Greinar miðvikudaginn 4. mars 1998

Forsíða

4. mars 1998 | Forsíða | 278 orð | ókeypis

Deilt um hvort árásir hafi verið heimilaðar

MIKE McCurry, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði í gær að Bandaríkjamenn gætu gert loftárásir á Írak ef þarlendir ráðamenn reyndu að hindra vopnaleit Sameinuðu þjóðanna þar sem í nýrri ályktun öryggisráðsins væru Írakar varaðir við því að brot á samkomulaginu um vopnaeftirlitið myndi hafa "hinar alvarlegustu afleiðingar". Meira
4. mars 1998 | Forsíða | 146 orð | ókeypis

ESB varar Serba við

HANS van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), varaði stjórnvöld í Belgrad við í gær og sagði þau ekki geta vænst betra viðskiptasambands við ESB ef þau gerðu ekkert til þess að leysa vanda albanska meirihlutans í Kosovo- héraði. Sagði hann að þau mættu búast við hörðum refsiaðgerðum ef vopnuð átök blossuðu þar upp. Meira
4. mars 1998 | Forsíða | 153 orð | ókeypis

Konungleg sparsemi

ANNA prinsessa bauð nýlega fjórum vinum sínum til málsverðar á veitingahúsi í Gloucestershire og kostaði það fimm sterlingspund á mann. Prinsessan greiddi með afsláttarmiðum úr dagblaði. Þetta kemur fram í breska dagblaðinu The Daily Telegraph sem greinir frá því nýjasta um sparsemi bresku konungsfjölskyldunnar. Meira
4. mars 1998 | Forsíða | 355 orð | ókeypis

Valdabarátta og óvissa framundan

LJÓST var í gær að engin stjórnmálafylkinganna á Indlandi fékk meirihluta á þingi landsins í kosningunum, sem hófust 16. febrúar. Stærstu flokkarnir reyndu því að afla sér nýrra bandamanna til að geta myndað nýja stjórn, þá fimmtu á tæpum tveimur árum. Meira

Fréttir

4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 213 orð | ókeypis

14 þátttakendur í prófkjöri

PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins í Hafnarfirði fer fram dagana 14. og 15. mars nk. í Alþýðuhúsinu, frá kl. 10­20 báða dagana. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllu stuðningsfólki Alþýðuflokksins í Hafnarfirði sem kosningarétt hefur í bæjarstjórnarkosningunum 23. maí í vor. Auk þess hafa allir félagar í FUJ Hafnarfirði kosningarétt í prófkjörinu. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 391 orð | ókeypis

Á ekki von á að neitt sé til fyrirstöðu

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði eftir fund með fimm fulltrúum Frelsið Willy Keiko-stofnunarinnar í gær þar sem lögð var fram formleg umsókn um að segja háhyrninginn Keiko í kví á Austfjörðum að hann ætti ekki von á að neitt yrði því til fyrirstöðu að veita til þess leyfi. "Við tókum fram að við vildum skoða þetta erindi þeirra með jákvæðum huga," sagði Davíð að fundinum loknum. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð | ókeypis

Áfram kalt í veðri

EKKI sér fyrir endann á kuldakastinu sem gengið hefur yfir Ísland undanfarna daga. Áfram verður kalt í veðri og Björn Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, spáir frosti um allt land fram á sunnudag. Á fimmtudag tekur breytileg átt við af norðanáttinni og má búast við allt að fimmtán gráða frosti norðanlands. Það er fyrst á sunnudag sem gæti farið að hlýna. Meira
4. mars 1998 | Landsbyggðin | 296 orð | ókeypis

Áhugamannafélag um virkjun við Villinganes

Sauðárkróki -STOFNAÐ hefur verið félagið Árvirki ehf. einkahlutafélag nokkurra einstaklinga og fyrirtækja með heimilisfang á Sæmundargötu 1 á Sauðárkróki. Tilgangur félagsins er m.a. að taka þátt í undirbúningsvinnu að virkjun við Villinganes ásamt því að verða þátttakendur í rekstri orkuversins. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð | ókeypis

Árásarmaður kærir farbannsúrskurð

TUTTUGU og sex ára Bandaríkjamaður, sem játað hefur líkamsárás á sofandi jafnaldra sinn að morgni síðasta laugardags með þeim afleiðingum að sá sem fyrir árásinni varð höfuðkúpubrotnaði meðal annars, hefur kært farbannsúrskurð þann sem Héraðsdómur Reykjaness kvað upp eftir atburðinn. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 316 orð | ókeypis

Áætlaður hagnaður þessa árs 267 milljónir

AÐALFUNDUR Sölumistöðvar hraðfrystihúsanna í gær samþykkti tillögu stjórnar SH um að greiða út 7% arð til félagsmanna vegna ársins 1997. Heildartekjur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. 1997 námu 29,5 milljörðum króna á móti 26,2 milljörðum árið áður sem er tæp 13% hækkun milli ára. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð | ókeypis

Bensín lækkar

OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu verð á bensíni á mánudag um eina krónu lítrann. Verð á 95 oktana bensíni hjá ESSO, OLÍS og Skeljungi lækkaði úr 76 krónum í 75 og verð á 98 oktana bensíni fór úr 80 krónum og 70 aurum í 79 krónur og 70 aura. Bensínorkan selur nú 95 oktana bensín á 70 krónur og 60 aura og 98 oktana bensín á 75 krónur og 30 aura. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð | ókeypis

Breytingar á fánalögum

Á FUNDI ríkisstjórnarinnar í gær kynnti forsætisráðherra tillögu að breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga. Markmið breytinganna er að rýmka reglur um vernd íslenska fánans þannig að heimilt sé að nota hann í vörumerki, á söluvarning eða í auglýsingum á vöru og þjónustu. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 229 orð | ókeypis

Bætur vegna ófullnægjandi læknismeðferðar

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að greiða konu 1.975.000 kr. með vöxtum frá 1993 í bætur vegna tjóns sem hún varð fyrir við að hljóta ekki fullnægjandi læknismeðferð á Heilsugæslustöð Suðurnesja árið 1987. Þá var Heilbrigðisstofnun Suðurnesja gert að greiða konunni 525.000 kr. í málskostnað. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð | ókeypis

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Fyrst verða eftirfarandi fyrirspurnir til ráðherra: 1. Til menntamálaráðherra: Umfjöllun um skólastarf. 2. Til samgönguráðherra: Aðstaða landsmanna til að nýta sér ljósleiðarann. 3. Til félagsmálaráðherra: Sjúkrasjóðir verkalýðsfélaga. 4. Til félagsmálaráðherra: Frestun á yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 246 orð | ókeypis

Drífa hættir

DRÍFA Sigfúsdóttir, formaður Neytendasamtakanna, lét bóka á framkvæmdastjórnarfundi í gær að hún myndi ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku í samtökunum. Jón Magnússon, varaformaður samtakanna, ætlar að bjóða sig fram, en tekur fram að ef frambærilegum maður sem almenn sátt er um býður sig fram muni hann ekki standa í vegi fyrir kjöri hans. Meira
4. mars 1998 | Erlendar fréttir | 838 orð | ókeypis

Eftirmáli fjöldamorðanna í Chenalhó

RÚMIR tveir mánuðir eru liðnir síðan framin voru fjöldamorð á indíánum í héraðinu Chenalhó, í fylkinu Chiapas í Mexíkó. Indíánarnir voru við bæn í lítilli timburkirkju í þorpinu Acteal þegar hópur manna, vopnaður öflugum skotvopnum og sveðjum, kom og myrti 45 manns, meirihluti þeirra konur og börn. Ástæðan fyrir morðunum er talin vera sú að indíánarnir voru hallir undir zapatista-skæruliða. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 500 orð | ókeypis

Einingaverð fyrir læknisverk hækkar um 10%

SAMNINGANEFNDIR sérfræðilækna og Tryggingastofnunar undirrituðu átta samninga fyrir hóp lækna í ýmsum sérgreinum síðdegis í gær. Enn er þó ósamið við mikinn meirihluta sérfræðilækna, þ.ám. flesta þá sérfræðinga sem sögðu upp samningum sínum við Tryggingastofnun og starfa utan tryggingakerfisins. Guðmundur I. Meira
4. mars 1998 | Landsbyggðin | 92 orð | ókeypis

Fjórðungssjúkrahúsið fær peningagjöf

Neskaupstað-Nýlega afhenti Reynir Zo¨ega, stjórnarformaður Sparisjóðs Norðfjarðar, Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 650 þúsund krónur að gjöf frá sparisjóðnum. Kristinn Ívarsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins, Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð | ókeypis

Fjöldi umsókna

FJÖLDI hugmynda að verkefnum og atburðum í tilefni hátíðahalda í Vesturheimi árið 2000 hefur borist landafundanefnd Hlutverk hennar er að gera tillögu um hvernig fagna skuli landafundum Leifs Eiríkssonar í Vesturheimi. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð | ókeypis

Flaug 350 mílur á einum hreyfli

TVEGGJA hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 421 missti afl á öðrum hreyfli fyrir hádegi í gær, um 350 mílur frá Reykjavík, og flaug á einum hreyfli þangað til hún lenti á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 11.30. Nokkur viðbúnaður var vegna þessa á Reykjavíkurflugvelli. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð | ókeypis

Fundur Félags áhugafólks um Downs-heilkenni

OPIÐ hús verður á vegum Félags áhugafólks um Downs-heilkenni í kvöld, miðvikudaginn 4. mars, kl. 20.30 í húsnæði Þroskahjálpar, Suðurlandsbraut 22. Guðni Kjartansson sérkennari heldur erindi og svarar fyrirspurnum. Erindið nefnir hann "Grunnskólinn og börn með sérþarfir". Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 356 orð | ókeypis

Fyrirséð að slíkt mál gæti komið upp hér á landi

ÞORVARÐUR Gunnarsson, formaður Félags löggiltra endurskoðenda, segir að það hafi verið séð fyrir að skaðabótamál á hendur endurskoðendum gætu komið upp hér á landi, en málshöfðanir af þessu tagi hafi færst í vöxt erlendis síðastliðin ár. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hefur Nathan & Olsen hf. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð | ókeypis

Fyrirtækjamót Hellis

FJÓRÐI undanrásariðill í Fyrirtækjamóti Hellis 1998 verður haldinn miðvikudaginn 4. mars klukkan 20. Öllum er heimil þátttaka í keppninni, einnig þeim sem hafa ekki tekið þátt í fyrri undanrásariðlum. Þátttaka er ókeypis. Veitt verða verðlaun fyrir besta samanlagða árangur í þremur mótum, þ.e. undanrásunum og úrslitakeppninni. Aðalverðlaun: 1. sæti 15.000, 2. sæti 10.000, 3. sæti 5.000. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 299 orð | ókeypis

Föst laun hækka en verktakagreiðslur lækka

KJARANEFND hefur úrskurðað um laun heilsugæslulækna og leiðir það til þess að föst laun hækka verulega en greiðslur frá Tryggingastofnun fyrir læknisverk lækka. Heilsugæslulæknar leggja áherslu á að heilbrigðisráðherra standi við samkomulag sem hann gerði við heilsugæslulækna um mitt ár 1996 um valfrjálst stýrikerfi og uppbyggingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira
4. mars 1998 | Erlendar fréttir | 437 orð | ókeypis

Gates vill ekki láta kveða sig í kútinn

Fyrir yfirheyrsluna sagði Gates í viðtali við The Washington Postað fengi dómsmálaráðuneytið vilja sínum framgengt og Microsoft yrði bannað að þróa Windows-hugbúnað sinn frekar væri verið að setja fyrirtækið í Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð | ókeypis

Gengið á ís úr miðborginni

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni frá Hafnarhúsinu kl. 20 upp Grófina og Aðalstræti og síðan eftir ísilagðri Tjörninni, um Vatnsmýrina, Skildinganesmela og Seljamýri suður í Nauthólsvík. Áfram með ísilagðri strönd Skerjafjarðar að Sundskálavík. Þaðan um Háskólahverfið til baka niður að Hafnarhúsi. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 304 orð | ókeypis

Gerir tilboð í nær 200 veitingastaði

ARTHUR Treacher's Inc. í Bandaríkjunum, veitingahúsakeðja sem Íslendingar eiga meirihluta í, hefur gert tilboð um kaup á Miami Subs Corp. sem rekur 192 skyndibitastaði. Fyrir á Arthur Treacher's yfir 200 veitingastaði og verða þeir því um 400 talsins með kaupum á Miami Subs. Arthur Treacher's er ein af stærri sjávarréttaskyndibitakeðjum Bandaríkjanna. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 436 orð | ókeypis

Gildistöku frestað til 1. október næstkomandi

MEIRIHLUTI áfrýjunarnefndar samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun samkeppnisráðs frá 12. janúar síðastliðnum um viðskiptahætti í greiðslukortastarfsemi þar sem greiðslukortafyrirtækjum var gert að nema úr gildi skilmála í samstarfssamningum við greiðsluviðtakendur um að þeim sé óheimilt að hækka verð til þeirra sem greiða með greiðslukorti. Meira
4. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 119 orð | ókeypis

Grunur um hestaveiki

ÁRMANN Gunnarsson héraðsdýralæknir segir eitt tilfelli hafa komið upp í Eyjafirði á síðustu dögum þar sem hross hefur veikst, en enn sé óljóst hvort um sé að ræða hestaveikina sem lagst hefur þungt á hross á suðvesturhorni landsins. Meira
4. mars 1998 | Erlendar fréttir | 319 orð | ókeypis

Hætt við forsetakjör STJÓRN Slóvakíu kvaðst í gæ

STJÓRN Slóvakíu kvaðst í gær hafa hætt við þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Atlantshafsbandalaginu og forsetakjör, auk þess sem 28 sendiherrar voru kallaðir heim og hópur fanga náðaður. Sagði talsmaður Vladimirs Meciars, forsætisráðherra, að Meciar myndi taka við hluta valdssviðs Michals Kovacs forseta, sem lét af völdum á mánudag án þess að eftirmaður hans hefði verið kjörinn. Meira
4. mars 1998 | Erlendar fréttir | 137 orð | ókeypis

Höfðað til kjósenda Kohls

GERHARD Schröder hyggst koma Helmut Kohl kanzlara Þýzkalands úr embætti með kosningastefnuskrá sem er blanda úr hefðbundnum stefnumiðum íhaldsmanna og vinstrimarkmiðum. Forystumenn flokksins, sem útnefndu Schröder kanzlaraefni flokksins í fyrradag, staðfestu í gær fregnir af drögum að kosningastefnuskrá, Meira
4. mars 1998 | Landsbyggðin | 431 orð | ókeypis

Ís blandað saman við hráefnið

Seyðisfirði-Ný ísverksmiðja er tekin til starfa á Seyðisfirði. Verksmiðjan er á athafnasvæði SR- mjöls hf. og í eigu þess. Vélbúnaður er efst í húsinu en ísgeymsla undir. Á fullum afköstum er hægt að framleiða 60 tonn af ís á sólarhring og mögulegt að auka afköstin í 90 tonn á sólarhring. Í ísgeymslu er pláss fyrir 240 tonn af ís í tveimur hólfum. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð | ókeypis

Íslenskur hugbúnaður nýtist heyrnarlausum í Noregi

SAMSKIPTAMIÐSTÖÐ heyrnarlausra og heyrnarskertra hefur selt Nasjonalt læremiddelcenter eða Námsgagnastofnun Noregs, leyfi til að nota íslenskan hugbúnað til námsefnisgerðar og tungumálakennslu á táknamáli. Annars vegar er um að ræða forritið Smið, sem er höfundakerfi, til þess gert að semja námsefni á táknmáli. Hins vegar er spilari sem er nemendakerfi til þess að nota eða spila námsefnið. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð | ókeypis

Jóhann hættir

JÓHANN Bergþórsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Að sögn Jóhanns hafa fylgismenn hans eigi að síður ákveðið að efna til sérframboðs, sem unnið yrði að á næstu vikum. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð | ókeypis

Jökulsá ógnar þjóðveginum

MIKIL klakastífla hefur myndast skammt neðan við brúna á Jökulsá á Fjöllum, við Grímsstaði. Ef áin nær sér ekki fram fljótlega er hætta á að hún renni yfir þjóðveginn vestan við brúna og gæti þá vegurinn lokast. Við aðstæður undanfarinna daga, mikið frost og skafrenning, verður mikil krapamyndun í ánni sem stundum nær að hlaðast upp og stífla ána á þessum stað. Meira
4. mars 1998 | Erlendar fréttir | 495 orð | ókeypis

Krefja Suharto nánari skýringa

MEGAWATI Sukarnoputri, stjórnarandstæðingur í Indónesíu, krafðist þess í gær að Suharto forseti gæfi ítarlegri skýringar á efnahagsvanda landsins. Suharto sagði á sunnudag að hann hygðist koma á þeim endurbótum sem samið hefði verið um við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) að gerðar yrðu gegn því að sjóðurinn legði fram ríflega 40 milljarða dollara í efnahagsaðstoð. Meira
4. mars 1998 | Erlendar fréttir | 212 orð | ókeypis

Kurteisisátak Giulianis

RUDOLPH Giuliani, borgarstjóri í New York, stendur nú fyrir kurteisisátaki í borginni til þess að dragaúr hraðakstri, hávaðaog almennri ókurteisi.Hann neitaði því skilyrðislaust á mánudagað einkabifreið hanshefði verið ekið ofhratt. Meira
4. mars 1998 | Landsbyggðin | 182 orð | ókeypis

Lagarfljótsormurinn verður til

Egilsstaðir-Stofnað hefur verið hlutafélagið Lagarfljótsormurinn á Egilsstöðum. Félaginu er ætlað að undirbúa og kanna mögulegan rekstrargrundvöll bátasiglinga á Lagarfljóti. Um 30 manns mættu á fundinn og stofnfélagar voru 21 einstaklingur. Hlutafé nýja félagsins er kr. 600.000,-. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 607 orð | ókeypis

Leyst úr deilu um aðild áhugamannasamtaka

EINNI helstu fyrirstöðu samstarfs innan Norðurskautsráðsins var rutt úr vegi á embættismannafundi, sem haldinn var í Ottawa í Kanada í upphafi febrúar. "Með samkomulaginu hafa orðið viss þáttaskil og brautin virðist vera greiðari til þess að Norðurskautsráðið geti hafið öflugt starf," sagði Ólafur Egilsson sendiherra í samtali við Morgunblaðið. Á embættismannafundinum í Ottawa 4. og 5. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð | ókeypis

Lýst eftir stolnum hljómtækjum

SKÓLASTJÓRI Háteigsskóla hefur farið þess á leit við seljendur hljómflutningstækja að líta eftir "grunsamlegum mönnum sem vilja kaupa hljóðdós og lóð á plötuspilara" af þeirri gerð sem stolið var úr skólanum á aðfaranótt sunnudags ásamt öðrum hljómtækjum. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 288 orð | ókeypis

"Markaðurinn mjög virkur"

FORSVARSMENN Myllunnar segja fréttir af því að Hagkaup og Bónus hyggist kaupa brauðverksmiðju vera sönnun þess að þessi markaður sé mjög virkur hér á landi. Kolbeinn Kristinsson, framkvæmdastjóri Myllunnar, segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafa komið þessari skoðun á framfæri við Samkeppnistofnun áður en það dæmdi kaup Myllunnar á Samsölubrauðum ólögmæt. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð | ókeypis

Megas og Súkkat á Fógetanum

TÓNLISTARMAÐURINN Megas, dúettinn Súkkat og hljómsveitin Puntstráin halda söngskemmtun á Fógetanum í kvöld, miðvikudaginn 4. mars, kl. 22. Dagskráin er í fjórum hlutum þar sem listamennirnir leika bæði sundur og saman, lög eftir sig sjálfa og aðra. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 207 orð | ókeypis

Minningarteppi um þá sem látist hafa úr alnæmi

VÍÐA um heim hafa minningarteppi verið gerð af eftirlifandi aðstandendum og er tilgangurinn annars vegar að minna á alnæmi og hins vegar að heiðra minningu þeirra sem látist hafa úr sjúkdómnum. Ákveðið hefur verið að bjóða einnig eftirlifandi aðstandendum hér á Íslandi að taka þátt í gerð slíkra teppa. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 768 orð | ókeypis

Misræmis gætir við skattlagningu eftirlauna

SAMTÖK eldri sjálfstæðismanna voru stofnuð í nóvember síðastliðinn. Stjórn samtakanna hefur að undanförnu skoðað skattlagningarmál eldri borgara svo og aðbúnað eldra fólks hvað varðar heilbrigðis- og félagsmál. Salóme Þorkelsdóttir er varaformaður samtakanna. Meira
4. mars 1998 | Miðopna | 332 orð | ókeypis

Mögulegt að ljúka framkvæmdum árið 2004

"AÐAL markmið okkar verður að koma af stað umræðu um lagningu Sundabrautar og að reyna að flýta þessu verkefni," segir Þórir Kjartansson, verkfræðingur og einn af talsmönnum áhugahóps um lagningu Sundabrautar, sem stofnað verður innan skamms. Um 100 manns mættu á fund áhugahópsins í gær, þ.ám. voru sérfræðingar af fjármálamarkaði, verkfræðingar o.fl. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð | ókeypis

Nafn mannsins sem lést

MAÐURINN sem lést þegar hann féll útbyrðis af Júpíter ÞH á mánudag hét Helgi Birgir Ástmundsson. Helgi fæddist 12. apríl 1969 og hefði því orðið 29 ára á þessu ári. Hann var til heimilis að Suðurgötu í Keflavík. Helgi var ógiftur og barnlaus. Meira
4. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 156 orð | ókeypis

Níels Einarsson skipaður forstöðumaður

GUÐMUNDUR Bjarnason, umhverfisráðherra hefur skipað Níels Einarsson forstöðumann Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, sem hefur aðsetur á Akureyri. Stjórn stofnunarinnar mælti einróma með Níelsi í stöðuna en sex umsækjendur voru um hana. Níels Einarsson er fæddur árið 1962 og lauk fil.lic. prófi í mannfræði frá Uppsalaháskóla árið 1993. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð | ókeypis

Ný lög um hollustuhætti og mengunarvarnir

FRUMVARP til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Er í frumvarpinu að finna heildstæðar reglur um hollustuhætti og mengungarvarnir og er því ætlað að koma í stað núgildandi laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, nr. 81/1988. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 99 orð | ókeypis

Opin samkeppni um hönnun

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að heimila undirbúning að hönnun 50 metra yfirbyggðrar sundlaugar í Laugardal. Áætlaður kostnaður við undirbúninginn er 3,7 milljónir og er gert ráð fyrir að dómnefnd ljúki störfum um miðjan september n.k. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 205 orð | ókeypis

Ráða 10-12 flugfreyjur

ÍSLANDSFLUG hefur auglýst eftir öryggisvörðum og flugfreyjum eða flugþjónum til starfa um borð í ATR- vélum félagsins og Boeing 737-þotunni sem notuð er nú í fraktflugi en verður frá miðjum næsta mánuði jöfnum höndum í frakt- og farþegaflugi. Annast félagið leiguflug fyrir Samvinnuferðir-Landsýn og enskar ferðaskrifstofur. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð | ókeypis

Rúmar 23,7 millj. í styrki

BORGARRÁÐ hefur staðfest tillögu Íþrótta- og tómstundaráðs um styrkveitingar til íþrótta- og æskulýðsfélaga í Reykjavík. Úthlutað er samtals kr. 23.570.000. Ellefu hæstu styrkina fá Skátasamband Reykjavíkur, 4,5 millj., KFUM og K, 4 millj., Afreks- og styrktarsjóður Reykjavíkur 2,7 millj., Taflfélag Reykjavíkur, 2 millj., Taflfélagið Hellir, kr. 1.750. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð | ókeypis

Rúmlega 206,2 milljóna tilboði tekið

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka 206.226.607 króna tilboði næstlægstbjóðanda, Framkvæmdar ehf., í byggingu þriðja áfanga Rimaskóla. Tilboðið er 87,27% af kostnaðaráætlun, sem er 236.313.000 krónur. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 665 orð | ókeypis

Rökrétt framhald að flytja Keiko til Íslands

FULLTRÚAR Frelsið Willy Keiko-stofnunarinnar lögðu í gærmorgun fram formlega umsókn um að flytja háhyrninginn Keiko í sjávarkví á Austfjörðum. Þeir sögðu eftir fund með íslenskum ráðamönnum að erindi þeirra hefði verið vel tekið. Lanny Cornell, yfirdýralæknir Keikos, sagði að það væri rökrétt framhald að flytja hvalinn til Íslands. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 495 orð | ókeypis

Samið um tölvunám fyrir framhaldsskólakennara

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, Hið íslenska kennarafélag, Kennarasamband Íslands, Rafiðnaðarskólinn og Viðskipta- og tölvuskólinn hafa gert með sér samning um tölvunám fyrir framhaldsskólakennara, sem ætlað er að tryggja þeim er námið sækja undirstöðuþekkingu á sviði tölvu- og upplýsingatækni. Rafiðnaðarskólinn mun annast kennsluna og verður 36 kennurum boðið að taka þátt í náminu. Meira
4. mars 1998 | Landsbyggðin | -1 orð | ókeypis

Samstarf um forvarnir

SELFOSSBÆR hefur gengið til samstarfs við SÁÁ og heilbrigðisráðuneytið um víðtækar forvarnir í sveitarfélaginu. Af því tilefni fór fram námstefna í Gesthúsum og Hótel Selfossi þar sem undirritaður var samningur á milli Selfossbæjar, heilbrigðisráðuneytisins og SÁÁ. Meira
4. mars 1998 | Erlendar fréttir | 288 orð | ókeypis

Schröder ógnar ekki EMU-áformum

EFNAHAGS- og myntbandalag Evrópu, EMU, mun verða að veruleika á tilsettum tíma óháð því hver vinnur kosningar til þýzka Sambandsþingsins í haust. Þetta staðfesti Rudolf Scharping, formaður þingflokks þýzka Jafnaðarmannaflokksins, SPD, í gær. Meira
4. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 161 orð | ókeypis

Siðferðisleg skylda að bjóða verkið út

ODDUR Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, sagði á fundi bæjarstjórnar síðdegis í gær það vera siðferðislega skyldu Akureyrarbæjar að bjóða út verkefni við byggingu sextán íbúða fyrir húsnæðisnefnd bæjarins. Bæjarráð hafði heimilað að samið yrði við byggingarfélagið Hyrnu ehf. Meira
4. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 108 orð | ókeypis

Sigurður ráðinn útibússtjóri

SIGURÐUR Sigurgeirsson, sem verið hefur forstöðumaður Landsbréfa á Norðurlandi, var í gær ráðinn útibússtjóri Landsbankans á Akureyri og svæðisstjóri á Norðurlandi. Sigurður tók við stöðunni strax í gær og var breytingin tilkynnt á starfsmannafundi Landsbankans. Hann er ráðinn tímabundið í stöðuna, sem verður auglýst laus til umsóknar síðar. Meira
4. mars 1998 | Erlendar fréttir | 247 orð | ókeypis

Sjálfstæðissinnum spáð þingsætum

FLOKKUM sem hafa sjálfstæði Færeyja á stefnuskránni, er spáð þeim tveimur þingsætum sem ætluð eru Færeyingum á danska þinginu en gengið verður til kosninga 11. mars. Samkvæmt skoðanakönnum sem birt var í færeyska útvarpinu á mánudag hlýtur Fólkaflokkurinn 25,8% atkvæða og heldur sæti sínu, en Þjóðveldisflokkurinn nýtur stuðnings 24,8% kjósenda og hlýtur hitt þingsætið. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 1152 orð | ókeypis

Skiptar skoðanir eru um úrskurð kjaranefndar

SKIPTAR skoðanir eru meðal heilsugæslulækna um úrskurð kjaranefndar um laun heilsugæslulækna. Katrín Fjeldsted, formaður Félags heimilislækna, segist ekki vera sannfærð um að úrskurðurinn tryggi að heilsugæslan verði samkeppnisfær um vinnuafl. Meira
4. mars 1998 | Erlendar fréttir | 341 orð | ókeypis

Starr vill fá dagbækur og minnisblöð Carters

KENNETH Starr, sérskipaður saksóknari, hefur farið þess á leit við alríkisdómara, að hann fái sérstaka heimild til að komast yfir minnisblöð, dagbækur og skjalasafn Francis D. Carters, fyrrverandi lögmanns Monicu Lewinsky, vegna rannsóknar sinnar á meintu ástarsambandi hennar og Bills Clintons Bandaríkjaforseta. Kemur þetta fram í Los Angeles Times í dag. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 117 orð | ókeypis

Tilboðum var hafnað

FYRIRTÆKI sem bauð út 5% hlutafjár í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sl. mánudag ákvað að hafna öllum tilboðum sem bárust í bréfin, en samkvæmt upplýsingum frá verðbréfadeild Búnaðarbankans, sem annaðist útboðið, voru þau nokkur. Samkvæmt útboðslýsingu átti að skila tilboðum í bréfin ekki seinna en á hádegi í gær, en klukkan 14. Meira
4. mars 1998 | Miðopna | 1233 orð | ókeypis

TILLÖGU AÐ VÆNTA UM MITT ÞETTA ÁR

FJÁRMÖGNUN Sundabrautar gæti verið spennandi kostur fyrir innlenda fjárfesta, að því er fram kom í máli Erlendar Magnússonar, framkvæmdastjóra fyrirtækjaþjónustu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, á fundi sem borgarstjóri efndi til í gær. Meira
4. mars 1998 | Miðopna | 797 orð | ókeypis

Tónskáldið Ravel í hvíldarferð til Íslands 1905

FRANSKA tónskáldið Maurice Ravel (1875-1937) lagði leið sína til Íslands í september árið 1905. Til er bréf sem hann sendir frá Þingvöllum 2. september þetta ár til vinkonu sinnar Idu Godebsku en það er birt í bók Arbies Orenstein, A Ravel Readersem kom út hjá Columbia University Press árið 1990. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 199 orð | ókeypis

Tónskáldið Ravel sótti Ísland heim

HIÐ heimskunna franska tónskáld Maurice Ravel kom til Íslands árið 1905 en til er bréf sem hann sendi fráÞingvöllum 2.september þaðár. Bréfið er birtí bók Arbies Orenstein, A RavelReader. Bréfið erstutt en þar segistRavel hafa fariðí stutta ferð tilÍslands og hannmuni fljótlegafara aftur til Frakklands. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 683 orð | ókeypis

Um níutíu nemendur brautskráðir

TÆPLEGA níutíu nemendur brautskráðust úr viðbótarnámi hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands við athöfn í hátíðarsal háskólans laugardaginn 21. febrúar sl. Nemendurnir útskrifuðust af þremur brautum. Tuttugu og níu luku rekstrar- og viðskiptagreinanámi stofnunarinnar, en alls hafa um fjögurhundruð manns lokið því námi frá því það hófst árið 1990. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 1773 orð | ókeypis

"Urðunin var klárt lögbrot"

Eldur, sem brunnið hefur í sorpgryfju við Straumsvík í viku, loks slokknaður "Urðunin var klárt lögbrot" Starfsmönnum Gámaþjónustunnar tókst í gær að slökkva eld sem logað hefur um vikutíma í gryfju með úrgangi í Straumsvík. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð | ókeypis

Útsöluáfengi fljótt að klárast

ÁFENGIÐ, sem sett var á rýmingarsölu í verslunum ÁTVR í gærmorgun, var fljótt að fara og var það svo til uppselt þegar um hádegi í vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Bjarna Þorsteinssonar, forstöðumanns vínbúða hjá ÁTVR. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð | ókeypis

Vala komin heim

VALA Flosadóttir, bronsverðlaunahafi í stangarstökki kvenna á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fór í Valencia um liðna helgi, kom til landsins á ellefta tímanum í gærkvöldi ásamt öðru keppendum Íslands á mótinu, Jóni Arnari Magnússyni og Þóreyju Eddu Elísdóttur. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð | ókeypis

Vala komin heim

VALA Flosadóttir, bronsverðlaunahafi í stangarstökki kvenna á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fór í Valencia um liðna helgi, kom til landsins á ellefta tímanum í gærkvöldi ásamt öðrum keppendum Íslands á mótinu, Jóni Arnari Magnússyni og Þóreyju Eddu Elísdóttur. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 375 orð | ókeypis

Vandinn djúpstæðari en almennt er viðurkennt

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heimsóttu í gær samtök og stofnanir sem annast meðferð og fást við forvarnir í baráttu við fíkniefnavandann og munu þau halda áfram slíkum heimsóknum í dag. Forsetinn sagði í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær að heimsóknirnar hefðu verið mjög fróðlegar. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð | ókeypis

Vatnsrör sprakk í Höfða

VATNSRÖR sprakk í risi Höfða í gær og lak heitt vatn niður í borðstofuna. Að sögn Hildar Kjartansdóttur móttökustjóra borgarinnar, hafði vatnið ekki legið lengi á gólfunum þegar vart varð við lekann og er ekki talið að skaðinn sé mikill. Brugðist var skjótt við og vatninu dælt út en síðan tekur við rakatæming með sérstökum tækjum. Ljóst er að mála þarf einhverja veggi þegar því er lokið. Meira
4. mars 1998 | Erlendar fréttir | 148 orð | ókeypis

Vesturlönd styðji Khatami

LAMBERTO Dini, utanríkisráðherra Ítalíu, vill að Vesturlönd sýni nýjum forseta Írans, Mohammad Khatami, meiri stuðning í varfærinni viðleitni sinni til að framkvæma umbætur í frjálslyndisátt í írönsku þjóðfélagi. Meira
4. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 436 orð | ókeypis

Yfirbygging skautasvells á undan knattspyrnuhúsi

TILLÖGU fjögurra fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar um að hafin verði bygging tveggja stórra íþróttamannvirkja, knattspyrnuhúss og skautahallar, sem stefnt var að að yrðu tilbúin síðar á þessu ári var eftir líflegar umræður á fundi bæjarstjórnar í gær vísað til frekari skoðunar í bæjarráði. Meirihluti bæjarstjórnar var ekki samstiga varðandi þetta mál. Þórarinn E. Meira
4. mars 1998 | Innlendar fréttir | 243 orð | ókeypis

Þingmenn gagnrýndir

FRIÐRIK Hansen Guðmundsson, formaður íbúasamtakanna í Grafarvogi, var harðorður í garð þingmanna á fundi samtakanna í Fjörgyn í gærkvöldi. Sagði hann að þingmenn Reykjavíkur ættu að sinna málefnum Reykvíkinga og minnti á að 14 þús. manns byggju í Grafarvogi og færi fjölgandi. Ástandið í hverfinu væri óásættanlegt, bæði hvað varðaði þjónustustig og samgöngur. Meira

Ritstjórnargreinar

4. mars 1998 | Staksteinar | 354 orð | ókeypis

»139 heiðursdoktorar við HÍ FRÁ ÁRINU 1918 hefur 139 einstaklingum verið veitt

FRÁ ÁRINU 1918 hefur 139 einstaklingum verið veitt heiðursdoktorsnafnbót frá Háskóla Íslands. Tveir einstaklingar hafa tvívegis fengið doktorsnafnbót í heiðursskyni frá Háskólanum, Ólafur Lárusson og Jóhannes Nordal. Frá þessu er skýrt í nýasta fréttabréfi HÍ. Meira
4. mars 1998 | Leiðarar | 584 orð | ókeypis

VERNDUN ÞINGVALLA

leiðari VERNDUN ÞINGVALLA AGAFRUMVARP er í undirbúningi um sexföldun á friðhelgu landi þjóðgarðsins á Þingvöllum og stækkar það úr 40 í 237 ferkílómetra. Þá verða 1.193 ferkílómetrar lýstir sem verndarsvæði, en tilgangurinn með því er að vernda vatnasvið Þingvallavatns allt norður til Langjökuls. Meira

Menning

4. mars 1998 | Menningarlíf | 735 orð | ókeypis

197 fá listamannalaun

ÚTHLUTUNARNEFNDIR listamannalauna hafa lokið störfum. Alls bárust 635 umsóknir um starfslaun listamanna og fengu 197 listamenn úthlutun, en starfslaunin eru 127.830 krónur á mánuði. Árið 1997 barst 601 umsókn. Listasjóður Meira
4. mars 1998 | Menningarlíf | 1294 orð | ókeypis

Á galeiðunni

HANN hefur ræst þessa líka risadjöfuls bláæð sem einsog ætlar af stað og út úr handleggnum. Hann stingur nálinni í gegnum húð og hold og dælir ögn ofurhægt en svo dregur hann blóð upp í sprautuna. Varirnar á henni titra og hún mænir bænandi á hann örstund. Meira
4. mars 1998 | Fólk í fréttum | 514 orð | ókeypis

Beitt kímni

Píka, hljómplata hljómsveitarinnar Á túr. Á túr skipuðu Elísabet Ólafsdóttir söngkona, Kristbjörg Kristjánsdóttir sellóleikari, Fríða Rós Valdimarsdóttir hljómborðsleikari og Birgir Örn Thoroddsen slagverkleikari. Þeim til aðstoðar voru Ólafía Erla Svansdóttir flautuleikari og Drífa Kristjánsdóttir sem syngur í einu lagi. Hljómsveitin semur saman öll lög en Elísabet semur texta. Smekkleysa sm/ehf. Meira
4. mars 1998 | Myndlist | 356 orð | ókeypis

Efnið talar

Opið alla daga kl. 14­18. Til 8. mars. Tvíburarnir Andreas og Michael Nitschke frá Hannover, sem sýna í forsal og gryfju Nýlistasafnsins eru um margt dæmigerðir fyrir þá strauma sem eru hvað fyrirferðarmestir í alþjóðlegri samtímalist. Það er léttur leikur með fundna hluti og smellnar samsetningar sem fanga augnablikið og hrífa áhorfendur vegna einfaldleikans. Meira
4. mars 1998 | Menningarlíf | 573 orð | ókeypis

Einkalíf til sölu

Robert Ferrigno: Dauðaþögn "Dead Silent". Berkley 1998. 307 síður. BANDARÍSKI metsöluhöfundurinn Robert Ferrigno hefur skrifað fjórar spennusögur eftir að hann lét af störfum sem atvinnumaður í póker (allt er nú til) og háskólaprófessor. Bækur hans hafa notið talsverðra vinsælda og fengið lofsamlegar umsagnir. Meira
4. mars 1998 | Fólk í fréttum | 77 orð | ókeypis

Heche og DeGeneres saman í Ellen ELLEN DeGene

ELLEN DeGeneres kynnir unnustu sína Anne Heche fyrir áhorfendum að upptökum þáttanna Ellen, en Heche var gestaleikari í þætti sem sjónvarpað verður um Bandaríkin 4. mars næstkomandi. Þær svöruðu spurningum frá áhorfendum áður en tökur hófust. Í þættinum lendir kærasta Ellen, Laurie, í bílslysi og er flutt á sjúkrahús. Meira
4. mars 1998 | Kvikmyndir | 434 orð | ókeypis

Hliðarspor auglýsingamannsins

Leikstjórn og handrit: Mike Figgis. Aðalhlutverk: Wesley Snipes, Natassja Kinski, Kyle MacLachlan, Robert Downey jr., Ming-Na-Wen. New Line Cinema. 1997. Í MYNDINNI Skyndikynni eða "One Night Stand", sem Mike Figgis gerir, leikur Wesley Snipes auglýsingamann, er gerir kröfur til sjálfs síns, eins og það mundi vera kallað. Meira
4. mars 1998 | Leiklist | 335 orð | ókeypis

Hver er hræddur við hatt?

eftir sögu Antonie de Saint-ExupAry. Leikstjóri: Vala Þórsdóttir. Leikendur: Hildigunnur Birgisdóttir, Sara Bjarney Jónsdóttir, Elín Heiða Hjartardóttir, Unnur Karen Guðmundsdóttir, Nanna Björk Rúnarsdóttir, Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, Elín Sigríður Birgisdóttir, Jens Ívar Albertsson, Ólafur Helgi Ólafsson, Kolbrún Agnes Guðlaugsdóttir, Erna Lóa Guðmundsdóttir, Sonja Gísladóttir, Meira
4. mars 1998 | Fólk í fréttum | 1678 orð | ókeypis

Hæg, myrk og furðuleg mynd úr hugskoti Altmans

Á TÓLFTA og síðasta degi Kvikmyndahátíðarinnar í Berlín tilkynnti formaður dómnefndarinnar, Ben Kingsley hvaða mynd hlyti gullbjörninn árið 1998 og var Central do Brasil í leikstjórn Walters Salles hlutskörpust. Þetta er í fyrsta skipti sem mynd frá S-Ameríku hlýtur þessi verðlaun. Silfurbirnina hlutu aðalleikkona myndarinnar, Fernanda Montenegro (besta leikkonan), Samuel L. Meira
4. mars 1998 | Menningarlíf | 363 orð | ókeypis

Innra rými

Í NÝLISTASAFNINU stendur yfir sýning á ljósmyndaverkum Benedikts G. Kristþórssonar myndlistarmanns. Innra rými manneskjunnar er kallað fram í ljósmyndum af heimili sjálflærðs byggingarmeistara. Innviði heimilisins hefur listamaðurinn skrásett mjög nákvæmlega og telur safnið hans um 3.000 ljósmyndir. Meira
4. mars 1998 | Fólk í fréttum | 251 orð | ókeypis

Ítalskir tískustraumar

ÞESSA dagana stendur yfir tískuvika í Mílanó á Ítalíu þar sem um 100 sýningar á haust- og vetrartískunni 1998 fara fram. Línan ku vera einföld og fáguð, pilsfaldurinn hefur lengst og loðfeldir eru komnir aftur. Samkvæmt ítölskum tískuhúsum verður grár aðallitur haustsins og eru hinir ýmsu tónar notaðir. Meira
4. mars 1998 | Fólk í fréttum | 136 orð | ókeypis

Leikarinn J.T. Walsh látinn

BANDARÍSKI leikarinn J.T. Walsh lést síðasta föstudag aðeins 54 ára gamall. Walsh, sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í myndunum "A Few Good Men" og "Sling Blade", veiktist þegar hann var staddur á hóteli í La Mesa í Kaliforníu og lést að því er virðist úr hjartaslagi. "Hann var bara í fríi," sagði kynningarfulltrúi leikarans. Meira
4. mars 1998 | Menningarlíf | 129 orð | ókeypis

Nýjar bækurEINKALEYFARÉTTUR e

EINKALEYFARÉTTUR er eftir Jón L. Arnalds hæstaréttarlögmanns og Þorgeir Örlygsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Í bókinni er fjallað um einkaleyfi, þ.e. þau réttindi sem veitt eru til hagnýtingar uppfinninga í atvinnuskyni, hvernig öðlast megi slík réttindi og tryggja þau, og þá vernd sem einkaleyfarétturinn nýtur. Meira
4. mars 1998 | Menningarlíf | 239 orð | ókeypis

Nýjar geislaplöturDÝRÐ Krists ­ sjö

DÝRÐ Krists ­ sjö hugleiðingar úr guðspjöllunum er eftir Jónas Tómasson tónskáld á Ísafirði í flutningi Harðar Áskelssonar, organista Hallgrímskirkju. Hann leikur á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Meira
4. mars 1998 | Menningarlíf | 83 orð | ókeypis

Ólafur Már sýnir í Gullsmiðju Hansínu Jens

NÚ stendur yfir sýning Ólafs Más Guðmundssonar í Gullsmiðju Hansínu Jens, Laugavegi 20B. Á sýningunni eru 17 ný verk unnin með akríllitum á pappír. "Ólafur Már vinnur með uppstillt, ímyndað landslag sem stendur eitt sér eða með fólki í forgrunni. Fólk sem er á ferð og á stutta viðdvöl í myndverkinu," segir í fréttatilkynningu. Meira
4. mars 1998 | Fólk í fréttum | 85 orð | ókeypis

Sameining í Hafnarfirði

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Músík og Mótor sameinuðu fyrir skömmu starfsemi Hraunsins, sem var æfingahúsnæði fyrir hafnfirskar unglingahljómsveitir, og Mótorhússins undir einn hatt. Í boði voru veitingar af tilefninu auk þess sem hljómsveitin Stolía lék nokkur lög og hljómsveitin Hraunarar stóð fyrir spunaspili. Meira
4. mars 1998 | Fólk í fréttum | 121 orð | ókeypis

Skoðunarferð niður að Titanic

ÁHUGAMÖNNUM um Titanic stendur til boða að fara í skoðunarferð niður að skipinu "ósökkvandi", sem liggur á 3,2 kílómetra dýpi á botni Atlantshafs 480 kílómetra út af Nýfundnalandi. Í ágústbyrjun er hægt að fara í ferð með kafbáti, sem rúmar tvo farþega, niður að skipinu fyrir litlar tvær milljónir króna. Meira
4. mars 1998 | Menningarlíf | 339 orð | ókeypis

Stend með þessu fólki

"ÉG FÉKK vægt þunglyndiskast þegar ég byrjaði að búa mig undir þessa sýningu og hugsaði með mér: Hvers vegna í ósköpunum er ég að gera sjálfum mér þetta ­ að detta inn í enn einn eymdarkarakterinn," segir Ingvar Sigurðsson, sem fer með hlutverk Marks Rentons, eða Markúsar, eins og hann nefnist í þýðingu Megasar. Ingvar tók þó fljótt gleði sína á ný. Meira
4. mars 1998 | Fólk í fréttum | 325 orð | ókeypis

Systrauppgjör Herbergið hans Marvins (Marvin´s Room)

Framleiðandi: Scott Rubin/Tibeca. Leikstjóri: Jerry Zaks. Handritshöfundur: Scott McPherson eftir eigin leikriti. Kvikmyndataka: Piotr Sobocinski. Tónlist: Rachel Portman. Aðalhlutverk: Leonardo DiCaprio, Meryl Streep, Diane Keaton og Robert De Niro. 94 mín. Bandaríkin. Miramax/Skífan. Útgáfud: 11. febrúar. Myndin er öllum leyfð. Meira
4. mars 1998 | Fólk í fréttum | 396 orð | ókeypis

Titanic fyrst yfir þúsund milljónir dala

EFTIR að hafa slegið hvert metið á fætur öðru undanfarnar ellefu vikur þurfti ekki að koma neinum á óvart að Titanic var fyrsta myndin til þess að hala inn þúsund milljónir dala og þremur milljónum betur. Þar af hafa 427 milljónir komið í kassann í Bandaríkjunum þar sem hún trónaði elleftu vikuna í röð í efsta sæti. Meira
4. mars 1998 | Fólk í fréttum | 292 orð | ókeypis

Tommy Lee ekki á móti skilnaði

TOMMY Lee hefur gefið út þá yfirlýsingu að hann muni ekki standa í vegi fyrir skilnaði sem eiginkona hans, Pamela Anderson, hefur sótt um. Hann hefur verið látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu upp á 500 þúsund dollara, en hún kærði hann í síðustu viku fyrir að leggja hendur á sig og barn þeirra. Meira
4. mars 1998 | Tónlist | 274 orð | ókeypis

Tónafórn

Jónas Ingimundarson, píanó. Flutt voru verk eftir B. Galuppi: Sónata nr. 5 í C-dúr W.A. Mozart: Sónata í A-dúr KV 331 L.v. Beethoven: Sónata í cis-moll op. 27 nr. 2 Fr. Schubert: Sónata í B-dúr D 960. Sunnudagur 1. mars 1998. Meira
4. mars 1998 | Fólk í fréttum | 113 orð | ókeypis

Tónlistin úr Titanic líka vinsælust ÞAÐ ER leitun

ÞAÐ ER leitun að jafn vinsælum tónlistarmanni og Celine Dion um þessar mundir. Söngkonan er í efsta sæti bandaríska Billboard-listans með lagið "My Heart Will Go On" og breiðskífa hennar "Let's Talk About Love" er í öðru sæti á breiðskífulistanum. Í fyrsta sæti er breiðskífa með tónlistinni úr stórmyndinni Titanic, en Celine Dion á einmitt lag á þeirri plötu. Meira
4. mars 1998 | Menningarlíf | 100 orð | ókeypis

Umhverfis jörðina á 80 dögum hjá LK

HJÁ Leikfélagi Kópavogs standa yfir æfingar á leikritinu Umhverfis jörðina á 80 dögum í leikgerð Bengt Ahlfors eftir samnefndri sögu Jules Verne. Þýðinguna gerði Stefán Baldursson. Um 30 manns taka þátt í sýningunni og er áætlað að frumsýna í lok mars. Í sögunni segir frá breska heiðursmanninum Fileasi Fogg sem ákveður að fara umhverfis jörðina á 80 dögum vegna veðmáls. Meira
4. mars 1998 | Kvikmyndir | 446 orð | ókeypis

Velkomin til vítis

Leikstjóri Michael Winterbottom. Handritshöfundur Frank Cottrell Boyle, byggt á sögunniNatasha's Story, eftir Michael Nicholson. Kvikmyndatökustjóri Daf Hobson. Tónlist Adrian Johnston. Aðalleikarar Stephen Dillane, Woody Harrelson, Marisa Tomei, Emira Nesevic, Kerry Fox, Emily Lloyd. 101 mín. Bresk/bandarísk. Film Four/Miramax 1997. Meira
4. mars 1998 | Fólk í fréttum | 215 orð | ókeypis

Verðlaunaljósmyndir

VERÐLAUN í hinni árlegu blaðaljósmyndarakeppni World Press Photo voru kunngjörð á dögunum. Verðlaunamyndirnar voru valdar úr tugþúsundum ljósmynda sem frétta- og blaðaljósmyndarar allsstaðar úr heiminum sendu í samkeppnina. Sýning á verðlaunamyndunum verður opnuð í Kringlunni í haust. Fréttamynd ársins tók ljósmyndarinn Hocine. Meira
4. mars 1998 | Menningarlíf | 13 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Umræðan

4. mars 1998 | Aðsent efni | 372 orð | ókeypis

127% aukning á þjóðvegafé til Reykjavíkur

Í UMRÆÐU undanfarinna daga um samgöngumál í Reykjavík hafa talsmenn R-listans verið iðnir við að kenna öðrum um eigið forystuleysi í þessum málaflokki. Dæmi um þetta er grein eftir væntanlegan borgarfulltrúa í Reykjavík, Hrannar B. Arnarsson, í Morgunblaðinu þann 25. febrúar sl. undir heitinu "Halldór tefur ­ Ingibjörg bjargar". Meira
4. mars 1998 | Aðsent efni | 389 orð | ókeypis

127% aukning á þjóðvegafé til Reykjavíkur

Í UMRÆÐU undanfarinna daga um samgöngumál í Reykjavík hafa talsmenn R-listans verið iðnir við að kenna öðrum um eigið forystuleysi í þessum málaflokki. Dæmi um þetta er grein eftir væntanlegan borgarfulltrúa í Reykjavík, Hrannar B. Arnarsson, í Morgunblaðinu þann 25. febrúar sl. undir heitinu "Halldór tefur ­ Ingibjörg bjargar". Meira
4. mars 1998 | Aðsent efni | 906 orð | ókeypis

Á að banna Brecht?

"TIL HVERS er verið að flytja verk eftir Brecht í Ríkisútvarpi og í Þjóðleikhúsi árið 1998?" Svona spyr Arnór Hannibalsson í Morgunblaðinu 25ta febrúar. Honum hugkvæmast ekki nema tvö svör. Annað er að menningarstofnanir íslenzka ríkisins vilji með þessu móti vegsama stjórnarhætti og fjöldamorð Stalíns marskálks, enda hafi Brecht verið kommúnisti. Meira
4. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 556 orð | ókeypis

Bréf til Gunnars Jóni Kjartanssyni: Í 20 ÁRA sögu Leigjendasamt

Í 20 ÁRA sögu Leigjendasamtakanna hafa aldrei komið upp deilur innan þeirra og stundum hef ég brosað þegar upphlaup hafa orðið annars staðar og félagar rifist í fjölmiðlum. Hér hefur heldur ekki verið eftir miklu að slægjast öðru en útgjöldum og ánægju með árangur þegar lausnir fást á erfiðum málum. Meira
4. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 118 orð | ókeypis

Ferðabæklingar og flottar konur Frá Geir Ágústssyni: NÚ ER tími

NÚ ER tími sólarlandaferðasölu hafinn. Farmiðafyrirtækin keppast við að koma út bæklingum þar sem lág verð þeirra og frábær þjónusta fá ítarlega umfjöllun. Allir eru þeir fullir af verðtöflum og myndum af hótelum og sundlaugum. Eitt fyrirtæki ber þó af á hverju ári hvað varðar flotta bæklinga. Það eru Samvinnuferðir-Landsýn. Meira
4. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 446 orð | ókeypis

Gleymdur helgistaður ­ eða hvað? Frá Rúnari Kristjánssyni: Á ÞIN

Á ÞINGVÖLLUM er þjóðargrafreitur, ætlaður fyrir helstu skáld og listamenn Íslands. Þar mun hafa verið skipulagður garður sem er hringmyndaður flötur, þeim fleti er skipt í fjóra reiti með gangbraut, sem myndar grískan kross. Í hverjum reit geta verið 11 leiði. Í þann tíma sem þessi helgistaður var hannaður, var Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins. Meira
4. mars 1998 | Aðsent efni | 610 orð | ókeypis

Handstýrt byggðahrun

UNDANFARIN misseri hefur verið tekist fast á um auðlindaskatt. Meginrök helstu talsmanna auðlindaskattsins, s.s. forustumanna Alþýðuflokksins, hafa löngum verið þau að engir aðrir en útgerðarmenn myndu bera skattinn. Óhætt væri að leggja hinn nýja skatt á þar sem slík skattlagning hefði engin skaðvænleg áhrif á launþega, aðra atvinnustarfsemi eða hagkerfið í heild. Meira
4. mars 1998 | Aðsent efni | 917 orð | ókeypis

Hristur, ekki hrærður

Á ÍSLANDI er spurt 400 árum eftir frumsýningu í London. "Hvað finnst þér um Hamlet?" Spurning sem undirstrikar svo sjálfstæða menningarhugsun að Hamlet gæti átt á hættu að vera aflýst sem klassík ef sá gállinn væri á okkur. Kannski er líka fólgið í spurningunni eins konar heilbrigt meðvitundarleysi um samhengi hlutanna. Jafnvel Hamlet verður að færa sönnur á ágæti sitt. Meira
4. mars 1998 | Aðsent efni | 752 orð | ókeypis

MAI- samningurinn um fjárfestingar

FRÉTTIRNAR sem smátt og smátt hafa verið að leka út síðustu vikur og mánuði um drög að svonefndum MAI-samningi um fjárfestingar eru vægast sagt ískyggilegar. Með mikilli leynd hafa sl. 3 ár staðið yfir viðræður í skjóli OECD í París með vitund og aðild ríkisstjórna ríkustu landa heims sem ganga út á að koma á laggirnar nýjum fjölþjóðlegum samningi um fjárfestingar. Meira
4. mars 1998 | Aðsent efni | 884 orð | ókeypis

Mega dómarar eiga vini? Á Íslandi eru starfandi tvær frímúrarareglur, segir Njörður P. Njarðvík, sem eru að ýmsu leyti ólíkar.

ÞRJÁR þingkonur er mynda minnihluta allsherjarnefndar hafa lagt fram breytingatillögu við dómstólafrumvarp þess efnis að dómarar megi ekki vera í leynireglu. Um þetta er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur í Degi: "Við erum auðvitað í því efni sérstaklega að tala um frímúrararegluna." Þessi ummæli (og þá um leið breytingatillagan) eru reist á tvíþættri vanþekkingu. Meira
4. mars 1998 | Aðsent efni | 457 orð | ókeypis

Orð verða að standa

YFIRLÝSINGAR Reykjavíkurlistans um árangur í borgarmálum sl. tæp 4 ár hafa ekki farið fram hjá mér. Sumu verður maður bara að trúa, af því að maður þekkir það ekki sjálfur. Öðru þarf ekki bara að trúa ef hægt er að höfða til eigin reynslu. Reynsla mín í dagvistarmálum segir að þar séu langir biðlistar og að þar sé rekin undarleg hentistefna þ.e. hvaða börn séu tekin inn á leikskólana. Meira
4. mars 1998 | Aðsent efni | 486 orð | ókeypis

Sjálfstæðisflokkur í vörn

GREINAR mínar um Sjálfstæðisflokkinn í Mbl. 10.-12. febrúar sl. hafa farið fyrir brjóstið á flokkseigendum í Sjálfstæðisflokknum. Sannleikanum verður hver sárreiðastur. Sturla Böðvarsson, þingmaður Vestlendinga, skrifar til mín í Mbl. 26. febrúar sl. og er ósáttur við greiningu mínu. Meira
4. mars 1998 | Aðsent efni | 1434 orð | ókeypis

SÝNDARRÉTTARHÖLD YFIR BRECHT

ÞEGAR bókin Brecht and Company eftir John Fuegi kom út í Bandaríkjunum 1994 var hennar beðið með nokkurri eftirvæntingu af fræðimönnum. Tveir af virtustu Brechtfræðingum heims, Bretinn John Willett og Bandaríkjamaðurinn James K. Lyon, sem höfðu m.a. verið með Fuegi í ritstjórn Brecht- árbókarinnar um skeið, settust við að lesa doðrantinn. Meira

Minningargreinar

4. mars 1998 | Minningargreinar | 371 orð | ókeypis

Anna Kr. Hansen

Og nú er hún amma flogin til afa. Við héldum lengi vel að þessi vísa væri samin sérstaklega um afa og ömmu á Njarðó og þótti okkur hálfeinkennilegt að heyra að svo væri ekki. En enn þann dag í dag finnst okkur kvæðið tilheyra þeim einum. Aldrei kom maður öðruvísi í heimsókn til afa og ömmu á Njarðargötunni en að okkar biði fulldekkað kaffiborð og aldrei fannst ömmu við borða nógu mikið, a.m. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 351 orð | ókeypis

Anna Kristín Hansen

Ástkær móðursystir okkar Anna frænka, eins og hún var alltaf kölluð af okkur systrum, er látin 95 ára að aldri. Þessi elskulega kona vildi okkur ávallt allt það besta og var börnum okkar sem önnur amma. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 47 orð | ókeypis

Anna Kristín Hansen

Anna Kristín Hansen Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Elsku hjartans Anna amma, takk fyrir allt. Gísli Þorkelsson og fjölskylda, Kaupmannahöfn. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 252 orð | ókeypis

Anna Kristín Hansen

Hún Anna frænka eða frú Hansen, eins og við kölluðum hana stundum hin síðari ár, er látin 95 ára að aldri. Anna var systir hennar ömmu en okkur fannst hún alltaf vera amma okkar líka. Þær systurnar bjuggu lengst af hvor í sinni íbúðinni á Njarðargötu 35 enda voru þær alla tíð góðar vinkonur. Síðustu árin bjuggu þær á Skjóli, að sjálfsögðu hvor á sinni hæðinni. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 464 orð | ókeypis

Anna Kristín Hansen

Langri ævi er lokið. Komið er að kveðjustundinni. Önnu mína vantaði fimm ár upp á að lifa heila öld. Í uppvexti sínum á Eskifirði kynntist hún hversu lífið getur verið hart og miskunnarlaust en hún var aðeins sautján ára þegar móðir hennar lést frá eiginmanni og fjórum börnum. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 320 orð | ókeypis

Anna Kristín Hansen

Nú hefur elsku Anna amma yfirgefið þennan heim. Við minnumst hennar með hlýhug og þakklæti. Anna amma og Martin afi eiga stóran þátt í minningum okkar frá barnæsku. Heimili þeirra var eins og öll heimili ættu að vera. Á Njarðargötunni ríkti mikil gleði og þar var ávallt mikið líf í tuskunum. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 311 orð | ókeypis

Anna Kristín Hansen

Í dag verður Anna frænka kvödd. Á uppvaxtarárum okkar bjó hún með manni sínum, Martin, í sama húsi og móðuramma okkar á Njarðargötu 35. Það var mikill samgangur á milli fjölskyldnanna og mynduðust því náin tengsl. Var Anna í hugum okkar í raun sem önnur amma. Frá Njarðargötunni eigum við margar góðar minningar þar sem stutt var í glettni og gamansemi. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 256 orð | ókeypis

ANNA KRISTÍN HANSEN

ANNA KRISTÍN HANSEN Anna Kristín Hansen fæddist á Seyðisfirði 17. janúar 1903. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli hinn 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lísbet Þ. Einarsdóttir frá Vestmannaeyjum, f. 19.10. 1882, d. 13.10. 1920, og Jón Kr. Jónsson, klæðskeri frá Eskifirði, f. 3.2. 1881, d. 29.10. 1945. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 649 orð | ókeypis

Ársæll Grímsson

Mig langar að minnast afa míns Ársæls Grímssonar, sem lést á nítugasta og áttunda ári, með því að setja nokkrar línur á blað. Ekki ætla ég mér að rekja ævi hans, heldur að draga fram nokkur minningarbrot. Afi var kvæntur Hansínu Magnúsdóttur (d. 1980), en fyrir mér voru þau eitt. Nánast alltaf var talað um afa og ömmu í sömu andrá og mitt barnsminni segir að þau hafi verið ákaflega samrýnd. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 913 orð | ókeypis

Ársæll Grímsson

Þá er langri lífsgöngu hans afa míns lokið. Afi lifði nánast alla þessa öld og upplifði á ævi sinni ótrúlegar þjóðfélagsbreytingar. Í raun fæddist hann á allt öðru Íslandi en við þekkjum í dag. Hann fæddist í torfbæ að Nýborg á Stokkseyri í upphafi aldarinnar, lifði við fátækt og nægtir, stríð og frið, höft og frelsi, kreppur og velmegun, handafl og hátækni. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 244 orð | ókeypis

ÁRSÆLL GRÍMSSON

ÁRSÆLL GRÍMSSON Ársæll Grímsson var fæddur á Nýborg á Stokkseyri 9. janúar 1901. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga Þorsteinsdóttir, f. 1863, d. 1916, og Grímur Bjarnason, f. 1858, d. 1927. Systkini Ársæls voru Þuríður, Þorsteinn, Guðni og Arnþrúður sem öll eru látin. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 341 orð | ókeypis

Jón Hjörtur Stefánsson

Við viljum minnast heiðursmannsins Jóns H. Stefánssonar nokkrum orðum. Jón fæddist að Laugavegi 60 í Reykjavík og bjó hér alla ævi, sem var orðin löng. Þeim fækkar óðum togarasjómönnunum sem fiskuðu og sigldu síðan með aflann til Englands öll stríðsárin. Það var áhættuvinna en Jón var gæfusamur og kom heim með heilt skip. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 195 orð | ókeypis

JÓN HJÖRTUR STEFÁNSSON

JÓN HJÖRTUR STEFÁNSSON Jón Hjörtur Stefánsson fæddist í Reykjavík 20. júní 1905. Hann lést í Reykjavík 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Daníelsson, skipstjóri, f. 17. febrúar 1871 á Oddsstöðum, Húnavatnssýslu, fórst með Kútter Georg 1907, og kona hans Anna Jakobína Gunnarsdóttir, fædd í Hafnarfirði 16. mars 1874, dáin 7. janúar 1963. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 181 orð | ókeypis

Semona Christiansen

Það er ekki létt að setjast niður og skrifa minningar frá síðastliðnum 29 árum, enda eru þær best geymdar í mínum huga. En mig langar til að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin, það var ekki svo lítið, þó að þér hafi fundist það vera svo. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 404 orð | ókeypis

Semona Christiansen

Elsku besta amma mín. Það virðist svo fjarstæðukennt að vera að skrifa bréf til þín án þess að þú fáir það í hendur og ennþá verra er að þú ert ekki lengur hjá okkur. Tómarúmið sem þú skilur eftir þig er óbætanlegt og þeir sem svo heppnir voru að kynnast þér eru eflaust á sama máli. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 403 orð | ókeypis

Semona Christiansen

Hún Móna okkar er dáin. Í dag þegar við kveðjum hana hinstu kveðju, er mér efst í huga þakklæti fyrir vináttu hennar og tryggð alla tíð. Ég er þakklát fyrir, að hafa verið svo lánsöm að kynnast þessari einstöku, hógværu konu og eiga hana að. Hún var ein af þessum fágætu perlum sem maður finnur í lífinu. Kynni mín af Mónu hófust fyrir 20 árum. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 140 orð | ókeypis

SEMONA CHRISTIANSEN

SEMONA CHRISTIANSEN Semona Christiansen fæddist á Skála í Austurey í Færeyjum hinn 22. júlí 1923. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 26. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hans David Frederik Davidsen, f. 28.6. 1890, d. 24.1. 1966, og Súsanna Malena Davidsen, f. 28.6. 1892, d. 17.12. 1961. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 121 orð | ókeypis

Sigurður Þorvarðarson

Mig langar í nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns, Sigurðar Þorvarðarsonar, er lést á Dvalarheimili aldraðra sjómanna hinn 18. febrúar síðastliðinn. Sigurði kynntist ég á miðjum áttunda áratugnum og tókst með okkur strax góð vinátta, sem hélst allar götur síðan. Minnisstæð er mér öll sú nákvæmni, sem einkenndi Sigurð alla tíð og áreiðanleiki var honum í blóð borinn. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 203 orð | ókeypis

Sigurður Þorvarðsson

Eftir áralanga baráttu við illvígan sjúkdóm hefur afi nú loks öðlast hvíldina. Eftir standa minningar sem við systkinin munum geyma í hjarta okkar, svo lengi sem við lifum. Minningar sem flestar tengjast litla húsinu við Slevogsgrunn 17 og ekki síður sumarbústaðaparadísinni við Álftavatn en hvort tveggja bar merki um elju afa og ákveðni og voru honum báðir staðirnir sérlega hugleiknir. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 260 orð | ókeypis

SIGURÐUR ÞORVARÐSSON

SIGURÐUR ÞORVARÐSSON Sigurður Þorvarðsson fæddist á Skriðu í Breiðdal 14. mars 1917. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavíkur 18. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Sigurðar voru Þórunn Sigríður Þórðardóttir húsmóðir og Þorvarður Helgason bóndi á Skriðu. Hann var einn af sjö systkinum, elstur var Þórir Helgi, f. 31. desember 1905, d. 6. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 1200 orð | ókeypis

Stefán Guðnason

Fyrsta andlitið sem ég sá í veröldinni var andlit afa míns, Stefáns Guðnasonar læknis, en hann tók á móti mér þegar ég fæddist í húsinu hans á Oddagötu 15 á Akureyri. Við vorum bestu vinir og félagar alla tíð síðan. Ég erfði nafnið hans, rauða hárið og síðar starfsheiti, en því miður aðeins takmarkaðan hluta af hæfileikum hans og góðum eiginleikum. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 918 orð | ókeypis

Stefán Guðnason

Tengdafaðir minn og vinur, Stefán Guðnason læknir, andaðist á Droplaugarstöðum 22. febrúar sl. á 94. aldursári. Þar átti hann heimili nærri fjögur ár og var blindur og heilsuveill síðustu misserin. Elsa, kona Stefáns, lést vorið 1992 og eftir lát hennar bjó Stefán einn í íbúð sinni í Álfheimum með aðstoð dætra sinna og húshjálpar. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 515 orð | ókeypis

STEFÁN GUÐNASON

STEFÁN GUÐNASON Stefán Guðnason var fæddur á Vopnafirði 22. ágúst 1904. Hann andaðist á Droplaugarstöðum í Reykjavík 22. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Þórðardóttir, f. 8.12. 1879, d. 14.6. 1963, frá Brunnhóli á Mýrum eystra, lengstum húsfreyja og veitingakona á Höfn í Hornafirði, og Guðni Jónsson, f. 19.4. 1878, d. 15.9. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 255 orð | ókeypis

Þorbjörg Katarínusdóttir

Allt hefur einhvern endi. Ég kom fyrst í Götuhús á Eyrarbakka fyrir tæpum 30 árum. Er ég kem í eldhúsið spyr húsfrúin hvaðan ég sé og ég segi að ég sé frá Súðavík fyrir vestan. Jæja, þá drekkur þú mikið kaffi. Þetta voru mín fyrstu kynni af kjarnakonunni Þorbjörgu, síðan er ég búinn að drekka marga bollana hjá henni og síðast um miðjan janúar síðastliðinn. Hún var mér alltaf sem móðir. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 474 orð | ókeypis

Þorbjörg Katarínusdóttir

Drottinn er minn hirðir, og mig mun ekkert bresta. Úr sálmi 23. Elsku mamma, tengdamamma og amma. Það var árla morguns hinn 23. febrúar síðastliðinn að hringt var í mig og mér sagt að þú værir dáin. Þetta var símtal sem ég hafði átt von á um nokkurra vikna skeið, en samt kom það sem reiðarslag sem hugur minn neitaði að trúa. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 227 orð | ókeypis

Þorbjörg Katarínusdóttir

Góð kona er látin, langt fyrir aldur fram, Þorbjörg Katarínusdóttir. Lauk þar með stuttri en harðri baráttu við óvæginn sjúkdóm. Kynni mín af Þorbjörgu voru því miður mjög stutt, en sú hlýja og traust, sem hún sýndi mér, þegar ég bættist í fjölskyldu hennar, mun seint gleymast. Þorbjörg var góð kona og hörkudugleg. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 149 orð | ókeypis

Þorbjörg Katarínusdóttir

Nú þegar komið er að kveðjustund langar okkur samstarfsfólk Þorbjargar að þakka henni vináttu og tryggð um árabil. Hún kom til starfa fyrir nærri tíu árum sem símavörður hér í Sjálfsbjargarhúsinu. Þannig varð hún rödd hússins. Þorbjörg greiddi af stakri alúð og trúmennsku götu þeirra fjölmörgu sem hingað leituðu. Við gátum alltaf reitt okkur á hana. Hún var traustur starfsmaður og góður vinur. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 130 orð | ókeypis

ÞORBJÖRG KATARÍNUSDÓTTIR

ÞORBJÖRG KATARÍNUSDÓTTIR Þorbjörg Katarínusdóttir fæddist á Bakka í Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp 29. mars 1934. Hún lést í Reykjavík 23. febrúar síðastliðinn. Þorbjörg bjó lengst af á Eyrarbakka. Foreldrar hennar hétu Katarínus Grímur Jónsson, f. 3.6. 1887, d. 1966, bóndi á Bakka við Seyðisfjörð í Ísafjarðardjúpi, og Guðmunda Sigurðardóttir, f. 12.8. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 311 orð | ókeypis

Þorbjörg Katrínusdóttir

Ég sá Þorbjörgu síðast síðla sumars. Hún var kát, glöð og falleg, eins og henni var eðlilegt. Tilefnið var líka gleðilegt. Dóttursonur hennar og stjúpsonur minn, Júlíus Rafn, var að kvænast Sigríði. Þótt Þorbjörg væri ekki lengur tengdamóðir mín, tók hún mér sem þeim vini sem við vorum frá fyrstu kynnum. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 277 orð | ókeypis

Þórarinn B. Ólafsson

Óhætt er að segja að sérstakt samband myndist milli félaga sem við laxveiði veiða saman á stöng og um leið komast þeir nálægt sál hvor annars. Við Þórarinn urðum þessa áskynja þegar við áttum góðar stundir saman við Miðfjarðará og annars staðar í nokkur ár. Þetta voru miklar ánægjustundir sem leiddu margt gott af sér og verður alltaf haldið í minningunni. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 537 orð | ókeypis

Þórarinn B. Ólafsson

Ég kynntist Þórarni B. Ólafssyni fyrst á námskeiði í skurðlækningum á Landspítalanum. Hinn hávaxni og myndarlegi læknissonur frá Vífilsstöðum hafði markað framtíðarstefnuna og vissi glöggt hvað hann vildi. Hann var þá þegar vel að sér í fræðunum og sýndi óvenjulegan þroska og samviskusemi í þeim störfum sem honum voru falin. Tillitssemi hans og alúð við sjúklinga var við brugðið. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 326 orð | ókeypis

Þórarinn B. Ólafsson

Stuttu eftir að ég lauk læknanámi og ég var að stíga mín fyrstu spor á Landspítalanum heyrði ég talað um íslenskan lækni í Svíþjóð, sem kallaður var Doji. Ég fékk það á tilfinninguna að þarna færi stór og stæðilegur ævintýramaður sem væri að gera það gott í útlöndum. Hann varð síðan yfirlæknir á svæfingadeild Landspítalans og réð mig til starfa sem aðstoðarlækni vorið 1976. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 320 orð | ókeypis

Þórarinn B. Ólafsson

Þórarinn Ólafsson, forstöðulæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítalans, er látinn. Ég kynntist Þórarni þegar ég var nýútskrifaður, ómótaður læknir og byrjaði að vinna undir handleiðslu hans. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 740 orð | ókeypis

Þórarinn B. Ólafsson

Í dag kveðjum við Þórarin Ólafsson forstöðulækni svæfinga- og gjörgæsludeildar Landspítalans. Við samstarfsmenn hans sjáum á eftir yfirmanni okkar og vini á besta aldri aðeins tæplega 63 ára gömlum. Eftir nokkurra ára vanheilsu þar sem hvert áfallið rak annað hafði hann komist aftur til sæmilegrar heilsu og átti um tíma ánægjulegar samverustundir í faðmi fjölskyldu og vina. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 225 orð | ókeypis

Þórarinn B. Ólafsson

Kveðja frá ökuskólanum Nú þegar Þórarinn Ólafsson er farinn yfir landamærin sem leið okkar allra liggur yfir einhverntíma langar mig að minnast hans örfáum orðum. Leiðir okkar lágu saman við ökuskólann sem ég kenndi við í allnokkur ár en hann sá um útgáfu læknisvottorða. Þetta starf vann hann af alúð og vandvirkni eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 320 orð | ókeypis

ÞÓRARINN B. ÓLAFSSON

ÞÓRARINN B. ÓLAFSSON Þórarinn Böðvar Ólafsson fæddist í Reykjavík 20. mars 1935. Hann lést á Landspítalanum að kvöldi 23. febrúar síðastliðins. Foreldrar hans voru Erla Þórarinsdóttir Egilson, f. 24.1. 1912, d. 3.6. 1997, og Ólafur Geirsson, aðstoðaryfirlæknir á Vífilsstöðum, f. 27.5. 1909, d. 22.7. 1965. Systkini Þórarins eru: 1) Skúli, f. 12.4. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 835 orð | ókeypis

Þórarinn Ólafsson

Einn mesti dáðadrengur, sem ég hef kynnst um ævina er fallinn frá langt um aldur fram, öllum harmdauði. Ég var líklega sex eða sjö ára polli er ég tók ástfóstri við fjölskylduna á Vífilsstöðum enda tók hún þessu fyrirferðarmikla aukabarni með svo mikilli hlýju að ég hef jafnan litið á mig sem hluta af henni þótt blóðtengslin séu engin. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 215 orð | ókeypis

Þórarinn Ólafsson

Góður drengur er genginn. Þórarinn Ólafsson gekk til liðs við okkur í Lionsklúbbnum Ægi á árinu 1983. Hann hreifst fjótt af aðalverkefni Ægis, sem er umhyggja fyrir heimilisfólkinu á Sólheimum í Grímsnesi, og lagði þar drjúga hönd á plóginn. Í þjónustuklúbbum fer ekki hjá því að félagar standi í ýmiskonar fjáröflunum, gangi í hús, selji smámuni svo eitthvað sé nefnt. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 119 orð | ókeypis

Þórarinn Ólafsson

Elsku pabbi okkar. Okkur langar að kveðja þig með ljóði: Hér við skiljumst, og hittast munum á feginsdegi fira. Drottinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn er lifa. (úr Sólarljóðum) Það er erfitt að koma orðum að því hvað þú hefur verið okkur mikils virði. Þú varst gull af manni, besti pabbi sem nokkur getur hugsað sér að eiga. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 391 orð | ókeypis

Þórarinn Ólafsson

Skjótt hefur guð brugðið gleði góðvina þinna. Svo orti Jónas Hallgrímsson þegar skáldbróðir hans fór af þessum heimi fyrir aldur fram. Og þannig getum við sagt nú, vinir Þórarins B. Ólafssonar, þegar hann er fallinn í valinn. Þórarinn var vandaður maður, greindur og ósérhlífinn, enda hlóðust vandasöm störf á hendur hans. Meira
4. mars 1998 | Minningargreinar | 114 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Anna gamla var 95 ára, elsta frænka mín. Þegar maður kom í heimsókn sá maður að hún var gömul en hélt alltaf að hún yrði 100 ára. Þangað til mamma horfir á andlitið á mér og Heru og segir við okkur að núna förum við aldrei aftur að heimsækja Önnu gömlu. Þá sagði ég: Af hverju ekki? Þá runnu tár úr augum hennar mömmu og hún sagði að Anna gamla væri dáin. Meira

Viðskipti

4. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 142 orð | ókeypis

Altech setur upp tæki í rafskautasmiðju

ALTECH ehf., fyrirtæki Jóns Hjaltalíns Magnússonar, hefur samið við Norðurál um uppsetningu tækja í skautasmiðju álversins á Grundartanga. Samningsupphæð er um 180 milljónir kr. Altech ehf. hefur að sögn Jóns Hjaltalíns sérhæft sig í þróun tækni fyrir rafskautasmiðjur og unnið að þannig verkefnum fyrir ÍSAL í Straumsvík og álver í Noregi, Brasilíu og Bahrain. Meira
4. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 106 orð | ókeypis

ÐEndurhverf verðbréf fyrir 5 milljónir

SEÐLABANKINN fékk tilboð samtals að fjárhæð 4,7 milljónir á uppboði á verðbréfum til endurhverfra viðskipta. Í samræmi við nýjar reglur um viðskipti Seðlabanka Íslands við lánastofnanir fór fram uppboð á verðbréfum til endurhverfra viðskipta í gær. Lánstíminn, það er sá tími sem líður þar til bréfin hverfa til fyrri eigenda á ný, er 14 dagar. Meira
4. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 270 orð | ókeypis

Hagnaðurinn nam 15,2 milljónum

REKSTUR Kaupþings Norðurlands hf. skilaði 15,2 milljóna króna hagnaði á árinu 1997 samanborið við 25,9 milljónir króna árið 1996. Heildarvelta félagsins nam um 20 milljörðum króna og jókst um 2 milljarða króna á milli ára. Þá jókst eigið fé félagsins um 27 milljónir króna á milli ára og arðsemi eigin fjár nam 16,4%. Meira
4. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 393 orð | ókeypis

Heildarhagnaður 430 milljónir

HEILDARHAGNAÐUR til hækkunar á eigin fé Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans hf. nam 430,2 milljónum króna á síðastliðnu ári samkvæmt rekstrarreikningi. Þessi heildarhagnaður skiptist í 218,5 milljóna króna innleystan hagnað á árinu og 211,7 milljóna króna óinnleystan hagnað vegna hækkunar á markaðsvirði hlutabréfaeignar. Meira
4. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 219 orð | ókeypis

Hlé eftir hækkanir á evrópskum mörkuðum

HLÉ varð á methækkunum í evrópskum kauphöllum í gær á sama tíma og neikvæðar fréttir héldu verði niðri í Wall Street og bandarísk ríkisskuldabréf lækkuðu í verði vegna uggs um vaxtahækkun. Í London lækkaði lokagengi FTSE 100 vísitölunnar í fyrsta skipti á fimm viðskiptadögum, en FTSE 250 mældist á nýju meti og hefur hækkað um 200 punkta á nokkrum dögum. Meira
4. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 134 orð | ókeypis

Íslandsbanki lokar útibúi

ÍSLANDSBANKI hefur ákveðið að loka útibúi sínu í Húsi verslunarinnar í Kringlunni um páskana og sameina útibúinu á Kirkjusandi. Hagræðing er ástæðan. Svokölluð bakvinnsla sem fram fór í útibúinu í Húsi verslunarinnar hefur nánast öll verið flutt niður í Bankastræti. Meira
4. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 351 orð | ókeypis

KÞ kaupir 44% hlut Landsbankans í Kjötumboðinu

KAUPFÉLAG Þingeyinga á Húsavík hefur keypt eignarhlut Landsbanka Íslands í Kjötumboðinu hf. í Reykjavík. Hlutur bankans var 44% og fyrir átti KÞ 5% þannig að félagið á nú 49% hlutafjár en rætt er um fleiri hluthafar gerist aðilar að þessum hlutabréfakaupum. Landsbankinn eignaðist stóran hlut í Kjötumboðinu eftir erfiðleika Sambandsins og gjaldþrot Miklagarðs hf. Að sögn Þorgeirs B. Meira
4. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 86 orð | ókeypis

Marks & Spencer fá bætur

BREZKA verzlanakeðjan Marks & Spencer hefur fengið skaðabætur og afsökunarbeiðni frá Granada-sjónvarpinu vegna heimildarþáttar, þar sem fyrirtækið var borið sökum. Því var haldið fram í þættinum að M&S hefði vitað um barnaþrælkun í verksmiðju í Marokkó, sem fyrirtækið skiptir við, Meira
4. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 376 orð | ókeypis

Megináherslan á flutning matvæla

SAMSKIP hf. munu í þessari viku hefja reglubundnar siglingar á milli Murmansk í Rússlandi, Norður- Noregs og Rotterdam með viðkomu í Danmörku. Nýtt þjónustufyrirtæki Samskipa í Noregi, Samskip A/S, gegnir lykilhlutverki við að afla verkefna og sinna þjónustu á þessari nýju siglingaleið. Meira
4. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 157 orð | ókeypis

Sölu lokið á óverðtryggðum skuldabréfum

SÖLU á óverðtryggðum skuldabréfum Búnaðarbanka Íslands hf. til 10. október 2003 er lokið. Sölunni lauk í gær en sala bréfa í þessum flokki hófst sl. föstudag. Í þessari lotu voru seld bréf að fjárhæð 1 milljarður króna. Búnaðarbankinn stefnir að því að þessi flokkur verði alls fimm milljarðar króna að stærð. Meira
4. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 122 orð | ókeypis

Völdum að tilkynna ekki

FRAMKVÆMDASTJÓRI Marels hf. segir að stjórnendur fyrirtækisins hafi ákveðið að tilkynna ekki um minni hagnað fyrir síðasta ár en áætlað var, heldur bíða eftir birtingu raunverulegra niðurstaðna. Hlutabréf Marels hf. lækkuðu sem kunnugt er um 5% í fyrradag í kjölfar birtingar ársreikninga þar sem fram kom að hagnaður var talsvert minni en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Geir A. Meira

Fastir þættir

4. mars 1998 | Í dag | 405 orð | ókeypis

AÐ kemur Víkverja hvað eftir annað á óvart hversu mikil

AÐ kemur Víkverja hvað eftir annað á óvart hversu mikil dómharka ákveðinna lesenda Morgunblaðsins getur verið, þegar Morgunblaðsfólki verður eitthvað á í messunni, annaðhvort þegar prentvillupúkinn ásækir starfsmenn, eða þegar þeim verður það á að láta rangt málfar eða málvillur frá sér fara á prenti. Meira
4. mars 1998 | Dagbók | 3244 orð | ókeypis

APÓTEK

»»» Meira
4. mars 1998 | Í dag | 55 orð | ókeypis

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvik

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 4. mars, verður sjötíu og fimm ára Jón Páls Guðmundsson, Sléttuvegi 13, Reykjavík. Eiginkona hans er Sigríður K. Gísladóttir. Jón starfaði lengst af hjá Vita- og hafnamálaskrisfstofu og var á vitaskipunum í um 40 ár. ÁRA afmæli. Meira
4. mars 1998 | Fastir þættir | 91 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

Nú er farið að síga á seinni hlutann í Board-A-Match keppninni. Sveitir Daníels Halldórssonar og Birgis Kjartanssonar eru efstar og jafnar með 163. Sveit Ólafs H. Jakobssonar er í þriðja sæti með 152, sveit Ásgríms Aðalsteinssonar fjórða með 143 og sveit Friðbjörns Guðmundssonar fimmta með 139. Fjórar síðustu umferðirnar verða spilaðar nk. Meira
4. mars 1998 | Í dag | 423 orð | ókeypis

Frábær leiksýning ÞÓRA hafði samband við Velvak

ÞÓRA hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri aðdáun sinni á flutningi leikritsins Feitir menn í pilsum sem sýnt er á litla sviði Borgarleikhússins. Frábær skemmtun, góður leikur og leikarar. Hún vill færa aðstandendum þakkir sínar og vonast til að sem flestir sjái sýninguna. Rétt skal vera rétt MEÐ grein Péturs Péturssonar um Halldór Laxness í Mbl. Meira
4. mars 1998 | Fastir þættir | 42 orð | ókeypis

Morgunblaðið/Arnór UM síðustu helgi var haldið Íslandsmót yngri spil

Morgunblaðið/Arnór UM síðustu helgi var haldið Íslandsmót yngri spilara og mættu6 sveitir til leiks sem verður að telja þolanlegt. Lítil endurnýjun erí bridsfélögum landsins þessi árin og hafa forráðamenn félaganna og Bridssambandsins miklar áhyggjur af framvindunni.Meðfylgjandi svipmynd var tekin á mótinu um helgina. Meira
4. mars 1998 | Dagbók | 640 orð | ókeypis

Reykjavíkurhöfn: Dettifoss, Gissur AR og Nordic Ice

Reykjavíkurhöfn: Dettifoss, Gissur AR og Nordic Ice fóru í gær. Reykjafoss og Núpur BA komu í gær. Lutador og Lone Sif koma í dag. Black Bird er væntanlegur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Gnúpur kom í gær. Meira
4. mars 1998 | Í dag | 568 orð | ókeypis

Safnaðarstarf Námskeiðaröð í Hafnarfjarðarkirkju Í

Í KVÖLD verður haldið áfram að skoða hvað Biblían hefur að segja um lífið eftir dauðann. Boðar kristin trú framhaldslíf, nýtt líf eða er grafarsvefninn endalok alls? Samræmist spíritismi kristinni trú á upprisuna? Er endurholdgunarkenningin boðuð í Biblíunni? Þetta er annað kvöldið í námskeiðaröð þar sem fjallað er um þetta þema á vegum Hafnarfjarðarkirkju. Meira
4. mars 1998 | Fastir þættir | 79 orð | ókeypis

UMSJÓN Arnór G. Ragnarsson Minningarmótum Guðmun

UMSJÓN Arnór G. Ragnarsson Minningarmótum Guðmund Jónsson Bridsfélag Hvolsvallar heldur árlega minningarmót um Guðmund Jónsson, sem var formaður félagsins til margra ára. Mótið verður spilað í félagsheimilinu Hvolnum laugardaginn 7. mars nk. og hefst kl. 10.00. Spilaður verður barómeter-tvímenningur. Meira

Íþróttir

4. mars 1998 | Íþróttir | 193 orð | ókeypis

Burns vann Safari-rallið

Breski ökuþórinn Richard Burns sigraði á Mitsubishi bifreið sinni í Safari-rallinu sem lauk í Nærobí í Kenýa á mánudag. Þetta var jafnframt fyrsti sigur hans í rallkeppni. Finnarnir Juha Kankkunen og Ari Vatanen, sem báðir aka Ford, höfnuðu í öðru og þriðja sæti. Þetta var þriðja stigamótið í keppninni um heimsmeistaratitilinn og voru eknir 2.220 km leið á þremur dögum. Meira
4. mars 1998 | Íþróttir | 267 orð | ókeypis

Dragila meistari í þriðja sinn

STACY Dragila sigraði þriðja árið í röð í stangarstökki kvenna á bandaríska meistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss sem fór fram í Atlanta um helgina. Hún setti mótsmet, 4,30 metra, en felldi þrisvar þegar hún reyndi að jafna bandarískt met sitt, 4,40 metra. "Stangarstökk verður keppnisgrein á Ólympíuleikunum í Sydney," sagði Dragila. "Fólk er spennt ­ nú getur kvenfólk þetta. Meira
4. mars 1998 | Íþróttir | 253 orð | ókeypis

Enginn úr efsta liðinu í landsliðshópi Þorbjörns

Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, kynnti í gær sextán manna landsliðshóp sem tekur þátt í fjögurra landa móti sem hefst í Laugardalshöll á föstudagskvöldið. Auk Íslands taka þátt landslið Egyptalands, Ísrael og Portúgals. Markverðir eru Guðmundur Hrafnkelsson úr Val, Reynir Þór Reynisson úr Fram og Elvar Guðmundsson úr Breiðabliki. Meira
4. mars 1998 | Íþróttir | 60 orð | ókeypis

Fjöldi Breta ætlar á HM REIKNAÐ er m

REIKNAÐ er með að a.m.k. 370.000 Englendingar fari til Frakklands í sumar til þess að fylgjast með HM í knattspyrnu án þess að hafa miða á leiki. Þá er áætlað að tæplega tvær milljónir Breta heimsæki Frakkland aðeins vegna keppninnar, 300.000 þeirra hafa ekki í hyggju að fara á völlinn heldur aðeins fylgjast með mannlífinu. Meira
4. mars 1998 | Íþróttir | 288 orð | ókeypis

Flestir sigurvegarar á ólöglegum lyfjum

Matthew Yates, fyrrverandi Evrópumeistari í 1.500 metra hlaupi innanhúss, sagði í grein í breska dagblaðinu Observerá sunnudag að flestir verðlaunahafar á stórmótum svindluðu með því að taka ólögleg lyf. Hann sagðist ennfremur halda að fáir ynnu til verðlauna í heimsmeistarakeppninni í Sevilla 1999 eða á Ólympíuleikunum í Sydney 2000 nema neyta ólöglegra lyfja. Meira
4. mars 1998 | Íþróttir | 293 orð | ókeypis

GEORGI Kinkladze verður hjá Man. Ci

GEORGI Kinkladze verður hjá Man. City út þetta keppnistímabil. Liverpool og Everton hafa haft augastað á honum. Kinkladze er metinn á sjö millj. punda. Meira
4. mars 1998 | Íþróttir | 142 orð | ókeypis

Hameln fær aftur stigin fjögur DÓMSTÓLL

DÓMSTÓLL þýska handknattleikssambandsins hefur úrskurðað að Hameln haldi stigunum fjórum sem tekin voru af liðinu eftir að ljóst var að Finnur Jóhannsson, sem lék í sigurleikjum gegn Essen og Gummersbach, væri í lyfjabanni á Íslandi. Þar með breytist staða botnliðanna í Þýskalandi, en staðan í 1. Meira
4. mars 1998 | Íþróttir | 197 orð | ókeypis

Haukur Ingi lék með Liverpool á Ibrox

Það var frábært að fá þetta tækifæri," sagði Haukur Ingi Guðnason, sem lék í gærkvöldi fyrsta leik sinn með aðalliði Liverpool er það mætti Rangers á Ibrox í leik til heiðurs Walter Smith, fráfarandi knattspyrnustjóra Rangers. Rangers vann 1:0 með marki í fyrri hálfleik, en Haukur lék með síðustu tuttugu mínúturnar eftir að hafa skipt við Karlheinz Riedle. Meira
4. mars 1998 | Íþróttir | 194 orð | ókeypis

Hill með 35 stig fyrir Detroit

Grant Hill gerði 35 stig fyrir Detroit sem vann Dallas 100:94 í NBA-deildinni í fyrrinótt. Jerome Williams átti einnig mjög góðan leik í fjórða leikhlutanum, gerði þá sjö af 11 stigum sínum og tók 11 fráköst. Cedric Ceballos og Michael Finley gerðu 21 stig hvor fyrir Dallas, sem hafði um tíma 12 stiga forskot í leiknum. Meira
4. mars 1998 | Íþróttir | 66 orð | ókeypis

Íshokkí

NBA-deildin Washington - LA Lakers96:86 Charlotte - Golden State112:83 Detroit - Dallas100:94 Sacramento - San Antonio95:116 Íshokkí NHL-deildin Meira
4. mars 1998 | Íþróttir | 165 orð | ókeypis

Jóhanna Rósa nýr meistari

JJóhanna Rósa Ágústsdóttir úr Gerplu varð Íslandsmeistari í þolfimi kvenna í fyrsta sinn. Íslandsmeistarinn frá í fyrra, Ásdís Pétursdóttir, tók ekki þátt í mótinu. Olga Bjarnadóttir frá líkamsræktarstöðinni Styrk á Selfossi, varð önnur og Borghildur Kristjánsdóttir, Ármanni, þriðja. Meira
4. mars 1998 | Íþróttir | 152 orð | ókeypis

Knattspyrna Evrópukeppni félagsliða 8-liða úrslit, fyrri leikir: Lazio - Auxerre1:0 Pierluigi Casiraghi 64. Rautt spjald:

Evrópukeppni félagsliða 8-liða úrslit, fyrri leikir: Lazio - Auxerre1:0 Pierluigi Casiraghi 64. Rautt spjald: Vladimir Jugovic (Lazio) 66. 30.000. Ajax - Spartak Moskva1:3 Shota Arveladze 57. - Alexander Shirko 26., 52., Valery Kechinov 84. 47.000. Internazionale - Schalke1:0 Ronaldo 16. 44. Meira
4. mars 1998 | Íþróttir | 91 orð | ókeypis

KNATTSPYRNARonaldo

BRASILÍUMAÐURINN Ronaldo gerði eina mark leiksins er ítalska liðið Inter vann þýska liðið Schalke í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í gærkvöldi og á myndinni er hann rétt í þann mund að senda boltann í netið. Atlentico Madrid vann Aston Villa, 1:0, á Spáni og Lazio vann Auxerre með sömu markatölu. Meira
4. mars 1998 | Íþróttir | 159 orð | ókeypis

Körfuknattleikur

Evrópukeppni meistaraliða 16-liða úrslit, fyrri leikir: CSKA Moscow - Barcelona81:79 Eftir framlengingu. Valery Daineko 16, Dmitry Domani 14, Valery Tikhonenko 12 - Jerrot Mustaf 17, Marselo Nicola 17, Aleksandar Djordjivic 13. 5.000. Meira
4. mars 1998 | Íþróttir | 290 orð | ókeypis

Málsmeðferð deilumála

Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynning vegna málsmeðferð deilu vegna bikarúrslitaleiks HSÍ í meistaraflokki karla, Fram-Valur: "Árið 1974 voru samþykktar á ársþingi Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) breytingar á lögum HSÍ varðandi meðferð ágreiningsmála og dómstig. Meira
4. mars 1998 | Íþróttir | 329 orð | ókeypis

Okkar keppni

Fyrri leikirnir í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu verða í kvöld. Bayern M¨unchen tekur á móti Dortmund, Kiev sækir Juventus heim, Leverkusen fær Real Madrid í heimsókn og Manchester United spilar í Mónakó. "Þetta er okkar keppni," sagði Nevio Scala, þjálfari Dortmund sem á titil að verja. "Í Meistaradeildinni höfum við ávallt séð Borussia Dortmund eins og liðið er best. Meira
4. mars 1998 | Íþróttir | 73 orð | ókeypis

Safari-ralliðklst.

Safari-ralliðklst. Richard Burns (Bretl.) Mitsubishi8:57.34 Juha Kankkunen (Finnl.) Ford9:07.01 Ari Vatanen (Finnl.) Ford9:07.26 Didier Auriol (Frakkl.) Toyota9:12.00 Harri Rovanpera (Finnl.) Seat11:03.12 R. Baumschlager (Aust.) Volkswa.11:18.35 Luis Climent (Spáni) Mitsubishi11:25.37 Kris Rosenberger (Aust.) Volkswa. Meira
4. mars 1998 | Íþróttir | 93 orð | ókeypis

Skövde mætir Vigo ÓSK Skövde-manna rætti

ÓSK Skövde-manna rættist í gær þegar dregið var í undanúrslit Evrópukeppni borgarliða í handknattleik. Þeir mæta Academia Octavio Vigo frá Spáni og leika fyrri leikinn úti. Hins vegar mætast þýsku liðin Wallau-Massenheim og Nettelsted. Barcelona mætir Lemgo í Evrópukeppni meistaraliða og í hinni viðureigninni leika Badel Zagreb, Króatíu og Celje frá Slóveníu, sem léku í riðli með KA. Meira
4. mars 1998 | Íþróttir | 613 orð | ókeypis

Spartak Moskva rótburstaði Ajax

Leikmenn Spartak Moskvu komu heldur betur á óvart er þeir sigruðu Ajax í Amsterdam, 3:1, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Rússarnir voru þarna að leika sinn fyrsta leik í nærri þrjá mánuði. Meira
4. mars 1998 | Íþróttir | 156 orð | ókeypis

Wenger heldur í vonina ARSENE Weng

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur ekki gefið upp alla von um titilinn í ensku úrvalsdeildinni, en liðið er í öðru sæti á eftir Manchester United með 48 stig. United er með 59 stig og á 10 leiki eftir en Arsenal á tvo leiki til góða. Veðmangari í London hefur þegar lokað fyrir veðmál á hvaða lið verður enskur meistari en Wenger segir úrslitin hvergi nærri ráðin. Meira
4. mars 1998 | Íþróttir | 697 orð | ókeypis

Þurfum sterkari hóp til að ná settu marki

ALEX Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur oft sagt að helsta markmiðið sé að verða Evrópumeistari en um helgina sagðist hann óttast að hópurinn væri ekki nógu sterkur til að ná settu marki. Meira

Úr verinu

4. mars 1998 | Úr verinu | 207 orð | ókeypis

Aflabrögðin eru misjöfn

FISKAFLI við Færeyjar hefur verið mikill undanfarin ár og er gert ráð fyrir því að mikið aflist á þessu ári líka. Mest munar um að þorskveiði hefur verið í hámarki, í kringum 60.000 tonn, sem er margfalt meira en veiddist fyrir nokkrum árum, þegar stofninn var talinn í lágmarki. Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 137 orð | ókeypis

Aflaverðmæti lítið í janúar

VERÐMÆTI fiskaflans í janúarmánuði síðastliðnum varð mun minna en í sama mánuði tvö síðustu árin þar á undan. Verðmætið nú varð aðeins rúmir 2,5 milljarðar króna, en það er 700 milljónum minna en árið áður og 1,4 milljörðum minna en árið 1996. Skýringin á þessum mikla samdrætti er fyrst og fremst sú, að aflinn nú varð miklu minni en árin á undan. Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 26 orð | ókeypis

EFNI Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal 5 Gísli Sigurðsson, framleiðslustjóri Víðis ehf. í Garði

Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal 5 Gísli Sigurðsson, framleiðslustjóri Víðis ehf. í Garði Markaðsmál 6 Líkur á minnkandi þorskafla í Barentshafi og Norðursjó Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 196 orð | ókeypis

Fiskipottur piparsveinsins

ÞENNAN úrvals fiskrétt er að finna á heimasíðu Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins en þar er margt athyglisverðra uppskrifta. Hvort þessi sem hér um ræðir er aðeins ætluð piparsveinum skal ósagt látið en hún yljar eflaust vel á köldum vetrarkvöldum. Nú er bara um að gera að malla nógu mikið og hita upp á hverju kvöldi eitthvað fram í næstu viku. Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 121 orð | ókeypis

Fjarkönnun á hafís við Ísland

HAFÍSDEILD Veðurstofunnar vill koma á framfæri miklu þakklæti til þeirra skipa, sem hafa sent inn tilkynningar um hafís úti fyrir Vestfjörðum og á Grænlandssundi undanfarið. Fyrir stuttu hófst tilraunaverkefni á vegum Móttökustöðvar gervitunglamynda í Tromsö og Veðurstofunnar um fjarkönnun á hafís við Ísland. Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 344 orð | ókeypis

Geta náð 800 krónum á tímann í flakasnyrtingu

TEKINN hefur verið upp sérstakur snyrtibónus hjá frystihúsi Snæfells hf. á Dalvík auk hópbónuss fyrir alla starfsmenn. Þetta fyrirkomulag hefur varað í eina viku og hefur það þegar leitt til þó nokkurrar afkastaaukningar og verulegrar launahækkunar fyrir afkastamestu konurnar í flakasnyrtingu, en jafnframt nokkru lægra hlutfalls launakostnaðar af veltu. Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 1083 orð | ókeypis

"Gott hráefni er undirstaðan"

FYRIRTÆKIÐ hóf framleiðslu um áramótin 1993 til 1994. Upphafið var að fyrirtækið Frostmar, sem var úti á Grandagarði, var keypt og eru fiskréttirnir ættaðir þaðan. Eigendur fyrirtækisins eru Jóhannes Guðmundsson og Gunnar Guðmundsson. Framleiðslustjóri hjá Víði hf. Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 329 orð | ókeypis

Horfur eru góðar um verð botnfiskafurða

AFURÐAVERÐ á botnfiski var nokkuð stöðugt á síðasta ári. Það lækkaði lítilsháttar fyrri hluta ársins en hækkaði aftur undir lok þess. Landfrystar afurðir hækkuðu nokkuð jafnt og þétt yfir árið eða um tæp 6% frá upphafi ársins til loka þess. Verð á sjófrystum afurðum var hinsvegar rúmum 2% lægra í lok ársins en í upphafi þess. Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 314 orð | ókeypis

Í fiskinum við Viktoríuvatn

TVEIR Íslendingar hófu fyrir nokkru störf hjá alþjóðlega fyrirtækinu Alpha Group í Afríku, annar í Úganda, hinn í Tansaníu. Alpha Group stundar fiskvinnslu á þessum slóðum, einkum vinnslu á nílarkarfa og hefur Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna séð um sölu afurðanna á markaði í Evrópu og jafnframt veitt fyrirtækinu ýmsa tæknilega og faglega ráðgjöf. Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 188 orð | ókeypis

Ísleifi breytt í Færeyjum

ÍSLEIFUR VE kom til Eyja fyrir skömmu eftir miklar endurbætur og breytingar. Skipið hélt til Færeyja fyrir fjórum og hálfum mánuði þar sem breytingarnar voru framkvæmdar í skipasmíðastöðinni í Skálum. Áætlað var að verkið tæki um þrjá og hálfan mánuð en verklok drógust mánuð umfram það sem áætlað hafði verið. Helstu breytingar sem gerðar voru á Ísleifi voru vélarskipti, en í hann var sett 2. Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 986 orð | ókeypis

Kaupendur leggja áherslu á heilnæmi fiskafurðanna

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hf. kynnti á aðalfundi sínum í gær nýja umhverfisstefnu fyrirtækisins sem sett hefur verið fram bæði á íslensku og ensku til að hún megi gagnast fyrirtækinu í viðskiptum þess á erlendum mörkuðum. Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 102 orð | ókeypis

Kyrrahafslúða á uppleið

STJÓRNVÖLD í Kanada og Bandaríkjunum hafa ákveðið að auka lúðukvóta í Kyrrahafi, en lúðustofninn þar virðist á uppleið, skv. upplýsingum. Á árinu 1998 má veiða samtals 32.660 tonn af lúðu sem er það mesta sem leyft hefur verið allt frá árinu 1987 og er 11% aukning í kvóta frá árinu 1997. Þetta þýðir 53% aukningu frá árinu 1996 þegar veiða mátti 21.320 tonn af lúðu. Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 746 orð | ókeypis

Líkur á minnkandi þorskafla í Barentshafi og Norðursjó

BÚIST er við, að þorskkvótar í Barentshafi verði skornir töluvert niður á þessu fiskveiðaári enda hafa fiskifræðingar komist að þeirri niðurstöðu, að þorskstofninn þar hafi verið ofmetinn á síðustu árum. Hefur það heldur ekki auðveldað matið, að Rússar hafa ekki leyft Norðmönnum að stunda rannsóknir innan rússnesku fiskveiðilögsögunnar. Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 426 orð | ókeypis

Lítið að sjá á Dohrnbanka

NOKKUR af stærri rækjuskipum flotans sigldu á Dohrnbanka um síðustu helgi en fengu lítinn afla. Geir Garðarsson, skipstjóri á Helgu RE, sagðist hafa eytt einum sólarhring á svæðinu en þar hafi ekkert verið að sjá. Hann segir veiði á Dohrnbanka mjög breytilega en þar hafi veiðin verið einna best á þessum tíma í fyrra og vanalega sé mars besti mánuðurinn. Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 180 orð | ókeypis

Long John Silver's í kynningarherferð

Sjávarréttakeðjan Long John Silver's hefur nú ákveðið að taka þátt í gífurlegri kynningu á kvikmyndinni "Lost in Space", eða týnd í geimnum. Þetta er ævintýra- og fjölskyldumynd og hefst kynningarherferð þessara tveggja aðila, Long John Silver's og New Line Cinema Group í apríl. LJS rekur um 1.400 fiskréttastaði víðsvegar um Bandaríkin og verður kynningin á öllum stöðunum. Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 154 orð | ókeypis

Namibíumenn borða meiri fisk

FISKNEYSLA í Namibíu hefur meira en tvöfaldast frá því að þjóðin hlaut sjálfstæði árið 1990, skv. tölum frá namibíska sjávarútvegsráðuneytinu, en eftir því sem fram kom í máli namibíska sjávarútvegsráðherrans fyrir skömmu hefur neyslan farið úr fjórum kílóum á mann á ári í átta kíló. Talið var að neysla ferskra og frosinna sjávarafurða ykist um allt að 30% á ári. Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 154 orð | ókeypis

Nokkuð gott afurðaverð

AFURÐAVERÐ á botnfiski var nokkuð stöðugt á síðasta ári. Það lækkaði lítilsháttar fyrri hluta ársins en hækkaði aftur undir lok þess. Landfrystar afurðir hækkuðu nokkuð jafnt og þétt yfir árið eða um tæp 6% frá upphafi ársins til loka þess. Horfur um verð á botnfiskafurðum eru nokkuð góðar. Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 220 orð | ókeypis

OPIÐ HÚS Á ANNATÍMA

BORGEY hf. á Höfn á Hornafirði frystir nú loðnu af krafti á Japan og Rússland. Nú þegar nánast full nýting er á vinnslugetu vildu þau hjá Borgey gefa bæjarbúum innsýn í fyrirtækið. Opnir dagar voru haldnir sl. laugardag og var þátttaka góð. Hátt á annað hundrað manns skoðuðu vinnsluna og þáðu veitingar úr loðnuafurðum á eftir. Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 98 orð | ókeypis

Rallið að hefjast

ÁRLEGT togararall hafrannsóknastofnunar hefst á morgun og stendur það í allt að þrjár vikur. Veður og verkföll geta haft áhrif á lengd leiðangursins, sem er árlegur þáttur í stofnmælingum botnfiska á Íslandsmiðum. Rallstjóri er Sigfús Schopka, fiskifræðingur, en rallið er farið á fjórum togurum og verður alls togað á 533 togstöðvum. Þetta er 14 skiptið, sem togararallið er farið. Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 491 orð | ókeypis

Reikniforritið Aristoteles 1

Grikkinn Aristoteles sem uppi var fyrir um 2.400 árum verður enn í dag að teljast mikilvægasti frumkvöðull rökréttrar hugsunar. Hugmyndir hans um orsök og afleiðingu eru enn í fullu gildi og sama má segja um hugmyndir hans um tilgangsorsök. Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 795 orð | ókeypis

Um Aristóteles og þorskinn

HVAÐ á 2400 ára gamall vísindamaður sameiginlegt með íslenska þorskstofninum? Þeir eru báðir rökvísir og í fljótu bragði virðist íslenski þorskstofninn uppfylla öll þau skilyrði sem vísindamaðurinn setti um orsök og afleiðingu og verður best skilgreindur með því að hafa í huga tilgangsorsakir sköpunarverksins. Meira
4. mars 1998 | Úr verinu | 88 orð | ókeypis

Ætla að ala meiri rækju

LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ í Indónesíu ætlar að styðja við þróun og vöxt rækjueldis til að stuðla að auknum rækjuútflutningi. Að sögn talsmanns ráðuneytisins er stuðningurinn einkum bundinn við 500 þúsund hektara svæði á þessu ári í austurhluta landsins þar sem helsta vaxtarbrodd fiskeldis af ýmsu tagi er að finna. Meira

Barnablað

4. mars 1998 | Barnablað | 70 orð | ókeypis

ATHUGASEMD

KÆRU lesendur! Það færist í vöxt að beðið sé um að efni, sem sent er til Myndasagna Moggans, verði endursent eftir birtingu. Því miður er erfitt að verða við slíkum beiðnum og æ erfiðara sem fleiri biðja um slíkt. Þess vegna verður sú vinnuregla viðhöfð framvegis að ekki verður orðið við slíkum beiðnum. Meira
4. mars 1998 | Barnablað | 13 orð | ókeypis

Finnið fimm· ...

Finnið fimm· ... ...breytingar á annarri myndanna af fuglinum, eggjunum, golfkúlunni og kylfingnum. Meira
4. mars 1998 | Barnablað | 130 orð | ókeypis

Kisi og eitt og annað

MYNDIN af honum kisa eftir Bryndísi Helgadóttur, 7 ára (sennilega orðin 8), Birtingakvísl 56, 110 Reykjavík, hefur beðið birtingar lengi, lengi eins og reyndar margt annað efni, sem þið hafið verið svo dugleg að senda okkur. Það er nú þannig, að við getum því miður ekki birt allt efni frá ykkur, krakkar, en við gerum okkar besta og þið verðið að vera þolinmóð. Meira
4. mars 1998 | Barnablað | 21 orð | ókeypis

LEIÐRÉTTING

LEIÐRÉTTING Heimilisfang Sveinbjargar A. Karlsdóttur misritaðist er það var birt og leiðréttist hér með: Sveinbjörg A. Meira
4. mars 1998 | Barnablað | 119 orð | ókeypis

Litla hafmeyjan

HEIL og sæl! Það er gaman að fara í bíó og sjá góðar og skemmtilegar kvikmyndir. Og innan tíðar gefst ykkur tækifæri til þess að sjá eina sígilda teiknimynd frá Walt Disney fyrirtækinu, Litlu hafmeyjuna, sem verður frumsýnd í Bíóborginni, Bíóhöllinni, Kringlubíó og Nýjabíó föstudaginn 13. mars. Meira
4. mars 1998 | Barnablað | 319 orð | ókeypis

Pennavinir

Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 11-14 ára, bæði strákum og stelpum. Ég verð sjálf 13 í júní. Áhugamál mín eru fótbolti, stinger, Spice Girls, strákar, Backstreet Boys, Aqua, góð tónlist, ýkt sætir strákar og gæludýr. Látið mynd fylgja með fyrsta bréfi ef hægt er. Erna S. Meira
4. mars 1998 | Barnablað | 13 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.