Greinar miðvikudaginn 27. maí 1998

Forsíða

27. maí 1998 | Forsíða | 300 orð

Heittrúaðir múslimar handteknir

LÖGREGLA réðst til atlögu gegn meintum skæruliðum bókstafstrúaðra múslíma í fimm Evrópulöndum í gær. Þetta var sameiginlegt átak yfirvalda vegna fyrirhugaðs Heimsmeistaramóts í knattspyrnu (HM), sem hefst í Frakklandi 10. júní og stendur í rúman mánuð. Rúmlega 60 manns voru handteknir í lögregluaðgerðunum. Meira
27. maí 1998 | Forsíða | 136 orð

Ísraelsstjórn ekki viðræðuhæf

MANUEL Marin, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ESB, segir í viðtali við ísraelska dagblaðið Haaretz í gær, að enginn grundvöllur sé lengur fyrir viðræðum við Ísraelsstjórn. Sakar hann Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, um að loka öllum smugum fyrir frið í Miðausturlöndum. Meira
27. maí 1998 | Forsíða | 105 orð

Jeltsín fellst á niðurskurð

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, samþykkti í gær áætlanir ríkisstjórnarinnar um aðhald og niðurskurð í ríkisrekstrinum en með þeim á að reyna að koma í veg fyrir áframhaldandi hrun í efnahagslífinu. Meira
27. maí 1998 | Forsíða | 358 orð

Nei-fylkingin virðist eflast

ANDSTAÐA við Amsterdam-sáttmálann virðist fara vaxandi í Danmörku nú síðustu sólarhringana fyrir atkvæðagreiðsluna á morgun. Stuðningsmenn sáttmálans hafa raunar meirihluta samkvæmt skoðanakönnunum en margir telja, að saman sé að draga með fylkingunum. Meira
27. maí 1998 | Forsíða | 105 orð

Reuters Sneru baki í Akihito

AKIHITO, keisari Japans, er í opinberri heimsókn í Bretlandi og sat í gær veislu, sem ríkisstjórnin og Elísabet drottning héldu honum til heiðurs. Þar lýsti hann samúð sinni með þeim, sem liðið hefðu þjáningar í heimsstyrjöldinni síðari. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafði skorað á þá landa sína, sem voru í fangabúðum Japana, að bjóða Akihito velkominn en þeir urðu ekki við því. Meira

Fréttir

27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 372 orð

7.672 kjósendur strikuðu Hrannar út

YFIRKJÖRSTJÓRN í Reykjavík hefur farið nánar yfir breytta lista í borgarstjórnarkosningunum sem fram fóru um síðustu helgi. Niðurstaðan er þó einungis gróf mynd af útkomunni því fara á nánar yfir seðlana og gera frekari útreikninga á breyttum seðlum. Sem kunnugt er var óvenju mikið um að strikað væri yfir nöfn á framboðslistum í ár og þá aðallega af lista R-listans. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Aðalfundur Samfoks

AÐALFUNDUR Samfoks verður haldinn kl. 17 miðvikudaginn 27. maí í Háteigsskóla. Björn Bjarnason menntamálaráðherra flytur erindi um umræður um nýja skólastefnu og áhrif foreldra á skólastarfið. Venjuleg aðalfundarstörf, umræður og önnur mál. Aðalfundur Samfoks er boðaður sérstaklega formönnum og stjórnum foreldrafélaga og til fulltrúa í foreldraráðum. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Aðalfundur Samtaka um kvennaathvarf

AÐALFUNDUR Samtaka um kvennaathvarf verður haldinn í Litlu-Brekku, Bankastræti 2, fimmtudaginn 28. maí kl. 18. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður sagt frá Norvold, sem er norrænt samstarf um rannsóknir á ofbeldi og heilsufarslegum afleiðingum þess. NORVOLD er þriggja ára verkefni og stutt af Norrænu ráðherranefndinni. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Aðalfundur Umsjónarfélags einhverfra

AÐALFUNDUR Umsjónarfélags einhverfra verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 27. mars, kl. 20, í sal Þroskahjálpar á Suðurlandsbraut 22. Umsjónarfélag einhverfra hefur opnað heimasíðu. Heimasíðan er enn í mótun og eru allar hugmyndir og efni vel þegið. Eiríkur Ingibergsson, félagsmaður og foreldri, hefur haft veg og vanda af gerð síðunnar. Slóðin er: http: //www.itn. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 461 orð

Aldurstengd öflun réttinda í undirbúningi

TVEIR af stærstu lífeyrissjóðum landsins, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Samvinnulífeyrissjóðurinn, eru með í undirbúningi eða hafa ákveðið að taka upp aldurstengda öflun réttinda í sjóðunum, en í slíku kerfi eru þau réttindi sem menn vinna sér inn mismunandi eftir aldri og háð því hve iðgjöld sjóðfélaga eiga eftir að ávaxtast lengi áður en ellilífeyristaka hefst. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Bankaráðið fær álitsgerð Jóns Steinars á næstu dögum

ÁLITSGERÐ, sem bankaráð Landsbanka Íslands fól Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl. að gera um starfslok bankastjóranna þriggja sem sögðu upp störfum í síðasta mánuði, er væntanleg í þessari viku. Jón Steinar sagði að bankaráðið fengi hana í hendur á næstu dögum og taldi hann víst að ráðið myndi fjalla um hana mjög fljótlega. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Blindrafélagið fær lesvél

LIONSKLÚBBURINN Víðarr færði Blindrafélaginu Xerox-lesvél að gjöf hinn 13. maí sl. í tilefni af 15 ára afmæli klúbbsins. Það var Jón Briem, formaður Lionsklúbbsins, sem afhenti Helga Hjörvar, formanni Blindrafélagsins, gjöfina. Lesvélin er einföld í notkun. Í hana er sett blað eða bók eins og um ljósritunavél sé að ræða. Lesvélin skimar textann og les hann síðan upphátt. Meira
27. maí 1998 | Landsbyggðin | 207 orð

Búnaðarbankinn á Selfossi í nýtt húsnæði

Selfossi-Búnaðarbankinn á Selfossi tók í notkun nýja viðbygginu á dögunum. Nýja viðbyggingin er 208 fm á tveimur hæðum. Neðri hæðina mun bankinn nota undir starfsemi sína en sú efri mun verða leigð út til þjónustustarfsemi. Meira
27. maí 1998 | Landsbyggðin | 191 orð

Dagur aldraðra á Tálknafirði

Tálknafirði-Á uppstigningardag komu eldri borgarar úr Vestur-Barðastrandarsýslu saman á Tálknafirði sér til upplyftingar og til að ljúka vetarstarfinu. Tilefnið var að dagurinn var tileinkaður öldruðum og kirkjustarfi aldraðra. Meira
27. maí 1998 | Erlendar fréttir | 184 orð

Dræm aðsókn að heimssýningunni

AÐSÓKNIN að heimssýningunni í Lissabon, "Expo 1998", hefur verið dræm og aðeins um fimmtungur þess sem búist hafði verið við. Frá því heimssýningin var sett á föstudag hafa gestirnir verið um 20.000 á dag, en því hafði verið spáð að þeir yrðu 100­150.000 á dag. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

ÐHlutabréf hækka við aukningu kvóta

TALSVERT bar á viðskiptum með hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum á Verðbréfaþingi Íslands í gær í kjölfar frétta af tillögum Hafrannsóknastofnunar um 32 þúsund tonna hækkun á aflahámarki í þorski á næsta fiskveiðiári. Heildarviðskipti dagsins voru upp á 1.486 milljónir króna, þar af námu viðskipti með hlutabréf alls 118 m.kr. Mest var verslað með bréf í Samherja eða fyrir 34 m.kr. Meira
27. maí 1998 | Landsbyggðin | 177 orð

Eldri borgarar á Húsavík

Húsavík-Félag eldri borgara á Húsavík hefur starfað ötullega og lauk vetrarstarfsemi sinni með góugleði nú nýlega. Þar skemmti kór aldraðra undir stjórn Benedikts Helgasonar og undirleik Bjargar Friðriksdóttur. Kórinn skipa um 30 eldri borgarar og hagyrðingar úr hópi aldraðra létu kviðlinga fjúka. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 485 orð

Elsta hús landsins gert upp

Á KELDUM í Rangárvallasýslu stendur elsta hús landsins. Það er sá hluti gamla bæjarins sem kallast skáli og mun hann vera frá miðöldum. Viðgerð bæjarins hófst í síðustu viku en stefnt er að því að gera hann upp á næstu tveimur árum. Meira
27. maí 1998 | Erlendar fréttir | 217 orð

Endurbótum á Sfinxinum lokið

ReutersEGYPTAR fögnuðu í fyrrakvöld því að lokið hefur verið við að fríska upp á útlit Sfinxsins fræga. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, var gestgjafi í glæsilegri veislu við pýramídana í Giza þar sem m.a. var rakin saga þessarar 4500 ára gömlu styttu sem líkist að hálfu leyti manni og að hálfu leyti ketti. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 327 orð

Enskukunnátta mjög mismunandi

VESTFIRÐIRNIR komu betur út í samræmdum prófum 10. bekkjar grunnskólanna í ár en oft áður. Þetta kom fram í samtali Amalíu Björnsdóttur, deildarstjóra hjá Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála, við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Fjallað um íslenska skálann í sjónvarpi

UIC, önnur stærsta sjónvarpsstöðin í Portúgal, fjallaði um heimssýninguna í Portúgal um helgina. Í umfjöllun sjónvarpsstöðvarinnar kom fram að íslenski skálinn væri einn af þremur athyglisverðustu skálum sýningarinnar. Hinir eru skálar Kína og Seychelles eyja. Sjónvarpsstöðin hvatti gesti sýningarinnar til að gera sér ferð í íslenska skálann. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð

Fjölbrautaskólinn við Ármúla 123 nemendur útsk

BRAUTSKRÁNING nemenda úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla fór fram síðastliðinn laugardag í Langholtskirkju. Sölvi Sveinsson skólameistari setti athöfnina og stjórnaði henni. Alls útskrifuðust 123 nemendur. Þar af útskrifuðust 53 með stúdentspróf, 54 af starfsmenntabrautum og 16 starfandi sjúkraliðar luku einnar annar framhaldsnámi í hjúkrun aldraðra og félagslegri liðveislu. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 159 orð

Foreldrar auki samskipti við börn

AÐALFUNDUR Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa sem haldinn var á Hornafirði 16. maí sl. sendi frá sér svohljóðandi ályktun um forvarnir: "Aðalfundur félagsins vill beina þeirri áskorun til foreldra og forráðamanna unglinga að þeir reyni eftir fremsta megni að auka samskipti sín við börn sín. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 75 orð

Forseti Rúmeníu á Íslandi

FORSETI Rúmeníu, Emil Constantinescu, lenti á Keflavíkurflugvelli á sunnudag og staldraði þar við í rúma klukkustund. Forsetinn var á leið til Kanada í opinbera heimsókn og lenti Boeing 737 þota hans í Keflavík til að taka eldsneyti. Meira
27. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 175 orð

Frjómælingar hafnar

FRJÓTALNINGAR og frjómælingar hófust nýlega á Akureyri, en slíkar mælingar hafa verið stundaðar um árabil í Reykjavík. Þær hafa mikla þýðingu fyrir þá sem hafa frjóofnæmi, en þær veita upplýsingar um það tímabil sem frjókorn eru í lofti og ennfremur hvaða tegund er um að ræða á hverjum tíma. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Fyrirlestur um olíudreifingu á Íslandi

GARÐAR Þorvarðsson flytur fyrirlestur um meistaraprófsritgerð sína í stærðfræði "Bestun olíudreifingar um Ísland" fimmtudaginn 28. maí. Fyrirlesturinn verður í stofu V-158 í húsi Verkfræði- og raunvísindadeilda HÍ og hefst kl. 16:15. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Gekk í þrjár tíma ökklabrotinn

ÞRÖSTUR Brynjólfsson, yfirlögregluþjónn í Árnessýslu, gekk til bæjar í rúmar þrjár klukkustundir eftir að hafa þríbrotnað á ökkla síðdegis í gær. Þröstur var einn á ferð fyrir ofan Gljúfur í Ölfusi þegar slysið vildi til. Hann var að vaða yfir læk í djúpu gljúfri þegar hann hrasaði með þeim afleiðingum að fóturinn festist og kubbaðist illa sundur um ökklann. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Gengið með strönd Kjalarness

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð með strönd Kjalarness við norðanverðan Kollafjörð í kvöld, miðvikudagskvöldið 26. maí. Mæting kl. 20 hjá akkerinu við Hafnarhúsið, austanvert. Þaðan verður farið niður á fræðslutorgið á Miðbakka og í rútu upp á Kjalarnes. Gangan sjálf hefst við Fólkvang á Kjalarnesi kl. 20.40. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 631 orð

Getur styrkt stöðuna á Norður-Ameríkumarkaði Viðræður EFTA og Kanada um fyrirhugaðan fríverzlunarsamning hófust í Reykjavík í

KÖNNUNARVIÐRÆÐUR um fyrirhugaðan fríverzlunarsamning ríkja Fríverzlunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Kanada hófust í Reykjavík í gær. Þetta er fyrsti sameiginlegi fundur samninganefnda ríkjanna en formlegar viðræður eru enn ekki hafnar, þar sem samninganefndir Noregs, Sviss og Liechtenstein hafa enn ekki fengið umboð frá ríkisstjórnum sínum. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Göngugarpar heim á ný

KONURNAR fjórar sem gengu yfir Grænlandsjökul komu til landsins í gær. Þær sögðust vera vel á sig komnar og ferðin hefði gengið framar óskum. Alls gengu þær 530 kílómetra og þar af voru 500 á jökli. Þegar þær komu niður af jöklinum urðu þær að ganga um 25 kílómetra í miklum aur sem hafði myndast þegar frost fór úr jörðu. Alls tók ferðalagið 23 daga. Meira
27. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 179 orð

Hafnarstræti 103 rifið

HÚSIÐ við Hafnarstræti 103, í miðbæ Akureyrar hefur verið rifið, en hafist var handa við það verkefni í byrjun vikunnar. Hallgrími Kristjánssyni og Guðmundi Jónssyni var veitt leyfi til að byggja tvíloftað hús á lóðinni sunnan við hús Magnúsar Einarssonar organista samkvæmt gjörðabók bygginganefndar Akureyrarbæjar 1902. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð

Hvítasunnuhelgi undir Jökli

MANNRÆKTARMIÐSTÖÐ Snæfellsáss samfélagsins Hellnum Snæfellsbæ býður upp á ævintýraríka hvítasunnuhelgi undir Jökli. Gestir mæta á föstudagskvöld eða snemma á laugardag. Boðið er upp á dagskrá í þrjá daga m.a. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Innritun í Skólagarða Reykjavíkur

SKÓLAGARÐAR borgarinnar starfa á sjö stöðum í borginni. Við Holtaveg í Laugardal, í Árbæ vestan Árbæjarsafns, í Fossvogi við Bjarmaland, við Jaðarsel og Stekkjabakka í Breiðholti, við Þorragötu í Skerjafirði og í Foldahverfi (Kotmýri) fyrir austan Logafold. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 389 orð

Kjartan Gunnarsson hyggst óska sakamálarannsóknar

KJARTAN Gunnarsson, sem situr í bankaráði Landsbanka Íslands, lýsti í gær yfir því að hann hygðist leggja til á fundi bankaráðsins á morgun að óskað yrði eftir því að fram fari sakamálarannsókn á því hvort framkvæmdastjóri eignarhaldsfyrirtækisins Lindar hf., stjórnarmenn í fyrirtækinu og aðrir starfsmenn kynnu að hafa brotið lög í störfum sínum. Meira
27. maí 1998 | Erlendar fréttir | 239 orð

Kohl ræðst gegn keppinautnum

HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands sem sækist eftir endurkjöri, gagnrýndi í gær keppinauta sína í kosningabaráttunni harkalega fyrir að treysta á stuðning arftakaflokks austur-þýzkra kommúnista við myndun stjórnar eins hinna 16 sambandslanda Þýzkalands, þar sem kosningar fóru fram fyrir skömmu. Meira
27. maí 1998 | Landsbyggðin | 170 orð

Kvenfélagið gaf íþróttamiðstöðinni stól fyrir fatlaða

Þorlákshöfn-Kvenfélag Þorlákshafnar gaf Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn stól fyrir fatlaða. Ragnheiður Guðmundsdóttir, formaður kvenfélagsins, afhenti gjöfina og sagði við það tækifæri að aðgangur fyrir fatlaða væri mjög góður í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar. Þeir sem eru í hjólastól þurfa eins og aðrir að komast í sturtu og þessi stóll ætti að auðvelda þeim það. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Kvöldsigling að Straumsvík og Hraunsnesi

FERÐAFÉLAG Íslands og Umhverfis- og útivistarfélag Hafnarfjarðar efna til kvöldsiglilngar með Húna II miðvikudagskvöldið 27. maí kl. 20. Verð 1.000 kr. Leiðsögn annast Jónatan Garðarsson frá Umhverfis- og útivistarfélagi Hafnarfjarðar. Mæting og brottför er frá ferðaþjónustubryggjunni við Fjörukrána í Hafnarfirði. Allir velkomnir meðan pláss leyfir en siglingin tekur um 2 klst. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 218 orð

Lánshæfiseinkunn Íslands jákvæð

BANDARÍSKA matsfyrirtækið Standard and Poor's, staðfesti í gær óbreytt lánshæfismat á ríkissjóði Íslands en tilkynnti um leið jákvæðar horfur um lánshæfiseinkunn Íslands á erlendum skuldbindingum til langs tíma. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að lánshæfismatið og horfur á hækkun þess byggist m.a. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 158 orð

Letja hjúkrunarfræðinga til að sækja um auglýstar stöður

HJÚKRUNARFRÆÐINGAR sem sagt hafa upp störfum á heilsugæslustöðvunum í Grafarvogi, Fossvogi, Hlíðasvæði, Árbæ og á Seltjarnarnesi hafa skorað á aðra hjúkrunarfræðinga að sækja ekki um auglýst störf á þessum heilsugæslustöðvum. Meira
27. maí 1998 | Erlendar fréttir | 160 orð

Lykillinn að líkamsklukkunni fundinn?

BANDARÍSKIR vísindamenn hafa uppgötvað ljósnæmt litarefni sem hefur áhrif á líkamsklukku manna. Svo virðist sem efni þetta stýri dægursveiflunni sem stillir líkamsstarfsemi á borð við blóðþrýsting, hugarstarf og svefn. Litarefnið cryptchrome (felulitur) finnst í augum, húð og þeim hluta heilans sem stýrir líkamsklukkunni. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 1041 orð

Málið komið svo langt að ekki varð snúið við

GUÐBRANDUR Sigurðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa, segir að Samherji hafi óskað eftir því að komast inn í samninga ÚA við hollenska fyrirtækið Parlevliet & van der Plas B.V vegna nýrrar stefnu Samherja í samskiptum við meðeigendur sína í Þýskalandi. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 1667 orð

Miðað við að ráðherra færi ekki út fyrir sín mörk

FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra boðaði til blaðamannafundar í gær og sagði að tilefnið væru umræður á þingi í kjölfar svars hans við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur alþingismanns um málefni fjármögnunarleigufyrirtækisins Lindar hf. og Landsbanka Íslands. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Morgunblaðið/Golli Leikskólabörn brugðu sér í útsk

ÚTSKIFTARFERÐIR eru vinsælt fyrirbæri hjá skólanemendum. Ferðalögin eru stutt hjá þeim yngstu en verða lengri og dýrari þegar nemendurnir eldast. Þessi börn úr leikskólanum í Hveragerði brugðu sér til höfuðborgarinnar í gær í tilefni af því að brátt verða þau útskrifuð úr leikskólanum. Var margt sér til gamans gert í góða veðrinu og Tjörnin með sitt fuglalíf hafði aðdráttarafl sem endranær. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Nafn konunnar sem lést

UNGA konan, sem beið bana í bifreiðaslysi á Tjörnesi í síðustu viku, hét Sigurborg Rán Stefánsdóttir, til heimilis í Pálmholti 7, Þórshöfn. Hún var 21 árs gömul, fædd 14. febrúar 1977. Sigurborg heitin lauk stúdentsprófi frá VMA vorið 1997 og starfaði síðan við Landsbankann á Akureyri. Meira
27. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 248 orð

Óformleg vígsla á nýrri reiðleið

HESTAMENN í Eyjafirði undirbúa af fullum krafti Landsmót hestamanna sem fram fer á Melgerðismelum í byrjun júlí í sumar. Gífurleg uppbygging hefur átt sér stað á mótssvæðinu en einnig hefur verið unnið að því að bæta reiðleiðina frá Akureyri og suður á Melgerðismela. Fyrir skömmu fór fram formleg vígsla á nýrri reiðbrú yfir Eyjafjarðará og yfir á mótssvæðið. Meira
27. maí 1998 | Erlendar fréttir | 206 orð

Reuters Gingrich ávarpar Ísraelska þingið

NEWT Gingrich, forseti Bandaríkjaþings, sagði í ávarpi á Ísraelska þinginu, Knesset, í gær, að Ísraelar einir ættu að skera úr um hvaða ráðstafanir væru nauðsynlegar til þess að gæta öryggis ríkisins í samningaviðræðum þeirra við Palestínumenn með milligöngu Bandaríkjamanna. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Ríkisendurskoðandi vísar á svar bankaráðs

RÍKISENDURSKOÐUN komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni um málefni Lindar hf. í mars 1996 að brýnt væri að bankaráð Landsbankans léti rannsaka nánar þá þætti sem Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við í skýrslunni. Í lok ársins 1996 ákvað Ríkisendurskoðun að aðhafast ekki frekar í málinu nema fram kæmu nýjar upplýsingar. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Samtök um framtíð Eiða

STOFNFUNDUR samtaka um framtíð Eiðastaðar verður að Eiðum föstudaginn 29. maí kl. 21. Mikilvægt er að sem allra flestir Eiðavinir, hvort sem um er að ræða gamla nemendur eða aðra velunnara staðarins mæti á fundinn og sýni í verki að þeir láti sig varða framtíð hans, segir í frétt frá fundarboðendum. Eiðavinir vilja mynda víðtæk samtök sem starfa m.a. Meira
27. maí 1998 | Miðopna | 1650 orð

Segja ráðherra hafa leynt Alþingi upplýsingum

Málefni Landsbanka Íslands og fjármögnunarfyrirtækisins Lindar hf. voru rædd í upphafi þingfundar í gær. Arna Schram fylgdist með umræðunum á Alþingi. FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra var gagnrýndur harðlega í umræðum um málefni Landsbanka Íslands og fjármögnunarfyrirtækisins Lindar hf. í upphafi þingfundar á Alþingi í gær. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 657 orð

Sex íslensk fyrirtæki þeirra á meðal

Sex íslensk fyrirtæki eru á lista yfir 500 framsæknustu fyrirtæki Evrópu. Á morgun, fimmtudaginn 28. maí, verður þessum fyrirtækjum veitt viðurkenning á morgunverðarfundi sem haldinn er á vegum iðnaðar­ og viðskiptaráðuneytisins og Samtaka iðnaðarins. Baldur Pétursson, deildarstjóri samkeppnishæfni- og iðnþróunarsviðs ráðuneytisins, er formaður verkefnisstjórnar. Meira
27. maí 1998 | Erlendar fréttir | 318 orð

Siðferðileg sjónarmið fái meira vægi

UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evrópusambandsins (ESB) komust í fyrradag að samkomulagi um reglur um vopnaviðskipti ESB-landanna 15 við ríki utan sambandsins, en þessum reglum er ætlað að gefa siðferðilegum sjónarmiðum meira vægi þegar ákvarðanir eru teknar um vopnaútflutning. Meira
27. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Sjókajakmót í Flókalundi

SJÓKAJAKMÓT Flóka Vilgerðarsonar verður haldið í Flókalundi helgina 29. maí til 1. júní. Mótið er hugsað fyrir þá sem hafa áhuga á sjókajaksiglingum og verður farið í skipulagðar ferðir. Hægt er að koma með sinn eigin bát eða fá hann á staðnum. Hægt er að fá gistingu en tjaldstæði eru ókeypis. Meira
27. maí 1998 | Landsbyggðin | 273 orð

Skólastjórar á Vesturlandi á skólabekk

Borgarnesi-Skólastjórar grunnskóla á Vesturlandi settust á skólabekk nú í vor, er haldið var hið fyrsta í röð námskeiða fyrir skólastjóra sem standa mun yfir allt næsta skólaár. Tilgangur þessarar fræðslu er að kynna nýjungar í stjórnun og með því efla grunnskólana á svæðinu í þróun fram til nýrrar aldar. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 451 orð

Skref í átt að betri umferðarmenningu

ÞRJÁTÍU ár voru liðin í gær, 26. maí, frá H-deginum svokallaða, þegar Íslendingar breyttu úr vinstri yfir í hægri umferð. Á þeim tímamótum bauð Umferðarráð til fundar þar sem Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra fjallaði um þróun umferðarmála á síðustu þremur áratugum. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 3675 orð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um málefni Lindar hf. árið 1996

Til: Kjartans Gunnarssonar, formanns bankaráðs Frá: Sigurði Þórðarsyni, ríkisendurskoðanda Málefni Lindar hf. HÉR Á eftir verður gerð grein fyrir athugun Ríkisendurskoðunar á málefnum Lindar hf. og Landsbankans. Meira
27. maí 1998 | Miðopna | 1295 orð

Stefnt að aldurstengdri réttindaöflun

ÐAðalfundir Samvinnulífeyrissjóðsins og Sameinaða lífeyrissjóðsins Stefnt að aldurstengdri réttindaöflun Aldurstengd réttindaöflun í lífeyrissjóðum hefur marga kosti umfram núgildandi kerfi sem byggjast á jafnri öflun réttinda. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 188 orð

Sterkar saman gefa út tímarit 19. júní

VEGNA opinberrar umræðu um könnun á vegum hóps sem vinnur að útgáfu kvennatímaritsins þykir rétt að eftirfarandi komi fram. 1. Kvenréttindafélag Íslands dró sig út úr útgáfu tímaritsins vegna könnunar sem var uppnefnd "kynlífskönnun" í opinberri umræðu. 2. Ritstjórnin vinnur sem fyrr að útgáfu tímaritsins fyrir íslenskar konur sem kemur út 19. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 221 orð

Stúdentaútskrift frá Menntaskólanum við Hamrahlíð

SÍÐASTLIÐINN laugardag útskrifuðust 134 stúdentar frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, þar af 105 úr dagskólanum og 29 úr öldungadeild. Dux scholae var Kristbjörg Heiður Olsen sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Svar kemur í dag eða á morgun

SVARS við kröfu Sverris Hermannssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands, um endurupptöku greinargerðar Ríkisendurskoðunar til bankaráðs Landsbanka Íslands um kostnað bankans vegna veiðiferða, risnu o.fl., er að vænta í þessari viku að sögn Sigurðar Þórðarsonar ríkisendurskoðanda. Meira
27. maí 1998 | Erlendar fréttir | 183 orð

Svartur kassi í norsk hvalveiðiskip

NORSK yfirvöld stefna nú að því að skylda hvalveiðimenn til að koma fyrir eftirlitsbúnaði, nokkurs konar svörtum kassa, í öllum norskum hvalveiðiskipum. Búnaðurinn á að koma í veg fyrir að veitt sé of mikið, en fyrir nokkrum árum voru of margar hrefnur skotnar, miðað við kvótann. Meira
27. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 281 orð

Tímamótasamningur Þórs og KA Skipta með s

FORSVARSMENN Íþróttafélagsins Þórs og Knattspyrnufélags Akureyrar skrifuðu undir tímamótasamning milli félaganna fyrir helgi. Annars vegar þess efnis að KA taki að sér rekstur meistaraflokks og 2. flokks kvenna í handbolta og hins vegar að Þór taki að sér rekstur sömu flokka í knattspyrnu. Samningurinn gildir næstu 5 árin en skal endurskoðaður árlega. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 59 orð

Tónleikar Skagfirsku söngsveitarinnar

SKAGFIRSKA söngsveitin heldur tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30. Á efnisskránni verða ýmis innlend og erlend kórlög, einsöngs- og tvísöngslög, m.a. flytur kórinn Hallelúja-kórinn úr Messíasi eftir F.G. Handel og lokakórinn úr Matteusarpassíunni eftir J.S. Bach. Einsöngvarar eru Guðmundur Sigurðsson tenór og Kristín Sigurðardóttir sópran. Meira
27. maí 1998 | Landsbyggðin | 203 orð

Umhverfisstjórnun ­ grænn gróði

Egilsstöðum-Námskeið í umhverfisstjórnun var haldið á Hótel Héraði. Það voru fulltrúar 6 fyrirtækja af Austurlandi sem tóku þátt, en þau eru: Miðás, Mjólkursamlag KHB, Skógrækt ríkisins, Hallormsstað, Héraðsprent, SR-mjöl og Skagstrendingur-Dvergasteinn. Meira
27. maí 1998 | Erlendar fréttir | 752 orð

Ungur róttæklingur breytist í miðaldra landsföður

Nú þegar Orban er sjálfur á 35. aldursári hefur hann breyst í hægrimann og verður að öllum líkindum yngsti forsætisráðherrann sem kemst til valda í lýðræðislegum kosningum í Ungverjalandi á öldinni. Fidesz-flokkurinn fékk flest þingsæti í kosningunum á sunnudag, 148 sæti af 386, og bar sigurorð af Sósíalistaflokknum, arftaka ungverska kommúnistaflokksins, sem fékk 134 þingmenn. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 156 orð

Úrskurði í máli hjúkrun arfræðinga frestað

ODDAMAÐUR úrskurðarnefndar Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítalanna ákvað á mánudag að fresta úrskurði um vinnustaðasamning hjúkrunarfræðinga þar til félagsdómur hefur úrskurðað í máli náttúrufræðinga á Ríkisspítölunum. Máli hjúkrunarfræðinga var vísað í úrskurðarnefnd í byrjun apríl og hafði hún þá sex vikur til að ganga frá úrskurði sínum. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Útilífsskóli Vogabúa hefur göngu sína

ÚTILÍFSSKÓLI Skátafélagsins Vogabúa í Grafarvogi hefur göngu sína 2. júní. Þetta er sjötta starfsár Útilífsskólans en síðastliðið ár tóku á annað hundrað börn þátt í námskeiðunum. Boðið er uppá 5 útilífsnámskeið fyrir 7­11 ára og þrjú námskeið fyrir 12­16 ára þar á meðal námskeið í flugi fjarstýrðra módela og ævintýranámskeið sem byggjast á útiveru í íslenskri náttúru. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 644 orð

Vel fylgst með framkvæmda stjóranum

"ÉG TEL að stjórnin hafi fylgst mjög vel með framkvæmdastjóranum og fylgt eftir hlutunum um leið og gerðar voru athugasemdir, hvort sem þær komu frá endurskoðendum eða frá Bankaeftirliti, og það liggja fyrir um það plögg á milli stjórnar og framkvæmdastjóra. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 435 orð

Viðræðuslit B- og D-lista í Borgarbyggð og Ísafjarðarbæ

UM HÁDEGI í gær lentu viðræður sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í Borgarbyggð í hnút, og var hætt, að minnsta kosti í bili. Í gærkvöld ætluðu sjálfstæðismenn að ræða óformlega við fulltrúa L-lista, Borgarbyggðarlistans. Í Ísafjarðarbæ hófust viðræður milli sjálfstæðismanna og framsóknarmanna en upp úr þeim slitnaði. Meira
27. maí 1998 | Erlendar fréttir | 206 orð

Vill lán til að rífa niður kjarnorkukafbáta

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær að Rússar myndu rífa niður alla gamla kjarnorkukafbáta sína í Barentshafi ef Norðmenn veittu þeim lán til að standa straum af kostnaðinum. "Við þurfum ekki á kafbátunum að halda núna, einkum kjarnorkukafbátunum," sagði Jeltsín við fréttamenn eftir að hafa rætt við Harald Noregskonung, sem er í fimm daga heimsókn í Rússlandi. Meira
27. maí 1998 | Innlendar fréttir | 1733 orð

Vill opinbera sakamálsrannsókn á málefnum Lindar

KJARTAN Gunnarsson, sem situr í bankaráði Landsbanka Íslands, sagði í gær að hann hygðist leggja til á bankaráðsfundi á morgun að Landsbankinn óski þess að fram fari opinber sakamálsrannsókn á því hvort framkvæmdastjóri eignarleigufyrirtækisins Lindar, Meira
27. maí 1998 | Erlendar fréttir | 271 orð

Þorskkvóti minnki um nærri þriðjung

MINNKA verður þorskkvóta ársins í Barentshafi um nærri þriðjung, ef hrygningarstofninn á ekki þegar á næsta ári að fara niður fyrir þau mörk sem hann þarf til að viðhalda sér. Þetta eru tilmæli Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES), sem byggð eru á nýjum rannsóknum á ástandi þorskstofnsins í Barentshafinu. Meira
27. maí 1998 | Erlendar fréttir | 214 orð

Þöglir sem gröfin um úrslitin

KÍNVERSK stjórnvöld sögðust í gær afar ánægð með framkvæmd þingkosninganna í Hong Kong á sunnudag. Í málgagni kommúnistastjórnarinnar í gær eru kosningarnar sagðar vatnaskil í sögu Hong Kong vegna mikillar kjörsóknar og ausið er lofi á almenning þar fyrir að axla samfélagslega ábyrgð sína. Meira
27. maí 1998 | Landsbyggðin | 185 orð

Öflugir knattspyrnudrengir í Hveragerði

Hveragerði-Mjög öflugt starf hefur verið hjá 3. flokki karla í knattspyrnu undanfarin ár. Síðastliðinn vetur hafa 14 drengir í þessum flokki, sem eru úr 9. og 10. bekk, æft stíft fimm sinnum í viku bæði fótboltann og líkamsrækt. Þessi hópur er að sögn þjálfara síns, Ólafs Jósefssonar bæði mjög áhugasamur og samviskusamur ásamt því að vera mjög samheldinn. Meira

Ritstjórnargreinar

27. maí 1998 | Leiðarar | 524 orð

leiðari VIÐREISN ÞORSKSTOFNSINS AFRANNSÓKNASTOFNUN leggur

leiðari VIÐREISN ÞORSKSTOFNSINS AFRANNSÓKNASTOFNUN leggur til, þriðja árið í röð, umtalsverða aukningu á þorskafla. Fyrir þremur árum gerðu tillögur stofnunarinnar ráð fyrir 155 þúsund tonna afla, fyrir tveimur árum 186 þúsund tonna afla, fyrir einu ári 218 þúsund tonna afla og nú 250 þúsund tonna afla. Meira
27. maí 1998 | Staksteinar | 286 orð

»Sigurvegarar ÖSSUR Skarphéðinsson ritstjóri DV segir í leiðara blaðs síns:

ÖSSUR Skarphéðinsson ritstjóri DV segir í leiðara blaðs síns: "Helsta niðurstaða kosninganna speglast í tvenns konar sigurvegurum. Annars vegar Sjálfstæðisflokkurinn sem utan Reykjavíkur bætir víðast við sig fylgi. Hins vegar er það borgarstjórinn í Reykjavík sem í krafti eigin atgervis vinnur Reykjavík í annað sinn." Sterkir leiðtogar Meira

Menning

27. maí 1998 | Fólk í fréttum | 430 orð

27.maí ­ 2.júní

HÁSKÓLABÍÓ ÁLLINN (Unagi) eftir Shohei Inamura "Ég hef einstaklega mikinn áhuga á fólki, eiginlega græðgislegan áhuga á því," segir japanski leikstjórinn Inamura, en Állinn er fimmtánda myndin hans á fjörtíu ára ferli. Áður en hann byrjaði að gera kvikmyndir vann hann með nokkrum virtustu leikstjórum sem Japan hefur átt, eins og Ozu og Kawashima. Meira
27. maí 1998 | Fólk í fréttum | 446 orð

Af góðum og slæmum myndum

STÓRMYNDIN Godzilla var heimsfrumsýnd á lokadegi Kvikmyndahátíðarinnar í Cannes og var franski leikarinn Jean Reno viðstaddur. Þótt myndin fái misjafna gagnrýni í fjölmiðlum er ljóst að þetta verður ein af risamyndum sumarsins hvað aðsókn varðar. Enda hefur myndin verið auglýst undir yfirskriftinni "Stærðin skiptir máli". Meira
27. maí 1998 | Fólk í fréttum | 267 orð

Boxari eða leikstjóri?

NÚ ERU menn farnir að spyrja sig í New York og víðar hvort sá frægi kvikmyndaleikstjóri Quentin Tarantino hefði frekar átt að verða hnefaleikari en leikstjóri. Um þessar mundir býr hann á austurströndinni þar sem hann leikur á Broadway í Wait Until Dark, og er auðvitað vinsæll í partíum þotuliðsins. Meira
27. maí 1998 | Fólk í fréttum | 1142 orð

CLINT EASTWOOD

ÞAÐ kom mér satt að segja á óvart, það sem unglingarnir sem sátu í nágrenni við mig á Midnight in the Garden of Good and Evil, nýjustu myndinni hans Eastwood, höfðu að segja um þennan burðarás kvikmyndaáhuga tugmilljóna manna um allan heim. Þau þekktu hann tæpast og sendu honum tóninn. Þeim er vorkunn. Meira
27. maí 1998 | Fólk í fréttum | 591 orð

"Eins og að byrja upp á nýtt"

Jón Skúli Þórisson klæðskeri hélt tískusýningu fyrir skömmu á Kaffi Reykjavík þar sem sýndur var fatnaður sem hann hefur hannað úr selskinni, fiskroði og slönguskinni. "SÍÐUSTU tvö ár hef ég aukið framleiðslu á fatnaði úr þessum náttúrulegu efnum. Fiskroðin eru mjög lítil og í fyrstu lenti ég í vandræðum með að sauma úr þeim. Meira
27. maí 1998 | Fólk í fréttum | 1258 orð

Endurgerðafárið Sannkallað endurgerðafár hefur gripið um sig í Hollywood en um þrjátíu endurgerðir gamalla bíómynda eru í

ENDURTEKNINGIN er eitt helsta einkenni Hollywoodmyndanna. Þar gildir máltækið: Góð mynd er aldrei of oft kvikmynduð. Endurgerðir og framhaldsmyndir eru sagðar lýsa hugmyndafátækt í kvikmyndaborginni og sjálfsagt er heilmargt til í því. Í stað þess að búa til eitthvað nýtt, sem er alltaf erfiðara, er leitað í það gamla og reynt að gera eitthvað sem kannski má kalla nýtt úr því. Meira
27. maí 1998 | Fólk í fréttum | 440 orð

Format fyrir Ég mæli með, 17,7

Format fyrir Ég mæli með, 17,7 Meira
27. maí 1998 | Menningarlíf | 642 orð

"Fyrsta árið var strembið"

ÁSDÍS Valdimarsdóttir víóluleikari og félagar í hinum nafnkunna og fjölþjóðlega Chilingirian-kvartett koma fram á tónleikum Listahátíðar í Reykjavík í Íslensku óperunni í kvöld kl. 20. Kvartettinn, sem stofnaður var árið 1971, skipa Armeninn Levon Chilingirian 1. Meira
27. maí 1998 | Fólk í fréttum | 263 orð

Gamlar kempur snúa aftur Gamla gengið (Original Gangstas)

Framleiðandi: Fred Williamson. Leikstjóri: Larry Cohen. Handritshöfundur: Aubrey Rattan. Kvikmyndataka: Carlos Gonzales. Tónlist: David Chacker. Aðalhlutverk: Jim Brown, Pam Grier og Fred Williamson. Lengd 98 mín. Bandarísk. Háskólabíó, maí 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
27. maí 1998 | Myndlist | 812 orð

Gapið svarta

Opið alla daga frá 14­18. Lokað mánudaga. Til 10. júní. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá 500 krónur. ÞAÐ sem af er árinu hefur næsta lítið farið fyrir Listasafni Akureyrar, og hafa verið í gangi ýmsar bollaleggingar um ástæðuna. Meira
27. maí 1998 | Kvikmyndir | 350 orð

Húsamúsin vonda

Leikstjóri: Gore Verbinski. Handritshöfundur: Adam Rifkin. Aðalhlutverk: Nathan Lane, Lee Evans, Vicki Lewis, Christopher Walken og Maury Chaykin. Dreamworks 1998. ÞEGAR Ernie og Lars missa allt niður um sig, deyr pabbi þeirra og þeir erfa úr sér gengna strengjaverksmiðju og hús í niðurníðslu sem reynist vera sérlega verðmætt. Meira
27. maí 1998 | Menningarlíf | 139 orð

Kvikmynd um Max Ernst í Listasafni Íslands

Í TILEFNI af sýningu á verkum þýsk­franska listamannsins Max Ernsts í Listasafni Íslands verður sýnd í safninu kvikmynd eftir Peter Schamoni um listamanninn á laugardögum og sunnudögum, meðan á sýningunni stendur eða til 28. júní. Að mati höfundar kvikmyndarinnar spannar saga Max Ernsts sögu hins óhefta ímyndunarafls í Evrópu um margra áratuga skeið. Meira
27. maí 1998 | Menningarlíf | 1105 orð

Líkamsfegurð á eigin forsendum

ORLAN hefur gengist undir 9 skurðaðgerðir þar sem hún hefur látið breyta líkama sínum eftir eigin fegurðarsmekk. Það er alls ekki hægt að tala um hefðbundnar fegrunaraðgerðir eins og þær hafa blómstrað í vestrænum samfélögum síðustu áratugi, Meira
27. maí 1998 | Menningarlíf | 160 orð

Markúsarguðspjall í Bústaðakirkju

LEIKFÉLAG Akureyrar sýnir í tvígang Markúsarguðspjallið í Bústaðakirkju í Reykjavík um hvítasunnuna. Fyrri sýningin verður á hvítasunnudag kl. 20 og sú síðari annan í hvítasunnu á sama tíma. Sýningin er einleikur Aðalsteins Bergdal og var hún frumsýnd nyrðra á Renniverkstæðinu við Strandgötu um páskana. Meira
27. maí 1998 | Menningarlíf | 968 orð

Norræna kvennabókmenntasagan

ÞETTA bindi er nær 600 bls., nær yfir tímabilið 1960­90, og er þar með þessari frásögn lokið, en 5. bindi mun eiga að rúma skrár og ævisögur skáldkvenna. Ártölin merkja að höfundarverkið liggi að mestu innan þessa tímaramma, en auðvitað er einnig fjallað um þau rit þess sem birtust fyrir og eftir þessi ártöl, allt til síðustu ára. Bindinu lýkur á 20 bls. Meira
27. maí 1998 | Menningarlíf | 437 orð

Nýjar bækur SAGA Eimskips ­ frá u

SAGA Eimskips ­ frá upphafi til nútíma er skráð af Guðmundi Magnússyni sagnfræðingi. Sagan er rakin frá ári til árs, frá stofnun félagsins 1914 til ársloka 1997, en meginþættir eru dregnir saman í yfirlitsköflum. Sérkaflar eru um nokkur efni, svo sem aðdraganda að stofnun félagsins, hluthafa og hlutafé og vaxtarsprota starfseminnar nú á dögum. Meira
27. maí 1998 | Tónlist | 932 orð

Sannkallaðir listahátíðartónleikar

Jordi Savall, Montserrat Figueras og Rolf Lislevand fluttu 17 og 18. aldar tónlist. Mánudagurinn 15. maí, 1998. ÞÆR breytingar sem urðu á smíði hljóðfæra frá upphafi óperunnar, um aldamótin 1600, þar til sinfóníuhljómsveitin var stöðluð, um 1750, hafa að mestu valdið því að mikill hluti tónlistar, sem samin var fyrir 1750, Meira
27. maí 1998 | Fólk í fréttum | 185 orð

Skrímsli sumarsins á toppinn

STÓRMYNDIN "Godzilla" náði toppsæti kvikmyndalistans með því að þéna rúmar 55 milljónir dollara um helgina. Það eru nokkur vonbrigði fyrir framleiðendur myndarinnar sem búist höfðu við enn betri aðsókn en metið fyrir þessa tilteknu helgi á myndin "The Lost World: Jurassic Park" sem tók rúmar 90 milljónir í kassann í fyrra. Meira
27. maí 1998 | Menningarlíf | 188 orð

Stór stund EINAR Jóhannes

EINAR Jóhannesson klarínettuleikari mun flytja klarínettukvintett Mozarts ásamt Chilingirian-kvartettinum á tónleikunum í Íslensku óperunni í kvöld. Segir hann verkið hafa komið strax upp í hugann þegar til tals kom að hann legði fjórmenningunum lið á tónleikunum. "Það var eiginlega sjálfgefið að þessi kvintett yrði fyrir valinu. Meira
27. maí 1998 | Fólk í fréttum | 281 orð

Stuttmyndadagar Dagskrá miðvikudagsins 27. maí

KL. 20.00 ÁR-DAGS Mynd um hverfulleika lífsins. Höf.: Margrét M. Norðdahl og Edda Óttarsdóttir. 14 mín. SVEFNENGLAR Misskilið þjóðfélagsvandamál. Höf.: Berglind Ágústsdóttir. 19 mín. WD-40 Blanda af ofbeldi, spennu og gríni. Höf.: Gunnar Magnús Scheving. Meira
27. maí 1998 | Menningarlíf | 50 orð

Tónleikar Strengjasveitar

STRENGJASVEIT Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í Grensáskirkju fimmtudaginn 28. maí og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskrá eru Salzburt, sinfónía í D-dúr eftir W.A. Mozart. Tvö lög eftir J. Svendseri, Erotic eftir E. Grieg og Verklärte Nacht op. 4 eftir Schönberg. Stjórnandi er Mark Reedman. Meira

Umræðan

27. maí 1998 | Aðsent efni | 2000 orð

ATLAGA AÐ NORÐURMJÓDD Í BREIÐHOLTI

SVONEFND Norður-Mjódd er autt svæði, sem takmarkast að vestan af Reykjanesbraut, norðan og austan af Stekkjarbakka og að sunnan af Álfabakka. Samkv. skipulagi 1962 ­ 1983 átti þetta svæði að vera lítið en snoturt útivistarsvæði með lágum gróðri og göngustígum og svo bekkjum, þar sem menn gætu setzt og hvílt sig á góðviðrisdögum. Meira
27. maí 1998 | Aðsent efni | 914 orð

Auðveldara að vera en verða heilbrigður

TIL ER frægt dæmi úr heilsuhagfræði þar sem útkoman verður sú, að það borgi sig ekki að koma í veg fyrir reykingar út frá hagsmunum ríkissjóðs. Reykingamenn greiði margfalda skatta á við aðra og deyi margir áður en aldur þeirra kalli á háar greiðslur úr sameiginlegum sjóðum. Meira
27. maí 1998 | Aðsent efni | 1020 orð

Á gönguskíðum í Esjufjöllum

ÓVÍST var fram á síðustu stundu hvort ferðin í Esjufjöll, sem eru jökulsker norðvestur af Breiðamerkurjökli, yrði farin. Nokkrir hringdu í Ferðafélag Íslands og Útivist en hættu við og að lokum vorum við orðin fjögur auk fararstjóra, Sylvíu Kristjánsdóttur. Sylvía hefur fengið þjálfun sína í hjálparsveit, eins og margar konur sem taka að sér fararstjórn á jöklum. Meira
27. maí 1998 | Aðsent efni | 1081 orð

Dómnefndarhneyksli í HÍ

ÉG var meðal umsækjenda um lektorstarf í almennri bókmenntafræði við Heimspekideild HÍ. Í dómnefnd voru: Helga Kress (formaður), Martin Regal og Steinunn Lebreton Filippusdóttir. Dómnefndarálitið er svo rangsleitið að ekki verður setið þegjandi undir. Ásamt þremur öðrum umsækjendum gerði ég athugasemdir við það, en dómnefnd svaraði. Meira
27. maí 1998 | Aðsent efni | 980 orð

Erfðagreining og öfund

ÝMSAR spurningar hafa leitað á hugann við að fylgjast með umræðunni um málefni Íslenskrar erfðagreiningar á liðnum mánuðum. Því miður glittir víða í gamalkunna drauga. Tökum fyrst virkjunarmál til upprifjunar: Ófáa áratugi tók að breyta fallvötnunum í bætt lífskjör fyrir almenning. Enn hefur það ekki tekist nema að litlu leyti. Meira
27. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 747 orð

Furðuleg umræða Frá Jóhanni Jónssyni: MIG hefur oftlega furðað

MIG hefur oftlega furðað sú umræða sem er í gangi um sjávarútveg hér á landi, út úr hverju skúmaskoti koma allra handa aðilar sem láta ljós sitt skína. Það er jú þannig að á þessari grein atvinnulífsins hafa allir vit og mikla þekkingu, og umræðan oft í æsifréttastíl. Meira
27. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 235 orð

Kæri lesandi Frá Snorra Birgissyni: STUNDUM erum við að taka af

STUNDUM erum við að taka afstöðu í einhverju sem við höfum ekki hugmynd um. Einhverju sem við höfum ekki hugmynd um að eigi eftir að hafa einhver áhrif á einhvern. Við getum tekið sem gott dæmi dómgreind fullorðinna gagnvart unglingum í dag. Maður er alltaf að heyra einhverjar kjaftasögur af unglingum frá eldra fólki. Þessar kjaftasögur breytast oft í stórfrétt um leið og þær berast. Meira
27. maí 1998 | Aðsent efni | 896 orð

Lyfja á lágu plani

UNDIRRITAÐUR hefur um langt árabil haft mikinn áhuga á fæðubótaefnum og náttúrulyfjum. Frá því að ég hóf rekstur Laugavegs Apóteks árið 1963 hef ég ávallt reynt að bjóða gott úrval heilsuvara. Upphaflega var það mjög erfitt vegna innflutnings- og sölutakmarkana á slíkum vörum, enda voru þær fáséðar þá og voru því mikið nýmæli þegar þær fóru að berast inn á markaðinn að nokkru ráði. Meira
27. maí 1998 | Aðsent efni | 720 orð

Meistarafélag bólstrara 70 ára

Á FYRRI öldum var það að sjálfsögðu aðeins á færi fárra, þ.e. aðalsmanna, kóngafólks, embættismanna og ríkra kaupmanna, að halda heimili og hallir sem rúmuðu falleg og vönduð húsgöng af öllum gerðum ásamt tilheyrandi gólfteppum, gluggatjöldum og listmunum á veggjum og á gólfum. Þessi hópur stækkaði eftir iðnbyltinguna þegar hin svo kallaða millistétt efnaðist og kom þar einnig til sögunnar. Meira
27. maí 1998 | Aðsent efni | 815 orð

Stöndum vörð um Sjúkrahús Þingeyinga

VIÐ sem búum á Húsavík og nágrenni höfum búið við góða heilbrigðisþjónustu í áratugi. Nú á síðustu árum höfum við fengið að kenna á niðurskurði til heilbrigðismála ekki síður en aðrir þar sem deildum hefur verið lokað tímabundið og álag á starfsfólk aukið. Við höfum verið ánægð með Sjúkrahúsið okkar og stolt af þeirri þjónustu sem þar hefur verið veitt. Meira
27. maí 1998 | Aðsent efni | 1123 orð

Um söngkonu frá Ísrael

MIKIÐ var rætt og ritað nýlega um unga söngkonu og sigur hennar í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og sýndist þar sitt hverjum um fortíð hennar og kynferði. Kynnir íslenska sjónvarpsins frá Evrópusöngvakeppninni tönnlaðist í sífellu á að hún væri "transa". Hið sama gerði þáttagerðarkona á Rás 2. Meira

Minningargreinar

27. maí 1998 | Minningargreinar | 692 orð

Einar Árnason

Á æskuheimili mínu við Smáragötu bjuggu fyrstu fimm ár ævi minnar fjórar kynslóðir í sátt og samlyndi, og eftir það þrjár kynslóðir. Það var mér gott veganesti og þar var mér kennt að bera virðingu fyrir þeim, sem mér eldri eru. Það var líka á þessu heimili sem sú ótakmarkaða virðing, sem ég ber enn þann dag í dag fyrir iðnaðarmönnum, vaknaði. Meira
27. maí 1998 | Minningargreinar | 183 orð

Einar Árnason

Nú er Einar afi látinn. Það er ekki nema mánuður síðan Villa amma dó og því er söknuðurinn mikill og erfitt að sætta sig við að þau séu bæði dáin. Alltaf gaf afi sér tíma fyrir spil og spjall, spilagaldrarnir og eldspýtnaþrautirnar fundust okkur stórkostlegar. Það áttu ekki allir afa sem var galdramaður. Meira
27. maí 1998 | Minningargreinar | 520 orð

Einar Árnason

Það var komið fram í lok maí og ég mætti fyrsta daginn í nýju vinnuna mína á Elliheimilinu Grund. Í starfinu var fólgið að gefa heimilisfólkinu kaffi milli morgun- og hádegisverðar. Þennan fyrsta dag kemur til mín gullfallegur eldri maður með dökka húð, stór tindrandi augu og sólskinsbros: "Þú sleppur ekki!" segir hann hlæjandi og faðmar mig. Meira
27. maí 1998 | Minningargreinar | 202 orð

Einar Árnason

Nú hefur elsku Einar afi kvatt þennan heim aðeins sex dögum eftir að Villa amma var jarðsett. Fátækleg orð okkar nægja vart til að segja hvað okkur býr í hjarta við fráfall þeirra því að missirinn er mikill. Ekki er hægt að fylla það rými sem nú er í hjarta okkar eftir að þau yfirgáfu þessa jarðvist. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þeim eins yndisleg og ástrík og þau voru. Meira
27. maí 1998 | Minningargreinar | 296 orð

Einar Árnason

Þeim hjónum Einari Árnasyni og Vilborgu Sigurðardóttur kynntist ég þegar ég hóf störf í heimilishjálp hjá þeim vorið 1993. Var ég hjá þeim í um hálft ár og kynntist þar góðu fólki. Alltaf voru nýbakaðar vöfflur og bakkelsi á boðstólum þegar komið var til þeirra og átti Einar heiðurinn að þeim og heimabökuðu kæfunni sinni sem er sú besta sem við munum eftir að hafa bragðað. Meira
27. maí 1998 | Minningargreinar | 217 orð

EINAR ÁRNASON

EINAR ÁRNASON Einar Árnason pípulagningarmeistari var fæddur á Stórahrauni í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu 27. febrúar 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 19. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru séra Árni Þórarinsson, prófastur á Stórahrauni, f. 20.1. 1860, d. 3.2. 1948, og Anna María Elísabet Sigurðardóttir, f. 22.2. 1877, d. 22.5. 1958. Meira
27. maí 1998 | Minningargreinar | 91 orð

Jarþrúður Pétursdóttir

Nú ert þú flogin mín dúfa til víðáttu frelsisins þú ferð. Mátt þinn og styrk þinn þú berð. Þér mun ég aldrei gleyma, heldur minnast og elska að eilífu. Hrímkaldur veruleikinn dansar um vanga minn líkt og sólin sem leikur með geisla sína á spegilsléttu vatninu. Ég held í hönd þína sem er svo lítil og nett. Meira
27. maí 1998 | Minningargreinar | 417 orð

Jarþrúður Pétursdóttir

Í þau hartnær þrjátíu ár sem ég bar gæfu til að eiga Jöru að vini og trúnaðarmanni efldist sífellt sú vissa mín og trú að hún hefði ýmislegt það í sér sem sneiðir hjá flestu mannlegu fólki. Jara var ein af þessu fágæta fólki sem einhvern veginn tekst að fanga og geyma í sér uppsafnaða reynslu og visku forfeðra sinna og -mæðra í aldanna rás og tileinka sér þá mannkosti sem bestir teljast. Meira
27. maí 1998 | Minningargreinar | 27 orð

JARÞRÚÐUR PÉTURSDÓTTIR

JARÞRÚÐUR PÉTURSDÓTTIR Jarþrúður Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 27. ágúst 1927. Hún lést 16. maí síðastliðinn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 26. maí. Meira
27. maí 1998 | Minningargreinar | 184 orð

Jóhann Hafliði Jónsson

Hinn 16. þ.m. lést frændi minn, Jóhann Hafliði Jónsson, húsasmíðameistari, á sjúkrahúsi í Reykjavík. Við fráfall hans rifjast upp margar minningar frá uppvaxtarárum okkar Halla Jóa, eins og hann var tíðum kallaður. Eru þær minningar allar góðar og tengjast framan af með einum eða öðrum hætti leikjum okkar með jafnöldrum okkar og öðrum félögum, þ.ám. Meira
27. maí 1998 | Minningargreinar | 323 orð

JÓHANN HAFLIÐI JÓNSSON

JÓHANN HAFLIÐI JÓNSSON Jóhann Hafliði Jónsson húsasmíðameistari fæddist í Reykjavík 31. mars 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 16. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jóhannsson húsasmíðameistari, d. 1967, og Ingvör Anna Guðbjörnsdóttir, d. 1965. Þau bjuggu í Reykjavík. Systkini Jóhanns eru Sigríður Erla, Guðbjörg Jóna, Gunnar, d. Meira
27. maí 1998 | Minningargreinar | 170 orð

Sigurður Þ. Guðjónsson

Með þessum fátæklegu orðum langar okkur til að kveðja elskulegan frænda okkar. Siggi frændi er einn sá hjartahlýjasti og elskuríkasti maður sem við höfum kynnst. Það var hefð fyrir því þegar farið var í innkaupaferðir til borgarinnar að litið var inn á Grettisgötunni, eftir amstur dagsins, áður en haldið var aftur heim í sveitina. Og það vantaði ekki móttökurnar. Meira
27. maí 1998 | Minningargreinar | 35 orð

SIGURÐUR Þ. GUÐJÓNSSON

SIGURÐUR Þ. GUÐJÓNSSON Sigurður Þ. Guðjónsson var fæddur í Voðmúlastaða-Austurhjáleigu í A-Landeyjum 11. júní 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi hinn 8. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 26. maí. Meira

Viðskipti

27. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 265 orð

ÐBúnaðarbankinn eflir viðskiptavakt

BÚNAÐARBANKINN hefur ákveðið að efla viðskiptavakt sína með því að lýsa sig viðskiptavaka í öllum markflokkum ríkisverðbréfa sem hafa náð þriggja milljarða stærð, segir í fréttatilkynningu frá bankanum. Þetta felur í sér að Búnaðarbankinn gerist nú viðskiptavaki með fimm ára óverðtryggð ríkisbréf og 12 ára verðtryggð spariskírteini. Meira
27. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 80 orð

ÐSelja skuldabréf Esso fyrir 500 milljónir

SALA á nýjum flokki skuldabréfa Olíufélagsins hf. að fjárhæð 500 m.kr. hófst á mánudag. Skuldabréfin eru eingreiðslubréf til 7 ára með vaxtagreiðslum tvisvar á ári. Ávöxtunarkrafa skuldabréfanna var á fyrsta söludegi 5,16% og miðast ávöxtunarkrafa þeirra við 0,45% álag á markflokk spariskírteina, jöfnum að tímalengd skuldabréfa Olíufélagsins. Myndin er frá undirritun samningins. Meira
27. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Evrópsk hlutabréf á nýju metgengi

EVRÓPSK hlutabréf mældust á nýju meti í gær, en dræm frammistaða Dow dró lokagengi niður. Sterkur dollar, góð staða bandarískra ríkisskuldabréfa og fjármagnsstreymi frá Asíu vöktu bjartsýni á verðbréfamörkuðum. Í Frankfurt hækkaði lokagengi tölvuvísitölunnar Xetra DAX um 0,85% í 5639,89 punkta, en áður hafði gengi hennar komizt í 5671,52 punkta. Meira
27. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 252 orð

Gengið frá yfirlýsingu um yfirtöku á Miami Subs

STJÓRNENDUR bandarísku fiskréttakeðjunnar Arthur Treacher's, sem er í meirihlutaeigu íslenskra aðila, og skyndibitakeðjunnar Miami Subs undirrituðu í gær yfirlýsingu um sameiningu fyrirtækjanna. Samruninn fer þannig fram að hluthöfum í Miami Subs er boðið að skipta út hlutabréfum sínum fyrir hlutabréf í Arthur Treacher's. Meira
27. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 642 orð

Greinir á um notkun nafnsins Rautt eðal Gingseng

EÐALVÖRUR ehf., sem hafa um árabil flutt inn ginseng undir nafninu Rautt eðal Ginseng, hafa kært Lyfju hf. til Samkeppnisstofnunar fyrir sölu á vöru undir sama nafni. Sigurður Þórðarson, framkvæmdastjóri Eðalvara, segir að í krafti hefðar hafi fyrirtæki hans öðlast einkarétt á nafninu. Meira

Fastir þættir

27. maí 1998 | Í dag | 50 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 27. maí, verður sjötug Agatha Þorleifsdóttir, Einigrund 4, Akranesi. Hún verður að heiman á afmælisdaginn. Þeir sem höfðu hugsað sér að gleðja hana með blómum eða gjöfum, eru vinsamlegast beðnir að láta Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna frekar njóta gjafmildi. Banki 301, reikningur nr. 3366. Meira
27. maí 1998 | Fastir þættir | 294 orð

Áskirkja.

Í DAG, miðvikudaginn 27. maí, verður vorferð kirkjustarfs aldraðra í Grensáskirkju. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 9 árdegis og heimkoma er áætluð kl. 17 síðdegis. Ferðinni er heitið austur að Skógum en á leiðinni verður komið við í Odda og ekið um Austur-Landeyjar. Samverustundir eldri borgara hafa verið í Grensáskirkju alla miðvikudaga. Meira
27. maí 1998 | Fastir þættir | 525 orð

Blómgunartími sumarblóma

Sumarblóm í öllum regnbogans litum eru einmitt það sem við Íslendingar þörfnumst eftir grámuggu vetrarins. Fjöldi sumarblómategunda fer eflaust langt með að fylla hundraðið og þar af eru um 30 tegundir algengar í ræktun. Sameiginlegt einkenni sumarblóma er að þetta eru plöntur sem lifa einungis eitt sumar í íslenskum görðum þótt þær séu margar hverjar fjölærar í heimkynnum sínum. Meira
27. maí 1998 | Fastir þættir | 98 orð

Bridsfélag eldri borgara í Kópavogi

Þriðjudaginn 19. maí spiluðu 22 pör Michell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S:Alfreð Kristjánss. - Ernst Bachman253Halla Ólafsd. - Bergsveinn Breiðfjörð247Hörður Davíðsson - Einar Einarsson238Lokastaða efstu para í A/V: Eysteinn Einarss. - Lárus Hermannsson298Þórarinn Árnason - Ólafur Lárusson261Sæmundur Björnss. Meira
27. maí 1998 | Fastir þættir | 69 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson 13. Alheimstvímenni

NÚ styttist í að Alheimstvímenningurinn verði spilaður og er þetta í þrettánda sinn sem þessi sérstaka keppni fer fram. Takmark World Bridge Federation er að þátttakan verði 100.000 spilarar í ár. Spilað verður í Þönglabakkanum föstudaginn 5. júní kl. 19.00 og laugardaginn 6. júní kl. 14.00. Hægt er að spila báða dagana. Hvert par fær bók með umsögn um spilin að spilamennsku lokinni. Meira
27. maí 1998 | Fastir þættir | 91 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Frá félagi eldri bo

AV Auðunn Guðmundsson ­ Albert Þorsteinsson200Sæmundur Björnsson ­ Magnús Halldórsson193Eyjólfur Björnsson ­ Þórólfur Meyvantsson189 Mánudaginn 18. maí 1998 spiluðu 18 pör Mitchell tvímenning, Meira
27. maí 1998 | Í dag | 18 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júní '97 í Kópavogskirkju Hafdís Viggósdóttir og Tryggvi Þorsteinsson. Heimili þeirra er í Bandaríkjunum. Meira
27. maí 1998 | Í dag | 412 orð

ÍKVERJI er enn með hugann við kosningarnar um helgina. Ríkissjónv

ÍKVERJI er enn með hugann við kosningarnar um helgina. Ríkissjónvarpið eyddi miklu púðri í að kynna kosningasjónvarp og heilu fréttirnar fjölluðu um þá flugeldasýningu, sem í vændum væri. Útsendingin stóð hins vegar ekki undir væntingum, var þunglamaleg og tölur fóru fyrir ofan garð og neðan. Meira
27. maí 1998 | Fastir þættir | 200 orð

Kjördæmamótið spilað um næstu helgi í Keflavík

KJÖRDÆMAMÓTIÐ, hið fimmta í röðinni, verður haldið á Flughóteli í Keflavík um næstu helgi. Mótið hefst á laugardaginn kl. 10.45 með því að nýráðinn bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Ellert Eiríksson, segir fyrstu sögn mótsins. Meira
27. maí 1998 | Í dag | 606 orð

Orlof húsmæðra NÝLEGA barst fyrirspurn frá kjósanda í Reykj

NÝLEGA barst fyrirspurn frá kjósanda í Reykjavík um orlof húsmæðra, um það hvort leggja ætti niður orlofið. Kristín, aðst.kona borgarstjóra, var svo vinsamleg að svara kjósanda, en svarið var ekki alveg rétt, því spurt var hvort leggja ætti niður orlofið. Meira
27. maí 1998 | Dagbók | 613 orð

Reykjavíkurhöfn: Stapafell, Dettifoss, Samburga og Daníel D.

Reykjavíkurhöfn: Stapafell, Dettifoss, Samburga og Daníel D. fóru í gær. Kyndill kom í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Haraldur Kristjánsson,kom í gær. Hrafn Sveinbjarnarson fór í gær. Strong Icelander, Hanse Duo og Sergo Zakariadze fara í dag. Meira
27. maí 1998 | Fastir þættir | 896 orð

Ýlfur glataðrar kynslóðar "Um daginn var ég að hlusta á snældu með lestri Allens Ginsbergs. Ég hlustaði enn á ný á hann lesa

BANDARÍSKA skáldið Allen Ginsberg sem lést í fyrra eftir viðburðaríka ævi í lífi og list, er sífellt umræðuefni og hátíðir eru enn haldnar honum til heiðurs. Næsta hátíð sem ég hef spurnir af verður í Central Park í New York 12. júní nk. Meðal þátttakenda í henni verður skáldið Michael Pollock sem eftir að hafa búið lengi hér á landi er orðinn Íslendingur. Meira
27. maí 1998 | Í dag | 24 orð

ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu 1.870 kr. til styrktar Neistanum, styrktarfélag

ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu 1.870 kr. til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna. Þau heita Valdís Ragna, Alexandra Hödd, Bjarki Rúnar, Hildur Kathleen og Olga Eir. Meira
27. maí 1998 | Fastir þættir | 268 orð

(fyrirsögn vantar)

Sl. föstudagskvöld, 22. maí, mættu 30 pör og spiluðu eins kvölds Mitchell-tvímenning. Spilaðar voru 13 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 312 og þessi pör urðu efst: NS: María Ásmundsd. Meira

Íþróttir

27. maí 1998 | Íþróttir | 39 orð

1. deild kvenna

Breiðablik - ÍBV2:1 Sigríður Þorláksdóttir, Sigrún Óttarsdóttir-Karen Burke. Valur - Stjarnan4:1 Laufey Ólafsdóttir 3, Erla Sigurbjartsdóttir-Elva Björk Erlingsdóttir. Meira
27. maí 1998 | Íþróttir | 150 orð

Branson býður í Karíbahafið

RICHARD Branson, kaupsýslumaður sem m.a. á Virgin flugfélagið breska, hefur heitið enska og skoska landsliðinu og fjölskyldum þeirra vikudvöl á eyju sinni, Necker í Karíbahafinu verði annaðhvort liðið heimsmeistari í knattspyrnu í sumar. Branson er mikill áhugamaður um íþróttir og þá sérstaklega knattspyrnu. Hann er einnig mikill ofurhugi og m.a. Meira
27. maí 1998 | Íþróttir | 159 orð

Brasilíumaður með Túnis

Brasilíumaðurinn Jose Clayton lék fyrsta landsleik sinn fyrir Túnis 2. maí og verður með liðinu í Heimsmeistarakeppninni í Frakklandi en hann varð ríkisborgari í apríl þrátt fyrir að hafa ekki verið í landinu í fimm ár eins og lög gera ráð fyrir. Mál hans fékk sérstaka meðferð svo hann gæti leikið á HM. Meira
27. maí 1998 | Íþróttir | 262 orð

Ekkert óvænt hjá Frökkum

Aime Jacquet, landsliðsþjálfari Frakklands í knattspyrnu, tilkynnti um helgina 22 manna hópinn fyrir Heimsmeistarakeppnina og kom valið ekki á óvart. Hann var með 28 menn í æfingabúðum en hafði sagt sex þeirra að þeir yrðu ekki í endanlegum hópi. Meira
27. maí 1998 | Íþróttir | 177 orð

Enn mætast Kristján og Jóhannes

ÞRIÐJA árið í röð mætast Kristján Helgason og Jóhannes B. Jóhannesson í úrslitaleik Íslandsmótsins í snóker. Það er ljóst eftir undankeppnina um sl. helgi sem fram fór í Snóker- og poolstofunnni. Kristján, sem er nýbakaður Evrópumeistari áhuga-/atvinnumanna, lagði Ingva Halldórsson af öryggi, 7:1, í undanúrslitum en Jóhannes vann Arnar Richardsson 7:3. Arnar hafði m.a. lagt Jóhannes R. Meira
27. maí 1998 | Íþróttir | 85 orð

Fjórtán þjálfarar fá styrk

VERKEFNASJÓÐUR Íþrótta- og ólympíusambands Íslands úthlutaði gær styrkjum til 14 þjálfara. Styrkurinn er ætlaður til að kynna sér nýjungar og aðferðir í þjálfun erlendis. Eftirtaldir þjálfarar hlutu styrk: Auður Inga Þorsteinsdóttir (fimleikar), Auður Skúladóttir (knattspyrna), Ásmundur Ísak Jónsson (karate), Broddi Kristjánsson (badminton), Brynjar Þór Þorsteinsson (körfuknattleikur), Meira
27. maí 1998 | Íþróttir | 19 orð

Golf

Golf Afmælismót Keilis Punktamót: Einar Guðjónsson, GK44 Gestur Már Sigurðsson, GK38 Gústaf Alfreðsson, GK38 Jón Thorarensen, GK38 Gísli Helgason, Meira
27. maí 1998 | Íþróttir | 700 orð

Gott að hafa brandarana á íslensku

Bjarni Guðjónsson, sóknarmaður úr Newcastle, hefur að undanförnu æft með liði Skagamanna í sumarfríi sínu hér á landi. Hann segir kærkomið að fá tækifæri til að leika með gömlu félögunum. "Hér er miklu léttara yfir öllu, mórallinn alveg einstakur og brandararnir allir á íslensku," sagði Bjarni aðspurður um muninn á æfingum íslensks og ensks úrvalsdeildarliðs. Meira
27. maí 1998 | Íþróttir | 230 orð

Honum er frjálst að fara

BJARKI Gunnlaugsson, knattspyrnumaður frá Akranesi, hefur ekki verið í byrjunarliði norska liðsins Molde það sem af er keppnistímabili en oftar en ekki komið inn á sem varamaður. "Við höfum gert Bjarka grein fyrir því að hann eigi ekki sæti í byrjunarliðinu eins og er, enda er hann að keppa um stöður við tvo norska landsliðsmenn. Meira
27. maí 1998 | Íþróttir | 36 orð

Í kvöld

Knattspyrna Landssímadeildin KR-völlur:KR - Grindavík20 1. deild karla Akureyrarv.:Þór - FH20 Skallagrímsv.:Skallagrímur - HK20 Stjörnuv.:Stjarnan - KA20 Kópavogsv. Meira
27. maí 1998 | Íþróttir | 203 orð

Korda og Agassi úr leik

PETR Korda frá Tékklandi og Bandaríkjamaðurinn Andre Agassi eru báðir úr leik eftir fyrstu umferð Opna franska meistaramótsins í tennis sem hófst í gær. Korda, sem vann Opna ástalska meistaramótið og er nú um stundir í öðru sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins, laut í lægra haldi fyrir Argentínumanninum Mariano Zabaleta í fimm settum, 6:0, 6:2, 3:6, 4:6, Meira
27. maí 1998 | Íþróttir | 274 orð

Michelle de Bruin í slæmum málum

Írska sundkonan Michelle de Bruin (áður Smith), sem vann til þrennra gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996, á yfir höfði sér lífstíðarbann eftir að Alþjóða sundsambandið, FINA, staðfesti í fyrradag að sýni úr lyfjaprófi hennar hefði verið falsað. Sundkonan var tekin fyrirvaralaust í lyfjapróf í janúar en síðan var upplýst að vínandamagn í þvagsýninu hefði verið lífshættulegt. Meira
27. maí 1998 | Íþróttir | 341 orð

Saudi-Arabía kom á óvart á Wembley

Saudi-Arabía, sem gerði jafntefli, 1:1, við Ísland í Cannes í Frakklandi fyrir skömmu, lék um helgina á Wembley í fyrsta sinn og kom Englendingum á óvart með því að gera markalaust jafntefli við heimamenn. Almennt er talið að England eigi mikla möguleika á að komast í undanúrslit Heimsmeistarakeppninnar en leikurinn á laugardag sýndi að leiðin geti orðið erfiðari en haldið er. Meira
27. maí 1998 | Íþróttir | 132 orð

Seattle lætur Karl fara

SEATTLE SuperSonics neitaði að gera nýjan samning við þjálfara sinn, George Karl, í gær í framhaldi af því að liðið féll úr keppni í undanúrslitum í úrslitakeppni Austurdeildar fyrir Los Angeles Lakers. Samningur Karls rann út í lok keppnistímabilsins en hann hefur verið þjálfari liðsins í hálft sjöunda keppnistímbil með góðum árangri. Sonics lék m.a. Meira
27. maí 1998 | Íþróttir | 38 orð

Skotfimi

Íslandsmót í skotfimi, keppni með grófri skammbyssu, var um sl. helgi. Karlar: Hannes Tómasson563 Carl J. Eiríksson551 Scott Thomas544 Jónas Hafsteinsson534 Björn E. Sigurðsson518 Jón S. Meira
27. maí 1998 | Íþróttir | 96 orð

Spánn Keppni um sæti í 1. deild Las Palmas - Oviedo3:1 Oviedo vann fyrri leikinn 3:0 og leikur í 1. deild næsta tímabil.

Spánn Keppni um sæti í 1. deild Las Palmas - Oviedo3:1 Oviedo vann fyrri leikinn 3:0 og leikur í 1. deild næsta tímabil. Vináttulandsleikur Meira
27. maí 1998 | Íþróttir | 599 orð

Stórskotahríð á Skipaskaga

VESTURBÆJARSTÚLKUR gerðu góð ferð á Skipaskaga í gærkvöldi þegar þeir unnu ÍA 7:0 og komu sér þægilega fyrir í efsta sæti Meistaradeildar kvenna, hafa sigrað í báðum leikjum sínum og hafa markatöluna 11:0. Önnur tíðindi úr 2. Meira
27. maí 1998 | Íþróttir | 158 orð

Tuttugu hafa séð rautt

TUTTUGU leikmenn voru úrskurðaðir í leikbann á fundi aganefndar KSÍ í gær eftir leiki undanfarinna daga á Íslandsmótinu og bikarkeppninni. Þar af eru fjögur lið sem missa tvo leikmenn hvert í bann. Þetta eru Fjölnismennirnir, Guðni Ingvason og Ægir Viktorsson, Sandgerðingarnir Ingvi Þór Hákonarson og Sigurður Valur Árnason og Benedikt Emilsson og Jón Grétar Ólafsson, leikmenn Aftureldingar. Meira
27. maí 1998 | Íþróttir | 282 orð

Vigdís varð meistari þriðja árið í röð

VIGDÍS Guðjónsdóttir, spjótkastari úr HSK, varð um liðna helgi svæðismeistari háskóla (SEC) í austurhluta Bandaríkjanna. Vigdís kastaði spjótinu 49,60 m sem er nokkuð frá hennar besta en nægði eigi að síður því sú er hreppti annað sætið kastaði 45,46 m. Mótið fór fram í Gainesville á Flórída. Meira
27. maí 1998 | Íþróttir | 466 orð

(fyrirsögn vantar)

VÍKINGUR frá Ólafsvík hefur hætt við þátttöku í 1. deild kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Víkingur var í A-riðli ásamt Grindavík, Selfossi, FH, Gróttu og Fylki. ROBERTO Baggio, landsliðsmaður Ítala, hefur verið orðaður við Arsenal. Meira

Úr verinu

27. maí 1998 | Úr verinu | 232 orð

35% samdráttur frá áramótum

FYRSTU fjóra mánuði þessa árs er heildaraflinn orðinn 650 þúsund tonn og er það samdráttur um 35% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Botnfiskaflinn hefur dregist saman um tæp 3%. og er nú um 162 þúsund tonn á móti 167 þús. tonnum í fyrra. Aukning er í þorskafla um rúm 11%, en samdráttur á bilinu 20­30% í ýsu, ufsa og karfa. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 228 orð

Aprílaflinn jókst um 19%

AFLINN í aprílmánuði jókst um tæp 19% borið saman við apríl í fyrra. Heildaraflinn í mánuðinum var um 78 þúsund tonn á móti rúmlega 65 þúsund tonnum í fyrra. Í ár var landað um 13.100 tonnum af loðnu, en 3.000 tonnum á síðasta ári, skv. útvegstölum Fiskifélags Íslands. Botnfiskafli jókst um 11% og var nú um 58.900 tonn á móti um 53.100 tonnum í fyrra. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 400 orð

Ágætis afli en lítið er vitað um stofninn

ALLS hafa 36 skip fengið tímabundin tilraunaleyfi til veiða á gulllaxi á þessu fiskveiðiári, og núna eru 19 skip með tilraunaleyfi sem gilda til 15. júní næstkomandi. Aflinn sem skipin hafa verið að fá hefur oft á tíðum verið ágætur og í síðasta mánuði nam heildaraflinn 2.200 tonnum. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 67 orð

ÁRLEG HREINGERNING

Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson. FYRIR skömmu voru Landhelgisgæslan og Siglingamálastofnun upptekin við árlegt sameiginlegt verkefni, þ.e.a.s. að sigla á milli bauja, hífa þær um borð og hreinsa þær. Ekki veitir af, því ýmsar lífverur, svo sem þari og ýmis skeldýr sækjast eftir sambýlinu við baujurnar, mönnunum til armæðu. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 162 orð

Bakkar leysa poka af hólmi

HAFRANNSÓKNARSTOFNUN fékk á dögunum afhenta fyrstu framleiðsluna af svokölluðum kvarnabökkum sem eiga að leysa af hólmi gömlu kvarnapokana. Bakkarnir nýju, sem eru innlend hönnun, eru framleiddir í Örva, sem er verndaður vinnustaður fyrir þroskahefta. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 811 orð

Barátta fyrir réttinum til að nýta auðlindirnar æ meiri

PÉTUR Bjarnason, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, var kjörinn formaður stjórnar Fiskifélags Íslands eftir að verulegar breytingar voru gerðar á skipulagi félagsins á framhalds Fiskiþingi sem haldið var í mars síðastliðinn. Helstu breytingar, sem gerðar voru á Fiskifélagi Íslands, voru þær að vægi hagsmunasamtaka í sjávarútvegi var aukið verulega. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 26 orð

EFNI

Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 Neytandinn og verslunin eru hinir nýju herrar á markaðnum Viðtal Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 206 orð

Endurbætur eru á lokasprettinum

MIKLAR breytingar hafa staðið yfir í loðnuverksmiðju Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. allt síðan í lok loðnuvertíðar hinn 20. marz sl. Lokaspretturinn við uppsetningu nýrra tækja er hafinn en síðustu tvö tækin komu nú í vikunni með skipi frá Noregi. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 209 orð

Format fyrir uppskriftir

PÖNNUSTEIKTUR skötuselur með stökku eggaldini og tómatkryddsósu er á matseðli Versins í dag og er uppskriftin að hætti Bjarna Óla Haraldssonar, matreiðslumanns hjá veislueldhúsinu Veislunni. Bjarni Óli er, eins og aðrir gestakokkar Versins þessar vikurnar, félagi í Freistingu, sem er áhugamannafélag um matargerðarlist. Uppskriftin er fyrir fjóra, en netfang Freistingar er: http//www.treknet. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 308 orð

Fréttir

Áhugi er á gulllaxinum ALLS hafa 36 skip fengið tímabundin tilraunaleyfi til veiða á gulllaxi á þessu fiskveiðiári og núna eru 19 skip með leyfi sem gilda til 15. júní nk. Aflinn, sem skipin hafa verið að fá, hefur oft á tíðum verið ágætur og í síðasta mánuði nam heildaraflinn 2.200 tonnum. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 224 orð

Ísfiskur fær gæðaverðlaun Coldwater í þriðja sinn

ÍSFISKUR ehf. er eitt þeirra fyrirtækja, sem fengið hefur afhent gæðaverðlaun Coldwater Seafood Corporation, dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. í Bandaríkjunum. Verðlaunin fær fyrirtækið fyrir framleiðslu ársins 1997 og mun þetta vera í þriðja skiptið sem fyrirtækið hreppir þann titil, en áður bar það við árin 1994 og 1996. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 333 orð

Loðnusamningurinn er engin ávísun á lausn Smugudeilunnar

"ÞAÐ verður alltaf að meta samninga heildstætt," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Verið eftir að Íslendingar höfðu undirritað nýjan loðnusamning við Norðmenn og Grænlendinga, en samningurinn færir Íslendingum 81% hlutdeild úr stofninum í stað 78% sem þeir höfðu áður. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 2009 orð

Meira af þorski en minna af ýsu og skarkola

HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN leggur til 15% aukningu þorskveiðiheimilda miðað við tillögur stofnunarinnar í fyrra og aflaheimildir fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Nú er kvótinn 218 þúsund tonn og er gert ráð fyrir að aflinn á fiskveiðiárinu verði sá sami, en ársaflinn 1998 um 230 þúsund tonn. Stofnunin leggur til niðurskurð á ýsuveiði og einnig niðurskurð á skarkola. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 674 orð

Neytandinn og verslunin eru hinir nýju herrar á markaðnum

NEYTENDUR hafa miklu sterkari stöðu í samfélaginu en áður var og á það ekki síður við gagnvart fiskiðnaðinum en öðrum framleiðslugreinum. Losnað hefur um þau bönd, sem stjórnmálaflokkarnir höfðu á fólki, og nú er það að sumu leyti farið að tjá sig í gegnum neysluna. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 202 orð

Neytendur upplifa leiðindi í stórmörkuðum

LYKILLINN að velgengni í smásöluverslun er að skilja neytendur, sjá þarfir þeirra og veita þeim þægindi. Árið 1928 voru að meðaltali 900 vörur í venjulegri matvöruverslun. Árið 1956 voru þær 3.000, fjölgaði mikið í kjölfar stríðsins. Í dag er meðalstórmarkaður með 27.000 vörutegundir og fær varan að meðaltali úr sekúndu til að ná athygli neytenda. Þetta kom m.a. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 133 orð

Opinn fundur um nýtingu fiskimiðanna

OPINN fundur um nýtingu fiskimiðanna verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík í kvöld, miðvikudagskvöld, og hefst hann kl. 20.30 í Gullteig. Yfirskrift fundarins er: "Er íslensk fiskveiðistjórn til fyrirmyndar?" Á fundinum verður m.a. til umræðu hvort Íslendingar séu að stunda ábyrgar fiskveiðar, hvort íslenska kvótakerfið sé besta leiðin og hvort veiða þurfi meira. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 522 orð

Rækjuveiði fjórðungi minni nú en á sama tíma í fyrra

SAMANLAGÐUR rækjuafli íslenskra fiskiskipa er fjórðungi minni eftir fjóra fyrstu mánuði þessa árs borið saman við sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskifélagi Íslands, og er um helmingur rækjukvóta þessa fiskveiðiárs enn óveiddur, nú þegar aðeins rúmir þrír mánuðir eru eftir af fiskveiðiárinu. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 370 orð

Síldin er dreifð og erfið viðureignar

RANNSÓKNARSKIPIÐ Árni Friðriksson hefur fundið talsvert af síld á slóðum norsk/íslenska síldarstofnsins að undanförnu, en frá 8. maí síðastliðnum hefur skipið tekið þátt í fjölþjóðlegu verkefni sem felst m.a. í að kanna ástand umrædds síldarstofns. Alls hafa fjögur skip verið við athuganirnar, auk Árna skip frá Færeyjum, Noregi og Svíþjóð, en það síðastnefnda var á vegum Evrópusambandsins. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 573 orð

SVélstjórnanám hér síst lengra en á hinum Norðurlöndunum

EFTIR athugun á uppbyggingu vélstjóranáms á Norðurlöndunum er það niðurstaða Sigurðar Brynjólfssonar, prófessors við verk- og raunvísindadeild HÍ, að nám við Vélskóla Íslands sé í megindráttum sambærilegt við nám þar, en menntamálaráðuneytið fól Sigurði að bera saman vélstjóranám hér á landi og sama nám á hinum Norðurlöndunum, einkum í Danmörku og Noregi. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 371 orð

"Tískufiskurinn" er gulllax

BARÐI Nk er búinn að landa gulllaxi einu sinni á þessu vori, 180 tonnum, og er á leið til lands með 200 tonn til viðbótar af "þessum tískufiski í ár", eins og Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri hjá Síldarvinnslu Neskaupstaðar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Freysteinn sagði að gulllaxinn hefði veiðst "út af Suðvesturlandi" og það væri töluvert af honum á þeim slóðum. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 733 orð

Um pólitísk vísindi og vísindapólitík

ÞAÐ vekur athygli mína hve mikil gagnkvæm hagsmunatengsl eru orðin hér á landi milli vísinda (menntunar og rannsókna) og stjórnkerfis. Flestar "æðri" menntastofnanir þessa lands eru reknar með beinum fjárframlögum hins opinbera og nánast allar stærstu rannsóknarstofnanir einnig. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 47 orð

ÚR VERINU

AFLAHORFUR á Íslandsmiðum og Reykjaneshrygg á næsta fiskveiðiári eru m.a. til umfjöllunar í Verinu í dag. Sömuleiðis segir frá auknum áhuga á gulllaxi og gengi í humar- og síldveiðum. Fjallað er um vaxandi vægi neytenda á mörkuðum og nýkjörinn formaður Fiskifélags Íslands er tekinn tali. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 315 orð

Vélasalan og Þrymur opna nýtt verkstæði

VÉLASALAN ehf. og Vélsmiðjan Þrymur ehf. hafa sameinast um stofnun á þjónustu- og viðgerðarverkstæði, sem er til húsa í nýju sérhönnuðu 500 fermetra húsnæði að Bygggörðum 12 á Seltjarnarnesi. Nefnist fyrirtækið Vélasalan- verkstæði ehf. Vélasalan-verkstæði ehf. mun einkum leggja rækt við að þjónusta vélar frá Cummins og Lister, en Vélasalan er umboðsaðili þeirra framleiðenda. Meira
27. maí 1998 | Úr verinu | 460 orð

Þrír í stjórn Kvótaþingsins

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA, Þorsteinn Pálsson, hefur skipað stjórn Kvótaþings til næstu fjögurra ára á grundvelli laga nr. 11/1998 sem samþykkt voru á Alþingi í lok mars og voru m.a. liður í því að binda enda á verkfall sjómanna. Meira

Barnablað

27. maí 1998 | Barnablað | 62 orð

17. júní

EFTIR þrjár vikur er merkisdagur, þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní. Þá er mikið um dýrðir og gaman væri að þið senduð Myndasögum Moggans efni: myndir, sögur, ljóð o.s.frv. tengt 17. júní. Hafið hraðar hendur, merkið allt efni vel og vandlega og sendið til: Myndasögur Moggans - 17. Meira
27. maí 1998 | Barnablað | 43 orð

Eitt eilífðar smáblóm

HVERT númeruðu blómanna á að vera í auða reitnum? Lausnin: Blóm númer sex fellur inn í myndina því að lóðrétt og lárétt breytist staða blómanna alltaf um 90 gráður (einn fjórðung) í hverri línu og aldrei aftur til fyrri stöðu. Meira
27. maí 1998 | Barnablað | 36 orð

Hvað heitir stelpan?

ÉG HEITI Aldís Guðrún, ég er 9 ára og á heima á Álfaskeiði 94 í Hafnarfirði. Myndin heitir Hvað á stelpan að heita?. Lausnin: Getur ekki verið að hún heiti Freydís, lesendur góðir. Meira
27. maí 1998 | Barnablað | 164 orð

Hvalurinn Keikó

EINS og mörg ykkar vita vafalaust, er til í tjörn úti í henni Ameríku frægur fanginn háhyrningur sem kallaður er Keikó. Hann er fyrst og fremst dýr, nánar til tekið háhyrningur, en frægastur er hann nú samt fyrir að leika í kvikmynd, sem heitir Frelsum Willy og hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi. Meira
27. maí 1998 | Barnablað | 95 orð

Ostur er veislukostur

JÁ, ekki er ólíklegt að músin sé sammála því sem stendur í fyrirsögninni en aðalatriðið í hennar huga þessa stundina er að átta sig á hvaða snúru hún á að klifra upp til þess að komast að oststykkinu uppi á eldhúshillunni. Engir kæra sig um mýs í híbýlum sínum og allra síst í eldhúsinu en í þetta sinn hjálpum við upp á sakirnar og finnum réttu leiðina. Meira
27. maí 1998 | Barnablað | 47 orð

Raketta í mörgum litum

ÞAÐ eru engin áramót í nánd en eitthvað var nú um flugeldasýningar í kringum sveitarstjórnakosningarnar um daginn. Í tilefni allra flugeldasýninga, stórra og smárra, hvaða tíma ársins sem er, birtum við þessa mynd eftir hann Pál Þorsteinsson, 4 ára, Vallarhúsum 59, 112 Reykjavík. Meira
27. maí 1998 | Barnablað | 14 orð

Sumarmynd

Sumarmynd AUÐUR Edda Erlendsdóttir, 3 ára, Barónsstíg 21, 101 Reykjavík, gerði þessa fallegu sumarmynd. Meira
27. maí 1998 | Barnablað | 43 orð

Úr verkfæratöskunni

ÞEGAR tæmt var úr verkfæratöskunni kom einn hlutur í ljós sem af og frá átti að vera þar. Hver er hann? Lausnin: Ætli við verðum ekki að viðurkenna að þessi þraut var í léttara lagi, tennisspaðinn á ekkert erindi í verkfærahirslur. Meira
27. maí 1998 | Barnablað | 32 orð

Vorfuglar

Á VORIN spretta blómin og fuglarnir koma frá fjarlægum löndum. Sólin hækkar á lofti og ilmandi lyktin af blómunum er um allt. Sólrún Una Þorláksdóttir 8 ára Engjahjalla 11 200 Meira
27. maí 1998 | Barnablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.