Greinar laugardaginn 17. maí 1997

Forsíða

17. maí 1997 | Forsíða | 224 orð | ókeypis

Heimila viðræður við Sinn Fein

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, bauð Sinn Fein, stjórnmálaarmi Írska lýðveldishersins (IRA), til viðræðna um framtíð Norður-Írlands án þess að krefjast þess að IRA lýsi áður yfir vopnahléi í hryðjuverkahernaði sínum gegn bresku stjórninni. Blair skýrði frá þessari ákvörðun sinni í heimsókn til Norður-Írlands í gær, en það er fyrsta ferð hans út fyrir London sem forsætisráðherra. Meira
17. maí 1997 | Forsíða | 192 orð | ókeypis

Kannar auð embættismanna

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti herti baráttu sína gegn pólitískri spillingu er hann undirritaði tilskipun í gær sem skyldar háttsetta embættismenn til þess að telja árlega fram tekjur sínar og eignir. "Tilgangurinn er að uppræta þá þróun að menn noti stöðu sína í auðgunarskyni. Heiðarleiki er ekki bara siðferðismælikvarði, hann hefur fengið á sig pólitískt mikilvægi. Meira
17. maí 1997 | Forsíða | 153 orð | ókeypis

Kasparov vill nýtt einvígi New York. Reuter. GARRÍ Kasparov ská

GARRÍ Kasparov skákmeistari skoraði í gær á skáktölvuna Dimmblá til nýs einvígis í haust. Vill hann að það fari fram á öðrum forsendum en nýafstaðið sex skáka einvígi þar sem hann laut í lægra haldi fyrir tölvunni. Lagði hann til að sigurvegari í nýju einvígi fengi allt verðlaunaféð. Kasparov vill að nýtt einvígi verði lengra, eða 10 skákir og fleiri hvíldardagar verði milli þeirra. Meira
17. maí 1997 | Forsíða | 41 orð | ókeypis

Reuter Mótmæla mengun í Maracaibovatni

SJÓMENN, sem stunda fiskveiðar á Maracaibovatni í Venezuela, mótmæltu í gær auknum óhöppum vegna vaxandi skipaumferðar um vatnið. Fjögur olíuskip hafa strandað þar á síðustu fjórum mánuðum og olíumengun hlotist af. Telja sjómennirnir ástandið ógna tilveru sinni. Meira
17. maí 1997 | Forsíða | 304 orð | ókeypis

Uppreisnarmenn segja valdaframsalið markleysu

SAMTÖK uppreisnarmanna í Zaire sögðust í gær líta á valdaskiptin í höfuðborginni Kinshasa sem markleysu og hvöttu stjórnarhermenn að Mobutu Sese Seko forseta burtflúnum til að leggja niður vopn. Upplýsingaráðherra stjórnar Mobutu, Bizima Karaha, sagði forsetann hafa framselt völd sín í hendur stjórnar Likulia Bolongos forsætisráðherra og þings og farið til kastala í fæðingarbæ sínum, Gbadolite. Meira

Fréttir

17. maí 1997 | Landsbyggðin | 180 orð | ókeypis

100 ára verslunarafmæli Grundarfjarðar

Grundarfirði-Það var glatt á hjalla þegar Kristján IX var opnaður fyrir skemmstu, en svo heitir veitingahús í Grundarfirði sem nýir rekstraraðilar og eigendur tóku við. Um er að ræða gamla Ásakaffi sem búið er að vera á staðnum í 18 ár og því dugði ekki minni nafngift en Kristján IX til að taka við af Ása eins og Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri orðaði það. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð | ókeypis

35 óleyst mál hjá ríkissáttasemjara

MIKILL fjöldi stéttarfélaga á enn ósamið við viðsemjendur sína og voru á skrá 35 óleyst mál í gær sem eru til meðferðar hjá ríkissáttasemjara. Póstatkvæðagreiðsla stendur nú yfir meðal félagsmanna í Starfsmannafélagi ríkisstofnana um kjarasamning við ríkið sem gerður var í síðasta mánuði, en félagsmenn SFR eru talsvert á fimmta þúsund talsins. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð | ókeypis

Annar áfangi raðgöngu um Reykjaveginn

FERÐAFÉLAG Íslands og Útivist efna annað árið í röð til sameiginlegrar raðgöngu um gönguleiðina frá Þingvöllum að Reykjanesvita sem nefnd hefur verið Reykjavegur. Raðgangan hófst 4. maí en á hvítasunnudag, 18. maí, verður annar áfangi genginn og þá frá Heiðarbæ við Þingvallavatn að Dyrdal vestan Nesjavalla. Kappkostað verður að halda gönguhraða við flestra hæfi. Brottför er kl. 10. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 92 orð | ókeypis

Aukafundur vegna kosninga

BOÐAÐ hefur verið til aukafundar hjá borgarstjórn fimmtudaginn 23. maí nk. til þess að unnt verði að taka á dagskrá 2. umræðu um tillögu meirihluta og minnihluta borgarstjórnar um kjördag fyrir atkvæðagreiðslu um sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 166 orð | ókeypis

Á ekki aðild að pólitískum flokki

STOFNAÐ var bæjarmálafélag í Hveragerði s.l. miðvikudagskvöld sem mun styðja bæjarfulltrúana fjóra sem vikið var úr sjálfstæðisfélaginu Ingólfi fyrir skömmu. Á fundinn mættu 70­80 manns og voru sex manns kjörnir í stjórn félagsins. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 345 orð | ókeypis

Á engan annan rétt

ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður segir að samkvæmt lögum eigi atvinnulaus fjölskyldufaðir, sem er á biðlista eftir kransæðaaðgerð og hefur einungis um 20 þúsund króna sjúkradagpeninga sér til framfæris, engan rétt á bótum vegna tímabundinnar örorku áður en hann fer í aðgerð eins og Þórir Haraldsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra sagði í blaðinu í gær. Meira
17. maí 1997 | Erlendar fréttir | 340 orð | ókeypis

Árangurslítil barátta gegn atvinnuleysi í ESB

ENGIN breyting varð að jafnaði á fjölda atvinnulausra innan Evrópusambandsins (ESB) í mars síðastliðnum samkvæmt samantekt Eurostat sem birt var í gær. Tæplega 11% vinnufærra voru án atvinnu í mánuðinum og er það sama hlutfall og í febrúar síðastliðnum. Þetta samsvarar því að um 18,3 milljónir manna gangi atvinnulausar í ESB ríkjunum 15. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð | ókeypis

Átaki Krabbameinsfélags Íslands vel tekið

BRJÓSTAKRABBAMEINSÁTAKIÐ sem Krabbameinsfélagið kynnti fyrir einum mánuði hefur farið vel af stað. Seldir eru sérmerktir stuttermabolir til ágóða fyrir baráttuna gegn þessu algengasta krabbameini meðal íslenskra kvenna, segir í fréttatilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 534 orð | ókeypis

Átta til fjörutíu nemendur á kennara

SAMVINNUHÁSKÓLINN á Bifröst fær góða einkunn í úttekt menntamálaráðuneytisins á skólum með nám í viðskipta- eða rekstrarfræði á háskólastigi. Úttektin náði til Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Tækniskóla Íslands og Samvinnuháskólans á Bifröst. Samvinnuháskólinn þykir hafa unnið markvisst að kennslufræðilegri uppbyggingu námsins. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð | ókeypis

Bíó um hvítasunnuna

SAMBÍÓIN vekja athygli á nýjum lögum um helgidaga sem nýlega voru samþykkt á Alþingi. Samkvæmt þeim er nú heimilt að sækja kvikmyndasýningar flesta helgidaga ársins, nema á aðfangadag og jóladag, segir í fréttatilkynningu Sambíóanna. Meira
17. maí 1997 | Miðopna | 187 orð | ókeypis

Bjartsýnni en áður

ÞRÖSTUR Reynisson hefur verið atvinnulaus frá 1993. Hann er menntaður matvælafræðingur og hafði gengið erfiðlega að fá starf við sitt hæfi þegar hann leitaði til Vinnuklúbbsins eftir aðstoð. Hann er bjartsýnn á að nú fari leit hans að skila árangri. "Hér fæ ég aðhald og því verður meira úr vinnu minni. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 696 orð | ókeypis

Bónusinn er ásteytingarsteinninn

DJÚPSTÆÐUR ágreiningur er milli atvinnurekenda og verkalýðsforystunnar á Vestfjörðum og er ekki útlit fyrir að verkfallið þar leysist í bráð. Viðræðum var slitið undir miðnætti í fyrrakvöld og verður deiluaðilum ekki stefnt saman á ný í bráð nema einhver merki berist frá þeim um tilslökun. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð | ókeypis

Brúðkaup í blíðu og stríðu

BLAÐAUKINN Brúðkaup ­ í blíðu og stríðu ­ fylgir Morgunblaðinu um hvítasunnuhelgina. Blaðaukinn er 32 bls. og er borinn út til áskrifenda með blaðinu í dag, laugardag. Meðal efnis eru viðtöl við brúðhjón fyrr og nú, rætt er við prest og leitað álits barna á því hvað sé gott hjónaband. Þá er fylgst með undirbúningi og birtar eru fjölbreyttar uppskriftir að veisluréttum. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 49 orð | ókeypis

Býflugnasöfnun

ÞRÁTT fyrir kuldann undanfarna daga eru býflugurnar komnar á kreik og hafa krakkarnir í Engjahverfi í Grafarvogi spreytt sig á að veiða þær og safna í krukkur og geyma. Flugurnar eru bústnar og vilja sumir líkja þeim við litla fugla en með lagni má fanga þær. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 50 orð | ókeypis

Bændur beri ábyrgð á búfé sínu

LANDGRÆÐSLUSTJÓRI, Sveinn Runólfsson, telur brýnt að færa reglur um ábyrgð búfjáreigenda á búfé sínu í sama horf og algengast er erlendis. Hér er ábyrgð bænda takmörkuð en ræktunarfólk og opinberar stofnanir þurfa að verja sig gegn ágangi búfjár með girðingum. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð | ókeypis

Dregið verði úr uppbyggingu leikskóla

TILLAGA um að borgaryfirvöld gefi sér tíma fram yfir aldamót til að mæta óskum um leikskólapláss og miði við að uppbyggingu leikskóla verði lokið á næsta kjörtímabili hefur verið samþykkt í stjórn Dagvistar barna með þremur atkvæðum meirihluta Reykjavíkurlista en minnihluti sjálfstæðismanna sat hjá. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 537 orð | ókeypis

Eineygði risinn og Ísland

Í SUNNAN roki og rigningu í Bláa lóninu buðu stjórnendur morgunþáttar bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC áhorfendum sínum góðan daginn. Þetta var slæmur dagur fyrir hárgreiðsluna, "a bad hairday," eins og þáttastjórnendur komust að orði. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 41 orð | ókeypis

Erindi um karlinn á vinnustað á Akureyri

KRISTJÁN Magnússon sálfræðingur flytur erindi um karlinn á vinnustað í Deiglunni á Akureyri næstkomandi þriðjudagskvöld, 20. maí kl. 21. Í erindinum fjallar Kristján um hvernig konur og karlar nýta mismunandi eiginleika sína á vinnstað. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð | ókeypis

Fordæma hækkun sjálfræðisaldurs

HÚMANISTAHREYFINGIN á Íslandi hefur sent Morgunblaðinu yfirlýsingu í tilefni af lögum um hækkun sjálfræðisaldurs. Þar segir m.a.: "Húmanistar fordæma fyrirhugaða lagasetningu um hækkun sjálfræðisaldurs úr 16 árum í 18. Með þessu eru þúsundir ungs fólks svift sjálfræði og mannréttindi þeirra skert. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 460 orð | ókeypis

Færri háskólamenntaðir hér en yfirleitt í OECD

HLUTFALL Íslendinga á aldrinum 25 til 44 ára sem lokið hafa háskólanámi er mun lægra en meðaltal sömu aldurshópa innan OECD landanna eða 16­17% hér samanborið við 23% að meðaltali í 22 ríkjum OECD. Þetta kemur fram í skýrslu menntamálaráðherra um kennslu, nám og rannsóknir á háskólastigi sem lögð hefur verið fram á Alþingi samkvæmt beiðni þingflokks jafnaðarmanna. Meira
17. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 193 orð | ókeypis

Hafa rétt á að nota kirkjuna

HÓPUR foreldra fermingarbarna í Möðruvallasókn hefur nýtt sér heimild í lögum frá árinu 1882 og leyst sóknarbönd, en það veitir þeim heimild til að leita til annars prests en eigin sóknarprests til að vinna fyrir sig embættisverk. Biskup Íslands hefur skipað svo fyrir að sóknarleysingjarnir eigi skýlausan rétt á að nýta kirkjuna að Möðruvöllum frá kl. 10. Meira
17. maí 1997 | Erlendar fréttir | 135 orð | ókeypis

Hagur Finna að ganga snemma í EMU

FINNSKA ríkisstjórnin telur það þjóðinni í hag að taka þátt í myntbandalagi Evrópu strax frá upphafi þess, þ.e. frá árinu 1999. Í skýrslu sem ríkisstjórnin afgreiddi í þjóðþinginu á fimmtudaginn er lögð sérstök áhersla á pólitísk markmið með að ganga í EMU þegar í upphafi. Telur ríkisstjórnin að með þessum hætti fái Finnar aukin áhrif á stefnumörkun Evrópusambandsins, ESB. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð | ókeypis

Heimdellingar velja þingmann ársins

STJÓRN Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur valið þingmann ársins 1996. Að þessu sinni varð fyrir valinu Pétur H. Blöndal, þingmaður Reykvíkinga. Elsa B. Valsdóttir afhenti Pétri H. Blöndal viðurkenninguna í gær. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 375 orð | ókeypis

Heimilislíf verður eðlilegt

GUÐLAUGUR Lárusson íbúi við Miklubraut 13 segir ljóst að ef farið verður að tillögu borgarskipulags um að leggja Miklubraut í jarðgöng frá Reykjahlíð að Hringbraut myndi martröð undanfarinna ára taka enda og heimilislíf verða eðlilegt. Erna Steina Guðmundsdóttir íbúi við Miklubraut 46, telur jarðgöngin vera þróun í rétta átt. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 292 orð | ókeypis

Hjúkrunarfræðingar samþykkja heilbrigðisstefnu

FULLTRÚAÞING Félags íslenzkra hjúkrunarfræðinga hefur samþykkt stefnu í hjúkrunar- og heilbrigðismálum. Jafnframt hefur þingið endurskoðað siðareglur hjúkrunarfræðinga og kosið nýja stjórn félagsins. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð | ókeypis

Hundafimi

Í FJÖLSKYLDU- og húsdýragarðinum á hvítasunnu og annan í hvítasunnu kl. 13.30­14 og 15.30­16 báða dagana mæta nokkrir félagar úr Íþróttadeild Hundaræktarfélags Íslands og kynna fyrir gestum garðsins íþróttina Hundafimi (Agility). Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 317 orð | ókeypis

Hvítasunnuhátíð R-listans

Hvítasunnuhátíð R-listans MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Reykjavíkurlistanum: "Borgarstjóri og borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans bjóða til hvítasunnuhátíðar á Hótel Borg á annan í hvítasunnu, 19. maí næst komandi, í tilefni þess að ár er nú til kosninga. Meira
17. maí 1997 | Landsbyggðin | 284 orð | ókeypis

Hættir hafbeitarstöðin í Hraunsfirði í sumar?

Búðardal-Áhrif hafbeitarstöðvarinnar í Hraunsfirði (áður Silfurlax hf.) á laxveiði í laxveiðiám við Breiðafjörð, eru landeigendum og veiðirétthöfum mikið áhyggjuefni. Þetta kom fram á fundi sem samtök veiðirétthafa við innanverðan Breiðafjörð og Hvammsfjörð héldu nýlega í félagsheimilinu Árbliki í Dalasýslu. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 334 orð | ókeypis

Í anda Hollywoodmynda á 4. áratuginum

UNDIRBÚNINGUR fyrir keppnina um Fegurðardrottningu Íslands er langt kominn, en keppnin er haldin föstudaginn 23. maí næstkomandi. Að þessu sinni verður umgjörð keppninnar í anda Hollywood- kvikmynda á 4. áratug aldarinnar, að sögn Elínar Gestsdóttur, framkvæmdastjóra Fegurðarsamkeppni Íslands. "Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel og allt vitlaust að gera. Meira
17. maí 1997 | Miðopna | 159 orð | ókeypis

Í fullri vinnu að leita að vinnu

AMAL Rún Qase lauk háskólanámi árið 1994. Hún hefur starfað við enskukennslu í kvöldskóla en starfið samræmdist ekki heimilisaðstæðum hennar þar sem hún á ungt barn og því leitar hún sér nú að hentugri dagvinnu. Amal Rún var á leið í sitt þriðja atvinnuviðtal. "Kannski fæ ég vinnu í dag, maður verður að vera bjartsýnn. Meira
17. maí 1997 | Landsbyggðin | 166 orð | ókeypis

Íþróttafélagið Hamar 5 ára

Hveragerði-Íþróttafélagið Hamar, Hveragerði, hélt 5 ára afmæli sitt hátíðlegt sumardaginn fyrsta. Hátíðarsamkoma var í íþróttahúsi bæjarins og bauð íþróttafélagið öllum bæjarbúum upp á risarjómatertu, ís og aðrar veitingar í tilefni dagsins. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 231 orð | ókeypis

Kaupin á VÍS kærð til ESA

EFTIRLITSSTOFNUN EFTA, (ESA), hefur borist kæra vegna kaupa Landsbanka Íslands á 50% hlut eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands í Vátryggingafélagi Íslands. Byggist kæran á því að hér sé um að ræða ríkisbanka er notið hafi ríkisstyrkja með beinum og óbeinum hætti sem kunni að hafa haft áhrif í umræddum viðskiptum. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð | ókeypis

Kirkjulistahátíð hringd inn

KIRKJULISTAHÁTÍÐ í Hallgrímskirkju verður hringd inn klukkan 18 í dag, laugardag, og stef hátíðarinnar leikið á klukkur kirkjunnar. Stefið er lag Jóns Ásgeirssonar, sem hann samdi við nýjan sálm Sigurbjörns Einarssonar. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð | ókeypis

Krossgátublaðið komið út

KROSSGÁTUBLAÐIÐ sem Gísli Ólafsson gaf út á árunum 1961­ 1979 og hóf endurútgáfu 1994 hefur verið selt til Ó.P.-útgáfunnar ehf. sem í dag gefur út Heimiliskrossgátur, Krossgáturitið og Krossgátubók ársins 1997. Meira
17. maí 1997 | Erlendar fréttir | 385 orð | ókeypis

"Krónprinsinn" líklega handtekinn í dag

SPILLINGARMÁLIÐ, sem tröllriðið hefur stjórnmálum Suður-Kóreu, virtist vera að ná hámarki í gær þegar sonur Kims Young-sams forseta viðurkenndi að hafa tekið við tugum milljóna króna frá kaupsýslumönnum eftir tveggja daga yfirheyrslur saksóknara. Sonurinn, Kim Hyun-chul, neitar hins vegar að hafa þegið mútur og óstaðfestar fregnir hermdu að hann hygðist reyna að sanna sakleysi sitt fyrir Meira
17. maí 1997 | Landsbyggðin | 57 orð | ókeypis

Kvenfélagið afhendir hjálma

Hvammstanga-Kvenfélagið Björk á Hvammstanga hefur tekið upp þann árlega sið að afhenda sex ára börnum reiðhjólahjálma. Formaður kvenfélagsins Árndís Jónsdóttir afhenti hjálmana á heimili sínu og Hermann Ívarsson, lögreglumaður, sýndi hvernig ætti að stilla þá og hvatti börnin til að geyma þá ekki inni í skápum heldur nota þá sem mest. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð | ókeypis

Landakotsskóli 100 ára

100 ÁRA afmæli Landakotsskólans verður haldið hátíðlegt laugardaginn 24. maí nk. Í fréttatilkynningu segir að vonast sé til að fyrrverandi nemendur og velunnarar skólans sjái sér fært að mæta ásamt boðsgestum og fagna með skólanum á þessum tímamótum. Hátíðin hefst kl. 15 með samkomu í Landakotskirkju. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 63 orð | ókeypis

LEIÐRÉTTRíkharð Óskar Jónsson Í MORGUNBLAÐINU í

Í MORGUNBLAÐINU í gær var sagt frá andláti Ríkharðs Óskars Jónssonar. Þau leiðu mistök urðu að Ríkharð Óskar var sagður heita Ríkharð Örn og eru aðstandendur beðnir innilegrar afsökunar á þeim mistökum. Rangt heimilisfangfermingarbarns RANGT heimilisfang birtist með nafni fermingarbarns í blaðinu í fyrradag. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð | ókeypis

Lýst eftir stolnum ökutækjum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir stolnum ökutækjum: Í 2049 ­ brúnsanseruð Toyota Carina fólksbifr. árg. '88. Stolið frá Bjargarstíg í desember; númerslaus Lada fólksbifreið, rauð að lit, árg. '88. Stolið frá Tryggvagötu við Ægisgötu 5. apríl sl.; HZ 681 ­ rauð Lada Samara fólksbifr. árg. '86. Stolið frá Hverfisgötu 78 í byrjun maí; R 6070 ­ grábrún Mazda 323 fólksbifreið árg. '88. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 211 orð | ókeypis

Lægsta boð tæp 80% af kostnaðaráætlun

NÍU aðilar, einstök fyrirtæki eða fleiri fyrirtæki í sameiningu, lögðu fram tilboð í vél- og rafbúnað Sultartangavirkjunar en tilboðin voru opnuð hjá Landsvirkjun í gær. Lægsta boðið barst frá svissneska fyrirtækinu Sulzer Hydro og hljóðaði upp á rúmlega 3.274 milljónir íslenskra kr. en það eru 79,68% af kostnaðaráætlun Landsvirkjunar. Kostnaðaráætlun 4,1 milljarður Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 364 orð | ókeypis

Læsti sig inni og drap hund nágrannans

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gær sjötugan mann eftir að hann hafði drepið hund í eigu konu sem býr í sama fjölbýlishúsi og hann. Maðurinn hafði ráðist á fertuga dóttur konunnar þar sem hún var að koma með hundinn inn í húsið, læst sig með dýrið inni í íbúð sinni og drap það þar. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 338 orð | ókeypis

Málsskotsnefnd verði skipuð

MEIRIHLUTI menntamálanefndar Alþingis leggur til að skipuð verði málskotsnefnd sem skeri úr um hvort úrskurðir Lánasjóðs íslenskra námsmanna séu í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Tillagan er í samræmi við kröfur námsmannahreyfinganna, en við aðra umræðu um frumvarp um lánasjóðinn í gær, Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 63 orð | ókeypis

Messa í Háteigskirkju

FÆREYSK-íslensk messa verður haldin í Háteigskirkju hvítasunnudag kl. 14. Sálmar verða sungnir á færeysku og einnig verður boðið til altarisgöngu. Prestur verður sr. Helgi Hróbjartsson en hann hefur verið kristniboði í Eþíópíu í mörg ár og er nýkominn frá Færeyjum þar sem hann hafði raðsamkomur og messur víða í Færeyjum. Meira
17. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 190 orð | ókeypis

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Hátíðarmessa hvítasunnudag kl. 11, þeir sem eiga 10 til 50 ára fermingarafmæli eru sérstaklega boðnir velkomnir til messunnar. Kór Akureyrarkirkju syngur. Einsöngur, Sigrún Arngrímsdóttir. Guðsþjónusta á Seli hvítasunnudag kl. 14. GLERÁRKIRKJA: Hátíðarmessa kl. 14 á hvítasunnudag. Kirkjukaffi verður í safnaðarsal eftir messu. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 369 orð | ókeypis

Mikið spurt um Ísland eftir þáttinn

HELDUR viðraði illa á tökuliðið sem stóð að útsendingu bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC á morgunþættinum Good Morning Americafrá Bláa lóninu og Austurvelli í gær. Við Bláa lónið var sunnanrok og rigning, en í Reykjavík var það heldur skárra. Meira
17. maí 1997 | Erlendar fréttir | 367 orð | ókeypis

Mobutu talinn fara í útlegð til Marokkó

BÚIST er við að Mobutu Sese Seko, forseti Zaire, fari til Marokkó um helgina og líklegt þykir að hann hafi ákveðið að vera þar í útlegð, að sögn vestrænna stjórnarerindreka í gær. Embættismaður í utanríkisráðuneyti Marokkó vildi hvorki játa né neita fréttum um að Mobutu hygðist setjast að í landinu. Meira
17. maí 1997 | Erlendar fréttir | 63 orð | ókeypis

Móðir Teresa í Róm

MÓÐIR Teresa kom til Rómar í gær og hyggst kynna nýjan leiðtoga nunnureglu sinnar fyrir Jóhannesi Páli páfa í dag. Nunnan er orðinn 86 ára og læknar þurftu að gefa henni súrefni í 20 mínútur eftir komuna til flugvallarins eftir langa ferð frá Nýju Delhí. Yfirmaður Ítalíudeildar reglunnar sagði þó að nunnunni liði vel, hún hefði aðeins verið þreytt. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 36 orð | ókeypis

Nemendur smíðavals KHÍ með sýningu

Nemendur smíðavals KHÍ með sýningu NEMENDUR smíðavals KHÍ eru með sýningu á verkum sínum kl. 11­16 í dag, laugardag, í listhúsi KHÍ, Skipholti 37. Verkin sem sýnd verða eru verk nemenda sem unnin hafa verið í vetur. Meira
17. maí 1997 | Landsbyggðin | 124 orð | ókeypis

Ný félagsaðstaða UMF Selfoss

Selfossi-Á dögunum var fyrsta skóflustungan tekin að nýrri búninga- og félagsaðstöðu UMF Selfoss. Húsið mun rísa á íþróttasvæði félagsins, við norðurenda aðalvallarins. Kostnaður við byggingu hússins, sem er 315 fm, er áætlaður í kringum 30 milljónir. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð | ókeypis

Nýr formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur

AÐALFUNDUR Skógræktarfélags Reykjavíkur var haldinn 21. apríl sl. í húsi Landgræðslusjóðs við Skógarhlíð. Gerð var grein fyrir störfum félagsins sl. ár og stöðu þess nú. Stjórn félagsins kom saman 5. maí til að skipta með sér verkum og er aðalstjórn nú þannig skipuð: Formaður Ólafur Sigurðsson, arkitekt, varaformaður Þorvaldur S. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 549 orð | ókeypis

Oddviti minnihluta rengir fullyrðingar um skuldalækkun

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði við fyrri umræðu um ársreikning Reykjavíkurborgar 1996 á fundi borgarstjórnar á fimmtudag að niðurstöður hans sýni glögglega að R-listanum hafi tekist að bæta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar verulega frá því að hún var verst á árinu 1994. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð | ókeypis

Óskað eftir bréfum fyrir 3 milljarða

HLUTHAFAR í Marel hf. óskuðu eftir hlutabréfum að nafnvirði rúmlega 220 milljónir króna eða 3.025 milljónir að söluverðmæti í hlutafjárútboði félagsins sem lauk í gær. Söluverðmæti hlutabréfanna sem í boði voru nam hins vegar 550 milljónum króna. Hluthafar vildu því kaupa bréf fyrir um sexfalt hærri fjárhæð en var í boði. Meira
17. maí 1997 | Erlendar fréttir | 238 orð | ókeypis

Óvenjuleg afsökunarbeiðni

BILL Clinton Bandaríkjaforseti bað í gær nokkra blökkumenn opinberlega afsökunar, menn sem um áratuga skeið þjáðust af sárasótt án þess að fá læknismeðferð við henni þar sem þeir voru óafvitandi þátttakendur í læknisfræðilegri vísindarannsókn bandarískra yfirvalda. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 660 orð | ókeypis

Póstur og sími hefur komið á virkri samkeppni

GUÐMUNDUR Björnsson, forstjóri Pósts og síma hf., segir að samkeppnisyfirvöld eigi að fagna því að Póstur og sími hf. skuli hafa opnað gátt fyrir alnetsþjónustu til útlanda. Á þann hátt hafi verið komið á virkri samkeppni þar sem Internet á Íslandi, Intís, hefði verið eini aðilinn sem áður sá um heildsöludreifingu þjónustunnar til útlanda. Meira
17. maí 1997 | Erlendar fréttir | 174 orð | ókeypis

Rússneska mafían fékk vopn frá Finnlandi

FJÓRIR fyrrverandi sendiráðsstarfsmenn við rússneska sendiráðið í Finnlandi munu vera leiddir fyrir rétt í Moskvu ákærðir fyrir að hafa smyglað skammbyssum og selt glæpahópum. Samkvæmt frétt í rússneska dagblaðinu Izvestija á föstudaginn hafi mennirnir keypt vopnin með löglegum hætti í Finnlandi en smyglað þeim svo til heimalands síns. Meira
17. maí 1997 | Erlendar fréttir | 973 orð | ókeypis

Sagt útiloka staðfestingu Rússa á Start-2

ÞRÁTT fyrir að Rússar og Atlantshafsbandalagið (NATO) hafi náð samkomulagi um stækkun NATO, er málið þó fjarri því að vera í höfn. Rússneska þingið hefur ekki staðfest það og eftir að viðræðum um inngöngu nýrra aðildarríkja í Austur-Evrópu lýkur, Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 329 orð | ókeypis

Sakar umhverfisráðherra um tvöfalt lögbrot

HJÖRLEIFUR Guttormsson, þingmaður Alþýðubandalags, sakar Guðmund Bjarnason umhverfisráðherra um að hafa tvívegis brotið lög með breytingum á mengunarvarnareglugerð í tengslum við undirbúning að byggingu álvers á Grundartanga. Hann segir ráðherranum sæmst að segja af sér vegna þessara lagabrota og valdníðslu sem hann hafi gerst sekur um við meðferð málsins. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð | ókeypis

Samkomulag um umhverfisrannsóknir og vöktun

Stóriðja í Hvalfirði Samkomulag um umhverfisrannsóknir og vöktun GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra og forsvarsmenn Samtakanna óspillt land í Hvalfirði, Sól, undirrituðu í gær samkomulag um umhverfisrannasóknir og vöktun umhverfis vegna stóriðju á Grundartanga. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 224 orð | ókeypis

Samningar tapast vegna verkfalls

FYRIRTÆKI í fiskvinnslu á Vestfjörðum eru farin að tapa samningum um sölu fiskafurða vegna verkfallsins þar. Frosti í Súðavík missti af sölu 30 tonna til Bretlands að verðmæti um 15 milljónir króna. Meira
17. maí 1997 | Erlendar fréttir | 171 orð | ókeypis

Sáttaumleitun Ross ber lítinn árangur

DENNIS Ross, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar, hélt í gær til Bandaríkjanna frá Ísrael eftir misheppnaða tilraun til að blása lífi í friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna sem hafa legið niðri í tvo mánuði. Ísraelskar herþotur gerðu árásir á stöðvar palestínskra skæruliða í suðurhluta Líbanons eftir að þrír ísraelskir hermenn höfðu fallið þar í hörðum átökum. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð | ókeypis

Seldu 100 bíla á einum degi

TOYOTA notaðir bílar stóðu fyrir mikilli útsölu og uppboði á notuðum bílum sl. miðvikudag og seldust þann dag 100 bílar. Útsalan var haldin úti á túni fyrir utan Toyota umboðið. Um 2.500 manns lögðu leið sína út á tún til að skoða tilboðin. 10 bílar voru boðnir upp þegar kvölda tók af Helga Jóhannssyni lögfræðingi. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð | ókeypis

Selur betur en sænskt sólskin

SÍMALÍNUR voru rauðglóandi á skrifstofu Ferðamálaráðs í New York strax að lokinni útsendingu morgunþáttarins Good Morning America frá Bláa lóninu og Austurvelli í gær og hafði starfsfólk þar vart undan að útvega bæklinga og svara fyrirspurnum um Ísland, ekki síst um Bláa lónið. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 63 orð | ókeypis

Sextán lagafrumvörp samþykkt

ÞINGSTÖRF gengu hratt fyrir sig í gær og sextán frumvörp voru orðin að lögum fyrir miðnætti. Meðal þeirra var frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna, álbræðslu á Grundartanga, járnblendiverksmiðju í Hvalfirði og fjárreiður ríkisins. Ráðgert var að funda fram til klukkan fjögur í nótt. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 156 orð | ókeypis

Sjúk börn í beinu sambandi við skólann

STYRKTARFÉLAG krabbameinssjúkra barna afhenti í gær Barnaspítala Hringsins fjarkennslubúnað sem ætlað er að auðvelda sjúkum börnum, sem eru umtalsverðan tíma frá skóla vegna veikinda, nám og félagsleg samskipti við skólafélagana. Auk Styrktarfélagsins hafa menntamálaráðuneytið, Póstur og sími hf. Meira
17. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 362 orð | ókeypis

Skartgripir, leirlist og leikrit

UNGLINGAR í þremur skólum á Akureyri, Gagnfræðaskólanum, Oddeyrarskóla og Síðuskóla, hafa seinni hluta vetrar verið á námskeiðum í leirmunagerð, skartgripagerð og leiklist og voru vímuvarnir þemaverkefni allra námskeiðanna. Þessi námskeið eru unnin í samstarfi við Stórstúku Íslands, íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar og áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrarbæjar. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 389 orð | ókeypis

Skipulagsbreytingar á Veiðimálastofnun

MIKLAR skipulagsbreytingar verða á starfsemi Veiðimálastofnunar 1. júní næstkomandi, en þá verður ráðinn til starfa sérstakur forstjóri stofnunarinnar. Þá verða í húsinu bæði forstjóri Veiðimálastofnunar og veiðimálastjóri. Árni Ísaksson gegnir áfram starfi þess síðarnefnda, en enn hefur ekki verið ráðið í stöðu forstjórans. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 311 orð | ókeypis

Spilið fast í frosti

Í LJÓS hefur komið að spil þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, er ekki búið búnaði til afísingar. Spilið stóð fast í ísingu þegar sjúklingur var sóttur um borð í skip fyrir um ári og það endurtók sig við svipaðar aðstæður á miðvikudag. Í bæði skiptin náði áhöfn þyrlunnar að afísa spilið með því að beina útblæstri hreyfla að því. Meira
17. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 77 orð | ókeypis

Sund fyrir vorprófin

KRAKKARNIR í Gagnfræðaskólanum í Ólafsfirði notuðu tækifærið áður en vorprófin hófust og slettu úr klaufunum. Höfðu þau sundlaugina út af fyrir sig og héldu sundlaugarpartý við undirleik dúndrandi tónlistar. Keppt var í alls kyns íþróttum, m.a. var keppt í boðsundi á vindsæng. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 15 orð | ókeypis

Sundstaðir í Reykjavík opnir alla helgina

Sundstaðir í Reykjavík opnir alla helgina SUNDLAUGAR Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur verða opnar alla hvítasunnuhelgina. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 98 orð | ókeypis

Sýning á Fiat og Iveco

BÍLA- og vélaumboðið Ístraktor verður með kynningu í dag á vinnuvélum og vörubílum frá Schaeff og Iveco í Smiðsbúð 2 í Garðabæ. Einnig verður ný fólksbílalína Fiat kynnt. Sýndir verða Fiat Marea Weekend skutbílar með 1600 og 2000 vélum en sú síðarnefnda er 5 strokka, 20 ventla og 147 hestafla. Fiat Bravo/Brava, bílar ársins í Evrópu 1996, verða einnig til sýnis með 1600 vélum. Meira
17. maí 1997 | Miðopna | 632 orð | ókeypis

Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneyti

UM 80% atvinnulausra sem starfað hafa með Vinnuklúbbnum í Reykjavík hafa nú fengið vinnu. Stærsti hópur þeirra sem leita til klúbbsins er fólk á fertugsaldri sem er að skipta um starfsvettvang. Það vekur athygli að þrátt fyrir að konur séu í meirihluta á atvinnuleysisskrá þá eru það fleiri karlmenn sem leita til Vinnuklúbbsins. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 166 orð | ókeypis

Tíu keppa til úrslita í fatahönnunarkeppni

NÝLEGA valdi dómnefnd í fatahönnunarkeppni Smirnoff þá 10 sem komast í úrslitakeppnina er haldin verður í Súlnasal Hótels Sögu þann 23. maí nk. Alls tóku 20 nemendur í fatahönnun þátt í undanúrslitum og voru þeir frá Iðnskólanum í Reykjavík, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Danmarks Design Skole. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 491 orð | ókeypis

Tjöld fuku í fárviðri í þriðju búðum

FÁRVIÐRI skall á búðum þrjú á Everest í gær þar sem íslensku Everestfararnir hafa dvalið síðustu daga. Þeir náðu að koma í veg fyrir tjón á búnaði sínum, en tjöld og búnaður frá öðrum leiðöngrum fauk og skemmdist. Talið er að tjónið skipti milljónum króna. Íslensku fjallgöngumennirnir hafa neyðst til að fresta ferð á tind fjallsins vegna slæms veðurs. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 343 orð | ókeypis

Trúarfræðsla efld innan skólakerfisins

ÞJÓÐMÁLANEFND Þjóðkirkjunnar kynnti í gær álitsgerð um sjálfsvíg. Þar hvetur hún skólayfirvöld til að taka upp trúar- og siðgæðisfræðslu í eldri bekkjum grunnskóla sem og til þess að slík fræðsla verði eitt af kjarnafögum framhaldsskólanna. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 28 orð | ókeypis

Trúnaðarbréf afhent í Lúxemborg

Trúnaðarbréf afhent í Lúxemborg GUNNAR Snorri Gunnarsson, sendiherra, afhenti 15. maí sl. Jean stórhertoga af Lúxemborg trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Lúxemborg með aðsetur í Brussel. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð | ókeypis

Trygging sett fyrir bryggjuskemmdum

DANSKA flutningaskipið Dan Star fór frá Fáskrúðsfirði í gær fulllestað mjöli, eftir að tryggingafélag skipsins hafði sett tryggingu fyrir skemmdum, sem skipið olli á bryggjunni á Fáskrúðsfirði. Skipið sigldi á bryggjuna um hádegisbil á miðvikudag og við sjópróf á fimmtudag kom fram að skipverjar hefðu ekki ráðið við skipið vegna vinds. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 198 orð | ókeypis

Tuskubrúðan Palli í borg elskendanna

TUSKUBRÚÐAN Palli heldur áfram sinni ævintýraför og er nýkomin úr vel heppnaðri ferð til Parísar. Fyrr í vetur var sagt frá ferðum Palla um landið og nú hefur verið ákveðið að hann skuli fá að skoða sig um í heiminum og segja svo vinum sínum á leikskólanum Kjarrið í Garðabæ frá því markverðasta sem fyrir augum ber. Meira
17. maí 1997 | Landsbyggðin | 244 orð | ókeypis

Tölvukennsla á Heklutindi

Hellu-HÓPUR á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu fór á Heklu, þar sem nýr tölvubúnaður sveitarinnar var reyndur og meðlimir hennar fengu kennslu í notkun hans. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð | ókeypis

Útgjöld námu 12,7 milljónum

ÚTGJÖLD vegna forsetaframboðs Guðrúnar Pétursdóttur námu 12,7 milljónum króna samkvæmt fullnaðaruppgjöri sem birt var í gær. Samkvæmt ársreikningi framboðsins námu útgjöld alls 12.699 milljónum. Þar var stærsti liðurinn auglýsingakostnaður, 8,3 milljónir króna. Meira
17. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 73 orð | ókeypis

Útskriftartónleikar Elmu

ELMA Óladóttir gítarleikari heldur útskriftartónleikar í Akureyrarkirkju næstkomandi þriðjudagskvöld, 20. maí kl. 20. Elma stundaði lengst af nám við Tónlistarskólann á Akureyri hjá Erni Viðari Erlendssyni, en í vetur hefur hún lært hjá Kristjáni Þ. Bjarnasyni. Elma lýkur stúdentsprófi af tónlistarbraut frá Menntaskólanum á Akureyri í vor. Meira
17. maí 1997 | Innlendar fréttir | 673 orð | ókeypis

Verðum að vera sýnilegri í samfélaginu

LANDSSAMBAND sjálfstæðiskvenna er samband 16 sjálfstæðiskvennafélaga vítt og breitt um landið. Hlutverk þess er að hvetja konur til virkrar þátttöku í stjórnmálum bæði á landsvísu og í héraði. Á 21. landsþingi sjálfstæðiskvenna sem haldið var 3. maí síðastliðinn var Ellen Ingvadóttir kosin nýr formaður sambandsins. Meira
17. maí 1997 | Miðopna | 1693 orð | ókeypis

Þarf að ná tökum á landnýtingu Starfsemi Landgræðslu ríkisins hefur verið að breytast. Nú annast bændur og aðrir áhugamenn

LANDGRÆÐSLA Þarf að ná tökum á landnýtingu Starfsemi Landgræðslu ríkisins hefur verið að breytast. Nú annast bændur og aðrir áhugamenn uppgræðsluna en starfið í Gunnarsholti beinist að því að virkja almenning til þátttöku. Meira

Ritstjórnargreinar

17. maí 1997 | Staksteinar | 419 orð | ókeypis

Aðalverktakar LEYSA þarf upp íslenzka aðalverktaka, segir í forustugrein Viðskiptablaðsins nýlega. Tilveruréttur

LEYSA þarf upp íslenzka aðalverktaka, segir í forustugrein Viðskiptablaðsins nýlega. Tilveruréttur Í FORUSTUGREIN blaðsins segir m.a.: "Hafi Íslenskir aðalverktakar einhvern tímann átt tilverurétt þá er hann löngu horfinn. Í eina tíð byggðist tilvera félagsins á helmingaskiptareglu sem ætlað var að tryggja að sem mest kæmi út úr hermanginu. Meira
17. maí 1997 | Leiðarar | 592 orð | ókeypis

NÝSKIPAN ÖRYGGISMÁLA Í EVRÓPU

leiðariNÝSKIPAN ÖRYGGISMÁLA Í EVRÓPU ÖGULEGT samkomulag Atlantshafsbandalagsins og Rússa í öryggismálum er til þess fallið að bægja ógn hernaðarátaka frá Evrópu og Atlantshafssvæðinu og felur í sér nýja skipan öryggismála í álfunni til næstu framtíðar. Meira

Menning

17. maí 1997 | Fólk í fréttum | 59 orð | ókeypis

Að eilífu í Hafnarfirði

LEIKRITIÐ Að eilífu eftir Árna Ibsen var frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu síðastliðinn miðvikudag. Sýningin er unnin af leikhúsinu Hermóður og Háðvör í samvinnu við nemendaleikhús Leiklistarskóla Íslands. Hér sjáum við svipmyndir af frumsýningargestum. Meira
17. maí 1997 | Kvikmyndir | 224 orð | ókeypis

Alvöru Jane Bond

HREYFING er komin á undirbúningsvinnu fyrir spennumyndina "The Ice Queen". Myndin, sem byggist á sannsögulegum atburðum, fjallar um bandarísku alríkislögreglukonuna Heidi Landgraf sem lifði tvöföldu lífi og kom upp um víðtækt eiturlyfjasmygl. Meira
17. maí 1997 | Fólk í fréttum | 83 orð | ókeypis

Barnastjörnur

"KIDS Choice Award" er hátíð sem haldin hefur verið árlega í Bandaríkjunum síðastliðin 12 ár. Þar gefst börnum og unglingum kostur á að gefa uppáhaldspersónum sínum innan skemmtanabransans atkvæði. Í ár voru Cindy Crawford, Jean-Claude Van Damme og Fran Drescher meðal þeirra sem heiðruð voru. Meira
17. maí 1997 | Kvikmyndir | 79 orð | ókeypis

BÍÓIN Í BORGINNISæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Svei

Donnie Brasco Tveir dagar í dalnum Lesið í snjóinn Málið gegn Larry Flynt SAMBÍÓIN, Meira
17. maí 1997 | Fólk í fréttum | 113 orð | ókeypis

Bjargar föður sínum af götunni

SAMBAND Drew Barrymore og föður hennar hefur löngum verið stormasamt. Foreldrar leikkonunnar skildu stuttu eftir að hún fæddist og samband Drew í æsku við föður sinn var ekki mikið. "Hann var eiturlyfjaneytandi og ég talaði ekki orð við hann frá því að ég var 7 ára þar til ég varð 14 ára", segir Drew. Nú virðast þau aftur á móti loksins hafa fundið tóninn. Meira
17. maí 1997 | Fólk í fréttum | 145 orð | ókeypis

Einstakt hjónaband

ÞAU SÁUST fyrst úti á götu og urðu ástfangin stuttu síðar þegar þau hittust á karnivali. Þá var hann 18 ára gamall en hún 16. Ári síðar, 1916, giftu þau sig. Þetta er sagan á bak við hjónaband George og Gaynel Couron sem enst hefur í 81 ár. Hjónaband þeirra er lengsta núverandi hjónabandið í Bandaríkjunum. Meira
17. maí 1997 | Fólk í fréttum | 175 orð | ókeypis

Endurkoma með stæl

ANNA NICOLE Smith, sem hvað þekktust er fyrir sín ofurstóru brjóst og hjónaband sitt með hinum 90 ára gamla auðkýfingi J. Howard Marshall, virðist loksins vera búin að ná sér að fullu eftir fráfall eiginmanns síns. Þegar Marshall dó fyrir rúmu ári upphófst heiftarlegt stríð milli fjölskyldu Marshall og Önnu vegna skiptingar arfsins. Meira
17. maí 1997 | Fólk í fréttum | 433 orð | ókeypis

Gerir það sem honum sýnist

HOWARD Stern hefur atvinnu af því að hneyksla fólk. Hann var "njörður" í skóla og naut að eigin sögn alls engrar hylli kvenþjóðarinnar. Nú er hann heimsfrægur útvarpsmaður og kvikmyndastjarna sem flestar konur falla fyrir. Að minnsta kosti segir hann sjálfur svo vera. Howard, sem er nú vinsælasti útvarpsmaður Bandaríkjanna, ólst upp í Roosevelt, Long Island. Meira
17. maí 1997 | Fólk í fréttum | 260 orð | ókeypis

Glæsilegur árangur

ÞRÍR íslenskir þjónar tóku þátt í Norðurlandakeppni í þekkingu á Elsass-vínum, sem haldin var í Gautaborg fyrir skömmu. Komust allir íslensku þjónarnir í úrslit og tveir á verðlaunapall. Þau Haraldur Halldórsson, Hótel Holti, Stefán Guðjónsson, Argentínu, og Kristjana Sveinbjörnsdóttir, Nausti, skipuðu þrjú efstu sætin í Sopexa-vínþjónakeppninni, Meira
17. maí 1997 | Fólk í fréttum | 119 orð | ókeypis

Murphy krefst skaðabóta

LEIKARINN Eddie Murphy höfðaði mál á hendur tveimur slúðurblöðum á miðvikudaginn fyrir að birta lygar um kynlífssiði hans. Eddie var sem kunnugt er stöðvaður af lögreglunni eftir að hafa tekið kynskipting upp í bíl sinn. Murphy krefst fimm milljóna dollara skaðabóta frá hvoru blaði, National Enquirer og The Globe. Meira
17. maí 1997 | Kvikmyndir | 63 orð | ókeypis

MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU

Keðjuverkun (Chain Reaction) Beint í mark (Dead Ahead) Jarðarförin (The Funeral) Fræknar stúlkur í fjársjóðsleit Meira
17. maí 1997 | Fólk í fréttum | 238 orð | ókeypis

Stjörnubíó sýnir myndina Amý og villigæsirnar

STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á fjölskyldumyndinni Amý og villigæsirnar. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestu kvikmyndatökuna. Með aðalhlutverk fara þau Anna Paquin, Jeff Daniels og Dana Delany. Myndin er í leikstjórn Carrols Ballards. Meira
17. maí 1997 | Kvikmyndir | 266 orð | ókeypis

Söm við sig Ráðgátur: Hverfull tími (The-Files: Tempus Fugit)

Framleiðandi: 20th Century Fox. Leikstjóri: Rob Bowman og Kim Manners. Handritshöfundur: Chris Carter og Frank Sponitz. Kvikmyndataka: Roger Deakins. Tónlist: James Horner. Aðalhlutverk: David Duchovny, Gillan Anderson og Mitch Pileggi. 92 mín. Bandaríkin. 20th Cent. Fox Home Ent./Skífan 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
17. maí 1997 | Kvikmyndir | 597 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Sjónvarpið21.05 Það er einkennilegt hversu sjaldan hæfileikar Steves Martin í gamanleik hafa nýst honum í bíómyndum; flestar mynda hans eru eins og hálfkaraðar, húmorinn í þeim moðvolgur. Meira

Umræðan

17. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 327 orð | ókeypis

Áburðarsala á Íslandi

MIKLAR vonir eru bundnar við hreinleika íslenskra landbúnaðarafurða. Þungmálmar eru einn mesti óvinur landbúnaðarframleiðslunnar. Einn af þeim þungmálmum sem getur komið í landbúnaðarafurðir er kadmín, en hann getur komið úr tilbúnum áburði. Kadmín er eitur fyrir menn og dýr. Meira
17. maí 1997 | Aðsent efni | 873 orð | ókeypis

Borgarstjóri, biðlistar og sannleikur

MIKIL uppbygging hefur átt sér stað í leikskólum hjá Dagvist barna í Reykjavík á undanförnum árum. Sú uppbygging hófst í stjórnartíð sjálfstæðismanna. Á síðasta kjörtímabili voru 10 leikskólar teknir í notkun. Áróður R-listans fyrir síðustu kosningar miðaði mjög að því að gera lítið úr þessari uppbyggingu. Hann yfirbauð áætlanir sjálfstæðismanna myndarlega. Meira
17. maí 1997 | Aðsent efni | 527 orð | ókeypis

"Húskarlar" Páls á Höllustöðum

ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður vék orði að húsnæðismálastjórn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi 14. maí síðastliðinn. Hún taldi það ríkisstjórninni til foráttu að "húskarlar" félagsmálaráðherrans í húsnæðismálastjórn hefðu orðið við umsókn Hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands um lán til 40 félagslegra íbúða. Meira
17. maí 1997 | Aðsent efni | 1103 orð | ókeypis

Innsta eðlið samt við sig

"TÍMARNIR breytast og mennirnir með." Þessi forni málsháttur af latneskum uppruna er oft hafður á orði og á hann þó naumlega rétt á sér nema í mjög takmörkuðum skilningi. Innsta eðli mannsins, erfðaástríður hans og frumstæðustu tilfinningar hafa áreiðanlega ekki breystst ýkjamikið frá því, er vér höfum fyrstu spurnir af þeim..." Upp á svið hugans Meira
17. maí 1997 | Aðsent efni | 685 orð | ókeypis

Menntun ­ Kennsluumhverfi framtíðarinnar

GREIN þessi er rituð í tilefni af því að þriðjudaginn 20. maí næstkomandi verður haldinn kynningarfundur á WINschool kennsluumhverfinu sem er að ryðja sér braut í tölvuverum á Íslandi sem og erlendis. Kynningin verður haldin í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði og er markmiðið með henni er að vekja skólastjórnendur enn frekar til umhugsunar um notagildi tölva sem hjálpartækja við kennslu. Meira
17. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 456 orð | ókeypis

Nú er komið nóg!!!

NÚ SÉST það og sannast hvað Ísland er orðið vel sniðið þörfum fullorðins fólks. Að hækka sjálfræðisaldurinn upp í 18 ár dreifir meiri kurr og uppriesnarhugs meðal unglinga. Að hækka sjálfræðisaldurinn upp í 18 ár getur eyðilagt mikið fyrir krökkum sem vegna bágra heimilisaðstæðna vilja fara að heiman 16 ára. Það að hafa sjálfræðisaldurinn 16 ára, eykur ábyrgð og sjálfsstæði unglingsins. Meira
17. maí 1997 | Aðsent efni | 878 orð | ókeypis

Nýttu tæknina strax, ekki bíða eftir nýrri öld

NÚ ORÐIÐ er þróun í nýrri tækni mun örari en nokkru sinni fyrr. Framleiðendur tækja og búnaðar keppast um að finna tæknilausnir til að leysa verkefni og vandamál framleiðslu- og gæðastýringar á hagkvæmari hátt en áður. Margar þessara nýjunga eru verulega hagkvæmar og skilar fjárfesting í nýrri tækni sér í mörgum tilfellum á mjög skömmum tíma, jafnvel á nokkrum mánuðum. Meira
17. maí 1997 | Aðsent efni | 718 orð | ókeypis

Næsti prestur í Garðasókn

HINN 31. maí nk. fara fram prestskosningar í Garðasókn þar sem sóknarbörnum gefst kostur á að velja sér prest í lýðræðislegum kosningum. Tveir frambjóðendur eru í boði: Sr. Örn Bárður Jónsson og Hans Markús Hafsteinsson, guðfræðingur og starfandi lögreglumaður. Meira
17. maí 1997 | Aðsent efni | 568 orð | ókeypis

Ógleymanleg leikhúsferð í maí 1952

ÞAÐ VAR um kl. 19.20 sunnudaginn 25. maí 1952 að ég var að stinga upp kartöflugarð að Sveinsstöðum, sumarhúsi fjölskyldunnar hjá Vatnsenda við Elliðavatn. Ég hafði lokið embættisprófi í lögfræði skömmu áður, en mundi nú eftir því, að stúdentaskírteini mitt væri enn í gildi hjá Leikfélagi Reykjavíkur og nú væri best að nýta það í síðasta sinn, því afsláttur var góður. Meira
17. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 858 orð | ókeypis

Ó-hamingjusamar Kópavogsstúlkur

NÚ ERUM við komin í ritdeilur um unglingaþáttinn Ó. Kannski dálítið kjánalegt, en ég vil benda ykkur á hvað lá að baki bréfi mínu 30. apríl sl. Síðasti Ó-þátturinn var auglýstur: "Hvað gera unglingar á landsbyggðinni sér til skemmtunar?" Eins og þið vilduð meina: "sýndi hvað unglingar úti á landi gera sér til skemmtunar". Meira
17. maí 1997 | Aðsent efni | 850 orð | ókeypis

Skipbrot í heilbrigðismálum

REYKJAVÍKURBRÉF Morgunblaðsins, laugardaginn 26. apríl, er helgað heilbrigðismálum. Tilefnið er erindi Ólafs Ólafssonar landlæknis á þingi BSRB, þar sem hann gerir úttekt á stöðu heilbrigðismála á grundvelli könnunar sem landlæknisembættið hefur látið gera. Niðurstaðan er ekki glæsileg fyrir ríkisstjórn Íslands. Meira
17. maí 1997 | Aðsent efni | 515 orð | ókeypis

Staddur á hóteli

HANN var staddur á hóteli úti á landi, hafði dvalið þar í nokkra daga starfs síns vegna. Þessi ágæti maður hefur farið víða og oft gist á hótelum eða gistiheimilum. Eitt af því fyrsta sem hann gerir þegar hann kemur upp á herbergið sitt er að kanna hvort það sé ekki örugglega Biblía eða Nýja testamenti á herberginu. Svo var í þetta skiptið eins og reyndar yfirleitt. Meira
17. maí 1997 | Aðsent efni | 615 orð | ókeypis

Til hamingju með afmælið, Hjallasöfnuður!

ÞAÐ er dálítið undarleg tilhugsun, að nú sé liðinn heill áratugur frá því að stofnfundur Hjallaprestakalls í Kópavogi var haldinn í Digranesskóla, hinn 25. maí 1987. Já, svo hratt flýgur stund að menn eiga fullt í fangi með að höndla tímann til hinnar mikilsverðu þjónustu sem þeim er falin á meðan ævin treinist. Meira
17. maí 1997 | Aðsent efni | 1217 orð | ókeypis

Villandi umfjöllun um Bláa lónið

BANASLYS varð í Bláa lóninu 4. maí sl. þegar fjögur ungmenni fóru að næturlagi inn á svæðið til að baða sig í lóninu með þeim afleiðingum að eitt þeirra, ung stúlka, drukknaði. Stjórn og starfsfólk Bláa lónsins hf. votta aðstandendum stúlkunnar sína dýpstu samúð á sorgarstundu. Bláa lónið hf. Meira
17. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 307 orð | ókeypis

Þingmennirnir í skóginum

ALÞINGISMENN hafa samþykkt að hækka sjálfræðisaldur um tvö ár úr sextán árum í átján. Ein helstu rökin sem nefnd hafa verið er hvernig meðhöndla eigi mál ungra fíkniefnaneytenda. Við þessum rökum er hægt að finna önnur svör en fyrrnefnd hækkun sjálfræðisaldurs. Þau eru kannski ekki eins einföld en þau eru ekki leið rolunnar. Meira

Minningargreinar

17. maí 1997 | Minningargreinar | 1142 orð | ókeypis

EINAR JÓNSSON

Einar Jónsson fæddist 17. maí 1927 á Frema-Hálsi í Kjós. Faðir hans Jón Sigurðsson og móðir Ingibjörg Eyvindsdóttir fluttu að Fremra-Hálsi það vor frá Stíflisdal í Þingvallasveit. Jón var sonur Sigurðar Torfasonar og Kristínar á Harðbala í Kjós. Ingibjörg Eyvindsdóttir var frá Torfastöðum í Fljótshlíð. Einar var fjórði elstur í hópi 8 systkina, tveggja bræðra og sex systra. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 302 orð | ókeypis

Elías Sigfússon

Við systkinin viljum minnast hans afa okkar, sem nú hefur kvatt þennan heim. Við minnumst hans með hlýhug og söknuði. Hann var hjartahlýr og raungóður maður með sterkan persónuleika. Það er svo margt sem rennur í gegnum huga okkar er við hugsum til hans afa. T.d. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 30 orð | ókeypis

ELÍAS SIGFÚSSON

ELÍAS SIGFÚSSON Elías Sigfússon fæddist í Valstrýtu í Fljótshlíð 17. mars 1900. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 7. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 16. maí. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 462 orð | ókeypis

Elín Kristjánsdóttir

Í dag kveðjum við heiðurskonuna Elínu Kristjánsdóttur frá Kistufelli. Kynni okkar Elínar hófust fyrir rúmum þrjátíu árum. Strax frá upphafi sýndi hún mér einlæga hlýju og ástúð sem hélst alla tíð. Þá voru flest börnin flogin úr hreiðrinu og "litlu strákarnir" hennar á fermingaraldri. Þó heimilisfólkinu væri farið að fækka var samt alltaf margt um manninn á Kistufelli. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 555 orð | ókeypis

Elín Kristjánsdóttir

Elskulega mamma mín. Þegar ég sest niður og skrifa kveðjuorð veit ég ekki hvar skal byrja. Það er svo margt sem ég vildi segja og svo margt sem ég hef að þakka. Við vorum alla tíð svo nánar og þó ég sé nú orðin móðir og amma, hef ég alltaf á einhvern hátt verið litla stelpan þín og það hefur verið yndisleg og gefandi tilfinning. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 277 orð | ókeypis

ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR

ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR Elín Sigríður Kristjánsdóttir fæddist á Ísafirði 18. ágúst 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 9. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Guðm. Einarsson sjómaður, f. 27. nóv. 1883, fórst með kútter Geir 24. febr. 1912, og kona hans Elínbjört Hróbjartsdóttir, f. 21. mars 1884, d. 23. jan. 1926. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 62 orð | ókeypis

Elín Kristjánsdóttir Að loknum starfsdegi löngum hér ljúfust er næturværð. Í værum blundi þér borin er blessun af himni færð.

Að loknum starfsdegi löngum hér ljúfust er næturværð. Í værum blundi þér borin er blessun af himni færð. Þú miðlaðir okkur mild og hlý af móðurkærleikans gnótt. Heim þú fæddir okkur í og annaðist dag og nótt. Sofðu nú róleg, mamma mín. Við munum að hafa hljótt. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 301 orð | ókeypis

Elín Sigríður Kristjánsdóttir

Vorið, árstími sem við bíðum með tilhlökkun og margir tengja við ljúfar minningar. Í mínum minningum tengi ég vorið við elsku Elínu ömmu mína, og beið ég þess oft með töluverðri óþreyju og mikilli tilhlökkun að komast í sveit til hennar að Kistufelli. Þar fannst mér miðpunktur heimsins vera, sem allt það merkilegasta gerðist og allt sem maður gerði hafði svo mikinn tilgang. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 217 orð | ókeypis

Guðlaug Guðrún Vilhjálmsdóttir

Það er mér minnisstætt er ég hitti hana Unnu í fyrsta skipti. Ég hafði þá nokkru áður hafið sambúð með dóttur hennar Hafdísi. Hún hafði sagt mér að móðir sín væri með sjúkdóm og ætti erfitt sökum þess. En það sem ég tók fyrst eftir þegar ég hitti hana var skopskynið. Þrátt fyrir baráttu hennar við erfiðan sjúkdóm þá mátti alltaf greina stríðnisglampann í augum hennar. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 127 orð | ókeypis

Guðlaug Guðrún Vilhjálmsdóttir

Með hlýhug, virðingu og söknuði minnist ég Unnu, tengdamóður minnar og hugsa um allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Hún vildi helst hafa allan barnahópinn sinn sem næst sér, og umvafði hún okkur öll með einstakri móðurhlýju. Og elsku Halldór minn, með sorg í hjarta en ríkur af góðum minningum kveður þú nú lífsförunaut þinn. Guð styrki þig. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 408 orð | ókeypis

Guðlaug Guðrún Vilhjálmsdóttir

Þá streyma minningarnar fram. Hugurinn reikar heim í Mýrdalinn. Sunnudagsbíltúrarnir voru frægir í minni fjölskyldu. Þeir voru á þrjá vegu. Það var keyrt austur á sand eða það var farið í Reynishverfið að Hólunum, eða svo kölluðum við Reynishóla hjá Lauga og Rögnu. Á þeirri leið var líka farið að Teigagerði til Önnu og Einars, en svo var þriðja leiðin og hún lá að Brekkum III. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 176 orð | ókeypis

Guðlaug Guðrún Vilhjálmsdóttir

Elsku amma. Nú ertu þú farin frá okkur. Heimsóknirnar á Hjallatún verða ekki fleiri, að minnsta kosti ekki til þín. Við trúum því að látnir ástvinir hafi tekið á móti þér þarna hinumegin og að hjá þeim líði þér vel. Þótt veikindin væru mikil trúðum við því að þú yrði alltaf hjá okkur, en svo reyndist ekki vera og eins og stendur einhvers staðar "enginn sleppur lifandi frá lífinu". Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 341 orð | ókeypis

Guðlaug Guðrún Vilhjálmsdóttir

Nú er hún amma dáin. Hún er farin til Hafdísar og barnanna, til Kristjáns bróður síns, foreldra sinna og annarra látinna ástvina. Líklega líður henni best þar og hefur vonandi fengið bót meina sinna sem hún þjáðist af svo lengi. Þrátt fyrir veikindi sín reyndi amma yfirleitt að sækja helstu fjölskyldufundi, s.s. fermingar, afmæli og grillveisluna árlegu þar sem alltaf var glatt á hjalla. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 759 orð | ókeypis

Guðlaug Guðrún Vilhjálmsdóttir

Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Vald. Briem.) Þegar kemur að kveðjustundu er margt sem leitar á hugann. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 279 orð | ókeypis

Guðlaug Guðrún Vilhjálmsdóttir

Hún Unna systir mín er dáin, en svo var hún alltaf kölluð. Mig langar að minnast hennar þar sem ég sit hér og skrifa við kertaljós, að minnast bróður okkar sem kvaddi þennan heim fyrir rétt mánuði. Mig langar að láta hugann reika til unglingsára minna þegar ég var hjá þeim hjónum Halldóri og Unnu. Þau voru að byrja búskap á Brekkum III. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 265 orð | ókeypis

GUÐLAUG GUÐRÚN VILHJÁLMSDÓTTIR

GUÐLAUG GUÐRÚN VILHJÁLMSDÓTTIR Guðlaug Guðrún Vilhjálmsdóttir, Unna, húsfreyja á Brekkum III í Mýrdal, fæddist á Stóru Heiði 22. september 1932. Hún lést á Dvalarheimilinu Hjallatúni 11. maí síðastliðinn, þar sem hún hafði dvalið síðustu fimm árin. Foreldrar hennar voru hjónin Vilhjálmur Á. Magnússon, f. 11. maí 1889, d. 7. nóv. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 674 orð | ókeypis

Helga Tómasdóttir

Í dag fylgjum við Helgu Tómasdóttur til hinstu hvílu. Af því tilefni lít ég um öxl og rifja upp þær góðu stundir sem ég átti með henni föðursystur minni. Jafnframt verður mér hugsað til þeirra litríku persónu sem Helga hafði að geyma. Ekki get ég áttað mig á því hve gamall ég var þegar ég man fyrst eftir Helgu, en víst er að það hefur verið skömmu eftir að ég fer fyrst og muna eftir mér. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 479 orð | ókeypis

Helga Tómasdóttir

Þegar ég heimsótti ömmu á spítalann á Selfossi um jólin vissi ég ekki að það yrði í síðasta skipti sem ég sæi hana, þó að maður vissi að það kæmi að því að hún færi. Hún leit svo vel út og henni leið svo vel, þó að hún vildi auðvitað vera heima á Gýgjarhóli. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 178 orð | ókeypis

HELGA TÓMASDÓTTIR

HELGA TÓMASDÓTTIR Helga Tómasdóttir fæddist í Brattholti í Biskupstungum hinn 11. júlí 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi hinn 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Tómas Bjarnason, f. 24.4. 1886, d. 22.12. 1937, og Ósk Tómasdóttir, f. 21.8. 1883, d. 7.5. 1968. Þau bjuggu lengst af í Helludal í Biskupstungum. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 28 orð | ókeypis

INGVAR SIGURBJÖRNSSON

INGVAR SIGURBJÖRNSSON Ingvar Sigurbjörnsson fæddist á Þóroddsstöðum í Grímsnesi 25. september 1940. Hann lést á Landspítalanum 8. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 15. maí. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 102 orð | ókeypis

Ingvar Sigurbjörnsson Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 427 orð | ókeypis

Jóhannes Þór Jónsson

Það varð skammt á milli þeirra feðga, Jóhannesar Þ. Jónssonar og Jóns Dal Þórarinssonar, því Jón lést 23. febrúar sl. Ég kynntist Jóa fyrir liðlega tveim áratugum, er hann kom inn í fjölskyldu fv. tengdafólks míns. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 35 orð | ókeypis

JÓHANNES ÞÓR JÓNSSON

JÓHANNES ÞÓR JÓNSSON Jóhannes Þór Jónsson fæddist í Efrakoti (nú Tunguhlíð) í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 10. desember 1938. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 28. apríl. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 535 orð | ókeypis

Kári Sveinsson

Nú þegar Kári föðurbróðir okkar hefur kvatt þennan heim svo óvænt og fyrirvaralaust, er okkur söknuður í huga. Þótt við vissum að hann hefði ekki gengið heill til skógar undanfarin ár vorum við óviðbúnar eins og alltaf er. Að okkur sækir tómleiki. Okkur finnst að það verði öðruvísi að vera heima á Ósabakka eða að koma þangað og sjá ekki Kára einhvers staðar að sýsla úti við. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 171 orð | ókeypis

KÁRI SVEINSSON

KÁRI SVEINSSON Kári Sveinsson, bóndi, Ósabakka á Skeiðum, fæddist á Ósabakka 14. júlí 1925. Hann varð bráðkvaddur á Ósabakka 12. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Auðbjörg Káradóttir, frá Ósabakka á Skeiðum, f. 20. júní 1899, d. 1988, og Sveinn Gestsson frá Húsatóftum á Skeiðum, f. 31. ágúst 1890, d. 1964. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 288 orð | ókeypis

Olga Sigurbjörg Jónsdóttir

Þegar ég nú kveð vinkonu mínu Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Gýgjarhóli koma í hugann margar góðar minningar frá liðinni tíð, allt frá því ég fluttist í Skagafjörð. Þá bjó Sigurbjörg ásamt Jóni bónda sínum og sonum þeirra tveim í næsta nágrenni við Vík, í fyrstu upp á holti er Steinholt heitir. Þar bjó fjölskyldan í fallegu timburhúsi, sem bar nafn af holtinu og síðar á Gýgjarhóli skammt frá. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 198 orð | ókeypis

OLGA SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR

OLGA SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR Olga Sigurbjörg Jónsdóttir var fædd á Kimbastöðum í Skarðshreppi í Skagafirði 2. maí 1903. Hún lést í Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 4. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi á Kimbastöðum og síðar í Borgargerði í sömu sveit og sambýliskona hans, Björg Sigurðardóttir frá Vatnskoti í Hegranesi. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 1506 orð | ókeypis

Sigríður Þórðardóttir

Elsku besta amma mín. Það er mér þungbært og sárt að setjast niður og reyna með fátæklegum orðum að þakka þér allt. Þú hefur verið hluti af lífi mínu frá því ég man eftir mér. Á stundu sem þessari streyma minningar fram eins og þær hafi gerst í gær. Yndislegustu, fallegustu og bestu minningar mínar um þig, amma mín, eru úr sveitinni heima á Refsstað. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 426 orð | ókeypis

Sigríður Þórðardóttir

Núna þegar amma er látin er okkur efst í huga þakklæti fyrir góðvild hennar, hjálpsemi og hvað hún var yndisleg amma. Amma á Refsstað var einstök kona, einstaklega jákvæð og hlý manneskja og við systurnar eigum margar yndislegar minningar tengdar henni. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 514 orð | ókeypis

Sigríður Þórðardóttir

Hún amma á Refsstað er dáin og nú sé ég svo eftir því að hafa ekki nýtt tímann betur, hitt hana oftar, talað meira við hana og hlustað betur á það sem hún hafði að segja. Mér fannst að nægur tími væri og ekkert lægi á. Hún amma ýtti líka undir þennan barnaskap minn, því lífsgleði hennar og ótrúleg hreysti var slík að það hvarflaði aldrei að manni að hún væri á förum. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 514 orð | ókeypis

Sigríður Þórðardóttir

Það var dumbungur, rigning og haustlegt um að litast hér í Ástralíu morguninn eftir að ég frétti af veikindum ömmu minnar. Seinna þann sama dag, var mér sagt að hún væri dáin. Hér, hinumegin á hnettinum, grétu skýin með mér. Mér varð hugsað aftur til bernsku minnar heima á Refsstað. Allar sögurnar sem amma sagði okkur Skúla og Steina, hversu henni var alltaf umhugað um okkur og velferð okkar. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 391 orð | ókeypis

SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR

SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR Sigríður Þórðardóttir fæddist á Ljósalandi í Vopnafirði hinn 19. apríl 1908. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 8. maí síðastliðinn eftir stutta sjúkralegu. Foreldrar hennar voru Þórður Jónasson, bóndi á Ljósalandi, f. 1867 á Fossi í Vesturhópi, d. 1938, og kona hans Albína Jónsdóttir, f. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 1141 orð | ókeypis

Sigríður Þórðardóttir Það þykja líklega ekki stórtíðindi þegar tæplega

Það þykja líklega ekki stórtíðindi þegar tæplega níræð kona kveður þennan heim. Samt er það svo að samferðamenn Sigríðar á Refsstað verða glögglega varir við það skarð sem hún skilur eftir sig, enda lífsferillinn á margan hátt óvenjulegur. Hún ólst upp í ellefu systkina hópi, sú sjötta í röðinni. Hópurinn var söngelskur og samrýndur í uppvextinum, og alltaf síðan. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 101 orð | ókeypis

Sveinn Björnsson

Sveinn Björnsson horfinn af sjónarsviðinu. Bærinn og þjóðin fátækari. Þekkjum engan sem var jafningi hans í bæjar- og listalífinu. Beinskeyttur, einlægur, gamansamur og ljúfur smekkmaður, ­ æðrulaus og ástríðufullur meistari í lífinu og listinni til hinstu stundar. Hans er og verður sárt saknað en minning um einstakan mann og verkin hans munu lifa. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 29 orð | ókeypis

SVEINN BJÖRNSSON Sveinn M. Björnsson fæddist á Skálum á Langanesi 19. febrúar 1925. Hann lést á Landspítalanum 28. apríl

SVEINN BJÖRNSSON Sveinn M. Björnsson fæddist á Skálum á Langanesi 19. febrúar 1925. Hann lést á Landspítalanum 28. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 9. maí. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 378 orð | ókeypis

Sveinn Kjartansson

Kæri vinur minn, Sveinn á Seli. Ég var úti á sjó þegar ég frétti af andláti þínu og mig setti hljóðan. Reyndar vissi ég af veikindum þínum og mér hafði verið sagt að líklega kæmist þú ekki heim að Seli aftur, í sveitina þína, sveitina sem þú unnir svo heitt. Í gegnum huga minn runnu minningar um þig og þann góða tíma sem ég átti á Seli. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 29 orð | ókeypis

SVEINN KJARTANSSON Sveinn Kjartansson fæddist á Seli í Grímsnesi 26. janúar 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 24. apríl

SVEINN KJARTANSSON Sveinn Kjartansson fæddist á Seli í Grímsnesi 26. janúar 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 24. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skálholtskirkju 3. maí. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 787 orð | ókeypis

Vilhjálmur Halldórsson

Árið 1988, síðast í október fór stór hópur Íslendinga, á vegum Guðna Þórðarsonar (áður ferðaskrifstofan Sunna) til dvalar í Palma, höfuðborg Mallorca. Sumt af fólkinu ætlaði að vera fram að jólum, aðrir höfðu kosið að vera þrjá mánuði í viðbót eða til marzloka. Fólkið var alstaðar af landinu og á öllum aldri, flestir þó eldri borgarar. Allir ætluðu að láta sér líða vel í sól og sumaryl. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 29 orð | ókeypis

VILHJÁLMUR HALLDÓRSSON Vilhjálmur Halldórsson var fæddur í Vörum í Garði 5. júlí 1913. Hann lést á Garðvangi 1. apríl

VILHJÁLMUR HALLDÓRSSON Vilhjálmur Halldórsson var fæddur í Vörum í Garði 5. júlí 1913. Hann lést á Garðvangi 1. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Útskálakirkju 12. apríl. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 362 orð | ókeypis

Þorgeir Logi Árnason

Samstafsmenn kveðjast og óska hver öðrum góðrar helgar, framundan eru góðir dagar, sólin farin að hækka á lofti, farfuglarnir farnir að að koma til sumardvalar norður við ysta haf. Þá dettur engum annað í hug en allir komi endurnærðir aftur eftir góða hvíld. En forsjónin hagar því þannig að vegir lífsins eru órannsakanlegir. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 224 orð | ókeypis

Þorgeir Logi Árnason

Góðir vinir eru vandfundnir, missir þeirra skilur eftir stórt skarð sem ekki er unnt að fylla. Þorgeir Logi var höfðingi sem ávallt hafði tíma til að vera góður vinur. Orð lýsa manninum en verkin tala. Þannig þekktist Þorgeir best af verkum sínum sem hann skilaði frá sér, hann lagði kapp á að hafa allt sem fullkomnast. Meira
17. maí 1997 | Minningargreinar | 32 orð | ókeypis

ÞORGEIR LOGI ÁRNASON Þorgeir Logi Árnason, prentari, var fæddur í Reykjavík 17. apríl 1946. Hann lést af slysförum 5. apríl

ÞORGEIR LOGI ÁRNASON Þorgeir Logi Árnason, prentari, var fæddur í Reykjavík 17. apríl 1946. Hann lést af slysförum 5. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 17. apríl. Meira

Viðskipti

17. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 101 orð | ókeypis

Ávöxtun ríkisvíxla lækkar

TEKIÐ var tilboðum fyrir 2.412 milljónir króna í útboði á þriggja, sex og tólf mánaða ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins í gær. Alls bárust 19 gild tilboð í ríkisvíxla að fjárhæð 4.753 milljónir króna. Meira
17. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 214 orð | ókeypis

»Evrópsk bréf á nýju metverði

NÝJAR hækkanir urðu á lokaverði í helztu kauphöllum Evrópu í gær, en verðið hafði lækkað síðan um morguninn vegna verulegrar lækkunar í Wall Street. Dollar náði sér ekki á strik eftir lækkun gegn jeni í fyrradag og var óttazt að seðlabankar skærust í leikinn. Meira
17. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 236 orð | ókeypis

Hluthafar vildu kaupa bréf fyrir þrjá milljarða

HLUTHAFAR í Marel hf. óskuðu eftir hlutabréfum að nafnvirði rúmlega 220 milljónir króna eða 3.025 milljónir króna að söluverðmæti í hlutafjárútboði félagsins sem lauk í gær. Nafnverð hlutafjárútboðsins var hins vegar 40 milljónir króna og var útboðsgengi til forkaupsréttarhafa 13,75 og söluverðmæti því 550 milljónir króna. Hluthafar vildu því kaupa bréf fyrir um sexfalt hærri fjárhæð en var í Meira
17. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 171 orð | ókeypis

Hótel með sameiginlegt bókunarkerfi

FOSSHÓTEL ehf. og Strengur hafa í samvinnu við Hótel Reynihlíð og Ferðaskrifstofu Íslands þróað nýtt bókunar- og hótelkerfi tengt hinni útbreiddu viðskipta- og upplýsingastjórnunarlausn Fjölni/Navision. Meira
17. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 122 orð | ókeypis

Kaffiverð hækkar

KAFFIVERÐ hélt áfram að hækka í Evrópu í gær og miklar hækkanir á heimsmarkaði hafa leitt til þess að framvirkt verð í Bandaríkjunum hefur ekki verið hærra í 20 ár. Smásöluverð hefur nú síðast hækkað í Frakklandi og Bretlandi. Meira
17. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 203 orð | ókeypis

Opin kerfi hf. áttu hæsta tilboðið

OPIN kerfi hf., umboðsaðili Hewlett Packard á Íslandi, áttu hæsta tilboð í 51% hlut ríkis, Reykjavíkurborgar og Rafmagnsveitu Reykjvíkur í Skýrr hf. í lokuðu útboði á hlutabréfunum. Tilboðin voru opnuð í gær hjá Kaupþingi hf. að viðstöddum tilboðsgjöfum. Meira
17. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 459 orð | ókeypis

Pappírslaus verðbréfaviðskipti hefjast 1999

STEFNT er að því að setja á stofn sérstakt undirbúningsfélag um svonefnda verðbréfamiðstöð í byrjun næsta mánaðar undir nafninu Verðbréfaskráning Íslands hf. Hugbúnaður fyrir slíka miðstöð hefur þegar verið boðinn út og gera áætlanir ráð fyrir að hún geti hafið starfsemi í byrjun árs 1999. Meira
17. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 480 orð | ókeypis

Tapið nam 15 milljónum króna árið 1996

LIÐLEGA 15 milljóna króna tap varð hjá Ármannsfelli hf. á árinu 1996 og er það nokkru lakari afkoma en árið áður þegar tæplega 2 milljóna hagnaður varð hjá félaginu. Árið 1996 varð fyrirtækinu á flestan hátt erfitt ár og mikil prófraun fyrir stjórnendur þess. Meira

Daglegt líf

17. maí 1997 | Neytendur | 355 orð | ókeypis

Allt að 135% munur á drykkjarföngum milli veitingahúsa

MIKILL verðmunur er á drykkjarföngum milli veitingahúsa. Í verðkönnun sem Samkeppnisstofnun gerði fyrir nokkru á 127 veitingahúsum á höfuðborgarsvæðinu kom í ljós að allt að 135% munur reyndist á hæsta og lægsta verði þegar írski líkjörinn Bailey's var annarsvegar. Þá var verðmunurinn 111% þegar um írskt kaffi var að ræða og 110% munur var á hæsta og lægsta verði gosdrykkjar. Meira
17. maí 1997 | Neytendur | 64 orð | ókeypis

Augnháralitur frá Kanebo

KOMINN er á markað augnháralitur frá japanska fyrirtækinu Kanebo. Um er að ræða hitanæman maskara sem heitir Kanebo Mascara 38C Silk Performance . Hann þolir vatn, svita, tár og alla veðráttu en flettist af án þess að renna til þegar hann er bleyttur með 38 stiga heitu vatni. Hann inniheldur silki sem verndar augnhárin, brettir upp á þau og gefur þeim gljáa. Meira
17. maí 1997 | Neytendur | 59 orð | ókeypis

Hárburstar og greiður

SKIPHOLTS apótek hefur hafið sölu á vörum frá G.B.Kent & Sons PLC á Bretlandi. Kent hefur m.a. framleitt hárbursta og greiður frá stofnun fyrirtækisins árið 1777. Meðal þess sem selt verður í apótekinu frá þessu fyrirtæki eru hár- og baðburstar með náttúrulegum hárum, hárburstar sem eiga að afrafmagna hárið og fleira. Innflutning og dreifing annast Bergfell ehf. Meira
17. maí 1997 | Neytendur | 136 orð | ókeypis

Íslenska bútasaumsblaðið komið út á ensku

FYRSTA tölublað þessa árs af íslenska bútasaumsblaðinu er komið út á ensku, The Icelandic Patchwork magazine. Blaðið sem kemur út í 3.000 eintökum á íslensku er til að byrja með prentað í 5.000 eintökum á ensku. Meira
17. maí 1997 | Neytendur | 548 orð | ókeypis

Vöruverð á landsbyggðinni fer lækkandi

BILIÐ milli vöruverðs þeirra stóru verslana sem eru með lágt vöruverð og verslana á landsbyggðinni fer minnkandi. Neytendasamtökin og verkalýsfélögin gerðu í byrjun mánaðar könnun á verði algengrar neysluvöru í 54 matvöruverslunum víða um land. Bónus var með lægsta vöruverðið en fast á eftir fylgdu Kea/Nettó og Kaskó. Meira

Fastir þættir

17. maí 1997 | Dagbók | 2838 orð | ókeypis

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 16.-22. maí: Garðs Apótek, Sogavegi 108, er opið allan sólarhringinn en Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. Meira
17. maí 1997 | Í dag | 33 orð | ókeypis

Árnað heillaÁRA afmæli. Áttræð er í dag, laugarda

Árnað heillaÁRA afmæli. Áttræð er í dag, laugardaginn 17. maí, Vilborg Sigþórsdóttir, Kaplaskjólsvegi 31, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í Gyllta Salnum á Hótel Borg milli kl. 15 til 18 í dag, afmælisdaginn. Meira
17. maí 1997 | Fastir þættir | 832 orð | ókeypis

Bragi Þorfinnsson sigrar á Landsmótinu

Yfir 3.000 grunnskólanemar tóku þátt í undankeppninni. Einungis 24 þeirra fengu þátttökurétt á Landsmótinu. BRAGI Þorfinnsson sigraði í eldri flokki á Landsmótinu í skólaskák, sem fram fór á Akranesi 8.­11. maí. Bragi hafði mikla yfirburði á mótinu og vann alla andstæðinga sína, 11 að tölu. Meira
17. maí 1997 | Í dag | 48 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Hinn 19. apríl voru gefin saman í borgaralegt hjónabandEinar Ingvi Magnússon og Lubica Pribelova. Fór brúðkaupið fram í Bratislava í Slóvakíu, þar sem heimili þeirra er um þessar mundir. Þau höfðu áður unnið hjónaheit í Sameiningarkirkjunni í ágúst 1995, þar sem þau starfa bæði í Heimsfriðarsambandi fjölskyldna. Meira
17. maí 1997 | Dagbók | 429 orð | ókeypis

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
17. maí 1997 | Fastir þættir | 1130 orð | ókeypis

DRAUMSTAFIR Að smíða úr draumum FLESTIR hafa hæfil

FLESTIR hafa hæfileika til sköpunar, að tjá sig á huglægan eða hlutlægan hátt í mynd eða máli en skortir oft kunnáttu til að kveikja á orkuveitum hugans. Þar geta draumarnir orðið dýrmætt afl og tengiliður til frjórra hughrifa og skapandi verka sem gefa af sér gull í mund. Meira
17. maí 1997 | Fastir þættir | 2238 orð | ókeypis

Fermingar um hvítasunnu

Fermingar í Fríkirkjunni í Reykjavík hvítasunnudag kl. 14. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Fermd verða: Aldís Björg Ívarsdóttir Schram, Vesturgötu 71. Hlíf Una Bárudóttir, Yrsufelli 15. Fermingar í Laugarneskirkju hvítasunnudag kl. 11. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Fermdir verða: Gísli Rúnar Gunnarsson, Laugalæk 9. Meira
17. maí 1997 | Fastir þættir | 355 orð | ókeypis

Format fyrir uppskriftir

Format fyrir uppskriftir Fisksoð fyrir sósu 200 g fiskbein klippt í litla bita (ekki roð, Meira
17. maí 1997 | Fastir þættir | 453 orð | ókeypis

GEITABJALLA(Pulsatilla vulgaris)354

VEÐRÁTTAN undanfarnar vikur hefur minnt okkur óþyrmilega á að vorvindarnir eru ekki bara glaðir, glettnir og hraðir, heldur geta þeir níst gegnum merg og bein. Það hefur sjálfsagt ýmsum farið eins og mér að þrátt fyrir að lopapeysan hefi verið dregin fram hafi kuldinn og næðingurinn verið þvílíkur að ég hef ýtt vorverkunum í garðinum til hliðar. Meira
17. maí 1997 | Í dag | 593 orð | ókeypis

ÍKVERJI fjallaði síðastliðinn laugardag um þá nýbreytni

ÍKVERJI fjallaði síðastliðinn laugardag um þá nýbreytni hjá ÁTVR að leyfa viðskiptavinum að kaupa sér eina bjórdós í einu í stað fjögurra eða sex og að jafnvel skyldi vera hægt að fá bjórinn kaldan. Jafnframt þótti Víkverja óvenjulegt að Áfengisvarnaráð hefði ekki látið í sér heyra um þessar framfarir í þjónustu fyrirtækisins. Meira
17. maí 1997 | Fastir þættir | 783 orð | ókeypis

Í mat hjá meisturum

"ÞAÐ er skemmtilegt þegar kokkur og þjónn setja saman mat og vín í sameiningu líkt og við Hákon gerðum nú. Sumar tegundir af mat kalla á sýrumeiri vín og aðrar eitthvað allt annað," segir Haraldur Halldórsson, yfirþjónn á Hótel Holti sem nýlega sigraði í fyrstu vínþjónakeppninni sem haldin hefur verið á Íslandi. Meira
17. maí 1997 | Fastir þættir | 870 orð | ókeypis

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 901. þáttur

901. þáttur Veturliði Óskarsson hefur sem fyrr sýnt þættinum sóma og velvild. Fyrir nokkru sendi hann mér bréf sem er svo vandað og efnismikið, að ég tek þann kost að birta það orðrétt með þökkum: "Í nýlegum pistli þínum sá ég að þú hrósar fréttamanni nokkrum fyrir orðalagið "spurn eftir einhverju", sem hann notaði í stað "eftirspurn eftir einhverju". Meira
17. maí 1997 | Fastir þættir | 1275 orð | ókeypis

Messur á hvítasunnu

Messur á hvítasunnuGuðspjall dagsins: Hver sem elskar mig. (Jóh. 14.) »ÁSKIRKJA: Hvítasunnudag: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Ingibjörg Marteinsdóttir syngur einsöng. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Hvítasunnudag: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 árdegis. Meira
17. maí 1997 | Í dag | 95 orð | ókeypis

SEXTUGUR sænskur karlmaður vill skrifast á

SEXTUGUR sænskur karlmaður vill skrifast á við konur: Bengt Steggo, Konghällagatan 96, S-442 38 Kungälv, Sweden. LETTNESKUR 48 ára heimilisfaðir, eftirlitsmaður hjá sjávarumhverfisstofnun landsins, með áhuga á sögu, tónlist og matargerð, en hann var um tíma yfirmatsveinn á skipum: Edgars Andersons, P.O. Meira
17. maí 1997 | Fastir þættir | 696 orð | ókeypis

Spurning:

Spurning: Ég nota hormónaplástur, er meiri hætta á að fá krabbamein ef maður notar hann? Svar: Ekki er til einfalt svar við þessari spurningu. Hormónameðferð til að draga úr óþægindum við tíðahvörf, eða á breytingaskeiði eins og það er oft kallað, hefur verið til í mörg ár en hefur farið mjög vaxandi á allra síðustu árum. Meira
17. maí 1997 | Dagbók | 306 orð | ókeypis

Spurt er...

1 Enn einu sinni varð Knattspyrnufélag Reykjavíkur Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu og enn einu sinni var liðinu spáð meistaratitli í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Íslandsmeistaratitillinn er orðinn langþráður í vesturbænum. Hvenær varð KR síðast Íslandsmeistari í knattspyrnu karla? 2 Samkomulag tókst í vikunni milli Atlantshafabandalagsins (NATO) og Rússa um stækkun bandalagsins. Meira
17. maí 1997 | Fastir þættir | 335 orð | ókeypis

Styrkleikaskipting það sem koma skal

SKIPTING í styrkleikaflokka samkvæmt nýrri samþykkt var reynd í fyrsta skipti á íþróttamótunum um síðustu helgi. Ekki verður annað sagt en þessi frumraun hafi tekist með miklum ágætum þótt ekki sé hægt að greina aukna þátttöku af þessum sökum svona í fyrstu atrennu. Eftir reynslu helgarinnar virðist þetta það sem koma skal. Meira
17. maí 1997 | Fastir þættir | 631 orð | ókeypis

ÚrslitAndvari á Kjóavöllum

Opinn flokkur ­ Fjórgangur Guðmundur Jónsson á Kiljan46,31 María Dóra Þórarinsdóttir á Gjafari44,55 Friðdóra Friðriksdóttir á Farsæli42,53 Axel Geirsson á Eðal46,31 Elfa Dröfn Jónsdóttir á Erli42,78 Tölt Guðmundur Jónsson á Kiljan70,8 Friðdóra Friðriksdóttir á Farsæli81,2 Þór F. Meira
17. maí 1997 | Í dag | 590 orð | ókeypis

Útskrift úrGaggó Aust Útskriftarnemendur úr Gagnfræðask

Útskriftarnemendur úr Gagnfræðaskóla Austurbæjar árið 1967 og landsprófsnemendur árið 1966. Ákveðið hefur verið að hóa saman þessum árgöngum úr Gaggó Aust þar sem 30 ár eru liðin frá því að nemendur útskrifuðust. Þessi hópur hittist á 20 ára afmælinu í Hollywood sáluga með frábærri mætingu. Nú er ákveðið að hittast laugardaginn 24. maí í Ásbyrgi á Hótel Íslandi. Meira
17. maí 1997 | Fastir þættir | 1217 orð | ókeypis

Vínmenning á undanhaldi á Spáni? Hingað til hefur áfengissýkin helst þótt tilheyra norður-evrópska kynstofninum. Þorri

GETUR verið að vínmenningin sé á undanhaldi á Spáni með nýjum norður- evrópskum siðum? Norðurlandabúar hafa oft öfundað Suður-Evrópuþjóðir af frjálsræði og menningarlegum drykkjusiðum. Spánn sem áður var talinn öðruvísi hefur nálgast vesturevrópska siði æ meir við Evrópuþróunina. Meira

Íþróttir

17. maí 1997 | Íþróttir | 145 orð | ókeypis

Áfram á sigurbraut?

ÞORBJÖRN Jensson landsliðsþjálfari hefur tvisvar sinnum glímt við Japan og í bæði skiptin farið með sigur af hólmi. Sem leikmaður var hann í sigurliði gegn þeim á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984, 21:17. Í hinum leiknum var Þorbjörn þjálfari en Ísland sigraði á æfingamóti í Kumamoto. Þá vann Ísland með 11 marka mun, 28:17. Meira
17. maí 1997 | Íþróttir | 333 orð | ókeypis

DEAN Martin,

DEAN Martin, enski knattspyrnumaðurinn sem leikið hefur með KA síðustu sumur, verður að öllum líkindum með félaginu í sumar. Hann verður altjént ekki með Stjörnunni, eins og forráðamenn Garðarbæjarliðsins höfðu gert sér vonir um. Martin tilkynnti þeim það í gær. Meira
17. maí 1997 | Íþróttir | 68 orð | ókeypis

Eiga erfitt með svefn ÞRÁTT fyrir að ísl

ÞRÁTT fyrir að íslensku leikmennirnir hafi verið hér í Kumamoto síðan á þriðjudaginn, eiga margir leikmenn erfitt með svefn ­ eru ekki búnir að jafna sig á níu tíma mismun á Íslandi og hér í Kumamoto. "Við vöknum oft á næturnar og þá tekur tíma að festa svefn aftur. Ég vona að við verðum búnir að jafna okkur á þessu um helgina," sagði Patrekur Jóhannesson. Meira
17. maí 1997 | Íþróttir | 237 orð | ókeypis

Glæsimark Klinsmanns

J¨urgen Klinsmann sýndi hvers hann er megnugur í gærkvöldi er hann skoraði glæsilegt mark fyrir Bayern M¨unchen í 3:0 sigri liðsins í heimsókn til liðsmanna Hansa Rostock. Þetta gerði hann aðeins örfáum stundum eftir að tilkynnt var að hann ætlaði að leika með Sampdoria á Ítalíu næsta vetur. Meira
17. maí 1997 | Íþróttir | 162 orð | ókeypis

Hafa þyngst um sjö kg ALLIR leikmenn Ja

ALLIR leikmenn Japans hafa þyngst um sex til sjö kg síðan sænski þjálfarinn Olle Olsson tók við landsliði Japans fyrir einu og hálfu ári. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, segir að það sé greinilegt að Olle hafi lagt mikla áherslu á að styrkja leikmenn sína ­ að þeir æfi meira líkamlegan styrk en áður. "Olle hefur sagt mér hvernig hann hefur hagað undirbúningi liðsins síðasta ár. Meira
17. maí 1997 | Íþróttir | 52 orð | ókeypis

Hiti og raki HITINN í Kumamoto er vel yfi

HITINN í Kumamoto er vel yfir tuttugu stig, sem er notalegt, en það sem er ónotalegt er rakinn sem er mjög mikill. Íslensku leikmennirnir segjast drekka mikið af vökva og það hefur mátt sjá á æfingum liðsins, þar sem leikmenn gefa sér reglulega góðan tíma til að teyga úr vatnsflöskum. Meira
17. maí 1997 | Íþróttir | 124 orð | ókeypis

Ingimundur frá í 6 mánuði? ALLT eins g

ALLT eins gæti farið svo að Ingimundur Helgason, handknattleiksmaður með Aftureldingu, leiki ekki með félaginu fyrr en undir næstu áramót. Hann fór í aðgerð á hægri öxl í byrjun vikunnar og kom þá í ljós að liðskálin sem axlarliðurinn hvílir í var brotin á tveimur stöðum og þurfti að negla brotin saman. Voru þessi meiðsli verri en talið var. Meira
17. maí 1997 | Íþróttir | 122 orð | ókeypis

Kjartan alltaf á vaktinni

Rögnvald og Stefán voru sammála því að Kjartan Steinbeck hafi staðið sig stórkostlega sem formaður dómaranefndar IHF. "Það má segja að hann hafi verið á ferðinni allan sólarhringinn til að undirbúa og vinna að málum dómara. Kjartan hefur unnið mjög gott starf og er vel liðinn af öllum. Meira
17. maí 1997 | Íþróttir | 130 orð | ókeypis

Klinsmann á leið til Sampdoria

J¨URGEN Klinsmann, knattspyrnumaður hjá Bayern M¨unchen og fyrirliði þýska landsliðsins, leikur með Sampdoria á Ítalíu næsta keppnistímabil. Klinsmann hafði tilkynnt að hann færi frá Bayern eftir yfirstandandi leiktíð, en mikil leynd hvíldi yfir því hver áfangastaðurinn yrði. Meira
17. maí 1997 | Íþróttir | 43 orð | ókeypis

Króatar dæma leik Íslands ÞAÐ verður króa

ÞAÐ verður króatíska dómaraparið Mladinic og Vujnovic sem dæmir upphafsleik Japans og Íslands. Þeir félagar eru að dæma á HM í fyrsta skipti. Það verða einnig nýliðar sem dæma leik Íslands og Alsírs í fyrramálið ­ Austurríkismennirnir Wille og Vorderleitner. Meira
17. maí 1997 | Íþróttir | 53 orð | ókeypis

Leikir gegn Japönum Eftirtaldir leik

Eftirtaldir leikmenn íslenskalandsliðsins sem nú keppir áheimsmeistaramótinu í Kumamoto hafa leikið áður leikiðgegn Japönum. Fyrst er þaðleikjafjöldi, þá sigur, jafntefli,tap og loks markafjöldi. Meira
17. maí 1997 | Íþróttir | 439 orð | ókeypis

Mikið álag á mínum mönnum

OLLE Olsson, þjálfari Japans, sagði Þorbirni Jenssyni, landsliðsþjálfara Íslands, að það myndi ekki hjálpa sínum leikmönnum að leika á heimavelli á HM. "Olle sagði, að þeir væru ekki vanir sterkum heimavelli eins og aðrar þjóðir og hann vissi ekki hvaða áhrif það hefði á sína menn að leika fyrir framan tíu þúsund áhorfendur," sagði Þorbjörn og bætti við: "Ég tek ekki mark á orðum hans, Meira
17. maí 1997 | Íþróttir | 52 orð | ókeypis

Noregur sigraði LitháenNOKKRIR

NOKKRIR æfingaleikir hafa farið fram í Kumamoto síðustu daga. Norðmenn lögðu Litháa að velli 24:21. Litháar leika með Íslendingum í riðli og sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari að Litháar væru með stóra og þunga leikmenn. Ungverjar unnu Frakka 24:21 og Ítali 24:17. Svíar gerðu jafntefli við Alsír 20:20 en unnu Egypta 26:23. Meira
17. maí 1997 | Íþróttir | 564 orð | ókeypis

Nýstárleg torfærujeppasmíði

Ég held að þessi smíði eigi eftir að vekja athygli út um allan heim í gegnum torfæru-sjónvarpsþættina, sem sýndir eru á sýningarneti Fox Sports International á vegum FLÍA. Dodge Ram torfærujeppinn ­ Hrúturinn eins og við köllum hann ­ verður mjög öflugur og ég er staðráðinn í að slást um toppsætin, Meira
17. maí 1997 | Íþróttir | 244 orð | ókeypis

Ólympíudraumur

Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson, bestu handknattleiksdómarar undanfarinnar ára hér á landi að mati leikmanna og forráðamanna 1. deildar karla, hafa alltaf átt sér þann draum að dæma á Ólympíuleikum. Meira
17. maí 1997 | Íþróttir | 542 orð | ókeypis

Rússar og Spánverjar sigurstranglegastir

FLESTIR sem tengjast heimsmeistarakeppninni í handknattleik veðja á sterk lið Rússa og Spánverja ­ að önnur hvor þjóðin verði fyrst til að fagna heimsmeistaratitli fyrir utan Evrópu, en keppnin hér í Kumamoto er sú fyrsta sem fer fram utan Evrópu. Fjórtánda heimsmeistarakeppnin verður sett í Dome-höllinni í Kumamoto í dag og leika heimamenn og Íslendingar upphafsleikinn. Meira
17. maí 1997 | Íþróttir | 458 orð | ókeypis

"Stoltur af Rögnvald og Stefáni"

"ÉG SEM formaður dómaranefndar Alþjóða handknattleikssambandsins get ekki annað en verið stoltur af dómurum okkar, Rögnvald Erlingssyni og Stefáni Arnaldssyni, þeir komu best út úr þolprófi og mjólkursýruprófi ásamt dómaraparinu frá Austurríki," sagði Kjartan Steinbeck, formaður dómaranefndar IHF, sem er einn af þremur æðstu mönnum í sambandi við HM. Meira
17. maí 1997 | Íþróttir | 255 orð | ókeypis

Tekst Houston að brjóta hefð?

Seattle tókst að kría út einn leik til viðbótar í einvígi sínu við Houston í undanúrslitum vesturdeildar NBA með því að leggja gestgjafa sína með þriggja stiga mun í fyrrinótt, 99:96. Takist leikmönnum Seattle að vinna sjöunda leikinn næstu nótt að íslenskum tíma verða þeir sjötta liðið í sögu úrslitakeppni NBA sem tekst að sigra í einvígi eftir að hafa lent undir, 1:3. Meira
17. maí 1997 | Íþróttir | 99 orð | ókeypis

UM HELGINAKnattspyrna Mánudagur:

Blak Laugardagur: Unglingalandsleikur pilta: Austurberg:Ísland - Svíþjóð10 Landsleikur: Digranes:Ísland - Svíþjóð16 Frjálsíþróttir Meira
17. maí 1997 | Íþróttir | 288 orð | ókeypis

Vinir munu berjast ÞEGAR Ísland leikur ge

ÞEGAR Ísland leikur gegn Alsír muna vinir berjast inni á vellinum ­ Geir Sveinsson og Rabah Gherbi (nr. 11), sem léku saman hjá Montpellier í Frakklandi. "Ég þekki Gherbi mjög vel og höfum við bundist sterkum vináttuböndum," sagði Geir Sveinsson. "Gherbi er ágætis leikmaður, er hægrihandarskytta og sá leikmaður sem stjórnar mjög hreyfanlegri vörn Alsírs. Meira
17. maí 1997 | Íþróttir | 325 orð | ókeypis

Þriðja ferðin til Japans

ÍSLENSKA landsliðið er nú þriðja sinni í Japan, fyrst fór það til Japans 1988 og lék fjóra leiki, síðan tók það þátt í móti í Kumamoto í fyrra og nú er liðið komið hingað til að taka þátt í heimsmeistarakeppninni. Tveir leikmenn liðsins hafa farið í allar þessar ferðir ­ Júlíus Jónasson og Guðmundur Hrafnkelsson, sem á myndinni hér til hliðar, úti á götu í Kumamoto. Meira

Sunnudagsblað

17. maí 1997 | Sunnudagsblað | 299 orð | ókeypis

OG & töfra- sveitin

RAGNHILDAR Gísladóttur hefur víða verið getið í breskum fjölmiðlum undanfarnar vikur og þá jafnan kölluð Ragga, leiðtogi Tha Jack Magic Orchestra, sem hún skipar ásamt Jakobi Magnússyni og breska tónlistarmanninum Mark Stephen Davis. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, samnefnd henni, kemur út í næsta mánuði, en fyrir skemmstu kom út sértsök forútgáfa plötunnar. Meira
17. maí 1997 | Sunnudagsblað | 466 orð | ókeypis

STónlist djöfulsins VARLA hefur það farið framh

VARLA hefur það farið framhjá nokkrum manni að bandaríska rappsveitin Fugees er væntanleg hingað til lands í næstu viku til tónleikhalds í Laugardalshöllinni. Fáar sveitir hafa náð annarri eins hylli hér á landi og Fugees, því síðasta breiðskífa sveitarinnar hefur selst í vel á sjöunda þúsund eintaka og ekkert lát á vinsældunum. Meira
17. maí 1997 | Sunnudagsblað | 312 orð | ókeypis

Tilrauna tónlist

VÍNYLÚTGÁFA er með blóma, fyrir skemmstu komu út þrjár tólftommur að segja á sama tíma. Eins af þeim var fyrsta skífa Komodo Draghon. Komodo Draghon er Þórarinn Egill Þórarinsson, sem semur lögin, leikur á öll hljoðfæri og tekur upp, en á skífunni, sem er 12" eru þrjú lög. Þórarinn segist hafa byrjað að spila á píanó fjögurra ára gamall og fengist við tónlist síðan. Meira
17. maí 1997 | Sunnudagsblað | 237 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Óskað er eftir sjálfstætt hugsandi og framtakssömum einstaklingum alls staðar af landinu til þess að starfa fyrir alþjóðlegt símafyrirtæki. Húshald í Kaupmannahöfn Barngóð manneskja óskast til að annast húshald hjá 4ra manna íslenskri fjölskyldu (tvö börn) í Kaupmannahöfn frá byrjun ágúst í ár eða lengur. Laun skv. samkomulagi. Meira
17. maí 1997 | Sunnudagsblað | 77 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

ANNA Halldórsdóttir vakti mikla athygli fyrir breiðskífu sína Villtir morgnar sem kom út fyrir síðustu jól. Hún hefur haldið áfram að semja og pæla og næstkomandi fimmtudag hyggur hún á tónleika í Loftkastalanum. Meira

Úr verinu

17. maí 1997 | Úr verinu | 373 orð | ókeypis

Haugabræla og lítil veiði

HUMARVEIÐAR hófust á miðnætti í gær. Veiði var fremur dræm fyrsta hálfa sólarhringinn en bræla hamlaði að mestu veiðum á suðvestursvæðinu og flestir bátar í höfn. Leiðindaveður var einnig á miðunum á suðaustursvæðinu og því segja skipstjórar þessa byrjun ekki gefa rétta mynd af framhaldi vertíðarinnar. Alls hafa 60 skip humarkvóta en alls má veiða 1.500 tonn á þessari vertíð. Meira
17. maí 1997 | Úr verinu | 320 orð | ókeypis

Vísbendingar um skárri veiði

ÍSLENSKI nótaskipaflotinn er þessa stundina á síldveiðum innan færeysku lögsögunnar en veiði er ennþá fremur treg, þó einstaka skip nái þokkalegum köstum. Ákjósanlegt veður hefur verið til nótaveiða undanfarna daga og eru sjómenn enn bjartsýnir á að veiði fari að glæðast. Meira

Lesbók

17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 308 orð | ókeypis

19. tölublað ­ 72. árgangur Efni

Samgöngur í Rangárþingi tóku miklum breytingum með Þjórsárbrúnni 1895. Eftir það varð Þjórsártún áfanga- og samkomustaður og flutningur og fólk komst með fjórhjóluðum vögnum þangað og síðan að Ægisíðu, sem varð merkur áfangastaður þar til Eystri-Rangá var brúuð. Næsti áfangastaður varð Eystri-Garðsauki í Hvolhreppi, en einnig Dalsel þar til Markarfljót var brúað. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 384 orð | ókeypis

Afmælistónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju

MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju á 15 ára afmæli um þessar mundir og í tilefni þess og komu hins nýja orgelhljómborðs kirkjunnar hefur hann undirbúið veglega efnisskrá með fjölbreyttum samtímatónverkum frá fimm löndum sem hann mun flytja á tónleikum í Hallgrímskirkju annan í hvítasunnu. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 3056 orð | ókeypis

BÍLARNIR KOMU Á UNDAN VEGUNUM

ÞAÐ VAR stór stund í sögu sunnlenskra byggða þegar eldri brúin á Þjórsá var vígð og opnuð til umferðar þann 28. júlí 1895. Vígsludagurinn rann upp sólbjartur og fagur, en úrkoma Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 3459 orð | ókeypis

BRÉF TIL SONAR HVERSVEGNA ÆTTI ÉG AÐ FINNA LÍFI MÍNU TILGANG? Ef maður er huglaus, þá er hann ábyrgur fyrir hugleysi sínu. Hann

MAÐURINN er eina lífveran sem getur sagt nei, talað um það sem ekki er og skilgreint það svar. En hann er smár gagnvart óendanleika himinsins. Samt finnst eflaust mörgum manninum að sólarlagið og náttúrufegurð sú er dagar lífs hans færa honum, sé órjúfanlegur hluti lífs hans... Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 260 orð | ókeypis

Dagskrá Kirkjulistarhátíðar 1997

18. maí kl. 11.00 Hátíðarmessa á hvítasunnudag Setning Kirkjulistahátíðar 1997. Nýtt hljómborð, ný tónlist18. maí kl. 12.15 Opnun myndlistarsýningar í Hallgrímskirkju Hugmyndir að nýjum myndverkum í níu nýjar kirkjur í Reykjavíkurprófastsdæmum ásamt skýringum myndlistarmanna og arkitekta Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 116 orð | ókeypis

DRAUMUR HINS DJARFA MANNS

Án miskunnar breytist bíltúrinn í brottför. Án miskunnar bíður karlalaus veröld kvennanna heima. Án miskunnar klýfur kinnungur skipsins spegilsléttan flötinn. Án miskunnar sundra sárbeittir hnífar mannanna fullkomnum líkömum fiskanna. Án miskunnar fljúgast slorsæknir fuglar á, í kjölfarinu. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 577 orð | ókeypis

Eintöl sálarinnar

ÞEIR sögðu í Peking að Tunglskinseyjan minnti á hina hefðbundnu kínversku óperu. Tónskáldið segir form hennar eiga rætur í gríska harmleiknum. Það má segja að hún sé framúrstefnuverk, en þó vísar hún aftur fyrir sig, í trúarlega tónlist, ættaða úr kaþólsku um leið og hún ber í sér þann kyrrláta þokka sem hugleiðslutónlist hefur. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 136 orð | ókeypis

Geysir, plata mánaðarins í Þýskalandi

Í JÚNÍHEFTI þýska tímaritsins Fono Forumer geislaplata með verkum Jóns Leifs kynnt sem "Stjarna mánaðarins". Hér er um að ræða "Geysi", fjórðu plötuna í heildarútgáfu sænska útgáfufyrirtækisins BIS á verkum Jóns Leifs. Á plötunni leikur Sinfóníuhljómsveit Íslans undir stjórn Osmo Vänskä. Tímaritið Fono Forum kemur út mánaðarlega og fjallar eingöngu um sígilda tónlist. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 55 orð | ókeypis

GOTT VÆRI

Jökulbungan hvít bræðir gull sólarlagsins svo það freyðir niður hlíðarnar í síbreytilegum litbrigðum. Gott væri að deyja eins og draumur um rismál og vakna inn í jökulinn. MEÐ OKKUR Með okkur voru jafnan hljóðleikar. Orð voru ekki nógu dýr að tjá allt sem okkur fór í millum. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 441 orð | ókeypis

"Hefur breyst úr sýningarsal í raunverulegt listasafn"

MIG er farið að gruna hvað er í vændum," sagði Gunnar Kvaran þegar blaðamaður talaði við hann um síðustu sýninguna sem hann setur upp á Kjarvalsstöðum áður en hann hættir þar störfum og heldur til Björgvinjar þar sem hann mun stýra listasafni borgarinnar. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 594 orð | ókeypis

HUGMYNDAAUÐGI OG VANDAÐ HANDBRAGÐ

DANSKI gullsmiðurinn Jan Lohman setur upp sýninguna í Norræna húsinu ásamt Ófeigi Björnssyni gullsmið. Jan Lohman og norski gullsmiðurinn Konrad Mehus eru hugmyndasmiðir sýningarinnar. Lise Funder listfræðingur frá Danmörku hefur annast skipulagningu sýningarinnar og er sýningarstjóri. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 462 orð | ókeypis

Íslenski dansflokkurinn fær Evrópusambandsstyrk

EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur veitt Íslenska dansflokknum fjögurra milljóna króna styrk vegna uppfærslunnar Ein og La Cabina 26eftir Jochen Ulrich sem frumsýnd var í Borgarleikhúsinu 14. febrúar sl. Evrópusambandið veitir dansflokknum þessa viðurkenningu í gegnum Kaleidoscope-áætlunina. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2070 orð | ókeypis

KALDLYNDI

Saxi læknir KALDUR, kúl, segja töffarar um þann sem veigrar sér ekki við ofbeldi. Glæpaklíkan lýtur eigin siðferði og þar kemur fjölhæfni venjulegs manns sér illa. Með orðinu, kaldur er hér átt við meðfædda geðdeyfð, eiginleika sem skapar manni skilyrði til að lifa öfgafyllra líferni en hann annars myndi ásælast. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1149 orð | ókeypis

KIRKJU BYGGINGA LIST

ÍTILEFNI af Kirkjulistahátíð sem hefst á morgun í Hallgrímskirkju voru níu listamenn fengnir til að gera tillögur að nýjum myndverkum í níu nýjar kirkjur í Reykjavíkurprófastsdæmum. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 297 orð | ókeypis

Kveðið um draumsýn

ÞRÍR norskir flytjendur koma fram á tónleikum í Hallgrímskirkju á morgun kl. 18; Halvor Håkanes, söngvari, Kåre Nordstoga, orgel, og Per Sæmund Bjørkum. Flutt verða tvö verk, Prelúdía í e-moll eftir Nicolaus Bruhns og Draumkvæðið sem er gamalt norskt leiðslukvæði sem skráð var á síðustu öld en það hefur Nordstoga útsett fyrir kvæðamann, fiðlu og orgel. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 110 orð | ókeypis

KVEÐJUSTUND

Þú horfðir á mig særðum augum. "Hittumst við þá ekki aftur," sagðir þú, undrandi. "Þannig er lífið," ansaði ég kæruleysislega. En sál mín grét. Ekki á eftir þér. Ekki þín vegna. Heldur vegna þeirrar beiskju sem sem vanmáttur til ástar og væntumþykju skapar. Ég sneri við þér baki og hvarf sjónum þínum að eilífu. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 947 orð | ókeypis

KVIKMYNDAFÁR Í FIMMTÍU ÁR

DAGINN sem fyrsta kvikmyndahátíðin í Cannes í Frakklandi hófst, þann 1. september árið 1939, braust seinni heimstyrjöldin út. Strandbærinn Cannes, sem þekktur var fyrir spilavíti sín, hafði orðið fyrir valinu því þar var sólríkt og landslagið fallegt en franska stjórnin hafði ákveðið að setja kvikmyndahátíðina á fót sem svar við Feneyjahátíðinni, Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 200 orð | ókeypis

Kvikmyndagerðarmenn stefna rithöfundum

FJÓRIR íslenskir kvikmyndagerðarmenn og handritshöfundar hafa stefnt Rithöfundasambandi Íslands og krefjast þess að reglur sem sambandið samþykkti á aðalfundi 1995 um ráðstöfun greiðslna úr Innheimtumiðstöð gjalda verði dæmdar ólögmætar. Ástæðan er sú að fé sem þeir telja að sér beri rennur til annarra. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1694 orð | ókeypis

MIKILVÆGT AÐ SINNA NORRÆNNI SAMVINNU

NILS Gunnar Nilsson er íslandsvinur sem sótt hefur landið margoft heim. Hann kom hingað fyrst á háskólaárum sínum snemma á sjöunda áratugnum og þá skrifaði hann greinar héðan fyrir Kvällsposten sem út kemur í Malmö. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 70 orð | ókeypis

MORÐINGI

Í dauðans angist heyrði ég hvíslað í eyra mér: "Þú ert svívirðilegur morðingi - morðingi! Þú hefur drepið góðan dreng þú drapst þinn innri mann"! Ég varð skelfingu lostinn, en er ég kannaði málið komst ég að raun um, að þetta var rétt ég var hættur að hugsa eins og saklaust barn. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 473 orð | ókeypis

MYNDLIST Þjóðminjasafn Íslands S

Þjóðminjasafn Íslands Sýningin Kirkja og kirkjuskrúð, miðaldakirkjan í Noregi og á Íslandi. Listasafn Íslands Verk í eigu safnsins til sýnis út maí. Ásmundarsafn ­ Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar Listasafn ASÍ ­ Ásmundarsalur, Freyjugötu 41 Sigurjón Jóhannsson sýnir til 25. maí. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 432 orð | ókeypis

NATRÓN, PÉTUR OG STEINOLÍA

Natrón er samband natríums og annars efnis eins og orðabókarskýringin hljóðar. En þeir sem á annað borð þekkja natrón vita að það er einkum notað í bakstur til þess að deig verði létt og loftkennt. Það var líka húsráð að setja ögn af natróni í vatnsglas og teyga í botn ef menn borðuðu yfir sig og fengu súrar gusur í kokið frá uppreisnargjörnum maga. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 913 orð | ókeypis

NÝSKÖPUN FYRIR KIRKJUR

FORRÁÐAMENN Kirkjulistarhátíðar hafa dottið niður á góða hugmynd og merka nýjung sem á eftir að setja svip á sumar kirkjur Reykjavíkurprófastsdæmis. Þeir hafa fengið þekkta listamenn til að vinna að hugmyndum og útfæra myndir, Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 225 orð | ókeypis

SÁLMUR BÓKASAFNARANS

Frá barnæsku var ég bókaormur, og bækurnar þekkja sína. Það reynist mér bezt, sé regn og stormur, að rýna í doðranta mína. Og þegar ég frétti um fágætan pésa, þá fer um mig kitlandi ylur. Að eigin bækur sé bezt að lesa er boðorð, ­ sem hjartað skilur. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 346 orð | ókeypis

Selfyssingar með áhugaleiksýningu ársins

LEIKFÉLAG Selfoss hefur verið valið til að sýna í Þjóðleikhúsinu Smáborgarabrúðkaup eftir Bertolt Brecht, í leikstjórn Viðars Eggertssonar. Sýningin verður á stóra sviðinu 25. maí. Áhugaleiksýning ársins 1997 Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 527 orð | ókeypis

STÓRA STÖKKIÐ MILLI ALDA

ÍNORRÆNA húsinu eru um þessar mundir sýnd líkön af Svíþjóðarbátum sem komu til Íslands fyrir hálfri öld. Einnig eru sýnd líkön af eldri og yngri skipum og ljósmyndir. Líkönin gerði Grímur Karlsson skipstjóri í Njarðvík, en hann á mikið safn af skipslíkönum sem hann hefur gert. Grímur var spurður um þetta áhugamál sitt. Hann sagði að það væri eldgamalt. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 307 orð | ókeypis

Til að syngja yfir pylsu og bjór

NÆSTSÍÐUSTU tónleikar Schubert­ hátíðarinnar í Garðabæ verða haldnir í dag, laugardag, kl. 17. Þar munu söngvararnir Signý Sæmundsdóttir, sópran, og Jón Þorsteinsson, tenór, flytja sönglög eftir Franz Schubert. Við hljóðfærið er Gerrit Schuil sem jafnframt er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Tónleikarnir eru haldnir í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 701 orð | ókeypis

Tvö íslensk verk frumflutt

KIRKJULISTAHÁTÍÐ verður sett í Hallgrímskirkju á morgun með hátíðarmessu sem hefst kl. 11. Séra Karl Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Ragnari Fjalari Lárussyni. Mótettukór Hallgrímskirkju, stjórnandi og organisti Hörður Áskelsson, Hannfried Lucke og Douglas A. Brotchie leika á orgel með kórnum. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 100 orð | ókeypis

TVÖ SMÁBLÓM

Verma geislar á vori viðkvæm er jurt og smá, litfögur blómin blá. Leikur svo létt í spori, ljómandi af vorsins þrá ungmey með bjarta brá. Lindin þar ljúfan hjalar ljómar ársólin heit. Búsmali er á beit. Allt af unaði talar yndis í gróðurreit. Lífsins gullvæga leit. Ungmey með léttri lundu leitaði blómum að. Hoppaði stað úr stað. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 984 orð | ókeypis

TÆKNI TIL AÐ SKAPA MANN

ÞEKKINGU á erfðaefni mannsins hefur fleygt fram á síðustu árum. Sú þekking hefur gert menn læsa á þær upplýsingar sem felast í litningum okkar. Sumar þessara upplýsinga varða orsakir erfðasjúkdóma og miklar vonir eru bundnar við að takast muni að lækna þá í auknum mæli á komandi árum. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1088 orð | ókeypis

ÚT ÚR SKÁPNUM MEÐ TCHAIKOVSKY

Pjotr Ilyich Tchaikovsky: Píanókonsertar nr. 2, op. 44 og nr. 3, op. 75. Einleikari: Peter Donohoe. Hljómsveitarstjóri: Rudolf Barshai. Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveitin í Bournemouth. Útgáfa: EMI CDC 7 49940 2 (63:13 mín.). Verð: kr. 1.899 ­ Skífan. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 329 orð | ókeypis

Þegar ég skrifaði Tunglskinseyjuna

VIÐ Atli höfðum talað saman um verkið. Þetta átti að verða íhugunarverk, millistig leikhúss og kammertónleika. Fáar persónur. Sögumaður. Þegar ég svo skrifaði Tunglskinseyjuna árið 1995 rifjaði ég upp ýmislegt sem ég var að rannsaka og hugsa um í sambandi við landnám og kom við sögu í bókunum Ljóð námu land og Ljóð námu menn. Meira
17. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1093 orð | ókeypis

ÖLL ÞESSI ÞRÁ Á JÖRÐU ­ OG ALLT ÞETTA LJÓS Á HIMNI Tunglskinseyjan, kammerópera Atla Heimis Sveinssonar sem sýnd var í Peking á

ÁSVIÐINU eru þrjú lönd. Og þar eru átök; valdabarátta og styrjöld. Þar eru höf og siglingar. Ný lönd og gömul lönd; fjöll og dalir, gróður og dýralíf - og eyjar. Umfram allt eyjar. Á sviðinu eru þrjár persónur, Kalman, Auður og Unnur, og einn sögumaður. Meira
[ ]

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.