Greinar laugardaginn 13. júní 1998

Forsíða

13. júní 1998 | Forsíða | 363 orð

Kreppa í efnahagslífi Japans

KREPPA skall á í Japan á fyrsta fjórðungi ársins og voru uggvænlegar hagtölur, sem sýna hversu alvarlegur samdrátturinn var, birtar í gær. Stjórnvöld greindu frá því að efnahagssamdráttur hefði numið 5,3% á ársgrundvelli frá því í janúar og þar til í mars, og fór það fram úr verstu spám. Fjármálaskýrendur höfðu búist við um 1,4% samdrætti. Meira
13. júní 1998 | Forsíða | 419 orð

Óttast að deilan geti staðið lengi

VERKFALL norskra flugumferðarstjóra hófst í gær og stöðvaðist um leið allt millilandaflug og allt innanlandsflug fyrir sunnan Þrándheim. Hefur verkfallið valdið tugþúsundum manna miklum erfiðleikum að því er fram kemur í fréttum Reuters og norskra fjölmiðla en flugumferðin til og frá Noregi liggur nú um Gautaborg í Svíþjóð. Þangað er að minnsta kosti fjögurra klukkustunda akstur frá Ósló. Meira
13. júní 1998 | Forsíða | 296 orð

Serbar bindi strax enda á blóðbaðið

TENGSLAHÓPURINN svokallaði krafðist þess í gær að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, byndi þegar í stað enda á blóðugar aðgerðir serbneskra öryggissveita gegn albanska meirihlutanum í Kosovo-héraði. Utanríkisráðherra Rússlands lét hins vegar í ljósi andstöðu við hernaðaríhlutun af hálfu Atlantshafsbandalagsins (NATO) í héraðinu. Meira
13. júní 1998 | Forsíða | 109 orð

Thatcher heimilar ævisögu

MARGARET Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur heimilað Charles Moore, ritstjóra The Daily Telegraph, að skrifa ævisögu hennar með því skilyrði að ritið verði ekki gefið út fyrr en hún fellur frá. Meira

Fréttir

13. júní 1998 | Erlendar fréttir | 81 orð

100 ára sjálfstæði

ÍBÚAR Filippseyja minntust þess í gær að öld er liðin frá því landið lýsti yfir sjálfstæði frá Spáni. Kirkjuklukkum var hringt út um allt landið og fáni Filippseyja var dreginn að hún við nánast öll hús. Fidel Ramos, fráfarandi forseti, flutti ávarp við heimili Emilios Aguinaldos, ungs hershöfðingja, sem lýsti yfir sjálfstæði landsins 12. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 321 orð

1,5% álag við seðlaúttekt á gjaldeyrisreikningum

ÞEGAR eigandi gjaldeyrisreiknings í Landsbanka Íslands tekur seðla út af reikningi sínum innheimtir bankinn 1,5% gjald af upphæðinni. Að sögn Þórarins Eyþórssonar í gjaldeyrisdeildinni, er þessi álagning vegna flutningskostnaðar á erlendum seðlum til landsins og hefur verið lögð á allt frá upphafi þegar heimild var veitt til að stofna gjaldeyrisreikninga hér á landi. Meira
13. júní 1998 | Miðopna | 1092 orð

Aðstæður geðsjúkra óviðunandi

Það er mat Þórunnar Pálsdóttur, hjúkrunarforstjóra geðdeildar Landspítalans, að aðbúnaður geðsjúkra hér á landi sé óviðunandi. Sigríður B. Tómasdóttirræddi þessi mál við Þórunni sem segir niðurskurð á fjárveitingu til geðdeildarinnar hafa verið allt of mikinn. Meira
13. júní 1998 | Landsbyggðin | 113 orð

Afmælisdagskrá Gerðahrepps

HÁTÍÐARDAGSKRÁ vegna 90 ára afmælis Gerðahrepps hefst klukkan þrjú í dag í Íþróttamiðstöðinni. Þar verða meðal annars flutt tónlistaratriði, söngur og Davíð Oddsson forsætisráðherra og ýmsir fleiri munu flytja ávörp. Risastór afmælisterta verður á boðstólum fyrir gesti. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Athugasemd frá meinatæknum

MORGUNBLAÐINU hefur borist athugasemd frá Ástu Björg Björnsdóttur, formanni Meinatæknafélgs Íslands, vegna athugasemdar Guðfinnu Ólafsdóttur formanns Félags íslenskra læknaritara í Morgunblaðinu 10. júní sl.: "Ég sem formaður Meinatæknafélags Íslands tek undir lokaorð Guðfinnu Ólafsdóttur um að ekki eigi að vega að annarri stétt í kjarabaráttu. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 489 orð

Áfellisdómur á vinnubrögð Ríkisendurskoðunar

"ÁLITSGERÐ Jóns Steinars Gunnlaugssonar er að mínu mati áfellisdómur yfir vinnubrögðum Ríkisendurskoðunar og styður kröfu umbjóðanda míns um að málið skuli tekið upp að nýju," sagði Ásgeir Þór Árnason hrl. og lögmaður Sverris Hermannssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, aðspurður um skoðun sína á álitsgerð Jóns Steinars fyrir bankaráð Landsbankans. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 283 orð

Ákvörðun um afslátt til ríkisins ólögleg

TRYGGINGASTOFNUN ríkisins var í gær í héraðsdómi dæmd til að endurgreiða 28 apótekurum samtals 227 milljónir króna, auk dráttarvaxta, sem er afsláttur af lyfjaverði sem ríkinu var veittur með ákvörðun Lyfjaverðlagsnefndar frá árinu 1990. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 314 orð

Blanda enn afgerandi best

ENN veiðist hvergi að gagni nema í Blöndu. Þar eru komnir yfir 130 laxar á land og á fimmtudag veiddist þar vel á þriðja tug laxa. Þetta er mikil veiði, því aðeins eru fjórar dagsstangir í ánni. Í næsta nágrenni rennur besta laxveiðiá landsins til fjölda ára, Laxá á Ásum. Þar var opnað fyrir veiði 1. júní, en á fimmtudag var enn beðið eftir fyrsta laxinum á land. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

"Boðið upp í dans" á Ingólfstorgi

"BOÐIÐ upp í dans" er yfirskrift dansleiks sem Samtök áhugafólks um almenna dansþátttöku, Komið og dansið, stendur fyrir á Ingólfstorgi sunnudaginn 14. júní kl. 14­16. Tónlist verður leikin af geisladiskum. Fyrst og fremst verða sýnishorn af léttri sveiflu og línudönsum en jafnframt af almennri danstónlist. Meira
13. júní 1998 | Erlendar fréttir | 258 orð

Bondevik vongóður um Schengen-viðræður

LIONEL Jospin, forsætisráðherra Frakklands, hefur heitið að vinna að því að samningaviðræður um Schengen-samninginn hefjist á milli Evrópusambandsins og Noregs, að því er hinn norski starfsbróðir hans, Kjell Magne Bondevik, sagði í samtali við Aftenposten. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 253 orð

Brautskráning kandídata frá Kennaraháskólanum

BRAUTSKRÁÐ var frá Kennaraháskóla Íslands laugardaginn 6. júní síðastliðinn. Þetta var í fyrsta skipti sem brautskráð var frá skólanum eftir að ný lög um háskóla ásamt lögum um Kennaraháskóla Íslands tóku gildi. Þannig var þetta í fyrsta skipti sem leikskólakennarar og þroskaþjálfar voru útskrifaðir með formlega háskólagráðu. Meira
13. júní 1998 | Erlendar fréttir | 169 orð

Breytingar á meðferð almannafjár kynntar

GORDON Brown, fjármálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, tilkynnti í gær víðtækar breytingar á meðferð almannafjár. Gera breytingarnar ráð fyrir að auknum útgjöldum til þátta í almannaþjónustu verði mætt með næstum 500 milljarða sölu á ríkiseignum árlega og verður þegar hafist handa við að selja meirihlutaeign ríkisins í nokkrum stofnunum og fyrirtækjum. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 165 orð

Bændur vilja fjarlægja ónýtar girðingar

SAMKVÆMT búvörusamningi ríkisstjórnarinnar og Bændasamtaka Íslands við sauðfjárbændur frá því árið 1995 skal ríkið veita þeim árlega styrki til umhverfisverkefna næstu fjögur árin. Tilgangur með styrkveitingunni er að skapa sauðfjárbændum atvinnu við tímabundin verkefni jafnhliða búrekstri. Alls nema styrkirnir 75 milljónum króna og er 20 milljónum króna úthlutað í ár. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 636 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 14.-20. júní. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is Þriðjudagurinn 16. júní: Upp úr skúffunum. Ráðstefna Rannsóknaþjónustu Háskólans og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í Tæknigarði kl. 12-17. Dagskrá: Ásta Erlingsdóttir; "Upp úr skúffunum. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 117 orð

Dómsuppkvaðningu frestað

DÓMARI í sakadómi í Istanbúl frestaði í gær uppkvaðningu dóms yfir Halim Al vegna brota hans á umgengnisrétti Sophiu Hansen við dætur sínar, þar til ljóst væri hvort hann myndi leyfa henni að hitta þær í júlí og ágúst eins og Hæstiréttur Tyrklands hefur kveðið á um í öðrum dómi. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 276 orð

Dæmdur fyrir mök við þroskahefta stúlku

HÆSTIRÉTTUR staðfesti á fimmtudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, ársfangelsi yfir rúmlega fimmtugum manni fyrir að hafa haft samfarir við rúmlega þrítuga þroskahefta konu sl. haust. Maðurinn var að auki dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 731 orð

ÐBréf víxluðust

MORGUNBLAÐIÐ birti í gær bréfaskipti vegna Svíþjóðarferðar Sverris Hermannssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands, og víxluðust bréf lögmanns bankaráðsins Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. frá 3. júní og svarbréf lögmanns Sverris Hermannssonar Ásgeirs Þórs Árnasonar hrl. dagsett sama dag. Eru bréfin birt hér á eftir í réttri röð um leið og velvirðingar er beðist á þessum mistökum. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

ÐMarel endurskoðar rekstraráætlun

NOKKURT tap hefur orðið á rekstri Marels og dótturfyrirtækis þess Carnitech í Danmörku á fyrri hluta ársins. Gengi hlutabréfa í félaginu féll í gær úr 17,40 í 13,80 í kjölfar fréttatilkynningar þess efnis að fyrirtækið hefði endurskoðað rekstraráætlanir á yfirstandandi ári og að gert væri ráð fyrir að nokkur samdráttur yrði á tekjum vegna minni fjárfestingar í fiskiðnaði miðað við undanfarin ár. Meira
13. júní 1998 | Landsbyggðin | 65 orð

Egilsstöðum-

Egilsstöðum-Hjólreiðakappar Slökkviliðsins í Reykjavík, sem eru að safna áheitum fyrir krabbameinssjúk börn, komu til Egilsstaða eftir velgengni á Möðrudalsöræfum. Ferðin hefur gengið vonum framar og þeir hafa reyndar verið aðeins á undan áætlun. Kapparnir gera ráð fyrir því að ljúka ferð sinni 17. júní í Reykjavík. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 217 orð

Endurtalið vegna kosningar varamanna

NIÐURSTAÐA kjörstjórnar Kelduneshrepps um kosningu í 2.­5. sæti varamanna í hreppsnefnd hefur verið úrskurðuð ógild og skal hún gefa út kjörbréf til Björns Guðmundssonar, Lóni, sem 2. varamanns í hreppsnefnd og ákvarða á ný um kosningu í 3.­5. sæti varamanna, að undangenginni endurtalningu atkvæða í þau sæti. Skjóta má úrskurði kærunefndar til félagsmálaráðuneytisins innan viku. Meira
13. júní 1998 | Erlendar fréttir | 283 orð

Enn barist í Bissau ÁTÖ

Enn barist í Bissau ÁTÖK brutust út á nýjan leik í Bissau, höfuðborg Afríkuríkisins Guinea-Bissau, í gær á milli uppreisnarmanna og stjórnarhersins en sex dagar eru liðnir síðan uppreisnarmenn reyndu að ræna völdum í landinu. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Ermar í álögum

MARÍA Valsdóttir opnar sýningu á textílskúlptúra í Galleríi Listakoti Laugavegi 70, 2. hæð. á morgun laugardaginn 13. júní. Verkin eru unnin á þessu ári og samanstanda af súlum klæddum silki, bómull og hör. Verkin eru unnin út frá formi erma í gegnum aldirnar. Þetta er fyrsta einkasýning Maríu, sem útskrifaðist úr Textíldeild MHÍ 1993. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum, þ. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 357 orð

Fjárfestum hér kynntir möguleikar á þátttöku

SAMRÆMINGARNEFND Íslendinga og Norsk Hydro um stóriðju kynnti innlendum fjárfestum í vikunni möguleika á hugsanlegri þátttöku þeirra í fjárfestingu vegna byggingar álvers í samstarfi við Norsk Hydro á Austurlandi ef í það verður ráðist. Meira
13. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 146 orð

Fjórir bjóða húsnæði undir vínbúð

FJÓRIR aðilar buðu fram húsnæði undir vínbúð á Dalvík en tilboðin voru opnuð í vikunni. Ríkiskaup, fyrir hönd Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, auglýsti eftir þátttöku í lokuðu útboði á rekstri vínbúðar og samstarfi um rekstur verslunarinnar. Stefnt er að því að opna vínbúð á Dalvík um næstu áramót. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 197 orð

Fjórir slasast í allhörðum árekstri

TVEIR bílar lentu í allhörðum árekstri á Vesturlandsvegi skammt frá Móum á Kjalarnesi um hálfáttaleytið í gærkvöld. Þrír voru í öðrum bílnum og einn í hinum. Slösuðust allir og voru fluttir með þyrlu og sjúkrabíl á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Enginn er þó talinn í lífshættu. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Fræðslutorg við Miðbakka

ÝMISLEGT verður í boði fyrir einstaklinga og fjölskyldur á Fræðslutorginu á Miðbakka um helgina. Sýningin Á slóðir saltsins fyrr og nú í tjaldi á Fræðslutorginu verður opin alla daga til 12. júlí. Fastir liðir eins og venjulega eru: Sælífskerin með nokkrum tegundum botndýra hafnarinnar. Meira
13. júní 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Gert við Borgarfjarðarbrú

Borgarnesi-Viðgerð er hafin á stöplum Borgarfjarðarbrúarinnar, verið er að koma fyrir sérsmíðaðri þurrkví í kring um einn stöpulinn og hafa orðið nokkrar umferðartafir um Borgarfjarðarbrú á meðan. Að sögn Ingva Árnasonar deildarstjóra Vegagerðarinnar í Borgarnesi hafa nokkrir brúarstöplar brúarinnar orðið fyrir skemmdum á undanförnum árum. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Greiðslur til þjóðarinnar í stað gjafakvóta

Á FUNDI stjórnar Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjavík 8. júní sl. var samþykkt eftirfarandi ályktun: "Vegna áberandi umræðu undanfarna daga í stjórnmálahreyfingum og fjölmiðlum um gjafakvóta og veiðigjald þá telur stjórn Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjavík ástæðu til að árétta að um árabil hefur Alþýðuflokkurinn einn flokka boðað sem ófrávíkjanlega stefnu sína að afnema kvótakerfið Meira
13. júní 1998 | Erlendar fréttir | 99 orð

Guerlain særist í skotárás

JEAN-Paul Guerlain, þekktur franskur ilmvatnsframleiðandi, og lífvörður hans særðust í skotárás tólf innbrotsþjófa í sveitasetri hans nálægt París í gær. Guerlain fékk skot í fótinn og lífvörðurinn særðist alvarlega, fékk að minnsta kosti eitt skot í bringuna. Innbrotsþjófarnir komust undan með peninga, silfurmuni og skartgripi. Izetbegovic í framboð Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Hafnarganga á Akranesi

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð með höfninni á Akranesi laugardaginn 13. júní. Farið verður með Akraborginni úr Reykjavíkurhöfn. Mæting við skipshlið kl. 9.15. Siglingaleiðinni og hafnarsvæðinu verður lýst af kunnugu fólki. Litið verður inn í Byggðasafnið að Görðum og fleira verður í boði. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Hálendisvegir óðum að opnast

VEGIR á hálendinu eru óðum að opnast en nokkrir fjallvegir verða þó enn lokaðir um sinn, m.a. Sprengisandsleið og leiðin milli Landmannalauga og Eldgjár. Kjalvegur hefur hins vegar verið opnaður, svo og leiðin í Kerlingarfjöll. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 425 orð

Heimsókn forseta Íslands til Lettlands Framsókn

ÍSLENZKU forsetahjónin héldu í gær, á öðrum degi opinberrar heimsóknar til Lettlands, út úr höfuðborginni Riga til dótturfyrirtækis BYKO í Lettlandi, BYKO Lat. Fyrirtækið rekur timburverksmiðju úti í sveit, á stað þar sem áður var stórt samyrkju- kúabú. Samyrkjubúinu hafa eigendur BYKO breytt á tæpum fimm árum í blómstrandi timburútflutningsfyrirtæki. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Hlaut styrk úr Minningarsjóði Jóns Jóhannessonar

STYRKUR var nýlega veittur úr Minningarsjóði dr. phil. Jóns Jóhannessonar, prófessors. Halldór Bjarnason hlaut styrkinn að þessu sinni. Halldór hefur lokið BA-prófi og einnig kandídatsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Hann stundar nú framhaldsnám í hagsögu við Glasgow-háskóla. Minningarsjóður dr. phil. Jóns Jóhannessonar, prófessors, er eign Háskóla Íslands. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 375 orð

Hæstiréttur sýknar mann af nauðgunarákæru

HÆSTIRÉTTUR mildaði á fimmtudag dóm yfir manni sem var fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjaness um líkamsárás og nauðgun á sambýliskonu sinni. Hæstiréttur dæmdi manninn sekan um líkamsárás en sýknaði hann af ákæru um nauðgunina. Sýknunin var m.a. byggð á því að ekki þyki nægilega sannað að um nauðgun hafi verið að ræða. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 346 orð

Jónsmessunæturganga Útivistar

ÁRLEG Jónsmessunæturganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls verður helgina 19.­21. júní. Lagt verður af stað á föstudagskvöld og gengið yfir hálsinn um nóttina. Þessi ganga hefur verið vinsæl undanfarin ár og ávallt um og yfir 100 manns tekið þátt í henni og ekki að vænta að færri verði í þetta sinn. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 160 orð

Kosningin á Raufarhöfn gild

ÚRSKURÐARNEFND hefur hafnað kröfu kæranda um að ógilda kosningu til sveitarstjórnar í Raufarhafnarhreppi. Kærandinn krafðist þess að kosning til sveitarstjórnar í Raufarhafnarhreppi yrði úrskurðuð ógild en kosningin var hlutbundin og voru tveir listar í framboði, R-listi Raufarhafnarlista, sem fékk 117 atkvæði og G-listi Alþýðubandalags, sem fékk 118 atkvæði. Meira
13. júní 1998 | Erlendar fréttir | 652 orð

Kreppan í Japan ógn við Asíu alla

KREPPA í umfangsmesta efnahagskerfi Asíu, því japanska, veit ekki á gott fyrir efnahag annarra Asíuríkja. Stjórnvöld í Japan tilkynntu í gær að samdráttur á síðasta fjárhagsári hafi numið 0,7%, og er það í fyrsta sinn í hálfan þriðja áratug sem samdráttur ríkir samfleytt í heilt ár. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Kröfu um ógildingu og endurkjör hafnað

KRÖFUM kæranda um ógildingu og endurtekningu á sveitarstjórnarkosningum í Þórshafnarhreppi var hafnað í gær samkvæmt úrskurði nefndar sem fjallaði um kæruna. Kærandi taldi formann yfirkjörstjórnar vanhæfan þar sem sonur hennar var á framboðslista. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Kveðjusamkoma á Hjálpræðishernum

SÉRSTÖK kveðjusamkoma verður haldin sunnudaginn 14. júní kl. 20 á Hjálpræðishernum í Reykjavík fyrir Reidun og Kåre Morken, Rannvá Olsen og Sigurð Ingimarsson. Hjónin Reldun og Kåre Morken hafa sl. átta ár veitt Gistiheimili Hjálpræðishersins forstöðu en þau gegndu einnig starfi á árunum 1967­1972. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Kynningarfundur um Kóreu

KYNNINGARFUNDUR verður haldinn á Hótel Sögu mánudaginn 15. júní kl. 14 á vegum sendiherra Kóreu á Íslandi, KOTRA, ræðismanns Íslands í Kóreu, Gísla Guðmundssonar, forstjóra B&L, Útflutningsráðs Íslands, Fjárfestingarstofu Íslands og Samtaka verslunarinnar ­ FÍS. Gísli Guðmundsson forstjóri setur fundinn og að því loknu verður kynning á myndbandi. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 29 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐRÉTT Kennd við rangan bæ Í MYNDATEXTA í Morgunblaðinu í gær um Minjasafn SVFÍ í Garðinum er Kristín Ingimundardóttir kennd við Gauksstaði. Það skal áréttað að hún býr á Reynisstað. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 282 orð

Leyfið fellt úr gildi eða ákvörðun Landsvirkjunar umhverfismat

GUÐMUNDUR Bjarnason, umhverfiráðherra, segir að einfaldast væri að iðnaðarráðherra felldi úr gildi leyfi Landsvirkjunar til að virkja Jökulsá á Fljótsdal eða að Landsvirkjun tæki sjálf ákvörðun um að framkvæmdir færu í þann farveg sem lög kveða á um í stað þess að láta vinna sjálfstætt mat á eigin forsendum. "Þetta fyndist mér skynsamlegast og auðveldast," sagði hann. Meira
13. júní 1998 | Erlendar fréttir | 222 orð

Litlar friðarhorfur

BÆRINN Adigrat í Eþíópíu hafði verið yfirgefinn að mestu í gær en Eritrear gerðu á hann loftárásir í fyrradag. Tilraunir til að stilla til friðar milli ríkjanna hafa engan árangur borið en Eritrear vilja ekki fallast á það skilyrði, að þeir fari með her sinn af eþíópsku landi áður en viðræður hefjist. Meira
13. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 158 orð

Lyflæknar þinga á Akureyri

ÞRETTÁNDA þing Félags íslenskra lyflækna hófst í Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær, föstudag, og stendur fram á sunnudag. Þing félagsins hafa verið haldin annað hvert ár, að jafnaði utan höfuðborgarsvæðisins og er þetta í þriðja sinn sem þingið er haldið á Akureyri. Ástráður B. Meira
13. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 179 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Kvöldmessa í Akureyrarkirkju kl. 21.00 sunnudaginn 14. júní. Fyrsta kvöldmessa sumarsins. Komið og eigið góða stund í kirkjunni. Séra Svavar A. Jónsson. Miðvikudagur 17. júni, helgistund við minnisvarðann um Helga magra kl. 10.00. Kór Akureyrarkirkju syngur og séra Birgir Snæbjörnsson flytur hugvekju. Þýsk-íslensk guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 17.00. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 211 orð

Mikið að gera á smíðavöllum

Á SÍÐUSTU dögum hefur verið lagður grunnur að um 250 húsum víðsvegar um borgina ­ og sköpunargleðin er mikil, að sögn Sigurðar Más Helgasonar, umsjónarmanns smíðavalla barna hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Það eru stelpur og strákar á aldrinum átta til tólf ára sem þarna eru að verki og smíða sér hús og kofa af ýmsum stærðum og gerðum. Meira
13. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Minjagripasýning í Deiglunni

MINJAGRIPASÝNING verður opnuð í skrifstofu Gilfélagsins í Deiglunni á Akureyri laugardaginn 13. júní. Þar eru til sýnis 40 gripir af þeim 289 tillögum sem bárust í samkeppni Iðntæknistofnunar, viðskiptaráðuneytisins og gallerísins Handverks & hönnunar. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 276 orð

Móðirin fær börnin eftir þriggja mánaða aðskilnað

DÓMSTÓLL í Skive í Danmörku úrskurðaði í gær að íslensk móðir tveggja barna sem faðirinn flutti með sér til Danmerkur í mars sl. án hennar samþykkis fái börnin afhent 19. júní nk. Að sögn lögmanns konunnar, Óskars Thorarensen héraðsdómslögmanns, bjó fjölskyldan í Danmörku þar til í fyrrahaust, þegar móðirin flutti með börnin til Íslands. Faðirinn kom hingað til lands í febrúar sl. Meira
13. júní 1998 | Erlendar fréttir | 193 orð

Mótmæli vegna yfirráða Indónesíu í A-Tímor

HERMENN beittu í gær bareflum í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, gegn hundruðum mótmælenda sem safnast höfðu saman við bækistöðvar utanríkisráðuneytisins indónesíska til að mótmæla veru Indónesíu í Austur-Tímor. Námsmenn stóðu einnig fyrir mótmælum í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, og lofuðu frekari mótmælastöðum í dag til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð svæðisins. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 54 orð

Myndabrengl

MYNDABRENGL urðu í frétt um fyrirtækið Flögu í Morgunblaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og birtist hér rétt mynd af mælitækinu Emblu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson MÆLITÆKIÐ Embla er ekki nema tæpt kíló að þyngd og gerir rannsakendum kleift að senda sjúklinga með tækið heim, þar sem svefn þeirra er tekinn upp. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 348 orð

Ný framleiðsla fyrir íslenskar aðstæður

BM VALLÁ hefur nýlega hafið framleiðslu á lituðum steinklæðningarplötum og er Tónlistarhúsið í Kópavogi eitt hið fyrsta sem er prýtt slíkum plötum. Klæðningarplöturnar eru framleiddar úr sérstakri trefjastyrktri hástyrkleikasteypu, þær eru endingargóðar og mjög frostþolnar að sögn Guðmundar Benediktssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra BM Vallár. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Ný kvikmyndarás á Fjölvarpinu

HAFNAR eru útsendingar á Hallmark Entertainment Network á Fjölvarpinu, en fyrir eru þar tólf gervihnattarásir. Hallmark Entertainment er stærsti framleiðandi heims á sjónvarpsmyndum og framhaldsmyndum og sendir út allan sólarhringinn. Meira
13. júní 1998 | Erlendar fréttir | 271 orð

Nær enginn árangur af loftslagsfundi

TVEGGJA vikna fundi einna 150 ríkja um loftslagsmál lauk í Bonn í gær án verulegs árangurs. Fundurinn var haldinn til að reyna að ná samkomulagi um hvernig standa ætti við Kyoto-bókunina um að ríki heims dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda. Iðnríki og þróunarlönd eru enn á öndverðum meiði um hversu mikið hvor um sig eigi að draga úr losuninni og þokaðist lítt í samkomulagsátt á fundinum í Bonn. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 263 orð

Ráðherra krefur forsvarsmenn bankans skýringa

FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra hefur boðað aðalbankastjóra Búnaðarbankans og formann og varaformann bankaráðsins til fundar á mánudag vegna fréttar í DV í gær um að Búnaðarbankinn hafi ekki veitt viðskiptaráðherra upplýsingar um allar laxveiðiferðir á vegum bankans. Ráðherra hafi því veitt Alþingi rangar upplýsingar í svari við fyrirspurn um laxveiðiferðir ríkisviðskiptabankanna. Ólafur G. Meira
13. júní 1998 | Miðopna | 307 orð

Reynslusaga manns með geðræn vandamál "Mín reynsl

EFTIRFARANDI frásögn birtist í upplýsingabæklingi um Klúbbinn Geysi og lýsir reynslu geðfatlaðs manns sem hefur verið veikur í 15 ár. Reynslusagan er skráð í Reykjavík í nóvember síðastliðnum. Í henni segir m.a.: "Mín reynsla af vinnumarkaðnum er neikvæð, vegna þess að sjúkdómur minn fælir atvinnurekendur frá að ráða mig í vinnu. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Rætt um góðærið og hagstjórnina

VERSLUNARRÁÐ Íslands efnir til morgunverðarfundar í Sunnusal á Hótel Sögu þriðjudaginn 16. júní kl. 8­9.30. Á fundinum verður leitast við að svara þeirri spurningu hvort góðærið í efnahagsmálum sé farið úr böndunum. Meira
13. júní 1998 | Landsbyggðin | 931 orð

Saga vinnu og einstaklingsframtaks

BERGÞÓR Baldvinsson kom fyrst í fiskverkunarhús í barnavagni í fylgd með móður sinni, Þorbjörgu og föður sínum, Baldvini Njálssyni. Tíu ára gamall fór hann að vinna í fiski, eins og vaninn var með börnin í Garði. Nú er hann framkvæmdastjóri Nesfisks, fjölskyldufyrirtækis með um tveggja milljarða króna veltu, sem þeir feðgarnir settu á stofn. Meira
13. júní 1998 | Óflokkað efni | 96 orð

Sauðfjárbændur funda í kvöld

FRAMHALDSAÐALFUNDUR Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð verður haldinn í Hrafnagilsskóla í kvöld, föstudaginn 12. júní og hefst kl. 21.00. Aðalefni fundarins verða umræður um stöðu og framtíðarhorfur í sauðfjárbúskapnum og mun Aðalsteinn Jónsson bóndi í Klausturseli og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda hafa framsögu um þau mál. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 187 orð

Siglir dregur togarann til Reykjavíkur

ELDUR kom upp í vélarrúmi Vestmannaeyjatogarans Breka um 10- leytið í gærmorgun. Var hann þá að búa sig undir veiðar á Reykjaneshrygg. Verksmiðjutogarinn Siglir tók Breka í tog og er búist við skipunum til Reykjavíkurhafnar eftir hádegi í dag. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Siglir með Breka til Reykjavíkur

SIGLIR er á leið með Vestmannaeyjatogarann Breka til Reykjavíkur en eldur kom upp í togaranum í gærmorgun þegar hann var staddur á Reykjaneshrygg. Skipverjar réðu sjálfir niðurlögum eldsins og engin meiðsli urðu á mönnum. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 241 orð

Sigrún Eðvaldsdóttir ráðin konsertmeistari Kærkomið

SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðluleikari hefur verið ráðin konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands næstu tvö árin. Tekur hún við stöðunni 1. september. Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari hefur fengið starfslaun listamanns í tvö ár og verður í leyfi á meðan. Meira
13. júní 1998 | Landsbyggðin | 130 orð

Sjómannadagurinn á Húsavík

Húsavík-Sjómannadagurinn á Húsavík fór fram á hefðbundinn hátt í góðu veðri þó landkrabbanum hafi þótt kalt en sjómaðurinn er ýmsu vanur og kvartaði ekki. Hátíðarhöldin hófust á laugardag með skemmtisiglingu um Skjálfanda á laugardagsmorgni. Síðar um daginn fór fram keppni í fjölmörgum íþróttum og leikjum. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 521 orð

Skriflegir ráðningarsamningar höfðu aldrei verið gerðir

Í GREINARGERÐ Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl., um réttarstöðu þriggja fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, kemur m.a. fram að einn þeirra, Halldór Guðbjarnason, hafi óskað eftir því við tvo bankaráðsformenn á árunum 1991-1997 að gerður yrði við sig skriflegur starfssamningur en það hafi ekki borið árangur. Kjartan Gunnarsson, fyrrv. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 271 orð

Starfsfólk varað við breytingum á sumarfríum

ÞAU boð hafa verið látin berast til starfsfólks á hjúkrunarsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur að það geti átt von á að verða kallað úr sumarfríi eða þurfa að breyta áður skipulögðum fríum vegna yfirvofandi uppsagna hjúkrunarfræðinga 1. júlí. Það sama er uppi á teningnum varðandi lækna. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 658 orð

Stefnt að stóru niðjamóti á 200 ára afmælinu

AÐALFUNDUR Félags Longniðja verður haldinn hinn 20. júní næstkomandi og er sá dagur jafnframt formlegur útgáfudagur niðjatals Englendingsins Richards Long, verslunarstjóra í Reyðarfjarðarkaupstað. Bókaútgáfan Þjóðsaga gefur niðjatalið út, sem er í þremur bindum. Fjöldi blaðsíðna er 1.617 og er ritið prýtt 2. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 141 orð

Sumardagskrá á Þingvöllum

Í SUMAR eins og undanfarin sumur verður um helgar boðið upp á fjölbreytta dagskrá í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Landverðir verða með náttúrutúlkunarferðir þar sem fjallað verður um náttúrufar garðsins og sögu lands og lýðs á Þingvöllum. Börnin fá eitthvað við sitt hæfi í barnastundum þar sem frætt verður um þjóðgarðinn, málað undir berum himni og farið í leiki. Sr. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Sumarsólstöðuhátíð í Snæfellsnesi

SNÆFELLSÁS, samfélagið Hellnum Snæfellsbæ, stendur fyrir sumarsólstöðuhátíð sem mun standa í fimm daga. Hún hefst 17. júní og lýkur sunnudaginn 21. júní. Hátíðargestir taka þátt í jarðheilun, hugleiðslum og seiðvinnu að hætti víkinganna. Farið verður í bátsferð og ströndin milli Arnarstapa og Hellna skoðuð ásamt fjölbreyttu fuglalífi. Meira
13. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Svissneskur listamaður sýnir

SÝNING á ljósmyndum eftir svissneska vísinda- og listamanninn Andreas Züst verður opnuð í Ljósmyndakompunni í Kaupvangsstræti á Akureyri laugardaginn 13. júní kl. 14.00. Andreas Züst er fæddur 1947 í Bern en býr og starfar í Z¨urich þar sem hann nam náttúruvísindi. Sá lærdómur hefur komið honum að góðum notum í listsköpun hans. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 736 orð

Sök eiganda dæmd 2/5 og hins látna 3/5

HÆSTIRÉTTUR dæmdi á fimmtudag kranaeiganda til að greiða mæðgum skaðabætur, eiginkonu og dóttur manns, sem lét lífið þegar kranabóma gaf sig. Sök eigandans var dæmd 2/5 og bæturnar í sama hlutfalli. Meira
13. júní 1998 | Erlendar fréttir | 270 orð

Táragas gegn andstæðingum Abubakars

LÖGREGLAN í Nígeríu beitti í gær táragasi og skaut af byssum upp í loftið til að dreifa mannfjölda, sem safnast hafði saman í Lagos til að mótmæla fjögurra daga gamalli stjórn Abdulsalams Abubakars hershöfðingja. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 503 orð

Tímamót í meðferð háþrýstings

NIÐURSTÖÐUR svokallaðrar HOT-rannsóknar, sem kunngerðar voru á alþjóðlegu þingi háþrýstingslækna í Hollandi í vikunni, svara þeirri grundvallarspurningu, að sögn Axels Sigurðssonar, sérfræðings í lyflæknis- og hjartasjúkdómum, hversu mikið er æskilegt að lækka neðri mörk blóðþrýstings, svonefnd hlébilsmörk, þegar sjúklingar með of háan blóðþrýsting eru meðhöndlaðir. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Tjarnardansleikur í Iðnó

TJARNARDANSLEIKIR í Iðnó voru hápunktar skemmtanalífs landsmanna mestan part aldarinnar. Eftir endurbætur á Iðnó er þessi sögulega hefð endurvakin. Einungis verður efnt til örfárra Tjarnardansleikja við sérstök hátíðleg tilefni á næstu árum. Þann 16. júní verður efnt til fyrsta Tjarnardansleiksins í tilefni þjóðhátíðardagsins. Meira
13. júní 1998 | Erlendar fréttir | 341 orð

Tvíbent áhrif á Vesturlöndum

MÁR Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir að efnahagsástandið í Japan hafi áhrif á Vesturlöndum, en þau áhrif séu tvíbent. "Í fyrsta lagi mun þetta eitthvað draga úr eftirspurn eftir útflutningi frá Evrópu, sem hefur mikið farið til Asíu, og það sama hefur gerst í Bandaríkjunum. Þessi áhrif eru reyndar þegar farin að koma fram. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 234 orð

Umhverfislistaverki stolið

100 KÍLÓA málmhliði var stolið af umhverfislistasýningunni "Strandlengjan" sem nú stendur yfir við strandlengju Fossvogs og Skerjafjarðar í Reykjavík. Hliðið er hluti af verkinu "Annaðhvort eða" sem Nana Petzet og Ólafur Gíslason eru höfundar að. Ísleifur Friðriksson járnsmiður smíðaði hliðið og segir að því hafi verið stolið þar sem það lá og beið uppsetningar. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Unnið að úrbótum á Hótel Valhöll

HEILBRIGÐISYFIRVÖLD á Suðurlandi gerðu í gærmorgun úttekt á Hótel Valhöll á Þingvöllum. Veitingaleyfi var útrunnið og heilbrigðisyfirvöld höfðu farið fram á ýmsar úrbætur áður en það fengist endurnýjað. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 208 orð

Úrslit kosninganna standa

NIÐURSTÖÐUR kosninga til sveitarstjórnar í Gerðahreppi skulu óbreyttar standa samkvæmt úrskurði kærunefndar, sem fjallað hefur um lögmæti kosninganna. Kærandi fór fram á að kosningin yrði dæmd ógild vegna utankjörfundaratkvæðis, sem dæmt var ógilt, þar sem kjörstjóri vottaði ekki atkvæðagreiðsluna á fylgibréfi. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 238 orð

Útboðum og sölu ríkiseigna verði haldið áfram

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að nauðsynlegt verði á næstu árum að halda aftur af aukningu ríkisútgjalda á sem flestum sviðum vegna hættu á verðbólgu. Þó muni framlög til brýnna málaflokka á borð við velferðar- og menntamál aukast, en halda þurfi áfram útboðum á vegum ríkisins og selja einkaaðilum eignir þess. Meira
13. júní 1998 | Erlendar fréttir | 289 orð

Vekur spurningar um fordóma

BLÖKKUMANNALEIÐTOGINN Jesse Jackson reyndi í gær að lægja öldur haturs og reiði í bænum Jasper í Texas, vegna hryllilegs morðs á svertingja á sunnudag, með því að leggja til að svartir menn og hvítir reyndu að læra af þessum atburði að lifa í sátt og samlyndi. Ekki hafa allir svertingjar viljað taka undir sáttatón Jacksons heldur kvarta sáran yfir aðstöðumun svartra og hvítra. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Vel frá gengið á strandstað

HREINSUNARSTARF í Háfsfjöru, þar sem flutningaskipið Víkaratindur strandaði í mars 1997, hefur tekist vel, sögn Birgis Þórðarsona heilbrigðisfulltrúa á Suðurlandi. Heilbrigðisyfirvöld á Suðurlandi eru eftirlitsaðilar með hreinsun fjörunnar. Fulltrúar þeirra skoðuð fjöruna í gærmorgun ásamt fulltrúum tryggingafélags skipsins, sem bar ábyrgð á hreinsuninni. Meira
13. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 399 orð

Verkefni með alþjóðlega skírskotun

SIGRÍÐUR Halldórsdóttir, forstöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, fékk nýlega rannsóknarverðlaun sem veitt eru af deild innan alþjóðlegs heiðursfélags hjúkrunarfræðinga. Sigríður sagði í samtali við Morgunblaðið, að rannsóknarverðlaunin væru mikilvæg og kæmu Akureyri og raunar Íslandi, skemmtilega inn á kortið á þessu fræðasviði. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 708 orð

Vilji til að greiða fyrir verndun með hærra raforkuverði

ÍSLENDINGAR vilja vernda hugsanleg virkjanasvæði og eru jafnvel tilbúnir að greiða fyrir slíka verndun með fjárframlagi sem bætist við rafmagnsreikninginn. Auk þess telja þeir að auka þurfi lagavernd til að tryggja að ekki verði raskað við ýmsum náttúruperlum. Þetta kemur fram í skýrslu Sigríðar Á. Meira
13. júní 1998 | Landsbyggðin | 159 orð

Vígsla Skógakirkju

Holti-Á sunnudaginn vígir biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, Skógakirkju. Athöfnin mun hefjast með athöfn í Byggðasafninu í Skógum kl. 13.45 en þaðan verður gengið í prósessíu að kirkju kl. 14. Vígsla kirkjunnar tengist kristnitökuhátíð Rangæinga sem hafin er og má segja að Skógakirkja sé lifandi vitnisburður um kirkju Íslendinga í nær 1000 ár. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 221 orð

Vörugjald fellt niður af skotvopnum

ALÞINGI hefur ákveðið að fella niður vörugjöld af byssum og skotfærum frá og með 1. júlí næstkomandi og er þar með lokið áralangri baráttu Skotveiðifélags Íslands. Félagið hefur síðastliðin sjö ár bent á þann mismun sem verið hefur á gjaldtöku á frístundaiðkunum. Hafa skotveiðimenn þurft að búa við aukaálögur á sínar frístundavörur þegar hliðstæðir hópar hafa verið undanskildir. Meira
13. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Þóra sýnir olíumálverk

ÞÓRA Jónsdóttir frá Laxamýri opnar sýningu á olíumálverkum í Gallerí Svartfugl í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 13. júní kl. 16.00. Sýninguna kallar hún "Í norðurátt." Þóra er ljóðskáld og hefur gefið út 7 ljóðabækur auk ljóðaþýðinga. Hún nam myndlist hjá Sigfúsi Halldórssyni og í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Sýningin stendur frá 13.-27. júní, frá kl. 14-18. Lokað á mánudögum. Meira
13. júní 1998 | Miðopna | 1616 orð

Ætlað að brúa bilið milli stofnunar og atvinnulífs

"OFT tekur ekkert við úti í samfélaginu hjá þeim geðsjúklingum sem hafa lokið þjálfun hjá okkur á geðdeild Landspítalans. Skrefið út í samfélagið er fyrir marga sjúklinga mjög erfitt, því þeir eru sumir hverjir búnir að vera lengi í vernduðu umhverfi og hafa lítið þurft að takast á við ábyrgð, skipulagningu og ákvarðanatöku," segir Anna Valdimarsdóttir, Meira
13. júní 1998 | Erlendar fréttir | 206 orð

Öfgahópur segir afvopnun á döfinni

LVF, öfgasamtök sambandssinna á N-Írlandi, lýstu því yfir í gær að vopnahlé þeirra sem þau kynntu rétt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í síðasta mánuði væri endanlegt. Samtökin eru talin bera ábyrgð á flestum þeirra næstum 30 mannsvíga sem framin voru á N-Írlandi eftir áramót og hvöttu þau kjósendur í maí til að hafna páskasamkomulaginu. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/RAX Þorskurinn sóttur að Tálkna Á PATREKSFIRÐI hafa 40­60 handfærabátar landað þorski undanfarið og heildaraflinn farið í 80 tonn á dag. Feðgarnir Björn Björnsson og Eggert Björnsson á Smára BA 231 þurftu ekki að leita langt eftir þorskinun í gær. Við Tálknann náðu þeir 1,3 tonnum, sem landað var á Patreksfirði. Meira
13. júní 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Arnaldur Úthlutun úr Umhverfissjóði verslunarinnar STYRKJUM úr Umhverfissjóði verslunarinnar var úthlutað í Símamannalundi í Heiðmörk á fimmtudag. Samtals var rúmum 25 milljónum úthlutað og runnu penningarnir til 23 aðila víðs vegar um landið. Meira

Ritstjórnargreinar

13. júní 1998 | Staksteinar | 419 orð

»Hálendi hvers? "FINN ég fjólunnar angan, fugla kvaka í móa," söng Flosi Ólafs

"FINN ég fjólunnar angan, fugla kvaka í móa," söng Flosi Ólafsson hljómþýðri röddu fyrir margt löngu. Fjólurnar koma málinu reyndar ekki við en Flosi heldur áfram: "Vaka vordaginn langan, villtir svanir og tófa." Síðan eru liðin mörg ár og í dag eru svanirnir fyrst og fremst ráðvilltir eftir að hafa fylgst með umræðunni um svokallað hálendisfrumvarp að undanförnu." Meira
13. júní 1998 | Leiðarar | 482 orð

leiðariNATO VIÐBÚIÐ ÁTÖKUM ARNARMÁLARÁÐHERRAR aðildarríkja

leiðariNATO VIÐBÚIÐ ÁTÖKUM ARNARMÁLARÁÐHERRAR aðildarríkja Atlantshafsbandalagins ákváðu á fundi í Brussel í fyrradag að undirbúa íhlutun í málefni íbúa Kosovo í Júgóslavíu. Ráðherrarnir gerðu ráð fyrir árásum úr lofti og beitingu landhers ef nauðsyn krefði. Meira

Menning

13. júní 1998 | Margmiðlun | 212 orð

300.000.000 vefsíður

SÍFELLT spá menn í það hversu veraldarvefurinn er umfangsmikil og fá út mjög ólíkar niðurstöður. Þann mun má skýra með mismunandi mælingaraðferðum og -tólum, en samkvæmt nýlegri könnun Digital, sem rekur AltaVista leitarvélina, eru á vefnum 275 milljón kyrrar síður, þ.e. síður sem ekki eru búnar til uppúr gagnagrunni um leið og beðið er um þær. Meira
13. júní 1998 | Fólk í fréttum | 268 orð

Ástarmál vina Á ferð og flugi (Walking and Talking)

Framleiðandi: Ted Hope, James Schamus. Leikstjóri: Nicole Holofcener. Handritshöfundar: Nicole Holofcener. Kvikmyndataka: Michael Spiller. Tónlist: Billy Bragg. Aðalhlutverk: Catherine Keener, Anne Heche, Todd Field, Liev Schreiber, Kevin Corrigan, Randall Batinkoff. 112 mín. Bandaríkin. Sam Myndbönd 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
13. júní 1998 | Fólk í fréttum | 185 orð

Botnleðja til Los Angeles

HLJÓMSVEITIN Botnleðja um leggja af stað í tónleikaferð til Los Angeles í Bandaríkjunum 16. júní næstkomandi. Undanfarna mánuði hefur mikil vinna farið í undirbúning og er ætlunin að kynna sveitina fyrir erlendum útgáfufyrirtækjum. Meira
13. júní 1998 | Fólk í fréttum | 352 orð

Einfalt fjölskyldudrama Goðsögn fingrafara (The Myth of Fingerprints)

Framleiðendur: Bart Freundlich, Tim Perell, Mary Jane Skalski. Leikstjóri: Bart Freundlich. Handritshöfundar: Bart Freundlich. Kvikmyndataka: Stephen Kazmierski. Tónlist: David Bridie, John Phillips. Aðalhlutverk: Blythe Danner, Hope Davis, Brian Kerwin, Julianne Moore, Roy Scheider, Noah Wyle. 97 mín. Bandaríkin. Háskólabíó 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
13. júní 1998 | Fólk í fréttum | 301 orð

Fyndið að vera í sokkum

LOKAKVÖLD Listahátíðar var haldið í Iðnó síðastliðið sunnudagskvöld og lék hljómsveitin Casino fyrir "trylltum dansi". "Það var alveg sérstaklega gaman, ­ mikið fjör," sagði Svanhildur Konráðsdóttir, sem sá um fjölmiðlatengsl fyrir Listahátíð. En hvernig er líðanin að lokinni hátíðinni? "Hún er mjög góð," segir Svanhildur. "Manni líður alltaf vel þegar vel heppnuðu verkefni lýkur. Meira
13. júní 1998 | Fólk í fréttum | 81 orð

HM Á ÍSLANDI

ÁHUGI á knattspyrnu er mikill um allan heim ekki síst meðan heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fer fram. Var það sérlega áberandi á opnunarleiknum milli Brasilíu og Skotlands. Þá var unnið af kappi um morguninn og þar til leikurinn hófst í mörgum fyrirtækjum til þess að tími gæfist til að njóta herlegheitanna. Meira
13. júní 1998 | Fólk í fréttum | 126 orð

Hætt við málshöfðun

FYRRVERANDI eiginkona Dudley Moore hefur lýst því yfir að hún sé hætt við málshöfðun upp á 10 milljónir dollara eða rúmar 700 milljónir kr. vegna þess að heilsan sé að bila hjá honum. "Hann sagði að hann biði þess að deyja. Það væri ekkert eftir hjá honum hérna," sagði Nicole Rothschild í samtali við Extra. Meira
13. júní 1998 | Fólk í fréttum | 1132 orð

Ísland með augum útlendinga EINAR Skúlason, Davíð Bjarnason og Erla Hlín Hjálmarsdóttir gerðu árið 1996 rannsókn á vegum

Það má segja að verðlaunin hafi ýtt undir samstarf mitt, Erlu og Davíðs og fyllt okkur sjálfstrausti. Með reynsluna í farteskinu töluðum við við Sigurð Valgeirsson og bárum upp þá hugmynd að gera heimildarmynd Meira
13. júní 1998 | Margmiðlun | 1035 orð

Leikið til sigurs

ÞEIR sem á annað borð kunna að meta knattspyrnu sitja væntanega límdir við skjáinn á meðan á útsendingum stendur frá Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þegar stund er á milli stríða í Frakklandi má síðan setjast við tölvuna og bregða sér í knattspyrnuleik og taka völdin; setja saman eigið landslið og stýra því á verðlaunapall. Meira
13. júní 1998 | Fólk í fréttum | 391 orð

Móa er einstök

MÓA hélt partý á Skuggabar fyrir stuttu þar sem hún bauð vinum, vandamönnum, ýmsu góðu fólki og sumir komnir sérstaklega frá útlöndum til að sjá hana og heyra á "Poppi í Reykjavík". Hún er nýbúin að gefa út smáskífuna "Memory Cloud", en í haust kemur breiðskífan "Universal" á markaðinn. Meira
13. júní 1998 | Fólk í fréttum | 79 orð

Sumo-glíman í Kanada

ÞAÐ VAR engu líkara en glímukappinn Akinoshu væri að reyna að hefja sig til flugs þegar hann átti í vök að verjast á sýningu í Vancouver í vikunni. Hann keppti við drengi sem ýttu honum með tilþrifum úr hringnum og hefur sjálfsagt heyrst nokkur dynkur þegar hann skall í gólfið. Meira
13. júní 1998 | Margmiðlun | 158 orð

Svindlað í heimsmeistarakeppninni

Hægt er að svindla í World Cup 98, þó sum svindlin séu kannski hálf einkennileg. Þannig má stækka höfuð leikmanna, láta boltann loga og svo má telja. Svindlin eru þannig framkvæmd að valinn er sá möguleiki að breyta leikmönnum í liðavalmyndinni, eftirfarandi texti sleginn inn sem nafn leikmannsins, slegið á færsluhnapp, Enter, og ef svindlið heppnast heyrist hljóð. Meira
13. júní 1998 | Fólk í fréttum | 637 orð

Sýslumaður hitar upp í Amsterdam

Á mánudagskvöld birtu báðar sjónvarpsrásirnar, ríkisrásin og Stöð 2 Íslendingum fagnaðarerindi þessarar aldar, eins og hún er orðin, þess efnis að Rolling Stone kæmi til landsins í ágúst. Fölna þá heimsóknir þjóðhöfðingja og páfa, og mátti heyra á fréttum, að í raun hefði ekkert komið fyrir Ísland í gjörvallri sögu þess á borð við þessa heimsókn. Meira
13. júní 1998 | Fólk í fréttum | 90 orð

Vinsælar dúkkur

SÉRSTAKAR Barbídúkkur voru framleiddar í tilefni þess að eitt ár er liðið frá því Kínverjar tóku við völdum í Hong Kong. Tvær tegundir af dúkkum fást, Qi- Pao og keisaraynja, og eru þær austurlenskar í útliti og klæðast fatnaði að hætti kínverska keisaraveldisins. Meira
13. júní 1998 | Margmiðlun | 520 orð

(fyrirsögn vantar)

VARLA hefur það farið framhjá mörgum að heimsmeistaramótið í knattspyrnu er hafið suður í Frakklandi. Hafin er mikil fótboltaveisla og hún fer og að nokkru fram á Netinu. Á heimaslóð HM-vefjar Morgunblaðsins er að finna eftirfarandi slóðir á aðra vefi en á HM-vefnum er og að finna upplýsingar um landsliðin og alla leikmenn og þjálfara, aukinheldur sem þar má lesa sögu HM frá upphafi, Meira
13. júní 1998 | Fólk í fréttum | 513 orð

(fyrirsögn vantar)

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNAStöð213. Meira

Umræðan

13. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 284 orð

Að láta á móti sér Frá Auðuni Braga Sveinssyni: EKKI ER víst, að

EKKI ER víst, að allir geri sér glögga grein fyrir inntaki þessa orðtaks: að láta á móti sér, því að það heyrist, held ég, sjaldan núna og er ekki heldur í tísku. Hvað þýðir þetta þá eiginlega? Það þýðir á nútímamáli; að neita sér um eitthvað. Meira
13. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 324 orð

Aftur til fortíðar Frá Sigrúnu Ármann Reynisdóttur: ÞEGAR mér v

ÞEGAR mér var sagt frá manni sem er öryrki og leigir hjá Öryrkjabandalagi Íslands, sem hefur farið fram á útburð hans, hrökk ég við. Þessi öryrki er 69 ára gamall og býr við fjárhagsörðugleika. Að þvílíkt geti gerst í nútímasamfélagi hefði ég aldrei trúað. Mér sýnist við vera að hverfa aftur til fortíðar. Meira
13. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 366 orð

"Efnin voru handtekin" Þorsteini Guðjónssyni: FYRIR nokkrum árum

FYRIR nokkrum árum létu Bandaríkin það á móti viðskipta-rými, að öll vegabréfa- og tollskoðun við landamæri Mexíkó skyldi afnumin; afleiðingar þessa hafa nú verið rannsakaðar, og segja fréttir að meðal þeirra afleiðinga sé það, að heróín streymi nú í stríðari straumum en nokkru sinni yfir þau landamæri. Meira
13. júní 1998 | Aðsent efni | 619 orð

Enn um stúlkur og íþróttir Kynjamismunun í íþróttum er því miður alls staðar, segir Erling Ásgeirsson, og í raun til háborinnar

FÁTT GLEÐUR okkur Íslendinga meira en þegar íþróttafólk okkar stendur sig vel í alþjóðlegri keppni. Er skemmst að minnast þeirri bylgju gleði og stolts sem fór um land allt er Vala Flosadóttir vann sín frækilegu afrek sl. vetur. Þá hefur það oft gerst að handknattleikslandsliðið hefur yljað fólki um hjartarætur með frábærum árangri sínum, þótt aldrei hafi það þó náð alla leið á toppinn. Meira
13. júní 1998 | Aðsent efni | 594 orð

"Erkibiskupsboðskapur"

Á SÍÐASTA starfsdegi hins háa Alþingis var samþykkt tillaga um skipan nefndar, sem taka á til meðferðar auðlindamál Íslendinga. Við það vaknaði lítil von í brjóstum manna að stjórnvöld væru að átta sig á háskalegri stöðu þeirra mála. Sú von varð skammlíf. Hún var send út í hafsauga af fulltrúa ríkisstjórnarinnar og LÍÚ í sjómannadagsræðu tveimur dögum seinna. Meira
13. júní 1998 | Aðsent efni | 878 orð

Eru staðreyndir bak við ráðgjöf Hafró? Um leið og fer að hægja á vaxtarhraða þorsks hér við land skapast hættuástand,

1. ÁRIÐ 1989 varð mér ljóst að veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í þorskveiðiráðgjöf stóðst ekki sögulega reynslu samkvæmt gögnum stofnunarinnar. 2. Eitt skýrasta dæmið hérlendis um þetta, er ráðgjöf í "svörtu skýrslu" 1975. Ekkert var farið eftir ráðgjöfinni og þorskstofninn stækkaði jafnt og þétt úr 800 þúsund tonnum 1975 í 1.600 þúsund tonn 1980 við stjórnlausa veiði. Meira
13. júní 1998 | Aðsent efni | 620 orð

Gjörgæsludeild án hjúkrunarfræðinga?

ÞAÐ hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að fjöldinn allur af hjúkrunarfræðingum á stóru sjúkrahúsunum hefur sagt störfum sínum lausum frá 1. júlí nk. vegna óánægju með launakjör. Á gjörgæsludeild Landspítalans munu yfir 90% hjúkrunarfræðinga hætta 1. júlí. Störf og ábyrgðarsvið hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild hafa lítið verið kynnt meðal almennings hingað til. Meira
13. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 553 orð

Hreinleiki Krists Frá Konráði Friðfinnssyni: Í KRISTNINNI hafa m

Í KRISTNINNI hafa menn tileinkað sér ýmsa góða siði gegnum aldirnar. Siði sem margur hver brúkar enn í dag, sér til gagns. Geta þessir siðir enda minnt menn á tilvist Jesú Krists, ef rétt hugarfar fylgir þeim. Sem kunnugt er þá er Kristur frelsari mannanna og ekkert annað nafn er þeim gefið sem getur frelsað þá og leitt í ríki Guðs á himnum. Meira
13. júní 1998 | Aðsent efni | 773 orð

Lýðræði og fjölmiðlar

Í OPNU bréfi til mín hér í blaðinu 11. júní biður Sigþór Sigurðsson verkfræðingur mig um andsvör við tveimur skoðunum sínum: Hin fyrri er, að Sjálfstæðisflokkurinn með formann sinn, Davíð Oddsson forsætisráðherra, í fararbroddi vilji fá öll völd í sínar hendur, hin síðari, að fullyrðingar Davíðs, Meira
13. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 444 orð

Munum aldrei vega að annarri kvennastétt Frá Ástu Möller: FÉLAG í

FÉLAG íslenskra læknaritara gerir í Morgunblaðinu 10. júní athugasemdir vegna fréttar Morgunblaðsins sem birtist nýverið um launakjör hjúkrunarfræðinga og nokkurra annarra stétta. Fréttin byggðist á samantekt Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á samningum ýmissa starfshópa í starfi hjá ríki og Reykjavíkurborg, Meira
13. júní 1998 | Aðsent efni | 1099 orð

Nauðsyn aðhalds í ríkisfjármálum

ÞAÐ ER óumdeilt að ríkisstjórninni hefur í öllum meginatriðum tekist að ná efnahagsmarkmiðum sínum. Gert er ráð fyrir afgangi á fjárlögum árið 1998 eftir samfelldan halla frá miðjum síðasta áratug. Hagvöxtur er meiri en í flestum nálægum ríkjum. Atvinna hefur aukist og atvinnuleysi að sama skapi minnkað og er nú minna en í nær öllum aðildarríkjum OECD. Meira
13. júní 1998 | Aðsent efni | 591 orð

Sameiginlegt framboð, lýðræði og völd Það er okkar sameiginlega verkefni, segir Garðar Vilhjálmsson , að nálgast útfærslu sem

Í UMRÆÐUM um framboðsmál félagshyggjufólks er málum stundum stillt svo upp að þeir sem aðhyllist sameiginlegt framboð til Alþingis séu valdagírugir og hugsjónasmáir; gefi lítið fyrir lýðræði og ætli sér að valta yfir þá sem telja sinn flokk hafa þá sérstöðu til að bera sem kallar á flokksframboð tuttugustu-aldar-stjórnmálaflokka vorið 1999. Meira
13. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 348 orð

Yfirlýsing Frá Haraldi Guðbergssyni: Í TILEFNI af frétt í DV mið

Í TILEFNI af frétt í DV miðvikudaginn 10. júní sl. vil ég taka fram eftirfarandi: Eftir langt stríð við Hússjóð Öryrkjabandalagsins var gerð dómssátt í Héraðsdómi þess efnis að ég skyldi yfirgefa íbúð mína 12. maí sl. Þar sem ég var félaus og hafði ekki í nein hús að venda kom málið til kasta sýslumanns. Meira
13. júní 1998 | Aðsent efni | 692 orð

Þeir sem ekki þekkja söguna eru dæmdir til að endurtaka hana

FYRIRSÖGN greinarinnar er tilvitnun í orð J.M. Keynes, þegar hann sagði af sér sem fulltrúi á friðarráðstefnunni í Versölum 1919. Aðeins 20 árum síðar var heimurinn kominn í aðra og ógurlegri styrjöld en þá fyrri. Eftir ellefu alda búsetu í þessu landi höfum við Íslendingar sannað, svo ekki verður um villst, að við getum lifað allt af, nema kannski okkur sjálf. Meira

Minningargreinar

13. júní 1998 | Minningargreinar | 447 orð

Gróa Sigurðardóttir

Hún Gróa hefur kvatt þetta jarðneska líf. Með trega í hjarta langar mig til að minnast góðrar konu. Margs er að minnast og margt er að þakka. Hún kom ung kona frá Hvammi í Fáskrúðsfirði að Vattarnesi við Reyðarfjörð. Þar urðu örlög hennar ráðin er hún giftist sínum góða manni Sigurði Úlfarssyni. Fegurra hjónaband hef ég aldrei séð. Samhent í daglegum störfum og við uppeldi barnanna sinna þriggja. Meira
13. júní 1998 | Minningargreinar | 372 orð

Gróa Sigurðardóttir

Í dag kveðjum við góða vinkonu og frænku Gróu Sigurðardóttur frá Hvammi í Fáskrúðsfirði. Við kynntumst Gróu þegar hún var ung stúlka og þau kynni urðu nánari eftir að hún fluttist í Vattarnes og á milli heimila okkar var ætíð sönn vinátta, sem aldrei bar skugga á. Gróa var einstaklega myndarleg og dugleg og var sama að hverju hún gekk, allt lék í höndum hennar. Meira
13. júní 1998 | Minningargreinar | 373 orð

Gróa Sigurðardóttir

Það var snemma að morgni uppstigningardags að þær fréttir bárust frá Svíþjóð að Gróa hefði látist um nóttina. Þótt við hefðum vitað af lasleika hennar í nokkur ár og skynjað að henni væri að hraka í vetur, þá einhvern veginn heldur maður alltaf að fresturinn verði lengri. Því koma svona fréttir alltaf sem áfall og maður finnur til smæðar sinnar. Meira
13. júní 1998 | Minningargreinar | 114 orð

GRÓA SIGURÐARDÓTTIR

GRÓA SIGURÐARDÓTTIR Gróa Sigurðardóttir var fædd í Hvammi í Fáskrúðsfirði hinn 31. mars 1929. Hún lést á sjúkrahúsinu í Lundi í Svíþjóð hinn 21. maí síðastliðinn eftir stutta legu þar. Foreldrar hennar voru Sigurður Oddsson, bóndi Hvammi, og kona hans, Þuríður Elísabet Magnúsdóttir. Meira
13. júní 1998 | Minningargreinar | 875 orð

Ingólfur Pétursson

"Hann Ingólfur er dáinn." Svona hófst símtal sem ég átti síðastliðinn sunnudag. Þegar því var lokið fór ég að velta fyrir mér innihaldinu. Að sjálfsögðu sló fregnin mig, en í raun réttri fylgdi henni ákveðinn léttir. Heilsu Ingólfs hafði hrakað stöðugt og því má telja líklegt að hann sé nú staddur á stað þar sem strit þekkist ekki, heldur hvíld. Meira
13. júní 1998 | Minningargreinar | 142 orð

INGÓLFUR PÉTURSSON

INGÓLFUR PÉTURSSON Ingólfur Pétursson fæddist í Ófeigsfirði í Árneshreppi 15. mars 1919. Hann lést á Landspítalanum 6. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson, bóndi í Ófeigsfirði, f. 4. mars 1890, d. 21. september 1974, og Ingibjörg Ketilsdóttir, húsfreyja í Ófeigsfirði, f. 24. september 1889 á Ísafirði, d. 3. desember 1976. Meira
13. júní 1998 | Minningargreinar | 1814 orð

Óli Jóhannes Sigmundsson

Mér er bæði ljúft og skylt að minnast stjúptengdaföður míns, Óla J. Sigmundssonar, sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík á sjómannadaginn. Dagurinn var fagur og bjartur, sannkallaður hátíðisdagur fyrir allflesta. Þó það virðist e.t.v. öfugmæli, þá er ég viss um að dagurinn var dagur fagnaðar fyrir Óla. Hann var áreiðanlega burtförinni feginn, enda orðinn langþreyttur og löngu tilbúinn að kveðja. Meira
13. júní 1998 | Minningargreinar | 167 orð

ÓLI JÓHANNES SIGMUNDSSON

ÓLI JÓHANNES SIGMUNDSSON Óli Jóhannes Sigmundsson, húsasmíðameistari og kaupmaður, var fæddur á Ísafirði 1. apríl 1916. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 7. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Júlíana Óladóttir og Sigmundur Brandsson járnsmiður. Alsystkini hans eru Þorbjörg, f. 19. sept. 1913, d. 5. okt. 1913; tvíburabróðirinn Daníel G.E. Meira
13. júní 1998 | Minningargreinar | 778 orð

Óli J. Sigmundsson

Þeir, sem settu svip á Ísafjörð á æskuárum mínum, hverfa nú á vit feðra sinna, einn af öðrum. Óli J. Sigmundsson er einn úr þessum hópi. Hann var vinur foreldra minna og vopnabróðir föður míns í Alþýðuflokknum á Ísafirði. Hár maður vexti og karlmannlegur, kvikur á hreyfingum og rómsterkur. Umsvifamikill atvinnurekandi, hörkuduglegur verkmaður, félagsmálamaður mikill og félagslyndur. Óli J. Meira
13. júní 1998 | Minningargreinar | 644 orð

Ragnheiður Guðmunda Ólafsdóttir

Leiðir okkar Ragnheiðar, tengdamóður minnar, hafa legið saman í rúm 45 ár og nú er komið að kveðjustund og mér er sá vandi á höndum að minnast hennar með nokkrum orðum. Ragnheiður ól allan sinn aldur hér á Eyrarbakka, í tveim húsum, Garðbæ, Meira
13. júní 1998 | Minningargreinar | 152 orð

RAGNHEIÐUR GUÐMUNDA ÓLAFSDÓTTIR

RAGNHEIÐUR GUÐMUNDA ÓLAFSDÓTTIR Ragnheiður Guðmunda Ólafsdóttir fæddist í Garðbæ á Eyrarbakka 1. mars 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 9. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Ólafsson, f. 15.10. 1863, d. 6.7. 1947, og Þórunn Gestsdóttir, f. 17.3. 1872, d. 19.6. 1967. Meira
13. júní 1998 | Minningargreinar | 96 orð

Sigurður Helgason

Nú kveðjum við einn mikilvægasta mann lífs míns en það er faðir minn. Þegar ég fer að hugsa um hann kemur móðir mín alltaf í huga mér, það er vegna þess að hjá mér eru þau órjúfanleg heild. Ég fyllist þakklæti fyrir að hafa átt þau og langar því að segja eftirfarandi við þau: Takk fyrir ástina og umhyggjuna. Takk fyrir lífsgleðina og hamingjuna. Takk fyrir leiðsögnina og kennsluna. Meira
13. júní 1998 | Minningargreinar | 27 orð

SIGURÐUR HELGASON

SIGURÐUR HELGASON Sigurður Helgason var fæddur á Vífilsstöðum 27. ágúst 1931. Hann andaðist 26. maí síðastliðinn á Landspítalanum og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 5. júní. Meira
13. júní 1998 | Minningargreinar | 412 orð

Unnur Einarsdóttir

Hún Unnur mín kvaddi þessa veröld árla dags þann 8. júní sl. Hafði verið lasin nóttina áður, en kallaði þó ekki til mín fyrr en að morgni, og leið þá hálf illa. Meðan við biðum eftir lækni langaði hana til að vita hvað ég hefði hafst að deginum áður, hvort það væru gestir ennþá og hvort yngsta dóttir mín væri komin heil á húfi suður. Meira
13. júní 1998 | Minningargreinar | 101 orð

UNNUR EINARSDÓTTIR

UNNUR EINARSDÓTTIR Unnur Einarsdóttir fæddist á Neðri-Mýrum, Engihlíðarhreppi, Austur-Húnvatnssýslu 6. maí 1911. Þar ól hún aldur sinn að mestu til dauðadags. Hún lést að heimili sínu 8. júní síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Margrétar Hallgrímsdóttur (f. 1885, d. 1956) og Einars Guðmundssonar (f. 1875, d. Meira
13. júní 1998 | Minningargreinar | 275 orð

Valgerður Guðmundsdóttir

Ég man þann dag í maí fyrir réttu ári þegar hún Þórlaug vinkona mín sagði mér að hún mamma hennar væri orðin veik. Skyndilega breyttist allt, og hið daglega líf nánustu fjölskyldunnar tók aðra stefnu. En að tíminn væri svo naumur sem raun bar vitni gerði ég mér ekki grein fyrir, og þrátt fyrir allt kom kallið óvænt. Meira
13. júní 1998 | Minningargreinar | 195 orð

Valgerður Guðmundsdóttir

Fyrir einu ári síðan greindist Valgerður frænka mín með ólæknandi sjúkdóm. Samt kom lát hennar mér á óvart. Mér finnst ekki svo langt síðan við lékum okkur saman sem börn. Mæður okkar voru systur og Þórunn móðir Valgerðar eldri og leitaði móðir mín oft ráða og aðstoðar hjá eldri systur sinni en kært var með þeim systrum. Meira
13. júní 1998 | Minningargreinar | 201 orð

Valgerður Guðmundsdóttir

Í fáum orðum langar okkur til að minnast vinkonu okkar Valgerðar Guðmundsdóttur og þakka henni samfylgdina. Valgerður var lengi formaður kvenfélags Selfosskirkju og maður hennar Bjarni Dagsson formaður sóknarnefndar. Má því segja að þau hjón hafi átt málefni kirkjunnar sem sameiginlegt áhugamál, sem þau lögðu sig fram við og unnu kirkjunni af mikilli elju. Meira
13. júní 1998 | Minningargreinar | 209 orð

Valgerður Guðmundsdóttir

Að skilnaði viljum við félagar í Kvenfélagi Selfosskirkju votta þakklæti og virðingu okkar fyrir hið mikla starf sem Valgerður Guðmundsdóttir lagði að mörkum vegna félagsins. Þar var hún lengi félagi og formaður félagsins um 16 ára skeið. Á þeim tíma stóð uppbygging safnaðarheimilisins yfir og stjórnaði hún í upphafi hinum daglega rekstri þess. Meira
13. júní 1998 | Minningargreinar | 136 orð

VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Valgerður Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 3. september 1926. Hún lést á heimili sínu á Selfossi 5. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórunn Guðjónsdóttir frá Hamri í Gaulverjabæjarhreppi og Guðmundur Elías Bjarnason frá Túni í Hraungerðishreppi. Systkini Valgerðar eru Guðfinna, f. 1929, Guðjón, f. Meira

Viðskipti

13. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 672 orð

Ástandið krefst aðhaldsaðgerða af hálfu stjórnvalda

DRAGA þarf úr aukningu þjóðarútgjalda og þá einkum með aðgerðum sem stuðla að meiri sparnaði. Að öðrum kosti er hætta á verðbólgu og almennu jafnvægisleysi á næsta ári. Þetta eru niðurstöður í nýrri úttekt framkvæmdastjórnar VSÍ á framtíðarhorfum í íslenskum efnahagsmálum. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri VSÍ, segir meginforsendur þessarar niðurstöðu m.a. Meira
13. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 226 orð

Betra að reka fyrirtæki úti á landi

DR. HERMANN Simon, framkvæmdastjóri Simon-Kucher & Partners ráðgjafafyrirtækisins í Bonn og Cambridge, hélt erindi á hádegisverðarfundi Þýsk- íslenska verslunarráðsins í gær. Simon er þekktur ráðgjafi í Þýskalandi; höfundur bókarinnar "Hidden Champions", sem fjallar um 500 lítt þekkt þýsk fyrirtæki og rannsókn hans á mikilli velgengni þeirra. Í erindi sínu fjallaði dr. Meira
13. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 296 orð

Helsinki-borg endurgerð í þrívídd

FYRIRTÆKIÐ OZ er um þessar mundir í viðamiklu samstarfi við Helsinki Telephone Company í Finnlandi. Í samstarfinu er tækni frá OZ notuð í einu metnaðarfyllsta Internet verkefni í Evrópu; Helsinki Arena 2000. Ennfremur hefur OZ tekið þátt í undirbúningi viðskiptaáætlanna sem snúa að verkefninu, segir í frétt frá Oz. Meira
13. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 148 orð

Hröð nettenging í Nova Scotia

MT&T símafélagið í Nova Scotia býður nú netverjum 7,2 Mb nettengingu. Þessi tenging flytur um 250 sinnum meira en ef notað er 28,8 Kb mótald. Þá fylgir sá kostur að hægt er að tala í síma þótt samtímis sé verið að vafra um netheima á sömu símalínu. Það vekur athygli að þessi mikla flutningsgeta krefst ekki ljósleiðaratengingar heim til notenda, heldur nýtir venjulegan símavír úr kopar. Meira
13. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Litlar áhyggjur stjórnenda fyrirtækja

SAMKVÆMT könnun sem Gallup gerði fyrir Skýrslutæknifélag Íslands og var birt á hádegisverðarfundi Skýrslutæknifélagsins í fyrradag, hafa forráðamenn íslenskra fyrirtækja litlar áhyggjur af tölvuvandamálum vegna ársins 2000. 55% forráðamanna íslenskra fyrirtækja segjast telja að mjög lítil vandamál muni hljótast af ártalinu 2000 í þeirra fyrirtæki og 26% frekar lítil. Meira
13. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 230 orð

Murdoch selur sjónvarpsvísinn TV Guide

NEWS Corp fyrirtæki Rupert Murdochs hefur samþykkt að selja sjónvarpsvísinn TV Guideeigendum leiðarvísis um dagskrá bandarískra kapalsjónvarpsstöðva, Prevue Networks, fyrir um 2 milljarða dollara Ráðamenn News Corp. Meira
13. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 236 orð

-Umrót vegna samdráttar í Japan

HLUTABRÉF um allan heim féllu í verði í gær vegna samdráttar, sem formlega er hafinn í Japan. Jenið hafði ekki verið lægra í átta ár og hætta er á annarri gjaldeyriskreppu annars staðar í Asíu. Hnignunin hófst þegar jenið hríðféll í fyrrinótt er skuggalegt yfirlit um landframleiðslu Japana á fyrsta ársfjórðungi sýndi 5,3% efnahagslegan samdrátt á ársgrundvelli. Meira
13. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 351 orð

Varla hagnaður á þessu ári

Í GÆR bárust fréttir af því að Marel hf. hefði endurskoðað rekstraráætlun félagsins á yfirstandandi ári og gert væri ráð fyrir að nokkur samdráttur yrði í tekjum Marels og dótturfyrirtækis þess, Carnitech í Danmörku, miðað við síðasta ár. Í kjölfarið féll verð hlutabréfa í fyrirtækinu úr 17,40 niður í 13, um 25%. Lokagengi dagsins í gær var 13,80. Meira

Daglegt líf

13. júní 1998 | Neytendur | 347 orð

Bónus með þrjá starfsmenn í verðkönnunum

ENN er mikill órói á matvörumarkaðnum og eru jafnvel gerðar verðbreytingar nokkrum sinnum á dag. Síðastliðinn fimmtudag var haft eftir forsvarsmönnum Fjarðarkaupa, Hagkaups og 10-11 verslananna að þeir ætluðu hvergi að gefa eftir í samkeppninni og öll eru þessi fyrirtæki með starfsfólk sem fer á milli verslana og fylgist grannt með verðlagningu keppinautanna. Meira
13. júní 1998 | Neytendur | 278 orð

Ferskar kryddjurtir þurrkaðar

Spurt: Hvernig á að þurrka ferskar kryddjurtir eins og rósmarín, steinselju og blóðberg? Svar: "Það er best skipta kryddjurtinni niður í lítil búnt og hengja þau þar sem loftar vel um þau og er skuggsælt. Þar eru búntin geymd í að minnsta kosti viku eða uns hægt er að mylja þau niður ", segir Lára Jónsdóttir garðyrkjufræðingur hjá Blómavali. Meira
13. júní 1998 | Neytendur | 250 orð

Með tímanum tapa kartöflur C-vítamíni

UNDANFARIÐ hefur verið hrópandi verðmunur á nýjum erlendum bökunarkartöflum og venjulegum kartöflum. Ástæðurnar eru ýmsar en meðal annars sú að þær eru tollaðar á mismunandi hátt. Á venjulegar nýjar kartöflur er lagður 30% verðtollur og 60 króna magntollur en einungis 15% verðtollur er á bökunarkartöflum og 30 króna magntollur. Meira
13. júní 1998 | Neytendur | 576 orð

Vinsælir geisladiskar langdýrastir á Íslandi

SAMANBURÐUR milli landa sýnir að nýir vinsælir geisladiskar eru dýrir hérlendis, en eldri geisladiskar geta verið ódýrir á Íslandi. Þetta kemur fram í verðkönnun sem hollensku neytendasamtökin gerðu og starfsfólk samstarfsverkefnis ASÍ, BSRB og Neytendasamtakanna gerði fyrir þau hérlendis. Gerður var samanburður á verði geisladiska í 9 löndum í Evrópu, Eyjaálfu og Asíu í mars síðastliðnum. Meira

Fastir þættir

13. júní 1998 | Fastir þættir | 656 orð

Af hverju stafar siðblinda?GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA

Spurning: Umræðan í þjóðfélaginu að undanförnu hefur að miklu leyti snúist um siðferði í opinberum störfum, og þá kannske einkum um siðspillingu, siðleysi og siðblindu. Hverjar eru skýringar sálfræðinnar á siðgæðisvitund fólks? Telst siðleysi afbrigðilegt eða sjúkt eða má einfaldlega nefna það mannlegan breyskleika? Meira
13. júní 1998 | Í dag | 294 orð

Afleit þjónusta Landmælinga Íslands FYRIR nokkrum dögum lag

FYRIR nokkrum dögum lagði ég leið mína í kortaverslun Landmælinga Íslands og ætlaði að fá mér nýtt jarðfræðikort og gróðurkort sem Náttúrufræðistofnun hefur nýlega gefið út. Þegar í verslunina kom var mér sagt að kortin væru þar ekki til sölu og þegar ég innti eftir skýringu var mér tjáð að það væri samkvæmt skipun yfirmanna stofnunarinnar. Meira
13. júní 1998 | Fastir þættir | 1870 orð

BEKKJARMYNDIN Þessi árgangur náði langt

"MYNDIN var tekin 15.júní 1967. Þetta er sjötti bekkur, stúdentsárgangurinn sem útskrifaðist vorið 1967. Myndina tók Sveinn Þormóðsson ljósmyndari. Myndin var tekin í hátíðarsal Verzlunarskólans þegar skólinn var við Grundarstíginn. Á þessum árum luku menn fyrst fjögurra ára verslunarskólaprófi og fóru síðan í tveggja ára svokallaða lærdómsdeild, þar sem við lukum stúdentsprófi. Meira
13. júní 1998 | Í dag | 235 orð

Bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur SL. sunnudag 7. júní (sj

SL. sunnudag 7. júní (sjómannadaginn 1998) brá svo við að líf fór að færast í svonefnt Ingólfstorg í miðborg Reykjavíkur. Leikin var tónlist af diski og fólk hóf að dansa og skemmta sér, og öðrum sem á horfðu til mikillar ánægju og gleði. Meira
13. júní 1998 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. maí í Grindavíkurkirkju af sr. Hirti Hjartarsyni Sigríður Gerða Guðlaugsdóttir og Elvar Hreinsson. Heimili þeirra er á Leynisbrún 3, Grindavík. Meira
13. júní 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. apríl í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Þórhalli Heimissyni Linda Hrönn Þórisdóttir og Þórður Ingi Bjarnason. Heimili þeirra er í Birkihlíð 2a, Hafnarfirði. Meira
13. júní 1998 | Fastir þættir | 831 orð

Guðspjall dagsins: Ríki maðurinn og Lasarus. (Lúk. 16)

Guðspjall dagsins: Ríki maðurinn og Lasarus. (Lúk. 16) »ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson . Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Meira
13. júní 1998 | Fastir þættir | 740 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 957. þáttur

957. þáttur "NÚ VERÐUM við að stípa á því," sagði Marinó Þorsteinsson leikari við mig um daginn, og mér fannst ég vera kominn heim í Svarfaðardal eða niður á Dalvík. Óskaplega getur verið notalegt að heyra orðtök úr æsku sinni, þau sem maður er búinn að gleyma til daglegrar notkunar. En hvað þýðir það þá í minni okkar Marinós "að stípa á því"? Það þýðir að herða sig. Meira
13. júní 1998 | Fastir þættir | 850 orð

Lorca í hjörtum okkar "Morðið á García Lorca er ljótur blettur á sögu Spánar og verður aldrei afmáður. Fleiri féllu þó en García

MIKIÐ hefur verið skrifað um spænska skáldið Federico García Lorca í tilefni þess að 5. júní voru hundrað ár liðin frá fæðingu hans. Íslendingar kynntust fyrst García Lorca að marki með þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á Vögguþulu, ljóðinu um hestinn úti í miðri á og um dauðann. Meira
13. júní 1998 | Fastir þættir | 706 orð

SJÓSTANGAVEIÐI REYNIST VERA AUÐVELD OG SKEMMTILEG DÆGRASTYTTING

FLESTIR sem hafa komið nærri stangaveiði hafa heyrt talað um að silungurinn eða laxinn "taki eins og þorskur". Hafi menn ekki upplifað það hátterni ferskvatnsfiska, sem er sannarlega ekki hversdagsleg uppákoma, skilst mönnum þó skjótt að það þýði að ráðist sé grimmt á agnið. Sem sagt: Mokveiði. Meira
13. júní 1998 | Fastir þættir | 513 orð

Spurt er: Hvað hét faðir Gísla Súrssonar?

Menning - listir 1. Hvenær fæddist Eggert Ólafsson og hvenær lést hann? 2. Hvað heitir rússneska "dívan" sem söng sig inn í hjörtu gesta Listahátíðar í Reykjavík í Háskólabíói á dögunum? 3. Hvert er umfjöllunarefni Errós á sýningu sem hann heldur nú í Hafnarhúsinu? Saga Meira
13. júní 1998 | Fastir þættir | 1075 orð

Tölva hjálpar Kasparov

Einstæð skákkeppni stendur nú yfir í Leon á Spáni. Kasparov og Topalov tefla einvígi og nota tölvur til að hjálpa sér. GARY Kasparov, stigahæsti skákmaður heims, teflir sex skáka einvígi við Búlgarann Veselin Topalov. Umhugsunartíminn er ein klukkustund á mann og það sem gerir keppnina afar nýstárlega er að keppendurnir eru með tölvu hjá sér við borðið. Meira
13. júní 1998 | Fastir þættir | 794 orð

Víðáttur draumsins DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns

DRAUMAHEIMURINN er er víðfeðmur í öllum skilningi og nær frá innstu hugarfylgsnum til endimarka alheimsins, hann er hið svokallaða "Micro cosmos" eða lítill alheimur í stóra heimi, líkt og japönsku bonsai trén sem eru agnarlítil en sýnast risastór. Meira
13. júní 1998 | Í dag | 304 orð

VÆÐIÐ framan við Hallgrímskirkju, sem til skamms tíma var

VÆÐIÐ framan við Hallgrímskirkju, sem til skamms tíma var fremur óhrjálegt og illa hirt, er nú orðið að fallegu torgi sem er borgarprýði. Hins vegar er auðvitað fráleitt að þetta torg heiti ekki neitt. Meira
13. júní 1998 | Dagbók | 247 orð

(fyrirsögn vantar)

LENGI hefur verið deilt um hið raunverulega upphaf knattspyrnunnar, en á tyllidögum er ávallt vísað til Englands sem vöggu nútíma knattspyrnu. Ljóst er þó að undanfara knattspyrnunnar, eins og við þekkjum hana í dag, má rekja mun lengra aftur. Sögur má finna frá blómatíma Rómarborgar um keppni karlmanna í að sparka sívalningi, fylltum klútum, fiðri eða öðru sem til féll. Meira

Íþróttir

13. júní 1998 | Íþróttir | 57 orð

Arnar Þór til liðs við Genk ARNAR Þór Viða

ARNAR Þór Viðarsson, sem lék sinn fyrsta landsleik í knattspyrnu gegn Suður-Afríku á dögunum í Þýskalandi, hélt eftir leikinn til Belgíu þar sem hann gerði fjögurra ára samning við bikarmeistara Genk. Með liðinu leikur annar landsliðsmaður, Þórður Guðjónsson. Arnar Þór, sem er sonur Viðars Halldórssonar, fyrrverandi landsliðsfyrirliða, lék með Lokeren sl. keppnistímabil. Meira
13. júní 1998 | Íþróttir | 350 orð

Eins dauði er annars brauð

Lothar Matth¨aus, sem var fyrirliði heimsmeistara Þýskalands á Ítalíu 1990, tekur þátt í sinni fimmtu heimsmeistarakeppni og jafnar þar með met Antonio Carbajal, markvarðar frá Mexíkó, sem tók þátt í HM 1950, 1954, 1958, 1962 og 1966. Matth¨aus var 21 árs þegar hann lék í HM á Spáni 1982, síðan var hann með 1986, 1990, 1994 og nú í Frakklandi. Meira
13. júní 1998 | Íþróttir | 554 orð

Eyjamenn líklega komnir á sigurbraut

Sjötta umferðin efstu deild karla í knattspyrnu verður leikin um helgina og með henni lýkur fyrsta þriðjungi deildarinnar. Margir spennandi leikir eru á dagskránni og Lúkas Kostic, þjálfari Víkinga, spáir í spilin fyrir Morgunblaðið. Framarar í erfiðri stöðu Meira
13. júní 1998 | Íþróttir | 65 orð

Freund frá í tíu daga EVRÓPUMEISTARAR

EVRÓPUMEISTARAR Þjóðverja urðu fyrir áfalli á fimmtudag, þegar í ljós kom að miðvallarleikmaðurinn Steffen Freund yrði frá æfingum og keppni í tíu daga eftir að hafa rifið vöðva í kálfa á æfingu landsliðsins. Freund hefur verið viðloðandi byrjunarlið Þjóðverja í undanförnum leikjum, en búist var við að hann yrði á bekknum í fyrsta leik þýska liðsins gegn Bandaríkjunum á mánudag. Meira
13. júní 1998 | Íþróttir | 167 orð

HM kvenna

Knattspyrna HM kvenna Kópavogur:Ísland - Spánn14 Efsta deild karla: Laugardagur: Valbjarnarv.:Fram - ÍBV16 Sunnudagur: ÍR-völlur:ÍR - Valur16 Grindavík:Grindavík - Keflavík20 KR-völlur:KR - Þróttur R. Meira
13. júní 1998 | Íþróttir | 241 orð

J¨URGEN Klinsmann fyrirliði

J¨URGEN Klinsmann fyrirliði landsliðs Þjóðverja segir að ekki megi vanmeta Bandaríkjamenn á HM. "Þeir hafa tekið miklum framförum að undanförnu og fyrir fjórum árum áttu þeir nokkra mjög góða leiki," segir Klinsmann. "Við verðum að taka á öllu ef sigur á að nást. Meira
13. júní 1998 | Íþróttir | 114 orð

Leikur við Spánverja Íslen

Íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna tekur á móti Spánverjum í landsleik á Kópavogsvelli á morgun. Viðureign liðanna er liður í undankeppni heimsmeistarakeppni kvennalandsliða og hefst kl. 14. Fyrri leikur liðanna fór fram á Spáni fyrir hálfum mánuði og urðu úrslitin þá markalaust jafntefli. Möguleikar Íslands á að komast í úrslitakeppni HM í Bandaríkjunum 1999 eru þó nokkrir. Meira
13. júní 1998 | Íþróttir | 449 orð

MICHAEL Laudrup lék sinn 100

MICHAEL Laudrup lék sinn 100. landsleik fyrir Danmörku í gær í fyrsta leik liðsins á HM gegn Sádi-Arabíu. Laudrup var í danska landsliðinu sem tók þátt í HM í Mexíkó fyrir 12 árum. Hann hefur ákveðið að hætta með landsliðinu eftir HM. Meira
13. júní 1998 | Íþróttir | 408 orð

Paragvæ - Búlgaría0:0 Montpellier, fyrsti leikur í D-ri

Montpellier, fyrsti leikur í D-riðli, föstudaginn 12. júní 1998. Skot á mark: Paragvæ 7 - Búlgaría 10. Skot framhjá: Paragvæ 6 - Búlgaría 9. Horn: Paragvæ 6 - Búlgaría 9. Rangstaða: Paragvæ 0 - Búlgaría 1. Gult spjald: Miguel Benitez 45 hjá Paragvæ. Meira
13. júní 1998 | Íþróttir | 323 orð

Sádi-Arabar vöfðust fyrir Dönum

Þrátt fyrir að Danir væru sýnilega sterkari aðilinn í viðureign sinni við Sádi-Araba í gær áttu þeir í vandræðum með að reka smiðshöggið á sóknir sínar og gera út um leikinn. Það var ekki fyrr en Marc Rieper skoraði laglegt mark með skalla af stuttu færi á 68. mínútu eftir fyrirgjöf Brians Laudrups að Danir gátu aðeins dregið andann léttar. Meira
13. júní 1998 | Íþróttir | 279 orð

Stóðust álagið

Frakkar hófu sóknina að heimsmeistaratitlinum á heimavelli á sannfærandi hátt í gær er þeir unnu öruggan 3:0-sigur á S-Afríku í bráðfjörugum og skemmtilegum leik í Marseille. Með sigrinum geta Frakkar dregið andann léttar, en miklar kröfur eru gerðar til liðsins á heimavelli. Þar með skutust þeir upp fyrir Dani á markatölu í C-riðli, en Danir höfðu fyrr um daginn unnið Sádi-Arabíu 1:0. Meira
13. júní 1998 | Íþróttir | 445 orð

Stórkostleg aukaspyrna

PARAGVÆ og Búlgaría urðu þess vafasama heiðurs aðnjótandi að gera fyrsta markalausa jafnteflið á HM í Frakklandi, er liðin mættust í Montpellier í gærdag. Leikurinn var fyrir margra hluta sakir sögulegur, Búlgarinn Anatoli Nankov varð fyrstur á HM til að líta rauða spjaldið og markvörður Paragvæ, Jose Luis Chilavert, Meira
13. júní 1998 | Íþróttir | 191 orð

Theódór orðlaus

Ég er orðlaus," hvíslaði Theódór Guðfinnsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, eftir sigur á Hollandi í fjögurra þjóða handknattleiksmóti í Madrid á Spáni í gærkvöldi, 26:23. Íslensku stúlkurnar mættu ákveðnar til leiks og sýndi Fanney Rúnarsdóttir, markvörður, strax að hún ætlaði ekki að gefa eftir átakalaust. Meira
13. júní 1998 | Íþróttir | 311 orð

Titilvörn í Austurríki

"Það verður erfitt að verja titilinn því nokkrar breytingar hafa orðið á liðinu frá því síðast," sagði Jón Kr. Gíslason, landsliðsþjálfari kvenna. Hann hefur valið 12 leikmenn til þess að keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni smærri þjóða í Austurríki 16.-20. júní. Þar af eru þrír nýliðar, Marín Karlsdóttir, Keflavík, María Leifsdóttir, ÍS og Gréta Garðarsdóttir úr ÍR. Meira
13. júní 1998 | Íþróttir | 221 orð

Uppþot vegna rafmagnsleysis

HUNDRUÐUM aðdáenda knattspyrnu í borginni Chittagong í Bangladesh var nóg boðið í fyrradag þegar rafmagnið fór af í borginni í annað sinn á jafnmörgum dögum og að þessu sinni er bein útsending stóð yfir frá leik Ítalíu og Chile á heimsmeistaramótinu. Fólkið réðist inn í tvær raforkustöðvar, braut þar allt og bramlaði og gekk um leið í skrokk á starfsmönnum stöðvarinnar. Meira
13. júní 1998 | Íþróttir | 279 orð

Varað við bjartsýni

"Þessi leikur hefur verið í huga okkar í tvö ár svo það var e.t.v. ekki skrýtið þótt það væri smáskrekkur í okkur," sagði Didier Deschamps, fyrirliði Frakka, eftir sigurinn á Suður-Afríku. "Þegar við höfðum náð völdum á vellinum litum við ekki aftur fyrir okkur það sem eftir var. Meira

Fasteignablað

13. júní 1998 | Fasteignablað | 705 orð

Ný byggingarreglugerð tekur gildi

Samkvæmt nýjum lögum um skipulags- og byggingarmál nr. 73/1997 og nr. 135/1997 á að taka gildi nú um næstu mánaðamót ný byggingarreglugerð. Reglugerðin er búin að vera í smíðum og til umsagnar í tæpt ár og að gerð hennar hafa staðið margir aðilar. Það er ekki víst að fólk átti sig almennt á því hvað byggingarreglugerðin snertir marga og á mörgum sviðum og oftar en við gerum okkur grein fyrir. Meira

Úr verinu

13. júní 1998 | Úr verinu | 359 orð

Síldin komin út úr íslensku lögsögunni

FREMUR rólegt var yfir síldveiðunum í gær og skipin á stóru svæði um 60 mílur norður af Jan Mayen. Nokkuð hefur orðið vart við síld á svæðinu en hún er dreifð og vart í veiðanlegu ástandi. Flest síldarskipin eru nú langt komin með kvóta sinn og nokkur þegar hætt veiðunum. Í gær var endurúthlutað um 8. Meira

Lesbók

13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 203 orð

Á LEIÐARENDA

Það er haust og ljós skína dauft í gluggum bak við gagnsæ tjöld Mig grunar fólk þar inni sem ég kannast við eins og í móðu fjarskans. Nálægt nú geisladrif prjóna. Börkuð hönd ríður net sem veiðir hug minn Ég er í lykkju torgsins. Lágreist hús þokast nær eins og börn sem huga að veiði En það eru gömul hús með gafla og kvist eins og kryppu á þaki. Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 232 orð

BÓKVERK DIETERS ROTHS

SÝNING á bókverkum eftir svissneska listamanninn Dieter Roth verður í Bjarta sal og Svarta sal. Sýning þessi er hugsuð sem nokkurs konar vinnugerningur þar sem gestum gefst kostur á að skoða bókverkin, sem öll eru í eigu safnsins, um leið og fram fer skráning og frágangur á verkunum til varanlegrar geymslu. Umsjón er í höndum Ingólfs Arnarssonar myndlistarmanns. Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 236 orð

DVÖL MÍN MEÐAL HVÍTHÖFÐA

Það er von þú spyrjir hvað mannfræðingurinn sé að híma þetta hér á meðal Hvíthöfðanna í Dumbshafi; steinsnar frá hvítabjörnum og eskimóum; svona órafjarri Nýjujórvíkur ströndum: En ég vil nú bara minna þig á fordæmi landkönnuðarins hans Vilhjálms Stefánssonar; eksimóahundakjassarans fræga; sem hafði dálæti á þessum innbyggjurum þar eð hann taldi sig vera Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 344 orð

efni 13. júní

Hrafna-Flóki leggur frá landi er heiti á fyrstu grein af fjórum um slóðir forfeðranna í Vestur Noregi. Höfundur er Stefán Aðalsteinsson sem var þar á ferðinni. Segir fyrst frá slóðum Flóka, en síðan fer Stefán um Mostur, þaðan sem Þorólfur Mostrarskegg var og síðan um Sóllundir, slóðir Kveld-Úlfs og Skallagríms. Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 206 orð

EINS OG ÞÖGN MILLI ORÐA

HARPA Árnadóttir sýnir málverk í SÚM-sal. Þetta eru óræð verk sem velta upp spurningum um hægfara og orðlaust ferli sjónar og tíma. Hér er það málverkið sjálft, þessi dularfulli aldagamli miðill lérefts, dufts og líms sem verið er að skoða. Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 598 orð

ERLENDAR BÆKUR DÖNSK SJÓFERÐASAGA

Ole Feldbæk: Storhandelens tid. Dansk søfarts historie 3. 1720­1814. Gyldendal 1997. 243 bls. myndir+kort. Tímabilinu, sem þetta 3. bindi sjóferðasögu Dana tekur yfir, má með góðu móti skipta í þrjú meginskeið og það gerir höfundur. Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 755 orð

GÖMLU HÚSIN

Hér mataðist fólk er sá Hannes Hafstein á götu. Hermenn og ungmeyjar nutust. Í slátri var hrært. Blómabörn léku lög með Flowers af plötu. Lesendur Jónasar dóu. Að tvista var lært. Hér þráttuðu frændur um Stjórn hinna vinnandi stétta. Stúlkur sem dönsuðu á Broadway löguðu til. Afgreiðslukonur í KRON hlýddu á lestur frétta. Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1546 orð

HALDIÐ UPP Á ALDARAFMÆLI GARCÍA LORCA Í SLAGVIÐRI Hinn 5. júní minntust Spánverjar þess að rétt hundrað ár voru liðin frá

HINN 5. júní minntust Spánverjar þess að rétt hundrað ár voru liðin frá fæðingu dáðasta ljóðskálds og leikskálds Spánar, Federicos García Lorca, sem myrtur var af þjóðvarðliðum á bandi fasista í upphafi borgarastyrjaldarinnar 1936, aðeins 38 ára gamall. Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2162 orð

HAUKADALSSKÓLINN

HAUKADALSSKÓLINN OG BRAUTRYÐJANDASTARF SIGURÐAR GREIPSSONAR EFTIR PÁL LÝÐSSON Sigurður Greipsson var sannur aldamótamaður og átti ekkert annað en stórhug og þá hugsjón að íþróttir væru mannbætandi þegar hann stofnaði Íþróttaskólann í Haukadal. Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1955 orð

HRAFNA-FLÓKI LEGGUR FRÁ LANDI EFTIR STEFÁN AÐALSTEINSSON

Fyrsta tilraun til landnáms á Íslandi ÍFERÐ SEM ég fór um Noreg vestanverðan í ágúst sumarið 1997 leitaði ég upplýsinga um fyrri heimkynni nokkurra íslenskra landnámsmanna í Noregi. Ég hóf ferðina á að afla upplýsinga um Flóka Vilgerðarson, fyrsta mann sem lét í haf frá Noregi í þeim tilgangi að hefja landnám á Íslandi. Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 31 orð

IÐRUN

LÁRUS JÓN GUÐMUNDSSON IÐRUN sigldu, sigldu nætur nökkvi nú er lag austrið brennur, ljóssins logar lýsa dag feldu mína döpru drauma djúpt í sæ ­ seinna, Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 77 orð

Í FOSSVOGSKIRKJUGARÐI

Einn góðviðris sumar dag og sólin skein í heiði skrapp ég út í kirkjugarð hinkraði þar hjá leiði Flugu að mér þrastarhjón með fjóra unga sína ég fann hve þau hresstu upp á tilveruna mína Oft þarf ekki mikið til svo mönnum líði betur merkilegt hvað lítill fugl góðu valdið getur Það glöddust fleiri en ég á fögrum sumardegi og fylgdu mér syngjandi langt fram eftir Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1008 orð

JARÐFRÆÐILEG SÝN

Myndhöggvarinn Bubbi afhjúpar útilistaverk sín í garði Listaskálans í Hveragerði í dag kl. 15. ÖRLYGUR STEINN SIGURJÓNSSON hitti listamanninn og spurði hann meðal annars um megininntakið í verkum hans. Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 183 orð

LEITAÐ TIL UPPRUNANS

SÝNING Erlu Þórarinsdóttur í Gryfju ber heitið Oxídasjónir. Þar eru málverk unnin úr blaðsilfri og olíu og er sýningin nú náskyld þeirri sem Erla hélt í Ásmundarsal fyrr í vetur og nefndist Staðir. Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1974 orð

RAUNSÆI OG ÞEGNSKAPUR EFTIR BRAGA ÁSGEIRSSON Þegar litið er til baka er spurn, hvort þröngsýn bendiprik módernismans,

RÚSSNESKT rausæi á tíma Stalíns, og fram til endaloka Sovétríkjanna, er svið sem Íslendingar þekkja takmarkað inn á. Margur fræðingurinn vill halda þessari list út í kuldanum, en hún býr þó yfir vissum þokka sem sækir til menningararfsins og þjóðarsálarinnar og nýtur vaxandi hylli í vestrinu. Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2558 orð

SANNLYGISAGA SMÁSAGA EFTIR ÞORSTEIN RICHTER Finnbogi sveif um ríkið í ævintýraleit þegar honum tókst að laumast burtu frá

AÐSPURÐUR af þreytulegum sankti Pétri gat kötturinn Finnbogi ekki svarað öðru en, jú, hann hafði hagað sér svona þokkalega í nýloknu lífi. Gert sitt til viðhalds og þróunar kattastofninum. Hehehe. Verið mikill áhugaköttur um mat og reglulegar hægðir. Hann hafði verið meðlimur kattasamtaka fyrir auknum svefni og haft ólæknandi dellu fyrir sportveiði. Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2989 orð

STEFNUMÓT VIÐ HEIMINN

STEFNUMÓT VIÐ HEIMINN "Það er sammerkt með myndlist og byggingarlist að bæði listform gera kröfu um skynnæmi og algjöra einbeitingu áhorfandans. Í Kiasma rennur þessi skynjun saman í eina heild ­ heild sem er eitthvað annað og meira en listformin tvö samanlögð. Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 734 orð

SÝNING MARGRA GRASA

ÞEGAR blaðamaður skoðaði opnunarsýninguna í Kiasma, alls þrisvar sinnum, gapti hann, glotti, heillaðist og hristi höfuðið á víxl. Þar ægir öllu saman, svo sem stefna safnsins gerir ráð fyrir. Sum verkanna vöktu strax athygli, önnur unnu á og enn önnur stóðu í stað enda sækja samtímalistamenn fram veginn á mörgum vígstöðvum og af mismikilli hörku og hugmyndaauðgi. Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 392 orð

SÖGUR AF SJÁLFUM MÉR

Þrjár einkasýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu í dag, laugardaginn 13. júní, kl. 16. HULDA STEFÁNSDÓTTIR ræðir við listamennina Einar Fal Ingólfsson, Erlu Þórarinsdóttur og Hörpu Árnadóttur og segir frá fjórðu sýningu safnsins, e.k. Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 166 orð

Veggmynd Errós komin upp í Lissabon

LOKIÐ er við uppsetningu veggmyndar eftir Erró á nýrri neðanjarðarlestarstöð í Lissabon í Portúgal sem reist var í tilefni heimssýningarinnar. Er þetta fyrsta stöðin þar í borg sem skreytt er af alþjóðlegum listamönnum og var Erró valinn fulltrúi Norður-Evrópu. Myndin er 35 x 4 metrar að stærð og gerð úr keramík. Vinna við verkið hófst í september sl. Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 849 orð

Þegar rökin finnast ekki

AUÐVITAÐ er það að bera í bakkafullan lækinn að leggja orð í kosningabelginn frá því í síðasta mánuði, eða öllu heldur þann hluta hennar sem snerist um mál tiltekinna tveggja ungra athafnamanna af Reykjavíkurlistanum. Freistingin er bara óbærileg. Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 768 orð

ÞRJÁR KYNSLÓÐIR ÍBÚÐARHÚSA AÐ SYÐRI-NESLÖNDUM EFTIR BIRKI FANNDAL HARALDSSON

Í SYÐRI-NESLÖNDUM í Mývatnssveit standa enn saman þrjár kynslóðir íbúðarhúsa. Þau kúra hógvær á bæjarhólnum; það elzta að hruni komið og það næstelzta verulega farið að láta á sjá. Sigtryggur Þorsteinsson frá Strönd keypti Syðri-Neslönd um síðustu aldamót og fluttist þangað með fjölskyldu sína 1902. Meira
13. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 503 orð

(fyrirsögn vantar)

Ásmundarsafn ­ Sigtúni Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold, Kringlunni Gunnella, Guðrún Elín Ólafsdóttir. Til 22. júní. Gallerí Gangur, Rekagranda 8 Robert Devriendt. Út júní. Gallerí Hornið, Hafnarstræti Tolli. Til 18. júní. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.