Erlendar fréttir | 465 orð

Táknrænn fyrir yfir-ráðin í A-Jerúsalem

GÖNGIN umdeildu í Jerúsalem, sem urðu kveikjan að átökunum á hernumdu svæðunum, eru ævaforn og liggja meðal annars með Grátmúrnum, mesta helgistað gyðinga. Eru þau um 490 metra löng og voru fyrr á öldum notuð sem vatnsleiðsla. Í mörg ár hafa þau aðeins verið opin í annan endann eða í gyðingahverfinu í Jerúsalem. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 420 orð

Til móts við nýja tíma

MENNTAMÁLARÁÐHERRA boðar til menntaþings í Háskólabíói og Þjóðarbókhlöðu laugardaginn 5. október nk. sem ber yfirskriftina: Til móts við nýja tíma. Á þinginu á að ræða og kynna fjölmargt af því sem er að gerast á öllum skólastigum. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 172 orð

Tvær nýbyggingar við grunnskóla

OPNAÐAR hafa verið formlega nýbyggingar við Hamraskóla og Ölduselsskóla í Reykjavík. Með nýrri tæplega þúsund fermetra viðbyggingu við Hamraskóla er hann orðinn einsetinn, að undanskilinni sérdeild fyrir einhverf börn sem tók til starfa í haust. Aðstaða fyrir handmennt og heimilisfræði hefur verið bætt og unnið er að standsetningu tölvuvers og raungreinastofu. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 120 orð

Unglingspiltar stálu fé úr móttöku hótels

TVEIR fimmtán ára gamlir piltar stálu 25.000 krónum úr peningakassa hótels við Rauðarárstíg um klukkan 19 sl. sunnudagskvöld, á meðan starfsstúlka í móttöku hafði brugðið sér frá skamma stund. Þeir hlupu síðan út. Lögreglumenn veittu athygli tveimur piltum, sem lýsingin gat átt við, hjá Hlemmtorgi skömmu síðar og voru þeir handteknir. Drengirnir reyndust hafa bróðurhluta peninganna á sér. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 407 orð

Unglingurinn Egill á Borg

EGILL Skalla-Grímsson er söguhetjan í teiknimyndasögu sem hefst í Morgunblaðinu í dag. Hún er eftir Búa Kristjánsson teiknara og Jón Karl Helgason bókmenntafræðing. Þeir hafa unnið myndir og texta upp úr Egils sögu. Myndasagan spannar 40 síður og mun birtast vikulega á síðu 8 í Daglegu lífi á föstudögum. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 632 orð

Vatnshæð Grímsvatna náði hámarki í gærdag

VATNSHÆÐ í Grímsvötnum var komin í hámark eftir hádegið í gær þegar vísindamenn frá Raunvísindastofnun Háskólans og Norrænu eldfjallastöðinni fóru með þyrlu Landhelgisgæslunnar upp að Grímsvötnum og mældu vatnshæðina og tóku sýni af ösku sem fallið hafði á Vatnajökul. Meira
4. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Verk Daða kynnt í Gallerí AllraHanda

KYNNING á verkum Daða Guðbjörnssonar verður opnuð í Gallerí AllraHanda í Grófargili í dag, föstudag. Hún stendur í hálfan mánuð. Að þessu sinni verða kynnt nokkur grafíkverk og olíumálverk. Verk Daða hafa áður verið sýnd og kynnt í Gallerí AllraHanda og eru vinsæl meðal gesta þess. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 143 orð

Vetrarstarf Samhjálpar

VETRARSTARF Samhjálpar í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, er hafið. "Hápunkturinn í vikulegu starfi Þríbúða eru almennar samkomur alla sunnudaga kl. 16. Þar er mikið um söng sem Samhjálparkórinn leiðir við undirleik hljómsveitar. Samhjálparvinir vitna um reynslu sína og trú og flutt er Guðs orð. Á mánudögum eru Biblíufræðslukvöld. Á þriðjudögum og miðvikudögum er hópstarf. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð

Vindur að snúast til norðurs

VINDUR var að snúast til norðlægrar áttar í gærkvöldi og var útlit fyrir nokkuð hvassa norðanátt í nótt. Að sögn Unnar Ólafsdóttur, veðurfræðings á Veðurstofunni, mun það hafa þær afleiðingar að gjóskan fer að berast lengra suður eða suðsuðaustur, þ.e.a.s ef öskugosið heldur þá áfram. Meira
4. október 1996 | Erlendar fréttir | 294 orð

Vinstrimenn bornir ofurliði

TONY Blair, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, bar sigurorð af vinstrimönnum í flokknum í gær þegar síðasta flokksþingið fyrir næstu kosningar hafnaði tillögu þeirra um að ellilífeyrir yrði tekjutengdur ef flokkurinn kæmist til valda. Meira
4. október 1996 | Innlendar fréttir | 95 orð

Önnur skiltabrú skemmd

SKILTABRÚ á Vesturlandsvegi skemmdist mikið í vikunni og þykir ljóst að stór bifreið hafi rekist upp undir hana. Þetta er í annað skipti á fáum dögum sem skiltabrýr skemmast með þessum hætti, en viðgerðir eru kostnaðarsamar. Meira
4. október 1996 | Miðopna | 71 orð

(fyrirsögn vantar)

TÖLVUMYND af landslaginu undir jökulhettunni á vestanverðum Vatnajökli, gerð eftir íssjármælingum Helga Björnssonar. Norðan Grímsvatna má sjá goshrygginn sem hlóðst 200 m yfir umhverfi sitt 1938 og álíka mikið hefur nú bæst ofan á í gosinu. JÖKULHETTAN yfir vestanverðum Vatnajökli hylur landslag með gígum og sprungum. Meira

Ritstjórnargreinar

4. október 1996 | Staksteinar | 301 orð

»Hughreysting ráðherrans Í FRÉTTABRÉFI Íslenzks iðnaðar, ritar Sveinn Hannesso

Í FRÉTTABRÉFI Íslenzks iðnaðar, ritar Sveinn Hannesson ritstjórnargrein, sem ber fyrirsögnina "Hughreysting ráðherrans". Þar er gerð að umræðuefni ræða sjávarútvegsráðherra, þar sem hann svarar fiskvinnslumönnum, sem ekki tengjast útgerð, og segir forráðamönnum fiskvinnslunnar að hætta að kveina en taka sér heldur til fyrirmyndar þau fyrirtæki, sem vel gangi hjá um þessar mundir. Meira
4. október 1996 | Leiðarar | 611 orð

LÆKKUN SKATTA OG SKULDA

leiðariLÆKKUN SKATTA OG SKULDA RJÚ markmið í stefnuræðu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra vekja öðrum fremur athygli, hallalaus ríkisbúskapur, niðurgreiðsla skulda og skattalækkun. "Ef við náum að standa vörð um trausta stöðu ríkisfjármála," sagði forsætisráðherra, "ættum við að geta lækkað skattbyrði þjóðarinnar á næstu árum. Meira

Menning

4. október 1996 | Myndlist | 547 orð

Á götum bæjarins

Halldór Pétursson. Opið kl. 10­19 virka daga og kl. 12­18 um helgar til 9. október; aðgangur ókeypis. SKOPMYNDIR af hetjum daglegrar tilveru, stjórnmála- og menningarlífs hafa að líkindum fylgt myndlistinni frá fyrstu tíð, og áttu sennilega eitt sitt fyrsta blómaskeið í Englandi á 18. öld fyrir tilstilli Williams Hogarth og fleiri meistara. Meira
4. október 1996 | Kvikmyndir | 728 orð

Börn braggahverfisins

Leikstjóri Friðrik Þór Friðriksson. Handritshöfundur Einar Kárason. Kvikmyndatökustjóri Ari Kristinsson. Tónlist Hilmar Örn Hilmarsson. Framleiðslustjórn Ari Kristinsson. Leikmynd Árni Páll Jóhannsson. Búningar Karl Aspelund. Hljóðhönnun Kjartan Kjartansson. Aðalleikendur. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 224 orð

Cartwright viðstaddur hátíðarsýningu á Stone Free

BRESKA leikskáldið, Jim Cartwright, höfundur hins vinsæla leikrits, Stone Free, sem sýnt er í Borgarleikhúsinu kom til landsins í gær til að vera viðstaddur hátíðarsýningu á verki sínu í kvöld. Cartwright sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri mjög spenntur fyrir sýningunni í kvöld. Meira
4. október 1996 | Fólk í fréttum | 116 orð

Dökkhærð Claudia snýr sér að leiklist

LJÓST hár hefur verið aðalsmerki Claudiu Schiffer sem ofurfyrirsætu í gegnum tíðina en hún skipti nýlega um háralit, tímabundið, þegar hún setti upp hárkollu fyrir hlutverk sitt sem vinkona eiturlyfjafíkils, leikins af Matthew Modine, í kvikmyndinni "Black Out". Meira
4. október 1996 | Fólk í fréttum | 61 orð

Fékk hornin í fótinn

UNGUR spænskur nautabani, Euginio de Mora, öskrar af sársauka eftir að nautið, sem hann var að fást við, rak hornin í hann á sýningu í nautaatshringnum Las Ventas í Madrid á Spáni í vikunni. De Mora var ekiðí skyndi á næsta sjúkrahús þar sem hann var tekinn til meðferðar en hann fékk alvarleg stungusár á vinstri fót. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 179 orð

Finnagaldur og Hriflinga

Í tilefni af sjötíu og fimm ára afmæli Hermanns Pálssonar hafa nokkrir ættingjar hans og vinir ákveðið að gefa út bókina Finnagaldur og Hriflinga, ævintýri um norræna fræðimennsku, sem hann skráði sér til gamans á liðnum vetri, segir í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borist. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 52 orð

Gallerí sýnirými

SÝNINGAR í október í Gallerí Sýnirými eru eftirfarandi; Í Sýniboxi, Ragna Hermannsdóttir. Í Barmi, Karl Jóhann Jónsson. Berandi, Frímann Andrésson, útfararþjónustumaður og plötusnúður. Í Hlust, Hljómsveit Kristjáns Hreinssonar og hundurinn Gutti. Meira
4. október 1996 | Fólk í fréttum | 146 orð

Gulleyja Prúðuleikaranna í Sambíóunum

SAMBÍÓIN Snorrabraut og Álfabakka taka til sýningar í dag, 4. október, Guleyju Prúðuleikaranna. Prúðuleikararnir eru komnir aftur og nú er það sjávarháski með viðeigandi sjóringjum, földum fjársjóð og að sjálfsögðu gleði og söng. Myndin er lauslega byggð á sígildu ævintýri Robert Lous Stevenson sem flestir kannast við. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 119 orð

Hamingjuránið á Stóra sviðið

SÝNINGAR eru nú að hefjast að nýju á söngleiknum Hamingjuránið, sem Þjóðleikhúsið frumsýndi á Smíðaverkstæðinu í vor sem leið. Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að færa söngleikinn upp á Stóra svið og verður fyrsta sýningin þar 4. október. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 238 orð

Hamingjustund í Listaklúbbnum

FJÓRÐA starfsár Listaklúbbs Leikhúskjallarans er að hefjast en fyrsta dagskrá haustsins verður mánudagskvöldið 7. október. Nefnist hún Hamingjustund með Bengt Ahlfors. Finninn Bengt Ahlfors er eitt þekktasta leikskáld Norðurlanda en margir kannast jafnframt við hann sem rithöfund og lagasmið. Meira
4. október 1996 | Fólk í fréttum | 159 orð

Háskólabíó frumsýnir Innrásina

HAFNAR eru sýningar á kvikmyndinni Innrásinni eða "The Arrival" eins og hún heitir á frummálinu. Aðalleikarar eru Charlie Sheen og Ron Silver. Myndin fjallar um stjörnufræðinginn Zane Ziminski sem hefur atvinnu af því að hlusta eftir merkjum úr himingeimnum; hann hlustar eftir lífi á öðrum hnöttum og sólkerfum. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 357 orð

Hátíðartónleikar í Hveragerðiskirkju

TÓNLISTARFÉLAG Hveragerðis og Ölfuss ásamt Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna stóðu fyrir hátíðartónleikum í Hveragerðiskirkju síðastliðið sunnudagskvöld. Tilefni tónleikanna var 50 ára afmæli Hveragerðisbæjar sem haldið er hátíðlegt á þessu ári. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 144 orð

Hið íslenska kvikmyndafræðafélag stofnað

NÝTT félag, Hið íslenska kvikmyndafræðafélag, hefur verið stofnað og er tekið til starfa. Tilgangur félagsins er að vinna að framgangi rannsókna og fræðimennsku um öll svið kvikmyndagerðar. Félagið hefur jafnframt að markmiði að efla kvikmyndatengda menntun innan skólakerfisins. Einnig mun félagið leitast við að fræða almenning um gildi kvikmyndarinnar. Meira
4. október 1996 | Myndlist | 917 orð

Hrafnar/Táknsæi/Margmiðlun

Opið alla daga frá 14-18. Til 6. október. Aðgangur ókeypis. ALLT er orðið sem fyrr í Nýlistasafninu, veggirnir hvítkalkaðir og rýmið eins og ein voldug innsetning, sem fæstir þeir sem leggja til atlögu við uppskera árangur sem erfiði. Það tókst þó blessunarlega með sýningu á ljósmyndum Jóns Kaldals, og langt er síðan húsnæðið var eins nýtt og ferskt og á meðan á henni stóð. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 79 orð

Hús Hamsuns brann

HÚS Knuts Hamsuns í Oppeid á Hamarøy í Norðland, þar sem hann vann að ritstörfum sínum, brann til kaldra kola á dögunum. Þó svo húsið sé aðeins í um 200 metra fjarlægð frá slökkvistöð leið hálf þriðja klukkustund frá því eldsins varð vart og þar til búið var að ráða niðurlögum hans. Átti slökkvilið í mestu vandræðum með tækjabúnað sinn og að skipuleggja sjálft slökkvistarfið. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 67 orð

Íslenskar konur hitta írskan metsöluhöfund

ÍRSKA skáldkonan Maeve Binchy, sem meðal annars er höfundur skáldsögunnar Circle of Friends mun hitta þátttakendur í kvennaferð til Dublin á vegum Samvinnuferða ­ Landsýnar 6.-10. október n.k. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 1511 orð

Kaldhæðnin holdi klædd

HURÐIN opnast og salurinn heldur niðri í sér andanum þegar kennarinn birtist í gættinni. Það gustar af honum, enda er "innkoman grundvallaratriði", og áhorfendur eru snarlega kveðnir í kútinn þegar þeir gera tilraun til að hylla hann. "Ég er kominn til að vinna en ekki daðra við áhorfendur". Meira
4. október 1996 | Fólk í fréttum | 159 orð

Laugarásbíó frumsýnir Flóttann frá LA

FLÓTTINN frá LA verður frumsýnd í dag í Laugarásbíói. Myndin er eftir spennumyndameistarann John Carpenter. Í aðalhlutverkum eru Kurt Russell, Peter Fonda, Steve Buscemi, Valeria Golino og Pam Grier. Myndin gerist eftir að stór jarðskjálfti hefur riðið yfir vesturströnd Bandaríkjanna og sett allt í rúst, þ.ám. Los Angeles, sem nú er orðin eyja undan ströndinni, umflotin sjó. Meira
4. október 1996 | Fólk í fréttum | 60 orð

Linda hafði ríka ástæðu

OFURFYRIRSÆTAN Linda Evangelista, sem sagði eitt sinn að ekki tæki því að fara á fætur á morgnana ef hún fengi ekki minnst 600.000 kr. laun yfir daginn, hafði ríka ástæðu til að brosa í London nýlega eftir að hún var búin að skrifa undir mörg hundruð milljóna króna samning um að verða nýtt andlit snyrtivöruframleiðandans Yardley. Meira
4. október 1996 | Tónlist | 1022 orð

Lokatónleikar

Caput hópurinn flutti verk eftir Klas Torstensson, Magnus Lindberg Niels Marthinsen og Cecilie Ore. Stjórnandi: Christian Eggen. Einleikari: Guðni Franzson. Upplesari: Arnar Jónsson. Þriðjudagurinn 1. október, 1996. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 315 orð

Menning í Reykjavík á stríðsárunum

NÁMSKEIÐ á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskólans um menningu í Reykjavík á stríðsárunum hefst þann 14. október. Að sögn Margrétar S. Björnsdóttur hjá Endurmenntunarstofnuninni hefur orðið vart aukins áhuga á þessum tíma og er námskeiðið orðið til vegna þess. "Við höfum orðið vör við að ungir fræðimenn hafa veitt þessum tíma sífellt meiri athygli. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 142 orð

Mynd íslensks samfélags

Í VOR kom út fimmta bókin eftir Njörð P. Njarðvík á finnsku, að þessu sinni skáldsagan Hafborg sem heitir Merilinna í þýðingunni. Þegar bókin kom út skrifaði gagnrýnandinn Vesa Karvonen lofsamlegan ritdóm um hana í stærsta blað Finnland, Helsingin Sanomat. Gagnrýnandinn sagði það skoðun sína að Nirði tækist best upp í skáldsögum sínum þegar hann skrifaði af mestri hnitmiðun. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 90 orð

"Níu dagar af einu ári"

NÆSTU tvær kvikmyndir sem sýndar verða í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10 eru báðar verk rússneska leikstjórans Mikhaíls Romm, en hann var einn frægasti kvikmyndagerðarmaður Sovétríkjanna á sínum tíma, fæddur 1910, dáinn 1971. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 138 orð

Opið hús í Borgarleikhúsinu

LEIKFÉLAG Reykjavíkur býður alla velkomna í Opið hús laugardaginn 5. október kl. 14-17. Opna húsið er árviss atburður og mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Borgarleikhúsið til að fylgjast með æfingum, skoða leikhúsið og kynnast því sem framundan er í starfi Leikfélagsins. Meira
4. október 1996 | Fólk í fréttum | 98 orð

Pavarotti enn þungur í sumarfríi

ÍTALSKI söngvarinn Luciano Pavarotti, 60 ára, virðist enn eiga í erfiðleikum með að létta sig þrátt fyrir að læknar hans hafi mælst til þess, eftir að hann átti í öndunarerfiðleikum fyrr á árinu, að hann létti sig um allt að þriðjung. Þessar myndir voru teknar af honum með unnustu sinni Nicolettu 26 ára og nokkrum vinum, í sumarfríi á Pesaro á Ítalíu nýlega. Meira
4. október 1996 | Myndlist | 378 orð

Prentverk

Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 6. október. Aðgangur ókeypis. AÐ ungir verði enn fyrir áhrifum úr ýmsum áttum kemur vel fram í verkum Karls Jóhanns Jónssonar, sem sýnir 13 verk í listhúsinu Greip, sem eru öll máluð með akryl á striga. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 218 orð

Robinson og Crusoe - leiksýning fyrir börn

LEIKSÝNING fyrir börn verður í fundarsal Norræna hússins laugardaginn 5. október kl. 14. Leikritið sem sýnt verður heitir Robinson og Crusoe og er ætlað börnum 9 ára og eldri. Aðgangur er ókeypis. Tveir danskir leikarar, Claus Reiche og Hans Nørregaard fara með titilhlutverkin. Leiksýningin kemur frá Nørregaard & Reiches leikhúsinu í Haderslev. Meira
4. október 1996 | Fólk í fréttum | 52 orð

Shauna og Lamas tígurskreytt

GAMLI folinn og "Falcon Crest" stjarnan Lorenzo Lamas og eiginkona hans til fjögurra mánaða, fyrirsætan Shauna Sand, klæddu sig eftir tilefninu þegar þau mættu á Ljóna-, tígrisdýra- og hérastyrktarsamkomuna svokölluðu í Holmby hæðum í Kaliforníu nýlega. Þrátt fyrir titil kvöldsins mættu skötuhjúin í fötum með áprentuðu blettatígramunstri. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 159 orð

Silfur, gull og grjót

SIGURÐUR Þórólfsson gullsmiður opnar sýningu á silfurmunum í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, neðri hæð, laugardaginn 5. október kl. 15. Sýninguna nefnir hann "Í Bárufari" og vísar þar til fjörusteinanna sem hann notar í mörg verka sinna. Um 40 verk verða á sýningunni, þar af yfir 30 silfurskúlptúrar. Einnig verða sýnd örsmá skipslíkön úr gulli og silfri, skreytt eðalsteinum. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 53 orð

Síðasta sýningarhelgi

SÝNINGUM Ólafar Nordal, Gunnars Karlssonar og þýska listhópsins Kunstcoop í Nýlistasafninu lýkur á sunnudag. Ólöf sýnir gifsskúlptúra í neðri sölum safnsins og á efri hæð málverk unnin úr sandi. Gunnar sýnir á efstu hæðinni, málverk unnin á þessu ári. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14-18 og þeim lýkur á sunnudag. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 56 orð

Síðasta sýningarhelgi Brynhildar

SÝNINGUM Brynhildar Þorgeirsdóttur í Gerðubergi og Sjónarhóli lýkur nú á sunnudag. Sjónarhóll er opinn frá kl. 14-18 og Gerðuberg er opið frá kl. 12-16. Sjónþing Brynhildar er væntanlegt á bók innan skamms. Sjónþingin eru gefin út í 100 árituðum og tölustettum eintökum. Þau fást á skrifstofu og veitingastofu Gerðubergs og kosta kr. 700. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 46 orð

Síðasta sýningarhelgi Péturs

LJÓSMYNDASÝNINGU Péturs Péturssonar í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi, lýkur nú á sunnudag. Þar sýnir Pétur hátt á fjórða tug ljósmynda, aðallega "portrait myndir" og má þar sjá mörg kunnugleg andlit. Sýningin er opin alla daga frá kl.15-18, miðvikudaga og fimmtudaga til kl. 21. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 217 orð

Sjónþing Hafsteins og Birgis á bók

UMRÆÐUR á Sjónþingum myndlistarmannanna Hafsteins Austmanns og Birgis Andréssonar sem fram fóru í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í vor, eru nú komnar út á prenti. Áður hefur Gerðuberg gefið út sams konar kver um Braga Ásgeirsson og Ragnheiði Jónsdóttur. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 176 orð

Skriftarsýning og tónleikar á vestfjörðum

HELGINA 5. og 6. október mun Torfi Jónsson vera með sýningu á listritun í húsakynnum Kambs hf. á Flateyri. Sýningin er haldin á vegum Minningarsjóðs Flateyrar. Á sýningunni eru margar leturgerðir. Sýningardagana munu Leikfélag Flateyrar og Tónlistarskólinn vera með fjölbreytta dagskrá. Ennfremur munu Sigrún V. Gestsdóttir og Jónína Gísladóttir flytja nokkur sönglög. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 176 orð

Sýning á bandvefnaði í Norræna húsinu

SÝNING á bandvefnaði verður opnuð í anddyri Norræna hússins, í dag föstudag 4. október kl. 17. Hér er um að ræða sýningu á ofnum böndum og lindum, sem finnska veflistakonan Barbro Gardberg hefur gert eftir fornum mynstrum frá Eystrasaltslöndum og þá einkum frá Eistlandi. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 44 orð

Sýningu Karls Jóhanns í Greip að ljúka

SÝNINGU Karls Jóhanns Jónssonar í Gallerí Greip, Hverfisgötu 82 lýkur á sunnudaginn kemur. Sýndar eru portrettmyndir tengdar hugleiðingum um sammannleg málefni svo sem dauða, tannskemmdir og sjónvarpsgláp. Sýningin er opin frá kl. 14-18. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 66 orð

Sýningu Ólafar í Galleríi Horninu að ljúka

NÚ fer í hönd síðasta sýningarhelgi hjá ólöfu Oddgeirsdóttur í Galleríi Horninu. Sýningin kallast "Að nefna til sögunnar" og þar vitnar Ólöf í útsaum formæðra sinna í átta olíumálverkum. Ólöf hefur áður haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í tveimur samsýningum. Sýning hennar stendur til 9. október, en laugardaginn 12. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 54 orð

Sýningu Tryggva að ljúka

SÝNINGU á verkum Tryggva Ólafssonar sem undanfarið hefur staðið yfir í Galleríi Fold við Rauðarárstíg lýkur sunnudaginn 6. október n.k. Á sama tíma lýkur kynningu á myndvefnaði Hólmfríðar Bjartmarsdóttur í kynningarhorni gallerísins. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 81 orð

Tónleikar í Háteigskirkju

FYRSTU tónleikar Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykjavík á þessu skólaári verða haldnir í Háteigskirkju laugardaginn 5. október og hefjast þeir kl. 18. Á efnisskrá eru Coriolan forleikur op. 62 eftir L.v. Beethoven, Sinfónía Concertante í C- dúr eftir J.C. Bach og Sinfónína nr. 5 í d-moll op. 107 eftir F. Mendelssohn. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 81 orð

Tónleikar í íþróttahúsi Bessastaðahrepps

TRÍÓ Romance heldur tónleika í samkomusal íþróttahúss Bessastaðahrepps sunnudaginn 6. október kl.20.30. Tríóið er skipað Guðrúnu Birgisdóttir og Martial Nardeau flautuleikurum og Peter Máté píanóleikara. Meira
4. október 1996 | Bókmenntir | 425 orð

Vandað fræðirit

eftir Sigurð Ægisson. 158 bls. Grenjaðarstaður. 1996. ÞESSI fuglabók séra Sigurðar Ægissonar kemur ekki í stað annarra slíkra en stendur þó prýðilega fyrir sínu. Höfundur er áhugamaður og skrifar fyrir áhugamenn. Þættirnir, sem eru allir svipaðir að lengd, eru gagnorðir en eigi að síður ítarlegir. Nokkuð er um endurtekningar. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 107 orð

Vatnslitamyndir í Sparisjóðnum Garðabæ

JÓN Gunnarsson opnar sýningu á vatnslitamyndum í Sparisjóðnum Garðabæ, Garðatorgi, laugardaginn 5. október kl. 14-17. Jón fæddist í Hafnarfirði 1920 og hefur búið þar alla tíð síðan. Jón byrjaði á sjónum 17 ára gamall, þar á eftir starfaði hann m.a. sem fiskimatsmaður og nú síðustu rúm þrjátíu ár vann hann við prentmyndagerð, offsetljósmyndun og skeytingu. Meira
4. október 1996 | Menningarlíf | 18 orð

Þórunn sýnir í Stöðlakoti

Þórunn sýnir í Stöðlakoti ÞÓRUNN Guðmundsdóttir opnar sýningu á vatnslitamyndum laugardaginn 5. október í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, Reykjavík. Meira
4. október 1996 | Fólk í fréttum | 1458 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞEGAR kvikmynd er tekin reyna leikstjóri og kvikmyndatökustjóri jafnan að skipa myndefni sínu þannig á myndflötinn að úr verði sjónræn og dramatísk heild; ef þessir menn vanda sig er fátt af því sem á myndinni sést tilviljunum háð. Þetta ættu að vera sjálfsagðir hlutir en þeir eru það hins vegar ekki þegar kemur að sýningu bíómynda í sjónvarpi. Meira

Umræðan

4. október 1996 | Aðsent efni | 646 orð

Auðlindaskattur og fiskveiðiarður

Nokkrar umræður hafa spunnist að undanförnu um auðlindaskatt eða veiðileyfagjald. Er þar flest gamalkunnugt og ekki tilefni þessa greinarkorns að fjalla um það mál sérstaklega. Hitt vekur undrun svo ekki sé sagt forundrun með hvaða hætti ýmsir tala um upphæðir í þessu sambandi. Í ríkisútvarpinu þann 30. sept. sl. Meira
4. október 1996 | Aðsent efni | 726 orð

Dans er fjölskylduíþrótt

ÉG LAS grein í Morgunblaðinu 24. ágúst sl. þar sem verið var að segja frá dansleik norður á Hrísum í Eyjafirði og sýndar myndir af fólki að dansa kántrídansa sem það hafði lært á námskeið hjá Jóhanni Erni Ólafssyni danskennara. Þarna voru börn og fullorðnir saman komin og mér varð hugsað til skólaskemmtananna þegar ég bar barn norður á Látrum í Aðalvík. Meira
4. október 1996 | Aðsent efni | 763 orð

Ekki hugsa þeir stórt! Varla þjónar þetta, segir Sigurður Jónsson, hagsmunum neytenda.

NEYTENDASAMTÖKIN hafa nýlega gert harða hríð að Samkeppnisstofnun og Umhverfissjóði verslunarinnar vegna söluverðs innkaupapoka í verslunum. Ekki er ljóst hvað veldur þessu skyndilega upphlaupi ákveðinna forystumanna Neytendasamtakanna annað en athyglisþörf, en þó kemur fram í viðtali við einn þeirra í dagblaði, að sjóðinn ætti fremur að kenna við neytendur en verslunina. Meira
4. október 1996 | Aðsent efni | 485 orð

Engum úthýst á menntaþingi

Á vegum menntamálaráðuneytisins hefur um margra mánaða skeið verið unnið að því að undirbúa menntaþing, sem haldið verður laugardaginn 5. október í Háskólabíói og Þjóðarbókhlöðu. Hefst þingið klukkan 9.30 og er öllum opið. Er það haldið undir kjörorðinu: Til móts við nýja tíma. Ráðuneytið kynnti áform sín um þingið síðastliðið vor og var þá strax ákveðið, að það yrði 5. Meira
4. október 1996 | Aðsent efni | 640 orð

Grunnþjónusta við börn og unglinga á vegum sveitarfélaga

NÚ ER er einstakt tækifæri fyrir sveitarfélög að endurskipuleggja þjónustu við börn og unglinga, um leið og grunnskólinn er kominn í þeirra hendur og aðrir málaflokkar líklegir til þess fylgja á eftir. Meira
4. október 1996 | Bréf til blaðsins | 625 orð

Hvar er hagræðingin?

BRÉF Þórdísar Björnsdóttur píslarvotts, sem birtist í Morgunblaðinu á föstudaginn var, varð mér hvatning til að taka mér einnig penna í hönd og segja frá reynslu minni af Strætisvögnum Reykjavíkur. Líkt og Þórdís hef ég orðið óþyrmilega fyrir barðinu á nýju og "bættu" leiðakerfi SVR. Meira
4. október 1996 | Aðsent efni | 964 orð

Jógvan og séra Jón

"ERTU búinn að kjósa?" spurði færeyskur kunningi minn þegar ég kom til Þórshafnar snemma í júní sl. og bjóst til að dveljast þar í tæpan mánuð. "Nei, ég fer heim á kosningadaginn og á að verða kominn á góðum tíma," sagði ég. "Ætlarðu með Flugleiðum?" spurði hann. "Já." "Þá geturðu nú bara gleymt kosningunum," sagði hann. "Það er aldrei hægt að treysta þeim hjá Flugleiðum. Meira
4. október 1996 | Aðsent efni | 1016 orð

Jón blæs til samstöðu

20. ÁGÚST sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Jón Tryggvason um "cinematek", sem er að mörgu leyti ákaflega þörf hugvekja. Það er full ástæða til að halda á loft þeirri hugmynd að í höfuðborginni verði rekið kvikmyndahús sem hafi önnur markmið en þau bíó sem fyrir eru. Meira
4. október 1996 | Aðsent efni | 1045 orð

Kirkjubekkir frá sjónarmiði fatlaðra

NÝLEGA var ég viðstaddur útför sem fram fór í einni af kirkjum höfuðborgarinnar. Ég kom snemma á staðinn til þess að geta valið mér hentugt sæti. En mér til mikillar undrunar var það hvergi að finna. Svo virtist sem ekki væri gert ráð fyrir að fatlað fólk, eða nánar tiltekið sá hópur sem er með staurlið í mjöðm eða hné, legði þangað leiðir sínar. Meira
4. október 1996 | Aðsent efni | 599 orð

Kynþáttamismunun á Íslandi

ÞAÐ hefur ekki farið mikið fyrir umræðu um kynþáttamismunun á Íslandi. Það er helst í gegnum tíðina þegar fréttir hafa borist erlendis frá um erjur og ofbeldi, fréttir frá S-Afríku, af Rodney King og húsbrunum í Þýskalandi. Meira
4. október 1996 | Aðsent efni | 972 orð

Landssamband sérhagsmunamanna?

SVO ER fjölmiðlum fyrir þakkandi, að undanfarna mánuði hefur komist allnokkur skriður á almenna umræðu um margvísleg grundvallaratriði, er varða hálendi Íslands og frambúðarskipan á samskiptum þjóðarinnar við land sitt. Meira
4. október 1996 | Aðsent efni | 1091 orð

Launakerfi og vinnutími ­ börn blekkingar

Í FYRRI grein var m.a. fjallað um þann mikla mun sem er á "vinnutíma" hér og í nágrannalöndunum og spurt, hvað veldur? Hér verður haldið áfram sem frá var horfið og enn spurt, hvað veldur? Einhæft og sveiflukennt atvinnulíf er tæpast nema hluti skýringarinnar. Meira
4. október 1996 | Bréf til blaðsins | 514 orð

Nei takk, sama og þegið, kæri skattgreiðandi

ÉG VAR undrandi, þegar ég kom frá meginlandinu á dögunum, þegar starfsmaður á Keflvíkurflugvelli óskaði mér til hamingju með nýja prestinn minn. Um leið og ég gluggaði í prentmiðla landsins sá ég að fulltrúar skattgreiðenda þessa lands eru nú búnir að ákveða að stofna fyrir okkur, Íslendinga búsetta í Mið-Evrópu, prestsembætti frá íslensku Þjóðkirkjunni með setu í Luxemburg. Meira
4. október 1996 | Aðsent efni | 554 orð

Nesbú stundar náttúruspjöll

VAXANDI umræða hefur verið á Suðurnesjum um að fá fleiri ferðamenn til að staldra þar við. Þessi umræða hefur ekki bara verið í orði heldur hefur verið gert átak í þessum efnum sem þegar er farið að skila árangri. Ef Suðurnesjamenn ætla að höfða meira til ferðamanna í framtíðinni verða þeir að standa vörð um það sem fyrst og fremst laðar ferðamenn að. Náttúruna og landið. Meira
4. október 1996 | Aðsent efni | 1171 orð

Rafmagnssala frá Nesjavöllum

NÝLEGA var samþykktur í Borgarráði og stjórn Landsvirkjunar samningur um framleiðslu og sölu rafmagns frá Nesjavöllum. Frá því að farið var að undirbúa virkjun á Nesjavöllum fyrir Hitaveitu Reykjavíkur hefur verið haft í huga að jafnframt varmavinnslunni yrði þar framleitt rafmagn. Meira
4. október 1996 | Aðsent efni | 1151 orð

Strúturinn ­ boðberi framtíðarinnar

SIT ek í sút, því hefk-at strút á diskinn minn ... stendur í 15. aldar kvæði í óprentuðu handriti sem ég rakst á þar sem það safnaði ryki í kjallara Landsbókasafnsins gamla fyrir mörgum árum. Lengi leitaði þetta kvæðabrot á hug minn og varð mér beinlínis til ama á mikilvægum stundum. Mun sú angran t.d. Meira
4. október 1996 | Bréf til blaðsins | 741 orð

Til varnar Christopher Bundeh

ÉG VAR alin upp í þeirri trú að það væri gott að vera Íslendingur og að við gætum verið stolt af arfleifð okkar og uppruna en sumt er það samt í fortíð okkar og nútíð sem ég get ómögulega verið stolt af. Svo undarlega vill til að margt af því tengist meðferð okkar á útlendingum. Fyrst skal nefna Spánverjavígin á sautjándu öld er hópur vopnlausra skipbrotsmanna var veginn undir forystu Ara sýslum. Meira
4. október 1996 | Aðsent efni | 656 orð

Þá munu steinarnir hrópa

EINS og menn vita hefur hart stríð geisað á undanförnum árum í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu og hafa margir orðið hart úti. María var ung stúlka á háskólaaldri, hafði alla sína tíð búið í Bosníu- Herzigovínu, en hún var serbnesk að uppruna. Í janúar 1993 varð henni ekki lengur líft í Bosníu vegna stríðsins og varð hún að yfirgefa heimili sitt og flytja yfir til Serbíu. Meira
4. október 1996 | Aðsent efni | 749 orð

Öldrun og drykkjusýki

Öldrun og drykkjusýki Líkja má öldrun við það, segir Birgir Þ. Kjartansson, að vera ekki lengur í vinningsliðinu. HVERS vegna er svo lítið skrifað um aldrað fólk? Getur verið að það sé vegna þess að aldraðir geta eða hafa ekki löngun til að skrifa um sig og sínar þarfir. Meira
4. október 1996 | Aðsent efni | 1081 orð

(fyrirsögn vantar)

Framhaldsskólanám fyrir 21. öld Markmiðið er, segir Þorvaldur Örn Árnason, að tengja námið margvíslegum atvinnugreinum. MANNFÉLAGIÐ breytist ört og skólarnir uppfylla ekki kröfur nýrra tíma nógu vel. Meira

Minningargreinar

4. október 1996 | Minningargreinar | 226 orð

Eiríkur Ellertsson

Eiríkur Ellertsson er látinn. Stuttri en erfiðri ævi er lokið og tími hvíldar og friðar er runninn upp. Eiki vinur minn skilur við líf þar sem skin voru stutt en skúrir margar, dimmar og langar. Hann tapaði snemma orrustunni við Bakkus en bar sárin beinn í baki þegar af bráði og sólin skein. Hans minnist ég sem heiðarlegs drengs sem engum gerði illt nema sjálfum sér. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 29 orð

EIRÍKUR ELLERTSSON

EIRÍKUR ELLERTSSON Eiríkur Ellertsson fæddist í Keflavík 6. desember 1960. Hann lést á heimili sínu í Keflavík 16. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 26. september. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 242 orð

Friðfinna Hrólfsdóttir

Elsku Friðfinna, nú ertu farin en eftir sitja minningar okkar bræðra um allar þær ánægjustundir sem við fjölskyldan áttum saman á Laugalæknum í gegnum árin. Við vorum átta og tíu ára þegar fundum okkar bar fyrst saman í gegnum mömmu og Hauk og strax tókst þú okkur sem þínum eigin barnabörnum. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 833 orð

Friðfinna Hrólfsdóttir

Ég kynntist Friðfinnu að hausti 1981. Við Haukur sonur þeirra Viktors höfðum verið nokkuð lengi að draga okkur saman og farið okkur hægt. Við þóttumst vera þroskað fólk og ætluðum ekki að flana að neinu. Það var á fögrum haustdegi að Haukur kynnti mig fyrir móður sinni og systrum. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 583 orð

Friðfinna Hrólfsdóttir

Í minningunni eru menntaskólaárin á Akureyri að miklum hluta sveipuð ævintýraljóma. Lífið var fram undan ­ að sjálfsögðu bjart og einkar fagurt, hvergi bugðu að sjá! Þetta var á þeim árum þegar farið með Norðurleiðarútunni til Akureyrar kostaði hundrað sjötíu og fimm krónur og tvö hundruð krónur skyldu duga til bókakaupa og vasapeninga á mánuði. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 518 orð

Friðfinna Hrólfsdóttir

"Mamma, konan úr sveitinni sagði að við værum falleg og prúð börn," sögðu tvö yngri börnin hennar Friðfinnu við hana einn vordag fyrir 56 árum. Eins og svo oft áður höfðu þau verið stödd í næsta húsi, en þar var "konan úr sveitinni" í stuttri heimsókn. Þau langaði í sveit og hafa sjálfsagt litið til móður sinnar bænaraugum. Og móðirin skildi. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 253 orð

Friðfinna Hrólfsdóttir

Friðfinna Hrólfsdóttir lést á Borgarspítalanum hinn 26. september síðastliðinn eftir stutta legu. Hún hélt fullu atgervi til hinstu stundar. Ég kynntist fjölskyldunni á Bjarmastígnum þegar ég hóf nám í Menntaskólanum á Akureyri. Dísa og Haukur voru erlendis í námi en Sigrún var heima í foreldrahúsum. Friðfinna stjórnaði heimilinu hæglát í fasi. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 284 orð

Friðfinna Hrólfsdóttir

Móðursystir mín, heiðurskonan hún Friðfinna, hefur nú kvatt þetta jarðsvið og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Hún er fyrst systkinanna sjö frá Ábæ og Stekkjarflötum sem flytur yfir móðuna miklu. Hún var elsta barn þeirra mætu hjóna, Valgerðar og Hrólfs, sem bjuggu nítján ár á Ábæ í Austurdal og síðar á Stekkjarflötum. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 227 orð

FRIÐFINNA HRÓLFSDÓTTIR

FRIÐFINNA HRÓLFSDÓTTIR Friðfinna Hrólfsdóttir fæddist á Ábæ í Austurdal í Skagafirði 2. apríl 1909. Hún lést á Borgarspítalanum 26. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valgerður Kristjánsdóttir frá Ábæ og Hrólfur Þorsteinsson, bóndi frá Skatastöðum í sömu sveit. Þau bjuggu á Ábæ og síðar að Stekkjarflötum. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 191 orð

Friðrik Ágústsson

Það voru sorgartíðindi sem okkur bræðrunum bárust að morgni 27. september, að afi á Akureyri væri dáinn. Minningarnar streymdu upp í huga okkar. Afi Friðrik bjó á Akureyri frá 1970. Þrátt fyrir fjarlægðina hafði hann oft samband og spjallaði þá um heima og geima á gamansaman hátt. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 263 orð

Friðrik Ágústsson

Í dag er til moldar borinn mágur minn Friðrik Ágústsson. Kynni okkar Friðriks urðu strax allnáin þegar ég kom í fjölskylduna. Hann var glettinn, skemmtilegur og léttur í lund. Hann var félagslyndur og athafnasamur og hafði gaman af að hafa fólk í kringum sig. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 371 orð

Friðrik Ágústsson

Fallinn er frá Friðrik Ágústsson prentari 72 ára að aldri. Við fráfall gamals vinar rifjast upp ýmis samskipti og atvik frá fyrri árum og allt fram á þetta ár. Þegar ég hóf nám í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg var óhjákvæmilegt að taka eftir snaggaralegum og kvikum manni við stóru prentvélina út við götugluggann. Þetta var Friðrik Ágústsson. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 132 orð

FRIÐRIK ÁGÚSTSSON

FRIÐRIK ÁGÚSTSSON Friðrik Ágústsson var fæddur í Reykjavík 24. júlí 1924. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 27. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ágúst S. Guðmundsson skósmiður, f. 1891, d. 1962, og kona hans Maientína Guðlaug Kristjánsdóttir, f. 1891, d. 1972. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 370 orð

Guðbjörg Kristjánsdóttir

Það er ekki auðvelt að ímynda sér hvernig heimur nútímans lítur út í augum þeirra sem eru fæddir fyrir heilli öld. Guðbjörg var ein af þessum síungu öldungum og fylgdist af áhuga með því sem gerðist í þjóðlífinu. Hún hafði skoðanir á málunum og lét þær í ljós umbúðalaust. Mér er í fersku minni, þegar ég hitti Guðbjörgu fyrst á heimili tilvonandi tengdaforeldra minna. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 137 orð

GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR

GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR Guðbjörg Kristjánsdóttir fæddist á Hjalla í Ölfusi 31. janúar 1897. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 26. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Egilsson bóndi á Hjalla og kona hans Guðrún Eiríksdóttir. Sonur Guðbjargar er Guðmundur Ellert Erlendsson, fv. reiðhjólasmiður í Reykjavík, f. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 236 orð

Gunnar Finnbogason

Okkur langar með örfáum orðum að minnast afa okkar, Gunnars Finnbogasonar, sem er látinn. Afi þurfti alla tíð að vinna hörðum höndum og leggja mikið á sig til þess að færa björg í bú. Hafði það áhrif á persónuleika hans, lífsskoðun og stefnu hans í peningamálum. Þegar aldurinn færðist yfir varð hann ákaflega ljúfur gamall maður og var gaman að heimsækja hann. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 681 orð

Gunnar Finnbogason

Vormenn Íslands! - Yðar bíða eyðiflákar, heiðalönd. Komið grænum skógi' að skrýða skriður berar, sendna strönd! Huldar landsins verndarvættir vonarglaðar stíga dans, eins og mjúkir hrynji hættir, heilsa börnum vorhugans. (G.G.) Nú er látinn á 92. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 218 orð

Gunnar Finnbogason

Mig langar til að minnast tengdaföður míns með örfáum orðum. Margs er að minnast, en upp úr stendur glaðværðin sem einkenndi viðmót hans alla tíð. Á níræðisafmæli hans fann ég hversu glaður hann var í hjarta sínu að hittast frændfólk sitt og vini og rifja upp gamlar og góðar stundir. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 785 orð

Gunnar Finnbogason

Afi minn elskulegur, Gunnar Finnbogason, er dáinn. Jafnvel þó hann væri á nítugasta og öðru aldursári kom brottför hans í opna skjöldu. Hann hafði verið svo hress að auðvelt var að hugsa sér að hann ætti nokkur ár eftir ólifuð og þannig hugsaði hann sjálfur. Í samtali okkar fyrr í september kom fram að mér fyndist hjarta hans hafa þjónað honum vel og dyggilega gegnum árin. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 461 orð

GUNNAR FINNBOGASON

GUNNAR FINNBOGASON Gunnar Finnbogason fæddist á Útskálahamri í Kjós 26. apríl 1905. Hann lést á Landspítalanum 25. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Eyjólfdóttir, f. 19. nóvember 1867, d. 1. janúar 1959, og maður hennar Finnbogi Jónsson, bóndi og símstöðvarstjóri á Útskálahamri, f. 21. september 1872, d. 15. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 1317 orð

Hallgrímur Kristgeirsson

Hallgrímur var elstur í hópi okkar sjö alsystkina, en alls urðu börnin 10 á heimilinu áður en yfir lauk. Þetta var sveitaheimili á Suðurlandi um og eftir 1930, bústofninn sauðfé og fáeinar mjólkurkýr og svo vitanlega reiðhesturinn hans föður míns, en hann þurfti oft að heiman að fara og var mörgum aufúsugestur. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 317 orð

Hallgrímur Kristgeirsson

Nú er afi dáinn. Æ, það er svo erfitt að afi skuli allt í einu vera dáinn. Við spyrjum "af hverju þurfti afi að deyja?" Hann sem var svo hraustur og sterkur. En hann var orðinn svo mikið veikur og þá fannst honum gott að leggjast á koddann sinn og sofna og hvíla sig. Nú er afi hjá Guði og núna líður honum vel. Hann er samt alltaf hjá okkur og verndar okkur. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 324 orð

Hallgrímur Kristgeirsson

Uppvaxtarárin eru þau ár sem móta okkur. Annað hvort gefa þau okkur traustan grunn til að takast á við lífið með öllu sínu margbreytilega munstri eða hið gagnstæða, þar sem lítið er til að fóta sig á, hvað þá feta sig eftir munstri. Elsku pabbi minn, þú gafst mér hið fyrrnefnda, örugga bernsku og fyrstu unglingsár sem ég mun ævinlega búa að. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 196 orð

Hallgrímur Kristgeirsson

Í dag kveðjum við á sendibílastöðinni Þresti einn félaga okkar, Hallgrím Kristgeirsson eða Halla eins og hann var jafnan kallaður. Hann lést á Landspítalanum 26. september sl. og var einn þeirra mörgu sem verða að láta í minni pokann í baráttunni við krabbameinið. Halli var heilsteypt og traust persóna með ákveðnar skoðanir. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 214 orð

HALLGRÍMUR KRISTGEIRSSON

HALLGRÍMUR KRISTGEIRSSON Hallgrímur Kristgeirsson fæddist á Öxnalæk í Ölfusi 9. október 1928. Hann lést í Landspítalanum 26. september síðastliðinn. Foreldrar Hallgríms voru Kristgeir Jónsson frá Heiðarbæ í Þingvallasveit og Herborg Jónsdóttir frá Kálfavík í Skötufirði. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 243 orð

Hreiðar Guðjónsson

Í dag kveðjum við öðlinginn Hreiðar Guðjónsson málarameistara sem nú hefur fengið hvíldina eftir erfið veikindi. Það vekur mann til umhugsunar um hve stutt er milli lífs og dauða en aðeins 12 dögum fyrir andlát hans eignuðumst við Róbert Árni yndislegan son, sem fær nú ekki að kynnast afa sínum nema af frásögnum okkar er fram líða stundir. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 626 orð

Hreiðar Guðjónsson

Upphaf vináttu okkar Hreiðars varð er ég kynntist syni hans og Láru heitinnar Guðmundsdóttur eiginkonu hans, Róbert Árna, fyrrum sambýlismanni mínum. Þar fór hæglátur maður og hógvær. Þau hjónin tóku mig opnum örmum inn í fjölskylduna. Hreiðar og Lára bjuggu við Haðarstíginn, höfðu búið þar í um 37 ár. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 198 orð

Hreiðar Guðjónsson

Elsku afi. Það er mér mjög erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá þig oftar, elsku afi minn. Margar minningar koma upp í huga mínum þegar ég hugsa til þín og ömmu og allra þeirra ljúfu stunda sem við áttum saman á Haðarstígnum, þar sem ég og Róbert bróðir bjuggum um tíma, og alls þess góða tíma sem við unnum saman við að mála fyrir Flugmálastjórn. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 251 orð

HREIÐAR GUÐJÓNSSON

HREIÐAR GUÐJÓNSSON Valdimar Hreiðar Guðjónsson málarameistari fæddist í Hafnarfirði 12. maí 1916. Hann andaðist í Landspítalanum 25. sept. síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson kaupmaður í Versluninni Málmi í Hafnarfirði, f. 25. okt. 1884 í Sandvík í Flóa, d. 18. okt. 1971, og kona hans Ingibjörg Magnea Snorradóttir, f. 25. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 350 orð

Ragnhildur Gísla Gísladóttir

Fallin er frá Ragnhildur Gísladóttir og vil ég með nokkrum orðum minnast þeirrar heiðurskonu. Kynni mín af Ragnhildi urðu fyrst í Flensborg, þar sem ég var nemandi en hún skólastjórafrú. Í þá daga bjuggu skólastjórahjónin í skólanum sjálfum og náin kynni mynduðust milli starfsmanna skólans og nemenda. Ólafur Þ. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 31 orð

RAGNHILDUR GÍSLA GÍSLADÓTTIR

RAGNHILDUR GÍSLA GÍSLADÓTTIR Ragnhildur Gísla Gísladóttir fæddist á Króki í Selárdal 3. desember 1904. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 23. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 2. október. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 259 orð

Rútur Óskarsson

Kæri vinur. Nú þegar þú hefur lokið jarðvist þinni, langar mig í örfáum orðum að minnast þín. Af heilum hug vil ég þakka þér alla þá vináttu og tryggð sem þú sýndir Guðjóni Magnússyni frænda mínum þann tíma sem þið unnuð saman í Álverinu. Þið unnuð þar saman í þrettán ár og urðuð mjög góðir vinir. Þú veittir honum mjög mikinn félagsskap sem aldrei verður fullþakkað fyrir. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 833 orð

Rútur Óskarsson

Ég vil fyrir hönd systkinanna á Móabarði heiðra minningu mikils höfðingja, Rúts Óskarssonar, sem er nú farinn til Drottins. Við viljum votta aðstandendum öllum innilega samúð okkar. Það er erfitt að missa maka sinn og föður eftir öll þessi góðu ár, og sannarlega kemst enginn ómerktur frá slíkum missi. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 248 orð

Rútur Óskarsson

Rútur Óskarsson hóf störf á vélaverkstæði ÍSAL sumarið 1969. Hann var vörpulegur maður, ljúfur og glettinn í tilsvörum, en ákveðinn og fastur fyrir ef honum fannst réttu máli hallað. Hann var maður einstaklega bóngóður og eru þeir margir sem nutu hjálpsemi hans og greiðasemi. Rútur hafði ætlað að láta af störfum næsta vor. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 305 orð

Rútur Óskarsson

Mig langar til að kveðja þig, Rútur minn, og þakka þér fyrir gott samstarf á liðnum árum, ekki bara gott samstarf heldur líka alla þá vináttu og greiðasemi sem þú veittir mér. Ég leyfi mér að fullyrða að þeir séu ekki margir sem starfað hafa með þér hjá Ísal sem þú hefur ekki hjálpað ýmist með þinni alkunnu handlagni, góðum ráðum eða á annan hátt. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 32 orð

RÚTUR ÓSKARSSON

RÚTUR ÓSKARSSON Rútur Óskarsson fæddist í Berjanesi í A-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu 3. mars 1930. Hann lést á Landspítalanum 24. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fíladelfíukirkjunni í Hátúni 3. október. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 369 orð

Svavar Ármannsson

Tengdafaðir minn, Svavar Ármannsson, lést á besta aldri síðastliðinn fimmtudag eftir ströng en frekar skammvinn veikindi. Mér koma í hugann þau skipti sem við áttum tal saman. Þær samræður voru ávallt skemmtilegar enda naut sín vel rökvísi hans og eðlislæg nákvæmni. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 655 orð

Svavar Ármannsson

Sú harmafregn barst fyrir skömmu að æskufélagi minn, Svavar Ármannsson, væri látinn langt um aldur fram. Þegar hugsað er aftur til unglingsáranna á Siglufirði, þá er Svavar órjúfanlegur hluti minninganna sem við þau eru bundnar. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 552 orð

Svavar Ármannsson

Ekki er ein báran stök, orti Gímur Thomsen. Í sumar lézt Jakob Ármannsson og nú hefur dauðinn enn reitt til höggs og fellt Svavar bróður hans. Banamein beggja var krabbi. Orð eru lítils megnug þegar svo sár harmur er kveðinn að einni fjölskyldu, en samt leita þau upp úr hugarfylgsnum. Svavar fæddist þegar heimsstyrjöldin síðari var í algleymingi og ólst upp á Akureyri og á Siglufirði. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 428 orð

Svavar Ármannsson

Minn ágæti starfsfélagi og vinur, Svavar Ármannsson, er látinn. Það er tæpt ár frá því krabbamein greindist í Svavari og hefur hann háð hetjulega en erfiða baráttu við þann mikla vágest allan þann tíma. Ekki eru liðnir nema tveir mánuðir frá því bróðir hans, Jakob, lést úr sama sjúkdómi, en milli þeirra bræðra var alla tíð mjög náið samband. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 460 orð

Svavar Ármannsson

Það voru daprir félagar sem mættu í gufubað Jónasar tæplega ári eftir að hann greindist með krabbamein. Aðeins nokkrum vikum áður hafði sami sjúkdómur fellt Jakob eldri bróður hans. Þannig hefur maðurinn með ljáinn næstum í einu vetfangi kallað til sín tvo úr hópi bestu sona þessa lands í blóma lífsins. Eftir situr hnípinn hópur ættingja og vina. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 611 orð

Svavar Ármannsson

Samstarfsmaður okkar og vinur Svavar Ármannsson, aðstoðarforstjóri Fiskveiðasjóðs Íslands, er látnn langt fyrir aldur fram eftir tiltölulega skamma en erfiða sjúkdómslegu. Flest okkar, sem störfum í Fiskveiðasjóði Íslands, byrjuðu í sjóðnum á árunum milli 1970 og 1980. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 291 orð

Svavar Ármannsson

Ég var sextán ára og nemandi í MR þegar kynni okkar Svavars Ármannssonar hófust. Þessi kynni stóðu þá fjóra vetur sem stúdentsnámið tók og vorum við Svavar allan þann tíma mjög nánir vinir. Við lásum sömu bækurnar, spiluðum brids og billiard saman, ræddum lífið og tilveruna og stunduðum samt skólann, en án mikillar fyrirhafnar. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 426 orð

Svavar Ármannsson

Vinur minn og spilafélagi til margra ára, Svavar Ármannsson, er dáinn á besta aldri. Einmitt um þetta leyti var Svavar vanur að hringja í okkur spilafélagana og vekja vinsamlega athygli á því að komið væri r í mánuðinn og ekki seinna vænna að fara að dusta rykið af grænu borði sem geymt væri niðri í kjallara. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 283 orð

SVAVAR ÁRMANNSSON

SVAVAR ÁRMANNSSON Svavar Ármannsson fæddist á Akureyri 20. ágúst 1941. Hann lést á heimili sínu 26. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ármann Jakobsson, bankastjóri, f. 2. ágúst 1914, og Hildur S. Svavarsdóttir, f. 8. júní 1913, d. 12. febrúar 1988. Bróðir hans var Jakob Ármannsson bankamaður, f. 7. maí 1939, d. 20. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 312 orð

Sverrir Halldór Sigurðsson Hörður Sævar Bjarnason

Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr. Pét. Meira
4. október 1996 | Minningargreinar | 44 orð

SVERRIR HALLDÓR SIGURÐSSON HÖRÐUR SÆVAR BJARNASON

SVERRIR HALLDÓR SIGURÐSSON HÖRÐUR SÆVAR BJARNASON Sverrir Halldór Sigurðsson fæddist í Reykjavík 6. september 1936. Hörður Sævar Bjarnason fæddist á Ísafirði 21. febrúar 1948. Þeir fórust báðir með Æsu ÍS-87 hinn 25. júlí síðastliðinn og fór minningarathöfn um þá fram í Ísafjarðarkirkju 7. september. Meira

Viðskipti

4. október 1996 | Viðskiptafréttir | 141 orð

British Air heldur hlut sínum í USAir

BREZKA flugfélagið British Airways hyggst ekki afsala sér hlut sínum í USAir að því er forstjóri félagsins hefur sagt í viðtali við Washington Post. Robert Ayling forstjóri sagði að hann hefði notað tækifærið þegar hann hefði sótt fund í stjórn USAir í Bandaríkjunum til að upplýsa að British Airways væri stór hluthafi í USAir og hygðist vera það áfram. Meira
4. október 1996 | Viðskiptafréttir | 500 orð

Innflutningurinn nær fjórfalt meiri en í fyrra

ALLS voru fluttir inn 1.047 notaðir fólksbílar fyrstu níu mánuði ársins, skv. bráðabirgðatölum Bifreiðaskoðunar Íslands hf. Á sama tímabili í fyrra voru fluttir inn 292 bílar og hefur þessi innflutningur því nær fjórfaldast á milli ára. Meira
4. október 1996 | Viðskiptafréttir | 102 orð

Prentsýning hefst í dag

SÝNINGIN Prentmessa 96 verður opnuð í dag í Laugardalshöll en þar er til sýnis ýmis búnaður sem tengist prentiðnaði og margmiðlun. Rúmlega þrjátíu aðilar taka þátt í sýningunni, en meðal þeirra má nefna prentsmiðjur og tölvufyrirtæki. Meira
4. október 1996 | Viðskiptafréttir | 554 orð

SÍF reynir að fá kaupsamninginn ógiltan

LÖGMENN á vegum Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, SÍF, reyna nú að fá ógiltan fyrir dómstólum á Spáni kaupsamning sem gerður var á milli norska fyrirtækisins Troms Fisk og seljenda spænsku saltfiskverksmiðjunnar La Bacaladera í borginni Irún í Baskahéruðum Spánar. Meira
4. október 1996 | Viðskiptafréttir | 28 orð

Slæmt útlit hjá Saab

Slæmt útlit hjá Saab París. Reuter. SÆNSKI bílaframleiðandinn Saab kemur ekki slétt út í ár og verið getur að hann skili ekki hagnaði 1997 að sögn Roberts Hendrys aðalframkvæmdastjóra. Meira
4. október 1996 | Viðskiptafréttir | 41 orð

Tölur misrituðust

Í töflu yfir 15 mest seldu fólksbílategundirnar sem birtist á viðskiptasíðu í gær komu fram rangar tölur yfir sölu á nokkrum tegundum. Taflan birtist því hér að nýju með leiðréttum tölum um leið og beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
4. október 1996 | Viðskiptafréttir | 185 orð

Valujet leyft að fljúga á ný

VALUJET flugfélagið hefur fengið leyfi bandaríska samgönguráðuneytisins til að hefja aftur áætlunarflug eftir þriggja mánaða flugbann, sem var fyrirskipað af öryggisástæðum eftir flugslys í maí þegar 110 létu lífið. Meira

Fastir þættir

4. október 1996 | Dagbók | 2683 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 4.-10. október eru Ingólfs Apótek, Kringlunni og Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4 opin til kl. 22. Auk þess er Ingólfs Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
4. október 1996 | Fastir þættir | 214 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Föstudagsbrids BSÍ

Föstudaginn 27. september var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell-tvímenningur með forgefnum spilum. 29 pör spiluðu 9 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 216 og efstu pör urðu: NS: Gróa Guðnadóttir - Unnar Atli Guðmundsson266Eggert Bergsson - Jón Stefánsson238Ragna Briem - Þóranna Pálsdóttir235Árnína Guðlaugsdóttir - Bragi Meira
4. október 1996 | Fastir þættir | 199 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Íslandsmót í einmenningi um

Íslandsmótið í einmenningi verður haldinn nú um helgina, 5.-6. október. Spilamennska hefst kl. 11 á laugardag og verða spilaðar tvær umferðir, til um kl. 20.30. Á sunnudag verður ein umferð frá kl. 11 til 16. Enn er hægt að skrá sig í mótið og verður tekið við þátttökutilkynningum hjá Bridssambandi Íslands þar til í kvöld. Meira
4. október 1996 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júlí í Langholtskirkju af sr. Sigfinni Þorleifssyni Guðrún Júlíusdóttir ogJúlíus Þór Gunnarsson. Heimili þeirra er í Hildesheim, Þýskalandi. Meira
4. október 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. ágúst í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Agnes Ólafsdóttir og Gunnar Ásgeirsson. Heimili þeirra er á Háaleitisbraut 34, Reykjavík. Meira
4. október 1996 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Hansína Guðmundsdóttir og Guðbjörn Karl Guðmundsson. Heimili þeirra er á Njálsgötu 12, Reykjavík. Meira
4. október 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. apríl í Hallgrímskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Íris Hallvarðsdóttir ogHlynur Sigursveinsson. Heimili þeirra er á Langholtsvegi 102, Reykjavík. Meira
4. október 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. ágúst í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Kristín Guðjónsdóttir og Gísli Stefán Sveinsson.Heimili þeirra er í Rósarima 5, Reykjavík. Meira
4. október 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júní í Langholtskirkju af sr. Sigurði Hauki Guðjónssyni Sigríður Vilhjálmsdóttir og Jóhann H. Bjarnason. Heimili þeirra er í Hvassaleiti 22, Reykjavík. Meira
4. október 1996 | Í dag | 22 orð

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. júní Agla Björk Ólafsdóttir

Árnað heillaLjósmyndastúdíó Péturs Péturssonar BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. júní Agla Björk Ólafsdóttir ogKjartan Már Hjálmarsson. Heimili þeirra er í Engjaseli 67, Reykjavík. Meira
4. október 1996 | Í dag | 159 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
4. október 1996 | Í dag | 673 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
4. október 1996 | Í dag | 118 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 4. október, eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Sigríður Jónsdóttir og Karl Elías Karlsson, Heinabergi 24, Þorlákshöfn. Þau giftu sig í Stokkseyrarkirkju 4. október 1946. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau á Stokkseyri en fluttu 1954 til Þorlákshafnar og hafa búið þar æ síðan. Afkomendur þeirra eru 30, þ.e. Meira
4. október 1996 | Í dag | 147 orð

Meira um bláber KONA að vestan hringdi og vildi leiðrétta a

KONA að vestan hringdi og vildi leiðrétta athugasemd Höllu Soffíu í Velvakanda sl. miðvikudag um bláber og aðalbláber. Hún segir það rétt hjá Sveini Rúnari Haukssyni að aðalbláberin geti orðið alveg svört og glansandi ef þau ná að þroskast vel í góðu árferði, enda þekkti hún þau af lýsingu hans. Hún hafði hins vegar ekki heyrt um þessi svokölluðu aðalber, svo líklega vaxa þau ekki fyrir vestan. Meira
4. október 1996 | Í dag | 404 orð

MRÆÐA um vegamál hefir blossað upp í þjóðfélaginu undanfarna dag

MRÆÐA um vegamál hefir blossað upp í þjóðfélaginu undanfarna daga í tilefni ummæla, sem forsetinn hafði í heimsókn sinni á sunnanverða Vestfirði. Sitt sýnist hverjum eins og gengur. Það vakti athygli Víkverja saga sem hann heyrði í vikunni um vegaframkvæmdir á Suðurnesjum. Meira
4. október 1996 | Í dag | 632 orð

Reykjavíkurhöfn:

dagbok nr. 62,7------- Meira
4. október 1996 | Fastir þættir | 589 orð

Skarkoli og túnsúra

SN ÞAÐ er fleira en túnsúran sem er góð núna, kolinn er upp á sitt besta ­ feitur og ljúffengur. Hann hefur ekki ruglast í ríminu, þetta er bara hans tími. Einu sinni þegar ég bar kola á borð, sagði eitt barna minna: "Mamma, ég get ekki borðað svona sleipan fisk. Meira
4. október 1996 | Í dag | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

da TUTTUGU og tveggja ára franskur piltur með margvísleg áhugamál: Alain Robbe, 36 rue d'Etaing, 59259 Lécluse, France. Meira

Íþróttir

4. október 1996 | Íþróttir | 14 orð

Aðalfundur hjá Val

FÉLAGSÍFAðalfundur hjá Val Knattspyrnudeild Vals heldur aðalfund sinn að Hlíðarenda, mánudaginn 7. október kl. 20.30. Meira
4. október 1996 | Íþróttir | 508 orð

Auðveldur sigur KR á Skagamönnum

KÖRFUKNATTLEIKURINN, sem leikinn var lengst af á Seltjarnarnesi í gærkvöldi er KR-ingar tóku á móti ÍA, var ekki mikið fyrir augað og ljóst var að margir leikmenn koma eilítið ryðgaðir til leiks í úrvalsdeildinni. Heimamenn ráku þó af sér slyðruorðið í síðari hálfleik og unnu öruggan sigur á Skagamönnunum, 84:63. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrstu. Meira
4. október 1996 | Íþróttir | 256 orð

Eric Cantona ætlar að enda ferilinn í Englandi

Eric Cantona, fyrirliði Manchester United, var í París í vikunni, þar sem hann sagði í sjónvarpsviðtali að hann ætlaði sér að enda knattspyrnuferil sinn í Englandi, jafnvel að snúa sér að þjálfun. "Ég mun ekki leika aftur með liði í Frakklandi. Ég ætla að enda knattspyrnuferil í Englandi og það gæti vel farið að ég settist þar að," sagði Cantona. Meira
4. október 1996 | Íþróttir | 212 orð

Fjölgað í Meistaradeildinni

KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, tilkynnti á fundi sínum í Antalya í Tyrklandi í gær, að búið væri að ákveða að fjölga liðum í Meistaradeild Evrópu úr 16 í 24, frá og með næstu leiktíð, 1997- 1998. Þessi hugmynd kom fyrst fram hjá UEFA í maí sl. og sett á laggirnar sérstök nefnd til að koma hugmyndinni í framkvæmd. Leikið verður í sex fjögurra liða riðlum. Meira
4. október 1996 | Íþróttir | 72 orð

Guðmundur áfram með Grindavík GUÐMUNDU

GUÐMUNDUR Torfason verður áfram þjálfari Grindavíkurliðsins í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu. Grindvíkingum var spáð falli fyrir deildarkeppnina, þar sem liðið missti marga leikmenn frá árinu áður. Guðmundur og félagar blésu á þá spádóma og tryggðu tilverurétt sinn á ævintýralegan hátt í Ólafsfirði á elleftu stundu. Meira
4. október 1996 | Íþróttir | -1 orð

Götuhlaup í Hafnarfirði

Búnaðarbankahlaupið fór fram 21. september við Suðurbæjarsundlaug í Hafnarfirði. 600 m hlaup: 10 ára og yngri hnokka: Bjarki Páll Eysteinsson2:44Ragnar Tómas Hallgrímsson2:56Atli Sævarsson2:59Ingvar Torfason3:52Haraldur Tómas Hallgrímsson4:44Haukur Ingi Eysteinsson4:47Gunnar Arthúr Helgason6:17Aron Meira
4. október 1996 | Íþróttir | 465 orð

Haukar hefndu ófaranna

"SVARTI sunnudagurinn er liðinn og nú var komin röðin að okkur að sýna hvað í okkur býr," sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir að hans lið lagði Íslandsmeistara Grindavíkur 82:72 í Hafnarfirði í gærkvöldi. Svarti sunnudaginn sem Reynir vísar er síðastliðinn sunnudagur er þessi lið áttust við í meistarakeppni KKÍ þar sem Grindvíkingar unnu auðveldan sigur. Meira
4. október 1996 | Íþróttir | 422 orð

Haukar - UMFG82:72 Íþróttahúsið við Strandgötu, úrvaldsdeil

Íþróttahúsið við Strandgötu, úrvaldsdeildin í körfuknattleik, 1.umferð fimmtudaginn 3. október 1996 Gangur leiksins: 2:0, 2:12, 8:17, 14:17, 18:26, 32:25, 38:39, 44:45, 46:51, 52:51, 62:56, 70:66, 82:72. Meira
4. október 1996 | Íþróttir | 178 orð

Hoddle setur nýjar reglur

Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari Englands, hefur ákveðið að setja sínum mönnum nýjar starfsreglur fyrir landsleiki. Hann hefur tilkynnt leikmönnum að þeir fái ekki frí til að fara heim um helgar fyrir leiki og þeim sé bannað að tjá sig við fréttamenn fyrir leiki. Þetta gerir hann til þess að leikmenn geti einbeitt sér að verkefninu. Meira
4. október 1996 | Íþróttir | 19 orð

Í kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeild Borgarnes:Skallagr. - KFÍkl. 20 Njarðvík:Njarðvík - Breiðablikkl. 20

Körfuknattleikur Úrvalsdeild Borgarnes:Skallagr. - KFÍkl. 20 Njarðvík:Njarðvík - Breiðablikkl. 20 Handknattleikur Meira
4. október 1996 | Íþróttir | 307 orð

Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Tel Aviv, Ísrael:

Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Tel Aviv, Ísrael: Maccabi - Stefanel Milan78:68 Buck Johnson 19, Randy White 16 - Anthony Bowie 22, Warren Kidd 14. Moskva, Rússlandi: CSKA - Ulker Spor (Tyrkl.)71:76 Valery Daineko 20 - Theo Alibegovic 21. Meira
4. október 1996 | Íþróttir | 176 orð

Reggie Miller áfram hjá Pacers

REGGIE Miller, einn Ólympíumeistara Bandaríkjanna í körfuknattleik í Atlanta, hefur samið við Indiana Pacers um að leika með liðinu. Hann var síðasta stórstjarnan í NBA-deildinni til að ganga frá samningi fyrir leiktíðina. Meira
4. október 1996 | Íþróttir | 54 orð

Sigurður áfram með Val ÞJÁLFARI Va

ÞJÁLFARI Valsliðsins, Sigurður Grétarsson, sem náði mjög góðum árangri með liðið í 1. deild í sumar, þjálfar það áfram. Valsmenn voru ánægðir með störf Sigurðar og buðu honum tveggja ára samning, sem hann skrifaði undir. Sigurður tók við Valsliðinu fyrir sl. keppnistímabil og gerði þá eins árs samning, sem var útrunninn. Meira
4. október 1996 | Íþróttir | 100 orð

Sigurður Lárusson þjálfar KA

SIGURÐUR Lárusson, fyrrum leikmaður og þjálfari Þórs á Akureyri, var í gær ráðinn þjálfari 2. deildarliðs KA í knattspyrnu ­ skrifaði undir eins árs samning. "Það er skemmtilegt að fara upp á Brekku til að starfa. Mikill hugur er hjá mönnum í KA, við ætlum okkur að endurheimta 1. deildarsæti liðsins ­ ætlum beint upp," sagði Sigurður við Morgunblaðið í gær. Meira
4. október 1996 | Íþróttir | 335 orð

Sigur, en ekki sannfærandi

KEFLVÍKINGUR sigruðu ÍR- inga 99:84 í Keflavík í gærkvöldi en tölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum, aðeins síðustu mínútunum. Suðurnesjamenn geta þakkað sínum sæla að Titov Baker, nýr erlendur leikmaður í herbúðum Breiðhyltinga, fékk sína þriðju villu snemma í leiknum og gat því lítið beitt sér, en villur hans, sem urðu að lokum fimm, voru margar hverjar byggðar á veikum grunni. Meira
4. október 1996 | Íþróttir | 337 orð

Þórhallur Dan í KR

Þórhallur Dan Jóhannsson knattspyrnumaður, sem leikið hefur með Fylki alla sína tíð, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við KR. Eins og sagt var frá í blaðinu í gær hafði hann rætt við Íslandsmeistara ÍA en ákvað í gær að halda kyrru fyrir í höfuðborginni. Þórhallur Dan er 23 ára og lék í sumar í fyrsta skipti með A-landsliðinu. Meira
4. október 1996 | Íþróttir | 189 orð

Öflugt lið Rúm-eníu til ÍslandsIO

IONUT Lupescu, miðvallarspilari hjá Mönchengladbach, getur ekki leikið með Rúmeníu gegn Íslandi á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn kemur, þar sem hann meiddist á fæti í leik með liðinu um sl. helgi og mun ekki leika með því næstu sex vikurnar. Anghel Iordanescu, þjálfari Rúmeníu, tilkynnt í gær landsliðshóp sinn, sem kemur til Íslands. Meira
4. október 1996 | Íþróttir | 53 orð

(fyrirsögn vantar)

HNEFALEIKAR Reuter Þeir mætast í hringnum 9. nóvemberMIKE Tyson (t.v.) og Evander Holyfield mætast í hnefaleikahringnum í Las Vegas 9. nóvember. Don King umboðsmaður stendur hér á milli hnefaleikakappanna á blaðamannafundi þarsem hann tilkynnti bardagann sem margir bíða eftir. Meira
4. október 1996 | Íþróttir | 332 orð

(fyrirsögn vantar)

GUÐMUNDUR Benediktssonog Kristján Finnbogason, knattspyrnumenn úr KR, eru í búnir að stofna keilulið ásamt tveimur öðrum. Þeir kalla liðið C-lið KR og leikur það í 3. deild Íslandsmótsins í vetur. Meira

Úr verinu

4. október 1996 | Úr verinu | 320 orð

Íslendingar hefja útgerð á 2 skipum á Falklandseyjum

ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Island Fisheries Holdings Ltd. á Falklandseyjum hefur innan skamms veiðar á tannfiski og smokkfiski við Falklandseyjar. Að félaginu standa Grandi hf., Kristján Guðmundsson hf. á Rifi, JBG Falklands Ltd. og Sæblóm ehf. Tilgangur félagsins er fiskveiðar við Falklandseyjar og á nærliggjandi hafsvæðum. Ráðgjafarfyrirtækið Nýsir hf. Meira
4. október 1996 | Úr verinu | 131 orð

Ráðstefna haldin um brennsluolíur

RÁÐSTEFNA um brennsluolíur verður haldin á vegum Det norske Veritas og DNV Petroleum Services þriðjudaginn 8. október nk. kl. 9.00 á Hótel Sögu, A-sal. Skráning þátttakenda hefst kl. 8.45. Framsögumenn verða þeir Torbjörn Lie og Dag Olav Halle frá DNV Petroleum Services og fjalla þeir um brennsluolíur, ýmis vandamál þeim tengd og hvernig má reyna að koma í veg fyrir þau. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

4. október 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 225 orð

Búa til jólakort í október

EFALÍTIÐ eru fáir sem byrja að undirbúa jólin í október eins og systurnar Auður og Sóley Halla Þórhallsdætur. Þær ætla ekki að bregða út af vananum í ár og hafa þegar hafist handa við að búa til jólakortin sem þær senda vinum og vandamönnum. Meira
4. október 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 841 orð

Gömlu, góðu gildin

María Elínborg Ingvadóttir býr í Moskvu þar sem hún gegnir starfi viðskiptafulltrúa Útflutningsráðs Íslands. ÞEIM ferðamönnum fjölgar, sem leggja leið sína til Moskvu, hótelin orðin fleiri og betri, veitingahúsin spretta upp eins og gorkúlur og ef þjónustulundin breiddist jafn hratt út og auglýsingaskiltunum fjölgar, þá væru ferðamenn í góðum höndum. Meira
4. október 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 954 orð

Hermennskan heillaði meira en fyrirsætustörf í New York

MARGAR stúlkur dreymir um að verða ljósmyndafyrirsætur og leggja ýmislegt í sölurnar til að slíkt megi verða. Það vakti hins vegar athygli blaðamanns Daglegs lífs að fá spurnir af hálfíslenskri konu, Janne Justesen að nafni, sem fyrir fimm árum vann Ford fyrirsætukeppni í Álaborg, en gaf stuttu síðar upp fyrirsætuferilinn til þess að gerast hermaður í danska hernum. Meira
4. október 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 279 orð

Hroðalokkur hápunktur hártískunnar

Hroðalokkur hápunktur hártískunnar UPPHAF hroðalokka eða dreadlooks í hári má rekja til svertingja á Jamaica í trúarflokki kenndum við Rastafari, en meðlimir hans trúa að svartur Messías frelsi þá aftur til Afríku. Þeir einkenna sig með svokölluðum rastagreiðslum. Meira
4. október 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 94 orð

Klippt og skorið

EKKI þarf að horfa ýkja langt aftur í tímann til að sjá fyrirmyndir samkvæmiskjólanna sem Gucci, Calvin Klein, Isaac Mizrahi og fleiri þekktir tískuhönnuðir kynntu á hausttískusýningum sínum. Áþekkir kjólar komu fram á sjónarsviðið á sjötta áratugnum. Þeir voru þá, gagnstætt kjólunum núna, yfirleitt mjög stuttir, enda ekki ætlaðir sem samkvæmiskjólar. Meira
4. október 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 732 orð

Lifandi LETUR

Skrift er áskorun, hún er líka áhugamál margra. Torfi Jónsson er leturlistamaður sem hefur vakið athygli í útlöndum. Gunnar Hersveinn ræddi við hann og velti fyrir sér leyndardóminum á bak við stafina og hvers vegna leggja beri rækt við skrift sína. Meira
4. október 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 394 orð

Máttur stafanna

BÖRN byrja sex ára í skóla að draga til stafs. Letrið sem þau læra heitir Ítalíuskrift en hún leysti lykkjuskriftina, sem kynslóðin á undan lærði, af hólmi. Skrift er svo kennd þangað til börnin byrja í unglingadeild ­ og þá byrja hinar skapandi æfingar sem sumir kalla krot í stílabækur. Meira
4. október 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 80 orð

ÓLÍKAR SKOÐANIR Á ÓMSKOÐUN

Í rúman aldarfjórðung hefur það tíðkast að ómskoða þungaðar konur án þess að ástæða hafi þótt til deilna um kosti slíkrar skoðunar né öryggi. Breska dagblaðið Independent greindi þó nýverið frá slíkum deilum sem upp hafa komið þar í landi. Meira
4. október 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 671 orð

Teikna og semja myndasögur í frístundum sínum

MYNDASÖGUR er eitt helsta áhugamál félaganna Ómars Örns Haukssonar og Péturs Yngva Yamagata. Þeir hafa báðir gaman af því að teikna og semja myndasögur og voru í hópi þeirra níu manna sem gáfu út hasar- og teiknisögublaðið Blek, sem út kom í ágúst. Þá má geta þess að þeir hafa báðir verið í myndlistarnámi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og hafa því lært sitthvað í teikningu. Meira
4. október 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

ÝMISKONAR baráttu- og þrýstihópar með eða móti einu og öðru beita ýmsum brögðum til að koma sjónarmiðum og hugsjónum sínum á framfæri. Stundum eru hagsmunir margra í húfi, málefnið þarft og gott og full þörf á að vekja athygli á málstaðnum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.