Greinar fimmtudaginn 14. nóvember 1996

Forsíða

14. nóvember 1996 | Forsíða | 274 orð

Bandaríkin boða þátttöku í friðargæslu

WILLIAM Perry, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að Bill Clinton forseti hefði "í grundvallaratriðum" fallist á að bandarískt herlið tæki þátt í fyrirhugaðri friðargæslu í Zaire. Þykir nú ljóst að takast muni að skipuleggja aðgerðir af þessu tagi og þær verði samþykktar á næstu dögum í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Sjö Afríkuríki hafa boðist til að leggja fram mannafla. Meira
14. nóvember 1996 | Forsíða | 290 orð

Engu slegið föstu um orsök slyssins

RANNSÓKNARMENN á Indlandi fundu í gær svörtu kassana úr báðum flugvélunum sem rákust saman í lofti skammt frá Nýju Delhi á þriðjudag og segja yfirvöld að ekkert sé hægt að segja með vissu um orsök slyssins fyrr en búið sé að vinna úr upplýsingum í kössunum. Skýrt var frá því að sérfræðingar í Moskvu myndu kanna kassann úr Ilyushin-þotunni frá Kasakstan. Meira
14. nóvember 1996 | Forsíða | 310 orð

Iliescu sakaður um valdarán

MIKIL harka hefur færst í kosningabaráttuna í Rúmeníu og Emil Constantinescu, forsetaefni stjórnarandstæðinga, sakar Ion Iliescu forseta um að hafa rænt völdum eftir fall kommúnistastjórnarinnar árið 1989 og reynt að æsa til borgarastyrjaldar með hjálp námamanna á árunum 1990-91. Meira
14. nóvember 1996 | Forsíða | 66 orð

Landskjálfti í Perú

ÞRETTÁN manns biðu bana og rúmlega 500 meiddust í öflugum landskjálfta sem reið yfir suðurhluta Perú í fyrradag. Skjálftinn mældist 7,3 stig á Richters- kvarða og gerði 25.000 hús óíbúðarhæf í bænum Nazca, þar sem myndin var tekin. Flestir íbúar Nazca, sem eru um 40.000, urðu að sofa á götunum eftir landskjálftann. 200 minni eftirskjálftar höfðu riðið yfir svæðið í gær. Meira
14. nóvember 1996 | Forsíða | 79 orð

Samningar í vændum?

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, frestaði skyndilega för sinni til Bandaríkjanna í gær en ætlunin var að hann legði af stað síðdegis. Talsmaður Ísraelsstjórnar gaf í skyn að samningar væru að takast um herlið Ísraela í Hebron á Vesturbakkanum. Meira

Fréttir

14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 716 orð

Allsherjar verslunarog skemmtimiðstöð

"MARKMIÐ stækkunarinnar er að festa Kringluna enn betur í sessi sem stærsta og fjölbreyttasta verslunarsvæði landsins en jafnframt var haft að leiðarljósi að auka þátt afþreyingar með fleiri skemmti- og veitingastöðum en verið hefur," sagði Einar I. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 129 orð

Allt fór úrskeiðis hjá ökumanni

LÖGREGLAN í Reykjavík þurfti að hafa snör handtök þegar kviknaði í bíl á Snorrabraut síðdegis á þriðjudag. Áður en eldurinn gaus upp hafði flest annað farið úrskeiðis hjá ökumanninum. Ökumaðurinn virti ekki einstefnumerki á mótum Skúlagötu og Snorrabrautar og stöðvaði lögreglan för hans. Þá kom í ljós, að hann var ekki með ökuskírteinið á sér. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 120 orð

Athugasemd frá Lyfju hf.

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Inga Guðjónssyni lyfsala hjá Lyfju hf. "Í tilefni af verðkönnun sem Morgunblaðið stóð fyrir í gær í fjórum lyfjaverslunum, m.a. Lyfju, vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri. Fram kom í könnuninni að hjá Lyfju væri 5% afsláttur veittur af lausasölulyfjum og hluta sjúklings af kostnaði lyfs fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Meira
14. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 394 orð

Áhersla lögð á vöruþróun

MIKIL vinna er í Fiskvinnslustöð KEA í Hrísey um þessar mundir. Að sögn Árna Ólafssonar framkvæmdastjóra er útlit fyrir að fram til áramóta verði mikið að gera í frystihúsinu, en þar er m.a. framleiddur fiskur í neytendapakkningar fyrir Marks og Spenser í Bretlandi. Stórar pantanir liggja fyrir. Meira
14. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 340 orð

Áhyggjur í ESB af seinkun EMU-ferlisins

EFTIR tímabil bjartsýni um að áform Evrópusambandsins um upptöku sameiginlegs gjaldmiðils í byrjun árs 1999 gangi eftir, ber á áhyggjum í aðildarríkjunum vegna óbilgjarnra krafna Þjóðverja um ákvæði stöðugleikasáttmálans svokallaða. Margir óttast að ferli undirbúnings fyrir upptöku evrósins seinki og þar með gildistöku Efnahags- og myntbandalagsins (EMU). Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 191 orð

Ávextir hækka en grænmeti lækkar

VERÐ á innfluttum ávöxtum hækkaði um 4,8% í síðasta mánuði, en verð á grænmeti lækkaði hins vegar um 2,4% á sama tíma. Að hluta til er hér um árstíðabundna verðsveiflu að ræða. Verð á eplum og vínberjum hefur hækkað, en verð t.d. á paprikum og kartöflum hefur lækkað. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 51 orð

Bakaranemar útskrifast

LANDSSAMBAND bakarameistara og Sveinafélag bakara buðu bakaranemum er tóku sveinspróf á þessu ári til hófs nýlega þar sem afhending prófskírteina fór fram. Sama prófnefndin hefur dæmt hjá öllum nemunum. Í henni sátu Ragnar Eðvaldsson, Keflavík, Guðni Andreasen, Selfossi og Gunnar Guðmundsson, Reykjavík. Meira
14. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 142 orð

Bátalíkön sýnd í Vogum

Vogum-Viðamikil og sérstök sýning stendur yfir í Glaðheimum, Vogum, þar sem Dean Turner sýnir 18 bátslíkön og Patricia Hand sýnir 45 myndkreytingar í væntanlegar barnabækur og um 500 ljósmyndir. Meira
14. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 373 orð

Brunnin lík flutt úr braki flugvélanna

HRYLLILEGAR afleiðingar áreksturs tveggja flugvéla vestur af Nýju- Delhí á Indlandi í fyrradag komu að fullu í ljós þegar birta tók í gær. Björgunarsveitir luku við að flytja 312 brunnin lík úr braki annarrar flugvélarinnar, Boeing 747 þotu frá Saudi-Arabian Airlines, sem lá á mustarðs- og baunaakri um 80 km vestan við indversku höfuðborgina. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 150 orð

Brú í Kópavogi

FRAMKVÆMDIR við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar eru nú á lokastigi og verður Reykjanesbrautin opnuð á laugardag, en áætlað er að hleypa umferð undir brúna á Fífuhvammsveg þann 21. þessa mánaðar, að sögn Braga V. Jónssonar, hjá JVJ hf., verktakanum sem sér um framkvæmdirnar. Meira
14. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Dagskrá um Jónas

Í TILEFNI af degi íslenskrar tungu næstkomandi laugardag verður stutt dagskrá á Amtsbókasafninu á Akureyri helguð Jónasi Hallgrímssyni, en dagurinn er tileinkaður honum. Dagskráin hefst kl. 13 en þá mun Skúli Gautason leikari lesa úr ljóðum Jónasar, en að því loknu flytur Gísli Jónsson cand. mag. fyrrverandi menntaskólakennari spjall um skáldið. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 176 orð

Danskur sálfræðingur kennir hawaiíska seiðmenningu

MARIANNE Suhr kemur nú í annað skipti til Íslands. Marianne er "gestalt" sálfræðingur, myndþerapisti, heilari, seiðkona, rithöfundur og kennari í hawaiískri seiðmenningu. Hún er dönsk að uppruna en ferðast vítt og breitt um heiminn, bæði til að kenna og bjóða fólki í einkatíma. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 433 orð

Einkaréttur ríkisins til fjarskiptaþjónustu afnuminn

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra mælti í gær fyrir þremur nýjum stjórnarfrumvörpum til laga um póst- og fjarskiptaþjónustu. Í fyrsta lagi er um að ræða frumvarp um póstþjónustu, í öðru lagi frumvarp um fjarskipti og í þriðja lagi frumvarp um Póst- og fjarskiptastofnun, sem hafa á umsjón með framkvæmd fjarskipta- og póstmála hér á landi. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð

Ekki stefnubreyting

RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að hætta að greiða úreldingarstyrki úr Þróunarsjóði og hætta að innheimta gjald í sjóðinn 2005. Árið 1992 sagði Davíð Oddsson að þróunarsjóðsgjaldið væri tekið í anda þess að að fiskimiðin væru sameign þjóðarinnar, gjaldtakan væri með hófsömum hætti og væri til þess fallin að ýta undir sættir í þjóðfélaginu. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 28 orð

Félagsfundur LAUF

LAUF, samtök áhugafólks um flogaveiki, heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 14. nóvember kl. 20.30. Prófessor Gunnar Guðmundsson flytur erindi um íslenska/bandaríska rannsókn um flogaveiki og svarar fyrirspurnum. Meira
14. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Fimm nýsveinar fá sveinsbréf

FIMM nýsveinar í húsasmíði fengu sveinsbréf afhent við hátíðlega athöfn nýlega. Hópurinn sem nú útskrifast er óvenju fámennur og segir Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður Félags byggingarmanna, að hann endurspegli atvinnuástandið eins og það var fyrir um fjórum árum. Lítið hafi þá verið um að vera í byggingariðnaði og forsvarsmenn fyrirtækja því ekki tekið nema. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 283 orð

Fiskaflinn tæplega 1,9 milljónir tonna

FISKAFLI Íslendinga var orðinn tæplega 1,9 milljónir tonna í lok október. Svo mikill hefur aflinn aldrei fyrr orðið á heilu ári, en mest hafa veiðzt rúmlega 1,75 milljónir tonna á einu ári áður. Það var 1988, en þá veiddust rúmlega 900.000 tonn af loðnu og 375.000 tonn af þorski. Meira
14. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 447 orð

Fjárvana fyrirtæki og viðhaldið of lítið

EKKI er enn vitað hvað olli flugslysinu yfir Indlandi á þriðjudag en segja má, að í þessu máli séu tveir hlekkir veikastir. Annars vegar flugumferðarstjórnin í Nýju Delhi og hins vegar KazAir, kasakstanska flugfélagið, sem gerði út Ilyushin-flutningaflugvélina. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 453 orð

Framfylgjum stefnu heilbrigðisráðuneytisins

LYFJAEFTIRLIT ríkisins vísar á bug gagnrýni Óskars Magnússonar, forstjóra Hagkaups, sem segir Lyfjaeftirlitið hafa lagt stein í götu þeirra sem staðið hafa að undirbúningi nýrrar lyfjaverslunar, sem opnuð var á föstudag í húsnæði Hagkaups í Skeifunni. Meira
14. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 284 orð

Framkvæmdastjórn ESB skammar bresku stjórnina

FRAMKVÆMDASTJÓRNARMENN Evrópusambandsins ávítuðu Breta í gær harðlega fyrir viðbrögð þeirra við úrskurði Evrópudómstólsins, um að Bretum sé skylt að innleiða vinnutímatilskipun ESB. Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnarinnar, Meira
14. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Fyrirlestur um Jónas Hallgrímsson

TRYGGVI Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, flytur fyrirlestur sem nefnist Hver var Jónas Hallgrímsson? í Oddfellow húsinu við Sjafnarstíg næstkomandi laugardag, 16. nóvember, kl. 14. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, verði dagur íslenskrar tungu í skólum landsins. Meira
14. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 327 orð

Girt fyrir slysin

Borgarnesi-Að loknu sérstöku átaki hjá Vegagerðinni í Borgarnesi á núna að vera búið að setja upp fjárheldar girðingar meðfram þjóðveginum frá Hvalstöðinni í Hvalfirði og norður að Borgarfjarðarbrú, á þeim stöðum þar sem sérstaklega var talin þörf á slíkum girðingum, vegna lausagöngu búfjár. Jenni R. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Gæti auðveldað Smugusamninga við Norðmenn

NÝ NORRÆN samstarfsáætlun um fiskveiðar 1997-2000 gæti að mati Sturlu Böðvarssonar þingmanns auðveldað Smugusamningana við Norðmenn. Í áætluninni er lögð áhersla á sérstöðu Íslands, Færeyja og Grænlands hvað fiskveiðar varðar, þar sem þessar þjóðir byggi afkomu sína að mestu á fiskveiðum. Meira
14. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 148 orð

Handtöku mótmælt

TALSMAÐUR rússnesku leyniþjónustunnar gagnrýndi í gær harkalega handtöku fyrrverandi Sovétnjósnara í Bandaríkjunum í liðnum mánuði og sagði atburðinn geta skaðað mjög samskipti ríkjanna. Njósnarinn, Vladímír Galkín, skýrði á sínum tíma frá fyrrverandi starfa sínum er hann undirritaði skjöl til að fá áritun sem ferðamaður til Bandaríkjanna. Meira
14. nóvember 1996 | Smáfréttir | 52 orð

HAUSTFUNDUR SÍBS deildarinnar á Vífilsstöðum verður haldinn fimmtudag

HAUSTFUNDUR SÍBS deildarinnar á Vífilsstöðum verður haldinn fimmtudaginn 14. nóvember kl. 20.30 í Skútunni, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Á fundinum verður spilað bingó undir stjórn Skúla Jenssonar. Að auki segir Þórarinn Gíslason sérfræðingur frá nýjungum og svarar fyrirspurnum. Kaffiveitingar og bingóspjald er 500 kr. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 36 orð

Hátíðarfundur Kristilega stúdentafélagsins

Í TILEFNI af 60 ára afmæli Kristilega stúdentafélagsins býður félagið til hátíðarfundar föstudaginn 15. nóvember kl. 20.30 í aðalsal KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Allir félagar í KSF og aðrir velunnarar eru velkomnir. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 434 orð

Heimamönnum boðin bréf á lægra verði

BÆJARSTJÓRN Eskifjarðar ákvað á aukafundi í gærmorgun að selja 40% af hlutafjáreign sinni í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Söluandvirðið, sem áætlað er að nemi að minnsta kosti 80 milljónum kr., fer m.a. til byggingar leikskóla. Heimafólki á Eskifirði verður boðið að kaupa bréfin á verði sem er nokkru lægra en gengi bréfanna á Opna tilboðsmarkaðnum. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð

Herferð vegna mannréttindabrota í Nígeríu

ÞANN 10. nóvember var ár liðið frá aftöku Ken Saro-Wiwa í Nígeríu og hafa mannréttindasamtökin Amnesty International hrundið af stað herferð til að vekja athygli á ömurlegu ástandi mannaréttindamála í Nígeríu og fylgja eftir kröfum samtakanna um umbætur á því sviði, segir í frétt frá Íslandsdeild Amensty. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 66 orð

Hjuggu myndir úr ísjökum

HÓPUR nemenda í Myndlista- og handíðaskóla Íslands fór í gær austur á Skeiðarársand til að skoða aðstæður eftir hlaupið, auk þess sem nemarnir hjuggu myndir úr ísjökum á sandinum. Ýmis verkfæri voru notuð við mótun þessa efniviðar, auk axanna sem hér eru í notkun, þeirra öflugust keðjusagir, en einnig viðarsagir, hamrar, meitlar og logsuðutæki af ýmsu tagi. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 103 orð

Hnupluðu nær tvö hundruð hlutum

VIÐ leit á heimilum tveggja kvenna um þrítugt fann lögreglan í Reykjavík hátt í 200 hluti, sem talið er að þær hafi hnuplað úr verslunum. Þá fundust einnig fíkniefni og áhöld til neyslu þeirra. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 92 orð

Hvasst og stórstreymt

VEÐURSTOFA Íslands sendi í gærkvöldi frá sér viðvörun til almannavarnanefnda og hafna allt frá Reykjanesi að Ísafjarðardjúpi vegna mikils hvassviðris og stórstraumsflóðs nú í morgun. Djúp lægð var á leið norðaustur um Grænlandssund í nótt og í morgun og í kjölfar hennar var gert ráð fyrir suðvestan 9 til 10 vindstigum vestur af landinu. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 34 orð

Hvítt duft í umslagi

LÖGREGLAN stöðvaði för ökumanns á Bústaðavegi um kl. 3 í fyrrinótt. Við leit í bílnum fannst umslag með hvítu dufti, sem lögreglan taldi vera amfetamín. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöðina. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Hönnunar- og tískusýning á Kaffi Reykjavík

HALDIN verður hönnunar- og tískusýning á Kaffi Reykjavík í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Kynnir kvöldsins verður Bryndís Schram. Verslunin Misty sýnir kvenlegan undirfatnað, María Lovísa, fatahönnuður, kynnir nýja fatalínu og Lára gullsmiður sýnir skartgripi. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 104 orð

Íslensk póstsaga gefin út

PÓSTSAGA Íslands 1776­1873 er komin út og er höfundur bókarinnar Heimir Þorleifsson sagnfræðingur. Bókaútgáfan Þjóðsaga hafði samvinnu við Póst og síma um útgáfuna og var myndin tekin þegar Halldóri Blöndal samgönguráðherra var afhent fyrsta eintak bókarinnar. Meira
14. nóvember 1996 | Miðopna | 2479 orð

Jarðgöng í Tröllabæ

Sveitarstjórnarmenn við utanverðan Eyjafjörð hafa tekið hugmyndir um göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð upp á sína arma. Þeir segja Helga Bjarnasyni að engin önnur framkvæmd í samgöngumálum geti náð fram jafn miklum félagslegum breytingum. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

Jólakort MS-félagsins

MS-FÉLAG Íslands hefur hafið sölu á jólakortum til styrktar félaginu. Erla Sigurðardóttir, myndlistakona, hannaði og gaf félaginu myndir þær sem prýða kortin í ár. Kortin eru seld á skrifstofu félagsins á Sléttuvegi 5, 103 Reykjavík, sem er opin alla virka daga frá kl. 10­15. Börn munu einnig ganga í hús. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 131 orð

Jólakort Rauðakrosshússins 1996

RAUÐAKROSSHÚSIÐ, neyðarathvarf fyrir börn og unglinga, hefur gefið út jólakort í fjáröflunarskyni. Rauði kross Íslands og deildir hans hafa annast rekstur Rauðakrosshússins síðan 1985 og á þeim tíma hafa á níunda hundrað börn og unglingar gist athvarfið og fengið þar aðstoð. Á sama tíma hafa tugir þúsunda notfært sér trúnaðarsímann. Auk þessa er boðið upp á ráðgjöf í Rauðakrosshúsinu. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 160 orð

Kennarar og nemendur sameinast um að bæta kennslu

STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands og kennslumálanefnd Háskólaráðs standa fyrir málstofu um markmið háskólakennslu 16. nóvember nk. í Norræna húsinu. Næstu fjóra mánuði mun standa yfir umfangsmikil kennslumálaráðstefna fyrir Háskóla Íslands. Markmið hennar er að stuðla að framþróun í kennsluháttum. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Kiwanismenn gefa endurskinsborða í Gerðaskóla

Kiwanisklúbburinn Hof færði nýlega nemendum í fyrsta til fimmta bekk í Gerðaskóla endurskinsborða. Þetta er í annað sinn sem klúbburinn, ásamt slysavarnadeild kvenna, gefur nemendum Gerðaskóla slíka borða. Kiwanisklúbburinn Hof er á 25. starfsári og kjörorð hans er "Börnin fyrst og fremst". Helzta fjáröflunarleið klúbbsins er flugeldasala. Meira
14. nóvember 1996 | Miðopna | 142 orð

Klippt á borðann

KRISTJÁN Möller, forseti bæjarstjórnar á Siglufirði, bauð upp á gangatertu þegar bæjarstjórnir Siglufjarðar og Ólafsfjarðar áttu fund með Halldóri Blöndal samgönguráðherra til að kynna fyrir honum hugmyndir um jarðgöng milli staðanna. Þetta er í samræmi við þann sið forsetans að fara með tertu um borð í fyrsta skipið sem kemur með loðnu til Siglufjarðar á hverri vertíð. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 219 orð

Kópar flúðu Skeiðarárhlaupið

KÓPAR úr sellátrum við Skaftárós, Nýjaós og víðar á sama svæði virðast hafa flúið Skeiðarárhlaupið og fært sig vestar á sandinn um skeið. "Við vorum á ferðinni austur á Skarðsfjörum stuttu eftir hlaupið og sáum þá för eftir kópa mjög víða í fjörunni. Meðal annars hafði einn farið um fimm hundruð metra frá sjónum," segir Reynir Ragnarsson, lögreglumaður í Vík í Mýrdal. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Langur meðgöngutími haft jákvæð áhrif

ÞEGAR gos hófst í Vatnajökli í októberbyrjun hófu jarðfræðingar strax að meta magn og tegundir gosefna og með hvaða hætti þau bærust frá gosstöðvunum niður Skeiðarársand og til sjávar. Sigurður R. Gíslason jarðfræðingur hefur starfað við þessar mælingar. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 38 orð

LEIÐRÉTT

Morgunblaðið birti 26. október síðastliðin greinina Geðheilbrigðisþjónusta í Noregi eftir Normu Mooney. Höfundur, sem er sálfræðingur, var ranglega kynntur sem geðlæknir. Greinin barst blaðinu frá samtökunum Geðhjálp. Samtökin og blaðið biðja velvirðingar á þessum mistökum. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 207 orð

Listaverk úr ís á Skeiðarársandi

HÓPUR nemenda í Myndlista- og handíðaskóla Íslands fór í gær austur á Skeiðarársand til að skoða aðstæður eftir hlaupið, auk þess sem nemarnir hjuggu myndir úr ísjökum á sandinum fram í myrkur. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 1173 orð

Marka þarf skýra stefnu stjórnvalda

MÁLÞINGIÐ var haldið af nokkrum fyrrverandi starfsmönnum Unglingaheimilis ríkisins í samstarfi við Barnaverndarstofu. Í upphafi þingsins stikluðu fyrirlesarar á stóru um meðferðarúrræði unglinga í sögulegu samhengi, Meira
14. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 313 orð

Málmleitartæki og þuklað á gestum

ÞAÐ er hreinn barnaleikur að komast óboðinn á blaðamannafund hjá Bill Clinton Bandaríkjaforseta miðað við að komast með boðsmiða á blaðamannafund hjá Salman Rushdie, hinum hundelta breska rithöfundi, sem með skrifum sínum hefur kallað yfir sig dauðadóm klerkastjórnarinnar í Íran. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð

Málsvari róttækrar vinstri stefnu

KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðubandalagsins á Austurlandi hélt aðalfund sinn sl. sunnudag. Í ályktun fundarins er byggðastefna ríkisstjórnarinnar fordæmd og þess krafizt, að stuðningur við atvinnuþróun og nýsköpun á landsbyggðinni fái forgang. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 208 orð

Málverk af Bjarna Benediktssyni í Höfða

MÁLVERK af Bjarna Benediktssyni var sett upp á ný vegna sýningar í Höfða, sem haldin var í byrjun október í tilefni af tíu ára afmæli leiðtogafundarins árið 1986. Myndin var tekin niður á síðasta ári þegar ákveðið var að skipta um listaverk á veggjum hússins en hún hafði fram að því hangið uppi í sérstöku fundarherbergi leiðtoganna, þeirra Ronalds Reagan og Mikhails Gorbachev. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 227 orð

Menntamálaráðherra andsnúinn samtímagreiðslum

BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, lýsti þeirri skoðun sinni í umræðum um málefni Lánasjóðs íslenzkra námsmanna á Alþingi á þriðjudag, að fjárveitingar til sjóðsins skyldu auknar, einkum til að létta endurgreiðslubyrði námslána. Meira
14. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 226 orð

Ný skáldsaga eftir Hermann Pálsson prófessor

BÓKAÚTGÁFAN á Hofi hefur gefið út skáldsöguna Finnugaldur og Hriflunga, ævintýri um norræna menningu, eftir Hermann Pálsson, prófessor í Edinborg. Bókin er gefin út í tilefni 75 ára afmælis Hermanns og er gefin út af bróður hans, Gísla Pálssyni á Hofi í Vatnsdal. Hermann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hafi skrifað þessa bók fyrst og fremst fyrir sjálfan sig í ellinni. Meira
14. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 278 orð

Nýtt orgel vígt í Þorlákskirkju

Þorlákshöfn-Nýtt og glæsilegt 18 radda pípuorgel verður vígt í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn sunnudaginn 17. nóvember nk. Sr. Sigurður Sigurðsson, vígslubiskup, predikar og vígir orgelið. Sr. Svavar Stefánsson og sr. Tómas Guðmundsson munu þjóna fyrir altari. Róbert Darling organisti og Söngfélag Þorlákshafnar sjá um tónlist. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 464 orð

Óánægja með næturvaktir lækna

Á RÁÐSTEFNU um heilbrigðisþjónustu í Hafnarfirði og nágrenni, sem haldin var í tilefni af 70 ára afmæli St. Jósefsspítala á föstudag, kom fram að óánægja er með fyrirkomulag á bráðavakt lækna á Heilsugæslu Hafnarfjarðar að næturlagi en frá deilu heilsugæslulækna í sumar hefur einn læknir verið á bakvakt frá miðnætti til átta að morgni. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 220 orð

Rekstrarfélag taki við í ársbyrjun 1998

TILLAGA nefndar um breytt rekstrarfyrirkomulag á Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal gerir ráð fyrir að rekstrarfélag verði stofnað um garðinn, sem taki við rekstrinum í ársbyrjun 1998. Lagt er til að megináhersla verði lögð á uppeldis- og kynningarstarf, sem tengist innlendri matvælaframleiðslu, Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 258 orð

Samgönguráðherra gagnrýndur

ÞRÍR þingmenn Sjálfstæðisflokks gagnrýndu á Alþingi í gær stefnu Halldórs Blöndal samgönguráðherra í málefnum póst- og fjarskiptaþjónustu á Íslandi. Einn þingmannanna, Viktor B. Kjartansson, beindi fyrirspurnum um samkeppnisstarfsemi á vegum Póst- og símamálastofnunar til ráðherrans. Meira
14. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Samvera eldri borgara

SAMVERA eldri borgara verður í Glerárkirkju á morgun, föstudaginn 15. nóvember frá kl. 15 til 17. Kór aldraðra kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Sigríðar Schiöth, undirleikari er Guðjón Pálsson. Kristinn G. Jóhannsson skólastjóri verður með upplestur. Boðið verður upp á veitingar og eru eldri borgarar hvattir til að koma til kirkju og eiga þar saman vinafund. Meira
14. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 339 orð

Samvinna verður efld milli háskólanna

SAMSTARFSSAMNINGUR milli Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands hefur verið undirritaður, en tilgangur hans er að efla samvinnu háskólanna á sviði kennslu, rannsókna og annarrar starfsemi og tekur hann til allra fræðasviða háskólanna. Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskóla Íslands, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, undirrituðu samninginn. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð

Samþykkja sameiningu í Básafell

Á HLUTHAFAFUNDINUM í fyrirtækjunum Útgerðarfélagið Sléttanes hf. á Þingeyri, Ritur hf., Básafell hf. og Togaraútgerð Ísafjarðar hf., sem haldnir voru í gærdag og í fyrrakvöld var samþykkt að fyrirtækin rynnu inn í hið nýja sjávarútvegsfyrirtæki á Ísafirði sem gengið hefði undir vinnuheitinu: Nýja Básafell. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 250 orð

Séra Jón Helgi kjörinn

SÉRA Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur á Dalvík, hlaut meira en helming atkvæða og þar með bindandi kosningu ífyrstu umferð ákjörfundi í sóknarnefnd Langholtskirkju í gærkvöldi. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Skerðingu mótmælt

"Félag Þroskahjálpar í Skagafirði og Húnavatnssýslum mótmælir harðlega 60% skerðingu tekjustofns framkvæmdasjóðs fatlaðra sem gert er ráð fyrir í framkomnu fjárlagafrumvarpi enda telur félagið að þau áform brjóti í bága við lög um málefni fatlaðra sem samþykkt voru á Alþingi 1992 en með þeim lögum var framkvæmdasjóði fatlaðra markaður ákveðinn tekjustofn. Meira
14. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 325 orð

Stefnt að nýrri matvöruverslun innan 2 vikna

Ísafirði-Samvinnulífeyrissjóðurinn og Kaupfélag Suðurnesja hafa að undanförnu átt með sér viðræður um stofnun eignarhaldsfélags, sem hefði það meginmarkmið að kaupa fasteign þrotabús Kaupfélags Ísfirðinga við Austurveg 2 á Ísafirði. Samkvæmt upplýsingum blaðsins munu a.m.k. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Stofnfundur Hollvinafélags læknadeildar

UNDIRBÚNINGSNEFND Hollvinafélags læknadeildar býður læknum, stúdentum og aðstandendum þeirra ásamt öðrum hollvinum læknadeildar til stofnfundar í Læknagarði við Vatnsmýrarveg föstudaginn 15. nóvember nk. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 69 orð

Stutt við Skeiðarárbrú

HÁLFNAÐ er að fylla að Skeiðarárbrúnni austan megin og bráðabirgðasúlur hafa verið settar undir hana þar sem stoðir fóru í flóðinu. 10-15 manns vinna að framkvæmdunum austan megin við sandinn. Jörgen Hrafnkelsson, tæknifræðingur hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði, segir að sennilega verði orðið ökufært yfir brúna í lok næstu viku. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 700 orð

Telja Hagkaup jafnvel greiða með vöru

TALSMENN gleraugnaverslana segja að verð í verslunum þeirra sé sambærilegt við verð í nágrannalöndum. Hagkaup bjóði líklega gleraugu á mjög lágu verði með því að sleppa álagningu eða greiða með vörunni til að ná hlutdeild í markaðinum. Þá segja talsmennirnir, að sala Hagkaups á gleraugum muni líklega höggva einhver skörð í raðir gleraugnaverslana. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 169 orð

Tékk-Kristall styrkir krabbameinssjúk börn

FYRIRTÆKIÐ Tékk-Kristall átti 25 ára afmæli 1. nóvember sl. Af því tilefni ákváðu eigendur þess að gefa Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB) 250.000 kr. "SKB var stofnað af foreldrum barna með krabbamein 2. september 1991 og átti því 5 ára afmæli fyrr á þessu ári. Tilgangur félagsins er að gæta á öllum sviðum, bæði utan og innan sjúkrahúsa, hagsmuna barna með krabbamein. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 317 orð

Tilkynntum ofbeldisverkum unglinga ekki fjölgað

JÓN GUÐMUNDSSON, starfsmaður forvarnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir að tilkynntum ofbeldisverkum meðal unglinga hafi ekki fjölgað upp á síðkastið, en svo virðist sem ofbeldið sé orðið harðara en var. "Það er sparkað meira og kýlt lengur en áður fyrr. Við förum að sjá þessa breytingu rétt fyrir 1990 en ofbeldið hefur komið í öldum." Gerður G. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 193 orð

Tjaldur kominn til Falklandseyja

TOGARINN Tjaldur frá Rifi gerði tilkynningaskyldunni viðvart um ferðir sínar um klukkan níu á þriðjudagsmorgun en hann var þá að leggja að bryggju í Port Stanley, höfuðstað Falklandseyja. Tjaldur hefur lagt að baki um 7.600 sjómílur frá því hann hélt úr höfn í Hafnarfirði 10. október sl. Meira
14. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 299 orð

"Tollurinn" verði afnuminn árið 2002

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins lagði í gær til að Danmörk, Finnland og Svíþjóð afnæmu í áföngum fram til ársins 2002 takmarkanir á magni áfengis, sem ferðamenn mega hafa með sér frá öðrum ESB-ríkjum til persónulegra nota. Svíar hóta að beita neitunarvaldi gegn tillögum framkvæmdastjórnarinnar. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Unglingameistaramót Íslands um helgina

SKÁKSAMBAND Íslands heldur Unglingameistaramót Íslands 1996, fyrir skákmenn fædda 1976 og síðar, dagana 15.­17. nóvember nk. í Faxafeni 12 og verða tefldar 7 umferðir eftir monrad-kerfi. Umhugsunartími er 1 klst. á alla skákina. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 140 orð

Úrillir ökumenn í umferðinni

ÚRILLIR ökumenn hafa látið nokkuð á sér kræla í umferðinni að undanförnu, en það þykir lögreglu hið versta mál, þar sem ekki veitir af góða skapinu til að létta för og draga um leið úr slysum. Meira
14. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 185 orð

Vinnslustöðin í Eyjum kaupir Hersi ÁR

VINNSLUSTÖÐIN í Vestmannaeyjum hefur skrifað undir samning um kaup á Hersi ÁR 4 af Ljósavík í Þorlákshöfn, en með skipinu fylgir loðnukvóti sem nemur 1,9% af heildarloðnukvótanum. Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að skrifað hefði verið undir samning um kaup á skipinu á þriðjudaginn, með fyrirvara um samþykki stjórnar fyrirtækisins. Meira
14. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 148 orð

Þúsundir heimilislausar

TUGIR þúsunda manna urðu að sofa á götunum í gær eftir að hús þeirra eyðilögðust eða skemmdust í öflugum landskjálfta sem reið yfir suðurhluta Perú á þriðjudag. Átta manns biðu bana í skjálftanum og að minnsta kosti 500 særðust, þar af tugir manna alvarlega. Meira

Ritstjórnargreinar

14. nóvember 1996 | Leiðarar | 603 orð

leiðari KAUPMÁTTUR OG SAMKEPPNI EYNSLAN hefur fært okkur h

leiðari KAUPMÁTTUR OG SAMKEPPNI EYNSLAN hefur fært okkur heim sanninn um að sölusamkeppni er forsenda góðrar þjónustu, fjölbreytts vöruúrvals og hagstæðs verðs. Harðnandi samkeppni í smásöluverzlun, sem stórmarkaðir eiga drjúgan hlut að, hefur styrkt almennan kaupmátt í landinu betur en flest annað. Meira
14. nóvember 1996 | Staksteinar | 321 orð

»Ný forusta Alþýðuflokks EKKI kom á óvart, að Sighvatur Björgvinsson hafði betur í fo

EKKI kom á óvart, að Sighvatur Björgvinsson hafði betur í formannskjöri enda nýtur hann virðingar fyrir reynslu sína og þekkingu. Þetta segir í leiðara Alþýðublaðsins um flokksþingið. Heimilisböl Meira

Menning

14. nóvember 1996 | Kvikmyndir | 292 orð

Aular grípa til sinna ráða

Leikstjóri Tom DeCerchio. Handritshöfundur Judd Apatow. Kvikmyndatökustjóri Oliver Wood. Tónlist Basil Poledouris. Aðalleikendur Damon Wayans, Daniel Stern, Dan Aykroyd, Cathy Moriarty. Bandaríkin 1996. Meira
14. nóvember 1996 | Bókmenntir | 337 orð

Á slóðum VesturÍslendinga

eftir William D. Valgardson. Guðrún G. Guðsteinsdóttir íslenskaði. Teikningar eftir Ange Zhang. Ormstunga, 1996-40 s. THOR, söguhetjan í þessari bók, er af íslensku bergi brotinn. Hann er í heimsókn hjá afa og ömmu við Winnipeg-vatn og á von á skemmtilegri helgi fyrir framan sjónvarpið. Meira
14. nóvember 1996 | Bókmenntir | 158 orð

Á tali við Laxá

RENNT í hylinn ­ Áfram streymir Laxá og ­ lífið nefnist bók eftir Björn G. Jónsson á Laxamýri. Björn fæddist og ólst upp á bökkum hinnar frægu veiðiár, Laxár í Aðaldal. Í bókinni er hann á eins konar eintali við ána, rennir færi sínu í hyl árinnar og minninganna. Í kynningu segir að Björn sé náttúruunnandi af Guðs náð og að hann skynji af innsæi hið fína jafnvægi milli manns og lands. Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | 63 orð

Dagskrá um Jónas Hallgrímsson

Í TILEFNI af degi íslenskrar tungu hinn 16. nóvember verður flutt stutt dagskrá um Jónas Hallgrímsson í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð, í dag fimmtudag 14. nóvember kl. 12.25. Helgi Hálfdanarson les nokkur ljóð og íslenskukennarar skólans flytja tvær sögur, Fífil og hunangsflugu og Legg og skel. Meira
14. nóvember 1996 | Bókmenntir | 762 orð

"... engum hinna líkur..."

eftir Daníel Ágústínusson, Hörpuútgáfan, Akranesi, 1996 ­ 150 bls. DANÍEL Ágústínusson hefur hér sett saman bók um sérstæðan mann, Leif Haraldsson sem margir Reykvíkingar komnir um og yfir miðjan aldur muna. Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | 145 orð

Erlendar bækur fyrir börn

ÞANN 21. október sl. var opnuð ný bókabúð sem sérhæfir sig í sölu á erlendum barnabókum. Bókabúðin ber heitið "The Yellow Brick Road" og er til húsa að Skólavörðustíg 8, bakatil. "Á undanförnum árum hefur aukist til muna sá fjöldi barna á Íslandi sem á erlenda foreldra auk þess sem íslensk börn dvelja oft erlendis langtímum með foreldrum sínum. Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | 33 orð

Framlengt Augnablik

SÝNING Ingó, Augnabliki, sem staðið hefur í galleríi Míró undanfarið, hefur verið framlengd til 30. nóvember. Á sýningunni eru ljósmyndir unnar með blandaðri tækni. Gallerí Míró, Fákafeni 9, er opið á verslunartíma. Meira
14. nóvember 1996 | Myndlist | -1 orð

"Hinsta sýningin"

Ungir listamenn. Opið frá kl. 14-18 alla daga. Lokað mánudaga. Til 17. nóvember. Aðgangur ókeypis. LISTHÚS koma og fara hér í borg sem annars staðar í heiminum á síðustu tímum, menn hætta að láta sér bregða er eitt eða fleiri leggja upp laupana, þótt eftirsjá sé að. Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Ísland í brennidepli í Essen

ÍSLAND var í brennidepli á svokölluðum Norðurlandadögum, sem haldnir voru í Essen í Þýskalandi nýlega. Þar voru kynntar íslenskar bókmenntir og kvikmyndir, íslenskur matur var borinn fram og myndlistarmaðurinn Tolli hengdi upp verk sín. Einnig var sýning á íslenska hestinum og nokkur fyrirtæki kynntu vörur og þjónustu. Það var fyrirtækið Nordis sem stóð fyrir kynningunni. Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | 53 orð

Karlakór Dalvíkur í söngför

KARLAKÓR Dalvíkur undir stjórn Jóhanns Ólafssonar heldur í söngför föstudaginn 15. nóvember og syngur í félagsheimilinu Logalandi í Borgarfirði um kvöldið kl. 21. Laugardaginn 16. nóvember verða tónleikar í Selfosskirkju kl. 15 og félagsheimilinu Seltjarnarnesi kl. 20.30 í tengslum við átthagamót Svarfdæingafélagsins. Meira
14. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 151 orð

Kynbomban er risin á fætur

KYNBOMBAN, leikkonan og fyrrum Playboy-kanínan Anne Nicole Smith hefur marga fjöruna sopið í gegnum tíðina en hún var hætt komin á síðasta ári og var lögð inn á spítala eftir að hafa tekið inn of stóran lyfjaskammt. Á tímabili héldu læknar að heili hennar hefði beðið skaða af og hún þyrfti að nota hjólastól um ókomna framtíð. Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | 494 orð

Listamenn virkjaðir í hugmyndavinnu

STEINGRÍMUR Eyfjörð myndlistarmaður sýnir verk sín í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Sýningin samanstendur annars vegar af framlögum listamanna til verkefnis í hugmyndavinnu og hins vegar sýnir Steingrímur persónulegri verk sem byggjast að nokkru leyti á vangaveltum hans tengdum trú og Biblíunni. "Ég er að fjalla um trúarumhverfið sem við lifum í og okkur sem erum afurð þess. Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | 201 orð

Listin sprettur af leiðindum

Ég læt mér viljandi leiðast. Geng inn í bar og hangi þar yfir misáhugaverðum samræðum. Hringi nokkur símtöl og hlusta á vandamál útí bæ. Set mig nauðugan viljandi í aðstöðu sem ég ræð ekki við, sem ég kem mér ekki útúr nema með hörku. Les bækur. Fer á tónleika. Best er að fara á klassíska tónleika. Hinn klassíski tómleiki fyllir mann óteljandi og nýjum hugmyndum. Meira
14. nóvember 1996 | Myndlist | 783 orð

Ljósbrigði: Yfirlit án greiningar

Ásgrímur Jónsson. Opið kl. 11-17 alla daga nema mánudaga til 1. desember; aðgangur kr. 300, sýningarbók kr. 6255. ÁSGRÍMUR Jónsson er og mun ávallt verða talinn einn af jötnum íslenskrar myndlistarsögu. Hér kemur ekki aðeins til sú staðreynd að hann var einn frumherjanna í endurlífgun íslenskrar myndlistar við upphaf þessarar aldar, heldur býr fleira að baki slíku mati. Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | 93 orð

Málverkasýning í Fjarðarnesi

ÞORSTEINN Jónsson fyrrverandi flugstjóri heldur þessa dagana sína fyrstu opinberu málverkasýningu í Veitingahúsinu Fjarðarnesi, Bæjarhrauni 4, Hafnarfirði. Til sýnis eru 12 olíumálverk, öll máluð á þessu ári og er mest um landslagsverk. Meira
14. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 63 orð

MTV verðlaun verða afhent í kvöld

EVRÓPUTÓNLISTARVERÐLAUN tónlistarsjónvarpsstöðvarinnar MTV verða afhent við hátíðlega athöfn í kvöld í Alexandria Palace í London. Þar koma fram meðal annarra hljómsveitin Smashing Pumpkins, George Micheal, Peter André, Garbage, Metallica og The Fugees. Aðalstjórnandi kvöldsins verður Robbie Williams, fyrrum liðsmaður unglingahljómsveitarinnar Take That. Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | 117 orð

Nýjar hljómplötur

ÚT er komin geislaplata með íslenskum sönglögum. Elísabet F. Eiríksdóttir sópran syngur við undirleik Elínar Guðmundsdóttur. Á plötunni eru 20 lög eftir 14 tónskáld og segir í kynningu að þau spanni vítt svið þess fjársjóðs, sem íslensk sönglög eru. Meira
14. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 128 orð

Óperukjallarinn opnaður

SKEMMTISTAÐURINN Óperukjallarinn var opnaður með viðhöfn um síðustu helgi en hann er til húsa að Hverfisgötu 8-10 þar sem skemmtistaðurinn Ingólfskaffi var áður. Að sögn Jóhannesar Baldvinssonar veitingamanns var vel mætt á opnunarhófið en þar var gefinn forsmekkurinn að því sem boðið verður upp á á staðnum í vetur. Meira
14. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 163 orð

Óþekkjanlegar poppstjörnur

HÉR ERU dregnar fram í dagsljósið gamlar myndir af frægum popp- og rokkstjörnum sem margar eru Íslandsvinir. Sumar eru nánast óþekkjanlegar en á öðrum hefur tímans tönn lítið unnið. Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | 110 orð

París. Reuter. FRUMRAUN Pascale Rose á ritvel

Enginn verður feitur af verðlaunafénu, sem nemur 50 frönkum, um 650 kr. ísl., en verðlaunin tryggja höfundinum geysilega bókasölu. Dómnefndin klofnaði í atkvæðagreiðslunni og gekk í þrígang til atkvæða áður en hún komst að niðurstöðu en skáldsagan "Rhapsodie Cubaine" (Kúbönsk rapsódía) eftir Eduardo Manet, fékk jafnmörg atkvæði og saga Rose. Meira
14. nóvember 1996 | Bókmenntir | 195 orð

Persónulegt uppgjör

LÁVARÐUR heims, ný skáldsaga eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er að koma út. Þetta er fimmta bók Ólafs Jóhanns og segja má að hún sé fyrsta "stóra" skáldsaga hans í fimm ár eða frá því Fyrirgefning syndanna kom út. Í kynningu frá forlaginu segir um höfundinn: "Í nýju bókinni gengur hann nær sér en í fyrri verkum og er Lávarður heims án efa hans persónulegasta bók. Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | 68 orð

Rannver með fyrirlestur

RANNVER H. Hannesson forvörður heldur fyrirlestur í Ljósmyndamiðstöðinni Myndási, Laugarásvegi 1, í kvöld, fimmtudag kl. 20. Rannver mun tala um frágang og geymslu á filmum og ljósmyndapappír, hvaða umbúðir eru heppilegastar fyrir filmur og pappír. Hvað hafa skal í huga þegar ljósmyndir eru rammaðar inn hvaða efni eru skaðleg filmum og pappír og margt fleira. Meira
14. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 251 orð

Regnboginn sýnir myndina Saklaus fegurð

REGNBOGINN hefur sýningu á kvikmyndinni Saklausri fegurð eða "Stealing Beauty" í leikstjórn Bernardo Bertolucci. Í aðalhlutverkum eru Liv Tyler, Jeremy Irons og Sinead Cusack. Myndin fjallar um 19 ára ameríska stúlku, Lucy Harmon, Meira
14. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 1168 orð

Safnfréttir, 105,7

DANSHÚSIÐ GLÆSIBÆ Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Miðaldarmenn. Hljómsveitina skipa: Sturlaugur Kristjánsson, hljómborð og söngur, Kristján Dúi Benediktsson, Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | 73 orð

Skiptibókamarkaður fyrir vasabrotsbækur

HJÁ Ömmu í Réttarholti, Þingholtsstræti 5, verður á föstudag, 15. nóvember, opnaður skiptibókamarkaður fyri notaðar vasabrotsbækur. Hugmyndin er sú að fólk komi með kilju sem það hefur lokið við að lesa, leggi hana inn á markaðinn og taki með sér aðra sem það hefur áhuga á að lesa. Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | 58 orð

Skúlptúr í Slunkaríki

GUÐJÓN Ketilsson opnar sýningu í Slunkaríki á laugarag kl. 16. Hann mun sýna einn skúlptúr sem er samsettur af mörgum einingum. Guðjón lærði list sína hér heima og í Kanada og á að baki margar sýnignar hér heima og erlendis. Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | 21 orð

Sýningu á tússteikningum að ljúka

Sýningu á tússteikningum að ljúka SÝNINGU Sigurbjörns Ó. Kristinssonar á tússteikningum í Galleríi Jörð, Reykjavíkurvegi 66 í Hafnarfirði, lýkur á laugardag. Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | 53 orð

Sýningu Benedikts að ljúka

NÚ fer í hönd síðasta sýningarhelgi hjá Benedikt Kristþórssyni í Galleríi Horninu í Hafnarstræti 15. Sýningin ber yfirskriftina "Kyrralífsteikningar" og samanstendur af lágmyndum unnum í pappír. Hann hefur haldið eina einkasýningu í Lúxemborg árið 1992 og hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum, síðast í Norræna húsinu fyrir réttu ári. Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | 213 orð

Tónaflóð í Hótel Borgarnesi

TÓNLISTARFÉLAG Borgarfjarðar bauð Borgfirðingum að hlýða á Vínartónleika í Hótel Borgarnesi föstudagskvöldið 8. nóvember. Frábærir listamenn komu þar fram, en þeir voru: Signý Sæmundsdóttir, sópran, Þorgeir Andrésson, tenór, Jónas Þ. Dagbjartsson, fiðla, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, Páll Einarsson, kontrabassi, og Sigurður Snorrason, klarinettur. Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | 92 orð

Upplestrarkvöld á Súfistanum

EFNT verður til kynningarkvölds á Súfistanum, bókakaffinu í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18. Þar lesa eftirfarandi höfundar úr nýjum bókum; Thor Vilhjálmsson les úr bókinni Fley og fagrar árar, Ólafur Gunnarsson les úr skáldsögunni Blóðakur, Þórarinn Eldjárn les úr skáldsögunni Brotahöfuð og Böðvar Guðmundsson les úr skáldsögunni Lífsins tré. Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | 53 orð

Upplestur í Gerðarsafni

Í DAG fimmtudag 14. nóvember heldur upplestrarröð á vegum Ritlistarhóps Kópavogs áfram í kaffistofu Gerðarsafns milli kl. 17 og 18. Gestir þessa vikuna verða Andri Snær Magnason, Björgvin Ívar og Magnúx Gezzoon. "Félagarnir hafa frjálsar hendur á kaffistofunni um fjörtíu mínútna skeið og leika jafnvel lausum hala", segir í kynningu. Meira
14. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 189 orð

Var kanína í fimm daga

STEVE Broido, leiklistarnemi á lokaári sínu við Wesleyan-háskólann í Connecticut, eyddi nýlega fimm dögum í að ráfa um háskólalóðina íklæddur bláum loðnum kanínubúning í þeim tilgangi að kanna hve langt væri hægt að ganga, fyrir leikara, í að lifa sig inn í þær persónur sem hann leikur. Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | 223 orð

Venjulegt líf

KANADÍSKA skáldkonan Alice Munro er meistari þess að draga fram hið óvenjulega í því sem virðist venjulegt. Sögur hennar gerast flestar í kanadískum smábæ, líkum þeim sem hún býr í, en ógn og yfirnáttúrulegir atburðir eru þó sjaldnast langt undan. Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | 478 orð

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

VERÐLAUN Jónasar Hallgrímssonar verða afhent í fyrsta skipti 16. nóvember sem er fæðingardagur skáldsins í tilefni af degi íslenskrar tungu sem þá verður haldin hátíðlegur einnig í fyrsta sinn. Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, afhendir verðlaunin og auk þess sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu í Listasafni Íslands. Meira
14. nóvember 1996 | Menningarlíf | 1664 orð

VERKIN VERÐA AÐ VIRKA

Laugardagur Listasafnið á Akureyri. Á þessum degi er opnuð sýning Þorvaldar Þorsteinssonar, Eilíft líf. Þetta er ekki eins og venjuleg opnun sýningar. Einhvern veginn allt öðruvísi. Fólksmergð, eins og venjulega. Allt annað andrúmsloft. Meira
14. nóvember 1996 | Kvikmyndir | 350 orð

Öfugsnúin heimsmynd

Leikstjórn og handrit: Desmond Nakano. Aðalhlutverk: John Travolta, Harry Belafonte, Kelly Lynch. UGC. 1995. SPENNUMYNDIN Hvíti maðurinn eftir Desmond Nakano snýr dæminu við í Bandaríkjunum og gerir svarta manninn að herrastéttinni í landinu. Meira

Umræðan

14. nóvember 1996 | Aðsent efni | 721 orð

Aðför að eldri borgurum

ÞJÓÐIN hefur undanfarin ár lifað um efni fram. Bæjar- og sveitarfélögin lifa flest um efni fram og einstaklingar, margir hverjir, lifa um efni fram. Það er margt gert til að hvetja fólk til að eyða meiru en það ræður við, t.d. allar þessar afborganir. Hver kannast ekki við auglýsingu eins og "Góð notuð bifreið til sölu án útborgunar". Meira
14. nóvember 1996 | Aðsent efni | 870 orð

Aðventusöfnun Caritas Íslands

GLAÐUR og hraustur í dag ­ farlama og vesæll á morgun hafa orðið örlög margra. Elli og hrörnun bíður okkar flestra. Síðasta áfangnn getum við átt undir högg að sækja. Sumir eru lamaðir af ýmsum sjúkdómum, aðrir illa áttaðir eins og heiðursmaður sem fannst um hánótt á náttfötunum úti á götu, enn aðrir búa í heilsuspillandi hjöllum og skúrum. Meira
14. nóvember 1996 | Aðsent efni | 645 orð

Dýr sparnaður

Í FJÖLMIÐLUM nú undanfarið hefur verið frá því skýrt að stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur hafi verið gert að spara 80,5 milljónir króna fram til áramóta og mun sá sparnaður dreifast á öll svið sjúkrahússins. Meira
14. nóvember 1996 | Aðsent efni | 685 orð

Insúlín til lífstíðar

Í DAG, 14. nóvember, er alþjóðlegi sykursýkisdagurinn. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur sérstaklega valið þessum degi einkunnarorðin "Insulin for life" eða insúlín til lífstíðar. Á þessu ári er þess minnst að 75 ár eru liðin síðan insúlín var uppgötvað í Toronto í Kanada. Meira
14. nóvember 1996 | Aðsent efni | 504 orð

Kjarnorkuvopn eru ólögleg

EITT helsta baráttumál friðarhreyfinga víðs vegar um heim er nú í höfn. Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur fellt sinn úrskurð um ólögmæti kjarnorkuvopna. Þessi stórtíðindi hafa þó ekki hlotið náð fyrir augum fréttastofu sjónvarps og öðrum þeim fjölmiðlum sem Íslendingar treysta á. Meira
14. nóvember 1996 | Bréf til blaðsins | 825 orð

Ólánasjóður íslenskra námsmanna

ÉG HEF verið að velta þeirri spurningu fyrir mér undanfarið hvort á Íslandi ríki jafnrétti til náms, en því halda stjórnmálamenn gjarnan fram á tyllidögum. Ég hóf nám í hjúkrunarfræði haustið 1995, en í því fagi eru svokölluð samkeppnispróf við lýði og því komast aðeins um 60 nemendur inn um áramót. Prófin eru fimm talsins: Líffærafræði (lágm.eink. 5,0), efnafræði (lágm.eink. Meira
14. nóvember 1996 | Aðsent efni | 511 orð

Sátt um nýjan lánasjóð

UNDANFARIN misseri hefur nefnd á vegum menntamálaráðherra unnið að endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Lítið bólar á tillögum nefndarinnar og er námsmenn farið að lengja eftir frumvarpi til nýrra og námsmannavænna laga um sjóðinn. En hverju vilja námsmenn breyta? Allt frá árinu 1992 hafa námsmenn þurft að búa við það óréttlæti að fá námslán sín greidd út eftir á, þ.e. Meira
14. nóvember 1996 | Bréf til blaðsins | 482 orð

Svar til Sigurðar Þórs Guðjónssonar tónlistargagnrýnanda(?)

MÉR þykir vænt um að grein mín um tónlistargagnrýni sem birtist í Morgunblaðinu hinn 2. nóvember síðastliðinn hefur vakið menn til umræðu og vonandi alvarlegrar umhugsunar um hina vandmeðförnu list sem vönduð og ábyrg tónlistargagnrýni er. Málefnalegt andsvar Sigurðar Þórs Guðjónssonar við grein minni birtist í Morgunblaðinu hinn 10. nóvember síðastliðinn. Meira
14. nóvember 1996 | Aðsent efni | 1044 orð

Til varnar Sameinuðu þjóðunum

SVANFRÍÐUR Jónasdóttir, hv. 6. þingmaður Norðurlands eystra, réðst um daginn í þingsölum Alþingis allharkalega á Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO. Vændi hún stofnunina m.a. um "hræðsluáróður" og fyrir að "stilla upp áróðursstöðu fyrir þá sem vantar vopn gegn fiskveiðiþjóðum eins og okkur". Meira

Minningargreinar

14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 505 orð

Árni Pétursson

Það gæti virst svo, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að rita enn eina minningargrein um Árna Pétursson, en við sem eftir erum og stóðum honum svo nærri, getum ekki annað en minnst hans með fáeinum orðum. Ekki að við getum með því fengið hann aftur, eða að söknuðurinn verði minni, heldur viljum við einfaldlega minnast hans og að það verði vitað hve mikla þýðingu hann hafði fyrir okkur. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 29 orð

ÁRNI PÉTURSSON

ÁRNI PÉTURSSON Árni Pétursson fæddist í Vestmannaeyjum 4. febrúar 1941. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 9. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 18. október. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 445 orð

Elínborg Óladóttir

Kæra Bogga. Þegar þú ert nú kvödd af okkur sem enn erum í jarðvist okkar langar mig til að rifja upp hugleiðingar mínar í gegnum árin. Ég ólst upp í næsta húsi við hús fjölskyldunnar. Ég var barn enn þegar þú varst orðin ung, glæsileg kona sem ég dáðist mjög að. Ég þekkti enga aðra flugfreyju en þig og veit nú að þú varst fyrsta flugfreyja Loftleiða á þessum tíma. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 28 orð

ELÍNBORG ÓLADÓTTIR Elínborg Óladóttir fæddist í Reykjavík 25. nóvember 1928. Hún lést á Landspítalanum 28. október síðastliðinn

ELÍNBORG ÓLADÓTTIR Elínborg Óladóttir fæddist í Reykjavík 25. nóvember 1928. Hún lést á Landspítalanum 28. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 5. nóvember. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 257 orð

Fannberg Jóhannsson

Þessi fátæklega kveðja kemur í huga minn þegar ég geng hér á eftir hvítum bústað þínum. Bústað sem þér einum er ætlaður. Þessum lokabústað sem aðeins var byggður fyrir þig og enginn annar mun eigna sér. Nú hef ég tekið þátt í að koma honum fyrir á lokaáfangastað. Stað sem hefur ekkert heimilisfang en merktur verður þér einum. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 29 orð

FANNBERG JÓHANNSSON

FANNBERG JÓHANNSSON Fannberg Jóhannsson fæddist í Ólafsfirði 30. september 1915. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 23. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvítasunnukirkjunni í Vestmannaeyjum 2. nóvember. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 759 orð

Friðbjörn Guðbrandsson

Þeim fækkar óðum sem lifað hafa frá upphafi aldarinnar. Margir ætla, að "sín" kynslóð hafi bætt stöðu og hag þjóðarinnar meir en nokkur kynslóð önnur. Úrskurður um þetta bíður dóms sögunnar sem löngum reynist annar en samtímamatið. Það er margra skoðun að aldamótakynslóðin hafi fært þjóðinni nýja og bjartari lífssýn, jafnvel nýja lífsvon eftir armæðutímabil undangenginna áratuga. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 618 orð

Friðbjörn Guðbrandsson

Elsku afi minn. Í dag er tæplega vika síðan ég sat hjá þér inni á Eir og hélt í hönd þína. Þú sagðir lítið við mig en þess í stað hélstu þéttingsfast í mig og ornaðir mér með þinni sterku og hlýju hönd. Á þessu augnabliki streymdu minningarnar fram og þá minntist ég meðal annars þess, að þegar ég var barn fannst mér þú vera með þær hlýjustu og sterkustu hendur, sem ég hafði séð. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 1437 orð

Friðbjörn Guðbrandsson

Ekkert fær stöðvað straum tímans. Fyrir tæpum 40 árum kom ég ungur maður á heimilið á Hofteigi 34. Yngri dóttir húsráðanda kynnti mig fyrir föður sínum, snaggaralegum, snyrtilega klæddum manni á besta aldri. Aldrei þessu vant fann ég til dálítillar feimni, því mér fannst húsráðandi horfa á mig gagnrýnum augum. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 390 orð

FRIÐBJÖRN GUÐBRANDSSON

FRIÐBJÖRN GUÐBRANDSSON Friðbjörn Guðbrandsson fæddist í Önundarholti í Villingaholtshreppi 8. apríl 1902. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir hinn 4. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hólmfríður Hjartardóttir, f. 10. maí 1875 á Hlemmiskeiði, d. 11. febrúar 1945, og Guðbrandur Tómasson, f. 18. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 394 orð

Geir Gíslason

Geir var skipasmiður. Hann vann lengi í Slippnum í Reykjavík. Hann var einnig húsasmiður og byggði sér sitt eigið íbúðarhús á Bauganesi 42, að mestu einn. Húsið hans á Bauganesi 42 var bæði stórt og fallegt og handbragð hans á því var með eindæmum gott. Geir vann lengi á Veðurstofunni, eða allt þar til hann veiktist á síðastliðnu sumri. Á Veðurstofunni vann hann við smíðavinnu. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 26 orð

GEIR GÍSLASON

GEIR GÍSLASON Geir Gíslason fæddist í Reykjavík 26. október 1926. Hann lést á Landspítalanum 20. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 29. október. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 371 orð

Guðmunda Guðrún Guðmundsdóttir

Það er skammt stórra högga á milli í okkar litla samfélagi í Lúxemborg. Sólríkur og gullinn októbermánuður er að baki. Skuggar skammdegisins farnir að lengjast. Fyrir liðlega mánuði fylgdum við kærum vini og félaga til grafar. Aftur berast þær fréttir að komið sé að kveðjustund. Að þessu sinni er það kær vinkona sem lokið hefur langri baráttu við illvígan sjúkdóm. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 30 orð

GUÐMUNDA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐMUNDA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Guðmunda Guðrún Guðmundsdóttir fæddist á Kluftum í Hrunamannahreppi 20. ágúst 1940. Hún lést í Landspítalanum 2. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 12. nóvember. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 102 orð

Gunnar Óskarsson

Vorhretin götuna vörðuðu þína vindblásinn melur þitt einasta skjól, leitaðir villtur að vermandi sól og vinar sem mætti þér leiðina sýna. Rótslitinn kvistur á ókunnu engi óvarinn barðist af magnvana þrá, örlagastraumurinn ströndinni frá stríðefldur bar þig í hafvillu lengi. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 32 orð

GUNNAR ÓSKARSSON

GUNNAR ÓSKARSSON Gunnar Óskarsson fæddist í Reykjavík 9. júlí 1923. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Víðivöllum í Skagafirði 25. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Miklabæjarkirkju 2. nóvember. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 517 orð

Marianne Emmé Planvig

Marianne fluttist til Íslands 17 ára að aldri til að vitja ættlands ömmu sinnar, Soffíu Ágústsdóttur Grønquist frá Valhöll í Vestmannaeyjum. Marianne var björt yfirlitum, gullfalleg og flutti með sér andblæ meginlandsins. Dálítið bóhemsk í klæðaburði, langt áður en það varð tíska hér og miðað við okkur hér heima á þessum tíma var hún mikil heimskona þrátt fyrir ungan aldur. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 125 orð

MARIANNE EMMÉ PLANVIG

MARIANNE EMMÉ PLANVIG Marianne Emmé Planvig fæddist í Kaupmannahöfn 3. september 1945. Hún lést í Kaupmannahöfn 3. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Marianne voru hjónin Lise Grønquist og Jørgen Emmé Pedersen sálfræðingur en þau eru bæði látin. Marianne giftist í Reykjavík árið 1964, Ágústi J. Schram og eru dætur þeirra: 1) Unnur Lísa, f. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 713 orð

Ólafur Jensson

Með andláti Ólafs Jenssonar sjáum við á bak miklum höfðingja. Hann var virðulegur í fasi, bar með sér reisn og kraft. Það var bjart yfir honum í öllu tilliti og samferðafólk fann sterkt fyrir nálægð hans. Ólafur var fræðimaður af lífi og sál og átti auðvelt með að hrífa aðra með sér í starfi og aðdáun á undraverkum náttúrunnar. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 29 orð

ÓLAFUR JENSSON

ÓLAFUR JENSSON Ólafur Jensson fæddist í Reykjavík 16. júní 1924. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 31. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 7. nóvember. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 191 orð

SIGRÐUR KRISTJÁN BALDUR ÓLASON

Sigurður Kristján Baldur Ólason röntgenlæknir fæddist á Svalbarðseyri 30.9 1918 og lést í Landspítalanum þ. 6.11. 1996. Foreldrar: Óli P. Kristjánsson póstmeistari á Akureyri og k.h. Jósefína Pálsdóttir. Systir: Hjördís f. 26.12. 1922. Maki: Herdís Elín Steingrímsdóttir, f. 23.11. 1921, d. 17.12. 1995. Foreldrar hennar: Steingrímur Matthíasson læknir og k.h. Kristín Þórðardóttir Thoroddsen. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 426 orð

Sigurður Ólason

Eftir margra ára ánægjulegt samstarf er okkur bæði ljúft og skylt að minnast Sigurðar Ólasonar með nokkrum orðum. Hann hóf störf á röntgendeild FSA árið 1955, tveimur árum eftir að núverandi sjúkrahús við Eyrarlandsveg var tekið í notkun og starfaði allt til ársins 1990, þegar röntgendeildin var flutt í nýbygginguna. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 373 orð

Sigurður Ólason

Vinur okkar og félagi, Sigurður Ólason læknir, er látinn og lagður í mold í dag. Þar féll einn enn úr okkar hópi, sem fyrir um það bil hálfri öld tókum höndum saman um að stofna veiðineyti við Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu. Sumir okkar höfðu enga reynslu í iðkun þessarar íþróttar, en aðrir ­ þar á meðal Sigurður hafði ungur verið að veiðum með föður sínum og lært af honum. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 196 orð

Sigurður Ólason

Hamingjan er afstætt hugtak. Sumt sem veitir einum unað getur verið öðrum einskis virði. Og oftast er hamingjan hverful, a.m.k. sú sem utan frá er fengin. Þessi orð eru mér efst í huga þá ég kveð Sigurð Ólason lækni, móðurbróður minn. Sigurður var mér ráðhollur alla tíð, sannur vinur, þó ekki bæri mér ætíð gæfa til að fara að orðum hans. Sumt fólk er kallað náttúrubörn. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 706 orð

Sæmundur Stefánsson

Látinn er Sæmundur Stefánsson æðarbóndi og fyrrv. stórkaupmaður, 91 árs að aldri. Við söknum þess að hafa ekki átt kost á að kynnast Sæmundi fyrr á lífsleiðinni því hann er í huga okkar einstakur persónuleiki. Leiðir okkar lágu saman þegar börn okkar rugluðu saman reitum fyrir 15 árum og var Sæmundur þá á áttræðisaldri. Meira
14. nóvember 1996 | Minningargreinar | 27 orð

SÆMUNDUR STEFÁNSSON Sæmundur Stefánsson fæddist að Völlum í Svarfaðardal 16. ágúst 1905. Hann lést á Landspítalanum 1. nóvember

SÆMUNDUR STEFÁNSSON Sæmundur Stefánsson fæddist að Völlum í Svarfaðardal 16. ágúst 1905. Hann lést á Landspítalanum 1. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram frá Hríseyjarkirkju 9. nóvember. Meira

Viðskipti

14. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 191 orð

»Lokaverð aldrei hærra Lokaverð þýzkra hlutabréfa sló fyr

Lokaverð þýzkra hlutabréfa sló fyrri met í gær, en í öðrum evrópskum kauphöllum var staðan neikvæð vegna uggs um vexti. Á gjaldeyrismörkuðum treysti dollar stöðu sína vegna bjartsýni á niðurstöður fundar í stjórn bandaríska Seðlabankans. Methækkun í Frankfurt stafaði af eflingu dollars sem hjálpar útflutningi. DAX vísitalan hækkaði um 39,13 punkta í 2773,43 og sló fyrra met frá föstudegi. Meira

Daglegt líf

14. nóvember 1996 | Neytendur | 188 orð

Dýrt að hringja til Grænlands

LESANDI, sem oft þarf að hringja til Grænlands, hafði samband og sagðist furða sig á því að það væri sama mínútugjald ef hringt væri til Grænlands og til Ástralíu. Hann vildi gjarnan fá á því útskýringar hvers vegna svo dýrt væri að hringja til Grænlands en mínútan kostar um 150 krónur. Meira
14. nóvember 1996 | Neytendur | 185 orð

Grænmetisverð fer lækkandi

UNDANFARNA daga hafa sumar tegundir grænmetis lækkað í verði. Kílóið af tómötum var í gær selt á 149 krónur í Bónus og í dag á kílóverð tómata að lækka í 99 krónur hjá Nóatúni. "Við verðum með nokkrar grænmetistegundir á tilboði og til dæmis kostar græn paprika 189 krónur kílóið en aðrir litir af papriku eru á 389 krónur kílóið. Meira
14. nóvember 1996 | Neytendur | 52 orð

Járn og kalk í vökvaformi

Í FLESTUM lyfjaverslunum fást nú til kaups bragðbættar járn- og kalkmixtúrur í vökvaformi. Járnmixtúran Feroglobín B12 er blönduð C- og B-vítamínum og steinefnum og bragðbætt með malti og hunangi. Í kalkmixtúrunni Oestocare er blanda af magnesíum, zinki og D- vítamínum auk þess sem það er bragðbætt með appelsínubragði. Meira
14. nóvember 1996 | Neytendur | 74 orð

Mexíkóskur matur heim í stofu

MATSTOFA Sigga Hauks hefur nú bætt við reksturinn heimsendingarþjónustu á mexíkóskum mat og heitir fyrirtækið Ísmex. Á matstofu Sigga Hauks er boðið upp á heimilismat en einnig mexíkóskan mat og sérstakt tilboð er í gangi fyrir þá sem sækja sjálfir matinn eða borða á staðnum. Heimsendingarþjónustan er opin frá 12 til 22 og á föstudögum og laugardögum til klukkan 23.30. Meira
14. nóvember 1996 | Neytendur | 76 orð

Nýtt gæðaeftirlit hjá SS

SLÁTURFÉLAG Suðurlands svf. hefur í samvinnu við Gagnastýringu þróað búnað til að merkja dilkaskrokka í sláturhúsi. Þannig prentast út fyrir hvern einstakan skrokk miði sem inniheldur allar nauðsynlegar upplýsingar um skrokkinn. Það sem er nýtt eru merkingar sem gera kleift að rekja einstaka skrokka. Einnig er unnt að sérmerkja innlegg eins og t.d. Meira
14. nóvember 1996 | Neytendur | 66 orð

Ný vörumerki hjá Tískuhúsi Sissu

TÖLUVERÐAR breytingar hafa verið gerðar á Sissu tískuhúsi að Hverfisgötu 52. Vöruúrval hefur verið aukið og er nú hægt að fá þar fatnað frá Morrison og Atmosphere. Aðalhönnuður þessa fatnaðar Janne Gouldborg hlaut nýverið gullfingurbjörgina og í fréttatilkynningu frá Tískuhúsi Sissu er tekið fram að fatnaðurinn sé á sama verði og á hinum Norðurlöndunum. Meira
14. nóvember 1996 | Neytendur | 74 orð

Pot-núðlur

FRÁ og með 1. október síðastliðnum hóf Ásbjörn Ólafsson ehf. að annast sölu og dreifingu á Pot-núðlum sem fram til þessa hafa verið til sölu hjá Karli K. Karlssyni. Fyrirtækið CPC Foods A/S keypti Pot Noodles fyrirtækið á síðasta ári en það fyrirtæki á meðal annars vörumerkin Knorr, Maizena og Mazola. Þar sem Ásbjörn Ólafsson ehf. Meira
14. nóvember 1996 | Neytendur | 38 orð

Tómatkraftur í túpum

NÚ ER kominn á markaðinn tómatkraftur í145 g túpum. Með þessumóti á að vera hægt aðgeyma kraftinn lenguren ella því loft kemstekki að vörunni þráttfyrir að hún hafi veriðopnuð. Það er Bergdalehf. sem flytur inn vöruna. Meira

Fastir þættir

14. nóvember 1996 | Dagbók | 2777 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 8.-14. nóvember eru Laugavegs Apótek, Laugavegi 16, og Holts Apótek, Glæsibæ, Álfheimum 74, opin til kl. 22. Auk þess er Laugavegs Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugard. kl. 10-14. Meira
14. nóvember 1996 | Í dag | 100 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Níræð er í dag, fimmtudag

Árnað heillaÁRA afmæli. Níræð er í dag, fimmtudaginn 14. nóvember,Ingiríður Vilhjálmsdóttir, Selbrekku 21, Kópavogi. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í sal SVR á Kirkjusandi frá kl. 17 í dag, afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Níræður er í dag, fimmtudaginn 14. Meira
14. nóvember 1996 | Fastir þættir | 58 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

Eftir 9 umferðir í Butler tvímenningi þar sem 36 pör taka þátt, er staða efstu para eftirfarandi: Eðvarð Hallgrímsson ­ Magnús Sverrisson86 Sigrún Pétursdóttir ­ Guðrún Jörgensen48 Aðalheiður Torfad. ­ Ragnar Ásmundss.44 Jóhannes Guðmundss. ­ Aðalbj. Benidiktss.43 Halldór Svanbergss. ­ Óli M. Guðmundss.41 Jónína Pálsd. ­ Ragnheiður Tómasd. Meira
14. nóvember 1996 | Fastir þættir | 143 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag ELdri borgara

Mánudaginn 4. nóvember spiluðu 24 pör í tveimur riðlum. Og var þetta síðasti dagurinn í minningarmótinu um Jón Hermannsson. A­riðill Júlíus Guðmundsson ­ Jón Magnússon131 Magnús Halldórsson ­ Baldur Ásgeirsson117 Ingunn K. Bernburg ­ Vigdís Guðjónsdóttir114 Meðalskor 108. Meira
14. nóvember 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. júní í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Áslaug Magnúsdóttirog Svavar Sigmundsson. Heimili þeirra er í Kjarrlundi 1, Akureyri. Meira
14. nóvember 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. júní í Akureyrarkirkju af sr. Pétri Þórarinssyni Birna Ásgeirsdóttir ogÖrn Heimir Guðbjörnsson. Heimili þeirra er í Bjarnargarði, Hjalteyri. Meira
14. nóvember 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júlí í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Hrönn Halldórsdóttir ogJóhann Austfjörð. Heimili þeirra er á Norðurgötu 51, Akureyri. Meira
14. nóvember 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. maí í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Heiðbjört Friðriksdóttir og Jón Sigtryggsson. Heimili þeirra er á Norðurgötu 40, Akureyri. Meira
14. nóvember 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. maí í Akureyrarkirkju af sr. Svavari alfreð Jónssyni Guðrún Hilmarsdóttirog Haukur Guðjónsson. Heimili þeirra er í Aðalstræti 22, Akureyri. Meira
14. nóvember 1996 | Dagbók | 615 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
14. nóvember 1996 | Í dag | 394 orð

RAMFARIR læknavísindanna koma Víkverja alltaf jafn miki

RAMFARIR læknavísindanna koma Víkverja alltaf jafn mikið á óvart, enda virðast þeim engin takmörk sett. Skýrt var frá því hér í blaðinu að læknar á Landspítala hefðu hafið aðgerðir á lungnaþembusjúklingum. Sá hluti lungna þeirra, sem skemmdastur er, er skorinn burt og batnar líðan sjúklinga verulega við þetta. Meira
14. nóvember 1996 | Í dag | 121 orð

Vel af sér vikið, Verslingar ÉG LEYFI mér að benda á afar v

ÉG LEYFI mér að benda á afar vel unna og leikna sýningu Verslunarskóla Íslands, þ.e. Leikfélagsins Alls milli himins og jarðar, á The Breckfast Club. Þetta er sýning sem er öllum aðstandendum til sóma og á skilið góða aðsókn. Til hamingju, VÍ. Meira
14. nóvember 1996 | Fastir þættir | 262 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞÆTTINUM hefir borist efirfarandi bréf frá Ásgeiri Ásbjörnssyni í tilefni 50 ára afmæli Bridsfélags Hafnarfjarðar: Bridsfélag Hafnarfjarðar varð nýlega 50 ára og er þar með orðið eitt af elstu starfandi bridsfélögum á landinu. Að sjálfsögðu er haldið upp á afmælið með ýmsu móti, en helst er það að nefna að við fórum með fríðu föruneyti í víking til Írlands og skoruðum þarlenda kappa á hólm. Meira

Íþróttir

14. nóvember 1996 | Íþróttir | 34 orð

Bein útsending á Highbury

SJÓNVARPAÐ verður beint frá viðureign Man. Utd. og Arsenal á Highbury, heimavelli Arsenal, þegar liðin mætast á Old Trafford á laugardaginn. Aðgangseyri er tíu pund fyrir fullorðna, fimm pund fyrir börn. Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 229 orð

Geir meiddur í baki

Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, meiddist í Evrópuleik með félagi sínu, Montpellier, sl. laugardag. Liðið tók þá á móti CSKA Moskvu í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum í EHF-keppninni og sigraði 24:18 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 10:9 fyrir Montpellier. Síðari leikur liðanna fer fram í Moskvu um næstu helgi. Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 239 orð

Haukar - UMFA23:22

Íþróttahúsið við Strandgötu, 16-liða úrslit bikarkeppninnar, miðvikud. 13. nóv. 1996. Gangur leiksins: 0:1, 2:3, 5:4, 5:5, 12:5, 14:5, 15:6, 16:9, 18:11, 20:13, 20:18, 22:18, 23:20, 23:22. Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 96 orð

Inter burstaði Juventus INTER Milan náð

INTER Milan náði fram sætri hefnd er liðið heimsótti Juventus í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. Inter tapaði, 2:0, fyrir Juve í deildinni ekki alls fyrir löngu en að þessu sinni voru strákarnir hans Roys Hodgsons í stuði og sigruðu örugglega, 3:0. Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 38 orð

Í kvöld KÖRFUKNATTLEIKUR

Úrvalsdeildin: Borgarnes:Skallagrímur - KR20 Akureyri:Þór - Haukar20 Keflavík:Keflavík - Breiðablik20 Sauðárkrókur:Tindastóll - ÍA20 Seljaskóli:ÍR - Grindavík20 Bikarkeppni karla: Akranes:Bresi - Snæfell20. Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 45 orð

Íshokkí

NBA-deildin Atlanta - Cleveland87:83Miami - Charlotte105:97New york - Philadelphia97:101Washington - Detroit79:92Houston - LA Lakers115:126Í tvíframlengdum leik. Minnesota - Portland100:97Dallas - Indiana103:82Milwaukee - Phoenix99:89Eftir framlengingu. Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 106 orð

Johnson og Bailey reyna með sér í 150 metra hlaupi

MICHAEL Johnson hefur staðfest orðróm þess efnis að verið sé að skipuleggja keppni milli hans og Kanadamannsins Donovans Baileys til að fá úr því skorið hvor sé fljótari að hlaupa en Johnson á heimsmetið í 200 metra hlaupi - 19,32 sekúndur - og Donovan í 100 m hlaupi - 9,84 sek. - og féllu bæði á Ólympíuleikunum í Atlanta sl. sumar. "Við höfum skipulagt eitthvað 31. Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 99 orð

Keila

Sjöunda umferð 1. deildar karla og kvenna á Íslandsmótinu í keilu var leikin á þriðjudagskvöldið og voru úrslit sem hér segir. Karlar: Lærlingar - Stormsveitin2249:2237 Úlfarnir - ET2149:2117 KR b - Keiluböðlar1989:2156 Keilukarpar - Keilulandssveitin2124:2250 Keflavík A - PLS2203:2271 Þröstur - KA a2117:2255 Staðan: Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 84 orð

Körfuknattleikur Bikarkeppni karla: Stafholtstungur - Reynir H.85:48 Reynir S. - Leiknir R.90:106 Selfoss - Hamar109:77

Bikarkeppni karla: Stafholtstungur - Reynir H.85:48 Reynir S. - Leiknir R.90:106 Selfoss - Hamar109:77 Meistaradeild Evrópu: B-riðill: Bologna, Ítalíu: Teamsystem - Olympiakos81:72 Carlton Myers 36, John Crotty 14, Dan Gay 12 - David Rivers 19, Dragan Tarlac 12, Willy Anderson 10. Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 807 orð

LA Lakers stöðvaði sigurgöngu Houston Rockets

Shaquille O'Neal skoraði 34 stig og tók 15 fráköst fyrir Los Angeles Lakers þegar liðið stöðvaði sigurgöngu Houston Rockets í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt. Hann lenti í villuvandræðum og varð að fara af velli þegar 17 sekúndur voru eftir í fjórða leikhluta en gestirnir létu það ekki á sig fá og unnu 126:115 í tvíframlengdum leik. Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 209 orð

Leikmenn Stuttgart sterkari í vítaspyrnukeppni

Stuttgart komst í gærkvöldi í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar með því að sigra Freiburg í vítaspyrnukeppni. Þetta er í fjórða sinn sem liðið kemst áfram í bikarnum eftir vítaspyrnukeppni. Staðan eftir 90 mínútna leik var 1:1 og því varð að framlengja og voru leikmenn Stuttgart þá einum færri því Thomas Berthold var rekinn af velli í upphafi framlengingarinnar. Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 653 orð

Leikur kattarins að músinni

HAUKAR áttu ekki í vandræðum með topplið 1. deildar karla, Aftureldingu, er liðin mættust í stórleik 32-liða úrslita bikarkeppninnar í gærkvöldi. Þeir gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik og þó endasprettur Mosfellinga hafi verið hressilegur dugði hann hvergi nærri til. Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 180 orð

Martröð

LÁRUS Orri Sigurðsson, landsliðsmaður, hafði lengi átt sér þann draum að leika á Highbury, þar sem hann hélt mikið upp á Arsenal á yngri árum. Draumurinn rættist í gærkvöldi, varð síðan að martröð ­ Lárus Orri og samherjar hans hjá Stoke máttu hirða knöttinn fimm sinnum úr netinu hjá sér, töpuðu 5:2 í deildarbikarkeppninni. Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 124 orð

Pálmar og Sigurður í fjögurra mánaða æfingabúðir

SKÍÐAMENNIRNIR efnilegu Pálmar Pétursson og Sigurður Magnús Sigurðsson úr Ármanni héldu í dag í fjögurra mánaða æfingaferð til Bandaríkjanna og Evrópu. Þeir verða fyrsta mánuðinn í Colorado í Bandaríkjunum og æfa þar undir handleiðslu pólska þjálfarans Andrezje Bielawa, sem hefur verið þjálfari skíðadeildar Ármanns undanfarin ár. Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 55 orð

Pétur og Ásmundur til Fram PÉTU

PÉTUR Arnþórsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, sem hefur þjálfað Leikni R. undanfarin ár, hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við Fram. Reynsla Péturs mun koma hinu unga liði Fram að góðum notum. Þá hefur Ásmundur Arnarson, sem lék með Völsungi og áður Þór, ákveðið að ganga í raðir Framara. Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 41 orð

Ráðstefna fyrir þjálfara

Á laugardaginn kemur boðar umbótanefnd ÍSÍ til ráðstefnu fyrir þjálfara sem starfa við stúlknaþjálfun í íþróttahöllinni á Akureyri og hefst hún kl. 11. Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur, Þórarinn Sveinsson, lífeðlisfræðingur, og Þráinn Hafsteinsson, íþróttafræðingur og frjálsíþróttaþjálfari, halda fyrirlestur á ráðstefnunni. Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 489 orð

RONNIE Whelan,

RONNIE Whelan, fyrrum miðvörður hjá Liverpool og í írska landsliðinu en nú knattspyrnustjóri hjá Southend í ensku 1. deildinni, tilkynnti í gær að hann væri hættur að leika knattspyrnu vegna meiðsla. Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 212 orð

Stefni á efsta þrep

Tveir íslenskir kraftlyftingamenn fara í dag til Austurríkis þar sem þeir taka þátt í heimsmeistaramótinu sem hefst í Salsborg á laugardaginn. Jón Gunnlaugsson keppir í 90 kílóa flokki og Auðunn Jónsson í 110 kílóaflokki og stefna þeir félagar báðir að því að komast á verðlaunapall. Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 200 orð

Stjörnumenn stríddu Þrótturum

Stjarnan náði að narta í hælana á Reykjavíkur Þrótti í Hagaskólanum í gærkvöldi en heimaliðið hampaði þó sigri í leikslok, 3:1. Lið Stjörnunnar sem er mikið breytt frá síðasta keppnistímabili þegar liðið hafnaði í öðru sæti í Íslandsmótinu kom glettilega á óvart og ekki er hægt að afskrifa liðið sem er léttleikandi og vel spilandi þrátt fyrir að það hafi tapað þrem fyrstu leikjum sínum. Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 48 orð

Stórleikur táningsins TÁNINGURINN Raul

TÁNINGURINN Raul Gonzalez átti stórleik á miðjunni þegar Spánverjar sigurðu Slóvaka 4:1 á Kanaríeyjum í gærkvöldi. Leikurinn var í 6. riðli undankeppni HM. Jafnt var í leikhléi, 1:1, en eftir hlé tóku Spánverjar öll völd á vellinum og hefðu hæglega getað gert ein sex eða sjö mörk. Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 40 orð

Stórsigur Eista EISTLENDINGAR, undir s

EISTLENDINGAR, undir stjórn Teits Þórðarsonar, unnu stórsigur í gærkvöldi ­ þegar þeir heimsóttu Andorra. Þetta var fyrsti landsleikur knattspyrnulandsliðs Andorra og var uppselt á leikinn, rúmlega þúsund manns. Eistar sigruðu 6:1 eftir að staðan hafði verið 1:1 um tíma. Meira
14. nóvember 1996 | Íþróttir | 102 orð

Ziege fer frá Bayern til AC Milan

ÞÝSKI landsliðsmaðurinn Christian Ziege mun gerast leikmaður með AC Milan á Ítalíu eftir þetta keppnistímabil, að sögn ítalska blaðsins Corriere dello Sport, sem sagði að hann geri fjögurra ára samning, sem tryggir honum 132 millj. ísl. kr. í laun á ári. Fréttin í gær er áfall fyrir Evrópumeistara Juventus, sem hafa verið að fylgjast með honum í mánuð. Meira

Úr verinu

14. nóvember 1996 | Úr verinu | 77 orð

Fiskneyzla í Póllandi lítið breytt

FISKNEYZLA í Póllandi á síðasta ári var svipuð og árið 1994, eða tæp 6 kíló á hvert mannsbarn. Um 220.000 tonn af fiski til manneldis voru á boðstólum í landinu. Helmingur þess eru innfluttar afurðir, en helminginn veiddu Pólverjar sjálfir í Eystrasalti eða á fjarlægari slóðum. Meira
14. nóvember 1996 | Úr verinu | 108 orð

Nýja frystihúsið að rísa af grunni

FRAMKVÆMDIR standa nú sem hæst við byggingu hins nýja frystihúss Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Hið 4.500 fermetra stálgrindarhús er nú orðið svo til fokhelt. Þá er búið að byggja um 300 fermetra við frystigeymsluna, sem húsið tengist og þar er hafin uppsetning á frystivélum fyrir húsið. Meira
14. nóvember 1996 | Úr verinu | 265 orð

Vilja úttekt á aðbúnaði í fiskiskipum

BRYNDÍS Hlöðversdóttir, þingmaður Alþýðubandalags, mælti á þriðjudag fyrir þingsályktunartillögu um aðbúnað um borð í fiskiskipum. Tillagan miðar að því að ríkisstjórnin skipi nefnd, sem geri úttekt á aðbúnaði og starfsumhverfi skipverja um borð í íslenzkum fiskiskipum og geri tillögur um útbætur í þeim efnum. Meira

Viðskiptablað

14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 476 orð

Aldamóta- vírus leikur lausum hala

MÖRG evrópsk fyrirtæki gera sér ekki enn grein fyrir því að þau geta misst minnið vegna aldamótavírussins, sem gera mun mikinn usla í ýmsum tölvum í heiminum á miðnætti 31. desember 1999 að því er fram kom nýlega á ráðstefnu kaupsýslumanna. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 1955 orð

Árnes býst við betri tíð Árnes hf. í Þorlákshöfn hefur hafið útboð á nýju hlutafé að nafnvirði 130 milljónir króna sem ætlað er

ÁRNES hf. í Þorlákshöfn leitar nú í þriðja sinn á fimm árum eftir auknu hlutafé til að styrkja eiginfjárstöðuna vegna taprekstrar undanfarinna ára. Ákveðið hefur verið að auka hlutafé fyrirtækisins um 50% eða sem nemur 130 milljónum að nafnvirði og selja bréfin á genginu 1,25 til hluthafa. Þau bréf sem ekki seljast á forkaupsréttartímabilinu verða boðin á almennum markaði á genginu 1,35. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 128 orð

Boðið í farsímakerfi í Kína

MOTOROLA, AT&T og fjögur önnur erlend fyrirtæki keppa um að fá að hjálpa kínverska alþýðuhernum að koma á fót farsímakerfi, sem á að ná til alls Kína og verður þriðja fjarskiptakerfi landsins. Hin fyrirtækin eru bandaríska farsímafyrirtækið Qualcomm Inc, fjarskiptasvið Samsung fyrirtækisins, LG Group í Suður-Kóreu og Northern Telecom Ltd í Kanada. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 139 orð

Bónus ekki með í útboði ÁTVR

ÁKVEÐIÐ hefur verið að fjórir aðilar taki þátt í lokuðu útboði á rekstri áfengisútsölu í Kópavogi en alls buðu fimm aðilar fram verslunarhúsnæði í Kópavogi í forvali Ríkiskaupa um reksturinn. Þeir sem taka þátt í útboðinu eru: Faghús ehf./Miðjan ehf. í Hlíðasmára 12. Fáfnir ehf. í Engihjalla, Hulda Finnbogadóttir í Hamraborg 5 og Listakaup ehf. á Dalvegi 2. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 16 orð

COLDWATERÞað er vandi að selja fisk /4

COLDWATERÞað er vandi að selja fisk /4FYRIRTÆKIÁrnes býst við betri tíð /6EFNAHAGSMÁLJapanir standa á tímamótum / Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 241 orð

Dreifð eignaraðild og persónuleg þjónusta

NÝTT verðbréfafyrirtæki, Verðbréfastofan hf., mun hefja starfsemi 26. nóvember næstkomandi. Stofnhlutafé fyrirtækisins er 84 milljónir og eru hluthafar á þriðja tug talsins. Verðbréfastofan verður til húsa að Suðurlandsbraut 20 eða skammt frá öðrum verðbréfafyrirtækjum eins og Kaupþingi og Landsbréfum. Viðborð ehf. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 236 orð

Fjórar nýjar sjálfvirkar veðurstöðvar

VERKFRÆÐISTOFAN Vista hefur nýlega lokið við uppsetningu á 4 sjálfvirkum veðurstöðvum. Tvær þeirra eru settar upp í samráði við gatnamálastjórann í Reykjavík. Önnur þeirra er staðsett við Einarsnes í Skerjafirði og er í kerfi veðurstöðva sem gefa upplýsingar til þeirra sem annast snjómokstur og saltdreifingu á götum Reykjavíkur. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 113 orð

Fleiri stórfyrirtæki í París en London

PARÍS er sú borg Evrópu, þar sem flest milljónafyrirtæki starfa, og hefur tekið við því hlutverki af London samkvæmt nýrri könnun. Í París starfa 1750 fyrirtæki, sem hafa meira en eina milljón ecu eða 1.3 milljónir dollara í sölutekjur á ári, samkvæmt handbók upplýsingafyrirtækisins Dun & Bradstreet (D&B) um 63.000 helztu fyrirtæki Evrópu, Tyrklands og Ísraels. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 251 orð

Frakkar koma á fót næststærsta tryggingafélagi heims

FRÖNSKU tryggingafélögin Axa and UAP hafa skýrt frá miklum samruna, sem mun leiða til þess að komið verður á fót næststærsta tryggingafélagi heims. Reyndar virðist samruninn í því fólginn að Axa taki við rekstri keppinautsins Union des Assurances de Paris, sem er stærra félag en ekki eins harðfylgið. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 62 orð

Færri brezkir stjórar styðja John Major

FÆRRI brezkir stjórnendur styðja Íhaldsflokkinn nú en í síðustu þingkosningum 1992 samkvæmt könnun stjórnunarstofnunar í Bretlandi, Institute of Management. Aðeins 42% stjórnenda styðja íhaldsmenn að þessu sinni, samanborið við 62% í síðustu kosningum. Stuðningur við Verkamannaflokkinn hefur aukizt úr 13% í 25%. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 179 orð

Hagnaður Tanga 21 milljón króna

HAGNAÐUR Tanga hf. á Vopnafirði var rúmlega 21 milljón króna samkvæmt milliuppgjöri fyrir fyrstu átta mánuði þessa árs, sem eru mikil umskipti í rekstri fyrirtækisins frá í fyrra, en þá nam hagnaðurinn eftir allt árið rúmum tveimur milljónum. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 62 orð

Íslandsviku frestað

FYRIRHUGAÐRI Íslandsviku í Þýskalandi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Að sögn Magnúsar Aspelund, eins af skipuleggjendum sýningarinnar, eru það eigendur verslunarmiðstöðvarinnar Saar basar í Saarbrucken, þar sem sýningin átti að fara fram nú í nóvember, sem frestuðu sýningunni. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 511 orð

Íslenskur hugbúnaður fær góða dóma

ALNETIÐ gerir ýmislegt mögulegt og ekki síst einfaldar það og auðveldar fyrirtækjum að koma framleiðslu sinni á framfæri. Það sannast áþreifanlega á fyrirtækinu Mönnum og músum, sem hefur meðal annars skotið Apple ref fyrir rass með nafnamiðlara sínum, QuickDNS Pro. Reyndar fór svo á endanum að Apple-liðar gáfust upp á samkeppninni og tóku að gefa sinn hugbúnað. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 953 orð

Japanir á krossgötum Þeir tímar eru liðnir er japönsk framleiðsla fór sigurför um heimsbyggðina og fyrirtækin í landi hinnar

ÞAÐ er fremur þungt hljóðið í Japönum um þessar mundir. Japanski framleiðslurisinn, sem valtaði einu sinni yfir Norður- Ameríku og Vestur-Evrópu og skildi keppinautana eftir í valnum, er orðinn eitthvað svo óstyrkur á fótunum og veit ekki lengur hvert leiðin liggur. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 111 orð

KamtsjatkaBRESKA viðskiptablaðið The

BRESKA viðskiptablaðið The Financial Times fjallar á lofsamlegan hátt um rússneska sjávarútvegsfyrirtækið á Kamtsjatkaskaga í Rússlandi, sem Íslenskar sjávarafurðir hf. eiga í samstarfi við. Greint er frá baráttu rússneska fyrirtækisins við að aðlaga sig markaðsbúskap og takast á við framtíðina. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 1001 orð

KOSTNAÐARSTJÓRNUN - ABC/ABM Hvernig á að skipta kostnaði við gæðakerfi á afurðir eða kostnaði við rekstur upplýsingakerfa? Hver

Í GREIN minni um kostnaðarstjórnun ­ ABC/ABM, sem birtist í Morgunblaðinu þann 31. október síðastliðinn, ræddi ég um þarfirnar fyrir nýjar og markvissari aðferðir í rekstri fyrirtækja og stofnana. Megináhersla var lögð á breytta kostnaðarsamsetningu, aukna samkeppni og langtímaaðgerðir í stað skammtímalausna. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 688 orð

Markaður á gelgjuskeiði

ÍSLENSKI hlutabréfamarkaðurinn hefur á fáum árum breyst úr því að vera einkamál nokkurra fagfjárfesta og stórfyrirtækja í skilvirkt markaðstorg, sem almenningur gefur æ meiri gaum. Hinn mikli vöxtur markaðarins og gífurleg hækkun hlutabréfaverðs á undanförnum tveimur árum gefa tilefni til að huga að þeim breytingum, Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 79 orð

Málstofa í viðskiptafræði

VIÐSKIPTA- og hagfræðideild býður til málstofu um eignastýringu föstudaginn 15. nóvember nk. Frummælendur verða: Gunnar Baldvinsson, frá VÍB sem fjallar um efnið: Eignastýringu og rekstur lífeyrissjóðs; Hreiðar Már Sigurðsson, frá Kaupþingi, fjallar um Virka stýringu innlends hlutabréfasafns, og Hreinn Jakobsson, Þróunarfélagi Íslands, fjallar um Áhættufjármögnun og eignastýringu. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 184 orð

Microsoft vill samstarf til að efla alnetið

MICROSOFT hefur það framtíðarmarkmið að leita eftir samstarfi við aðila, sem geta gert fyrirtækinu kleift að veita alls konar alnetsþjónustu, frá bankaþjónustu til fréttamiðlunar. Microsoft-forstjórinn Bill Gates segir að fyrirtækið muni ráðast í miklar fjárfestingar til að ná þessu markmiði, er geti tekið 10 ár. Peningar ekki vandamál Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 63 orð

Nýr framkvæmdastjóri P&S

KRISTJÁN Indriðason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hins nýja hlutafélags sem yfirtekur rekstur Póst- og símamálastofnunarinnar um áramót. Kristján er fæddur 26. maí 1951. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1980 og réðst þá til starfa hjá Seðlabankanum. Kristján hefur verið forstöðumaður hagdeildar Pósts og síma frá 1986. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 257 orð

Proton í Malajsíu tekur við Lotus

PROTON, bílaframleiðandi í Malajsíu, hefur keypt 80% hlut í Lotus Group, hinu bágstadda brezka sportbílafyrirtæki. Yahaya Ahmad, stjórnarformaður móðurfyrirtækis Protons, DRB-HICOM, og einn áhrifamesti kaupsýslumaður Malajsíu, fær 16,25% eigin hlut í Lotus Group International auk þess sem Proton fær 63,75%. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 110 orð

Rekstrarstjóri NAP- upplýsingaskrifstofunnar

VILMAR Pétursson MSc í Evrópufræðum hefur tekið við sem rekstrarstjóri NAP-upplýsingaskrifstofunnar á Íslandi. NAP- skrifstofan er hluti IMPACT2 áætlunarinnar sem miðar að því að auðvelda aðgengi hagsmunaaðila að upplýsingum í Evrópu. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 399 orð

Ríkisfyrirtækjum verði breytt í hlutafélög

Í LOK síðasta áratugar einkenndi verðbólga, erlend skuldasöfnun og afskipti hins opinbera efnahagslífið. Nú er Ísland eitt af þeim fáu löndum sem uppfylla skilyrði Maastricht-samkomulagsins. "Að baki þessu liggja m.a. víðtækar umbætur í skipulagsgerð efnahagslífsins. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | -1 orð

Sala undir helmingi hlutabréfa er óáhugaverð Einkavæðing þjónustufyrirtækja á tölvusviðinu í opinberri eigu hefur gengið yfir

ÞAÐ vekur varla áhuga fjárfesta að kaupa 30 prósenta hlut í ríkisfyrirtæki eins og Skýrr og færir fyrirtækinu aðeins fé, en hvorki þekkingu né tækni. Fyrirtæki af þessu tagi á á hættu að einangrast á litlum markaði, ef það tengist ekki öflugum samstarfsaðila. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 365 orð

Skráningarstofan hf. fær einkaleyfi

BIFREIÐASKOÐUN Íslands hf. verður breytt í tvö sjálfstæð fyrirtæki um næstu áramót. Jafnframt stefnir ríkissjóður að því að selja sinn hlut í fyrirtækinu á næsta ári. Skoðunarhlutinn verður áfram á Hesthálsi en skráningarhlutinn mun eftir breytingu heita Skráningarstofan hf. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 202 orð

Sókn í iðnaði á traustum grunni

SAMTÖK iðnaðarins efna til fundaherferðar á landsbyggðinni í vetur undir kjörorðunum "Sókn í iðnaði, á traustum grunni". Fyrstu þrír fundirnir eru haldnir í tengslum við landshlutadagskrár sveitarfélaganna vegna átaksins "Íslenskt, já takk". Fyrsti fundurinn var haldinn á Fiðlaranum á Akureyri mánudaginn 28. október kl. 10­12 árdegis. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 166 orð

Togað til framtíðar

TOGAÐ til framtíðar eða Trawling for a future er yfirskriftin á forsíðugrein helgarsérblaðs The Financial Times um síðustu helgi. Þar fjallar blaðamaðurinn John Thornhill um baráttu sjávarútvegsfyrirtækisins í Kamtsjatka við að aðlaga sig markaðsbúskapnum, og er þetta sama fyrirtækið og nýverið hefur undirritað þriggja ára samstarfssamning við Íslenskar sjávarafurðir. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 257 orð

Tvær nýjar bækur frá Framtíðarsýn

FRAMTÍÐARSÝN hf. hefur gefið út bókina Framleiðslustjórnun - og reiknilíkön eftir Snjólf Ólafsson dósent við Háskóla Íslands. Þá er jafnframt komin út hjá fyrirtækinu bókin íslensk viðskiptabréf eftir Kristínu Hreinsdóttur cand mag., en henni fylgir disklingur með viðskiptabréfum. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 206 orð

Tæknival hf. fær umboð fyrir Toshiba fartölvur

TÆKNIVAL hf. hefur tekið að sér umboð og dreifingu á Toshiba fartölvum hér á landi. Toshiba fartölvur eru mest seldu fartölvur í heiminum og eru í efstu sætum á sölulistum bæði vestan hafs og austan, segir í frétt. Toshiba hefur um langt árabil verið leiðandi framleiðandi á fartölvum. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 612 orð

Úrskurði yfirskattanefndar skotið til dómstóla

YFIRSKATTANEFND hefur staðfest úrskurð Skattstjórans í Reykjavík um að Vífilfelli hf. hafi verið óheimilt að nýta ónotað rekstrartap til frádráttar frá tekjuskatti frá Fargi hf. (áður Nútímanum hf.) og Gamla Álafossi hf. á árunum 1989-93. Vífilfell keypti fyrirtækin í árslok 1988 og ónýtt rekstrartap þeirra nam þá samtals 425 milljónum króna á þávirði. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 73 orð

Verðbólga í nokkrum ríkjum

VERÐBÓLGA á Íslandi var 2,5% frá septembermánuði í fyrra til jafnlengdar í ár, sem er nokkuð meiri verðbólga en var að meðaltali í helstu viðskiptalöndum Íslendinga, þar sem verðbólgan sama tímabil var 1,9%. Lægst var verðbólgan í Svíþjóð 0,2% og í Finnlandi 0,5%. Verðbólgan í ríkjum Evrópusambandsins var 2,3% að meðaltali. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 1889 orð

Það er vandi að selja fisk

Coldwater UK Ltd. hefur starfað undir nýju merki frá því 30. september síðastliðinn eftir miklar skipulagsbreytingar. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hóf rekstur sölufyrirtækisins Icelandic Freezing Plants Ltd. (IFP) í Bretlandi á sjötta áratugnum. Meira
14. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 174 orð

Þing ESB fellur frá kröfu um sjónvarps- kvóta

EVRÓPUÞINGIÐ hefur fallið frá kröfum sínum um auknar takmarkanir á magni Hollywoodefnis í evrópskum sjónvarpsstöðvum og kemst þannig hjá uppgjöri við ríkisstjórnir ESB-landanna. Mikill meirihluti Evrópuþingmanna vildi bindandi úrskurð um að 51% sýningartíma evrópskra sjónvarpsstöðva yrði varið til að sýna evrópskt efni, Meira

Ýmis aukablöð

14. nóvember 1996 | Dagskrárblað | 119 orð

10.30Alþingi Bein útsending frá þingfundi.

10.30Alþingi Bein útsending frá þingfundi. 16.15Íþróttaauki Sýnt verður úr leikjum kvöldsins í Nissandeildinni í handknattleik. 16.45Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. (519) 17.30Fréttir 17.35Táknmálsfréttir 17. Meira
14. nóvember 1996 | Dagskrárblað | 111 orð

17.00Spítalalíf (

17.00Spítalalíf (MASH) 17.30Taumlaus tónlist 19.00LengjubikarinnUndanúrslit í körfuknattleik. Bein útsending. 20.00Kung Fu 21.00Strákapör (Porky's) Mynd um vinina Pee Wee, Billy, Tommy, Mickey, Tim og Meat sem hugsa helst um það eitt að skemmta sér. Meira
14. nóvember 1996 | Dagskrárblað | 800 orð

Fimmtudagur 14.11. BBC PRIME 5.00

Fimmtudagur 14.11. BBC PRIME 5.00 Health and Safety at Work Prog 10 5.30 The Advisor Prog 4 6.00 BBC Newsday 6.30 Robin and Rosie of Cockleshell Bay 6.45 Artifax 7.10 Maid Marion and Her Merry Men 7.35 Timekeepers 8. Meira
14. nóvember 1996 | Dagskrárblað | 684 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. 7.30 Fréttayfirlit 8.00Hér og nú. Að utan. 8.30 Fréttayfirlit. 8.35Víðsjá. 8.50Ljóð dagsins. Meira
14. nóvember 1996 | Dagskrárblað | 118 orð

Ný útvarpssaga á Rás 1

ÚTVARPIÐKl. 14.30Útvarpssaga Lestur sögunnar Kátir voru karlar eftir John Steinbeck hefst á Rás 1 í dag. Þetta er ein þekktasta saga hins heimsfræga bandaríska höfundar og heitir á frummáli "Tortilla Flat". Karl Ísfeld íslenskaði en Aðalsteinn Bergdal les söguna. Hún segir frá Daníel og vinum hans og húsi hans. Meira
14. nóvember 1996 | Dagskrárblað | 143 orð

ö12.00Hádegisfréttir 12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.0

12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00New York löggur (N.Y.P.D. Blue) (8:22) (e) 13.45Stræti stórborgar (7:20) (e) 14.30Sjónvarpsmarkaðurinn 15.00Draumalandið Umsjón: Ómar Ragnarsson. (e) 15.30Ellen (9:25) (e) 16.00Fréttir 16. Meira
14. nóvember 1996 | Dagskrárblað | 179 orð

ö8.30Heimskaup - verslun um víða veröld 17.00Lækna

17.00Læknamiðstöðin 17.20Borgarbragur (The City) 17.45Á tímamótum (Hollyoakes) 18.10Heimskaup - verslun um víða veröld 18.15Barnastund 19.00Ú la la (Ooh La La) Tískuþáttur fyrir unga fólkið. 19.30Alf 19. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.