Greinar föstudaginn 9. október 1998

Forsíða

9. október 1998 | Forsíða | 388 orð

31 þingmaður demókrata fylgjandi tillögunni

FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í gær tillögu dómsmálanefndar um að hafin verði formleg rannsókn á því hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun til embættismissis á hendur Bill Clinton forseta. Tillagan var samþykkt með 258 atkvæðum gegn 176, og var 31 þingmaður Demókrataflokksins henni fylgjandi. Meira
9. október 1998 | Forsíða | 327 orð

Herjum NATO senn skipað í viðbragðsstöðu

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær reikna með að Atlantshafsbandalagið (NATO) myndi "á allra næstu dögum" samþykkja að setja herlið sitt í viðbragðsstöðu vegna deilunnar í Kosovo. Sakaði hún Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, um fyrirslátt og sagði að sá tími sem hann hefði til að koma í veg fyrir loftárásir NATO væri óðum að renna út. Meira
9. október 1998 | Forsíða | 89 orð

Jeltsín segist ekki láta af embætti

BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, aftók í gær að hann myndi láta af embætti í kjölfar fjölmennra mótmæla um allt land á miðvikudag, þar sem yfir ein milljón Rússa krafðist afsagnar hans. Jeltsín sagði í ávarpi við skipun nýrra yfirmanna hersins að hann myndi sitja út kjörtímabilið, sem lýkur árið 2000. Meira
9. október 1998 | Forsíða | 215 orð

Ótti og óvissa ráða ferðinni

VERULEGT gengisfall var á verðbréfamörkuðum víða um heim í gær. Í Wall Street lækkaði verðbréfavísitalan um 238 stig eða 3,09% og var það rakið að nokkru til gengisfalls dollarans, sem hefur ekki verið lægri gagnvart japönsku jeni í 15 ár. Englandsbanki lækkaði í gær vexti um fjórðung úr prósentustigi. Meira
9. október 1998 | Forsíða | 180 orð

Talebanar sagðir hafa átt upptökin

ÍRANIR sögðu í gær, að talebanar í Afganistan hefðu farið miklar hrakfarir í fyrstu átökunum á milli ríkjanna, en mikil spenna hefur verið með þeim að undanförnu. Mohammad Ali Jafari, yfirmaður íranska byltingarvarðarins, sagði, að hermenn talebana hefðu hafið skothríð á íranska landamæraverði í gærmorgun og beitt sprengjuvörpum og öflugum vélbyssum. Meira

Fréttir

9. október 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

13.000 sjúkraflutningar

REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross Íslands fór um 13.000 sinnum í sjúkraflutninga á síðasta ári, að því er fram kemur í ársskýrslu samtakanna. Sjö sjúkrabílar eru í daglegum rekstri hjá deildinni. Í ársskýrslu Rauða krossins kemur einnig fram að gestakomur í Rauðakrosshúsið, neyðarathvarf fyrir börn og unglinga, hafi verið 138 talsins í fyrra og aðeins einu sinni áður verið fleiri á einu ári. Meira
9. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 149 orð

15 listakonur í Galleríi Svartfugli

15 LISTAKONUR frá Reykjavík opna sýningu í Galleríi Svartfugli laugardaginn 10. október. Verkin sem á sýningunni eru verða öll hangandi úr loftinu, t.d. glerverk, grafík, leir, textíll, málverk og fl. Sýningarhópurinn samanstendur af listakonum sem reka Gallerí Listakot, Laugavegi 70 í Reykjavík. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 232 orð

Aðgangur í gegnum ráðgjafarþjónustu

FÁI Íslensk erfðagreining einkaleyfi til að reka miðlægan gagnagrunn gæti aðgangur að grunninum fyrir aðra en fyrirtækið sjálft orðið í gegnum ráðgjafarþjónustu ÍE. "Í gagnagrunninum verða ýmis frumgögn, það þarf ákveðinn hugbúnað til að lesa úr þeim og einnig þekkingu, sem Íslensk erfðagreining býr yfir," segir Kári Stefánsson. Meira
9. október 1998 | Erlendar fréttir | 78 orð

Aldnir heimar

Reuters Aldnir heimar MEÐ Hubble-sjónaukanum hefur tekist að skyggnast lengra aftur í tíma og rúmi en nokkru sinni fyrr og nú hefur hann komið auga á stjörnuþokur eða vetrarbrautir, sem eru jafnvel allt að 12 milljarða ára gamlar. Þær hafa því myndast í árdaga er alheimurinn var að stíga sín fyrstu skref. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 214 orð

Athugasemd vegna Viagra-fréttar í DV

HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðuneytið hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi athugasemd: "Í fréttum DV miðvikudaginn 7. október er fjallað um innflutning stinningarlyfsins Viagra. Fullyrt er að Lyfjanefnd hafi veitt "læknum undaþágu til að ávísa stinningarlyfi". Þetta er rétt. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Athvarf fyrir geðfatlaða opnað í Kópavogi

DVÖL, athvarf fyrir geðfatlaða í Kópavogi, verður opnað formlega í dag, á alþjóðageðheilbrigðisdaginn, 10. október. Opið verður fyrir almenning frá kl. 10­15 en regluleg starfsemi hefst mánudaginn 12. október. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 321 orð

Álftir á matseðlum?

Í KJÖLFAR drápa á álftum í tugatali í Þykkvabæ um síðastliðna helgi hyggst Náttúrufræðistofnun leggja fyrir lögreglu upplýsingar sem hún telur sýna að ákveðin veitingahús hafi boðið upp á álftir á sælkera- og villibráðarkvöldum. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 329 orð

Álver á Íslandi liður í aukningunni

NORSKA stóriðju- og orkufyrirtækið Norsk Hydro hefur sett sér það markmið að auka framleiðslugetu sína á áli úr 750.000 tonnum í 1,3 milljónir tonna á ári, árið 2005. Liður í þessum áformum er bygging álvers á Íslandi. Þetta segir Jostein Flo, aðstoðarforstjóri ál- og boxítdeildar Norsk Hydro, í samtali við Morgunblaðið. Meira
9. október 1998 | Landsbyggðin | 136 orð

Ánægð í ágúst

Egilsstöðum-Heilsuefling á Héraði og Umhverfisverkefnið á Egilsstöðum verðlaunuðu starfsfólk vinnustaða fyrir að velja heilsubætandi og umhverfisvæna aðferð til þess að fara í og úr vinnu í ágústmánuði. Átak þetta var kallað "ánægð í ágúst." Var fólk sérstaklega hvatt til þess að draga úr akstri og auka líkamshreyfingu. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Ársþing Samtaka fámennra skóla

9. ÁRSÞING Samtaka fámennra skóla verður haldið í Laugaskóla í Dalasýslu dagana 9. og 10. október nk. Þingið er opið öllu áhugafólki um skólamál í dreifbýli. Undanfarin ár hafa ársþing samtakanna verið vel sótt og þótt einhver virkasti vettvangur faglegrar umræðu um málefni fámennra skóla. Meira
9. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

Barnastarf

MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Sunnudagaskóli vetrarins hefst í Möðruvallakirkju næstkomandi sunnudag, 11. október kl. 11 og verður framvegis á hálfsmánaðarfresti. Barnaefnið er glænýtt, nú fá börnin afhent til eignar Kirkjubókina mína og mætingarlímmiða í hvert skipti. Sr. Meira
9. október 1998 | Erlendar fréttir | 301 orð

Deilan um EMU varpar skugga á ræðu Hagues

UPPNÁM varð á flokksþingi breskra íhaldsmanna í Bournemouth í gær þegar skýrt var frá því að James Moorhouse, einn fulltrúa þeirra á Evrópuþinginu, hefði sagt sig úr flokknum og gengið til liðs við Frjálslynda demókrata. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Doktorspróf í klassískum fræðum

SVAVAR Hrafn Svavarsson brautskráðist síðastliðið vor með doktorspróf í klassískum fræðum frá Harvard- háskóla í Bandaríkjunum. Doktorsritgerðin nefnist Tranquillity of Sceptics: Sextus Empiricus on Ethics. Leiðbeinandi verksins var Gisela Striker og gagnrýnandi Christopher Jones. Grikkinn Sextos Empeirikos (kr. 200 e.Kr. Meira
9. október 1998 | Miðopna | 1215 orð

Dæmi um að óbirtar tilskipanir væru lögfestar

NEFND sú, sem forsætisráðherra skipaði til að fjalla um lögfestingu EES-reglna, nefnir í skýrslu sinni nokkur dæmi um málsmeðferð, þar sem lögleiðing reglnanna hefur ekki verið í samræmi við íslenzkar réttarreglur. Hér eru nefnd fjögur dæmi af sex, sem nefndin rekur, en í þeim kemur m.a. fram að tilskipanir, sem enn höfðu ekki birzt á íslenzku, voru lögleiddar hér á landi árið 1994. Meira
9. október 1998 | Landsbyggðin | 167 orð

Eldur slökktur með snarræði í hlöðu

Gaulverjabæ-Eldur kviknaði í dráttarvél á bænum Efri-Gegnishólum í Gaulverjabæjarhreppi um áttaleytið á miðvikudagsmorgun. Óskar Þorgrímsson bóndi var að færa til rúllur inni í hlöðu þegar eldurinn blossaði upp í vélinni. Að sögn Óskars var traktorinn einmitt staðsettur næst þurrustu rúllunum er hann tók að loga. Meira
9. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 320 orð

Ferðaþjónustan stendur á tímamótum

MAGNÚS Oddsson ferðamálastjóri telur að ferðaþjónusta á Íslandi standi á tímamótum. Atvinnugreinin hafi byggst upp á grunni sem fáir frumherjar lögðu, en hann hafi skilað henni þeirri stöðu að nú er ferðaþjónusta ein af þeim greinum sem litið er til sem undirstöðuatvinnugreina næstu aldar. Að baki liggur áræði, kjarkur og gífurleg vinna frumherjanna og þeirra sem í kjölfarið fylgdu. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 252 orð

Fimmtán milljarðar á fimm árum

FIMM ára samstarfssamningur Íslenskrar erfðagreiningar og svissneska lyfjafyrirtækisins Hoffmann- La Roche, sem undirritaður var í byrjun febrúar, hljóðar upp á rúmar 200 milljónir dollara eða hátt í 15 milljarða íslenskra króna. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Fjölskylduhátíð í Gullsmára

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ verður haldin í félagsheimilinu Gullsmára laugardaginn 10. október og hefst hún með dagskrá kl. 14. Dagskráin er fjölbreytt og eitthvað verður þar að finna fyrir fólk á öllum aldri. Meðal efnis má nefna að Yngri kór Hjallaskóla syngur nokkur lög, Magnús Scheving verður á staðnum og KKK og Sigurbjörg koma í heimsókn og skemmta gestum Gullsmára. Meira
9. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 266 orð

Framkvæmdir hafnar

FRAMKVÆMDIR hófust við gerð útilífsmiðstöðvar skáta og nýs tjaldstæðis á Hömrum með því að Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, brá sér í hlutverk ýtustjóra og hóf þannig framkvæmdir formlega. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Fyrirlestur um lífrænan landbúnað

GUÐFINNUR Jakobsson heldur fyrirlestur um lífrænan landbúnað í húsnæði Mannspekifélagsins, Klapparstíg 26, 3. hæð, föstudaginn 9. október. Fyrirlesturinn nefnir hann: "Hvernig geta andleg vísindi leiðbeint okkur við ræktun jarðarinnar?" Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 205 orð

Gjald fyrir aðgang að orðabanka Íslenskrar málstöðvar

FYRIRHUGAÐ er að hefja gjaldtöku fyrir aðgang að orðabanka Íslenskrar málstöðvar á Netinu 15. október nk. Áskriftagjald fyrir hvert netfang verður 50 kr. (m.vsk.) á mánuði en auk þess fá fyrirtæki 20% afslátt ef þau skrá 5 eða fleiri netföng. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

Greip til gaffals við handtöku

KÚBVERSKUR íþróttamaður, sem leikið hefur með íslensku félagsliði, var handtekinn við komu til landsins á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með útrunnið dvalarleyfi. Útlendingaeftirlitið á Keflavíkurflugvelli ætlaði að vísa honum úr landi en veitti maðurinn þá mótspyrnu og einnig lögreglu sem kvödd var á staðinn. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 208 orð

Grunur um 6 milljóna króna skattsvik

AÐALMEÐFERÐ í máli ríkislögreglustjóra gegn tveimur mönnum, sem grunaðir eru um að hafa stundað svarta atvinnustarfsemi í Reykjavík, hófst fyrir Héraðsdómi í fyrradag. Hinir ákærðu ráku skemmtistaðinn Berlín í Reykjavík frá nóvember 1993 til ársbyrjunar 1995 án þess að hafa virðisaukaskattsnúmer og utan skráningar skattayfirvalda. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

GUNNAR FINNBOGASON

GUNNAR Finnbogason, fyrrverandi skólastjóri, er látinn, 76 ára að aldri. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 7. október. Gunnar fæddist í Hítardal í Mýrasýslu 9. febrúar 1922, sonur hjónanna Sigríðar Teitsdóttur og Finnboga Helgasonar. Gunnar varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og magister í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1949. Meira
9. október 1998 | Erlendar fréttir | 769 orð

Háðskur prakkari gefinn fyrir orðskrúð Rithöfundurinn José Saramago hefur lengi verið talinn væntanlegur Nóbelsverðlaunahafi,

"ÉG er þakklátur fyrir heiðurinn og ekki síst fyrir hönd þjóðar minnar. Þetta mun hafa gildi fyrir bókmenntir portúgölskumælandi þjóða," sagði José Saramago umkringdur aðdáendum. Ég var staddur á umræðufundi með spennusagnahöfundum, m.a. Ken Follett og sænska höfundinum Reverte, hafði farið til að hlusta á pólska skáldið Adam Zagajewski en sat svo áfram þegar metsöluhöfundarnir birtust. Meira
9. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Hollenskt hálendi

"HOLLENSKT hálendi" er heiti á sýningu hollenska fjöllistamannsins Roels Knappstein sem nú dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins en hún verður opnuð í Deiglunni á morgun, laugardaginn 10. október kl. 15. Verk sín vinnur Roel með blandaðri tækni, í ólík efni eftir viðfangsefnum sínum í hvert sinn. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

Húsnæðisfélag eldra fólks stofnað

STOFNFUNDUR húsnæðisfélagsins Búmenn verður haldinn að Grand hótel við Sigtún í Reykjavík sunnudaginn 11. október kl. 15. Markmið félagsins verður að byggja íbúðir fyrir eldra fólk, 55 ára og eldra, þar sem áhersla verður á lága byggð s.s. raðhús, aðgengilegt umhverfi og aðgengi fyrir alla. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 297 orð

Hæstiréttur mildar smygldóm

HÆSTIRÉTTUR mildaði í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fjögurra skipverja á Skógafossi sem áttu mikið magn áfengis og tóbaks er kom fram við tollafgreiðslu vorið 1997. Ekki var fallist á þá mótbáru þeirra að þeir hefðu verið hættir við smygl þegar skipið lagði úr höfn í Rotterdam. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Íslendingar fari ekki til Júgóslavíu

VEGNA aukins hættuástands í Sambandslýðveldinu Júgóslavíu, þ.e. Serbíu og Svartfjallalandi, vill utanríkisráðuneytið ráða fólki frá því að ferðast til landsins. Þá verður reynt að koma boðum til íslenskra ríkisborgara í landinu um að þeir hugi að brottför. Meira
9. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

Íslensk blóm

SÝNING á íslenskum afskornum blómum verður haldin í Blómavali um helgina, eða dagana 9. til 11. október, í samvinnu við Íslenska garðyrkju og Hummer-umboðið á Íslandi, sem sýnir slíkan bíl baðaðan íslenskum blómum. Blómaskreytingameistarar Blómavals sýna allt það nýjasta í blómaskreytingum og þá verða ýmis tilboð m.a. á íslenskum pottablómum og blómvöndum alla sýningardagana. Meira
9. október 1998 | Erlendar fréttir | 474 orð

Ítalir segja árásir enn ekki tímabærar

FULLTRÚI Atlantshafsbandalagsins (NATO) sagðist í gær þess fullviss að öll sextán aðildarríki NATO myndu ná samstöðu um aðgerðir í Kosovo. Komu ummæli hans í kjölfar þess að Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, hvatti til þess að enn yrði leitað friðsamlegrar lausnar á deilunni áður en ákveðið væri að grípa til hernaðaríhlutunar. Meira
9. október 1998 | Erlendar fréttir | 316 orð

Japanir biðjast afsökunar

KEIZO Obuchi, forsætisráðherra Japans, bað S-Kóreubúa afsökunar í gær á þrjátíu og fimm ára grimmúðlegri nýlendustjórn Japana. Sagði í yfirlýsingu hans og Kim Dae- Jungs, S-Kóreuforseta sem var í heimsókn í Tókýó, að Japanir "viðurkenndu auðmjúklegast þá sögulegu staðreynd að þeir hefðu valdið íbúum S-Kóreu skaða og sársauka á meðan á nýlendustjórn þeirra stóð. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

Kanínka fær sérhannað húsaskjól í Grafarvogi

Kanínka fær sérhannað húsaskjól í Grafarvogi SYSTKININ Arnar Freyr og Ragna Sif í Grafarvoginum í Reykjavík stóðu í stórræðum fyrir skömmu. Þau stóðu fyrir byggingu kanínukofa fyrir vinkonu þeirra, hana Kanínku. Hún er því heppin að fá eigið sérhannað húsaskjól en því láni eiga ekki allar kanínur í Reykjavík að fagna. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð

Kristján í Tannh¨auser í Madrid

KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari vinnur um þessar mundir að gerð geislaplötu með óperuaríum undir stjórn Ítalans Giovannis Andreolis við undirleik tveggja þýskra hljómsveita. Verkið er langt komið og upptökum lýkur í nóvember. Japis gefur diskinn út á Íslandi en Philips á alþjóðamarkaði, að sögn Kristjáns. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 253 orð

Kvikmyndin Valið sýnd í bíósal MÍR

VALIÐ eða "Vybor" nefnist kvikmynd sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 11. október kl. 15. Mynd þessi var gerð í samvinnu Mosfilm og bandarísks kvikmyndafélags á árinu 1989 og er nú í fyrsta sinn sýnd hér á landi. Leikstjóri er Vladimir Naumov en meðal leikara eru Mikhaíl Úljanov, Natalja Belokhvostikovas og Algis Matulenis. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 32 orð

LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn Í FRÉTT

Í FRÉTT um mótmæli Kvenfélagasambands Íslands gegn afnámi orlofs húsmæðra í blaðinu í gær var Drífa Hjartardóttir, formaður Kvenfélagasambands Íslands, sögð vera Sigfúsdóttir í myndartexta. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 443 orð

Leyfi til að stytta bekkina í Dómkirkjunni

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur úrskurðað í máli sóknarnefndar Dómkirkjunnar og húsafriðunarnefndar um breytingar á bekkjum kirkjunnar. Ráðherra felldi úr gildi ákvörðun húsafriðunarnefndar frá 17. febrúar 1998 og veitti sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík jafnframt heimild til að stytta bekki kirkjunnar. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 75 orð

Listakvöld í MH

LISTAFÉLAG MH stendur fyrir fjöllistakvöldi í Norðurkjallara skólans í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Beatljóðskáldin Ron Whitehead og Frank Messina flytja verk sín ásamt Michael Pollock, Birgittu Jónsdóttur, Auði Jónsdóttur, Guðrúnu Evu Mínervudóttur, August GAK og Tanya. Einnig koma fram tónlistarmennirnir DJ-Steindór og Sneak Attack. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Líðan mannsins eftir atvikum góð

LÍÐAN mannsins sem lenti í vinnuslysi í loðnuverksmiðjunni Lóni á Vopnafirði í fyrradag er eftir atvikum góð. Samkvæmt upplýsingum frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, þar sem maðurinn er til meðferðar, er ljóst að hann missir hluta fótar. Maðurinn, sem er rúmlega fertugur, var að þrífa snigil í loðnuverksmiðjunni þegar slysið varð. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 28 orð

Lokapredikanir í guðfræðideild HÍ

Lokapredikanir í guðfræðideild HÍ GUÐFRÆÐINEMARNIR Guðrún Áslaug Einarsdóttir og Hildur Margrét Einarsdóttir flytja lokapredikanir í kapellu Háskóla Íslands laugardaginn 10. október. Athöfnin hefst kl. 13.30 og eru allir velkomnir. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Margrét Eir og Hunang á Kaffi Reykjavík

HLJÓMSVEITIN Hunang leikur föstudags- og laugardagskvöld á Kaffi Reykjavík. Hljómsveitinni hefur bæst liðstyrkur sem er Margrét Eir, söngkona. Margrét Eir er stödd á landinu í þrjá daga, en hún hefur dvalist við nám í Bandaríkjunum sl. þrjú og hálft ár þar sem hún útskrifaðist með BFA-gráðu í leikhúsmúsík og leiklist frá Emerson College í Boston í vor. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Málfundur alþjóðasinna

MÁLFUNDAFÉLAG alþjóðasinna heldur málfund laugardaginn 10. október kl. 16 að Klapparstíg 26, 2. hæð t.v. Efni fundarins: Er góðærið varanlegt? Hvað er framundan á Íslandi? Sósíaldemókratar á valdastól í Evrópu. Eins verður fjallað um stöðu Íslands í hinum alþjóðlega efnhagssamdrætti og óstöðugleika er nú ríkir í heiminum og hlutverk verkalýðshreyfingarinnar. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Málþing um mannréttindi og geðheilbrigði

Í TILEFNI af alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum 10. október verður á morgun haldið málþing um mannréttindi og geðheilbrigði í Odda í Háskóla Íslands. Þar mun Tómas Zoëga, yfirlæknir á geðdeild Landspítala, afhenda Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra skýrslu um stefnumótun í málum geðsjúkra. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 272 orð

Meirihluti bæjarstjórnar klofnaði í afstöðu sinni

MEIRIHLUTI bæjarstjórnar í Austur-Héraði klofnaði á fundi fyrr í vikunni þegar atkvæði voru greidd um tillögu þar sem hvatt var til að fram færi lögformlegt umhverfismat vegna Fljótsdalsvirkjunar. Broddi Bjarnason, forseti bæjarstjórnar og oddviti framsóknarmanna, útilokar ekki að þessi niðurstaða komi til með að hafa áhrif á meirihlutasamstarf B- og F-lista. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Metviðskipti á Kvótaþingi

SAMTALS voru seld 262,5 tonn af þorski á Kvótaþingi Íslands í gær, en það eru mestu viðskipti með þorsk á einum degi frá því þingið tók til starfa 1. september sl. Viðskiptaverð dagsins var 88 krónur fyrir kílóið. Þá voru einnig metviðskipti með ufsa á Kvótaþingi í gær þegar seld voru samtals 124.863 tonn. Fyrir daginn í gær höfðu aðeins verið seld 7 tonn af ufsa á Kvótaþingi. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 398 orð

Miðbæjarskólinn 100 ára

LAUGARDAGINN 10. október nk. eru liðin 100 ár frá því að skóli var settur í fyrsta sinn í Miðbæjarskólanum. Þessara tímamóta verður minnst með opnu húsi kl. 10­17 og hátíðardagskrá sem ber heitið Svipmyndir úr 100 ára skólasögu frá 14 til 16. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 59 orð

Miðlægur gagnagrunnur

Á morgun verður fjallað um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Lýst verður hugmyndum Íslenskrar erfðagreiningar um nafnleyndarkerfi gagnagrunnsins og nýjum kröfum heilbrigðisráðuneytis um hvernig tryggja beri lágmarksöryggi og persónuvernd. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 669 orð

Ný flugsveit hjá varnarliðinu

VARNARLIÐIÐ skipti um mánaðamótin um flugsveit F-15 véla eins og verið hefur frá 1995. Að þessu sinni komu hingað fimm F-15C Eagle vélar frá flugsveit sem aldrei hefur komið hingað áður eða 390. flugsveit 366. flugdeildar sem staðsett er á Mountain Home flugstöðinni í Idaho- fylki. Þetta er í fjórða skipti á þessu ári sem ný flugsveit kemur hingað. Meira
9. október 1998 | Smáfréttir | 55 orð

NÝR HÁRSNYRTISTOFA, Hár-Ellý, hefur verið opnuð að Brö

NÝR HÁRSNYRTISTOFA, Hár-Ellý, hefur verið opnuð að Bröttukinn 1 í Hafnarfirði. Eigandi stofunnar er Elínborg Birna Benediktsdóttir hársnyrtimeistari. Hársnyrtistofan verður opin alla virka daga frá kl. 13­18 og frá kl. 10­14 á laugardögum. Veitt er öll almenn hársnyrtiþjónusta. Meira
9. október 1998 | Erlendar fréttir | 275 orð

Ný stofnun berjist gegn fjársvikum og spillingu

EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti á miðvikudag að fara fram á það við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), að hún legði fyrir 1. desember næstkomandi fram áætlun um stofnun sjálfstæðrar stofnunar, sem hefði það hlutverk að fylgjast með og vinna gegn spillingu í stofnunum ESB og aðildarríkjum þess. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 382 orð

Nýtt glerlistaverk helgað

LOKIÐ er gagngerum breytingum í Árbæjarkirkju, sem staðið hafa frá því í vor og verður sérstök hátíðarmessa nk. sunnudag af því tilefni. Við athöfnina verður nýtt glerlistaverk, Ljósstafir eftir Rúrí, helgað. Meira
9. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Oddur í hópinn

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur tilnefnt Odd H. Halldórsson bæjarfulltrúa í samráðshóp um endurbyggingu vegar um Lágheiði. Erindi þessa efnis var sent bæjarráði fyrir skömmu, en þá hafnaði ráðið því að tilnefna í samráðshópinn á þeim forsendum að eðlilegast væri að skoða frekar kosti jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Nú hefur verið upplýst að hópurinn á m.a. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Opinber fyrirlestur við Háskóla Íslands

HAUKUR Einarsson, jarðeðlisfræðingur, flytur fyrirlestur fyrir meistarapróf í umhverfis- og byggingaverkfræði, sem ber heitið: Olíuslys á hafi, í dag, föstudaginn 9. október, kl. 15.30 í stofu 158 í VR-II, Hjarðarhaga 2-6. Meira
9. október 1998 | Erlendar fréttir | 383 orð

Portúgalir eignast sitt fyrsta Nóbelsskáld

PORTÚGALSKI rithöfundurinn Jose Saramago hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Nóbels 1998 samkvæmt tilkynningu í gær frá Sænsku akademíunni í Stokkhólmi. Saramago er jafnframt fyrsti portúgalski rithöfundurinn sem hlýtur Nóbelsverðlaunin en hann hefur verið orðaður við þau nokkur undanfarin ár. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 4213 orð

Ráðgjafarþjónusta veiti svör úr grunni

Ráðgjafarþjónusta veiti svör úr grunni Íslensk erfðagreining hefur í hyggju að setja upp ráðgjafarþjónustu, sem hafi það hlutverk að leita svara við spurningum vísindamanna, sem vilja nýta sér miðlægan gagnagrunn. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 275 orð

Reka á eftir breytingu sem ekki hefur verið birt

RAGNHILDUR Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, segir að ráðuneytið geti ekki leitt í lög nema aðra breytinguna af tveimur á tilskipun Evrópusambandsins um skip með hættulegan farm, sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) rak á eftir í síðasta mánuði með útgáfu rökstudds álits til íslenzkra stjórnvalda. Meira
9. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 121 orð

Rugluðust jólasveinarnir í ríminu?

BRÆÐURNIR Bjúgnakrækir og Giljagaur virðast hafa litið vitlaust á dagatalið, en þeir voru hoppandi og skoppandi á Akureyri í gær. Tilefni komu þeirra bræðra á sér raunar þá skýringu að fulltrúum á Ferðamálaráðstefnu var boðið í óvissuferð síðdegis og var tækifærið notað til að kynna Norðurpólinn og dagskrá sem tengist jólahaldi og efnt verður til á Akureyri í næsta mánuði. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 843 orð

Sá við Georgíumönnum

ÍSLENSKA sveitin á ólympíuskákmótinu í Elista í Kalmykíu tapaði með minnsta mun fyrir Georgíumönnum í 9. umferð í gær. Georgíumenn eru með níundu sterkustu sveit mótsins, miðað við skákstig, hafa mjög sterka stórmeistara á öllum borðum. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Sigmundur Ó. Steinarsson fréttastjóri íþrótta

SIGMUNDUR Ólafur Steinarsson hefur verið ráðinn fréttastjóri íþrótta við Morgunblaðið. Skapti Hallgrímsson, sem var umsjónarmaður íþróttafrétta blaðsins frá vorinu 1987 og fréttastjóri íþrótta frá 1. febrúar 1995, hverfur nú til annarra starfa á ritstjórn Morgunblaðsins. Sigmundur er fimmtugur að aldri. Meira
9. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 130 orð

Silkimyndir í Vín

UPPRISA er heiti á silkimyndasýningu Guðrúnar Elínar Sigurðardóttur sem nú stendur yfir í Blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit. Sýninguna tileinkar hún 100 ára minningur ömmu sinnar, Elínóru Guðbjartsdóttur frá Aðalvík. Viðtökur hafa verið afar góðar að sögn Guðrúnar og er hún þakklát áhugasömum gestum sýningarinnar. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Símtöl lækka til útlanda

LANDSSÍMINN hefur tilkynnt um lækkun á símtölum frá og með 2. október sl. í sjötta, sjöunda og áttunda gjaldflokki. Dæmi um lönd í sjötta flokki eru Brasilía, Suður-Afríka og Tæland, í sjöunda flokki eru t.d. Argentína, Filippseyjar og Tansanía og í áttunda flokki eru Gana, Indland og Víetnam. Meira
9. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 31 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
9. október 1998 | Miðopna | 1766 orð

Skiptar skoðanir meðal sveitarstjórnarmanna Sumir sveitarstjórnarmenn hafa margt að athuga við megintillögu nefndar

SKIPTAR skoðanir eru meðal sveitarstjórnarmanna varðandi hugmyndir um breytingar á kjördæmaskipaninni og þeir eru margir hverjir gagnrýnir á það að skipta upp núverandi kjördæmum. Samkvæmt megintillögu nefndarinnar á að skipta upp Norðurlandskjördæmi vestra, Austurlandskjördæmi, Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 673 orð

Skipuð verði sex manna miðborgarstjórn í Reykjavík

MEIRIHLUTI borgarráðs hefur samþykkt tillögu undirbúningshóps miðborgarstjórnar um að skipuð verði sem fyrst sérstök sex manna miðborgarstjórn í Reykjavík. Tillagan gerir ráð fyrir að borgarstjóri verði formaður stjórnarinnar, en að auki eigi þar sæti tveir fulltrúar borgarinnar og þrír fulltrúar utan borgarkerfisins. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 467 orð

Sköpunarverkið einn dýrmætasti auður Íslendinga

ÖLL helstu náttúruverndarsamtök landsins, listafólk og útivistarfélög afhentu forseta Alþingis áskorun til varnar miðhálendi Íslands í gær. Meðal annars var skorað á alþingismenn að afturkalla leyfi Landsvirkjunar fyrir Fljótsdalsvirkjun og fyrirskipa lögformlegt mat á umhverfisáhrifum, Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 874 orð

"Sleppti ekki af mér hendinni"

SOFFÍA Ásgeirs Óskarsdóttir kom nýlega frá Englandi þar sem hún hafði verið í óvenjulegum erindagjörðum. Í smábænum Totnes í Devon-héraði á suðvesturkjálka Bretlands fann hún föður sinn, ömmu sína og fjölskyldu þeirra. Soffía er 28 ára og á fjórar dætur með eiginmanni sínum. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 737 orð

Stefnt að því að geyma útsendingar frá þingfundum á Netinu

"SKRIFSTOFA Alþingis hefur tekið þá stefnu að þingið starfi eins mikið fyrir opnum tjöldum á Netinu og hægt er hverju sinni," segir Haukur Arnþórsson, forstöðumaður upplýsinga- og tæknisviðs skrifstofu Alþingis. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 199 orð

"Stóð ekki til að gera lítið úr tilmælum ráðsins"

ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra segir að ekki hafi staðið til að gera lítið úr tilmælum ráðherraráðs Evrópuráðsins er íslensk stjórnvöld tilnefndu þrjá karla í embætti dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Áður hafði aðalritari Evrópuráðsins vakið athygli á tilmælum ráðherraráðsins um jafnara hlutfall kynja meðal dómara. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 927 orð

Stuðli að sáttum með þekkingu og skilningi

PÁLL Skúlason, rektor Háskóla Íslands, boðar til opins tveggja daga málþings um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði nú um helgina. "Það er von mín að málþing af þeim toga, sem hér er efnt til, megi stuðla að sáttum í þjóðfélaginu ­ sáttum sem spretta af þekkingu á staðreyndum og skilningi á þeim hagsmunum sem í húfi eru," segir háskólarektor í ávarpi til kynningar málþinginu. Meira
9. október 1998 | Erlendar fréttir | 182 orð

Sökk nærri bryggju

TUTTUGU franskir lífeyrisþegar drukknuðu í gær og rúmlega 40 slösuðust þegar skemmtisiglingabátur með 141 farþega sökk á Banyoles-vatni á Norðaustur- Spáni. Sumir farþeganna lokuðust inni í skipinu er það sökk en þá var það að leggja upp í siglingu og aðeins í 25 metra fjarlægð frá bryggjunni. Stukku flestir farþeganna í kalt vatnið en sumir höfðu ekki þrek til að synda í land. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Söng-leikir á Sauðárkróki

INGVELDUR Ýr Jónsdóttir söngkona og Gerrit Schuil píanóleikari verða með söngdagskrá í Tónlistarskóla Sauðárkróks sunnudaginn 11. október kl. 16. Dagskrána nefna þau Söng-leikir og munu þau flytja lög úr söngleikjum, kvikmyndum og leikritum. Af innlendum verkum má nefna lög úr leikritunum Ofvitanum, Silfurtunglinu og Húsi skáldsins og kvikmyndunum 79 af stöðinni og Skilaboð til Söndru. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Táknmál verði viðurkennt móðurmál heyrnarlausra

TILLAGA Svavars Gestssonar, þingflokki Alþýðubandalags, um að íslenska táknmálið verði viðurkennt móðurmál heyrnarlausra hlaut góðar undirtektir þingmanna á Alþingi í vikunni þegar hann mælti fyrir tillögunni. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela menntamálaráðherra að undirbúa frumvarp til laga um að íslenska táknmálið verði viðurkennt móðurmál heyrnarlausra hér á landi. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 843 orð

Umboðum starfsmanna safnað til málsóknar

ÖRN Friðriksson, formaður Félags járniðnaðarmanna, og Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, hafa safnað umboðum hluta þeirra verkamanna sem starfa á vegum rússneska fyrirtækisins Technopromexport við lagningu Búrfellslínu 3A og undirbúa málsókn gegn fyrirtækinu fyrir þeirra hönd til innheimtu vangreiddra launa reynist það nauðsynlegt. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 273 orð

Umferðarsektir innheimtar með fulltingi dómara

RÚMLEGA 26 þúsund sektir fyrir umferðarlagabrot hafa verið gefnar út af lögreglustjórum landsins á þessu ári og hafa um 74% þeirra þegar verið greidd. Nú eru að hefjast harðari aðgerðir til innheimtu ógreiddra sekta sem komnar eru fram yfir alla fresti. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 960 orð

Úrræði fyrir geðfatlaða í Kópavogi Það er vel við hæfi að taka í notkun athvarf fyrir geðfatlaða í Kópavogi á morgun, á

Það er vel við hæfi að taka í notkun athvarf fyrir geðfatlaða í Kópavogi á morgun, á alþjóðlegum degi geðheilbrigðismála. Athvarfið, sem heitir Dvöl, er tilraunaverkefni til þriggja ára. Arna Schram ræddi af þessu tilefni við þær Sigurbjörgu Lundholm, starfsmann Dvalar, Helgu Þorleifsdóttur félagsráðgjafa og Sigríði Hrönn Bjarnadóttur, forstöðumann athvarfsins. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 195 orð

Varðskip dregur "draugaskip" í land

Varðskip dregur "draugaskip" í land VARÐSKIPIÐ Ægir tók í gær í tog skipsflak sem var á reki norðaustur af Glettingi og hélt með það til Seyðisfjarðar. Síldveiðiskip á svæðinu höfðu látið vita af flakinu en ekki er vitað hvaða skip er um að ræða. Varðskipið var nærstatt og tók flakið í tog í gær. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð

Vatnsleiðslan verði grafin niður

FULLTRÚAR Vestmannaeyjabæjar gengu á fund fjárveitinganefndar í gær og gerðu nefndinni grein fyrir sínum málum, en meðal verkefna sem bæjarfélagið leggur mikla áherslu á er að vatnsleiðslan til bæjarins verði grafin niður þar sem hún liggur yfir Markarfljót til að minnka hættuna á að leiðslan fari í sundur. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Verkalýðsfélög undirbúa mál

RAFIÐNAÐARSAMBAND Íslands og Félag járniðnaðarmanna hafa að undanförnu safnað umboðum starfsmanna til málsóknar gegn rússneska verktakafyrirtækinu Technopromexport standi það ekki að fullu við launagreiðslur til þeirra. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 271 orð

Verslun með sauðfé líklegust til að breiða út riðu

RIÐA í sauðfé hefur ekki komið upp á nýjum svæðum síðustu tíu árin en stungið sér niður á stöku stað á gömlum riðusvæðum. Sigurður Sigurðarson dýralæknir þakkar varnaraðgerðum þennan árangur og segir mikilvægt einmitt á haustin að gæta að því að flytja ekki gærur eða húðir heim á bæi og segir ólöglegt að flytja fé milli varnarhólfa. Hann segir verslun með sauðfé líklegasta til að valda riðusmiti. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Vilja umhverfismat á Fljótsdalsvirkjun

ÞINGMENN þingflokks óháðra hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi álykti að skora á ríkisstjórnina að láta fara fram mat samkvæmt lögum nr. 63/1993 á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar, þrátt fyrir að virkjunarleyfi hafi verið veitt. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Vill úttekt á útlánatöpum banka

JÓHANNA Sigurðardóttir, þingflokki jafnaðarmanna, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um úttekt á útlánatöpum Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. Meðflutningsmaður hennar er Ásta R. Jóhannesdóttir, þingflokki jafnaðarmanna. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 735 orð

Virðir hvorki boð né bönn

DAVID Carson, einn fremsti og jafnframt umdeildasti hönnuður samtímans, heldur fyrirlestur og námskeið hér á landi um helgina. Guðbjörg Gissurardóttir, MS í grafískri hönnun, segir að áhugi Carsons á landi og þjóð hafi ráðið mestu um að hann ákvað að koma hingað. Guðbjörg kom að máli við Carson eftir að hafa hlýtt á fyrirlestur hans í New York í fyrra. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 310 orð

Þingmenn jafnaðarmanna sakaðir um óskýra stefnu

ÞINGMENN úr þingflokki jafnaðarmanna voru sakaðir um óskýra stefnu í stóriðjuframkvæmdum í umræðum á Alþingi í gær og í fyrradag, en þá var rætt um þingsályktunartillögu samfylkingarflokkanna um undirritun Kyoto- bókunarinnar. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

(fyrirsögn vantar)

FJÖLDI íslenskra lækna starfar með Íslenskri erfðagreiningu að ýmiss konar rannsóknum, eða 70­90 talsins og að þeim rannsóknum koma sjúkrahús í Reykjavík, Krabbameinsfélagið og Hjartavernd, auk smærri aðila. Meira
9. október 1998 | Innlendar fréttir | 537 orð

(fyrirsögn vantar)

Maí 1996: Tilkynnt um stofnun deCode Genetics, fyrirtækis á sviði mannerfðafræðirannsókna. Kári Stefánsson, prófessor í taugafræði og taugameinafræði við Harvard Institute of Medicine í Boston og yfirlæknir við taugameinafræðideild Beth Israel sjúkrahússins, segir hugmyndina þá að nýta sérstöðu Íslendinga, bæði hvað varði erfðastofn og sögu þjóðarinnar, Meira

Ritstjórnargreinar

9. október 1998 | Leiðarar | 589 orð

ALÞJÓÐLEG VIÐSKIPTAMIÐSTÖÐ UGMYNDIN um að setja á fót alþjó

ALÞJÓÐLEG VIÐSKIPTAMIÐSTÖÐ UGMYNDIN um að setja á fót alþjóðlega viðskiptamiðstöð sem stundar viðskipti við erlenda aðila með vörur sem eiga uppruna sinn erlendis og falla ekki undir EES-saminginn, er ekki ný af nálinni. Breyttar aðstæður heima og erlendis gera hana fýsilegri kost en áður. Hún virðist eðlilegt skref til samtíma viðskiptahátta. Meira
9. október 1998 | Staksteinar | 376 orð

»Þrengir að Belgum í Brussel "ÞRENGIR að Belgum í Brussel" er fyrirsögn greina

"ÞRENGIR að Belgum í Brussel" er fyrirsögn greinar, sem birtist nýlega í Evrópufréttum, sem Samtök iðnaðarins og Vinnuveitendasamband Íslands gefa út. Þar er sagt frá áhrifum alþjóðastofnana á borð við Evrópusambandið á borgarlífið í höfuðborg Belgíu. Meira

Menning

9. október 1998 | Fólk í fréttum | 627 orð

Að fremja hið fullkomna morð

STEVEN Taylor (Michael Douglas) er forríkur iðnjöfur sem hlotnast hefur allt sem hann þráir í lífinu, nema ást og tryggð eiginkonu sinnar. Steven á velgengni að fagna í fjármálaheimi New York borgar og telur hann Emily Bradford Taylor (Gwyneth Paltrow) vera dýrmætasta feng sinn til þessa, Meira
9. október 1998 | Menningarlíf | 198 orð

Aukinn og breyttur Örlagafugl

AÐRIR tónleikar á 42. starfsári Kammermúsíkklúbbsins verða í Bústaðakirkju sunnudaginn 11. nóvember kl. 20.30. Þar kemur fram kammerhljómsveitin Camerarctica og hefur tónleikana á Strengjakvartett nr. 5 í B-dúr, op. 92 eftir Dmitri Shostakovich. Þá verður flutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Örlagafugl, sextett fyrir flautu, klarínettu, og strengjakvartett. Meira
9. október 1998 | Fólk í fréttum | 92 orð

Ávextirnir syngja

ÁVAXTAKARFAN heitir íslenskt barnaleikrit sem sýnt er í Íslensku óperunni um þessar mundir, og er þar fjallað um einelti og fordóma. Í sýningunni er mikið sungið og hefur tónlistarmaðurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson samið mörg skemmtileg og grípandi lög fyrir ávextina svo þeir geti tjáð líðan sína. Meira
9. október 1998 | Menningarlíf | 1185 orð

Barátta upp á líf og dauða

"KJARNI málsins er pabbi," segir Edward, þegar hann birtist allt í einu kvöld eitt á heimili Kyru, ári eftir að móðir hans deyr úr krabbameini. Hann segir Kyru undan og ofan af ástandinu á heimilinu, sem ekki er hægt að segja að sé gott. Raunar er hann farinn að heiman. Meira
9. október 1998 | Fólk í fréttum | 48 orð

Bellatrix fagnar

HLJÓMSVEITIN Bellatrix, sem áður gekk undir nafninu Kolrassa krókríðandi, stefnir á útgáfu á breiðskífu á ensku á næstu dögum. Fyrsta smáskífan af plötunni kom út á dögunum og til að fagna því bauð Bellatrix vinum og vandamönnum til fagnaðar. Útgáfutónleikar eru síðan fyrirhugaðir í þarnæstu viku. Meira
9. október 1998 | Menningarlíf | 1094 orð

Erfitt að skemma góða sögu

"KÚNSTIN við að vekja hroll í leikhúsi er að allir sem að sýningunni vinna geri það af einlægni," segir leikstjórinn, Guðjón Sigvaldason, og klappar sínu fólki kumpánlega á bakið skömmu áður en æfing hefst. Meira
9. október 1998 | Tónlist | 735 orð

FLINKIR BRÆÐUR

Sinfóníuhljómsveit Íslands, einleikararnir Dimitri og Vovka Ashkenazy og hljómsveitarstjórinn Michael Christie flytja bandaríska tónlist. ÞAÐ var fullt út úr dyrum á Sinfóníutónleikum í gærkvöldi; efnisskráin amerísk, sem og hinn 23 ára hljómsveitarstjóri, Michael Christie, en einleikarar voru bræðurnir Dimitri Ashkenazy klarinettuleikari og Vovka Ashkenazy píanóleikari. Meira
9. október 1998 | Menningarlíf | 237 orð

Frá skúlptúr til nytjahlutar

INGA Rún opnar sýningu á keramikverkum í Listakoti, Laugavegi 70, laugardaginn 10. október. Á sýningunni, sem ber yfirskriftina Frá skúlptúr til nytjahlutar, verða einnig verk eftir föður hennar, Hörð Ingólfsson, sem lést 7. júlí 1996. Í kynningu segir að grunnformið sé skúlptúr unninn út frá því frumstæðasta og fullkomnasta, þ.e. orminum og manneskjunni. Meira
9. október 1998 | Menningarlíf | 110 orð

Fyrirlestur og námskeið í MHÍ

KRISTÍN Ísleifsdóttir leirlistarmaður heldur fyrirlestur í Barmahlíð, fyrirlestrarsal MHÍ í Skipholti, miðvikudaginn 14. október kl. 12.40. Þar fjallar hún um ferð sína til Ungverjalands og dvöl í vinnubúðum og ráðstefnu sem nefndist "Hot off the press". Námskeið Leifur Þorsteinsson heldur námskeið um myndbreytingar í tölvu- "photoshop". Meira
9. október 1998 | Fólk í fréttum | 479 orð

FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð2 21.00 Ævintýraeyja Prúðuleikaranna (Muppet Treasure Island, '96). Síðasta (til þessa) og slakasta myndin með hinum vinsælu sjónvarpsfígúrum, sem hér fást við ævintýri Stevensons. Leikstjóri Brian Henson. Sýn21. Meira
9. október 1998 | Fólk í fréttum | 597 orð

Íslandsmeistarar KR

"VIÐ höfðum yfir 1-0 á móti Skaganum," heyrir blaðamaður útundan sér og það kemur honum ekki sérlega á óvart. Þetta föstudagskvöld eiga umræðurnar mestmegnis eftir að snúast um knattspyrnu. Síðustu Íslandsmeistarar KR í knattspyrnu í meistaraflokki karla eru nefnilega að hittast á Naustinu í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá því þeir unnu Íslandsmeistaratitilinn. Meira
9. október 1998 | Menningarlíf | 74 orð

Jón Gunnarsson sýnir í Hár og list

JÓN Gunnarsson opnar sýningu á vatnslitamyndum í Gallerí Hár og list, Strandgötu 39, Hafnarfirði, laugardaginn 10. október kl. 16. Myndefnið er aðallega frá sjávarsíðunni, fjörur og bátar. Jón hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis, segir í fréttatilkynningu. Sýningin stendur til miðvikudagsins 28. október og er opin virka daga kl. Meira
9. október 1998 | Fólk í fréttum | 197 orð

Keila, mannrán og múrmeldýr Hinn mikli Lebowski (The Big Lebowski)

Framleiðandi: Ethan Coen. Leikstjóri: Joel Coen. Handritshöfundar: Ethan og Joel Coen. Kvikmyndataka: Roger Deakins. Tónlist: Carter Burwell. Aðalhlutverk: Jeff Bridges, John Goodman, Julianne Moore og Steve Buscemi. (117 mín.) Bandarísk. Háskólabíó, september 1998. Bönnuð innan 16 ára. Meira
9. október 1998 | Fólk í fréttum | 719 orð

Leikfangahermenn í vígaham

Í SMÁBÆNUM Winslow Corners í Ohio gengur lífið sinn vanagang, fólkið er vingjarnlegt og leikfangahermenn eru bara leikföng. En það ber hins vegar að varast að dæma leikfangahermennina eftir umbúðunum sem þeir koma í, því Sérsveitin er nefnilega leikfangahermenn sem tekið hafa afstöðu. Meira
9. október 1998 | Menningarlíf | 33 orð

Listmunauppboð í Súlnasal Hótel Sögu

GALLERÍ Fold heldur listmunauppboð í Súlnasal Hótel Sögu sunnudagskvöldið 11. október kl. 20.30. Boðin verða upp yfir 100 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna, segir í fréttatilkynningu. Meira
9. október 1998 | Menningarlíf | 69 orð

Málverk af smitsjúkdómum

INGA Þórey Jóhannsdóttir opnar sýningu í Ásmundarsal, Freyjugötu, laugardaginn 10. október kl. 16. Í kynningu segir, að til sýnis verði nokkur ægilega gamaldags málverk af hinum ýmsu smitsjúkdómum, t.d. afríkanskri svefnsýki og heimatilbúinni málarabakteríu. Við opnunina leikur hljómsveitin hr. ingi ­ R Cand. Med fyrir gesti. Sýningin stendur til sunnudagsins 25. Meira
9. október 1998 | Menningarlíf | 245 orð

Myndskreytingar við barnabók

SÝNING á vatnslitamyndum finnsku listakonunnar Kaarinu Kaila, stendur nú yfir í anddyri Norræna hússins og eru það myndskreytingar við barnabókina Læmingjaár á Lágheiði eftir rithöfundinn Jukka Parkkinen. Þau eru bæði stödd hér á landi í tilefni sýningarinnar. Meira
9. október 1998 | Fólk í fréttum | 122 orð

Nefndi fyrirtækið eftir liðstreyjunni

MAGIC Johnson situr ekki auðum höndum eftir að hann lagði körfuboltann á hilluna. Fyrir utan ýmsan rekstur, m.a. á kvikmyndahúsi og umboðsskrifstofu fyrir leikara, hefur hann sett á fót útgáfufyrirtækið 32 Records og er það nefnt eftir númerinu á liðstreyju hans hjá Los Angeles Lakers. Hann tók nýlega þátt í kynningu á "Velvet Rope"-tónleikaferðalagi Janet Jackson. Meira
9. október 1998 | Fólk í fréttum | 113 orð

Nýjasta stórstjarnan

Í NÝJASTA hefti Entertainment Weekly er mynd af leikkonunni Jennifer Lopez, sem tímaritið krýnir sem nýjustu kvenstórstjörnuna í heimi hvíta tjaldsins. Hin 28 ára Jennifer Lopez er fædd í New York af foreldrum frá Puerto Rico og vikublaðið rekur feril hennar frá því hún var efnileg leikkona á uppleið og þar til hún hefur náð þeim heiðurssessi að vera nefnd stórstjarna ársins 1998. Meira
9. október 1998 | Menningarlíf | 58 orð

Olía og söngur í Gallerí Ísland

GUÐRÚN Kristjánsdóttir opnar sýningu í Gallerí Ísland í Osló laugardaginn 10. október kl. 13. Guðrún sýnir olíumálverk af íslenskum fjöllum. Á opnuninni syngur Klaus Ranestad, tenór frá Stavanger. Guðrún hefur haldið sýningar á Íslandi og víða um heim. Gallerí Ísland er í Youngstorgets bazar, Youngstorget 6 í Osló. Sýningunni lýkur sunnudaginn 25. október. Meira
9. október 1998 | Menningarlíf | 133 orð

Postulín og steinleir

ÓLÖF Erla Bjarnadóttir opnar sýningu í Gryfju Listasafns ASÍ við Freyjugötu laugardaginn 10. október kl. 16. Ólöf Erla sýnir lágmyndir og þrívíð verk úr postulíni og steinleir. Verkin eru öll steypt í gifsmót og reykbrennd í jörðu með viðarkubbum, heyi, málmsöltum og fleiru, segir í fréttatilkynningu. Viðfangsefni Ólafar Erlu á þessari sýningu er hvort og hvenær mynstur verður að mynd. Meira
9. október 1998 | Fólk í fréttum | 127 orð

Sportleg tískusýning á Astró

FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 1. október var haldin tískusýning á veitingahúsinu Astró við Austurstræti. Fönktónlist hljómaði í öllum hátölurum þegar tískusýningar á vegum íþróttabúðarinnar Hreysti hófst, en Yesmine á Planet Pulse sá um að setja upp sýninguna og aðstoðaði sýningarfólkið við hreyfingar og framkomu. Meira
9. október 1998 | Menningarlíf | 94 orð

Svanurinn í Borgarnesi

LÚÐRASVEITIN Svanur hefur sitt 69. starfsár með tónleikum í Borgarneskirkju laugardaginn 10. október kl. 16. Efnisskrá tónleikanna kemur úr ýmsum áttum. Stjórnandi Lúðrasveitarinnar Svans er Haraldur Árni Haraldsson. Í fréttatilkynningu segir að Lúðrasveitin Svanur hafi ávallt haft þá stefnu að halda a.m.k. eina tónleika utan Reykjavíkur á hverju starfsári. Meira
9. október 1998 | Menningarlíf | 95 orð

Sýning á möguleikum dagbókarinnar

Á SÚFISTANUM, kaffihúsi Máls og menningar við Laugaveg, stendur nú sýning, sem unnin er í tengslum við Dag dagbókarinnar sem haldinn verður næsta fimmtudag, þ.e. 15. Á sýningunni sýna sex einstaklingar ólíka notkunarmöguleika dagbókarformsins sem er í senn bæði sjálfhverft og persónulegt, segir í fréttatilkynningu. Meira
9. október 1998 | Menningarlíf | 48 orð

Sýning í Gallerí Nema hvað

RAGNHEIÐUR Tryggvadóttir og Már Örlygsson eru með sýningu í Gallerí Nema hvað, Skólavörðustíg 22c. Á sýningunni eru nokkurs konar niðurstöður úr líffræðitilraunum, sjálfkviknun lífs úr ólífrænum efnum, segir í fréttatilkynningu. Sýningin stendur til sunnudagsins 18. október og er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14­18. Meira
9. október 1998 | Menningarlíf | 39 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU Nikulásar Sigfússonar á vatnslitamyndum lýkur sunnudaginn 11. október. Stöðlakot er opið daglega kl. 14­18. Ingólfsstræti 8 Grafíksýningu Eloi Puig lýkur nú á sunnudag. Ingólfsstræti 8 er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14­18. Meira
9. október 1998 | Menningarlíf | 137 orð

Sýning Úðarafélags Reykjavíkur

Í GALLERÍI Geysi, Hinu húsinu við Ingólfstorg, opnar Úðarafélag Reykjavíkur sýningu laugardaginn 10. október kl. 16. Á sýningunni verða úðabrúsaverk eftir átta meðlimi félagsins og endurspeglar hún stíl og tækni úðara, en allir eiga þeir sameiginlegt að nota úðabrúsa við listsköpun sína, segir í fréttatilkynningu. Meira
9. október 1998 | Fólk í fréttum | 152 orð

Uppistand og söngur á Naustinu

MIKIÐ var hlegið og kímt á Loftinu í Naustinu síðastliðið föstudagskvöld. Ekki var að undra, því hinn landskunni leikari og skemmtikraftur, Örn Árnason, hélt þar uppi stemmningunni með gamanmálum eins og honum er einum lagið. Fyrirhugað er að umrætt gleðidagskrá verði um hverja helgi fram að 15. nóvember. Meira
9. október 1998 | Fólk í fréttum | 169 orð

Villtust í bæinn

JÓLASVEINAR tóku á móti gestum í Klúbbnum um síðustu helgi, en þeir höfðu villst í bæinn löngu fyrir jól. Var vel tekið á móti þeim í Klúbbnum og staðurinn skreyttur þeim til heiðurs, jólaljós um allt og lítil jólatré til að auka þeim öryggi. Þakklátir fyrir móttökurnar ákváðu sveinarnir að standa vörð um dyrnar og bjóða gesti velkomna í snemmbúinn jólaheim. Meira
9. október 1998 | Fólk í fréttum | 76 orð

Þrjátíu sinnum Svikamylla

LEIKARARNIR Arnar Jónsson og Sigurþór A. Heimisson þjóta um skemmtilegt gamalt húsnæði Kaffileikhússins í Hlaðvarpanum við sýningu á leikritinu Svikamylla eftir Anthony Shaffer. Svo gaman hefur fólk af tilburðum þeirra í spennandi atburðarásinni sem inn í fléttast valdabarátta og tilfinningalíf tveggja karla, að þeir félagar ætla að sýna verkið í þrítugasta sinn í kvöld. Meira
9. október 1998 | Fólk í fréttum | 328 orð

Ömurlegt að vera grafinn lifandi

NÝJASTA spennusaga hrollvekjuhöfundarins Stephen King nefnist Poki af beinum eða "Bag of Bones". Það er margslungin draugasaga sem hefur fengið ágætis dóma í erlendum tímaritum. En King getur sýnt á sér fleiri hliðar. Í tímaritinu Entertainment Weekly situr hann fyrir svörum og er fyrsta spurningin hvort annað fólk sé óþolandi. Meira

Umræðan

9. október 1998 | Aðsent efni | 794 orð

Að gæta réttra hagsmuna

ÞEGAR ég ræði við fólk um málefnalega umræðu með sérstöku tilliti til fiskveiðistjórnunar, eins og ég hef borið við undanfarið, brýni ég fyrir því, að skoðanir fólks eigum við að virða. Jöfnum höndum legg ég áherslu á að menn gæti þess, þegar einhver ætlar að boða þeim skoðanir, hver það er, sem talar, hver eru hans tengsl, ekki síst við þá hagsmuni, sem skoðanirnar varða. Meira
9. október 1998 | Aðsent efni | 447 orð

Athugasemd

ÖNUNDUR Ásgeirsson, fyrrverandi forstjóri Olís, hefur nú um nokkurra ára bil skrifað fjölmargar greinar í dagblöð um aðskiljanleg málefni. Ekki er hægt að ætlast til þess af nokkrum lesanda að hann kunni skil á öllu því, sem Önundur Ásgeirsson fjallar um. Ekki heldur, að einhver lesandi hafi úthald til að lesa öll skrif Önundar Ásgeirssonar. Meira
9. október 1998 | Aðsent efni | 663 orð

Björgunarbátar SVFÍ ­ lífsnauðsyn eða tímaskekkja

HINN 7. október sl. skrifaði Þorgeir Jóhannsson kafari á aðstoðarbátnum Eldingu grein í Morgunblaðið og telur að björgunarbátar séu tímaskekkja. Í þessari grein kafar Þorgeir mjög grunnt og dregur ályktanir út frá einföldum útreikningum og leggur til að hætt verði rekstri björgunarbáta og frekar snúið sér að enn víðtækari þyrlurekstri. Meira
9. október 1998 | Bréf til blaðsins | 843 orð

Er góðærið hjá öryrkjum?

NÝLEGA efndu öryrkjar til mótmæla við Alþingishúsið. Ekki veit ég hvort það hafði einhver áhrif, eða muni hafa áhrif. Fáir gera sér grein fyrir hvað það þýðir að vera öryrki í raun, enda er orðið ofnotað og alls óhæft til að skýra þann reginmun sem er á hinum raunverulega öryrkja og þeim sem hafa á einhvern hátt skerta starfsorku en eru þó vinnufærir að hluta til eða öllu leyti. Meira
9. október 1998 | Aðsent efni | 705 orð

Erum við að missa af tölvuöld?

TÖLVUR og tölvunotkun eru orðin samofin nútímasamfélagi, ekki síst því samfélagi sem byggist á sérmenntun og sértækum hugtökum. Þörf hinna ýmsu fræðigreina á sérhæfðum hugbúnaði er vel þekkt fyrirbrigði í menntastofnunum um heim allan. Meira
9. október 1998 | Aðsent efni | 710 orð

Hugleiðingar um fjölskylduna og velferð hennar í framtíðinni

VIÐ lifum á tímum ótrúlegra breytinga á flestum sviðum mannlífsins. Lítil börn eru farin að tala um hvað tíminn líði hratt, nokkuð sem við hin fullorðnu þekktum ekki þegar við vorum börn. Mörg okkar minnast langra daga í bernskunni þegar lífið leið áfram í óendanlegri ró. Hver dagur var uppspretta óþrjótandi verkefna og leikja. Meira
9. október 1998 | Aðsent efni | 368 orð

"Húsið"

DAGANA 8.­10. október 1998 mun Kiwanishreyfingin á Íslandi standa fyrir sölu á K-lyklinum sem hefur verið seldur þriðja hvert ár til styrktar geðsjúkum. Mörg verðug verkefni hafa verið framkvæmd t.d. bygging verndaðs vinnustaðar á Kleppi, bygging áfangabústaðar í samvinnu við Geðverndarfélagið og kaup á sambýlum í Reykjavík og á Akureyri. Meira
9. október 1998 | Aðsent efni | 470 orð

Krabbamein í blöðruhálskirtli

ÞÚ ERT með krabbamein í blöðruhálskirtli, en... Árlega heyra á annað hundrað íslenskir karlmenn þessa setningu í fyrsta sinn. Margir heyra aðeins fyrsta hluta setningarinnar og tengja hana strax við sjúkleika og ótímabæran dauða. Hvað krabbamein í blöðruhálskirtli varðar er málið sem betur fer ekki svo einfalt. Meira
9. október 1998 | Aðsent efni | 305 orð

Söfnun vegna geðsjúkra

UM helgina 8.­10. október munu Kiwanis-menn selja K-lykilinn og rennur ágóðinn af sölunni til Geðhjálpar, til að lagfæra og endurbæta húsnæði sem samtökin hafa nýlega fengið afhent. Þetta hús er á Túngötu 7 í Reykjavík og var á sínum tíma gefið ríkinu af Önnu G. Johnsen, ekkju Gísla Johnsens konsúls. Meira
9. október 1998 | Aðsent efni | 799 orð

Ungir og raunsæir

Kvöld eitt veturinn 1976 strunsuðu nokkrir hárprúðir, alvarlegir og frakkaklæddir menn út af fundi í Menntaskólanum í Reykjavík. "Komum," sagði sá róttækasti þeirra enda klæddur snjáðasta frakkanum. "Baráttan verður hvort eð er ekki leidd til lykta hér. Meira
9. október 1998 | Aðsent efni | 450 orð

Það sem ekki sést

K-dagur Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi er á morgun, 10. október. Á nýafstöðnu umdæmisþingi Kiwanisfólks var samhljóða ákveðið að verja söfnunarfé K-dagsins til Félagasamtakanna Geðhjálpar. K-dagur Fyrsti K-dagurinn var haldinn 1974 undir kjörorðinu "Gleymum ekki geðsjúkum". Meira

Minningargreinar

9. október 1998 | Minningargreinar | 228 orð

Guðrún Dóra Erlendsdóttir

Það er fátt verra en að vera erlendis þegar slíkar fréttir berast, að náinn ættingi sé látinn. Það er erfitt að skynja hvað hefur gerst fyrr en maður er aftur kominn í það umhverfi sem maður umgekkst viðkomandi í. Það er ekki fyrr en þá og þegar maður hittir þá sem bera sorgina með manni, að maður fer á átta sig á þessum gangi lífsins. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 424 orð

Guðrún Dóra Erlendsdóttir

Það er nú einhvern veginn svo að við lítum á það sem við höfum sem sjálfsagðan hlut. Sé heilsan góð er það sjálfsagt. Sá sem hefur vinnu veltir ekki fyrir sér atvinnuleysi og við tökum því sem eðlilegum hlut að ættingjar og vinir séu í nánd og ætíð til taks. Síðan hendir eitthvað og þessi veröld hinna einföldu staðreynda riðar. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 228 orð

Guðrún Dóra Erlendsdóttir

Kær starfssystir okkar er látin. Guðrún Dóra Erlendsdóttir lést síðasta dag septembermánaðar. Um nokkurt skeið hafði hún kennt sér lasleika en hafði náð kröftum þegar lát hennar bar svo brátt að. Guðrún Dóra á langa starfsævi að baki á Rannsóknastofu Sjúkrahúss Reykjavíkur, svo er um okkur flest og samkenndin á vinnustaðnum er mikil. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 164 orð

Guðrún Dóra Erlendsdóttir

Ég minnist frænku minnar og vinkonu allt frá því að við sátum saman í bekk í Laugarnesskólanum. Seinna skildu leiðir hvað skólagöngu snerti en alltaf héldum við vinskap. Á unglingsárunum voru bíóferðir og viðkoma á kaffihúsum mikilvægur hluti tilverunnar auk gönguferða, jafnt í góðu veðri sem slæmu, við höfðum báðar dálítið gaman af að ganga úti þegar hvasst var. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 373 orð

Guðrún Dóra Erlendsdóttir

En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Jón Thoroddsen.) Fagrir haustdagar vekja trega í brjóstum margra. Sumarið er á enda og veturinn tekur við. Á einum þessara fögru daga hvarf Gunna Dóra héðan, langt fyrir aldur fram. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 117 orð

GUÐRÚN DÓRA ERLENDSDÓTTIR

GUÐRÚN DÓRA ERLENDSDÓTTIR Guðrún Dóra Erlendsdóttir var fædd 3. júní 1938. Hún lést 30. september 1998. Foreldrar hennar voru Bergþóra Halldórsdóttir, f. 17.11. 1917, d. 14.5. 1996 og Erlendur Steinar Ólafsson, f. 5.5. 1912. Systkini hennar eru: 1) Baldur, f. 1939. 2) Sólveig, f. 1943. Hennar maður er Sveinn H. Skúlason. Börn þeirra eru: Steinar Þór, f. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 642 orð

Hallgeir Bjarni Sigurðsson

Ég hafði ætlað að heimsækja hann á sjúkrahúsið, þar sem hann hafði verið tíður gestur nokkur sl. ár, en "þú getur ekki komið til mín í dag. Ég á að fara heim og bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknunum," voru síðustu orðin sem hann sagði við mig í símann. Innan sólarhrings hafði hann kvatt þetta jarðlíf, en Bjarni, eins og hann var ætíð nefndur, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni 30. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 191 orð

HALLGEIR BJARNI SIGURÐSSON

HALLGEIR BJARNI SIGURÐSSON Hallgeir Bjarni Sigurðsson var fæddur í Reykjavík 3. janúar 1932. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Bjarnason, f. 16.8. 1903, d. 27.9. 1990, og Ágústa Vigdís Guðmundsdóttir, f. 30.8. 1908, d. 7.11. 1967. Bjarni var ókvæntur og barnlaus. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 648 orð

Herbert Gíslason

Á göngu minni um Áslandið daginn fyrir andlát Herberts bar fundum okkar síðast saman. Hann var þá staddur í kartöflugarði sínum, ánægður með uppskeruna og hress í bragði. Þó þótti honum miður að fá ekki framar notið garðsins, þar sem taka ætti landið á næstunni undir íbúðabyggð. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 74 orð

HERBERT GÍSLASON

HERBERT GÍSLASON Herbert Gíslason, fæddist í Neskaupstað 28. desember 1927. Hann varð bráðkvaddur mánudaginn 21. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gísli Gissurarson, f. 1.7. 1897, d. 15.8. 1972 og Stefanía Eiríksdóttir, f. 27.12. 1892, d. 16.6. 1974. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 394 orð

Hildur Hafdís Valdimarsdóttir

Mig langar að minnast frænku minnar Hildar Hafdísar Valdimarsdóttur er lést 3. þessa mánaðar aðeins 61 árs að aldri. Við Bíbí frænka, eins og ég kallaði hana alla tíð, vorum systradætur, hún átti heima í Reykjavík, á Nesvegi 13, en ég á Ferjubakka í Borgarhreppi. Hún var sjö árum eldri en ég. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 170 orð

Hildur Hafdís Valdimarsdóttir

Hinn 3. október var hringt til okkar frá Íslandi og okkur sagt að amma okkar hefði látist þá um nóttina. Við vissum að amma hafði lengi verið veik, og að þessi stund mundi koma. En fyrir okkur kom hún of snemma. Amma og afi komu til okkar um síðustu jól, og voru hjá okkur í nokkrar vikur. Amma kvartaði aldrei, þótt henni liði ekki sem best, og vildi alltaf vera að gera eitthvað fyrir okkur. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 211 orð

HILDUR HAFDÍS VALDIMARSDÓTTIR

HILDUR HAFDÍS VALDIMARSDÓTTIR Hildur Hafdís Valdimarsdóttir fæddist í Reykjavík 15. apríl 1937. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. október síðastliðinn. Hildur var dóttir hjónanna Valdimars Valdimarssonar, f. 12.8. 1906 á Eskifirði, d. 4.3. 1965, póstfulltrúi í Reykjavík, og Sigurbjargar Helgadóttur, f. 18.5. 1908 á Þursstöðum, Borgarhr., Mýr., d. 11. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 269 orð

Jóhanna Ingileif Þorvaldsdóttir

Í dag kveð ég kæra tengdamóður mína á afmælisdeginum hennar, en fyrir ári varð hún 90 ára og var henni þá haldin veisla sem börnin og barnabörnin sáu um. Var hún þá hress og glöð, og var haft á orði við hana hvað hún héldi sér vel, hún gæti verið 10 árum yngri og líkaði henni vel það hól. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 277 orð

Jóhanna Ingileif Þorvaldsdóttir

Mig langar með örfáum orðum að minnast hennar Jóhönnu, frænku minnar, sem er farin í þá ferð sem liggur fyrir okkur öllum að fara. Ég á margar góðar minningar frá barnæsku minni um ótakmarkað örlæti hennar og hlýju í minn garð sem verður ávallt geymt en ekki gleymt. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 140 orð

JÓHANNA INGILEIF ÞORVALDSDÓTTIR

JÓHANNA INGILEIF ÞORVALDSDÓTTIR Jóhanna Ingileif Þorvaldsdóttir frá Raufarfelli fæddist á Minniborg Austur-Ejafjöllum 9. október 1907. Hún lést á Landspítalanum 1. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Ingvarsson, f. 9.7. 1885, d. 10.2. 1966 og Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 24.5. 1885, d. 27.7. 1977. Systkini Jóhönnu eru Engilbert, f. 11. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 161 orð

Jóhann Þorvaldsdóttir

Mig langar í örfáum orðum að minnast ömmu minnar. Umhyggjusemi hennar gagnvart okkur bræðrunum var mikil og áttum við margar góðar stundir með henni í Lönguhlíðinni og Nóatúni. Jólin eru mér sérstaklega minnisstæð, þar sem það var fastur liður að hún kæmi til okkar á aðfangadagskvöld og við til hennar á jóladag í súkkulaði hangikjöt og spil. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 211 orð

Jón Jónasson

Jón lést á Landspítalanum í Reykjavík 1. þessa mánaðar, eftir stutta legu, en alllangt stríð við erfiðan sjúkdóm. Fáir munu hafa gert sér fulla grein fyrir alvarlegum sjúkleika Jóns, hann var dulur maður og óhlífinn við sjálfan sig. Það var ekki hans háttur að bera utan á sér þótt móti blési í hans einkalífi. Hann var jafnan hress og viðmótsgóður hvar sem hann kom og glaður í góðra vina hópi. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 428 orð

Jón Jónasson

Jón Jónasson var fæddur og uppalinn á Þverá og þar átti hann allan sinn starfsaldur. Hann var kominn af þingeysku bændafólki, sem jafnan er kennt við Auðnir og Þverá í Laxárdal, en þetta fólk hefur einnig löngum einkennst af því að eiga harla fjölbreytt áhugamál og búa yfir margvíslegri þekkingu á ólíklegustu málefnum. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 106 orð

JÓN JÓNASSON

JÓN JÓNASSON Jón Jónasson fæddist á Þverá í Laxárdal í Þingeyjarsýslu 29. október 1935. Hann lést á Landspítalanum 1. október 1998. Jón var sonur hjónanna Höllu Jónsdóttur húsfreyju og Jónasar Snorrasonar, sem var bóndi og hreppstjóri á Þverá. Jón var bóndi á Þverá, auk þess að stunda vörubílaakstur um skeið. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 338 orð

Kristín Jóhanna Guðmundsdóttir

Elsku amma nafna. Nú þegar þú ert sofnuð svefninum langa streyma æskuminningarnar fram. Þegar ég fór suður með mömmu og pabba var alltaf aðalmálið að komast til ömmu á Hallveigarstöðum, þar sem hún var húsvörður. Þar fékk ég að hjálpa ömmu við verkin, en hún þreif og sá um kaffið hjá borgardómara. Mér fannst skemmtilegast að hjálpa til við kaffið og að þrífa stigann stóra og bogadregna. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 426 orð

Kristín Jóhanna Guðmundsdóttir

Látin er í Reykjavík eftir erfiða sjúkralegu sómakonan Kristín Guðmundsdóttir, tengdamóðir mín og vinkona. Mig langar með fátæklegum orðum að minnast hennar. Ég kynntist Stínu fyrir rúmum 30 árum er við Guðrún dóttir hennar felldum hugi saman. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 281 orð

Kristín Jóhanna Guðmundsdóttir

Elsku amma. Sunnudagskvöldsins 27. september mun ég minnast ævilangt. Þá lagðir þú aftur augun og kvaddir þennan heim. Þú varst búin að vera á sjúkrahúsi síðan níunda júní. Þú áttir við erfið veikindi að stríða en hefur nú öðlast frið og ró. Ég veit að afi hefur tekið á móti þér opnum örmum og að þið eruð nú saman á ný. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 354 orð

Kristín Jóhanna Guðmundsdóttir

Elsku amma. Nú ertu búin að kveðja í síðasta skipti, hérna í þessu lífi. Það eru margar minningar sem koma fram í hugann um þig og afa. Það var eins og að koma í annan heim þegar við komum í heimsókn til þín og afa á Túngötunni. Þar ríkti alltaf mikill kærleikur og mér, eins og eflaust mörgum öðrum, fannst ég vera dýrmætasti gullmolinn þinn. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 285 orð

Kristín Jóhanna Guðmundsdóttir

Þá ertu farin. Mér liggur við að segja; loksins. Þú kvelst ekki meir og ert vafalítið hvíldinni fegin. Við komum örfáum dögum fyrr, þú vissir ef til vill ekki af því. Og þó. Ég trúi að þú að vitir og sjáir. Á Hallveigarstöðum. Í öllum sölunum fékk ég að leika mér og hamast með bolta. Litla rauða bolta. Ég vissi aldrei hvaðan þeir komu en nóg var til af þeim. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 159 orð

Kristín Jóhanna Guðmundsdóttir

Elsku amma. Þegar þú komst í heiminn þá gréstu en þínir nánustu voru glaðir. Þú lifðir þannig að þegar þú fórst þá grétu þínir nánustu en þú sjálf varst glöð. Þú munt ætíð lifa í hjörtum okkar og við munum ávallt eiga minninguna um þig. Þú varst alltaf svo glöð og beiðst með góðgæti þegar við komum í heimsókn, jafnvel í veikindum þínum tókstu á móti okkur með bros á vör. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 184 orð

Kristín Jóhanna Guðmundsdóttir

Hver kynslóð er örstund ung og aftur til grafar ber, en eilífðaraldan þung lyftir annarri á brjósti sér. Þá kveðjumst við öll, voru kvöldi hallar ­ en kynslóð nýja til starfa kallar sá dagur, sem órisinn er. (Tómas Guðmundsson.) Og nú er það hún Kristín okkar á Hallveigarstöðum sem hefur kvatt. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 261 orð

KRISTÍN JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR

KRISTÍN JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR Kristín Jóhanna Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1919. Hún lést á Landspítalanum 27. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sigurðsson, f. 31.1. 1879, d. 20.1. 1941, og Þóra Jóhannsdóttir, f. 19.10. 1878, d. 10.2. 1949. Kristín átti tvö systkin, Jóhann Guðmund Inga, f. 3.11. 1915, d. 1.4. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 937 orð

Lovísa Ingimundardóttir

Nýlátin er á Hrafnistu í Reykjavík Lovísa Ingimundardóttir frá Hjarðarholti á Stöðvarfirði. Mig langar að minnast hennar að leiðarlokum. Hún er síðust fjögurra systkina er fluttu sunnan frá Berufirði, bræðurnir allir látnir en þeir settust að á Stöðvarfirði og bjuggu þar til æviloka. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 104 orð

LOVÍSA INGIMUNDARDÓTTIR

LOVÍSA INGIMUNDARDÓTTIR Lovísa Ingimundardóttir fæddist á Karlsstöðum við Berufjörð hinn 5. maí 1910. Hún lést á Hrafnistu 20. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna María Lúðvíksdóttir frá Berufirði og Ingimundur Sveinsson trésmiður frá Skeiðflöt í Mýrdal. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 207 orð

Ragnheiður Bjarnadóttir Færgeman

Ragnheiður Færgeman eða Ragna frænka eins og við kölluðum hana alltaf var ömmusystir okkar. Strax sem börn heyrðum við mikið talað um Rögnu frænku í Danmörku. Eftir að við urðum fullorðnar tókst með okkur góður vinskapur þó að aldursmunurinn væri hátt í 50 ár. Ragna var einstaklega glöð manneskja með stórt hjarta. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 190 orð

RAGNHEIÐUR BJARNADÓTTIR FÆRGEMAN

RAGNHEIÐUR BJARNADÓTTIR FÆRGEMAN Ragnheiður Bjarnadóttir Færgeman fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 2. nóvember 1912. Hún lést á Fjóni í Danmörku 1. október 1998. Foreldrar hennar voru Bjarni Pétursson fæddur 1873, dáinn 1923, og Margrét Egilsdóttir, fædd 1875, dáin 1932. Systkini hennar voru Pétur, Ásgeir, Magnús, Ólína, Kristín og Einar. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 673 orð

Sigríður Björnsdóttir

Svo viðkvæmt er lífið, sem vordagsins blóm, er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Fr.St. frá Grímsstöðum.) Elskuleg tengdamóðir mín er látin. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 246 orð

SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR Sigríður Björnsdóttir fæddist 9. september 1905 að Steinum, A- Eyjafjöllum. Hún lést á Ljósheimum 2. október sl. Foreldrar hennar voru Björn Edvard Jónasson, fæddur 8. maí 1866, og Margrét Guðmundsdóttir, fædd 24. febrúar 1873. Sigríður var einbirni og ólst upp í heimahúsum til ársins 1927, er hún fluttist austur í Fljótsdal. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 182 orð

Stefán Lúðvíksson

Við kveðjum þig með söknuði Stefán, við gátum þó eignast yndislegan son. Ég sakna allra góðu stundanna sem við áttum saman, þær voru það yndislegasta sem ég hef átt. Þær minningar munu alltaf vera í huga mínum. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og veitt okkur. Við kveðjum þig með söknuði í huga og ég bið góðan guð að styrkja okkur öll í sorginni. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 110 orð

Stefán Lúðvíksson

Í fáum orðum viljum við kveðja vin okkar og félaga, Stefán Lúðvíksson, og vottum nánustu ættingjum hans samúð okkar. Sérstaklega þó ungum syni hans sem fékk ekki að kynnast honum. Stefán var skemmtilegur og lífsglaður ungur maður sem verður lengi í okkar minnum hafður. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 108 orð

Stefán Lúðvíksson

Elsku Stefán okkar, það er hörmulegt að hugsa til þess að þú sért farinn úr þessu lífi, en við vonum að þú hafir það gott á nýja staðnum. Stefán okkar, en við munum geyma þig í hjarta okkar. Þú gast gefið frá þér yndislegan son sem er alveg eftirmynd þín. Við vitum að þú munt fylgjast vel með honum þarna hinum megin. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 242 orð

Stefán Lúðvíksson

Elsku Stebbi. Við söknum þín. Það verður erfitt að venjast því að hafa þig ekki nálægt, stríðnina þína, hláturinn þinn, neðanbeltishúmorinn, aulafyndnina en fyrst og fremst smitandi brosið þitt. Þú gast aldrei setið kyrr, óþreytandi og alltaf til í allt. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 228 orð

Stefán Lúðvíksson

Kæri Stebbi! Okkur finnst erfitt að trúa hvað gerst hefur en svona er lífið. Það var svo margt sem við vildum segja en gátum aldrei sagt, en nú í dag skiljum við hvað það er mikilvægt að láta vita hvað manni þykir vænt um vini sína, áður en það er of seint, maður veit aldrei hvenær kallið kemur. Við munum geyma minningu þína í hjarta okkar, þangað til við hittumst aftur. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 80 orð

Stefán Lúðvíksson

"Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 155 orð

Stefán Lúðvíksson

Elsku Stefán. Það var mikið áfall fyrir mig þegar mamma vakti mig upp á sunnudagsmorguninn og sagði mér fréttirnar af slysinu sem þú lentir í. Þú hvarfst allt of fljótt úr lífi okkar allra, og þá sérstaklega litla sonar þíns sem er ekki nema tveggja mánaða. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 111 orð

Stefán Lúðvíksson

Elsku Stebbi frændi, þótt okkar kynni væru ekki náin seinustu ár, voru þau það samt. Þú komst oft til mín til að leita ráða eða fá hjálp. Þú birtist ávallt á ótrúlegustu tímum fyrirvaralaust í heimsókn enda þurftir þú ekki að gera boð á undan þér, því þú varst ávallt velkominn. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 315 orð

Stefán Lúðvíksson

Það var á haustdegi, eins og þessum, fyrir átján árum, að sonur minn kom með lítinn böggul og lagði í kjöltu mína. Hann bjó þá með móður drengsins og bað mig að gæta hans, því hann og móður hans langaði að skreppa út. Ég horfði inn í sindrandi augu og andlit með geislandi bros og þessi litli bögull gekk inn í hjarta mitt. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 71 orð

STEFÁN LÚÐVÍKSSON

STEFÁN LÚÐVÍKSSON Stefán Lúðvíksson var fæddur 23. mars 1980. Hann lést 4. október síðastliðinn. Foreldrar Stefáns eru Denise Lusile Rix, gift Halldóri Erlendssyni og Lúðvík Jóhann Ásgeirsson, kvæntur Guðrúnu Berndsen. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 425 orð

Steinn Símonarson

Ein af fyrstu minningum mínum er, þegar Steini frændi kom í heimsókn út í Bakka á Siglufirði, en það var fyrir hart nær 50 árum. Þessi minning stendur enn ljóslifandi í huga mínum, þó ég væri aðeins lítill snáði þá. Árin hafa runnið sitt skeið hratt og nú er komið að leiðarlokum í þessu lífi. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 202 orð

STEINN SÍMONARSON

STEINN SÍMONARSON Steinn Símonarson fæddist á Siglufirði 30. ágúst 1920. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 4. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Símon Sveinsson, f. 12. ágúst 1884 í Háagerði á Höfðaströnd, d. 26. nóvember 1960 á Siglufirði, og Pálína Sumarrós Pálsdóttir, f. 22. apríl 1881 í Ólafsfirði, d. 19. október 1952 á Siglufirði. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 663 orð

Valdimar Viggó Nathanaelsson

Einhvern veginn er það svo að maður hugsar ekki um lífið fyrr en dauðinn kveður dyra. Um líf þess sem er nú ekki lengur með manni, er farinn á aðrar víddir tilverunnar. Elskulegur afi minn hefur kvatt þennan heim. Nákvæmlega eins og maður átti von á frá honum, án þess að trufla nokkurn eða gera neitt ónæði, bara fór. Hálfslappur eins og hann sagði, en ekkert alvarlegt. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 306 orð

Valdimar Viggó Nathanaelsson

Lífið er eins og gangur sólarinnar. Hún kemur upp að morgni, án þess að vita hvað dagurinn ber í skauti sér. Hún skín yfir daginn, yljar lífverum jarðar og sest svo þegar kvöldar og hlutverki hennar er lokið þann daginn. Þótt sólarlaginu fylgi söknuður, erum við samt alltaf þakklát fyrir þær stundir sem sólin yljaði okkur með geislum sínum. Það var komið að sólarlagi hjá afa langa. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 595 orð

Valdimar Viggó Nathanaelsson

Það er alltaf sár stund þegar við kveðjum hinsta sinni kærkominn vin og ættingja. Svo var einnig þegar ég frétti andlát Viggós afa, en samt var ég þakklát. Ég var þakklát almættinu fyrir að uppfylla hinstu óskir yndislegs öldungs. Hann óskaði þess að hann fengi að sofna svefninum langa í rúminu sínu og að veikindin drægjust ekki á langinn. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 347 orð

Valdimar Viggó Nathanaelsson

Mikill öðlingsmaður, Viggó Nathanaelsson, lést í hárri elli 1. október sl., tæplega 95 ára gamall. Hann hélt sínu andlega atgervi fram á síðustu stund, sáttur við Guð og menn, tilbúinn að mæta skapara sínum. Fyrir u.þ.b. 48 árum lágu leiðir okkar saman, er ég kynntist dóttur hans og síðar eiginkonu minni, Rakel. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 286 orð

Valdimar Viggó Nathanaelsson

Elsku besti afi. Það er erfitt að setjast niður og skrifa þér kveðju. Fráfall þitt vekur trega, söknuð en einnig góðar minningar frá liðnum árum. Jákvæðari og bónbetri mann var vart hægt að hugsa sér. Þú varst þúsundþjalasmiður og ef eitthvað bilaði hjá fjölskyldunni var viðkvæðið "afi hlýtur að geta lagað þetta". Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 145 orð

Valdimar Viggó Nathanaelsson

Viggó bróir! Okkur Eddu systir langar til að þakka þér fyrir allt sem þú varst okkur í gegnum árin öll frá fyrstu til hins síðasta. Þú varst stolt heimilisins á Vertshúsinu á Þingeyri, þú náðir því takmarki að fá flesta Þingeyringa til að stunda íþróttir, þú varst íþróttamaður af lífi og sál, stundaðir ekki íþróttir til keppni heldur til að öðlast betra líf. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 660 orð

Valdimar Viggó Nathanaelsson

Elsku afi minn, komið er að kveðjustund. Margs er að minnast og allar minningar þér tengdar eru svo ljúfar. Þú varst einstakur fyrir svo marga hluti. Æðruleysi þitt, prúðmennsku og stillingu. Ég hef aldrei séð þig skipta skapi og aldrei minnist ég þess að þú hafir svo mikið sem hastað á mig og hvað þá skammað mig. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 222 orð

Valdimar Viggó Nathanaelsson

Öðlingur er látinn, Viggó Nathanaelsson, nær 95 ára gamall. Ég kynntist Viggó fyrst í Miðbæjarbarnaskólanum þar sem hann kenndi leikfimi. Þar var sannarlega réttur maður á réttum stað. Viðmótið við drengina bæði alúðlegt og hvetjandi þótt ekki dygði það öllum til íþróttaafreka. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 274 orð

Valdimar Viggó Nathanaelsson

Jæja elsku afi, þá ertu farinn frá okkur. Þegar ég kom til þín síðast varstu að vanda glaður í bragði þótt ljóst væri að þér liði ekki vel. Þú lést hins vegar á engu bera og fórst strax að spyrja um hvað það væri sem ég væri að gera í vinnunni þessa dagana. En þannig varst þú nú einu sinni, alltaf að hugsa um aðra. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 374 orð

VALDIMAR VIGGÓ NATHANAELSSON

VALDIMAR VIGGÓ NATHANAELSSON Valdimar Viggó Nathanaelsson fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 11. október 1903. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 1. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Nathanael Mósesson, kaupmaður á Þingeyri, f. á Ketilseyri við Dýrafjörð 13.4. 1878, d. 23.3. 1964. og Kristín Ágústa Jónsdóttir, f. á Nýjabæ á Seltjarnarnesi 1.8. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 441 orð

Viggó Nathanaelsson

Viggó Nathanaelsson verður okkur starfsfólki að Hjúkrunarheimilinu Skjóli lengi minnisstæður. Hann kom hingað 1990 ásamt konu sinni, Unni Kristinsdóttur, sem hafði misst heilsuna. Það var aðdáunarvert hvernig Viggó hugsaði um konu sína og vék vart frá henni tímunum saman, en Unnur lést á Skjóli 1994. Lífshlaup Viggós var fyrir margra hluta sakir mjög merkilegt. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 632 orð

Viggó Nathanaelsson

Nokkra sérstöðu hafa kauptúnin þrjú í Vestur-Ísafjarðarsýslu í íþróttasögu þjóðarinnar með því að félögin sem þar vinna að íþróttum einkennast með sérheiti sínu sem íþróttafélag þótt þau séu stofnuð frá 1904 til 1933, þegar ungmennafélög voru að stofnast. Þetta sýnir hve erlend áhrif á líkamsæfingar og íþróttir voru sterk á þessum slóðum þar sem erlendir athafnamenn sem komu sjóleiðina settust að. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 364 orð

Þóra Guðmundsdóttir

Mikil varð breytingin á lífi þínu svona upp á það síðasta frá því að finna ekki fyrir aldrinum og allt í einu bara rúmföst. Ég man eftir þínu helsta áhugamáli sm var að stunda garðyrkju, þú varst með svokallaða græna fingur, eins og þegar ég kom til þín þegar þú bjóst í Hveragerði. Þá gat ég alltaf dáðst að garðinum þínum. Meira
9. október 1998 | Minningargreinar | 81 orð

ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR

ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR Þóra Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 12. júlí 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 2.10. síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lyngný Sigurðardóttir frá Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu og Guðmundur Magnússon, skósmiður í Reykjavík. Þóra giftist Gísla Guðmundssyni bifreiðastjóra. Þóra og Gísli eignuðust þrjár dætur: 1) Sigríður, f. 4.5. Meira

Viðskipti

9. október 1998 | Viðskiptafréttir | 138 orð

Árétting vegna Lundúnaflugs

VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í gær um væntanlegt kvöldflug Flugleiða á föstudögum til Lundúna vill fyrirtækið taka það fram að sú 42% aukning farþega á Saga Business Class fyrstu 8 mánuði ársins, sem talað var um í fréttinni, eigi eingöngu við um farþegafjölda á leiðinni frá Íslandi til London. Meira
9. október 1998 | Viðskiptafréttir | 314 orð

Eimskip og Van Ommeren kvarta til bandarískra yfirvalda

EIMSKIPAFÉLAG Íslands og bandaríska skipafélagið Van Ommeren hafa bæði lagt fram kvörtun vegna ákvörðunar flutningadeildar bandaríska hersins um að úthluta skipafélögunum Atlantsskip ehf. og Transatlantic Lines LLC. í Connecticut öllum skipaflutningum fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli til tveggja ára frá og með 1. nóvember næstkomandi. Meira
9. október 1998 | Viðskiptafréttir | 62 orð

Góð sala á Swisscom- bréfum

HLUTABRÉF í Swisscom seldust vel fyrsta daginn sem þau voru í boði í kauphöllum og sannar það réttmæti umdeildrar ákvörðunar um mesta hlutabréfaútboð Evrópu á þessu ári þrátt fyrir markaðsumrót. Lokaverð hlutabréfa í fjarskiptafyrirtækinu var 376,50 svissneskir frankar. Verð hlutabréfa lækkaði yfirleitt á svissneskum markaði. Útgáfuverðið var 340 og hæst komst verðið í 395 franka. Meira
9. október 1998 | Viðskiptafréttir | 65 orð

Greiðsluseðlar í póst

GREIÐSLUSEÐLAR vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbanka Íslands hf. hafa nú verið póstlagðir og munu þeir berast verðandi hluthöfum í bankanum á næstu dögum samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Þeim áskrifendur, sem óskuðu eftir láni vegna kaupanna, er bent á að snúa sér til þess afgreiðslustaðar þar sem áskriftarbeiðnin var móttekin. Meira
9. október 1998 | Viðskiptafréttir | 478 orð

Gæti þýtt enn frekari lækkun ávöxtunarkröfu

ERLEND skuldabréf hafa gefið betri ávöxtun en íslensk skuldabréf síðastliðna átján mánuði þrátt fyrir að vextir séu töluvert hærri hérlendis en í flestum öðrum löndum. Þetta gæti leitt til þess að ávöxtunarkrafa hérlendis lækki enn frekar. Þetta kemur fram í umfjöllun um þróun á skuldabréfamarkaði í Vikutíðindum verðbréfasviðs Búnaðarbankans. Meira
9. október 1998 | Viðskiptafréttir | 88 orð

News Corp. býður í Lewinsky

NEWS Corp., fyrirtæki Ruperts Murdochs, hefur boðið Monicu Lewinsky 3 milljóna dollara margmiðlunarsamning, sem kveður á um að hún segi frá reynslu sinni í sjónvarpsþætti í Fox-sjónvarpinu og að gefin verði út bók um reynslu hennar á vegum HarperCollins. Meira
9. október 1998 | Viðskiptafréttir | 229 orð

Niðursveifla vegna veiks dollars

DOLLARINN féll gegn jeni í hörðum og óútreiknanlegum viðskiptum í gær. Gengi helztu hlutabréfa í Wall Street lækkaði um tæp 3% og miklu meira verðfall varð í helztu kauphöllum Evrópu. Dalurinn hefur lækkað um 20 jen á tveimur dögum og gengi hans mældist innan við 112 jen í fyrsta skipti síðan í júní í fyrra og innan við 1,59 mörk í fyrsta skipti síðan í janúar 1997. Meira
9. október 1998 | Viðskiptafréttir | 348 orð

Samvinnuháskólinn býður fjarnám

Samvinnuháskólinn býður fjarnám SAMVINNUHÁSKÓLINN á Bifröst hefur samið við Islandia Internet um hönnun og rekstur sérstaks fjarnámskerfis á Netinu sem tekið verður í notkun um næstu áramót. Meira
9. október 1998 | Viðskiptafréttir | 243 orð

Skipulegt fraktflug til Boston

FLUGLEIÐIR hefja vikulegt fraktflug til og frá Boston 25. október nk. Fljúga á alla sunnudaga fram að jólum að sögn Róberts Tómassonar markaðsstjóra hjá flugfrakt Flugleiða, og er ætlunin að meta í lok ársins hvort framhald verður á fluginu. Að hans sögn er ekki ólíklegt að fluginu verði haldið áfram eftir áramót. Meira

Fastir þættir

9. október 1998 | Í dag | 41 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Nk. sunnudag, 11. október, verður sextug Sigrún Ingólfsdóttir, Götu, Holta- og Landsveit. Eiginmaður hennar er Einar Brynjólfsson. Þau hjónin taka á móti gestum á morgun, laugardaginn 10. október, í matsal Laugarlandsskóla, Holta- og Landsveit, milli kl. 14 og 18. Meira
9. október 1998 | Fastir þættir | 163 orð

Aukin samvinna og jafnvel sameining hjá Faxa og Skugga

VEL gæti svo farið að hestamannafélögin Faxi og Skuggi í Borgarfirði sameinist áður en langt um líður. Haldnir hafa verið fundir þar sem rætt hefur verið aukið samstarf félaganna í mótahaldi og öðru. Enn sem komið er hefur aðeins verið rætt um samstarf félaganna en raddir gerast æ háværari um að félögin sameinist. Meira
9. október 1998 | Fastir þættir | 66 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni Reykjaness

HAFIN er skráning í bikarkeppni Reykjaness. Áætlað er að ljúka fyrstu umferðinni fyrir 1. nóvember nk. og þar sem stutt er í spiladag er æskilegt að spilarar fari að tala saman til að mynda sveitir. Dregið verður í 1. umferðina 15. október. Þátttaka tilkynnist til Kjartans í síma 421-2287 eða 421-2720 (símsvari). Skráning er einnig hjá Sigurjóni í síma 898-0970. Meira
9. október 1998 | Fastir þættir | 234 orð

Brids Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridgefélag Reykjav

Þriðjudaginn 6. október var spilaður einskvölds tölvureiknaður Monrad Barómeter með þátttöku 22 para. Efstu pör voru: Stefanía Sigurbj.d. ­ Jóhann Stefánss.57 Sigurður Þorgeirss. ­ Daníel Sigurðss.41 Helgi Hermannss. ­ Kjartan Jóhannss.37 Guðmundur Baldurss. ­ Sævin Bjarnason32 Gróa Guðnad. ­ Torfi Ásgeirss.27 Þorsteinn Karlss. ­ Róbert Geirss. Meira
9. október 1998 | Fastir þættir | 80 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

ÞEGAR búnar eru 12 umferðir í Monrad barómeter tvímenningi er röð efstu para eftirfarandi: Stefanía Sigurbjörnsd. ­ Inga J. Stefánsd.255 Helgi Samúelsson ­ Eyþór Hauksson226 Friðjón Margeirss. ­ Valdimar Sveinss.162 Guðbjörn Þórðars. ­ Jóhann Stefánss.91 Guðlaugur Sveinss. ­ Lárus Hermannss.85 Hjördís Sigurjónsd. Meira
9. október 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 22. ágúst í Lágafellskirkju af sr. Sigurði Rúnari Ragnarssyni Sylvía Margrét Valgeirsdóttir og Kolbeinn Marinósson. Heimili þeirra er í Dvergabakka 16, Reykjavík. Meira
9. október 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst í Háteigskirkju af sr. Þór Haukssyni Ósk Norðfjörð og Gísli Steinar Jóhannesson. Heimili þeirra er að Brekkuseli 36, Reykjavík. Meira
9. október 1998 | Fastir þættir | 44 orð

Dómstóll LH með Glúms málið

Í VIÐTALI við Birgi Sigurjónsson, formann Landsambands hestamannafélaga, í hestaþætti á þriðjudag fór formaðurinn ekki rétt með nafn á dómstóli þeim sem stjórn LH vísaði máli Glúms frá Reykjavík til. Heitir hann einfaldlega dómstóll LH en ekki agadómstóll LH. Meira
9. október 1998 | Fastir þættir | 809 orð

Hugmyndakerfi gæðastjórnunar tekið upp í hrossaræktinni

BÆNDASAMTÖK Íslands hafa nýverið minnt umsjónarmenn stóðhesta á að skila inn sérstökum stóðhestaskýrslum fyrir áramót. Skýrslur þessar eru nýjar af nálinni og að sögn Kristins Hugasonar hrossaræktarráðunautar Bændasamtakanna eru þær liður í að koma á gæðaskýrslukerfi í hrossaræktinni. Frá 1991 hefur verið haldið utan um skýrsluhaldið í Feng, gagnasafni BÍ í hrossarækt. Meira
9. október 1998 | Dagbók | 636 orð

Í dag er föstudagur 9. október, 282. dagur ársins 1998. Díónysíusmessa. Orð dag

Í dag er föstudagur 9. október, 282. dagur ársins 1998. Díónysíusmessa. Orð dagsins: Auðveldara er úlfalda að fara í gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki. (Markús, 10, 25. Meira
9. október 1998 | Í dag | 175 orð

Í grófum dráttum er helsta verkefni sagnhafa að koma s

Útspil: Tígulgosi. Hvernig myndi lesandinn spila? Hvað með lítið hjarta að hjónunum? Eða bara spaðaás og spaða strax? Nei, hvorugt er leiðin til lífins í þetta sinn. Helsta hættan í spilinu er sú að austur eigi einspil í spaða og geti yfirtrompað síðari spaðann. Meira
9. október 1998 | Í dag | 518 orð

Lífeyrissjóðurinn Framsýn

MÉR finnst sem mörgum öðrum sjóðsfélögum að stjórnendur sjóðsins séu farnir að spila djarft með lífeyri okkar. Það spurðist út að stjórn sjóðsins hefði keypt skuldabréf í ágústmánuði útúr nauðungarsölu á óbyggðum eignum uppá litlar þrjátíu og sex milljónir króna. Það hefði tekist að þinglýsa bréfum á óbyggð hús uppá um sjötíu milljónir sem ekkert stóð að baki. Meira
9. október 1998 | Fastir þættir | 72 orð

Mannfjöldi í Laufskálarétt Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson

MIKILL mannfjöldi sótti að venju Laufskálarétt í Skagafirði sem haldin var í blíðviðri á laugardaginn var. Er talið að nú hafi verið þar á þriðja þúsund manns, miklum mun fleira en hross sem munu hafa verið 5­600. Bændur í Viðvíkursveit og Hjaltadal reka hross á Kolbeinsdal sem er grösugur og fagur en þar var byggð fram um miðja öldina. Meira
9. október 1998 | Í dag | 414 orð

MIKIL samkeppni ríkir á smásölumarkaði um þessar mundir og er hún tvímæ

MIKIL samkeppni ríkir á smásölumarkaði um þessar mundir og er hún tvímælalaust af hinu góða fyrir neytandann. Opnun verslunar Akureyringa í Mjóddinni í Reykjavík hefur aukið átökin. Ný stétt manna verður stöðugt meira áberandi þegar gengið er um stórmarkaði og skoðað í hillur. Meira
9. október 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Námskeið fyrir hestamenn á Hvanneyri

NÁMSKEIÐAHALD hefst á Bændaskólanum á Hvanneyri nú í október og eru tvenns konar námskeið í boði fyrir hestamenn á haustönn. Ingimar Sveinsson verður með námskeiðið Tamningar í hringgerði með aðferðinni "Af frjálsum vilja". Verður boðið upp á tvö námskeið á haustönn. Hið fyrra verður 27.­29. nóvember og hið síðara 4.­6. desember. Meira
9. október 1998 | Fastir þættir | 227 orð

Safnaðarstarf Nýtrúarhreyfingar og kristin trú ÞÁ ER að he

ÞÁ ER að hefjast námskeiðið "Nýtrúarhreyfingar og kristin trú" í Hafnarfjarðarkirkju. Á námskeiðinu verða skoðaðar helstu stefnur innan svokallaðra nýtrúarhreyfinga og kenningar þeirra bornar saman við kristna trú. Sérstök áhersla verður lögð á stjörnuspeki, jóga, moonisma og sértrúarhópa sem boða nýja túlkun á biblíunni, jafnvel í andstöðu við kristna hefð. Meira
9. október 1998 | Í dag | 204 orð

STÖÐUMYND D HVÍTUR leikur og vinnur.

STÖÐUMYND D HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp í sögulegri viðureign Bandaríkjamanna og Hollendinga á Ólympíumótinu, sem lyktaði með 4-0 sigri hinna fyrrnefndu. Gregory Kaidanov(2.625), Bandaríkjunum, hafði hvítt og átti leik gegn Friso Nijboer (2.525) 20. Bf6! - Rxd4 21. Rg4 - Rf5 22. Meira

Íþróttir

9. október 1998 | Íþróttir | 205 orð

Birkir á heimleið

BIRKIR Kristinsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur tilkynnt forráðamönnum Norrköping í Svíþjóð að hann verði ekki áfram hjá félaginu. "Við hjónin höfum tekið þá ákvörðun að flytja aftur heim í haust og ég stefni á að leika með liði í efstu deild Íslandsmótsins næsta sumar, en Kristinn, sonur okkar, byrjar í skóla eftir ár," sagði Birkir við Morgunblaðið í gær. Meira
9. október 1998 | Íþróttir | 74 orð

Blatter mætir til leiks

SEPP Blatter, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, kemur til Íslands til að fylgjast með Evrópuleik Íslendinga og Rússa á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn kemur. Blatter mun m.a. ræða við tvo ráðaherra ­ Halldór Áskelsson utanríkisráðherra og Björn Bjarnason menntamálaráðherra, á meðan á dvöl hans stendur hér á landi. Meira
9. október 1998 | Íþróttir | 80 orð

Ellefu stiga frost í Armeníu

ÞEGAR landsliðshópurinn í knattspyrnu kemur til Armeníu kl. 21.50 að staðartíma í kvöld (kl. 16.50 að ísl. tíma) verður ellefu stiga frost í Jerevan samkvæmt veðurspá. Þegar 21 árs landsliðið leikur á morgun í borginni Gjumri, sem er um 100 km fyrir norðan Jerevan, verður léttskýjað og sextán stiga hiti. Það verður orðið svalt þegar a-landsliðið leikur í Yerevan kl. Meira
9. október 1998 | Íþróttir | 1019 orð

Hollt er heima hvat

Það er hvorki fjölmennur né hávær hópur sem stendur á bak við velgengni FH á síðustu árum, sem skilað hefur bikarnum í hús í sjö skipti af síðustu átta árum, sigur í karlakeppninni 11 ár í röð og í kvennabikarnum í fyrra, Meira
9. október 1998 | Íþróttir | 14 orð

Í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni, Eggjabikarinn: Sauðárk.:Tindastóll - Skallag.20 Akranes:ÍA - Þór Þ.20 Ísafjörður:KFÍ - Meira
9. október 1998 | Íþróttir | 110 orð

Knattspyrna

Riðlakeppni unglingalandsliða í Frakklandi. Ísland - Hvíta-Rússland1:1 Ingi Hrannar Heimisson skoraði markið Íslands með skalla rétt fyrir leikslok, eftir sendingu frá Marel Baldvinssyni. H-Rússar skoruðu sitt mark á síðustu mín. fyrri hálfleik. Einum þeirra var vísað af leikvelli á 70 mín. og sóttu íslensku strákarnir grimmt eftir það. Meira
9. október 1998 | Íþróttir | 495 orð

Langþráður draumur að veruleika

FH-ingar fengu í vor langþráða utanhússaðstöðu til æfinga og keppni á íþróttasvæðinu í Kaplakrika, en um árabil hafði félagið þurft að æfa við fábreyttar aðstæður utanhúss og margir af keppnismönnum þess sóttu æfingar á Laugardalsvöll í Reykjavík þar sem mun betri aðstaða var fyrir hendi. Meira
9. október 1998 | Íþróttir | 110 orð

Leynileg atkvæðagreiðsla hjá leikmönnum Rússlands

LEIKMENN rússneska landsliðsins, sem mæta Íslendingum á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn, voru með leynilega atkvæðagreiðslu um hver ætti að bera fyrirliðabandið í leikjum þeirra gegn Frökkum á morgun og Íslendingum á miðvikudaginn. Meira
9. október 1998 | Íþróttir | 129 orð

Minni matur með en til stóð

EKKI er talin ástæða til að taka allan kost með til Armeníu eins og til stóð þar sem staðfest hefur verið að hótel Armenía, sem íslenski hópurinn dvelur á, hafi góðan mat á boðstólum. Engu að síður fer Ragnar Guðmundsson, matreiðslumeistari á Lauga-Ási, með mat og drykk fyrir hópinn til að gæða sér á á heimleiðinni. Meira
9. október 1998 | Íþróttir | 153 orð

Sigurður Örn í stað Péturs

PÉTUR Marteinsson fer ekki með landsliðinu til Armeníu árdegis í dag vegna meiðsla og var Sigurður Örn Jónsson í KR valinn í staðinn. Pétur verður áfram í meðferð hjá sérfræðingum í Reykjavík og vonast til að geta leikið á móti Rússum á miðvikudag. "Það er hundfúlt að geta ekki farið með en svona er þetta, ég er ekki tilbúinn," sagði Pétur við Morgunblaðið eftir morgunæfinguna í gær. Meira
9. október 1998 | Íþróttir | 72 orð

Sjónvarpað til Moskvu

LEIKUR Íslands og Rússlands á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn kemur verður kl. 17.45. Ástæðan fyrir því að ekki verður leikið um kvöldið er að leiknum verður sjónvarpað beint til Moskvu, kl. 21.45 að staðartíma. Þýska fyrirtækið UFA, sem á sýningarrétt frá heimsleikjum Íslands í Evrópukeppni landsliða, óskaði upphaflega eftir því að leikurinn færi fram kl. 16. Meira
9. október 1998 | Íþróttir | 300 orð

Skipt um tvo varnarmenn

Meiðsl tveggja lykilmanna gerir það að verkum að Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, verður að gera mannabreytingar í vörninni í leiknum á móti Armeníu á Razdan-leikvanginum í Jerevan á morgun. Hann sagði við Morgunblaðið að alltaf væri slæmt að missa góða menn en maður kæmi í manns stað og hann treysti sínum mönnum til að gera það sem þyrfti að gera. Meira
9. október 1998 | Íþróttir | 424 orð

Sverrir fer á fornar slóðir

SVERRIR Sverrisson er eini Íslendingurinn í hópnum, sem hefur komið til Armeníu, en hann lék þar með Malmö á móti Shirak Gyumri í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í sumar. "Við unnum 2:0 á Razdan- leikvanginum í Jerevan og svo 5:0 heima," sagði Sverrir við Morgunblaðið. "Mótherjar okkar eru í toppbaráttunni og eiga væntanlega einhverja landsliðsmenn en leikmennirnir voru almennt leiknir. Meira
9. október 1998 | Íþróttir | 154 orð

Ungmennin skila sér áfram

"UNGLINGARNIR eru farnir að skila sér upp í eldri flokkinn þannig að nú er maður farinn að sjá laun erfiðis undanfarinna ára," segir Eggert Bogason, kastaþjálfari FH-inga. "Í haust komu rúmlega tuttugu einstaklingar í elsta flokkinn, sem er mun fleiri en undanfarin ár. Meira
9. október 1998 | Íþróttir | 985 orð

Vildum standa og falla með okkar hóp

"SIGURINN í bikarkeppninni á dögunum var sá sætasti af þeim ég hef tekið þátt í að vinna," segir Ragnheiður Ólafsdóttir, aðalþjálfari FH. "ÍR- ingar voru með mjög sterkt lið og fyrirfram líklegri til sigurs. Þeir voru búin að fá mikinn liðsauka og ætluðu að vinna bikarinn af okkur. Meira
9. október 1998 | Íþróttir | 467 orð

Vilja sjá öfluga sókn á útivelli

Íslenska landsliðið í knattspyrnu heldur til Armeníu árdegis í dag en það mætir landsliði heimamanna í Jerevan í Evrópukeppni landsliða á morgun. "Undanfarna mánuði höfum við verið að þróa leik okkar og æfingarnar fyrir komandi viðureign miða að því að byggja upp markvissa sókn á útivelli," sagði Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, við Morgunblaðið eftir æfingu í gær. Meira
9. október 1998 | Íþróttir | 176 orð

Þórður spenntur fyrir nýju tilboði Genk

Þórður Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er spenntur fyrir nýju tilboði sem Genk gerði honum og hann verður að svara fyrir 15. október. "Félagið svaraði gagntilboði mínu með þessu tilboði sem er mjög gott og ég er alvarlega að hugsa um að taka því," sagði Þórður við Morgunblaðið í gær. Meira

Úr verinu

9. október 1998 | Úr verinu | 158 orð

"Hrein búbót"

BEITIR NK er nú kominn með um 8.000 tonn af kolmunna frá því veiðar hófust í ágúst. Í síðasta túr fengu þeir á Beiti um 1.000 tonn á fimm dögum, meðal annars eitt 250 tonna hol. Síldarvinnslan í Neskaupstað á Beiti og hefur hún nú tekið á móti um 27.000 tonnum af kolmunnanum til bræðslu. Meira
9. október 1998 | Úr verinu | 236 orð

Lokun LoftskeytaESiglufirði mótmælt

BÆJARRÁÐ Siglufjarðar hefur sent frá sér ályktun þar sem fyrirhuguð lokun Loftskeytastöðvarinnar á Siglufirði er harðlega gagnrýnd. Er aðgerðin sögð ganga þvert á stefnu stjórnvalda í byggðamálum. Meira
9. október 1998 | Úr verinu | 158 orð

Óbreytt næsta ár

SAMKOMULAG hefur náðst um nýtingu og veiðar úr norsk-íslenzka síldarstofninum á næsta ári. Á fundi aðildarríkjanna, sem haldinn var í Reykjavík s.l. miðvikudag, varð það niðurstaðan að heildarafli og skipting milli veiðiþjóðanna yrði sú sama 1999 og á þessu ári. Jafnframt var samþykkt að draga úr veiðum í framtíðinni, verði þess talin þörf til að tryggja sem bezta nýtingu síldarstofnsins. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

9. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 69 orð

Fyrirkomulag og markmið

NÁMSKEIÐ í sálrænni skyndihjálp er byggt upp á fyrirlestrum, umræðum og hópvinnu. Markmið þess er að fræða almenning um: -muninn á stóráfalli og áfalli -áhrif áfalls á einstaklinginn -eðlileg viðbrögð einstaklinga við óeðlilegum aðstæðum -áhrif streitu á einstaklinginn -ýmsar tegundir af lífskreppum Meira
9. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1218 orð

Grænmetið með fjölbreyttustu möguleikana Gulrótin er sú grænmetistegund sem býður upp á hvað fjölbreyttasta matreiðslumöguleika

ÞAÐ VAR alltaf sagt við okkur krakkana ­ hér í den ­ að við ættum að borða gulrætur, vegna þess að það væri svo gott fyrir augun. Við færum að sjá betur. Svosem ágætis tíðindi fyrir okkur sem vorum svo sjónlaus að þegar við komum heim til okkar eftir að hafa fengið gleraugu, Meira
9. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1491 orð

Hellisbúinnhefur orðiðÁ fjölum Íslensku óperunnar hefur Bjarni hellisbúi tæplega fjörutíu sinnum tjáð sig opinskátt um samband

HELLISBÚINN Bjarni kvaddi sér hljóðs í Íslensku óperunni í sumar, enda fannst honum ekki vanþörf á að leiða afkomendur sína á vit sannleikans um upprunann og eðlishvatirnar óumbreytanlegu. Þótt langt sé um liðið síðan veiðimaðurinn kom sérhvern dag færandi hendi með bráðina til Ernu eiginkonu sinnar, "annálaðs safnara", Meira
9. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 243 orð

Kona fer á stjá

KONA fer á stjá. Þvær sér upp úr andlitssápu og ber á sig dagkremef hún er tímabundin. Ef ekki, finnur hún til fílapenslabana, bóluhyljara og lýsingarkrem fyrir hárin á efri vörinni. Hugsar um að fara í rafmagnsháreyðingu. Meira
9. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 284 orð

Of vinsælir til þess að vera í tísku?

EFTIR að hafa baðað sig í áratug í sviðsljósinu hefur æfingaskónum nú verið kastað út í ystu myrkur eftir því sem tískusérfræðingar segja. Frá því að vera einhvers konar máttarstólpi í samfélagi þeirra sem skapa tískuna eru æfingaskór nú í augum þeirra sömu orðnir tákn fyrir algjöra mótsögn þess. Meira
9. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1150 orð

Orrustan við spegilinn

KONAN, ÚTLITIÐ OG KRÖFURNAR Í fyrstu af þremur opnugreinum Daglegs lífs er fjallað um fegurðarviðmið. Orrustan við spegilinn Í umbúðaveröld samtímans tekur ein krafa flestum öðrum fram. Krafan um að líta vel út. Meira
9. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 130 orð

Spegill, spegill herm þú hver...

SJÁLFSMYND fólks, kvenna jafnt sem karla, er margbrotið fyrirbæri en þó virðist margt benda til þess að ytra atgervi vegi þar sífellt þyngra. Í Daglegu lífi í dag og næstu tvær vikur eru þessi mál skoðuð með sérstöku tilliti til íslenskra kvenna. Í blaðinu í dag er stiklað á breytilegum fegurðarviðmiðum og fjallað um viðleitni kvenna til þess að breyta sífellt og bæta útlit sitt. Meira
9. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 726 orð

Þegar hárgreiðslan vekur meira umtal en fréttin

ÉG held ég hafi alltaf verið talin frekar lummuleg ­ hef aldrei spáð í útlit og verið fremur áhugalaus um tísku," segir Brynhildur Ólafsdóttir, fréttakona á Stöð 2. Er hún hóf störf í sjónvarpi grunaði hana ekki hvílíka breytingu á útlitskröfum það hefði í för með sér, en hún vann áður á dagblaði og í útvarpi. Meira
9. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 490 orð

Ævintýraleg fegurð og frami kvenna

SPEGILL, spegill, herm þú hver, hér á landi fegurst er! Ákall úr gömlu ævintýri endurómar óneitanlega í nútímasamfélögum þar sem ytri fegurð er æðsta takmark og eilíft viðmið. Og fleiri skurðpunkta má finna ef vel er að gáð. Mitti, hár og megrun Meira
9. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1304 orð

Öðrum hjálpað til að hjálpa sér sjálfum

ÞAÐ ERU gömul sannindi og ný að slys og veikindi hafa ekki bara í för með sér líkamleg einkenni: Andlegt álag sem fylgir því að lenda í alvarlegum áföllum er verulegt og getur dregið dilk á eftir sér ef ekkert er að gert. Meira
9. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Öllum er hollt að líta sér nær

SJÁLFBOÐALIÐASTARF á vegum Rauða kross Íslands getur verið gefandi, en eðli málsins vegna er það einnig afar krefjandi. Störfin geta verið ýmiss konar og í þau sækir fólk úr öllum áttum. En hver sem störfin eru og hvaðan sem fólkið kemur, hvort það er fagfólk á sviðinu eða áhugamenn, er víst að námskeið í sálrænni skyndihjálp kemur því að notum. Meira

Lesbók

9. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1393 orð

INN Í EILÍFÐ ALDA

HÚN ER ekki margmál ­ "augun eru henni sem tungan öðrum". Hann er heillaður ­ skal glaður hrópa nafn hennar svo hátt að heyrist til hæstu tinda. Síðan ætlar hann að eiga hana, jafnvel þó hvíslað verði í hverju horni að hann sé að taka niður fyrir sig. Hann varðar hins vegar ekkert um auð og ættir ­ það er hún sem skiptir máli. Meira
9. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2480 orð

ÖÐRUVÍSI SPENNA

Kristján Jóhannsson kemur fram á minningartónleikum um föður sinn, Jóhann Konráðsson ­ Jóa Konn ­ á Akureyri annað kvöld. Skapti Hallgrímsson hitti Kristján og ræddi við hann um tónleikana og annað sem framundan er hjá stórtenórnum. KRISTJÁN er í símanum þegar mig ber að garði að heimili tengdaforeldra hans í Kópavoginum í gær. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.