Greinar laugardaginn 6. júní 1998

Forsíða

6. júní 1998 | Forsíða | 152 orð

20 þúsund hafa flúið Kosovo

UTANRÍKISRÁÐHERRA Albaníu greindi frá því í gær að um 20 þúsund Kosovo-Albanir hefðu flúið frá héraðinu og yfir landamærin til Albaníu. Þetta eru tvöfalt fleiri en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hafði áætlað. Forsætisráðherra Albaníu sagði að um 50 þúsund Albanir í Kosovo hefðu hrakist frá heimilum sínum. Meira
6. júní 1998 | Forsíða | 232 orð

Íslensk stjórnvöld fagna lokun Dounreay

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, fagnaði í gær fregnum þess efnis að starfsemi endurvinnslustöðvarinnar í Dounreay í Skotlandi yrði hætt. Sagði hann mikilvægt og jákvætt skref hafa verið stigið af breskum stjórnvöldum en þau tilkynntu í gær að starfseminni yrði hætt þar sem stöðin hefði ekki reynst efnahagslega hagkvæm þrátt fyrir væntingar í þá veru. Meira
6. júní 1998 | Forsíða | 64 orð

Orðum aukið

DÓTTIR bandaríska gamanleikarans Bob Hopes bar í gær til baka fullyrðingu um andlát föður síns, sem er 95 ára, og sagði hann "sprelllifandi". Bob Stump, þingmaður frá Arizona, tilkynnti um "andlát" Hopes í ræðu, samkvæmt andlátsfregn um Hope sem fréttastofan AP birti fyrir mistök. Linda Hope sagði að Stump hefði síðan hringt og útskýrt mistökin og beðist innilega afsökunar. Meira
6. júní 1998 | Forsíða | 175 orð

Reuters Orsök slyssins rakin til brotins hjóls

BJÖRGUNARMENN, sem hafa unnið að því að bjarga líkamsleifum fólks úr braki þýzku hraðlestarinnar, sem á miðvikudaginn fór á um 200 km hraða út af sporinu og lenti á vegarbrú sem lá yfir teinana, höfðu í gær fundið 96 lík. Meira
6. júní 1998 | Forsíða | 448 orð

Tugir óbreyttra borgara falla í loftárásum á Eþíópíu

ÞRJÁTÍU óbreyttir borgarar að minnsta kosti féllu og rúmlega hundrað særðust þegar eritrískar herþotur gerðu sprengjuárás á borgina Mekele í Eþíópíu öðru sinni síðdegis í gær, að því er sjónarvottar greindu frá. Meira
6. júní 1998 | Forsíða | 135 orð

Viðræðum frestað

SAMNINGAVIÐRÆÐUM flugmanna hjá franska flugfélaginu Air France og framkvæmdastjórnar þess var frestað upp úr klukkan hálf níu í gærkvöldi til þess að deiluaðilar gætu kynnt sér nýjar tillögur hvor annars. Verkfall flugmanna hefur nú staðið í fimm daga. Þá voru lestarstjórar um allt landið einnig í verkfalli í gær til að leggja áherslu á kröfur um hærri laun. Meira

Fréttir

6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

200 þúsund króna tjón í gróðrarstöð

SIGURÐUR G. Jónsson rekur gróðrarstöð á Álfafelli skammt fyrir ofan Hveragerði og skemmdust bæði blóm hjá honum og búnaður þegar stærsti jarðskjálftinn gekk yfir á fimmtudagskvöld. Þegar blaðamann og ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði um miðjan dag í gær var hann í óða önn að ganga frá eftir jarðhræringarnar í fyrrakvöld. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 247 orð

68 nemendur brautskráðir úr Kvennaskólanum

KVENNASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í 124. sinn við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni 29. maí síðastliðinn. Brautskráðir voru 68 stúdentar af þremur brautum, 25 af félagsfræðibraut, 26 af náttúrufræðibraut og 17 af nýmálabraut. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Bergrún Anna Óladóttir en hún útskrifaðist með 8,85 í lokaeinkunn af náttúrufræðibraut. Meira
6. júní 1998 | Erlendar fréttir | 316 orð

Aðskilnaðarsinnar vinna áfangasigur

NÝIR bardagar milli skæruliða aðskilnaðarsinna í Abkhasíu við stjórnarher Georgíu hafa, að mati fréttaskýrenda, veikt stöðu ríkisstjórnar Eduards Shevardnadzes, sem annars hafði gert sér vonir um að geta sameinað landsmenn og styrkt stöðu sína á því að koma í gang útflutningi á olíu frá Kaspíahafssvæðinu. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

Aldrei fleiri þingmál lögð fram

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra frestaði fundum Alþingis til septemberloka á þingfundi síðdegis í gær. Þar með er 122. löggjafarþingi lokið. Í máli Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis, rétt fyrir þinglok, kom fram að aldrei hefðu fleiri þingmál og þingskjöl verið lögð fram á Alþingi. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 202 orð

Alfræðibók um óhefðbundnar lækningar

ÍTARLEG alfræðiorðabók um óhefðbundnar lækningar og náttúrulegar leiðir til betra lífs er komin út á íslensku hjá Vöku-Helgafelli. Bókin heitir Heilsubók fjölskyldunnar en í henni er að finna lýsingar á yfir 200 sjúkdómseinkennum og öllum helstu óhefðbundnu lækningaaðferðunum, ásamt með um 500 skýringarmyndum. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 201 orð

Almannavarnir aflétta viðbragðsstöðu

ALMANNAVARNIR ríkisins afléttu síðdegis í gær viðbragðsstöðu af hálfu nefndarinnar sem sett var á í framhaldi jarðskjálftanna á síðari hluta fimmtudags. Var það gert eftir að skjálftavirkni minnkaði með eðlilegum hætti á Hengilssvæðinu og er ekki búist lengur við stórum skjálfta. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 302 orð

AlÞjóðleg ráðstefna um málvísindi

MÁLVÍSINDASTOFNUN Háskóla Íslands stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um norræn og almenn málvísindi dagana 6.­8. júní. Ráðstefnan er haldin í Odda og hefst kl. 9 alla dagana. Þetta er tíunda ráðstefnan í ráðstefnuröð sem hófst einmitt við Háskóla Íslands árið 1969. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Andadagur á Tjörninni

SJÓVÁ-Almennar efna til andadags við Tjörnina í dag, laugardaginn 6. júní, milli kl. 13 og 15 hjá Iðnó. Boðið verður upp á Emmessís handa börnunum og brauð handa öndunum meðan birgðir endast. Meira
6. júní 1998 | Landsbyggðin | 262 orð

Annasamt hjá lögreglunni á Sauðárkróki

ÓHAPP varð við Sauðárkrókshöfn kl. 3 aðfaranótt sunnudags þegar leiguskipið Mint Rapid á vegum Samskipa sigldi að bryggju og rak stefnið í stálþil bryggjunnar með þeim afleiðingum að plötur á þilinu rifnuðu og slitnuðu frá steyptum bryggjukanti. Er tjónið á bryggjunni nokkurt, en skipið er talið óskemmt, og hélt það áfram ferð sinni uppúr hádegi á sunnudag. Kl. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 295 orð

Aukin áhersla verði lögð á málefni barna

ÞRIÐJA landsþing Barnaheilla (Save the Children, Iceland) var haldið 9. maí sl. en það er haldið annaðhvert ár. Ný stjórn samtakanna var kjörin á þinginu. Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur, var endurkjörinn formaður. Varaformaður er Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur. Starfsemi Barnaheilla hefur vaxið fiskur um hrygg frá síðasta landsþingi. Meira
6. júní 1998 | Erlendar fréttir | 436 orð

Áfengi og ofsaakstur ennþá talin ástæðan

FRANSKI dómarinn, sem stýrir rannsókninni á dauða Díönu prinsessu, kallaði í gær til yfirheyrslu meira en 20 vitni í réttarsal í París. Fór yfirheyrslan fram fyrir luktum dyrum en fyrir dómaranum vakti að reyna að samræma og fá einhvern botn í ólíkan framburð um slysið. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 494 orð

Beinskeytt andstaða á næsta kjörtímabili

AÐ loknum fundi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna í Valhöll síðdegis í gær vék Árni Sigfússon úr sæti sem oddviti flokksins og Inga Jóna Þórðardóttir, sem var í þriðja sæti á framboðslista flokksins í borgarstjórnarkosningunum, tók við. Meira
6. júní 1998 | Erlendar fréttir | 234 orð

Bjartsýni dvínar á ný

SÚ BJARTSÝNI sem ríkti í kjölfar þess að Indónesíu tókst í fyrradag að semja um greiðslu skulda einkafyrirtækja í landinu gufaði upp í gær þegar ekki var að sjá neina uppsveiflu á mörkuðum í Asíu. Gengi rúpíunnar hækkaði ekki þrátt fyrir tíðindin um samning Indónesíu við lánardrottna og gengi indónesískra hlutabréfa lækkaði á ný á mörkuðum eftir að hafa tekið nokkurn kipp í fyrradag er fyrstu Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 192 orð

Brautskráning frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ

BRAUTSKRÁNING nemenda frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ fór fram 30. maí. Brautskráðir voru 46 nemendur frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, 41 stúdent og fimm nemendur með próf af styttri brautum. Athöfnin fór fram í Vídalínskirkju. Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir var dúx skólans. Hún náði frábærum árangri á stúdentsprófi með ágætiseinkunn í 57 námsáföngum. Meira
6. júní 1998 | Erlendar fréttir | 254 orð

Brown gert að yfirgefa stofnfundinn

GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, þurfti í fyrrakvöld að yfirgefa stofnfund nýs félagsskaps þeirra landa sem hyggjast taka upp Evruna, sameiginlegan gjaldmiðil Evrópulanda. Brown var viðstaddur inngangsorð fundarins sem haldinn var í Lúxemborg en gekk síðan á dyr eftir klukkustund, Meira
6. júní 1998 | Landsbyggðin | 175 orð

Brúðkaup í Reynisfjöru

Fagradal-Brúðkaupsgestir vissu ekkert hvað beið þeirra þegar þeim var boðið í brúðkaup þeirra Susanne Götzinger og Einars Steinssonar. Á boðskortinu stóð aðeins að mæta ætti við Víkurskála. Þegar þangað kom beið hjólaskip Mýrdælinga albúið til siglinga. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 510 orð

Brýtur ekki í bága við markmið samkeppnislaga

SAMKEPPNISRÁÐ telur gjaldtöku hins opinbera vegna skráningar lyfja ekki brjóta í bága við markmið samkeppnislaga og mun því ekki aðhafast frekar í máli Farmasíu ehf., sem óskaði í janúar sl. eftir úrskurði samkeppnisráðs á mismunun í gjaldtöku vegna lyfjaskráningar. Í erindi Farmasíu kemur fram að hér á landi kosti skráningarumsókn fyrir nýtt sérlyf, nýtt efni, 75.000 kr. Meira
6. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Bæjarstjórinn kvaddur

STARSFÓLK á bæjarskrifstofunni á Akureyri kvaddi Jakob Björnsson bæjarstjóra með formlegum hætti í kaffisamsæti í sal bæjarstjórnar í gær. Jakob lætur nú af störfum eftir fjögur ár í stól bæjarstjóra. Við starfi hans tekur Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðismanna. Meira
6. júní 1998 | Landsbyggðin | 40 orð

Börnum gefnir reiðhjólahjálmar

Hvammstanga-Kvenfélagið Björk á Hvammstanga gefur árlega sex ára börnum reiðhjólahjálma í sumarbyrjun. Þetta árið þáðu ellefu börn þessa sumargjöf. Morgunblaðið myndaði þennan hóp ásamt stjórn Kvenfélagsins, Sigríði Ragnarsdóttur, Arndísi Jónsdóttur og Eddu Hrönn Gunnarsdóttur. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 710 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 8.­13. júní. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is Mánudagurinn 8. júní: Þórarinn Blöndal mun halda fyrirlestur á vegum líffræðiskorar um MS-verkefni sitt kl. 16.15 í stofu G-6 á Grensásvegi 12. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Dansað á Ingólfstorgi

BOÐIÐ upp í dans er yfirskrift dansleikja sem samtök áhugafólks um almenna dansþátttöku, Komið og dansið, standa fyrir á Ingólfstorgi sunnudagana 7. og 14. júní nk. kl. 14­16. Tónlist sem leikin verður af geisladiskum mótast fyrst og fremst af léttri sveiflu og línudönsum en jafnframt af almennri danstónlist. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Eldur í veitingastað

ELDUR kom upp í veitingastaðnum Tongs Takeaway á Langholtsvegi í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík var töluverður eldur og virtist sem hann hefði kviknað í eldhúsi staðarins. Sendur var slökkvibíll úr Tunguhálsi og annar úr Skógarhlíð og um tugur slökkviliðsmanna. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 162 orð

Esju- og Kjalarnesfagnaður á sunnudag

Í TILEFNI af sameiningu Kjalarness og Reykjavíkur verður efnt til fjölbreyttrar dagskrár á Kjalarnesi sunnudaginn 7. júní frá kl. 11­19. Dagurinn hefst með því að kl. 11 mun borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, afhjúpa leiðarvísi sem SPRON hefur gefið um gönguleiðir á Esjuna. Meira
6. júní 1998 | Erlendar fréttir | 249 orð

Fáklædda stúlkan hverfur

Fáklædda stúlkan hverfur London. The Daily Telegraph. MYND af fáklæddri stúlku á blaðsíðu þrjú hefur verið eitt helsta einkenni breska götublaðsins The Sun síðan það kom fyrst út í núverandi mynd fyrir hartnær 30 árum, en nú er búist við því að þessum myndbirtingum verði hætt með tilkomu nýs ritstjóra, Davids Yellands. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 361 orð

Franska freigátan Latouche-Treville í Reykjavíkurhöfn

FRÖNSK freigáta, Latouche- Treville, lagði að landi við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun. Skipherrann Louis de Contenson býður almenningi að koma um borð og skoða freigátuna milli klukkan 14 og 17 í dag og á morgun. Latouche-Treville var sjósett árið 1990. Um borð í freigátunni eru tvær þyrlur sem hafa það hlutverk að flytja vopn til kafbáta. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 163 orð

Frönsk hljómsveit leikur sjómannalög

ALLIANCE Française hefur í samvinnu við Sjómannadagskráð fengið til landsins 5 manna hljómsveit sem kallar sig "Les souillés de fond de calle" sem útleggja má sem Lestarstrákarnir á íslensku (full þýðing Hinir saltstorknu í lestinni) frá Plouezec á Bretaníuskaga. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Fyrirlestur um bókmenntaarfleifð Íslendinga vestanhafs

SKÁLDIÐ, rithöfundurinn, tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn Bill Holm flytur opinberan fyrirlestur í boði Heimspekideildar Háskóla Íslands í dag laugardag kl. 14. Fyrirlesturinn er í samvinnu við Íslandsdeild Norræna félagsins um kanadísk fræði (The Nordic Association for Canadian Studies). Meira
6. júní 1998 | Landsbyggðin | 223 orð

Glæsilegur árangur í samræmdu prófunum

Drangsnesi-Skólaslit voru í Drangsnesskóla fimmtudaginn 28. maí síðastliðinn. Voru um miðjan daginn gróðursett tré, grillaðar pylsur og farið í leiki en skólaslit og afhending einkunna um kvöldið. Nemendur skólans í vetur voru 20 og þar af tóku 6 nemendur samræmd próf úr 10. bekk. Var árangur þeirra í þessum lokaprófum upp úr grunnskóla stórglæsilegur. Meira
6. júní 1998 | Miðopna | 621 orð

Grænland í kjarnorkustefnu Danmerkur og Bandaríkjanna

SVEND Aage Christensen, sem starfar hjá utanríkismálastofnuninni dönsku (DUPI), er einn fjögurra sérfræðinga sem halda erindi í þeim kafla ráðstefnunnar, sem ber yfirskriftina "Hernaðarviðbúnaður vestrænna ríkja í hánorðri". Erindi Christensens fjallar um Grænland í kjarnorkustefnu Danmerkur og Bandaríkjanna 1951­1968. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Göngudagur um Laugardal

FÉLAG áhugafólks um íþróttir aldraðra efnir til léttrar skemmti- og heilsubótargöngu um garðana í Laugardal þriðjudaginn 9. júní. Gangan hefst við Skautahöllina kl. 14. Þaðan verður gengið um Grasagarðinn í gróðurskála, þar sem sjá má suðrænan gróður, og Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Staldrað verður við á þessum stöðum og notð leiðsagnar og fræðslu göngustjóra og starfsfólk garðanna. Meira
6. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Harðfiskurinn vinsæll

HÁTÍÐARHÖLD vegna sjómannadagsins á Akureyri hófust strax í gær en í dag og á morgun, sunnudag, verður mikið um dýrðir í bænum. Upphitunin fór fram á Ráðhústorgi, þar sem boðið var upp á tónlist, dans, tískusýningu og götuleikhús. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 806 orð

Hattar á loft!

Fauré: Pelléas & Mélisande; Berg: Fiðlukonsert; Ravel: Gæsamömmusvíta; Hindemith: Sinfónískar myndbreytingar. Viviane Hagner, fiðla; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Yans Pascals Torteliers. Háskólabíói, föstudaginn 5. júní kl. 20. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 46 orð

Hjóla í kringum landið

SEX slökkviliðsmenn í Reykjavík hafa ákveðið að hjóla í kringum landið til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Ferðin hefst í dag, laugardag, og er áætlaður ferðatími 12 dagar. Slökkviliðsmennirnir munu safna áheitum meðan á ferðinni stendur. SEX slökkviliðsmenn ætla hjóla hringinn í kringum landið. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Hraðakstur, naglar og veggjakrot

LÖGREGLAN í Reykjavík kærði 20 ökumenn fyrir of hraðan akstur sólarhringinn frá fimmtudagsmorgni til föstudagsmorguns en sólarhringinn þar áður voru 33 kærðir. Þá voru skráningarnúmer tekin af 37 bifreiðum, flest vegna vangoldinna bifreiðagjalda. Þó að komið sé fram í júní og snjór og klaki á bak og burt er enn nokkuð um það að lögregla hitti fyrir bíla á nagladekkjum. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 683 orð

Hrinunni ekki endilega lokið

JARÐSKJÁLFTAVIRKNIN sem verið hefur á Hellisheiði frá því á miðvikudag hefur farið heldur minnkandi og í gær og fyrrinótt voru engir skjálftar yfir þremur stigum á Richter-kvarða. Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur á jarðeðlissviði Veðurstofu Íslands, taldi þó óvarlegt að slá því föstu að hrinan væri að fullu gengin yfir en það væri engu að síður líklegt. Meira
6. júní 1998 | Landsbyggðin | 87 orð

Húsgagnaverslun opnuð á Selfossi

Selfossi-Reynisstaðir heitir ný húsgagnaverslun sem opnuð var á Selfossi nýverið. Verslunin sem er sú eina sinnar tegundar á Árborgarsvæðinu ber nafnið Reynisstaðir og er til húsa að Austurvegi 56, þar sem áður var Byggingavöruverslun Steinars Árnasonar. Meira
6. júní 1998 | Miðopna | 344 orð

Höfðafundurinn opnaði leið til loka kalda stríðsins

GEORGÍ Arbatov, ráðgjafi Sovétleiðtoga um áratuga skeið, er að koma til Íslands í annað sinn. Hann mun tala um efnið Sovétríkin og Norðurlönd á ráðstefnunni um Norðurlöndin og kalda stríðið. Hann sat alla fundi leiðtoga Bandaríkjamanna og Sovétmanna á tímabilinu 1961­1991, meðal annars þegar Mikhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hittust í Höfða árið 1986. Meira
6. júní 1998 | Erlendar fréttir | 285 orð

Indverjar gagnrýna kjarnorkuveldin

INDLANDSSTJÓRN sakaði í gær kínversk stjórnvöld um að hafa veitt Pakistönum tæknilega aðstoð við framleiðslu kjarnorkuvopna og að hafa flutt þangað geislavirk efni er nýta mætti til slíkrar framleiðslu. Þá gagnrýndu Indverjar kjarnorkuveldin fimm fyrir að líta fram hjá brotum á NPT-samningnum um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Meira
6. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 146 orð

Indverskir listamenn í Samkomuhúsinu

Í TILEFNI 50 ára lýðveldisafmælis Indlands koma þarlendir listamenn í heimsókn á Listahátíð í Reykjavík og sýna þar 6. og 7. júní en koma síðan til Akureyrar og sýna í Samkomuhúsinu mánudagskvöldið 8. júní kl. 20.30. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 469 orð

Jarðskjálftar vekja óhug íbúa Hveragerðisbæjar

HRINA jarðskjálfta, sem staðið hefur nú í þrjá daga, náði hámarki á tíunda tímanum á fimmtudagskvöldið þegar jarðskjálfti er mældist 5,3 á Richter reið yfir. Jarðskjálftarnir undanfarið hafa sem fyrr átt upptök sín á Hellisheiði, nálægt Litla-Skarðsmýrarfjalli og það eru íbúar í Hveragerði sem mest verða varir við skjálftana. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 215 orð

JÓN JÚLÍUSSON

JÓN Júlíusson, fil. kand., lést á Reykjalundi aðfaranótt miðvikudagsins 3. júní sl. Hann fæddist í Stykkishólmi 11. desember 1926. Foreldrar Jóns voru Júlíus Rósinkransson og Sigríður Jónatansdóttir. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Langur laugardagur í miðborg Reykjavíkur

LANGUR laugardagur er í dag og verða verslanir í miðbænum opnar a.m.k. til kl. 17 eins og venja er fyrsta laugardag hvers mánaðar. Í tilefni dagsins verða leiktæki frá ÍTR sett upp víðsvegar um miðborgina. Fornbílaklúbburinn kemur í heimsókn og sýnir bíla sína. Þeir munu að öllum líkindum aka niður Laugaveg og leggja bílunum í Kvosinni þar sem fólk getur skoðað þá. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 31 orð

LEIÐRÉTT

Í blaðauka Morgunblaðsins um brúðkaup sem kom út síðasta laugardag var nafn Heklu Guðmundsdóttur hjá MAKE UP FOR EVER á Skólavörðustíg 2 misritað sem Helga Guðmundsdóttir. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Lipponen hélt heim

PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, hélt af landi brott í gærmorgun ásamt föruneyti sínu eftir opinbera heimsókn. Á fimmtudagskvöld var haldin honum til heiðurs opinber veisla í Perlunni og söng Kristinn Sigmundsson óperusöngvari þar nokkur lög auk þess sem Einar Már Guðmundsson rithöfundur hélt stutta tölu. Meira
6. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 168 orð

Meirihluti íbúa vill sameiningu

MEIRIHLUTI íbúa í fjórum hreppum í Eyjafirði, í Arnarnes-, Skriðu-, Öxnadals- og Glæsibæjarhreppum, er hlynntur sameiningu þeirra, samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var samfara sveitarstjórnarkosningunum í síðasta mánuði. Mestur var áhuginn fyrir sameiningu hreppanna fjögurra í Öxnadalshreppi en minnstur í Arnarneshreppi. Meira
6. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 139 orð

Messur

GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta í kirkjunni sunnudaginn 7. júní kl. 11.00. Sjómenn taka þátt í athöfninni og lesa ritningarlestra og Haukur Ásgeirsson flytur hugleiðingu. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund laugardaginn 6. júní kl. 20-21. Sunnudagur 7. júní kl. 11.30, sunnudagaskóli fjölskyldunnar. Aldurskipt biblíukennsla fyrir alla fjölskylduna. Mike og Sheila Fitzgerald prédika. Samkoma kl. 20. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 174 orð

Minningarathöfn á Akranesi

MINNINGARATHÖFN um áhöfn Kveldúlfs MB 27 frá Akranesi verður sjómannadaginn 7. júní en Kveldúlfur fórst í aftakaveðri 20. janúar 1933. Með Kveldúlfi fórust 6 menn: Skafti Jónsson, formaður, f. 21.7. 1895, Einar Jónsson, formaður, f. 20.7. 1901, Guðmundur Jónsson, mágur þeirra, f. 28.9. 1906, Indriði Jónsson, vélstjóri, f. 2.2. 1899, Helgi Ebenesarson f. 24.7. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Námskeið í gerð jarðarfaraskreytinga

GARÐYRKJUSKÓLi ríkisins, Reykjum í Ölfusi, heldur tveggja daga námskeið í næstu viku í gerð jarðarfaraskreytinga. Námskeiðið stendur þriðjudaginn 9. júní og miðvikudaginn 10. júní frá kl. 9­17 báða dagana. Það er fyrst og fremst ætlað starfsfólki í blómabúðum. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 397 orð

Nefnd um auðlindagjald ALÞINGI kaus í gær níu

ALÞINGI kaus í gær níu manna nefnd sem hefur það hlutverk að fjalla um auðlindir sem eru eða kunna að verða þjóðareign. Nefndinni er ætlað að skilgreina þessar auðlindir á skýran hátt og hvernig skuli með þær farið. Nefndinni er einnig ætlað að skilgreina hvernig staðið skuli að gjaldtöku fyrir afnot af auðlindum í sameign þjóðarinnar með hliðsjón af þeim gjöldum sem fyrir eru. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Opið hús á Hrafnistu

Á SJÓMANNADAGINN verður opið hús á Hrafnistuheimilinu. Til sýnis verða handunnir munir heimilisfólksins, Lestardrengirnir syngja og harmonikan ómar um allt hús. Að venju verður í boði glæsilegt kaffihlaðborð í borðsölunum og rennur ágóðinn af kaffisölunni til velferðarmála heimilisfólksins. Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur ár hvert í byrjun júní í 60 ár. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

Óvenju mikið af fíflum MEIRA ber á túnfíflum á Suðvesturhluta land

MEIRA ber á túnfíflum á Suðvesturhluta landsins nú en undanfarin ár og eru þeir jafnframt stærri og bústnari en í meðalári. Björn Gunnlaugsson garðyrkjukandidat segist telja að mikil úrkoma í maí hafi haft þessi örvandi áhrif á vöxt fífla í ár. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var meðalhiti í Reykjavík 6,6 gráður í maí, sem er örlítið hærra en í meðalári. Meira
6. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 212 orð

Plastframleiðsla í Vararhúsið

FYRIRTÆKIÐ Art-X hefur keypt Vararhúsið við Óseyri á Akureyri af Kaupfélagi Eyfirðinga. Art-X, sem er í eigu Flutningamiðstöðvar Norðurlands, KEA og fleiri, sérhæfir sig í plasti og framleiðir flutningakassa á bíla. Vararhúsið er um 1.450 fermetrar að stærð og er stefnt að því að hefja framleiðslu í húsinu í þessum mánuði. Meira
6. júní 1998 | Erlendar fréttir | 149 orð

Rafsanjani brýnir Bandaríkjamenn

FYRRVERANDI forseti Írans skoraði í fyrradag á Bandaríkjastjórn að sýna andstöðu sína við hryðjuverk í verki með því að snúast gegn skæruliðasamtökunum Mujahideen Khalq en bandamenn þeirra eru með skrifstofur í Washington. Bandaríkjastjórn fordæmdi sl. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 1326 orð

"Rannsóknarefnin þegar til meðferðar hjá ríkissaksóknara"

STJÓRNARLIÐAR á Alþingi lögðust í gær gegn þingsályktunartillögu stjórnarandstæðinga um skipun rannsóknarnefndar til að fjalla um málefni Landsbanka Íslands hf. og samskipti framkvæmdavalds og Alþingis. Sögðu stjórnarliðar m.a. að einstök rannsóknarefni í tillögu stjórnarandstæðinga væru þegar til meðferðar hjá þar til bærum aðilum. Meira
6. júní 1998 | Landsbyggðin | 158 orð

Ráðstefna um gildi upplýsingatækni í rekstri

Húsavík-Ráðstefna var haldin um síðustu helgi á Hótel Húsavík um gildi upplýsingatækni í rekstri. Þjóðbraut framtíðarinnar. Ráðstefnan var fjölmenn og ríkti mikill áhugi um þau þjóðþrifamál sem til umræðu voru. Meira
6. júní 1998 | Miðopna | 859 orð

Ráðstefna um Norðurlöndin og kalda stríðið í Reykjavík 24. til

SAGA kalda stríðsins hefur verið í mikilli endurskoðun meðal fræðimanna á síðustu árum eftir því sem skjalasöfn í Rússlandi og Austur- Evrópu hafa verið gerð aðgengileg. Woodrow Wilson stofnunin í Washington hefur með svonefndu Kaldastríðssöguverkefni, Meira
6. júní 1998 | Erlendar fréttir | 94 orð

Reuters ETA-liði fellur í skotbardaga

ÞRÍTUG kona, sem grunuð var um að vera í aðskilnaðarhreyfingu Baska, ETA, beið bana í skotbardaga við lögreglumenn, sem réðust inn í hús aðskilnaðarsinna í bænum Guernica í Baskalandi í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar hóf konan skothríð á lögreglumennina. Annar meintur ETA-liði meiddist þegar hann stökk út um glugga á annarri hæð hússins og lögreglumaður fékk skot í höndina. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 365 orð

Ríkisendurskoðun telur alvarlegt að ekki fáist skýringar

EF virðisaukaskattur af innlendri starfsemi er mældur sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefur hann aldrei verið lægri en á síðasta ári eða tæp 3,7%. Á árinu 1992 var þetta hlutfall 1,6% hærra en það svarar til rúmra 8 milljarða kr. miðað við verga landsframleiðslu 1997. Meira
6. júní 1998 | Erlendar fréttir | 366 orð

"Rússland í dauðateygjum", ný bók eftir Solzhenítsyn Rei

ALEXANDER Solzhenítsyn, sem er ólatur við að segja löndum sínum, Rússum, til syndanna, hefur nú gefið út bók, sem er einn samfelldur reiðilestur um stjórn Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, og aðra svokallaða máttarstólpa samfélagsins. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

Safna fyrir ferð til Fatíma

UNGLINGAFÉLAG kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, Píló, stendur um þessar mundir að fjáröflun fyrir pílagrímsferð félagsins í haust. Gert er ráð fyrir að um 18 unglingar verði með í för og er förinni að þessu sinni heitið til Fatíma í Portúgal þar sem María mey á að hafa birst 3 börnum í upphafi aldarinnar. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

Samstarf SPRON og ferðafélagsins

FERÐAFÉLAG Íslands og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis standa fyrir Esjugöngu fyrir alla fjölskylduna sunnudaginn 7. júní. Þrjár leiðir verða í boði í fylgd reyndra leiðsögumanna frá ferðafélaginu. Er þetta fyrsti liður í samkomulagi sem SPRON og Ferðafélag Íslands hafa gerð með sér til fimm ára, segir í fréttatilkynningu. Meira
6. júní 1998 | Landsbyggðin | 165 orð

Samtök Eiðavina stofnuð

Egilsstöðum-Áhugafólk um verndun menntaseturs á Eiðum blés til fundar sem lauk með því að stofnuð voru Samtökin Eiðavinir, en hefðbundið skólahald hefur verið lagt niður á staðnum. Tilgangur samtakanna er m.a. að afla stuðnings ríkis, sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka við endurreisn menntaseturs á Eiðum og alhliða menningarstarf á staðnum. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 246 orð

Segir lögfræðiálit um ráðherra ótrúverðuga

ÁSTA R. Jóhannesdóttir, þingmaður þingflokks jafnaðarmanna, sagði í umræðum á Alþingi í gær að sér fyndist álitsgerð lögmannanna tveggja, þeirra Andra Árnasonar og Gunnars Jónssonar, um afskipti Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra af málefnum eignarleigufyrirtækisins Lindar hf., ótrúverðug. Í álitsgerðinni komast lögmennirnir m.a. Meira
6. júní 1998 | Erlendar fréttir | 424 orð

Segja stöðina ekki efnahagslega hagkvæma

STJÓRNVÖLD í Bretlandi tilkynntu í gær að þau hygðust loka hinni umdeildu kjarnorkuendurvinnslustöð í Dounreay í Skotlandi. Segjast þau taka þessa ákvörðun á efnahagsforsendum, stöðin eigi enga fjárhagslega framtíð. Lagði talsmaður Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, á það áherslu í gær að ákvörðunin væri ekki tekin vegna efasemda um öryggi stöðvarinnar. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 313 orð

Sérréttindi Íslenskra aðalverktaka hf. til verktöku á Keflavíkurfl

STJÓRNENDUR Íslenskra aðalverktaka hf. reikna með að við staðfestingu á sérréttindum félagsins til verktöku á Keflavíkurflugvelli muni verða sett skilyrði um dreifingu hlutafjár í félaginu. Nefnir stjórnarformaður félagsins 7% hámarkseign í því sambandi. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Sjómannadagsblað Austurlands

SJÓMANNADAGSBLAÐ Austurlands er komið út. Blaðið er um 100 síður og inniheldur á þriðja hundrað ljósmyndir. Efnið er fjölbreytt að vanda. Meðal annars segja Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, og Páll Benediktsson, fréttamaður, frá kynnum sínum af sjómennsku, Magni Kristjánsson, skipstjóri, skrifar um þorskastríðin þrjú og Helgi Hallvarðsson, skipherra, Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Sjómannadagskrá í Hafnarfirði

SJÓMANNADAGURINN í Hafnarfirði hefst kl. 8 á sunnudeginum með því að fánar verða dregnir að hún. Klukkan 10 syngur kór eldri Þrasta við Hrafnistu og kl. 10.45 verður blómsveigur lagður að minnisvarða um horfna sjómenn sem staðsettur er framan við Víðistaðakirkju og kl. 11 hefst síðan sjómannamessa í kirkjunni. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 312 orð

Skólaslit Borgarholtsskóla Brautryðjandastarf u

BORGARHOLTSSKÓLA var slitið í annað sinn laugardaginn 30. maí síðastliðinn. Athöfnin fór fram í bílasal og lék skólahljómsveit Mosfellsbæjar þegar gestir gengu inn í salinn og á milli atriða. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð

Snerra gefur út 7 almanök fyrir 1999

SNERRUÚTGÁFAN lætur frá sér 7 ný almanök fyrir árið 1999. Komandi ár er 17. útgáfuárið. Almanök og náttúruljósmyndun eru sérgrein Snerruútgáfunnar. Auk íslensku eru myndatextar yfirleitt á ensku og fleiri erlendum tungumálum. Þessi almanök eru: Íslenska almanakið, 12 síðna almanak með myndum vítt og breitt af landinu. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð

Stefnir í að flestir þátttakendur fái vinnu

SKÓLA Menningar- og fræðslusambands alþýðu fyrir atvinnulausa á Sauðárkróki var slitið fimmtudaginn 4. júní. Þrettán nemendur sóttu skólann sem starfaði í 11 vikur. Þrír þátttakendur hafa þegar hafið störf í atvinnulífinu og nokkrir til viðbótar eru komnir með vilyrði fyrir vinnu. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins

HAPPDRÆTTI Krabbameinsfélagsins hefur frá upphafi verið ein veigamesta tekjulind krabbameinssamtakanna hér á landi og stuðlað mjög að uppbyggingu þeirra og þróun. Fræðsla um krabbamein og krabbameinsvarnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir í skólum, stuðningur við krabbameinssjúklinga, Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Sumarjazz á Jómfrúnni

SUMARJAZZ á vegum veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu hefur nú göngu sína þriðja árið í röð. Leikið verður alla laugardaga í júní, júlí og ágúst frá kl. 16­18. Tónleikarnir fara fram á Jómfrúartorginu milli Lækjargötu, Pósthússtrætis og Austurstrætis ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

Sumarskóli Fullorðinsfræðslunnar

FULLORÐINSFRÆÐSLAN hefur nú sumarönn sína 9. árið í röð. Sem áður er boðið upp á matshæfa prófáfanga framhaldsskóla og almenn námskeið í tungumálum, raungreinum og viðskiptagreinum, svo sem fyrstu 2 prófáfanga bókhalds og rekstrarfræði, fyrsta áfanga í dönsku, þýsku, spænsku og ensku og aðfarar- og undirbúningsnám fyrir inntökupróf í atvinnuflugnám í fyrstu áföngum stærðfræði, Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Sýning í Snorrastofu

SÝNING á myndverkum eftir norska listamanninn Jarle Rosseland verður opnuð í safnasal Reykholtskirkju á morgun, laugardag. Sýningin er myndröð með 19 myndum, sem höfundur nefnir "Snorre- Suiten". Myndefnið hefur skírskotun til ævi og verka Snorra Sturlusonar og tjáir skáldlega sýn á einkenni hins íslenska landslags. Norska olíufélagið Saga Petroleum gaf Snorrastofu þessi myndverk á síðastliðnu Meira
6. júní 1998 | Miðopna | 712 orð

Telur rannsóknir á orsökum kalda stríðsins gallaðar

GEIR Lundestad, prófessor í sagnfræði við Oslóarháskóla, stýrir norsku Nóbelsstofnuninni og er einnig ritari nefndarinnar sem úthlutar friðarverðlaunum Nóbels. Hann mun taka þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnunni í Reykjavík og ætlar að beina sjónum sínum að kaldastríðsrannsóknum í gegnum tíðina. Meira
6. júní 1998 | Erlendar fréttir | 279 orð

UUP og SDLP með 60% fylgi STÆRSTU flokkar sambandssinna og þj

STÆRSTU flokkar sambandssinna og þjóðernissinna á Norður-Írlandi, UUP og SDLP, njóta stuðnings 60% kjósendanna, ef marka má skoðanakönnun sem The Irish Times birti í gær. 33% aðspurðra sögðust styðja UUP, stærsta flokk mótmælenda, og 27% SDLP, flokk kaþólikka. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 299 orð

Útilokar ekki þingframboð

VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og annar maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum, segist aðspurður ekki útiloka að hann bjóði sig fram til Alþingis á næsta ári. Árni Sigfússon, fráfarandi oddviti borgarstjórnarflokksins, sagðist í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í gær hafa hvatt Vilhjálm til framboðs. Meira
6. júní 1998 | Landsbyggðin | 209 orð

Útlán aukast á 150 starfs- ári Amtbókasafnsins

Stykkishólmi-Á síðasta ári voru 150 ár liðin frá því að Amtbókasafnið í Stykkishólmi hóf starfsemi sína. Í ársskýrslu forstöðumanns, Sigurlínar Sigurbjörnsdóttur, kemur fram að aukning hefur orðið á útlánum í safninu á síðasta ári. Alls voru lánaðar út 11.484 bækur og tímarit, sem þýðir að útlánin voru rúmlega 9 bækur á íbúa yfir árið. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Vann utanlandsferð hjá ESSO

ÞEGAR þjónustumiðstöð ESSO við Lækjargötu í Hafnarfirði var opnuð á ný á dögunum eftir gagngerar breytingar, sem fólust meðal annars í stækkun Hraðbúðar ESSO, sólarhringsopnun og nýjum "Subway"- stað, var efnt til opnunarhappdrættis í tilefni dagsins. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 1850 orð

Viðskiptaráðherra fór ekki með ósannindi

SAMKVÆMT álitsgerð tveggja hæstaréttarlögmanna, Andra Árnasonar og Gunnars Jónssonar, sem unnin var að beiðni Finns Ingólfssonar, viðskiptaráðherra, og fjallar um þau atriði er tengjast málefnum eignarleigufyrirtækisins Lindar hf. og afskiptum ráðherra af þeim málum, fór viðskiptaráðherra ekki með ósannindi þegar hann svaraði óundirbúinni fyrirspurn Ástu R. Meira
6. júní 1998 | Erlendar fréttir | 155 orð

Vildi sýkna Imeldu

FIDEL Ramos, forseti Filippseyja, rak í gær ríkislögmanninn fyrir að hvetja hæstarétt landsins til að sýkna Imeldu Marcos, fyrrverandi forsetafrú, af öllum ákærum um spillingu. Romeo de la Cruz ríkislögmaður ætlaði að láta af embætti 30. þ.m. um leið og ný stjórn tæki við en Ramos ákvað, að hann skyldi hætta 8. júní eða á mánudag. Var de la Cruz skipaður í embættið í febrúar sl. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Vígður til Útskálaprestakalls

PRESTVÍGSLA fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík næstkomandi sunnudag. Mun Biskup Íslands vígja Björn Svein Björnsson guðfræðing til Útskálaprestakalls í Kjalarnessprófastsdæmi. Vígsluvottar verða sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson, sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, sr. Önundur Björnsson og dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur, sem lýsir vígslu. Sr. Meira
6. júní 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Þrír fluttir á slysadeild

HARÐUR árekstur varð á milli tveggja bíla á Bústaðavegi um kl. 16.20 í gær. Flytja þurfti báða ökumenn og einn farþega á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur með háls- og höfuðmeiðsli, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Var einn hinna slösuðu lagður inn á sjúkrahús eftir læknisskoðun. Meira
6. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 382 orð

Ætlað að efla kennslu á framhaldsskólastigi

FRAMHALDSSKÓLARNIR fimm á Norðurlandi hafa gert með sér samstarfssamning, sem undirritaður var af skólameisturum skólanna í gær. Athöfnin fór fram í húsnæði Menntaskólans á Akureyri að viðstöddum fulltrúa frá menntamálaráðuneytinu. Meira
6. júní 1998 | Landsbyggðin | 135 orð

(fyrirsögn vantar)

Hornafjörður-Nú standa yfir í kirkjugarðinum við Hafnarkirkju á Höfn breytingar og endurbætur. Vestasta hliðin á garðinum verður eftir þessar breytingar hlaðin úr gabbrói sem tekið var úr Horninu við Hornafjörð. Í hleðslunni miðri hefur verið komið fyrir minningar- og duftreit sem ekki hefur áður verið í Hafnarkirkjugarði. Meira

Ritstjórnargreinar

6. júní 1998 | Staksteinar | 304 orð

»Hættulegur heimur DAGUR gerir að umtalsefni kjarnorkusprengingar Indverja og

DAGUR gerir að umtalsefni kjarnorkusprengingar Indverja og Pakistana að undanförnu og telur að þær hafi aukið verulega líkurnar á að slík gjöreyðingarvopn verði notuð í styrjöld. Í LEIÐARA Dags segir: "Kjarnorkusprengingar Indverja og Pakistana að undanförnu hafa aukið verulega líkurnar á að slík gjöreyðingarvopn verði notuð í styrjöld. Meira
6. júní 1998 | Leiðarar | 535 orð

NÝ FORYSTA Í BORGARSTJÓRNARFLOKKI SJÁLFSTÆÐISMANNA

LeiðariNÝ FORYSTA Í BORGARSTJÓRNARFLOKKI SJÁLFSTÆÐISMANNA RNI Sigfússon, sem verið hefur oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna sl. fjögur ár og var borgarstjóri Reykjavíkur síðustu mánuði fyrra kjörtímabils hefur ákveðið að láta af forystu Sjálfstæðisflokksins í borgarmálum. Meira

Menning

6. júní 1998 | Fólk í fréttum | 368 orð

ÐPOPP Í REYKJAVÍK

ÞAÐ VERÐUR að segjast eins og er að íslensk tónlist er góð. Auðvitað er hún misgóð, en bestu sveitirnar verða að teljast á heimsmælikvarða. Fjöldi íslenskra popp-, rokk-, dans- og rappsveita er ótrúlegur og sennilega meiri en í mörgum milljónasamfélögum úti í heimi. Meira
6. júní 1998 | Fólk í fréttum | 79 orð

Frískamín í hljóðveri

Skólahljómsveitin í Brúarásskóla, Frískamín, lék fyrir gesti á lokatónleikum Tónskóla Norður-Héraðs. Frískamín er eitt heitasta skólabandið á Héraði, og fóru krakkarnir í Stúdíó Ris á Neskaupstað og tóku upp 8 lög. Hljómsveitina skipa Þröstur Indriðason, Sindri Sigurðsson, Sigríður Sigurðardóttir, Aðalsteinn Sigurðarson og Rúnar Árdal. Meira
6. júní 1998 | Fólk í fréttum | 245 orð

Fyrstu tónleikar Móu á Íslandi

MÓA segir að það verði stuð, stuð, stuð, þegar hún spilar með bandinu sínu í Héðinshúsinu í kvöld á hátíðinni Popp í Reykjavík. "Mér líst rosalega vel á hátíðina og finnst hún bæði skemmtilegt og gott framtak. Héðinshús er rosalega flott tónleikahús, bæði hrátt og stórt og hentar mér mjög vel. Ég veit reyndar ekki hvernig hljómburðurinn er, en það á eftir að koma í ljós. Meira
6. júní 1998 | Margmiðlun | 533 orð

Gripdeildir og dráp

Grand Theft Auto, leikur frá BMG Interactive. Leikurinn krefst 75 MHz Pentium tölvu með 16 MB minni, tveggja hraða geisladrifi og 80 MB pláss á hörðum diski að minnsta kosti. Hann styður 3Dfx- þrívíddarskjákort. Meira
6. júní 1998 | Margmiðlun | 60 orð

GTA svindl

SLÁIÐ á Delete-lykil í persónuvalmyndinni, sláið síðan inn eftirfarandi svindltexta sem nafn persónunnar og sláið á Enter-hnapp. Ef tekst að slá inn svindlið heyrist vélarhljóð: ITSGALLUS gefur öll borð og borgir. NINEINAROW gefur líka öll borð og borgir. IAMTHELAW engin lögregla í borginni. ITCOULDBEYOU 999.999.999 aukastig. Meira
6. júní 1998 | Margmiðlun | 816 orð

Kapphlaup við tímann

TÖLVULEIKURINN Descent þótti mikil bylting á sínum tíma; glæsilegur leikur með einstaklega vel heppnaða þrívíddargrafík á þess tíma mælikvarða; ýmist fengu menn svimaköst þegar þeir léku hann í fyrsta sinn eða innilokunarkennd þar sem geimflaug var stýrt inn rangala í iðrum jarðar. Meira
6. júní 1998 | Fólk í fréttum | 249 orð

Látlaust drama Sólbruni (Burnt By the Sun)

Framleiðendur: Nikita Mikhalkov og Michelle Seydoux. Leikstjóri: Nikita Mikhalkov. Handritshöfundar: Nikita Mikhalkov og Rustam Ibragimbekov. Kvikmyndataka: Vilen Kaluta. Tónlist: Edvard Artemjev. Aðalhlutverk: Nikita Mikhalkov, Oleg Menchikov og Nadia Mikhalkov (130 mín.). Frönsk-rússnesk. Háskólabíó, maí 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
6. júní 1998 | Fólk í fréttum | 390 orð

Lenny Kravitz tölvuvæðist Gunnar Bjarni úr hljómsveitinni Mary Poppins fjallar um nýjustu plötu Lenny Kravitz "5".

LENNY Kravitz byrjaði ferilinn á því að vera helst frægur fyrir að vera með Lisu Bonet. Hún gleymdist þó fljótt og síðan hefur hann staðið undir nafni sem tónlistarmaður. Fyrsta platan var blönduð tónlist, fönk og rokk og popp, en með tímanum hefur hann hallað sér meira og meira að rokkinu með góðum árangri. Meira
6. júní 1998 | Fólk í fréttum | 238 orð

Lisa Marie sver sig í ættina

LISA Marie Presley virðist ætla að feta í fótspor föður síns, rokkkóngsins Elvis Presley, því hún hefur gert samning við nýtt plötufyrirtæki, Java Records. "Ég hitti Lisu Marie gegnum sameiginlegan vin, lögfræðing, í desember árið 1997," sagði Ballard í yfirlýsingu, "og ég hreifst af gáfum hennar, hæfileikum og tónlistarástríðu. Meira
6. júní 1998 | Fólk í fréttum | 1044 orð

Piparkökukarlinn Kenneth Nýjasta mynd Roberts Altmans Piparkökukarlinn er glæpatryllir í hefðbundnum stíl, gerður eftir handriti

Nýjasta mynd Roberts Altmans Piparkökukarlinn er glæpatryllir í hefðbundnum stíl, gerður eftir handriti John Grishams. Dagur Gunnarsson talaði við aðalleikarann Kenneth Branagh um piparkökur og sitthvað fleira. Meira
6. júní 1998 | Fólk í fréttum | 853 orð

SSSólarupprás Helgi Björnsson hefur í nógu að snúast þessa dagana, en gaf sér tíma til að setjast niður með Guðmundi Ásgeirssyni

ÓVENJU lítið hefur farið fyrir stórsveitinni SSSól undanfarin misseri. Eftir tímabil mikillar velgengni fyrir nokkrum árum sneru meðlimir sér að öðrum verkefnum, hvort sem þau voru á sviði tónlistar, leiklistar eða annars. Nú er hins vegar mikið í deiglunni hjá þeim félögum og annatími framundan. Helgi Björnsson var spurður um dagskrá sumarsins. Meira
6. júní 1998 | Fólk í fréttum | 340 orð

Viðurkenndi að hafa myrt eiginmanninn

EIGINKONA spaugarans Phils Hartmans, sem var myrtur í síðustu viku, viðurkenndi fyrir vini sínum áður en hún fyrirfór sér að hún hefði myrt Hartman. Að sögn lögreglunnar í Los Angeles lést Phil Hartman af völdum skotsára á höfði. Hann var sofandi þegar atburðurinn átti sér stað og því engin ummerki um að hann hafi veitt mótspyrnu. Meira
6. júní 1998 | Fólk í fréttum | 609 orð

Þar sem eymdin ríkir

SJÓNVÖRPIN íslensku, ríkisimbinn, Stöð 2 og Sýn sýndu engin sérstök tilþrif um hvítasunnuhelgina. Það var eins og dagskrárhetjurnar væru þreyttar. Að vísu sýndi ríkisimbinn tvo innlenda þætti frá líkum slóðum um sögu Hafnar í Hornafirði og sögu af skúmum, sem halda sig á söndunum ekki langt frá Höfn. Meira
6. júní 1998 | Fólk í fréttum | 628 orð

(fyrirsögn vantar)

Stöð213.40 Enn stingur hún upp kollinum, fjölskyldumyndin Litlu grallararnir (Little Rascals, '94), og fær sínar að venju. Stöð215. Meira

Umræðan

6. júní 1998 | Aðsent efni | 938 orð

Athugasemd við grein Hallgríms Guðjónssonar

FIMMTUDAGINN 28. maí sl. birtist grein eftir Hallgrím Guðjónsson, fyrrverandi bónda og hreppstjóra í Hvammi, undir heitinu Saga úr sveitinni, á bls. 46 í Morgunblaðinu. Af tveimur ástæðum tel ég mér skylt að gera athugasemd við skrif Hallgríms. Annars vegar eys hann fólk, sem ég hef mætt og kynnst einungis af góðu í samstarfi innan SKB og Umhyggju, miklum óhróðri. Meira
6. júní 1998 | Aðsent efni | 487 orð

Einstök börn

FÉLAGIÐ Einstök börn er stuðningsfélag foreldra barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma. Félagið var stofnað í mars 1997 af nokkrum foreldrum alvarlegra veikra barna sem út af sérstöðu sinni áttu ekki heima í neinu aðildarfélagi. Félagið er eitt af aðildarfélögum í Umhyggju. Á þessu eina ári sem félagið hefur starfað hefur mikið verið aðhafst. Meira
6. júní 1998 | Aðsent efni | 1159 orð

Ég ákæri líka

HINN 1. maí sl. mátti lesa í Morgunblaðinu ein þau tilkomumestu skrif sem þar hafa sést nú um langa hríð. Undir fyrirsögninni "Ég ákæri" flaumar slíkt stórfljót orða, að boðaföll þess verða vart brúuð. Sá sem mundar pennann af slíkri snilld er enginn annar en fyrrverandi vinnufélagi minn Sverrir Hermannsson. Meira
6. júní 1998 | Aðsent efni | 607 orð

Hefur heilbrigðisþjónustan ekki þörf fyrir hjúkrunarfræðinga?

NÚ ER svo komið að ég hef sagt starfi mínu lausu frá og með 1. júlí nk. ásamt miklum meirihluta hjúkrunarfræðinga á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík. Ástæða uppsagnar minnar er óánægja með launakjör. Meira
6. júní 1998 | Aðsent efni | 752 orð

Hjúkrun ­ þjónusta á útsöluverði

NÚ ER svo komið að meirihluti hjúkrunarfræðinga, sem starfa við klíniska hjúkrun á Ríkisspítölum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur, hefur sagt upp störfum frá og með 1 júlí nk. að okkur meðtöldum. Þessa ákvörðun hefur hver og einn þessara hjúkrunarfræðinga tekið og þurfti ekki hvatningar við. Staðan í kjaramálum er einfaldlega óviðunandi. Meira
6. júní 1998 | Aðsent efni | 1134 orð

Hvers virði er góð hönnun?

Í TILEFNI af Tæknidögum 1998 efna Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands til sýningar á tölvustuddri hönnun í Perlunni laugardag og sunnudag 6. og 7. júní. Sýningin er opin frá kl. 12­19 báða dagana og er aðgangur ókeypis. Meira
6. júní 1998 | Aðsent efni | 861 orð

Jafnrétti kynjanna í kirkjunni

Það var óneitanlega hvasst síðdegis mánudaginn 11. maí, svo að þau sem svöruðu kalli biskupsstofu að koma saman í Neskirkju til umræðu, fuku niður stigann og inn um dyrnar. Tilefnið var fyrsta málþing þjóðkirkjunnar um jafnrétti kynjanna í kirkjunni. Stólum var raðað í stóran hring, sem stækkaði óðum því að fleiri komu en skráðir voru. Meira
6. júní 1998 | Aðsent efni | 289 orð

Nýtt vinstri Hið nýja vinstri er frjálslynt stjórnmálaafl, segir Helgi Hjörvar, víðsýnt og umburðarlynt.

UMBREYTINGAR á flokkaskipan íslenskra stjórnmála hafa verið til vaxandi umræðu undanfarin ár. Sú umræða hefur að mestu snúist um form og flokkadrætti vinstrimanna á þeirri öld sem nú er senn liðin. En stjórnmál snúast hvorki um sagnfræði né form. Krafan um sameiningu félagshyggjufólks er hvorki krafa um formbreytingu né leiðréttingu sögulegra mistaka. Meira
6. júní 1998 | Aðsent efni | 587 orð

Stöndum vörð um rannsóknir sjúkdóma

FYRIR nokkrum árum hófst merkilegt samstarf MS félags Íslands og dr. John E.G. Benediktz við dr. Kára Stefánsson sem þá var prófessor við Harward-háskóla í Boston. Þarna sáum við möguleika á spennandi rannsóknum á sjúkdómnum MS og bundum við í MS félagi Íslands miklar vonir við þær og gerum enn. Við lögðum okkar af mörkum með því að styrkja þær á allan hátt. Meira
6. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 701 orð

Svo gerðu bræður frá Bakka Frá Guðmundi Bergssyni: ÞAÐ ER sjálfs

ÞAÐ ER sjálfsagt að bera í bakkafullan lækinn að minnast á Landsbankamálið. Samt fannst mér það mjög skrítið að heyra bankamálaráðherrann margstaglast á því í sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu að málinu þyrfti að ljúka sem allra fyrst svo fólkið tapaði ekki trú á bankanum og að allt væri komið í ljós og að bankinn ætti að fá frið til að skoða sín mál. Meira
6. júní 1998 | Aðsent efni | 659 orð

Tölvustudd hönnun ­ Tækninám við Tækniskóla Íslands

NÚNA um helgina eru tæknidagar í Perlunni sem bera heitið Tölvustudd hönnun. Fjölmargir aðilar eru þar að sýna tölvur, tölvubúnað, hugbúnað til hönnunar o.fl. Þar fer einnig fram kynning á tækninámi við Tækniskóla Íslands. Á þessari kynningu er lögð áhersla á að kynna lokaverkefni nemenda þar sem verkefnin eru unnin í ýmsum tölvuforritum, þar á meðal AutoCad, Genius, Desktop og C++. Meira
6. júní 1998 | Aðsent efni | 597 orð

Umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar

Í GÆR, 5. júní, var umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar afhent í annað sinn. Afhending þessarar viðurkenningar Reykjavíkurborgar fór líkt og í fyrra fram á umhverfisdegi Sameinuðu þjóðanna. Að þessu sinni lagði nefnd um árlega umhverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar til við borgarstjóra að Olíuverslun Íslands hf. hlyti viðurkenningu Reykjavíkurborgar. Meira
6. júní 1998 | Aðsent efni | 2051 orð

Um "þéringar" og annað ógott

GREIN Jóns Hilmars Magnússonar um biblíuþýðingar, sem birtist í Morgunblaðinu á Hvítasunnudag, lýsir þakkar verðum áhuga á mikilvægu máli og ber á köflum vitni um athyglisverða þekkingu. Því er greinin þess virði að gera athugasemdir við atriði, sem hefðu ekki átt að óprýða hana. Í síðasta hluta greinar sinnar fer höf. að tala um "þéringar" í biblíumáli. Meira
6. júní 1998 | Aðsent efni | 652 orð

Þarf Þorvaldur Gylfason ekki að bera ábyrgð?

ÞORVALDUR Gylfason hagfræðiprófessor hefur síðustu ár gengið hart fram í að krefjast þess, að menn bæru fulla ábyrgð á orðum sínum og verkum. Núverandi forystumenn þjóðarinnar virðast vera sammála honum. Meira

Minningargreinar

6. júní 1998 | Minningargreinar | 427 orð

Anna Brynjólfsdóttir

Með örfáum orðum vil ég minnast mágkonu minnar og skólasystur, Önnu Brynjólfsdóttur, sem eftir langa og stríða baráttu við óvæginn sjúkdóm hefur nú kvatt þennan heim aðeins 58 ára að aldri. Fyrstu minningar mínar um Önnu eru frá námsárum okkar í Kvennaskólanum í Reykjavík. Anna var nemandi skólans þegar ég hóf nám þar 13 ára gömul enda eldri en ég. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 27 orð

ANNA BRYNJÓLFSDÓTTIR

ANNA BRYNJÓLFSDÓTTIR Anna Brynjólfsdóttir fæddist á Reyðarfirði 19. júlí 1939. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 5. júní. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 169 orð

Baldvin Magnússon

Nú er hann elsku afi okkar kominn til Guðs og nú líður honum vel. Hann var alltaf svo góður við okkur og lék oft við okkur eins og í feluleik eða fela hlut. Hann sótti okkur í skólann og passaði okkur á meðan mamma og pabbi voru í vinnunni. Við fengum líka að ferðast með honum og ömmu og sofa í tjaldvagninum. Það var svo gaman. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 505 orð

Baldvin Magnússon

Hann kom inn í líf okkar er við vorum í skugga sorgar; hann kom með birtu og yl, öryggi og von og sneri skuggsælum hliðum að sólu. Hann hét Baldvin Magnússon og var rúmlega fimmtugur er hann kom; hann vann hug okkar allra og bar hag okkar fyrir brjósti. Hann sem alla tíð hafði verið einhleypur, hafði í einu vetfangi eignast allstóra fjölskyldu er hann kvæntist Önnu Hjálmarsdóttur. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 225 orð

BALDVIN MAGNÚSSON

BALDVIN MAGNÚSSON Baldvin Magnússon fæddist í Sandaseli í Meðallandi í Vestur- Skaftafellssýslu 20. febrúar 1923, sonur hjónanna Kristínar Pálsdóttur húsfreyju, f. 1893, d. 1979, og Magnúsar Oddssonar bónda þar, f. 1882, d. 1927. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 24. maí síðastliðinn. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 226 orð

Fannar Óskarsson

Sl. föstudag barst sú harmafregn um Ísfélagið að Fannar Óskarsson hefði orðið bráðkvaddur kvöldið áður. Fannar hafði starfað hjá Ísfélaginu meira og minna í tæp 20 ár og var sá starfsmaður, sem hafði einna lengsta starfsreynslu í fyrirtækinu. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 150 orð

FANNAR ÓSKARSSON

FANNAR ÓSKARSSON Fannar Óskarsson, verkamaður, fæddist í Reykjavík 21. júní 1939. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 28. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Óskars Jósúasonar, smiðs, og Jakobínu Grímsdóttur, húsmóður. Flutti í frumbernsku til Vestmannaeyja. Fannar var elstur í hópi sex systkina. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 449 orð

Gísli Skarphéðinn Sigurðsson

Það er fæddur lítill drengur. Þessi frétt flaug um allt þegar Gísli Skarphéðinn fæddist. Þetta var reyndar ekki svo óvanalegt hjá Völu og Sigga á Stapa, þar sem Gísli var sjötta barn þeirra hjóna. En eitthvað var það samt sem var alveg sérstakt við þetta. Gísli var nefnilega alveg sérstakur drengur. Hann var alveg einstaklega vænn drengur. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 553 orð

Gísli Skarphéðinn Sigurðsson

Mágur minn, Gísli Skarphéðinn Sigurðsson, er látinn langt um aldur fram. Hann var ekki hár í loftinu þegar ég kom fyrst austur á Stapa þá nýbúinn að ræna frá honum elstu systurinni. Hann lagði fyrir mig þraut, eins og börn gera oft við gesti. Ég leysti þrautina og sagði að svarið stæði skrifað á enni hans. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 30 orð

GÍSLI SKARPHÉÐINN SIGURÐSSON

GÍSLI SKARPHÉÐINN SIGURÐSSON Gísli Skarphéðinn Sigurðsson fæddist á Höfn í Hornafirði 10. febrúar 1970. Hann lést af slysförum 27. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarkirkju 5. júní. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 204 orð

Guðni Ernst Langer

Nú er fallinn í valinn Guðni Ernst Langer, skipsfélagi okkar á m.t. Stapafelli og má segja að stutt sé stórra högga á milli. Guðni var einn af gamla skólanum sem óðast er að hverfa af sjónarsviðinu og er því sjónarsviptir að honum. Ekki er svo ýkja langt síðan hann var í fullu fjöri hér um borð. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 28 orð

GUÐNI ERNST LANGER

GUÐNI ERNST LANGER Guðni Ernst Langer fæddist í Reykjavík 9. október 1940. Hann lést á Landspítalanum 30. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 5. júní. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 261 orð

Hafliði Magnússon

Fyrsta frétt sem mér barst þegar ég kom úr ferðalagi núna á dögunum, var að mágur minn, Hafliði Magnússon, hefði látist þá um morguninn. Fyrsta hugsun mín var: Þá er langri og erfiðri baráttu til margra ára við erfiðan sjúkdóm loks lokið. Þessu mótlæti tók Hafliði með einstöku jafnaðargeði. Það var eins og hann gæti alltaf látið tímann líða með alls konar grúski, bundinn við hjólastólinn. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 29 orð

HAFLIÐI MAGNÚSSON

HAFLIÐI MAGNÚSSON Hafliði Magnússon kjötiðnaðarmeistari fæddist í Reykjavík 6. júlí 1917. Hann lést á Droplaugarstöðum 2. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 5. júní. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 193 orð

Halldór Ragnar Helgason

Elsku Halldór afi. Þú sem varst mér svo kær og góður ert nú farinn. Ég mun ávallt muna þig, þú varst alltaf góður vinur minn þótt þú hafir verið svona stríðinn, en ég hafði bara gaman af því. Þú varst alltaf brosandi og glaður. Ef ég var eitthvað fúll gast þú alltaf komið mér í gott skap vegna þess hversu fyndinn og skemmtilegur þú varst. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 28 orð

HALLDÓR RAGNAR HELGASON

HALLDÓR RAGNAR HELGASON Halldór Ragnar Helgason prentari fæddist í Reykjavík 8. desember 1927. Hann varð bráðkvaddur 29. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 5. júní. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 707 orð

Kristinn B. Júlíusson

Að loknum sumarsíldveiðum 1963 átti ég erindi í útibú Landsbankans á Eskifirði. Ég hafði þetta ár verið háseti á Gunnari SU 139 frá Reyðarfirði og þénað vel. Meðan ég stóð þarna við bað Kristinn Júlíusson útibússtjóri mig um að tala við sig áður en ég færi. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 391 orð

Kristinn B. Júlíusson

Kristinn B. Júlíusson, fyrrverandi útibússtjóri Landsbanka Íslands á Eskifirði og síðar á Selfossi, er látinn. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hans í fáum orðum. Árið 1971 fluttust þau Kristinn og Brynhildur á Selfoss en það ár tók hann við starfi sem útibússtjóri Landsbankans á Selfossi. Kristinn var hæglátur, traustur og mjög þægilegur samstarfsmaður. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 397 orð

Kristinn B. Júlíusson

Frá því að ég fæddist og fram á unglingsár dvaldi ég góðan tíma á hverju ári hjá ömmu Brynhildi og afa Kristni. Þegar ég man fyrst bjuggu þau á Esikfirði og það krafðist þess að ég legði land undir fót til að komast til þeirra. Þessar ferðir voru mér eins konar ævintýri, ég var yfirleitt ein hjá þeim og hafði þau oftast út af fyrir mig. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 583 orð

Kristinn B. Júlíusson

Með þessum orðum vil ég minnast afa míns og nafna sem lést síðastliðinn laugardag. Við afi áttum eitt sameiginlegt áhugamál sem var skákin, en afi var alla tíð mjög sterkur skákmaður. Þó að mikill munur væri á getu okkar í þeirri ágætu íþrótt þá höfðum við alltaf mjög gaman af því að taka skák þegar við hittumst. Fyrsta skák okkar er bæði mér og öðrum í fjölskyldunni minnisstæð. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 366 orð

Kristinn B. Júlíusson

Mínar sælustu æskuminningar tengjast afa og ömmu, jólaboðunum hjá þeim og ófáum sunnudagsheimsóknum, sem alltaf fylltu mann mikilli tilhlökkun. Við systkinin fórum til þeirra á sumrin þegar við vorum börn og dvöldum hjá þeim í góðu yfirlæti, fáeina daga í senn. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 730 orð

Kristinn B. Júlíusson

Ég kynntist tengdaföður mínum á sólríkum sumardegi á Eskifirði í júní 1971. Ég var nýtrúlofaður og þekkti hann ekki þá. Frá sveitungum mínum hafði ég heyrt af honum fjölmargar sögur hversu vel hann hefði tekið ótrúlegustu mönnum með lánveitingar, borið traust til þeirra og þeir í engu brugðist því. Þess vegna var enginn beygur í brjósti mínu og mér vel fagnað af tilvonandi tengdaforeldrum. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 466 orð

Kristinn B. Júlíusson

Ég tengi mínar bestu æskuminningar afa og ömmu. Þau áttu heima í höll að mér fannst, Landsbankahúsinu. Garðurinn var sá stærsti sem ég hafði séð. Við systkinin vorum í pössun og þar fengum við kvöldkaffi. Veit ég að afi hefur aðstoðað við uppþvottinn eftir að við vorum farin að sofa, því oft sá ég hann þvo upp. Ekki get ég ímyndað mér marga karla fædda um svipað leyti og hann við slík störf. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 1235 orð

Kristinn B. Júlíusson

Horfinn er af veraldarvelli hollvinur minn og áður húsbóndi Kristinn Júlíusson fyrrverandi útibússtjóri Landsbanka Íslands á Selfossi, með honum er genginn einn sá maður sem ég tel hvað mætastan af mörgum góðum samferðamönnum sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 389 orð

KRISTINN B. JÚLÍUSSON

KRISTINN B. JÚLÍUSSON Kristinn B. Júlíusson var fæddur á Eskifirði 22. mars 1914. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands 30. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Júlíus Guðmundsson, f. 30.6. 1876, d. 31.3. 1941, trésmiður á Eskifirði, og Kristín Björg Þórðardóttir, f. 9.11. 1879, d. 21.4. 1914, húsfreyja á Eskifirði. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 121 orð

Kristín Finnbogadóttir

Elsku Stína amma, nú ert þú farin úr þessu lífi í annað. Mér finnst skrýtið til þess að hugsa að eiga þig ekki lengur á Patreksfirði. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að kveðja þig deginum áður en þú fórst, elsku langamma, þú sem hugsaðir svo vel um okkur öll þótt við værum orðin svo mörg. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 251 orð

Kristín Finnbogadóttir

Hún amma Stína er farin í ferðina löngu og langar okkur að minnast hennar með nokkrum orðum. Þegar við vorum lítil var það mikið tilhlökkunarefni að fá ömmu í heimsókn og fundum við að það var sannarlega gagnkvæmt. Ekki voru heimsóknir okkar til hennar síðri hvort sem við stoppuðum lengur eða skemur, við vorum borin á höndum og vel passað upp á að allir fengju nægu sína af mat og vel það. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 280 orð

Kristín Finnbogadóttir

Elsku besta Stína langamma mín. Nú ertu farin frá okkur, en nú líður þér vel. Þegar ég frétti að þú værir orðin veik og komin á spítala grunaði mig ekki að þú færir strax frá okkur því þú virtist alltaf svo hraust og sterk. Ég hlakkaði svo til að sjá þig á ættarmótinu á sjómannadaginn, ég var búin að bíða eftir því lengi því það var orðinn langur tími frá því ég sá þig síðast. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 504 orð

Kristín Finnbogadóttir

Elsku Stína mín, þá er komið að kveðjustund, það er erfitt til þess að hugsa að þú sért farin. Við sem vorum vanar að hittast daglega eða hafa samband þegar við Óli vorum á Rifi á veturna. Alltaf var rætt um aflabrögð og fiskveiðar því það var stór hluti lífs þíns þar sem allir synir þínir voru skipstjórar eða sjómenn og margir sonarsynir líka. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 483 orð

Kristín Finnbogadóttir

Elsku amma, mig langar til að minnast þín í örfáum orðum, þó að örfá orð dugi ekki til að minnast svo stórbrotinnar konu sem þú varst. Fyrsta skýra minning mín um þig er þegar ég fór með þér þá aðeins fimm ára gömul að Koti í Önundarfirði. Þar hafðir þú ráðið þig sem ráðskonu um sumarið hjá tveimur feðgum og fékkst að taka mig með. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 309 orð

KRISTÍN FINNBOGADÓTTIR

KRISTÍN FINNBOGADÓTTIR Kristín Finnbogadóttir fæddist í Krossadal í Tálknafirði 14. okt. 1909. Hún lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vigdís Helga Guðmundsdóttir, f. 4.1. 1887, d. 14.8. 1983, og Helgi Finnbogi Guðmundsson, f. 21.6. 1879, d. 3.5 1923. Börn þeirra voru auk Kristínar, Ólafur, f. 31.10. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 230 orð

Sigurður Helgason

Sigurður Helgason, fyrrverandi bæjarfógeti á Seyðisfirði, lést 26. maí sl. 66 ára að aldri. Sigurður var fæddur á Vífilsstöðum, sonur hjónanna Helga Ingvarssonar, yfirlæknis, og Guðrúnar Lárusdóttur. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1951, prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1954 og embættisprófi í lögfræði frá sama skóla árið 1957. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 385 orð

Sigurður Helgason

Mig langar til að minnast vinar míns, Sigurðar Helgasonar, með nokkrum orðum. Það var sumar og við vorum innan við fermingu. Hann hafði komið í heimsókn til okkar vestur í Stykkishólm ásamt Lárusi, bróður sínum. Við vorum á stuttbuxum og spörkuðum bolta, flugumst á og ræddum stjórnmál og heimspeki; þá var nú líf í tuskunum. Nokkrum árum seinna var ég í heimsókn á Vífilsstöðum. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 352 orð

Sigurður Helgason

Sjaldan ber svo við á lífsleiðinni að maður hittir persónu sem verulega breytir viðhorfum manns til hins betra. Svo var reyndar í mínu tilfelli er varðar tengdaföður minn, Sigurð Helgason. Reyndar hafði ég talið hann fyrir kynni okkar til mætari manna vegna þess forystuhlutverks er hann hafði gegnt í sínu bæjarfélagi og mátti af því ljóst vera að þar fór maður sem hafði hugrekki til að hafa Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 158 orð

Sigurður Helgason

Í dag er til moldar borinn kær vinur í félagasamtökum okkar, Sigurður Helgason. Hann var eldhuginn á meðal okkar, lét sér ekkert óviðkomandi er gæti eflt samtök okkar og komið málefnum okkar á framfæri. Hann var annar formaður okkar ungu samtaka og gegndi því starfi í sex ár. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 438 orð

Sigurður Helgason

Sigurður Helgason hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður Landssamtaka hjartasjúklinga lést á gjörgæsludeild Landspítalans 26. maí sl. eftir langvarandi og erfið veikindi. Sigurður tók við af mér sem formaður LHS á vordögum 1990 og gegndi starfinu í sex og hálft ár eða þar til Gísli J. Eyland núverandi formaður tók við í september 1996. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 232 orð

Sigurður Helgason

Ég skal ætíð, ætíð játa: Á þig trúi' eg, krossins gáta. Fullting veit, er fast að sverfur, fylgd mér ljá, er sýn mér hverfur, heim í lífsins björtu borg. (V.V. Snævarr.) Góður og gegn vinur er að velli lagður. Sá bjarmi, sem frá honum stafaði í jarðlífi, er nú trúarloginn, sem lifir frammi fyrir náðarstóli Guðs. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 268 orð

Sigurður Helgason

Það var mikið lán þegar Sigurður tók að sér formennsku í Landssamtökum hartasjúklinga í mars 1990. Verkefnin sem hann veitti forystu voru bæði viðamikil og kröfðust þeirrar hugkvæmni og lagni, sem hann hafði tileinkað sér á löngum starfs- og embættisferli. Samtökin breyttust frá því að vera eitt félag á höfuðborgarsvæðinu í heildarsamtök 10 félaga, sem náðu um allt land. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 787 orð

Sigurður Helgason

Að nýloknum sveitarstjórnarkosningum í Kópavogi, á þessu herrans vori 1998, hverfur af sviðinu einn af þeim mönnum, sem um árabil settu mark sitt á stjórnmálin hér í bæ og raunar einnig á landsvísu. Sigurður Helgason, fyrrum sýslumaður og bæjarfógeti á Seyðisfirði, er látinn. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 879 orð

Sigurður Helgason

Það mun hafa verið snemma vors 1981 sem fundum okkar Sigurðar Helgasonar bar fyrst saman. Þannig háttaði til að Erlendur Björnsson sýslumaður á Seyðisfirði hafði látist þá um veturinn og Sigurður, sem hafði starfað sem lögmaður um alllangt skeið, hafði fengið sýslumannsstöðuna þegar hún var auglýst. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 895 orð

Sigurður Helgason

Genginn er á vit feðra sinna heiðursborgarinn Valtýr Guðjónsson, 88 ára að aldri. Valtýr var alla ævi mikill atorku- og eljumaður sem lagði gjörva hönd á verkefni samtímans. 21 árs gamall flutti hann til Keflavíkur og hóf kennslu við Barnaskólann, samkennarar voru tveir, Guðmundur Guðmundsson skólastjóri og önnur Framnessystra Guðlaug Guðjónsdóttir. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 331 orð

Sigurður Helgason

Með Sigurði Helgasyni er genginn hugsjónamaður og eldhugi. Á sínum tíma leiddi Sigurður saman tvö félagasamtök, bæði stór á íslenska vísu. Seint á níunda áratugnum voru í gangi óformlegar umræður um að Landssamtök hjartasjúklinga (LHS) gerðust aðili að Sambandi íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SíBS). Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 378 orð

Sigurður Helgason

Ég kynntist Sigurði Helgasyni og Gyðu konu hans fyrir 20 árum þegar ég var við æfingar í sundi. Sigurður var formaður Sundsambands Íslands. Dóttir þeirra Margrét æfði einnig sund á sama tíma. Leiðir okkar lágu saman þegar Sigurður og Gyða buðu mér til útlanda til að hitta Möggu og æfa með henni. Þetta boð hafði djúpstæð áhrif á mig. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 406 orð

Sigurður Helgason

Sigurður Helgason var kjarkmikill baráttumaður. Hann fór ótrauður í erfiða hjartaaðgerð þegar í ljós kom að ekki var annað til úrræða ef bjarga ætti heilsu hans. Hann sætti sig ekki við heilsuleysi og athafnaleysi væru nokkrar leiðir til úrbóta. Sú orrusta sem hann háði síðustu vikur var löng og erfið og enda þótt hún tapaðist að lokum var þrek hans og þol aðdáunarvert. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 177 orð

Sigurður Helgason

Sennilega eru liðnir rúmlega fjórir áratugir frá því að í kunningjahópi barst í tal ungur maður, sem vakið hafði athygli fyrir afburðagóðan námsárangur í menntaskóla og háskóla. Maðurinn var Sigurður Helgason frá Vífilsstöðum. Án efa hafa frásagnir um námshæfni og gáfur Sigurðar verið réttar, en ég átti eftir að kynnast því, hvern mann hann hafði að geyma. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 61 orð

SIGURÐUR HELGASON

SIGURÐUR HELGASON Sigurður Helgason var fæddur á Vífilsstöðum 27. ágúst 1931. Hann andaðist 26. maí síðastliðinn á Landspítalanum og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 5. júní. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 218 orð

Snorri Daníel Halldórsson

Það var alltaf mikil gleðistund þegar ég var lítill, að fara í heimsókn til afa og ömmu í Karfavogi. Þá fékk ég að koma í bíltúra með afa í leigubílnum, fékk að skoða háaloftið þar sem hann málaði myndirnar sínar. Og fyrir svefninn sagði afi mér ævintýrasögur sem ég man enn. Í Karfavogi var ég alltaf velkominn, þar var alltaf að finna ást og hlýju. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 30 orð

SNORRI DANÍEL HALLDÓRSSON

SNORRI DANÍEL HALLDÓRSSON Snorri Daníel Halldórsson var fæddur í Reykjavík 30. maí 1910. Hann andaðist á Hrafnistu, Laugarási, 24. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 4. júní. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 408 orð

Valtýr Guðjónsson

Kær félagi og samherji andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja 25. maí síðastliðinn, 88 ára. Ég vil minnast þessa góða drengs með örfáum orðum. Valtý kynntist ég fyrst árið 1955, er ég opnaði lögfræðistofu í Keflavík. Hann gegndi bæjarstjórastarfi þar frá 1954 til 1958 og vann ég ýmis lögfræðistörf fyrir bæjarfélagið. Á þessum árum flutti margt fólk hvaðanæva af landinu til Keflavíkur. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 591 orð

Valtýr Guðjónsson

Hver af öðrum til hvíldar rótt halla sér nú og gleyma vöku dagsins um væra nótt vinirnir gömlu heima. (Þorsteinn Valdimarsson.) Vinur okkar Valtýr Guðjónsson fékk friðsælt andlát eins og skarið af kertinu sem brennur hljóðlátt ofan í stjakann um væra nótt. Þannig hallaði hann sér til hvíldar í hinsta sinn eins og segir í ljóðinu hér að ofan. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 850 orð

Valtýr Guðjónsson

Heiðursborgari Reykjanesbæjar, Valtýr Guðjónsson, er látinn. Að baki þeirrar ákvörðunar bæjarfélags, að sæma einstakling nafnbót heiðursborgara, liggur viðurkenning á einstæðum störfum hans í þágu samfélagsins. Enda má með sanni segja að Valtýr hafi átt drjúgan þátt í að breyta Keflavík úr þorpi í bæ. Meira
6. júní 1998 | Minningargreinar | 79 orð

VALTÝR GUÐJÓNSSON

VALTÝR GUÐJÓNSSON Valtýr Guðjónsson, fyrrum bæjarstjóri og síðar útibússtjóri Samvinnubankans í Keflavík, fæddist í Lækjarbug í Hraunhreppi í Mýrasýslu 8. maí 1910. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 25. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 5. júní. Meira

Viðskipti

6. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 130 orð

64% hlutur í Agöthu Christie Ltd seldur

BREZKA matvörufyrirtækið Booker Plc hefur selt 64% hlut sinn í Agatha Christie Ltd, ásamt nokkrum öðrum eignum, fyrir 10 milljónir punda. Kaupandinn er Chorion Plc, sem á Enid Blyton-vörumerkið. Christie-fjölskyldan á 36% í fyrirtækinu, sem kennt er við hinn fræga reyfarahöfund. Salan er liður í endurskipulagningu hjá Booker, sem á að bæta afkomu hluthafa. Meira
6. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 1048 orð

Efnahagur skertur með útgreiðslu 800 milljóna

GERT er ráð fyrir því að ríkið og Landsbankinn selji 25-32% af hlutafé í Íslenskum aðalverktökum hf. í haust, eftir að félagið hefur verið skráð á Verðbréfaþingi Íslands. Beinn og óbeinn eignarhlutur ríkisins verður eftir það innan við helmingur af heildarhlutafé félagsins. Áður en til sölu kemur verður efnahagur ÍAV hf. skertur með lækkun hlutafjár og útgreiðslu 800 milljóna króna til hluthafa. Meira
6. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 685 orð

Ekki fallist á skaðabótakröfu vegna mistaka við bókhald

KÆLISMIÐJUNNI Frosti hf. ber samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í lok febrúar sl. að greiða fyrrverandi fjármálastjóra sínum 1,5 milljón kr. vegna launa og orlofs sem kveðið er á um í starfslokasamningi sem gerður var á árinu 1997. Meira
6. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 177 orð

Erfitt að meta þjóðhagsleg áhrif

ERLENDAR skuldir þjóðarinnar í krónum talið hafa lækkað töluvert með styrkingu íslensku krónunnar, en eins og kom fram í blaðinu á fimmtudag hefur gengisvísitala krónunnar lækkað um u.þ.b. 1,78% frá áramótum. Lágt gildi vísitölunnar þýðir sterkari króna. Meira
6. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 223 orð

Evrópsk hlutabréf stíga í verði

VIKUNNI lauk vel í evrópskum kauphöllum í gær, ný met voru sett og Dow hækkaði. Hagstæðar upplýsingar urðu til þess að dollar komst í mestu hæð gegn jeni í sjö ár og var jenið veikt fyrir vegna bollalegginga um að Hashimoto forsætisráðherra sé viðriðinn fjármálahneyksli. Meira
6. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 271 orð

Flytja 50 þúsund tonn af kjúklingum til Rússlands

SAMSKIP Inc., dótturfyrirtæki Samskips í Norfolk, á í viðræðum við tvo stærstu kjúklingaframleiðendur í Bandaríkjunum um að fyrirtækið annist árlega flutninga á 50 þúsund tonnum af frosnum kjúklingum til Rússlands. Meira
6. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 126 orð

Motorola fækkar störfum um 15.000

MOTOROLA fyrirtækið hefur ákveðið að fækka störfum um 15.000 á næstu tólf mánuðum og verða uppsagnirnar liður í endurskipulagningu, sem mun kosta fyrirtækið tvo milljarða dollara. Þar að auki kann að verða tap á rekstri fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi vegna minni eftirspurnar og verðþrýstings í heiminum, aðallega í hálfleiðarageiranum. Meira
6. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 80 orð

Rætt við 100 Hollendinga

VERSLUNARRÁÐ Íslands efndi til morgunverðarfundar um viðskipti Íslendinga og Hollendinga á Hótel Loftleiðum í gær. Um 100 fulltrúar úr hollensku viðskiptalífi mættu til fundarins og hlýddu á kynningu á íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Einnig mættu fulltrúar íslensks atvinnulífs. Meira
6. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 297 orð

VW hreppir Rolls eftir harðvítuga baráttu

HLUTHAFAR Vickers fyrirtækisins í Bretlandi hafa samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta 430 milljóna punda tilboð Volkswagen AG í Rolls-Royce Motor Cars þrátt fyrir tilraun lítilla fjárfesta til að koma í veg fyrir að útlendingar taki við rekstrinum. Meira

Daglegt líf

6. júní 1998 | Ferðalög | 206 orð

AÐ lesa landið

NÆSTU helgi, 12.-14. júní munu Landsgræðslan, Skógrækt ríkisins og Ferðafélag Íslands standa fyrir fræðslu- og skemmtiferð í Langadal í Þórsmörk. Þar munu sérfræðingar frá Skógræktinni og Landsgræðslunni skipuleggja dagskrá sem verður helguð skóginum með öllum sínum dásemdum, leyndardómum og upplifunum, eins og segir í fréttatilkynningu frá Ferðafélaginu. Meira
6. júní 1998 | Neytendur | 315 orð

Frönsku brauðin eru vinsælust

Í GLÆSIBÆ er verslun sem heitir La Baguette og selur frosnar matvörur frá Frakklandi og Bretlandi. Það eru Beatrice Guido og John Sewell sem reka verslunina en þar er til dæmis hægt að fá ekta franskt bakkelsi og brauð, breskar kjötbökur og ýmsa grænmetisrétti. Meira
6. júní 1998 | Neytendur | 52 orð

Íslenskur fatnaður

HEILDVERSLUNIN Sportís hefur hafið samstarf við franska fatahönnuðinn Marion Muslin en hann hefur m.a. unnið fyrir tískuhús Kenzo og Karl Lagerfeld. Í fréttatilkynningu frá Sportís segir að sportfatnaðurinn sem um er að ræða verði seldur undir merkinu Iceblue en það er skrásett íslenskt vörumerki. Iceblue-fatnaðurinn fæst í verslunum víða um land. Meira
6. júní 1998 | Neytendur | 477 orð

Kjarval, Samkaup og Hraðkaup lægst

Á SUÐURLANDI er verð lægst í Kjarvali á Selfossi, á Vesturlandi er hagstæðasta verðið í Hraðkaupi og á Vestfjörðum í Samkaupum. Þetta kemur fram í verðkönnun sem starfsfólk samstarfsverkefnis ASÍ, BSRB og Neytendasamtakanna gerði á 83 algengum vörum í 22 matvöruverslunum á Suðurlandi, sunnanverðu Vesturlandi, Vestfjörðum auk fimm verslana á höfuðborgarsvæðinu sem teknar voru til samanburðar. Meira
6. júní 1998 | Neytendur | 42 orð

Nýr ilmur

ÞRJÁR nýjar ilmtegundir af Ajax hreingerningarlegi eru komnar á markað. Í fréttatilkynningu frá Ó. Johnson & Kaaber hf. kemur fram að bleikur lögur frá Ajax angi eins og blómavöndur, sá græni ilmi eins og vorblóm og sá appelsínuguli sem sólblóm. Meira
6. júní 1998 | Neytendur | 101 orð

Rot-, safn- og hreinsihvati

FRIGG hf. hefur hafið framleiðslu á rot-, safn- og hreinsihvötum. Í fréttatilkynningu frá Frigg hf. kemur fram að hreinsihvatinn sé umhverfisvænt efni sem brjóti niður lífrænan úrgang og eyði ólykt. Hreinsihvatinn hentar því fyrir ferða- og útisalerni og er sótthreinsandi. Rothvatinn er aftur á móti blanda af örverum og lífhvötum og hentar í rotþrær. Meira
6. júní 1998 | Neytendur | 23 orð

Sumarsvali

SÓL-Viking hf.er að setja ámarkað nýja tegund af Svala semheitir Sumarsvali. Umræddurdrykkur verðureinungis á markaðnum í sumaren Sumarsvali er appelsínudrykkur með léttu apríkósubragði. Meira

Fastir þættir

6. júní 1998 | Í dag | 29 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 6. júní, verður sextugur Einar S. Einarsson, forstjóri, Fýlshólum 1, Reykjavík. Eiginkona hans er Svala S. Jónsdóttir. Einar dvelst erlendis á afmælisdaginn. Meira
6. júní 1998 | Fastir þættir | 671 orð

Að fara í ófrjósemisaðgerð

Ófrjósemisaðgerðir Spurning: Spurning mín er um ófjósemisaðgerðir. Ég er 28 ára gömul og hef aldrei haft gaman af börnum eða hvarflað að mér sú hugsun að mig langaði til að eignast börn. Nú er ég orðin viss um að ég muni ekki skipta um skoðun og langar því að afla mér upplýsinga um ófrjósemisaðgerðir. Meira
6. júní 1998 | Fastir þættir | 2712 orð

Að standa uppi sem sigurvegari

LIMÚSÍNA! Það dugði ekkert minna þegar við Þórarinn Sigþórsson fórum saman út að borða á veitingahúsið "Jónatan Livingston Mávur". Reyndar er þetta þjónusta sem veitingahúsið býður gestum sínum upp á og sjálfsagt að notfæra sér hana. Meira
6. júní 1998 | Fastir þættir | 132 orð

A/V

Þriðjudaginn 2. júní var spilaður Mitchell tvímenningur og mættu 27 pör til keppni. Eftirtalin pör urðu efst í N/S-riðlinum: Vilhj. Sigurðss. eldri - Þórður Jörundss.367 Baldur Bjartmarss. - Halldór Þorvaldss.360 Erla Sigurjónsdóttir - Guðni Ingvarsson353 Halldór Guðjónsson - Bent Jónsson353 A/V Meira
6. júní 1998 | Fastir þættir | 32 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Aðalfundur Bridsfél

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Aðalfundur Bridsfélags Reykjavík Aðalfundur BR verður haldinn miðvikudaginn 10. júní kl. 20.00 Þönglabakka 1. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn BR vonar að sem flestir sjái sér fært að mæta. Meira
6. júní 1998 | Fastir þættir | -1 orð

DALALILJA

Hvítasunna er nú liðin og þar með er líklega lokið fermingum um allt land, en víða til sveita er enn siður að ferma á hvítasunnu. Flestum er fermingardagurinn sjálfsagt minnisstæður alla ævi og þannig er því einnig farið um mig. Það er ekki aðeins fermingin sjálf eða veislan sem haldin var, sem rifjast stundum upp fyrir mér, heldur líka fermingarblómið mitt. Meira
6. júní 1998 | Fastir þættir | 1029 orð

Draumar lesenda

DRAUMSTÖFUM berast mörg bréf, svo mörg að lesendur mega bíða tvo til þrjá mánuði eftir birtingu drauma sinna og ráðningu þeirra. En pistlinum er ætlað takmarkað rúm í blaðinu og setur það skorður við fjölda þeirra bréfa sem birtast, sem er einnig háð lengd bréfanna og lengd ráðninganna. Meira
6. júní 1998 | Fastir þættir | 1050 orð

Guðspjall dagsins: Kristur og Nikódemus. (Jóh. 3)

Guðspjall dagsins: Kristur og Nikódemus. (Jóh. 3) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Síðasta guðsþjónusta fyrir sumarleyfi starfsfólks. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Hrafnista: Guðsþjónusta kl. 13. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Sjómannamessa kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. Meira
6. júní 1998 | Í dag | 568 orð

ÍKVERJI þurfti í gær að fara á fund lögreglustjóraembætt

ÍKVERJI þurfti í gær að fara á fund lögreglustjóraembættisins til þess eins að fá nýtt ökuskírteini og nýjan passa, því að hann er að fara til útlanda innan tíðar. Gamla ökuskírteinið, þótt gilt sé hérlendis, er útrunnið samkvæmt áletrun, sem á því stendur. Meira
6. júní 1998 | Fastir þættir | 820 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 956. þáttur

956. þáttur UNDARLEGT orð tólg (tolg)= "feiti, bræddur (og aftur storknaður) mör". Uppruni er ekki fullkomlega ljós, en sambærileg orð eru til í skyldum málum. Kannski má nefna gotnesku tulgus= fastur, stöðugur. En tólg er til í ýmsum breytilegum myndum og kynjum. Meira
6. júní 1998 | Fastir þættir | 1084 orð

Lystug hollusta

FYRIR skömmu hóf göngu sína nýr matreiðsluklúbbur á vegum Vöku-Helgafells, sem ber nafnið "Af bestu lyst". Umsjónarmenn klúbbsins eru þau Björg Sigurðardóttir, sem er ritstjóri uppskrifta, Hörður Héðinsson matreiðslumeistari og Margrét Þóra Þorláksdóttir klúbbstjóri. Meira
6. júní 1998 | Dagbók | 553 orð

Reykjavíkurhöfn: Victoria kom og fór í gær. Latouche-Treville

Reykjavíkurhöfn: Victoria kom og fór í gær. Latouche-Treville kom í dag og fer á mánudag. Brúarfoss, Snorri Sturluson og Goðafoss fóru í gær. Arina Arctica kom og fór í gær. Siglir kom í gær. State of Main fer í dag. Guðbjörg ÍS, Baldvin Þorsteinsson, Akureyrin, Helga, Ásbjörn, Ottó M. Meira
6. júní 1998 | Fastir þættir | 209 orð

Safnaðarstarf Sjómannadagurinn í Grafarvogskirkju

Á MORGUN, sunnudaginn 7. júní, verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Grafarvogssöfnuður vill leggja sitt af mörkum til dagsins. Hátíðarguðsþjónusta verður í Grafarvogskirkju kl. 14. Þar mun Helgi Laxdal form. Vélstjórafélags Íslands prédika. Einsöng flytur Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú). Kór Grafarvogskirkju og Unglingakór kirkjunnar munu syngja. Meira
6. júní 1998 | Í dag | 478 orð

Stórkostlegt krem VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Ég s

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Ég sem skrifa þessar línur er ein af mörgum sem er illa haldin af psoriasis exemi og voru báðir lófar sem sagt eitt sár og slæm sár á fótum og handleggjum. Svo var mér gefin krukka með SD kremi og var það eins og við manninn mælt, eftir þrjá daga fóru sárin að gróa. Meira
6. júní 1998 | Fastir þættir | 865 orð

Vor í Vilnius "Það er margt sem bendir til þess að ekki vori einungis í skáldskap í Litháen. Þótt verið sé að byggja upp eftir

Vorið er komið til Vilnius og byrjar á hátíðinni Vor skáldskaparins en þá snýst allt um ljóðlist í þessari gömlu menningarborg og reyndar út um allt land. Erlendum skáldum er boðið á hátíðina og setja á hana sterkan svip, en einnig litháísku skáldin sjálf því að þetta er fyrst og fremst þeirra hátíð. Meira

Íþróttir

6. júní 1998 | Íþróttir | 139 orð

71 millj. króna fyrir þrennu í úrslitaleiknum

ALÞJÓÐA skyndibitakeðjan McDonalds tilkynnti í gær að hún myndi gefa milljón dollara, um 71 millj. króna, til góðgerðarmála ef einhver leikmaður gerði þrjú mörk í úrslitaleik Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. McDonalds, sem er eitt helsta styrktarfyrirtæki keppninnar, sagði að peningarnir færu til góðs barnamálefnis í landi leikmannsins sem skoraði þrennuna. Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 188 orð

Baggio til Inter

ROBERTO Baggio, landsliðsmaður Ítala, hefur gert tveggja ára samning við Inter Milan, sem greiðir 142 milljónir fyrir kappann. Baggio fær sjálfur rúmar 200 milljónir á ári. Hann er því aftur kominn á San Siro-leikvanginn því hann lék með hinu Mílanóliðinu, AC Milan, áður en hann fór til Bolognia fyrir síðasta keppnistímabil. Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 189 orð

CHRISTOPHER Ohen, landsliðsmaður

CHRISTOPHER Ohen, landsliðsmaður Nígeríu, hefur verið seldur frá Besiktas í Tyrklandi til Compostela á Spáni fyrir 185 milljónir króna. Ohen, sem hefur leikið 16 landsleiki, komst ekki í HM-lið Nígeríu að þessu sinni. Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 94 orð

Crystal Palace fer í Getraunakeppnina

CRYSTAL Palace, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor, verður fulltrúi Englands í Getraunakeppninni, Inter Toto, sem fram fer í sumar. Forráðamenn Palace liðsins sýndu mikinn áhuga á þátttöku í keppninni og ákvað enska knattspyrnusambandið að veita liðinu keppnisrétt, jafnvel þótt liðið leiki ekki í efstu deild þar í landi. Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 83 orð

"Eina samlegu, takk"

Færeysku leikmönnunum gengur ágætlega að ná tökum á íslenskunni. Þeir segjast ekki vera í neinum vandræðum með að lesa blöðin eða skilja hið talaða orð, en gengur hægar að tala málið sjálfir svo aðrir skilji. Framfarirnar hafa þó verið undraverðar og þeim félögum varð snemma ljóst hvernig panta bæri samlokur og annað brauðmeti að íslenskum sið í veitingaskálanum á staðnum. Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 119 orð

Evrópubúar veðja á Brasilíu

SAMKVÆMT könnum hollensks markaðsfyrirtækis gera Evrópumenn ráð fyrir að Brasilía verji heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu en yfirlett er trúin á eigin menn mikil. Í úrtaki könnunarinnar voru 2.800 manns frá Belgíu, Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Ítalíu, Bretlandi og Hollandi. Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 236 orð

Fjórir nýliðar eru í byrjunarliði Guðjóns

Fjórir nýliðar verða í byrjunarliði Íslands þegar það mætir landsliði Suður-Afríku í Stuttgart í Þýskalandi í dag, bakverðirnir Gunnar Einarsson og Arnar Viðarsson og framherjarnir Haukur Ingi Guðnason og Stefán Þórðarson. Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 155 orð

Handnattleikur

Ísland - Pólland 25:26 KA-heimilið, riðlakeppni EM U-20 ára landsliða, 5. maí 1998. Gangur leiksins: 0:1, 4:4, 7:6, 9:7, 10:12, 11:13, 12:14, 12:15, 16:17, 16:20, 19:21, 23:25, 23;26,25:26. Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 680 orð

Höfum oft háð harðar rimmur inni á vellinum

Þeir félagar Jens Martin Knudsen, markvörður, og Uni Arge, framherji, eru báðir fastamenn í færeyska landsliðinu, en undanfarið hefur sá síðarnefndi reyndar átt í meiðslum. Markvörðurinn Jens Martin hefur Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 33 orð

Íshokkí

NHL-deildin Úrslitakeppni Vesturdeildar Dallas - Detroit3:2 Eftir framlengingu. Staðan er 3:2 fyrir meistara Detroit. Úrslitakeppni Austurdeildar Buffalo - Washington2:3 Eftir framlengingu. Washington vann 4:2 og leikur til úrslita um Stanley-bikarinn í fyrsta sinn. Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 90 orð

Ísland í 13. sæti

ÍSLENSKA karlaliðið í keilu hafnaði í 13. sæti á Evrópubikarmótinu sem lauk í Malmö í Svíþjóð í gær, en 21 lið tók þátt. Liðið hlaut 40,5 stig og var með 197,0 pinna að meðaltali í leik. Hollendingar sigruðu með 53,5 stig og meðaltal upp á 203,5 pinna í leik. Danmörk varð í öðru sæti (52,0 - 199,1) og Spánn í þriðja sæti. Sex efstu þjóðirnar tryggðu sér þátttökurétt á heimsbikarmótinu. Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 138 orð

Íslenska mótaröðin hefst á Strandavelli

Um helgina fer fram fyrsta mót Íslensku mótaraðarinnar í golfi, Hexa-mótið. Leikið er á Strandavelli Golfklúbbs Hellu. Í röðinni eru sex mót á keppnistímabilinu, fjögur stigamót auk landsmóts í golfi og landsmóts í holukeppni. Öll gefa mótin stig til landsliða GSÍ í karla- og kvennaflokkum. Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | -1 orð

KR 3

KR 3 3 0 0 16 0 9VALUR 3 3 0 0 13 3 9STJARNAN 3 2 0 1 9 6 6FJÖLNIR 3 2 0 1 2 4 6BREIÐABLIK 3 1 1 1 2 6 4ÍA 3 0 1 2 0 8 1HAUKAR 3 0 0 3 Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 373 orð

Miklir yfirburðir hjá KR-stúlkum

EKKERT varð af einvígi toppliða í Vesturbænum í gærkvöldi, þegar leiddu saman hesta sína KR og Breiðablik, því yfirburðir KR-kvenna voru algerir og 5:0 sigur á Kópavogsliðinu síst of stór. Vesturbæingar hafa þar með unnið alla sína leiki og skorað 16 mörk án þess að fá neitt á sig. Það er einna helst að Valsstúlkur nái að ógna þeim að ráði í sumar. Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 104 orð

Níu millj. kr. fyrir titilinn

HVER leikmaður í spænska landsliðinu fær sem samsvarar um níu milljónum kr. frá Knattspyrnusambandi Spánar verði liðið heimsmeistari í knattspyrnu. Leikmenn Spánar hafa þegar fengið tæplega fjórðung greiðslunnar, fjórar millj. peseta á mann, fyrir að hafa tryggt Spáni rétt til að leika í úrslitakeppninni. Fari liðið upp úr riðlakeppninni fær hver maður þrjár millj. Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 159 orð

Skráningu að ljúka í Artic Open

Hið árlega miðnæturmót Golfklúbbs Akureyrar, Artic Open, verður haldið dagana 24. til 27. júní 1998. Mót þetta hefur verið mjög vinsælt bæði meðal íslenskra og erlendra golfara og hafa þátttakendur verið fjölmargir frá upphafi, mest um 160 manns. Miðað við fjölda fyrirspurna má búast við að svo verði einnig í ár. Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 125 orð

Spænskur úrslitaleikur SPÁNVERJARNIR Alex Corretja og Carlos

SPÁNVERJARNIR Alex Corretja og Carlos Moya leika til úrslita á opna franska meistaramótinu í tennis á sunnudag. Corretja vann Frakkann Cedric Pioline 6-3 6-4 6-2 í undanúrslitum í gær og stóð leikur þeirra yfir í tvær klukkustundir og 20 mínútur. Moya sigraði landa sinn Felix Mantilla í hinum undanúrslitaleiknum, 5-7 6-2 6-4 6-2. Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 124 orð

SUNDFjögur bestu á sterk mót

ÍSLENSKI ólympíuhópurinn í sundi tekur þátt í tveimur sterkum mótum erlendis, í Canet í Frakklandi og í Barcelona á Spáni. Arnar Birgisson, formaður landsliðsnefndar SSÍ, sagði að allir bestu sundmenn heims tækju þátt í þessum mótum, enda ekkert Evrópu- eða heimsmeistaramót á þessu ári. Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 548 orð

Tap gegn Pólverjum

Íslenska landsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 20 ára og yngri laut í lægra haldi gegn Pólverjum á Akureyri í gærkveldi, lokatölur leiksins urðu 26:25. Leikurinn var liður í riðlakeppni Evrópumótsins, en auk Íslendinga og Pólverja leika Danir í þessum riðli. Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 73 orð

Tennis

Opna franska meistaramótið Einliðaleikur karla, undanúrslit: 14-Alex Corretja (Spáni) vann Cedric Pioline (Frakklandi) 6-3 6-4 6-2. 12-Carlos Moya (Spáni) vann 15-Felix Mantilla (Spáni) 5-7 6-2 6-4 6-2. Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 148 orð

UM HELGINAKnattspyrna LAUGARDAGUR

LAUGARDAGUR 1. deild kvenna Grindavík:Grindavík- Víkingur Ó.14 Blönduós:Hvöt - Leiftur/Dalvík14 Egilsstaðir:Höttur - Einherji14 Reyðarfjörður:KVA - Leiknir14 3. deild karla Bolungarvík:Bolung. - Ármann14 SUNNUDAGUR 1. Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 327 orð

(fyrirsögn vantar)

Vináttulandsleikir Kaupmannahöfn: Danmörk - Kamerún1:2 Peter Möller (90.) - Francois Oman-Biyick (16., 23.). 40.564. Lið Dana: Peter Schmeichel (Mogens Krogh 74.); Jes Hoegh (Michael Schjoenberg 45.), Marc Rieper, Thomas Helveg (Soeren Colding 45.), Jan Heintze (Allan Nielsen 45.); Morten Wieghorst (Per Frandsen 74. Meira
6. júní 1998 | Íþróttir | 47 orð

(fyrirsögn vantar)

Sunnudagsblað

6. júní 1998 | Sunnudagsblað | 291 orð

Atvinnuauglýsingar Bæjarstjóri á Héraði

AUGLÝST er eftir bæjarstjóra á Austur-Héraði (áður Egilsstaðabær, Eiðahreppur, Hjaltastaðahreppur, Skriðdalshreppur og Vallahreppur). Umsóknir skulu sendar á bæjarskrifstofuna á Egilsstöðum. Umsóknarfrestur er til 15. júní nk. Hjúkrunarfræðinga bráðvantar á SHR HJÚKRUNARFRÆÐINGA vantar á allar deildir Sjúkrahúss Reykjavíkur frá 1. júlí nk. Meira
6. júní 1998 | Sunnudagsblað | -1 orð

Brákarsundið fyllt á meðan ný brú er byggð

ÞESSA dagana er verið að fylla upp í Brákarsund í Borgarnesi og gera þar bráðabirgðaveg á meðan brúin yfir sundið verður endurbyggð. Hafnar eru framkvæmdir til endurbyggingar brúarinnar yfir Brákarsund. Veitt var um 45 milljónum króna til verksins og er áætlað að því ljúki í október á þessu ári. Meira
6. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1213 orð

HUGSAÐ UPPHÁTT Ertu á pillunni? Vísindin eru á góðri leið með að gera gamla símastaura græna aftur, segir Ellert B. Schram meðal

ÉG HEYRÐI góðan brandara á dögunum. Roskinn maður var spurður um það hvort hann hefði ekki ennþá áhuga á kynlífi og konum og hann svaraði: Ég kvarta ekki. Ég horfi enn á eftir fallegum konum. Ég man bara ekki alltaf hversvegna. Meira
6. júní 1998 | Sunnudagsblað | 261 orð

Kvikmyndavinnustofa fyrir ungt fólk

KVIKMYNDASKÓLI Íslands hefur nú í hyggju að starfrækja kvikmyndavinnustofu fyrir ungt fólk með það fyrir augum að virkja sköpunargleði og leita að hæfileikafólki. Fyrirmyndin er fengin m.a. frá Det danske filmværksted sem rekið hefur verið í fjölda ára í samvinnu við dönsku kvikmyndastofnunina. Meira

Úr verinu

6. júní 1998 | Úr verinu | 200 orð

Fiskistofa sviptir fjögur skip veiðileyfi

FISKISTOFA hefur að undanförnu svipt fjögur skip veiðileyfi vegna brota á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar. Annars vegar voru skip svipt veiðileyfi vegna afla umfram heimildir og hins vegar vegna þess að hluti af þorskafla var vigtaður sem steinbítur og þannig skotið undan vigt. Þá hefur Fiskistofa afturkallað leyfi Hraðfrystihúss Eskifjarðar til heimavigtunar. Meira
6. júní 1998 | Úr verinu | 195 orð

Flotinn flauti samtímis

FARMANNA- og fiskimannasamband Íslands hefur beint þeim tilmælum til íslenskra skipstjórnarmanna að þeir þeyti flauturnar á skipum sínum samtímis kl. 14 á morgun, sjómannadaginn, í tilefni þess að sjómannadagurinn er nú 60 ára og einnig í tilefni þess að nú er ár hafsins á vegum Sameinuðu þjóðanna. Meira
6. júní 1998 | Úr verinu | 76 orð

Mál Sigurðar VE tekið fyrir í Bodö

MÁL Sigurðar VE verður tekið fyrir í áfrýjunarrétti í Bodö í Noregi næstkomandi mánudag og þriðjudag. Sigurður VE var færður til hafnar af norsku strandgæslunni í byrjun júní 1997 þar sem henni höfðu ekki borist tilkynningar um veiðar skipsins og afla innan lögsögu Jan Mayen, en samkvæmt gildandi samningi var skipið þar að síldveiðum. Meira
6. júní 1998 | Úr verinu | 175 orð

Síldin fær frí fram yfir helgi

SÍLDVEIÐIFLOTINN er nú annaðhvort lagstur að bryggju eða á leið til lands í tilefni sjómannadagsins á sunnudaginn. Að sögn sjómanna var síldin komin fast að landhelgismörkunum þegar veiðum lauk og torfurnar á öruggri ferð í suðvestur. Töldu menn að ef fram héldi sem horfði yrði síldin komin inn í íslenska landhelgi upp úr helginni er skipin verða komin aftur á miðin. Meira

Lesbók

6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 241 orð

22. tölublað - 73. árgangur Efni

Svikahrappar og lygamerðir er heiti á grein eftir Þórhall Vilmundarson prófessor og kemur hún í framhaldi af grein Þórhalls um kistu Kveld- Úlfs í Lesbók á síðasta ári. Þar var fjallað um veiðitækið kistu og Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 233 orð

AKVARELL ÍSLAND Í LISTASKÁLANUM

HÓPUR íslenskra vatnslitamálara, Akvarell Ísland, efnir til samsýningar í Listaskálanum í Hveragerði sem verður opnuð í dag, laugardaginn 6. júní. Málararnir aðhyllast ólíkar stefnur í listsköpun sinni, en vatnsliturinn sameinar þá. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13 til 18 og henni lýkur 21. júní nk. Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 72 orð

ÁST

Hve lífið er duglegt að hagræða sjálfum sannleikanum, ýmist vista hann eða afmá. Úr gráma húsasunds rísið þér óboðnu dauðsföll æsku minnar, vegslóði víðáttunnar og uppurin tár: löngu orðin að gimsteinaleik. Tvíefld ást situr mér á hægri hönd, óþekkt á skjánum og prentarinn hljóður sem gröfin; ­ lætur ekki fjötra sig í ljóðaljóð. Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 92 orð

DAUÐI UM MORGUN JÓHANN HJÁLMARSSON ÞÝDDI

Nótt með fjögur tungl og eitt tré með einn skugga og einn fugl Ég leita að sporum eftir varir þínar á hörundi mínu Lindin kyssir vindinn án þess að snerta við honum Ég held á Neiinu sem þú gafst mér í opinni hendi eins og vaxsítrónu sem er nærri hvít Nótt með fjögur tungl og eitt tré Á nálaroddi snýst ást Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 447 orð

ÉG VAKI YFIR YKKUR ÖRSAGA EFTIR RANNVEIGU ÞORKELSDÓTTUR

Húsið sefur. Það er vindur úti og rigningin lemur úthliðar hússins eins og hún eigi líf sitt að leysa. Húsinu er sama, það er upptekið af barsmíðunum sem eiga sér stað innan veggja þess. Fólkið á efri hæðinni er að rífast. Krakkarnir tveir liggja í rúmi sínu með sængina yfir höfðinu. Þau reyna af veikum mætti að útiloka hljóðin sem berast úr stofunni. Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2500 orð

FEDERICO GARCÍA LORCA ­ ALDARMINNING García Lorca var tónskáld orðanna. Hver lína í ljóðum hans og leikritum hefur sinn tón,

FEDERICO García Lorca var tónskáld orðanna. Hver lína í ljóðum hans og leikritum hefur sinn tón. Mér finnst meira að segja prósi Lorca óma eða kliða. Kannski þetta sé einmitt ástæðan fyrir því að skáldið sneri sér ungt að leikritagerð fremur en öðrum bókmenntagreinum. Texti Lorca er eins og nótur. Það þarf að flytja hann, túlka og syngja. Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 976 orð

GEGN NÁTTÚRUNNI

Í SÍÐASTA mánuði var frétt í Morgunblaðinu um endurheimt votlendis austur í Biskupstungum. Mokað var ofan í skurð sem grafinn var með handafli fyrir 1940 og átti að þurrka upp Dagmálatjörn og umhverfi hennar í landi jarðarinnar Múla. Það var talið merki um stórhug og framfarir þegar ráðizt var í að ræsa fram tjörnina; skurðgröfur voru þá ekki komnar til sögunnar. Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 234 orð

GLÆPURINN VAR FRAMINN Í GRANADA Jóhann Hjálmarsson þýddi

I Glæpurinn Hann sást ganga milli byssna, langa götu, ganga út á kaldan akurinn við dagskomu, enn skinu stjörnur. Þeir sviptu Federico lífi við sólarupprás. Böðlaflokkurinn þorði ekki að horfa framan í hann. Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 160 orð

HLÍN Í HERDÍSARVÍK

Hún dáði hann alveg frá æsku og ást hennar rótum þar skaut. Hann átti' hennar umhyggju' og gæsku til enda á jarðlífsins braut. Hún hreifst af hans litríku ljóðum og lærði þau hvar sem hún fór og gladdist í hug sínum hljóðum því hann var svo frægur og stór. Hún gleymdi' honum aldrei þau árin er eyddi' hann í veraldar sveim. Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 625 orð

HÖGGMYNDIR Í STAÐ KJARNAODDA

GUÐRÚN Nielsen varð hlutskörpust í samkeppni Breska myndhöggvarafélagsins um höggmynd við sögufrægan stað. 150 tillögur bárust dómnefndinni sem valdi þrjár höggmyndir og var tillaga Guðrúnar Nielsen ein þeirra. Áætlað er að sett verði 50 þúsund sterlingspund í að framleiða höggmynd Guðrúnar fyrir aldamótin og setja verkið upp við hið fræga aðalhlið inná Greenham Common. Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2369 orð

ÍSLENDINGAR Í LEIT AÐ KONUNGI

Sá atburður gerðist að þeir bræður voru á einni veislu, Eysteinn konungur og Sigurður konungur." Frásögnin sem fylgir á eftir þessum orðum er ekki tímasett né staðsett frekar, hún gerist á stjórnarárum Eysteins og Sigurðar Magnússona Noregskonunga en þeir ríktu sameiginlega í 20 ár, frá árinu 1103 til ársins 1123. Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 37 orð

Laugardagur ÍSLENSKA óperan: Carmen Negra. Kl. 20

ÍSLENSKA óperan: Carmen Negra. Kl. 20. Regnboginn: Cremaster 4, eftir Matthew Barney. Kl. 17. Iðnó: Seiður Indlands. Kl. 20. Raðganga: Skipulag og húsagerð í Reykjavík á 20. öld. Frá Skólavörðuholti kl. 14.15. (Rúta frá Iðnó kl. 14. Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 449 orð

LEIÐIN HEIM ÖRSAGA EFTIR SÓLVEIGU RAGNARSDÓTTUR

Það var sem tíminn stæði í stað. Ég heyrði ekki lengur trén vaxa né fuglana syngja. Það var allt svo undur bjart og einhvers staðar í fjarska heyrðist ómur. Þetta var alveg örugglega rödd. Jú, þetta var rödd, rödd sálarinnar. Mér fannst hún segja: Þú ert þessa heims barn, rétt eins og trén og stjörnurnar, þú átt þinn rétt. Hverjar sem væntingar þínar eru í erli lífsins vertu þá varkár. Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 457 orð

LÍFLEGT EN LÍTT KYNNT LISTALÍF

"ÞAÐ kom okkur skemmtilega á óvart hversu kraftmikil og lifandi listastarfsemin er í borginni en það sama verður ekki sagt um fyrirliggjandi upplýsingar handa erlendum ferðamönnum," sagði Joanna Ormesher fararstjóri breskra félagasamtaka, The Arts and Heritage Club, sem gangast fyrir skipulögðum ferðum á menningarviðburði jafnt innan heimalandsins sem utan. Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 703 orð

MYNDHÖGGVARAFÉLAGIÐ OG STRANDLENGJAN

STRANDLENGJAN frá Sörlaskjóli í vestri að Fossvogsbotni í austri er merkileg í mörgum skilningi innan borgarmarka Reykjavíkur, hún er nær ósnortin af raski og framkvæmdagleði borgarmenningarinnar, hún er mikilvægt vistkerfi á mörkum lands og sjávar og í eðlilegu framhaldi af því vinsælt útivistarsvæði í Reykjavík og frábært útisýningarsvæði fyrir myndhöggvara. Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 450 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 186 orð

SÍÐASTA RÓSIN

Hann sat á bakkanum og horfði út á vatnið þar sem fuglarnir stungu saman nefjum, hvítir og gulir og rauðir og fuglarnir dýfðu höfðinu oní vatnið til að sækja konfektmola handa elskunni sinni, því þetta var sá tími þegar þurfti að frjóvga eggin í hringrás náttúrunnar. Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1100 orð

SNILLD EÐA SÝNDARMENNSKA?

J.S. Bach: Veraldlegar kantötur. Vereinigte Zwietracht der wechselnden Saiten; Schleicht, spielenden Wellen; Geschwinde, ihr wirbelnden Winde (Der Streit zwischen Phoebus und Pan); Schwingt freudig euch empor; Was sind das für grosse Schlösser[Brúðkaups-quodlibet] - BWV 207, 206, 201, 36c & 524. Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2105 orð

SÓLRÚN GUÐBJÖRNSDÓTTIR ­ ÁNING VIÐ SÖRLASKJÓL

Að upplifa sýn forfeðra okkar í gegnum skjáglugga er meginþema þessa verks. "Áning við Sörlaskjól" er mótað úr íslensku efni, hleðslugrjóti, mýrarmosa og torfi. Skjáglugginn er gerður sem líkastur því sem áður var, þ.e.a.s. ramminn gerður úr timbri en líknarbelgur notaður til að hleypa inn birtu. Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 39 orð

STRANDLENGJAN

Strandlengjan, sýning Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík á Listahátíð verður opnuð á morgun, sunnudag, klukkan 13 við Sörlaskjól. Þetta er sýning á útilistaverkum 24 myndhöggvara og sýningarsvæðið er fimm kílómetra langt og liggur með göngustígnum á milli Sörlaskjóls og Fossvogsbotns. Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2135 orð

UMHVERFISLIST OG BORGARLANDSLAG Umhverfislist er það sem öðru nafni er kallað "list í opinberu rými", segir GUNNAR J. ÁRNASON.

Hugtakið "opinbert rými" er óljóst og óhentugt, til dæmis þá eru listasöfn opinbert rými, en umhverfislist á ekki heima inni á söfnum. Það orð sem lengst af hefur verið notað um list á almannafæri er "listskreyting". En það er allt of víðtækt, t.d. Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 204 orð

ÚR MANNAMYNDASAFNI ÁRNA ELFAR

Mörg undanfarin ár hefur Árni Elfar verið í hópi þeirra teiknara sem að staðaldri hafa unnið fyrir Lesbók og raunar er hann sá sem flestar myndir á í blaðinu frá þessu árabili. Oft hefur hann þurft að bregða ljósi á söguleg atvik, en jöfnum höndum teiknað myndir með smásögum og margt fleira. Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 342 orð

VERÐUR LORCA LOKSINS METINN?

SKÁLDBRÓÐIR Federicos García Lorca, Luis Cernuda, vék að því að sjónarmið óskyld bókmenntum hefðu svo lengi ráðið mati manna á Lorca að tími væri ekki enn kominn til að geta dæmt skáldskap hans. Örlög Lorca urðu táknræn fyrir Spán borgarastríðsins, hann varð píslarvottur þess. Meira
6. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 86 orð

VIÐAR GUNNARSSON SYNGUR Í SJÓMANNAMESSU Í ÓLAFSVÍK

VIÐAR Gunnarsson óperusöngvari er staddur hér á landi og mun syngja fyrir sveitunga sína nokkur einsöngslög á skemmtun Sjómannadagsins í Ólafsvík sem hefst í kvöld. Á morgun, sjómannadaginn, syngur hann við sjómannamessu ásamt kirkjukórnum. Viðar hefur getið sér gott orðspor við ýmis óperuhús í Evrópu. Hann er nú ráðinn við Óperuna í Bonn í Þýskalandi. Meira

Ýmis aukablöð

6. júní 1998 | Blaðaukar | 281 orð

Fallegt í 365 daga

GUÐRÍÐUR gefur hér hugmynd að skipulagi runnagróðurs með það í huga að hann sé augnayndi allan ársins hring. Viðja í limgerði Lauf er dökkgrænt og er því fallegt sem bakgrunnur að sumri. Haustlitir laufsins eru gulir og börkur á árssprotum, sem koma fram á vorin, er dökkur. Meira
6. júní 1998 | Blaðaukar | 281 orð

Leiksvæði fyrir börnin

STÓR leiktæki, eins og þau sem eru á leikvöllum, kosta tugi og sum hundruð þúsunda króna, svo ekki henta þau venjulegum fjölskyldum. Dúkkuhús, eða kofar, úr timbri eru stundum auglýst og kosta 50-100 þúsund krónur. Nokkrar gerðir af dúkkuhúsum úr plasti eru seldar í leikfangaverslunum og eru þau hús mun ódýrari en timburhúsin. Meira
6. júní 1998 | Blaðaukar | 806 orð

Leyfi þarf fyrir heitu pottana

FYRST og fremst þurfa heitir pottar við íbúðarhús og sumarbústaði að vera með læsanlegu loki eða einhverju sambærilegu til að hylja potta þegar þeir eru ekki í notkun. Þá þarf einnig að gæta þess að í kringum þá geti ekki myndast hálkublettir. Meira
6. júní 1998 | Blaðaukar | 85 orð

Loftnet fyrir GSM-síma

FERÐALOFTNET, Allgon Sputnink, fyrir GSM-síma er komið á markað. Nesradio flytur loftnetin inn og í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að um sé að ræða segulloftnet með sogskál, sem hægt er að festa á stál- og glerfleti. "Með notkun loftnetsins, sem vegur aðeins 14 grömm, eykst langdrægni um allt að 10 desíbel," segir í tilkynningunni. Meira
6. júní 1998 | Blaðaukar | 164 orð

Lýsing við húsið

LÁG ljós eru gjarnan notuð til að lýsa upp gróðurbeð og dvalarsvæði við hús, en háir ljósastaurar frekar notaðir við heimkeyrslu. Að sögn Einars S. Magnússonar sölustjóra hjá Borgarljósum fjölgar þeim sífellt sem notfæra sér fjölbreyttar gerðir ljósastaura og kastara sem fáanlegar eru. "Fólk veltir lýsingu meira fyrir sér nú en áður og vandar yfirleitt valið. Meira
6. júní 1998 | Blaðaukar | 745 orð

Miklar andstæður og sterkir litir í tísku Dirfska í litavali einkennir mörg nýmáluð hús núna. ÞRÖSTUR ÁSTÞÓRSSON í Reykjanesbæ

NÚ eru dökkir litir í tísku og eru ljósir litir gjarnan notaðir með, til dæmis á þakbrún og gluggalista. Með því móti verða andstæður skarpar og mér finnst áberandi áhugi hjá ungu fólki að nota kraftmiklar litasamsetningar. Eldra fólk kýs að jafnaði ljósari liti en það yngra," segir Kolbeinn Sigurjónsson hjá Slippfélaginu. Meira
6. júní 1998 | Blaðaukar | 392 orð

Ónýtur ryðhjallur er nú glæsilegt hús

EITT af elstu húsunum á Siglufirði, Sæby-húsið, var fyrir tveimur árum talið handónýtur ryðhjallur og til vansa fyrir ásjónu bæjarins. Nú er húsið talið eitt hið fallegasta í bænum og til mikillar prýði. Andreas Christian Sæby byggði húsið 1886 en hann kom sem beykir, líklega á vegum Gránufélagsverslunarinnar, frá Sæby- bæ á Norður-Jótlandi. Meira
6. júní 1998 | Blaðaukar | 633 orð

Runnarnir eru fallegir allt árið Milli eitt og tvö hundruð runnategundir eru til hér á landi og eru flestar innfluttar. Að sögn

RUNNAR eru í vaxandi mæli settir niður við sólpalla og verandir og er það yfirleitt mjög fallegt, því mjúkar línur gróðursins brjóta upp beinar línur pallsins," segir Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur. Meira
6. júní 1998 | Blaðaukar | 527 orð

Sprunguviðgerðir nánast úr sögunni

EIGINLEGAR sprunguviðgerðir eru nánast úr sögunni, að sögn Rögnvalds S. Gíslasonar, efnaverkfræðings hjá Rannsóknarstofnun bygingariðnaðarins. Hann segir að undantekningarlítið nægi að bera fljótandi efni, svokallaða vatnsfælu á sprungur með pensli. Meira
6. júní 1998 | Blaðaukar | 233 orð

Umhverfið fegrað af alúð

VORVERKUM er nú lokið í flestum görðum og tími kominn til að njóta afraksturs og huga að framkvæmdum sumarsins. Á þessum árstíma sést dagamunur á trjám og blómum og fjölbreytni gróðurs sem þrífst hér á landi verður augljós. Gróður virðist víðast hafa komið vel undan vetri. Meira
6. júní 1998 | Blaðaukar | 406 orð

Þurrar hendur í mold Mold þurrkar húð og þegar BRYNJA TOMER hefur unnið í garði minna hendur hennar helst trjárætur. Við vinnslu

TIL eru ýmis húsráð um hvernig best sé að halda húð á höndum sínum mjúkum. Eitt þeirra mun vera komið frá Kólombíu og eru kólombískar konur sagðar hafa tröllatrú á því. Gert er ráð fyrir að hendur séu hreinar þegar þessari aðferð er beitt. Skrúbbað með sykri Um það bil ein matskeið af kremi úr hreinni ullarfitu er látin í annan lófann. Meira
6. júní 1998 | Blaðaukar | 106 orð

(fyrirsögn vantar)

HÚSIÐ 5 Sprungur í steinsteypu 6 Þakefni 14 Gróðurhús 14 Sumarhús 15 Lán vegna endurbóta 16 Málað utanhúss 18 Lýsing við húsið 19 Gamalt hús gert upp GARÐURINN 3 Bonsai 4 Fjölærar plöntur 6 Sniglar 8 Grjót í garðinn 9 Skófir og mosi 10 Runnar 10 Leiksvæði barna 12 Stór tré 13 Gosbrunnur 17 Illgresi 18 Heitir Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.