Greinar fimmtudaginn 30. júlí 1998

Forsíða

30. júlí 1998 | Forsíða | 166 orð

Erlendir sendimenn fá ekki að hitta Suu Kyi

STJÓRNVÖLD í Burma höfnuðu í gær óskum erlendra stjórnarerindreka sem farið höfðu fram á að fá að eiga fund með stjórnarandstöðuleiðtoganum Aung San Suu Kyi. Neita þau einnig fregnum þess efnis að Suu Kyi verði brátt matarlaus í mótmælastöðu sinni, og segja að stjórnvöld muni sjá henni fyrir næringu ef þess gerist þörf. Meira
30. júlí 1998 | Forsíða | 325 orð

Fyrrverandi ráðherrar fá tíu ára fangelsi

HÆSTIRÉTTUR Spánar dæmdi í gær fyrrverandi innanríkisráðherra úr Sósíalistaflokknum og staðgengil hans í tíu ára fangelsi fyrir þátt þeirra í "óhreina stríðinu" svokallaða gegn skæruliðum aðskilnaðarhreyfingar Baska, ETA, á níunda áratugnum. Meira
30. júlí 1998 | Forsíða | 128 orð

Götubardagar í Ríó Ríó de Janeiró. Reuters.

Götubardagar í Ríó Ríó de Janeiró. Reuters. GÖTUBARDAGAR brutust út á milli lögreglunnar og hundruða manna, sem mótmæltu einkavæðingu Telebras, hins ríkisrekna landsímafyrirtækis Brasilíumanna, fyrir utan verðbréfahöllina í Ríó de Janeiró í gær. Meira
30. júlí 1998 | Forsíða | 286 orð

Lewinsky og Clinton "ræddu yfirhylmingu"

BILL Clinton Bandaríkjaforseti mun 17. ágúst nk. bera vitni fyrir rannsóknarkviðdómi sem óháði saksóknarinn Kenneth Starr hefur kallað saman til að rannsaka Lewinsky-málið. Clinton mun flytja vitnisburð sinn á myndbandi, sem tekið verður upp í Hvíta húsinu. Lögmaður forsetans, David Kendall, skýrði frá þessu í gær en hann mun verða viðstaddur vitnaleiðsluna. Meira
30. júlí 1998 | Forsíða | 55 orð

Reuters Ólífubændur mótmæla á Ítalíu

Reuters Ólífubændur mótmæla á Ítalíu ÍTALSKIR ólífubændur fá sér hefðbundinn suðrænan morgunverð, brauð með ólífuolíu, fyrir framan ítalska þinghúsið í Róm. Þeir mótmæltu í gær sölu á ólífuolíu frá öðrum löndum, sem merkt er sem ítölsk framleiðsla. Meira
30. júlí 1998 | Forsíða | 173 orð

Stefna að fullveldi á kjörtímabilinu

NÝJA stjórnin í Færeyjum stefnir að því að eyjarnar verði fullvalda ríki með sama hætti og um samdist milli Íslendinga og Dana árið 1918. Kom þetta fram hjá Anfinn Kallsberg, lögmanni Færeyja, er hann setti nýtt lögþing í gær. Meira

Fréttir

30. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 222 orð

20 þúsund manns flúðu Malisevo

SENDIHERRAR í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins (NATO) héldu sérstakan fund í gær til þess að ræða síðustu atburði í Kosovo- héraði Sambandslýðveldisins Júgóslavíu. "NATO getur ekki látið sem ekkert sé," var haft eftir heimildarmanni Reuters. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 767 orð

25.000 Íslendingar eru með kvíðaröskun

AÐ MINNSTA kosti 25.000 Íslendingar eru með kvíðaröskun eða kvíðaeinkenni sem há þeim í daglegu lífi. Þar af eru tíu þúsund Íslendingar sem nota kvíðastillandi lyf í hverjum mánuði en þau ásamt svefnlyfjum eru þau geðlyf sem mest eru notuð hér á landi. Jón G. Meira
30. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 217 orð

2.500 látnir í flóðunum í Kína

FLÓÐIN miklu í Kína hafa orðið 2.500 manns að fjörtjóni það sem af er árinu að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua, en það er helmingi hærri tala en stjórnvöld gáfu upp á föstudag. Ekki var skýrt frá því hvar flest dauðsföll hefðu orðið. Óttast er að flæða muni neðar í ánni á næstu dögum, en flóð náðu hámarki í Wuhan í Hubei- sýslu í gærmorgun. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 154 orð

2,6% atvinnulaus í júnímánuði

ATVINNULEYSISDAGAR í júnímánuði jafngilda því að 3.665 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá, en það eru 2,6% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði, samkvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar. Mun fleiri konur voru atvinnulausar en karlar eða 2.466 á móti 1.199 körlum. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 295 orð

82,1% launþega eru í stéttarfélögum

LAUNÞEGAR í stéttarfélögum hér á landi voru 100.500 talsins á síðasta ári, sem jafngildir því að 82,1% allra launþega hafi verið í stéttarfélögum, samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar. Á árinu 1996 voru 103 þúsund launaþegar í stéttarfélögum og fækkaði því um 2.500 milli ára. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 310 orð

Albinóa-lóuungi fangaður á Rifi

HANN var sérkennilegur unginn sem var á vappi við veginn skammt fyrir ofan flugvöllinn á Rifi þegar Smári Örn Árnason, starfsmaður Nesvikurs ehf., átti leið þar hjá í fyrradag. Hélt hann fyrst að þar væri kominn dúfuungi en við nánari athugun sá hann að svo gat ekki verið. Náði hann unganum, sem er alhvítur með svarta fiðurrönd, og fór með til vinnufélaga sinna. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 337 orð

Atvik af ýmsum toga

LÖGREGLA leitar enn mannsins sem veittist að stúlkum í Fossvogi á mánudagskvöld og er verið að vinna úr vísbendingum sem lögreglu hafa borist um hver gæti hafa átt hlut að máli. Alls hafa lögreglu í Reykjavík borist tuttugu tilkynningar um ósæmilega hegðan við börn það sem af er árinu og að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns er um að ræða sjö til átta einstaklinga sem Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Aukningin nær eingöngu í þjónustugreinum

STARFANDI fólki á íslenskum vinnumarkaði fjölgaði um 5.100 á árunum 1991­1997 eða úr 136.900 í 142.000. Á milli áranna 1996­97 mældist þó engin aukning á fjölda starfandi fólks, skv. vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 170 orð

Áformað að Keikó komi 10. september

ÁÆTLAÐUR komutími háhyrningsins Keikós á flugvöllinn í Vestmannaeyjum er, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, kl. 9 að morgni fimmtudagsins 10. september nk. og ef allt gengur að óskum verður hann kominn í ný heimkynni í Klettsvík um hádegisbilið þann sama dag. Síðdegis eða að kvöldi miðvikudagsins 9. Meira
30. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 129 orð

Batnandi samskipti Indlands og Pakistans

FORSÆTISRÁÐHERRAR Indlands og Pakistans hittust á óformlegum fundi í gær og ákváðu að efna til leiðtogafundar um samskipti landanna, sem hafa verið í lægð síðan hvorir tveggju sprengdu kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni í maí sl. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Besta veðrið á laugardag

Landsmenn eiga von á ágætisveðri um verslunarmannahelgina og gerir Veðurstofan ráð fyrir að allir landshlutar njóti sólar á laugardag. Að sögn Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings verður hiti á bilinu 15 til 18 stig og þurrt á flestum stöðum fram á seinnipart sunnudags. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 43 orð

Bílvelta á Nesjavöllum

BÍLL valt á virkjanasvæðinu á Nesjavöllum fyrir hádegi í gær. Ökumaður, sem var einn í bílnum, var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Reykjavíkur en meiðsl hans reyndust ekki alvarleg. Að sögn lögreglu á Selfossi er ekki vitað hvað olli bílveltunni. Meira
30. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 288 orð

Bjargaðist við bænalestur GEORG Hainzl, austurríski

GEORG Hainzl, austurríski námamaðurinn, sem bjargað var eftir tíu daga prísund neðanjarðar í fyrradag, sagðist í gær hafa lifað eldraunina af með því að biðja til Guðs og með því að reykja pakka af sígarettum sem hann hafði meðferðis. Sagðist hann einnig ítrekað hafa séð unnustu sína í hillingum þar sem hún kæmi færandi hendi með fjölda vatnsglasa og hefði sú sýn haldið lífi í sér. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 237 orð

Bruninn í 10-11 upplýstur

FJÓRTÁN ára piltur varð valdur að brunanum í nýbyggingu við Suðurbraut í Hafnarfirði í fyrrakvöld. Að sögn lögreglu upplýstist málið síðar um kvöldið er faðir piltsins kom ásamt honum til lögreglu í Hafnarfirði. Pilturinn sem var ásamt félögum sínum að leik í byggingunni skaut eldspýtum út í loftið með þeim afleiðingum að kviknaði í plasti á gólfinu. Meira
30. júlí 1998 | Landsbyggðin | 105 orð

Brúað yfir Morsá í Skaftafelli

Hnappavöllum-NÚ fyrir skömmu var lokið við að fullgera nýju göngubrú á Morsá í þjóðgarðinum í Skaftafelli. Brúin er innundir jökullóninu, svo nú er hægt að komast yfir Morsá á tveim stöðum, sem gefur möguleika á að ganga hring um Morsárdal. Byrjað var á brúnni í fyrra, en þá tókst ekki að koma öllu efninu á staðinn. Meira
30. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 200 orð

Chirac vill að Frakkar hraði sér

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, hvatti til þess í gær að Frakkar yrðu ekki síðastir til að staðfesta Amsterdam-sáttmála Evrópusambandsins (ESB). "Tímaáætlunin fyrir staðfestingarferlið verður að komast á hreint fljótlega. Við megum ekki verða síðastir til að staðfesta sáttmálann," hafði talsmaður Chiracs eftir honum, að loknum ríkisstjórnarfundi. Meira
30. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Dagar unga fólksins

LISTADAGAR unga fólksins hefjast í Deiglunni, Grófargili, á morgun, föstudaginn 31. júlí, kl. 17.30 en þeir standa í eina viku, til föstudagsins 7. ágúst. Opnuð verður listsýning í Deiglunni og efnt til tónleika, en fram koma hljómsveitirnar 200.000 naglbítar og Rat Pfink a Boo Boo. Einnig sýna nemendur í Dansskóla Sibbu break-dans. Á laugadag, 1. Meira
30. júlí 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Dýrbítur drap 12 til 15 lömb

Vaðbrekku, Hrafnkelsdal- Dýrbítur fannst á greni í fjallsbrúninni ofan við Hofteig á Jökuldal í síðustu viku. Bóndinn á Hvanná, Arnór Benediktsson, var að fara norður á heiði og rakst á nýtófudrepið lamb á vegslóða í fjallinu. Tófan hafði bitið af lambinu hausinn og tekið af því annan bóginn og borið burtu frá hræinu. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 1045 orð

Eignasala þarf að nema 11 milljörðum á næsta ári

RÆTT hefur verið við erlenda banka um kaup á eignarhlut í Landsbanka Íslands hf. og ef þær hugmyndir ganga eftir er gert ráð fyrir að sá eignarhluti ríkisins sem eftir stendur verði seldur hér innanlands og tryggt að eignaraðild verði dreifð. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 400 orð

Einkennilegur úrskurður að mati sýslumanns

ÞÓRÓLFUR Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði, telur ýmislegt gagnrýnisvert við úrskurð félagsmálaráðuneytis um kosningar í Vesturbyggð. Ráðuneytið úrskurðaði kosningarnar gildar en vinnubrögð við þær ámælisverð og segir Þórólfur það einkennilega útfærslu. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 1608 orð

Elliheimili opnað í Tékklandi Rúmt ár er liðið frá því flóð lögðu stóran hluta Mæris í Tékklandi í rúst. Fyrir nokkrum dögum var

ÞAÐ er laugardagur, 25. júlí 1998. Klukkan er tvö eftir hádegi og staðurinn er Tlumacov, 5.000 manna bær, á Mæri í Tékklandi. Það er rétt rúmlega ár frá því flóð lögðu stóran hluta Mæris í rúst. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Enn lokað á nóttunni

HVALFJARÐARGÖNG verða lokuð á nóttunni alla næstu viku og hugsanlega einnig eitthvað í þarnæstu viku. Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Spalar, segir að unnið sé við hljóðmælingar, stillingar á viftum og að endanlegum frágangi í göngunum. Meira
30. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 348 orð

Ferðin hefur gengið vel

"FERÐIN hefur gengið afskaplega vel," sagði Monique Vanbelle, formaður samtakanna "Au del'a du cancer" eða "handan krabbameins", og Léon Pani, bæjarstjóri í Gravelines, tók í sama streng. "Það hefur allt gengið upp, allar tímaáætlanir staðist," sagði hann. Hópur krabbameinssjúkra Frakka staldraði við á Akureyri í gær, en þaðan var haldið til Sauðárkróks. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 396 orð

Finnst Ísland ævintýralegur staður

FIMM manna tökulið frá bandaríska kvikmyndafyrirtækinu Steve Rotfeld Productions kom til landsins í gær og hélt samdægurs til Vestmannaeyja ásamt tveimur íslenskum ungmennum, Hauki B. Sigmarssyni, 16 ára, og Carmen Jóhannsdóttur, 15 ára, en þau verða í aðalhlutverkum í sjónvarpsþætti fyrir unglinga sem tekinn verður upp á Íslandi næstu daga. Meira
30. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 82 orð

Fiskað á þurru

MIKIL úrkomutíð hefur verið á Nýja Sjálandi að undanförnu og hafa margar ár flætt yfir bakka sína. Þegar í þeim sjatnar situr fiskurinn eftir á ökrunum eða annars staðar á þurru eins og þessir myndarlegu vatnakarpar, sem þeir bændurnir Brian og Nigel White eru að safna saman. Meira
30. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 125 orð

Fleiri styðja EMU en ESB

ÞÓTT aðild að Evrópusambandinu sé skilyrði fyrir því að ríki geti tekið þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) eru fleiri Finnar hlynntir aðild lands síns að EMU en að ESB, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fyrirtækisins Taloustutkimus. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

Flugmaðurinn látinn

GRÆNLENSK leitarflugvél fann kl. 16.35 í gær flak litlu ferjuflugvélarinnar sem leitað hefur verið síðan aðfaranótt laugardagsins 25. júlí sl. Flakið fannst uppi á Grænlandsjökli, u.þ.b. 40 sjómílur austur af flugvellinum í Narsarssuaq, í um 7.000 feta hæð. Flugmaður vélarinnar var látinn þegar að var komið. Meira
30. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 658 orð

"Flugtryllingur" færist í vöxt

FLUGFERÐIR voru í eina tíð aðeins fyrir hið fágaða þotulið, en núorðið eru þær hættuspil. Ruddaskapur í lofti hefur aukist gífurlega, bæði tölulega og hvað illskeytni varðar. Í nýlegri skýrslu frá Alþjóðasamtökum flugliða (ICCA) er aukningin sögð nema um 400% síðan 1995. Meira
30. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 349 orð

Fyrirtæki Jacks Nicklaus í slæmri glompu

FYRIRTÆKI golfleikarans fræga Jack Nicklaus glímir nú við mikla fjárhagserfiðleika eftir að upp komst um meint misferli fyrrum stjórnenda þess. Hefur Gullni björninn hf., en það er einmitt viðurnefni golfarans, tilkynnt um mikið tap á síðasta ári en fyrirtækið hefur m.a. sérhæft sig í hönnun golfvalla, rekið golfskóla og markaðssett ýmsar vörur sem tengjast íþróttinni. Meira
30. júlí 1998 | Landsbyggðin | 113 orð

Gangbraut undir Garðveg

Garði - Garðvegurinn var tekinn í sundur í fyrradag í Leirunni en sett voru göng undir veginn í gær. Þau liggja frá golfskálanum upp á æfingasvæði golfspilaranna handan vegarins. Göngin eru úr bárujárnsrörum, 2,4 metrar í þvermál, og svipar til ganganna sem kýrnar að Hálsi í Kjós fara um. Meira
30. júlí 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Gáfu súrefnistæki

Gáfu súrefnistæki Vaðbrekku. Morgunblaðið. KVENFÉLAGIÐ Askja á Jökuldal hefur keypt súrefnistæki og gefið sundlauginni á Skjöldólfsstöðum. Tækið, sem er súrefniskútur og gríma til að gefa súrefni, nýtist vel við björgun frá drukknun og hægt er að nota það um leið og blástursaðferð er beitt eða eitt sér. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 261 orð

Gönguferðir í Skaftafelli

Í ÞJÓÐGARÐINUM í Skaftafelli er boðið upp á eftirtaldar gönguferðir um verslunarmannahelgina, 1.­3. ágúst. Allar hefjast ferðirnar við landlíkanið í porti þjónustumiðstöðvar nema annað sé tekið fram. Meira
30. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Gönguferð um Fjörður og Látraströnd

FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til gönguferðar um Fjörður og Látraströnd um verslunarmannahelgina. Gengið verður með allan útbúnað. Lagt verður af stað frá skrifstofu félagsins við Strandgötu kl. 17 á föstudag og ekið í Hvalvatnsfjörð, en þaðan er gengið í Þönglabakka. Á laugardag verður gengið í Keflavík og á sunnudag í Látur. Meira
30. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Halló ruslapoki

FORSVARSMENN hátíðarinnar Halló Akureyri hvetja kaupmenn og aðra sem starfsemi stunda í bænum til að hreinsa umhverfi sitt um helgina, en það var einnig gert á síðasta ári og tókst vel. Þá var kaupmönnum færður þar til gerður kústur að gjöf til að auðvelda þrifin, en nú er sérmerktum ruslapokum dreift vítt um bæinn. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Hjálparþjónusta FÍB um helgina

Í SAMVINNU við Ingvar Helgason umboðsaðila Nissan á Íslandi og Krók dráttarbíla verða vegaþjónustubílar FÍB á fjölförnustu leiðum um helgina. Aðstoðarbílar FÍB munu einnig miðla til vegfarenda upplýsingum í samvinnu við Umferðarráð. FÍB hefur aðstoðað bíleigendur yfir verslunarmannahelgina í yfir 40 ár. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 514 orð

Hyggst greiða 8­10 þúsund krónur fyrir hvert lífssýni

RÁÐGERT er að stofna hér á landi eftir 2­3 vikur nýtt fyrirtæki á sviði erfðafræðirannsókna sem mun sérhæfa sig í krabbameinsrannsóknum og verður hlutafé þess í upphafi hátt í tuttugu milljónir dollara, eða 1,4 milljarðar íslenskra króna. Tryggvi Pétursson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að það muni greiða 8­10 þúsund krónur í sjóð fyrir hvert lífssýni sem tekið verður til rannsóknar. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 326 orð

Kartöflur eru teknar óvenju snemma upp í Þykkvabænum í ár

Kartöflur eru teknar óvenju snemma upp í Þykkvabænum í ár Uppskeran góð þrátt fyrir þurrkinn KARTÖFLUBÆNDUR í Þykkvabænum tóku fyrstu kartöflurnar upp 10. júlí og er það um það bil þremur vikum fyrr en á meðalári, að sögn Sigurbjarts Pálssonar, kartöflubónda á Skarði í Þykkvabæ. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 388 orð

Kaup á hlut í Landsbanka rædd við erlenda banka

RÆTT hefur verið við erlenda banka um kaup á eignarhlut í Landsbanka Íslands hf. og ef þær hugmyndir ganga eftir er gert ráð fyrir að sá eignarhluti ríkisins sem eftir stendur verði seldur hér innanlands og tryggt að eignaraðild verði dreifð. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 276 orð

Kaupfélagsstjóri KEA vill sameina fjölda kaupfélaga

EIRÍKUR S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KEA, vill sameina kaupfélög á Norðurlandi, Austurlandi og Vesturlandi í því skyni að skapa stórveldi í framleiðslu og verslun. Samanlögð velta umræddra kaupfélaga er á þriðja tug milljarða króna og því ljóst að ef sameiningin yrði að veruleika yrði til eitt stærsta fyrirtæki eða fyrirtækjasamstæða landsins. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 153 orð

Kenýaferð seldist upp samdægurs

JÓMFRÚARFERÐ ferðaskrifstofunnar Samvinnuferða/Landsýnar til Kenýa í Afríku, sem farin verður í lok október nk., seldist upp á einum degi eftir að hún hafði verið auglýst. Alls komast 480 manns með í ferðina, sem tekur viku, en auk þess eru 140 manns á biðlista, að sögn Helga Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Samvinnuferða/Landsýnar. Meira
30. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Krossgötur í Ketilhúsinu

KROSSGÖTUR er heiti á sýningu sem opnuð verður í Ketilhúsinu í Grófargili laugardaginn 1. ágúst kl. 14. Þrjár myndlistarkonur efna til sýningarinnar, þær Hrefna Harðardóttir, Sólveig Baldursdóttir og Guðrún Pálína Guðmundsdóttir. Hrefna og Sólveig hafa báðar fengist við höggmyndir en Guðrún Pálína notar fyrst og fremst pensilinn. Meira
30. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 119 orð

Margrét Bóasdóttir með þýsku dúói

SÍÐASTA tónleikahelgi Sumartónleika á Norðurlandi fer nú í hönd. Að þessu sinni eru flytjendur dúóið Lewark-Portugall frá Rheinland- Phaltz héraði í Þýskalandi, en það skipa þeir Egbert Lewark trompetleikari og Wolfgang Portugall orgelleikari. Margrét Bóasdóttir sópran syngur með á tveimur fyrstu tónleikunum. Fyrstu tónleikarnir í röðinni verða í Grenivíkurkirkju fimmtudagskvöldið 30. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Miklu stolið af rafmagnsverkfærum

AÐ SÖGN lögreglu í Reykjavík hefur talsvert verið um innbrot í nýbyggingar, vinnuskúra og verkstæði að undanförnu og þaðan stolið verðmætum rafmagnsverkfærum. Nokkrir aðilar hafa verið handteknir vegna þessara mála. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

Morgunblaðið/Ásdís Sólin lét loksins sjá sig

Morgunblaðið/Ásdís Sólin lét loksins sjá sig Á MEÐAN veðrið hefur leikið við Sunnlendinga í sumar hafa aðrir hefur sólarleysi hrjáð aðra. Þetta hefur sérstaklega átt við um norðausturhorn landsins, þar sem varla hefur sést til sólar. En sólin er farin að skína á norðausturhorninu. Meira
30. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 37 orð

Ný göngubrú

NÚ styttist í að gönguleið úr Glerárhverfi að Háskólanum á Akureyri eða upp í Gerðahverfi opnist, en unnið við að setja upp nýja göngubrú yfir stífluna á Glerá. Rafveita Akureyrar kostaði gerð brúarinnar. Meira
30. júlí 1998 | Miðopna | 1625 orð

Ótrúverðugasta vitnið Samkomulag Monicu Lewinsky við Kenneth Starr um friðhelgi og vitnisburð um ástarsamband við Bill Clinton

Samningur Starrs við Lewinsky markar tímamót í rannsókn á meintu misferli Clintons Ótrúverðugasta vitnið Samkomulag Monicu Lewinsky við Kenneth Starr um friðhelgi og vitnisburð um ástarsamband við Bill Clinton kom fáum á óvart. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Prjónandi trukkur ÞAÐ var ekki í fyrst

Prjónandi trukkur ÞAÐ var ekki í fyrsta sinnsem jarðgöng á Íslandi lokast með grjótflutningspallier það gerðist við Sultartangavirkjun um síðustuhelgi. Slíkt átti sér einnigtvisvar stað við framkvæmdir í Vestfjarðagöngum og var aðdragandinn þá sá sami, þ.e.gleymst hafði að láta pallana síga. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 880 orð

Sambærileg réttindi og hjá LSR og valfrelsi

Stofnsamningur hins nýja sjóðs var undirritaður á þriðjudaginn af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélögum starfsmanna þeirra. Þrjátíu sveitarfélög af 124 í landinu, þar sem er að finna um af stöðugildum starfsmanna sveitarfélaganna eru aðilar að sjóðnum nú, Meira
30. júlí 1998 | Landsbyggðin | 257 orð

Sérstakur póststimpill í Vesturfarasetrinu

Hofsósi-Í Vesturfarasetrinu á Hofsósi var nýverið opnuð lítil sýning um póstinn og póstsamgöngur á tímum fólksflutninga til Vesturheims. Er sýningunni ætlað að minna á veigamikið hlutverk póstsins fyrr á tíð og margþætt gildi bréfanna sem fóru milli Ameríku og Íslands í kjölfar vesturferða. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Sigldi upp á sker

BJÖRGUNARBÁTURINN Ásgeir M. fór til aðstoðar litlum báti sem sigldi upp á sker á Lönguskerjum í Skerjafirði laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá tilkynningaskyldunni losnaði báturinn af sjálfsdáðum af skerinu en Ásgeir M. fylgdi honum til hafnar. Ekki var um teljandi skemmdir á bátnum að ræða. Meira
30. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 39 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
30. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 39 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
30. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Skiptum lokið í þrotabúi Kaldbaks

SKIPTUM er lokið í þrotabúi frystihússins Kaldbaks á Grenivík, sem varð gjaldþrota í mars árið 1994. Upp í veðkröfur og lögveð á fasteignum þrotabúsins greiddust um 44,6 milljónir kr. Upp í forgangskröfur, sem voru að upphæð rúmar 19 milljónir kr, greiddust um 14,4 milljónir kr. eða um 75 af hundraði. Ekkert fékkst upp í almennar kröfur, sem samtals námu 121,3 milljónum kr. Meira
30. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 406 orð

Stjórnarþingmenn snúast gegn Netanyahu

ÍSRAELSÞING krafðist þess í gær, að þing yrði rofið og efnt til nýrra kosninga í landinu. Var aðeins um að ræða fyrstu atkvæðagreiðsluna af fjórum en þótt ólíklegt þyki, að tillagan nái endanlega fram að ganga, þá er niðurstaðan í gær mikill álitshnekkir fyrir Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 421 orð

SVFR leigir Leirvogsá til 5 ára

STANGAVEIÐIFÉLAG Reykjavíkur og Veiðifélag Leirvogsár hafa gert fimm ára samning um leigu á ánni. SVFR verður með ána frá næsta sumri til og með sumrinu 2003. Bergur Steingrímsson framkvæmdastjóri SVFR sagði í samtali við Morgunblaðið að hagsmunaaðilar væru samdóma um að nefna engar fjárupphæðir, en hann vildi taka fram að hann teldi að allir væru hæstánægðir með samkomulagið. Meira
30. júlí 1998 | Miðopna | 1624 orð

Sögulegur áfangi í vernd Atlantshafsins

Í SÍÐUSTU viku var haldinn í bænum Sintra í Portúgal fyrsti aðalfundur aðildarríkja OSPAR-samningsins um vernd Norðaustur-Atlantshafs. Fundinn sátu umhverfisráðherrar þeirra átján ríkja sem aðild eiga að samningnum en þau eru öll 15 ríki Evrópusambandsins, Ísland, Noregur og Sviss. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

Tjón metið að ári

AÐ sögn Ástu Stefánsdóttur, fulltrúa sýslumanns á Selfossi, verður ekkert gert í máli þýsku ferðamannanna sem keyrðu utan vegar í Kerlingarfjöllum fyrr en á næsta ári. Í skýrslu lögreglunnar um málið kemur fram að ekki sé hægt að segja til um það núna hvort um varanleg spjöll sé að ræða og segir Ásta að það verði metið á næsta ári þegar snjóa leysir hvort ferðamennirnir verða sektaðir. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Tveir Golf bílar gengnir út

SIGURÐUR Hlíðar Rúnarsson, níu ára Bílddælingur, vann 18. júlí sl. nýjan Volkswagen Golf í sumarflöskuleik Coca-Cola á Íslandi. Sigurður hafði undireins samband við starsfólk Vífilfells sem bauð vinningshafanum unga til Reykjavíkur til að veita Golfinum viðtöku. Mánudaginn 27. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 391 orð

Umræður um hagræðingu hjá bönkunum vekja ótta

"VIÐ teljum ótvírætt að gefa þurfi lengri tíma til að láta bankana sanna sig á hlutabréfamarkaði og að fáránlegt sé að ætla að huga að almennri sölu bankanna núna," segir Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, í tilefni ummæla ráðherra að undanförnu um umfangsmikla hagræðingu og sölu ríkisviðskiptabankanna. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Uppboð á tjöldum

HIÐ árlega uppboð Seglagerðarinnar á sýningartjöldum fer fram föstudaginn 31. júlí nk. við verslun fyrirtækisins við Eyjaslóð 7 kl. 14. Að venju verða boðin upp öll tjöld sem notuð hafa verið á sýningarsvæði í sumar og nokkur tjöld önnur sem fyrirtækið hefur fengið í umboðssölu. Tjöldin eru af öllum stærðum og gerðum og má áætla að um 60 tjöld verði boðin upp. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Upplýsingamiðstöð umferðarmála opin um helgina

UMFERÐARRÁÐ mun í samstarfi við lögreglu um allt land starfrækja upplýsingamiðstöð á skrifstofu ráðsins um verslunarmannahelgina. Þar verður safnað saman upplýsingum um umferðina, um ástand vega og annað það sem ætla má að geti orðið ferðafólki að gagni. Meira
30. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 301 orð

Útliti tveggja evrópeninga verður breytt

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) lagði í gær fram endurskoðaðar tillögur að útliti tveggja af átta myntpeningum evrósins, hins væntanlega sameiginlega Evrópugjaldmiðils, sem á að komast í umferð í öllum ellefu aðildarríkjum Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) í ársbyrjun 2002. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 713 orð

Var farið að skíðloga og hefði getað farið illa

LÚÐVÍK Kemp járnsmiður hafði vart komið sér fyrir í sæti Lockheed Tristar-vél flugfélagsins Atlanta á flugvellinum í Alicante á Spáni á leið til Íslands á mánudag þegar hann sá að ekki var allt með felldu í farangursgeymslu fyrir ofan næstu sætaröð fyrir framan hann. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 948 orð

Varpar nýju ljósi á grafsiði í frumkristni

VIÐ uppgröftinn á Þórarinsstöðum fundust tvær stoðarholur og vitað er um þá þriðju, en þær gefa til kynna að þar hafi verið stafkirkja. Engin slík hefur áður fundist hér á landi, þó að getið sé um þær í rituðum heimildum. Meira
30. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 328 orð

Veldur farsímanotkun krabbameini?

SAMBAND farsímanotkunar og krabbameins í heila verður kannað ítarlega á næstu fjórum árum á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem hyggst verja rúmum sjö milljörðum íslenskra króna til fjölþjóðlegrar rannsóknar, segir í grein í tímaritinu Nature Medicine. Meira
30. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 207 orð

Verkfallslok hjá GM

RÚMLEGA níu þúsund starfsmenn bandarísku bílasmiðjanna General Motors samþykktu í gær samkomulag um að hætta verkfalli í tveimur verksmiðjum fyrirtækisins. Verkföllin stóðu annars vegar í 54 daga og hins vegar í 47 og vegna þeirra voru um tíma meira en 200.000 starfsmenn fyrirtækisins verklausir. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð

Verslunarmannahelgarfjör í Nýkaupi

FYRIR verslunarmannahelgina er jafnan mikil örtröð í matvöruverslunum. Í tilefni frídaganna ætla Nýkaupsverslanirnar á Eiðistorgi og Garðatorgi að færa fjör í leikinn með því að hafa landskunna matreiðslumeistara á staðnum til að ráðleggja viðskiptavinum milli kl. 16 og 18 fimmtudag og föstudag. Auk þess leika kunnir harmonikuleikarar hressileg íslensk lög. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 273 orð

Verslunarmannahelgin í Viðey

DAGSKRÁ verður með venjubundnum hætti í Viðey um næstu helgi en þó bætist einn sunnudagur við, þ.e. frídagur verslunarmanna, mánudaginn 3. ágúst. Á laugardag verður um tveggja tíma gönguferð og hefst við kirkjuna kl. 14.15. Meira
30. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Þeir voru að fá'ann

PEYJARNIR í Garðinum hafa verið að fá ágætis fisk á Gerðabryggjunni undanfarna daga. Félagarnir Ágúst og Tómas voru að rogast með aflann í plastpoka og við nánari skoðun kom í ljós að þetta var vænn þaraþorskur. Ekki er auðvelt að landa aflanum en þeir bjarga sér strákarnir. Þeir klifra niður stiga sem er á bryggjunni, fiskinum er stýrt að stiganum og síðan er honum dröslað upp á bryggjuna. Meira
30. júlí 1998 | Landsbyggðin | 361 orð

Þjóðhátíðarundirbúningur á lokastigi

Þjóðhátíðarundirbúningur í Herjólfsdal er nú á lokastigi. Hann hefur gengið afar vel enda hefur veðrið leikið við Eyjamenn í sumar. Búið er að reisa Tjarnarsvið, Brekkusvið og sölubúðir auk þess sem kínverska hofið, myllan, vitinn og brúin yfir Tjörnina eru komin á sinn stað. Meira

Ritstjórnargreinar

30. júlí 1998 | Leiðarar | 662 orð

FORELDRAR Á VARÐBERGI

leiðariFORELDRAR Á VARÐBERGI Á óhugnanlegi atburður sem varð í Fossvogi á mánudagskvöld, þegar maður ógnaði tveimur sjö ára stúlkubörnum með hnífi, hefur af skiljanlegum ástæðum fyllt foreldra ótta og reiði. Um miðjan mánuðinn gerðist það að maður hafði í frammi kynferðislega tilburði við tvær sex ára stúlkur í Fossvogi. Meira
30. júlí 1998 | Staksteinar | 345 orð

»Gæðastjórnun íslenskra fyrirtækja DROPINN heitir rit Gæðastjórnunarfélags Ísl

DROPINN heitir rit Gæðastjórnunarfélags Íslands. Annað tölublað 5. árgangs kom út í júní síðastliðnum og þar segir, að "mælingar í gæðastarfi séu ein af forsendum þess að ná árangri. Í LEIÐARA blaðsins segir: "Að mæla er að vita og með mælingum geta fyrirtæki gert sér betur grein fyrir stöðu þess á hverjum tíma og gripið til aðgerða ef þurfa þykir. Meira

Menning

30. júlí 1998 | Tónlist | -1 orð

Átakslaus gítarleikur

Halldór Már Stefánsson, Maria José Boira, Fransesco Ballart og David Murgadas fluttu tónlist eftir Liobet, Mompou, Brouwer, Ravel, Torroba og Granados. Þriðjudagurinn 28. júlí, 1998. MOSAIK gítarkvartettinn hélt tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sl. þriðjudag. Meira
30. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 472 orð

Bráðgott innlegg

Fyrsta persóna eintölu, breiðskífa Gálunnar. Júlíus Guðmundsson, sem kallar sig Gáluna, semur öll lög nema tvö, alla texta nema tvo og útsetur, stýrir upptökum og hljóðblandar plötuna, syngur og leikur á öll hljóðfæri, banjó, bassa, clavinett, harmonikku, kassagítar, mandólín, munnhörpu, orgel, píanó, rafgítar, Rhodes rafpíanó, selló, sítar, slagverk, trommur og þverflautu. Meira
30. júlí 1998 | Tónlist | -1 orð

Daufir tónleikar

Egbart Lewark trompetleikari og Wolfgang Portugall orgelleikari fluttu verk eftir Torelli, Fr.Couperin, Krebs, Franck og Eben. Sunnudagurinn 26. júlí 1998. TÓNLEIKARNIR hófust á konsert í D-dúr og eins segir í efnisskrá "fyrir pikkalótrompet og orgel", eftir Torelli. Piccolo-trompet var smíðaður á seinni hluta 19. Meira
30. júlí 1998 | Menningarlíf | 207 orð

Efinn, óttinn og örvæntingin

ZBIGNIEW Herbert, eitt af kunnustu skáldum Pólverja, lést í gær í Varsjá 73 ára að aldri. Herbert var meðal þeirra skálda sem vöktu fyrst verulega athygli utan Póllands á sjötta áratugnum fyrir opna og beinskeytta ljóðlist sem snerist gegn stjórnvöldum í Póllandi. Meira
30. júlí 1998 | Menningarlíf | 114 orð

Elanor sýnir í Galleríi Listakoti

OPNUÐ hefur verið sýning á verkum skosku grafíklistakonunnar Elanor Symms í Galleríi Listakoti, Laugavegi 70. Á sýningunni eru þrykk gerð með blandaðri tækni og ætingum. Í myndum sínum leitast Elanor við að tjá hughrif sín af vatni og náttúru, sem birtist hér í björtum og lifandi myndum. Elanor er fædd í London 1963 en hefur búið í Skotlandi síðan 1971. Meira
30. júlí 1998 | Menningarlíf | 935 orð

"Eldskírn" í þrumum og eldingum

GUÐMUNDUR Emilsson hljómsveitarstjóri þreytti frumraun sína sem aðalhljómsveitarstjóri og tónlistarstjóri lettnesku fílharmóníuhljómsveitarinnar í Ríga á tónleikum þar í borg 12. júní síðastliðinn að viðstöddum á þriðja hundrað gesta í tónleikasal sem kenndur er við Wagner. Meira
30. júlí 1998 | Menningarlíf | 396 orð

Finnsk myndlist ­ að innan og utan

KUNSTHALLE í Helsinki hefur í sumar verið vettvangur Finnska þríæringsins sem nú er haldinn öðru sinni. Fjórtán finnskir samtímalistamenn sýna þar verk sín. Sýningarstjórar eru tveir, Barbara Straka, forstöðukona Haus am Waldsee í Berlín, og finnski málarinn Tero Laaksonen, Meira
30. júlí 1998 | Myndlist | 520 orð

Frá síðustu árum Nínu

Opið kl. 14­17 alla daga nema mánudaga. Sýningin stendur til 2. ágúst. NÍNA Tryggvadóttir (1913­ 1968) skildi eftir sig myndir sem án efa munu margar verða taldar með því merkasta í íslenskri listasögu tuttugustu aldar. Hins vegar var lífshlaup hennar ekki átakalaust. Meira
30. júlí 1998 | Menningarlíf | 300 orð

"Hlýhugur Letta eftirminnilegur"

SIGURÐUR Bragason baritónsöngvari og stjórnandi kóra Árnesinga í Reykjavík og Kvennaskólans í Reykjavík lýsir för sinni og kóranna tveggja ásamt píanóleikaranum Bjarna Jónatanssyni til Lettlands í júní sem hreinu ævintýri. Meira
30. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 255 orð

Íslendingaskemmtun í Seattle

AFKOMENDUR Íslendinga eru víða niðurkomnir og flestir tilheyra þeir Íslendingafélagi sem heldur upp á þjóðhátíðardaginn okkar. Það gerði einmitt "The Icelandic Club of Greater Seattle". Veislunni stjórnaði Hrefna Milner af mikilli röggsemi. Meira
30. júlí 1998 | Menningarlíf | 246 orð

Nýjar bækur BÓK um hvali og hvalaskoðun vi

BÓK um hvali og hvalaskoðun við Ísland er nýkomin út á ensku og þýsku og klemur innan skamms út á íslensku. Höfundurinn er Mark Carwardine. Í kynningu segir: "Í bókinni er að finna margar stórbrotnar myndir af þessum risaskepnum sjávarins, kraftmikil og stílhrein bók. Meira
30. júlí 1998 | Menningarlíf | 168 orð

Orgel og trompet í Hallgrímskirkju

GUÐMUNDUR Hafsteinsson trompetleikari og Eyþór Ingi Jónsson organisti frá Akranesi leika á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju í hádeginu í dag, fimmtudag, kl. 12-12.30. Efnisskráin er tvíþætt, annars vegar fimm verk frá barokktímabilinu og síðan tvö frá þessari öld. Meira
30. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 299 orð

Óstýrilátir bræður Hin villta Ameríka (Wild America)

Framleiðsla: Gary Barber. Leikstjórn: William Dear. Handrit: David Michael Wieger. Kvikmyndataka: David Burr. Tónlist: Joel McNeely. Aðalhlutverk: Jonathan Taylor Thomas, Devon Sawa og Scott Bairstow. 101 mín. Bandarísk. Sam-myndbönd, júlí 1998. Leyfð öllum aldurshópum. Meira
30. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 240 orð

Prinsarnir eru sárir

WILLIAM og Harry, synir prinsins af Wales, eru víst mjög sárir yfir því að "Sunday Mirror" kjaftaði frá óvæntri afmælisveislu sem þeir drengir ætluðu að gleðja föður sinn með í tilefni fimmtugsafmælis hans. Faðir þeirra var einnig sár yfir því að umrætt dagblað skyldi ekki geta meðhöndlað upplýsingarnar af meiri varfærni og kurteisi. Meira
30. júlí 1998 | Menningarlíf | 164 orð

Ragnar Jónsson sýnir í Washington D.C.

NÚ stendur yfir málverkasýning Ragnars Jónssonar í galleríinu "Art on the 6th floor" sem er til húsa í Washington Design Center. Á sýningunni eru 17 málverk, unnin í gull, silfur og olíu á striga og pappír. Þema sýningarinnar er "Novus modus seclorum" eða "Ný lífssýn". Meira
30. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 265 orð

Rolling Stones í Malaga

ÞAÐ var mikið um dýrðir á tónleikum The Rolling Stone í Malaga á Spáni 18. júlí síðastliðnum þar sem saman voru komnir 65 þúsund aðdáendur. Tvær rútur með spenntum íslendingum á vegum Heimsferðar innanborðs fóru á tónleikana og er óhætt að segja að þeir hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum. Meira
30. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 287 orð

Rótari í skítverkin

SVO óheppilega vildi til síðasta föstudag að einn þjóninn vantaði í sýninguna "Þjónn í súpunni", sem sýnd er í Iðnó um þessar mundir. Hins vegar vildi svo heppilega til að salurinn var fullur af áhorfendum og auðvelt að finna einn "þjónslegan" til aðstoðar. Meðal áhorfenda var m.a. hljómsveitin "Skítamórall", sem á lagið "Bak við bláu augun" í sýningunni. Meira
30. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 213 orð

Situr fyrir hjá Playboy

FYRIRSÆTAN Cindy Crawford ætlar ekki að gerast siðprúð og íhaldssöm þrátt fyrir nýafstaðna giftingu sína og Rande Gerber og ætlar að tína af sér spjarirnar fyrir karlatímaritið Playboy, sem fjallaði nýlega um íslenska fegurð. Fregnir herma að fyrirsætan, sjónvarpskonan og leikkonan Cindy muni prýða síður októberheftis blaðsins sem án efa mun seljast eins og heitar lummur. Meira
30. júlí 1998 | Menningarlíf | 61 orð

Sýningum lýkur

GUÐBJÖRG Lind Jónsdóttir sýnir þrettán olíumálvek í Norska húsinu í Stykkishólmi. Sýningin er opin frá kl. 11-17 og lýkur á föstudag, 31. júlí. Hafnarborg Í HAFNARBORG eru tvær sýningar, annars vegar sýningin Hafnarfjarðarmótív og hins vegar sýningin "Andlit bæjarins" í Apótekinu. Sýningunum lýkur báðum 3. ágúst nk. og eru opnar frá kl. 12-18, alla daga nema þriðjudaga. Meira
30. júlí 1998 | Menningarlíf | 45 orð

Tónleikar endurteknir í Listasafni Sigurjóns

SPÆNSKI gítarkvartettinn Mosaic hélt tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sl. þriðjudag fyrir fullu húsi. Þar sem svo margir urðu frá að hverfa verða tónleikarnir endurteknir í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20.30. Forsala miða fer fram í safninu milli kl. 14 og 17. Meira
30. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 36 orð

Wagner óperuhátíðin

ÞÝSKA söngkonan Margot Werner og eiginmaður hennar Ludo mættu á opnunarathöfn hinnar árlegu Wagner óperuhátíðar í Bayreuth í Þýskalandi um helgina. Óperuhátíðin stendur yfir í fjórar vikur og þykir einn af merkilegri menningarviðburðum ársins. Meira
30. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 587 orð

Þrír vinir og ein kona Frumsýning

FRANK (Rufus Sewell) er atvinnulaus leikari sem er í sífelldri keppni um allt milli himins og jarðar við vin sinn Daniel (Tom Hollander), en hann er á hraðri uppleið í tónlistarbransanum, með glæsilegan lífsstíl og næmt auga fyrir öllu fögru. Þriðji vinurinn er svo Laurence (Joseph Fiennes) sem er sáttasemjari þeirra og dómari en alls ekki laus við eigin vandamál. Meira
30. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 333 orð

Þægileg á Álafoss föt bezt

Í DESEMBER síðastliðnum var opnað veitingahúsið Álafoss föt bezt sem dregur nafn sitt af auglýsingu á gafli hússins sem til margra ára hýsti fyrirtækið Álafoss í Mosfellsbæ. Það voru bræðurnir Karl og Steinar Tómassynir og eiginkonur þeirra, Líney Ólafsdóttir og Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir, sem ákváðu að gera húsnæðið upp og starfrækja þar skemmtistað. Meira

Umræðan

30. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 140 orð

Athugasemd við grein Frá Haraldi Ágústssyni: MIG langar til að g

MIG langar til að gera smá athugasemd við grein Jónu G. Ólafsdóttur um Þuríði Sigurðardóttur í Morgunblaðinu 24. júlí sl. Í greininni er sagt frá því að Þuríður hafi verið elst barna Sigurðar Jónssonar, fangavarðar. Þetta er ekki rétt því faðir minn, Ágúst Sigurðsson, prentari, var elstur barna Sigurðar Jónssonar og Marie Kathrine f. Nissen. Meira
30. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 173 orð

Danska er hindrun Itamar Even-Zohar: VIGDÍS Finnbogadóttir, fyr

VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hefur sagt að Íslendingum beri að læra danska tungu til þess að geta betur haldið tengslum við hin Norðurlöndin. Ég held því hins vegar fram að danska sé orðin að HINDRUN í vegi þessara tengsla. Danska er orðin svo torskilið tungumál, að væri hún lifandi líkami yrði maður að mæla með tafarlausri aðgerð til þess að bjarga henni. Meira
30. júlí 1998 | Aðsent efni | 973 orð

Endurskipuleggja þarf kennaramenntunina

MÖRGUM er enn í fersku minni það reiðarslag sem þjóðin mátti þola fyrir hálfu öðru ári þegar kunngerð var niðurstaða svokallaðrar TIMSS-könnunar um kunnáttu grunnskólanemenda í svonefndum raungreinum. Íslensk börn reyndust standa að baki jafnöldrum sínum í þeim menningarlöndum sem við viljum mæla okkur við. Meira
30. júlí 1998 | Aðsent efni | 886 orð

Eru Íslendingar ógestrisnir?

MARGT hefur í gegnum tíðina verið sagt um okkur Íslendinga sem þjóð. Við erum ekki einungis hamingjusamasta þjóð í heimi, heldur erum við líka gestrisin, góð heim að sækja, vinir vina okkar og sitthvað fleira. Eitthvað er þetta að vefjast fyrir okkur þessa dagana. Meira
30. júlí 1998 | Aðsent efni | 672 orð

Hvað heldur hann að hann sé?

HVAÐ heldur hann að hann sé? Þessi spurning gekk gjarnan á milli okkar krakkanna heima í sveitinni ef einhver þóttist skara fram úr á kostnað okkar hinna. Þannig afgreiddum við stundum hin flóknustu mál því "samskiptakortið" í okkur náði ekki að afgreiða einhverjar illskiljanlegar kenndir. Meira
30. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 703 orð

Látum ekki í minni pokann fyrir vímuefnum Frá Kolbeini Sigurðssyni:

FRAMUNDAN er stóra helgin "vitlausramannahelgin". Um þessa helgi finnst mörgum Íslendingum í lagi að ákveðin lög séu brotin. Þ.e.a.s. að fólk langt undir aldri drekki "pínulítið" áfengi. Það virðist komin hefð á vitleysuna að unglingar landsins flykkist til sveita og drekki áfengi. Meira
30. júlí 1998 | Aðsent efni | 898 orð

Opinberun verkakonu

EFTIRFARANDI slúðurfrétt birtist í DV hinn 14. júlí sl.: "Á landsfundi allaballa fyrir skömmu vakti Guðmunda nokkur Pétursdóttir athygli fyrir skelegga framgöngu sína í stuðningi við tillögu formanns flokksins um að stefnt skyldi að sameiginlegu framboði. Slíkt er svo sem ekki í frásögur færandi, enda var hún einn fulltrúanna af Suðurlandi en þar nýtur Margrét Frímannsdóttir yfirburðafylgis. Meira
30. júlí 1998 | Aðsent efni | 611 orð

Svik Framsóknarflokks Halldórs Ásgrímssonar

ÞEGAR Alþýðuflokkurinn hafði farið með stjórn tryggingamála í fjögur ár og sýnt í verki hug sinn til öryrkja fannst Framsóknarflokknum upplagt að bjóða fram undir slagorðinu "fólk í fyrirrúmi". Með nýjum formanni og nýju fólki var okkur lofað að nú skyldu kjör hinna verst settu loksins hafa forgang. Meira
30. júlí 1998 | Aðsent efni | 682 orð

Verkefni fyrir vinstriflokk

ÞAÐ er skjálftavirkni á íslenskum launamarkaði um þessar mundir. Það eru ekki bara hjúkrunarfræðingar, sem hafa sagt láglaunastefnunni stríð á hendur, aðrar fagstéttir innan heilbrigðisgeirans eru að búa sig undir að segja upp störfum sínum. Grunnskólakennarar hafa þegar hafið tangarsókn á hendur launagreiðendum, sem á eftir að breiðast út um land allt. Loks segir Morgunblaðið frá því 28.6. sl. Meira
30. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 397 orð

Viðey ­ hjarta þjóðarinnar Frá Steingrími St. Th. Sigurðssyni: D

DAGURINN rann upp heiðskír. Sunnudagur um nónbil. Hámessa að kaþólskum sið í Viðey, sem öldum saman var hjarta og púls íslenzku þjóðarinnar ­ að minnsta kosti fram að siðaskiptum. Kirkjan í Viðey er næstelzta guðshús á Íslandi, töfrum slegin kirkja og rúmar 60 ­ 70 manns í sæti. Fimm mínútum áður en messan hófst var byrjað að hringja til tíða. Meira

Minningargreinar

30. júlí 1998 | Minningargreinar | 72 orð

Anna Gísladóttir

Elsku besta langamma okkar. Allar minningarnar um þig eru svo ljúfar og hlýjar og söknuður okkar er mikill. Alla tíð hefur samband okkar verið mikið og náið og allar samverustundirnar svo ljóslifandi á þessari stundu. Þær geymum við í hjörtum okkar, elsku amma. Hvíl þú í friði. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 254 orð

Anna Gísladóttir

Verndi þig vina og vaki yfir þér, góður Guð á himnum svo gæskuríkur er. Gleymdu ekki Guði og gáðu vel að því gatan hans er greiðfær gæfurík og hlý. Hann bænir heyrir þínar hugsun þína sér þú veist það, kæra vina hann vakir yfir þér. (AH) Flestum er ljóst að jarðlíf okkar allra tekur enda að lokum. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 212 orð

Anna Gísladóttir

Elsku amma mín er dáinn. Ótal minningar streyma að og þær munu ylja mér um ókomin ár. Minningunum um ömmu og afa frá Neðri-Harrastöðum mun ég aldrei gleyma, hversu mikla ást þau gáfu mér og umhyggju og vöktu yfir velferð minni alla tíð. Elsku amma barðist hetjulega við veikindi síðustu mánuðina. Alltaf var hún jákvæð og vildi síst af öllu að við fjölskyldan hefðum áhyggjur af veikindum hennar. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 186 orð

Anna Gísladóttir

Víða til þess vott ég fann þó venjist oftar hinu; að Guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. (Bólu-Hjálmar.) Nú hefur einn þessara gimsteina yfirgefið jarðlífið eftir 87 ára göngu og mikið og farsælt starf. ­ Hún Anna Gísladóttir barst frá Skagaströnd til Kumbaravogs, þar sem kynni okkar og vinátta hófst. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 214 orð

ANNA GÍSLADÓTTIR

ANNA GÍSLADÓTTIR Anna Gísladóttir var fædd á Saurum í Kálfshamarsvík 7. ágúst 1911. Hún lést á Kumbaravogi á Stokkseyri 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Eiríksdóttir og Gísli Jónsson og áttu þau 13 börn. Öll eru þau látin nema Gísli Guðlaugur Gíslason. Anna giftist 1933 Davíð Sigtryggssyni, f. 14. ágúst 1903, d. 3. júlí 1971. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 303 orð

Bjarni Sigurðsson

Elsku Bjarni frændi, mig langar að minnast þín með þessum orðum. Fyrir aðeins viku heimsótti ég þig á Sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem þú hefur verið síðan í maí. Það var ánægjulegt að sjá hve hress og kátur þú varst, stríðinn að vanda og gerðir að gamni þínu. Þú áttir að fá að fara út í Vík í næstu viku á Sjúkraskýlið sem var þinn dvalarstaður og þú hlakkaðir mikið til. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 33 orð

BJARNI SIGURÐSSON

BJARNI SIGURÐSSON Bjarni Sigurðsson var fæddur á Folafæti í Ísafjarðardjúpi 24. desember 1920. Hann lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 21. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hólskirkju í Bolungarvík 25. júlí. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 33 orð

Guðmundur Kristmundsson

Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. (Ásmundur Ein.) Guð geymi þig, elsku afi, kveðja frá Jóhönnu Ester og Elvari. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 213 orð

Guðmundur Kristmundsson

"Ég var lítið barn og ég spurði móður mína hver munur væri á gleði og sorg. Móðir mín strauk yfir hár mitt og svaraði: Sá maður sem aldrei kennir sorg í hjarta sínu getur ekki glaðst því hann þekkir ekki sorgina. (Þórunn Magnea.) Elsku hjartans afi minn, ég kveð þig í dag með söknuð í hjarta. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 181 orð

Guðmundur Kristmundsson

Kveðja frá vinum Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Úr Spámanninum. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 264 orð

GUðMUNDUR KRISTMUNDSSON

GUðMUNDUR KRISTMUNDSSON Guðmundur Kristmannsson fæddist á Stokkseyri 14. desember 1930. Hann varð bráðkvaddur í Portúgal hinn 16. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristmann Gíslason, smiður og sjómaður frá Stokkseyri, f. 22. jan. 1887, d. 14. okt. 1959, og Guðrún Sæmundsdóttir, húsmóðir frá Eyrarbakka, f. 14. júlí 1900, d. 2. des. 1972. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 1097 orð

Gunnar S. Júlíusson

Mér er það afar ljúft að minnast frænda míns og vinar, Gunnars Skjaldar Júlíussonar frá Sunnuhvoli, sem lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, þann 13. júlí síðastliðinn eftir langvarandi veikindi, á sextugasta og áttunda aldursári. Gunni Júl., en svo var hann ætíð nefndur meðal samtíðarmanna sinna, fæddist í Sunnuhvoli á Dalvík og ólst þar upp fram yfir fermingu. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 191 orð

GUNNAR S. JÚLÍUSSON

GUNNAR S. JÚLÍUSSON Gunnar Skjöldur Júlíusson fæddist í Sunnuhvoli á Dalvík 1. apríl 1931. Hann lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, 13. júlí síðastliðinn. Foreldrar Gunnars voru Jónína Jónsdóttir, húsmóðir, f. 7.4. 1887 á Tjörn, d. 25.2. 1967, og Júlíus Jóhann Björnsson, útvegsbóndi, f. 15.6. 1885 í Brekkukoti, d. 1.6. 1946. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 364 orð

Jóhann Indriðason

Nú eru liðnir hart nær tveir áratugir frá því að Jóhann Indriðason réð mig í vinnu í Stálsmiðjuna. Það var ekki laust við að ég bæri óttablandna virðingu fyrir þessum háa og kraftmikla manni. Jóhann gegndi starfi yfirverkstjóra og sem slíkur vann hann óaðfinnanlegt verk. Hann var alls staðar og fylgdist með öllum verkum. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 453 orð

Jóhann Indriðason

Í dag kveð ég gamlan og góðan vin, Jóhann Indriðason, járnsmið, sem lést föstudaginn 24. júlí síðastliðinn. Þennan dag reri Jóhann, sem oftar, út á Meðalfellsvatn og í þetta sinn á kajak, sem hann hafði verið að dytta að og prófa. Hann náði ekki landi, hérna megin lífs, en sigldi beint á feðranna fund. Rætur Jóhanns lágu í Eyjafirði. Járnsmíði lærði hann í Atla hf. á Akureyri. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 213 orð

JÓHANN INDRIÐASON

JÓHANN INDRIÐASON Jóhann Indriðason fæddist á Botni í Eyjafirði 1. júní 1926. Hann lést 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar Jóhanns voru Helga Hannesdóttir, f. 20. janúar 1892, d. 7. janúar 1976, og Indriði Helgason, f. 26. janúar 1869, d. 20. júní 1939. Systkini Jóhanns eru María, f. 14. júlí 1915, Þorbjörn, f. 2. ágúst 1917, d. 1979, Hallgrímur, f. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | -1 orð

Sigfús Þórir Styrkársson

Sigfús mágur minn er látinn. Ég fylgdi Sigfúsi á Borgarspítalann aðfaranótt 23. júlí, hann lést þar nokkrum klukkustundum síðar. Frá þessum síðustu samverustundum með Sigfúsi er mér minnisstæðast hæglátt bros hans er ég spurði hann hvernig honum liði? "Ekki sem verst, þetta er heldur betra. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 418 orð

Sigfús Þórir Styrkársson

Við systkinin sem ólumst upp á Hagamel 30 vorum barnung þegar Sigfús Þórir Styrkársson kvæntist Guðríði frænku okkar og varð þannig hluti af stórfjölskyldunni. Í þá daga vorum við tíðir gestir hjá ömmu og afa á Brunnstígnum og þau eldri okkar muna vel eftir fyrstu heimsóknum Sigfúsar þangað. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 420 orð

Sigfús Þórir Styrkársson

Í hverju húsi er ákveðið samfélag og ræðst samfélagsgerðin af því hverjir í húsinu búa hverju sinni. Reglur eru oftast óskráðar, en samt hljómar einhver tónn sem gefur íbúum hvers húss til kynna hver samhljómurinn skuli vera og eftir honum er farið. Þegar ég festi kaup á íbúð í húsinu Ægisíðu 50 fyrir rúmum sjö árum fylgdi því viss eftirvænting. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 241 orð

SIGFÚS ÞÓRIR STYRKÁRSSON

SIGFÚS ÞÓRIR STYRKÁRSSON Sigfús Þórir Styrkársson fæddist í Miðdalahreppi í Dalasýslu 13. apríl 1933. Hann lést á Borgarspítalanum í Fossvogi 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Unnur Ingibjörg Sigfúsdóttir, f. 3.12. 1901, d. 20.10. 1988, og Styrkár M. Guðjónsson, f. 9.11. 1900, d. 12.9. 1987. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 660 orð

Þorgerður Gísladóttir

Í dag verður til moldar borin frá Grenjaðarstaðarkirkju elskuleg móðir mín, Þorgerður Gísladóttir. Hún var fædd og uppalin í Presthvammi í Aðaldal, yngst 10 systkina og kveður síðust þeirra þennan heim. Hún var alin upp við mikið ástríki foreldra og systkina og var Presthvammsheimilið þekkt fyrir einstakan myndar- og rausnarskap. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 58 orð

Þorgerður Gísladóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 372 orð

Þorgerður Gísladóttir

Ýmsar minningar hafa flogið í gegnum huga okkar undanfarna daga, þegar hún amma okkar er farin og búin að fá hvíldina. Hún amma á Hring eða amma á Grund, eins og við kölluðum hana nú í seinni tíð, var sterk kona. Áföllin sem hún var búin að ganga í gegnum voru mörg. Ung missti hún afa og var búin að missa tvö börn áður. Oft hefur maður hugsað um hvað sé hægt að leggja á eina konu. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 288 orð

ÞORGERðUR GÍSLADÓTTIR

ÞORGERðUR GÍSLADÓTTIR Þorgerður Gísladóttir var fædd í Presthvammi í Aðaldal 6. nóvember 1909. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 20. júlí síðastliðinn. Hún var yngst 10 barna hjónanna Helgu Sigurveigar Helgadóttur frá Hallbjarnarstöðum í Reykjadal, f. 26. febrúar 1866, d. 7. sept. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 547 orð

Þórður Þórðarson

Ástkær faðir minn er látinn. Fréttin var svo óvænt og viðbrögðin slík. Jafn ótímabært lát svo náins ástvinar kölluðu fram allskyns viðbrögð. Fyrst kom sjokkið, svo sorgin og einmanaleikinn og loks reiðin. Meira
30. júlí 1998 | Minningargreinar | 26 orð

ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON

ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON Þórður Þórðarson fæddist í Keflavík 2. nóvember 1943. Hann lést í Landspítalanum 27. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 3. júlí. Meira

Viðskipti

30. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 103 orð

BT segir upp 6.000 á árinu

BREZKI fjarskiptarisinn British Telecommunications Plc býst við að segja upp 5-6.000 starfsmönnum á þessu ári, aðallega vegna aukinnar framleiðni. Á fyrsta ársfjórðungi sagði BT upp 2.000 starfsmönnum og nam starfslokakostnaður 40 milljónum punda, en starfsmenn eru alls um 121.000. Meira
30. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 230 orð

Dow styrkir evrópsk hlutabréf

HIKANDI umskipti í Wall Street styrktu lokagengi evrópskra hlutabréfa og markið hækkaði gegn dollar, jeni og pundi. Enginn hefur áhyggjur af pólitískri áhættu í Þýzkalandi," sagði fulltrúi Deutsche Morgan Grenfell. Gengi marks gegn dollar er með því hæsta í átta vikur, markið hefur ekki verið hæra gegn jeni í sex vikur og ekki hærra gegn pundi í sjö vikur. Meira
30. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Unilever sekt um samkeppnisbrot

BRESKA samkeppnisstofnunin hefur kveðið upp þann úrskurð, að Birds Eye Walls, eitt af fyrirtækjum Unilever-samsteypunnar, hafi brotið samkeppnislög og gegn almannahagsmunum en fyrirtækið er umsvifamikið í sölu rjómaíss. Meira

Daglegt líf

30. júlí 1998 | Ferðalög | 394 orð

Aldrei fleiri ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu

Aldrei fleiri ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu ALDREI hefur jafnmargt ferðafólk lagt leið sína í uppsveitir Árnessýslu og í sumar, að mati þeirra sem reka fyrirtæki í ferðaþjónustu. Mönnum ber saman um að ástæðan sé góða veðrið sem verið hefur í sumar en flesta daga hefur verið bjartviðri og hitinn 17-22 stig yfir daginn. Meira
30. júlí 1998 | Neytendur | 53 orð

ARK-öryggiskerfi með umboð fyrir Crow

"ARK-ÖRYGGISKERFI hefur tekið við umboði fyrir öryggisbúnað frá Crow, sem framleitt er í Ísrael. CROW er meðal stærstu framleiðenda á hreyfiskynjurum í heiminum, ásamt myndavélaeftirlitskerfum sem henta vel öllum stærðareiningum fyrirtækja," segir í fréttatilkynningu. Meira
30. júlí 1998 | Afmælisgreinar | 1084 orð

Auður Sveinsdóttir Laxness

Auður á Gljúfrasteini er áttatíu ára ung í dag. Um hana á ekki við að nota lýsingarorðið gamall svo vel ber hún aldurinn. Auður er ung í anda, lifandi og lífsglöð, víðsýn og nútímaleg í hugsun. Hún lifir fyrir líðandi stund og hið ókomna þótt glitrandi minningasjóður hins liðna sé innan seilingar og notalegt geti verið að láta hugann hvarfla til ánægjustunda fyrri tíðar. Meira
30. júlí 1998 | Neytendur | 430 orð

Ekki æskilegir fyrir börn og unglinga

BÖRN og unglingar sækja mikið í orkudrykki. En henta drykkirnir þessum hópi? "Nei, tvímælalaust ekki og á einum þessara drykkja er beinlínis staðhæft að hann sé ekki fyrir börn," segir Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur og næringarráðgjafi á Landsspítalanum og í World Class. Meira
30. júlí 1998 | Ferðalög | 181 orð

Gönguferðir, bátsferðir og útsýnisflug

FYRIRTÆKI í ferðaþjónustu í Mývatnssveit bjóða upp á sérstaka ferða- og fjölskylduhelgi um verslunarmannahelgina þar sem valið stendur á milli ýmissa leiða til útivistar og afþreyingar. Sem dæmi má nefna lengri og styttri gönguferðir, til dæmis frá Garði í Dimmuborgir eða um Leirhnjúkssvæðið í Reykjahlíð. Meira
30. júlí 1998 | Neytendur | 169 orð

Hlý nærföt og góðir skór

MARGIR leggja land undir fót nú um verslunarmannahelgina og sofa í tjaldi. En hvernig er best að búa sig í útileguna og að hverju þarf að huga áður en lagt er í hann? Valdimar Kristinsson hjá Skátabúðinni segir grundvallaratriði að hafa réttan fatnað meðferðis, hollan mat og vera búinn að yfirfara útilegubúnaðinn. Meira
30. júlí 1998 | Ferðalög | 182 orð

Nýtt sæluhús á gömlum grunni

UNDANFARIN ár hefur mikil uppbygging átt sér stað í Landmannahelli á Landmannaafrétt en þangað má komast af Dómadalsleið. Yfir eina vatnslitla á er að fara, Helliskvísl, sem flestum bílum er fær ef þeir draga ekki kviðinn með veginum. Að sögn Jóns Þórðarsonar, eins forsvarsmanna Hellismanna ehf. Meira
30. júlí 1998 | Ferðalög | 167 orð

Siglt á Þingvallavatni um verslunarmannahelgina

ÞEIR sem leggja leið sína um Þingvelli um verslunarmannahelgina geta séð Þingvallasvæðið frá nokkuð öðru sjónarhorni en venjulega með því að bregða sér í útsýnissiglingu um vatnið með Himbrimanum, segir í tilkynningu frá Þingvallavatnssiglingum. Meira

Fastir þættir

30. júlí 1998 | Í dag | 131 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 31. júlí, verður sjötíu og fimm ára Lilja Sigurðardóttir kennari, Möðruvallastræti 1, Akureyri. Eiginmaður hennar var Sigurður Jónasson frá Hróarsdal en hann lést árið 1989. Lilja tekur á móti gestum í Félagsheimilinu í Hegranesi, Skagafirði, laugardaginn 1. ágúst kl. 16. Meira
30. júlí 1998 | Í dag | 36 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 30. júlí, verður áttræð Auður Sveinsdóttir Laxness, Gljúfrasteini, Mosfellsbæ. Eiginmaður hennar var Halldór Kiljan Laxness, rithöfundur. Auður tekur á móti gestum í Félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ milli kl. 17-19 í dag. Meira
30. júlí 1998 | Í dag | 496 orð

AÐ ER vandlifað í henni veröld hugsaði skrifari dagsins

AÐ ER vandlifað í henni veröld hugsaði skrifari dagsins er hann sá frétt í síðustu viku um kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna of góðrar þjónustu Landssímans. Oftsinnis hefur verið kvartað yfir vinnubrögðum þessa fyrirtækis, sem lengi starfaði í skjóli einokunar, en er fyrir nokkru orðið háeff. Meira
30. júlí 1998 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 11. júlí sl. í Bessastaðakirkju af sr. Baldri Kristjánssyni Sigrún Ásdísardóttir og Benedikt S. Kristjánsson. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. Meira
30. júlí 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 30. maí sl. í Haukadalskirkju af sr. Axel Árnasyni Vilborg Eiríksdóttir og Björgvin Örn Eggertsson. Heimili þeirra er að Baugstjörn 9, Selfossi. Svipmyndir/Fríður. Meira
30. júlí 1998 | Í dag | 23 orð

Hlutavelta Þessar brosmildu stúlkur, Antonía Þ. Antonsdóttir, A

Hlutavelta Þessar brosmildu stúlkur, Antonía Þ. Antonsdóttir, Anna K. Kristmundsdóttir og Íris Kristmundsdóttir héldu hlutaveltu og létu þær ágóðann renna til Rauða kross Íslands. Meira
30. júlí 1998 | Í dag | 23 orð

Hlutavelta ÞESSIR duglegu strákar, Birgir Gunnarsson, Atli Guðjó

Hlutavelta ÞESSIR duglegu strákar, Birgir Gunnarsson, Atli Guðjónsson og Jóhann Birkir Bjarnason, efndu til hlutaveltu og söfnuðu 600 krónum til styrktar Rauða krossi Íslands. Meira
30. júlí 1998 | Fastir þættir | 811 orð

Íslensk aukabúgrein Ástæðan fyrir agaleysinu hér á landi gæti fremur verið afskiptaleysi og undanlátssemi en of mikið hrós

NIÐURSTÖÐUR rannsókna bandarískra sálfræðinga um að of hátt sjálfsmat, vegna of mikils hróss, geti leitt til sjálfsdýrkunar og jafnvel átt sök á auknu ofbeldi í samfélaginu, kom flatt upp á marga Íslendinga. Í mörg ár hafa þeir leitað ljósum logum að ástæðunni fyrir agaleysi og ofbeldi meðal barna og unglinga hér á landi, en verið lítið ágengt. Meira
30. júlí 1998 | Dagbók | 121 orð

Kross 2LÁRÉTT: 1 glímutök,

Kross 2LÁRÉTT: 1 glímutök, 8 vogurinn, 9 mergð, 10 spil, 11 fugl, 13 ýtarlegar, 15 höfuðfats, 18 yfirhöfnin, 21 blekking, 22 eyja, 23 drukkið, 24 heillaráði. Meira
30. júlí 1998 | Dagbók | 625 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær fór Reykjafoss

Reykjavíkurhöfn: Í gær fór Reykjafoss og Mermaid Hawk, Black Prince og World Renaissance komu. Japönsku túnfiskbátarnir Ryvo Maru 28, Tokuju Maru 38 og Hoken Maru 8 komu inn. Meira
30. júlí 1998 | Fastir þættir | 233 orð

Safnaðarstarf Sumarbúðir á vegum Hafnarfjarðarkirkju í ág

HAFNARFJARÐARKIRKJA vill auðga mannlífið í sumarlok með því að bjóða upp á sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6-11 ára (fædd '87-'92). Hvert námskeið er vika í senn frá kl. 13-17 og hefur ákveðið þema. Fyrsta vikan er 4.-8. ágúst, önnur vikan 10.-14. ágúst, sú þriðja 17.-21. ágúst og að lokum 24.-28. ágúst. Meira
30. júlí 1998 | Í dag | 480 orð

Torfærur og siðgæði ÍSLENDINGAR hafa verið iðnir við að kyn

ÍSLENDINGAR hafa verið iðnir við að kynna land sitt á erlendri grundu. Lengst af hefur "óspillt náttúran" verið talin helsta aðdráttarafl ferðamanna en á síðustu árum hefur landið ekki síður verið kynnt sem paradís jeppamannsins. Ferðaskrifstofur bjóða útlendingum upp á jeppaferðir þar sem ekið er jöfnum höndum innan og utan vegar. Meira

Íþróttir

30. júlí 1998 | Íþróttir | 120 orð

0:1Á 22. mínútu unnu Vestmannaeyingar boltann á miðjunni, Ívar In

0:1Á 22. mínútu unnu Vestmannaeyingar boltann á miðjunni, Ívar Ingimarsson óð áfram upp miðjuna og sendi síðan laglega stungusendingu inn fyrir vörnina á Kristinn Hafliðason sem brást ekki bogalistinn og setti knöttinn framhjá markverðinum og í netið. 1:1Obilic fékk hornspyrnu og úr henni kom jöfnunarmarkið á 62. mínútu. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 116 orð

0:1Á 59. mínútu fékk Sigurbjörn Hreiðarsson sendingu

0:1Á 59. mínútu fékk Sigurbjörn Hreiðarsson sendingu frá Herði Má Magnússyni inn á vítateiginn vinstra megin, lék á varnarmann Þróttar með gabbhreyfingu og átti síðan hnitmiðað skot í fjærhornið ­ illverjandi fyrir Fjalar Þorgeirsson markvörð. 0:2Valsmenn fengu hornspyrnu frá vinstri á 80. mínútu. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 528 orð

Arnór sló Þróttara út af laginu

VALSMENN ráku loks af sér slyðruorðið og komust upp að hlið þriggja annarra liða á botni úrvalsdeildar er þeir unnu sætan sigur á Þrótturum á Laugardalsvelli í gærkvöldi, 3:0. Arnór Guðjohnsen átti stórleik, gulltryggði sigurinn er hann gerði tvö síðustu mörkin með stórglæsilegum hætti. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 317 orð

Awazie var með seinni skipunum en sigraði samt

ENGU mátti muna að Nduka Awazie, 17 ára unglingur frá Nígeríu, færi fýluferð til Frakkland til þátttöku á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum, en Awazie er efnilegasti 400 m hlaupari þjóðar sinnar. Awazie á þátttöku sína að þakka árvökulum starfsmönnum flugvallarins í Z¨urich og bílstjóra frá mótinu sem staddur var á flugvellinum til þess að sækja heiðursgesti. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 389 orð

Bandarísku stúlkurnar á sigurbraut

Fimmfaldur ólympíumeistari í sundi, Jennifer Thompson frá Bandaríkjunum, fékk besta tímann í tveimur greinum og var auk þess í sveit þjóðar sinnar sem bar sigur úr býtum í 4×100 m skriðsundi á Friðarleikunum í fyrrinótt. Með þessum árangri lagði Thompson grunninn að öruggum sigri bandarísku sveitarinnar á þeirri kínversku, 88:34, þar sem Bandaríkjamenn unnu 11 greinar af 14. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 259 orð

Blikar með sex gull af níu

KNATTSPYRNULIÐ frá Breiðabliki hrepptu sex gullverðlaun af níu mögulegum í Kópavoginum þar sem Gull- & silfurmótið í yngri aldursflokkum kvenna í knattspyrnu var háð fyrr í þessum mánuði. Kópavogsfélagið stóð að þessu móti í fjórtánda skipti nú um helgina og samkvæmt venju gekk það vel fyrir sig og veðrið var eins og best verður á kosið alla þrjá keppnisdagana. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 217 orð

Blikasöngur

Blikastúlkurnar kunnu ýmislegt annað fyrir sér en að leika knattspyrnu, eins og heyra mátti í Kópavoginum um helgina. Leikmenn sungu fjölmörg lög sem þær höfðu smíðað texta við. Söngtextinn sem hér fylgir á eftir var sniðinn að lagi úr söngleiknum Saturday Night Fever, en það lag er meðal annars þekkt hérlendis við textann "Kvöldin í bænum" í uppfærslu Verslunarskólans á söngleiknum. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 318 orð

Breiðablik bestí fimmta flokkihjá A- og B-liðum

LIÐ Breiðabliks varð tvöfaldur meistari á Íslandsmóti fimmta flokks kvenna í knattspyrnu, því bæði A- og B-lið þessa aldursflokks stóðu uppi sem sigurvegarar á lokakeppni Hnátumótsins sem haldið var í blíðviðri á Kópavogsvellinum um síðustu helgi. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 517 orð

CARLOS Manuel Queiroz fyrrverandi land

CARLOS Manuel Queiroz fyrrverandi landsliðsþjálfari Portúgals hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Sameinuðu arabísku furstadæmana í knattspyrnu. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 675 orð

Ekki byrjar Þjóðhátíðin nógu vel

ÍSLANDSMEISTARAR Eyjamanna eru úr leik í forkeppni meistaradeildar Evrópu eftir 1:2 ósigur gegn júgóslavnesku meisturunum í FK Obilic í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Fyrri leikur liðanna, sem fram fór í liðinni viku, fór 2:0 Obilic í vil, þannig að samanlagður ósigur Eyjamanna er 1:4. Júgóslavarnir mæta stórliði Bayern M¨unchen í næstu umferð. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 321 orð

Fjögur hundruð hnokkarsýndu listir á Akranesi

UM 410 drengir sýndu listir sínar í knattspyrnu á hinu árlega Lottó- móti knattspyrnudeildar ÍA sem haldið var fyrr í þessum mánuði. Leikið var í sjöunda aldursflokki og keppendurnir, sem eru á aldrinum fimm til átta ára, fengu blíðskaparveður alla þrjá mótsdagana. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 112 orð

Forest vill skoða Auðun betur

AUÐUN Helgason, sem leikur með norska 1. deildarliðinu Viking frá Stafangri, hefur vakið áhuga forráðamanna enska liðsins Nottingham Forest. Framkvæmdastjóri félagsins og aðstoðarmaður hans fylgdust með leik Viking og Rosenborgar um síðustu helgi og hrifust þá af hæfileikum Auðuns. "Þeir ræddu við mig eftir leikinn og sögðust ánægðir með það sem þeir sáu. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 143 orð

FORMULA 1 ökumaðurinnEddie I

FORMULA 1 ökumaðurinnEddie Irvine skrifaði í gær undir samning við Ferrari-liðið ítalska. Hann fær 3 milljónir punda fyrir árs samning og mun því halda áfram að keyra með Michael Schumacher, en kappinn endurnýjaði samning sinn á dögunum. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 118 orð

Hurð skall nærri hælum Grikkja

Grikkir unnu nauman sigur á Kanadamönnum á heimsmeistaramótinu í körfuknattleik í Aþenu í gær. Gestgjafarnir, sem voru dyggilega studdir af fimmtán þúsund áhorfendum, þurftu að taka á honum stóra sínum er gestirnir úr Vesturheimi jöfnuðu, 72:72, er rúmar tvær mínútur lifðu leiks, en þrír lykilmenn kanadíska liðsins leika ekki á mótinu vegna verkbanns í bandarísku NBA-deildinni. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 371 orð

Húsrannsókn og mótmæli keppenda

Á ýmsu hefur gengið í Frakklandkeppninni í hjólreiðum, jafnt utan keppninnar sem innan. Í gær varð enn ein uppákoman er hjólreiðamenn stöðvuðu skyndilega för sína þegar þeir höfðu lagt að baki 32 km á 17. legg. Vildu þeir með því mótmæla húsrannsókn sem lögregla gerði á hóltelberbergi hollenska liðsins TVM í þeim tilgangi að leita ólöglegra lyfja. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 368 orð

Kaupir samskonar bíl og heimsmeistarinn ekur

GLÆNÝR Mitsubishi Lancer Evolution 5 mun keppa í Íslandsmótinu í rallakstri á næsta ári. Bíllinn kemur til landsins á næstu vikum og er samskonar bíll og heimsmeistarinn, Tommi Makinen frá Finnlandi, ekur. Það er Hjörleifur Hilmarsson sem flytur bílinn til landsins, en hann keppir þessa dagana í Norðdekk- flokki fyrir ódýra bíla á Toyota Corolla. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 165 orð

Kínverska fimleikastúlkan á batavegi

Kínverska fimleikastúlkan, Lan Sang, sem slasaðist illa í æfingastökki á Friðarleikunum á dögunum er á batavegi. Hætta var á að hún myndi lamast eftir að hafa komið illa niður á höfuðið með þeim afleiðingum að tveir hryggjarliðir efst í baki hennar brákuðust. "Ég hef mikla trú á því að hún muni ná sér að fullu og verði komin í fimleikakeppni áður en langt um líður. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 215 orð

Logi í viðræður við Bryne

LOGI Ólafsson, þjálfari Skagamanna, hefur verið orðaður við norska 2. deildarliðið Bryne sem er með bækistöðvar rétt utan við Stafangur. Logi stjórnaði liði ÍA í Evrópuleiknum gegn Zhaliris í Litháen í gær, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fer hann til Noregs í dag til viðræðna við félagið. Bryne er í fjórða til fimmta sæti í 2. deild og hefur haft sænskan þjálfara undanfarin tvö ár. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 71 orð

Magnús Ólafur fimmti MAGNÚS Ólafur G

MAGNÚS Ólafur Garðarsson varð í fimmta sæti á heimsmeistaramótinu í klettadýfingum, sem haldið var í Bronzallo í Sviss um síðustu helgi. Magnús Ólafur er búsettur í Danmörku, en keppti fyrir Íslands hönd á mótinu. Hann varð tvöfaldur Danmerkurmeistari í dýfingum 1993 og 1996 og hefur síðan æft og sýnt klettadýfingar víða um heim. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 264 orð

Sainz sigrar og setur met

Spánverjinn Carlos Sainz sló um helgina þrjár flugur í einu höggi. Hann sigraði í Nýja-Sjálandsrallinu, sem var níunda umferð heimsmeistarakeppninnar í rallakstri í ár, náði með því forystu í stigakeppninni til heimsmeistara ökumanna, og varð með sigrinum jafnframt sigursælasti rallökumaður heims fyrr og síðar. Þetta var 22. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 62 orð

Skoraði öll mörkin

Natasha Björk Brynjarsdóttir, tíu ára gömul var á skotskónum á Hnátumótinu því hún skoraði öll þrettán mörk Fylkis í B-liðakeppninni. Þess má geta að Fylkismenn tefldu fram átta ára gamalli stúlku, Magneu Jónínu Ólafsdóttur, í mark sitt og hún náði að halda hreinu í þremur leikjum af fjórum. Magnea er dóttir Ólafs K. Ólafs, fyrrum markvarðar, en hann þjálfar Fylkisliðið. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 473 orð

Sterkir Víkingar

Víkingsstrákarnir fögnuðu sigri í lokin á Pollamóti KSÍ sem haldið var á grasvöllum á Laugarvatni um síðustu helgi. Bæði A- og B-lið félagsins töpuðu ekki stigi á mótinu og það segir sína sögu um styrkleika A-liðsins, að liðið fékk ekki á sig mark í úrslitakeppninni. Víkingar ákveðnir Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 256 orð

Svíarnir sterkari

Íslenska landsliðið í körfuknattleik tapaði í gær 76:65 fyrir Svíum á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku. Að sögn Jóns Kr. Gíslasonar landsliðsþjálfara lék íslenska liðið illa í fyrri hálfleik enda var staðan í leikhléi 42:28. "Við vorum ekki eins ákveðnir í dag og við vorum á móti Finnum í gær. Í fyrri hálfleik töpuðum við boltanum níu sinnum en tókst að bæta það eftir hlé. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 352 orð

Úr gipsi og beint í torfærukeppni

AKUREYRI verður vettvangur heimsbikarmóts í torfæru á laugardaginn. Mótið er annað tveggja sem er gildir í þeirri keppni og verða þrír erlendir ökumenn meðal keppenda. Í fyrra urðu Hornfirðingurinn Gunnar Pálmi Pétursson og Ingi Már Björnsson heimsbikarmeistarar í torfæru. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 147 orð

ÚRSLIT

ANNAR FLOKKUR A-LIÐ: 1. Breiðabl., 2. Þór-2, 3. Þór-1, 4. Sindri. ÞRIÐJI FLOKKUR A-LIÐ Röð efstu liða: 1. Valur, 2. KR, 3. ÍBV, 4. Haukar, 5. Breiðablik. ÞRIÐJI FLOKKUR B-LIÐ Röð efstu liða: 1. Valur-1, 2. Valur-2, 3. Breiðablik-1, 4. ÍBV-1. FJÓRÐI FLOKKUR A-LIÐ Röð efstu liða: 1. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 39 orð

Úrslitakeppni Hnátumótsins, - Íslandsmóts 5. flokks kvenna í knattspyrnu var leikin á Kópavogsvellinum um síðustu helgi. KEPPNI

Breiðablik-FH5:1ÍBV-KR2:0Þór-Breiðablik0:7FH-ÍBV0:5KR-Þór1:2ÍBV-Breiðablik1:8FH-Þór1:1Breiðablik-KR4:0Þór-ÍBV2:1KR-FH2:2Lokastaðan: Breiðablik440024:2 12Þór4211 5:10 7ÍBV4202 Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 93 orð

Úrslitakeppni Pollamóts KSÍ, - sem er Íslandsmót 6. flokks drengja í knattspyrnu var haldin á Laugarvatni dagana 25. og 26. júlí

Úrslitakeppni Pollamóts KSÍ, - sem er Íslandsmót 6. flokks drengja í knattspyrnu var haldin á Laugarvatni dagana 25. og 26. júlí og urðu úrslit þessi. KEPPNI A-LIÐA A-riðill: Fram-KA3:2KR-HK 2:2 KA-HK 1:5 Fram-KR 2:2 KR-KA5:0 HK-Fram 2:3 Lokastaðan: Fram3210 Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 89 orð

Valsmenn fá styrk MEÐAL áhorfenda á

MEÐAL áhorfenda á leik Vals og Þróttar í gær var Mark Williams Ward frá Englandi. Ward hóf ferilinn hjá Oldham, fór síðan yfir til West Ham, Manchester City og Everton áður en hann hélt til Hong Kong og síðan Ástralíu. Hann hefur leikið ríflega 500 deildarleiki í Englandi og tvívegis var hann seldur á milli liða fyrir um eina milljón punda. "Mér leist ágætlega á fyrri hálfleikinn. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 128 orð

Vilja tilLaugarvatns

Heyra mátti það á tali margra þjálfara og forráðamanna liðanna að mikill áhugi er fyrir því að halda lokakeppni Hnátumótsins á Laugarvatni, rétt eins og tíðkast um lokakeppni 6. flokks drengja. Mikil og góð stemmning hefur jafnan fylgt Pollamótinu á Laugarvatni og vonast margir til þess að lokakeppni Hnátumótsins verði haldin þar árlega. Á undan áætlun! Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 276 orð

Vonbrigði

Skagamenn hafa lokið þátttöku sinn í Evrópukeppninni að þessu sinni eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Zhalgiris í Vilníus í gærkvöldi, 1:0. ÍA vann fyrri leik liðanna á Akranesi 3:2 og fer litháíska liðið áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 182 orð

Þróttur - Valur0:3 Laugardalsvöllur, Íslandsmótið í knattspy

Laugardalsvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu, Landsímadeild (efsta deild karla), 11. umferð, miðvikudaginn 29. júlí 1998. Aðstæður: Andvari og þokuslæðingur, fremur svalt, völlurinn góður. Mörk Vals: Sigurbjörn Hreiðarsson (59.), Arnór Guðjohnsen (80., 85.). Markskot: Þróttur 5 ­ Valur 9. Horn: Þróttur 8 ­ Valur 6. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 33 orð

(fyrirsögn vantar)

»Reuters Hart baristKANADÍSKI ólympíumeistarinn Donovan Bayle, til hægri,hafði í gær betur en Michael Green frá Jamaíku er þeiráttust við í 100 metra hlaupi í Barcelona. Bayle hljóp á10,27 sekúndum en Green á 10,43. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 89 orð

(fyrirsögn vantar)

» Framliðið hafnaði í 2. sæti A-liða. Aftari röð frá vinstri: Hlynur Ólafsson, VésteinnOrri Halldórsson, Rúnar Kárason, Atli Jóhannsson, Grímur Björn Grímsson og Magnús HelgiJónsson. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 100 orð

(fyrirsögn vantar)

» Þórsstúlkurnar fengu silfurverðlaunin hjá A-liðum og komárangurinn norðanmönnum á óvart þar sem liðið hefur ekkitekið þátt í neinu stórmóti í sumar. Neðri röð: Arna Gunnlaugsdóttir, Rakel Hönnudótitr, Elma Rún Grétarsdóttir fyrirliði og Orri Hjaltalín þjálfari. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 315 orð

(fyrirsögn vantar)

Meistaradeild Evrópu Forkeppni, síðari leikir: Brugge, Belgíu: Club Brugge - Sileks (Maked.)2:1 Sven Vermant (14.), Gert Claessens (30.) - Risto Bozinov (76.). Club Brugge vann 2:1 samanlagt. Lúxemborg: Jeunesse Esch - Grasshoppers0:2 - Antonio Esposito (34. Meira
30. júlí 1998 | Íþróttir | 335 orð

(fyrirsögn vantar)

UEFA-keppnin Forkeppni, síðari leikir: Brussel: Anderlecht - Tiligul (Moldav.)5:0 Alin Stoica, Glen de Boeck, Didier Dheedene, Gaston Taument, Ole Martin Aarst. Anderlecht vann samanlagt 6:0. Glasgow: Rangers - Shelbourne (Írl.)2:0 Jonatan Johansson (4., 89.). 46.906. Meira

Úr verinu

30. júlí 1998 | Úr verinu | 481 orð

Íslensku skipunum fækkar á miðunum

AÐEINS 10-15 íslensk loðnuskip voru í gær á miðunum rétt sunnan við lögsögumörkin norður af Siglufirði, en lítil sem engin loðnuveiði hefur verið undanfarna daga og hafa mörg skipanna haldið í land. Tuttugu norsk loðnuskip voru á miðunum í gær, en það er sá fjöldi sem má veiða innan íslensku lögsögunnar. Meira

Viðskiptablað

30. júlí 1998 | Viðskiptablað | 615 orð

192 milljóna hagnaður

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. var rekið með 192 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins 1998, en sýndi 154,7 milljóna króna tap á sama tímabili árið áður. Hagnaður af reglulegri starfsemi móðurfélagsins nam 18,6 milljónum króna, samanborið við 81,3 milljóna tap á sama tíma í fyrra. Meira
30. júlí 1998 | Viðskiptablað | 816 orð

Aðeins brot af hugmyndunum

Sigurður Óskarsson, kafari í Vestmannaeyjum, og heimamenn í Mýrdal hafa byggt upp trefjaplastverksmiðju í gömlu sláturhúsi í Vík og eru nú tilbúnir að kynna og selja framleiðsluvörurnar. Sigurður segir í samtali við Helga Bjarnason að það séu forréttindi að fá að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með þessum hætti og eiga um það samvinnu við góða stjórnarmenn. Meira
30. júlí 1998 | Viðskiptablað | 594 orð

BMW hefur betur í baráttunni um Rolls-Royce

BERND Pischetsrieder, stjórnarformaður BMW AG, virðist hafa haft betur í baráttunni við Volkswagen AG um yfirráð yfir Rolls-Royce Motor-bifreiðaverksmiðjunum samkvæmt óvæntri tilkynningu um að hann hafi tryggt sér einkarétt á vörumerkinu. Meira
30. júlí 1998 | Viðskiptablað | 124 orð

ÐAðstoðarforstjóri Kaupþings

HREIÐAR MÁR, Sigurðsson hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Kaupþings og mun hann starfa við hlið Sigurðar Einarssonar, forstjóra félagsins, frá 1. ágúst nk. Hreiðar Már hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra verðbréfasjóða Kaupþings í Reykjavík og Lúxemborg frá haustmánuðum 1995, Meira
30. júlí 1998 | Viðskiptablað | 3129 orð

ÐBankamaður býður upp í dans

KEA hefur lengi verið flaggskip kaupfélaga og raunar samvinnurekstrar á Íslandi. Það hefur afar sterka stöðu í atvinnurekstri, ekki einungis á Akureyri heldur við Eyjafjörð og á Norðurlandi. Það er langstærsti vinnuveitandinn á Akureyri með um eitt þúsund starfsmenn en íbúar bæjarins eru fimmtán þúsund talsins. Meira
30. júlí 1998 | Viðskiptablað | 199 orð

ÐFyrstu tölvukaup Viðskiptaháskólans

HÚSBYGGINGASJÓÐUR Sjálfseignarstofnunar Verslunarráðs Íslands um viðskiptamenntun, sem rekur Verzlunarskóla Íslands og Viðskiptaháskólann í Reykjavík, hefur gert samning við EJS um kaup á nýjum tölvubúnaði. Um er að ræða 110 tölvur sem verða settar upp í nýbyggingu Viðskiptaháskólans við Ofanleiti 2 og 43 tölvur sem leysa af hólmi eldri tölvur í Verzlunarskólanum. Meira
30. júlí 1998 | Viðskiptablað | 151 orð

ÐNýherji

Hagnaður Nýherja hf. fyrstu sex mánuði ársins nam 40,6 milljónum króna, samanborið við 11,7 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur jukust um 68% miðað við sama tímabil í fyrra og rekstrargjöld um 62%. Meðalfjöldi starfa jókst um 11%. Gert er ráð fyrir hagnaður í ár verði á bilinu 60-90 milljónir króna eftir skatta. Meira
30. júlí 1998 | Viðskiptablað | 75 orð

ÐNýr fararstjóri SL á Kanaríeyjum

AUÐUR Sæmundsdóttir, sem verið hefur fararstjóri hjá Flugleiðum á Kanaríeyjum sl. 20 ár, hefur verið ráðin til Samvinnuferða-Landsýnar. Mun hún sinna fararstjórn fyrir SL á Kanaríeyjum næsta vetur ásamt Maríu Perelló og Kjartani L. Pálssyni. Meira
30. júlí 1998 | Viðskiptablað | 164 orð

ÐOpin kerfi hf. keyptu hlutabréf í Tæknivali

OPIN KERFI hf. keyptu 34,33% hlut í Tæknivali á genginu 4,50­ 5,20 í síðustu viku. Að sögn Frosta Bergssonar, framkvæmdastjóra Opinna kerfa, var meðalgengi bréfanna um 5,0. Frosti segir að Opin kerfi telji kaupin vera góðan fjárfestingarkost, en gengi hlutabréfa í Tæknivali hafði lækkað talsvert að undanförnu. Meira
30. júlí 1998 | Viðskiptablað | 393 orð

Ekki tókst að afla nægilegs innlends fjármagns

EKKI verður af því að sinni að félag í eigu innlendra og erlendra aðila, sem óskaði eftir því við sauðfjárbændur í ársbyrjun að kaupa af þeim sláturfé, hefji útflutning tilbúinna lambakjötsrétta. Að sögn lögmanns félagsins, Gunnars Jónssonar hrl. Meira
30. júlí 1998 | Viðskiptablað | 133 orð

Finnar nota farsíma meira en venjulegan síma

SAMTÖL um farsíma eru orðin fleiri en venjuleg símtöl í fyrsta skipti í Finnlandi, þar sem fleiri eiga farsíma en í nokkru öðru landi í heiminum að meðaltali. Tekjur af farsímtölum jukust um tæp 47% í fyrra að sögn stjórnvalda. Í Finnlandi, þar sem farsímaframleiðandinn Nokia hefur bækistöðvar, eru 47,9 farsímar á hverja 100 íbúa. Meira
30. júlí 1998 | Viðskiptablað | 394 orð

Hagnaður af reglulegri starfsemi 40 milljónir

HAGNAÐUR Nýherja hf. fyrstu sex mánuði ársins nam 40,6 milljónum króna, samanborið við 11,7 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur jukust um 68% miðað við sama tímabil í fyrra og rekstrargjöld um 62%. Meðalfjöldi starfa jókst um 11%. Gert er ráð fyrir að hagnaður í ár verði á bilinu 60-90 milljónir króna eftir skatta. Meira
30. júlí 1998 | Viðskiptablað | 71 orð

Hægari vöxtur Dresdners

DRESDNER Bank AG í Þýzkalandi hefur tilkynnt að hagnaður fyrir skatta fyrri hluta árs hafi aukizt um 26,8% vegna sölu hlutabréfa, en Asíukreppan og miklar fjárfestingar ollu því að rekstrartekjur jukust ekki eins mikið og búizt var við, eða um 3%. Meira
30. júlí 1998 | Viðskiptablað | 755 orð

Milliuppgjör gefa tóninn

FYRSTU milliuppgjör hlutafélaga á verðbréfaþingi fyrir fyrstu sex mánuði ársins litu dagsins ljós í gær, sama dag og spár verðbréfafyrirtækja um afkomutölur birtust hér í blaðinu. Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA) reið á vaðið um hádegisbil og uppgjör Nýherja var gert opinbert síðdegis. Meira
30. júlí 1998 | Viðskiptablað | 92 orð

Murdoch lætur í sér heyra í Simpsonþætti

RUPERT MURDOCH, forstjóri News Corp, kann að láta rödd sína heyrast í einum þætti sjónvarpsmyndaflokksins "Simpson- fjölskyldan." Höfundurinn, Matt Groening, hefur beðið Murdoch að sjá um hluta talsins í væntanlegum þætti í myndaflokknum, sem Fox kvikmyndaverið framleiðir. Meira
30. júlí 1998 | Viðskiptablað | 1991 orð

OFÞENSLA? Aðeins helmingur íslensku þjóðarinnar veit af góð

Bandaríkjamenn skara fram úr öðrum þjóðum á sviði efnahagsmála um þessar mundir. Þeir hafa notið hagvaxtar samfellt síðan á árinu 1991. Verðbólga er lítil og seðlabankinn þar hefur ekki hækkað vexti til að hamla á móti þenslu síðan 1994. Velgengnina er vafalaust að rekja til þess að samkeppni er á hærra stigi í Bandaríkjunum en í öðrum löndum, jafnt innanlands sem alþjóðleg. Meira
30. júlí 1998 | Viðskiptablað | 312 orð

Verðmæti hvers komuleyfis nálægt 350 milljónum

FLUGLEIÐIR hyggjast sækja um fleiri komu- og brottfararleyfi (slott) á London Heathrow á næstu misserum og stefna á að auka vikulegar ferðir þangað úr níu í fjórtán. Miklum fjölda slíkra leyfa verður að öllum líkindum úthlutað á næstunni, eftir að Evrópusambandið heimilaði fyrirhugað samstarf risanna British Airways og American Airways, Meira
30. júlí 1998 | Viðskiptablað | 712 orð

VÍSDÓMSPERLUR Í UPPLÝSINGASORPINU Leit að upplýsingum á Netinu er líkust leit að nál í heystakki. Árni Matthíasson kynnti sér

NETIÐ ER eins og gríðarstór vöruskemma þar sem öllu ægir saman; innan um upplýsingasorp, klám og skrum eru vísdómsperlur og gríðarmikið safn gagnlegra upplýsinga. Vandi er aftur á móti að finna eitthvað af viti á netinu, og þó svonefndar leitarvélar séu til margs brúklegar duga þær ekki nema sá sem leitar viti nánast nákvæmlega hvað hann kemur til með að finna. Meira
30. júlí 1998 | Viðskiptablað | 113 orð

(fyrirsögn vantar)

Í SPÁ um hagnað hlutafélaga á Verðbréfaþingi Íslands sem birtist í blaðinu í gær, birtust rangar tölur frá Búnaðarbankanum-Verðbréfum í fjórum tilvikum. Rétt er spáin þannig að Granda er spáð 200-220 milljóna króna hagnaði en ekki var tekið tillit til óreglulegra liða í fyrri spá. Marel er spáð 20-40 milljóna króna tapi en ekki hagnaði eins og skilja mátti þar sem sviga vantaði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.