Greinar fimmtudaginn 16. október 1997

Forsíða

16. október 1997 | Forsíða | 344 orð

Atkvæði ekki greidd eftir afskipti Jeltsíns

NEÐRI deild rússneska þingsins, Dúman, frestaði í gær um viku atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á stjórnina eftir að Boris Jeltsín Rússlandsforseti bar þinginu á síðustu stundu ákall um að fresta atkvæðagreiðslunni og að reynt skyldi til þrautar að ná sátt um málamiðlun. Meira
16. október 1997 | Forsíða | 117 orð

Cassini í langferð

CASSINI, könnunarfarið sem skotið var áleiðis til Satúrnusar í gærmorgun frá Flórída, hélt fyrirfram útreiknaðri stefnu af hárnákvæmni í gærkvöldi, að sögn Richards Spehalskis, talsmanns bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA. Spehalski sagði öll tæki Cassini virka með eðlilegum hætti í gærkvöldi. Meira
16. október 1997 | Forsíða | 40 orð

Clinton á slóðum Peles

ÍBÚAR fátækrahverfisins Mangueira í Rio de Janeiro fylgjast með Bill Clinton Bandaríkjaforseta sýna knattlistir sínar í íþróttaskóla fyrir börn sem brasilíska knattspyrnustjarnan Pele stofnaði. Clinton er nú á opinberu ferðalagi um lönd Suður- Ameríku. Meira
16. október 1997 | Forsíða | 50 orð

Hraðamet staðfest

ANDY Green, ökumanni þotuknúna Thrust Supersonic-bílsins, tókst í gær að brjóta hljóðmúrinn tvisvar innan einnar klukkustundar og setja þar með staðfest nýtt heimsmet í hraðakstri, sem fékkst formlega staðfest. Meðalhraði beggja ferðanna, sem hin brezka metsmíð fór yfir Black Rock-eyðimörkina í Nevada í Bandaríkjunum í gær var 1.220,86 km/klst. Meira
16. október 1997 | Forsíða | 47 orð

Langflest til Bandaríkjanna

SJÖ af þrettán Nóbelsverðlaunahöfum 1997 eru Bandaríkjamenn, en síðustu verðlaununum var úthlutað í gær. Í ár, eins og oft áður, féllu mörg verðlaunanna í raunvísindum og hagfræði Bandaríkjamönnum í skaut, en að þessu sinni komu friðarverðlaunin einnig í hlut Bandaríkjamanna. Meira
16. október 1997 | Forsíða | 181 orð

Prófessor falin stjórnarmyndun

KOSNINGABANDALAG Samstöðu (AWS) í Póllandi tilnefndi í gær lítt þekktan prófessor, Jerzy Buzek, sem forsætisráðherra ríkisstjórnar er bandalagið hyggst mynda með Frelsissambandinu. Talsmenn AWS sögðu eftir atkvæðagreiðslu í þingflokki bandalagsins að enginn þingmannanna hefði greitt atkvæði gegn Buzek og aðeins örfáir hefðu setið hjá. Meira
16. október 1997 | Forsíða | 54 orð

Stjórnin fullmynduð

KJELL Magne Bondevik, forsætisráðherraefni Kristilega þjóðarflokksins í Noregi, vann að því í gærkvöldi að koma endanlega saman ráðherralista ríkisstjórnar miðflokkanna þriggja. Nöfnum ráðherraefnanna og því hver fengi hvaða ráðuneyti vildi Bondevik halda leyndu unz hann kynnti nýja ríkisstjórn sína opinberlega, en þess er vænzt að hann geri það í dag. Meira
16. október 1997 | Forsíða | 84 orð

Æfingar við Kalipapa

UPPREISNARMENN í Þjóðfrelsisher Súdans, sem í 14 ár hefur barizt við stjórnarher Súdans um yfirráð yfir stóru landssvæði í suðurhluta landsins, fylkja liði skammt frá vígstöðvunum við Kalipapa. Bærinn Juba, sem er hernaðarlega mikilvægur, er í um 60 km fjarlægð. Meira

Fréttir

16. október 1997 | Óflokkað efni | 157 orð

Aðstoð, ólæti ­ slagsmál

LÖGREGLAN á Akureyri veitti sem endranær margvíslega aðstoð í liðinni viku. Má þar nefna að ökumenn sem voru svo óheppnir að læsa bíllyklana inni í bílum sínum voru aðstoðaðir við að komast inn í þá, skráður er flutningur á fólki, aðstoð við fatlaða, aðstoð við að komast inn í læstar íbúðir og fleira. Öll þessi verkefni hafa ákveðið heiti og númer vegna skýrslugerðar lögreglunnar. Meira
16. október 1997 | Erlendar fréttir | 306 orð

Átökin ná til höfuðborgarinnar

ÁTÖKIN á Sri Lanka bárust í gær til höfuðborgarinnar Colombo þegar tvær öflugar sprengjur sprungu við hótel í miðborginni, skammt frá forsetahöllinni. Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið og yfir 110 særðust í sprengingunum og átökum sem fylgdu í kjölfarið. Meira
16. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 349 orð

Barna- og unglingasögur, skemmtiljóð og brandarar

BÓKAÚTGÁFAN Hólar á Akureyri mun gefa út fimm bækur fyrir jólin. Kennir þar ýmissa grasa og riðið er á ný vöð. Ný höfundur, Kristjana Bergsdóttir kveður sér hljóðs og fitjað er upp á nýjum háttum í ljóðabókaútgáfu. Hinn góðkunni leikari, Gunnar Helgason, skrifar fyrir börnin og hinum sívinsælu gamansögum um íslenska "eitthvað" er haldið áfram. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Biblían, menning og samfélagið

GUÐFRÆÐIDEILD Háskóla Íslands stendur fyrir málþingi undir yfirskriftinni Biblían, menning og samfélagið í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá stofnun Prestaskólans í Reykjavík. Það verður haldið í Þjóðarbókhlöðunni, fyrirlestrasal, 2. hæð, laugardaginn 18. október kl. 14­17. Meira
16. október 1997 | Erlendar fréttir | 435 orð

Brazzaville á valdi uppreisnarhersins

HERMENN hliðhollir Denis Sassou Nguesso, fyrrverandi leiðtoga Kongó, lýstu í gær yfir sigri í bardögum um höfuðborgina, Brazzaville, og sögðust einnig hafa náð miðborg olíuborgarinnar Pointe- Noire á sitt vald. Stjórnarerindreki í Pointe-Noire sagði að hermenn frá Angóla hefðu verið sendir til borgarinnar til að aðstoða uppreisnarher Sassous. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 798 orð

Börn eiga að fá hálftíma hreyfingu daglega

Íþróttaskóli ÍR hóf starfsemi í fyrra með kennslu fyrir börn hverfisins, 9 ára og yngri, á laugardögum í ÍR-heimilinu. Í ár er kennslan hins vegar í íþróttahúsum Seljaskóla, Ölduselsskóla og Breiðholtsskóla í umsjón Arngríms Viðars Arngrímssonar, sem jafnframt er skólastjóri íþróttaskólans, og Ingibjargar Guðmundsdóttur íþróttakennara. Meira
16. október 1997 | Erlendar fréttir | 333 orð

Cassini á leið til Satúrnusar

BANDARÍSKA könnunarhnettinum Cassini var skotið á loft frá Canaveralhöfða í gær og þar með hófst sjö ára og 3,5 milljarða km ferð hans til Satúrnusar. Hnettinum var skotið á loft með Titan-eldflaug og bandaríska geimvísindastofnunin NASA sagði að geimskotið hefði heppnast mjög vel. Meira
16. október 1997 | Erlendar fréttir | 80 orð

"Che" borinn til hinztu hvílu

KÚBVERSKIR hermenn í sérstökum heiðursverði báru í fyrradag í Havana kistu, sem geymir jarðneskar leifar Ernestos "Che" Guevara, upp á opinn líkvagn sem hin goðsagnakennda byltingarhetja var flutt á til hinztu hvílu í bænum Santa Clara á miðri Kúbu. Guevara féll í hendur bólivískra stjórnarhermanna 8. október 1967 og var tekinn af lífi. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

Dómarar í reykingavörnum

TÓBAKSVARNANEFND, áætlunin Ísland án eiturlyfja árið 2002 og dómaranefnd Körfuknattleikssambands Íslands hafa tekið höndum saman um að vekja fólk til umhugsunar um að íþróttir og vímuefna- og tóbaksnotkun eigi ekki samleið. Næstu tvö keppnistímabil munu dómarar dæma í treyjum þar sem slagorðið Við reykjum ekki prýðir framhlið þeirra en Ísland án eiturlyfja árið 2002 bakhliðina. Meira
16. október 1997 | Erlendar fréttir | 83 orð

Efins um gagnsemi svínalíffæra

BRESKIR vísindamenn skrifuðu grein í vísindaritið Natureí gær þar sem þeir draga mjög í efa að hægt verði að nota líffæri úr svínum til ígræðslu í menn í lækningaskyni. Vísindamennirnir, sem starfa við rannsóknarstofnun ríkisins í læknisfræði í London, segjast hafa uppgötvað tvær veirutegundir í svínum sem gætu valdið sýkingu í mannsfrumum. Meira
16. október 1997 | Erlendar fréttir | 253 orð

Ekkert hótel vill hýsa Papon

ÞEGAR réttarhöld í máli Maurice Papons hafa staðið í viku er hann kominn í nýjan næturstað. Hann leigði sér hús við vínakur um 30 km suður af Bordeaux á þriðjudag, þegar ljóst var að ekki væri vært á hóteli í miðborginni og ekkert hótel annað vildi hýsa hann. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð

Ekki í samræmi við viðurkenndar reglur

"MÉR þykja þessar hugmyndir þeirra heldur barnalegar. Það er eiginlega það eina sem hægt er að segja um þetta," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um þær hugmyndir, sem fram koma í stjórnarsáttmála miðflokkanna í Noregi, að vilja færa landhelgi Noregs út í 250 sjómílur. Meira
16. október 1997 | Erlendar fréttir | 285 orð

Enginn vill taka að sér dómsmálin

MIÐFLOKKARNIR norsku munu að öllum líkindum kynna nýja stjórn í dag. Í gær lágu ekki fyrir öll nöfnin á ráðherralistanum, né heldur skiptingin en það embætti sem helst vefst fyrir flokkunum að skipa í, er stóll dómsmálaráðherra, sem enginn flokkanna vill fá í sinn hlut. Meira
16. október 1997 | Erlendar fréttir | 392 orð

Evrópuþingið dæmt til að vera áfram á ferðinni

NÝLEGUR dómur Evrópudómstólsins kemur í veg fyrir að hægt sé að halda áfram þeirri viðleitni að safna allri starfsemi Evrópuþingsins saman á einum stað. Evrópuþingmenn munu áfram þurfa að ferðast á milli Brussel og Strassborgar tólf sinnum á ári. Frakkar hafa ævinlega lagt mikla áherzlu á að einhver af helztu stofnunum Evrópusambandsins hefði höfuðstöðvar á franskri grund. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 369 orð

Fagleg sjónarmið réðu vali á verktaka

PÁLL V. Bjarnason arkitekt segir að eingöngu fagleg sjónarmið hafi ráðið því þegar hann mælti með því að verktakafyrirtækið Gamlhús ehf. yrði fengið til að sjá um framkvæmdir við Iðnó. Hann vísar ásökunum Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa um hagsmunatengsl aðalverktaka og arkitekts algjörlega á bug. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 168 orð

Fáar skyttur og treg veiði

RJÚPNAVEIÐITÍMABILIÐ hófst í gær, 15. október, en vegna norðaustan hvassviðris um land allt voru færri skyttur á ferðinni en oft áður við upphaf veiðitímans og veiðin að sama skapi almennt frekar treg. Að sögn Sigmars B. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 206 orð

FRIÐJÓN SIGURÐSSON

FRIÐJÓN Sigurðsson, lögfræðingur og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, lést á heimili sínu í fyrradag. Hann var 83ja ára að aldri. Friðjón Sigurðsson var fæddur að Skjaldbreið í Vestmannaeyjum 16. mars 1914. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Ingimundarson, útgerðarmaður og skipstjóri þar, og Hólmfríður Jónsdóttir húsmóðir. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar

Frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar ÁGÚST Einarsson, þingmaður Þjóðvaka, Steingrímur J. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 165 orð

Fugl að drepast vegna olíumengunar

TÖLUVERT af olíu fór í sjóinn á Seyðisfirði á þriðjudaginn þegar verið var að dæla gasolíu um borð í togarann Hólmadrang. Skipstjóri togarans tilkynnti óhappið til hafnarstjóra Seyðisfjarðar. Þar sem um gasolíu var að ræða var ekki mikið hægt að gera því hún dreifist mjög fljótt. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 149 orð

Fyrirlestur til meistaraprófs í verkfræði

HEIÐRÚN Gígja Ragnarsdóttir verkfræðingur heldur opinberan fyrirlestur fimmtudaginn 16. október sem nefnist "Koltrefjahulsa fyrir gervilimi ­ mælingar og töluleg greining á eiginleikum." Fyrirlesturinn, sem er lokaáfangi náms til meistaraprófs við verkfræðideild Háskóla Íslands, verður haldinn í stofu 157 í húsi verkfræði- og raunvísindadeildar við Hjarðarhaga og hefst hann kl. 16.30. Meira
16. október 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Gagngerum endurbótum að ljúka

Blönduósi-Senn fer að ljúka gagngerum endurbótum á Félagsheimilinu á Blönduósi sem staðið hafa yfir frá því um miðjan júlí. Sigurjón Ólafsson hefur haft yfirumsjón með verkinu en Hlynur Tryggvason hefur verið hans hægri hönd við verkið. Áætluð verklok eru 31. okt. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

Gjaldmiðlar og gamlir munir Hafnarborg

MYNTSAFNARAFÉLAG Íslands stendur fyrir sýningu á íslenskum og erlendum gjaldmiðlum ásamt ýmsum munum sem tengjast myntsöfnun eða eru áhugaverðir t.d. vegna tengsla sinna við þekkta atburði, félög eða fyrirtæki. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

GUÐMUNDUR JÓHANN GÍSLASON

GUÐMUNDUR Jóhann Gíslason, bókbindari í Kópavogi, lést á Landspítalanum í gærmorgun, 85 ára að aldri. Guðmundur fæddist á Ríp í Hegranesi 21. janúar 1912. Foreldrar hans voru Gísli Jakobsson og Sigurlaug Guðmundsdóttir, bændur þar. Hann nam bókbandsiðn og starfaði við þá iðngrein um langt árabil. Meira
16. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 215 orð

Gæti þurft að hætta búskap

VALDEMAR Jónsson, bóndi á Ytra-Felli í Eyjafjarðarsveit, keypti jörðina Möðrufell af hreppsnefnd Eyjafjarðarsveitar, eftir að hreppsnefndin neytti forkaupsréttar og gekk inn í kaup Matthíasar Eiðssonar. Valdemar hefur tekið við jörðinni og sameinað mjólkurkvóta Ytra-Fells og Möðrufells og er framleiðslurréttur hans nú um 190 þúsund lítrar. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 312 orð

Hóta að slíta viðskiptasambandi við Ísland

Í LEIÐARA dagblaðsins China Dailysagði í gær að Íslendingar stofni í hættu viðskiptalegum og pólitískum hagsmunum með því að ganga í berhögg við stefnu Kína gagnvart Tævan. Lien Chan, varaforseti Tævans, kom hingað til lands í síðustu viku og tók Davíð Oddsson forsætisráðherra á móti honum þrátt fyrir hörð mótmæli Kínverja. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 577 orð

Hugsjónalaus eiturlyfjamenning

ÁRIÐ 1967 flykktust tugir þúsunda ungra manna og kvenna til borgarinnar San Francisco til að upplifa ástarsumarið sem boðað var að gengið væri í garð, með frelsi, umburðarlyndi og frjálsum ástum. Reynsla margra þeirra varð þó allt önnur, og meðal annars urðu fíkniefnin ófáum að falli. David E. Meira
16. október 1997 | Miðopna | 1568 orð

Ímyndin bætt í "bakgarðinum"

VOPNAÐUR háttstemmdum ræðum um einingu og óheftanlega framrás lýðræðisins hóf Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, fyrstu för sína til Suður-Ameríku í byrjun vikunnar. Með þessu fetaði forsetinn í fótspor þeirra Franklins D. Roosevelts og átrúnaðargoðs síns Johns F. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 369 orð

Íslandsmetið hélt vel

UM 3.000 laxar veiddust í Rangánum, Þverá og Hólsá í sumar og var því nokkuð langt í að Íslandsmetið úr Laxá í Kjós og Bugðu frá 1988 félli. Þá veiddust 3.820 laxar. Talan að austan dugði þó í efsta sætið yfir landið á nýlokinni vertíð. Sjóbirtingsveiði er nú senn að ljúka og virðist hún víðast hvar fjara rólega út eftir líflegan septembermánuð. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 228 orð

Íslendingar vanmeta möguleika túnfiskveiða

Íslendingar vanmeta möguleika túnfiskveiða KRISTJÁN Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist í fyrirspurn til sjávarútvegsráðherra á Alþingi í gær telja að Íslendingar vanmætu möguleika túnfiskveiða við Íslandsstrendur. Meira
16. október 1997 | Erlendar fréttir | 354 orð

Íslenska Kínadeilan í dönskum fjölmiðlum

DEILA Íslendinga við Kínverja vegna heimsóknar varaforseta Tævans var umræðuefni í Berlingske Tidende í gær eftir blaðamannafund Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Poul Nyrup Rasmussens forsætisráðherra Dana í tilefni af opinberri heimsókn Davíðs. Blaðið var einnig með myndafrásögn af Jótlandsferð forsætisráðherrahjónanna beggja. B.T. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Jóhann í efsta sæti

JÓHANN Hjartarson og Jonny Hector frá Svíþjóð eru efstir og jafnir að loknum 7 umferðum á Norðurlandamóti VISA í skák, sem fram fer á Grand Hótel Reykjavík. Jóhann og Hector mættust í gærkvöldi og lauk viðureigninni með jafntefli. Þröstur Þórhallsson vann Westerinen en Helgi Áss Grétarsson tapaði fyrir Djurhus. Öðrum skákum lauk með jafntefli. Meira
16. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 346 orð

Jörðin verði afhent eigendum í dag

LÖGMAÐUR Matthíasar Eiðssonar og Hermínu Valgarðsdóttur hefur farið fram á það við lögmann hreppsnefndar Eyjafjarðarsveitar að skjólstæðingum sínum verði afhent jörðin Möðrufell í Eyjafjarðarsveit fyrir kl. 18.00 í dag, fimmtudag. Helgi Jóhannesson, lögmaður Matthíasar og Hermínu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann ætti von á viðbrögðum við þeirri kröfu í fyrramálið (þ.e. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 43 orð

Kosningaskrifstofa Önnu F. Gunnarsdóttur

STUÐNINGSMENN Önnu F. Gunnarsdóttur hafa opnað kosningaskrifstofu í Hverafold 5, 2. hæð, vegna prófkjörs sjálfstæðismanna dagana 24. og 25. október 1997. Skrifstofan er opin virka daga kl. 17­22 og um helgar kl. 15­22. Anna býður sig fram í 6. sætið. Meira
16. október 1997 | Erlendar fréttir | 120 orð

Kæla atóm með leysigeisla

TVEIR Bandaríkjamenn og Frakki fá Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir að þróa aðferð til þess að kæla og fanga atóm með leysigeisla, að því er Konunglega sænska vísindaakademían tilkynnti í gærmorgunn. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

LEIÐRÉTT Starfsmaður ekki vistmaður

Í myndatexta á miðopnu blaðsins í gær var mishermt að Ingimundur Valur Hilmarsson væri vistmaður í Krýsuvíkurskóla. Ingimundur er starfsmaður skólans. Er hann beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Elva ekki Elsa Í grein í sunnudagsblaði um hárgreiðslusýningar í París misritaðist nafnið á íslensku sýningarstúlkunni hjá Lilju Sæmundsdóttur. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

Leituðu rjúpnaskyttna

NOKKURRA rjúpnaskyttna var saknað á Holtavörðuheiði í gærkvöldi og var björgunarsveitin Heiðar í Stafholtstungum kölluð út til að leita þeirra. Áður en til þess kom höfðu mennirnir skilað sér niður á veg, mun neðar í heiðinni en þar sem þeir höfðu farið úr bílum sínum í gærmorgun. Meira
16. október 1997 | Óflokkað efni | 593 orð

Leyndardómar Vatnajökuls

Undirtitill bókarinnar, sem þeir Hjörleifur og Oddur gefa út sjálfir, er:"Stórbrotin náttúra, eldgos og jökulhlaup". Fer það ekki á milli mála þegar myndir eru skoðaðar. Og ennfremur Víðerni fjöll og byggðir. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Lífeyrisnefnd gefur sér vikufrest

TIL stóð að lokafundur lífeyrisnefndar yrði í gær en nefndin ákvað að gefa sér viku til viðbótar til þess að ná samkomulagi um lífeyrisfrumvarpið. Lokafundur hefur verið ákveðinn á þriðjudag í næstu viku og stefnt að verklokum í enda þeirrar viku, að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, framkvæmdastjóra VSÍ. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Lýsa áhyggjum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: "Aðalfundur foreldrafélags Ljósafossskóla lýsir áhyggjum sínum vegna yfirvofandi verkfalls kennara og skorar á kennara og samninganefnd sveitarfélaga að leita allra leiða til að samningar megi takast áður en til verkfalls kemur. Við hvetjum alla foreldra barna í skólum landsins að láta í sér heyra. Hagsmunir barna okkar eru í húfi. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Lögum um tekjuskatt og eignarskatt verði breytt

Lögum um tekjuskatt og eignarskatt verði breytt FRUMVARP til laga liggur nú fyrir Alþingi um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalags. Frumvarp þetta var flutt á síðasta þingi en varð þá ekki útrætt. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 437 orð

Milljónir skáta á Netinu um helgina

MÖRG hundruð þúsunda skáta á öllum aldri um allan heim verða í samskiptum með hjálp tölva og talstöðva á alþjóðlegu skátamóti á Netinu og í loftinu um helgina. Hér á landi hefur mótið aðsetur í Skátahúsinu við Snorrabraut, þar sem samtímis eru haldnir svokallaðir Smiðjudagar. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 333 orð

Misskilningur um ráðningu aðalverktaka

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að misskilningur hafi ríkt milli byggingadeildar borgarverkfræðings og Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar um ráðningu aðalverktaka vegna framkvæmda við Iðnó. Segir hún að Innkaupastofnun hafi í raun samþykkt að ekki yrði farin hefðbundin útboðsleið þar sem um endurbætur á eldra húsi væri að ræða. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Mistök við úrvinnslu verðkönnunar

"NOKKRAR umræður hafa verið í fjölmiðlum í framhaldi af verðkönnun ASÍ, BSRB og Neytendasamtakanna í 79 matvöruverslunum um land allt. Meðal annars hefur því verið haldið fram að hún sé ómarktæk. Þessari fullyrðingu hafna áðurnefnd samtök og leggja áherslu á að allar megin niðurstöður könnunarinnar séu réttar. Meira
16. október 1997 | Erlendar fréttir | 328 orð

Myrða átti Meshal í Tyrklandi ÍSRAELSKA leyn

ÍSRAELSKA leyniþjónustan, Mossad, hafði lagt á ráðin um að myrða stjórnmálaleiðtoga Hamas-samtakanna, Khaled Meshal, er hann var í heimsókn í Tyrklandi fyrir ári síðan, að því er ísraelska blaðið Haaretz greindi frá í gær. Að sögn blaðsins var hætt við þá áætlun af ótta við að það gæti valdið harkalegum viðbrögðum tyrkneskra stjórnvalda. Meira
16. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 124 orð

Námskeið í EKG-túlkun

NÁMSKEIÐ sem heitir EKG-túlkun verður haldið á Akureyri næstkomandi laugardag, 18. október og stendur það frá kl. 9.30 til 18. Það er haldið í samstarfi Háskólans á Akureyri og Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands. Námskeiðið er einkum ætlað hjúkrunarfræðingum en er öllum opið. Meira
16. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 113 orð

Norðlenskir dagar

NORÐLENSKIR dagar hefjast í matvöruverslunum Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði, Grímsey og Hrísey í dag, fimmtudaginn 16. október, og standa þeir yfir til loka mánaðarins, 31. október. Þetta er fimmta árið sem Norðlenskir dagar eru haldnir og hefur góð þátttaka verið einkennandi fyrir þau fjögur skipti sem þeir hafa áður verið og er svo einnig nú. Meira
16. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Númer fuku af um 30 bílum

NÚMER hafa verið klippt af rúmlega þrjátíu bifreiðum síðustu daga. Virðist sem töluvert sé um að bifreiðaeigendur sofi á verðinum varðandi skoðun bifreiða sinna og greiðslu lögboðinna gjalda af þeim. Átak er í gangi hjá lögreglu vegna þessa og hafa klippurnar því verið á lofti síðustu daga. Meira
16. október 1997 | Landsbyggðin | 153 orð

Nýbreytni í garðplöntuframleiðslu

Nýbreytni í garðplöntuframleiðslu Selfossi-80 manns sóttu ráðstefnu í Básnum í Ölfusi 8. til 10. október sl., sem haldin var á vegum Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi. Yfirskrift ráðstefnunnar var "Nýbreytni í garðplöntuframleiðslu. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 465 orð

Ný hvíldartímaákvæði þrengja að sjúkraflugi

ÁKVÆÐI um hvíldartíma sem fylgja nýjum kjarasamningum flugumferðarstjóra gerðu það að verkum að flugradíómaður á vakt á Ísafjarðarflugvelli gat ekki tekið á móti sjúkraflugvél þar í fyrrinótt þegar hún sneri til baka eftir sjúkraflug til Reykjavíkur. Meira
16. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 362 orð

Ný laug, pottar og bygging

UMFANGSMIKLUM framkvæmdum við Sundlaug Akureyrar miðar vel og sagði Gísli Kristinn Lórenzson forstöðumaður að nú væri búið að steypa upp nýtt sundlaugarker, 25 X 16 metra að stærð og þá er einnig búið að steypa nýja nuddpotta. Gert er ráð fyrir að byggingu eins hæðar húss þar sem m.a. verða búningsklefar kvenna ljúki eftir um hálfan mánuð. Meira
16. október 1997 | Landsbyggðin | 168 orð

Nýr organisti ráðinn

NÝR organisti, Jörg E. Sonderman, hefur verið ráðinn í Hveragerðis- og Kotstrandarsókn og tekur hann til starfa 1. nóvember nk. Sonderman er Þjóðverji, fertugur að aldri, og hefur víðtæka menntun (A-próf) í kirkjutónlist og langa starfsreynslu sem kirkjutónlistarmaður, organisti og kórstjóri. Meira
16. október 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Nýr prófastur í Borgarfirði

Borgarnesi-Við messu í Borgarneskirkju sunnudaginn 12. október setti biskup Íslands, herra Ólafur Skúlason, séra Þorbjörn Hlyn Árnason í embætti prófasts Borgarfjarðarprófastsdæmis. Sr. Björn Jónsson Akranesi, fráfarandi prófastur, þjónaði fyrir altari. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 223 orð

Nýtt þjónustusel fyrir aldraða í Skerjafirði

OPNAÐ hefur verið þjónustusel fyrir aldraðra í Skerjafirði áfast við íbúðir eldri borgara við Þorragötu og hefur það hlotið nafnið Þorrasel. Samstarf hefur tekist á milli Reykjavíkurborgar og Félags eldri borgara í Reykjavík um að félagið taki að sér rekstur þessarar félagsmiðstöðvar. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Piltur nærri heiðursverðlaunum

Í FRÉTT af nýjum útreikningum kynbótamats í Morgunblaðinu nýlega var ekki farið rétt með stigatölu og fjölda afkvæma hjá Pilti frá Sperðli. Hann mun vera með 120 stig og 49 afkvæmi en ekki 119 stig og 17 afkvæmi. Þetta leiðréttist hér með og hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessari missögn. Meira
16. október 1997 | Erlendar fréttir | 150 orð

Prodi biður um traust

ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, fór þess í gær á leit við þing landsins að greidd yrðu atkvæði um traustsyfirlýsingu við ríkisstjórnina í dag, fimmtudag. Tillaga um traust á stjórnina var lögð fram af mið- og vinstriflokkunum sem stjórnina mynda og kommúnistum, sem féllust á það í fyrradag að styðja stjórn Prodis, a.m.k. út næsta ár. Meira
16. október 1997 | Erlendar fréttir | 111 orð

Rannsóknir á ensímum

DANI, Breti og Bandaríkjamaður hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir rannsóknir sínar á starfsemi ensíma, að því er Konunglega sænska vísindaakademían greindi frá í gær. Var verðlaununum skipt í tvennt að þessu sinni, en slíkt er óvenjulegt. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Ráðstafa megi iðgjaldi til maka

Í DRÖGUM lagafrumvarps um starfsemi lífeyrissjóða, sem nú er til meðferðar hjá nefnd sem væntanlega skilar niðurstöðum á næstunni, er gert ráð fyrir því að sjóðfélagi geti ákveðið að iðgjald hans skuli, allt að hálfu, renna til þess að mynda sjálfstæð réttindi fyrir maka hans. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Ráðstefna um vímuefnavarnir

RÁÐSTEFNAN Frá foreldrum til foreldra verður haldin á Hótel Sögu í dag. Ráðstefnan er öllum opin og er haldin á vegum áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja 2002 í samstarfi við landssamtökin Heimili og skóli og foreldrasamtökin Vímulaus æska. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 277 orð

Reyna mun á innviði þróuðu ríkjanna

DR. BARRIE Stevens, aðstoðarforstjóri hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, var gestur ráðstefnunnar og greindi frá spám um efnahagsþróun í aðildarríkjum OECD næsta aldarfjórðung í ljósi breyttrar aldurssamsetningar. Hann segir að hagvöxtur í þróuðum ríkjum verði um 3% að meðaltali en um 7% að meðaltali á helstu vaxtarsvæðum í öðrum heimsálfum. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 333 orð

Réttur feðra til fæðingarorlofs til athugunar

RÍKISSTJÓRNIN hefur nú til athugunar lagafrumvarp sem tryggir feðrum á almennum vinnumarkaði sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Þetta kom fram í máli Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra í umræðum um fæðingarorlof feðra á Alþingi í gær. Friðrik sagðist telja að kostnaður við slíkan orlofsrétt yrði í kringum eitt hundrað milljónir króna. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 159 orð

Rúm 65% andvíg skylduaðild

NÆSTUM tveir af hverjum þremur landsmönnum, eða 65,2%, eru andvígir skylduaðild að ákveðnum sjóðum en 30,7% eru fylgjandi skylduaðild. Hlutlausir eru 4,1%. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun ÍM Gallup sem gerð var 9.-14. október fyrir Verzlunarráð Íslands. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Rætt um heilbrigðismál utan dagskrár

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag með utandagskrárumræðu um stefnuna í heilbrigðismálum, að ósk stjórnarandstöðunnar. Málshefjandi er Margrét Frímannsdóttir, Alþýðubandalagi, en Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra verður til andsvara. Umræðan verður þrjár umferðir og er gert ráð fyrir að hún standi í eina og hálfa klukkustund. Meira
16. október 1997 | Erlendar fréttir | 257 orð

Seðlabanki Evrópu móti peningastefnuna einn

Frakkland og Þýzkaland ná samkomulagi um samræmingu efnahagsstefnu í EMU Seðlabanki Evrópu móti peningastefnuna einn Münster. Reuters. FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Frakklands og Þýzkalands náðu í gær samkomulagi um áhrif stjórnmálamanna á stefnumótun í efnahagsmálum í væntanlegu Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 585 orð

SH stefnir eigendunum fyrir samningsrof

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur stefnt eigendum franska fyrirtækisins Gelmer í Bologne fyrir samningsrof, en skömmu áður en undirrita átti samning um kaup SH á Gelmer síðastliðinn þriðjudag tilkynnti lögmaður aðaleiganda Gelmers að hann myndi ekki undirrita samninginn þar sem hann væri hættur við að selja SH fyrirtækið. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

SIGURBJÖRN EIRÍKSSON

SIGURBJÖRN Eiríksson, veitingamaður og hrossabóndi, lést á Landspítalanum 10. október síðastliðinn á 73. aldursári. Sigurbjörn var landskunnur veitingamaður. Hann rak fyrst veitingastaðinn Vetrargarðinn og þá Glaumbæ, sem var einn vinsælasti veitingastaður landsins á sínum tíma. Einnig rak hann Klúbbinn í Borgartúni. Sigurbjörn var einnig kunnur sem mikilvirkur hrossaræktandi. Meira
16. október 1997 | Erlendar fréttir | 273 orð

Síðasta flugferðin endaði illa

SÍÐASTA flughæfa orrustuflugvélin af gerðinni Messerschmitt 109 brotlenti á flugsýningu í Duxford í Cambridgeskíri á Bretlandi á sunnudag en ákveðið hafði verið fyrirfram, að flugvélinni yrði flogið í síðasta sinn á sýningunni. Flugmaður M-109 vélarinnar var sir John Allison yfirflugmarskálkur og yfirmaður orrustuflugflota breska flughersins. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 326 orð

Skattbyrði eykst um um 161% að óbreyttu

KYNSLÓÐAREIKNINGUM er ætlað að sýna hvaða skattbyrði og hvaða ríkisútgjöld bíða komandi kynslóða miðað við óbreyttar áherslur og stefnu í ríkisfjármálum. Reiknað er út hve mikið tiltekinn einstaklingur mun greiða í skatta og hvað hann fær til baka frá ríkinu frá vöggu til grafar að gefnum forsendum um hagvöxt, ævilíkur og fleira. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 187 orð

Skólinn vel tækjum búinn

NOKKUR fyrirtæki hafa gefð Garðaskóla í Garðabæ gjafir fyrir tilstuðlan tækjakaupasjóðs foreldra í tilefni af 30 ára afmæli skólans. Undanfarin ár hefur foreldrafélag Garðaskóla safnað peningum í sjóðinn með frjálsum framlögum og árlega keypt viðbótartæki í samræmi við óskir kennara. Meira
16. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Spurningakeppni Baldursbrár

HIN vinsæla spurningakeppni kvenfélagsins Baldursbrár er nú að hefjast. Fyrsta umferð verður í safnaðarsal Glerárkirkju annað kvöld, föstudagskvöldið 17. október og hefst hún kl. 20.30. Fyrirhugað er að keppa einu sinni í mánuði fram í mars að undanskildum desembermánuði. Sex lið keppa á hverju kvöldi. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 232 orð

Stefnt fyrir ummæli um viðskipti með Kjarvalsmynd

PÉTUR Þór Gunnarsson hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd Gallerís Borgar ­ Uppboðshúss Reykjavíkur ehf. og sjálfs sín gegn Páli Skúlasyni héraðsdómslögmanni vegna ummæla Páls sem birtust í Morgunblaðinu 29. júní síðastliðinn. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð

Stefnufestu forsætisráðherra fagnað

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna: "Stjórn sambands ungra sjálfstæðismanna fagnar því pólitíska áræði sem formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson forsætisráðherra, hefur sýnt gagnvart viðbrögðum ráðamanna kínverska alþýðulýðveldisins við heimsókn varaforseta Tævans til Íslands. Meira
16. október 1997 | Smáfréttir | 166 orð

STJÓRNIR Foreldrafélags og foreldraráðs Háteigsskóla samþykktu eftirfa

STJÓRNIR Foreldrafélags og foreldraráðs Háteigsskóla samþykktu eftirfarandi á fundi sínum 2. október 1997 í kjölfar áskorunar foreldra til stjórnar á aðalfundi hinn 25. september sl. Meira
16. október 1997 | Landsbyggðin | 404 orð

Sundlaugin í Laugaskarði endurbætt

Hveragerði-Þeir eru margir, bæði ungir sem aldnir, sem eiga góðar minningar frá sundlauginni í Laugaskarði. Sundlaugin var reist fyrir tilstuðlan Lárusar Rist árið 1938 en árið 1940 var hún stækkuð uppí núverandi stærð og var lengi eftir það stærsta sundlaug landsins en hún er 50 metrar á lengd og 12 metrar á breidd. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

"Sympatíska taugakerfið í mönnum"

DR. Jón Ólafur Skarphéðinsson prófessor, Lífeðlisfræðistofnun HÍ heldur fyrirlestur föstudaginn 17. október á vegum Líffræðistofnunar Háskólans sem nefnist "Sympatíska taugakerfið í mönnum". "Fjallað verður almennt um helstu eiginleika sympatíska hluta ósjálfráða taugakerfisins. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 447 orð

Sættum okkur ekki við verkfall

"VIÐ höfum verulegar áhyggjur af því hvað deilan virðist í hörðum hnút og við sættum okkur engan veginn við verkfall. Við óttumst um viðhorf til skólastarfs til langframa ef til verkfalls kemur," sagði Guðbjörg Björnsdóttir formaður Samtaka foreldra- og kennarafélaga í skólum í samtali við Morgunblaðið. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 293 orð

Tal um 250 mílur "þýðingarlaust og marklaust"

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði í gær að hann teldi að það sem segði í stjórnarsáttmála næstu stjórnar Noregs um að hún muni beita sér fyrir því að færa norsku landhelgina út í 250 sjómílur bæði "þýðingarlaust og marklaust". Meira
16. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 117 orð

Tilboð og afslættir í miðbæ

UM 40 verslanir og fyrirtæki í miðbæ Akureyrar bjóða fólki upp á hressingargöngu þeirra á milli á morgun, föstudag og laugardag, en ýmis tilboð verða í gangi og afslættur boðinn af ákveðnum vörutegundum. Slíkt átak sem miðast að því að fá fleira fólk í bæjarrölt verður næstu fjórar vikurnar. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

Túlkun verkalýðsfélaganna er óskiljanleg

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist ekki skilja þá túlkun forystumanna verkalýðsfélaganna Framsóknar og Dagsbrúnar að samningar Reykjavíkurborgar og Framsóknar séu í uppnámi eftir úrskurð Félagsdóms. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 676 orð

Umræða í vaxandi mæli um breytta aldurssamsetningu

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra sagði í gær á ráðstefnu um framtíðarsýn og sátt milli kynslóða að pólitísk umræða í velferðarríkjum myndi í vaxandi mæli snúast um viðbrögð við breyttri aldurssamsetningu þjóðanna. Meira
16. október 1997 | Miðopna | 1425 orð

ÚA hefur áhuga á samstarfi við Suðurnesjamenn

ÚA á ný orðið annað kvótahæsta fyrirtæki landsins með kaupum á tveimur skipum á Suðurnesjum ÚA hefur áhuga á samstarfi við Suðurnesjamenn Mestar líkur eru á að línuskipið Njarðvík KE, sem Kaldafell, dótturfyrirtæki ÚA, keypti í fyrradag verði selt aftur. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 210 orð

Útgerðarfyrirtæki greiði fyrir afnot auðlinda

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun framkvæmdastjórnar Sambands ungra jafnaðarmanna: "Framkvæmdastjórn SUJ fagnar því að forsætisráðherra skuli nú vera að átta sig á hve meingallað núverandi kvótakerfi er en hafnar jafnframt alfarið nýjustu hugmynd hans um breytingar á því. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 199 orð

Úthlutað sem íþróttasvæði

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að svæði Knattspyrnufélagsins Fram við Safamýri hafi verið úthlutað sem íþróttasvæði og að ekki komi til greina að ráðstafa því án samráðs við borgaryfirvöld. Sagðist hún fyrst hafa heyrt um hugsanlegar framkvæmdir Kringlunnar á svæðinu í fréttum fjölmiðla. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

Úthlutað úr Námssjóði Félags einstæðra foreldra

ÚTHLUTAÐ verður úr Námssjóði Félags einstæðra foreldra annað árið í röð. Sjóðurinn var stofnaður með framlagi Rauða Kross Íslands árið 1996. Meginmarkmið sjóðsins er að veita styrki til einstæðra foreldra í námi. Reynslan hefur sýnt að brýn þörf er á slíkum styrkjum þar sem styttra starfsnám sem bætir stöðu á vinnumarkaði veitir oft ekki aðgang að námslánum eða annars konar styrkjum. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Útvíkkun lögsögu til að stöðva rányrkju

EFTIRFARANDI er sá kafli stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í Noregi sem fjallar um veiðar í Barentshafi: "Ástæða er til að hafa áhyggjur af hinni útbreiddu rányrkju í Smugunni. Samningur Sameinuðu þjóðanna um stjórnun deilistofna og flökkustofna hefur ekki reynzt nógu gott verkfæri til að stöðva þessar veiðar. Miðjustjórn mun m.a. Meira
16. október 1997 | Erlendar fréttir | 94 orð

Vaknaði með hreim

ÞEGAR kona nokkur, sem hafði alltaf talað með skoskum hreim, vaknaði einn morguninn, komst hún að því að hún var allt í einu farin að tala eins og Suður-Afríkumaður. Læknar komust að þeirri niðurstöðu að framburður konunnar hefði breyst vegna þess að hún hefði fengið milt heilablóðfall í svefni. Meira
16. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 124 orð

Vera sýnir í Galleríi+

GUÐRÚN Vera Hjartardóttir opnar myndlistarsýningu í Galleríi+ á Brekkugötu 35 á Akureyri laugardaginn 18. október kl. 18. Vera er fædd í Reykjavík og búsett þar, þetta er 6. einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi, í Hollandi og á Englandi. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 464 orð

Vilja stuðning við málstað stríðsfanga

SENDINEFND frá þjóðþingi Kúveits, Majlis al-Umma, er stödd hér á landi í þeim erindum að styrkja stjórnmálasamband, sem tekið var upp milli Íslands og Kúveits í apríl, og meðal annars að leita stuðnings í baráttunni fyrir því að stríðsfangar, sem hafa verið í haldi í Írak frá því að Persaflóastríðinu lauk í febrúar 1991, verði látnir lausir. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 315 orð

Yfirlýsingin á sér ekki stoð í þjóðarétti

NORSKIR sérfræðingar, sem Morgunblaðið ræddi við, telur að einhliða útfærsla fiskveiðilögsögu Noregs í 250 sjómílur eigi sér ekki stoð í þjóðarétti. Breytingar á hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna þyrftu að eiga sér stað til að hægt væri að réttlæta slíka útvíkkun. Meira
16. október 1997 | Innlendar fréttir | 511 orð

Þóttist vera nýr varaþingmaður og leitaði aðstoðar

ALÞINGI hefur farið fram á að Stöð 2 biðjist afsökunar á vinnubrögðum sem dagskrárgerðarmenn stöðvarinnar viðhöfðu fyrr í þessum mánuði við efnisöflun og birtingu efnis í þættinum Ísland í dag. Að sögn Friðriks Ólafssonar, skrifstofustjóra Alþingis, er litið svo á að Stöð 2 hafi gróflega brugðist trausti og trúnaði og brotið þær reglur sem gilda um fréttamennsku í Alþingishúsinu. Meira

Ritstjórnargreinar

16. október 1997 | Staksteinar | 312 orð

»Að skulda ­ eða skulda ekki! NORÐMENN hafa greitt upp allar erlendar skuldi

NORÐMENN hafa greitt upp allar erlendar skuldir. Danir stefna að því að greiða upp erlendar skuldir fyrir árið 2005. Ástæðan er tvíþætt, segir Þórður Friðjónsson í Vísbendingu. Vaxtakostnaður erlendra skulda var níðþungur. Miklar erlendar skuldir torvelda framtíðarhagstjórn. Danir og Íslendingar Meira
16. október 1997 | Leiðarar | 659 orð

LEIDARI BRAUTRYÐJENDASTARF NEMMA á þessum áratug hófst mer

LEIDARI BRAUTRYÐJENDASTARF NEMMA á þessum áratug hófst merkilegt tilrauna- og brautryðjendastarf á Flateyri við veiðar, vinnslu og markaðssetningu á kúfiski. Meira

Menning

16. október 1997 | Menningarlíf | 299 orð

Booker-verðlaunin til Roy

INDVERSKI rithöfundurinn Arundhati Roy hlaut á þriðjudag hin virtu bresku Booker- bókmenntaverðlaun, fyrir frumraun sína "The God of Small Thing" (Guð hinna smáu hluta). Verðlaunaféð nemur 20.000 pundum, um 2,3 milljónum ísl. kr. en Roy hafði áður fengið um eina milljón punda, um 115 milljónir, fyrir handritið og útgáfuréttinn um heim allan. Meira
16. október 1997 | Menningarlíf | 588 orð

Dansað við úlfa

Eftir Auði Bjarnadóttur og Láru Stefánsdóttur. Tónlist: Áskell Másson. Leikmynd: Ragnhildur Stefánsdóttir. Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Saumakona: Halla Guðmundsdóttir. Ljósahönnun: Lárus Björsson. Ljósameistari: Benedikt Sveinsson. Tónmeistari: Páll Sveinn Guðmundsson. Hljóðfæraleikur á segulbandi: Áskell Másson: slagverk. Guðni Franzon: bassa-klarinett. Meira
16. október 1997 | Menningarlíf | 514 orð

Efni í sögu

Eftir Friðrik Erlingsson. Byggt á hugmynd hans og Gísla Snæs Erlingssonar. Leikstjóri: Gísli Snær Erlingsson. Í aðalhlutverkum: Atli Rafn Sigurðarson, Rúrik Haraldsson og Sara Kolka Andradóttir. Stjórn upptöku: Marteinn St. Þórsson. Myndataka: Gylfi Vilberg Árnason, Einar Páll Einarsson og Einar Rafnsson. Hljóð: Vilmundur Þór Gíslason. Lýsing: Ellert Ingi Harðarson. Meira
16. október 1997 | Menningarlíf | 155 orð

Einn eftirsóttasti píanóleikari heims

EINLEIKARI á tónleikunum í kvöld verður Cristina Ortiz, einn eftirsóttasti píanóleikari heims um þessar mundir. Mun hún leika Píanókonsert nr. 20, K.466 eftir Wolfgang Amadeus Mozart á þessum þriðju tónleikum sínum með hljómsveitinni. Meira
16. október 1997 | Menningarlíf | 1038 orð

Finnski töfrasprotinn

Finnski töfrasprotinn Finnski hljómsveitarstjórinn Hannu Lintu verður gestur Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónleikum hennar í Háskólabíói í kvöld. Orri Páll Ormarssonræddi við þennan þrítuga listamann sem er enn eitt dæmið um finnskan hljómsveitarstjóra í fremstu röð. Meira
16. október 1997 | Menningarlíf | 82 orð

FRUMTEIKNINGAR og myndir af Dodda, einu af huga

FRUMTEIKNINGAR og myndir af Dodda, einu af hugarfóstrum breska barnabókahöfundarins Enid Blyton, verða boðnar upp hjá Sotheby's í lok mánaðarins. Það var hins vegar hollenski listamaðurinn Harmsen Van Der Beek, sem gæddi Dodda lífi. Meira
16. október 1997 | Menningarlíf | 208 orð

Gjaldmiðlar og gamlir munir

Gjaldmiðlar og gamlir munir MYNTSAFNARAFÉLAG Íslands stendur fyrir sýningu á íslenskum og erlendum gjaldmiðlum ásamt ýmsum munum sem tengjast myntsöfnun eða eru áhugaverðir t.d. vegna tengsla sinna við þekkta atburði, félög eða fyrirtæki. Sýningin verður í aðalsal Hafnarborgar í Hafnarfirði og stendur yfir dagana 18.­27. október og er opin alla daga kl. Meira
16. október 1997 | Fólk í fréttum | 168 orð

Gleðigjafar og brandarakeppni

"ÞETTA var það sem við köllum gleðigjafahelgi," segir Þórhallur Sigurðsson leikari, öðru nafni Laddi, sem rekur Sir Oliver. "Við vorum með hana tvær helgar. André Bachmann, söngvari, var með hljómsveitina Gleðigjafana og stjórnaði þessari uppákomu. Hann hélt brandarakeppni, veitti smávegis glaðning fyrir fyrsta sætið og ég kom þarna fram með atriði. Meira
16. október 1997 | Menningarlíf | 66 orð

Íslensk klassík á Súfistanum

FIMMTUDAGSUPPLESTUR Súfistans í kvöld, verður helgaður nokkrum af perlum íslenskra bókmennta sem hafa verið gefnar út hjá Máli og menningu fyrr á þessu ári, sumar eftir að hafa verið ófáanlegar lengi. Lesið verður úr ljóðum Jónasar Hallgrímssonar, Fögru veröld Tómasar Guðmundssonar, fyrstu og einu ljóðabók Ara Jósepssonar, Nei, og þýðingu Halldórs Laxness á Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar. Meira
16. október 1997 | Menningarlíf | 893 orð

Konur/konur

Opið frá 14­18. Til 22. október. Aðgangur ókeypis. SÝNINGAVERTÍÐ haustsins er í fullum gangi og konur í miklum meirihluta í hinum meðalstóru og minni sýningarsölum. Og vegna takmarkaðs rýmis í blaðinu neyðist rýnirinn að þjappa nokkrum sýningum saman, eigi umsagnirnar að birtast á skikkanlegum tíma. Meira
16. október 1997 | Fólk í fréttum | 42 orð

Land hlátursins

LISTUNNANDI virðir fyrir sér málverk eftir kínverska listmálarann Yue Minjun. Verkið er án heitis en skírskotar til þess að Kína er kallað land hlátursins. Á sýningunni eru kínversk samtímamálverk frá 31 listamanni. Hún stendur til 30. nóvember í Berlín. Meira
16. október 1997 | Menningarlíf | 301 orð

Lesendur áhugasamir um listir og menningu

TÍMARITIÐ Frjáls verslun býður lesendum sínum upp á menningarumfjöllun í átta síðna aukablaði sem fylgir blaðinu í vetur. Jón G. Hauksson, ritstjóri, segir almennan listáhuga meðal stjórnenda fyrirtækja og fólks í viðskiptalífinu. Umfjöllun um listir sé því skemmtileg viðbót við blaðið og eigi vonandi jafnframt eftir að höfða til víðari hóps lesenda. Meira
16. október 1997 | Fólk í fréttum | 513 orð

Lést í flugslysi

ÞJÓÐLAGASÖNGVARINN John Denver lést í flugslysi á sunnudag í Monterey Bay í Kaliforníu. Denver var einn í vélinni þegar hún brotlenti í sjónum en ástæður slyssins eru enn ókunnar. Flugvélin fór mjög illa í brotlendingunni og ekki var hægt að bera kennsl á líkamsleifar söngvarans fyrr en sýnishorn af fingraförum hans bárust frá Colorado. Meira
16. október 1997 | Fólk í fréttum | 460 orð

Listamenn og flugslys

SEXTÁNDI janúar 1942: Leikkonan Carole Lombard lést í flugslysi í grennd við Las Vegas þegar hún var á ferðalagi um Bandaríkin að selja stríðsskuldabréf. Hún var 33 ára gömul. Fimmtándi desember 1944: Flugvél með hinn geysivinsæla tónlistarmann Glenn Miller hvarf á flugi milli Englands og Parísar þegar hann var að skemmta hermönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Meira
16. október 1997 | Fólk í fréttum | 171 orð

Miðaldra kvikmyndatónlist

LAGIÐ "As Time Goes By" úr kvikmyndinni "Casablanca" er örugglega eitt af betur þekktum kvikmyndalögum Hollywood. Nú geta aðdáendur ekki eingöngu fengið að hlusta á Dooley "Sam" Wilson flytja lagið heldur öll lögin úr myndinni ásamt nokkrum vel þekktum frösum frá leikurunum Humphrey Bogart, Ingrid Bergman, Claude Rains, Paul Heinreid, Sidney Greenstreet, og Peter Lorre. Meira
16. október 1997 | Menningarlíf | 61 orð

Myndlistarsýning í Lóuhreiðri

NÚ STENDUR yfir sýning Ólafs Sveinssonar myndlistarmanns á Kaffistofunni Lóuhreiðrinu, Kjörgarði, Laugavegi 59. Á sýningunni eru tréristur og einþrykk. Ólafur hefur lokið námi frá málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri ásamt námsdvöl í Lathi í Finnlandi. Hann hefur haldið einkasýningar hérlendis og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Sýngunni lýkur 20. Meira
16. október 1997 | Menningarlíf | 214 orð

Njála á svið Borgarleikhússins

Njála á svið Borgarleikhússins NÝTT íslenskt nútímaleikrit, Gallerí Njála, eftir Hlín Agnarsdóttur, sem jafnframt er leikstjóri, verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu 6. nóvember næstkomandi. Meira
16. október 1997 | Menningarlíf | 178 orð

Nýjar bækur Í LEIT að konungi

Nýjar bækur Í LEIT að konungi er eftir Ármann Jakobsson. Á fyrri hluta 13. aldar höfðu flestallar evrópskar þjóðir konung en Íslendingar ekki. Á þessum tíma sendi hin konunglausa þjóð frá sér konungasögur sem eru ein merkustu skrif um konunga í Evrópu á miðöldum. Meira
16. október 1997 | Menningarlíf | 162 orð

Nýjar bækur TANNLÆKNATAL 1854­

TANNLÆKNATAL 1854­ 1997 er komið út. Ritstjóri er Gunnlaugur Haraldsson, þjóðháttafræðingur en ritnefnd af hálfu Tannlæknafélags Íslands skipa Gunnar Rósarsson, Gunnar Þormar (formaður), Jónas Birgisson, Jónas Geirsson, Páll Jónsson og Sigurjón Sigurðsson. Meira
16. október 1997 | Fólk í fréttum | 54 orð

Robbins látinn

BANDARÍSKI metsöluhöfundurinn Harold Robbins er látinn. Robbins, sem var 81 árs, lést úr hjartaáfalli að því er talsmaður hans greindi frá síðastliðinn þriðjudag. Bækur hans seldust í rúmlega 750 milljónum eintaka á ritferli sem spannaði hálfa öld. Hann dró gjarnan upp mynd af líferni ríka fólksins í bókum á borð við "The Carpetbaggers". Meira
16. október 1997 | Fólk í fréttum | 1117 orð

Safnfréttir, 105,7

INGÓLFSCAFÉ verður opnað aftur laugardaginn 18. október og verður opnunarpartý frá kl. 23. Á neðri hæðinni verður kröftug danstónlist með D.J. Claire. Gestgjafar um kvöldið verða Emiliana Torrini og Svavar Örn. Meira
16. október 1997 | Menningarlíf | 130 orð

Sígaunatónlist á Fógetanum

TÓNLEIKAR heimsmeistara í harmóníkuleik, Lelo Nika, og hljómsveitar hans, verða á veitingahúsinu Fógetanum í kvöld, fimmtudag kl. 22. Lelo Nika hóf ungur nám í harmóníkuleik. Hann fæddist í Serbíu árið 1969 en hefur búið í Danmörku frá unga aldri. Árið 1979 fór Lelo aftur til Serbíu til frekara náms og lærði þá alla stílana í Balkneskri tónlistarhefð. Meira
16. október 1997 | Menningarlíf | 121 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU Lóu frá Akureyri á leðurfatnaði lýkur laugardaginn 18. október. Lóa verður til viðtals í galleríinu frá kl. 14­17 föstudag og 13­17 laugardag. Gallerí Fold Málverkasýningu Ingibjargar Hauksdóttur, Þræðir, lýkur sunnudaginn 19. október. Á sama tíma lýkur kynningu á vatnslitamyndum Ásu Kristínar Oddsdóttur. Galleríið er opið daglega frá kl. Meira
16. október 1997 | Menningarlíf | 1122 orð

"Umhverfis fegurðina"

GUÐBJÖRG Kristjánsdóttir listsögufræðingur og sýningarstjóri framkvæmdarinnar "Umhverfis fegurðina" segir í upphafi formála ákaflega vel hannaðrar og handhægrar sýningarskrár: "Ekki verður með sanni sagt að séríslenzk listastefna hafi orðið til enn sem komið er, enda þótt nútímalistin sé um margt sérstök. Meira
16. október 1997 | Menningarlíf | 46 orð

Viðurkenning í ljóðasamkeppni

EGGERT E. Laxdal fékk nýlega viðurkenningu fyrir ljóð sem hann sendi í ljóðasamkeppni á Ítalíu. Viðurkenningin er kennd við Jean Monnet, sem var ötull baráttumaður fyrir sameiningu Evrópu. Eggert E. Laxdal hefur sent frá sér nokkrar ljóðabækur. Hann var fimmti í röðinni í ljóðakeppninni. Meira

Umræðan

16. október 1997 | Aðsent efni | 733 orð

Aðgengi fyrir alla

BYGGÐASTEFNUR stjórnvalda á undanförnum áratugum hafa verið að breytast. Styrkjafyrirkomulagið er að mestu eða alveg hætt og jákvæðari þróun hefur tekið við svo sem sameining sveitarfélaga og efling þeirra. Stjórnun, menntun og félagsleg þróun hefur færst nær fólkinu sjálfu. Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | 800 orð

Að gleyma fólkinu í bænum

ENN einu sinni gleymir bæjarstjórn Hafnarfjarðar fólkinu í bænum. Nú eru það enn og aftur íbúar í Setbergs- og Mosahlíðarhverfum sem gleymast. Þeir hafa alveg gleymt því að fólkið sem býr í þessum hverfum hefur þörf fyrir þjónustu. Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Aldraðir Reykvíkingar afskiptir

HJÚKRUNARRÝMI fyrir aldraða eru hlutfallslega færri í Reykjavík en í nokkru öðru sveitarfélagi á Íslandi. Í Reykjavík eru aðeins 5 hjúkrunarrými fyrir hverja 100 eldri borgara og 9,8 vistunarrými á hundrað eldri borgara. Landsmeðaltalið er 12,8 rými á hundraðið, sem þýðir að meðaltalið í sveitarfélögum utan Reykjavíkur er u.þ.b. 16. Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | 819 orð

Ábyrgð sveitarstjórna í kennaradeilunni

NÍU AF hverjum tíu grunnskólakennurum hafa samþykkt verkfallsboðun frá 27. október. Fleiri sögðu já í þetta sinn en nokkru sinni fyrr í verkfallsboðun kennara. Ég hef fylgst með kjaradeilum og samningum kennara í rúm tuttugu ár og fullyrði að yfirstandandi kjaradeila sker sig úr. Það er fleira en verkfallsboðunin sem gerir hana sérstaka. Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | 745 orð

Ágirndin er rót alls ills

ÞVÍ miður hafa ýmsir atburðir að undanförnu, er birst hafa í fréttum, vakið hjá mér ugg, hvort við Íslendingar ætlum að glata virðingu okkar og jafnvel tilverurétti vegna skorts á siðferðisþreki og mér virðist að okkur muni ekki takast að varðveita viss grundvallarmannréttindi. Skulu tvö dæmi tekin, en miklu fleiri mætti taka. Hópuppsagnir sérfræðinga Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | 302 orð

Barátta Miðborgarsamtaka Reykjavíkur

ATHYGLISVERT hefur verið að fylgjast með því atorkumikla starfi sem hagsmunaaðilar í miðborg Reykjavíkur hafa unnið að á síðustu mánuðum. Í febrúar á þessu ári voru stofnuð Miðborgarsamtök Reykjavíkur þar sem sameinuðust Laugavegssamtökin, Miðbæjarfélagið í gömlu Kvosinni, samtök kaupmanna á Skólavörðustíg og aðrir hagsmunaaðilar í miðborginni. Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | 724 orð

Góður árangur af starfsnámi Hins hússins

Á UNDANFÖRNUM árum hefur atvinnuleysi verið að festa rætur í íslensku samfélagi. Opinberir aðilar hafa reynt að grípa í taumana með aðgerðum sem hafa tekist misvel. Sumar hafa verið umdeildar, eins og þegar fyrrverandi meirihluti í Reykjavík lét um 500 milljónir króna í svokölluð átaksverkefni sem því miður skiluðu litlum árangri. Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | 3131 orð

GREINARGERÐ SKÝRSLA HAGFRÆÐISTOFNUNAR UM KYNSLÓÐAREIKNINGA Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur lokið við fyrstu gerð

GREINARGERÐ SKÝRSLA HAGFRÆÐISTOFNUNAR UM KYNSLÓÐAREIKNINGA Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur lokið við fyrstu gerð kynslóðareikninga fyrir Ísland. Þeir gera kleift að meta áhrif fjármálastefnu hins opinbera á afkomu ólíkra kynslóða. Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | 492 orð

Hugrekki

KOSNINGAR eru sú aðferð sem lýðræði býður uppá til að almenningur og félög geti ákveðið hverjir eigi að fara með stjórnartauma ákveðið tímabil. Til að um eitthvað sé að velja verða fleiri kostir að vera í boði og eftir því sem fleiri góðir kostir eru í boði þeim mun meira spennandi og áhugaverðari verða kosningarnar. Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | 727 orð

Hvað á Hitaveita Reykjavíkur að borga hátt auðlindagjald?

ÞRISVAR sinnum á jafnmörgum þingum hefur þingsályktunartillaga um veiðileyfagjald verið lögð fyrir Alþingi. Í fyrstu stóðu að tillögunni þingmenn Þjóðvaka. En hin síðari tvö skipti hefur þingflokkur jafnaðarmanna flutt tillögurnar. Við samanburð kemur í ljós að þær eru býsna ólíkar innbyrðis. Meira
16. október 1997 | Bréf til blaðsins | 204 orð

Hver nefndi Indverja skítapakk?

Í MORGUNBLAÐINU föstudaginn 10. október er viðtal við Jóhann M. Hauksson stjórnmálafræðing undir fyrirsögninni "Fordómar gegn öðrum kynþáttum". Er tilefnið það að nefndur fræðimaður hafi rannsakað orsakir kynþáttahyggju eða rasisma og sé niðurstaðna að vænta frá honum í bók. Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | 396 orð

Júlíus Vífil í fjórða sætið

ÞAÐ er milli margra góðra manna og kvenna að velja í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 24. og 25. þ.m. vegna borgarstjórnarkosninganna á vori komanda. Þar eru ýmsir með langa og sumir stranga reynslu af stjórn borgarmálefna, aðrir eru nýliðar. Reynslan er dýrmæt, en endurnýjun er nauðsynleg hér eins og annars staðar í stjórnmálum og mannlífinu öllu. Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | 313 orð

Kjartan Magnússon í borgarstjórn

KJARTAN Magnússon blaðamaður gefur kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna 24.­25. október nk. Ég þekki Kjartan persónulega og veit því hvaða mann hann hefur að geyma. Því mæli ég hiklaust með honum við aðra sjálfstæðismenn. Kjartan býður af sér góðan þokka, er röggsamur og ákveðinn. Meira
16. október 1997 | Bréf til blaðsins | 676 orð

Kóka-puffs- ið

Í DAG fletti ég Lesbók Morgunblaðsins frá 27. september og rak augun í "Rabb" eftir Guðrúnu Pétursdóttir. Rabbið heitir: "Danskan dýra". Þar rabbar hún m.a. um íslenska skólanema sem neyðast til að læra undirstöðu í einu norrænu tungumáli. Guðrún talar um dýrmætan tíma skólabarna. Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | 486 orð

Leiðrétting

ÞEGAR annar borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins í R-listanum geysist fram á ritvöllinn, ríkir jafnan þóttafullt orðbragð. Verk hans eru stórkostleg en öfund og sundurþykkja eiga að einkenna verk annarra. Að hætti gömlu kommanna svertir hann einstaklinga og fer rangt með. Hann hefur áhyggjur af prófkjöri okkar sjálfstæðismanna og skyldi engan undra. Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | 477 orð

Með 19 faldan hásetahlut í golfhönskum

FÁRANLEIKI og óréttlæti núverandi fiskveiðistjórnarkerfis er slíkur að þeir sem upplýsa um eðli þess eru oft vændir um ýkjur. Engum snjöllum áróðursmeistara myndi detta til hugar að búa til svo ósennilegar sögur eins og felast í íslenskum kvótaveruleika, einfaldlega vegna þess að þannig myndu menn skjóta yfir markið og missa marks. Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | 392 orð

Nýskipan í rekstri borgarinnar

VIÐ lifum á tímum örra breytinga og aðrar þjóðir eru sem óðast að búa sig undir framtíð sem gerir miklar kröfur en veitir um leið mörg tækifæri. Meiri hagkvæmni og skilvirkni eru lykilatriði í sívaxandi samkeppni milli þjóða og fyrirtækja. Menntamál hafa verið sett í brennidepil og loksins er flestum að verða ljóst að það er samhengi á milli góðrar menntunar fólks og lífskjara. Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | 462 orð

Ný viðfangsefni inn í nýja öld

ÖRAR breytingar eiga sér nú stað í viðfangsefnum sveitarstjórnarmanna. Á næsta leyti eru alveg ný viðfangsefni, sem móta munu stefnuna inn í nýja öld. Þannig er stefnt að því að hinn 1. febrúar 1999 færist málefni fatlaðra frá ríkinu yfir á sveitarfélögin. Meira
16. október 1997 | Bréf til blaðsins | 673 orð

Óleyfileg tvítalning ávinnings

Í FRÉTTUM Sjónvarpsins fimmtudagskvöldið 9. október var greint frá ávinningi neytenda af bifreiðatryggingum á vegum FÍB. Eins og við vill brenna á þeim bæ var ekki alveg ljóst frá hvaða staðreynd var sagt ­ en úr því var bætt í næsta Morgunblaði ­ en þeim mun meiri áhersla lögð á víðari túlkun hennar, sem hér skal gerð að umtalsefni. Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | 1552 orð

Rússnesk rúlletta

FÁTT er skemmtilegra en þegar varðhundar hagsmunakerfisins sýna óvart stáltennurnar opinberlega. Gott dæmi um uppákomu af þessu tagi mátti sjá á síðum Morgunblaðsins sunnudaginn 5. október sl., þegar Guðrún S. Eyjólfsdóttir, forstöðumaður Lyfjaeftirlits ríkisins, líkti notkun hollustuafurða bandaríska stórfyrirtækisins Herbalife við rússneska rúllettu. Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | 469 orð

Sjónarmið veiðigjaldssinna

FJÖLMARGIR veiðigjaldssinnar hafa svarað hér röksemdum mínum gegn veiðigjaldi. Nú get ég aðeins gert nokkur atriði að umtalsefni, en sný mér aftur að málinu á næstu dögum. Eins og allir vita, er deilan um veiðigjald ekki síst um það, hvorum sé betur treystandi til að ráðstafa fiskveiðiarðinum í þágu alþjóðar, Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | 400 orð

Skattaálögur og sjónhverfingar

EFTIR rúmlega sjö mánuði verður gengið til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. Ljóst er að flokkasamsteypa R-listans hyggst bjóða fram á nýjan leik og þessa dagana eru fulltrúar R-listans önnum kafnir við að undirbúa prófkjör þar sem tryggt verði að flokkarnir fjórir sem standa að R-listanum fái sinn kvóta án tillits til stuðnings við ákveðna einstaklinga í prófkjörinu. Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | 1188 orð

Strengbrúðuleikhús Davíðs Oddssonar

RÁÐHERRUM í núverandi ríkisstjórn væri ef til vill best lýst sem óprúðum og óprúttnum leikurum, sem leika lausum hala, leikandi nærri því landslýð allan grátt, en þó einkum þá sem minna mega sín eins og t.d. aldraða og öryrkja. Dekrið við forréttindastéttina breytist hins vegar lítið, enda virðist það fara vaxandi með hverjum degi sem líður. Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | 293 orð

Veljum traustan mann í 5. sætið

PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins vegna komandi borgarstjórnar- kosninga fer fram dagana 24.­25. þ.m. Kjartan Magnússon, blaðamaður og varaborgarfulltrúi, gefur kost á sér í 5. sæti listans. Kynni mín af Kjartani hófust í baráttunni fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar þegar Kjartan var í 13. sæti listans. Meira
16. október 1997 | Aðsent efni | 982 orð

Þroskaþjálfar, starfskraftar í þágu fatlaðra

ENN Á ný eru launamál þeirra hópa sem sinna velferðar- og menntamálum í uppnámi. Kennarar hafa boðað til verkfalls, ef ekki verður komið til móts við réttlátar launakröfur þeirra. Þroskaþjálfar fara nú í fyrsta sinn með sjálfstæðan samningsrétt, enda er það von stéttarinnar að sérstaða hennar verði þar með ljósari viðsemjendum hennar. Meira

Minningargreinar

16. október 1997 | Minningargreinar | 147 orð

Frímann Kristinn Sigmundsson

Frímann Kristinn Sigmundsson, eða Kiddi eins og við kölluðum hann, var kallaður á fund skapara síns, þegar sumar mætti hausti. Á þeim stað, sem menn eru dæmdir eftir breytni við samferðafólk sitt, einkum börn, verður honum búinn heiðurssess. Á kveðjustund togast á söknuður og þakklæti. Söknuður yfir að hafa misst tryggan vin og þakklæti fyrir vináttu og hjálpsemi, frá fyrstu kynnum. Meira
16. október 1997 | Minningargreinar | 402 orð

Frímann Kristinn Sigmundsson

Í dag verður til moldar borinn frændi okkar og mágur, Frímann Kristinn, eða Kiddi, eins og hann var af flestum nefndur. Fyrir Kidda fór eins og svo mörgum mætum manninum, að deyja langt fyrir aldur fram. Lífið er undarlegt ferðalag á þessari jörð og oft er okkur spurn um tilgang þess og hvort við fáum nokkru um örlög okkar ráðið. Meira
16. október 1997 | Minningargreinar | 729 orð

Frímann Kristinn Sigmundsson

Þegar ég sá Kidda fyrst, hef ég verið líklega svona 12 ára gömul. Úti var bylur og það var barið að dyrum, framdyramegin, þar sem enginn gekk venjulega um. Ég fór til dyra og opnaði. Á tröppunum stóð grannvaxinn maður í úlpu, með gleraugu sem voru orðin hálffull af snjó og spurði eftir Herdísi systur minni. Meira
16. október 1997 | Minningargreinar | 192 orð

Frímann Kristinn Sigmundsson

Í dag kveðjum við Frímann Kristinn Sigmundsson (Kidda) sem lést langt um aldur fram, af völdum krabbameins. Kiddi og konan hans, Dísa, hafa búið í nábýli við fjölskyldu okkar í áratugi. Þau eru ófá skiptin sem setið hefur verið við eldhúsborðið hjá þeim hjónum og hin ýmsu málefni rædd og má segja að bílar og allt þeim tengt hafi verið þar mest áberandi. Meira
16. október 1997 | Minningargreinar | 101 orð

FRÍMANN KRISTINN SIGMUNDSSON

FRÍMANN KRISTINN SIGMUNDSSON Frímann Kristinn Sigmundsson fæddist 7. júlí 1947. Hann lést 9. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Frímannsdóttir, f. 5. desember 1924, d. 7. nóvember 1994, og Sigmundur Karlsson, f. 17. maí 1918, d. 8. september 1997. Systkini Frímanns Kristins eru Ágúst Karl og Margrét Bára. Meira
16. október 1997 | Minningargreinar | 1035 orð

Gunnlaugur Stefánsson

Óskiljanlegt er hve grimmilega örlaganornir leika stundum þá sem geta enga vörn sér veitt. Þegar Gunnlaugur Stefánsson var tæpra þriggja missera féll faðir hans frá, 37 ára að aldri eftir liðlega tvö ár í hjónabandi. Viku síðar ól ekkjan son og gaf honum nafn föður hans sem lá á líkbörunum. Þennan einkabróður sinn missti Gunnlaugur tæplega 6 ára gamlan. Meira
16. október 1997 | Minningargreinar | 362 orð

Gunnlaugur Stefánsson

Látinn er heiðursmaðurinn Gunnlaugur Stefánsson, á áttugasta og sjöunda aldursári. Ég kynntist Gunnlaugi þegar ég hóf störf hjá Verðlagsstofnun fyrir liðlega tuttugu árum. Gunnlaugur hafði þá starfað þar í aldarfjórðung og var því öllum hnútum kunnugur. Hann var óspar á að miðla þeirri miklu reynslu og þekkingu sem hann bjó yfir til mín og annarra nýgræðinga sem voru að hefja störf. Meira
16. október 1997 | Minningargreinar | 345 orð

Gunnlaugur Stefánsson

Vinur okkar Gunnlaugur Stefánsson er látinn. "Hjá okkur verður Gunnlaugs minnst með söknuði." Kynni Gunnlaugs af okkar fjölskyldu hefjast er faðir minn Richard kemur sem læknir að Kristnesspítala 1938. Gunnlaugur er þá sjúklingur þar. Góð vinátta tekst með þeim og hefur haldist með fjölskyldu okkar æ síðan. Gunnlaugur veikist af berklum upp úr tvítugu og fer á berklahælið að Kristsnesi. Meira
16. október 1997 | Minningargreinar | 60 orð

Klara Tryggvadóttir

Klara Tryggvadóttir Klara Tryggvadóttir fæddist 1. október 1906. Hún lést á heimili sínu, Hrafnistu í Hafnarfirði, 9. október síðastliðinn. Klara átti fimm börn, Tryggva Ágúst, f. 16.2. 1931, Arndísi Birnu, f. 23.7. 1932, Garðar, f. 20.11. 1933, Óskar, f. 13.4. 1942, Hallgrím f. 4.2. 1944. Meira
16. október 1997 | Minningargreinar | 358 orð

Klara Tryggvadóttir

Elsku amma. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Hugurinn reikar til baka til allra ánægjustundanna sem við áttum saman bæði á Faxastíg 33 í Vestmannaeyjum og á Kleppsvegi 32 eftir gos en þegar þú varst farin á Hrafnistu í Hafnarfirði var ég aldrei viss hvort þú þekktir mig eða alla hina í fjölskyldunni. Meira
16. október 1997 | Minningargreinar | 471 orð

Kristín Margrét Jósefína Björnsson

Elskuleg föðursystir mín er nú látin í hárri elli. Fyrstu minningarnar um hana eru frá bernsku minni í húnvetnskri sveit, þegar hún og síðari maður hennar, Einar Sveinsson, komu í heimsókn úr höfuðborginni og dvöldust tíma og tíma hjá okkur, frændfólkinu fyrir norðan. Frænka mín skrifaði mér stundum á þessum árum bréf, sem mér þótti gaman að fá, ekki síst ljóðabréfin. Meira
16. október 1997 | Minningargreinar | 406 orð

KRISTÍN M.J. BJÖRNSON

KRISTÍN M.J. BJÖRNSON Kristín M.J. Björnson fæddist á Gauksmýri, V- Húnavatnssýslu, 16. apríl 1901. Hún lést á dvalarheimilinu Grund 9. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Jósafatsson, bóndi á Gauksmýri, og k.h. Ólöf Sigurðardóttir. Hún ólst upp í stórum systkinahópi. Meira
16. október 1997 | Minningargreinar | 190 orð

Kristín M.J. Björnsson

Þegar rúmlega hálfrar aldar samfylgd er að ljúka leita minningarnar á. Sem barn og unglingur dvaldist ég oft hjá Kristínu og Einari, móðurbróður mínum, á Hverfisgötunni þegar ég kom til Reykjavíkur. Margt var nýstárlegt að sjá í borginni og reyndu Kristín og Einar að gera ferðirnar eftirminnilegar. Meira
16. október 1997 | Minningargreinar | 578 orð

Kristín M.J. Björnsson

Amma var elst alsystkina sinna. Hrokkinhærð pabbastelpa sem fékk oft að fylgja föður sínum sem var mikill hesta- og selskapsmaður. Hún var snemma ljóðelsk og vel hagmælt. Amma hneigðist víst ekki til innistarfanna. Alla ævi hafði hún meira gaman af lestri bóka og skemmtilegum samræðum heldur en húsmóðurstörfunum. Meira
16. október 1997 | Minningargreinar | 155 orð

Þorvaldur Birgir Axelsson

Kæri Þorvaldur Birgir Axelsson. Mig setti hljóðan, þegar ég frétti af andláti þínu, satt að segja bjóst ég ekki við því svona fljótt, þú hafðir ekki mörg orð um þín veikindi. Þú varst alltaf sami Valdi minn, með þína kímnigáfu og þann fróðleik sem þú gafst mér og okkar spjall á kvöldvöktum, þegar þú varst fyrsti stýrimaður og ekki síður sem skipherra. Meira
16. október 1997 | Minningargreinar | 26 orð

ÞORVALDUR BIRGIR AXELSSON

ÞORVALDUR BIRGIR AXELSSON Þorvaldur Birgir Axelsson fæddist á Læk á Skagaströnd 22. ágúst 1938. Hann lést 4. september síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Meira

Daglegt líf

16. október 1997 | Neytendur | 31 orð

Afmælisafsláttur Gullhallarinnar

Í TILEFNI af tuttuga ára afmæli Gullhallarinnar býðst viðskiptavinum 20% afsláttur af vörum verslunarinar til 26. október. Gullhöllin, sem er til húsa að Laugavegi 49, selur m.a. íslenska skartgripi. Meira
16. október 1997 | Neytendur | 53 orð

Fismjólk frá MS

VÆNTANLEG er á markað innan skamms fismjólk, ný sýrð mjólkurafurð frá MS. Fismjólkin mun fást í þremur bragðtegundum; jarðarberja, alpamusli og með eplum og perum. Varan er svo til fitulaus, auðug af próteini, kalki, fósfór, B2 vítamíni og inniheldur auk þess a-b- gerla, að því er segir í fréttatilkynningu frá Mjólkursamsölunni. Meira
16. október 1997 | Neytendur | 79 orð

Geitakjöt og snyrtir skrokkar

NÆSTU daga verður til sölu í verslunum KÁ nýslátrað en frosið lambakjöt. Lambaskrokkarnir eru snyrtir og seldir hálfir, búið er að skera af alla aukafitu, hækla, háls og bringur. Um takmarkað magn er að ræða en verð á skrokkunum er um 10% hærra en á ósnyrtum skrokkum. Í verslun Ká á Selfossi hefst einnig í dag sala á geitakjöti. Meira
16. október 1997 | Neytendur | 250 orð

Mikið úrval nytja- og listmuna

MARKAÐUR með allra handa handverki var haldinn sl. laugardag á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. "Dagurinn heppnaðist mjög vel en torgið var troðfullt af fólki, Seltirningum og öðrum áhugasömum," segir Bjarney Árnadóttir, gjaldkeri Kvenfélagsins Seltjarnar sem stóð að markaðinum. Meira
16. október 1997 | Neytendur | 50 orð

Sex ný póstkort

NÝLEGA komu út sex póstkort þar sem áhersla er lögð á góðan lífsstíl. Það er græni lífseðillinn sem sér um útgáfuna. Græni lífseðillinn er samstarfsverkefni Íþróttasambandsins og heilbrigðisráðuneytisins um bættan lífsstíl. Áætlaður átakstími er tvö ár og er framkvæmdin í höndum Heilsueflingar og Íþrótta fyrir alla. Meira
16. október 1997 | Neytendur | 84 orð

Súkkulaðikex með heilhveiti

KEXSMIÐJAN ehf. á Akureyri hefur nú sett á markað nýtt kex, Diggar, sem er milligróft súkkulaðikex með heilhveiti. Kexið er íslensk framleiðsla og engum rotvarnarefnum er bætt í það til að auka geymsluþol. Meira

Fastir þættir

16. október 1997 | Dagbók | 3007 orð

»

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. »APÓTEK AUSTURBÆJAR: Opið virka daga kl. Meira
16. október 1997 | Í dag | 41 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 16. okt

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 16. október, er fimmtugur Gunnar Örn Ólafsson, fiskverkandi, Melási 3, Garðabæ. Hann og eiginkona hans Anna Wolframtaka á móti gestum á morgun, föstudaginn 17. október, að Hvaleyrarbraut 24, Hafnarfirði (Fiskverkun Gunnars Ólafssonar) eftir kl. 19. Meira
16. október 1997 | Fastir þættir | 169 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja

Bjarni Kristjánsson og Garðar Garðarsson standa best að vígi í fjögurra kvölda tvímenningskeppni, sem hófst sl. mánudagskvöld en þrjú efstu kvöldin ráða úrslitum til verðlauna. Spilaður var Michell og urðu eftirtalin pör efst í N/S: Jóhannes Sigurðsson ­ Gísli Torfason214Heiðar Sigurjónsson ­ Eyþór Jónsson186Hæsta skor í A/V: Meira
16. október 1997 | Fastir þættir | 148 orð

BRIDSUmsjónArnór G. RagnarssonFélag eldri borgar

Fimmtudaginn 9. okt. '97 mættu 14 pör. Eysteinn Einarsson ­ Lárus Hermansson208Viggó Nordquist ­ Tómas Jóhannsson187Rafn Kristjánsson ­ Ólafur Ingvarsson167Jóhanna Gunnlaugsdóttir ­ Ingiríður Meira
16. október 1997 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí í Kirkju Árbæjarsafnsins af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Carola M. Frank og Steinar Aðalbjörnsson. Heimili þeirra er erlendis. Meira
16. október 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. ágúst í Dómkirkjunni af sr. Kjartani Erni Sigurbjörnssyni Guðrún Svava Gunnlaugsdóttir og Einar Guttormsson. Heimili þeirra er á Kirkjubraut 19, Seltjarnarnesi. Meira
16. október 1997 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí í Háteigskirkju af sr. Einari Eyjólfssyni Helena Árnadóttir og Tómas Möller. Heimili þeirra er að Eggertsgötu 20, Reykjavík. Meira
16. október 1997 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndastofan Nærmynd. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. ágúst í Bessastaðakirkju af sr. Hans Markús HafsteinssyniTove Karin Rodne og Jón Rúnar Sigurðsson. Heimili þeirra er í Noregi. Meira
16. október 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. maí í Hallgrímskirkju af sr. Karli Sigurbjörnssyni Helga Dagmar Emilsdóttir og Guðfinnur Jónsson. Heimili þeirra er á Urðartjörn 1, Selfossi. Meira
16. október 1997 | Fastir þættir | 713 orð

Danir steinlágu í því

Jóhann Hjartarson og Jonny Hector eru jafnir og efstir eftir sex umferðir á úrslitamóti Norrænu bikarkeppninnar í skák. DÖNSKU keppendurnir voru í þriðja til fjórða sæti fyrir umferðina á þriðjudagskvöldið og hafði hvorugur tapað skák. Meira
16. október 1997 | Fastir þættir | 474 orð

Hinrik tvöfaldur skeiðmeistari

Alþjóðlega skeiðmeistaramótið var haldið um helgina í Wiener Neustadt sem er í útjaðri Vínarborgar. MÓTIÐ var að þessu sinni haldið í tengslum við hestasýningu þar sem við sögu komu önnur hrossakyn auk íslensku hestanna og þar af leiðandi betur sótt en fyrri mót Alþjóðlega skeiðmannafélagsins. Var talið að á sunnudeginum hafi verið á milli fimm og sex þúsund manns. Meira
16. október 1997 | Dagbók | 639 orð

Reykjavíkurhöfn:

dagbok nr. 62,7------- Meira
16. október 1997 | Í dag | 421 orð

Vanþóknun áauglýsingu SÍÐASTLIÐINN sunnudag birtist hei

SÍÐASTLIÐINN sunnudag birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu frá Tóbaksvarnarnefnd Reykjavíkur. Þeir hafa verið og eru ötulir að koma á framfæri aðvörunarorðum til almennings um skaðsemi tóbaksreykinga og afleiðingar þeirra. Tilgangurinn er að vekja fólk til umhugsunar og er hið besta mál. En í þetta sinn var einum of langt gengið. Meira
16. október 1997 | Í dag | 500 orð

ÝLEGA barst Víkverja bréf frá Náttúruverndarráði, undir

ÝLEGA barst Víkverja bréf frá Náttúruverndarráði, undirritað af Helgu Haraldsdóttur. Þar segir: "Í nýlegri umfjöllun Víkverja um framkvæmdir við Dynjanda hefur komið fram að Náttúruverndarráð hafi staðið að úrbótum við fossinn. Meira
16. október 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Þótti frá Hólum fór á tæpar fimm milljónir

STÓÐHESTURINN Þótti frá Hólum var fyrir skömmu seldur á uppboði á Aegidienberg búgarðinum og var söluverðið 121 þúsund þýsk mörk eða rétt tæpar fimm milljónir íslenskra króna. Seljandinn var Angantýr Þórðarson sem er búsettur í Þýskalandi en hann keypti hestinn hér á landi. Kaupendur voru tveir Íslandshestabúgarðar, Aegidienberg búgarðurinn sem Walter Feldmann jr. Meira

Íþróttir

16. október 1997 | Íþróttir | 298 orð

Babbel sá rautt á 4. mínútu

Leikmenn Bayern M¨unchen komust í hann krappann í gærkvöldi þegar þeir tóku á móti VfB Stuttgart í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu. Varnarmaðurinn Markus Babbel var rekinn af leikvelli eftir aðeins fjórar mínútur fyrir að handleika knöttinn ­ en Þýskalandsmeistararnir náðu engu að síður jafntefli, 3:3 ­ og gerðu síðasta markið í blálokin. Bayern komst yfir á 13. mín. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 363 orð

Bjarki góður í sigurleik

Bjarki Sigurðsson, landsliðsmaður í handknattleik, tryggði Drammen sigur á Sandefjörd, 27:26, í norsku 1. deildinni í gærkvöldi er hann gerði síðasta mark leiksins úr vítakasti þegar um hálf mínúta var eftir. Liðið frá Sandefjörd var á toppnum í deildinni fyrir umferð gærkvöldsins, ásamt hinu liði bæjarins, Runar ­ sem Afturelding mætir í Evrópukeppninni. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 76 orð

Bjarnólfur hjá Hibs EYJAMAÐURINN Bjarnólfur L

EYJAMAÐURINN Bjarnólfur Lárusson hefur æft með skoska úrvalsdeildarliðinu Hibernian í nokkra daga og er reiknað með að Jim Duffy, knattspyrnustjóri félagsins, geri honum tilboð um samning um næstu helgi. Bjarnólfur, sem hefur verið í 21 árs landsliðinu, var hjá liðinu í janúar sl. og æfði þá með því um tíma, en þá þótti hann ekki í nægilega góðri leikæfingu. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 141 orð

Ferillinn á enda hjá Sammer? ÞÝSKI landsl

ÞÝSKI landsliðsmaðurinn Matthias Sammer þarf að fara í annan uppskurð vegna meiðsla í vinstra hné. Það gætti þýtt að knattspyrnuferill hans sé á enda. Þetta kom í ljós í gær eftir að hann hafði farið í læknisskoðun í Berlín. Fyrir tveimur dögum var honum tjáð að hann gæti líklega leikið eftir þrjár til fjórar vikur, en það reyndist ekki á rökum reist. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 351 orð

Fjörugt og spennandi tímabil framundan

Ungir körfuknattleiksiðkendur hófu keppnistímabil sitt á dögunum. Fjölmargir leikir fóru fram um síðustu helgi, vítt og breitt um landið. Margir þeirra voru einkar fjörugir og spennandi og af og til sýndu leikmenn snilldartilþrif. Keppni í stúlknaflokki, en í honum leika stúlkur á aldrinum 14 og 15 ára, fór fram á Sauðárkróki og Flúðum. Heimastúlkur í Tindastóli fóru á kostum í 1. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 261 orð

Frábært mark Raúls

Real Madrid sigraði Sporting Gijon 2:0 á heimavelli í gærkvöldi í spænsku 1. deildarkeppninni. Meistararnir komust í annað sætið með sigrinum, fjórum stigum á eftir Barcelona. Snillingurinn Raúl gerði stórglæsilegt mark fyrir Real í gærkvöldi. Leikurinn þótti reyndar afar slakur og mark þessa frábæra framherja var hápunkturinn. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 382 orð

Góð vörn er besta sóknin

FRAMARAR forðuðu sér úr fallsætinu í deildinni með því að vinna ÍR-inga mjög örugglega, 28:23, í Framheimilinu í gærkvöldi. Þetta var annar sigur Fram í fimm leikjum og er liðið nú með fjögur stig eins og ÍR. Það var fyrst og fremst sterkur varnarleikur og markvarsla Þórs Björnssonar sem lagði grunninn að sigrinum. Og eins og maðurinn sagði: "Góð vörn er besta sóknin. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 95 orð

HANDKNATTLEIKURSpenna í Digranesi

ÍSLANDSMEISTARAR KA frá Akureyri sigruðu HK 27:26 í 1. deild karla í handknattleik í Digranesi í gærkvöldi. Önnur úrslit í gær urðu þau að Afturelding sigraði Val, Stjarnan lagði Hauka, Fram vann ÍR og FH sigraði Víking. Leik Breiðabliks og ÍBV var frestað. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 665 orð

HK - KA27:28

Íþróttahúsið Digranesi, 5. umferð í Nissandeildinni, efstu deild karla í handknattleik, miðvikudaginn 15. október 1997. Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 4:2, 7:4, 8:7, 13:9, 13:10, 13:14, 17:15, 17:17, 19:17, 23:21, 23:24, 24:26, 27:27, 27:28. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 84 orð

Í kvöld

Körfuknattleikur DHL-deildin, efsta deild karla: Grindavík:UMFG - Þór Ak.20 Keflavík:Keflavík - KFÍ20 Strandgata:Haukar - ÍA20 Valsheimili:Valur - Skallagr. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 144 orð

Ísland fer uppum tólf sæti

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu færist uppum tólf sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem var gefinn út í gær oger nú í 71. sæti ásamt landsliði Zimbabwe. Síðast var Ísland í 83. sæti. Aðeins landslið Georgíu tekur hærra stökk upp listann að þessu sinnien það færist upp um 20 sæti, fer í það 74. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 534 orð

Jafn sjálfsagt og greiða hárið

Fjórir sundþjálfarar í fyrrverandi Austur-Þýskalandi hafa verið ákærðir fyrir að gefa íþróttamönnum undir lögaldri ólögleg lyf á fölskum forsendum eða án vitneskju þeirra að sögn saksóknara í Berlín. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 349 orð

Knattspyrna Evrópukepnin Landslið 18 ára og yngri: Austurríki - ÍSLAND2:0 Finnland - Litháen2:3 Íslenska liðið leikur á morgun

Evrópukepnin Landslið 18 ára og yngri: Austurríki - ÍSLAND2:0 Finnland - Litháen2:3 Íslenska liðið leikur á morgun við Finna og á sunnudaginn við Litháa og sigurvegarinn í riðlinum kemst í 16 liða úrslit. England Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 596 orð

Knattspyrna IKAST tapaði í fyrrakvöld, 3:1, á heimavelli fyrir V

IKAST tapaði í fyrrakvöld, 3:1, á heimavelli fyrir Vejle í dönsku deildinni. Jóhannes Harðarson var í leikmannahópi Ikast en fékk ekkert að spreyta sig. "Við áttum að vinna þennan leik, fengum helling af færum sem mönnum tókst að klúðra, meðal annars vítaspyrnu," sagði Jóhannes. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 785 orð

Körfuknattleikur Úrslit leikja í yngri flokkum um síðustu helgi.

Úrslit leikja í yngri flokkum um síðustu helgi. Stúlknaflokkur 1. deild A: Sauðárkrókur: Breiðablik - Tindastóll30:56 Keflavík - UMFN24:30 ÍR - KR50:32 Breiðablik - Keflavík35:62 Tindastóll - ÍR54:30 UMFN - KR50:25 ÍR - Breiðablik39:38 UMFN - Tindastóll35:55 KR - Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 40 orð

Leik með KA ef liðið kemst í bikarúrslit

ALFREÐ Gíslason segist vera búinn að leggja keppnisskóna á hilluna, en sagðist þó standa við loforð sitt. "Að koma heim og leika með KA-liðinu ef það kemst í bikarúrslit," sagði Alfreð og hló. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 135 orð

Lið Íslendinganna töpuðuESSEN, sem Patrekur Jóhannes

ESSEN, sem Patrekur Jóhannesson leikur með, og Hameln, sem Alfreð Gíslason þjálfar, töpuðu bæði í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Essen steinlá heima gegn Wallau Massenheim, 21:29. "Við áttum aldrei möguleika. Þeir voru einfaldlega betri allan tímann," sagði Patrekur við Morgunblaðið. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 508 orð

NÓI Björnsson, fyrrum fyrirliði Þórs

NÓI Björnsson, fyrrum fyrirliði Þórs frá Akureyri og síðar þjálfari meistaraflokks félagsins, verður að öllum líkindum næsti þjálfari 2. flokks KA. "Það er engin launung að þetta stendur til. Ég á í viðræðum við KA um þjálfun 2. flokks þessa dagana," sagði Nói í gær. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 116 orð

Rautt gólf og gosflöskur

MÖRGUM brá í brún þegar þeir komu í íþróttahúsið í Digranesi í gærkvöldi því búið var að mála handboltavöllinn rauðan nema hvað vítateigarnir og blakvöllurinn voru málaðir í ljósum lit. Áður var gólfið í húsinu grænt þannig að um talsverða breytingu er að ræða, sem venst vel. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 469 orð

Rush jafnaði markametið

Chelsea, Liverpool og Newcastle eru komin áfram í 4. umferð ensku deildarbikarkeppninnar. Chelsea lenti í basli með Blackburn og þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá úrslit leiksins. Billy McKinlay kom Blackburn yfir á 47. mínútu en Ítalinn Roberto Di Matteo jafnaði um miðjan hálfleikinn og þannig var staðan eftir venjulegan leiktíma. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 588 orð

Sigurmark Heimis á síðustu sekúndunni

Það er greinilegt að HK úr Kópavogi getur veitt hvaða liði sem er í fyrstu deildinni skráveifu. Það hafa þeir sýnt í þeim fimm umferðum sem lokið er í deildinni; síðast í gærkvöldi er liðið tapaði 28:27 fyrir KA-mönnum sem voru í heimsókn í Digranesinu. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 513 orð

Skemmtu sér á skíðum í snjólausri borginni

Unglingalandslið Íslands í skíðagöngu í æfingabúðum fyrir veturinn Skemmtu sér á skíðum í snjólausri borginni Unglingalandslið Íslands í skíðagöngu lagði upp í æfingaferð til Reykjavíkur um miðja síðustu viku og dvaldi í höfuðborginni fram yfir helgi. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 192 orð

Skíðalaus skíðahópur

UNGLINGALANDSLIÐ Íslands í alpagreinum hélt haustæfingu í höfuðborginni fyrstu helgina í októbermánuði. Fjörutíu unglingar tóku þátt í æfingunni, fæddir 1981 til 1983, en þeir komu frá öllum landshlutum. Níu þeirra komu frá Akureyri, fjórir frá Siglufirði, tveir frá Ísafirði og einn frá Ólafsfirði, Neskaupstað og Seyðisfirði. Sautján krakkar komu frá félögum á höfuðborgarsvæðinu. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 1596 orð

Spennandi verkefni að þjálfa Hameln

Alfreð er enn á ný kominn til Þýskalands þar sem hann lék með meistaraliði Essen á árum áður. Var ekki erfitt fyrir Alfreð að pakka saman og halda með fjölskylduna frá Akureyri? "Jú, það var það, en eftir að hið freistandi tilboð kom frá Hameln, ákvað ég að slá til að spreyta mig sem þjálfari í hinni hörðu deild hér. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 71 orð

Stefán fór fýluferðSTEFÁN Arnaldsson, handknattleik

STEFÁN Arnaldsson, handknattleiksdómari frá Akureyri, fór fýluferð til Reykjavíkur í gær. Stefán og félagi hans Rögnvald Erlingsson, áttu að dæma leik Breiðabliks og ÍBV og kom Stefán til Reykjavíkur klukkan þrjú í gær. Rætt hafði verið um að kæmust Eyjamenn ekki til leiks dæmdu þeir félagar annan leik, en svo fór þó ekki. Stefán hélt því til síns heima kl. 19. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 316 orð

Stjörnumenn geta varist

LOKS kom að því að leikmenn Stjörnunnar sýndu hvers þeir eru megnugir er tekið var á móti Haukum á heimavelli. Þeir léku frábæran varnarleik um leið og Ingvar Ragnarsson fór á kostum í markinu. Þá var sóknarleikurinn lengst af góður. Hvort sem þetta kom Haukum á óvart eður ei þá voru þeir sem slegnir út af laginu frá fyrstu mínútu. Lokatölur 30:21 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 14:9. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 194 orð

SVERRIR Sævarsson

SVERRIR Sævarsson úr FHfékk blómvönd frá liði sínu fyrir að hafa spilað tvö hundruð leiki. VÍKINGAR léku með sorgarbönd vegna fráfalls Júlíusar Guðmundssonar, sem meðal annars þjálfaði yngri flokka félagsins. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 191 orð

Valsstúlkur verða mjög erfiðar viðureignar

KEPPNI í 4. flokki kvenna í handknattleik hófst um síðustu helgi. Valsstúlkur gefa væntanlega ekkert eftir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn síðar í vetur, en þær unnu alla leiki sína í 1. deildinni í Vestmannaeyjum. Fylkisstúlkur koma einnig sterkar til leiks, en eini tapleikur þeirra var einmitt gegn Val. Heimamenn úr ÍBV féllu niður í 2. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 450 orð

"Vörnin rosaleg"

"Vörnin rosaleg" Afturelding bar sigurorð af Valsmönnum að Hlíðarenda í gærkvöldi, 24:17. Af lokatölunum að dæma, virðist sigurinn auðveldur, en svo var ekki. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 344 orð

Þolinmæðinþrautir vinnur

MEÐ þolinmæði náðu FH-ingar að innbyrða sjö marka sigur á Víkingum í Kaplakrika í gærkvöldi, 30:23, þegar Víkingum enn og aftur tókst ekki að berjast þar til yfir lauk ­ náðu að berjast í 45 mínútur en misstu síðan móðinn. Mikið var skorað fyrstu mínúturnar þegar liðin nýttu sjö fyrstu sóknir sínar á rúmum fjórum mínútum. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 159 orð

Þorvaldurtil Eyja?

ÞORVALDUR Makan Sigbjörnsson, sem lék með Leiftri í sumar og var þriðji markahæsti leikmaður Sjóvár-Almennra deildarinnar í knattspyrnu, er á óskalista Eyjamanna. Jóhannes Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, sagði við Morgunblaðið í gær að Þorvaldur Makan væri einn þeirra sem félagið ætlaði ræða við. Meira
16. október 1997 | Íþróttir | 51 orð

(fyrirsögn vantar)

Evrópukeppni félagsliða Moskvu, Rússlandi: Spartak - Sion5:1 Maxim Buznikin (6.), Yegor Titov (34., Valery Kechinov (41.), Andrei Tikhonov (60.), Miroslav Romashchenko (83.) - Pascal Camadini (65.) 30.000 Spartak vann 6:1 samtals og mætir Real Valladolid í annari umferð, fyrri leikurinn í Moskvu 21. október og sá síðari á Spáni 4. nóvember. Meira

Úr verinu

16. október 1997 | Úr verinu | 493 orð

"Menn eru tilbúnir að verja kjörin sín"

FORYSTUMENN Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambandsins eru nú í fundaherferð um landið til þess að gera sjómönnum grein fyrir stöðu kjaramála og kanna hug þeirra til verkfallsboðunar. Samningar hafa verið lausir frá síðustu áramótum og engar samningaviðræður hafa farið fram síðan í janúar. Meira

Viðskiptablað

16. október 1997 | Viðskiptablað | 218 orð

835.000 Audi bílar innkallaðir

HLUTABRÉF í Volkswagen AG lækkuðu í verði þegar Audi AG ákvað að innkalla níu bíla af hverjum tíu, sem smíðaðir voru á árunum 1995 til 1996, vegna galla á líknarbelgjum. Bréf í VW lækkuðu um 1%. Þau lækkuðu einnig í síðasta mánuði vegna frétta um að VW hygðist afla að minnsta kosti sex milljarða marka með útgáfu nýrra hlutabréfa. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 108 orð

AOL og Netscape bjóða boðþjónustu

AMERICA Online tölvuþjónustan og Netscape Communications ætla að markaðssetja sameiginlegt tæki til að senda skilaboð. Tækið verður kallað Netscape's AOL Instant Messenger og mun gera alnetsnotendum kleift að senda hver öðrum skilaboð án tillits til þess hvaða tölvu- eða alnetsþjónustu þeir nota. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 324 orð

DagbókNámskeið hjá Tæknivali um netstýrikerfi

NÚ Í október verða haldin tvö námskeið í netstýrikerfinu Microsoft Windows NT hjá Tæknivali og í nóvember er námskeið í netstýrikerfinu Novell. Í nóvember er jafnframt fyrirhugað námskeið í víðnetsbeinum (Cisco Routers) og próftökur í byrjun desember. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 230 orð

ÐBók um réttindi og skyldur á vinnumarkaði

BÓKIN Réttindi og skyldur á vinnumarkaði eftir Láru V. Júlíusdóttur er komin út á ný í endurskoðaðri útgáfu. Þetta grundvallarrit nýtist öllum þeim sem fást við að túlka lög og kjarasamninga á vinnumarkaði og sérstök áhersla er lögð á að efnið sé sem aðgengilegast fyrir notandann, að því er segir í frétt. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 332 orð

ÐEimskip kaupir sænskt flutningafyrirtæki

EIMSKIP hefur gengið frá samningum um kaup á flutningafyrirtækinu Anderson Shipping AB í Helsingborg í Svíþjóð. Þetta fyrirtæki var stofnað árið 1932 og hefur verið umboðsaðili Eimskips frá árinu 1944. Það á rúmlega 3 þúsund fermetra vöruhús og vöruflutningamiðstöð í Helsingborg og er með í rekstri yfir 30 vöruflutningabíla í áætlanaferðum milli Suður-Svíþjóðar og meginlands Evrópu, Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 89 orð

ÐFramkvæmdastjóri ETS á Íslandi

JÓNAS Hagan Guðmundssonhefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá ETS á Íslandi og tekur hann við af John Rassing sem gegndi þessari stöðu frá stofnun fyrirtækisins í apríl 1996. Jónas lauk BA námi í stjórnmálafræðum og alþjóðlegum viðskiptum frá Wake Forest háskólanum í Norður- Karólínu, Bandaríkjunum. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 2375 orð

ÐHart barist í háloftunum Íslandsflug og Flugféla

EFTIR þriggja mánaða verðstríð í innanlandsflugi í kjölfar afnáms sérleyfa á flugleiðum þann 1. júlí sl., virðist sem mesti móðurinn sé að renna af mönnum ef marka má ummæli þeirra Páls Halldórssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, og Ómars Benediktssonar, framkvæmdastjóra Íslandsflugs, á hádegisverðarfundi ÍMARK í síðustu viku. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 199 orð

ÐIðnskólinn með nýjan þróunarbúnað

TÖLVUNARFRÆÐIBRAUT Iðnskólans er að taka í notkun fullkominn þróunarbúnað frá Select Software Tools við kennslu í hugbúnaðargerð. Umboðsaðili þessa búnaðar hérlendis er TÍR hf. Búnaðurinn samanstendur af þremur einingum, þ.e. Select SE, Select Enterprise og Select SE Serve Builder, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 129 orð

ÐIslandia í samstarf við Aco og Tölvulistann

TÖLVULISTINN og Islandia Internet hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér samstarf á sviði tölva og aðgangs að alnetinu. Aco hf. og Islandia Internet ehf hafa einnig gert með sér samning sem felur í sér samstarf á sviði sölu tölva og aðgangs að alnetinu. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 130 orð

ÐÍslensk sendinefnd á sýningu í Bretlandi

ÖRN Valdimarsson, viðskiptafulltrúi í Breska sendiráðinu, fer fyrir íslenskri sendinefnd á International Building Exhibition, Interbuild í NEC, Birmingham. Sýningin er haldin dagana 23.­28. nóvember og er ætluð fyrir innkaupastjóra byggingarvöruverslana og heildsölur, sem og fyrir byggingarverktaka og arkitekta. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 304 orð

ÐNýr umboðsaðili fyrir Magellan GPS-tæki

AUKARAF ehf. hefur tekið við umboði fyrir bandaríska fyrirtækið Magellan sem framleiðir GPS-staðsetningartæki og annan slíkan búnað. Þetta umboð var áður í höndum Gróco hf. Magellan var stofnað árið 1986 og voru starfsmenn þá einungis 5 talsins. Fyrsta GPS-tækið sem fyrirtækið framleiddi var NAV1000, en það var jafnframt fyrsta handhæga GPS-tækið sem kom á markað í heiminum. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 123 orð

ÐRafiðnaðarskólinn velur Navision Financials

RAFIÐNAÐARSKÓLINN hefur valið viðskiptastjórnunarlausnina Navision Financials til kennslu í rekstrarfræðum við skólann. Navision Software Island ehf. gefur hugbúnaðinn, og Strengur hf. annast uppsetningu og viðhald hans. Fram kemur í frétt að með samstarfi þessara aðila nýtist betur en ella reynslu og sérþekking þeirra. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 1385 orð

ÐStálheppin Stálsmiðja Rekstur Stálsmiðjunnar hf. hefur

STÁLSMIÐJAN hf. býður í dag út nýtt hlutafé að nafnvirði 10 milljónir króna. Bréfin verða seld á genginu 4,95 þannig að söluandvirði þeirra er 49,5 milljónir króna. Tilgangur útboðsins er að fjármagna þær framkvæmdir sem framundan eru á vegum félagsins svo og að stuðla að dreifðri eignaraðild, en félagið ráðgerir að skrá hlutabréf sín á Verðbréfaþingi Íslands á árinu. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 121 orð

ÐVerzlunarskólinn kaupir tölvur af Tæknivali

VERZLUNARSKÓLI Íslands og Tölvuháskólinn gengu nýlega til samninga við Tæknival hf. um kaup á 53 Hyundai-tölvum. Kaupin eru liður í endurnýjun tölvubúnaðar en tölvunum verður komið fyrir í tveimur af fimm tölvustofum skólans og eru þá þrjár af tölvustofum Verzlunarskólans og Tölvuháskólans búnar Hyundai-tölvum. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 261 orð

ÐVöruflutningamiðstöðin byggir afgreiðslu

VÖRUFLUTNINGAMIÐSTÖÐIN hf. hyggst reisa nýja flutningamiðstöð við Klettagarða í Reykjavík. Stjórn félagsins hefur þegar tekið ákvörðun um að reisa fyrsta áfanga byggingarinnar sem verður 2.800 fermetrar að grunnfleti en 3.400 fm að gólffleti. Framtíðarlóð fyrirtækisins á svæðinu er 35.000 fm en í fyrsta áfanga verða um 16.000 fm nýttir. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 160 orð

Eimskip

Eimskip hefur gengið frá samningum um kaup á flutningafyrirtækinu Anderson Shipping AB í Helsingborg í Svíþjóð. Þetta fyrirtæki var stofnað árið 1932 og hefur verið umboðsaðili Eimskips frá árinu 1944. Það á rúmlega 3 þúsund fermetra vöruhús og vöruflutningamiðstöð í Helsingborg og er með í rekstri yfir 30 vöruflutningabíla í áætlanaferðum m.a. milli Suður-Svíþjóðar og meginlands Evrópu. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 1354 orð

Eru birnirnir í næsta nágrenni?

UPPGANGUR hlutabréfa í Bandaríkjunum undanfarin ár hefur verið með ólíkindum. Til að mynda hefur Dow Jones hlutabréfavísitalan þrefaldast í forsetatíð Clintons og þar af hefur hún aukist um 24% á fyrstu þremur ársfjórðungum þessa árs. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 227 orð

»Evrópsk bréf lækka - sveiflur í Wall Street LOKAVERÐ ev

LOKAVERÐ evrópskra hlutabréfa lækkaði í gær því að uggur um bandaríska vaxtahækkun á næstunni olli sigi í Wall Street. Uggsins varð vart þegar birtar voru tölur um meiri smásölu í Bandaríkjunum en búizt var við og var aukningin um 0,3% í september, en ekki 0,1% eins og spáð var. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 270 orð

Ferðaskrifstofugjaldþrot vekur spurningar

GJALDÞROT ferðaskrifstofunnar Express Rejser kostar danska ferðatryggingasjóðinn rúmar 150 milljónir íslenskra króna, en alls ræður hann yfir rúmum 600 milljónum. Sjóðurinn greiðir fyrir heimflutning farþega sem stranda erlendis vegna gjaldþrota ferðaskrifstofa. Um fimmtíu krónur íslenskar af hverjum seldum pakkaferðamiða renna í sjóðinn. Þetta er 6. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 297 orð

Leiðir til að örva hagvöxt

FJÁRMÁLARÁÐHERRAR EFTA og ESB-ríkjanna héldu sinn árlega fund í Lúxemborg sunnudaginn 12. október síðastliðinn. Á fundinum var rætt um leiðir til að örva hagvöxt og draga úr atvinnuleysi. Ennfremur fjölluðu ráðherrarnir um Efnahags- og myntbandalagið EMU og hugsanleg áhrif þess í alþjóðlegu samhengi. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 757 orð

Litlum og meðalstórum fyrirtækjum veitt aðstoð

EIN stjórnardeilda framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel hefur það hlutverk meðal annars að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki. Meðal starfsmanna deildarinnar er Andrés Magnússon lögfræðingur sem áður starfaði á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins í Brussel við að aðstoða og upplýsa íslensk fyrirtæki um hvernig þau gætu komist í samstarf við erlend fyrirtæki. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 470 orð

Líkur á nýrri sameiningarhrinu í Danmörk

NÝJUSTU tíðindin af Stóra, norræna bankastríðinu, sem svo hefur verið kallað, eru þau, að Nordbanken í Svíþjóð og Merita, stærsti banki í Finnlandi, hafa ákveðið að sameinast. Út úr því kemur stærsta fjármálastofnun á Norðurlöndum og eitt af tíu stærstu fyrirtækjunum þar. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 1075 orð

Netagerð Microsoft TölvurÍslenskir tölvumenn eru fróðleiksfúsir í meira lagi, eins og sannaðist á ráðstefnu EJS um Microsoft-mál

EKKERT virðist skorta á fróðleiksfýsn íslenskra tölvumanna, því varla var fyrirtaks ráðstefnu Teymis lokið þegar EJS-menn þurftu að vísa frá fjölda manns sem taka vildu þátt í námstefnu sem þeir kölluðu Microsoft þing. Að sögn aðstandenda tókst að troða 260 þátttakendum inn á Hótel Loftleiðir, en líklega þurftu 90 frá að hverfa. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 284 orð

Nýir menn hjá VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf hefur ráðið þá Stefán Gunnar Thors, Björn H. Halldórsson og Jón Áka Leifsson til starfa við ráðgjöf í umhverfis- og byggðatæknimálum. STEFÁN Gunnar Thors lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1990, Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 298 orð

Ráðnir til Nýherja

HELGI Örn Viggósson hóf nýverið störf hjá Nýherja hf, sem kerfisfræðingur í Netþjónustudeild. Helgi mun aðallega starfa við ráðgjöf og hugbúnaðarþjónustu með áherslu á IBM AIX og önnur UNIX- stýrikerfi. Þá mun Helgi sinna þróun nýrra þjónustukosta auk lausna á Internet-sviðinu. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 440 orð

Reiknað með 2,7% verðbólgu milli 1997 og 1998

SAMKVÆMT nýrri verðbólguspá frá Seðlabanka Íslands er spáð að verðbólga á milli áranna 1996 og 1997 verði 1,8% en 2,3% frá upphafi til loka ársins 1997. Gert er ráð fyrir 2,7% verðbólgu á milli áranna 1997 og 1998 miðað við þróun verðlags á þriðja fjórðungi ársins. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 356 orð

Reksturinn leigður út með sérleyfi

EIGANDI verslunarinnar Veiðimannsins í Hafnarstræti, Paul O'Keeffe, hefur ákveðið að leigja út rekstur verslunarinnar til næstu níu ára. Gert er ráð fyrir að viðkomandi leigutaki öðlist ákveðið sérleyfi til að nota nafn og viðskiptavild verslunarinnar, en skuldbindi sig á móti til að kaupa inn ákveðið magn af vörum frá heildsöluhluta fyrirtækisins og viðhaldi ímynd Veiðimannsins. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 160 orð

Skráningu hlutafélaga skipt í tvo lista

VERÐBRÉFAÞING Íslands hefur til athugunar að skipta skráningu hlutafélaga á þinginu á tvo lista þar sem mismunandi kröfur yrðu gerðar til félaga um starfsaldur og hluthafafjölda. Hingað til hefur Verðbréfaþing gefið hlutafélögum kost á að sækja um skráningu á einum lista og gert kröfu um að hluthafar séu að lágmarki 200 talsins og hlutafélag hafi verið starfandi í a.m.k. þrjú ár. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 12 orð

STÁLSMIÐJANStálheppin Stálsmiðja /4

STÁLSMIÐJANStálheppin Stálsmiðja /4FLUGHart barist í háloftunum /6HLUTABRÉFEru birnirnir í næsta nágrenni? / Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 145 orð

Styttri vinnuvika eykur ekki atvinnu að dómi OECD

STYTTRI vinnuvika eins og fyrirhuguð er í Frakklandi á Ítalíu er ekki líkleg til að auka atvinnu að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. "Aðalástæðan er sú að verkamenn yrðu ekki reiðubúnir að sætta sig við tekjuskerðingu," sagði John Martin Evans, aðalsérfræðingur OECD í atvinnumálum. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 428 orð

Tap af reglulegri starfsemi nam 283 milljónum

VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vestmannaeyjum tapaði 283 milljónum króna af reglulegri starfsemi á rekstrarárinu 1. september 1996 til 31. ágúst 1997, samanborið við 83 milljóna króna hagnað á rekstrarárinu 1995­96. Hagnaður fyrirtækisins af sölu eigna nam hins vegar 368 milljónum króna og hlutdeild minnihluta í afkomu dótturfélaga 14 milljónum. Meira
16. október 1997 | Viðskiptablað | 587 orð

TorgiðSpáð í Samherja »VONBRIGÐI hafa ein

TorgiðSpáð í Samherja »VONBRIGÐI hafa einkennt viðbrögð fjárfesta við milliuppgjöri Samherja hf., sem gert var opinbert á þriðjudag en þá lækkaði gengi hlutabréfa í fyrirtækinu um 11% eða úr 10,50 í 9,35. Hagnaður fyrirtækisins og dótturfélaga innanlands, Fiskimjöls og lýsis hf. og Friðþjófs hf. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.