Greinar miðvikudaginn 22. apríl 1998

Forsíða

22. apríl 1998 | Forsíða | 183 orð

Dæmt fyrir falsað félagatal í Noregi

BORGARDÓMARI í Ósló dæmdi í gær fjóra félaga í ungmennasamtökum norska Verkamannaflokksins fyrir að hafa átt við félagatal flokksins til að fá hærri styrki. Eru þrír þeirra dæmdir til óskilorðsbundinnar fangavistar en þyngsti dómurinn hljóðaði upp á sjö mánuði. Meira
22. apríl 1998 | Forsíða | 135 orð

Færeyingar æfir út í Jacobsen

HARKALEGA er ráðist á Mimi Jacobsen, leiðtoga danskra miðdemókrata, í leiðara færeyska blaðsins Sosialurin í gær. Er leiðarahöfundurinn afar ósáttur við orð sem Jacobsen lét falla um Færeyinga í viðtali við danskt dagblað í síðustu viku og telur að ummæli hennar jaðri við kynþáttahatur, að því er segir í Jyllands-Posten. Meira
22. apríl 1998 | Forsíða | 336 orð

Lundúnafundur sagður síðasta hálmstráið

AMR Moussa, utanríkisráðherra Egyptalands, sagði í gær að friðarumleitanir í Mið-Austurlöndum gætu farið endanlega út um þúfur ef enginn árangur verður af væntanlegum fundum deiluaðila með Bandaríkjamönnum í Lundúnum í næsta mánuði. Meira
22. apríl 1998 | Forsíða | 46 orð

Morð á N-Írlandi

KAÞÓLSKUR maður var skotinn til bana í gærkvöld í bænum Portadown á N-Írlandi. Portadown er eitt höfuðvígi róttækra sambandssinna og vangaveltur voru uppi um það í gær að öfgasamtökin LVF hefðu staðið að morðinu. Þau hafa lýst sig andvíg friðarsamkomulaginu á N-Írlandi. Meira
22. apríl 1998 | Forsíða | 204 orð

Slakt ástand ufsa, þorsks og síldar

NORSKIR fiskifræðingar hvetja til þess að varlega verði farið við veiðar í Barentshafi og Noregshafi vegna bágs ástands nokkurra fiskstofna. Á það aðallega við um þorsk og ufsa en viðgangur stofnanna er minni en í upphafi áratugarins. Þá segja fiskifræðingar norsku hafrannsóknastofnunarinnar að búast megi við að hrygningarstofn síldar dragist saman næstu 3-4 árin. Meira
22. apríl 1998 | Forsíða | 160 orð

Úrani frá Georgíu eytt í Dounreay

SKOSKI þjóðarflokkurinn hefur mótmælt harðlega þeim fyrirætlunum breskra stjórnvalda að eyða tæpum 5 kg af auðguðu úrani í Dounray-kjarnorkuverinu í Skotlandi. Íslensk stjórnvöld hafa áður mótmælt fyrirætlunum um að auka endurvinnslustarfsemi í Dounreay. Meira

Fréttir

22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

1.600 sjóliðar til Reykjavíkur

FASTAFLOTI Atlantshafsbandalagsins er væntanlegur til Reykjavíkur á föstudag. Átta herskip frá sjö ríkjum NATO verða í Reykjavíkurhöfn fram á mánudag. 1.600 sjóliðar eru um borð í skipunum. Skipin eru frá Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hollandi, Noregi og Spáni. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

39 myndir Louisu seldar af 40

ALLS eru 39 af 40 pastelmyndum Louisu Matthíasdóttur listmálara, sem nú eru til sýnis í Hafnarborg, seldar. Sýningin hefur verið sérstaklega vel sótt, að sögn Pétrúnar Pétursdóttur, forstöðumanns Hafnarborgar. Um liðna helgi skoðuðu um 700 manns sýninguna, sem var opnuð á skírdag og stendur til 27. apríl nk. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 187 orð

Afli jókst um 20 tonn á togararalli frá 1997

LANDAÐUR afli í togararallinu sem lauk á dögunum var 112 tonn, en það er aðeins 20 tonnum meira en í rallinu í fyrra. 1996 var aflinn alls 86 tonn. Sigfús Schopka fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun sagði í samtali við Morgunblaðið að vissulega hefði verið líflegra á sumum miðum, en lakari veiði annars staðar. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 706 orð

Alþjóðleg umræða um utanríkismál

HINN 19. apríl síðastliðinn voru liðin fjörutíu ár frá stofnun Samtaka um vestræna samvinnu. Jón Hákon Magnússon er formaður samtakanna. ­Hverjir stóðu að stofnun samtakanna fyrir fjörutíu árum? "Það komu ýmsir öflugir Íslendingar að stofnun samtakanna 19. apríl árið 1958. Meira
22. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Andrésar Andar-leikarnir settir í kvöld

TUTTUGUSTU og þriðju Andrésar Andar-leikarnir á skíðum fara fram í Hlíðarfjalli dagana 23. til 25. apríl. Dagskráin hefst í kvöld með skrúðgöngu frá Lundarskóla að Íþróttahöll þar sem leikarnir verða settir við hátíðlega athöfn. Til leiks eru skráðir rúmlega 700 keppendur frá 23 skíðafélögum. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Banaslys á Breiðholtsbraut

KARLMAÐUR á sjötugsaldri lést eftir að bifreið hans hafnaði á skilti og ljósastaur á ofanverðri Breiðholtsbraut laust eftir klukkan 17 í gær. Bifreiðin var á leið í austurátt eftir Breiðholtsbraut þegar ökumaðurinn virðist hafa misst stjórn á henni, skammt frá bensínstöð Skeljungs við Suðurfell, með fyrrgreindum afleiðingum. Meira
22. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 153 orð

Bálför þegar farið fram

BÁLFÖR Lindu McCartney, sem lést úr krabbameini í Kaliforníu sl. föstudag, fór fram áður en tilkynnt var opinberlega um lát hennar. Fluttu eiginmaður hennar, Paul McCartney, og þrjú börn þeirra duftkerið til Englands og var öskunni dreift á jörð fjölskyldunnar í Peasmarsh á Suður-Englandi. Einungis fjölskyldan var viðstödd athöfnina, sem sögð var hafa verið látlaus og hjartnæm. Meira
22. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 329 orð

Borgarstjóri Istanbul dæmdur í fangelsi

DÓMSTÓLL í Tyrklandi dæmdi í gær Recep Tayyip Erdogan, borgarstjóra Istanbul og einn af forystumönnum heittrúaðra múslima, í tíu mánaða fangelsi fyrir að "ala á hatri" vegna ávarps sem hann flutti meðal stuðningsmanna sinna í suðausturhluta landsins í fyrra. Meira
22. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 284 orð

Bretar fallast á að farga úrani frá Georgíu

BRESK stjórnvöld viðurkenndu í gær að þau hefðu fallist á að taka við geislavirkum úrgangi frá Georgíu og eyða honum. Bandarískir sérfræðingar eru þessa dagana að fjarlægja efnið úr kjarnorkuverum nærri höfuðborginni Tblisi, en Bandaríkjamenn óttast að geislavirka efnið kunni að öðrum kosti að komast í rangar hendur. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 290 orð

Breytingin ekki talin vera brýnt öryggismál

FLUGREKENDUR sem hafa B737 þotur í þjónustu sinni bíða enn fyrirmæla frá Boeing verksmiðjunum um hvernig standa skuli að breytingum vegna lagna við eldsneytistanka vélanna sem bandarísk flugmálayfirvöld hafa mælt með að ráðist verði í. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð

"Erum að meta stöðuna í loðnuviðræðunum"

JÓHANN Sigurjónsson, sendiherra og formaður viðræðunefndar Íslendinga um skiptingu loðnustofnsins, gerði í gærmorgun íslensku viðræðunefndinni, sjávarútvegs- og utanríkisráðherrum grein fyrir niðurstöðum fundar, sem hann átti með formönnum viðræðunefnda Norðmanna og Grænlendinga um skiptingu loðnustofnsins í Kaupmannahöfn sl. mánudag. Meira
22. apríl 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Eyrarbakkahöfn fær nýjan tilgang

Selfossi-Það var mikið fjör þegar blaðamaður átti leið niður á Eyrarbakkafjöru á annan dag páska. Þar voru saman komin ungmenni í þeim tilgangi að skemmta sér. Tími útgerðar frá Eyrarbakkahöfn er liðinn og unga fólkið hefur fundið höfninni annað hlutverk. Hafið er leikvöllur, afþreyingarmiðstöð þeirrar kynslóðar sem tekur nú við af forfeðrum sínum, sjómönnunum. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 281 orð

Fjórir veðurfræðingar hætta störfum hjá RÚV

FJÓRIR veðurfræðingar hætta störfum fyrir Sjónvarpið um næstu mánaðamót. Unnur Ólafsdóttir og Einar Sveinbjörnsson hafa ráðið sig til að flytja veðurfréttir á Stöð 2 en Magnús Jónsson veðurstofustjóri ætlar að draga sig í hlé og Borgþór Magnússon hættir störfum fyrir aldurs sakir. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 199 orð

Fyrirspurn um tap Landsbankans vegna Lindar hf.

ÁSTA R. Jóhannesdóttir, þingmaður þingflokks jafnaðarmanna, hefur lagt fram á Alþingi skriflega fyrirspurn til Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra um málefni Landsbanka Íslands og fjármögnunarfyrirtækisins Lindar hf. Fyrirspurnin er í tíu liðum og er m.a. spurt að því hvenær, hvernig og af hvaða tilefni Landsbanki Íslands hafi eignast fjármögnunarfyrirtækið Lind hf. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Gengið á milli bóka- og skjalasafna

Í MIÐVIKUDAGSKVÖLDGÖNGU Hafnargönguhópsins 22. apríl verður gengið á milli bóka- og skjalasafna í Reykjavík. Farið verður frá Hafnarhúsinu að austanverðu kl. 20 og með ströndinni inn að Sólfari og upp að Landsbókasafnshúsinu við Hverfisgötu og Borgarbókasafninu, aðalsafni. Þaðan niður í Hljómskálagarð og að Háskólasafni og Þjóðarbókhlöðunni. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Gerir ekki athugasemd

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ gerir ekki athugasemd við skipan tveggja varamanna í kærunefnd jafnréttismála en frestur til að svara var veittur til 6. maí. Kærunefndin mun fjalla um mál Hjördísar Hákonardóttur héraðsdómara, sem óskað hefur eftir afstöðu nefndarinnar til þess hvort ráðning í stöðu ríkislögreglustjóra brjóti gegn jafnréttislögum. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

Gjafir fyrir 10 m. kr.

RAUÐI kross Íslands hefur gefið sjúkra- og bráðamóttökudeild Sjúkrahúss Reykjavíkur tæki að andvirði um 10 m.kr. Tækin voru formlega afhent deildinni í gær en hafa verið í notkun frá í fyrra. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 17 orð

Gleðigjafar á Rauða ljóninu

Gleðigjafar á Rauða ljóninu GLEÐIGJAFARNIR Kjartan Baldursson og André Bachman leika á Rauða ljóninu í kvöld, miðvikudagskvöld. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Heimildarmyndin Litli bróðir í norðri frumsýnd

KVIK HF. Kvikmyndagerð frumsýnir í dag, miðvikudag, kl. 17 í Háskólabíói heimildar- og náttúrulífsmyndina Litli bróðir í norðri. Heiti myndarinnar er dregið af latneska heiti lundans Fratercula Arctica. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 918 orð

Héldum að stæði í mönnum að birta þessar upplýsingar Iðnaðar- og viðskiptaráðherra fékk ekki svar frá Landsbanka við fyrirspurn

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti tiltók í annarri ítrekun til Landsbanka Íslands að ekki þyrfti að segja í svari við fyrirspurn hvaða einstaklingar hefðu farið í laxveiðiferðir Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 455 orð

Hugsanlega reist á uppfyllingu gegnt Seðlabanka

BRESKA arkitekta- og ráðgjafarstofan Bernard Engle Architects and Planners sem vinnur nú að þróunaráætlun um miðborg Reykjavíkur hefur skilað tillögum um staðsetningu tónlistarhúss. Óskað var eftir því sl. haust að fyrirtækið gerði slíka áætlun og skoðaði sérstaklega mögulega staðsetningu tónlistarhússins. Meira
22. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 243 orð

Kohl segir málamiðlun munu nást

HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, spáði því í gær að leiðtogar Evrópusambandsins (ESB) myndu ná að leggja til hliðar ágreining sinn og taka einróma ákvörðun um skipun fyrsta aðalbankastjóra Evrópska seðlabankans, ECB, á fundi þeirra í byrjun næsta mánaðar. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Landhelgisgæslan flytur flotkvína

VARÐSKIPIÐ Ægir kom að flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar þar sem hana rak um 190 sjómílur vestur af Reykjanestá eftir hádegi í gær. Varðskipið Óðinn var skammt undan en Landhelgisgæslan tók að sér að koma kvínni til hafnar eftir að hana hafði rekið til vesturs frá því á sunnudag. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 361 orð

Landhelgisgæslunni falið verkið

FLOTKVÍ Vélsmiðju Orms og Víglundar flaut í ölduganginum úti á reginhafi þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins flugu þar yfir um klukkan 14.30 í gær. Í sömu andrá kom Ægir, annað tveggja varðskipa Landhelgisgæslunnar, að kvínni og Óðinn var skammt undan, en Landhelgisgæslan tók í gær að sér að koma kvínni til hafnar. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 289 orð

Lifnar örlítið

VEIÐI hefur aðeins komið til í Skaftafellssýslum á nýjan leik eftir ítrekuð slæm skilyrði. Á laugardagskvöld fundu veiðimenn við Geirlandsá þó fyrir því að veiðin væri að glæðast. Eftir tregveiði, fengust fjórir fiskar í beit í Ármótunum og veiddi hópurinn alls 6 fiska, þá stærstu 5 punda. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 353 orð

Lokaákvarðanir teknar innan skamms

ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, segir að lokaákvarðanir varðandi þær athuganir sem hafa verið í gangi á hvalveiðimálum á vegum ríkisstjórnarinnar verði teknar innan skamms. "Við höfum verið með þessi mál til skoðunar um nokkurn tíma. Ríkisstjórnin samþykkti í fyrra stefnuyfirlýsingu í hvalveiðimálum og málið hefur verið til umfjöllunar en engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 206 orð

Lokun Goethe-stofnunar á forsíðu Die Welt

ÞÝZKA dagblaðið Die Welt, sem gefið er út í Hamborg, sló í gær upp á forsíðu frétt um lokun Goethe-stofnunarinnar í Reykjavík. Undir fyrirsögninni "Þýzk- íslenzka milliríkjadeilan" er fjallað um vonbrigði Íslendinga með að stofnuninni skyldi lokað um síðustu mánaðamót. Meira
22. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 121 orð

Mál Karbashcis rannsakað

RÉTTARHÖLD í máli borgarstjórans í Teheran, sem sakaður hefur verið um spillingu, verða haldin fyrir opnum tjöldum, að sögn yfirmanns íranskra dómstóla í gær. Ayatollah Mohammad Yazdi kvaðst vilja fullvissa þjóðina um að farið yrði að lögum við rannsókn málsins og ekki dregin dul á neitt. Meira
22. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

MESSUR

LAUFÁSPRESTAKALL: Fermingarguðsþjónusta verður í Svalbarðskirkju á morgun, sumardaginn fyrsta kl. 11. Fermd verða: Árni Steinar Stefánsson, Þórisstöðum, Svalbarðsströnd. Eva Dögg Ólafsdóttir, Laugartúni 6a, Svalbarðseyri. Haraldur Níelsson, Gamla þinghúsinu, Svalbarðsströnd. Hulda Pálsdóttir, Mógili 2, Svalbarðsströnd. Meira
22. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 81 orð

Mótmælin í Indónesíu magnast

NÁMSMENN efndu til mótmæla í nokkrum borgum Indónesíu í gær til að krefjast þess að Suharto forseti léti af embætti vegna fjármálakreppunnar í landinu. Hundruð verkamanna gengu til liðs við námsmennina í borginni Yogyakarta, og lögfræðingar, læknar og hjúkrunarfræðingar tóku þátt í mótmælum þeirra í Sarabaya, næststærstu borg landsins. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

Myllan bauð best í efnisvinnslu

MYLLAN ehf., Egilsstöðum, býður 25,1 milljón króna í efnisvinnslu á Austurlandi, en tilboð í útboð Vegagerðarinnar vegna þessa voru opnuð í gær. Tilboð Myllunnar svarar til 57,9% af kostnaðaráætlun, sem var 43,3 milljónir króna. Næstlægsta tilboðið barst frá Arnarfelli ehf., 31,6 milljónir króna. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 237 orð

Nær tvöfalt fleiri konur en karlar atvinnulausar

2,6% KARLA og 5,1% kvenna voru skráð atvinnulaus í marsmánuði. Atvinnuleysisdagar í mánuðinum jafngilda því að 4.811 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá, sem jafngildir 3,7% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 512 orð

Persónuleynd verði tryggð

MIKILVÆGI persónuleyndar var meðal þess sem þingmenn bæði í stjórn og stjórnarandstöðu lögðu áherslu á í umræðum sínum um frumvarp til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði sem fram fóru á Alþingi í gær. Fyrstu umræðu um þingmálið var fram haldið í gær frá því í síðustu viku og lauk á áttunda tímanum í gærkvöldi. Sem fyrr sögðu margir þingmenn að um viðamikið mál væri að ræða, sem m.a. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 35 orð

Radíus og Rokkabilly

RADÍUSBRÆÐUR og Rokkabillybandið skemmta á miðnæturskemmtun á Hótel Björk, Hveragerði, miðvikudagskvöldið 22. apríl. Rokkabillybandið skipa Tómas Tómasson, Hafsteinn Valgarðsson og Sigfús Óttarsson. Radíusbræður eru þeir Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jónsson. Meira
22. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 332 orð

Rauðu khmerarnir ljá máls á friðarsamningi

SKÆRULIÐAR Rauðu khmeranna í Kambódíu eru að verða uppiskroppa með matvæli, vopn og fé og ljá nú máls á að gera friðarsamning við stjórn landsins, að sögn samstarfsmanns Ta Mok, leiðtoga skæruliðahreyfingarinnar illræmdu. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð

Ráðherra telur ályktun KÍ tímaskekkju

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra kveðst telja ályktun Kennarasambands Íslands vegna skólavistarvanda drengs á Suðurlandi í vetur vera tímaskekkju, enda sé búið að finna farsæla lausn á þeim vanda sem var til staðar. Meira
22. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 249 orð

Renault notaði lík við tilraunir

TALSMENN franska bílaframleiðandans Renault hafa viðurkennt að notuð hafi verið lík við tilraunir á bifreiðum. Frétt þessa efnis birtist í The Sunday Times um helgina og var þá fullyrt að um barnslík hefði verið að ræða. Nú hefur fyrirtækið upplýst að það hafi notað lík í um 400 tilraunum en ekki kemur fram hvort líkin voru jafnmörg. Tvö þeirra hafi verið af börnum. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 957 orð

Réttindi skert vegna baráttu gegn fíkniefnum

TALIÐ er að mestur hluti fíkniefna, sem neytt er innan veggja fangelsisins á Litla-Hrauni, berist þangað með gestum. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Fangelsismálastofnun efndi til í gær. Þar var gerð grein fyrir afstöðu fangelsismálayfirvalda til athugasemda sem fangar á Litla-Hrauni hafa gert og sagt var frá í Morgunblaðinu í síðustu viku. Barist gegn fíkniefnaneyslu Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Rit um tvísköttunarsamninga komið út

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út ritið Gildi og gagnsemi tvísköttunarsamninga og er því ætlað að veita upplýsingar um eðli og tilgang tvísköttunarsamninga, gefa innsýn í efni þeirra og lýsa stöðu Íslands í því samhengi. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Sjóprófum frestað

SJÓPRÓF stóðu yfir í allan gærdag í Héraðsdómi Reykjaness, þar sem þrír úr áhöfn breska dráttarbátsins, einn eigenda Vélsmiðju Orms og Víglundar og fulltrúi eigenda um borð í dráttarbátnum voru yfirheyrðir. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 227 orð

Skatta- og tollatíðindi gefin út

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ásamt yfirskattanefnd, ríkistollanefnd og ríkistollstjóra gefið út 1. hefti Skatta- og tollatíðinda. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að með útgáfunni sé orðið við lagaákvæðum um birtingu helstu úrskurða yfirskattanefndar og ríkistollanefndar, sem taldir eru hafa fordæmisgildi. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

"Skák í hreinu lofti"

"Skák í hreinu lofti" SKÁKMÓT tíu til sextán ára barna og unglinga var haldið á laugardaginn á vegum Skákskóla Íslands og Tóbaksvarnanefndar. Mikill fjöldi tók þátt í mótinu, eða um 300 manns af öllu landinu. Mótið var haldið undir slagorðinu "Skák í hreinu lofti". Meira
22. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Skátamessa og gönguferð

SKÁTAMESSA verður í Akureyrarkirkju á sumardaginn fyrsta. Þorbjörg Ingvadóttir, fyrrverandi félagsforingi, flytur hugleiðingu og mæðginin Inga Eydal og Ingimar Davíðsson syngja dúett. Skátar safnast saman við bæjarskrifstofurnar kl. 10.15 og verður gengið í kirkjuna en messan hefst kl. 11. Eftir messu munu skátar verða í göngugötunni þar sem hjálparsveitin kynnir starfsemi sína. Meira
22. apríl 1998 | Landsbyggðin | 255 orð

Skuldir greiddar niður og byggt við grunnskólann

Tálknafirði-Á fundi þann 8. apríl sl. var samþykkt samhljóða í hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps fjárhagsáætlun fyrir árið 1998. Þar er áætlað að tekjur sveitarfélagsins verði 71 millj. kr. og gjöld án fjármagnsliða verði 68 millj. kr. Ennfremur er gert ráð fyrir því að greiða niður skuldir um 8,9 millj. kr. og taka ný lán að upphæð 5,2 millj. kr. Meira
22. apríl 1998 | Miðopna | 3781 orð

Sótt að sérfræðingum Það er skiljanleg tilhneiging hjá þeim sem verður fyrir fjárhagstapi að reyna að fá tjónið bætt úr hendi

Nýlegt dæmi hefur vakið nokkra athygli þar sem fer skaðabótakrafa Nathans & Olsens hf. á hendur Coopers & Lybrand ­ Hagvangi hf., endurskoðunarskrifstofu og einum eigenda hennar fyrir að hafa, að því er stefnandi heldur fram, ekki komið auga á að fjárdráttur fór fram í fyrirtækinu og vakið athygli stjórnenda þess á því. Meira
22. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 299 orð

Störfum fjölgað á þriðja hundrað á tveimur árum

MIKILL vöxtur hefur verið í ferðaþjónustu í Eyjafirði undanfarin misseri og segir Guðmundur Birgir Heiðarsson, forstöðumaður Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar, Akureyri, að gera megi ráð fyrir að störfum í greininni hafi fjölgað á þriðja hundrað á svæðinu á síðustu tveimur árum. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Sumargleði Barnabókaráðsins IBBY

SUMARGLEÐI Barnabókaráðsins, Íslandsdeildar IBBY, verður að venju haldin í Norræna húsinu sumardaginn fyrsta og hefst klukkan 14. Þar verða árlegar viðurkenningar félagsins veittar fyrir menningarstarf í þágu barna og unglinga. Einnig verða veitt verðlaun í smásagna- og ljóðasamkeppni fyrir börn, sem nokkur almenningsbókasöfn efndu til, í minningu Halldórs Laxness. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 199 orð

Sundhöllin verði endurbyggð

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu Hilmars Guðlaugssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að íþrótta- og tómstundaráði ásamt byggingadeild borgarverkfræðings verði falið að gera áætlun um viðhald og endurbyggingu Sundhallarinnar. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Telja nýtt varðskip óhentugt

ÞRÍR fyrrverandi skipherrar hjá Landhelgisgæslunni hafa ritað dómsmálaráðherra bréf og lýst áhyggjum af því að nýtt varðskip sem ráðgert er að kaupa til gæslustarfa hér við land sé of stórt. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra staðfesti við Morgunblaðið að hafa fengið bréf af þessu tagi. Meira
22. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 418 orð

Tengslin við Dani aðalmál kosninganna í Færeyjum

TENGSL Færeyja og Danmerkur eru ofarlega á baugi í kosningabaráttunni í Færeyjum vegna lögþingskosninga 30. apríl nk. Meðal þeirra mála, sem eru til umræðu, er hvort þörf sé á nýjum sjálfstjórnarlögum, hvort Færeyingar eigi að falast eftir sjálfstæði eða hvort réttast sé að viðhalda núverandi tengslum við Danmörku. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 481 orð

Tillit tekið til aldurs og atvinnumöguleika

HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi til að greiða 55 ára gamalli konu 1,6 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum, auk 280 þúsund króna í málskostnað, fyrir ólögmæta uppsögn. Konan var forstöðumaður vinnustofu fyrir fatlaða á Selfossi þar til henni var sagt upp í apríl í fyrra. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Tveir úr bankaráði íhuga afsögn

JÓHANN Ársælsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í bankaráði Landsbankans, íhugar afsögn úr bankaráðinu. Það sama mun vera upp á teningnum hjá Önnu Margréti Guðmundsdóttur, fulltrúa Alþýðuflokksins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og Sjónvarpsins í gærkvöldi. Meira
22. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 143 orð

Tvísýnt um úrslitin

LEIÐTOGAR Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, ákváðu í gær að þriðja og síðasta atkvæðagreiðslan um tilnefningu Sergejs Kíríjenkos í embætti forsætisráðherra færi fram á föstudag. Vladímír Ryzhkov, fyrsti varaforseti Dúmunnar og bandamaður Borís Jeltsíns forseta, sagði að atkvæðagreiðslan yrði mjög tvísýn og um helmingur þingmannanna væri að búa sig undir þingrof og kosningar. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Tvær stúlkur afklæddu dreng

TVÆR barnungar stúlkur viðurkenndu í gær að hafa í óvitaskap afklætt tveggja ára dreng sem hvarf heiman að frá sér í fyrradag og fannst í móa í Grafarvogi. Drenginn sakaði ekki að því er talið er fyrir utan smávægilegar skrámur. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 213 orð

Unnið gegn reykingum unglinga

SAMFÉS, samtök félagsmiðstöðva, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Tóbaksvarnanefnd hafa tekið upp samstarf í baráttunni gegn tóbaksneyslu unglinga en nýleg könnun leiddi í ljós umtalsverða aukningu á tóbaksneyslu unglinga. Hefur verið gefin út sérstök handbók, Skerpingur, fyrir starfsmenn félagsmiðstöðva og er henni ætlað að létta þeim, sem starfa með unglingum, að sinna fyrsta stigs forvörnum. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 499 orð

Útboð á verkefninu sagt skylda

FRAM hafa komið efasemdir um að því fylgi nokkur sparnaður að bjóða út endurskoðun reikninga hjá ríkisbönkunum þremur, Búnaðarbanka Íslands hf., Fjárfestingabanka atvinnulífsins hf. og Landsbanka Íslands hf., en hjá ríkisendurskoðun er litið svo á að skylt hafi verið að bjóða verkið út. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 173 orð

Varað við kartöfluhnúðormi

HNÚÐORMUR í rótum kartöflujurta virðist vera farinn að gera vart við sig á ný í kartöflugörðum eftir hlýindi undanfarin ár. Ormurinn dregur úr kartöfluvexti og í grein Sigurgeirs Ólafssonar, plöntusjúkdómafræðings hjá Rannsóknarstofu landbúnaðarins, í Morgunblaðinu í dag, Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 238 orð

Veiðihundapróf

VEIÐIHUNDAPRÓF fyrir standandi fuglahunda var haldið í Skálafelli og Heiðmörk dagana 4. og 5. apríl sl. Alls tóku 6 hundar þátt í prófinu, tveir í unghundaflokki og fjórir í opnum flokki. Dómari í unghundaflokki var Ferdinand Hansen og aðstoðardómari Bjarni Guðmundsson og í opnum flokki voru Guðjón Arinbjarnason og Erlendur Jónsson. Aðstoðardómari var Egill Bergmann. Meira
22. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 352 orð

Vekur reiði að afsökunarbeiðni vantar

LÉTTIRINN yfir upplausn þýzku hryðjuverkasamtakanna Rauðu herdeildarinnar (RAF), sem tilkynnt var um í fyrradag, var í gær blönduð reiði meðal almennings í Þýzkalandi vegna þess að samtökin skyldu ekki vilja biðjast afsökunar á morðum sem þau stóðu fyrir á áttunda og níunda áratugnum. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 334 orð

Verður opinn starfsfólki allra sveitarfélaga

BORGARRÁÐ samþykkti í gær að gerast stofnaðili að nýjum sameiginlegum lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að hinn nýi sjóður verði opinn öllum starfsmönnum sveitarfélaga í landinu. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 177 orð

Þingfundur Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13 í dag. Eftir fyrirspurnir til ráðherra verða eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Siglingalög. 1. umr. 2. Vinnuumhverfi sjómanna. Fyrri umr. 3. Samræmd gæði tölvubúnaðar í framhaldsskólum. Fyrri umr. 4. Blóðbankaþjónusta við þjóðarvá. Fyrri umr. 5. Aðgerðir til að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Fyrri umr. 6. Umboðsmaður aldraðra. 1. umr. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Þingmenn taka undir áskorun 90-menninganna

ÞINGMENN úr þingflokki jafnaðarmanna kvöddu sér hljóðs í upphafi þingfundar á Alþingi í gær og báðu forseta Alþingis að íhuga vandlega áskorun 90 einstaklinga sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Þar er skorað á Alþingi og ríkisstjórn að afgreiða ekki frumvarp um skipulagsmál á hálendinu á þessu þingi. Þingmennirnir sögðu m.a. Meira
22. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 626 orð

Þotan var langt frá réttri stefnu

FARÞEGAÞOTAN sem flaug á fjall skömmu eftir flugtak frá Bogota í Kólumbíu á mánudag var komin langt af réttri stefnu er hún fórst. Kólumbísk flugmálayfirvöld sögðu enga skýringu hafa fundist á því hvers vegna vélinni var ekki beygt til hægri eftir flugtak líkt og flugáætlun gerði ráð fyrir. Flugritar vélarinnar hafa verið teknir til rannsóknar. Meira
22. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Ævintýraklúbbur

ÆVINTÝRAKLÚBBURINN er félagsskapur fyrir þroskahefta, einhverfa og fjölfatlaða. Markmið klúbbsins er að skapa tilbreytingu og upplyftingu í tilveru fólks og byggir starfið á skapandi vinnu auk þess sem farið er á kaffihús, í leikhús, á tónleika og málverkasýningar. Fimm hópar með þrjátíu þátttakendum eru nú starfandi og hittist hver hópur einu sinni til tvisvar í viku. Meira

Ritstjórnargreinar

22. apríl 1998 | Leiðarar | 567 orð

HUGMYNDIR HJÚKRUNARFRÆÐINGA RAM FÓR á sínum tíma skipulagsa

HUGMYNDIR HJÚKRUNARFRÆÐINGA RAM FÓR á sínum tíma skipulagsathugun ráðgjafarfyrirtækja á starfi hátækni- og háskólasjúkrahúsa hér á landi. Niðurstaðan varð sú að æskilegt væri að sameina sjúkrahúsin undir eina yfirstjórn og starfrækja einn vel búinn og vel mannaðan hátækni- og háskólaspítala. Meira

Menning

22. apríl 1998 | Menningarlíf | 78 orð

Bíósögur í Sólheimum

Á SUMARDAGINN fyrsta kl. 15 mun Leikfélag Sólheima frumsýna spunaleikritið Bíósögur í leikstjórn Gunnars Sigurðssonar í íþróttaleikhúsi Sólheima. Aðgangseyrir er kr. 500. Í Sólheimahúsi verður einnig boðið upp á kaffiveitingar og verslunin Vala og Listhús Sólheima hafa opið milli kl. 13 og 15. SBS bjóða upp á sætaferðir frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík, á Sumardaginn fyrsta kl. Meira
22. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 106 orð

ÐMyndlistarmenn í afmælisveislu

TUTTUGU ára afmælissýning Nýlistasafnsins var opnuð með pomp og prakt um síðustu helgi með herlegri afmælisveislu. Þangað mættu félagar í Nýlistasafninu ásamt aðstandendum og skemmtu sér við mat og drykk, söng og dans fram á nótt. Meira
22. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 583 orð

"Ekki blað sem er skrifstofuunnið"

Unglingablaðið Smellur er nýjasta viðbótin við tímaritaflóru landins. Þar er að finna spurningar, svör og umfjöllun um fjölþætt áhuga- og vandamál unglinga. Rakel Þorbergsdóttir hitti Elínu Jóhannsdóttur ritstjóra Smells. Meira
22. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 167 orð

Eldliljur 20 ára

FÉLAGSSKAPURINN Eldliljurnar hélt upp á 20 ára afmæli sitt síðastliðinn laugardag í félagsheimili slökkviliðsmanna í Reykjavík. Boðið var uppá léttar veitingar og snittuhlaðborð. Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri ávarpaði hátíðargesti og bauð þá velkomna í húsakynni þeirra. Eldliljur eru félagsskapur eiginkvenna slökkviliðsmanna, bæði núverandi og fyrrverandi. Meira
22. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 198 orð

Enn mest aðsókn á Englaborgina

ENGLABORGIN eða "City of Angels" fékk mesta aðsókn aðra helgina í röð í Bandaríkjunum og hrapaði aðeins um 15% í aðsókn frá því um síðustu helgi. Nicolas Cage og Meg Ryan fara með aðalhlutverk í myndinni. Í öðru sæti var myndin "The Object of My Affection" með Jennifer Aniston, úr gamanþáttunum Vinum, og Paul Rudd í aðalhlutverkum. Meira
22. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 638 orð

Erlendar plötur Ofmetnaður og ógöngur And

HLJÓMSVEITIN Van Halen hefur nú starfað í meira en tvo áratugi og það er óhætt að segja að fyrirliði hennar, Eddie Van Halen, hafi markað spor sem einn áhrifamesti gítarleikari rokksins. Hann hefur skapað sér auðþekkjanlegan hljóm að ógleymdum stíl og nýjum tæknitilþrifum. Meira
22. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 218 orð

Fatafellugrín Með fullri reisn (The Full Monty)

Framleiðendur: Uberto Pasolini. Leikstjóri: Peter Cattaneo. Handritshöfundar: Simon Beaufoy. Kvikmyndataka: John De Borman. Tónlist: Anne Dudley. Aðalhlutverk: Robert Carlyle, Tom Wilkinson, Mark Addy. 95 mín. England. Skífan 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
22. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 72 orð

Fjáröflunaruppákoma Tiger Woods

GOLFKAPPINN Tiger Woods var glaðlegur á blaðamannafundi sem var haldinn á veitingastaðnum Planet Hollywood í Beverly Hills á dögunum. Þar sagði hann frá "Tiger Jam I"-fjáröflunaruppákomunni sem verður sú fyrsta sem haldin er af Tiger Woods-stofnuninni. Meira
22. apríl 1998 | Menningarlíf | 122 orð

Fundin stytta eftir da Vinci

STYTTA, sem fullvíst er talið að sé eftir ítalska endurreisnarmálarann Leonardo da Vinci, fannst fyrir skemmstu í lítilli sveitakirkju í Toscana- héraði. Carlo Pedretti, einn helsti sérfræðingur Ítalíu í list endurreisnartímans, hefur staðfest að styttan, sem er af engli og fannst í San Gennaro- kirkjunni skammt frá Pistoia, sé "nánast örugglega" eftir da Vinci. Meira
22. apríl 1998 | Tónlist | 526 orð

Hin mörgu andlit djassins

Kandís: Tena Palmer söngur, Hilmar Jernsson gítar og Pétur Grétarsson trommur, slagverk og hljómborð. Múlinn á Sólon Íslandus 9. mars. Sveifluvaktin: Sigurður Flosason altósaxófónn, Gunnar Gunnarsson píanó, Tómas R. Einarsson bassa og Kári Árnason trommur. Múlinn á Sólon Íslandus 16. apríl. Meira
22. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 177 orð

Keppt um fegurðardrottningu Reykjavíkur

FEGURÐARDROTTNING Reykjavíkur 1998 verður valin á veitingastaðnum Broadway á sumardaginn fyrsta. Að þessu sinni eru keppendur 17 talsins, eru allar reyklausar og koma frá Garðabæ, Kjalarnesi, Mosfellsbæ, Hafnarfirði og Reykjavík. Stúlkurnar hafa lagt stund á líkamsrækt í World Class frá því í lok janúar og hafa undanfarið æft sviðsframkomu undir stjórn Ástrósar Gunnarsdóttur. Meira
22. apríl 1998 | Menningarlíf | 101 orð

Kirkjutónleikar í Laugarnesi

KÓR Laugarneskirkju verður með tónleika á sumardaginn fyrsta í Laugarnesi og lýkur þar með vetrarstarfi hans. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Kórinn hefur nú starfað í þrjá vetur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar organista og tekist á við fjölbreytt starf kirkjunnar. Á tónleikunum koma fram auk kórsins einsöngvararnir Þorvaldur Halldórsson og Laufey Geirlaugsdóttir. Meira
22. apríl 1998 | Menningarlíf | 194 orð

KK á tónlistarhátíð í Lettlandi

FARANDSÖNGVARAR á faraldsfæti er yfirskrift stórrar tónlistarhátíðar sem fer fram á Lettlandi dagana 25. til 29. apríl næstkomandi. Íslendingum var boðið að senda einn farandsöngvara og valdist KK (Kristján Kristjánsson) til verksins. Farandsöngvarar flytja gjarna tónlist og texta þar sem fjallað er um um þjóðfélagsmál og ýmsar hliðar mannlífsins. Meira
22. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 1256 orð

Kubrick fer út í geiminn Þrjátíu ár eru liðin frá því Stanley Kubrick gerði vísindaskáldskaparmyndina "2001: A Space Odyssey" og

HÚN VAR sýnd í Gamla bíói og við sátum á aftasta bekk á svölunum og botnuðum hvorki upp né niður í því sem fram fór á tjaldinu. Eina stundina létu apar ófriðlega á jörðinni og þá næstu var maðurinn kominn út í geiminn og sveif um í þyngdarleysi í risastóru geimskipi í laginu eins og kreppti hnefinn sem Hannes Pétursson orti um löngu áður en myndin var gerð. Meira
22. apríl 1998 | Menningarlíf | 138 orð

Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir Krúnuna

LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar frumsýnir í kvöld,miðvikudag, leikritiðKrúnan ­ veitingahúsmeð hjartað á réttum staðá Efra sviði Hafnarfjarðarleikhússins. Leikritið,sem er í einum þætti, erleikgerð Bjarkar Jakobsdóttur unnið upp úr einþáttungum eftir breskaleikritaskáldið AlanAyckburn. Björk er einnig leikstjóri verksins. Meira
22. apríl 1998 | Menningarlíf | 1085 orð

Njálulestur, gagnrýnendaþing o.fl. o.fl.

ALÞJÓÐADAGUR bókarinnar verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn næstkomandi fimmtudag, 23. apríl, á fæðingardegi Halldórs Kiljans Laxness. Það er að tilstuðlan UNESCO, menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem þessi dagur er tileinkaður bókinni og réttindum og hagsmunum þeirra sem eru höfundar að hvers konar hugverkum um allan heim. Meira
22. apríl 1998 | Menningarlíf | 518 orð

Nýr heimsatlas á íslensku

NÝR heimsatlas á íslensku, Heimsatlas Máls og menningar, landabréfabók 21. aldarinnar, kom út í gær. Þetta er stærsti heimsatlas sem gefinn hefur verið út hér á landi og byggist hann á frumútgáfu kortabókar bresku bókaútgáfunnar Dorling Kindersley sem kom út seint á síðasta ári. Meira
22. apríl 1998 | Menningarlíf | 252 orð

Opnun vefjar um Bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1955

Á DEGI bókarinnar 23. apríl næstkomandi verður opnaður vefur á vegum Ríkisútvarpsins og Ljósmyndasafns Reykjavíkur um Bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1955. Þar gefst fólki kostur á að taka þátt í þeim mikla fögnuði sem ríkti þegar Halldór Kiljan Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Á vefnum gefur að heyra upptöku frá 4. Meira
22. apríl 1998 | Menningarlíf | 68 orð

Tónleikar í Borgarneskirkju

HJÓNIN Ewa og Jacek Tosik- Warszawiak halda tónleika í Borgarneskirkju á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar, sumardaginn fyrsta klukkan 21. Á efnisskránni verða verk eftir J. S. Bach, Fr. Chopin, J. Brahms og Atla Heimi Sveinsson. Sonur Ewu og Jaceks, Michal, sem er í 10. Meira
22. apríl 1998 | Tónlist | 512 orð

Tunga verður tónlist

TÓNLEIKAR Laufeyjar Sigurðardóttur og Krystynu Cortes í Digraneskirkju voru helgaðir tónskáldum sem uppi voru í lok síðustu aldar og á fyrri hluta þessarar; þær léku fiðlusónötur eftir Béla Bartók og Leos Janacek og útsetningu Ottorinos Respighis á fiðlusónötu eftir Vivaldi. Meira
22. apríl 1998 | Menningarlíf | 24 orð

Vortónleikar á Egilsstöðum

Vortónleikar á Egilsstöðum FYRSTU vortónleikar Tónlistarskólans á Egilsstöðum verða í Egilsstaðakirkju í kvöld, miðvikudagskvöld, 22. apríl kl. 20, með lengra komnum nemendum. Fjölbreytt efnisskrá. Meira
22. apríl 1998 | Menningarlíf | 74 orð

Vortónleikar Reykjalundarkórsins

REYKJALUNDARKÓRINN heldur sína árlegu vortónleika í sal Varmárskóla á sumardaginn fyrsta, 23. apríl kl. 17. Signý Sæmundsdóttir syngur einsöng með kórnum en hún hefur raddþjálfað kórinn í vetur. Stjórnandi er Lárus Sveinsson og undirleikari Hjördís Elín Lárusdóttir. Á efnisskrá eru íslensk og erlend lög, einnig nokkrir negrasálmar. Kórinn mun syngja á vorhátíð Samkórs Mýramanna 2. maí. Meira
22. apríl 1998 | Menningarlíf | 107 orð

Z-ástarsaga fær slæma útreið

"Z-ÁSTARSAGA" fékk heldur hraklega útreið í bókadómi í The Times fyrir skemmstu. Segir gagnrýnandi blaðsins, Rachel Campbell-Johnston, bókina vera "jafn loftvana og íbúð í Reykjavík". Meira
22. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 198 orð

Þrjóskur, úrillur og sprelllifandi

ÞRÁTT fyrir þrálátan orðróm um að söngvarinn Frank Sinatra sé dauðvona segir dóttir hans, Tina, að hann hafi góða matarlyst og hafi ekki látið á sjá. "Hann borðar fimm máltíðir á dag og fær sér 14 ísstangir," segir hún í viðtali í sjónvarpsþættinum "Entertainment Tonight". Samt sem áður viðurkennir hún að faðir sinn, sem er 82 ára, sé ekki eins heilsuhraustur og áður. Meira

Umræðan

22. apríl 1998 | Aðsent efni | 360 orð

Á slóðum vígdreka og skógræktar í Hvalfirði

FYRIR tæpum 60 árum fylltu herskip bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni Hvalfjörð, sem var mikilvæg bækistöð fyrir Breta og Bandaríkjamenn í hinum mikla hildarleik, sem háður var í höfunum umhverfis Ísland. Frá þessu er skýrt í fróðlegri bók Friðþórs Eydals, "Vígdrekar og vopnagnýr", sem út kom um síðustu jól. Meira
22. apríl 1998 | Aðsent efni | 1083 orð

Hálendi Íslands

MIÐHÁLENDI Íslands og jafnvel fleiri óbyggðasvæði eiga að vera ein skipulagsheild og lúta stjórn sem fulltrúar allra landsmanna geta haft áhrif á. Með þessu er reynt að skapa sátt og samræmi á miðhálendi Íslands en þar hafa þegar orðið og eiga eftir að verða enn meiri breytingar vegna gjörbreyttra búskaparhátta, nýtingar auðlinda, aukinnar útivistar, ferðamennsku og ferðaþjónustu. Meira
22. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 293 orð

Heimsókn í MH Frá Eggerti G. Þorsteinssyni: HINN 7. febrúar 1998

HINN 7. febrúar 1998 fóru ég og hinn fríði flokkur manna (og kvenna) út úr kennslustofum okkar og héldum til hinna snyrtilegu ganga Menntaskólans í Hamrahlíð. Þegar þangað var komið tóku margir á móti okkur og þótt ég geti ekki nefnt þá alla með nafni get ég sagt ykkur það að þetta voru nokkrir námsráðgjafar og formaður nemendaráðsins. Okkur var sagt frá hinum ýmsu hliðum menntaskólans. Meira
22. apríl 1998 | Aðsent efni | 424 orð

Hingað og ekki lengra!

HÚMANISTAFLOKKURINN mun bjóða fram lista til borgarstjórnarkosninga 24. maí nk. til að berjast fyrir réttindum þeirra sem er mismunað í þessu þjóðfélagi og til að setja fram framtíðarsýn þar sem fólk er sett ofar peningagróða. Þetta er framboð gegn miskunnarleysi markaðshyggjunnar og kerfisflokkanna sem eru við völd í borginni okkar og landinu öllu og um allan heim. Meira
22. apríl 1998 | Aðsent efni | 657 orð

Hvar er efinn? Ekki er litið svo á, segir Kristján G. Arngrímsson, að siðferði sé raunveruleiki.

Í LEIKRITINU um frægasta Danaprins í heimi skrifaði Shakespeare glottandi og lagði Hamlet í munn: "Þannig gerir hugsunin okkur öll að heiglum." (Thus conscience makes cowards of us all.) Það sem hann rak sig á var að ef maður byrjar að velta vöngum yfir réttmæti eigin gjörða fer oft svo að efinn kviknar og lamar framkvæmdagleðina. Þess vegna er manni yfirleitt í nöp við efann. Meira
22. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 268 orð

Hvar er góðærið? Frá Kristjönu Guðbjörgu Ágústsdóttur: Fögur vo

Fögur voru þau loforð er R-listinn gaf okkur fátæka fólkinu fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Finnst mér nú þeir hafa staðið sig illa og hef ég ekki séð að þeir hafi gert neitt fyrir okkur. Ég er einstæð þriggja barna móðir og hef hrakist um á hinum almenna leigumarkaði undanfarin ár. Ég ræð varla við þessa háu leigu. Núna bý ég í leiguíbúð sem er í sölu og þvílíkt óöryggi. Meira
22. apríl 1998 | Aðsent efni | 526 orð

Hættum að tala - Förum að gera

SJALDAN eða aldrei hafa eins mörg ungmenni ánetjast fíkniefnum eins og á allra síðustu árum. Blaðafregnir eru uppfullar af fréttum um neyslu og afbrot unglingum tengdum fíkniefnum. D-listinn boðar nú athafnir í stað orða í baráttunni gegn fíkniefnum með stefnu sinni um ný úrræði og auknar forvarnir gegn fíkniefnum. Meira
22. apríl 1998 | Aðsent efni | 886 orð

Kartöfluhnúðormur enn í fullu fjöri

KARTÖFLUHNÚÐORMUR er þráðormur er smitar rætur kartöflujurtarinnar og dregur úr hæfni þeirra til upptöku á vatni og næringu. Ef kartöflur eru ræktaðar árlega í smituðum jarðvegi fjölgar hnúðormi að því marki að grös fara að gulna um mitt sumar og uppskeran bregst. Um haustið má sjá örlitlar hvítar, gular eða brúnar kúlur á rótunum, 0,4-0,8 mm í þvermál. Meira
22. apríl 1998 | Aðsent efni | 793 orð

Kerhólakambur á Esju

FERÐAFÉLAG Íslands fyrirhugar að efna til göngu á Kerhólakamb Esju á sumardaginn fyrsta, 23. apríl. Farið verður úr bænum kl. 10.30, og eins og venjulega í slíkum ferðum er brottför frá BSÍ, að austanverðu, og viðkoma í höfuðstöðvum félagsins í Mörkinni 6. Það má teljast vel við hæfi fyrir áhugafólk um göngur og útivist að hefja sumarið með því að klífa á þetta heimafjall okkar Reykvíkinga. Meira
22. apríl 1998 | Aðsent efni | 1499 orð

UM GAGNAGRUNN OG SKYLD EFNI

LAGT hefur verið fram "Frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Þetta er óvenjulegt mál og þarf að skoðast frá mörgum sjónarhornum. Samning þessa frumvarps fór fram með slíkri leynd að undrum sætti og var svo varpað eins og sprengju á þá er málið varðar. Þá hljóta menn að spyrja, af hverju þessi asi, af hverju þessi leynd? Skýringuna er e.t.v. Meira
22. apríl 1998 | Aðsent efni | 1268 orð

Vegaklúðrið í Reykholtsdal

Það er með ólíkindum að vegamál Reykdæla skuli enn eiga að velkjast á milli ráðamanna og verða svo loks að kosningamáli, eftir að þau máttu heita útkljáð. Fyrir þessu stendur hópur manna sem gengið hefur með heyið í vösunum milli manna í stjórnsýslunni til þess að spilla sanngjörnum sáttum milli granna. Meira
22. apríl 1998 | Aðsent efni | 299 orð

Verkalýðsforysta á villigötum

FYRIR rétt rúmu ári voru undirritaðir tímamótasamningar fulltrúa launþegahreyfingarinnar og atvinnurekenda. Launin héldust svo til óbreytt, enda fólust tímamótin í því að með uppgjöf sinni gaf forysta verkalýðshreyfingarinnar það endanlega upp að hún er ekki tilbúin að notast við verkfallsvopnið til að skapa þann þrýsting sem til þarf til að afla mannsæmandi tekna fyrir umbjóðendur sína. Meira
22. apríl 1998 | Aðsent efni | 468 orð

Öflugt félag í anda réttlætis

UM SÍÐASTLIÐIN áramót urðu þau straumhvörf í íslenskri verkalýðshreyfingu að Verkakvennafélagið Framsókn og Verkamannafélagið Dagsbrún sameinuðust í eitt stéttarfélag, Dagsbrún og Framsókn ­ stéttarfélag. Hverju hefur það skilað okkur? Í nýafstöðnum samningum kom skýrt í ljós ávinningur þess að standa saman í einu stóru, samheldnu stéttarfélagi. Meira

Minningargreinar

22. apríl 1998 | Minningargreinar | 329 orð

Aðólf Friðfinnsson

Þegar ég var lítill taldi ég víst að afi á Hringó væri mjög ríkur maður, hann átti jú Hringbraut 119 eins og hún lagði sig, að minnsta kosti í mínum huga. Seinna þegar ég vitkaðist örlítið meira áttaði ég mig á þeirri staðreynd að afi var húsvörður og átti auðvitað ekkert í þessu stóra húsi. En þrátt fyrir allt þetta var afi ríkur, bara í annarri merkingu þess orðs. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 30 orð

AÐÓLF FRIÐFINNSSON

AÐÓLF FRIÐFINNSSON Aðólf Friðfinnsson fæddist á Skriðu í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu 6. júlí 1911. Hann andaðist á Landspítalanum 27. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Árbæjarkirkju 3. apríl. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 443 orð

Anna Ágústsdóttir

Lífshlaupi stórbrotinnar konu er lokið. Sjálfri sér samkvæm allt til síðasta dags valdi hún sér stórhátíð til þess að kveðja á annan páskadag. Venjulegur mánudagur var of hversdagslegur fyrir þessa miklu baráttukonu sem gafst aldrei upp og var sjálfri sér lík fram í andlátið. Óbuguð, sjálfstæð og sterk, varð aldrei orða vant, lá ekki á skoðunum sínum. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 119 orð

Anna Ágústsdóttir

Elsku amma mín. Ég sakna þín svo mikið en gleðst með þér að þín heitasta ósk hafi ræst. Að fara til mömmu þinnar og pabba sem bíða eftir þér hjá guði. Alltaf sagðirðu mér hvað þig langaði að fara til mömmu þinnar en ég bað þig að fara ekki og þá byrjaðir þú að segja mér sögur, mörgum sinnum sömu sögurnar, Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 287 orð

ANNA ÁGÚSTSDÓTTIR

ANNA ÁGÚSTSDÓTTIR Anna Ágústsdóttir fæddist í Reykjavík 3. febrúar 1928. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Ágúst Guðjónsson frá Akranesi, uppalinn í Saltvík á Kjalarnesi, fæddur 29.8. 1899, dáinn 5.9. 1983, og kona hans Anna Jakobína Jónasdóttir frá Reykjum í Hrútafirði. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 715 orð

Ewald Berndsen

Einhvern tíma ungur maður las ég eða var sagt frá grafskrift. Mig minnir að legsteinn sá á leiði Sigurðar, föður séra Einars prófasts í Heydölum, þess er samdi sálminn "Nóttin var sú ágæt ein". Sigurður þessi var kennari og grafskrift hans var; "Öllum kom hann til nokkurs þroska". Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 29 orð

Ewald Berndsen

Ewald Berndsen Ewald Ellert Berndsen fæddist á Blönduósi 30. ágúst 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 16. apríl. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 173 orð

Ewald Berndsen

Ég sezt niður með söknuði og hlýju í hjarta að kveðja látinn vin. Mér fannst návist þín vera góð. Ég vildi nú, að þau skipti hefðu verið fleiri, sem ég fór með manninum mínum og borðaði pylsur á Ránargötunni. Þeir fundir voru upplýsandi og frá mörgu sagt í fróðlegum sögum um bæjarlífið áður fyrr. Þú sagðir skemmtilega frá því öllu. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 80 orð

Ewald Berndsen

Kær drengur er kvaddur. Lífið kenndi honum mikið sem hann miðlaði svo öðrum. Rétti hjálparhönd nauðstöddum. Ewald var glæsimenni og góðmenni sem reyndi mikla erfiðleika á lífsleiðinni og sigraðist svo á. Tók að sér hrakta menn, veitti þeim húsaskjól og aðhlynningu. Þar nutu þau sín hjónin. Hulda eiginkona hans var stoð og stytta. Hennar hjarta sló í takt við Ewald í gegnum lífið. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 216 orð

Guðmundur Aðalsteinn Sveinbjörnsson

Fóstri, eins og ég kallaði Guðmund frá átta ára aldri eða frá þeim tíma er hann og móðir mín Ísafold Helga gengu í hjónaband og reistu heimili á Njálsgötu 11, hefur nú verið kallaður til annarrar tilveru. Fóstri starfaði alla tíð eða frá unglingsárum til starfsloka hjá veiðarfæraverslun O. Ellingsen, fyrst sem sendisveinn og síðar sem verslunarstjóri. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 159 orð

Guðmundur Aðalsteinn Sveinbjörnsson

Ótal minningar streyma fram er ég frétti lát eins míns besta vinar og samstarfsmanns til margra ára Guðmundar Sveinbjörnssonar. Við vorum vinnufélagar hjá Verslun O. Ellingsen. Þar starfaði Guðmundur alla sína starfsævi. Hann byrjaði þar árið 1919, fyrst sem sendill, en stundaði síðan verslunarstörf og var verslunarstjóri. Hann lét af störfum árið 1985, þá kominn á níræðisaldur. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 113 orð

GUÐMUNDUR AÐALSTEINN SVEINBJÖRNSSON

GUÐMUNDUR AÐALSTEINN SVEINBJÖRNSSON Guðmundur Aðalsteinn Sveinbjörnsson fæddist í Reykjavík 22. júní 1905. Hann lést á Landakoti þriðjudaginn 14. apríl síðastliðinn. Móðir hans, Rannveig Gísladóttir, f. 27. maí 1869, d. 17. febrúar 1938, var úr Borgarfirði. Faðir hans var Sveinbjörn Ólafsson, f. 14. janúar 1866, d. 6. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 110 orð

Guðmundur Kr. Guðmundsson

Elsku afi minn, nú ert þú farinn yfir móðuna miklu. Sem betur fer leið ekki mjög langur tími frá því þú veiktist þar til þú fékkst hvíldina, því þetta voru erfiðir dagar bæði fyrir þig og okkur sem vöktum yfir þér undir það síðasta. En ég minnist þess þegar ég kom í heimsókn á Miðbrautina þegar þú sast við skrifborðið þitt, skoðaðir frímerki eða lagðir kapal. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 143 orð

Guðmundur Kr. Guðmundsson

Ég vil með nokkrum orðum minnast látins félaga. Það var fyrir nokkrum árum að ég kynntist Guðmundi þegar ég gekk í Félag frímerkjasafnara. Urðum við fljótt málkunnugir, enda var hann viðræðugóður og vingjarnlegur. Samskiptin urðu svo meiri með tímanum. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 623 orð

Guðmundur Kr. Guðmundsson

Þó rækilega sé minnt á dauðann í daglegu lífi okkar nútímafólks þá er eins og hann sé utan landhelgi okkar eigin tilfinningalífs. Í hversdagslífinu er hann mest dramatískt krydd í fréttum og kvikmyndum og er hann talsvert fjarskyldur þeim persónulega dauða sem við upplifum við fráfall nákomins vinar eða ættingja. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 245 orð

Jónas Egilsson

Það er svo margt sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa um afa. Hann var alltaf svo góður og hlýr, og núna þegar hann er fallinn frá koma upp minningarnar um allt það sem við brölluðum saman í sumarbústaðnum, heima í Árholti og hvar sem við vorum. Ég man t.d. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 398 orð

Jónas Egilsson

Jónas Egilsson helgaði Kaupfélagi Þingeyinga starfskrafta sína frá ungum aldri þar til að hann lét af störfum sakir aldurs. Hann stjórnaði ýmsum deildum félagsins, en lengst af sá hann um rekstur olíudeildar félagsins. Þar lágu leiðir okkar saman og hófust kynni okkar árið 1959 er ég hóf störf hjá Olíufélaginu hf. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 404 orð

Jónas Egilsson

Í dag kveðjum við afa í hinsta sinn. Á síðustu árum við dvöl okkar á Húsavík höfum við farið ófáar ferðirnar niður í Árholt til að smella kossi á afa og ömmu. Þessir kossar hafa haft þá merkingu að þakka fyrir samverustundirnar í ferðinni og segja að við sjáumst fljótlega aftur. Auðvitað er skrítið til þess að hugsa að eiga ekki eftir að verja meiri tíma með afa og ömmu saman. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 309 orð

Jónas Egilsson

Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum. Er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta. Úr dufti lætur spretta lífsins rós. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 938 orð

Jónas Egilsson

Við lygna breiðu Búðarár á Húsavík verður skarð í steinsteyptan vegg, þar sem áin fellur um og fram af brún og myndar foss. Ummerki frá þeim tíma þegar uppistöðulón var þarna gert laust fyrir 1920 þaðan sem vatn var síðan leitt um tréstokk til að knýja vélar til rafmagnsframleiðslu í litlu stöðvarhúsi framan í svokölluðum Stangarbakka. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 70 orð

Jónas Egilsson

Jónas Egilsson Dökkur skuggi á daginn fellur dimmir yfir landsbyggðina. Köldum hljómi klukkan gellur kveðjustund er milli vina. Fallinn dómur æðri anda aðstandendur setur hljóða. Kunningjarnir klökkir standa komið skarð í hópinn góða. Gangan með þér æviárin okkur líður seint úr minni. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 641 orð

Jónas Egilsson

Kveðja frá Lionsklúbbi Húsavíkur Það var annar í páskum. Tveir Lionsmenn ákváðu að fara í bíltúr, sér til ánægju, ­ aka út á Leiti og horfa yfir Skjálfandann í vestri, þar sem Kinnarfjöllin blasa við, Flatey og Grímsey sjást í fjarska, og í austri gnæfa Búrfellið og Gyðuhnjúkur, snæviþakin, þegar lengra er haldið út á Tjörnesið. Það var fagur vormorgunn á Húsavík. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 518 orð

Jónas Egilsson

Dauðinn er lækur, en lífið er strá, skjálfandi starir það straumfallið á. (M. Joch.) Þessar ljóðlínur leita einatt á hugann þegar dauðinn kveður dyra. Að morgni annars páskadags kom hann fyrirvaralaust og heimti til sín tengdaföður minn, Jónas Egilsson á Húsavík. Það gafst ekki ráðrúm til að kveðja, svo snöggt þaut ljárinn að þessu sinni. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 278 orð

JÓNAS EGILSSON

JÓNAS EGILSSON Jónas Egilsson fæddist í Hraunkoti í Aðaldal 17. ágúst 1923. Hann lést á heimili sínu Árholti á Húsavík hinn 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Egill Jónasson hagyrðingur á Húsavík og Sigfríður Kristinsdóttir húsmóðir, bæði látin. Systur Jónasar eru Þorgerður, f. 3. desember 1927, húsmóðir, búsett í Mývatnssveit, og Herdís, f. 18. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 304 orð

Nína Elísabet Einarsdóttir

Litla Nína Elísabeth er dáin. Sárt sakna ég hennar og minningarnar streyma fram. Hún Nína var alltaf svo kát og hress og heillaði fólk strax við fyrstu kynni. Geislandi brosið og lifandi augun sem könnuðu allt af mikilli forvitni og áhuga. Nína var þessi sterki persónuleiki sem geislaði af orku. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 262 orð

Nína Elísabeth Einarsdóttir

Lítill lækur rennur til sjávar, ekki vatnsmikill, leikur við strá og steina, tær og hreinn speglar hann sólargeislana. Ferð hans til sjávar er stutt en þeir sem staldra við sjá fegurðina og hreinleikann. Eins var með líf Nínu, það minnir á lækinn ­ skammt milli uppsprettu og óss. Hennar stutta lífsganga var full af fegurð. Persónuleiki hennar var heillandi. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 249 orð

Nína Elísabeth Einarsdóttir

Æ, ljúfi Jesú, lít til mín ég ligg í dufti særður. Í trúnni vil ég vitja þín svo verði ég endurnærður. Þú veist mitt stríð og veikan þrótt þú veist að til þín dag og nótt ég mæni í hjarta hrærður. Elsku Nína Elísabeth. Þá ert þú farin frá okkur en við eigum þó minninguna um þig sem við geymum. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 113 orð

Nína Elísabeth Einarsdóttir

Elsku Nína, við börnin á Björkinni viljum þakka þér fyrir samfylgdina þann tíma sem þú varst með okkur á leikskólanum. Við vitum að þú ert komin upp til Guðs og hefur það gott þar. Við munum að þegar þú varst hjá okkur fannst þér skemmtilegast að fara í kastalann. Við fórum oft með þér þangað til að renna. Við fengum oft að fara með þér og Ólínu á Bjarg í æfingar. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 142 orð

Nína Elísabeth Einarsdóttir

Ég veit um lind, sem ljóðar svo ljúft að raunir sofna, um lyf, sem læknar sárin og lætur sviðann dofna. Um lítið blóm, sem brosir svo blítt, að allir gleðjast. Um rödd, sem vekur vonir, þá vinir daprir kveðjast. Ég þekki gleði góða, sem græðir allt með varma og sælu, er svíkur aldrei, en sefar alla harma. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 42 orð

NÍNA ELÍSABETH EINARSDÓTTIR

NÍNA ELÍSABETH EINARSDÓTTIR Nína Elísabeth Einarsdóttir fæddist á Akureyri 3. maí 1991. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorgerður Þórisdóttir og Einar Geirdal. Útför Nínu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 215 orð

Ólafur Haraldsson

"Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið?" (Kahlil Gibran) Elsku Óli, nú þegar ég virði fyrir mér fallegt handbragð þitt á rammanum sem þú gerðir fyrir mig, kröfuhörðu tengdadótturina, hugsa ég til þín sem ert genginn inn í sólskinið. Ég er ein þessara lánsömu sem fékk upp í hendurnar yndislegasta tengdaföðurinn. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 345 orð

Ólafur Haraldsson

Gamall vinur minn leggur nú upp í langferð og með þessum orðum vil ég kveðja hann. Það er margt sem kemur upp í hugann er ég set þessar línur á blað til þess að minnast frænda míns og vinar, Ólafs Haraldssonar. Minningar um stundir, er áttum við saman í æsku, eru ofarlega í huga mér nú. Á æskuslóðunum á Tjörnum lékum við okkur ásamt systkinum okkar. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 566 orð

Ólafur Haraldsson

Sumir segja að hjónasvipur sé með fólki þegar tveir einstaklingar finna þann samhljóm, að svipbrigða og fass annars gætir hjá hinu. Í okkar huga er hjónasvipur það, sem var með Óla og Guðrúnu. Svo samrýnd og nátengd voru þau að jafnvel nöfn þeirra hljóma falskt aðskilin. Margar bestu minningar okkar úr æsku tengjast komu fjölskyldunnar úr Hafnarfirði í Miðey. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 599 orð

Ólafur Haraldsson

Stórt skarð hefur verið höggvið í frændgarð minn þar sem þrjú systkin móður minnar hafa látist á rúmlega hálfu ári. Fyrst fór Begga 24. ágúst sl., þá Siggi 28. janúar og nú Óli 12. apríl. Það er von mín og trú að nú séu þau öll saman á æðra sviði ásamt afa og ömmu, mömmu og Jónu og líði vel. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 311 orð

Ólafur Haraldsson

Vinur okkar og frændi, Ólafur Haraldsson, verður borinn til grafar í dag. Það var ekki í huga okkar þegar verið var að ráðgera ferðir og heimsóknir fyrir skömmu að þessi yrði reyndin. En það sýnir manni eins og svo oft áður að kínverska orðatiltækið "minnstu þess maður að það er áliðnara en þú heldur" er alltaf rétt og menn skyldu íhuga það oftar og fresta ekki stöðugt til morguns því sem hægt er Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 280 orð

Ólafur Haraldsson

Hann Óli frændi minn dó þegar þrestirnir boðuðu dagrenningu páskadags, stundarinnar þegar við kristnir menn fögnum upprisunni og þar með trúnni á eilíft líf. Fyrir nánustu aðstandendur er sú trú huggun í harmi. En söknuðurinn er mikill, því völundur og góðmenni er nú kvatt. Þau eru víða handverkin hans og vitna um mikið hugvit og einstakt verklag. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 512 orð

Ólafur Haraldsson

Hann Óli frændi er dáinn. Andlát hans kom á óvart en flestir reiknuðu með að hann myndi jafna sig á þeim veikindum sem byrjuðu í fyrra en leiddu að lokum til andláts hans. Síðustu dagana var mjög tvísýnt um líf hans en frændfólk og fjölskylda hélt í vonina um bata fram í það síðasta. Sú von brást og Óli kvaddi þennan heim að morgni páskadags. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 319 orð

ÓLAFUR HARALDSSON

ÓLAFUR HARALDSSON Ólafur Haraldsson, húsasmíðameistari í Hafnarfirði, fæddist á Tjörnum í Vestur-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu 16. janúar 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Haraldur Jónsson bóndi á Tjörnum og síðar í Miðey í Austur-Landeyjahreppi í Rangárvallasýslu, d. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 193 orð

Ragna Valgerður Sigfúsdóttir

Hún Ragna föðursystir okkar er dáin. Við minnumst hennar með söknuði. Ragna frænka var einstök. Hún var hógvær og nægjusöm, en alveg einstaklega gjafmild og góðhjörtuð. Hún gaf af lífi og sál. Hún var alltaf að gera eitthvað fyrir fjölskylduna, prjóna eða sauma á okkur systkinabörnin, og á aðventunni kom hún ávallt með eitthvað spennandi í poka frá jólasveininum. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 88 orð

RAGNA VALGERÐUR SIGFÚSDÓTTIR

RAGNA VALGERÐUR SIGFÚSDÓTTIR Ragna Valgerður Sigfúsdóttir fæddist á Þórunúpi í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu 30. nóvember 1920. Hún lést á Landspítalanum 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigfús Sigurðsson, skólastjóri, f. 24.1. 1892, d. 26.3. 1950, og Sigríður Anna Elísabet Nikulásdóttir, húsmóðir, f. 3.10. 1898, d. 12.7. 1963. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 422 orð

Sigríður Bjarnadóttir

Til mín berst angan af permanenti þegar ég hugsa til þín, elsku frænka. Þær voru ófáar ferðirnar sem ég fór með mömmu í heimsókn til þín á hárgreiðslustofuna sem þú varst með í Templarasundi þegar ég var lítil. Ferðirnar hafa verið færri nú í seinni tíð eftir að ég varð uppkominn og óháðari handleiðslu mömmu minnar, hennar litlu systur þinnar. Ég man samt alltaf eftir þessum ferðum niður í bæ. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 32 orð

SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR

SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR Sigríður Bjarnadóttir fæddist á Mýrarholti á Kjalarnesi 1. júlí 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 4. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 15. apríl. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 634 orð

Solveig Kristjánsdóttir

Okkur langar að kveðja elskulega ömmu okkar með fáeinum orðum. Á kveðjustundu koma margar minningar upp í hugann. Ferskastar í huga okkar eru þær sem tengjast heimsóknum til Akureyrar þar sem amma bjó ásamt Möggu frænku. Eftir fráfall afa héldu þessar tvær konur heimili í Vanabyggð 2b og þangað komum við eins oft og færi gafst. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 447 orð

Solveig Kristjánsdóttir

Gefðu, að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt, krossins orð þitt út breiði um landið hér, til heiðurs þér, helst mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýði og byggðum halda. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 398 orð

SOLVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR

SOLVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR Solveig Kristjánsdóttir fæddist á Ísafirði 1. maí, 1905. Hún lést á Elliheimilinu Grund 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Hans Jónsson, prentari og ritstjóri Vestra á Ísafirði, ættaður úr Dölum og frá Skógarströnd, f. 21. maí 1875, d. 27. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 549 orð

Sólveig Kristjánsdóttir

Hún "Solla mín" fermdist daginn sem ég fæddist og hefur síðan verið vinur minn í þess orðs stærstu og bestu merkingu. Fyrsta bréfið frá henni fékk ég þegar ég var tveggja ára. Síðan ég fór að draga til stafs höfum við skrifast á minnst árlega. Sólveig Kristjánsdóttir ­ Solla mín ­ eins og ég kallaði hana alltaf, var fædd á Ísafirði. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 552 orð

Sverrir Einarsson

Sá hefur gjarnan verið háttur okkar stærðfræðikennara í Menntaskólanum við Hamrahlíð að yrkja hvert öðru misjafnlega dýrt kveðnar vísur, allt frá kvæðabálkum á stórafmælum til glettinna vísukorna af lítilfjörlegri tilefnum. Vísuna hér að ofan fékk vinur okkar og félagi, Sverrir Einarsson, að skilnaði er hann fór í leyfi upp á Akranes þar sem hann kenndi haustið 1995. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 455 orð

Sverrir Einarsson

Sverrir Einarsson kom fyrst til starfa við Menntaskólann við Hamrahlíð árið 1979 er hann var ráðinn til að kenna stærðfræði. Hann var ráðinn áfangastjóri 1986 og konrektor 1990. Því starfi gengdi hann til 1995 en stundaði framhaldsnám í skólastjórnun í Svíþjóð veturinn 1992-93. Hann var tvisvar settur rektor í leyfi Örnólfs Thorlaciusar, 1990-91 og 1995. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 326 orð

Sverrir Einarsson

Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Það er með miklum trega sem við setjum þessi orð niður á blað, því okkar gamli bekkjarbróðir Sverrir S. Einarsson hefur nú kvatt þessa jarðvist. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 831 orð

Sverrir Einarsson

Það var rétt upp úr 1950 sem tveir strákhnokkar hittast að leik í móanum milli heimila þeirra á Selfossi. Þeir eiga heima við sitthvora götuna en á þessum tíma var byggðin dreifð og Selfoss aðeins fámennt sveitaþorp. Í minningunni var alltaf sumar og sól á þessum árum og strákarnir alltaf á stuttbuxum, skítugir upp fyrir haus, glaðir og sælir með lífið og tilveruna. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 375 orð

Sverrir Einarsson

Við Sverrir Einarsson kynntumst fyrir tæpum tveimur áratugum þegar hann hóf kennslu í stærðfræði í Menntaskólanum við Hamarhlíð. Síðar urðu þessi kynni nánari. Ég var rektor skólans hálfan annan áratug og helming þess tíma naut ég fulltingis Sverris í skólastjórn, þar sem hann var fyrst áfangastjóri en síðan lengst af konrektor. Hann stjórnaði skólanum í forföllum mínum veturinn 1990-91. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 858 orð

Sverrir Einarsson

Frá frumbernsku var Sissi hluti af lífi mínu. Freknóttur gullhnoðri og fáum mánuðum yngri. Mæður okkar voru systur. Þær höfðu ekki alist upp saman en sem fullorðnar konur ræktuðu þær vináttu sína af kærleik og alúð. Ótal lítil atvik eru geymd frá heimsóknum á Tryggvagötuna. Hversdagsleikinn var rofinn af ferðalagi í mjólkurbíl austur fyrir Fjall. Drjúgt ferðalag og við hæfi að gista. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 345 orð

Sverrir Einarsson

Á kveðjustundu æskuvinar og félaga, Sverris Sigurjóns Einarssonar, eða Sissa eins og við kölluðum hann alltaf, langar okkur að minnast hans í nokkrum orðum. Við ólumst upp við ákjósanleg skilyrði á Selfossi á bökkum Ölfusár, á sléttlendi Flóans með fjalla- hringinn allt í kring, þar sem Eyjafjallajökullinn, Þríhyrningur, Hekla og ekki síst Ingólfsfjallið okkar eru mest áberandi. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 439 orð

SVERRIR EINARSSON

SVERRIR EINARSSON Sverrir Sigurjón Einarsson fæddist á Selfossi 29. júlí 1948. Hann lést á heimili sínu, Drápuhlíð 40, Reykjavík, 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Helgadóttir, f. 6. maí 1921, d. 25. mars 1965, og Einar Sigurjónsson, fyrrum verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi, f. 11. júlí 1917. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 226 orð

Valdimar Pálsson

Fátt er börnum meira virði en að njóta góðrar handleiðslu í uppvextinum. Þar kemur góður kennari næst á eftir góðum foreldrum. Grímsnesingar, sem voru á skólaskyldualdri á fjórða áratug aldarinnar, áttu því láni að fagna að njóta kennslu Valdimars Pálssonar. Hann var hógvær og traustur maður og frábær kennari. Meira
22. apríl 1998 | Minningargreinar | 224 orð

VALDIMAR PÁLSSON

VALDIMAR PÁLSSON Valdimar Pálsson var fæddur á Galtalæk í Biskupstungum 24. maí 1905. Hann lést á Ljósheimum á Selfossi 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Bjarnason bóndi á Seljalandi í Fljótshverfi í V-Skaftafellssýslu, f. 2. nóv. 1877, d. 24. júní 1922, og Ragnhildur Ólafsdóttir, f. 25. nóv. 1868, d. 7. nóv. 1923. Meira

Viðskipti

22. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 254 orð

27 milljóna króna hagnaður á sl. ári

SLIPPSTÖÐIN hf. á Akureyri skilaði rúmlega 27 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári og er þetta fjórða árið í röð sem hagnaður verður af starfsemi fyrirtækisins að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Afkoman á síðasta ári er þó talsvert lakari en árið 1996, þegar hagnaðurinn nam tæpum 48 milljónum. Meira
22. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 134 orð

ÐHagkaup kaupir afgreiðslubúnað

HAGKAUP og Tæknival hf. undirrituðu nýlega samning um kaup á TEC afgreiðslubúnaði og Ebenezer verslunar- og afgreiðslukerfi. Samningurinn tekur til nýjustu verslunar Hagkaups við Smáratorg í Kópavogi og gildir út næsta ár en Hagkaup hefur möguleika á að láta hann gilda fyrir aðrar verslanir sínar á samningstímanum. Afgreiðslukerfið þróað hérlendis Meira
22. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 303 orð

Heimamönnum boðið að gerast stofnfjáraðilar

ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina Sparisjóð Vestur-Húnavatnssýslu á Hvammstanga og Sparisjóð Hrútfirðinga á Borðeyri. Sameining miðast við síðustu áramót og mun sparisjóðurinn heita Sparisjóður Húnaþings og Stranda. Páll Sigurðsson sparisjóðsstjóri á Hvammstanga er sparisjóðsstjóri nýja sparisjóðsins. Meira
22. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 85 orð

Intel kynnir nýjustu örgjörvana

INTEL Corp. hefur kynnt hraðvirkustu Pentium-gjörvana til þessa og Celeron- kubba í ódýrar einkatölvur. Nýju Pentium II-gjörvarnir kosta 621 dollara og 824 dollara. Þeir eru ætlaðir bæði fyrirtækja- og heimilistölvum og auka meðal annars hæfni Windows 98, sem von er á í júní. Meira

Fastir þættir

22. apríl 1998 | Dagbók | 3299 orð

APÓTEK

»»» Meira
22. apríl 1998 | Í dag | 71 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudagi

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 22. apríl, verður níræð Soffía Sigurðardóttir frá Njálsstöðum til heimilis á Hnitbjörgum, Blönduósi. ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 22. apríl, verður fimmtug Hildur Jónsdóttir, Melabraut 52, Seltjarnarnesi. Meira
22. apríl 1998 | Fastir þættir | 147 orð

Guðspjall dagsins: Ég er góði hirðirinn. (Jóh. 10)

Guðspjall dagsins: Ég er góði hirðirinn. (Jóh. 10) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. HRAFNISTA: Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Skátamessa kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Fermingarmessa kl. 11. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. Meira
22. apríl 1998 | Fastir þættir | 742 orð

Leiklist fyrir eyrun Það má merkilegt heita að það vekur undantekningarlítið enga athygli þó verið sé að frumflytja nýtt

Á fimmtudag í síðustu viku voru Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu. Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru veitt en þeim er úthlutað annað hvert ár. Verðlaunin féllu í skaut Leiklistardeild Norska Ríkisútvarpsins fyrir upptöku á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen. Meira
22. apríl 1998 | Fastir þættir | 598 orð

Paul Chemla varð hlutskarpastur

52 bridsmeistarar kepptu í opnum flokki á heimsmeistaramótinu í einmenningi um helgina og 28 konur í kvennaflokki. JÓN Baldursson var meðal 52 þátttakenda á Generali Masters einmenningsmótinu um helgina, en þetta mót er haldið undir hatti Alþjóðabridssambandsins og er því heimsmeistaramót í þessu keppnisformi. Meira
22. apríl 1998 | Dagbók | 657 orð

Reykjavíkurhöfn: Maersk Bothnia og Santa Isabell

Reykjavíkurhöfn: Maersk Bothnia og Santa Isabell komu í gær. Klakkur kom og fór í gær. Reykjafoss fór í gær. Hansiwall, og Lagarfoss koma í dag.Irena Artica kemur og fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Anglian Earl og Polarstar komu í gær. Meira
22. apríl 1998 | Fastir þættir | 472 orð

Safnaðarstarf Blómamessa í Víðistaðakirkju

EINS og undanfarin ár verður blómamessa í Víðistaðakirkju á sumardaginn fyrsta kl. 14. Messan er haldin með aðstoð Blómamiðstöðvarinnar og blómabúðarinnar Daggar sem leggja til blómin og sjá um skreytingar. Í guðsþjónustunni mun kvartettinn Viri cantantes syngja, einsöngvararnir Benedikt Ingólfsson og Ólafur E. Meira
22. apríl 1998 | Fastir þættir | 634 orð

(fyrirsögn vantar)

Ferming í Árbæjarkirkju 23 apríl kl. 11.00. Prestar: sr. Guðmundur Þorsteinsson og Þór Hauksson. Fermd verða: Aldís Gyða Davíðsdóttir, Þverási 41. Anna Bryndís Einarsdóttir, Fjarðarási 13. Elísabet Eydís Leósdóttir, Þykkvabær 9. Fjóla Dögg Halldórsdóttir, Bröndukvísl 21. Helga Júlía Vilhjálmsdóttir, Hraunbæ 34. Meira

Íþróttir

22. apríl 1998 | Íþróttir | 22 orð

Aðalfundur SH

FÉLAGSLÍFAðalfundur SH Aðalfundur Sundfélags Hafnarfjarðar, SH, verður haldinn í Vitanum, Hafnarfirði, fimmtudaginn 30. arpíl kl. 18. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum verður uppskeruhátíð félagsins. Meira
22. apríl 1998 | Íþróttir | 422 orð

Áhangendur AEK voru til vandræða

Ítalska liðið Kinder Bologna og gríska liðið AEK leika til úrslita í Evrópumeistarakeppni félagsliða í körfuknattleik á morgun, en liðin sigruðu í undanúrslitum í Barcelona í gærkvöldi. Kinder vann Partizan frá Belgrað í Júgóslavíu 83:61 en gríska liðið tók ítalska liðið Benetton Treviso 69:66. Meira
22. apríl 1998 | Íþróttir | 66 orð

Bjarni þjálfari hjá kvennalandsliðunum

BJARNi Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið ráðinn markmannsþjálfari kvennalandsliðanna. Fyrsta verkefni hans verður í tengslum við Bandaríkjaferð A-landsliðsins og verður hann Vöndu Sigurgeirsdóttur landsliðsþjálfara þar innan handar en síðan taka við mikilvægir leikir í riðlakeppni HM. Ungmennaliðið (U- 21) tekur m.a. Meira
22. apríl 1998 | Íþróttir | 82 orð

Fjórða sæti varð niðurstaðan

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í blaki hafnaði í 4. sæti af átta liðum í Evrópumóti C-kvennaliða í Liechtenstein sem lauk um helgina. Í síðasta leiknum á mótinu tapaði Ísland fyrir liði San Marínó í leik um fjórða sæti, 3:0, 15:11, 15:8, 15:8. Meira
22. apríl 1998 | Íþróttir | 114 orð

Íshokkí

NHL-deildin Vancouver - Calgary2:4 Carolina - Washington3:4 Colorado - Detroit4:3 Dallas - Chicago3:1 Los Angeles - Anaheim1:4 Philadelphia - NY Rangers1:2 Pittsburgh - Boston5:2 New Jersey - NY Islanders1:2 Phoenix - St. Meira
22. apríl 1998 | Íþróttir | 112 orð

ÍSHOKKÍSA meistari áttunda árið í röð

SKAUTAFÉLAG Akureyrar sigraði með glæsibrag á Íslandsmótinu í íshokkí sem lauk í fyrrakvöld þegar SA vann ÍBR 11:3 í þriðja úrslitaleik liðanna um titilinn á skautasvellinu í Laugardal. SA vann 7:6 eftir framlengdan leik í fyrstu viðureigninni og svo 9:5. Meira
22. apríl 1998 | Íþróttir | 135 orð

Íslendingar geta farið að tryggja sér miða á HM

Íslendingar geta farið að tryggja sér miða á HM KLUKKAN sex árdegis í dag hefst sala á þeim 110.000 miðum sem eftir eru á leiki Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í Frakklandi í sumar. Um er að ræða miða á leiki 1. umferðar nema fyrsta leikinn og 16 liða úrslit. Meira
22. apríl 1998 | Íþróttir | 261 orð

Jordanstiga-kóngurMIC

MICHAEL Jordan hjá Chicago varð stigakóngur NBA- deildarinnar enn eitt árið. Hann skoraði 44 stig gegn New York á laugardag, þar af 22 úr vítaskotum. Jordan skoraði 28,7 stig að meðaltali í leikjum vetrarins en Shaquille O'Neal hjá Los Angeles Lakers, sem skoraði 33 stig gegn Utah á sunnudag, varð annar með 28,3 stig að meðaltali. Meira
22. apríl 1998 | Íþróttir | 111 orð

Jón endurkjörinn formaður JÓN M. Ív

JÓN M. Ívarsson var endurkjörinn formaður Glímusambands Íslands á þingi þess um helgina í Reykjavík. Meðal stefnumála bar hæst aukna þátttöku kvenna og unglinga í glímu. Ársvelta sambandsins var 2,6 milljónir og rekstrarhagnaður var 240 þúsund. Hjálmur Sigurðsson gekk nú úr stjórn eftir að hafa gegnt störfum gjaldkera í 17 ár samfleytt. Kosið var um fjóra menn í stjórn en fimm buðu sig fram. Meira
22. apríl 1998 | Íþróttir | 71 orð

KÖRFUKNATTLEIKURMikil barátta í Barcelon

ÍTALSKA liðið Kinder Bologna og gríska liðið AEK leika til úrslita í Evrópumeistarakeppni félagsliða í körfuknattleik á morgun, en liðin sigruðu í undanúrslitum í Barcelona í gærkvöldi. Kinder vann Partizan frá Belgrað í Júgóslavíu 83:61 en gríska liðið tók ítalska liðið Benetton Treviso 69:66. Meira
22. apríl 1998 | Íþróttir | 442 orð

Leik eins og áður en ábyrgðin meiri

Pétur Marteinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur slegið í gegn með Hammarby nú í byrjun sænska keppnistímabilsins. Hammarby vann sig upp í efstu deild í fyrra og byrjaði með látum ­ vann Arnór Guðjohnsen og samherja í Örebro 3:1, Meira
22. apríl 1998 | Íþróttir | 760 orð

PETER Schmeichel er ekki eins slæmur í

PETER Schmeichel er ekki eins slæmur í lærvöðva og talið var en markvörðurinn vonast til að geta leikið með Dönum á móti Norðmönnum í kvöld. EBBE Sand, markakóngurinn frá Bröndby, leikur líklega fyrsta landsleik sinn fyrir Dani. Meira
22. apríl 1998 | Íþróttir | 568 orð

Skarphéðinn vann fjórfalt

Sunnlendingar voru sigursælir í Sveitaglímu Íslands sem var haldin á Laugarvatni um helgina. Þeir sigruðu í fjórum af sjö keppnisflokkum og kepptu til úrslita í öllum flokkum. Breiddin er mest hjá Skarphéðinsmönnum en næstir komu Þingeyingar sem sigruðu í tveimur flokkum og KR-ingar stóðu efstir einu sinni. Meira
22. apríl 1998 | Íþróttir | 330 orð

Tveir nýliðar valdir íBandaríkjaferðina

Tveir nýliðar, Þóra Helgadóttir úr Breiðabliki og Laufey Ólafsdóttir úr Val, eru í 16 manna landsliðshópnum sem Vanda Sigurgeirsdóttir valdi fyrir æfingaferð liðsins til Bandaríkjanna í byrjun maí en þá verða leiknir tveir vináttuleikir við ólympíumeistara Bandaríkjanna. Íslenski hópurinn fer út 5. maí en leikur í Indianapolis 8. maí og í Betlehem tveimur dögum síðar. Meira
22. apríl 1998 | Íþróttir | 499 orð

Utah varð deildarmeistari

DEILDARKEPPNINNI sjálfri í bandarísku atvinnumannadeildinni í körfuknattleik, NBA, lauk um helgina og úrslitakeppnin hefst á morgun, fimmtudag. Utah Jazz var með besta árangur allra liða og byrjar því ávallt heima í leikseríum sínum. Chicago verður að teljast sigurstranglegasta liðið, en margt getur gerst á næstu vikum. Meira

Úr verinu

22. apríl 1998 | Úr verinu | 154 orð

Fiskafli með minnsta móti

FISKAFLINN er nú með minnsta móti, þegar borin eru saman síðastliðin fimm ár. Gildir það jafnt um almanaksárið og fiskveiðiárið, sem hefst fyrsta september. Um er að ræða samdrátt í veiðum á nánast öllum fiskitegundum, en þorskafli er þó heldur á uppleið með auknum kvóta. Aflinn á þessu fiskveiðiári, það er til loka marzmánaðar, var aðeins 957. Meira
22. apríl 1998 | Úr verinu | 756 orð

Fiskveiðar skal byggja á vísindalegum grunni

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út umhverfisyfirlýsingu er varðar nýtingu auðlinda hafsins. Þar er mörkuð stefna í veiðum á nálægum og fjarlægum miðum, rannsóknum, mengun og viðskiptum. Yfirlýsingin fer í heild hér á eftir: Í sjávarútvegsráðuneytinu er stefnt að því að nýting auðlinda hafsins sé sjálfbær, og byggt sé á bestu tiltækum vísindalegum rökum þegar ákvarðanir eru teknar. Meira
22. apríl 1998 | Úr verinu | 192 orð

Hunangsgljáð grásleppa

GRÁSLEPPUVERTÍÐ stendur nú sem hæst og því er ekki úr vegi að birta uppskrift af grásleppurétti. Grásleppan er veidd á tímabilinu mars til ágúst allt frá suðvesturhorninu, norður fyrir land og austur á firði. Áður fyrr var grásleppan öll nýtt. Hún var söltuð, látin síga, hrogn hennar notuð til ostagerðar og hveljan til skógerðar. Meira
22. apríl 1998 | Úr verinu | 1459 orð

Hvað er átt við með sjálfbærum veiðum? Það hljómar vel að tala um sjálfbærar fiskveiðar, en viðmiðunin er ekki ljós, eins og

"VÆRUM við hér að ræða sjálfbærar fiskveiðar, ef ekki væri vegna þrýstings náttúrusamtaka?" Spurningin vaknaði eftir að hafa hlustað á umræður á ráðstefnu Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbærar fiskveiðar. Meira
22. apríl 1998 | Úr verinu | 73 orð

Kvótinn þrefaldaður

STJÓRNVÖLD í Namibíu hafa þrefaldað lýsingskvótann á þessu ári. Í stað þess að leyfa 50.000 tonna afla verður nú heimilt að taka um 150.000 tonn. Ákvörðun þessi er tekin á grunni rannsókna, sem sýna að veiðistofninn hefur vaxið verulega og nýliðun er jafnframt góð. Þrátt fyrir það er áframhaldandi varkárni talin nauðsynleg til að tryggja uppbyggingu stofnins. Meira
22. apríl 1998 | Úr verinu | 440 orð

Lífleg þorskveiði

BÁTAR frá Ólafsvík og Þorlákshöfn hafa fengið góðan þorskafla eftir að hrygningarfriðun lauk um helgina. Veiði hefur farið stirðlegar af stað frá Sandgerði. Bræluskítur Jóna Engilbertsdóttir hafnarvörður í Þorlákshöfn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að veiði hefði byrjað vel. Meira
22. apríl 1998 | Úr verinu | 265 orð

Mikill aflasamdráttur á Flæmska hattinum

RÆKJUAFLI á Flæmska hattinum í fyrra varð aðeins innan við helmingur þess sem veiddist ári áður. Aflinn í fyrra varð ennfremur sá minnsti á einu ári allt frá árinu 1993 samkvæmt upplýsingum frá NAFO, Fiskveiðinefnd Norðvestur- Atlantshafsins. Meira
22. apríl 1998 | Úr verinu | 215 orð

Mjög góð grálúðuveiði

"ÞETTA er það besta sem við höfum lent í þessi tvö ár sem við höfum verið að veiða grálúðu þarna. Þetta var 16 daga túr og við vorum að landa rúmlega 190 tonnum," sagði Hörður Guðmundsson, skipstjóri á Þorsteini EA, í samtali við Morgunblaðið á meðan verið var að landa úr skipinu í Reykjavíkurhöfn. Meira
22. apríl 1998 | Úr verinu | 818 orð

Nútíminn gerir auknar kröfur til starfsfólks

ÞAÐ SEM helst hefur staðið í vegi fyrir þróun starfsmenntunar á sviði sjávarútvegs eru neikvæð viðhorf til starfsmenntunar hjá fólki í menntakerfinu og í sjávarútvegi og einnig litlar eða engar kröfur sjávarútvegsins til menntaðs starfsfólks. Þetta kom fram í erindi Helga M. Meira
22. apríl 1998 | Úr verinu | 454 orð

Situr ekki auðum höndum

KJARTAN Valdimarsson, skipstjóri á rækjuskipinu Guðmundi Péturs ÍS 45 undanfarin tvö ár, segir í nýjasta fréttabréfi Básafells hf. að vel hafi gengið á rækjunni í vetur og veiðst hafi um 150 tonn frá áramótum þrátt fyrir fimmtán daga stopp vegna bilunar í spili. Meira
22. apríl 1998 | Úr verinu | 197 orð

Sveiflur á fiskverðinu

VERÐ á botnfiski í Bandaríkjunum hefur farið hækkandi að undanförnu. Skýringin er fyrst og fremst minnkandi framboð, bæði frá Íslandi vegna verkfalla og úr Barentshafi vegna slakra aflabragða. Þetta hefur svo einnig leitt til þess að verð á Rússafiski til framhaldsvinnslu hefur hækkað, vegna aukinnar eftirspurnar og minna framboðs. Meira
22. apríl 1998 | Úr verinu | 967 orð

Þátttaka í sýningum er talin forsenda árangurs í útflutningi Norður-evrópskur markaður gerir mestar gæðakröfur

ALLS tóku 360 fyrirtæki þátt í alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Fishing '98 sem fram fór í Glasgow í Skotlandi dagana 19.-21. mars sl. Þar af voru 102 fyrirtæki utan Bretlandseyja, en fá fyrirtæki önnur en evrópsk voru þátttakendur. Sérstakir þjóðarbásar voru settir upp á vegum Norðmanna, Íra, Dana, Hollendinga, Færeyinga og Spánverja. Meira
22. apríl 1998 | Úr verinu | 695 orð

Þerney með 550 tonn af Hryggnum

FRYSTITOGARINN Þerney RE, eitt þriggja skipa Granda sem verið hafa við úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg síðan fyrir páska, kom með fyrsta farminn til löndunar í Reykjavík í gær. Togarinn landaði samtals 550 tonnum af fiski upp úr sjó að aflaverðmæti um 45 milljónir króna eftir 24 daga veiðiferð og var uppistaða aflans úthafskarfi, en auk hans var í aflanum sambland af öðrum tegundum. Meira

Barnablað

22. apríl 1998 | Barnablað | 72 orð

GLEÐILEGT SUMAR!

Á MORGUN er sumardagurinn fyrsti og fólki fjölgar utandyra með hækkandi sól og auknum lofthita. Vonandi hefur þekktur fylgikvilli vetrarkuldans, nasakvef, ekki haft jafn afgerandi áhrif á nokkurt ykkar og karlinn með hattinn á myndinni. Það sem við skulum gera er að kveðja vetur konung með virktum og fagna sumri með hýrri há eins og allir á myndinni. Meira
22. apríl 1998 | Barnablað | 27 orð

Hvað er geitin gömul?

Hvað er geitin gömul? LEGGIÐ saman tölurnar á milli 0 og 8 og útkoman segir til um aldur geitarinnar. Lausnin: Geitin er þrjátíu og fimm ára gömul. Meira
22. apríl 1998 | Barnablað | 41 orð

Jibbí, sumarmynd - förum í ferðalag

ÞESSA mynd teiknaði Fjóla Lind Sigurðardóttir, 5 ára, Laufengi 25, 112 Reykjavík. Sem sjá má á fullum farangursgrindum bílanna er þetta sumarmynd. Það er kominn ferðahugur í Íslendinginn, það er jafn árvisst og koma farfuglanna. Meira
22. apríl 1998 | Barnablað | 34 orð

Nú er það svart

Nú er það svart EITT númeruðu stykkjanna hefur verið litað svart og stækkað og sett til hliðar við myndina. Hvaða stykki er um að ræða? Lausnin: Það stykkjanna sem merkt er þrjátíu og einn. Meira
22. apríl 1998 | Barnablað | 49 orð

Teninga- og teiknispil

LEGGIÐ teikninguna á borðið á milli tveggja keppenda. Leikurinn felst í því að þátttakendur skiptast á að kasta teningi og þeir draga strik á milli jafn margra punkta og teningurinn segir til um. Sá vinnur sem fyrr dregur strik á milli allra punktanna á sinni mynd. Meira
22. apríl 1998 | Barnablað | 12 orð

(fyrirsögn vantar)

22. apríl 1998 | Barnablað | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.