Greinar laugardaginn 16. ágúst 1997

Forsíða

16. ágúst 1997 | Forsíða | 245 orð

Framfaraflokkurinn í stórsókn

HVER skoðanakönnunin á fætur annarri í Noregi staðfestir risaskref Carls I. Hagens og Framfaraflokksins upp á við, en hann hefur 21%-25% fylgi. Hægrimenn og Miðflokkurinn tapa hins vegar miklu fylgi. Þetta gæti þó enn átt eftir að breytast mikið, því 42% kjósenda hafa enn ekki gert upp hug sinn. Meira
16. ágúst 1997 | Forsíða | 425 orð

Indverjar hvattir til að beita ráðum Gandhis gegn spillingu

INDVERJAR héldu í gær upp á hálfrar aldar sjálfstæði um allt land, þyrlur stráðu krónublöðum rósa yfir þátttakendur í hátíðahöldunum, barnakórar sungu og mörg hundruð manns gengu berfætt að minnisvarða Mohandas Gandhis, sem hafði viðurnefnið "mahatma" eða hin mikla sál og var að hyggju flestra Indverja hið leiðandi afl í baráttunni gegn nýlendustjórn Breta. Meira
16. ágúst 1997 | Forsíða | 119 orð

Leyft að skjóta bílþjófa

UMDEILD lög, sem heimila bifreiðaeigendum að skjóta bílþjófa telji þeir lífi sínu ógnað, tóku gildi í Louisiana í Bandaríkjunum í gær. Þing ríkisins samþykkti lögin fyrr í sumar með 133 atkvæðum gegn einu og þau fylgja lögum frá 1993 sem heimila mönnum að skjóta þjófa sem brjótast inn í hús þeirra. Meira
16. ágúst 1997 | Forsíða | 115 orð

Skattfé skilað

UM ÞRJÚ þúsund ítalskir borgarar biðu í röð tímunum saman í steikjandi sólskini við ráðhús Rómarborgar í gær til þess að fá í hendur 50.000 lírur (2.000 kr.) frá framtakssömum stjórnmálamanni Róttæka flokksins, sem útdeildi fénu til að mótmæla að stjórnmálaflokkar fái fé úr vösum skattgreiðenda. Meira
16. ágúst 1997 | Forsíða | 209 orð

S-Kórea býður aðstoð

KIM Young-sam, forseti Suður- Kóreu, bauð í gær Norður-Kóreu alla þá aðstoð sem Suður-Kórea geti veitt til að forða nágrannaríkinu frá algjöru efnahagslegu hruni, en setti það skilyrði að kommúnistastjórnin í Pyongyang yrði að breyta fjandsamlegri afstöðu sinni gagnvart Suður-Kóreu. Meira
16. ágúst 1997 | Forsíða | 101 orð

Úrskurðað gegn Plasic

STJÓRNLAGADÓMSTÓLL Bosníu-Serba úrskurðaði í gær að sú ákvörðun Biljönu Plasic, forseta Bosníu-Serba, að leysa upp þing og boða til kosninga væri "ekki í samræmi við stjórnarskrána, hvorki í formlegri, né efnislegri merkingu". Þess hafði verið vænst að úrskurðurinn yrði á þennan veg og er talið víst að dómstóllinn verði gagnrýndur víða um heim. Meira

Fréttir

16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Afmælishátíð Olís við Gullinbrú

OLÍS stendur í dag, laugardaginn 16. ágúst, frá kl. 10­16, fyrir fjölbreyttri afmælishátíð á þjónustustöð Olís við Gullinbrú í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Svipaðar hátíðir hafa verið haldnar á öllum stærstu Olísstöðvunum á höfuðborgarsvæðinu í sumar og hafa verið mjög fjölsóttar og vinsælar. Hátíðirnar tengjast afmælisleik Olís sem hófst í maí. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Athugasemd frá Kvikmyndaskoðun

VEGNA ummæla, sem höfð eru eftir aðstandendum kvikmyndarinnar Blossa í fjölmiðlum, vill Auðure Eydal, forstöðumaður Kvikmyndaskoðunar, að eftirfarandi komi fram: Vegna þess hve Blossi barst seint til landsins úr fullvinnslu erlendis voru skoðunarmenn Kvikmyndaskoðunar ekki boðaðir á prufusýningu fyrr en sama daginn og frumsýning átti að fara fram (kl. 10 að morgni). Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Aukaferðir hjá SVR á Menningarnótt

EFNT er til Menningarnætur í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 16. ágúst með tónlist og söng, dansi og leik og fjölbreyttum sýningum og viðburðum víða í miðborginni. Af þessu tilefni verður SVR með aukaferðir á leiðum 2, 3, 4, 6, 110, 111, 112 og 115 frá kl. 24­1.10 samkvæmt tímatöflu kvöld- og helgaráætlunar. Næturvagnar SVR ganga samkvæmt áætlun en farnar verða aukaferðir kl. 2 og 4. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 869 orð

Auka þarf umferðarfræðslu

HERDÍS Storgaard, barnaslysavarnafulltrúi Slysavarnafélags Íslands, segir að mörgu að hyggja þegar öryggi hjólreiðamanna er annars vegar. Sérstaklega þarf að gæta vel að útbúnaði barna og því að þau hjóli ekki í umferðinni fyrr en þau hafi þroska til. Herdís segir að sums staðar séu aðstæður þannig að þær bjóði hættunni heim, t.d. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 257 orð

Ásgeir að flytja heim

ÁSGEIR Sigurvinsson sem búsettur hefur verið erlendis í 24 ár, lengst af sem atvinnumaður í knattspyrnu, er að flytja heim til Íslands um þessar mundir ásamt eiginkonu sinni, Ástu Guðmundsdóttur, og börnum þeirra Taniu Rut 14 ára og Ásgeiri Aron 11 ára. Þau eru nú að koma sér fyrir í bráðabirgðahúsnæði í Reykjavík en hingað flytja þau alkomin um miðjan september næstkomandi. Meira
16. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Bautamót í golfi

Bautamót í golfi BAUTAMÓTIÐ í golfi fer fram á Jaðarsvelli næstkomandi sunnudag, 17. ágúst. Það er opið öllum kylfingum og er 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Bautameistari og kvennameistari Bautans verða þau sem ná besta skori nettó en einnig verður keppt um titilinn púttmeistari Bautans. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Bílvelta á Laugarvatnsvegi Mishermt var í blaðinu í gær

Mishermt var í blaðinu í gær að bíll hefði oltið á miðvikudagskvöld á sama stað og ekið var á hest á Laugarvatnsvegi kvöldið áður. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Hartmannssyni, varðstjóra hjá lögreglunni í Árnessýslu, átti bílveltan sér stað um 1,7 kílómetra frá þeim stað þar sem ekið var á hrossið. Rétt mun þó vera að ástæðu seinna óhappsins megi rekja til hins fyrra, þ.e. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Breyttur tími tónleika

BREYTING hefur orðið á áður auglýstum tónleikum Hins Hússins á Ingólfstorgi á Menningarnótt Reykjavíkur í dag, laugardag. Tónleikarnir hefjast kl. 23.30 og standa til kl. 01. Að auki mun Hitt Húsið verða opið gestum og gangandi. Boðið verður upp á rjúkandi kaffi og starfsemi Hússins kynnt. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Brutust inn og sendu út

Útvarpsstöðin X-ið Brutust inn og sendu út LÖGREGLUNNI í Reykjavík var í fyrrinótt tilkynnt um mannaferðir í Aðalstræti 16 þar sem útvarpsstöðin X-ið er til húsa. Tilkynnanda var kunnugt um að sent væri út af bandi á nóttunni en nú voru komnir menn í beina útsendingu. Meira
16. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 105 orð

Bæjarráð heimilar hafnarhús

Bæjarráð heimilar hafnarhús BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur veitt heimild til að bjóða út og hefja framkvæmdir við byggingu hafnarhúss, en byggingin er ekki á fjárhagsáætlun þessa árs. Húsið verður reist sunnan við Fiskihöfnina og verður um 430 fermetrar. Þar verður öll starfsemi hafnarinnar og landamærastöð Fiskistofu. Ný hafnarvog verður við húsið. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 454 orð

Bæjarstjórinn skipstjóri á siglingunni heim

SKIPSTJÓRI á nýju björgunarskipi Slysavarnafélagsins, sem siglt verður í lok mánaðarins frá Hollandi til Íslands, verður bæjarstjórinn í Snæfellsbæ, Guðjón Petersen. Guðjón hefur skipstjórnarréttindi, enda var hann á árum áður stýrimaður og skipherra hjá Landhelgisgæslunni, síðast á varðskipinu Albert. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 218 orð

Djöflaeyjan besta norræna kvikmyndin

KVIKMYND Friðriks Þórs Friðrikssonar, Djöflaeyjan, hlaut Amanda-verðlaunin sem besta norræna kvikmynd ársins á kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi í gærkvöldi. Sýnt var beint frá verðlaunaafhendingunni í klukkustundarlöngum þætti í norska sjónvarpinu en hátíðin í Haugasundi er stærsta kvikmyndahátíð Noregs. Meira
16. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 1010 orð

Einhliða mynd en margþættur vandi

SAMKVÆMT opinberum tölum eru um sjö þúsund Pakistanar í Danmörku, en ef taldir eru þeir sem komu þangað frá öðrum löndum er nærri lagi að áætla að um átján þúsund búi þar. Þeir hófu að koma þangað fyrir tæpum þrjátíu árum, þegar Pakistanar streymdu til Vestur-Evrópu í leit að atvinnu og betri afkomu. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 495 orð

Ekki nauðsynlegt að endurnýja gamla skírteinið

NÝJAR reglur um ökuskírteini gengu í gildi í gær og er þar annars vegar um að ræða nýja reglugerð um ökuskírteini og hins vegar nýja gerð skírteina. Nýju reglurnar taka mið af tilskipun Evrópusambandsins um ökuskírteini en reglur þeirrar tilskipunar eru nú hluti af reglum Evrópska efnahagssvæðisins. Nýju skírteinin eru af sömu stærð og greiðslukort. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

Fjármál standa ekki í veginum

Ríkissaksóknari Fjármál standa ekki í veginum MORGUNBLAÐINU barst í gær svohljóðandi fréttatilkynning frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu: "Í fjölmiðlum hefur undanfarið í nokkrum mæli verið fjallað um persónulegan fjárhag ríkissaksóknara, Hallvarðs Einvarðssonar. Meira
16. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 341 orð

Fjölbreytt og vandað handverk

"SÝNINGIN finnst mér í heildina mjög góð, hér er vandað handverk og mikil fjölbreytni," sagði Edda Herbertsdóttir í Nikulásarkoti í Reykjavík en hún er ein fjölda sýnenda á handverkssýningunni Handverk '97 sem stendur yfir í Íþróttahúsi Hrafnagilsskóla. Meira
16. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 137 orð

Fræðslu- og kynningarnámskeið Rauða krossins

Húsavík-Rauði kross Íslands hefur um árabil gengist fyrir fræðslu- og kynningarnámskeiðum fyrir unglinga í Þórsmörk þangað sem öllum deildum félagsskaparins er heimilt að senda þátttakendur. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

Garðskagaviti 100 ára

SIGLINGASTOFNUN Íslands ásamt Gerðahreppi mun sunnudaginn 17. ágúst minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að Garðskagaviti, hinn eldri, var byggður. Siglingastofnun hefur gefið út kynningarbækling af þessu tilefni um vitana við Garðskaga. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Gengið um vesturhluta Engeyjar

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð um Engey vestanverða sunnudaginn 17. ágúst. Mæting er við Hafnarhúsið kl. 14 og farið þaðan um borð. Landtaka verður í Austurvör og gengið um traðirnar að bæjarstæðunum og síðan um vestureyna. Margt ber fyrir augu í ferðinni. Meira
16. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 512 orð

Guðbjörg ÍS hefur verið leigð til þýskrar útgerðar

GUÐBJÖRG ÍS 46 heldur á næstunni til veiða á vegum þýska útgerðarfélagsins Klaus Hartmann Eurotrawl GmbH í Bremerhaven, en gengið hefur verið frá leigu á Guðbjörginni til hins þýska félags. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sem á Guðbjörgina sagði að þýska félagið hefði átt tvö ísfiskskip sem seld voru í vor, Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

Guðbjörg ÍS leigð til Þýskalands

Guðbjörg ÍS leigð til Þýskalands GUÐBJÖRG ÍS 46 heldur á næstunni til veiða á vegum þýska útgerðarfélagsins Klaus Hartmann Eurotrawl GmbH í Bremerhaven, en gengið hefur verið frá leigu á Guðbjörginni til hins þýska félags. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir, að Guðbjörg ÍS muni veiða kvóta þýska félagsins, m.a. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 328 orð

Gunnvör hf. orðin stærsti hluthafinn

GUNNVÖR hf. á Ísafirði, útgerðarfélag Júlíusar Geirmundssonar ÍS og eigandi Íshúsfélags Ísfirðinga hf., hefur keypt eignarhluti fyrri meirihlutaeigenda Frosta hf. í Súðavík í Hraðfrystihúsinu hf. og er þar með orðinn stærsti hluthafinn í félaginu. Ný stjórn verður í dag kosin á fyrsta hluthafafundi í Hraðfrystihúsinu hf. eftir sameiningu við Miðfell hf. og Frosta hf. Tog hf. Meira
16. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 60 orð

Gönguferð um Oddeyri

GÖNGUFERÐ verður farin um Oddeyri undir leiðsögn Hönnu Rósu Sveinsdóttur safnvarðar við Minjasafnið á Akureyri, næstkomandi sunnudag, 17. ágúst kl. 14. Gengið verður um elsta hluta Oddeyrar og saga byggðar og húsa rakin. Lagt verður af stað frá Gránufélagshúsunum, Strandgötu 49, kl. 14. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund og er leiðsögn á íslensku. Þátttaka er ókeypis. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Handteknir vegna Epillnamáls

LÖGREGLAN hefur krafist gæsluvarðhalds yfir nokkrum aðilum sem handteknir hafa verið í framhaldi af því að 280 E-pillur fundust í póstsendingu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur það mál reynst hluti stærra máls, Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 831 orð

Heimskautasvæðin viðkvæmari

KOMIN er út fróðleg og aðgengileg skýrsla um mengun á heimskautasvæðinu og ástand umhverfisins. Dr. Helgi Jensson lífefnafræðingur er fulltrúi Íslands í vinnuhópnum sem vann þessa skýrslu er byggist á rannsóknum allt að 400 vísindamanna og stofnana. Hann var spurður um þetta mikla verk og tilurð þess: "Skýrslurnar um ástand umhverfisins á norðurslóðum eru tvær. Önnur er 1. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 342 orð

Hert eftirlit með sölu á notuðum ökutækjum

MEÐ nýjum lögum um sölu á notuðum ökutækjum verður m.a. tekið upp hert eftirlit. Hefur viðskiptaráðuneytið auglýst að þeir sem reki slíka verslun eða umboðssölu sendi ráðuneytinu afrit af leyfisbréfi sínu og starfsábyrgðartryggingu. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Hólahátíð á sunnudag

HÓLAHÁTÍÐ fer fram á morgun, sunnudag 17. ágúst, og hefst með guðsþjónustu í Hóladómkirkju kl. 14. Að messu lokinni er hátíðargestum boðið að þiggja kaffiveitingar í Bændaskólanum. Hátíðarsýning verður í dómkirkjunni kl. 17 og kl. 21 á leikriti Steinunnar Jóhannesdóttur, Heimi Guðríðar. Meira
16. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 354 orð

Hringferð um Mír ÞRIGGJA manna áhöfn geimstöðvarin

ÞRIGGJA manna áhöfn geimstöðvarinnar Mír fór í gær í ferð í kring um stöðina um borð í Soyuz-fari því, sem skilaði þeim upp í geiminn og er ætlað að skila þeim aftur til jarðar þegar dvöl þeirra í stöðinni lýkur. Meira
16. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 590 orð

"Hungrið blasir alls staðar við í landinu"

"KÓREUBÚAR eru ákaflega stoltir og bera neyð sína ekki á torg, heldur sitja einfaldlega heima og svelta. Það er afar erfitt að sjá fólk líða svona mikinn skort og erfiðast er að horfa upp á börnin sem hafa liðið skort frá fæðingu," segir Jón Valfells, sem starfar á vegum Aljóðasambands landsfélaga Rauða krossins. Meira
16. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 145 orð

Kvennareið á Skarðsströnd

Búðardal-Um 130 konur og annað eins af hrossum, hittust í Dalasýslu laugardaginn 9. ágúst. Þar fór fram hin árlega kvennareið sem að þessu sinni var farin á Skarðsströnd. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 114 orð

LEIÐRÉTT Höfundarnafn féll niður

NAFN Huldu Ágústsdóttur féll niður með umsögn hennar í blaðinu í gær um sýningu Hlyns Helgasonar í Ketilhúsinu á Akureyri. Einnig var rangt farið með heiti á verkinu sem sýnt var með umsögninni en það heitir Í minningu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
16. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 246 orð

Listahátíð í síldarverksmiðju

Í TENGSLUM við Djúpavíkurhátíð 15.­17. ágúst er haldin listahátíð í gömlu Síldarverksmiðjunni og stendur hún alla helgina. Að henni standa Spessi og fleiri listamenn að sunnan. Steingrímur Eyfjörð sýnir myndlist og Helena Jónsdóttir sýnir dansverk. Spessi sýnir ljósmyndir og jafnframt ljósmyndaverkið "Brussel" af skyggnum bæði föstudag og laugardag kl. 17. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 225 orð

LÍN braut jafnræðisreglu

UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur beint því til stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna að taka að nýju til meðferðar mál hjúkrunarfræðinema sem var synjað um námslán þar sem hún varð ekki ein af 60 efstu í samkeppnisprófi sem takmarkar rétt til áframhaldandi náms í hjúkrunarfræði. Meira
16. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Messur

Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta á morgun, kl. 11. Séra Svavar A. Jónsson. Allir velkomnir til messu. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 21 á morgun, séra Hannes Örn Blandon þjónar. Hnn þjónar prestakallinu í sumarleyfi sóknarprests. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safnaðarsamkoma kl. 11, ræðumaður Jóhann Pálsson. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 167 orð

Mest tjón af sjónvarpi

ÞRJÚ sjónvarpstæki brunnu á síðasta ári, 13 eldhústæki, 2 ísskápar eða frystikistur, 14 þvottavélar og 1 þurrkari. Á þessu ári hefur kviknað í 5 sjónvarpstækjum, 5 eldhústækjum, 1 ísskáp og 3 þvottavélum. Alls urðu 155 brunar frá heimilistækjum, en 164 frá öðrum rafbúnaði á tímabilinu frá mars 1988 til júlí 1997. Brunana er ekki hægt að rekja alla til bilunar. Meira
16. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 119 orð

Myndlist í Kjarnaskógi

Lokadagur sýninga Örnu Valsdóttur í Deiglunni og Hlyns Helgasonar í Ketilhúsinu verður á morgun, sunnudaginn 17. ágúst. Sýningarnar eru opnar frá kl. 14 til 18 um helgina. Flaututónleikar Manuela Wiesler heldur tónleika í Deiglunni á morgun, sunnudaginn 17. ágúst kl. 17. Hún leikur verk af nýjum geisladiski sem kemur út í næsta mánuði og heitir "Small is beautiful. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 20 orð

Naustkjallarinn opinn

Naustkjallarinn opinn NAUSTKJALLARINN er opinn um helgina. Hljómsveitin BJB ásamt söngvurunum Má Elíssyni og Rut Reginalds leika föstudags- og laugardagskvöld. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 136 orð

Námskeið í íslensku fyrir útlendinga

Á HAUSTMISSERI mun Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands í samvinnu við skor í íslensku fyrir erlenda stúdenta, bjóða upp á þrjú námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Námskeiðin eru á þremur stigum: Byrjendanámskeið, framhald 1 og 3. Í námskeiðunum er lögð megináhersla á talað og ritað mál, en samhliða kennd grunnatriði íslenskrar málfræði. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

No Name snyrtivörur flytja

UMBOÐS- og dreifingarfyrirtæki No Name Cosmetics hér á landi hefur flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði að Hverfisgötu 76. Fyrirtækið er í eigu Kristínar Stefánsdóttur, snyrti- og förðunarfræðings. Í húsnæðinu verður einnig starfræktur nýr förðunarskóli sem kennir tísku- og ljósmyndaförðun ásamt leikhúsförðun. Áfram verður boðið upp á kvöldnámskeið en þetta er 10. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð

Nýr fatnaður lögreglu

VERIÐ er að breyta reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna og liggja nú fyrir drög sem gert er ráð fyrir að gefin verði út í næstu viku. Meðal nýjunga er ný vinnuhúfa lögreglumanna, ný vinnuföt og nýjar merkingar á einkennisbúningum eftir stöðu lögreglumanna. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Óformlegum viðræður haldið áfram

SAMNINGANEFNDIR Félags íslenskra leikskólakennara og ríkisins hittust á óformlegum samningafundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Ákveðið var að halda vinnunni áfram og halda tvo óformlega viðræðufundi í næstu viku. Í framhaldi af því ræðst svo hvort teknar verða upp formlegar samningaviðræður. Meira
16. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 274 orð

Rauðu khmerarnir lýsa yfir samstarfi við prinsinn

SKÆRULIÐAR Rauðu khmeranna í Kambódíu sögðust í gær hafa tekið höndum saman við stuðningsmenn hins brottræka forsætisráðherra, Norodom Ranariddh prins, gegn Hun Sen, leiðtoga landsins. Yfirlýsingin var send út á ólöglegri útvarpsstöð sem árum saman hefur útvarpað málstað khmeranna. Meira
16. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Ráðunautar kynna starf sitt

Bændur bjóða heim Ráðunautar kynna starf sitt Á SVÆÐI Búnaðarsambands Eyjafjarðar munu bændur á fimm bæjum bjóða gestum heim á sunnudag, 17. ágúst, frá kl. 13-20. Þetta eru bæirnir Bakki í Öxnadal, Stóri-Dunhagi í Hörgárdal og Víðigerði, Hríshóll og Rifkelsstaðir II í Eyjafjarðarsveit. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 240 orð

Risnukostnaður jókst um 10 milljónir

SAMANLAGÐUR risnukostnaður A-hluta ríkissjóðs, ráðuneyta og undirstofnana þeirra, nam tæpum 194 milljónum króna á seinasta ári og hafði aukist um tíu milljónir frá árinu á undan þegar risnukostnaður ríkisins nam tæpum 184 millj. kr. Meira
16. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 204 orð

Sakaður um svik

BANDARÍSK ljósmyndafyrirsæta hefur höfðað mál á hendur Dodi Fayed, meintum elskhuga Díönu prinsessu, fyrir að hafa svikið loforð og samninga við sig. Vinir Kelly Fisher, sem er 31 árs, segja að hún hafi verið farin að undirbúa brúðkaup þeirra er hún sá myndir af Dodi í faðmlögum við prinsessuna. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Síðasta sýningarhelgi

SÝNINGUNNI Sögn í sjón ­ myndlist og miðaldabækur, sem er samvinnuverkefni Árnastofnunar, Norræna hússins og listasafnsins í tilefni komu síðustu handritin heim frá Danmörku, lýkur á sunnudaginn. Á sýningunni gefur að líta á þriðja tug verka sem listamenn, allt frá myndhöggvaranum Einari Jónssyni (1874­1954) til Daníels Þ. Magnússonar (f. 1958), hafa unnið út frá íslenskum miðaldasögum. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 725 orð

Sjónvörp alræmd því tjón verður mest er þau brenna Brunar í sjónvarpstækjum eru síst algengari en í öðrum tækjum, segir í grein

Brunar í sjónvarpstækjum síst algengari en í öðrum rafmagnstækjum Sjónvörp alræmd því tjón verður mest er þau brenna Brunar í sjónvarpstækjum eru síst algengari en í öðrum tækjum, segir í grein Ragnhildar Sverrisdóttur. Meira
16. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 490 orð

Stjórn Castros gerði að gamni sínu

FIDEL Castro Kúbuforseti gerði að gamni sínu á sama tíma og heimurinn var á barmi kjarnorkustyrjaldar í Kúbudeilunni í október 1962. Þetta kemur fram í gögnum sem birt voru í fyrradag í franska blaðinu Le Monde. Í gögnunum kemur ennfremur fram að John F. Kennedy Bandaríkjaforseti átti fullt í fangi með að standast þrýsting herskárra hershöfðingja sem vildu gera árás á Kúbu. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 272 orð

Synjun við lögbanni staðfest

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur staðfest synjun sýslumannsins í Reykjavík við þeirri kröfu Skífunnar að lagt verði lögbann á sölu og hvers kyns dreifingu fyrirtækisins 2001 ehf. á myndböndum og geisladiskum með kvikmyndunum Braveheart og Independence Day. Meira
16. ágúst 1997 | Smáfréttir | 50 orð

TÍSKUSÝNINGARHÓPURINN ICE sýnir í Kolaportinu laugardag

TÍSKUSÝNINGARHÓPURINN ICE sýnir í Kolaportinu laugardag og sunnudag kl. 14 og 16, fatnað frá árinu 1920, sérhannaðan módelfatnað frá Rut Hermannsdóttur, nýja íslenska IRK lopapeysu fyrir unglinga og nýjan og notaðan fatnað sem er til sölu á markaðstorginu. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Tónleikar í Reykholtskirkju

DAGRÚN Hjartardóttir sópransöngkona og Jónína Arnardóttir, píanóleikari, halda tónleika í Reykholtskirkju sunnudaginn 17. ágúst kl. 21. Efnisskrá tónleikanna verður helguð þremur tónskáldum; Schubert, Brahms og Liszt. Dagrún Hjartardóttir hefur undanfarin ár verið kennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 151 orð

Tvær bröndur í tuttugu net

ÞÓ að veðrið hafi leikið við þá feðga Gylfa Yngvason og Hjalta Gylfason á Skútustöðum II er þeir voru að vitja um net sín í Mývatni fyrr í vikunni þegar myndin var tekin, voru þeir allt annað en hressir með aflann. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 200 orð

Upp á yfirborð jarðar

SEX félagar úr björgunarsveitinni Fiskakletti í Hafnarfirði sigu ofan hinn 150 metra djúpa Þríhnúkahelli í nágrenni Bláfjalla um helgina. Þríhnúkahellir er ein stærsta hraunhellahvelfing í heimi. "Það var stórkostlegt að sjá þessa hvelfingu," sagði Örvar Þorgeirsson, einn sexmenninganna. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 266 orð

Úrskurði kjörnefndar áfrýjað til ráðuneytis

ÚRSKURÐI kjörnefndar um seinni atkvæðagreiðslu um sameiningu Tungu-, Hlíðar- og Jökuldalshreppa, sem fram fór 19. júlí sl., hefur verið vísað til félagsmálaráðuneytisins af fjórum íbúum í Tunguhreppi. Þeir kærðu á sínum tíma atkvæðagreiðsluna á þeirri forsendu að brotið hefði verið á rétti kjósenda vegna þess að aldrei hefði verið auglýst að kjörskrá lægi frammi fyrir seinni kosninguna, Meira
16. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 854 orð

Var blóðbaðið Bretum að kenna?

FYRIR hálfri öld fékk óþekktur málafærslumaður, Cyril Radcliffe, það flókna verkefni að skipta indversku krúnunýlendunni í tvö sjálfstæð ríki á 36 dögum. Radcliffe viðaði að sér kortum og manntalsskýrslum og dró upp landamæri, sem ollu einum mestu fólksflutningum í sögu mannkynsins og átökum sem kostuðu rúma hálfa milljón manna lífið. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Varp fugla tókst vel

EKKI er vitað annað en að varp fugla hafi tekist vel í sumar þegar á heildina er litið og ungar dafnað ekki síður en í meðalári. Arnór Sigfússon, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 525 orð

Veiði víða betri en í fyrra

VEIÐI er víða betri en á sama tíma í fyrra, s.s. á Brennunni í Borgarfirði og í Álftá á Mýrum. Þá eru líflegar sjóbirtingsgöngur fyrir nokkru byrjaðar að hressa mjög upp á afla veiðimanna og er birtingurinn vænn, eða yfirleitt 2-4 pund. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Veitingastaðir ekki opnir lengur

VEITINGASTAÐIR í Reykjavík verða opnir lengst til klukkan 3 í nótt, á menningarnótt borgarinnar. Að sögn Karls Steinars Valssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefur þess misskilnings gætt í fréttum að veitingastaðirnir fengju að hafa opið lengur á menningarnóttina. Hann segir að engin leyfi til framlengingar afgreiðslutíma hafi verið veitt af lögreglu og að svo muni ekki verða. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

Vinnuhópur um mál nýbúa

ÁKVEÐIÐ hefur verið að Páll Pétursson félagsmálaráðherra hafi forystu um það á vegum ríkisstjórnarinnar að skipa vinnuhóp með fulltrúum ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að fjalla um málefni nýbúa. Meira
16. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 167 orð

Yfirlitssýning í Hellubíói

Hellu-Nú stendur yfir í Hellubíói yfirlitssýning í tilefni sjötíu ára byggðarafmælis þorpsins og jafnframt er þess minnst að fimmtíu ár eru frá Heklugosinu mikla sem hófst í mars 1947 og stóð yfir í þrettán mánuði. Á Hellu búa rúmlega 600 manns en um 800 í öllum Rangárvallahreppi. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Þriggja ára þýfi komst til skila

Þriggja ára þýfi komst til skila SKARTGRIPIR, sem stolið var úr verslun árið 1994, komust í réttar hendur eftir að myndir af tveimur hringum birtust í Morgunblaðinu fyrir skemmstu. Íbúi við Grettisgötu fann skartgripina grafna í mold undir tré í garðinum heima hjá sér og kom þeim til lögreglu. Meira
16. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 173 orð

Þróttur flytur úr Borgartúni í Sævarhöfða

VÖRUBÍLASTÖÐIN Þróttur flytur afgreiðslu sína í dag úr Borgartúni 33 að Sævarhöfða 12 þar sem Þróttur hefur keypt lóð og húsnæði Pípugerðar Reykjavíkur fyrir starfsemi sína. Alls hefur Vörubílastöðin Þróttur yfir að ráða 130 bílum, m.a. til flutnings á efni og vörum, og mun bílalestin fara úr Borgartúninu að nýju bækistöðvunum við Sævarhöfða í dag kl. 15.30. Meira
16. ágúst 1997 | Miðopna | 2400 orð

Ættaveldi opnar faðminn

Hugmyndir um hagræðingu og breytingar í kjölfar sameiningar við Frosta hf. í Súðavík verða væntanlega kynntar á hluthafafundi Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal í dag. Ný stjórn sameinaðs félags verður kosin og línur lagðar um stjórnun fyrirtækisins. Meira

Ritstjórnargreinar

16. ágúst 1997 | Staksteinar | 279 orð

»Veiðigjald VÍSBENDING tíundar meinta kosti og meinta galla veiðigjalds í ný

VÍSBENDING tíundar meinta kosti og meinta galla veiðigjalds í nýlegri grein. Blaðið telur að veiðileyfagjald styðjist við réttlætissjónarmið en geti stuðlað að byggðaröskun. Réttlæti Meira
16. ágúst 1997 | Leiðarar | 567 orð

VIRKUR HLUTABRÉFAMARKAÐUR

leiðariVIRKUR HLUTABRÉFAMARKAÐUR ENGI hlutabréfa í nokkrum stærstu fyrirtækja landsins lækkaði töluvert í vikunni í kjölfar þess að birtar voru tölur um afkomu þeirra fyrstu sex mánuði ársins. Þessi skjótu viðbrögð markaðarins eru eðlileg og sýna að íslenski hlutabréfamarkaðurinn er virkur. Meira

Menning

16. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 224 orð

Blossi/810551 frumsýndur

KVIKMYNDIN Blossi/810551 var frumsýnd á fimmtudagskvöld í Stjörnubíó og tveimur Sambíóum, og ríkti mikill spenningur á öllum vígstöðvum. Leikarar myndarinnar og forsvarsmenn mættu til leiks í Stjörnubíói, auk fjölda annarra eftirvæntingarfullra áhorfenda. Bíóið var yfirfullt, og þurftu áhorfendur að tylla sér í tröppurnar í salnum, auk þess sem aukastólum var komið fyrir. Meira
16. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 133 orð

Eiginmaðurinn fundinn?

LEIKKONAN Sharon Stone er komin með nýjan mann upp á arminn og sáust þau á gangi í San Francisco hönd í hönd en hún festi nýlega kaup á húsi þar í borg. Sharon hefur verið fremur óheppin í ástum fram til þessa en það er greinilegt að hún lætur það ekki á sig fá og heldur ótrauð áfram í leit sinni að hinum eina rétta. Meira
16. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 91 orð

Farið yfir rokksöguna

MÖRG AF þekktustu og stærstu nöfnunum í poppbransanum koma saman á stórtónleikum á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í kvöld og verður útvarpað beint frá þeim á Bylgjunni. Á meðal flytjenda sem stíga á svið verða Rod Stewart, Jon Bon Jovi, Seal, Toni Braxton, k.d. lang, Steve Winwood, Robert Palmer og Chaka Khan. Meira
16. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 287 orð

Format fyrir menningu o.fl., 17,7

Format fyrir menningu o.fl., 17,7 Meira
16. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 186 orð

Gifting með undarlegum skilmálum

WOODY Allen er að sögn kunnugra að undirbúa brúðkaup sitt og Soon- Yi Previn, ættleiddrar dóttur fyrrum ástkonu hans Miu Farrow. Giftingin ku vera á dagskrá síðla þessa árs og eru barneignir ofarlega í huga þeirra. Woody, sem er orðinn 61 árs gamall, er sagður hafa farið fram á að hin 26 ára gamla Soon- Yi undirriti afar sérstakan kaupmála. Meira
16. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 193 orð

Nýjasti strandvörðurinn í "Baywatch"

NÝJASTI leikarinn í "Baywatch" heitir Michael Bergin og er fyrrverandi fyrisæta, meðal annars fyrir Calvin Klein nærbuxur en þær auglýsingar vöktu talsverða athygli meðal kvenþjóðarinnar. Fyrri afrek kappans í leiklistinni er hlutverk í þáttunum "Central Park West" sem hætt var að framleiða eftir stutta viðdvöl á sjónvarpsskjám vestra. Meira
16. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 179 orð

Of mikill kommúnisti fyrir Blair

DAMON Albarn, söngvari hljómsveitarinnar Blur sem treður upp í Laugardalshöll í lok mánaðarins, hefur greint frá því að hann hafi hafnað heimboði Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands. Ástæðan sem hann gaf upp var sú að hann væri kommúnisti. Albarn lýsti því yfir fyrir síðustu kosningar að hann hygðist kjósa Verkamannaflokkinn. Meira
16. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 118 orð

Réttur aldur Earthu Kitt fundinn

SÖNGKONAN síunga Eartha Kitt komst nýlega að því hversu gömul hún er í raun og veru. Flestir skemmtikraftar vilja halda aldri sínum leyndum og forðast umræður um fæðingarár og aldur. Meira
16. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 164 orð

Skilnaður fyrir dómstóla

ANTHONY Quinn neyðist til að fara fyrir rétt með skilnað sinn og Iolöndu, eiginkona hans til 32 ára, svo lausn fáist í málið. Quinn er ekki tilbúin til að reiða af hendi helming eigna sinna sem eru metnar á um 1,2 milljarða króna. Meira
16. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 274 orð

Var Reeves myrtur?

HOLLYWOOD býr yfir nokkrum góðum sögum svo kvikmyndagerðarmenn þurfa ekki að leita langt yfir skammt ef þeir þekkja sína heimamenn. Sannar sögur eru vinsælt viðfangsefni og nú hafa Permut Presentations og Citadel Entertainment tryggt sér réttinn til að kvikmynda sögu George Reeves, leikarans sem fór fyrstur með hlutverk Superman í sjónvarpi, Meira
16. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 599 orð

Viturra manna land SÍÐASTLIÐINN sunnudag vitnu

SÍÐASTLIÐINN sunnudag vitnuðu tveir ritstjórar í þriðja ritstjórann og höfðu eftir honum, að ritstjórastarf á fjölmiðli jafngilti ráðherraembætti. Aldrei hljóp slíkur vindsperringur í okkur hér á árum áður. Aftur á móti gat stríðni okkar birst í því að þykjast vera lélegir flokksmenn. Meira

Umræðan

16. ágúst 1997 | Aðsent efni | 1147 orð

Aðgengi og umönnun sjúklinga á bráðasjúkrahúsum hefur versnað verulega

HAFA áherslur í heilbrigðismálum breyst? Menn skulu dæma af eftirfarandi frásögn. Með nokkurra daga millibili voru 50 sjúklingar lagðir inn á eitt af sérgreinasjúkrahúsum borgarinnar, bráðainnlögn. Margir þessara bráðasjúklinga fengu ekki pláss á stofum heldur vistuðust á göngum, stólum og í skúmaskotum. Meira
16. ágúst 1997 | Aðsent efni | 698 orð

Eru börn umhverfisslys?

Í MORGUNBLAÐINU 12. ágúst birtist grein undir fyrirsögninni "Umhverfisslys í Elliðaárdal". Greinina ritar Júlíus Hafstein, fyrrverandi formaður umhverfismálaráðs. Hrædd er ég um að Júlíus hafi skotið illilega yfir markið í þetta sinn. Áningarstaður fyrir fjölskyldufólk Málið snýst um að gera áningarstað fyrir fjölskyldufólk í Elliðaárdalnum. Meira
16. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 172 orð

Forsetanum á ekki að hlífa umfram aðra

Í TILEFNI af grein dr. Gunnlaugs Þórðarsonar um "Forsetakjör með eftirköstum", sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. ágúst sl. Ég sem er gamall lesandi Morgunblaðsins vil lýsa yfir ánægju minni með grein dr. Gunnlaugs, og get tekið undir flest af því sem þar kemur fram nema að einu leyti. Meira
16. ágúst 1997 | Aðsent efni | 993 orð

Gengisáhætta fyrirtækja

NOKKUR umræða hefur átt sér stað undanfarið um gengisþróun gjaldmiðla og þau áhrif sem hún hefur á afkomu fyrirtækja hér á landi. Af þeirri umræðu má ráða að almennt telji stjórnendur fyrirtækja sig varnarlausa gagnvart gengisáhættu. Það sé eins konar happdrætti hvaða áhrif þróun í gengi gjaldmiðla hafi á rekstur fyrirtækjanna og ekki sé annað að gera en að sætta sig við afleiðingarnar. Meira
16. ágúst 1997 | Aðsent efni | 582 orð

Hvers vegna keppast menn við að "grilla" ljóðhefðina

Á ÞESSUM tíma árs virðist áhugi hvað mestur á því að grilla margskonar mat til bragðbætis. Grillveislur eru því í hátísku. Því miður eru áhrifin þveröfug, þegar ljóðagerðin er annarsvegar. Svokölluð prósaskáld ákváðu að endurnýja ljóðhefðina með því að grilla burt úr henni höfuðstaf, stuðla, rím og hrynjandi. Meira
16. ágúst 1997 | Aðsent efni | 316 orð

Hvers vegna kviknar í sjónvarpsviðtækjum?

NÚ HEFUR orðið enn einn bruninn af völdum sjónvarpstækis. Fólki er ráðlagt að slökkva ávallt á tækjunum, þegar hætt er að horfa á þau. Áður hefur verið vakin sérstök athygli á því að slökkva ekki með fjarstýringu, því þá er áfram spenna á hluta rásar tækisins. Meira
16. ágúst 1997 | Aðsent efni | 538 orð

Sjónarmið Benjamíns og Beckers

TVEIR vinir mínir, Benjamín Eiríksson, og Gary Becker, hagfræðiprófessor í Chicago, hafa ekki getað samþykkt allar röksemdir mínar í deilunum um kvótakerfið íslenska, ýmist opinberlega eða í einkaviðræðum. Grein Benjamíns hér í blaðinu á föstudaginn gefur mér kærkomið tækifæri til að svara. Meira
16. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 283 orð

Skógarferð út í bláinn

HINN 12. ágúst síðastliðinn bar það til tíðinda í Reykjavík þótt ekki færi hátt að Skógræktarfélag Reykjavíkur auglýsti skógarferð "út í bláinn". Með því vill félagið kveikja neista í félagsstarfi og margt bendir til að það hafi nú tekist. Að þessu sinni var farið að Stíflisdal í Þingvallasveit en þar hefur Karl Eiríksson flugmaður starfað að trjárækt við dálítið sérstök skilyrði. Meira
16. ágúst 1997 | Aðsent efni | 846 orð

Tengsl íslensku krónunnar við Evrópumyntir

TÖLUVERÐUR vaxtamunur er á óverðtryggðum skuldbindingum gagnvart helstu viðskiptalöndum Íslands. Þessi staðreynd endurspeglar tvö mikilvæg atriði í íslenskum efnahagsmálum. Í fyrsta lagi á íslenska krónan ekki langan alþjóðlegan feril að baki og nýtur því ekki fulls trúverðugleika. Í öðru lagi er ástand efnahagsmála hér á landi allt annað en í mörgum viðskiptalöndum Íslands. Meira

Minningargreinar

16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 704 orð

Alfreð Guðnason

Með nokkrum orðum vil ég kveðja Alfreð Guðnason. Kynni mín af Alfreð hófust þegar ég fór að skifta mér af málefnum Vmf. Árvakurs á Eskifirði og síðar þegar ég varð formaður Alþýðubandalagsfélags Eskifjarðar. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 209 orð

Árna Vignisson

Fljótlega eftir að við krakkarnir á Höfðavegi 5 fórum að sjá til jökla og fjarðar fórst þú, kæri vinur, að verða meiri og meiri partur af lífi okkar. Í eldhúsinu með kaffibolla, hlæjandi með bakföllum man ég þig spilandi við okkur krakkana Hornafjarðarmanna eða að kenna okkur mannganginn í skáklistinni. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 106 orð

ÁRNI SIGURBERGUR VIGNISSON

ÁRNI SIGURBERGUR VIGNISSON Árni Sigurbergur Vignisson fæddist í Lundi á Höfn 27. febrúar 1936. Hann lést hinn 10. ágúst síðastliðinn, á sextugasta og öðru aldursári. Foreldrar hans voru Vignir Jónsson múrari, frá Árnanesi í Nesjum, og Rannveig Þórunn Gísladóttir, húsmóðir, frá Vagnsstöðum í Suðursveit. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 433 orð

Ársæll Júlíusson

Ársæll nafni minn fór ungur að stunda sjómennsku, fyrst á árabát frá Mjóafirði. Þegar hann kom til Norðfjarðar réri hann með föðurbróður sínum Gísla Bergs á bát sem hét Eros, oft kallaður Rosi. En síðan á Björgu á sumar- og haustvertíðum. Árið 1926 hófu nafni og Þorsteinn faðir minn útgerð sem þeir bræður gerðu út í félagi um 35 ára skeið. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 265 orð

Ársæll Júlíusson

Elsku afi minn. Núna er komið að kveðjustund þó aldrei muni ég kveðja þig alveg því minningin um þig, kærleik þinn og ást, mun ávallt vera mér ofarlega í huga. Ársæll afi var sannur maður og góður sem ávallt bar hag ástvina sinna fyrir brjósti. Þau afi og Bjarney amma bjuggu nær allan sinn búskap í Neskaupstað, nánar tiltekið í húsinu Sægarði. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 483 orð

Ársæll Júlíusson

Í djúpri hryggð kveðjum við í dag elskulegan afa okkar í hinsta sinn. Á kveðjustund sem þessari er efst í huga okkar þakklæti fyrir að hafa hlotnast að eiga svona einstakan afa eins og Sæli var. Alltaf tók hann á móti okkur opnum örmum, hress og kátur. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 218 orð

ÁRSÆLL JÚLÍUSSON

ÁRSÆLL JÚLÍUSSON Ársæll Júlíusson, fyrrum útgerðarmaður í Neskaupstað, fæddist á Rima í Mjóafirði 29. júní 1902. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað hinn 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrik Júlíus Ásmundsson, sjómaður, f. 30. júní 1869, d. 22. mars 1941, og Sigrún Pálsdóttir, húsmóðir, f. 19. júní 1867, d. 23. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 32 orð

Ársæll Júlíusson Elsku afi minn og nafni. Ég mun ávallt sakna þín sárt og minnast allra skemmtilegu og góðu stundanna okkar

Ársæll Júlíusson Elsku afi minn og nafni. Ég mun ávallt sakna þín sárt og minnast allra skemmtilegu og góðu stundanna okkar saman. Ég veit að þér líður vel núna. Þinn afastrákur, Ársæll Axelsson. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 156 orð

Björn Stefánsson

Félagsfólk í Kaupfélaginu á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík minnist Björns Stefánssonar af hlýhug og þakklæti. Hann var hér kaupfélagsstjóri í 15 ár á árunum 1939-54, en kom fyrst til starfa fyrir félagið 1937-38. Birni fórust öll störf í þágu Kaupfélagsins einstaklega vel úr hendi. Hann var traustur og ráðagóður stjórnandi og átti mjög gott með að starfa með fólki. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 411 orð

Björn Stefánsson

Birni föðurbróður mínum kynntist ég fyrst að nokkru ráði þegar ég fékk að koma stelpuhnokki og salta síld sumarpart á kaupfélagsplaninu á Siglufirði. Þetta var á gullaldarárum Siglufjarðar, næg atvinna, bjartsýni og kapp ríkjandi. Björn var þá kaupfélagsstjóri í þessum líflega bæ, atorkusamur og metnaðarfullur og unni sér lítillar hvíldar. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 211 orð

Björn Stefánsson

Sólin gengur til viðar, það er óumbreytanlegt. Allir menn hafa hlotið þann skapadóm að falla fyrir brugðnum brandi dauðans fyrr eða seinna. Allir verða jafnir fyrir lögunum þegar dauðann ber að. Hvort menn hafa verið fátækir eða auðugir skiptir engu máli. Það er staðreynd er ekki orkar tvímælis. Auður og völd ná ekki út yfir gröf og dauða. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 589 orð

Björn Stefánsson

Stundum er sagt að ekki verði héraðsbrestur þegar háaldrað fólk fellur frá. Það hafi þegar skilað öllu sínu og aðrir hafi tekið við hlutverkinu. Þó er það svo að þegar fólk sem lifað hefur eftir lögmálinu um réttsýni og góðvild kveður, verður tóm eftir. Það er tóm eftir Björn Stefánsson. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 404 orð

Björn Stefánsson

Mig langar að minnast Björns Stefánssonar vinar míns sem nú er látinn háaldraður. Örlögin höguðu því þannig til að með okkur tókst ævarandi vinátta, þegar ég var átta ára gömul árið 1952. Upp frá því talaði hann jafnan mínu máli og varði minn málstað hvernig sem á stóð. Ég var bara þriggja ára þegar pabbi minn, Sigurbjörn Hilmar Jónsson, dó. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 461 orð

Björn Stefánsson

Björn Stefánsson var Austfirðingur. Þegar hann lét af störfum hjá Áfengisvarnarráði eftir rúmlega áratugar fórnfúsa vinnu á þeim vettvangi ­ og var enn innan sjötugs ­ hvarflaði ekki að honum að setjast að í fallegri íbúð sinni og Þorbjargar Einarsdóttur í Kópavogi, því síður að setjast í helgan stein. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 591 orð

Björn Stefánsson

Björn Stefánsson fv. kaupfélagsstjóri andaðist í sjúkrahúsinu í Neskaupstað 5. ágúst, rúmlega 87 ára. Eins og títt var um unglinga á landsbyggðinni vandist Björn snemma allri vinnu til sjós og lands og löngum var það svo að krakkar vissu ekki gjörla hvenær barnleikar hættu og alvörustörf tóku við, því að snemma var unnt að vera í verki með fullorðna fólkinu. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 646 orð

Björn Stefánsson

Þegar ég var yngri voru helstu áhyggjur mínar tengdar dauðanum þær að ef ég myndi deyja fyrir aldur fram biði mín enginn í himnaríki þar sem enginn mér nákominn hafði dáið. Þar til í síðustu viku hafði ég verið svo gæfusöm að svo var enn. Það var svo á tuttugasta og fjórða afmælisdeginum mínum að elskulegi afi minn kvaddi þennan heim og hélt til himna. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 30 orð

BJÖRN STEFÁNSSON Björn Stefánsson fæddist á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð 7. apríl 1910. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í

BJÖRN STEFÁNSSON Björn Stefánsson fæddist á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð 7. apríl 1910. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 5. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stöðvarfjarðarkirkju 15. ágúst. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 28 orð

INGÓLFUR MAGNÚS INGÓLFSSON

INGÓLFUR MAGNÚS INGÓLFSSON Ingólfur Magnús Ingólfsson fæddist 15. október 1936. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 7. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seltjarnarneskirju 15. ágúst. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 468 orð

Ingólfur M. Ingólfsson

Fyrir örfáum dögum barst okkur sú hræðilega harmafregn, á meðan við dvöldum í sumarfríi erlendis, að faðir minn, tengdafaðir og afi væri látinn. Í mínum huga er þetta enn svo óraunverulegt. Það er svo stutt síðan hann var að keyra okkur út á flugvöll, ræðandi um daginn og veginn og hafði líka á orði að hann héldi að hann væri að fá flensu. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 201 orð

Jakobína Björnsdóttir

Elsku amma, okkur langar að minnast þín með nokkrum línum nú þegar þú ert komin til Alla afa á ný. Við viljum þakka þér fyrir þessi yndislegu ár sem við áttum saman þó að við fengjum ekki tækifæri til að hitta þig eins oft og við vildum þar sem þú áttir heima í órafjarlægð frá okkur. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 126 orð

Jakobína Björnsdóttir

Elsku mamma og amma. Drottinn, við þökkum þína miklu náð, í þinni kærleikshönd er allt vort ráð. Þökk fyrir mömmu og ömmu trú og dyggð. Lof sé þér fyrir ljósið, sem hún gaf, sem leiðir okkar för um úfið haf. Þökk sé þér fyrir gengin spor. Gæfurík minning fyllir hjörtu vor. Þökk sé þér Guð. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 135 orð

JAKOBÍNA BJÖRNSDÓTTIR

JAKOBÍNA BJÖRNSDÓTTIR Jakobína Björnsdóttir fæddist á Borgarfirði eystra 22. ágúst 1920. Hún lést 8. ágúst síðastliðinn á heimili sínu. Foreldrar hennar voru Þórína V. Þórðardóttir, ljósmóðir, og Björn Jónsson, söðlasmiður. Systkini Jakobínu voru Ingibjörg, f. 1919, Aðalbjörg, f. 1921, d. 1985, Dagur, f. 1925, d. 1985, Hörður, f. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 371 orð

NILS ALFREÐ GUÐNASON

NILS ALFREÐ GUÐNASON Nils Alfreð Guðnason var fæddur í Finnshúsi, Eskifirði, 20. maí 1915. Hann lést 8. ágúst síðastliðinn á Eskifirði. Foreldrar hans voru hjónin Guðni Jónsson frá Gerði, Reyðarfirði, og Nathelie Krogh frá Þórshöfn í Færeyjum. Guðni og Nathelie giftust 1910 og settust að á Eskifirði þar sem þau áttu heima til dauðadags. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 599 orð

Óskar M.B. Jónsson

Það var um haustið 1992 sem athygli okkar beindist að sérkennilegum hlutum sem stillt var upp í hillu í Hlaðvarpanum, verslun með íslenskt handverk sem nú hefur lagt upp laupana. Þetta voru bakkar og kertastjakar búnir til úr plasthúðuðu blikki af Óskari M.B. Jónssyni, einfaldir í formi og uppbyggingu, undir áhrifum frá alþjóðlegri strangflatarlist og frumstæðri skreytikennd. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 30 orð

ÓSKAR M.B. JÓNSSON

ÓSKAR M.B. JÓNSSON Óskar Margeir Beck Jónsson fæddist í Reykjavík 2. mars 1922. Hann lést á heimili sínu 20. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 28. júlí. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 439 orð

Rútur Skæringsson

Hann Rútur afi minn er dáinn og komið er að kveðjustund. Sorgin og söknuðurinn eru sárari en orð fá lýst. Ég á mér yndislegar minningar um hann afa og eru þær mikil huggun á svo erfiðri stund. Ég bjó með mömmu í Víkinni hjá ömmu og afa þar til ég var rúmlega sex ára og eftir að við fluttum í burtu var ég mikið hjá þeim á sumrin. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 528 orð

Rútur Skæringsson

Tengdafaðir minn, Rútur Skæringsson, dó snögglega. Hann var að störfum fram á síðasta dag, einarður og vinnusamur, áhugasamur um öll sín verkefni og í senn vakandi og fastur fyrir í umræðunni um menn og málefni líðandi stundar. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 587 orð

Rútur Skæringsson

Nú er komið að kveðjustund og á þessum sorglegu tímamótum er það þakklæti sem er okkur efst í huga. Við viljum þakka þér fyrir allar ánægjulegu stundirnar sem við áttum saman. Við þökkum þér allan þann hlýhug og alla þá umhyggju sem þú hefur alla tíð sýnt okkur. Það var óskaplega sárt er okkur bárust þau tíðindi að afi hefði skyndilega fallið frá. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 211 orð

Rútur Skæringsson

Andlát afa míns bar brátt að. Það er einkennilegt að hugsa til þess að hann muni ekki standa brosandi í dyragættinni næst þegar ég kem til Víkur. Það hefur alltaf verið notalegt að koma í Víkina til ömmu og afa. Lítil stúlka kunni alltaf vel við sig þar og hafði ævinlega nóg fyrir stafni. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 272 orð

RÚTUR SKÆRINGSSON

RÚTUR SKÆRINGSSON Rútur Skæringsson fæddist á Rauðafelli í Austur Eyjafjöllum 28. apríl 1921. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Skæringur Sigurðsson og Kristín Ámundadóttir, þau eignuðust 14 börn en af þeim komust 11 á legg. Systkini Rúts eru : Sigurþór, f. 6.7. 1909, Aðalbjörg, f. 23.3. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 86 orð

Rútur Skæringsson Þig faðmi liðinn friður guðs og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Vér

Þig faðmi liðinn friður guðs og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg, og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 489 orð

Sólveig Jónsdóttir

Elsku amma okkar, nú ertu farin frá okkur á vit feðra þinna. Við munum ávallt minnast gömlu góðu daganna sem við áttum saman. Þú varst okkur alltaf svo góð og alltaf gátum við leitað til þín ef eitthvað bjátaði á, og áttir þú ráð við öllum okkar vandamálum þannig að alltaf gengum við út með bros á vör. Alltaf vorum við að rifja upp gamlar minningar sem voru þér svo ljóslifandi. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 493 orð

Sólveig Jónsdóttir

Síminn hringdi að morgni 5. ágúst. Flemming sagði okkur að Veiga væri dáin. Við slíkar kringumstæður veit maður aldrei hvað skal segja. Það var svo stutt síðan Veiga frænka hafði verið í sjötugsafmælinu hans pabba og lék á als oddi. Samt vissum við að hún hafði verið mjög veik og hafði talað um að hún myndi jafnvel ekki treysta sér til að koma. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 28 orð

SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR

SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR Sólveig Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1929. Hún lést 4. ágúst síðastliðinn á Landspítalanum í Reykjavík og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 13. ágúst. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 143 orð

Þorgrímur Viðar Jóhannesson

Kæri bróðir, okkur systkinin langar að minnast þín og þakka samfylgdina sem því miður varð allt of stutt. Okkur var það mikið áfall þegar Hörður bróðir dó svona ungur, og ekki datt okkur í hug að þú yrðir næstur. Þú varst búinn að minnka við þig vinnu og hugðir gott til elliáranna og að lifa lífinu. En þá kom höggið og enginn er sáttur við það. En enginn deilir við dómarann. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 298 orð

Þorgrímur Viðar Jóhannesson

Stórt skarð er nú höggvið í systkinahópinn frá Eiðhúsum þar sem Þorgrímur (Bóbó) er látinn. Hann ólst upp í Eiðhúsum og átti þar sitt heimili alla tíð þar til hann flutti í Borgarnes árið '79. Bjó hann með Erlingi bróður sínum í Eiðhúsum í mörg ár og byggði sér þar sína fyrstu íbúð. Meira
16. ágúst 1997 | Minningargreinar | 205 orð

Þorgrímur V. Jóhannesson

Þorgrímur V. Jóhannesson Þorgrímur V. Jóhannesson var fæddur á Eiðhúsum, Miklaholtshreppi, Hnappadalssýslu, 6. nóv. 1931. Hann lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 21. júní síðastliðinn. Þorgrímur var sonur hjónanna Jóhönnu Halldórsdóttur húsfreyju, f. 21. mars 1902, d. 8. júní 1970, og Jóhannesar Þorgrímssonar bónda, Eiðhúsum, f. 16. okt. Meira

Viðskipti

16. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 277 orð

Apple grípur til sparnaðaraðgerða

STEVE Jobs, annar stofnenda bandaríska tölvurisans Apple Computer Inc., hefur tilkynnt öllum starfsmönnum fyrirtækisins bréflega að gripið verði til sérstakra sparnaðaraðgerða, sem eiga að stuðla að meiri "jöfnuði" og "framtaksanda" meðal starfsmannanna. Meira
16. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 331 orð

ÐGengi hlutabréfa fer hækkandi á ný

HLUTABRÉFAMARKAÐUR tók talsverðan fjörkipp í gær eftir stöðugar lækkanir frá því á mánudag. Viðskipti voru talsvert mikil og hækkanir ráðandi sem leiddi til tæplega eins prósenta hækkunar á hlutabréfavísitölu Verðbréfaþings Íslands. Heildarviðskipti dagsins námu rúmum 160 milljónum króna. Meira
16. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 106 orð

ÐRangt hlutfall

Í FRÉTT Morgunblaðsins um hlutabréfamarkað í gær var rangt farið með V/H hlutfall Skeljungs, Flugleiða og Hampiðjunnar. Hið rétta er að þetta hlutfall er 17,9 fyrir Hampiðjuna, 26,7 fyrir Skeljung og 9,0 fyrir Flugleiði. Þessi mistök má rekja til útreikninga er unnir voru fyrir Morgunblaðið og er beðist velvirðingar á þeim. Meira
16. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 80 orð

ÐVirgin hættir ­ Jómfrúin tekur við

JÓMFRÚIN ehf., rekstraraðili Virgin Megastore hefur ákveðið að slíta öllum tengslum við Virgin-keðjuna, þar sem vörumerkið hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem til þess hafi verið gerðar, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Jafnframt verður ný hljómplötuverslun opnuð að Laugavegi 13 í dag undir heitinu Jómfrúin og verður hún rekin samhliða verslun félagsins í Kringlunni. Meira
16. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 145 orð

Framkvæmdastjóri ráðinn

UNDIRBÚNINGSFÉLAG Verðbréfaskráningar Íslands hf. hefur ráðið Gunnlaug Briem sem framkvæmdastjóra félagsins. Tilgangur undirbúningsfélagsins er að koma á rafrænni skráningu á eignarhaldi á verðbréfum á Íslandi. Meira
16. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 216 orð

Hefur margfaldað veltu á hlutabréfamarkaði

TILKOMA fjármagnstekjuskatts hefur stuðlað að verulegri veltuaukningu á hlutabréfamarkaði, að því er fram kemur í grein Magnúsar Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Kaupþingi, í nýjasta fréttabréfi fyrirtækisins. Meira
16. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Kaupfélag falast eftir keppinaut

KAUPFÉLAG Borgfirðinga hefur gert drög að samningi um kaup á Verslun Jóns og Stefáns í Borgarnesi, einum helsta keppinaut félagsins í matvöruverslun á þessu svæði. Stjórn Kaupfélagsins á þó enn eftir að samþykkja samninginn. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Þórarinn V. Meira

Daglegt líf

16. ágúst 1997 | Neytendur | -1 orð

Íslenskir fiskréttir í nýrri bók

ICELAND Review hefur gefið út nýja matreiðslubók á ensku sem nefnist Atlantic Gourmet ­ The Best of Icelandic Seafood. Í fréttatilkynningu frá Iceland Review segir að í bókinni sé að finna uppskriftir að íslenskum fiskréttum, bæði forréttum og aðalréttum og þær séu aðgengilegar og auðveldar. Meira
16. ágúst 1997 | Neytendur | 711 orð

Um 2000 sveppategundir skráðar á hér

MÉR dugir alveg að nota ullblekil, furu- og lerkisveppi til matargerðar, sagði Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, dr. í sveppafræðum, þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar. En hún vinnur á Akureyrarsetri Náttúrufræðistofnunar Íslands, þar sem sveppadeildin er til húsa. Það er frá miðju sumri og fram á haust sem hægt er að tína sveppi. Meira

Fastir þættir

16. ágúst 1997 | Í dag | 417 orð

AÐ ER illþolandi fyrir fólk sem ekki reykir að geta ekki s

AÐ ER illþolandi fyrir fólk sem ekki reykir að geta ekki setzt inn á kaffihús án þess að sitja í eiturskýi þeirra, sem hafa ákveðið að stytta ævina með tóbaksreykingum. Þrátt fyrir ákvæði í lögum um að kaffi- og veitingahús eigi að bjóða gestum upp á reyklaust svæði eru slíkar vinjar vandfundnar á kaffihúsum Reykjavíkur. Meira
16. ágúst 1997 | Í dag | 206 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Þriðjudaginn 19. ágúst nk

Árnað heillaÁRA afmæli. Þriðjudaginn 19. ágúst nk. verður áttræð Laufey Valgeirsdóttir, Skólastíg 14A, Stykkishólmi. Hún tekur á móti gestum í félagsheimilinu Skildi, á morgun, sunnudaginn 17. ágúst frá kl. 15-19. ÁRA afmæli. Áttræð er í dag, laugardaginn 16. Meira
16. ágúst 1997 | Fastir þættir | 1055 orð

Borgarskákmótið á mánudag

Borgarskákmótið 1997 verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur á afmælisdegi borgarinnar mánudaginn 18. ágúst. Mótið hefst kl. 15:00. Á HINU árlega vinsæla Borgarskákmóti eru tefldar sjö umferðir og er umhugsunartíminn 7 mínútur á skákina. Eins og í fyrra mun borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, leika fyrsta leiknum á mótinu. Meira
16. ágúst 1997 | Fastir þættir | 96 orð

BRIDS Opna Hornafjarðarmótið 1997 SKRÁNING er ha

SKRÁNING er hafin í Hornafjarðarmótið sem haldið verður 26. og 27. september nk. Boðið verður upp á mjög hagstæðan pakka frá Reykajvík, eða um 1600 á mann, flug, hótel með morgunmat í tvær nætur og keppnisgjald. Að vanda eru glæsileg verðlaun. 410.000 kr. peningaverðlaun, þar af 160.000 í fyrstu verðlaun, auk fjölda glæsilegra aukaverðlauna s.s. humar, jöklaferðir o.fl. Meira
16. ágúst 1997 | Fastir þættir | 53 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnes

Ágæt þátttaka var í fyrsta spilakvöldi sumarsins hjá félaginu. Spilaður var tvímenningur og sigruðu Björn Dúason og Reynir Karlsson. Spilað verður nk. mánudagskvöld í Félagsheimilinu. Vegna uppbyggingar nýja vegarins verða þátttakendur sem koma úr Keflavík og Garði að fara Helguvíkurveg upp á Sandgerðisveginn. Spilamennskan hefst kl. 20. Meira
16. ágúst 1997 | Fastir þættir | 100 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara

Fimmtudaginn 7. ágúst var byrjað að spila eftir sumarfríið. 23 pör spiluðu Mitchell tvímenning. N/S. Þórarinn Árnason ­ Bergur Þorvaldsson288 Sigurleigur Guðjónss. ­ Oliver Kristóferss.251 Sæmundur Björnsson ­ Jón Andrésson244 A/V. Meira
16. ágúst 1997 | Dagbók | 456 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
16. ágúst 1997 | Fastir þættir | 1191 orð

Einfaldur stíll og þrauthugsaður Persónulegir hlutir hertogahjónanna frá Windsor verða boðnir upp hjá Sotheby´s í New York

ÁSTARÆVINTÝRI hertogans og hertogaynjunnar af Windsor er án efa sögulegasta ástarsaga aldarinnar. Vafalaust hefur fátt á þessari öld orðið bresku þjóðinni slík hneykslunarhella sem það þegar Játvarður VIII Bretlandskonungur tilkynnti þegnum sínum í desember árið 1936 að hann mundi afsala sér konungdómi til að kvænast konunni sem hann elskaði. Meira
16. ágúst 1997 | Fastir þættir | 1624 orð

Elvis lifir! Milljónir aðdáenda Elvis Presleys minnast þess í dag að liðin eru tuttugu ár frá því hann lést á heimili sínu

YFIRSKRIFT þessarar greinar er slagorð sem aðdáendur rokkkóngsins sáluga, Elvis Presley, flíka gjarnan við hátíðleg tækifæri og eiga þá vísast við að svo lengi sem tónlist hans lifir muni minning hans aldrei gleymast. Ekki er ástæða til að gera lítið úr því, þótt hitt megi vafalaust draga stórlega í efa að kóngurinn sé enn á lífi, eins og sumir hörðustu Presley-aðdáendur halda fram. Meira
16. ágúst 1997 | Fastir þættir | 35 orð

Ferming á morgun Ferming í Háteigskirkju kl. 11. Prestur sr. Helg

Ferming í Háteigskirkju kl. 11. Prestur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Fermd verður: Arndís Sif Birgisdóttir, Miklubraut 76. Ferming í Seltjarnarneskirkju kl. 14. Prestur sr. Hildur Sigurðardóttir. Fermdur verður: Björgvin Th. Björgvinsson, Kaplaskjólsvegi 93. Meira
16. ágúst 1997 | Fastir þættir | 716 orð

Guðspjall dagsins: Hinn daufi og málhalti. (Mark. 7.)

Guðspjall dagsins: Hinn daufi og málhalti. (Mark. 7.) »ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Laugardagur: Menningarkvöld kl. 22.30 í Dómkirkjunni. Meira
16. ágúst 1997 | Fastir þættir | 648 orð

Hvað segja þeir um Elvis? SÖNGVARARNIR Björgvin Halldórsson

Björgvin: "Maður fyllist auðvitað ákveðnum söknuði og leiða við tilhugsunina um að Elvis skuli ekki vera lengur á meðal okkar. En hann tók upp svo gífurlegan fjölda af lögum að það er nánast endalaust hægt að sækja í þann sjóð. Í þessum tónlistarbransa er Elvis eins konar táknmynd og eilífur, ef svo má að orði komast. Meira
16. ágúst 1997 | Í dag | 435 orð

ÍKVERJI hefur í sumar staðið í smávægilegum framkvæmd

ÍKVERJI hefur í sumar staðið í smávægilegum framkvæmdum í garði sínum sem reglulega hafa kallað á þjónustu sendiferðabíla og jafnvel vörubíla. Ökumenn þessara tækja hafa nær undantekningarlaust verið hjálpsamir og greiðviknir þegar Víkverji og nágrannar hans þurftu aðstoð við að flytja tæki og efni fram og tilbaka. Meira
16. ágúst 1997 | Fastir þættir | 818 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 914. þáttur

914. þáttur ÞAÐ hlýtur að vera grundvallaratriði að gera greinarmun á eintölu og fleirtölu. Og varla ætti það að vera erfitt. Ef gerandi einhvers verknaðar er formlega séð einn, á sú sögn, sem segir í hverju verknaðurinn er fólginn, auðvitað að vera í eintölu. Einfalt dæmi: Maðurinn fór; hins vegar: mennirnir fóru. Meira
16. ágúst 1997 | Fastir þættir | 227 orð

Lífs eða liðinn ?

Sögusagnir um að Elvis væri á lífi og við góða heilsu komust á kreik aðeins nokkrum mánuðum eftir jarðarförina á herrasetri hans Graceland í Memphis. Á nýársdag 1978 taldi Mike nokkur Joseph sig hafa séð hann á bak við gluggatjöldin, þar sem hann horfði brosandi á gröfina og fólkið sem þar hafði safnast saman til að votta minningu hans virðingu sína. Meira
16. ágúst 1997 | Í dag | 486 orð

Lítið um vinningana FULLORÐIN kona hringdi og sagði að henn

FULLORÐIN kona hringdi og sagði að henni þættu fáir vinningar inni í kókflöskutöppunum frá Vífilfelli. Hún segist vera búin að kaupa ótal margar flöskur, en aldrei sé neinn vinningur í tappanum. Þá sagðist hún vita um fjölda fólks sem aldrei hefur fengið vinning, þótt flöskurnar séu margar sem það er búið að kaupa. Hún hefði gaman af að vita hvert vinningshlutfallið í þessu happdrætti er. Meira
16. ágúst 1997 | Fastir þættir | 798 orð

Sálarlífið í umferðinni

Umferðin Spurning: Er hægt að ráða í skapsmuni fólks og andlegt jafnvægi eftir því hvernig það ekur eða hagar sér í umferðinni? Svar: Það er enginn vafi á því að aksturslag manna og hvernig þeir bregðast við öðrum ökumönnum og taka tillit til þeirra segir margt um skapferli þeirra. Meira
16. ágúst 1997 | Dagbók | 386 orð

Spurt er...

1) Í DAG eru 20 ár liðin frá því að Elvis Presley lét lífið og flykkist fólk til heimaborgar hans, Memphis, til að votta honum virðingu sína. Hvað hétu foreldrar hans? 2) Elvis hefur oft verið kallaður konungur rokksins og um leið og hann hneykslaði foreldra með mjaðmahnykkjum sínum heillaði hann börn þeirra. Meira
16. ágúst 1997 | Fastir þættir | 975 orð

Tími kynbótasýninganna á enda?

FRAMTÍÐ kynbótasýninga á heimsmeistaramótunum virðist í uppnámi eftir mótið í Seljord án þess þó að þar hafi gengið svo mikið á umfram það venjulega að þjóðverjar eru alltaf hundóánægðir og á skjön við önnur aðildarlönd FEIF. Tilgangur með kynbótasýningum á HM er sá fyrst og fremst að kynna það sem aðildarlöndin eru að rækta. Meira
16. ágúst 1997 | Fastir þættir | 133 orð

Upphitunin fór með hann

ÁSGEIR Elíasson þjálfari var þokkalega ánægður með nýja manninn. "Jú jú, það vantaði kannski aðeins upp á þrekið hjá honum, en miðað við að hann hefur ekki æft lengi stóð hann sig bara vel," segir hann og bætir við: "það var greinilegt að upphitunin sat svolítið í honum. Meira
16. ágúst 1997 | Fastir þættir | 655 orð

Það var laglegt!

Ófáir knattspyrnumenn flosna upp í yngri flokkum og sjá eftir því seinna á ævinni. Ívar Páll Jónsson er einn af þeim, en lét núna drauminn rætast og mætti á æfingu hjá Ásgeiri Elíassyni og skjólstæðingum hans í meistaraflokki Knattspyrnufélagsins Fram. Meira

Íþróttir

16. ágúst 1997 | Íþróttir | 23 orð

2. deild karla: KVA - Völsungur0:1 3. deild:

2. deild karla: KVA - Völsungur0:1 3. deild: Hvöt - Tindastóll1:0 Magni - KS1:2 Evrópukeppni Bikarhafa Forkeppni: Meira
16. ágúst 1997 | Íþróttir | 164 orð

4. sigur Fylkis í röð Fylkir bar sigurorð af

4. sigur Fylkis í röð Fylkir bar sigurorð af Reyni í heldur tíðindalitlum leik í gærkvöldi. Sigur Fylkis var sanngjarn en naumur. Lokatölur urðu 2:1. Fylkismenn höfðu töglin og hagldirnar í fyrri hálfleik og kom Kristinn Tómasson þeim yfir á 10. mínútu eftir góðan undirbúning Ómars Bendtsen. Meira
16. ágúst 1997 | Íþróttir | 282 orð

Blikar berjast um bronsið

SÍÐUSTU leikjum í riðlakeppni Norðurlandamóts kvenna í knattspyrnu lauk í Kópavoginum í gær og eftir 1:1 jafntefli Fortuna Hjörring frá Danmörku og sænsku meistaranna ¨Alvsjö er ljóst að Breiðablik leikur við Svíana um bronsið. Úrvalslið KSÍ leikur um 5. sætið. Meira
16. ágúst 1997 | Íþróttir | 1265 orð

Eyjamenn með pálmann í höndunum

Eyjamenn hafa verið á skemmtilegri siglingu í sumar, rutt erfiðum hindrunum úr vegi og bættu enn einni skrautfjöðrinni í hnappagatið á Möltu í fyrrakvöld, þegar þeir fögnuðu sigri í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Steinþór Guðbjartsson velti fyrir sér stöðunni þegar þriðjungur er eftir af Íslandsmótinu og hallast að því að ÍA geti helst veitt ÍBV keppni í baráttunni um titilinn. Meira
16. ágúst 1997 | Íþróttir | 104 orð

FH með örugga forystu

FH-INGAR hafa örugga forystu í bikarkeppni FRÍ eftir fyrri keppnisdaginn á Laugardalsvelli í gærkvöldi. HSK er í öðru sæti og ÍR í þriðja. Keppninni verður fram haldið í dag kl. 15.00. Það sem bar helst til tíðinda á fyrsta keppnisdeginum var að Einar Karl Hjartarson, USAH, reyndi við Íslandsmet, 2,17 metra, í hástökki, en felldi naumlega. Hann sigraði og stökk 1,95 metra. Meira
16. ágúst 1997 | Íþróttir | 50 orð

Fylkir - Reynir S.2:1

1. deild Fylkir - Reynir S.2:1Kristinn Tómasson (10.), Ólafur Stígsson (61.) - Kristján Jóhannsson (57.) Dalvík - Víkingur2:1Rúnar Bjarnason (49.), Þorleifur Árnason (70.) - Sigurjón Kristjánsson (3.). KA - FH0:1Lúðvík Arnarson (53.). Þróttur - Breiðablik3:2Einar Örn Birgisson (18. Meira
16. ágúst 1997 | Íþróttir | 221 orð

Grikkir geta ekki skipulagt stórmót

Primo Nebiolo, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF, gagnrýndi Grikki fyrir skipulagsleysi á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum, sem lauk í Aþenu um liðna helgi, og sagði að framkvæmdin hefði gengið vel fyrir sig eingöngu vegna afskipta IAAF. Meira
16. ágúst 1997 | Íþróttir | 41 orð

Ian Rush til Newcastle IAN Ru

IAN Rush, fyrrum miðherji Liverpool og landsliðs Wales, gekk í gær til liðs við Newcastle og gerði samning til eins árs við Kenny Dalglish, fyrrum samherja hjá Liverpool. Rush, sem er 35 ára, fékk frjálsa sölu frá Leeds. Meira
16. ágúst 1997 | Íþróttir | 77 orð

Knattspyrna England 1. deild: Bradford - Stoke0:0 Nott. Forest - Norwich4:1 Sunderland - Manchester City3:1 Tranmere - Q.P.R.2:1

England 1. deild: Bradford - Stoke0:0 Nott. Forest - Norwich4:1 Sunderland - Manchester City3:1 Tranmere - Q.P.R.2:1 Þýskaland 1. Meira
16. ágúst 1997 | Íþróttir | 298 orð

Kristinn spjaldakóngur

Kristinn Jakobsson, sem var kjörinn besti dómari Íslandsmótsins í fyrra, hefur gefið flest spjöld í Sjóvár-Almennra deildinni eftir 12 umferðir. Hann verður því að teljast spjaldakóngur sumarsins það sem af er. Hann hefur dæmt 8 leiki og gefið í þeim 31 gult spjald og þrjú rauð eða samtals 34 spjöld. Hann hefur því gefið 4,25 spjöld að meðaltali í leik. Meira
16. ágúst 1997 | Íþróttir | 61 orð

McManaman fór fram á 232 millj. kr. í árslaun

McManaman fór fram á 232 millj. kr. í árslaun BARCELONA bauð 1,4 milljarða ísl. kr. í enska landsliðsmanninn Steve McManaman og var Liverpool búið að samþykkja sölu miðvallarspilarans til Barcelona. Það sem stöðvaði kaup Barcelona var launakröfur McManaman, sem fór fram á 232 milljónir ísl. kr. í árslaun. Meira
16. ágúst 1997 | Íþróttir | -1 orð

Mikilvæg stig Dalvíkinga Dalvík sigraði Víki

Mikilvæg stig Dalvíkinga Dalvík sigraði Víking 2:1 í fjörugum og skemmtilegum leik. Víkingar skoruðu í byrjun leiksins. Sigurjón Kristjánsson fékk fyrirgjöf frá vinstri á 3. mínútu og glæsileg kollspyrna hans lenti í þverslá, stöng og marki Dalvíkinga. Heimamenn vöknuðu við þetta og fengu góð færi en tókst ekki að skora í hálfleiknum. Meira
16. ágúst 1997 | Íþróttir | 253 orð

Ólafur í vanda en valdi landsliðið

ÓLAFUR Gottskálksson, sem hefur verið varamarkvörður landsliðsins í knattspyrnu, mætir í leik Liechtenstein og Íslands í riðlakeppni Heimsmeistarakeppninnar nk. miðvikudag. Hibernian mætir Dundee United í skosku bikarkeppninni á útivelli á sama tíma og vildi Jim Duffy, knattspyrnustjóri Hibs, hafa Ólaf í markinu hjá sér, en þar sem Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari, Meira
16. ágúst 1997 | Íþróttir | -1 orð

Rislítið á Akureyri FH-ingar sóttu þrjú stig

Rislítið á Akureyri FH-ingar sóttu þrjú stig norður til Akureyrar er þeir mættu KA og fóru með sigur af hólmi, 1:0. Stigin eru þeim mjög dýrmæt í toppbaráttunni og eru þeir nú með 24 stig í fjórða sæti. KA hinsvegar siglir lygnan sjó með 16 stig í sjötta sæti og ekki líklegt til að blanda sér í baráttuna á toppnum. Meira
16. ágúst 1997 | Íþróttir | -1 orð

ÞRÓTT

ÞRÓTTUR 13 10 2 1 31 10 32ÍR 12 8 2 2 33 14 26BREIÐABL. Meira
16. ágúst 1997 | Íþróttir | 332 orð

Þróttur á beinni braut að sæti í efstu deild

Þróttarar stigu stórt skref í átt að sæti í efstu deild Íslandsmótsins með 3:2 sigri á liði Breiðabliks í gærkvöldi. Um sannkallaðan sex stiga leik var að ræða; bæði lið í toppbaráttu og því barist upp á líf og dauða. Strax í upphafi áttu bæði lið ágætis færi sem þeim tókst ekki að nýta. Meira
16. ágúst 1997 | Íþróttir | 218 orð

(fyrirsögn vantar)

Knattspyrna Laugardagur: NM kvennaliða: Kópavogsv.:Leikið um 5. sæti10.30 Kópavogsv.:Leikið um 3. sæti13.00 Kópavogsv.:Úrslitaleikur15.30 1. deild karla: ÍR-völlur:ÍR - Þór Ak.14.00 2. deild karla: Fjölnisv.:Fjölnir - Þróttur N.14. Meira
16. ágúst 1997 | Íþróttir | 27 orð

(fyrirsögn vantar)

NM meistaraliða kvenna A-riðill: Fortuna (Danmörku) - AIK (Svíþjóð)1:1 Christine Petersen (11.) - J. Carlson (65.). B-riðill Örn (Noregi) - Helsinki (Finnlandi)2:0 Ann Kristin Aarönes (22., 87.). Meira

Fasteignablað

16. ágúst 1997 | Fasteignablað | 42 orð

Blaðatröppur

FÁTT fólk lætur sér detta í hug að nota gömul dagblöð eða myndablöð á tröppur, en það getur eigi að síður komið vel út. Blöðin eru límd niður, lakkað er yfir með sterku lakki og síðan eru kantarnir málaðir með gylltri málningu. Meira

Úr verinu

16. ágúst 1997 | Úr verinu | 735 orð

Gæti haft víðtæk áhrif á fisksölu

ÞÝSKA ríkissjónvarpið sýndi í fyrrakvöld heimildarþátt þar sem fjallað var um hringorma í ferskum fiski. Framleiðendur þáttarins gerðu sams konar þátt fyrir tíu árum sem hafði mikil áhrif á sölu fiskafurða í Þýskalandi. Því er þó spáð að áhrifin verði ekki eins víðtæk nú. Meira
16. ágúst 1997 | Úr verinu | 915 orð

Íslenskur eftirlitsmaður verður sendur í Smuguna

FISKISTOFA hefur ákveðið að senda eftirlitsmann í Smuguna sem ætlað er að ganga úr skugga um hvort ásakanir Norðmanna um smáfiskadráp og brottkast íslenskra togara í Smugunni eigi við rök að styðjast. Meira

Lesbók

16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 319 orð

90 AÐILAR STANDA AÐ FJÖLBREYTTRI DAGSKRÁ Á MENNINGARNÓTT

MENNINGARNÓTT í miðbænum verður formlega sett með dagskrá á Ingólfstorgi kl. 17 í dag. Hátt í 90 aðilar hafa skráð sig til þátttöku víðs vegar í miðbæ Reykjavíkur. Þátttakendur eru margfalt fleiri því fjölmargir listamenn koma fram á hverjum stað. Kristín A. Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 62 orð

AÐ LEYSA LÍFSGÁTUNA

Að leysa lífsgátuna er eins og að glíma við Guð, og geta ekki sigrað. En þótt þú tapir, þá biðstu samt ekki vægðar, heldur hrópar og segir. Ég sleppi þér ekki fyrr en þú hefur blessað mig. Og þegar þú hefur meðtekið blessun hans, þá líður þér eins og þú hafir sigrað heiminn. Höfundurinn býr á Eyrarbakka. Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 134 orð

Á RÚSTUM BEITARHÚSANNA FRÁ VÍÐIMÝRI

Á þessum stað reis íslenzk örbirgð hæst. Og ennþá logar heift hins smáða manns í grænni rúst hins hrunda beitarhúss, sem hýsti forðum eymd og þjáning hans. Vor saga geymir ýmsan auman blett, sem illa þolir dagsins ljós að sjá. Og það mun margan undra, ef að er gætt, hve íslenzk menning reyndist stundum smá. En flest er breytt og fært í nýrra horf. Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 177 orð

BÚKOLLA

Landnámsmennirnir lögðu á hafið, með litlar skrautlegar kýr. Íslenska þjóðin frá örófi alda að þessum stofni býr. Rólegum skepnum heima og í haga og hraust og aldrað varð fólk, sem lifði á saltfiski, súru skyri, sýru og kúamjólk. Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 419 orð

Efni

Snorri Sturluson var mikill listamaður, en sú list að velja sér vini brást honum illa. Með samningum við Þorvald Gissurarson náði hann að seðja fégræðgi sína, en samböndin við Þorvald urðu honum lítil heillaþúfa, segir Hermann Pálsson, fyrrv. Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1309 orð

FJÖLNIR EKKI ENDURBORINN

ÁKVEÐIÐ hugrekki felst í því að ætla að endurvekja eitt sögufrægasta tímarit Íslendinga, Fjölni. Sumir myndu jafnvel kalla það ofdirfsku. Forsvarsmenn hins nýja Fjölnis hafa hins vegar líkt fyrirmynd sinni við kefli sem gangi manna á milli og þeir séu eingöngu að taka við því úr hendi Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 719 orð

GAMLI MAÐURINN OG LÍFIÐ

VEÐURGUÐINN var í æstu skapi og náði sér niður á máttvana mannfólkinu sem átti sér ekki viðreisnar von gegn heiftarlegu hvassviðrinu. Gamli maðurinn barðist við rokið, hélt hattinum á höfðinu með annarri hendi og tókst með erfiðismunum að opna hurðina með hinni og þrengja sér inn á kaffihúsið. Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 269 orð

HÁTTARLAG MANNESKJUNNAR

ÞORBJÖRG Pálsdóttir, myndhöggvari, verður gerð að heiðursfélaga Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík í tilefni af 25 ára afmæli þess. Skúlptúrar Þorbjargar eru mannamyndir, hreyfingar og líkamsstellingar barna og fullorðinna. Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 355 orð

HEIMSINS LENGSTA MYNDLISTARSÝNING

STJÓRNENDUR neðanjarðarlestanna í Stokkhólmi guma af því að þeir standi án efa að lengstu myndlistarsýningu heims. Lítill vafi leikur á því að þeir fara með rétt mál, því stór hluti lestarstöðvanna í Stokkhólmi er prýddur listaverkum, raunar hefur sumum stöðvanna verið gjörbreytt og þær eru nú eitt allsherjarlistaverk um leið og niður í þær er komið. Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 105 orð

HÓLMURINN Í SKAGAFIRÐI

Vallhólmur er vaxinn grasi víður flötur Skagafjarðar leysir andann þrátt frá þrasi þessi dýrðarheimur jarðar. Skarta bláir tignir tindar typptir benda oss í hæðir um þá leika vötn og vindar varmi sólar um þá flæðir. Hér er friður fagurkera fögnuður á hverju vori hófadynur heyrist bera hamingju í léttu spori. Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2433 orð

HVAÐ VARÐ SNORRA AÐ ALDURTILA? EFTIR HERMANN PÁLSSON Örlög Snorra hefðu vafalaust orðið með öðru móti ef hann hefði verið

1. Formáli BÝSNA margar hugmyndir vorar um íslensk örlög á þrettándu öld eru svo háðar Íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar að heita má ógerlegt nú orðið að losna undan áhrifum hennar. Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 219 orð

HVÍTUR

Ástmegir þjóðar þessa sátu bekki, þorstanum stökktu á hið brennda vín. Steinninn er þögull, snillingur úr sýn, sögunni gefnir, bundnir í töfrahlekki. Deyjandi loginn lék um slitna bekki, lifnar í glasi grómað þrúguvín, ganga úr veggjum snillingar í sýn, sögunnar hafa brotið af sér hlekki. Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 133 orð

KAMMERTÓNLEIKAR Á KIRKJUBÆJARKLAUSTRI

ÁRLEGIR kammertónleikar verða á Kirkjubæjarklaustri helgina 22.­24. ágúst. Föstudags- og laugardagstónleikar verða kl. 21 en á sunnudag kl. 17 og dagskráin er breytileg frá degi til dags. Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 706 orð

KLEIFABÚI 50 ÁRA

Nítján hundruð nefna má nú með geði hlýju upp nam rísa seggur sá sjö og fjörutíu. Svo orti faðir okkar Kristleifur Jónsson þegar Kleifabúi var risinn á stalli sínum sumarið 1947. Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 323 orð

LEIT AÐ ÆTTINGJUM Á ÍSLANDI Í 20 ÁR

Doris Herter Williams, 19632 N. Marble Drive, Sun City West, Arizona 85375- 4127, spyr: Þekkir einhver afa minn og móður af þessum myndum? Doris hefur gert margar tilraunir til að finna upplýsingar um afa sinn og ömmu og skyldfólk á Íslandi, allar árangurslausar. Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 703 orð

MENNINGARVEISLA Í FARANGRINUM

OPNUNARKVÖLD sýningarinnar ber upp á Menningarnótt í miðbænum. Sýningin hefst kl. 20 og stendur fram eftir kvöldi. Myndlistamennirnir eru 12 og koma allir frá Norður-Ítalíu, því svæði sem nefnt er Lambardía. Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 437 orð

MINNA Á ÞÖRF FYRIR TÓNLISTARHÚS

TÓNLISTARVEISLA er yfirskrift tónleikanna, sem verða í kvöld í gamla Sjálfstæðishúsinu,Sigtúni, mötuneyti pósts og síma við Austurvöll þar sem á fjórða tug flytjenda leikur kammertónlist á Menningarnótt Reykjavíkur. Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari er frumkvöðull og skipuleggjandi tónlistarveislunnar og leikur jafnframt þrjú verk á tónleikunum ásamt öðrum. Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 425 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 920 orð

SÓKRATES OG KONURNAR

NÝLEGA rakst ég á niðurstöður breskrar könnunar sem gerð hafið verið meðal framhaldsskólanemenda þar í landi. Í ljós kom að almennt hentaði piltunum betur að taka við fróðlek í fyrirlestrarformi á meðan stúlkur vildu frekar vinna í litlum hópum, fá að ræða málin og meðtaka námsefnið þannig. Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2994 orð

STJÚPA SKÁLDSINS Á SANDI EFTIR ÚLFAR BRAGASON Þóroddur Guðmundsson gerir talsvert úr því að Guðmundur á Sandi og alsystkin hans

Íbók sinni Húsfreyjan á Sandi: Guðrún Oddsdóttir (Hafnarfjörður: Skuggsjá, 1976) segir Þóroddur Guðmundsson að Erlingi, föðurbróður sínum, hafi mislíkað bók sín um föður sinn, Guðmundur Friðjónsson: Ævi og störf(Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1950). Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2283 orð

STÖÐUG HÚS OG HREYFANLEG EFTIR GUNNAR STEFÁNSSON Um ritgerðir og skáldskap Kristjáns Karlssonar, sem höfundurinn telur að hafi

Bókmenntafræðingur og skáld; ­ það er algengt orðið að slíkt fari saman í einni persónu og hefur raunar verið lengur en ætla mætti. Elsta dæmið í íslenskri bókmenntasögu er víst Grímur Thomsen. Margir samtímahöfundar vorir hafa lagt stund á bókmenntir í háskóla þótt fæstir hafi skrifað nokkuð eftirminnilegt um þau fræði. Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 788 orð

SVIPMYNDIR FRÁ KANADA

SÝNING á verkum myndlistamannanna David Askevold og Árna Haraldssonar verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag kl. 14. Listamennirnir koma hingað til lands frá Kanada og eru þátttakendur í ON Iceland 1997. Árni Haraldsson er af íslensku bergi brotinn en fluttist til Bandaríkjanna ungur að aldri og hefur búið í Vancouver í Kanada sl. 19 ár. Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1368 orð

ÚT TIL STJARNANNA

Það tók bandaríska stjörnufræðinginn Carl Sagan, sem lést í fyrra, 17 ár að koma sögu sinni um samband jarðarbúa við verur utan úr geimnum á hvíta tjaldið að sögn ARNALDS INDRIÐASONAR Bandaríski leikstjórinn Robert Zemeckis hefur nú kvikmyndað hana með Jodie Foster í hlutverki stjörnufræðings sem finnur boð frá stjörnukerfi langt, langt í burtu Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 726 orð

YNGSTU SÖNGVARARNIR OG EINSÖNGSPERLAN

ÍSLENSKIR einsöngvarar flytja gestum Menningarnætur í Reykjavík íslensk einsöngslög í dag á stóra sviði Borgarleikhússins á ljóðatónleikum Gerðubergs. Yfirskrift tónleikanna er Íslenska einsöngslagið og hefjast tónleikarnir kl. 14.30, en fram koma átta einsöngvarar af yngstu kynslóðinni. Meira
16. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 770 orð

ÖFLUG STARFSEMI FRÁ FYRSTA DEGI

MYNDHÖGGVARAFÉLAGIÐ í Reykjavík á 25 ára afmæli um þessar mundir. Í dag verður opnuð sýning félagsmanna í húsnæði Myndhöggvarafélagsins á Nýlendugötu 15. Í tilefni af Menningarnótt í miðbænum verður sýningin opin frá kl. 14 til 23 í kvöld. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.