Greinar fimmtudaginn 10. desember 1998

Forsíða

10. desember 1998 | Forsíða | 178 orð

3,6 milljóna ára mannapi

SUÐUR-afrískir vísindamenn tilkynntu í gær að þeir hefðu fundið beinagrind mannapa sem þeir telja hafa verið uppi fyrir um 3,6 milljónum ára. Segja þeir fundinn stórmerkan og að hann kunni að gefa ómetanlegar vísbendingar um þróun mannsins. Beinagrindin fannst í kalksteinsnámu nærri Jóhannesarborg og hefur hún ekki verið grafin upp að fullu. Meira
10. desember 1998 | Forsíða | 549 orð

Chilestjórn bregst æf við en mannréttindasamtök fagna

JACK Straw, innanríkisráðherra Bretlands, staðfesti í gær niðurstöðu dómstóls bresku lávarðadeildarinnar um að taka mætti fyrir framsalskröfu spænsks saksóknara á hendur Augusto Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile. Chilestjórn brást ókvæða við ákvörðun Straws og kallaði sendiherra sinn heim en mannréttindasamtök hafa fagnað henni. Meira
10. desember 1998 | Forsíða | 195 orð

Ekkjum í útlegð sagt að höfða mál

YFIRVÖLD á Indlandi hafa hvatt þúsundir indverskra ekkna til að höfða mál gegn börnum sínum fyrir að hrekja þær burt til að deyja í soralegum fátæktarhverfum í borginni Varanasi við bakka Ganges-fljóts, sem er heilagt í augum hindúa. Meira
10. desember 1998 | Forsíða | 124 orð

Repúblikanar leggja til málshöfðun

REPÚBLIKANAR í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings lögðu í gær til að höfðað yrði mál á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta, byggt á fjórum ákæruatriðum. Verður tillaga þeirra tekin fyrir í dag en tvö ákæruatriði varða meinsæri, eitt misbeitingu valds og eitt hindrun framgangs réttvísinnar. Meira
10. desember 1998 | Forsíða | 211 orð

SÞ sakaðar um "ögrandi" eftirlit

ÍRAKAR sökuðu vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna, SÞ, í gær um að fara án heimildar inn á "viðkvæmt" svæði í vopnaleit og brjóta þar með samkomulag þeirra við SÞ um eftirlitið. Fjórir eftirlitsmenn gerðu tilraun til að skoða höfuðstöðvar stjórnarflokksins, Baath, en urðu frá að hverfa. Meira

Fréttir

10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

1600 umsóknir um kvóta

1600 umsóknir um kvóta NÆRRI 1.600 umsóknir höfðu borist til sjávarútvegsráðuneytisins um veiðileyfi og kvóta síðdegis í gær. Um 800 umsóknir bárust í gær. Umsóknirnar tóku að berast eftir að dómur féll í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu. Meira
10. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 288 orð

23 umsóknir bárust um sex byggingareiti

BYGGINGANEFND Akureyrar samþykkti í gær tillögur um hverjir fá úthlutað íbúðarhúsalóðum og byggingareitum á Eyrarlandsholti sem auglýstar voru nýlega. Tillögurnar eiga þó eftir að fara fyrir bæjarstjórn sem á síðasta orðið í málinu. Byggingafélögin sem fengu úthlutun byggingareita, voru Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars hf., Búseti og Búmenn, Hyrna ehf., SS Byggir hf. og Eyko ehf. Meira
10. desember 1998 | Landsbyggðin | 258 orð

90 ára vígsluafmælis Hólskirkju minnst

Bolungarvík-Bolvíkingar héldu upp á 90 ára vígsluafmæli Hólskirkju á sunnudag. Kirkjan var vígð annan sunnudag í aðvenntu, 6. desember 1908. Séra Þorvaldur Jónsson, sóknarprestur á Ísafirði, sem þá þjónaði einnig Bolungarvík, vígði kirkjuna á sínum tíma. Meira
10. desember 1998 | Erlendar fréttir | 355 orð

Aðhald sagt í fyrirrúmi en herframlög aukin

JEVGENÍ Prímakov, forsætisráðherra Rússlands, fullyrti í blaðaviðtali í gær að rússneska ríkið yrði ekki gjaldþrota þótt það ætti í örðugleikum með að greiða skuldir. Ríkisstjórnin ræddi í gær drög að fjárlögum fyrir árið 1999, en umræðurnar um þau snúast fyrst og fremst um hvernig unnt sé að draga úr útgjöldum ríkisins. Meira
10. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 27 orð

Aðventukvöld

AÐVENTUKVÖLD verður í Kaupangskirkju í Eyjafjarðarsveit fimmtudagskvöldið 10. desember og hefst það kl. 20.30. Ræðu flytur frú Anna Helgadóttir kennari. Nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika og syngja. Meira
10. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 471 orð

Afhenti 5 sambyggð sjónvarps- og myndbandstæki

Húsmóðir á Akureyri kom færandi hendi á barnadeild FSA Afhenti 5 sambyggð sjónvarps- og myndbandstæki UNG húsmóðir á Akureyri, Eydís Davíðsdóttir, kom færandi hendi á barnadeild FSA í gær og afhenti deildinni 5 sambyggð sjónvarps- og myndbandstæki. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Aukafjárveiting til Þjóðarbókhlöðu

FJÁRLAGANEFND Alþingis hefur samþykkt að leggja til að veitt verði 14 milljóna króna aukafjárveiting til Þjóðarbókhlöðu, að því er fram kemur í frétt í nýjasta tölublaði Stúdentablaðsins, sem kemur út í dag. Blaðið kveðst hafa heimildir fyrir þessu innan fjárlaganefndar Alþingis. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 744 orð

Ástarfíklar eru oft með lágt sjálfsmat

Nýlega var haldið námskeið um ástarfíkn og flóttafíkn. Vilhelmína Magnúsdóttir leiðbeinir á þessum námskeiðum. "Allir eru að fást við einhverskonar fíkn og fíknin getur haft mismunandi áhrif á líf fólks eftir því hvers eðlis hún er. Fíknin getur verið í súkkulaði, sjónvarpsgláp eða sígarettur. Á þessum námskeiðum fjöllum við hinsvegar um ástarfíkn og flóttafíkn. Meira
10. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Besti básinn

BESTI íslenski básinn á sýningunni Jólahöllinni, sem haldin var í Laugardalshöllinni í Reykjavík nýlega, var bás Kexsmiðjunnar á Akureyri. Kexsmiðjan er tveggja ára um þessar mundir og gengur rekstur fyrirtækisins vel og hlaut kynning fyrirtækisins á framleiðsluvörum sínum góðar undirtektir gesta á sýningunni. Meira
10. desember 1998 | Erlendar fréttir | 91 orð

Bóluefni gegn heilahimnubólgu?

BRESKIR vísindamenn rannsaka nú bóluefni sem gæti valdið straumhvörfum í baráttunni gegn hinum mannskæða sjúkdómi heilahimnubólgu. Bóluefnið var þróað af læknum á Kúbu og halda Kúbumenn því fram að þar sé búið að útrýma heilahimnabólgu. Er nú unnið að því að rannsaka bóluefni Kúbumannanna og kanna hvort fullyrðingar þeirra standist. Meira
10. desember 1998 | Miðopna | 108 orð

Bregðast ekki við dóminum

"Í GRUNDVALLARATRIÐUM lýsir þetta þeirri ákvörðun ríkisstjórnar að bregðast ekki við dómi Hæstaréttar eins og ég skil hann heldur að berjast um á hæl og hnakka til þess að reyna áfram að varðveita hagsmuni hinna fáu á kostnað fjöldans," sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokks. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 280 orð

Börnum kynnt beislun og nýting raforku

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði í gær formlega Rafheima, fræðslusetur Rafmagnsveitu Reykjavíkur, en auk hans var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri viðstödd opnunina ásamt öðrum gestum. Meira
10. desember 1998 | Miðopna | 137 orð

Eðlilegt að leita samstöðu

"ÉG hefði talið eðlilegt í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar, sem er í samræmi við gagnrýni sem verið hefur á lög um stjórn fiskveiða í mörg ár, að þá hefði verið leitast við að ná samstöðu innan þingsins um þær breytingar sem þyrfti að gera og ég harma að það skuli ekki hafa verið gert," sagði Margrét Frímannsdóttir, Alþýðubandalagi. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 238 orð

Ekki tekið tillit til athugasemdanna

EFTIRLITSTOFNUN EFTA, (ESA), hefur gert athugasemd við áform ríkisstjórnarinnar um að framlengja skattafslátt vegna fjárfestinga í hlutabréfum í innlendum hlutafélögum. ESA telur að skattafsláttur af þessu tagi eigi að ná til hlutabréfakaupa á öllu efnahagssvæðinu. Ríkisstjórnin tók ákvörðun á fundi í gær að skýra ESA frá því að hún tæki ekki tillit til þessara athugasemda. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Ekki til bráðabirgða

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði í gærkvöldi að frumvarp ríkisstjórnarinnar til breytingar á lögum um fiskveiðistjórn væri ekki til bráðabirgða og í fullu samræmi við dómsniðurstöðu Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar fyrr í mánuðinum. Meira
10. desember 1998 | Landsbyggðin | 156 orð

Fjölskyldudagur í Grundarfirði

Grundarfirði-Í Grundarfirði sameinuðust fyrirtæki jafnt sem einstaklingar og félagasamtök um jólastemmningu af ýmsu tagi við upphaf aðventu. Fyrir þennan dag höfðu starfsmenn sveitarfélagsins keppst við að útbúa og koma upp götuskreytingum. Verslunar- og þjónustuaðilar og stærstu fyrirtækin í Grundarfirði höfðu sömuleiðis skreytt hús sín jólaljósum. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 325 orð

Fleiri eigi kost á aðgangi að grásleppu

FRUMVARP til laga um breyting á lögum nr. 79 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (Lagt fyrir Alþingi á 123. löggjafarþingi 1998­99) 1. gr.: 1. mgr. 7. gr. laganna orðast svo: Grásleppuveiðar skulu háðar sérstöku leyfi Fiskistofu. Meira
10. desember 1998 | Landsbyggðin | 100 orð

Færðu bæjarstjóranum listaverk

Stykkishólmi-Börn í leikskólanum í Stykkishólmi heimsóttu nýja ráðhúsið í Stykkishólmi í fylgd umsjónarmanna. Erindið var að færa bæjarstjóranum listaverk sem þau höfðu gert í tilefni þess að búið er að vígja ráðhúsið og starfsemi hafin þar. Listaverkið er þrykk. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 660 orð

Gagnrýna vinnubrögð Vinnumálastofnunar

VEGNA yfirlýsingar Vinnumálastofnunar í Morgunblaðinu laugardaginn 5. desember sl. um málefni atvinnulausra í Norðurlandskjördæmi eystra vill Verkalýðsfélag Húsavíkur taka eftirfarandi fram: "Í yfirlýsingu Vinnumálastofnunar í Morgunblaðinu 5. desember sl. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 322 orð

Gjald hækkar um allt að 36% um áramótin

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að hækka gjald sem forráðamenn barna greiða fyrir lengda viðveru í skólum. Hækkunin tekur gildi 1. janúar og hækkar gjald fyrir hverja klukkustund úr 110 krónum í 150 kr. eða um 36%. Hámarksgjald er nú 6.500 krónur á barn á mánuði en hækkar 1. janúar í 8.500 krónur, eða um tæplega 31%. Efnisgjald vegna matarkaupa í heilsdagsskóla verður óbreytt. Meira
10. desember 1998 | Landsbyggðin | 137 orð

Handverksmarkaður í Þorlákshöfn

Þorlákshöfn-Handverksfólk í Ölfushreppi var með myndarlegan markað í grunnskólanum í Þorlákshöfn nú fyrir stuttu. Það var fyrir tilstuðlan þeirra Lilju Guðjónsdóttur og Unnar Erlu Malmquist að þessi myndarlega sölusýning var sett upp. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 1727 orð

Hugsanlegt að taka upp þjónustusamninga árið 2000 Við umfjöllun á fjárhagsvanda í heilbrigðiskerfinu að undanförnu hefur æ meira

EFTIRSPURN eftir heilbrigðisþjónustu hérlendis hefur aukist mjög undanfarin ár og má búast við að svo verði enn í náinni framtíð. Framleiðni Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala hefur farið vaxandi síðustu ár og hefur aukinni eftirspurn verið mætt með hagræðingu, tækninýjungum, aukinni þekkingu og betri stjórnun. Heildarútgjöld hafa hins vegar lítið hækkað. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Hækkun afturvirk

Í KJÖLFAR þess að Íslandsbanki hækkaði gengi sitt á kauprétti á hlutabréfum í Búnaðarbanka úr 2,28 í 2,40 hefur verið ákveðið að láta alla þá 10 þúsund einstaklinga, sem strax á fyrsta degi framseldu bankanum rétt sinn með bindandi samningum á genginu 2,28 njóta þessarar hækkunar að fullu. Meira
10. desember 1998 | Miðopna | 589 orð

Í fullu samræmi við dóm Hæstaréttar

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar sé ekki til bráðabirgða, það sé að fullu í samræmi við dómsniðurstöðu Hæstaréttar og breytingin sem því fylgi sé gríðarleg. Hann segir að hagsmunir smábátaeigenda og byggðarlaga sem treystu á afla þeirra hafi verið í algeru uppnámi með dóminum og nauðsynlegt hafi verið að finna leið til að verja þá. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Íslenskt kort á heimslista

JARÐFRÆÐIKORT Náttúrufræðistofnunar Íslands var nýlega valið á lista þýska stórfyrirtækisins International Landkartenhaus (ILH) yfir tíu athyglisverðustu landakort heims á markaðnum um þessar mundir. Meira
10. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Jólabækurnar kynntar

Jólabækurnar kynntar BJÖRN Eiríksson hjá bókaútgáfunni Skjaldborg og Benedikt Kristjánsson hjá Munin bókaútgáfu brugðu sér norður til Akureyrar til að kynna þær bækur sem fyrirtæki þeirra gefa út fyrir þessi jól fyrir starfsfólki bókabúða á Norðurlandi. Skjaldborg gefur út 32 titla fyrir jólin en Muninn gefur út 7 titla. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Jólafundur Nýrrar dögunar

NÝ Dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, heldur jólafund um sorgina og jólin í kvöld, fimmtudaginn 10. desember, í safnaðarheimili Neskirkju kl. 20. Prestur er sr. Halldór Reynisson, kirkjukór Neskirkju syngur og Inga Bachman syngur einsöng. Á eftir verður boðið upp á veitingar. Allir velkomnir. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð

Jólagjafir handa mömmu og pabba

JÓLAUNDIRBÚNINGUR er víða hafinn og leikskólar borgarinnar eru þar engin undantekning. Elín Þóra og Dagmar Þórhildur, sem báðar eru á leikskólanum Vesturborg, voru í óða önn að pakka inn jólagjöfum til mömmu og pabba í gær. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Jólakort Íþróttasambands fatlaðra

ÍÞRÓTTASAMBAND fatlaðra hefur gefið út jólakort sem seld eru til styrktar íþróttastarfi fatlaðra. Ýmsir listamenn hafa undafarin ár skreytt korti og gefið Íþróttasambandi fatlaðra til styrktar starfsemi þess en að þessu sinni er það frístundalistakonan Alma Lilja Ævarsdóttir frá Húsavík sem myndskreytti jólakortið. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Jólakveðjur til Íslendinga í Gautaborg

ÍSLENDINGAÚTVARPIÐ í Gautaborg gefur fólki kost á að senda jólakveðjur til vina og vandamanna, sem búa í borginni og nágrenni hennar. Þátturinn verður 20. desember og verða kveðjurnar að hafa borist fyrir þann tíma, segir í fréttatilkynningu. Hægt er að senda kveðjurnar í bréfi, bréfasíma eða í tölvupósti. Heimilisfangið er: Linnégatan 21, S ­ 413 03 GÖTEBORG, Sverige. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 154 orð

Jólamarkaður Sólheima opnaður í Kjörgarði

SÓLHEIMAR hafa opnað jólamarkað í Kjörgarði, Laugavegi 59, og verður opið alla daga fram að jólum. Sólheimar eru 100 manna vistvænt byggðarlag þar sem lögð er áhersla á framleiðslu á handverki. Á Sólheimum eru fimm fyrirtæki, skógræktarstöðin Ölur, garðyrkjustöðin Sunna, gistiheimilið Brekkukot, verslunin Vala, Listhús Sólheima auk Kertagerðar Sólheima. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Jólastemmning í Barnahelli

JÓLASÖGUR verða lesnar á norsku og sænsku við jólaljós í Barnahelli Norræna hússins laugardaginn 12. desember. Kl. 15 les Astrid Øksendal norska jólasögu, "Snekker Andersen og julenissen" (Andrés smiður og jólasveinninn) eftir Alf Prøysen. Kl. 16 les Elisabeth Alm sögukaflann "Hur vi firar jul i Bullerbyn" (Jól í Ólátagarði) eftir Astrid Lindgren. Meira
10. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Jólasöngvar

HINIR árlegu jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju verða sunnudaginn 13. desember í kirkjunni og hefjast kl. 20.30. Jólasöngvarnir hafa verið fastur liður í starfi kórsins í nokkur ár og ávallt verið mjög vel sóttir. Á efnisskrá verða kórverk eftir Victoria, Eccard, Walter, Bach, Róbert A. Ottóson, Smára Ólafsson og Áskel Jónsson. Meira
10. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Jólatónleikar

JÓLATÓNLEIKAR á vegum Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit föstudagskvöldið 11. desember kl. 21. Á laugardag verða tvennir tónleikar, þeir fyrri í Þelamerkurskóla kl. 13 og hinir seinni kl. 15.30 í Freyvangi. Síðustu jólatónleikar tónlistarskólans að þessu sinni verða í gamla skólahúsinu á Grenivík fimmtudaginn 17. desember næstkomandi kl. 21. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 891 orð

KEA-Nettó verður ekki á hafnarbakkanum

HAFNARNEFND Reykjavíkur hafnaði í gær að breyta kvöðum um hafnsækna starfsemi sem eru á Geirsgötu 11, sem er hús í eigu Heildverslunar Jóns Ásbjörnssonar. Þetta þýðir að ekkert verður af sölu hússins til KEA, sem áformaði að setja þar upp matvöruverslun. Bæði Borgarskipulag og borgarverkfræðingur lögðust gegn erindi KEA. Meira
10. desember 1998 | Erlendar fréttir | 188 orð

Kínverjar óttast afleiðingar evrósins

HELSTU framámenn í kínversku efnahagslífi óttast að evróið, hinn sameiginlegi gjaldmiðill Evrópusambandsríkjanna, er tekinn verður upp um áramótin, muni gera Kínverjum erfitt að stunda viðskipti í Evrópu auk þess sem þeir telja að hin sameiginlega Evrópumynt muni veita evrópskum fjármálastofnunum ískyggilega mikil völd. Meira
10. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Kjör öryrkja verði bætt

VÖRÐUR, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, skorar á stjórnvöld að bæta kjör öryrkja á Íslandi. Fram kemur í ályktun frá stjórn Varðar að lágmarkslaun í landinu séu 70 þúsund krónur, en hámarksörorkubætur með öllu sem þeim tengjast séu rúmlega 67 þúsund krónur. Einnig að bætur skerðist gangi öryrki í sambúð, en með því sé öryrkja ómögulegt að standa jafnfætis maka sínum í sambúðinni. Meira
10. desember 1998 | Erlendar fréttir | 295 orð

Kom í veg fyrir að Gandhi fengi friðarverðlaunin

GUNNAR Jahn, yfirmaður norsku Nóbelsnefndarinnar á árunum 1942­1966, kom í veg fyrir að Indverjinn Mahatma Gandhi fengi friðarverðlaun Nóbels, samkvæmt dagbók hans sem ekki hefur áður sést opinberlega og var Jahn aukinheldur andsnúinn því að Rauði krossinn fengi friðarverðlaunin á sínum tíma. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 234 orð

Krefjast fjárhagslegs aðskilnaðar útgerðar og vinnslu

EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Samtökum fiskvinnslu án útgerðar: "Stjórn Samtaka fiskvinnslu án útgerðar fagnar nýgengnum dómi Hæstaréttar Íslands í máli Valdimars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu. Meira
10. desember 1998 | Landsbyggðin | 52 orð

Kveikt á jólatrénu á Blönduósi

Blönduósi-Kveikt var á jólatréi Blönduósinga á Kirkjuhólnum sl. laugardag. Samkórinn Björk og félagar úr harmoninkuklúbbnum fluttu nokkur jólalög og jólasveinarnir úr Langadalsfjalli komu í heimsókn á elsta slökkviliðsbíl héraðsins. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson flutti jólahugvekju. Eftirvænting barna var mikil eins og myndin ber með sér. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 258 orð

Kviknaði í út frá jólaseríu

SUÐURÁLMA leikskólans Sólborgar í Sandgerði skemmdist mikið í eldi aðfaranótt miðvikudags. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kviknaði, en að sögn rannsóknardeildar lögreglunnar í Keflavík er orsök eldsins rakin til rafmagns. Kviknað mun hafa í út frá framlengingarsnúru í jólaseríu. Slökkvilið Sandgerðis kom á vettvang fjórum mínútum eftir útkall eða klukkan 3.55 um nóttina. Meira
10. desember 1998 | Miðopna | 147 orð

Lágmarksbreytingar

"MÉR sýnist í fljótu bragði að þarna sé verið að gera algerar lágmarksbreytingar eða eins og dómurinn segir að það verði að breyta 5. gr. laganna og þarna er henni breytt en maður veltir fyrir sér til hvers ef fólk hefur ekki kvóta," sagði Guðný Guðbjörnsdóttir, Kvennalista. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Lán á kennitölu gæti skert örorkubætur

LÁN á kennitölu til kaupa á hlutabréfum gæti skert bætur frá Tryggingastofnun ríkisins til þeirra öryrkja sem það gera ef þeir eru á skerðingarmörkum, að sögn Jóhannesar Þórs Guðbjartssonar, framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 43 orð

LEIÐRÉTT

RANGT var farið með föðurnafn Ingibjargar Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Kvennalistans, í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessu. Rangt titluð Í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um afhendingu gjafa til Mærðastyrksnefndar var Bryndís Guðmundsdóttir sögð starfsmaður nefndarinnar en hún er varaformaður. Meira
10. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Lést í bílslysi

MAÐURINN sem lést þegar jeppa sem hann ók hvolfdi á Moldhaugnahálsi á þriðjudag hét Ásgeir Arngrímsson. Hann var 44 ára gamall, fæddurí Ólafsfirði 5. október árið 1954. Hann var til heimilis á Brekkusíðu 18 á Akureyri. Ásgeir stafaði síðustu ár hjá Fiskmiðlun Norðurlands á Dalvík og hafði gengt stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækisins frá því í sumar. Hann lætur eftir sig þrjá syni. Meira
10. desember 1998 | Erlendar fréttir | 405 orð

Myrtir þegar reynt var að bjarga þeim

ASLAN Maskhadov, forseti Tsjetsjníu, sagði í gær að mannræningjarnir, sem afhöfðuðu fjóra erlenda gísla í héraðinu, hefðu myrt þá þegar gerð hefði verið misheppnuð tilraun til að bjarga þeim. Höfuð gíslanna, þriggja Breta og Ný-Sjálendings, fundust í poka á vegi um þremur km frá þorpinu Dovydenko í fyrradag, Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 504 orð

Mörgum spurningum enn ósvarað

ÖNNUR umræða um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði hélt áfram í gær, þriðja daginn í röð, og var að sögn Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis, stefnt að því að ljúka umræðunni í nótt. Stjórnarandstæðingar sögðu í umræðunum í gær að þeir gætu alls ekki sætt sig við frumvarpið eins og það liti út nú. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 36 orð

Norræna félagið opnar heimasíðu

NORRÆNA félagið hefur opnað heimasíðu á vefnum. Þar er að finna ýmsar upplýsingar varðandi starfsemi Norræna félagsins svo sem um verkefni, ungmennastarf, vinabæi, skólamál og ferðamál, segir í fréttatilkynningu. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Norska jólakjötið frá Íslandi?

SAMTÖK norskra sauðfjárbænda segja búreksturinn hjá bændum svo erfiðan að fastlega megi búast við því að flytja verði inn jólakjötið frá Íslandi og Nýja-Sjálandi að ári, að því er fram kemur í Aftenposten. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 465 orð

Nýir aðilar fái óheftan aðgang að veiðileyfum

SAMKVÆMT frumvarpi ríkisstjórnarinnar til laga um breytingu á gildandi lögum um stjórn fiskveiða verður öllum þeim sem eiga haffær íslensk fiskiskip leyfilegt að sækja um og öðlast veiðileyfi innan lögsögu Íslands. Slíku veiðileyfi fylgir þó engin aflahlutdeild, heldur leyfi til veiða úr fiskstofnum utan kvótakerfisins. Meira
10. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Opið hús

OPIÐ hús verður hjá Menntasmiðju kvenna sem er við Glerárgötu á Akureyri fimmtudaginn 10. desember frá kl. 15 til 19. Nemendur munu m.a. bregða á leik með spuna-, ljóða- og sögulestri, skuggamyndasýningu, auk handverks- og myndlistarsýningar. Alls útskrifast 20 konur af þessari önn og eru þær á aldrinum 27 til 68 ára. Meira
10. desember 1998 | Erlendar fréttir | 114 orð

Ógnir í Alsír

ALSÍRSKIR uppreisnarmenn skáru 42 á háls í þorpi vestarlega í Alsír í fyrrinótt, að sögn fulltrúa stjórnvalda í gær. Áttu morðin sér stað í þorpinu Tadjena í Chlef-héraði, um 170 kílómetra vestur af Algeirsborg, höfuðborg Alsír. Hafa uppreisnarmenn þá murkað lífið úr meira en hundrað óbreyttum borgurum í Vestur-Alsír á síðustu sjö dögunum. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Óvíst hvenær þingmenn fara í jólafrí

ÖNNUR umræða um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði hefur tekið lengri tíma á Alþingi en ráð var gert fyrir og því óljóst hvenær þingi verður frestað fyrir jólin. Starfsáætlun Alþingis gerir ráð fyrir að þingfrestun verði 19. desember nk. en að sögn Ólafs G. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 408 orð

Ráðgert að lækka skuldir um 100 milljónir

NÝBYGGING gatna í nýju hverfi við Hraunsholt eru helstu framkvæmdir næsta árs samkvæmt fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 1999. Gert er ráð fyrir óbreyttri álagningu gjalda og er útsvar áfram 11,24%. Sameiginlegar tekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar rúmlega 1,3 milljarðar og eru útsvör 88,6% af sameiginlegum tekjum. Gert er ráð fyrir 268,9 millj. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 155 orð

Riftun samninga ólögleg

HALLDÓR Björnsson, formaður Dagsbrúnar/Framsóknar, hitti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra að máli í gærmorgun í kjölfar þess að félagsmenn í Dagsbrún/Framsókn sem starfa hjá Reykjavíkurborg hafa samþykkt í atkvæðagreiðslu heimild til að segja upp kjarasamningum við borgina vegna deilna um skólaliða. Meira
10. desember 1998 | Erlendar fréttir | 124 orð

Rússum boðið á afmælisfund NATO

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ bauð í gær Rússum að taka þátt í 50 ára afmælisfundi þess í Washington í vor, eftir að ráðamenn þessara fyrrverandi andstæðinga í kalda stríðinu sýndu með sér ný vinahót í höfuðstöðvum NATO í Brussel í gær. Meira
10. desember 1998 | Erlendar fréttir | 325 orð

Samkomulagi náð um fjárlög

EVRÓPUÞINGIÐ og Ráðherraráð Evrópusambandsins (ESB) komust á þriðjudag að samkomulagi um fjárlög sambandsins fyrir árið 1999. Fjárlagaramminn er samtals 85,5 milljarðar ECU, eða rúmlega 7.000 milljarðar íslenzkra króna. Meira
10. desember 1998 | Erlendar fréttir | 339 orð

Sekur um undanfærslur - ekki meinsæri

VERJENDUR Bills Clintons, forseta Bandaríkjamanna, luku málflutningi sínum fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar í gærkvöld og skoruðu þá á hófsama repúblikana að greiða atkvæði gegn málshöfðun á hendur forsetanum. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 186 orð

Sjö slökkviliðsmenn heiðraðir

STYRKTARFÉLAG krabbameinssjúkra barna heiðraði í gær, miðvikudag, sjö starfsmenn í Slökkviliði Reykjavíkur, sem hjóluðu umhverfis landið síðastliðið sumar til styrktar börnum með krabbamein. Reyndist framtak þeirra vera stærsta fjáröflun sem einstaklingar hafa staðið að að eigin frumkvæði í þágu barna með krabbamein frá því Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað. Meira
10. desember 1998 | Miðopna | 198 orð

Sjöunda greinin varin á kostnað trillukarla

ARTHUR Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir að með frumvarpi ríkisstjórnarinnar sé allt gert til að verja sjöundu grein fiskveiðistjórnunarlaganna á kostnað trillukarla. "Það má náttúrlega segja sem svo að sjöunda greinin sé undirstaða kvótakerfisins sem slíks og ef breyta ætti henni eða fella burt myndi kannski aflahámarkið falla í leiðinni. Meira
10. desember 1998 | Erlendar fréttir | 151 orð

Skattasamræming fyrir mitt næsta ár

DOMINIQUE Strauss-Kahn, fjármálaráðherra Frakklands, sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudag að samræming skatta á fyrirtæki og fjármagnstekjur væri eitt af forgangsmálum verkefnadagskrár Evrópusambandsins á fyrri hluta næsta árs. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Skáld og sagnfræðingar á Sóloni Íslandusi

SAGNFRÆÐINGAFÉLAG Íslands gengst fyrir málþingi fimmtudaginn 10. desember á kaffihúsinu Sóloni Íslandusi sem ber yfirskriftina: Fortíðin í skáldskapnum. Eru skáldin að taka yfir söguna? Samkoman hefst kl. 19.30 og stendur til kl. 22.30. Meira
10. desember 1998 | Erlendar fréttir | 370 orð

Skyggir á heimsókn Clintons

Blóðug átök á Vesturbakkanum á afmæli palestínsku uppreisnarinnar Skyggir á heimsókn Clintons Hebron, Jerúsalem. Reuters. PALESTÍNUMAÐUR beið bana og rúmlega 55 særðust í óeirðum á Vesturbakkanum í gær þegar Palestínumenn minntust þess að ellefu ár eru liðin frá því uppreisn þeirra gegn hernámi Ísraela, intifada, hófst. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Snyrtistofur sameinast

Snyrtistofur sameinast SNYRTISTOFURNAR Fegrun og Snyrtistofa Halldóru hafa sameinast og heita nú Snyrtimiðstöðin sf. til húsa í Kringlunni 7, (Húsi verslunarinnar) þar sem Snyrtistofa Halldóru var áður. Snyrtimiðstöðin hefur sérleyfi til að reka Lanc^ome snyrtistofu: Le Centre De Beauty Lanc^ome. Meira
10. desember 1998 | Landsbyggðin | 183 orð

Stykkishólmsdeild RKÍ opnar eigið húsnæði

Stykkishólmi-Rauða kross deildin í Stykkishólmi opnaði laugardaginn 5. desember eigið húsnæði fyrir starfsemi sína. Húsnæðið er í Hólmkjörshúsinu. Í tilefni tímamótanna var boðið upp á veitingar og starfsemi deildarinnar kynnt. Meira
10. desember 1998 | Miðopna | 154 orð

Tekur á dómi Hæstaréttar

"FRUMVARPIÐ tekur fyrst og fremst á dómi Hæstaréttar og með því erum við að eyða þessari óvissu sem hann skapaði," sagði Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra. "Að mínu viti voru ekki aðrir kostir ef menn horfa einvörðungu á þá þætti málsins sem Hæstiréttur var að dæma um," sagði hann. Finnur sagði að í meginatriðum hefði verið sátt um frumvarpið meðal þingmanna Framsóknarflokksins. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 196 orð

Tillögur starfshóps ræddar næstu daga

FJÁRHAGSVANDI sjúkrahúsa verður tekinn til umræðu hjá fjárlaganefnd Alþingis milli annarrar og þriðju umræðu fjárlaganna en búist er við að þriðja umræða fari síðan fram í lok næstu viku. Fjárlaganefndin mun hafa til hliðsjónar tillögur starfshóps heilbrigðisráðuneytis sem búist er við að skili á næstu dögum. Meira
10. desember 1998 | Erlendar fréttir | 158 orð

Tóbaksauglýsingabanni flýtt?

BREZK stjórnvöld eru að íhuga að flýta um eitt ár gildistöku banns við tóbaksauglýsingum á veggspjöldum, en bann við tóbaksauglýsingum í öllum Evrópusambandslöndunum á að taka gildi í áföngum fram til ársins 2005. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 339 orð

Undanþegin gjöldum og eignarskatti

FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær frumvarp til laga um alþjóðleg viðskiptafélög. Samhliða lagði fjármálaráðherra fram frumvarp sem gerir ráð fyrir breytingum á ákvæðum skattalaga í tengslum við alþjóðleg viðskiptafélög. Í frumvarpi viðskiptaráðherra er gert ráð fyrir að alþjóðlegum viðskiptafélögum verði skapaður starfsgrundvöllur hér á landi, m.a. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 4449 orð

Veiðileyfi háð haffærisskírteini og skráningu Þingflokkar stjórnarflokkanna samþykktu í gær lagafrumvörp til breytingar á lögum

FRUMVARP til laga um breytingu á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum (Lagt fyrir Alþingi á 123. löggjafarþingi 1998­99) 1. gr.: 5. gr. laganna orðast svo: Við veitingu leyfa til veiða í atvinnuskyni koma aðeins til greina þau fiskiskip sem hafa haffærisskírteini og skrásett eru á skipaskrá Siglingastofnunar Íslands eða sérstaka Meira
10. desember 1998 | Miðopna | 1043 orð

Veiðileyfi heimilt öllum haffærum íslenskum skipum

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða Veiðileyfi heimilt öllum haffærum íslenskum skipum Mega veiða tegundir utan kvóta, en verða að sækja kvóta Meira
10. desember 1998 | Erlendar fréttir | 46 orð

Verðlaunahafar í Ósló

DAVID Trimble, leiðtogi Sambandsflokks Ulster (UUP), og John Hume, leiðtogi flokks hófsamra kaþólikka (SDLP), á Norður-Írlandi voru kampakátir þegar þeir komu til Ósló í gærmorgun en í dag munu þeir fá afhent friðarverðlaun Nóbels fyrir störf sín í þágu friðar á N-Írlandi. Meira
10. desember 1998 | Erlendar fréttir | 474 orð

Vilja ómerkja framburð bílstjórans

VERJENDUR Anwars Ibrahims, fyrrverandi fjármálaráðherra Malasíu, unnu ágætan sigur í gær þegar dómarinn í málinu gegn Anwar sagðist ætla að íhuga beiðni þeirra um að vitnisburður fyrrverandi einkabílstjóra Anwars, eins helsta vitnis saksóknara, yrði gerður ómerkur og honum vísað úr vitnastúkunni. Meira
10. desember 1998 | Innlendar fréttir | 605 orð

Þingflokksformenn ræði formennskuna

NOKKRAR umræður urðu um nefndarformennsku Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokks, í sjávarútvegsnefnd Alþingis í upphafi þingfundar á Alþingi í gær og kröfðust þingmenn jafnaðarmanna sem og formaður Alþýðubandalagsins þess að sú formennska yrði endurskoðuð í ljósi þess að Kristinn hefði nýlega gengið til liðs við framsóknarmenn. Meira
10. desember 1998 | Óflokkað efni | 841 orð

(fyrirsögn vantar)

Svarta skýrslan gerði meira en að afhjúpa vandamálið enda hefur ritið frá upphafi verið álitið grundvallarrit á sviði rannsókna á tengslum heilbrigðis og stéttskiptingar frá upphafi. Ekki er því að furða að Matthías vitni í ritið í tengslum við ástæðurnar fyrir því að almennt heilsufar sé álitið verra í lægri en hærri stéttum Meira

Ritstjórnargreinar

10. desember 1998 | Staksteinar | 306 orð

»Atvinnugrein landsbyggðarinnar SJÁVARÚTVEGURINN er atvinnugrein landsbyggða

SJÁVARÚTVEGURINN er atvinnugrein landsbyggðarinnar, líf hennar og blóð, segir Einar K. Guðfinnsson alþingismaður í leiðara VESTURLANDS. Hagsmunir landsbyggðar og sjávarútvegs falla í sama farveginn. Óumflýjanleg spurning! Meira
10. desember 1998 | Leiðarar | 676 orð

MANNRÉTTINDAYFIRLÝSING SÞ

Leiðari MANNRÉTTINDAYFIRLÝSING SÞ IMMTÍU ár eru í dag liðin frá því allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti mannréttindayfirlýsingu þá er síðan hefur verið í gildi. Með samþykkt mannréttindayfirlýsingarinnar var tekið stórt og mikilvægt skref í þá átt að auka virðingu fyrir mannréttindum í heiminum. Meira

Menning

10. desember 1998 | Menningarlíf | 45 orð

800 söngraddir í Hafnarborg

Í HAFNARBORG, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar verður á morgun, laugardag kl. 13 , tónlistardagskráin Syngjandi jól í Hafnarborg. Dagskráin er samvinnuverkefni Hafnarborgar og Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Tuttugu og einn kór og sönghópur, alls um 800 manns koma fram og lýkur dagskránni kl. 20. Meira
10. desember 1998 | Fólk í fréttum | 446 orð

Alltaf gaman að eiga Rolls Royce

"ÞAÐ ER alltaf gaman að eiga Rolls Royce," segir hinn brosmildi og bráðfjörugi Mohammed Znaki sem er viðhaldsstjóri Atlanta í Madrid. "Þá gildir alveg það sama um hreyflana og bílana. Á hinn bóginn hefur fólk gjarnan ruglað saman bílum og flugvélum þegar kemur að viðhaldi og heldur að þar sé hið sama upp á teningnum en það er algjör misskilningur. Meira
10. desember 1998 | Bókmenntir | 561 orð

Áhyggjurnar reyndust óþarfar

Eftir Eirík St. Eiríksson. Fróði. 223 bls. "ÁIN mín" heitir bók sem ætluð er áhugamönnum um stangaveiði. Þar skráir Eiríkur St. Eiríksson blaðamaður frásagnir sex reyndra og snjallra stangaveiðimanna sem nefna til eftirlætis laxveiðiár sínar. Þeir rekja tilurð þess að viðkomandi ár eru þeim jafn kærar og raun ber vitni og krydda frásögnina með fjölbreytilegum veiðisögum. Meira
10. desember 1998 | Menningarlíf | 99 orð

Ásta Erlingsdóttir sýnir myndverk í Gerðubergi

Í FÉLAGSSTARFI Gerðubergs verður opnuð sýning á verkum Ástu Erlingsdóttur á morgun, föstudag, kl. 16. Ásta Erlingsdóttir er fædd 12. júní 1920. Ásta er kunn fyrir grasalækningar sínar og áhuga á íslenskum jurtum. Hér er um þriðju einkasýningu Ástu að ræða en myndirnar spanna um 10 ára tímabil, eða frá 1988-1998. Meira
10. desember 1998 | Menningarlíf | 94 orð

Brúðuheimili Ibsens á jólafrumsýningu

JÓLAFRUMSÝNING Þjóðleikhússins verður að þessu sinni Brúðuheimili Ibsens. Brúðuheimili er eitt þekktasta verk Henriks Ibsens, og var leikritið á sínum tíma gífurlega umdeilt. Leikendur eru: Elva Ósk Ólafsdóttir, Baltasar Kormákur, Edda Heiðrún Backman, Pálmi Gestsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Halldóra Björnsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir. Þýðandi er Sveinn Einarsson. Meira
10. desember 1998 | Fólk í fréttum | 64 orð

Crawford í bílslysi

Crawford í bílslysi FJARLÆGJA þurfti glerbrot úr augum fyrirsætunnar Cindy Crawford eftir bílslys nærri heimili hennar í Malibu á sunnudag. Hún var í farþegasætinu þegar eiginmaður hennar, Randy Gerber, þurfti að sveigja framhjá hesti á veginum og hafnaði á steinsteyptum póstkassa. Meira
10. desember 1998 | Fólk í fréttum | 158 orð

Denise Richards næsta Bond-stúlka

Denise Richards næsta Bond-stúlka HRAKSPÁR um að næsta Bond-mynd yrði án "fegurðardísa" virðast ekki eiga við nein rök að styðjast. Að minnsta kosti hefur Denise Richards verið ráðin í hlutverk nýjustu Bond-píunnar og fetar hún þar í fótspor þokkagyðja á borð við Ursulu Andress, Jill St. Meira
10. desember 1998 | Menningarlíf | 118 orð

Einsöngstónleikar Nönnu Maríu Cortec

NANNA María Cortes, mezzósópransöngkona, og Kolbrún Sæmundsdóttir, píanóleikari, halda einsöngstónleika í tónleikasal Söngskólans, Smára, Veghúsastíg 7, Reykjavík, í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Tónleikarnir eru lokaáfangi burtfararprófs Nönnu Maríu frá Söngskólanum í Reykjavík. Á efnisskránn eru ítalaskar antiqui-aríur eftir Gluck og Caldara, Sígaunaljóð op. Meira
10. desember 1998 | Bókmenntir | 305 orð

Endurmat í nýju umhverfi

STOFA kraftaverkanna nefnist fimmta ljóðabók Sveinbjörns I. Baldvinssonar, sem nú er komin út hjá Máli og menningu. Eftir Sveinbjörn liggja þrjú kvikmyndahandrit, sögur og leikrit. Stofu kraftaverkanna er skipt í tvo hluta, Land mannanna og Þar sem þú kemur sjaldan. Ljóðin í Landi mannanna voru blásin höfundi í brjóst er hann dvaldi í Jakobshöfn á Grænlandi um sumarið 1996. Meira
10. desember 1998 | Fólk í fréttum | 332 orð

Engir fýlupokar

Hljómsveitin Papar flytur 14 lög og lagasyrpur úr ýmsum áttum. Papar eru Dan Cassidy, fiðla, Eysteinn Eysteinsson, trommur, slagverk, raddir, Georg Ólafsson, bassi, raddir, Ingvar Jónsson, gítar, söngur, Páll Eyjólfsson, hljómborð, harmónika, raddir, Vignir Ólafsson, banjó, gítar, söngur, raddir. Meira
10. desember 1998 | Bókmenntir | 346 orð

Enn ritar Bert

eftir Sören Olsson og Anders Jacobsson. Myndskreyting: Sonja Härdin. Þýðandi: Jón Daníelsson. Skjaldborg, 207 bls. AFKÖST systkinasonanna Sörens Olssons og Anders Jacobssons eru ekkert að minnka. Af færibandi þeirra kemur nú áttunda bókin um Bert, Áhyggjur Berts. Fyrri bækurnar hafa allar verið ofarlega á metsölulistum undanfarinna jóla. Meira
10. desember 1998 | Bókmenntir | 232 orð

Fjórar Íslendingasögur til viðbótar á hljóðbók

FULLTRÚAR Hljóðbókaklúbbsins afhentu menntamálaráðherra, Birni Bjarnasyni, Íslendingasögur sem hafa komið út á þessu ári. Eyrbyggja í lestri Þorsteins frá Hamri, Ljósvetningasaga í lestri Vésteins Ólasonar prófessors, Svarfdælasaga og Valla-Ljótssaga í lestri Jóhanns Sigurðarsonar leikara og Sigrúnar Eddu Björnsdóttur leikkonu, Víglundarsaga og Krókarefssaga í lestri Helgu E. Meira
10. desember 1998 | Menningarlíf | 41 orð

Forboðnar beinagrindur

BELGÍSKI listamaðurinn Michel de Spiegeleire leggur síðustu hönd á tilbúna beinagrind snjómanns. Í Brussel stendur nú yfir sýnig listamannsins á þrjátíu eftirlíkingum af beinagrindum fyrirbæra sem ekki eru til, svo sem blóðsugu og dreka en sýningin kallast "Forboðið samsafn". Meira
10. desember 1998 | Bókmenntir | 373 orð

Fríða framhleypna

eftir Lykke Nielsen. Jón Daníelsson þýddi. Gunnar Greiding myndskreytti. Skjaldborg, 1998 ­ 86 síður. SÖGURNAR um Fríðu framhleypnu eru úr danskri ritröð sem hefur hlotið talsverðar vinsældir hér á landi. Höfundur er sagður vera dönsk leikkona í sínu heimalandi og fyrsta bókin um Fríðu kom út í Danmörku árið 1984. Þessi bók um Fríðu er níunda bókin um hana sem út kemur á íslensku. Meira
10. desember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Gerist í tungumálinu

Eftir Guðmund Andra Thorsson. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Grafík hf. Mál og menning, Reykjavík 1998. 191 bls. Íslendingar hafa átt frábæra ritgerða- og greinahöfunda í hópi skálda og rithöfunda í gegnum tíðina og nægir þar að nefna Þórberg Þórðarson og Halldór Laxness. Meira
10. desember 1998 | Fólk í fréttum | 265 orð

Hátíðinni lýkur með Skoteldum

TVÆR nýjar kvikmyndir verða teknar til sýninga í kvöld á kvikmyndahátíðinni Vetrarvindum sem hefur staðið yfir í Háskólabíói og Regnboganum undanfarnar tvær vikur. Eru það lokamyndir hátíðarinnar Skoteldar og Falinn farangur. Skoteldar Ekki verður af japanska leikstjóranum Takeshi Kitano skafið að hann kann ýmislegt fyrir sér. Meira
10. desember 1998 | Fólk í fréttum | 914 orð

Höfum verið alls staðar nema á Suðurskautinu

Í síðustu viku sóttu forráðamenn Atlanta aðra af tveimur nýjum þotum til Kína og flugu henni til Madrid þar sem hún mun sinna áætlunarflugi fyrir Iberia. Pétur Blöndal kynnti sér aðstöðu Atlanta í Madrid og skoðaði nýju þotuna. Meira
10. desember 1998 | Bókmenntir | 578 orð

Innréttingarnar

Rekstrarsaga innréttinganna Safn til Iðnsögu Íslendinga, XI. bindi, eftir Lýð Björnsson. Ritstjóri. Ásgeir Ásgeirsson. Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík, 1998, 199 bls. ALLT frá því í barnaskóla hef ég lesið sitt af hverju um Innréttingar Skúla fógeta, eins og ég heyrði þær oftast nefndar. Meira
10. desember 1998 | Menningarlíf | 76 orð

Jólabókatónaflóð í Kaffileikhúsinu

LESIÐ verður úr nýjum bókum í Kaffileikhúsinu í kvöld, fimmtudag. Hljómsveitin Canada skemmtir gestum fyrir upplesturinn kl. 21. Þorvaldur Þorsteinsson les úr bók sinni Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó, Huldar Breiðfjörð les úr bók sinni Góðir Íslendingar, Jón Karl Helgason les úr bók sinni Næturgalinn, Meira
10. desember 1998 | Bókmenntir | 271 orð

Jólasöngvar í fallegri bók

Ragnheiður Gestsdóttir valdi og myndskreytti jólasöngva. 24 síður. Mál og menning, Reykjavík 1998. BRÁÐUM koma dýrðleg jól er falleg bók sem unun er að syngja sig í gegnum. Ragnheiður Gestsdóttir á heiðurinn af bókinni en hún valdi bæði jólasöngvana sem í henni eru og myndskreytti. Bókina tileinkar hún foreldrum sínum og minningunum um dýrðleg bernskujól. Meira
10. desember 1998 | Menningarlíf | 57 orð

Jólatónleikar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar

SKÓLATÓNLEIKAR í Tónleikaskóla Hafnarfjarðar í Hásölum hefjast í kvöld, fimmtudag, kl. 20 á tónleikum grunndeildar. Nemendur leika á ýmis hljóðfæri undir stjórn Helgu Bjargar Arnardóttur. Miðvikudaginn 16. desember kl. 20 verða jólatónleikar miðdeildar. Fimmtudaginn 17. desember kl. 20 verða tónleikar framhaldsdeildar. Mánudag og þriðjudag, 14. og 15. Meira
10. desember 1998 | Menningarlíf | 93 orð

Lesið úr kiljubókum á Súfistanum

Á SÚFISTANUM í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 verður upplestur úr kiljubókum Ugluklúbbsins. Helgi Ingólfsson les úr skáldsögu sinni, Þægir strákar, Sigurður G. Tómasson lesa úr þýðingu sinni á Ismael eftir Roy Jakobsen, Ingibjörg Bergþórsdóttir les úr þýðingu sinni á Tevje kúabónda og dætrum hans eftir Sholom Aleikhem. Hjörtur Hjartarson klarínettuleikari gefur viðeigandi tóndæmi. Meira
10. desember 1998 | Menningarlíf | 83 orð

Lestur úr nýjum bókum í Hafnarborg

Í KAFFISTOFU Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, verður lesið úr núútkomnum bókum í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Aðalsteinn Ingólfsson les úr bókinni Sigurjón Ólafsson, líf og list, I hluti; Árni Þórarinsson les úr bókinni Nóttin hefur þúsund augu; Dagur Eggertsson les úr bókinni Steingrímur Hermannsson, Meira
10. desember 1998 | Bókmenntir | 997 orð

Listamaður með sterkt svipmót

Lífsbók mín eftir Steingrím St. Th. Sigurðsson. 432 bls. Fjölvaútgáfan. Prentun: Grafík. Reykjavík, 1998. STEINGRÍMUR er listamaður með sterkt svipmót. Hefði hann verið samtíðarmaður Kjarvals? Þá hefði verið tekið eftir honum eins og tekið var eftir Kjarval. En nú eru ekki lengur tímar Kjarvals. Og Steingrímur er annars konar manngerð. Allt annars konar. Meira
10. desember 1998 | Bókmenntir | 406 orð

Lífið í ljóðum

Ljósmyndir og ljóð. 24 skáld yrkja við myndir 5 ljósmyndara. Ritlistarhópur Kópavogs, 1997. LJÓÐIN í þessari laglegu innbundnu bók hafa kviknað út frá myndum ljósmyndaranna fimm, Ragnars Axelssonar, Ragnars Th. Sigurðssonar, Páls Stefánssonar, Krissýar og Kristjáns Logasonar, en þeir tengjast allir Kópavogsbæ, rétt eins og skáldin. Meira
10. desember 1998 | Menningarlíf | 66 orð

Ljóða- og bókalestur í Gerðarsafni

Á VEGUM Ritlistarhóps Kópavogs verður upplestur úr verkum Kjartans Árnasonar rithöfundar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, í kvöld kl. 17­18. Kjartan les úr nýrri ljóðabók sinni, 7 ævidagar. María, dóttir Kjartans, les úr barnabókinni Kata mannabarn og stelpa sem ekki sést. Sigurður Skúlason leikari les úr skáldsöguni Draumur þinn rætist tvisvar. Meira
10. desember 1998 | Menningarlíf | 93 orð

Ljósið í hrauninu í Hafnarborg

Í TILEFNI 90 ára afmælis Hafnarfjarðar og útgáfu bókarinnar Ljósið í hrauninu var opnuð sýning í byrjun desember í Apótekinu í Hafnarborg á ljósmyndum úr bókinni. Lárus Karl Ingason ljósmyndari hefur gert bókina í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ. Á sýningunni eru 28 ljósmyndir Lárusar Karls, af þeim 120 sem prýða bókina. Sýningarsalurinn Apótekið var tekinn í notkun nú á afmælisári Hafnarfjarðar. Meira
10. desember 1998 | Fólk í fréttum | 340 orð

Lyfti rúmum 42 tonnum á einu kvöldi

HINN 67 ára gamli Sri Chinmoy setur ekki aldurinn fyrir sig eins og kom í ljós nýlega þegar hann sýndi geysilegan styrk á sýningu sinni á hinum fjölbreytilegustu aflraunum, 33 afrekslyftur sem voru sagðar á bilinu erfiðar til hins ótrúlega. Meira
10. desember 1998 | Bókmenntir | 292 orð

Lögga grætur og keyrir full

Glæpasaga eftir Henning Mankell. Þýðandi Vigfús Geirdal. Prentun. Nørhaven a/s, Viborg, Danmörku. Mál og menning 1998 ­ 336 bls. 999 kr. SÆNSKAR lögreglusögur hafa öðlast sinn sess hér á landi sem víðar, ekki síst fyrir atbeina Sjöwalls og Wahlöö. Sænskir höfundar hafa verið duglegir við að fylgja þeim hjónum í kjölfarið og sumir orðið ríkir af. Meira
10. desember 1998 | Myndlist | 2069 orð

Magnaðar tillögur

Til 20. desember. Opið alla daga frá kl. 10­18. Aðgangur kr. 300. Sýningarskrá kr. 2.500. "NORRÆN stærð" ­ Nordic Factor ­ er afar umfangsmikil og vel útilátin sýning á nýrri húsagerðarlist á Norðurlöndunum, sem sett hefur verið upp í vestursal Kjarvalsstaða. Sýningin hóf göngu sína fyrir tveim árum, á 6. Meira
10. desember 1998 | Menningarlíf | 631 orð

Mikil hljómaveisla

"Instrumental and Vocal Works." Brum (Blastula fyrir tólf blásara), stjórnandi Guðmundur Hafsteinsson. Hann veitir kraft, Marta Guðrún Halldórsdóttir (sópran), Lenka Mátéova (orgel), Ásgeir Steingrímsson (trompet), Eiríkur Örn Pálsson (trompet), Emil Friðfinnsson (horn), Sigurður Þorbergsson (básúna). Stjórnandi Guðmundur Hafsteinsson. Spuni II, Sigrún Eðvaldsdóttir (fiðla). Borgarkveðja. Meira
10. desember 1998 | Menningarlíf | 117 orð

Nýjar hljómplötur ÁSKELL Másson ­

ÁSKELL Másson ­ Til lífsinser með slagverkstónlist, leikin og samin af Áskeli sjálfum. Á plötunni eru sex lög: Ljós (1998), Gná (1967, Hringrás (1998), Burr (1968), Jörð (Silja) (1971) og Helfró (1979. Meira
10. desember 1998 | Menningarlíf | 67 orð

Nýjar hljómplötur SÓLRÚN Bragadótt

SÓLRÚN Bragadóttir ­ Íslensk sönglög. Á plötunni eru lög sem standa hjarta hennar nærri, segir í kynningu. Meðleikarar eru Margaret Singer á píanó ásamt tónlistarmönnum úr NDR hljómsveitinni. Lagahöfundar eru Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigvaldi Kaldalóns og Karl Ó. Runólfsson. Útgefandi er CordAria í Þýskalandi. Meira
10. desember 1998 | Bókmenntir | 459 orð

OFAN Í HINNI KANÍNUHOLUNNI

eftir Bjarna Hinriksson, Kristin R. Þórisson og Þóri S. Guðbergsson. Fróði, 85 bls. ÞAÐ kemur fyrir, ekki oft, en það kemur fyrir, að menn prófa eitthvað nýtt. Segja má að það sé gert í bókinni Digitus sapiens, hvar grafískt myndmál er stór hluti. Höfundarnir eru þrír, hver sérfræðingur á sínu sviði, og ættu því að vera færir um nýjungar. Meira
10. desember 1998 | Fólk í fréttum | 41 orð

Rod Stewart á Netinu

ROKKARINN Rod Stewart ætlar að halda tónleika í Lundúnum 12. desember næstkomandi sem sýndir verða beint á Netinu. Tónleikarnir verða sýndir á vefsíðunum www.LiveConcerts.com og www.RodStewartLive.com og er búist við sterkum viðbrögðum frá netverjum í þessari útsendingu. Meira
10. desember 1998 | Menningarlíf | 78 orð

Rut Skúladóttir sýnir í Gallerí Borg

TÍSKU- og myndlistarsýningin Erótískar myndir og eggjandi klæðnaður verður opnuð í kvöld, fimmtudag, kl. 20 í Gallerí Borg, Síðumúla 34. Þá verður myndlistarsýning Rutar á "appliceruðum" textílmyndum opnuð. Dansarar Lipurtrésins sýna tangó og ljóð Rutar verða frumflutt af Steinunni Ólafsdóttur leikkonu. Að því búnu verður tískusýning á fatnaði hönnuðum af Rut Skúladóttur klæðskera. Meira
10. desember 1998 | Bókmenntir | 247 orð

Sjö sígild ævintýri

Íslenskur texti: Stefán Júlíusson. Setberg, Reykjavík 1998. SETBERG hefur gefið út 7 smáar bækur undir samheitinu Sígildu ævintýrabækurnar. Bækurnar eru útdráttur úr þekktum ævintýrum um Rauðhettu, Mjallhvíti, Þyrnirós, galdrakarlinn í Oz, Pétur Pan, Gúlliver í Putalandi og Yndisfríð og ófreskjuna. Meira
10. desember 1998 | Fólk í fréttum | 530 orð

Skilum Iberia hagnaði

ATLANTA er með 250 starfsmenn í Madrid og er Garðar Forberg stöðvarstjóri. Þar hefur Atlanta umsjón með útgerð tveggja Boeing 747 breiðþota sem Iberia hefur tekið á leigu. Garðar segir að nýju þoturnar, sem leysa af tvær eldri, muni koma í góðar þarfir. Meira
10. desember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

SKÝRSLA UM LEIT

eftir Davíð Art Sigurðsson, útgefandi: Sigurjón Þorbergsson, Reykjavík, 1998, 55 bls. EINLÆGNI, fegurð, friður, ást, flug, raunveruleiki, flótti, leit. Þetta eru helstu yrkisefni Davíðs Arts Sigurðssonar í fyrstu ljóðabók hans, Þegar ljóð eru. Það verður að opna hjartað, fara eyðandi hendi um öfund og fordóma og ryðja brautina fyrir útópíska veröld í veldi tilfinninganna. Meira
10. desember 1998 | Fólk í fréttum | 542 orð

Svalur sveitavargur

Fyrsta geislaplata Hundslappadrífu, meðlimir sveitarinnar eru Þorkell S. Símonarson, Þormóður G. Símonarson, Helgi Axel Svavarsson, Eyþór Österby, Brynja Grétarsdóttir og Ingibjörg Hrönn Guðmundsdóttir. Hljóðritun fór fram í Stúdíó Stef, upptökustjóri var Björgvin Gíslason en hann ásamt Birgi Jóhanni Birgissyni sá um hljóðblöndun. Hundslappadrífa gefur sjálf út en Japis dreifir. Meira
10. desember 1998 | Tónlist | 495 orð

Sveifla frá fyrri árum

Pentti Lasanen tenórsaxófón, klarinett og trompet, Árni Scheving víbrafón, Ólafur Stephensen píanó, Tómas R. Einarsson bassi og Guðmundur R. Einarsson trommur. Þriðjudagskvöldið 8. desember. Meira
10. desember 1998 | Menningarlíf | 60 orð

Sýningum lýkur

YFIRLITSSÝNINGU á verkum Sæmundar Valdimarssonar lýkur sunnudaginn 13. desember. Gerðarsafn er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 12­18. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Á sýningunni Engin leiðindi sýna Haraldur Bilson, Karólína Lárusdóttir, Gunnella (Guðrún Elína Ólafsdóttir) og Soffía Sæmundsdóttir. Henni lýkur nú á sunnudag. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. Meira
10. desember 1998 | Fólk í fréttum | 143 orð

Tilkynning Stones innan tveggja vikna

ÚTSENDARI Rolling Stones, Jake Berry, kemur til landsins í byrjun næstu viku til að gera úttekt á Sundahöfn fyrir tónleika rokksveitarinnar á næsta ári. "Hann ætlar að skoða svæðið og gera drög að því hvernig skipulagi verður háttað á tónleikunum," segir Ragnheiður Hanson sem stendur fyrir tónleikunum. Meira
10. desember 1998 | Bókmenntir | 361 orð

Tölvuskrímslið ógurlega

eftir Sigrúnu Eldjárn. Forlagið, 1998. ­ 32 s. TÖLVUR eru mikill áhrifavaldur í lífi íslenskra barna og unglinga og í þessum sýndarheimi lifa þau langar stundir. Eflaust eru sum þeirra ekki alltaf viss um hvað sé veruleiki og hvað ímyndun í tölvuheimi. Meira
10. desember 1998 | Fólk í fréttum | 343 orð

Verður árlegur viðburður

Höfrungur '98 í Hafnarfirði Verður árlegur viðburður HAFNFIRÐINGAR eru engir eftirbátar Reykvíkinga og á föstudaginn var haldin Höfrungshátíðin 1998 í Íþróttahúsi Víðistaðaskóla, en hún er sambærileg við Skrekk þeirra Reykvíkinga. Meira
10. desember 1998 | Kvikmyndir | 310 orð

Við spilaborðið

Leikstjóri: Karoly Makk. Aðalhlutverk: Michael Gambon. Channel Four Films ofl. 1998. BRESKA bíómyndin Fjárhættuspilarinn eða "The Gambler" á Vetrarvindum, kvikmyndahátíð Háskólabíós og Regnbogans, er sögð byggjast á sönnum atburðum úr lífi rússneska rithöfundarins Dostojevskís sem urðu árið 1866 í Pétursborg. Meira
10. desember 1998 | Myndlist | 385 orð

Það kemur úr djúpinu

Til 15. desember. Opið á verslunartíma. TILRAUNASTARFSEMI hefur ekki átt upp á pallborðið hjá myndlistarmönnum á undanförnum árum. Sú hugmynd að listaverkið skuli vera fullmótað, faglega unnið og sýnt með veglegum hætti, hefur leitt til þess að sköpunarferlið verður ógagnsætt og óljóst. Meira
10. desember 1998 | Bókmenntir | 522 orð

Þriggja spólu ferð

Höfundur: Ómar Ragnarsson. Kápuhönnun: Aron Reyr. Prentvinnsla: Grafík hf. Útgefandi: Fróði hf. 1998. 171 síða og geisladiskur. Í RAUN veiztu aldrei, hverju þú átt von á, þá þú hittir Ómar Ragnarsson. Meira
10. desember 1998 | Menningarlíf | 1067 orð

ÆVINTÝRI Á AÐVENTU

Á AÐVENTUNNI er fátt mönnum hugleiknara í hinum kristna heimi en jólaguðspjallið. Óteljandi sagnaþulir og skáld hafa lagt út af sögunni um fæðingu Jesúbarnsins í Betlehem fyrir bráðum tvö þúsund árum. Líka tónskáld. Eitt þeirra er Gian-Carlo Menotti sem samdi óperuna Amal og næturgestirnir um miðja öldina. Meira

Umræðan

10. desember 1998 | Aðsent efni | 707 orð

Af manntölum og fiskveiðistjórn

Á HVERJU ári eru kristnir menn minntir á manntöl. Í jólaguðspjallinu greinir frá því er Águstus keisari lét skrásetja alla heimsbyggðina. Áhugi keisarans var ekki að vita hve íbúar jarðarinnar væru margir; miklu heldur vildi hann vita hverjir væru skattþegnar hans. Í dag vitum við um tiltölulega fáa íbúa í þessu manntali Ágústusar keisara. Meira
10. desember 1998 | Aðsent efni | 928 orð

Árangursrík sala hlutabréfa FBA

AÐ UNDANFÖRNU hefur margt verið rætt og ritað um hin framvirku viðskipti með hlutabréf í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins sem áttu sér stað þegar 49% hlutabréfa bankans voru seld almenningi með opnu áskriftarfyrirkomulagi nú í nóvember. Hafa ýmsir haldið því fram, að hér hafi eitthvað óeðlilegt verið á seyði og talað í neikvæðum tón um "kennitölusöfnun". Meira
10. desember 1998 | Aðsent efni | 609 orð

Bætt í þekkingarbrunninn Íslenskt þjóðfélag verður æ margbreytilegra, segir Urður Gunnarsdóttir, og því er mikilvægt að vinna að

FJÖLBREYTNI er af hinu góða. Hún kallar á umburðarlyndi og að menn mæti nýjungum af opnum hug en uppskeran er margföld. Fjölbreytni auðgar, hún bætir í þekkingarbrunninn og gerir okkur kleift að þroskast og vonandi verða betri manneskjur. Meira
10. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 531 orð

Ekki kemur góðærið á Sogaveginn

FORSÆTISRÁÐHERRA sagði þegar þing kom saman að það væri góðæri í landinu og ég dreg að sjálfsögðu ekki orð hans í efa. Fjármálaráðherra kom litlu síðar í sjónvarp í viðtal og sagði að tekjuafgangur væri svo mikill hjá ríkinu að hann ætlaði að borga niður erlendar skuldir. Ég hrökk því ónotalega við þegar maður kom og sagði að stór halli væri á viðskiptum við útlönd, um tugi milljarða. Meira
10. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 527 orð

Eldri borgarar og vextir

Í MORGUNBLAÐINU 25. nóv. sl. kynnir fyrirtækið "Fjárfesting og ráðgjöf" könnun, sem gerð var hjá fólki "á besta aldri" eins og þeir orða það, eða á aldrinum 50­60 ára, um hvernig fjárhag þeirra yrði háttað þegar það kæmist á lífeyrisaldurinn. Þetta er mjög gott framtak, sem gæti kannski orðið til þess að fólk á þessum aldri hugsaði meira um, hvernig fjárhagurinn verður á efri árunum. Meira
10. desember 1998 | Aðsent efni | 359 orð

Fjölbreytni auðgar

Á UNDANFÖRNUM árum hefur fólki sem er af erlendu bergi brotið fjölgað á Íslandi. Það hefur flutt með sér siði og venjur úr nálægum löndum jafnt sem fjarlægum og meðal annars kynnt okkur nýjar matarvenjur sem við vildum nú ekki vera án. Meira
10. desember 1998 | Aðsent efni | 1884 orð

Gagnagrunnsfrumvarpið misvirðir mannhelgi Ég b

SATT BEST að segja er erfitt að stilla sig um að grípa til stóryrða, þegar fjalla skal um alræmt gagnagrunnsfrumvarp heilbrigðisráðherra og meðferð þess á Alþingi og í fjölmiðlum undanfarna sjö til átta mánuði. Meira
10. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 267 orð

Hvað er að gerast hjá Landmælingum Íslands?

LANDMÆLINGAR Íslands, sem í mínum huga voru lengstum faglegt fyrirtæki, virðast nú ef marka má fjölmiðla, sokknar á kaf í spillingu og stöðnun. Minna frásagnir helst á ríkiseinokunarfyrirtæki í Rússlandi fyrir hrun Sovétríkjanna. Sem áhugamaður um sagnfræði hef ég eilítið kynnt mér sögu Landmælinga Íslands. Meira
10. desember 1998 | Aðsent efni | 690 orð

Í tilefni 50 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna

Í DAG eru 50 ár síðan Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt á allsherjarþingi SÞ. Síðan þá hafa fulltrúar yfir 160 þjóða, þ.ám. Íslendinga, skrifað undir hana. Þótt yfirlýsingin sé aðeins viljayfirlýsing og hafi ekki lagagildi hefur hún gegnt mikilvægu hlutverki, Meira
10. desember 1998 | Aðsent efni | 381 orð

Landsbyggðin og lýðræðið

Í KOMANDI alþingiskosningum er mikilvægt að þegnar landsins noti sér lýðræðislegan rétt sinn sem er kosningarétturinn. Honum fylgir réttur sem er ekki síður mikilvægur í lýðræðisþjóðfélagi, en það er þegar viðhaft er prófkjör. Þá fær hinn almenni kjósandi tækifæri til að hafa áhrif á uppröðun á framboðslista fyrir kosningar. Misjafnt hefur verið hvernig prófkjör hafa virkað í gegnum tíðina. Meira
10. desember 1998 | Aðsent efni | 605 orð

Leikskóli er menntastofnun Í leikskólum landsins, segir Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir, er fjöregg þjóðarinnar.

LEIKSKÓLINN er menntastofnun sem heyrir undir menntamálaráðuneytið. Menntun á þessu fyrsta skólastigi barnsins fer fram með öðrum hætti en fólk á að venjast, hugsanlega er það skýring á því að enn heyrast raddir sem segja "þau eru bara að leika sér". Meira
10. desember 1998 | Aðsent efni | 1159 orð

Mannréttindi og trú

UM þessar mundir er þess minnst að 50 ár eru liðin frá samþykkt mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindayfirlýsingin er hornsteinn eða undirstaða að umfjöllun um mannréttindi og alþjóðlega löggjöf í heiminum. Meira
10. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 432 orð

Steikjum fjöreggið

HÓPUR fólks hefur undanfarið látið eins og hálendi Íslands sé eitthvað merkilegt. Það má auðvitað finna jákvæða punkta. Snæfell er t.d. ókei í fullu tungli. Eyrarrósir í Þjórsárverum oft smartar og gott að sitja við Dettifoss. En þessu má nú fórna fyrir stóriðju. Ungt fólk á Íslandi dreymir um að vinna í kerskála. Þetta vita ráðamenn og flýta sér. Meira
10. desember 1998 | Aðsent efni | 794 orð

Umhverfisvernd eða stóriðjudraumar

HINN 28. nóvember sl. mætti ég til fundar í Háskólabíói ásamt þúsundum annarra til að taka undir þær raddir sem krefjast þess að hálendi okkar Íslendinga verði varið fyrir stóriðjudraumum nokkurra íslenskra stjórnmálamanna. Meira
10. desember 1998 | Aðsent efni | 597 orð

Um innflytjendur

Í DAG er tilefni til hátíðar. Fyrir 50 árum, þann 10. desember 1948, var Mannréttindayfirlýsingin samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þótt að hún sé ekki þjóðréttarsamningur sem knýr aðildarlöndin samstundis til lagabreytinga er hún rammi sem allar þjóðir ættu að staðsetja sig innan. Með mannréttindayfirlýsingunni var brotið blað í sögu mannkyns. Meira
10. desember 1998 | Aðsent efni | 858 orð

Viðvörun og hvatning

Að gengnum Valdimarsdómi verður að taka því sem orðið er. Reynið ekki lengur viðbrögð loddarans, sem þykist ekki skilja hvaða kröfur eru til hans gerðar, né heimskingjans, sem getur ekki skilið það. Grípið ekki frekar til þeirrar lítilmennsku, að kasta rýrð á störf þess dómara, sem í mótsetningu við ykkur sjálf hafði manndóm til að gera skyldu sína. Meira
10. desember 1998 | Aðsent efni | 603 orð

Þar sem misréttið ræður ríkjum

KJÖR lífeyrisþega eru til skammar. Almennur efnahagur þessa fólks er alls óviðunandi. Í flestum tilfellum dugir sá lífeyrir sem fólkið fær alls ekki til framfærslu og undir hælinn lagt hvort það hefur í sig og á. Meira
10. desember 1998 | Aðsent efni | 421 orð

Ölvunarakstur er ekkert einkamál

BLÁKALDAR staðreyndir sýna að fimmta hvert banaslys á Íslandi megi rekja til ölvunar við akstur. Á þessu ári hafa yfir 20.000 manns ekið undir áhrifum áfengis, skv. nýlegri könnun tryggingafélaganna. Það sem af er desember hefur mikill fjöldi ökumanna verið stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur. Meira

Minningargreinar

10. desember 1998 | Minningargreinar | 486 orð

Helgi Hannesson

Látinn er föðurbróðir minn, Helgi Hannesson. Ég ætla ekki að rekja hér hans æviferil, það munu aðrir gera. En mig langar til að minnast frænda míns, eins og ég sé hann í endurminningunni. Helgi frændi, eins og við systkinin kölluðum hann alltaf, var ekki venjulegur frændi. Hann var hár og glæsilegur maður sem vakti athygli hvar sem hann fór. Meira
10. desember 1998 | Minningargreinar | 1036 orð

Helgi Hannesson

Helgi Hannesson kennari, einn af mínum bestu vinum og velgjörðarmönnum, er horfinn yfir móðuna miklu í hárri elli. Þegar mér barst fregnin um andlát hans reikaði hugur minn sjö áratugi aftur í tímann þegar við vorum stofufélagar á Sjúkrahúsi Ísafjarðar, ég fimm ára snáðinn lá í gifsi vegna berkla, sem byrjuðu í bakinu, en Helgi var þá liðlega tvítugur. Meira
10. desember 1998 | Minningargreinar | 323 orð

Helgi Hannesson

Félagsmálafrömuðurinn Helgi Hannesson er látinn í hárri elli. Helgi bar það með sér að vera leiðtogi og var einn af þeim mönnum sem kjörnir eru til forystu. Hann hafði mikla persónutöfra, var rökfastur og öruggur í málflutningi, enda farsæll maður í öllum sínum störfum. Það var Bindindisfélagi ökumanna mikil gæfa að fá Helga til liðs við samtökin í árdaga þeirra. Meira
10. desember 1998 | Minningargreinar | 379 orð

Helgi Hannesson

Það var mikið lán fyrir mig og mína og marga, marga fleiri, þegar Helgi Hannesson gekk í það að stofna "Samtök sykursjúkra", haustið 1971. Ég var svo heppinn að lenda þar í stjórn með honum og öðrum ágætismönnum og kynntist því Helga vel. Meira
10. desember 1998 | Minningargreinar | 577 orð

Helgi Hannesson

Við kveðjum í dag einn af félögum okkar sem um langt árabil átti þátt í að móta starf og stefnu verkalýðshreyfingarinnar hér á landi. Helgi Hannesson var einn af forustumönnum verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum til margra ára. Hann var í forystusveit Verkalýðsfélagsins Baldurs á Ísafirði tæpa tvo áratugi, þar af formaður 1939- 1949. Meira
10. desember 1998 | Minningargreinar | 588 orð

Helgi Hannesson

Ég vil með nokkrum orðum fyrir mína hönd og annarra fyrrverandi starfsmanna Ábyrgðar hf., tryggingafélags bindindismanna, minnast og þakka Helga Hannessyni fyrir langt og afar ánægjulegt samstarf. Helgi var einn af tíu stofnendum Ábyrgðar hf. haustið 1960 og tók hann við formennsku í því félagi við andlát Benedikts S. Meira
10. desember 1998 | Minningargreinar | 469 orð

Helgi Hannesson

Afi minn er látinn háaldraður. Til síðustu stundar barðist hann hetjulega. Þrátt fyrir aldur og sjúkleika átti hann sterkt hjarta og ótrúlega skýran huga fram í andlátið. Afi minn var stórmenni. Hann var ekki bara stór og glæsilegur að vexti, hann var einnig stórhuga og hafði kjark og dug til að fylgja eftir hugsjónum sínum og stefnumálum. Meira
10. desember 1998 | Minningargreinar | 474 orð

Helgi Hannesson

Elsku afi Helgi. Nú er komið að þeirri stund sem ég hef lengi kviðið fyrir. Þú ert farinn frá mér yfir í annan heim en sem betur fer sitja eftir allar þær yndislegu og góðu minningar sem ég á um þig. Meira
10. desember 1998 | Minningargreinar | 466 orð

Helgi Hannesson

Ágætur föðurbróðir minn, Helgi Hannesson, er í dag kvaddur hinstu kveðju. Síðast sá ég hann fyrir réttum mánuði og var þá mjög af honum dregið. Hafði hann orð á því, að sér þætti hægt ganga að komast yfir móðuna miklu. Helgi þoldi reyndar illa hægagang og lognmollu, vildi láta hlutina ganga. Sem bróðursonur hans naut ég mjög frændsemi við Helga Hannesson. Meira
10. desember 1998 | Minningargreinar | 368 orð

HELGI HANNESSON

HELGI HANNESSON Helgi Hannesson fæddist á Dynjanda í Jökulfjörðum 18. apríl 1907. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 30. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Hannes, sjómaður á Ísafirði, f. 21.1. 1880, d. 17.11. 1973 Helgasonar bónda í Nesi í Grunnavík, Helgasonar bónda í Barðsvík og Furufirði, og kona hans Jakobína Ragnheiður, f. 27.9. Meira
10. desember 1998 | Minningargreinar | 259 orð

Sigurður Svavar Sigurðsson

Fjórir spegilgljáandi túkallar liggja í rennusteininum fyrir utan húsið hans Fúsa, á horninu á Urðarstíg og Njarðargötu. Heil auðævi fyrir litla stráka. Siggi litli og ég tíndum peningana upp varlega og virtum þá fyrir okkur. Gat þetta verið? Túköllunum var skipt bróðurlega og síðan var vinur okkar, kaupmaðurinn í Víði, heimsóttur í búðina. Þá var nú glatt á hjalla. Meira
10. desember 1998 | Minningargreinar | 111 orð

SIGURÐUR SVAVAR SIGURÐSSON

SIGURÐUR SVAVAR SIGURÐSSON Sigurður Svavar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 20. apríl 1952. Hann lést í Reykjavík 2. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigurður Svavar Gíslason og Jóna Salvör Eyjólfsdóttir á Urðarstíg 14. Sigurður átti fimm systkini. Hinn 24. maí 1980 giftist Sigurður Matthildi Pálsdóttur, f. 31. júlí 1960. Meira
10. desember 1998 | Minningargreinar | 333 orð

Tómas Gröndal

Tómas Gröndal, vinur minn, er allur. Það er langt síðan ég sá hann fyrst í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Myndarlegur, hávaxinn piltur gekk í gegn um salinn eins og hann ætti allan heiminn. Grágrænn jakkinn flaksaðist til við hvert spor. "Hmm, hvaða gervigæi er þetta?" hugsaði ég með sjálfri mér, "sá er góður með sig." Engu að síður gat ég ekki stillt mig um að horfa á eftir honum. Meira
10. desember 1998 | Minningargreinar | 29 orð

TÓMAS GRÖNDAL

TÓMAS GRÖNDAL Tómas Gröndal fjölmiðlafræðingur fæddist í Reykjavík 27. maí 1955. Hann lést á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg og fór útför hans fram í Partille í Svíþjóð 27. nóvember síðastliðinn. Meira
10. desember 1998 | Minningargreinar | 285 orð

Þorbjörg Agnarsdóttir

Elsku hjartans amma mín, nú ertu farin frá okkur. Þú varst ein sú besta manneskja sem ég hef kynnst. Þú umvafðir mann kærleika og hlýju með þínu stóra hjarta. Amma mín, það fara ekki margir í sporin þín. Upp í hugann koma endurminningar frá bernskudögum okkar systkina þegar þú gættir okkar. Við fórum upp í hlýja stóra rúmið þitt og afa og hjúfruðum okkur undir sængina mjúku. Meira
10. desember 1998 | Minningargreinar | 496 orð

Þorbjörg Agnarsdóttir

Elskuleg tengdamóðir mín, Þorbjörg Agnarsdóttir er látin, tæplega 93 ára að aldri. Ljúfleg voru okkar fyrstu kynni er þau hjón héldu okkur Hólmfríði, eldri dóttur sinni, svolítið kynningarhóf á heimili þeirra. Slík fyrstu kynni verðandi eiginmanna og kvenna verður þeim alltaf eftirminnileg reynsla, svona smá eftirvænting og óróleiki í sálartetrinu. Meira
10. desember 1998 | Minningargreinar | 275 orð

ÞORBJÖRG AGNARSDÓTTIR

ÞORBJÖRG AGNARSDÓTTIR Þorbjörg Agnarsdóttir, húsfreyja í Reykjavík, fæddist í Hafnarfirði 1. des. 1905. Hún lést á Droplaugarstöðum 29. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Ásgrímsdóttir, húsfreyja, f. 1884, d. 1951, og Agnar Þorláksson, kennari frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og vegavinnuverkstjóri, f. 1878, d. 1955. Meira

Viðskipti

10. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 210 orð

Varkárni ríkjandi á flestum mörkuðum

VEIKARI dollar, varkárni vegna nýrrar evru og getspár um brezka vaxtalækkun hömluðu hækkunum á evrópskum hlutabréfamörkuðum í gær og vógu upp á móti jákvæðum áhrifum mesta samruna Evrópu til þessa, það er lyfjafyrirtækjanna Zeneca og Astra. Meira

Daglegt líf

10. desember 1998 | Neytendur | 383 orð

Döðlukonfekt

"KONFEKTGERÐ er úrvals tækifæri til þess að láta hugmyndaflug fjölskyldunnar njóta sín, bæði í útliti og innihaldi," segir Bryndís Eva Birgisdóttir næringarfræðingur og ráðgjafi matarklúbbs Vöku-Helgafells, Af bestu list. Meira
10. desember 1998 | Neytendur | 917 orð

Hnetusmjörið jafn hollt og rauðvínið? Í niðurstöðum rannsókna á vegum Landbúnaðarstofnunar Bandaríkjanna er greint frá því að

Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á hollustu efnisins fyrir hjartað og gegn krabbameini. Fyrir stuttu vakti það mikla athygli er rauðvín var talið hollt vegna þessa efnis. Þessar niðurstöður voru kynntar sl. haust á fundi samtaka bandarískra efnafræðinga (ACS) í Norður-Karólínufylki. Dr. Meira
10. desember 1998 | Neytendur | 540 orð

Höfðað til skynseminnar

Það er hinn eðlilegasti hlutur að húðin á okkur eldist. Þegar það gerist þynnist efsta laga hennar, svokallað epidermis, og bandvefstrefjum, svonefndu kollageni, fækkar. Teygjanleiki hennar minnkar þar með og hún verður hrukkótt. Ýmsir hlutir flýta fyrir þessari þróun, svo sem sólarljós, mengun og reykingar. Meira
10. desember 1998 | Neytendur | 43 orð

Kalkúnar á 498 krónur kílóið

Í DAG, fimmtudag, hefst sala á tæpum 10 tonnum af kalkúnum, á 498 krónur kílóið, í verslunum 10-11. Er það nokkru lægra verð en hefur verið á kalkúnum hingað til. Kalkúnarnir eru frá Reykjabúinu í Mosfellsbæ. Meira
10. desember 1998 | Neytendur | 196 orð

Sex rjómaostar

OSTA- og smjörsalan sf. hefur sett á markað sex nýjar tegundir af rjómaosti í 110 g öskjum. Þetta eru hreinn rjómaostur, rjómaostur með svörtum pipar, rjómaostur með kryddblöndu, rjómaostur með hvítlauk og rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum. Meira

Fastir þættir

10. desember 1998 | Fastir þættir | 907 orð

Að éta eigin viðhorf "Því svifaseinni, smámunasamari og dýrari sem stjórnsýslan sé þeim mun betri sé hún oft í vissum skilningi;

SAMKVÆMT reglugerð númer 1 er allt því miður bannað nema það sé leyft og hver dirfist að standa uppi í hárinu á skrifræðiskerfinu? Hvergi er skjól og við getum yfirleitt bara nöldrað. Næringarfræðingar hafa áhyggjur af því að við borðum ekki nógu hollan mat og sumir kunni sér ekki magamál. Meira
10. desember 1998 | Fastir þættir | 297 orð

Ár aldraðra Jenna Jensdóttir "Kjörinn til kraftaverka er

"Kjörinn til kraftaverka er kærleikurinn einn." Það er svo með kærleikann að hann gnæfir hátt yfir allt hið góða í þessu lífi. Hver og ein trúarbrögð eru máttlaus ef hann stjórnar ekki framgangi. Hann er æðsti vegvísir til þess guðsríkis er við flest í innsta hugskoti okkar viljum eiga víst er lífi á jörðu lýkur. Aldraðir bera kærleikann í brjósti sér engu síður en aðrir. Meira
10. desember 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. júní í Grenivíkurkirkju af sr. Pétri Þórarinssyni Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir og Hreinn Skúli Erhardsson. Heimili þeirra er í Tjarnarlundi 13k, Akureyri. Meira
10. desember 1998 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. júlí í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Dagný Baldursdóttir og Arne Vagn Ólsen. Heimili þeirra er að Höfðahlíð 10, Akureyri. Meira
10. desember 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. júlí í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Auður Þorsteinsdóttir og Tryggvi Gunnarsson. Heimili þeirra er í Grundargerði 6h, Akureyri. Meira
10. desember 1998 | Í dag | 19 orð

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. maí Drífa Björk Dalmannsdóttir

Ljósmyndastofa Páls, Akureyri. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. maí Drífa Björk Dalmannsdóttir og Zoran Radiskovic. Heimili þeirra er í Austurríki. Meira
10. desember 1998 | Í dag | 739 orð

Fermingar

ÞEGAR ég hugsa um fermingar finnst mér alltaf vera eitthvert ráðabrugg í gangi, eða eitthvað óheiðarlegt. Þegar ég fermdist var ég ekki spurður hvort ég vildi fermast, það var bara sagt við mig að á morgun ætti ég að mæta í fermingafræðslu niðrí Kirkjulundi í Keflavík. Meira
10. desember 1998 | Dagbók | 714 orð

Í dag er fimmtudagur 10. desember 344. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er fimmtudagur 10. desember 344. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Daníel tók til máls og sagði: "Lofað veri nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því hans er viskan og mátturinn." (Daníel 2, 20. Meira
10. desember 1998 | Fastir þættir | 803 orð

Ísak og Halldóra Ósk Norðurlandameistarar í dansi

Sjö íslensk pör kepptu 5. desember sl. NORÐURLANDAMÓTIÐ í dansi fór fram í Scandinavium- höllinni í Gautaborg laugardaginn 5. desember sl. Umgjörð keppninnar var hin glæsilegasta, búið var að tjalda af hluta hallarinnar fyrir keppnina og útbúa 400 fm dansgólf. Meira
10. desember 1998 | Í dag | 472 orð

LANDNÁMSÖLD hefst, að því talið er, um eða fyrir 870. Þjóðve

LANDNÁMSÖLD hefst, að því talið er, um eða fyrir 870. Þjóðveldisöld hefst síðan með stofnun allsherjarríkis, þjóðveldis, á Þingvöllum árið 930. Fáeinir landnámsmanna voru kristnir og reistu kirkjur á jörðum sínum. Fyrir voru í landinu papar, kristnir einsetumenn. Í fylgdarliði landnámsmanna, sem flestir voru ásatrúar, var og kristið fólk frá Bretlandseyjum. Meira
10. desember 1998 | Fastir þættir | 424 orð

Safnaðarstarf Helgistundir í Grindavíkurkirkju

FJÖLBREYTTAR samverustundir eru haldnar í Grindavíkurkirkju á aðventu nú sem endranær. Í kvöld, fimmtudagskvöld 10. desember, verður samverustund "Kórsöngur á aðventu". Þar munu tveir kórar, Kór Kálfatjarnarkirkju og Kór Grindavíkurkirkju, syngja saman jóla- og aðventulög. Stjórnendur eru þeir Frank Herlufsen og Siguróli Geirsson, organistar. Sr. Meira
10. desember 1998 | Dagbók | 3567 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

10. desember 1998 | Íþróttir | 310 orð

50 milljóna hlutafé í KRSport selt í næstu viku

STJÓRN fjárfestingarfélagsins KR-Sport hf. ákvað á fundi sínum í gær að bjóða út hlutafé í félaginu allt að fimmtíu milljónir króna. Um opið hlutafjárútboð verður að ræða og er gert ráð fyrir að salan hefjist í lok næstu viku. Leyfilegt heildarhlutafé KR- Sport hf. er 100 milljónir króna og er því helmingur leyfilegs hlutafjár boðinn til sölu í þessari fyrstu lotu. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 865 orð

Aðeins fjögur meistaralið í átta liða úrslitum

OLYMPIAKOS, Juventus, Internazionale, Real Madrid, Bayern M¨unchen, Manchester United, Dinamo Kiev og Kaiserslautern tryggðu sér í gærkvöldi sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu er síðasta umferð riðlakeppninnar fór fram. Fjölmargir leikir gærkvöldsins urðu æsispennandi og réðust úrslitin í riðlakeppninni ekki fyrr en á síðustu stundu. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 171 orð

Anja sýknuð vegna ummæla um dómara

Æðsti dómstóll íþróttahreyfingarinnar í Noregi hefur fellt úr gildi eins mánaðar keppnisbann sem danska handknattleikskonan Anja Andersen var dæmd í á dögunum vegna ummæla sem hún viðhafði um dómara í blaðaviðtali. Áður hafði dómstóll handknattleikssambandsins dæmt Önju í keppnisbann vegna ummæla sinna á þeim forsendum að hún hefði með þeim skaðað íþróttina. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 1003 orð

Bardagamenn frá Selfossi Selfyssingar eiga Íslandsmeistara í tveimur bardagaíþróttum. Ingólfur Snorrason er Íslandsmeistari í

Selfyssingar eiga Íslandsmeistara í tveimur bardagaíþróttum. Ingólfur Snorrason er Íslandsmeistari í karate og Bjarni Skúlason í júdói. Valur B. Jónatansson ræddi við meistarana og spurði þá m.a. hvers vegna það væru svona miklir bardagamenn á Selfossi. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 189 orð

Bergsveinn ekki með

BERGSVEINN Bergsveinsson, markvörður Aftureldingar, lék ekki með liðinu sínu á Selfossi í gærkvöldi og verður heldur ekki í eldlínunni gegn sínum fyrri félögum í FH á laugardaginn, sem er síðasti leikur félagsins fyrir jólaleyfi. Ástæðan er þrálát meiðsli í hné sem Bergsveinn varð fyrir gegn Haukum 8. nóvember og hefur ekki fengið sig góðan af síðan. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 461 orð

Birkir gerði gæfumuninn

VALSMENN hafa upplifað erfiða daga að undanförnu. Um liðna helgi létu bikarmeistarar Vals Gróttu/KR slá sig út úr bikarkeppninni og í gærkvöldi töpuðu Íslandsmeistarar Vals fyrir Stjörnunni í deildinni. Í bikarleiknum gáfu Valsmenn eftir í seinni hálfleik en í gærkvöldi komust þeir yfir 1:0 og 2:1 en síðan ekki söguna meir. Náðu nokkrum sinnum að jafna, síðast 7:7 á 18. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 187 orð

Chelsea lagði topplið Villa

Chelsea er komið í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2:1- sigur á toppliði Aston Villa í gærkvöldi. Norðmaðurinn Tore Andre Flo tryggði Chelsea sigurinn eftir lok venjulegs leiktíma. Leikurinn fór fram á heimavelli Chelsea í Lundúnum og var æsispennandi. Heimamenn voru mun sterkari og komust yfir með marki Ítalans Gianfranco Zola beint úr aukaspyrnu. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 499 orð

Draumur Fram snerist upp í martröð

DRAUMUR Framara um að ná efsta sæti 1. deildar karla í Breiðholtinu í gærkvöldi varð að martröð þegar þeir sluppu með níu marka tap, 33:24, á móti baráttuglöðum ÍR-ingum í Breiðholtinu. Afar sterkur varnarleikur Breiðhyltinga með Guðmund Þórðarson, nýlega fertugan, í broddi fylkingar tók allt bit úr sóknarleik Fram og gerði gæfumuninn. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 169 orð

Einhver verður að vera fyrstur

"EINHVER verður að vera fyrstur," svaraði Kristófer Leifsson, þegar hann var spurður að því hvernig það væri að vera eini strákurinn í 3. flokki. "Félögunum finnst það mörgum vera skrýtið að ég skuli vera í þessari grein. Upphaflega ætlaði ég að fara á íshokkíæfingu, en mamma fékk mig til að prófa listdansinn fyrst. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 237 orð

Eyjamenn ­ 100% árangur á heimavelli! ÍBV vann

Eyjamenn ­ 100% árangur á heimavelli! ÍBV vann enn einn sigurinn á heimavelli í 1. deild karla í handbolta í Eyjum. Nú voru fórnarlömbin Haukar, sem áttu ekkert svar við baráttugleði og skynsömum leikmönnum ÍBV sem hafa unnið alla sína leiki á heimavelli til þessa. Það má segja að Eyjamenn eflist við mótlæti því þeir voru án beggja útlendinganna, sem eru á sjúkralista. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 222 orð

Fimleikastúlkur frá N-Kóreu undir aldri?

NORÐUR-KÓREUMENN hafa verið gagnrýndir harkalega fyrir að senda fimleikastúlkur á Asíuleikana sem eru undir aldri. Talið er að stúlkurnar séu allt niður í 11 ára gamlar. Samkvæmt lögum mega keppendur á stórmótum ekki vera yngri en 16 ára. "Við verðum að rannsaka þetta og ég mun ræða við ólympíusamband Norður-Kóreu um þessi mál," sagði Amnat Ano, framkvæmdastjóri Asíuleikanna. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 385 orð

GRÓTTA/KR tapaði fyrir

GRÓTTA/KR tapaði fyrir FHmeð níu marka mun og var sóknarnýting liðsins í síðari hálfleik 30 prósent, eða 9 mörk úr 29 sóknum! Á sama tíma var sóknarnýting FH-inga 50 prósent. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 155 orð

Handboltalandsliðið lið ársins í Svíþjóð

SÆNSKIR íþróttafréttamenn hafa útnefnt sænska handboltalandsliðið sem besta lið ársins í árlegu kjöri sínu. Svíar eru sem kunnugt er Evrópumeistarar í handbolta og hafa þeir átt sigursælu liði á að skipa undanfarin ár. 48 af 92 íþróttafréttamönnum settu handboltalandsliðið í efsta sæti í kjörinu. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 48 orð

Helga varði 23 skot

HELGA Torfadóttir átti sannkallaðan stórleik þegar lið hennar Bryne sigraði Levanger í norsku fyrstu deildinni í handknattleik, 18:16. Helga gerði sér lítið fyrir og varði 23 skot, þar af tvö vítaköst á lokamínútunum. Hrafnhildur Skúladóttir átti einnig góðan leik og skoraði fimm mörk fyrir Bryne. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 189 orð

Hermann allt of góður fyrir Brentford

"HERMANN er frábær leikmaður. Ég veit ekki hvers vegna hann er að leika með okkur," segir Ron Noades, framkvæmdastjóri og aðaleigandi enska 3. deildarliðsins Brentford, í viðtali við Daily Mail í gær. Hermann fór á kostum með Brentford í leik á þriðjudagskvöld þegar liðið sigraði Plymouth 2:0 og komst þar með í 2. umferð bikarkeppni neðri deilda þar í landi. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 15 orð

Í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild:kl.20 Borgarnes:Skallagrímur - Valur Njarðvík:UMFN - UMFG Hagaskóli:KR - Tindastóll Stykkishólmur:Snæfell - Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 323 orð

Íslandsmótið í júdói

MÓTIÐ var haldið í Laugardalshöll um síðustu helgi. Helstu úrslit urðu þessi: 18­20 ára drengir -60 kg 1. Alistair Jón, Ármanni 2. Einar Jón Sveinsson, UMFG 3. Ómar Örn Karlsson, KA -66 kg 1. Brynjar Ásgeirsson, KA 2. Davíð Kristjánsson, Ármanni 3. Aron Óskarsson, UMFG -73 kg 1. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 362 orð

John Woods og Vassel mætast

Tíunda umferð úrvalsdeildarinnar hefst í kvöld með fjórum leikjum og þá mætast meðal annars Tindastóll og KR. Þar eigast við tveir stigahæstu menn deildarinnar, John Woods úr Tindastóli, sem gert hefur 275 stig, og Keit Vassel úr KR sem hefur gert 256 stig. Báðir hafa leikið níu leiki og Woods er því með 30,6 stig að meðaltali en Vassel 28,4. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 156 orð

Jones kominn á Skagann

Skagamenn hafa fengið nýjan erlendan leikmann í stað David Bevis sem þeir létu fara á dögunum. Nýji leikmaðurinn heitir Anthony Jones og lék með Achilleas Agrou á Kýpur. Hann er þrítugur, 191 sentimetra hár bakvörður. Skagamenn töldu sig vera búna að gera samning við Sam Jones en hann hrökk úr skaptinu á síðustu stundu og því var leitað til þessa Jones. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 287 orð

Kaflaskipt á Selfossi Leikmenn Selfos

Kaflaskipt á Selfossi Leikmenn Selfoss mættu ákveðnir til leiks þegar þeir tóku á móti efsta liði 1. deildar, Aftureldingu, í gærkveldi. Selfyssingar sýndu gríðarlega baráttu í byrjun leiks og voru staðráðnir í því að ná stigum á heimavelli sínum, en allt kom fyrir ekki og Afturelding vann með þremur mörkum, 28.25. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 123 orð

KA - HK29:30

KA-heimilið: Gangur leiksins: 0:1, 2:3, 7:9, 11:13, 12:14, 13:15, 16:19, 21:23, 224:26, 27:27, 28:28, 29:29,29:30. Mörk KA: Lars Walther 9(1), Hilmar Bjarnason 4, Halldór Sigfússon 4(1), Guðjón V. Sigurðsson 3, Leó Örn Þorleifsson 3, Jóhann G. Jóhannsson 3 og Sverrir Björnsson 3. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 150 orð

Leikmenn Brentford fá gylliboð

LEIKMENN enska 3. deildar liðsins Brentford, þeirra á meðal landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson, hafa fengið gylliboð frá eiganda liðsins og framkvæmdastjóra, Ron Noades. Leikmönnum liðsins er heitið fjórðungi tekna af sölu aðgöngumiða að bikarleikjum, komist þeir áfram í bikarkeppninni. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 261 orð

Létt hjá FH

FH valtaði yfir Gróttu/KR í Kaplakrika í Hafnarfirði og vann með níu marka mun, 29:20. FH hafði yfirhöndina lengst af og þurfti ekki að sýna neinn stórleik til að innbyrða sigurinn því gestirnir voru mjög slakir. Með sigrinum eru FH-ingar komnir upp í sjöunda sæti með ellefu stig. Grótta/KR er aftur á móti í fallsæti deildarinnar ásamt Selfyssingum. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 125 orð

Liverpool vill Indriða

ENSKA úrvalsdeildarliðið Liverpool vill kaupa piltalandsliðsmanninn Indriða Sigurðsson frá KR. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru samningaviðræður langt komnar og yfirgnæfandi líkur á að félögin semji með sér á næstu vikum. Indriði er sautján ára gamall og vakti mikla athygli í sumar er hann náði að tryggja sér sæti í vörn KR. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 827 orð

Mestu möguleikarnir eru í bringusundinu

NÍU íslenskir unglingar náðu lágmörkum þeim sem Sundsambandið setti fyrir keppni á Norðurlandamótinu sem fram fer í næstu viku í Álaborg í Danmörku. Íslenska unglingaliðið hreppti fern gullverðlaun á mótinu í fyrra, þar sem Örn Arnarson úr SH hreppti þrenn þeirra og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir náði einnig efsta sæti. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 424 orð

"Mömmu fannst þetta svo sniðugt"

LINDA Viðarsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir, sautján ára gamlar, eru meðal betri og reyndari skautadansara landsins. Þær stöllur voru með þeim fyrstu sem byrjuðu að æfa listdans hér á landi og jafnframt því að æfa, þá leiðbeina þær þeim yngri og óreyndari. Báðar voru ungar að árum þegar þær settu á sig skauta í fyrsta sinn. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 185 orð

"Norðurlandaslagur" í þýska bikarnum

ÞAÐ verður sannkallaður "Norðurlandaslagur" í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik þegar Wuppertal fær 2. deildarliðið Nordhorn í heimsókn. Bæði lið eru undir stjórn þjálfara frá Norðurlöndum og hópur leikmanna frá sömu löndum leikur með liðunum. Þjálfararnir eru Viggó Sigurðsson hjá Wuppertal og Svíinn Kent-Harry Andersson með Nordhorn. Hjá Wuppertal leika m.a. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 66 orð

Ný skautagrein

SAMHÆFÐUR listdans, eða hópdans, er ný grein innan listdansins og þegar eru hafnar æfingar í henni hér á landi. Greinin er ung að árum og upprunnin í Kanada og nefnist á máli frumherjanna "synchronized skating". Þessi grein nýtur þegar nokkurra vinsælda og er jafnvel búist við að hún verði Ólympíugrein. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 68 orð

Sigtryggur á ferð og flugi

SIGTRYGGUR Albertsson, markvörður KA, hefur verið á ferð og flugi. Hann er stýrimaður á snurðvoðarbátnum Aðalbjörgu frá Reykjavík. Eftir róður í gær hélt hann með flugi til Akureyrar, en þar sem hann komst ekki með flugi til baka varð hann að fara landleiðina til Reykjavíkur eftir leikinn gegn HK í gærkvöldi og beint um borð í Aðalbjörgina sem hélt út á Faxaflóa í nótt. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 139 orð

Titraði af spennu

"MIG hefur alltaf langað til að keppa á móti eins og þessu, en því er ekki að neita að ég var mjög "stressuð" fyrir mótið og meðan ég sýndi og segja má að ég titri ennþá. Æfingarnar voru þar af leiðandi heldur erfiðari en þær hefðu þurft að vera," sagði Sigríður Björk Sigurðardóttir, fimmtán ára gömul, eftir æfingar sínar á Opna Reykjavíkurmótinu fyrir skömmu. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 120 orð

Tólf stúlkur til Stokkhólms

KARL Jónsson, þjálfari stúlknalandsliðsins í körfuknattleik, hefur valið landsliðshóp sinn sem leika mun fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti stúlknalandsliða, ­ Polar Cup, sem haldið verður í Stokkhólmi í Svíþjóð á milli jóla og nýárs. Tólf stúlkur fara utan og er helmingur þeirra frá Tindastóli og Keflavík. Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum. Halldóra Andrésd. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 141 orð

Úrslit á Opnu Reykjavíkurmóti

Opna Reykjavíkurmótið í Listdansi á skautum var haldið í Skautahöllinni í Laugardal um síðustu helgi. Úrslit urðu þessi í einstökum flokkum: 11 ára og yngri - B-flokkur: 1. Ágústa BjörkBirninum2. Nanna Fanney Björnsd., SR3. Klara Magnúsdóttir,SRAlls voru 7 keppendur skráðir til leiks. 11 ára og yngri - C-flokkur Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 601 orð

Valur - Stjarnan21:23

Hlíðarendi, Íslandsmótið í handknattleik, 12. umferð Nissan-deildarinnar, miðvikudaginn 9. desember 1998. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 2:1, 2:3, 3:6, 4:7, 7:7, 7:9, 9:11, 10:11, 10:12, 12:12, 12:15, 15:16, 18:19, 18:23, 21:23. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | -1 orð

Við suðumark á Akureyri

Það var allt við suðumark undir lok leiks KA og HK er fram fór á Akureyri í gærkveldi. Mikil gleði ríkti hjá leikmönnum HK eftir að leiknum lauk og sigur þeirra, 30:29, varð staðreynd. Það sama er ekki að segja um leikmenn og stuðningsmenn KA þar sem mikil gremja og reiði ríkti. Síðustu mínútur leiksins var mikil spenna í lofti bæði innan vallar sem utan. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 122 orð

Watford vill fá Sigurð Örn og Bjarna

ENSKA liðið Watford, sem er í þriðja sæti fyrstu deildar, hefur óskað eftir að fá varnarmennina Sigurð Örn Jónsson og Bjarna Þorsteinsson aftur til reynslu. Fyrir hjá Watford er Keflvíkingurinn Jóhann B. Guðmundsson. Leggja forráðamenn liðsins mikla áherslu á að fá Íslendingana aftur til frekari skoðunar og hafa óskað eftir því formlega við KR, en þeir æfðu um skeið hjá liðinu fyrr í haust. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 733 orð

Þýskaland Kiel komst í efsta sæti þýsku fyrstu deildarinnar í hand

Þýskaland Kiel komst í efsta sæti þýsku fyrstu deildarinnar í handknattleik með 29:20-sigri á Frankfurt á heimavelli. Nikolaj Jacobsen var markahæstur heimamanna með tólf mörk, þar af sjö úr vítaköstum, og Magnús Wislander gerði fimm mörk. Daninn Klaus- Brun Jørgensen skoraði fimm mörk fyrir Frankfurt. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 75 orð

Æfir "salko"

"MÉR gekk ágætlega. Ég er búinn að æfa síðan í febrúar og ég gerði bara þær æfingar sem ég réði við," sagði Svava Þórný Jónsdóttir sem keppti í B-flokki 12-13 ára á Opna Reykjavíkurmótinu. "Um þessar mundir eru ég að mest að æfa stökk sem kallað er "salko", en þá þarf að stökkva hring í loftinu. Meira
10. desember 1998 | Íþróttir | 68 orð

(fyrirsögn vantar)

Árbæjarskóli bestur grunnskólaÁrbæjarskóli bar sigur úr býtum á Grunnskólamóti drengja í knattspyrnu semn nú er nýlokið.Árbæjarskólinn sigraði Fellaskóla í úrslitaleik 1:0 með marki Þóris Björns Sigurðarsonar.Efri röð frá vinstri: Marinó Þ. Guðmundsson, aðst. Meira

Úr verinu

10. desember 1998 | Úr verinu | 947 orð

"Afskaplega leiðinlegt haust"

LOÐNU- og síldveiðar ganga enn illa. Veður ræður þar miklu og segja útgerðarmenn og sjómenn veðurfar í haust með eindæmum leiðinlegt. Afli af báðum þessum tegundum er miklum mun minni en í fyrra og ljóst að halda verður vel á spöðunum eftir áramót, eigi leyfilegur loðnuafli allur að nást. Meira
10. desember 1998 | Úr verinu | 82 orð

Endanlegs kvóta beðið

NIÐURSTÖÐUR úr nýafstöðnum loðnuleiðangri Hafrannsóknastofnunar liggja enn ekki fyrir. Tvö skip, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, tóku þátt í leiðangrinum, sem er farinn á hverju hausti. Nú er verið að bera saman niðurstöður úr rannsóknum skipanna og liggja þær fyrir eftir nokkra daga. Að því loknu liggja niðurstöður fyrir og verður endanlegur loðnukvóti gefinn út í framhaldi þess. Meira

Viðskiptablað

10. desember 1998 | Viðskiptablað | 883 orð

13 yfirmannastöður lagðar niður

MIKLAR skipulagsbreytingar hafa átt sér stað í álverinu í Straumsvík. Nýtt þriggja þrepa skipurit hefur tekið gildi og fyrrum fjögurra þrepa skipurit verið lagt niður. Breytingarnar fela í meginatriðum í sér að 13 stjórnunarstöður, forstöðumenn sem voru milliliðir deildarstjóra og starfsmanna, Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 279 orð

Ákvörðun Lyfjaverðsnefndar samrýmist tilskipun ESB

EFTA-dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Lyfjaverðsnefndar um að lækka kostnaðarverð lyfja samrýmist tilskipun Evrópusambandsins, en Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði álits dómstólsins vegna málshöfðunar Samtaka verslunarinnar til ógildingar ákvörðuninni. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 803 orð

Breytingar hjá VÍS

FÓLKBreytingar hjá VÍS Heiður Agnes Björnsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri VÍS. Heiður er fædd árið 1962 og alin upp á Seltjarnarnesi. Hún lauk stúdentsprófi frá MR árið 1982 og útskrifaðist af markaðssviði viðskiptadeildar Háskóla Íslands 1993. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 164 orð

ÐOstagallerý opnað í Gallerýi kjöti

OSTAHÚSIÐ í Hafnarfirði hefur opnað Ostagallerý hjá Gallerýi kjöti á Grensásvegi og þar fást nú innfluttir ostar, m.a. Gorgonzola, Gamli Óli, Emmenthaler og Gruyere. Þar fást einnig sérlagaðir ostar frá Ostahúsinu og valdir íslenskir ostar. Ostahúsið býður einnig veisluþjónustu og ostakörfur í gallerýinu svo eitthvað sé nefnt. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 110 orð

ÐRáðgjöf og efnahagsspár fimm ára

RÁÐGJÖF og efnahagsspár ehf. fagnaði fimm ára afmæli um síðustu helgi og er meðfylgjandi mynd tekin af eigendum við það tækifæri, þeim Sverri Sverrissyni og Yngva Harðarsyni. Ráðgjöf og efnahagsspár sérhæfa sig í óháðri ráðgjöf á fjármálamarkaði og eru helstu viðskiptavinir stærri fyrirtæki, opinberar stofnanir og sveitarfélög. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 55 orð

ÐViðskipti með hlutabréf SÍF

VEGNA mistaka við vinnslu blaðsins í gær vantaði niðurlag í frétt um viðskipti með hlutabréf SÍF undanfarna daga. Greint var frá því að Lífeyrissjóður verslunarmanna og Framleiðendur ehf. hafi samanlagt selt 2,58% hlut í félaginu. Sé tekið mið af gengi hlutabréfa SÍF um þessar mundir nemur söluverðmæti bréfanna u.þ.b. 114 milljónum króna. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 160 orð

Fram á hlutabréfamarkað

HLUTAFJÁRÚTBOÐ fyrir 30 milljónir króna að nafnvirði hefst í Fram ­ Fótboltafélagi Reykjavíkur hf. næstkomandi mánudag. Tvö verðbréfafyrirtæki, Kaupþing hf. og Verðbréfastofan hf., annast sölu hlutabréfanna. Á blaðamannafundi í dag verður útboðslýsing hlutafjárútboðsins kynnt og grein gerð fyrir rekstri hlutafélagsins. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 137 orð

Heiðursskjal fyrir 50 ára samstarf

NÝLEGA hélt fyrirtækið Jóhann Ólafsson & Co upp á þau tímamót að 50 ár eru síðan samstarf þess og þýska ljósaperuframleiðandans Osram hófst, en ljósaperur fyrirtækisins eru Íslendingum að góðu kunnar. Í tilefni þessa fékk Jóhann Ólafsson & Co afhent heiðursskjal þar sem fyrirtækinu er þakkað 50 ára farsælt samstarf og undir skjalið skrifa dr. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 9 orð

HLUTABRÉFFótboltafélag á markað /2

HLUTABRÉFFótboltafélag á markað /2EBÍUppistand um eignarhaldið /6ALÞJÓÐAVIÐSKIPTASTOFNUNINHæstiréttur heimsviðskipta / Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 684 orð

Hæfir markaðssetningin ímynd fyrirtækisins? SjónarhornÞegar markaðssetning er undirbúin er að mörgu að huga og fara þarf í

ÞAÐ er að mörgu að hyggja þegar nálgun markaðssetningar er ákveðin og þvíþarf að greina allt umhverfi þeirrar vöru/þjónustu sem á að markaðssetja. Jafnt innri semytri aðstæður hafa áhrifá mótun markaðsstefnu. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 1458 orð

Hæstiréttur heimsviðskipta

Alþjóðaviðskiptastofnunin (World Trade Organization) er ein yngsta alþjóðastofnun heimsins. Samningurinn um stofnun hennar tók gildi árið 1995 en aðdragandann að stofnuninni má rekja til loka seinni heimsstyrjaldarinnar. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 182 orð

Ítalir sparsamastir Evrópubúa

ÍTALIR eru sparsamasta Evrópuþjóðin og spara 50% meira en aðrir íbúar Evrópusambandsins að meðaltali samkvæmt nýrri úttekt. Danir eru neðstir á blaði og spöruðu 61% minna en íbúar ESB að meðaltali samkvæmt skýrslu hagstofu ESB, Eurostat. Tölurnar eru frá 1996 og sýna sparnað einstaklinga af ráðstöfunartekjum að frádregnum útgjöldum í 11 af 15 aðildalöndum ESB. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 400 orð

Lyfjafyrirtækin Zeneca og Astra sameinast

HIN kunnu lyfjafyrirtæki Zeneca Group Plc í Bretlandi og Astra AB í Svíþjóð hafa skýrt frá fyrirætlunum um mesta samruna evrópskra lyfjafyrirtækja, sem um getur, og hlutabréf í fyrirtækjunum hafa hækkað verulega í verði. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 157 orð

Microsoft í bandalag með Barnes & Noble

MICROSOFT hefur skýrt frá margra milljóna dollara markaðssamningi við Barnes & Noble um sölu á bókum Barnes & Noble og netvörum og netþjónustu Microsofts á vefsíðum fyrirtækjanna. Samningurinn er talinn bein ögrun við Amazon.com, sem hefur verið helzti bóksalinn á Netinu til þessa. Varningurinn verður seldur í netbókabúð Barnes & Noble, barnsandnoble. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 130 orð

Mikil viðskipti með TM

VIÐSKIPTI með hlutabréf námu alls 97 milljónum króna á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Mest viðskipti voru með hlutabréf í Tryggingamiðstöðinni, 42 milljónir króna, og hækkaði gengi þeirra um 1,4%. 25 milljóna króna viðskipti voru með bréf í Flugleiðum og hækkaði gengi þeirra um 3,8%. Mun minni viðskipti voru með bréf FBA í gær en undanfarna daga eða 9 milljónir króna. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 85 orð

Ný lögmannsstofa

RAGNAR Baldursson héraðsdómslögmaður hefur opnað lögmannsstofu á Laugavegi 7 í Reykjavík í samstarfi við hæstaréttarlögmennina Stefán Pálsson og Pál Arnór Pálsson. Ragnar útskrifaðist cand. juris frá lagadeild Háskóla Íslands í febrúar 1995 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi í mars 1996. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 82 orð

Nýr framkvæmdastjóri Kers ehf.

Jóhann Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Kers ehf., sem er dótturfélag Olíufélagsins hf. Hlutverk Kers er að hafa umsjón með eignarhaldi Olíufélagsins í öðrum félögum. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 76 orð

Nýr sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu

GÍSLI Kjartansson hefur verið ráðinn sparisjóðssjóri Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgarnesi. Gísli tekur við starfi Sigfúsar Sumarliðasonar sem hefur sagt starfi sínu lausu eftir rúmlega 30 ára starf við sparisjóðinn. Gísli, sem tekur við starfi sparisjóðsstjóra 1. apríl næstkomandi, er fæddur 2. júní 1944 á Siglufirði. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 439 orð

Raunhæf verðlagning ríkisfyrirtækja?

SÚ staðhæfing að íslenskur fjármálamarkaður sé að slíta barnskónum verður varla dregin í efa, sérstaklega ef litið er til atburðarásar undanfarinna vikna og mánaða. Í kjölfar sölu hins opinbera á misstórum hlut í ýmsum ríkisfyrirtækjum, hefur verðmæti skráðra hlutafélaga á Verðbréfaþingi Íslands aukist um rúmlega 33 milljarða króna. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 185 orð

Siemens óttast skatta í ESB

ÞÝZKI iðnrisinn Siemens hefur varað við því að vaxandi kröfur í Evrópu um hærri skatta geti dregið úr atvinnu í stað þess að auka hana. Rafeindasamsteypan hefur lagt til hliðar tæpa 5 milljarða marka vegna vandamála í hálfleiðaraframleiðslu. Fyrirtækið viðurkennir að erfiðleikarnir geti aukizt, ef ný miðvinstristjórn Þýzkalands haldi skattabreytingum til streitu. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 697 orð

Starfsmenn oft verri en tölvuþrjótar

RÁÐGJÖF um tölvuöryggi er sívaxandi þáttur í starfsemi Ernst & Young og hefur öryggisráðgjöfum fyrirtækisins fjölgað gríðarlega, að sögn Bjarne. "Þegar haldin var ráðstefna í höfuðstöðvum Ernst & Young í Cleveland fyrir tveimur árum vorum við um 50 sem sinntum ráðgjafarstörfum í tölvuöryggi. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 2218 orð

UPPISTAND UM EIGNARHALDIÐ

TALSVERÐUR styr hefur staðið um starfsemi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands allt frá því að lög um félagið voru sett á Alþingi árið 1994. Þegar Brunabótafélagið hætti starfsemi og sameinaðist VÍS sýndu margir áhuga á að komast yfir eignir Brunabótafélagsins. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 153 orð

Verðbréfamiðlunin Vaxta ehf. tekur til starfa

VAXTA ehf., ný verðbréfamiðlun, hefur tekið til starfa í Reykjavík. Eigendur fyrirtækisins eru hjónin Sigrún Bjarnadóttir, viðskiptafræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari, og Hilmar Konráðsson, framkvæmdastjóri og löggiltur verðbréfamiðlari. Vaxta ehf. annast kaup og sölu á innlendum og erlendum verðbréfum fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sjóði og stofnanir. Meira
10. desember 1998 | Viðskiptablað | 337 orð

Von á kipp í jólaverslun um helgina

JÓLAVERSLUNIN hefur, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, farið hægar af stað í ár en í fyrra og kenna kaupmenn einkum veðrinu þar um, en "jólaveður" með tilheyrandi kulda og jafnvel snjókomu, hefur ekki látið sjá sig. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.