Greinar miðvikudaginn 30. desember 1998

Forsíða

30. desember 1998 | Forsíða | 487 orð

Biðjast fyrirgefningar á ódæðisverkum

KHIEU Samphan og Nuon Chea, sem voru meðal helstu leiðtoga skæruliðahreyfingar Rauðu kmeranna í Kambódíu, báðust í gær í fyrsta sinn opinberlega afsökunar á grimmdarverkum sem framin voru í stjórnartíð hreyfingarinnar á áttunda áratugnum, en talið er að allt að tvær milljónir Kambódíumanna hafi þá látið lífið. Meira
30. desember 1998 | Forsíða | 336 orð

Fjórir féllu við björgun

ALLS sextán ferðamenn, tólf Bretar, tveir Bandaríkjamenn og tveir Ástralar, voru teknir í gíslingu af mannræningjum á leið sinni til suðurhéraða Jemen á mánudag. Fjórir ferðalanganna, þrír Bretar og einn Ástrali, létu lífið í átökum í gær þegar öryggissveit jemensku ríkislögreglunnar réðst að búðum mannræningjanna. Meira
30. desember 1998 | Forsíða | 118 orð

Færeyskir sjómenn með mettekjur í ár

FÆREYSKIR sjómenn eru nú farnir að finna fyrir því að góðæri ríkir í Færeyjum. Tekjur sjómanna á fiskiskipum hafa á árinu sem er að líða verið hærri en nokkru sinni. Samkvæmt upplýsingum frá færeyska fiskimannasambandinu, Føroya Fiskimannafélag, hafa áhafnir nótabáta aukið sinn hlut mest. Meðaldagstekjur áhafnarmeðlima þeirra hafa verið í kringum 30.000 ísl. kr. Meira
30. desember 1998 | Forsíða | 45 orð

Kosið á Grænlandi í febrúar

JONATHAN Motzfeldt, forsætisráðherra grænlenzku heimastjórnarinnar, boðaði í gær til þingkosninga 16. febrúar næstkomandi. Búizt er við að kosningabaráttan muni fyrst og fremst snúast um efnahagsmál, hugmyndir um aukna sjálfstjórn Grænlands, sjávarútvegs- og auðlindamál. 31 á sæti á heimastjórnarþingi Grænlands. Meira
30. desember 1998 | Forsíða | 124 orð

Mikið hamfaraár

NÁTTÚRUHAMFARIR hafa á þessu ári valdið dauða um fimmtíu þúsunda manna og tjóni sem metið er á yfir 90 milljarða bandaríkjadala, 6.300 milljarða króna. Þetta er næstmesta tjón sem orðið hefur á einu ári, samkvæmt upplýsingum sem stærsta baktryggingafyrirtæki heims, Munich Re, birti í gær. Meira

Fréttir

30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 254 orð

ALBERT JÓHANNSSON

ALBERT Jóhannsson, kennari og fyrrverandi formaður Landssambands hestamannafélaga og ritstjóri Hestsins okkar, er látinn, 72 ára að aldri. Albert fæddist 25. september 1926 að Teigi í Fljótshlíð, sonur hjónanna Jóhanns Jenssonar bónda og Margrétar Albertsdóttur. Meira
30. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 205 orð

Alþingi breyti lögum um stjórn veiða

AÐALFUNDUR Sjómannafélags Eyjafjarðar, sem haldinn var þriðjudaginn 29. desember sl., telur að í nýgengnum dómi Hæstaréttar í málinu nr. 145/1998 sé augljóst að Hæstiréttur sé að benda á að það sé brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að aðrir aðilar en þeir sem áttu skip við upphaf kvótakerfisins skuli ekki eiga þess kost að fá úthlutað veiðiheimildum, þ.e. aflamarki og aflahlutdeild. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Atkvöld Hellis

TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur fyrsta atkvöld næsta árs mánudaginn 4. janúar 1999 og hefst mótið kl. 20. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Pizzahúsinu. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

Áramótabrenna í Smáranum

EINS og undafarin ár efna Breiðablik, Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Kópavogsbær til áramótabrennu í Smáranum, félagssvæði Breiðabliks. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 og kl. 21.15 hefst flugeldasýning. Söngvarar og harmonikuleikarar verða á svæðinu. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Árslokaferð Hafnargönguhópsins

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld frá Sjómannaskólanum. Mæting í ferðina er við Hafnarhúsið að vestanverðu kl. 20 og þaðan farið með SVR upp að Sjómannaskóla og litið þar inn um kl. 20.30. Einnig er hægt að mæta þar í gönguferðina. Meira
30. desember 1998 | Erlendar fréttir | 765 orð

Barátta gegn atvinnuleysi og fyrir uppstokkun fjármála

ÞÝZKALAND tekur við formennskunni í ráðherraráði Evrópusambandsins (ESB) nú um áramótin með það göfuga markmið að yfirlýstu leiðarljósi að draga fyrir alvöru úr atvinnuleysinu í álfunni, en hinni nýju ríkisstjórn jafnaðarmanna og græningja er einnig annað markmið mikilvægt ­ að lækka greiðslur Þjóðverja í sameiginlega sjóði sambandsins. Meira
30. desember 1998 | Fréttaskýringar | 299 orð

Bogmaður

BOGMENN eru hressir, léttir í lundu, yfirleitt jákvæðir og gera sem minnst úr öllu neikvæðu sem þeir þurfa að kljást við. Þá eru þeir upp til hópa víðsýnir og ævintýragjarnir. Mismikið þó. Ekkert merki er haldið meiri ferðafíkn og vilja mjög margir bogmenn stöðugt vera á ferðinni og hafa litla eirð ef þeir þurfa að dvelja lengi á sama stað. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Ekkert athugavert við verklag lögreglu

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ekki í hyggju að aðhafast sérstaklega vegna beiðni Ungra sósíalista um að ljósmyndum sem teknar voru af þeim við mótmæli fyrir utan bandaríska sendiráðið verði eytt, þar sem engin beiðni hefur borist ráðuneytinu. "Það hefur ekkert erindi komið til okkar um þetta mál og ég á ekki von á því að það verði tekið upp sérstaklega hér. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 375 orð

Endurgreiðslur vegna tannviðgerða aukast

BREYTINGAR verða gerðar á reglugerð um sjúkratryggingar vegna tannviðgerða um áramót. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra mun undirrita reglugerðarbreytinguna í dag, en hún eykur réttindi unglinga, elli- og örorkuþega og þroskahamlaðra. Áætlað er að kostnaðaraukinn við breytingarnar nemi 70­80 milljónum króna. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Ennþá jólasvipur á öllu

Ennþá jólasvipur á öllu ENN er jólasvipur yfir borg og bæ og verður svo vonandi nokkra daga enn. Hægt er að fanga svipinn á ýmsan hátt til dæmis með því að draga ljósin á Skólavörðustíg í Reykjavík saman með sterkum linsum ljósmyndarans eins og hér er gert. Meira
30. desember 1998 | Erlendar fréttir | 310 orð

Erez vongóður um stjórn

TYRKNESKI þingmaðurinn Yalim Erez, sem er óflokksbundinn, kvaðst í gær vongóður um að sér tækist að mynda samsteypustjórn í næstu viku, en óvissa hefur ríkt í tyrkneskum stjórnmálum undanfarinn mánuð. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 1143 orð

Erfitt að ráða við lyfjaþolna berkla

BERKLUM hefur ekki verið útrýmt í heiminum. Þeir eru sums staðar á undanhaldi, annars staðar í sókn og enn annars staðar er fjöldi nýrra tilfella svipaður frá ári til árs. Hérlendis eru þeir á undanhaldi og koma upp 10 til 15 ný tilfelli á ári hverju og tíðnin ein sú lægsta í heiminum. Meira
30. desember 1998 | Miðopna | 3179 orð

Ég er pakkasjúk

ÞAÐ VARÐ uppselt á 20 mínútum á tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur 5. og 6. janúar í Þjóðleikhúsinu enda ekki á hverjum degi sem söngkonan raddfima heldur tónleika hérlendis. Hefur hún hugsað sér að halda aðra tónleika á Íslandi í bráð? "Ég held ekki," svarar Björk vinalega, brosir og brettir upp á nefið á sér; bara af eðlislægri uppfundningasemi. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 285 orð

Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð í höndum heimamanna

INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Birgir Gunnarsson framkvæmdastjóri og Ásgrímur Sigurbjörnsson, stjórnarformaður Heilbrigðisstofnunar á Sauðárkróki, undirrituðu í gær samstarfssamning þessara tveggja stofnana. Meira
30. desember 1998 | Erlendar fréttir | 380 orð

Fann engin merki um meint samræði

LÆKNIR, sem starfar fyrir lögregluna í Malasíu, sagði fyrir rétti í Kuala Lumpur í gær að ekki hefðu fundist neinar læknisfræðilegar vísbendingar um að Anwar Ibrahim, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra landsins, hefði haft samræði við ættleiddan bróður sinn, Sukma Darmawan. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Fer á þing jólasveinsins í Finnlandi

Fer á þing jólasveinsins í Finnlandi UNG stúlka af Seltjarnarnesi, Berglind Gunnarsdóttir, hefur verið valin sem einn af fimmtíu þingmönnum jólasveinsins sem koma saman á þingi sem haldið verður í Helsinki 2.-6. janúar næstkomandi. Meira
30. desember 1998 | Fréttaskýringar | 300 orð

Fiskur

FISKURINN er gæddur næmi sem á sér engan líka og er mikilvægasti eiginleiki hans í lífi og starfi. Ef hann er í starfi þar sem þessi hæfileiki nýtist til fullnustu skarar hann fram úr öllum öðrum en hefðbundin vinna, þar sem hann verður að gæta vel að stimpilklukkunni, er ekki við hans hæfi. Honum líkar betur við lausa tauminn. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 443 orð

FÓLKDoktorsritgerð um rannsóknir á áfengissjúklingum

KRISTINN Tómasson varði doktorsritgerð við háskólann í Ósló 12. september sl., er byggist á rannsóknum, sem Kristinn hefur unnið að síðan 1992. Doktorsritgerðin samanstendur af sex greinum ásamt inngangi og yfirliti. Meira
30. desember 1998 | Erlendar fréttir | 1525 orð

Frá raðmorðum til smáþjófnaðar á elliheimili Eftir Hæstaréttarúrskurð neyddist danska lögreglan til að láta lausa konu, sem

MISTÖK fjölmiðla voru ekki að þeir skyldu gera svona mikið úr ákærunni um 22 morð. Það var óhjákvæmlegt. Mistökin voru að fjölmiðlarnir, Ekstra Bladet þar með talið, voru of ógagnrýnir á lögregluna," sagði í leiðara Ekstra Bladet eftir að ríkislögmaður Dana ákvað að falla frá ákæru á hendur 32 ára starfskonu á elliheimilinu Plejebo á Vesturbrú í Kaupmannahöfn. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Frjálslyndi flokkurinn opnar skrifstofu

FRJÁLSLYNDI flokkurinn hefur opnað flokksskrifstofu í Hlíðasmára 10 í Kópavogi. Landsþing Frjálslynda flokksins verður haldið helgina 23. og 24. janúar nk. en Sverrir Hermannsson stofnaði flokkinn með samtarfsmönnum sínum í lok nóvember. "Stuðningsmenn eru hvattir til að staðfesta skráningu á landsþingið hið fyrsta á skrifstofu flokksins. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 190 orð

Fullkomin vinnuaðstaða tölvunarfræðinema opnuð

Fullkomin vinnuaðstaða tölvunarfræðinema opnuð BÚIÐ er að koma upp fullkominni vinnuaðstöðu fyrir nemendur á öðru og þriðja ári við tölvunarfræðiskor Háskóla Íslands og meistaranema í tölvunarfræðum fyrir framlög frá 14 íslenskum fyrirtækjum, Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Gosi talið lokið

JARÐVÍSINDAMENN telja líkur benda til að eldsumbrotum í Grímsvötnum sé lokið. Páll Einarsson, prófessor, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að órói hefði ekki komið fram á jarðskjálftamælum frá klukkan 14 á mánudag, að frátalinni smáhviðu í hádeginu í gær. "Þannig að eftir öllum sólarmerkjum er þessu lokið." Páll sagði þó ekki útilokað að enn gætu mælst hrinur á svæðinu. Meira
30. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 364 orð

Háskólinn á Akureyri hlaut Fjölmiðlabikarinn

FJÖLMIÐLABIKARINN var afhentur í fyrsta sinn í gær, en það var Háskólinn á Akureyri sem gripinn hlaut fyrir framlag til byggðaáætlunar og fjarkennslu. Það er Norðurlandsdeild Blaðamannafélags Íslands sem stendur að því að afhenda bikarinn og var starfsfólki fjölmiðla á Akureyri gefinn kostur á að kjósa eitt af átta fyrirtækjum og stofnunum á Norðurlandi sem tilnefnd voru. Meira
30. desember 1998 | Erlendar fréttir | 250 orð

Hitnar í kolunum í Likud-flokknum

TVEIR helstu ráðherrarnir í ríkisstjórn Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, gáfu í skyn í gær að þeir kynnu að snúa baki við honum í kosningunum sem boðaðar hafa verið 17. maí nk. Yitzhak Mordechai, varnarmálaráðherra og vinsælasti ráðherrann í stjórninni samkvæmt skoðanakönnunum, Meira
30. desember 1998 | Fréttaskýringar | 334 orð

Hrútur

HRÚTURINN er að mörgu leyti fullkomin andstaða nautsins. Þar sem nautið er þolinmótt og staðfast, á hrúturinn til að vera óþolinmóður og ístöðulítill. Þetta er auðvitað oft baggi að bera, en eins og svo margt annað í lífinu þá eru bæði góðar hliðar og slæmar á hlutunum. Mörgum hrútum tekst giftusamlega að virkja betri hliðar merkisins. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 175 orð

Hönnunarsafn byggt upp í Garðabæ

Hönnunarsafn byggt upp í Garðabæ BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra og Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, undirrituðu í gær samning um samstarf sem miðar að því að koma á fót hönnunarsafni í Garðabæ. Aðild að samningnum á Þjóðminjasafn Íslands. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 287 orð

Íslandssíld sameinuð SÍF

UNDIRRITAÐ hefur verið samkomulag milli stjórna SÍF hf. og Íslandssíldar hf. um samruna félaganna. Samruninn gildir frá og með fyrsta október síðastliðnum. Hið sameinaða félag verður rekið undir nafni SÍF. Hluthafar Íslandssíldar fá sem gagngjald fyrir hlutabréf sín í Íslandssíld hlutabréf í SÍF. Reiknað er með að heildarupphæð þessa hlutafjár sé um 65 milljónir króna að nafnvirði í SÍF hf. Meira
30. desember 1998 | Erlendar fréttir | 259 orð

Ítreka að bandarískri vél hafi verið grandað

TAHA Yassin Ramadan, varaforseti Íraks, sagði í gær að íraski herinn hefði staðfest að vestræn flugvél hefði verið skotin niður er Bandaríkjamenn hafi gert árás á loftvarnastöð í norðurhluta landsins á mánudag. Bandarískir embættismenn í Washington og í bækistöð vélanna í Tyrklandi hafa hins vegar sagt að allar flugvélarnar hafi snúið til bækistöðvarinnar heilu og höldnu. Meira
30. desember 1998 | Erlendar fréttir | 194 orð

Ítrekar hótun um hernaðaríhlutun

JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði serbnesk stjórnvöld og albanska aðskilnaðarsinna í Kosovo við því í gær að bandalagið væri enn reiðubúið að grípa til hernaðaraðgerða ef átök blossuðu upp að nýju í héraðinu. Meira
30. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 55 orð

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar útnefndur

ÚRSLIT í kjöri íþróttamanns Dalvíkurbyggðar verða kunngjörð í hófi í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju í dag, miðvikudaginn 30. desember kl. 17. Alls eru 6 íþróttamenn tilnefndir að þessu sinni en þeir eru; Björgvin Björgvinsson skíðamaður, Jóhannes Bjarni Skarphéðinsson körfuknattleiksmaður, Ómar Freyr Sævarsson frjálsíþróttamaður, Stefán Friðgeirsson hestaíþróttamaður, Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 269 orð

Jóhanna boðar fund með stuðningsmönnum

JÓHANNA Sigurðardóttir alþingismaður segist hafa áhuga á að fá tækifæri til að keppa í prófkjöri samfylkingar á jafnréttisgrundvelli. Hún ætlar að halda fund með stuðningsmönnum sínum í dag til að fara yfir stöðuna í prófkjörsmálum samfylkingar í Reykjavík. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Keflavík semur við K-sport

KNATTSPYRNUDEILD Keflavíkur, Austurbakki og K-sport hafa gert með sér samning til þriggja ára og mun Keflavík samkvæmt honum eingöngu nota Nike-knattspyrnuvörur. Bætist Keflavík því í sívaxandi flóru Nike-félagsliða í Evrópu, s.s. Barcelona, Arsenal, Inter Milan, Hertha Berlin ofl. Þá eru meðal landsliða sem spila í Nike, Brasilía, Holland, Ítalía o.fl. Verðmæti samningsins er u.þ.b. Meira
30. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Kirkjustarf um áramót

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta á Hlíð á gamlársdag kl. 16.00. Kór aldraðra syngur undir stjórn Birgis Helgasonar. Aftansöngur í Akureyrarkirkju kl. 18.00 á gamlársdag, útvarpsmessa. Óskar Pétursson syngur einsöng. Hátíðarmessa í kirkjunni á nýjársdag kl. 14.00. Ekki verður messað í kirkjunni sunnudaginn 3. janúar. GLERÁRKIRKJA: Aftansöngur á gamlársdag kl. 18.00. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Kostaði 20 þús. að aka á 64 km hraða

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða 20 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa ekið á allt að 64 km hraða á klukkustund vestur Arnarnesveg við Hegranes í Garðabæ, þar sem hámarkshraði er 30 km á klst. Þess var krafist að ákærði yrði dæmdur til refsingar og sviptingar ökuréttar, en af hálfu ákærða var þess krafist að hann yrði ekki sviptur ökurétti. Meira
30. desember 1998 | Fréttaskýringar | 321 orð

Krabbi

KRABBINN er oft mjög lokaður og getur tekið sinn tíma að kynnast honum náið. Hann er mjög á varðbergi og segir sjaldan öðrum frá því sem amar að honum, fólk getur þurft að taka vel eftir óljósum vísbendingum til að átta sig á því sem er að gerast í hugarfylgsnum krabbans. Gæta þarf mikillar nærgætni og forðast gagnrýni ef maður vill nálgast hann. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 702 orð

Krefst fjárhagslegs aðskilnaðar

LANDSSÍMI Íslands hefur farið þess á leit við Samkeppnisstofnun að stofnunin kanni hvort Internet á Íslandi hf. (Intís) noti tekjur af einkaleyfi til veitingar netléna (svæðinetfanga) til þess að niðurgreiða starfsemi í samkeppnisrekstri og brjóti þannig í bága við ákvæði samkeppnislaga. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð

Landssíminn lækkar álag á millilandasímtöl úr farsíma

LANDSSÍMI Íslands hf. hefur ákveðið að lækka álag á millilandasímtöl úr NMT og GSM-símum um helming, eða úr 14,94 krónum á mínútu í 7,47 krónur. Tekur lækkunin gildi 1. janúar 1999. Í fréttatilkynningu frá Landssímanum segir að lækkunin hafi verið í undirbúningi um nokkurt skeið, en forsenda hennar er einkum góð afkoma farsímakerfanna, Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

LEIÐRÉTT

Við vinnslu greinar Braga Ásgeirssonar;"Hinn flekklausi getnaður", sem birtist í blaðinu í gær, urðu þau mistök, að nokkrar línur urðu ólæsilegar. Því er eftirfarandi kafli birtur aftur um leið og beðizt er afsökunar á mistökunum: "Tiepolo var fæddur inn í mótaða erfðavenju, sem var ein hin traustasta og rótgrónasta sem sögur fara af og þó á stöðugri hreyfingu, var líkast til undrabarn, Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 24 orð

Lést í bílslysi

Lést í bílslysi DRENGURINN sem lést í bílslysi á Snæfellsnesi sl. sunnudag heitir Guðmundur Ísar Ágústsson, til heimilis að Jörfa, Lágholtsvegi 11 í Reykjavík. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 551 orð

Lífeyrissparnaðurinn gæti tapast í tekjutengingunni

EDDA Rós Karlsdóttir, hagfræðingur ASÍ, segir að vegna tekjutengingar í almannatryggingakerfinu sé ekki ávinningur fyrir tekjulágt fólk að auka greiðslur í lífeyrissjóð í þeim tilgangi að hækka lífeyrisgreiðslur sínar eftir að taka lífeyris hefst. Hjá þessu geti fólk þó komist með því að taka lífeyrissparnaðinn út áður en það kemst á lífeyrisaldur. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Lífslindin tekur til starfa

NÝLEGA var opnað í Reykjavík fyrirtækið Lífslindin. Þar er boðið upp á ýmiss konar nudd, reiki-heilun, pólun, ljósaböð, gufu- og nuddpotta. Einnig er boðið upp á einkaráðgjöf um bætt heilsufar. Lífslindin er til húsa að Kaplaskjólsvegi 64. Opið er mánudaga til föstudag kl. 10­21, laugardaga og sunnudaga kl. 10­16. Meira
30. desember 1998 | Erlendar fréttir | 210 orð

Lík gíslanna afhent breskum yfirvöldum

LÍK fjögurra manna, sem uppreisnarmenn í Tsjetsjníu myrtu voru á hrottafenginn hátt, fundust á jóladag eftir mikla leit og voru þau flutt til Bretlands með flugi í gær. Mennirnir, þrír Bretar og einn Nýsjálendingur, voru teknir í gíslingu mannræningja í október síðastliðnum. Höfuð fjórmenninganna fundust hinn áttunda desember en síðan þá hafði verið leitað af líkunum. Meira
30. desember 1998 | Fréttaskýringar | 331 orð

Ljón

LJÓNIÐ vill alltaf vera miðpunkturinn og er ekkert fyrir að halda sig til hlés. Það er stjórnsamt og getur gengið allt of langt í þeim efnum en er einnig hjartahlýtt, trygglynt og yfirleitt vel við annað fólk. Ljónið er oft hrókur alls fagnaðar í veislum og safnar um sig hópi manna sem dá það fyrir kraftinn og sjálfsöryggið. Meira
30. desember 1998 | Erlendar fréttir | 309 orð

Meint fjársvik rannsökuð

SERGEJ Stepashín, innanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að ráðuneyti sitt og rannsóknarlögreglan væru að rannsaka gögn rússneska seðlabankans og fjármálaráðuneytisins vegna gruns um að miklir fjármunir hefðu horfið úr sjóðum bankans. Ráðherrann sagði að rannsóknin hefði hafist skömmu eftir gengisfellingu rúblunnar 17. Meira
30. desember 1998 | Fréttaskýringar | 316 orð

Meyja

HVER getur mælt gegn því að helstu kostir meyjunnar séu lítils metnir í nútímanum? Dugnaður, skynsemi og nákvæmni eru ekki beinlínis taldir til helstu kosta nútímamannsins. Eftirsóknarverðara þykir að vera frjór, skemmtilegur og nýjungagjarn. En eins og meyjan veit, innst inn í hjarta sér, er engin þörf á að örvænta, enda mun tími meyjunnar renna upp. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 315 orð

Mikill samdráttur í rækjuveiði ástæða uppsagnar

ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Samherji hf. á Akureyri hefur sagt upp öllum starfsmönnum sínum í rækjuverksmiðju félagsins á Dalvík. Starfsmenn verksmiðjunnar eru 32 talsins og taka uppsagnir þeirra gildi um næstu áramót, en eru með þriggja mánaða fyrirvara. Ástæða uppsagnarinnar er mikill samdráttur í rækjuveiði. Meira
30. desember 1998 | Landsbyggðin | 181 orð

Miklar endurbætur hjá Olíufélaginu í Grundarfirði

Miklar endurbætur hjá Olíufélaginu í Grundarfirði Grundarfirði-Olíufélagið hf. ­ Esso í Grundarfirði hefur stækkað og farið í gagngerar breytingar á verslunarhúsnæði sínu í Grundarfirði. Gunnar Ragnarsson rekstrarstjóri segir að hér sé Olíufélagið að svara kröfum tímans um meiri og betri þjónustu. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 252 orð

Minni skaði en óttast var

TÖLVUVÍRUS, sem lesendur voru varaðir við fyrir jólin, olli ekki eins miklum skaða og óttast var en vírus þessi, sem nefnist W32.CIH.spacefiller, telst óvenju skaðlegur. "Átta af hverjum tíu vélum sem hafa komið inn til okkar eftir jól eru með vírusinn. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Morgunblaðið/Jón SvavarssonBarnaspítalinn fær haus á ómsjá

Morgunblaðið/Jón SvavarssonBarnaspítalinn fær haus á ómsjá NEISTINN, styrktarfélag hjartveikra barna, gaf Barnaspítala Hringsins í gær sérstakan haus á ómsjá og er um að ræða viðbót við búnað sem spítalinn eignaðist fyrir um tveimur árum. Meira
30. desember 1998 | Fréttaskýringar | 309 orð

Naut

AÐ VERA þrjóskur eins og naut þarf ekki að vera fjarlæg samlíking enda geta naut verið með eindæmum þrjósk og föst fyrir í daglega lífinu. Jákvæðar afleiðingar geta falist í því að nautinu takist með atorku, dugnaði og þolgæði að færa fjöll. Annars eru naut alla jafna ljúfar og friðelskandi manneskjur. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Niðurfelling húsaleigubóta í janúarmánuði

HÚMANISTAFLOKKURINN hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er undir mótmæli Leigjendasamtakanna, Öryrkjabandalagsins, Samtaka eldri borgara og Félagsins Þroskahjálpar vegna frestunar sem ákveðin hefur verið á greiðslu húsaleigubóta. Segir að þessi frestun þýði niðurfellingu húsaleigubóta í janúarmánuði. "Enn er hér gripið niður í vasa þeirra verst settu til að bæta stöðu ríkissjóðs. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 372 orð

Norðanmenn munu eiga um 10% hlut

Á HLUTHAFAFUNDI í Flugfélagi Íslands í dag verður væntanlega gengið frá endurfjármögnun félagsins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu fyrrverandi hluthafar í Flugfélagi Norðurlands að mjög litlu leyti taka þátt í endurfjármögnuninni og verður hún að langmestu leyti á vegum Flugleiða. Eignarhlutföll innan Flugfélags Íslands munu breytast sem þessu nemur. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 158 orð

Rangar upplýsingar um afgreiðslutíma

UPPLÝSINGAR um afgreiðslutíma verslana og þjónustufyrirtækja yfir jóladagana reyndust ekki allar vera réttar að þessu sinni. Viðskiptavinir Select-verslana Skeljungs-bensínstöðvanna voru meðal þeirra sem komu að læstum dyrum á jóladag og annan í jólum þrátt fyrir upplýsingar um annað. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 333 orð

RSÍ stendur gegn atkvæðagreiðslu

FLEST bendir til að ekkert verði af atkvæðagreiðslu starfsmanna Landssímans hf. um tilboð fyrirtækisins um gerð vinnustaðasamnings. Verkamannasambandið og Félag íslenskra símamanna hafa samþykkt að láta fara fram atkvæðagreiðslu um tilboðið en Rafiðnaðarsambandið hafnar því. Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Landssímans, segir þessa afstöðu RSÍ jafngilda höfnun á tilboðinu. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Rúm 400 rétt svör bárust

DREGIÐ hefur verið í umferðargetraun Sjóvár-Almennra trygginga hf. fyrir þessi jól en alls bárust rúmlega 400 réttar lausnir. Í vinning var fjölskylduspilið Latador og mun það berast vinningshöfum í dag og á næstu dögum. Vinningshafar eru eftirtalin: Ragnheiður Guðnadóttir, Reykjavík, Guðrún Þóra Arnardóttir, Reykjavík, Ögmundur Páll Gunnarsson, Reykjavík, Anna G. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 331 orð

Rúmlega 70% andvíg útsvarshækkun

GALLUP hefur látið gera skoðanakönnun um afstöðu manna til ákvörðunar meirihlutans í borgarstjórn um að hækka útsvarsprósentuna í Reykjavík úr 11,24% í 11,99% og kváðust rösklega 70% aðspurðra ekki styðja hækkunina, en tæplega 30% sögðust vera henni fylgjandi. Tæplega 30% þeirra sem afstöðu tóku sögðust styðja hækkunina en rösklega 70% styðja hana ekki. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 59 orð

Safnað í bálkesti

Safnað í bálkesti SAFNAÐ er í áramótabálkesti af krafti um þessar mundir um land allt og einn þeirra stærri, stendur við Ægissíðuna og verður um fjögurra metra hár, að sögn Jóns Bergvinssonar brennukóngs. Að þessu sinni er kösturinn óvenjuþungur, því gamla Skeljungsbryggjan við Skerjafjörð verður brennd ásamt vörubrettum og öðrum timburúrgangi. Meira
30. desember 1998 | Landsbyggðin | 86 orð

Samkeppni um gerð veggspjalds

Húsavík-Starfshópur um vímuefnavarnir á Húsavík efndi í haust til samkeppni meðal bæjarbúa um gerð veggspjalds gegn notkun vímuefna. Form tillagna var mjög frjálst og er áformað að nota tillögu þess aðila sem fær fyrstu verðlaun á veggspjald í þágu vímuefnavarna. Þrenn peningaverðlaun voru veitt. Þátttaka var nokkuð góð en hefði mátt vera meiri. Meira
30. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 355 orð

Samningur um uppbyggingu heilsugæslustöðvarinnar

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu í gær þrjá samninga milli heilbrigðisráðuneytisins og Akureyrarbæjar. Samningarnir eru um framkvæmdir við Heilsugæslustöðina á Akureyri, sjúkraflutninga og heilbrigðisþjónustu við fanga. Meira
30. desember 1998 | Erlendar fréttir | 77 orð

Sex fórust í Sydney-Hobart

SKIPULEGGJENDUR Sydney- Hobart siglingakeppninnar í Ástralíu tilkynntu í gær að hafin yrði ítarleg rannsókn á öryggisráðstöfunum í keppninni í kjölfar þess að sex þátttakendur eru látnir eða saknað eftir að illviðri skall á keppendum á sunnudag. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 703 orð

Skáldað um ljósmyndir

ÍKVÖLD, miðvikudaginn 30. desember, verður haldinn fyrirlestur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem nefnist Skáldað um ljósmyndir. Það er Gunnþórunn Guðmundsdóttir sem heldur fyrirlesturinn. "Ég mun fjalla um rithöfundinn Michael Ondaatje sem er kanadískur en upprunalega frá Sri Lanka. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Skemmdarverk á spennistöðvum

SPENNISTÖÐ Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Rofabæ var sprengd í gærkvöldi, en við það urðu 52 íbúðir rafmagnslausar. Skemmdir urðu óverulegar og komst rafmagn á eftir um klukkustund. Í fyrrakvöld varð alvarlegri bilun þegar spennistöð í Seljahverfi var sprengd. Þá duttu 56 hús í fjórum götum út. Langan tíma tók að gera við bilunina. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Skrá ekki nýja félaga um Netið

AÐ gefnu tilefni hefur stjórn Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík farið fram á við skrifstofu flokksins að hætt verði að taka við skráningum nýrra félaga í framsóknarfélögin í Reykjavík í gegnum Netið. Nýir félagar geta skráð sig á skrifstofu Framsóknarflokksins. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 691 orð

Skuldir bæjarins greiddar niður um 100 milljónir á næsta ári

FJÁRHAGSÁÆTLUN Kópavogsbæjar fyrir árið 1999 gerir ráð fyrir að heildarskatttekjur bæjarsjóðs verði um 3,5 milljarðar á næsta ári en að frádregnum rekstri málaflokka með vöxtum verði þær tæplega 900 milljónir króna. Meira
30. desember 1998 | Landsbyggðin | 132 orð

Slysavarnafréttir úr Snæfellsbæ

Hellissandi-Fyrir jólin var gefið út og borið í hvert hús í Snæfellsbæ fréttablað slysavarnafólks, "Slysavarnafréttir úr Snæfellsbæ". Blaðið er 8 síður að stærð og flytur fréttir frá árinu 1998 úr öllum starfandi slysavarnadeildum í bænum. Auk þess ritar bæjarstjórinn, Kristinn Jónasson, grein um mikilvægi slysavarnastarfa. Meira
30. desember 1998 | Fréttaskýringar | 353 orð

Sporðdreki

SPORÐDREKAR eru yfir höfuð tilfinningaríkir og áhugasamir um dularfull málefni, sálfræði og þess háttar. Einhvern veginn eru sporðdrekar þannig miklir mannþekkjarar og fljótir að sjá hlutina í réttu ljósi. Það getur verið erfitt að blekkja sporðdreka og gæti haft háðulegar afleiðingar að reyna það. Það er ekki tilviljun að margir sálfræðingar eru í merkinu. Meira
30. desember 1998 | Fréttaskýringar | 330 orð

Steingeit

STEINGEITIN getur átt í vændum breytingar fyrstu fjóra og síðustu tvo mánuði ársins sem, ef allt gengur upp, gætu merkt bættan fjárhag. Svo gæti farið að henni yrði falin meiri ábyrgð í vinnunni en einnig gæti hún verið beðin um að læra nýja færni á tæknisviðinu. Steingeitin er að jafnaði ábyrg og metnaðarfull og hefur hæfileika til að stjórna öðru fólki. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 222 orð

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur

21 ÁRS gamall Reykvíkingur var sýknaður af ákæru um ölvunarakstur í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ákærði var próflaus þegar brotið átti að hafa átt sér stað 28. júní sl. og neitaði að hafa ekið bifreið sinni undir áhrifum áfengis þegar lögreglan hitti hann á Reykjanesbraut. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

Sýknudómi um ölvunarakstur áfrýjað

RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveðið að áfrýja úrskurði Héraðsdóms Suðurlands sem sýknaði mann af ákæru um ölvunarakstur á grundvelli neyðarréttar fyrr í þessum mánuði. Málsatvik voru þau að maðurinn var farþegi í bíl sem kona ók þegar bifreið þeirra valt skammt frá Þjórsárdalslaug í júlí síðastliðnum. Meira
30. desember 1998 | Miðopna | 1264 orð

Tek upp lög til að halda geðheilsunni

ÞAÐ VARÐ uppselt á 20 mínútum á tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur 5. og 6. janúar í Þjóðleikhúsinu enda ekki á hverjum degi sem söngkonan raddfima heldur tónleika hérlendis. Hefur hún hugsað sér að halda aðra tónleika á Íslandi í bráð? "Ég held ekki," svarar Björk vinalega, brosir og brettir upp á nefið á sér; bara af eðlislægri uppfundningasemi. Meira
30. desember 1998 | Fréttaskýringar | 361 orð

Tvíburar

TVÍBURAR njóta sín vel í góðum félagsskap. Þeir eru yfir höfuð ekki einrænir eða sérlundaðir. Sé möguleiki á félagsskap þá leita tvíburar eftir honum. Það eru ágætar horfur á nýja árinu fyrir tvíbura. Brýnt er þó að hafa athyglina í lagi og láta ekki reka á reiðanum. Hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér, góðra og réttra ákvarðana verður þörf. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Um 30 hús án rafmagns eftir skemmdarverk

SKEMMDARVERK var unnið við spennistöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur um klukkan 11 í gærkvöldi þegar rafmagnsskápur við dreifistöð í Giljaseli í Breiðholti var sprengdur með þeim afleiðingum að rafmagn fór af nokkrum götum, sem eru tengdar við dreifistöðina. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 350 orð

Uppselt á tónleika Bjarkar á 20 mínútum

SALA á aðgöngumiðum fyrir tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur í Þjóðleikhúsinu 5. og 6. janúar hófst klukkan 13 í gærdag og voru þá um 300 manns í biðröð fyrir utan Þjóðleikhúsið. Nokkurrar óánægju gætti með að ekki fengu allir miða enda seldust miðarnir upp á 20 mínútum. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Vann rúm í Draumaleik

Á DÖGUNUM stóðu Morgunblaðið á Netinu, Háskólabíó og Kósý húsgögn fyrir leik á mbl.is sem bar nafnið Draumur. Tilefni leiksins var frumsýning myndarinnar Hvaða draumar okkar vitja, What Dreams May Come. Vinningar í leiknum voru veglegir. Hægt var að vinna miða á myndina, margmiðlunardisk um myndina eða amerískt rúm frá Kósý húsgögnum, Síðumúla 28. Meira
30. desember 1998 | Fréttaskýringar | 318 orð

Vatnsberi

VATNSBERINN er oft sagður fjarrænn en það sem skiptir hann öllu er fólk en ekki hlutir eða staðir. Hann er áhugasamur um nýja tækni sem er að umbylta heiminum og vill vera þátttakandi í henni fremur en áhorfandi, vill jafnvel vera í fararbroddi. Eigi hann ekki þegar tölvu á hann eftir að þrá slíkan grip þar til úr rætist. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 256 orð

Vekur undrun Landssímamanna

KÆRA Islandia Internets ehf. til Samkeppnisstofnunar þess efnis að ókeypis netþjónusta Landssímans og dótturfyrirtækis hans, Skímu ehf., verði bönnuð í lengri eða skemmri tíma í krafti stærðar sinnar og yfirráða yfir símkerfi landsins vekur undrun forráðamanna Landssímans. Segir Ólafur Þ. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

Verð á úthafskarfa aldrei hærra

HLUTDEILD Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna í innflutningi karfa til Japans fyrstu tíu mánuði þessa árs er 34%, en var 23% á sama tímabili í fyrra. Verð á úthafskarfa hefur aldrei verið hærra á Japansmarkaði en á þessu ári og virðist slæmt efnahagsástand í landinu hafa lítil áhrif á daglega neyslu almennings á karfa. Meira
30. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

Vernharð íþróttamaður Akureyrar

VERNHARÐ Þorleifsson, júdómaður úr KA, var í gær útnefndur Íþróttamaður Akureyrar 1998. Þetta er í fimmta skipti sem Vernharði hlotnast þessi nafnbót, hann var kjörin fjögur ár í röð, 1993-1996 en í fyrra varð Ómar Halldórsson, kylfingur, fyrir valinu. Vernharð varð m.a. Íslandmeistari í sínum þyngdarflokki á árinu og sigraði á opna skandinavíska meistaramótinu. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Vélstjórar vilja auknar greiðslur

ÁRSFUNDUR vélstjóra á fiskiskipum var haldinn hinn 28. desember sl. í Borgartúni 18 í Reykjavík. Fundurinn ályktaði eftirfarandi: "Vélstjórafélag Íslands beinir þeim tilmælum til Alþingis að tryggt verði með lögum að vélstjórar á fiskiskipum njóti greiðslna í styrktar- og sjúkrasjóð Vélstjórafélags Íslands á jafnréttisgrundvelli við launþega í landinu. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 700 orð

Viðræður við Kópavog og Reykjavík um hentugar lóðir

LANDSSÍMINN skoðar nú möguleika á að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins úr gamla Landssímahúsinu við Austurvöll. Nokkrir möguleikar koma til greina, og hefur fyrirtækið bæði átt í viðræðum við Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ um hentugar lóðir fyrir höfuðstöðvarnar. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 154 orð

Vilja hraða framkvæmdum við Húsavíkurhöfn

AÐALFUNDUR Sjómannadeildar Verkalýðsfélags Húsavíkur var haldinn 28. desember sl. Á fundinum urðu miklar umræður um hafnarmál á Húsavík. Í lok umræðna um hafnarmál var samþykkt að árétta fyrri ályktanir sjómanna um hafnarmál á Húsavík með eftirfarandi ályktun: Meira
30. desember 1998 | Miðopna | 1691 orð

Vinsæll sægarpur en umdeildur fræðimaður

NORÐMAÐURINN THOR HEYERDAHL Á Í Meira
30. desember 1998 | Fréttaskýringar | 309 orð

Vog

VOGIN er afar upptekin af stíl, fágun, fegurð, ekki bara eigin, og þess háttar. Vogin er nokkur loftandi sem spekúlerar iðulega meira í útliti hluta heldur en notagildi þeirra. Á heimilum þeirra er oft mikið samsafn fallegra hluta, en þurfi að negla einhvers staðar nagla, eða skrúfa skrúfu, þá gæti verið að verkfærin vantaði til starfans. Meira
30. desember 1998 | Erlendar fréttir | 532 orð

Vonir um að hægt sé að bjarga áhöfninni

HÖRÐ átök hafa blossað upp að nýju í Angóla og herma fregnir að tugir manna hafi fallið í átökum undanfarnar vikur. Á laugardaginn var skotin niður flugvél sem flytja átti tíu eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna til stríðshrjáðra fjallahéraða landsins. Brak vélarinnar fannst í gær og talsmenn SÞ segjast vongóðir um að enn megi bjarga áhöfninni. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Þrír piltar grunaðir

ÞRÍR unglingspiltar sáust hlaupa af vettvangi skömmu áður en skemmdarverk var unnið við spennistöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur í fyrrakvöld. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er talið að flugeldur hafi verið sprengdur á rafmagnsskápnum með þeim afleiðingum að rafmagn fór af um 30 húsum í nágrenni stöðvarinnar í nokkrar klukkustundir. Lögreglan leitar nú piltanna þriggja sem grunaðir eru um Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 518 orð

"Ævintýri líkast"

"ÞETTA var hörkutúr, ævintýri líkast," segir íslenzki skipstjórinn Sigurgeir Pétursson, sem er nú á landleið til Ástralíu með mettúr af tannfiski, 770 tonn auk 60 tonna af fiskimjöli. Aflaverðmætið er um 4 milljónir dollara, um 280 milljónir íslenzkra króna. Líklegt má telja að þarna sé um að ræða eitthvert mesta aflaverðmæti eins skips úr einni veiðiferð, en skipið var 30 daga að veiðum. Meira
30. desember 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Öryggishanskar fyrir flugeldaskyttur á markað

BJÖRGUNARSVEIT Ingólfs í Reykjavík hefur hafið sölu á öryggishönskum fyrir flugeldaskyttur. Hanskinn er úr Kelvar-efni sem er tregbrennanlegt og verndar hendur fyrir alvarlegum áverkum af völdum bruna. Meira

Ritstjórnargreinar

30. desember 1998 | Leiðarar | 570 orð

EFLING KVIKMYNDAGERÐAR

ÍSLENSK KVIKMYNDAGERÐ hefur lengi átt á brattann að sækja. Nú standa vonir til, að bætt hafi verið úr því með nýju samkomulagi menntamála- og fjármálaráðherra og samtaka kvikmyndagerðarmanna um aukinn stuðning við Kvikmyndasjóð. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir, að framlög ríkisins til sjóðsins hækki um 30 milljónir árið 2000, 35 milljónir 2001 og 30 milljónir 2002. Meira
30. desember 1998 | Staksteinar | 351 orð

»Ofríki ráðuneytanna Í GÆR var skýrt frá ritstjórnargrein Sveins Hannessonar,

Í GÆR var skýrt frá ritstjórnargrein Sveins Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, í fréttabréfinu Íslenskur iðnaður, þar sem hann gagnrýndi á hvern hátt stjórnmálamenn umgengjust Hæstarétt. Vegna lengdar leiðarans var ekki unnt að segja frá honum í heild, en hér verður skýrt frá framhaldinu. Meira

Menning

30. desember 1998 | Fólk í fréttum | 539 orð

Andinn vildi lokkana síða

EINS og tæpt var á í blaðinu í gær er Lu Seng La síðhærðasti maður heims. Hann er 77 ára Taílendingur sem tilheyrir fjallaþjóðflokki í Norður-Taílandi. Nýlega var hann tilnefndur sem síðhærðasti maður heims af bandarísku samtökunum Ripley, en hár Lu Seng La er 3,87 metrar að lengd. Meira
30. desember 1998 | Menningarlíf | 994 orð

Á undan sinni samtíð

HÖFUNDAR greina í bókinni Hugmyndir ­ Greinasafn til minningar um Eyjólf Konráð Jónsson eiga það allir sammerkt að vera fæddir á sjöunda eða áttunda áratugnum, eða um það leyti sem bók ritstjórans og alþingismannsins Eyjólfs Konráðs, Alþýða og athafnalíf, kom út. Alls eru greinahöfundar 22 talsins og voru fjórir þeirra fengnir til að segja stuttlega frá umfjöllunarefnum sínum. Meira
30. desember 1998 | Fólk í fréttum | 166 orð

Ef hún væri dóttir mín

EF MONICA Lewinsky væri dóttir fréttakonunnar Barböru Walters myndi hún hafa fengið ráðleggingar úr móðurhúsum í sambandi við Clinton-málið. "Ég hefði reynt að segja henni að þetta samband ætti sér enga framtíð," segir Barbara í samtali við TV Guide. "En hefurðu einhvern tíma reynt að stöðva dóttur þína í að gera eitthvað þegar hún er ástfangin? Það er mjög erfitt. Meira
30. desember 1998 | Fólk í fréttum | 262 orð

Fjölskyldan saman í bíó

EFTIR fjórar vikur á toppnum víkur Mulan loks fyrir nýrri mynd, Rush Hour, sem skýst í fyrsta sæti listans, en þar fara þeir Jackie Chan og Chris Tucker með aðalhlutverkin. Í öðru sæti listans er Prinsinn frá Egyptalandi, en mjótt er á mununum á henni og Mulan sem er í því þriðja. Meira
30. desember 1998 | Menningarlíf | 69 orð

Fluttu Jólaóratoríu Bachs

KAMMERKÓR Austurlands flutti Jólaóratoríu Bachs undir stjórn Keiths Reeds í Egilsstaðakirkju fyrir fullu húsi. Fluttar voru þrjár fyrstu af sex kantötum í Jólaóratoríunni og tóku þrjátíu söngvarar þátt í uppfærslunni, hljómsveitarmeðlimir voru einnig um þrjátíu en bæði söngvarar og hljóðfæraleikarar komu víða að. Meira
30. desember 1998 | Kvikmyndir | 318 orð

Heilagur sjónvarpssali

Leikstjóri: Stephen Herek. Handrit: Tom Schulman. Kvikmyndataka: Adrian Biddle. Tónlist: Alan Silvestri. Aðalhlutverk: Eddie Murphy, Jeff Goldblum, Kelly Preston, Robert Loggia. Touchstone Pictures 1998. Meira
30. desember 1998 | Menningarlíf | 198 orð

Jólasýning í Norska húsinu í Stykkishólmi

NORSKA húsið í Stykkishólmi býður bæjarbúum upp á jóladagskrá, sem hófst með opnun fyrstu myndlistarsýningar Esterar Hansen. Á sýningunni eru 23 verk, blýantsteikningar og myndir unnar með vatnslitum og olíu. Ester er heimamaður og hefur búið hér alla tíð. Hún hefur haft áhuga á að teikna og mála frá unga aldri, en ekki haft tækifæri til að stunda nám í myndlist. Meira
30. desember 1998 | Fólk í fréttum | 340 orð

Landslið tónlistarmanna og skemmtikrafta

Í KVÖLD verður haldin áramótaveisla í Háskólabíói þar sem fjöldi hljómlistarmanna og annarra skemmtikrafta kemur fram og eru þetta stærstu tónleikar ársins. Allir sem fram koma gefa vinnu sína, bæði tónlistarfólk, rótarar, tæknimenn og aðrir og rennur ágóðinn til styrktar Félags krabbameinssjúkra barna á Íslandi. Meira
30. desember 1998 | Fólk í fréttum | 70 orð

Lykt af peningum

ILMURINN úr þessu glasi er ekki á færi annarra en auðkýfinga enda kostar ilmvatnið V1 frá breska tískuhúsinu Gianni Vive Sulman yfir sex milljónir íslenskra króna. Tískuhúsið auglýsir ilminn sem dýrasta ilm veraldar og mikið er lagt í umbúðirnar. Glasið er búið til úr platínu, gulli og kristal og lokið er alsett gimsteinum. Meira
30. desember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Með reynslu að baki

eftir dr. Benjamín H.J. Eiríksson. 307 bls. Útg. höf. Reykjavík, 1998. Dr. Benjamín er hagfræðingur. Í bankastjóratíð sinni á árum áður varð hann einkum kunnur vegna skrifa sinna um efnahagsmál. Á síðari árum hefur hann þar að auki skrifað um stjórnmál, menningarmál og jafnvel dægurmál ýmis. Minnisstæðustu skrif hans eru þó endurminningarnar. Í bók þessari eru þær enn á dagskrá. Meira
30. desember 1998 | Fólk í fréttum | 218 orð

Mesta jólaaðsókn sögunnar

MIKIÐ af nýjum myndum var frumsýnt um jólahelgina vestanhafs og var nýjasta mynd Robin Williams, "Patch Adams", í fyrsta sætinu með fleiri áhorfendur frumsýningarhelgina en nokkur önnur mynd sögunnar sem frumsýnd hefur verið um jólahelgina, og halaði inn 1.768 milljónir króna frá föstudegi til sunnudags. Meira
30. desember 1998 | Kvikmyndir | 271 orð

Náttúrulaust nornabrugg

Leikstjóri Griffin Dunne. Handritshöfundar Robin Swicord, Akiva Goldsman, Adam Brooks. Kvikmyndatökustjóri Andrew Dunn. Tónskáld Alan Silvestri. Aðalleikendur Sandra Bullock, Nicole Kidman, Dianne Wiest, Stockard Channing, Aidan Quinn, Goran Visjnic. 104 mín. Bandarísk. Warner Bros 1998. Meira
30. desember 1998 | Menningarlíf | 257 orð

Nýjar bækur ÞJÓÐLÍF

ÞJÓÐLÍF og þjóðtrú er afmælisrit helgað Jóni Hnefli Aðalsteinssyni, prófessor í þjóðfræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Í afmælisritinu eru tuttugu og sjö greinar eftir vini Jóns Hnefils, samstarfsmenn og útskrifaða nemendur hans úr Háskóla Íslands og einnig eru nokkrar greinar eftir starfsfélaga hans í nágrannalöndunum. Meira
30. desember 1998 | Fólk í fréttum | 140 orð

Ógæfumenn og mannvonska

Red Meat eftir Max Cannon. Boxtree, London, árið 1998. Bóksala stúdenta. 1.186 kr. ÓGÆFUMENN, mannvonska og kaldhæðni einkenna þessar teiknimyndasögur. Með svörtum húmor sem er mjög langt frá því að vera pólítískt réttum megin við strikið, verður bókin virkilega fyndin. Meira
30. desember 1998 | Bókmenntir | 294 orð

Sjóræningjar í máli og myndum

Eftir Philip Steele. Haraldur Dean Nelson þýddi. Mál og menning. Reykjavík, 1998. SJÓRÆNINGJAR er aðgengileg fræðibók um sjóræningja á ýmsum tímum ætluð ungum lesendum. Mál og menning gefur bókina út í stóru broti með mörgum fallegum myndum og fjöldi fólks kemur að henni á ýmsan hátt, sem ráðgjafi, ritstjóri, hönnuður, kápuhönnuður, með myndefnisumsjón og við aðstoð á myndavali. Meira
30. desember 1998 | Tónlist | 419 orð

SUNNUDJASS

Sunna Gunnlaugsdóttir píanó, Gunnlaugur Guðmundsson bassa og Scott McLemore trommur. Verk og útsetningar eftir Sunnu Gunnlaugsdóttur. Seltjarnarneskirkja sunnudaginn 27. 12. 1998. UM JÓLIN flykkjast Íslendingar heim, námsmenn jafnt sem aðrir, og jafnan eru góðir djassistar í þeim hópi. Tvo þeirra mátti heyra í Seltjarnarneskirkju sl. Meira
30. desember 1998 | Fólk í fréttum | 892 orð

Söngvarinn síbrosandi

ÞAÐ KOM eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Frank Sinatra lýsti því yfir árið 1965 og enturtók þráfaldlega í viðtölum eftir það að Tony Bennett væri besti söngvari sem hann hefði hlustað á og bróðirinn sem hann hefði aldrei eignast. Bennett kallar Sinatra, sem lést fyrr á árinu, besta vin sinn, fyrirmynd og hetju, þótt vegir þeirra hafi ekki oft legið saman. Meira
30. desember 1998 | Menningarlíf | 568 orð

Tilgangurinn helgar meðalið

eftir Donald E. Westlake. Warner Books 1998. 339 síður. BANDARÍSKI spennusagnahöfundurinn Donald E. Westlake er mörgum að góðu kunnur. Hann hefur lengi stundað spennusagnaskrif og sent frá sér aragrúa bóka, eitthvað um fimmtíu í allt, og af öllum stærðum og gerðum, skáldsögur, glæpasögur, unglingabók, gamansögur, smásögur, vestra og jafnvel fréttatengdar frásagnir. Meira
30. desember 1998 | Bókmenntir | 445 orð

Tónar frá vorsins hörpu

Teikningar: Unnar Karl Halldórsson. Prenntvinnsla: Prentmiðlun, Ísafirði. Kápa og bókband: Grafík hf. Útgefandi: Vestfirska forlagið. 1998 ­ 95 síður. SLÍKT ævintýri gleður mig, því auk þess að vera sagt af fimi sagnaþular, þá er efni og mál leiðandi í þroskafjallið. Meira
30. desember 1998 | Kvikmyndir | 331 orð

TVEIR GÓÐIR SAMAN

Leikstjóri: Brett Ratner. Handrit: Jim Kouf og Ross Lamanna. Kvikmyndataka: Adam Greenberg. Tónlist: Lalo Schifrin. Aðalhlutverk: Chris Tucker, Jackie Chan, Tom Wilkinson, Philip Baker Hall og Mark Rolston. New Line Cinema. 1998. Meira
30. desember 1998 | Leiklist | 855 orð

Vandanum vaxinn

Höfundur: Henrik Ibsen. Þýðandi: Helgi Hálfdanarson. Höfundar tónlistar: Edvard Grieg og Guðni Franzson. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Búningahönnuður: Hulda Kristín Magnúsdóttir. Hönnuður leikmyndar og lýsingar: Kristin Bredal. Meira
30. desember 1998 | Bókmenntir | 348 orð

Vestfirsk gamansemi

Eftir Gísla Hjartarson. Útg.: Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 1998, 112 bls. VESTFIRÐINGA þekki ég ekki marga, og því var mér ekki kunnugt um, að þeir væru miklir húmoristar. Og þó! Mig grunaði það. Meira
30. desember 1998 | Bókmenntir | 517 orð

Vilji, ást og unaður

Eftir Federico Andahazi. Í þýðingu Kolbrúnar Sveinsdóttur. 222 bls. Mál og menning 1998. "FERLI kynferðislegrar örvunar hjá konunni hefst ekki í skynfærunum er hún sér karlmann heldur sprettur það upp af sjálfu sér og á náttúrlegan hátt innvortis í líkama konunnar, nánar tiltekið í líffærinu sem ég hef þegar líst fyrir yður. Meira
30. desember 1998 | Fólk í fréttum | 72 orð

Vígaleg verja

HÉR sjást gestir ganga í gegnum stærsta smokk veraldar. Hann var búinn til í kólumbísku borginni Cali fyrir hátíðarhöld sem haldin eru 27. desember ár hvert. Smokkurinn er 1 kílómetri að lengd og var gerður til að vekja athygli á eyðnisjúkdómnum og hvernig hægt er að berjast gegn honum. Meira
30. desember 1998 | Fólk í fréttum | 608 orð

Vönduð barnaplata

Flikk-flakk. Sigríður Beinteinsdóttir syngur barnalög. Lögin eru flest erlend eða eftir óþekkta höfunda. Textar eru eftir Ómar Ragnarsson, Guðmund Daníelsson, Stefán Hilmarsson, Þórhall Sigurðsson, Ásgeir Beinteinsson og Örnu Sif Ásgeirsdóttur og Friðrik Erlingsson. Gestasöngvari í laginu "Varði" er Diljá Mist. Upptökustjórn:Grétar Örvarsson og Máni Svavarsson. Meira
30. desember 1998 | Menningarlíf | 1096 orð

Þögnin rofin

"KVEIKJAN að þessari sýningu er sú að mig langaði að skrifa verk um líf samkynhneigðra karlmanna, verk sem sprottið er úr okkar eigin veruleika og veitir fólki sýn inn í heim homma í Reykjavík nútímans. Segja má að markmiðið sé tvíþætt, að gera góða leiksýningu og vekja umræður um málefnið, samkynhneigð," segir Felix Bergsson um leikrit sitt, Hinn fullkomni jafningi. Meira
30. desember 1998 | Menningarlíf | 1048 orð

(fyrirsögn vantar)

Síðan sofnar skálabúi, en Þorsteinn gerir tilraun með nokkru harki, hve fast hann svæfi; hann vaknaði við og snerist á hlið; og enn leið stund, og gerði Þorsteinn tilraun aðra, og vaknaði hann enn við og þó minna. Hið þriðja sinn gekk Þorsteinn fram og drap mikið högg á rúmstokkinn og fann, að þá var allt kyrrt um hann. Meira

Umræðan

30. desember 1998 | Aðsent efni | 802 orð

2,4 milljarða fjárlagaafgangur ­ 17 milljarðar í endurgreiðslur lána

FJÁRLÖG ríkisins fyrir árið 1999 voru afgreidd á Alþingi skömmu fyrir jól. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir afgangi á rekstri ríkisins á næsta ári sem nemur ríflega 2,4 milljörðum króna og þarf að fara tæp tuttugu ár aftur í tímann til að finna hliðstæðu. Þetta jafngildir nær 11 milljarða afgangi miðað við þá uppgjörsaðferð sem notuð var allt fram á síðasta ár. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 1238 orð

Alþjóðavæðing atvinnulífsins

ÁRIÐ 1998 var gott ár fyrir atvinnu- og efnahagslíf í landinu. Stöðugt efnahagslíf með lítilli verðbólgu gerði fyrirtækjunum kleift að auka framleiðni sína enn frekar. Þetta tókst þrátt fyrir að launahækkanir í kjölfar kjarasamninga hefðu verið meiri en gert var ráð fyrir. Viðvörunarbjöllurnar eru þó farnar að klingja. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 188 orð

ÁRAMÓTASPURNINGAR TIL STJÓRNMÁLAMANNA

Hér á eftir fara árlegar spurningar Morgunblaðsins til forystumanna stjórnmálaflokkanna eða þingflokksformanna, sem vaninn er að þeir svari í gamlársdagsblaði Morgunblaðsins: Spurning nr. 1: Nýfallinn dómur Hæstaréttar um kvótamál er af sumum talin einn merkasti dómur síðari tíma. Aðrir segja að hann stórlega ofmetinn. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 1161 orð

Dagvistarvandinn í Reykjavík

BORGARYFIRVÖLD hafa falið Dagvist barna að hafa umsjón og eftirlit með dagmæðrastarfseminni og sjá um veitingu dagmæðraleyfa, sbr. lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og reglugerð um starfsemi dagmæðra. Auk þess á stofnunin að sjá um útborgun á niðurgreiðslum daggæslugjalda, sem renna nú beint til dagmæðra. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 1060 orð

Dómsdagur í sjónvarpi

AÐ KVELDI laugardagsins 26. desember frumsýndi Ríkissjónvarpið íslenska kvikmynd, er nefnist "Dómsdagur". Er þar lagt út af kunnum frásögnum um gamalt dómsmál, svonefnt "Sólborgarmál", en þar kom m.a. við sögu ­ í hlutverki yfirvalds ­ skáldið Einar Benediktsson, þá ungur lögfræðingur, settur sýslumaður Þingeyinga í forföllum föður síns, Benedikts sýslumanns Sveinssonar. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 1186 orð

Dreifbýlisstyrkir, símenntun, fjarnám

UNNIÐ hefur verið markvisst að því að hrinda hinni nýju skólastefnu, sem kynnt var á fyrri hluta ársins, í framkvæmd. Jafnrétti til náms er meðal þeirra þátta, sem einkenna stefnuna. Í henni er lýst yfir því, að eitt mikilvægasta úrlausnarefni skóla og skólayfirvalda sé að finna leiðir til að koma til móts við ólíka getu og ólík áhugamál nemenda, Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 1172 orð

Efla þarf fræðslu um íslenskan sjávarútveg

ÁR hafsins, sem Sameinuðu þjóðirnar nefndu svo, er senn á enda. Fyrir okkur Íslendinga, sem byggjum afkomu okkar að stærstum hluta á sjávarfangi, ætti sérhvert ár að vera ár hafsins. Aukin sérhæfing í kjölfar tæknivæðingar í atvinnulífinu leiðir til þess að æ færri einstaklingar vinna við sjávarútveg. Hver og einn á nóg með sín verkefni og áhugamál. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 153 orð

Eflum Reykjalund

Þann fyrsta janúar næstkomandi hefst nýtt happdrættisár hjá Vöruhappdrætti SÍBS. Sem fyrr rennur allur ágóði happdrættisins til Reykjalundar. Við erum aðildarfélagar að SÍBS og njótum endurhæfingar hjá frábæru starfsfólki Reykjalundar. Fyrirhugaðar eru miklar framkvæmdir á Reykjalundi, þar sem byggja á nýtt íþróttahús með fullkominni æfingaaðstöðu auk sundlaugar. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 564 orð

Eitt lítið stríð fyrir Gallup

AÐFARANÓTT fimmtudagsins 17. desember bættu Bandaríkjamenn og Bretar enn einum kaflanum við langa og blóði drifna sögu stríðsrekstrar síns í Mið-Austurlöndum, þegar herir þeirra létu sprengjum rigna yfir Írak. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 678 orð

Er þetta boðlegt?

Í SÍÐUSTU viku lagði heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, fram á Alþingi frumvarp um breytingar á almannatryggingalögunum og hélt af því tilefni blaðamannafund og fór nokkuð mikinn. Okkur, sem störfum í samtökum eldri borgara, finnst eitt og annað athugavert við framgang þessara mála og æði margt sem miklu betur mætti fara. Fyrst er þar að telja undirbúning málsins. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 1096 orð

Fjölskylduvænn vinnumarkaður ­ dagvinnulaun sem duga til framfærslu

ÍSLENSKA verkalýðshreyfingin hefur notað liðið ár til uppbyggingar og undirbúnings nýrrar sóknar í réttindamálum launafólks. Eitt meginverkefni Alþýðusambands Íslands í réttindamálunum hefur verið að berjast fyrir því að íslenskt launafólk fái að njóta ávaxtanna af starfi hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 905 orð

Framfarir í verslun

VERSLUNIN er mikill áhrifavaldur um efnahagslega framþróun. Fyrir iðnbyltinguna átti hagþróun einkum rætur í framförum í verslun, og vöxtur síðustu 200 árin byggist að verulegu leyti á samlegðaráhrifum framfara í verslun í víðasta skilningi, og í vöruþróun. Verslunin eykur hagsæld m.a. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 1819 orð

Góðærið gefur misvel

HINAR gleðilegu fréttir ársins eru þær að atvinnuleysi er á niðurleið á Íslandi og samkvæmt spám má gera ráð fyrir að enn dragi eitthvað úr því á komandi ári og verði um tvö og hálft prósent. Það er hins vegar tveimur og hálfu prósentustigi of mikið. Þegar menn tjá sig á tungumáli prósentureikningsins vilja manneskjurnar sem búa að baki tölunum gleymast. Meira
30. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 272 orð

Gullinbrú og aðrar vegaframkvæmdir borgarinnar

NÚ þegar eru framkvæmdir við Gullinbrú langt á veg komnar og skýr mynd af breytingunni að koma í ljós. En þá verður manni á að spyrja. Hver hannaði þessar breytingar á brúnni og því, sem henni fylgir? Ég hef sjaldan séð ljótari og klúðurslegri vegaframkvæmd en þarna er. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 769 orð

Haustið 1988 og hagsmunir landsbyggðarinnar

HAUSTIÐ 1988 var merkilegt. Sjálfstæðisflokkurinn hafði þá verið allur við landstjórnina í á sjötta ár, þar áður ýmist að hluta eða allur svo árum skipti. En haustið 1988 flúði hann af hólmi þegar mál voru í raun komin í strand. Tómas Ingi Olrich kallar fram upprifjun á þessari staðreynd í grein sem hann nefnir "Hagsmunir landsbyggðar" og birtist í Morgunblaðinu 24. des. sl. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 399 orð

Hvers eiga þeir að gjalda sem minnst hafa?

Þegar heilbrigðisráðherra kynnti hækkun frítekjumarks á tekjutryggingu öryrkja var ekki ekki komið til móts við þá sem minnst hafa. Þeir öryrkjar sem hafa haft tekjur undir kr. 19.338 hafa fengið óskerta tekjutryggingu. Við breytinguna hækkar þessi tekjuviðmiðun um 4% eða um 774 kr. á mánuði, fer í kr. 20.112. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 2508 orð

Íslendingar eru umfram allt háðir skynsamlegri nýtingu auðlinda hafsins

1. Eins og ég hef áður látið í ljós er það álit mitt að dómur Hæstaréttar sé um margt fremur óljós. Það er mjög mikilvægt að eyða því óvissuástandi sem skapast hefur í atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar í kjölfar þessa dóms. Það er líka afar brýnt að ekki séu miklar sveiflur á þessu sviði vegna óvissu um grundvallaratriði í rekstri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Meira
30. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 180 orð

Jólaboðskapur RÚV?

EFTIR að hafa horft á sunnudagsleikrit í ríkissjónvarpi okkar hinn 27. desember eftir Hrafn Gunnlaugsson get ég ekki orða bundist. Ég vil taka fram nokkur atriði varðandi þann óhugnað sem þar var sýndur. Ég er einnig forviða á að svona efni skuli vera sýnt á þriðja í jólum, á tíma þegar börn horfa. Er þetta jólaboðskapur ríkissjónvarpsins okkar? Það sem ég sá var þetta: 1. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 948 orð

KFUM og KFUK 100 ára

Hinn 2. janúar 1999 verða 100 ár frá stofnun æskulýðsfélaganna síungu KFUM og KFUK. Hátíðahöld vegna afmælisins hefjast strax þann dag og munu síðan vara út árið. Rifjaðir verða upp atburðir úr sögunni, afmælinu fagnað, Guði þakkað um leið og félagsmenn búa sig undir starf á meðal æskunnar í framtíðinni. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 995 orð

Lénsskipulag umhverfismála

EVRÓPUMENN virðast eiga erfitt með að losa sig við hugsunarhátt tilskipanaveldis og ofurskrifræðis sem lengi hefur verið viðloðandi í álfunni. Á því hafa Íslendingar fengið að kenna eftir að opnað var fyrir flóðgátt tilskipana og reglugerða frá Evrópusambandinu. Meira
30. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 629 orð

Lýðveldisfagnaður

ÞEIR Íslendingar sem fylgdust með komu ráðamanna landsins til veislu forseta Íslands á Bessastöðum á afmælisdegi fullveldisins 1. desember, fylltust stolti yfir gjörvileik og glæsilegu yfirbragði gestanna. Það geislaði af þessum gestum forsetans þannig að birti frá sjónvarpstækjum í stofum þegnanna. Ráðherrar, alþingismenn og aðrir embættismenn geisluðu af glæsibrag og tiginmennsku. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 807 orð

Mál málanna á landsbyggðinni ­ byggðamál

BYGGÐAÞRÓUN í landinu er mál sem varðar alla Íslendinga. Byggð landsins er hluti menningar okkar og sögu. Á landsbyggðinni hafa margir Íslendingar alið allan sinn aldur, svo og þeirra forfeður, þó að þeim fari ört fækkandi. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 1211 orð

Meiri umsvif í ferðaþjónustu en nokkru sinni fyrr

HEILDARUMSVIF í ferðaþjónustu á Íslandi árið 1998 verða verulega meiri en þau hafa verið nokkru sinni fyrr á einu ári. Miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir má gera ráð fyrir að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum verði allt að 26 milljarðar á árinu eða um 3,5 milljöðrum meiri en árið 1997. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 1021 orð

Merkir áfangar í ferðaþjónustu

Á ÞVÍ ári sem nú er á enda runnið hafa náðst ýmsir merkir áfangar í ferðaþjónustunni. Tekist hefur að bæta afkomuna í greininni verulega frá árinu 1997 sem var eitt það versta hvað þetta varðar, í langan tíma. Einnig er metaukning í komu erlendra ferðamanna til landsins. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 924 orð

Nýtt stjórnkerfi fiskveiða

Í SUMAR skrifaði ég grein í Fiskifréttir um mögulega leið til að stjórna fiskveiðum, en sú ábending virðist ekki hafa hlotið hljómgrunn. Vonandi vakna þeir stjórnmálamenn sem í dag kalla eftir hugmyndum að nýju fiskveiðistjórnunarkerfi við lestur þessarar greinar. Fiskveiðum á að stjórna þannig að allir þegnar þjóðfélagsins geti vel við unað. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 1060 orð

Opið bréf til Sveins Hannessonar

Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri, Samtök iðnaðarins, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík. Reykjavík 28. desember 1998. Sæll Sveinn. Í síðasta fréttabréfi Samtakanna sendir þú mér sérstaka jólakveðju sem gefur mér tilefni til að setjast niður við tölvuna og fara höndum um lyklaborðið. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 1463 orð

Silfurfatið stjórnvalda fær ekki lengur staðist

Dómar Hæstaréttar hafa í seinni tíð vakið athygli vegna þess að þeir sýna meira sjálfstæði gagnvart ríkjandi stjórnarstefnu en oft hefur verið talið til þessa. Enginn mun þó væntanlega reynast áhrifameiri en kvótadómurinn svokallaði. Hann skekur sjálfan grundvöll fiskveiðistjórnunar til margra ára og neyðir stjórnvöld til viðbragða. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 986 orð

Sjávarútvegurinn 1998

ÁRIÐ 1998 var íslenskum sjávarútvegi hagstætt á ýmsa lund. Verð á afurðum hélst að mestu hátt, ástand þorskstofnsins, sem eins og áður er okkar mikilvægasti nytjastofn, batnar ár frá ári og almennt góðæri virðist ríkja í hafinu. Talsverðar áhyggjur eru þó bundnar við rækjuveiði, sem hefur dregist saman, og síld- og loðnuveiðar hafa ekki verið í samræmi við væntingar. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 558 orð

Skattlagning lífeyrissjóðstekna og skerðing bóta hjá hjónum

HINN 3. október sl. birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu, sem fjallaði um tvo einstaklinga, sem komnir voru á ellilífeyri. Ég gat þess, að á síðasta aðalfundi Félags eldri borgara hefði verið samþykkt tillaga um, að fara skyldi með 2/3 hluta lífeyrissjóðstekna eins og fjármagnstekjur. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 529 orð

Stórgjafir til Krabbameinsfélags Íslands og Þjóðminjasafnsins

HINN 29. nóvember 1997 lézt í Vacaville í Bandaríkjunum íslenzk kona búsett þar, Ingibjörg Guðjónsdóttir Johnson frá Laugabökkum í Ölfusi. Hún sýndi ættlandi sínu og þjóð þann mjög þakkarverða hlýhug að ánafna Krabbameinsfélagi Íslands og Þjóðminjasafni Íslands myndarlegar peningagjafir úr dánarbúi sínu, 160 þúsund bandaríkjadali hvoru um sig, Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 987 orð

Stöðugleiki í járnum

Á ÁRINU sem nú er að líða hefur ríkt friður í samskiptum verkalýðsfélaga og vinnuveitenda á almennum vinnumarkaði, ef undan er skilin sjómannadeilan í upphafi ársins. Hið langa samningstímabil sem samkomulag náðist um á fyrri hluta síðasta árs hefur skilað báðum aðilum því sem eftir var sóst, þ.e. Meira
30. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 518 orð

Til hvers var barist?

KANNSKI eru flestir búnir að gleyma því þegar Íslendingar börðust við Breta í 200 mílna þorskastríðinu 1975­1976, kannski eru líka komnar kynslóðir sem ekki vita hvað það var sem öðru fremur tryggði sjálfstæði íslensku þjóðarinnar og lagði grunn að því, að hún yrði raunverulega sjálfstæð. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 3068 orð

Uppstokkum íslenskra stjórnmála, sem sér ekki fyrir endann á

DÓMUR Hæstaréttar er langt frá því að vera skýr og gefur tilefni til mismunandi túlkana, eins og rækilega hefur komið á daginn. Ríkisstjórnin hefur valið að túlka dóminn þröngt eins og frumvarp hennar fyrir jólin um breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun ber ljósan vott um. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 2564 orð

Vandamálið er afstaða stjórnvalda til virkjunarmála og vinnubrögð

Spurt er hver verði þróun í stjórn fiskveiða og kvótamálum í kjölfar dóms Hæstaréttar. Það er orðið ljóst að ríkisstjórnin mun gera allt sem í hennar valdi er til að viðhalda nær óbreyttu ástandi og þar með því óréttlæti sem í því felst þrátt fyrir dóm Hæstaréttar. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 1267 orð

Vaxandi þorskafli hefur létt mörgum róðurinn

ÁRIÐ 1998 hefur að mörgu leyti verið gott ár fyrir íslenskan sjávarútveg. Eins og oftast áður er afkoman nokkuð misjöfn og ljóst að fjölbreytni í starfsemi fyrirtækjanna skilar eins og oft áður bestum árangri. Heildarafli á Íslandsmiðum og utan lögsögunnar á þessu ári er nú áætlaður tæplega 1,7 milljónir tonna. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 1565 orð

Þar sem meðalhiti ársins er nálægt -50 C

Ekki þurfti lengi að sitja á rökstólum þegar hinni nýju kjarnaborun var valinn staður á hásléttu Suðurskautsjökulsins. Bungukollurinn Dome C er tiltölulega nálægur strandstöðvum Frakka og Ítala, sem í sameiningu hafa forustu á hendi í verkefni þessu og er því auðvelt um aðflutninga hingað. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 1715 orð

Þeir, sem aðhyllast jafnrétti, gera kröfu um sterka samfylkingu

Ríkisstjórnin slær skjaldborg um sægreifana og hagsmuni þeirra. Þeir sem fá heimildir þurfa að kaupa kvóta og leigja af þeim dýrum dómum, sem fengið hafa kvótann ókeypis, þannig að misréttinu er klárlega viðhaldið. Þeir sem blæða fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar eru aðallega trillukarlar og það er sök ríkisstjórnarinnar en ekki annarra. Meira
30. desember 1998 | Aðsent efni | 932 orð

Þjónar en ekki herrar

IÐNAÐURINN, eins og aðrar útflutnings- og samkeppnisgreinar, er í þeirri einkennilegu stöðu að uppsveifla eða góðæri getur skaðað hann ef þenslan fer úr böndum. Í augum margra eru það auðvitað afskaplega leiðinlegir menn sem óttast afleiðingar góðærisins. Menn vilja miklu fremur halla sér út af og njóta blíðunnar og geislanna frá sólskinsfjárlögunum. Meira

Minningargreinar

30. desember 1998 | Minningargreinar | 435 orð

Ágúst Steinsson

Ágúst Georg Steinsson vinur okkar var sjötti í röðinni af 13 börnum þeirra hjóna Valgerðar Jónsdóttur og Steins Ásmundssonar. Hann lauk fullnaðarprófi 12 ára gamall, síðan settist hann í Ingimundarskóla ásamt Eyjólfi bróður sínum. Þar lærði Ágúst undirstöður í verslunarreikningi og bókhaldi sem átti eftir að koma honum að góðum notum í lífinu. Hann vann lengstan hluta ævinnar við slík störf. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 109 orð

ÁGÚST STEINSSON

ÁGÚST STEINSSON Ágúst Steinsson var fæddur í Fremri-Fitjum í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu hinn 5. desember 1912. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri 21. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Valgerður Jónsdóttir úr Miðfirði og Steinn Ásmundsson af Snartartunguætt. Systkini Ágústs urðu alls 12, sex bræður og sex systur. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 325 orð

Birgir Breiðfjörð Pétursson

Árið 1995 var efnt til endurfunda nemenda Núpsskóla sem þar voru á árunum 1949­1952. Þá kom okkur á óvart hve margir úr þeim hópi voru fallnir frá, 25 voru dánir og nú kveðjum við einn enn, Birgi Pétursson en hann lést fimmtudaginn 17. desember síðastliðinn. Síst grunaði okkur þegar á undirbúningi þessara endurfunda stóð að Birgir yrði næstur til að kveðja. Elja hans og áhugi hreif alla með sér. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 31 orð

BIRGIR BREIÐFJÖRÐ PÉTURSSON

BIRGIR BREIÐFJÖRÐ PÉTURSSON Birgir Breiðfjörð Pétursson fæddist í Reykjavík 31. desember 1934. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 17. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 29. desember. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 470 orð

Birgir Pétursson

Kæri vinur. Þegar við hittumst að kvöldi 14. desember sl. datt okkur síst af öllu í hug, að svo stutt yrði í kveðjustundina. Þegar litið er til baka yfir rúmlega 40 ára kynni birtast minningarnar eins og myndir á skjá. Fyrsta myndin er af skólasveinum í Stýrimannaskóla, við nýtrúlofuð, en þið Erla nýbyrjuð að búa. Þá strax fundum við að það var eitthvað sérstakt sem dró okkur til ykkar. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 307 orð

Björg Aðalheiður Jónsdóttir

Við andlát Bjargar Jónsdóttur hvarflar hugurinn til uppvaxtarára minna á Ísafirði. Björg eða Bogga eins og hún var kölluð, og faðir minn voru systrabörn. Björg bjó á stóru heimili á Hlíðarenda ásamt föðurfólki sínu, eiginmanni og börnum. Mikill samgangur var á milli foreldra minna og Bjargar. Faðir minn hafði ungur notið þess að gista hjá frænku sinni og móðir mín og Bogga höfðu mikið samband. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 182 orð

Björg Aðalheiður Jónsdóttir

Elsku Bogga mín. Þá er komið að kveðjustundinni. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki hringt til þín og fá fréttir af okkar fólki heima á Ísafirði eins og í gegnum tíðina. Það er margs að minnast en efst er mér í huga hvað þú varst mér góður vinur þegar ég var með Þorgerði mína litla. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 30 orð

BJÖRG AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR

BJÖRG AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR Björg Aðalheiður Jónsdóttir fæddist á Ísafirði 24. maí 1915. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 21. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ísafjarðarkirkju 29. desember. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 781 orð

Björgvin Jónsson

Látinn er afi okkar, Björgvin Jónsson, skipstjóri frá Dalvík. Í gegnum árin höfum við oft átt von á dauða hans því hvert hjartaáfallið af öðru var hann búinn að fá, svo mörg að við vorum búin að missa töluna á þeim. En hjartað var ótrúlega sterkt og alltaf komst hann til heilsu á ný og var í fullu fjöri þar til í sumar. Þá fór þrekið að þverra og elli kerling varð áleitin. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 338 orð

BJÖRGVIN JÓNSSON

BJÖRGVIN JÓNSSON Ingvi Björgvin Jónsson fæddist í Framnesi við Dalvík 24. mars 1910. Hann lést í Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, Dalvík, 21. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, fiskimatsmaður, og kona hans, Kristjana Hallgrímsdóttir. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 414 orð

Bogi Ingiberg Þorsteinsson

Frá ungum aldri vissi ég að ég átti frænda sem bjó og starfaði á Keflavíkurflugvelli. Örlögin, fátæktin og tíðarandinn höguðu því svo að Bogi og Elís, faðir minn, ólust ekki upp saman, þótt albræður væru. Af þeim sökum var samgangur og kynni, einkum framan af ævi, minni en ella. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 30 orð

BOGI INGIBERG ÞORSTEINSSON

BOGI INGIBERG ÞORSTEINSSON Bogi Ingiberg Þorsteinsson fæddist í Ljárskógaseli í Hjarðarholtssókn 2. ágúst 1918. Hann lést í Landspítalanum 17. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 29. desember. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 490 orð

Bogi I. Þorsteinsson

Snemma morguns þann 17. desember hringdi síminn óvenju snemma. Í símanum var Jónsi Halldórs. Hann sagði "Krissi minn, ég vildi láta þig vita að hann Bogi okkar dó í nótt." Hvílík harmafregn en um leið nokkur léttir því Bogi var búinn að vera mjög veikur síðustu árin. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 628 orð

Bogi I. Þorsteinsson

Hann Bogi dó í nótt kl. 06.30, voru fréttirnar, sem ég fékk í símann, að morgni þann 17. desember. Þrátt fyrir það að maður hefði mátt vera undir þetta búinn, kom þetta sem reiðarslag yfir mig og fjölskyldu mína og ég veit að svo var með fleiri, því hver vill missa vin og eða félaga? Mér er það ljúft að minnast fjölskylduvinar okkar, Boga Þorsteinssonar, með fáeinum orðum, er leiðir skiljast. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 1244 orð

Bogi Þorsteinsson

Á þessari jólaföstu og yfir hátíðarnar hefur Guð gefið oss margan góðan veðurdag. Á morgnana hefur stundum verið þrastasöngur í grenitrjánum í görðunum á árbakkanum hér á Selfossi. Um þetta leyti dags er enn dimmt af nótt á þessum árstíma, en staðurinn skreyttur og lýstur upp með marglitum aðventu- og jólaljósum. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 405 orð

Bogi Þorsteinsson

Góður vinur og félagi, Bogi Þorsteinsson, er fallinn frá. Leiðir okkar Boga lágu saman þegar við hófum störf í lok seinni heimsstyrjaldarinnar hjá hinni nýstofnuðu Flugmálastjórn. Ég nýútskrifaður loftskeytamaður, en Bogi, átta árum eldri sjóaður og reyndur loftskeytamaður, sem hafði m.a. siglt með skipalestum og lent í því að skipi hans, Dettifoss, var sökkt af kafbáti 1945. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 329 orð

Bogi Þorsteinsson

Látinn er Bogi Þorsteinsson, fyrrverandi yfirflugumferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli, á 81. aldursári. Hann gegndi því starfi í 34 ár eða frá 1951 en þá hafði hann starfað sem loftskeytamaður og flugumferðarstjóri hjá Flugmálastjórn á Reykjavíkurflugvelli um nokkurra ára skeið. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 407 orð

Gísli Bjarnason

Mig langar í nokkrum orðum að minnast fallins félaga og æskuvinar míns, Gísla Bjarnasonar, Grænuvöllum 1, Selfossi. Ég var svo heppinn 1971, þá þriggja ára gamall að flytja með fjölskyldu minni á Selfossi í næsta hús við Gísla og Jóhönnu. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 75 orð

Gísli Bjarnason

Við viljum þakka Gísla Bjarnasyni, sem var vinnuveitandi okkar síðustu ár hans hjá Almennum tryggingum hf. á Selfossi. Hann var ljúfmenni og reyndist okkur vel alla tíð, bæði í sorgum okkar og gleði. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 26 orð

GÍSLI BJARNASON

GÍSLI BJARNASON Gísli Bjarnason fæddist í Lambhúsakoti í Biskupstungum 14. ágúst 1915. Hann lést 6. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 12. desember. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 412 orð

Guðmundur Axelsson

Það eru um fjörutíu ár síðan fundum okkar Guðmundar Axelssonar bar fyrst saman. Það var á hinni árlegu skemmtun Kvenfélags Þingvallahrepps í Valhöll á Þingvöllum í byrjun september 1958. Hsnn var þar í fylgd Ingunnar systur minnar og ég sá ekki betur en að ástarblossi væri kviknaður. Þau gengu svo í hjónaband í Búrfellskirkju 1959 ásamt Eddu systur minni og Svan. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 188 orð

Guðmundur Axelsson

Mitt í önnum og undirbúningi jólahátíðarinnar er einn starfsfélagi okkar, Guðmundur Axelsson, landpóstur, kvaddur brott úr þessu lífi. Guðmundur fór í sína síðustu póstferð þann 16. desember sl. og var þá farinn að kenna lasleika, daginn eftir var hann allur. Guðmundur var búinn að starfa sem landpóstur frá árinu 1976 að undanskildu einu og hálfu ári er hann átti við veikindi að stríða. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 564 orð

Guðmundur Axelsson

Það var um það leyti er undirbúningur jólahátíðarinnar stóð sem hæst að tíðindi bárust um ótímabært andlát góðs vinar, Guðmundar Axelssonar póstmanns og knattspyrnuáhugamanns. Fyrstu kynni mín af þessum góða dreng voru í gegnum knattspyrnuna á Selfossi, Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 26 orð

GUÐMUNDUR AXELSSON

GUÐMUNDUR AXELSSON Guðmundur Axelsson fæddist í Reykjavík 21. janúar 1934. Hann lést á Landspítalanum 17. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 29. desember. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 426 orð

Guðrún Björg Sigurjónsdóttir

Elsku mamma mín, það er svo sárt að setjast niður og setja minningabrot á blað. Það var sorgleg frétt sem ég fékk að morgni hinn 15. október þegar síminn hringdi og Ingibjörg systir mín tjáði mér að móðir okkar væri látin. Elsku mamma mín, það er huggun harmi gegn að þú skyldir fá að fara eins og þú óskaðir sjálf, heima í faðmi fjölskyldunnar. Í dag er ég fegin að ég kom til þín að kvöldi 7. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 29 orð

GUÐRÚN BJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR

GUÐRÚN BJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR Guðrún Björg Sigurjónsdóttir fæddist á Seyðisfirði 16. apríl 1922. Hún lést á heimili sínu 15. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 27. október. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 329 orð

Ingimar Ingimarsson

Kvaddur er í dag Ingimar Ingimarsson flugumsjónarmaður, starfsfélagi til margra ára, traustur og góður drengur. Samstarf okkar hófst vorið 1951, er íslenska ríkið tók yfir hluta af rekstri Keflavíkurflugvallar. Við vorum meðal þeirra fyrstu sem vorum ráðnir til að taka við sérhæfðum störfum af þeim Bandaríkjamönnum sem höfðu annast þau frá stríðslokum. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 157 orð

Ingimar Ingimarsson

Þegar mér barst sú fregn að Ingimar Ingimarsson væri látinn, fann ég til vanmáttar, ég vissi af veikindum hans en hafði aldrei heimsótt hann heldur fengið upplýsingar frá ættingjum um líðan hans. Við voru starfsfélagar á sitthvorri vaktinni, fyrst hjá Loftleiðum, síðan hjá Flugleiðum, áttum frí saman og bjuggum í sömu blokk á Keflavíkurflugvelli, svo og í Grænás. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 414 orð

Ingimar Ingimarsson

Nú hefur hann afi minn kvatt okkur eftir hetjulega baráttu við sjúkdóminn sem hann hefur verið með undanfarin ár. Margar minningar koma upp í hugann á þessum tímamótum. Efst í huga mér er ferskasta minningin. Ég og Arna komum til hans fyrir þremur vikum. Ég kom með merkimiða sem hann hafði beðið mig um að gera nokkru áður. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 253 orð

Ingimar Ingimarsson

Þegar afi Ingimar dó, dó lítill hluti af hjartanu mínu líka. Þessi hluti af hjartanu mínu fæðist þó alltaf aftur þegar ég hugsa um afa, því þegar minningarnar eru svona margar og góðar er ekki hægt að láta sér líða illa nema maður ætli að láta söknuðinn ná tökum á sér. Ég veit að afa líður vel þar sem hann er núna og ég veit að hann vill að við látum okkur líða vel. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 358 orð

Ingimar Ingimarsson

Nú, þegar Ingimar Ingimarsson er látinn, hljótum við hjón að kveðja hann með söknuði og trega. Kynni okkar hjóna af honum og Sólveigu, konu hans, eru orðin löng. Þau voru vinir foreldra okkar beggja og hafa látið okkur njóta þess alla tíð. Fundum okkar hjóna bar raunar saman á heimili Ingimars eitt eftirminnilegt kvöld í janúar 1973. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 153 orð

Ingimar Ingimarsson

Hjartans besti afinn okkar er látinn. Við söknum afa mjög mikið því okkur þótti svo vænt um hann. Okkur fannst alltaf gaman að heimsækja afa og ömmu út á Arnarnesi og í sumarbústaðinn þeirra á Þingvöllum. Hann var alltaf svo góður við okkur frænkurnar og dekraði við okkur eins mikið og hann gat. Hann var alltaf jafn hlýr í okkar garð og lék oft við okkur þegar við komum í heimsókn. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 31 orð

INGIMAR INGIMARSSON

INGIMAR INGIMARSSON Ingimar Ingimarsson fæddist í Reykjavík 28. maí 1925. Hann lést á heimili sínu, Tjaldanesi 1, Garðabæ, 16. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju, Garðabæ, 29. desember. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 656 orð

Jóhanna Björnsdóttir

Nú er Jóhanna á Fjalli farin og það er skrýtið. Hún var búin að vera hér svo lengi og ég sem var að enda við að senda henni bréf með nýjum yrkisefnum frá Kveðanda. Ég heimsótti Jóhönnu núna fyrir jólin. Hún var hress og hló þegar ég spurði hana um væntanlegt hundrað ára afmæli, og minnti hana um leið á það þegar hún bauð mér í "síðasta" afmælið sitt, þá var hún níutíu og fimm. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 251 orð

JÓHANNA HÓLMFRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR

JÓHANNA HÓLMFRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR Jóhanna Hólmfríður Björnsdóttir var fædd í Syðri-Tungu á Tjörnesi 20. janúar 1899. Hún flutti 1903 að Ytri-Tungu og átti þar heimili til 1933, en 8. september það ár giftist hún Katli Indriðasyni bónda á Ytra-Fjalli í Aðaldal og átti þar heima til dánardags 18. desember 1998. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 269 orð

Karl B. Jónsson

Elsku afi. Nú ert þú farinn frá okkur öllum og þín er sárt saknað. Á stundum sem þessum eru ýmsar minningar sem streyma í gegnum hugann. Þú hafðir mikinn áhuga á silungsveiði og áttir margar ánægjustundir með pabba við það áhugamál, og er þá skemmst að minnast veiðiferðar ykkar nú í haust í Urriðaá, en þú lést það ekki aftra þér frá þeirri ferð þó heilsu þinni væri farið að hraka. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 29 orð

KARL B. JÓNSSON

KARL B. JÓNSSON Karl B. Jónsson fæddist á Siglufirði 15. september 1919. Hann lést á Landspítalanum hinn 17. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 29. desember. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 941 orð

Magnús Guðlaugsson

Kæri frændi! Ekki bjóst ég við því að þinn tími væri kominn. Það var svo margt sem ég átti eftir að ræða við þig um Hornstrandir og Indriða draug í Hlöðuvík og sýna þér myndir úr síðustu Hornstrandaferðum mínum. Eftir samtal okkar í sumar í síma hafði ég alla vega reiknað með því, að við ættum eftir að lyfta glösum í Búðabæ í Hlöðuvík einu sinni enn Indriða til heiðurs. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 390 orð

Magnús Guðlaugsson

Þegar ég fékk þá frétt núna fyrir jólin, að félagi minn og vinur, Magnús Guðlaugsson, hefði burt sofnað þá um morguninn, komu margar minningar upp í hugann. Minningar frá ýmsum tímum. Frá fyrstu árum okkar kynna fyrir um fimmtíu árum, þegar við vorum báðir rétt að ljúka okkar starfsnámi og samtímis að stofna okkar heimili og fjölskyldur. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 193 orð

MAGNÚS GUÐLAUGSSON

MAGNÚS GUÐLAUGSSON Magnús Guðlaugsson var fæddur á Búðum í Hlöðuvík á Hornströndum 29. janúar 1924. Hann lést á heimili sínu 22. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðlaugur Hallvarðsson frá Skjaldarbjarnarvík, bóndi á Búðum frá 1916 til dánardags 1941, og kona hans Ingibjörg Guðnadóttir frá Hælavík. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 420 orð

Marta Thors

Það fór undireins vel á með okkur. Að forgöngu Kristjáns Karlssonar hafði ég verið fenginn til þess að skrifa æviþátt um eiginmann hennar, Pétur Benediktsson, í Andvara. Þetta var vorið 1988. Marta tók mér eins og hún ætti í mér hvert bein. Þessa vor- og sumardaga kynntist ég meðfæddri gestrisni hennar og fyrirmennsku, smitandi glaðværð hennar og skarpri greind. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 872 orð

Marta Thors

Kjarkur og áræði eru orðin, sem fyrst koma í hugann, þegar ég minnist tengdamóður minnar, Mörtu Thors. Kjarkur til að halda vel ígrunduðum skoðunum sínum fram og fylgja eftir réttlætiskennd sinni, við hverja sem var að eiga, og áræði til að takast á við ný verkefni, hvenær sem henni bauð svo við að horfa, allt fram á síðustu ár. En hún var fyrst og fremst heilsteypt kona, sterk, hjálpsöm og hlý. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 122 orð

Marta Thors

Að heilsast og kveðjast er lífsins saga og í dag kveðjum við Mörtu Thors. Við frændsystkinin nutum þeirra forréttinda að kynnast Mörtu er við bjuggum hjá Ólöfu og Friðriki frænda á Vesturbrúninni á námsárum okkar. Samverustundirnar með Mörtu voru margar og urðu þær fljótt að okkar skemmtilegustu fróðleiks- og frásagnarstundum. Við kynntumst þarna konu sem hafði lifað viðburðaríku lífi. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 254 orð

Marta Thors

Besta amma í öllum alheiminum. Elsku besta amma, nú ertu farin í burtu frá okkur. Þér líður nú samt örugglega vel því nú ertu komin upp í Himnaríki og svífur um í hvítum silkikjól með afa Pétri. Þú áttir gott líf, fallegar minningar, til dæmis frá áttræðisafmælinu á þessu ári. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 568 orð

Marta Thors

Glóð yfir Esju með hæverskum undrafínum tónbrigðum yfir hvítum hömrum og djarfar fyrir brúnleitu stáli, skyggðum skriðum og tálguðum klettastöllum undir þar sem gisnar snælín, og glóðin hvikaði og andaði vært í mjúkum skýjagráma með blíðum tilbrigðum einsog bros, svo hvarf glóðin; ég vissi af henni áfram og hvert hún vísaði. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 491 orð

Marta Thors

Fyrirboði, ekki skal ég segja um það, það var eitthvað sem sótti á huga minn í sumar og nú í vetur en það var hugmynd að tónsmíð fyrir fiðlu og píanó sem ég var að ljúka við að tónsetja nú fyrir nokkrum kvöldum, ég hafði þá þegar valið því nafn, Amorita. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 434 orð

Marta Thors

Mér er ljúft að minnast með nokkrum fátæklegum orðum nýlátinnar vinkonu minnar, Mörtu Thors. Ég kynntist Mörtu fyrst að ráði er við hjónin fluttum til Parísar árið 1954 en áður höfðum við þekkst lítillega í Menntaskólanum í Reykjavík. Maðurinn minn, Hans G. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 319 orð

Marta Thors

Marta Thors var einstök kona. Hún var höfðingleg í fasi og stór í lund. Hún var fróð og víðsýn og það var skemmtilegt að heyra hana segja frá, enda hafði hún víða farið. Þótt ókunnugum virtist Marta fjarlæg bjó undir mikil mannleg hlýja. Hún hafði geislandi sjarma þegar vel lá á henni og var hlátur hennar smitandi. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 188 orð

MARTA THORS

MARTA THORS Marta Thors fæddist í Reykjavík 28. mars 1918. Hún lést í Reykjavík 20. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Thors, forstjóri Kveldúlfs og síðar forsætisráðherra og kona hans Ingibjörg Indriðadóttir Einarssonar. Marta stundaði nám í píanóleik í Vínarborg á árunum 1936­38. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 492 orð

Martha Thors

Hún var gáfuð og skemmtileg, hlý og glaðvær og hafði fágætt eyra fyrir gamni af hvaða tegund sem var; hún gat tekið meinlegri fyndni sem hverjum öðrum fimleik máls og það kom sér vel, því að hún var lengstum nærri orrahríð stjórnmála. Henni var lagið að taka hlutum með réttum viðbrögðum: það var alltaf svolítill ávæningur af ósýnilegu leiksviði kringum hana. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 571 orð

Sigríður Valfells

Á póstkorti frá Kyoto í lok sjöunda áratugarins frá finnskri vinkonu minni, sem hafði verið við nám í Boston samtímis Sigríði, stendur: "Núna þegar þú ferð til Íslands verðurðu endilega að hafa samband við Sigríði, vinkonu mína. Þér mun líka vel við hana." Norræni sumarháskólinn hélt í fyrsta sinn sumarmót á Íslandi, og flestir þátttakendur komu þá þangað í fyrsta skipti. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 26 orð

SIGRÍÐUR VALFELLS

SIGRÍÐUR VALFELLS Sigríður Valfells fæddist í Reykjavík 11. apríl 1938. Hún lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 11. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 407 orð

Sigurður Hafþór Sigurðsson

Þetta ljóð lýsir vel andartakinu þegar sá kaldi raunveruleiki blasir við að ástvinur okkar er skyndilega kallaður á brott. Við leggjumst til hvíldar að kvöldi örugg um að nýr dagur rísi að morgni og beri með sér eril hvunndagsins. Jólakveðjurnar til vina og ættingja hafa verið skrifaðar, jólagjafirnar og jólakertin hafa verið keypt. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 327 orð

Sigurður Hafþór Sigurðsson

Hann Hafþór var sjö ára þegar ég kom inn í fjölskylduna sem kærasti Sigríðar, elstu systur hans. Það var tíu ára aldursmunur á okkur svo fyrst í stað áttum við litla samleið, þótt segja megi að ég hafi alist upp með þessum systkinum að hluta til. En tíminn leið og Hafþór varð fullorðinn og fór út á vinnumarkaðinn, bæði til sjós og lands. Við urðum vinnufélagar um tíma. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 195 orð

Sigurður Hafþór Sigurðsson

Elsku bróðir. Ég var nýkomin heim úr vinnunni þegar síminn hringdi og Gummi bróðir okkar sagði mér að þú værir dáinn. Ég trúði því ekki, því þú varst að fara heim til að halda jólin með fjölskyldunni sem var þér svo mikils virði. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 391 orð

Sigurður Hafþór Sigurðsson

Ég vildi ekki trúa tíðindunum þegar Guðrún kona Hafþórs hringdi til okkar í vinnuna 15. desember og sagði okkur að Hafþór mágur minn væri látinn. Efst í huga mínum voru börn hans, þó einkum Eva Björg, sem var að vinna hjá okkur í jólafríi sínu, full tilhlökkunar að fara heim að halda jólin hátíðleg með fjölskyldunni. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 30 orð

SIGURÐUR HAFÞÓR SIGURÐSSON

SIGURÐUR HAFÞÓR SIGURÐSSON Sigurður Hafþór Sigurðsson fæddist í Hafnarfirði 9. maí 1955. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 15. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 29. desember. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 520 orð

Sigurður V. Jónsson

Elsku pabbi. Síðustu daga hafa streymt um huga mér margar indælar minningar um þig alveg frá því ég ver lítil stelpa og til dagsins í dag, en þær ætla ég að geyma hjá mér til að ylja mér við, þegar fram líða stundir. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 123 orð

Sigurður V. Jónsson

Elsku afi. Við eigum svo erfitt með að trúa því að þú sért dáinn, þú varst hjá okkur á jóladag að segja brandara, stríða okkur og hlæja með okkur. Þú varst alltaf svo góður og okkur þykir svo vænt um þig, en núna ertu kominn til ömmu Sissu og þið eruð örugglega bæði glöð að hittast aftur. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 153 orð

Sigurður V. Jónsson

Elsku pabbi. Það er sól og við búum á Sólvöllum, ég er fimm ára, þú ert að koma gangandi heim í hádeginu úr vinnunni, ég hleyp á móti þér, ég sé álengdar útbreiddan faðm, þú strýkur mér um hárið og segir: Á pabbi þessa lokka? Núna á jóladag varst þú búinn að eiga yndislegan dag með okkur öllum og þegar þú fórst þá kvaddir þú okkur öll svo vel. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 158 orð

SIGURÐUR V. JÓNSSON

SIGURÐUR V. JÓNSSON Sigurður V. Jónsson fæddist á Húsavík 25. ágúst 1927. Hann lést að kvöldi jóladags. Sigurður var sonur Ólafar Valdimarsdóttur, en ungur var hann tekinn í fóstur af Guðnýju Helgadóttur og Jóni Flóventssyni í Haganesi á Húsavík og ólu þau hann upp að átta ára aldri, en síðan ólst hann upp hjá Sigríði Pálínu Jónsdóttur, f. 24.3. 1913, d. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 256 orð

Skarphéðinn Kristjón Óskarsson

Elsku afi, okkur langar til að skrifa nokkur kveðjuorð og þakka þér fyrir hversu góður þú hefur verið okkur. Á þessum stundum skynjum við svo vel að vinátta og kærleikur eru dýrmætustu gjafir Guðs. Það var alltaf jafn yndislegt að heimsækja ykkur mömmu á Skúló. Eitt helsta áhugamál þitt var steinasöfnun og slípun. Það voru ófáar ferðirnar sem farnar voru til að athuga með steina. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 805 orð

Skarphéðinn Kristjón Óskarsson

Skarphéðinn bróðir hennar mömmu er kvaddur í dag, en hann er farinn til frelsara síns og foreldra sinna. Að segja að maður á áttræðisaldri sé farin til foreldra sinna kann að virka barnalegt en svo er ekki. Afi og amma voru mjög trúuð og kenndu börnum sínum Skarphéðni, Kristínu (Dídí) og Guðmundi bænir sem lærast kynslóð eftir kynslóð. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 61 orð

Skarphéðinn Kristjón Óskarsson

Elsku Skarphéðinn. Þú hefur verið stoð mín og stytta í öll þessi ár. Ég þakka þér það og fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og börnin okkar. Guð geymi þig og varðveiti. Lítið blóm við lækinn grætur, ljóðið okkar verður til. Þú gafst að öllu gætur, og gerðir öllum skil. (Ó. Ísfeld.) Þín Unna. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 271 orð

Skarphéðinn Kristjón Óskarsson

Skarphéðinn Kristjón var gjafmildur öðrum mönnum frekar. Hann átti við erfiðan sjúkdóm að etja þegar frá unglingssaldri, þurfti að kljást við berkla sem lögðu hann langtímum saman í rúmið. Engu að síður hóf hann snemma að vinna, vann í áratugi sem bílstjóri og bifvélavirki. Síðasta hluta starfsævinnar var hann iðnverkamaður. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 514 orð

Skarphéðinn Kristjón Óskarsson

Hann stóð lengur við gaflinn en nafni hans forðum á Bergþórshvoli, en hann glotti ekki við tönn heldur beit á jaxlinn og barðist. Aftur og aftur hafði hann sigur á berklunum og öðrum banvænum sjúkdómum. Með óbilandi kjarki og sjálfsaga braust hann áfram og sá fyrir sér og sínum. Og hver var hann? Til forna hefði hann verið nefndur skartmaður en á þessari öld mesta snyrtimenni. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 159 orð

Skarphéðinn Kristjón Óskarsson

Elsku pabbi minn, nú ert þú búinn að fá hvíldina. Þetta var mikil barátta síðustu dagana og þú sýndir mikinn vilja til að halda í lífið. En við vitum aldrei hvenær kallið kemur og að lokum varðst þú hvíldinni feginn. Vegir guðs eru órannsakanlegir og er ekki sagt að einhver tilgangur sé með öllu þótt erfitt sé að sætta sig við það á þessari stundu. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 281 orð

SKARPHÉÐINN KRISTJÓN ÓSKARSSON

SKARPHÉÐINN KRISTJÓN ÓSKARSSON Skarphéðinn Kristjón Óskarsson fæddist í Garði, Keflavík á Sandi 11. september 1922. Hann lést í Reykjavík 18. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Óskar Þorgils Pálsson frá Ólafsvík sem fæddist 22.5. 1902 á Brimilsvöllum og dó 9.10. 1964 og Lovísa Kristjánsdóttir, fæddist í Grundarfirði 18.12. 1899, dó 7.1. 1954. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 871 orð

Stefán Ingvar Guðjónsson

Hún er lengri jólakveðjan til þín Ingvar en ég átti von á. Hún er líka önnur. Hún er hinsta kveðja. Samt verður þú alltaf til í hjarta mínu. Ég kynntist þér ekki fyrr en eftir að þú varðst níræður. Þér hafði verið bent á mig, að ég kynni að vélrita. Þig vantaði góðan vélritara þar sem þú varst að búa gögn þín, viðtöl og greinar undir varðveislu. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 356 orð

STEFÁN INGVAR GUÐJÓNSSON

STEFÁN INGVAR GUÐJÓNSSON Stefán Ingvar Guðjónsson fæddist á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá í Suður-Múlasýslu. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 19. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Þorsteinsson, f. 26.10. 1872, d. 10.12. 1923 og Sigríður Þorvaldsdóttir, f. 2.3. 1881, d. 19.8. 1968. Systkini Ingvars eru: Þorsteinn, f. 23.3. 1903, d. 7.9. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 495 orð

Sveinn Björnsson

Kæri frændi, nú þegar komið er að hinstu kveðjustund streyma minningarnar fram í huga mínum. Minningar sem eru mér mikils virði. Margar þeirra fá mig til að brosa gegnum tárin. Æskuminning mín um þig sem hlýja og góða frændann sem alltaf hafði tíma til að gefa sig að okkur frændsystkinunum og gantast og spauga á góðri stund. Gjafmildur og innilegur sem við öll hlökkuðum til að hitta aftur. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 258 orð

Sveinn Heiðberg Aðalsteinsson

Elsku afi, mig langar til að minnast þín í nokkrum orðum. Margt er það sem mér finnst minnisstæðast um samskipti okkar. Stendur þá alltaf uppúr allar þær sundferðir sem við fórum í saman, fannst mér gaman þegar þú hringdir og bauðst mér með í sund. Við fórum alltaf í Laugardalslaugina. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 30 orð

SVEINN HEIÐBERG AÐALSTEINSSON

SVEINN HEIÐBERG AÐALSTEINSSON Sveinn Heiðberg Aðalsteinsson fæddist í Flögu í Hörgárdal 24. október 1933. Hann lést á Borgarspítalanum 14. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 22. desember. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 236 orð

Sveinn P. Björnsson

Elsku Svenni. Kallið þitt bar snöggt að, núna mitt í jólaundirbúningnum. Við höfum eytt saman margri jólaföstunni á Hverfisgötu 29 á Siglufirði, þar sem kynni okkar hófust í byrjun árs 1975. Þá fluttum við "litla fjölskyldan" á efri hæðina, og þið Hansína bjugguð niðri. Skömmu síðar fæddist yngsti meðlimur fjölskyldunnar, hún Elfa Dögg, og með ykkur tókst sterk vinátta. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 496 orð

Sveinn P. Björnsson

Við óvænt fráfall kærs frænda, föðurbróður okkar, Sveins Péturs Björnssonar, leita á hugann allar þær góðu og skemmtilegur samverustundir sem við systurnar áttum með þeim hjónum, Sveini og Hansínu. Á hverju sumri áttum við tilhlökkunarefni, sem var síst minna en börn í dag eiga um ferðir til fjarlægra landa ­ að fara til Siglufjarðar. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 156 orð

Sveinn P. Björnsson

Það var okkur mikið áfall þegar við fengum þær fréttir hinn 18. des. að Sveinn væri dáinn. Það kom eins og reiðarslag, þú sem varst svo lífsglaður og okkur fannst þú eiga svo mikið eftir. Við vorum svo lánsöm að fá að kynnast þér þegar við fluttum á efri hæðina hjá þér og Hansínu á Hverfisgötunni. Mikið reyndust þið hjónin okkur alltaf vel. Þið tókuð okkur eins og við værum ein af fjölskyldunni. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 122 orð

Sveinn P. Björnsson

Elsku Sveinn afabróðir, í örfáum orðum viljum við frænkurnar minnast þín og þakka þér fyrir yndislegar stundir sem við áttum með þér í Héðinsfirði sumarið 1996, þú varst svo skemmtilegur, kallaðir Swiss Miss Kiss Miss, við hlógum í hvert skipti sem þú bauðst okkur Kiss Miss. En nú ertu farinn frá okkur en við munum sakna þín og varðveita minningarnar um þig. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 312 orð

Sveinn Pétur Björnsson

Dauðinn kemur alltaf jafnmikið á óvart, við erum aldrei tilbúin til að takast á við hann. Sveinn minn nú hefur þú kvatt þetta líf, svo skyndilega, svo óvænt. Þegar ég fékk fréttina stóð tíminn kyrr, hugur minn leitaði til Hansínu sem svo skyndilega stendur ein, síðan leitaði hugur minn aftur til barnæsku minnar, þú og Hansína voruð alltaf hluti af fjölskyldunni og minni bernsku. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 398 orð

Sveinn Pétur Björnsson

Sveinn Björnsson, vinur minn og fyrrum samstarfsmaður, er látinn. Við vorum samtíða hjá Síldarverksmiðjum ríkisins um árabil. Ég tel það hafa verið lán að fá að kynnast Sveini, hann var einn af þeim, sem mannbætandi er að umgangast. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 409 orð

Sveinn Pétur Björnsson

Þá er Sveinn farinn í óvissuferðina miklu. Snögglega og of fljótt að okkar mati sem hér erum eftir og kveðjum með söknuði. Mig langar í nokkrum orðum að minnast Sveins móðurbróður míns. Hann tengist órjúfanlega þeim fjársjóði minninga sem ég eignaðist á Siglufirði er ég fékk sem barn og unglingur tækifæri til að dvelja á heimili ömmu og afa. Þar voru þau yngri systkini móður minnar í fyrstu. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 26 orð

SVEINN PÉTUR BJÖRNSSON

SVEINN PÉTUR BJÖRNSSON Sveinn Pétur Björnsson fæddist á Siglufirði 27. júní 1924. Hann lést 18. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Siglufjarðarkirkju 29. desember. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 347 orð

Sveinn S. Magnússon

Skarð er fyrir skildi. Elskulegur frændi, Sveinn móðurbróðir, er fallinn frá. Kallið sem kom á aðfangadagskvöld kom að óvörum eins og ávallt þrátt fyrir að við hefðum vitneskju um að lífdagarnir væru senn á enda. Erfiðu veikindastríði er lokið og fyrir það eigum við ættingjarnir að vera þakklátir. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 277 orð

SVEINN SUMARLIÐI MAGNÚSSON

SVEINN SUMARLIÐI MAGNÚSSON Sveinn Sumarliði Magnússon fæddist á Bolungarvík 2. desember 1921. Hann lést á Landakotsspítala hinn 24. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Sumarliðadóttir, f. 1898, d. 1949, og Magnús S. Guðjónsson, f. 1896, d. 1978. Hann var elstur ellefu systkina en þau eru: Sigríður, f. 1924; Soffía, f. 1927; Jóna, f. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 195 orð

Willy Blumenstein

Elsku afi minn. Leiðinlegt finnst mér að hafa misst þig svona rétt um jólin. Þú sem varst alltaf svo góður og blíður við alla. Þú sem komst með okkur í Ármúla í sumar og fórst í göngu á hverjum morgni niður að hliði. Og síðan komstu líka á Laugarvatn. Við tókum Dior, hundinn okkar, með og þú bauðst til að passa hann ef við færum eitthvað. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 308 orð

Willy Blumenstein

Elsku afi, það er undarleg tilfinning að vera að kveðja þig í hinsta sinn. Ég mun sakna þín sárt, betri afa hefði ég ekki getað óskað mér. Hlýju var alltaf hægt að finna hjá þér og alltaf tókstu vel á móti mér. Mér er það svo minnistætt hversu gaman mér þótti að koma og kyssa þig á kinnina þegar ég var yngri því þú kitlaðir mig alltaf með skegginu þínu. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 312 orð

Willy Blumenstein

Tengdafaðir minn og góður vinur, Willy Blumenstein, er látinn eftir erfið veikindi. Mig langar að minnast þín í fáeinum orðum. Fyrir u.þ.b. tuttugu árum kom ég inn í fjölskyldu þína, er ég kynntist Hildi dóttur þinni. Ég man ætíð eftir því hvað þú tókst mér vel og varð strax mikill vinskapur á milli okkar. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 167 orð

Willy Blumenstein

Elsku afi minn. Það er erfitt að vita til þess að nú ertu farinn frá okkur, en ég veit að nú er veikindum þínum lokið og þér líður mun betur í anda þínum. Þú munt alltaf vera ofarlega í huga mínum. Það sem mér er einna minnisstæðast um þig er hversu mikið ég hlakkaði til að vakna á jóladag og punta mig upp og fara svo til ykkar ömmu í mat. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 328 orð

Willy Blumenstein

Elsku afi og alnafni, mér var brugðið þegar mér bárust hinar hörmulegu fréttir af andláti þínu. Við höfðum hist daginn áður og rætt um gengi mitt í prófunum og þá leist þú bara ágætlega út. Þú hafðir barist hetjulegri baráttu við sjúkdóminn undanfarin ár en alltaf skein lífsgleðin í augum þínum og engan bilbug á þér að finna. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 98 orð

Willy Blumenstein

Kæri afi minn, nú eru komin jól og enginn afi, enginn sem faðmar mann og spyr, hvað er að frétta af þér Geir minn, hvernig gengur í skólanum. Það var alltaf gott að kúra á dýnunni á gólfinu hjá þér. Einu sinni fór ég að veiða með þér, þú fékkst stærsta fiskinn en sagðir mér að aðalatriðið væri ekki að fá stóran fisk heldur að njóta útiverunnar. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 78 orð

Willy Blumenstein

Elsku afi minn, mig langaði bara að segja þér hvað þú varst góður afi, sóttir mig á leikskólann á stóra bílnum og leifðir mér alltaf að sitja frammi í og svo fórum við í göngutúr upp í skógrækt. Þú áttir alltaf handa mér Cocoa-Puffs í skápnum þínum og sagðir ömmu alltaf að ég væri svo góð. Nú ertu orðinn engill og munt alltaf passa mig. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 620 orð

Willy Blumenstein

Elsku pabbi. Nú þegar þú ert allur er svo margt sem fer um hugann og margs að minnast en samt erum við búnar að sitja með penna í hendi og reyna að átta okkur á því að við erum að kveðja í hinsta sinn. Það er erfitt að átta sig á því að það skuli vera hin hinsta kveðja pabbi minn. Við sem þráðum það svo öll að eiga saman jólin og áramótin. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 208 orð

Willy Blumenstein

Í dag kveð ég tengdaföður minn og góðan vin. Þrek og hógværð eru orð, sem eiga við þegar hans er minnst. Það var gott að hafa þig í kringum sig og vita af því að þú fylgdist með öllu sem ég tók mér fyrir hendur og hvattir mig áfram í útgerðinni. Við gátum spjallað saman og notið samvista. Við áttum sameiginleg áhugamál, það var sjórinn, ferðalög og útivera. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 364 orð

Willy Blumenstein

Svo fór um síðir, að Willy Blumenstein, félagi okkar í Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akranesi, varð að lúta í lægra haldi fyrir sláttumanninum mikla liðlega 67 ára að aldri. Barátta hans við erfið veikindi hafði staðið um nokkurn tíma og verið tvísýn. En Willy stóð lengur en stætt var. Mætti hann á fundi fram undir það síðasta og tók þátt í starfinu meðan minnstu kraftar leyfðu. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 24 orð

WILLY BLUMENSTEIN

WILLY BLUMENSTEIN Willy Blumenstein fæddist á Landspítalanum 1. júní 1931. Hann lést 20. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 29. desember. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 444 orð

Þórir Axelsson

Ég hélt, elsku hjartans pabbi minn, að þú ættir eftir að koma aftur eftir að þú kvaddir okkur í ganginum heima, en ekki að þetta hörmulega slys myndi gerast daginn eftir. Elsku pabbi, ég get ekki trúað því að þú sért dáinn, þú sem þurftir svo mikið að gera áður en þú fórst á sjóinn. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 196 orð

Þórir Axelsson

Elsku hjartans pabbi minn , ég vildi óska að heimkoma þín væri á annan veg en nú er raunin, að eiga aldrei eftir að sjá þig eða heyra í þér aftur er svo erfitt að sæta sig við. Þetta eru búnir að vera erfiðir dagar, svo vonlausir og langir. Við erum að reyna að vera sterk fyrir þau sem munu fylgja þér heim til Íslands, fyrir mömmu mína og litlu bræður, Rakel, Danna, Lenu og Pétur. Meira
30. desember 1998 | Minningargreinar | 54 orð

ÞÓRIR AXELSSON

ÞÓRIR AXELSSON Þórir Axelsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð hinn 10. mars 1946. Hann lést af slysförum í Noregi 18. nóvember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sigurbjargar Pétursdóttur og Axels Hólm Magnússonar. Eftirlifandi eiginkona Þóris er Guðrún Ásgeirsdóttir og áttu þau fjögur börn og einn uppeldisson. Meira

Viðskipti

30. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 255 orð

Daimler samruni borgar sig

DAIMLER-CHRYSLER segir að afkoman á næsta ári muni sýna fyrsta ávinninginn af 42 milljarða dollara samruna Daimler-Benz í Þýzkalandi og Chrysler í Bandaríkjunum í nóvember. Í yfirlýsingu frá Daimler-Chrysler segir að bráðabirgðamat sýni að sala hafi aukizt um 13% í um 260 milljarða marka 1998, samanborið við 229 milljarða marka sameiginlegan hagnað Daimler-Benz og -Chrysler 1997. Meira
30. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 42 orð

Ford segir upp fólki í Brasilíu

FORD bílafyrirtækið hefur ákveðið að segja upp 2.800 verkamönnum í Brasilíu, eða 35% starfsliðsins, sem er skipað 8.000 mönnum. Ástæða uppsagnanna eru efnahagserfiðleikar Brasilíu. Flestum verður sagt upp í Sao Bernardo bílaverksmiðjunni í nágrenni Sao Paulo. Meira
30. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 258 orð

General Electric Co ræðir við tvo nýja risa

BREZKA fyrirtækið General Electric Co Plc hefur lengi verið nefnt í sambandi við fyrirtækjasamruna og nú er sagt að það standi í sambandi við bandaríska flugiðnaðarrisann Lockheed Martin Corp og franska stórfyrirtækið Thomson. Meira
30. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 423 orð

Gjörbreytt viðskiptaumhverfi á Íslandi

Hörður Sigurgestsson maður ársins í íslensku viðskiptalífi Gjörbreytt viðskiptaumhverfi á Íslandi HÖRÐUR SIGURGESTSSON, forstjóri Eimskips hf., tók í gær við viðurkenningu Frjálsrar verslunar en hann var tilnefndur maður ársins 1998 í íslensku viðskiptalífi. Meira
30. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 508 orð

Hefur áætlunarflug til Íslands í mars

FLUGFÉLAGIÐ Luxair í Lúxemborg hefur ákveðið að taka upp reglubundið áætlunarflug á milli Keflavíkur og Lúxemborgar. Flugið hefst 28. mars á næsta ári og verður flogið tvisvar í viku í sjö mánuði, eða til 28. október. Félagið mun nota 121 sæta vél af gerðinni Boeing 737-500 í verkefnið og verður flogið á fimmtudögum og sunnudögum. Meira
30. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 272 orð

Heildartekjur áætlaðar 674 milljónir

FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjarsjóðs Húsavíkurkaupstaðar var samþykkt samhljóða við fyrstu umræðu á fundi bæjarstjórnar hinn 21. þessa mánaðar og vísað til annarrar umræðu. Í framsögu bæjarstjóra, Reinhards Reynissonar, kom fram að helstu atriði fjárhagsáætlunarinnar fyrir árið 1999 eru eftirfarandi: Heildartekjur bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja eru áætlaðar 674 millj. Meira
30. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 238 orð

Hækkanir í Evrópu en viðskipti dræm

BREZKA FTSE 100 hlutabréfavísitalan hækkaði mest í dræmum viðskiptum í Evrópu gær og nam hækkunin rúmlega einum af hundraði. Í Wall Street hafði orðið um 10 punkta hækkun þegar viðskiptum lauk í Evrópu eftir hækkanir sjö viðskiptadaga í röð. Litlar breytingar urðu í öðrum evrópskum kauphöllum: lokagengi í París hækkaði um 0,4% og í Frankfurt um 0,3%. Meira
30. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 84 orð

Isuzu segir upp fólki

JAPANSKI bílaframleiðandinn Isuzu hefur ákveðið að segja upp 4.000 starfsmönnum og grynnka á skuldum samkvæmt áætlun um endurskipulagningu, sem á að auka hagnað. Áætlunin á að gera Isuzu kleift að ná því marki að selja bíla fyrir 6,1 milljarð dollara innanlands og skila 86 milljóna dollara hagnaði fyrir skatta á fjárhagsárinu 2000. Meira
30. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 518 orð

Marel semur við sjávarútvegsfyrirtæki á Nýfundnalandi

NÝVERIÐ gekk Marel hf. frá stærsta samningi sem fyrirtækið hefur gert til þessa. Samningurinn er við Fishery Products International á Nýfundnalandi um endurnýjun vinnslubúnaðar í eitt fiskvinnsluhúsa þess og er samningsupphæðin hátt í tvö hundruð milljónir króna. Að sögn Geirs A. Meira
30. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 272 orð

Nasdaq-vísitalan hækkar um 80% í ár

HÆKKANDI gengi bréfa í net- og hátæknifyrirtækjum hefur leitt til furðumikillar hækkunar Nasdaq- hlutabréfavísitölunnar. Athygli flestra hefur beinzt að Dow Jones-hlutabréfavísitölunni, aðalviðmiðuninni í kauphöllinni í New York, sem sveiflaðist frá 17% hækkun í júlí til 6% lækkunar í september, en sótti svo aftur á brattann og náði nýrri 9380 punkta hæð í nóvember. Meira
30. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 283 orð

News Corp semur við Ítala

NEWS CORP fjölmiðlafyrirtæki Ruperts Murdochs hefur loks náð samkomulagi við ítalska fjarskiptafélagið Telecom Italia um kaup á ráðandi hlut í hinu stafræna áskriftarsjónvarpi ítalska félagsins Stream. Í sameiginlegri tilkynningu segir að Telecom Italia hafi samþykkt að selja allt að 80% hlutabréfa í Stream nýjum armi fjölmiðlaveldis Murdochs, News Corps Europe í Mílanó. Meira
30. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 137 orð

Nær forystu á tónlistarmarkaði

SONY Music Entertainment mun tryggja sér markaðsforystu í bandaríska tónlistariðnaðinum 1998 og hefur greinin rétt úr kútnum eftir tvö slæm ár með því að auka sölu hljómplatna um tæp 10%. Hinn 20. desember hafði sala bandarískra hljómplatna aukizt um 9%, í 672,5 milljónir úr 617,9 milljónum, að sögn SoundScan, sem fylgist með plötusölu. Meira
30. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 240 orð

Óhagstæð um 27,2 milljarða

HALLI var á vöruskiptum við útlönd sem nemur 27,2 milljörðum króna fyrstu ellefu mánuði þessa árs og er það nokkur breyting miðað við sama tímabili í fyrra en þá stóðu vöruskiptin í járnum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands. Fluttar voru út vörur fyrir 122,4 milljarða króna á tímabilinu frá janúar til nóvember 1998, en inn fyrir 149,6 milljarða króna fob. Meira
30. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 231 orð

Samningar við tvö erlend markaðsrannsóknarfyrirtæki

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Memphis hefur gert þriggja ára samning við breska markaðsrannsóknarfyrirtækið MORI um sölu á markaðshugbúnaðarforritinu Survey Explorer. Þá hefur fyrirtækið gert þróunarsamning við markaðsrannsóknarfyrirtækið Ipsos um viðbætur á forritinu. Unnur S. Meira
30. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 98 orð

Tæknival hækkar um 17,2%

HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI námu 138 milljónum króna á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Verð hlutabréfa í Tæknivali hækkaði um 17,2%, úr 6,40 í 7,50. Gengi bréfa í Plastprenti hækkaði um 22,7% en aðeins ein viðskipti stóðu að baki þeirri hækkun. Úrvalsvísitala Aðallista hækkaði um 1,04%. Meira

Fastir þættir

30. desember 1998 | Fastir þættir | 1089 orð

200 þátttakendur á Jólapakkamóti Hellis

20. desember. JÓLAPAKKAMÓT Hellis var haldið í þriðja sinn 20. des. sl. Um 200 börn og unglingar 15 ára og yngri tóku þátt í mótinu. Keppt var í fjórum aldursflokkum. Eins og nafn mótsins gefur til kynna voru jólapakkar í verðlaun. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum aldursflokki. Auk þess var happdrætti um þrjá pakka í hverjum flokki. Meira
30. desember 1998 | Í dag | 35 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 30. desember, verður fimmtug Íris Sigurðardóttir, flugfreyja, Miðbraut 10, Seltjarnarnesi. Hún tekur á móti gestum í dag í sal í húsi Reykjavíkur Apóteks, 5. hæð, við Pósthússtræti, frá kl. 18-21. Meira
30. desember 1998 | Í dag | 36 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Laugardaginn 2. janúar nk. verður fimmtugur Ágúst Ingi Ólafsson, sveitarstjóri, Stóragerði 9, Hvolsvelli. Eiginkona hans er Sóley Ástvaldsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í Félagsheimilinu Hvoli frá kl. 20.30 til 23.30 á afmælisdaginn. Meira
30. desember 1998 | Í dag | 26 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 30. desember, verður sextugur Guðbjartur Herjólfsson, Torfufelli 18, Reykjavík. Eiginkona hans er Birna Magnea Bogadóttir. Þau eru að heiman í dag. Meira
30. desember 1998 | Í dag | 41 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 30. desember, verður sjötug Torfhildur Steingrímsdóttir, Arnarhrauni 4, Hafnarfirði. Hún og eiginmaður hennar, Sigurður H. Þorsteinsson, dveljast hjá dóttur sinni í Alexandríu, Virginiu í Bandaríkjunum, þar sem þau halda upp á afmælið með vinum og vandamönnum. Meira
30. desember 1998 | Fastir þættir | 259 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Hörkukeppni í jólamóti Brids

SKÚLI Sveinsson og Þorvaldur Hjarðar sigruðu í árlegu jólamóti Bridsfélags Suðurfjarða sem spilað var á Hótel Bláfelli 27. desember. Mótið er orðið fastur liður í jólahátið austfirskra bridsara og jafnsjálfsagt og jólatréð. Meira
30. desember 1998 | Í dag | 20 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndastofan Grafarvogi. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. júlí í Árbæjarsafnskirkju Kanda Kaorum og Kjartan Einarsson. Heimili þeirra er á Bræðraborgarstíg 7. Meira
30. desember 1998 | Í dag | 39 orð

DEMANTSBRÚÐKAUP.

DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, miðvikudaginn 30. desember, eiga 60 ára brúðkaupsafmæli Guðfinna Svavarsdóttir og Sigurður B. Sigurðsson, Akranesi. Þau eyða deginum með fjölskyldunni. POSTULÍNSBRÚÐKAUP. Sama dag, miðvikudaginn 30. Meira
30. desember 1998 | Fastir þættir | 1677 orð

Guðspjall dagsins: Símeon og Anna. (Lúk. 2.) »ÁSKI

Guðspjall dagsins: Símeon og Anna. (Lúk. 2.) »ÁSKIRKJA: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18. Eiríkur Hreinn Helgason syngur einsöng. Árni Bergur Sigurbjörnsson. 3. jan.: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18. Meira
30. desember 1998 | Fastir þættir | 803 orð

hbhbh hbh Við áramót Ekki ætla ég að vera eftirbátur í úttektum og mun nota tækifærið til að rifja upp hvað bar helst til

Áramót eru tími úttekta. Árið sem er að líða er tekið út og dregið saman, farið í saumana og rakið upp. Valinkunnir einstaklingar eru spurðir álits á árinu; varð einhver áþreifanlegur árangur af því, náðust einhver markmið, breyttist eitthvað, varð hagnaður eða tap? Hver tapaði, hver græddi, hver er maður ársins og hver er kona ársins? Í viðskiptum, Meira
30. desember 1998 | Dagbók | 816 orð

Í dag er miðvikudagur 30. desember, 364. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er miðvikudagur 30. desember, 364. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum. (Matteus 10, 32.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Hansiwall og Yusupkkomu í gær. Meira
30. desember 1998 | Fastir þættir | 738 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 986.

HARALDUR Guðnason í Vestmannaeyjum heldur enn tryggð sinni við þáttinn, og sé honum æra og þökk. Nú skal gefa honum orðið um sinn: "Sæll og blessaður Gísli Jónsson... Nú eru menn farnir að leiðaframboðin. Þetta er svolítð leiðigjarnt. Kannski ekki önnur leið ­ stutt og laggott? Í morgunfrétt Ríkisútvarpsins: "Flokkinum vantaði atkvæði." Bágt er að heyra. Meira
30. desember 1998 | Fastir þættir | 265 orð

Lausnir jólaskákþrautanna

Þrautirnar voru frá árunum 1947- 1955 eftir íslenska höfunda. DÆMIN birtust öll í tímaritinu Skák. Þau eru fremur af léttara taginu og í fjórum þeirra fól lausnin í sér laglega drottningarfórn. 1. Sigurbjörn Sveinsson Skák, 3. tbl. 1948. STÖÐUMYND I Hvítur mátar í öðrum leik 1. De5! og nú 1. - Hxe5 2. b8=R mát, 1. - Bxe5 2. Rc7 mát. Meira
30. desember 1998 | Í dag | 225 orð

REYNDIR spilarar sjá ugglaust margar spilaleiðir í

Vestur kemur út með tromp og austur fylgir lit. Hvernig er best að spila? Slemman vinnast alltaf ef spaðinn fellur. En á því eru aðeins þriðjungslíkur, svo það er ástæða til að skoða aðra möguleika. Meira
30. desember 1998 | Fastir þættir | 423 orð

Rúmlega níutíu pör á bridsmóti í Firðinum

Hið árlega jólamót Bridsfélags Hafnarfjarðar og Sparisjóðs Hafnarfjarðar var haldið mánudaginn 28. desember í veitingasölum Hraunholts. Þátttaka var með mesta móti, eða 91 par. Að venju var spilaður Mitchell-tvímenningur, 21 umferð með 2 spilum í hverri umferð. Bestum árangri náðu eftirtalin pör: N-S Garðar Garðarss. ­ Kristján Kristjánss. Meira
30. desember 1998 | Fastir þættir | 389 orð

Safnaðarstarf KFUM og KFUK 100 ára NÆSTKOMANDI

NÆSTKOMANDI sunnudag, 3. janúar, verður þess minnst með messu í Dómkirkjunni kl. 11 að 100 ár eru liðin frá stofnun KFUM (Kristilegs félags ungra manna) og KFUK (Kristilegs félags ungra kvenna). KFUM var stofnað 2. janúar en KFUK 29. apríl 1899. Hugmyndin að félagsstofnuninni kynnti séra Friðrik Friðriksson fyrst fermingarbörnum í Dómkirkjunni. Meira
30. desember 1998 | Í dag | 132 orð

STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur.

STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á öflugu móti sem nú stendur yfir í Groningen í Hollandi. Alexander Yermolinsky (2.625), Bandaríkjunum, var með hvítt Sergei Tivjakov(2.655), Rússlandi, hafði svart og átti leik. 33. - f4!! 33. Dxh5+ (Eftir 33. exf4 - Hxg3+ 34. Meira
30. desember 1998 | Í dag | 723 orð

ÞAÐ á ekki af kunningja Víkverja að ganga í samskiptum sínum vi

ÞAÐ á ekki af kunningja Víkverja að ganga í samskiptum sínum við opinber og fyrrum opinber fyrirtæki. Það er mjög algengt að borinn sé út póstur í húsið hans sem tilheyrir alls ekki íbúum þess og hefur hann margoft kvartað við Íslandspóst vegna þessa. Ekki nóg með að nöfn fólksins sem pósturinn var stílaður á passaði ekki heldur passar heimilisfangið stundum ekki heldur. Meira
30. desember 1998 | Í dag | 671 orð

(fyrirsögn vantar)

VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: "Mig langar til að lýsa ánægju minni yfir þeim pistlum sem birtast undir heitinu Viðhorf í Morgunblaðinu og eru skrifaðir undir nafni blaðamannanna. Til dæmis þykja mér pistlar Ásgeirs Sverrissonar, sem oft fjalla um stjórnmál, Meira

Íþróttir

30. desember 1998 | Íþróttir | 545 orð

Árangurinn einstakur vegna æsku hans

"ÁRANGUR Arnar Arnarsonar er einstakur vegna æsku hans og framgöngu allrar," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þegar kjöri á Íþróttamanni ársins var lýst á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi. Meira
30. desember 1998 | Íþróttir | 140 orð

Blómlegir vellir

"SÁ fjölbreytileiki, sem birtist í ólíkum íþróttagreinum þeirra tíu íþróttamanna sem urðu efstir í vali á Íþróttamanni ársins, sýnir hve víðir og blómlegir vellir íþróttanna eru orðnir hjá okkur Íslendingum," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands í gærkvöldi er kjöri Íþróttamanns ársins var lýst á Hótel Loftleiðum. Meira
30. desember 1998 | Íþróttir | 270 orð

Chelsea nýtti ekki tækifærin

CHELSEA fór illa með tækifærin á Stamford Bridge í gærkvöldi og varð að sætta sig við markalaust jafntefli við Manchester United. Þar með hélt Aston Villa efsta sætinu í ensku úrvalsdeildinni en Chelsea er tveimur stigum á eftir og United í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Villa. Meira
30. desember 1998 | Íþróttir | 530 orð

Eiga að sýna fordæmi í verki

ÖRN Arnarson ­ sundkappinn ungi úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, Evrópumeistari í 400 m baksundi, var kjörinn Íþróttamaður ársins 1998 af samtökum íþróttafréttamanna, en kjörinu var lýst í hófi í þingsölum Hótels Loftleiða í gærkvöldi. Meira
30. desember 1998 | Íþróttir | 596 orð

Fjölnir tekur yfir Borgarholtshverfi í stað Ármanns

Reykjavíkurborg hefur samið við Glímufélagið Ármann, Knattspyrnufélagið Þrótt og Ungmennafélagið Fjölni um samstarf á næstu árum. Nær samstarfið til mannvirkjagerðar og samvinnu við Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundaráð á starfssvæðum félaganna. Meira
30. desember 1998 | Íþróttir | 628 orð

"Gerði mér ágætar vonir fyrirfram"

ÍÞRÓTTAMAÐUR ársins, Örn Arnarson, sautján ára sundkappi úr Hafnarfirði, er yngstur í sögunni til að hljóta nafnbótina Íþróttamaður ársins 1998. Þetta er stærsti titill sem íslenskur íþróttamaður getur fengið og þess vegna er ég auðvitað geysilega ánægður," sagði Örn með bikarinn í fanginu skömmu eftir að úrslitin voru kunngjörð. Meira
30. desember 1998 | Íþróttir | 54 orð

HM kvenna í Noregi og Danmörku

HANDKNATTLEIKSSAMBAND Noregs og handknattleikssamband Danmerkur ákváðu í gær að halda sameiginlega heimsmeistarakeppni kvenna á næsta ári. Keppnin verður 28. nóvember til 12. desember og var ákveðið að hafa keppni í einum riðli í Danmörku en í þremur riðlum í Noregi. Auk þess verða undanúrslit og úrslit í Noregi. Meira
30. desember 1998 | Íþróttir | 361 orð

Ísland - Finnland70:74

Íþróttahúsið í Hveragerði, Norðurlandamót unglinga í körfuknattleik, þriðjudaginn 29. desember 1998. Gangur leiksins: 0:2, 5:9, 7:12, 15:15, 17:22, 27:24, 27:30, 32:30, 42:32, 46:33, 53:43, 55:50, 59:58, 61:58, 61:61, 66:63, 66:69, 68:69, 70:71, 70:74. Stig Íslands: Jakob Ö. Sigurðarson 18, Hlynur Bæringsson 16, Ólafur J. Meira
30. desember 1998 | Íþróttir | 273 orð

ÍTALSKA blaðið Gazzetta dello Sport

ÍTALSKA blaðið Gazzetta dello Sport skýrði frá því í gær að Juventus ætlaði að kaupa franska sóknarmanninn Christophe Dugarry frá Marseille. Kaupverðið er talið vera um 800 milljónir króna. Meira
30. desember 1998 | Íþróttir | 74 orð

Knattspyrna England

Chelsea - Man. United0:0 34.741. Leeds - Wimbledon2:2 Bruno Ribeiro 26., David Hopkin 57. - Robbie Earle 41., Carl Cort 83. 29.816 Staðan: Aston Meira
30. desember 1998 | Íþróttir | 209 orð

Þau hlutu atkvæði

Þessir íþróttamenn fengu í kjöri Íþróttamanns ársins 1998. 1. Örn Arnarson, SH, sund 322 2. Jón Arnar Magnússon, Tindastóli, frjálsí. 313 3. Meira
30. desember 1998 | Íþróttir | 265 orð

Þreytan sagði til sín

Þreytan bar leikmenn íslenska drengjalandsliðsins í körfuknattleik ofurliði þegar þeir mættu Finnum á Norðurlandamótinu í Hveragerði í gærkvöldi og töpuðu 74:70. Það var samt ekki fyrr en eftir langan og strangan baráttuleik, þar sem Ísland hélt yfirleitt forystunni, að þeir gáfu eftir því sömu leikmenn léku lungann úr leiknum. Meira
30. desember 1998 | Íþróttir | 142 orð

Örn yngsti Íþróttamaður ársins

ÖRN Arnarson, sem er aðeins 17 ára, er yngsti íþróttamaðurinn sem hefur hlotið nafnbótina Íþróttamaður ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna síðan fyrst var farið að útnefna íþróttamann ársins 1956. Meira

Sunnudagsblað

30. desember 1998 | Sunnudagsblað | 3675 orð

Baksvið '68-kynslóðarinnar á Íslandi Ímyndunaraflið til valda Áfram er haldið upprifjun vegna þess að á þessu ári eru liðin

"Það er skylda stúdenta að tryggja, svo sem í þeirra valdi stendur, að Háskólinn sé hvorki óvirtur í orði né verki. Það gera stúdentar meðal annars með því að taka ekki þátt í óspektum eða mótmælaaðgerðum og fordæma slíkt athæfi." Svo segir í yfirlýsingu stjórnar Vöku í Júní 1968. Meira
30. desember 1998 | Sunnudagsblað | 1277 orð

Haustið í Hollywood Robert De Niro, Denzel Washington, Will Smith, Sandra Bullock, Meryl Streep, Brad Pitt og margar

HAUSTMYNDIRNAR frá stóru kvikmyndaverunum í Hollywood fylla bilið á milli sumarmyndanna og þeirra mynda sem frumsýndar verða í kringum jólahátíðina vestra. Í ár er margar athyglisverðar myndir að finna á meðal haustmyndanna og eru þær af öllum stærðum og gerðum. Meira

Úr verinu

30. desember 1998 | Úr verinu | 149 orð

25% samdráttur í mexíkóskum útvegi

SJÁVARAFLI Mexíkóa minnkaði um fjórðung á þessu ári, aðallega vegna áhrifa sem enn gætir frá El Nino á miðum undan ströndum landsins. Mest er minnkunin í túnfisk-, rækju-, sardínu- og risasmokkfiskveiði, að því er fram kemur í Worldfish Report. Túnfiskaflinn minnkaði um 25%, en afli rækju um 30% og sardínu um 35%. Risasmokkfiskur hefur horfið af sumum miðum þ.s. áður var næg veiði. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 754 orð

Alaskaufsanum skipt á milli tiltölulega fárra fyrirtækja?

ÞETTA ár, sem nú er senn á enda, hefur verið allsögulegt hvað varðar ufsaveiðina við Alaska. Fyrir rúmu ári börðust menn með kjafti og klóm fyrir sinni hlutdeild í veiðinni og þegar haldinn var fundur í Seattle um aukinn hlut vinnslustöðvanna í landi, ruku tveir menn saman á bílastæði fyrir utan fundarstaðinn. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 204 orð

Bretar flytja minna inn af fiskinum

INNFLUTNINGUR Breta á ísuðum fiski var um 53.400 tonn fyrstu níu mánuði ársins, sem er nærri 4.000 tonnum minna en á sama tíma á síðasta ári. Nokkrar breytingar hafa orðið á hlut helztu útflutningsþjóðanna á þessum markaði milli ára. Þannig hefur hlutur Færeyinga, sem eru stærstir á þessum markaði, fallið úr 24.000 tonnum í 16.200 tonn. Við Íslendingar erum næstir að stærð með 13. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 119 orð

Breytingar hjá Samherja

Í STÍMVAKTINNI, fréttabréfi Samherja hf. eru sagðar helstu fréttir af starfsemi félagsins. Í nýjasta tölublaðinu er m.a. sagt frá breytingum á starfsmannahaldi. BIRGIR Össurarson hefur hóf störf sem sölufulltrúi hjá Samherja í ágúst sl. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 35 orð

EFNI Gömul skip 3 Selveiðiskipið Kópur og skonnortan Grána Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal 5 Farið í

Selveiðiskipið Kópur og skonnortan Grána Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal 5 Farið í róður með Stefáni Einarssyni á Aðalbjörgu RE Markaðsmál 6 Alaskaufsanum skipt á milli tiltölulega fárra fyrirtækja? Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 232 orð

Fiskaflinn 23% minni en í fyrra

HEILDARAFLI íslenskra skipa á árinu 1998 var talsvert minni en á síðasta ári. Það skýrist einkum af mun dræmari loðnuafla. Þorskafli er aftur á móti meiri en á undanförnum árum. Þá hefur kolmunnaafli á árinu aukist verulega frá fyrra ári. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 174 orð

Fiskaflinn 23% minni í ár

HEILDARAFLI íslenskra skipa á árinu 1998 var talsvert minni en á síðasta ári. Það skýrist einkum af mun dræmari loðnuafla. Þorskafli er aftur á móti meiri en á undanförnum árum. Þá hefur kolmunnaafli á árinu aukist verulega frá fyrra ári. Heildarafli íslenskra skipa var á árinu sem senn er liðið samtals um 1.684 þúsund tonn. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 87 orð

Gamla Aðalbjörgin í niðurníðslu

GAMLA Aðalbjörgin RE 5 er nú komin í Árbæjarsafnið. Stefán Einarsson segir að það sé til skammar fyrir Reykjavíkurborg hvernig báturinn er kominn í niðurníðslu. "Það er verið að skemma bátinn þar. Við bræðurnir sáum um að láta mála hann síðast. Það virðist enginn áhugi fyrir því að varðveita þennan sögulega bát, sem var smíðaður af Reykjavíkurborg. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 492 orð

Góður afli yfir jólin

"ÞAÐ hefur gengið bærilega og við förum að verða siglingarfærir hvað úr hverju," sagði Magni Jóhannsson, skipstjóri á Breka VE frá Vestmannaeyjum, í samtali við Verið í gær. Breki VE var eina íslenska fiskiskipið sem var að veiðum yfir jólahátíðina en skipið mun selja afla sinn í Bremerhaven í Þýskalandi 4. janúar nk. Veiðiferðin hófst 18. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 152 orð

Hálf milljón tonna úr laxeldi

STÖÐUG aukning er á laxeldi í Evrópu. Á þessu ári er gert ráð fyrir að heildarframleiðslan verði rúmlega 510.000 tonn. Árið 1994 varð heildarframleiðslan 302.500 tonn og hefur aukizt um nálægt 50.000 tonnum á hverju ári síðan. Norðmenn eru langafkastamestir í laxeldinu með um 350.000 tonn á þessu ári, en Bretar koma næstir með um 115.000 tonn. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 66 orð

Indverjar flytja meira út

VERÐMÆTI útflutnings sjávarafurða frá Indlandi hefur vaxið um 15,8% á milli áranna 1997 og 1998, segir í frétt Worldfish Report. Mest er flutt út til Japans og hefur útflutningur sjávarafurða þangað vaxið um 106% á síðastliðnum áratug. Einnig hefur útflutningur til Bandaríkjanna aukist, bæði að magni og verðmæti. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 89 orð

Minni en verðmætari afli

AFLI breskra fiskiskipa var 4% minni fyrstu níu mánuði þessa árs en í fyrra og var 411.322 tonn. Verðmæti hans var hins vegar 4% meira en á sama tíma í fyrra, eða jafnvirði um 40 milljarða íslenskra króna, að því er kemur fram í Worldfish Report. Verðmæti þorskaflans jókst um 21% á milli ára og er það þakkað 15% verðhækkun á markaði. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 153 orð

Mjölsframleiðsla fellur um 40% í ár

ÁTÆTLAÐ er að fiskimjölsframleiðsla í heiminum minnki um meira en 40% á þessu ári. Mest er minnkunin í Suður-Ameríku. Í september var hún 900.000 tonn, sem er 60% minni í sama mánuði 1997, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskimjölsútflytjenda sem birtar eru í Worldfish Report. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 582 orð

"Mun styrkja stoðir beggja félaganna"

UNDIRRITAÐ hefur verið samkomulag milli stjórna SÍF hf. og Íslandssíldar hf. um samruna félaganna. Samruninn gildir frá og með fyrsta október síðastliðnum. Hið sameinaða félag verður rekið undir nafni SÍF. Hluthafar Íslandssíldar fá sem gagngjald fyrir hlutabréf sín í Íslandssíld hlutabréf í SÍF. Reiknað er með að heildarupphæð þessa hlutafjár sé um 65 milljónir króna að nafnavirði í SÍF hf. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 107 orð

Nýr búnaður til að prófa hleðslu

GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTA Norðurlands á Akureyri hefur tekið í notkun nýjan búnað sem notaður er til að hleðsluprófa niðurhífanlega gúmmíbjörgunarbáta. Að sögn Ragnars B. Ragnarssonar framkvæmdastjóra er þetta fyrsta skoðunarfyrirtækið hérlendis sem tekur slíkan búnað í notkun. Gúmmíbjörgunarbátarnir eru hífðir upp með krana og sérútbúnir belgir settir í botn þeirra. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 281 orð

Nýr stýrisbúnaður fyrir hraðfiskibáta hannaður

NÝR stýrisbúnaður fyrir hraðfiskibáta, sem hannaður er af Kristni Nikulássyni, þykir auðvelda stjórn á bátunum og hefur búnaðurinn m.a. verið tekinn upp sem staðalbúnaður hjá bátasmiðjunni Trefjum en einnig hefur hann verið settur í báta hjá Bátasmiðju Guðmundar. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 427 orð

Nýtt skip á 30 ára afmæli Skagstrendings

SKAGSTRENDINGUR hf. varð 30 ára 8. desember síðastliðinn og heldur upp á afmælið með því að bæta nýju skipi, Örvari HU 2, í flota sinn. Skipið hét áður Blængur og er keypt af Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Skagstrendingur er nú með þrjá togara í rekstri: frystitogarann Arnar, rækjutogarann Helgu Björgu og nú bætist rækjutogarinn Örvar við. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 117 orð

Nægar birgðir af ufsablokk

MIKLAR birgðir eru til af Alaska- ufsa í blokk í Bandaríkjunum, en birgðir þorskblokkar eru litlar miðað við fyrra ár. Samkvæmt tölum er birtust í Worldfish Reportvoru birgðir Alaska-ufsa í blokk 7.611 tonn í lok september, sem er 34% minna en í septemberlok 1997, en 36% meira en í ágúst á þessu ári. Birgðir af þorskblokk voru 2. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 779 orð

Selveiðiskipið Kópur og skonnortan Grána

GRÍMUR Karlsson frá Siglufirði, fyrrverandi skipstjóri, hefur gert mörg líkön af nafnfrægum skipum úr íslenskri sjávarútvegssögu. Meðal þeirra er Kópur BA 138 fyrsta og eina selveiðiskipið sem Íslendingar hafa átt. Sem og skonnortan Grána, eign Gránufélagsins, norðlensks verslunarfélags sem stofnað var árið 1870. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 344 orð

SH með þriðjung af karfamarkaði í Japan

HLUTDEILD Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna í innflutningi karfa til Japans fyrstu tíu mánuði þessa árs er 34%, en var 23% á sama tímabili í fyrra. Verð á úthafskarfa hefur aldrei verið hærra á Japansmarkaði en á þessu ári og virðist slæmt efnahagsástand í landinu hafa lítil áhrif á daglega neyslu almennings á karfa. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 326 orð

Sjávarútvegur Nýfundnalands á leiðinni upp úr öldudalnum

AÐ SÖGN Regs Anstey er sjávarútvegur Nýfundnalands og Labradors á leið upp úr öldudalnum eftir langt erfiðleikatímabil. Í viðtali við norska tímaritið Fiskets Gang greinir Anstey, sem starfar fyrir kanadíska fiskframleiðendur, frá stöðu sjávarútvegs á Nýfundnalandi og Labrador. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 65 orð

Sjóstöng í Svíþjóð

ÞORSKHÁTÍÐIN, stærsta sjóstangveiðikeppni í heimi, verður haldin í Helsingjaborg við Eyrarsund í tuttugasta sinn dagana 15.-17. janúar nk. Skipuleggjandi keppninnar býst við 600 þátttakendum frá tíu þjóðlöndum. Þyngsti þorskurinn mun færa veiðiklónni jafnvirði um hálfrar milljónar íslenskra króna í vinning. Þorskhátíðarmetið á Hollendingur, sem landaði 25,3 kílógramma þorski árið 1994. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 222 orð

Túnfisk carpaccio með tómatkremi

Auðunn Sólberg Valsson, matreiðslumeistari á Café Óperu, sér lesendum versins fyrir uppskriftinni að þessu sinni. þetta er forréttur fyrir sex og gæti hann farið vel með einhverri steikinni yfir áramótin. Þetta er túnfisk carpaccio með tómatkremi, en þá er túnfiskurinn borinn fram hrár. Meira
30. desember 1998 | Úr verinu | 222 orð

Þau vinna hjá Granda hf.

Í NÝJASTA fréttabréfi Granda hf. kennir ýmissa grasa. Þar á meðal eru kynntir nokkrir starfsmenn fyrirtækisins. Sigurbjörg Guðvarðardóttir hefur starfað hjá Granda í rúm 16 ár. Hún er fædd og uppalin í Skagafirði en fluttist á unglingsaldri til Hafnarfjarðar. Meira

Barnablað

30. desember 1998 | Barnablað | 86 orð

Að örkinni hans Nóa

ÖRKIN hans Nóa er tilbúin fyrir syndaflóðið, flóð sem skv. 1. Mósebók Gamla testamentisins varð á jörðinni. Öll dýrin eru komin um borð nema fíllinn neðst á myndinni. Hann hefur tafist við hin flóknu vegamót og kemst hvergi. Hjálpið honum að finna réttu leiðina og bjargið honum frá drukknun. Meira
30. desember 1998 | Barnablað | 31 orð

Ég, litla krúttið

Ég, litla krúttið HALLÓ. Ég heiti Sigfríð Rut Gyrðisdóttir og er fjögurra ára síðan í apríl. Ég á heima í Rauðhömrum 3, 112 Reykjavík. Bless, bless. (Ath. Mynd frá sl. sumri. Meira
30. desember 1998 | Barnablað | 16 orð

GLEÐILEGT ÁR!

GLEÐILEGT ÁR! MYNDASÖGUR Moggans óska lesendum sínum nær og fjær gleðilegs árs og þakka hið liðna. Meira
30. desember 1998 | Barnablað | 34 orð

Hann er vinsæll og værukær

KÆRI Moggi! Mér finnst Grettir mjög skemmtilegur og þess vegna teiknaði ég mynd og ákvað að senda hana til þín. Lilja Minný Sigurbjörnsdóttir, 11 ára, Laugarvegi 34, 580 Siglufjörður. Meira
30. desember 1998 | Barnablað | 25 orð

Hvað heitir strákurinn?

Hvað heitir strákurinn? HILDUR María, Fjarðarstræti 55, 400 Ísafjörður, spyr hvað strákurinn heitir. Athugið: Nafnið er ekki myndað úr öllum stöfunum. Lausnin: Strákurinn heitir Sigþór. Meira
30. desember 1998 | Barnablað | 62 orð

Jólamynd og gátur

KÆRU Myndasögur Moggans. Hæ, ég er Anna María og er 9 ára. Mig langar að senda mynd og gátur. Myndin er um jólin. Gáta 1: Hvað er það sem er loðið og er með margar lappir? Svar: Margfætla í pels. Gáta 2: Hvað er það sem er í sundbol og er á ströndinni og baular? Svar: Kýr í sólbaði. Meira
30. desember 1998 | Barnablað | 524 orð

Jólasaga

ATHUGIÐ: Þessi saga er tileinkuð feðrum um land allt. Það snjóaði og snjóaði. Allir sátu við morgunverðarborðið og átu eins og þeir gátu því að í dag var 24. desember. Kristín, 5 ára, horfði á sjónvarpið á milli þess sem hún hoppaði og skoppaði um allt húsið. Tvíburarnir, Rósa og María, 14 ára, lásu tímarit og snyrtu sig í bak og fyrir. Meira
30. desember 1998 | Barnablað | 84 orð

"Kata skoðar sig um

HÚN Alexandra, sem er 6 ára, sendi fallega mynd af kisunni Kötu. Það er gaman og athyglisvert að fylgjast með háttalagi dýranna og geta t.d. ýmsar stellingar þeirra verið skondnar. Kata kisa á myndinni situr til að mynda og heldur framloppunum uppi eins og teprulegur karl, kerling eða krakki þar sem hún virðir fyrir sér blómahafið. Meira
30. desember 1998 | Barnablað | 36 orð

Pennavinir

Mig langar að eignast pennavinkonu á aldrinum 7-10 ára. Ég er 8 ára. Áhugamál mín eru dýr (sérstaklega hestar), skautar og lestur. Hlakka til að heyra frá ykkur. Áslaug A. Meira
30. desember 1998 | Barnablað | 26 orð

Það er gaman á skautum

Það er gaman á skautum HVER skautahlauparanna fjögurra hefur myndað þessa fínu áttu á mitt svellið? Lausnin: Sá þeirra sem er með tvistinn aftan við sig. Meira
30. desember 1998 | Barnablað | 40 orð

Öll eru þau eins - og þó

VIÐ fyrstu skoðun virðast vélmennin öll vera eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að aðeins tvö þeirra eru alveg eins. Hver? Lausnin: Vélmenni númer tvö og átta eru eins. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.