Greinar fimmtudaginn 6. maí 1999

Forsíða

6. maí 1999 | Forsíða | 498 orð

Bandaríkjaforseti segir loftárásir verða hertar

BILL Clinton Bandaríkjaforseti hét því í gær að enn yrði hert á loftárásum Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Júgóslavíu. Slæm veðurskilyrði voru í gærkvöldi ekki látin hamla árásunum og sprengjum varpað á skotmörk víðs vegar um Júgóslavíu. Loftvarnaflautur voru þeyttar í Belgrad við upphaf 43. árásarnæturinnar. Meira
6. maí 1999 | Forsíða | 186 orð

EÞ staðfestir útnefningu Prodis

EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta útnefningu Romanos Prodis, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB). Atkvæði féllu þannig, að 392 Evrópuþingmenn lýstu stuðningi við Prodi en 72 höfnuðu honum. 41 sat hjá. Meira
6. maí 1999 | Forsíða | 89 orð

Stefnir í tap SNP

ALLAR líkur eru á því að Verkamannaflokkurinn vinni sigur í kosningum til nýs þings Skotlands, sem fram fara í dag. Skoðanakönnun, sem birt var í The Scotsman í gær, sýndi að Verkamannaflokknum mun líklega takast nokkuð sannfærandi að halda höfuðandstæðingi sínum, Skoska þjóðarflokknum (SNP), frá völdum. Flokkurinn fengi skv. könnuninni u.þ.b. Meira
6. maí 1999 | Forsíða | 310 orð

Söguleg sátt um A-Tímor

UTANRÍKISRÁÐHERRAR Portúgals og Indónesíu undirrituðu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í gærkvöldi sögulegan samning sem gæti orðið til þess að Austur-Tímor fengi sjálfstæði. Samningurinn snýst um þau áform að efna til atkvæðagreiðslu meðal hinna 800.000 íbúa Austur- Tímor 8. ágúst nk. um hvort portúgalska nýlendan fyrrverandi eigi að fá víðtæka sjálfstjórn innan Indónesíu. Meira

Fréttir

6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 194 orð

560 þús. kr. styrkur á ári í þrjú ár

SKÓLANEFND Akureyrar hefur ákveðið að veita styrki til menntunar grunnskóla- og leikskólakennara við kennaradeild Háskólans á Akureyri og að veita efnilegum nemendum sem lokið hafa stúdentsprófi eða sambærilegu námi, styrki til menntunar við kennaradeild HA. Gert er ráð fyrir að styrkveitingar verði auglýstar í framhaldsskólum, málgagni framhaldsskólanema og fjölmiðlum fyrir 15. mars ár hvert. Meira
6. maí 1999 | Smáfréttir | 24 orð

Aðstandendur sósíalíska vikublaðsins Militan

Aðstandendur sósíalíska vikublaðsins Militant halda málfund á föstudaginn, 7. maí, klukkan 17.30 að Klapparstíg 26, 2. hæð, (Pathfinder-bóksölunni). Titill fundarins er "Vinnandi fólk kýs verkalýðsflokk". Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Afmælishátíð á Eiðum

EINS og kunnugt er hefur verið ákveðið að sameina Grunnskólann á Eiðum og Egilsstaðaskóla frá og með næsta skólaári og verður Grunnskólinn á Eiðum þá ekki lengur sjálfstæð skólastofnun. Í október á þessu ári á skólinn hins vegar 40 ára afmæli og hefur verið ákveðið að minnast þess nú í lok þessa síðasta starfsárs skólans með afmælishátíð laugardaginn 22. maí kl. 13. Meira
6. maí 1999 | Erlendar fréttir | 312 orð

Ahern enn í vanda

HART var sótt að Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, á þingi í gær en Ahern neyddist í fyrrakvöld til að biðja Mary Harney, aðstoðarforsætisráðherra og leiðtoga Framsækna lýðræðisflokksins, samstarfsflokks Fianna Fáil- flokks Aherns, afsökunar á því að hafa ekki skýrt frá afskiptum sínum af nýlegu dómsmáli. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Á fimmta þúsund hafa kosið

UTANKJÖRFUNDARATKVÆÐAGREIÐSLA í Reykjavík hefur gengið vel samkvæmt upplýsingum sem fengust síðdegis á kjörstað í gær, en þá höfðu alls 3.900 manns greitt þar atkvæði, auk þess sem borist höfðu á sjöunda hundrað aðsend atkvæði. Er þetta svipaður fjöldi þremur dögum fyrir kjördag og á sama tíma fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðastliðið vor. Utankjörfundaratkvæðagreiðslan hófst 13. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 377 orð

Áhersla lögð á styrki til aldraðra

Í TILEFNI af ári aldraðra fá verkefni tengd umönnun þeirra 7,8 milljóna króna styrk úr starfsmenntasjóði félagsmálaráðuneytisins, en auk þess veitir starfsmenntaráð tveimur milljónum til starfstengdra tölvunámskeiða til Landssamtaka eldri borgara. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í félagsmálaráðuneytinu í gær. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

BJÖRN BJARNASON

BJÖRN Bjarnason, fyrrverandi rektor Menntaskólans við Tjörnina, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 4. maí síðastliðinn á áttugasta aldursári. Hann fæddist 6. ágúst 1919 í Bolungarvík. Foreldrar Björns voru Bjarni Eiríksson kaupmaður og Halldóra Benediktsdóttir. Björn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1939. Cand. mag.-gráðu öðlaðist hann frá Kaupmannahafnarháskóla 1945. Meira
6. maí 1999 | Erlendar fréttir | 117 orð

Bresks hermanns saknað

BRESKS hermanns hefur verið saknað í Kosovo í 10 daga. Kemur þetta fram í frönsku fréttabréfi, sem fjallar einkum og her- og varnarmál. Talsmaður breska varnarmálaráðuneytisins vildi ekkert um fréttina segja en hún birtist í frétta- eða vikurritinu TTU-Europe. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 440 orð

Breytingar á skipulagi aðeins gerðar á þingi ASÍ

MAGNÚS L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, segir að það sé alvarlegt mál ef menn neiti að fara að leikreglum Alþýðusambands Íslands. Það sé alveg skýrt að breytingar á skipulagi ASÍ verði einungis gerðar á þingum ASÍ. Í gær ræddu forystumenn stéttarfélaga verkafólks, verslunar- og skrifstofufólks og iðnverkafólks um skipulagsmál sambandsins. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 467 orð

Breytingar fyrirhugaðar á Reykjanesbrautinni

VIÐ gatnamót Öldugötu og Reykjanesbrautar í Hafnarfirði hafa orðið þrjú banaslys síðan árið 1977 auk annarra óhappa þar sem slys hafa orðið á fólki. Á fjögurra ára tímabili frá 1991­1995 urðu 13 umferðaróhöpp á sama stað og þar af hlutust af meiðsl á fólki í 4 tilvikum. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

Dæmdur í sekt fyrir að veitast að lögregluþjóni

27 ÁRA gamall maður var dæmdur í 180 þúsund króna sekt í Héraðsdómi Suðurlands á mánudag fyrir að hafa veist að lögregluþjóni við skyldustörf, tekið hann hálstaki og hert að með þeim afleiðingum að lögregluþjónninn tognaði á hálsi. Atvikið átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 24. janúar við félagsheimilið Brúarlund á Hellu þar sem stóð yfir skemmtun. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 98 orð

Enginn hefur neitunarvald

DAVÍÐ Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á opnum fundi í Garðaskóla í Garðabæ í fyrradag að enginn einn aðili gæti haft neitunarvald um breytingar á sjávarútvegsstefnunni. Markús Möller bar þetta mál upp á fundinum og spurði formanninn hvort sú sátt sem talað væri um að þyrfti að nást í sjávarútvegsmálum þýddi það að þing Farmanna- og fiskimannasambandsins og aðalfundur Landssambands Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Fer best á því að tala um Netið

HELGA Jónsdóttir, málfarsráðunautur hjá Ríkisútvarpinu, segir fara best á því að nota orðið Netið yfir það sem á erlendum tungumálum kallast Internet. Helga segist hafa verið spurð álits á þessu síðastliðið sumar. Þá hafi hún lagt til að notast yrði við Lýðnet sem gefið væri upp í nýútkomnu Tölvuorðasafni. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 146 orð

Fékk síma og 100 þúsund króna inneign

FARSÍMANOTENDUR, í viðskiptum hjá Landssímanum, eru nú komnir yfir eitt hundrað þúsund. Af því tilefni ákvað fyrirtækið að verðlauna hundraðþúsundasta viðskiptavininn í farsímakerfunum. Sú sem verðlaunin hlaut heitir Agnes Jónsdóttir og býr í Vestmannaeyjum. Henni var í gær afhentur fullkominn Ericsson T-18 GSM-sími að gjöf auk 100 þúsund króna inneignar á GSM-reikningi sem gildir næsta ár. Meira
6. maí 1999 | Landsbyggðin | 177 orð

Fjölfarinn vegur ófær vegna aurbleytu

Grund- Ástand eins fjölfarnasta ferðamannavegar Vesturlands, nánar tiltekið þjóðvegar 508 austan Borgarfjarðarbrautar, er bágborið um þessar mundir. Vegurinn sem hér um ræðir er rúmlega 20 km langur, en er núna ekki fær venjulegum bílum nema fyrstu 5 kílómetrana eða að Hvammi í Skorradal. Frá Hvammi að Fitjum er vegurinn meira og minna óökufær nema bestu jeppum. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 44 orð

Fjölmenni á menningarhátíð

UM FJÖGUR hundruð manns voru á menningarhátíð Samfylkingarinnar á Reykjanesi sem haldin var í nýja tónlistarhúsinu í Kópavogi í fyrrakvöld. Efstu menn á framboðslistanum fluttu stutt erindi og boðið var upp á ýmis skemmtiatriði, meðal annars söng Kristján Jóhannsson óperusöngvari. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 211 orð

Flogið frá Skopje til Egilsstaða

HÓPUR albanskra flóttamanna frá Kosovo kemur til landsins á laugardagskvöld með þotu frá Íslandsflugi. Um er að ræða fimmtíu manns. Hópurinn dvelur fyrstu tvær vikurnar á Eiðum og ákveðið hefur verið að þotan lendi á Egilsstöðum. Reiknað er með að lent verði um kvöldmatarleytið á laugardag en sú áætlun hefur reyndar enn ekki verið staðfest. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 323 orð

Forsetamerki nr. 1000 afhent að Bessastöðum

37 dróttskátar mættu nýlega í Bessastaðakirkju. Foreldrar og skátaforingjar voru einnig á staðnum þegar forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, og Ólafur Ásgeirsson skátahöfðingi gengu í kirkju í fylgd fánaborgar. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð

Framboðsfundur í Hinu húsinu

HITT húsið og Félag framhaldsskólanema standa fyrir framboðsfundi fyrir ungt fólk með ungum frambjóðendum að loknum síðdegistónleikum sem haldnir eru föstudag kl. 17 á Geysi-Kakóbar í Hinu húsinu. Big Band tónlistarskóla FÍH spilar frá kl. 16.45-17.15. Eftir tónleikana byrjar framboðsfundur. Flutt verður stutt framsaga af hálfu fulltrúa allra flokka og síðan verða spurningar úr sal. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

Fyrirlestur um þátttöku foreldra í verklegu náttúrufræðinámi

DR. Peter Rillero, Fulbright styrkþegi við Háskólann á Akureyri, flytur fyrirlestur í boði Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur föstudaginn 7. maí kl. 14.30. Fyrirlesturinn nefnist: Þátttaka foreldra í verklegu náttúrufræðinámi. Í fyrirlestri sínum mun dr. Meira
6. maí 1999 | Erlendar fréttir | 102 orð

Gervitungl á rangri braut

NÝ Boeing-geimflaug af gerðinni Delta III bilaði skömmu eftir geimskot á Canaveral-höfða í Bandaríkjunum í fyrrinótt, að íslenskum tíma, og varð bilunin til þess að fjarskiptahnöttur, sem koma átti á braut um jörðu, er nú á kolrangri braut. Meira
6. maí 1999 | Miðopna | 468 orð

Gestrisni Albana í Makedóníu mikil

NAFNIÐ Obilic gæti minnt íslenska knattspyrnuáhugamenn á Evrópukeppni meistaraliða fyrir nokkrum misserum, en Íslandsmeistarar ÍBV kepptu þá við samnefnt lið. Eigandi þess er enginn annar en Arkan, sá hinn sami og á og stjórnar illræmdum sveitum hermanna og mun eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. Meira
6. maí 1999 | Miðopna | 1050 orð

Geta ekki gert NATO mein og hefna sín því á okkur Ekkert lát er á flóttamannastraumnum frá Kosovo yfir til Makedóníu. Skapti

Ekkert lát er á flóttamannastraumnum frá Kosovo yfir til Makedóníu. Skapti Hallgrímsson blaðamaður og Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari héldu í gær áfram að kynna sér ástandið í flóttamannabúðunum á svæðinu, en á morgun verða valdir þeir 50 sem fluttir verða til Íslands. Meira
6. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Gítar- og píanó- nemar leika

FJÖLDI tónleika verður á vegum Tónlistarskólans á Akureyri nú í maímánuði, en nemendur í öllum deildum skólans koma fram og sýna afrakstur vinnu sinnar yfir veturinn. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld, fimmtudagskvöldið 6. maí, kl. 20.30 í Kapellu Akureyrarkirkju, en þar koma fram gítarnemendur á efri stigum. Á laugardag, 8. maí, verða tvennir tónleikar. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

Grænlandsleiðangur að hefjast

ÍSLENDINGAR gera fyrstir manna tilraun til að aka þvert yfir Grænlandsjökul í leiðangri sem hefst 16. maí nk. frá Nuuk. Áætlað er að ferðin taki þrjár vikur. Að leiðangrinum standa Toyota/Arctic Trucks, Addis ásamt KNI, sem er eitt stærsta verslunarfyrirtæki Grænlands. Meira
6. maí 1999 | Smáfréttir | 82 orð

HALUR & Sprund ehf., umboðs- og dreifingaraðili fyrir Oshadhi ilmkjar

HALUR & Sprund ehf., umboðs- og dreifingaraðili fyrir Oshadhi ilmkjarnaólíur, Biotone nudd- og húðvörur og Custom Craftworks nuddbekki hefur skipt um eigendur. Lísa B. Hjaltested og Ásmundur Gunnlaugsson hafa tekið við rekstrinum sem verður framvegis í húsnæði Yoga Studios sf. að Auðbrekku 14 í Kópavogi. Meira
6. maí 1999 | Miðopna | 138 orð

Heima er best

MAÐUR um þrítugt segir blaðamanni í Cegrane-búðunum að hann ætli sér heim aftur en það er greinilega skoðun flestra að þeir eigi afturkvæmt. "Ég vil einfaldlega ekki flækjast um heiminn. Ísland er til dæmis allt of langt í burtu fyrir mig," segir maðurinn, eftir að hafa spurt hvaðan blaðamaðurinn væri. "Ég fór ekki af fúsum og frjálsum vilja frá Kosovo og þangað vil ég fara aftur. Meira
6. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Hiti yfir meðallagi

VEÐRIÐ í maímánuði verður í heildina gott og hiti yfir meðallagi. Ekki verða samt allir dagar góðir, þannig mun grána í fjöll tvo daga í mánuðinum, en taka fljótt upp. Gera má ráð fyrir dálítilli slyddu kringum hvítasunnuna. Sunnanhlýindi setja svip sinn á kosningadaginn, 8. maí. Þetta kemur fram í veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ í Dalvíkurbyggð fyrir maímánuð. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 371 orð

Hæsta framlagið 359 þúsund krónur

FRJÁLSLYNDI flokkurinn gerði grein fyrir fjármálum sínum á blaðamannafundi í gær, en þar kom fram að stefnt væri að því að gjöld vegna rekstrar flokksins og kosningabaráttu færu ekki yfir 5,5 milljónir króna að afloknum alþingiskosningunum. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 346 orð

Íslendingur fellir grábjörn

ÍSLENSKUR sportveiðimaður, Ásgeir Heiðar, varð nýverið fyrsti Íslendingurinn, samkvæmt bókum Veiðimálastofnunar Alaska, til að fella hinn risavaxna grábjörn (Grizzly Bear), en Ásgeir var að veiðum ásamt norskum vini sínum á smáeyjunni Sitkalidek, skammt undan Kodiak Island, sem er drjúgstór eyja með 11.000 íbúum undan ströndum Alaska. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 86 orð

Japansferð kostaði 1,1 milljón

BORGARSTJÓRI hefur svarað fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað vegna Japansferðar þriggja fulltrúa borgarinnar í mars. Kostaði ferðin rúma 1,1 milljón króna. Ferðina fóru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 57 orð

Kaffisala Heimaeyjar

KVENFÉLAGIÐ Heimaey verður með sína árlegu kaffisölu sunnudaginn 9. maí í Súlnasal, Hótel Sögu. Á boðstólum verða að venju heimabakaðar kökur og ýmislegt meðlæti. Aðal tilgangur er að bjóða öldruðum Vestmannaeyingum til þessa fagnaðar og rifja upp gömul kynni. Vestmannaeyingar allir sem einn eru velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Kappræður Geirs og Steingríms á Grandrokk

GRAND ROKK, Smiðjustíg 6, efnir til kappræðufundar með fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs í hádeginu föstudaginn 7. maí. Þetta er þriðji og síðasti stjórnmálafundurinn sem haldinn verður á Grandrokk vegna alþingiskosninganna og verður honum útvarpað beint á Bylgjunni. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Kappræður milli Guðmundar Árna og Hjálmars Árnasonar

RÖKRÆÐUEINVÍGI verður milli tveggja frambjóðenda Reykjaneskjördæmis, þeirra Guðmundar Árna Stefánssonar og Hjálmars Árnasonar. Einvígið fer fram í kvöld, fimmtudaginn 6. maí, í Hraunholti, Dalshrauni 15 og er haldið á vegum JC Hafnarfjarðar. Meira
6. maí 1999 | Erlendar fréttir | 333 orð

Karlar skotnir og líkum þeirra misþyrmt

HATIXHE Gerxhaliu hélt grátandi á tveimur steinvölum og lýsti því er hún fann son sinn, sem hafði verið myrtur og líkinu misþyrmt. "Þegar ég fann hann við ána voru þeir búnir að stinga augun úr honum og skera af honum nefið. Ég setti augun aftur inn í tóftirnar," segir hún. "Svona." Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 849 orð

Keypti fótboltamyndir fyrir á fjórða þúsund

Móðir 8 ára drengs er ósátt við að hann hafi getað keypt fyrir 5.000 kr. í söluturni Keypti fótboltamyndir fyrir á fjórða þúsund Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 434 orð

Keypti verk eftir Kjarval á rúmar 500 krónur

SÆNSKUR listamaður keypti á dögunum málverk á flóamarkaði í Gautaborg fyrir rúmar 500 krónur. Að hans sögn var það vandað handbragð verksins sem fékk hann til að festa á því kaup. Þegar hann skoðaði málverkið nánar og tókst að lesa úr óskýrri undirskriftinni sá hann að það var eftir Jóhannes Kjarval. Verkið var boðið upp í Stokkhólmi í síðustu viku en seldist ekki. Meira
6. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

KK og Gildrumezz á Pollinum

KRISTJÁN Kristjánsson, KK, sem verið hefur á hringferð um landið undir yfirskriftinni "Vorboðinn hrjúfi" verður á Akureyri í kvöld, fimmtudagkvöldið 6. maí og leikur á veitingahúsinu Við Pollinn. Hljómsveitin Gildrumezz heimsækir Akureyringa aftur, en þar sem svo margir þurftu frá að hverfa síðast þegar þeir voru á ferðinni ákváðu þeir að endurtaka leikinn og verða á Pollinum á föstudagskvöld. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð

Klippum beitt á bifreið

ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar var fluttur á slysasdeild eftir árekstur við sendibifreið á gatnamótum Listabrautar og Kringlumýrarbrautar skömmu fyrir klukkan 15 í gær. Kalla þurfti út tækjabifreið Slökkviliðs Reykjavíkur til að klippa framhurð bifreiðarinnar af svo unnt væri að ná ökumanninum út úr flakinu. Meira
6. maí 1999 | Landsbyggðin | 83 orð

Konur í meirihluta í fyrsta sinn

Drangsnesi-Á fundi sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps nýlega var meirihlutinn í fyrsta sinn í langri sögu sveitarfélagsins skipaður konum. Vegna veikinda aðalmanns kom Erna Arngrímsdóttir inn í sveitarstjórn en fyrir voru tvær konur. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Krafa um að ráðherra víki sæti

VALDIMAR Jóhannesson hefur óskað eftir að fá gjafsókn til málaferla gegn sjávarútvegsráðherra vegna kvótamálsins. Valdimar vísar meðal annars til þess að málið hafi verulega almenna þýðingu og því sé rétt að kostnaður hans af málinu sé greiddur af almannafé. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 2235 orð

Kröfurnar um auðlindaskatt að gufa upp

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki draga úr opinberri þjónustu til að geta lækkað skatta, að sögn formanns flokksins, Davíðs Oddssonar. Hann segir að fái sjálfstæðismenn góða kosningu og verði í ríkisstjórn sé eðlilegast að flokkurinn hafi þar áfram forystu. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 551 orð

Leitað verður félagslegra úrlausna

FJÓRUM starfsmönnum garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar var sagt upp störfum fyrir síðustu helgi. Uppsagnirnar hafa valdið hörðum viðbrögðum hjá stéttarfélagi mannanna fjögurra, Eflingu, en mennirnir fjórir eru allir fatlaðir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að unnið verði að því að finna félagslega úrlausn á máli mannanna. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 65 orð

Lést í bílslysinu

STÚLKAN, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á þriðjudag af völdum áverka, sem hún hlaut er hún varð fyrir bifreið á gangbraut á gatnamótum Reykjanesbrautar, Öldugötu og Kaldárselsvegar, hét Ása Pálsdóttir til heimilis að Einihlíð 12 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar eru Anna Margrét Pétursdóttir og Páll S. Kristjánsson. Hún var fædd 16. ágúst árið 1984 og var nemandi í 10. Meira
6. maí 1999 | Miðopna | 168 orð

Léttir að vera laus af hættusvæðinu

"ÞAÐ tók mig tvo daga að átta mig á því hve það var mikill léttir að vera laus af hættusvæðinu heima í Kosovo," sagði ung, albönsk stúlka í samtali við Morgunblaðið í Cegrane-búðunum í gær. "Ég held að þetta sé einmitt ástæðan fyrir því að andinn hér í búðunum er eins góður og sjá má; hvað fólk er ánægt þrátt fyrir allt. Að hræðslan er farin. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 718 orð

Mikill áhugi eldri skáta og fjölskyldna

Landsmót skáta eru haldin þriðja hvert ár og verður 23. landsmótið haldið í sumar dagana 13. ­ 20. júlí í útilífs- og fræðslumiðstöð íslensku skátahreyfingarinnar að Úlfljótsvatni í Grafningi. Mótið er fyrst og fremst fyrir hinn hefðbundna skátaaldur en eldri skátar, hjálparsveitafólk og fjölskyldur skátanna eru einnig velkomin að sögn Benjamíns Axels Árnasonar mótsstjóra. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 424 orð

Mikilvægt að óvissunni linni

LEIFUR Hallgrímsson, oddviti Skútustaðahrepps, sagði að íbúar sveitarinnar væru nú nokkru nær um afstöðu stjórnmálaflokkanna til Kísiliðjunnar, en sveitarstjórn boðaði fulltrúa þeirra á almennan fund í fyrrakvöld til að ræða ýmis hagsmunamál sem snerta íbúana. Leifur sagði að Mývetningar litu svo á að þeir væru að kjósa um Kísiliðjuna og framtíð hennar. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 221 orð

Ný flugstöð boðin út á næstunni

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra og Halldór Blöndal samgönguráðherra héldu kosningafund í Grímsey í fyrrakvöld og sóttu hann liðlega 25 manns. Rætt var vítt og breitt um sjávarútvegs- og kvótamálin, m.a. var talsvert spjallað um nýliðun í sjávarútvegi og komu fram nokkrar fyrirspurnir sem varða Grímsey sérstaklega. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð

Nýr steypubíll

STEYPUSTÖÐ Suðurlands á Selfossi fékk nýverið afhentan nýjan Scania-bíl. Bíllinn er fjögurra öxla með drifi á báðum afturöxlum og er hann búinn 400 hestafla vél. Annar búnaður í bílnum er m.a. ABS-hemlalæsivörn, loftfjaðrandi kojuhús með rafdrifnum rúðuvindum og samlæsingum í hurðum. Bíllinn var smíðaur í Scania-verksmiðjunni í Hollandi og var steyputunnan einnig sett á hann þar í landi. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 461 orð

"Ofbeldi er blettur á samfélaginu"

FULLTRÚAR allra stjórnmálaflokkanna tóku sér frí úr kosningabaráttunni til að leggja Rauða krossinum lið, er samtökin kynntu átak sitt gegn ofbeldi, sem þau ásamt norrænu systurfélögunum munu hefja laugardaginn 8. maí, á alþjóðadegi Rauða krossins. Hinn táknræni hluti átaksins felst í að þrykkja handfar sitt á dúk og það gerðu stjórnmálamennirnir eftir vangaveltur um val viðeigandi lita. Meira
6. maí 1999 | Landsbyggðin | 381 orð

Óvenjulega jöfn og spennandi keppni

Sauðárkróki-Hápunktur Sæluviku Skagfirðinga, dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks, fór að vanda fram fyrir troðfullu íþróttahúsi þar sem prúðbúnir gestir, sumir komnir um langan veg, skemmtu sér hið besta. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 205 orð

Póstganga Íslandspósts

KRISTJÁN VII gaf út tilskipun hinn 13. maí 1776 um póstferðir á Íslandi. Til að minnast þess og fyrstu ferðar fastráðins landpósts um Suðurnes stendur Pósturinn fyrir sérstökum göngudögum í maí og júní. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 354 orð

Röskun vegna útúrdúrs með varahjól

NOKKRIR farþegar Flugleiða á leið til Kaupmannahafnar á dögunum urðu fyrir nokkurra tíma töf þegar vélin var látin hafa viðkomu í Glasgow á leið sinni frá Íslandi til að koma þangað varahjóli fyrir þotu Flugleiða sem þar hafði sprungið á. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 95 orð

Samfylking í S-inu sínu

SAMFYLKINGIN í Reykjavík býður borgarbúum á fjölbreytta menningar- og skemmtidagskrá í miðborginni í dag. Í Iðnó og við Tjarnarbakkana verður menningardagskrá allan daginn. Kaffi og kökuplatti Samfylkingarinnar verður í boði á vægu verði í Kaffihúsinu Iðnó. Þá taka Gospel-systur Kvennakórs Reykjavíkur og Kammerkór Grensáskirkju m.a. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Síldin finnst ekki enn

TVÖ íslensk skip voru í gær komin í Síldarsmuguna, Guðrún Þorkelsdóttir SU og Jón Kjartansson SU, en veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum máttu hefjast í fyrrinótt. Að sögn Emils Thorarenssen, útgerðarstjóra Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. sem gerir skipin út, voru þau við leit nyrst í Síldarsmugunni í gær, þar sem lögsögur Noregs og Færeyja mætast, en höfðu enga síld fundið. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 111 orð

Sjálfstæðisflokkurinn með 43,2% fylgi

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fær 43,2% atkvæða samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup. Mjög litlar breytingar hafa orðið á fylgi flokkanna frá síðustu könnun Gallup, sem birt var í fyrradag. Samkvæmt könnuninni fær Framsóknarflokkur 18% fylgi, Sjálfstæðisflokkur 43,2%, Frjálslyndi flokkurinn 3,4%, Samfylkingin 27,3%, Vinstrihreyfingin 7,9% og Húmanistar 0,2%. Meira
6. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Skemmtikvöld Stólpa

STEINN Ármann Magnússon og Helga Braga Jónsdóttir skemmta í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 6. maí. Það er Stólpi, félag ungs Samfylkingarfólks, sem stendur að skemmtikvöldinu. Félagið stendur einnig fyrir skemmtun á sama stað á föstudagskvöld en þar munu Helgi og hljóðfæraleikarnir sjá um fjörið. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 88 orð

Slapp óbrotinn eftir 8 metra fall

KARLMAÐUR var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir vinnuslys við Fossvogsskóla skömmu eftir klukkan 13 í gær. Vinnupallur hrundi undan manninum við vinnu sína og féll hann um átta metra til jarðar. Hann kenndi til eymsla í baki og meiddist á fæti en er óbrotinn að sögn læknis á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Meira
6. maí 1999 | Erlendar fréttir | 342 orð

Spjótin beinast að afþreyingarfyrirtækjum

BLÓÐSÚTHELLINGARNAR í framhaldsskólanum í Littleton í Bandaríkjunum hafa orðið til þess að bandarísk stjórnvöld íhuga nú að gera kvikmynda-, sjónvarps-, tónlistar- og tölvuleikjafyrirtækjum sömu skil og tóbaksfyrirtækjunum. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 802 orð

Starfsmenn Útvarps óánægðir

ÓÁNÆGJA er meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins með starfsaðferðir framkvæmdastjóra Útvarpsins. Þetta kom berlega í ljós á starfsmannafundi, sem haldinn var í Útvarpshúsinu í síðustu viku, en um 80 til 100 manns sóttu fundinn. Meira
6. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 183 orð

Stefnt að byggingarframkvæmdum í júní

STJÓRN AKO/Plastos hefur samið við VSÓ-Ráðgjöf á Akureyri um hönnun og umsjón með útboði vegna byggingar 2000 fermetra iðnaðarhúsnæðis. Húsið verður viðbygging við hús sem fyrirtækið keypti nýverið af Rafveitu Akureyrar við Þórsstíg, en það er um 1.800 fermetrar að stærð. Stefnt er að því að útboð fari fram nú í maí og að bygging geti hafist í júní. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 302 orð

Sterk viðbrögð við afmælistilboði símafyrirtækisins Tals í gær

Sterk viðbrögð við afmælistilboði símafyrirtækisins Tals í gær Á milli 700 og 800 keyptu síma STERK viðbrögð voru við afmælistilboði símafyrirtækisins Tals í gær, en þar voru farsímar boðnir á eina krónu í tilefni af eins árs afmæli fyrirtækisins. Meira
6. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Stólpi stofnaður

STÓLPI, félag ungs Samfylkingarfólks á Norðurlandi eystra, var stofnað á Kaffi Karólínu nýlega. Alls mættu 25 manns á stofnfundinn. Félagið er það fimmta í röðinni sem stofnað er innan vébanda Samfylkingarinnar, en öll hin félögin eru einnig félög ungliða innan þessa stjórnmálaafls. Formaður Stólpa er Hadda Hreiðarsdóttir. Meira
6. maí 1999 | Erlendar fréttir | -1 orð

Stórar kosningar en lítill kosningaáhugi

ÞRJÁTÍU milljónir Breta ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til sveitarstjórna og heimastjórna. Bretland verður ekki samt eftir þessar kosningar, því Walesbúar og Skotar kjósa nú fyrsta sinni til héraðsþinga og fá sínar heimastjórnir, en nú eru þrjár aldir síðan skozkt þing sat síðast í Edinborg. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 36 orð

Sungið á kosningahátíð

KOSNINGAHÁTÍÐ Húmanistaflokksins var haldin 1. maí. Hörður Torfason, fjórði maður á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi, og Birgitta Jónsdóttir, annar maður á lista í Reykjavíkurkjördæmi, sungu á hátíðinni ásamt móður Birgittu, Bergþóru Árnadóttur sönglistakonu. Meira
6. maí 1999 | Erlendar fréttir | 118 orð

Súdanstjórn krefst bóta

STJÓRNVÖLD í Súdan sögðu í gær, að þau vonuðu, að Bandaríkjastjórn bætti þann skaða, sem hún olli á síðasta ári er bandarískar herflugvélar sprengdu upp lyfjaverksmiðju í landinu. Bandaríkjamenn hafa í raun viðurkennt, að þeim hafi orðið á mistök. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

Sýning fyrir trésmíðaiðnaðinn

IÐNVÉLAR ehf. í Hafnarfirði halda sýningu á vélum og áhöldum fyrir trésmíðaiðnað í húsnæði sínu við Hvaleyrarbraut. Sýningin stendur yfir til 13. maí og er opin frá kl. 13.30­19.30 virka daga og frá kl. 10­19 á laugardögum og sunnudögum. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

Til skoðunar að fá erlenda sérfræðinga

FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra hefur sett fram þá hugmynd að erlendir sérfræðingar verði fengnir til að meta hugsanlega áhættu af gísilgúrnámi í Syðri-Flóa Mývatns. "Það er mikil tortryggni í gangi hjá heimamönnum um þær rannsóknarniðurstöður sem liggja fyrir. Ég tel vera mikilvægt að menn eyði þeirri tortryggni. Meira
6. maí 1999 | Erlendar fréttir | 475 orð

Tjónið nemur allt að milljarði dala

BANDARÍSKIR embættismenn sögðu í gær að tjónið af völdum skýstrókanna í Oklahoma og Kansas í fyrradag gæti numið allt að milljarði dala, andvirði 73 milljarða króna. Að minnsta kosti 43 fórust í náttúruhamförunum, að sögn bandarískra yfirvalda. Meira
6. maí 1999 | Smáfréttir | 44 orð

TOURETTE samtökin á Íslandi halda fund fyrir foreldra barna sem eru m

TOURETTE samtökin á Íslandi halda fund fyrir foreldra barna sem eru með Tourette heilkenni í kvöld, fimmtudagskvöld, á Kaffi Mílanó, Faxafeni 11. Þessir fundir eru haldnir mánaðarlega, fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Þar gefst foreldrum tækifæri til að spjalla saman yfir kaffibolla um málefni barna sinna. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 196 orð

Tæpast fordæmisgildi hér á landi

JÓN Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður telur að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu um að Frakkland hafi brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu með lögum um villidýraveiðar, hafi tæpast fordæmisgildi hér á landi hvað varðar þann þátt sem fjallar um skylduaðild að veiðifélögum. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 203 orð

Undirskriftasöfnun gegn loftárásum

HÓPUR sem kennir sig við "Neyðarnefnd gegn stríðinu" heldur því fram að loftárásir Nató á Balkanskaga brjóti í bága við alþjóðalög og hafi í raun aukið á þau vandamál sem þeim var ætlað að hamla gegn. Hópurinn stendur nú fyrir söfnun undirskrifta á áskorun til ríkisstjórnar Íslands um að beita sér fyrir því að árásunum verði hætt. Í áskoruninni kemur m.a. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 208 orð

Útskrift í Förðunarskóla Íslands

NÝLEGA brautskráðust 24 nemendur úr ljósmynda- og tískuförðun frá Förðunarskóla Íslands. Námið, sem tekur 13 vikur, er samtals 326 tímar. Til að ljúka námi þarf að skila vinnubók, ljúka prófi og lokaverkefni með 10 tískuljósmyndum. Nemendur fá einnig 70 stækkaðar myndir. Meðaleinkunn nemenda að þessu sinni var 8,23 en hæsta einkunn var 9,45. Hana hlaut Sigrún Edda Elíasdóttir. Meira
6. maí 1999 | Erlendar fréttir | 874 orð

Verkamannaflokkurinn verður að sýna fram á árangur

ALICE Brown, prófessor í stjórnmálafræði við Edinborgarháskóla, segist í samtali við Morgunblaðið reikna með því að vígsluhátíð heimastjórnarþingsins nýja, en Skotar kjósa fulltrúa sína á þingið í dag, verði öllu líflegri en kosningabarátta sú sem stjórnmálaflokkarnir hafa háð undanfarnar vikur. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 375 orð

Vilja lóð SVR fyrir aldraða

FULLTRÚARÁÐ sjómannadagsins hefur sent Reykjavíkurborg erindi þar sem falast er eftir lóð SVR við Kirkjusand til að byggja hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða. Óskað er eftir svari svo fljótt sem kostur er. Meira
6. maí 1999 | Landsbyggðin | 90 orð

Vorverkin

Vaðbrekka, Jökuldal. Morgunblaðið/Sigurður AðalsteinssonALLIR þurfa að sinna vorverkunum, þar er Vegagerðin ekki undantekning. Eftir umhleypingasaman vetur þar sem ofan gefur snjó á snjó og erfitt er að moka veginn þegar á líður vegna þess að snjógöngin dýpka og þrengjast heyrir það til vorverkanna að víkka göngin með snjóblásara. Meira
6. maí 1999 | Erlendar fréttir | 188 orð

Þjarmað að Jospin

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, skoraði í gær á vinstristjórn Lionels Jospins forsætisráðherra að koma á lögum og reglu á Korsíku sem fyrst og komast að því hver bæri ábyrgð á því að franska ríkisvaldið væri virt að vettugi á eyjunni. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 108 orð

Þriðji hver maður með GSM-síma

NÆRRI lætur að þriðji hver Íslendingur eigi GSM-síma og samtals eru skráðir um 120 þúsund farsímanotendur í GSM-kerfi Landssímans og Tals og NMT-kerfi Landssímans. Áskrifendum Tals fjölgaði um 6-700 í gær samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu en í tilefni eins árs afmælis þess voru um 350 símar seldir á eina krónu. Áskrifendur Tals voru fyrir um 16 þúsund talsins. Meira
6. maí 1999 | Innlendar fréttir | 114 orð

Þýska kvikmyndin Handan þagnarinnar sýnd

GOETHE-Zentrum, Lindargötu 46, sýnir fimmtudaginn 6. maí kl. 20.30 þýsku verðlaunakvikmyndina "Jenseits der Stille" eða Handan þagnarinnar frá árinu 1996. Myndin greinir frá stúlku sem á daufdumba foreldra og verður því að axla mikla ábyrgð strax á unga aldri. Að lokinni skólagöngu vill hún fara í tónlistarnám í Berlín og skapar það mikil vandamál gagnvart föður hennar. Meira
6. maí 1999 | Miðopna | 43 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðuð/Sverrir FLÓTTAMENN bíða eftir að komast í tjöld í Cegrane flóttamannabúðunum. Þýskir hermenn vinna við að setja tjöldin upp, en fólkið hefur þurft að sofa úti undir beru lofti þar sem tjöld voru ekki tilbúin. UNNIÐ við að reisa tjöld í Cegrane flóttamannabúðunum. Meira

Ritstjórnargreinar

6. maí 1999 | Leiðarar | 559 orð

FÆREYSK KAUPSTEFNA

FJÖLDI færeyskra fyrirtækja kynnir framleiðsluvörur sínar og þjónustu á færeysku kaupstefnunni RekTór '99, sem hefst í Perlunni í dag og lýkur næsta laugardag. Henni er ætlað að vekja athygli Íslendinga á færeyskum vörum og stuðla að auknum viðskiptum milli landanna. Íslenzk vörusýning, TórRek, var haldin í Þórshöfn í marzmánuði á síðasta ári og tóku 24 íslenzk fyrirtæki þátt í henni. Meira
6. maí 1999 | Staksteinar | 417 orð

Hverju þarf að breyta

EINS og getið var í síðustu Staksteinum, fjallar Sturla Böðvarsson alþingismaður um fiskveiðistjórnunina í síðasta vikupistli sínum. Nú verður fram haldið þar sem frá var horfið og sagt hvaða úrræða hann telur helzt að þurfi að grípa til. Meira

Menning

6. maí 1999 | Fólk í fréttum | 57 orð

Að bera björn MARGOT er fjögurra ára birna sem sést hér halda á þ

Að bera björn MARGOT er fjögurra ára birna sem sést hér halda á þriggja mánaða gömlum húni sínum er þau komu fyrst fyrir augu almennings í Vincennes-dýragarðinum í Frakklandi nýlega. Litli bangsi virðist sáttur við aðferðir móðurinnar en mæðginin eru meðal 230 bjarna af þeirra tegund sem eru í dýragörðum í heiminum. Aðeins 2.000 til 3.000 lifa frjálsir. Meira
6. maí 1999 | Menningarlíf | 168 orð

Áhugaljósmyndarar í Reykjavík 1950­70

LJÓSMYNDASÝNING áhugaljósmyndara í Reykjavík árin 1950­70 verður opnuð í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar á morgun, föstudag, kl. 17.30. Helsti vaxtarbroddur listrænnar ljósmyndunar á Íslandi á árunum 1950­70 var meðal áhugaljósmyndara í faginu, segir í fréttatilkynningu. Meira
6. maí 1999 | Menningarlíf | 48 orð

Barnakóramót í Víðistaðakirkju

ÞRIÐJA Barnakóramót Hafnarfjarðar fer fram í Víðistaðakirkju laugardaginn 8. maí kl. 17. Á mótinu koma fram tíu kórar með um 300 nemendum. Kórarnir munu syngja hver fyrir sig en sameinast í lok tónleikanna og syngja þrjú lög. Kórarnir starfa í grunnskólum og kirkjum Hafnarfjarðar og Álftaness. Meira
6. maí 1999 | Kvikmyndir | 395 orð

Býr hryðjuverkamaður í næsta húsi?

Leikstjóri: Mark Pellington. Handrit: Ehren Kruger. Kvikmyndatökustjóri: Bobby Bukowski. Tónlist: Angelo Bandalamenti. Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Tim Robbins, Joan Cusack, Hope Davis, Robert Gossett. Meira
6. maí 1999 | Fólk í fréttum | 124 orð

Enn fleiri góðir dómar um GusGus

Á VEFSÍÐU dagblaðsins New York Times birtist tónlistardómur á miðvikudag um íslensku hljómsveitina GusGus er hélt tónleika í Irvin Plaza síðastliðið mánudagskvöld. Gagnrýnandinn Jon Pareles fer lofsamlegum orðum um sveitina og segir að tónleikarnir hefðu getað verið helgiathöfn eða atriði úr vísindaskáldskaparmynd en bætir við að "þarna var þó aðeins danstónlist á ferðinni með augljósari Meira
6. maí 1999 | Myndlist | 737 orð

Í ál-lögum

Opið alla daga nema mánudaga frá 12:00 til 18:00. Aðgangseyrir 200 kr. Til 9. maí. "NORDAL13" er yfirskriftin á sýningu Ólafar Nordal í Listasafni Kópavogs. AL er skammstöfunin fyrir léttmálminn ál, sem hefur sætistöluna 13 í lotukerfinu. Ég sé því ekki betur en að Ólöf hafi umritað nafn sitt sem "Ólöf Norðurál". Meira
6. maí 1999 | Fólk í fréttum | 86 orð

Jaðartíska í Ástralíu Í GÆR má

Jaðartíska í Ástralíu Í GÆR mátti sjá þessa skrautlegu fyrirsætu sem var vafin inn í langan silkitrefil á tískusýningu í Melbourne í Ástralíu, en þar héldu ástralskir tískuhönnuðir sýningu sem þeir kenndu við jaðartísku. Meira
6. maí 1999 | Fólk í fréttum | 84 orð

Jarðarförin í næstu viku

ÁÆTLAÐ er að jarðarför leikarans Oliver Reed sem lést úr hjartaslagi síðastliðinn sunnudag fari fram nálægt heimili hans í Írlandi í næstu viku. Oliver Reed lék í meira en fimmtíu kvikmyndum á ferli sínum og þótti afar óstýrilátur og gefinn fyrir sopann. Meira
6. maí 1999 | Fólk í fréttum | 103 orð

Kinnear í hnapphelduna LEIKARINN Greg Kinnea

Kinnear í hnapphelduna LEIKARINN Greg Kinnear, sem var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt sem nábúi Jacks Nicholsons í rómantísku gamanmyndinni "As Good as It Gets", gifti sig á laugardaginn var í Englandi. Brúðurin er fyrirsætan Helen Labdon en parið kynntist í gegnum vini í Los Angeles og hefur verið saman í rúm sex ár. Meira
6. maí 1999 | Fólk í fréttum | 194 orð

KR-ingar á Rauða ljóninu

FJÖLDI KR-inga safnaðist saman á Rauða ljóninu 1. maí síðastliðinn en þá tók KR-Sport formlega við rekstri staðarins. KR-klúbburinn, sem er stuðningsmannaklúbbur KR-inga, mætti á staðinn af þessu tilefni og var eflaust margur íþróttaviðburðurinn krufinn til mergjar um kvöldið. Meira
6. maí 1999 | Menningarlíf | 131 orð

Kvennaraddir syngja sumrinu lof

KVENNAKÓR Bolungarvíkur var á tónleikaferð á Snæfellsnesi um síðustu helgi. Kórinn hélt tónleika í Ólafsvíkurkirkju þann 30. apríl og í Grundarfjarðarkirkju daginn eftir. Efnisskráin var fjölbreytt, bar lit vorkomunnar en einnig var hluti dagskrárinnar helgaður konum. Kórinn tók líka þátt í 1. Meira
6. maí 1999 | Menningarlíf | 88 orð

Leðurblökunni að ljúka

SÍÐUSTU sýningar á óperettunni Leðurblökunni eftir Johann Strauss verða laugardaginn 8. maí og sunnudaginn 9. maí kl. 20. Leðurblakan er í nýstárlegri og nútímalegri leikgerð leikstjórans David Freeman og er síðasta sýning sem Garðar Cortes stýrir sem óperustjóri en hann er jafnframt hljómsveitarstjóri. Meira
6. maí 1999 | Menningarlíf | 42 orð

Lesið úr ljóðabókinni Eftirkeimur

RITLISTARHÓPUR Kópavogs lýkur vetrarstarfi sínu í dag fimmtudag. Þá mun Kópavogsskáldið Steinþór Jóhannsson lesa úr nýrri ljóðabók sinni í kaffistofu Gerðarsafns. Bókin heitir Eftirkeimur og er hún sjötta ljóðabók skáldsins. Dagskráin stendur frá kl. 17­18 og er aðgangur ókeypis. Meira
6. maí 1999 | Fólk í fréttum | 211 orð

Meðalgóð aðlögun Úrvalsnemandi (Apt Pupil)

Framleiðendur: Jane Hamsher, Don Murphy og Bryan Singer. Leikstjóri: Bryan Singer. Handrit: Brandon Boyce. Byggt á sögu eftir Stephen King. Kvikmyndataka: Tom Sigel. Aðalhlutverk: Ian McKellan og Brad Renfro. (107 mín.) Bandarísk. Skífan, apríl 1999. Bönnuð innan 16 ára. Meira
6. maí 1999 | Fólk í fréttum | 407 orð

Mestu máli skiptir að vera með

ÞEGAR komið er heim að byggðahverfinu á Sólheimum í Grímsnesi læðist sú tilfinning að gestkomandi að þeir séu að aka inn á svið friðsæls sveitaþorps í hugljúfri kvikmynd. Kyrrð og ró umvefur allt, brosandi íbúarnir bjóða gesti velkomna með einlægu brosi, handabandi eða faðmlagi. Meira
6. maí 1999 | Menningarlíf | 145 orð

Myndverk á Stokkseyri

Í NÁVIST náttúrunnar er yfirskrift sýningar Þórgunnar Jónsdóttur, ljóðskálds, sem opnuð verður í kaffihúsinu Við fjöruborðið á Stokkseyri á morgun, sunnudag. Á sýningunni eru myndverk unnin með vatnslitum á rekavið af ströndinni á Stokkseyri og Eyrarbakka, auk steina víðsvegar af landinu. Þetta er fyrsta einkasýning Þórgunnar. Meira
6. maí 1999 | Menningarlíf | 130 orð

Nýjar bækur DULMAGN Snæfellsjökuls

DULMAGN Snæfellsjökuls, "The mystique of Snæfellsjökull"er heiti sömu bókar eftir Guðrúnu G. Bergmann. Í kynningu segir: "Eins og heitin bera með sér er fjallað um það dulmagn sem löngum hefur sveipað hinn formfagra Snæfellsjökul sérstæðri dulúð og gert hann umtalaðari og athyglisverðari en flesta aðra jökla á landinu. Meira
6. maí 1999 | Menningarlíf | 192 orð

Nýjar bækur SILKI er þ

SILKI er þriðja skáldsaga Ítalans Alessandro Barrico og er í íslenskri þýðingu Kolbrúnar Sveinsdóttur. Í kynningu segir að Silki sé ljóðræn saga af Frakkanum Hervé Joncour sem hefur þann starfa að kaupa egg silkiormsins fyrir silkiræktendur í heimahéraði sínu. Meira
6. maí 1999 | Menningarlíf | 143 orð

Nýjar bækur ÞISTLAR og fleiri ljóð

ÞISTLAR og fleiri ljóð hefur að geyma 23 ljóð eftir Ted Hughes. Þýðandi er Hallberg Hallmundsson. Þetta er þriðja kverið í flokki sem hófst með Blávindi eftir pakístanska skáldið Daud Kamal árið 1997 og hélt áfram með Gítarnum eftir Frederico García Lorca á sl. ári. Meira
6. maí 1999 | Menningarlíf | 348 orð

Simon Armitage aldamótaskáld

SIMON Armitage hefur verið falið að yrkja opinbera aldamótadrápu, sem flutt verður við ýmis tækifæri í haust, þegar aldamótunum verður fagnað, og þá m.a. í aldamótahvelfingunni, sem nú rís í Greenwich. Simon Armitage kom til Íslands ásamt skáldbróður sínum Glyn Maxwell fyrir tveimur árum og fetuðu þeir í fótspor Auden og MacNeice. Meira
6. maí 1999 | Menningarlíf | 523 orð

Skemmtileg og ögrandi verkefni framundan

NÝRÁÐNIR stjórnendur Íslensku óperunnar fagna þeirri skipulagsbreytingu sem felur í sér að í stað þess að einn óperustjóri fari með alla yfirstjórn óperunnar séu ráðnir tveir stjórnendur; framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi. Stjórn Íslensku óperunnar greindi frá því sl. Meira
6. maí 1999 | Fólk í fréttum | 168 orð

Stelpur og strákar Hin eina sanna ljóska (The Real Blond)

Framleiðsla: Sigurjón Sighvatsson, Ted Dannebaum og Terry McKay. Handrit og leikstjórn: Tom Dicillo. Kvikmyndataka: Frank Prinzi. Tónlist: Robin Urdang. Aðalhlutverk: Matthew Modine, Daryl Hannah og Maxwell Caulfield. 101 mín. Bandarísk. Háskólabíó, apríl 1999. Öllum leyfð. SAMBÖND kynjanna eru í brennidepli í þessari vönduðu og vel hugsuðu gamanmynd. Meira
6. maí 1999 | Menningarlíf | 155 orð

Stemmning rýmisins í Ingólfsstræti 8

SÝNING á verkum Finnboga Péturssonar verður opnuð í Galleríi Ingólfsstræti 8 í dag, fimmtudag, kl. 17. Hann hefur skapað sér sérstöðu innan íslenskrar samtímalistar með verkum sínum sem hafa vakið töluverða athygli erlendis, segir í fréttatilkynningu frá galleríinu. Finnbogi er að fást við grunnform hljóðbylgjunnar á þessari sýningu. Meira
6. maí 1999 | Tónlist | 700 orð

Stórvirki

Jón Leifs: Konsert fyrir orgel og hljómsveit op. 7, Variazioni pastorale, op. 8, Fine II (kveðja til jarðlífsins), op. 56, Dettifoss op. 57. Einleikur á orgel: Björn Steinar Sólbergsson. Einleikur á víbrafón: Reynir Sigurðsson. Einsöngur: Loftur Erlingsson (baritón). Kórsöngur: Mótettukór Hallgrímskirkju. Kórstjóri: Hörður Áskelsson. Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: En Shao. Meira
6. maí 1999 | Menningarlíf | 1314 orð

Sumargestir Benedikts Erlingssonar

Sumargestir eftir Maxim Gorkí í Málmey í uppsetningu Benedikts Erlingssonar hafa vakið mikla athygli og verið vel sóttir. Kristín Bjarnadóttir hitti Benedikt og fræddist af honum um leikhús sem þykist ekki vera neitt annað en leikhús. Meira
6. maí 1999 | Menningarlíf | 31 orð

Sýningum Kjarvalsstaða lokað

SÝNINGUM á Kjarvalsstöðum verður lokað frá kl. 14 á morgun, föstudag, vegna alþingiskosninganna. Þær verða opnaðar aftur kl. 10 á mánudagsmorgun. Leiðsögn um sýningarnar fellur niður sunnudaginn 9. maí. Meira
6. maí 1999 | Menningarlíf | 60 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU Jóhanns Maríussonar og Zoran Kokotovic "Duus Straumar" lýkur nú á sunnudag. Jóhann sýnir skúlptúra unna í tré í bland með öðrum náttúruefnum, s.s. gleri, málmi, steinum og beinum. Zoran sýnir grafíkmyndir, sem hann vann eftir gömlum ljósmyndum frá Keflavík um síðustu aldamót, aðallega fólki í fiskvinnslu og nokkrum konumyndum. Listasetrið opið daglega frá kl. 15­18. Meira
6. maí 1999 | Fólk í fréttum | 629 orð

Söngkonan Bergþóra Árnadóttir á tónleikaferðalagi

BERGÞÓRA Árnadóttir vísnasöngkona hefur búið í Danmörku undanfarin ár en er nú hingað komin til að spila og syngja fyrir landsmenn. Hún ætlar að fara á puttanum um landið á milli tónleikastaða, með gítarinn og sængina í farteskinu. Meira
6. maí 1999 | Menningarlíf | 29 orð

Söngnematónleikar í Fríkirkjunni

VORTÓNLEIKAR söngnemenda Estherar Helgu Guðmundsdóttur verða í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Flutt verða ýmis innlend og erlend sönglög undir stjórn Estherar Helgu Guðmundsdóttur. Meira
6. maí 1999 | Kvikmyndir | 217 orð

Vel heppnuð frumraun

Leikstjórn og handrit: David Veloz. Byggt á samnefndri ævisögu Jerry Stahl. Aðalhlutverk: Ben Stiller, Maria Bello og Elizabeth Hurley. Artisan Entertainment 1998. JERRY Stahl afgreiðir hamborgara þegar ung stúlka fær hann upp í ból til sín. Meira
6. maí 1999 | Menningarlíf | 92 orð

Viðurkenning fyrir ágæt störf í þágu leiklistar

LEIKARARNIR Elva Ósk Ólafsdóttir, Edda Heiðrún Backman og Hilmir Snær Guðnason, og Björn Bergsteinn Guðmundsson, ljósahönnuður fengu nýlega viðurkenningu úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins, en hann var stofnaður á sumardaginn fyrsta 1950 á vígsludegi Þjóðleikhússins. Meira
6. maí 1999 | Menningarlíf | 108 orð

Viðurkenning stuðningsfyrirtækja I.C. Art

I.C. ART (The Icelandic Art Connection) veitti stuðningsfyrirtækjum sínum viðurkenningu á dögunum. Þau eru Gull- og silfursmiðja Ernu, Þóra Sigurþórsdóttir, Gullsmiðja Hansínu Jensen, Guðlaugur A. Magnússon, TVG Zimsen, VÍS, Myndskjóðan, Prentstofa Reykjavíkur, Íslenska útvarpsfélagið og G og G veitingar. I.C. Meira
6. maí 1999 | Menningarlíf | 48 orð

Vortónleikar Valskórsins

VORTÓNLEIKAR Valskórsins verða haldnir í Friðrikskapellu að Hlíðarenda í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20:30. Á söngskránni eru innlend og erlend lög fyrir blandaðan kór. Valskórinn hefur starfað í sex vetur og eru félagar nú 33 talsins. Gylfi Gunnarsson hefur stjórnað kórnum frá upphafi. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Meira
6. maí 1999 | Fólk í fréttum | -1 orð

Þroskasaga á ruðningsvelli FRUMSÝNING

KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna gamanmyndina Varsity Blues með þeim Jon Voight, Jame Van Der Beek og Paul Walker í aðalhlutverkum. Myndin lýsir þroskagöngu ungs ruðningsboltamanns í bæjarfélagi þar sem ruðningsbolti er upphaf og endir alls sem máli skiptir. Þroskasaga á ruðningsvelli FRUMSÝNING Meira
6. maí 1999 | Fólk í fréttum | -1 orð

Æsilegur leikur á mörkum draums og veru FRUMSÝNING

KVIKMYNDIR/Laugarásbíó sýnir framtíðarmyndina eXistenZ með Jennifer Jason Leigh og Jude Law í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um tölvuvætt samfélag þar sem tölvuleikir eru raunverulegri en lífið. Æsilegur leikur á mörkum draums og veru FRUMSÝNING Meira
6. maí 1999 | Fólk í fréttum | 962 orð

(fyrirsögn vantar)

Umræðan

6. maí 1999 | Aðsent efni | 593 orð

Að kaupa sig frá veruleikanum

Opinn aðgangur að ráðgjöf, upplýsingum og aðstoð varðandi uppeldi og samskiptamál innan fjölskyldunnar, segir Guðlaug Teitsdóttir, er ein sterkasta forvörnin. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 412 orð

Að vilja og þora 8. maí

Rísum gegn ósómanum, segir Gunnar I. Gunnarsson, og sýnum viljann í verki í kjörklefanum. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 651 orð

Af sjálfu sér?

Við Íslendingar ættum að vera orðnir reynslunni ríkari, segir Gunnar I. Birgisson, hvað varðar árangur vinstristjórna í efnahagsmálum. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 354 orð

Á að leigja kvótann til útlendinga?

Ég tel það skyldu Samfylkingarfólks að svara því, segir Svanur Guðmundsson, hvort það standi til að Samfylkingin standi í braski með veiðiheimildir. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 901 orð

Breyttar lífsvenjur aldraðra

Hjúkrun aldraðra byggist á fagþekkingu, segir Birna Kr. Svavarsdóttir, og víðsýni og sveigjanleika starfsfólks. Meira
6. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 514 orð

Bréf til Halldórs Ásgrímssonar

ÞAÐ gladdi mig að heyra að Halldór Ásgrímsson ætli að leggja milljarð aukalega í fíkniefnavarnir, eða var það vímuefnavarnir. Ég er ekki viss um hvort heldur. Milljarð í fíkniefnavarnir, burt með sölumenn dauðans, segir slagorðið. Það brenna á mér nokkrar spurningar sem ég vil fá svör við. Þar sem mér er málið skylt eins og svo mörgum öðrum, enda er þarna verið að seilast í atkvæði okkar. Meira
6. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 423 orð

Eignir almennings

SÖGUM fer af því að í Sovétríkjunum sálugu, hafi öfgakapítalistar ­ mafíósar, sölsað undir sig eignir almennings þegar kommakerfið hrundi. Þeir verji svo ránsfeng sinn með vélbyssum ef verkast vill. Hér á Íslandi er fágaðri aðferðum beitt. Fjármálamenn hafa með dyggum stuðningi frjálshyggju og markaðshyggjufólks, beitt þeim aðferðum sem kalla má þreplagða eignafærslu. Fyrsta þrep. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 521 orð

Er milljarðinum ofaukið?

Ábyrg stefna Framsóknarflokksins í baráttunni gegn vímuefnum, segir Jónína Bjartmarz, er aðeins ein af mörgum ástæðum þess að kjósa verður Framsóknarflokkinn. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 265 orð

Fasteignagjöld ­ byggðamál

Sjálfstæðisflokkurinn hefur heitið því, segir Einar K. Guðfinnsson, að breyta álagningarreglum fasteignagjalda, fái hann til þess aðstöðu. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 937 orð

Fasteignaskattur ­ Skattur óréttlætis

Fasteignaskattur tekur hvorki mið af markaðsverði eignar né raunverulegri eign manns í fasteigninni og hann mismunar þjóðfélagsþegnum. Reynir Ragnarsson rökstyður hér þessar fullyrðingar. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 810 orð

Fína fólkið og almúginn

Ég tel það sé svipað komið fyrir skattakerfinu og kvótaúthlutunarkerfinu, segir Árelíus Örn Þórðarson, þau eru bæði óréttlát. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 587 orð

Framlög til menntamála hafa aukist um 6 milljarða

Fjölmargt hefur áunnist í menntamálum, segir Jónas Þór Guðmundsson, og hvetur til að þeim árangri verði ekki fórnað. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 493 orð

Frjálslyndi í stað stjórnlyndis

Bændur hafa í áratugi verið reyrðir inn í skömmtunar- og kvótakerfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, segir Heimir Már Pétursson, og ráða litlu um aðstæður sínar. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 884 orð

Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Alltaf hafa verið til menn, segir Gísli Ragnarsson, sem telja að þekkingin sé stórhættuleg og vilja setja þekkingarleit skorður. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 325 orð

Hafa elli- og örorkulífeyrisþegar gleymst?

Húmanistaflokkurinn setur einn flokka fram raunhæfar tillögur, segir Anna B. Michaelsdóttir, til þess að afnema fátæktina. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 558 orð

Hafa þau stefnu?

Íslendingar eiga öðrum þjóðum fremur hagsmuni, segir Árni Ragnar Árnason, undir traustu samstarfi vestrænna ríkja og öryggi sitt undir samstöðu þeirra. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 484 orð

Hendur fram úr ermum framsóknarmenn

Framsóknarflokkurinn, segir Sveinbjörn Eyjólfsson, er eina framboðið sem í raun hefur dreift valdi og ákvarðanatöku um landið. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 968 orð

Hvað er framundan?

Festa og stöðugleiki með aðlögun að breyttum tíma, segir Ágúst Karlsson, er það sem við þurfum. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 897 orð

Hver eru kjör lífeyrisþega?

Hagfræðingur ASÍ, segir Pétur H. Blöndal, virðist ekki reikna með lífeyrissjóðunum, sem verkalýðshreyfingin stýrir þó ásamt VSÍ. Meira
6. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 569 orð

Hverju þarf að breyta í samfélaginu?

NÚ fyrir kosningar ætla flestir frambjóðendur að taka á hverju því máli sem hæst ber í samfélagsumræðunni og setja fram hin ýmsu markmið jafnvel í formi peningaupphæða til málaflokka. Satt best að segja er eins og oft áður nokkuð hjákátlegt að heyra menn vakna til vitundar um mál rétt fyrir kosningar, ekki hvað síst ef viðkomandi flokkur hefur talist meðal þeirra er haldið hafa um stjórnvölinn. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 1024 orð

Í tilefni árs aldraðra Velferð Þeirri löggjöf sem nú e

Þeirri löggjöf sem nú er ætlað að tryggja afkomu, aðbúnað og félagslegan rétt aldraðs fólks, segir Garðar Víborg, er mjög ábótavant. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 478 orð

Jóhanna Sigurðardóttirog ábyrgð í stjórnmálum

Stjórnmálamenn eiga að leggja verk sín undir kjósendur, segir Björn Bjarnason, en ekki skjóta sér undan ábyrgð. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 616 orð

Kjósum náttúruna umfram allt

En hvort ætli nýtist afkomendum okkar best, spyr Sigurður Hr. Sigurðsson, jepparnir eða náttúruperlurnar? Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 648 orð

Kosningaréttur táninga

Þótt að táningar séu háðir forráðamönnum sínum telur Sólver Hafsteinn Hafsteinsson það ekki þýða, að þeir geti ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um hag sinn og samfélagsins. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 1081 orð

Landbúnaðarstefna í öngstræti

Engin þörf er lengur á, segir Kjartan Eggertsson, að hið opinbera hafi afskipti af málum bænda. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 451 orð

Milljarður til forvarna

Það er kominn tími til þess, segir Pétur Hrafn Sigurðsson, að ríkisvaldið viðurkenni skyldur sínar gagnvart sérsamböndunum innan ÍSÍ. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 555 orð

Nú stöndum við saman!

Ég skora á þá Vestlendinga sem aðhyllast jöfnuð og jafnrétti, segir Jóhann Ársælsson, að beina nú krafti sínum í einn farveg og brjótast til raunverulegra áhrifa í stjórnmálum. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 430 orð

Ný ríkisstjórn

Hér er fram kominn, segir Halldór E. Sigurbjörnsson, fjármálaráðherra lýðræðisjafnaðarmanna. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 347 orð

Pólitísk endurvinnsla

Það hlýtur á hinn bóginn að teljast neyðarlegt fyrir Samfylkinguna, segir Helga Guðrún Jónasdóttir, hve bersýnilega hún þarf í þessum efnum að leita í smiðju ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Meira
6. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 275 orð

Rala í gegnum Rörið?

Í SKESSUHORNI, vikublaði á Vesturlandi, hafa sjálfstæðismenn á Vesturlandi upp á síðkastið verið að slá sér upp með þeirri stefnumótun að flytja beri Rala upp á Hvanneyri í Borgarfirði. Hér er á ferðinni skynsamlegt mál að mati margra (meðal annars undirritaðs) sem er líklegt til að afla atkvæða, því fylgja myndu mörg ársverk. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 880 orð

Sjálfstæðisstefnan og heilbrigðismálin

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt, segir Ásta Möller, að sjálfstæðisstefnan hefur leitt til framfara og velferðar á öllum sviðum þjóðfélagsins. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 1028 orð

Stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Sunnlendinga

Auðunninn sigur er ekki í sjónmáli, segir Benedikt Thorarensen, en baráttan mun skila sigri innan tíðar. Meira
6. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 468 orð

Stríð er ekki lausn

HINIR hörmulegu atburðir sem gerðust þegar tveir ungir nemar í skóla í Bandaríkjunum drápu 15 manns og særðu 25, ganga nærri hjarta hverrar manneskju. Djúp samúð streymir til þeirra foreldra og annarra aðstandenda sem nú eiga um sárt að binda vegna þessa. En þessi sama samúð og sorg streymir einnig til þeirra sem líða ómældar þjáningar í Kosovo vegna loftárása Bandaríkjamanna þar. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 441 orð

Sturlu í 1. sæti og Guðjón aftur á þing KosningarBarát

Baráttan um 1. þingmann Vesturlands segir Jón Ævar Pálmason, getur ráðist á fáum atkvæðum. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 520 orð

Stöðugleikinn á líka að vera fyrir fólk

Samfylkingin er raunverulegt mótvægi við íhaldsöflin í landinu, segir Kristín Sigursveinsdóttir. Mótvægi sem smáflokkar geta aldrei orðið. Meira
6. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 443 orð

Sægreifar og kvótadrottningar

NÚ DAGLEGA koma fram frambjóðendur og segja fólki að það verði algjör sátt um kvótann en auðvitað þarf að kjósa þá fyrst. Hvort þeim verður trúað veit ég ekki því sumir af þessum mönnum komu fram fyrir síðustu kosningar og sögðu að fólk yrði í fyrirrúmi á kjörtímabilinu og allir vita hvernig það fór. Fáir lentu í fremsta rúmi en flestir aftur í skut og aldraðir og öryrkjar settir í hosíló. Meira
6. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 181 orð

Traust stjórn

BÚ ÞIG í góðviðri við illviðri, segir íslenskur málsháttur. Það sama má sennilega segja um góðæri og hallæri. Ætíð er betra en ekki, að hafa vaðið fyrir neðan sig. Því hlýtur að vera þjóðinni hollt að hafa trausta og ákveðna stjórn í efnahagsmálum. Við Íslendingar höfum líkt og flestir aðrir slæma reynslu af óráðssíu í efnahagsmálum. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 917 orð

Tungumál: Lykillinn að heiminum

HÍ getur aðeins tekið hluta af stúdentum, segir Úlfar Bragason, sem sækja um íslenzkunám fyrir útlendinga. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 829 orð

Um vegamál á Austurlandi

Ég treysti því, segir Arnbjörg Sveinsdóttir, að Austfirðingar standi saman um jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 573 orð

Verkin tala

Stjórnarflokkarnir sem stæra sig af góðæri, segir Einar Már Sigurðarson, hafa sett hryggilegasta Íslandsmet seinni tíma. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 477 orð

Yfirvaldið burt!

Fulltrúalýðræðið er rotnandi hræ, segirÞórarinn Einarsson. Það stuðlar að skoðanaleysi, áhrifaleysi og afstöðuleysi almennings. Meira
6. maí 1999 | Aðsent efni | 844 orð

Þögnin er til margra hluta nytsamleg...

Taktu nú sönsum, Davíð, segir Helgi Sigfússon, áður en þú verður að framsóknarmanni. Meira
6. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 235 orð

Öryrkjar ­ Samfylkingin

HELSTA kosningamál Samfylkingarinnar eru fjölskyldumál (og hvaða flokkur er nú ekki með þau á stefnuskrá sinni) og ber þá hæst bág kjör öryrkja og aldraðra. Ég sem öryrki (sem mér finnst vont orð) er ekki hrifinn af því að í hvert sinn sem einhver frá Samfylkingunni er að tala komi hann inn á mál öryrkja, hvað við eigum nú bágt og erfitt. Meira

Minningargreinar

6. maí 1999 | Minningargreinar | 430 orð

Elín Þorgilsdóttir

Elín Þorgilsdóttir er látin eftir erfið veikindi. Hún var fædd í Bolungarvík og átti þar sín æsku- og uppvaxtarár. Að lokinni hefðbundinni skólagöngu þess tíma var hún við nám í húsmæðraskóla á Ísafirði og í Kvennaskólanum í Reykjavík. Meira
6. maí 1999 | Minningargreinar | 325 orð

Elín Þorgilsdóttir

Látin er um aldur fram, heiðurskonan Elín Þorgilsdóttir, fyrrverandi prestsfrú í Kópavogi. Ég undirrituð átti því láni að fagna að kynnast henni og manni hennar, séra Þorbergi Kristjánssyni, sóknarpresti Digranessafnaðar, nokkuð náið og öðlast vináttu þeirra, sem var mér afar kær og mikils virði. Meira
6. maí 1999 | Minningargreinar | 303 orð

ELÍN ÞORGILSDÓTTIR

ELÍN ÞORGILSDÓTTIR Elín Þorgilsdóttir fæddist í Bolungarvík 24. janúar 1932. Hún andaðist 26. apríl síðastliðinn á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Vík í Mýrdal. Foreldrar hennar voru Þorgils Guðmundsson, sjómaður, f. 7. apríl 1898 á Grundum í Bolungarvík, d. 6. febrúar 1985, og kona hans Katrín Sigurðardóttir, f. 30. Meira
6. maí 1999 | Minningargreinar | 340 orð

Margrét Jósefsdóttir

Nú hefur Margrét kvatt þetta líf. Móðir okkar og Magga, eins og hún var alltaf kölluð, voru vinkonur allt frá æskuárum, er þær voru saman við nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1938­1939. Vinátta þeirra hélst alla tíð á meðan báðar lifðu og bar aldrei skugga á. Fyrstu minningar okkar systkinanna tengjast Möggu, því stutt var á milli heimila okkar. Meira
6. maí 1999 | Minningargreinar | 330 orð

Margrét Jósefsdóttir

Til að minnast ömmu er eitt orð líklegast til að segja allt, "HVÍTT" sem er litur hreinleikans, sakleysis og sannleikans. Það tók ekki langan tíma fyrir ókunnugan að þykja vænt um þessa konu sem alltaf tók öllum opnum örmum og setti sjálfa sig ætíð til þjónustu reiðubúna bæði fjölskyldu sinnar sem öðrum. Meira
6. maí 1999 | Minningargreinar | 801 orð

Margrét Katrín Jónsdóttir

"Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína." Svo segir í Jóhannesi 15:13. Þessi orð eiga vel við þegar ég hugsa til vinkonu minnar, Margrétar á Löngumýri, sem er látin langt fyrir aldur fram. Fáir ræktuðu vini sína betur en hún, enda var oftast mannmargt í kringum hana og dugleg var hún að heimsækja fólk. Meira
6. maí 1999 | Minningargreinar | 614 orð

Margrét Katrín Jónsdóttir

Það er sárt að missa einhvern sem er manni kær, líkt og Margrét var mér. Þegar ég var yngri vissi ég að ég ætti frænku í Skagafirðinum en ég kynntist henni ekki fyrr en sumarið 1993 þegar hún bauð mér að koma og vinna á Löngumýri. Þá var ég 13 ára og fannst mér ég vera voða lítil að vera ein fyrir norðan en Margrét sá til þess að mér liði sem allra best. Meira
6. maí 1999 | Minningargreinar | 574 orð

Margrét Katrín Jónsdóttir

Óvænt og óvægin er fréttin um skyndilegt fráfall Margrétar, bekkjarsystur okkar úr Kennaraskólanum, langt fyrir aldur fram. Hún er sú fyrsta úr hópnum sem hverfur til annarra og betri heima. Það var haustið 1963 sem hópurinn hittist í fyrsta sinn er við settumst á skólabekk í nýju húsi Kennaraskólans og saman vorum við næstu fjögur árin. Meira
6. maí 1999 | Minningargreinar | 36 orð

MARGRÉT KATRÍN JÓNSDÓTTIR

MARGRÉT KATRÍN JÓNSDÓTTIR Margrét Katrín Jónsdóttir fæddist í Strandhöfn í Vopnafirði 1. febrúar 1937. Hún lést 23. apríl síðastliðinn. Minningarathöfn um Margréti var í Sauðárkrókskirkju 1. maí og útför hennar fór fram frá Fossvogskirkju 3. maí. Meira
6. maí 1999 | Minningargreinar | 210 orð

MARGRÉT ODDNÝ JÓSEFSDÓTTIR

MARGRÉT ODDNÝ JÓSEFSDÓTTIR Margrét Oddný Jósefsdóttir fæddist 14. ágúst 1917. Hún lést 28. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Jósepsdóttir og Jósef Þorsteinsson. Fósturforeldrar Margrétar voru Þorsteinn Konráðsson, f. 16.9. 1873, d. 9.10. 1959, og Margrét Oddný Jónasdóttir, f. 11.10. 1879, d. 4.7. 1961, frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Meira
6. maí 1999 | Minningargreinar | 214 orð

Rósa Dóra Helgadóttir

Í dag kveðjum við kæran vin og samstarfsmann, Rósu Dóru Helgadóttur. Hún hóf störf við Gagnfræðaskóla Akureyrar haustið 1981 og kenndi við þá stofnun alla tíð síðan og við Brekkuskóla eftir að GA sameinaðist Barnaskóla Akureyrar. Starfsvettvangur Rósu Dóru var ávallt meðal unglinga og kennslugreinar hennar voru fyrst og fremst íslenska og enska. Meira
6. maí 1999 | Minningargreinar | 416 orð

Rósa Dóra Helgadóttir

Vinkona mín, skólasystir og nágranni til margra ára, Rósa Dóra Helgadóttir, er látin. Við kynntumst vel fyrir tæpum tveimur áratugum er við stunduðum nám við öldungadeild MA. Tvær húsmæður ofan af Brekku, sem töldu það forréttindi að vera sestar á skólabekk á ný. Dóra var ein þeirra kvenna, sem sönnuðu að fullorðinsfræðsla átti fullan rétt á sér, þótt enginn efist um það nú. Meira
6. maí 1999 | Minningargreinar | 247 orð

Rósa Dóra Helgadóttir

Elsku systir, þegar komið er að kveðjustund svo óvæntri sem nú er hugurinn fullur af minningum og söknuði. En þó er þegar grannt er skoðað fleira til að gleðjast yfir en gráta. Þrátt fyrir að lífsganga þín væri ekki löng tókst þér að marka spor og hafa áhrif á fleiri en margur sem skammtaður er lengri tími. Meira
6. maí 1999 | Minningargreinar | 320 orð

Rósa Dóra Helgadóttir

Þegar Rósa Dóra veiktist síðla vetrar óraði mig ekki fyrir því að hún kæmi ekki aftur til starfa. Ég hóf að kenna íslensku með Rósu Dóru síðastliðið haust. Ég var reynslulítil og var í upphafi örlítið smeyk við að byrja að kenna. En betri leiðsögn gat ég ekki fengið. Ég naut ekki einungis ómetanlegrar leiðsagnar Rósu Dóru heldur umvafði hún mig með mikilli væntumþykju og góðsemi. Meira
6. maí 1999 | Minningargreinar | 71 orð

Rósa Dóra Helgadóttir

Elsku Rósa Dóra, Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum, döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir, aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem. Meira
6. maí 1999 | Minningargreinar | 217 orð

Rósa Dóra Helgadóttir

Við andlát Rósu mágkonu minnar leitar hugurinn aftur um aldarfjórðung. Mér er minnisstætt af hve mikilli hlýju og einlægni hún tók mér þegar ég kom í fjölskylduna, en það viðmót einkenndi hana alla tíð í umgengni við fólk. Á þessum árum bjuggu Rósa og Pétur í Glerárgötu ásamt börnunum sínum sex og tíkinni Tátu. Meira
6. maí 1999 | Minningargreinar | 344 orð

RÓSA DÓRA HELGADÓTTIR

RÓSA DÓRA HELGADÓTTIR Rósa Dóra Helgadóttir fæddist að Botni í Eyjafirði hinn 16. desember 1940. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 28. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Marzelína Kjartansdóttir, f. 7. júlí 1925, d. 30. nóvember 1989, og Helgi H. Haraldsson, f. 23. febrúar 1915, d. 28. ágúst 1998. Meira

Viðskipti

6. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 230 orð

Evrópsk bréf lækka vegna ótta við verðbólgu

EVRÓPSK bréf lækkuðu í verði í gær vegna uggs um hærri vexti í Wall Street, en evra komst í mestu hæð gegn dollar í þrjár vikur vegna vona um frið í Júgóslavíu. Aukin arðsemi skuldabréfa eykur þrýsting og hlutabréfamarkaðurinn er að verða óstöðugri," sagði sérfræðingur Credit Suisse First Boston í London. Meira

Daglegt líf

6. maí 1999 | Neytendur | 158 orð

50 tonn af svínakjöti á útsölu

Í DAG, fimmtudag, hefst svínakjötsútsala hjá Nóatúni. Að sögn Jóns Þorsteins Jónssonar markaðsstjóra hjá Nóatúni er um að ræða 50 tonn af nýju svínakjöti og afslátturinn er á bilinu 20-40%. Kjötið kemur frá Sláturfélagi Suðurlands, Kjötumboðinu og Þríhyrningi á Hellu. Jón segir að svínabógur og læri kosti nú 397 krónur kílóið en var áður selt á 598 krónur. Meira
6. maí 1999 | Bílar | 888 orð

Alfa Romeo 156 með Formula 1 skiptingu

ÍSTRAKTOR hf. í Garðabæ tók við umboðinu fyrir Alfa Romeo á Íslandi um það leyti sem veruleg umskipti og endurnýjun varð hjá þessum fornfræga ítalska bílaframleiðanda. Hver bíllinn öðrum skemmtilegri hefur komið frá Alfa Romeo en það var 156 sem sló svo eftirminnilega í gegn og var kjörinn bíll ársins í Evrópu 1998. Fjallað hefur verið um flestar útfærslur 156 á þessum síðum, þ.e. Meira
6. maí 1999 | Bílar | 906 orð

Bifreiðakostnaður 1999

FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda reiknar út á hverju ári kostnað við rekstur og eign fólksbíls miðað við eitt ár sem hér er birtur. Við útreikningana er stuðst við þrjá verðflokka nýrra bíla, árgerð 1999, sem annars vegar er ekið 15.000 km og hins vegar 30.000 km á ári. Endurnýjun ökutækis miðast við árlegan akstur þ.e. eftir 5 ár miðað við 15.000 km á ári og eftir 3 ár miðað við 30.000 km á ári. Meira
6. maí 1999 | Bílar | 141 orð

Einföldun vörugjaldskerfis

Í ÁLYKTUN sem samþykkt var á aðalfundi Bílgreinasambandsins um síðustu helgi segir að breytingar vörugjaldsflokka undanfarinna ára hafi sýnt að einföldun kerfisins hafi leitt til aukins úrvals bíla á markaðnum en breytingarnar hafi ekki leitt til þenslu í sölu umfram þá aukningu sem sjá mátti fyrir með auknum kaupmætti og sveiflur fyrri ára í sölu. Meira
6. maí 1999 | Neytendur | 128 orð

Einnota myndavél

HANS Petersen hf. hefur hafið sölu á APS "einnota" myndavél en hún hefur þann eiginleika að hægt er að velja milli tveggja myndastærða við myndatöku. Í fréttatilkynningu frá Hans Petersen hf. kemur fram að í vélinni, sem er með innbyggt leifturljós, er 400 asa 25 mynda APS filma og yfirlitsmynd fylgir við framköllun. Meira
6. maí 1999 | Neytendur | 59 orð

Enrico'stómatvörur

HEILSUHÚSIÐ hefur hafið sölu á Enrico's-tómatvörum frá Ventre Paking Company. Enrico's-sósurnar eru unnar úr fersku lífrænt ræktuðu grænmeti og kryddjurtum. Í fréttatilkynningu frá Heilsuhúsinu kemur fram að við framleiðsluna sé ekki notaður sykur, ger, rotvarnarefni, tilbúin bragðefni, bætiefni né fyllingarefni auk þess sem sósurnar eru til með og án salts. Meira
6. maí 1999 | Bílar | 619 orð

Hvers vegna sportfelgur?

FELGUR sportbíla eiga það sameiginlegt að vera léttari en felgur úr stáli. Efni þeirra er oftast ál blandað magnesíum sem er 75% léttara en stál og 33% léttara en ál. Léttari felgur bæta aksturseiginleika bíls. Skýringin er fólgin í áhrifum krafta; annars vegar vegna snúningstregðu og hins vegar vegna miðflótta- og þyngdaraflsins. Meira
6. maí 1999 | Neytendur | 336 orð

Opna fyrst stóran fjölskylduveitingastað

Eignarhaldsfélagið Gaumur, sem er í eigu Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans, hefur fest kaup á veitingastaðnum Pizza Hut. Jón Garðar Ögmundsson er nýráðinn framkvæmdastjóri Pizza Hut. "Við stefnum að því að opna að minnsta kosti þrjá nýja Pizza Hut veitingastaði á þessu ári og sá fyrsti verður opnaður í byrjun ágúst. Meira
6. maí 1999 | Neytendur | 65 orð

St. Dalfour- sultur

KEXVERKSMIÐJAN Frón hefur hafið sölu og dreifingu á sultu frá St. Dalfour í Frakklandi. Í fréttatilkynningu frá Fróni kemur fram að sultan er búin til eftir gamalli franskri uppskrift og í henni eru engin gerviefni, litarefni, bætiefni eða rotvarnarefni. Þá er engum sykri bætt í sultuna. Í boði eru tólf bragðtegundir og sultan er til sölu í helstu matvöruverslunum og í Heilsuhúsinu. Meira
6. maí 1999 | Bílar | 103 orð

Úr hönnun Skoda í Rolls-Royce

NÝR yfirhönnuður hjá Rolls- Royce og Bentley, Dirk van Braeckel, hefur undanfarin fimm ár verið yfirhönnuður Skoda. Tékkneska bílaverksmiðjan er í eigu Volkswagen sem á síðasta ári keypti Rolls-Royce og Bentley. Rolls-Royce kemst hins vegar í eigu BMW árið 2003. Meira

Fastir þættir

6. maí 1999 | Í dag | 28 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 6. maí, verður fimmtugur Kristján Sveinsson, umdæmisstjóri Essó á Vesturlandi og bæjarfulltrúi, Kirkjubraut 5, Akranesi. Hann og eiginkona hans, Sigrún Karlsdóttir, eru erlendis. Meira
6. maí 1999 | Í dag | 65 orð

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Áttatíu og fimm ára verður á morgun, 7. maí María Jóakimsdóttir, Mýrum 11, Patreksfirði. Hún tekur á móti vinum og vandamönnum í Félagsheimili Patreksfjarðar á milli kl. 15.30 og 18 á afmælisdaginn. 70 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 6. Meira
6. maí 1999 | Fastir þættir | 70 orð

A-V

Vortvímenningur, þriggja kvölda Mitchel, hófst sl. fimmtudag. Árangur efstu para: N-S Guðni Ingvarss. ­ Þorsteinn Kristmundss.258 Vilhjálmur Sigurðss. ­ Þórður Jörundss.236 Loftur Péturss. ­ Garðar V. Jónsson232 A-V Georg Sverrisson ­ Bernódus Kristinss. Meira
6. maí 1999 | Í dag | 297 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17. Bústaðakirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa í safnaðarheimilinu á milli kl. 14 og 16. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, altarisganga. Meira
6. maí 1999 | Fastir þættir | 45 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Austurlandsmót í sv

Helgina 30.4. til 2.5. var aðalsveitakeppni Austurlands í brids haldin á Hótel Höfn í Hornafirði. 12 sveitir mættu til leiks og urðu úrslit þessi: Sveit Herðis frá Egilsstöðum215 LÍ Breiðdalsvík, Stöðvarfirði187 Blómaland, Hornafirði185 Keppnisstjóri var Sigurpáll Ingibergsson. Meira
6. maí 1999 | Fastir þættir | 139 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfjarðar

Síðustu keppni starfsársins, sem var þriggja kvölda tvímenningur, lauk mánudaginn 3. maí. Það kvöld urðu þessir efstir: Hjálmar S. Pálsson ­ Gísli Steingrímsson123 Högni Friðþjófss. ­ Gunnlaugur Óskarss.121 Guðni Ingvarss. ­ Þorsteinn Kristmundss.114 Guðm. Magnúss. ­ Ólafur Þ. Jóhannss. Meira
6. maí 1999 | Fastir þættir | 112 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hverager

Vetrarstarfið hefur gengið vel og er því nú um það bil að ljúka. Síðast var spilaður tveggja kvölda einmenningur. Keppni gat varla verið jafnari og urðu úrslit þessi: Bjarnþór Erlendsson 107 Garðar Garðarsson 106 Sigfús Þórðarson 105 Þá er einnig lokið útreikningi fyrir mánaðarmót félagsins, Meira
6. maí 1999 | Fastir þættir | 169 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Kjördæmamót B

KJÖRDÆMAMÓTIÐ verður að þessu sinni haldið á Akureyri dagana 22.­23. maí. Spilað verður í Fosshóteli KEA og verður mótssetningin á laugardag kl. 11 og spilamennskan hefst fjórðungi úr klst. síðar. Fyrri daginn verða spilaðar fjórar umferðir og er áætlað að spilamennsku ljúki kl. 20.30. Á sunnudeginum verður svo byrjað á sama tíma og spilaðar þrjár umferðir. Áætluð spilalok eru kl. 18. Meira
6. maí 1999 | Fastir þættir | 717 orð

Dan Hansson atskákmeistari Grand-Rokks

DAN Hansson sigraði á fyrsta meistaramóti Skákfélags Grand- Rokks í atskák, sem lauk fyrir skömmu. Alls voru 19 keppendur mættir til leiks hjá þessu yngsta skákfélagi landsins. Tefldar voru níu umferðir eftir Monrad-kerfi og er óhætt að segja að keppni hafi verið jöfn og spennandi enda slapp enginn taplaus í gegnum mótið. Meira
6. maí 1999 | Dagbók | 847 orð

Í DAG er fimmtudagur 6. maí, 126. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Konan

Í DAG er fimmtudagur 6. maí, 126. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Konan kom, laut honum og sagði: "Herra, hjálpa þú mér!" (Matteus 15, 25.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Ásbjörn, Pascoal Atlantica, Dettifoss, Joana Princesa, Víðir, Hersir, Meira
6. maí 1999 | Fastir þættir | 1262 orð

"Í hug minn datt, þá ég nam spinna æviþráðarins harða flug"

"Heldur tók mér að hýrna í sinni, / hækkaði brún og léttist geð, / af því að ég á ævi minni / aldrei þóttist fyrr hafa séð / svo tígulegan tóskapsrekk / tilbúinn eftir dönskum smekk." Svo yrkir Guðrún frá Klömbrum í fyrsta erindi af tíu í kvæðabálki sem hún nefnir Rokkvísur. Skemmtilegt nafn það og frekar nútímalegt sem minnir á rokkdans og rokktónlist. Meira
6. maí 1999 | Í dag | 419 orð

MIKILL innflutningur hefur verið á bílum sem af er árinu, þótt nokkuð ha

MIKILL innflutningur hefur verið á bílum sem af er árinu, þótt nokkuð hafi dregið úr aukningu innflutningsins síðastliðinn mánuð. Fyrstu þrjá mánuðina var aukningin um 45%, en fjórða mánuðinn var aukningin 21% miðað við sömu mánuði og í fyrra. Ýmsir munu segja að þarna komi góðærið hvað bezt í ljós og trú manna á framtíðina. Meira
6. maí 1999 | Fastir þættir | 816 orð

Sögulegt tækifæri Í kosningunum á laugardag erum við í

Í "Þjóðarsálina" hringdi um daginn öryrki ­ ekki til þess að kvarta yfir sínum hlut eða heimta meira úr sjóðum samfélagsins, nei, hann hringdi til þess að minna á reynsluna af þeim stjórnmálamönnum sem nú lofa á báðar hendur. Hann sagðist muna vel kosningarnar 1978. Þá unnu vinstrimenn stóran sigur. Fylgi Alþýðuflokksins jókst úr 9,1% í 22% og Alþýðubandalags úr 18,3% í 22,9%. Meira
6. maí 1999 | Í dag | 920 orð

Þakkir til Landhelgisgæslunnar

FYRIR hönd nemenda og foreldra krakkanna í 5. bekk Álftamýrarskóla, langar mig til þess að þakka Landhelgisgæslunni fyrir frábæra stund með þeim í gær, 29. apríl. Í síðustu viku sendi ég þeim bréf og bað um að við fengjum að skoða eitt skipa Landhelgisgæslunnar. Strax daginn eftir var hringt frá skrifstofu Landhelgisgæslunnar og okkur boðið að koma. Meira

Íþróttir

6. maí 1999 | Íþróttir | 181 orð

Alexander hetja ÍA

Alexander Högnason var hetja Skagamanna á Skipaskaga þar sem þeir tryggðu sér rétt til að leika í undanúrslitum deildarbikarkeppninnar með því að leggja Þrótt R. að velli, 1:0. Alexander skoraði sigurmarkið þegar þrjár mín. voru til leiksloka, eftir hornspyrnu ­ hann fékk knöttinn inn í vítateig og sendi hann með viðstöðulausu skoti í net Þróttara. Meira
6. maí 1999 | Íþróttir | 255 orð

ALIAKSAND Shamkuts, línumaður frá

ALIAKSAND Shamkuts, línumaður frá Hvíta Rússlandi, hefur gert tveggja ára samning við handknattleikslið Hauka. Línumaðurinn, sem er 26 ára, lék með Stjörnunni síðasta vetur. Stjarnan hefur ekki gengið frá samningi við nýjan línumann, en Magnús A. Meira
6. maí 1999 | Íþróttir | 555 orð

Arsenal með pálmann í höndunum

ENSKU meistararnir í Arsenal eru komnir með yfirhöndina í baráttunni um enska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir 3:1- sigur í gærkvöldi á útivelli gegn Tottenham í einvígi Norður- Lundúnaliðanna. Á sama tíma missti Manchester United tveggja marka forystu niður gegn Liverpool og uppskar aðeins eitt stig eftir 2:2-jafntefli. Meira
6. maí 1999 | Íþróttir | 94 orð

Arsenal með yfirhöndina

ARSENAL er komið með yfirhöndina í einvíginu við Manchester United um enska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir 3:1-sigur á útivelli gegn Tottenham í gærkvöldi. Á sama tíma misstu leikmenn Man. Utd niður tveggja marka forystu á lokamínútunum gegn Liverpool og uppskáru aðeins eitt stig úr 2:2- jafntefli. Meira
6. maí 1999 | Íþróttir | 138 orð

Dagskrá ÓL breytt fyrir Jones

DAGSKRÁ frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Sydney á næsta ári hefur verið breytt til þess að koma til móts við óskir bandaríska spretthlauparans Marion Jones. Jones var á síðasta ári fremsti spretthlaupari heims í kvennaflokki auk þess að stökkva kvenna lengst í langstökki. Meira
6. maí 1999 | Íþróttir | 78 orð

Danskir blakmeistarar í heimsókn

DÖNSKU meistararnir í blaki karla, Gentofte, verða á meðal þátttakenda á 25 ára afmælismóti blakdeildar Þróttar sem fram fer í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi á föstudag og laugardag. Með Gentofte leikur einn íslenskur leikmaður, Einar Sigurðsson, en hann lék með Stjörnunni áður en hann fluttist til Danmerkur. Auk dönsku meistarana taka þátt í mótinu ÍS, Stjarnan auk Þróttar. Meira
6. maí 1999 | Íþróttir | 139 orð

Fyrrverandi þjálfari CSKA Moskvu til Fram?

FEDUKIN Anatoly, fyrrverandi þjálfari rússneska stórliðsins CSKA Moskvu, hefur átt í óformlegum viðræðum við forráðamenn handknattleiksdeildar Fram um að hann þjálfi karlaliðið félagsins næsta vetur. Hann er væntanlegur hingað til lands á laugardag og mun stjórna æfingum í vikutíma. Meira
6. maí 1999 | Íþróttir | 123 orð

Genk með tveggja stiga forskot í Belgíu

GENK mætti Lommel í nágrannaslag í belgísku knattspyrnunni í gærkvöldi og sigraði, 3:0. Liðið hefur nú tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Club Brugge er í öðru sæti sem fyrr. Bræðurnir Þórður og Bjarni Guðjónssynir léku báðir með Genk en náðu ekki að skora. "Við áttum í basli í fyrri hálfleik, en lékum mun betur í þeim síðari. Meira
6. maí 1999 | Íþróttir | 318 orð

Hátíðarhöldum frestað í M¨unchen

"KAPPHLAUPINU um meistaratitilinn var þegar lokið er þessi leikur hófst," sagði Christoph Daum, þjálfari Bayer Leverkusen, eftir að lið hans hafði gert jafntefli, 2:2, við N¨urnberg, þar sem Emerson jafnaði fimm mínútum fyrir leikslok. Meira
6. maí 1999 | Íþróttir | 236 orð

Hitað upp í Lúxemborg

LANDSLIÐ karla og kvenna í körfuknattleik eru á leið til Lúxemborgar til þess að taka þátt í alþjóðlegu æfingamóti dagana 7.­9. maí. Karlalandsliðið mætir heimamönnum, úrvalsliði frá Bandaríkjunum og svissneska landsliðinu. Kvennalandsliðið mætir heimamönnum, Hollandi og Slóveníu. Meira
6. maí 1999 | Íþróttir | 283 orð

Leiftur með sambatakta í Frostaskjóli

Leiftursmenn, með þrjá brasilíska leikmenn innanborðs, sýndu sambatakta er þeir sigruðu KR-inga, 2:0, í 8-liða úrslitum á malarvellinum í Frostaskjóli í gærkvöldi. Leiftur er því komið í undanúrslit keppninnar og mætir þar Fylki, en í hinum undanúrslitaleiknum fá Eyjamenn ÍA í heimsókn, en í gær vann ÍA lið Þróttar 1:0 á Akranesi. Meira
6. maí 1999 | Íþróttir | 450 orð

Leifturs-sókn í Vesturbænum

LEIFTUR hafði töluverða yfirburði í 2:0 sigri gegn daufu liði KR-inga í 8-liða úrslitum deildabikarsins á malarvellinum í Frostaskjóli í gærkvöldi. Örlygur Þ. Helgason, sem lék með Þór frá Akureyri í fyrra, gerði bæði mörk Leifturs, sem mætir Fylki í undanúrslitum næsta þriðjudag. Meira
6. maí 1999 | Íþróttir | 135 orð

Marie-Jose Pérec með á HM í Sevilla

MARIE-Jose Pérec, franski ólympíumeistarinn í 200 og 400 metra hlaupi kvenna, ætlar að keppa á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í Sevilla í sumar. Ekki ljóst hvort hún tekur þátt í 200 eða 400 metra halupi, en að sögn Johns Smiths, þjálfara hennar, er líklegra að hún verði á meðal þátttakenda í lengra hlaupinu. Meira
6. maí 1999 | Íþróttir | 239 orð

MARK Bosnich markvörður Aston Villa

MARK Bosnich markvörður Aston Villa hefur í hyggju að höfða mál á hendur John Gregory knattspyrnustjóra liðsins. Bosnich segir að Gregory hafi dregið heilindi hans í efa fyrir leik liðsins gegn Manchester United, en markmaðurinn hefur verið orðaður við félagið. Meira
6. maí 1999 | Íþróttir | 93 orð

Úrslitaleikur á möl

ÚRSLITALEIKUR Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu milli KR og Fylkis verður leikinn á malarvelli Fylkis nk. laugardag kl. 16. Var þetta ákveðið í gær, en bæði félögin höfnuðu því að leikið yrði á gervigrasvellinum í Laugardal eða Breiðholti. Töluverð meiðslahætta fylgir því að leika á gervigrasi og m.a. Meira
6. maí 1999 | Íþróttir | 226 orð

Valdimar Grímsson fimmti markahæsti

Valdimar Grímsson, leikmaður Wuppertal, varð fimmti markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í handknattleik á nýliðinni leiktíð. Valdimar skoraði 184/75 í leikjunum 30 með félagi sínu. S-Kóreumaðurinn Kyung-Shin Yoon hjá Gummersbach skoraði flest mörk í deildinni, 250, þar af 31 úr vítakasti. Á meðal 20 markahæstu manna er að finna tvo aðra Íslendinga fyrir utan Valdimar. Meira
6. maí 1999 | Íþróttir | 320 orð

Vanoli var hetja Parma í Flórens

Miðjumaðurinn Paolo Vanoli var hetja Parma er hann tryggði liðinu ítalska bikarmeistaratitilinn með glæsilegu skallamarki á 71. mínútu og um leið 2:2 jafntefli sem nægði Parma því liðin skildu einnig með skiptan hlut í fyrri leiknum í Parma, 1:1. Tvö mörk á útivelli í Flórens innsigluðu því bikarmeistaratitilinn. Meira

Úr verinu

6. maí 1999 | Úr verinu | 248 orð

Er að færast inn fyrir línu

GÓÐ karfaveiði hefur verið á Reykjaneshrygg að undanförnu og hefur skipum fjölgað jafnt og þétt á svæðinu en í gær voru þar 60 skip, þar af 16 íslensk, að sögn Landhelgisgæslunnar. "Þetta hefur gengið þokkalega," sagði Þórður Magnússon, skipstjóri á Þerney RE, við Morgunblaðið, sem hefur verið á veiðum í þrjár vikur og gerir ráð fyrir að landa eftir helgi. Meira

Viðskiptablað

6. maí 1999 | Viðskiptablað | 126 orð

Aðalfundur Íslensk- sænska verslunarráðsins

AÐALFUNDUR Íslensk-sænska verslunarráðsins verður haldinn í Stokkhólmi 18. maí nk. kl. 15-17 í húsakynnum Alþjóða verslunarráðsins í Svíþjóð. Þetta er í annað sinn sem ÍSV heldur aðalfund sinn, en félagið var stofnað í Reykjavík vorið 1997. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 25 orð

Aðalfundur VSÍ

AÐALFUNDUR Vinnuveitendasambandsins verður haldinn 12. maí nk. á Hótel Loftleiðum. Sérstakur gestur fundarins verður Dirk Hudig framkvæmdastjóri UNICE ­ samtaka evrópskra iðn- og atvinnurekenda. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 106 orð

Aðstoðarmaður forstjóra FBA

HULDA Dóra Styrmisdóttirmarkaðsstjóri FBA hefur verið ráðinn aðstoðarmaður forstjóra FBA. Hún mun jafnframt gegna áfram starfi markaðsstjóra. Hulda hóf störf hjá FBA 1. mars 1998. Hún útskrifaðist með BA í hagfræði frá Brandeis University, í Massachusetts í Bandaríkjunum 1988 og með MBA gráðu frá INSEAD í Frakklandi 1992. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 287 orð

Allt hlutaféð seldist upp

JON Burnham, forstjóri og stjórnarformaður Burnham Securities í New York, er stjórnarformaður verðbréfafyrirtæksins Burnham International á Íslandi sem stofnað hefur verið á grunni Handsals, en félaginu var gefið nafn á föstudaginn í síðustu viku. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 144 orð

AT&T og Comcast skipta MediaOne á milli sín

COMCAST Corp. og AT&T hafa samþykkt að skipta kapalrisanum MediaOne Group Inc. á milli sín. Samkomulag náðist eftir þriggja daga viðræður og með því verður komið í veg fyrir verðstríð milli fjarskiptarisanna. Comcast fær 1,5 milljarða dollara og marga nýja áskrifendur samkvæmt samkomulaginu. AT&T kemst hjá því að þurfa að verja kaup sín á MediaOne fyrir 58 milljónir dollara. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 22 orð

Bifrastarvefur

Bifrastarvefur FÉLAG útskriftarnema á Bifröst hefur opnað vef með upplýsingum um brautskráða rekstrarfræðinga 1999, sem eru nú alls 40 talsins. Slóðin er www.vesturland.is/1999. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 102 orð

Ð83 milljóna viðskipti með Samherja

VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi Íslands í gær námu alls 1.050 milljónum króna, mest með húsbréf fyrir 384 milljónir króna, með hlutabréf fyrir 254 milljónir og með spariskírteini fyrir 154 milljónir króna. Mest viðskipti með hlutabréf einstakra félaga voru með bréf Samherja, 83 milljónir króna, Íslandsbanka, 50 milljónir, og Jarðborana 20 milljónir króna. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 163 orð

ÐThorarensen-Lyf ehf. hefur keypt J.S. Helgason ehf.

THORARENSEN-Lyf ehf. hefur keypt innflutningsfyrirtækið J.S. Helgason ehf. sem m.a. flytur inn vörur frá Bayersdorf, t.d. Nivea vörur, Tesa límbönd og Hansa plast. Að sögn Stefáns Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Thorarensen-Lyf ehf., verður J.S. Helgason rekið sem dótturfélag Thorarensen-Lyf ehf. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 204 orð

Eignarhaldsfélag Austurlands stofnað

STOFNFUNDUR Eignarhaldsfélags Austurlands var haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Þróunarstofa Austurlands boðaði til fundarins og Gunnar Vignisson framkvæmdastjóri hennar kynnti tilgang hins nýja félags, en hann er að taka þátt í stofnun og starfsemi annarra félaga með hlutafjárkaupum. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 87 orð

Evrópa sameinastí eitt kaupþing

ÁTTA helztu verðbréfaþing Evrópu hafa staðfest að þau muni koma á fót einu tölvuvæddu viðskiptakerfi fyrir allt meginland álfunnar. Með hinu sameiginlega kerfi sameinast London, Amsterdam, Brüssel, Frankfurt, Madríd, Mílanó, París og Zürich í eitt kaupþing, sem mun ná yfir alla Evrópu. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 48 orð

Farbanki sparisjóðanna

SPARISJÓÐIRNIR hafa opnað Farbanka sparisjóðanna þar sem ýmsar fjármálaupplýsingar eru aðgengilegar fyrir lófatölvur á heimasíðu sparisjóðanna, www.spar.is. Þær fjármálaupplýsingar sem nú eru aðgengilegar í Farbanka sparisjóðanna fyrir lófatölvur eru: Gengi gjaldmiðla, leiðbeinandi innláns- og útlánsvextir, viðskipti á Verðbréfaþingi, Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 135 orð

Fer MCI í slaginnum MwdiaOne?

WORLDCom Inc. íhugar að koma til liðs við Comcast Corp. í margra milljarða dollara baráttu við AT&T um kaup á kapalsjónvarpsfyrirtækinu MediaOne Group Inc. að sögn New York Times. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 147 orð

Gagnabanki Íslenskra fyrirtækja á geisladiski

ÞESSA dagana er verið að afla upplýsinga fyrir gagnabanka viðskiptaskrárinnar Íslensk fyrirtæki sem hefur verið gefin út til fjölda ára í bókarformi og síðastliðin ár í tveimur bindum, annars vegar fyrirtækjaskrá og hins vegar vöru- og þjónustuskrá. Næstu útgáfu mun að auki fylgja viðamikil netfangaskrá. Síðan í ágúst sl. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 1647 orð

GLÆFRASPIL Á

GJALDEYRISMARKAÐIAF MARKAÐIMargeir Pétursson Í MÖRGUM ársreikningum fyrirtækja árið 1998 má lesa að gengisþróun gjaldmiðla hafi verið fyrirtækinu óhagstæð og er þetta stundum notað sem afsökun fyrir afkomu sem er undir væntingum. Fátítt er hins vegar að sjá það í ársreikningum að gengisþróunin hafi verið hagstæð og það skýri góða útkomu ársins að einhverjum hluta. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 462 orð

Hagnaður fyrsta ársfjórðungs eykst um 10,8%

HAGNAÐUR Opinna kerfa samstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi 1999, samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri, nam 66,6 milljónum króna, í samanburði við 60,1 milljón á fyrsta ársfjórðungi ársins 1998. Hefur hagnaður samstæðunnar því aukist um 10,8% síðan á sama tíma í fyrra. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 298 orð

Kostunarsímtöl í boðií Danmörku

HVERS vegna ekki að láta auglýsingar borga símann sinn? Danska farsímafyrirtækið Sonofon hrinti hugmyndinni nýlega í framkvæmd og bauð upp á kostunarsíma, sem væri einstæður í heiminum. Í fyrstu leit út fyrir að neytendaumboðsmaðurinn dæmdi kostunarsímann ólöglegan, Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 104 orð

Lítil viðskipti á millibankamarkaði

VIÐSKIPTI á millibankamarkaði eru enn lítil og hafa viðskipti með bankavíxla nær horfið, að því er segir í morgunkorni FBA í gær. Í apríl námu heildarviðskipti á Reibor-markaði um 25 milljörðum króna og svarar það til að meðaltali 1200 milljóna á dag en í gær námu viðskipti á markaðinum einungis 700 milljónum króna. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 181 orð

Mannabreytingar hjáFerðaskrifstofu Íslands

PÁLL Þór Ármann hefur verið ráðinn markaðsstjóri hjá Ferðaskrifstofu Íslands hf. frá 1. maí. Páll Þór Ármann er viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands og með framhaldsmenntun frá Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn. Páll hefur verið framkvæmdastjóri Fríkorts ehf. undanfarin þrjú ár. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 128 orð

Minni erlendverðbréfakaup

HREINT fjárútstreymi vegna erlendra verðbréfakaupa fyrstu þrjá mánuði ársins nam 3,5 milljörðum króna, samanborið við 3,9 milljarða í fyrra, að því er fram kemur í bráðabirgðatölum frá Seðlabanka Íslands. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 125 orð

Mun minna tap en árið á undan

TAP á rekstri Kælismiðjunnar Frosts hf. nam tæpum 12 milljónum króna á síðasta ári. Miðað við árið 1997 er um talsverðan rekstrarbata að ræða, en þá varð rúmlega 63 milljóna króna tap á rekstri Kælismiðjunnar. Rekstrartekjur félagsins námu rúmum 480 milljónum króna á síðasta ári en rekstrargjöld voru rúmlega 483 m.kr. Rekstrartap án fjármagnskostnaðar nam því rúmum 3 milljónum króna. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 72 orð

Nesradíó í nýtt húsnæði

NESRADÍÓ, sem sérhæfir sig í þjónustu við bíleigendur svo sem ísetningar á hljómtækjum, þjófavörnum og farsímum, hefur flutt starfsemi sína í Síðumúla 19 í Reykjavík. Guðmundur Ragnarsson í Nesradíói segir að nýja húsnæðið geri eigendum Nesradíós kleift að veita viðskiptavinum sínum enn betri þjónustu, aðkoma hefur batnað og bílastæðum hefur fjölgað margfalt, að hans sögn. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 113 orð

Nýr rekstrarstjóri hjá FS

EYRÚN María Rúnarsdóttir hefur hafið störf hjá Félagsstofnun stúdenta sem rekstrarstjóri Atvinnumiðstöðvarinnar. Eyrún lauk B. A. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands 1996 og hóf nám til meistaragráðu í sama fagi 1998. Hún starfaði sem stundakennari vorið 1996 og var framkvæmdastjóri Atvinnumiðlunar námsmanna starfsárið 1996. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 184 orð

Opnar útibú í Kópavogi

NÝI tölvu- og viðskiptaskólinn í Hafnarfirði hefur fest kaup á nýju húsnæði að Hlíðasmára 9 í Kópavogi og opnar þar útibú hinn 1. september næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá skólanum kemur fram að námskeiðum skólans muni fjölga í kjölfar stækkunar hans auk þess sem boðið verður upp á ýmsar nýjungar. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 782 orð

Rafræn miðlun og prentverk vaxa hlið við hlið

MIKILL vöxtur rafrænnar miðlunar mun ekki leiða til samdráttar í prentiðnaði á næstu árum að mati Christophs Riess, framkvæmdastjóra Heidelberg-samsteypunnar í Evrópu, sem nýlega var staddur hérlendis. Ör tækniþróun í margmiðlun gerir hins vegar miklar kröfur til prentara og framleiðenda prentvéla um að þeir fylgist vel með tækninni og endurnýi vélakost sinn með skömmu millibili. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 2074 orð

"Sagan dæmir hvort verðið er rétt"

ÞEIR sem fjárfesta í hlutabréfum fyrirtækja vilja sjá góðan árangur af fjárfestingu sinni. Þar skiptir ekki minnstu það verð sem greitt var fyrir bréfið í upphafi, en aðrir þættir sem árangur fjárfestinga er mældur eftir eru svo arðgreiðslur sem eigandinn fær af bréfi sínu, og verðþróun hlutabréfsins eftir að fjárfest hefur verið í þeim. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 75 orð

Samið um vátryggingar

REYKJAVÍKURBORG og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. undirrituðu samning um vátryggingar í gær en samningurinn er gerður í kjölfar útboðs er fram fór í mars sl. Í fréttatilkynningu kemur fram að um langtímasamning sé að ræða og tekur hann til allra vátrygginga fyrirtækja og stofnana Reykjavíkurborgar. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 374 orð

SHB býður í Bergensbanken

SVENSKA Handelsbanken AB í Svíþjóð hefur boðið 1,55 milljarða sænskra króna í Bergensbanken AS í Noregi. Sænski bankinn á fyrir 8,25% hlutabréfa Bergensbanken og eigendur tæplega 28% bréfa hafa samþykkt tilboðið. SHB býður 125 s.kr. á bréf, sem, er 2% hærra verð en bréf í Bergensbanken seldust á 30. apríl. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 305 orð

Spáð mun betri afkomu

SAMKVÆMT óendurskoðuðu þriggja mánaða uppgjöri hátæknifyrirtækisins Vaka fiskeldiskerfa hf. varð rúmlega 900 þúsund króna tap á rekstri fyrirtækisins samanborið við 6 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Hermann Kristjánsson framkvæmdastjóri Vaka kveðst ánægður með uppgjörið, enda um 5 milljóna króna rekstarbata að ræða hjá fyrirtækinu. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 613 orð

Toppurinn á tilverunni

GUÐNÝ Hansdóttir, nýráðin yfirflugfreyja hjá Flugleiðum, er yngsta konan sem gegnir þeirri stöðu frá upphafi, aðeins 32 ára. Guðný hefur nám í markaðs- og rekstrarhagfræði að baki og er einnig sérhæfð í starfsmannastjórnun. Meðfram náminu vann hún hjá Flugleiðum við ýmis störf, en hóf síðan störf sem flugfreyja hjá félaginu fyrir sex árum. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 1547 orð

UMRÓT Á ÍSLENSKUM VERKTAKAMARKAÐI

SAMKVÆMT upplýsingum frá Jóni Sveinssyni, stjórnarformanni Íslenskra aðalverktaka hf., hafði framkvæmdastjóri Álftáróss ehf. og eigandi félagsins nýverið samband við stjórnarformann og forstjóra ÍAV og óskaði eftir kynningarviðræðum um samstarf eða sameiningu og í framhaldi af því fóru fram kynningarviðræður milli aðila og að þeim loknum Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 19 orð

ut.is

ut.is Samtök iðnaðarins og Samtök íslenskra hugbúnaðarframleiðenda hafa opnað vefsíðu þar sem nálgast má upplýsingar um upplýsingatækniiðnað á Íslandi. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 157 orð

Vinnandi menn á Egilsstöðum

AUGLÝSINGASTOFAN Vinnandi menn ehf, hélt kynningu á starfsemi sinni á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Fyrirtækið er byggt á grunni þriggja annarra fyrirtækja, en þau eru: Níutíuogsjö ehf, Vinnandi menn sf, og Spyrnir ehf sem sameina nú rekstur sinn undir þessu nýja nafni. Stofan hefur starfsemi á Egilsstöðum og Akureyri. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 395 orð

Þekktasta líftæknifyrirtækið í Evrópu?

Í GREIN sem birt var í stórblaðinu Financial Times í vikunni, þar sem fjallað er um líftæknifyrirtæki í Evrópu út frá ráðstefnu um líftækni sem haldin var í Amsterdam í Hollandi nýlega, er meðal annars sagt frá starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar. Meira
6. maí 1999 | Viðskiptablað | 397 orð

ÞORBJÖRN HÆKKAR OG HÆKKAR

SÉRFRÆÐINGUM á verðbréfamarkaðinum hefur orðið nokkuð starsýnt á hækkun á gengi hlutabréfa í Þorbirni hf. Í Morgunpunktum Kaupþings á þriðjudag sl. er til að mynda vakin athygli á því að hlutabréfagengi Þorbjarnar hefði hækkað um 4,9% daginn áður í 6,4 og að bréf félagsins hafi hækkað um 28% frá áramótum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.