Greinar laugardaginn 19. október 1996

Forsíða

19. október 1996 | Forsíða | 288 orð

Boðar róttæk umskipti

ALBERT Belgíukonungur hvatti í gær til þess að barnaklámsmálið og morð í tengslum við það yrðu upplýst að fullu. Sagði hann mistök hafa verið gerð við rannsókn málsins en bað fólk um að taka þátt í fyrirhuguðum mótmælafundi á morgun í Brussel "með uppbyggilegu hugarfari". Meira
19. október 1996 | Forsíða | 410 orð

Dúman tekur undir gagnrýni á Lebed

ALEXANDER Lebed, fyrrverandi yfirmaður öryggismála í Rússlandi, bar sig vel í gær, þrátt fyrir valdamissinn, og virtist staðráðinn í að komast til áhrifa á ný. Hann er enn formaður samninganefndar Rússa í viðræðum við uppreisnarmenn Tsjetsjena en talsmaður Borís Jeltsíns forseta sagði að Lebed yrði einnig vikið úr því embætti. Meira
19. október 1996 | Forsíða | 89 orð

Kosningar undirbúnar

FYRRI umferð þingkosninga verður í Litháen á morgun og á myndinni sjást tveir drengir í Vilnius líma upp áróðursspjöld. Síðari umferðin verður 10. nóvember en þá verður kosið milli tveggja efstu í hverju kjördæmi úr fyrri umferðinni hafi enginn hlotið þar hreinan meirihluta. Meira
19. október 1996 | Forsíða | 128 orð

Lili ógnar Bahamaeyjum

MIKILL viðbúnaður var um hríð á Kúbu í gærkvöldi vegna fellibylsins Lili sem í gærmorgun var talið að myndi sneiða að mestu hjá eynni. Hann skipti skyndilega um stefnu og nálgaðist á ný en seint í gærkvöldi var bylurinn á leið til Bahamaeyja, að sögn veðurfræðinga. Meira
19. október 1996 | Forsíða | 243 orð

Vopn gegn illkynja æxlum

BREYTT afbrigði ósköp venjulegrar kvefveiru getur ráðið niðurlögum krabbameinsfrumna sé því sprautað í æxli. Hefur þetta komið í ljós við tilraunir á músum og er nú farið að prófa það á mönnum. Vísindamenn segja í grein, sem birtist í tímaritinu Science í gær, að þegar búið sé að breyta erfðaeiginleikum algengrar kvefpestarveiru, "adenovirus", geti hún drepið krabbameinsfrumur, Meira

Fréttir

19. október 1996 | Innlendar fréttir | 259 orð

100 manns kosnir í samninganefnd

FÉLAGSFUNDUR Dagsbrúnar samþykkti í fyrrakvöld að setja á stofn tæplega 100 manna samninganefnd sem fer með samningsumboð félagsins í komandi kjaraviðræðum. Nefndinni var einnig veitt umboð til að ganga frá kröfugerð. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 377 orð

22 milljóna tilboð í Laxá í Kjós

LÍTILL áhugi reyndist vera meðal innlendra leigutaka er frestur til að skila tilboðum í Laxá í Kjós rann út fyrir skömmu. Það kom ekki að sök því hópur erlendra manna hreifst svo af ánni í sumar að þeir báðu umboðsmann sinn hér á landi, Ásgeir Heiðar leiðsögumann, að bjóða í ána í þeirra nafni og hljóðaði tilboðið upp á 22 milljónir króna. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

5 dyra Opel Vectra

BÍLHEIMAR ehf., umboðsaðili Opel á Íslandi, kynna um næstu helgi nýjan Opel Vectra fimm dyra hlaðbak. Bíllinn er viðbót við fernra dyra útfærslu sem var kynnt fyrr á þessu ári. Opel Vectra 5 dyra hlaðbakur er fáanlegur með tveimur gerðum véla, annars vegar 2,0 lítra, 16 ventla dísilvél sem er 136 hestöfl og hins vegar mjög öflugri V6 vél sem er 170 hestöfl. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 142 orð

ANTON RINGELBERG

ANTON Ringelberg blómaskreytingamaður andaðist á öldrunardeild Heilsuverndarstöðvarinnar aðfaranótt 18. október. Hann var á 76. aldursári. Anton fæddist í Haag í Hollandi 19. júní 1921 og ólst hann þar upp. Hann var lærður garðyrkjumaður og blómaskreytingamaður og var kennari við garðyrkjuskólann Huis del Lande í Hollandi. Meira
19. október 1996 | Erlendar fréttir | 243 orð

Asahara játar og lýsir yfir sakleysi

SHOKO Asahara, leiðtogi sértrúarsafnaðarins, sem stóð að baki eiturgasárásinni í neðanjarðarlest í Tókýó í fyrra, hleypti málaferlunum gegn sér í uppnám í gær þegar hann byrjaði á að játa upp úr eins manns hljóði að hann bæri ábyrgð á verknaðinum, en lýsti því næst yfir sakleysi sínu. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 45 orð

Á kafi í Perlunni

Fjölskylduratleikur, Íslandsmót í veggjaklifri innanhúss og tilraun til að slá heimsmetið í köfun innanhúss er meðal þess sem verður í boði í tengslum við sýninguna Björgun 96, sem Landsbjörg, Landssamband björgunarsveita, og Slysavarnafélag Íslands gangast fyrir í Perlunni um helgina. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 216 orð

Áætlunum áfátt

ÁÆTLUNUM margra íslenzkra sjúkrahúsa um hvernig bregðast skuli við hópslysum og öðrum stóráföllum er ábótavant. Þetta kom fram í máli Ólafs Þ. Jónssonar, yfirlæknis á gjörgæzlu Sjúkrahúss Reykjavíkur, á ráðstefnunni Björgun 96, sem hófst á Hótel Loftleiðum í gær, en erindi hans fjallaði um viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar við stóráföllum. 10 af 17 hafa áætlun Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 123 orð

Biskup hlynntur breytingum

Á KIRKJUÞINGI s.l. fimmtudag kom fram í máli herra Ólafs Skúlasonar biskups að hann er hlynntur tillögum um breytingar á skipan kirkjuþings sem fela í sér að hlutfall leikmanna verði aukið og að þingforseti verði skipaður úr þeirra röðum. Eins og málum er nú háttað skipar biskup það embætti. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 288 orð

Bónda bættur skertur réttur

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ríkissjóð til þess að greiða bónda, sem sviptur var bótalaust hluta fullvirðisréttar til mjólkurframleiðslu rúmlega 1 milljón króna í bætur með vöxtum frá 1993. Maðurinn hafði nýtt heimild í reglugerð til að selja 80% fullvirðisréttar síns árið 1991. Meira
19. október 1996 | Erlendar fréttir | 313 orð

Brakið bendir til bilunar í TWA-þotunni

YFIRGRIPSMIKLAR málmfræðirannsóknir á braki Boeing 747- breiðþotu bandaríska flugfélagsins TWA, sem sprakk á flugi skömmu eftir flugtak í New York 17. júlí sl., benda til þess, að flugvélin hafi farist af völdum vélrænnar bilunar, ekki af völdum sprengju. Kemur þetta fram í Washington Post í gær. Meira
19. október 1996 | Erlendar fréttir | 54 orð

Brezka stjórnin í Brussel

ÞESSI heilsíðuauglýsing frá Þjóðaratkvæðisflokki milljarðamæringsins James Goldsmith birtist í brezkum blöðum fyrr í vikunni. "Hér er brezka ríkisstjórnin," segir í yfirskrift auglýsingarinnar - en myndirnar eru af framkvæmdastjórnarmönnum Evrópusambandsins. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 166 orð

Búnaðurinn í notkun fyrir áramót

EFTIRLITSMYNDAVÉLAR á nokkrum gatnamótum í Reykjavík verða væntanlega teknar í notkun í lok nóvember eða byrjun desember næstkomandi, en áður en af því verður þarf að færa myndavélarnar þannig að þær taki myndir á móti umferðinni. Meira
19. október 1996 | Erlendar fréttir | 241 orð

Byssueigendur reiðir

BYSSUEIGENDUR í Bretlandi brugðust á fimmtudag ókvæða við áætlunum stjórnvalda um að banna næstum alla skammbyssueign í landinu í kjölfar þess að byssumaðurinn Thomas Hamilton myrti sextán börn og kennara þeirra í Skotlandi í mars. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 319 orð

Dansað til sigurs

DANSPÖRIN sem sýndu leikni sína á dansmótum í Englandi í vikunni komu heim í gær með samanlagt 20 verðlaunagripi í farteskinu. Suður-amerískir dansar lágu vel við Íslendingunum ungu en þrjú pör sópuðu að sér verðlaunum í m.a. rúmbu, djæf, cha cha og Paso doble. Í flokki 12­15 ára sigraði dansparið Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir í þremur mótum víðs vegar um England. Meira
19. október 1996 | Landsbyggðin | 46 orð

Dræm rjúpnaveiði fyrsta daginn

FYRSTI dagurinn gaf lítið af sér í rjúpnaveiði á Snæfellsnei.Þeir sem fengu mest fengu 10 stykki og einhverjir fengu ekkineitt enda veður óhagstætt fyrir skytturnar, þoka á fjalli ogrigning. Hópur manna kom af Reykjavíkursvæðinu en bar lítiðúr býtum. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 357 orð

Ein efnisleg athugasemd gerð vegna fréttar

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Jóni Ólafssyni, stjórnarformanni Íslenska útvarpsfélagsins. "Vegna ítrekaðra yfirlýsinga Elínar Hirst í tengslum við fréttastjóraskipti á Stöð 2 og Bylgjunni vil ég taka fram eftirfarandi: Það er stefna Íslenska útvarpsfélagsins að fréttastofa þess sé sjálfstæð og ritstjórnarlegt frelsi hennar algjört. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Friðar- og kærleikstónleikar

BANDARÍSKA söngkonan og jóginn Bhavani, öðru nafni Lorraine Nelson, heldur tónleika mánudaginn 21. október kl. 20.30 í Tjarnarbíói. Sönghópurinn Móðir jarðar undir stjórn Estherar Helgu Guðmundsdóttur mun syngja með Bhavani. Flutt verður tónlist með friðar- og kærleiksboðskap. Bhavani hefur sungið í óperum, leiksýningum og hefur komið fram í sjónvarpi og útvarpi. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 203 orð

Fyrirlestur í Háskóla Íslands um bankamál

PRÓFESSOR David T. Llewellyn heldur fyrirlestur í stofu 101 í Odda þriðjudaginn 22. október nk. kl. 16.15 með yfirskriftinni "The Theory of Banking, a Reconsideration" Prófessor David Llewellyn kemur hingað til lands á vegum Rannsóknarframlags bankanna. Hann er kunnur fyrirlesari og hefur verið fenginn til ráðgjafar og fyrirlestrahalds víða um heim, segir í fréttatilkynningu. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 64 orð

Fær tekjur af Sögu-Biblíu

BARNASPÍTALI Hringsins, Landspítalanum, og aðstandendur Alþjóðlegu Barnasögu Biblíunnar hafa gert með sér samning á þann veg að Barnaspítali Hringsins fær 600 kr. af hverri seldri Barnasögu Biblíu frá og með 15. október 1996. Meira
19. október 1996 | Miðopna | 221 orð

Getum lært af björgunaraðgerðum eftir Estoniuslysið

ESTHER Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins, segir að Íslendingar geti lært af björgunaraðgerðum eftir Estoniuslysið. "Þetta er miklu stærra slys en nokkuð sem við höfum þurft að takast á við, og allt skipulag björgunarmála á Norðurlöndum er öðruvísi en hjá okkur. Þar eru her og atvinnubjörgunarmenn mikilvægastir en hjá okkur sjálfboðaliðar. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 210 orð

Getur sparað sveitarfélögum tugi milljóna

SORPA hefur gert samning við Norsk Returkartong AS um endurvinnslu drykkjarumbúða úr pappa, s.s. mjólkur-, grauta- og ávaxtasafaumbúðir. Með endurvinnslunni er hægt að draga verulega úr sorphirðukostnaði sveitarfélaga. Drykkjarvöruumbúðir úr pappa hefur hingað til ekki verið hægt að endurvinna vegna plasthúðar á umbúðunum og álþynnu innan í mörgum þeirra. Meira
19. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 190 orð

Hlutafjárútboð að hefjast

HLUTAFJÁRÚTBOÐ í fóðurverksmiðjunni Laxá hefst síðar í þessum mánuði og verða seld hlutabréf fyrir 25 milljónir króna á nafnverði. Bréfin verða seld á genginu 2,05 en þó gefst núverandi hluthöfum kostur á að auka sinn hlut í fyrirtækinu í forkaupi á genginu 1,85. Sala hlutabréfanna verður í höndum Verðbréfamarkaðar Íslandsbanka á Akureyri. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Hyundai stolið í miðbænum

LÖGREGLAN í Reykjavík leitar bíls, sem stolið var fyrir utan Hótel Borg á miðvikudagskvöld, 16. október, á tímabilinu frá kl. 21 um kvöldið fram til kl. 1 aðfaranótt fimmtudags. Bíllinn er af gerðinni Hyundai Accent, árgerð 1995, með skráningarnúmerið NS-795, fjólublár að lit með vindskeið ("spoiler") á skotti. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 37 orð

Innbrot í Hjálpartækjabankann

BROTIST var inn í Hjálpartækjabankann við Hátún í fyrrinótt. Innbrotið uppgötvaðist snemma í gærmorgun. Farið hafði verið inn um glugga á Hjálpartækjabankanum og hafði þjófurinn á brott með sér tölvubúnað fyrir um 100 þúsund krónur. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 81 orð

Jólakort Hringsins komið út

EIRÍKUR Smith, listmálari, hefur gefið Barnaspítala Hringsins vatnslitamynd sína Jól og prýðir þessi mynd jólakort félagsins 1996. Jólakortaútgáfa Hringsins hefur í rúma tvo áratugi verið ein aðaluppistaðan í tekjuöflun þess til styrktar barnaspítala. Eiríkur Smith er þekktur listmálari og hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Kirkjudagur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði

ÁRLEGUR kirkjudagur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verður haldinn sunnudaginn 20. október. Eins og alla sunnudaga verður barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta verður kl. 14. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson, predikar en sr. Guðmundur Óskar þjónaði Fríkirkjunnar á árunum 1972­ 1975. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 153 orð

Kirkjusandsmálafgreitt í borgarstjórn

MIKLAR en snarpar umræður urðu um skipulagsmál, hljóðvist og mengunarmál í tengslum við byggingu íbúðarhúsa við Kirkjusand á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn. Á fundinum var blessun lögð yfir afgreiðslu borgarráðs um málið eftir að ásakanir gengu á víxl um slælega framgöngu hvorrar fylkingar í málinu. Meira
19. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 851 orð

Kom á óvart hve margt starfsfólk vildi norður

Á MORGUN, sunnudag, er liðið eitt ár frá því að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna tók formlega í notkun nýja aðalskrifstofu sína á Akureyri. Ákvörðun um að flytja þriðjung af starfsemi SH í Reykjavík var tekin í tengslum við baráttu SH og Íslenskra sjávarafurða um sölu á afurðum Útgerðarfélags Akureyringa hf., eins og reyndar marg- oft hefur komið fram. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Kynningarbæklingur um Aspergerheilkenni

UMSJÓNARFÉLAG einhverfra gaf nýverið út kynningarbækling um Aspergerheilkenni sem dreift er til skóla, leikskóla og heilbrigðisstofnana. Fyrsta eintak bæklingsins var formlega afhent borgarstjóranum í Reykjavík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, af 14 ára pilti, Hannesi Adam Guðmundssyni, en hann er í hópi þeirra sem eru með Aspergerheilkenni. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 135 orð

Lagareglurnar þrjár um útivistartíma barna og unglinga

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi áskorun frá Umboðsmanni foreldra og barna, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og stjórn SAMFOKS (Sambands foreldrafélags í grunnskólum Reykjavíkur): "Börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20 nema í fylgd með fullorðnum. Unglingar, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, mega ekki vera á almannafæri eftir kl. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 604 orð

Lánsfjárskortur og gengisfellingar hvatinn að stofnun sjóðsins

Stofnlánasjóður matvörukaupmanna verður þrjátíu ára á morgun, 20. október. Sjóðurinn er elsti stofnlánasjóðurinn innan Kaupmannasamtaka Íslands en þrír aðrir eru starfandi í dag, Stofnlánasjóður raftækjasala, Stofnlánasjóður skó- og vefnaðarvörukaupmanna og Almennur stofnlánasjóður Kaupmannasamtaka Íslands. Formaður Stofnlánasjóðs matvörukaupmanna er Gunnar Snorrason kaupmaður. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 82 orð

LEIÐRÉTT Slóð borgarinnar

Slóð borgarinnar ÞAU mistök urðu í vinnslu fréttar af opnun heimasíðu Reykjavíkurborgar á Veraldarvefnum í fyrradag að slóð síðunnar féll niður. Slóðin er: http://www.rvk.is. Um gigt Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 783 orð

Líkur á breyttri fjárfestingastefnu

Lögð hefur verið fram tillaga um að breyta Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í lokað hlutafélag Líkur á breyttri fjárfestingastefnu Flest bendir til að félagsfundur í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna samþykki að breyta félaginu í lokað hlutafélag. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 398 orð

Markaður að opnast í Bandaríkjunum

VELTA íslenska líftæknifyrirtækisins Ísteka hf. sem flytur út frjósemislyf fyrir sauðfé, er nú á milli 30 og 40 milljónir króna á ári. Fyrirtækið selur m.a. mikið af framleiðslu sinni til Ítalíu og Frakklands og stefnir á að færa út kvíarnar, meðal annars með sölu á fylprófi til Bandaríkjanna þar sem markaður fyrir það er sagður vera að opnast. Ísteka er deild í Lyfjaverslun Íslands hf. Meira
19. október 1996 | Erlendar fréttir | 365 orð

Masood ítrekar úrslitakosti

AHMAD Shah Masood, hernaðarleiðtogi ríkisstjórnarinnar, sem Taleban-hreyfingin hrakti frá Kabúl, höfuðborg Afganistans, fyrir þremur vikum, írekaði í gær úrslitakostina, sem hann setti Talebönum fyrr í vikunni. Sagði hann þeim að hörfa frá Kabúl. Meira
19. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 239 orð

MESSUR

AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, kl. 11. Munið kirkjubílana. Allir velkomnir. Messað verður í Akureyrarkirkju á morgun, kl. 14. Biblíulestur í Safnaðarheimilinu á mánudagskvöld. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund í kirkjunni kl. 11. Þátttakendur fá stuðningsefni sér að kostnaðarlausu. Meira
19. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 171 orð

Minningartónleikar um Ingimar Eydal

MINNINGARTÓNLEIKAR um Ingimar Eydal verða haldnir í Íþróttahöllinni á Akureyri á morgun, sunnudag, kl. 17. Ingimar hefði orðið sextugur á morgun, 20. október, en hann lést sem kunnugt er í ársbyrjun 1993. Yfirskrift tónleikanna er "Kvöldið er okkar" og auk þess sem Ingimars verður minnst í tali og tónum er tilgangur tónleikanna að safna fé í minningarsjóð um hann. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Mældist á 160 km hraða

LÖGREGLAN stöðvaði hraðakstur á Suðurlandsvegi við Lögbergsbrekku undir miðnætti í fyrrakvöld. Ökumaðurinn reyndi að forða sér með því að aka enn hraðar, en það reyndist ekki borga sig. Við hraðamælingu reyndist bíllinn á Suðurlandsvegi aka á 130 km hraða. Þegar ökumaðurinn varð lögreglunnar var ætlaði hann að flýta sér í burtu og mældist bíllinn þá á 160 km hraða. Meira
19. október 1996 | Erlendar fréttir | 640 orð

Ná demókratar meirihluta á ný í fulltrúadeild? Almennt er talið að Bill Clinton fari með sigur af hólmi í forsetakosningunum í

VONIR bandaríska Demókrataflokksins um að endurheimta meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningunum í næsta mánuði þykja hafa glæðst til muna. Repúblíkanar hlutu meirihluta í báðum þingdeildum í kosningunum 1994 en hinir bjartsýnustu í röðum stuðningsmanna Bills Clintons forseta telja hugsanlegt að demókratar nái á ný völdum bæði í öldungadeild og fulltrúadeild. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 122 orð

Námskeið í andlegum vísindum

LJÓSBLIK er að fara af stað með námskeið í andlegum vísindum og segir í tilkynningu frá félaginu að markmiðið sé að þjálfa og fræða menn og konur sem óska að starfa sem heimsþjónar. Að vera heimsþjónn þýði einfaldlega að taka að sér að starfa sem ljósberi, meðvitaður starfsmaður ljóssins í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 167 orð

Námstefna um andfélagslega hegðun unglinga

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands gengst fyrir námstefnu föstdaginn 25. október nk. um andfélagslega hegðun unglinga og ungs fólks. Áhersla verður lögð á árásarhegðun og ofbeldi meðal unglinga og ungs fólks og tengsl þess við ýmsa þætti s.s. þroskabreytingar unglingsáranna, vímuefnaneyslu, fjölskylduaðstæður, fjölmiðla og aðrar félagslegar aðstæður. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Nemendur Tjarnarskóla með kaffihús

TÍUNDI bekkur Tjarnarskóla stendur fyrir kaffihúsastemmningu í Tjarnarskóla, Læjargötu 14b, sunnudaginn 20. október frá kl. 13-17. Í tilkynningu frá Tjarnarskóla segir að tilefni kaffisölunnar sé sá að 10. bekkur Tjarnarskóla sé á leið til Danmerkur í viku námsferð og er fjáröflun vegna ferðarinnar í fullum gangi. Dvalið verður í viku á dönskum heimilum nemenda í 9. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 198 orð

Norðurlönd þurfa samræmdar aðgerðir gegn ofbeldi í myndmiðlum

UMBOÐSMENN barna á Norðurlöndunum, sem héldu árlegan fund sinn í Stokkhólmi, eru þeirrar skoðunar að Norðurlöndin þurfi að móta sameiginlegar leiðbeiningarreglur til að vinna gegn ofbeldi í myndmiðlum. Því hafa umboðsmenn barna á Norðurlöndum ákveðið að hefja samstarf um að knýja fram aðgerðir sem byggist á 17. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sú grein sáttmálans kveður m.a. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Októbermessa Kvennakirkjunnar

OKTÓBERMESSA Kvennakirkjunnar verður í Árbæjarkirkju, Árbæjarhverfi, sunnudagskvöldið 20. október kl. 20.30. Yfirskrift messunnar er Kennsla. Þrír starfandi kennarar tala: Halla Mangúsdóttir, barnakennari við Grandaskóla, Helga Friðfinnsdóttir, skólastjóri Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði, og Regína Stefnisdóttir, kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 32 orð

Opið hús á ljósmyndastofum

Í TILEFNI af 70ára afmæli Ljósmyndarafélags Íslands ætla portrettljósmyndarar aðhafa opið hús áljósmyndastofumsínum laugardaginn 19. október kl.12­17, sunnudaginn 20. október frákl. 12­17 og vikuna þar á eftir áopnunartíma. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 32 orð

Perlubandið í Ráðhúsinu

PERLUBANDIÐ undir stjórn Karls Jónatanssonar ásamt söngkonunum Mjöll Hólm og Bryndísi Jónsdóttur flytja íslenzk og erlend dægurlög í Ráðhúsinu á sunnudaginn og hefjast tónleikarnir klukkan 15:30. Aðgangur er ókeypis. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 164 orð

Rammafjárhagsáætlun næsta ár

TILRAUN verður gerð með nýja tilhögun við gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1997. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði á fundi borgarstjórnar á fimmtudag að gera eigi breytingar á verklagi og samskiptum í stjórnkerfi borgarinnar á þann veg að gerð verði rammafjárhagsáætlun í stað fullbúinnar fjárhagsáætlunar sem taki til allra verkefna borgarinnar. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 353 orð

Rannsóknir skatta- og efnahagsbrota efldar

VIÐ stofnun embættis ríkislögreglustjóra verður rannsóknarlögregla ríkisins lögð niður og flytjast meginverkefni hennar til embættis lögreglustjórans í Reykjavík og til rannsóknardeilda við lögreglustjóraembætti víða um land. Þær rannsóknardeildir verða jafnframt styrktar. Helsta viðfangsefni embættis ríkislögreglustjóra verður rannsókn á brotum í skatta- og efnahagsmálum. Meira
19. október 1996 | Erlendar fréttir | 309 orð

Rannsóknum fer aftur

FIMM bandarískir vísindamenn, sem hlotið hafa Nóbelsverðlaun á þessu hausti, sögðu í gær, að í Bandaríkjunum væri um að ræða afturför í ýmsum grundvallarrannsóknum, sem haft gæti veruleg áhrif á framfarir og afkomu alls mannkyns á næstu öld. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 327 orð

Reynt að viðhalda pólitísku jafnvægi

NOKKUR óvissa ríkir fyrir kjör stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) á aðalfundi samtakanna í dag. Unnið er að því að viðhalda pólitísku jafnvægi í þessari 12 manna stjórn samtakanna en að undanförnu hafa sjálfstæðismenn átt þar fimm fulltrúa, aðrir flokkar fimm fulltrúa samtals og tveir stjórnarmanna eru óháðir flokksframboðum. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 327 orð

Sagði fréttir auka líkur á framlagi til Stöðvar 3

ELÍN Hirst fráfarandi fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar sendi síðdegis í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Vegna yfirlýsinga sem Jón Ólafsson, stjórnarformaður ÍÚ, hefur sent frá sér vegna ummæla minna í fjölmiðlum í gær og í dag, óska ég eftir að eftirfarandi svar mitt verði birt. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 226 orð

SIGRÚN ÁSTA PÉTURSDÓTTIR

SIGRÚN Ásta Pétursdóttir hjúkrunarkona lést laugardaginn 12. október. Banamein hennar var krabbamein. Sigrún Ásta fæddist þann 27. febrúar árið 1941 í Reykjavík, dóttir Péturs Guðmundssonar bifreiðastjóra og Ástu Kristínar Davíðsdóttur. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarkona árið 1962. Sigrún Ásta starfaði víða, m.a. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

Skagamenn heimsækja Hafnarfjarðarkirkju

AKURNESINGAR koma í safnaðarferð til Hafnarfjarðar sunnudaginn 20. október og taka þátt í messu í Hafnarfjarðarkirkju sem hefst kl. 14. Sr. Björn Jónsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Þórhildi Ólafs og Kirkjukór Akraneskirkju og Hafnarfjarðarkirkju syngja undir stjórn organista kirknanna, Katalin Lörincz og Nataliu Chow. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 131 orð

Stefna í náttúruvernd

NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ hefur gefið út Stefnu í náttúruvernd. "Stefnumörkuninni er ætlað að auðvelda yfirsýn um vandamál náttúruverndar og leiðir til þess að leysa þau. Stefnan er lögð fram í því skyni að hvetja til umræðu um strauma og stefnur í náttúruvernd og sem tillögur til hinnar nýju stofnunar, Náttúruverndar ríkisins, um hvar þurfi að gera betur. Meira
19. október 1996 | Miðopna | 756 orð

Stórslys snertir allt samfélagið

Finninn Raimo Tiilikainen, sem stjórnaði björgunaraðgerðum eftir Estoniuferjuslysið, segir að björgunarmenn hafi verið vel undirbúnir fyrir slíkan atburð. Hann er nú staddur hér á landi vegna ráðstefnunnar Björgun '96 og ræddi við Helga Þorsteinsson um þann lærdóm sem draga má af einu stærsta sjóslysi sögunnar. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 105 orð

Sæði úr aberdeen angus komið í notkun

SÆÐINGAR með sæði úr aberdeen angus-nautum og limousine-nautum eru nú hafnar hjá sæðingamönnum um land allt, og að sögn Sveinbjörns Eyjólfssonar, framkvæmdastjóra Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands að Hvanneyri, er fyrstu afkvæmanna að vænta eftir um það bil átta mánuði. Meira
19. október 1996 | Landsbyggðin | 76 orð

Særður selkópur stöðvaði umferð

SÁ óvenjulegi atburður átti sér stað í Ólafsvík að lítill selkópur stöðvaði alla umferð á Ólafsbrautinni á ellefta tímanum sl. þriðjudag. Lögreglan og áhorfendur komu þar að til að aðstoða kópinn við að komast aftur í sjóinn. Ekki gekk það og kópurinn vildi alltaf á götuna aftur. Kom svo í ljós að kópurinn var særður á hálsi. Meira
19. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 192 orð

Talinn hafa drepið hátt í 50 ær og lömb

DÝRBÍTUR gekk laus í Eyjafjarðarsveit í sumar og er talið að hann hafi drepið hátt í 50 ær og lömb frá bænum Saurbæ. Hafdís Sveinbjörnsdóttir, bóndi á Saurbæ, segir að fundist hafi um 45 hræ af ám og lömbum, sem öll voru í hennar eigu, nú síðast í fyrstu göngum í september. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 221 orð

Tengsl tóbaksverðs og vísitölu verði slitin

TILLAGA til þingsályktunar, sem miðar að því að tengsl tóbaksverðs og lánsfjárvísitölu verði rofin, var tekin til fyrstu umræðu á Alþingi sl. fimmtudag. Varð tillagan tilefni líflegra skoðanaskipta þingmanna um stefnu í tóbaksvarnarmálum. Meira
19. október 1996 | Erlendar fréttir | 308 orð

Tietmeyer ítrekar viðvaranir vegna EMU

BANKASTJÓRI þýzka seðlabankans, Hans Tietmeyer, ítrekaði viðvaranir sínar, um að Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) verði að byggja á traustum grunni ríkisfjármála aðildarríkjanna, í viðtali við franska blaðið Le Monde á miðvikudag. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 213 orð

Tillaga að fimm sitji í sameinuðum nefndum felld

BORGARSTJÓRN kaus sjö menn til setu í atvinnu- og ferðamálanefnd á fundi sínum á fimmtudag en hún var mynduð úr tveimur nefndum, atvinnumálanefnd og ferðamálanefnd. Kjör nefndarinnar er þáttur í að framfylgja tillögum stjórnkerfisnefndar um fækkun og sameiningu nefnda í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 265 orð

Tímabundinn samdráttur á augndeild

"Vegna fréttaflutnings að undanförnu varðandi ráðstafanir til að draga úr reksturskostnaði Sjúkrahúss Reykjavíkur vill framkvæmdastjórn sjúkrahússins vekja athygli á eftirfarandi: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur í umfræðum á alþingi útskýrt ummæli sín í útvarpi varðandi bókhaldsmál sjúkrahússins. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 289 orð

Undirbúa fjármögnun nýs álvers

COLUMBIA Ventures Corporation hefur ráðið Babcock & Brown og Nomura Bank í London sem fjármálaráðgjafa sína vegna væntanlegrar byggingar álvers á Grundartanga. Þessi fyrirtæki voru ráðgjafar Spalar við undirbúning og fjármögnun Hvalfjarðarganganna. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 530 orð

Útlit fyrir að aðgerðirnar beri góðan árangur

SÆNSKI bæklunar- og handaskurðlæknirinn Thomas Carlstedt gerði í gær skurðaðgerðir á tveimur íslenskum börnum sem þjáðst hafa af taugalömun í handlegg. Lömunin, sem kallast "brachial plexus áverki", er afleiðing svokallaðrar axlarklemmu í fæðingu. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 104 orð

Verðmætur farmur í nýja bræðslu á Akranesi

Írafoss, skip Eimskipa, kom til Akraness í gær frá Noregi með einn verðmætasta farm sem þar hefur verið skipað upp; vélbúnað og þurrkara í nýja fiskimjölsverksmiðju Haraldar Böðvarssonar hf. Að sögn Haralds Sturlaugssonar framkvæmdastjóra HB er um að ræða nær allan tækjabúnað sem þarf í verksmiðjuna. Lætur nærri að farmurinn sé 400 m.kr. virði. Meira
19. október 1996 | Óflokkað efni | 214 orð

VERK:: SAFN'PRIMA DAGS.:: 961016 SLÖGG:: Fáskrúðsfjörður Hoff STOFN

VERK:: SAFN'PRIMA DAGS.:: 961016 SLÖGG:: Fáskrúðsfjörður Hoff STOFNANDI:: AGO Fáskrúðsfjörður Hoffell selt til Namibíu 15 skipverjar missa vinnuna KAUPFÉLAG Fáskrúðsfirðinga hefur gert bráðabirgðasölusamning um sölu á togaranum Hoffelli til Namibíu. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 346 orð

Viðskipti með fíkniefni á spjallrásum alnetsins

GRUNUR leikur á að íslenskir kaupendur og seljendur fíkniefna noti svokallaðar spjallrásir á alnetinu til að koma boðum sín á milli. Björn Halldórsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, upplýsti þetta á opnum fundi um fíkniefnamál, sem haldinn var í vikunni. Björn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 148 orð

Við stýrið á fæðingarstaðnum

AÐFARANÓTT 10. október í fyrra fæddi Vigdís Sigvarðardóttir, Lyngási í Kelduhverfi, fjórtán marka stúlkubarn í bíl á Tjörnesi, en Vigdís og Sigurður Tryggvason, eiginmaður hennar, voru þá á leiðinni á sjúkrahúsið á Húsavík þar sem ljóst var að barnið var á leiðinni. Þau komu við á næsta bæ þar sem Hrefna María Magnúsdóttir, fyrrum ljósmóðir og móðir Sigurðar, slóst með í förina. Meira
19. október 1996 | Miðopna | 1954 orð

Yfir 1.300 bíða eftir bæklunaraðgerð Sparnaðaraðgerðir hafa valdið því að biðlistar eftir aðgerðum á stóru sjúkrahúsunum hafa

SPARNAÐARAÐGERÐIR í heilbrigðisþjónustunni hafa valdið því að biðlistar í aðgerðir á sjúkrahúsunum í Reykjavík, á Akureyri og í Hafnarfirði hafa smám saman verið að lengjast undanfarin ár. Meira
19. október 1996 | Erlendar fréttir | 1260 orð

"Þegar köttur er króaður af breytist hann í tígrisdýr" Alexander Lebed er sannfærður um að hann beri sigurorð af andstæðingum

Lebed í sömu stöðu og Jeltsín í baráttunni við Gorbatsjov árið 1987 "Þegar köttur er króaður af breytist hann í tígrisdýr" Alexander Lebed er sannfærður um að hann beri sigurorð af andstæðingum sínum í baráttunni um forsetaembættið. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 120 orð

Þingmenn á kjördæmafundum

HLÉ verður á fundum Alþingis alla næstu viku. Er þingmönnum ætlað að nýta hléið til fundahalds í kjördæmum sínum. Að sögn Helga Bernódussonar, forstöðumanns þingmálaskrifstofu Alþingis, var fyrst brugðið á það ráð að gera slíkt hlé á þingstörfum á síðasta kjörtímabili og hefur verið tíðkað síðan, þó ekki reglulega. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 39 orð

Þing Æskulýðssambands Íslands

TUTTUGASTA þing Æskulýðssambands Íslands verður haldið í dag, laugardaginn 19. október, á Snorrabraut 60, 3. hæð (Skátahúsinu). Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpar þingið kl. 10.30 en þingið hefst kl. 9.30 og lýkur kl. 16.30. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 36 orð

Þrír með krana eftir árekstur

FJÓRIR bílar skullu saman á Hringbraut við Laufásveg um hádegi á fimmtudag. Engin meiðsli urðu á fólki en bílarnir skemmdust svo mikið að þrjá þeirra varð að fjarlægja með aðstoð kranabíls. Meira
19. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Þróun lista í Danmörku

TORBEN Rasmussen, forstöðumaður Norræna hússins í Reykjavík, heldur fyrirlestur í lestrarsal Amtsbókasafnsins á Akureyri kl. 11.00 í dag, laugardag. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku og nefnist En ny klassicisme på vej? Nogle overvejelser over moderne bevægleser í dansk litteratur, kunst og arkitektur. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 524 orð

Æfð leit að dísilknúnum kafbátum

Kafbátaleitaræfing, sem flugvélar frá níu NATO löndum taka þátt í, fer fram á Keflavíkurflugvelli dagana 16. til 26. október. Baldur Sveinsson fylgdist með æfingunni. Meira
19. október 1996 | Innlendar fréttir | 134 orð

"Ævintýri á skrifstofunni" og "Óþelló" í bíósal MÍR

KVIKMYNDIN sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, næstkomandi sunnudag 20. október kl. 16 nefnist "Ævintýri á skrifstofunni" (Sluzhebnyi roman). Þetta er mynd í léttum dúr frá árinu 1977. Leikstjóri er Eldar Rjazanov, einn afkastamesti og vinsælasti kvikmyndaleikstjóri í fyrrum Sovétríkjunum og Rússlandi síðustu fjóra áratugina. Myndin er talsett á ensku. Meira

Ritstjórnargreinar

19. október 1996 | Staksteinar | 329 orð

Lifi þjóðsöngurinn

ALÞÝÐUBLAÐIÐ fjallar í leiðara á fimmtudag um tillögu varaþingmanns Framsóknarflokksins, Unnar Stefánsdóttur, sem vill að valinn verði nýr þjóðsöngur, eins konar "viðbótarþjóðsöngur". Blaðið er algjörlega andvígt þessari tillögu þingmannsins. Fyrirsögnin á leiðara blaðsins er: "Lifi þjóðsöngurinn." Meira
19. október 1996 | Leiðarar | 858 orð

Öryggi og giftusamleg starfsemi

Öryggi og giftusamleg starfsemi UPPHAFI ferða er farþegum í Flugleiðavélum sýnt myndband þar sem lögð er áherzla á að fyrsta boðorð félagsins sé öryggi farþega, enda mála sannast að lítið flugfélag hefði vart bolmagn til að standast flugslys af þeirri stærðargráðu sem heimurinn þekkir; svo að ekki sé talað um sorg og sársauka. Meira

Menning

19. október 1996 | Fólk í fréttum | 69 orð

Amerísk skemmtun

AMERÍSKUM dögum í Kringlunni lauk um síðustu helgi. Á dögunum kynntu verslanir amerískar vörur sem þær hafa á boðstólum og boðið var upp á amerísk skemmtiatriði. Ljósmyndari Morgunblaðsins fór í kúrekastígvélunum út í Kringlu. Meira
19. október 1996 | Fólk í fréttum | 42 orð

Bestu hliðar Liv

LIV Tyler, sem leikur eitt aðalhlutverkanna í mynd Toms Hanks, "That Thing You Do", sýndi sínar bestu hliðar á frumsýningu myndarinnar í Los Angeles fyrir skömmu. Í myndinni leikur Liv unnustu aðalsöngvara hljómsveitar sem slær í gegn árið 1964. Meira
19. október 1996 | Fólk í fréttum | 85 orð

Björgvin gerir myndband við Djöflaeyjulag

VERIÐ var að taka upp myndband við titillag kvikmyndarinnar Djöflaeyjunnar, "Þig dreymir kannski engil" eftir Björgvin Halldórsson við texta Jónasar Friðriks, í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið hjá í vikunni. Texti lagsins er byggður á senu sem gerist í kirkjugarðinum. Meira
19. október 1996 | Fólk í fréttum | 93 orð

David og Halen saman um stund

MARGT þungarokkshjartað tók að slá örar þegar sást til Davids Lees Roths á MTV verðlaunahátíðinni í New York, ásamt sínum gömlu félögum í Van Halen, en fundur þeirra var sá fyrsti í tíu ár. Meira
19. október 1996 | Fólk í fréttum | 186 orð

Fjölmiðlaher plagar Kennedy og frú

JOHN F. Kennedy yngri er fúll og illur út í ágenga blaðamenn og ljósmyndara þessa dagana. Hann gat þó átt von á því versta er hann valdi sér kvonfang og gekk að eiga hina þrítugu Carolyn Bessette á dögunum, enda verið álitinn einn álitlegasti piparsveinn veraldar um langt skeið og átt í samböndum við ýmsar þekktar kynbombur, s.s. Darryl Hannah. Meira
19. október 1996 | Fólk í fréttum | 75 orð

Ljúfur leiði í Lindarbæ

NEMENDALEIKHÚSIÐ frumsýndi leikritið "Komdu Ljúfi Leiði" í Lindarbæ um síðustu helgi. Leikritið er byggt á tveimur verkum leikritaskáldsins Georgs Büchners, harmleiknum "Vojtsek" og háðsádeilunni "Leonce og Lena". Ljósmyndari Morgunblaðsins fór í Lindarbæ. Meira
19. október 1996 | Fólk í fréttum | 67 orð

Viktoría skemmtir sér með Svante

VIKTORÍA krónprinsessa í Svíþjóð, 19 ára, sást nýlega á göngu með ungum manni, Svante Tegnér, 21 árs, eftir dansleik á næturklúbbi í Stokkhólmi og samstundis vöknuðu vangaveltur um hugsanlegt ástarsamband þeirra. Faðir Tegnérs er forseti víninnflutningsfyrirtækis og er gamall vinur föður Viktoríu, Karls Gústafs konungs. Meira

Umræðan

19. október 1996 | Aðsent efni | 743 orð

Af hverju á að hækka sjálfræðisaldurinn?

Í LANGFLESTUM nágrannalöndum okkar er sjálfræðisaldurinn 18 ár. Þrýstingurinn á að sjálfræðisaldurinn verði hækkaður hér á landi úr 16 árum í 18 ár fer vaxandi. Krafan kemur ekki síst frá fagfólki, sem vinnur að málefnum barna og ungmenna. Nú síðast í tengslum við fréttir um að stór hópur barna væri í harðri fíkniefnaneyslu. Meira
19. október 1996 | Bréf til blaðsins | 696 orð

Hvernig væri að lækka umferðarhraðann!

VIÐ ERUM tveir hópar sem voru á námskeiði fyrir unga ökumenn hjá Sjóvá-Almennum. Við vorum óheppin í umferðinni og lentum í tjóni. Fyrri hópurinn var á námskeiði í Reykjavík en hinn á Akranesi. Við viljum miðla ykkur af okkar reynslu og þekkingu sem við fengum á námskeiðunum. Meira
19. október 1996 | Aðsent efni | 868 orð

Lagfæring á Djúpvegi er nauðsynleg

Í BLAÐINU Vestra á Ísafirði 10. október sl. ritar Hallgrímur Sveinsson á Hrafnseyri grein þar sem hann leggur til að ekki verði lagaður vegur um Ísafjarðardjúp. Í grein þessari kemur fram að hann sé að taka undir grein um sama efni sem birtist í Morgunblaðinu 3. október sl. eftir Jónas Guðmundsson, sýslumann í Bolungarvík. Meira
19. október 1996 | Aðsent efni | -1 orð

Leigukostnaður lækkar um tæpar þrjár milljónir

ÞAÐ hefur verið stefna flestra stjórnmálaflokka og ríkisstjórna undanfarna tvo áratugi að flytja ríkisstofnanir frá höfuðborgarsvæðinu út á land. Á vegum stjórnvalda hefur á undanförnum árum verið lögð mikil vinna í tillögugerð um flutning ríkisstofnana, síðast með áliti og tillögum nefndar forsætisráðherra um flutning ríkisstofnana frá 1993. Meira
19. október 1996 | Aðsent efni | 945 orð

Ljótur blettur á samfélaginu

HVER ER munurinn á framfærsluþörf þess sem er atvinnulaus og þess sem er óvinnufær? Er ódýrara að draga fram lífið sjúkur eða fatlaður og óvinnufær en frískur og atvinnulaus? Það mætti halda það ef litið er til þess hvernig velferðarþjónustan mismunar þeim sem sem þurfa á stuðningi hennar að halda. Meira
19. október 1996 | Aðsent efni | 730 orð

Nokkur orð um sögu Njarðvíkur

ÞAÐ ER ekki fyrr en flett hefur verið á þriðja hundrað blaðsíðum að maður kemst nær okkar tíma eða rétt yfir síðustu aldamót í þessari bók, sögu Njarðvíkur. En þar segir frá því á blaðsíðu 223 þegar Njörður GK 467, 8,5 rúml. Bátur var keyptur. Sagt er hverjir eigendur voru en þetta var í árslok 1916. Einnig er sagt frá því er Njörður fórst 22. Meira
19. október 1996 | Aðsent efni | 1175 orð

Skepnufóður eða mannamatur

HÆGT ER að ímynda sér að Rannsóknarstofnun landbúnaðarins hafi yfir öllum grösum og jarðargróða að segja ef undan er skilinn trjágróður í landinu. Samt heyrist aldrei neitt frá Rannsóknarstofnuninni. Það verður því að virða til betri vegar kunni eitthvað að vera missagt í grein þessari. Líta má á hana sem einskonar rödd úr myrkri. Meira
19. október 1996 | Aðsent efni | 319 orð

Sýningarhandrit skal það heita Með því að tilgre

Í MORGUNBLAÐINU sl. þriðjudag birtist pistill eftir Svein Haraldsson sem undanfarið hefur skrifað leiklistargagnrýni fyrir blaðið. Sveinn fjallaði í pistli sínum um sýningu Nemendaleikhúss Leiklistarskóla Íslands á verkinu "Komdu, ljúfi leiði", sem undirritaður leikstýrði og var jafnframt höfundur sýningarhandrits, ásamt leikhópnum. Meira
19. október 1996 | Aðsent efni | 590 orð

Upplýsingaskylda í útfararþjónustu

KYNNINGAREFNI um útfararmál hefur vantað á Íslandi og segja má að of lengi hafi dregist að upplýsa almenning um þá samfélagslegu þjónustu sem boðin er á vettvangi útfararþjónustu. Útfararstofa Kirkjugarðanna hefur nú gert á þessu bragarbót með því að gefa út svokallaða þjónustumöppu ásamt þjónustubók fyrir aðstandendur. Meira
19. október 1996 | Bréf til blaðsins | 667 orð

Úr einu í annað

Í FLESTU slá Bandaríki Ameríku öðrum þjóðum við. Á ónafngreindum stað í þessu víðlenda ríki var sex ára dreng vikið úr skóla fyrir að kyssa jafnöldru sína á kinnina. Ástæðan: Kynferðisleg áreitni. Njáll hefði trúlega látið segja sér slíkt 4 sinnum. Þó USA hafi verið ótrúlega frumleg í þessu útspili og náð heimsathygli erum við engir eftirbátar í tugþraut fáránleikans. Meira
19. október 1996 | Aðsent efni | 1334 orð

Var ekki bara gott að þú klikkaðist?

ALÞJÓÐLEGUR geðheilbrigðisdagur var haldinn 10. október sl. Af því tilefni varð eftirfarandi pistill til en þar lýsi ég reynslu minni af því að "klikkast" en einnig fylgja nokkrar hugleiðingar því tengdar. Það er mikið talað um sparnað í heilbrigðiskerfinu í dag. Við heyrum fréttir af lokun þessarar deildarinnar eða hinnar. Meira

Minningargreinar

19. október 1996 | Minningargreinar | 89 orð

Anna Kristbjörg Kristinsdóttir

Elsku amma! Það er kominn tími til að kveðjast. Það er erfitt að kveðja þá sem maður elskar, en við trúum því að við munum hitta þig aftur. Það er svo margt sem við eigum þér að þakka, því þú gafst okkur svo stóran hluta af sjálfri þér og sálu þinni. Takk, elsku amma, fyrir að hafa elskað okkur. Takk fyrir allar stundirnar okkar saman og alla gleðina sem þú færðir okkur. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 62 orð

ANNA KRISTBJÖRG KRISTINSDÓTTIR Anna Kristbjörg Kristinsdóttir var fædd í Hringsdal á Látraströnd í Eyjafirði 6. nóvember 1931.

ANNA KRISTBJÖRG KRISTINSDÓTTIR Anna Kristbjörg Kristinsdóttir var fædd í Hringsdal á Látraströnd í Eyjafirði 6. nóvember 1931. Hún lést á Landspítalanum 9. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristinn Indriðason og Sigrún Jóhannesdóttir. Anna var ellefta í hópi fimmtán systkina. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 341 orð

Árni Pétursson

Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn frá okkur öllum án þess að við fengjum að kveðja þig, en við gerum það í þessari grein. Okkur finnst eins og það hafi verið í gær þegar þú söngst fyrir okkur óákveðnu fornöfnin og rakst okkur úr skónum. Þú hafðir það fyrir vana að hefja aldrei kennslu fyrr en allir voru farnir úr skónum. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 407 orð

Árni Pétursson

Árni Pétursson er fallinn frá langt um aldur fram. Hann var borinn og barnfæddur í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Lilju Sigfúsdóttur og Péturs Guðjónssonar í Kirkjubæ. Árni ólst upp í Eyjum í stórum systkinahópi í nábýli við stóran frændgarð sem setti mikinn svip á samfélagið þar. Árni var sannur Vestmannaeyingur, eins og þeir gerast bestir. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 132 orð

Árni Pétursson

Með örfáum orðum langar mig sem foreldri að minnast Árna Péturssonar kennara og aðstoðarskólastjóra Hlíðaskóla, sem nú er fallinn frá. Kynni mín af Árna urðu nokkuð náin síðastliðinn vetur, er hann gegndi stöðu skólastjóra í árs leyfi Árna Magnússonar. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 194 orð

Árni Pétursson

Við erum þakklát fyrir að hafa haft Árna P. okkur til leiðsagnar og stuðnings á þeim mótunarárum sem gagnfræðaskólinn svo sannarlega er. Flest kynntumst við Árna fyrst í barnaskóla sem manninum með mjólkurmiðana, þegar hann geystist inn í stofuna okkar sönglandi, kastaði bindinu upp á vinstri öxl, smellti saman klossunum og bauð góðan daginn. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 29 orð

ÁRNI PÉTURSSON

ÁRNI PÉTURSSON Árni Pétursson fæddist í Vestmannaeyjum 4. febrúar 1941. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 9. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 18. október. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 285 orð

Helgi Skúlason

Mig langar til að minnast Helga Skúlasonar örfáum orðum. Ég ætla ekki að tíunda listræn afrek hans á leiksviði og í kvikmyndum, það hefur þegar verið gert. Mig langar hins vegar til að þakka fyrir að hafa kynnst honum og átt hann að. Hann var faðir eins af mínum elstu og bestu vinum og á unglingsárum dvaldi ég löngum stundum á heimili þeirra Helgu á Suðurgötunni. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 35 orð

Helgi Skúlason

Í minningu Helga Skúlasonar: Vinur er horfinn. Hugurinn er hjá Helgu, börnum og barnabörnum. Af fundi Helga gekk ég alltaf heilli. Megi guð styrkja ykkur í sorginni, Helga mín. Ása, Magnús Haukur, Þórunn Elín. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 27 orð

HELGI SKÚLASON Helgi Skúlason var fæddur í Keflavík 4. september 1933. Hann lést á Landspítalanum 30. september síðastliðinn og

HELGI SKÚLASON Helgi Skúlason var fæddur í Keflavík 4. september 1933. Hann lést á Landspítalanum 30. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 10. október. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 630 orð

Ingólfur Hannesson

Það er að koma haust eftir mildan vetur, gróðursælt og hlýtt sumar, fyrstu haustvindar setja grátt í hæstu fjallatinda og minnir á hvað í vændum er, gróður fölnar. Þó er fagur dagur þann 4. október. Ingólfur ákveður að fara í smáferðalag, sest upp í gljáfægðan bílinn sinn og býður vini sínum Ársæli frá Lágafelli með sér, til skemmtunar báðum. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 108 orð

INGÓLFUR HANNESSON

INGÓLFUR HANNESSON Ingólfur Hannesson var fæddur í Stykkishólmi 1. desember 1920. Hann lést á dvalarheimilinu í Stykkishólmi 4. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Nikulásardóttir Þorsteinssonar og Hannes Gíslason frá Vatnabúðum. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 362 orð

Jóna Þorsteinsdóttir

Elsku amma. Nú er langri baráttu við hræðilegan sjúkdóm lokið. Þótt ég væri búin að undirbúa mig er missirinn mikill. Heimili ykkar afa var mitt annað heimili hér í Grindavík og alltaf var tekið svo vel á móti mér þegar ég kom til ykkar. Alltaf áttirðu eitthvað gott handa mér og þú varst aldrei ánægð fyrr en ég var búin að bragða á því, sem þú bauðst upp á. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 220 orð

Jóna Þorsteinsdóttir

Síðdegis miðvikudaginn 9. október barst mér fregnin um að hún Jóna væri látin, eftir langa og stranga baráttu við sjúkdóm sinn. Þegar ég minnist hennar Jónu og reyni að finna hvað lýsi henni best, þá var hún sú manneskja, sem öllum leið vel í návist við. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 320 orð

Jóna Þorsteinsdóttir

Með nokkrum orðum langar mig að minnast og kveðja frænku mína og vinkonu Jónu Þorsteinsdóttur. Það haustar og það haustar líka í hjörtum okkar við fráfall þessarar mætu konu sem var alltaf svo æðrulaus og róleg og tók sínum veikindum með slíkri reisn að við sem eftir erum mættum læra mikið af henni. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 352 orð

Jóna Þorsteinsdóttir

Elsku Jóna. Þessar ljóðlínur skáldsins frá Fagraskógi lýsa þér svo vel. Þú, sem alltaf varst svo glöð og jákvæð þrátt fyrir hinn óvægna sjúkdóm, sem að lokum tók öll völd, svo að jarðvist þinni lauk alltof fljótt. Okkar kynni eru búin að vara í tæp 30 ár og hefur það verið sönn vinátta alla tíð. Margar skemmtilegar stundir áttum við saman, bæði hér heima og erlendis. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 413 orð

Jóna Þorsteinsdóttir

Á fallegum haustdegi lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja tengdamóðir mín Jóna Þorsteinsdóttir. Hún hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár, en var þó svo gæfusöm að geta verið sem lengst heima, því að þar leið henni best. Við þessi tímamót hrannast upp minningarnar alveg frá því að ég kom fyrst inn á heimili þeirra hjóna í Grindavík. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 560 orð

Jóna Þorsteinsdóttir

Fallin er í valinn mikil heiðurskona eftir erfiða og langa baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún Jóna var hvunndagshetja, sem ekki lét bugast en huggaði aðra ef eitthvað bjátaði á og gladdist með fólki á góðum stundum. Fjölskyldan og heimilið var henni allt. Ekki bara hinir allra nánustu, heldur stórfjölskyldan. En mestur er missir eftirlifandi eiginmanns, Guðmundar Kristjánssonar. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 391 orð

Jóna Þorsteinsdóttir

Við lát Jónu, frænku minnar og vinkonu, má ég til með að minnast þessarar sérstaklega hugrökku og jákvæðu konu, sem aldrei lét neinn bilbug á sér finna í sínum löngu veikindum. Það glaðlyndi og bjartsýni sem hún sýndi var hennar aðalsmerki og þeirra hjónanna beggja. Það var virkilega aðdáunarvert. Jóna var félagslynd og hafði mjög gaman af að umgangast fólk og ræða við það. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 225 orð

JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR

JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR Jóna Þorsteinsdóttir fæddist í Grindavík 25. mars 1930. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja 9. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Ólafsson, bóndi á Hópi í Grindavík, f. 13. mars 1901 í Grindavík, d. 20. maí 1982, og Margrét Daníelsdóttir, f. 17. janúar 1899 í Garðbæ, d. 15. ágúst 1981. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 336 orð

Kristján Hrólfsson

Vegferðinni er lokið. Þessi sérstaklega góði maður, Kristján móðurbróðir minn, hefur kvatt þetta jarðsvið. Hann kvaddi það á sinn hógværa og hljóðlega hátt með komu haustsins. Kristján var fæddur á kirkjustaðnum Ábæ í Austurdal og þar liðu bernskuár hans í faðmi fjalladalsins austanvert við Jökulsá austari. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 245 orð

KRISTJÁN HRÓLFSSON

KRISTJÁN HRÓLFSSON Kristján Þorsteinn Lárus Hrólfsson fæddist á Ábæ í Austurdal í Skagafirði 1. mars 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 9. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Valgerður Kristjánsdóttir frá Ábæ og Hrólfur Þorsteinsson, bóndi frá Skatastöðum í sömu sveit. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 1038 orð

MAGNÚS MAGNÚSSON

Tíminn lætur ekki að sér hæða. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá líður hann áfram líkt og óstöðvandi stórfljót. Afstæðiskenning Einsteins segir reyndar að klukkur á miklum hraða gangi hægar en þær sem kyrrstæðar eru, en jafnvel mikill fjöldi ferðalaga fram og aftur með hljóðfráum þotum nægir ekki til að breyta framrás tímans sem nokkru nemur. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 231 orð

Mikkelína Sigurðardóttir

Vinkona okkar hún Gógó er fallin frá. Í sumar hefðum við ekki trúað því að svo stutt væri að leiðarlokum. Við áttum því láni að fagna að kynnast henni þegar hún byggði sumarbústað í Múlabyggð í Borgarfirði. Gógó var orðin ekkja þegar hún kom í Múlabyggð, en dugnaðurinn við að fegra við bústaðinn var ótrúlegur, hún plantaði trjám og rósum. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 352 orð

MIKKELÍNA SIGURÐARDÓTTIR

MIKKELÍNA SIGURÐARDÓTTIR Mikkelína Sigurðardóttir var fædd á Ísafirði 1. desember 1924. Hún lést á heimili sínu, Aðallandi 1, að kvöldi laugardagsins 12. október síðastliðinn. Mikkelína var dóttir hjónanna Helgu Aðalheiðar K. Dýrfjörð húsmóður og verkakonu og Sigurðar Bjarnasonar verkamanns. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 492 orð

PÁLMI ÓLAFSSON

Faðir minn Pálmi Ólafsson, Flúðabakka 1 á Blönduósi, varð áttræður 12. þ.m. Hann fæddist árið 1916 að Mörk á Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu, þar sem foreldrar hans bjuggu þá, þau hjónin Jósefína Pálmadóttir frá Æsustöðum í Langadal og Ólafur Björnsson frá Ketu í Hegranesi. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 337 orð

Sindri Konráðsson

Kom nótt með þinn frið. Lát daggir drjúpa á dauðþyrstan, brennandi svörð. Gef andartak hvíld öllum örþreyttum börnum og öllu, sem þjáist á jörð. Læg hugarins öldur, unz hljómar í strengjum hvers hjarta þitt mildasta lag. Svæf þrána, sem brennir mitt brjóst svo ég titra af beyg við hvern rísandi dag. (Jakobína Sig. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 28 orð

SINDRI KONRÁÐSSON

SINDRI KONRÁÐSSON Sindri Konráðsson fæddist á Akureyri 15. maí 1978. Hann lést af slysförum í Gnúpverjahreppi 1. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 11. október. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 307 orð

Steinunn Guðmunda Ólafsdóttir

Elsku amma mín. Nú ertu búin að fá hvíldina sem þú þráðir, farin á vit ljóssins, þar sem afi bíður þín. Ég sit hér og upp í hugann kemur þakklæti fyrir öll árin sem ég fékk að hafa þig hjá mér. Ég hugsa um dýrmætu árin hjá þér í sveitinni, þar sem ég undi mér svo vel í fjósinu eða að gefa hænsnunum. Við leik í gamla bænum þar sem ég fæddist, eða í búinu mínu uppi á lofti hjá þér. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 302 orð

Steinunn Guðmunda Ólafsdóttir

Elsku besta langamma. Nú er víst komið að kveðjustund, ég trúi því ekki að ég eigi ekki eftir að koma aftur til þín á Kambsveginn og þiggja hlýju þína og ástúð. Þú tókst alltaf á móti mér brosandi og með eldhúsið fullt af gómsætum kökum og nýbökuðum skonsum. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þeirri göfugu sál sem þú hefur að geyma. Þú varst alltaf svo kát og hress, elsku amma. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 558 orð

Steinunn Guðmunda Ólafsdóttir

Þegar ég lagði upp í ævi minnar fyrstu heimsókn var ferðinni heitið á Kambsveg 19, til ömmu og afa í Reykjavík. Ekki var það þó beinlínis af fúsum og frjálsum vilja af minni hálfu heldur voru aðstæður mínar þannig, bæði til sálar og líkama, að ég fékk litlu um ráðið enda þá einungis nokkurra daga gamall, nýútskrifaður af fæðingardeild Landspítalans. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 303 orð

Steinunn Guðmunda Ólafsdóttir

Elsku amma mín. Mig langar til að skrifa um þig nokkur kveðjuorð. Það er sár söknuður í huga mínum, þegar ég kveð þig nú. Ég er ákaflega þakklát þeim, sem yfir okkur vakir, fyrir þann tíma sem hann gaf okkur saman. Þegar ég hugsa um þig nú, þá kemur fyrst upp í huga minn hvað þú varst alltaf hlý og kát. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 188 orð

STEINUNN GUÐMUNDA ÓLAFSDÓTTIR

STEINUNN GUÐMUNDA ÓLAFSDÓTTIR Steinunn Guðmunda Ólafsdóttir fæddist á Kirkjulandi í Austur-Landeyjum 4. apríl 1904. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 12. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Brekkum í Hvolhreppi og Ólafur Sigurðsson frá Torfastöðum í Fljótshlíð. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 343 orð

Sverrir Karl Stefánsson

Síminn hringdi og mér var sagt að þú værir búinn að yfirgefa þennan heim. Ég hitti þig síðast á föstudaginn. Þá varstu svo hress og kátur. Sýndir ekkert fararsnið. En þú varst nú alltaf hress, alveg sama hvð gekk á. Ef við hin vorum eitthvað döpur komstu eins og sprengja og kættir okkur. Alltaf varstu tilbúinn að gera allt sem maður bað þig um. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 192 orð

Sverrir Karl Stefánsson

Með þessum fátæklegu orðum langr mig að minnast bekkjarbróður og uppeldisvinar Sverris Karls sem nú hefur kvatt okkur. Það var á sunnudag sem ég fékk hringingu að vestan og mér tjáð að Sverrir væri látinn. Þetta kom eins og kjaftshögg, ég var þó nokkra stund að átta mig á þessu. Minningarnar hrannast upp frá bernskuárum okkar á Ísafirði. Leið okkar lá saman alveg frá byrjun í skóla. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 234 orð

Sverrir Karl Stefánsson

Það er sunnudagskvöld þegar við fáum símtal að vestan og okkur er tjáð að ástkær skólabróðir, Sverrir Karl, sé látinn. Þetta kom okkur öllum í opna skjöldu og leið smá tími þar til við vorum búin að meðtaka að hann væri ekki á meðal okkar. Það var í september 1994 sem Sverrir hóf nám með okkur í Reykholti. Við héldum hópinn þar sem við höfðum öll verið áður. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 31 orð

SVERRIR KARL STEFÁNSSON

SVERRIR KARL STEFÁNSSON Sverrir Karl Stefánsson fæddist á Ísafirði 16. september 1975. Hann lést á heimili sínu á Ísafirði 13. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ísafjarðarkirkju 18. október. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 114 orð

Sverrir Karl Stefánsson Kæri vinur. Það var erfitt og sárt að heyra að þú værir farinn frá okkur. Að hugsa um það að aldrei

Kæri vinur. Það var erfitt og sárt að heyra að þú værir farinn frá okkur. Að hugsa um það að aldrei ættum við eftir að tala saman aftur, hlæja saman eða rökræða lífið og tilveruna. Elsku Sverrir Karl, í huga okkar verður allt sem þú skildir eftir þig geymt vel og lengi, myndirnar sem þú teiknaðir og skartgripirnir sem þú bjóst til. Með þessum orðum ætlum við að kveðja þig. Meira
19. október 1996 | Minningargreinar | 72 orð

Sverrir Karl Stefánsson Ungur vinur okkar hjóna, Sverrir Karl Stefánsson, er látinn. Við kynntumst Sverri vel enda þótt árin

Ungur vinur okkar hjóna, Sverrir Karl Stefánsson, er látinn. Við kynntumst Sverri vel enda þótt árin væru mörg á milli okkar og var hann mikill vinur barna okkar. Við þökkum þann tíma sem við fengum með Sverri Karli, þessum ljúfa dreng. Elsku Stebbi og Ransý, sorg ykkar er djúp og söknuðurinn mikill, en minningin um góðan dreng lifir um ókomin ár. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Meira

Viðskipti

19. október 1996 | Viðskiptafréttir | 202 orð

Einn stærsti hluthafinn selur sinn hlut

EINN stærsti hluthafinn í Kælismiðjunni Frosti hf., Eignarhaldsfélag KS, seldi fyrir skömmu um 20% hlut sinn í fyrirtækinu. Í kjölfarið sögðu fjórir starfsmenn Kælismiðjunnar upp störfum en þeir eru jafnframt hluthafar í Eignarhaldsfélaginu. Meira
19. október 1996 | Viðskiptafréttir | 462 orð

Flugleiðir kaupa þriðjungshlut

FLUGLEIÐIR hafa keypt þriðjungshlut í Ferðaskrifstofu Íslands hf. Eftir kaupin eru Flugleiðir stærsti einstaki hluthafinn í Ferðaskrifstofunni. Kjartan Lárusson, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands, mun áfram stýra rekstri fyrirtækisins og ekki er gert ráð fyrir neinum breytingum á starfsmannahaldi í kjölfar kaupanna. Meira
19. október 1996 | Viðskiptafréttir | -1 orð

ÍSAL kaupir tvo AlphaServer 4100 miðlara

ÍSLENSKA álfélagið hf. hefur gert samning við Digital á Íslandi ehf. um kaup á tveimur AlphaServer 4100 miðlurum sem tengdir eru saman í svonefndan klasa. Verðmæti samningsins er á fjórða tug milljóna en í honum felst auk búnaðar viðhaldssamningur til 3ja ára, segir í frétt frá Digital á Íslandi. Meira
19. október 1996 | Viðskiptafréttir | 186 orð

Samkeppni um veggspjöld

OPIN samkeppni um hönnun á veggspjöldum fyrir átakið "Íslenskt já takk" er í gangi. Keppnin er haldin í samráði við FÍT, Félag íslenskra teiknara, og samkvæmt samkeppnisreglum þess. Veggspjöldin eiga að vera þrjú í seríu en mega standa sjálfstætt. Inntak veggspjaldanna verður að vera í samræmi við slagorð átaksins "Íslenskt já takk". Meira
19. október 1996 | Viðskiptafréttir | 124 orð

Vinnumiðlun tengd evrópsku samskiptaneti

BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, opnaði formlega EES-vinnumiðlun á Íslandi hjá Vinnumiðlun Reykjavíkur í gær. Við opnunina var íslenska skrifstofan beinlínutengd við skrifstofu evrópsku vinnuþjónustunnar, EURES, "European Employment Services" í Brussel. Meira

Daglegt líf

19. október 1996 | Neytendur | 302 orð

Athuga á heilnæmi og merkingar snyrtivara

Á næstunni munu starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kanna merkingar snyrtivara en auk þess verða hár- og naglasnyrtivörur athugaðar sérstaklega með tilliti til hættulegra efna. Snyrtivörur innihalda margvísleg efni og sum þeirra hafi skaðleg áhrif á heilbrigði fólks, jafnvel í litlu magni. Að sögn Sigurðar V. Meira
19. október 1996 | Neytendur | 479 orð

Mikill sparnaður fyrir þá sem eru útsjónarsamir og hagsýnir

ÁHAUSTIN eru frystikistur venjulega affrystar og þvegnar áður en farið er að safna í þær mat fyrir veturinn. En hvað er best að geyma í frystikistum eða skápum og hvernig á að ganga frá matvælum í kistuna þegar safna á forða fyrir veturinn? Ingibjörg Þórarinsdóttir skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík segir að margir njóti góðs af því að eiga frystikistu þegar viss tilboð eru Meira

Fastir þættir

19. október 1996 | Dagbók | 2695 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 18.-24. október eru Borgar Apótek, Álftamýri 1-5 og Grafarvogs Apótek, Hverafold 1-5 opin til kl. 22. Auk þess er Borgar Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
19. október 1996 | Í dag | 89 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Áttræður verður mánudagi

Árnað heilla ÁRA afmæli. Áttræður verður mánudaginn 21. október Friðrik Sigtryggsson, Kríuhólum 2, Reykjavík. Hann tekur á móti ættingjum og vinum í Gerðubergi frá kl. 16-19 á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Áttræður er í dag, laugardaginn 19. Meira
19. október 1996 | Fastir þættir | 444 orð

Bridge Deluxe II

BRIDS ER sérkennilegur leikur sem á köflum á lítið skylt við aðra spilaleiki, að minnsta kosti í augum þeirra sem þekkja lítið til keppnisbrids. Almennt brids er aftur á móti víða spilað og víst sannað mál að því lengur sem menn spila það því háðari verða þeir spilunum. Meira
19. október 1996 | Fastir þættir | 200 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni Suðurla

SKRÁNINGARFRESTUR vegna bikarkeppni Suðurlands í sveitakeppni er til laugardagsins 2. nóvember 1996. Síðasta vetur tóku 11 sveitir þátt í mótinu og vonast er til að þær verði enn fleiri í ár. Stefnt er að því að 1. umferð verði lokið þann 1. desember nk. Eins og áður greiða sveitir aðeins keppnisgjald fyrir þá leiki sem þær spila. Þátttaka tilkynnist til Guðjón Bragasonar, hs. Meira
19. október 1996 | Fastir þættir | 88 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Húsavíku

Bridsfélag Húsavíkur hefur nú hafið vetrarstarfsemi sína með aðalfundi og nýkjörinni stjórn. Hana skipa Björgvin R. Leifsson formaður, Gunnlaugur Stefánsson og Sigurgeir Aðalgeirsson. Vetrarstarfið hófst með þriggja kvölda hausttvímenningi og eftir fyrsta kvöldið er staðan þannig: Bergþóra og Sigrún193 Óli og Guðmundur190 Þórólfur og Pétur180 Fastir keppnisdagar Meira
19. október 1996 | Fastir þættir | 90 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn, Sandger

SVEIT Kjartans Ólasonar sigraði í þriggja kvölda hraðsveitakeppni sem nýlokið er hjá félaginu. Sveitin hlaut samtals 1773 stig og varð efst öll kvöldin. Meðalskor var 1620. Með Kjartani spiluðu Óli Þór Kjartansson, Sigríður Eyjólfsdóttir, Bjarni Kristjánsson og Garðar Garðarsson. Sveit Guðfinns KE varð í öðru sæti með 1713 stig og sveit Halldórs Aspar í því þriðja með 1684 stig. Meira
19. október 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst í Dómkirkjunni af sr. Karli V. Matthíassyni Þóra Soffía Bjarnadóttir og Ólafur Sigurðsson. Heimili þeirra er í Ferjubakka 12, Reykjavík. Meira
19. október 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst í Dómkirkjunni af sr. Jakobi Á. Hjálmarssyni Elín Gísladóttir ogÓskar Jakobsson. Heimili þeirra er á Víðimel 45, Reykjavík. Meira
19. október 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní í Dómkirkjunni af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Inger Rósa Ólafsdóttir og Gunnar Ingi Halldórsson.Heimili þeirra er á Freyjugötu 44, Reykjavík. Meira
19. október 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. ágúst í Landakirkju, Vestmannaeyjum, af sr. Jónu Hrönn Bolladóttur Helen Kjartansdóttirog Baldur Bragason. Heimili þeirra er á Hásteinsvegi 32, Vestmannaeyjum. Meira
19. október 1996 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst í Hallgrímskirkju af sr. Guðlaugu H. Ásgeirsdóttur Jarþrúður Guðnadóttir og Einar Sigurðsson.Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
19. október 1996 | Dagbók | 397 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 ------- Meira
19. október 1996 | Fastir þættir | 724 orð

Er að marka persónuleikapróf? Spurning: Fyrir nokkru fór ég til

Spurning: Fyrir nokkru fór ég til sálfræðings af sérstökum ástæðum. Hann lét mig taka persónuleikapróf. Það voru mörg hundruð spurningar, margar mjög furðulegar og sumar fannst mér asnalegar. Ég get ómögulega skilið til hvers þetta er og hvað hann geti fundið út úr þessu. Meira
19. október 1996 | Fastir þættir | 1153 orð

Guðspjall dagsins: Brúðkaupsklæðin. (Matt. 22.)

Guðspjall dagsins: Brúðkaupsklæðin. (Matt. 22.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Aðalfundur safnaðarins eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Pálmi Matthíasson. Meira
19. október 1996 | Í dag | 326 orð

ÍKVERJA kom ekki á óvart að aðeins um þriðjungur fullo

ÍKVERJA kom ekki á óvart að aðeins um þriðjungur fullorðinna hjólreiðamanna noti hjálma, samkvæmt könnun, sem Slysavarnafélagið gerði fyrir stuttu. Þrátt fyrir reiðhjólaslys, þar sem fólk hefur sloppið við meiðsl með því að nota hjálm, og hin, þar sem hjálmleysið hefur valdið hættulegum meiðslum, er það staðreynd að meirihluti hjólreiðamanna, Meira
19. október 1996 | Fastir þættir | 718 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 871. þáttur

871. þáttur VIÐ eigum býsna mikið af orðum sem merkja ofurölvi eða blindfullur. Samt hafa menn bætt við eins og gengur. Ein þessara viðbóta er sauðdrukkinn. Þar sem ég er allt frá bernsku vinur sauðkindarinnar, leiðist mér þessi nýja samsetning. En góðir höfundar hafa látið sér hana sæma. Meira
19. október 1996 | Í dag | 60 orð

Kona datt í Herjólfi UNGA konan sem aðstoðaði eldri konu sem

UNGA konan sem aðstoðaði eldri konu sem datt um borð í Herjólfi, á bíladekki, mánudaginn 15. júlí sl. er vinsamlega beðin að hringja í síma 552-0852. Gæludýr Fuglar og köttur ÓSKA eftir kettlingi, helst svartri læðu, og finkupari. Á sama stað fæst fiskabúr með dælu og fylgihlutum gefins. Upplýsingar í síma 587-6413 eða 568-2373 eftir kl. 19. Meira
19. október 1996 | Dagbók | 128 orð

Kross 1LÁRÉTT

Kross 1LÁRÉTT: - 1 hörfar, 4 refsa, 7 streymir áfram, 8 rask, 9 guð, 11 siga, 13 þyrma, 14 druslan, 15 heiður, 17 gefinn matur, 20 tímgunarfruma, 22 hreinsar, 23 látið í té, 24 angan, 25 tálga. Meira
19. október 1996 | Fastir þættir | 1233 orð

Maður finnur oft fyrir þessari spennu

Hvað eru skýstrokkar og hvað gefur veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson myndinni Stormi eða Twister" margar stjörnur? Arnaldur Indriðason fór með Einari í bíó og fékk sérfræðiálit hans á myndinni og komst að því m.a. að kýr mundu aldrei geta fokið lárétt í skýstrokki. Meira
19. október 1996 | Fastir þættir | 506 orð

Skutlur á skutlum

Vespan er lipurt farartæki sem á afmæli. Gunnar Hersveinnskutlaðist á henni í draumi annars manns. AUGU hennar eru rauð ljós og hvít, og krókódílalitaður líkaminn titrar rólega á götunni. Önnur græn og sú þriðja gul eins og götuljósin. Þær anda hljóðlátar ásamt einni blárri sem stendur við gangstéttina. Ég stíg á bak. Meira
19. október 1996 | Dagbók | -1 orð

Spurt er . . .

1 Á morgun verður gengið til kosninga í Nicaragua. Sigurstranglegasti frambjóðandinn, sem hér sést á mynd, er byltingarleiðtogi sandinista, sem komust til valda árið 1979 og héldu þeim til loka síðasta áratugar. Hvað heitir hann? 2 Hver orti?Fuglinn segir bí, bí, bí, bí,bí, segir Stína. Kvöldúlfur er kominn í kerlinguna mína. Meira
19. október 1996 | Fastir þættir | 1656 orð

Úti að borða með Uffe Ellemann- Jensen Kæsta skatan ógleymanleg

Uffe Ellemann-Jensen formaður Venstre og fyrrverandi utanríkisráðherra gaf sér ekki tíma til neins í sumar nema að skrifa bók og skreppa í árlega veiðiferð til Íslands. Sigrún Davíðsdóttir fékk hann til að segja frá Íslandsáhuga sínum og stjórnmálavafstri yfir herlegum þorski á fiskimatstað skammt frá þinghúsinu. Meira

Íþróttir

19. október 1996 | Íþróttir | 253 orð

Arnór áfram hjá Örebro?

Talsverðar líkur eru á að Arnór Guðjohnsen, landsliðsmaður í knattspyrnu, verði áfram hjá sænska félaginu Örebro en samningur hans við félagið rennur út nú í haust. "Það eru auknar líkur á að ég verði hér áfram ­ þeir vilja hafa mig eitt ár enn og það er gagnkvæmur vilji fyrir því. Ég reikna með að sest verði að borði í næstu viku eða strax eftir síðasta leik okkar, laugardaginn 26. Meira
19. október 1996 | Íþróttir | 111 orð

Clemente hefur áhyggjur vegna fjölda útlendinga

JAVIER Clemente, landsliðsþjálfari Spánar, hefur miklar áhyggjur af stöðugri "innrás" erlendra knattspyrnumanna til Spánar. Hans menn hafa fengið fá tækifæri á leiktíðinni ­ t.d. eru sóknarleikmenn sem Clemente tefldi fram í EM í Englandi, ekki í byrjunarliðunum hjá liðunum sem þeir leika með. Clemente hefur aðeins séð fjóra landsliðsmenn leika, þrjá varnarmenn og einn miðvallarspilara. Meira
19. október 1996 | Íþróttir | 276 orð

Fimm Íslendingar á heimsmeistaramót

Fimm íslenskir keppendur verða meðal þátttakenda á heimsmeistaramótinu í þolfimi sem fer fram í Haag í Hollandi í dag. Íslandsmeistari kvenna, Ásdís Pétursdóttir keppir í kvennaflokki, Halldór Jóhannsson í karlaflokkki og Íslandsmeistararnir í flokki hópa, þær Jóhanna Rósa Ágústdóttir og Hildur Pála Gunnarsdóttir ásamt Guðfinnu Björnsdóttur, keppa í flokki hópa. Meira
19. október 1996 | Íþróttir | 205 orð

Góð byrjun hjá Þrótti N.

LIÐ Þróttar í Neskaupstað byrjaði Íslandsmótið með glæsibrag í gærkvöldi þegar liðið vann ÍS í þremur hrinum gegn engri í Hagaskólanum. Hrinurnar enduðu 15:5, 15:13 og 15:13. Maður leiksins var uppspilarinn Apostol Apostolev sem lék við hvern sinn fingur og lagði grunninn að sigri sinna manna. Meira
19. október 1996 | Íþróttir | 265 orð

Gunnar og Ásthildur best

GUNNAR unnar Oddsson, miðvallarleikmaður úr Leiftri á Ólafsfirði, var í gærkvöldi útnefndur leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu af leikmönnum 1. deildarinnar. Ásthildur Helgadóttir landsliðsmaður úr Breiðabliki varð hlutskörpust í kjöri leikmanna 1. deildar kvenna. Meira
19. október 1996 | Íþróttir | 190 orð

Handknattleikur Valur - Donetsk19:20 Íþróttahöllin í Bochum, Evrópukeppni meistaraliða, fyrri leikur ­ heimaleikur Vals,

Valur - Donetsk19:20 Íþróttahöllin í Bochum, Evrópukeppni meistaraliða, fyrri leikur ­ heimaleikur Vals, föstudagur 18. október 1996. Mörk Vals: Jón Kristjánsson 6, Skúli Gunnsteinsson 4, Ingi Rafn Jónsson 4, Valgarð Thoroddsen 3, Ari Allansson 2. Leikurinn var í járnum og skoruðu Úkraníumenn sigurmarkið þegar 12. sek. voru til leiksloka. Meira
19. október 1996 | Íþróttir | 235 orð

Haukar ætla sér á áfram

Haukar úr Hafnarfirði leika tvo leiki við Martve frá Georgíu í Evrópukeppninni í handknattleik um helgina, Borgarkeppninni svokölluðu, og verða báðir leikirnir í íþróttahúsinu við Strandgötu. Fyrri leikurinn er í dag kl. 16 en sá síðari á morgun kl. 20. Leikurinn í dag er heimaleikur Hauka en sá síðari er heimaleikur Georgíumanna. Meira
19. október 1996 | Íþróttir | 57 orð

Helgi aftur í byrjunarliði

HELGI lék á ný í byrjunarliði Tennis Borussia í gærkvöldi, þegar liðið vann mjög góðan sigur á Dynamo Dresden, 2:1. Þar með er Berlínarliðið komið í toppbaráttu í norðausturdeild 3. deildar. "Ég náði mér mjög vel á strik og lagði upp fyrra mark okkar," sagði Helgi, sem var ánægður með sinn þátt í leiknum. Meira
19. október 1996 | Íþróttir | 38 orð

Hilpert bauð Valsmönnum á völlinn

KLAUS Hilpert, framkvæmdastjóri Bochum og fyrrum þjálfari ÍA, bauð Íslandsmeisturum Vals í handknattleik á leik Bochum í gærkvöldi. Valsmenn fóru strax eftir fyrri leik sinn gegn Donetsk í Evrópukeppni meistaraliða, sem þeir töpuðu 19:20. Meira
19. október 1996 | Íþróttir | 174 orð

Jason og félagar eru taplausir

JASON Ólafsson og félagar hans hjá Leutershausen eru taplausir í suðurdeild 2. deildar í handknattleik í Þýskalandi, hafa unnið alla sex leiki sína. Jason hefur skorað 35 mörk í leikjunum, þar af skoraði hann tíu mörk í síðasta útileik liðsins, gegn Suhl, 20:24. "Það er mikill hugur í mönnum hér og stefnan hefur verið tekin á 1. Meira
19. október 1996 | Íþróttir | 171 orð

Kanu í hjartauppskurð í Bandaríkjunum

NWANKWOKanu frá Nígeríu hefur ekki getað leikið knattspyrnu undanfarnar vikur vegna þrenginga í ósæð en hann neitar að gefast upp og hefur nú ákveðið að gangast undir aðgerð hjá sérfræðingi í Cleveland í Bandaríkjunum eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga í Evrópu og Bandaríkjunum. Kanu, sem er 20 ára, hefur vakið mikla athygli á knattspyrnuvellinum. Meira
19. október 1996 | Íþróttir | 93 orð

Leikbönn á versta tíma ALANIA Vladikavk

ALANIA Vladikavkaz, sem á titil að verja í rússnesku deildinni, verður án tveggja lykilmanna í vörn í þremur síðustu umferðunum en liðið er fjórum stigum á eftir Rotor Volgograd sem er í efsta sæti. Landsliðsmðurinn Omari Tetrdze ýtti við línuverði þegar liðið tapaði 2:0 fyrir CSKA Moskva um helgina og var úrskurðaður í þriggja leikja bann. Meira
19. október 1996 | Íþróttir | 50 orð

MÁLSTEFNAStefnumörkun í fimleikaþjálfun

FIMLEIKASAMBAND Íslands heldur í dag málstefnu um stefnumörkun í fimleikaþjálfun. Málstefnan er haldin í fundarsal ÍSÍ og stendur milli kl. 13 og 16. Frummælendur verða Guðrún Kristinsdóttir frá Völsungi á Húsavík, Gyða Kristmannsdóttir íþróttakennari og Mati Kirmes fimleikaþjálfari. Að loknum erindum frummælenda verður umræða. Málstefnan er öllum opin. Meira
19. október 1996 | Íþróttir | 404 orð

Refsað fyrir að leika landsleiki MAÐUR VIKUNNAR Helgi Sigurðsson

HELGI Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var heldur betur í sviðsljósinu um sl. helgi, þegar hann kom inná sem varamaður hjá Tennis Borussia Berlín í "tapaðri stöðu" ­ liðið var undir, 3:0, gegn Sachsen Leipzig. Helgi og félagar náðu að snúa stöðunni sér í hag og skoraði Helgi sigurmarkið, 3:4, þegar tíu mín. voru til leiksloka. Meira
19. október 1996 | Íþróttir | 248 orð

Singh í stuði

Rigning setti í gær strik í reiknininn á heimsmeistaramótinu í holukeppni sem fram fer á Wentworth-vellinum í Englandi. Skömmu eftir að fyrstu menn hófu leik varð að fresta honum vegna vatnselgs á flötunum en um síðir var hægt að halda áfram. Meira
19. október 1996 | Íþróttir | 89 orð

Spútnikliðið á Spáni

Spútnikliðið á Spáni EXTREMADURA er spútniklið aldarinnar á Spáni ­ tryggði sér öllum að óvörum 1. deildar sæti sl. keppnistímabil. Liðið varð í fimmta sæti í 2. deild, en komst í úrslitakeppnina þar sem varalið Real Madrid, sem var eitt af fjórum efstu liðunum, mátti ekki keppa um sæti í 1. deild. Meira
19. október 1996 | Íþróttir | 456 orð

TONY Cottee,

TONY Cottee, leikmaður hjá West Ham, er á förum til Malasíu, þar sem hann gengur til liðs við Selangor. Hann hefur gert tveggja ára samning við liðið, sem kostar það 750 þús. pund. HEINZ Höher, sem var ráðinn þjálfari hjá þýska 2. Meira
19. október 1996 | Íþróttir | 253 orð

UM HELGINAKörfuknattleikur

Körfuknattleikur LAUGARDAGUR: Lengjubikarinn: Grindavík:UMFG - ÍS16 Njarðvík:UMFN - Valur16 Seltjarnarnes:KR - ÍA16 Strandg.Haukar - Þór Þ.13.30 2. Meira
19. október 1996 | Íþróttir | 210 orð

Vænleg staða hjá ÍR-ingum

Staða ÍR-inga er vænleg í Lengjubikarnum eftir góðan sigur á Þór, 87:81, á Akureyri í gærkveldi. Seinni leikur liðanna fer svo fram á morgun, sunnudag, á heimavelli ÍR. Þórsarar voru ákveðnari í upphafi og náðu fljótt forystunni með Fred Williams fremstan í flokki og mestur varð munurinn 14 stig, 24:11, um miðjan hálfleikinn. Meira
19. október 1996 | Íþróttir | 129 orð

Þórður skoraði og hneigði sig

ÞÓRÐUR Guðjónsson skoraði laglegt mark fyrir Bochum gegn 1860 M¨unchen í gærkvöldi á Ruhr-leikvellinum í Bochum og hneigði sig fyrir áhorfendum á eftir, þegar liðin gerðu jafntefli 2:2. Gestirnir skoruðu fyrst í fyrri hálfleik og þá var einn leikmaður þeirra rekinn af leikvelli. Meira
19. október 1996 | Íþróttir | 242 orð

(fyrirsögn vantar)

Ísfirðingar sterkari Leikmenn Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar skelltu Skallagrími frá Borgarnesi á Ísafirði, 72:69. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af baráttu frekar en góðum leik. Hittni leikmanna var afleit og mikið um mistök hjá leikmönnum liðanna. Það var greinilegt að taugaspenna setti mark sitt á leikinn. Meira

Úr verinu

19. október 1996 | Úr verinu | 453 orð

Vill skella skuldinni á rysjótta veðráttu

SÍLDARAFLINN á haustvertíðinni er nú kominn í tæp tólf þúsund tonn það sem af er vertíðinni og er það aðeins lítill hluti af því síldarmagni, sem leyfilegt er að veiða á yfirstandandi fiskveiðiári, en samtals nemur síldarkvótinn að þessu sinni rúmum 113 þúsund lestum. Síld hefur borist til tólf móttökustaða það sem af er vertíðinni, en mest hefur borist til Síldarvinnslunnar hf. Meira
19. október 1996 | Úr verinu | 583 orð

Þorskur og ýsa á válista

ÞORSKUR og ýsa í Norður-Atlantshafi eru komin á válista alþjóða náttúruverndarsamtakanna International Union Conservation for Nature, IUCN, sem eru stærstu regnhlífasamtök fyrir ríkisstjórnir og náttúruverndarsamtök með um 800 aðildarfélaga. Engin íslensk samtök eru á félagaskrá í IUCN. Meira

Lesbók

19. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 285 orð

Ásgrímur Jónsson lauk farsælum listamannaferli með því að arfleiða íslensku þjóðina að öllum verkum sínum ásamt húseign.

Ásgrímur Jónsson lauk farsælum listamannaferli með því að arfleiða íslensku þjóðina að öllum verkum sínum ásamt húseign. Samkvæmt erfðaskrá voru verk hans afhent Listasafni Íslands er það flutti í eigið húsnæði. Það tók þó lengri tíma, en Ásgrímur ætlaði, að byggja yfir þjóðlistasafnið. Meira
19. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 908 orð

BOÐBERAR FRELSIS

Claude Debussy: Píanóverkin. 24 prelúdíur; Suite bergamasque; Estampes; Myndir I & II; Children's Corner; 12 æfingar o.fl. Fantasía fyrir píanó og hljómsveit (Útvarpshljómsveit Hessens u. stj. Kurt Schröders). Walter Gieseking, píanó. EMI Classics 7243 5 65855 2 2. Upptökur: ADD, 1951-1955. Lengd (4 diskar): 3.25:31. Verð: 3.999 kr. Meira
19. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2246 orð

BRATTAHLÍÐ OG ÞINGVELLIR - Hvað tengir þessa staði?

Hvað eiga Brattahlíð á Grænlandi og Þingvellir á Íslandi sameiginlegt? Sagan tengir að sjálfsögðu löndin tvö traustum böndum frá því er Eiríkur rauði stofnaði byggð norrænna manna á Grænlandi árið 985 að því talið er. Meira
19. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1282 orð

FUGL Í MANNHEIMI

HVERNIG ber að bregðast við þegar maður vaknar um miðja nótt við það að svanur flýgur á stofugluggann? Myndi maður ekki huga að örlögum hans og, ef farið hefur á versta veg, drösla hræinu í skjól. Meira
19. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 708 orð

GILDI ÞAGNARINNAR

DANSKA ljóðskáldið og þýðandinn Thorkild Bjørnvig segir að eitt af því mikilvægasta sem skáldkonan Karen Blixen hafi kennt sér hafi verið gildi þagnarinnar. Það leynir sér ekki að hann hefur tileinkað sér þann lærdóm, því skáldið tekur sér oftar en ekki langar þagnir áður en hann svarar spurningum sem fyrir hann eru lagðar. Meira
19. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1006 orð

GRAMOPHONE-VERÐLAUN

BRESKA tónlistartímaritið Gramophone er virtasta rit sinnar tegundar í heimi og hefur reyndar haldið þeirri virðingu allt frá því fyrstu tölublöð litu dagsins ljós fyrir hálfum áttunda áratug. Ár hvert birtir blaðið lista yfir þær plötur með sígildri tónlist sem það telur bestu útgáfur ársins og þess vals er jafnan beðið með nokkurri eftirvæntingu. Meira
19. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

HÁTÍÐ UM ALLA BORG

KVIKMYNDAHÁTÍÐ í Reykjavík verður haldin í kvikmyndahúsum borgarinnar dagana 24. október til 3. nóvember. Arnaldur Indriðason kynnti sér hvað á dagskrá hennar verður og fjallar um myndirnar og kvikmyndagerðarmennina að baki þeirra. Meira
19. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1032 orð

HÖFUÐSKÁLD NÝNORSKU

MIKILL blómi hefur verið í norskri ljóðagerð um langt skeið. Reyndar létust fimm frægustu ljóðskáldin nýlega, Rolf Jacobsen, Paal Brekke og Olav H. Hauge í hittiðfyrra, Halldis Moren Vesaas og Gunvor Hofmo í fyrra, allt aldrað fólk. Meira
19. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 745 orð

INN Í HEIM KYRRÐAR

MIÐALDATÓNLIST nýtur mikillar hylli víða um heim um þessar mundir og hefur reyndar notið um hríð. Öllum tónlistarunnendum er í fersku minni metsala spænskra munka sem iðkuðu gregórskan tíðasöng, aukinheldur sem grúi platna er gefinn út í hverjum mánuði með ýmiskonar miðalda- og endurreisnartónlist, þar af allmiklu sem aldrei hefur heyrst áður. Meira
19. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 358 orð

KVARTETTAR OG KVINTETT Í GERÐUBERGI

BERNADEL-kvartettinn leikur á tónleikum Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs á morgun, sunnudag, kl. 17. Á þessum tónleikum fá áheyrendur að njóta verka frá þrem ólíkum tímabilum tónbókmenntanna því leikin verða klassísk og hárómantísk verk auk verks sem samið er nú á síðari hluta 20. aldar. Meira
19. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 623 orð

LEIKFÉLAGAKUREYRARFRUMSÝNIRDÝRIN ÍHÁLSASKÓGI

LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýnir í dag, laugardag, barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi eftir norska höfundinn Torbjørn Egner. Margrét Þóra Þórsdóttirfylgdist með æfingu í vikunni. Meira
19. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2257 orð

LÆRDÓMSMENN OG HEIMSBORGARAR

ÍSLEIFUR biskup og Dalla áttu þrjá sonu: Gissur sem varð biskup í Skálholti, Þorvald í Hraungerði og Teit prest í Haukadal. Frá honum eru Haukdælir komnir, ein merkasta höfðingjaætt á þjóðveldisöld. Gissur Ísleifsson er þriðji afburðamaðurinn í röð og fjórði maður í beinan karllegg frá Ketilbirni gamla á Mosfelli. Meira
19. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 304 orð

MEÐ NÝJAN PÍANÓLEIKARA OG TVÆR FLAUTUR

PETER Máté leikur í fyrsta skipti sem nýr píanóleikari með Tríói Reykjavíkur á tónleikum í Hafnarborg á morgun kl. 20. Máté tekur við stöðu píanóleikara í tríóinu af Halldóri Haraldssyni en í því eru einnig Gunnar Kvaran sellóleikari og Guðný Guðmundsdóttur fiðluleikari. Í samtali við Morgunblaðið sagði Máté að það væri sér mikill heiður að vera orðinn meðlimur í Tríói Reykjavíkur. Meira
19. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2974 orð

"MÉR FANNST ÉG EIGA EINHVERJU ÓLOKIÐ"

Tilurð safns Ásgríms Jónssonar Ásgrímur Jónsson (1876- 1958) var einn þeirra listamanna sem ruddu myndlist braut í íslensku samfélagi í byrjun þessarar aldar og er af mörgum talinn faðir íslenskrar nútímamyndlistar. Meira
19. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 818 orð

MISHEPPNAÐ "TÚRISTAGOS"

Nú þurfum við bara eins og eitt "túristagos" í október." Kunningjakona mín lét þessi orð falla inni í Núpsskógi í sumar. Hún býr erlendis, vinnur við að selja Íslandsferðir og þótti þessi hugmynd upplögð til þess að lengja ferðamannatímann á Íslandi. Meira
19. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 602 orð

MYNDLIST Ásmundarsafn ­ Sigtúni

Ásmundarsafn ­ Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir ­ Flókagötu Sýn. á verkum Matta frá Chile. Sýn. á verkum Kjarvals í austursal til 22. desember. Sýn. á verkum eftir Guðrúnu Gunnarsd. til 19. okt. Við Hamarinn ­ Strandgötu 50, Hf. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Gunnar J. Straumland sýna til 3. nóv. Meira
19. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 71 orð

Kyrrðin líður yfir. Kvöldið svæfir kul af heiði, spáþresti við rjóður; vissu þeir: Í nótt hér vaka sumir hjá vatninu og bíða þess að morgni. Þegar grámar fljótið fara yfir fúnum bát sem marga borið hefur. Ó, kyrrð, þá í hvítan kyrtil blæðir; krýpur þú í bæn og festar leysir. Kaldri hendi ferjumann þú kveður og kallar dag að vekja þjóð af svefni. Meira
19. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 278 orð

SINFÓNÍAN ÆFIR VERK EFTIR ÁRNA JOHNSEN

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands byrjar í vikunni að æfa fyrir upptöku "Stórhöfðasvítu" eftir Árna Johnsen. "Þetta er svíta fyrir 100 manna sinfóníuhljómsveit, gítar, píanó, bassa og trommur skrifað upp úr níu sönglögum við ljóð eftir Matthías Johannessen, Halldór Laxness, Davíð Stefánsson, Jón Helgason og Jóhannes úr Kötlum," sagði Árni Ljóðin, Meira
19. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 172 orð

TÖLT Thor Vilhjálmsson þýddi

Tölt er engin gangtegund sögðu gömlu íslenzku bændurnir, töltið er guðagjöf. Þá stönzum við jeppann fyrir hestum sem streymdu fram,með dansandi bök, höfuðin hafin hátt,makkar, faxið fram í enni, taglið svo á láréttu flugi aftur af þeim.Þvert yfir veginn hlupu þeir í fjórtakt stakkató,gangtegund einsog hlátur. Meira
19. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 247 orð

UNGLIST

"Við viljum vekja athygli á list unglinga, setja menninguna í skemmtilegt samhengi og fá fólk til þess að sjá listina í nýju ljósi. Og hafa gaman af," sagði Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Unglistar, listahátíðar ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára, sem hefst í Reykjavík og á Akureyri í dag. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.