Greinar fimmtudaginn 21. ágúst 1997

Forsíða

21. ágúst 1997 | Forsíða | 185 orð | ókeypis

Brottflutningur frá Montserrat hafinn

BRETAR hófu í gær brottflutning fólks frá eynni Montserrat í Karíbahafinu þar sem eldsumbrot hafa valdið miklu tjóni undanfarið. "Brottflutningurinn fer skipulega fram og fólk fjölmennir ekki brott," sagði talsmaður breska utanríkisráðuneytisins. Meira
21. ágúst 1997 | Forsíða | 76 orð | ókeypis

Bögglar aftur af stað

TVEGGJA vikna verkfalli stærsta bögglasendingafyrirtækis heims, UPS í Bandaríkjunum, lauk í gær. Á myndinni ekur fyrsti sendibíllinn út úr bækistöð fyrirtækisins í New York í gær. Talsmenn UPS búast við að verkfallið minnki markaðshlutdeild þess en fyrirtækið flutti 12 milljónir pakka á dag fyrir verkfall. Meira
21. ágúst 1997 | Forsíða | 112 orð | ókeypis

Flak Gaul fundið

FLAK breska togarans Gaul er fundið á hafsbotni í Norður-Íshafi en hann hvarf með 36 manna áhöfn með grunsamlegum hætti í febrúar 1974. Flak togarans fann bresk-norskur sjónvarpsleiðangur og liggur það á tæplega 90 metra dýpi 110 kílómetra norður af Hammerfest, að sögn blaðsins Haugesunds Avis. Hvarf Gauls þótti hið grunsamlegasta og m.a. Meira
21. ágúst 1997 | Forsíða | 265 orð | ókeypis

Mír nýtir sólarljós á ný

ÁHÖFN rússnesku geimstöðvarinnar Mír hefur gert mögulegt að nauðsynlegar viðgerðir á stöðinni hefjist á morgun, með því að stilla henni þannig að sólarljós nýtist til raforkuframleiðslu, að því er fulltrúar stjórnstöðvar á jörðu niðri greindu frá í gær. Meira
21. ágúst 1997 | Forsíða | 195 orð | ókeypis

Samþykkja stjórn í Íran

ÞINGIÐ í Íran staðfesti í gær nýja ríkisstjórn Mohammads Khatamis forseta en litið er á það sem stuðningsyfirlýsingu við umbótastefnu hins hófsama forseta. Öll ráðherraefnin 22 voru samþykkt þrátt fyrir harða andstöðu afturhaldsafla gegn nokkrum þeirra. Meira
21. ágúst 1997 | Forsíða | 137 orð | ókeypis

Wallenberg sagður myrtur

OLEG Gordíevskí, fyrrverandi ofursti í sovésku leyniþjónustunni, KGB, heldur því fram í nýrri bók, Blindi spegillinn, að sænski stjórnarerindrekinn Raoul Wallenberg hafi verið myrtur er hann neitaði að gerast sovéskur njósnari. Meira

Fréttir

21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 197 orð | ókeypis

200 þús. fyrir upplýsingar og efni

VIÐ embætti lögreglustjórans í Reykjavík var til sérstök bankabók sem notuð var til að geyma peninga, sem greiddir voru fyrir upplýsingar frá fíkniefnaheiminum. Rúmlega 200 þúsund krónur voru notaðar í þessu skyni af bókinni á nokkrum árum. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 223 orð | ókeypis

Áhugaverðar byggðaleifar

MARGRÉT Hermanns-Auðardóttir fornleifafræðingur og Libby Urquart umhverfisminjafræðingur fóru á dögunum í forkönnunarleiðangur að Litlu- Núpum í Aðaldal, en sá staður er afar áhugaverður með aldur upphafs byggðar hér á landi í huga. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð | ókeypis

Árekstur við framúrakstur

KONA slasaðist þegar bíll sem hún var farþegi í ók aftan á dráttarvél með kerru í Öxnadal um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var konan ekki talin mjög alvarlega slösuð, en hún gekkst undir rannsókn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í gærkvöldi. Karlmaður og tvö börn sem voru með konunni í bílnum sluppu ómeidd. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð | ókeypis

Bílslys á Lagarfljótsbrú

BÍLL stórskemmdist eftir að hann rann til á brúnni yfir Lagarfljót í fyrrinótt og kastaðist á milli brúarhandriðanna. Tveir voru í bílnum og voru þeir fluttir á heilsugæslustöðina á Egilsstöðum en meiðsli þeirra reyndust ekki vera alvarleg. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð | ókeypis

Bílvelta í Aðaldal

TVEIR útlendingar sluppu nær ómeiddir eftir að bíll sem þeir voru í valt í Aðaldalshrauni. Að sögn lögreglu er verið að vinna við vegaframkvæmdir þar sem óhappið varð og er þar ómalbikaður kafli. Þegar bílnum var ekið út á mölina missti bílstjórinn stjórn á honum og valt hann út af veginum og hafnaði á hvolfi. Fólkið var fast inni í bílnum en lögreglu tókst að losa það. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 402 orð | ókeypis

Boðið að semja tónlist fyrir 20th Century Fox

ÍSLENSKI fjöllistahópurinn Gus Gus mun sýna fjórar stuttmyndir sínar á Edinborgarhátíðinni í dag og síðan sitja fyrir svörum fjölmiðlafólks og annarra áhugasamra í um einn og hálfan tíma, þar sem m.a. verður rætt um samspil tónlistar hópsins og myndanna, að sögn Baldurs Stefánssonar framkvæmdastjóra hópsins. En hópurinn hefur m.a. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð | ókeypis

Djass- og blúshátíð haldin á Selfossi

HELGINA 15.­17. ágúst fór fram á Selfossi mikil djass- og blúshátíð. Þetta er annað árið í röð sem hátíðin fer fram en aðstandendur hennar eru tónlistaráhugafólk á Selfossi. Hátíðin fór þannig fram að tónleikar voru á föstudags- og laugardagskvöld í Hótel Selfossi. Föstudagskvöldið var tileinkað blúsnum og á laugardagskvöldið réð djassinn ríkjum. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 205 orð | ókeypis

ÐAukið vægi Keflavíkurflugvallar í flugi til Norður-Ameríku

KEFLAVÍK var í fyrra átjándi stærsti flugvöllur Evrópu fyrir farþegaflug til Bandaríkjanna. Fyrstu níu mánuði ársins flugu 283 þúsund farþegar frá Keflavíkurflugvelli vestur um haf. Nam aukningin 13,4% miðað við árið 1995 en 61,1% sé miðað við fimm ára tímabil. Kastrup-flugvöllur við Kaupmannahöfn er litlu ofar á listanum en Keflavík eða í 16. sæti. Meira
21. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 582 orð | ókeypis

Efnahagur Montserrat í rúst á tveimur árum

FYRIR tveimur árum var eyjan Montserrat áfangastaður ferðamanna í leit að lystisemdum og ráðamenn þar voru um það bil að binda enda á nýlendutengslin við Breta. Eldsumbrot hafa nú gerbreytt stöðu eyjarinnar. Þar er allt í rúst og brottflutningur íbúa er hafinn. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð | ókeypis

Eigendaskipti á Uno Danmark

NÝIR rekstraraðilar tóku við versluninni Uno Danmark, Vesturgötu 10a. Þetta eru þau Sigríður Oddný Stefánsdóttir og Ragnar Sigurjónsson. Verslunin sérhæfir sig í bómullarvörum sem eru lausar við formaldehýð og önnur ofnæmisvaldandi efni. Fötin er hönnuð, ofin, sniðin, saumuð og lituð í Danmörku. Verslunin er opin alla virka daga frá kl. 10­18 og laugardaga kl. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 156 orð | ókeypis

Einsetnum skólum fjölgar

EINSETNUM skólum í Reykjavík fjölgar um fjóra á komandi skólaári. Seljaskóli, Árbæjarskóli, Grandaskóli og Engjaskóli verða allir einsetnir. Tveir fyrstnefndu skólarnir verða einsetnir vegna fækkunar í viðkomandi hverfum. Byggt hefur verið við Grandaskóla og nýtt hús Engjaskóla verður tekið í notkun. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 429 orð | ókeypis

Ekki hrifinn af brennivíninu

"VIÐ töluðum um ýmislegt, til dæmis sagði ég honum að ég ætti kött og hann sagðist eiga bæði hund og kött. Mér fannst hann mjög sætur svona órakaður," sagði Lilja Ósk Sigurðardóttir, sem verður 10 ára á þriðjudag. Hún hitti John F. Kennedy yngri og félaga hans í Grunnavík á Hornströndum sl. föstudag. Meira
21. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 58 orð | ókeypis

Eldflaug skotið á loft

BRETINN Steve Bennett hyggst skjóta þessari eldflaug á loft á næstunni og vonast til þess að hún nái fimmtán mílna hæð. Hann nefnir eldflaugina "Lexx" og hún er tæplega sjö metra löng. Ráðgert var að skjóta henni á loft frá Northumberland í Norður-Englandi í gær en því var frestað vegna slæms skyggnis og roks. Meira
21. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 310 orð | ókeypis

Eldvarnarkerfi hefði getað afstýrt slysi

ELDVARNARKERFI og þrýstijöfnunarbúnaður í fremri vörulest hefðu getað komið í veg fyrir að DC-9 þota bandaríska flugfélagsins ValuJet færist í Flórída og með henni 110 manns. Er þetta niðurstaða rannsóknanefndar bandaríska samgönguöryggisráðsins (NTSB), og fréttastofan Associated Pressgreindi frá á þriðjudags. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 187 orð | ókeypis

Enn ördeyða í Smugunni

"ÞAÐ ER algjör ördeyða hér núna, um tvö tonn í holi eftir 12 tíma tog eða meira," sagði Þorsteinn Harðarson, skipstjóri á Frosta ÞH frá Grenivík, í samtali við Morgunblaðið í gær en skipið er að veiðum í Smugunni. Nú eru 29 íslensk skip að veiðum vestarlega í Smugunni, alveg við Noregslínuna að sögn Þorsteins. Meira
21. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 528 orð | ókeypis

Eystrasaltsríkjum boðið inn fyrir girðingu"

DÖNSK stjórnvöld standa nú í samningaviðræðum á vettvangi Atlantshafsbandalagsins, NATO, og við bandarísk varnarmálayfirvöld um framtíðarhlutverk svæðishöfuðstöðva bandalagsins í Karup á N-Jótlandi. Hans Hækkerup, varnarmálaráðherra Danmerkur, berst fyrir því að í Karup verði annars vegar komið upp herstjórnareiningu með þátttöku fulltrúa frá þeim samstarfsríkjum NATO í Austur-Evrópu, Meira
21. ágúst 1997 | Fréttaskýringar | 1899 orð | ókeypis

Ég er komin á græna grund

JÓNA Sigríður Jónsdóttir hafði nýlokið við að fá sér blund þegar blaðamann bar að garði. Hún lá í rúminu með teppi yfir fótum sér, en var fljót að setjast upp og taka á móti gestinum. "Ég er búin að tralla og ralla í allan morgun," segir hún hress í bragði og á þá við svokallaða morgunstund, sem boðið er upp á á Elliheimilinu Grund þar sem hún dvelur. Meira
21. ágúst 1997 | Miðopna | 402 orð | ókeypis

Fé tekið af sérstakri bankabók Upplýsingar vegna fíkniefnamála voru um nokkurra ára skeið keyptar með peningum af sérstakri

SAMKVÆMT upplýsingum Morgunblaðsins kemur fram í gögnum um rannsókn Atla Gíslasonar, setts rannsóknarlögreglustjóra til að rannsaka samskipti fíkniefnalögreglunnar við dæmdan fíkniefnasala, að við embætti lögreglustjórans í Reykjavík hafi verið til sérstök bankabók sem notuð hafi verið til að geyma peninga sem greiddir voru fyrir upplýsingar frá fíkniefnaheiminum. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 285 orð | ókeypis

Forsenda fyrir kvóta í rússneskri lögsögu

TVÍHLIÐA rammasamningur Íslands og Rússlands um samstarf og samskipti á sviði sjávarútvegs var áritaður af samningamönnum ríkjanna í Moskvu í gær. Jóhann Sigurjónsson, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands, segir að samningurinn sé forsenda fyrir að Íslendingum gefist kostur á þeim heimildum í rússnesku lögsögunni, Meira
21. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 497 orð | ókeypis

Fréttir um fólksflótta frá Vestfjörðum gagnrýndar

Ísafirði-Forsvarsmenn sveitarfélaga á Vestfjörðum gagnrýna fréttir sem birst hafa undanfarið í dagblaði um fólksflótta úr byggðarlaginu, og benda á að fólk sé einnig að flytja til svæðisins. Dagblaðið DV hefur birt fréttir um að 60 manns séu að flytja frá Patreksfirði í sumar og að 16 fjölskyldur séu að flytjast brott frá Ísafirði. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 188 orð | ókeypis

Gosi með hjálp sápu hafnað

STJÓRN Náttúruverndar ríkisins hafnaði því að sápa yrði notuð til að framkalla Geysisgos á fundi sínum í gær. Samþykkt var að ráðast í rannsóknir af tvennu tagi og hefjast þær í haust. Aðalheiður Jóhannsdóttir, forstjóri Náttúruverndar ríkisins, sagði að annars vegar yrði kannað hversu mikið þurfi að lækka yfirborðið til að Geysir skvetti úr sér eða gjósi. Meira
21. ágúst 1997 | Miðopna | 833 orð | ókeypis

Grunnur aukins samstarfs og viðskipta Ísland og Rússland náðu í gær samningum um stóraukið samstarf á sviði sjávarútvegs, en

AÐALSAMNINGAMENN Íslands og Rússlands í sjávarútvegsmálum, þeir Jóhann Sigurjónsson og Vjatsjeslav K. Sílanov, settu í gær stafi sína á endanleg drög að tvíhliða samningi ríkjanna um samstarf og samskipti á sjávarútvegssviðinu. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð | ókeypis

Harpa Lind til Kiev í Úkraínu

FEGURÐARDROTTNING Íslands, Harpa Lind Harðardóttir, heldur utan nk. sunnudag, 24. ágúst, til að keppa um titilinn Miss Europe 1997 em keppnin verður að þessu sinni haldin í Kiew í Úkraínu. Um 40 stúlkur taka þátt í keppninni, sem fram fer 6. september, en fram að úrslitadeginum eru keppendur önnum kafnir við æfingar, kynningar og annan undirbúning. Meira
21. ágúst 1997 | Miðopna | 1813 orð | ókeypis

Heimilt innan vissra marka án lagaheimildar Tvisvar hefur Hæstiréttur lagt blessun sína yfir svokallaðar óhefðbundnar

ÚRRÆÐUM lögreglu við rannsókn sakamála má skipta í flokka. Svokallaðar þvingunarráðstafanir svo sem eins og handtaka, líkamsleit, húsleit og gæsluvarðhald skerða mikilvæg réttindi manna og því hefur verið talið að lögregla geti ekki gripið til þeirra nema heimild sé til þess í lögum. Meira
21. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 166 orð | ókeypis

Heimsóttu jafnaldra sína í Svíþjóð

FJÓRTÁN ungmenni frá Húsavík, Akureyri og Dalvík komu í vikunni frá Svíþjóð, þar sem jafnaldrar þeirra í Örnsköldsvik í Norður-Svíþjóð voru heimsótt. Sænsku ungmennin höfðu komið til Akureyrar fyrr í sumar og skoðað sig um víða um Norðurland. Meira
21. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 279 orð | ókeypis

Hersveit umkringir lögreglustöðvar

HERMENN undir stjórn Atlantshafsbandalagsins (NATO) umkringdu í gær lögreglustöðvar í Banja Luka í Bosníu til að styðja Biljana Plavsic, forseta Bosníu- Serba, í valdabaráttunni við harðlínumenn. Um 350 breskir og tékkneskir hermenn voru fluttir í brynvörðum bifreiðum til Banja Luka og umkringdu fjórar lögreglustöðvar og lögregluskóla. Meira
21. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 271 orð | ókeypis

Hun Sen hefur uppi hótanir

HUN Sen, leiðtogi Kambódíu, gagnrýndi Sameinuðu þjóðirnar harkalega í gær vegna ásakana um mannréttindabrot sem fram koma í nýrri skýrslu samtakanna. Sagði hann ónógar sannanir fylgja ásökunum og fór fram á að samtökin sendi nýja starfsmenn til landsins í stað þeirra sem unnu skýrsluna. Meira
21. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 219 orð | ókeypis

Húsið nötraði og skalf

HJÖRTUR Guðmundsson, starfsmaður Véla- og stálsmiðju Akureyrar var að rafsjóða í forsjóðarann í Krossanesverksmiðjunni er sprengingin varð. "Við sprenginguna slokknaði á öllum ljósum í verksmiðjunni og húsið hreinlega nötraði og skalf. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 574 orð | ókeypis

Hæfni jeppanna kom á óvart

DR. ANDERS Modig, frá Sænsku pólstofnuninni (Swedish Polar Research Secretariat - SWEDARP), hefur dvalið hér á landi undanfarna daga og meðal annars farið á Langjökul á öðrum Toyota-jeppanum sem fer til Suðurskautslandsins í haust. Þar verða notaðir tveir sérútbúnir Toyota Land Cruiser jeppar frá Arctic Trucks til ferðalaga og vísindarannsókna í rannsóknarleiðangri undir stjórn Modig. Meira
21. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 221 orð | ókeypis

Ísraelar gera loftárásir á Líbanon

ÍSRAELSHER gerði í gær loftárásir á Líbanon. Fyrsta árásin var gerð á Bekaa-dal í austurhluta landsins þar sem Hizbollah-samtökin hafa bækistöðvar sínar. Önnur árás var gerð á Barja suður af Beirút og rauf hún rafmagns- og vatnslagnir til hafnarborgarinnar Sidon. Samkvæmt upplýsingum frá Líbanon særðust fjórir óbreyttir borgarar í árásunum. Meira
21. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 213 orð | ókeypis

Kjarnorkuver reist í N-Kóreu FYRSTA skóflus

FYRSTA skóflustungan var tekin að nýju kjarnorkuveri í Norður-Kóreu á þriðjudag. Fjögur kapítalísk ríki fjármagna verkið í kommúnistaríkinu. Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn hafa sagt að smíði versins sé lykillinn að því að viðhalda friði á Kóreuskaganum. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð | ókeypis

Krafist framlengingar gæsluvarðhalds

TVEIR menn voru handteknir í fyrrakvöld vegna rannsóknar á innflutningi tæplega 500 e-taflna, sem nú stendur yfir. Annar þeirra var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær í eina viku, eða til 29. ágúst, en hinum var sleppt. Á þriðjudagsmorgun var tveimur mönnum sleppt sem höfðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald þangað til í dag. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 213 orð | ókeypis

Kúmendagar í Viðey

AÐ VENJU verður gönguferð í Viðey á laugardagseftirmiðdag og staðarskoðun heima fyrir eftir hádegi á sunnudag. Kúmenið í Viðey er orðið fullþroska og því upplagt að sækja sér kúmen til vetrarins. Meira
21. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 255 orð | ókeypis

Leikgleðin skein úr hverju andliti

ÞAÐ var líflegt á félagssvæði KA í gærmorgun, er börn í 7. flokki Þórs í knattspyrnu heimsóttu jafnaldra sína í KA og léku við þá nokkra létta æfingaleiki. Leikgleðin skein úr hverju andliti og þarna fóru framtíðarleikmenn félaganna, bæði í karla- og kvennaflokki. KA tefldi fram mun fleiri stelpum í leikjunum en Þór, eða tuttugu á móti tveimur Þórsstelpum. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 579 orð | ókeypis

Læknar vilja einfalda kerfið

LÍTIÐ gerist í samningamálum Tryggingastofnunar ríkisins og sérfræðinga í Læknafélagi Íslands. Enginn fundur hefur verið boðaður en fyrstu uppsagnir sérfræðinga koma til framkvæmda 1. september næstkomandi. Sjúklingar sem fara á stofur til þeirra eftir þann tíma greiða kostnað við þær heimsóknir að fullu án þátttöku Tryggingastofnunar. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 232 orð | ókeypis

Málskotsnefnd sett á laggirnar hjá Lánasjóði ísl. námsmanna

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað þriggja manna málskotsnefnd hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna í samræmi við breytingar sem gerðar voru á lögum um sjóðina á Alþingi sl. vor. Nefndarmenn ásamt 3 varamönnum eru skipaðir til fjögurra ára í senn. Samkvæmt lögum sker málskotsnefnd úr um hvort úrskurðir stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna séu í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð | ókeypis

McDonald's og tóbaksvarnanefnd í samstarfi

FYRIR skemmstu hófu Lyst ehf., sem rekur McDonald's á Íslandi, og tóbaksvarnanefnd samstarf um að upplýsa gesti McDonald's um skaðsemi reykinga. Eitt af hlutverkum tóbaksvarnanefndar er að hvetja aðra aðila til átaks í reykingavörnum og voru eigendur Lystar fúsir til samstarfs enda láta þeir sig hreinlæti, snyrtimennsku og góða umgengni miklu varða. Meira
21. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 362 orð | ókeypis

Mesta mildi þykir að ekki varð stórslys

TVEIR menn slösuðust er forsjóðari í Krossanesverksmiðjunni á Akureyri sprakk á ellefta tímanum í gærmorgun. Sprengingin var gífurlega öflug og heyrðist víða um bæinn og þykir mesta mildi að ekki varð þarna stórslys. Forsjóðarinn er hátt uppi í verksmiðjunni og voru fjórir menn nærri honum er hann sprakk. Tveir þeirra slösuðust, annar hlaut m.a. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 1169 orð | ókeypis

Mikill áhugi á aukinni samvinnu í sjávarútvegi Opinberri heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra til Suður-Ameríku lauk

UTANRÍKISRÁÐHERRA Chile, José Miguel Insulza, hefur lýst áhuga sínum á því að heimsækja Ísland á næsta ári í tengslum við heimsókn til annarra Norðurlanda. Jafnframt hefur Juan Manuel Gruz, sjávarútvegsráðherra Chile, Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 346 orð | ókeypis

Miklu meira en bara fiskar

Í Höfnum á Reykjnesi er áhugavert sædýrasafn sem að sögn Sigrúnar Jóhannsdóttur, starfsmanns við safnið er stundum kallað best varðveitta leyndarmál Suðurnesja. Það var Jón Gunnlaugsson sem átti hugmyndina að safninu en hann rak áður lúðueldi í húsakynnum þess. Hinn 7. maí 1994 opnaði hann sædýrasafnið og komu um 25.000 gestir á síðasta ári að sögn Sigrúnar, aðallega útlendingar. Meira
21. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 82 orð | ókeypis

Minkaskottið á 1200 krónur

Vogum-Þrír strákar, Stefán Guðmundsson, Davíð Björgvinsson og Guðjón Örlygsson, veiddu mink í gildru nálægt fyrirtækinu Sæbýli um síðustu helgi. Með því að skila skottinu á hreppsskrifstofuna fengu þeir greiddar 1.200 kr. í veiðilaun. Strákarnir sögðust hafa viljað vera með refaskott en það gæfi 2.800 kr. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð | ókeypis

Móðirin fékk frest

MÓÐIR þriggja barna, sem stendur í forsjárdeilu við föður þeirra og hafði farið úr landi í trássi við farbannsúrskurð, kom til landsins frá Noregi í síðustu viku. Forsjármálið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Þar átti konan að skila greinargerð í málinu en fékk frest til 9. september, m.a. vegna þess að hún var nýkomin til landsins. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 32 orð | ókeypis

Myndasería um vestfirsku alpana

Myndasería um vestfirsku alpana VESTFIRSKA forlagið hefur gefið út myndaseríu um vestfirsku alpana, en útgáfan er liður í þriggja ára kynningarverkefni um Jón Sigurðsson og heimaslóðir hans sem hófst fyrr í sumar. Meira
21. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 649 orð | ókeypis

Óvíst hvaða áhrif KGBmálið hefur fyrir Jagland

LJÓST virðist, að þingkosningarnar í Noregi 11. september nk. verða eins konar einvígi á milli Verkamannaflokksins og Framfaraflokksins en það er hins vegar ekki jafn ljóst hvort eða hvaða áhrif þær upplýsingar hafa, að Thorbjørn Jagland forsætisráðherra hafi verið málvinur sovéskra njósnara á árum áður. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 318 orð | ókeypis

Óvíst hvort samkomulag næst fyrir haustið

NEFND sem falið var að yfirfara drög að frumvarpi fjármálaráðherra um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða hefur haldið fundi reglulega að undanförnu en enn er þó ekki farið að reyna á hvort samkomulag næst um þau atriði sem ágreiningur hefur verið um, skv. upplýsingum Vilhjálms Egilssonar, alþingismanns og formanns nefndarinnar. Meira
21. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 238 orð | ókeypis

SHundrað ára afmæli brúar yfir Blöndu

Blönduósi-Eitt hundrað ár eru liðin frá því fyrst var byggð brú yfir jökulána Blöndu. Þessara tímamóta ætla Húnvetningar að minnast með fjölbreyttri hátíðardagskrá laugardaginn 23. ágúst . Dagskrá "Brúarhátíðar á Blönduósi" hefst kl. 9 um morguninn og lýkur með útidansleik um kvöldið. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 942 orð | ókeypis

Skaðabótamál torsótt

LANDEIGENDUR nálægt fiskimjölsverksmiðjunni á Djúpavogi eru að íhuga skaðabótamál gegn verksmiðjunni vegna grútarmengunar sem varð þar fyrir stuttu. Það getur hins vegar verið erfitt að sækja skaðabótamál á hendur þeim sem veldur mengun og einungis eru til örfá dómsmál í þessum málaflokki. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð | ókeypis

Skolað úr eyrum?

Morgunblaðið/Arnaldur Skolað úr eyrum? VATNSBYSSUR eru hið mesta þarfaþing fyrir unga drengi og ekki spillir að þær verða sífellt öflugri. Ekki er þó vitað til að framleiddar séu vatnsbyssur, sem skjóta vatnsbunu inn um annað eyrað og út um hitt, eins og virðist raunin á myndinni. Meira
21. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 63 orð | ókeypis

Sprenging í kornturni

SPRENGING varð í 40 metra háum kornturni í frönsku borginni Blaye í gær með þeim afleiðingum að turninn og mörg tonn af korni hrundu á skrifstofu korngeymslufyrirtækisins SEMABLA. Björgunarmenn leituðu að tíu til tólf starfsmönnum í rústunum og þeim tókst að bjarga einum þeirra. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð | ókeypis

Sr. Þorbjörn Hlynur prófastur

BISKUP Íslands hefur kannað hug kjörmanna í Borgarfjarðarprófastsdæmi um næsta prófast, en sr. Björn Jónsson á Akranesi lætur af embætti fyrir aldurs sakir 7. október nk. Í framhaldi afofangreindri könnun hefur biskupmælt með því viðráðherra að sr.Þorbjörn HlynurÁrnason sóknarprestur á Borg áMýrum verði skipaður prófastur. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 258 orð | ókeypis

Stefnt að betri afkomu þrátt fyrir skattalækkanir

RÍKISSTJÓRNIN mun væntanlega fjalla um útgjaldatillögur ráðuneytanna og taka endanlegar ákvarðanir um upphæðir fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár yfir helgina og fram eftir næstu viku. Einstök ráðuneyti hafa nú að mestu leyti skilað útgjaldatillögum sínum, innan þeirra útgjaldaramma sem ríkisstjórnin setti þeim, til fjármálaráðuneytisins. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð | ókeypis

Sterk íslensk sveit

ÓLYMPÍUMÓT fyrir skákmenn 16 ára og yngri fer fram dagana 20.­30. ágúst í Belgrad. Skáksamband Íslands sendir sveit á þetta mót eins og síðastliðin ár enda hafa unglingarnir alltaf staðið sig mjög vel á þessum mótum. Árið 1994 varð sveitin í 7. sæti, 1996 í 6. sæti en glæsilegastur var árangurinn 1995 þegar íslenska sveitin varð Ólympíumeistari. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 323 orð | ókeypis

Stór kvennaráðstefna á Íslandi

STÆRSTA kvennaráðstefna sem hefur verið haldin hér á landi verður sett í dag. Ráðstefnan er haldin af samtökum sem kallast Business and Professional Women (BPW). Þau voru stofnuð árið 1917 af bandarískum lögfræðingi, dr. Lenu Medesin Phillips, með það að markmiði að auka samskipti milli starfandi kvenna í hinum ýmsu geirum samfélagsins. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 163 orð | ókeypis

Styttist í að skólar hefjist

NEMENDUR og kennarar búa sig þessa dagana undir væntanlegt skólaár. Nær 4.500 nemendur hefja skólagöngu í 1. bekk grunnskóla í haust. Grunnskólar hefjast samkvæmt lögum 1. september og starfa í níu mánuði. Samkvæmt þjóðskrá eru 42.650 nú á grunnskólaaldri en í fyrra voru 42.300 í grunnskólum landsins að meðtöldum sérskólum. Síðasta haust voru 17.766 í framhaldsskólum. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð | ókeypis

Sumarið '97 í Hafnarfirði

SÝNINGIN Sumarið '97 verður formlega sett í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag kl. 17 með ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Sýningin mun standa til sunnudags. Á morgun, föstudag, verður sýningin opin kl. 14-22 en frá kl. 12-22 laugardag og sunnudag. Á sýningunni mun fjöldi fyrirtækja kynna vörur og þjónustu og sýnd verða m.a. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð | ókeypis

Tafir vegna rigninga

MALBIKUNARFRAMKVÆMDIR í höfuðborginni hafa gengið heldur brösuglega upp á síðkastið og tafist vegna rigninga, en að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra verður þó lokið við allar framkvæmdir sem á áætlun voru fyrir þetta sumar. Til viðhaldsverkefna er varið 200-250 milljónum króna í ár og malbikaðir verða um 200 þúsund fermetrar og fræstir verða um 80 þúsund fermetrar. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 181 orð | ókeypis

Tólf tíma ljósmyndamaraþon

Á LAUGARDAG var haldið ljósmyndamaraþon Kodak og Canon. Maraþonið stóð í tólf tíma, frá tíu um morguninn til tíu um kvöldið. Í upphafi fengu þátttakendur í maraþoninu tólf mynda filmu og þrjú verkefni til að mynda. Á þriggja tíma fresti voru afhent þrjú verkefni til viðbótar, samtals tólf. Útfærsla þátttakenda á fyrirlögðum verkefnum var fjölbreytt enda spönnuðu þau vítt svið. Meira
21. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 220 orð | ókeypis

Tónleikar ungra flautuleikara

ÞESSA vikuna hefur staðið yfir flautunámskeið í Tónlistarskólanum á Akureyri á vegum Kristínar og Tristans Cardrew. Kristín býr í Frakklandi en kemur heim til Akureyrar til að kenna áhugasömum flautuunnendum. Að þessu sinni njóta nemendur einnig tilsagnar Manuelu Wiesler. Í lok námskeiðsins, laugardaginn 23. ágúst verða nemendatónleikar í Deiglunni kl. 12.00. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 329 orð | ókeypis

TRYGGVI Sigurðsson

TRYGGVI Sigurðsson varði doktorsritgerð við Háskólann í París (Université René Descartes, Paris V, Sorbonne) 2.júlí sl. Efni rannsóknarinnar, sem unnin var við Rannsóknarstofnun í barnasálfræði við Parísarháskóla, er námsferli hjá fötluðum og ófötluðum börnum frá þriggja til sex ára að aldri, Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð | ókeypis

Tveir slösuðust í sprengingu

TVEIR menn slösuðust er forsjóðari í Krossanesverksmiðjunni á Akureyri sprakk á ellefta tímanum í gærmorgun. Þeir voru lagðir inn á slysadeild FSA og var líðan þeirra eftir atvikum seinni partinn í gær. Tveir menn til viðbótar, sem einnig voru nálægt forsjóðaranum, þurftu í heyrnarmælingu en sluppu að öðru leyti með skrekkinn. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 240 orð | ókeypis

Uppbygging á alhliða ferðaþjónustu

Á Öngulstöðum III í Eyjafjarðarsveit er verið að byggja upp alhliða ferðaþjónustu. Þar er búið að taka í notkun gistiaðstöðu fyrir allt að 40 manns í herbergjum með baði og þriggja herbergja íbúð. Þá er rúmgóð aðstaða fyrir veitingaþjónustu við gesti á staðnum. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 162 orð | ókeypis

Vaxandi óánægja í kjaradeilu flugumferðarstjóra

LÍTIÐ hefur miðað í sáttatilraunum í kjaradeilu flugumferðarstjóra og samninganefndar ríkisins að undanförnu. Tveir sáttafundir hafa verið haldnir frá því að deilunni var vísað til sáttasemjara en næsti fundur er boðaður 27. ágúst. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð | ókeypis

Veitingastaður í bíósal

OPNAÐUR hefur verið nýr veitingastaður í hjarta Hafnarfjarðar nánar tiltekið við Strandgötu 30. Þar var áður Hafnarfjarðarbíó. Veitingastaðurinn ber nafnið "Betri sæti" og er þar vísað til þess, að staðurinn er einmitt þar í gamla kvikmyndahúsinu sem betri sæti salarins voru staðsett. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 718 orð | ókeypis

Víða er gróska og nýbreytni í skólastarfi

Miklar breytingar og nýjungar hafa átt sér stað í skólum á undanförnum árum með tilkomu Þróunarsjóðs grunnskóla, Þróunarsjóðs leikskóla og Verkefna- og námsstyrkjasjóðs Kennarasambands Íslands (Vonarsjóðs). Á laugardaginn stendur Rannsóknarstofnun KHÍ fyrir málþingi kl. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 235 orð | ókeypis

Þremur gæsluvöllum lokað

STJÓRN Dagvistar barna samþykkti á fundi sínum í gær að þremur gæsluvöllum í Reykjavík skyldi lokað í vetur frá og með 1. október nk. til 1. apríl á næsta ári. Gæsluvellirnir sem um ræðir eru gæsluvöllurinn við Sæviðarsund, gæsluvöllurinn við Dunhaga og gæsluvöllurinn við Yrsufell. Meira
21. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 644 orð | ókeypis

Ætlaður til kaupa á bókum fyrir börn í Innri-Njarðvík

SÍÐASTI styrkurinn úr Thorkilliisjóðnum, um 275 þúsund krónur, var formlega veittur sl. sunnudag og féll hann í hlut Reykjanesbæjar. Styrknum verður varið til kaupa á bókum fyrir fyrirhugaðan grunnskóla í Innri-Njarðvík og með þeim stofnuð bókastofa kennd við Jón Þorkelsson, rektor í Skálholti og gefanda sjóðsins, að sögn Drífu Sigfúsdóttur, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Meira

Ritstjórnargreinar

21. ágúst 1997 | Staksteinar | 337 orð | ókeypis

»Erum við eftirbátar? NÚVERANDI uppsveifla breytir engu um það, segir Þorval

NÚVERANDI uppsveifla breytir engu um það, segir Þorvaldur Gylfason prófessor í grein í Vísbendingu, að við Íslendingar höfum verið að dragast aftur úr nálægum þjóðum í efnahagslegu tilliti mörg undangengin ár, einmitt vegna þess að yfirvöldin virðast ekki hafa nógu gott tímaskyn. Sjávarútvegsstefnan Meira
21. ágúst 1997 | Leiðarar | 580 orð | ókeypis

SIÐAREGLUR ETNING sérstakra siðareglna fyrir ráðherra í Bret

SIÐAREGLUR ETNING sérstakra siðareglna fyrir ráðherra í Bretlandi vekur athygli og jafnframt spurningar um, hvort tilefni sé til að taka slíkar reglur upp hér í einhverri mynd. Meira

Menning

21. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 101 orð | ókeypis

39 ára afmæli Madonnu

MADONNUHÁTÍÐ verður haldin um næstu helgi í Northfield Hilton í Troy, Minnesota, sem er heimabær söngkonunnar. Tilefnið er að hún á afmæli á laugardaginn kemur. Þá verður hún 39 ára. Í tilefni dagsins verður uppboð á munum sem tengjast söngkonunni á einn eða annan hátt, haldin verður afmælisveisla og efnt verður til kvikmyndasýninga. Meira
21. ágúst 1997 | Tónlist | 345 orð | ókeypis

Að skilja tónlist

Valgerður Andrésdóttir flutti verk eftir Mozart og Schubert þriðjudagurinn 19 ágúst, 1997. MARGIR heimspekingar hafa velt því fyrir sér hvort svipað eigi sér stað í skynjun raðtengdra tóna og gerist með raðskipan orða og einnig, að merkingu stakra tóna svipi til orða er standa ein og sér. Meira
21. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 860 orð | ókeypis

Afdrifaríkt álfakvöld

EINHVERN veginn áttum við félagarnir í hinu nýstofnaða Icelandic Phony Company ekki von á því að sjá landslagsmyndum frá fósturlandinu fríða varpað á vegg eins af vinsælli tónleikastöðum Berlínarborgar, en er við stigum inn í rauðmálaðan sal Roter Salon var það ekki einungis reyndin, Meira
21. ágúst 1997 | Menningarlíf | 147 orð | ókeypis

Átta listamenn hlutu starfslaun borgarinnar

ÁTTA listamönnum voru afhent starfslaun Reykjavíkurborgar í tengslum við menningarnótt síðastliðinn laugardag. Að auki voru veitt starfslaun til starfsemi strengjakvartetts. Umsækjendur um starfslaun voru 78 en til úthlutunar að þessu sinni var 51 mánuður. Meira
21. ágúst 1997 | Menningarlíf | 328 orð | ókeypis

Birtingarform óhlutbundinna reglna

GALLERÍ Ingólfsstræti 8 sýnir verk eftir þýsku listakonan Lore Bert. Sýningin stendur til 14. september og galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14 til 18. Lore Bert vinnur með ákveðið þema og tölur eru leiðarminni þessarar sýningar sem nefnist Mengjafræði. Meira
21. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 86 orð | ókeypis

Bjór til góðgerðarmála

GAMLI refurinn Clint Eastwood hefur gert samning við bjórfyrirtæki um framleiðslu á bjór sem nefndur er eftir einni frægustu mynd kappans "Pale Rider". Leikarinn og leikstjórinn mun þó ekkert hagnast á uppátækinu því allur ágóði mun renna til góðgerðarmála. Meira
21. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 361 orð | ókeypis

Botninum náð Ein stór fjölskylda (Ein stór fjölskylda)

Framleiðandi: Jóhann Sigmarsson. Leikstjóri: Jóhann Sigmarsson. Handritshöfundur: Jóhann Sigmarsson. Kvikmyndataka: Guðmundur Bjartmarsson. Tónlist: Skárren ekkert. Aðalhlutverk: Jón Sæmundur Auðarsson, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Kristján Arngrímsson, Sigrún Hólmgeirsdóttir, Eiríkur Thorarensen, Steinun Ólína Þorsteinsdóttir. 90 mín. Ísland. Háskólabíó. 1997. Meira
21. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 108 orð | ókeypis

Elle MacPherson ólétt

FYRIRSÆTAN Elle MacPherson er ófrísk. Að sögn bróður hennar, Brendan Gow, greindi hún fjölskyldu sinni frá því fyrir mánuði að hún ætti von á barni með svissneskum unnusta sínum, Arpad Busson, sem er 35 ára. Þetta er fyrsta barn MacPhersons og er það væntanlegt í heiminn í febrúar. Meira
21. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 63 orð | ókeypis

Flóttatilraun og falsanir á frumsýningu

KVIKMYNDIN "Money Talks" var frumsýnd í Los Angeles í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Leikstjóri myndarinnar, Gerard Ismael, sést hér með leikurunum Brett Ratner, Elise Neal og Chris Tucker. Tucker fer með aðalhlutverk myndarinnar. Leikur hann listamann sem fæst við falsanir og er ranglega sóttur til saka fyrir að skipuleggja flóttatilraun sem kostaði mannslíf. Meira
21. ágúst 1997 | Menningarlíf | 43 orð | ókeypis

Fyrirlestur í Nýlistasafninu

ANNA Guðjónsdóttir myndlistarmaður flytur fyrirlestur í Nýlistasafninu fimmtudaginn 21. ágúst um starfsemi sýningarsalanna Galerie für Landschaftskunst og Museum ferner Gegenden sem eru báðir starfræktir í Hamborg í Þýskalandi. Meira
21. ágúst 1997 | Menningarlíf | 141 orð | ókeypis

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

LENKA Mátérová, organisti Fella- og Hólakirkju, leikur á hádegistónleikum Hallgrímskirkju í dag milli kl. 12 og 12.30. Á efnisskrá hennar er Orgelsvíta eftir franska barokktónskáldið Clérambault, Vögguljóð og Ljóð eftir Louis Vierne og Prelúdía og fúga í a-moll BWV 543 eftir Bach. Meira
21. ágúst 1997 | Myndlist | 209 orð | ókeypis

Iðnaðarefni og rými

Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18 til 24. ágúst. Aðgangur ókeypis. "POLYFILLA" er vöruheiti alhliða viðgerðarefna sem Ívar Valgarðsson vinnur með á sýningu sinni í Ásmundarsal, innan- og utandyra. Í gryfju er verk málað með Hörpusatíni á vegg og nefnist "Fölgult ­ Morgungult". Vöruheitamerki "Polyfilla" er límt á veggi í sal og á gólfi eru súlur gerðar úr fylliefninu. Meira
21. ágúst 1997 | Myndlist | -1 orð | ókeypis

Í ljósi landsins

Opið alla daga frá 14-18. Til 30. ágúst. Aðgangur 200 krónur. BYGGÐA- og náttúrusafn Árnesinga á Selfossi, sem hýsir einnig listasafn, sem er að stórum hluta til gjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur, sýnir til mánaðarmóta 15 málverk og 11 vatnslitamyndir eftir Ásgrím Jónsson. Meira
21. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 283 orð | ókeypis

JUDE Ástarsaga frá Viktoríutímanum

KVIKMYNDIN Jude er gerð eftir skáldsögu Thomasar Hardys, Jude the Obscure, en Hardy var einn helsti rithöfundur Viktoríutímabilsins í Bretlandi. Jude er síðasta sagan sem hann skrifaði og af mörgum talin sú besta, en þekktust er þó að öllum líkindum Tess of the d'Urbervilles sem einnig hefur verið gerð kvikmynd eftir. Meira
21. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 393 orð | ókeypis

Kvikmyndafréttir

ÞEGAR Coen-bræðurnir Ethan og Joel tóku við Óskarsverðlaununum tveimur fyrir Fargo voru tökur þegar hafnar í Los Angeles á næstu kvikmynd þeirra sem mun bera heitið The Big Lebowski. Jeff Bridges leikur sjálfan Jeff Lebowski sem er kýldur niður þegar ruglast er á honum og nafna hans sem á stórskulduga konu. Meira
21. ágúst 1997 | Menningarlíf | 44 orð | ókeypis

Málverk á Kaffi Króki

SIGRÚN Jónsdóttir heldur sína fyrstu málverkasýningu á Kaffi Króki, Sauðárkróki, dagana 17. ágúst til 14. september. Þetta eru 32 vatnslitamyndir unnar á þessu ári. Sigrún hefur verið á námskeiðum í Myndlistarskóla Reykjavíkur og síðasta vetur í vatnslitamálun í Myndlistaskóla Kópavogs. Meira
21. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 355 orð | ókeypis

McGregor sem Lennon

NÝLEGA var sagt frá því að kvikmynd um John Lennon og Yoko Ono væri í undirbúningi hjá Columbia Pictures. Kvikmyndaspekúlantar fóru að sjálfsögðu strax að velta fyrir sér hver yrði valinn til að túlka Lennon sjálfan. Menn geta hætt öllum vangaveltum af því að hjá Columbia kemur víst bara einn maður til greina, Ewan McGregor. Meira
21. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 299 orð | ókeypis

Quinn lamdi fyrrum eiginkonu sína

LEIKARINN Anthony Quinn og fyrrverandi eiginkona hans, Iolanda, hafa komist að samkomulagi um skiptingu eigna við skilnaðinn eftir skammvinn réttarhöld. Ekki hefur verið upplýst hvað samkomulagið fól í sér en það batt enda á harðvítugar deilur vegna málsins. Meira
21. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 128 orð | ókeypis

Reeve sýnir batamerki

CHRISTOPHER Reeve er farinn að sýna batamerki eftir að hafa lamast þegar hann datt af hestbaki fyrir tveimur árum. Hefur þessi þróun komið læknum hans í opna skjöldu. Leikarinn greindi nýlega frá því að hann væri aftur farinn að fá tilfinningu í bak, handleggi og hendur. Hann sagðist geta fundið snertingu sonar síns, Wills. Meira
21. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 911 orð | ókeypis

Safnfréttir, 105,7

PPPÖNK heldur upp á útgáfu geislaplötu sinnar, pp/ep, sem Smekkleysa gefur út, föstudagskvöld. PPPönk skipa ungmenni úr Hafnarfirði; Björn Viktorsson leikur á bassa, Meira
21. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 83 orð | ókeypis

Skítamórall á Töðugjöldunum

ÁRLEG Töðugjaldahátíð var haldin um sl. helgi á Hellu. Í tilefni þess var haldið sveitaball í risatjaldi á Gaddstaðaflötum þar sem hljómsveitirnar Skítamórall og 4Play héldu uppi fjörinu langt fram eftir nóttu. Meira
21. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 182 orð | ókeypis

TöFRANDI TÓNAFLÓð Á MENNINGARVöKU

MENNINGIN tók á sig ýmsar myndir í miðborginni á laugardaginn var, enda tilvalið tækifæri fyrir listamenn að koma sér á framfæri. Á meðal þess sem hæst bar voru tónleikar Hins hússins á Ingólfstorgi þar sem hljómsveitirnar Kvartett Ó. Jónsson og Grjóna, Maus og Quarashi komu fram. Kvartett Ó. Meira
21. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 451 orð | ókeypis

Ungt fólk og amfetamín

TORFI FRANS heitir ungur sjálfmenntaður maður á mörgum sviðum. Dags daglega vinnur hann sjálfstætt við að hanna vefsíður, og var meðal annars í Hong Kong í sumar að koma íslensku fyrirtæki sem þar er starfrækt inn á netið. Hann hefur einnig gert þó nokkur tónlistarmyndbönd, auk stuttmyndarinnar Önnu sem hlaut þrenn verðlaun á stuttmyndahátíð Reykjavíkur 1996. Meira
21. ágúst 1997 | Menningarlíf | 53 orð | ókeypis

Upplestur á Eyrarbakka og Stokkseyri

STEINGRÍMUR St. Th. Sigurðsson les upp á Eyrarbakka og Stokkseyri í kvöld, fimmtudagskvöld. Þar mun listamaðurinn lesa úr væntanlegri bók sinni er ber heitið Lausnarsteinn. Steingrímur verður staddur á Kaffi Lefolii, Eyrarbakka, kl. 20.30 og síðar um kvöldið. kl. 21.15, á kaffihúsinu Við fjöruborðið á Stokkseyri. Meira
21. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 58 orð | ókeypis

Uppreisn æru

MARGIR Þjóðverjar áttu erfitt með að fyrirgefa Marlene Dietrich það að yfirgefa Þýskaland Hitlers í seinni heimsstyrjöldinni og veita bandamönnum stuðning sinn. Leik- og söngkonan hefur nú fengið uppreisn æru. Eftir nokkurt þóf hefur verið ákveðið að gefa út frímerki í nafni Dietrich og í næstu viku verður torg í Berlín nefnt í höfuðið á henni. Meira

Umræðan

21. ágúst 1997 | Aðsent efni | 556 orð | ókeypis

"Ábyrgir feður" og jafnréttisáttavitinn

MÉR undirritaðri er sá mikli heiður gerður, að hvorki fleiri né færri en fjórir karlmenn í nafni "Ábyrgra feðra" (virðist vera einhver félagsskapur) senda mér kveðju á bls. 23 í Morgunblaðinu 13. ágúst sl. Þar taka þessir ábyrgu menn mig á föðurlegt hné sér og hirta rækilega fyrir vanstilltan jafnréttisáttavita ­ allt auðvitað af mikilli mildi og sanngirni í anda síns félagsskapar. Meira
21. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 719 orð | ókeypis

"Borgríkið" og Austurland

EKKI VERÐUR betur séð en að íslenska þjóðfélagið stefni í að verða eins konar borgríki. Samkvæmt mannfjöldatölum síðustu ára stefnir raunar hraðbyri í þá átt. Nú búa rétt tæpir tveir þriðju hlutar landsmanna í Reykjavík og í Reykjaneskjördæmi. Ekki verður langt liðið á næstu öld þegar hlutfallið verður orðið þrír fjórðu og upp úr miðri 21. Meira
21. ágúst 1997 | Aðsent efni | 792 orð | ókeypis

Braut menntamálaráðherra jafnréttislögin?

NÝLEGA mótmælti Jafnréttisráð skipan í Rannsóknarráð Íslands og ekki að ástæðulausu. Af 11 manna ráði eru einungis 2 konur. Þetta kemur í kjölfar gagnrýni á ríkisstjórnina á Alþingi á nýliðnum vetri. Ég og fleiri gagnrýndum þá harðlega að ríkisstjórnin hefði skipað nefnd um framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar um upplýsingaþjóðfélagið, þar sem í sátu 20 manns, þar af aðeins 2 konur. Meira
21. ágúst 1997 | Aðsent efni | 925 orð | ókeypis

Byggðamál í kreppu

"BYGGÐAPÓLITÍK mun snúast um samkeppni við útlönd." ­ Svohljóðandi fyrirsögn birtist á leiðarasíðu Morgunblaðsins fyrir nokkru, yfir viðtali við Ingu Jónu Þórðardóttur, borgarfulltrúa í Reykjavík. Hún hafði nýverið setið ráðstefnu á Akureyri um byggðamál. Það er sjálfsagt eitthvað til í þessari staðhæfingu. Auknir búferlaflutingar Íslendinga til útlanda eru áhyggjuefni. Meira
21. ágúst 1997 | Aðsent efni | 947 orð | ókeypis

Eintal Hannesar Hólmsteins

EKKI er það von um að bæta málflutning Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem knýr mig til að láta frá mér þennan greinarstúf vegna nýlegra Morgunblaðsgreina hans um veiðigjald. Miklu fremur er það vonin um að lesendur þeirra sjái skýrar rangfærslurnar í málflutningi hans og láti þær ekki villa sér sýn í því mikilvæga máli. Meira
21. ágúst 1997 | Aðsent efni | 731 orð | ókeypis

Er eftirlátssemi ranglæti gagnvart börnum

ÉG HEF stundum velt því fyrir mér hvort við séum ekki of eftirlátssöm gagnvart börnunum okkar. Síendurteknar fyrirsagnir í dagblöðum um harkaleg samskipti manna á meðal hafa ýtt undir þessar vangaveltur mínar og er það tilefni þessarar greinar. Hún er að mestu byggð á grein efir dr. Meira
21. ágúst 1997 | Aðsent efni | 766 orð | ókeypis

Er ekki refsivert að brjóta á mengunarlöggjöf?

UNDANFARIÐ hefur verið nokkur umræða um að kærur á meintum brotum á mengunarvarnarlöggjöf hafi fyrnst hjá ríkissaksóknara og hefur verið látið að því liggja að í sumum tilfellum hafi þetta verið vegna þess að erfitt gæti reynst að sanna ásetning. Meira
21. ágúst 1997 | Aðsent efni | 875 orð | ókeypis

Léleg umferðarmenning á Íslandi

GYLFI Guðjónsson, ökukennari, ritar tímabæra grein í Morgunblaðið hinn 2. þ.m., Einvígið á akbrautinni, um umferðarmál. Akstursmáti okkar Íslendinga hefur frá upphafi verið illvígur og umferðarmenningin lakari en hjá flestum þjóðum heims. Meira
21. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 181 orð | ókeypis

Peysa ­ tökuorð úr hollensku?

Í TVÍGANG hef ég, nýlega í texta sjónvarpsmyndar og í dag, 15. ágúst, í grein bls. 22 í Morgunblaðinu ("Íslenzkar íðir"), orðið vör við að orðið peysa/peisa sé talið fengið úr frönsku, paysan, sem merkir bóndi, og að það hafi komist inn í íslenskt mál fyrir tilstilli franskra sjómanna. Þessi skýring er talin hæpin, sbr. Meira
21. ágúst 1997 | Aðsent efni | 506 orð | ókeypis

Sameignin

HUGTÖKIN sameign og þjóð koma upp í kenningum frönsku hugmyndafræðinganna á síðari hluta 18. aldar. Síðan eru þessi hugtök "helguð" af rómantíkerunum og sameignarsinnum, þ.e. sósíalistum á 19. og 20. öld. Á 20. öld voru viðbjóðslegustu glæpaverk framin undir formerkjum þessara helguðu hugtaka. Þegar þjóðarhugtakið var tekið í guða tölu varð einstaklingurinn að víkja. Meira
21. ágúst 1997 | Aðsent efni | 459 orð | ókeypis

Valdmörk forsetans

FORSETAEMBÆTTIÐ hefur notið virðingar allt frá öndverðu. Þrátt fyrir að oft hafi orðið harðvítug átök við forsetakjör, hefur jafnan ríkt góður friður um embættið. Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, skilgreindi stöðu forseta Íslands sem hyggins og margreynds föður þjóðarinnar, er sé afskiptalítill hversdagslega, Meira

Minningar- og afmælisgreinar

21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 264 orð | ókeypis

Guðmundur Benediktsson

Á yngri árum voru páskarnir alltaf tilhlökkunarefni fyrir okkur strákana, því að þá fórum við að heimsækja ykkur ömmu á Akureyri. Þá var alltaf tími fyrir sögu og létt spjall um lífið og tilveruna. Við tefldum nokkrar skákir og svo tróðst þú í pípuna og mjúka tóbakslyktin var þér oftast nærri. Þú varst lunkinn skákmaður og keppnismaður fram í fingurgóma. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 202 orð | ókeypis

Guðmundur Benediktsson

Guðmundur Benediktsson Guðmundur Benediktsson var fæddur á Moldhaugum í Glæsibæjarhreppi hinn 23. september 1911. Hann lést hinn 29. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Benedikt Guðjónsson hreppstjóri og Málmfríður Baldvinsdóttir. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 381 orð | ókeypis

Guðmundur Jón Dagsson

Mundi bróðir er farinn yfir móðuna miklu en eftir hann lifa fallegar minningar um góðan dreng. Hann var ekki bróðir minn heldur móðurbróðir en til aðgreiningar frá öllum hinum Mundunum sem voru frændur okkar systkinanna sögðum við alltaf Mundi bróðir en ekki Mundi frændi og þannig hefur henn verið og verður í huga okkar áfram. Mundi var ákaflega ljúfur og hlýr maður. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 132 orð | ókeypis

GUÐMUNDUR JÓN DAGSSON

GUÐMUNDUR JÓN DAGSSON Guðmundur Jón Dagsson fæddist 7. júlí 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 12. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Dagur Guðmundsson, f. 28. maí 1885 í Ávík, Árneshreppi í Strandasýslu, d. 17. nóvember 1914, og Guðrún Margrét Guðjónsdóttir, f. 8. september 1888 í Byrgisvík, Árneshreppi í Strandasýslu, d. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 834 orð | ókeypis

Guðrún Jónsdóttir

Elsku Rúna mín, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur gert fyrir mig og okkur öll í Brekkugötunni. Systur mínar, allar fimm, Guðrún, Auður, Gerður, Áslaug og Steinunn og ég vorum í sveit hjá ykkur á Ytra-Laugalandi meira eða minna, en ég, sú heppna, Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 26 orð | ókeypis

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Guðrún Jónsdóttir fæddist á Sléttu í Reyðarfirði 6. júní 1910. Hún lést 6. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Munkaþverárkirkju 15. ágúst. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 31 orð | ókeypis

GUÐRÚN ÞÓREY ÖRNÓLFSDÓTTIR

GUÐRÚN ÞÓREY ÖRNÓLFSDÓTTIR Guðrún Þórey Örnólfsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 3. ágúst 1914. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness 9. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 19. ágúst. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 758 orð | ókeypis

Guðrún Örnólfsdóttir

"Minni kvenna" eftir Matthías Jochumsson hefur verið í huga mér undanfarna daga, þegar ég hugsa um Guðrúnu Örnólfsdóttur, sem nú hefur kvatt okkur samferðamenn sína. Ég er komin á þann aldur að mér þykir vænt um þetta ljóð, reyndar hefur mér líklega alltaf þótt til um það. Sannarlega er þetta ljóð tileinkað konum eins og henni. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 266 orð | ókeypis

Hannes Sigfússon

Elsku afi minn. Nú, þegar komið er að leiðarlokum, langar mig að minnast þín með fáeinum orðum og þakka þér fyrir allar samverustundirnar okkar saman. Það er mér í barnsminni þegar það rann upp fyrir mér að ég átti óvenjumarga ættingja, sem struku mér blítt um kinn í æsku og kölluðu sig afa eða ömmu. Vinkonur mínar komust ekki í hálfkvisti við mig í því efni. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 753 orð | ókeypis

Hannes Sigfússon

Ég kynntist afabróður mínum, Hannesi Sigfússyni, fyrst fyrir níu árum rúmum, eða þegar hann við fráfall konu sinnar flutti heim til Íslands. Skáldið Hannes hafði ég hinsvegar þekkt í mörg ár og bar djúpa virðingu fyrir. Svo ekki sé meira sagt, því ég áleit að í Dymbilvöku, Vetrarmyndum úr lífi skálda og nokkrum kvæðum öðrum, væri það vel ort að nálgaðist fullkomnum. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 436 orð | ókeypis

Hannes Sigfússon

Hannes skáld Sigfússon er allur rúmlega hálfáttræður. Segja má að hann fengi feigðarboðin í afmælisgjöf snemma á árinu og brást við þeim af því karlmannlega æðruleysi sem var honum eiginlegt. Með Hannesi er horfinn af heimi einn af völundum tungunnar, jafnt í bundnu máli sem lausu. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 399 orð | ókeypis

Hannes Sigfússon

Upphafslínur Dymbilvöku bera vitni þeim seið sem býr í fyrsta kvæðabálki Hannesar Sigfússonar; enginn sem les hann ungur er samur eftir, og íslensk nútímaljóðlist var heldur ekki söm. Hafi hún áður um skeið "eigrað milli svefns og vöku", þá vissi hún að nú var glas, og á þessum árum eftir seinni heimsstyrjöld eignast Íslendingar mörg sín mögnuðustu kvæði á öldinni. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 1950 orð | ókeypis

Hannes Sigfússon

Fregnin um lát Hannesar Sigfússonar, skálds, barst mér þegar ég var nýkominn heim úr boði, þar sem ég hafði meðal annars hitt ungan menntamann sem sagði mér frá því hvernig Sigfús Daðason hefði með bókmenntakennslu sinni í háskólanum nokkrum árum fyrr vakið áhuga hans á verkum höfunda eins og mín og Hannesar. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 209 orð | ókeypis

Hannes Sigfússon

Hver fjölskylda á sín litlu leyndarmál og sagnir um sérkennileg ævintýri. Þessum leyndarmálum er smám saman hvíslað að manni, um leið og maður vex upp, og sögurnar eru sagðar þannig, að maður verður að geta í eyðurnar. Eitt ævintýrið fjallaði um Hannes Sigfússon. Það var rómantískt ævintýri, ljúfsárt og heillandi. Ég velti oft fyrir mér þessum manni, sem var svo nálægur en ókunnur. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 351 orð | ókeypis

Hannes Sigfússon

Í frægu Birtingsviðtali Einars Braga við Hannes Sigfússon 1958 segir Hannes m.a. frá stofnun Félags ungra rithöfunda 1940. Það var Jón úr Vör sem átti frumkvæðið, en Hannes var með frá byrjun og lokkaði Jón Óskar með sér á stofnfundinn. Þetta voru merkir tímar, þarna voru atómskáldin að stíga fram á sviðið. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 255 orð | ókeypis

HANNES SIGFÚSSON

HANNES SIGFÚSSON Hannes Sigfússon, skáld, fæddist í Reykjavík 2. mars 1922. Hann lést á heimili sínu 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Hannesar voru Kristín Jónsdóttir, f. 22.4. 1886, d. 19.3. 1970, og Sigfús Sveinbjarnarson, f. 11.3. 1866, d. 11.9. 1931. Tvö systkini Hannesar eru látin, þau Lára Margrét (Gréta Sigfúsdóttir rithöfundur), f. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 217 orð | ókeypis

Jakobína Björnsdóttir

Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt (V. Briem.) Þó svo að við ættum von á þessum fréttum vorum við samt ekki viðbúin þegar við fréttum að amma Dabba væri dáin. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 70 orð | ókeypis

Jakobína Björnsdóttir

Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 126 orð | ókeypis

Jakobína Björnsdóttir

Elsku mamma og amma. Drottinn, við þökkum þína miklu náð, í þinni kærleikshönd er allt vort ráð. Þökk fyrir mömmu og ömmu trú og dyggð. Lof sé þér fyrir ljósið, sem hún gaf, sem leiðir okkar för um úfið haf. Þökk sé þér fyrir gengin spor. Gæfurík minning fyllir hjörtu vor. Þökk sé þér Guð. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 27 orð | ókeypis

JAKOBÍNA BJÖRNSDÓTTIR

JAKOBÍNA BJÖRNSDÓTTIR Jakobína Björnsdóttir fæddist á Borgarfirði eystra 22. ágúst 1920. Hún lést á heimli sínu 8. ágúst síðastliðinn. Útför Jakobínu fór fram frá Bakkagerðiskirkju 16. ágúst. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 28 orð | ókeypis

JAKOBÍNA BJÖRNSDÓTTIR

JAKOBÍNA BJÖRNSDÓTTIR Jakobína Björnsdóttir fæddist á Borgarfirði eystra 22. ágúst 1920. Hún lést 8. ágúst síðastliðinn á heimili sínu og fór útför hennar fram frá Bakkagerðiskirkju 16. ágúst. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 189 orð | ókeypis

Svavar Árnason

Allar fagrar minningar, er okkur ljúft að muna. Fyllstu þakkir flytjum við þér, fyrir samveruna. Með þessum orðum kvöddum við litla vin okkar, þegar hann útskrifaðist í sumar, eftir tveggja ára veru í leikskólanum Arnarborg. Elsku Svavar. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 455 orð | ókeypis

Svavar Árnason

Elsku litli frændinn okkar hann Svavar er látinn. Enginn skilur af hverju ungur, heilbrigður og hamingjusamur drengur sem átti allt lífið framundan er kallaður burtu. Þessi lífsglaði, fjörugi grallari sem var jafnframt svo íhugull, góðhjartaður, gjafmildur og sáttfús. Svavar ólst upp á meðal bræðra sinna í faðmi yndislegra foreldra. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 225 orð | ókeypis

Svavar Árnason

Ljósir lokkar, leiftrandi augu og fallegt bros. Þetta er myndin sem við munum geyma í minningunni um hann Svavar litla frænda okkar sem var hrifinn frá okkur svo allt of fljótt. Hjörtu okkar fylltust sorg þegar þær fregnir bárust að hann væri dáinn. Minningar sækja á hugann frá öllum þeim stundum er hann kátur og glaður lék sér meðal okkar. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 181 orð | ókeypis

Svavar Árnason

Það var sárt að heyra að Svavar, frændi okkar og vinur, væri dáinn. Hann sem alltaf var svo skemmtilegur og góður leikfélagi. Nú verður ekki framar hlaupið um stokka og steina í ömmugarði með honum. Við söknum hans sárt og viljum minnast samverustundanna með eftirfarandi ljóðlínum: Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 228 orð | ókeypis

Svavar Árnason

Elsku Svavar. Fyrir nokkrum dögum sagði ég við mömmu að mig langaði svo til strákanna í Reykjavík og þá meinti ég ykkur Unna. Næsta kvöld sagði mamma mér að þú hefðir dottið á hjólinu þínu og meitt þig svo mikið og við skyldum biðja Guð um að þú yrðir aftur frískur. En Guð hefur vantað lítinn strák því morguninn eftir sagði mamma mér að þú værir dáinn. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 169 orð | ókeypis

Svavar Árnason

Elsku Svavar vinur okkar. Við þökkum þér fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman í leikskólanum og heima hjá okkur. Þegar við fórum á leynistaðinn okkar og allt sem við töluðum um á meðan við sátum saman og vorum að teikna og leika okkur í dýraleik. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 265 orð | ókeypis

Svavar Árnason

Dagurinn var svo sólbjartur og hlýr og kallaði á útivist og Heiðmörkin var svo sannarlega sá staður þar sem gott er að njóta slíkrar útivistar. Við vorum rétt að stíga út úr bílnum í Hjalladal þegar við heyrðum kallið eftir hjálp og biðum ásamt svo mörgum öðrum eftir að hjálpin bærist með von og bæn í hjarta um að litla drengnum yrði bjargað. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 250 orð | ókeypis

Svavar Árnason

Þegar fólk velur sér íverustað getur það ekki um leið valið sér nágranna. Hvernig þeir eru kemur í ljós þegar flutt er á staðinn og kynni takast. Þegar ég flutti í Jörfabakkann fannst mér það meðmæli með íbúðinni að fyrir neðan bjuggu hjón með fimm litla stráka. Þarna myndu synir mínir sem voru á sama aldri örugglega una sér vel. Það kom fljótt í ljós að þær væntingar brugðust ekki. Meira
21. ágúst 1997 | Minningargreinar | 93 orð | ókeypis

SVAVAR ÁRNASON

SVAVAR ÁRNASON Svavar Árnason fæddist í Reykjavík 5. september 1991. Hann lést af slysförum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Hildur Sigurðardóttir, lektor við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, og Árni Sigurðsson, verkfræðingur hjá Marel hf. í Reykjavík. Meira

Viðskipti

21. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 423 orð | ókeypis

Hagnaður nam 41 milljón

HAGNAÐUR Fóðurblöndunnar hf. nam tæplega 41 milljón króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið birtir milliuppgjör sitt, en það var skráð á Verðbréfaþingi fyrr á þessu ári. Því liggja ekki fyrir samanburðarhæfar tölur um afkomu Fóðurblöndunnar í fyrra, en hagnaður ársins í heild nam 65 milljónum króna eftir skatta. Meira

Daglegt líf

21. ágúst 1997 | Neytendur | 42 orð | ókeypis

Imation litfilmur

HAFINN er innflutningur á litfilmum frá bandaríska fyrirtækinu Imation. Um er að ræða þrjár tegundir af 35 mm filmum, 100, 200 og 400 asa bæði 24 og 36 mynda. Það er ljósmyndafyrirtækið Þruman ehf. sem sér um dreifingu á filmunum. Meira
21. ágúst 1997 | Neytendur | 52 orð | ókeypis

Líkamsáburður fyrir víkinga

Á VÍKINGAHÁTÍÐINNI í Hafnarfirði var kynntur nýr líkamsáburður og hákarlalýsi undir nafninu Víkamín ­ fjörefni fyrir víkinga. Áburðurinn er búinn til úr djúpsjávarolíu og Jojoba-olíu. Áburðurinn og lýsið fást í fríhöfninni í Keflavík, svo og á ýmsum stöðum þar sem ferðamenn koma og hjá Handverkshúsinu við Fjörukrána í Hafnarfirði. Meira
21. ágúst 1997 | Neytendur | 413 orð | ókeypis

Opið á sunnudögum frá haustinu

NÚ ERU tíu ár liðin síðan verslunarhúsnæðið Kringlan var opnað, hinn 13. ágúst 1987. Að sögn Einars I. Halldórssonar, framkvæmdarstjóra Eignarhalds Kringlunnar, koma árlega um 4 milljónir viðskiptavina í verslunarmiðstöðina en árið 1996 var metár, þá komu kringum 4,3 milljónir. Meira
21. ágúst 1997 | Neytendur | 48 orð | ókeypis

Salatsósur

HEILDVERSLUNIN Innnes hefur hafið innflutning á fjórum tegundum af salatsósum frá breska fyrirtækinu Lesieur. Uppskriftirnar eru franskar að uppruna. Sósurnar koma í 300 ml flöskum og um er að ræða hefðbundna sinnepssósu, franska kryddjurtasósu, fitulausa sósu og sígilda Lesieur-sósu. Salatsósurnar fást víða í stórmörkuðum. Meira
21. ágúst 1997 | Neytendur | 43 orð | ókeypis

Svitavörn

B. MAGNÚSSON flytur inn svitavörnina Safety five. Vörnin er borin vel á þvegið svæði fyrir svefn. Næstu fimm daga má baða sig eðlilega. Eftir fimm daga er efnið borið á aftur. Flaskan kostar 1.435 krónur út úr búð. Safety five fæst í apótekum. Meira

Fastir þættir

21. ágúst 1997 | Fastir þættir | 1023 orð | ókeypis

Arnar E. Gunnarsson sigraði í Ráðhúsinu

Arnar E. Gunnarsson, 19 ára, sigraði á Borgarskákmótinu. Hann tefldi fyrir fyrirtækið Grasefnavörur. HIÐ árlega Borgarskákmót fór fram í 12. sinn mánudaginn 18. ágúst, á afmælisdegi Reykjavíkurborgar. Borgarstjóri Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, flutti ávarp við upphaf mótsins og lék fyrsta leikinn á mótinu. Meira
21. ágúst 1997 | Fastir þættir | 289 orð | ókeypis

A/V riðill:

Guðlaugur Sveinsson og Magnús Sverrisson tóku forustuna í Hornafjarðarleiknum mánudagskvöldið 18. ágúst. Það par sem nær hæstu prósentuskori í sumarbrids 1997 fær í verðlaun ferð á Hornafjarðarmótið síðustu helgina í september. Fimmtudaginn 14. ágúst spiluðu 32 pör mitcell tvímenning, meðalskor 364. Meira
21. ágúst 1997 | Í dag | 117 orð | ókeypis

Árnað heillaÁRA afmæli. Hundrað ára er í dag, fi

Árnað heillaÁRA afmæli. Hundrað ára er í dag, fimmtudaginn 21. ágúst, Jóna Sigríður Jónsdóttir, Elliheimilinu Grund, áður til heimilis í Eskihlíð 10a, Reykjavík. Aðstandendur hennar halda upp á afmælið með henni í Oddfellow-húsinu við Vonarstræti milli kl. 17 og 19 á afmælisdaginn. Meira
21. ágúst 1997 | Fastir þættir | 37 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids á Suðurnesjum

Þátttakan í sumarbrids eykst með hverju kveldinu. Gunnar Sigurjónsson og Víðir Jónsson spiluðu best sl. mánudag. Spilaður er eins kvölds tvímenningur í félagsheimilinu öll mánudagskvöld og hefst spilamennskan kl. 20. Meira
21. ágúst 1997 | Dagbók | 662 orð | ókeypis

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
21. ágúst 1997 | Fastir þættir | 212 orð | ókeypis

Heimsmeistarahátíð í Noregi HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í hestaíþróttum er afstaðið og fer nú að hreiðra um sig í minningarsarpi

HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í hestaíþróttum er afstaðið og fer nú að hreiðra um sig í minningarsarpi hestamanna, ljúfar og sælar sigurminningar þar sem "strákarnir okkar" komu, sáu og sigruðu. Keppnin og sigurstemmningin er framhlið mótsins í fjölmiðlum en baksviðið og umgjörð mótsins voru ekki síður áhugaverð. Meira
21. ágúst 1997 | Í dag | 25 orð | ókeypis

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til sty

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og varð ágóðinn 993 krónur. Þau heita Anna María Kristinsdóttir og Ingibjartur Bjarni Davíðsson. Meira
21. ágúst 1997 | Í dag | 29 orð | ókeypis

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu til styrktar R

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 3.243 krónur. Í aftari röð eru þau Kolbrún Herborg og Hlynur og fyrir framan Hallveig og Fanney. Meira
21. ágúst 1997 | Fastir þættir | 601 orð | ókeypis

Kóngulær, geitungar, krækiber og grillbrauð

KUNNINGJAFÓLK okkar hefur Seecuritas viðvörunarkerfi í húsi sínu. Það var að heiman þegar viðvörunarkerfið fór í gang kl. 2 að næturlagi. Menn Securitas fóru á staðinn, enginn var þjófurinn en kónguló hafði sett kerfið í gang og spunnið vef sinn um það. Þær eru magnaðar, kóngulærnar. Meira
21. ágúst 1997 | Í dag | 400 orð | ókeypis

RÁTT fyrir að töluverð rigning hafi sett svip sinn á menn

RÁTT fyrir að töluverð rigning hafi sett svip sinn á menningarnótt Reykvíkinga sl. laugardag var fjöldi manns í miðbænum. Þau atriði sem vera áttu utandyra höfðu að vísu flest ef ekki öll verið færð í hús, en það virtist ekki hafa nokkur áhrif á skap borgarbúa á öllum aldri. Meira
21. ágúst 1997 | Í dag | 500 orð | ókeypis

Svar við lofgrein LAUGARDAGINN 16. ágúst sl. birtist í Velv

LAUGARDAGINN 16. ágúst sl. birtist í Velvakanda lofgrein um Guðmund Hallvarðsson 10. þingmann Reykvíkinga og hann mærður sem góður málsvari aldraðra á Alþingi. Eitthvað hefur hinn þakkláti Skúli Einarsson fylgst illa með því hvernig þingmaðurinn hefur greitt atkvæði í málefnum aldraðra á síðustu þingum, annars hefði hann ekki látið þessi skrif frá sér fara, Meira

Íþróttir

21. ágúst 1997 | Íþróttir | 470 orð | ókeypis

Birkir á förum frá Brann

BIRKIR Kristinsson, markvörður Brann, er á förum frá norska félaginu. Hann hefur ekki leikið með aðalliði Brann síðan hann lék á móti PSV Eindhoven í Evrópukeppninni 31. október í fyrra. "Það er ljóst að ég verð ekki hjá Brann nema fram á haustið, eða þangað til samningur minn við félagið rennur út. Ég sé ekki neina framtíð fyrir mig hér. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 249 orð | ókeypis

Breiðablik fékk silfur í Danmörku

BREIÐABLIK sendi tvo hópa drengja í 4. flokki til keppni á móti jafnaldra sinna í Hillerød í Danmörku á dögunum. Báðum liðunum gekk vel en sérstaklega var árangur yngra liðsins athyglisverður því það náði öðru sæti í mótinu. Að sögn Halldórs Þorsteinssonar þjálfara sigraði yngra liðið Virtus frá Ítalíu í fyrsta leik, 7:1. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 279 orð | ókeypis

Einar Þór braut ísinn eftir 495 mínútur án marks

Það voru liðnar 495 mínútur án þess að landsliðið næði að skora mark í undankeppni HM, þegar Einar Þór Daníelsson setti knöttinn í netið hjá Liechtenstein á 28. mín. Íslendingar höfðu aðeins náð að skora eitt mark í undankeppninni ­ það gerði Arnór Guðjohnsen gegn Makedóníu á Laugardalsvellinum 1. júní 1996. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 501 orð | ókeypis

Ekki stóð steinn yfir steini í vörn Lichtenstein

Það voru ánægðir og sveittir leikmenn og þjálfari, sem dvöldust góða stund úti á vellinum til að jafna sig eftir leikinn. "Ég er ánægður með sigurinn hér í Liechtenstein ­ mjög ánægður. Strákarnir náðu að einbeita sér að þessu verkefni. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 189 orð | ókeypis

Ekki það fallegasta

Þetta var ekki fallegasta mark sem ég hef skorað. Ég sá knöttinn hafna á stönginni og hrökkva af henni þetta einn metra út í teiginn. Ég var á réttum stað og þurfti ekki annað en að pota knettinum í netið. Mark er mark, það skiptir ekki máli hvernig þau eru skoruð," sagði Brynjar Björn Gunnarsson, sem skoraði fyrsta mark sitt fyrir Ísland í Liechtenstein. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 283 orð | ókeypis

Enginn komst framúr Jens

Íslandsmótið í siglingum á Optimist- og Europe-bátum fór fram um síðustu helgi. Siglt var á Skerjafirði, en framkvæmd mótsins var í höndum Ýmis í Kópavogi. Keppendur sigldu fimm umferðir, en fjórar þeirra giltu. Sá sem varð fyrstur í hverri umferð hlaut ekkert refsistig, sá næsti fékk 3 stig, sá þriðji 5,7 stig, sá fjórði átta stig og þannig koll af kolli. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 221 orð | ókeypis

Erfitt þar til við skoruðum

Þetta var erfitt fram að því að við náðum að skora okkar fyrsta mark. Eftir það var leikurinn á léttari nótunum. Það var gott að markið kom í fyrri hálfleik, því að þá losnaði um ákveðna spennu," sagði Rúnar Kristinsson, sem lék einn sinn besta leik með landsliðinu í langan tíma ­ var ákveðinn og árásargjarn. "Liechtensteinar eru ekki með mjög sterkt lið. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 122 orð | ókeypis

Evrópumet hjá Agnes Kovac AGNES Kovac fr

AGNES Kovac frá Ungverjalandi setti Evrópumet í 200 metra bringusundi kvenna á Evrópumeistaramótinu í Sevilla í gær. Hún kom í mark á 2.24,90 mín. Hún átti fyrra metið sjálf, en það var 2.25,31 mín. Það setti hún í Búdapest í apríl á þessu ári. Alicja Pecza frá Póllandi átti langt í land þegar Kovac kom í mark, synti á 2.28,04 mín. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 260 orð | ókeypis

FORMULA 1 ökumaðurinnJean Alesi

FORMULA 1 ökumaðurinnJean Alesi náði besta tíma í æfingum á Silverstone brautinni í vikunni, ók á 1.25,45 mínútum. Damon Hill var með þriðja besta tíma, 1.24,21. Þessir ökumenn keppa áSpa brautinni í Belgíu um næstu helgi. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 280 orð | ókeypis

Frjálsíþróttir

Bikarkeppni FRÍ 16 ára og yngri 100 m hlaup sveina: Svanur Vilbergsson, ÚÍA11,92 Árni Sigurgeirsson, UMSK12,22 Þorkell Snæbjörnsson, HSK12,36 400 m hlaup sveina: Ívar Örn Indriðason, Ármanni55,17 Jóhann Skagfjörð, FH55,85 Óskar Ragnarsson, ÚÍA56,60 1.500 m hlaup sveina: Stefán Á. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 351 orð | ókeypis

Gísli stefnir á tvo titla

ÞORLÁKSHAFNARBÚINN Gísli G. Jónsson er efstur í bæði Íslandsmótinu í torfæru og í heimsbikarmótinu, en fyrri umferð þess fór fram sl. laugardag í Jósepsdal. Hann er með gott forskot í Íslandsmótinu, þegar aðeins eitt mót er eftir, en forystan í heimsbikarmótinu er naum, hann er rétt á undan Haraldi Péturssyni. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 266 orð | ókeypis

Golf

Landsmót unglinga Stúlkur 16 til 18 ára: Katla Kristjánsdóttir, GR170 Halla B. Erlendsdóttir, GSS173 Kolbrún Ingólfsdóttir, GV177 Arna Magnúsdóttir, GL180 Alda Ægisdóttir, GR186 Margrét Jónsdóttir, GK188 Erna Einarsdóttir, GR201 Strákar 16 til 18 ára: Haraldur Heimisson, Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 215 orð | ókeypis

Halldór í fjórða sæti í Finnlandi

Halldór Jóhannsson, þolfimikappi úr Ármanni, varð í 4. sæti þar sem 6 kepptu í þolfimikeppni á heimsleikum í fimleikum sem fram fór í Finnlandi á dögunum. Á leikunum var keppt í ýmsum greinum fimleika sem ekki eru keppnisgreinar á Ólympíuleikum. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 616 orð | ókeypis

Handboltastrákarnir á Ólympíudögum Evrópu

Íslenska landsliðið í handknattleik 17 ára og yngri hafnaði í sjöunda og næstneðsta sæti á Ólympíudögum Evrópuæskunnar í Portúgal fyrir skömmu. Liðið vann aðeins einn leik, viðureign við Austurríki um 7. sætið, 25:12. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 115 orð | ókeypis

Heiður

Tryggvi Guðmundsson, Eyjamaðurinn knái, skoraði fallegt mark í Liechtenstein ­ sem var jafnframt hans annað mark í tveimur landsleikjum á stuttum tíma. Tryggvi skoraði sigurmarkið gegn Færeyingum á Höfn í Hornarfirði á dögunum, 1:0, á elleftu stundu, eða 88. mín. "Það verður að halda áfram að hamra járnið á meðan það er heitt. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 265 orð | ókeypis

HELGARGOLFIÐHornafjörður Opna Hor

Opna Hornafjarðarmótið verður á laugardag og sunnudag. 36 holur með og án forgjafar. Ísafjörður Ljónsbikarinn, 36 holu keppni með og án forgjafar verður á laugardag og sunnudag. Grafarholtið Opna Toyota-mótið verður hjá GR á laugardag, 18 holur með og án forgjafar. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 244 orð | ókeypis

Helgi var ekki öfundsverður af hlutskipti sínu

ÉG ákvað að draga mig aftar á völlinn í seinni hálfleik, eftir að hafa verið með mann á mér í fyrri hálfleik ­ reyna að komast meira inn í leikinn, sem tókst," sagði Arnór Guðjohnsen eftir sigurinn á liði Leichtenstein í gær. Hann sagðist skilja hvernig Helga Sigurðssyni leið, sem lék í fremstu víglínu. "Helgi gat ekki leyft sér að draga sig aftur eins og ég ­ hann átti að vera fremstur. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 29 orð | ókeypis

Í kvöld Knattspyrna 1. deild karla: Laugardalsv.:Þróttur - ÍRkl. 20

Knattspyrna 1. deild karla: Laugardalsv.:Þróttur - ÍRkl. 20 Kappróður Íslandsmótið í kappróðri verður í Nauthólsvík í dag. Keppnií yngri flokki hefst kl. 16.30og í eldri flokki kl. 17.30. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 453 orð | ókeypis

Kjalarstúlkur unnu þrefalt á Landsmótinu

Kylfingar úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ höfnuðu í þremur efstu sætunum í flokki 13 til 15 ára stúlkna á landsmóti unglinga í golfi sem fram fór á Hellu fyrir skömmu. Katrín Hilmarsdóttir varð öruggur sigurvegari í flokknum, lék á 162 höggum, fyrri hringinn á 85 höggum og þann síðari á 77. Nína B. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 144 orð | ókeypis

Körfubolti Götumót hjá Haukum Götuboltamót handknattleiksdeildar Hauka og Hróa Hattar verður haldið á laugardaginn í

Götuboltamót handknattleiksdeildar Hauka og Hróa Hattar verður haldið á laugardaginn í íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði og hefst kl. 13.00. Keppt verður í tveimur flokkum, 16 ára og yngri og 17 ára og eldri. Fjórir geta verið í liði, en þrír inni á í einu. Skráning og nánari upplýsingar í síma 565-2592 og 565-2525. Körfuboltaskóli í Austurbergi Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 199 orð | ókeypis

Liechtenstein - Ísland0:4 Sportpark Eschen-Mauren, Undankepp

Sportpark Eschen-Mauren, Undankeppni HM í knattspyrnu - 8. riðill, miðvikudagur 20. ágúst 1997. Aðstæður: Steikjand hiti og sól - 30 stig, logn, völlurinn of mjúkur og ósléttur, hallaði út á kantana. Mörk Íslands: Einar Þór Daníelsson (28.), Brynjar Björn Gunnarsson (40.), Sigurður Jónsson (62.), Tryggvi Guðmundsson (63.). Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 256 orð | ókeypis

Mark Geoffs Hursts var löglegt

BRESKA sjónvarpsstöðin Skyhyggst styðjast við svokallaðan sýndarveruleika við lýsingar á knattspyrnuleikjum á Englandi í vetur, en þessi tækni gerir kleift að skoða ýmis atvik í þrívídd, frá hvaða sjónarhorni sem er, eftir að þau eiga sér stað. Með þessu má útkljá mörg deilumál sem upp koma í kjölfar vafasamra dóma, t.d. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 27 orð | ókeypis

Mörk Íslands

Ingimundur Ingimundarson24 Róbert Gunnarsson21 Bjarki Sigurðsson19 Valdimar Þórsson15 Haukur Sigurvinsson12 Gísli Kjartansson11 Jónatan Magnússon9 Níels Reynisson8 Bjarni Fritzson6 Hilmar Stefánsson5 Varin skot Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 462 orð | ókeypis

PETER Beardsley

PETER Beardsley leikur að öllum líkindum sinn fyrsta leik fyrir Bolton á laugardaginn þegar liðið mætir Coventry í ensku úrvalsdeildinni. Annar nýliði, varnarmaðurinn Mark Fish frá S-Afríku, gæti einnig orðið í leikmannahópi Bolton í fyrsta sinn. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 407 orð | ókeypis

Rúmenar fyrstir

Rúmenar urðu í gærkvöldi fyrstir Evrópuþjóða til þess að tryggja sér sæti á HM í Frakklandi þegar þeir lögðu Makedóníu að velli, 4:2, í Búkarest. Það voru þeir Viorel Moldovan, sem skoraði tvívegis, Constantin Galca og Ilie Dumitrescu sem tryggðu Rúmenum sigurinn, en Miroslav Dzokic náði að svara fyrir Makedóníu með tveimur laglegum mörkum. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 144 orð | ókeypis

Rúnar Kristinsson komst upp að endamörkum hægra megin á

Rúnar Kristinsson komst upp að endamörkum hægra megin á 28. mín., sendi knöttinn fyrir markið - þar var Einar Þór Daníelsson á réttum stað, í markteig við fjærstöng og sendi knöttinn í netið. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 165 orð | ókeypis

Skautahöll í Laugardal

Í VIKUBYRJUN undirrituðu Íþróttabandalag Reykjavíkur og Ístak hf. samning um byggingu skautahallar í Laugardal og er gert ráð fyrir að mannvirkið verði afhent 25. febrúar á næsta ári. Þá er áætlað að verkinu verði lokið nema þeim þáttum sem hagkvæmara þykir að vinna að sumarlagi. Heildarstærð hallarinnar verður 3.277 fermetrar, þar af verður skautasvellið um 1.800 fermetrar. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 352 orð | ókeypis

Subaru með forystu í keppni bílaframleiðenda

Svíarnir Kenneth Erikson og Parmander unnu rallkeppni á Nýja Sjálandi sem gilti til heimsmeistara. Þeir óku Subaru Impreza og munaði aðeins 13 sekúndum á þeim og Carlos Sainz og Louis Moya á Ford Escort í baráttunni um gullið eftir 400 km akstur. Þriðju urðu Finnarnir Juha Kankkunen og Juha Piironen á Ford Escort. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 176 orð | ókeypis

Sund

Evrópumeistaramót 100 metra flugsund karla: 1. Lars Frolander (Svíþj.)52,85 2. Denis Silantiev (Úkr.)53,27 3. Frank Esposito (Frakkl.)53,28 4. Vladislav Kulikov (Rússl.)53,84 5. Thomas Rupparth (Þýskal.)53,99 6. Denis Pankratov (Rússl.)54,00 7. Marcin Kacmarek (Póll.)54,49 8. Peter Horvarth (Ungv. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 465 orð | ókeypis

Undankeppni HM

Evrópa 8. riðill: Búkarest, Rúmeníu: Rúmenía - Makedónía4:2 Viorel Moldovan 2 (36. vsp., 62.), Constantin Galca (40.), Ilie Dumitrescu (65.) - Miroslav Dzokic 2 (52., 90.). - 15.000. Dublin, Írlandi: Írland - Litháen0:0 32.600. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 255 orð | ókeypis

"Útisigur!" ÞAÐ v

ÞAÐ vakti athygli Íslendinga sem mættu á leikinn í Liechtenstein, að á einum stað á vellinum var íslenskur fáni og stórt hvítt lak, sem búið var að letra á "Útisigur!" Það var ekki Íslendingur sem hafði komið lakinu og fánunum fyrir, heldur þýskur Íslandsvinur frá Kiel, sem sagðist vera mikill aðdáandi Íslendinga. Hann hélt t.d. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 761 orð | ókeypis

Verðlaunum sópað saman

Alls tóku 19 íslenskir frjálsíþróttamenn þátt í Norðurlandamóti öldunga í Lilleström um síðustu helgi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Komu þeir heim með 27 verðlaunapeninga, einnig þeir hafa aldrei verið fleiri. Gullin voru 6, silfrin 17 og bronsverðlaunin 4. Flest hafa verðlaunin verið 18 á einu móti hingað til. Einnig voru sett 9 Íslandsmet. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 58 orð | ókeypis

Yfirgáfu svæðið strax ÞAÐ voru snar handtök hjá í

ÞAÐ voru snar handtök hjá íslenska landsliðshópnum eftir leikinn gegn Liechtenstein ­ hópurinn yfirgaf landið strax eftir leikinn og hélt til Mövenpick Hotel við flugvöllinn í Zürich í Sviss, þar sem liðið dvaldist í nótt. Þeir leikmenn sem héldu til Íslands fóru til Kaupmannahafnar kl. 7.50 og þaðan til Keflavíkurflugvallar, þar sem lent verður um hádegi. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 698 orð | ókeypis

"Þrjú stig í höfn, fjögur mörk skoruð"

ÍSLENDINGAR héldu uppi ákveðinni "leiksýningu" hér í Liechtenstein, þar sem leikararnir sýndu að þeir geta vel stjórnað leik og farið rétt með rullurnar sína á leiksviðinu, án þess að hvíslari komi þar nálægt. Þegar "tjaldið féll" gengum við rakleitt til fyrirliðans og báðum hann að lýsa leiknum í fáeinum orðum að leikslokum. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 304 orð | ókeypis

Æfingabúðir SKÍ í fimmta sinn

Undanfarin fimm ár hefur Skíðasamband Íslands valið unglingalandslið á skíðum og farið með í æfingabúðir í nokkra daga yfir sumarið. Í ár voru valdir 36 unglingar fæddir 1981, 1982 og 1983 af öllu landinu til þess að dveljast í æfingabúðum í Kerlingarfjöllum í lok júlí sl. Meira
21. ágúst 1997 | Íþróttir | 136 orð | ókeypis

Örn bætti sig í 400 metra fjórsundi

ÖRN Arnarson bætti sig um 2,42 sekúndur í 400 metra fjórsundi þegar hann synti á 4.38,19 mín. í undanrásum Evrópumeistaramótsins í 50 m langri laug í Sevilla á Spáni í gær. Þetta er besti tími Íslendings á árinu en Íslandsmet Arnars Freys Ólafssonar frá 1994 er 4.33,70. Örn, sem synti á 4.40,61 á Smáþjóðaleikunum fyrr í sumar, varð í 21. Meira

Úr verinu

21. ágúst 1997 | Úr verinu | 255 orð | ókeypis

Handbók fyrir fiskvinnslu og útgerð

ÚT ER komin fjórða útgáfa af Þjónustubók útgerðar og fiskvinnslu. Bókin er hugsuð sem handbók allra þeirra er tengjast útgerð og fiskvinnslu; heimild sem þeir geta nýtt sér daglega til að nálgast upplýsingar um stjórnun, reglugerðir og markaðsmál í greininni og til að finna þjónustufyrirtæki. Meira
21. ágúst 1997 | Úr verinu | 293 orð | ókeypis

Loðnuskipin flest innan grænlensku lögsögunnar

LOÐNUSKIPIN voru flest á veiðum rétt norðan landhelgislínunnar í gær, norður af Kolbeinsey. Veiði hefur verið fremur dræm síðustu daga, eftir að loðnuveiðar voru bannaðar á loðnumiðunum fyrir Norðurlandi um síðustu helgi. "Þetta er orðinn hálfgerður barningur og talsvert fyrir kvikindunum haft," sagði Agnar Sigurðsson, stýrimaður á loðnuskipinu Faxa RE, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira

Viðskiptablað

21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 1346 orð | ókeypis

100% veltuaukning síðustu tvö ár Erlend umsvif eru vaxandi þáttur í starfsemi Eimskips og fyrirtækið rekur nú 20 starfsstöðvar í

ÐGóður gangur hjá dótturfyrirtæki Eimskips í Eystrasaltsríkjunum 100% veltuaukning síðustu tvö ár Erlend umsvif eru vaxandi þáttur í starfsemi Eimskips og fyrirtækið rekur nú 20 starfsstöðvar í 11 löndum. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 429 orð | ókeypis

Braathen og KLM gera samstarfssamning

Braathen og KLM gera samstarfssamning Þýðir aukna samkeppni fyrir SAS Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. NORSKA flugfélagið Braathens Safe og hollenska KLM hafa gert með sér samstarfssamning og stefna á aukin umsvif á Norðurlöndum. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 724 orð | ókeypis

Breyttir tímar á hlutabréfamarkaði

UNDANFARNIR mánuðir hafa óneitanlega verið áhugaverðir á íslenskum hlutabréfamarkaði. Undanfarin þrjú ár virðist sem gengi hlutabréfa hafi aðeins getað farið í eina átt, upp á við, en hlutabréfavísitala Verðbréfaþings Íslands hefur hækkað um u.þ.b. 260% frá ársbyrjun 1994 og niðursveiflur varla sést, eins og meðfylgjandi kort sýnir berlega. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 347 orð | ókeypis

Danskt forrit opnar fyrir netverslun

GREIÐSLUSTOFNUN dönsku bankanna, PBS, hefur þróað forrit, sem að sögn stofnunarinnar er öruggasta forritið sem vitað er um til að senda skilaboð um alnetið. Forritið á að nota til að neytendur geti sent greiðslukortanúmer um netið, ef þeir vilja kaupa af fyrirtækjum þar. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 59 orð | ókeypis

ÐRíkiskaup semja við Flugfélag Íslands FLUGFÉLAG Íslands h

FLUGFÉLAG Íslands hefur gert rammasamning við Ríkiskaup og áskrifendur rammasamningskerfisins um vöruflutninga innanlands. Við undirritun samninga voru áskrifendur rammasamninga um 320 opinberar stofnanir og ríkisfyrirtæki. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 202 orð | ókeypis

ÐVarfærnar hækkanir á evrópskum hlutabréfum

GENGI hlutabréfa í Evrópu fylgdi í humátt á eftir hækkunum í Wall Street í gær, í kjölfar fregna þess efnis að vextir yrðu ekki hækkaðir í Bandaríkjunum að sinni. Dow Jones vísitalan hafði hækkað um tæp 115 stig á þriðjudag og höfðu hækkanir fyrstu tveggja viðskiptadaga vikunnar því nær þurrkað út hrunið á föstudag. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 1113 orð | ókeypis

Er Japan vanmetinn markaður eða þjóð í sálarkreppu? SjónarhornFyrir ári spáðu margir sérfræðingar því að mikill uppgangur væri í

ÁSÍÐARI hluta níunda áratugarins leit út fyrir að allt sem japanskir framkvæmdamenn snertu breyttist í gull. Efnahagslífið stóð í miklum blóma, Japanir voru fremstir á flestum sviðum tækniþróunar, svo útflutningur jókst mjög á þessu tímabili. Þá fjárfestu mörg japönsk fyrirtæki í erlendum og þá sérstaklega bandarískum fyrirtækjum. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 278 orð | ókeypis

Framvirkir samningar um raforku

FYRIRHUGAÐ er að hefja framvirk viðskipti með raforku í Ástralíu í næsta mánuði og verður um að ræða tvo samninga, sem miðast við markaðinn í ríkjunum New South Wales og Viktoríu. Þar voru viðskipti með raforku gefin frjáls í apríl sl. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 635 orð | ókeypis

Fylgst með gjaldþrotum fyrirtækja

ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKIÐ Lánstraust ehf., sem aflar og miðlar upplýsingum um skuldara til áskrifenda sinna, hefur bætt tveimur skrám við upplýsingakerfi sitt til að meta lánstraust fyrirtækja og einstaklinga. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 387 orð | ókeypis

Gera tilboð í fimm ný verkefni

Netverk tekur upp samstarf við argentínskt hugbúnaðarfyrirtæki Gera tilboð í fimm ný verkefni Santiago. Morgunblaðið. SAMNINGAR hafa tekist um að argentínskt hugbúnaðarfyrirtæki taki að sér endursölu á hugbúnaði frá íslenska fyrirtækinu Netverki í Argentínu og Chile. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 160 orð | ókeypis

Hlutabréfin lækka

HLUTABRÉFAVÍSITALA Verðbréfaþings lækkaði um 0,3% í gær og ríkti nokkur kyrrð yfir markaðnum. Óvissa einkennir markaðinn nú þegar fyrirtæki eru tekin að birta milliuppgjör sín og virðast fjárfestar því halda að sér höndum. Heildarviðskipti dagsins á Verðbréfaþingi og Opna tilboðsmarkaðnum námu tæpum 30 milljónum króna. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 1408 orð | ókeypis

Hugvit á heimsvísu Hugbúnaðarfyrirtækið Hugvit hf. hefur ásamt fjórum öðrum fyrirtækjum fengið helmingsstyrk frá ESB í 240

Hugvit á heimsvísu Hugbúnaðarfyrirtækið Hugvit hf. hefur ásamt fjórum öðrum fyrirtækjum fengið helmingsstyrk frá ESB í 240 milljóna króna verkefni sem felst í því að þróa áfram GoPro hugbúnaðinn sem hlaut í fyrra æðstu viðurkenningu Lotus hugbúnaðarrisans. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 10 orð | ókeypis

HUGVITHugbúnaður á heimsvísu /4

HUGVITHugbúnaður á heimsvísu /4NOREGURRökke í kröppum dansi/5LETTLANDFyrirtæki Eimskips vegnar v Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 497 orð | ókeypis

Keflavíkurflugvöllur í átjánda sæti

KEFLAVÍK var í fyrra átjándi stærsti flugvöllur Evrópu fyrir farþegaflug til Bandaríkjanna. Fyrstu níu mánuði ársins flugu 283 þúsund farþegar frá Keflavíkurflugvelli vestur um haf. Nam aukningin 13,4% miðað við árið 1995 en 61,1% sé miðað við fimm ára tímabil. Flugleiðir sinna nær öllu flugi vestur um haf frá Keflavíkurflugvelli. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 124 orð | ókeypis

Keflavíkvar í fyrra átjándi stærsti flug

var í fyrra átjándi stærsti flugvöllur Evrópu fyrir farþegaflug til Bandaríkjanna. Fyrstu níu mánuði ársins flugu 283 þúsund farþegar frá Keflavíkurflugvelli vestur um haf. Nam aukningin 13,4% miðað við árið 1995 en 61,1% sé miðað við fimm ára tímabil. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 1158 orð | ókeypis

Neyddur til nýrra ábyrgða

Kjell Inge Røkke og Aker RGI í kröppum dansi gagnvart hluthöfunum Neyddur til nýrra ábyrgða ÞAÐ var eins og sprengja spryngi í Noregi í síðustu viku þegar birtar voru tölur um rekstur Norway Seafooods-samsteypunnar á fyrra helmingi ársins. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 229 orð | ókeypis

Nýir forstöðumenn

Í ÁRSLOK 1996 voru sett lög um nýja stofnum, Póst- og fjarskiptastofnun. Hún tók formlega til starfa 1. apríl 1997 og er nú flutt á Smiðjuveg 68­70 í Kópavogi. Póst- og fjarskiptastofnun tekur m.a. við verkefnum Fjarskiptaeftirlits. Skipaðir hafa verið eftirfarandi forstöðumenn deilda: ÁRSÆLL Baldursson viðskiptafræðingur er forstöðumaður þjónustumála. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 406 orð | ókeypis

Nýir starfsmenn hjá Nýherja

HUGBÚNAÐARSVIÐ Nýherja hefur bætt við sig verkefnum að undanförnu og hafa nýir starfsmenn verið ráðnir til hennar. Einnig hefur Nýherji sett á fót ráðgjafasvið sem sinnir aukinni eftirspurn í ráðgjöf í upplýsingatækni. Á hugbúnaðarsviði er höfuðáherslan lögð á nýjustu tækni og lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að ná fram hagkvæmni í rekstri og stjórnun. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 70 orð | ókeypis

Nýr hótelstjóri Hótel Víkur

Hafsteinn Reykjalín hefur verið ráðinn hótelstjóri Hótel Víkur í Síðumúla 19 í Reykjavík. Hafsteinn kemur inn í reksturinn og mun sjá um markaðsmál og framkvæmdastjórn hótelsins. Hafsteinn átti og rak áður bílaleigurnar RVS og AVÍS um árabil en hann seldi þær í vor. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 65 orð | ókeypis

Nýr starfsmaður hjá Forskoti GUÐMUNDUR Kr. H

GUÐMUNDUR Kr. Hallgrímsson, hefur verið ráðinn ráðgjafi hjá Forskoti, Stjórnunar- og rekstrarráðgjöf ehf. Guðmundur er fæddur árið 1962 og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur af upplýsingatæknisviði viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands 1990 og rekstrarhagfræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1993. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 170 orð | ókeypis

Nýtt fólk hjá ÍSAGA

FJÓRIR nýir starfsmenn hafa tekið við yfirmanna- og ábyrgðarstöðum hjá ÍSAGA hf. að undanförnu. ÞÓRUNN Þórisdóttir, 36 ára, er nýr fjármálastjóri fyrirtækisins. Hún lauk rekstrar- og viðskiptanámi úr endurmenntunardeild HÍ vorið 1996 en hefur undanfarin misseri unnið ýmis sérverkefni fyrir ÍSAGA. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 1062 orð | ókeypis

Servex á að auka framleiðni í skrifstofugeiranum

Servex á að auka framleiðni í skrifstofugeiranum UNDIRBÚNINGUR að Servex- verkefninu, sem nýverið hlaut 120 milljón króna styrk frá ESB, hófst hjá Hugviti í ársbyrjun 1994, en það byggist á þróun á GoPro-hópvinnukerfinu sem Hugvit hefur hannað. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 138 orð | ókeypis

Sigur stéttarfélagsins skammgóður vermir?

RON Carey, formaður Teamsters- stéttarfélagsins í Bandaríkjunum, sem leiddi verkfall starfsmanna bögglaflutningafyrirtækisins United Parcel Service (UPS), segir að hafið sé nýtt blómaskeið fyrir stéttarfélög í Bandaríkjunum. "Bandarískir verkamenn eru komnir á skrið á ný," sagði Carey í fyrradag eftir að tveggja vikna verkfalli hjá UPS lauk. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 315 orð | ókeypis

Smokythek er ný aðferð við smásölu tóbaks

Smokythek er ný aðferð við smásölu tóbaks UNDANFARNA fjóra mánuði hafa sérstakar þýskar tóbaksafgreiðsluvélar verið í notkun í versluninni Nóatúni í Kleifarseli. Megintilgangur og kostir vélanna eru að þær koma í veg fyrir þjófnað og tryggja hámarksnýtingu á birgðum. Meira
21. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 159 orð | ókeypis

Sýning í Bretlandi

DagbókSýning í Bretlandi DAGANA 7.-10. september verður haldin í NEC Birmingham á Bretlandi sýning á gjafavörum, undir heitinu International Autumn Fair. Meðal annars verður sýnt gler, postulín, keramik, húsbúnaður, leðurvörur, almennar gjafavörur o.fl. Meira

Ýmis aukablöð

21. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 151 orð | ókeypis

17.00Spítalalíf (MASH)

17.00Spítalalíf (MASH) (13:25) [3792] 17.30Íþróttaviðburðir í Asíu (33:52)[3179] 18.00Ofurhugar (Rebel TV) (30:52) (e) [4808] 18.30Taumlaus tónlist [9599] 19.00Walker (8:25) [2808] 20. Meira
21. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 168 orð | ókeypis

17.50Táknmálsfréttir

17.50Táknmálsfréttir [6574773] 18.00Fréttir [69605] 18.02Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Anna Hinriksdóttir. (708) [200022957] 18.45Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan [389402] 19. Meira
21. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 708 orð | ókeypis

Fimmtudagur 21. ágúst BBC PRIME

Fimmtudagur 21. ágúst BBC PRIME 4.00 The Learning Zone 5.00 Newsdesk 5.30Gordon the Gopher 5.45 The Really Wild Show 6.10 Goggle Eyes 6.45 Ready, Steady, Cook 7.15 Kilroy 8.00 Style Challenge 8. Meira
21. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 714 orð | ókeypis

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Ágúst Einarsson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Umsjón: Arndís Björk Ásgeirsdóttir. 7.31 Fréttir á ensku. 7.50 Daglegt mál. Kristín M. Jóhannsdóttir flytur þáttinn. Meira
21. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 84 orð | ókeypis

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
21. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 71 orð | ókeypis

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
21. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 108 orð | ókeypis

ö9.00Línurnar í lag [86537] 9.15Sjó

9.15Sjónvarpsmarkaðurinn [73737711] 13.00Matglaði spæjarinn (Pie in the Sky) (8:10) (e) [10179] 13.50Lög og regla (Law and Order) (18:22) (e) [2226686] 14.35Sjónvarpsmarkaðurinn [781082] 15. Meira
21. ágúst 1997 | Blaðaukar | 180 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Í blaðaukanum Að læra meira er fjallað um ýmislegt sem hægt er að nema til gagns eða gamans í hefðbundnu skólakerfi en einnig á námskeiðum samtaka og fyrirtækja. Viðtal er við Guðnýju Helgadóttur, deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu, um sí- og endurmenntun og greinar eru um nokkra framhaldsskóla og tilhögun náms í þeim. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.