Greinar laugardaginn 9. nóvember 1996

Forsíða

9. nóvember 1996 | Forsíða | 55 orð

40.000 ára skögultönn

FORNLEIFAFRÆÐINGUR rannsakar 3,5 metra langa og 150 kílóa þunga skögultönn úr forsögulegum mammút er fannst skammt frá borginni Kikinda í Serbíu í september. Leifarnar af dýrinu eru steingerðar og er beinagrindin fimm metrar að hæð. Hún fannst á um 20 metra dýpi og er talin vera að minnsta kosti 40.000 ára gömul. Meira
9. nóvember 1996 | Forsíða | 217 orð

Clinton velur nýjan skrifstofustjóra

BILL Clinton Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Erskine Bowles, fjármálasérfræðingur og fyrrverandi embættismaður forsetans, tæki við starfi skrifstofustjóra af Leon Panetta. Sagt er að skrifstofustjórinn komi næstur á eftir forseta að völdum í Bandaríkjunum. Hann stjórnar því hverjir fá að hitta forsetann að máli og hefur mikil áhrif á hvaða mál komast inn á borð til hans. Meira
9. nóvember 1996 | Forsíða | 92 orð

Fórnarlömb fellibyls

NOKKRIR íbúar borgarinnar Kakinada í indverska sambandsríkinu Andra Pradesh syrgja látinn ættingja sem var eitt af fórnarlömbum fellibyls er herjaði á suðurströnd Indlands á fimmtudagskvöld. Vitað var að minnst 510 manns týndu lífi en óttast er að allt að þúsund manns hafi farist. Mörg þúsund manns slösuðust og um 400.000 hús eru skemmd eða ónýt. Meira
9. nóvember 1996 | Forsíða | 187 orð

Nígerísk farþegavél fórst með öllum um borð

EMBÆTTISMAÐUR nígeríska flugmálaráðuneytisins sagði í gær að nígerísk farþegaflugvél af gerðinni Boeing-727, sem hafði verið saknað frá því á fimmtudagskvöld, hefði hrapað og hefðu allir um borð farist. 141 maður var í vélinni. Meira
9. nóvember 1996 | Forsíða | 166 orð

Waigel hyggst halda áætlun

ÞÝSKA ríkisstjórnin lýsti yfir því í gær að takast mundi að halda fjárlagahallanum innan þeirra marka, sem eru skilyrði fyrir aðild að efnahags- og myntbandalagi Evrópu, þrátt fyrir nýjar spár um að skatttekjur yrðu um 10 milljörðum marka (um 435 milljörðum íslenskra króna) lægri en áður hafði verið áætlað. Meira
9. nóvember 1996 | Forsíða | 394 orð

Þrýst á um að senda gæslulið til Zaire

BOUTROS Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ítrekaði í gær mikilvægi þess að komið yrði í veg fyrir hrikalegar afleiðingar hungursneyðar vegna átakanna í austurhluta Zaire og búist var við að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gengi seint í gærkvöldi til atkvæða um tillögu, sem sagt er að Frakkar séu meginhöfundar að, um að senda fjölþjóða gæslulið til átakasvæðisins. Meira

Fréttir

9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 90 orð

15 ára fangelsi fyrir morð

MAÐUR sá er myrti Vivan Hrefnu Óttarsdóttur í Sviss á síðasta ári var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í Genf í gær. Kviðdómi var í gærmorgun falið að ákveða hvort manninum skyldi hegnt fyrir morð af ásettu ráði eða morð. Var úrskurður kviðdómsins að honum skyldi hegnt fyrir morð. Saksóknari fór þá fram á 15 ára fangelsisvist og úrskurðaði kviðdómur manninn í fimmtán ára fangelsi síðdegis. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 246 orð

2 mönnum bjargað úr gúmbáti

BJÖRNINN BA-85, fimm tonna skelbátur frá Patreksfirði, sökk rúmlega tuttugu sjómílur vestur af Blakknesi um klukkan sjö í gærkvöldi. Tveir menn voru í bátnum og var þeim bjargað um borð í togarann Klakk frá Vestmannaeyjum. Þyrla Landhelgisgæslunnar hafði þá verið kölluð út og var komin að Snæfellsnesi þegar fréttir bárust um að mönnunum hefði verið bjargað. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 107 orð

Að skrifa bók ­ Frá hugmynd að bók

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands mun þann 12.­14. nóvember nk. gangast fyrir kvöldnámskeiði um það hvernig bók skuli byggð upp. Námskeiðið er ætlað þeim sem gætu hugsað sér að skrifa bók um tiltekið málefni, með áherslu á fagbækur fremur en fagurbókmenntir. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Afmælisveisla í Nauthólsvík

NEMENDUR Menntaskólans í Hamrahlíð hafa minnst þess með ýmsum hætti seinustu daga að um þessar mundir eru liðin þrjátíu ár frá því skólinn hóf göngu sína. Meðal annars hafa listamenn troðið upp í frímínútum og nemendur einnig. Í fyrrakvöld safnaðist hópur nema saman við skólann, um 200-300 krakkar, og gekk með blys í hönd út í Nauthólsvík þar sem kveikt var í bálkesti. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 316 orð

Austurlandaferð að ljúka

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs: ""SVONA ferð gefur lífinu nýtt innihald," sögðu farþegar í kveðjuhófi á Royal Meridien hótelinu í Bahrain í gærkvöldi. 40 þátttakendur eru búnir að vera þrjár vikur á ferðinni á ógleymanlegum stöðum í Tælandi, Burma og Bahrain. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 358 orð

Árvakur og KEA í Hrísey fengu umhverfisverðlaun

UMHVERFISVERÐLAUN umhverfisráðuneytisins voru veitt tveimur fyrirtækjum á umhverfisþingi sem hófst á Hótel Loftleiðum í gær. Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru veitt og eiga þau að virka sem hvatning til þess að huga enn frekar að hverju því sem betur má fara í umhverfismálum. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 142 orð

Bangsaleikur í Ævintýra- Kringlunni

SJÓNLEIKHÚSIÐ verður með barnaleikritið Bangsaleikur í Ævintýra-Kringlunni í dag kl. 14.30. Í fréttatilkynningu segir: "Bangsaleikur er ævintýri sem segir frá litla Bangsa. Í skóginum hittir hann ljón, fíl, krókódíl og páfagauk. Hann reynir með öllum ráðum að vingast við dýrin og gengur jafnvel svo langt í að reyna að líkjast þeim að ekkert þeirra vill eiga hann að vini. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 266 orð

Bankamenn töpuð máli í gerðardómi

SAMBAND íslenskra bankamanna tapaði í gær máli sem það höfðaði fyrir gerðardómi gegn samninganefnd bankanna fyrir hönd bankanna. Málið varðaði 1,66% launahækkun sem bankamenn töldu sig eiga rétt á vegna breyttra forsenda við samningsgerð. Bankamenn unnu málið fyrir félagsdómi, en fjórir af fimm dómendum í gerðardómi dæmdu bönkunum í vil. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 60 orð

Basar Hringsins

HRINGURINN heldur sinn árlega handavinnu- og kökubasar í Perlunni sunnudaginn 10. nóvember kl. 13. Á boðstólum verða handunnir munir og auk þess heimabakaðar kökur. Í fréttatilkynningu segir að Hringskonur hafi af miklum dugnaði unnið að mannúðarmálum í marga áratugi og lagt sérstaka rækt við Barnaspítala Hringsins og allan búnað hans. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

Borgin verði miðstöð innanlandsflugs

ÁRNI ÞÓR Sigurðsson, borgarfulltrúi R-lista, sagði á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn að engin ástæða væri til að draga í efa afstöðu meirihluta R-listans í borgarstjórn um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram miðstöð innanlandsflugs. Sagði hann að reynt hefði verið að gera málflutning R-listans tortryggilegan í fjölmiðlum með því að orð voru slitin úr samhengi og skoðanir affluttar. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 324 orð

Bráðabirgðastöpull settur undir Skeiðarárbrúna

RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að verja einum milljarði króna til uppbyggingar á samgöngumannvirkjum á Skeiðarársandi á næstu tveimur árum. Að sögn Halldórs Blöndal samgönguráðherra verður 150 milljónum varið í bráðabirgðaframkvæmdir fyrir áramót og 50 milljónum eftir áramót. Í brúargerð verður varið samtals 500 milljónum króna, þar af 300 milljónum á næsta ári og 200 milljónum 1998. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 100 orð

Brúartimbur suður af landinu

MIKIÐ spýtnabrak úr brúnum á Skeiðarársandi sást úr flugvél í sjónum 30-40 km suðaustur af Skarðsfjöruvita á fimmtudag. Sjónarvottar telja að timbrið geti verið hættulegt smábátum. Úlfar Henningsen flugmaður og Arnþór Garðarsson líffræðingur voru að telja sjófugla suður af landinu um hádegið á fimmtudag þegar þeir ráku augun í timbrið. Meira
9. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 547 orð

Demókratar skila Gandhi-gjöfinni

BANDARÍSKI Demókrataflokkurinn hefur skilað rúmlega 21 milljón króna, sem maður nokkur, að eigin sögn fjarskyldur ættingi indversku frelsishetjunnar Mahatmas Gandhis, gaf honum sl. vor. Skýrði Reuters- fréttastofan frá þessu í gær og hafði eftir talsmanni flokksins, að fénu hefði verið skilað vegna þess, að ekki væri alveg ljóst hvaðan það væri komið. Meira
9. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 55 orð

Djöflaeyjan frumsýnd í Borgarbíói

DJÖFLAEYJAN var frumsýnd í Borgarbíói í vikunni en myndin hefur hlotið feikigóðar viðtökur áhorfenda sem eru ríflega 50 þúsund. Forsvarsmenn myndarinnar vænta þess að nokkur þúsund manns muni sjá myndina á Akureyri. Einar Kárason, höfundur handrits, og nokkrir leikarar voru viðstaddir frumsýningu myndarinnar, m.a. Sigurveig Jónsdóttir og Baltasar Kormákur. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 96 orð

Dregur úr frosti

STILLT en kalt veður með miklu frosti í innsveitum Norðanlands hefur ríkt á landinu að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er gert ráð fyrir hægri vestlægri átt án úrkomu víðast hvar á landinu í dag og síðdegis mun gera þíðu sunnanlands og vestan. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 444 orð

"Ef ég hefði notað bílbelti..."

TALAÐ er tæpitungulaust um skelfilegar afleiðingar umferðarslysa á fundum fyrir unga ökumenn sem Vátryggingafélag Íslands stendur reglulega fyrir. Allir sitja hljóðir og hlusta þegar Aðalbjörg Guðgeirsdóttir lýsir reynslu sinni. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Ein milljón til aðstoðar í Zaire

RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gær að veita eina milljón króna til neyðaraðstoðar í Zaire, vegna stríðsástands í landinu og flóttamannavanda af þeim sökum. Upphæðin rennur til Rauða kross Íslands sem ræður ráðstöfun hennar til hjálparstarfsins í landinu. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 181 orð

Ekki vegið að Háskólanum á Akureyri

MEÐ því fyrirkomulagi sem ríkisstjórnin samþykkti í liðinni viku að yrði á uppsetningu sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi er ekki vegið að Háskólanum á Akureyri. Þessa skoðun ítrekuðu bæði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Björn Bjarnason menntamálaráðherra í umræðum utan dagskrár á Alþingi á fimmtudag. Meira
9. nóvember 1996 | Miðopna | 1287 orð

Endurskipulagt samstarf á þremur stoðum

ENDURSKIPULAGNING norræns samstarfs eftir að hún varð nauðsynleg í kjölfar inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í Evrópusambandið (ESB) og staðið hefur yfir síðan, er svo til í höfn, að sögn Nils Helveg Pedersens, utanríkisráðherra Danmerkur, og mun að líkindum verða innsiglað á fundi ráðherraráðs Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn á mánudaginn. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 136 orð

Fiskverð lækkar vegna flutningsvanda

FISKUR hefur fallið verulega í verði á fiskmarkaði Hornafjarða vegna flutningserfiðleika eftir að leiðin yfir Skeiðarársand lokaðist. Egill Jón Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Hornafjarðar, segir að búast megi við að sala á markaðnum verði helmingi minni í nóvember en var á sama tíma í fyrra. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 361 orð

Fjarlægðu umferðarskilti í mótmælaskyni

Á ÞRIÐJA tug einstaklinga sem tengjast verslunarrekstri í miðborginni tóku í gær niður umferðaskilti sem stóð á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis og bannar innakstur einkabíla seinasta spottann að Lækjargötu. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

Fjórir sækja um embætti ríkislögreglustjóra

FJÓRIR umsækjendur eru um embætti ríkislögreglustjóra, en umsóknarfrestur rann út í gær, föstudag. Umsækjendurnir eru Bogi Nilsson, rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, Jónatan Þórmundsson, prófessor, Stefán Hirst, skrifstofustjóri Lögreglustjórnaembættisins í Reykjavík og Þórir Oddsson, vararannsóknarlögreglustjóri ríkisins. Embættið er veitt frá 1. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð

Flóamarkaður í Kattholti

FLÓAMARKAÐUR verður haldinn í Kattholti, Stangarhyl 2, í dag og á morgun sunnudag og hefst báða dagana kl. 14. Á boðstólum er alls konar dót og fatnaður og rennur allur ágóði til óskilakatta í Kattholti sem eru margir um þessar mundir. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 166 orð

Forsendur samnings brostnar

HÆSTIRÉTTUR dæmdi á fimmtudag Hafnarsjóð Vestmannaeyja til að greiða fyrirtækinu Hafverki 24,2 milljónir króna og sýknaði jafnframt fyrirtækið af kröfu hafnarsjóðsins um dagsektir og bætur vegna þess að það hafi gengið frá langt komnu verki án þess að ljúka við dýpkunarframkvæmdir sem það hafði tekið að sér árið 1992. Hafverk taldi að forsendur samningsins hefðu brugðist, m.a. Meira
9. nóvember 1996 | Miðopna | 1044 orð

Framkvæmdaáætlun um sjálfbæra þróun til aldamóta

ÁUMHVERFISÞINGI, sem hófst á Hótel Loftleiðum í Reykjavík í gærmorgun, voru lögð fram til umræðu drög að framkvæmdaáætlun um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi til aldamóta. Umhverfisráðuneytið boðaði til þingsins, sem er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 69 orð

Frestur lengdur

FRESTUR til að gera eignaskiptayfirlýsingar um fjöleignahús verður lengdur til 1. janúar 1999 samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær. Páll Pétursson félagsmálaráðherra sagði að þetta væri gert að beiðni Fasteignamats ríkisins, Meira
9. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Fyrstu jólatrén komin í bæinn

FYRSTU jólatrén sem starfsmenn Skógræktarfélags Eyfirðinga hjuggu á Miðhálsstöðum í Hörgárdal voru fluttu í Kjarnaskóg í gær, en það var blágreni, alls um 50 tré. Að sögn Hallgríms Indriðasonar framkvæmdastjóra félagsins er gert ráð fyrir að höggvin verði um 300 jólatré úr reitum félagsins í Eyjafirði nú fyrir jólin, en svo eru keypt tré annars staðar frá. Meira
9. nóvember 1996 | Fréttaskýringar | 1905 orð

Góði hirðirinn Unglingar eru sá þjóðfélagshópur sem einna mestum taugatitringi veldur í samfélaginu. Aftur og aftur beinast

Góði hirðirinn Unglingar eru sá þjóðfélagshópur sem einna mestum taugatitringi veldur í samfélaginu. Aftur og aftur beinast kastljós athyglinnar að þeim og þeirra gjörðum. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 39 orð

Handverkssýning á Garðatorgi

ÍSLENSKT handverksfólk sýnir framleiðsluvörur sínar á Garðatorgi í Garðabæ um helgina. Um fjörutíu manns sýna þar framleiðsluvörur sínar og Kvenfélagið sér um kaffisölu. Opið er frá klukkan 10 á laugardag og frá klukkan 12 á sunnudag. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 89 orð

Haustsamvera ÆSKR

ÆSKULÝÐSSAMBAND kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum (ÆSKR) gengst fyrir í dag, laugardag, fyrir árlegri haustsamveru sambandsins. Yfirskrift haustsamverunnar í ár er sótt til Martein Luther King "Ég á mér draum..." Meira
9. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 261 orð

Heimsins dýrasta frímerki

METFÉ fékkst fyrir "gula þriggja skildinga frímerkið" á uppboði í Z¨urich í gær eða tæpar 150 milljónir kr. Hér er því um að ræða dýrasta, einstaka frímerki í heimi en það var selt ókunnum safnara. Frímerkið var gefið út í Svíþjóð 1857 og er svo óvenjulegt, að það var einu sinni talið falsað. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 160 orð

Hvatti til sameiningar félagshyggjufólks

GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ávarpaði flokksþing Alþýðuflokksins við setningu þess í gær, og hvatti til aukins samstarfs og sameiningar félagshyggjufólks hvar í flokki sem það stæði. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 464 orð

Innlend kostnaðaraukning er hluti vandans

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði á fundi hjá Félagi íslenskra stórkaupmanna að ein meginskýringin á versnandi afkomu landvinnslunnar væru innlendar kostnaðarhækkanir. Hráefnisverð væri auk þess of hátt. Margir fundarmenn gagnrýndu kvótakerfið harðlega og sögðu að sú mismunun sem fælist í því væri að ganga af landvinnslunni dauðri. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Íslandsmynd úr eigu dönsku konungsfjölskyldunnar á uppboð

Málverk með Snæfellsjökul og fjallasýn í bakgrunn og danska konungsskipið í forgrunn í innsiglingunni, sem verið hefur í eigu dönsku konungsfjölskyldunnar, verður boðið upp í danska uppboðshúsinu Boye's Auktioner 20. nóvember. Matsverðið er 80 þúsund danskar krónur eða um 900 þúsund íslenskar. Málverkið var málað í tilefni komu Friðriks 8. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Íslendingasögurnar á ensku

RÚMLEGA 30 manna hópur fólks frá sjö þjóðlöndum í þremur heimsálfum hefur síðustu 3 ár unnið að því að þýða Íslendingasögur á ensku. Stefnt er að útgáfu í febrúar eða mars á næsta ári. Það er bókaútgáfan Leifur Eiríksson sem gefur verkið út og fékk fyrirtækið sex milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu. Meira
9. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 276 orð

Jeltsín á annað sjúkrahús BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, var fluttur á annað sjúkrahús í Moskvu í gær, þremur dögum eftir að hafa gengist undir hjartaskurðaðgerð. Læknar forsetans sögðu að hann tæki miklum framförum og byði þess með óþreyju að geta hafið störf að nýju. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð

Kartöflur á 5 krónur

KÍLÓIÐ af kartöflum kostaði í gær frá fimm kr. á höfuðborgarsvæðinu. Dæmi voru um að forsvarsmenn verslana lækkuðu verðið nokkrum sinnum til að halda í við næsta kaupmann. Mikið framboð er nú af íslenskum kartöflum en óvíst er hversu lengi þetta lága verð varir. Meira
9. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 57 orð

Klippt við kertaljós

ÞÆR deyja ekki ráðalausar, hárgreiðslukonurnar í Tbilisi í Georgíu, þótt rafurmagnið bregðist þeim. Þá er bara kveikt á kertum og síðan haldið áfram við að klippa og kemba. Eins og í mörgum sovétlýðveldanna fyrrverandi er efnahagsástandið í Georgíu afar slæmt og orkuskorturinn svo mikill, að fólk hefur ekki rafmagn nema með höppum og glöppum. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 158 orð

Konur sameinast um frambjóðendur

KONUR á flokksþingi Alþýðuflokksins héldu lokaðan fund í gær til að efla samstöðuna á þinginu um kjör kvenna í ýmis æðstu embætti og stjórnir en kosningar fara fram í dag og á morgun. Kvenkynsfulltrúar á þinginu eru um 90 talsins og er búist við að þeir muni flestir sameinast um stuðning við Ástu B. Þorsteinsdóttur til varaformennsku. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

Kynning á kennsluflugvél

FLUGSKÓLINN Flugtak hefur fest kaup á nýrri kennsluflugvél af gerðinni Diamond Aircraft HOAC DV-20 KATANA. Kynning verður á vélinni á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 9. nóvember milli kl. 14.­19. Meira
9. nóvember 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Lágmarkslaun verði 90 þúsund

Egilsstöðum-Alþýðusamband Austurlands þingaði nýlega á Iðavöllum á Fljótsdalshéraði. Töluvert var rætt um atvinnu- og kjaramál og benti þingið á að með þjóðarsáttinni hafi verið lagður grunnur að stöðugleika sem nýst hefur fyrirtækjum til rekstraruppbyggingar. Meira
9. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 357 orð

"Leiðindapúkinn" Bill Clinton fær það óþvegið

DAVID Brinkley er einn siðfágaðasti sjónvarpsmaður Bandaríkjanna, 76 ára heiðursmaður frá suðurríkjunum og sjónvarpsmaður af gamla skólanum, kjarnyrtur og ævinlega tillitssamur við viðmælendur sína í samtalsþætti um stjórnmál á ABC-sjónvarpinu. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 428 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐRÉTT Ekki starfsmaður Viðlagatryggingar ÞAÐ VAR á misskilningi byggt sem fram kom í frétt um Viðlagatryggingu Íslands í blaðinu á fimmtudag að Freyr Jóhannesson væri starfsmaður Viðlagatryggingar. Hann er tjónamatsmaður. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 197 orð

Lík ákvæði gilda um fleiri ríkishlutafélög

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í gær dóm Hæstaréttar um biðlaunarétt starfsmanns SR-mjöls hf. sem áður starfaði hjá Síldarverksmiðjum ríkisins en hélt starfi sínu þegar fyrirtækið var einkavætt. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 349 orð

Lyfjaverslun opnuð í stórmarkaði

LYFJABÚÐ verður opnuð í húsnæði Hagkaups í Skeifunni í dag og er stefnt að því að lyfjaverð þar verði lægra en annars staðar gerist, að sögn Óskars Magnússonar forstjóra Hagkaups. Hann segir þó ekki hafa gengið þrautalaust að setja verslunina á laggirnar og hafi lyfjaeftirlit ríkisins lagt stein í götu þeirra sem staðið hafa að undirbúningnum. Meira
9. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 578 orð

Meiri eftirspurn eftir starfsfólki á landsbyggðinni

LANDSBYGGIÐN situr ekki eftir, ef á heildina litið, þegar miðað er við höfuðborgarsvæðið, en vissulega er ástandið mismunandi eftir landshlutum. Að meðaltali hafa laun hækkað um 5,5% á landsbyggðinni en um 4,9% á höfuðborgarsvæðinu síðustu misseri. Meira
9. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 264 orð

Messur

AKUREYRARPRESTAKALL: Æskulýðsfélagið gengst fyrir "heimspekilegu kaffi" í Laxdalshúsi frá 15 til 18 í dag, laugardag. Þórgnýr Dýrfjörð leiðir umræðuna og flytur stutt erindi. Sunnudagaskóli verður að þessu sinni í Dvalarheimilinu Hlíð kl. 11. Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 14 á morgun, Skúli Svavarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, prédikar. Meira
9. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 170 orð

Mið-Evrópuríki funda í Graz

FULLTRÚAR sextán ríkja Mið- og Austur-Evrópu munu koma saman til fundar í borginni Graz í Austurríki í dag og ræða evrópskt samstarf og endurreisn Bosníu. Talið er að þrettán stjórnarleiðtogar muni sækja fundinn. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 507 orð

Móðgun við kjósendur að slaka á Evrópustefnunni

VALGERÐUR Bjarnadóttir, deildarstjóri hjá EFTA í Brussel, ávarpaði flokksþing Alþýðuflokksins í gær og sagði meðal annars að yrði slakað á stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið, væri það móðgun við kjósendur. Stefna lítils stjórnmálaflokks, sem vildi verða stór, þyrfti að vera skýr og augljós. Meira
9. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 229 orð

Mælingar á yfirborði og lofthjúp

Heimskönnuður bandarísku geimfari var skotið á loft á fimmtudag og er því stefnt í átt að reikistjörnunni Mars. Gert er ráð fyrir að geimfarið verði um 10 mánuði á leiðinni og ferðist 700 milljón kílómetra. Kostnaður við ferðina, þ.m.t. smíði farsins, er áætlaður 230 milljónir dollara, jafnvirði 15,4 milljarða króna. Meira
9. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 120 orð

Niðurskurði til framhaldsskóla mótmælt

AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Norðurlandi eystra mótmælti harðlega niðurskurði til framhaldsskólanna í landinu í fjárlagafrumvarpi og ekki síst því sem beinist að litlum framhaldsskólum á landsbyggðinni, þar af séu tveir skólar í Norðurlandskjördæmi eystra, á Húsavík og að Laugum. Meira
9. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 111 orð

Nýtt héraðsfréttablað

VESTURLANDSPÓSTURINN, heitir nýtt héraðsfréttablað, sem kom út í fyrsta sinn þann 30. október síðastliðinn. Útgefandi er Borgfirðingur/Nú sf. í Borgarnesi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Gísli Einarsson. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Paul Hanssen í heimsókn hjá Krossinum

PREDIKARINN Paul Hanssen verður um helgina í heimsókn hjá Krossinum í Kópavogi. "Paul er Íslendingum að góðu kunnur en hann er uppalinn á Íslandi og var unglingaleiðtogi í Krossinum á fyrstu starfsárum hans," segir í fréttatilkynningu frá Krossinum. Samkomurnar með Paul Hanssen verða á laugardagskvöldið kl. 20.30 og sunnudaginn kl. 16.30. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 1019 orð

Reynum að sameinast um ríkisstjórnaráætlun

JÓN Baldvin Hannibalsson, fráfarandi formaður Alþýðuflokksins, lagði ríka áherslu á samstarf og samstöðu jafnaðarmanna gegn sérhagsmunum í setningarræðu sinni á 48. flokksþingi Alþýðuflokksins í gær. Jón Baldvin gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn harðlega í ræðu sinni og sagði hann flokk kvótaeigenda, hann slægi skjaldborg um landbúnaðarkerfið, Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Samningaráð ríkisins stofnað

SAMNINGARÁÐ skipað forstöðumönnum stofnana og fyrirtækja ríkisins hefur verið sett á stofn í þeim tilgangi að fylgjast með og móta áherslur í kjarasamningum viðsemjenda ríkisins sem falla úr gildi um áramót. Samkvæmt fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins er um að ræða eins konar samtök vinnuveitenda. Meira
9. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 476 orð

Segir flotann hafa grandað TWA-þotu fyrir slysni

PIERRE Salinger, sem var blaðafulltrúi Johns Kennedys Bandaríkjaforseta á sjöunda áratugnum fullyrti í gær að flugskeyti sem liðsmenn Bandaríkjaflota hefðu skotið á loft í tilraunaskyni, hefði fyrir slysni grandað þotu TWA-flugfélagsins við Long Island í júlí. 230 manns fórust með þotunni. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 263 orð

Segir framkomu Íslands "óheflaða"

EMMA Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, svarar gagnrýni íslenzkra ráðherra á framferði skipa ESB í Síldarsmugunni í grein í Morgunblaðinu í dag. Bonino segir fráleitt að saka Evrópusambandið um ábyrgðarlausa hegðun. Meira
9. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 344 orð

Selur kjöt og rófur í blómabúðinni

Vestmannaeyjum-Eiríkur Sæland, blómasali í versluninni Eyjablóm í Vestmannaeyjum, hefur fetað sig inn á nýjar brautir í kaupmennskunni. Undanfarnar vikur hafa nýir vöruflokkar bæst á vörulista verslunarinnar, vörur sem óhætt er að segja að séu ekki algengar í hillum blómaverslana. Meira
9. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 128 orð

Sjávarútvegssjóður Íslands stofnaður

SJÁVARÚTVEGSSJÓÐUR Íslands var stofnaður á Hótel KEA á Akureyri í gær. Stofnhlutafé er 100 milljónir króna. Stofnhluthafar eru Hlutabréfasjóður Norðurlands, Kaupþing Norðurlands, Lífeyrissjóður Norðurlands, Lífeyrissjóður KEA, Lífeyrissjóður Austurlands, Lífeyrissjóðurinn Hlíf, Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga og Lífeyrissjóður Vestfirðinga auk einstaklinga. Meira
9. nóvember 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Smalað á haustdegi

Flateyri-Á Flateyri er nú orðið frekar vetrarlegt um að líta, eftir afstaðnar norðaustanáttir. Fjöllin hafa skrýðst hvítum skikkjum og tún eru ekki lengur sígræn. Því varð fréttaritari heldur betur hissa þegar hann mætti myndarlegum hópi af kindum á vegi sínum. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að verið var að smala þeim utan úr firði og heim í hús fyrir veturinn. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 150 orð

Smábátamenn gegn auðlindagjaldi

ÞEIM hugmyndum, sem fram hafa komið um að leggja á sjávarútveginn auðlindaskatt var harðlega mótmælt á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í gær. Ekki komi til greina að skattleggja þessa atvinnugrein, sem afkoma þjóðarinnar byggist á, umfram aðrar atvinnugreinar. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 229 orð

Stefnum að kosningabandalagi

JÓN Baldvin Hannibalsson, fráfarandi formaður Alþýðuflokksins, lagði mikla áherslu á samstarf og samstöðu jafnaðarmanna gegn sérhagsmunum í setningarræðu sinni á 48. flokksþingi Alþýðuflokksins í gær. Gagnrýndi hann Sjálfstæðisflokkinn harðlega í ræðu sinni og sakaði flokkinn um að standa vörð um sérhagsmuni og hafa slegið skjaldborg um óbreytt ástand í sjávarútvegsmálum og fleiri málum. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Stolinn bíll utan vegar

LITLU mátti muna að illa færi þegar stolin bíll fór út af í Öskjuhlíð í fyrrakvöld og festist, en talið er hugsalegt er að hún hefði farið fram af klettum þar nærri, hefði ferðin verið ögn lengri. Bílnum var stolið fyrr sama dag úr bílageymsluhúsi við Vesturgötu, en lyklarnir höfðu gleymst í bílnum. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð

Stærsta skipið á Grundartanga

196 METRA langt flutningaskip, Wadi Alnatroon frá Egyptalandi lagðist að enda 55 metra langs hafnargarðsins á Grundartanga í gærmorgun. Þetta er langstærsta skip sem þangað hefur komið. Skipið ber 45.000 tonn. Á Grundartanga verða losuð úr því 11.000 tonn af koksi sem Járnblendifélagið hefur keypt frá Kína. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 346 orð

Telja að skuldaaukning verði um einn milljarður

BORGARFULLTRÚAR minnihluta Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn telja að skuldaaukning borgarsjóðs verði um eða yfir einn milljarður í ár þrátt fyrir gott árferði, auknar skatttekjur og meiri arðgjöf borgarfyrirtækja. Sögðu þeir á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn að með því að samþykkja yfir 700 millj. kr. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 386 orð

Tillögur um 6 eða 7 landamærastöðvar

SAMNINGAVIÐRÆÐUM um að Ísland yfirtaki nýjar reglur Evrópusambandsins um heilbrigðiseftirlit með fiski á landamærum verður að öllum líkindum lokið í Brussel í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins liggur samkomulag fyrir í meginatriðum. Meira
9. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Tónleikar í Listasafni

JACQUELINE FitzGibbon óbóleikari og Michael Jón Clarke efna til tónleika í Listasafninu á Akureyri á sunnudag, 10. nóvember í Listasafninu á Akureyri. Þeir hefjast kl. 13. Frumflutt verða "Tvö Yeats lög" eftir Oliver Kentish, samin að beiðni Jacqueline í tilefni af fimmtugsafmæli hennar á þessu ári, en hún stakk upp á ljóðum W.B. Yeats, sem var írskur líkt og hún sjálf. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

TriStar-þota til Atlanta

FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur tekið á leigu TriStar-breiðþotu vegna verkefnis á Bretlandi. Þetta er fimmta þotan af þessari tegund sem Atlanta tekur í notkun og fjórtánda vélin í flugflota félagsins. Auk TriStar-vélanna er það með fimm Boeing 747 þotur og fjórar Boeing 737. Verkefni Atlanta á Bretlandi hófst í vor og stendur að minnsta kosti fram í október 1998. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 26 orð

Trúnaðarbréf afhent

Trúnaðarbréf afhent SVERRIR H. Gunnlaugsson, sendiherra, afhenti Oscar Luigi Scalfaro, forseta Ítalíu, trúnaðarbréf sitt, 5. nóvember sl., sem sendiherra Íslands á Ítalíu með aðsetur í París. Meira
9. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 135 orð

Tælandskonungur heiðraður

2.082 syngjandi ræðarar sigldu á fimmtudag á 52 bátum niður fljótið Chao Phaya í Tælandi í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því Bhumibol Adulyadej konungur var krýndur. Ræðararnir voru í litríkum klæðnaði og sungu forna söngva við trumbuslátt meðan þeir reru í takt niður fljótið til að heiðra Bhumibol, sem hefur ríkt lengur en nokkur annar konungur í heiminum. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð

Umræðum frestað í borgarstjórn að ósk sjálfstæðismanna

UMRÆÐUM um samning ríkisstjórnar, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar um fyrirhugaðar breytingar á stjórnskipulagi Landsvirkjunar og fyrirkomulagi arðgreiðslna var frestað á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld. Tillaga Árna Sigfússonar, Sjálfstæðisflokki, þess efnis var samþykkt samhljóða. Meira
9. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 142 orð

Verðlaun fyrir úrvalskýr

Laxamýri­Niðurstöður kúasýninga í Suður-Þingeyjarsýslu voru nýlega kynntar á fundi á Breiðumýri í Reykjadal. Stigahæstur kýrnar komu frá bæjunum Arnstapa, Árnesi, Baldursheimi, Dæli, Eyjadalsá, Ísólfsstöðum og Vallakoti en sú kýr sem bar af var Huppa frá Víðiholti, eign Jóns H. Jóhannssonar og Unnar Káradóttur. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Villuráfandi kvennapólitík

Yfirskrift málstofunnar er Villuráfandi kvennapólitík og lögfræðin! Lögfræðingarnir Elín Blöndal og Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir hafa framsögu um mannréttindi kvenna og úrlausn Evrópudómstólsins í Kalanke-málinu og fjalla jafnframt um feminískar lagakenningar í ljósi jafnréttisumræðunnar hér á landi. Meira
9. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 211 orð

Væntingar um EMU-aðild hafa áhrif á vextina

VEXTIR í Svíþjóð hafa hækkað lítillega að undanförnu, á sama tíma og vextir hafa lækkað á Ítalíu og Spáni. Vaxtastigið í löndunum þremur hefur lengi verið svipað. Að sögn Svenska Dagbladet ber þessi þróun vott um að sænski fjármálamarkaðurinn hafi búið sig undir að Svíar muni hafna aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU), a.m.k. fyrst um sinn. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 163 orð

Þurfa að hefja sig yfir nágrannakrytur

SVANFRÍÐUR Jónasdóttir, þingmaður Þjóðvaka og varaformaður þingflokks jafnaðarmanna, flutti ávarp á þingi Alþýðuflokksins í gær, og fjallaði um samstarf jafnaðarmanna. Svanfríður sagði að jafnaðarmenn þyrftu nú sem aldrei fyrr að hefja sig yfir áratuga nágrannakrytur og sameina kraftana og sagði að sameining þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka hefði orðið á grundvelli málefna. Meira
9. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 771 orð

Þörf fyrir nýtt fjölnota varðskip

NÝTT varðskip fyrir Landhelgisgæsluna þarf helst að vera um 3.000 tonn að stærð og geta nýst sem fjölnota skip til eftirlits, björgunar og rannsóknastarfa, að sögn Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar (LHG). Hafsteinn er formaður fimm manna nefndar sem skipuð var til að kanna með nýsmíði eða kaup á notuðu skipi. Meira

Ritstjórnargreinar

9. nóvember 1996 | Leiðarar | 561 orð

ALÞÝÐUFLOKKURINN Á TÍMAMÓTUM

LEIDARI ALÞÝÐUFLOKKURINN Á TÍMAMÓTUM ERTUGASTA og áttunda flokksþing Alþýðuflokksins var sett í Perlunni í gær. Á þessu flokksþingi mun Jón Baldvin Hannibalsson, sem verið hefur formaður flokksins frá 1984, standa upp úr formannsstólnum og nýr formaður verða kjörinn. Á þessu flokksþingi stendur Alþýðuflokkurinn á tímamótum. Meira
9. nóvember 1996 | Staksteinar | 286 orð

»Skaðinn lítill "RAUNVERULEGA er skaðinn af völdum jökulhlaupsins lítill," s

"RAUNVERULEGA er skaðinn af völdum jökulhlaupsins lítill," segir í forystugrein DV, "af því að manntjón varð ekkert." Náttúruhamfarir ÚR FORYSTUGREIN DV í fyrradag: "Náttúruhamfarir eru tíðar og margvíslegar hér á landi, eldgos og jarðskjálftar, snjóflóð og skriðuföll, stormar og jökulhlaup, auk þess sem hverir reynast skeinuhættir ókunnugum. Meira

Menning

9. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 543 orð

Að skemmta sjálfum sér?

Geisladiskur Tryggva Sveinbjörnssonar. Lög og textar: Tryggvi Sveinbjörnsson. Texti í einu lagi: Hjörtur Heiðdal. Ljóð við tvö lög: Steinn Steinarr. Útsetningar, söngur, gítarleikur og tölvuvinnsla: Tryggvi Sveinbjörnsson. Helena Káradóttir syngur bakraddir í þremur lögum og leikur á slagverk, rafpíanó og hljóðgervil í tveimur lögum. Ríkharður Arnar leikur á orgel í einu lagi. Meira
9. nóvember 1996 | Menningarlíf | 218 orð

Alltaf á vaktinni

Á VAKTINNI ­ Hannes Þ. Hafstein segir frá eftir Steinar J. Lúðvíksson er komin út. Bókin hefur að geyma ævisögu Hannesar sem er kunnur fyrir störf sín hjá Slysavarnafélagi Íslands en hjá félaginu starfaði hann í tæplega þrjátíu ár, fyrst sem erindreki og síðar sem framkvæmdastjóri og forstjóri. Meira
9. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 262 orð

Ánægjuleg kvöldstund í Stapanum

Frumsýning 2. nóvember. Flytjendur Rúnar Júlíusson, Helga Möller, Jóhann Helgason, Rut Reginalds, Guðmundur Hermannsson, Hallberg Svavarsson og Magnús Kjartansson. Verð aðgöngumiða 4200 krónur. Meira
9. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 63 orð

Blússveit Halldórs á Oliver

BLÚSKVÖLD var haldið á Kaffi Oliver í Ingólfsstræti í síðustu viku. Halldór Bragason blúsgítarleikari og söngvari lék þar valinkunna slagara ásamt hljómsveit sinni. Áhugamenn fjölmenntu á staðinn og upplifðu tregablandna tónlistina. Meira
9. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 157 orð

Dauðans alvara

FLESTIR taka undir þá staðhæfingu að rokkið sé skemmtitónlist, en þeir eru til sem halda því fram á móti að það sé dauðans alvara. Í síðari hópnum verður líklega að telja liðsmenn bandarísku rokksveitarinnar Parl Jam, sem sem frá ser fjórðu breiðskífuna, No Code, fyrir skemmstu. Meira
9. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 77 orð

Hár og Óskarsverðlaun

SJÁLFSAGT er engin fylgni á milli þess að skarta hárlubba í bíómynd og að fá tilnefningu til Óskarsverðlauna en ef bandaríski leikarinn Sean Penn trúir því þá stefnir hann sjálfsagt á sjálf verðlaunin næst. Hann bar tígulega hárgreiðslu í kvikmyndinni "Dead Man Walking" og fékk Óskarsútnefningu fyrir leik sinn. Meira
9. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 118 orð

KFÍ-menn í hljóðveri

KÖRFUKNATTLEIKSMENN á Ísafirði, bæði leikmann KFÍ og stjórnarmenn, mættu í Hljóðverið Hljóðaklett á laugardaginn til þess að hljóðrita baráttulag KFÍ. Lagið heitir "Áfram KFÍ" og er eftir Ísfirðinginn Rafn Jónsson, sem stjórnaði jafnframt upptöku. Meira
9. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 190 orð

Kvikmyndin Til síðasta manns frumsýnd

LAUGARÁSBÍÓ og Regnboginn hafa hafið sýningar á kvikmyndinni Til síðasta manns eða "Last man Standing" eins og hún heitir á frummálinu. Í aðalhlutverkum eru Bruce Willis, Christopher Walken, Bruce Dern o.fl. Leikstjóri er Walters Hill. Meira
9. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 198 orð

Með hjartað í buxunum

"ÉG HEF alltaf verið mikið fyrir líkamleg átök. Til dæmis ríð ég út og er þokkalegur skylmingamaður," segir Kazia Pelka, 34 ára, sem leikur hjúkrunarkonuna Maggie Bolton í sjónvarpsþáttunum vinsælu "Heartbeat" eða Þorpslöggan. Hún er hörð af sér og segist aldrei vilja deyfingu þegar hún fer til tannlæknisins. Meira
9. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 87 orð

Michael Collins á Írlandi

LEIKARINN Liam Neeson leikur aðalhlutverkið í myndinni "Michael Collins" sem var frumsýnd á Írlandi í vikunni. Myndin er byggð á ævi uppreisnarmannsins Michael Collins sem leiddi Íra til sjálfstæðis árið 1922. "Myndin er sögulega mjög rétt og nákvæm," sagði Neeson, en afi hans og amma muna vel eftir Collins og ljúka lofsorði á hann. Meira
9. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 61 orð

"Nutty Professor" 2 í burðarliðnum

BANDARÍSKI gamanleikarinn Eddie Murphy hefur undirritað samning um að leika í framhaldi myndarinnar vinsælu "The Nutty Professor". Áætlað er að tökur hefjist seinni hluta næsta árs. Meira
9. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 119 orð

Uppskera laxveiðimanna

Fyrir nokkru var uppskeruhátíð laxveiðimanna haldin á Argentínu steikhúsi og er þetta fjórða árið í röð sem forráðamenn þess húss gangast fyrir slíkri uppákomu. Sem fyrr var húsfyllir og komust færri að en vildu. Heiðursgestur kvöldsins var Sighvatur Björgvinsson alþingismaður og honum til halds og trausts var Jón Baldvin Hannibalsson Alþýðuflokksformaður til margra ára. Meira
9. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 49 orð

Vorlínan í New York

ÞESSI klæðnaður er full skjóllítill fyrir íslenskar vetrarhörkur, enda ekki hannaður fyrir þær aðstæður, en þeim mun hentugri hversdags í sumarhitum New York-borgar. Fötin eru eftir hönnuðinn Ralph Lauren og tilheyra vorlínu hans fyrir næsta ár. Myndin er tekin á tískusýningu í New York nýlega. Meira

Umræðan

9. nóvember 1996 | Aðsent efni | 534 orð

Er krakkabrauð eins hollt og grófu brauðin?

HINN 26. október síðastliðinn birtist á neytendasíðu Morgunblaðsins svar Laufeyjar Steingrímsdóttur, forstöðumanns Manneldisráðs, við fyrirspurn neytenda um hollustu Krakkabrauðs í samanburði við önnur gróf brauð. Meira
9. nóvember 1996 | Aðsent efni | 1938 orð

Ferðasaga

Í FYRRI hluta ferðasögunnar, sem birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember sl., skildum við við þau Elínu og Svein á Missions-hótelinu í Kirkegaden í Ósló. Þau halda af stað frá þann Ósló 26. júní "og er byrjuð hin langþráða ferð til Dalsfjarðar". Næstu daga eru þau á siglingu, m.a. á Sognefjörd, en koma til Vadheim 28. júní um kvöldið. 29. Meira
9. nóvember 1996 | Bréf til blaðsins | 650 orð

Fjölþætt starf í Laugarneskirkju

NÆSTKOMANDI sunnudagskvöld, 10. nóvember, verður kvöldmessa í Laugarneskirkju og hefst hún kl. 20.30. Allt messuformið er einfaldara en venjan er í almennum guðsþjónustum og yfirbragðið léttara. Söngurinn er hressilegur undir leiðsögn Kórs Laugarneskirkju. Leikið er undir á píanó, bassa og trommur. Tónlistarstjóri er Gunnar Gunnarsson organisti. Meira
9. nóvember 1996 | Aðsent efni | 421 orð

Gagnrýni úr hörðustu átt

UMMÆLI háttvirtra ráðherra íslenzku ríkisstjórnarinnar um þátt Evrópusambandsins í veiðum á norsk-íslenzka síldarstofninum á þessu ári (í blaðafréttum 1. nóvember) koma ekki á óvart. Séu þau rétt eftir höfð, gefa þau hins vegar ekki rétta mynd af málinu. Meira
9. nóvember 1996 | Aðsent efni | 884 orð

Hamfarir, böl og þjáning ­ til varnar sálarheill

NÝLEGA var þess minnst að ár var liðið frá snjóflóðunum á Flateyri. Snjóflóðin í Súðavík voru þá að vonum einnig ofarlega í huga manna. Sorg og samúð ríkti með þjóðinni. Minningarathöfn hófst með guðsþjónustu, þ.e.a.s. þjónustu við guð. Meira
9. nóvember 1996 | Aðsent efni | 574 orð

Hólasandur og lúpína

Á ÍSLANDI eru tugþúsundir ferkílómetra af gróðursnauðum eða gróðurlausum eyðimörkum sem eru að verulegu leyti manngerðar ­ afleiðing ofbeitar gegnum aldirnar. Þeir sem best vita telja að eyðimerkurnar fari stækkandi og að við séum enn á undanhaldi í gróðurmálum, þrátt fyrir ágæt störf landgræðslu- og skógræktarmanna. Meira
9. nóvember 1996 | Aðsent efni | 1234 orð

Hraðbraut nýr framhaldsskóli

STOFNAÐUR hefur verið nýr framhaldsskóli, Hraðbraut. Markmið með rekstri skólans er þríþætt: 1. Að veita hæfileikaríkum framhaldsskólanemendum tækifæri til að ljúka stúdentsprófi á skemmri tíma en kostur er á í öðrum framhaldsskólum. Í fyrstu verður boðið upp á nám til stúdentsprófs á einungis tveimur árum. 2. Meira
9. nóvember 1996 | Bréf til blaðsins | 63 orð

Merking á fylgjum

ALGENGT er að senda skjöl sem fylgjur (attachments) til Morgunblaðsins með rafrænum pósti. Því miður er verulegur misbrestur á að upplýsingar séu látnar fylgja með um hvaða forrit hafi verið notað þegar skjalið var stofnað. Það eru því vinsamleg tilmæli að framvegis sé þess getið hvaða forrit var notað við gerð fylgjunnar og einnig vélagerð PC, Macintosh eða aðrar vélar. Meira
9. nóvember 1996 | Aðsent efni | 1138 orð

Slegið á rangar nótur

INGVI Þór Kormáksson skrifar grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 31. október s.l. undir fyrirsögninni "Illgresi eða vaxtarbroddur," og á hún að vera svar við grein minni sem bar fyrirsögnina "Íslensk tónlist. Afturábak eða áfram. Meira

Minningargreinar

9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 271 orð

Andrína Guðrún Björnsdóttir

Elsku mamma. Ég hringdi austur til að láta pabba vita að við Sigrún værum á leiðinni til ykkar. Kata svaraði og sagði að pabbi væri hjá þér. Ég vildi ekki láta trufla hann og talaði því áfram við Kötu. Ég heyrði óm af ljúfri tónlist og svo kom Sybilla og sagði að þessu væri lokið. Grímur og Bjössi voru hjá þér, nær gat ég ekki verið. Minningarnar hrannast upp. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 203 orð

Andrína Guðrún Björnsdóttir

Andrína Guðrún Björnsdóttir Andrína Guðrún Björnsdóttir fæddist á Húsafelli í Hálsahreppi í Borgarfjarðarsýslu 2. október 1923. Hún lést á heimili sínu í Neskaupstað 4. nóvember síðastliðinn. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 925 orð

Einar Pálsson

Nú er genginn einn af athyglisverðustu og frjósömustu fræðimönnum þessarar aldar hér á landi. Þó niðurstöður hans séu umdeildar er það yfir allan vafa hafið, að hann hefur víkkað sjóndeildarhring íslenskrar menningarsögu mikið frá því sem hann hóf sínar rannsóknir. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 255 orð

Einar Pálsson

Elsku afi, á kveðjustundinni leita margar minningar á hugann. Þú kenndir mér að meta svo margt. Landslagið stórbrotna í fjörunni á Stokkseyri. Allar gönguferðirnar sem við fórum til að finna fallega steina, og alltaf fannst þú þá sem voru fallegastir. Og þegar ég kom í heimsókn á Sólvallagötu og þú sast við skriftir þá fékk ég að trufla í eina mínútu til að smella á þig kossi. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 27 orð

EINAR PÁLSSON

EINAR PÁLSSON Einar Pálsson fæddist í Reykjavík 10. nóvember 1925. Hann lést á heimili sínu 30. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 8. nóvember. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 356 orð

Einar Pálsson Kveðja frá Leikfélagi Reykjavíkur

Einar Pálsson kom til starfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur á örlagastundu í sögu félagsins. Hann hafði tekið þátt í menntaskólaleikjum og síðan stundað leiklistarnám í London en lék sitt fyrsta stóra hlutverk, Mosca í Volpone, hjá Leikfélaginu 1949. Við endurskipulagningu Leikfélagsins eftir opnun Þjóðleikhússins var Einar í þeirri forystusveit sem leiddi félagið inn á nýja framfarabraut. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 263 orð

Einar Sigurjónsson

Mig langar með nokkrum orðum að minnast vinar míns Einar Sigurjónssonar. Það var skemmtilegt og frjálslegt andrúmsloft í kringum Einar "karlinn" eins og við strákarnir kölluðum ávallt gamla skipstjórann. Það var áhugi minn á ferðalögum og snjósleðum sem varð til þess að ég kynntist Sigurjóni syni Einars og upp frá því þróaðist vinskapur okkar. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 1169 orð

Einar Sigurjónsson

Tímarnir breytast, tryggir vinir skilja, talað meir' í þögn, en mæltum orðum. Allt það er við áttum saman forðum, aldrei um framtíð gleymska nái að hylja. (Ármann Kr. Ein.) Sumarið er að kveðja, laufin tekin að falla og vetur genginn í garð. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 334 orð

Einar Sigurjónsson

Vinur minn og skólabróðir, Einar Sigurjónsson skipstjóri, er genginn. Þegar lífsgöngu hans lauk var hann á leið til fjalla eins og oft áður. Vissulega var þetta óvænt en ég trúi að hann hafi verið við öllu búinn. Við lékum okkur oft saman sem drengir, sátum saman í klettunum við Fjörðinn okkar og síðan urðum við samferða í Flensborgarskóla. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | -1 orð

Einar Sigurjónsson

Nú þegar ég ætla að setja fáein orð á blað er svo margs að minnast að ég veit varla hvar á að byrja. Margar minningar komu fram í huga mér þegar félagi minn í Björgunarsveitinni hringdi og sagði mér að Einar hefði orðið bráðkvaddur á rjúpnaskyttiríi fyrr um daginn. Þó Einar hafi verið orðinn 66 ára þá var hann í anda varla deginum eldri en ég og því kom fráfall hans mjög á óvart. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 24 orð

EINAR SIGURJÓNSSON

EINAR SIGURJÓNSSON Einar Sigurjónsson fæddist í Hafnarfirði 2. apríl 1930. Hann lést 27. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 8. nóvember. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | -1 orð

Guðný Bieldtvedt

Elsku amma. Það er svo ótrúlega stutt síðan að við fórum með þig á sjúkrahúsið, við trúum því varla enn, að þú komir aldrei þaðan aftur. Kannski vegna þess að svo margt hafði komið uppá á þínum efri árum, sem þér tókst að yfirstíga með ákveðni þinni og þrautseigju, sem einkenndu þig svo mjög. Baráttan við ellina vinnst þó aldrei, það var svo sem vitað. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 1676 orð

Guðný Jónsdóttir

Það var í október 1915 að nýr kennari kom í Ketildalahrepp í Arnarfirði. Hún hét Guðný Jónsdóttir og með henni var bróðurdóttir hennar og nafna, nýlega orðin sex ára, kölluð Gulla. Foreldrar mínir bjuggu þá á Melstað í Selárdal og höfðu tekið að sér að hafa kennara og skóla þann tíma sem kennt var í þeim hluta sveitarinnar. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 120 orð

GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR

GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR Guðný Jónsdóttir Bieltvedt fæddist á Bíldudal 11. ágúst 1909. Hún lést í Reykjavík 12. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson skipstjóri á Bíldudal og Guðrún Friðriksdóttir Söebeck, bónda í Reykjarfirði í Strandasýslu. Faðir Guðnýjar dó þegar hún var fjögurra ára og Garðar bróðir hennar í vöggu. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 314 orð

Guðrún Björnsdóttir

Það var glaður og samstilltur hópur sem útskrifaðist úr Kennaraskóla Íslands vorið 1944 og fór í skólaferðalag m.a. til Þingvalla. Tvö úr hópnum klifruðu upp á klettadrang í Almannagjá og þegar þau komu til baka fengum við að vita að þau höfðu innsiglað vináttu sína með því að setja upp trúlofunarhringa á þessum helga stað. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 319 orð

Guðrún Björnsdóttir

Guðrún Björnsdóttir kennari í Neskaupstað er látin. Við vissum það fyrrverandi starfsfélagar hennar, að hún barðist við skæðan sjúkdóm og síðustu vikurnar var séð að hverju stefndi. Þegar tíðindin um lát hennar bárust í skólann um miðjan mánudag 4. nóvember verður því ekki sagt að þau hafi komið á óvart. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 349 orð

Gunnfríður Friðriksdóttir

Okkur systkinin langar með örfáum orðum að minnast elskulegrar ömmu okkar sem hvarf svo snögglega frá okkur. Gunna amma eins og við kölluðum hana var okkur afar kær. Þegar við vorum lítil og bjuggum á Siglufirði var hún miðpunkturinn í lífi okkar. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 471 orð

Gunnfríður Friðriksdóttir

Friðsælt er við fjörðinn bláa fögru björtu júníkvöldin þegar sólin himinháa hnígur bak við Ránartjöldin. Birtu slær á vík og voga vakir land í sólareldi, geislafögur leiftur loga, leika dans á bárufeldi. (J.S.S. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 262 orð

Gunnfríður Friðriksdóttir

Elsku besta amma, mig langömmubarnið þitt langar að minnast þín í örfáum orðum. Hvað þú fórst snemma frá mér, mánudaginn 4. nóvember 1996 á Siglufjarðarspítala með krabbamein í lifrinni. Hvað ég átti góðar stundir með þér. Þú hefur alltaf verið mér svo góð og eflaust besta amma innra og ytra. Þú hefur alltaf verið mér svo hlý og góð. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 280 orð

GUNNFRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR

GUNNFRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR Gunnfríður Friðriksdóttir fæddist í Nesi í Flókadal í Skagafirði 24. ágúst 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 4. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Friðrik Ingvar Stefánsson, f. 13. sept. 1897 á Steinavöllum í Flókadal, d. 16. nóv. 1976 á Siglufirði, og k.h. Guðný Kristjánsdóttir, f. 24. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 319 orð

Liv Jóhannsdóttir

Tveir einstaklingar, karl og kona, gengu úr kirkju heim til sín eftir messu. Báðir höfðu misst maka sína fyrir nokkru og fundu sig því nokkuð einmana þrátt fyrir góða kunningja og skyldmenni sem vildu gjarnan sinna þeim eftir þörfum og getu. Það var kalt úti og hálka á veginum. Karlmaðurinn sá að konan átti erfitt með að ganga og fór varlega. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 27 orð

LIV JÓHANNSDÓTTIR

LIV JÓHANNSDÓTTIR Liv Jóhannsdóttir fæddist í Noregi 29. september 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Laugarneskirkju 7. nóvember. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 314 orð

Ólafur Jensson

Í rauninni er það þögnin ein sem sæmir minningu látins manns. Minningin á sér fá orð og verður alltaf eins og bergmál á milli klettaveggja. Þó er eins og ómi í eyra að um hana skuli tala. Ólafi Jenssyni lækni og prófessor var þetta ljóst enda að eðli rökhyggjumaður og leitandi heimspekingur. Við hittumst fyrst á Landspítalanum, ég verðandi læknir en hann nýbakaður læknakandidat. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 1185 orð

Ólafur Jensson

Ég varð fyrir því láni fyrir 19 árum að kynnast Ólafi Jenssyni, sem þá var forstöðumaður Blóðbankans. Á þessum tíma var ég nýútskrifaður læknir og var að velta fyrir mér að leggja fyrir mig rannsóknarstörf innan læknisfræðinnar. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 1397 orð

Ólafur Jensson

Horfinn er yfir móðuna miklu, þangað sem leið okkar allra liggur fyrr eða síðar, Ólafur Jensson, fyrrverandi yfirlæknir Blóðbankans. Við kynntumst Ólafi fyrst 1982 þegar við hófum störf við erfðafræðideild Blóbankans. Hann var ábúðarmikill maður, hávaxinn, þéttur á velli og með reisn manns sem hefur tögl og hagldir en einnig visku til að halda um stjórnartaumana. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 348 orð

Ólafur Jensson

Ég átti þess kost að kynnast Ólafi Jenssyni, er ég vann á Landspítalanum 1985­1989. Var þá gaman að rabba við hann í matsalnum um menn og málefni. Lét hann sér þá annt um að viðmælendur hans væru ekki skoðanalausir og hugsjónalausir í þjóðmálum. (Hljóp hann þó stundum á sig í ákafa sínum, svo sem er hann spurði mig hvar ég hefði verið á Austurvelli 1949. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 30 orð

ÓLAFUR JENSSON Ólafur Jensson var fæddur í Reykjavík 16. júní 1924. Hann lést á heimili sínu 31. október síðastliðinn og fór

ÓLAFUR JENSSON Ólafur Jensson var fæddur í Reykjavík 16. júní 1924. Hann lést á heimili sínu 31. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 7. nóvember. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 547 orð

Óttar Sigurjón Guðmundsson

Því miður er það lífið sem berst í brjóstum okkar sem lætur okkur gleyma hvað er okkur mikilvægast; en það er dauðinn sem rífur í hjörtu okkar sem kennir okkur hvað lífið raunverulega er. Allt hefur sinn tilgang í lífinu. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Ég hripa þessar setningar niður og reyni að sætta mig við að ég hitti þig aldrei aftur í þessu lífi. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 57 orð

Óttar Sigurjón Guðmundsson

Elsku Óttar minn. Nú ert þú farinn frá okkur. Ég veit að þér líður vel en mér finnst samt að þú hafir farið allt of fljótt. Þú áttir svo margt ógert. Ég sakna þín sárt og það gera allir sem þig þekktu. Minningin um þig lifir áfram í hjörtum okkar. Þín amma, Anna Kristín Valdimarsdóttir. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 403 orð

Óttar Sigurjón Guðmundsson

Ungur maður á leið á dansleik til að skemmta sér með skólafélögum sínum á þann hátt sem unglingar í dag lifa lífinu. Hvað getur í raun verið eðlilegra? Eftir dansleikinn er hafin ferð sem átti að færa hann heim en lauk með þessum hörmulegu endalokum lífs sem var honum svo kært. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 220 orð

Óttar Sigurjón Guðmundsson

Viku áður en Óttar dó var ég í heimsókn hjá honum. Bar þá margt á góma og ræddum við sérstaklega mikið um framtíðina og hvað hún bæri í skauti sér. Eins mikið og framtíðin var ofarlega í huga okkar þá, þá er fortíðin enn ofar í huga mér núna og sérstaklega allar þær ánægjustundir sem við áttum saman, bæði að Stekkum og á Selfossi. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 151 orð

Óttar Sigurjón Guðmundsson

Elsku frændi. Hví var þessi beður búinn barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: "Kom til mín!" Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 176 orð

Óttar Sigurjón Guðmundsson

Þegar við systurnar settumst niður til að koma minningum okkar um Óttar frænda á blað, vissum við ekki á hverju við ættum helst að byrja því minningarnar flæddu fram. Fyrst kom upp í hugann seinasta samverustund okkar en það var einmitt á þjóðhátíð þar sem við gistum öll heima hjá Lillý frænku. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 268 orð

Óttar Sigurjón Guðmundsson

Hann Óttar Sigurjón er dáinn. Mig langar í fáeinum orðum að minnast hans. Ég kynntist Óttari fyrir tæpum fimm árum þegar ég og Lárus bróðir hans urðum ástfangin. Óttar var fullur af orku og lífskrafti og það sem einkenndi hans fas fyrst og fremst var bjartsýni og bjart bros. Framtíðin blasti við honum og hann gladdi okkur öll sem vorum í kringum hann. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 199 orð

Óttar Sigurjón Guðmundsson

Guðmundur, Margrét, Lárus, Steindór, Vignir og aðrir ástvinir. Okkur langar til að minnast gamals bekkjarfélaga okkar. Minningarnar um öll skólaárin streyma í gegnum huga okkar á þessari stundu. Þú varst mjög rólegur og tókst öllu með jafnaðargeði. Samverustundir okkar gömlu skólafélaganna urðu ekki eins margar þegar í Fjölbraut kom og gamla bekkjakerfið réð ekki lengur ríkjum. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 98 orð

ÓTTAR SIGURJÓN GUÐMUNDSSON

ÓTTAR SIGURJÓN GUÐMUNDSSON Óttar Sigurjón Guðmundsson fæddist á Selfossi 27. nóvember 1979. Hann lést af slysförum 2. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðmundur Lárusson og Margrét Helga Steindórsdóttir. Bræður Óttars eru Lárus, f. 11.9. 1972, maki Guðrún Rut Sigmarsdóttir, f. 17.1. 1974; Steindór, f. 27.6. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 186 orð

Óttar Sigurjón Guðmundsson Kveðja frá Fjölbrautaskóla Suðurlands

Lífsgátan hefur sjaldan verið okkur torræðari hér í skólanum en einmitt nú í haust. Í annað sinn á rúmum mánuði höfum við misst efnilegan ungling af slysförum. Ungling sem framtíðin brosti við og allir sem til þekktu væntu mikils af. Við skynjum nú sem aldrei fyrr hversu dýrmæt augnablikin eru sem við eigum saman, það sem var sjálfsagt í gær er horfið í dag, lífið sjálft. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 1083 orð

Páll Eydal Jónsson

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Það er skammt stórra högga á milli, móðurafi og -amam okkar nýdáin og nú deyr föðurafi okkar. Hann sem var alltaf svo hraustur og lifði mjög heilbrigðu lífi. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 222 orð

Páll Eydal Jónsson

"Hann afi ykkar er dáinn og kominn til Guðs og mömmu sinnar og pabba." Það sagði mamma við okkur þegar hún kom heim af sjúkrahúsinu kvöldið 27. október. En það er svo sárt að þú, elsku afi, getir ekki verið lengur með okkur. Elsku afi, þetta kvöld báðum við góðan Guð að taka vel á móti þér. Þú varst svo góður afi. Við áttum svo skemmtilegar stundir saman, t.d. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 361 orð

Páll Eydal Jónsson

Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum, því dauðinn til lífsins oss leiðir, sjá, lausnarinn brautina greiðir. Sá andi, sem áður þar gisti frá eilífum frelsara, Kristi, mun, leystur úr læðingi, bíða þess líkams, sem englarnir skrýða. (Stef. Thor. Meira
9. nóvember 1996 | Minningargreinar | 366 orð

PÁLL EYDAL JÓNSSON

PÁLL EYDAL JÓNSSON Páll Eydal Jónsson fæddist á Garðstöðum í Vestmannaeyjum 8. desember 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 27. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1887 í Keflavík, d. 9. júlí 1923, og Jón Pálsson ísláttarmaður, f. 24. apríl 1874 undir Eyjafjöllum, d. 10. jan. 1954. Meira

Viðskipti

9. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 562 orð

24% hærra en markaðsgengi

BURÐARÁS hf., eignarhaldsfélag Eimskips, keypti á miðvikudag hlutabréf í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. að nafnvirði tæplega 61 milljón króna af Lífeyrissjóði Norðurlands og Verkalýðsfélaginu Einingu miðað við gengið 6,17. Söluandvirði bréfanna nam því rúmlega 376 milljónum. Meira
9. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 460 orð

Breytingar í undirbúningi á ÁTVR

UNNIÐ er að viðamiklu stefnumótunarverkefni hjá stjórn ÁTVR og búast má við niðurstaða þess liggji fyrir um næstu áramót. Þetta kom meðal annars fram í máli Hildar Petersen, stjórnarformanns ÁTVR, á fundi á vegum Kaupmannasamtaka Íslands sl. fimmtudag þar sem fjallað var um hvort selja eigi bjór og léttvín í almennum verslunum. Meira
9. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 160 orð

Breyting í hlutafélag athuguð

HJÁ Hitaveitu Suðurnesja er hafin athugun á kostum og göllum þess að breyta Hitaveitunni í hlutafélag. Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suðurnesja, hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort breytt verði um rekstrarform. "Það var samþykkt fyrir tveimur vikum að kanna málið og nefnd skipuð til þess. Meira
9. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 137 orð

Carnaby Street selt á 90 milljónir punda

CARNABY STREET í London, tízkumiðstöð poppmenningar á sjöunda áratugnum, hefur verið selt fyrir 90 milljónir punda. Brezka fasreignafyrirtækið Shaftesbury Plc kveðst hafa keypt 93 fasteignir í og umhverfis Carnaby Street í West End -- Carnaby Estate sem svo er kallað -- af hollenzkum fasteignasjóði, Wereldhave. Meira
9. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 226 orð

Leitum réttar okkar

VILBERG Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Flateyjar hf. bókbandsstofu, segist mjög undrandi og sár vegna þeirrar niðurstöðu Hæstaréttar að hafna kröfu fyrirtækisins um að fá afhenta bókbandsvél. Fyrirtækið keypti vélina af hollenskum vélakaupmönnum í febrúar í vetur sem fengið höfðu vélina hjá prentsmiðjunni Odda hf. Meira
9. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 146 orð

The Times rennur út vegna tilboðs

Mikil ásókn hefur verið í Lundúnablaðið The Times vegna tilboðs um ókeypis ferð með Eurostar hraðlestinni um Ermarsundsgöngin til Parísar. Blaðasalar segja að sumir kaupi mörg eintök af blaðinu, sem er í eigu fyrirtækja Ruperts Murdochs. Venjulega sel ég 19 eintök á dag, en nú sel ég 50 og sumir kaupa fimm eintök," sagði einn blaðasalinn. Meira
9. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 196 orð

Uppboðsmarkaður með kjöt og grænmeti

FYRSTA uppboð hjá nýjum uppboðsmarkaði með landbúnaðarvörur á Selfossi verður haldið kl. 15 á þriðjudag. Þá er ætlunin að bjóða upp afurðir af 30 svínum frá Höfn- Þríhyrningi, kínakál og gulrætur. Í framtíðinni er stefnt að því að uppboðin fari fram á sama tíma í hverri viku. Meira

Daglegt líf

9. nóvember 1996 | Neytendur | 65 orð

Jólavörur í Magasíni

VERSLUNIN Magasín hóf sölu á ýmiskonar jólavarningi í síðustu viku. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákveðið hafi verið að bjóða jólavörurnar snemma svo viðskiptavinir geti dreift útgjöldum og með góðum fyrirvara sent gjafir til ættingja og vina í útlöndum. Auk jólavarnings fæst í Magasíni gjafavara af ýmsu tagi, húsbúnaður, leikföng, speglar og myndir. Meira
9. nóvember 1996 | Neytendur | 256 orð

Kartöflukílóið á 5 krónur

KÍLÓIÐ af kartöflum var selt á frá fimm krónum í gær. Frá hádegi og fram til klukkan þrjú í gær höfðu ýmsar verslanir lækkað verðið nokkrum sinnum til að halda í við samkeppnisaðila. Guðmundur Marteinsson hjá Bónus segir skjálfta vera í kaupmönnum vegna uppboðs á grænmeti og m.a. kartöflum sem hefst á þriðjudaginn hjá Faxamarkaði. Ennfremur segir hann framboðið mjög mikið. Meira
9. nóvember 1996 | Neytendur | 821 orð

Konfekt og smákökur án sykurs

MARGIR eru hættir að baka tíu smákökutegundir, formkökur, lagkökur og tertubotna af öllum gerðum, fyrir jólin. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir spjallaði við Sólveigu Eiríksdóttur sem bakar fyrir jólin ­ en án nokkurs sykurs. Meira
9. nóvember 1996 | Neytendur | 167 orð

Kynnir nýtt salat á íslenskum dögum

EÐALFISKUR í Borgarnesi er meðal fyrirtækja á Vesturlandi sem taka þátt í íslenskum dögum. Að sögn Ragnars Hjörleifssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins eru þeir að kynna nýja tegund vöru á íslenskum dögum, rækjusalat með reyktum laxi auk þess sem verslanir á Vesturlandi eru með sérstök tilboð á vörum þeirra. Meira
9. nóvember 1996 | Neytendur | 106 orð

Neytendablaðið er komið út

HOLLUSTA og heilbrigði er áberandi efni í nýútkomnu Neytendablaði. Rætt er við forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, sem segist vegna hreyfingar og hollara mataræðis vera betur á sig kominn nú en hann var fyrir tuttugu árum. Í blaðinu er umfjöllun um myndbandstæki og spólur. Meira

Fastir þættir

9. nóvember 1996 | Fastir þættir | 591 orð

Af hverju stafar svimi?

Spurning: Hver er ástæðan ef maður þjáist hvern dag af svima? Svar: Ástæður fyrir svima eru fjölmargar og er fyllilega ástæða fyrir bréfritara að fara til læknis og fá úr því skorið hver ástæðan er. Meira
9. nóvember 1996 | Dagbók | 2775 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 8.-14. nóvember eru Laugavegs Apótek, Laugavegi 16, og Holts Apótek, Glæsibæ, Álfheimum 74, opin til kl. 22. Auk þess er Laugavegs Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugard. kl. 10-14. Meira
9. nóvember 1996 | Í dag | 130 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Mánudaginn 11. nóvember n

Árnað heillaÁRA afmæli. Mánudaginn 11. nóvember nk. verður níræðMagnea Dagmar Sigurðardóttir, Helgubraut 31, Kópavogi. Hún tekur á móti gestum í dag, laugardaginn 9. nóvember, kl. 15-18 í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13A, Kópavogi. ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 9. Meira
9. nóvember 1996 | Fastir þættir | 87 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsfélag Borgarness

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsfélag Borgarness Aðaltvímenningur félagsins stendur nú yfir með þátttöku 20 para. Spilaður er sex kvölda barómeter, fjögur spil milli para í tveimur lotum, alls 152 spil. Skagamennirnir Hörður Jóhannesson og Jósef Fransson hafa verið í feikna stuði og er staðan þessi þegar mótið er hálfnað. Meira
9. nóvember 1996 | Fastir þættir | 73 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hornafja

NÝLOKIÐ er þriggja kvölda hraðsveitakeppni hjá félaginu. Úrslitin urðu eftirfarandi eftir hörkukeppni. Sveitin Hans Kolla 1684 Hótel Höfn 1680 Borgey 1678 Sveitin hans Kolla var skipuð: Kolbeini Þorgeirssyni, Sigfinni Gunnarssyni, Ólafi Jónssyni og Kristjóni Elvarssyni. Síðasliðið sunnudagskvöld var spilaður eins kvölds tvímenningur. Meira
9. nóvember 1996 | Fastir þættir | 100 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja

Sveit Garðars Garðarssonar sigraði í minningarmóti félagsins um Jón Gunnarsson Pálsson, sem lauk sl. mánudagskvöld. Sveitin hlaut 2455 stig á fjórum spilakvöldum en spiluð var hraðsveitakeppni. Næstu sveitir: Guðfinnur KE2424Sp. Fjármögnun2320Hafsteinn Ögmundsson2308 Alls spiluðu 9 sveitir í þessari keppni. Meira
9. nóvember 1996 | Fastir þættir | 679 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Líflegt vetra

AÐ loknu líflegu sumarbrids þar sem mættu að meðaltali rúm 15 pör í viku hverri og Preben Pétursson varð Sumarbridsmeistari BA, hófst Startmót BA og Sjóvár- Almennra 10. september í haust. Þar sigruðu Þórarinn B. Jónsson og Páll Pálsson með 486 stig. Þótti það vel við hæfi, þar sem Þóarinn er vel þekktur nyrðra frá fornu fari sem Doddi í Sjóvá og fyrirtækið gaf verðlaunin í mótið. Meira
9. nóvember 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. október í Glæsibæjarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Ingibjörg Naney Georgsdóttir og Árni Viðar Jóhannesson. Heimili þeirra er í Hjallalundi 1g, Akureyri. Meira
9. nóvember 1996 | Dagbók | 395 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
9. nóvember 1996 | Fastir þættir | 1098 orð

Draumur hins djarfa manns Vinsældir skemmtisiglinga á Karíbahafi fara sívaxandi enda er nú auðveldara fyrir fólk að láta slíkan

"SJÓMANNSLÍF, draumur hins djarfa manns", segir í vinsælum dægurlagatexta og þótt skemmtisigling á Karíbahafi sé harla ólík þeim átökum við Ægi, sem textanum er ætlað að lýsa, er hún engu að síður ævintýri sem marga dreymir um. Og það þarf vissulega djarfa hugsun til að rífa sig upp úr hinu hefðbundna mynstri sólarlandaferða og stíga þess í stað á skipsfjöl. Meira
9. nóvember 1996 | Í dag | 392 orð

FENGIS- og tóbaksverzlun ríkisins ákvað fyrir nokkrum

FENGIS- og tóbaksverzlun ríkisins ákvað fyrir nokkrum misserum að hafa allra náðarsamlegast tvær verzlanir sínar opnar í tvær klukkustundir á laugardagsmorgnum til að koma betur til móts við þarfir 160.000 manna markaðar á höfuðborgarsvæðinu. Meira
9. nóvember 1996 | Fastir þættir | 1397 orð

Guðspjall dagsins: Kristniboðsdagurinn Skattpeningurinn.

Guðspjall dagsins: Kristniboðsdagurinn Skattpeningurinn. (Matt. 22.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukórinn flytur þýska messu eftir Frans Schubert. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Meira
9. nóvember 1996 | Fastir þættir | 717 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 874. þáttur

874. þáttur Örnólfur Thorlacius fræðir okkur enn, og birtist með þökkum bréf hans ítarlegt í tveimur hlutum. Hér er fyrri parturinn: "Kæri Gísli! Mig langar að nefna við þig nokkur fremur fágæt nöfn á plöntum og dýrum, ef hugsast gæti að einhverjir lesendur þessara þátta hefðu gagn og gaman af. Meira
9. nóvember 1996 | Fastir þættir | 25 orð

Morgunblaðið/Arnór Jón Hjaltason og Gylfi Baldursson urðu Ísland

Morgunblaðið/Arnór Jón Hjaltason og Gylfi Baldursson urðu Íslandsmeistarar í (h)eldriflokki spilara um síðustu helgi eftir hörkukeppni en þeir hafaspilað mjög vel í haust hjá Bridsfélagi Reykjavíkur. Meira
9. nóvember 1996 | Dagbók | -1 orð

Spurt er . . .

1 Hún stundaði nám í Oxford og Harvard og hefur tvisvar verið kjörin forsætisráðherra Pakistans. Í bæði skiptin hefur henni verið vikið úr embætti, nú síðast 5. nóvember. Hvað heitir þessi úthrópaði stjórnmálamaður, sem hér sést á mynd? 2 Bill Clinton afrekaði það á þriðjudag að verða fyrsti demókratinn til að verða endurkjörinn forseti Bandaríkjanna í 52 ár. Meira
9. nóvember 1996 | Fastir þættir | -1 orð

Töfrar kampavíns

ÞAÐ ÆTLAR ekkert lát að verða á góðum gestakokkum hingað til lands í haust. Næstkomandi miðvikudag hefjast á Hótel Holti kampavínsdagar þar sem Frakkinn Laurent Laplaige, er rekur staðinn La Garenne, mun sjá um matinn. Laplaige hefur verið varaforseti samtaka franskra ungkokka (Jeunes Restaurateurs de France) og veitingastaður hans í Champigny- sur-Vesles hlaut Michelin- stjörnu árið 1990. Meira
9. nóvember 1996 | Í dag | 410 orð

Um sambúð KONA sem vill kalla sig fröken tölvu

KONA sem vill kalla sig fröken tölvuvírus í íslensku kerfi skrifar: "Sambúð, óvígð sambúð eða vígð sambúð, vera ógiftur eða giftur. Ég ætla sko að gifta mig í næsta skipti, þó svo að ég hafi ekki fundið neinn mun á því að vera í sambúð ógift. Meira

Íþróttir

9. nóvember 1996 | Íþróttir | 278 orð

350 íslenskir áhorfendur ALLS verða um 3

ALLS verða um 350 íslenskir áhorfendur á landsleik Íslands og Írlands í Dublin í dag, en þeir fóru utan með flugi. Það eru Samvinnuferðir-Landsýn sem buðu upp á flug til Dublin bæði í gær og fyrradag. Aldrei hafa svo margir Íslendingar verið á leik íslenska landsliðsins í útlöndum áður. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 77 orð

Afsögn vegna auraleysis í Búlgar

STJÓRN búlgarska frjálsíþróttasambandsins sagði af sér í gær því hún segist ekki geta safnað fé til að þjálfa íþróttafólkið. Þetta gerði hún í framhaldi af áskorun frá fjölda íþróttamanna og þjálfara sem voru óánægðir með störf hennar. Ný stjórn verður kjörin 11. desember nk. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 48 orð

Aldridge vantar eitt

EF John Aldridge skorar eitt mark fyrir Íra gegn Íslendingum á morgun jafnar hann met markamet Frank Stapletons, en hann gerði 20 mörk í landsleikjum með Írum á sinni tíð. Aldridge sem er 38 ára gamall, fyrrum leikmaður Liverpool, er nú knattspyrnustjóri og leikmaður hjá Tranmere. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 154 orð

Álfukeppnin form- lega á vegum FIFA

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, sendi í gær frá sér tilkynningu þess efnis að álfukeppnin yrði héðan í frá formlega haldin á vegum FIFA á tveggja ára fresti en hún verður næst í Saudi-Arabíu 12. til 21. desember 1997. Átta landslið keppa í tveimur riðlum og leika sigurvegararnir til úrslita. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 227 orð

Besti leikurinn

Stjarnan skein skært í Austurríki í gærkvöldi og vann Sparkasse 33:24 í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum EFH-keppninnar í handknattleik. "Þetta er besti leikur liðsins á árinu," sagði Valdimar Grímsson, þjálfari Stjörnunnar, við Morgunblaðið í gærkvöldi en hann fór fyrir sínum mönnum og gerði 12 mörk. "Allir spiluðu mjög vel og 5-1 vörnin okkar var sterk. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 787 orð

Byggjum leikinn á sterkri vörn

Ljóst er að róðurinn verður mjög erfiður hér í Dublin, þar sem Íslendingar glíma við mikið stemmningslið Íra, sem hefur skorað átta mörk í síðustu tveimur landsleikjum án þess að þurfa að ná í knöttinn í eigið mark; Írar lögðu lið Litháens 5:0 og Makedóníu 3:0. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 122 orð

Collymore sektaður um tveggja vi

FORRÁÐAMENN Liverpool hafa sektað Stan Collymore um 20.000 pund, sem svarar til rúmlega 2 milljóna króna, vegna þess að hann mætti ekki til leiks með varaliðinu fyrir skömmu. Er þetta gert í þeim tilgangi að aga piltinn en hann hefur ekki verið ánægður með hlutskipti sitt upp á síðkastið, að verma bekkinn lengst af tímabilinu. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 184 orð

Damon óstöðvandi Damon Johnson Ke

Damon óstöðvandi Damon Johnson Keflvíkingur fór hamförum í upphafi leiks gegn ÍR-ingum í Seljaskóla þegar liðin mættust í fyrir leik liðanna í Lengjubikarnum. Hann átti 12 stoðsendingar, lék frábæra vörn, tók flestöll fráköst í byrjun og skoraði grimmt. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 82 orð

Handknattleikur Stjarnan - Sparkasse33:24 Bruck í Austurríki, fyrri leikur í 16 liða úrslitum í EFH-keppninni í handknattleik,

Stjarnan - Sparkasse33:24 Bruck í Austurríki, fyrri leikur í 16 liða úrslitum í EFH-keppninni í handknattleik, föstudaginn 8. nóvember 1996. Mörk Stjörnunnar: Valdimar Grímsson 12/3, Konráð Olavson 9/1, Hilmar Þorbjörnsson 5, Rögnvaldur Johnson 2, Sigurður Viðarsson 2, Magnús A. Magnússon 2, Viðar Erlingsson 1. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 376 orð

Helmingi fleiri áhorfendur hjá ÍA og KR en öðrum

Aðsókn á leiki í 1. deild karla í knattspyrnu á liðnu tímabili dróst saman um 4% frá 1995, samkvæmt skýrslum félaganna. Samtals voru 54.550 skráðir áhorfendur á leikina 90 í sumar eða 606 að meðaltali á leik en voru 56.837 í fyrra eða 632 að meðaltali á leik. Áhugi á leikjum ÍA og KR var í sérflokki miðað við aðsókn á leiki annarra félaga. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 213 orð

ÍR - Keflavík90:101

Íþróttahúsið Seljaskóla, Lengjubikarinn, 8-liða úrslit - fyrri leikur, föstudaginn 8. nóvember 1996. Gangur leiksins: 3:0, 3:8, 12:15, 14:32, 26:44, 39:49, 39:52, 43:53, 49:67, 55:75, 61:77, 51:85, 73:85, 80:98, 90:100, 90:101. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 46 orð

Íshokkí

NBA-deildin New Jersey - Orlando95:108 Denver - Houston108:110 Eftir framlengingu Phoenix - Seattle98:103 Portland - Minnesota95:94 Eftir framlengingu Golden State -New York100:105 Sacramento - Atlanta87:91 Íshokkí NHL-deildin Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 138 orð

Ívar fyrir Brynjar

Ívar Ingimarsson kemur inn í ungmennalið Íslands fyrir Brynjar Gunnarsson, sem tekur út leikbann, þegar strákarnir mæta Írum í Evrópukeppninni í Dublin í kvöld en að öðru leyti er liðið eins og í síðasta leik. Atli Eðvaldsson, þjálfari liðsins, sagði við Morgunblaðið að ljóst væri að Írar ætluðu sér að spila upp í hornin og treysta á fyrirgjafir þaðan. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 198 orð

Jafntefli á Króknum og öruggt hjá Keflavík

Eftir að hafa verið betri aðilinn lengst af leiknum í gærkvöldi urðu Grindvíkingar að sætta sig við jafntefli við Tindastólsmenn á Sauðárkróki í gærkvöldi er liðin mættust í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Lengjubikarsins í körfuknattleik ­ 81:81. Grindvíkingar tóku forystu snemma og fór Hermann Mayers þar fremstur í flokki. Marel Guðlaugsson lék einnig vel. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 53 orð

Karembeu stendur við

FRANSKI miðjumaðurinn Christian Karembeu hjá Sampdoria á Ítalíu segist hafa lofað Fabio Capello, þjálfara Real Madrid, og Lorenzo Sanz, forseta félagsins, að ganga til liðs við Real og hann standi við það. Samningur Karembeus rennur út 1988 en Barcelona hefur samið við Sampdoria um að fá Frakkann í næsta mánuði. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 44 orð

Knattspyrna Undankeppni HM Egyptaland - Namibía7:1 Ali Maher (1.), Ahmed Hassan (11.), Ali Maher (15.), Ibrahim Hassan (35.),

Undankeppni HM Egyptaland - Namibía7:1 Ali Maher (1.), Ahmed Hassan (11.), Ali Maher (15.), Ibrahim Hassan (35.), Ali Maher (70.), Hussam Hassan (73., 84.) - Elifas Shivute (25.). - 30.000. Vináttuleikur Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 70 orð

KNATTSPYRNAZola þriðji ítalski

MIÐHERJINN Gianfranco Zola skrifaði undir samning við Chelsea í gær og er þriðji ítalski leikmaðurinn hjá enska félaginu. Zola kemur til með að leika með löndum sínum Gianluca Vialli og Roberto Di Matteo á Englandi en þar lék hann síðast í Evrópukeppni landsliða í sumarbyrjun. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 117 orð

Landsliðinu boðið til Malasíu ÍSLENSK

ÍSLENSKA landsliðinu í knattspyrnu hefur verið boðið að taka þátt í fjölliðamóti í Malasíu í lok febrúar. Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari, segist spenntur fyrir þessu verkefni en KSÍ hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá Knattspyrnusambandi Malasíu um hvaða lið verði hugsanlegir mótherjar á umræddu móti. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 180 orð

Margir fjarverandi á Spáni vegna undankeppni HM

SPÁNVERJAR leika ekki í undankeppni HM í knattspyrnu um helgina eins og svo mörg önnur landslið í Evrópu gera. Þess vegna verður leikin heil umferð í spænsku 1. deildinni, en mörg félög mæta vængbrotin til leiks sökum þess að erlendir leikmenn þeirra eru að leika með landsliðum sínum. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 457 orð

"Metnaður KA-manna ætti að vera mikill"

SEXTÁN liða úrslit Evrópukeppninnar í handknattleik eru á dagskrá um helgina þar sem þrjú íslensk karlalið eru í eldlínunni, Stjarnan sem mætir Sparkasse Bruck frá Austurríki í EFH-keppninni, KA fær belgíska félagið Herstal Liége í heimsókn á morgun í keppni bikarhafa og Haukar mæta Créteil í Frakklandi í Borgakeppni Evrópu. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 113 orð

NIALL Quinn

NIALL Quinn dýrasti leikmaður Sunderland leikur ekki meira með félaginu á þessari leiktíð. Hann þarf að gangast undir uppskurð vegna skemmdra liðbanda í fæti. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 503 orð

Olajuwon skoraði 12 stig í framlengingu

Hakeem Olajuwon lék framúrskarandi vel í fyrrakvöld er Houston sótti Denver heim og sigraði í jöfnum og spennandi leik sem þurfti að framlengja til að knýja fram úrslit. Olajuwon skoraði 36 stig, þar af 12 í framlengingunni og var í fylkingarbrjósti félaga sinna í fimmta sigurleik þeirra á keppnistímabilinu. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 99 orð

Popov má hefja æfingar á ný

ALEXANDER Popov, tvöfaldur Ólympíumeistari í sundi, má fara að æfa á ný að sögn lækna, en hann hefur verið frá æfingum síðan í ágúst eftir að hann var stunginn með hnífi á götu í Moskvu í ágúst. Popov, sem er Rússi, er á leið til Ástralíu þar sem hann hefur búið sl. fjögur ár og ætlar að byrja æfingar á ný þegar þangað verður komið. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 128 orð

Steve Coppell er hættur

STEVE Coppell var knattspyrnustjóri Manchester City í aðeins 33 daga en hann sagði upp í gær af heilsufarsástæðum ­ læknar ráðlögðu honum að hætta því hann þyldi ekki álagið. Coppell, sem er fjörutíu og eins árs, er frá Liverpool en gekk til liðs við Manchester United 1975 eftir að hafa leikið með Tranmere í ár. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 442 orð

Tekst Holyfield að afsanna hrakspár?

Í nótt mætast í hnefaleikahringnum í MGM Grand Arena í Las Vegas menn sem lengi hefur verið beðið eftir að mættust þar til að reyna með sér. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Mike Tyson og Evander Holyfield, tveir af fremstu hnefaleikmönnum í þungavigtarflokki sem stigið hafa fram á sjónarsviðið. Að ýmsra mati er þessi bardagi of seint á ferðinni en aðrir eru þeirrar skoðunar að svo sé ekki. Meira
9. nóvember 1996 | Íþróttir | 154 orð

UM HELGINAHandknattleikur Laugardagur:

Handknattleikur Laugardagur: 1. deild kvenna: Framhús:Fram - Víkingur15 Ásgarður:Stjarnan - KR16.30 Fylkishús:Fylkir - FH16.30 KA-heimili:ÍBA - ÍBV16.30 Bikarkeppni HSÍ 32-liða úrslit karla: Digranes:HK - ÍBV16 2. Meira

Úr verinu

9. nóvember 1996 | Úr verinu | 469 orð

Efla þarf flotann en ekki úrelda

LANDSSAMBAND smábátaeigenda ályktaði við lok 12. aðalfundar síns í gær að frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðar krókabáta, sem varð að lögum í júní sl., feli í sér mikilvægar leiðréttingar hvað varðar veiðifyrirkomulag krókaveiðiflotans og var framganga ráðherra lofuð. Á hinn bóginn stæðu enn eftir óleyst vandamál, sem furðu mætti gegna að ráðamenn skyldu ekki nota tækifærið til að leysa. Meira
9. nóvember 1996 | Úr verinu | 485 orð

Orðið ólíðandi hvernig farið er með auðlindina

"VERÐMYNDUN á fiski og kvótabraskið sem við köllum svo hafa verið helztu mál þessa þings. Það er orðið ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi hvernig farið er með þessa sameiginlegu auðlind okkar allra. Andstaðan við þetta er ekki bara hjá okkur forystumönnum sjómanna. Undiraldan í þjóðfélaginu vex stöðugt. Ég hef orðið mjög var við þessa undiröldu hjá fiskverkafólki, til dæmis austur á fjörðum. Meira
9. nóvember 1996 | Úr verinu | 869 orð

Veiðileyfagjald til eflingar strandveiðum og byggðum

"VEIÐILEYFAGJALD gæti ég hugsað mér til að efla strandveiðar með þeim hætti að gjald þetta yrði notað til kaupa á aflaheimildum, sem settar yrðu í jöfnunarsjóð og skip undir tiltekinni stærð fengju til dæmis að veiða úr. Meira

Lesbók

9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 339 orð

44. tölublað ­ 71. árgangur

Munch er ekki aðeins frægasti myndlistarmaður Norðurlanda, heldur átti hann fleiri hliðar sem listamaður en oftast kemur fram. Sá kapítuli í list hans sem hvað minnst hefur verið kynntur, eru myndir hans frá 25 ára tímabili af vinnandi fólki. Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 187 orð

AÐ FENGNUM SKÁLDALAUNUM

Svo oft hef ég grátið og harmað mitt hlutskipti í leynum og horft inn í framtíð, sem beið mín þögul og myrk. Þetta fallega kvæði er ort í þeim tilgangi einum að óska mér sjálfum til lukku með skáldastyrk. Hér áður fyrr. Það er satt, ég var troðinn í svaðið. Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 3766 orð

Á KRÓKÓDÍLABÚGARÐI OG MEÐAL BÚSKMANNA EFTIR INGU FANNEYJU EGILSDÓTTUR Búskmenn hafa skilningarvit svo háþróuð og næm eða

VIÐ FÓRUM meðfram endilangri strönd Namibíu í þessum leiðöngrum, jafnvel suður í landhelgi Suður-Afríku og norður með syðstu ströndum Angóla. Víðast á þessari 1.200 km löngu strandlengju var lítið að sjá nema sandauðnir, brimgarð fyrir utan, Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 177 orð

Bera Nordal nefnd í sambandi við stöðu forstöðumanns

BERA Nordal, forstöðumaður Listasafns Íslands, hefur verið nefnd í sambandi við forstöðumannsstöðu Listasafnsins í Málmey í Svíþjóð. Í frétt í Sydsvenska dagbladet í gær var sagt frá því að Listasafnið í Málmey hafi verið að leita að nýjum forstöðumanni til að taka við af Sune Nordgren og væri Bera að öllum líkindum efst á óskalistanum þótt enn hefði Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1106 orð

BLANDA LIT Á BUXNASKÁLMINNI

ÞRÁTT fyrir að myndirnar fylgi allar raunsæi og hlutbundnum efnum má meðal annars sjá tré sem hafa verið klippt til í kúbísk form. Harry segist ekki vera undir áhrifum frá kúbistum eins og Picasso fremur en öðrum þótt hann játi vissulega aðdáun sína á þeim listamanni. Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1441 orð

BLÓÐEITRUN? BRÁÐAVAKT EFTIR STEINGRÍM ST.TH. SIGURÐSSON Vakna um óttuskeið við kvalir, óbærilegar þrautir. Fórnardýr meiðslanna

ALLT í einu kenndi hann til logandi sársauka á vinstri fæti. Hann hafði skömmu áður- fyrir tveim­þrem dögum orðið var við óþægindi, sem stöfuðu af meiddum tveim tám, á vinstra fætinum eftir hestreið með danskinum upp snarbratt fjall í átt að Hraunsvatni undir dröngunum sem gnæfa eins og landvættir, þá horft er til þeirra frá þjóðbraut. Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

EINN OFLOFAÐUR OG ANNAR EINSTAKUR Pedro Almodovar var fyrir nokkrum árum einn atkvæðamesti nýliðinn í evrópskri kvikmyndagerð

Almodovar - nýju fötin keisarans ALMODOVAR kann ekki að segja sögu. Framvinda í kvikmyndum hans er silaleg eða nánast engin, háflvelgjuleg skólafyndnin fremur þunn og aulaleg. Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 785 orð

Ganga peningar af klassíkinni dauðri

Bbók Norman Lebrecht, tónlistargagnrýnanda The Daily Telegraph, um völd og peninga í tónlistarheiminum hefur verið umræðu- og deiluefni allar götur síðan hún kom út. Bókin heitir Þegar tónlistin þagnar ( When the Music Stops) og í henni rökstyður Lebrecht þá skoðun sína að áhrif peninga séu orðin svo mikil að þau séu að ganga af sígildri tónlist dauðri. Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 281 orð

Guðjón óskarsson í Covent Garden

GUÐJÓN Óskarsson bassasöngvari mun þreyta frumraun sína í hinu nafnkunna óperuhúsi Covent Garden í Lundúnum 15. nóvember næstkomandi í óperu Wolfgangs Amadeusar Mozarts, Don Giovanni. Mun hann syngja fimm sýningar. "Þetta leggst vel í mig, enda held ég að um fína sýningu sé að ræða. Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 88 orð

HAUSTKVÖLD Í FLJÓTSHLÍÐ

Frá bernsku hefur mig haustið heillað, hin hljóðlátu rökkurkvöld. Er litadýrðin á laufi trjánna, ljómar og tekur völd. Þá ilmar sætast hinn einæri gróður, sem endar sitt stutta skeið. Öllu sem lifir er afmörkuð stundin, og er því á sömu leið. Haustdagur liðinn, til hafsins er blika, á himin roða slær. Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 83 orð

HÚS MITT Í FJÖRUNNI

og hafið og fjaran börðust um athygli mína sem og kráin í kringlunni bauð mér andakt sína og ég fylltist andakt verk mín uxu í baráttunni við hafið og fjöruna og ég gladdist á kránni í kringlunni þar til andaktin varð að engu þegar upp var staðið höfðu hafið og fjaran náð athygli minni og kráin í kringlunni beið í andakt Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 179 orð

Hyggjast kaupa orlofsíbúð í evrópskri borg

FÉLAG íslenskra myndlistarmanna hefur í hyggju að fjárfesta í íbúð í evrópskri borg á næstunni sem yrði orlofsíbúð íslenskra myndlistarmanna. Guðbjörg Lind Jónsdóttir, sem er nýtekin við formennsku í félaginu, sagði í samtali við Morgunblaðið að verið væri að kanna íbúðaverð í nokkrum borgum. "Okkur virðist sem hagkvæmast gæti verið að kaupa í Kaupmannahöfn eða í Amsterdam. Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1094 orð

ÍSLANDSBANKAHÚSIÐ VIÐ LÆKJARTORG

ÁRIÐ 1903 var Íslandsbanki stofnaður og hóf hann starfsemi sína í Ingófshvoli við Hafnarstræti árið 1904. Sama ár var danski arkitektinn Christian Thüren fenginn til að gera teikningar af stórhýsi fyrir bankann við Austurstræti á suðurhluta Melstedshússlóðar (Hafnarstræti 18). Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 526 orð

ÍSLENDINGA SÖGUR Á ENSKU

UNDANFARIN þrjú ár hefur rúmlega þrjátíu manna hópur af sjö þjóðernum frá þremur heimsálfum unnið að því að þýða Íslendinga sögur á ensku og er stefnt að útgáfu í febrúar eða mars á næsta ári. Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 633 orð

MYNDLIST Ásmundarsafn ­ Sigtúni

Ásmundarsafn ­ Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir ­ Flókagötu Sýn. á aðföngum safnsins sl. 5 ár. Sýn. á verkum Kjarvals til 22. desember. Listasafn Íslands "Ljósbrigði". Úr safni Ásgríms Jónss. til 8. des., "Á vængjum vinnunnar" til 19. jan. Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1575 orð

NORRÆNAR TÓNLISTARLENDUR Gramophone-útgáfan breska hefur iðulega fjallað um norræna tónlist og tónlistarmenn. ÁRNI MATTHÍASSON

HELSTA tímarit sem helgað er sígildri tónlist er breska blaðið Gramophone sem komið hefur út frá 1923. Heldur hallaði undan fæti hjá ritinu upp úr miðjum níunda áratugnum, meðal annars fyrir harða hríð frá öðrum tímaritum sem buðu upp á ókeypis geisladiska í kaupbæti á sama tíma og vinsældir sígildrar tónlistar virtust heldur minnkandi. Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1815 orð

"NÚ ER RÖÐIN KOMIN AÐ VERKALÝÐNUM" EFTIR AÐALSTEIN INGÓLFSSON Í aldarfjórðung málaði Edvard Munch aðallega myndir af

ÓHÆTT er að segja að enginn norrænn myndlistarmaður hafi hlotið eins rækilega umfjöllun og Edvard Munch (1862-1944). Þessi umfjöllun, sem hófst löngu fyrir aldamótin 1900, hefur haldið áfram nánast óslitið til þessa dags. Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2577 orð

NÝ FORNMÁLSORÐABÓK EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON Á síðasta ári kom út í Danmörku ný fornmálsorðabók, Ordbog over det norrøne

Aðfaraorð Ávegum Árnanefndar í Kaupmannahöfn hefur um langt skeið verið unnið að nýrri fornmálsorðabók (ONP). Markmiðið er að gera grein fyrir orðaforða allra texta í óbundnu máli frá því um 1150 og fram til 1540 (íslenska) og 1370 (norska). Síðari afmörkunin er tvenns konar. Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1842 orð

NÝ RANNSÓKN Á HRAFNKELSSÖGU EFTIR SIGURÐ SIGURMUNDSSON Hrafnkelssaga Freysgoða hefur verið talin með mestu snilldarverkum

UM HRAFNKELSSÖGU hefur meira verið rætt og ritað en nokkra aðra fornsögu að Njálu einni undanskilinni, sem eðlilegt má teljast þar sem hún er talin standa nærri hátindi heimsbókmennta. Það mætti því ætla að hér væri verið að bera í bakkafullan lækinn. En svo virðist þó ekki vera, þótt höfundur óneitanlega færist mikið í fang. Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 235 orð

REIÐI ENGILLINN

"Hyldýpið er allt hreyfing og draumar, tungumál, þrár!" Veggjakrotið, brautarpallur 77. Þá sá ég á leið minni niður rúllustigann andlit Baudelaires innan um annað krot, mynd af mæddum manni, daufum og döprum, Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 826 orð

TILHÖGUN SEM STUÐLA MUNDI AÐ SÁTT OG FRIÐI

VITURLEGAR þykja mér hugleiðingar Jóns Sigurðssonar frá árinu 1841 um hver sé tilgangur allrar stjórnar og hvernig megi ná þeim tilgangi:Sá er tilgángur allrar stjórnar, að halda saman öllum þeim kröptum sem hún er yfir sett, og koma þeim til starfa til eins augnamiðs, en það er velgengni allra þegnanna, Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1182 orð

UPPLÝSINGASKÁLDSAGAN Upplýsingaskáldsagan er vinsæl í Evrópu um þessar mundir. KRISTJÁN B. JÓNASSON skrifar að upplýsingasögur

EKKERT lát virðist vera á vinsældum "upplýsingaskáldsögunnar" í Evrópu. Sögurnar eru fyrst og fremst settar saman úr hugmyndum sem oftast snúast um leit að upplýsingum, leit að týndum lyklum og hugmyndasögu Vesturlanda. Á síðastliðnum 10 til 15 árum hefur komið út ókjör af slíkum sögum. Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 517 orð

ÚR SÖGU 20. ALDAR

FRANCOISE Furet: Le passé d'une illusion. ­ Essai sur l'idée communiste au XXe si`cle. Paris 1995. Þegar þessi bók kom út í ársbyrjun 1995, seldist hún strax í 100.000 eintökum. Höfundurinn er meðal áhrifamestu sagnfræðinga Frakka. Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 799 orð

ÞAÐ VERÐUR AÐ VERA LEIKUR Í BARNABÓKUM

LOUIS Jensen er fæddur árið 1953 og menntaður arkítekt en fæst nú eingöngu við að skrifa bækur. Hann segist hafa verið að fikta við að skrifa allar götur síðan í menntaskóla þar sem hann var í hópi áhugasamra ungskálda. Louis skrifar bæði fyrir börn og fullorðna þótt barnabækurnar séu orðnar fleiri. Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1652 orð

ÞEGAR UNDANKOMLEIÐIN VERÐUR HEIMILI

MÁLIÐ SEM lykill og málið sem búr" nefndist dagskrá sem fjallaði um tungumál og sjálfsmyndir og tengdist þemanu "margmenning" á Bókastefnunni í Gautaborg 24.­27. okt. sl. Meira
9. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1000 orð

ÞETTA GÆTU ÞEIR ALDREI GERT Í KONUNGLEGA LEIKHÚSINU

OLE komst í kynni við brúðuleikhús þegar hann var tíu ára í Kaupmannahöfn. Þangað kom þá franskt brúðuleikhús sem hann fékk að fara að sjá. Hann segist hafa heillað frönsku dömurnar í hópnum svo mjög að hann fékk að koma að tjaldabaki og horfa á Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.