Greinar miðvikudaginn 6. janúar 1999

Forsíða

6. janúar 1999 | Forsíða | 366 orð | ókeypis

Evran sögð völd að gengissigi dollara gagnvart jeni

BANDARÍKJADOLLARI féll í gjaldeyrisviðskiptum gærdagsins, annan daginn sem viðskipti fóru fram í hinni sameiginlegu Evrópumynt, niður í lægsta gengi gagnvart japanska jeninu meira en tvö ár, eða 27 mánuði. Dollarinn féll á öllum gjaldeyrismörkuðum Asíu og einnig í Evrópu. Gengi evrunnar gagnvart jeni seig lítillega í gær, en stóð um það bil í stað gagnvart dollaranum. Meira
6. janúar 1999 | Forsíða | 43 orð | ókeypis

Hlýindi í París

ÓVENJU milt veður hefur verið í Vestur-Evrópu, t.d. í Bretlandi, Belgíu og Þýskalandi. Þá hefur veður í París verið svo hlýtt að Parísarbúar fengu sér kaffi utandyra við Champs Elysees- breiðgötuna en hitinn í borginni var í gær 13 gráður. Meira
6. janúar 1999 | Forsíða | 190 orð | ókeypis

Réttur líklega settur á morgun

TRENT Lott, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í gær að ákærur fulltrúadeildarinnar á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta yrðu að öllum líkindum teknar fyrir á morgun, fimmtudag. Enn er tekist á um hvort efna eigi til langra réttarhalda og kalla vitni fyrir, eða láta fjögurra daga yfirferð málsins nægja áður en greidd verða atkvæði um ákærurnar á hendur forsetanum. Meira
6. janúar 1999 | Forsíða | 98 orð | ókeypis

Samgöngur í lamasessi

DAVE Pietrowski, starfsmaður flugvallarins í Buffalo í New York-ríki, hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga. Mikið fannfergi hefur lamað samgöngur í lofti og láði í Mið-Vesturríkjunum og allt að austurströnd Bandaríkjanna. Hafa tugþúsundir orðið strandaglópar vegna þessa og gekk flug- og bílaumferð enn treglega í gær, t.d. í Chicago og Detroit. Meira
6. janúar 1999 | Forsíða | 250 orð | ókeypis

Skotið á íraskar herþotur yfir Suður-Írak

BANDARÍSKAR herþotur skutu í gær á íraskar herflugvélar sem rufu flugbann Sameinuðu þjóðanna yfir Suður-Írak. Er þetta í þriðja sinn frá því að árásum Bandaríkjamanna og Breta á skotmörk í Írak lauk sem skipst er á skotum í íraskri lofthelgi en atvikið varð í gærmorgun að staðartíma. Svo virðist sem engin þota hafi verið hæfð en ein hrapaði til jarðar eldsneytislaus. Meira
6. janúar 1999 | Forsíða | 95 orð | ókeypis

Vill loka fleiri herstöðvum

EMBÆTTISMAÐUR í Hvíta húsinu sagði í gær að í væntanlegu varnarmálafrumvarpi fyrir árið 2000 yrði óskað eftir heimild þingsins til að loka nokkrum herstöðvum til viðbótar við það sem þegar hefði verið ákveðið. Ekki kom fram um hvaða herstöðvar væri að ræða eða hversu margar, að því er sagði í fréttaskeyti AP. Meira
6. janúar 1999 | Forsíða | 90 orð | ókeypis

Yfir 500 myrt í Kongó

AÐ MINNSTA kosti 500 manns voru myrt í lýðveldinu Kongó um áramótin, að því er ítalskir trúboðar greindu frá í gærkvöldi. Sögðu þeir að tútsar sem berjast gegn stjórn Laurents Kabilas hefðu verið að verki. Meira

Fréttir

6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 1083 orð | ókeypis

70% segja kerfið ósveigjanlegt og þungt í vöfum Könnun meðal fyrirtækja á byrði þeirra vegna laga og reglna á sviði skattamála

NOKKURRAR óánægju gætir meðal fyrirtækja á Íslandi vegna reglubyrði út af lögum og reglum á sviði skattamála og kváðust aðspurðir forsvarsmenn 70,6% fyrirtækja vera almennt eða alveg ósammála þeirri fullyrðingu að "kerfið [væri] sveigjanlegt og ekki þungt í vöfum" samkvæmt nýrri könnun forsætisráðuneytis, Verslunarráðs Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands, Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 275 orð | ókeypis

Almenn íbúðalán á markaðskjörum

VEÐDEILD Landsbankans mun starfa áfram á þessu ári og bjóða upp á almenn íbúðalán, svo kölluð veðdeildarlán Landsbankans, í samkeppni við Íbúðalánasjóð. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um vaxtakjör veðdeildarlánanna en þau verða kynnt síðar í mánuðinum þegar íbúðalánastarfsemi veðdeildarinnar hefst. Að sögn Halldórs J. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð | ókeypis

Alþingi kemur saman í dag

ALÞINGI kemur saman á ný í dag eftir rúmlega tveggja vikna jólafrí. Þingfundur hefst kl. 13.30 og fer þá einungis fram útbýting þingskjala. Þingflokksfundir verða síðar í dag en á morgun er stefnt að því að halda aðra umræðu um frumvörpin tvö um sjávarútvegsmál sem lögð voru fram í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar. Meira
6. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 282 orð | ókeypis

Annan krefst tafarlauss vopnahlés

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi í gær harðlega árásir á flutningavélar SÞ í Angóla. Hann beindi þeim tilmælum til stríðandi fylkinga að tafarlaust þyrfti að semja um vopnahlé svo hefja mætti leitaraðgerðir. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð | ókeypis

Álfabrenna og flugeldasýning í Reykjanesbæ

ÁLFABRENNA og flugeldasýning verður haldin í kvöld, á þrettándanum, við Iðavelli í Keflavík, Reykjanesbæ. Skrúðganga leggur af stað frá Tjarnargötutorgi kl. 20 undir forystu álfakonungs og drottningar. Við álfabrennuna munu kvennakór Suðurnesja og Karlakór Keflavíkur syngja og þátttakendur auk þeirra eru skátafélögin og Hestamannafélagið Mánið. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 150 orð | ókeypis

Beinu flugi hætt til Helsinki

FLUGLEIÐIR munu leggja niður beint flug til Helsinki í Finnlandi í lok vikunnar en bjóða í staðinn upp á flug þangað í samvinnu við SAS- flugfélagið. FLugleiðir hafa boðið upp á beint flug til Helsinki tvisvar sinnum í viku en í kjölfar samstarfsins við SAS verða farnar daglegar ferðir til borgarinnar með millilendingu í Stokkhólmi. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 125 orð | ókeypis

Björk fagnað í Þjóðleikhúsinu

SÖNGKONAN Björk hélt fyrri tónleika sína af tvennum í gærkvöldi í Þjóðleikhúsinu fyrir fullu húsi gesta og steig hún á svið um klukkan 23. Björk lék lög sín ásamt íslenskum strengjaoktett og breska raftónlistarmanninum Mark Bell og var vel fagnað. Fyrsta lagið á tónleikunum var Vísur Vatnsenda-Rósu í flutningi hljóðfæraleikaranna án Bjarkar en fyrsta lagið sem hún söng var Hunter. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 658 orð | ókeypis

Einn hlekkur af mörgum í riðurannsóknum

BIRKIR Þór Bragason, líffræðingur, sem nú stundar meistaranám við tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, hlaut í gær viðurkenningu fyrir áhugaverðasta framlag ungs vísindamanns á ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild Háskólans. Hlaut hann það fyrir rannsóknir sínar á ákveðnu prótíni sem veldur sjúkdómum í mönnum og dýrum þegar það safnast fyrir í afbrigðilegu formi. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð | ókeypis

Farið á milli félagsmiðstöðva

Í FYRSTU gönguferð sinni á nýja árinu stendur Hafnargönguhópurinn fyrir ferðum á milli félagsmiðstöðva fyrir aldraða fólkið í Reykjavík og Kópavogi. Farið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20 upp Grófina að Félags- og Þjónustumiðstöðinni Vesturgötu 7. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 313 orð | ókeypis

Fjarnám í ferðamálafræðum við HÍ

HÁSKÓLI Íslands mun á vormisseri halda áfram tilraun sinni með fjarnám í ferðamálafræðum. Tilraunin er gerð í samvinnu við menntastofnanir og atvinnuþróunarfélög um allt land og fer fram gegnum gagnvirkan sjónvarpsbúnað og Netið. Hún hófst síðasta haust með námskeiðinu: Inngangur að ferðamálafræði en það sóttu nemendur víðsvegar af landinu. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð | ókeypis

Fjórir milljarðar vegna skattareglna

KÖNNUN á áhrifum laga og reglna á sviði skattamála á fyrirtæki innan vébanda Vinnuveitendasambands Íslands (VSÍ) og Verslunarráðs Íslands (VÍ) bendir til þess að árlegur meðalkostnaður fyrirtækja innan vébanda þessara samtaka sé 1,5 milljarðar króna á ári eða samanlagt um fjórir milljarðar króna. Forsætisráðuneytið, VÍ og VSÍ gengust sameiginlega fyrir könnuninni hér á landi. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 628 orð | ókeypis

Formaður Stúdentaráðs fagnar orðum forsetans

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði það til í nýársávarpi sínu að vegur fullveldisdagsins 1. desember yrði gerður meiri en verið hefur. Ásdís Magnúsdóttir, formaður Stúdentaráðs, fagnar þeim hugmyndum. "Við teljum þetta vera mjög mikilvægan dag í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Við höfum alltaf haldið upp á daginn og lagt mjög mikið upp úr því og fögnum því ef fleiri taka þátt. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð | ókeypis

Framkvæmdir hafnar við Borgarfjarðarbraut

FRAMKVÆMDIR eru hafnar við lagningu Borgarfjarðarbrautar og er nú búið að grafa meginhluta vegskurða í mýrlendi, að sögn Ingva Árnasonar, deildarstjóra framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Verktaki við lagningu Borgarfjarðarbrautar er Leifur Guðjónsson í Borgarnesi og að sögn Ingva hefst hann handa við almenna vegagerð á svæðinu einhvern næstu daga. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 38 orð | ókeypis

Fyrirlestur hjá Nýrri dögun

NÝ dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, heldur sinn fyrsta fyrirlestur ársins fimmtudaginn 7. janúar. Sr. Ingileif Malmberg talar um Andvana fæðingu - Fósturlát og ungbarnadauða. Fyrirlesturinn verður í safnaðarheimili Háteigskirkju og hefst kl. 20. Meira
6. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 427 orð | ókeypis

Færri útköll á síðasta ári vegna eldsvoða

SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað út 96 sinnum á nýliðnu ári, þar af voru 7 útkallanna á svæði Brunavarna Eyjafjarðar og 2 á svæði nágranna slökkviliða. Þetta eru mun færri útköll en var árið á undan þegar liðið var kallað út 121 sinni, þar af í 9 skipti utanbæjar. Meira
6. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 228 orð | ókeypis

Haldið til veiða í norskri lögsögu

NORMA Mary og Onward Highlander, tvö af skipum Onward Fishing Company Ltd., dótturfélags Samherja hf. í Bretlandi, hafa legið við bryggju á Akureyri að undanförnu. Í gær hélt Norma Mary til veiða á Svalbarðasvæðinu en Onward Highlander fer til veiða við Noreg um næstu helgi. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 314 orð | ókeypis

Hálf öld frá því að kennsla hófst í Kópavogsskóla

FIMMTÍU ár verða liðin 12. janúar nk. frá því að kennsla hófst í 1. áfanga Kópavogsskóla. Þessara tímamóta verður minnst með ýmsum hætti síðari hluta skólaársins. Laugardaginn 9. janúar verður gestum boðið til veislu ásamt starfsfólki skólans og fulltrúum nemenda og foreldra. Þar verður tímamótanna minnst. Fyrsti þingmaður Reykjaneskjördæmis, Ólafur G. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 146 orð | ókeypis

Hljóðlaust niðurrif Nýja bíós

ÞESSA dagana er unnið að undirbúningi niðurrifs Nýja bíós við Lækjargötu, þar sem síðast var til húsa skemmtistaðurinn Tunglið. Í gær voru fyrstu tilraunir gerðar með fleyg af nýrri gerð sem er mun hljóðlátari en þeir sem vanalega eru notaðir. Stefnt er að því að niðurrifi hússins verði lokið fyrir 8. febrúar. Jóhannes H. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð | ókeypis

Iðnó fær norræna viðurkenningu

IÐNÓ er meðal fjögurra húsa sem hlotið hafa sérstaka viðurkenningu Norræna ráðsins um málefni fatlaðra, fyrir endurbyggingu hússins. Verðlaunin eru veitt fyrir endurbyggingu húsa með menningarsögulegt gildi á Norðurlöndum, þar sem sérstaklega vel hefur verið staðið að aðgengismálum fatlaðra. Hús voru tilnefnd frá öllum Norðurlöndum þar á meðal tvö frá Íslandi. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 728 orð | ókeypis

Jarðhitaströnd með aðstöðu fyrir 700 baðgesti

Í vor verður opnaður nýr baðstaður við Bláa lónið. Grímur Sæmundsen er framkvæmdastjóri Bláa lónsins hf. "Framkvæmdir hófust síðastliðið vor við að reisa nýja umgjörð um ferðaþjónustu við Bláa lónið. Við komum til með að bjóða þar fullkomna búnings­ og baðaðstöðu og verðum þar með einskonar jarðhitaströnd sem verður á 5. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 508 orð | ókeypis

Jóhanna tekur þátt í prófkjöri með Alþýðuflokknum

JÓHANNA Sigurðardóttir alþingismaður tilkynnti í gær að hún ætlaði að bjóða sig fram í prófkjöri samfylkingar í Reykjavík undir merkjum Alþýðuflokksins og óháðra. Hún stefnir að því að vera í forystu fyrir framboðslistanum. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 184 orð | ókeypis

Komu björgunarmönnunum til hjálpar

BANDARÍSKI auðjöfurinn Jim Rogers og unnusta hans, Paige Parker, sem eru að hefja hnattferð á sérsmíðaðri Mercedes Benz-bifreið, urðu að koma björgunarsveitarmönnum frá Egilsstöðum til aðstoðar í gær og draga þá úr snjóskafli. Meira
6. janúar 1999 | Erlendar fréttir | -1 orð | ókeypis

Kona í fyrsta sinn alvarlega orðuð við framboð

ELIZABETH Dole, fyrrverandi vinnu- og samgöngumálaráðherra Bandaríkjanna og eiginkona Bobs Doles, sem beið ósigur fyrir Bill Clinton í forsetakosningunum árið 1996, tilkynnti á mánudag að hún myndi láta af starfi formanns bandaríska Rauða krossins, Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð | ókeypis

Kæra Landssímans sú þriðja

KÆRA Landssíma Íslands hf. til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála er þriðja kæran sem berst nefndinni. Svo gæti farið að kæra Landssímans verði fyrsta málið sem nefndin úrskurðar um, en fyrri erindin voru bæði leyst áður en til úrskurðar hennar kom. Nefndin hefur starfað frá árinu 1997 og er skipunartími hennar fjögur ár. Formaður nefndarinnar er Jón L. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 464 orð | ókeypis

Líklegt að draga megi úr notkun án skaða

ÝMISLEGT bendir til þess að stöðva megi notkun svefnlyfja aldraðra með því að draga kerfisbundið út notkun þeirra. Jafnvel er talið að svefn verði betri og að hreyfing fólks að degi til aukist. Þetta er meðal ályktana sem Haukur Valdimarsson læknir kynnti á ráðstefnu um rannsóknir læknadeildar Háskóla Íslands sem lauk í gær. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 132 orð | ókeypis

Líkur á hlýnandi veðri

TALSVERT snjóaði austanlands í fyrradag. Á Egilsstöðum hlóðust upp miklir snjóskaflar á skömmum tíma, eins og sést á myndinni, en greiðlega gekk að ryðja snjóinn af götum. Verulega birti í kjölfar snjókomunnar en rigningar og myrkur hafa verið á Egilsstöðum undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands stefnir í ákveðnari suð-austanátt í dag, en í gær var hæg breytileg átt. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð | ókeypis

Lítil spurn eftir mjöli og lýsi

ÚTLIT er fyrir talsverðar verðlækkanir á fiskimjöli og lýsi á næstu mánuðum, að mati Jóns Reynis Magnússonar, forstjóra SR-mjöls hf. Hann segir nú mjög litla spurn eftir mjöli og lýsi, einkum vegna ásóknar kaupenda í aðrar afurðir vegna hækkandi verðs á fiskimjöli og -lýsi að undanförnu. Meira
6. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 493 orð | ókeypis

Losað um hömlur til að styrkja tengsl þjóðanna

BANDARÍKJASTJÓRN hefur ákveðið að stofna ekki sérstaka nefnd til að endurskoða viðskiptabannið á Kúbu sem hefur verið í gildi í 36 ár. Hún leggur hins vegar til að gerðar verði ýmsar ráðstafanir til að auka samskipti Bandaríkjamanna við kúbversku þjóðina án þess að styrkja kommúnistastjórn eyjunnar. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 34 orð | ókeypis

Lýst eftir bifreið

AÐFARANÓTT 31. desember 1998 var bifreiðinni VU-850 stolið sem er Suzuki Samurai, grá að lit. Þeir sem geta gefið upplýsingar um bifreiðina eru vinsamlega beðnir um að láta lögregluna í Kópavogi vita. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð | ókeypis

Læknir slasaðist við störf

LÆKNIR slasaðist á höfði er hann steig út úr sjúkrabifreið á ferð, en verið var að flytja slasaðan farþega eftir bílveltu á Þjórsárdalsvegi við Sandá við Búrfellsvirkjun klukkan 7.20 í gærmorgun. Læknirinn var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur til aðgerðar og var síðan lagður inn á gjörgæsludeild. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð | ókeypis

Maður tekinn með hass

LÖGREGLAN í Reykjavík fann tæp 44 grömm af hassi í bifreið sem hún stöðvaði í eftirlitsferð á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar um tvöleytið í fyrrinótt. Lögreglan hafði grun um að ökumaðurinn hefði fíkniefni í fórum sínum og stöðvaði hún því ferð hans. Meira
6. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 92 orð | ókeypis

Meintar fjöldagrafir í Kosovo kannaðar

HÓPUR eftirlitsmanna á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) hóf í gær að rannsaka fullyrðingar um að fjöldagröf hafi fundist í Kosovo-héraði í Serbíu. Upplýsingar um fjöldagröfina bárust frá liðsmönnum Frelsishers Kosovo (KLA), sem berst fyrir sjálfstæði héraðsins. Fullyrt var að gröfina væri að finna nálægt bænum Urosevac, um 30 km sunnan héraðshöfuðborgarinnar Pristina. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 219 orð | ókeypis

Mjög góð síldveiði en síldin fremur smá

MJÖG góð síldveiði var um 10 mílur vestur af Malarrifi á Snæfellsnesi í fyrrinótt. Svæðinu hefur nú hins vegar verið lokað vegna smásíldar. Að sögn Gunnars Þorlákssonar, skipverja á Húnaröst SF, fylltu sig flest skip í fáum köstum en skipið var í gær á leið til Hornafjarðar með fullfermi, um 800 tonn. "Við tókum aðeins þrjú köst og fengum um 1.000 tonn í síðasta kastinu. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 207 orð | ókeypis

NASCO með flest rækjuleyfi Eistlands

FYRIRTÆKIÐ NASCO ehf. hefur eignast 67% hlut í Permare sem er eitt af stærri útgerðarfyrirtækjum Eistlands. Gengið var frá kaupunum 24. desember sl. Með kaupunum hefur NASCO nú meðal annars yfir að ráða fimm af sex úthafsrækjuveiðileyfum Eistlendinga, ásamt eistnesku fyrirtæki. Meira
6. janúar 1999 | Miðopna | 965 orð | ókeypis

Nær 30% ríkisstarfsmanna hafa þegar ákveðið þátttöku Fyrirhugað er að ráðast í kynningu á frjálsum viðbótarlífeyrissparnaði á

FJÁRMÁLARÁÐHERRA kynnti ásamt fulltrúum verðbréfafyrirtækja, banka, sparisjóða, tryggingafélaga, sparifjáreigenda og lífeyrissjóða á blaðamannafundi í gær frjálsan viðbótar lífeyrissparnað, en reglur þar að lútandi tóku gildi um áramót. Meira
6. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 469 orð | ókeypis

Óvissa í "Evrulandi"

RÍKIN ellefu er tekið hafa upp hinn nýja gjaldmiðil evruna hafa gjarnan verið kölluð "Evruland", þegar rætt hefur verið um þau sem sameiginlegt svæði. Það nafn mælist hins vegar misjafnlega vel fyrir, að minnsta kosti í Frakklandi. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 254 orð | ókeypis

Óþétt tengiró orsök eldsins

ÓÞÉTT tengiró á eldsneytisleiðslu var orsök þess að eldur kom upp í hreyfli flugvélar Flugfélags Íslands síðastliðið sunnudagskvöld. Vélin var á leið frá Egilsstöðum til Akureyrar þegar eldur kom upp í öðrum hreyfli hennar. Meira
6. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 381 orð | ókeypis

Pólitískt uppnám á Filippseyjum

ÚRSKURÐUR hæstaréttar Filippseyja á mánudag um að fresta aftöku dæmds barnaníðings hefur valdið pólitísku uppnámi í landinu. Hart er deilt um réttmæti dauðarefsinga, sem stjórnvöld lögleiddu á ný árið 1994 í því augnamiði að draga úr alvarlegum glæpum. Meira
6. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 172 orð | ókeypis

Slæm flensa geisar á Bretlandi

SLÆM inflúensa geisar nú í norður- og miðhluta Bretlands og eru öll sjúkrahús á þessu svæði yfirfull af fólki sem þurft hefur að leita sér læknisaðstoðar. Að minnsta kosti fjörutíu til fimmtíu þúsund manns þjáðust af flensunni yfir jólin og bresk stjórnvöld hafa þegar lofað auknum fjárframlögum svo sjúkrahús og læknar geti tekið á vandanum sem skyldi, Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð | ókeypis

Slökkviliðið kallað út vegna sinubruna

SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur var kvatt út vegna sinubruna við Vættaborgir í Borgarholtshverfi um klukkan 17 í gær. Tilkynnt var um sinueld rétt hjá verslun Bónus, sem stendur við Vættaborgir. Slökkviliðið réð niðurlögum eldsins á 10 mínútum. Þá var tilkynnt um sinueld við Fálkabakka og Arnarbakka en er slökkviliðsmenn komu á vettvang fannst enginn eldur. Meira
6. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 66 orð | ókeypis

Styrkur í stað jólakorta

STJÓRN Hafnasamlags Norðurlands ákvað að styrkja Krabbameinsfélag Akureyrar í stað þess að senda viðskiptavinum sínum jólakort í ár. Þetta er gert í minningu Guðmundar Sigurbjörnssonar hafnarstjóra, sem lést síðastliðið sumar, langt um aldur fram. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 1082 orð | ókeypis

Svavar skilur eftir sig tómarúm

ÞAÐ má segja að brotthvarf Svavars Gestssonar leiði til þess að ákveðið tómarúm myndast í forystusveit Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Svavar hefur verið í fyrsta sæti lista flokksins í sex alþingiskosningum og fyrirfram var Meira
6. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 127 orð | ókeypis

Svelti gegn EMU-aðild

FINNSKUR bóndi, sem lízt ekkert á að skipta góða gamla finnska markinu út fyrir evruna, sameiginlegan gjaldmiðil Evrópusambandsins, hóf hungurverkfall á nýársdag í mótmælaskyni, að því er finnska útvarpið greindi frá í gær. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 222 orð | ókeypis

Tekur mið af gengiskörfu 11 gjaldmiðla

KAUPGENGI evrunnar var í gær skráð hjá Seðlabanka Íslands á 81,39 krónur og sölugengið 81,89 sem var fyrsti skráningardagur evrunnar hérlendis. Evran er skráð á sama hátt og ecu áður, þ.e. hún tekur mið af gengiskörfu gjaldmiðlanna 11 sem mynda evruna. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 283 orð | ókeypis

Tónlistarhús rís í miðborginni á næstu árum Kostnaður við bygginguna áætlaður 3,5-4 milljarðar króna

RÍKISSTJÓRNIN og Reykjavíkurborg bundust í gær fastmælum um að beita sér fyrir byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í miðborg Reykjavíkur. Nánari staðsetning og afmörkun lóðar verða ákveðin síðar en af einstökum hugmyndum þykja tvær einkum koma til álita, annars vegar staðsetning í miðborginni við höfnina, í tengslum við nýtt hótel, og hins vegar austan Hótels Sögu. Meira
6. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 485 orð | ókeypis

Tvísýn kosningabarátta hafin í Ísrael

FJÖGURRA mánaða kosningabarátta er nú hafin í Ísrael eftir að þingið samþykkti endanlega í fyrradag að efnt yrði til þing- og forsætisráðherrakosninga 17. maí. Skoðanakannanir benda til þess að tveir helstu keppinautar Benjamins Netanyahus njóti mun meiri stuðnings meðal kjósenda en forsætisráðherrann. Meira
6. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 46 orð | ókeypis

Uppskeruhátíð

HALDIÐ verður 10 mínútna skákmót í skákheimilinu við Þingvallastræti 18 á Akureyri fimmtudagskvöldið 7. janúar og hefst það kl. 20. Uppskeruhátíð Skákfélags Akureyrar þar sem afhent verða verðlaun fyrir skákmót síðastliðins hausts verður í skákheimilinu á sunnudag, 10. janúar og hefst hún kl. 14. Meira
6. janúar 1999 | Landsbyggðin | 300 orð | ókeypis

Úthlutað úr Menningarsjóði Sparisjóðsins í Eyjum

Vestmannaeyjum­Fyrir skömmu var úthlutað úr Menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja en sjóðurinn var stofnaður til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Árlega er úthlutað úr sjóðnum og var nú úthlutað úr honum í ellefta skipti. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 430 orð | ókeypis

Útskrift frá Menntaskólanum í Kópavogi

BRAUTSKRÁNING fór fram frá Menntaskólanum í Kópavogi við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju föstudaginn 18. desember. 43 nemendur útskrifuðust að þessu sinni af átta mismunandi brautum. Menntaskólinn í Kópavogi býður nú jöfnum höndum hefðbundið bóknám til stúdentsprófs og verknám á sviði hótel- og matvælagreina auk þess fjölbreytt nám í ferðagreinum. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 190 orð | ókeypis

Veiðiheimildir lítt breyttar milli ára

FÆREYSKUM skipum verður heimilt að veiða 5.600 lestir af botnfiski í íslenskri lögsögu á þessu ári, sem er aukning um 100 lestir frá fyrra ári. Þorskveiðiheimildir Færeyinga aukast um 150 lestir, í 1.150, en heimildir til lúðuveiða minnka úr 200 lestum í 150 lestir vegna lélegs áastands stofnsins. Heimildir til veiða úr öðrum stofnum haldast óbreyttar milli ára. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 531 orð | ókeypis

Vesturlandsvegur tvöfaldaður og mislæg gatnamót byggð

Á ÞESSU ári verða hafnar framkvæmdir við Vesturlandsveg, þar sem ráðgert er að tvöfalda akbrautina á 1.400 metra kafla frá Nesbraut að Víkurvegi í Reykjavík. Ennfremur verða á næsta ári byggð mislæg gatnamót Vesturlandsvegar, Suðurlandsvegar og Nesbrautar. Meira
6. janúar 1999 | Landsbyggðin | 231 orð | ókeypis

Viðurkenning fyrir vegabætur

Hellissandi­Ferðamenn sem ferðast um Snæfellsnes og leggja lykkju á leið sína niður að Djúpalónssandi og niður í Dritvík komast ekki hjá því að sjá að þar hefur umhverfi allt tekið miklum stakkaskiptum. Á hluta vegarins hefur verið lagt bundið slitlag til að draga úr rykmekki í hrauninu og gera ferðamönnum komuna ánægjulegri. Meira
6. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 338 orð | ókeypis

Viðurkennt að Anwar var beittur ofbeldi

RÍKISSAKSÓKNARI Malasíu staðfesti í gær að lögreglumenn hefðu veitt Anwar Ibrahim, fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, áverka eftir að þeir handtóku hann 20. september síðastliðinn. Jafnframt kom fram við vitnaleiðslur í réttarhöldunum yfir Anwar að hann væri ekki smitaður af alnæmi. Saksóknarar luku málflutningi sínum í gær. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 481 orð | ókeypis

VR vill fá skrifstofumenn símans til sín

VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur sent miðstjórn Alþýðusambands Íslands bréf þar sem félagið óskar eftir áliti á því að skrifstofumenn, sem aðild eiga að Félagi íslenskra símamanna, gerist aðilar að ASÍ í gegnum aðild að Rafiðnaðarsambandi Íslands. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, segir að aðild skrifstofumanna að RSÍ sé brot á lögum ASÍ. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð | ókeypis

Yfir 1100 manns fengu aðstoð Mæðrastyrksnefndar

ÚTHLUTUN til skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar hófst 10. desember og lauk 23. desember. "Það voru fleiri fjölskyldur í ár sem óskuðu eftir aðstoð miðað við árið í fyrra því að á tólfta hundrað einstaklingar og fjölskyldur fengu aðstoð frá nefndinni í formi matarmiða er skjólstæðingar notuðu til kaupa á nauðsynjavöru fyrir jólin. Meira
6. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 147 orð | ókeypis

Þjónustuíbúðir við Eiðsvallagötu

ALLS verður 68 milljónum króna varið til fjárfestinga vegna félagsmála á vegum bæjarsjóðs Akureyrar á árinu, en upp í það kemur framlag úr Framkvæmdasjóði fatlaðra sem nemur 36 milljónum króna. Áætlað er að bygging þjónustuíbúða við Eiðsvallagötu kosti 32 milljónir króna og mun framlag úr Framkvæmdasjóði fatlaðra notað til framkvæmdanna. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð | ókeypis

Þjónustusamningur Landssímans og RÚV

LANDSSÍMI Íslands hf. og Ríkisútvarpið hafa skrifað undir samning, þar sem kveðið er á um að Landssíminn taki að sér fyrir RÚV flutning og dreifingu mynd- og hljóðmerkja miðla RÚV, rekstur á núverandi dreifikerfi og hönnun og framkvæmdir vegna þróunar og stækkunar dreifikerfisins. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð | ókeypis

Þrettándabrenna HK í Fagralundi

ÁRLEG þrettándabrenna HK verður haldin í Fagralundi í Fossvogsdal á félagssvæði HK. Gert er ráð fyrir að fólk komi saman um kl. 18.30. Gengið verður frá Fagralundi kl. 18.45 að brennunni. Kveikt verður á brennunni kl. 19. Í göngunni verða púkar á ferð að vísa jólasveinunum til fjalla. Kór Snælandsskóla syngur nokkur lög og endað verður með flugeldasýningu. Meira
6. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð | ókeypis

Þrettándaganga og blysför í Öskjuhlíð

LÍKT og undanfarin ár verður þrettándaganga og blysför um álfabyggðir í Öskjuhlíð. Hún er í kvöld, miðvikudagskvöldið 6. janúar, kl. 19 og er mæting við Perluna en blys verða seld á 300 kr. áður en gangan hefst. Meira
6. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 78 orð | ókeypis

Þrettándagleði Þórs

ÁRLEG þrettándagleði Íþróttafélagsins Þórs verður haldin á svæði félagins að Hamri við Skarðshlíð í kvöld, miðvikudagskvöldið 6. janúar, og hefst hún kl. 20. Að venju verða ýmsar kynjaverur á ferðinni, jólasveinar, álfar, púkar, tröll og vitanlega álfakóngur og álfadrottning. Meira
6. janúar 1999 | Miðopna | 1917 orð | ókeypis

Þurfum að þekkja uppruna berklanna til að verjast þeim Heimurinn er eitt samskiptasvæði og vegna þess eru smitsjúkdómavarnir

"ÍSLENDINGUM stafar ekki bráð hætta af berklum en með síauknum samskiptum við umheiminn þurfum við að vita í hvaða löndum berklar eru ríkjandi og hvar er hugsanlegt að við gætum smitast af þeim. Meira

Ritstjórnargreinar

6. janúar 1999 | Staksteinar | 283 orð | ókeypis

»Hátækni á Keldnaholti Keldnaholt getur orðið þróunarumhverfi fyrir hátækni í framtíðinni

Keldnaholt getur orðið þróunarumhverfi fyrir hátækni í framtíðinni segir í leiðara Púlsins, fréttablaðs Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingaiðnaðarins. Stóraukið fé Meira
6. janúar 1999 | Leiðarar | 811 orð | ókeypis

leiðari ALDARAFMÆLI KFUM OG K FYRIR RÉTTUM eitt hundrað árum stofnaði

leiðari ALDARAFMÆLI KFUM OG K FYRIR RÉTTUM eitt hundrað árum stofnaði ungur prestur, séra Friðrik Friðriksson, sem kom frá námi í Kaupmannahöfn, kristilegt ungmennafélag undir nafninu Kristilegt félag ungra manna, stytt í KFUM. Stofnfundurinn var haldinn 2. janúar 1899 og fjórum mánuðum síðar, eða 29. Meira

Menning

6. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 1010 orð | ókeypis

Afkastamikill letingi

FYRIR MÖRGUM árum var til hljómsveit sem kallaðist Housemartins, naut gríðarlegra vinsælda fyrir léttsósíalískt grípandi popp og hætti þegar hæst lét. Tveir liðsmanna hennar stofnuðu nýja hljómsveit, The Beautiful South, einn kom sér í klandur með morðtilræði og annar kom sér upp nokkrum aukasjálfum og tók að gefa út danstónlist sem mest hann mátti. Meira
6. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 64 orð | ókeypis

Baðföt að hætti Egypta

Baðföt að hætti Egypta Á TÍSKUSÝNINGU í Yehuda í Ísrael á mánudag voru sýnd baðfötin frá Gottex-tískuhúsinu og voru sum þeirra undir miklum egypskum áhrifum. Það má merkja á baðfötunum sem ísraelska fyrirsætan sýnir á myndinni, en buxurnar eru eins og stutt egypskt pils með klauf og munstrið er einnig að egypskum hætti. Meira
6. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 277 orð | ókeypis

Fallin fyrirsæta Saga Giu (Gia)

Framleiðendur: James D. Brubaker. Leikstjóri: Michael Christofer. Handritshöfundur: Jay McInerey og Michael Christofer. Tónlist: Terence Blancard. Aðalhlutverk: Angelia Jolie, Faye Dunaway, Mercedes Ruehl, Elizabeth Mitchell, Kyle Travis. 120 mín. Bandaríkin. Bergvík 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
6. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 224 orð | ókeypis

Fáum okkur kínverskt í kvöld Leigumorðingjarnir (The Big Hit)

Framleiðendur: Warren Zide og Wesley Snipes. Leikstjóri: Che-Kirk Wong. Handrit: Ben Ramsey. Kvikmyndataka: Danny Nowak. Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Lou Diamond Phillips og Christina Applegate. (92 mín.) Bandarísk. Skífan, desember 1998. Bönnuð innan 16 ára. Meira
6. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 165 orð | ókeypis

Flugumferðarstjóri á ystu nöf Skjágalli (Blackout)

Framleiðendur: Anthony Santa Croce. Leikstjóri: Jeff Bleckner. Handritshöfundur: Matthew Bombeck. Kvikmyndataka: Alan Caso. Tónlist: Gary Chang. Aðalhlutverk: Eric Stolz, Charles Martin Smith, Leslie Hope, Lorraine Toussaint. 85 mín. Bandaríkin. Bergvík 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
6. janúar 1999 | Menningarlíf | 2153 orð | ókeypis

Forsendur tónlistarlífs treystar

Forsendur tónlistarlífs treystar Ríki og Reykjavíkurborg bundust í gær böndum um að beita sér fyrir byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í miðborginni. Meira
6. janúar 1999 | Menningarlíf | 963 orð | ókeypis

Leika ásamt nokkrum nemenda sinna

ÞEIR eru orðnir allmargir, íslensku tónlistarmennirnir, sem hafa numið hjá hjónunum Almitu og Roland Vamos, sem bæði eru prófessorar við Oberlin-tónlistarháskólann í Ohio í Bandaríkjunum, en auk kennslustarfanna eru þau bæði þekktir einleikarar, hún á fiðlu og hann á víólu, og hafa þau hlotið viðurkenningar víða um heim fyrir leik sinn. Meira
6. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 99 orð | ókeypis

Óvinur ríkisins vinsælastur

Óvinur ríkisins vinsælastur SPENNUMYNDIN Óvinur ríkisins eða Enemy of the State fer í efsta sæti á listanum yfir aðsóknarmestu kvikmyndir á Íslandi sína fyrstu sýningarhelgi. Will Smith er enda ekki öðru vanur. Meira
6. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 223 orð | ókeypis

Patch Adams vann glímuna við kuldabola

Kvikmyndaaðsóknin jókst um 5,5% milli ára Patch Adams vann glímuna við kuldabola FIMBULKULDAR í miðvestur- og norðausturhluta Bandaríkjanna drógu úr kvikmyndaaðsókn um síðustu helgi og fennti yfir vonir manna í Hollywood um að fylgja eftir metaðsókn um jólahelgina viku áður. Meira
6. janúar 1999 | Menningarlíf | 331 orð | ókeypis

Poulenc-hátíð í Iðnó

TÓNLEIKARÖÐ, þar sem flutt verða kammerverk Poulenc auk úrvals sönglaga verður í Iðnó í tilefni þess, að 7. janúar 1999 eru liðin 100 ár frá fæðingu franska tónskáldsins Francis Poulenc. Um er að ræða ferna tónleika, 6. janúar, 12. janúar, 19. janúar og 26. janúar sem hefjast allir kl. 20.30. Meira
6. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 308 orð | ókeypis

Sextugasta sýning á Sex í sveit Að kæt

Sextugasta sýning á Sex í sveit Að kæta fólk og græta GAMANLEIKRITIÐ Sex í sveit, sem sýnt er í Borgarleikhúsinu, hefur verið sýnt fyrir fullu húsi síðan það var frumsýnt í byrjun mars á seinasta ári og er þetta því annað leikárið sem leikritið gengur. Meira
6. janúar 1999 | Kvikmyndir | 333 orð | ókeypis

Stuttmynd ársins

Handrit og leikstjórn: Katrín Ólafsdóttir. Tónlist: Margrét Örnólfsdóttir. Leikendur: Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Árni Pétur Guðjónsson, Katrín Ólafsdóttir, Kristbjörg Kjeld o.fl. Meira
6. janúar 1999 | Kvikmyndir | 234 orð | ókeypis

Undraheimur brúðanna

Leikstjóri: Ivo Caprino. Handrit: Ivo Caprino og Kjell Aukrust. Sviðsmynd og brúður: Kjell Aukrust. Raddir: Jóhann Sigurðarson, Erla Ruth Harðardóttir, Sigurður Skúlason, Örn Árnason og Þröstur Leó Gunnarsson. Caprino Filmcenter 1975. Meira
6. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 804 orð | ókeypis

Það er nútíðin sem skiptir máli

Heimildarmynd um eyðnismituð börn sýnd vestanhafs Það er nútíðin sem skiptir máli HYDEIA er fjórtán ára stúlka með eyðni og hún er ein þeirra barna sem fram komu í heimildarmynd um börn með eyðni sem sýnd var í Bandaríkjunum nýverið. Meira
6. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 693 orð | ókeypis

Þeir eru mjög þétt band Dead Sea Apple er ein af íslensku hljómsveitunum sem eru að herja á erlendan markað og er komin með

ÞAÐ ERU ekki margir sem geta státað af því að bæði Beck og Sex Pistols hafi spilað eftir þá lag. Eða að hafa leikið á gítar hjá Van Morrison í "Brown Eyed Girl" og hjá The Monkees í laginu "Im a Believer". Hvað þá að hafa samið mest leiknu auglýsingastef í heimi fyrir Coca Cola og Nabisco. Meira

Umræðan

6. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 464 orð | ókeypis

Áhrif fíkniefnaneyslu barna á fjölskylduna

EF hægt væri að einskorða afleiðingar fíkniefnaneyslu barna bara við þau sjálf væri stór sigur unninn en það er langt því frá að svo sé. Fjölmargir aðrir líða fyrir neysluna. Fjölskyldur neytendanna bíða alltaf hörmulegt skipbrot þegar ömurleiki neyslunnar færist inn á heimilin. Foreldrar verða strax ráðþrota og vita ekki hvernig taka skuli á vandamálinu. Meira
6. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 522 orð | ókeypis

Á hvaða leið...?

ÞAÐ ER mikið rætt um vímulaust ár í dag, og eins hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að unga fólkið ánetjist þeim eiturefnum sem flæða yfir okkar blessaða land í stríðum straumum og valda hinu stórkostlega tjóni bæði á sál og líkama. Meira
6. janúar 1999 | Aðsent efni | 1047 orð | ókeypis

Dagvist barna "Gæsluveita Reykjavíkur"

ER MENNTUN í leikskóla, sem á sér námskrá frá menntamálaráðuneytinu og er skilgreindur fyrsta skólastig barnsins, alveg hið sama og félagsleg úrræði í dagvistarmálum? Nýársboðskapur starfsmanna Dagvistar barna í Reykjavík boðar það. Í þessum skrifum lýsa þeir því beinlínis yfir, að leikskóli og dagvist sé eitt og hið sama. Þetta eru undirritaðri ný tíðindi og koma nokkuð á óvart. Meira
6. janúar 1999 | Aðsent efni | 650 orð | ókeypis

Evrópusambandið, Sjálfstæðisflokkurinn og næstbezti kosturinn

ÍSLENSK stjórnvöld hafa farið sér hægt í frekari nálgun Íslands að Evrópusambandinu (ES). Sú stefna hefur á margan hátt verið skynsamleg. Íslendingar eru tortryggnir á allt sem kann að raska eigin sjálfstæði og þurfa tíma. Við höfum heldur ekki fundið þá lausn, sem bæði tryggir okkur áhrif innan Evrópu og tryggan eigin afrakstur af auðlindum okkar. Meira
6. janúar 1999 | Aðsent efni | 235 orð | ókeypis

Nýtt happdrættisár

ÞAÐ hefur löngum tíðkast að fagna nýju ári og bjóða það velkomið, þrátt fyrir að enginn viti hvað það hefur að bjóða. Hins vegar vonum við að árið verði okkur og okkar nánustu gott og farsælt. Við vonumst til að nýtt ár verði happaár fyrir okkur og landsmenn alla. Almenningur á Íslandi hefur tekið höndum saman um að koma ótrúlegustu markmiðum í framkvæmd. Meira
6. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 449 orð | ókeypis

Samfélagsábyrgð gegn glæpum

SKIPULÖGÐ glæpastarfsemi á Íslandi í sölu fíkniefna, smyglaðs áfengis og landasölu má ætla að nemi um 3­3,5 milljörðum á ári, þar af 2 milljörðum í fíkniefnum. Hverju er um að kenna? Það er óljóst. Þó má draga ályktanir, en af varúð, því samspil margra þátta ræður hér um. Meira
6. janúar 1999 | Aðsent efni | 634 orð | ókeypis

Samfylkingin og Alþýðubandalagið

Í ALLRI stjórnmálasögu fullvalda Íslands hafa menn barist fyrir sjónarmiðum félagshyggju og jöfnuðar. Sú barátta hefur vissulega verið háð við misjafnar aðstæður, og því miður lengstum einkennst af innbyrðis sundrungu. Ólíkt því sem þekkist víða um hinn vestræna heim hefur hægriflokkur náð fótfestu hér á landi sem stærsta stjórnmálaaflið, og það sem mest áhrif hefur haft á mótun samfélagsins. Meira
6. janúar 1999 | Aðsent efni | 628 orð | ókeypis

Stutt áramótakveðja

EKKI FER hjá því að Íslendingi, sem dvelur erlendis um jól og áramót, verði tíðum hugsað heim til ættjarðarinnar. Og víst er um það, þótt sólvermdur sé í hlýjum garði í suðrænu landi, að ekkert stenst samanburð við Ísland og það sem íslenskt er í huga þeirra, sem þar hafa alið aldur sinn. Meira
6. janúar 1999 | Aðsent efni | 743 orð | ókeypis

Tónlistarhöll Íslands

GÆRDAGURINN (5. janúar) var mikill gleðidagur fyrir íslenska tónlistarunnendur. Þá tilkynntu menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, og borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ákvörðun ríkisstjórnar og Reykjavíkurborgar um að reisa skuli tónlistarhús í Reykjavík. Beðið hefur verið eftir þessari ákvörðun í marga áratugi. Meira
6. janúar 1999 | Aðsent efni | 986 orð | ókeypis

Um veg og virðingu Alþingis

MÉR þótti vænt um opið bréf til mín frá Vilhjálmi Egilssyni sem birtist í Morgunblaðinu 28. desember enda veitti það mér eiginlega tvöfalda ánægju. Annars vegar gefst mér tilefni til að leiðrétta þann misskilning að forystugreinin sem ég skrifaði í desemberhefti fréttabréfs Samtaka iðnaðarins fjalli um Vilhjálm Egilsson og verk hans á Alþingi. Meira
6. janúar 1999 | Aðsent efni | 1455 orð | ókeypis

Þróun áfengisvanda ­ áhrifa- og áhættuþættir

ÞRÓUN áfengis- og vímuefnavanda er flókið ferli þar sem fjöldi faraldsfræðilegra þátta og áhættuþátta skiptir máli. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að það verður enginn áfengis- eða vímuefnasjúklingur sem ekki hefur neytt slíkra efna. Einföld og sjálfsögð staðreynd sem oft gleymist en er nauðsynlegt að hafa í huga þegar t.d. aðgerðir stjórnvalda eru skoðaðar. Meira
6. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 951 orð | ókeypis

Önnur atlaga gerð að sjómannsfjölskyldu á sex árum

ÞAÐ ER erfitt að þegja þunnu hljóði yfir endurráðningu undirmanna á togarann Örfirisey RE-4. Því auðvitað er þetta reiðarslag og kemur óneitanlega niður á allri fjölskyldunni. Við sjómannskonur látum alltof sjaldan í okkur heyra og mættum við gera miklu meira af því, sérstaklega þegar okkur finnst mönnum okkar misboðið. Meira

Minningargreinar

6. janúar 1999 | Minningargreinar | 807 orð | ókeypis

Ásta Fjeldsted

Það er alltaf erfitt að kveðja sína nánustu og ekki hvað síst um jól þegar fjölskyldur hittast til þess að treysta ættarböndin og halda heilög jól. Ásta Fjeldsted tengdamóðir mín lést 23. desember sl. á heimili sínu, Jökulgrunni 3, Reykjavík. Hún var fædd í Reykjavík og var stolt af því. Bjó alla tíð vestan við læk eða þar til fyrir níu árum að hún flutt að Jökulgrunni. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 214 orð | ókeypis

ÁSTA FJELDSTED

ÁSTA FJELDSTED Ásta Fjeldsted fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1909. Hún lést á heimili sínu 23. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jokum Þórðarson, f. 25. ágúst 1876, d. 1915, og Diljá Tómasdóttir, f. 24. ágúst 1881, d. 2.1. 1969. Kjörforeldrar: Andrés Fjeldsted, augnlæknir, f. 10.11. 1875, d. 9.2. 1923. og Sigríður Fjeldsted, f. 11.2. 1888, d. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 402 orð | ókeypis

Ásta Fjelsted

Amma er lögð af stað í ferðina löngu og þótt hún hafi sjálf verið reiðubúin eftir langa og gifturíka ævi vorum við hin tæplega undir það búin að hún færi frá okkur svo skyndilega. En þannig hafði hún einmitt viljað fara. Í sumar hafði hún talað um að heimsækja okkur í Englandi ef mamma kæmi frá Suður-Afríku til að hjálpa til eftir fæðingu Ingu Freyju í desember. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 301 orð | ókeypis

Guðfinnur Jónsson

Látinn er góður vinur og fyrrverandi starfsmaður, Guðfinnur Jónsson búfræðingur, á 87. aldursári. Guðfinnur fæddist á Urriðavatni í Fellum í Norður-Múlasýslu 9. desember 1912. Foreldrar Guðfinns voru Jón bóndi á Urriðavatni og Oddbjörg Sigfúsdóttir. Guðfinnur stundaði búfræðinám á Hvanneyri frá 1930 og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur 1932. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 824 orð | ókeypis

Guðfinnur Jónsson

Ég minnist föður míns Guðfinns með miklu þakklæti og sárum söknuði en ég á fallegar og góðar minningar um föður minn og margar skemmtilegar, en samt samgladdist ég pabba þegar kallið kom og ég fékk að halda í höndina á honum þegar hann dó. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 164 orð | ókeypis

Guðfinnur Jónsson

Mig langar til þess að minnast afa míns með nokkrum kveðjuorðum nú þegar hann hefur kvatt þetta líf. Þegar mamma stóð í skilnaði tók hann vel á móti okkur mæðgum og veitti okkur húsaskjól. Hann var ekki aðeins afi minn heldur kom hann mér í föðurstað og sá til þess að mig og mömmu skorti ekki neitt. Ég hef margar góðar minningar um afa er ég horfi til baka á Sogavegi þegar ég var lítil. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 221 orð | ókeypis

GUÐFINNUR JÓNSSON

GUÐFINNUR JÓNSSON Guðfinnur Jónsson fæddist 9. desember 1912 á Urriðavatni í Norður-Múlasýslu. Hann andaðist á Landspítalanum á jóladag, 25. desember. Foreldrar Guðfinns voru Jón ólafsson, bóndi á Urriðavatni, og Oddbjörg Sigfúsdóttir, húsfrú á Krossi í Fellum. Guðfinnur eignaðist 4 hálfsystkini sem eru öll látin nema eitt, 3 þeirra voru honum sammæðra. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 370 orð | ókeypis

Guðmundur Erlendsson

Þann dag, þá er helgasta hátíð ársins er að ganga í garð er vinur minn Guðmundur Erlendsson að leggja upp í langferð, héðan úr þessum heimi. Fyrstu kynni mín af Guðmundi voru fyrir um 15 árum, en þá störfuðum við báðir hjá Hafnarfjarðarbæ og tókst þá strax með okkur góður vinskapur og reyndist hann mér ávallt sem einn af mínum bestu vinum, þó aldursmunur væri nokkur. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 775 orð | ókeypis

Guðmundur Erlendsson

Snjókornin falla. Sérhvert þeirra agnarsmátt en samt með sín sérkenni og sitt munstur. Saman mynda þau hvíta mjallarbreiðu sem leggst mjúklega yfir allt og endurkastar birtu. Þess vegna er snjófölin okkur fagnaðarefni í skammdeginu, hún lýsir upp annars skamman dag. Lík snjókornum voru þau orð sem Guðmundur lét falla í minn garð. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 323 orð | ókeypis

Guðmundur Erlendsson

Vinirnir kveðja einn og einn og nú ertu horfinn yfir móðuna miklu, kæri vinur og bróðir. En lífið heldur áfram. Ég vil þakka þér af heilum hug fyrir yndislegar samverustundir. Hinar ljúfustu minningar streyma nú fram. Um hestaferðirnar okkar, oftast þó á þínum hestum, þú á Grána, ég á Jarp. Þú varst svo ánægður yfir að sjá hvað mér gekk vel að halda Jarp á fallegum og góðum gangi. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 415 orð | ókeypis

Guðmundur Erlendsson

Elsku besti frændi minn, nú ert þú horfinn yfir móðuna miklu og langar mig að senda þér kveðju mína. Ég á svo margar minningar um þig sem koma upp í hugann nú á þessum dögum. Þegar við fjölskyldan fórum að heimsækja þig eða þú komst til okkar þegar ég var lítill laumaðir þú oft 25 króna seðli í lófa okkar Óla bróður og á eftir fylgdi klapp á kollinn og hlýleg stroka niður kinn sem þýddi allt í Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 271 orð | ókeypis

Guðmundur Erlendsson

Það var aðfangadagur og jólin rétt að ganga í garð þegar mér bárust þær fréttir að Mundi frændi væri dáinn. Það var huggun harmi gegn að vita að hann væri á hátíð ljóss og friðar kominn í faðm horfinna ástvina í stað þess að liggja veikur á sjúkrahúsi. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 285 orð | ókeypis

Guðmundur Erlendsson

Nú þegar elskulegur Guðmundur, mágur minn, hefur kvatt þetta tilveruskeið rifjast margt upp af stórum minningarsjóði liðinna ára. Er hann var að koma í heimsókn til að kynnast börnunum okkar og leiðbeina þeim fyrstu sporin út á lífsbrautina og fylgdist með þeim alla tíð síðan þó leiðir skildu, í vegalengdum séð, var hugurinn og ástúðin alltaf hjá þeim, Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 212 orð | ókeypis

Guðmundur Erlendsson

Látinn er heiðursmaður og vinur minn Guðmundur Erlendsson, sem ætíð var kallaður Mundi frændi á okkar heimili. Kynni okkar hófust fyrir um 35 árum er ég kynntist eiginmanni mínum. Oft sátum við og spjölluðum saman og kom þá berlega í ljós hve skemmtilega málgefinn og fastheldinn hann var á skoðunum sínum. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 173 orð | ókeypis

Guðmundur Erlendsson

Hin ánægjulegu kynni mín af Íslandi eru svo mikið tengd Guðmundi Erlendssyni. Fyrsta Fjallabaksferð mín, með Nichole og Jóni Benediktssyni, opnaði mér nýja heima. Í þeirri ferð var Guðmundur Erlendsson. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa þar sem óvanan ferðamann vantaði aðstoð. Önnur ferð var farin austur að Ragnheiðarstöðum, þar sem við máttum velja okkur hesta úr stærðar stóði. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 213 orð | ókeypis

Guðmundur Erlendsson

Guðmundur fæddist í Reykjavík 27. september 1921. Hann ólst upp í Skagafirði frá tveggja ára aldri, að mestu á Kleif á Skaga. Um tvítugt hélt hann til Reykjavíkur og starfaði þar við svonefnda "Bretavinnu" ásamt fleiri störfum, þar til hann hóf múraranám undir handleiðslu Ólafs Pálssonar múrarameistara og Iðnskólans í Reykjavík. Alla starfsævi sína helgaði hann iðninni. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 350 orð | ókeypis

Guðmundur Erlendsson

Frændi minn heitir Mundi, hann er alltaf léttur í Lundi. Mér þykir ósköp vænt um hann. Guðrún fékk ágætis eiginmann. Það varð nú ekkert stórt skáld úr henni litlu frænku þinni sem skrifaði þessa vísu til þín fyrir u.þ.b. 25 árum, á þeim tíma sem þú varst með hestana þína hjá Geira í Lundi. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 448 orð | ókeypis

Guðmundur Erlendsson

Á aðfangadag jóla söðlaði góðvinur fjölskyldunnar; hestamaðurinn mikli Guðmundur Erlendsson, fák sálarinnar, kvaddi sitt jarðlíf sem nú var bundið sjúkrahúsi og hleypti á skeið á Skaparans fund. Hann hafði nokkrum dögum áður fengið óvænt áfall og ljóst var að heilsa hans yrði aldrei söm. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 390 orð | ókeypis

Guðmundur Erlendsson

Að leiðarlokum er það verðugt að við systur minnumst Guðmundar Erlendssonar með þakklæti. Guðmundur var einn af elstu vinum föður okkar og fjölskylduvinur í húsum foreldra okkar frá fyrstu tíð. Hann var tíður gestur þeirra og síðar átti hann einatt leið á heimili okkar systranna. Einatt mundi hann eftir afmælisdögum okkar, fylgdist með börnunum okkar og mökum. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 165 orð | ókeypis

GUÐMUNDUR ERLENDSSON

GUÐMUNDUR ERLENDSSON Guðmundur Erlendsson var fæddur í Reykjavík hinn 27. september 1925. Hann lést í Reykjavík 24. desember síðastliðinn. Foreldrar Guðmundar voru þau Sveinfríður Jónsdóttir frá Ási í Rípurhreppi, Skagafirði, og Erlendur Gíslason frá Kiðabergi í Grímsnesi, Árnessýslu. Sveinfríður var fædd 2.4. 1898 en lést 3.7. 1967. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 279 orð | ókeypis

Guðmundur Klemenzson

Gamli kennari minn og frændi, Guðmundur Klemenzson, lést á aðfangadegi jóla. Hann varð ekki gamall maður, en lífið varð honum þungbært með köflum. Lömunarveiki fékk hann barn að aldri og gekk fatlaður síðan. Hann Guðmundur var hýr og ljúfur maður, unni dalnum sínum og lagði á sig ómælt erfiði til að hafa þar búsetu. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 180 orð | ókeypis

Guðmundur Klemenzson

Hugurinn reikar norður í Svartárdal. Í mynni hans stendur Bólstaðarhlíð, þar bjó hann Gumi eins og hann var kallaður. Minningar skjóta upp kollinum frá þeim tíma sem ég og fjölskylda mín áttum heima í Bólstaðarhlíð. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 275 orð | ókeypis

Guðmundur Klemenzson

Þessi fátæklegu orð eru sett á blað til að minnast Guðmundar Klemenzsonar frænda míns, sem við kölluðum alltaf Guma. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi aðfangadags eftir stutt en erfið veikindi. Gumi var fæddur og uppalinn í Bólstaðarhlíð og bjó þar alla tíð. Hann veiktist í æsku og var mikið fatlaður eftir það, en tók því með aðdáunarverðum hetjuskap og dugnaði. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 356 orð | ókeypis

Guðmundur Klemenzson

Hann Guðmundur frændi er látinn og mig langar með nokkrum orðum að minnast þessa einstaka ljúflings sem alltaf var kallaður Gumi af vinum og vandamönnum. Gumi var oft gestur á mínu æskuheimili enda uppeldisbróðir föður míns og góður vinur móður minnar. Á ferðum sínum suður um heiðar gisti hann oftast á heimili foreldra minna, þannig að vináttan var náin alla tíð. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 120 orð | ókeypis

GUÐMUNDUR KLEMENZSON

GUÐMUNDUR KLEMENZSON Guðmundur Klemenzson fæddist í Bólstaðarhlíð í Austur-Húnavatnssýslu 27. febrúar 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 24. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Klemenz Guðmundsson, bóndi í Bólstaðarhlíð, og kona hans Elísabet Magnúsdóttir. Guðmundur var þriðji í röð fjögurra bræðra. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 193 orð | ókeypis

Guðríður Pálmadóttir

Elsku amma mín. Lífið er oft á tíðum skrítið. Þú sem alltaf varst svo varkár og gætin fyrir öllum hættum þá sérstaklega gagnvart bílum. Ótrúlegt að þú skyldir hljóta þessi örlög. Amma Gauja var dásamleg kona og vart hægt að hugsa sér betri ömmu. Alltaf hafði hún áhyggjur af því hvernig öðrum liði. Hún hugsaði fyrst um aðra svo um sjálfa sig. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 52 orð | ókeypis

Guðríður Pálmadóttir

Elsku amma, mig langar að kveðja þig og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar okkar. Þú ert mér mikilvæg í lífi mínu. Ég sakna þín og þess að hafa þig ekki. Minna fer ég frá þér en þú frá mér og ég sakna þín meir en þú mín. Þín Nína Dröfn. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 233 orð | ókeypis

Guðríður Pálmadóttir

Elsku Gaujamma. Að þú sért búin að kveðja okkur og farin úr þessum heimi er erfitt að sætta sig við. Þegar við fengum þær fréttir að keyrt hefði verið á þig grunaði okkur aldrei að þú myndir deyja, vegna þess hve hress þú varst, alltaf í leirlistinni, með kaffiboð og spjallaðir við okkur systurnar, ekki bara sem amma, heldur eins og sannur vinur sem hægt var að treysta fyrir öllu. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 310 orð | ókeypis

Guðríður Pálmadóttir

Þriggja vikna harðri baráttu er lokið. Elsku Guðríður, blessuð sé minning þín og hvíl í friði. Það er erfitt að sætta sig við og jafnframt óréttlátt að fullfrískt fólk sé rifið burt á þennan hátt. Sár missir hjá börnum og öllum aðstandendum. Ein ég trúi því að Guðríði líði vel núna í faðmi undangenginna ástvina. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 131 orð | ókeypis

Guðríður Pálmadóttir

Elsku amma. Ég trúi því varla að þú sért farin frá okkur, amma mín. Ég sakna þín svo mikið. Það góða er að þú skildir eftir svo ljúfar minningar, til dæmis úr Danmerkurferðinni sem þú fórst með okkur árið '87 og alls konar hluti sem við gerðum í sameiningu. Ég vildi að þú hefðir lifað aðeins lengur svo ég hefði getað sagt þér allt sem mig langaði að segja þér. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 308 orð | ókeypis

Guðríður Pálmadóttir

Við andlát Guðríðar Pálmadóttur, Gauju eins og við kölluðum hana alltaf, leitar hugur okkar hjónanna um marga áratugi sem samfylgd og náinn vinskapur hefur lifað. Vinátta hennar var einstök, lítillætið og hlýjan sem er áhrifameiri en nokkurt orð. Ung giftist hún Garðari Hólm Pálssyni sem einnig var vinur okkar beggja. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 283 orð | ókeypis

Guðríður Pálmadóttir

Það er með söknuði og þakklæti sem ég kveð tengdamóður mína Guðríði Pálmadóttur. Hugur minn reikar aftur um 26 ár þegar Erlingur kom með mig og Lilju Björk dóttur okkar fyrst inn á heimili tengdaforeldra minna. Ég gleymi aldrei þeirri hlýju og þeim kærleika sem einkenndi þau bæði og þeirri blíðu þegar þú Gauja mín sagðir: "Komdu til ömmu. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 155 orð | ókeypis

Guðríður Pálmadóttir

Hún Guðríður, tengdamóðir mín, var óvenju yndisleg manneskja. Hún gaf ríkulega af sjálfri sér og uppskar ást og virðingu þeirra sem henni kynntust. Hún mætti erfiðleikum með jafnaðargeði og leitaði ávallt jákvæðra lausna. Hún naut þess að gleðjast með fjölskyldu og vinum. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 354 orð | ókeypis

Guðríður Pálmadóttir

Á langri ævi birtist lífið og tilveran í mörgum myndum. Margt af því sem maður sér og reynir í lífinu kemur manni ekki svo mjög á óvart, en aðrir atburðir eru þess eðlis að erfitt er að sætta sig við þá og koma eins og reiðarslag inn í líf manna og tilveru. Einn slíkur atburður gerðist er kær mágkona mín, Guðríður Pálmadóttir, varð fyrir stórslysi hinn 6. desember sl. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 364 orð | ókeypis

Guðríður Pálmadóttir

Elsku amma Gauja. Ég var harmi sleginn þegar síminn hringdi um kvöldmatarleytið þann 6. desember og okkur tjáð að þú, elsku amma, hefðir orðið fyrir bíl á leiðinni út í búð. Þvílíkt óréttlæti. Ég hafði skömmu áður hringt í þig og sagt að ég ætlaði að koma til þín í heimsókn og að ég hlakkaði svo til að sjá þig. Örlögin gripu inn í og af þeirri heimsókn varð ekki. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 249 orð | ókeypis

GUÐRÍÐUR PÁLMADÓTTIR

GUÐRÍÐUR PÁLMADÓTTIR Guðríður Pálmadóttir fæddist á Akureyri 12. júní 1925. Hún lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur af völdum umferðarslyss 29. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Pálmi Anton Loftsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, f. 17.9. 1894, d. 18.5. 1953, og Guðríður Vilhjálmsdóttir, tónlistarkennari, f. 28.6. 1898, d. 2. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 746 orð | ókeypis

Jóhanna Þorsteinsdóttir

Haustið 1957 fluttum við hjónin til Akureyrar og bjuggum fyrsta árið í Ránargötu 26. Eitthvert sinn, er ég kom heim til mín, sat kona í eldhúsinu hjá Þórunni, sem ég hafði ekki áður séð. Hún heilsaði mér glaðlega, kynnti sig og bauð mig velkominn í nágrennið, sagðist hafa frétt að systir sín væri flutt til bæjarins og að sig hefði langað til að ná sambandi við okkur. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 394 orð | ókeypis

JÓHANNA ÞORSTEINSDÓTTIR

JÓHANNA ÞORSTEINSDÓTTIR Jóhanna L.A. Þorsteinsdóttir var fædd á Akureyri 3. desember 1917. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seli 23. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Steinþórsson frá Hömrum við Akureyri, f. 19. júní 1884, d. 4. júlí 1945, og fyrri kona hans, Jóhanna Antonsdóttir frá Stóragerði í Myrkárdal, f. 31. des. 1879, d. 6. des. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 706 orð | ókeypis

Jóhann Guðjónsson

Lífsferill Jóhanns Guðjónssonar fylgdi tuttugustu öldinni. Hann fæddist 1901 og er til moldar borinn í ársbyrjun 1999. Þetta er tími stórstígari lífsháttabreytinga en fyrr hafa þekkst og Jóhann er á margan hátt dæmigerður fulltrúi fyrir þetta breytingaskeið. Lífssviðið opnast við Breiðafjörð, fæðingarstaðurinn Stykkishólmur. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 371 orð | ókeypis

Jóhann Guðjónsson

Þeim fækkar ört sem tilheyra svokallaðri aldamótakynslóð, sem lifði tímana tvenna. Einn slíkur öðlingur er nú genginn til feðra sinna, saddur lífdaga eftir langa göngu. Jóhann Guðjónsson fæddist 14 október 1901. Hann var kvæntur ömmusystur okkar, Guðrúnu, og tóku þau föður okkar í fóstur vestur á Snæfellsnes eftir foreldramissi. Hann var því nokkurs konar fósturafi okkar systkinanna. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 180 orð | ókeypis

JÓHANN GUÐJÓNSSON

JÓHANN GUÐJÓNSSON Jóhann Guðjónsson fæddist í Stykkishólmi 14. október 1901. Hann lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 28. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Jónasson, verkamaður í Stykkishólmi, og Rósa Þorvarðardóttir, kona hans. Systur Jóhanns eru Hólmfríður, Sigurlaug og Þórvör en hálfsystur Pálína og Ásta Jónasdætur. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 637 orð | ókeypis

Jónas Bjarnason

Það var á jóladag, alhvít jörð og kyrrðin mögnuð þegar ég var á gangi eftir Suðurgötunni í Hafnarfirði, og lét hugann reika. Ég staðnæmdist fyrir framan St. Jósefsspítala og bernskuminningarnar streymdu fram í hugann. Ég vissi að á þessari sömu stundu var Jónas Bjarnason læknir að heyja hatramma baráttu við manninn með ljáinn. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 440 orð | ókeypis

Jónas Bjarnason

Kvaddur er hinstu kveðju Jónas Bjarnason, fv. yfirlæknir í Hafnarfirði. Jónas var þess konar maður, að hver sá sem kynntist honum eða þurfti að eiga hann að mundi aldrei vilja þurfa að sjá honum á bak. Hann lifði fyrir fjölskyldu sína, þar sem hann naut ríkulegra ávaxta. Þar var hann öllum í senn nánasti vinur og óbilandi stuðningsmaður. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 210 orð | ókeypis

Jónas Bjarnason

Í hinu ýkta og hástemmda umhverfi, sem við lifum í, er lýsingarorðið góður ekkert sérstakt. Það er allt of bragðlaust, segir svo lítið. Annaðhvort eru menn frábærir eða ómögulegir. Allt annað er merkt tregðu ­ kyrrstöðu, já, gengur ekki. En Jónas frændi okkar var góður maður, í sannri merkingu þess orðs. Hann átti farsæla ævi, fæddist, lifði og dó í heimabæ sínum, Hafnarfirði. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 104 orð | ókeypis

Jónas Bjarnason

Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Vaktu minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pétursson) Kæri afi, þá ertu farinn úr þessum heimi og kominn upp til englanna. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 114 orð | ókeypis

Jónas Bjarnason

Elsku pabbi minn. Takk fyrir einstaka samfylgd og takk fyrir þau heilindi sem þú hefur kennt mér og allan þann lærdóm sem ég hef dregið af þér. Takk fyrir að hafa verið einstakur maður og takk fyrir þann styrk og þann stuðning og þá ást sem þú hefur gefið mér. Og pabbi, takk fyrir þær sérstöku stundir sem við höfum átt undanfarinn mánuð. Þær munu alltaf fylgja mér og styrkja mig. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 29 orð | ókeypis

JÓNAS BJARNASON

JÓNAS BJARNASON Jónas Bjarnason fæddist í Hafnarfirði 16. nóvember 1922. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 26. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 5. janúar. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 463 orð | ókeypis

Ragnar Júlíusson

Einn af kunnari skólamönnum borgarinnar verður til moldar borinn í dag. Ragnar Júlíusson var glæsilegur á velli og lífsglaður. Lognmolla var honum lítt að skapi og hann naut sín best þegar hvað mest var um að vera. Hann vék sér svo sannarlega ekki undan átökum um menn og málefni. Ragnar fæddist á stórbýlinu Grund í Eyjafirði. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 380 orð | ókeypis

Ragnar Júlíusson

Góður vinur er fallinn frá. Kynni okkar hófust af alvöru seint á árinu 1983, þegar ég var ráðinn sem framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur (BÚR). Ragnar var þá formaður útgerðarráðs félagsins. Á undangengnum misserum hafði verið mikið pólitískt írafár vegna skipulagsbreytinga hjá BÚR, sem m.a. leiddi til þess að framkvæmdastjórum var fækkað í einn. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 407 orð | ókeypis

Ragnar Júlíusson

Mig langar að minnast Ragnars Júlíussonar nokkrum orðum en ég kynntist honum aðallega í gegnum Svanhildi Björgvinsdóttur, skólavinkonu mína og starfsfélaga, en þau voru gift og bjuggu saman um tíu ára skeið. Af samtölum mínum við Ragnar í gegnum tíðina mátti m.a. ráða að líf hans einkenndist af miklum andstæðum. Hann fæddist á Grund við Eyjafjörð og honum fannst mikið til þess staðar koma. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 289 orð | ókeypis

Ragnar Júlíusson

Mig langar til þess að minnast míns ágæta skólastjóra, Ragnars Júlíussonar, í örfáum línum. Ég kynntist honum fyrst, þegar ég var nemandi í umsjónarbekk hans skömmu eftir að hann varð skólastjóri Álftamýrarskóla. Hann var frábær stærðfræðikennari og með ólíkindum talnaglöggur maður. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 775 orð | ókeypis

Ragnar Júlíusson

Liðinn er aldarfjórðungur frá því að kynni okkar Ragnars Júlíussonar hófust. Við höfðum báðir ákveðið að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga vorið 1974. Ragnar gekk til þessa verks af ráðnum hug og með góðu skipulagi á öllum hlutum. Minn áhugi var minni svo hrein tilviljun réð því að ég var með. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 253 orð | ókeypis

Ragnar Júlíusson

Ragnar Júlíusson er látinn aðeins 65 ára að aldri. Við hjónin og Ragnar og kona hans Jóna I. Guðmundsdóttir höfum verið vinir um áratugaskeið og aldrei borið skugga á. En nú er skarð fyrir skildi. Sumir eru þeir, sem svo mikill sjónarsviptir er að, er þeir falla frá, að erfitt er að fylla það skarð. Ragnar Júlíusson vinur okkar er einn þeirra manna. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 179 orð | ókeypis

Ragnar Júlíusson

Ragnar Júlíusson bjó síðustu tæplega þrjú ár sín í fjölbýlishúsi eldri borgara við Sléttuveg 15-17. Hann gekk að vísu ekki heill til skógar þann tíma, en það breytti því ekki að hann setti mark sitt á sögu þessa húss þennan stutta tíma. Ragnar var naumast kominn inn fyrir dyr hússins þegar hann var kjörinn í stjórn húsfélagsins og síðara árið var hann að sjálfsögðu formaður húsfélagsins. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 126 orð | ókeypis

Ragnar Júlíusson

Ragnar Júlíusson var fyrsti skólastjóri Álftamýrarskóla. Þar var undirrituð tvo vetur nemandi í elsta árgangi skólans og Ragnar kenndi okkur stærðfræði. Nemendahópurinn var fjölmennur en Ragnar kenndi af festu og öryggi. Ragnar tók að sér stjórn skóla sem stækkaði ört á meðan barnmargar fjölskyldur fluttust í Háaleitishverfið. Það reynir mikið á skólastjóra við slíkar aðstæður. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 173 orð | ókeypis

Ragnar Júlíusson

Fallinn foringi var það fyrsta sem mér kom í hug þegar ég frétti andlát Ragnars Júlíussonar. Það kom þó ekki á óvart. Ragnar var formaður húsfélags Sléttuvegar 15­17 sl. ár. Hann lét málefni húsfélagsins til sín taka með sinni meðfæddu atorku þegar með þurfti. Okkar samleið var ekki löng, en mér eftirminnileg. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 334 orð | ókeypis

Ragnar Júlíusson

Kær vinur og samstarfsmaður er nú horfinn yfir móðuna miklu eftir mikil og erfið veikindi síðustu ár. Ragnar Júlíusson var settur skólastjóri Álftamýrarskóla árið 1963 og gegndi því starfi óslitið til ársins 1991 en hvarf þá til annarra starfa á vegum Reykjavíkurborgar. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 442 orð | ókeypis

RAGNAR JÚLÍUSSON

RAGNAR JÚLÍUSSON Ragnar Júlíusson, fyrrv. skólastjóri, fæddist á Grund í Eyjafirði hinn 22. febrúar 1933. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. desember síðastliðinn. Ragnar var sonur hjónanna Jórunnar Guðmundsdóttur og Júlíusar Ingimarssonar. Uppeldissystir Ragnars er Hildur Jónsdóttir, búsett á Akureyri. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 215 orð | ókeypis

Sigvaldi Fanndal Torfason

Þar fór góður maður og sérstakur. Silli minn, þakka þér fyrir allar þær ánægjustundir er við höfum átt saman í gegnum árin en þau eru ansi mörg orðin, eða allt frá því að ég kom til Blönduóss 1983 í opinberum erindagjörðum, sem fólust í því að löggilda olíubíla og rennslismæla þá er þú hafðir í notkun við olíurdreifingu þína hjá Olíufélaginu hf. Meira
6. janúar 1999 | Minningargreinar | 34 orð | ókeypis

SIGVALDI FANNDAL TORFASON

SIGVALDI FANNDAL TORFASON Sigvaldi Fanndal Torfason fæddist í Hvítadal í Saurbæ í Dalasýslu 2. júlí 1922. Hann lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 19. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Blönduóskirkju 28. nóvember. Meira

Viðskipti

6. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 166 orð | ókeypis

ÐFjármálaeftirlitið tekið til starfa

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur formlega tekið við hlutverki bankaeftirlits Seðlabanka Íslands og Vátryggingaeftirlitsins en samkvæmt lögum nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, tók nýja stofnunin til starfa hinn 1. janúar sl. Meira
6. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 266 orð | ókeypis

ÐFlugfélag Íslands tekur upp greiðslukort

FLUGFÉLAG Íslands hf. hefur tekið upp nýtt greiðslu- og viðskiptakort, sem nefnist Flugkort. Kortið er eingöngu ætlað fyrirtækjum sem eru í reglulegum viðskiptum við flugfélagið og er það gefið út í samvinnu við Europay Ísland, sem annast heimildagjöf og innheimtu viðskipta með Flugkortinu. Meira
6. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 236 orð | ókeypis

Félög flutt á milli vísitalna

MEÐ fjölgun skráðra hlutafélaga á Verðbréfaþingi Íslands að undanförnu hefur gefist svigrúm til að endurskoða skipan atvinnugreinavísitalna þingsins. Um áramótin voru teknar upp þrjár nýjar vísitölur og ein af núgildandi vísitölum lögð niður, auk þess sem nokkur félög flytjast á milli vísitalna. Nýju vísitölurnar ná yfir bygginga- og verktakastarfsemi, lyfjagreinina og upplýsingatækni. Meira
6. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 385 orð | ókeypis

Fær lánshæfiseinkunnina A3

FJÁRFESTINGARBANKI atvinnulífsins fær lánshæfiseinkunnina A3/P-2 í nýrri úttekt bandaríska matsfyrirtækisins Moody's Investors Service. Það er sama einkunn og Landsbanki Íslands og Íslandsbanki fengu við síðustu úttekt. Þá fær FBA einkunnina D fyrir efnahagslegan styrk, líkt og Landsbanki Íslands í fyrra en Íslandsbanki fékk aðeins betri einkunn fyrir fjáhagslegan styrk eða D+. Meira
6. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 239 orð | ókeypis

Japönsk jen styrkjast á nýjan leik

JENIÐ skyggði á evruna í gær og hafði ekki verið sterkara gegn dollar í 19 mánuði, en hlutabréf hækkuðu yfirleitt í verði í Evrópu nema í Frankfurt. Dollar lækkaði í 110,80 jen, en hækkaði seinna í um 111.30 jen. Jenið hefur hækkað um 25% gegn dollar síðan það komst í mestu lægð í átta ár í ágúst. Miðlarar telja ekki ólíklegt að dollar lækki í 110 og jafnvel 105 jen. Meira
6. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 265 orð | ókeypis

Kaupir Ford BMW og Honda?

FORD Motor Co. tilkynnir bráðlega að fyrirtækið muni kaupa þýzka bílafyrirtækið BMW og japanska bílafyrirtækið Honda, að sögn frönsku fréttastofunnar AFP, sem vitnar í heimildir hjá Ford. AFP greinir ekki frá kaupunum í einstökum atriðum, en segir að samningar hafi tekizt eða séu í þann veginn að nást. Meira
6. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 271 orð | ókeypis

Microsoft spáir í kapalkerfi

MICROSOFT býr sig undir að bjóða í tvö stærstu kapalkerfi brezka fjarskiptarisans British Telecommunications (BT) og það mundi efla þá viðleitni Bill Gates forstjóra að tengja milljónir heimila við Netið um sjónvarp. Meira
6. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 84 orð | ókeypis

Nýtt fyrirtæki í svínaslátrun

Á GAMLÁRSDAG var stofnað nýtt hlutafélag, Grísabær ehf., um rekstur svínasláturhúss og sölu á svínakjöti. Jafnir hluthafar eru Grísaból sf. og Þríhyrningur hf. Árleg svínaslátrun fyrirtækjanna er rúmlega 20 þúsund svín og gera áætlanir ráð fyrir að slátrað verði sama fjölda, eða um 1.500 þúsund kílóum á ári, sem er um 40% landsframleiðslu svínakjöts. Meira
6. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 96 orð | ókeypis

Skeljungur selur eigin bréf

OLÍUFÉLAGIÐ Skeljungur hf. hefur selt eigin bréf í félaginu að nafnvirði 20 milljónir króna. Að sögn Kristins Björnssonar forstjóra hefur fyrirtækið eignast talsvert af bréfum í hlutafélaginu í tímans rás. Það hafi hins vegar aldrei verið ætlunin að liggja á hlutabréfunum til langs tíma, heldur hafi þau fyrst og fremst verið keypt til að selja aftur. Meira

Fastir þættir

6. janúar 1999 | Í dag | 39 orð | ókeypis

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 6. janúar, verður sjötíu og fimm ára Ester Kratsch, nú til heimilis að Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum sínum á heimili sonar síns, Guðmundar Auðunssonar, Kögurseli 22, Reykjavík, á þrettándakvöldið. Meira
6. janúar 1999 | Fastir þættir | 389 orð | ókeypis

Aðdáendur Hornfirðinga á leið íMekkaferð"

ÞÓTT ræktun og viðhald einstakra stofna innan kyns íslenska hestsins eigi ekki upp á pallborðið hjá fjöldanum eru alltaf einhverjir sem vilja viðhalda einstökum stofnum. Í Þýskalandi er félagsskapur sem ber nafnið Zuchterkreis Freunde des Hornfjörðurpferde sem gæti útlagst Ræktunar- og vinafélag hornfirsku hestanna. Meira
6. janúar 1999 | Fastir þættir | 850 orð | ókeypis

Aðeins á gamlárskvöld Það eina sem máli skiptir er að Skaupið sé fyndið, grínið nógu rætið, eftirhermurnar nógu kvikindislega

Það er dálítið merkilegt hvað sumar lummur verða gamlar og seigar. Eins og t.d. lumman um að Spaugstofan hafi tekið við hlutverki Áramótaskaupsins og Skaupinu sé eiginlega orðið ofaukið. Meira
6. janúar 1999 | Fastir þættir | 145 orð | ókeypis

A/V

Jólaleikur Bridsfélags Kópavogs fór fram 17. des. sl. Spilaður var Mitchell­tvímenningur. Pörum var skipt upp og drógu menn sér meðspilara. Sigurpörin fengu jólagjafir. Úrslit: N/S Þórður Björnsson ­ Ragnar Björnsson207 Sigríður Möller ­ Gísli Tryggvason177 Bernódus Kristinsson ­ Guðni Ingvarss.167 A/V Meira
6. janúar 1999 | Fastir þættir | 945 orð | ókeypis

Á forsendum hestsins Reiðmennskan er það sem allt snýst um í hestamennskunni. Hún er lykillinn að því seiðmagni og ánægju sem

Atli Guðmundsson leiðbeinir í reiðmennsku Á forsendum hestsins Reiðmennskan er það sem allt snýst um í hestamennskunni. Hún er lykillinn að því seiðmagni og ánægju sem hesturinn getur veitt hestamönnum á breiðu sviði. Meira
6. janúar 1999 | Í dag | 20 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

Ljósmynd: Oddgeir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. ágúst sl. í Útskálakirkju af sr. Birni S. Björnssyni Helga Hjálmarsdóttir og Oliver Keller. Meira
6. janúar 1999 | Í dag | 29 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst sl. í Innri-Njarðvíkurkirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Aðalheiður Þ. Marinósdóttir og Kristján V. Guðmundsson. Heimili þeirra er að Hjallavegi 5, Reykjanesbæ. Meira
6. janúar 1999 | Dagbók | 647 orð | ókeypis

Í dag er mánudagur 6. janúar, 6. dagur ársins 1998. Þrettándinn. Orð dagsins:

Í dag er mánudagur 6. janúar, 6. dagur ársins 1998. Þrettándinn. Orð dagsins: Þegar ég er hræddur treysti ég þér. (Sálmarnir 56, 4.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Thor Lone, Bakkafoss og Valerie komu í gær. Vigri fór væntanlega í gær. Meira
6. janúar 1999 | Í dag | 593 orð | ókeypis

Miðasalan á tónleika Bjarkar

LOKSINS ákvað Björk að halda tónleika hér á Íslandi eftir útgáfu "Homogenic". Búið var að bíða eftir þessu í langan tíma og fullar tilhlökkunar fórum við niður í Þjóðleikhús þriðjudaginn 29. des. því klukkan eitt átti miðasalan að hefjast. Meira
6. janúar 1999 | Fastir þættir | 349 orð | ókeypis

Safnaðarstarf Árbæjarkirkja FYRIR hönd starfsf

FYRIR hönd starfsfólks barna- og unglingastarfs Árbæjarkirkju vil ég senda öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í safnaðarstarfinu fyrir áramótin nýárskveðjur. Við höldum áfram ótrauð og horfum fram á bjarta tíma. Á nýju ári byrjar barna- og unglingastarf Árbæjarkirkju af fullum krafti sunnudaginn 10. janúar með sunnudagaskólanum kl. 13. Meira
6. janúar 1999 | Í dag | 494 orð | ókeypis

ÞAÐ orð hefur jafnan farið af Framsóknarflokknum að hann væri fyrst

ÞAÐ orð hefur jafnan farið af Framsóknarflokknum að hann væri fyrst og fremst flokkur dreifbýlisins og ekkert nema gott eitt um það að segja. Þó hafa ákveðnir framsóknarmenn á undanförnum árum iðulega reynt að þvo af sér sveitamannsstimpilinn, með misjöfnum árangri þó. Meira
6. janúar 1999 | Fastir þættir | 295 orð | ókeypis

Þjóðverjar áfram með hross á kynbótasýningu

EFTIR síðasta heimsmeistaramót í Noregi '97 lýstu málsmetandi menn í þýskri hrossarækt því yfir að líklega væri þetta í síðasta sinn sem Þjóðverjar tækju þátt í kynbótasýningum á heimsmeistaramótum. Þýsku hrossin hlutu sum hver háðulega útreið á mótinu í Noregi í meðförum dómnefndarinnar og voru Þjóðverjar mjög óhressir með útkomuna. Meira
6. janúar 1999 | Dagbók | 3616 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

6. janúar 1999 | Íþróttir | 245 orð | ókeypis

Allt seldist í hlutafjárútboði Fram

HLUTAFJÁRÚTBOÐI í Fram ­ Fótboltafélagi Reykjavíkur hf. ­ lauk á gamlársdag hjá Kaupþingi hf., en markmið þess var að afla hlutafjár til reksturs og uppbyggingar félagsins. Niðurstaða útboðsins varð sú að allt hlutaféð seldist. Eru hluthafar í félaginu 437 talsins, en í boði voru 30 milljónir að nafnvirði, eða 40% af heildarhlutafé félagsins. Meira
6. janúar 1999 | Íþróttir | 553 orð | ókeypis

Beita á þyngstu refsingu

NÝJASTA lyfjamálið hér á landi, meint neysla körfuknattleiksmanns úr Grindavík, virðist gefa tilefni til vangaveltna um reglur sem gilda um lyfjaeftirlit hér á landi. Eins og fram kom hjá Pétri Hrafni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Körfuknattleikssambandsins, í blaðinu í gær virðast reglurnar fyrst og fremst sniðnar að einstaklingsíþróttum. Meira
6. janúar 1999 | Íþróttir | 476 orð | ókeypis

Eintóm heppni!

ARNAR Pétursson kom Stjörnunni í annað sætið með ævintýralegu sigurmarki á móti Aftureldingu á síðustu sekúndu í íþróttahúsinu Ásgarði og fékk "flugferð" hjá samherjunum fyrir vikið. "Ég sá markið og var viss um að skora en auðvitað var þetta eintóm heppni, rétt eins og á móti FH," sagði jarðbundinn leikstjórnandinn við Morgunblaðið eftir áfangann, 24:23 sigur á efsta liðinu. Meira
6. janúar 1999 | Íþróttir | 297 orð | ókeypis

Erfitt framundan hjá Selfyssingum Það fór ekk

Það fór ekki mikið fyrir varnarleik framan af leik Selfoss og Hauka í gærkvöldi en gestirnir sigruðu 33:30 og ljóst að það verður erfitt ár hjá Selfyssingum. Í byrjun fyrri hálfleiks var eins og bæði lið gætu skorað að vild og mikið baráttuleysi einkenndi leik beggja liða. Þegar líða tók á hálfleikinn virtust Haukarnir átta sig á mikilvægi varnarinnar. Meira
6. janúar 1999 | Íþróttir | 344 orð | ókeypis

Finnur barg stigi Enn einu sinni brenndu HK-

Enn einu sinni brenndu HK-menn sig á sama soðinu, þ.e. þeir féllu í gryfju fljótfærni og skorts á yfirvegun þegar sigur var innan seilingar. Þetta henti þá nú í heimsókn til ÍR-inga í íþróttahús Austurbergs. Meira
6. janúar 1999 | Íþróttir | 314 orð | ókeypis

FYRIR báða leikina í Eyjumv

FYRIR báða leikina í Eyjumvar Kristbjargar Þórðardótturminnst með því að áhorfendur risu úr sætum og minntust hennar með skammri þögn. Bæði lið ÍBV léku með sorgarbönd. Kristbjörg varð bráðkvödd 4. Meira
6. janúar 1999 | Íþróttir | 254 orð | ókeypis

Heimavöllur Eyjamanna drjúgur

EYJAMENN gefa ekkert eftir á heimavelli sínum, hvorki í deild né bikar. Þeir mættu leikmönnum KA í Eyjum í gærkvöldi og gestirnir voru engin hindrun fyrir ákveðna Eyjamenn sem sigruðu 27:23 og hafa þar með fullt hús stiga á heimavelli sínum. Meira
6. janúar 1999 | Íþróttir | 299 orð | ókeypis

Hrikalegt á Hlíðarenda

jafntefli, 17:17, varð niðurstaðan í viðureign Vals og Gróttu/KR á Hlíðarenda í gærkvöldi og náðu gestirnir að jafna metin á lokasekúndunum. Úrslitin verða að teljast sanngjörn, því bæði lið voru jafnslök og buðu upp á einhvern lakasta handknattleik sem undirritaður hefur séð í mörg ár. Leiksins verður þó helst minnst fyrir frábæra frammistöðu Sigurgeirs Höskuldssonar, markvarðar Gróttu/KR. Meira
6. janúar 1999 | Íþróttir | 174 orð | ókeypis

Körfuknattleikur Grindavík - KR37:64

Grindavík - KR37:64 Íþróttahúsið í Grindavík, Íslandsmót 1. deild kvenna, þriðjudaginn 5.janúar 1999. Gangur leiksins: 0:8, 13:16, 19:20, 21:27, 23:29 27:44, 29:50, 33:55, 35:58 37:64. Meira
6. janúar 1999 | Íþróttir | 69 orð | ókeypis

Morgunblaðið/Kristinn Spenna í

Morgunblaðið/Kristinn Spenna í ÁsgarðiÁSMUNDUR Einarsson var frábær í marki Aftureldingar í gærkvöldi þegar 14. umferð 1. deildar fór fram. Frammistaða hansnægði samt ekki efsta liðinu, því Stjarnan hafði betur, vann 24:23 og gerði Arnar Pétursson sigurmarkið með skoti utan punktalínu á síðustu sekúndu. Meira
6. janúar 1999 | Íþróttir | 476 orð | ókeypis

NOTTINGHAM Forest leysti knattspyrnustjóra

NOTTINGHAM Forest leysti knattspyrnustjórann Dave Bassett frá störfum í gær, en Forest hefur leikið sautján deildarleiki án sigurs. Aðstoðarmaður hans, Micky Adams, mun stjórna liðinu í leik gegn Coventry á laugardaginn. Meira
6. janúar 1999 | Íþróttir | 288 orð | ókeypis

Peebles ekki áfram með Grindvíkingum

GRINDVÍKINGAR hafa sagt upp samningi við bandaríska körfuknattleiksmanninn Warren Peebles sem lék með liðinu frá byrjun tímabils og fram að jólahléi. Þeir eru nú að leita að öðrum leikstjórnanda og sagði Einar Einarsson, þjálfari liðsins, að það myndi skýrast í dag hvort þeir fengju nýjan leikmann fyrir næsta leik. Meira
6. janúar 1999 | Íþróttir | 288 orð | ókeypis

Sannfærandi sigur FH á Fram

LEIKMENN FH, sem hafa átt undir högg að sækja í deildarkeppninni í vetur, unnu sannfærandi sigur á slökum Frömurum í Kaplakrika í gærkvöldi, 30:25. Leikurinn var aldrei spennandi enda náðu heimamenn snemma forystu og höfðu m.a. yfir, 17:10, í leikhléi. Orsök þessa mikla forskots FH-inga var stirður og einhæfur sóknarleikur Fram auk máttlítillar varnar, sem FH-ingar nýttu sér til fulls. Meira
6. janúar 1999 | Íþróttir | 204 orð | ókeypis

Skíði Heimsbikarinn

Heimsbikarinn Kranjska Gora, Slóveníu: Stórsvig karla: 1. Patrick Holzer (Ítalíu)2.14,91 (1.09,23/1.05,68)2. Christian Mayer (Austurr.)2.15,15 (1.08,41/1.06,74)3. Hans Knauss (Austurr.)2.15,22 (1.08,51/1.06,71)4. Benjamin Raich (Austurr.)2.15,45 (1.08,81/1.06,64)5. Meira
6. janúar 1999 | Íþróttir | 115 orð | ókeypis

Steinar Ege og Yoon fara til Kiel

Þýska meistaraliðið í handknattleik frá Kiel er byrjað að safna liði fyrir næsta keppnistímabil. Norski landsliðsmarkvörðuinn Steinar Ege, sem leikur með Gummersbach, hefur ákveðið að ganga til liðs við Kiel eftir þetta keppnistímabil og hefur gert þriggja ára samning. Hann mun leysa Júgóslavann Goran Stoganovic að hólmi. Meira
6. janúar 1999 | Íþróttir | 705 orð | ókeypis

Stjarnan - UMFA24:23

Íþróttahúsið Ásgarði, Íslandsmótið í handknattleik, 14. umferð 1. deildar karla, Nissandeildarinnar, þriðjudaginn 5. janúar 1999. Gangur leiksins: 0:3, 2:5, 4:5, 4:7, 8:7, 8:8, 10:8, 11:10, 12:10, 13:10, 13:11, 14:11, 14:13, 16:13, 18:16, 18:19, 20:20, 21:21, 22:22, 23:23, 24:23. Meira
6. janúar 1999 | Íþróttir | 351 orð | ókeypis

Stjörnulið Drexlers til Íslands

Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að körfuknattleiksmaðurinn kunni, Clyde Drexler, komi með stjörnulið sitt hingað til lands og leiki við úrvalslið skipuðu íslenskum og erlendum leikmönnum sem hér leika í mars. Meira
6. janúar 1999 | Íþróttir | 119 orð | ókeypis

Vantar ár í aldarfjórðung

GUÐMUNDUR Þórðarson, leikmaður ÍR, stóð að vanda í vörn liðsins í gærkvöldi, en með leiknum náði hann þeim áfanga að hafa verið í meistaraflokksliði 1. deild í 24 ár. Þar með sló hann met Gunnlaugs Hjálmarssonar sem einnig lék lengst af sínum ferli með ÍR, en var einnig með Fram. Guðmundur, sem verður 41 árs 12. mars nk., hóf að leika með meistaraflokki ÍR í 1. Meira
6. janúar 1999 | Íþróttir | 86 orð | ókeypis

Verða KR-ingar kærðir?

NOKKUR félög í Reykjavík íhuga nú að kæra lið KR sem varð Reykjavíkurmeistari í innanhússknattspyrnu um helgina. KR vann Val 8:2 í úrslitaleik en notaði fjóra ólöglega leikmenn. Þeir leikmenn sem teljast ólöglegir í liði KR eru Bjarni Þorsteinsson, Gunnleifur Gunnleifsson, Indriði Sigurðarson og Sigursteinn Gíslason. Meira
6. janúar 1999 | Íþróttir | 352 orð | ókeypis

Víkingur - Haukar23:23

Íþróttahúsið Víkin, Íslandsmótið í handknattleik ­ 1. deild kvenna, þriðjudaginn 5. janúar 1999. Mörk Víkinga: Kristín Guðmundsdóttir 8, Halla María Helgadóttir 5, Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir 3, Eva Halldórsdóttir 3, Svava Sigurðarsdóttir 2, Inga Lára Þórisdóttir 1, Anna Kristín Árnadóttir 1. Utan vallar: 4 mínútur. Meira

Úr verinu

6. janúar 1999 | Úr verinu | 131 orð | ókeypis

Bann við rækjueldi í tjörnum í Taílandi

BANN hefur verið sett við rækjueldi í tjörnum í Taílandi vegna skaðlegra áhrifa þess á umhverfið, segir í frétt í Worldfish Report. Bannið tók gildi um áramótin en eldi risarækja (black tiger prawns) í lokuðum eldisstöðvum verður leyft enn um sinn. Að sögn Sirithan Pairojboriboon hjá Mengunarvarnastofnun Taílands verða engar undanþágur veittar frá banninu nema e.t. Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 171 orð | ókeypis

Bretar fá mjölið héðan

BRETAR flytja inn töluvert af fiskimjöli og lýsi, sem að mestu leyti fer í húsdýrafóður. Fyrstu níu mánuði síðasta árs nam þessi innflutningur þeirra um 229.000 tonnum, sem er um 40.000 tonna samdráttur frá árinu áður. Hátt verð vegna lítils framborð á mjöli frá Suður-Ameríku er meðal annars skýring á minni innflutningi. Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 216 orð | ókeypis

Bretar flytja minna inn af fiski

INNFLUTNINGUR Breta á þorski á síðasta ári dróst nokkuð saman, þegar litið er til fyrstu níu mánaða ársins. Þá nam hann rúmlega 83.000 tonnum, en var 90.000 á sama tíma árið áður. Skýringin á minni innflutningi stafar að mestu leyti af minna framboði frá Rússlandi, Danmörku og Færeyjum. Bretar kaupa mest af þorskinum frá Noregi, um 23. Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 33 orð | ókeypis

EFNI Viðtal 3 Unnur Dís Skaptadóttir lektor í mannfræði Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Sjóferðir 5

Unnur Dís Skaptadóttir lektor í mannfræði Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Sjóferðir 5 Rækjutúr með Orra ÍS á Flæmska hattinn Markaðsmál 6 Miklir möguleikar fyrir hendi í indversku fiskeldi Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 302 orð | ókeypis

FFSÍ mótmælir flatri skerðingu

FARMANNA- og fiskimannasamband Íslands (FFSÍ) hefur lýst sig mótfallið tillögu um 13,4% skerðingu á lífeyrisréttindum félaga í Lífeyrissjóði sjómanna í frumvarpi til laga um sjóðinn sem nú liggur fyrir Alþingi. Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 455 orð | ókeypis

Fjórðungssamdráttur í veiðum á bræðslufiski

VEIÐAR á bræðslufiski á síðasta ári drógust saman um 24,65% í samanburði við veiðarnar á árinu 1997. Þó jukust kolmunnaveiðar um ríflega 90% á milli áranna. Áætlað verðmæti mjöl- og lýsisafurða á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs nemur um 15 milljörðum króna. Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 270 orð | ókeypis

Fleiri huga að nýsmíði

MINNA hefur verið um kaup og sölu á notuðum fiskiskipum hérlendis á þessu ári, í samanburði við síðustu ár, að sögn Björgvins Ólafssonar, skipasala hjá BP-skipum. Aftur á móti virðist útgerðarmenn nú huga meira að nýbyggingum en oft áður. Hann segir ekki sérstaka ástæðu liggja þar að baki en þó sé ljóst að stór hluti fiskiskipaflotans þurfi endurnýjunar við. Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 1447 orð | ókeypis

Fljúgandi diskar og skautað í eldhúsinu

ÞEIR sem hafa verið áður á Orranum segja að hér sé alveg um nýtt skip að ræða. Orri var lengdur um 12 metra, fyrir var hann 60 metra, þannig að heildarlengd skipsins er 72 metrar. Vinnslan um borð var endurnýjuð að öllu leyti og var það verk í höndum 3X Stál á Ísafirði. Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 401 orð | ókeypis

Gamall fiskiskipastóll dregur úr öryggi til sjós

ÚRELDINGARREGLUR valda því að ekki er heppilegt að ráðast í smíði nýs fiskiskips, enda fiskiskipastóllinn orðinn gamall, ritar Páll Hjartarson, deildarstjóri hjá Siglingastofnun, í nýjasta fréttabréf hennar. Páll telur þessa þróun óeðlilega, auk þess sem úthald gamalla skipa dragi úr öryggi til sjós og hamli gegn því að hægt sé að draga úr loftmengun skipa. Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 485 orð | ókeypis

Góð sala hjá Breka

BREKI VE seldi afla sinn í Bremerhaven í gær og fyrradag en skipið var að veiðum yfir jól og áramót, eitt íslenskra skipa. Gott verð fékkst fyrir aflann, svo sem venja er á fiskmarkaðnum í Bremerhaven eftir hátíðirnar. 230 krónur fyrir besta karfann Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 728 orð | ókeypis

Hetjur hafsins ­ menn gærdagsins?

TUNGA og menning hafa löngum þótt mótandi um þjóðerni og sjálfsmynd þjóða. Hér á landi er óumdeilt að tungumálið og bókmenntaarfurinn séu stoðirnar sem íslenska þjóðin byggir tilvist og sjálfstæði sitt á. En fleira mótar hugmyndir okkar um það hver við erum, t.d. Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 157 orð | ókeypis

Íslenzkar sjávarafurðir hf. veita viðkenningar

ÍSLENZKAR sjávarafurðir hf. héldu árlegan fund með framleiðendum sjófrystra afurða í lok nýliðins árs. Á fundinum var rætt um framleiðsluna á árinu og helztu markmið og áherzlur fyrir árið 1999. "Fundurinn var vel sóttur," segir í frétt frá ÍS, "og líflegur og vakti gestafyrirlestur Ara Trausta Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings, um breytingar á náttúrufari og áhrif þess á lífríkið mikla athygli. Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 366 orð | ókeypis

Í stjórnstöð Gæslunnar

Í NÝJASTAfréttabréfi Land helgisgæslunnar, Gæslutíðindum, kennir ýmissa grasa og eru m.a. kynntir starfsmenn stjórnstöðvar. HELGI Hallvarðsson er yfirmaður gæsluframkvæmda. Helgi er fæddur í Reykjavík12. júní 1931. Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 263 orð | ókeypis

Margar útgerðir huga að nýsmíði

MINNA hefur verið um kaup og sölu á notuðum fiskiskipum hérlendis á þessu ári, í samanburði við síðustu ár, að sögn Björgvins Ólafssonar, skipasala hjá BP-skipum. Aftur á móti virðist útgerðarmenn nú huga meira að nýbyggingum en oft áður. Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 613 orð | ókeypis

Menntun í sjávarútvegi mikið rædd á ári hafsins

FJÖLÞÆTT kynningarstarfsemi átti sér á nýliðnu ári hafsins, bæði af hálfu hins opinbera, Reykjavíkurborgar og hagsmunasmataka í sjávarútvegi. Má þar nefna viðamikla kynningu á hafinu og íslenskum sjávarútvegi í skólum landsins, ráðstefnur og fleira. Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 233 orð | ókeypis

Mesti hagnaður þennan áratuginn

HAGNAÐUR norskra sjávar útvegsfyrirtækja var mikill árið 1997 og hefur afkoma þeirra ekki verið betri frá því í byrjun þessa áratugar. Rekstur laxeldisfyrirtækja var þó undir meðallagi, segir í frétt Aftenposten. Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 673 orð | ókeypis

Miklir möguleikar fyrir hendi í indversku fiskeldi

STRANDLENGJA Indlands er rúmir átta þúsund kílómetrar að lengd og býður upp á mikla möguleika til fiskeldis, þó sérstaklega til rækjueldis, að sögn As Ninawe, yfirmanns rannsókna í ráðuneyti líftækni í Nýju Delhí. Ninawe ritar grein um öran vöxt í indversku fiskeldi í nýjasta tölublað Fish Farming International. Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 159 orð | ókeypis

Norskir sjómenn á svartan lista

NORSKIR sjómenn fá ekki atvinnu leyfi til veiða í nýsjálenskri landhelgi samkvæmt nýlegri ákvörðun stjórnvalda í Wellington. Bannið nær til Norðmanna sem verið hafa í áhöfnum skipa, sem veitt hafa utan lögsögu í Suður-Íshafi, en nýsjálensk stjórnvöld telja að um ólöglegar veiðar sé að ræða. Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 312 orð | ókeypis

Ný fiskimjölsverksmiðja Ísfélagsins tekin í notkun

FISKIMJÖLSVERKSMIÐJA Ísfélags Vestmannaeyja var formlega opnuð fyrir skömmu. Í tilefni af því var boðið til mikillar veislu í húsnæði verksmiðjunnar þar sem þeir sem komu að byggingu verksmiðjunnar, starfsemnn verksmiðjunnar og ýmsir gestir fögnuðu nýrri og fullkominni fiskimjölsverksmiðju. Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 121 orð | ókeypis

NÝR LYFTARI Í EYJUM

NÝR lyftari af gerðinni Valmet hefur verið tekinn í notkun hjá Eimskip í Vestmannaeyjum. Að sögn Jóhanns Kristjáns Ragnarssonar, afgreiðslustjóra hjá Eimskip í Eyjum, Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 112 orð | ókeypis

NÝTT SKIP Á SKIPASKAGA

STAPAVÍK AK sigldi í fyrsta skipti inn til heimahafnar á Akranesi fyrir skömmu en skipinu var hleypt af stokkunum hjá Skipasmíðastöðinni hf. á Ísafirði í síðasta mánuði. Stapavík AK er fyrsta nýsmíðin sem kemur til heimahafnar á Skipaskaga í 20 ár eða frá því Bjarni Ólafsson AK kom nýr árið 1978. Stapavík AK er 48 tonna stálskip, sérbúið til dragnótaveiða. Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 253 orð | ókeypis

Sjómannaalmanak Fiskifélags Íslands komið út

SJÓMANNAALMANAK Fiskifélags Íslands er nú komið út í 74. sinn, gleggra og aðgengilegra en nokkru sinni fyrr. Sjómannaalmanakið er nú tvískipt: annars vegar er hefðbundið íslenskt sjómannaalmanak í endurbættum búningi með sínum töflum yfir vita, sjómerki, flóð og sólargang, lög og reglugerðir og margháttaðar upplýsingar aðrar, Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 525 orð | ókeypis

Skreiðin þykir fínn matur á Ítalíu

SKREIÐARVERKUN er afar gömul aðferð til að auka geymsluþol fisks. Þessi verkun hefur tíðkazt hér á landi öldum saman og reyndar víða um heiminn. Fiskurinn er hengdur á hjalla og þurrkaður þar til hann er orðinn harður og dökkur. Hafi flugan ekki náð að eyðileggja fiskinn geymist hann svona í langan tíma. Ekki borðuð hér á landi Meira
6. janúar 1999 | Úr verinu | 186 orð | ókeypis

Smokkfiskkápa fyllt með kjúklingakjöti

Auðunn Sólberg Valsson, matreiðslumeistari á Café Óperu, sér lesendum Versins fyrir uppskriftinni að þessu sinni. Þetta er forréttur fyrir fjóra, fyllt smokkfiskkápa. Smokkfiskurinn er ekki algengur á íslenzkum matarborðum, enda veiðist hann lítið sem ekkert hér við land og er aðallega notaður í beitu. Smokkfiskinn má hins vegar fá frystan, innfluttan í mörgum matvöruverzlunum. Meira

Barnablað

6. janúar 1999 | Barnablað | 69 orð | ókeypis

Brandarar

ÞAÐ var haldið grímuball í sveitinni og stúlkan kom klædd í ekkert nema stórt kort af Íslandi. Einhvern tíma um kvöldið var hún á tali við mann þegar hún allt í einu sló hann utan undir og fór. Hvað gerðist? spurði vinur mannsins. Við vorum að tala saman og hún spurði mig hvaðan ég væri og ég benti á Vestmannaeyjar. Meira
6. janúar 1999 | Barnablað | 30 orð | ókeypis

Illgresið burt!

GARÐYRKJUMAÐURINN er byrjaður að huga að sumarblómunum. Og þá dugar ekki að illgresið þrífist í gróðurríkinu. Burt vill græðarinn hið illa. Hver er leiðin að gróðurspillinum? Lausnin: Fimm. Meira
6. janúar 1999 | Barnablað | 39 orð | ókeypis

Jólaljóð á þrettánda

GUÐRÚN Gróa Þorsteinsdóttir, 9 ára, Reykjum 2, 500 Brú, er höfundur ljóðs og myndar. Þrettándinn er 13. dagur jóla, 6. janúar. Sveinki af fjöllum fer með gotterí og gjafir til að gefa börnum góðum á jólum. Meira
6. janúar 1999 | Barnablað | 62 orð | ókeypis

Jólin kvödd

MYNDIN hennar Auðar Ómarsdóttur, 10 ára, Kleifarseli 6, 109 Reykjavík, af jólasveininum á glugganum að skoða jólatréð er fín. Auður er á myndlistarnámskeiði í Myndlistaskólanum. Það var stolt amma hennar sem sendi okkur myndina. Í dag, 6. janúar, þrettándanum, eru jólin kvödd og flestir taka niður jólaskrautið og þar á meðal jólatréð. Meira
6. janúar 1999 | Barnablað | 64 orð | ókeypis

Pennavinir

Ég er 10 ára, hress og skemmtileg stelpa og langar að eignast pennavini, bæði stráka og stelpur, á aldrinum 10-12 ára. Áhugamál margvísleg. Reyni að svara öllum bréfum. Aðalheiður S. Guðmundsdóttir Borgarholtsbraut 43 200 Kópavogur Mig langar að eignast pennavini, 7-9 ára. Viltu líka senda mynd af þér. Meira
6. janúar 1999 | Barnablað | 586 orð | ókeypis

Refasögur

HALLÓ, Myndasögur Moggans. Ég heiti Bryndís Vigfúsdóttir og ég sendi sögu um refi fyrir nokkrum mánuðum en tölvan bilaði og öll sagan eyðilagðist svo ég gat ekki sent afganginn. Ég vona að þið birtið þessar sögur sem sárabót. Svo segir í bréfi sem fylgdi þessum tveimur athyglisverðu refasögum. Meira
6. janúar 1999 | Barnablað | 38 orð | ókeypis

Safnarar

Safnarar! Gætuð þið látið mig fá myndir með Spice Girls (helst ljósmyndir), Grease, Celine Dion og bókamerki? Í staðinn fáið þið myndir með Leonardo DiCaprio, Titanic, Blur og Jim Carrey. Aðalheiður S. Meira
6. janúar 1999 | Barnablað | 13 orð | ókeypis

Simpson-fjölskyldan

Simpson-fjölskyldan ÞETTA er Simpson-fjölskyldan! Kristrún Mjöll Frostadóttir, 10 ára, Dalalandi 4, 108 Reykjavík. Meira
6. janúar 1999 | Barnablað | 67 orð | ókeypis

Sólin hækkar á lofti

DAGINN lengir á ný og síðan 22. desember síðastliðinn hefur sólin hækkað á lofti um hér um bil eitt hænuskref daglega. Svo heldur fram allt til sumarsólstaða (sumarsólhvarfa), 21.-22. júní, en eftir það lækkar sólin á lofti (daginn styttir) á ný allt til vetrarsólstaða, 21.-22. desember, og þannig koll af kolli allt til enda veraldar. Meira
6. janúar 1999 | Barnablað | 157 orð | ókeypis

Talnapúkinn

GLEÐILEGT ár! Það er komið að fyrstu úrslitastundinni á þessu nýbyrjaða ári, 1999. Við birtum úrslitin í talnaleiknum frá 9. desember sl. Virago, útgefandi Talnapúkans, og Myndasögur Moggans þakka ykkur þátttökuna og óska vinningshöfum til hamingju. Meira
6. janúar 1999 | Barnablað | 17 orð | ókeypis

Valur-Afturelding 1:2

Valur-Afturelding 1:2 Höfundur: Elías. Krakkar, merkið vandlega allt efni sent Myndasögum Moggans. Munið: Nafn, aldur, heimilisfang, póstfang. Meira

Ýmis aukablöð

6. janúar 1999 | Dagskrárblað | 537 orð | ókeypis

Kemur vel á vondan

SPURNINGAÞÁTTURINN ...þetta helst hefur aftur göngu sína í Sjónvarpinu hinn 14. janúar, eftir meira en mánaðarfrí hjá Hildi Helgu og félögum. Landinn hefur kunnað vel að meta þetta hressa fólk sem vílar ekki fyrir sér að henda gaman að helstu fréttum líðandi stundar, hversu alvarlega sem aðrir taka þeim. Meira
6. janúar 1999 | Dagskrárblað | 131 orð | ókeypis

Leikið án handrits

"MÉR hefur aldrei liðið jafn óþægilega," sagði Brooke Shields í viðtali við Entertainment Weekly. "Ég vissi aldrei hvað myndi gerast næst." Ummæli Shields eru í tengslum við nýja kvikmynd sem ber nafnið Svartur og hvítur eða "Black and White" og fjallar um ríka unglinga á Manhattan í New York sem eltast grimmt við svarta hip-hop tísku Harlem-búa. Meira
6. janúar 1999 | Dagskrárblað | 174 orð | ókeypis

Nakin geimvera?

MARK ADDY sem menn muna eftir sem þéttvaxna nektardansaranum í bresku myndinni The Full Monty hefur fengið nýtt hlutverk hjá ABC sjónvarpsstöðinni. Mun Addy leika geimveru í gamanþáttunum Earth Scum og fjalla þættirnir um hjónaband geimverunnar og mannveru frá öðrum hnetti. Núna er unnið að því að þróa handrit þáttanna en búist er við að þeir líti dagsins ljós um mitt ár. Meira
6. janúar 1999 | Dagskrárblað | 222 orð | ókeypis

Perry snýr heim

AARON Spelling tekur væntanlega gleði sína þegar leikarinn Luke Perry snýr aftur til liðs við fyrrverandi félaga sína í Beverly Hills, 90210. Spelling hefur sagt að hann hafi verið mun nákomnari Perry en öðrum leikurum í hópnum og hann hafi verið mjög sár þegar Perry yfirgaf leikarahópinn fyrir þremur árum. Meira
6. janúar 1999 | Dagskrárblað | 195 orð | ókeypis

Saman í sæng með Hómer Simpson

Í NÝRRI syrpu um Simpson-fjölskylduna lendir Hómer uppi í rúmi með hjónakornunum Kim Basinger og Alec Baldwin eftir að hann hrapar niður loftgluggann yfir rúmi þeirra eftir ævintýralega atburðarás. Hjónin eru í fríi í Springfield til að komast frá hamaganginum í Hollywood. Meira
6. janúar 1999 | Dagskrárblað | 508 orð | ókeypis

Stjórnar á stuttbuxunum

"OG BYRJA!!" kallar leikstjórinn klæddur stuttbuxum, hlýrabol og sandölum með perlueyrnalokk í vinstra eyra sitjandi í leikstjórastól í yfirstærð. Sekúndum seinna er kallað "Hætta!! Hætta!" Einbeitingin skín af leikstjóranum en hann er enginn annar en Shaquille O'Neal og er verkefnið frumraun hans á sviði leikstjórnar, Meira
6. janúar 1999 | Dagskrárblað | 91 orð | ókeypis

Stone svínslegur

AÐ GERA kvikmynd með Oliver Stone er eins og að vera strandaglópur á sveitabýli, að því er Sean Penn segir í viðtali við New York Times. Leikarinn segir að kvikmyndin U-beygja hefði allt eins getað heitið Dagfinnur dýralæknir vegna þess að samskiptin við leikstjórann hefðu verið svipuð því að umgangast svín. "Það var mesta afrek mitt í myndinni," segir Penn. Meira
6. janúar 1999 | Dagskrárblað | 353 orð | ókeypis

Vaknar Juve til lífsins?

KEPPNI í ítölsku 1. deildinni, Serie A, hefst aftur á þrettándanum eftir nokkurt hlé yfir hátíðarnar. Sjaldan á síðustu árum hefur verið jafn erfitt að spá í spil á toppi deildarinnar og er mál sparkfræðinga að keppnin á Ítalíu hafi ekki verið jafn skemmtileg í áraraðir. Meira
6. janúar 1999 | Dagskrárblað | 105 orð | ókeypis

Vilja launahækkun en fengu stóra jólagjöf

LEIKARARNIR í Friends munu líklega fara fram á væna launahækkun á næsta ári þegar þeir setjast til viðræðna við forráðamenn Warner Bros. Heyrst hefur þó að forráðamenn stúdíósins vilji halda laununum í hófi. Hins vegar voru þeir rausnarlegir í jólagjöfum til leikhópsins, en hver leikari hlaut 200 þúsund dollara í jólagjöf, eða 14 milljónir króna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.