Greinar laugardaginn 5. september 1998

Forsíða

5. september 1998 | Forsíða | 133 orð

Clinton á Írlandi

NOKKUÐ var af af Bill Clinton, Bandaríkjaforsta, dregið í gærmorgun þegar hann kom til fundar við Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, í Dublin enda hefur Lewinsky-málið enn á ný komist á forsíður dagblaðanna í Bandaríkjunum, forsetanum mjög í óhag. Meira
5. september 1998 | Forsíða | 480 orð

Dúman frestar atkvæðagreiðslu um Tsjernómyrdín

DÚMAN, neðri deild rússneska þingsins, frestaði í gær fram á mánudag annarri atkvæðagreiðslunni um skipun Viktors Tsjernómyrdíns í embætti forsætisráðherra. Þykir það benda til þess að kommúnistar, sem hafa flest þingsæti í dúmunni, séu ekki lengur vissir um að geta hindrað skipun hans í embætti og hyggist reyna að komast að málamiðlun við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, um helgina. Meira
5. september 1998 | Forsíða | 264 orð

Nóg af vatni fyrir landnema

Á TUNGLINU eru sex milljarðar tonna af vatni og gæti það nægt tugþúsundum landnema þar í meira en öld. Er þetta niðurstaða nýrra rannsókna bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA. Vatnið er nú talið vera tíu sinnum meira en áætlað var í mars síðastliðnum þegar tilkynnt var, að fundist hefði vatn eða ís á tunglinu. Meira
5. september 1998 | Forsíða | 107 orð

Ruslið fær að safnast fyrir

BORGARYFIRVÖLD í Helsinki hafa ákveðið að hreinsa ekki upp rusl í almenningsgörðum í eina viku til að vekja borgarbúa til vitundar um vandamálið sem stafar af rusli og veggjakroti, áður en Helskinki verður ein af menningarborgum Evrópu árið 2000. Meira
5. september 1998 | Forsíða | 273 orð

Ættingjar hinna látnu væntanlegir til Halifax

NÆR 300 manns, ættingjar þeirra, sem fórust með MD-11-farþegaþotunni við strönd Nova Scotia á miðvikudagskvöld, voru í gær væntanlegir til Halifax frá Sviss og New York. Með þeim í för var nokkur hópur manna frá Swissair, meðal annars tæknimenn, sálfræðingar og prestar. Meira

Fréttir

5. september 1998 | Erlendar fréttir | 361 orð

Ahern segir frið innan seilingar

BERTIE Ahern, forsætisráðherra Írlands, sagði í gær að Írland hefði brennt allar brýr að baki sér á leiðinni til varanlegs friðar og að ekki yrði aftur snúið, friður væri innan seilingar. Lét hann þessi orð falla í höfuðstöðvum Gateway-tölvufyrirtækisins bandaríska í Dublin þar sem hann og Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, undirrituðu viðskiptasamning landanna tveggja. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Almanak Olís komið út

OLÍS hefur gefið út almanak mörg undanfarin ár og hefur fiskiskipafloti landsmanna skreytt síður almanaksins. Nýlega var tekin upp sú nýbreytni að miða almanak Olís við kvótaárið þannig að fyrsti mánuður nú á almanakinu er september 1998 og síðasti mánuður ágúst 1999. Hægt er að nálgast almanakið á öllum sölustöðum, umboðum og útibúum Olís um allt land. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 141 orð

Auknir möguleikar í lánum og sjóðavörslu

LANDSBANKINN hefur fengið leyfi til reksturs fjármálafyrirtækis á eynni Guernsey í Ermarsundi, en þar er svonefnt fjármálafrísvæði. Fyrirtækið mun heita Landsbanki Capital International Ltd og er ráðgert að starfsemi þess hefjist í næsta mánuði. Það verður að öllu leyti í eigu og undir yfirstjórn Landsbankans. Landsbréf hf. verða fjárfestingaráðgjafi hins nýja fyrirtækis. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Árgangur 1963 hittist

GAMLIR nemendur Fella- og Hólabrekkuskóla, árgangur 1963, ætla að halda upp á 20 ára útskriftarafmæli og hittast í kvöld, laugardaginn 5. september, í Norðurljósasalnum í Þórshöll og hefst samkoman kl. 19. Meira
5. september 1998 | Erlendar fréttir | 473 orð

Biðst afsökunar í skugga vaxandi gagnrýni

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, baðst í gær í fyrsta skipti afsökunar vegna sambands síns og Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu. Kom afsökun Clintons er hann var spurður um viðbrögð sín við ummælum Josephs Liebermans, öldungadeildarþingmanns fyrir Demókrataflokkinn bandaríska, Meira
5. september 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Brúarhlaup Selfoss í dag

Selfossi.Brúarhlaup Selfoss fer fram á Selfossi í dag laugardag en þetta er áttunda árið í röð sem hlaupið fer fram. Að þessu sinn I er hlaupið undir kjörorðinu "beltin bjarga" í samvinnu við Umferðaráð. Hlaupið hefst kl 13:00 en þá verða hjólreiðamenn ræstir. Kl. 13:15 hefst upphitun fyrir hlaupara á pylsuvagnstorginu og kl. 13:30 verða hálfmaraþonhlauparar ræstir. Meira
5. september 1998 | Erlendar fréttir | 206 orð

Búist við Bondevik eftir 2 vikur

TALIÐ er líklegt að Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, snúi aftur til starfa eftir um tvær vikur en hann tók sér viku veikindaleyfi í byrjun vikunnar. Norska blaðið Aftenposten greindi frá því í gær að nánustu samstarfsmenn forsætisráðherrans hefðu hvatt hann til að taka lengra leyfi til að hann gæti náð sér að fullu. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 329 orð

DagbókHáskólaÍslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 6.­12. september 1998. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is Sunnudagurinn 6. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 1568 orð

DÁÐUR VESTRA EN UMDEILDUR HÉR

HÁHYRNINGURINN Keiko er líklega umtalaðasti einstaklingurinn af sjávarspendýrakyni. Umræður á Íslandi hafa verið miklar og skiptar skoðanir eru um flutning dýrsins frá Oregon í Bandaríkjunum til Íslands. Meira
5. september 1998 | Erlendar fréttir | 124 orð

Efnt til kosninga?

BENJAMÍN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, gaf það í skyn í gær að hann myndi rjúfa þing og boða til kosninga ef stjórnarliðar standi ekki að baki honum í friðarsamningum við Palestínumenn. Netanyahu lét ummæli þessa efnis falla í viðtali við tyrkneska dagblaðið Turkish Daily News en von er á Dennis Ross, erindreka Bandaríkjastjórnar, Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 250 orð

Farartækin máluð og merkt

FJÓRIR dráttartrukkar og þrír sendiferðabílar hafa verið sérstaklega sprautaðir í litum flutningafyrirtækisins United Parcel Service (UPS) til að flytja Keikó og ýmislegt sem honum fylgir þegar hann kemur til landsins. Meira
5. september 1998 | Erlendar fréttir | 73 orð

Félagi, ekki herra

STJÓRNVÖLD í Kína hafa brýnt fyrir félögum í Kommúnistaflokknum að ávarpa hver annan með orðinu "félagi" en taka sér ekki orðin "herra" eða "yfirmaður" í munn. Léttúðug ávörp félaganna eru yfirvöldum mikið áhyggjuefni. Í Dagblaði alþýðunnar, málgagni Kommúnistaflokksins, segir að svo rammt kveði að rangri orðanotkun sem þessari að ekki sé annað fært en að grípa í taumana. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Fé til kirkjunnar árangurstengt

ÞJÓÐKIRKJAN og ríkið hafa samið um fjárhagsleg samskipti sín sem felast í því að ríkið greiðir kirkjunni árlegt framlag eftir ákveðnum forsendum og hún fer með fjárhagslegt forræði í eigin málum. Samningurinn gildir frá 1. janúar 1999. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 591 orð

Forsætisráðherra segir framgöngu félagsins ekki til sóma

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í gær að hann teldi stjórn Læknafélags Íslands (LÍ) ekki trúverðuga eftir að hafa lesið bréf frá stjórninni. Stjórn Læknafélagsins segist, í bréfinu til Davíðs Oddssonar í gær, ekki geta dregið til baka ályktun sína frá 25. ágúst sl., þar sem hún harmar þau ummæli forsætisráðherra að viðkvæmar upplýsingar um sjúklinga lægju á glámbekk. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Fólki bjargað úr brennandi húsi

ELDUR kom upp í íbúðarhúsi á horni Vatnsstígs og Lindargötu skömmu eftir miðnætti í nótt og lagði mikinn reyk yfir Skuggahverfið, að sögn sjónarvotts. Þrír slökkvibílar voru kvaddir á vettvang og að minnsta kosti tveir sjúkrabílar, auk bifreiðar frá neyðarlínunni. Reykkafarar voru sendir inn í húsið og voru íbúar leiddir út vafðir teppum. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

Frumkvöðull og páfi pólitískrar málaralistar"

"ERRÓ finnur upp vél sem endurvinnur ímyndir" er fyrirsögn opnugreinar um myndlistarmanninn Erró í tímaritinu L'evenement du Jeudi, sem er eitt stærsta vikublað Frakklands. Greinin fjallar um sýningu hans í La Seyne-sur-Mer í Frakklandi og er hún sögð vera endurkoma hins íslenska snillings sem sé jafnframt frumkvöðull og páfi "pólitískrar málaralistar". Meira
5. september 1998 | Erlendar fréttir | 337 orð

Fyrir frægðina

BRESKA sjónvarpsstöðin Channel 4 hefur hætt við að senda út þátt um feður og dætur því í ljós kom að eitt parið í þættinum var ekki feðgin heldur kærustupar. Stúlkan, Victoria Greetham, 19 ára, Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Fyrirlestrar um geðheilsu barna og unglinga

Í TILEFNI af Alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi hinn 10. október 1997 sem helgaður var málefnum barna með geðheilsuvanda var ákveðið af starsfólki Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að bjóða upp á fræðslu til almennings tíunda hvers mánaðar í tíu skipti. Meira
5. september 1998 | Erlendar fréttir | 217 orð

Fyrrverandi forsætisráðherra fær lífstíðardóm

JEAN Kambanda, fyrrverandi forsætisráðherra í Rúanda, var í gær dæmdur í fangelsi til lífstíðar fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni. Þetta er fyrsti dómurinn sem sérstakur alþjóðlegur dómstóll Sameinuðu þjóðanna með aðsetur í Arusha í Tansaníu kveður upp yfir höfuðpaurum helfararinnar í Rúanda. Kambanda, sem var forsætisráðherra Rúanda frá 8. apríl til 17. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 571 orð

Færir kirkjunni sjálfstæði í fjármálum

BISKUP Íslands, kirkjumálaráðherra og fjármálaráðherra undirrituðu í gær samning um fjárhagsleg samskipti ríkisins og þjóðkirkjunnar. Greiðir ríkið fast árlegt framlag til kirkjunnar samkvæmt ákveðnum forsendum en hún tekur við fjárhagslegu forræði á málefnum kirkjunnar. Framlag ríkisins til kirkjunnar verður á næsta ári samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 691,7 milljónir króna. Meira
5. september 1998 | Erlendar fréttir | 254 orð

Gervitungl, ekki flugskeyti

STJÓRNVÖLD í Norður- Kóreu tilkynntu í gær að gervitungli hefði verið skotið á loft á mánudag, daginn sem stjórn Japans sakaði þau um að hafa skotið flugskeyti yfir Japan. Kom fram að í gervitunglinu væri nauðsynlegur búnaður til "rannsókna á friðsamlegri notkun geimsins". Yfirlýsingin kom nokkuð á óvart enda hafði stjórn Japans sett herinn í viðbragðsstöðu vegna skotsins. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 414 orð

Grunnskólar Garðabæjar einsetnir í haust

ALLIR grunnskólar Garðabæjar eru frá og með þessu hausti einsetnir, fimm árum fyrr en lög gera ráð fyrir. Í Garðabæ eru þrír grunnskólar. Alls eru 1.346 nemendur í 61 deild við nám í grunnskólum bæjarins. Nemendum í 1.­6. bekk er skipt eftur búsetu á milli Flataskóla og Hofsstaðaskóla en allir nemendur í 7.­10. bekk sækja Garðaskóla. Auk Garðbæinga eru nemendur úr Bessastaðahreppi í 8.­10. Meira
5. september 1998 | Landsbyggðin | 214 orð

Gunnarsstofnun gefinn tölvubúnaður

Gunnarsstofnun gefinn tölvubúnaður Geitagerði-Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, færði Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri tölvubúnað að gjöf 2. september sl. Þetta er öflugur búnaður ásamt forritum að andvirði 400 þúsund króna. Við afhendinguna voru boðsgestir mættir s.s. velunnarar stofnunarinnar. Meira
5. september 1998 | Miðopna | 1085 orð

Hafa með sér vistir, vín og franskan kokk

HEIMSMEISTARAR Frakka í knattspyrnu komu til landsins í gærmorgun. Vígalegir gengu þeir inn landganginn, allir eins klæddir, í dökkgráum jakkafötum, ljósgráum skyrtum og með blá bindi. Liðinu fylgir stór hópur aðstoðarmanna, landslið leikmanna yngri en 21 árs, og fastir áhangendur, sem saman eru alls um 80 manns. Meira
5. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 124 orð

Hauskúpa og brot úr lærlegg

STARFSMENN Malar og sands fundu hauskúpu og brot úr lærlegg þar sem þeir voru við vinnu í malarnámu í landi Glerár skammt ofan Akureyrar í fyrrakvöld. Gröfumaður var að stíga úr úr vél sinni þegar hann rak augun í hauskúpuna og við nánari eftirgrennslan komu fleiri bein ljós. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 204 orð

Hefur ekki áhrif á komu Keikós

SAMTÖKIN sem standa fyrir flutningi Keikós hingað til lands hafa ekki orðið sér úti um tilskilin leyfi til að stunda rannsóknir í íslenskri lögsögu samkvæmt upplýsingum frá Sjávarútvegsráðuneytinu. Allir þeir sem vilja stunda rannsóknir í fiskveiðilandhelgi Íslands þurfa að sækja um sérstakt leyfi. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 253 orð

Hefur engin áhrif á Olís

OLÍUFYRIRTÆKIN Texaco og Shell Europe Oil Products hafa tilkynnt að undirrituð hafi verið viljayfirlýsing um að stofnað verði til samstarfs fyrirtækjanna á sviði markaðsmála og framleiðslu á olíu í Evrópu. Viðræður hafa staðið yfir hjá fyrirtækjunum síðan 1997 og stefnt er að því að samruninn komist í framkvæmd á miðju næsta ári. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Heimsmeistararnir á mbl.is

AÐDRAGANDA landsleiks Íslendinga og Frakka, sem er fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópukeppni landsliða, verða gerð góð skil á á fréttavef Morgunblaðsins. Þá verður leiknum lýst beint á netinu frá Laugardalsvelli og myndir settar inn jafnóðum og eitthvað markvert ber við. Slóð fréttavefjarins er www.mbl.is og má velja sér leið að umfjölluninni með því að smella á hnapp á forsíðu vefjarins. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Hlökkum til að fara til Vopnafjarðar

TÓLF afkomendur íslensku Brasilíufaranna komu til landsins í gær og ætla að dvelja hér í vikutíma. "Við hlökkum mikið til að fara til Vopnafjarðar," sagði Nanna Sondahl, læknir og ættmóðir hópsins, í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins á Keflavíkurflugvelli í gær. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Húbert Nói sýnir í Slunkaríki

HÚBERT Nói opnar málverkasýningu í Slunkaríki á Ísafirði í dag, laugardag, kl. 16. Húbert Nói lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og hefur síðan sýnt verk sín í öllum helstu sýningarsölum landsins, segir í fréttatilkynningu. Á sýningunni verða níu landslagsmálverk unnin á árunum 1996­97. Verkin eru unnin með olíu á striga. Meira
5. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 303 orð

Hyggjast gera Smiðjuna að sjálfstæðum skóla

MENNTASMIÐJA kvenna á Akureyri er nú að hefja sitt fimmta starfsár. Kynningarfundur um starfsemi haustsins og fyrirhugaðar breytingar á skipulagi verður haldinn í húsnæði Menntasmiðjunnar, Glerárgötu 28, 3. hæð mánudagskvöldið 7. september kl. 20.30. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Interpol gert viðvart komi hann til Íslands

ÍSLENSK lögregluyfirvöld munu gera alþjóðalögreglunni Interpol viðvart ef Ólafur Bragi Bragason, sem grunaður er um stórfellt fíkniefnasmygl til Túnis, kemur til Íslands. Þaðan munu fréttir berast til yfirvalda í Túnis. Smári Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, segir að ekki hafi borist neinar fregnir af því að Ólafur sé kominn til landsins. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Íslendingar þátttakendur í vitnaverndaráætlun

ÍSLENDINGAR hafa tekið þátt í viðræðum um vitnaverndaráætlun sem staðið hafa milli Norðurlanda, Þýskalands, Eystrasaltsríkjanna þriggja og Póllands og sennilega verður hrint í framkvæmd í byrjun næsta árs. Meira
5. september 1998 | Smáfréttir | 29 orð

ÍSLENSKA dyslexíufélagið heldur kynningu á fyrirhuguðum lestrarnámske

ÍSLENSKA dyslexíufélagið heldur kynningu á fyrirhuguðum lestrarnámskeiðum Lestu betur og Lestu nú á opnu húsi á Ránargötu 18 í húsi Skógræktarfélags Íslands í dag laugardaginn 5. september frá kl. 14­16. Meira
5. september 1998 | Smáfréttir | 201 orð

ÍÞRÓTTA-, heilsu-, lista- og tónlistardagur verður laugardaginn 5. se

ÍÞRÓTTA-, heilsu-, lista- og tónlistardagur verður laugardaginn 5. september á Seltjarnarnesi frá kl. 13­17. Líkamsræktarstöðin Ræktin stendur fyrir uppákomunni í samstarfi við fjölda aðila sem munu kynna vöru sína og þjónustu. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 57 orð

Klippimyndir af íslensku landslagi

AGNAR(IUS) opnar sýningu á klippimyndum á Veitingastaðnum 22, Laugavegi 22, í dag, laugardag, kl. 20 og er þetta sölusýning. Agnar hefur áður haldið fjölmargar sýningar hérlendis ásamt því að taka þátt í gjörningum og vinna að menningarmálum á breiðum grundvelli, sérstaklega á veraldarvefnum, segir í fréttatilkynningu. Nýlega fékk hann viðurkenningu fyrir vefsíðugerð. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Kornuppskera hafin undir Eyjafjöllum

Kornuppskera hafin undir Eyjafjöllum Holti. Morgunblaðið. KORNUPPSKERA hófst á miðvikudaginn hjá bændunum Ásgeiri Árnasyni og Kristjáni Mikkelsen, sem búa félagsbúi í Stóru- Mörk. Notuð er ný vél sem búnaðarfélög Vestur- og Austur- Eyfellinga keyptu með stuðningi Byggðastofnunar. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 447 orð

Kynbætur til varnar riðu á Bretlandi

MICHAEL Dawson starfar við tilraunastöðina í dýralækningum í Weybridge á Bretlandi og hefur stundað rannsóknir á riðu í sauðfé á Bretlandi. Hann vinnur meðal annars að því að útrýma riðu á Bretlandi og segir samstarf við bændur gott enda vilji þeir ekki missa af lestinni. Meira
5. september 1998 | Erlendar fréttir | 301 orð

Lafði Thatcher ýfir upp deilur um Evrópustefnu

SVO VIRÐIST sem niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Gallup- stofnunarinnar í Bretlandi staðfesti að lafði Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, hafi haft rétt fyrir sér þegar hún á dögunum sagði að Íhaldsflokkurinn hefði sáralitla möguleika á að vinna næstu kosningar. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Lokahelgi Sálarinnar

SÁLIN hans Jóns míns lýkur sumaryfirreið sinni um helgina. Sveitin hefur gert víðreist í sumar og leikið í öllum landsfjórðungum sl. þrjá mánuði. Lokadansleikurinn verður á Broadway í kvöld, laugardagskvöld. Á Broadway láta óvæntir gestir að sér kveða, "DJ Rokkbitsj" snýr skífum, hljómsveitin SPUR stígur á stokk og dúettinn Real Fiavaz kemur fram. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð

Lýst eftir málverki

LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir því að þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar þetta málverk er niðurkomið hafi samband. Verkið er olía á léreft frá árinu 1951 eftir Braga Ásgeirsson. Hér að ofan sést hluti málverksins. Meira
5. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta í kirkjunni kl. 21 annað kvöld, sunnudagskvöld. Sr. Svavar A. Jónsson messar. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta í kirkjunni kl. 21. "Komið og njótið kyrrðar í helgidómi Guðs." Sr. Gunnlaugur Garðarsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund og biblíukennsla í umsjá Mike Bradley kl. 20 í kvöld, laugardagskvöld. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar á morgun kl. 11. Meira
5. september 1998 | Erlendar fréttir | 177 orð

Misvísandi niðurstöður

BANDARÍSKIR vísindamenn greindu frá því í vikunni að þeir hefðu bæði góðar og slæmar fréttir að færa varðandi meðferð á ristilkrabbameini, og að jafnvel væri hægt að koma í veg fyrir það. Vísindamennirnir sögðu að lyf, sem talið hefur verið að gætu jafnvel komið í veg fyrir ristilkrabbamein, hefðu greinilega áhrif á æxlisþróun, Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 426 orð

Mun styttri vertíð en mun meiri laxveiði

NOKKUÐ á áttunda hundrað laxa hefur veiðst í Haffjarðará það sem af er sumri, en veiði lýkur þar 8. september. Þetta er þegar orðin miklu betri veiði heldur en allt síðasta veiðitímabil og hafa skilyrði þó fjarri því alltaf verið heppileg, t.a.m. var áin afar vatnslítil, nánast vatnslaus, allan júlímánuð, er göngur eru að jafnaði hvað sterkastar. Meira
5. september 1998 | Landsbyggðin | 135 orð

Ný fiskbúð í Grindavík

Grindavík-Fiskbúðin Stjörnufiskur tók til starfa um miðjan ágúst. Þetta telst til tíðinda í Grindavík því ekki hefur verið starfrækt fiskbúð í fjölda ára í bænum. "Ég held að það séu um 13 ár síðan fiskbúð var starfrækt hér síðast," sagði Pétur Gíslason eigandi fiskbúðarinnar. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Nýi Músíkskólinn flytur

NÝI Músíkskólinn er fluttur í nýtt húsnæði á Fylkisvegi 6 við Árbæjarsundlaug. Skólinn hefur nú sitt fjórða starfsár. Kennt er á eftirtalin hljóðfæri: Píanó, hljómborð, rafgítar, gítar, bassa, trommur, saxófón, flautu og einnig er kenndur söngur. Hljóðfærakennslan fer fram í formi einkatíma og nemendur sækja einnig tíma í tónfræðigreinum. Boðið er upp á kennslu í samspili þ.e. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 204 orð

Nýr MUSSO sýndur um helgina

BÍLABÚÐ Benna kynnir um helgina nýjasta módelið af MUSSO jeppanum, MUSSO Grand Luxe, árgerð 1999. Útlit bílsins er nokkuð breytt frá fyrri árgerð og í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna segir að bíllinn sé sé fullkomnari að gerð og ríkulegar búinn aukahlutum en eldri gerðir. Ýmsir aukahlutir, sem áður hefur þurft að greiða sérstaklega, eru nú staðalbúnaður. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 229 orð

Nærri 30 manns missa vinnuna

VIÐVARANDI tap og slæmar horfur í rækjuveiðum eru ástæða þess að Snæfell hf. hefur ákveðið að hætta rekstri rækjuverksmiðju sinnar á Ólafsvík. Starfsmenn eru 28 og var þeim tilkynnt þessi ákvörðun fyrirtækisins í gær. Meira
5. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 185 orð

Óska stuðnings menningarmálanefndar

FORSVARSMENN Loftkastalans í Reykjavík og Renniverkstæðisins á Akureyri hafa leitað eftir fjárstuðningi frá menningarmálanefnd Akureyrarbæjar, til að setja upp nýtt íslenskt leikrit, Bjölluna, eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hugmyndin er að setja verkið upp í Loftkastalanum og á Renniverkstæðinu og frumsýna það sama dag á báðum stöðum fyrir jól. Meira
5. september 1998 | Erlendar fréttir | 994 orð

Óþreyjufull bið Færeyinga eftir olíuævintýri Færeyingar hafa gengið í gegnum miklar þrengingar á síðustu árum en nú vonast þeir

FÆREYINGAR hafa átt í erfiðri deilu við Breta um nokkurt skeið og ekki um neina smámuni, heldur hugsanlega um þúsundir milljarða íslenskra kr. Þá er átt við olíuna, sem líklega er að finna undir landgrunninu, en engin sátt er um hvernig því skuli skipta. Breskir embættismenn og dansk-færeysk viðræðunefnd hafa rætt þetta mál fram og aftur árum saman og nú er komið að því að hrökkva eða stökkva. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 225 orð

Ræddu ástandið í Rússlandi og stækkun NATO

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist hafa átt góðar viðræður við forsætisráðherra Portúgals, Antonio Guterres, í embættisbústað Guterres í Lissabon í gær, en Davíð er nú staddur þar í opinberum erindagjörðum. Meira
5. september 1998 | Erlendar fréttir | 244 orð

Sagður á hægum batavegi

FRANSKI innanríkisráðherrann Jean-Pierre Chevenement er sagður á hægum batavegi en hann féll í djúpan dásvefn á skurðarborðinu á miðvikudag. Fjarlægja átti gallsteina úr Chevenement en líkami hans brást illa við svæfingarlyfjum og fékk ráðherrann hjartaáfall af þeim sökum. Var Chevenement, sem er 59 ára, enn meðvitundarlaus í gær en sýndi viðbrögð þegar ljósi var beint að honum. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð

Séra Haraldur í Vík prófastur

SÉRA Haraldur M. Kristjánsson, sóknarprestur í Vík í Mýrdal, hefur verið skipaður prófastur í Skaftafellsprófastsdæmi. Séra Sigurjón Einarsson, sóknarprestur á Kirkjubæjarklaustri, sem nýlega lét af embætti fyrir aldurs sakir, var prófastur Skaftfellinga og tekur séra Haraldur við af honum. Meira
5. september 1998 | Erlendar fréttir | 388 orð

Skoðanakannanir birtar daglega

FJÖGUR sænsk blöð, þeirra á meðal Svenska Dagbladet, birta nú daglega skoðanakannanir um fylgi sænsku flokkanna fram að kosningunum 20. september. Þetta hefur vakið upp umræður um skoðanakannanir og áhrif þeirra. Mats Svegfors ritstjóri Svenska Dagbladet, sem átti hugmyndina að birtingunni, segir þetta eðlilega þjónustu. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 777 orð

Skólinn verði í fararbroddi á sviði viðskiptamenntunar Miklar væntingar eru bundnar við Viðskiptaháskóla Íslands, sem var settur

Guðfinna Bjarnadóttir setur Viðskiptaháskóla Íslands í fyrsta sinn Skólinn verði í fararbroddi á sviði viðskiptamenntunar Miklar væntingar eru bundnar við Viðskiptaháskóla Íslands, sem var settur í gær í fyrsta sinn. 300 nemendur stunda nám við skólann og hefur aðsókn verið mikil. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 808 orð

Sókn í almanaksupplýsingar hefur aukist

ALMANAK Háskóla Íslands fyrir árið 1999, öðru nafni Íslandsalmanakið, er komið út í 163. sinn. Ritstjóri þess er dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, sem séð hefur um útreikninga og búið almanakið til prentunar síðastliðin 36 ár. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Stuðmenn á Seltjarnarnesi

STUÐMENN leika á Seltjarnarnesi á laugardag. Um daginn leika þeir m.a. á íþrótta- og tónlistardegi og um kvöldið halda þeir sveitaball í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi við Suðurströnd. Félagsheimilið er þeim kostum búið að við það tengjast stórir salir að ekki sé talað um Sundlaugina á Seltjarnarnesi. Meira
5. september 1998 | Erlendar fréttir | 76 orð

Stúdentar mótmæla í Búrma

ÓEIRÐALÖGREGLA í Búrma umkringdi háskólalóð í gær eftir að stúdentar höfðu gripið til mótmæla vegna fyrirhugaðs flutnings Tækniháskólans í Rangoon. Stúdentarnir, sem voru 5­900 talsins, höfðu efnt til setuverkfalls á skólalóðinni vegna óánægju með flutning skólans. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Svar við lægra gengi

SEÐLABANKI Íslands hefur ákveðið 0,3% hækkun ávöxtunar í endurhverfum viðskiptum sínum á uppboði nk. þriðjudag og verður hún 7,5% í stað 7,2%. Jafnframt mun ávöxtun í viðskiptum Seðlabankans með ríkisvíxla, sem skammt eiga eftir til innlausnar, hækka samsvarandi. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Tal til Eyja á fimmtudag

TAL hf. opnar GSM-símaþjónustu í Vestmannaeyjum næstkomandi fimmtudag, 10. september. Eyjar eru fyrsti staðurinn í öðrum áfanga Tals í stækkun dreifisvæðis síns. Áætlað er að nokkrir staðir á suðvesturhorni landsins bætist við á næstu vikum og mánuðum. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 471 orð

Telja 90 MW stækkun vera álitlegan kost

HORNSTEINN var lagður að Kröfluvirkjun í gær, 24 árum eftir að framkvæmdir við jarðgufuvirkjun hófust á svæðinu, en virkjunin er um þessar mundir að ná fullri 60 MW afkastagetu. Á næsta ári eru fyrirhugaðar ýmsar rannsóknir á Kröflusvæðinu og með hliðsjón af niðurstöðum þeirra verður metið hvort hagkvæmt geti reynst að stækka virkjunina. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Tímabundið haffærnisskírteini

EFTIRLITSDEILD Siglingastofnunar Íslands gerði í gærdag úttekt á prammanum sem ætlaður er til að flytja hvalinn Keiko frá höfninni í Eyjum út í sjókvína í Klettsvík. Seinnipartinn í gær var veitt tímabundið haffærnisskírteini svo hægt verður að fara með prammann til Eyja og nota við flutningana, að sögn Hálfdanar Henryssonar, deildarstjóra eftirlitsdeildar Siglingastofnunar Íslands. Meira
5. september 1998 | Landsbyggðin | 255 orð

Tjón varð víða vegna vatnavaxta

Holti-Um síðustu helgi gerði einhver mestu hlaup í ár sem menn muna, í ótrúlegu rigningaveðri með miklum hlýindum. Afleiðingar þessa urðu víða til tjóns. Breikkun brúa við Svaðbælisá og Bakkakotsá stendur yfir og var nýbúið að byggja upp bráðabirgðabrýr sem umferð var beint á. Árnar fóru yfir brýrnar og hrifu vegastæðin að brúnum með sér í vatnssvelgnum. Meira
5. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 308 orð

Tæplega 30 börn bíða eftir leikskólaplássi

UM síðustu mánaðamót voru tæplega 30 börn á leikskólaaldri á biðlista eftir leikskólaplássi á leikskólum Akureyrarbæjar. Þá eru margir foreldrar með vaðið fyrir neðan sig og um mánaðamótin var búið að skrá 113 börn á biðlista sem fædd eru árið 1997 og 22 börn sem fædd eru á þessu ári. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 294 orð

Undirbúa lögsókn á hendur ráðherra

FORSVARSMENN Öryrkjabandalags Íslands segja að skerðing tekjutryggingar til öryrkja vegna tekna maka eigi sér ekki heimild í lögum og hafa því falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að undirbúa lögsókn á hendur Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Benda þeir á að fari mánaðartekjur maka yfir 40.225 krónur á mánuði byrji tekjutryggingin að skerðast. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 436 orð

Unnið að stöðlun vinnuaðferða og búnaðar

"SÍÐASTA áratuginn hafa Evrópusamtök flugmálastjórna gert ýmislegt til að mæta mjög aukinni flugumferð, en það tekur talsverðan tíma að koma slíkum aðgerðum í framkvæmd. Unnið hefur verið að því að staðla tæknibúnað og aðferðir milli flugstjórnarsvæða, en vandinn er sá að hvert ríki sér um yfirstjórn í eigin loftrými og mörg þeirra vilja ógjarnan láta hana í hendur einnar miðstöðvar, Meira
5. september 1998 | Landsbyggðin | 109 orð

Unnið að vegabótum í Mýrahreppi

Kálfafellsstað-Unnið er að vegabótum á tæplega 5 km kafla milli Hólmsár og Holta í hinum forna Mýrahreppi. Eldri vegurinn var einbreiður olíumalarvegur, oft með hvössum brúnum við malarkantana og dundi grjóthríðin oft á vegfarendum. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 383 orð

Vísindanefnd mælir með veiðum 292 hrefna á ári

ÁTTUNDA aðalfundi Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins, NAMMCO, lauk í Ósló í Noregi í gær. Að mati vísindanefndar samtakanna hefur veiði á 292 hrefnum í Mið-Atlantshafi á ári ekki skaðleg áhrif á stofninn. Fyrirhuguð er sams konar rannsókn á langreyðarstofninum. Meira
5. september 1998 | Smáfréttir | 84 orð

WORLD Class og Sérverslun hlauparans í Kringlunni st

WORLD Class og Sérverslun hlauparans í Kringlunni standa fyrir opnu húsi í húsakynnum World Class í Fellsmúla sunnudaginn 6. september frá kl. 14­18. Fjöldi fyrirtækja kynnir vörur og þjónustu, meðal annars býðst hlaupaskoðun með aðstoð upptökubúnaðar og ráðgjöf við val á hlaupaskóm. Tískusýning verður þar sem hlaupa- og eróbikfatnaður verður sýndur. Meira
5. september 1998 | Innlendar fréttir | 226 orð

"Þurfum að vara okkur á Íslendingum"

HEIMSMEISTARAR Frakka í knattspyrnu komu til landsins í gærmorgun. Í dag spila þeir fyrsta leikinn í riðlakeppni Evrópumeistarakeppninnar við landslið Íslendinga á Laugardalsvelli. Roger Lemerre, þjálfari franska liðsins, sagði á blaðamannafundi í gær að liðið væri komið í gott form á ný eftir hvíld að lokinni heimsmeistarakeppninni. Meira
5. september 1998 | Erlendar fréttir | 138 orð

Þvingaður til játningar?

MOHAMED Sadeek Odeh, annar mannanna tveggja, sem handteknir hafa verið grunaðir um aðild að sprengjutilræðinu við sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa í fyrri mánuði, sakar pakistönsk yfirvöld um illa meðferð og segist hafa verið þvingaður til játningar. Meira

Ritstjórnargreinar

5. september 1998 | Leiðarar | 737 orð

SALA HLUTABRÉFA Í LANDSBANKA

Með sölu hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. til starfsmanna og almennings er fyrsta skrefið stigið í átt til einkavæðingar ríkisbankanna. Í þessum fyrsta áfanga er lögð áherzla á, að gefa starfsmönnum bankans kost á að kaupa hlutabréf og jafnframt að gera hinum almenna borgara fært að eignast hlutabréf í Landsbankanum. Meira
5. september 1998 | Staksteinar | 306 orð

»Verri afkoma sveitarfélaga HAGTÖLUR mánaðarins: Samkvæmt úrtaki virðist hal

HAGTÖLUR mánaðarins: Samkvæmt úrtaki virðist halli á rekstri sveitarfélaga í landinu hafa vaxið úr 0,6 milljörðum króna 1996 í 2,4 ma.kr. árið 1997, einkum vegna meiri fjárfestinga. Hreinar skuldir sveitarfélaga hækkuðu á sama tíma um rúma 3 ma.kr. í 25,5 ma.kr. í árslok 1997. Ríkið stendur sig skár Meira

Menning

5. september 1998 | Kvikmyndir | 304 orð

Ást í meinum

Leikstjóri: Agnieszka Holland. Handritshöfundur: Carol Doyle eftir sögu Henry James. Aðalhlutverk: Jennifer Jason Leigh, Ben Chaplin, Albert Finney og Maggie Smith. Hollywood Pictures 1997. Meira
5. september 1998 | Margmiðlun | 106 orð

BT-verslun á vefinn

BT-verslunin opnaði á dögunum vefverslun á heimaslóð sinni, www.bt.is. Í versluninni er hægt að kaupa leiki fyrir ýmsar tölvugerðir meðal annars. Að sögn aðstandenda BT er leikurinn gerður til að auka þjónustu og lækka verð, en í netversluninni verður hægt að kaupa leiki fyrir flestar tegundir tölva, þar á meðal PC-samhæfðar, PlayStation, N64 og Macintosh. Meira
5. september 1998 | Margmiðlun | 582 orð

Cookies á Netinu

NETIÐ ER þannig saman sett að bein samskipti notanda og vefþjóns eru í lágmarki; notandinn sendir beiðni um gögn og fær þau um hæl, en þar fyrir utan veit hvorugur af hinum. Til þess að auka sambandið, báðum til hægðarauka, Meira
5. september 1998 | Margmiðlun | 111 orð

DVD myndir

ÚTGÁFA á kvikmyndum á DVD-diskum heldur áfram af fullum krafti og 25. september koma út allmargar myndir. Alls koma út 35 myndir frá Warner, MGM og Disney. Warner myndirnar eru allar með íslenskum texta og sumar með ýmsum viðbótum. MGM- og Disney-myndirnar eru ekki með íslenskum texta en Disney verða væntanlega með íslenskum texta í framtíðinni. Meira
5. september 1998 | Fólk í fréttum | 50 orð

Ekki sársaukalaust

PRINS sársaukans á Kamikaze-furðusýningunni setti nýverið nýtt heimsmet þótt líklega hafi það ekki verið honum alveg að sársaukalausu. Metið fólst nefnilega í því að hann lét lyfta líkama sínum með krókum sem var krækt í bak og kálfa. Kamikaze-sýningin var ein af vinsælustu uppákomum Edinborgar-hátíðarinnar í síðasta mánuði. Meira
5. september 1998 | Fólk í fréttum | 82 orð

Elton John klífur upp fyrir Joel

ELTON John er orðinn annar söluhæsti sólótónlistarmaður allra tíma í Bandaríkjunum. Plötur hans hafa selst í 60,6 milljónum eintaka og er hann kominn upp fyrir Billy Joel sem er í þriðja sæti með 60 milljónir eintaka. Hann á þó ennþá langt í land með að ná Garth Brooks sem trónir í efsta sætinu með 81 milljón seldra platna. Meira
5. september 1998 | Leiklist | 347 orð

Guðríðar saga Þorbjarnardóttur

Höfundur og leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Hljóðmynd: Margrét Örnólfsdóttir. Leikmynd og grímur: Rebekka Rán Samper. Búningar: Filippía Elísdóttir. Leikari: Ragnhildur Rúriksdóttir. Fimmtudagur 3. september. Meira
5. september 1998 | Menningarlíf | 654 orð

Hagstjórnarhugmyndasaga Íslands í öðru ljósi

AÐ BYGGJA land er nýr íslenskur myndaflokkur í þrem þáttum eftir Þorvald Gylfason og Jón Egil Bergþórsson sem frumsýndur verður í Ríkissjónvarpinu í vetur. Myndirnar fjalla um hagstjórnarhugmyndasögu Íslendinga á síðustu öld og þessari í gegn um samfellda frásögn af þrem mönnum, Jóni Sigurðssyni, Einari Benediktssyni og Halldóri Laxness. Meira
5. september 1998 | Menningarlíf | 144 orð

Jóhannes og Ólafur sýna á Húsavík

Jóhannes og Ólafur sýna á Húsavík Morgunblaðið. Húsavík. TVEIR ungir listamenn, Jóhannes Dagsson frá Haga, (bróðursonur Hrings) og Ólafur Sveinsson, fæddur Reykvíkingur, en nú búsettur á Hjalteyri, opnuðu myndlistarsýningu, samsýningu, í Safnahúsinu á Húsavík, síðustu helgina í ágúst. Sýningin hefur vakið athygli og verið vel sótt. Meira
5. september 1998 | Fólk í fréttum | 392 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð214.50 Skógardýrið Húgó ('95). Norðurlandabúar reyna við Disneytöfrana án teljandi árangurs. Þokkaleg tónlist og fígúrur fyrir þau yngstu. Íslenska talsetningin til sóma. Stöð216.05 Borgarbúar flytja útá landsbyggðina og kynnast gæðahundinum (Lassie, '94). Meira
5. september 1998 | Fólk í fréttum | 284 orð

Nýir diskar með Lennon og Lindu McCartney

AÐDÁENDUR Bítlanna eiga von á óvæntum glaðningi. Capitol Records, sem gaf út plötur Bítlanna á sínum tíma, gefur bráðlega út nýtt efni með bæði John Lennon og Lindu McCartney sem bæði eru fallin frá. Gefið verður út fjögurra geisladiska safn með John Lennon og verða ríflega 100 áður óútgefin lög Lennons í safninu. Meira
5. september 1998 | Margmiðlun | 100 orð

Nýr verslunarvefur

VERSLUNARVEFURINN Laugavefurinn verður opnaður með tilheyrandi umstangi í dag. Á vefnum er að finna heimasíður helmings verslana og fyrirtækja við Laugaveg. Vefurinn er úr smiðju Hjálpar ehf., en að sögn Hjálparmanna er um helmingur fyrirtækja á Laugavegi með á vefnum. Hugsanlega munu verslanir við Skólavörðustíg slást í hópinn síðar og jafnvel af fleiri götum í Miðbænum. Meira
5. september 1998 | Fólk í fréttum | 84 orð

Ný útgáfa af lagi Bjarkar

FJALLAÐ er um nýja og endurhljóðblandaða útgáfu af lagi Bjarkar "All Is Full Of Love", með þýska dúettinum Funkstorung í New Musical Express. Þar segir að þessi "látlausa vögguvísa" verði samsafn af hljóðum sem aðeins "fengi fólk út á dansgólfið á dansstaðnum Disobey" sem sé genginn sér til húðar. Meira
5. september 1998 | Fólk í fréttum | 267 orð

Óbreyttur Ryan vekur sterk viðbrögð

KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Feneyjum hófst á fimmtudag með frumsýningu stríðsmyndar Spielbergs Björgun óbreytts Ryans eða "Saving Private Ryan". Myndin vakti sterk viðbrögð og voru gagnrýnendur á því að hún hefði sett spurningamerki við glamúrinn sem fylgt hefði stríðsmyndum fram til þessa. Meira
5. september 1998 | Menningarlíf | 564 orð

Pólitískt morð í höfuðstaðnum

eftir Margaret Truman. Fawcett Crest 1998. 344 síður. MARGARET Truman heitir bandarískur spennusagnahöfundur sem skrifað hefur á annan tug spennusagna sem flestar ef ekki allar gerast í Washington og segja af morðum sem framin eru við söfn eða stofnanir eða þekkt kennileiti í höfuðborg Bandaríkjanna. Meira
5. september 1998 | Fólk í fréttum | 147 orð

Satt og logið Logið í Ameríku (Telling Lies in America)

Framleiðsla: Ben Myron og Frank Rubel Kuzui. Leikstjórn: Guy Ferland. Aðalhlutverk: Kevin Bacon, Brad Renfro og Calista Flickhart. 98 mín. Bandarísk. Myndform, ágúst 1998. Leyfð öllum aldurshópum. KARCHY Jonas (Renfro) er unglingur sem flúið hefur til Bandaríkjanna frá Rúmeníu ásamt föður sínum. Meira
5. september 1998 | Fólk í fréttum | 206 orð

Sophia Loren missir af Feneyjum

ÍTÖLSKU kvikmyndagyðjunni Sophiu Loren finnst sárt að missa af Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem hún átti að taka á móti sérstökum verðlaunum fyrir æviframlag sitt til kvikmynda. Hún er ennþá að jafna sig eftir taugaáfall, að því er fjölskylda hennar greindi frá á fimmtudag. Meira
5. september 1998 | Fólk í fréttum | 178 orð

Stemmningin rauð og barinn líka

NÝR staður var opnaður á veitingastaðnum Einari Ben. síðastliðið föstudagskvöld og nefnist hann Rauði barinn. "Eigandinn á annan stað á Pasta basta sem nefnist Blái barinn," segir Magnús Ríkharðsson aðspurður um nafngiftina. "Svo er barinn rauður og stemmningin líka." Hann segir að stefnt sé að því að fá fólk inn á staðinn sem sé 25 ára og eldra. Meira
5. september 1998 | Fólk í fréttum | 57 orð

Strandvörður í það heilaga

STRANDVÖRÐURINN Traci Bingham úr framhaldsþáttunum vinsælu "Baywatch" giftist tónlistarmanninum Robb Vallier í heimabæ hans, Ames, í lok ágúst. Þetta er fyrsta hjónaband þeirra beggja. Meira
5. september 1998 | Fólk í fréttum | 628 orð

Svanasöngur um stjörnu

MIKIÐ fótboltastapp var í sjónvörpum landsmanna um síðustu helgi, enda talið öruggt að sinna sérþörfum á þeim tíma þegar fólk leggur í ferðalög og útilegur og fæstir eru bundnir við sjónvörp nema fatlaðir og lamaðir, ellihrumir og sjóndaprir og heyrnarlitlir. Ríkissjónvarpið gerði mikið að því á sínum tíma að koma á móts við heyrnarlausa og höfðu það líklega eftir Svíum. Meira
5. september 1998 | Leiklist | 583 orð

Tekist á við spilaborðið

Íslensk þýðing: Tómas Zo¨ega. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson. Leikarar: Guðrún Ásmundsdóttir og Erlingur Gíslason. Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Tónlist: Skárr'en ekkert. Tæknistjórn: Geir Magnússon. Sviðsstjórn: Þórunn Geirsdóttir. Iðnó 4. september. Meira
5. september 1998 | Fólk í fréttum | 91 orð

Titanic til sölu

JOHN Landau, einn af framleiðendum óskarsverðlaunamyndarinnar Titanic, kaupir eitt af fyrstu eintökunum af myndbandinu Titanic þegar sala hófst á því skömmu eftir miðnætti 1. september í Virgin-versluninni í Los Angeles. Um milljón manns hafði pantað myndbandið áður en það kom í verslanir og á fyrstu tveimur tímunum á þriðjudagsmorgun höfðu selst 50 þúsund eintök. Meira
5. september 1998 | Fólk í fréttum | 805 orð

Við erum sprelliperur

GUNNAR útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands fyrir einu ári. Þjóðleikhúsið réð hann sl. vetur og þar tók hann þátt í leikritunum Hamlet, Grandavegi 7 og Meiri gauragangi. "Það var mjög gaman. Ég var allt í einu með fólki sem ég hafði aldrei unnið með áður. Margir þeirra voru leikarar sem ég hafði fylgst með úr fjarlægð og dáðst að," segir Gunnar um þá reynslu. Meira

Umræðan

5. september 1998 | Aðsent efni | 752 orð

Bóklegt nám ­ Verklegt nám

TILGANGUR þessara skrifa er að reyna að setja sig í spor unglings sem hefur lokið grunnskólaprófi og hyggst marka sér braut til framtíðar. Hverjir eru möguleikar þessa fólks í núgildandi menntakerfi. Með uppbyggingu fjölbrautakerfisins var talið að námsval nemenda mundi verða fjölskrúðugra en raun hefur orðið á. Meira
5. september 1998 | Aðsent efni | 295 orð

Byggingaframkvæmdir í grónum hverfum

BYGGINGAFRAMKVÆMDIR í grónum hverfum eru oft viðkvæmt mál þar sem íbúar þurfa að sætta sig við breytt umhverfi og töluvert ónæði á meðan á framkvæmdum stendur. Þessu til viðbótar hefur það viljað brenna við að byggingaframkvæmdir hafa dregist úr hömlu því engar tímatakmarkanir hafa verið settar á stækkanir og breytingar á þegar byggðum húsum. Meira
5. september 1998 | Aðsent efni | 529 orð

Enn er þörf fyrir alþjóðlegt hjálparstarf

AÐ UNDANFÖRNU hafa fjölmiðlar flutt okkur fréttir af hungursneyð í Suður-Súdan og flóttamannastraumi frá Kósovó-héraði í Júgóslavíu. Hamfarirnar á þessum stöðum ógna lífi tugþúsunda manna en í flestum tilvikum eru það hjálparstofnanir sem liðsinna fórnarlömbunum. Þessar hjálparstofnanir eru yfirleitt frjáls félagasamtök sem fjármagna starfsemi sína með framlögum frá almenningi og ríkisstjórnum. Meira
5. september 1998 | Aðsent efni | 838 orð

Er Árborg borg? Skjaldbreiður héti þá Skjaldfjall, segirGuðmund

UNDANFARIÐ hefur sameining sveitarfélaga mikið verið í umræðunni, og ekki hefur minnsta orkan farið í að ræða nöfnin sem hin sameinuðu sveitarfélög á landsbyggðinni skulu bera um aldur og ævi. Til að tryggja að vel sé að málum staðið hefur nefnd verið sett á laggirnar til að mæla með eða á móti nöfnum sem íbúar viðkomandi sveitarfélaga stinga upp á. Meira
5. september 1998 | Aðsent efni | 919 orð

Gamalt vín á nýjum belgjum

NEFND fjármálaráðherra um einkaframkvæmd skilaði nýlega skýrslu þar sem ekki verður annað séð en að nefndin telji að aðferðarfræði einkaframkvæmdar sé hér líkleg til hagsbóta bæði fyrir almenning og atvinnulíf. Meira
5. september 1998 | Aðsent efni | 674 orð

Hvað er að gerast í skólunum?

NÚ STENDUR yfir hin árlega umræða um hvernig gangi að manna grunnskóla landsins. Á undanförnum árum hefur hátt hlutfall leiðbeinenda verið sérstaklega hátt á Vestfjörðum og umræðan nokkuð tekið mið af því. Meira
5. september 1998 | Bréf til blaðsins | 321 orð

"Hvað er hvurs og hvurs er hvað?"

ENN ER verið að minna þjóðina á að ekki sé heppilegt að foreldrar reyki á heimilum. Þá er hvatt til þess að fækka sölustöðum tókbaks og minnt á að neftókbak sé nánast bannvara á Íslandi. (Og við sem erum á móti öllum boðum og bönnum!) Þetta eru að sjálfsögðu þarfar ábendingar og þakkarverðar. Þá er hitt ekki síður þakkarvert að menn skuli ekki vera að agnúast út í áfengisdrykkju á heimilum. Meira
5. september 1998 | Bréf til blaðsins | 626 orð

Lítilmagninn

DAGARNIR koma og fara, uns ævin er öll. Líf mannsins spannar ekki langan tíma, það vita allir, sem eitthvað eru komnir til ára sinna. Fólk býr sig undir ellina, leggur peninga til hliðar, til þess að grípa til, ef illa árar og lífeyrissjóðurinn hrekkur ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum. Áður fyrr var fólk sett á sveitina, þegar það gat ekki unnið lengur og þótti það bæði smán og illt aðgöngu. Meira
5. september 1998 | Aðsent efni | 1137 orð

Lögbundin einkaleyfi

EIN af þekktustu niðurstöðum hagfræði er að frjáls samkeppni leiði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum til hagkvæmni. Í ljósi þessa virðist sumum það skjóta skökku við að Alþingi ætli að lögfesta einkaleyfi eins aðila til að byggja gagnagrunn á heilbrigðissviði. Meira
5. september 1998 | Aðsent efni | 976 orð

Nýjar áherslur í umhverfismálum Reykjavíkur

VERULEGAR umbætur í umhverfismálum eru nauðsynlegar, enda hljótum við að vera sammála um, að núverandi lífshættir stórs hluta mannkyns ganga ekki upp. Það er hins vegar ekki auðvelt að fá okkur Íslendinga og þar með borgarbúa til þess að hlaupa upp til handa og fóta vegna yfirvofandi umhverfisvanda, þjóð sem býr við næga náttúrulega orkugjafa, hreint loft, hreint vatn og hreint land. Meira
5. september 1998 | Bréf til blaðsins | 198 orð

Opið bréf til bankastjórnar Landsbanka Íslands

Í GREIN minni hér í Morgunblaðinu "Dánarbú ríkisbankanna og skiptaráðendur þeirra", var meðal annars fjallað um Landsbanka Íslands og SE-bankann. Þar var tæpt á því að Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri gæti hafa verið hinn dularfulli milligöngumaður í þessu máli. Meira
5. september 1998 | Bréf til blaðsins | 199 orð

Yfirlýsing

Í TILEFNI fréttaflutnings af ítrekuðum hótunum vegna fyrirhugaðrar komu háhyrningsins "Keikós" til Íslands, vilja Sjávarnytjar koma eftirfarandi á framfæri: Samkvæmt fréttum að undanförnu hefur óþekktur aðili enn á ný hótað því að drepa háhyrninginn "Keikó" eftir að hann kemur til Íslands síðar í þessum mánuði. Meira

Minningargreinar

5. september 1998 | Minningargreinar | 1081 orð

Bergljót Bjarnadóttir

Það var aðeins laut sem skildi að holtabæina gömlu, Vésteinsholt og Brautarholt, í Haukadal í Dýrafirði, og um þá laut lá fjölfarin slóð. Sá sem nú gerir sér ferð út í Haukadal sér tæpast móta fyrir lautinni vegna trjáræktar núverandi eigenda Vésteinsholts, sem nú þjónar sem sumarbústaður, en Brautarholt sér hann hvergi. Það var jafnað við jörðu þegar eigendurnir fluttu burtu. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 133 orð

Bergljót Bjarnadóttir

"Við skulum ekki vera sorgmædd yfir að missa hana ­ heldur vera þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hana svo lengi." Þessi orð eiga að vera efst í huga okkar þegar við kveðjum ömmu Beggu sem var hinn styrki stofn sem markaði djúp stor í margar kynslóðir á sinni löngu ævi. Með sinni blíðu nærveru fyllti hún hjörtu okkar af kærleik og hlýju. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 318 orð

Bergljót Bjarnadóttir

Við andlátsfregn móðursystur minnar Bergljótar Bjarnadóttur, setti mig hljóða. Minningar liðinna áratuga liðu sem ljósbrot um hugann. Vinátta hennar hefur alltaf verið svo ljúf og trygg frá fyrstu tíð, í gegnum lífsins göngu. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 28 orð

BERGLJÓT BJARNADÓTTIR

BERGLJÓT BJARNADÓTTIR Bergljót Bjarnadóttir fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 8. júlí 1910. Hún lést á Landspítalanum 27. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 4. september. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 194 orð

Björn Bjarnason

Elsku afi. Með stáli plógsins reist þú þína rún. Þú ræktaðir þitt land, þín föðurtún. Til verka þinna viljans máttur knúði Þá vinarhönd, sem ungum gróðri hlúði. Frá ystu nöf að efstu hlíðarbrún bjóst óðal hjartans grænu sumarskrúði. Þú fannst, að það er gæfa lýðs og lands að leita guðs og rækta akra hans. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 817 orð

Björn Bjarnason

Dagurinn er að styttast, nóttin lengist og haustið er á næsta leiti. Heyskap er lokið og styttist í réttir. Á þessum árstíma gat bóndinn horft á ávöxt jarðargróðurs kominn í hlöðu og beðið eftir að afurðir sauðkindarinnar legðust í reikning. Þetta er sá tími sem bóndinn getur horft á vel unnið dagsverk og horft glaður fram á veginn. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 252 orð

Björn Bjarnason

Þau fjögur sumur sem ég í æsku dvaldi í Efra-Seli var ævinlega sól. Tíu ára gömul var ég send í sveit eins og mörg kaupstaðarbörn um miðbik aldarinnar. Þar bjuggu þá búi sínu Björn Bjarnason, sem hér er kvaddur, og kona hans, Guðrún Lilja, frænka mín, ásamt börnunum fimm, sem þá voru öll heima a.m.k. yfir sumarið. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 903 orð

Björn Bjarnason

Það er gamall siður í Kína að óska nýfæddum börnum þess að fá að lifa áhugaverða tíma. Öldin sem senn er á enda hefur verið tími umbrota og byltinga í margs konar skilningi. Það fólk sem vaxið hefur upp með henni hefur orðið vitni að meiri umskiptum í lífi fólks og þjóða en nokkur önnur kynslóð í mannkynssögunni. Á langri starfsævi hefur það fengið að reyna umbrot aldarinnar á sjálfu sér. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 500 orð

Björn Bjarnason

Mig langar í nokkrum orðum að minnast afa míns, Björns Bjarnasonar frá Efra-Seli í Landsveit. Við afi áttum heima í sama húsi þegar ég var lítill og mínar fyrstu minningar eru tengdar honum að mörgu leyti. Strax pínulítill var ég oft niðri hjá ömmu og afa en þau bjuggu á hæðinni fyrir neðan okkur. Ég var samt aðeins fimm ára þegar amma dó og man þess vegna lítið eftir henni. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 385 orð

BJÖRN BJARNASON

BJÖRN BJARNASON Björn Bjarnason fæddist á Efra- Seli í Landsveit 29. nóvember 1902. Hann andaðist á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Björnsson, bóndi í Efra-Seli, fæddur í Hjallanesi í sömu sveit 15.7. 1862, d. 8.1. 1943, og Margrét Einarsdóttir, fædd 12.4. 1861 á Skinnum í Þykkvabæ, d. 13.12. 1946. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 373 orð

Guðbjörg Sólveig Márusdóttir

Hver minning dýrmæt perla á liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi. Og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 548 orð

Gunnlaugur Carl Nielsen

Það getur oft verið erfitt og sárt að horfast í augu við staðreyndir. Skólabróðir okkar og félagi Gunnlaugur Carl Nielsen er látinn aðeins 38 ára að aldri. Kynni okkar af Gunnlaugi hófust þegar við vorum í námi í Vélskóla Íslands. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 102 orð

Gunnlaugur Carl Nielsen

Elsku Björk, Heimir, Linda Björk, Einar, Ingi Björn og aðrir ástvinir. Um leið og við vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þessari erfiðustu sorgarstund lífsins viljum við minnast elsku Gulla með þessum versum: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 166 orð

Gunnlaugur Carl Nielsen

Elsku Gulli, okkur er það óskiljanlegt að þú svo hraustur og fullur lífsgleði skyldir í blóma lífsins hrifinn svo snögglega burt frá okkur öllum. Síðan fregnir af slysinu bárust okkur hefur hugur okkar oft leitað til þín og þeirra góðu stunda sem við áttum með þér. Minnisstæðastur er okkur tíminn þegar við bjuggum í Bremen og þú sigldir reglulega til Bremerhaven. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 27 orð

GUNNLAUGUR CARL NIELSEN

GUNNLAUGUR CARL NIELSEN Gunnlaugur Carl Nielsen var fæddur í Reykjavík 21. ágúst 1960. Hann lést 22. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 4. september. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 363 orð

Ingibjörg Steinþórsdóttir

Í dag er til moldar borin elskuleg tengdamóðir mín, Inga, eins og hún var kölluð. Ég kynntist henni sumarið 1980 sem verðandi tengdasonur og upp frá því bar ekki skugga á í samskiptum okkar. Hún lagði okkur mikið lið þegar við vorum að feta okkar fyrstu skref í "búskapnum". Það er mér t.d. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 158 orð

Ingibjörg Steinþórsdóttir

Í dag kveðjum við ástkæra móður okkar, Ingibjörgu Steinþórsdóttur. Við fráfall hennar verður ekkert eins og áður og það er margs að minnast þegar litið er til baka yfir farinn veg. Eftir sitja góðar minningar og gott veganesti. Mamma var boðberi dugnaðar, elju og manngæsku og hún helgaði sig börnunum og heimilinu í einu og öllu fram á síðasta dag. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 89 orð

Ingibjörg Steinþórsdóttir

Elsku amma Inga. Nú er komið að kveðjustundinni. Við kveðjum þig með sorg og söknuði en munum ávallt minnast þín með gleði og hlýhug. Góðmennska þín og velvild í garð annarra var þitt aðalsmerki. Við viljum þakka þér hve góð amma og vinur þú varst okkur. Það var alltaf svo gott að koma í Mýrarholtið til þín því þú tókst svo vel á móti okkur og vinum okkar. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 521 orð

Ingibjörg Steinþórsdóttir

Mig langar að minnast góðrar vinkonu og nágranna, Ingibjargar Steinþórsdóttur eða Ingu eins og hún var jafnan kölluð. Við kynntumst fljótlega eftir að ég kom til Ólafsvíkur fyrir tæpum 40 árum. Mágkona mín Jóhanna Ögmundsdóttir, sem nú er látin, var æskuvinkona Ingu og eiginmenn þeirra, Runólfur og Guðlaugur, voru góðir vinir. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 270 orð

Ingibjörg Steinþórsdóttir

Eftir löng og erfið veikindi hefur hún amma Inga nú kvatt þennan heim. Síðustu árin hafa verið henni erfið í veikindum hennar, en hún tók þeim með æðruleysi og tókst þannig á við erfiðleika sína. Í sínum veikindum naut hún umhyggju barna sinna og fjölskyldu sem studdu hana og styrktu við þær aðstæður, fyrir það viljum við þakka. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 43 orð

Ingibjörg Steinþórsdóttir

Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Blessuð sé minning ömmu Ingu. Guðmundur, Lovísa og Kolbrún. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 266 orð

Ingibjörg Steinþórsdóttir

Elsku amma mín. Nú líður þér vel. Ég veit þú ert þar sem ekkert slæmt er til, engar þjáningar og ég veit þú svífur um, engillinn minn, falleg og tíguleg eins og þú varst alltaf. Þú varst búin að vera mikill sjúklingur svo lengi, en varst alltaf svo sterk. Allt tekur einhvern tíma enda. Þær eru óteljandi stundirnar sem við áttum saman í Mýrarholtinu. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 775 orð

Ingibjörg Steinþórsdóttir

Þrátt fyrir erfið veikindi auðnaðist Ingibjörgu Steinþórsdóttur, tengdamóður minni, að halda reisn sinni allt fram í andlátið. Hún var svo lánsöm að fá inni á Landakotsspítala síðustu vikurnar og naut þar frábærrar umönnunar starfsfólks sem lagði sig fram um að láta henni líða sem best bæði andlega og líkamlega. Nokkrum dögum áður en Inga lést kom ég til hennar. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 228 orð

Ingibjörg Steinþórsdóttir

Nú ert þú farin, amma, farin til Guðs og englanna og til hans afa sem ég veit að hefur beðið eftir þér. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, þakka fyrir öll sumrin sem við áttum saman, hlýjuna og umhyggjuna sem þú barst fyrir mér, allan góða matinn þinn og síðast en ekki síst allt það sem við tvær brölluðum saman og enginn annar veit. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 192 orð

INGIBJÖRG STEINÞÓRSDÓTTIR

INGIBJÖRG STEINÞÓRSDÓTTIR Ingibjörg Steinþórsdóttir fæddist í Ólafsvík 17. janúar 1919. Hún lést á Landakotsspítala hinn 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Guðmundsdóttir, ljósmóðir frá Straumfjarðartungu í Miklaholtshreppi, og Steinþór Bjarnason, sjómaður frá Kötluholti í Fróðárhreppi. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 717 orð

Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir

Elskuleg föðursystir mín er látin og ég þakka henni langa og góða samfylgd. Hún var alltaf kölluð Bagga og er hjá mér í minningunni allt aftur til frumbernsku. Eftir sviplegt fráfall eiginmanns síns Vigfúsar Guðmundssonar árið 1946 kom hún á heimili mitt ásamt ungum syni sínum sem er ári eldri en ég og þar eignaðist ég mjög hjartfólginn uppeldisbróður, bróður sem ég elska takmarkalaust. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 254 orð

Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir

Í dag verður amma okkar, Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir, borin til grafar í Vestmannaeyjum. Við vissum líklega öll að kveðjustundin væri á næsta leiti í byrjun sumars þegar hún var lögð inn á spítala en að kveðja ástvin í hinsta sinn er alltaf erfiðara en orð fá lýst. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 233 orð

Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir

Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir Svo mæt og góð, svo trygg og trú svo tállaus, falslaus reyndist þú. (Steinn Steinarr.) Þessar ljóðlínur koma upp í huga minn er ég minnist elskulegrar frænku minnar, Sigurbjargar Gunnlaugsdóttur, Böggu frá Gjábakka, sem látin er á áttugasta og fjórða aldursári. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 290 orð

SIGURBJÖRG GUNNLAUGSDÓTTIR

SIGURBJÖRG GUNNLAUGSDÓTTIR Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir fæddist á Gjábakka í Vestmannaeyjum 27. september 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elísabet Arnoddsdóttir húsmóðir, f. 26. ágúst 1890, d. 22. febr. 1951, og Gunnlaugur Sigurðsson skipstjóri, f. 28. sept. 1883, d. 20. apríl 1965. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 767 orð

Sólveig Guðbjörg Márusdóttir

Mig langar með nokkrum orðum að minnast konu sem átti engan sinn líka og var mikill áhrifavaldur í lífi mínu. Ég var í sveit á Minni- Reykjum öll sumur frá því ég var sex ára og þangað til ég varð unglingur. Um leið og tók að vora var ég farin að iða í skinninu að komast í sveitina og fór ekki aftur fyrr en skólinn var að byrja að hausti. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 865 orð

Sólveig Guðbjörg Márusdóttir

Um svipað leyti og fyrstu haustlitirnir sáust á íslenskum gróðri þetta árið kvaddi hún frænka mín þessa jarðvist. Kona sem hefur verið svo ríkur þáttur í lífi mínu alla tíð. Mínar fyrstu minningar henni tengdar eru þegar við krakkarnir sáum gráa Haganesjeppann keyra upp Barðsveginn og út stigu þær systur Solla og Lauga, löbbuðu yfir flóann og fyrr en varði voru þær komnar í hlað, Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 118 orð

Sólveig Guðbjörg Márusdóttir

Með þessum örfáu orðum viljum við minnast elskulegrar frænku okkar, hennar Sollu á Minni-Reykjum. Sveitin er ekki hin sama eftir andlát hennar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 288 orð

SÓLVEIG GUÐBJÖRG MÁRUSDÓTTIR

SÓLVEIG GUÐBJÖRG MÁRUSDÓTTIR Sólveig Guðbjörg Márusdóttir fæddist 1.12. 1923 í Fyrirbarði í Fljótum. Hún lést í Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurbjörg Jónasdóttir, f. 26.5. 1888, d. 6.9. 1958 og Márus Ari Símonarson, f. 3.8. 1879, d. 14.4. 1968. Systkini Sólveigar: Símon, f. 3.10. 1902, d. 22.10. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 302 orð

Sólveig Márusdóttir

Í dag kveðjum við okkar ástkæru frænku, Sollu. Það var ekki í hennar anda að láta skrifa lofræðu um sig, en við getum ekki annað. Solla, þú varst höfðingi heim að sækja. Ávallt tókstu á móti okkur opnum örmum og með bros á vör og borðin svignuðu undan kræsingum, en aldrei fannst þér það nóg. Þú vildir alltaf vera að gauka einhverju að okkur. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 266 orð

Sólveig Márusdóttir

Laugardaginn 27. ágúst kvaddi Sólveig Márusdóttir þennan heim og lagði upp í sína hinstu för til æðri heimkynna. Með fátæklegum orðum langar mig að kveðja þig, elsku frænka. Við systkinin litum á þig sem aðra móður, svo góð varstu við okkur öll. Solla frænka byrjaði búskap sinn í litlu húsi sem Grund heitir. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 127 orð

Steinar Benediktsson

Elsku pabbi minn, nú ert þú farinn frá okkur og nú er ekkert eftir nema minningarnar um þær góðu stundir sem við áttum saman. Eins og allar þær veiðiferðir sem við fórum saman og er ég rosalega þakklátur fyrir. Nú ert þú farinn á betri stað, en ég á eftir að sakna þín mikið, elsku pabbi minn. Friður sé með þér. Þinn sonur, Guðlaugur Ingi. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 132 orð

Steinar Benediktsson

Steinar Benediktsson Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 277 orð

Steinar Benediktsson Steinar Benjamínsson

Steinar Benjamínsson Hver fær að stíga upp á fjall drottins, hver fær að dveljast á hans helga stað? Sá er hefir óflekkaðar hendur og hreint hjarta, eigi sækist eftir hégóma og eigi vinnur rangan eið. Hann mun blessun hljóta frá Drottni og réttlætingu frá Guði hjálpræðis síns. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 846 orð

Steinar Benjamínsson

Á þeim árum þegar menn eru ungir og allt virðist mögulegt þá er stundum eins og þeir séu ekki fæddir í heiminn til annars en að þiggja allt það góða sem heimurinn hefur að gefa. Bak við næstu hæð er fjársjóður, enginn veit í raun og veru nákvæmlega hvers slags fjársjóður. Eitt er samt víst, hann er þarna, hann virðist innan seilingar og ferðalagið þangað verður skemmtilegt. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 217 orð

Steinar Benjamínsson

Elsku pabbi minn, mig langar bara að segja þér hversu mikið mér þykir vænt um þig og hve sárt ég sakna þín. Allt er svo óraunverulegt og mér finnst alltaf eins og ég sé að fara að hitta þig á morgun en svo átta ég mig á að svo er ekki og það er svo sárt. Þú hefur alltaf verið stoð mín og stytta og stutt mig í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 514 orð

Steinar Benjamínsson

Þegar farið er í sumarfrí, reiknum við alltaf með að allt sé óbreytt þegar við komum heim. En svo var ekki þetta árið, því tvisvar var hringt í okkur til Svíþjóðar til þess að tilkynna um dauðsfall í fjölskyldunni, og var í öðru tilvikinu Steinar, maðurinn hennar Lilju systur. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 212 orð

Steinar Benjamínsson

Látinn er æskuvinur minn Steinar Benjamínsson. Þegar við Steinar vorum 11 ára lágu leiðir okkar fyrst saman. Þá voru foreldrar okkar að byggja einbýlishús í Heiðargerði í smáíbúðahverfinu. Þegar við fluttum þangað þótti þetta langt út úr bænum. Það var enginn skóli kominn í hverfið. Við Steinar fórum saman í Laugarnesskóla og lentum saman í bekk. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 151 orð

Steinar Benjamínsson

Ástin mín. Nú er þjáningum þínum lokið og þú ert kominn heim til Jesú sem þú settir allt þitt traust á og sem hélt þér uppi í öllum þínum veikindum. Oft var þetta erfitt en eftir situr þakklæti mitt fyrir allt sem þú gafst mér. Þú gafst mér ást þína og traust og fimm yndisleg börn sem nú hjálpa mér að fylla tómarúmið sem myndast hefur við fráfall þitt. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 174 orð

STEINAR BENJAMÍNSSON

STEINAR BENJAMÍNSSON Steinar Benjamínsson var fæddur í Reykjavík 11. febrúar 1944. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðlaug B. Björnsdóttir, f. 25. júlí 1923, d. 12. febrúar 1976, og Benjamín H. Jónsson, f. 3. mars 1918, d. 29. ágúst 1983. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 331 orð

Vigdís Elísabet Einbjarnardóttir

Hún Dísa er dáin, og ég sem ætlaði alltaf að vera löngu búin að taka mig taki og fara oftar í heimsókn, en maður heldur alltaf að það sé nægur tími. Hún sagði eitt sinn, komdu í heimsókn til mín á meðan ég hef eitthvert vit og er sæmilega klár í kollinum, ég hef ekkert með það að gera þegar og ef ég er orðin elliær og komin út úr heiminum. Meira
5. september 1998 | Minningargreinar | 245 orð

VIGDÍS ELÍSABET EINBJARNARDÓTTIR

VIGDÍS ELÍSABET EINBJARNARDÓTTIR Vigdís Elísabet Einbjarnardóttir var fædd 7. ágúst 1917 á Elliða í Staðarsveit, Snæfellsnesi. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 31. ágúst síðastliðinn. Vigdís var húsfreyja á Ytri-Rauðamel, Eyjahreppi, Hnappadalssýslu frá 1940, síðar í Borgarnesi. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnheiður Guðrún Kristjánsdóttir, f. 30.8. Meira

Viðskipti

5. september 1998 | Viðskiptafréttir | 325 orð

Aukning á öllum sviðum verðbréfaviðskipta

UMSVIF Kaupþings Norðurlands hf. á Akureyri hafa aukist verulega á öllum sviðum verðbréfaviðskipta. Félagið skilaði 12,5 milljóna króna hagnaði á fyrri árshelmingi, sem er lítið eitt lakari afkoma en á síðasta ári, en afkoman samsvarar þó 21% ávöxtun eigin fjár. Heildartekjur Kaupþings Norðurlands hf. námu rúmum 68 milljónum kr. Meira
5. september 1998 | Viðskiptafréttir | 657 orð

Áhugi fjárfesta hefur aukist

ÁHUGI innlendra fjárfesta á íslenskum fyrirtækjum í upplýsingaiðnaði hefur aukist undanfarin ár samhliða almennum vexti í hugbúnaðargeiranum hér á landi. Engu að síður vantar enn talsvert upp á að hægt sé að segja að rekstrarumhverfið í greininni sé viðunandi hvað varðar fjármögnun. Meira
5. september 1998 | Viðskiptafréttir | 410 orð

Eignaraðild starfsmanna hefur jákvæð áhrif

VEGNA þeirrar umræðu um sölu hlutabréfa til starfsmanna í hlutafjárútboði Landsbanka Íslands hf. sem nú er að hefjast vill Landsbankinn taka fram eftirfarandi: 1. Starfsmönnum Landsbanka Íslands hf. og dótturfélaga Landsbankans er heimilt að kaupa hlutabréf í útboðinu fyrir allt að 325 milljónir kr. að nafnverði, á sölugenginu 1,285. Þetta gengi jafngildir innra virði Landsbankans 31. Meira
5. september 1998 | Viðskiptafréttir | 53 orð

Fjármunir víxluðust

Í SKÝRINGARTÖFLU með frétt um afkomu Taugagreiningar hf., sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni, lentu veltufjármunir í sæti fastafjármuna og öfugt. Hið rétta er að að fastafjármunir fyrirtækisins á fyrstu sex mánuðum ársins námu 119.998 mkr. en veltufjármunir voru 29.294 mkr. Beðist er velvirðingar á mistökunum sem urðu í vinnslu blaðsins. Meira
5. september 1998 | Viðskiptafréttir | 195 orð

Gjaldeyrisforði lækkaði um 1,2 milljarða

GJALDEYRISFORÐI Seðlabankans lækkaði um rúma 1,2 milljarða króna í ágúst og nam í lok mánaðarins 29,2 milljörðum króna (jafnvirði 408,4 milljóna bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Erlendar skammtímaskuldir bankans hækkuðu um 1 milljarð króna í mánuðinum og námu 1,2 milljörðum króna í lok hans. Í ágúst endurgreiddi ríkissjóður erlend lán að jafnvirði 1,7 milljarða króna. Meira
5. september 1998 | Viðskiptafréttir | 69 orð

Kornax fær hveitibíl

KRAFTUR ehf., sem er með umboð fyrir MAN-bifreiðar, afhenti nýlega Kornaxi ehf. nýja MAN 26.463 DFLC vörubifreið til hveitiflutninga. Bifreiðin er 26 tonna þung með 460 hestafla vél, loftfjöðrun, svefnhúsi og ýmsum öðrum búnaði. Á bifreiðinni eru fjórir tankar sem gera flutning á fjórum mismunandi hveititegundum mögulegan, samtals 13 tonnum. Meira
5. september 1998 | Viðskiptafréttir | 753 orð

Landsbankinn talinn vænlegur fjárfestingarkostur

EF markaðurinn myndi meta hlutabréf í Landsbanka Íslands á sama hátt og Íslandsbanka myndi markaðsvirði bankans hækka úr liðlega 12 milljörðum sem það er nú miðað við útboðsgengi til almennings og fara í 19­20 milljarða kr. Gengi hlutabréfanna myndi hækka við það úr 1,9 í 3. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar hf., telur kaup á hlutabréfum Landsbankans vænlega fjárfestingu. Meira
5. september 1998 | Viðskiptafréttir | 306 orð

Markaðsverð Íslandsbanka milljarði hærra en Landsbankans

MARKAÐSVERÐ Íslandsbanka er rúmum milljarði hærra en Landsbanka, miðað við útboðsgengi til almennings, þrátt fyrir að eigið fé og heildareignir Landsbankans séu mun meiri en Íslandsbanka. Viðskiptastofa Landsbankans hefur tekið saman upplýsingar í meðfylgjandi töflu um samanburð á verðmæti viðskiptabankanna þriggja. Meira
5. september 1998 | Viðskiptafréttir | 289 orð

Stefnt að aukningu hlutafjár

EIGNALEIGUFYRIRTÆKIÐ SP- Fjármögnun hf. skilaði 27,5 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins á móti 19,3 milljónum á sama tíma í fyrra. Útlán hafa aukist um 20% frá áramótum og er til umræðu að auka hlutafé félagsins til að fylgja eftir örri aukningu í starfsemi þess allt frá stofnun. Meira

Daglegt líf

5. september 1998 | Neytendur | 113 orð

Föndur- og gjafavöruverslun

Í DAG, laugardag, verður opnuð ný verslun við Langholtsveg 111 sem heitir Föndra. Þar verður hægt að kaupa ýmsar föndurvörur og lögð sérstök áhersla á akrýlliti, stensla og ýmsar trévörur. Nýjung hjá versluninni eru litirnir Perm enemel en þá er hægt að nota til að mála beint á ýmsar vörur eins og leirtau. Ekki þarf að brenna litina á og þeir þola uppþvottavél. Meira
5. september 1998 | Neytendur | 58 orð

Sykurlaus hálsbrjóstsykur

HEILDVERSLUNIN Norco sf. hefur sett á markað hálsbrjóstsykurinn Em-Eukal. Brjóstsykurinn á að mýkja og kæla hálsinn og fæst með mentolbragði og síðan með sérstaklega sterku mentolbragði. Báðar gerðir eru fáanlegar sykurlausar og er í staðinn notað sætuefnið Isomalt. Innihaldslýsingar eru á ensku og umbúðir eru merktar með "Best fyrir" dagsetningu. Em-Eukal fæst í apótekum og víðar. Meira
5. september 1998 | Neytendur | 1182 orð

Það er til leið úr greiðsluvanda

UM 1.400 fjölskyldur hafa leitað aðstoðar hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna frá því hún hóf störf fyrir um tveimur árum. Fjárhagsstaða þessara íslensku heimila hefur oft verið skelfileg, segir forstöðumaður stofnunarinnar. Meira
5. september 1998 | Neytendur | 238 orð

Öll efni í hárkreminu leyfileg

SÍÐASTLIÐNA verslunarmannahelgi varð ungur maður fyrir því óhappi að fá hárkrem af gerðinni Crew í augun. Eftir að maðurinn hafði borið kremið í hárið lenti hann í mikilli rigningu svo að kremið rann niður í augun. Samkvæmt upplýsingum frá lækni fann maðurinn strax fyrir sviða í augum. Þrátt fyrir það liðu u.þ.b. tólf tímar þar til hann leitaði til læknis. Meira

Fastir þættir

5. september 1998 | Í dag | 21 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 5. september, verður sextugur Leó Þórhallsson málarameistari, Klettahlíð 14, Hveragerði. Leó verður að heiman í dag. Meira
5. september 1998 | Í dag | 260 orð

Af kerfislegum ástæðum varð Hollendingurinn Maas sagnha

Spilið er frá Evrópumótinu í paratvímenningi á þessu ári og auðvitað voru fjórir spaðar spilaðir út um víðan völl, en iðulega í norður. Þá var útspilið almennt hjartagosi. Ítalinn Vitale dúkkaði hjartagosann, drap næst hjartadrottninguna með ás og notaði svo innkomurnar á tromp til að trompa út öll laufin. Þegar því var lokið, spilaði hann sér út á hjarta, sem vestur varð að taka með kóng. Meira
5. september 1998 | Fastir þættir | 648 orð

Bolognaise

ALLIR þeir sem einhvern tímann á ævinni hafa borðað spagettí hafa eflaust snætt eitthvert afbrigði af þekktustu pastasósu allra tíma, bolognaise-sósunni. Nafnið er dregið af borginni Bologna og merki í raun "að hætti" Bologna- búa. Eins og um marga aðra þekkta rétti er það hins vegar því miður svo að margt af því sem kallað er bolognaise á lítið sameiginlegt með hinni upprunalegu sósu. Meira
5. september 1998 | Fastir þættir | 808 orð

Bók vikunnar "Þar sem mikið er af fólki eiga nýjar bókmenntir í háum gæðaflokki að vera tiltækar, seljast ódýrt og í handhægu

Bók vikunnar, nýtt fyrirkomulag í bókaútgáfu, hóf göngu sína í Svíþjóð í mars. Tilgangurinn er að koma á framfæri vönduðum sænskum fagurbókmenntum, einkum skáldsögum, á vægu verði. Bækurnar eru 64 blaðsíður og kosta 40 sænskar krónur. Meira
5. september 1998 | Fastir þættir | 86 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hornafja

Áttunda Hornafjarðarmót Bridsfélags Hornafjarðar fer fram helgina 25.-27. september og er skráning þegar hafin. Mótið er með sama sniði og undanfarin ár, barómeter föstudag og laugardag, en sú nýbreytni er þetta árið að spiluð verður Monrad-sveitakeppni á sunnudag, 6-7 umferðir, og vonar mótsstjórnin að þetta mælist vel fyrir. Verðlaun verða vegleg að vanda, heildarupphæð um 500.000 kr. Meira
5. september 1998 | Fastir þættir | 63 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn

Síðastliðinn miðvikudag var spilaður fyrri hluti einmenningsmóts á Mánagrund, hjá bridsfélaginu Munin í Sandgerði. Alls tóku 20 manns þátt í mótinu og er staða efstu manna eins og hér segir: Óli Þór Kjartansson126 Ingimar Sumarliðason125 Garðar Garðarss. og Sigríður Eyjólfsd.123 Grethe Inversen121 Mótinu lýkur miðvikudaginn 9. september. Meira
5. september 1998 | Fastir þættir | 53 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reyðarfj

ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 1. september hófst vetrarstarfsemin hjá BRE. Spilaður var tvímenningur með þátttöku 10 para, þrjú spil á milli para og urðu úrslit á þessa leið. Haukur Björnsson ­ Magnús Bjarnason130 Ásgeir Metúsalemsson ­ Kristján Kristjánsson126 Arnfríður Þorsteinsd. ­ Hugrún Aðalsteinsd. Meira
5. september 1998 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst í Grensáskirkju af sr. Guðmundi Karli Brynjarssyni Helga Björk Jónsdóttir og Jón Örn Arnarson. Heimili þeirra er að Hrafnhólum 6, Reykjavík. Meira
5. september 1998 | Fastir þættir | 1105 orð

Draumar fölna og eyðast

ÞAÐ haustar í drauminn líkt og vökuna, draumar sem ekki ná að halda vitund dreymandans við drauminn og skila honum til vökunnar, molna og eyðast líkt og sumar að hausti. Eftir situr tóm, autt rúm hjá svefninum sem fyllist ekki aftur fyrr en að nýju vori draumsins, eins og tré sem blómgast að nýju eftir svefn vetrar. Meira
5. september 1998 | Fastir þættir | 817 orð

Er gagn að áfallahjálp?

Spurning: Nú tíðkast að veita áfallahjálp, ekki aðeins fólki sem lendir í fjöldaslysum og stóráföllum eins og snjóflóðum, heldur einnig þeim sem lenda t.d. í umferðarslysum, verða vitni að slysum eða koma á vettvang. Meira
5. september 1998 | Fastir þættir | 2082 orð

Frökkum er ekki vel við að þjást

Heimsmeistarar Frakka mæta Íslendingum á knattspyrnuvellinum í kvöld. Gérard Lemarquis, kennari, sem Skapti Hallgrímsson bauð í mat á Þrjá Frakka hjá Úlfari ­ nema hvað ­ segist raunar and-sportisti, en fannst engu að síður mikið til um sigur sinna manna á HM; af þjóðfélagslegum ástæðum. Meira
5. september 1998 | Fastir þættir | 775 orð

Guðspjall dagsins: Miskunnsami Samverjinn. (Lúk. 10.)

Guðspjall dagsins: Miskunnsami Samverjinn. (Lúk. 10.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN:Messa kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Organleikari Marteinn H. Meira
5. september 1998 | Fastir þættir | 350 orð

Hvenær var Jón Arason hálshöggvinn?

Menning - listir 1. Þjóðleikhúsið mun frumsýna þrjú íslensk verk á leikárinu 1998-99. Hvað heita þau og hverjir eru höfundarnir? 2. Finninn Mikko Franck verður meðal gestastjórnenda Sinfóníuhljómsveitar Íslands á komandi starfsári. Hefur hann nokkra sérstöðu meðal hljómsveitarstjóra. Hvers vegna? 3. Meira
5. september 1998 | Dagbók | 505 orð

Í dag er laugardagur 5. september 248. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er laugardagur 5. september 248. dagur ársins 1998. Orð dagsins: En hver verður var við yfirsjónirnar? Sýkna mig af leyndum brotum! (Sálmarnir 19, 13.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Stella Pollux kemur í dag. Maersk Baffin kom í gær og fer í dag. Meira
5. september 1998 | Fastir þættir | 661 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 969. þáttur

969. þáttur ÞEGAR fimmtíu ár voru liðin frá lýðveldisstofnuninni, var margt gert til eflingar íslensku máli og þjóðerni. Hér í blaðinu birtist viðtal við próf. Baldur Jónsson, þáverandi forstöðumann Íslenskrar málstöðvar, og segir hann þar meðal annars svo: "Allt veltur á því að við getum skilað arfinum ­ íslenskri tungu ­ til næstu kynslóða, Meira
5. september 1998 | Í dag | 103 orð

Laugardagur 5.9.1998: STÖÐUMYND D HVÍTUR leikur og vinnur

Laugardagur 5.9.1998: STÖÐUMYND D HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á opna bandaríska meistaramótinu sem fram fór í Waikiki á Hawai-eyjum í ágúst. Joel Benjamin (2.595) hafði hvítt og átti leik gegn Eduard Gufeld (2.465). 30. Hxe4! ­ fxe4 31. De6+ ­ Kh8 32. Meira
5. september 1998 | Í dag | 457 orð

Opið bréf til yfirstjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur

UNDIRRITAÐUR, Guðmundur Ingi Kristinsson, óskar eftir því að yfirstjórn SHR svari eftirfarandi spurningum: Hvaða starfandi læknar SHR hafa unnið fyrir tryggingafélög og hverjir eru trúnaðarlæknar tryggingafélaga og þá fyrir hvaða félög starfa þeir? Ef einhver starfar fyrir tryggingafélag þarf hann þá að gera grein fyrir því hvort hann er að fara inn í sjúkraskrár sjúklinga fyrir tryggingafélag eða Meira
5. september 1998 | Í dag | 390 orð

ORÐATILTÆKI og orðaforði hvers tungumáls mótast gjarnan

ORÐATILTÆKI og orðaforði hvers tungumáls mótast gjarnan af þeim veruleika, sem það fólk býr við, sem talar málið. Þannig segja menn að inúítar eigi fleiri orð yfir snjó en aðrir jarðarbúar. Víkverji áttaði sig á því þegar hann var á ferð í Afríku fyrir stuttu að íslenzk tunga dugar illa til að lýsa veruleika þeirra, sem búa við vötnin miklu í Afríku. Meira
5. september 1998 | Fastir þættir | 492 orð

Pólverjar urðu heimsmeistarar í tvímenningi Boris Schapiro vann heimsmeistaratitil 89 ára

Heimsmeistaramótið í brids fór fram í Frakklandi dagana 21. ágúst til 4. september. Það voru lítt þekktir Pólverjar, Mikal Kwiecien og Jacek Pszczola, sem skörtuðu heimsmeistaratign í tvímenningi í gær. Í öðru sæti voru Bandaríkjamennirnir Larry Cohen og Dave Bercowitz, sem leiddu mótið fram í lokaumferðirnar, en eins og oft áður hrösuðu þeir á endasprettinum. Í 3. Meira
5. september 1998 | Fastir þættir | 134 orð

Pönnusteiktur saltfiskur

ÞESSI réttur er á matseðlinum á Þremur Frökkum hjá Úlfari. Uppskrift fyrir fjóra. 800 gr. útvatnaður saltfiskur 4 sveppir 1 rauðlaukur 3 matskeiðar niðurskornar ólífur 1 hvítlauksrif, niðursaxað 1 dós niðursoðnir tómatar, maukaðir. Saltfiskurinn er skorinn í fjóra hluta (einn á mann). Þerra þarf fiskinn og honum er velt upp úr hveiti. Meira
5. september 1998 | Fastir þættir | 239 orð

Safnaðarstarf Vetrarstarf barna- og unglingakórs Fella- o

BARNA- og unglingakór Fella- og Hólakirkju mun hefja fimmta starfsár sitt miðvikudaginn 9. september. Kórstjórar eru Lenka Mátéová organisti og Þórdís Þórhallsdóttir tónmenntakennari. Kórinn starfar í tveimur deildum og hefur þátttaka verið mjög góð. Kórinn tekur reglulega þátt í messuhaldi kirkjunnar og kemur einnig fram við önnur tækifæri. Meira
5. september 1998 | Fastir þættir | 718 orð

"Það mátti ekki koma við glerið"Ljósmyndasýning barna af tveimur leikskólum borgarinnar stendur yfir í Ráðhúsinu. Skapti

Ljósmyndasýning barna af tveimur leikskólum borgarinnar stendur yfir í Ráðhúsinu. Skapti Hallgrímsson átti orðastað við einn Ljósálfanna, sem standa fyrir verkefninu, og hitti líka tvö barnanna að máli. "ÉG kann að reikna hvað fimm plús fimm eru. Það eru tíu. Líka hvað fimmtíu plús fimmtíu eru. Hundrað. Meira
5. september 1998 | Í dag | 26 orð

ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu með tombólu kr. 2.992 til styrktar Rauða

ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu með tombólu kr. 2.992 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita María Björk Birkisdóttir, Eva María Guðmundsdóttir, Elvar Jón Guðmundsson og Ragnheiður Bárðardóttir. Meira
5. september 1998 | Dagbók | 3430 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

5. september 1998 | Íþróttir | 29 orð

1. deild karla

Stjarnan - Þór2:0Rúnar Sigmundsson 45., Sasa Togi 46. KVA - Fylkir2:3 Róbert Haraldsson (35.), Dragan Stojanovic (80.) ­ Arnaldur Schram (4.), Ómar Valdimarsson (77.), Ómar Bentsen (88.). Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 65 orð

1. deild kvenna Úrslit leikja í úrslitakeppni um efstu deild.

1. deild kvenna Úrslit leikja í úrslitakeppni um efstu deild. Grindavík - ÍBA3:1 FH - KVA3:1 Grindavíkurstúlkur eru efstar í úrslitakeppninni með 6 stig, FH og ÍBA hafa þrjú stig, en KVA rekur lestina og er án stiga. Síðasta umferð úrslitakeppninnar fer fram á morgun. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 426 orð

Á ekki von á skothríð

BIRKIR Kristinsson verður í markinu og fær væntanlega nóg að gera. "Ég er tilbúinn í slaginn. Ég hef ekki trú á því að ég fái á mig einhverja skothríð. Við komum til með að verjast það vel að við leyfum þeim ekkert að skjóta svo mikið. Við erum alls óhræddir að mæta Frökkunum, þeir eru mennskir eins og við. Ég tel gott að mæta þeim núna. Þeir eru enn í sigurvímu og með nýjan þjálfara. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 148 orð

Birkir á förum frá Norrköping

BIRKIR Kristinsson, landsliðsmarkvörður, hefur neitað forráðamönnum sænska liðsins Norrköping að endurnýja samninginn við félagið. Hann gerði eins árs samning við félagið fyrir þetta tímabil og rennur hann út í nóvember. "Þar sem ég hef ekki fengið tækifæri með aðalliðinu, sé ég ekki ástæðu til að vera lengur hjá félaginu. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 86 orð

Bræður saman í fjórum leikjum gegn Frökkum

BRÆÐURNIR Jóhannes og Þorbergur Atlason, bakvörður og markvörður úr Fram, hafa fjórum sinnum leikið saman gegn áhugamannaliði Frakklands. Fyrst í París 1969, þá á Laugardalsvellinum 1970 og 1971, þar sem Jóhannes var fyrirliði. Það var hann einnig 1971 á Jean Bouin-leikvellinum í París 1971. Frakkar unnu þá 1:0 fyrir framan 1.151 áhorfanda. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 969 orð

Frakkar töldu að Íslendingar væru sterkir

ÞEGAR Íslendingar léku sinn fyrsta landsleik gegn Frökkum vakti geysilega athygli í Frakklandi að Albert Guðmundsson, sem var dýrlingur þar sem leikmaður með Nancy, Racing Club de París og Nice, var ekki í íslenska landsliðinu. Töldu Frakkar að íslenska liðið væri geysilega sterkt, þar sem ekki væru not fyrir krafta Albert. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 274 orð

Fylkismenn tefldu á tæpasta vað

FYLKISMENN eru komnir aftur í annað sæti 1. deildar eftir nauman sigur á KVA á heimavelli síðarnefnda liðsins í gærkvöldi, 3:2. Liðin voru mjög jöfn og sigurinn hefði getað endað hvorum megin sem var. Ómar Bentsen gerði sigurmark Fylkis á 88. mínútu. Heimamenn voru afar ósáttir við dómara leiksins, Pjetur Sigurðsson, og þótti þeim dómar hans Fylkismönnum í hag. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 305 orð

Getum komið á óvart

ARNAR Gunnlaugsson er eini leikmaðurinn í íslenska hópnum sem hefur leikið í Frakklandi og ætti því að þekkja nokkuð vel til þar. "Frakkar eru með mikið úrval af mjög góðum leikmönnum. Valinn maður í hverju rúmi. Þetta er draumaleikur fyrir okkur alla og einstætt tækifæri til að ná hagstæðum úrslitum gegn heimsmeisturunum og við megum ekki sleppa því. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 829 orð

HM-titillinn breytti mér sem manneskju

Það eru náttúrulega gerðar til okkar mjög miklar kröfur eftir að við unnum HM í sumar, og hér í Frakklandi er einfaldlega ætlast til þess að við vinnum alla okkar leiki, málið er ekki flóknara en það. En við gerum okkur vel grein fyrir því að hlutirnir eru ekki alltaf svona einfaldir og það er okkar að nýta þessa reynslu og öryggi sem titillinn í sumar hefur veitt okkur. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 207 orð

ÍSLAND FRAKKLAND

STÓRA stundin er að renna upp. Íslendingar etja kappi við heimsmeistara Frakka á Laugardalsvellinum kl. 18.45. "Þrátt fyrir að Ísland sé lítið land og hafi ekki náð miklum árangri á alþjóðavettvangi getum við ekki leyft okkur að líta niður á landslið þjóðarinnar," sagði sagði Didier Deschamps, fyrirliði franska landsliðsins, í samtali við Morgunblaðið. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 75 orð

Líklegt byrjunarlið Frakka

ROGER Lemerre, landsliðsþjálfari Frakka, ætlar ekki að tilkynna byrjunarlið sitt fyrr en rétt fyrir leik. En samkvæmt því sem næst verður komist má búast við að liðið verði þannig skipað: Fabien Barthez í markinu. Varnarmenn Christian Karembeu, Lilian Thuram, Frank Leboeuf og Bixente Lizarazu. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 102 orð

Líklegt byrjunarlið Íslands

GUÐJÓN Þórðarson, landsliðsþjálfari, mun tilkynna byrjunarliðið gegn Frökkum í hádeginu í dag. Samkvæmt uppstillingu á æfingu í gær má reikna með að hann geri eina breytingu frá byrjunarliðinu gegn Lettum í síðasta mánuði. Arnar Gunnlaugsson kemur væntanlega inn fyrir Tryggva Guðmundsson á miðjuna vinstra megin. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 627 orð

Lítum ekki niður á landslið Íslands

Þrátt fyrir að Ísland sé lítið land og hafi ekki náð miklum árangri á alþjóðavettvangi getum við ekki leyft okkur að líta niður á landslið þjóðarinnar. Við vitum að allir leikmenn í hópnum nema tveir spila erlendis þannig að þeir æfa og leika meira og minna við sömu aðstæður og við. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 244 orð

Markasúpa í Eyjum!

ÍBV fékk Íslandsmeistara KR í heimsókn í meistarakeppni kvenna í gær og fékk sýnishorn af því hvernig á að spila sóknarleik. KR gerði 9 mörk hjá ÍBV en Eyjastúlkum tókst að svara þrisvar sinnum. Valsstúlkur sigruðu ÍA 2:1 að Hlíðarenda og því eru KR og Valur enn efst og jöfn í deildinni. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 467 orð

Meiriháttar upplifun

"ÞETTA er meirháttar upplifun fyrir okkur alla að fá tækifæri til að spila á móti heimsmeisturunum á heimavelli. Frakkar eru með besta landslið sem til er í heiminum í dag og það er því ekki hægt að spila á móti stærra liði. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 49 orð

Meistaradeild kvenna

Valur - ÍA2:1 Ásgerður Ingibergsdóttir 2 - Elín Anna Steinarsdóttir Staðan í leikhléi var 1:0 fyrir Val. ÍBV - KR3:9 Hrefna Jóhannesdóttir 20., 45., Íris Sæmundsdóttir 31. - Olga Færseth 8., 49., 88., Edda Garðarsdóttir 1., Helena Ólafsdóttir 17., 39., 67., Elín Jóna Þorsteinsdóttir 86., Guðlaug Jónsdóttir 29. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 202 orð

Ólafur Páll til Man. United og Bolton

ÓLAFI Páli Snorrasyni, leikmanni Vals, hefur verið boðið að æfa með Manchester United og Bolton á næstu vikum. Hann er aðeins 16 ára og þykir mjög efnilegur knattspyrnumaður. Hann er uppalinn hjá Fjölni en gekk í raðir Valsmanna í sl. vor. Hann hefur leikið með 16 ára landsliðinu í þrjú ár og er leikjahæstur með 22 leiki. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 148 orð

Pétur í viðræður við AC Roma

PÉTUR Marteinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem leikur með sænska liðinu Hammerby, fer á sunnudaginn, strax eftir landsleikinn við Frakka, til Ítalíu til viðræðna við forráðamenn AC Roma. Ítalska liðið hefur sýnt mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir og hefur þrisvar sent "njósnara" til að fylgjast með Pétri í leik með Hammerby í Svíþjóð. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 43 orð

STAÐAN

Staða efstu menna er þessi: 1. Sigurður/Rögnvaldur, Rover 2. Páll/Jóhannes, Mitsubishi 3. Steingrímur/Karl, Honda 4. Hjörtur/Ísak, Toyota 5. Coupe/Whittaker, Mitsubishi 6. Garðar/Guðmundur, Nissan 7. Jón B./Hlöðver, Toyota 8. Hjörleifur/Ágúst, Toyota 9. Sighvatur/Úlfar, Jeep 10. Þórður/Jóhann, Suzuki 11. Jóhannes V./Gunnar, Toyota 12. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 316 orð

Stjörnur Frakka

Litríkur persónuleiki með krúnurakað höfuð. Hefur leikið með Mónakó í frönsku deildinni frá 1995. Hefur verið aðalmarkvörður franska liðsins síðan Evrópukeppninni í Englandi 1996 lauk, en þá stóð Bernhard Lama á milli stanganna. 20 landsleikir, ekkert mark. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 129 orð

Stjörnusigur Tveggja mínútna leikkafli fæ

Tveggja mínútna leikkafli færði Stjörnunni öll þrjú stigin gegn Þór í Garðabænum. Veigar Gunnarsson lagði upp mark fyrir félaga sinn Rúnar Sigmundsson, sem skallaði knöttinn í netið af stuttu færi á lokasekúndum fyrri hálfleiksins. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 732 orð

Tveir úr leik

Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmason á Rover Metro náðu forystu í Alþjóðarallinu í gær. Hafa rúmlega mínútu forskot fyrir lokaslaginn í dag á Pál Halldór Halldórsson og Jóhannes Jóhannesson á Mitsubishi Lancer, en Steingrímur Ingason og Karl Ásgeirsson á Honda Civic voru þriðju, eftir framúrskarandi akstur. Tvær áhafnir í slagnum um meistaratitilinn féllu úr leik í gær, Þorsteinn P. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 266 orð

Verðum að gleyma HM-titlinum

Þegar maður spilar í landsliðstreyjunni þá eru allir leikir mikilvægir og við förum til Reykjavíkur til þess að vinna," sagði varnarmaðurinn Franck Leboeuf við Morgunblaðið í æfingabúðum franska liðsins í Clairefontaine fyrir utan París á miðvikudaginn. "HM var í sumar og nú eru það leikirnir framundan sem skipta öllu máli. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 902 orð

Verðum að opna vörn Íslands með hröð um leik

Roger Lemerre tók við þjálfun frönsku heimsmeistaranna af Aime Jacquet eftir HM í sumar. Bernharð Valsson ræddi við þjálfarann í París áður en þeir lögðu af stað til Íslands. Leikmenn mínir eru allir komnir í góða keppnisæfingu. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 151 orð

Þannig hefur farið

Hér eru úrslit leikja Íslands og Frakklands, leikir sem hafa verið leiknir eftir þjóðsöng þjóðanna (áh. er áhugamannalið Frakka): 1957 Undankeppni HM í Svíþjóð Nantes: Frakkland - Ísland8:0 Reykjavík: Ísland - Frakkland1:5 Þórður Jónsson. 1966 Reykjavík: Ísland - Frakkland (áh.) 0:2 París: Frakkland (áh. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 168 orð

ÞEGAR Ísland lék sinn fyrsta landsleik gegn

ÞEGAR Ísland lék sinn fyrsta landsleik gegn Frökkum í Nantes 1957, léku bræður með íslenska liðinu. Ríkharður og Þórður Jónssynir. Nú leika einnig bræður ­ Eyjólfur og Sverrir Sverrissynir. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 723 orð

Ætlaði að verða prestur

MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 9. júlí í sumar kollsteyptist líf franska varnarmannsins Lilian Thuram. Mörkin hans tvö í undanúrslitaleiknum gegn Króatíu gerðu hann að einni skærustu stjörnu heimsknattspyrnunnar, nokkuð sem þessi hægláti leikmaður er enn að venjast og sætta sig við. Meira
5. september 1998 | Íþróttir | 137 orð

(fyrirsögn vantar)

STUART Coupe og Alan Whittaker á Mitsubishi Lancervoru fimmtu í gær og fyrstir erlendra ökumanna. Næstir erlendra ökumanna voru Alan Parramoreog Tim Line á Land Rover í 17 sæti, sem leiddu flota breskra hermanna á samskonar díseljeppum. Meira

Úr verinu

5. september 1998 | Úr verinu | 112 orð

Ólögleg fisksala í Rússlandi

SVO RAMMT kveður að veiðiþjófnaði og sölu ólöglegra sjávarafurða í Rússlandi að hægt er að segja að ólögleg fisksala sé jafnmikil og lögleg í landinu samkvæmt fréttastofunni Interfax. Á fyrstu sex mánuðum ársins voru skráð 2.500 tilfelli veiðiþjófnaða sem leiddi til kæru yfir tvö þúsund manna. Upptæk voru gerð 16 tonn af kavíar, nærri 1. Meira
5. september 1998 | Úr verinu | 740 orð

Ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins hunzuð

GRÆNLENDINGAR hafa fyrir nokkru hafið veiðar á laxi í sjó, þrátt fyrir eindregin tilmæli Alþjóða hafrannsóknaráðsins um að þær veiðar verði algjörlega stöðvaðar. Þeir hafa ennfremur hunzað óskir íslenzkra ráðamanna um stöðvun þessara veiða og hafnað boði laxaverndarsamtaka, sem vildu kaupa upp veiðiheimildir þeirra gegn því að þær yrðu ekki nýttar. Meira

Lesbók

5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 172 orð

ÁFANGI

Njóttu lífsins, leiktu þér þá litlu stund er dvelur hér. Eilíft sofa sæll þú mátt er svífur burtu héðan. Njót þess besta er Guð þér gaf. Glaður syntu um lífsins haf. Njóttu lífsins, leiktu þér. Þér leiðist ei á meðan. Oft þó séum á það minnt, að önum lífs um götu blint, í fánýtt hjóm er orku eytt, sem ormar tímans naga. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1436 orð

Ástin bræðir íshjartað Ópera Puccinis, Turandot, verður frumsýnd í For boðnu borginni í Peking í dag og fer Kristján Jóhannsson

ÉG fæ enn gæsahúð bara við það að heyra nafnið Turandot, svo stórkostleg var æfingin sem ég fékk að sjá í Peking á þessari óperu eftir Giacomo Puccini. Þessi uppfærsla á óperunni hefur bæði verið nefnd mesti listaviðburður í Kína á þessari öld og óperuuppfærsla aldarinnar á heimsvísu. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 796 orð

BANKASTJÓRI Á LAXVEIÐUM EFTIR RAGNAR ÓLAFSSON

ÞAÐ var greinilegt að einhver kom ríðandi fram ásinn. Alltaf var tilbreyting að gestakomu. Hver skyldi þetta vera? Við bræðurnir vorum að leika okkur niðri við ána. Nú litum við upp og tókum að giska á hver væri þar á ferð. Við horfðum niður eftir ásnum. Maður og hestur bærðust smám saman fram eftir ásnum. Þegar þeir voru komnir fram í Tíðaskarð þekktum við hestinn. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1068 orð

BER VIRÐINGU FYRIR LAGLÍNUNNI

Brown er fæddur í Pittsburgh árið 1926 og er því 72 ára gamall. Tvítugur fluttist hann til New York til að reyna fyrir sér í heimsborg djassins. Dizzy Gillespie réði hann á stundinni í sína hljómsveit þar sem fyrir voru m.a. Charlie Parker og Bud Powell. 1948 stofnaði Brown eigið tríó með Hank Jones og Charlie Smith. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 377 orð

BLÓTA OG RAGNA EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON

Það er gömul saga að með nýjum herrum koma nýir siðir. Þetta á einnig við um merkingu og notkun orða. Heiðnir menn blótuðu goð "dýrkuðu goð og færðu þeim fórnir" og í þeirri merkingu stýrir sögnin blóta oftast þolfalli í fornu máli auk þess sem beyging hennar var jafnan sterk [blóta-blét-blétum-blótinn]. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 377 orð

efni 5. sept

BÍL 70 ára Þess er minnst að 70 ár eru liðin frá stofnfundi Bandalags íslenskra listamanna, sem fram fór á Hótel Heklu 6. september 1928. Hávar Sigurjónsson ræðir við Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld um hlutverk BÍL í nútíð og framtíð, en Hjálmar hefur verið forseti bandalagsins undanfarin sjö ár. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 169 orð

ELDUR SEM EKKI SLOKKNAR

CHRISTIAN McBride er án efa einn fremsti kontrabassaleikari yngri kynslóðarinnar. Í svokölluðum blindingsleik, (Blindfold), í djasstímaritinu bandaríska, Down Beat, í maí sl. hlýddi McBride m.a. á Gumbo Hump af 3 Dimensional, geisladiski Ray Brown með Gene Harris, píanó, og Jeff Hamilton, trommur. McBride þurfti engar upplýsingar um flytjendur: "Pabbi! Ray Brown. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 4159 orð

FRÁ SAMTÍÐ TIL FRAMTÍÐAR EFTIR BJARNA REYNARSSON Landsvæðið umhverfis Reykjanesbraut ­ Sundabraut er nýr vaxtarás

Eftir seinni heimsstyjöldina hófst mikið velmegunarskeið um öll Vesturlönd með fjöldaframleiðsla á neysluvörum. Ameríski draumurinn um hús og bíl í úthverfum varð ríkjandi og stór flæmi einbýlishúsa þöktu fljótlega stór landflæmi umhverfis bandarískar borgir. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 433 orð

HLJÓÐSKREYTT HLJÓÐBÓK

HLJÓÐSKREYTT hljóðbók, skáldsagan Draumur þinn rætist tvisvar eftir Kjartan Árnason verður gefin út í tilefni 10 ára starfsafmælis Bókagerðar Blindrafélagsins . Þetta er í fyrsta sinn sem hljóðskreytt hljóðbók er gefin út fyrir almennan markað. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 4301 orð

ÍSLENSKIR LISTAMENN Á VÆNGJUÐUM SKÓM EFTIR INGUNNI ÞÓRU MAGNÚSDÓTTUR

EINS og Hermes, sendiboði guðanna, greip flugið ef mikið lá við, þá voru þeir vel nestaðir vængjuðum hugsjónum, listamennirnir sem haustið 1928 boðuðu fagnaðarerindið: Íslenskir listamenn sameinist! ­ Þeir voru í raun boðberar nýrra tíma og nýrra viðhorfa til lista, menningar og þjóðfélags. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 323 orð

KÆRLEIKSSTJARNAN ÖRSAGA EFTIR ÁSDÍSI J. ÁSTRÁÐSDÓTTUR OG HEIMI H. KARLSSON

Í haust þegar fór að dimma á kvöldin, tók ég eftir skærri stjörnu sem ljómaði á himninum þegar heiðríkt var úti. Þegar ég lá á bakinu í rúminu mínu var hún eins og falleg perla, sem lýsti inn um gluggann minn. Mér var farið að þykja svo vænt um stjörnuna, að ég saknaði hennar þegar himinninn var skýjaður. Og ég varð hrædd um að hún kæmi ekki aftur þótt birti til. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 49 orð

LAUGARNAR

Forðum tíð mæddi þær langur Laugavegurinn Kominn þvottadagur Gangandi með óhreinindin á bakinu skal í bakaleið hreint vera eftir erfiðið við Laugarnar og labbitúrinn Verslunargluggar töfðu ekki för þeirra Nú glampar þar á þvottavélar Grænsápa sést ekki Höfundurinn er skáld í Reykjavík og Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2797 orð

LISTIRNAR EIGA ERINDI VIð ALLA

ÞRÁTT fyrir aukna viðurkenningu á hugmyndafræðilegu mikilvægi Bandalagsins hefur það lítt vaxið að veraldlegum auði og hefur stór hluti starfseminnar verið unnin í sjálfboðavinnu samtakanna og annarra stjórnarmanna og segist Hjálmar Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3692 orð

NÓBELSVERÐLAUNAHAFINN SORGMÆDDI EFTIR GERÐI STEINÞÓRSDÓTTUR Um ævi og feril Sigrid Undset sem telst vera eitt af stórskáldum

Árið 1993 kom út í Noregi bókin Hjörtu mannanna. Sigrid Undset ­ ævisaga (Menneskenes hjerter. Sigrid Undset ­ en livshistorie. Aschehoug 1993, 426 bls.) eftir Tordis Ørjesæter. Þetta er sérstætt verk sem fjallar um ævi eins mesta rithöfundar á Norðurlöndum. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 451 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 183 orð

Ný dómnefnd Norðurlandaráðs

NÝ DÓMNEFND Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hefur verið skipuð samkvæmt tilnefningum menntamálaráðherra landanna. Nefndin er skipuð til fjögurra ára. Í nefndinni eiga nú sæti: Henrik Wivel menningarritstjóri og May Schack bókmenntagagnrýnandi frá Danmörku, varamaður Peter Laugesen skáld; frá Finnlandi Marja-Liisa Nevala forstjóri og Mary-Ann B¨acksbacka rithöfundur, Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 131 orð

Ósögð orð í Normandí

NORÐURLJÓSIN, lista og bókmenntahátíðin í Normandí í Frakklandi, verður að þessu sinni haldin 16.­30. nóvember í Caen og tuttugu öðrum frönskum borgum. Yfirskrift hátíðarinnar er Konan, undirskrift kvenrithöfundar og kvensöguhetjur. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 741 orð

RAUNAKVÆÐI EFTIR FIÐLU-BJÖRN

Mér verður fuglsins dæmi er fjaðralaus kúrir, skríður skjótt að skjóli, skundar veðrum undan, týnir söng og sundi, sína gleðina fellir. Svo kveður mann hver er mornar mæddur í raunum sínum. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 113 orð

SANNUR ÍSLENDINGUR ÞORLÁKUR Ó. JOHNSON 31.8. 1938- 31.8. 1998

Hann vökumaður var sem viðreisn Íslands bar í orði og verkum fram sem málið mesta. Þar vel hann vörðinn stóð og vildi landi og þjóð af öllu hjarta alla tíð það besta. Hans sál var frelsisfull, þar fundu allir gull sem íslenskt var og ekki í neinu svikið. Því lifir hugsjón hans í hjarta sérhvers manns sem ættjörð sína elskar heitt og mikið. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 247 orð

SKÁLD Í BUXUM DALLA JÓHANNSDÓTTIR ÞÝDDI

Skáldið á götunni lætur eins og fífl.Nunnurnar benda á hann og skellihlæja.Embættismennirnir ræna hann fötunum,skilja hann eftir allsberan, á mesta annatímaá miðri breiðgötu. Hundarnir stökkva á hann og bíta hanní hálsinn. Allir vita hvernig komið er fyrir honum.Þess vegna er hann hvattur til að fara út. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 332 orð

TÍU TÓNLEIKAR TIL JÓLA

TÓNLEIKAR í Kópavogi eru hafnir enn eitt haustið og eru tvennir að baki, en 10 framundan til jóla. Þeir verða í Listasafni Kópavogs og Digraneskirkju, en 2. janúar 1999 verður nýtt tónlistarhús vígt í Kópavogi og flytjast tónleikarnir þangað. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 398 orð

Turandot

Turandot er ein af bestu óperum Puccinis. Hún var jafnframt hans síðasta og náði hann ekki að ljúka henni. Það gerði lærisveinn hans, Franco Alfano. Verkið er samið við ævintýri Carlo Gozzi og liberetto eftir Guiseppe Adami og Renato Simoni. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 99 orð

Turandot, Forboðnu borginni, Peking. Sýningartími: 5.­13. september 1998. Stjórnandi:

Turandot, Forboðnu borginni, Peking. Sýningartími: 5.­13. september 1998. Stjórnandi: Zubin Mehta. Leikstjóri Zhang Yimou. Turandot: Sharon Sweet, Gio vanna Casolla og Audrey Stottler. Liú: Angela Maria Blasi, Barbara Frittoli og Barbara Hendricks. Calaf: Kristján Jóhannsson, Lando Bartolini og Sergej Larin. Timur: Carlo Colambara og Andrea Silvestrelli. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1506 orð

UNGIR OG ALDNIR HAFA ORÐIÐ

KYNSLÓÐABILIÐ í sýningunni á Kjarvalsstöðum er áberandi. Að minnsta kosti í yfirskrift sýningarinnar. ­ 30/60 + aldurstakmörkin miðast nefnilega við það að hafa ekki dag um þrítugt eða að öðrum kosti að vera kominn yfir sextugt. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 91 orð

ÚR FJARSKA

Í eftirvænting beið ég þá dúnlétt dalalæðan dali græna fyllti og kyssti unga grein. Þá hljóp ég léttum sporum til fundar við þig vina ­ við vorum saman ein. Nóttin leið í sælu við hjartslátt heitra kossa húmdökk augu brostu sem stjörnublik um nátt. Er sólin reis úr ægi mig brenndu brjóstin ungu og blóð mitt dundi hátt. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 954 orð

VOPNIÐ SEM SNERIST Í HÖNDUM BISKUPS

VIÐ SEM lifum á öld fjarskipta og fjölmiðlunar upplifum heiminn sem stöðugt ferli áróðurs og innrætingar. Fyrir þá sem þurfa að koma málstað sínum á framfæri er grundvallaratriði að hafa aðgang að fjölmiðlum. Þar er sannleikurinn mótaður líkt og myndverk þar sem hver og einn getur valið sér það sjónarhorn sem hann vill. Prentverkið breytti heiminum. Meira
5. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1648 orð

ÞEIR KOMU MEÐ ELDI OG SVERÐI

MENNIRNIR (brot) Lengst í nafnlausum útjaðri Ameríku leynist Arákinn meðal streymandi vatna umlukinn kulda allrar jarðar. Sjáið suðrið stóra og einmanalega. Enginn reykur finnst í hæðum fjallanna aðeins bjartar snjóbreiðurnar og napur vindurinn sem auðnin hefur afneitað. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.