Greinar miðvikudaginn 25. júní 1997

Forsíða

25. júní 1997 | Forsíða | 94 orð

Jospin fær það óþvegið

LIONEL Jospin, forsætisráðherra sósíalistastjórnarinnar í Frakklandi, fékk það óþvegið í gær þegar nokkur hundruð manna söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið til að mótmæla áætlunum hans um að hætta að greiða barnabætur til fjölskyldna í efri tekjuþrepunum. Meira
25. júní 1997 | Forsíða | 95 orð

Netanyahu heldur velli

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hélt velli er þingið gekk til atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hann síðdegis í gær. Netanyahu var þreytulegur við upphaf þingfundar í gær. Eftir rúmlega sex klukkustunda átakafund hlaut forsætisráðherrann 55 atkvæði gegn 50. Meira
25. júní 1997 | Forsíða | 76 orð

Reuter

VÖRÐUR í Southby's uppboðsfyrirtækinu í London virðir fyrir sér vatnslitamynd eftir hollenska málarann Vincent Van Gogh. Myndin seldist á uppboði í gær fyrir sem svarar tæplega níu hundruð milljónum íslenskra króna og er það hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir nútímamálverk í Evrópu síðan 1990. Myndin, Uppskera í Provence, hafði ekki sést opinberlega í hálfa öld. Meira
25. júní 1997 | Forsíða | 102 orð

Reynt að róa Eystrasaltsríki

RONALD Asmus, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi í gær við litháíska stjórnarerindreka um sáttmála sem bandarísk stjórnvöld vonast til að sætti stjórnvöld Eystrasaltsríkjanna við að fá ekki aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) í fyrstu atrennu. Meira
25. júní 1997 | Forsíða | 253 orð

Sambandssinnar taka vel í tillögur Blairs

LEIÐTOGAR helsta flokks sambandssinna á Norður-Írlandi gáfu í skyn í gær að þeir myndu geta samþykkt nýjar tillögur sem koma eiga friðarviðræðum í landinu á skrið. Tillögunum er ætlað að gera Írska lýðveldishernum (IRA) kleift að boða vopnahlé og stjórnmálaarmi hans, Sinn Fein, mögulegt að taka þátt í viðræðum allra flokka um framtíð Norður-Írlands. Meira
25. júní 1997 | Forsíða | 138 orð

Send verði afgerandi skilaboð

ÞÝSKALAND, Suður-Afríka, Brasilía og Singapore hófu á mánudaginn sameiginlegt átak til þess að sigrast á pólitískum ágreiningi milli ríkja á norður- og suðurhveli um gróðurhúsaáhrif og orkuáætlanir, og um samtök umhverfisstofnana Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Meira
25. júní 1997 | Forsíða | 257 orð

Stjórnin geri umbætur á eigin spýtur

ANATÓLÍ Tsjúbaís, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, fékk sig í gær fullsaddan af tilraunum stjórnarinnar við að fá neðri deild þingsins, Dúmuna, til að samþykkja efnahagsumbætur, og lýsti því yfir að stjórnin yrði að koma umbótunum í kring upp á eigin spýtur. Meira

Fréttir

25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 191 orð

30 manns við vinnu og hráefni tryggt

STARFSEMI er komin í fullan gang í frystihúsinu sem var áður í eigu Fáfnis hf. á Þingeyri en vinnsla hefur legið þar niðri frá því á síðasta ári. Í gærmorgun hófst þar fiskvinnsla á vegum hins nýja fyrirtækis Rauðsíðu ehf. Fyrsti farmurinn barst á sunnudag þegar landað var 500 tonnum af rússafiski. "Nógan fisk að hafa" Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 442 orð

Afföll plantna lengi að koma fram

SÍÐASTLIÐIÐ haust var kannað ástand gróðursetningar frá 1991 og 1992 á níu landgræðsluskógarsvæðum víða um land. Um 3.600 plöntur hafa verið undir reglulegu eftirliti frá gróðursetningu og rannsóknir sýndu að rúmlega 60% plantnanna voru enn lifandi haustið 1996 sem er allmikil rýrnun frá haustinu 1993 þegar yfir 80% plantnanna voru lifandi. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Akstur safnarútunnar hefst á ný

AKSTUR Safnarútunnar í Reykjavík hefst að nýju í dag, miðvikudaginn 25. júní, og stendur út ágústmánuð. Eins og í fyrra mun rútan aka á milli menningarstofnana en viðkomustaðir eru: Árbæjarsafn, Hallgrímskirkja, Kjarvalsstaðir, Landsbókasafn Íslands, Listasafn Íslands, Listasafn Sigurjón Ólafssonar, Náttúrufræðistofnun Íslands, Norræna húsið, safn Ásmundar Sveinssonar, safn Ásgríms Jónssonar, Meira
25. júní 1997 | Erlendar fréttir | 936 orð

Aukin bjartsýni á að Kýpurdeilan leysist Töluverðrar bjartsýni gætir um að leið til lausnar á Kýpurdeilunni finnist í viðræðum

DR. KOZAKOU-Marcoullis, sem hefur aðsetur í Stokkhólmi, afhenti forseta Íslands trúnaðarbréf sitt fyrr í mánuðinum. Hún er sendiherra Kýpur á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Hún lætur vel af dvöl sinni á Íslandi í þessari fyrstu heimsókn til landsins. Meira
25. júní 1997 | Erlendar fréttir | 136 orð

Áfrýjun í eiturlyfjamáli í Víetnam

Á þriðjudag hófust málaferli vegna áfrýjunar 19 sakborninga af 22 í stærsta eiturlyfjahneyksli sem komið hefur upp í Víetnam. Af sakborningunum 19 hlutu 8 dauðadóm í undirrétti fyrr á árinu. Mikillar öryggisgæslu var þörf við réttarhöldin í undirrétti, bæði til að hemja æstan almenning og til að hindra samstarfsmenn sakborninganna í að ná sambandi við þá. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 237 orð

Ákæra í stóra hassmálinu

EMBÆTTI ríkissaksóknara gaf í gær út ákæru á hendur fimm manns í tengslum við innflutning um 25 kílóa af hassi, um þriggja kílóa af amfetamíni og um 600 E-taflna. Um að minnsta kosti tvær smyglferðir er að ræða, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 136 orð

Álfhólsvegur lokaður til hausts

FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við endurgerð Álfhólsvegar og Bröttubrekku, frá Laufbrekku suður að Víghólastíg, í Kópavogi. Verkið er unnið í áföngum og mun að mestu leyti verða lokið 1. nóvember nk., en framkvæmdum við Bröttubrekku frá Álfhólsvegi að Laufbrekku lýkur ekki fyrr en 1. júní á næsta ári. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Áætlanir um ofanbyggðaveg verði endurskoðaðar

BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar samþykkti á bæjarstjórnarfundi í gær að áætlanir um framtíðarlegu ofanbyggðavegar verði teknar til gagngerrar endurskoðunar og að leitað verði eftir samstarfi við yfirvöld í Garðabæ, Vegagerðina og Skipulag ríkisins. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 67 orð

Banaslys í Grindavík

44 ÁRA gamall Grindvíkingur lést í vinnuslysi í Grindavík í gærmorgun. Maðurinn var ásamt fleiri mönnum við steypuvinnu í viðbyggingu slökkvistöðvarinnar þegar hann varð undir steypukeri, sem verið var að hífa. Vír sem kerið hékk í slitnaði og féll kerið á manninn. Hann lést samstundis. Starfsmenn Vinnueftirlitsins könnuðu aðstæður á slysstað í gærdag. Meira
25. júní 1997 | Erlendar fréttir | 44 orð

Blóm fyrir elskendur

BLÓMIN á myndinni, sem kallast "kadam", eru í miklum metum í Bangladesh og einkum meðal ungra elskenda. Hafa margir nokkrar tekjur af því að selja þau en þó aðeins í stuttan tíma því að jurtin blómgast aðeins þegar regntíminn er mestur. Meira
25. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Bollar til sýnis á kaffihúsi

SÝNINGIN Koppar og kirnur, opnaði nýlega á Café Karólínu í Listagilinu á Akureyri. Þar sýnir Jenný Valdimarsdóttir verk sín en hún nam leirkerasmíði við Den danske husflidshöjskole í Kerteminde Danmörku á árunum 1989-1991. Jenný hefur áður sýnt verk sín á samsýningum á Íslandi, í Danmörku og Þýskalandi. Meira
25. júní 1997 | Erlendar fréttir | 111 orð

Bond-bíl stolið

SEAN Connery hallar sér hér að bifreið þeirri sem hann ók í hlutverki James Bonds í kvikmyndinni "Goldfinger" árið 1964. Þessum sögulega sportbíl af gerðinni Aston Martin DB5, sem þjónaði sem farkostur 007 í fyrstu myndunum um ævintýri kappans, Meira
25. júní 1997 | Erlendar fréttir | 282 orð

Efnahagur og umhverfi eru óaðskiljanleg

VIRÐA verður réttindi, hagsmuni og skyldu þjóðríkja til að nýta lifandi náttúruauðlindir sínar með sjálfbærum hætti, sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, m.a. í ræðu sinni á Umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York í gær. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 455 orð

Ekki ráðlegt að vera hjá báðum sölusamtökunum

STJÓRN Básafells hf. hefur að tillögu framkvæmdastjóra félagsins samþykkt samhljóða að færa þau viðskipti, sem áður voru hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf., yfir til Íslenskra sjávarafurða hf. Arnar Kristinsson, framkvæmdastjóri Básafells, neitar því alfarið að ÍS hafi boðið betur en SH. Engar viðræður um slíkt hafi farið fram við sölusamtökin. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 842 orð

Eykur skilning milli þjóða

Sokrates er á vegum Evrópusambandsins samskiptaáætlun um menntun. Ein grein þess, Concessus, snýr að skólum og tengir skólastarf í ýmsum löndum. Það styður og veitir möguleika á ýmiskonar samskiptum, m.a. milli skólastjóra og kennara. Einnig með tengdum rannsóknum og þá skilyrði að þrjár þjóðir standi að þeim. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 507 orð

Fargjöld munu lækka

FRÁ og með 1. september munu Strætisvagnar Reykjavíkur taka að sér umsjón og rekstur almenningssamgangna í Mosfellsbæ. Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar bæjarstjóra í Mosfellsbæ mun breytingin hafa í för með sér lækkun á fargjöldum en ekki er gert ráð fyrir breytingum á leiðakerfinu fyrst um sinn. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 233 orð

Fer hærra, hraðar og lengra

BOEING 737-700, ný þota frá Boeing-verksmiðjunum, millilenti á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Þotan var að koma af flugsýningu í París og var á leið til Bandaríkjanna. Hún fær löggildingu í september næstkomandi og verður fyrsta vélin afhent í október. Þotan hefur nýja vængi, nýja hreyfla, nýjan lendingarbúnað og ný stjórntæki. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

Fjögur dauðaslys í umferðinni á árinu

FJÖGUR dauðaslys hafa orðið í umferðinni hér á landi það sem af er árinu eða jafnmörg og fyrstu fimm mánuði ársins 1996. Allt árið í fyrra voru dauðaslys í umferðinni 10. Sigurður Helgason hjá Umferðarráði segir að dauðaslys í umferðinni séu mun færri nú og á síðasta ári en verið hefur undanfarin ár. Hann segir þó að ekki sé alveg að marka tölfræðina því tölurnar séu það lágar. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 231 orð

Fjölbreytt dagskrá í Skaftafelli

Í ÞJÓÐGARÐINUM á Skaftafelli verður í boði fjölbreytt dagskrá dagana 25.­30. júní. Miðvikudaginn 25. júní kl. 14 verður gengið út á varnargarða Skeiðarár. Rætt verður um sögu svæðisins og nýafstaðið hlaup. Gangan tekur 2 klst. Fimmtudaginn 26. júní kl. 14 verður farið í gönguferð inn Auraslóðina að Skaftafellsjökli. Hugað verður að gróðri og öðrum ummerkjum sumarbyrjunar. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Flytur inn 100 tonn af furu

TRÉSMIðJA Sævars I. Péturssonar á Flateyri tók nýlega á móti 100 tonnum af furubolum frá Eistlandi, en þeir komu hingað til lands með flutningaskipi. Að sögn Sævars er tilgangurinn með þessum innflutningi tvíþættur, annarsvegar sá að nýta afkastagetu sögunarmyllu sem fyrirtækið keypti fyrir skemmstu, og hinsvegar að nýta bolina í byggingartimbur og smíðavið. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Framkvæmdir hafnar við varnargarða á Flateyri

Verktakafyrirtækið Klæðning hefur hafið að nýju framkvæmdir við varnargarðana. Vegna nýafstaðinna verkfalla dróst úr hömlu að hefja framkvæmdir við garðana eins og áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Upphaflega áætlunin var miðuð við verklok í september en nú er fyrirsjáanlegt að svo verður ekki. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Framkvæmt fyrir 215 milljónir kr.

ÍSLENSKIR aðalverktakar hófu í vor framkvæmdir á vegum varnarliðsins við endurnýjun eldsneytiskerfis olíustöðvar Atlantshafsbandalagsins í Hvalfirði. Að sögn Friðþórs Eydals, blaðafulltrúa varnarliðsins, hafa Íslenskir aðalverktakar unnið við slík verkefni undanfarin ár, Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Fylgi Rlista 53-54%

SAMRÁÐ Reykjavíkurlistans lét í júní gera skoðanakönnun um fylgi Reykjavíkurlistans og D-lista Sjálfstæðisflokks í borginni. Samkvæmt henni segjast 38% kjósenda ætla að kjósa Reykjavíkurlistann og 32% Sjálfstæðisflokkinn, en 30% voru óákveðnir. Sé aðeins tekið tillit til svara þeirra sem ákveðnir eru fengi Reykjavíkurlistinn 53-54% og D- listinn 46-47%. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 679 orð

Fyrirhuguð sameining dregst á langinn

VERKALÝÐSFÉLÖGIN í Hafnarfirði, Verkamannfélagið Hlíf og Verkakvennafélagið Framtíðin, deila nú um framgang fyrirhugaðrar sameiningar félaganna og hafa bæði sent frá sér tilkynningar vegna samskipta félaganna. Í kjölfar sameiginlegs fundar stjórna félaganna í maí á síðasta ári voru skipaðar sameiningarnefndir í báðum félögum. Þær nefndir hafa enn ekki hist. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Gengið eftir dölum til sjávar

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni frá Hafnarhúsinu kl. 20. Þaðan verður farið með SVR, leið 110, upp að Þingási, niður Elliðaárdal og Fossvogsdal að Tjaldhóli við Fossvogsbotn. Val um að ganga þaðan niður á höfn eða fara með SVR. Meira
25. júní 1997 | Erlendar fréttir | 92 orð

Geymdi lík eiginmannsins

CHOW Au King, 59 ára ekkja í Hong Kong, faldi lík eiginmanns síns á heimili sínu í þrjú ár. Lögregla fann lík listkennarans eftir að ein af dætrum hjónanna gerði lögreglu viðvart. Fjögur börn hjónanna sem bjuggu á heimilinu vissu um líkið en höfðu ekki tekið í taumana vegna sjálfsmorðshótana móðurinnar. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 114 orð

Göngubrúin tilbúin innan skamms

NÝJA göngubrúin yfir Miklubraut verður væntanlega tekin í notkun í byrjun næsta mánaðar. Borgarverk hafði með höndum jarðvinnuna vegna brúarinnar og lauk því verki að mestu leyti á síðasta ári. Undanfarið hefur verið unnið við annan undirbúning að uppsetningu brúarinnar og frágang á staðnum og er því nú lokið. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 394 orð

Haukadalsá byrjar vel

VEL hefur aflast í Haukadalsá í Dölum, en þar hófst veiði 14.júní síðast liðinn. Hópur Ítala hefur staðið vaktina frá því að áin var opnuð og þrátt fyrir að ekki var hægt að veiða í þrjá daga vegna vetrarkulda voru í gærdag komnir 22 laxar á land að sögn Júlíönu Guðmundsdóttur bústýru í veiðihúsinu. Laxarnir voru allir dregnir á maðk og voru á bilinu 7 til 15 pund. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 247 orð

Heimsmeistari í listflugi kennir Íslendingum

TVÖFALDUR heimsmeistari í listflugi, Kalida Makagonova, er komin hingað til lands til þess að þjálfa íslenska listflugmenn. Hún þjálfar landslið Rússa í listflugi og keppir einnig með liðinu. Það var fyrir tilstilli Júrí Reshetovs, sendiherra Rússa á Íslandi, sem Makagonova kemur hingað til lands. Makagonova sýndi listir sínar við Tungubakka í Mosfellsbæ í gær. Þar voru staddir m.a. Meira
25. júní 1997 | Miðopna | 142 orð

Heimsókn Ítalíuforseta lokið

OPINBERRI heimsókn Luigis Scalfaros Ítalíuforseta lauk um hádegi í gær. Forsetinn og fylgdarlið hans áttu hér annasaman morgun áður en haldið var áleiðis til Toronto í Kanada. Dagurinn hófst með heimsókn í Kristskirkju þar sem forsetinn hitti m.a. Jóhannes Gijen, kaþólska biskupinn á Íslandi. Meira
25. júní 1997 | Landsbyggðin | 218 orð

Heita vatnið breytir bæjarbragnum

Drangsnesi-Það var um hádegisbilið hinn 10. júní sem heita vatnið fór að streyma úr borholunni á Drangsnesi og á fimmtudagskvöld voru komnir heitir pottar í fjöruna. Reyndar var sett upp bráðabrigðaaðstaða í vegkantinum strax á þriðjudag því rúmlega fjórum tímum eftir að borinn var tekinn úr holunni voru komin fiskikör á vegkantinn, Meira
25. júní 1997 | Erlendar fréttir | 145 orð

Hershöfðingi fyrir rétt

TIHOMIR Blaskic, einn af hershöfðingjum Bosníu-Króata í Bosníustríðinu, var leiddur fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í gær. Er hann hæstsettur þeirra, sem fyrir hann hafa komið. Blaksic, sem er aðeins 36 ára gamall, er sakaður um glæpi gegn mannkyni, að hafa staðið fyrir fjöldamorðum á múslimum í Lasva- dalnum í Bosníu á árunum 1992 til 1994. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð

Hlutur ríkisins seldur

FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu ákvað á fundi sínum í gær að leggja til við dómsmálaráðherra að allur hlutur ríkisins í Bifreiðaskoðun Íslands verði seldur í dreifðri sölu til almennings með svipuðum hætti og þegar hlutur ríkisins var seldur í Lyfjaversluninni og Jarðborunum. Um er að ræða 44,6% hlutabréfa í félaginu. Landsbréf hf. munu annast söluna sem áætlað er af fari fram síðar í sumar. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Hnífjafnt á toppi Evrópumótsins

Evrópumótið í sveitakeppni er haldið í Montecatini Terme á Ítalíu dagana 14.-29. júní. Ísland tekur þátt í opnum flokki og kvennaflokki. STAÐAN í opna flokknum á Evrópumótinu í brids var með ólíkindum jöfn þegar tæplega hlutar mótsins voru búnir. Aðeins 15 stig skildu 2. og 8. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 198 orð

Í fótspor unglinga á fyrri tíð

UNGLINGARNIR í Vinnuskóla Reykjavíkur gera fleira en að reyta arfa og raka. Fyrir utan þá hefðbundnu þjóðþrifavinnu er þeim boðið upp á ýmsa fræðslu, eins og t.d. söguferð um miðbæinn. Krakkarnir sem hér sjást fyrir utan hús Sögufélagsins í Fischersundi voru einmitt í slíkri ferð í gær. Meira
25. júní 1997 | Erlendar fréttir | 268 orð

Japanir segja ummælin misskilin

STJÓRNVÖLD í Japan reyndu í gær að bæta fyrir hvatskeytleg ummæli Ryutaro Hashimotos, forsætisráðherra landsins, í New York í fyrradag en þau höfðu veruleg áhrif á bandarískum fjármálamarkaði. Þótt japanska fjármálaráðuneytið segi, að ummælin hafi verið misskilin, er talið, að þau geti haft slæm áhrif á samskipti ríkjanna. Meira
25. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 276 orð

Kálfur af nýju holdanautakyni

LENGI var beðið eftir kálfinum hennar Spíru á Ytri-Reistará í Arnarneshreppi. Ástæðan er sú að búist var við að kálfurinn yrði sá fyrsti í Eyjafirði undan holdanauti af frönsku Limousin kyni sem byrjað var að dreifa sæði úr sl. sumar. Hitt var og að Spíra átti tal fyrir 9-12 dögum og ekki var vitað hvort allt væri með felldu. Meira
25. júní 1997 | Erlendar fréttir | 535 orð

Kennarar og foreldrar fá áfallahjálp

SÉRFRÆÐINGAR í áfallahjálp hafa staðið fyrir námskeiði fyrir óttaslegna íbúa í Kobe í Japan að undanförnu eða síðan ellefu ára drengur var myrtur þar á hrottalegan hátt í Suma Ward í maí síðastliðnum. Hótanir sem borist hafa frá morðingja drengsins um frekari dráp hafa ekki orðið til að róa taugar fólks í borginni og sérstaklega eru íbúar í nágrenni morðstaðarins órólegir. Meira
25. júní 1997 | Erlendar fréttir | 237 orð

Kínverjar andvígir framsali Pol Pots

KÍNVERSK stjórnvöld gáfu til kynna í gær andstöðu við áform Bandaríkjamanna um að fá Pol Pot, leiðtoga ógnarstjórnar Rauðu khmeranna í Kambódíu 1975-79, framseldan svo hægt yrði að leiða hann fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól. Meira
25. júní 1997 | Erlendar fréttir | 140 orð

Kongóstjórn eltir uppi flóttafólk

ÞÝSKA stjórnin hefur hvatt stjórnvöld í Kongó, sem áður hét Zaire, til að láta hermenn sína hætta að elta erlenda hjálparstarfsmenn á laun til að komast að því hvar flóttafólk frá Rúanda heldur sig. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Kringlukast í Kringlunni

KRINGLUKAST, markaðsdagar Kringlunnar, hefst í dag í sextánda sinn og eru verslanir og mörg þjónustufyrirtæki í verslunarmiðstöðinni með tilboð á nýjum vörum og veitingastaðir hússins eru einnig með tilboð. Margir hafa notað tækifærið til að gera kaup á nýjum vörum á þessum dögum í Kringlunni. Meira
25. júní 1997 | Landsbyggðin | 102 orð

Kuldatíð fyrir norðan

Sauðárkróki-Dagana fyrir þjóðhátíðina var víða kuldalegt um að litast á Norðurlandi og þrátt fyrir erfiðleika sem ferðalangar lentu í á þjóðvegum landsins og hrakspár þeirra eldri um kalt sumar, verra haust og kaldan næsta vetur, voru þó ýmsir sem tóku því sem að höndum bar með æðruleysi og reyndu að gera gott úr hlutunum. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 321 orð

Lagt til að byggður verði héraðsháskóli

BÆJARSTJÓRN Selfoss hefur samþykkt samhljóða að leita eftir því við Háskóla Íslands og menntamálaráðuneytið að byggður verði upp héraðsháskóli á Selfossi. Haft verði samráð við verkefnisstjórn verkefnisins Suðurland 2000, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem skipi fulltrúa í starfshóp vegna þessa verkefnis. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 336 orð

Leiðarvísir um íslenskt handverk

Á NÆSTU dögum kemur út á vegum reynsluverkefnisins Handverks bæklingur sem hefur að geyma upplýsingar um framleiðendur og sölustaði íslensks handverks um allt land. Að sögn Guðrúnar Hannele, verkefnisstjóra Handverks, er bæklingurinn hugsaður sem einskonar leiðarvísir fyrir ferðamenn sem hafa áhuga á að sjá og kaupa vandað íslenskt handverk. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð

Lögregla óskar eftir vitnum

RANNSÓKNARDEILD lögreglunnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að aðdraganda áreksturs sem varð sunnudaginn 1. júní sl., á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Þar rákust saman Lada fólksbifreið með skráningarnúmerinu R- 68723, sem ekið var suður Grensásveg eftir hægri akrein, og Volvo- fólksbifreið með númerinu R-4772, sem var ekið austur Miklubraut eftir hægri akrein. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 45 orð

Maðurinn sem fórst

MAÐURINN sem lést þegar ekið var á hann á horni Rauðarárstígs og Hverfisgötu á mánudag, hét Þorgeir Kr. Magnússon. Þorgeir heitinn var fæddur árið 1929, og hefði því orðið 68 ára á þessu ári. Hann var búsettur á Skúlagötu 76 í Reykjavík. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð

Niðurrif samkvæmt áætlun

NIÐURRIF á Víkartindi í Háfsfjöru gengur samkvæmt áætlun, en verið er að hluta skipsflakið í sundur og annast bandaríska björgunarfyrirtækið Titan það verk í umboði tryggingarfélags skipsins. Búið er að fjarlægja brú og framenda skipsins upp í fjöruna og verið er að vinna að því að taka vélarrúmið af skipinu. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð

Norrænir sérkennarar þinga á Laugarvatni

SAMTÖK sérkennarafélaga á Norðurlöndum halda 24. ráðstefnu sína á Laugarvatni dagana 25.­28. júní nk. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Höfum við gengið til góðs..." Fyrirlesarar munu í erindum fjalla um áhugaverðar rannsóknir á stöðu sérkennslumála í dag. Meira
25. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 280 orð

Norræn vinabæjavika hafin

VINABÆJAVIKAN NOVU 97 var sett við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri á mánudag. Fulltrúar frá vinabæjum Akureyrar á Norðurlöndunum voru viðstaddir setninguna ásamt fleiri gestum. Þórarinn E. Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, setti vinabæjavikuna og hann sagðist m.a. Meira
25. júní 1997 | Landsbyggðin | 196 orð

Norskir dagar á Seyðisfirði

EFTIR vel heppnaða 100 ára afmælishátíð Seyðisfjarðarkaupstaðar, sem haldin var síðustu helgi júnímánaðar 1996, var ákveðið að halda svokallaða norska daga á Seyðisfirði 1997. "Í samvinnu við norska sendiráðið í Reykjavík, Nils O. Diets sendiherra, og vinnuhóp á vegum Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur undirbúningsvinna verið í gangi í eitt og hálft ár. Helgina 27.­29. júní nk. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 168 orð

Norskur vísnasöngvari í Reykjavík

NORSKI tónlistarmaðurinn Hans- Inge Fagervik heldur tvenna tónleika í Reykjavík, hina fyrri annaðkvöld, fimmtudagskvöld, í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg og hina síðari næstkomandi mánudagskvöld í Fíladelfíukirkjunni við Hátún. Hefjast þeir bæði kvöldin klukkan 20.30. Meira
25. júní 1997 | Landsbyggðin | 561 orð

Nýtt tollafgreiðsluhús tekið í notkun

Seyðisfirði- Hafnarsjóður Seyðisfjarðar og Austfar hf. buðu fyrir skömmu til móttöku er hið nýja tollafgreiðsluhús við Fjarðarhöfn á Seyðisfirði var formlega tekið í notkun. Mikil stakkaskipti verða í aðstöðu tollgæslu og farþega við tilkomu nýja hússins. Meira
25. júní 1997 | Landsbyggðin | 488 orð

Of mörg mál hanga í lausu lofti

Sauðárkróki-Á ráðstefnu um stjórnmálaflokka og sveitarstjórnarmál, sem haldin var í Bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki 14. júní sl., ræddu fulltrúar flestra stjórnmálaflokkanna samskipti ríkisvalds og sveitarstjórnanna, Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 316 orð

Ógreidd laun ritstjóra dæmd forgangskrafa

HÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp þann dóm að kröfur Sæmundar Guðvinssonar, fyrrverandi ritstjóra Helgarpóstsins, á hendur þrotabúi Miðils ehf. skuli teljast forgangskröfur. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfum Sæmundar með dómi sem kveðinn var upp 27. maí síðastliðinn og áfrýjaði Sæmundur dómnum til Hæstaréttar. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Prestkosningar verði afnumdar

AÐALFUNDUR Prestafélags Íslands, sem haldinn var í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju sl. mánudag, samþykkti að fela stjórn prestafélagsins að beita sér fyrir því að prestkosningar verði með öllu afnumdar. Jafnframt að tekið verði upp svipað fyrirkomulag við veitingu prestsembætta og tíðkast hjá öðrum embættisstéttum í landinu. Meira
25. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 224 orð

Ráðið í stjórnunarstöður á sviði skólamála

Á FUNDI bæjarstjórnar Akureyrar í gær var samþykkt að ráða Sveinbjörn Markús Njálsson í stöðu skólastjóra við sameinaðan skóla á Brekkunni til eins árs. Áður hafði meirihluti bæjarráðs mælt með því að Sveinbjörn yrði ráðinn skólastjóri. Þá var samþykkt að ráða Ólaf B. Meira
25. júní 1997 | Erlendar fréttir | 175 orð

Refsing við pólitísku andófi lágmörkuð

SÍÐASTI fundur löggjafarsamkundu Hong Kong var haldin í gær og voru þar samþykkt lög, sem lágmarka eiga refsingar fyrir pólitískt andóf eftir að yfirráðum Breta lýkur í landinu nk. mánudagskvöld og það sameinast Kína. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 790 orð

"Reynum að bjarga málunum frá degi til dags"

"Þið eruð vonandi á hreinum skóm ­ því hér er ekkert skúrað," segir Soffía Anna Steinarsdóttir og horfir áhyggjufull á blaðamann og ljósmyndara sem komnir eru í heimsókn. Soffía Anna er deildarstjóri öldrunardeildar Sjúkrahúss Þingeyinga, þar sem verkfall ófaglærðs starfsfólks hófst síðastliðið sunnudagskvöld. "Þetta kemur mjög illa niður á starfi sjúkrahússins," segir hún. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Rúið í Ystakletti

Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. FRÍSTUNDABÆNDUR sem eiga fé sitt á beit í Ystakletti í Vestmannaeyjum smöluðu og rúðu fé sitt einn góðviðrisdag fyrir skömmu. Tíu frístundabændur eiga féð í Ystakletti en alls eru um 70 rollur þar á beit. Í Ystakletti er góður bithagi fyrir féð sem lifir þar í sátt og samlyndi við lundann og aðra bjargfugla. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 340 orð

Sáttamál til meðferðar hafa aldrei verið fleiri en nú í ár

ENN eru óleyst 23 mál hjá ríkissáttasemjara en frá áramótum hefur aftur á móti verið gengið frá 62 kjarasamningum hjá ríkissáttasemjara í sáttamálum sem vísað hefur verið formlega til embættisins. Aldrei hafa fleiri mál verið til meðferðar hjá sáttasemjara og á þessu ári en frá seinustu áramótum hefur 85 málum verið vísað til sáttameðferðar. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Sigur og tap í opnum flokki

ÍSLENSKA liðið í opnum flokki á Evrópumótinu í brids tapaði í gærkvöldi 13-17 fyrir Hollendingum en vann Ísraelsmenn fyrr um daginn 18-12, auk þess að fá 18 stig fyrir yfirsetu. Eftir 25 umferðir af 35 eru Íslendingar í 8. sæti með 451 stig en stutt er í 2. sæti þar sem Pólverjar eru með 463 stig; Ítalir eru efstir með 478,5 stig. Norðmenn eru í 3. Meira
25. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 1196 orð

Sjálfstæði tryggt og sveigjanleiki aukinn

"MERKUSTU atriðin í þessari löggjöf eru annars vegar hvernig sjálfstæði Þjóðkirkjunnar er tryggt og hins vegar að nú tókst að ljúka þessu mikla máli sem verið hefur í umræðunni raunar allt frá árinu 1907 um jarðeignir kirkjunnar," sagði biskup Íslands, Ólafur Skúlason, Meira
25. júní 1997 | Landsbyggðin | 73 orð

Sleppitúr austur í sveitir

Syðra-Langholti-Helgina 14.-15. júní fóru hundruð hestamanna við sunnanverðan Faxaflóa með þúsundir hesta í sína árlegu sleppitúra austur í sveitir þar sem hestarnir verða í hagagöngu fram á haust eða vetur. Þetta er með seinasta móti sem meginþorri hestamanna sleppir í haga. Vorkuldarnir hafa valdið því að ekki hefur orðið af því fyrr. Meira
25. júní 1997 | Landsbyggðin | 157 orð

Steindir gluggar í Víkurkirkju

Fagradal-Vegleg gjöf eiginmanns og barna Laufeyjar Helgadóttur sem ættuð var úr Vík í Mýrdal var færð Víkurkirkju til minningar um hana fyrir skömmu. Haraldur M. Kristjánsson, sóknarprestur í Vík telur þetta með þeim merkustu gjöfum sem Víkurkirkju hefur áskotnast. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 399 orð

Stærsta erfðarannsóknin til þessa

HJÁ Hjartavernd er að hefjast erfðarannsókn á hjarta- og æðasjúkdómum. Afkomendur 5.000 einstaklinga sem tekið hafa þátt í hóprannsókn Hjartaverndar síðastliðin 30 ár og fengu kransæðastíflu eru rannsakaðir auk 3.000 afkomenda þeirra sem tóku þátt í sömu rannsókn en fengu ekki sjúkdóminn. Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á þátt erfða í orsökum kransæðasjúkdóma. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 277 orð

Tillögur að skipulagi á horni Aðalstrætis og Túngötu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Þorvaldi S. Þorvaldssyni, skipulagsstjóra í Reykjavík: "Vegna fréttar í Morgunblaðinu föstudaginn 20. júní af fundi skipulags- og umferðarnefndar 9. júní sl. og umræðum um fundargerð sama fundar í borgarstjórn, tel ég rétt að koma á framfæri nokkrum skýringum. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð

Togveiðar og dragnótaveiðar bannaðar

ALLAR togveiðar og dragnótaveiðar hafa verið bannaðar á tímabilinu frá 1. júlí næstkomandi til 15. ágúst á fjórum aðgreindum svæðum fyrir suðurströndinni samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins sem gefin var út í gær. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 218 orð

Tveir piltar dæmdir fyrir líkamsárás

TVEIR piltar, 18 og 19 ára gamlir, voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir í fangelsi til annars vegar 9 mánaða og hins vegar 3 mánaða, fyrir að hafa ráðist á 23 ára gamlan mann í júní á seinasta ári og veitt honum mikla áverka. Refsing piltanna er skilorðsbundin í þrjú ár. Þriðji pilturinn, sem var ákærður vegna sömu árásar, var sýknaður. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Undirskriftir gegn viðskiptabanni

BOÐAÐAR eru mótmælaaðgerðir í 90 borgum víðsvegar í heiminum dagana 23.­29. júní nk. til að binda enda á viðskiptabannið gegn írösku þjóðinni. Hér á landi verður efnt til undirskriftasöfnunar dagana 23.­27. júní síðdegis á Austurvelli í Reykjavík (norðanmegin). Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 162 orð

Upplýsingar um afla skila sér illa

UPPLÝSINGAR frá öðrum þjóðum en okkur Íslendingum um úthafskarfaaflann á Reykjaneshrygg skila sér ekki með þeim hætti sem samþykkt hafði verið af aðildarþjóðum NEAFC. Nýjustu tölur frá öðrum en okkur eru frá 1. júní, þrátt fyrir að tilkynna beri um aflann vikulega. Samþykkt þessi, sem allar aðildarþjóðir voru meðmæltar, gildir fyrir úthafskarfa og norsk-íslenska síldarstofninn. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 313 orð

Veiðileyfið ekki fengist staðfest

ÍSLENSKUM stjórnvöldum hefur ekki borist heimild þess efnis að Andvari VE geti nýtt franska veiðiheimild á Flæmska hattinum. Norðmenn og Kanadamenn hafa mótmælt veiðum íslenskra skipa fyrir erlend ríki á Flæmingjagrunni. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 827 orð

Vinnuálag á presta í þéttbýli er yfirþyrmandi

HERRA Ólafur Skúlason, biskup Íslands, sagði í yfirlitsræðu sinni við upphaf Prestastefnu á Akureyri í gær að verði tillögur sem liggja fyrir Prestastefnu um þjálfun prestsefna samþykktar, verði ekki lengur um það að ræða að allir kandídatar hljóti slíka þjálfun. Hann sagði guðfræðiprófið eitt ekki tryggja getu til þess að verða prestur. Meira
25. júní 1997 | Erlendar fréttir | 343 orð

Voðaverk í Alsír

SKÆRULIÐAR bókstafstrúaðra múslima myrtu 18 manns í þorpinu Mouzaia í Alsír í síðustu viku. Sagði alsírska dagblaðið El Watan frá því í gær en meðal hinna látnu voru fjögurra ára gamalt barn og annað 16 mánaða. Fólk á þessum slóðum hefur nú tekið höndum saman, vopnast og ætlar að elta uppi morðingjana. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 285 orð

Vonir um niðurstöðu um miðjan júlímánuð

GÓÐAR líkur eru taldar á að fyrirtaka í máli Hanes-hjónanna verði í Héraðsdómi Reykjavíkur í þessari viku eða byrjun næstu og úrskurður hans liggi fyrir innan tveggja til þriggja vikna. Verjandi Hanes- hjónanna kveðst gera sér vonir um endanlega niðurstöðu dómskerfisins um miðjan næsta mánuð. Meira
25. júní 1997 | Erlendar fréttir | 112 orð

Yilmaz og Ciller í viðræðum

MESUT Yilmaz, formaður Föðurlandsflokksins í Tyrklandi, átti í gær stjórnarmyndunarviðræður við formenn fjögurra stjórnmálaflokka. Tveir vinstri flokkar og lítill hægri flokkur eru sagðir styðja Yilmaz en hann vantar þó enn nokkra stuðningsmenn til að standast vantraustsyfirlýsingu á þingi. Meðal þeirra sem hann átti fund með var Tansu Ciller formaður Sannleiksstígsins. Meira
25. júní 1997 | Miðopna | 416 orð

Þarf ekki mikið til þess að sjóði upp úr

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra átti í gærmorgun fund með Jadranko Prlic, utanríkisráðherra Bosníu, en í gær lauk þriggja daga óopinberri heimsókn Halldórs til Bosníu-Herzegóvínu. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir hefðu rætt um ástandið í Bosníu sem væri mjög viðkvæmt. Þar væri verið að reyna að byggja upp lýðræðislega stjórnarhætti, en kosningar verða þar í september. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 29 orð

Ættarmót að Hólum í Hjaltadal

AFKOMENDUR Sigurlaugar Þorkelsdóttur og Símonar Pálmasonar frá Brimnesi í Skagafirði halda ættarmót dagana 27.­29. júní að Hólum í Hjaltadal. SIGURLAUG Þorkelsdóttirog nokkur barnabörn hennar. Meira
25. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 171 orð

Ævintýraferð með blinda ferðamenn

FERÐAMÁLAMIÐSTÖÐ Eyjafjarðar og Blindrafélagið hafa um nokkurt skeið haft með sér samvinnu um skoðun á þeim möguleikum sem svæðið hefur til að sinna ferðaþjónustu fyrir blinda ferðamenn. Í kjölfarið hefur verið ákveðið að efna til tveggja reynsluferða með blinda ferðamenna í sumar og er þegar fullbókað í fyrri ferðina, sem hefst nk. föstudag. Meira
25. júní 1997 | Innlendar fréttir | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

MEÐ blaðinu í dag fylgir tólf síðna auglýsingablað frá Kringlunni, sem dreift er á höfuðborgarsvæðinu í dag en á landsbyggðinni síðastliðinn laugardag. Meira

Ritstjórnargreinar

25. júní 1997 | Leiðarar | 731 orð

OPINBERAR HEIMSÓKNIR OG FJÖLMIÐLAR

Leiðari OPINBERAR HEIMSÓKNIR OG FJÖLMIÐLAR PINBERAR heimsóknir þjóðhöfðingja og annarra helztu ráðamanna ríkja hafa enn þýðingu, þótt fjarskipti og margvísleg samskipti þjóða í milli hafi stóraukizt frá því, sem áður var. Opinberar heimsóknir á borð við heimsókn Ítalíuforseta undanfarna daga þjóna m.a. Meira
25. júní 1997 | Staksteinar | 289 orð

SRannsóknir og þróun MIKILL vöxtur hefur orðið í rannsóknum og vöruþróun hér

MIKILL vöxtur hefur orðið í rannsóknum og vöruþróun hér á landi. Hlutfall kostnaðar af landsframleiðslu hefur hækkað úr 1,39% árið 1993 í 1,53% árið 1995. 1700 ársverk VÍSBENDING segir: "Samkvæmt könnun Rannsóknarráðs Íslands voru útgjöld til rannsókna árið 1995 um 7 milljarðar króna. Könnunin náði til 300 rannsóknaraðila, þar af 200 fyrirtækja. Meira

Menning

25. júní 1997 | Fólk í fréttum | 97 orð

Afmælissýning í Loftkastalanum

HÁTÍÐARSÝNING var á gamanleikritinu Á sama tíma að ári í Loftkastalanum í tilefni þess að ár var liðið frá frumsýningu. Rúmlega 20 þúsund gestir hafa séð leikritið síðan það var frumsýnt á Húsavík fyrir ári, en með aðalhlutverk fara Tinna Gunnlaugsdóttir og Sigurður Sigurjónsson. Hallur Helgason leikstýrir. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 77 orð

Birna Norðdahl sýnir málverk í Bjarkarlundi

FYRSTA málverkasýning Birnu Norðdahl er í Hótel Bjarkarlundi í sumar. Birna er 76 ára og málaði sína fyrstu mynd 1965, en blýantsteikningar hennar voru löngu áður kunnar. Einnig býr Birna til ýmsa listmuni sem bera fallegu handbragði listamannsins gott vitni. Birna er nú mikið á Dvalarheimili aldraðra á Reykhólum, en er nú heima hjá sér í Bakkakoti við Suðurlandsveg. Meira
25. júní 1997 | Kvikmyndir | 360 orð

Breskir herramenn

ÞAÐ er ekki eingöngu Ewan McGregor sem hefur sýnt skemmtilegan leik á hvíta tjaldinu undanfarið. Fimm aðrir ungir breskir leikarar hafa sýnt spennandi tilþrif á hvíta tjaldinu. Þetta eru Ben Chaplin, Christopher Eccleston, Johnny Lee Miller, Linus Roache, og Rufus Sewell. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 191 orð

Cats slær met

SÖNGLEIKURINN "Cats" hefur slegið aðsóknarmet, en enginn söngleikur hefur gengið jafn lengi á Broadway í New York. Sl. fimmtudag var 6.138. sýning á Cats og var uppselt, enda voru margir þeirra 195 leikara, söngvara og dansara, sem tekið hafa þátt í sýningunni, viðstaddir og tóku undir í lokalaginu, "The Ad-Dressing of Cats". Meira
25. júní 1997 | Fólk í fréttum | 54 orð

Dóttir með lystarstol?

ÓTTAST er að dóttir Raquel Welch, Tahnee Welch, þjáist af lystarstoli. Nýlega mætti hún ásamt móður sinni á góðgerðasamkomu og gestir tóku eftir hversu grönn hún er orðin. Ekki er langt síðan slitnaði upp úr sambandi Tahnee og Jared Harris og gæti það verið skýring vanlíðar hennar. MÆÐGURNAR TahneeWelch og Raquel. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 260 orð

Endurgalt tæplega 70 ára gamlan námsstyrk

ÁSA Briem, ungur píanóleikari, sem útskrifaðist með einleikaraprófi frá Tónlistaraskólanum í Reykjavík síðla vetrar, hefur hlotið námstyrk frá aldraðri íslenzkri konu, sem býr í Danmörku, Helgu Velschow-Rasmussen. Ása fær styrkinn til þess að stunda framhaldsnám í píanóleik í London, þar sem hún er nú við nám. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 437 orð

Fangar á ferð og flugi

Leikstjóri: Simon West. Framleiðandi: Jerry Bruckheimer. Aðalhlutverk: Nicholas Cage, John Cusack, John Malkovich, Colm Meaney, Steve Buschemi, Ving Rhames. Touchstone Pictures. 1997. EINVALALIÐ leikara kemur fram í nýjustu hasarmynd framleiðandans Jerry Bruckheimers, Fangaflugi. Meira
25. júní 1997 | Fólk í fréttum | 129 orð

Fawcett snýst til varnar

FARRAH Fawcett olli áhorfendum vonbrigðum þegar hún kom fram í þætti Daves Lettermans á dögunum. Leikkonan virtist vera undir miklu álagi og átti erfitt með að segja frá. Letterman varð einu sinni að bera í bætifláka fyrir hana og segja áhorfendum að hún hefði þurft að flýta sér mjög að komast á staðinn. Meira
25. júní 1997 | Fólk í fréttum | 69 orð

Fjör í London

STJÖRNURNAR létu svo sannarlega sjá sig þegar nýjasta myndin um Leðurblökumanninn, "Batman and Robin", var frumsýnd í London á dögunum. Þrír af aðalleikurum myndarinnar voru á staðnum; George Clooney (sem leikur Batman), Arnold Schwarzenegger (Mr. Freeze) og Uma Thurman (Poison Ivy). Meira
25. júní 1997 | Kvikmyndir | 591 orð

Format fyrir Ég mæli með, 17,7

Format fyrir Ég mæli með, 17,7 Meira
25. júní 1997 | Kvikmyndir | 318 orð

Hong Kong á krossgötum

ÞAÐ eru ekki allir sem kvíða yfirtöku kínverskra stjórnvalda á Hong Kong. Margt starfsfólk í kvikmyndaiðnaðinum þar vonast t.d. til að samvinna við kínverska kvikmyndagerðarmenn hleypi nýju fjöri í framleiðsluna. Undanfarin ár hefur kvikmyndaframleiðsla í Hong Kong dregist saman og einnig hagnaðurinn. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 601 orð

Hrein form

Opið alla daga frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Til 29. júní. Aðgangur ókeypis. VEFLISTAKONAN Ásgerður Búadóttir er gestur Nýlistasafnsins þessa dagana og í því tilefni hafa verið hengdir upp fimm vefir á veggi Pallsins svonefnda. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 124 orð

Inga Elín bæjarlistamaður Mosfellsbæjar

Inga Elín bæjarlistamaður Mosfellsbæjar BÆJARLISTAMAÐUR Mosfellsbæjar 1997 er Inga Elín Kristinsdóttir, glerlistamaður. Það var menningarmálanefnd Mosfellsbæjar sem annaðist valið, sem var staðfest af bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Inga Elín Kristinsdóttir er Mosfellingur í húð og hár, fædd árið 1957. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 155 orð

Íslenskar kvikmyndir í Liechtenstein

UM 240 manns sóttu kvikmyndahátíð helgaða íslenskum kvikmyndum í Liechtenstein um helgina. Geir Haarde, alþingismaður, og Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, voru viðstaddir formlega opnun á laugardag ásamt Þorfinni Ómarssyni, formanni kvikmyndasjóðs, og Ásdísi Thoroddsen, leikstjóra Ingaló, en hún var meðal sjö kvikmynda sem voru sýndar á hátíðinni. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 92 orð

Íslensk ættjarðarlög hljóma í Þýskalandi

KIRKJUKÓR Víðidalstungukirkju er nú í söngferð í Þýskalandi og mun kórinn koma fram við messu í Königswither auk þess sem tónleikar verða haldnir. Stjórnandi kórsins er Guðmundur St. Sigurðsson, en kórmeðlimir um tuttugu. Á söngskrá eru islensk ættjarðarlög. Mikil gleði og spenningur var ríkjandi meðal söngfólksins og maka þess vegna ferðarinnar en fjáröflun hefur staðið í eitt ár. Á 17. Meira
25. júní 1997 | Fólk í fréttum | -1 orð

Jamiroquai i garðinum Jam In The Park nefndust stórtónleikar sem Jamiroquai hélt nýlega úti undir berum himni í Finsbury Park í

ÞEGAR nær dró Finsbury í norðurhluta London, fór að bera á fólksfjöldanum. Allir streymdu í sömu áttina og smám saman átti maður ekki annarra kosta völ en að fylgja mannþrönginni og straumnum inn á tónleikasvæðið. Hér er fólk greinilega vant útihátíðum og blíðviðri því margir höfðu nefnilega rænu á að mæta snemma með nestiskörfuna og eitthvað til að sitja á. Meira
25. júní 1997 | Fólk í fréttum | 97 orð

Jónsmessuhátíð

JÓNSMESSUHÁTÍÐ var haldin við Norræna húsið. Margt var til skemmtunar; Grettir Björnsson harmoníkuleikari lék fyrir dansi sem Þjóðdansafélagið stýrði, Halldór Jónasson stjórnaði leikjum fyrir börnin og að lokum var kveikt bál. Ljósmyndari blaðsins var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 239 orð

Jónsmessunæturdraumur í skógi á Egilsstöðum

HVERNIG fórum við að áður en við eignuðumst skóginn? Jú, jú, við komust af, en í dag getum við alls ekki án hans verið. Þangað förum við í göngutúra með fjölskylduna, trimmum til að bæta heilsuna, sjáum sýningarnar hans Philips á sviði Útileikhússins og svona mætti lengi telja. Nú hefur skógurinn okkar fengið enn eitt hlutverkið. Hann er orðinn leiksvið. Meira
25. júní 1997 | Fólk í fréttum | 48 orð

Kryddpía í hjólastól

KRYDDPÍAN Emma Bunton varð fyrir því óhappi að detta við dansiðkun á dögunum. Óhappið átti sér stað við upptökur á sjónvarpsþætti. Afleiðingin varð sú að Emma gat sig hvergi hrært og þurfti að skutla píunni um í hjólastól. EMMA Bunton, semþekkt er sem "BabySpice", í hjólastól. Meira
25. júní 1997 | Fólk í fréttum | 82 orð

Kvennahlaup í Snæfellsbæ

Ólafsvík­Að þessu sinni var metár í þátttöku kvenna í Kvennahlaupinu sem fram fór sunnudaginn 15. júní sl. Þetta er í sjöunda skipti sem kvennahlaup er í Ólafsvík. 25 konur tóku þátt í fyrsta skipti, og þátttakan aukist jafnt og þétt. Á Hellissandi tóku 70 konur þátt í hlaupinu og er þetta fimmta árið sem konur frá Hellissandi taka þátt. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 142 orð

Leiklistarskóli á Húsabakka

Leiklistarskóli á Húsabakka Dalvík. Morgunblaðið. HÓPUR áhugafólks um leiklist kom saman á Húsabakka í Svarfaðardal nýlega og settist á skólabekk. Þetta voru þátttakendur á sumarnámskeiði Bandalags íslenskra leikfélaga sem héðan í frá mun verða árlega fyrstu vikuna í júní, víðs vegar um landið. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 206 orð

Munn-söfnuður

Opið á verslunartíma til 9. júlí, aðgangur ókeypis. EFTIRMYNDIR af varalituðum munni sem þrýst er á pappír eru í samhangandi röð og þekja að mestu veggi rýmisins. Verkið samanstendur af hliðstæðum einingum sem samsettar eru úr þremur myndum þrykktum í sama litatón. Fyrir neðan myndirnar er handskrifaður texti á ensku og er orðalag setningana eins og mælt af munni fram ?... Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 426 orð

Norrænt og keltneskt

eftir Hermann Pálsson. 240 bls. Háskólaútgáfan. 1996. HERMANN Pálsson hefur farið fremstur fyrir þeim sem líta á íslenskar miðaldabókmenntir sem hluta af evrópskri bókmenning frá sömu öldum. Nú horfir hann meir til heimaslóða og skoðar málin frá sjónarhóli Landnámu. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 155 orð

Nýjar bækurEIN af þekktustu skáldsögu

Nýjar bækurEIN af þekktustu skáldsögum rússneska skáldjöfursins Maxims Gorki (1868­1936), Móðirin, hefur verið endurútgefin. Hún kom fyrst út árið 1906. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 245 orð

Nýjar bækur ÚT er komin bókin Sorg

Nýjar bækur ÚT er komin bókin Sorgarviðbrögð, huggun í harmi eftir breska sálfræðinginn Úrsúlu Markham. Í kynningu segir að heimild hafi fengist til að aðlaga bókina íslenskum aðstæðum og er þar því m.a. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 87 orð

Ný spor hjá Tolla

TOLLI hefur opnað málverkasýningu í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15. Sýningin ber yfirskriftina Ný spor og þar fetar Tolli, segir í kynningu, að nokkru aðrar slóðir en á undanförnum sýningum og sýnir átta ný fígúratív olíumálverk byggð á goðsögulegum minnum. Tolli hefur hefur haldið fjölda sýninga víðs vegar innan lands sem utan. Sýningin verður opin alla daga kl. 11­23. Meira
25. júní 1997 | Fólk í fréttum | 162 orð

Ný Toyota Corolla forsýnd

ÞAÐ VAR mikið um dýrðir í Borgarleikhúsinu síðastliðinn föstudag þegar áttunda kynslóð Toyota Corolla var forsýnd hér á landi. Saga þessarar gerðar Toyota var rakin í myndum og máli, allt frá því fyrsta Corollan kom á götuna og til dagsins í dag. Inn í söguna var fléttað leikþáttum og dansatriðum. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 947 orð

Ómissandi menn

eftir Brad Leithauser. Alfred A. Knopf, Inc. New York 1997. 508 bls. SJÓNARHORN íslenskra lesenda á bandarísku skáldsöguna The Friends of Freeland hlýtur að vera dálítið sérstakt. Meira
25. júní 1997 | Fólk í fréttum | 166 orð

Óvætturinn frumsýnd

HÁSKÓLABÍÓ og Laugarásbíó hafa hafið sýningar á spennumyndinni Óvætturinn eða "The Relic" eins og hún nefnist á ensku. The Relic er vísindaskáldsaga í anda Aliens með Tom Sizemore og Penelope Ann Miller í aðalhlutverkum og framleiðandi er Gale Anne Hurd sem er fræg fyrir framleiðslu "science fiction" mynda. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 143 orð

Picasso endurheimtur í tvígang

MÁLVERK eftir Pablo Picasso, sem metið er á um 7 milljónir dala, um 490 milljónir ísl. kr. og var stolið fyrir fimm árum, er fundið. Er þetta í annað sinn sem verkinu er stolið og það endurheimt. Verkið, "Barn og brúða", er eign listasafnsins í Grenoble í Frakklandi og voru forráðamenn þess að vonum glaðir er þeir fréttu að það hefði fundist óskemmt, en það var málað árið 1901. Meira
25. júní 1997 | Fólk í fréttum | 227 orð

Plata áratugarins?

Plata áratugarins? FLESTIR sérfræðingar erlendra tónlistarblaða eru yfir sig hrifnir af "OK Computer", nýjustu plötu óskabarna Oxford-borgar, hljómsveitarinnar Radiohead. Má þar nefna að í blöðunum New Musical Express, Select og Q fær platan hæstu mögulegu einkunnir, 10 eða fimm stjörnur. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 114 orð

Spilað í Færeyjum

Spilað í Færeyjum RUT Ingólfsdóttir fiðluleikari, tekur nú þátt í færeysku tónlistarhátíðinni "Summartónar". Þessi hátíð er haldin árlega um Jónsmessu, og er lögð áhersla á að kynna þar nútímatónlist, bæði færeyska og frá öðrum löndum. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | -1 orð

Sögur frá Afríku Afrískar bækur eru að öllu jöfnu ekki oft á náttborðum íslenskra lesenda en það þýðir fráleitt að þar séu ekki

FYRSTA skáldsaga nígerískrar skáldkonu, Anne Giwa Amu, sem heitir SADEer sögð sem eins konar sjálfsævisaga aðalpersónunnar, Sade. Hún ræður ekki við að stjórna lífi sínu og þaðan af síður skilja það í borgarastyrjöldinni í Nígeríu. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 135 orð

Tristan og Ísól, ástarleikur

Tristan og Ísól, ástarleikur LEIKHÓPURINN Augnablik frumsýnir nýtt íslenskt verk, Tristan og Ísól, ástarleik, næstkomandi sunnudag, 29. júní, í Borgarleikhúsinu. Eins og nafnið bendir til á verkið rætur að rekja til goðsagnarinnar um Tristan og Ísól, sögunnar um ástina og dauðann. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 171 orð

Útileikhúsið Hér fyrir austan

FIMMTA sýningarsumar Útileikhússins Hér fyrir austan hófst á laugardaginn með dagskrá um samskipti Egilsstaðamanna og Héraðsbúa og á miðvikudaginn hefjast aðalsýningar Útileikhússins. Í þetta skipti er aðalsýningin þríþætt: Kráarstemmningarverk eftir Seyðfirðinginn Halldór Vilhjálmsson, huldufólkssaga sem að sögn gerðist í Skriðdal og var endurskrifuð fyrir svið af Snæfríði Ingadóttur, Meira
25. júní 1997 | Kvikmyndir | 236 orð

Ýktir galdrar Nornaklíkan (The Craft)

Framleiðandi: Colombia Pictures. Leikstjóri: Andrew Fleming. Handritshöfundur: Peter Filardi og Andrew Fleming. Kvikmyndataka: Alexander Gruszynski. Tónlist: Graeme Revell. Aðalhlutverk: Fairuza Balk, Robin Tunney, Neve Campbell og Rachel True. 97 mín. Bandaríkin. Colombia Tristar Home Video/Skífan 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 388 orð

Það má ekki vera satt

Höfundur Guðrún Alda Harðardóttir. Myndskreyting Halla Sólveig. Mál og menning 1997. Fyrri útgáfa undir nafninu "Þegar pabbi dó" 1983. Prentsmiðjan Oddi. Alls 30 bls. DAUÐINN er ekki aðeins órjúfanlegur hluti af lífsreynslu hinna fullorðnu. Börn verða fyrir missi og erfiðasti missirinn er án efa að missa foreldra eða aðra nána aðstandendur. Meira
25. júní 1997 | Menningarlíf | 94 orð

Þórdís Alda sýnir í Ásmundarsal

Þórdís Alda sýnir í Ásmundarsal ÞÓRDÍS Alda Sigurðardóttir hefur opnað sýninguna Spjöld sögunnar í Ásmundarsal, Freyjugötu 41.. Verkin á sýningunni eru flest unnin á þessu ári. Efnisnotkun er m.a. járn og textíl og er blönduð tækni notuð við gerð þeirra. Meira

Umræðan

25. júní 1997 | Aðsent efni | 996 orð

Að þekkja mann... á Grundartanga?

FÁTT er furðulegra en lesa blaðagreinar um sjávarútvegsmál sem ganga út á að þekkja mann. Þessi atvinnugrein er alltof mikilvæg til að eiga skilið slíka umfjöllun. Bent er á einhvern sem fer í kringum kvótakerfið og þannig gefið í skyn að öll fiskveiðistjórnunin sé ónýt og eintómir glæpamenn í sjávarútvegi. Yfirleitt eru þessar sögur hrein ósannindi. Meira
25. júní 1997 | Aðsent efni | 1241 orð

Beaufort- vindmælikvarðinn og týnda vindstigið

BEAUFORT-vindstyrksskalinn hefur verið við lýði í um 150 ár á alþjóðasviði. Þetta var mjög góð uppgötvun á sínum tíma og gott til síns upphaflega brúks en var aldrei ætlað að vera mælikvarði á vindhraða, sem það síðar varð. Ameríkanar lögðu kerfið niður í sinni upphaflegu mynd, árið 1955. Nú 50 árum síðar erum við enn að nota þetta kerfi. Meira
25. júní 1997 | Aðsent efni | 628 orð

Danska eða enska, það er spurningin!

ENN á ný hefur verið vakin upp umræða um það hvort danska eða enska skuli vera fyrsta erlenda tungumálið sem íslensk börn læri í skóla. Í þetta sinn er það menntamálaráðherra og menntamálaráðuneytið sem ríða á vaðið og leggja það til að enska skuli verða fyrsta erlenda málið er íslensk börn læri á skólabekk, en danska skuli koma síðar í náminu. Meira
25. júní 1997 | Aðsent efni | 1043 orð

Fyrirmyndir

ÞAÐ má með sanni segja að umræðan um stærðfræðikennsluna hefur verið lífleg sl. ár og allir haft fullan hug á að gera betur en áður. Undirritaður hefur í allmörg ár látið í ljós óánægju yfir lækkandi kröfugerð í framhaldsskólum og ætti því nú að fagna, þegar þessi umræða leggur fjölmiðlaflóruna svo rækilega undir sig. Þó undrast ég hve einhliða hún hefur verið (þ.e. Meira
25. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 527 orð

Menntastefna Bakkabræðra

NÚ ERU liðnir sjö mánuðir síðan leikskólakennarar lögðu fram kröfugerð sína og enn er ekki farinn að sjást neinn vilji launanefndar sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar eða ríkisins til að semja um mannsæmandi laun. Meira
25. júní 1997 | Aðsent efni | 1123 orð

Rannsóknarstofa samgöngumála

EINS og fleiri hef ég fylgst með umræðum um úrlausnir vegna umferðar á Miklubraut og víðar. Uppi eru ráðagjörðir sem kosta munu mikið fé, en eru þó skammgóður vermir. Vandamál þeirra sem búa við umferðaræðar verða ekki leyst með þeim aðferðum sem reifaðar hafa verið og munu leiða til þess að margir geri kröfur vegna þess ástands sem þeir nú búa við. Meira
25. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 424 orð

Virða skal það sem vel er gert

ÞAÐ ER til siðs að veitast að ráðamönnum þjóðarinnar þegar þeir segja eða gera eitthvað sem ekki þykir til fyrirmyndar. Það er hins vegar ekki oft sem ástæða þykir til að hrósa fyrir áhrifaríka ræðu, eða viturlega ákvörðun. Það þykir sjálfsagt að teknar séu réttar ákvarðanir og á sama hátt telst ekki til tíðinda þótt forystumönnum í stjórnmálum mælist vel. Meira
25. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 53 orð

Þakkir ELSKU dætur, tengdasynir, barnabörn, faðir og öll systkini og makar þeirra. Vinir og skyldmenni. Konur sem hjálpuðu til í

ELSKU dætur, tengdasynir, barnabörn, faðir og öll systkini og makar þeirra. Vinir og skyldmenni. Konur sem hjálpuðu til í sal ásamt öllu listafólki sem kom fram og glöddu okkur 14. júní, sem var ógleymanlegur. Við viljum þakka þessu yndislega fólki alla hjálpina og stuðninginn. Megi kærleikur og ljós fylgja ykkur. BIRNA OG INGÓ. Meira
25. júní 1997 | Aðsent efni | 474 orð

Öryggi og ábyrgð

SUMARLOKANIR sjúkrahúsa eru orðnar árviss viðburður. Markmið þeirra hefur verið að ná fram sparnaði í rekstri sjúkrahúsa. Ljóst er að þegar á heildina er litið er raunsparnaður sumarlokana lítill sem enginn og lanagt í frá að hann réttlæti þær. Nú eru lokanir einnig skýrðar sem viðbrögð við skorti á mannafla til sumarafleysinga. Meira

Minningargreinar

25. júní 1997 | Minningargreinar | 204 orð

Albert Finnbogason

Elsku langafi. Ég er það lítil að ég geri mér ekki grein fyrir því að þú sért farinn. Samt er ég búin að átta mig á því að ekki er allt eins og var í Álfheimunum, þú ert ekki þar sem þú varst vanur að vera. Það er skrítið að hugsa til þess að aldursmunur okkar var nærri heil öld, samt náðum við aðeins að kynnast. Það var ekki langur tími en samt svo dýrmætur fyrir mig. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 1093 orð

Albert Finnbogason

Látinn er í hárri elli föðurbróðir minn, Albert Finnbogason, fyrrverandi bóndi á Erpsstöðum í Miðdölum. Hann var sonur hjónanna Finnboga Finnssonar bónda og Margrétar Pálmadóttur. Þau hófu búskap að Háafelli í Miðdölum en fluttust þaðan að Svínhóli þar sem Albert er fæddur. Hann var sjöunda barn þeirra en þegar hann fæddist voru aðeins þrjú á lífi, hin höfðu þau misst. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 477 orð

Albert Finnbogason

Undir Dalanna sól, við minn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för. Undir Dalanna sól, hef ég lifað mín ljóð ég hef leitað og fundið mín svör. Undir Dalanna sól, hef ég gæfuna gist stundum grátið en oftast í fögnuði kysst. Undir Dalanna sól, á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arinn, minn svefnstað og skjól. (Hallgr. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 301 orð

ALBERT FINNBOGASON

ALBERT FINNBOGASON Albert Finnbogason fæddist á Svínhóli í Miðdölum í Dalasýslu 28. ágúst 1900. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Finnbogi Finnsson, bóndi á Sauðafelli, og kona hans Margrét Pálmadóttir. Albert var sjöundi af tólf börnum þeirra hjóna. Systkini Alberts voru: Pálmi, f. 25.5. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 46 orð

Albert Finnbogason Kveðja til langafa. Ó, Jesú, bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína.

Kveðja til langafa. Ó, Jesú, bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Hrund og Harpa Hlín. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 312 orð

Guðjón Magnússon

Öll erum við gestir hér á jörð og vitum að okkur er úthlutað mislöngum dvalartíma, samt kemur dauðinn svo oft á óvart. Fyrr en varir er samferðarmaðurinn ekki lengur með okkur á veginum og við stöndum eftir með minningarnar. Þeim fer fækkandi sem mynduðu kjarnann í starfsmannahópi Trésmiðjunnar Víðis á árum áður. Miðvikudaginn 18. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 26 orð

GUÐJÓN MAGNÚSSON

GUÐJÓN MAGNÚSSON Guðjón Magnússon fæddist í Vestmannaeyjum 12. ágúst 1927. Hann lést á Landspítalanum 8. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 18. júní. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 527 orð

Guðrún Emilsdóttir

Guð, heit eg á þig, að græðir mig, minnst, mildingur, mín, mest þurfum þín. Ryð þú, röðla gramur, ríklyndur og framur, hölds hverri sorg úr hjartaborg. (Kolbeinn Tumason) Móðir mín giftist ung syni Guðrúnar og Eyjólfs, Kristjáni. Eignuðust þau þrjá syni, eldri hálfbræður mína. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 304 orð

Guðrún Emilsdóttir

Guðrún Emilsdóttir fæddist á Borg í Skriðdal, S-Múlasýslu. Hún lést 15. júní sl. á Skjóli, hjúkrunarheimili aldraðra í Reykjavík. Skjól er vel rekin stofnun og vistfólkið ánægt, að best ég veit, enda húsmæður sem hugsa um eldri borgarana undir stjórn góðs hjúkrunarfólks, sem kann að stjórna bæði lærðu og ólærðu starfsfólki eins og hér í Hulduhlíð á Eskifirði. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 420 orð

Guðrún Emilsdóttir

Það er með söknuð í hjarta sem ég kveð hana ömmu mína í dag. Ég er strax farin að sakna heimsóknanna til hennar og þess að fá ekki að faðma hana einu sinni enn að mér, eins og mér þótti svo gott. Það lagði svo mikla hlýju frá ömmu og mér leið alltaf svo vel eftir að hafa verið hjá henni, því hún var sönnun þess að til væru falslausar og hjartahlýjar manneskjur í heimi hér. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 1740 orð

Guðrún Emilsdóttir

Móðursystir mín, Guðrún Emilsdóttir, Gunna frænka eins og hún var jafnan nefnd í minni fjölskyldu, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli, hinn 15. þessa mánaðar. Mörg undanfarin ár hefur heilsu hennar smám saman hrakað og nokkrum sinnum var hún svo mikið veik að um líf hennar var óttast en jafnan náði hún sér upp aftur. Eflaust hefur þar ráðið mestu hið mikla baráttuþrek sem henni var gefið. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 695 orð

Guðrún Emilsdóttir

Guðrún móðursystir okkar lést 15. júní síðastliðinn. Í hugum okkar tengist minningin um hana Brúarósi, húsinu sem þau Eyjólfur byggðu. Guðrún og Eyjólfur eignuðust tvo syni, Emil Hilmar og Kristján Aðalstein, og einnig ólu þau upp sonarson sinn, Eyjólf Kjalar Emilsson. Ein af okkar fyrstu minningum frá Brúarósi er þegar gróðursettar voru litlar trjáplöntur við húsið. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 317 orð

Guðrún Emilsdóttir

Oft er haft á orði, að vini sína geti maður sjálfur valið en um fjölskyldu sína fái maður engu ráðið. Þegar ég í æsku valdi mér eiginmann vissi ég ekki hvílík heppni beið mín, að eignast jafnframt svo yndislega tengdaforeldra sem Guðrún Emilsdóttir og Eyjólfur Kjartansson reyndust mér. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 171 orð

GUÐRÚN EMILSDÓTTIR

GUÐRÚN EMILSDÓTTIR Guðrún Emilsdóttir fæddist á Borg í Skriðudal 20. apríl 1913. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Skjóli 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hildur Bóasdóttir, f. 1886, d. 1933, húsfreyja á Stuðlum í Reyðarfirði, og Emil Tómasson, f. 1881, d. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 183 orð

Guðrún Emilsdóttir Fyrir mörgum árum var hús afa og ömmu á Brúarósi ri

Fyrir mörgum árum var hús afa og ömmu á Brúarósi rifið. Stuttu seinna var húsið sem ég ólst upp í á Lindargötu einnig rifið. Á sínum tíma fannst mér sem hluti af mér hefði raunverulega verið numinn á brott, þar sem svo margar minningar voru tengdar þessum tveim húsum. Í dag, mörgum árum seinna, geri ég mér hinsvegar grein fyrir því að þessi hús standa sem aldrei fyrr í huga mínum. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 375 orð

Herdís Þorsteinsdóttir

Elsku Dísa okkar. Nú er kominn tími til að kveðja. Aldrei datt okkur í hug að það bæri svo fljótt að, en vegir Guðs eru jú víst óútreiknanlegir. Þær voru margar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við munum svo vel eftir hlátrinum þínum sem alltaf var svo stutt í. Það er ótrúlegt að maður eigi aldrei eftir að heyra hann aftur, ekki nema í huganum. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 173 orð

Herdís Þorsteinsdóttir

Elsku Dísa mín. Þú varst sólargeisli í lífi mínu og ég sakna þín meira en orð fá lýst. Þú varst svo hjartgóð og gjafmild. Ef ég var leið þá gast þú huggað mig, þú varst alltaf á réttum stað þegar ég þurfti á þér að halda. Elsku Dísa mín, ég gæti fyllt öll heimsins morgunblöð af yndislegum minningum um þig, en ég þarf ekki að skrifa þær niður ­ þær eru vel varðveittar í hjarta mínu. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 191 orð

Herdís Þorsteinsdóttir

Elsku Dísa, við viljum kveðja þig í síðasta skipti með nokkrum orðum sem ættu að vera fín og vel valin en það sem kemur upp í hugann eru þau kynni sem við höfðum af þér í ekki nógu langan tíma. Okkur verður hugsað til allra uppátækjanna og léttleikans sem oft ríkti hjá okkur þegar við bjuggum allt upp í fimm saman og hvað við vorum fljót að gleyma öllum misfellum í samskiptunum því oft þurftum Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 87 orð

HERDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR

HERDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR Herdís Guðlaug Þorsteinsdóttir fæddist á Akureyri hinn 9. febrúar 1974. Hún andaðist á Landspítalanum 13. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Sigurrós Steingrímsdóttir og Þorsteinn Eggertsson. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 99 orð

Herdís Þorsteinsdóttir Ég held að engin orð fái lýst því tómarúmi og söknuði, sem missir þinn hefur skilið eftir sig í mínu

Ég held að engin orð fái lýst því tómarúmi og söknuði, sem missir þinn hefur skilið eftir sig í mínu hjarta. Þú áttir engan þinn líka og ekkert getur komið í staðinn fyrir þig. Höfðinglegt eðli og hjálpsemi einkenndu þig og er illásættanlegt að hugsa til þess að við hittumst ekki aftur í þessu lífi. Einu sinni bjargaðir þú lífi mínu ­ ég vildi að ég hefði getað gert það sama fyrir þig. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 97 orð

Herdís Þorsteinsdóttir Mig langar til að minnast vinkonu minnar, en andspænis sorginni brestur mig orð. Því leyfi ég mér að

Mig langar til að minnast vinkonu minnar, en andspænis sorginni brestur mig orð. Því leyfi ég mér að kveðja hana með ljóði. Þetta góða sumar fór líka sína leið og laufum trjánna haustsins vindar fleygja. Að springa út að vori og völdin taka um skeið, það veitir aðeins réttinn til að deyja. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 360 orð

Kristjana Kristinsdóttir

Mín elskulega vinkona Kristjana eða Sjana eins og kunnugir kölluðu hana, er látin eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Í huga mínum er hún geisli sem stöðugt veitti mér og samferðafólki sínu birtu og ástúð. Við Marteinn M. Jóhannsson og Silja dóttir okkar eigum ótal góðar minningar um vel gerða vinkonu. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 26 orð

KRISTJANA KRISTINSDÓTTIR Kristjana Kristinsdóttir fæddist í Sandgerði 26. desember 1946. Hún lést á Landspítalanum 16. júní

KRISTJANA KRISTINSDÓTTIR Kristjana Kristinsdóttir fæddist í Sandgerði 26. desember 1946. Hún lést á Landspítalanum 16. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 20. júní. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 1230 orð

Margrét Árnadóttir

Það land sem höfuðborgarsvæðið stendur á var í eina tíð sveit sem ekki var frábrugðin öðrum sveitum landsins. Hér hétu bæir nöfnum sem hljóma okkur höfuðborgarbúum kunnuglega í eyrum; Bústaðir, Árbær, Rauðará, Kleppur, Langholt, Vatnsendi eða Breiðholt. Sveitin hét Seltjarnarneshreppur og hér lágu rætur Margrétar Árnadóttur. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 299 orð

MARGRÉT ÁRNADÓTTIR

MARGRÉT ÁRNADÓTTIR Margrét Árnadóttir fæddist í Reykjavík 15. janúar árið 1908. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Árni Árnason verkamaður, f. 2. september 1863 í Breiðholti við Reykjavík, d. 1. febrúar 1959, og Kristín Ólafsdóttir, f. 8. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 313 orð

Sigríður Ólafsdóttir

Að fæðast inn í stórfjölskyldu var eðlilegt lífsmynstur um 1950 og svo heppin er ég að hafa fengið að njóta þess að búa mín bernsku- og æskuár í faðmi slíkrar fjölskyldu á Lindargötu 58. Ættmóðirin, hún Sigríður amma, bjó á efri hæðinni, þrír synir hennar og foreldrar mínir með fjölskyldur sínar bjuggu einnig í þessu stóra, vinalega húsi. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 220 orð

Sigríður Ólafsdóttir

Amma. I give you those wings so you may take flight open them wide and never lose sight. We'll love you forever as you will love us. Good bye, dear angel. Good bye. (Sigríður Rós.) Amma. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 105 orð

SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR

SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Sigríður Ólafsdóttir fæddist á Drangastekk í Vopnafirði hinn 3. janúar 1898. Hún lést hinn 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Oddsson og Oddný Runólfsdóttir. Ólafur og Oddný eignuðust 13 börn og var Sigríður næstelst. Eiginmaður Sigríðar var Nicolai Þorsteinsson f. 30. júní 1897, d. 2. Meira
25. júní 1997 | Minningargreinar | 97 orð

Sigríður Ólafsdóttir Elsku langamma mín, nú er komið að kveðjustund, og þá er margs að minnast. Helst þó hve þú varst létt í

Elsku langamma mín, nú er komið að kveðjustund, og þá er margs að minnast. Helst þó hve þú varst létt í lund og jákvæð, og það var alltaf jafngott að koma til þín og eiga hjá þér góðar stundir. Það gladdi mig mikið eitt sinn er ég hringdi í þig á síðasta ári að þú 98 ára gömul varst búin að læra utan að þessa fallegu bæn sem ég sendi þér: Ég lofa þig, ó Kristur kær, Meira

Viðskipti

25. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 363 orð

21,4 milljónum króna úthlutað til 24 aðila

UMHVERFISSJÓÐUR verslunarinnar úthlutaði 21,4 milljónum króna til 24 aðila víðsvegar um landið síðastliðinn laugardag en úthlutunin fór fram á fræðslusetri Landverndar að Alviðru í Árnessýslu. Verkefnin ná meðal annars til skógræktar, ferðamennsku, uppgræðslu, fræðslu og fuglaverndar. Nærri 100 umsóknir bárust til sjóðsins og nam samanlögð upphæð umsókna 106 milljónum króna. Meira
25. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 181 orð

American Eagle pantar fleiri flugvélar

AMERICAN EAGLE, innanlandsfélag bandaríska flugfélagsins AMR Corp, hefur tilkynnt að það hafi pantað 117 innanlandsfarþegaþotur fyrir 2,4 milljarða dollara og skiptast þær jafnt milli tveggja framleiðenda. Meira
25. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 27 orð

BAe fær 30 pantanir

BAe fær 30 pantanir London. Reuter. BREZKA flugiðnaðarfyrirtækið British Aerospace (BAe) kveðst hafa fengið pantanir að verðmæti 425 milljónir punda í rúmlega 30 Hawk- flugvélar frá Ástralíu. Meira
25. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Barclays ásælist NatWest

NÝJAR bollaleggingar um framtíð brezka National Westminster bankans eru hafnar og herma blaðafréttir að keppinauturinn Barclays Bank Plc. reyni að knýja fram samruna. Barclays vísaði fréttinni á bug og kallaði hana vangaveltur. NatWest sagði að enginn hefði leitað hófanna hjá bankanum. Meira
25. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 267 orð

Bætt afkoma hjá Sparisjóði Bolungarvíkur

HAGNAÐUR eftir skatta hjá Sparisjóði Bolungarvíkur nam 40 milljónum króna í fyrra samanborið við 32 milljónir árið áður. Arðsemi eigin fjár nam 11,8% árið 1996. Heildarinnlán að meðtalinni verðbréfaútgáfu námu 1260 milljónum króna og höfðu aukist um 15,4%. Heildarútlán námu í árslok 1376 milljónir króna og höfðu aukist um 31%. Meira
25. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 149 orð

ÐHúsaleiga hækkar um 5,5% VÍSITALA byggingarkostnaðar eftir verðlag

VÍSITALA byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan júní, sem gildir fyrir júlí, reyndist vera 223,6 stig sem er hækkun um 0,2% frá maímánuði samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn er 715 stig. Meira
25. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 534 orð

ÐKælismiðjan Frost og Samey sameinast SKRIFA

SKRIFAÐ hefur verið undir samkomulag um sameiningu Kælismiðjunnar Frost hf. og Sameyjar ehf. Við sameininguna fá hluthafar í Samey rúmlega 18% af hlutafé í sameiginlegu félagi. Samanlögð velta fyrirtækjanna nam 682,7 milljónum króna á síðasta ári og nam hagnaður af starfsemi þeirra 25,8 milljónum króna eða 3,8% af veltu, Meira
25. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 442 orð

ÐVISA lækkar lágmarksgjald vegna debetkortaviðskipta VISA

VISA Ísland hefur ákveðið að koma til móts við Kaupmannasamtök Íslands með lækkun kostnaðar vegna "síhringikorta" með því meðal annars að lækka lágmarksþóknun í debetkortaviðskiptum úr sex krónum í fimm krónur á færslu frá og með 1. júlí næstkomandi. Meira
25. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 212 orð

»Hækkanir eftir bata vestanhafs

TALSVERÐAR hækkanir urðu á gengi evrópskra bréfa í gær eftir sveiflukennd viðskipti vegna bata í Wall Street eftir einhverja mestu lækkun Dow Jones vísitölunnar í fyrrinótt. Jákvæð áhrif hafði í Evrópu að tæplega 1% hækkun varð í New York við opnun vegna róandi ummæla japanskra embættismanna. Meira
25. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 263 orð

Lagt til að ríkið selji sinn hlut í Bifreiðaskoðun

FRAMKVÆMDANEFND ríkisins um einkavæðingu ákvað á fundi sínum í gær að leggja til við dómsmálaráðherra að allur hlutur ríkisins í Bifreiðaskoðun Íslands verði seldur í dreifðri sölu til almennings síðar í sumar með svipuðum hætti og þegar hlutur ríkisins var seldur í Lyfjaversluninni og Jarðborunum. Meira
25. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 54 orð

Malta hyggst opna fleiri spilavíti

MALTA hyggst opna tvö eða þrjú spilavíti í lúxushótelum og veita fólki eldra en 18 ára aðgang til að laða að ferðamenn. Á Möltu er aðeins eitt spilavíti og sér ríkisfyrirtækið Casma um rekstur þess. Til þess að fá aðgang verður fólk að vera orðið 25 ára. Meira
25. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 64 orð

Mirror hættir í samtökum

MIRROR blaðaútgáfan kveðst hafa neyðzt til að segja sig úr sambandi blaðaútgefenda í Bretlandi. Fyrirtækið kvartaði yfir því að hafa ekki fengið stuðning frá NAP í baráttumálum sínum í greininni. David Montgomery aðalframkvæmdastjóri sakaði aðra aðila NAP um svik í yfirlýsingu. Meira
25. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 40 orð

Reed-Elsevier kaupir Walt Disney- deild

ENSK-hollenzka útgáfufyrirtækið Reed-Elsevier kveðst ætla að kaupa viðskiptaritadeild Walt Disney, Chilton Business Group, fyrir 447 milljónir dollara. Kaupin eru háð samþykki Bandaríkjastjórnar. Búizt er við að gengið verði frá kaupunum fyrir lok júlí. Meira
25. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 154 orð

Tölvusmiðir í vanda staddir

GATEWAY 2000 Inc. og Seagate Technology Inc., tvö mikilvæg tölvuiðnaðarfyrirtæki, hafa varað við því að hagnaður þeirra á síðasta ársfjórðungi kunni að verða minni en vonir hafi staðið til vegna tregrar eftirspurnar. Meira

Fastir þættir

25. júní 1997 | Í dag | 406 orð

AÐ er ekki á hverjum degi sem starfsmenn Morgunblaðsins

AÐ er ekki á hverjum degi sem starfsmenn Morgunblaðsins drekka kaffi með forseta Íslands á Bessastöðum. Víkverji varð þess heiðurs aðnjótandi sl. sunnudag að sitja fund með forsetanum á Bessastöðum ásamt starfsystkinum, þar sem starfsaðstaða fjölmiðla í tengslum við opinberar heimsóknir var til umræðu. Meira
25. júní 1997 | Dagbók | 2901 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
25. júní 1997 | Í dag | 143 orð

GULLBRÚÐKAUP. Sólveig Eggerz Pétursdóttir

GULLBRÚÐKAUP. Sólveig Eggerz Pétursdóttir og Árni Jónsson, Breiðvangi 13, Hafnarfirði áttu fimmtíu ára brúðkaupsafmæli laugardaginn 21. júní. Þau vonast til að sjá sem flesta vini og vandamenn í kaffisopa í Oddfellowhúsinu, á morgun, fimmtudaginn 26. júní kl. 20. ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 25. Meira
25. júní 1997 | Dagbók | 651 orð

Reykjavíkurhöfn:

dagbok nr. 62,7------- Meira
25. júní 1997 | Fastir þættir | 655 orð

Skráning á silungsveiði fer batnandi

Veiðimálastofnun sendi um síðustu mánaðamót frá sér samantekt um úrvinnslu á veiðiskýrslum frá vertíðinni 1996. Fyrir löngu hefur komið fram að heildarstangaveiði á laxi nam rétt tæpum 30.000 löxum, sem var 4.800 löxum minni afli en 1995, en eitt og annað fleira athyglisvert kemur fram í samantektinni. Til dæmis, að skráðir voru 21.624 smálaxar sem nam 73,4% af heildarveiðinni, en stórlaxar voru Meira
25. júní 1997 | Í dag | 394 orð

Þakkir til RÚVHULDA hring

HULDA hringdi og vildi hún senda RÚV þakklæti fyrir frábæra sögu, "Gesti" eftir Kristínu Sigfúsdóttur, sem lesin hefur verið að undanförnu í síðdegisútvarpinu. Einnig sendir hún Maríu Sigurðardóttur kærar þakkir fyrir góðan upplestur sem var bæði skýr og greinilegur. Myndir afforseta og frúUNDIRRITUÐ var á ferð um miðbæ Hafnarfjarðar á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Meira

Íþróttir

25. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA

2. DEILD KARLA KVA 5 4 1 0 14 5 13HK 5 4 1 0 14 6 13SELFOSS 5 4 1 0 13 5 13VÍÐIR 5 2 1 2 12 9 7VÖLSUNGUR 5 2 0 3 9 14 6LEIKNIR 5 1 2 2 5 6 5 Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | 312 orð

Babb í bát Ronaldos

Svo virðist sem það ætli ekki að ganga þrautalaust hjá ítalska knattspyrnufélaginu Inter Milan að fá til liðs við sig Brasilíumanninn snjalla Ronaldo frá Barcelona á Spáni og nú virðist sem félagaskipti Ronaldos séu ekki í samræmi við reglur Alþjóða knattspyrnusambandsins. Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | 191 orð

Ben Johnson einkaþjálfari Maradonas

DIEGO Maradona, argentínska knattspyrnustjarnan sem lengi var talin besti leikmaður heims, segist ætla að taka fram skóna enn einu sinni og hefur ráðið kanadíska spretthlauparann Ben Johnson sem einkaþjálfara. Maradona greiðir honum 1.000 dollara á dag fyrir ­ andvirði 70 þúsund króna, skv. frétt International Herald Tribune. Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | 482 orð

"Bikarandinn ræður úrslitum að lokum"

LEIFTUR frá Ólafsfirði tekur í kvöld á móti Íslands- og bikarmeisturum ÍA í 16-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu. Þrír aðrir leikir fara fram í 16-liða úrslitunum í kvöld ­ Grindavík fær Breiðablik í heimsókn, Þór, Akureyri, sækir Þrótt heim í Laugardalinn og Valur tekur á móti Fylki að Hlíðarenda. Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | 146 orð

Dómari fékk stein í höfuðið á Akranesi

ÍSLANDSMEISTARAR ÍA voru á fundi aganefndar KSÍ í gær, dæmdir til að greiða tíu þús. kr. í sekt fyrir framkomu áhorfenda í leik ÍA og Vals. Steinvölu var kastað í höfuðið á dómara leiksins, Gylfa Orrasyni, þegar hann gekk af leikvelli í leikhléi og þá var einn af boltadrengjum leiksins með miður fagran munnsöfnuð. Skallagrímur var sektaður um tíu þús. kr. Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | 253 orð

Frjálsíþróttir

Stigamót AlþjóðafrjálsíþróttasambandsinsTóríní, Ítalíu: KONUR100 m hlaup: Marion Jones, Bandar.11,08 Natalya Voronova, Rússlandi11,29 Alenka Bikar, Slóveníu11,36 100 m grindahlaup: Carla Tuzzi, Ítalíu13,18 Svetlana Laukhova, Rússlandi13,18 Lacena Golding, Jamaíku13, Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | 76 orð

Grikkirnir koma LEIFTUR og forráðamenn gríska

LEIFTUR og forráðamenn gríska félagsins AEK Aþena hafa komist að samkomulagi um að menn frá AEK komi hingað til lands í næstu viku til að ræða kaup á Arnari Grétarssyni. Arnar var í Aþenu fyrir helgi og skrifaði þá undir þriggja ára samning við gríska liðið með þeim fyrirvara að félögin kæmust að samkomulagi. Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | 101 orð

Heynckes tekur við Capello hjá Real Madrid

JUPP Heynckes, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands, hefur tekið við stjórninni hjá Spánarmeisturum Real Madrid - tekur við þjálfarastarfi Fabio Capello, sem er á leið til AC Milan á ný. Heynckes, sem hefur þjálfað Athletic Bilbao og Tenerife á Spáni, skrifaði undir tveggja ára samning við Real Madrid í gær. Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | 19 orð

Í kvöld

Knattspyrna Coca-Cola bikar karla: Grindavík:Grindavík - Breiðablik20 Ólafsfjörður:Leiftur - ÍA20 Laugardalsv.:Þróttur R. Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | 200 orð

Johnson í París

ÓLYMPÍUMEISTARINN og heimsmethafinn í 200 og 400 metra hlaupi karla, Bandaríkjamaðurinn Michael Johnson, mun í dag taka þátt í 400 metrunum í stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í París. Mót þetta er hið fyrsta sem Johnson tekur þátt í síðan hann meiddist á lærvöðva í einvígi við Kanadamanninn Donovan Bailey í 150 m hlaupi í byrjun júnímánaðar. Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | 140 orð

Jones í miklu stuði í Tórínó

NÝJASTA hlaupastjarna Bandaríkjamanna, Marion Jones, sigraði á 11,08 sekúndum í 100 metra hlaupi kvenna á móti á Tórínó á Ítalíu í gær. Mót þetta var fyrsta evrópska frjálsíþróttamótið sem Jones tekur þátt í, en hún á þrjá bestu tíma ársins í 100 metrunum. Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | 237 orð

Jón ofarlega á listanum

Nú er Evrópumótið í keilu, sem fram fer í Nottingham í Englandi, hálfnað og hefur árangur íslensku keppendanna verið með ágætum. Jón Helgi Bragason er í 4.-5. sæti í einstaklingskeppninni, en 16 bestu komast áfram í undanúrslit keppninnar. Keppni í tvímenningi er lokið. Jón Helgi og Hörður Ingi Jóhannesson voru aðeins tveimur pinnum frá því að komast í verðlaunasæti með 2. Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | 62 orð

Knattspyrna Stofndeildin Efsta deild kvenna: ÍBA - ÍBV1:4 Katrín Hjartardóttir (88.) - Elena Einisdóttir 2 (40., 85.), Dögg

Stofndeildin Efsta deild kvenna: ÍBA - ÍBV1:4 Katrín Hjartardóttir (88.) - Elena Einisdóttir 2 (40., 85.), Dögg Sigurgeirsdóttir 2 (53., 68.). 1. deild kvenna B: Leiftur - KS1:1 UMFT - Hvöt3:2 2. deild karla Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | 248 orð

Kristján lék frábærlega

KRISTJÁN Helgason er kominn í 16 manna úrslit á Evrópumóti áhugamanna í snóker sem fram fer í Biarritz í Frakklandi. Hann vann alla andstæðingana í sínum riðli með miklum yfirburðum. Hann mætti Frakkanum Eric Lepaul í gær og vann 4:0 (106-0, 71-40, 63-20 og 130-1). Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

¨Oruggur sigur ÍBV

Napurt var á Akureyrarvelli í gærkvöldi þótt heita eigi hásumar. Þjálfari Akureyrarstúlkna var í snjógalla sem gefur vísbendingu um hitastigið. Stúlkurnar frá Vestmannaeyjum létu það ekki á sig fá, mættu stríðsmálaðar og léku vel á köflum og sigruðu 4:1. Fyrstu 35 mínúturnar var ÍBV miklu betra liðið á vellinum. Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | 268 orð

Sampras laus við Svíagrýluna

Pete Sampras hefur alltaf átt í erfiðleikum með að leika gegn Svíum í tennismótum, sérstaklega síðastliðið ár, en í gær hristi hann af sér Svíagrýluna og sigraði Mikael Tillström nokkuð örugglega í fyrtu umferð í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í Englandi. Tillström var talinn geta valdið usla meðal þekktari tennisleikara, en til þess kom ekki að þessu sinni. Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | 77 orð

Sigur á Finnum á NM

KVENNALANDSLIÐ Íslands, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, vann 2:1 sigur á Finnum í gær á Norðurlandamótinu í knattspyrnu í Svíþjóð. Finnar komust yfir í fyrri hálfleik en það var síðan Hrefna Jóhannesdóttir úr KR sem tryggði Íslendingum sigurinn með tveimur mörkum. Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

STOFNDEILDIN

STOFNDEILDIN BREIÐABLIK 4 4 0 0 23 4 12KR 4 4 0 0 7 0 12STJARNAN 4 3 0 1 12 7 9VALUR 4 3 0 1 10 7 9ÍBV 5 1 1 3 7 9 4ÍBA 5 1 0 4 7 18 3ÍA Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | 148 orð

Tennis

Wimbledonmótið Helstu úrslit í fyrstu umferð: Karlar: 9-Marcelo Rios - Mahesh Bhupathi6:4, 6:4, 6:3 Todd Woodbridge - 5-Michael Chang7:6(7:5), 3:6, 6:2, 3:6, 8:6 16-Petr Korda - Marcelo Filippini4:6, 7:6(7:4), 6:1, 6:4 Michael Stich - Jim Courier7:6(7:0), 7:5, Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | 243 orð

Þjálfarar og pokinn

ÞÓRÐUR Lárusson er annar þjálfarinn sem hefur fengið að taka pokann sinn á stuttum tíma ­ hann var leystur frá störfum hjá Stjörnunni. Þórður er fyrsti þjálfarinn sem er látinn taka pokann sinn hjá Garðabæjarliðinu síðan það vann sér sæti í 1. deild 1989. Þess má geta að sæti Sigurlásar Þorleifssonar var heitt 1994, þegar Stjarnan féll í 2. deild. Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | 270 orð

Þjálfari Chicago Bulls til landsins

Einn frægasti körfuknattleiksþjálfari allra tíma, Tex Winter, sóknarþjálfari Chicago Bulls, kemur til Íslands hinn 9. júlí og heldur þjálfaranámskeið í Keflavík 11., 12. og 13. júlí. Winter hefur verið körfuknattleiksþjálfari, bæði í NBA-deildinni og í háskóladeildinni, í hálfa öld og er því öllum hnútum kunnugur. Meira
25. júní 1997 | Íþróttir | 153 orð

(fyrirsögn vantar)

Intertoto keppnin: Riðill 1: Minsk (Hv.-Rússl.) - Heerenveen (Holl.)1:0 AaB (Danm.) - Polonia Warsaw (Póll.)2:0 Riðill 2: Dragovoljac (Króatíu) - Bastia (Frakkl.)0:1 Graz (Austurr.) - Silkiborg (Danm.)2:0 Riðill 3: Ards (N-Írl. Meira

Úr verinu

25. júní 1997 | Úr verinu | 490 orð

Aukin nákvæmni og afköst í saltfiskverkun

SALTFISKVERKUNIN S. Gunnarsson, tók nýverið í notkun nýjan saltfiskflokkara frá Marel hf. Með nýja flokkaranum eykst nákvæmni við flokkun og vigtun framleiðslunnar, auk þess sem afköst verða meiri. Marel hf. hefur framleitt saltfiskflokkara frá árinu 1991 en selt langstærstan hluta framleiðslunnar til Noregs, samtals 39 flokkara. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 43 orð

Á HUMRI Á ARONI ÞH

HUMARVERTÍÐIN hefur valdið flestum vonbrigðum í ár. Áhöfnin á Aroni ÞH þekkir það eins og aðrir að afli hefur verið tegur og "krabbinn" smár. Því hefur verið gripið til þess ráðs að loka ákveðnum veiðisvæðum fyrir Suðurlandi. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 178 orð

Bretar og Írar vega nú þungt

HELSTU markaðslönd Íslands fyrir mjöl eru Bretland, Írland, Danmörk og Noregur, skv. yfirliti frá Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda. Eins og sést á meðfylgjandi grafi, eru Bretar og Írar hvað drýgstir við kaup á loðnumjöli frá Íslandi, en samtals keyptu þeir um 100 þúsund tonn í fyrra sem er umtalsvert magn frá árinu á undan þegar þeir keyptu 58 þús. tonn. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 560 orð

Búnaður til auka afurðaverðmæti rækjufrystitogara

SVEINN Hannesson, verkfræðikandidat, og Páll Jensson, prófessor, hafa hlotið nýsköpunarverðlaun Tækniþróunar hf. fyrir hugbúnað til að hámarka afurðaverðmæti rækjufrystitogara. "Verkefnið uppfyllir flest það sem góða tækninýjung má prýða um leið og tengslin milli atvinnulífs og Háskóla Íslands koma glöggt í ljós. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 1568 orð

Dræm veiði þarf ekki að þýða minni stofn

SLítið sem ekkert er vitað um stöðu úthafskarfastofnsins á Reykjaneshrygg Dræm veiði þarf ekki að þýða minni stofn Fiskifræðingar geta ekki svarað því hvað veldur nær helmingi minni úthafskarfaafla á Reykjaneshrygg í ár miðað við sama tíma í fyrra á meðan skipstjórar á þessum slóðum telja ónóga leit h Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 114 orð

Dúxar í sjómennsku

STÝRIMANNASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í vor í 106. sinn frá stofnun árið 1891. Við skólaslitin barst skólanum fjöldi gjafa frá afmælisárgöngum, bæði í reiðufé og listaverkum. Hæstu einkunnir á skipstjórnarprófi 2. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 30 orð

EFNI Fréttaskýring 3 Lítið vitað um úthafskarfastofninn á Reykjaneshrygg Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna

Lítið vitað um úthafskarfastofninn á Reykjaneshrygg Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 Smokkfiskaflinn kominn í hámark og er á niðurleið Greinar 7 Einar Örn Jónsson Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 216 orð

Fáum 100 daga á Svalbarðasvæðinu

NORSK stjórnvöld hafa gefið út reglugerð þar sem þjóðum er úthlutað sóknardögum fyrir rækjuveiðar við Svalbarða. Tekið er mið af veiðireynslu á árunum 1990-1995. Vonast Norðmenn þannig til að viðskipti með veiðidaga aukist, líkt og verið hefur með veiðidaga á Flæmingjagrunni og er búist við að það verði einkum norskar og íslenskar útgerðir sem bjóði í sóknardagana. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 365 orð

Garðaskóli í Garðabæ langförull á alnetinu

NÝLEGA var gengið frá því að nemendum í Garðaskóla í Garðabæ og skóla nr. 33 í Petropavlovsk á Kamtsjatka gæfist tækifæri til að vinna saman að ýmsum verkefnum með aðstoð alnetsins, meðal annar þáttum tengdum sjávarútvegi. Þegar Vladimir N. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 420 orð

Hoffellið á gulllaxi

HOFFELL SU frá Fáskrúðsfirði hefur síðustu túra reynt fyrir sér með veiðar á gulllaxi og náð góðum árangri. Skipið fékk leyfi til að veiða með klæddan poka suður af Vestmannaeyjum og hefur landað rúmum 100 tonnum eftir síðustu þrjá túra. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 118 orð

Humarsvæðum lokað

Í FRAMHALDI af fundi með hagsmunaðilum og að fengnum tillögum Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunarinnar um afmörkun svæða hefur sjávarútvegsráðuneytið gefið út reglugerð um bann við humar- og dragnótaveiðum fyrir suðurströndinni. Er hér um að ræða fjögur aðgreind svæði út af Krísuvíkurbergi, á Selvogsbanka, í Háfadýpi og í Breiðamerkurdýpi. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 149 orð

Hömlur á humarveiðar

ÁKVEÐIÐ hefur verið bann við humar- og dragnótaveiðum fyrir suðurströndinni. Er hér um að ræða fjögur aðgreind svæði út af Krísuvíkurbergi, á Selvogsbanka, í Háfadýpi og í Breiðamerkurdýpi. Ennfremur eru allar humarveiðar bannaðar austan línu sem dregin er réttvísandi suður frá Ingólfshöfða. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 169 orð

Innflutningur á fiski fer nú vaxandi á ný

MEXÍKÓ eykur innflutning á sjávarafurðum stöðugt, enda er eftirspurn eftir fiskmeti mikil. Fjöldi íbúa í Mexíkó er um 93 milljónir króna og árleg neyzla sjávarafurða er um 842.000 tonn af afurðum. Það svarar til þess að hvert mannsbarn eti um 9,2 kríló af fiskmeti árlega. Reiknað er með að neyzlan aukizt á næstu árum. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 215 orð

Lítið fiskirí í Smugunni

MJÖG lítið er nú um að vera í Smugunni. Samkvæmt upplýsingum frá norsku strandgæzlunni er þorskafli nú aðeins um 250 tonn, en hann var um 1.300 tonn á sama tíma í fyrra. Samkvæmt upplýsingum Gæzlunnar kemur einnig fram að um miðjan mánuðinn voru veiðidagar í Smugunni aðeins 215 en 553 á sama tímabili í fyrra. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 86 orð

Magnús Gauti formaður stjórnar Snæfells

ÁKVEÐIN hefur verið skipan stjórnar Snæfells hf., dótturfyrirtækis Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri. Snæfell mun fyrst í stað taka yfir rekstur fiskvinnslusvið KEA, en uppistaða þess eru frystihúsin í Hrísey og á Dalvík. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 250 orð

Norsk frystiskip sögð hafa vantalið afla sinn

NORSK verksmiðjuskip létu hjá líða á fimm ára tímabili að skýra frá afla, sem er að verðmæti um fimm milljarðar íslenskra króna. Kemur þetta fram í 200 blaðsíðna skýrslu, sem Thorstein Hansen leggur fram sem lokaritgerð við norska sjávarútvegsháskólann í Tromsø. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 2215 orð

Ósætti um einyrkja

SAMKOMULAG, sem gert var milli sjávarútvegsráðuneytisins og Landssambands smábátaeigenda og samþykkt var á Alþingi í júníbyrjun 1996, fól í sér breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfi smábáta, Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 80 orð

Reglugerðin send

REGLUGERÐ um loðnuveiðar norskra skipa í íslenskri lögsögu var send með myndsendi í norska sendiráðið, þegar eftir undirritun hennar sl. föstudag. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær fengust þau svör í norsku sjávarútvegs- og utanríkisráðuneytunum á mánudag að þangað hefði reglugerðin ekki borist með formlegum hætti. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 61 orð

SKRÚÐGANGA Á HAFI ÚTI

ÞAÐ er líklega ekki lagengt að farið sé í skrúðgöngur á hafi úti. Skipverjar á Klakki SH 510 létu ekki fjarlægðina frá landi aftra sér og héldu þjóðhátíðardaginn hátíðlegan um borð langt undan landi, enda voru þrír fulltrúar yngri kynslóðarinnar um borð og ekki má svipta hana ánægjunni af því að skemmta sér á sautjánda júní. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 169 orð

Smálúðuflök gufusoðin í bjór

GESTAKOKKUR Versins, matreiðslumeistarinn Ingvar H. Guðmundsson, býður upp á nýstárlega matreiðslu á smálúðuflökum að þessu sinni, en lúðuna gufusýður hann í bjór og segir að sömu aðferð megi nota á kjötmeti. Hann hafi m.a. prófað það á íslenska lambakjötið, gamla góða súpukjötið, með góðum árangri. En uppskriftin að þessu sinni er fyrir fjóra. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 664 orð

Smokkfiskaflinn kominn í hámark og á er niðurleið

VEIÐAR á smokkfiski hafa næstum tvöfaldast á 15 árum, úr 1,5 milljónum tonna 1980 í tæplega þrjár milljónir tonna 1994 en FAO eða Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ekki nákvæmar upplýsingar um aflann síðan. Undir það síðasta á þessu tímabili var aflinn hættur að aukast að marki og nú er farið að gæta samdráttar í öllum þremur tegundunum. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 402 orð

Snæfell hf. tekur yfir fiskvinnslusvið KEA

KAUPFÉLAG Eyfirðinga á Akureyri hefur stofnað hlutafélagið Snæfell hf. og flutt eignir sínar á sviði fiskvinnslu og eignir í ýmsum tengdum fyrirtækjum yfir í hið nýja hlutafélag. Um er að ræða frystihúsin í Hrísey og á Dalvík og vinnslustöðvar á Hjalteyri og í Grímsey auk fiskhúss KEA á Akureyri. Matsverð eigna þessara er nálægt einum milljarði króna. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 137 orð

Stefnt gæti í annað metár

SÍÐASTA vetrarvertíð í loðnu er sú allra besta frá því að loðnuveiðar hófust af alvöru hér við land árið 1964. Samtals tóku fiskmjölsverksmiðjurnar í landinu á móti 750 þúsundum tonna af loðnu frá janúar til apríl. Úr þessu fengust um 180 þús. tonn af mjöli og lýsi að verðmæti rétt um átta milljarðar króna. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 302 orð

Stöðugt meiri sala á fiski frá Noregi

NORÐMENN auka stöðugt útflutning sinn á sjávarafurðum. Í lok maí nam þessi útflutningur um 93 milljörðum íslenzkra króna, en það er svipað og áætlað útflutningsverðmæti sjávarafurða frá Íslandi allt þetta ár. Aukningin á útflutningi Norðmanna frá sama tíma í fyrra nemur um þremur milljörðum króna eða 3,5%. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 503 orð

Um 23 milljónir króna í eftirlitsgjöld ógreiddar

ÚTGERÐIR, sem stunduðu rækjuveiðar á Flæmska hattinum á síðasta ári, skulda Fiskistofu um 23 milljónir króna í eftirlitsgjöld. Útgerð rækjuskipanna Eriks BA og Kans BA hafa höfðað mál á hendur Fiskistofu og sjávarútvegsráðuneytinu, þar sem krafist er endurgreiðslu á ýmsum kostnaði tengdum eftirlitinu. Fiskistofa hóf að sinna eftirliti með íslenskum skipum á Flæmingjagrunni 1. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 231 orð

"Við verðum að beygja okkur undir staðreyndir"

HALLDÓR Árnason, framkvæmdastjóri Borgeyjar hf. á Hornafirði, segir lokun svæða fyrir humarveiðum 1. júlí nk. vera einu skynsamlegu leiðina í þeirri slæmu stöðu sem nú sé komin upp í humarveiðum. Hann segir lokunina vissulega koma sér illa fyrir Borgey en menn verði að beygja sig undir staðreyndir. "Lokunin er það skynsamlegasta sem hægt er að gera í stöðunni. Meira
25. júní 1997 | Úr verinu | 642 orð

Æfingar um borð "Með hverri æfingu kemur alltaf eitthvað í ljós sem þarf að breyta og bæta," segir Einar Örn Jónsson, "enda eru

ÞESSAR línur varðandi æfingar um borð eru skrifaðar til hvatningar og upprifjunar fyrir þá sem sjóinn sækja. Æfingar eru víða stundaðar um borð í skipum og bátum til mikillar fyrirmyndar. Það er aðdáunarvert þegar allir um borð kunna sín hlutverk til hlítar samkvæmt neyðaráætlun. Skipverjar læra sitt hlutverk eftir reglubundnar, skipulagðar og skemmtilegar æfingar. Meira

Barnablað

25. júní 1997 | Barnablað | 35 orð

Flugvélasmíði

SKYLDU flugvélarhlutirnir á myndinni nægja til þess að smíða aðra flugvél eins og þá sem fyrir er? Kannið málið. Lausnin: Ekki verður hún flugfær, flugvélin sú arna, það vantar nefnilega annað hjólastellið. Meira
25. júní 1997 | Barnablað | 40 orð

Frikki flotti

GETIÐ þið ímyndað ykkur hvaða ár stórtöffarinn Frikki flotti, eins og hann er kallaður af vinum og vandamönnum, er fæddur? Lausnin: Frikki flotti er á besta aldri, þrjátíu og fjögurra ára, fæddur árið nítján hundruð sextíu og þrjú. Meira
25. júní 1997 | Barnablað | 37 orð

Hvaða rúður?

HVERJAR rúðnanna eru nákvæmlega eða öllu heldur nánast alveg eins? Athugasemd: Nafnorðið rúða er beygt þannig í öllum föllum fleirtölu: nf. rúður, þf. rúður, þgf. rúðum, ef. rúðna. Lausnin: Rúður B-5 og E-2 eru eins. Meira
25. júní 1997 | Barnablað | 27 orð

Hvað heiti ég?

Hvað heiti ég? KARLINN er orðinn svo ruglaður að hann gleymdi hvað hann heitir. Vitið þið það? Höfundur: Tinna Björk Gunnarsdóttir, 12 ára, Brúnastekk 23, 109 Reykjavík. Meira
25. júní 1997 | Barnablað | 55 orð

Höggormurinn í Paradís?

SKYLDI þetta vera höggormurinn úr sköpunarsögu Biblíunnar, sá sem freistaði Adams og Evu með ávextinum af skilningstrénu góðs og ills í aldingarðinum Eden, sem þau máttu ekki eta af samkvæmt boði Guðs? (Sjá 1. Mósebók, 2-3.) Höfundur: Unnur Tara Jónsdóttir, 8 ára, Baugholti 13, 230 Keflavík, nemandi síðasta vetur í Myllubakkaskóla, 2.SG. Meira
25. júní 1997 | Barnablað | 245 orð

Íslenskt sumar!

DÍANA Hrund Gunnarsdóttir, 7 að verða 8 ára, Bæjargili 127, 210 Garðabær, er í sumarskapi eins og vera ber, það er íslenskt sumar. Sólskin (og við verðum öll svo ofboðslega glöð og þakklát), það er iðulega strekkingsvindur (oft af hafi eða þá að það blæs hressilega úr norðrinu), við finnum okkur skjól og það lygnir og hitnar og við breiðum út teppi og fækkum fötum, Meira
25. júní 1997 | Barnablað | 19 orð

Kunnulegt andlit

Kunnulegt andlit DAVÍÐ Örn Eiríksson, 7 ára, Vesturbergi 102, 111 Reykjavík, sendi okkur þessa mynd af besta vini Grettis. Meira
25. júní 1997 | Barnablað | 30 orð

Sumar að vetri

þESSA fallegu sumarmynd gerði ung Reykjavíkurmær, nánar tiltekið í Árbæjarhverfi, Auður Elín Jónsdóttir, 8 ára, klukkan 21:38 laugardaginn 2. nóvember 1996. Við þökkum fyrir myndina og biðlundina. Meira
25. júní 1997 | Barnablað | 20 orð

Vörutalning

Vörutalning Á TVEIMUR myndanna eru jafnmargir naglar. Hvaða myndir ætli sé um að ræða? Lausnin: Myndir númer bje og sje. Meira
25. júní 1997 | Barnablað | 20 orð

Þríhyrningar

Þríhyrningar HVAÐ eru margir þríhyrningar á myndinni? Lausnin: Þeir eru fleiri en virðist við fyrstu sýn; tuttugu og fjórir. Meira
25. júní 1997 | Barnablað | 19 orð

(fyrirsögn vantar)

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.