Greinar miðvikudaginn 5. ágúst 1998

Forsíða

5. ágúst 1998 | Forsíða | 169 orð | ókeypis

Havel með lungnabólgu

HJARTSLÁTTUR Václavs Havels, forseta Tékklands, var orðinn reglulegur síðdegis í gær, en fyrr um daginn höfðu læknar áhyggjur af óreglulegum slætti hjarta forsetans, sem einnig er kominn með berkjulungnabólgu. Havel gekkst undir aðgerð fyrir tíu dögum. Meira
5. ágúst 1998 | Forsíða | 320 orð | ókeypis

Lögfræðingar forsetans beri vitni

LANNY Brauer, einn lögfræðinga og ráðgjafa Bills Clintons Bandaríkjaforseta, kom í gær fyrir rannsóknarkviðdóm og bar vitni um samskipti sín við forsetann vegna ásakana í hans garð um ástarsamband við Monicu Lewinsky og meinta hvatningu til meinsæris. William H. Rehnquist, forseti Hæstaréttar í Bandaríkjunum, hafði úrskurðað að tveir lögfræðinga forsetans skyldu mæta fyrir rannsóknarkviðdóminn. Meira
5. ágúst 1998 | Forsíða | 69 orð | ókeypis

Metverðfall á Wall Street

MESTA verðfall sem orðið hefur á þessu ári varð á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í gær, er Dow Jones-vísitalan lækkaði um 3,4%, eða 299,43 stig. Við lokun stóð hún í 8.487,31, og hefur ekki verið lægri síðan 5. mars sl. Fréttaskýrendur sögðu enga eina ástæðu vera fyrir lækkuninni, en fjárfestar teldu líklegt að hagnaður fyrirtækja yrði áfram lítill á síðari hluta þessa árs. Meira
5. ágúst 1998 | Forsíða | 415 orð | ókeypis

Saka SÞ um að beita blekkingum

VAXANDI spenna ríkir nú á nýjan leik í samskiptum Bandaríkjanna og Íraks eftir að Richard Butler, yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna, stytti dvöl sína í Bagdad og hélt heim á leið eftir að hafa átt árangurslausa fundi með leiðtogum Íraka. Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Íraks, var í gær afar harðorður og sakaði Butler um að koma ekki hreint fram við Íraka. Meira
5. ágúst 1998 | Forsíða | 147 orð | ókeypis

Skógareldar nærri Aþenu

MIKLIR skógareldar hafa geisað á Pendeli-fjalli í nágrenni Aþenu síðan á mánudag. Í gær læsti eldurinn klónum í þorpið Anthoussa, sem liggur 25 km norðaustur af höfuðborginni, og þrjátíu heimili eyðilögðust. Enginn hefur slasast, en talið er að brennuvargar hafi kveikt eldana. Um 600 slökkviliðsmenn berjast við eldana, sem skilið hafa eftir þúsundir hektara af sviðinni jörð. Meira
5. ágúst 1998 | Forsíða | 212 orð | ókeypis

Umdeild lög gegn vændi í Svíþjóð

SVÍAR hyggjast koma lögum yfir þá sem kaupa sér þjónustu vændiskvenna og -karla með því að gera slíkt athæfi ólöglegt. Lögin ganga í gildi um næstu áramót en deilt er um hvort þau nái tilgangi sínum eða verði einungis til þess að vændi verði ofurselt undirheimum skipulagðrar glæpastarfsemi, þar sem melludólgar frá Austur-Evrópu ráða ríkjum. Meira

Fréttir

5. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 186 orð | ókeypis

180 þúsund manns á flótta í Kosovo

EKKERT lát er á stórsókn júgóslavneska hersins gegn skæruliðum í Kosovo-héraði, þrátt fyrir loforð Slobodans Milosevic, forseta Júgóslavíu, um að stöðva bardaga þar. Serbneskar hersveitir hafa náð stærstum hluta mið-Kosovo undir sig og sækja í vesturátt. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) telur að fjöldi fólks á flótta undan bardögunum nálgist 180. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 363 orð | ókeypis

4.000 farseðlar seldir á fyrsta degi

SAMTALS stóðu um eitt hundrað manns í biðröð fyrir utan þrjár söluskrifstofur Flugleiða í Reykjavík í gærmorgun. Ástæðan fyrir því hve árrisulir viðskiptavinir Flugleiða voru í gær var sú að fyrsti söludagur svokallaðra "tveir fyrir einn" tilboða á flugfarseðlum til Bandaríkjanna var að hefjast. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð | ókeypis

Allir lyfjatæknar segja upp

ALLIR lyfjatæknar á Ríkisspítölum, en þeir eru fjórtán, hafa sagt upp störfum frá og með 31. júlí og taka uppsagnir þeirra gildi 31. október næstkomandi. Að sögn Jens Andréssonar, formanns Starfsmannafélags ríkisstofnana, var gengið frá aðlögunarnefndarsamningi starfsstétta innan sjúkrahúsanna 28. júlí sl. og gildir hann frá 1. apríl sl. Meira
5. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 573 orð | ókeypis

Áætlað að 15 þúsund hafi sótt Halló Akureyri

ÁÆTLAÐ er að allt að 15 þúsund gestir hafi sótt hátíðina Halló Akureyri um verslunarmannahelgina að sögn Árna Steinars Jóhannssonar, umhverfisstjóra Akureyrarbæjar, en með mikilli þátttöku heimamanna og héraðsbúa megi gera ráð fyrir að allt að 25 þúsund hafi með einum eða öðrum hætti tekið þátt í hátíðinni. Fjöldi fólks var á tjaldstæðum sem boðið var upp á, en milli 2.500 til 3. Meira
5. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 317 orð | ókeypis

Borgarstjórinn í Feneyjum ákærður TVEIR rafvirkjar s

TVEIR rafvirkjar sem störfuðu að endurreisn óperuhússins fræga í Feneyjum þegar það brann illa fyrir tveimur árum verða ákærðir fyrir að hafa kveikt í húsinu. Alls var farið fram á réttarhöld yfir tíu manns, þeirra á meðal sjálfum borgarstjóranum í Feneyjum og ýmsum stjórnendum óperuhússins vegna vanrækslu og meðsektar. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 1556 orð | ókeypis

Breytingar sem gerðar hafa verið til bóta Efasemdir á Alþingi um einstök atriði

ÞINGMENN stjórnar og stjórnarandstöðu í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis, sem Morgunblaðið ræddi við, eru flestir þeirrar skoðunar að endurskoðað frumvarp um gagnagrunna á heilbrigðissviði sé mjög til bóta frá því sem verið hafi. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 175 orð | ókeypis

Brjóstagjafarvika stendur yfir

ALÞJÓÐLEG brjóstagjafarvika á vegum WABA verður haldin vikuna 1.­7. ágúst. Að þessu sinni er áherslan lögð á efnahagslega hlið brjóstagjafarinnar fyrir fjölskylduna og þjóðfélagið undir yfirskriftinni: Brjóstagjöf: besta fjárfestingin. Meira
5. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 68 orð | ókeypis

Bæklingur á íslenzku um sjávarútvegsstefnu ESB

FASTANEFND framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir Ísland og Noreg hefur gefið út bækling á íslenzku um stjórn fiskveiða í ESB. Í fréttatilkynningu segir að bæklingurinn fáist án endurgjalds hjá fastanefndinni. Nefndin hefur aðsetur í Ósló, en hægt er að hringja í grænt númer, 800 8116, og tala við íslenzkan starfsmann til að panta bæklinginn og annað upplýsingaefni. Meira
5. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 72 orð | ókeypis

Ciller sætir rannsókn

SAKSÓKNARI í Tyrklandi hefur hafði rannsókn á fjárreiðum Tansu Cillers, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, og eiginmanns hennar, sem er kaupsýslumaður. Kemur þetta í kjölfar birtingar skýrslu frá fjármálaráðuneytinu þar sem hjónin eru sökuð um spillingu, að því er fréttastofan Anatoliangreindi frá í gær. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 482 orð | ókeypis

Dagbók lögreglu í Reykjavík, verslunarmannahelgina 31. júlí ­ 4. ágúst 1998.

FÁTT fólk var í miðbænum um helgina og tiltölulega rólegt. Það eru þó alltaf einhverjir til vandræða og t.d. voru 4 teknir fyrir ótímabært þvaglát. Umferðin 50 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í Reykjavík og 16 fyrir ölvun við akstur um helgina. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð | ókeypis

Dekk sprakk í lendingu

DEKK á einni af þotum Atlanta- flugfélagsins sprakk í lendingu á Berlínarflugvelli sl. sunnudag. Engin hætta skapaðist við óhappið, en talsverðar tafir urðu á flugi vélarinnar. Þotan, sem var á leið frá M¨unchen til Íslands með millilendingu í Berlín, átti að fara frá Berlín aðfaranótt sunnudags, en komst ekki af stað fyrr en á hádegi daginn eftir. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 745 orð | ókeypis

Dönsk flogaveikisamtök undirbúa málsókn

SAMTÖK flogaveikra í Danmörku undirbúa nú málsókn á hendur skólastjóra Listaskóla (Instituttet for Kunstterapi) við bæinn Kerteminde á Fjóni í Danmörku vegna brottrekstrar íslenskrar konu á fimmtugsaldri úr skólanum í byrjun júlímánaðar. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð | ókeypis

Ekki endanlegt verðmat

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Landsbanka Íslands hf. "Að undanförnu hefur verið unnið að stefnumótun innan Landsbanka Íslands hf. til að treysta stöðu bankans sem stærsta fjármálafyrirtækis landsins. Markmiðið er að efla alhliða fjármálaþjónustu bankans, bæði á sviði einstaklings- og fyrirtækjaviðskipta. Meira
5. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 448 orð | ókeypis

Engell afþakkar framboð til Evrópuþings

HANS Engell, fyrrum leiðtogi danska Íhaldsflokksins, hyggst ekki verða í efsta sæti á framboðslista flokksins til Evrópuþingskosninganna á næsta ári, þegar hinn vinsæli Poul Schlüter fyrrum forsætisráðherra lætur af Evrópuþingmennsku fyrir aldurs sakir. Hugmyndin um framboð Engells kom frá Piu Christmas-Møller leiðtoga flokksins. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 218 orð | ókeypis

Engin röskun á starfsemi kvennadeildarinnar

ALLS 36 ljósmæður á Landspítalanum, af þeim 40 sem sagt höfðu upp störfum vegna deilna um launakjör, drógu uppsagnir sínar til baka fyrir miðnætti á föstudagskvöld, að sögn Steinunnar Ingvarsdóttur staðgengils hjúkrunarframkvæmdastjóra á Landspítalanum. Ekki kom því til röskunar á starfsemi kvennadeildar spítalans um helgina. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 1162 orð | ókeypis

Fasteignamarkaður lifnar við

Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er líflegur um þessar mundir, segja fasteignasalar sem Pétur Gunnarsson ræddi við. Eftirspurn er meiri en verið hefur. Ungt fólk er farið að hætta sér í fasteignaviðskipti að nýju og hagtölur gefa til kynna að í lok júní hafi raunverð íbúðarhúsnæðis farið hækkandi. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 226 orð | ókeypis

Ferðamálaráðherra Írlands heimsækir Reykjavík

FERÐAMÁLARÁÐHERRA Írlands, dr. James McDaid, kemur hingað til lands í stutta heimsókn í dag, miðvikudag 5. ágúst. Ráðherrann kemur hingað ásamt fylgdarliði í tilefni af 20 ára afmæli ferðaskrifstofunnar Samvinnuferða Landsýnar, sem átt hefur langt samstarf við ferðamálayfirvöld á Írlandi. Í ár eru 20 ár liðin síðan SL flaug fyrsta leiguflug sitt til Írlands. Dr. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð | ókeypis

Framkvæmdir við Hafnarhúsið í fullum gangi

Framkvæmdir við Hafnarhúsið í fullum gangi Tengibygging og tæknirými VINNA við endurbætur Hafnarhússins við Tryggvagötu, sem hýsa mun Listasafn Reykjavíkur, er nú í fullum gangi en gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið árið 2000. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 183 orð | ókeypis

Frönsku hjólreiðamennirnir Hádegisverður hjá

Akranesi-Hópur franskra krabbameinssjúklinga sem að undanförnu hefur verið í hjólreiðaferð kringum Ísland kom til Akraness um hádegi á laugardag og þáði hádegisverð í boði Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra á heimili hennar. Síðasti áfangi ferðarinnar var síðan frá Akranesi til Reykjavíkur síðari hluta laugardagsins. Meira
5. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 51 orð | ókeypis

Fugla- og eggjasýning í Ólafsvík

Hellissandi-Í sumar hefur staðið yfir í gamla Pakkhúsinu í Ólafsvík fugla- og eggjasýning, sem vakið hefur mikla athygli þeirra sem lagt hafa leið sína í Pakkhúsið. Fuglarnir eru fengnir að láni frá náttúrugripasafni Grunnskóla Hellissands en eggin eru í eigu Torfa Sigurðssonar í Ólafsvík. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 296 orð | ókeypis

Færeyskir dagar í Ólafsvík

HALDNIR verða færeyskir dagar í Ólafsvík dagana 14.­16. ágúst. Margir Færeyingar komu til Íslands til starfa bæði á bátum og til fiskvinnslustarfa á árunum milli 1950 og 1960. Þegar flest var í Ólafsvík voru þeir um 120. Til að minnast þessara ára og kynnast betur menningu og lífsháttum Færeyinga verður mikið um að vera þessa helgi. Föstudagskvöldið 14. Meira
5. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 54 orð | ókeypis

Gallerí SÓL

GALLERÍ var opnað í Grímsey nú fyrir skömmu og hlaut það nafnið Gallerí SÓL. Það er í húsnæði sem verbúðafólk bjó í áður. Nokkrar húsmæður í Grímsey stóðu fyrir því að galleríið var opnað og buðu þær gestum og gangandi upp á kaffi og meðlæti þegar þær opnuðu. Meira
5. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 205 orð | ókeypis

Greiðslum úr samlögunarsjóði skuli hætt

SPÁNN, Portúgal og Írland ættu að verða af stórum hluta þeirrar efnahagsþróunaraðstoðar sem þau fá frá öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB), í kjölfar þess að þau hafa verið metin hæf til að verða stofnaðilar að Efnahags- og myntbandalaginu, EMU. Þetta er ein meginniðurstaða skýrslu sem Evrópumálanefnd lávarðadeildar brezka þingsins lagði fram á mánudag. Meira
5. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 263 orð | ókeypis

Gripið til stórvirkari borunar

ÁKVEÐIÐ var að halda áfram leitinni að námaverkamönnunum tíu, sem lokuðust inni í námu í austurrísku Ölpunum að kvöldi 17. júlí sl., þrátt fyrir að líkurnar á að nokkur þeirra finnist á lífi sé orðið hverfandi litlar. Ákveðið var í gær að grípa til stórvirkari borunaraðferða. Meira
5. ágúst 1998 | Óflokkað efni | 53 orð | ókeypis

Gripu til sinna ráða

GERA má ráð fyrir að umferðin geti orðið þung á Akureyri um helgina, en mikill fjöldi fólks er á ferðinni. Þessir tveir, sem falið var það hlutverk að gæta litla guttans í kerrunni, gripu til sinna ráða við að komast yfir götuna og hefur vonandi tekist vel. Meira
5. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 173 orð | ókeypis

Guðsþjónusta í Grafarkirkju

Hofsósi-Sunnudaginn 12. júlí voru 45 ár liðin frá endurvígslu Grafarkirkju á Höfðaströnd og var þess minnst með messugjörð. Séra Dalla Þórðardóttir þjónaði fyrir altari, Blönduhlíðarkvartettinn leiddi söng og Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, flutti erindi um bygginguna. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 508 orð | ókeypis

Hátíðahöld um verslunarmannahelgina með rólegra móti

FORSVARSMENN stærstu útihátíðanna segjast ýmist vera himinlifandi eða skýjum ofar eftir helgina. Þeir segja hátíðirnar hafa gengið stórslysalaust og fólk hafi verið rólegt og ánægt og greinilega skemmt sér hið besta. Flestir voru á Halló Akureyri en þar voru tólf þúsund manns og segjast menn þar skýjum ofar, næststærsta hátíðin var þjóðhátíð. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 670 orð | ókeypis

Hefur alltaf þótt fínt að vinna mikið

FÉLAGSSTOFNUN stúdenta veitti fyrir skömmu tvo verkefnastyrki. María J. Ammendrup hlaut annan þeirra fyrir MA-verkefni sitt í félagsfræði, "Vinnuviðhorf Íslendinga", sem unnið var undir leiðsögn Stefáns Ólafssonar prófessors. "Ritgerðin er bæði fræðileg og byggð á gögnum úr spurningakönnunum Félagsvísindastofnunar Háskólans. Meira
5. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 207 orð | ókeypis

Hlutfallið hæst á Íslandi

INNAN Evrópusambandsríkjanna fimmtán fæðist nú nærri fjórða hvert barn utan hjónabands, eftir því sem fram kemur í nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins (ESB). Þetta hlutfall var innan við tíu af hundraði árið 1980, en á Íslandi er það langhæst. Á árinu 1997 voru tveir af hverjum þremur íslenzkum nýburum fæddir utan hjónabands. Meira
5. ágúst 1998 | Miðopna | 1496 orð | ókeypis

Hugvitið virkjað í líftækni

FRAMKVÆMDASTJÓRI Ísteka, Hörður Kristjánsson, undirbýr þessa dagana ásamt hrossabændum og dýralæknum blóðtöku úr fylfullum hryssum. Byrjað er á því að taka sýni úr merunum til að sjá hverjar séu fylfullar og hvort hlutfall frjósemishormónsins eCG, Meira
5. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 313 orð | ókeypis

Indverjar reiðubúnir að fallast á bann við kjarnorkutilraunum

ATAL Behari Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, kvaðst í gær reiðubúinn að fallast á bann við kjarnorkutilraunum. Sagði hann Indland hafa sannað að það gæti varið sig með kjarnorkuvopnum gegn árásum annarra ríkja og að því væri engin þörf á frekari tilraunum að svo stöddu. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð | ókeypis

Kertafleyting á Tjörninni

ÍSLENSKAR friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn í kvöld, miðvikudaginn 5. ágúst. Athöfnin er í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí 6. og 9. ágúst um leið og lögð er áhersla á kröfuna um kjarnorkuvopnalausan heim, segir í fréttatilkynningu. Safnast verður saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar klukkan 22. Meira
5. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 108 orð | ókeypis

Kertafleyting við Minjasafnið

RÚM hálf öld er liðin frá því að atómsprengjunni var varpað á Hírósíma. Sprengjan skildi eftir sig dauða, örkuml og sviðna jörð. Reglulega er fólk minnt á að heimurinn býr ríkulega af kjarnorkuvopnum og er þess skemmst að minnast er Frakkland var með tilraunasprengingar og nýverið sýndu Indland og Pakistan mátt sinn á sviði kjarnavopna. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 447 orð | ókeypis

Kranabóman féll í gegnum húsið

LITLU munaði að manntjón yrði í Njarðvík í gær þegar kranabóma féll á þak húss sem var í byggingu. Þrír menn voru á þakinu og náðu þeir að forða sér undan bómunni á hlaupum. Húsið er talið ónýtt, en kraninn braut það niður að hluta og skekkti þann hluta sem stendur uppi. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð | ókeypis

Kvótinn hálfnaður

ÍSLENSK skip, sem stundað hafa rækjuveiðar á Flæmingjagrunni þetta árið, hafa samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu landað samtals rúmlega þrjú þúsund tonnum og hafa veiðarnar nú gengið betur en í fyrra þegar á heildina er litið. Fimm íslensk skip eru enn við veiðar á Flæmingjagrunni. Það eru Bliki EA, Pétur Jónsson RE, Svalbarði SI, Eyborg EA og Húsvíkingur ÞH. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð | ókeypis

Köttur í klípu

VISSULEGA getur það verið spennandi að klifra upp á þak og virða fyrir sér útsýnið yfir Vesturbæinn en verra getur það verið þegar kemur að því að líta niður á götu og huga að því að koma sér heim aftur. Þá geta lofthræddir fundið fyrir svima og öðrum ónotum. Meira
5. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 163 orð | ókeypis

Leki í Sellafield

SJÖTÍU og tveir starfsmenn Sellafield kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar á N-Englandi urðu á mánudag að yfirgefa verksmiðjuna eftir að geislavirkt plútóníum slapp út í andrúmsloftið. Var greint frá því í írska dagblaðinu The Irish Times í gær að einn verkamannanna hefði orðið fyrir útvortis eitrun en að tekist hefði að hreinsa öll geislavirk efni af líkama hans. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 557 orð | ókeypis

Liður í að efla samstarf við flota NATO

HEIMSÓKN sex tundurduflaslæðara úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins á Ermarsundi hingað til lands er liður í því að efla samstarf íslenzku Landhelgisgæzlunnar við flota NATO. Að sögn Geirs E. Flage skipherra, yfirmanns flotadeildarinnar, er tilgangur heimsóknarinnar m.a. að fræða Landhelgisgæzluna um tundurduflavarnir og útskýra fyrir henni hvað þurfi til að taka þátt í slíkri starfsemi. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð | ókeypis

Manni bjargað úr logandi húsi í Vopnafirði

ELDUR kom upp í þvottahúsi í einlyftu íbúðarhúsi við Miðbraut í Vopnafirði aðfaranótt sl. sunnudags. Nokkrar skemmdir urðu á húsinu vegna reyks og sóts. Ekki var mikill eldur þegar slökkvilið kom á staðinn en reykur var mikill undan þakskeggi. Ekki er vitað hver eldsupptökin voru. Maður var sofandi í húsinu þegar eldurinn kom upp. Meira
5. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 112 orð | ókeypis

Málamiðlun á N-Írlandi

KAÞÓLIKKAR og meðlimir Apprentice Boys-samtakanna, sem eru eins konar systursamtök Óraníureglunnar á N-Írlandi, náðu á mánudag samkomulagi vegna umdeildrar skrúðgöngu Apprentice Boys í borginni Derry sem fram á að fara næstkomandi laugardag. Meira
5. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 317 orð | ókeypis

Metúrkoma og brestandi flóðgarðar

MIKIL flóð hafa undanfarna daga riðið yfir víða í Austur-Asíu með miklu tjóni á mannslífum og mannvirkjum. Metúrkoma varð í gær í Kóreu og Japan og flóðgarður Yangtse-árinnar í Kína brast. Flóðið í Yangtse hefur náð nýju hámarki. Varnargarðar brustu í Hubei-héraði í gær með þeim afleiðingum að heilli herdeild skolaði burt. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 1413 orð | ókeypis

Mun eiga tiltölulega greiða leið gegnum þingið í haust

Íslensk erfðagreining um hið endurskoðaða gagnagrunnsfrumvarp Mun eiga tiltölulega greiða leið gegnum þingið í haust Mjög skiptar skoðanir eru um ágæti endurskoðaðs frumvarps heilbrigðisráðherra um gagnagrunna á heilbrigðissviði. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð | ókeypis

Mælt með Steingrími Ara Arasyni

STJÓRN Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) hefur mælt með því við menntamálaráðherra að Steingrímur Ari Arason aðstoðarmaður fjármálaráðherra verði skipaður í stöðu framkvæmdastjóra LÍN um næstu áramót, en núverandi framkvæmdastjóri Lánasjóðsins, Lárus Jónsson, hefur sagt starfi sínu lausu. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð | ókeypis

Námskeið í skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 6. ágúst kl. 19. Kennsludagar verða 6., 10. og 11. ágúst. Kennt verður frá kl. 19­23. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Námskeiðið telst verða 16 kennslustundir. Námskeiðsgjald er 4.000 kr. Félagar í RKÍ og nemendur í framhaldsskólum frá 50% afslátt. Meira
5. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 161 orð | ókeypis

Palestínumenn hafna tilboði Ísraela

PALESTÍNUMENN höfnuðu tilboði Ísraelsstjórnar um framtíð Vesturbakkans á samningafundi í gær og sögðu grundvöll frekari umræðna brostinn. Í 16 mánuði hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum Palestínu- og Ísraelsstjórnar. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, sagði tilboð Ísraela óviðunandi og utan ramma Óslóarsamningsins. Meira
5. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 224 orð | ókeypis

Ráðherrar flýja harðnandi átök

HERSVEITIR hliðhollar Kabila, forseta Lýðveldisins Kongó, börðust við uppreisnarsveitir hermanna í austurhluta landsins í gær. Að sögn stjórnvalda var flugvél í innanlandsflugi frá Goma rænt af uppreisnarmönnum og neydd til að lenda í Kitona í vesturhluta landsins. Engar fréttir hafa borist af mannfalli í bardögunum. Tveir ráðherrar úr ríkisstjórn Kabilas, þ.ám. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 59 orð | ókeypis

Ráðstefna náms- og starfsráðgjafa

Í DAG hefst í Norræna húsinu samnorræn námstefna náms- og starfsráðgjafa. Ráðstefnunni lýkur á sunnudaginn. Þetta er fyrsta ráðstefnan sinnar tegundar hér á landi og sitja hana yfir 100 manns, þar af 25 Íslendingar. Íslenskir náms- og starfsráðgjafar hafa verið aðilar að norrænum samtökum síðan 1988 og munu þeir taka við stjórn samtakanna árið 1999. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 195 orð | ókeypis

Refakjöt, harðfiskur og kennarar

AUGLÝSINGAR um lausar kennarastöður frá Patreksskóla á Patreksfirði eru all óvenjulegar. Í auglýsingunum er m.a. spurt í fyrirsögnum hvort fólki finnist refakjöt gott, harðfiskur góður, hvort það hafi séð Látrabjarg og jafnframt kemur fram að kennara vanti við skólann. Meira
5. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 124 orð | ókeypis

Reuters Margra saknað eftir sprengingu

ALLT að tíu manns var saknað í gær, eftir að margra hæða íbúðarhús í Steglitz-hverfinu í Berlín hrundi til grunna. Talið er að gassprenging í kjallara hússins snemma í gærmorgun hafi valdið hinu skyndilega hruni þess. Lögregla greindi frá því að ekkert væri vitað um afdrif að minnsta kosti níu hinna nítján íbúa hússins. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 465 orð | ókeypis

Rigningin kom að gagni

RIGNINGIN um verslunarmannahelgina glæddi aðeins veiðiskap á Vesturlandi, en þó vantaði nokkuð upp á að árnar næðu að hækka að ráði. Laxá í Kjós kom þó vel upp og var Ásgeir Heiðar, staðarhaldari við ána, ánægður eftir atvikum með gang mála. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 46 orð | ókeypis

R-listi frestar drætti

DRÆTTI í Fjáröflunarhappdrætti Reykjavíkurlistans vegna borgarstjórnarkosninganna í vor sem fara átti fram 10. júlí sl. hefur verið frestað til 15. september nk. "Happdrættismiðar eru enn til sölu á skrifstofum samstarfsflokkanna fjögurra, Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Samtaka um kvennalista," segir í frétt frá R-lista. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð | ókeypis

Seðlum "rigndi" á Holtavörðuheiði

FJÖLSKYLDA á leið suður Holtavörðuheiði sl. mánudag varð fyrir óvenjulegri reynslu þegar peningaseðlum tók að "rigna" yfir bíl hennar. Á Holtavörðuheiðinni tók fram úr þeim hvítur bíll af langbaksgerð og í sama mund kom skæðadrífa af seðlum yfir bíl fjölskyldunnar. Varð ökumaðurinn að beita rúðuþurrkunum til að sjá út um framrúðuna. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 433 orð | ókeypis

Segir viðskiptahagsmuni búa að baki aðfinnslum

KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er þeirrar skoðunar að mun meiri samstaða sé um endurskoðað frumvarp um gagnagrunna á heilbrigðissviði, sem heilbrigðisráðherra kynnti í lok síðustu viku, en upphaflega frumvarpið sem lagt var fram á Alþingi á síðastliðnu vori. Hann telur að það muni eiga tiltölulega greiða leið gegnum þingið í haust. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 313 orð | ókeypis

Sigtún 23 hluti af sérstæðri og heillegri götumynd

LAGT var fram bréf frá fulltrúum í úthlutunarnefnd styrkja úr Húsverndarsjóði á fundi borgarráðs 28. júlí. Í bréfinu kemur fram að fulltrúarnir hafi talið húsið við Sigtún 23 á allan hátt falla undir þá skilgreiningu að vera styrkhæft og að ekki hafi þótt ástæða til þess að láta íbúa hússins gjalda þess við úthlutun úr sjóðnum að borgarminjavörður væri einn af íbúum þess. Meira
5. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 180 orð | ókeypis

Skemmtiferðaskip í Eyjum

Vestmannaeyjum-Skemmtiferðaskip hafa verið tíðir gestir í Eyjum undanfarna daga en fimm skip hafa haft viðkomu í Eyjum undanfarið. Síðasta skip sem var á ferð var Maxím Gorkí sem lagðist við festar utan við Eiðið en farþegar voru ferjaðir í land með léttbátum skipsins. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 1316 orð | ókeypis

Skiptar skoðanir á endurbótunum

SÉRFRÆÐINGAR sem Morgunblaðið leitaði álits hjá á endurskoðuðum frumvarpsdrögum heilbrigðisráðherra um gagnagrunna á heilbrigðissviði skiptast mjög í tvö horn í skoðunum sínum á frumvarpinu. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 185 orð | ókeypis

Snæugla heimsækir Reykholtsdal

Í REYKHOLTSDALNUM sást til ferða snæuglu í gær. Að sögn Þórarins Skúlasonar bónda á Steindórsstöðum í Reykholtsdal var hann látinn vita af ferðum uglunnar í gærmorgun. Fuglinn flaug upp þegar reynt var að nálgast hann en flaug ekki lengra en í um 100 metra fjarlægð. Hann sat svo hinn rólegasti á sama stað frá hádegi og til fjögur í gær þar sem hægt var að virða hann fyrir sér. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 205 orð | ókeypis

Taílendingunum þremur vikið úr landi

BROTTVÍSUNARÚRSKURÐUR yfir þremur Taílendingum var kveðinn upp í gær af Þóri Oddssyni vararíkislögreglustjóra. Taílendingarnir skipulögðu ferð sautján landa sinna til Íslands og lofuðu vinnu en þeir fóru úr landi síðasta fimmtudag og var þessum þremur, tveimur konum og einum karlmanni haldið eftir til yfirheyrslu. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 575 orð | ókeypis

Tekist á við byltur og grjóthrun

FJÓRMENNINGARNIR sem ætluðu að klífa 1.100 metra hátt þverhnípt granítstál Ulamertorsuaqfjalls syðst á Grænlandi voru ánægðir með ferðina þrátt fyrir að ætlunarverk þeirra hafi ekki tekist. Helst spiluðu þar inn í utanaðkomandi aðstæður og segja þeir að helsta hindrunin hafi verið að komast að fjallinu sjálfu, ekki klifra upp. Töfðust í 8 daga Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 260 orð | ókeypis

Tveir létust í umferðarslysum

TVÖ banaslys urðu í umferðinni um helgina, annað í Dalasýslu og hitt í Rangárvallasýslu. Fernt var flutt til aðhlynningar á sjúkrahús en einn slapp lítið sem ekkert meiddur. Banaslys varð á Skarðsströnd í Dölum síðastliðinn mánudag þegar jeppi fór út af veginum og valt. Karlmaður sem ók jeppanum missti hann út fyrir veginn í beygju. Meira
5. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 234 orð | ókeypis

Unglingar æfðu í Burstabrekkudal

HÓPUR á vegum Skíðadeildar Leifturs í Ólafsfirði var við æfingar innst í Burstabrekkudal í svonefndu Drangaskarði síðastliðinn sunnudag, 2. ágúst. Burstabrekkudalur er einn af afdölum Ólafsfjarðar, sá næst ysti í austanverðum firðinum og liggur þar raflína um Drangaskarð til Dalvíkur. Um dalinn liggur slóð fyrir sérútbúna jeppa alveg fram að skarðinu og er þarna vinsæl gönguleið. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 747 orð | ókeypis

Verð að hafa eitthvað fyrir stafni

Garður alþýðulistamanns í Vík í Mýrdal er að verða vinsæll viðkomustaður ferðafólks. Þar kom Helgi Bjarnason einnig við og spjallaði við Jón Gunnar Jónsson. Meira
5. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð | ókeypis

Þrjár konur taka vígslu

ÞRJÁR konur verða vígðar til prests í Dómkirkjunni næstkomandi sunnudag. Nýlega voru átta prestsembætti auglýst laus til umsóknar og hefur verið veitt í sjö embætti og eru konur í fjórum þeirra. Þær sem taka vígslu á sunnudag eru Bára Friðriksdóttir, sem vígist til Vestmannaeyja, Guðbjörg Jóhannesdóttir, sem vígist til Sauðárkróks og Lára Oddsdóttir, sem vígist til Valþjófsstaðar. Meira

Ritstjórnargreinar

5. ágúst 1998 | Staksteinar | 394 orð | ókeypis

»Gamli góði keppnisandinn Í VERU, tímariti um konur og kvenfrelsi, fjallar rit

Í VERU, tímariti um konur og kvenfrelsi, fjallar ritstjórinn, Elísabet Þorgeirsdóttir, um launamun kynjanna í þjóðfélaginu á grundvelli könnunar, sem gerð var meðal félagsmanna í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur, en þar kom fram að konur höfðu að meðaltali 40% lægri laun en karlar, fengu 128.486 krónur á mánuði, en karlar 180.353 krónur. Munurinn er 51.867 krónur. Meira
5. ágúst 1998 | Leiðarar | 611 orð | ókeypis

SKORÐUR VIÐ ERLENDRI FJÁRFESTINGU MRÆÐUR um hugsanlega fjárfe

SKORÐUR VIÐ ERLENDRI FJÁRFESTINGU MRÆÐUR um hugsanlega fjárfestingu erlends banka í Landsbankanum hafa enn á ný beint sjónum manna að íslenzkri löggjöf um erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi. Fram hefur komið að vegna takmarkana á óbeinni eignaraðild útlendinga í íslenzkum sjávarútvegsfyrirtækjum væri t.d. Meira

Menning

5. ágúst 1998 | Tónlist | -1 orð | ókeypis

Að snerta gulltöflur fegurðarinnar

Fluttar voru af Jaap Schröder og Helgu Ingólfsdóttur þrjár fyrstu sónöturnar fyrir fiðlu og sembal eftir meistara J.S. Bach. Laugardagurinn 1. ágúst. AÐ hlýða á tónlist, er svipuð íþrótt og að hlýða á lesinn texta. Því flóknari sem skipan tónanna er, útheimtir úrvinnsla þeirra meiri skerpu í greiningu og þjálfun í að skipa hljóðunum í skynsamlegt samhengi. Meira
5. ágúst 1998 | Menningarlíf | 1095 orð | ókeypis

Augnablikið lifir

Einn merkasti leikhúsmaður íslenskur á seinni hluta þessarar aldar, Gísli Halldórsson leikari og leikstjóri, er allur. Leiklistin í sínu upprunalegasta og tærasta formi er list augnabliksins; þar reynir á getu og hæfileika leikarans til að nýta sér nærveruna við áhorfendur, nýta augnablikið, rafmagna andrúmsloftið svo neistar af, Meira
5. ágúst 1998 | Menningarlíf | 419 orð | ókeypis

Ágætt orgel í Dómkirkjunni

ÞÝSKI orgelleikarinn dr. Andreas Jacop leikur á tónleikum í Dómkirkjunni í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Á efnisskránni er Prelúdía í E-dúr eftir Vinzent L¨ubeck, Ciacona í f-moll eftir Johann Pachelbel, Prélúdía í D-dúr eftir J.S. Bach, 2 kóral prelúdíur eftir Brahms og Sónata í B-dúr eftir Mendelssohn. Meira
5. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 621 orð | ókeypis

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsd

Borg englanna Venjuleg ástarsaga og sérstök frásögn af englum blandast ekki vel saman. Sex dagar, sjö nætur Ford og Heche mynda prýðilegt par í gamanhasarmynd a la Romancing the Stone. Full tuggið en ekki leiðinlegt. Meira
5. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 92 orð | ókeypis

Blúsari slapp úr bruna

ÞAÐ VAR lán í óláni þegar hús blúsgítaristans John Lee Hooker brann til kaldra kola, að blúsarinn sjálfur slapp óskaðaður og gítararnir hans átta líka. Vinur hins 80 ára gítarkappa brenndist hins vegar eitthvað þegar hann reyndi að bjarga heimilisköttunum úr logandi húsinu. Eldurinn blossaði upp í einu af átta svefnherbergjum Hookers og barst fljótlega upp í þakið. Meira
5. ágúst 1998 | Tónlist | -1 orð | ókeypis

Fallega mótaður söngur

FJÖLRADDAÐUR söngur og hljóðfæraleikur var hluti af húshaldi yfirstéttarinnar í Englandi í margar aldir en datt að nokkru niður við upphaf siðbótarinnar og á meðan Thomas Cromwell hélt öllum í járngreipum sínum komust menn ekki upp með neitt páfalegt tónprjál en fyrir þann tíma voru Englendingar meðal fremstu þjóða í tónsmíði. Um það vitna margar merkilegar bækur, eins og t.d. Meira
5. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 53 orð | ókeypis

Forsýning hjá Jackson

HASARMYNDIN "The Negotiator" var forsýnd í Los Angeles á dögunum en með aðalhlutverkin fara leikararnir Samuel L. Jackson og Kevin Spacey. Myndin fjallar um tvo samningamenn lögreglunnar og erfiðleika í kjölfar þess að annar þeirra er handtekinn. Leikarinn Samuel L. Jackson mætti ásamt eiginkonu sinni, leikkonunni LaTanya Richardson, á forsýninguna. Meira
5. ágúst 1998 | Menningarlíf | 118 orð | ókeypis

Gallerí Grúsk í annað húsnæði

GALLERÍ Grúsk í Grundarfirði hefur flutt í annað húsnæði, á Grundargötu 22. Starfsemi Grúsks hefur eflst mjög á því ári sem það hefur verið starfrækt og fjölbreytni í vöruúrvali aukist til muna. Margs konar varningur er í boði. Má nefna útsagaðar og málaðar trévörur frá Hrafnihildi og Dísu, en þær hafa nýlega stofnað litla handverksstofu, sem ber nafnið Rún. Meira
5. ágúst 1998 | Menningarlíf | 66 orð | ókeypis

Hádegistónleikar í Dómkirkjunni

ORGELTÓNLEIKAR verða í Dómkirkjunni í dag, miðvikudag, kl. 11.30. Við orgelið að þessu sinni er Kjartan Sigurjónsson organisti Digraneskirkju og formaður Félags íslenskra organleikara. Á efnisskránni verða verk eftir A. Gabrieli, J. Rheinberger, Max Reger og J.S. Bach. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Kl. 12. Meira
5. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 253 orð | ókeypis

Hiti í Kansas Syndir fortíðar (Sins of the Past)

Framleiðendur: Brad Krevoy, Steve Stabler og Bradley Thomas. Leikstjóri og handritshöfundur: John Patrick Kelley. Kvikmyndataka: Pedon Papamichael. Tónlist: Carter Burwell. Aðalhlutverk: Vince Vaughn, Ashley Judd, Jeremy Davies og Kate Capshaw. (90 mín.) Bandarísk. Skífan, júlí 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
5. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 255 orð | ókeypis

Hvorki fugl né fiskur Sérvöruverslunin (The Deli)

Framleiðendur: Sylvia Camier og John Dorrian. Leikstjóri: John Andrew Gallagher. Handritshöfundar: John Dorrian og John Andrew Gallagher. Kvikmyndataka: Bob Lechterman. Tónlist: Ernie Mannix. Aðalhlutverk: Mike Starr, Matthew Keeslar, Heather Matarazzo og Ice-T. (90 mín.) Bandarísk. Stjörnubíó, júlí 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
5. ágúst 1998 | Menningarlíf | 262 orð | ókeypis

Ljóðið tjáir best mannlega reisn

TÉKKNESKA skáldið Miroslav Holub lést 14. júlí sl. í Prag, 74 ára að aldri. Holub, sem jafnframt var ónæmisfræðingur og kunnur vísindamaður, vakti athygli fyrir beinskeytt ljóð sín sem einkenndust af því hve einföld þau voru og oft opinská, einkum þegar hann orti um samtíma sinn. Meira
5. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 196 orð | ókeypis

Mamma Schwarzeneggers dáin AURELÍA Schwarzeneg

AURELÍA Schwarzenegger, móðir kvikmyndastjörnunnar Arnolds Schwarzeneggers, var 76 ára þegar hún lést 2. ágúst sl. Það var við daglega heimsókn að gröf eiginmanns síns sem hún hné niður. Þyrlur komu í flýti til heimabæjar fjölskyldunnar, Weisz í Suður-Austurríki, til að flytja Aurelíu á sjúkrahús í Graz. Þar tóku við lífgunartilraunir sem því miður báru engan árangur. Meira
5. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 688 orð | ókeypis

Minnir á eldri plöturnar

NÝJA platan hans Rod Stewarts, "When We Were the New Boys" kemur skemmtilega á óvart. Hún minnir mig á eldri plötur söngvarans eins og "Gasoline Alley" og "Every Picture Tells a Story." Kallinn hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og við eigum sameiginlegan uppáhalds söngvara. Sá heitir Sam Cooke. Meira
5. ágúst 1998 | Menningarlíf | 141 orð | ókeypis

Nýjar bækur

Næturregn. Smásögur og þættir er eftir Grétar Kristjónsson. Hann hefur áður sent frá sér m. a. ljóðabækur. Í kynningu segir að Næturregn fjalli um ólíka menn og konur og mismunandi reynsluheim: "Eigin reynsla höfundar liggur hér til grundvallar og nærvera hafsins og landsins er ljós. Lífið við sjávarsíðuna fyrr og síðar er hér tekið til umfjöllunar. Meira
5. ágúst 1998 | Menningarlíf | 112 orð | ókeypis

Nýjar bækur "BLUE TIT"

"BLUE TIT" þýsk íslensk Blámeisubók. Deutsch-isländisches Blaumeisenbuch, eftir Wolfgang Müller í þýðingu Veturliða Guðnasonar er komin út. Í kynningu segir: "Þetta er menningarleg reisubók eftir þýska fjöllistamanninn og Íslandsvininn Wolfang Müller frá Berlín. Meira
5. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 749 orð | ókeypis

"Skemmtiklúbbur með trúarlegu ívafi"

SIRKJUSÓKN og trúmál eru ekki algengt umræðuefni flestra unglinga ef undanskilin er fermingin og veisluhöld tengd henni. Unglingahreyfingar innan kirkjunnar eru þó starfandi og er kaþólska unglingafélagið Píló eitt þeirra. Meira
5. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 290 orð | ókeypis

Smellur versus Keikó Smellur og grallararnir (Slappy and the Stinkers)

Framleiðendur: Bill, Jonathan og Sid Sheinberg. Leikstjóri: Barnet Kellman. Handritshöfundur: Robert Wolterstorff og Mike Scott. Kvikmyndataka: Paul Maibaum. Tónlist: Craig Safan. Aðalhlutverk: B.D. Wong og Bronson Pinchot. (90 mín.) Bandarísk. Skífan, júlí 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
5. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 223 orð | ókeypis

Stjörnum prýdd helgi forsetahjónanna

BILL Clinton Bandaríkjaforseti reyndi að setja stefnur og yfirheyrslur vegna Monicu Lewinsky málsins til hliðar um helgina í stjörnum prýddum fjáröflunarsamkomum í Hamptons. Hillary og Bill voru gestir Steven Spielbergs og eiginkonu hans Kate Capshaw og er uppi sá orðrómur að forsetinn muni hefja störf hjá DreamWorks kvikmyndafyrirtæki Spielbergs þegar hann lætur af störfum sem forseti Meira
5. ágúst 1998 | Menningarlíf | 184 orð | ókeypis

Tímarit ÁRSRIT Sögufélags Ísfir

ÁRSRIT Sögufélags Ísfirðinga, 38. árgangur. Í ritinu að þessu sinni eru fjórar megingreinar: "Ágrip af sögu Tónlistarskóla Ísafjarðar" eftir Björn Teitsson, skólameistara, "Togarafélagið hf. Valur" eftir Einar H. Eiríksson, "Altarisbríkin úr Ögurkirkju" eftir Guðfinnu M. Meira
5. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | -1 orð | ókeypis

Tómur hasar Hasarmyndir dagsins ganga út á stanslaus læti, hávaða og spennuatriði en vantar raunverulegt innihald og

BANDARÍSKU hasarmyndirnar hafa breyst mikið frá því við fórum í Stjörnubíó og sáum Byssurnar frá Navarone á sjöunda áratugnum. Myndin sú var gerð árið 1961 og varð geysilega vinsæl um allan heim. Í nýlegu hefti kvikmyndatímaritsins Movieline er því haldið fram að hún hafi verið ein fyrsta nútímahasarstórmyndin, en sú tegund bíómynda þekktist ekki fyrir 1960 að sögn blaðsins. Meira
5. ágúst 1998 | Menningarlíf | 139 orð | ókeypis

Þverflautuspil á Seyðisfirði

TÓNLEIKAR verða í kvöld í tónleikaröðinni Bláa kirkjan á Seyðisfirði og koma þar fram Kristrún Björnsdóttir og Björn Davíð Kristjánsson. Þau leika á þverflautur tónlist eftir Telemann, Mozart, Kuhlau, W.F. Bach, Cimarosa og Sullivan í kirkjunni á Seyðisfirði í kvöld miðvikudagskvöld 5. ágúst kl. 20.30. Kristrún var m.a. Meira

Umræðan

5. ágúst 1998 | Aðsent efni | 654 orð | ókeypis

Atvinnu- og umhverfismál í sátt og samlyndi

ÉG Á því láni að fagna að vera að vinna á Þingvöllum í sumar og mun eflaust búa að því um langa hríð. Náttúran er einstaklega fögur og þar sem ég vinn á nóttunni þá fæ ég notið alls þessa í ró og næði. Sólarlagið og sólarupprásin og hin fagra íslenska sumarnótt sem bindur þetta saman. Það er oft stillt og kyrrt hér og því fæst tækifæri til að greina hin smávægilegustu hljóð náttúrunnar. Meira
5. ágúst 1998 | Aðsent efni | 880 orð | ókeypis

Fangelsismál

LÖG og réttur er einn af hyrningarsteinum hvers lýðræðisþjóðfélags, en ótrúlega mikil hneigð virðist vera hjá stórum hópi einstaklinga til að yfirtroða þau lög, sem þjóðfélagið setur þegnum sínum, þeim til verndar og réttar, en með brotum á þjóðfélagsreglum eru oft og tíðum skert mikilsverð réttindi annarra. Meira
5. ágúst 1998 | Aðsent efni | 833 orð | ókeypis

Lífeyrisbaráttan hefur skilað árangri

ALLAN þennan áratug og reyndar þann sem á undan gekk hafa verið umræður, og oftar en ekki, deilur um lífeyrismál. Því er ekki að neita að þetta hefur reynt verulega á þolrifin. Um langt skeið héldu menn sig að verulegu leyti niðri í skotgröfunum og á það ekki síst við um starfsmenn ríkis og sveitarfélaga innan BSRB og annarra samtaka opinberra starfsmanna enda var hart sótt að lífeyrisréttindum Meira
5. ágúst 1998 | Aðsent efni | 753 orð | ókeypis

Meðaltöl misvísandi!

EFTIR að skýrsla forsætisráðherra til Alþingis um hagi aldraðra, sem unnin var af Þjóðhagsstofnun, kom fram í vor, varð of lítil umræða þar um hana. Þetta var mjög athyglisverð skýrsla en kafnaði alveg í rifrildi á þingi af ýmsu tagi í spreng fyrir þinglok. Skýrsla þessi er mjög vel unnin, þar kemur margt vel fram um hagi aldraðs fólks í ýmsum löndum. Meira
5. ágúst 1998 | Bréf til blaðsins | 475 orð | ókeypis

Neyðarkall til blóðgjafa Frá Birni Harðarsyni: EINS OG við munum

EINS OG við munum kom nýverið neyðarkall frá Blóðbankanum þar sem óskað var eftir blóðgjöfum strax vegna bágrar lagerstöðu blóðhluta. Þá sem fyrr brugðust blóðgjafar ekki skyldu sinni og kom mikill fjöldi þeirra í Blóðbankann þann dag og næstu daga. Meira
5. ágúst 1998 | Bréf til blaðsins | 393 orð | ókeypis

Orkudrykkir Frá Sigurgeiri Þorvaldssyni: EKKI opnar maður svo da

EKKI opnar maður svo dagblað né fylgist með hljóð- eða sjónvarpi, að ekki sé auglýstur enn einn nýr "orkudrykkurinn", sem eigi að slá öllum öðrum við um áhrif og gæði! Svei því öllu saman!! Svo virðist, að hægt sé að hafa alla að ginningarfíflum, sér í lagi unglingana, sem allt þurfa að prófa. Meira
5. ágúst 1998 | Aðsent efni | 560 orð | ókeypis

Tjaldið er fallið

BÚIÐ er að gefa út dánarvottorð fyrir Alþýðubandalagið sem stjórnmálaflokk, einungis er eftir að ákveða hvenær eigi að kasta rekunum. Þessi ákvörðun var tekin á aukalandsfundi flokksins nú í byrjun júlí. Talsmenn sameiginlegs framboðs A-flokkanna leggja áherslu á að hér sé einungis verið að leggja af stað í verkefni þar sem unnin verði eftir samstarfsáætlun fyrir næstu fjögur ár. Meira
5. ágúst 1998 | Aðsent efni | 1609 orð | ókeypis

Varist falsspámenn Sigurbjörn Einarsson biskup hefur góðfúslega heimil

FYRIR 68 árum var ég mánaðartíma hér á Þingvöllum. Það var góður tími fyrir mig og rifjast jafnan upp þegar ég kem hingað. Ég var meðal þeirra lánsömu skólapilta, sem fengu vinnu við að reisa tjöld hér fyrir Alþingishátíðina 1930, tjaldbúðir fyrir mörg þúsund manns. Og taka tjöldin ofan þegar allt var búið og hreinsa til. Meira

Minningargreinar

5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 504 orð | ókeypis

Benedikt Jón Geirsson

Þá hefur Benedikt bróðir minn, eða Diddi eins og hann var kallaður af fjölskyldunni, lokið hérvistardögum sínum. Lokið er ævi, sem um margt var óvenjuleg, þar vantaði hvorki mótlæti né gleði, fátækt eða góða afkomu. Hann var fjögurra ára gamall þegar móðir okkar var send á Vífilsstaði og var ekki búist við að hún ætti afturkvæmt þaðan. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 168 orð | ókeypis

Benedikt Jón Geirsson

Þá er elskulegur mágur minn og vinur búinn að fá hvíldina, eftir löng og ströng veikindi, sem hann tók af æðruleysi. Diddi var góður heimilisfaðir og dugnaðarforkur, auk þess að vera hjálpsamur öllum sem til hans leituðu. Ég minnist þess þegar við hjónin vorum að koma okkur upp húsnæði, að hann kom að máli við manninn minn sáluga og tók skýrt fram að til sín ætti að leita ef hjálpar væri þörf. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 465 orð | ókeypis

Benedikt Jón Geirsson

Það voru um margt óvenjulegir tímar á Íslandi upp úr 1940, heimsstyrjöldin síðari var í algleymingi, breskur her hertók landið og hóf gífurlegar framkvæmdir við byggingu flugvallar í Reykjavík, sem skapaði mikla vinnu og mikið peningastreymi. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 303 orð | ókeypis

Benedikt Jón Geirsson

Hvenær man ég fyrst eftir Didda frænda? Ég veit það ekki, en finnst að ég hafi alltaf þekkt hann. Eflaust er það oft svo um þá sem hafa verið manni nánir og markað spor í lífshlaupið. Fyrstu minningar mínar um Didda frænda eru af Rauðarárstígnum. Ég man vel eftir herberginu, glerborðinu og leðurstólunum með krómuðu örmunum, plötuspilaranum og jassinum sem hljómaði. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 221 orð | ókeypis

BENEDIKT JÓN GEIRSSON

BENEDIKT JÓN GEIRSSON Benedikt Jón Geirsson fæddist í Reykjavík 21. maí 1924. Hann lést á Borgarspítalanum í Fossvogi 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður G. Gottskálksdóttir, f. 29. október 1897, d. 29. nóvember 1947, og Geir B.E. Benediktsson, f. 10. maí 1897, d. 13. apríl 1983. Bræður Benedikts eru Oddur, f. 10. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 162 orð | ókeypis

Gísli Halldórsson

Gísli Halldórsson kom til starfa hjá Leikfélaginu á baráttutímum; félagið hafði á veturparti misst stóran hóp til starfa hjá nýjum og voldugum keppinaut. Gísli var þá ungur maður og starfsævi hans í þágu félagsins og listarinnar rétt að hefjast. Á langri samleið unnu félagið og Gísli saman sína sigra. Lýðhylli Gísla sem listamanns jók félaginu styrk. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 1376 orð | ókeypis

Gísli Halldórsson

Í leikritinu um Kristnihald undir Jökli, sem Gísli Halldórsson færði fram til sigurs með ógleymanlegum hætti, trúir séra Jón Prímus Umba hinum unga fyrir því, að eitt sinn hafi hann átt fallega skó. Og stúlku. "En núna?" spyr Umbi. Séra Jón Prímus svarar: "Ég hef jökulinn; og náttúrlega akursins liljugrös; þau eru hjá mér; ég er hjá þeim; en umfram allt jökulinn. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 571 orð | ókeypis

Gísli Halldórsson

Oft er sagt: Nú er skarð fyrir skildi, en það á ekki við þegar Gísli Halldórsson er horfinn úr okkar hópi. Við lágum ekki í hernaði saman. En nú stíga færri fætur á mel og mosa, færri augu sjá yfir svipmikið land af heiðarbrún, rödd hans og bros taka ekki við okkur í áfangastað, við heyrum ekki lengur sögur hans og tilsvör og hnyttnar vísur sem við áttu. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 436 orð | ókeypis

Gísli Halldórsson

Kynni okkar hófust upp úr 1980, þegar Halldór, sonur Gísla, og Anna Guðrún, dóttir mín, náðu saman. Þau hófu byggingu íbúðarhúss við Brekkuland í Mosfellssveit gegnt Álafossi í neðstu drögum Helgafells árið 1985 eða svo. Hófst þar byggingarævintýri mitt með Gísla er stóð með hléum fram á fyrravor. Hann hafði að baki áratuga reynslu á þessu sviði. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 484 orð | ókeypis

Gísli Halldórsson

Það er vandi að skrifa um Gísla Halldórsson. Ekki vegna þess að góðar minningar skorti, en Gísli taldi að persónuleg umræða um fólk, eins og nú tíðkast, ætti ekki erindi í fjölmiðla. Hann veitti þeim aldrei viðtöl þótt oft væri eftir því leitað og frá nógu að segja. Allt prjál og yfirborðsmennska var honum á móti skapi. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 339 orð | ókeypis

Gísli Halldórsson

Sumir menn eru gæddir þeirri stærð að löngu eftir að þeir gengu um garða er sem rödd þeirra hljómi í salnum þar sem þú ert staddur. Virðingin fyrir verkum slíkra manna talar til þín úr hverri hreyfingu og hverju svipbrigði samferðamanna sem nutu samvista við þá og leiðsagnar þeirra og uxu af þvi. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 682 orð | ókeypis

Gísli Halldórsson

Gísli Halldórsson var listamaður. Það er það fyrsta sem kemur í hug minn í tengslum við hann. Það var þó aldrei ávísun á tilgerð eða ómerkilega sjálfsupphafningu. Gísli var nefnilega sannur listamaður og hafði aukinheldur mestu skömm á öllu sem var falskt og óekta, ekki síst í listum. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 172 orð | ókeypis

GÍSLI HALLDÓRSSON

GÍSLI HALLDÓRSSON Gísli Halldórsson fæddist í Norður-Botni í Tálknafirði 2. febrúar 1927. Hann lést 27. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Gíslason, bóndi, f. 8. maí 1885, drukknaði á Þerneyjarsundi 9. júní 1931, og Valgerður G.J. Jónsdóttir, f. 7. ágúst 1884, d. 18. febrúar 1966. Systkini hans sem komust á legg voru Sigríður, f. 15. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 251 orð | ókeypis

Jenný Lára Gísladóttir

Það var árið 1970 að ég kom í fyrsta sinni á heimili tengdaforeldra minna á Holtsgötu 14 í Hafnarfirði. Ekki ætla ég að rekja lífshlaup tengdamóður minnar, til þess eru aðrir færari, heldur minnast þeirrar ástúðar og hlýju sem frá henni stafaði. Ekki var húsnæði hennar stórt í fermetrum talið né fullt af veraldlegum hlutum, en þar var þó alltaf nóg pláss. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 51 orð | ókeypis

Jenný Lára Gísladóttir

Það er sárt tómarúmið í hjarta mínu þegar elskulega amma mín er farin. Hún var einstök. Nú legg ég augun aftur Ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Sonardóttir. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 169 orð | ókeypis

JENNÝ LÁRA GÍSLADÓTTIR

JENNÝ LÁRA GÍSLADÓTTIR Jenný Lára Gísladóttir fæddist á Sólmundarhöfða á Akranesi 20. júní 1904. Hún lést 25. júlí síðastliðinn á Sólvangi, Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Gísli Hinriksson, kennari, f. 17. maí 1856 á Litla-Ósi í Miðfirði, V-Hún., d. 3. des. 1940, og Petrína Kristín Andrésdóttir, f. 2. sept. 1863 á Bæ í Hrútafirði, d. 9. febr. 1944. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 384 orð | ókeypis

María Oddsdóttir

Elsku amma, núna ertu komin í faðm afa og Jóa, en við sjáum þig ekki aftur. Söknuðurinn er svo sár og svo erfitt að sætta sig við að sjá þig ekki aftur. Þú varst fastur punktur í lífi okkar og það verður skrítið að hitta þig ekki eins og við erum vön. Þú varst svo góð við börnin mín og þá sérstaklega hann Árna Rúnar sem þú hefur þekkt í fjögur ár. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 61 orð | ókeypis

María Oddsdóttir

Elsku amma á Grund. Þú ert farin til englanna og þú ert farin til guðs. Elsku amma, þú ert farin upp í himininn. Núna kemur þú ekki lengur á sunnudögum til að tala við mig, og leika við mig. Núna líður þér vel hjá afa og kisu. Þú ert í hvítri kistu og með hvítan kross. Þinn langömmustrákur, Árni Rúnar. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 188 orð | ókeypis

MARÍA ODDSDÓTTIR

MARÍA ODDSDÓTTIR María Oddsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 17. október 1910. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 26. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Oddur Oddsson og Halldóra Geirmundsdóttir. Systkini Maríu voru Guðný, Soffía og Hannes. Þau eru öll látin. María giftist Alexander Vilhjálmssyni, f. 14.11. 1898, d. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 321 orð | ókeypis

Þórdís Ólafsdóttir

Söknuður á ef til vill ekki rétt á sér þegar níutíu ára kona kveður þetta líf. Samt mun ég sakna ánægjulegra og uppbyggjandi samtala við Þórdísi Ólafsdóttur ljósmóður. Hún fylgdist vel með þjóðmálum, var víðlesin í ritum og skáldsögum eftir nýja höfunda og hélt hún reisn sinni til æviloka. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 436 orð | ókeypis

Þórdís Ólafsdóttir

Ég naut þeirra forréttinda að alast upp í sama húsi og hún amma Þórdís. Ég var tæplega 4 ára þegar ég flutti á ættaróðalið að Vogalandi 3 ásamt foreldrum og tveimur eldri systrum. Þá hafði hún amma Þórdís nokkrum mánuðum áður komið sér fyrir í notalegri íbúð á neðri hæð hússins. Upp frá þessu tengdumst við amma sterkum böndum og urðum miklir vinir. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 891 orð | ókeypis

Þórdís Ólafsdóttir

Því er mér síðan svo stirt um stef, stæri mig lítt af því sem hef, því hvað er auður og afl og hús ef eingin jurt vex í þinni krús? (Halldór Kiljan Laxness.) Hálfrar aldar samferð er lokið. Hún Ljósa mín og og nafna er dáin. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 1236 orð | ókeypis

Þórdís Ólafsdóttir

Þá er hún ástkæra Ljósa mín og ein af mínum bestu vinkonum búin að yfirgefa þennan jarðneska heim, í hárri elli, komin í ljósið og ylinn hjá Guði. Ég kallaði hana aldrei annað en Ljósu mína frá því ég man eftir mér. Hún tók á móti mér í þennan heim fyrir 53 árum, það vantaði aðens 12 klukkustundir upp á. Má því segja að hún hafi verið fyrsta manneskjan, sem ég leit augum í þessum heimi. Meira
5. ágúst 1998 | Minningargreinar | 359 orð | ókeypis

ÞÓRDÍS ÓLAFSDÓTTIR

ÞÓRDÍS ÓLAFSDÓTTIR Þórdís Ólafsdóttir fæddist á Vindási í Kjós 19. júní 1908. Hún lést á Landspítalanum 27. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Einarsson, f. 7.2. 1869, d. 3.4. 1959, og Helga Bjarnadóttir, f. 11.7. 1872, d. 10.9. 1936, bændur á Vindási. Systkini hennar voru: Kristín, f. 19.4. 1895, d. 9.5. 1987. Úlfhildur, f. 27.6. 1897, d. Meira

Viðskipti

5. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 448 orð | ókeypis

BMW vísar hugmynd VW um samruna á bug

BMW hefur vísað á bug hugmynd stjórnarformanns Volkswagens, Ferdinands Piechs, um samruna fyrirtækjanna og kallar hana tilraun til að dreifa athyglinni frá ósigri VW í baráttunni um Rolls- Royce. Stjórnarformaður BMW, Bernd Pischetsrieder, hló þegar hann var spurður álits og kvað humyndina dæmigerða fyrir Piech að sögn Der Spiegel. Meira
5. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 237 orð | ókeypis

Bréf lækka vegna uggs út af jeninu

UGGUR um að hækkun jens verði skammvinn olli lækkun á verði bandarískra hlutabréfa í gær og gengi bréfa í vrópskum kauphöllum seig þriðja viðskiptadaginn í röð. Spenna í samskiptum Íraka og vopnaeftirlitsmanna SÞ olli hækkun á olíuverði. Dow Jones hækkaði eftir opnun vegna hærra jens, en hafði lækkað um 0,5% í 8743 þegar viðskiptum í Evrópu lauk. Meira
5. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 427 orð | ókeypis

Gera ekki kröfu um meirihlutaeign

ÞÓRÐUR Friðjónsson, ráðuneytisstjóri í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, segir að SE bankinn sænski, sem hefur átt í viðræðum við viðskiptaráðaneytið um kaup á hlut í Landsbanka Íslands hf., sé fyrst og fremst umhugað um að það verði tryggt frá upphafi, ef af kaupum verður, að bankinn lendi ekki í minnihlutaaðstöðu. Meira
5. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 332 orð | ókeypis

Hagnaður nam tæpum 66 milljónum kr.

HAGNAÐUR Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði nam 65,9 milljónum fyrstu sex mánuði ársins samkvæmt rekstrarreikningi, samanborið við 33,6 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn af fyrri helmingi þessa árs er nálægt því jafnmikill og varð allt árið í fyrra en þá varð tæplega 66 milljóna króna hagnaður af rekstri vinnslunnar. Meira
5. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 276 orð | ókeypis

Löggjafinn nær vart að bregðast við nýjungum

EVRÓPSKT löggjafarvald á í erfiðleikum með að halda í við hinar öru breytingar sem eiga sér stað á tölvusviðinu. Ný tækni kemur fram á sjónarsviðið á 2-3 ára fresti á meðan það tekur Evrópusambandið 2-3 ár að koma nýrri tilskipun á. Þetta kom m.a. fram á ráðstefnu sem Evrópusamtök skýrslutæknifélaga (CECUA) héldu nýlega í Brussel. Meira
5. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 80 orð | ókeypis

Netverzlun seld á 100 millj. dala

HOLLYWOOD Entertainment Corp., eigandi Hollywood myndbandsleigukeðjunnar, hefur samþykkt að kaupa myndbandsverzlun á netinu, Reel.com Inc., fyrir um 100 milljónir Bandaríkjadala. Reel.com rekur helztu myndbandsverzlunina á netinu. Hún hefur rúmlega 85.000 titla á boðstólum og veitir auk þess neytendaþjónustu. Meira
5. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 160 orð | ókeypis

Sala verulegs hluta tryggð

BÚIÐ er tryggja sölu á verulegum hluta hlutafjár í Baugi, sameinuðu félagi Hagkaups, Nýkaups og Bónuss, að sögn Bjarna Ármannssonar forstjóra Fjarfestingarbanka atvinnulífsins, sem fyrr í sumar keypti 37,5% í félaginu ásamt Kaupþingi sem keypti önnur 37,5%. Meira
5. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 412 orð | ókeypis

Sjóðfélagar geta valið um fjárfestingarstefnu

ÍSLENSKI lífeyrissjóðurinn, sem rekinn er af Landsbréfum hf., hefur ákveðið að bjóða sjóðfélögum sínum viðbót við núverandi fjárfestingarstefnu og gefa þeim kost á að velja milli þriggja mismunandi fjárfestingarstefna við ávöxtun lífeyrissparnaðarins. Sjóðnum verður skipt í þrjár deildir og geta sjóðfélagar valið á milli þeirra eftir hentugleika. Meira

Fastir þættir

5. ágúst 1998 | Í dag | 144 orð | ókeypis

95 ÁRA afmæli.

95 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 5. ágúst, verður níutíu og fimm ára Stígheiður (Heiða) Þorsteinsdóttir frá Brekkum í Mýrdal, Reynihvammi 12, Kópavogi. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu í dag frá kl. 17­20. Í dag, miðvikudaginn 5. Meira
5. ágúst 1998 | Fastir þættir | 908 orð | ókeypis

Allir í röð Það er alls ekki augljóst hvaða þættir skuli hafa áhrif á forgangsröðun og kannski er bara hægt að nota einhvers

Nýtur sá, sem greiðir úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu er hann fær, ósanngjarnra forréttinda vegna efnahags síns, eða er hann aðeins að neyta sjálfsagðs réttar síns og að auki að létta undir með hinu opinbera kerfi? Ágreiningurinn snýst fljótt á litið um það hvort gera skuli fólki kleift að leita sér sjúkraþjónustu utan hinnar opinberu Meira
5. ágúst 1998 | Fastir þættir | 383 orð | ókeypis

AV

AV Halldóra Magnúsd. - Jón Steinar Ingólfsson379 Eggert Bergsson - Torfi Ásgeirsson370 Guðbjörn Þórðarson - Steinberg Ríkarðsson368 Rúnar Einarsson - Guðjón Sigurjónsson359 Föstudaginn 31. júlí mættu aftur 28 pör til leiks. Meira
5. ágúst 1998 | Í dag | 33 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 18. júlí sl. í Lágafellskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Jóhanna Jónsdóttir og Róbert Þór Sighvatsson. Heimili þeirra er í Hlíðartúni 2, Mosfellsbæ. Barna- og fjölskylduljósm./ Gunnar Leifur Jónasson. Meira
5. ágúst 1998 | Fastir þættir | 120 orð | ókeypis

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Langholtskirkja. Ferð eldri borgara á vegum Bæjarleiðabílstjóra og Kvenfélags Langholtssóknar verður farin frá Langholtskirkju í dag kl. 13. Meira
5. ágúst 1998 | Í dag | 596 orð | ókeypis

Fyrirspurn til söluaðila Herbalife BRÓÐIR minn keypti Herbal

BRÓÐIR minn keypti Herbalife, skammt fyrir 1 mánuð. Í þeim skammti var m.a. dós með dufti í (próteindrykkur), jurta- og fibertöflur, ásamt jurtate. Íslenski söluaðilinn ráðlagði dagskammt af duftinu 2 msk. (1 msk. = 15 gr) tvisvar sinnum á dag. Það eru ca. 60 gr á dag, alls 420 gr. Meira
5. ágúst 1998 | Fastir þættir | 670 orð | ókeypis

Hannes Hlífar efstur í norrænu VISA bikarkeppninni

Eftir sigurinn á Politiken Cup í Kaupmannahöfn hefur Hannes Hlífar tekið forystuna í norrænu bikarkeppninni. Stærsti viðburðurinn í skáklífinu á Norðurlöndum um þessar mundir er norræna bikarkeppnin sem VISA stendur fyrir. Þetta er í annað skiptið sem þessi keppni fer fram, en Íslendingar náðu bestum árangri Norðurlandaþjóðanna í fyrra skiptið. Meira
5. ágúst 1998 | Fastir þættir | 251 orð | ókeypis

Heklið 276 ll.

Heklað úr PEER GYNT 100% ull. Fæst í 44 litum. ÞETTA sjal er mjög auðvelt að hekla, svo nú er tækifærið að byrja að læra að hekla fyrir þá sem ekki kunna, bara loftlykkjur, keðjulykkjur og stuðlar. LENGD á sjali u.þ.b. 150 sm. Sídd þar sem er breiðast u.þ.b. 62 sm. PEER GYNT Gult nr. 126 7 dokkur Heklunál nr. 4.5 Heklið 276 ll. Meira
5. ágúst 1998 | Fastir þættir | 805 orð | ókeypis

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 964. þáttur

964. þáttur Jón G. Friðjónsson kennir okkur nú æ meir um áhrif Biblíunnar á íslenskt mál. Áður hefur verið getið hér hins mikla verks hans, Rætur málsins. Fyrir skömmu kom út rit Stofnunar Sigurðar Nordals með mörgum góðum greinum, og þeirra á meðal er grein eftir Jón G. Friðjónsson um biblíumálið og áhrif þess á tungu okkar. Meira
5. ágúst 1998 | Í dag | 460 orð | ókeypis

NSKAN herjar stöðugt á íslenskuna og málsóðar, sem ekkert

NSKAN herjar stöðugt á íslenskuna og málsóðar, sem ekkert gera til þess að standa vörð um íslenska tungu, reynast henni hvað hættulegastir. Hér í Morgunblaðinu í síðustu viku var fjallað um nýtt æði meðal barna á öllum aldri, sem nefnist á ensku "Lazer- tag". Meira
5. ágúst 1998 | Fastir þættir | 505 orð | ókeypis

Prjónasíðan Spuni

"Þar eð bók sú, er hjer kemur fyrir almennings sjónir, eflaust er hin fyrsta, er birzt hefir á vorri tungu um hannyrðir kvenna, hefir það verið ýmsum erfiðleikum bundið bæði hvað efni og orðfæri snertir að koma henni í eins æskilegt horf og vjer í fyrstu höfðum ætlað oss; og með því að ekkert hefir fyr verið ritað í þeirri grein á íslenzku, er vjer gátum haft oss til stuðnings, Meira
5. ágúst 1998 | Dagbók | 613 orð | ókeypis

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag fóru út Hanse Due

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag fóru út Hanse Due og Örfirisey. Vædderen kom inn. Í gær komu Hanne Sif, Arnarfell, Funchal og Vista Mar sem fór út aftur samdægurs. Arkona og Clitter Adventurer fóru út í gær. Meira

Íþróttir

5. ágúst 1998 | Íþróttir | 233 orð | ókeypis

3 kílómetrarStelpur 9 ára og yngri:

3 kílómetrarStelpur 9 ára og yngri: Rúna Sif Stefánsdóttir, Fjölni17.07 Eydís Arna Líndal, Ármanni18.05 Gerður Gautsdóttir, Fjölni20.12 10 til 12 ára: Nina Cohagen, Þrótti14.06 Jóhanna Gunnarsdóttir, Ármanni16. Meira
5. ágúst 1998 | Íþróttir | 22 orð | ókeypis

8-liða úrslit:

8-liða úrslit: Í átta liða úrslitum á föstudaginn mætast eftirtaldar þjóðir. Júgóslavía - Argentína Grikkland - Spánn Rússland - Litháen Russland - L Meira
5. ágúst 1998 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

A-riðill:

A-riðill: Færeyjar - Svíþjóð0:3 England - Finnland3:3 B-riðill: Ísland - Noregur2:8 Ólafur Páll Snorrason 2 (5., 47.) - Trond F. Ludvigsen 4 (4., 20., 58., 75.), Ole Talberg (28.), Ruben Hansen (30. - vsp.), Kurt Heggestad (45.), Vidar Hoseth (54.). Meira
5. ágúst 1998 | Íþróttir | 133 orð | ókeypis

Bakþankar dómarans DÓMARINN í leik Bragan

DÓMARINN í leik Bragantino og Vasco da Gama í efstu deild brasilísku knattspyrnunnar virtist ekki vera með á hreinu hvað tímanum leið er nær dró lokum leiksins, sem fór fram um síðustu helgi. Eftir að hafa gefið tveimur leikmönnum og þjálfara Vasco-liðsins rautt spjald, blés hann í flautu sína ­ að því er virtist til merkis um að leiknum væri lokið. Meira
5. ágúst 1998 | Íþróttir | 407 orð | ókeypis

Eiður Smári til Bolton

Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður úr KR, samdi í gær við enska knattspyrnufélagið Boltn Wanderers. Ekki er getið um lengd samningsins, en Eiður Smári var kynntur fyrir stuðningsmönnum liðsins á Reebok-leikvanginum í gærkvöldi, skömmu áður en æfingaleikur Bolton og skosku meistaranna Glasgow Celtic hófst. Meira
5. ágúst 1998 | Íþróttir | 451 orð | ókeypis

Golf

Útsláttarmót á Nesinu Mótið var haldið hjá Nesklúbbnum á mánudag til styrktar Umhyggju, styrktarfélagi langveikra barna. 500 þús. krónur söfnuðust að þessu sinni. Hér að neðan má sjá lokastöðuna, en tölurnar til hægri sýna aðeins höggafjölda keppenda í níu holu forkeppni fyrir útsláttarkeppnina sjálfa. 1. Ólöf María Jónsdóttir, Keili39 2. Meira
5. ágúst 1998 | Íþróttir | 183 orð | ókeypis

Hjólreiðar

Frakklandskeppnin, Tour de Frakklandi 20. og síðasta leiðin var hjóluð á sunnudaginn, 147,5 km: 1. Tom Steels (Belgíu)3:44.36,2 Stefano Zanini (Ítalíu), 3. Stuart O'Grady (Ástralíu), 4. George Hincapie (Bandar.), 5. Erik Zabel (Þýskalandi), 6. Robbie McEwen (Ástralíu), 7. Mario Traversoni (Ítalíu), 8. Francois Simon (Frakklandi), 9. Meira
5. ágúst 1998 | Íþróttir | 24 orð | ókeypis

Í kvöld

Knattspyrna Bikarkeppni karla undanúrslit: Hásteinsv.::ÍBV - Breiðablik18.30 NM pilta: Húsavík:England - Færeyjar 15 Sauðárkr.:Noregur - Danmörk15 Húsavík:Finnland - Svíþjóð17 Sauðárkr. Meira
5. ágúst 1998 | Íþróttir | 229 orð | ókeypis

Íslensku drengirnir voru grátt leiknir

Norðmenn standa Íslendingum framar á knattspyrnusviðinu, það sýndi sig berlega þegar drengjalandslið þjóðanna mættust á Akureyri í gær. Norðmenn sigruðu 8:2 og setja stefnuna hátt í þessu Norðurlandamóti. Írar sigruðu Dani örugglega í sama riðli en Íslendingar mæta Írum á Sauðákróki í dag. Leikurinn var nokkuð jafn fyrstu fimmtán mínúturnar. Trond Ludvigsen kom Noregi yfir á 4. mín. Meira
5. ágúst 1998 | Íþróttir | 134 orð | ókeypis

Kluivert fer hvergi PATRICK Kluivert

PATRICK Kluivert, leikmaður AC Milan á Ítalíu og landsliðsmaður Hollendinga í knattspyrnu, neitaði að fara til enska liðsins Manchester United um síðustu helgi, en tilboð síðasttalda liðsins í leikmanninn hafði verið samþykkt. Í síðustu viku sögðu breskir fjölmiðlar frá því að Man. Utd. Meira
5. ágúst 1998 | Íþróttir | 143 orð | ókeypis

Knattspyrna Skotland Celtic - Dunfermline5:0 Dundee - Aberdeen0:2 Kilmarnock - Dundee United2:0 Motherwell - St. Johnstone1:0

Skotland Celtic - Dunfermline5:0 Dundee - Aberdeen0:2 Kilmarnock - Dundee United2:0 Motherwell - St. Johnstone1:0 Hearts - Rangers2:1 Noregur: Meira
5. ágúst 1998 | Íþróttir | 209 orð | ókeypis

Körfuknattleikur

HM í Aþenu: E-riðill: Ítalía - Júgóslavía61:60 Gregor Fucka 16, Carlton Myers 12, - Zeljko Rebraca 16, Sasa Obradovic 12. Rússland - Grikkland60:48 Sergei Babkov 18, Vassilij Karassev 14, - Frangiskos Alvertis 12. Meira
5. ágúst 1998 | Íþróttir | 242 orð | ókeypis

Menn eru fullir sjálfstrausts

Blikar mæta heimamönnum ÍBV á Heimaey í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ í kvöld. Breiðablik hefur ekki náð jafn langt í bikarkeppni í fimmtán ár og freistar þess að vinna óvæntan sigur á Íslandsmeisturunum og komast þannig í úrslit í annað sinn í sögu félagsins. Meira
5. ágúst 1998 | Íþróttir | 511 orð | ókeypis

Nýliðinn sprækastur

ÖKUMAÐUR á sínu fyrsta ári í torfæru gerði sér lítið fyrir og vann fyrra mótið af tveimur í heimsbikarmótinu í torfæru. Mótið fór fram á Akureyri á laugardaginn. Heimamaðurinn Sigurður A. Jónsson vann í heildarkeppninni, en Gunnar Gunnarsson sunnanmaður vann í flokki götujeppa og varð í níunda sæti. Meira
5. ágúst 1998 | Íþróttir | 116 orð | ókeypis

Ólafur fer ekki á EM ÓLAFUR Guðmunds

ÓLAFUR Guðmundsson, tugþrautarmaður úr HSK, náði ekki lágmarkinu fyrir Evrópumeistaramótið er hann tók þátt í sænska meistaramótinu í fjölþraut í Uppsölum um síðustu helgi. Ólafur hafnaði í 8. sæti, fékk 7.206 stig, en lágmarkið er 7.850 stig, en hann á best 7.535 stig. Meira
5. ágúst 1998 | Íþróttir | 350 orð | ókeypis

Pantani batt enda á 33 ára bið Ítala

Marco Pantani, varð á sunnudaginn fyrsti Ítalinn í 33 ár til þess að vinna Frakklandskeppnina í hjólreiðum. Hann hjólaði 3.711 kílómetra leið keppninnar á 92 klukkustundum, 49 mínútum og 46 sekúndum og var 3,21 mínútu á undan Þjóðverjanum Jan Ullrich, sem sigraði í keppninni í fyrra. Meira
5. ágúst 1998 | Íþróttir | 695 orð | ókeypis

Setti tvö Íslandsmet í sama sundi

Örn Arnarson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar náði mjög góðum árangri á Evrópumeistaramóti unglinga sem lauk í Antwerpen um helgina. Fyrr hefur verið getið árangurs hans í 200 m fjórsundi, þar sem hann tvíbætti Íslandsmetið, og 200 m baksundi, þar sem hann setti einnig Íslandsmet. Meira
5. ágúst 1998 | Íþróttir | 626 orð | ókeypis

Silfurörvar McLaren enn og aftur í sérflokki

Silfurörvar McLaren voru í sérflokki í Þýskalandskappakstrinum í Hockenheim á sunnudag og í fimmta sinn á árinu unnu ökuþórar liðsins, Finninn Mika Häkkinen og Skotinn David Coulthard, tvöfaldan sigur. Meira
5. ágúst 1998 | Íþróttir | 91 orð | ókeypis

Tveir létust í rallkeppni á Spáni TV

TVEIR áhorfendur, þar á meðal sjö ára barn, létu lífið er portúgalski rallökumaðurinn Adruzilio Lopez missti stjórn á bifreið sinni í beygju í Madeira-rallinu á Spáni um helgina. Tveir aðrir áhorfendur hlutu alvarleg meiðsl, en Lopez slapp ómeiddur. Keppnislið hans, Peugeot, dró sig úr keppni í kjölfarið ásamt öðru liði, sem styrkt var af heimamönnum. Meira
5. ágúst 1998 | Íþróttir | 367 orð | ókeypis

Vala lítillega meidd

Þórey Edda Elísdóttir, FH, hafnaði í öðru sæti í stangarstökki á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Malmö í Svíþjóð á mánudaginn. Þórey stökk 4,15 metra, sem er aðeins 5 cm frá hennar besta. Sigurvegari varð Evrópumeistarinn innanhúss, Anghela Balakhonova frá Úkraínu, fór hæst yfir 4,20 metra. Vala Flosadóttir, ÍR, keppti hins vegar ekki vegna slæmsku í mjóbaki. Meira
5. ágúst 1998 | Íþróttir | 270 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

WIM Jonk, hollenskur landsliðsmaður í knattspyrnu hefur gengið til liðs við enska liðið Sheffield Wednesday. Jonk lék áður með PSV Eindhoven í Hollandi, en var seldur þaðan fyrir 2,5 millj. sterlingspunda, tæpar 300 millj. króna. Meira

Fasteignablað

5. ágúst 1998 | Fasteignablað | 542 orð | ókeypis

Bresk byggingarfélög vinna varnarsigur

BRESK byggingarfélög bera sig vel eftir nauman sigur eins helsta merkisbera þess geira í Bretlandi á tilraunum aðkomumanna til að breyta einu félaganna í banka. Tillaga þar að lútandi var felld á fundi í Nationwide byggingarfélaginu, sem hefur kallað sig "fremsta byggingarfélag heims" síðan umsvifamestu húsnæðislánastofnun Bretlands, Halifax byggingarfélaginu, var breytt í banka. Meira
5. ágúst 1998 | Fasteignablað | 217 orð | ókeypis

Fallegt einbýlishús í Seljahverfi

HJÁ fasteignasölunni Húsvangi er til sölu 303 ferm. einbýlishús að Þingaseli 1 í Seljahverfi. Þetta er steinhús á tveimur hæðum með tvöföldum innbyggðum bílskúr, byggt 1979. "Þetta er virkilega fallegt hús," sagði Pétur B. Guðmundsson hjá Húsvangi. Meira
5. ágúst 1998 | Fasteignablað | 151 orð | ókeypis

Fallegt hús á góðum stað

HJÁ Eignavali er nýkomin í sölu húseignin Langholtsvegur 61. Þetta er einbýlishús, rúmlega 180 fm að stærð og á tveimur hæðum með 40 fm bílskúr. Húsið er timburhús með nýrri steni-klæðningu, byggt 1943. Meira
5. ágúst 1998 | Fasteignablað | 769 orð | ókeypis

Framtíðarsýn í lagnamálum

VIÐ eigum við margskonar vandamál að stríða í lagnamálum, sum þeirra er ekki auðvelt að útskýra, önnur eru heimatilbúin og óþörf. Ryðlitur á köldu vatni er vandamál víða um land, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Margskonar kenningar eru á lofti um hver orsökin sé en engin þeirra hefur unnið sigur, líklega er ekki um neina eina orsök að ræða. Meira
5. ágúst 1998 | Fasteignablað | 380 orð | ókeypis

Hátt fermetra- verð í sérbýli á Seltjarnarnesi

TÖLUVERÐUR munur er á fermetraverði í sérbýli, hvort heldur gerður er samanburður á bæjarfélögum innan höfuðborgarsvæðisins eða þau borin saman við bæjarfélög úti á landi. Undir sérbýli falla einbýlishús, parhús og raðhús. Byggt er á upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins og miðað við steinhús, reist 1940 eða síðar. Meira
5. ágúst 1998 | Fasteignablað | 288 orð | ókeypis

Heimilin verði inn- brotsflokkuð

HVERT heimili í Bretlandi mun bráðlega fá sitt "þjófavarnamat" á bilinu 1-1000, en það á að gera tryggingarfyrirtækjum kleift að reikna út, hve miklar líkur eru á að brotizt verði inn á viðkomandi heimili og hve oft. Meira
5. ágúst 1998 | Fasteignablað | 605 orð | ókeypis

Hver er greiðsluskyldur?

SKYLDA til greiðslu sameiginlegs kostnaðar í fjöleignarhúsi hvílir á þeim sem er eigandi eignar á hverjum tíma. Eigandi verður skyldugur til að greiða hlutdeild í sameiginlegum kostnað frá þeim tíma sem hann gerist eigandi. Því er mjög þýðingarmikið að ákvarða hvenær maður telst vera orðinn eigandi að eign. Meira
5. ágúst 1998 | Fasteignablað | 229 orð | ókeypis

Tími við- halds og endurbóta

HUGA þarf að viðhaldi húsa strax frá byrjun. Þá verður vandinn miklu frekar viðráðanlegur á hverjum tíma en safnast ekki upp, unz svo er komið, að húsin liggja kannski undir stórskemmdum og kosta þarf til miklum fjárhæðum til úrbóta. En þeir eru margir, sem leggja hart að sér við að eignast íbúð og eiga því lítið fé aflögu til nauðsynlegs viðhalds, ekki hvað sízt fyrstu árin eftir kaup. Meira
5. ágúst 1998 | Fasteignablað | 292 orð | ókeypis

Útsýnishús í vesturbæ Kópavogs

FASTEIGNASALAN Borgir er með til sölu einbýlishús á einni hæð á Kópavogsbraut 90. Þetta er 235 fwm hús, steinsteypt og byggt 1960. Húsinu fylgir auk þess 40 fm bílskúr ásamt 30 fm sólskála. "Staðsetning þessa húss er mjög sérstök og raunar frábær, en það stendur á tveimur lóðum og frá því er mjög mikið útsýni," sagði Steinar S. Jónsson hjá Borgum. Meira
5. ágúst 1998 | Fasteignablað | 194 orð | ókeypis

Vandað einbýlishús á góðum stað

FASTEIGNASALAN Frón er með til sölu einbýlishús á tveimur hæðum í Malarási 2 í Seláshverfi í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1981. Húsið er alls 281 ferm. að stærð með innbyggðum bílskúr, sem er 38 ferm. Meira
5. ágúst 1998 | Fasteignablað | 353 orð | ókeypis

Vel hannað hús við Selbrekku

FASTEIGNASALAN Fold er með til sölu einbýlishús við Selbrekku 26 í Kópavogi. Þetta er 280 fm hús á tveimur hæðum, byggt 1976. Um 30 fm innbyggður bílskúr er í húsinu, sem er fyrir ofan götu. "Hönnunin á þessu húsi er sérlega skemmtileg, en það er mjög opið og hátt til lofts," sagði Finnbogi Hilmarsson hjá Fold. "Birtan er það góð að hún býður t.d. Meira
5. ágúst 1998 | Fasteignablað | 1581 orð | ókeypis

Verklýsingar og verk- samningar nauðsynlegir

SUMARIÐ er tími viðgerða og viðhalds á húsum og mannvirkjum. Þar sem sumarið hér er býsna stutt, þarf að nýta það vel í þessu skyni. Á undanförnum áratugum hafa Íslendingar sinnt þessum þætti allt of lítið. Ekki er óvarlegt að ætla, að það þurfi að verja 50.000- 100.000 kr. í viðhald á meðalíbúð að jafnaði á ári. Meira
5. ágúst 1998 | Fasteignablað | 23 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

5. ágúst 1998 | Fasteignablað | 20 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

5. ágúst 1998 | Fasteignablað | 18 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

5. ágúst 1998 | Fasteignablað | 17 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

5. ágúst 1998 | Fasteignablað | 15 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

5. ágúst 1998 | Fasteignablað | 23 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

5. ágúst 1998 | Fasteignablað | 17 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

5. ágúst 1998 | Úr verinu | 219 orð | ókeypis

1,9 milljarðar erlendis frá

RÚSSAFISKUR er að sjálfsögðu meginuppistaðan í innfluttum þorski til vinnslu hér á landi og hefur verðmæti hans verið á annan milljarð króna síðastliðin fjögur ár. Verðmæti alls innflutts hráefnis til fiskvinnslu á Íslandi nam í fyrra tæpum 1,9 milljörðum króna, þar af var verðmæti botnfisks 1.156 milljónir, uppsjávarafla 537 milljónir og rækju 162 milljónir. Meira
5. ágúst 1998 | Úr verinu | 484 orð | ókeypis

72% vélstjóra stefna á endurmenntun

SÍÐASTLIÐIÐ haust ákvað Vélstjórafélag Íslands í samráði við formann Landssambands íslenskra útvegsmanna að kanna viðhorf vélstjóra og vinnuveitenda þeirra til endur- og símenntunar. Unninn var spurningalisti, sem kynntur var LÍÚ, en gerðar voru nokkrar breytingar á listanum í samræmi við óskir LÍÚ og könnunin gerð í framhaldi af því. Könnunin náði til um 300 vélstjóra og 124 vinnuveitenda. Meira
5. ágúst 1998 | Úr verinu | 501 orð | ókeypis

Ágæt ýsuveiði en smáýsan var áberandi

ÁRLEGUM sumarrannsóknum Hafrannsóknastofnunar á ýsugengd á grunnslóð fyrir Suðurlandi er nú lokið. Að sögn Hafsteins Guðfinnssonar, forstöðumanns útibús Hafrannsóknastofnunar í Vestmannaeyjum, sem var leiðangursstjóri, er megin markmið leiðangursins að kanna breytingar á ýsuafla eftir svæðum, en einnig líffræði ýsunnar svo sem árgangaskipan í veiði, lengdardreifingu aflans, þyngd, fæðu og vöxt. Meira
5. ágúst 1998 | Úr verinu | 362 orð | ókeypis

Boðið upp daglega á einu verði fyrir hverja tegund

KVÓTAÞING tekur til starfa um næstu mánaðamót. Samkvæmt uppboðsreglum þingsins verður öllum tilboðum safnað saman í einn pott og boðið upp einu sinni á dag, á einu verði fyrir hverja tegund. Aðeins verða leyfð viðskipti með aflamark, en ekki þorskaflahámark smábáta eða aflahlutdeild. Meira
5. ágúst 1998 | Úr verinu | 620 orð | ókeypis

Búið er að veiða 3.000 tonn á Flæmingjagrunni

ÍSLENSK skip sem stundað hafa rækjuveiðar á Flæmingjagrunni þetta árið hafa samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu landað samtals rúmlega 3.000 tonnum og hafa veiðarnar nú gengið betur en í fyrra þegar á heildina er litið. Fimm íslensk skip eru enn við veiðar á Flæmingjagrunni, en alls fengu 30 skip úthlutað samtals 6.800 tonna kvóta þar þetta árið. Meira
5. ágúst 1998 | Úr verinu | 266 orð | ókeypis

Eftirlitsreglur NEAFC samþykktar

NORÐAUSTUR-Atlantshafs fiskveiðinefndin (NEAFC) samþykkti á aukaaðalfundi sínum sem fram fór 30. júní og 1. júlí sl. reglur um eftirlit á hafsvæðum sem falla undir nefndina. Aðeins á eftir að samþykkja viðauka við reglurnar, en Arnór Halldórsson, deildarstjóri í sjávarútvesráðuneytinu, segir að í þeim felist aðeins tæknilegar útfærslur. Hann segir að reglurnar taki að öllu óbreyttu gildi 1. Meira
5. ágúst 1998 | Úr verinu | 161 orð | ókeypis

Endurbættur Núpur væntanlegur heim

ATLAS hf. í Reykjavík og skipasmíðastöðin Astilleros de Pasaia á Spáni hafa nú lokið við miklar endurbætur á línubátnum Núp BA 69 sem er í eigu Odda hf. á Patreksfirði og er hann væntanlegur til heimahafnar nú í vikunni. Skipið var lengt um sex metra. Skipt var um aðalvél, gír og ljósavél. Meira
5. ágúst 1998 | Úr verinu | 114 orð | ókeypis

Forstjóraskipti á Hafró

NÚ um mánaðamótin tók Jóhann Sigurjónsson við starfi forstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar af Jakobi Jakobssyni sem gegnt hefur forstjórastarfinu í 14 ár, en Jakob mun nú einbeita sér að síldarrannsóknum á ný auk þess sem hann gegnir prófessorsstöðu við Háskóla íslands. Meira
5. ágúst 1998 | Úr verinu | 240 orð | ókeypis

Fréttir

Góður gangur áFlæmingjagrunni ÍSLENSK skip, sem stundað hafa rækjuveiðar á Flæmingjagrunni þetta árið, hafa skv. upplýsingum Fiskistofu, landað samtals rúmum þrjú þúsund tonnum og hafa veiðarnar nú gengið betur en í fyrra þegar á heildina er litið. Fimm íslensk skip eru enn við veiðar á Flæmingjagrunni, en alls fengu 30 skip úthlutað samtals 6. Meira
5. ágúst 1998 | Úr verinu | 168 orð | ókeypis

Grillaður soyagljáður lax

SMÁRI Valtýr Sæbjörnsson, matreiðslumaður á veitingastaðnum Skólabrú og meðlimur í landsliði matreiðslumanna, býður lesendum Versins upp á grillaðan soyagljáðan lax og er uppskriftin ætluð fjórum. Smári er, eins og aðrir matreiðslumeistarar Versins þetta árið, félagi í Freistingu, sem í eru kokkar og bakarar í fremstu röð. Netfang þeirra er: http//www.treknet.is/freisting/. Meira
5. ágúst 1998 | Úr verinu | 230 orð | ókeypis

Helmingi meira af seiðum en á síðasta ári

NORSKA hafrannsóknaskipið Michael Sars fann helmingi meira að loðnuseiðum í leiðangri sínum í Barentshafi í júní sl. en það fann á sama tíma í fyrra. Þá voru þó mælingarnar mjög góðar. Þessar rannsóknir eru þó með þeim annmarka, að Norðmenn fá ekki að kanna ástandið innan rússnesku lögsögunnar en mikið af seiðunum fer þangað. Meira
5. ágúst 1998 | Úr verinu | 2012 orð | ókeypis

Kominn á byrjunarreit

JAKOB hóf að starfa að hafrannsóknum strax að loknu stúdentsprófi árið 1952, þá við Atvinnudeild Háskóla Íslands, fiskideild, sem var breytt í Hafrannsóknastofnun árið 1965. Þá var Árni Friðriksson forstöðumaður fiskideildarinnar og fékk hann Jakob til að aðstoða sig við að Meira
5. ágúst 1998 | Úr verinu | 156 orð | ókeypis

Komnir í sumarfrí

ÞEIR voru kampakátir á Reyni GK 47 þegar fréttaritari Versins hitti þá á kæjanum á dögunum, búnir með humarkvótann og komnir í sumarfrí. "Þetta er nú ekki fastaáhöfnin sem er hér í síðasta túrnum," sagði Meyvant Einarsson, skipstjórinn í túrnum. "Við erum með 280 kg af humri sem er restin af kvótanum og 7 tonn af blönduðum fiski, mest löngu. Meira
5. ágúst 1998 | Úr verinu | 1165 orð | ókeypis

Markmiðin með stjórnun fiskveiða

MARGT og mikið hefur verið rætt og skrifað um stjórnun fiskveiða sem í dag hefur snúist upp í það að stuðla að mestu eignatilfærslu og verðmætabrenglun í sögu Íslands. Lögin um takmörkun fiskveiða voru upphaflega sett vegna þess að menn óttuðust að um væri að ræða ofveiði á fiskistofnunum en ekki náttúrlegar sveiflur á lífríki jarðar. Meira
5. ágúst 1998 | Úr verinu | 214 orð | ókeypis

Mest munar um loðnuna

Í NÝJASTA Útvegi kemur fram að veruleg aukning hefur orðið í innfluttu hráefni til fiskvinnslu á Íslandi á síðustu sex árum þó að þessi hráefnisinnflutningur sé afar mismunandi eftir tegundum. Samtals var innflutt hráefni til fiskvinnslu árið 1992 um 12 þús. tonn á móti 107 þús. tonnum í fyrra. Botnfiskafli sem innflutt hráefni var mestur árið 1995, rúm 33 þúsund tonn, 8. Meira
5. ágúst 1998 | Úr verinu | 750 orð | ókeypis

Mikil framþróun í umbúðum utan um sjávarafurðir

NEYTENDUR nú á dögum eru almennt betur upplýstir en áður var og þeir hafa aldrei haft meiri áhuga á að vita nákvæmlega hvað þeir láta ofan í sig. Þess vegna lesa þeir það, sem stendur utan á umbúðunum. Hefur þetta komið fram í könnunum vestanhafs en þar segjast rúmlega 90% vilja vita eitthvað um næringargildi matvörunnar, sem þeir eru að kaupa. Meira
5. ágúst 1998 | Úr verinu | 492 orð | ókeypis

Möguleikar í makrílnum

ÞERNEY RE er nú að makrílveiðum austarlega í Síldarsmugunni, rétt við norsku landhelgislínuna, eitt íslenskra skipa en Venus HF hefur hætt veiðunum og haldið á heimamið. Þórður Magnússon, skipstjóri á Þerney, segir aflabrögð ekki mikil en er bjartsýnn á veiðarnar með aukinni reynslu. "Fyrir okkur eru þetta ný fræði og við höfum verið að fikra okkur áfram með veiðarfæri og þess háttar. Meira
5. ágúst 1998 | Úr verinu | 278 orð | ókeypis

Njáll ehf. í Garði hefur keypt eitt raðsmíðaskipanna

NJÁLL ehf. í Garði er byrjaður að gera út togskipið Berglín GK 300 sem keypt var af Þormóði ramma- Sæbergi á Siglufirði, en skipið hét áður Jöfur ÍS 172. Skipið var smíðað í Garðabæ árið 1988 og er um 300 tonn, en það er eitt af raðsmíðaskipunum svokölluðu. Að sögn Bergþórs Baldvinssonar, framkvæmdastjóra Njáls ehf., fylgdi skipinu 400 tonna kvóti og var kaupverð skipsins 350 milljónir króna. Meira
5. ágúst 1998 | Úr verinu | 267 orð | ókeypis

Sterkir markaðir eru fyrir karfann

KARFAVEIÐAR að meðtöldum úthafskarfaveiðum hafa í heildina gengið vel þetta árið og að sögn Kristjáns Hjaltasonar, framkvæmdastjóra markaðsmála hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, hefur sala afurðanna gengið mjög vel og verðið, sem fengist hefur, verið gott og jafnvel hærra en í fyrra. Meira
5. ágúst 1998 | Úr verinu | 223 orð | ókeypis

Stykkishólmshöfn fær viðurkenningu

ÞAÐ er óvenjulegt að hafnarsvæði, þar sem útgerð er stunduð, fái viðurkenningu fyrir snyrtimennsku, en á dögunum veitti Vesturlandsblaðið Skessuhorn umhverfisverðlaun fyrirtækjum á Vesturlandi, þar sem umgengni um athafnasvæði og snyrtimennska er til fyrirmyndar. Þar hlaut Stykkishólmshöfn 3. verðlaun. Meira
5. ágúst 1998 | Úr verinu | 133 orð | ókeypis

Útgerð í aldarfjórðung

Á ÞESSU ári eru 25 ár síðan útgerðarsaga Bergs-Hugins ehf. í Vestmannaeyjum hófst með því að nýsmíðin Vestmannaey VE 54 kom til landsins frá Japan árið 1973 er gos var hafið í Eyjum. Afmælisins var minnst á sjómannadaginn síðasta, en á þeim tímamótum þótti útgerðinni við hæfi að taka saman ágrip af sögu félagsins í máli og myndum. Meira

Barnablað

5. ágúst 1998 | Barnablað | 208 orð | ókeypis

Bréf og myndir frá Chile

Santiago, Chile, í maí. Við erum tveir bræður, Matthías, 7 ára, og Kristófer, 5 ára, og okkur langar til að senda myndir eftir okkur til Myndasagna Moggans. Við fáum blaðið alltaf sent þannig að við getum lesið um Högna og Gretti. Hér er haust og bráðum er kominn vetur, júní, júlí og ágúst. Biðjum að heilsa vinum okkar á Íslandi. Kær kveðja, Matti og Kristó. Meira
5. ágúst 1998 | Barnablað | 111 orð | ókeypis

Pennavinir

Mig langar að eignast pennavin á aldrinum 10-12 ára, sjálf er ég að verða 11 ára. Áhugamál eru fótbolti, góð tónlist og ýmislegt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Sólrún S. Skúladóttir Melshúsum 225 Bessastaðahreppur Ég óska eftir pennavinum, helst stelpum, á aldrinum 7-10 ára. Ég er sjálf 8 ára. Meira
5. ágúst 1998 | Barnablað | 324 orð | ókeypis

SAFNARAR

Mig langar að skipta við ykkur. Ég safna öllu með Hanson, Leonardo DiCaprio og John Travolta, Kate Winslet, Titanic. Í staðinn læt ég ykkur fá Ráðgátur, Aaron Carter, Emilíönu Torrini, frímerki, Björk, The Boys, límmiða. Margrét D. Meira
5. ágúst 1998 | Barnablað | 114 orð | ókeypis

TF-LÍF kom til bjargar KRISTÓFER Már Þórhallsson veit

KRISTÓFER Már Þórhallsson veit eins og aðrir landsmenn að Landhelgisgæslan er vel búin til að bjarga fólki úr alls kyns mannraunum. Ekki er óalgengt að heyra í fréttum að þyrla Landhelgisgæslunnar, annaðhvort TF-SIF eða TF-LÍF, hafi bjargað fólki úr háska eða flutt stórslasað fólk á Borgarspítalann, þar sem er lendingarsvæði fyrir þyrlur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.