Greinar föstudaginn 28. nóvember 1997

Forsíða

28. nóvember 1997 | Forsíða | -1 orð

Harðlínumenn reiðir VEGGMYNDIR sem sýna Benjamin Netanyahu, forsæt

VEGGMYNDIR sem sýna Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, klæddan arabísku höfuðfati, voru hengdar upp í Jerúsalem í gær. Yfir myndunum stendur "Lygarinn" en Netanyahu tilkynnti í gær að hann væri reiðubúinn til að láta Palestínumönnum eftir aukin landsvæði gegn ákveðnum skilyrðum. Netanyahu hafði áður fordæmt fyrri ríkisstjórn fyrir að láta land í skiptum fyrir frið. Meira
28. nóvember 1997 | Forsíða | 305 orð

Írakar neita að endurnýja olíusölusamning við SÞ

ÍRAKAR neita að endurnýja samning við Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, um leyfi til að selja olíu til kaupa á matvælum fyrr en deilur um samninga, afhendingu á matvælum og bankaábyrgðir verði leystar. Þeir sneru ennfremur við blaðinu í gær og afturkölluðu leyfi sem þeir höfðu áður veitt vopnaeftirliti SÞ til að leita að efnavopnum eða tækjum til framleiðslu þeirra í höllum Saddams Husseins Íraksforseta. Meira
28. nóvember 1997 | Forsíða | 140 orð

Leiðtogar ANC vitna gegn Winnie

EINN af ráðherrum í suður-afrísku stjórninni, Azar Cachalia, sakaði í gær Winnie Mandela, fyrrverandi eiginkonu Nelsons Mandela, forseta landsins, um að hafa horft framhjá eða tekið þátt í glæpsamlegum athöfnum. Kvaðst Cachalia telja að lýsa ætti Winnie óhæfa til að gegna opinberum embættum. Meira
28. nóvember 1997 | Forsíða | 116 orð

Vilja banna refaveiðar

BRESKA yfirstéttin reynir nú með öllum ráðum að koma í veg fyrir að frumvarp um bann við refaveiðum, sem lagt verður fram á þingi í dag, verði samþykkt. Í gær birti félag veiðimanna heilsíðuauglýsingu þar sem fullyrt var að veiðar væru besta aðferðin til að takmarka viðgang refastofnsins og velja lífvænlegustu dýrin úr en andstæðingar veiðanna telja þær ómannúðlegar. Meira
28. nóvember 1997 | Forsíða | 310 orð

Þrýstingurinn á Ástrala eykst

HREYFINGAR umhverfisverndarsinna lögðu í gær að stjórn Ástralíu að samþykkja bindandi markmið um minnkun útblásturs lofttegunda, sem valda gróðurhúsaáhrifunum, og sögðu að kostnaður Ástrala af markmiðunum yrði miklu minni en stjórnin hefur áætlað. Meira

Fréttir

28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

38 millj. í bundið slitlag á Þingvallaveg frá Grímsnesi

Á NÆSTA ári er gert ráð fyrir að veita 38 milljónum í bundið slitlag á um 2-3 km kafla á veginum frá Grímsnesi að Þingvöllum. Að sögn Steingríms Ingvarssonar umdæmisverkfræðings Vegagerðarinnar á Selfossi, er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við að ljúka þeirri framkvæmd sé um 140 milljónir en bundið slitlag nær nú að Steingrímsstöð. Meira
28. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Aðventukvöld í Bægisár- og Bakkakirkjum

AÐVENTUKVÖLD verður haldið í Bægisárkirkju fyrsta sunnudag í aðventu, 30. nóvember, og hefst það kl. 21. Kór kirkjunnar syngur nokkur aðventu- og jólalög undir stjórn Birgis Helgasonar organista, lesin verður jólasaga auk þess sem fermingarbörn flytja helgileik. Ræðumaður kvöldsins verður Heiðdís Norðfjörð. Eftir athöfnina selja fermingarbörnin friðarljós frá Hjálparstofnun kirkjunnar. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Afli framhjá vigt?

FISKISTOFA rannsakar nú tvö tilvik á Patreksfirði, þar sem rökstuddur grunur er um að afla hafi verið landað framhjá vigt. Þar sem kæra hefur enn ekki verið gefin út, fást nöfn þeirra fyrirtækja, sem málinu tengjast, ekki gefin upp. Meira
28. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 58 orð

Alnæmissmitað blóð í eiturlyf

EIN ástæða þess að alnæmi breiðist út með ógnarhraða í A- Evrópu og fyrrum Sovétlýðveldum kann að vera sú að framleiðendur eiturlyfja nota alnæmissmitað blóð í þau. Þetta kom fram hjá sérfræðingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Telja þeir illmögulegt að hafa hendur í hári framleiðendanna til að upplýsa þá um hættuna sem af þessu hlýst. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 228 orð

ASÍ ályktar um félagslega húsnæðiskerfið

Á SAMBANDSSTJÓRNARFUNDI Alþýðusambands Íslands í vikunni var samþykkt ályktun um félagslega húsnæðiskerfið þar sem m.a. var skorað á ríkisstjórnina að fjölga heimildum til nýrra félagslegra íbúða um a.m.k. helming. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 161 orð

Athugasemd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Þórólfi Halldórssyni sýslumanni á Patreksfirði: Í Morgunblaðinu 27. nóvember 1997 er á bls. 4 grein með fyrirsögninni "Tugir óskráðra skipa bíða þess að verða fargað". Í greininni er m.a. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð

Á rauðu ljósi

SÓL lækkar nú jafnt og þétt á lofti og dagsbirtan þverr. Um leið eykst umferðin, enda jólaösin í vændum. Á þessum tíma verða ökumenn að gæta fyllstu varúðar í umferðinni. Brýnt er að tryggja að ljósabúnaður sé í lagi og á það ekki síst við um hjólreiðamenn, sem ásamt gangandi vegfarendum þurfa einnig að muna eftir endurskinsmerkjunum. Meira
28. nóvember 1997 | Smáfréttir | 41 orð

ÁRLEGUR haustfagnaður Félags Vestmannaeyinga á höfuðborgarsvæðinu (ÁTVR)

ÁRLEGUR haustfagnaður Félags Vestmannaeyinga á höfuðborgarsvæðinu (ÁTVR) verður haldinn á veitingastaðnum Írlandi, sem áður hét Amma Lú, föstudagskvöldið 28. nóvember og er mæting um kl. 22. Allir Vestmannaeyingar yngri sem eldri og allir þeim tengdir eru velkomnir og að venju verður sungið. Meira
28. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 326 orð

Áætlað að skatttekjur nemi rúmum 2 milljörðum

FYRRI umræða um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar, veitustofnana og sjóða verður á fundi bæjarstjórnar næstkomandi þriðjudag. Bæjarráð lagði til á fundi í gær að útsvarpsprósenta í staðgreiðslu opinberra gjalda á næsta ári verði 11,84% af álagningastofni. Þá hefur bæjarráð lagt til að eftirtalin gjöld verði lögð á fasteignir á Akureyri; 0,36% fasteignaskattur samkvæmt a-lið 3. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 46 orð

Basar KFUK

KFUK í Reykjavík heldur sinn árlega jólabasar laugardaginn 29. nóvember kl. 14 í aðalstöðvum félagsins við Holtaveg 28 gegnt Langholtsskóla. Basar KFUK hefur verið haldinn allt frá árinu 1909. Margt góðra muna verður á boðstólum, kökur o.fl. Kaffi og vöfflusala verður á sama tíma. Meira
28. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 97 orð

Bingó

Flateyri-Haldið var bingó í Grunnskólanum að Holti í Önundarfirði sunnudaginn 16. nóv. Það var Íþróttafélagið Grettir sem stóð að bingóinu en tilgangurinn með bingóinu var sá að styðja við bakið á efnilegum hópi ungmenna úr sveitinni sem hyggur á för í æfingabúðir til skíðaiðkana í næsta mánuði. Meira
28. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 105 orð

Blóðug átök yfirvofandi

VALDABARÁTTA á sér nú stað milli tveggja fylkinga öfgasamtakanna Hinn vopnaði flokkur íslams (GIA) í Alsír og samkvæmt fréttum dagblaðsins Le Matin hyggjast liðsmenn fylkinganna fremja fjöldamorð á óbreyttum borgurum til að sanna styrk sinn. Meira
28. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 618 orð

Búa enn yfir efnaog sýklavopnabúri

HINA HÖRÐU deilu íraskra stjórnvalda við Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) um vopnaeftirlit í landinu og framkvæmd viðskiptabannsins á Írak hefur á undanförnum vikum borið einna hæst í fjölmiðlum um allan heim, enda hefur ekki hitnað eins mikið í kolunum í þessum heimshluta frá því stríðinu þar lauk 1991. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 467 orð

Byggingafulltrúa falið að ræða við báða aðila

BYGGINGANEFND Reykjavíkurborgar frestaði á fundi sínum í gær afgreiðslu umsóknar Mótáss ehf. sem sótt hefur um leyfi til að reisa 25 metra stálgrindarmastur við Síðumúla 28. Var byggingafulltrúa falið að fara yfir þau gögn sem lögð hafa verið fram og ræða við báða aðila, Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 593 orð

Bæjarstjórinn sagði upp starfi sínu í gær

"Við undirritaðir bæjarfulltrúar af D-lista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar teljum að á fundi bæjarstjórnar í gærkveldi hafi myndast nýr meirihluti í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Samþykktir meirihlutans ganga þvert gegn samþykkt fulltrúaráðsfundar sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ sem og sannfæringu okkar í þessu máli. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 570 orð

Börnin komin í föt frá Íslandi

ÍSLENSKA Lionshreyfingin í samvinnu við Lionsfélaga á hinum Norðurlöndunum afhentu með formlegum hætti leiktæki, búnað og fatnað, fyrir um níu milljónir króna, til sjúkraheimilis fyrir fjölfötluð börn í Friazino í Rússlandi síðastliðinn mánudag. Á heimilinu dvelja 83 munaðarlaus og mikið fötluð börn á aldrinum 2 mánaða til 7 ára. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Danssýning á sunnudag

DANSRÁÐ Íslands stendur fyrir danssýningu á Hótel Íslandi sunnudaginn 30. nóvember. Sjö dansskólar standa að þessari sýningu, Dansskóli Auðar Haralds, Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar, Dansskóli Jóns Péturs og Köru, Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar, Nýi dansskólinn, Danssmiðja Hermanns Ragnars og Jassballettskóli Báru. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 726 orð

Draga mun sjálfkrafa úr útblæstri á aflaeiningu

Í SAMNINGSUMBOÐI því, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt fyrir íslenzku sendinefndina á loftslagsráðstefnuna í Kyoto, er gerð krafa um að íslenzkur sjávarútvegur fái áfram að auka útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna hugsanlegrar sóknar í nýja stofna eða á ný mið. Meira
28. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 124 orð

Dregið í Essohaustleiknum

VIÐSKIPTAVINIR Esso-stöðvanna á Akureyri hafa átt þess kost síðustu tvo mánuði að fá stimpil í úttektarkort sitt við hverja áfyllingu en eftir 6 slíka stimpla fór kortið í pott sem nú hefur verið dregið úr en góðir vinningar voru í boði. Stefán Guðbergsson frá Esso í Reykjavík og Vilhelm Ágústsson hjá Höldi drógu út vinninga. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 503 orð

Dró ímyndaðar eftirstöðvar greidds láns frá kaupverði

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt borgarsjóð Reykjavíkur fyrir hönd húsnæðisnefndar borgarinnar til þess að greiða systrum í Reykjavík 2,9 milljónir króna með vöxtum og dráttarvöxtum frá árinu 1993. Dómurinn byggist á því að þetta sé sú upphæð sem vantaði á að húsnæðisnefndin reiknaði rétt eignarhlut föður þeirra í skuldlausri þriggja herbergja íbúð sem verið hafði í eigu hans í 24 ár. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 163 orð

Dæmdur í 7,5 millj. króna sekt

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt mann til að greiða 7,5 milljónir í sekt fyrir rangar upplýsingar á tollskjölum vegna innflutnings á fjórum bílum. Maðurinn ætlaði að komast hjá greiðslu aðflutningsgjalda, samtals um 3,7 milljóna króna. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Enginn póstur sendur til Kanada

PÓSTUR og sími hefur sent frá sér tilkynningu um að póstur verði ekki sendur héðan til Kanada meðan á allsherjarverkfalli póststarfsmanna í Kanada stendur. Verkfallið hófst 19. nóvember, og segir Póstur og sími að kanadíska póststjórnin hafi tilkynnt um verkfallið og að ekki sé hægt að taka við pósti sem berst til landsins. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 34 orð

Enn í gjörgæslu

ENN liggur á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur hjólreiðamaðurinn sem varð fyrir bíl á Kringlumýrarbraut sl. mánudagsmorgun. Hann er alvarlega slasaður, beinbrotinn og með fleiri áverka en hjálmur hans dró mjög úr höfuðmeiðslum. Meira
28. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 133 orð

Evans hættir hjá Random House

HAROLD Evans, fyrrverandi ritstjóri The Sunday Times og The Times í Bretlandi, hefur látið af störfum hjá bandaríska útgáfufyrirtækinu Random House, en orðrómur er á kreiki í New York um að dagar hans hjá fyrirtækinu hefðu brátt verið taldir. Meira
28. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 71 orð

Fjöldamorð verði rannsökuð

AFGANSKIR stjórnarandstæðingar við eina af fjöldagröfum skammt frá bænum Shibargan. Talið er að þar sé að finna leifar um 2.000 liðsmanna Talebana sem drepnir voru eftir að hafa verið teknir til fanga í maí sl. Abdul Rashid Dostum, foringi einna samtaka stjórnarandstæðinga, kennir pólitískum andstæðingi sínum, Abdul Malik, og sveitum hans um morðin. Meira
28. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Fjölskylduskemmtun í Alþýðuhúsinu

KVENFÉLAG Akureyrarkirkju heldur fjölskylduskemmtun í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 30. nóvember og hefst hún kl. 15. Meðal dagskráratriða er söngur Gerræðiskórsins, Kryddpíur sýna dans, Margrét Sigurðardóttir og Kristín Alfreðsdóttir syngja við undirleik séra Arnar Friðrikssonar og þá verður tískusýning, sýndur verður jólafatnaður frá Kátum krökkum, Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 217 orð

Fluga veldur exemi í útfluttum hrossum

EXEM sem íslensk hross hafa fengið af völdum flugu í Þýskalandi og Svíþjóð hefur valdið nokkrum ótta meðal hrossaútflytjenda um að það kunni að fæla kaupendur í þessum löndum frá. Hefur verið sett á laggirnar sérstakt rannsóknarverkefni til að finna lausn á þessu vandamáli. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 528 orð

Foreldrar veita stúlkum betra aðhald en strákum Hvernig líður börnunum í skólanum? Er munur á líðan kynjanna? Gunnar

ÞAÐ þarf að gæta að strákunum í skólanum. Þeir ná ekki eins góðum árangri og stelpurnar, skynja ekki mikilvægi námsins með sama hætti, þeim semur ekki eins vel við kennara sína, er oftar vísað úr tíma og þeim líður verr en stúlkum í skólanum, ályktaði Inga Dóra Sigfúsdóttir á málþingi Karlanefndar Jafnréttisráðs og menntamálaráðuneytis í gær um stráka í skóla. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 377 orð

Formaður FFSÍ er óvelkominn um borð

"ÞAÐ er alveg rétt. Við bönnuðum fulltrúum Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Sjómannasambands Íslands að koma um borð í eitt af skipum okkar. Þeir geta fundað með sjómönnum í landi, en í þessu tilfelli hefði þurft að fresta brottför, hefði verið leyft að funda um borð. Til þess vorum við ekki reiðubúnir. Annars á þetta bann við öll okkar skip. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 377 orð

Forvígismönnum OZ falin stefnumótun

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra hefur skipað Guðjón Má Guðjónsson, stjórnarformann OZ, formann nefndar sem á að vera ráðherra til ráðuneytis um stefnumótun í fjarskiptamálum. Samgönguráðherra segir að skipan nefndarinnar sé til vitnis um að menn vilji halda vöku sinni og nýta þau tækifæri sem gefist. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 269 orð

Fresta varð upptökum fyrir Naxos

VEGNA verkfalls hljóðfæraleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands tekst ekki að ljúka upptökum á tónlist Sibeliusar, sem Naxos, stærsti útgefandi klassískrar tónlistar í heiminum, fyrirhugar að gefa út. Runólfur Birgir Leifsson, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, segir að samningamenn hafi verið mjög nálægt samningum þegar upp úr þeim slitnaði í fyrrinótt. Meira
28. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 61 orð

Friður í Beirút

NOKKRIR af dýrgripum þjóðminjasafns Líbanons í Beirút, 27 líkkistur með úthöggnum andlitum frá fimmtu öld fyrir Krist, sjást hér til sýnis, en safnið hefur verið opnað á ný eftir að hafa verið lokað í 22 ár vegna borgarastríðsins í landinu 1975-1990. Safnið, sem var mikið notað af laumuskyttum í stríðinu, hefur verið endurnýjað fyrir um 210 milljónir króna. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Frystihús var rýmt vegna ammoníaksleka

LEKI kom að loka í ammoníakskerfi hjá frystihúsinu Snæfelli á Dalvík um hádegisbilið í gær. Húsið var tæmt meðan komist var fyrir bilunina og loftað út. Tjón varð einkum vegna tafa við fiskvinnsluna. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

Fundur um Palestínu

FIMMTÍU ár verða liðin laugardaginn 29. nóvember frá því að Allsherjarþing S.Þ. samþykkti hina umdeildu og örlagaríku ályktun um skiptingu Palestínu í tvö ríki, gyðinga og araba. Að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna var 29. nóvember síðan gerður að alþjóðlegum samstöðudegi með baráttu Palestínumanna fyrir sínum þjóðarréttindum. Meira
28. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 310 orð

Gamlir Geysismenn með tónleika

SJÖTÍU og fimm ár eru um þessar mundir liðin frá því Karlakórinn Geysir var stofnaður, hann var stofnaður 20. október 1922 en fyrstu opinberu tónleikar kórsins voru haldnir 1. desember sama ár. Í tilefni af þessum tímamótum efna eldri félagar í Karlakórnum Geysi til veglegra tónleika í Akureyrarkirkju á morgun, laugardaginn 29. nóvember og hefjast þeir kl. 17. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 35 orð

Gáfu Grafarvogskirkju trjáplöntur

LIONSKLÚBBURINN Fjörgyn, Grafarvogi, og Skeljungur gáfu nýlega trjáplöntur á lóð Grafarvogskirkju. Á myndinni eru frá vinstri: Gísli Jónsson, Friðrik Hansen Guðmundsson, Haukur Aðalsteinsson, Magnús Ásgeirsson, Einar Þórðarson og Ólafur Oddsson. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð

Glaðst yfir góðum afla

JÓN Bergkvistsson á Fáskrúðsfirði, sem stundað hefur sjóinn frá blautu barnsbeini, hefur vænan golþorsk á loft. Ægir Kristinsson, vigtarmaður við höfnina, fylgist með, en frændi Jóns og samstarfsmaður, Bergkvist Ó. Erlingsson, lætur ekki trufla sig við vinnuna. Meira
28. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 310 orð

Grikkir stefna á EMU-aðild 2001

FULLTRÚAR seðlabanka og atvinnulífs Grikklands fögnuðu í vikunni áformum hinnar vinstrisinnuðu ríkisstjórnar landsins um aðgerðir til að uppfylla aðildarskilyrðin að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, en til að það takmark náist er að þeirra sögn þörf á frekari kerfisbreytingum og meiri stöðugleika í ríkisfjármálum. Meira
28. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Gróðursetning við flugstöðina

MIKLAR framkvæmdir hafa staðið yfir í sumar við flugstöðina á Akureyrarflugvelli. Flugmálastjórn og umhverfisdeild bæjarins hafa unnið að frágangi á aðkomu að flugstöðinni og í gær voru starfsmenn umhverfisdeildar að gróðursetja tré við bílastæðin. Árni Steinar Jóhannsson umhverfisstjóri segir það vissulega óvenjulegt að unnið sé að gróðursetningu á þessum árstíma. Meira
28. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 508 orð

Harðvítug valdabarátta í Íran

ALI Khamenei erkiklerkur, æðsti leiðtogi Írans, hefur blásið til gagnsóknar gegn andófsmönnum, sem draga í efa að hann sé hæfur til að stjórna landinu, og fréttaskýrendur segja það til marks um harðvítuga valdabaráttu milli afturhaldssamra klerka og hófsamari afla í landinu. Meira
28. nóvember 1997 | Miðopna | 3006 orð

HÁLMSTRÁ TIL BJARGAR?

KÍSILGÚRNÁM Í MÝVATNI HÁLMSTRÁ TIL BJARGAR? Nærri helmingur íbúa Mývatnssveitar þyrfti að finna sér annað starf ef Kísiliðjan hætti starfsemi eins og stefnt hefur verið að. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 691 orð

Heimsókn frá stærsta barnahúsi Bandaríkjanna

Íslenskt barnahús opnað eftir áramótHeimsókn frá stærsta barnahúsi Bandaríkjanna Íbyrjun næsta árs standa vonir til að svokallað barnahús verði formlega tekið í notkun en þar verður samstarfsvettvangur fyrir alla þá sem koma að rannsókn og meðferð kynferðisafbrota gagnvart börnum. Meira
28. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 598 orð

Hindraði ANC morðákæru á hendur Winnie Mandela?

YFIRHEYRSLUR sannleiksnefndarinnar svokölluðu í Suður-Afríku vegna máls Winnie Madikizela- Mandela, fyrrverandi eiginkonu Nelsons Mandela forseta, hafa vakið spurningar um hvers vegna hún hefur ekki verið ákærð fyrir morð og hvort Afríska þjóðarráðið (ANC) hafi reynt að hindra það. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 183 orð

Horft er til húss atvinnudeildar HÍ

ÁKVEÐIÐ var á ríkisstjórnarfundi í gær að Þjóðminjasafnið yrði áfram á sama stað og húsnæðisvandi þess yrði leystur til framtíðar m.a. með því að kaupa hús atvinnudeildar Háskólans og hugsanlega fá viðbótarlóð frá Háskólanum breyta megi aðstöðu í suðurenda safnahússins. Meira
28. nóvember 1997 | Miðopna | 966 orð

Hreppum landsins gæti fækkað um níu Kosið verður um sameiningu sjö sveitarfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu og fjögurra í Austur-

AF MÁLI forsvarsmanna í sveitarfélögunum sem teknir voru tali var að heyra að líklegra væri en ekki að sameining yrði samþykkt í báðum sýslunum. Verði það niðurstaðan fækkar hreppum landsins um níu í tveimur sýslum landsins. Meira
28. nóvember 1997 | Miðopna | 188 orð

Hvar er kosið og hvenær?

Kjörfundur verður í Bæjarhreppi frá kl. 12­18 í fundarhúsi Lónmanna, í Nesjum verður kosið í Mánagarði frá kl. 12­22, í Höfn í Hettuskóla frá kl. 10­22, í Mýrum verður kjörið í Holti frá kl. 12­18, í Hofshreppi verður kosið í Hofgarði frá kl. 12­18 og loks í Borgarhafnarhreppi í Hrollaugsstöðum frá kl. 12­18. Þar sem kjörfundur stendur til kl. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Hvolfdi er hjól fór undan

HJÓL fór undan bíl í Kópavogi í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að honum hvolfdi. Þrennt var flutt á slysadeild en fólkið var ekki illa slasað og fékk að fara heim að lokinni skoðun. Að sögn lögreglu í Kópavogi varð slysið laust fyrir kl. 21 er bíllinn var staddur á Hafnarfjarðarvegi skammt sunnan við brýrnar í Kópavogi á suðurleið. Meira
28. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 361 orð

Höfuðstöðvar á Dalvík en starfsemi í fjórum landshlutum

SNÆFELL, eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem stofnað var fyrr á árinu verður formlega vígt í dag, föstudag. Félagið er enn sem komið er í eigu Kaupfélags Eyfirðinga en stefnt er að því að það fari á almennan hlutabréfamarkað innan fárra vikna. Snæfell hefur tekið við rekstri frystihúsa KEA á Dalvík og í Hrísey, auk skreiðarverkunar á Hjalteyri. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð

Innsetn ingafyrir lestur

DR. Vilhjálmur Árnason flytur opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar í hátíðasal Háskóla Íslands laugardaginn 29. nóvember kl. 15 í tilefni af ráðningu í starf prófessors í heimspeki. Fyrirlesturinn nefnir hann Leikreglur og lífsgildi. Hugleiðing um hlutverk siðfræðinnar. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 314 orð

Í fyrsta sinn sem ráðgefandi álits er leitað

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur farið fram á ráðgefandi álit frá EFTA-dómstólnum í Lúxemborg vegna skaðabótakröfu starfsmanns, sem sagt var upp hjá einkafyrirtæki, á hendur ríkinu fyrir að hafa ekki lagað íslenzk lög réttilega að samningnum um Evrópskt efnahagssvæði. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Jólakort KFUM og KFUK komin út

KFUM og KFUK í Reykjavík hafa gefið út jólakort til styrktar starfi sínu eins og undanfarin ár. Kortið er dökkgrænt með gyllingu og hvítu en á því er mynd af gamalli, íslenskri torfkirkju og mynd af kolu, gömlu íslensku ljósmeti, felld inn í áletrunina Gleðileg jól. Kortið hannaði Bjarni Jónsson myndlistarmeður. Kortin eru til sölu á skrifstofu félaganna, Holtavegi 28. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Jólakort til styrktar Blindrabókasafni Íslands

VINAFÉLAG Blindrabókasafns Íslands gefur að venju út jólakort til styrktar starfsemi safnsins. Í ár prýðir kortið mynd eftir Úlf Ragnarsson. Hún heitir Von jarðar og hefur Úlfur gefið félaginu hana. Kortin eru 12×17 cm að stærð. Verðið er óbreytt frá því í fyrra, 70 kr. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð

Jólaskemmtun í Hellisgerði

Í HAFNARFIRÐI verður haldin Jólaskemmtun í Hellisgerði alla sunnudaga aðventunnar. Sérstök dagskrá verður í gangi alla sunnudaga frá kl. 15­18. Garðurinn verður lýstur með sérstökum hætti þar sem reynt verður að undirstrika dulúð og fegurð umhverfisins. Grunnhugmynd og markmið verkefnisins er að undirstrika helga þætti og friðarboðskap jólanna, segir í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Kattholtsdagur í Dýraríkinu

DÝRARÍKIÐ Grensásvegi verður með Kattholtsdag laugardaginn 29. nóvember þar sem fulltrúar Kattavinafélags Íslands verða þar með heimilislausa ketti úr Kattholti. Viðskiptavinum Dýraríkisins verður boðið að ættleiða kött og fá að auki matargjöf frá fyrirtækinu 9 Lives. Í Kattholti er nú á áttunda tug óskilakatta og er því ástandið með versta móti. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 222 orð

Kertasýning á Kjarvalsstöðum

Kertasýning á Kjarvalsstöðum KERTAVERKSMIÐJAN Heimaey heldur kertasýningu á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 30. nóvember kl. 17 og lýkur kl. 18.30. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun tendra fyrsta ljósið. Meira
28. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 189 orð

Klofningur innan Ísra elsstjórnar

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagðist í gær tilbúinn að láta Palestínumönnum eftir aukin landsvæði á Vesturbakkanum gegn því að þeir hertu aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi. Netanyahu sagði tilboðið m.a. fela í sér að gengið yrði beint til lokaviðræðna um yfirráð á svæðinu. Meira
28. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 444 orð

Kona með hreinan skjöld tekur við

SONYA Proctor, 43 ára blökkukona, hefur verið sett yfirmaður lögreglunnar í bandarísku höfuðborginni, Washington D.C. Er henni ætlað að koma á röð og reglu í kjölfar spillingarmála en borgarbúar lifa í ótta um að ofbeldi fari þar vaxandi þrátt fyrir að morðum hafi fækkað. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Kveikt á jólaljósum í miðbænum

BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, tendrar jólaljósin í miðbænum við hátíðlega athöfn við Sólon Íslandus í Bankastræti á morgun, laugardag, kl. 10. Léttsveitin undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur, syngur jólalög. Á sama tíma kveikja kaupmenn í miðborginni á skreytingum í verslunum sínum og opið verður til kl. 18. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 253 orð

LEIÐRÉTT Vantaði höfundarnafn

Í GREIN í síðasta sunnudagsblaði, Englendingurinn, féll niður nafn greinarhöfundar, Bergljótar Ingólfsdóttur. Er beðist velvirðingar á því. Landvegur Í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær, um að Stórafell hafi boðið lægst í Árbæjarveg, var sagt að vegurinn lægi út frá hringveginum að Landeyjavegi. Meira
28. nóvember 1997 | Miðopna | 1518 orð

Lifir umbótastefnan Tsjúbajs? Anatólí Tsjúbajs hefur verið sagður helsti hvatamaður umbótastefnunnar í Rússlandi um leið og hann

UMBÓTASINNAR í Rússlandi eru heldur rislágir vegna þeirrar útreiðar sem helsta fyrirmynd þeirra og talsmaður, Anatólí Tsjúbajs, hefur hlotið í fjölmiðlum og hjá Borís Jeltsín Rússlandsforseta. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

Loftfimleikar

ÞAÐ er víst jafngott fyrir byggingaverkamennina, sem undirbúa uppsetningu byggingarkrana þar sem verið er að reisa tölvuháskólann við hlið Verslunarskólans, að þjást ekki um of af lofthræðslu. Þessi kappi virtist fullkomlega rólegur þar sem hann dinglaði í körfunni í lausu lofti í umtalsverðri hæð. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 200 orð

Mat lagt á áhrif nýrrar tækni

STJÓRN Kísiliðjunnar hf. í Mývatnssveit hefur ákveðið að láta meta umhverfisáhrif nýrrar tækni við kísilgúrvinnslu í Mývatni. Stjórnarformaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn telur að dýpkun vatnsins geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lífríkið. Kísiliðjan hefur leyfi til vinnslu kísilgúrs á afmörkuðu svæði í Mývatni til ársins 2010. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 508 orð

Meðaleinkunn í stærðfræði 6,8 í 4. bekk en 7,5 í 7. bekk

MEÐALEINKUNN grunnskólabarna í 4. bekk í samræmdu könnunarprófi í íslensku var 6,6 og meðaleinkunn nemendanna í samræmdu stærðfræðiprófi var 6,8. Meðaleinkunn barna í 7. bekk í samræmdu íslenskuprófi var 7,3 en 7,5 í stærðfræðiprófinu. Samræmdu könnunarprófin voru haldin 14. og 15. október sl. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

Meinatæknar brautskráðir frá Tækniskóla Íslands

SJÖ meinatæknar voru brautskráðir þann 4. október sl. með B.Sc.- gráðu frá heilbrigðisdeild Tækniskóla Íslands. Meinatæknanámið er þriggja og hálfs árs nám á háskólastigi og er bæði bóklegt og verklegt. Námið fer fram í Tækniskóla Íslands og á rannsóknardeildum Landspítalans, Borgarspítalans og á rannsóknastofu Háskólans. Meira
28. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Messur

LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Svalbarðskirkju kl. 14 á sunnudag, 1. sunnudag í aðventu. Byrjum jólaundirbúninginn á að sækja kirkju. Altarisganga. Fjölskyldur fermingarbarna eru sérstaklega hvattar til að sækja kirkju þennan dag. Fermingarfræðsla fyrir allt prestakallið verður í Svalbarðskirkju kl. 11. Kyrrðar- og bænastund verður í Grenivíkurkirkju kl. 21 á sunnudagskvöld. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Námskeið um tölvur og tónlist

NÝI músíkskólinn hefur í samstarfi við Tæknival bryddað upp á þeirri nýjung að kenna notkun tölva í tónlist. Mun verða boðið upp á námskeið fyrir byrjendur sem lengra komna. Á þessum námskeiðum sem standa í 20 kennslustundir hvert mun farið í margs konar þætti tónlistarinnar þar sem tölvur koma við sögu. Kennslan fer fram á eftirmiðdögum og kvöldum í tölvu-hljóðveri Nýja músíkskólans. Meira
28. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 37 orð

Norrænn jólamatur

NORRÆNA félagið á Akureyri heldur "julefrokost" fyrir fólk með norrænar taugar 6. desember næstkomandi kl. 17 á Hótel Akureyri. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 2. desember næstkomandi hjá Alice Zackrisson formanni félagsins eða á Hótel Akureyri. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Ný bókaverslun

BÓKALAGERINN, verslun Bókaútgáfunnar Skjaldborgar, hefur opnað nýja verslun á Laugavegi 103 í Reykjavík, á móti Nóatúni við Hlemm. Verslunin býður upp á nýjar bækur frá Skjaldborg og öðrum bókaútgáfum auk eldri bóka á hagstæðu verði að því er segir í fréttatilkynningu frá Skjaldborg. Verslunin er opin á sama tíma og aðrar verslanir við Laugaveg. Meira
28. nóvember 1997 | Smáfréttir | 40 orð

NÝLEGA barst Barnaspítala Hringsins höfðingleg gjöf frá

NÝLEGA barst Barnaspítala Hringsins höfðingleg gjöf frá eigendum söluturnsins Hálogalands, Gnoðarvogi 46, Reykjavík. Voru spítalanum færðir þrír skemmtarar, börnunum til ánægju og yndisauka. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Nýmæli hjá Manneldisfélagi Íslands

HJÁ Manneldisfélagi Íslands hefur verið bryddað upp á þeirri nýbreytni að heimsækja stofnanir og fyrirtæki, sem koma við sögu, þar sem hollt mataræði er annars vegar. Félagið er áhugamannafélag um allt sem viðvíkur hollu mataræði. Nýlega heimsóttu félagar úr Manneldisfélagi Íslands Lýsi hf. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 204 orð

Ný sálmabók með nótum komin út

NÝ sálmabók íslensku Þjóðkirkjunnar verður tekin í notkun nú á aðventunni og komu fyrstu eintökin úr bókbandi síðdegis í gær. Dreifing hennar hefst strax, en hún hefur að geyma sömu sálma og eldri útgáfa auk 57 nýrra sálma sem eru aftast í bókinni. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Opið hús í íþróttamiðstöð

OPIÐ hús verður í Íþróttamiðstöð Gerðahrepps á laugardag frá kl. 10 til 17. Aðgangur í sund, gufubað og þrektækjasal verður ókeypis og boðið upp á ýmsa skemmtun. Í fréttatilkynningu kemur fram að Magnús Scheving lesi úr nýrri bók sinni kl. 12.45. Boðið verður upp á blóðþrýstingsmælingu og kolsýrlingsmælingu fyrir reykingafólk. Einnig verður snyrtivörukynning o.fl. Meira
28. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 417 orð

Opnar afgreiðslu í nýju húsnæði

SPARISJÓÐUR Norðlendinga opnar afgreiðslu í nýju og glæsilegu 400 fermetra húsnæði á Skipagötu 9 á Akureyri mánudaginn 8. desember nk. Sparisjóður Norðlendinga varð til við samruna Sparisjóðs Glæsibæjarhrepps og Sparisjóðs Akureyrar og Arnarneshrepps sl. sumar. Meira
28. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 303 orð

Óbreyttur stuðningur í Bretlandi

ÞRÁTT fyrir mikla ágjöf síðustu vikurnar virðist stjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi ekki hafa tapað fylgi, samkvæmt könnun MORI- stofnunarinnar, sem birt er í Times í gær. Nýtur Verkamannflokkurinn 56% stuðnings í stað 60% fyrir mánuði, Íhaldsflokkurinn 24% og Frjálslyndir demókratar 16%. Hóta stjórninni í Kairó Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Ók ölvaður og óskaði aðstoðar lögreglu

HÆSTIRÉTTUR svipti mann ökuréttindum í 3 ár og dæmdi hann til greiðslu 70 þús. kr. sektar fyrir ölvunarakstur. Maðurinn ók heim eftir samkvæmi. Hann fann ekki húslyklana og notaði farsíma í bílnum til að hringja í lögreglu og biðja um aðstoð. Lögreglan furðaði sig á því að engin önnur för voru í nýföllnum snjónum við húsið en bílför og fótspor að og frá bílnum. Meira
28. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 214 orð

Ólafsvíkurkirkja byggð fyrir 30 árum

Hellissandi-Sunnudaginn, 16. nóvemeber s.l. kl. 14.00 var þess minnst við hátíðarmessu í Ólafsvíkurkirkju, að 19. nóvember 1967 var þetta guðshús vígt og formlega tekið í notkun. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð

Prentþjónusta í Kringlunni

NÝTT þjónustufyrirtæki var opnuð á 3. hæð Kringlunnar í Reykjavík nú nýlega. Fyrirtæki þetta heitir ATOP þjónustan, Alhliða tölvu- og prentþjónusta. ATOP sinnir eins og nafnið gefur til kynna hvers kyns prentþjónustu og grafískri tölvuvinnslu, hvort sem er í litlu eða miklu magni. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 211 orð

Rauði borðinn til styrktar alnæmissjúkum

UNGMENNADEILDIR Rauða krossins í Reykjavík og Hafnarfirði ásamt Ný-ung, ungliðahreyfingu Sjálfsbjargar, unnu að því um síðustu helgi að búa til Rauða borðann til dreifingar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er liður í átaki Ungmennahreyfingar Rauða krossins, Alnæmissamtakanna og Alþjóðlegra ungmennaskipta fyrir 1. desember sem er alþjóðlegi alnæmisdagurinn. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 424 orð

Ráðherra staðfestir mat á efri leiðinni

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra hefur staðfest að úrskurður skipulagsstjóra ríkisins um að fallast á að Borgarfjarðarbraut frá Flókadalsá að Kleppjárnsreykjum verði lögð eftir svokallaðri efri leið, sem í matsskýrslu nefnist leið 3, 3a og 3b, skuli óbreyttur standa. Miklar deilur hafa staðið um vegarstæðið, sem til stóð að lægi gegn um jörð Stóra-Kropps. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 218 orð

Refsing vegna kynferðisbrots skilorðsbundin

HÆSTIRÉTTUR ákvað í gær að rétt væri að skilorðsbinda alla refsingu manns, sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn tveimur ungum drengjum. Vísaði dómurinn til þess, að ósannað væri að drengirnir hefðu í raun tekið atburðinn nærri sér og ekki nyti gagna um að þeir hefðu beðið skaða af. Þá hefði maðurinn játað brot sitt vafningalaust og sýnt iðrun vegna þess verknaðar, sem honum var borinn á brýn. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 168 orð

Ríkissjóður hefur ekki hlaupist undan skyldum

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir að þó að ekki hafi tekist samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga vegna stuðnings við fötluð börn í leikskólum hafi ríkissjóður ekki hlaupist undan skyldum sínum í því máli. Þar sé áfram farið að vinnureglum frá 1. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 279 orð

Sakaðir um valdníðslu og slæm vinnubrögð

ÍSFIRÐINGAR fylltu Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði í gærkvöld þar sem fram fór almennur kynningarfundur um húsnæðismál Grunnskóla Ísafjarðar. Starfandi meirihluti bæjarstjórnar sprakk í gær vegna málsins. Meira
28. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 257 orð

Sorphaugum við Stykkishólm lokað 1. mars nk.

Stykkishólmi-Flestum ferðamönnum finnst Stykkishólmur fallegur og snyrtilegur bær. Bæjarbúar eru sammála því, en eitt er það sem þeir skammast sín fyrir. Það eru öskuhaugarnir fyrir ofan bæinn. Þeir eru opnir og öllu sorpi er ekið þangað og brennt á opnu svæði. Eins er lífrænum úrgangi ekið þangað og á góðum sumardögum er þar varla líft. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 262 orð

Starfað að mæðra- og barnavernd í Bosníu

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögur um samstarf á sviði ungbarna- og mæðraverndar í Bosníu og Herzegóvínu. Áætlað er að fyrst komi hópur lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra frá Sarajevo, Mostar og Tuzla til Íslands og í framhaldi af því fari íslenskir barnalæknar, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknar til þessara þriggja staða. Meira
28. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 142 orð

Sunnudags Mogginn fyrr til Hólmara

Stykkishólmi-Tvo síðustu laugardaga hefur sunnudagsblað Morgunblaðsins borist inn um lúgu áskrifenda í Stykkishólmi. Blaðið er komið til áskrifenda um kl. 19 á laugardag. Hingað til hefur blaðið borist til bæjarbúa um kl. 23 eða síðar á sunnudagskvöldum. Meira
28. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 199 orð

Svikalogn á mörkuðum í SA-Asíu

STAÐA flestra gjaldmiðla í Asíu gagnvart Bandaríkjadollar styrktist í gær en þá var almennur frídagur í Bandaríkjunum vegna þakkargjörðarinnar og margir stærstu kaupahéðnarnir voru ekki á markaðnum. Sögðu peningamiðlarar að bandarísk fjármálafyrirtæki hefðu verið umsvifamest í sölu á japanska jeninu og suður-kóreska woninu undanfarna daga. Meira
28. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 248 orð

Takmarkanir á akstri vörubíla um gilið

TAKMARKANIR á akstri vörubifreiða um Kaupvangsstræti, Oddeyrargötu og Spítalaveg hafa tekið gildi, en bæjarstjórn samþykkti um síðustu mánaðamót að takmarka umferð um þessar götur. Felast þessar takmarkanir í því að akstur vörubifreiða með leyfilegri heildarþyngd meiri en 12 tonn er bannaður um þessar götur nema vegna nauðsynlegra flutninga að og frá aðliggjandi hverfum. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 29 orð

Tómstundahúsið í nýtt húsnæði

Tómstundahúsið í nýtt húsnæði TÓMSTUNDAHÚSIÐ flutti starfsemi sína í nýtt húsnæði að Nethyl 2, Ártúnsholti, um síðustu mánaðamót. Verslunin er opið virka daga kl. 10­18 og laugardaga kl. 10­14. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 316 orð

"Treystum á að þjóðin öll standi með okkur"

NÝSTOFNUÐ Hollvinasamtök Sjómannaskólans ætla að beita sér af alefli fyrir því að Sjómannaskólinn verði ekki fluttur úr núverandi húsnæði, en menntamálaráðuneytið hefur verið með áform um að skólinn flytji í iðnaðarhúsnæði á Ártúnshöfða. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 182 orð

Umboðsmaður Alþingis sinnir sveitarfélögum

LÖG um breytt starfssvið umboðsmanns Alþingis sem fela í sér að starfssvið hans nær nú til allrar opinberrar stjórnsýslu, bæði ríkis og sveitarfélaga, hafa verið lögð fram í borgarráði en lögin tóku gildi 27. maí sl. Meira
28. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 119 orð

Uppgangur í Noregi

SAMKVÆMT nýju mati norsku vinnumálastofnunarinnar mun Noregur þurfa á vinnuafli að minnsta kosti 20.000 erlendra verkamanna að halda á hverju ári frá 1999 ef ekki dregur úr vexti í norsku atvinnulífi. Dagblaðið Dagens Næringsliv greindi frá þessu á miðvikudag. Meira
28. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 54 orð

Valtað yfir svikna vöru

LÖGREGLAN í Bangkok notaði valtara til þess að eyðileggja ókjörin öll af eftirlíkingum erlendrar merkjavöru sem framleidd var í leynilegum verksmiðjum í Thailandi. Var þar um að ræða myndbönd, tónbönd, geisladiska, fatnað, úr o.fl. en talið var að verðmæti fengsins hafi verið 12 milljónir bat, eða jafnvirði 21 milljónar króna. Meira
28. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Verslunin Handíð opnuð

VERSLUNIN Handíð var opnuð í húsnæði við Skipagötu 16 á Akureyri (Pedrohúsinu) nýlega. Þetta er sérverslun með Rowana prjónagarn, púðasaum frá Kaffe Fasset, púðasaum og bútasaumsvörur frá Virku. Eigendur verslunarinnar eru Edda S. Friðgeirsdóttir og Inga J. Pálmadóttir. Verslunin er opin frá kl. 10 til 18 alla virka daga og frá kl. 10 til 14 á laugardögum. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Verslunin Jata flytur

VERSLUNIN Jata verður opnuð í nýju húsnæði á sama stað í Hátúni 2 laugardaginn 29. nóvember. Verslunin Jata er sérverslun með kristilegt efni og hefur á boðstólum mjög fallegt úrval af geisladiskum, íslenskum og erlendum bókum ásamt gjafavörum af ýmsum gerðum. Á opnunardaginn verða opnunartilboð í gangi og er opið frá kl. 10­16. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 35 orð

Vinningshafi

ÞÓRHALLUR Jónsson, vinningshafi í hausthappdrætti Íþróttafélagsins Aspar 1996, tekur á móti ferðavinningi frá Samvinnuferðum Landsýn úr hendi Sigrúnar Huldar og Þórs Ólafssonar sem eru atorkusömustu sölumenn á hausthappdrætti Aspar 1997 sem nú stendur yfir. Meira
28. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Vígsluafmæli Hrafnagilsskóla

Í ÁR á Hrafnagilsskóli í Eyjafjarðarsveit 25 ára vígsluafmæli en skólinn var vígður 3. desember 1972. Í tilefni afmælisins verða þemadagar í skólanum 2.-5. desember nk. og laugardaginn 6. desember verður afmælishátíð í skólanum. Sýning á vinnu nemenda verður opnuð kl. 12.30 og kl. 13.30 hefst afmælisdagskrá í íþróttahúsi skólans. Að dagskrá lokinni er gestum boðið að þiggja veitingar. Meira
28. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 106 orð

Þrjú fyrirtæki undir eitt þak

Hellu-Hjónin Guðrún A. Eiríksdóttir og Helgi Bjarni Óskarsson á Hellu hafa tekið í notkun nýbyggingu sína sem hýsir veitingastað þeirra Kanslarann auk söluskála og myndbandaleigu sem þau reka. Í húsinu er einnig Hársnyrtistofan Hárfínt og umboð Vátryggingafélags Íslands en húsið stendur í alfaraleið við Suðurlandsveg. Meira
28. nóvember 1997 | Miðopna | 1098 orð

(fyrirsögn vantar)

Leifur Hallgrímsson oddviti í Vogum Stöndum vörð um Kísiliðjuna "Skýrsla Byggðastofnunar skýrir stöðu mála og niðurstaðan er óumdeilanleg," segir Leifur Hallgrímsson bóndi og flugmaður í Vogum, oddviti Skútustaðahrepps. "Rétt viðbrögð við henni eru að standa vörð um starfsemi Kísiliðjunnar. Meira
28. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 170 orð

(fyrirsögn vantar)

Söfnun fyrir Barnaheill og sýning í Perlunni FJÁRSÖFNUN fyrir heimili Barnaheilla fyrir börn í vanda verður um helgina á vegum samtakanna og útvarpsstöðvarinnar Matthildar FM 88,5. Fer söfnunin þannig fram að þeir sem vilja leggja málefninu lið koma í Perluna í Reykjavík og kaupa jólaperur, sem settar verða á jólatré utan við anddyri Perlunnar. Meira

Ritstjórnargreinar

28. nóvember 1997 | Leiðarar | 671 orð

leiðariÓLGA Í UNDRALANDI ÍKIN í austurhluta Asíu hafa á und

leiðariÓLGA Í UNDRALANDI ÍKIN í austurhluta Asíu hafa á undanförnum árum gjarnan verið nefnd til sögunnar sem efnahagslegar fyrirmyndir er önnur ríki gætu dregið lærdóm af. Asísku efnahagsundrunum hefur gjarnan verið stillt upp gegn hagkerfum Bandaríkjanna og Evrópu til að sýna fram á hversu stirðbusaleg og gamaldags hin síðarnefndu séu. Meira
28. nóvember 1997 | Staksteinar | 377 orð

»Olíuhreinsun Í LEIÐARA Viðskiptablaðsins er þeirri hugmynd vísað á bug, að olíuhreinsuna

Í LEIÐARA Viðskiptablaðsins er þeirri hugmynd vísað á bug, að olíuhreinsunarstöð verði reist í Skagafirði. Þá fagnar blaðið góðri afkomu Íslandsbanka í ljósi mikilla umskipta framundan í fjármálaheiminum. Skagafjörður Meira

Menning

28. nóvember 1997 | Bókmenntir | 275 orð

Að feta einstigi

Eftir Brian Moses (texti) og Mike Gordon (myndir). Íslenska þýðingu gerði Sigrún Árnadóttir. Mál og menning 1997. Að reyna að skjóta sér undan ábyrgð með klausum á borð við "Það var ekki ég!" þekkja allir. Hið þrönga einstigi réttrar hegðunar er nefnilega oft þyrnum stráð. Hvarvetna leynast hættur og freistingar til að falla fyrir. Meira
28. nóvember 1997 | Bókmenntir | 299 orð

Afmælisveisla

eftir J.R.R. Tolkien, myndskreyting eftir Alan Lee, Þorsteinn Thorarensen íslenskaði. Útgefandi: Fjölva útgáfan. Reykjavík 1997. 304 síður. HOBBITINN eftir J.R.R. Tolkien kemur nú út í annað sinn á Íslandi í nýrri þýðingu Þorsteins Thorarensen. Bókin kom fyrst út árið 1978 í þýðingu Úlfs Þ. Ragnarssonar og Karls Ágústs Úlfssonar. Meira
28. nóvember 1997 | Bókmenntir | 411 orð

Af Stellu töffara

eftir Stellu Blómkvist. Útg. Mál og menning 1997. 233 bls. STELLA Blómkvist er harðsoðinn lögfræðingur sem gengur hart fram í því að kaupa skuldir og annast um alls konar smákrimma. Hún gengur líka upp í því að segja helst ekki heila setningu, hvorki við sjálfa sig né aðra án þess að láta nokkur vel valin blótsyrði og önnur kjarnaorð fylgja með. Meira
28. nóvember 1997 | Bókmenntir | 428 orð

Af ævintýrum og stórum stöfum

eftir Lewis Carroll og L. Frank Baum. Setberg 1997. Flest þekkjum við sögurnar um ævintýri Lísu í Undralandi og ferð Dóróteu til galdrakarlsins í Oz ­ ef ekki úr bókunum sjálfum þá úr sjónvarpsmyndum, teiknimyndum, útvarpi eða af leikhúsfjölum. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 265 orð

Aldarminning norska skáldsins Tarjei Vesaas

Í NORRÆNA húsinu verður dagskrá helguð norska skáldinu Tarjei Vesaas, sunnudaginn 30. nóvember kl. 16., en í ár eru liðin hundrað ár frá fæðingu hans. Aldarafmælisins hefur verið minnst á margvíslegan hátt í Noregi. Norska sendiráðið á Íslandi og Kjell Oksendal, sendikennari í norsku við Háskóla Íslands, standa að þessari hátíðardagskrá í Norræna húsinu. Meira
28. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 166 orð

Beavis og Butt-Head undir græna torfu

"HÉR hvíla Beavis og Butt- Head. Hvíli þeir í friði. Fæddir: 8. mars árið 1993. Létust: 28. nóvember 1997. Þeir voru ­ og verða alltaf ­ fjórtán ára. Tillaga að grafskrift frá Mike Judge skapara þeirra er tvíræð og stutt: "Þeir komust aldrei alla leið. Meira
28. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 448 orð

Ber fyrir sig fátækt

LÖGFRÆÐINGAR Spencers jarls báru við fátækt fyrir hans hönd þegar þeir báru gegn kröfum fyrrverandi eiginkonu hans sem vill fá 3,75 milljónir punda í sinn hlut úr skilnaðinum. Eignir fjölskyldu Spencers jarls eru metnar á 100 milljónir punda, hans eigin eignir eru metnar á 6 milljónir punda og árstekjur hans nema um einni milljón punda, Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 49 orð

Björn Roth sýnir á 22

BJÖRN Roth opnar sýningu á Veitingastaðnum 22, Laugarvegi 22. Á sýningunni, sem opnuð verður laugardaginn 29. nóvember, verður til sýnis handrit að bók sem listamaðurinn er með í smíðum. Björn hefur unnið að myndlist sl. tvo áratugi í Mið­Evrópu. Hann hefur oftsinnis sýnt á Íslandi. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 241 orð

Dýrin í Hálsaskógi mætt í Húnaþing

LEIKFÉLAG Blönduóss frumsýnir hið sígilda og sívinsæla leikrit Torbjörns Egners Dýrin í Hálsaskógi í félagsheimilinu á Blönduósi á morgun. Tuttugu og átta leikarar koma fram í sýningunni auk sex manna hljómsveitar. Helmingur leikaranna sem koma fram á sýningunni eru nemendur við grunnskólann og eru margir að stíga sín fyrstu spor á leiklistarbrautinni. Meira
28. nóvember 1997 | Tónlist | 397 orð

Enn syngur vornóttin

Þorvaldur Friðriksson, Einar Clausen, Halldór Torfason og Ásgeir Böðvarsson. Við hljóðfærið: Bjarni Þór Jónatansson. Raddþjálfari: Signý Sæmundsdóttir. Hljómsveit: Bjarni Þór Jónatansson píanó, Daníel Þorsteinsson harmonikka, Steef van Oosterhout slagverk og Þórður Högnason bassi. Stafræn upptaka fór fram í Laugarneskirkju 1.­3. júní 1997. Upptöku önnuðust Sveinn Kjartansson og Ari Dan. Meira
28. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 220 orð

Fergie í stað Díönu?

FERGIE, hertogaynja af York, segist vera reiðubúin að hlaupa í skarðið fyrir Díönu prinsessu í framhaldsmynd Lífvarðarins eða "The Bodyguard". "Hún var há og fögur svo ég efast um að ég komi til greina," segir hún að því er blaðið The Times greinir frá. "En ég myndi vissulega taka það að mér," bætir hún við. Meira
28. nóvember 1997 | Bókmenntir | -1 orð

Fimm ár af öldinni

Minnisverð tíðindi 1991­1995. Nanna Rögnvaldardóttir tók saman. 187 bls. Iðunn. Prentun: Oddi. Reykjavík, 1997. Verð kr. 4.480. Skömmu eftir 1950 tók Gils Guðmundsson saman tveggja binda rit sem hann nefndi Öldin okkar, en Iðunn gaf út. Ritið tók til fyrri hluta aldarinnar og varð afar vinsælt. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 223 orð

Fótboltamenn gefnir Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

LISTASAFN Sigurjóns Ólafssonar hlaut nýverið að gjöf frummyndina að höggmyndinni Fótboltamenn sem listamaðurinn gerði árið 1936. Gefendur eru hjónin Guðrún og Ólafur Ó. Johnson. Frummyndin, sem er úr gipsi, verður innan tíðar steypt í brons og væntanlega sýnd í safninu sumarið 1998. Á Kaupmannahafnarárum sínum gerði Sigurjón Ólafsson þrjú verk um knattspyrnumenn. Meira
28. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 371 orð

FRAMTÍÐARHLJÓMUR REYKJAVÍKUR "Verið viðbúin, ég er á leiðinni," voru lokaorð Dereks Dahlarge í símtali við Morgunblaðið vegna

"Verið viðbúin, ég er á leiðinni," voru lokaorð Dereks Dahlarge í símtali við Morgunblaðið vegna endurkomu sinnar til Reykjavíkur í dag. Hann er sagður meðal fremstu plötusnúða heims og geta fengið fólk til að dansa nóttina á enda. Meira
28. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 627 orð

Gjöf handa manni sem á allt

MARGREYND kvikmyndastjarna og einn efnilegasti leikstjóri Hollywood leggjast á eitt við gerð tryllisins The Game, sem er framleidd af Íslandsvinunum í Propaganda Films í Hollywood. Nicholas Van Orton (Michael Douglas) er bissnessmaður sem á allt og er vanur því að hafa stjórn á því sem hann tekur sér fyrir hendur, hvort sem það eru fjárfestingar eða mannleg samskipti. Meira
28. nóvember 1997 | Bókmenntir | 605 orð

Grýla segir frá

eftir Gunnar Helgason. Myndir eftir: Þórarin Gunnarsson Blöndal. Bókaútgáfan Hólar, 1997 ­ 32 bls. ÞAÐ er ekki oft sem lesendum gefst kostur á að lesa sjálfsævisögu tröllskessunnar Grýlu sem skapað hefur skelfingu og hrylling meðal íslenskra barna í áraraðir. Í hugum fólks hefur Grýla tæplega haft á sér ákveðna mynd heldur aðeins lifað í hugarheimi hvers og eins. Meira
28. nóvember 1997 | Bókmenntir | 616 orð

Hláturinn lengir lífið

Gamansögur af íslenskum íþróttamönnum. Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason söfnuðu efni og ritstýrðu. Prentverk: Asprent / POB ehf. Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar, 1997, ­ 187 síður. "Hláturinn lengir lífið", segir gamalt spekiyrði, og þar sem heilbrigðisyfirvöld telja sig skorta fjármuni, til þess að annast kropps- og sálarviðgerðir þjóðar, þá hafa ritstjórar bókar, Meira
28. nóvember 1997 | Myndlist | 691 orð

Hvers kyns er tölvan?

Opið 14­18. Stendur til 3. desember. SELLOUT er yfirskrift sýningar þeirra Baldurs Helgasonar og Birgittu Jónsdóttur sem skoða má bæði í Galleríi Horninu og á Netinu. Það færist nú í vöxt að myndlistarsýningar séu settar upp á Netinu samhliða sýningu í "kjötheimi". Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 80 orð

Höfundar lesa á Rauða ljóninu

HÖFUNDAR jólabóka Skjaldborgar lesa úr verkum sínum á Rauða ljóninu laugardaginn 29. nóvember kl. 21. Indriði G. Þorsteinsson les úr bókinni Söngur lýðveldis; Björgvin Richardsson les úr Útkall rauður, Ingibjörg Hjartardóttir og Þórarinn Hjartarson lesa úr bókinni Spor eftir göngumann; Jón Kr. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 1261 orð

Í beinu símasambandi við Shakespeare?

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ kynnir nú almenningi leikritauppfærslu þriðja sinni og þátttakendur hafa aldrei verið fleiri. Fyrsta kvöldið fjallaði dramatúrg sýningarinnar, Bjarni Jónsson leikhúsfræðingur, um tíma og feril Shakespeares. Það næsta flutti Melkorka Tekla Ólafsdóttir leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins fyrirlestur um verkið sjálft, Hamlet. Meira
28. nóvember 1997 | Bókmenntir | -1 orð

Íslenskt sveitalíf

eftir Stefán Aðalsteinsson. Mál og menning, 1997 ­ 171 bls. STEFÁN Aðalsteinsson hefur vakið óskipta athygli fyrir gullfallegar fræðibækur fyrir börn um íslensk dýr og náttúru sem Bókaútgáfan Bjallan gaf út. Honum er einstaklega vel lagið að lýsa náttúrulegum fyrirbrigðum á einfaldan og fagran hátt sem allir geta skilið. Meira
28. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 198 orð

Jarðarför Hutchence

PAULA Yates gengur inn kirkjugólfið fyrir jarðarför Michaels Hutchence, unnusta síns, með dóttur þeirra, Heavenly Hiraani Tiger Lily, í fanginu. Hutchence, forsprakki vinsælustu rokksveitar Ástralíu, INXS, fannst látinn á hótelherbergi í Sydney á laugardag. Ekki er ljóst hvort hann framdi sjálfsmorð. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 62 orð

Jóhanna V. syngur á sýningu Tryggva

JÓHANNA V. Þórhallsdóttir söngkona heldur tónleika á sýningu Tryggva Ólafssonar í Norræna húsinu laugardaginn 29. nóvember kl. 16. Jóhanna er nýbúin að gefa út geislaplötu með 14 lögum. Með Jóhönnu leika á hljóðfæri: Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanó, Páll Torfi Önundarson á gítar, Sveinbjörn I. Baldvinsson á gítar, Tómas R. Einarsson á bassa og Þorbjörn Magnússon á kongatrommur. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 89 orð

Jólatónleikar Kvennakórs Reykjavíkur

FRIÐUR, friður frelsarans, er yfirskrift jólatónleika Kvennakórs Reykjavíkur, sem haldnir verða í Hallgrímskirkju sunnudaginn 30. nóvember kl. 17 og mánudaginn 1. desember kl. 20.30. Dagskrá tónleikanna verður fjölbreytt undir stjórn nýs stjórnanda, Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Einsöngvari með kórnum verður Sólrún Bragadóttir. Gestir verða Senjórítur Kvennakórsins undir stjórn Rutar Magnússon. Meira
28. nóvember 1997 | Bókmenntir | 360 orð

Klókir krakkar

eftir Iðunni Steinsdóttur. Myndskreytt af Brian Pilkington. Iðunn 1997 ­ 105 bls. ÞAÐ er hátíð í bæ. Það er vor og fjólurnar eru að springa út í Fjólubæ. Fjólurnar eru lifibrauð bæjarbúa. Þeir þurrka þær, saxa og búa til te sem býr yfir lækningamætti. Þegar tegerðinni lýkur halda þeir út í heim að selja teið sitt og kaupa fyrir það allar aðrar nauðþurftir. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 79 orð

Kramhúsið verðlaunað fyrir skapandi starf

Kramhúsið verðlaunað fyrir skapandi starf SÝNING og kynning á íslenskri barna­ og unglingamenningu var haldin í Hamborg í Þýskalandi nýlega. Sýningin var á vegum Katholische Akademie í samvinnu við IKM (Das Institut Für Interdisziplinäre Kultur und Medien­ Forschung). Meira
28. nóvember 1997 | Bókmenntir | 349 orð

Kvöldstund með pabba

Kvöldstund með pabba BÓKMENNTIR Barnabók KVÖLDSTUND MEÐ PABBA. LÍTIL SAGA HANDA BÖRNUM eftir Guðjón Sveinsson. Myndskreytt af Erlu Sigurðardóttur. Mánabergsútgáfan, 1997 ­ 36 bls. GUÐJÓN Sveinsson heldur upp á 30 ára rithöfundarferil sinn með útgáfu þessarar bókar. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 68 orð

Lestur úr barnabókum í Gerðubergi

NOKKRIR bókaútgefendur standa fyrir upplestri úr nýútkomnum og nýlegum barnabókum í menningarmiðstöðinni Gerðubergi sunnudaginn 30. nóvember kl. 15­17. Þessir rithöfundar lesa úr bókum sínum: Auður Magndís Leiknisdóttir og Bryndís Björgvinsdóttur, Guðrún Helgadóttir, Gunnar Helgason, Hildur Einarsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Kristján Jónsson, Moshe Okon og Sigrún Birna Birnisdóttir, Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 131 orð

Lóuþrælar koma við í Stykkishólmi

ÞRÁTT fyrir að kominn sé nær miður vetur voru Lóuþrælar og Sandlóur hér á ferð á laugardag og héldu tónleika í Stykkishólmskirkju. Þetta voru ekki neinir venjulegir fuglar, heldur tveir kórar úr Vestur-Húnavatnssýslu. Lóuþrælar er karlakór sem skipaður er 23 mönnum. Þeir hafa æft í 12 ár og hefur stjórnandi þeirra allan tímann verið Ólöf Pétursdóttir frá Bessastöðum í Miðfirði. Meira
28. nóvember 1997 | Bókmenntir | 507 orð

Magnús Óskarsson segir frá

Minningabrot eftir Magnús Óskarsson. Bókaforlagið, Reykjavík, 1997, 224 bls. MAGNÚS Óskarsson, fyrrum borgarlögmaður, er kunnur húmoristi og hafa gamansögur hans áður komið út á bók. Þessa bók sína kallar hann Minningabrot og tekur fram í formála "að þetta sé ekki sjálfsævisaga. Sem betur fer hefur aldrei hvarflað að mér að setja svoleiðis nektarsýningu á svið". Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 103 orð

Með gleðiraust og helgum hljóm

KÓR Menntaskólans að Laugarvatni heldur sína árlegu aðventutónleika í Skálholtskirkju laugardaginn 28. nóvember kl. 16. Á efnisskrá eru erlend og innlend verk. Einsöngvarar eru Valgerður Guðnadóttir. Eyþór Jónsson leikur á orgel, auk þess leggja kórnum lið nokkrir eldri kórfélagar. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Meira
28. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 714 orð

Mesta hetja allra tíma

HERKÚLES er sagan um hálfan mann og hálfan guð; hinn ofboðslega sterka og hrausta son Seifs, æðsta guðsins á Ólympus- fjalli. Þetta er mörg þúsund ára gömul goðsögn, sem á rætur að rekja til Grikklands hins forna og hefur fylgt vestrænni menningu í gegnum aldirnar. Í Disney-myndinni er kynnt ný útgáfa af goðsögninni. Meira
28. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 453 orð

Milli steins og sleggju

NIGHT Falls on Manhattan er fertugasta myndin sem Sidney Lumet gerir á sínum fjörutíu ára langa ferli og sú 29. sem gerist að öllu leyti í New York borg. Myndin fjallar um það hvernig Sean Casey, fyrrverandi lögreglumaður sem verður saksóknari í Manhattan, stendur skyndilega frammi fyrir miklum vanda. Meira
28. nóvember 1997 | Bókmenntir | 404 orð

Myndasögur

Myndskreyting: Peter Stevenson. Texti: Geoffrey Cowan, Alison Galloway, Douglas Hague, Barbara Hayes, Julie West og Tim L. West. Þýðing: Jón Haukur Brynjólfsson. Útgefandi: Skjaldborg ehf. 1997 ­ 96 síður. Meira
28. nóvember 1997 | Bókmenntir | 437 orð

Norn í nútímanum

eftir Jón Hjartarson. Fróði, 1997 ­ 119 bls. SÖGUSVIÐIÐ er Reykjavík nútímans. Aðalsöguhetjurnar eru tvær telpur, Gunnur og Sara, sem eru sjö ára perluvinkonur. Pabbi á í mesta basli með að hemja þær þegar Sara fær að gista hjá vinkonu sinni en með harðfylgi tekst honum þó að koma þeim í ró. Meira
28. nóvember 1997 | Bókmenntir | 125 orð

Nýjar bækur BARNABÓKIN Orða

Nýjar bækur BARNABÓKIN Orðabelgur Ormars ofurmennis er eftir tvær fimmtán ára stúlkur úr Hafnarfirði, Auði Magndísi Leiknisdóttur og Bryndísi Björgvinsdóttur. Ormar ákveður að skrifa smásögur sér til dægrastyttingar í sumarbústaðarferð. Meira
28. nóvember 1997 | Bókmenntir | 192 orð

Nýjar bækur BERT og baðstrandagellu

Nýjar bækur BERT og baðstrandagellurnar er sjöunda bókin um grallarann Bert. Bert hefur ákveðið að verja sumarleyfinu í kvennarannsóknir og ætlar sér alþjóðlegan frama í greininni. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 293 orð

Nýjar bækur LATIBÆR í vandræðum e

LATIBÆR í vandræðum er eftir Magnús Scheving. Um að ræða tvær útgáfur með sama heiti. Önnur er ætluð til lesturs fyrir börn (3­6/7 ára) og fylgir henni litabók. Hún er merkt "Fyrir yngri". Hin höfðar til krakka á aldrinum 7/8­ 11/12 ára ­ og er merkt "Fyrir eldri". Henni fylgir sportbók með lýsingu á 40 æfingum ­ í máli og myndum. Meira
28. nóvember 1997 | Bókmenntir | 288 orð

Nýjar bækur SEX bækur eru komnar út í

Nýjar bækur SEX bækur eru komnar út í bókaflokknum Skemmtilegu barnabækurnar. Svarta kisa er nr. 9 í þessum bókaflokki. Höfundur hennar er Alice Williamson. Sagan segir frá lítilli kisu sem þykir mjólk góð en fær enga. Vilbergur Júlíusson endursagði. Skoppa er nr. 11. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 189 orð

Nýjar bækur SUNDUR & saman er

SUNDUR & saman er sjálfstætt framhald af bókinni Allt í sleik sem kom út í fyrra. "Bókin fjallar um krakka og unglinga og sýnir inn í heim venjulegra nútímaunglinga í Reykjavík. Tekið er á samskiptum eða samskiptaleysi foreldra og unglinga" segir í kynningu. Bókin er 130 bls. Kápu hannaði Sumarliði E. Daðason. Prentun: Ásprent/POB á Akureyri. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 60 orð

Nýr skáldskapur á Gráa kettinum

LESIÐ verður úr nýjum bókum á kaffistofunni Gráa kettinum, Hverfisgötu 6a, laugardaginn 29. nóvember kl. 15. Sex höfundar lesa úr verkum sínum. Mikael Torfason, Ragna Sigurðardóttir, Gyrðir Elíasson, Þorgeir Kjartansson, Óskar Árni Óskarsson og Didda. Aðgangur að upplestrinum er ókeypis. Félagsskapurinn Besti vinur ljóðsins stendur fyrir skáldakynningunni í samvinnu við Gráa köttinn. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 51 orð

Opið hús á vinnustofu Aðalbjargar

Opið hús á vinnustofu Aðalbjargar OPIÐ hús verður á vinnustofu Aðalbjargar Erlendsdóttur fatahönnuðar, Nýlendugötu 13 (bakhús), laugardaginn 29. október, frá kl. 13­18. Þar verður til sýnis og sölu handmálað silki í ýmsu formi s.s. slæður, púðar og myndir. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 539 orð

Pétur kynnir disk sinn í Fasching

PÉTUR Östlund trommuleikari hefur sent frá sér sinn fyrsta geisladisk undir eigin nafni. Diskurinn nefnist Power Flower og hefur hann fengið afar lofsamlegan dóm í Orkester Journal í Svíþjóð. Pétur á að baki 40 ára feril sem djasstrommari og hefur leikið með mörgum af þekktustu djasstónlistarmönnum sögunnar. Meira
28. nóvember 1997 | Tónlist | 248 orð

Píanóverk um árstíðirnar

Tchaikovski: Les Saisons, Petites Pieces. Edda Erlendsdóttir piano. Hljóðritað í París, 1.,2.,3. maí 1997/Olivier Manoury ­ Edda Erlendsdóttir 1997. HÉR er ég með í höndum einstaklega fallegan og "öðruvísi" hljómdisk, bæði að útliti og innihaldi. Á honum leikur Edda Erlendsdóttir stutt píanóverk eftir Tchaikovski ­ sem sjaldan heyrast, nema etv. Meira
28. nóvember 1997 | Bókmenntir | 645 orð

Ruglurnar

Margreyndar aðferðir við að vinna hjarta draumaprinsins eftir Ellen Fein og Sherrie Schneider. Útgefandi H.M.M. 1997, 149 bls. REGLURNAR er enn ein "sjálfshjálparbókin" frá Ameríku sem falbýður gulltryggða hamingju. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 97 orð

Sá nafnlausi í 20 fm

GABRÍELA opnar myndlistarsýningu í Galleríi 20m laugardaginn 29. nóvember. Sýningin ber heitið "sá nafnlausi" og stendur til 14. desember. Gabríela útskrifaðist frá skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskólans síðastliðið vor. Hún hefur áður haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 129 orð

Síðasta sýning í Listhúsi 39

FÉLAGAR í Listhúsi 39 opna samsýningu með yfirskriftinni Drottinn blessi heimilið, að Strandgötu 39 Hafnarfirði, laugardaginn 29. nóvember kl. 15. Sýningin mun standa fram að jólum og verður þetta síðasta sýningin í þessum húsakynnum, þar sem starfsemin hættir í núverandi mynd um áramótin. Listhús 39 hefur verið rekið undanfarin þrjú ár af 14 myndlistarmönnum. Þar hafa verið haldnar á 4. Meira
28. nóvember 1997 | Bókmenntir | 554 orð

Skagfirðingar kveða

Bjarni Stefán Konráðsson frá Frostastöðum safnaði. Bókaútgáfan Hólar, Akureyri, 1977, 96 bls. SIGURÐUR Nordal var ekki í vafa um gildi lausavísunnar, ferskeytlunnar, fyrir þróun íslensks skáldskapar. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 44 orð

Skemmtidagskrá við sýningarlok

Skemmtidagskrá við sýningarlok Í TILEFNI sýningarloka sölusýningarinnar SELLOUT, Baldur Helgason og Birgitta Jónsdóttir, í gallríi Horninu, ætla þau að bjóða upp á skemmtidagskrá á sunnudagskvöld kl. 21. Þar verður upplestur þekktra og minna þekktra skálda, tónlist, söngur og eitthvað fyrir augað. Aðgangur er ókeypis. Meira
28. nóvember 1997 | Bókmenntir | 378 orð

Skin nýrra morgna

Endursögn: Geraldine McCaughrean. Þýðing: Vilborg Dagbjartsdóttir. Myndskreyting: Anna Cynthia Leplar. Útgefandi: Mál og menning 1997, 120 síður. HÉR leggja þrjár listakonur saman í gerð bókar, og af tilvitnunum sézt, að þær ganga til verksins í þeim kærleika er þær eiga mestan. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 99 orð

Stutt- og heimildamyndasýning

Stutt- og heimildamyndasýning NORRÆNA stutt- og heimildamyndahátíðin Nordisk Panorama, var haldin í Helsinki í október sl. og ætlar Filmkontakt Nord á Íslandi að sýna verðlaunamyndir hátíðarinnar í samvinnu við Norræna húsið á laugardag. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 101 orð

Sýna í Nýlistasafninu

GUNNAR Árnason myndhöggvari opnar sína fjórðu einkasýningu í Svarta sal. Sýninguna nefnir hann "Portrett af myndhöggvara". Sýningin fjallar "á sinn hátt um einn tiltekinn myndhöggvara og hans þarfasta þjón," segir í kynningu. Kristín Blöndal sýnir olíumálverk í tveimur sölum, Bjarta sal og Súm sal. Verkin eru öll unnin á þessu ári. Rúna Gísladóttir er 10. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 97 orð

Sænskt kvöld á bókasafni

Sænskt kvöld á bókasafni Hvolsvelli­Nýverið héldu nemendur í 7. og 8. bekk Hvolsskóla á Hvolsvelli sænskt kvöld í Héraðsbókasafni Rangæinga. Tilefnið var norræn bókasafnavika og það að næsta vor ætla þessir nemendur í skólaferðalag til Svíþjóðar. Margt var til skemmtunar. Lesin voru verk sænskra höfunda, s. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 73 orð

Tónleikar í "Kvennó" Grindavík

NÝR flygill verður tekinn í notkun laugardaginn 29. nóvember hjá Tónlistarskóla Grindavíkur. Hann verður staðsettur í "Kvennó", (gamla kvenfélagshúsinu við Víkurbraut), sem nú er menningarmiðstöð Grindavíkur, og verður notaður við tónleikahald og kennslu. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 92 orð

Tónlistarskóli Bessastaðahrepps 10 ára

HALDIÐ verður upp á 10 ára afmæli Tónlistarskóla Bessastaðahrepps sunnudaginn 30. nóvember, í sal skólans kl. 15. Af þessu tilefni var Karólína Eiríksdóttir tónskáld fengin til að skrifa tónverk fyrir börnin í skólanum. Tónskáldið og börnin hafa unnið saman síðan í október að verkinu sem nefnist "Þættir frá Álftanesi" og fjallar um náttúruna og fjölskylduna. Meira
28. nóvember 1997 | Bókmenntir | 572 orð

Undur og stórmerki

Höfundur: Anna Heiða Pálsdóttir. Kápa: Helgi Sigurðsson. Útgefandi: Mál og menning 1997, ­ 171 síða. FJÖRLEG og skemmtileg saga. Kargur snáði, Sveinn 13 ára, nærri 14!, var á ferð með systur og móður ásamt sambýlismanni hennar. Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 104 orð

Valdimar Bjarnfreðsson í Gerðubergi

VALDIMAR Bjarnfreðsson, V. Vapen, opnar sýningu á myndum unnum úr olíu og akrýl í sýningarrými Gerðubergs. Valdimar er fæddur árið 1932 á Efri-Steinsmýri í V­Skaftafellssýslu. Hann byrjaði ungur að stunda myndlist "en fékk á fullorðinsárum köllun að handan um að halda því áfram". Meira
28. nóvember 1997 | Menningarlíf | 385 orð

ÞETTA ERU EKKI SKÓR

GUÐJÓN Ketilsson opnar sýningu á verkum sínum í neðri sölum Nýlistasafnsins á morgun, laugardaginn 29. nóvember, kl. 16. Á sýningunni eru skúlptúrar og lágmyndir að stærstum hluta unnin í tré en einnig mósaík. Meira
28. nóvember 1997 | Myndlist | 417 orð

Örveru-verur með andlit

Opið daglega 14­18. Til 30. nóvember. Aðgangur ókeypis. EKKI er langt síðan Gunnar Örn hélt málverkasýningu í Listaskálanum í Hveragerði. Einnig mátti sjá a.m.k. tvö málverk eftir hann á nýafstaðinni samsýningu í Hafnarhúsinu. Í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg er Gunnar Örn hins vegar með vatnslitamyndir, sem eru unnar með vatnslitum, bleki og einþrykki. Meira
28. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 523 orð

(fyrirsögn vantar)

Sjónvarpið21.10 og 22.50 Einu kvikmyndir Sjónvarpsins þetta föstudagskvöld eru úr sjónvarpssyrpum, annars vegar um fyrrverandi samstarfsmann austurrísks lögregluhunds, Stockinger, og hins vegar um ástralskan réttargerðlækni, Halifax ­ Án samþykkis (Halifax f.p. ­ Without Consent, 1996). Meira

Umræðan

28. nóvember 1997 | Aðsent efni | 483 orð

Andstæðingar kvótakerfisins

ANDSTÆÐINGAR kvótakerfisins mynda fjóra hópa. Í fyrsta lagi eru margir sjómenn andvígir frjálsu framsali kvóta því að það hefur smám saman í för með sér hagræðingu, fækkun skipa og sjómanna. En þeir hafa á röngu að standa um eigin hag. Hagur útgerðarinnar er um leið hagur sjómanna, þegar til lengdar lætur. Meira
28. nóvember 1997 | Aðsent efni | 190 orð

Bindindishelgi fjölskyldunnar

NÚ NÁLGAST sá tími tilhlökkunar sem í hönd fer þegar fæðingarhátíð frelsarans gengur í garð. Hátíð ljóss og friðar. Undirbúningur jólanna ætti að vera börnum jafnt sem fullorðnum dýrmætur. Því miður er oft svo að þeir sem hafa orðið áfengissýkinni að bráð skemma sína eigin jólastemmningu sem og barnanna sinna. Barn sem lifir í spennu vegna misnotkunar áfengis nýtur ekki jólanna sem skyldi. Meira
28. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1005 orð

Bjarga útlendingar byggðinni?

"HVERT stefnir eiginlega þessi þjóð?" spurði Skjalda rétt í þann mund sem ég þvoði júgrið á henni nú fyrir skemmstu. Hún hafði komist í Moggann og séð fréttir um áframhaldandi fólksflutninga til höfuðborgarsvæðisins. "Nú á malbikið," sagði ég heldur önugur, enda langþreyttur á fréttum af þessum toga. Meira
28. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1016 orð

Flæðilínur ­ framför eða fásinna? Flæðilínur eru e

Í KJÖLFAR hinnar þörfu úttektar Huldu Ólafsdóttur sjúkraþjálfara á vinnuumhverfi fiskvinnslufólks hefur sprottið nokkur fjölmiðlaumræða. Því miður hefur hún verið á fremur neikvæðum nótum og mótast af þekkingarskorti og tilhneigingu til að einfalda málin um of. Meira
28. nóvember 1997 | Aðsent efni | 596 orð

Hvað er FAAS?

FAAS er félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra minnissjúkra. Félagið var stofnað árið 1985. Það hefur að markmiði sínu að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna, efla samvinnu og samheldni aðstandenda m.a. með fræðslufundum og útgáfustarfsemi og auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim vandamálum sem sjúklingar og aðstandendur þeirra eiga við að etja. Meira
28. nóvember 1997 | Aðsent efni | 459 orð

Íslenskir skuggar

Í DREIFIRITINU Bókatíðindum 1997, á bls. 80, er undir yfirskriftinni "Ævisögur og endurminningar" kynnt bókin "Kínverskir skuggar" eftir Oddnýju Sen. Bókin er um móður mína, Oddnýju Erlendsdóttur Sen. Í kynningunni segir m.a. Meira
28. nóvember 1997 | Aðsent efni | 830 orð

Jón forseti og menntamál

JÓN Sigurðsson er óneitanlega einn merkasti og framsýnasti stjórnmálamaður sem Íslendingar hafa átt. Stjórnmálamenn dagsins í dag mættu margt læra af Jóni forseta, t.d hvað varðar stefnuna í menntamálum. Hvað hefði Jón forseti sagt um menntastefnuna? Meira
28. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1014 orð

Konur og karlar í tölum

FYRIR fyrstu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 1975 var í fyrsta sinn safnað tölfræðilegum upplýsingum um stöðu kvenna um allan heim. Þá tók myndin af félagslegri stöðu kvenna að skýrast fyrir alvöru. Meira
28. nóvember 1997 | Aðsent efni | 939 orð

Leyndardómar kryddhillunnar

JÓLIN ERU skammt undan og brátt mun ljúfur kryddilmur berast um eldhús og híbýli með jólabakstrinum. Til forna og einnig í frum kristni var litið svo á að krydd væri gjöf frá Guði, eins og sjá má á því að vitringarnir þrír fluttu með sér reykelsi og myrru til Betlehem. Nú hafa vísindin lokið upp dyrum að leyndardómum kryddsins og kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Meira
28. nóvember 1997 | Aðsent efni | 761 orð

Mannréttindabrot á íbúum Kópavogshælis

MEÐ breytingum á lögum um málefni fatlaðra, er samþykkt voru á Alþingi í maí 1992, var Kópavogshæli undanskilið frá lögunum, sem vistheimili fyrir fatlaða. Það var skilgreint sem sjúkrastofnun, án þess að gera neinar samþykktir um rétt allra þeirra fötluðu einstaklinga er þar dvelja. Þetta voru hrein mannréttindabrot á þessu fólki. Meira
28. nóvember 1997 | Aðsent efni | 2577 orð

SJÚKRAHÚS Í HÆTTU

VILL RÍKISSTJÓRN Íslands leggja niður um næstu áramót 100 sjúkrarúm af þeim 500 sem sjúklingum nýtast nú á Sjúkrahúsi Reykjavíkur? Ætla ráðamenn þjóðarinnar að lama þjónustu helsta slysa- og bráðaspítala landsins? Ætlast þeir til að byggingar sem hýsa viðkvæma heilbrigðisþjónustu haldi áfram að grotna niður sökum viðhaldsleysis? Finnst þeim verjandi að aðstöðuleysi komi í veg fyrir að sjúklingar Meira
28. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1766 orð

SKIPULAG HÁLENDIS ÍSLANDS OG ALÞJÓÐLEGT SAMHENGI

TILLAGA Skipulags ríkisins að skipulagi hálendis Íslands liggur nú frammi til skoðunar og athugasemda og rennur frestur til að gera athugasemdir út hinn 10. desember næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem gert er svæðisskipulag hálendisins. Það verður að teljast nokkuð merkur atburður því að verið er að marka stefnu um hvernig nýta skuli til framtíðar þessa fjóra tíundu hluta landsins. Meira
28. nóvember 1997 | Aðsent efni | 637 orð

Tölvur við hátíðleg tækifæri

Á ÞVÍ leikur enginn vafi að Háskóli Íslands, stúdentar og stjórnvöld gera sér grein fyrir því að það vinnuumhverfi sem stúdentum og starfsmönnum Háskólans er skapað er gríðarlega mikilvægt. Háskóli Íslands væri svipur hjá sjón án þeirra bygginga sem starfsemi hans fer fram í, þess bóka- og ritakosts sem til afnota er og án tölva væri Háskólinn algjörlega úr takt við tímann. Meira

Minningargreinar

28. nóvember 1997 | Minningargreinar | 219 orð

Jóhanna Matthíasdóttir

Ég græt ei en geng og þegi, en grátþung er leiðin mín, ó, stoltasta stjarna á himni, nú stari ég upp til þín! Það var, og ég vil ekki tefja, ég veit hvar í fjarska skín stoltasta stjarna á himni og starir niður til mín! (Jónas Guðlaugsson.) Aðfaranótt 18. nóv. Meira
28. nóvember 1997 | Minningargreinar | 547 orð

Jóhanna Matthíasdóttir

Elsku Hanna amma er dáin. Svo hratt hefur allt gerst síðustu vikurnar að ég átta mig varla á því að hún sé farin. Fyrir tveimur mánuðum var amma heima í fullu fjöri að ég hélt, en þá var hún búin að vera veik heima án þess að kvarta, fyrir utan eitt skipti að hún nefndi við mig að hún væri svo slæm í baki að hún gæti ekki setið. Meira
28. nóvember 1997 | Minningargreinar | 67 orð

Jóhanna Matthíasdóttir

Núna þurfum við að kveðja Hönnu langömmu, hún er farin til guðs. Elsku amma, við söknum þín mikið en reynum að skilja að þér líður vel þar sem þú ert, hjá englunum á himninum, þú verður alltaf hjá okkur í huganum. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. Kveðja. Meira
28. nóvember 1997 | Minningargreinar | 43 orð

Jóhanna Matthíasdóttir

Jóhanna Matthíasdóttir Kveðja til langömmu Hjartkær amma, far í friði föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. Guð geymi þig. Meira
28. nóvember 1997 | Minningargreinar | 160 orð

JÓHANNA MATTHÍASDÓTTIR

JÓHANNA MATTHÍASDÓTTIR Jóhanna Matthíasdóttir fæddist í Reykjavík 27. júlí 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Matthías Kjartansson, f. í Presthúsum 5.12. 1902, og Jóhanna Eina Guðnadóttir, f. í Hafnarfirði 30.9. 1904. Jóhanna giftist Ólafi Andrési Guðmundssyni 1949. Meira
28. nóvember 1997 | Minningargreinar | 159 orð

Kristmann Hreinn Jónsson

Af hverju er afi hjá guði núna þegar hann á afmæli? Af hverju tók guð hann til sín áður en hann átti afmæli? Elsku Kristmann afi sem dó 17. október á afmæli í dag uppi hjá Guði. Afi var búinn að vera veikur í nokkur ár og var alltaf á spítala. Meira
28. nóvember 1997 | Minningargreinar | 258 orð

KRISTMANN HREINN JÓNSSON

KRISTMANN HREINN JÓNSSON Kristmann Hreinn Jónsson fæddist á Efra Hóli í Staðarsveit, Snæf., 28. nóvember 1933. Hann lést á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi 17. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Una Kjartansdóttir, f. 19. maí 1895, d. 20. október 1973, og Jón Kristjánsson, bóndi á Efra Hóli, f. 24. febrúar 1899, d. Meira
28. nóvember 1997 | Minningargreinar | 496 orð

Pálmi Kristjánsson

Þegar brott eru kvaddir þeir sem manni þykir hvað vænst um hér í þessum heimi virkar það eins og nokkurs konar lömun á sál og líkama eftirlifandi ástvina. Okkur langar öll til að segja svo margt. Ótal hugsanir fljúga um hugann, en ef koma á þeim á blað verður lítið úr verki. Hugsanir er ekki svo gott að festa í rituðu máli. Meira
28. nóvember 1997 | Minningargreinar | 258 orð

PÁLMI KRISTJÁNSSON

PÁLMI KRISTJÁNSSON Pálmi Kristjánsson var fæddur í Hvammi í Þistilfirði 20. júní 1933. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 17. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinbjörg Pétursdóttir, f. 1895, d. 1963, og Kristján Einarsson, f. 1875, d. 1966, bóndi á Hermundarfelli. Meira

Viðskipti

28. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 148 orð

1,4 milljarða halli á vöruskiptum í október VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR var Í

1,4 milljarða halli á vöruskiptum í október VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR var Íslendingum óhagstæður um 1,4 milljarða króna í október sl. Alls voru fluttar út vörur fyrir 11,2 milljarða króna en innflutningur á sama tímabili nam tæplega 12,7 milljörðum. Fyrstu 10 mánuði þessa árs hefur því orðið 500 milljóna króna halli af vöruskiptunum við útlönd. Meira
28. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 314 orð

ÐÁ fimmta hundrað á námstefnu VÍB

VEL á fimmta hundrað manns sóttu námstefnu sem Verðbréfamarkaður Íslandsbanka stóð fyrir síðastliðinn miðvikudag. Á námstefnunni var farið yfir stöðuna á verðbréfamarkaði og möguleikar í fjárfestingum kynntir einstaklingum. Að sögn Margrétar Sveinsdóttur, forstöðumanns einstaklingsþjónustu VÍB, var þetta mun meiri aðsókn en búist hafði verið við. Meira
28. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 149 orð

ÐHlutabréfavísitala VÞÍ lækkar um 0,5%

HLUTABRÉF héldu áfram að lækka í viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Viðskipti námu alls 60 milljónum króna og lækkaði hlutabréfavísitalan um 0,5%. Mestar lækkanir urðu á gengi hlutabréfa í Íslenskum sjávarafurðum í fyrstu viðskiptum með bréfin eftir að þau hlutu skráningu á VÞÍ. Meira
28. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 39 orð

Grundig- fyrirtækinu bjargað

BÆVERSK fyrirtækjasamtök, sem njóta stuðnings ríkis- og fylkisyfirvalda, munu bráðlega kaupa 95% hlut í þýzka rafeindatækjaframleiðandanum Grundig. Otto Wiesheu, fjármálaráðherra Bæjaralands, sagði á blaðamannafundi að Grundig mundi fá 267 milljónir marka frá samtökunum. Meira
28. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Íbúar ESB óttast einn gjaldmiðil

ENDALOK gjaldmiðla er þriðja mesta áhyggjuefni rúmlega helmings íbúa Efnahagssambandsins, á ftir skattahækkunum og glæpum, samkvæmt skoðanakönnun. Þú sýnir könnun ESB að 75% íbúa sambandsins búist við" að komið verði á einum, sameiginlegum gjaldmiðli, evró -- 8% fleiri en fyrir ári. Meira
28. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 152 orð

Mafían á Wall Street

ALRÍKISLÖGREGLAN í Bandaríkjunum vinnur nú að rannsókn á umfangi mafíunnar í viðskiptahverfinu Wall Street í New York. Á þriðjudag voru 19 menn handteknir vegna gruns um ólögmætt verðbréfabrask og eru fimm þeirra taldir tilheyra glæpasamtökunum. Ekki er ljóst hversu mikið umfang samtökin hafa í viðskiptahverfinu. Meira
28. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 221 orð

Mest horft á sjónvarp í Bretlandi

BRETAR horfa meira á sjónvarp en aðrar Evrópuþjóðir og sitja að meðaltali í tæplega fjóra tíma á dag fyrir framan sjónvarpstækið samkvæmt nýrri könnun þýzks fjölmiðlamarkaðsfélags, IP Deutschland. Meira
28. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 383 orð

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir aukins aðhalds þörf í íslensku efnahagslífi

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir aukins aðhalds þörf í íslensku efnahagslífi Auka þarf afgang ríkissjóðs um 5 milljarða AUKINS aðhalds er þörf í peningastefnu Seðlabanka Íslands og fjármálum hins opinbera til að tryggja stöðugleika í íslensku efnahagslífi, Meira
28. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 219 orð

»Sterkari dollar oghækkanir í Evrópu

DOLLAR hækkaði nokkuð í gær og sömu sögu var að segja um frönsk og þýzk hlutabréf, en lítil sem engin breyting varð á gengi hlutabréfa London vegna almenns frídags vestanhafs og skorts á vísbendingum frá Wall Street. Í London gerðist það eitt að bréf hækkuðu í kunnum fyrirtækjum eins og British Aerospace, sem naut góðs af því að Þjóðverjar samþykktu að kaupa Eurofighter. Meira
28. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 203 orð

Toyota verksmiðja reist í Frakklandi?

FRANSKI fjármálaráðherrann, Dominique Strauss-Kahn, hefur sagt að hann telji að japanski bílaframleiðandinn Toyota Motor Corp muni ákveða að reisa aðra bílaverksmiðju sína í Evrópu í Frakklandi, en tekið fram að ekki hafa verið tekin endanleg ákvörðun. Meira
28. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 572 orð

Vara við aukinni samneyslu

SAMTÖK iðnaðarins hafa áhyggjur af þenslu í þjóðfélaginu og vilja að stjórnvöld grípi til ákveðinna aðgerða til að draga úr henni. Leggja þau til að aukið aðhald verði sýnt í fjármálum ríkis og sveitarfélaga og að stjórnvöld hvetji til aukins sparnaðar einkaaðila. Meira

Fastir þættir

28. nóvember 1997 | Dagbók | 3125 orð

APÓTEK

»»» Meira
28. nóvember 1997 | Fastir þættir | 311 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni Norðurl

10 sveitir skráðu sig til leiks. Dregið hefur verið í fyrstu tvær umferðirnar og æskilegt að þessum umferðum ljúki eigi síðar en 21. desember nk. 1. umferð: Sv. Skeljungs hf., Siglufirði gegn sv. Stefáns Berndsen, Sauðárkróki. sv. Björns Ólafssonar, Siglufirði gegn sv. Neta- og veiðarfæragerðarinnar, Siglufirði. 2. umferð: Sv. Meira
28. nóvember 1997 | Fastir þættir | 139 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni Suðurla

Dregið hefur verið í 2. umferð bikarkeppninnar, þótt enn sé þremur leikjum ólokið í 1. umferð. Helstu úrslit í þeim leikjum sem lokið er voru að bikarmeistarar síðasta árs, sveit Kristjáns Más Gunnarssonar, var slegin út af sveit Guðjóns Bragasonar, 123­50. Meira
28. nóvember 1997 | Fastir þættir | 48 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

Þegar búið er 1 kvöld af 3 í Monrad-Barómeter tvímenningi er röð efstu sveita eftirfarandi: Halld. Þorvaldsson ­ Baldur Bjartmarsson547María Ásmundsd. ­ Steindór Ingimundars.544Stefán Garðarsson ­ Skafti Ottesen538Kristjana Steingrímsd. ­ Hanna Friðriksd.534Friðg. Friðgeirsd. ­ Friðg. Benediktsd.521Meðalskor er 450. Meira
28. nóvember 1997 | Fastir þættir | 90 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

SVEIT Sigurðar Ólafssonar hefir tekið örugga forystu í aðalsveitakeppni bílstjóranna. Sveitin hefir hlotið 176 stig, unnið 7 leiki af 8 og gert eitt jafntefli. Sveit Eiðs Gunnlaugssonar er í öðru sæti með 159 stig og hefir unnið alla leiki sína. Þá er sveit Friðbjörns Guðmundssonar í þriðja sæti með 6 sigra, eitt jafntefli og eitt tap. Sveit Friðbjörns er með 145 stig. Meira
28. nóvember 1997 | Dagbók | 581 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
28. nóvember 1997 | Fastir þættir | 28 orð

Firmakeppnin hefst kl. 11. Firmakeppnin í tvímenningi sem spiluð verð

Firmakeppnin hefst kl. 11. Firmakeppnin í tvímenningi sem spiluð verður á morgun, laugardag, hefst kl. 11 um morguninn en ekki kl. 13 eins og misritaðist í blaðinu sl. miðvikudag. Meira
28. nóvember 1997 | Í dag | 794 orð

Ofurkonur ÉG VAR að lesa áskorun saumaklúbbs í Velvakanda,

ÉG VAR að lesa áskorun saumaklúbbs í Velvakanda, "Kaupið ekki glanstímarit um ofurkonur". Að vissu leyti hafa áskorendur mikið til síns máls ­ án þess að ég fari nánar, sem amma, út í þá sálma. Málið hefur bara fleiri fleti. Þegar kvennabaráttan hófst á sínum tíma með öllum sínum áróðri ­ konur sópuðust út á vinnumarkaðinn, í stað þess að vera til staðar heima, sköpuðu þær láglaunastéttina. Meira
28. nóvember 1997 | Í dag | 351 orð

VER vill fá "lygatilboð" inn um bréfalúguna heima hjá s

VER vill fá "lygatilboð" inn um bréfalúguna heima hjá sér? ­ og það "sjóðheitt" í ofanálag. Eitt slíkt fékk Víkverji inn um lúguna á dögunum frá pizzugerð Jóns Bakan í Gnoðarvogi. Lygatilboð er lítils virði og Víkverji tekur lítið mark á slíku tilboði. Hér mun vera um að ræða heldur undarlega notkun íslenzks máls. Meira
28. nóvember 1997 | Fastir þættir | 227 orð

(fyrirsögn vantar)

AV Baldur Bjartmarsson ­ Halldór Þorvaldsson 118Sturla Snæbjörnsson ­ Cecil Haraldsson 109Jóhannes Guðmannsson ­ Aðalbj. Benediktsson 106 Keppnisstjóri var að venju Matthías Þorvaldsson og verður haldið áfram með eins kvölds tvímenningskeppnir. Meira

Íþróttir

28. nóvember 1997 | Íþróttir | 29 orð

FÉLAGSLÍFHerrakvöld Hauka Handknattleiksde

Handknattleiksdeild Hauka heldur herrakvöld sitt í Álfafelli í kvöld, föstudaginn 28. nóvember. Húsið verður opnað kl. 19.19. Ræðumaður kvöldsins verður Guðmundur Árni Stefánsson en veislustjóri verður Óskar Sigurðsson. Meira
28. nóvember 1997 | Íþróttir | 429 orð

Fjarri mér að gefast upp

Þetta var ömurlegur leikur hjá okkur," sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari eftir leikinn. "Við náðum ekki að sýna það sem við getum best og ég veit ekki í hverju það liggur. Kannski er það leikstjórnandinn því okkur vantaði Dag Sigurðsson í kvöld og kanski er hann of mikilvægur liðinu. Meira
28. nóvember 1997 | Íþróttir | 154 orð

Fjórir nýliðar

GUÐJÓN Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynntti í gær landsliðshópinn sem heldur til Sádi-Arabíu á þriðjudaginn og leikur við landslið heimamanna sunnudaginn 7. desember. Í hópnum eru 17 leikmenn og þar af fjóri nýliðar auk þess sem fjórir hafa leikið einn landsleik. Meira
28. nóvember 1997 | Íþróttir | 20 orð

Í kvöld Körfuknattleikur 1. deild karla: Austurberg:Leiknir - ÍS20 Borgarnes:Stafholtst. - Snæfell 20

Körfuknattleikur 1. deild karla: Austurberg:Leiknir - ÍS20 Borgarnes:Stafholtst. - Snæfell 20 Blak Meira
28. nóvember 1997 | Íþróttir | 164 orð

Ísland - Júgóslavía21:24

Laugardalshöll, undankeppni Evrópumótsins í hansknattleik, fimmtudaginn 27. nóvember 1997. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:3, 3:3, 4.5, 5:5, 6:8, 8:11, 9:12, 10:12, 11:14, 12:15, 13:16, 15:16, 15:18, 17:19, 17:21, 19:21, 19:23, 21:24. Meira
28. nóvember 1997 | Íþróttir | 106 orð

Knattspyrna

Meistaradeildin A-riðillDortmund, Þýskalandi: Bor. Dortmund - Galatasaray4:1 Vladimir But (22.), Heiko Herrlich (34.), Michael Zorc 2 (47. og vsp. 86.) - Ergun Penbe (87.) Áhorfendur: 45.000 Parma, Ítalíu:Parma - Sparta Prag2:2 Enrico Chiesa 2 (21., vsp. 90.) - Jiri Novotny (90. Meira
28. nóvember 1997 | Íþróttir | 168 orð

KNATTSPYRNABirkir til Svíþjóðar

TRYGGVI Guðmundsson, knattspyrnumaður úr ÍBV, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við norska liðið Tromsö og Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður, er á leiðinni til Norrköping í Svíþjóð skv. frétt á Stöð 2 í gærkvöldi. "Ég er mjög ánægður með að þetta er í höfn. Meira
28. nóvember 1997 | Íþróttir | 35 orð

Körfuknattleikur

Boston - LA Lakers103:118 Toronto - Atlanta104:109 Eftir tvær framlengingar. Philadelphia - Cleveland89:95 Minnesota - Potland90:96 Orlando - Miami60:84 Millwaukee - Vancouver101:82 San Antonio - Washington94:98 Phoenix - New Jersey111:99 LA Clippers - Meira
28. nóvember 1997 | Íþróttir | 409 orð

"Okkur að kenna"

Risið var lágt á landsliðsmönnum Íslands eftir leikinn og stemmningin í búningsherberginu fyrst eftir leik var eins og í dauðs manns gröf. Menn sátu niðurlútir og vissu sem var að möguleiki Íslands á að komast fyrsta sinni í lokakeppni Evrópukeppninnar var orðin ansi lítill. Fyrirliðinn Geir Sveinsson var þar engin undantekning og virtist taka tapið mjög nærri sér. Meira
28. nóvember 1997 | Íþróttir | 401 orð

Slæm nýting

SKOTNÝTING íslensku landsliðsmannanna var ekki burðug í gærkvöldi, eða 40%. Leikmenn skutu 52 sinnum að marki Júgóslava, skoruðu 21 mark en hin skotin, 31 talsins, misstu marks. Markvörðurinn varði 15 sinnum og þá eru eftir 16 skot sem ýmist fóru framhjá eða vörnin varði. Meira
28. nóvember 1997 | Íþróttir | 269 orð

United, Dortmund og Kiev áfram

EVRÓPUMEISTARAR Borussia Dortmund, Englandsmeistarar Manchester United og Dynamo Kiev frá Úkraínu, tryggðu sér í gærkvöldi sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Hins vegar er óljóst hvort Real Madrid kemst áfram, eftir að liðið tapaði 0:2 fyrir Rosenborg í Noregi. Meira
28. nóvember 1997 | Íþróttir | 277 orð

Wuppertal vill halda Viggó

Viggó Sigurðssyni hefur verið boðinn nýr samningur við þýska 1. deildar liðið Wuppertal, sem hann þjálfar. Hann hefur um nokkurt skeið átt í deilum við Winfried Meister, framkvæmdastjóra félagsins og aðaleiganda ­ manninn sem er helsti fjárhagslegi bakhjarl liðsins ­ en Viggó hefur nú sigrað í því stríðinu. Meira
28. nóvember 1997 | Íþróttir | 833 orð

Þegar vonin ein er eftir

VONBRIGÐI. "Strákarnir okkar" sem skemmtu þjóðinni í hálfan mánuð á vordögum þegar þeir léku á heimsmeistaramótinu í Japan, fjarri ættjörð sinni, með hverjum stórleiknum á fætur öðrum, leikgleði baráttu og einstökum sigurvilja öllu þjóðinni vonbrigðum í gærkvöldi. Nú leikandi á ættjörð sinni, fyrir framan forsetann og þjóð sína, náðist aldrei að kveikja það bál sem logaði glatt á borginni Meira

Úr verinu

28. nóvember 1997 | Úr verinu | 352 orð

Aðeins fjögur kaupskip nú undir íslenskum fána

STÖÐUGILDUM á kaupskipunum hefur fækkað um 208 á rúmlega sjö árum eða frá því í janúar 1990 fram í nóvember nú. Ef tillit er tekið til margfeldisins, sem fylgir hverju starfi, er um að ræða 308 ársstörf eða tæplega 55% fækkun. Kom þetta fram í ræðu Guðlaugs Gíslasonar um kjara- og atvinnumál farmanna á þingi Farmanna- og fiskmannasambands Íslands. Meira
28. nóvember 1997 | Úr verinu | 187 orð

Kvótanum skipt milli skipa

NÝTT fyrirkomulag hefur verið tekið upp í lýsingsveiðunum við vesturströnd Bandaríkjanna, úti fyrir Washington og Oregon. Var kvótanum fyrst skipt upp á milli skipaflokka og síðan deilt niður á skipin. Var þetta gert til að koma í veg fyrir það æðiskennda kapphlaup, sem einkennt hefur veiðarnar. Meira
28. nóvember 1997 | Úr verinu | 307 orð

"Niðurstaðan kemur verulega á óvart"

"ÞESSI niðurstaða kemur mér nokkuð á óvart þegar tekið er tillit til þess mikla og óskoraða stuðnings, sem Íslenska sjávarútvegssýningin hefur fengið frá stórum hópi fyrirtækja, sem gera sér fulla grein fyrir mikilvægi þess að taka þátt í sjávarútvegssýningu, er byggir á margra ára reynslu og þekkingu skipuleggjenda," segir Ellen Ingvadóttir, Meira

Daglegt líf (blaðauki)

28. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 271 orð

Alltaf með bindi, ekki röndótt og eitt spari

SAGT er að hálsbindi skipti samfélagi karla í tvennt, það er þá með bindi og án. Þeir síðarnefndu voru í meirihluta á förnum vegi eitt hádegið í vikunni, hinir væntanlega inni að vinna. Jóhann Már Guðmundsson segist hafa verið með bindi um hálsinn síðan hann hætti að vinna við höfnina fyrir um 40 árum. Meira
28. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1095 orð

Alltaf mikiðfjör og lífið ereilíft partý

"VIÐ bjuggum bara til fjölskylduna, sem okkur vantaði," segja Guðrún Þorkelsdóttir og Marteinn Huntingdon-Williams, eins og ekkert sé einfaldara. Hvort um sig eiga aðeins eitt systkini og segjast alltaf hafa sáröfundað vini sína sem áttu mörg. Ætlunarverkið, eða fimm börn, eins og spákona hafði mörgum árum áður spáð fyrir Guðrúnu, tókst á átta árum og þau hafa því í nógu að snúast alla daga. Meira
28. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 76 orð

Blessað barnalán... Líkt og víða á Vesturlöndum fækkar barnmörgum fjölskyldum jafnt og þétt hérlendis. Árið 1965 var meðalfjöldi

Blessað barnalán... Líkt og víða á Vesturlöndum fækkar barnmörgum fjölskyldum jafnt og þétt hérlendis. Árið 1965 var meðalfjöldi í kjarnafjölskyldunni 3,61, tuttugu árum síðar 3,04 og fyrir ári, eða 1. desember 1996, var kjarnafjölskyldan að meðaltali 2,92. Meira
28. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 299 orð

Félagsþroski barnaræðst af atferli foreldra

HÆFNI barns til þess að tengjast vináttuböndum skiptir verulegu máli þegar skólaganga hefst, segir í nýjasta hefti Psychology Today. En hvaðan skyldi sá hæfileiki koma? Jacquelyn Mize og Gregory Petit, hjón og prófessorar í sálfræði við Auburn-háskóla í Alabama, hafa komist að því að félagsþroski barna ræðst mikið til af samskiptahæfileikum foreldranna. Meira
28. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1144 orð

Frjálsari núna en þegarbörnin voru þrjú

"ÉG er ekki viss um að ég vildi eiga fimm stráka," segir Anna Júlíusdóttir hugsi. Hún og eiginmaðurinn Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson eru sammála um að fyrirferðin í yngsta barninu, Pétri Júlíusi, sé slík að fjórir svipaðir til viðbótar myndu trúlega verða þeim um megn. Meira
28. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 791 orð

Hálsbindi gegn Tyrkjum og í kínverskum gröfum

NOKKRUM sögum fer af því hvernig hálstau til skreytingar kom fram á sjónarsviðið og því til dæmis haldið fram að sést hafi til kínverskra bardagahetja með bindi í gröfum sínum á 2. öld fyrir Krist. Þá eru líka spurnir af rómverskum hermönnum með trefillaga bindi í baráttu sinni við barbara ýmsa í kringum árið 200, skrifar Michael J. Landman í bók sinni um þróunarkenningu hálsbindanna. Meira
28. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 809 orð

Matur er manns gaman

ATVINNUREKANDANN dreymir sjálfsagt um framtíð þar sem starfskrafturinn er rígbundinn við tölvu með keðju um hálsinn, sjúgandi geimfaramat uppúr plastdós í gegnum rör," sagði Mikael M. Karlsson fremur í gríni en alvöru á ráðstefnu matvæla- og næringarfræðinga fyrir nokkru. Meira
28. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 2223 orð

Minningar um íslenskan kvenleika Sálfræðingar hafa löngum bent á að kynferði er einn sterkasti þátturinn í sjálfsmynd karla og

"FRÆÐIMENN eiga örugglega eftir að þakka fyrir aðgang að minningargreinum Morgunblaðsins í framtíðinni," segir Annadís þegar við höfum komið okkur þægilega fyrir í lítilli þakíbúð í Þingholtunum. Úr stofuglugganum Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.