Greinar fimmtudaginn 19. nóvember 1998

Forsíða

19. nóvember 1998 | Forsíða | 122 orð

Bob Livingston kjörinn einróma

ÞINGMENN repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings kusu í gær Bob Livingston næsta forseta deildarinnar. Mun hann taka við af Newt Gingrich, sem ákvað að segja af sér vegna kosningaúrslitanna 3. nóvember sl. Meira
19. nóvember 1998 | Forsíða | 213 orð

Cecilia er miðdepillinn í Mílanó

Reuters Cecilia er miðdepillinn í Mílanó Mílanó. Reuters. HÚN hefur verið 15 ára í 500 ár, var ástkona valdamikils manns og hún var máluð af snillingi. Um þessar mundir er hún á allra vörum í Mílanó. Meira en 40. Meira
19. nóvember 1998 | Forsíða | 305 orð

Nýtt Persaflóastríð talið vera óhjákvæmilegt

RÁÐAMENN í Bandaríkjunum og Bretlandi telja að nýtt stríð við Írak sé óhjákvæmilegt þar sem það sé nánast öruggt að Saddam Hussein Íraksforseti standi ekki við loforð sín um að reyna ekki að hindra vopnaleit eftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, UNSCOM. Meira
19. nóvember 1998 | Forsíða | 238 orð

Talið skýra minni nýliðun

SJÁVARHITI í Barentshafi er nú hálfri gráðu lægri en í meðalári og er það talið vera skýring á lítilli nýliðun fiskstofnanna. Norskir fiskifræðingar óttast einnig, að vöxtur fisksins verði ekki nema helmingur þess, sem hann var er best lét fyrir nokkrum árum. Nýlega var þorskkvótinn í Barentshafi skorinn mikið niður og þessar fréttir bæta ekki úr skák fyrir sjávarútveginn í Noregi. Meira
19. nóvember 1998 | Forsíða | 271 orð

Tyrkir mjög harðorðir í garð Ítala

MESUT Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands, sagði í gær að Ítalir væru samsekir um hryðjuverk ef þeir neituðu að framselja Abdullah Öcalan, leiðtoga skæruliðasveita Kúrda (PKK), til Tyrklands. "Ef þeir standast ekki þessa prófraun verða þeir samsekir um öll þau hryðjuverk sem PKK hefur nokkurn tíma framið. Meira

Fréttir

19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

21 keppir um titilinn "Herra Ísland"

ÞRIÐJA árið í röð stendur Fegurðarsamkeppni Íslands nú fyrir vali fegursta karlmanns Íslands. Keppnin er með svipuðu sniði og val Fegurðardrottningar Íslands þ.e. að undangengnar eru forkeppnir úti á landi og koma keppendur því víðs vegar af landinu. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

70% landsmanna styðja ríkisstjórnina

SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun Gallup, sem birt var í gær, styrja 70% landsmanna ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Er þetta mesti stuðningur sem ríkisstjórnin hefur notið í könnunum Gallups frá því um mitt ár 1995. Samkvæmt sömu könnun er fylgi Sjálfstæðisflokksins er nú rúmlega 47% eftir nokkra niðursveiflu og fylgi Framsóknarflokksins tæplega 18%. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Aðgerðir ráðuneyta gegn gerviverktöku

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra óskaði á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag eftir formlegu samstarfi við fjármálaráðherra um aðgerðir gegn gerviverktöku. "Ég hef lengi haft miklar áhyggjur af gerviverktöku. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Afhending Landgræðsluverðlauna

LANDGRÆÐSLUVERÐLAUN 1998 verða afhent í höfuðstöðvum Landgræðslunnar í Gunnarsholti föstudaginn 20. nóvember og hefst athöfnin kl. 15. Til að ná settum markmiðum um gróðurvernd og landbætur leggur Landgræðslan mikla áherslu á fræðslu, kynningu og þátttöku almennings í landgræðslustarfinu. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 271 orð

Afstaða Halldórs birtist á þinginu

HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, vill ekki tjá sig um hvort hann styður drög að ályktun um sjávarútvegsmál, sem lögð verður fyrir flokksþing flokksins, en þingið hefst á morgun. Í drögum að ályktun um sjávarútvegsmál er lagt til að hluti af aukningu veiðiheimilda verði leigður á kvótaþingi. Meira
19. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 162 orð

Álplata með neyðarnúmeri

FÉLAGAR úr íþróttafélögunum Þór og KA munu á næstunni ganga í hús og fyrirtæki að selja neyðarsímanúmersplötu, litla álplötu með neyðarnúmerinu. Þetta eru plötur sem henta á öll símatæki, hvort sem er farsíma, heimilis- eða fyrirtækjasíma. Meira
19. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 83 orð

Ánægjulegt samstarf

Grundarfirði-Það er orðinn árlegur viðburður meðal safnaðanna á norðanverðu Snæfellsnesi að kirkjuskólabörn, foreldrar þeirra, prestar og aðrir starfsmenn standa að einum sameiginlegum sunnudagaskóla. Að þessu sinni var hann haldinn í Grundarfjarðarkirkju sunnudaginn 15. nóvember. Hver staður hefur umsjón með ákveðnum liðum sunnudagaskólans. Meira
19. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 44 orð

Beðið eftir vetrarveðrum

ÞAÐ er ró yfir hreinkúnum þrem þar sem þær bíða eftir hinum hörðu vetrarveðrum á Smjörtungudal skammt utan Kárahnúka. Tíminn er notaður til afslöppunar eftir fitusöfnun sumarsins og kálfurinn fremst á myndinni notar tímann til að kjást við móðurina. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Boy George á Íslandi

BOY George var væntanlegur til landsins í gærkvöldi og verður plötusnúður á skólaballi hjá Menntaskólanum við Sund í kvöld á Hótel Íslandi og á skemmtistaðnum Inferno í Borgarkringlunni annað kvöld. Boy George, sem heitir réttu nafni George O. Dowd, var söngvari Culture Club einnar vinsælustu poppsveitar heims í lok áttunda og byrjun níunda áratugarins. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Bóksala á mbl.is

MORGUNBLAÐIÐ opnaði í gær nýjan vef á mbl.is, Bókatíðindi 1998, í samvinnu við Félag íslenskra bókaútgefenda. Á vefnum má finna 455 bókatitla með lýsingu og mynd frá 81 forlagi. Í framhaldi af þessari opnun hefur Morgunblaðið ákveðið að gera öllum kleift að kaupa bækur á vefnum. Þar verða allir bókatitlarnir til sölu og öll bókaforlögin hafa sömu tækifæri varðandi sölu bóka sinna. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

Breiðholtssímstöðin búin undir árið 2000

HUGBÚNAÐUR sjálfvirkrar símstöðar Landssíma Íslands í Breiðholti verður uppfærður aðfaranótt föstudagsins 20. nóvember. Af þessum sökum geta símnotendur í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi búizt við truflunum á símasambandi í stutta stund á bilinu klukkan eitt eftir miðnætti til klukkan sex að morgni föstudags. Meira
19. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 331 orð

Brýnast að örva efnahag Japans

BILL Clinton Bandaríkjaforseti hóf í gær fimm daga ferð til Asíu og sagði að ekkert væri mikilvægara fyrir stöðugleika í efnahagsmálum heimsins en aðgerðir til að blása lífi í efnahag Japans. Clinton verður í tvo daga í Japan og búist er við að hann leggi fast að Keizo Obuchi, forsætisráðherra landsins, að gera gangskör að því að örva efnahaginn og greiða fyrir auknum innflutningi til landsins. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Býður barnatilboð til Akureyrar

ÍSLANDSFLUG hefur ákveðið að bjóða börnum í fylgd með fullorðnum frítt flug milli Reykjavíkur og Akureyrar frá 20. nóvember til 16. desember. Allt að tvö börn að tólf ára aldri fá þannig frítt flug í fylgd með einum fullorðnum báðar leiðir. Tilboðið gildir í allar flugferðir, alla daga nema föstudaga og sunnudaga. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Bæklingar um MND-sjúkdóminn

MND-félagið hefur gefið út tvo bæklinga sem fjalla um það hvernig rætt er við börn um það þegar ástvinur þeirra fær MND-sjúkdóminn. Í öðrum bæklingnum eru leiðbeiningar fyrir foreldra og aðstandendur barnanna. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 309 orð

Börn fái sömu réttaraðstoð og fullorðnir

LÁRA Björnsdóttir, félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar, segir að það sé dómsmálayfirvalda að sjá börnum, sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi eða sifjaspellum, fyrir réttargæslumanni. "Það á að líta á börn sem einstaklinga og veita þeim sömu réttaraðstoð og fullorðnum," sagði hún, en Sif Konráðsdóttir lögmaður, Meira
19. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Börn og bænir

LÍF og fjör hefur verið á fjölskyldumorgnum í Glerárkirkju síðustu fimmtudaga en þá hafa mömmur, ömmur og börn komið saman, hlýtt hefur verið á fróðleg erindi sem tengjast barnauppeldi og börnin leikið sér saman. Í dag, fimmtudaginn 19. nóvember, ræðir sr. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

Dagskrá Alþingi ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfa

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál verða til umræðu. 1.Stjórnarskipunarlög. 1. umr. 2.Miðlun upplýsinga og samráð við starfsmenn á evrópska efnahagssvæðinu. 1. umr. 3.Lögheimili. 1. umr. 4.Tilkynningar um aðsetursskipti. 1. umr. 5.Tryggingagjald. 1. umr. Meira
19. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 244 orð

Efaðist um forystuhæfileika Jaglands

ANNAÐ bindi endurminninga Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, sem út kom í síðustu viku hefur vakið mikla athygli í heimalandi hennar. Ekki hafa allir verið sáttir við það sem þar kemur fram og í gær kom út óopinber ævisaga Brundtlands, þar sem ráðist er harkalega á hana. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Ego Dekor opnað í Hafnarfirði

NÝLEGA var opnuð húsgagna- og gjafavöruverslunin Ego Dekor að Bæjarhrauni 14 í Hafnarfirði. Í þessari nýju verslun er boðið upp á skrautmuni og nytjalist. "Hjá Ego Dekor verður lögð áhersla á að bjóða upp á vandaða og listræna muni fyrir heimilið, svo sem húsgögn og gjafavörur sem hannaðar eru af evrópskum listamönnum," segir í fréttatilkynningu. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 272 orð

Ekki hægt að grípa inn í þegar vitnað er í samtöl

ÓLAFUR G. Einarsson, forseti Alþingis, segir um þá gagnrýni Þórhalls Ólafssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra, að forseti þingsins hefði átt að grípa inn í þegar Ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður viðhafði ummæli um Þórhall á þingi í fyrradag, Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Endurvinna kertaafganga

Endurvinna kertaafganga KERTAGERÐ Sólheima hefur undanfarin tvö ár unnið að vöruþróun og gæðamálum á framleiðslu sinni þar sem að mestu er stuðst við náttúrulegt hráefni og endurvinnslu. Nú eru að koma á markað "endurunnin kerti" úr vaxafgöngum. Af þessu tilefni hafa Kertagerð Sólheima og OLÍS tekið höndum saman um söfnun á kertaafgöngum. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Erindi um hitalost í bakteríum

EIRNÝ Þórólfsdóttir MS-nemi flytur erindi um rannsóknarverkefni sitt föstudaginn 20. nóvember á Grensásvegi 12 á vegum Líffræðistofnunar. Erindið nefnist Hitalost í hitakæru bakteríunni Rhodothermus marinus. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Hér fylgir útdráttur úr erindinu: "Hitalostsviðbragðið er fyrirbæri sem sést hjá öllum lífsformum. Meira
19. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 407 orð

Evrópa leggi meira en ávísanir til lausnar mála

RÁÐHERRAR aðildarríkja Vestur- Evrópusambandsins (VES) samþykktu í lokaályktun tveggja daga fundar í Róm á þriðjudag að Evrópa yrði að hafa yfir sínum eigin varnarmálaarmi að ráða sem væri fær um að styðja af afli við umleitanir til að finna friðsamlegar lausnir á deilumálum á borð við þau sem hæst hefur borið á Balkanskaga á undanförnum árum. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 533 orð

Fjallað um Íbúðalánasjóð og smíði varðskips

FULLTRÚAR Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) hafa undanfarna daga verið hér á landi til að fara yfir stöðuna í útistandandi málum, þar á meðal flutning þeirra verkefna á vegum Íbúðalánasjóðs, sem áður voru í höndum veðdeildar Landsbanka Íslands, til Sauðárkróks og fyrirhugaða smíði varðskips fyrir Landhelgisgæsluna, en ágreiningur er um hvort verkefni þessi séu útboðsskyld. Indriði H. Meira
19. nóvember 1998 | Miðopna | 1442 orð

Flutningur hluta Íbúðalánasjóðs til útibús Búnaðarbankans á Sa

UNDIRBÚNINGSNEFND um stofnun Íbúðalánasjóðs fékk í upphafi þessa mánaðar tvö lögfræðiálit um það hvort bjóða eigi út þau viðskipti fyrir sjóðinn, sem færast eiga frá veðdeild Landsbanka Íslands hf., og er þar Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Framleiðnisjóður flytur í Borgarnes

LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur í samráði við stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins ákveðið að flytja aðsetur sjóðsins frá Reykjavík til Borgarness. Unnið hefur verið að undirbúningi flutningsins á undanförnum mánuðum og verði honum lokið fyrir áramót. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 1710 orð

Framsókn er helsta mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn

SIV Friðleifsdóttir alþingismaður hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis varaformanns Framsóknarflokksins. Hún telur að verði hún kjörin mun það styrkja stöðu Framsóknarflokksins og auka breidd í forystu hans. Meira
19. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 126 orð

Franskir fiskimenn

ELÍN Pálmadóttir blaðamaður flytur fyrirlestur um veiðar franskra fiskimanna við Ísland í stofu 25 í Háskólanum á Akureyri, við Þingvallastræti, næstkomandi laugardag, 21. nóvember, og hefst hann kl. 14. Elín hefur kynnt sér líf og veiðar þessara fiskimanna og samskipti þeirra við landsmenn og m.a. skrifað bókina Fransí Biskví um þetta efni, en hún kom út árið 1989. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 49 orð

Fræðslufundur um gigt á Selfossi

STJÓRN Gigtarfélags Suðurlands boðar til fræðslufundar um gigtarsjúkdóma á Hótel Selfossi fimmtudaginn 26. nóvember nk. kl. 20. Frummælandi verður dr. Björn Guðbjörnsson, gigtarsérfræðingur og yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, og nefnir hann erindi sitt Gigtin truflar svefninn. Umræður og fyrirspurnir að erindi loknu. Allir velkomnir. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 266 orð

Fyrsta skóflustungan tekin í dag

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA tekur í dag fyrstu skóflustunguna að byggingu hins nýja barnaspítala Hringsins sem rísa á á Landspítalalóð. Fyrirhugað er að spítalinn verði tekinn í notkun vorið 2001. Um verður að ræða rúmlega 6.000 fermetra byggingu, á fjórum hæðum. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 190 orð

Fyrsta vefvakt íslenskra almenningsbókasafna

Fyrsta vefvakt íslenskra almenningsbókasafna ÍSLENSK almenningsbókasöfn hafa verið að vinna að samstarfsverkefni um vefvakt á Netinu. Félag um vefbókasafn var stofnað 9. október sl. í þeim tilgangi að hafa formleg samtök um verkefnið. Meira
19. nóvember 1998 | Miðopna | 1118 orð

Fyrsti fundur Samtaka um líknandi meðferð á Íslandi

"FYRIR mér er það mikið líf að vinna í Heimahlynningu," sagði Valgerður en þar hefur hún starfað undanfarin níu ár. "Þar er verið að vinna með líf, jafnvel þótt það séu tveir dagar, tvær vikur eða tveir mánuðir eftir. Vinnan snýst um líf með það að markmiði að taka strax á einkennunum. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 1700 orð

"Gífurleg höft á alla útgáfustarfsemi"

NÝ GJALDSKRÁ sem umhverfisráðuneytið hefur sett fyrir útgáfu og birtingu gagna frá Landmælingum Íslands á prentuðu formi sætir harðri gagnrýni forsvarsmanna útgáfufyrirtækja og stofnana sem gefið hafa út prentað efni með kortum sem unnin hafa verið upp úr gögnum Landmælinga. Meira
19. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 258 orð

Grunnskóli Grindavíkur fær gjafabréf til tölvukaupa

Grunnskóli Grindavíkur fær gjafabréf til tölvukaupa Grindavík-Foreldra- og kennarafélag Grunnskóla Grindavíkur hélt aðalfund sinn nýverið. Edda Björgvinsdóttir, leikari, ræddi við foreldra á fundinum. Hún studdist aðallega við það efni sem hún notar á námskeið sín. Foreldrar sem fyrirmyndir var útgangspunkturinn. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð

Gæti valdið tíu milljarða tjóni á ári

EINAR K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að hvalveiðibannið gæti valdið Íslendingum fjárhagslegu tjóni upp á sjö og hálfan til tíu milljarða króna á ári fyrir utan þau útflutningsverðmæti sem hvalveiðin sjálf gæti skapað. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

Hangiosturinn að verða tilbúinn

REYKTUR ostur er ný afurð sem Grétar Sigurðarson hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Þingeyinga hefur verið að gera tilraunir með að undanförnu en slíkur matur er óvíða á borðum manna. Kvarg er tekið í grisju þegar verið er að gera Havarti ost og látið reykjast þar til komið er sterkt reykbragð. Osturinn gerjast í reyknum en hann þarf þrisvar sinnum meiri reyk en stórt sauðalæri. Meira
19. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 376 orð

Haugurinn verður um 4.000 tonn

STARFSMENN Hringrásar hafa síðustu vikur verið að brytja niður brotajárn á móttökusvæði Sorpsamlags Eyjafjarðar við Krossanes. Einnig er tekið við brotajárni í öðrum sveitarfélögum á svæðinu. Þegar hafa safnast yfir þrjú þúsund tonn af brotajárni sem borist hefur víða að af svæðinu, en gert er ráð fyrir að áður en yfir lýkur verði magnið um eða yfir fjögur þúsund tonn. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 228 orð

Heildaraflinn aukinn um 2.500 tonn

RÍKISSTJÓRN Íslands samþykkti á fundi sínum á þriðjudag tillögu sjávarútvegsráðherra um að mótmæla sóknarstýringu rækjuveiða á Flæmingjagrunni og hækka leyfilegan heildarafla íslenskra skipa á svæðinu úr 6.800 tonnum í 9.300 tonn. Meira
19. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 380 orð

"Hljómur hneykslisins"

RÖDDIN sem hvíslaði ástarorðum í eyra Bandaríkjaforseta fyrir fimm árum reynist vera ungæðisleg, reiðileg, ráðvillt og afar miður sín, þegar hlýtt er á 22 klukkustunda upptökur af símtölum Monicu Lewinsky, þá starfsstúlku í varnarmálaráðuneytinu, við starfssystur sína, Lindu Tripp. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð

Hreppti ferðavinning

Hreppti ferðavinning Í TENGSLUM við Ameríska daga sem voru á dögunum hjá verslunum KÁ þá efndu KÁ og Flugleiðir til ferðaleiks fyrir viðskiptavini KÁ og í vinning var utanlandsferð fyrir tvo til Minneapolis í Bandaríkjunum. Og hinn heppni viðskiptavinur KÁ var Þórunn Óskarsdóttir, Smáratúni 20, Selfossi. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 727 orð

Hugsjón eða skortur á skynsemi

FJÁRFESTING í ferðaþjónustu ­ arðsemi eða hugsjón? var yfirskrift morgunverðarfundar ferðahóps Gæðastjórnunarfélags Íslands. "Arðsemi eða hugsjón? "Mér sýnist svarið liggja í augum uppi, annað hvort hugsjón eða skortur á skynsemi," sagði Ingjaldur Hannibalsson prófessor, einn frummælenda, meðal annars í erindi sínu. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Innbrotsþjófar handteknir í Síðumúla

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók þrjá pilta undir tvítugu á sjötta tímanum í gærmorgun er þeir voru að brjótast inn í verslun í Síðumúla. Öryggisvörður verslunarinnar varð þeirra var og lét lögregluna vita. Piltunum hafði ekki tekist að brjóta sér leið inn í verslunina, en höfðu unnið talsverðar skemmdir við innbrotstilraunina. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Íkveikja í Hamraborg

SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík slökkti eld í ruslageymslu í Hamraborg 20 í Kópavogi um miðjan dag í gær. Kveikt hafði verið í ruslageymslunni og barst reykur í stigagang hússins. Reykur barst einnig í Nóatúnsverslun um viftu verslunarinnar, sem er við hlið hússins, en svo heppilega vildi til að rafvirki var á staðnum, Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Íslenska útvarpsfélagið opnar dagskrárvef

NÝR dagskrár- og þjónustuvefur var opnaður 17. nóvember undir auðkenninu ys.is. Allir ljósvakamiðlar Íslenska útvarpsfélagsins, Stöð 2, Sýn, Bíórásin, Fjölvarp, Bylgjan og Mónó, verða með heimasíður á vefnum. Einstakir dagskrárliðir miðlanna verða kynntir og boðið upp á tengingar við erlenda myndabanka og heimasíður framhaldsþátta, segir í fréttatilkynningu. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 273 orð

Íslenskur bakaranemi hlýtur gullverðlaun

Íslenskur bakaranemi hlýtur gullverðlaun ÞORVALDUR Borgar Hauksson bakaranemi hlaut gullverðlaun í keppni evrópskra hótel- og matvælaskóla sem fram fór í Algarve í Portúgal á föstudag. Verðlaunin hlaut Þorvaldur fyrir eftirrétt sem hann kallaði Eldsumbrotin á Íslandi. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Íþróttabúðin flutt á Grensásveg

ÍÞRÓTTABÚÐIN hefur flutt úr Borgartúni 20 á Grensásveg 8. Verslunin leggur áherslu á vörur frá Nike og einnig golfvörur í miklu úrvali frá Spalding, Maxfli, Top Flite, Masters og Etonic. Verslunin er opin mánudaga til föstudaga kl. 10­18 og laugardaga kl. 11­16. Morgunblaðið/Kristinn HILMAR Þorkelsson verslunarstjóri og Sigurður Reynisson. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 259 orð

JÓNAS GÍSLASON

JÓNAS Sturla Gíslason vígslubiskup lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í gær, miðvikudaginn 18. nóvember, tæplega 72ja ára að aldri. Jónas fæddist í Reykjavík 23. nóvember árið 1926. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Jóna Jónsdóttir húsmóðir og Gísli Jónasson skólastjóri. Jónas lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1946 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1950. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 160 orð

Kostnaður 153 milljónir á 5 árum

Á FIMM ára tímabili nam heildarferðakostnaður vegna utanlandsferða stjórnenda og starfsmanna Flugmálastjórnar rúmum 153 milljónum króna og voru heildarferðadagar alls 6.284. Eftirlitsferðir til að fylgjast með rekstri flugfélaga eða til að skrá flugvélar eru ekki reiknaðar með ferðadögum og heildarkostnaði. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 275 orð

Kostnaður hundruð þúsunda við hverja útgáfu

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur sett nýja gjaldskrá fyrir útgáfu og birtingu gagna frá Landmælingum Íslands og gagnrýna forsvarsmenn útgáfufyrirtækja og stofnana, sem gefa út prentað efni með kortum unnum upp úr gögnum Landmælinga, hana harðlega. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 478 orð

Kvennalistinn á mörkum þess þess að hljóta þingsæti

SAMTÖK um kvennalista næðu ekki inn þingmanni á Alþingi samkvæmt tillögum þeim sem nú liggja fyrir Alþingi um breytingu á skipan kjördæma- og kosningalaga og sé miðað við úrslitin í alþingiskosningunum árið 1995. Þetta kemur m.a. fram í útreikningum sem Þorkell Helgason stærðfræðingur gerði að beiðni Morgunblaðsins. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Kviknaði í út frá dráttarvél

LÖGREGLUMENN á Eskifirði telja að orsök eldsvoðans í fjárhúsi og hlöðu á bænum Stóru-Breiðuvík á Reyðarfirði megi rekja til skammhlaups í rafbúnaði dráttarvélar, sem stóð þétt upp við dyr fjárhússins. Talið er að neisti hafi hlaupið í vetni, sem myndaðist í rafgeymi dráttarvélarinnar með þeim afleiðingum að lítil sprenging varð, sem leiddi inn í stýrishús vélarinnar. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 31 orð

LEIÐRÉTT Í yfirfyrirsögn og á einum sta

Í yfirfyrirsögn og á einum stað í viðtali við Rannveigu Ármannsdóttur á blaðsíðu 8 í gær var nafn Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins ritað sem Alþjóðaskrifstofa Háskóla Íslands. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
19. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 148 orð

Loftsteinahrapið olli vonbrigðum

VÍÐSVEGAR um Asíu urðu þeir sem ætluðu að fylgjast með loftsteinahrapinu í fyrrinótt fyrir nokkrum vonbrigðum því skýjabólstrar og rigningar gerðu það að verkum að aðstæður til að fylgjast með þessari mögnuðu flugeldasýningu voru ekki sem bestar. Hafði því þó verið spáð að íbúar Asíu fengju besta sýn á fyrirbærið. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Loftsteinn yfir Austurlandi RAGNAR Axelsson ljósmyndari M

Loftsteinn yfir Austurlandi RAGNAR Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessa mynd af loftsteini sem þaut á gífurlegum hraða á himninum um kl. 1 aðfaranótt miðvikudagsins. Myndin er tekin í Fellabæ og sést yfir Egilsstaði. Ragnar tók myndina á tíu mínútum og skýrir það hreyfinguna sem er á stjörnunum á himni. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 412 orð

Lögreglumenn mótmæla nýju skipuriti

LANDSSAMBAND lögreglumanna (LL) boðaði í gær til blaðamannafundar þar sem vinnubrögð við úttekt og breytingar á embætti lögreglustjórans í Reykjavík voru harðlega gagnrýnd og segja lögreglumenn að hyldýpisgjá hafi myndast á milli lögreglumanna og æðstu yfirstjórnar lögreglunnar í landinu. Tilefnið var skýrsla VSÓ-ráðgjafar frá 26. október sl. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 57 orð

Málþing Félags ábyrgra feðra á Hótel Loftleiðum

FÉLAG ábyrgra feðra stendur fyrir málþingi á Hótel Loftleiðum laugardaginn 21. nóvember kl. 10­12 f.h. undir heitinu Eru pabbar óþarfir? Fundarstjóri verður Súsanna Svavarsdóttir. Ólafur Ingi Ólafsson, formaður FÁF, setur málþingið, Ragnar Ragnarsson, Félagi íslenskra leikskólakennara, Hólmfríður Sveinsdóttir, Kvenréttindafélagi Íslands, og sr. Bragi Skúlason flytja ávörp. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Morgunblaðið/Kristinn Verðlaunahafar heiðraðir UMHVERFI

Morgunblaðið/Kristinn Verðlaunahafar heiðraðir UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ stóð sl. þriðjudag fyrir samkomu til heiðurs dr. Ólafi Arnalds, samstarfsmönnum hans og aðstandendum verkefnisins Jarðvegsvernd, sem hlaut á dögunum umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Þarna voru fluttar ræður og ávörp og boðið upp á veitingar. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 31 orð

Myndasögur Moggans ­ vinningar

Í LITALEIK á baksíðu Myndasagna Moggans í gær, miðvikudaginn 18. nóvember, láðist að geta vinninga. Þeir eru: 10 myndbönd Töfrajól Fríðu, 20 Disney-bolir. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 269 orð

Myndi leiða til aukinnar misnotkunar

UMRÆÐA um lögleiðingu fíkniefna hérlendis hefur leitt ákveðinn hóp fólks til fundahalda og greinaskrifa um málefnið. Nú síðast birtist grein um málið í Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Helstu rökin eru þau að glæpum myndi fækka í kjölfar lögleiðingar og hefur verið leitað til reynslu Hollendinga í því samhengi, en þar þykir ekki refsivert athæfi að neyta kannabisefna. Meira
19. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 347 orð

Námfúsir könnuðu söguslóðir Eyrbyggju

Stykkishólmi-Jón Böðvarsson íslenskufræðingur hefur á síðustu árum hefur vakið mikinn áhuga hjá fólki á höfuðborgarsvæðinu á lestri Íslendingasagna. Hann hefur staðið fyrir námskeiðum þar sem hann les með fólki helstu sögur Íslendingasagna. Hafa námskeiðin notið mikilla vinsælda. Í vetur tekur Jón fyrir Eyrbyggjasögu. Eins og áður er aðsókn mikil. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 190 orð

Netið nýtt á norrænu bridsmóti

BRIDSSAMBÖND Norðurlandanna taka Netið í þjónustu sína á föstudaginn þegar þau standa fyrir sameiginlegu bridsmóti sem reiknað verður jafnóðum út og staðan birt á Netinu. Norðurlöndin hafa undanfarin ár staðið fyrir tvímenningsmóti þar sem spilarar í hverju landi spila sömu spil á sama tíma og reiknað er út í einu lagi á eftir. Meira
19. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 64 orð

Ný hárgreiðslustofa á Fáskrúðsfirði

Ný hárgreiðslustofa á Fáskrúðsfirði Fáskrúðsfirði-Albert Eiríksson, hárskeri, hefur opnað hársnyrti- og sólbaðsstofu. Efndi hann til hugmyndasamkeppni um nafn á stofunni og bárust yfir 200 nöfn. Valdi hann nafnið Albert frændi. Stofan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 10­20. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Ný kertabúð á Þórðarhöfða

NÝ kertabúð hefur verið opnuð á Þórðarhöfða 1 við hliðina á Hlöllabátum. Eigandi er Kolfinna Guðmunsdóttir og handsker hún kerti fyrir viðskiptavini í versluninni. Í kertabúðinni eru í boði íslensk kerti af öllum stærðum og gerðum. Einnig er hægt að fá handskorin skrautkerti í versluninni. Verslunin er opin virka daga frá kl. 10­18. Meira
19. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Nýtt tríó með tónleika á Norðurlandi

TRÍÓIÐ Gítar Islancio heldur tvenna tónleika á Norðurlandi í vikunni. Þetta er nýstofnað tríó, skipað gítarleikurunum Birni Thoroddsen og Gunnari Þórðarsyni og kontrabassaleikaranum Jóni Rafnssyni. Fyrri tónleikar tríósins verða á Café menning á Dalvík í kvöld, fimmtudag kl. 21.30, en hinir síðari á Kaffi Akureyri á morgun, föstudag, kl. 21.30. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 26 orð

Opið hús hjá Nýrri dögun

Opið hús hjá Nýrri dögun NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, verður með opið hús í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20­22 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Allir velkomnir. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Ók á ljósastaur

BIFREIÐ var ekið á ljósastaur við gatnamót Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka um kl. 13.30 í gær. Ökumaðurinn var ekki í bílbelti og hlaut höfuðmeiðsl er hann kastaðist í framrúðu bifreiðarinnar. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið en meiðslin voru minniháttar. Ljósastaurinn skemmdist og var kallaður út viðgerðarmaður til að lagfæra hann. Meira
19. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 187 orð

Patten neitar fréttum af endalokum RUC

CHRIS Patten, sem stýrir nefnd sem ætlað er að gera tillögur um úrbætur á lögregluliði N-Írlands (RUC), sagði í gær að frétt The Irish Times þess efnis í gærmorgun að RUC yrði lagt niður í núverandi mynd væri "algjör uppspuni". Meira
19. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 181 orð

Ráðstefna um Alzheimersjúkdóminn

FÉLAG áhugafólks og aðstandenda sjúklinga með Alzheimer og skylda sjúkdóma á Akureyri og nágrenni, FAASAN efnir til ráðstefnu í Oddfellowhúsinu á Akureyri laugardaginn 21. nóvember. Ráðstefnan verður sett kl. 10.30 og henni lýkur um kl. 17.30. Fjöldi erinda verður fluttur á ráðstefnunni, nefna má að Guðrún K. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Ráðstefna um sýndarheima

RÁÐSTEFNAN Sýndarheimar '98 verður haldin laugardaginn 21. nóvember nk. frá kl. 13­22 í nýju húsi Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands, Dunhaga 5. "Myndrænir, þrívíðir sýndarheimar munu hýsa þúsundir rafgesta á meðan tugir ráðstefnusala úti um allan heim munu gefa almenningi kost á að tengjast sýndarheimunum við bestu mögulegar aðstæður. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 391 orð

Rekja ættir til konunga og landnámsmanna

SÍÐUSTU árin hefur verið unnið að því að taka saman ættartölu Guðlaugs Tryggva Karlssonar þar sem raktar eru yfir 1.500 ættgreinar og eru ættir hans raktar til landnámsmanna og konungsætta á Norðurlöndum. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 648 orð

Rætt um reynsluna af kvótakerfinu

Á MORGUN, föstudaginn 20. nóvember, verður haldin ráðstefna á vegum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og sjávarútvegsráðuneytisins. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, hefur ásamt prófessor Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni séð um skipulagningu ráðstefnunnar. "Hagfræðistofnun hefur verið að skoða fiskveiðistjórnunarkerfið og ýmislegt sem tengist því. Meira
19. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 315 orð

Rætt um vopnahlé í Kongó

SAMEINUÐU Þjóðirnar og Einingarsamtök Afríkuríkja munu standa fyrir viðræðum í Botswana á föstudag til að reyna að tryggja vopnahlé í Lýðveldinu Kongó. Skæruliðar sem berjast gegn forsetanum Laurent Kabila munu í fyrsta sinn hafðir með í ráðum. Fulltrúar Lýðveldisins Kongós verða ekki viðstaddir viðræðurnar, en munu mæta til fundar í desember. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 30 orð

Samstarf um rekstur póstafgreiðslu í Hrútafirði

Samstarf um rekstur póstafgreiðslu í Hrútafirði ÍSLANDSPÓSTUR hf. hefur gert samkomulag við Staðarskála í Hrútafirði. Mun Staðarskáli taka að sér rekstur póstafgreiðslu á svæðinu. Samkomulagið tekur gildi um næstu áramót. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Selja 5 metra há gervijólatré

SKÁTAHREYFINGIN hefur í 6 ár selt gervijólatré til styrktar starfsemi sinni sem þeir nefna "sígræna jólatréð", en það er eftirlíking Normannsþins, að sögn skátanna. Nú bjóða þeir upp á hærri gervijólatré en áður hafa boðist hérlendis, en hæsta tréð sem þeir selja er 5 metra hátt. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 246 orð

Setuverkfall í Þjóðarbókhlöðu

NEMAR við Háskóla Íslands ætla að mótmæla skerðingu á þeim tíma sem Þjóðarbókhlaðan er opin með því að fara í setuverkfall í bókhlöðunni eftir lokun frá kl. 19 til 22 í kvöld. Í fréttatilkynningu frá stúdentum kemur fram að í byrjun skólamisseris í haust hafi lesaðstaða háskólanema verið skert verulega en Þjóðarbókhlaðan hefur að undanförnu verið opin frá kl. 8. Meira
19. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 38 orð

Skákmót

TÍU mínútna mót verður haldið í skákheimili Skákfélags Akureyrar í kvöld, fimmtudagskvöldið 19. nóvember kl. 20 og er það fyrir 45 ára og eldri. Á sunnudag, 22. nóvember kl. 14 verður haldið fimmtán mínútna mót í skákheimilinu. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Skátar gefa endurskinsmerki

SKÁTAR komu í heimsókn til nemenda 1. bekkjar í Álftanesskóla í gærmorgun og færðu þeim endurskinsborða og skátablað að gjöf. Íslenskir skátar hafa undanfarin ár sent endurskinsborða til allra sex ára barna í landinu. Meira
19. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 268 orð

Skjalaleyndarlögum beitt til að þagga niður í gagnrýnisröddum

KÍNVERSK yfirvöld handtóku í gær blaðamann þýzka fréttatímaritsins Der Spiegel í Peking og vísuðu úr landi, en hann er sakaður um að hafa haft kínversk leyniskjöl undir höndum. Þetta er í annað sinn í haust sem Kínverjar vísa erlendum blaðamanni úr landi. Þýzka utanríkisráðuneytið kom formlegum mótmælum á framfæri við sendiherra Kínverja í Bonn. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 211 orð

Snerpa heldur ráðstefnu um aldamótavanda

TÖLVU- og netþjónustan Snerpa á Ísafirði efnir til ráðstefnu til fræðslu um vandamál tengd ártalinu 2000 í tölvu- og upplýsingakerfum nk. laugardag 21. nóvember kl. 14 í matsal Framhaldsskóla Vestfjarða á Ísafirði og jafnframt í bókasafninu á Patreksfirði um fjarfundakerfi framhaldsskólans. Meðal ræðumanna verða Ingólfur Helgi Tryggvason, framkvæmdastjóri Hugmóts hf. sem m.a. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 457 orð

Spáð yfir 20 þúsund tonna minni afla á árinu

VEIÐAR á úthafsrækju innan lögsögunnar hafa gengið mjög illa að undanförnu og hefur aflasamdrátturinn aukist dag frá degi það sem af er vertíðinni. Er rækjuaflinn það sem af er fiskveiðiárinu töluvert minni en á sama tímabili í fyrra, en rækjuveiði var einnig mjög treg á seinasta fiskveiðiári. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 707 orð

Spyrnt við þróun síðustu missera

MIKLAR umræður urðu um byggðamál á Alþingi á þriðjudaginn þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra mælti fyrir stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998 til 2001 með tillögu til þingsályktunar. Forsætisráðherra sagði með stefnunni ætlunina að taka á þeim vanda sem væri við að etja, taldi hana vera ágæta viðspyrnu en sagði hins vegar ekki unnt að snúa við búsetuþróun síðustu missera í einu vetfangi. Meira
19. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 554 orð

Staða heilbrigðismála viðkvæmt deiluefni

ÁHRIF hugsanlegs aðskilnaðar á efnahag Quebec-fylkis og dapurleg staða í heilbrigðismálum í fylkinu voru helstu deiluefnin er stjórnmálaleiðtogar mættust í sjónvarpskappræðum í fyrrakvöld vegna komandi kosninga í Quebec, er haldnar verða 30. nóvember nk. Meira
19. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 742 orð

Starr yfirheyrður í beinni útsendingu

KENNETH Starr, sérskipaður saksóknari í málum Bill Clintons Bandaríkjaforseta, verður tæplega tekinn neinum vettlingatökum, er hann kemur fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Verður þetta í fyrsta sinn sem Starr gefst færi á að verja hina umdeildu rannsókn á hendur forsetanum, ekki síst þann hluta hennar sem tengist kynferðissambandi forsetans við lærlinginn Monicu Lewinsky. Meira
19. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 502 orð

Stefnt að samvinnu um viðreisn efnahagslífsins

LEIÐTOGAR aðildarríkja Efnahagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja (APEC) hétu því í gær að vinna saman að áætlun um viðreisn í efnahagslífi Asíulanda, en sérfræðingar voru á einu máli um að sameiginleg yfirlýsing þeirra markaði ekki tímamót. Fundi samtakanna lauk í Kuala Lumpur í gær. Meira
19. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 464 orð

Stjórnarfrumvarpi hafnað í fjórða sinn

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sakaði í gær Íhaldsflokkinn, sem er í stjórnarandstöðu, um að nýta sér hve yfirgnæfandi meirihluta íhaldsmenn hafa í lávarðadeildinni, efri deild brezka þingsins, til að "drepa" mikilvægt frumvarp um breytta tilhögun kosninga til Evrópuþingsins. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Truflun á símsambandi

BILANIR urðu í símstöðinni á Seltjarnarnesi og Rauðará í gær og ollu þær truflunum í símsambandi hjá um 4 þúsund notendum. Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Landsímanum, segir að bilanirnar hafi ekki verið alvarlegar og viðgerð tekið skamman tíma. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 230 orð

Tvær nýjar álmur á Vogi FYRSTA skóflustunga nýrra

Tvær nýjar álmur á Vogi FYRSTA skóflustunga nýrra áfanga við sjúkrahúsið Vog var tekin síðastliðinn þriðjudag og gerði það Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. Byggð verður álma við austurenda núverandi sjúkrahúss sem hýsa á göngudeild og önnur við vesturendann, en þar verður sérstök meðferðardeild fyrir ungt fólk. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Unglingameistaramót í skák

SKÁKSAMBAND Íslands heldur Unglingameistaramót Íslands 1998 fyrir skákmenn fædda 1978 og síðar dagana 20.­22. nóvember og verða tefldar 7 umferðir eftir monradkerfi. Umhugsunartími er 1 klst. á alla skákina. Þátttökugjöld er 800 kr. og verður teflt að Þönglabakka 1, félagsheimili Hellis. Skráningar eru í síma Skáksambands Íslands alla virka daga kl. 10­13 og á mótsstað föstudaginn 20. Meira
19. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 101 orð

Uppsagnarfrestur starfsfólks framlengdur

UPPSAGNARFRESTUR starfsfólks ullariðnaðarfyrirtækisins Foldu á Akureyri hefur verið framlengdur í að minnsta kosti einn mánuð til viðbótar, að sögn Hermanns Sigursteinssonar framkvæmdastjóra. Áður hafði uppsagnarfresturinn verið framlengdur fram í miðjan þennan mánuð. Hermann sagði fyrirtækið enn vera að vinna upp í samninga og þar starfa nú um 30 manns. Meira
19. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 35 orð

Veðurathugunarstöð við Gilsbakkagil

Veðurathugunarstöð við Gilsbakkagil EFTIR krapaflóðin á Bíldudal á síðasta ári var ákveðið að setja upp veðurathugunarstöð á staðnum. Stöðin sést á myndinni og í baksýn er Gilsbakkagil en þaðan koma skriðurnar gjarnan. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

Vegurinn tvöfaldaður á næsta ári

HAFIST verður handa við tvöföldun Vesturlandsvegar við Grafarholt milli gatnamótanna við Suðurlandsveg og gatnamótanna við Víkurveg næsta sumar og á verkinu að vera að fullu lokið fyrir kristnitökuhátíðina árið 2000. Áætlað er að kostnaður við tvöföldunina verði á bilinu 150-200 milljónir króna og verður verkið boðið út næsta vor. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Vill mat á umhverfisáhrifum

ÓLAFUR Örn Haraldsson alþingismaður sagði á borgarafundi, sem hann hélt um miðhálendi Íslands í gærkvöldi, að endurmat á virkjunaráformum á miðhálendinu væri óhjákvæmilegt. Fyrsta verkefnið á því sviði væri að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Fram til þessa hefði verið fylgt gagnrýnislausri nýtingarstefnu en nú væri rétt að staldra við og endurmeta stöðuna. Meira
19. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 291 orð

Vinnutímalöggjöf ESB færð út til bílstjóra og unglækna

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) lagði í gær fram tillögu þess efnis, að ákvæði vinnutímalöggjafar ESB um 48 stunda hámark á vikulegan vinnutíma yrðu færð út til unglækna, vörubifreiðastjóra og verkamanna við járnbrautir og á sjó. Í ESB-löndunum fimmtán snertir tillagan um fimm milljónir manna. Meira
19. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 255 orð

Þrengslavegur liggur að hluta yfir hellinn

SESSELJA Jónsdóttir, sveitarstjóri í Ölfushreppi, segir að í jarðskjálftunum um daginn hafi hrunið úr Raufarhólshelli, en vegurinn um Þrengsli liggur yfir hann. Hún telur að ákveðin hætta sé á að vegurinn fari í sundur í stórum jarðskjálfta og segir að þetta séu enn ein rök fyrir uppbyggingu Suðurstrandarvegar milli Grindavíkur og Þorlákshafnar. Meira

Ritstjórnargreinar

19. nóvember 1998 | Leiðarar | 596 orð

ÁGREININGUR Í STJÓRNSÝSLU

leiðariÁGREININGUR Í STJÓRNSÝSLU INNA HEFUR verið stöðvuð við byggingu verzlunar-, þjónustu- og íbúðarhúss á Laugavegi 53B í kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála að fella úr gildi byggingarleyfi bygginganefndar Reykjavíkurborgar. Meira
19. nóvember 1998 | Staksteinar | 286 orð

»Áhyggjur af persónuvernd minnka Það er nú mat lagastofnunar Háskólans, segi

Það er nú mat lagastofnunar Háskólans, segir Vilhjálmur Lúðvíksson í RANNÍS-fréttum, að núverandi frumvarpsgerð um gagnagrunn dragi mjög úr áhyggjum af persónuvernd og sambandi læknis og sjúklings. Breytt frumvarp Meira

Menning

19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 498 orð

"Á mörkum austurs og vesturs"

KÍNVERSKA listakonan Zhang Hong heillaðist af íslenskri náttúru þegar hún kom hingað til lands snemma á síðasta vetri. Sérstaklega heillaðist hún af víðáttum landsins, viðkvæmum gróðri, fossum og heitum hverum. Allt þetta veitti henni innblástur í þær myndir sem hún sýnir nú í baksal Gallerís Foldar en sýningunni lýkur nk. sunnudag. Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 398 orð

Ástin í skugga háskans

eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. 158 bls. Bókaútg. Skjaldborg. Prentun: Star Standard Industries Pte. Ltd. í Singapore. Reykjavík, 1998. HEITI bókar þessarar er dálítið óvenjulegt. En textinn er ekkert óvenjulegur. Birgitta er líka ofurvenjulegur skemmtisagnahöfundur. Þetta mun vera hennar sextánda skáldsaga. Meira
19. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 190 orð

Ástir ósamlyndra hjóna Endurskin (Afterglow)

Framleiðandi: Robert Altman. Leikstjóri og handritshöfundur: Alan Rudolph. Kvikmyndataka: Toyomichi Kurita. Tónlist: Mark Isham. Aðalhlutverk: Nick Nolte, Julie Christie, Lara Flynn Boyle og Jonny Lee Miller. (111 mín) Bandarísk. Skífan, október 1998. Bönnuð innan 12 ára. Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 158 orð

BORGIN bak við orðin er eftir

BORGIN bak við orðin er eftir Bjarna Bjarnason. Í kynningu segir: "Borgin bak við orðin er töfrandi skáldsaga þar sem sögur af einkennilegu konungsríki fléttast saman við ævintýralega frásögn úr óþekktri borg. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 76 orð

Bókakynning á Odda

HELGI Gunnlaugsson, dósent við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, kynnir í dag, fimmtudag, kl. 20.30, væntanlega bók sína um afbrot á Íslandi, Wayward Icelanders: Punishment, Boundary Maintenance and the Creation of Crime. Kynningin er í boði Félagsfræðingafélags Íslands og fer fram í húsi Félagsvísinda- og viðskipta- og hagfræðideilda Háskóla Íslands, stofu 101 í Odda. Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 133 orð

EITRUÐ epli er smásagnasafn ef

EITRUÐ epli er smásagnasafn eftir Gerði Kristnýju. Í kynningu segir að í bókinni séu saman komnar ellefu eitraðar smásögur, beisk epli sem engum ætti þó að verða meint af, því til þess eru sögurnar of fyndnar. Meira
19. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 317 orð

Ég var tilraunadýr

TIL HVERS eru skilgreiningar á tónlist? Ekki hefur blaðamaður hugmynd um það og enn síður María Björk Sverrisdóttir, sem hefur tekið sér listamannsnafnið Aría. Hún getur nefnilega ekki fellt nýútkomna breiðskífu sína undir hatt neinnar tónlistarstefnu, nema þá helst "trip-hop". Smáskífa gefin út í Frakklandi Meira
19. nóvember 1998 | Leiklist | 374 orð

Fornar og nýjar freistingar

Höfundur handrits Ólöf Sverrisdóttir. Leikstjóri: Margrét Pétursdóttir. Leikarar: Ólafur Guðmundsson og Ólöf Sverrisdóttir. Leikmynd og búningar: Áslaug Leifsdóttir. Danshöfundur og aðstoð við leikstjórn: Ólöf Ingólfsdóttir. Tæknimaður: Unnar Geir Unnarsson. Neskirkja 17. nóvember. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 316 orð

Friðarlist Yoko Ono í Belfast

LISTAKONAN Yoko Ono vonast til þess að framlag hennar á listahátíð, sem nú stendur yfir í Belfast, verði til að styrkja brothættan friðinn á Norður-Írlandi. Sýnir Ono verk sem spanna þrjátíu ára listamannsferil hennar en auk þess eru ný verk, þar á meðal eitt þar sem hún sækir innblásturinn til friðarsamninganna á Norður-Írlandi. Sýningin stendur fram í miðjan desember. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 545 orð

Fæðing skálds Samanburðurinn við verk foreldra Friedu Hughes er óhjákvæmilegur en hún ákvað engu að síður að láta slag standa og

FÆSTIR byrjendur á skáldabrautinni verða varir við mikinn áhuga á einkalífi sínu og bakgrunni. Þó eru þar á undantekningar, ekki síst ef um "óvenju vel ljóðrænt ættuð" skáld er að ræða, eins og segir á kápu ljóðabókarinnar "Wooroloo". Höfundur hennar, Frieda Hughes, er dóttir lárviðarskáldsins Ted Hughes, sem lést fyrir skemmstu, og skáldkonunnar Sylviu Plath, sem lést árið 1963. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 56 orð

Hausttónleikar í Ráðhúsinu

LÚÐRASVEIT verkalýðsins heldur hausttónleika sína í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 21. nóvember kl. 14. Á efnisskrá tónleikanna eru m.a. verk eftir Leonard Bernstein, Engelbert Humperdinck, Percy Aldridge Grainger, Rossini, Prokofieff og Gordon Langford. Alls leika um 40 hljóðfæraleikarar með Lúðrasveit verkalýðsins og stjórnandi sveitarinnar er Tryggvi M. Baldursson. Meira
19. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 1357 orð

Hinn brothætti Julio

ÞAÐ stóð víst aldrei til hjá Julio Iglesias að verða söngvari, ekki til að byrja með, að minnsta kosti. Nítján ára gamall stóð hann í marki spænska fyrstu deildar liðsins Real Madrid ­ þótti víst mjög efnilegur ­ en lenti þá í slæmu bílslysi með þeim afleiðingum að hann næstum því lamaðist og varð að eyða þremur árum í að ná heilsu aftur. Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 92 orð

JÖRÐ er sjötta ljóðabók

JÖRÐ er sjötta ljóðabók Ragnars Inga Aðalsteinssonar frá Vaðbrekku og hefur að geyma 35 ljóð. Í kynningu segir: "Ljóðin í Jörð eru "fágaðir, tærir og seiðandi söngvar um samskipti jarðar og manns". Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 62 orð

Kammertónleikar í Grensáskirkju

KAMMERTÓNLEIKAR Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir föstudaginn 20. nóvember kl. 20.30 í Grensáskirkju. Á efnisskrá er Tríó í g-moll op. 63 eftir C.M. von Weber, Strengjakvartett op. 77 nr. 1 í G-dúr eftir J. Haydn, Píanókvartett í g-moll Kv 478 eftir W.A. Mozart, Kvintett op. 57 fyrir píanó og strengjakvartett og Strengjakvartett nr. 1 eftir D. Sjostakovitsj. Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 132 orð

KAPALGÁTAN er eftir Jostein

KAPALGÁTAN er eftir Jostein Gaarder, í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur. Í kynningu segir: "Hans Tómas fer í ferðalag með pabba sínum frá Noregi til Grikklands. Þeir eru að leita að mömmu hans sem fór frá þeim feðgum fyrir átta árum. Á leiðinni hitta þeir dverg sem vísar þeim á þorp þar sem ekki er allt sem sýnist... Meira
19. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 60 orð

Konungur fönksins fékk áfall

SÖNGVARINN Rick James fékk hjartaáfall í vikunni, en hann gerði lagið "Super Freak" vinsælt árið 1981. Búist er við að James, sem er fimmtugur, nái fullum bata. Þessi sjálfkrýndi "konungur fönksins" reyndi að endurlífga vinsældir sínar árið 1996 eftir að hafa afplánað tveggja ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás á tvær konur þegar hann var undir áhrifum kókaíns. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 161 orð

Leyfi veitt fyrir "Spíralnum"

BYGGINGARNEFND í London hefur veitt leyfi fyrir afar umdeildri viðbyggingu við Victoria og Albert-safnið þar í borg. Allt frá því teikningar af byggingunni birtust fyrst, hefur staðið mikill styrr um hana, en hún hefur verið kölluð "Spírallinn" og gefur það nokkra hugmynd um útlitið. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 28 orð

Ljóðalestur í Gerðarsafni

Ljóðalestur í Gerðarsafni RAGNAR Ingi Aðalsteinsson ljóðskáld les úr nýrri ljóðabók sinni, Jörð, í Gerðarsafni, í dag, fimmtudag kl. 17. Upplesturinn er á vegum Ritlistarhóps Kópavogs. Aðgangur er ókeypis. Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 607 orð

Mannleg reisn og æðruleysi

Endurminningar James Huntington skráðar af Lawrence Elliot. Þýðandi Guðmundur Jónsson frá Hafrafelli. 164 bls. í kiljubroti. Mál og menning 1998. VEIÐIMENNSKA, karlmennska, æðruleysi og óttaleysi frammi fyrir harðneskjulegri náttúru er baksvið og umgjörð þessarar ævisögu kynblendingsins James Huntington sem alið hefur allan sinn aldur á heimskautasvæðum Alaska og Kanada. Meira
19. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 51 orð

Markheppinn aðalsmaður

KNATTSPYRNUGOÐIÐ Geoff Hurst tekur hattinn ofan eins og aðalsmanni sæmir eftir að hafa verið aðlaður af Elísabetu Bretadrottningu í Buckingham-höll. Hurst er eini knattspyrnumaðurinn sem hefur skorað þrennu í úrslitaleik í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Það var þegar Englendingar sigruðu Þjóðverja með fjórum mörkum gegn tveimur á Wembley-leikvanginum árið 1966. Meira
19. nóvember 1998 | Tónlist | 381 orð

Með tilfinningu

Tchaikovsky: Melodie; Bruch: Kol Nidrei; Schumann: Intermezzo, Träumerei; Brahms/Joachim: Ungverskur dans nr. 5; Marie: La Cinquantaine; Kreisler: Liebeslied, Liebesfreud, Schön Rosmarin; Benjamin: Rumba; Rimsky Korsakoff/Kreisler: Hindúasöngur; Groudis: Austurlenskur dans, Söngur hafsins; Schubert: Serenade; Dvorák/Kreisler: Slavneskur dans op. 72, nr. 2; De Falla/Kreisler: Spænskur dans. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 924 orð

Mikilvægt að koma framandleikanum til skila Nýlega kom út á íslensku skáldsagan Hestaskálin eða The Last Orders eins og hún

"ÉG var stödd í Bretlandi að vinna efni um samtímaskáldsögur sem ég ætlaði að nota við kennslu og í útvarpsþátt þegar Swift fékk Booker-verðlaunin. Ég kom mér í samband við hann og tók við hann viðtal. Kom í ljós að hann hafði áhuga á að fá bækur sínar útgefnar hér á landi. Meira
19. nóvember 1998 | Tónlist | 361 orð

Músíkalskt þras

Tónlist eftir Tómas R. Einarsson. Hljóðfæraleikarar: Tómas R. Einarsson (kontrabassi), Árni Heiðar Karlsson (píanó), Árni Scheving (víbrafónn), Einar Valur Scheving (trommur), Eyþór Gunnarsson (píanó), Guðmundur R. Einarsson (trommur), Gunnlaugur Briem (trommur og ásláttur), Jacob Fischer (gítar), Olivier Manoury (bandeoneón), Þórir Baldursson (hammond-orgel). Meira
19. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 268 orð

Nolte í ham Þjáningin (Affliction)

Framleiðandi: Linda Reisman. Leikstjóri: Paul Schrader. Handritshöfundur: Paul Schrader, byggt á bók Russels Banks. Kvikmyndataka: Paul Sarossy. Tónlist: Michael Brook. Aðalhlutverk: Nick Nolte, Sissy Spacek, James Coburn, Willem Dafoe, Mary Beth Hurt. 113 mín. Bandarísk. Myndform 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 186 orð

Ný bók í Ljóðasafni Helgafells

TÍMINN og vatnið eftir Stein Steinarr er endurútgefin í sérstakri afmælisútgáfu, en 13. október sl. voru níutíu ár liðin frá fæðingu hans. Þá eru á þessu ári liðin fjörutíu ár frá andláti hans og hálf öld frá því að tímamótaverk hans Tíminn og vatnið kom út. Í kynningu segir: "Steinn Steinarr er eitt fremsta ljóðskáld 20. Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 128 orð

Nýjar bækur BERTHOLD ­ kjötf

BERTHOLD ­ kjötfarsi er unglingabók eftir Smára Frey Jóhannsson og Tómas Gunnar Viðarsson. Franz Berthold er fjórtán ára gamall. Og hann hugsar mikið. "Ég er bara þannig gerður að ég þarf alltaf að velta mér upp úr hlutunum... Eitt er það til dæmis varðandi raksturinn... Hvort á maður að skafa upp eða niður?... Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 185 orð

Nýjar bækur GENGIÐ á brattann ­ Æv

GENGIÐ á brattann ­ Ævisaga Eyjólfs R. Eyjólfssonar "alkakrækis" er skráð af Eyrúnu Ingadóttur. Í kynningu segir að Eyjólfur R. Eyjólfsson hafi farið með fulla skjalatösku af frumsömdum ljóðum í áfengismeðferð á Silungapoll árið 1979 og hélt hann að þar gæfist góður tími til að yfirfara þau. Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 92 orð

Nýjar bækur GULLRÁ

GULLRÁNIÐ er eftir Jack Higgins í þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar. Höfundurinn þræðir krókóttar klækjabrautir undirheimalýðsins sem svífst einskis. Framið er fífldjarft rán á gullstöngum, að verðgildi hundruð milljóna sterlingspunda. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 68 orð

Nýjar bækur KAPPAR og kvenskörungar ­ Æviþæ

KAPPAR og kvenskörungar ­ Æviþættir fornmanna er eftirGísla Jónsson á Akureyri. "Í stuttum, kjarnmiklum og afar hnitmiðuðum texta dregur Gísli upp ógleymanlega mynd af 49 fornmönnum, konum og körlum. Í eftirmála eru tekin saman víðfræg vísdómsorð fornmanna. Fjöldi teikninga Gísla G. Jóhannssonar prýða bókina. Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 116 orð

Nýjar bækur LÚX er eft

LÚX er eftir Árna Sigurjónsson. Í kynningu segir: "Ungur heimspekinemi í Danmörku fær vinnu hjá íslenskum athafnamanni í Lúxemborg. Umsvifin reynast m.a. fólgin í því að selja Þjóðverjum flatbrauð með hangikjöti. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 67 orð

Nýjar bækur ORÐIN tóm er fyrsta

ORÐIN tóm er fyrsta bók Hafþórs Ragnarssonar og hefur að geyma ellefu ljóða hans. Bókin er í minningu vinar hans, Jóhannesar Hjaltasonar. Hafþór Ragnar er fæddur í Reykjavík árið 1971, en ólst upp í Kópavogi. Ljóð hans hafa birst í blöðum og tímaritum. Útgefandi er höfundur. Kápa og prentvinnsla: Prentþjónustan ehf. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 94 orð

Nýjar bækur ÓENDANLEGA uppsprettan þín

ÓENDANLEGA uppsprettan þín er eftir Ann Wigmore í þýðingu Einars Þorsteins. Bókin var fyrst gefin út í Bandríkjunum árið 1983 og er svokölluð sjálfshjálparbók. Í kynningu segir: "Í bókinni eru m.a. kenndar nokkrar huglægar aðferðir til þess að ná betri árangri í eigin lífi og aðrar til að viðhalda betur eigin líkama. Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 180 orð

Nýjar bækur PÓSTHÓLF dauðans

PÓSTHÓLF dauðans er önnur skáldsaga Kristins R. Ólafssonar. Sagan segir frá öldruðum Spánverja sem finnst látinn á heimili sínu í Madríd haustið 1992. Öll ummerki bera vitni um óvenjulegan dauðdaga, líklega morð. Sá gamli reynist hafa verið vopnabróðir Hermanns B. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 47 orð

Nýjar bækur SÁÐMAÐURINN er ljóð

SÁÐMAÐURINN er ljóðabók eftir Harald S. Magnússon. Í bókinni eru 52 stutt ljóð. Mörg sækja yrkisefni til íslenskrar náttúru. Áður hefur höfundur gefið út eina ljóðabók og skrifað nokkrar bækur fyrir börn. Höfundur gefur út. Bókin er 56 bls., prentuð í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Haraldur S. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 147 orð

Nýjar bækur SEIÐUR úlfanna er e

SEIÐUR úlfanna er eftir breska metsöluhöfundinn Nicholas Evans, í þýðingu Helga Más Barðasonar. Sagan gerist í smábæ í Montana í Bandaríkjunum. Þar hafa ekki sést úlfar í heila öld en þegar þeir birtast á ný kvikna deilur og gamalgróið hatur. Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 143 orð

Nýjar bækur STYRJALDARÁRIN á

STYRJALDARÁRIN á Suðurlandi er eftir Guðmund Kristinsson. Bókin fjallar um hernám og hernaðarumsvif á Suðurlandi á árunum 1940­45. Sagt er frá um 40 herstöðvum Breta, Kanadamanna og Bandaríkjamanna á ýmsum stöðum á Suðurlandi. Fjallað er m.a. um ótta Breta við þýska innrás og varnarviðbúnað þeirra á Suðurlandi. Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 115 orð

Nýjar bækur SVIPÞING ­ minningaþæt

SVIPÞING ­ minningaþættir eftir Svein Skorra Höskuldsson. Meginhluti þessarar bókar eru minningar Sveins Skorra Höskuldssonar prófessors um afa sinn og ömmu og aðra forfeður sína og er sögusviðið fyrst og fremst Skorradalur, Reykjadalur og Kaldakinn. Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 151 orð

Nýjar bækur SÆMUNDUR Valdimar

SÆMUNDUR Valdimarsson og stytturnar hans er eftir Guðberg Bergsson. Í kynningu segir: "Þegar Guðbergur Bergsson efndi til sýningar á alþýðulist í Galleríi SÚM árið 1974 var Sæmundur Valdimarsson einn þeirra sem brugðust við og sýndi þá í fyrsta skipti stytturnar sínar sem margir þekkja. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 99 orð

Nýjar hljómplötur FRÁ draumi til d

FRÁ draumi til draums ­ Kammerklúbburinn 40 ára hefur að geyma úrval tónlistar á tveimur plötum sem flutt var á fertugasta starfsárinu 1996­1997. Meðal efnis eru strengjakvartettar eftir Haydn og Beethoven og klarínettkvintett eftir Brahms auk tveggja söngljóða eftir hann. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 72 orð

ORÐSNILLD ­ fleyg orð úr ljóðum Einars Ben

ORÐSNILLD ­ fleyg orð úr ljóðum Einars Benediktssonar geymir u.þ.b. 200 fleygar hugsanir úr ljóðum Einars Benediktssonar sem Gunnar Dal hefur valið. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 278 orð

Reykjavíkurakademían í JL-húsið

REYKJAVÍKURAKADEMÍAN, sem stofnuð var í maí 1997 og er félagsskapur sjálfstætt starfandi fræðimanna, hefur fundið sér þak yfir höfuðið. Samtökin leigja skrifstofuhúsnæði í JL-húsinu við Hringbraut af fjármálaráðuneytinu en þar eiga allt að 25 manns að geta haft aðstöðu til fræðistarfa. Meira
19. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 231 orð

Rodman giftur Carmen Electra

KÖRFUBOLTAHETJAN Dennis Rodman gekk í það heilaga með sjónvarpsstjörnunni Carmen Electra í Las Vegas um síðustu helgi, að því er New York Post greinir frá. Electra leikur í framhaldsþáttunum "Hyperion Bay". Hún var í dökkum buxum í brúðkaupinu en Rodman virtist vera klæddur í lögreglubúning, segir í fréttinni. Ekki voru allir á eitt sáttir um brúðkaupið. Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 666 orð

Sagnfræðingurinn Sölvi Helgason

eftir Sölva Helgason. Jón Óskar vann textann. Útg.: Ólafur Jónsson, Reykjavík, 1998, 150 bls. ÞAÐ er óhætt að segja, að Sölvi Helgason, "heimspekingurinn smáði", hafi hlotið allnokkra uppreisn æru á síðustu árum. Tvennt ber þar hæst: starfsemina í Lónkoti og ævisöguritun Jóns Óskars. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 24 orð

Skólatónleikar í Egilsstaðakirkju

Skólatónleikar í Egilsstaðakirkju AÐRIR tónleikar Tónlistarskólans á Egilsstöðum á þessu misseri verða í Egilsstaðakirkju föstudaginn 20. nóvember kl. 20. Efnisskráin er blönduð söng og hljóðfæraslætti. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 217 orð

Sólókvöld í Tjarnarleikhúsinu

Sólókvöld í Tjarnarleikhúsinu ÞRJÚ íslensk dansverk verða frumsýnd í Tjarnarleikhúsinu föstudaginn 20. nóvember kl. 21. Það eru verkin "Schizo stories" eftir Helenu Jónsdóttur, Sannar sögur og lognar eftir Ólöfu Ingólfsdóttur og Sóló 8 eftir Helenu og Ólöfu. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 369 orð

Steven Isserlis gestur Sinfóníuhljómsveitarinnar

GESTUR Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónleikum hennar í Háskólabíói í kvöld kl. 20 verður breski sellóleikarinn Steven Isserlis. Kom hann til landsins í gærkvöldi frá Lundúnum, þar sem Elísabet drottning sæmdi hann á þriðjudag heiðursorðu breska heimsveldisins (CBE). Isserlis mun leika Sellókonsert í h-moll op. Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 105 orð

STJÓRNLAUS lukka er fyrsta ská

STJÓRNLAUS lukka er fyrsta skáldsaga Auðar Jónsdóttur. Í kynningu segir: "Tæp tólf ár eru liðin frá því Didda fluttist með mömmu sinni í lítið sjávarþorp úti á landi. Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 1107 orð

Svo sannarlega breytti hann heiminum

­ Fiskurinn sem breytti heiminum, eftir Mark Kurlansky. Ólafur Hannibalsson þýddi. HKÁ, Reykjavík 1998, 320 bls. "ÞAÐ er feikilegur munur á þjóðfélagi, sem veiðir hvali, og þjóðfélagi, sem skoðar þá. Náttúran er gerð að dýrlegri skrautsýningu til skemmtunar og fróðleiks, einhverju sem er miklu fjær náttúrunni en veiðarnar eru. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 175 orð

Tímarit Húsavík. Morgunblaðið.

ÁRBÓK Þingeyinga hefur nú komið út í 40 ár. Aðalhvatamaður að stofnun árbókarinnar var Jóhann Skaptason, sýslumaður. Í fyrstu útgáfunni gerir hann grein fyrir ritinu, sem ætlað er að flytja efni til fróðleiks, gagns og skemmtunar og heitir hann þar á Þingeyinga heiman og heima að duga vel svo ritið megi dafna. Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 570 orð

Uppgjör við þriðja áratuginn

Uppgjör við þriðja áratuginn Atli Magnússon hefur íslenskað eitt af öndvegisverkum bandarískra bókmennta á þessari öld, Nóttin blíð (Tender is the Night) eftir F. Scott Fitzgerald. Fyrir ellefu árum kom út þýðing Atla á þekktustu skáldsögu Fitzgeralds, Gatsby (The Great Gatsby). Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 421 orð

Úr Siglufjarðarbyggðum

Þ. Ragnar Jónasson tók saman. Vaka-Helgafell, 1998, 317 bls. ÞETTA er þriðja rit sama höfundar á jafnmörgum árum um Siglufjarðarbyggðir. Árið 1996 kom út bókin Siglfirskar þjóðsögur og sagnir og á síðasta ári Siglfirskir söguþættir. Nú er það annáll, allt frá landnámsöld og til þessa árs. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 61 orð

Útgáfuhóf í Félagsstarfi Gerðubergs

Í TILEFNI af útgáfu ævisögu Eyjólfs R. Eyjólfssonar, alkakrækis, Gengið á brattann, verður haldið útgáfuhóf í Gerðubergi á vegum félagsstarfsins þar, föstudaginn 20. nóvember kl. 16. Gerðubergskórinn mun syngja undir stjórn Kára Friðrikssonar, við harmónikkuundirleik Benedikts Egilssonar og píanóundirleik Unnar Eyfells, félagar úr Tónhorninu, Big bandi Gerðubergs, Meira
19. nóvember 1998 | Kvikmyndir | 361 orð

Veðurstofa Wynters

Leikstjóri Jeremiah S. Chechik. Handrit Don McPherson, byggt á sjónvarpsþáttum Sydneys Newman. Tónlist Joel McNeely. Kvikmyndatökustjóri Roger Pratt. Aðalleikendur Ralph Fiennes, Uma Thurman, Sean Connery, Patrick Macnee,, Eddie Izzard, John Wood. 115 mín. Bandarísk. Warner Bros. . 1998. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 284 orð

Velheppnaðir tónleikar

Karlakór Rangæinga Velheppnaðir tónleikar MIKILL kraftur er í kórfélögum í Karlakór Rangæinga, en þeir hafa komið fram á þrennum tónleikum á undanförnum vikum, auk þess að æfa og taka upp lög á geislaplötu sem væntanlega mun koma út á næsta ári. Þá er kórinn á förum til Wales og Skotlands, þar sem hann mun m.a. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 75 orð

Verk úr náttúruefnum í Galleríi Hár og list

LJÓSIÐ í myrkrinu heitir sýning Ragnheiðar Ólafsdóttur og Aðalsteins Gunnarssonar, sem opnuð er í dag, fimmtudag kl. 21, í Hár og list, Strandgötu 39, Hafnarfirði. Verkin eru öll unnin með blandaðri tækni, úr náttúruefnum, s.s. steinum, málmum, horni, gleri og leðri. Ragnheiður er menntuð í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Aðalsteinn er sjálfmenntaður í listinni. Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 200 orð

Víðförul heimskona

VERÖLD víð er eftir Jónas Kristjánsson. Bókin fjallar um sögulega ævi Guðríði Þorbjarnardóttur, sem talin er hafa ferðast víðar og séð meira af heiminum en aðrar íslenskar konur fyrri alda. Með manni sínum, Þorfinni karlsefni, hélt hún til Vínlands, sem Leifur heppni hafði fundið skömmu áður. Meira
19. nóvember 1998 | Bókmenntir | 63 orð

ÞAR lágu Danir í því er fyrsta bók

ÞAR lágu Danir í því er fyrsta bók Yrsu Sigurðardóttur. Í kynningu segir: "Danadrottningu er haldin vegleg veisla. Nokkrir óboðnir gestir gera uppreisn og allt endar með ósköpum. Lögreglan handtekur fjölda manns og vinirnir Glódís og Palli aðstoða við að greiða úr flækjunni." Útgefandi er Mál og menning. Bókina er 140 bls. Meira
19. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 41 orð

Öryggið uppmálað

RONALDO lagði baráttunni gegn alnæmi lið þegar hann kom fram á blaðamannafundi í Genf í Sviss og hélt á lofti árituðu veggspjaldi með áletruninni "Leiktu af öryggi". Ronaldo hvatti ungt fólk til að brúka verjur þegar það stundaði kynlíf. Meira
19. nóvember 1998 | Menningarlíf | 139 orð

(fyrirsögn vantar)

HLJÓMSVEITARSTJÓRINN Kurt Mazur, sem verið hefur aðalstjórnandi New York-fílharmóníunnar frá 1991, hefur þegið boð um að verða aðalstjórnandi Lundúnafílharmóníunnar. Mazur, sem er 71 árs, mun halda áfram starfi sínu í New York fram til ársins 2002, en hann tekur við tónsprotanum í Lundúnum árið 2000. Meira

Umræðan

19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 849 orð

Á ekki að leita eftir samþykki ef óvissan er mikil?

ÞÁTTTAKA Vilhjálms Árnasonar, heimspekings, í umræðunni um gagnagrunnsmálið er mikils virði, enda er það stærsta mál sem liggur fyrir Alþingi. Svo mikilvægt er málið, að vitnað er í Vilhjálm á Alþingi. Hér ætla ég að reyna að færa rök fyrir annarri niðurstöðu en hann kemst að varðandi upplýst samþykki. Vonandi án þess að smita umræðuna af sérhagsmunum og áróðri eins og segir í grein Vilhjálms. Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 791 orð

Barátta fyrir námsfrelsi í Palestínu

DAGURINN í dag, 19. nóvember 1998, hefur verið valinn sem alþjóðlegur baráttudagur til að styðja kröfu palestínskra háskólastúdenta á Gaza-svæðinu um námsfrelsi. Í meir en tvö ár hafa ísraelsk yfirvöld neitað þeim um að sækja háskóla sína á Vestubakkanum, og komið þannig í veg fyrir aðgang þeirra að öflugustu menntastofnunum Palestínu. Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 927 orð

Fáein orð um herkvíar hugarfarsins

Magnús Jónsson veðurstofustjóri ræðir um baráttu vísindanna við pólitísk og efnahagsleg nátttröll í grein í Morgunblaðinu 31. október sl. Í greininni, sem hann nefnir "Rannsóknir í herkví hagsmuna?", er þeim sem telja eitthvert vit í fiskveiðiráðgjöf Hafró og sambærilegra stofnana í Evrópu og Ameríku, Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 499 orð

Heyrnarlausa skortir aðgengi að upplýsingum

ÉG ER nemandi í Kennaraháskóla Íslands. Vegna minnar "fötlunar", þ.e. heyrnarleysis, gat ég ekki hafið nám fyrr en fyrir tveimur árum þar sem túlkaþjónustu hefur skort í svo mörg ár. Ég er með eldri nemendum skólans og hef því aðra reynslu en aðrir nemendur sem eru yngri og hafa alist upp í mun hraðari þróun en ég hef fengið að kynnast. Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 785 orð

Hver á rétt á menntun?

JAFNRÉTTI til náms! Ég spyr hverjir eru það sem njóta þessa jafnréttis? Eru það barnlausir nemar? Eru það nemar sem hafa lokið stúdentsprófi? Eða eru það aðeins þeir nemar sem stunda nám í Háskóla eða í sérskólum innan BÍOSN? Ég undirrituð eignaðist barn mjög ung, aðeins sautján ára og hafði þá eins og gefur að skilja ekki lokið stúdentsprófi. Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 651 orð

Innflutningur á olíu

Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs hf., sendi mér kveðju í Mbl. 9. október, og segir mig skrifa of mikið í blöð, en of lítið um olíu. Ég er honum sammála. Hann skrifar of mikið í blöð. Eftir athugun vil ég þó ítreka, að markaðshlutdeild Skeljungs fór árlega minnkandi, og er nú talin um 20%, en Skeljungur hætti að gefa upp sölutölur í júní 1997, sem minnir á aðferð strútsins, Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 670 orð

Íslensk stefnumótun í EES-málum nauðsynleg

KRÖFUR Spánverja um að EFTA-löndin haldi áfram að greiða í sérstakan þróunarsjóð Evrópusambandsins vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hafa vakið upp nokkuð hörð viðbrögð hér á landi. Sitt sýnist hverjum í þessu máli en reyndum Evrópusérfræðingum kemur þessi krafa Spánverja ekki á óvart. Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 512 orð

Kjaramál á Landspítalanum

Á LANDSPÍTALANUM ríkir nú neyðarástand vegna uppsagna 47 meinatækna og skellir ríkisstjórnin og ekki síst forsætisráðherrann sjálfur allri ábyrgð á þá og segir með sínum hrokafulla hætti að meinatæknar haldi sjúklingum í gíslingu. Ætlar hann sér að fá Alþingi til að samþykkja lög sem meinar heilbrigðisstarfsmönnum, og líklega öðrum ríkisstarfsmönnum, að segja upp störfum. Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 361 orð

Konur og kvóti

NÝR stjórnmálaflokkur, Frjálslyndi flokkurinn, haslar sér völl á vettvangi íslenskra stjórnmála og boðar til stofnfundar dagana 28. og 29. nóvember nk. Þessi nýi flokkur hefur frelsi einstaklingsins og sjálfstæði til orða og athafna að leiðarljósi og mun berjast gegn frjálshyggjunni, sem núverandi stjórnarflokkar hafa reynst svo ískyggilega hallir undir. Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 484 orð

Landsbókasafn ­ Háskólabókasafn

ÁRIÐ 1994 skilaði þjóðin loks gjöfinni sem hún ákvað að gefa sér fyrir margt löngu. Gjöfin var Þjóðarbókhlaðan vestur á Melum, verðugt heimili þjóðararfsins sem er stolt lítillar þjóðar. Þau handrit sem höfðu það af fram á okkar tíma eru nú varðveitt við bestu skilyrði í Þjóðdeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns. Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 959 orð

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi!

ÉG GET ekki annað en svarað Helga Seljan, þ.e. grein hans um meinlegar missagnir, í Morgunblaðinu 27. október sl. Öllum getur orðið á. Það er þá mannlegt að biðjast afsökunar. Hann kennir mér um ólæsi. Það getur verið að ég hafi ekki lesið rétt úr skammstöfuninni ÖBI. Svo hlít ég að hafa misst af miklu að hafa lítið heyrt til hans á opinberum vettangi. Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 489 orð

Óhreinu börnin? Er áhugaleikhús einhvers konar "tabú" í þínum huga? sp

ÁGÆTI leikhúsmaður Jón Viðar Jónsson. Ástæða þess að ég skrifa þetta bréf er sú að í þættinum Mósaík í sjónvarpinu miðvikudaginn 28. október sl., þar sem þú fjallaðir um barnaleikhús á Íslandi, nefndir þú ekki einu orði þær fjölmörgu barnasýningar sem áhugaleikfélög út um allt land hafa sett upp í gegnum árin. Meira
19. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 855 orð

Pillur við húsnæðisleysi

ÞAÐ var kona sem ég þekki sem sagði mér sögu af þrautagöngu sinni hér í kerfinu. Hún var fátæk með lítil laun svo buddan hennar var alltaf ósköp létt. Hún stóð því ekki hátt hér í mannfélagsstiganum. En hún átti til skap og ákveðni og vildi ekki gefast upp. Hún sagðist myndi berjast til síðasta blóðdropa eins og sannri víkingakonu sæmir. Hún leigði lítla rándýra kjallaraíbúð með sagga í kaupbæti. Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 943 orð

Rekstrarskilyrði sjúkrahúsa

KRÖFUR um opinbera þjónustu mótast mjög af því sem tíðkast í öðrum nálægum löndum. Þeim stofnunum, sem eiga að veita þessa þjónustu, þarf að skapa aðstöðu og skilyrði í samræmi við þær kröfur, sem til þeirra eru gerðar. Sjúkrahúsrekstur er atvinnugrein, sem hefur búið við langvarandi rekstrarvanda. Rekstrarvandinn er óháður rekstrarformi sjúkrahúsa, þ.e. Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 2311 orð

REYÐARFJARÐARBRÉF ­ NÁTTÚRAN OG FÓLKIÐ Í LANDINU

ÁGÆTU landsmenn allir. Ég ákvað að setja þessa punkta á blað í ljósi eða skugga þeirrar umræðu sem fram fer um þessar mundir í landinu um rétt fólksins og náttúrunnar. Morgunblaðið leggst á sveif Grænfriðunga (en þannig hef ég kosið að nefna þann hóp ofstækisfullra einstaklinga sem leggjast gegn nýtingu nátturuaðlinda á skynsamlegan hátt) í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 7. Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 683 orð

Samfylkingin sem breyttist í sirkus

JÖRUNDUR SIRKUSSTJÓRI hefði ekki getað valið betri tíma til að setjast á þing og berjast þar fyrir samfylkingu vinstri manna. Allt "sameiningarferlið" er nú í uppnámi vegna harðvítugra deilna milli flokka og einstaklinga um skipan á væntanlega framboðslista víða um land. Meira
19. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 424 orð

Spurningar til hagfræðinga og stjórnmálamanna

NOKKRAR spurningar til óljúgfróðra stjórnmálamanna og sérfræðinga þeirra, en vonandi verður skrifstofuhald stjórnsýslunnar einkavætt, ekki veitir af að hagræða, ásamt skólum og fleiru álitlegu utan við sjúkratryggingakerfi ríkisins. Hvetjum til aukinnar samkeppni í raforkugeiranum og burt með einokunina. Frjálsar veiðar smábáta á víkum og flóum út á tíu mílur. Bú er landstólpi. Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 697 orð

Tungutækni og stafrænt útvarp

Í FYRIRSÖGN þessarar greinar er vísað til tveggja þátta, sem eiga eftir að setja svip sinn á þróun íslenskrar tungu og notkun hennar. Tæknin krefst þess, að við skoðum hug okkar á öllum sviðum og leitum leiða til að nýta hana á skynsamlegan hátt án þess að glata því, sem okkur er ljúft og skylt að vernda. Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 586 orð

Tölvukostur Háskólastúdenta

Í TILEFNI söfnunarátaks sem Hollvinasamtök Háskóla Íslands og Stúdentaráð Háskóla Íslands standa að er ekki úr vegi að fræða lesendur nánar um tölvukost þann sem Reiknistofnun Háskólans hefur yfir að ráða og sér um að reka. Tölvuver eru opin öllum notendum á Háskólanetinu. Upphaflega voru tölvuver Reiknistofnunar eingöngu ætluð fyrir verkefnavinnu nemenda. Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 518 orð

Vandræðastarfsfólkið í heilbrigðiskerfinu

HEILBRIGÐISSTARFSMENN sem kalla hátt eftir bættum kjörum, m.a. með uppsögnum, eru einfaldlega að gera vinnuveitanda sínum og þjóðfélaginu greiða þegar til lengri tíma er litið. Staðreyndin er sú að snúi ráðamenn sér ekki að rót vandans og geri verulega bragarbót á launum og aðbúnaði starfsfólks á sjúkrahúsunum verður heilbrigðisþjónustan brátt rústir einar, rekin af allt of fáum, Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 940 orð

Verða rafveitustjórar dæmdir eftir refsilögum?

RAFVEITUSTJÓRI rafveitu, sem hann stjórnar, er ábyrgur fyrir þeim rafkerfum sem fá raforku frá rafdreifikerfi rafveitunnar og ber ábyrgð á að ekki sé rafmagn á öðrum rafkerfum en þeim sem eru hættulaus. Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 940 orð

Vígvöllur Guðrúnar Helgadóttur og breiðfylking vinstri manna

UNDIRRITAÐUR varð þess (vafasama) heiðurs aðnjótandi að Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi varaþingmaður Alþýðubandalagsins, stakk niður penna í Moggann til að svara grein minni um úrsögn hennar og þriggja (nú fjögurra) þingmanna úr Alþýðubandalaginu, loks þegar hyllti í samfylkingu vinstri manna í landinu. Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 365 orð

Það er svo mörgu skrökvað

SVO undarlega þversagnarkennt sem það hljómar, er líka hægt að skrökva með því að segja satt. Þetta henti forsætisráðherra, þegar hann flutti stefnuræðu sína á dögunum. Þetta var greinilega liður í þeirri almennu, pólitísku andlitslyftingu og förðunarviðleitni, sem vænta má af stjórnmálamönnum, þegar nálgast kosningar. Meira
19. nóvember 1998 | Aðsent efni | 613 orð

Öðruvísi mér áður brá

ÞAÐ hefur verið sérkennileg reynsla fyrir mig, sem útgerðarmann, að upplifa umræðuna um sjávarútveginn á undanförnum árum. Ég geri út tvö togskip frá Vestmannaeyjum, Smáey VE og Vestmannaey VE. Þegar ég byrjaði að starfa við atvinnugreinina, árið 1972, var starfsumhverfið með allt öðrum hætti. Meira

Minningargreinar

19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 463 orð

Ásta Eyþórsdóttir

Í dag er til moldar borin mágkona mín Ásta Eyþórsdóttir, sem með hógværð sinni og tryggð skilur eftir sig ljúfar minningar í hjörtum okkar. Með þeirri sömu hógværð kvaddi hún þennan heim, skyndilega og fyrirvaralaust, er hún var að sinna störfum sínum á Hrafnistu í Hafnarfirði. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 370 orð

Ásta Eyþórsdóttir

Ásta ólst upp í Hafnarfirði á Hraunstíg 4 ásamt systkinum sínum, hún útskrifaðist sem gagnfræðingur frá Flensborg. Á sínum yngri árum vann hún við ýmis verslunarstörf í Hafnarfirði. Við systurnar minnumst hennar sem yngri systur móður okkar, en litum þó frekar á hana sem stóru systur okkar er ávallt var tilbúin að gæta að velferð okkar, eins og við værum litlu systur hennar. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 143 orð

ÁSTA EYÞÓRSDÓTTIR

ÁSTA EYÞÓRSDÓTTIR Ásta Eyþórsdóttir fæddist í Hafnarfirði 10. janúar 1934. Ásta varð bráðkvödd við störf sín að Hrafnistu í Hafnarfirði 10. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eyþór Þórðarson, f. 20.7. 1889, d. 5.5. 1974 og Guðrún Sigurðardóttir, f. 16.11. 1891, d. 14.5. 1967. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 599 orð

Einar Símonarson

Elsku afi minn. Hér kemur kveðja frá mér til þín. Ég vil þakka þér allt, sérstaklega samverustundirnar, jólaboðin og spilastundirnar okkar. Oft var spilað að Eyvindarstöðum, það var spilaður manni og vist eftir því hvað margir voru í heimsókn, einnig tóku amma og afi oft í spil bara tvö, núna seinni ár er tími gafst til. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 221 orð

Einar Símonarson

Elsku afi. Lífið er ekki eins og við kjósum. Ég veit að þú bast miklar vonir við hjartaaðgerðina sem þú varst búinn að bíða svo lengi eftir. Þú varst skipstjóri og útgerðarmaður. Lífið snerist um sjóinn. Alltaf varst þú fyrstur niður á bryggju til að athuga aflann þegar Hafbergið sigldi inn eftir að þú hættir til sjós. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 25 orð

EINAR SÍMONARSON

EINAR SÍMONARSON Einar Símonarson var fæddur í Reykjavík 8. september 1920. Hann lést 6. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grindavíkurkirkju 14. nóvember. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 80 orð

Geir Hafstein Hansen

Núna er hann elsku afi okkar farinn til Guðs á himnum og nú þarf hann ekki lengur að finna neitt til og verður ekki lengur veikur. Við munum sakna hans ósköp mikið en erum samt svolítið glöð af því nú líður honum vel. Þegar við sjáum stjörnurnar á himnum vitum við að hann er að fylgjast með okkur og hugsum til hans. Þakka þér, elsku afi, fyrir allt. Guð geymi þig. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 190 orð

GEIR HAFSTEIN HANSEN

GEIR HAFSTEIN HANSEN Geir Hafstein Hansen fæddist í Reykjavík 16. apríl 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi hinn 13. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sophus Hansen, vélstjóri í Reykjavík, f. 4.12. 1893, d. 13.8. 1943, og Guðrún Gísladóttir, f. 22.3. 1895, d. 31.7. 1968. Bræður hans eru Olav Martin, f. 16.4. 1920, d. 4.9. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 113 orð

Geir Hansen

Orð mega sín lítils þegar kvaddur er kær vinur og góður veiðifélagi. Samt langar mig að setja nokkrar línur á blað um þann heiðursmann sem Geir var. Allir sem kynntust Geir vita að hann var hæglátur, ljúfur, traustur vinur og mikill húmoristi. Fyrir rúmlega 15 árum hófust kynni okkar af Geir og Unu og féllu þau strax inn í vinahópinn. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 668 orð

Geir Hansen

Geir Hansen góður vinur minn er látinn. Kvöldið áður en hann lést sótti hendingin "fótspor dauðans fljótt er stigið" sterkt á huga minn og hljómaði þar eins og nokkurs konar "mantra". Ég gat ekki skilið af hverju þessi sannindi voru mér svo ofarlega í huga, þá vissi ég ekki að Geir væri kominn á spítala. Næsta morgun fékk ég skýringuna þegar Una hringdi í mig og flutti mér fregnina um lát hans. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 83 orð

Guðjón Þór Ólafsson

Elsku afi Gonni. Okkur langar að minnast þín í fáeinum orðum og þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Núna þegar þú ert farinn frá okkur eigum við minningarnar sem við geymum á sérstökum stað í hjarta okkar. En við vitum að nú ertu kominn á annan og betri stað og þjáningum þínum loks lokið. Góði Guð, viltu styrkja ömmu Jónu og okkur hin á þessum erfiðu tímum. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 269 orð

Guðjón Þór Ólafsson

Elsku afi. Þegar ég kvaddi þig áður en ég hélt til Bandaríkjanna í september grunaði mig ekki að ég væri að kveðja þig í síðasta sinn. Þú varst alltaf svo harður af þér og sýndir aldrei nein merki um þjáningu. Það var því sárt að fá þær fréttir að kveðjustund þín væri að renna upp og vera svona langt í burtu. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 29 orð

GUÐJÓN ÞÓR ÓLAFSSON

GUÐJÓN ÞÓR ÓLAFSSON Guðjón Þór Ólafsson fæddist í Reykjavík 2. júlí 1937. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 4. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 13. nóvember. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 341 orð

Gylfi Þór Magnússon

Sú harmfregn barst okkur að morgni laugardags er við vorum erlendis að kær vinur okkar væri látinn. Með trega minnumst við Gylfa Þórs og þökkum fyrir að hafa notið þess að kynnast honum, en þar fór einn sá mesti prýðismaður sem við höfum kynnst á þessari lífsleið. Við hittumst fyrst er hann og Sigríður Dóra komu til Akureyrar á skíði um vetur l970. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 529 orð

Gylfi Þór Magnússon

Með örfáum orðum langar okkur að minnast Gylfa Þórs. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar litið er til baka þótt aðeins séu um þrjú ár síðan við kynntumst fyrst. Það var þegar Gylfi Þór tók við forstöðu skrifstofu SH á Akureyri og fluttist ásamt fjölskyldunni norður, nánar tiltekið í Eikarlund 20 sem varð þeirra heimili, en við bjuggum þá í húsinu handan götunnar. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 201 orð

Gylfi Þór Magnússon

"Þetta er fasteignin mín," sagði Gylfi þegar hann kynnti okkur fyrir konu sinni og dóttur á skrifstofu Sölumiðstöðvarinnar í Moskvu í sumar. Síðar fórum við öll saman með neðanjarðarlestinni á tónleika Rolling Stones á Luzhniki, fyrrverandi Lenín-Ólympíuleikvanginum í Moskvu, Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 28 orð

GYLFI ÞÓR MAGNÚSSON

GYLFI ÞÓR MAGNÚSSON Gylfi Þór Magnússon fæddist í Vestmannaeyjum 20. desember 1942. Hann lést af slysförum 6. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 13. nóvember. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 395 orð

Jóhannes L. Stefánsson

Það var kominn gestur að Hvítuhlíð þar sem ég fæddist og ólst upp fyrstu árin. Mér fannst hann hafa hátt og láta illa. Ekki bætti það úr skák að hann kynnti sig sem Gvend vaskafat. Þetta var einum um of fyrir mannafæluna mig. Það gat enginn maður heitið Gvendur vaskafat. Þetta voru fyrstu kynnin sem ég man af Jóhannesi móðurbróður mínum á Kleifum. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 33 orð

JÓHANNES L. STEFÁNSSON

JÓHANNES L. STEFÁNSSON Jóhannes Líndal Stefánsson fæddist að Kleifum í Gilsfirði 9. júní 1910. Hann lést á dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal 6. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Garpsdalskirkju 14. nóvember. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 201 orð

Júlíus Smári Baldursson

Sumt er í lífinu óskiljanlegt. Eins og til dæmis það að í þennan heim skuli fæðast drengur, heilbrigð sál í svo veikburða líkama. Við getum stöðugt velt vöngum yfir þessu en fátt verður um svör. Einhver hlýtur þó ástæðan að vera, eitthvað hlýtur að búa að baki. Og svo er hann hrifinn á brott svona ungur. Eflaust komum við ekki til með að leysa þessa óskiljanlegu lífsgátu, a.m.k. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 28 orð

JÚLÍUS SMÁRI BALDURSSON

JÚLÍUS SMÁRI BALDURSSON Júlíus Smári Baldursson fæddist á Akureyri 8. september 1970. Hann lést 7. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Glerárkirkju á Akureyri 13. nóvember. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 326 orð

Kristján Valdimar Kristjánsson

Þegar ég fékk þær fregnir að elskulegur afi minn Kristján Valdimar Kristjánsson hefði andast að kvöldi hins níunda nóvember gerðust undarlegir hlutir. Ég hvarf aftur í tímann. Til þess tíma er ég var lítill drengur í heimsókn hjá afa og ömmu minni á Lambhól. Þar var hásæti. Og ekkert venjulegt hásæti. Nei! Það var sæti umbúðalausrar væntumþykju og ástar. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 759 orð

Kristján Valdimar Kristjánsson

Með nokkrum orðum langar mig að kveðja tengdaföður minn, Kristján ­ eða Stjána afa, eins og hann var alltaf kallaður á mínu heimili. Það er svo skrýtið að alltaf heldur maður að nægur tími sé til allra hluta. Það er sama hversu oft maður er minntur á, alltaf er erfitt að gera sér grein fyrir því að enginn er eilífur og tíminn aldrei óendanlegur. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 518 orð

Kristján Valdimar Kristjánsson

Kæri pabbi. Þá er komið að lokum samfylgdar okkar í þessu jarðlífi. Á þeim tíma verður manni ósjálfrátt hugsað til baka. Til þeirra stunda er við áttum saman, til þeirra hluta er við gerðum saman, til góðra stunda og til erfiðari stunda. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 47 orð

Kristján Valdimar Kristjánsson

Elsku afi, ég sendi þér kæra kveðju mína. Megi ljós þitt lýsa mér og himnagöngu þína. Hafðu það gott og njóttu vel í nýjum heimkynnum þínum. Góði Guð, þér ég fel að líta eftir afa mínum. Ragnhildur, Hans Óttar og Íris Harpa. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 465 orð

KRISTJÁN VALDIMAR KRISTJÁNSSON

KRISTJÁN VALDIMAR KRISTJÁNSSON Kristján Valdemar Kristjánsson fæddist á Njálsgötu 19 í Reykjavík 15. ágúst 1920. Hann lést á Landspítalanum 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Valdimar Jónsson, sjómaður frá Akranesi, f. 11.10. 1887, fórst með kútter Valtý 28.2. 1920, og Sylvía Þorláksdóttir, saumakona og húsmóðir frá Ísafirði, f. 27.9. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 391 orð

Rútur Halldórsson

Ég kynntist Rúti Halldórssyni fyrst árið 1959 er hann hóf störf hjá raforkumálastjóra. Við vorum samstarfsmenn æ síðan allt fram undir vor 1997, er við unnum saman að ýmsum "eftirhreytum" eftir starf mitt sem orkumálastjóri sem ég lét af haustið 1996. Rútur starfaði að söfnun og úrvinnslu efnis í orkuskýrslur sem raforkumálastjóri, og síðar Orkustofnun, gaf út undir heitinu "Orkumál". Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 241 orð

Rútur Halldórsson

Gamall vinur og skólafélagi, Rútur Halldórsson, lést 10. nóvember síðastliðinn eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm og fer útför hans fram í dag. Rútur var einn úr hópi okkar sem útskrifuðumst úr Verzlunarskólanum vorið 1944, nokkrum dögum fyrir stofnun íslenzka lýðveldisins. Að loknu verzlunarprófi hóf Rútur nám í lærdómsdeild skólans og útskrifaðist sem stúdent vorið 1946. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 129 orð

RÚTUR HALLDÓRSSON

RÚTUR HALLDÓRSSON Rútur Halldórsson fæddist 15. september 1925. Hann lést 10. nóvember síðastliðinn. Faðir hans var Halldór R. Gunnarsson kaupmaður f. 26. apríl 1896, d. 29. febrúar 1964. Móðir hans var Steinunn G. Gunnarsson (f. Solvason), f. í Kanada 5. sept. 1901, d. 7. okt. 1989. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 719 orð

Sveinn Tómasson

Hverjum og einum er það lán að kynnast góðu fólki, ekki síst á mótunarskeiðinu milli tektar og tvítugs. Þess naut ég í ríkum mæli í Laugargötu 3, á heimili þeirra Sveins Tómassonar og Helgu Gunnlaugsdóttur, konu hans. Þeim á ég mikla skuld að gjalda, sem mér endist ekki ævin til í orði, hvað þá verki. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 37 orð

SVEINN TÓMASSON

SVEINN TÓMASSON Sveinn Tómasson, fyrrverandi slökkviliðsstjóri á Akureyri, fæddist á Bústöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 30. júlí 1904. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 7. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 12. nóvember. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 374 orð

Þorgeir Kjartansson

Það var sumarið fyrir svo mörgum árum að fyrirheitin kölluðu ekki umsviflaust á tvær grímur heldur voru ávísanir á raunverulega möguleika. Hvor með sína skófluna í hendi að undirbúa jarðveginn á eyjunum í Árbænum fyrir sáningu. Það var kallað að vera í garðyrkjunni. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 1805 orð

Þorgeir Rúnar Kjartansson

Það er freistandi að grípa til frasa þegar Þorgeir Kjartansson er allur. Einn er sá að hann var ekki allur þar sem hann var séður, eins og hann komst sjálfur að orði í ljóði um látið skáld. Þegar Þorgeir var upp á sitt besta flaug hann hærra en nokkur annar. En fáir sukku jafndjúpt þegar á móti blés. Minningar hrannast upp sumar ljúfar, aðrar sárari. Meira
19. nóvember 1998 | Minningargreinar | 26 orð

ÞORGEIR RÚNAR KJARTANSSON

ÞORGEIR RÚNAR KJARTANSSON Þorgeir Rúnar Kjartansson fæddist 26. nóvember 1955. Hann lést á Landspítalanum 6. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Árbæjarkirkju 13. nóvember. Meira

Viðskipti

19. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 221 orð

Sæmileg staða eftir lækkun vaxta

LOKAGENGI var mismunandi í evrópskum kauphöllum í gær og í Wall Street var samdóma álit að lækkun bandarískra vaxta á þriðjudag sé sú síðasta að sinni. Dollar var óstyrkur, þar eð útlit í bandarískum efnahagsmálum bendir til að dalurinn geti orðið ótraustur á næsta ári. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 287 orð

Virgin í efsta sæti á undan BA

VIRGIN Atlantic flugfélagið hefur verið kjörið "bezta brezka flugfélagið" í fyrstu verðlaunasamkeppni brezka blaðsins The Daily Telegraph í ferðamálum. Sigur Virgin-forstjórans Richards Bransons er mikið áfall fyrir BA ­ "efirlætis flugfélag heimsins" eins og það kallar sig ­ í harðri samkeppni félaganna. Meira

Daglegt líf

19. nóvember 1998 | Neytendur | 172 orð

Nýr dreifingarbíll fyrir grænmeti

ÁGÆTI hf. tók nýlega í notkun nýjan grænmetisdreifingarbíl. AFLRÁS ehf sá um smíði yfirbyggingar og ísetningu kælibúnaðar á bifreiðinni, sem er af gerðinni MAN. Meðferð og hitastig grænmetis á öllum framleiðslustigum, hefur úrslitaáhrif á gæði þess og geymsluþol hjá neytandanum. Ágæti lagði því þunga áherslu á að búnaðar dreifingarbílsins yrði sem bestur, segir í fréttatilkynningu. Meira
19. nóvember 1998 | Neytendur | 44 orð

Nýr Mjúkís frá Kjörís

KJÖRÍS hefur sent frá sér nýja gerð af Mjúkís fyrir jólasöluna. Nýi ísinn er með súkkulaðihúðuðum möndlum og möndlubitum og er í eins lítra umbúðum. Til að auka gæði vörunnar hefur fyrirtækið sett allan Mjúkísinn í nýjar umbúðir með innsigli. Meira
19. nóvember 1998 | Neytendur | 86 orð

Völundarhús og dreki

FYRIRTÆKIÐ Andvari í Reykjavík hefur sent frá sér nokkur ný spil frá Ravensburger. Er um að ræða fjölskylduspil, barnaspil og þroskaspil. Eitt af nýju spilunum nefnist Dularfulla völundarhúsið og er ætlað fyrir 2-4 þátttakendur á aldrinum 10-99 ára. Finna þarf réttu leiðina um völundarhús dularfulls kastala. Meira
19. nóvember 1998 | Neytendur | 745 orð

Vörulisti og happdrætti sameinuð í eitt

NÝ tegund af vörulista, Talló, er að hasla sér völl hér á landi og er um að ræða ísraelska hugmynd sem rekin er hér á landi með sérleyfi. Ekki er eingöngu um að ræða kynningu á varningi að ræða heldur geta væntanlegir kaupendur gert tilboð í ýmsar vörur og þjónustu. Alls hafa 20 þekkt fyrirtæki gengið til samstarfs við Talló. Meira
19. nóvember 1998 | Neytendur | 474 orð

Örugg leikföng - nýr staðall

NÚ fer í hönd sá tími árs þegar neytendur flykkjast í verslanir og kaupa leikföng til jólagjafa. Í tölum sem Frjáls verslun birti nýlega um leikfangamarkaðinn kom fram að ætla megi að árlega sé eytt 20­22 þúsundum króna í leikföng á hvert barn undir 13 ára aldri hér á landi. Munu það vera um 60 þúsund einstaklingar. Í löndum ESB mun þessi tala vera um 14.000 kr. Meira

Fastir þættir

19. nóvember 1998 | Í dag | 31 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 19. nóvember, verður fimmtug Guðríður Kjartansdóttir, Hrauntungu 36, Kópavogi. Eiginmaður hennar var Guðmundur Markússon hrl., en hann lést árið 1994. Guðríður verður að heiman í dag. Meira
19. nóvember 1998 | Í dag | 44 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 19. nóvember, verður fimmtugur Björn Guðnason, Heiðvangi 78, Hafnarfirði. Af því tilefni ætla Björn og eiginkona hans, Steinunn Ólafsdóttir, að taka á móti vinum og vandamönnum laugardaginn 21. nóvember eftir kl. 20 í sal Oddfellow í Staðarbergi 2-4, Hafnarfirði. Meira
19. nóvember 1998 | Í dag | 38 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 19. nóvember, verður sextugur Garðar Steindórsson, Háahvammi 11, Hafnarfirði. Garðar og eiginkona hans, Jóhanna G. Halldórsdóttir, taka á móti ættingjum og vinum í dag milli kl. 17 og 20 í Frímúrarahúsinu í Hafnarfirði. Meira
19. nóvember 1998 | Í dag | 24 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 19. nóvember, verður áttræð frú Þorbjörg Jóhannesdóttir, Hlíðarlundi 2, Akureyri. Eiginmaður hennar var Tómas Kristjánsson, vélstjóri sem lést 1976. Meira
19. nóvember 1998 | Fastir þættir | 470 orð

Áskirkja.

CURTIS Silcox frá Tennessee í Bandaríkjunum verður gestapredikari í Krossinum á samkomum á fimmtudagskvöld og laugardagskvöld kl. 8.30 og sunnudag kl. 16.30. Silcox var á ferð hér fyrr á árinu og vann hug og hjörtu allra sem á hann hlýddu sakir frábærrar andagiftar og guðlegrar smurningar. Meira
19. nóvember 1998 | Fastir þættir | 385 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni Suðurla

Dregið hefur verið í 1. umferð bikarkeppninnar. Í henni mætast (heimasveit á undan): Sv. Guðjóns Bragasonar, Hellu ­ Sv. Sigfúsar Þórðarsonar, Selfossi Sv. Magnúsar Halldórssonar, Hvolsvelli ­ Sv. Kristjáns Mikkelsen, Eyjafjöllum Sv. Þórðar Sigurðssonar, Selfossi ­ Sv. Helga Hermannssonar, Hvolsvelli Sv. Kristjáns M. Gunnarssonar, Selfossi ­ Sv. Meira
19. nóvember 1998 | Dagbók | 935 orð

Í dag er fimmtudagur 19. nóvember 323. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er fimmtudagur 19. nóvember 323. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Að öðru leyti, bræður, verið glaðir. Verið fullkomnir, áminnið hver annan, verið samhuga, verið friðsamir. Þá mun Guð kærleikans og friðarans vera með yður. (2. Korintubréf 13, 11. Meira
19. nóvember 1998 | Í dag | 455 orð

Lúsarlaun öryrkjans

Í Morgunblaðinu föstudaginn 13. nóvember vekur Guðlaugur Þ. Þórðarson athygli á nefndarlaunum borgarstjóra í hafnarstjórn. Það setti endanlega punktinn yfir i-ið hjá mér um hversu stór mistök ég gerði með því að kjósa R-listann. Meira
19. nóvember 1998 | Í dag | 694 orð

NÚ ERU allir á Netinu. Íslendingar nota Netið flestum þjóð

NÚ ERU allir á Netinu. Íslendingar nota Netið flestum þjóðum meira og skyldi engan undra, eins og þessi þjóð er yfirleitt fljót að tileinka sér alla nýja tækni, sem ætluð er almenningi. Til þess að finna þá staði á Netinu, sem notandinn vill sjá, þarf hann að slá inn svokallaða vefslóð, sem sett er saman úr nokkrum liðum, oft skammstöfunum. Meira
19. nóvember 1998 | Fastir þættir | 833 orð

Ráð gegn orkubruðli

ÞAÐ er ekkert smáræði sem þarf til ef einhverjum á að takast að telja okkur á að gera uppreisn gegn því milda yfirvaldi, bílnum. Því má heldur ekki gleyma að hann er ekki bara stjórnandi okkar heldur einnig vinur í raun. Þeir sem ekki skilja tilfinningasambandið milli manns og bíls eru sennilega hjartalausir. Meira
19. nóvember 1998 | Fastir þættir | 793 orð

Tvö Íslandsmót um helgina

Um helgina er teflt um Íslandsmeistaratitla í flokki 20 ára og yngri og í flokki netverja! SKÁKSAMBAND Íslands heldur Unglingameistaramót Íslands 1998 (fyrir skákmenn fædda 1978 og síðar) dagana 20.­22. nóvember n.k. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad kerfi og er umhugsunartíminn 1 klst. á keppanda. Mótið hefst klukkan 19:30 föstudaginn 20. Meira

Íþróttir

19. nóvember 1998 | Íþróttir | 276 orð

ARI Gunnarsson, leikmaður úrvalsd

ARI Gunnarsson, leikmaður úrvalsdeildarliðs Skallagríms í körfuknattleik, sleit hásin á æfingu í gær. Ljóst er að hann verður ekki með í úrvalsdeildinni næstu mánuðina. Meira
19. nóvember 1998 | Íþróttir | 326 orð

Auðunn í gullbaráttu

AUÐUNN Jónsson, Evrópumeistari í 125 kg flokki í kraftlyftingum, var í gullbaráttu þegar heimsmeistaramótið fór fram í Cherkassy í Úkraínu um sl. helgi, þar sem hann atti kappi við fjóra aðra lyftingamenn sem sóttust eftir gullverðlaunum ­ John Neighbour frá Bretlandi, Tony Leiato frá Bandaríkjunum, Wayne Pomana frá Nýja-Sjálandi og Maxim Podtynniy frá Rússlandi, Meira
19. nóvember 1998 | Íþróttir | 440 orð

Ágæt byrjun hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Leyni á Akranesi, hóf í gær ásamt 180 öðrum kylfingum, leik á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í golfi á næsta ári. Leikið er á tveimur völlum sunnarlega á Spáni, Sotogrande-vellinum og San Roque, sem báðir eru par 72. Birgir Leifur lék í gær á tveimur höggum undir pari, lauk leik á 70 höggum, og er í 8. til 12. sæti. Meira
19. nóvember 1998 | Íþróttir | 115 orð

Cesar á ný til Dortmund

"ÞAÐ er eins og að vera kominn heim á ný," sagði Brasilíumaðurinn Julio Cesar, þegar hann mætti á æfingu hjá Dortmund í gærmorgun. Þessi 35 ára sterki varnarleikmaður hélt til Brasilíu eftir sl. keppnistímabil til að leika með Boatafogo. Hann náði sér ekki á strik með liðinu og ákvað að snúa á ný til Þýskalands. "Ég á góðar minningar héðan," sagði Cesar, sem lék fyrst með Dortmund 1994. Meira
19. nóvember 1998 | Íþróttir | 211 orð

Ekkert lágmark í stangarstökki kvenna á HM

KEPPT verður í stangarstökki og sleggjukasti kvenna í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti í frjálsíþróttum er mótið verður haldið í Sevilla á Spáni í ágústlok á næsta ári. Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAF, hefur ákveðið að ekki verði sett hefðbundið lágmark í þessum greinum eins og öðrum sem keppt verður í á mótinu. Meira
19. nóvember 1998 | Íþróttir | 679 orð

England stöðvaði Tékkland

England vann Tékkland 2:0 í vináttulandsleik í knattspyrnu á Wembley í gærkvöldi og var þetta fyrsta tap Tékka í 10 leikjum síðan Jozef Chouvanec tók við liðinu í janúar sem leið. Tékkar mættu ákveðnir til leiks og Pavel Kuka var óheppinn þegar hann skaut í slá eftir níu mínútna leik. Meira
19. nóvember 1998 | Íþróttir | 349 orð

Hefur mikla hæfileika

RÓBERT æfði með meistaraflokki Fram í fyrra ásamt fleiri ungum og efnilegum leikmönnum," segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram. "Það hefur verið í gangi mjög öflugt uppbyggingarstarf hjá Fram og þjálfarar eins og Heimir Ríkharðsson hafa skilað mjög efnilegum strákum. Róbert er einn af þeim. Meira
19. nóvember 1998 | Íþróttir | 22 orð

Í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla: Njarðvík:UMFN - Valur20 Sauðárk.:Tindastóll - Haukar20 Seltjar.:KR - Keflavík20 Stykkish.:Snæfell - ÍA20 1. deild karla: Kennarah.:ÍS - Stafholtst. Meira
19. nóvember 1998 | Íþróttir | 142 orð

Ísland upp um þrjú sæti

ÍSLAND færðist upp um þrjú sæti frá síðasta mánuði á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, fyrir nóvember, en hann var birtur í gær. Ísland er í 59. sæti en var í 62. sæti í síðasta mánuði og hefur þar með bætt stöðu sína um þrettán sæti frá ársbyrjun. Í næstu tveimur sætum á undan Íslandi eru N-Írland og Litháen en næst á eftir eru Bólivía og Alsír. Meira
19. nóvember 1998 | Íþróttir | 428 orð

Kaldar kveðjur

Mér þykja þetta heldur kaldar kveðjur til þeirra erlendu leikmanna sem hér leika eða hafa leikið," segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, um þau ummæli Þorbjörns Jenssonar landsliðsþjálfara í ljósvakamiðlunum að peningum íslenskra liða væri betur varið í uppbyggingarstarf en erlenda leikmenn. Guðmundur segist ekki vera sammála landsliðsþjálfaranum. Meira
19. nóvember 1998 | Íþróttir | 249 orð

Papin hættur

Jean-Pierre Papin, einn mesti markahrókur Frakka undanfarin áratug, hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. "Það var ekki erfitt að taka þessa ákvörðun eftir að hafa verið atvinnumaður í knattspyrnu í 13 ár. Knattspyrnan hefur veitt mér mikla ánægju en allt tekur enda. Meira
19. nóvember 1998 | Íþróttir | 102 orð

Ribbeck vill fækka liðum

ERICH Ribbeck, landsliðsþjálfari Þýskalands í knattspyrnu, sagði í gær í viðtali við þýska blaðið Sport Bild að hann vilji að liðum í 1. deild í Þýskalandi verði fækkað um tvö, úr átján í sextán. "Þessi breyting myndi verða til þess að leikmenn fengju meira næði í undirbúning til að leika með landsliðinu og liðum sínum í Evrópukeppni," sagði Ribbeck. Meira
19. nóvember 1998 | Íþróttir | 309 orð

Steinar Dagur til Kongsvinger

KNATTSPYRNUFÉLAG ÍA gekk í gær að tilboði Kongsvinger í landsliðsmanninn Steinar Adolfsson og um helgina gengur hann frá samningi til þriggja ára við norska félagið. Skagamenn höfnuðu fyrsta tilboði Norðmannanna sem varð til þess að annað tilboð barst. Meira
19. nóvember 1998 | Íþróttir | 229 orð

Úr markinu hjá KVA á línuna hjá Fram

EINN efnilegasti handknattleiksmaður 1. deildar lék í marki hjá knattspyrnuliði í sumar. Hann er átján ára gamall, heitir Róbert Gunnarsson og er landsliðsmaður Íslands, bæði í handknattleik og knattspyrnu. Róbert lék í marki KVA í 1. deildinni sl. sumar og vakti þá mikla athygli, ekki síst er hann varði tvær vítaspyrnur í leik gegn FH. Meira
19. nóvember 1998 | Íþróttir | 681 orð

Verð að velja milli marksins og línunnar

Sá leikmaður, sem hvað mest hefur komið á óvart í 1. deild karla í handknattleik, er hinn átján ára gamli línumaður, Róbert Gunnarsson hjá Fram. Hann fékk tækifærið í kjölfar meiðsla Olegs Títovs og hefur nýtt það til fullnustu, fékk m.a. umsögnina "gríðarlegt efni" í Morgunblaðinu eftir viðureign Fram og HK á dögunum. Meira
19. nóvember 1998 | Íþróttir | 260 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

19. nóvember 1998 | Úr verinu | 229 orð

Alþjóðleg ráðstefna um kvótakerfið

VIRTIR innlendir og erlendir fræðimenn kynna niðurstöður sínar og viðhorf á ráðstefnu sem haldin er á vegum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og sjávarútvegsráðuneytisins á Hótel Loftleiðum, föstudaginn 20. nóvember nk. Ráðstefnan ber yfirskriftina Kvótakerfið ­ forsendur og reynsla. Í hópi fyrirlesara eru m.a. Meira
19. nóvember 1998 | Úr verinu | 162 orð

BGB kaupir Otur ehf.

SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ BGB hf. á Árskógssandi festi í gær kaup á öllu hlutafé í Otri ehf. á Dalvík, þ.e. samnefndum bát ásamt veiðiheimildum, sem nema um 350 þorskígildum, og fiskvinnsluhúsi á Dalvík. Fyrir á og rekur BGB hf. 3 skip. Blika EA 12 sem er rækjufrystitogari, Arnþór sem er gerður út á síld og rækjuveiðar og Sæþór sem gerður er út á þorskveiðar. Meira
19. nóvember 1998 | Úr verinu | 539 orð

Búið að salta síld í um 50.000 tunnur í haust

NÚ ER búið að salta síld í um 50.000 tunnur, þrátt fyrir dræma veiði í haust. Nokkur kippur kom í söltunina eftir að síldveiðar voru leyfðar í flottroll, en veiðar í nót hafa gengið illa. Gunnar Jóakimsson, framkvæmdastjóri Íslandssíldar, segir að enn sé ósaltað í um 30.000 tunnur upp í gerða samninga, en til þess þurfi 7.000 til 8.000 tonn upp úr sjó. Meira
19. nóvember 1998 | Úr verinu | 107 orð

Nýtt nótaskip HB hf.

Nýtt nótaskip HB hf. HB hf. á Akranesi hefur keypt nóta- og togveiðiskipið Innovation Lie frá Noregi. Skipið er glænýtt og hefur aldrei farið á veiðar. Það er búið fullkomnu RSV kæli- og dælukerfi en getur borið um 1.100 tonn af ókældu hráefni. Aðalvél skipsins er 4.700 hestöfl. Meira
19. nóvember 1998 | Úr verinu | 364 orð

Nýtt spákerfi um hættulegar öldur

SIGLINGASTOFNUN hefur síðastliðin tvö ár unnið markvisst að þróun spákerfis fyrir veður- og sjólagsþætti í samvinnu við Veðurstofu Íslands. Á ráðstefnu Siglingastofnunar og samgönguráðuneytisins á morgun um öryggismál sjómanna verður tekinn í notkun nýr áfangi í upplýsingakerfinu. Þar bætast við spár og viðvaranir um hættulegar öldur, svokallaðar brotöldur, og öryggismörk minni fiskiskipa. Meira

Viðskiptablað

19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 98 orð

15% lækkun Þorbjörns

RÚMLEGA 15% lækkun varð á hlutabréfum Þorbjörns hf. á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Heildarviðskipti dagsins voru alls 1.453 milljónir króna en viðskipti á hlutabréfamarkaði námu 83 milljónum. Mest var verslað með hlutabréf Flugleiða, alls 24 milljónir, Íslandsbanka fyrir 10 milljónir og Eimskipafélagsins fyrir tæpar 9 milljónir. Þá seldi Hampiðjan hlutabréf í Granda hf. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 75 orð

Afsláttur á tölvum frá Compaq

Í TILEFNI jólanna hefur Compaq Computer Corp. ákveðið að lækka um allt að 17% verð á nokkrum Presario einmenningstölvum. Verð á Presario 5050 lækkar úr 999 dollurum í 899, Presario 5150 úr 1.199 dollurum í 999, Presario 5170 úr 1.499 dollurum í 1.299 og Presario 5660 úr 2.199 dollurum í 1.999. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 165 orð

Aukinn áfengisvandi starfsfólks í Bretlandi

EITURLYFJA- og áfengisvandamál starfsfólks brezkra fyrirtækja hafa aukizt samkvæmt nýrri skýrslu. Samkvæmt rannsókninni, sem náði til 1.800 fyrirtækja, tilkynntu 46% mál vegna áfengismisnotkunar starfsfólks í fyrra miðað við 35% 1996. Eiturlyfjanotkun hefur aukizt um 3% í 18%. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 108 orð

ÐFrostmark selur kælibúnað

FYRIRTÆKIÐ Frostmark hefur gengið frá sölu og uppsetningu á kælibúnaði um borð í 5 þúsund rúmmetra flutningaskipinu Florinda sem er í eigu portúgalska skipafélagsins Portline Star. Útboð í verkið fór fram síðastliðið sumar og lögðu fjölmörg portúgölsk og evrópsk fyrirtæki inn tilboð. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 169 orð

ÐÍslandsflug með barnatilboð til Akureyrar

ÐÍslandsflug með barnatilboð til Akureyrar ÍSLANDSFLUG hefur ákveðið að bjóða börnum, í fylgd með fullorðnum, frítt flug milli Reykjavíkur og Akureyrar frá 20. nóvember til 16. desember. Allt að tvö börn að tólf ára aldri fá þannig frítt flug í fylgd með einum fullorðnum báðar leiðir. Tilboðið gildir í allar flugferðir, alla daga nema föstudaga og sunnudaga. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 238 orð

ÐKaldasel opnar hjólbarðaverkstæði í Smáranum

KALDASEL ehf. hefur opnað hjólbarðaverkstæði á Dalvegi 16b við Smárann í Kópavogi. Þetta er þriðja verkstæði Kaldasels en fyrir er það með starfsemi í Skipholti 11­13 í Reykjavík og Smiðsvöllum 10 á Akranesi. Á meðfylgjandi mynd handleika Runólfur Oddsson, framkvæmdastjóri Kaldasels (t.v.), og Hilmar Símonarson verkstjóri vænan hjólbarða á nýja verkstæðinu. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 1485 orð

EMU og evran ­ áhrifin hér á landi

EFNAHAGSLEG áhrif EMU hér á landi verða margvísleg, sérstaklega til lengri tíma litið. Þau áhrif eru breytileg eftir því í hvaða atvinnugrein viðkomandi fyrirtæki starfar. Líklegt má telja að íslensk stórfyrirtæki muni ráða miklu um hvort íslensk fyrirtæki taki evruna almennt upp sem greiðslumynt í viðskiptum, hvort sem það er í inn- eða útflutningi. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 748 orð

Eru miðaldra starfsmenn á leiðinni í úreldingu?

ERT þú á leið í úreldingu eða eru undirmenn þínir á leiðinni þangað? Þessum spurningum og fleiri í svipuðum dúr varpaði Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslustjóri Starfsmannaþjónustu Reykjavíkurborgar, fram á fjölmennri ráðstefnu Gæðastjórnunarfélags Íslands, sem bar yfirskriftina: Starfsþróun á 21. öldinni ­ deilum ábyrgð og ávinningi, og haldin var á Hótel Loftleiðum sl. miðvikudag. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 2027 orð

FJÁRMÁL Á FIMMTUDEGISigurður B. StefánssonHERT STEFNA Í PENINGAMÁLUM

SEÐLABANKI Íslands kynnir mat sitt á stöðu, horfum og stefnu í peninga- og efnahagsmálum að vori og hausti á ári hverju og kom haustskýrslan 1998 út í lok síðustu viku. Árin 1996 til 1998 hefur landsframleiðsla vaxið um 5,1% árlega að jafnaði. Kröftugur vöxtur og mikil aukning í innlendri eftirspurn hafa haldist í hendur fram til þessa en nú síðast einnig mjög ör vöxtur útlána. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 1461 orð

Flutningaþorp á Klettasvæði

VÖRUFLUTNINGAMIÐSTÖÐIN flutti alla starfsemi sína á 35.000 fermetra lóð í Klettagörðum 2 um mánaðamótin ágúst ­ september sl. og er með þeim fyrstu af þeim fyrirtækjum sem þangað flytja á nýjar lóðir. Fyrirtækið var með starfsemi sína í Borgartúni eins og fleiri fyrirtæki sem hafa fengið lóðir á nýja staðnum. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 109 orð

Glerborg endurnýjar upplýsingakerfi sitt

Í BYRJUN nóvember var undirritaður samningur á milli Glerborgar ehf. í Hafnarfirði og Forritunar ehf. um endurnýjun á upplýsingakerfi fyrirtækisins. Hið nýja upplýsingakerfi byggist á LIND-viðskiptahugbúnaðinum sem Forritun ehf. hefur þróað undanfarin ár. Jafnframt mun Forritun ehf. hanna og forrita nýtt glerframleiðslukerfi fyrir Glerborg. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 539 orð

Hagnaður jókst um 30% á milli ára

HEKLA hf. skilaði 215 milljóna króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins, var 165 milljónir á sama tímabili í fyrra, og nemur aukningin rúmum 30% á milli ára. Velta fyrirtækisins jókst um 12% á milli ára, nam tæpum 5,6 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðunum en var tæpir fimm milljarðar á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í óendurskoðuðu milliuppgjöri fyrirtækisins. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 85 orð

Hoechst skipt í tvennt

ÞÝZKA efna- og lyfjafyrirtækið Hoechst AG, sem fréttir herma að eigi í viðræðum vegna samruna við Rhone- Poulenc í Frakklandi, hefur skýrt frá jafnvel enn verri afkomu á þriðja ársfjórðungi en búizt hefur verið við og tilkynnt að fyrirtækinu verði skipt í tvennt. Hoechst hyggst skipta fyrirtækinu í lífvísinda- og iðnaðarefnafyrirtæki, en vill enn ekkert segja um samruna. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 721 orð

Íslenskir fjárfestingarmöguleikar kannaðir

ÍTALSKI fjárfestirinn Ernesto Preatoni var staddur hér á landi í nýlega til þess að kanna möguleika á að stofna fjárfestingarfyrirtæki hér og skráningu þess á Verðbréfaþingi Íslands. Preatoni er kvæntur íslenskri konu, Olgu Clausen, og segir hann að það sé ekki síst þrýstingur frá henni sem valdi áhuganum á því að fjárfesta á Íslandi. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 266 orð

Kaupir þróunarhugbúnað frá Select Software Tools

NÝLEGA var undirritaður samningur á milli TÍR ehf. Þekking ­ lausnir, sem er umboðsaðili Select Software Tools á Íslandi, og Rafiðnaðarskólans. Samningurinn felur í sér að skólinn mun frá og með haustinu 1998 nota mjög öflugan þróunarhugbúnað, Select Enterprise, við kennslu í hugbúnaðaraðgerð í tölvu- og kerfisfræði sem er tveggja ára framhaldsnám á háskólastigi. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 506 orð

Málefnaleg gagnrýni mikilvæg

ÞAÐ virðist útbreidd skoðun meðal endurskoðenda hér á landi að sumar niðurstöður Hæstaréttar í skattamálum séu illskiljanlegar og oft á tíðum ósamræmdar. Skýringin kann að liggja í fjölgun dóma undanfarin ár og þeim takmörkunum sem siðareglur Lögmannafélagsins setja lögmönnum til að koma málefnalegri gagnrýni á dómstólana á framfæri. Þetta kom m.a. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 403 orð

Námskeið um sölutryggingu verðbréfa

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands gengst fyrir tveimur hálfsdagsnámskeiðum fyrir þátttakendur á verðbréfamarkaði á mánudag og þriðjudag. Annað fjallar um sölutryggingu verðbréfa en hitt um svokallaða tilhlýðilega kostgæfni (due diligence). Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 150 orð

Norðurljós

HEKLA hf. skilaði 215 milljóna króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins, var 165 milljónir á sama tímabili í fyrra, og nemur aukningin rúmum 30% á milli ára. Velta fyrirtækisins jókst um 12% á milli ára, nam tæpum 5,6 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðunum en var tæpir fimm milljarðar á sama tímabili í fyrra. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 282 orð

Nýir starfsmenn hjá Tali hf.

JÓAKIM Reynisson fjarskiptaverkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tæknisviðs Tals. Jóakim er stúdent frá MR 1981, rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands 1986 og með meistarapróf frá DTH í Danmörku 1989. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 409 orð

Nýir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar

Nýir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar DANA Lee Shkolny M.Sc. hefur verið ráðin til starfa á rannsóknarstofu Íslenskrar erfðagreiningar. Shkolny er kanadísk og lauk B.Sc.- prófi í erfðafræði frá háskólanum í Alberta í Kanada árið 1990 og M.Sc. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 309 orð

Nýir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar

HÁKON Hákonarson M.D. hefur verið ráðinn til rannsóknarstarfa hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hákon Larsenútskrifaðist frá líffræði- og stærðfræðideild Menntaskólans á Akureyri árið 1980, og lauk M.D.-gráðu við læknisfræðideild Háskóla Íslands árið 1986. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 125 orð

Nýr sveitarstjóri í Biskupstungum

Ragnar Sær Ragnarsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Biskupstungnahrepps. Ragnar er fæddur árið 1961. Hann lauk prófi frá Fósturskóla Íslands árið 1986, í hótelstjórnun frá Viðskiptaskólanum 1990 og námi í rekstrar- og viðskiptafræðum frá endurmenntunardeild Háskóla Íslands árið 1997. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 56 orð

Sameinast Hoechst og Rhone?

HLUTABRÉF í Hoechst AG í Þýzkalandi og Rhone-Poulenc SA í Frakklandi snarhækkuðu í verði á mánudag vegna nýrra vangaveltna um samrunna fyrirtækjanna í annað stærsta lyfjafyrirtæki heims. Um morguninn höfðu bréf í Hoechst hækkað um tæp 5% í 79,80 mörk og bréf í Rhone um rúmlega 5% í 269 franka. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 161 orð

Skýrr kaupir nýja móðurtölvu

SKÝRR hf. hefur gert samning við við Hitachi Data Systems (HDS) um kaup á nýrri móðurtölvu sem kemur í stað IBM móðurtölvu Skýrr sem keypt var í fyrra. Nýja tölvan er af gerðinni HDS Pilot 27, hefur 2 CPU (og eitt vara), 1 GB minni og 35 I/O tengingar. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 337 orð

Sóknarfæri í Færeyjum og á Grænlandi

MARGMIÐLUNARFYRIRTÆKIÐ Norðurljós mun styrkja rekstur aðildarfélaganna í framtíðinni, auk þess sem samsteypan gæti átt sóknarfæri á minni alþjóðlegum mörkuðum, s.s. í Færeyjum og í Grænlandi. Þetta er mat Bandaríkjamannsins Patricks F. Cleary, sem tekið hefur sæti í stjórn Íslenska útvarpsfélagsins í stað Jóhanns J. Ólafssonar, en ekki Jóns Ólafssonar eins og ranghermt var í blaðinu í gær. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 849 orð

Sóknarfæri íslensks lyfjaiðnaðar á erlendum mörkuðum

LYFJAFYRIRTÆKIÐ Delta hf. hefur tekið 5.000 fm lyfjaverksmiðju í notkun á svæði sínu við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir að framleiðslugeta fyrirtækisins sexfaldist með tilkomu nýju verksmiðjunnar. Þá hefur Delta samið um kaup á framleiðslu- og þróunareiningu Lyfjaverslunar Íslands hf. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 342 orð

Tal hf. semur við Intrum um innheimtu

FRÁ stofnun Tals hf. hefur fyrirtækið lagt sérstaka áherslu á þjónustu við viðskiptamenn sína. Tal hf. rekur 25 manna þjónustuver sem opið er allan sólarhringinn með símaþjónustu í síma 5706060. Samskipti við notendur í sambandi við upplýsingar um útsenda reikninga og áminningar til þeirra notenda sem ekki greiða á gjalddaga fara fram í gegnum þjónustuver og fjármálasvið fyrirtækisins. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 668 orð

TorgiðKennitölusala á framvirkum markaði

TorgiðKennitölusala á framvirkum markaði »KENNITÖLUSÖFNUN sem flest ef ekki öll verðbréfafyrirtækin virðast hafa stundað til kaupa á hærri hlut í FBA en leyfilegt hámark kvað á um, Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 248 orð

Tæknival hlýtur viðurkenningu frá Microsoft

NÝLEGA var tilkynnt að Tæknival hf. hafi verið útnefnt "Senior Partner" hjá Microsoft Corp. í Bandaríkjunum. Hér er um að ræða viðurkenningu til söluaðila í fremstu röð sem standast kröfur um mikla tækni- og söluþekkingu á Microsofthugbúnaði. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 130 orð

Viðskipti hafin með hlutabréf í Daimler- Chrysler

Í NEW York og Frankfurt eru hafin viðskipti með hlutabréf í Daimler-Chrysler. Margir af 431.000 starfsmönnum fyrirtækisins fylgdust með upphafi viðskiptanna á sjónvarpsskjám í um 260 verksmiðjum í 25 löndum. Viðskipti með bréf í Daimler-Chrysler munu fara fram í átta löndum og í 19 kauphöllum og hófust þau á þriðjudag, sama dag og rekstrarsvið Daimler AG og Chrysler Corp. sameinuðust. Meira
19. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 370 orð

Viðskiptin nema þegar 1 milljarði

VERÐBRÉFAMARKAÐUR Íslandsbanka hf., VÍB, hefur samið við bandaríska verðbréfasjóðafyrirtækið Vanguard um markaðssetningu og sölu á sjóðum þeim sem fyrirtækið starfrækir í Dublin á Írlandi. Sjóðirnir heita Heimssjóður, Evrópusjóður og US 500 sjóður. Þeir eru allir vísitölusjóðir og eru einkum ætlaðir stofnanafjárfestum. Að sögn Sigurðar B. Meira

Lesbók

19. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 57 orð

Innpökkuð tré

VEGFARENDUR í Riehen í Sviss dást að nýjasta verki listamannsins Christo og eiginkonu hans, Jeanne-Claude, "innpökkuðum trjám". Hefur listamaðurinn sveipað 163 tré í þunna filmu í garðinum við Beyler-listasafnið í borginni en hann er þekktur fyrir að pakka inn þekktum byggingum, svo og heilum eyjum ef svo ber undir. Sýningin verður opnuð formlega á laugardag. Meira

Ýmis aukablöð

19. nóvember 1998 | Dagskrárblað | 174 orð

Kvikmyndir

Kvikmyndir Farþegi úr geimnum Bruce Willis er leigubílstjóri í New York árið 2300 þegar dularfullur og forkunnarfagur farþegi frá annarri plánetu dúkkar upp í bílnum hjá honum. Myndin er augnakonfekt franska leikstjórans Luc Besson og Jean Paul Gaultier hannar búningana. Fimmta frumefnið er sýnd 29. nóv. á Stöð 2. Einn hring enn Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.