Greinar fimmtudaginn 8. maí 1997

Forsíða

8. maí 1997 | Forsíða | 394 orð | ókeypis

Bandaríkjastjórn sökuð um linkind

Í BANDARÍSKRI skýrslu, sem gefin var út í gær, eru stjórnvöld í Sviss gagnrýnd fyrir að hafa keypt stolið gull af þýskum nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru þar einnig gagnrýnd fyrir að hafa ekki lagt nógu hart að Svisslendingum að skila gullinu eftir að stríðinu lauk. Meira
8. maí 1997 | Forsíða | 122 orð | ókeypis

Blair ávarpar þingmenn með varnaðarorðum

BRESKA þingið kom saman fyrsta sinni í gær eftir stórsigur Verkamannaflokksins í kosningunum 1. maí og var byrjað á því að endurkjósa Betty Boothroyd forseta neðri deildarinnar. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, ávarpaði þingmenn Verkamannaflokksins og sagði að þeir yrðu að sýna kjósendum að þeir verðskulduðu traust þeirra. Meira
8. maí 1997 | Forsíða | 155 orð | ókeypis

Cannes-hátíðin 50 ára

KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Cannes í Frakklandi hófst í gær og þess var minnst að 50 ár eru liðin frá því hún var haldin í fyrsta sinn. Þeir sem skipuleggja hátíðina urðu að breyta dagskránni á síðustu stundu þar sem kínversk stjórnvöld neituðu að leyfa kínverska leikstjóranum Zhang Yimou að taka þátt í keppninni um Gullpálmann þótt mynd hans hefði verið valin. Meira
8. maí 1997 | Forsíða | 147 orð | ókeypis

Lögreglan beitir netbyssum

LÖGREGLAN í New York hefur fengið hugmynd að nýju vopni úr teiknimyndabókum um Kóngulóarmanninn til að klófesta glæpamenn sem reyna að flýja. Lögreglan hyggst síðar í mánuðinum taka í notkun byssu sem skýtur neti á glæpamennina, líkt og Kóngulóarmaðurinn. Meira
8. maí 1997 | Forsíða | 196 orð | ókeypis

Mikið mannfall í Zaire

MOBUTU Sese Seko, forseti Zaire, fór í gær til Gabon til fundar við leiðtoga nokkurra Afríkuríkja og fregnir hermdu að mannskæðir bardagar hefðu geisað á vegi í átt að Kinshasa, höfuðborg Zaire. Um 200 óbreyttir borgarar og 100 hermenn úr liði beggja fylkinga í stríðinu í Zaire biðu bana í átökum á vegi nálægt bænum Kenge, 250 km austur af Kinshasa. Meira
8. maí 1997 | Forsíða | 81 orð | ókeypis

Samið um jafntefli

JAFNTEFLI varð í fjórðu skákinni af sex í einvígi ofurtölvunnar Dimmblárrar og Garrí Kasparovs heimsmeistara í gærkvöldi og staðan í einvíginu er jöfn. Kasparov var með svart og beitti Prybl-vörninni, sem kennd er við tékkneska alþjóðameistarann Joseph Prybl, og samið var um jafntefli eftir flókið endatafl. Meira

Fréttir

8. maí 1997 | Landsbyggðin | 1212 orð | ókeypis

750 þúsund unglingar fylgjast með beinum útsendingum

BEINAR sjónvarpsútsendingar frá Vestmannaeyjum til skólabarna beggja vegna Atlantsála hafa staðið yfir undanfarna daga. Útsendingar þessar eru liður í svokölluðu Jason-verkefni sem unnið hefur verið að frá síðastliðnu sumri. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð | ókeypis

Afmælishátíð Ártúnsskóla

Í TILEFNI af tíu ára afmæli Ártúnsskóla verður afmælishátíð haldin í skólanum fimmtudaginn 8. maí. Skólinn verður opinn frá kl. 10­16 þar sem nemendur sýna verk frá liðnum vetri. Einnig munu nemendur koma fram með stutt atriði, leikrit og söng. Seldar verða veitingar og grillað ef veður leyfir. ÁRTÚNSSKÓLI. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð | ókeypis

ASÍ og VSÍ útfæra hugmyndir um breytingar

EKKI tókst að afgreiða frumvarpið um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða úr efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á fundi nefndarinnar í gærmorgun. Fulltrúar ASÍ, VSÍ og Samtaka áhugafólks um lífeyrissparnað komu á fund nefndarinnar og gerðu athugasemdir við þær málamiðlunartillögur sem kynntar voru sl. mánudag. Meira
8. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 372 orð | ókeypis

Aukin umsvif og starfsemi og breyttar áherslur nyrðra

HÁAHLÍÐ ehf. í Reykjavík, eignarhaldsfélag í eigu Vífilfells, hefur keypt meirihluta í Víking hf. á Akureyri og á nú 80% hlut í félaginu. Vífilfell keypti hlut Kaupfélags Eyfirðinga sem átti helming fyrirtækisins og hluta af hlut Valbæjar. Háahlíð og Valbær, hluthafar í Víking, hafa gert með sér samkomulag um að efla starfsemi félagsins á Akureyri. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 228 orð | ókeypis

Ákvörðun um hvalveiðar eftir samráð við önnur ríki

RÍKISSTJÓRNIN ákvað í gær að fallast á tillögur starfshóps um hvalveiðar, sem leggur til að leitað verði eftir pólitískri samstöðu um að afgreiða á Alþingi ályktun um að hefja skuli nýtingu hvalastofna hér við land hið fyrsta. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð | ókeypis

Áttatíu grófar líkamsárásir rannsakaðar

Áttatíu grófar líkamsárásir rannsakaðar ÁTTATÍU grófar líkamsárásir komu til rannsóknar hjá RLR 1. janúar 1993 til 1. maí 1997. Þar af voru 59 mál send ríkissaksóknara, átján kærur felldar niður eða vísað frá og fimm mál eru í rannsókn. Meira
8. maí 1997 | Erlendar fréttir | -1 orð | ókeypis

Björgun með afli að ofan Santa Sindone, líkklæði Krists, bjargaðist úr miklum bruna í dómkirkju Tórínó á dögunum. Nú hefur sá

"HEILAGUR andi innblés mér kraft, og einhvernveginn, ég mun aldrei skilja hvernig, tókst mér að ná kistunni með líkklæðinu." Ítalski slökkviliðsmaðurinn Mario Trematore er nú hetja í Tórínó. Hann bjargaði einsamall líkklæði krists, dýrgripnum úr dómkirkjukapellu borgarinnar, en gaf sig ekki fram við blaðamenn fyrr en nokkru síðar. Trematore var búinn á vakt föstudagskvöldið 11. Meira
8. maí 1997 | Erlendar fréttir | 319 orð | ókeypis

Bosníu-Serbi sekur um stríðsglæpi

STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLL Sameinuðu þjóðanna í Haag dæmdi í gær Bosníu-Serbann Dusan Tadjic sekan um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni vegna þátttöku hans í þjóðernishreinsunum Serba gegn múslimum í Bosníustríðinu. Tadjic var fölur og var sýnilega brugðið er hann hlýddi á úrskurðinn en hann var fundinn sekur um ellefu ákæruatriði þar sem hann er sakaður um ofsóknir og barsmíðar. Meira
8. maí 1997 | Miðopna | 1923 orð | ókeypis

Bréf frá Sveini

Bréf frá Sveini Leiðir okkar Sveins Björnssonar lágu fyrst saman þegar við sigldum heim á Gullfossi, ásamt fjölskyldum okkar, í vitlausu veðri haustið 1966 ef ég man rétt. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 34 orð | ókeypis

Brimrún í stað Akraborgar

AKRABORGIN er í slipp um þessar mundir. Á meðan siglir hinn nýi tveggja skrokka bátur Eyjaferða, Brimrún, milli Reykjavíkur og Akraness á áætlunartímum Akraborgar. BRIMRÚN er 30 mínútur á leiðinni. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 191 orð | ókeypis

Bæversk þingnefnd gefur fé til skógræktar

FIMMTÁN manna bæversk þingnefnd, sem var á fjögurra daga ferð á Íslandi, gaf á þriðjudag Skógrækt ríkisins peninga, sem ætlaðir eru til að gróðursetja tré. Henning Kaul, formaður umhverfismálanefndar bæverska landsþingsins, afhenti Árna Bragasyni, forstöðumanni Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins að Mógilsá, gjöfina, ávísun að upphæð 80 þúsund krónur, Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð | ókeypis

Dagur aldraðra í Bústaðakirkju

UPPSTIGNINGARDAGUR, fimmtudagurinn 8. maí, er dagur aldraðra í kirkjum landsins. Í Bústaðakirkju verður dagurinn með hefðbundnu sniði. Guðsþjónusta verður kl. 14 og þar predikar frú Áslaug Friðriksdóttir. Lestrar verða í umsjón Áslaugar Gísladóttur en hún hefur leitt starf aldraðra í Bústaðakirkju frá upphafi. Starfinu sinnir hún í sjálfboðavinnu ásamt tíu konum sem annast alla umgjörð starfsins. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð | ókeypis

Dæmi um 164% ávöxtun

ÁVÖXTUN hlutabréfa í fimm hlutafélögum sem skráð eru á Verðbréfaþingi og Opna tilboðsmarkaðnum er orðin meira en 100% frá áramótum og gengi margra annarra félaga hefur hækkað verulega. Þannig nemur ávöxtun hlutabréfa Fiskmarkaðs Suðurnesja tæplega 164%, SR-mjöls hf. 149% og Marels 141%, samkvæmt útreikningum Landsbréfa hf. Meira
8. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 196 orð | ókeypis

Ein umsókn um stöðu hjartasérfræðings

EIN umsókn barst um stöðu lyflæknis og hjartasérfræðings á lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri en umsóknarfrestur rann út um mánaðamótin. Umsóknin er frá Hirti Oddsyni, lyflækni og hjartasérfræðingi, sem nú starfar í Svíþjóð. Hjörtur hefur auk þess starfað við afleysingar á FSA. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 400 orð | ókeypis

Ekki í anda sjálfstæðis að ráðherra skipi rektor

Á OPNUM fundi um sjálfstæði Háskóla Íslands og í umræðum um lagafrumvarp um skóla á háskólastigi sem nú liggur fyrir Alþingi komu fram efasemdir um gildi slíkrar rammalöggjafar og töldu sumir fundarmanna að rétt væri að fresta afgreiðslu frumvarpsins til haustsins til að tími gæfist til betri yfirlegu og lagfæringa. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 328 orð | ókeypis

Ekki lögbrot að taka vélvirkja fram yfir lögfræðing

KÆRUNEFND jafnréttismála telur að jafnréttislög hafi ekki verið brotin þegar héraðsnefnd Þingeyinga réð í stöðu framkvæmdastjóra karl með vélvirkjamenntun, 160 stunda skrifstofunám og víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum og setu í stjórn fyrirtækis en hafnaði konu sem er lögfræðimenntaður sýslumannsfulltrúi með sérmenntun á sviði sveitarstjórnarlaga. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð | ókeypis

Erindi um aðlögun prótína að kulda

MAGNÚS M. Kristjánsson, sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans flytur erindi föstudaginn 9. maí sem kallast "Hitastigsaðlögun meðal subtilísín-líkra serín próteinasa. Samanburðarrannsóknir á stöðugleika subtilísín-líkra próteinasa úr kuldakærri, miðlungshitakærri og hitakærri örveru". Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 844 orð | ókeypis

Ferðinni á tindinn frestað um tvo daga

ÍSLENSKU Everestfararnir hafa frestað göngu sinni á topp Everest um tvo daga vegna slæms veðurs. Þrír leiðangrar lögðu af stað á tindinn í vikunni og hafa þeir allir neyðst til að snúa til baka vegna slæms veðurs. Veðurspá frá 9.-12. maí gerir ráð fyrir 70-90 hnúta vindi í 9.000 metra hæð, en það er meira en 12 vindstig. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 78 orð | ókeypis

Fjáröflunarball Lionsklúbbsins

LIONSKLÚBBURINN Muninn stendur fyrir harmonikuballi í fjáröflunarskyni til líknarmála. Ballið verður haldið föstudaginn 9. maí nk. og hefst það kl. 21. Ballið verður haldið í Lionsheimilinu Lundi, Auðbrekku 25, Kópavogi, og mun Hljómsveit Hjördísar Geirs halda uppi dúndrandi fjöri og góðri stemmningu sveitaballanna þar sem gömlu lögin munu hljóma. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð | ókeypis

Fjölskyldan á batavegi

HJÓN úr Hafnarfirði og sonur þeirra sem slösuðust mikið þegar tvær bifreiðar rákust saman á Reykjanesbraut skammt frá Kaplakrika 31. mars síðastliðinn eru nú öll laus af gjörgæsludeild og teljast á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Meira
8. maí 1997 | Erlendar fréttir | 276 orð | ókeypis

Fleiri herstöðvum lokað

WILLIAM Cohen varnarmálaráðherra Bandaríkjanna mun leggja það til við þingið í sumar, að fleiri herstöðvum og hernaðarmannvirkjum verði lokað á árunum 1999 og 2001, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tengist það áformum hans um að biðja þingið um tveggja milljarða dollara viðbótarfjárveitingu til eldflaugavarna. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð | ókeypis

Fræðsla um ofvirk börn

NÁMSKEIÐ fyrir foreldra á vegum barna- og unglingageðdeildar Landspítalans og Foreldrafélags misþroska barna verður á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Dalbraut 12, laugardaginn 10. maí frá kl. 8.50­16.25 og sunnudaginn 11. maí kl. 9.30­13. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð | ókeypis

Fuglaskoðunarferð á Suðurnes

HIN árlega fuglaskoðunarferð Hins íslenska náttúrufræðifélags og Ferðafélags Íslands suður á Garðskaga og víðar um Reykjanesskaga verður farin laugardaginn 10. maí nk. Nú eru hánorrænu farfuglarnir á ferðinni frá vetrarstöðvum sínum í Evrópu til varpstöðvanna í Grænlandi og Kanada: Rauðbrystingur, tildra, sanderla, margæs o.fl. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 149 orð | ókeypis

Full ástæða til að skoða málið

FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að full ástæða sé til að skoða hvernig gjaldskrárhækkunum orkufyrirtækja sé háttað í tengslum við vísitöluhækkanir og málið sé til athugunar í ráðuneyti hans. Á aðalfundi VSÍ í fyrradag vék Ólafur B. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 332 orð | ókeypis

Gjaldtaka í stað skattlagningar æskileg

"SKÝRSLA sjávarútvegsráðherra sýnir glögglega hvað hægt væri að gera atvinnulífinu mikið gott með því að færa fjármögnun samneyslunnar frá sköttum sem valda sóun mannauðs yfir í gjaldtöku á borð við veiðigjald sem ekki hefur slíka annmarka, Meira
8. maí 1997 | Erlendar fréttir | 215 orð | ókeypis

Godal varar útgerðarmenn við

BJØRN Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs, átaldi norska útgerðarmenn í gær fyrir að skrá skip sín undir hentifána til þess að stunda "smuguveiðar" í Suður-Íshafi. Útilokaði hann ekki að svipta þá veiðiheimildum í norskri lögsögu. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 207 orð | ókeypis

Grænlensk ferðakynning og sýning í Perlunni

FLUGLEIÐIR innanlands, Grænlandsflug og Ferðamálaráð Grænlands ásamt samstarfsnefnd Íslands og Grænlands í ferðamálum verða með kynningu á ferðamöguleikum á Grænlandi dagana 9.­11. maí í Perlunni. Alls munu 27 fyrirtæki, grænlensk og íslensk, kynna þjónustu sína í ferðamálum, þar á meðal helstu ferðaskrifstofur og flugfélög. Meira
8. maí 1997 | Erlendar fréttir | 254 orð | ókeypis

Hague og Dorrell bætast í leiðtogaslaginn

STEPHEN Dorrell, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og William Hague, fyrrverandi ráðherra um málefni Wales, gáfu í gær kost á sér til forustu í breska Íhaldsflokknum og eru nú komnir fram sex frambjóðendur. Meira
8. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 44 orð | ókeypis

Harmoníkuleikur á Norðurlandi

FINNSKI harmoníkuleikarinn Tatu Kantomaa heldur harmoníkutónleika í samkomuhúsi Húsavíkur fimmtudaginn 8. maí kl. 2.30. Í félagsheimilinu Hnitbjörgum, Raufarhöfn, föstudaginn 9. maí kl. 20.30. Á Breiðumýri í Reykjadal laugardaginn 10. maí kl. 20.30 og í Safnaðarheimili Glerárkirkju, Akureyri, sunnudaginn 11. maí kl. 16. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 226 orð | ókeypis

Herjólfur í Reykjavík á laugardag

VESTMANNAEYJAFERJAN Herjólfur heimsækir Reykjavík á laugardaginn. Skipið verður til sýnis fyrir almenning á laugardag og farið verður í stuttar siglingar út á sundin en um kvöldið verður efnt til kvöldsiglingar þar sem boðið verður upp á hátíðarkvöldverð og dans. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 317 orð | ókeypis

Heyrnarlausir óánægðir

SKÓLASTJÓRI Víðistaðaskóla hefur gert athugasemdir til Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála vegna samræmds prófs í íslensku sem nemendur skólans þreyttu fyrir skömmu. Skólinn kennir heyrnarlausum og heyrnarskertum og miðaðist prófið ekki við það. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 191 orð | ókeypis

Hliðarstýrum hjá Flugleiðum breytt í haust

FLUGLEIÐIR láta lagfæra búnað í hliðarstýrum Boeing 737 véla sinna í haust og stefnir félagið að því að verða í hópi fyrstu flugfélaga í heimi sem gerir þessar breytingar á Boeing 737 flota sínum. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 200 orð | ókeypis

Hryðja komin í heiminn

HREINDÝRSKÁLFUR kom í heiminn í Húsdýragarðinum í gærmorgun og var kálfinum, sem er kvíga, gefið nafnið Hryðja vegna þess hríðarveðurs sem skall á höfuðborgarbúum um svipað leyti. Foreldrar þeirrar stuttu heita Snotra og Draupnir, en hann er eini fullorðni tarfurinn í garðinum og fæddur þar. Meira
8. maí 1997 | Miðopna | 1115 orð | ókeypis

Hægt að fækka legudögum um helming Nýleg bandarísk rannsókn sýnir að rúm 10% fólks eldra en 65 ára þjáist af alzheimer-

BELGÍSKAR rannsóknir sýna að fækka má legudögum á öldrunardeildum um rúmlega helming með umsjónarhjúkrun, að sögn belgíska prófessorsins dr. Ivo Abraham. Abraham starfar í Bandaríkjunum og í heimalandi sínu og hélt vinnufund um umsjónarhjúkrun í gær í tengslum við formlega opnun rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði. Dr. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 318 orð | ókeypis

Hönnuðir Hafnarhúss valdir

FJÓRAR arkitektastofur gerðu tillögur um hönnun Hafnarhússins, sem á að hýsa Listasafn Reykjavíkur og þar á meðal listaverkagjöf Errós. Í lok vikunnar verður ákveðið hvaða arkitektar vinna verkið, að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, formanns menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð | ókeypis

Íslendingar að öllum líkindum úti

ÍSLENDINGAR taka að öllum líkindum ekki þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þegar hún verður haldin í næsta skipti á Englandi. Þetta er mat Sigurðar Valgeirssonar dagskrárstjóra Sjónvarpsins. Enn hefur þó ekki borist endanleg niðurstaða frá skrifstofu keppninnar. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð | ókeypis

Kenna kántrýdans á Siglufirði

KÁNTRÝDANS verður kenndur á Siglufirði næstkomandi laugardag 10. maí. Jóhann Örn Ólafsson danskennari mun kenna nokkra línudansa. Dansarnir eru einfaldir og er ekki þörf á að hafa dansfélaga með sér í tíma. Kennt verður á Hótel Læk milli kl. 18 og 19. Ekki er nauðsynlegt að láta skrá sig en verðið er 500 kr. á mann fyrir tímann. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 1016 orð | ókeypis

Kynning og samráð áður en ákvörðun verður tekin

STARFSHÓPUR um hvalveiðar leggur til að leitað verði eftir pólitískri samstöðu um að afgreiða á Alþingi ályktun um að hefja skuli hvalveiðar á nýjan leik. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra kynnti á blaðamannafundi í gær þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fallast á tillögur hópsins en kynna öðrum ríkjum stöðu málsins og beita sér fyrir formlegu samráði allra þingflokka áður en ákvörðun yrði Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 33 orð | ókeypis

LEIÐRÉTT Röng föðurnöfn Í fréttatilkynning

Í fréttatilkynningu í Mbl. í gær var sagt frá hátíð harmonikunnar sem haldin verður í Glæsibæ á laugardagskvöld. Harmonikuleikararnir Jóna Einarsdóttir var sögð Guðmundsdóttir og Matthías Kormáksson var sagður Þormóðsson. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð | ókeypis

Lélegar skipateikningar

Lélegar skipateikningar ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir, Þingflokki jafnaðarmanna, segir að teikningar af skipum sem berast til Siglingastofnunar séu stundum svo lélegar að starfsmennirnir neyðist til að hanna skipin að nýju að hluta eða jafnvel öllu leyti. Meira
8. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 131 orð | ókeypis

Listahátíð barnanna

LISTAHÁTÍÐ barnanna hefur staðið yfir á Akureyri síðustu daga, en henni lýkur næstkomandi sunnudag. Alls taka börn af þrettán leikskólum á Akureyri og leikskólanum Álfasteini í Glæsibæjarhreppi þátt í hátíðinni. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 196 orð | ókeypis

Losun lausra hluta hafin

BYRJAÐ er að losa lausa hluti úr Víkartindi sem strandaði í fjörunni skammt sunnan Þykkvabæjar í marsmánuði. Í gær var ljósavél úr skipinu tekin á land og frammastrið og unnið er að því að losa síðustu gámana úr afturlest skipsins. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 166 orð | ókeypis

Lægstu tilboð undir kostnaðaráætlun

KRÓKSVERK ehf. á Sauðárkróki átti lægsta tilboð í efnisvinnslu fyrir Vegagerðina á Norðurlandi vestra þegar í útboði en tilboð voru opnuð í vikunni. Hljóðaði tilboðið upp á tæpar 35,6 milljónir kr. en kostnaðaráætlun verkkaupa var 47,7 millj. Þrjú önnur fyrirtæki buðu í verkið og voru tilboð þeirra öll undir kostnaðaráætlun. Meira
8. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 77 orð | ókeypis

Málstofa í heimspeki

PÁLL Skúlason, heimspekingur og nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, heldur fyrirlestra og stýrir málstofu um heimspeki, náttúru tækni og menningu á vegum Félags áhugafólks um heimspeki á Akureyri. Málstofan fer fram í Deiglunni á laugardag, 10. maí, og sunnudaginn 11. maí. Á laugardag kl. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 456 orð | ókeypis

Með yfirþjóðlegu valdi væri þátttaka Íslands úr sögunni

ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra segir að innlimun Schengen-samningsins í stofnsáttmála ESB muni flækja málin varðandi aðild Íslands að samstarfinu. Verði niðurstaðan sú að vegabréfasamstarfið heyri undir yfirþjóðlegar stofnanir ESB, hafi það sennilega í för með sér að þátttaka Íslands sé úr sögunni. Meira
8. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 101 orð | ókeypis

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Guðþsjónusta kl. 14. Kór aldraðra syngur undir stjórn Sigríðar Schiöth. Eldri borgurum boðið til kaffidrykkju í safnaðarheimili eftir messu. Ath. kirkjubíllinn, sem er í Víðilundi kl. 13.40 og í hlíð kl. 13.45. Fer til baka kl. 16. GLERÁRKIRKJA: Messa verður í kirkjunni, uppstigningadag kl. 14. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 850 orð | ókeypis

Mikilvægt að fá sérfræðiráðgjöf

LISTAVERKAFALSANIR hafa verið stundaðar frá örófi alda, dæmi eru um falsaðar papýrusrullur í Egyptalandi tvö þúsund árum fyrir Krists burð. Ráðið sem Battie gefur fólki er að versla fyrst og fremst við viðurkennd fyrirtæki þegar keypt eru listaverk og antikmunir. Dýra hluti á ekki að kaupa af ókunnum eða lítt þekktum seljanda án þess að fá sérfræðing til að skoða umræddan hlut. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 209 orð | ókeypis

Miklir möguleikar í atvinnu- og öryggismálum

ÁRNI Johnsen alþingismaður, sem verið hefur hvatamaður að því að svokallaður Suðurstrandarvegur verði lagður milli Grindavíkur og Þorlákshafnar, segir að vegurinn myndi gjörbreyta allri aðstöðu og nýtingu á Suðurlandi, Reykjanesi og höfðuðborgarsvæðinu. Vegurinn myndi skapa mikla möguleika í atvinnumálum, t.d. hvað varðar sjávarútveg og ferðaþjónustu, en ekki síst hvað varðar öryggisþætti. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 138 orð | ókeypis

Morgunblaðið/Þorkell

Morgunblaðið/ÞorkellBeðið eftir sæti MANNGRÚI mætir að Þjóðarbókhlöðu fyrir opnun hennar klukkan 8.15 á hverjum morgni um þessar mundir, þegar próf standa sem hæst í menntaskólum og Háskóla Íslands. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 372 orð | ókeypis

Nístingskuldi og mjög hvasst

ERFIÐAR aðstæður torvelduðu björgun tveggja Þjóðverja af Vatnajökli á mánudag og þurftu þeir ásamt björgunarmönnum sínum, starfsmönnum Jöklaferða á Höfn, meðal annars að ganga í blindbyl og miklum kulda í á sjötta tíma. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð | ókeypis

Norrænt skátaþing hefst á morgun

NORRÆNT skátaþing verður haldið dagana 9.­11. maí á Hótel Loftleiðum. Þingin eru haldin þriðja hvert ár, en Bandalag íslenskra skáta lýkur nú þriggja ára forystutímabili sínu í málefnum Norðurlandaskáta. Á þingið koma 120 þátttakendur frá Norðurlöndunum 7. Er um að ræða forystu skátahreyfinganna í þessum löndum ásamt fulltrúum þeirra í stjórn Evrópu- og alheimshreyfingu skáta. Meira
8. maí 1997 | Erlendar fréttir | 258 orð | ókeypis

"Nýju skeiði" í samskiptum ESB og Breta heitið

ROBIN Cook, nýr utanríkisráðherra Bretlands, sagði að stjórn Verkamannaflokksins hygðist hefja "nýtt skeið" í samskiptum við Evrópusambandið. "Við hyggjumst binda enda á þá ófrjóu, neikvæðu og árangurslausu andstöðu, sem stefna síðustu ríkisstjórnar einkenndist af," sagði Cook við blaðamenn í París. Hann fór þangað sína fyrstu utanlandsferð sem utanríkisráðherra og ræddi við ráðamenn. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 138 orð | ókeypis

Raforkuverð til hús hitunar lækkar

Raforkuverð til hús hitunar lækkar STJÓRN Veitustofnana Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að þeir íbúar á veitusvæðinu sem kynda með raforku, greiði sama verð fyrir húshitun og væru þeir með hitaveitu. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð | ókeypis

Ráðstefna um Ísland á næstu öld

ALÞÝÐUBANDALAG, Alþýðuflokkur, Kvennalisti og Þjóðvaki standa fyrir sameiginlegri ráðstefnu laugardaginn 10. maí í Borgartúni 6 undir yfirskriftinni Ísland á næstu öld. Í nóvember 1996 skipuðu flokkarnir fulltrúa í nefnd sem ætlað var að kanna möguleika á nánara samstarfi og samvinnu flokkanna innan sveitarstjórna, verkalýðshreyfingar og á Alþingi. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 648 orð | ókeypis

Reykjavík seld fyrir þrjár jarðir

STEFÁN Karlsson forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar segir að meðal þessara fornbréfa sem stofnunin hefur nú fengið í hendur sé gríðarlegur fjöldi bréfa sem aldrei hafi verið prentuð. Kaupsamningurinn um Reykjavík sé eitt þeirra. Skemmtilegt bréf Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 305 orð | ókeypis

Rússafiskur unninn?

"EF þetta gengur upp munu Þingeyringar njóta góðs af því þróunarstarfi sem hér hefur farið fram," segir Ketill Helgason, framkvæmdastjóri Bolfisks hf. í Bolungarvík en hann hefur áhuga á að leigja frystihús Fáfnis hf. á Þingeyri til að vinna rússafisk. Bolfiskur og fleiri aðilar hafa hug á að stofna fyrirtæki á Þingeyri til að leigja frystihús Fáfnis. Meira
8. maí 1997 | Erlendar fréttir | 117 orð | ókeypis

Sagði að "eitthvað mikið" myndi gerast

JENNIFER McVeigh, 23 ára systir Timothy McVeigh, sem ákærður hefur verið fyrir sprengjutilræði í stjórnsýslubyggingunni í Oklahomaborg í apríl 1995, sagði að bróðir sinn hefði skrifað sér bréf nokkrum vikum fyrir tilræðið og sagt að "eitthvað mikið" myndi gerast. Meira
8. maí 1997 | Erlendar fréttir | 402 orð | ókeypis

Samfélagsólga mesta ógnunin

RÚSSNESKA öryggisráðið samþykkti í gær áætlun í öryggis- ogvarnarmálum fram á næstu öld, þar sem fram kemur að ráðið telur samfélagsólgu og efnahagskreppu vera mestu hættuna sem að landinu steðjar. Stækkun Atlantshafbandalagsins, NATO, er einnig nefnd í skjalinu, þar sem segir að Rússar verði að grípa til aðgerða til að draga úr þeirri ógn sem þeim stafi af stækkun NATO. Meira
8. maí 1997 | Landsbyggðin | -1 orð | ókeypis

Saumuðu þjóðbúninga á níu dögum

Hellu-Kvenfélagið Eining í Holta- og Landsveit stóð nýlega fyrir saumanámskeiði þar sem Sólveig Guðmundsdóttir fatagerðarkona kenndi konum að sauma íslenska þjóðbúninga. Alls saumuðu sex konur sér ýmist upphlut eða peysuföt og hófu þær verkið á laugardagsmorgni og luku verkinu á mánudegi rúmri viku síðar. Námskeiðið fór fram hjá Jónu H. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 254 orð | ókeypis

Segir ráðherra beita blekkingum

PÓSTDREIFING ehf. hefur sent samgöngunefnd Alþingis umsögn um frumvarp samgönguráðherra um póstþjónustu, en að sögn Jóns Jarls Þorgrímssonar, framkvæmdastjóra Póstdreifingar ehf., er ráðherra með frumvarpinu að reyna að útvíkka einkaleyfi ríkisins til póstþjónustu með blekkingum og telur Jón Jarl ráðherrann auk þess sýna tilburði til að kúga Póstdreifingu ehf. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð | ókeypis

Slökkt með jakkanum

HLYNUR Aðalsteinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Þingeyri, gekk vasklega fram við að slökkva sinubruna í hlíðum Sandafells í vikunni, rétt fyrir ofan efstu hús bæjarins. Hann kom fyrstur á vettvang og tók með sér kúst sem hann ætlaði að nota við verkið. Þegar það dugði ekki greip hann til jakkans en allt kom fyrir ekki, eldurinn breiddist út. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 305 orð | ókeypis

Spornað verði við erlendri skuldasöfnun

FYRIRSJÁANLEGUR er vaxandi viðskiptahalli vegna aukinnar einkaneyslu og almennrar fjárfestingar; það er viðfangsefni stjórnvalda að sporna við erlendri skuldasöfnun og hættu á vaxandi verðbólgu með aðhaldi í ríkisfjármálum og örvun sparnaðar almennings, segir m.a. í ályktun aðalfundar Vinnuveitendasambands Íslands. Meira
8. maí 1997 | Erlendar fréttir | 71 orð | ókeypis

Stríðsglæpamenn fái ekki bætur

ÞÝSK stjórnvöld sögðu í gær að nú væri allt kapp lagt á það að stöðva greiðslu örorkubóta til dæmdra stríðsglæpamanna úr röðum nasista, en gyðingasamtök í Bandaríkjunum höfðu lýst yfir því að mörg þúsund manns fengju enn slíkar bætur. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 467 orð | ókeypis

Stærsta sending af LSD sem hefur fundist

TÆPLEGA 3.000 skammtar af LSD fundust í bréfi sem sent var hingað til lands á tollstofu pósthússins í Ármúla 2. maí síðastliðinn. "Þetta er mjög mikið magn og sennilega stærsta sending af LSD sem fundist hefur, að minnsta kosti í mínu minni," segir Einar Karl Kristjánsson starfandi fulltrúi í fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð | ókeypis

Suðurhlíðarskóli orðinn vistvænn skóli

NEMENDUR Suðurhlíðarskóla hafa í vetur reynt að stuðla að framhaldslífi mjólkurferna eins og landsmenn voru hvattir til að gera. Komið var fyrir kassa og skærum í hverri stofu og nemendur opnuðu síðan sínar fernur og skoluðu áður en þeir komu þeim fyrir í kassanum. Reynt var að láta sem minnst fara fyrir fernunum og þegar kassinn var síðan orðinn fullur var innihaldið látið í plastpoka. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 197 orð | ókeypis

Torgsala og útimarkaður í miðborginni

Torgsala og útimarkaður í miðborginni BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að leyfa torgsölu í Vallarstræti og útimarkað á Ingólfstorgi. Í tillögum borgarskipulags sem samþykktar voru þannig að borgarskipulagi og Þróunarfélagi Reykjavíkur var falið að útfæra reglur um torgsölu er lagt til að heimiluð verði torgsala í V Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð | ókeypis

Tvær millj. til heyrnarlausra

ÁKVEÐIÐ var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær að veita tvær milljónir króna til að auka þjónustu við heyrnarlausa. Var félagsmálaráðuneytinu falið að ráðstafa fénu. Jafnframt er þeim tilmælum beint til starfshóps, sem forsætisráðherra skipaði fyrir nokkru til að fara yfir verkaskiptingu ráðuneyta í þágu fatlaðra, að skoðuð verði sérstaklega málefni heyrnarlausra. Meira
8. maí 1997 | Erlendar fréttir | 187 orð | ókeypis

Upplýsingar um ESB í grænu númeri

Upplýsingar um ESB í grænu númeri SENDINEFND framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir Ísland og Noreg, sem hefur aðsetur í Ósló, hefur opnað "grænt símanúmer", sem íslenzkur almenningur getur hringt í til að fá upplýsingar um ESB og starfsemi þess. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð | ókeypis

Uppselt í sæti á Sting

AÐGÖNGUMIÐAR í sæti á tónleika Sting í Laugardalshöll 25. júní næstkomandi seldust upp á þremur klukkustundum á mánudag í hraðbönkum Íslandsbanka. Þar var um að ræða 1.300 miða. Á þriðjudag höfðu selst 1.500 miðar í stæði en alls verða 5.000 miðar í boði á tónleikana. Miðar eru enn til í stæði. Miði í sæti kostaði 3.900 krónur en miði í stæði kostar 3.600 krónur. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð | ókeypis

Varðskipsmenn undirbúa köfun að Æsu

VARÐSKIPIÐ Óðinn kom um hádegi í gær að þeim stað í Arnarfirði sem skelfiskbáturinn Æsa sökk í fyrrasumar með tvo menn innanborðs. Sex breskir kafarar munu kafa niður að skipinu og gera þar ýmsar athuganir, en það reyndist ekki unnt í gær vegna veðurs, en þá voru um fimm vindstig á þessum slóðum og þungur straumur. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð | ókeypis

Viðræðuslit og aukin harka

EKKERT hefur miðað í samkomulagsátt í kjaradeilu Rafiðnaðarsambandsins og Pósts og síma hf. Síðdegis í gær slitnaði upp úr viðræðum deiluaðila hjá sáttasemjara eftir rúmlega sex tíma sáttafund. Óvíst er hvenær reynt verður að boða deiluaðila til formlegs fundar á ný. Meira
8. maí 1997 | Erlendar fréttir | 247 orð | ókeypis

Vinstrimenn ekki alteknir af boðskap Chiracs

LEIÐTOGUM vinstri manna og stjórnmálaskýrendum nokkurra blaða þótti lítið koma til afskipta Jacques Chiracs forseta af kosningabaráttunni vegna þingkosninga, sem fram fara í lok maí og byrjun júní. Sögðu þeir hann ekkert nýtt hafa haft fram að færa. Meira
8. maí 1997 | Innlendar fréttir | 138 orð | ókeypis

Ýtt á eftir viðræðum við Rússa

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir íslenzk stjórnvöld hafa gengið eftir því við stjórn Rússlands að tvíhliða viðræður ríkjanna um sjávarútvegsmál, sem samþykkt hefur verið að efna til, hefjist fljótlega. Að sögn Halldórs er Jóhann Sigurjónsson sendiherra, aðalsamningamaður Íslands í fiskveiðimálum, á leið til Moskvu til að leitast við að ýta á eftir upphafi viðræðnanna. Meira

Ritstjórnargreinar

8. maí 1997 | Leiðarar | 583 orð | ókeypis

LeiðariVANDI ÞINGEYRINGA LVARLEGA horfir í atvinnulífi Þing

LeiðariVANDI ÞINGEYRINGA LVARLEGA horfir í atvinnulífi Þingeyringa. Níu mánuðir eru liðnir síðan vinnsla stöðvaðist hjá Fáfni hf., sem var burðarásinn í atvinnu og afkomu íbúanna á Þingeyri. Afleiðingin er víðtækt atvinnuleysi, sem að óbreyttu leiðir til verulegs fólksflótta úr byggðarlaginu. Meira
8. maí 1997 | Staksteinar | 341 orð | ókeypis

Lífeyriskerfið

VINNAN, málgagn Alþýðusambands Íslands, gerir umræður um lífeyrissjóðakerfið að umtalsefni og er leiðari blaðsins m.a. svar til Morgunblaðsins vegna Reykjavíkurbréfs þess hinn 20. apríl síðastliðinn. Fyrirsögn leiðarans er ""Málamiðlun" um endalok lífeyrissjóðakerfisins?" Meira

Menning

8. maí 1997 | Menningarlíf | 199 orð | ókeypis

Almenningsbókasöfn og upplýsingasamfélagið

Á ÁRSÞINGI Bókavarðafélags Íslands í Norræna húsinu voru lögð fram drög að stefnumörkun bókavarðafélagsins og snúast þau um hlutverk almenningsbókasafna í upplýsingasamfélaginu. Frumvarp til laga um ný lög um almenningsbókasöfn var gagnrýnt, en að sögn Hrafns A. Harðarsonar, formanns félagsins, voru umsagnir félagsins um frumvarpið ekki teknar til greina. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 283 orð | ókeypis

Áhorfendur fagna en gagnrýnendur fullir hryllings

HIN umdeilda tónleikaferð píanóleikarans David Helfgott heldur áfram, áhorfendum flestum til ánægju en gagnrýnendum til hryllings. Vinsældir Helfgotts má fyrst og fremst rekja til kvikmyndarinnar "Shine", sem fjallar um ævi Helfgotts, baráttu hans við geðræn vandamál og hvernig honum tókst að hefja tónlistarferil sinn að nýju. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 81 orð | ókeypis

"Báðum megin" í Galleríi Sævars Karls

ANNA Sigríður Sigurjónsdóttir myndhöggvari opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls í dag, uppstigningardag. Sýningin stendur til 28. maí. Sýningin saman stendur af skúlptúrum unnum úr stáli, steini og tré og eru öll verkin unnin á þessu ári. Sýninguna kallar hún "Báðum megin" og lýsir það hugleiðingum listamannsins um þennan heim eða einhvern annan, segir í tilkynningu. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 40 orð | ókeypis

Burtfarartónleikar Róberts Þórhallssonar

BURTFARARTÓNLEIKAR Róberts Þórhallssonar rafbassaleikara verða haldnir í sal Tónlistarskóla FÍH, Rauðagerði 27, á morgun, föstudag, kl. 20. Á efnisskránni verða auk frumsaminna laga lög eftur Bill Evans, Dave Holand, Sonny Rollins, Horace Silver og John Abercombie. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 383 orð | ókeypis

Býr Íslendingur hér? gefin út í Þýskalandi

SAGA fanga númer 68138 er saga bjartsýnismannsins sem hélt út í heim til að afla sér þekkingar en lenti í klónum á grimmum Gestapo­mönnum. Saga mannsins sem hataði Þýskaland svo mikið að hann gat ekki einu sinni hugsað sér að heyra ljóð lesin á þýsku hefur nú verið þýdd á það mál. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 136 orð | ókeypis

Drangsnesskólinn gefur út ljóðabók

NÝLEGA kom út á Drangsnesi ljóðabókin Fyrstu skrefin. Það eru nemendur grunnskólans sem gefa bókina út og í henni eru 69 ljóð eftir alla nemendur skólans, 26 höfunda á aldrinum sex til sextán ára. Drangsnes er lítið þorp á Drangsnesi búa fáir, út af því að þar búa fáir. Meira
8. maí 1997 | Kvikmyndir | 498 orð | ókeypis

Eldað að ítölskum hætti

Leikstjóri Stanley Tucci og Campbell Scott. Handrit Joseph Tropiano og Stanley Tucci. Kvikmyndatökustjóri Ken Kelsch. Tónlist Gary Di Michaele. Aðalleikendur Stanley Tucci, Tony Shalhoub, Isabella Rosselini, Ian Holm, Minnnie Driver, Campell Scott. 107 mín. Bandarísk. The Samuel Goldwyn Company 1996. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 1314 orð | ókeypis

Ég vil bara spila

PÉTUR Östlund er líklega þekktasti núlifandi djasstónlistarmaðurinn sem þjóðin hefur alið af sér. Hann hefur leikið með mörgum að helstu boðberum djassins og auk þess verið iðinn við að miðla öðrum af þekkingu sinni. Meira
8. maí 1997 | Kvikmyndir | 99 orð | ókeypis

Fimm milljarða króna helgi

AÐSÓKN fór fram úr almennum væntingum kvikmyndasérfræðinga vestan hafs um síðustu helgi. Réð þar mestu styrkleiki tveggja efstu myndanna, "Breakdown" og "Austin Powers: International Man of Mystery". Tekjur af sýningu 60 efstu myndanna námu 67,9 milljónum dollara eða tæplega fimm milljörðum króna. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 268 orð | ókeypis

Finnskur barnabókahöfundur í Norræna húsinu

Finnskur barnabókahöfundur í Norræna húsinu FINNSKI barnabókahöfundurinn Irmelin Sandman Lilius er gestur Norræna hússins um næstu helgi. Laugardaginn 10. maí kl. 12 verður dagskrá ætluð börnum og unglingum og þá les hún á sænsku úr barnabókum sínum. Sunnudaginn 11. maí kl. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 112 orð | ókeypis

Finnskur stúlknakór á Íslandi

Finnskur stúlknakór á Íslandi HÉR á landi er nú staddur YMCA stúlknakórinn frá Turku í Finnlandi. Stúlkurnar, sem eru á aldrinum 17­22 ára, eru hér í boði Kórs Flensborgarskóla í Hafnarfirði og munu á næstu dögum halda tónleika m.a. fyrir menntskælinga á Laugarvatni og syngja á tónleikum Vörðukórsins í Aratungu. Meira
8. maí 1997 | Fólk í fréttum | 50 orð | ókeypis

Fyrirsæta skreytt

FYRIRSÆTAN Linda Evangelista er að vonum ánægð, enda heldur hún á 18 karata hvítagullshálsfesti að andvirði tæpra tveggja milljóna króna. Gullsmiðurinn Stefano Canturi brosir líka, en þau eru stödd í Sydney í Ástralíu í tilefni áströlsku tískuvikunnar. Þar sýna færustu þarlendir tískuhönnuðir hvers þeir eru megnugir. Meira
8. maí 1997 | Fólk í fréttum | 84 orð | ókeypis

Heiðurskonur heiðraðar

ÞESSAR fjórar valkyrjur tóku þátt í 70 ára afmælisfagnaði Völsunga á Húsavík; Kristbjörg Héðinsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Guðrún Héðinsdóttir og Sigrún Pálsdóttir. Þær voru sérstaklega heiðraðar, en þær skipuðu gullaldarlið handknattleiksdeildar félagsins á árunum 1940-1950 og urðu á þeim árum oft Norðurlandameistarar. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 57 orð | ókeypis

Hekla Björk sýnir á Næstu grösum

Hekla Björk sýnir á Næstu grösum HEKLA Björk Guðmundsdóttir kynnir olíumálverk sín á matstofunni Á næstu grösum, Laugavegi 20B. Verkin sem hún sýnir nú einkennast einna helst af íslensku sauðkindinni og lóu litlu á grænni grund. Opið er á Næstu grösum mánudaga til föstudaga frá kl. 11.30­14 og 18­22, laugardaga frá kl. 17. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 157 orð | ókeypis

Húsfyllir á vortónleikum Samkórs Suðurfjarða

HÉR á Austfjörðum hefur verið mikið um söng farfugla sem nú eru í óðaönn að þyrpast til landsins. Miklil veðurblíða síðustu vikur hefur þar ekki dregið úr. Fyrir tíu dögum kólnaði aftur og dró þá úr fuglasöngnum, en það kom ekki að sök hér á Reyðarfirði því aðrir söngfuglar létu sjá sig, Samkór Suðurfjarða, og þeir skeyttu því engu þó kalt blési. Meira
8. maí 1997 | Fólk í fréttum | 350 orð | ókeypis

Kynlífssjúkur ljóðaunnandi?

DAVID Duchovny er með gráðu í ljóðlist frá Princeton- háskólanum. Hann var á góðri leið með að verða doktor í fræðunum við Yale þegar hann ákvað að snúa sér að leiklistinni. Eftirlætisljóðið hans er "Self-Portrait in a Convex Mirror", Sjálfsmynd í kúptum spegli, eftir John Ashbery. Meira
8. maí 1997 | Fólk í fréttum | 76 orð | ókeypis

Leið á að vera fyrirsæta

DANSKA FYRIRSÆTAN Helena Christensen (27)getur ekki kvartað yfir verkefnaleysi. Hún er aftur á móti orðin dauðleið á fyrirsætustarfinu og vill breyta til. Hún hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun og hefur tekið mikið af myndum í frítíma sínum. Nú vill hún hins vegar prófa sig fyrir alvöru hinu megin við myndavélina. Meira
8. maí 1997 | Fólk í fréttum | 183 orð | ókeypis

Litli Prince Michael þykir ekki líkur föður sínum

ÞAÐ HEFUR komið mörgum á óvart hve ólíkur litli Prince Michael Junior er föður sínum sem barni og sumir efast reyndar stórlega um það að poppstjarnan sé hinn raunverulegi faðir barnsins. Þegar litli Prince er borinn saman við barnamyndir af Michael þykir fátt vera líkt með þeim. Sá stutti hefur norrænt útlit. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 183 orð | ókeypis

Líkön af Svíþjóðarbátum

Líkön af Svíþjóðarbátum "FÖÐURLAND vort hálft er hafið" er yfirskrift á sýningu sem opnuð verður í anddyri Norræna hússins föstudaginn 9. maí kl. 17. Hér er um að ræða sýningu á skipslíkönum af Svíþjóðarbátum sem komu til Íslands fyrir hálfri öld. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 55 orð | ókeypis

Magdalena M. Hermanns í Galleríi Horninu

MAGDALENA M. Hermanns opnar sýningu á ljósmyndum í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, laugardaginn 10. maí kl. 17. Þetta er fyrsta einkasýning Magdalenu en hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum erlendis. Sýningin stendur til 28. maí og verður opin alla daga kl. 11­23.30, en sérinngangur gallerísins er opin kl. 14­18. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 59 orð | ókeypis

Málverkasýning í Grindavík

Málverkasýning í Grindavík ERLA Sigurbergs og Sigmar Vilhelmsson opnuðu sýningu í Kvenfélagshúsinu (Kvennó) í Grindavík 1. maí sl. Erla sýnir verk unnin með olíu, en Sigmar sýnir vatnslita­, pastel­ og blekmyndir. Sýningin er opin virka daga kl. 17­20 og laugardaga og helgidaga kl. 15­20 og lýkur henni nk. sunnudag, 11. maí. Meira
8. maí 1997 | Kvikmyndir | 81 orð | ókeypis

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKU

Staðgengillinn (The Substitute) Lækjargata (River Street) Svarti sauðurinn (Black Sheep) Snert af hinu illa (Touch by Evil) Undur og stórmerki Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 204 orð | ókeypis

Nýjar bækur ÚT ER komið fimmta ráðstef

ÚT ER komið fimmta ráðstefnurit Vísindafélags Íslendinga, og fjallar það um landnám á Íslandi. Ritstjóri bókarinnar er Guðrún Ása Grímsdóttir, fræðimaður á Stofnun Árna Magnússonar. Haustið 1990 efndi Vísindafélagið til ráðstefnu um landnámið og fékk til liðs við sig 17 fræðimenn á ýmsum sviðum. Meira
8. maí 1997 | Fólk í fréttum | 123 orð | ókeypis

Nýtt andlit og nýr kærasti

LIZA MINNELLI, sem komin er á sextugsaldurinn, hefur sjaldan litið eins vel út og þessa dagana. Ástæðan liggur ekki bara í nýafstaðinni heimsókn til lýtalæknis sem gaf henni smáandlitslyftingu, heldur geislar hún af hamingju yfir nýja kærastanum. Sá heitir King Lewis og er 24 ára gamall dyravörður. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 1093 orð | ókeypis

ORÐ UM SVEINBJÖRNSSON ÞAÐ var í Rómaborg vorið 1954, að nafn listamanns

ORÐ UM SVEINBJÖRNSSON ÞAÐ var í Rómaborg vorið 1954, að nafn listamannsins bar fyrst fyrir augu mín. Blöð að heiman hermdu af sjómanni af Halamiðum, sem hóf að mála á togara úti á reginhafi og væri með sýningu á athafnaseminni í Reykjavík. Við félagarnir við nám í borginni eilífu, kannski frekar í skýjunum fyrir ævintýrið að vera á staðnum, hentum tilvitnuna á lofti. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 75 orð | ókeypis

Orgeltónleikar á Hvammstanga

Orgeltónleikar á Hvammstanga ÁRNI Arinbjarnarson, organisti Grensáskirkju, heldur orgeltónleika í Hvammstangakirkju 8. maí, uppstigningardag, kl. 21. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélags Vestur-Húnvetninga sem var stofnað 1991, en félagið hefur það markmið að halda eina tónleika í mánuði, þ.e. frá september til maí, alls níu tónleika á ári. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 261 orð | ókeypis

Óperuvandi í Madríd

TEATRO Real í Madríd, sem átti að opna að nýju sem óperuhús í haust, 72 árum eftir að það gegndi því hlutverki síðast, stendur nú frammi fyrir enn einum vandanum í kjölfar uppsagnar listræns stjórnanda þess, Stéphane Lissners. Hann hafði aðeins starfað í nokkra mánuði en hafði gert samning við húsið út árið 2002. Meira
8. maí 1997 | Kvikmyndir | 187 orð | ókeypis

Raunverulegir Sherloch Holmes-menn

KVIKMYNDAFYRIRTÆKI Dannys DeVitos, Jersey Films, hefur kaupt réttinn til að segja sögu The Vidocq Society. Í félagi þessu eru mikilsmetnir glæpasérfræðingar sem taka að sér mál sem virðast óleysanleg. Félagið er skýrt eftir franska rannsóknarmanninum Francois Vidocq sem var uppi á síðustu öld og er talinn upphafsmaður nútímalegrar réttarlæknisfræði. Meira
8. maí 1997 | Fólk í fréttum | 721 orð | ókeypis

Safnfréttir, 105,7

8VILLT er hljómsveit sem leika mun í fyrsta sinn opinberlega í Gjánni, Selfossi, laugardagskvöld en á Gauk á Stöng sunnudags- og mánudagskvöld. Í fararbroddi eru söngkonurnar úr Söngsystrum sem m.a. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 57 orð | ókeypis

Samsöngur þriggja kvennakóra

TÓNLEIKAR þriggja kvennakóra í Grundarskóla á Akranesi verða á morgun, uppstigningardag, kl. 16. Tónleikarnir eru lokatónleikar Kvennakórsins Yms á Akranesi en auk hans koma fram Kvennakór Hafnarfjarðar og Freyjukórinn í Borgarfirði. Kórarnir munu syngja hver í sínu lagi og auk þess nokkur lög saman. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 277 orð | ókeypis

Sinfóníuhljómsveit Íslands á Laugalandi

FJÖLMENNI var á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Laugalandi í Holta- og Landsveit en þeir voru nýverið haldnir í tilefni 40 ára afmælis Tónlistarskóla Rangæinga. Á tónleikunum léku og sungu nemendur skólans með hljómsveitinni. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 452 orð | ókeypis

Síðustu tónleikar Margrétar að sinni

KVENNAKÓR Reykjavíkur heldur vortónleika í Langholtskirkju á morgun, föstudag, kl. 20.30 og á laugardaginn og sunnudaginn kl. 17. Þetta er í fimmta skipti sem kórinn heldur vortónleika og hefur Margrét Pálmadóttir, sem er stofnandi kórsins, verið stjórnandi á öllum þeirra. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 56 orð | ókeypis

Skálholtskórinn til Vestmannaeyja

Skálholtskórinn til Vestmannaeyja SKÁLHOLTSKÓRINN fyrirhugar söngferð til Vestmannaeyja nú um helgina. Hann syngur á tónleikum í Félagsheimilinu, laugardaginn 10. maí kl. 17 ásamt Mosfellskórnum. Meira
8. maí 1997 | Leiklist | 476 orð | ókeypis

Skál í (lyftu)botn

Gamanleikrit eftir Avery Hopwood í nýrri þýðingu Þórunnar Magneu. Leikstjóri: Þórunn Magnea. Leikmynd: Þórunn Magnea. Ljós og hljóð: Einar Þorbergsson og Óðinn Arnarson. Leikendur: Guðbrandur Guðbrandsson, Páll Friðriksson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Hrönn Pálmadóttir, Ingvar Páll Ingvarsson, Júlíana Ingimarsdóttir, Ingibjörn Reynisson, Baldur Smárason. Bifröst, Sauðárkróki 1. maí. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 70 orð | ókeypis

Slæðudagar í Sneglu listhúsi

ÁRLEGIR slæðudagar í Sneglu listhúsi verða 2.­23. maí. Þarna verður til sýnis og sölu það nýjasta í hönnun á silkislæðum og sjölum eftir sjö textíllistakonur listhússins. Listakonurnar eru Björk Magnúsdóttir, Erna Guðmarsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Jóna Sigríður Jónsdóttir og Þuríður Dan Jónsdóttir. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 255 orð | ókeypis

Sönghátíð Hrunamanna

SÖNGHÁTÍÐ Hrunamanna verðurí Félagsheimilinu á Flúðum í Biskupstungum í kvöld klukkan 21.. Koma þar fram bæði kórar, einsöngvarar og hljóðfæraleikarar. Edith Molnár hefur haft veg og vanda af að æfa mörg þau atriði sem þarna eru á dagskrá. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 87 orð | ókeypis

Textílvinnustofa í Ísafoldarhúsinu

HEIDI Kristiansen hefur opnað nýja vinnustofu á þriðju hæð í gamla Ísafoldarhúsinu í Þingholtsstræti 5, sem opin er alla virka daga frá kl. 12­18. Heidi sýnir þar einnig myndteppi sem unnin eru með application­ og quilt­tækni á síðustu árum og eru þau öll til sölu. Skipt verður reglulega um sýningargripi, segir í kynningu. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 92 orð | ókeypis

Tónleikar í Laugarneskirkju

KÓR LAUGARNESKIRKJU heldur tónleika í Laugarneskirkju kl. 16 á uppstigningardag og lýkur þar með vetrarstarfinu. Kórinn hefur nú starfað í tvo vetur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar organista. Á tónleikunum koma fram auk kórsins, einsöngvararnir Þorvaldur Halldórsson, Jóhanna Linnet og Bára Kjartansdóttir. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 31 orð | ókeypis

Tónlistarskóli FÍH heldur vortónleika

Tónlistarskóli FÍH heldur vortónleika VORTÓNLEIKAR Tónlistarskóla FÍH verða haldnir í sal skólans, Rauðagerði 27, laugardaginn 10. maí kl. 14 og 16. Fram koma nemendur á öllum stigum, einnig munu samspilsbönd skólans leika. Meira
8. maí 1997 | Myndlist | 214 orð | ókeypis

Trúnaðarmál

Haraldur Jónsson. Opið öll kvöld sem aðrar uppákomur eru í Kaffileikhúsinu til 14. maí 1997. TEHÚSIÐ er tíu fermetra sýningarrými sem staðsett er í porti Hlaðvarpans og hefur nýlega verið tekið undir myndlistarhald. Sýning Haraldar er sú þriðja sem þar er sett upp og nefnist verkið sem hann sýnir "Trúnaðarmál". Listamaðurinn hefur tekið viðtal við unga konu upp á myndband. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 174 orð | ókeypis

Töfrar plastsins

"VERKUNUM er ætlað að yfirpoppa og afhjúpa óþol gerandans gagnvart gjaldþroti miðilsins. Þau framkalla plestnar klisjur sem hver um sig uppfyllir þó eitt af frumskilyrðum myndverksins; að lifa sjálfstæðu lífi," segir Helgi Sigurðsson hugverkasmiður um plastsýningar sem hann opnar á Mokka föstudaginn 9. maí. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 88 orð | ókeypis

Vorsýning MHÍ í Listaskólahúsinu

Vorsýning MHÍ í Listaskólahúsinu VORSÝNING Myndlista­ og handíðaskóla, MHÍ, verður opnuð í Listskólahúsinu, Laugarnesvegi 91, laugardaginn 10. maí kl. 14. Þar sýna útskriftarnemar lokaverkefni sín. Á þessu vori verða brautskráðir 52 nemendur eftir þriggja ára nám við einhverja af sérdeildum skólans. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 104 orð | ókeypis

Vortónleikar á Ísafirði

ÁRLEGIR vortónleikar Tónlistarskóla Ísafjarðar standa nú yfir. Á Ísafirði verða haldnir fernir tónleikar með mismunandi efnisskrá hverju sinni og fara þeir allir fram í sal Grunnskóla Ísafjarðar, laugardaginn 10. maí kl. 15 og kl. 17 og sunnudag 11. maí kl. 15 og kl. 17. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 27 orð | ókeypis

Vortónleikar Grafarvogskirkju

Vortónleikar Grafarvogskirkju SÍÐUSTU vortónleikar á vegum Tónlistarskólans í Grafarvogi verða haldnir í Grafarvogskirkju nk. laugardag kl. 14. Þar koma fram nemendur skólans sem lengst eru komnir í námi. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 79 orð | ókeypis

Vortónleikar í Fíladelfíu

VORTÓNLEIKAR í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, verða að venju á uppstigningardag og hefjast þeir kl. 20. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu, undir stjórn Óskars Einarssonar tónlistarstjóra, leikur og með þeim spilar fimm manna hljómsveit. Lofgjörðarhópurinn hefur einbeitt sér að gospelsöng, m.a. nokkur lög eftir Andraé Crouch. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 119 orð | ókeypis

Vortónleikar Karlakórsins Hreimur

Vortónleikar Karlakórsins Hreimur Húsavík. Morgunblaðið. Karlakórinn Hreimur í Suður­Þingeyjarsýslu hélt sína árlegu vortónleika í Húsavíkurkirkju um síðustu helgi að loknu miklu og fjölbreyttu vetrarstarfi. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 48 orð | ókeypis

Vortónleikar Tónlistarskólans í Keflavík

RÖÐ vortónleika Tónlistarskólans í Keflavík hefst með tónleikum barna- og unglingakóra skólans á morgun, föstudag. Tónleikarnir fara fram á sal skólans kl. 20. Á tónleikunum kemur einnig fram hljómsveit skipuð yngri nemendum. Stjórnendur kóranna eru Sigrún Sævarsdóttir og Áki Ásgeirsson en Jón Björgvinsson stjórnar hljómsveitinni. Meira
8. maí 1997 | Fólk í fréttum | 241 orð | ókeypis

Woody Allen vill ættleiða eina dóttur enn

WOODY ALLEN virðist ekki hafa fengið nóg af börnum því þessa dagana er hann upptekinn við það að ættleiða enn eina dótturina. Þetta væri líklega ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Woody olli mikilli hneykslan fyrir nokkrum árum þegar hann skildi við konu sína, Miu Farrow, og byrjaði með stjúpdóttur þeirra, Soon-Yi. Meira
8. maí 1997 | Menningarlíf | 509 orð | ókeypis

Þar sem sagan andar

SAGAN segir að bræðurnir Rómúlus og Remus hafi stofnað Rómaborg árið 753 f.Kr. Allar götur síðan hefur borgin verið vettvangur sögulegra atburða og veitt mönnum, ekki síst listamönnum, innblástur. Meðal þeirra sem sótt hafa yrkisefni sitt þangað suðureftir er Sigrún Eldjárn myndlistarmaður sem sýnir þessa dagana ný olíumálverk á Sjónarhóli, Hverfisgötu 12. Meira
8. maí 1997 | Bókmenntir | 433 orð | ókeypis

Þingeyskar ættir

eftir Indriða Indriðason og Brynjar Halldórsson. Héraðsnefndir Suður- og Norður-Þingeyinga 1996, 304 bls. FJÓRÐA bindið af hinu merka ritverki Indriða Indriðasonar, Ættir Þingeyinga, gefið út af Sögunefnd Þingeyinga, kom út árið 1983. Maður var því orðinn vondaufur um að framhald yrði á útgáfunni. Gleðilega kom það því á óvart þegar nýtt bindi birtist, hið fimmta í röðinni. Meira
8. maí 1997 | Kvikmyndir | 575 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNASjónvarpið22. Meira

Umræðan

8. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 359 orð | ókeypis

Erfitt próf og ósanngjarnt

VIÐ ERUM í hópi þeirra fjölmörgu unglinga sem þreytti samræmnt próf í stærðfræði mánudaginn 28. apríl síðastliðinn. Eins og fram hefur komið var prófið mun lengra en á síðustu árum. Prófið var samtals 28 blaðsíður og höfðum við þrjár klukkustundir til umráða. Dæmi eru um það að margir nemendur hafi ekki náð að ljúka prófinu á tilteknum tíma og erum við í hópi þeirra. Meira
8. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 310 orð | ókeypis

Eru bæði stærðfræðikennarar og prófsemjendur á villigötum?

Í SUNNUDAGSBLAÐI Morgunblaðsins (4. maí) reyna semjendur samræmdra prófa í stærðfræði að bera af sér sakirnar með því að skella skuldinni á stærðfræðikennarana sjálfa. Þeir spyrja: "Er kannski tímabært fyrir stærðfræðikennara að líta í eigin barm og skoða í hvaða farvegi stærðfræðikennslan er? Er e.t.v. Meira
8. maí 1997 | Aðsent efni | 450 orð | ókeypis

Fáein orð um stíltegundir Af þessu má sjá, segir Pétur Pétursson, að Vilmundur var hvatamaður að samantekt Þórbergs um nefndar

Í GREIN minni um Maístjörnu Halldórs Laxness vék ég að vináttu skáldsins og Vilmundar Jónssonar læknis. Athvarfi og skjóli er jafnan stóð opið ungum og umdeildum rithöfundi. Síðan sagði í grein minni: "Það vekur því undrun að lesa kafla í ritsafni Vilmundar þar sem hann fer niðrandi orðum um stíl Halldórs, og hæðist að ýmsu í ritverki hans. Meira
8. maí 1997 | Aðsent efni | 675 orð | ókeypis

Fólk á flótta setur traust sitt á okkur

ALÞJÓÐADAGUR Rauða krossins er í dag og af því tilefni vekur þessi stærsta mannúðarhreyfing heims athygli á ýmsum málefnum sem snerta hag þeirra sem minna mega sín. Rauði kross Íslands heldur þennan dag í heiðri eins og systurfélögin um allan heim og að þessu sinni vekjum við sérstaka athygli á málefnum þeirra fimmtíu milljóna karla, Meira
8. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 754 orð | ókeypis

Hverjir náðu í Maístjörnuna?

FRÓÐLEGT var að lesa frásögn Péturs Péturssonar 1. maí af heimsókn hans til Halldórs Laxness í Gljúfrasteini vorið 1987 til að spyrja hann um tilurð kvæðisins Maístjörnunnar. Áður en Hús skáldsins var sýnt í Þjóðleikhúsinu veturinn 1981-82 með sönglögum Jóns Ásgeirssonar var ljóðið langt frá því öllum kunnugt og auk þess misvel þokkað eftir stjórnmálaskoðunum manna. Meira
8. maí 1997 | Aðsent efni | 1144 orð | ókeypis

Kirkjan og Reykjavíkurborg gera ýmislegt fyrir aldraða

ÉG TEL mig vera í flokki fjöldans, sem hefur sína barnatrú, sæki sjaldan kirkju, nema á stórhátíðum. Ég viðurkenni það, að þegar ég fer í kirkju og hlusta þar á góða ræðu og fallegan kirkjusöng þá er ég, eftir á, ánægður yfir því að hafa notað þennan tíma til góða fyrir mig. En svo fer ég í sama farið aftur og hugsa lítið um þessi mál. Meira
8. maí 1997 | Aðsent efni | 569 orð | ókeypis

Leitið og þér munuð finna

VIÐ skulum bara kalla hann Karl, en Karl þessi ólst upp á rótgrónu efnishyggjuheimili í Mið-Evrópu. Hann átti vin sem alist hafði upp á heimili þar sem kristin trúrækni var við höfð. Honum fannst gott að koma á það heimili. Hann þráði kærleika, trúrækni og nærgætni. En það var eins og enginn gæti fullnægt andlegu hungri hans. Meira
8. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 236 orð | ókeypis

Nútíma skattkerfi?

GREIN þessa skrifa ég vegna bréfs sem mér barst í dag frá skattstjóra Norðurlandsumdæmis eystra. Þar er það lagt fyrir mig að leggja fram kvittanir vegna lána, sem fram koma á eyðublaði vegna vaxtagjalda með skattframtali mínu 1997. Það er vandalaust að leggja fram umbeðnar kvittanir. Það sem undrar mig mest er að starfsmenn skattstjóra þurfi og eyði tíma sínum í að biðja um svona gögn. Meira
8. maí 1997 | Aðsent efni | 1256 orð | ókeypis

Sálgæsla aldraðra

HÓPUR aldraðra, þ.e. fólk 70 ára og eldra, stækkar ört í hinum vestræna heimi. Betri aðbúnaður fólks og framfarir í læknavísindum eru meðal þeirra þátta sem hafa þar áhrif. Í nýlegum fréttaauka Ríkissjónvarpsins um hag aldraðra, kom fram að verið er að tala um 11% íslensku þjóðarinnar. Það að eldast hefur í för með sér ýmsar breytingar og fólk er misvel undir það búið. Meira
8. maí 1997 | Aðsent efni | 1257 orð | ókeypis

Vill bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar eyðileggja Fáfni hf.?

BÆJARSTJÓRN Ísafjarðarbæjar og bæjarstjóri liggja nú undir ámæli fyrir afskiptaleysi í sambandi við atvinnuástandið á Þingeyri. Athygli vekur að bæjabréf til ríkisstjórnar sem réttilega ætti ekki síður að vera hlutverk Ísafjarðarbæjar, berst frá héraðslækni og presti Þingeyrar, þar sem talin er full ástæða til þess að benda á erfiðleikana og óska aðstoðar. Meira

Minningargreinar

8. maí 1997 | Minningargreinar | 185 orð | ókeypis

Arnbergur Gíslason

Elsku afi. Við vitum að núna líður þér alveg ofboðslega vel, vitum að þið amma eruð aftur saman. Þrátt fyrir það söknum við þín alveg óskaplega mikið og það verður sárt þegar maður keyrir um í Garðinum vitandi það að þú ert ekki lengur staddur í herberginu þínu á Garðvangi og að geta ekki komið í heimsókn. En nú ertu farinn og við sitjum eftir með minningarnar um þig. Þær eru allar góðar. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 417 orð | ókeypis

Arnbergur Gíslason

Fyrir rúmum mánuði lét Bergur afi vita að nú færi hann að fara. Hann var tilbúinn að kveðja. Fyrstu æviár okkar bjuggu hann og Stebba amma á Borgarfirði eystra, þá hittum við þau ekki oft. En eftir að þau fluttu suður í Sandgerði urðu heimsóknirnar tíðari. En það sem við munum þó helst eftir eru heimsóknir afa upp á Akranes. Hann kom næstum því á hverju sumri og var þá tvær til þrjár vikur í einu. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 235 orð | ókeypis

Arnbergur Gíslason

Mörg brot minninga hlaðast upp þegar hugsað er til afa. Hann lifði langan lífdag og ýmislegt gerist á langri lífsleið. Af allri hans lífsleið þekkjum við barnabörnin aðeins brotabrot, sem er samt mjög stórt og dýrmætt. Þær eru margar góðar minningarnar um afa. Þau voru mörg jólin sem hann eyddi með okkur og þá gafst tækifæri til að kynnast honum betur. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 234 orð | ókeypis

Arnbergur Gíslason

Mál er nú að spyrja um dauðann. Og hann sagði: "Þú leitar að leyndardómi dauðans. En hvernig ættir þú að finna hann, ef þú leitar hans ekki í æðaslögum lífsins? Uglan sem sér í myrkri, en blindast af dagsbirtunni, ræður ekki gátu ljóssins. Leitaðu að sál dauðans í líkama lífsins, því að líf og dauði er eitt eins og fljótið og særinn. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 323 orð | ókeypis

ARNBERGUR GÍSLASON

ARNBERGUR GÍSLASON Arnbergur Gíslason, bóndi og verkamaður frá Vinaminni á Borgarfirði eystra, fæddist á Mýnesi í Eiðaþinghá 25. janúar 1905. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði hinn 30. apríl síðastliðinn. Hann ólst upp á Mýnesi, Eyvindará og Finnsstöðum. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 499 orð | ókeypis

Bjarni Þór Þórhallsson

Lífið er hverfult. Okkur finnst ekki langt síðan að við vorum í samstæðum hópi ungs fólks um tvítugt. Verslunarskólanemendur í utanlandsferð. Þetta var tiltölulega lokaður hópur og ekki auðvelt fyrir utanaðkomandi að tengjast honum. En með í för var kærasti einnar bekkjarsystur okkar úr hópnum og honum tókst hið ómögulega, ­ að falla inn í hópinn eins og hann hefði alltaf verið þar. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 28 orð | ókeypis

BJARNI ÞÓR ÞÓRHALLSSON Bjarni Þór Þórhallsson fæddist í Reykjavík 5. júní 1967. Hann lést í Reykjavík 23. apríl síðastliðinn og

BJARNI ÞÓR ÞÓRHALLSSON Bjarni Þór Þórhallsson fæddist í Reykjavík 5. júní 1967. Hann lést í Reykjavík 23. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 2. maí. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 317 orð | ókeypis

Gróa Ólafsdóttir

Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá, og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. (G.Ö.) Það er svo ótrúlegt hvað árin líða fljótt, þegar litið er til baka er eins og það gerst hafi í gær, sem gerðist þó fyrir rúmum 22 árum, en þá kynntist ég Gróu Ólafsdóttur. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 31 orð | ókeypis

GRÓA ÓLAFSDÓTTIR

GRÓA ÓLAFSDÓTTIR Gróa Ólafsdóttir Thorlacius fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1908. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 6. maí. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 692 orð | ókeypis

Guðrún Dýrleif Þorkelsdóttir

Þegar Dýrleif var 11 ára réðst hún í vist sem matvinnungur til Kristjáns Sigtryggssonar bókbindara og konu hans Kristjönu Guðnadóttur frá Grænavatni, sem bjuggu í Hliðskjálf á Húsavík. Hjá þeim vann hún í tvö sumur en gekk í barnaskóla í Grímsey á veturna. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 166 orð | ókeypis

GUÐRÚN DÝRLEIF ÞORKELSDÓTTIR

GUÐRÚN DÝRLEIF ÞORKELSDÓTTIR Guðrún Dýrleif Þorkelsdóttir var fædd í Neðri- Sandvík í Grímsey 17. júní 1902. Hún andaðist á Elliheimilinu Grund að morgni 30. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorkell Árnason, f. 18.8. 1878, d. 28.6. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 137 orð | ókeypis

Hansína Metta Kristleifsdóttir

Hún amma mín er dáin. Ég var hjá ömmu deginum áður og náði að kveðja hana. Ég fór heim um kvöldið en mamma og Gilla voru hjá henni um nóttina. Ég vaknaði snemma þennan morgun, þá var amma dáin. Þetta er mikill söknuður. Það eru svo margar góðar minningar um góða konu eins og hún amma var. Það var svo gott að koma í Stórholtið. Hún var alltaf svo glöð að sjá okkur. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 429 orð | ókeypis

Hansína Metta Kristleifsdóttir

Frídagur verkamanna rann upp, síminn hringir og tilkynnt er að Hansína Metta Kristleifsdóttir sé dáin. Minningar streyma fram í hugann. Það var fyrir 37 árum að undirritaður kom fyrst á heimili hennar á Bergþórugötu 41 í Reykjavík. Unnusta mín vildi að ég kæmi með sér til að hitta væntanlega tengdamömmu. Ég var hálf kvíðinn út af þessu en það var ekki eftir neinu að bíða. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 94 orð | ókeypis

Hansína Metta Kristleifsdóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 45 orð | ókeypis

Hansína Metta Kristleifsdóttir

Hansína Metta Kristleifsdóttir Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku amma, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 454 orð | ókeypis

Hansína Metta Kristleifsdóttir

Að morgni 1. maí á hátíðisdegi verkamanna, var fögur sólaruppkoma og mikið sólskin. Þennan sama dag slokknaði lífsljós einnar af verkakonum þessa lands, hennar ömmu okkar, og erum við ekki í vafa um að það hefur verið hennar vilji að fá að deyja einmitt á þessum degi. Hún amma hefur alltaf verið baráttukona. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 225 orð | ókeypis

HANSÍNA METTA KRISTLEIFSDÓTTIR

HANSÍNA METTA KRISTLEIFSDÓTTIR Hansína Metta Kristleifsdóttir var fædd í Efri-Hrísum, Fróðárhreppi á Snæfellsnesi, 25. maí 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni 1. maí. Foreldrar hennar voru: Soffía Guðrún Árnadóttir, f. 10.2. 1886, d. 13.9. 1981, og Kristleifur Jónatansson, f. 2.1. 1873, d. 1946, bændur í Efri-Hrísum lengst af. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 103 orð | ókeypis

Hansína Metta Kristleifsdóttir Elsku amma, þú svafst svo rótt þegar ég sá þig síðast. Margar minningar koma upp í hugann, þar

Elsku amma, þú svafst svo rótt þegar ég sá þig síðast. Margar minningar koma upp í hugann, þar sem ég var alltaf hjá þér þegar ég var í Reykjavík. Mér finnst ekki langt síðan þú varst hlaupandi um allt, og ég átti fullt í fangi með að halda í við þig. Eða þegar ég bjó í Reykjavík, og þú varst að passa fyrir mig. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 388 orð | ókeypis

Helga Stella Jóhannesdóttir

Mig langar í örfáum orðum að minnast Helgu Stellu Jóhannesdóttur, en henni kynntist ég fyrst um miðjan sjötta áratuginn, er hún og eiginmaður hennar Jón Arnórsson tóku við rekstri umboðs Happdrættis Háskóla Íslands, sem frú Maren Pétursdóttir hafði rekið á Laugavegi 66 hér í borg. Ráku þau umboðið í hálfan annan áratug í Bankastræti 11. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 31 orð | ókeypis

HELGA STELLA JÓHANNESDÓTTIR

HELGA STELLA JÓHANNESDÓTTIR Helga Stella Jóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1918. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 12. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 6. maí. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 781 orð | ókeypis

JENNÝ LOVÍSA EINARSDÓTTIR

JENNÝ LOVÍSA EINARSDÓTTIR Elskuleg tengdamóðir mín verður áttatíu og fimm ára á morgun, 9. maí. Af því tilefni vil ég senda þér afmæliskveðju, í blaðinu þínu ­ Morgunblaðinu ­, úr farfuglasöngnum í sveitinni. Jenný Lovísa Einarsdóttir, fæddist 9. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 204 orð | ókeypis

Jóhannes Guðmundsson

Fyrir hönd starfsfólks Íslensku kvikmyndasamsteypunnar langar mig í örfáum orðum að minnast vinar okkar og samstarfsmanns Jóhannesar Guðmundssonar grínara. Okkar kynni hófust einn sólríkan sumardag þegar sameiginlegur vinur okkar Egill Eðvardsson kynnti okkur Ara Kristinsson fyrir Jóhannesi. Tilefnið var að við höfðum hug á að ráða hann til að leika lítið hlutverk í kvikmyndinni Bíódagar. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 28 orð | ókeypis

JÓHANNES GUÐMUNDSSON

JÓHANNES GUÐMUNDSSON Jóhannes Sverrir Guðmundsson fæddist á Suðureyri 14. ágúst 1944. Hann lést á Borgarspítalanum 26. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá kapellu Fossvogskirkju 7. maí. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 188 orð | ókeypis

Jónas Teitur Guðlaugsson

Með hlýhug minnist ég frænda míns sem fallinn er frá á sjötugsaldri. Jónas bjó ávallt einn eftir að foreldrar hans létust og var hann mikill einfari. Hans líf og yndi var að grúska í ættfræði og dvaldi hann yfirleitt á Landsbókasafninu frá morgni til kvölds og las sér til um ættir og Íslendingasögur. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 399 orð | ókeypis

Jónas Teitur Guðlaugsson

Fyrstu kynni mín af frænda mínum Jónasi, voru, þegar eg, ásamt frænku minni, heimsótti frændfólkið, er þá bjó innarlega á Njálsgötunni. Víst man eg glögglega, hversu hrifinn eg var af því margvíslega barnagulli, er þeir bræður, Jónas og Óskar, áttu. Þangað var gaman að koma, enda áttum við að fagna góðum móttökum hjá Sigurlín frænku vorri. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 93 orð | ókeypis

JÓNAS TEITUR GUÐLAUGSSON

JÓNAS TEITUR GUÐLAUGSSON Jónas Teitur Guðlaugsson fæddist í Reykjavík 28. maí 1928. Hann lést á heimili sínu 30. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðlaugur Guðmundsson, bryti, fæddur 1. mars 1899, dáinn 5. ágúst 1967, og Sigurlín Valgerður Jónasdóttir, fædd 31. október 1901, dáin 23. janúar 1957. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 61 orð | ókeypis

Jónas Teitur Guðlaugsson Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna,

Jónas Teitur Guðlaugsson Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 625 orð | ókeypis

Jón Halldór Hannesson

Þegar ungur maður í blóma lífsins er kallaður burt úr jarðvistinni frá einstakri fjölskyldu og mörgum óloknum verkum þá kemur það róti á tilfinningar og hug okkar sem eftir sitjum. Við þurfum jafnvel að glíma við reiðikennd vegna þess að við eigum svo erfitt með að skilja óréttlætið í því að vaskur og dásamlegur maður skuli frá okkur tekinn. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 29 orð | ókeypis

JÓN HALLDÓR HANNESSON

JÓN HALLDÓR HANNESSON Jón Halldór Hannesson fæddist í Reykjavík 22. maí 1952. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 27. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kotstrandarkirkju 3. maí. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 148 orð | ókeypis

Lára Guðnadóttir

Kveðja frá barnabörnum og fjölskyldum þeirra. Með hlýhug, þakklæti og virðingu kveðjum við nú elsku ömmu og langömmu okkar. "Það er meira frammi." Þessi orð eru fleyg í fjölskyldu okkar. Þau eru tengd ömmu Láru, eins og við kölluðum hana öll, órjúfanlegum böndum og vísa til þess gnóttar er jafnan var í matarboðum hennar. En þau geyma líka dýpri sannleik. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 164 orð | ókeypis

Lára Guðnadóttir

Tanta mín. Þá ertu farin á vit ljóssins. Laus úr viðjum lasins líkama. Brosandi varstu, glöð á góðri stund, fangið fullt af glaðningi. Sígefandi: nýbakaða köku, blóm eða spjör á lítið barn. Þannig mun ég minnast þín. Þú varst kátust allra á mannamóti, hlakkaðir til Spánarferða og heimsókna til Valgarðs í Svíþjóð. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 232 orð | ókeypis

LÁRA GUÐNADÓTTIR

LÁRA GUÐNADÓTTIR Lára Guðnadóttir fæddist á Búðum í Fáskrúðsfirði 7. febrúar 1914. Hún lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík hinn 30. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðni Stefánsson, verslunarmaður á Fáskrúðsfirði og í Reykjavík, f. 19. október 1885, d. 6. mars 1954, og Valgerður Björnsdóttir, húsfreyja, f. 2. júní 1881, d. 6. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 279 orð | ókeypis

Lára Guðnadóttir Amma Lára, sem var reyndar alls ekki amma mín,

Amma Lára, sem var reyndar alls ekki amma mín, kom mér alltaf fyrir sjónir sem afar skörp og yndisleg kona með góða kímnigáfu. Hún var töffari. Síðast er ég sá hana, fyrir liðlega ári, fannst mér hún ekki hafa breyst neitt að ráði frá þeim tíma sem ég umgekkst hana sem mest fyrir um það bil 10-15 árum. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 241 orð | ókeypis

Lára Guðndóttir

Þessum línum er ætlað að vera þakkarorð til tengdamóður minnar, Láru Guðnadóttur. Fyrst og fremst vil ég þakka þá ást og umhyggju sem hún sýndi börnum mínum. Lára var amma í orðsins fyllstu merkingu. Fyrstu tíu ár hjónabands míns og einkasonar hennar og einkabarns fékk Lára fá tækifæri til þess að njóta samvista við barnabörnin vegna búsetu okkar erlendis. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 460 orð | ókeypis

Margrét Andrésdóttir

Mig langar til að setja þessar fátæklegu línur á blað og minnast hennar Margrétar Andrésdóttur, sem hefði orðið 83 ára í dag, 8. maí, hefði hún lifað, en hún lést hinn 20. fyrra mánaðar. Þar með er horfinn síðasti tengiliðurinn við eldri kynslóðina á bernskuheimili mínu. Í bernskuminningunni skipar hún Margrét stóran sess og góðan. Og það er vissulega bjart yfir henni. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 413 orð | ókeypis

Margrét Andrésdóttir

Margrét Andrésdóttir átti sex systkini og eru þau öll látin nema Lóa Andrésdóttir sem býr á Stokkseyri. Því miður komst ég ekki til að fylgja Margréti en vil bæta fyrir með þessum fátæklegu orðum. Foreldrar mínir reistu árið 1967 lítið hús á sumarbústaðarlóð gegnt Hellukoti á Stokkseyri. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 27 orð | ókeypis

MARGRÉT ANDRÉSDÓTTIR

MARGRÉT ANDRÉSDÓTTIR Margrét Andrésdóttir fæddist 22. október 1915. Hún lést á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 4. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 15. mars. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 365 orð | ókeypis

Steindór Steindórsson

Fyrir nokkrum kvöldum var ég að blaða í Akureyrarbók Steindórs Steindórssonar sem ber undirtitilinn "Höfuðborg hins bjarta norðurs". Það var svo næsta dag sem ég heyrði frétt um lát þessa vinar míns. Einhvern veginn finnst mér titill bókarinnar fara svo vel við nafn Steindórs sem í mínum huga var höfðingi úr hinu bjarta norðri. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 33 orð | ókeypis

STEINDÓR STEINDÓRSSON

STEINDÓR STEINDÓRSSON Steindór Steindórsson fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal í Eyjafirði 12. ágúst 1902. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 26. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 6. maí. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 383 orð | ókeypis

Sveinn Björnsson

Elsku bróðir minn er farinn frá okkur og skilur eftir óskaplega mikinn söknuð. Þótt við vissum að hann var mikið veikur, var þessi síðasta vika sem hann lifði mikið áfall, ég gerði mér aldrei grein fyrir að svona gæti farið og svona fljótt, við erum víst aldrei viðbúin. Hann var yndislega góður maður, vildi öllum vel, var alltaf hress og kátur og hrókur alls fagnaðar þar sem hann var. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 1151 orð | ókeypis

Sveinn Björnsson

Það er erfitt að setjast niður og ætla sér að rita minningu eins besta vinar síns og samstarfsmanns. Manns sem ég hef verið með svo til daglega sl. 33 ár. Þegar ég nú sest niður og læt hugann reika, koma upp svo margar minningar að ekki verður það rifjað upp nema í stórri bók. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 370 orð | ókeypis

Sveinn Björnsson

Kæri vinur. Þá erum við einum færri í Útlagaflokknum. Þú ert farinn heim. Nú er skarð fyrir skildi, þegar flokksmaður fellur frá í 13 manna skátaflokki. Minningarnar hrannast upp, enda engin furða eftir rúma 60 ára vináttu, sem aldrei bar skugga á. Við vorum ekki nærri alltaf sammála en það bara styrkti vináttuna. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 494 orð | ókeypis

Sveinn Björnsson

Húsið í Krýsuvík, Sveinn á tröppunum, skúlptúrar hans í garðinum, Sveinn við eldhúsborðið, reykjandi pípuna, hugsandi á svip. Að kvöldi sama dags, að lokinni máltíð hjá okkur Ingibjörgu, Sveinn sitjandi í stofunni með stelpurnar í fanginu, Arna Hrönn tortryggin en fann hlýju og traust þegar á leið. Hún og Bjösson urðu mestu mátar og höfðu hvort gaman af öðru. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 970 orð | ókeypis

Sveinn Björnsson

Það var á sólríkum morgni í maí fyrir nær 40 árum að fundum okkar Sveins bar fyrst saman og það er aftur á sólríkum morgni í maí að ég skrifa þessi kveðjuorð til þess að þakka fyrir vináttu og samfylgd. Með Sveini Björnssyni er genginn einn merkasti myndlistarmaður síðustu áratuga á Íslandi. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 849 orð | ókeypis

Sveinn Björnsson

Þá hefur lífsbók Sveins Björnssonar verið lokað en í hugum þeirra sem áttu Svein að vini og vinnufélaga lifir mynd af manni sem verður okkur afar hugstæð. Sveinn var sérstakur maður um margt. Við fyrstu kynni var hann hrjúfur en undir þessu yfirbragði bjó viðkvæmni og hlýja. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 539 orð | ókeypis

Sveinn Björnsson

Málaranum Sveini Björnssyni var annt um harðsoðna ímynd sína, hann hafði gaman af að tala stórkarlalega um sjómennskuna, margháttuð afskipti af ýmsum delíkventum, og vankanta á þjóðfélaginu, sendi blöðunum iðulega ýmsar brýningar þar að lútandi. Sömuleiðis voru málverk hans mikil fyrir sér, ágeng, á stundum allt að því hranaleg. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 150 orð | ókeypis

Sveinn Björnsson

Kveðja frá Listasafni Íslands Í dag verður borinn til moldar Sveinn Björnsson listmálari, einn af litríkari einstaklingum í hópi íslenskra listmálara. Sveinn var að mestu sjálfmenntaður í list sinni og stundaði lengst af ævinnar önnur störf jafnhliða henni, var stýrimaður að mennt og stundaði sjómennsku um árabil og enn síðar lögreglustörf. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 1131 orð | ókeypis

Sveinn Björnsson

Á kveðjustund við lífsins leiðaskil er litið yfir gengnar ævislóðir. Og þó að ríki hryggð og harmaspil er hlýtt og bjart við minninganna glóðir. Góðan vin og frænda kveðjum klökk það koma í hugann ótal fagrar myndir. Fyrir kynnin hljóttu hjartans þökk svo hrein og tær sem öræfanna lindir. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 174 orð | ókeypis

Sveinn Björnsson

Sveinn skildi þörf ungra manna fyrir að geta talað við eldra fólk um annað en veðrið og gæftaleysi. Innan um málverk snillinga á Köldukinn og í Krýsuvík birtist Sveinn okkur í öllu sínu hispursleysi. Tilfinningin var aldrei önnur en að þar mættust jafningjar sem gátu feimnislaust látið gamminn geisa um allt það sem kemur við kvikuna. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 619 orð | ókeypis

Sveinn Björnsson

Áratuga kynni af Sveini Björnssyni, sem manni og listmálara, en fyrst og fremst góðum dreng, hafa gert það að verkum, að við andlát hans verður tóm í lífi vina hans. Það var sama hvaða starfi hann sinnti, hann var alltaf "drengur góður" í fyllstu merkingu þeirra orða. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 547 orð | ókeypis

Sveinn Björnsson

Fyrir nokkrum árum síðan bar fundum okkar Sveins saman á myndlistarsýningu hér í borg. Við tókum tal saman, þar sem við vissum deili hvor á öðrum og virtum fyrir okkur málverkin, sem við skoðuðum með mikilli aðdáun. vakti þessi vaski, stórgerði myndarmaður strax athygli mína, ekki síst vinsamlegt, hressilegt fas hans og stutt var í hláturinn. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 380 orð | ókeypis

SVEINN BJÖRNSSON

SVEINN BJÖRNSSON Sveinn M. Björnsson fæddist á Skálum á Langanesi 19. febrúar 1925. Hann lést á Landspítalanum 28. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurveig G. Sveinsdóttir, fædd í Reykjavík 10.1. 1887, d. 21.3. 1972, en fluttist fæðingarár sitt til Vestmannaeyja, þar sem hún ólst upp. Meira
8. maí 1997 | Minningargreinar | 1306 orð | ókeypis

SVEINN BJÖRNSSON ­ kveðjuorð

Listamaðurinn hjartahlýi Sveinn Björnsson er genginn til feðra sinna. Andlát hans átti ekki að koma á óvart þar sem Sveinn hafði ekki gengið heill til skógar um alllangt skeið. Hinsta sjúkrahúsdvölin varð þó óvænt og snörp. Sveinn Björnsson andaðist á Landspítalanum að kveldi 28. apríl síðastliðinn. Svanasöngur Sveins Björnssonar var sýning í Gerðasafni sem lauk daginn áður en hann lést. Meira

Viðskipti

8. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 195 orð | ókeypis

»Nýjar hækkanir í London

HLUTABRÉF seldust á metverði þriðja daginn í röð í London í gær, en tap varð í hlutabréfaviðskiptum á meginlandi Evrópu vegna slæmrar byrjunar í Wall Street. Á gjaldeyrismörkuðum efldist jen gegn dollar vegna blaðafrétta um að seðlabankar Japans, Bandaríkjanna, Þýzkalands hyggist skerast í leikinn og selja dollara fyrir jen. Meira

Daglegt líf

8. maí 1997 | Neytendur | 132 orð | ókeypis

Eru bleikiefni í þvottaefnum mjög skaðleg?

LESANDI hringdi og vildi fá upplýsingar um hvort farið væri að nota önnur efni í stað klórs í þvottaefni. Hann sagði að klór væri umhverfisskaðlegur en var að velta fyrir sér hvort þessi nýju efni væru það líka. Meira
8. maí 1997 | Neytendur | 243 orð | ókeypis

Gluggaþvottur með ediki

Í breska blaðinu Prima er oft að finna ýmis ráð til handa þeim sem sjá um heimilisstörfin. Nýlega var t.d. bent á að óþarfi væri að kaupa sérstakan gluggaúða nú þegar voraði og vel sæist hversu skítugir gluggarnir væru. Tilvalið væri að prófa að nota blöndu af ediki og vatni og pússa síðan yfir með gömlu, kuðluðu dagblaði. Meira
8. maí 1997 | Neytendur | 53 orð | ókeypis

Handverksmarkaður um helgina

LAUGARDAGINN 10. maí næstkomandi og sunnudaginn 11. maí verður haldinn handverksmarkaður á Garðatorgi. Þar verður hægt að skoða og festa kaup á ýmsum handunnum varningi, málverkum, leirvörum, trévarningi, postulíni og ýmsu fleiru. Opið verður frá kl. 10-18 á laugardeginum og frá kl. 12-18 á sunnudeginum. Kvenfélag Garðabæjar sér um kaffiveitingar. Meira
8. maí 1997 | Neytendur | 33 orð | ókeypis

Nýr Kays pöntunarlisti

Nýr Kays pöntunarlisti VOR og sumarlistinn frá Kays er kominn út á íslensku. Þar er að finna fatnað á yngri sem eldri konur í öllum stærðum en jafnframt fatnað á börn, unglinga og karlmenn. Meira
8. maí 1997 | Neytendur | 28 orð | ókeypis

Nýr réttur frá 1944

SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur sett á markað nýjan rétt undir vörumerki 1944. Nýi rétturinn er súrsætar kjúklingabringur sem er austurlenskur réttur með ristuðum ananas og hrísgrjónum. Meira
8. maí 1997 | Neytendur | 63 orð | ókeypis

Umhverfisvænar hreinlætisvörur

MR. MUSCLE eldhús-, bað- og glerhreinsiefni eru fyrstu hreinlætisvörurnar sem hljóta skráningu á Íslandi með norræna umhverfismerkinu sem er mynd af hvítum svani á grænum fleti. Í fréttatilkynningu frá innflytjanda, Karli K. Meira
8. maí 1997 | Neytendur | 515 orð | ókeypis

Verð á gasi hefur hækkað um 15% að meðaltali

VERÐ á gasi hefur að meðaltali hækkað um 15% að undanförnu. Sem dæmi má nefna að áfylling á 9 kg gashylki sem notuð eru með gasgrillum hefur hækkað um 15-35,8% á rúmlega ári en alls eru um 60.000 gashylki af þessari stærð í umferð hér á landi. Gasfélagið ehf. er sameiginleg eign allra olíufélaganna. Meira

Fastir þættir

8. maí 1997 | Í dag | 34 orð | ókeypis

3. a) Gerðu mér greiða...farðu og spyrðu "Sóð

3. a) Gerðu mér greiða...farðu og spyrðu "Sóða" hvers vegna hann sé ekki með hornaboltahúfu. b) Stjórinn vill fá að vita af hverju þú ert ekki með húfu. c) Hann sagðist ekki vilja rugla hárinu. Meira
8. maí 1997 | Dagbók | 2939 orð | ókeypis

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík í dag, uppstigningadag: Borgar Apótek, Álftamýri 1, er opið allan sólarhringinn en Grafarvogs Apótek, Hverafold 1-5, er opið til kl. 22. Á morgun föstudag tekur Háaleitis Apótek við næturvörslu og Vesturbæjar Apótek er opið til kl. 22. Meira
8. maí 1997 | Í dag | 250 orð | ókeypis

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 9. maí

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 9. maí, verður sextugurSigurður Hallvarðsson, rafvirki, starfsmaður Rafiðnaðarsambands Íslands, Bústaðavegi 55, Reykjavík. Meira
8. maí 1997 | Í dag | 464 orð | ókeypis

Ást er að ættleiða barn. fjölskylda í stíl. að sjá

Ást er að ættleiða barn. fjölskylda í stíl. að sjá hann alls staðar, meira að segja í sápukúlu. þegar þú ferð með honum á hádegisverðarfund. þegar þú veist nákvæmlega frá hverjum öll ástarbréfin eru. þegar þið getið horft saman á sólina rísa að morgni og setjast að kvöldi. að sjá alla rómantískustu drauma þína rætast. Meira
8. maí 1997 | Fastir þættir | 92 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

Nú er lokið Monrad-Barometer- tvímenningi. 22 pör spiluðu 10 umferðir alls 60 spil. Úrslit. Vilhjálmur Sigurðss. jr. ­ Þórður Sigfússon115Jón Stefánsson ­ Sveinn Sigurgeirss.78Sigrún Pétursd. ­ Alda Hansen65Sigurður Ámundss. ­ Jón Þór Karlsson64Gróa Guðnadóttir ­ Lilja Halldórsd.57 Mánudaginn 12. maí nk. Meira
8. maí 1997 | Fastir þættir | 145 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Breiðfir

Nú er lokið La Primavera-tvímenningskeppni félagsins með naumum sigri Þóris Leifssonar og Jóns Stefánssonar sem enduðu tveimur stigum hærri en Guðmundur Þórðarson og Valdimar Þórðarson. Rúnar Einarsson og Guðjón Sigurjónsson, sem leitt höfðu mótið lengst af, urðu að láta sér lynda þriðja sætið. Meira
8. maí 1997 | Í dag | 380 orð | ókeypis

Börnunum gefiðtilefni til aðfá sér bjór?KONA hringdi

KONA hringdi eftir að hafa lesið grein eftir móður barns í 10. bekk sem birtist í Velvakanda sl. laugardag. "Eftir að hafa lesið greinina hef ég mikið hugsað um setninguna: "Ég óttast að með þessu hafi börnunum verið gefið tilefni til þess að fá sér bjór". Meira
8. maí 1997 | Dagbók | 681 orð | ókeypis

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
8. maí 1997 | Fastir þættir | 985 orð | ókeypis

Guðspjall dagsins: Ég er hinn sanni vínviður. (Jóh. 15.)

Guðspjall dagsins: Ég er hinn sanni vínviður. (Jóh. 15.) Dagur aldraðra »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Bjarni Arason syngur einsöng. Að guðsþjónustu lokinni býður Safnaðarfélag Ásprestakalls eldri borgurum til samsætis í safnaðarheimili Áskirkju. Einsöngur, kór og almennur söngur. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Meira
8. maí 1997 | Í dag | 327 orð | ókeypis

ÍKVERJI heyrði hrakfallasögu konu nokkurrar, sem lenti í

ÍKVERJI heyrði hrakfallasögu konu nokkurrar, sem lenti í vanda með debetkortið sitt, og getur ekki varist þeirri hugsun að koma mætti í veg fyrir vanda af þessu tagi. Þannig var, að fyrir nokkru festi konan kaup á 200 þúsund króna tölvu, sem skiptir svo sem ekki máli í sjálfu sér. Meira
8. maí 1997 | Fastir þættir | 776 orð | ókeypis

Kasparov missti niður vænlega stöðu

Teflt dagana 3.-11. maí. Fjórða skákin var tefld í gærkvöldi og fimmta einvígisskákin hefst á laugardaginn kl. 19 að íslenskum tíma. ÞRIÐJA einvígisskák Kasparovs og Dimmblárrar var gríðarleg baráttuskák frá upphafi til enda. Kasparov stýrði hvítu mönnunum og hélt ótrauður áfram skákstíl sínum í einvíginu að byggja upp rólegar stöður og treysta á skákskilninginn í miðtaflinu. Meira
8. maí 1997 | Í dag | 136 orð | ókeypis

Niðjamót í Hlégarði Niðjar Sigríðar Jónsdóttur og Árna Bjö

Niðjar Sigríðar Jónsdóttur og Árna Björnssonar í Móum á Kjalarnesi ætla að hittast í Hlégarði í Mosfellsbæ sunnudaginn 11. maí nk. Sigríður Jónsdóttir frá Bakka í Landeyjum, fædd 1855, og Árni Björnsson frá Eyjarhólum í Mýrdal, sem fæddur var 1852, giftust árið 1876 og hófu þá búskap í Víðinesi á Kjalarnesi. Meira
8. maí 1997 | Fastir þættir | 1075 orð | ókeypis

Vel heppnuð Íslandsmeistarakeppni

Sunnudagurinn 4. maí var seinni dagur Íslandsmeistaramótsins í samkvæmisdönsum með grunnaðferð 1997. KEPPNIN hófst klukkan 14.00 á keppni B- og D-riðlanna og var keppt í nokkrum aldursflokkum í báðum riðlum. Allir dönsuðu þessir flokkar vel, að öðrum ólöstuðum verð ég þó að nefna flokk Börn II. Meira
8. maí 1997 | Fastir þættir | 41 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Ferming í Fríkirkjunni í Reykjavík. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Fermdar verða: Borgný Haraldsdóttir, Smárarima 14. Helga Dagbjört Kristjánsdóttir, Kleppsvegi 66. Ferming í Torfastaðakirkju í Skálholtsprestakalli kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Óli Ólafsson. Fermdur verður: Rúnar Bjarnason, Brautarhóli, Biskupstungum. Meira

Íþróttir

8. maí 1997 | Íþróttir | 72 orð | ókeypis

Að tjaldabaki íFormula 1Í KVÖLD kl. 23.15 sýnir

Í KVÖLD kl. 23.15 sýnir Ríkissjónvarpið þátt um Formula 1 að tjaldabaki, sem tekinn var á keppninni í San Marino fyrir tveimur vikum. Þar vann Heinz Harald Frentzen sinn fyrsta sigur. Skoðuð er útgerð keppnisliðanna og rætt við fólk sem þekkir innviði Formula 1 frá fyrstu hendi. Á laugardag verður síðan bein útsending frá tímatöku kl. 11.00 og á sunnudag kl. 12. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 529 orð | ókeypis

Á götum furstadæmis

KEPPNI í Formula 1 kappakstri verður í fyrsta skipti sýnd í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins um helgina, þegar keppt verður í Monte Carlo. Tuttugu ökumenn berjast um sigur á ökutækjum sem geta náð 340 km hraða, en leikni aðstoðarmanna mun ráða meiru en hámarkshraði í þessari sögufrægu keppni. Ökumenn hjá 11 mismunandi keppnisliðum berjast um sigur Monte Carlo á sunnudaginn. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 106 orð | ókeypis

Doherty fékk hlýjar móttökur í Dyflinni

ÍRINN Ken Doherty fékk hlýjar móttökur er hann kom til Dyflinnar í gær eftir að hann varð heimsmeistari í snóker. "Þegar ég steig út úr flugvélinni og sá allt fólkið sem tók á móti mér þurfti ég að hafa mig allan við svo ég táraðist ekki. Þetta voru hreint frábærar móttökur," sagði Doherty er hann sá hundruð aðdáenda veifa írska fánanum. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 339 orð | ókeypis

Elsti sigurvegarinn var 55 ára ÁRIÐ 1931 vann Louis

ÁRIÐ 1931 vann Louis Chiron í Monte Carlo á Bugatti. Hann var 55 ára gamall og er elsti ökumaður sem hefur unnið í heimsmeistarakeppni í kappakstri. Góðarminningar JORDAN ökumennirnir Ralf Schumacher (bróðir Michaels heimsmeistara) og Giancarlo sFisichella hafa báðir náð góðum árangri í Monte Carlo, ekki Formula 1, heldur í Formula 3. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 748 orð | ókeypis

Fimmtugur sigurvegari

"Knattspyrna gaf mér allt en reykingar urðu mér nær að falli," var slagorð Hollendingsins Johans Cruyffs eftir að hjartaþræðing bjargaði lífi hans fyrir sex árum. EINN besti knattspyrnumaður sögunnar varð fimmtugur 25. apríl síðastliðinn, en fyrir sex árum héldu margir að þessi þáverandi keðjureykingamaður ætti ekki eftir að lifa lengi. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 226 orð | ókeypis

Frábært mark hjá Wilmots

Belginn Marc Wilmots gaf þýska liðinu Schalke von um fyrsta titil félagsins í Evrópukeppni í knattspyrnu þegar hann gerði glæsilegt mark og tryggði liðinu 1:0 sigur á Internazionale frá Ítalíu í fyrri leik liðanna í úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 127 orð | ókeypis

Heillaðist af Barcelonaborg JOHAN Cruyff segir

JOHAN Cruyff segir frá því í viðtali við nýjasta hefti franska knattspyrnublaðsins France football að forráðamenn spænska stórliðsins Real Madrid hafi verið ólmir að kaupa hann frá Ajax árið 1973, skömmu áður en hann fór til erkifjendanna í Barcelona ­ og forráðamenn Ajax hafi endilega viljað selja hann frekar til Madrídarliðsins. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 610 orð | ókeypis

Hjálm úr sokkabuxunum

HJÁLMUR Sigurðsson tók upp á þeirri nýbreytni að tjá sig opinberlega í Morgunblaðinu sl. laugardag. Þar kom fram hinn algóði, alltumlykjandi lærifaðir glímumanna og andlegur hornsteinn íþróttarinnar og setti ærlega ofan í við einhvern strákling úr Vesturbænum sem tók upp á þeirri smekkleysu að segja satt um menn og málefni í glímunni í dag (stráklingurinn heitir Ólafur H. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 1056 orð | ókeypis

Hodgson flýrórólegu deildina hjá Inter Mílanó

Liðið leikur til úrslita í Evrópukeppni félagsliða, komst í undanúrslit í ítölsku bikarkeppninni og heyr harða baráttu við Parma um annað sætið í deildinni sem gefur sæti í Meistaradeildinni næsta vetur. Árangur sem flest lið gætu eflaust sætt sig við en Einar Logi Vignisson segir svo ekki vera um Internazionale frá Mílanó. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 53 orð | ókeypis

Í dag

Knattspyrna Deildabikar karla: Undanúrslit: Vallag.völlur:Breiðablik - Valur 19 Grindavík:Grindavík - ÍBV16 Deildabikar kvenna: Ásvellir:Haukar - Breiðablik18.30 Ásvellir:Stjarnan - Reynir20. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 101 orð | ókeypis

Íþróttaskóli fyrir börn á Laugarvatni

Í SUMAR verður Litli íþróttaskólinn fyrir börn á aldrinum 9 til 13 ára starfræktur á Laugarvatni. Um verður að ræða vikunámskeið sem hefjast síðdegis á sunnudögum og lýkur um miðjan dag á laugardögum. Ráðgerð eru þrjú námskeið í sumar, tvö í júní og eitt í ágúst. Á námskeiðunum fá krakkarnir að njóta þeirra fjölmörgu möguleika sem Íþróttamiðstöð Íslands hefur upp á að bjóða. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 307 orð | ókeypis

KLAUS Augenthaler

KLAUS Augenthaler aðstoðarþjálfari Bayern M¨unchen og fyrrum leikmaður liðsins hefur undirritað tveggja ára þjálfarasamning við austurríska félagsliðið Casino Graz. Hann hefur störf hjá félaginu í sumar. Graz er nú í sjötta sæti 1. deildarkeppninnar í Austurríki. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 86 orð | ókeypis

Knattspyrna UEFA-keppnin Fyrri úrslitaleikur: Gelsenkirchen: Schalke - Inter Milan1:0 Marc Wilmots (70.). 56.824. England

UEFA-keppnin Fyrri úrslitaleikur: Gelsenkirchen: Schalke - Inter Milan1:0 Marc Wilmots (70.). 56.824. England Úrvalsdeild: Leicester - Sheff. Wed1:0 Elliott (86.). 20.793. Skotland Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 127 orð | ókeypis

Körfuknattleikur Úrslitakeppni NBA Austurdeild: Chicago - Atlanta100:97 Chiciago hefur 1:0 yfir í einvíginu. Vesturdeild: Utah -

Úrslitakeppni NBA Austurdeild: Chicago - Atlanta100:97 Chiciago hefur 1:0 yfir í einvíginu. Vesturdeild: Utah - LA Lakers103:101 Utah hefur 2:0 yfir í einvíginu. Íshokkí Úrslitakeppni NHL Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 71 orð | ókeypis

Ljósmynd/Hson Íslandsmeistarar KA í 2. flokk

EFRI röð f.v.: Páll Alfreðsson, formaður handknattleiksdeildar KA, Alfreð Gíslason, þjálfari, Anton Þórarinsson, Atli Þórarinsson, Níels Reynisson, Heiðmar Felixson, Jóhannes Jónsson, Heimir Árnason, Kári Jónsson, Sigmundur Þórisson, formaður KA. Fremri röð f.v.: Árni Torfason, Halldór Sigfússon, Hafþór Ómarsson, Sverrir A. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 52 orð | ókeypis

Ljósmynd/Hson Íslandsmeistarar KA í 3. flokki

EFRI röð f.v.: Jóhannes Bjarnason, þjálfari, Anton Þórarinsson, Jónatan Magnússon, Jóhannes Jónsson, Kári Jónsson, Heimir Árnason, Atli Þórarinsson, Tómas Jónsson, Jón Óskar, liðsstjóri. Fremri röð f.v.: Ísak Jónsson, Níels Reynisson, Jóhannes Hermannsson, Þórir Svavar Sigmundsson, Hafþór Einarsson, Hilmar Stefánsson, Ingvar Stefánsson. KA-menn sigruðu Framara í úrslitaleik, 21:13. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 283 orð | ókeypis

Metjöfnun í Dundee

Rangers tryggði sér Skotlandsmeistaratitilinn í knattspyrnu níunda árið í röð þegar liðið vann Dundee United 1:0 á Tannadice Park í Dundee í gærkvöldi. Aðeins Celtic hafði náð því að verða meistari níu ár í röð, afrekaði það 1966 til 1974, en Rangers hefur fagnað titlinum 48 sinnum síðan byrjað var að leika um hann 1890. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 164 orð | ókeypis

Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sekúnduslagur

Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson SekúnduslagurVIÐGERÐARHLÉ hjá Ferrari. Yfirleitt tekur 6-8 sekúndur að skipta um fjögur dekk og bæta bensíni ábílanna. Rétt nægilegt magn af bensíni er sett á bílanna svo þeir geti komist í endamark. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 351 orð | ókeypis

Rísandi stjarna

HEINZ Harald Frentzen vann sinn fyrsta sigur í Formula 1 í San Marino kappakstrinum fyrir tveimur vikum. Þessi geðþekki þrítugi ökumaður var á árum áður harður keppinautur Michaels Schumachers í Formula 3 kappakstri og hafði oftast betur. En Schumacher nældi hins vegar í fyrrum kærustu Frentzens, Corinnu, sem hann er giftur í dag og hefur eignast dóttur með henni. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 223 orð | ókeypis

Senna gekk vel í tímatökumAYRTON heitinn Senna frá B

AYRTON heitinn Senna frá Brasilíu er sá ökumaður sem oftast hefur náð bestum árangri í tímatökum sem ákvarða rásröð keppenda. Hann náði 65 sinnum besta tíma. Næstur honum koma Alain Prost og Jim Clark, sem 33 sinnum náðu besta tíma, Juan Fangio 28, Niki Lauda og Nelson Piquet 24 og Damon Hill 20. Þá koma kempurnar Mario Anderetti og Rene Arnoux með 18 og Jackie Stewart með 17. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 247 orð | ókeypis

Sigfús og Júlíus í Val

Sigfús Sigurðsson og Júlíus Gunnarsson hafa báðir gengið til liðs við 1. deildarlið Vals í handknattleik. Sigfús er sterkur línumaður og lék með Selfyssingum sl. vetur. Júlíus er vinstrihandar skytta og lék með Hildesheim í þýsku 2. deildinni í vetur. Þeir léku báðir með Val um árabil og hafa verið Íslandsmeistarar með félaginu. Þeir ættu því að þekkja vel til á Hlíðarenda. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 485 orð | ókeypis

"Sjaldan verið jafn spenntur"

FYRSTA rall ársins verður á Suðurnesjum á laugardaginn. Keppni hefst í Hafnarfirði en lýkur síðdegis í Keflavík. Meðal 18 keppenda verða Íslandsmeistararnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Mazda. Þeir mæta m.a. Sigurði Braga Guðmundssyni og Rögnvaldi Pálmasyni, sem hafa keypt Rover fjórhjóladrifsbíl fyrrum meistaranna Ásgeirs Sigurðssonar og Braga Guðmundssonar. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 250 orð | ókeypis

"Skipulag fyrir keppnigetur ráðið úrslitum"

"ÞAÐ ræður öllu að ná góðum árangri í tímatökunni á laugardeginum, því það er geysilega erfitt að komast framúr í þessari keppni. Það eru þrír staðir sem hægt er að komast framúr. Við Loews vinkilbeygjuna, við Mirabeau og St. Devote. En það er mjög erfitt," sagði Trevor Foster, sem skipuleggur hvernig Jordan liðið mun haga bensínáfyllingu og dekkjaskiptingu í Monte Carlo. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 195 orð | ókeypis

Tugir erlendra keppenda á svifdrekamót

TUGIR útlendinga koma til landsins í sumar til keppni á fyrsta alþjóða svifdrekamótinu, sem haldið verður hérlendis. Þrjátíu erlendir keppendur hafa þegar skráð sig til keppni og að sögn forráðamanna mótsins er ekki ólíklegt að talsverður fjöldi bætist í þann hóp. Íslendingarnir sem keppa á umræddu móti verða um þrjátíu. Mótið heitir Celtic Cup og er alþjóðlegt sem fyrr segir. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 444 orð | ókeypis

Utah heldur sínu striki

Utah Jazz heldur sínu striki í úrslitakeppni NBA og í fyrrinótt sigruðu þeir LA Lakers í annað sinn í öðrum leik liðanna í úrslitum vesturstrandarinnar. Leikurinn var hnífjafn undir lokinn en það var Antoine Carr sem tryggði sigur heimamanna er hann skoraði úr tveimur vítaköstum þegar 2,1 sekúnda var eftir, lokatölur 103:101. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 720 orð | ókeypis

Þannig er Formula 1

KEPPNI fer fram á sunnudegi, yfirleitt kl. 14 að staðartíma, en 17 sinnum er keppt ár hvert, víðsvegar um heiminn, frá mars fram í október. Keppnisliðin fá æfingatíma á föstudögum þar sem ökumenn og tæknimenn stilla útbúnað bílanna eins og best verður á kosið miðað við legu og beygju brautarinnar. Stilla þarf vél, gírkassa, drifbúnað, fjöðrun og velja réttu dekkin. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 1965 orð | ókeypis

Þegar goðsögnin talaði lögðu allir við hlustir

Jonah Barrington er guðfaðir skvassíþróttarinnar og lifandi goðsögn. Stefán Stefánsson ræddivið hann fyrir skömmu og komst m.a. að því að rekja má upphaf íþróttarinnar tvö hundruð aftur í tímann, inn í fangaklefa í London þar sem skuldum vafðir aðalsmenn drápu tímann með því að slá bolta í vegg. Meira
8. maí 1997 | Íþróttir | 38 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Reuter Meistarabikarinn enn einu sinni til RangersGLASGOW Rangers fagnaði skoska meistaratitlinum eftir 1:0 sigur á Dundee United áTannadice Park í gærkvöldi. Daninn Brian Laudrup gerði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.Hér lyftir Richerd Gough, fyrirliði Rangers, bikarnum eftirsótta. Meira

Sunnudagsblað

8. maí 1997 | Sunnudagsblað | 1479 orð | ókeypis

Þjóðarskömm við Hvalfjörð

UMRÆÐUM um stóriðju við Hvalfjörð er ekki lokið, þó að stjórnvöld láti sem ekkert sé og starfi eins og naut í flagi, þótt Alþingi hafi ekki afgreitt málið. Alþingismenn, sveitarstjórnarmenn á svæðinu, starfsmenn Hollustuverndar ríkisins, Skipulags ríkisins og iðnaðar- og umhverfisráðuneytis viðurkenna í orði að ekki hafi verið staðið rétt að málum og þessi staðsetning stóriðju sé óheppileg. Meira

Viðskiptablað

8. maí 1997 | Viðskiptablað | 238 orð | ókeypis

5,1 milljarðs króna afgangur

Í MARSMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir 11,2 milljarða króna og inn fyrir 7,9 milljarða króna fob. Vöruskiptin í mars voru því hagstæð um 3,3 milljarða króna eða 600 milljónum króna meira en í mars 1996 er vöruskiptin voru hagstæð um 2,7 milljarða króna á föstu gengi. Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 32 orð | ókeypis

9,5% fleiri flugu í marz

9,5% fleiri flugu í marz Brüssel. Reuter. FARÞEGUM helztu flugfélaga Evrópu fjölgaði um 9,5% í marz miðað við sama tíma að sögn sambands evrópskra flugfélaga (AEA). Sambandið talar um verulega farþegaaukningu í fréttatilkynningu. Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 235 orð | ókeypis

Bresk viðskiptasendinefnd kemur í nóvember

VON er á 40 manna sendinefnd breskra fyrirtækja á Humber- svæðinu hingað til lands í byrjun nóvember nk. Með ferð sinni hingað eru fyrirtækin að endurgjalda heimsókn íslenskra fyrirtækja til þessa svæðis sl. haust. Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 161 orð | ókeypis

Digital og Vegagerðin gera rekstrarsamning

DIGITAL á Íslandi og Vegagerð ríkisins hafa skrifað undir samkomulag um rekstrarsamning sem felur í sér að Digital tekur að sér að sjá um allan rekstur á tölvum Vegagerðarinnar, þ.m.t. miðlara, einmenningstölvur, prentara, tryggja rekstraröryggi og rekstrartíma. Í samningnum er gerð krafa um að virkur rekstrartími tölvukerfisins sé yfir 99% miðað við 24 tíma þjónustu kerfisins. Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 150 orð | ókeypis

Eimskip

Eimskip hefur tilkynnt viðskiptavinum sínum um 4,8% hækkun flutningsgjalda vegna innflutnings frá Norður-Ameríku til Reykjavíkur. Tók ný gjaldskrá gildi vegna vöru sem lestuð var í Bandaríkjunum og Kanada eftir 1. maí. /2 TaugagreiningTaugagreining hf. hefur hafið útboð á nýju hlutafé að nafnvirði tæpar 14 milljónir króna. Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 261 orð | ókeypis

Eimskip hækkar flutningsgjöld frá Ameríku um 4,8%

EIMSKIP hefur tilkynnt viðskiptavinum sínum um 4,8% hækkun flutningsgjalda vegna innflutnings frá Norður-Ameríku til Reykjavíkur. Tók ný gjaldskrá gildi vegna vöru sem lestuð var í Bandaríkjunum og Kanada eftir 1. maí. Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 192 orð | ókeypis

Endurskoðendur í samstarf

ENDURSKOÐUNARFYRIRTÆKIN Löggiltir Endurskoðendur hf. í Reykjavík og Endurskoðun Norðurlands hf. á Akureyri hafa tekið upp samstarf sín í milli. Samstarfið felur m.a. í sér samræmingu á vinnubrögðum og gæðakröfum á grundvelli reglna frá Andersen Worldwide SC, sem í dag er eitt stærsta og virtasta endurskoðunarfyrirtæki heims, segir í frétt. Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 185 orð | ókeypis

"Fyrirtækjahótel" opnað á Stórhöfða

Húsnæðið er nýlega innréttað og býður upp á fjölbreytta stærð skrifstofa, útsýni yfir Grafarvoginn og stórt bílastæði. Aðstaða er fyrir 15­20 fyrirtæki í þjónustumiðstöðinni. Fram kemur að erlendis er þetta fyrirkomulag vinsælt og kemur þar til félagslegi þátturinn. Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 132 orð | ókeypis

Fyrrverandi forstjóri Alcatel dæmdur

FYRRVERANDI stjórnarformaður franska iðnaðarrisans Alcatel Alsthom fékk þriggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og var dæmdur til að greiða sekt fyrir að nota fé fyrirtækisins til að koma upp öryggiskerfi á heimilum sínum. Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 509 orð | ókeypis

Hagnaðurinn nam 12,3 milljónum 1996

Globus-Vélaver hf. skráð á Opna tilboðsmarkaðnum Hagnaðurinn nam 12,3 milljónum 1996 HAGNAÐUR Globus-Vélavers hf. nam 12,3 milljónum króna í fyrra en var 15,4 milljónir króna árið 1995. Rekstrarhagnaður, þ.e. fyrir fjármagnsliði og skatta, nam 25,8 milljónum króna 1996 sem er svipað og árið á undan. Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 373 orð | ókeypis

Hlutabréf 5 félaga með yfir 100% ávöxtun

ÁVÖXTUN hlutabréfa í fimm hlutafélögum sem skráð eru á Verðbréfaþingi og Opna tilboðsmarkaðnum er orðin meira en 100% frá áramótum og gengi margra annarra félaga hefur hækkað verulega. Þannig nemur ávöxtun hlutabréfa Fiskmarkaðs Suðurnesja tæplega 164%, SR-mjöls hf. 149% og Marels 141%, samkvæmt útreikningum Landsbréfa hf. Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 77 orð | ókeypis

Hrím fær umboð fyrir EKS-vogir

Hrím fær umboð fyrir EKS-vogir NÚ NÝVERIÐ tók Hrím umboðs- og heildverslun ehf. við umboði fyrir EKS International AB á Íslandi. EKS International er einn af fimm stærstu framleiðendum á vogum í heiminum. Meðal þess sem Hrím ehf. Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 206 orð | ókeypis

Innherjaviðskipti í Þýzkalandi könnuð

Rannsóknarmenn búnir skrám með nöfnum meintra afbrotamanna sögðu að þeir væru að kanna ásakanir um að stór hluti starfsliðs SAP og viðskiptafélagar hefðu stundað ólögleg viðskipti með bréf í fyrirtækinu þegar miklar sveiflur urðu á verði þeirra í fyrra. Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 69 orð | ókeypis

Metsala Toyota vestra

GENERAL MOTORS og Chrysler, sem hafa orðið fyrir barðinu á verkföllum, seldu færri bíla í Bandaríkjunum í apríl miðað við sama tíma í fyrra, en Toyota hefur aldrei selt eins marga bíla í apríl og nú. Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 369 orð | ókeypis

Ráðin til Flugfélags Íslands

Ráðnir hafa verið nýir starfsmenn hjá Flugfélagi Íslands en stefnt er að því að félagið taki við rekstri innanlandsflugs Flugleiða og Flugfélags Norðurlands þann 1. júní nk. THOR Ólafsson hefur verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri Flugfélags Íslands. Thor er fæddur 6. maí 1966. Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 187 orð | ókeypis

Skuldir greiddar niður

Taugagreining hefur um árabil sérhæft sig í þróun og framleiðslu á heilaritskerfum og náð árangri í sölu til sjúkrahúsa á Norðurlöndum og í fleiri löndum Vestur-Evrópu. Nýlega náði fyrirtækið samningi við Medelec í Bretlandi sem veitir því aðgang að heimsmarkaði fyrir afurðir sínar, Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 1764 orð | ókeypis

Smáfyrirtækin geta líka farið í víking Mikill hugur var í mönnum á aðalfundi Útflutningsráðs sem haldinn var á þriðjudag enda

Rætt um sóknarmöguleika íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum á aðalfundi Útflutningsráðs Íslands Smáfyrirtækin geta líka farið í víking Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 1175 orð | ókeypis

Styrkja viðskiptatengsl Íslands og Þýskalands Af heildarviðskiptum Íslands við lönd innan evrópska efnahagssvæðis, skipta

ÞÝSK-íslenska verslunarráðið hélt sinn árlega aðalfund fimmtudaginn 24. apríl. Aðalfundir ráðsins, sem var stofnað árið 1995, eru haldnir í mismunandi borgum í Þýskalandi og var að þessu sinni fundað í húsakynnum "Industrie und Handelskammer" í Bremerhaven en samtökin sýndu áhuga sinn á viðskiptasambandi þjóðanna í verki með því að leggja til glæsilegan fundarsal sinn. Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 214 orð | ókeypis

Svíar hamla gegn flótta fyrirtækja úr landi

SÆNSKA stjórnin hefur hafnað gagnrýni, sem hún hefur sætt fyrir að örva ekki efnahagslífið, en segir að hún kunni að taka til athugunar að lækka skatta erlendra framkvæmdastjóra. Göran Persson forsætisráðherra sagði fréttamönnum að sænsk fyrirtæki ættu einstæðri velgengni að fagna og kvaðst því hafna gagnrýni þeirra um slæmt viðskiptaandrúmsloft. Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 8 orð | ókeypis

ÚTFLUTNINGURSmáfyrirtækin í víking/4

ÚTFLUTNINGURSmáfyrirtækin í víking/4VERSLUNARRÁÐTengslin styrkt við Þýskaland/6TORGIÐHlutabréfin hækka s Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 205 orð | ókeypis

Vanskil nema 446 milljónum

Innheimtuaðgerðir vegna bifreiðagjalds og þungaskatts Vanskil nema 446 milljónum VANSKIL vegna bifreiðagjalds og þungaskatts vegna ársins 1996 og fyrri ára nema um 244 milljónum króna. Þar af eru dráttarvextir og kostnaður vegna vanskila 91 milljón króna. Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 602 orð | ókeypis

Verðhækkanir án tillits til afkomu

VERÐHÆKKANIR hlutabréfa undanfarna daga og vikur á Verðbréfaþingi og Opna tilboðsmarkaðnum eru nú orðnar svo örar og miklar að fáir kippa sér upp við það þótt Þingvísitala hlutabréfa hækki um eða yfir 1% á einum degi. Meira
8. maí 1997 | Viðskiptablað | 137 orð | ókeypis

Volvo hefur áhuga á fyrirtæki Renault vestanhafs

VÖRUBÍLADEILD Volvo hefur ekki viljað staðfesta eða bera til baka blaðafréttir um að hún hyggist kaupa fyrirtæki franska bílaframleiðandans Renault í Bandaríkjunum, Mack. Við ráðgerum enga aðra samvinnu en þá sem við ræðum um við Mitsubishi," sagði talsmaður Volvo Trucks, Kjell Drotz, við Reuter. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.