Greinar sunnudaginn 9. ágúst 1998

Forsíða

9. ágúst 1998 | Forsíða | 367 orð

Bandaríkjamenn hefja umfangsmikla rannsókn

BANDARÍKJAMENN hófu í gær umfangsmikla rannsókn á sprengjutilræðum við sendiráð Bandaríkjanna í Nairóbí, höfuðborg Kenýa, og Dar-es-Salaam, höfuðborg Tanzaníu, sem banaði samkvæmt nýjustu tölum 108 manns á föstudag og slasaði yfir 4.100. Í Nairóbí stóð í gær enn sem hæst leit að fleiri fórnarlömbum tilræðisins í rústum fimm hæða skrifstofubyggingar sem hrundi. Meira
9. ágúst 1998 | Forsíða | 152 orð

Fjórða tilraun Fossetts

BANDARÍSKI ævintýramaðurinn Steve Fossett lagði aðfaranótt laugardags upp í fjórðu tilraun sína til að verða fyrstur til að fljúga í kringum jörðina í loftbelg, án millilendingar. Í þetta sinn lagði Fossett af stað frá Argentínu, en í fyrri tilraunum hafði hann reynt að nýta sér þotuvinda að vetri til í háloftunum yfir norðurhveli jarðar. Meira
9. ágúst 1998 | Forsíða | 142 orð

Norskir fangar í verkfall

FANGAR í Trögstad-fangelsinu í Noregi lögðu niður störf á fimmtudag til þess að mótmæla sérgæsku yfirvalda við einn fanganna, Björn Jarle Röberg- Larsen, sem er félagi í Verkamannaflokknum. Röberg-Larsen er einn þeirra ungliða flokksins, sem hlutu dóm vegna falsana á flokksskrám. Meira
9. ágúst 1998 | Forsíða | 123 orð

Ný vinátta Íraks og Írans?

SADDAM Hussein, forseti Íraks, minntist þess í gær, að áratugur er liðinn frá lokum hins langvinna stríðs Íraks við Íran, sem stóð 1980-1988. Hvatti hann Íransstjórn til að breiða yfir fortíðina og opna fyrir nýtt tímabil í samskiptum þjóðanna. Meira
9. ágúst 1998 | Forsíða | 52 orð

Reuters Úrhelli og flóð í S-Kóreu

SUÐUR-Kóreumaður gengur gætilega yfir tréplanka sem lagður hefur verið í stað brúar, sem flóð skolaði burt í Kyonggi-héraði, norður af höfuðborginni Seoul. Úrhellisrigning steyptist í gær aftur yfir norðurluta landsins, sem jók enn á vatnavexti liðinna daga, sem hafa nú kostað 212 manns lífið svo vitað sé. Meira
9. ágúst 1998 | Forsíða | 91 orð

Umdeildur listviðburður

AUSTURRÍSKI málarinn Hermann Nitsch hélt í gær ótrauður áfram umdeildum listviðburði sem hann stendur fyrir, en austurrísk stjórnvöld ákváðu á fimmtudag að setja vissar skorður við. Viðburður þessi stendur í sex daga og er þar m.a. slátrað dýrum og blóðinu úr þeim slett á léreft með tilþrifum á sviði. Meira

Fréttir

9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

11 teknir fyrir hraðakstur

LÖGREGLAN á Selfossi tók 11 ökumenn fyrir of hraðan akstur í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar hefur hraðakstur verið minni í sumar en oft áður og fátítt að svo margir séu stöðvaðir á einni nóttu. Sá sem hraðast ók var á 118 kílómetra hraða. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð

43 íbúðir auðar í Eyjum

VÍÐA um land eiga sveitarfélög í vandræðum vegna mikils fjölda félagslegra íbúða sem þau hafa leyst til sín. Vestmannaeyjabær hefur t.d. keypt 43 af 73 slíkum íbúðum í bænum og standa þær allar auðar. Bolungarvíkurbær á 60 af 79 félagslegum íbúðum þar og standa 12 þeirra auðar. Fjárskuldbindingar vegna íbúðanna nema helmingi af heildarskuldbindingum bæjarsjóðs. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 213 orð

Alvarleg líkamsárás í Kópavogi

RÁÐIST var á konu og henni nauðgað við Reykjanesbraut í Kópavogi skammt frá bensínstöð Skeljungs, aðfaranótt laugardags. Konan var á gangi vestur Reykjanesbraut þegar ráðist var á hana. Konan var með töluverða áverka að sögn lögreglunnar í Kópavogi og var hún flutt á neyðarmóttöku á slysadeild. Meira
9. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 1405 orð

EMU-markinu náð, en hvað svo? Eftirvæntingin vegna hins sameiginlega evrópska gjaldmiðils sem var áberandi á Ítalíu fyrir

EININGIN, sem ríkt hefur á Ítalíu síðan vinstri-miðstjórn Romano Prodis tók við fyrir rúmum tveimur árum, hefur ekki verið átakalaus, en hún dugði til að ná tilætluðum árangri. Ítalía verður eitt ellefu landa er saman hefja ferðina um áramótin inn í Efnahags- og myntbandalag Evrópu, EMU. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 1044 orð

Fortíðarvandi til framtíðar?

Í LÖGUM um kaupskyldu sveitarfélaga í félagslega íbúðakerfinu er kveðið á um að 10 ára kaupskylda sé á þeim íbúðum sem byggðar voru eftir árið 1990 en til þess tíma hafði hún verið 15 ár frá árinu 1984 þegar reglur um slíkt voru fyrst settar í lög. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 428 orð

Fyrsti titillinn í sjónmáli

HELDUR hefur hagur íslenska liðsins sem keppir á Norðurlandamótinu í hestaíþróttum vænkast eftir keppni gærdagsins. Hulda Gústafsdóttir hefur svo gott sem tryggt sér sigur i stigakeppni mótsins er hún varð efst í slaktaumatöli, sjöunda í 250 metra skeiði á Hugni frá Kjartansstöðum. Jöfn henni í slaktaumatöltinu er Anna Björnsson Svíþjóð á Glaumi frá Eyrabakka en þær eru með 7,00 í einkunn. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 514 orð

Fyrsti titillinn í sjónmáli

HELDUR hefur hagur íslenska liðsins sem keppir á Norðurlandamótinu í hestaíþróttum vænkast eftir keppni tvo síðustu dagana. Hulda Gústafsdóttir hefur svo gott sem tryggt sér sigur í stigakeppni mótsins en hún varð efst í forkeppni slaktaumatöltsins, sjöunda í 250 metra skeiði á Hugin frá Kjartansstöðum. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Hraðbanki settur upp á Þórshöfn

SPARISJÓÐUR Þórshafnar og nágrennis tók nýlega í notkun hraðbanka. Með tilkomu hans þéttist hraðbankanetið um landið en áður var enginn slíkur á svæðinu frá Egilsstöðum og allt til Húsavíkur. Að sögn sparisjóðsstjórans, Kristjáns Hjelm, hefur þessi þjónusta verið mjög mikið notuð síðan hraðbankinn opnaði og greinilega full þörf fyrir hana. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Hringferð um Grænland árið 2000 fyrir milljón

FERÐASKRIFSTOFAN Nonni Travel á Akureyri hyggst á aldamótaárinu 2000 bjóða upp á tveggja vikna flugferð í kringum Grænland með viðkomu á yfir tuttugu stöðum. Þar mun þátttakendum gefast kostur á að sjá ísbjarnarbyggðir, sögufræga firði og njóta útsýnis yfir jakabreiður. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 320 orð

Hugsanlegt að reksturinn verði boðinn út

TÆPLEGA 20 starfsmönnum olíubirgðastöðvar Atlantshafsbandalagsins í Hvalfirði hefur verið sagt upp störfum og taka uppsagnirnar gildi á haustmánuðum, ekki þó allar á sama tíma. Samningur varnarliðsins við Íslenzka aðalverktaka, sem rekið hafa stöðina undanfarna áratugi, rennur út í september og svo kann að fara að reksturinn verði boðinn út. Meira
9. ágúst 1998 | Fréttaskýringar | 1298 orð

Hvur í fjandanum var það sem byrjaði?

Á sviðsveggina og sviðsgólfið sjálft eru Makedóníumenn búnir að letra sitt rúnaletur. Væntanlega er þetta Gleðileikur Dantes með þeirra letri og þeirra stöfum, þetta er fallegt. Bláhvítt letur á svörtum fleti. Á miðju gólfinu liggja um tveir fermetrar af spegli eða gleri. Kona býður okkur velkomin og kennir Þjóðverjunum eins og börnum á heyrnartólin sem þýðingin þeirra kemur úr. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 413 orð

Írakar slíta samstarfi um vopnaeftirlit ÍRÖSK stjór

ÍRÖSK stjórnvöld tilkynntu á miðvikudag að þau myndu hætta öllu samstarfi við vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna í kjölfar þess að slitnaði upp úr viðræðum Richards Butlers, yfirmanns vopnaeftirlitsnefndar SÞ (UNSCOM), við Íraksstjórn í byrjun vikunnar. Öryggisráð SÞ lýsti á fimmtudag því yfir að samstarfsslit Íraksstjórnar væru "algjörlega óviðunandi". Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 385 orð

Ísafjörður 8% yfir meðaltali á tíma

ÍSAFJÖRÐUR var fyrir ofan meðaltal hvað varðar áætlun á tíma eða 8% á tímabilinu frá því í maí­ júlí, að sögn Bryndísar Stefánsdóttur, þjónustufulltrúa Flugfélags Íslands, en óánægja er meðal Ísfirðinga með þjónustu félagsins. Á sama tíma voru felldar niður 5­10 ferðir. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hólmaborg dregin ti

GUÐRÚN Þorkelsdóttir SU kom til Eskifjarðar í gærmorgun með Hólmaborgina SU í togi. Hafði Hólmaborgin fengið trollið í skrúfuna þegar hún var á kolmunnaveiðum suðaustur af landinu á föstudaginn. Tókst ekki að losa trollið og var gripið til þess ráðs að draga skipið til hafnar. Gekk ferðin vel, að sögn Guðmundar Hallssonar stýrimanns á Hólmaborg. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 29 orð

Morgunblaðið/Kristinn Afmælisknattspyrna

Morgunblaðið/Kristinn Afmælisknattspyrna HALDIÐ var upp á 120 ára afmæli Bessastaðahrepps í gær með margvíslegum hætti. Meðal atriða var knattspyrnumót yngstu borgaranna og var kappið mikið eins og sjá má. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 408 orð

New York Times fjallar um málið í ritstjórnargrein

LAXAVERNDUNARMÁL í Atlantshafinu eru umfjöllunarefni í ritstjórnargrein í The New York Times á föstudag. Þar er rætt um þá hættu sem villtum sjávarlaxi stafar af mengun í hafinu og ofveiði miðað við ástand stofnsins, en í greininni kemur m.a fram að stofninn minnki ískyggilega hratt. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 349 orð

Nýr veitingastaður innréttaður í Austurstræti 9

ÆTLUNIN er að opna nýjan veitingastað í lok ágúst í Austurstræti 9. Veitingastaðurinn sem hefur fengið nafnið REX er hannaður af hinum þekkta arkitekt Sir Terrance Conran. Conran er eigandi og yfirhönnuður verslunarkeðjunnar The Conran Shop og á hann jafnframt fjölda veitingastaða í London. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 205 orð

Nærri 2 þúsund tilkynningar bárust fyrra

LÖGREGLAN í Reykjavík fékk á síðasta ári alls 1.301 tilkynningu um hávaða innandyra. Að sögn Karls Steinars Valssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns, getur sá hávaði verið af mörgum toga, til að mynda vegna heimilisofbeldis, of hátt stilltrar tónlistar eða annars konar hávaða, sem veldur íbúum í húsinu eða nærliggjandi húsum miklu ónæði. Tilkynningar um hávaða utandyra voru 541. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 214 orð

Reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra hefur sett reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum þar sem kveðið er á um búnað, hreinlæti og þrif á sund- og baðstöðum, hreinsun og sótthreinsun baðvatns, aðbúnað gesta og mengunarvarnir. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 737 orð

Robert L. Selman prófessor við Harvard-háskóla í heimsókn Mikilvægt að hlusta á raddir unglinga

LÍKT og fjölmargir aðrir erlendir gestir hefur Robert L. Selman hrifist af landi og þjóð. Hann hefur einnig mikinn áhuga á fornsögum Íslendinga og hefur m.a. lesið Njálu og Laxdælu og þessa dagana er hann að lesa Egilssögu. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 196 orð

SSænska göngugarpnum miðar vel

SÆNSKI göngugarpurinn Erik Reuterswärd var á ferðinni í Húnavatnssýslum seinni hluta vikunnar. Eins og komið hefur fram í fréttum ætlar Erik hinn sænski að ganga hringinn í kringum landið og þræða vegi sem liggja með sjónum. Erik hefur þegar gengið með strandlengjum allra helstu eyja í Evrópu. Að sögn Eriks hefur ferðin gengið vel og allar áætlanir staðist. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Stuðningur við stóriðju

BÆJARRÁÐ sameinaðs sveitarfélags Eskifjarðarkaupstaðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps hefur samþykk ályktun þar sem lýst er yfir stuðningi við áform um byggingu álverksmiðju og virkjunarframkvæmdir í fjórðungnum enda hljóti iðnaður að stöðva fólksfækkun. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 825 orð

Um 75% kvenna finna fyrir óþægindum

NÁMSTEFNA um breytingaskeið kvenna verður haldin mánudaginn 10. ágúst í fyrirlestrasal Norræna hússins. Fyrir námstefnunni stendur Sálfræðistöðin og er markmiðið að sögn aðstandenda að varpa ljósi á hvernig breytingaskeiðið og tíðahvörf marka tímamót í lífi flestra kvenna. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 37 orð

Útafakstur við Hveradali

ÚTAFAKSTUR varð neðst í brekkunni við Hveradali í gærmorgun. Bílstjórinn var einn í bílnum, hann slapp ómeiddur en bíllinn er talsvert skemmdur, maðurinn er grunaður um ölvun við akstur að sögn lögreglunnar á Selfossi. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Ættarmót í Fljótum

ÆTTARMÓT verður haldið á Sólgörðum í Fljótum í Skagafirði dagana 21. til 23. ágúst nk. Þar koma saman niðjar hjónanna Viktoríu Lilju Sveinsdóttur og Jóns Hermannssonar sem bjuggu í Hólum og á Reykjarhóli í Fljótum á árunum 1894­1920. Meira
9. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 409 orð

(fyrirsögn vantar)

Rætt við sparisjóðina um sölu á FBA Stjórnvöld hafa ákveðið að taka upp viðræður við Samband íslenskra sparisjóða um sölu á hlut ríkisins í Fjárfestingabanka atvinnulífsins. Sparisjóðirnir vilja kaupa allan bankann en hugsa sér að selja 45­48% hlut áfram til annarra aðila. Meira
9. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

ASHRAF Jehangir Qazi, sendiherra Pakistan í Nýju-Delhí, hefur sagt litlar líkur á að hægt verði að hefja friðarviðræður milli ríkjanna tveggja nema Indverjar láti af óbilgirni í afstöðu sinni til Kasmír-deilunnar. Kvaðst hann ekki búast við miklum tíðindum af fundi forsætisráðherra landanna sem fram fer í næsta mánuði. Meira

Ritstjórnargreinar

9. ágúst 1998 | Leiðarar | 647 orð

DREIFÐ EIGNARAÐILD

DREIFÐ EIGNARAÐILD Ú ÁHERZLA, sem Davíð Oddsson, forsætisráðherra, leggur á dreifða eignaraðild að bankakerfinu, nú þegar sala ríkisbankanna er að hefjast, er afar mikilvæg. Í ítarlegu samtali við Morgunblaðið í gær um stöðu bankamála segir forsætisráðherra m.a. Meira
9. ágúst 1998 | Leiðarar | 1665 orð

EYJARNAR ÁTJÁN,Færeyjar, liggja suðaustur frá Hornafirði - í fj

EYJARNAR ÁTJÁN,Færeyjar, liggja suðaustur frá Hornafirði - í fjarlægð sem svarar til loftlínu frá Reykjavík norður á Langanestá. Þær eru á 62. gr. norðurbreiddar, 602 km vestur af Noregi, 310 km norðvestur af Skotlandi og 285 km vestnorðvestur af Hjaltlandi. Meira

Menning

9. ágúst 1998 | Menningarlíf | 93 orð

"Af hverju lætur þú svona?"

Í ÁGÚST mun Furðuleikhúsið verða á faraldsfæti á gæsluvöllum Reykjavíkurborgar með leikritið "Af hverju lætur þú svona?" eftir Ólöfu Sverrisdóttur. Leikritið fjallar um uppeldi barna og samskipti þeirra við fullorðna fólkið á gamansaman hátt. Leikendur eru; Eggert Kaaber, Margrét Pétursdóttir, Ólöf Sverrisdóttir og Gunnar Gunnsteinsson. Næstu sýningar eru; mánudaginn 10. Meira
9. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 534 orð

Alþjóðlegar og á uppleið

HOLLYWOOD er fyrirheitna landið þegar kvikmyndir eru annars vegar og eru heimamenn sjálfir duglegir að reyna fyrir sér í leiklistinni. Alþjóðlegum þokkadísum bregður þó fyrir af og til og hefur sumum þeirra skotið hratt upp á stjörnuhimininn og skyldi engan undra. BAI Ling er kínversk og lék á móti Richard Gere í pólitísku myndinni "Red Corner" árið 1997. Meira
9. ágúst 1998 | Menningarlíf | 50 orð

Cindy Sherman í Fiskinum

HEIMILDARMYND um bandaríska myndlistarmanninn Cindy Sherman verður sýnd í Galleríi Fiskinum að Skólavörðustíg 22c á morgun, mánudaginn 10. ágúst. Myndin lýsir degi í lífi myndlistarstjörnunnar í hinni stóru New York-borg. Sýningartími er 40 mínútur og verður myndin sýnd á klukkustundar fresti frá kl. 14 til 18. Meira
9. ágúst 1998 | Bókmenntir | 497 orð

Dauðleiðinlegur dauðaleikur

James Neal Harvey: Dauðaleikur "Dead Game". St. Martin's Paperbacks 1998. 377 síður. FJÖLDAMORÐINGJAR eru sem kunnugt er ákaflega vinsælir óþokkar í spennusögum og það er sífellt verið að reyna að finna á þeim nýjar hliðar með misgóðum árangri. Meira
9. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 180 orð

Debbie Reynolds verður að selja LEIKKONA

LEIKKONAN sæta Debbie Reynolds sem allir þekkja úr Singing in the Rain hefur átt stórt hótel og spilavíti í Las Vegas síðan 1992. Það var ekki af minni endanum; herbergin 193 talsins, 500 manna leikhússalur ásamt safni og næturklúbbi. Staðurinn hefur aldrei gengið vel vegna lélegrar stjórnunar og svo endaði með að allt fór á hausinn. Meira
9. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 42 orð

Gamaldags brjóstahaldari

PLAYTEX undirfataframleiðandinn kynnti á dögunum nýjan "cross -your-heart" brjóstahaldara í London. Haldarinn er hluti af nýrri línu fyrirtækisins, hún er tileinkuð sjöunda áratugnum og á rætur sínar að rekja til endurgerðar myndarinnar "The Avengers" sem verður frumsýnd síðar í mánuðinum. Meira
9. ágúst 1998 | Menningarlíf | 50 orð

Gegnum gluggann

INNSETNING með verkum Rögnu Róbertsdóttur, Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Sólveigar Aðalsteinsdóttur stendur uppi í Galleríi Ingólfsstræti 8. Hægt er að skoða sýninguna í gegnum gluggann eða eftir samkomulagi því galleríið er lokað vegna sumarleyfa fram að 17. september, nema laugardaginn 22. ágúst, Menningarnótt Reykjavíkur, þá verður opið frá kl. 14-24. Meira
9. ágúst 1998 | Menningarlíf | 75 orð

Konur flytja lög kvenna

TÓNLEIKAR verða haldnir í Norræna húsinu í dag, sunnudaginn 9. ágúst kl. 16. þar sem Marta G. Halldórsdóttir sópran, Unnur Vilhelmsdóttir píanó og Lovísa Fjeldsted selló, og Hallfríður Ólafsdóttir flauta, flytja sönglög eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Karólínu Eiríksdóttur, Báru Grímsdóttir, Hildigunni Rúnarsdóttur og Jórunni Viðar. Ljóðin sem sungin verða eru eftir ýmsa höfunda, m.a. Meira
9. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 143 orð

Kylfuberi ákærir NÚ ER það Michael Douglas sem

NÚ ER það Michael Douglas sem situr í súpunni, þar sem hann er kærður fyrir að hafa eyðilagt eista kylfubera nokkurs. Michael skilur hvorki upp né niður í kærunni því hann sló alls ekki kúluna sem lenti á kylfuberanum með þeim afleiðingum að eistað særðist illilega og varð að fjarlægjast með skurðaðgerð. Meira
9. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 465 orð

Lag um Keikó

Óskar Guðnason tónlistarmaður og lagahöfundur er nú búsettur í Árósum en er væntanlegur heim 13. ágúst til þess að fylgja eftir laginu um Keikó, sem er nýkomið út og er þessa dagana að fara í dreifingu hérlendis. "Það var þannig," segir Óskar, "að fyrir rúmum mánuði, var ég á Íslandi og þá var alltaf verið að tala um Keikó. Meira
9. ágúst 1998 | Menningarlíf | 508 orð

Ormstunga tungum tveim

ORMSTUNGA, ástarsaga verður sýnd í Iðnó á táknmáli annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20 og daginn eftir er förinni heitið til Tampere í Finnlandi þar sem leikritið verður sýnt tvisvar á fimm daga leiklistarhátíð. Meira
9. ágúst 1998 | Menningarlíf | 78 orð

Ríkey í Perlunni

RÍKEY Ingimundardóttir opnar sýningu í Perlunni sunnudaginn 9. ágúst kl. 16. Þetta er hennar 42. einkasýning. Á sýningunni eru skúlptúrar, málverk, messingmyndir o.fl. Sjá má ýmsar þjóðfrægar og ævintýrapersónur sýndar á nýstárlegan hátt. Benda má á að sjónskert fólk getur einnig notið sumra verkanna með snertingu. Meira
9. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 330 orð

Sannar lygar Vængir dúfunnar (The Wings of the Dove)

Framleiðendur: Stephen Evans og David Parfitt. Leikstjóri: Iain Softley. Handritshöfundur: Hossein Amini. Kvikmyndataka: Eduardo Serra. Tónlist: Ed Shearmur. Aðalhlutverk: Helena Bonham Carter, Linus Roache og Alison Elliott. (102 mín.) Bresk/bandarísk. Skífan, júlí 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
9. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 339 orð

Sumarfrí í háloftunum

HÁLFT hundrað manna er á Hellu um þessar mundir í fallhlífarstökki í svokölluðu "Hellubúgíi" og Kristberg Snjólfsson er einn þeirra. "Maður tekur sumarfríið í þetta," segir hann. "Það hefur verið sæmilegt veður og ætli það hafi ekki verið farið í samanlagt 260 stökk í gær [miðvikudag]. Meira
9. ágúst 1998 | Menningarlíf | 52 orð

Sumartónleikaröð í Stykkishólmskirkju

FIMMTU og næstsíðustu sumartónleikar í tónleikaröð Stykkishólmskirkju verða haldnir mánudaginn 10. ágúst kl. 21. Þá koma fram Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Pierre Morabia píanóleikari, en þau eru nýkomin úr tónleikaferð um Frakkland. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Fauré, Albeniz, Höller, Debussy og Bizet - Borne. Aðgangseyrir er 500 kr. Meira
9. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 484 orð

SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð214.55 Þeir sem hafa gaman af stórbrotnum Hollywood söngva- og dansamyndum eiga ekki að láta Hringekjuna (Carousel, '56), framhjá sér fara. Hún telst með þeim betri, a.m.k. Meira
9. ágúst 1998 | Menningarlíf | 77 orð

Söngdansar Jóns Múla

HLJÓMSVEITIN Delerað heldur tónleika kl. 20:30 þriðjudaginn 11. ágúst í Iðnó. "Viðfangsefni hljómsveitarinnar er töfraheimur söngdansa Jóns Múla Árnasonar. Lög Jóns Múla hafa lifað með þjóðinni síðustu áratugi. Mörg laganna voru frumflutt í leikritum þeirra bræðra sem sýnd voru í Iðnó," segir m.a. í kynningu. Meira
9. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 615 orð

Tónlistin kemur að ofan Það mætast kynslóðir þegar saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson fær með sér félaga sína til að leika og

ÞRIÐJUDAGSKVÖLD nk. verða tónleikar í Iðnó þar sem Óskar ætlar að flytja lögin hans Jóns Múla. Hann hefur fengið í lið með sér trommuleikarana Matthías Hemstock og Einar Val Scheving, slagverksleikarann Pétur Grétarsson, á bassa er Þórður Högnason og gítarleikarar verða þeir Hilmar Jensson og Eðvarð Lárusson. Meira
9. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 247 orð

Þrautreyndar melódíur

INNIPÚKABALL var haldið í Kaffileikhúsinu um Verslunarmannahelgina. Það var vel sótt og voru gestir næstum búnir að sprengja gamla húsið utan af sér. Rússíbanar skemmtu innipúkunum og þá er erfitt að dansa ekki, enda var troðfullt á gólfinu og eftir smá tíma var svitinn fara að leka af bæði dansandi og sitjandi fólki, og það hægði ekki á mannskapnum fyrr en undir morgun. Meira

Umræðan

9. ágúst 1998 | Bréf til blaðsins | 827 orð

Lifandi tónlist í lifandi kirkju VEGNA tæknilegra mistaka féll niður í grei

VEGNA tæknilegra mistaka féll niður í greininni kafli og er hún því birt aftur í heild sinni. Frá Smára Ólasyni: Í ÁGRIPI frétta í aðalfréttatíma Stöðvar 2 föstudaginn 24. júlí var sagt frá því að ágreiningur milli prests og brúðhjóna hafi valdið því að flytja hefði þurft brúðkaup úr sóknarkirkju brúðhjónanna í aðra kirkju. Meira
9. ágúst 1998 | Bréf til blaðsins | 526 orð

Sonju Haraldsdóttur: ÉG ER öryrki með lífshættulegan sjúkdóm, e

ÉG ER öryrki með lífshættulegan sjúkdóm, en það sem mér er ætlað að lifa á, eru 53.00 kr. á mánuði. Í júlí fengum við svokallaðar orlofsbætur, en það voru engar bætur í raun og veru, af því að skatturinn tók þetta jafnóðum af okkur! Þetta er svo sannarlega glæpsamlegt að fara þannig með örorkufólkið. Meira

Minningargreinar

9. ágúst 1998 | Minningargreinar | 199 orð

Hreinn Pálsson

Ástkær tengdafaðir minn, Hreinn Pálsson, er látinn. Mig langar að skrifa nokkur orð til hans í kveðjuskyni. Ég var svo lánsöm að kynnast syni hans, Hreini Mikaeli, og í framhaldi af því kynntist ég Hreini. Meira
9. ágúst 1998 | Minningargreinar | 26 orð

HREINN PÁLSSON

HREINN PÁLSSON Hreinn Pálsson fæddist á Siglufirði 23. nóvember 1937. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. ágúst síðastliðinn. Útförin fór fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 6. ágúst. Meira
9. ágúst 1998 | Minningargreinar | 202 orð

Magnea Þuríður Guðmundsdóttir

Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. Meira
9. ágúst 1998 | Minningargreinar | 166 orð

Magnea Þuríður Guðmundsdóttir

Tilvera þín, var fyrir mér eins og sólin, fjallið, dalurinn, lækurinn og blómið. þúsund þakkir fyrir það góða útsýni sem þú veittir mér, elsku amma mín. Amma mín var fædd á Stokkseyri en fór ung til Reykjavíkur. Hún var ekki margorð kona en verkin hennar voru mörg og mikil. Meira
9. ágúst 1998 | Minningargreinar | 531 orð

Magnea Þuríður Guðmundsdóttir

Á morgun verður til moldar borin móðir mín, Magnea Þuríður Guðmundsdóttir. Hún fæddist í Tjarnarkoti á Stokkseyri og ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu bernskuár sín. Tíu ára gömul fer hún í dvöl til Viktoríu systur sinnar, sem þá var orðin gift kona í Reykjavík, en örlögin verða til þess, að dvölin lengist nokkuð. Meira
9. ágúst 1998 | Minningargreinar | 222 orð

Magnea Þuríður Guðmundsdóttir

Fyrstu minningar okkar systkinanna um ömmu eru þegar hún og afi bjuggu á Rauðalæknum í Reykjavík. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til þeirra og eftir að amma hafði tekið á móti okkur í anddyrinu fórum við inn í stofu til afa. Þegar við vorum búin að heilsa honum fór hann alltaf með kvæði fyrir okkur og amma var á meðan frammi í eldhúsi að útbúa eitthvert góðgæti handa okkur. Meira
9. ágúst 1998 | Minningargreinar | 164 orð

MAGNEA ÞURÍðUR GUÐMUNDSDÓTTIR

MAGNEA ÞURÍðUR GUÐMUNDSDÓTTIR Magnea Þuríður Guðmundsdóttir fæddist að Tjarnarkoti á Stokkseyri 30. janúar 1914 og lést á hjúkrunarheimilinu Eir, Grafarvogi, hinn 4. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Magneu eru Guðmundur Vigfússon og Jóhanna Guðmundsdóttir. Systkini hennar voru Viktoria, Steindór, Jóhann, Þuríður, Gunnar og Haraldur. Meira
9. ágúst 1998 | Minningargreinar | 215 orð

Svanhvít Jónsdóttir

Svanhvít Jónsdóttir, góður vinur og félagi, er fallin frá langt um aldur fram, eftir erfið veikindi. Við minnumst þess, að þegar við fluttum í nýja golfskálann, mættum við fyrst geislandi brosi hennar og ljúfu viðmóti þegar hún starfaði í golfversluninni. Hún fékk svo áhuga á íþróttinni og stundaði hana upp frá því með góðum árangri. Meira
9. ágúst 1998 | Minningargreinar | 460 orð

Svanhvít Jónsdóttir

Með þessari stuttu grein ætlum við, undirrituð, að kveðja þá jákvæðustu og duglegustu stúlku sem við höfum nokkurn tíma kynnst. Það var í janúar 1997 að við urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að kynnast Svanhvíti Jónsdóttur, þessari kraftmiklu og ákveðnu stúlku sem kennt hefur okkur svo margt um að gefast ekki upp. 20. júní 1995 fékk Svanhvít heilablóðfall og lamaðist að hálfu. Meira
9. ágúst 1998 | Minningargreinar | 324 orð

Svanhvít Jónsdóttir

Okkur langar að minnast skólasystur okkar og vinkonu, Svannýjar, með nokkrum orðum. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar við lítum tilbaka, en það sem stendur uppúr er hversu bjartsýn, hugrökk og dugleg hún var þrátt fyrir erfið veikindi síðustu árin. Við vorum saman við nám í viðskiptafræði og lásum saman á Bjarkargötu 6. Meira
9. ágúst 1998 | Minningargreinar | 135 orð

Svanhvít Jónsdóttir

Mig langar að minnast Svanhvítar vinkonu minnar með nokkrum orðum. Dugnaður Svanhvítar var með einsdæmum og þrátt fyrir veikindi sín hélt hún ótrauð áfram, sannfærð um að hún myndi ná sér. Svanhvít var mér mjög kær og kom hún oft til mín í stuttar heimsóknir hún hafði alltaf svo mikið að gera að hún gaf sér sjaldan tíma til að setjast niður. Meira
9. ágúst 1998 | Minningargreinar | 326 orð

Svanhvít Jónsdóttir

Elsku vinkona, nú ert þú farin. Við kynntumst í sex ára bekk og vorum saman í gegnum allan grunnskólann. Sambandið minnkaði á menntaskólaárunum en við endurnýjuðum það fyrir sex árum og höfum brallað heilmikið saman síðan. Þú varst alltaf sterkust af okkur stelpunum og það var gott að hafa þig á sínu bandi í barnaskóla. Þú lést ekki vaða ofan í þig. Meira
9. ágúst 1998 | Minningargreinar | 445 orð

Svanhvít Jónsdóttir

Okkur langar að minnast hálfsystur okkar Svanhvítar Jónsdóttur. Hún hafði barist eins og hetja gegn þeim ógnvænlega sjúkdómi sem varð henni að aldurtila langt fyrir aldur fram. Þó að við værum ekki alin upp saman var alltaf gott samband á milli okkar systkinanna. Það var alltaf gaman að fá hana austur þegar við vorum yngri því hún var alltaf kát og glaðlynd og kom öllum í gott skap. Meira
9. ágúst 1998 | Minningargreinar | 230 orð

Svanhvít Jónsdóttir

Nú er komið að kveðjustund elsku Svanhvít mín, ég hélt að þú fengir lengri tíma með okkur. Ég hef aldrei séð annað eins bros og kæti þegar þú komst til mín um daginn og sagðir mér að nú værir þú búin að fá almennilega vinnu, en það hafði verið ósk þín lengi að fá vinnu við hæfi. Meira
9. ágúst 1998 | Minningargreinar | 153 orð

Svanhvít Jónsdóttir

Elsku Svanný mín. Ég kveð þig nú með söknuði. Við áttum svo margt sameiginlegt, vorum báðar að ná okkur eftir erfið veikindi og báðar frekar einmana. Upp úr þessu spratt mjög góð vinátta. Þau voru ekki fá skiptin sem við fórum út að skemmta okkur, lögðum í "Fatlaðastæðið" eins og þú kallaðir það fyrir utan Þjóðleikhúskjallarann eða fórum á kaffihús. Meira
9. ágúst 1998 | Minningargreinar | 259 orð

Svanhvít Jónsdóttir

Elsku Svanný. Fegurð sólarinnar fölnar, eitt augnablik, á stundu sem þessari. Það eru rúm tuttugu ár síðan við kynntumst fyrst og allar götur síðan höfum við haldið kunningsskapinn. Við upplifðum grunnskólaárin saman, fyrstu samkvæmin og skólaböllin, og eftir það höfum við verið samferða, við og við, á lífsleiðinni. Það voru forréttindi að fá að kynnast þér og lífsviðhorfum þínum. Meira
9. ágúst 1998 | Minningargreinar | 145 orð

SVANHVÍT JÓNSDÓTTIR

SVANHVÍT JÓNSDÓTTIR Svanhvít Jónsdóttir fæddist í Neskaupstað 6. janúar 1968. Hún lést á Landspítalanum 6. ágúst sl. af völdum arfgengrar heilablæðingar. Foreldrar hennar eru Jón Hlífar Aðalsteinsson f. 13.11. 1943 og Þórunn Pétursdóttir f. 29.8. 1946, dáin 19.7. 1992. Fósturfaðir hennar er Júlíus Júlíusson, f. 28.7. 1942. Albróðir Pétur Jónsson, f. 14. Meira

Daglegt líf

9. ágúst 1998 | Bílar | 375 orð

30 tækninýjungar í nýjum S-bíl

NÝR S-bíll Mercedes-Benz, sem verður frumkynntur næsta haust, verður með yfir 30 tæknilegum nýjungum sem ætlað er að auka öryggi bílsins og þægindi þeirra sem ferðast með honum. S-bíllinn verður einnig með nýju ytra útliti sem er jafnt nútímalegra og straumlínulagaðra en fyrri gerðin og ný tækni í vélbúnaði gerir bílinn 13-17% sparneytnari en áður. Meira
9. ágúst 1998 | Bílar | 194 orð

Erfitt að fá Trooper

NÝR Isuzu Trooper, sjö manna jeppi, sem kom til landsins í byrjun júlí, hefur fengið mjög góðar viðtökur. Fyrsta sending, um 28 bílar, seldust upp strax, og nú þegar hafa borist pantanir í 130 bíla. Mestur er áhuginn fyrir Trooper með dísilvél sem er ný, undir 3.000 rúmsentimetrum að slagrými og fellur bíllinn því í lægri vörugjaldsflokk en áður. Meira
9. ágúst 1998 | Ferðalög | 360 orð

Ferðamannamiðstöð á Sjálandi Íslandskynning

Í UBBY á Sjálandi er ferðamannamiðstöðin Islands Center starfrækt af Guðlaugi Arasyni og konu hans Dóru Diego. Í miðstöðinni geta ferðalangar fengið upplýsingar um Ísland auk ferðahugmynda um næsta nágrenni Sjálands. Guðlaugur og Dóra reka einnig veitingahús og gistiheimili í tengslum við ferðamannamiðstöðina. Meira
9. ágúst 1998 | Bílar | 974 orð

Ferskur andblær frá Volkswagen

ÞAÐ ráku margir upp stór augu þegar Volkswagen kynnti í fyrsta sinn hugmyndabílinn Concept 1 á bílasýningunni í Detroit árið 1994. Mörgum þótti fyrirtækið ganga heldur langt í ævintýramennsku og hugarórum sem tæpast myndu eiga upp á pallborðið hjá bílkaupendum í endanlegum framleiðslubíl. Meira
9. ágúst 1998 | Ferðalög | 151 orð

Fjöldinn tífaldast

TÍU sinnum fleiri Íslendingar ferðast til Tælands í ár en árið í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Heimsklúbbi Ingólfs og Prímu. Árið 1997 fóru þangað tæplega 100 Íslendingar en í ár munu 1000 ferðalangar leggja leið sína til Tælands. Meira
9. ágúst 1998 | Ferðalög | 434 orð

Flögrað milli snjóhúsa og heimskautabæja

STÓRHUGA ferðalöngum býðst glænýr kostur, vilji þeir nú þegar skipuleggja sumarleyfi sitt árið 2000. Tveggja vikna flugferð kringum stærstu eyju veraldar, Grænland, með viðkomu á yfir tuttugu stöðum og útsýni yfir jakabreiður, ísbjarnabyggðir og sögufræga firði. Að sögn aðstandenda mun ferðin að líkindum kosta um milljón á mann og er fólk strax farið að skrá sig. Meira
9. ágúst 1998 | Bílar | 271 orð

FM frá Volvo prófaður í Hvalfjarðargöngunum

NÝR vörubíll frá Volvo, FM 12, var prófaður með leynd við malarflutninga í Hvalfjarðargöngunum. Þegar þessi nýja lína var kynnt blaðamönnum í Gautaborg nýverið spurðu nokkrir bílstjóranna blaðamenn frá Íslandi hvort ekki væri mikið um Volvo-vörubíla hérlendis og hvernig þeir reyndust. Einnig virtust þeir vita ýmislegt um Hvalfjarðargöngin. Meira
9. ágúst 1998 | Ferðalög | 1902 orð

HAMBORG Kaupmannaborgin

HAMBORG laðar að sér 55 milljónir ferðamanna ár hvert, eða 150.000 manns á dag. Gistinætur í borginni fara yfir fjórar milljónir á ári en flestir gestanna koma í dagsferðir úr nágrenninu samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálaráði Hamborgar. Þjóðverjar í hópi ferðalanga eru rúmar 3,2 milljónir á ári en Íslendingar eru 3,7% ferðamanna til borgarinnar. Meira
9. ágúst 1998 | Ferðalög | 521 orð

Kringum Stokkseyri á kajak ÞEIR sem heimsæk

ÞEIR sem heimsækja Stokkseyri geta varla látið hjá líða að sigla kringum byggðina á kajak eða borða grillaðan humar í fjörunni. Kajakferðirnar eru skipulagðar í samvinnu við veitingastaðinn Við fjöruborðið og skiptast Gunnar Svanur, Helgi Valur og Rúna Einarsbörn á að leiða þátttakendur í kringum Stokkseyri yfir sumartímann. Meira
9. ágúst 1998 | Bílar | 71 orð

Nadia frá Toyota

TOYOTA sýndi nýjan fjölnotabíl í Tókíó 3. ágúst sl. Þar er um að ræða millistærðarbíl sem í Japan er á verðbilinu 854.000- 1.250.000 ÍSK en salan hófst 4. ágúst í skugga mikils samdráttar á japönskum bílamarkaði. Bílasala frá janúar til júlí dróst saman um 15,3% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Meira
9. ágúst 1998 | Bílar | 1465 orð

Nýjar FMog FH-línur frá Volvo

Á SJÖ áratugum hafa Volvo-verksmiðjurnar sænsku framleitt 1,4 milljónir vörubíla og er helmingur þeirra enn í notkun víðs vegar um heiminn. Nýlega kynnti fyrirtækið nýjar vörubílalínur, þ.e. FM, sem tekur við af stærri FL-bílunum og er mest notuð í þéttbýli og til dæmis til grjótflutninga og nýja kynslóð af FH, sem er einkum ætluð til langflutninga. Meira
9. ágúst 1998 | Bílar | 90 orð

Nýr Nissan jeppi

NISSAN hyggst framleiða jeppa sem ætlað er að keppa í sama verðflokki og Toyota RAV4 og Honda CR-V. Nissan jeppinn, sem gengur undir heitinu 133, verður þó mun stærri eða í svipuðum stærðarflokki og Toyoyta 4Runner og Mitsubishi Pajero. Jeppanum svipar dálítið til Land Rover Discovery í útliti. Meira
9. ágúst 1998 | Bílar | 176 orð

Prius í Evrópu fyrir árið 2000

TOYOTA hefur ákveðið að Prius, nýi blendingurinn frá fyrirtækinu, verði kynntur í Evrópu og Norður-Ameríku fyrir árið 2000. Áætlað er að um 20 þúsund bílar verði seldir á ári hverju á þessum tveimur mörkuðum. Meira
9. ágúst 1998 | Ferðalög | 541 orð

VÁGARUppáhaldsgistihús Hönnu Katrínar Friðriksen í

VÁGAR er ein af stærri eyjunum í Færeyjum, kannski einna helst kunn erlendum ferðamönnum fyrir þær sakir að þar er flugvöllurinn staðsettur. Á Vágum eru nokkrir bæir sem standa undir nafni og svo aðrir sem í raun gera það ekki. Þeirra á meðal er hinn pínulitli Bøur sem aðeins tekur nokkrar mínútur að aka til frá flugvellinum. Þar búa 55 manns og töluvert margir hundar. Meira
9. ágúst 1998 | Ferðalög | 558 orð

White Point Beach Resort í Nova ScotiaFerðaþjónusta

"ÞETTA snýst allt um mannleg samskipti," sagði Doug Fawthrop, eigandi og hótelstjóri um starfsemi White Point Beach Resort- hótelsins á suðurströnd Nova Scotia. "Gestir sem koma aftur og aftur eru bestu meðmæli okkar." Doug er lögfræðingur að mennt og með meistaragráðu í viðskiptum (MBA). Meira
9. ágúst 1998 | Bílar | 78 orð

(fyrirsögn vantar)

Nýr Ford Windstar EINN af vinsælli fjölnotabílum í Bandaríkjunum er Ford Windstar. Allar stærstu bílaleigurnar þar í landi eiga stóran flota af slíkum bílum. Nú er kominn á markaðinn nýr Windstar með rennihurðum á báðum hliðum og er þetta fyrsti fólksbíllinn með tveimur rennihurðum. Meira
9. ágúst 1998 | Bílar | 24 orð

(fyrirsögn vantar)

30 TÆKNINÝJUNGAR Í NÝJUM S-BÍL - PRIUS Í EVRÓPU FYRIR ÁRIÐ 2000 - NÝJAR FM- OG FH-LÍNUR FRÁ VOLVO - FERSKUR ANDBLÆR FRÁ VOLKSWAGEN Meira

Fastir þættir

9. ágúst 1998 | Í dag | 134 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 9. ágúst, er áttræð Anna S. Bjarnadóttir, Hlíf I, Ísafirði. Hún tekur á móti gestum í dag eftir kl. 15 á heimili sonar síns, Góuholti 11, Ísafirði. 80 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 10. ágúst, verður áttræður Stefán Jóhannesson, fyrrverandi bifreiðastjóri hjá BSR, Lautasmára 3, Kópavogi. Meira
9. ágúst 1998 | Í dag | 33 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 9. ágúst, verður níræður Þórarinn Brandur Helgason Pjetursson, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfirði. Hann mun taka á móti vinum og vandamönnum á heimili sínu, Hrafnistu, Hafnarfirði, kl. 15 í samkomusalnum. Meira
9. ágúst 1998 | Fastir þættir | 811 orð

965. þáttur Ekki get ég að því gert, að afskaplega l

965. þáttur Ekki get ég að því gert, að afskaplega leiðist mér veikur viðtengingarháttur þátíðar af þiggja: þótt ég ?þæði, þótt þeir ?þæðu o.s.frv. En ástæður eru til alls. Þiggja, sem sat sterk og stinn í 5. hljóðskiptaröð eins og liggja, hefur sem sé breytt um beygingu. Meira
9. ágúst 1998 | Fastir þættir | 48 orð

Fella- og Hólakirkja.

Fella- og Hólakirkja. Bænastund og fyrirbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænaefnum í kirkjunni. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænaefnum í kirkjunni alla daga frá kl. 9­17. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Greg Mundis, yfirmaður Assemblies of God í Evrópu. Meira
9. ágúst 1998 | Í dag | 405 orð

Kotmót, Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð VIÐ, fjölskylda mín,

VIÐ, fjölskylda mín, eyddum verslunarmannahelginni að þessu sinni á Kotmóti, sem kallað er, landsmóti hvítasunnumanna, sem koma alls staðar af að landinu en einnig voru þar mættir einstaklingar og fjölskyldur úr Byrginu í Hafnarfirði og úr Hlíðardalsskóla, fólk úr Veginum í Kópavogi, Klettinum í Hafnarfirði, Samhjálp, Hjálpræðishernum og einnig fólk úr þjóðkirkjunni. Meira
9. ágúst 1998 | Dagbók | 657 orð

Reykjavíkurhöfn:

Reykjavíkurhöfn: Á morgun, mánudag, fer flotadeildin úr höfn og farþegaskipið Princess Dana, Bakkafoss og Lagarfoss koma. Hafnarfjarðarhöfn: Á morgun, mánudag, koma Dorado, Ránin, Lagarfoss, Tasiilaq og Tjaldur. Lagarfoss kemur til Straumsvíkur á mánudag. Meira
9. ágúst 1998 | Í dag | 521 orð

ÆAREYSKA ferjan NORRÖNA getur flutt þúsund farþega og þrj

ÆAREYSKA ferjan NORRÖNA getur flutt þúsund farþega og þrjú hundruð bíla. Viðkomustaðir hennar eru Ísland [Seyðisfjörður], Færeyjar [Þórshöfn], Hjaltland [Leirvík], Noregur [Bergen] og Danmörk [Hanstholm á Jótlandi]. Þeir eru ófáir Norðurlandamennirnir og Evrópubúarnir sem ferjan flytur til Íslands ár hvert. Meira

Íþróttir

9. ágúst 1998 | Íþróttir | 498 orð

Lemerre tekur við heimsmeisturunum

ÞJÁLFARINN Aime Jaquet hætti á dögunum með franska landsliðið eftir að hafa gert það að heimsmeisturum í síðasta mánuði. Eftirmaður hans, Roger Lemerre, er lítt þekktur og kom ráðning hans verulega á óvart. Hans fyrsta alvöru verkefni með heimsmeistarana er að sækja Íslendinga heim í næsta mánuði. Meira
9. ágúst 1998 | Íþróttir | 171 orð

Miðasala stóreykst í Frakklandi SIGU

SIGUR Frakka á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu hefur gert það að verkum að áhugi á knattspyrnu hefur aukist stórlega þar í landi og miðasala á leiki í efstu deild frönsku deildarinnar hefur aukist mikið. Nú hafa 30% fleiri ársmiðar selst hjá félögunum en á sama tíma í fyrra, eða alls 140.000 miðar. Keppni í frönsku deildinni hefst um helgina. Meira
9. ágúst 1998 | Íþróttir | 638 orð

Stórliðin þrýsta á um fleiri leiki

HUGMYNDIR um nýja deild í evrópskri knattspyrnu, deild sem ef til vill mætti kalla ofurdeild, eru ekki nýjar af nálinni. Málin virðast þó hafa tekið skýrari stefnu að undanförnu og forráðamenn stórra félaga í Evrópu hafa rætt málin og sumir miklar líkur á að keppni í slíkri deild geti hafist innan tveggja áraþ Meira
9. ágúst 1998 | Íþróttir | 100 orð

Vala á batavegi VALA Flosadóttir, st

VALA Flosadóttir, stangarstökkvari er óðum að jafna sig í bakinu eftir að hafa fengið þursabit fyrir viku. Hefur hún verið í meðferð vegna þess alla vikuna og í gær var hún orðin það góð að hún gat æft af fullum krafti, að sögn Vésteins Hafsteinssonar, verkefnisstjóra Frjálsíþróttasambandsins. "Hún er hin hressasta og ég vonast til þess að meiðslin séu úr sögunni," sagði Vésteinn. Meira

Sunnudagsblað

9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 3793 orð

Allir geta vent Hver hefur ekki látið sig dreyma um að losna undan amstri hversdagsleikans til að sigla um Karíbahafið á eigin

"VIÐ höfum oft verið spurð að því, stundum jafnvel af jeppaeigendum, hvernig í ósköpunum við höfum farið að þessu. Svarið er einfalt og gæti falist í einu jeppaverði. Annar möguleiki er að minnka við sig húsnæði til að Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 286 orð

Auknar skyldur vegna stórrar markaðshlutdeildar

SAMKVÆMT nýju rekstrarleyfi sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur gefið út, er Landssíma Íslands hf. framvegis skylt að veita samtengingu fjarskiptaneta á kostnaðarverði auk þess að reka alþjónustu fyrir landsmenn alla á viðráðanlegum kjörum. Leyfið er í samræmi við tilskipanir Evrópusambandsins um að skapa samkeppni á fjarskiptamörkuðum. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 764 orð

Bragð er að þá barnið finnur

MARGIR foreldrar kannast e.t.v. við viðkvæðið hjá yngri börnum sínum við matborðið: "Nei ég vil ekki svona, mig langar í köku eins og hjá ömmu." Eða: "Mamma, af hverju er allt sem er hollt svona vont á bragðið?" Ég ætla í þessum pistli að leitast við að koma með hugmyndir að málsverðum fyrir yngri börnin, sem þau gretta sig ekki yfir og segja ullabjakk. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 278 orð

Dönsk kenning um gróðurhúsaáhrif og sólvirkni

STAFA gróðurhúsaáhrifin, hækkandi hitastig jarðar, af sólvirkni og ekki af útstreymi koltvísýrings? Þetta er kenning tveggja danskra sérfræðinga við dönsku Veðurstofuna. Kenningingu settu þeir fyrst fram fyrir tveimur árum, en hún hlaut þá litlar undirtektir. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 51 orð

ÐÁrsfundur Verkefnastjórnunarfélagsins

ÁRSFUNDUR Verkefnastjórnunarfélags Íslands var haldinn nýlega. Markmið félagsins er að efla verkefnastjórnun á sem flestum sviðum þjóðlífsins. Félagið sér m.a. um starfsemi ýmissa faghópa, ráðstefnur, blaðaútgáfu og vottun alþjóðlegra viðurkenndra verkefnastjóra. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 68 orð

ÐSamið um endurnýjun bíla og vinnuvéla

HÍFIR-PALLAR og Ingvar Helgason hf. hafa undirritað samstarfssamning um endurnýjun á bíla- og vinnuvélaflota Hífis-Palla. Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða Nissan- og Subaru-bifreiðar auk nokkurra Fermec-smágrafa. Hífir-Pallar sinnir m.a. sölu og útleigu á vinnupöllum, smágröfum, vinnulyftum, rafstöðvum o.fl. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 2087 orð

Enginn friður Hávaðamengun er vandam

SUMARIÐ er stutt á Íslandi. Flesta langar því til að njóta þess sem best og vera úti í góða veðrinu, ganga í guðsgrænni náttúrunni, fara upp í sumarbústað, grilla í garðinum sínum eða spóka sig í bænum. En einmitt á þessum dýrmæta árstíma þegar allt er í blóma og menn ættu að njóta fegurðar og fuglasöngs fara Íslendingar í gang og hefja hávaðasamar framkvæmdir. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 677 orð

Er von á heimsókn utan úr geimnum?

Á UNDANFÖRNUM mánuðum hefur nokkuð verið rætt um mögulega árekstra á milli loftsteina og jarðarinnar. Umræðan varð mjög lífleg þegar vísindamenn við Háskólann í Arizona sögðu frá loftsteini sem þeir héldu að gæti skollið á jörðinni hinn 26. október árið 2028. Margir munu hafa reiknað út aldur sinn á þeim herrans degi. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 2687 orð

Ég gæti verið dauð á morgun

Ég gæti verið dauð á morgun Sumt fólk er ofvirkt og ann sér aldrei hvíldar, aðrir eru skipulagðir og koma því miklu til leiðar. Jóna Sparey gæti flokkast undir hvort tveggja. Hún fæddist á Bretlandi en kom oft til Íslands. Á hverju ári kennir hún um 1. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 3054 orð

Falskar játningar falskar minningar

MINNIÐ er ekki í öllum tilvikum sá óyggjandi bústaður raunverulegra atburða eins og við ímyndum okkur flest. "Við erum ekki að tala um konur, sem muna, en segja ekki frá kynferðislegri misbeitingu fyrr en mörgum árum seinna, því það er of sárt að tala um slíka reynslu eða konur sem bera líkamleg merki misbeitingar - heldur konur, sem muna eftir slíku eftir að hafa farið í meðferð, Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 282 orð

Ferðamennirnir gróðursetja

JÓNA Sparey hjá Jóna's Tours í Bretlandi hefur frá árinu 1985 komið árlega með einn til tvo hópa ferðamanna til Íslands, aðallega Breta. Að þessu sinni gróðursetti hópurinn fyrstu 100 trén í Jónulundi sem tákn um alla þá ferðamenn sem hingað hafa komið á hennar vegum. Lundurinn er í landi Efra- Hrepps í Skorradal, sem er í eigu hjónanna Gyðu Bergþórsdóttur og Guðmundar Þorsteinssonar. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 280 orð

Gamla kirkjan í Stykkishólmi Í HJARTA Stykkishó

Gamla kirkjan í Stykkishólmi Í HJARTA Stykkishólmsbæjar stendur gamla kirkjan, byggð árið 1878. Hún er hluti þyrpingar gamalla húsa sem flest hafa verið gerð upp og setja mikinn svip á bæinn. Þau eru til dæmis Norska húsið, Clausenhúsið, Apótekið, hús Sigurðar Ágústssonar ehf. o.fl. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 458 orð

Gore-texið ryður sér til rúms

ÞAÐ SJÁST æ fleiri veiðimenn í vöðlum úr efninu Gore-tex. Veiðijakkar úr efninu eru einnig að ryðja sér til rúms. Einn af frumkvöðlunum í að flytja inn vöðlur úr þessu efni er Lárus Gunnsteinsson í Skóstofunni við Dunhaga, sem löngum hefur verið með fyrstu mönnum að taka á nýjungum í búnaði, t.d. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 3248 orð

GÓÐI HIRÐIRINN Á ÁSTJÖRN Bogi Pétursson hefur starfað á Ástjörn, kristilegu sumarheimili fyrir börn, í 52 sumur samfleytt; varð

GÓÐI HIRÐIRINN Á ÁSTJÖRN Bogi Pétursson hefur starfað á Ástjörn, kristilegu sumarheimili fyrir börn, í 52 sumur samfleytt; varð vinnumaður á staðnum þegar starfseminni var hleypt af stokkunum 1946, ætlaði að vera í eina viku en hætti aldrei og hefur nú verið forstöðumaður í 39 ár. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 1929 orð

Góður andi í gömlum kirkjum Gömul hús og gamlar kirkjur setja víða fallegan svip á bæi og sveitir. Á undanförnum árum hefur

GAMLA kirkjan í Stykkishólmi er orðin falleg að utan. Búið er að breyta turninum í upprunalega mynd og setja á kirkjuna skífuþak, samskonar og á Clausenshúsinu sem stendur skammt frá. Hún er máluð í gráum lit, en ennþá voru vinnupallar utan á henni þegar okkur bar að garði. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 625 orð

HELGI PJETURSS hefur í annarri grein um Jónas og trú hans (VIII árg. Ei

HELGI PJETURSS hefur í annarri grein um Jónas og trú hans (VIII árg. Eimreiðarinnar, 1902) bent á að svipuð hugsun komi fram í Faust Goethes og í lokaorðum eftirmælanna um Tómas Sæmundsson þegar Jónas talar um að þessi látni vinur hans sé nú farinn "meira að starfa guðs um geim". Slík hugsun hefur þannig ekki verið óalgeng á þessum árum. Dr. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 111 orð

Hvað er hávaði? Hávaði er orð sem notað er yfir hljóð sem hefur t

Hvað er hávaði? Hávaði er orð sem notað er yfir hljóð sem hefur truflandi áhrif á fólk. Hávaði er jafnan mældur í desibelum (dB). Hávaði hefur bein líkamleg og andleg áhrif á þær lífverur sem verða fyrir honum langtímum saman. Hávaði kringum 60-70 dB er talinn geta haft áhrif á blóðþrýsting. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 3117 orð

Jákvæðni og bjartsýni eru bestu vopnin Signý Sæmundsdóttir er hláturmild og glaðlynd, dregur að sér athygli bæði á leiksviði og

ÖLL EIGUM við okkur drauma og flest erum við reiðubúin að leggja mikið á okkur til að láta þá rætast. Oftar en ekki eru frægð og frami hluti af draumunum, jafnvel að sigra heiminn með því sem við höfum til að bera. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 1235 orð

Komum á Evrópukonsertinn og látum heyra í okkur!

KLUKKAN er orðin rúmlega ellefu að kvöldi þegar loksins er blásið til leiksins. Hitinn í dag var óbærilegur og hér inni í leikhúsinu öllu verri. Allar leikskrár á lofti sem blævængir. Áhorfendur eru búnir að bíða lengi spenntir fyrir utan, þar sem sjúkraliðar með rauða krossa eru alltaf til taks í hitanum. Eins bíða brunaverðir og slökkvibílar við hliðin. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 131 orð

Myndband með Pearl Jam

LÍTIÐ hefur heyrst til bandarísku rokksveitarinnar Pearl Jam undanfarið, en væntanlegt er myndband með sveitinni, þar sem meðal annars gefst kostur á að fylgjast með liðsmönnum á æfingu. Myndbandið nýja, sem heitir "Single Video Theory", er gefið út í tilefni af tónleikaferð sveitarinnar um Bandaríkin. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 1798 orð

PIZZAMEISTARINN Á GREIFANUM

Hlynur Jónsson fæddist 23.8. 1967 á Akureyri en ólst upp á Brúnum í Eyjafirði. Hann stundaði ýmis störf eftir grunnskóla. Byrjaði í matreiðslunámi, en hóf atvinnurekstur áður en náminu lauk. Hann stofnaði ásamt öðrum Pizza Elefant 1989 og ári síðar veitingahúsið Greifann. Hlynur er framkvæmdastjóri Greifans, hann er í sambúð með Guðríði Jónsdóttur og eiga þau tvö börn. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 1015 orð

Rússarnir koma!

INN kemur kall sem er í jakka eins og ég, hann heimtar ljós og músík, eins og menn eiga til að gera í sýningum Rimasar Tuminasar, og Parísarlífið upphefst. Í París er allt ljósblátt og bleikt og mikið af speglum og gleri, en fyrst og fremst mikið af alls konar hjólum. Tannhjólum, reiðhjólum, vagnhjólum og alls konar gagnslausum hjólum. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 774 orð

Rússneskar stúlkur hreinsa dún Á f

FRÁ hótelinu í Bjarkarlundi rennur bíllinn veginn undir gróðursælli Barmahlíðinni með útsýni niður yfir Berufjörðinn. Bílstjórinn einn á báti sönglar hið þekkta ljóð er Jón Thoroddsen frá Reykhólum orti um þessa fögru hlíð, sem svo sannarlega stendur undir lofi skáldsins: Hlíðin mín fríða hjalla meður græna blágresið blíða og berjalautu væna, Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 1361 orð

Sagan af St. Bernharðshundinum

Stundum hef ég hugsað um að það væri gaman að eiga hund. Við eigum hins vegar kött og þess vegna hefur öðrum heimilismönnum ekki þótt þessi þörf sérlega brýn. Svo var það í sumar að fjölskyldan lagði land undir væng og nam ekki staðar fyrr en í Noregi, á heimili ættingja þar sem setterhundur með blóðhundsívafi er fyrirferðarmikill í fjölskyldulífinu. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 420 orð

SFYRSTA PERSÓNA EINTÖLU FYRSTA persóna eintölu heitir breiðskífa sem Geim

FYRSTA persóna eintölu heitir breiðskífa sem Geimsteinn gefur út með eins manns hljómsveitinni Gálunni, en á þeirri skífu heldur einn maður um stjórnvölinn, Júlíus Guðmundsson trommu- og flautuleikari og reyndar má bæta fleiri hljóðfærum við safnið, því hann leikur á öll hljóðfæri á plötunni og syngur í þokkabót. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 1240 orð

Snákaugu De Palmas Snákaaugu heitir nýjasta mynd hins umdeilda leikstjóra Brians De Palma og er hún með Nicholas Cage og Gary

BANDARÍSKI leikstjórinn Brian De Palma er einn af betri leikstjórum sinnar kynslóðar. Hann hefur að vísu átt skrykkjóttan feril en margt af því besta sem hann hefur gert í bíómyndunum er með því besta sem gert hefur verið yfirleitt á undanförnum tveimur áratugum. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 389 orð

»Von brigði Sigur rósar ROKKSVEITIN Sigur rós er með helstu hljómsveitum la

ROKKSVEITIN Sigur rós er með helstu hljómsveitum landsins nú um stundir og skífa sveitarinnar sem kom út á síðasta ári, Von, afbragð. Á næstu dögum kemur út endurgerð þeirrar plötu, sem þeir Sigur rósarmenn kalla Von brigði. Á þeirri skífu endurvinna fjölmargir listamenn lög að eigin vali af Von, en einnig er eitt endurgert lag af hljómsveitinni sem ekki hefur komið út áður. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 1618 orð

"Þekkir þú mig?"

Í LITHÁEN álpuðust nokkrir íslenskir leikarar fyrir fáeinum árum inn á þýska leiksýningu. Hún hét því dularfulla nafni MURX og meira vissum við ekki um hana, enda voru allar leikskrár á litháísku. Þarna sátu uppi á sviðinu ömurlegar niðurlægðar manneskjur, hver við sitt borð, og höfðu hægt um sig. Meira
9. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 327 orð

(fyrirsögn vantar)

EIN af stærri fasteignasölum landsins vill ráða áhugasaman sölumann til starfa sem fyrst. Miklir tekjumöguleikar. Heilsugæslulæknir á Djúpavogi AUGLÝST er laus til umsóknar staða heilsugæslulæknis Djúpavogslæknishéraðs. Stöðunni fylgir gott íbúðarhúsnæði á Djúpavogi og bifreið til afnota. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.