Greinar laugardaginn 24. júlí 1999

Forsíða

24. júlí 1999 | Forsíða | 367 orð | ókeypis

Áskilja sér rétt til íhlutunar í Kosovo

NEBOSJA Pavkovic, hershöfðingi þriðju herdeildar júgóslavneska hersins, lýsti því yfir í gær að hann styddi Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta heils hugar. Taldi hann ennfremur að Júgóslavíuher hefði fullan rétt til þess að hlutast til um mál í Kosovo-héraði ef stjórnvöld í Júgóslavíu teldu að Sameinuðu þjóðirnar sinntu ekki öryggisskuldbindingum sínum í héraðinu. Meira
24. júlí 1999 | Forsíða | 349 orð | ókeypis

Hassan Marokkókonungur látinn

HASSAN Marokkókonungur lést í gær, sjötugur að aldri, skömmu eftir að hann var fluttur á sjúkrahús. Sonur hans, Sidi Mohammed krónprins, sagði að banamein hans hefði verið hjartaáfall. Hassan tókst að halda völdunum í rúm 38 ár þrátt fyrir tvær valdaránstilraunir herforingja, nokkur banatilræði vinstrimanna og andstöðu heittrúaðra múslima. Meira
24. júlí 1999 | Forsíða | 240 orð | ókeypis

Herjað á Falun Gong

KÍNVERSKAR öryggissveitir handtóku um tvö hundruð manns sem mótmæltu banni yfirvalda við starfsemi hreyfingarinnar Falun Gong á Torgi hins himneska friðar í Peking snemma í gær. Kínversk dagblöð fóru hörðum orðum um hreyfinguna, sem iðkar aðallega íhugun og andlegar æfingar, og sökuðu leiðtoga hennar um að afvegaleiða og misnota fylgismenn hennar. Meira
24. júlí 1999 | Forsíða | 68 orð | ókeypis

Kennedys minnst

VINIR og vandamenn Johns F. Kennedys yngra og eiginkonu hans, Carolyn Bessette Kennedy, komu saman í kirkju í New York í gær til að votta minningu þeirra virðingu sína. Bill Clinton Bandaríkjaforseti var á meðal 315 gesta, sem voru viðstaddir minningarathöfnina. Athöfnin fór fram í Kirkju heilags Thomas More á Manhattan. Meira

Fréttir

24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 685 orð | ókeypis

Aðför á hendur kjúklingaframleiðslu

BJARNI Ásgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs hf., sem framleiðir Holtakjúklinga, vísar því á bug að nokkuð athugavert sé við hreinlætismál á kjúklingabúi fyrirtækisins að Ásmundarstöðum í Rangárvallasýslu. Hann telji athugasemdir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands við hreinlætismál á búinu og fjölmiðlaumfjöllun í kjölfarið hluta af aðför á hendur sér og kjúklingaframleiðslu hérlendis í heild. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 602 orð | ókeypis

Afla misskipt milli landshluta

Veiði virðist fremur misskipt þessa dagana; mikill lax og góð veiði er suðvestan- og vestanlands, minna af laxi og minni kraftur í ám nyrðra. 20 punda lax veiddist í Ölfusá fyrir fáeinum dögum, á Pallinum við Selfoss. Að sögn voru tálknin á laxinum svo full af drullu að fiskurinn gat vart sýnt viðnám og var landað á örskammri stundu. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 265 orð | ókeypis

Afturkippur í kjúklingasölu

NOKKUR afturkippur virðist hafa komið í kjúklingasölu í gær í kjölfar umræðu um skýrslu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um Ásmundarstaðabúið. Bera kaupmenn sig þó afar misjafnlega og segja sumir þeirra söluna hafa verið nokkuð eðlilega en aðrir tala um hálfgert hrun. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 292 orð | ókeypis

Athugasemd frá Hollustuvernd ríkisins

MORGUNBLAÐIÐ hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Hollustuvernd ríkisins vegna auglýsingar um meðferð matvæla vegna kampýlóbaktersýkinga: "Hollustuvernnd ríkisins, Landlæknisembættið og sóttvarnalæknir hafa birt auglýsingar í fjölmiðlum til að vekja athygli á aukinni tíðni kampýlóbaktersýkinga í mönnum. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 116 orð | ókeypis

Árekstur á Akureyri

ÁREKSTUR varð á mótum Drottningarbrautar og Hafnarstrætis á Akureyri kl 15.30 í gær er tvær fólksbifreiðir skullu þar saman. Hlaut ökumaður annarrar bifreiðarinnar fótbrot og handleggsbrot, en að öðru leyti urðu ekki slys á fólki. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 201 orð | ókeypis

Árleg garðaskoðun verður í Árbæjarhverfi á morgun

HIN árlega garðaskoðun Garðyrkjufélags Íslands fer fram sunnudaginn 25 júlí milli kl. 14 og 18. Að þessu sinni verða eftirtaldir garðar til sýnis: Í Árbæjarhverfi Vorsabær 11, Hlaðbær 18 og Fagribær 19. Það sem einkennir meðal annars garðana í Vorsabæ og Hlaðbæ er tegundafjöldi, margar fáséðar plöntur, skemmtilegt litaval og ræktun í gróðurskála. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð | ókeypis

Bíll steyptist ofan í árfarveg

KARLMAÐUR, kona og barn slösuðust þegar bifreið fór út af veginum við brúna yfir Hofsá í Álftarfirði og steyptist fimm metra niður í árfarveg. Hinir slösuðu voru fluttir með sjúkrabíl til Hafnar í Hornafirði og þaðan með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. Talið er að meiðsli konunnar og barnsins séu alvarlegust. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð | ókeypis

B&L styrkir gerð kvikmyndar

B&L og Kvikmyndafélag Íslands skrifuðu undir styrktarsamning 23. júlí sl. Um er að ræða styrk til gerðar nýrrar íslenskrar kvikmyndar sem ber heitið Íslenski draumurinn. Byrjað verður að taka myndina upp í ágúst en með hlutverk fara m.a Jón Gnarr, Örn Árnason, Bessi Bjarnason, Felix Bergsson, Rúnar Freyr Gíslason, Þórhallur Sverrisson, Þorsteinn Bachmann o.fl. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð | ókeypis

Borgarráðsfulltrúar til Færeyja

FIMM fulltrúar úr borgarráði Reykjavíkur halda á mánudag í opinbera heimsókn til Færeyja. Taka þeir m.a. þátt í Ólafsvöku en heimferð er ráðgerð á fimmtudagskvöld. Þeir sem fara eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Helgi Hjörvar og Sigrún Magnúsdóttir frá Reykjavíkurlistanum en fulltrúar Sjálfstæðisflokks eru þau Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Meira
24. júlí 1999 | Miðopna | 333 orð | ókeypis

Borgin breytir um svip

Laugardalurinn mun breyta nokkuð um svip á næstu árum því áætlað er að þar rísi mörg þúsund fermetra byggingar, sem kosta á annan milljarð króna. Meira
24. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 224 orð | ókeypis

Columbia á leið út í geim

COLUMBIA geimflauginni var skotið á loft ­ í þriðju tilraun ­ klukkan hálffimm í gærmorgun að íslenskum tíma frá Kennedy- geimferðamiðstöðinni á Flórída í Bandaríkjunum. Er þetta fyrsti geimferjuleiðangur Bandaríkjamanna undir stjórn konu, Eileen Collins, og er Columbia ásamt farmi hennar þyngsta geimflaugin sem skotið hefur verið á loft, en hún vegur um tvö þúsund tonn. Meira
24. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 114 orð | ókeypis

Dagskráin er helguð kristni í þúsund ár

TJARNARKVARTETTINN kemur fram á fjórðu tónleikahelgi Sumartónleika í Akureyrarkirkju sem verða á morgun, sunnudaginn 25. júlí kl. 17. Maríuvers, íslensk helgikvæði og þjóðlög eru á fyrri hluta efnisskrárinnar en íslensk sönglög og kvæði í þeim síðari. Dagskráin er helguð kristni í þúsund ár. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 427 orð | ókeypis

Dóttirin stefnir líka á flugnám

HJÓNIN Stefanía Bergmann Magnúsdóttir og Hörður Már Þorvaldsson, sem bæði eru flugmenn hjá Mýflugi, fóru í gær fyrstu ferð sína saman á Dornier- vél félagsins, hann sem flugstjóri og hún flugmaður. Flugu þau áætlunarferð í gærmorgun milli Reykjavíkur og Húsavíkur og aftur síðdegis. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 171 orð | ókeypis

Ekki tilkynnt fyrirfram

SÚ nýbreytni var tekin upp við verðkönnun sem fram fór á vegum Neytendasamtakanna og ASÍ 8. júlí sl. í tíu verslunum á höfuðborgarsvæðinu, að tilkynna ekki um hana fyrr en búið var að renna vörunum í gegnum kassann. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 192 orð | ókeypis

Ekki vísbending um eldgos

EFNAGREINING á vatni því sem barst fram í hlaupinu í Jökulsá á Sólheimasandi aðfaranótt síðastliðins sunnudags bendir til þess að ekki hafi orðið eldgos undir jöklinum. Hallast vísindamenn því frekar að því nú að jarðhitavirkni undir jöklinum hafi aukist. Meira
24. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 309 orð | ókeypis

Endurupptaka sögð færast nær

ÍSRAEL og Sýrland mjökuðust í gær nær því að ryðja meginorsök þess úr vegi að friðarviðræður landanna hafa legið niðri í þrjú ár. Sýrlendingar fögnuðu því að Danny Yatom, nánasti aðstoðarmaður Ehuds Baraks, forsætisráðherra Ísraels, sagði í sjónvarpsviðtali að Ísraelar hefðu ekkert á móti því að viðræðurnar yrðu teknar upp aftur þar sem upp úr þeim slitnaði. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð | ókeypis

Fjórði hver íbúi á grunnskólaaldri

HAFNAR eru framkvæmdir við stækkun Setbergsskóla. Þetta er lokaviðbygging við skólann sem er miðuð að einsetningu hans í framtíðinni. Í nýju viðbyggingunni er gert ráð fyrir kennarastofu, aðstöðu fyrir starfsfólk, félagsaðstöðu nemenda og kennslustofum. Áætlað er að taka viðbótina í gagnið um haustið árið 2000. Meira
24. júlí 1999 | Landsbyggðin | 96 orð | ókeypis

Fjölbreytt sumargleði á Kirkjubæjarklaustri

Kirkjubæjarklaustri-Aðra helgina í júlí var fjölskylduhátíð á Kirkjubæjarklaustri. Þar var sett saman dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Boðið var upp á leiki, þrautir, reiðhjólakeppni, götubolta og andlitsmálningu fyrir yngri kynslóðina, skáldavöku og sögukynningu fyrir þá eldri, svo og gönguferðir, varðeld og fjöldasöng sem brúaði kynslóðabilið. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð | ókeypis

Fjölskylduhátíð í Lónkoti í Skagafirði

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ verður haldin um verslunarmannahelgina á ferðaþjónustustaðnum Lónkoti í Sléttuhlíð í Skagafirði. Á staðnum er hægt að fá gistingu og næg tjaldstæði eru fyrir hendi. Boðið verður upp á tónlistarskemmtun í stærsta tjaldi landsins og einnig bátsferðir fyrir fjölskylduna með sjóstöng og hægt er að skoða eyjarnar á Skagafirði með leiðsögn. Meira
24. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 382 orð | ókeypis

Flugræningi myrti flugstjóra

FLUGSTJÓRI Boeing 747 þotu japanska flugfélagsins All Nippon Airways var myrtur í gær er hann reyndi að yfirbuga vopnaðan flugræningja. Vélin lenti heilu og höldnu skömmu síðar á Haneda- flugvelli í Tókýó með 503 farþega innanborðs en ekki var ljóst hver sat við stjórnvölinn í aðfluginu. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 328 orð | ókeypis

Forseti Íslands heimsækir Íslendingabyggðir

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fer um helgina til Kanada og Bandaríkjanna og mun í næstu viku heimsækja byggðir íslenskra landnema í Alberta og Saskatchewan-fylkjum Kanada og taka þátt í hátíðarhöldum á 100. Íslendingadeginum í Norður- Dakóta í Bandaríkjunum. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð | ókeypis

Gilwell- námskeið á Úlfljótsvatni

GILWELL-NÁMSKEIÐ verður haldið á Úlfljótsvatni 14.­22. ágúst. Gilwell-þjálfunin tekur u.þ.b. 9 mánuði og skiptist í bóklegt og verklegt námskeið og verklegt og bóklegt nám í fjarkennslu að námskeiði loknu. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 218 orð | ókeypis

Golfdagur fyrir börn

GOLFDAGUR fyrir börn á aldrinum 3ja til 12 ára var nýlega haldinn í fyrsta skipti á höfuðborgarsvæðinu í blíðskaparveðri á "Ljúflingnum", æfingavelli Golfklúbbs Oddfellowa í Heiðmörk. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum og komust færri að en vildu. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 1839 orð | ókeypis

Greiðslugeta langt umfram greiðslubyrði

Jón Ólafsson segir skuldsetningu Norðurljósa ekki áhyggjuefni og lánasamning samrunans einhvern hinn hagstæðasta sem íslenskt fyrirtæki hefur gert Greiðslugeta langt umfram greiðslubyrði Nýja fyrirtækinu Norðurljósum hf. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 492 orð | ókeypis

Greinargerð Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

HÉR fer á eftir í heild greinargerð Heilbrigðiseftirlits Suðurlands vegna skoðunar á umhverfisþáttum að Ásmundarstöðum í Ásahreppi hinn 13. júlí s.l., undirrituð af Matthíasi Garðarssyni framkvæmdastjóra og Birgi Þórðarsyni heilbrigðisfulltrúa: Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 111 orð | ókeypis

Gæsluvarðhald staðfest í e- töflumáli

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir íslenskum karlmanni og erlendri stúlku, sem setið hafa í haldi vegna rannsóknar lögreglunnar á smygli á 969 e-töflum, sem komst upp 7. júlí. Meira
24. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 228 orð | ókeypis

Hámarkshraði verði 70 um allt landið

LÍKUR eru á að hámarkshraði á öllum þjóðvegum Noregs verði brátt lækkaður í 70 km á klukkustund, í kjölfar þess að tilraun með slíka hraðalækkun á E18-veginum í Vestfold-sýslu þykir hafa gefizt vel. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 46 orð | ókeypis

Hátið undir regnhlífum

UNGMENNI á hátíð Jafningafræðslunnar á Ingólfstorgi í gær urðu að standa þátt saman undir regnhlífum, því ekkert lát var á regninu. Þær munu að öllum líkindum koma að góðum notum næstu daga, því búast má við smáskúrum og súld á landinu vestanverðu. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð | ókeypis

Helgi Áss meðal efstu manna í Tékklandi

HELGI Áss Grétarsson sigraði í sjöundu umferð á tékkneska meistaramótinu í skák sem nú stendur yfir í Pardubice. Andstæðingur hans var alþjóðlegur skákmeistari frá Úkraínu, Leonid Kernazhitsky. Helgi Áss hefur þar með fengið 5 vinning í sjö umferðum og hefur ekki tapað skák. Hann er í 4.­9. sæti á mótinu þegar tvær umferðir eru eftir, einungis hálfum vinningi á eftir efstu mönnum. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 181 orð | ókeypis

Helmingi minni en í fyrra

AFAR dræm veiði hefur verið í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu og segist Þórunn Alfreðsdóttir, ráðskona í veiðihúsinu Vökuholti, ekki muna annað eins. Eftir veiði í fyrradag voru 315 laxar komnir á land sem hún segir að sé helmingi minna en í fyrra. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 116 orð | ókeypis

Heyskapur á Árbæjartúni

MÖRG undanfarin ár hefur Árbæjarsafn staðið fyrir heyskap á Árbæjartúninu að gömlum sið og sunnudaginn 25. júlí verður þessari hefð fram haldið. Þá mun Páll Pálsson frá Borg í Miklaholtshreppi ásamt þeim Guðmundi Árna Ásmundssyni og Benedikt Þorvaldssyni sýna gestum hvernig á að slá með orfi og ljá. Hópur kvenna undir forystu Þórunnar Pálsdóttur leikkonu rakar ljána. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 301 orð | ókeypis

Hjólar með handaflinu yfir hálendið

ENGLENDINGURINN Darren Swift er lagður af stað í hjólaferð yfir hálendi Íslands, en það sem skilur Swift frá öðrum hjólreiðaköppum er ferðast um landið er fötlun hans, en hann er fótalaus fyrir neðan hné og knýr því hjól sitt áfram með höndunum einum. Swift er fyrrverandi hermaður og missti hann fæturna í sprengingu Írska lýðveldishersins (IRA) á Norður-Írlandi. Meira
24. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 456 orð | ókeypis

Hugleiðsla og bardagalist

FALUN Gong-hreyfingin var stofnuð árið 1971 og er blanda af búddatrú, bardagalist og taóisma. Áhangendur Falun Gong segjast vera friðsamir og löghlýðnir borgarar sem fylgi ákveðnum heimspekihugmyndum og iðki strangar æfingar til að auðga hugann og stuðla að góðri heilsu. Meira
24. júlí 1999 | Landsbyggðin | 208 orð | ókeypis

Húsbílafélagið á ferðalagi

Hellissandi-Fyrir skömmu streymdi óvenjuleg hersing inn til Hellisands. Þar voru á ferð húsbílar af ýmsum gerðum og stærðum, flestir skreyttir fánum. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hér voru á ferð fjörutíu og fjórir húsbílar og á annað hundrað manns félagar í Húsbílafélagi Íslands. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 124 orð | ókeypis

Hæstiréttur styttir gæsluvarðhald

HÆSTIRÉTTUR stytti í gær gæsluvarðhaldsvist Þórhalls Ölvers Gunnlaugssonar, grunaðs aðila í rannsókn lögreglunnar á manndrápsmáli við Leifsgötu, með dómi sínum, en héraðsdómur hafði úrskurðað Þórhall í gæsluvarðhald til 21. desember. Samkvæmt dómsorði Hæstaréttar verður Þórhallur látinn sæta gæsluvarðhaldi allt þar til dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til 1. desember. Meira
24. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 312 orð | ókeypis

Íhaldsmenn héldu sætinu naumlega

BRESKA Verkamannaflokknum mistókst naumlega að vinna þingsæti af íhaldsmönnum í aukakosningum í Eddisbury í Cheshire sem haldnar voru í fyrradag. Frambjóðandi Íhaldsflokksins, Stephen O'Brien, vann sigur á Margaret Hanson, frambjóðanda Verkamannaflokksins, Meira
24. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 78 orð | ókeypis

Jurtadagur í Kiðagili

JURTADAGUR verður í Kiðagili í Barnaskólanum í Bárðardal sunnudaginn 25. júlí. Kaffihlaðborð stendur yfir frá kl. 14 til 17 og geta gestir og gangandi tekið þátt í jurtagreiningarkeppni á þeim tíma undir stjórn jurtaáhugamanna. Keppt verður í flokki fullorðinna og barna og veitt verða verðlaun fyrir besta árangurinn. Meira
24. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 93 orð | ókeypis

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Fjölskylduhátíð í Kjarnaskógi kl. 12.45 á morgun, sunnudag, í tilefni af 1000 ára afmæli kristni í Eyjafirði. Fjölskylduguðsþjónusta, leikritið Nýir tímar eftir Böðvar Guðmundsson frumsýnt, tónlist, brúðuleikhús, ratleikur og fleira. Sumartónleikar kl. 17 á morgun. Morgunbæn kl. 9 á þriðjudag. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 21 annað kvöld. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 255 orð | ókeypis

Laun lækna hækkuðu um 42% og ófaglærðra um 18%

LAUNAHÆKKANIR starfsmanna Ríkisspítala árin 1996 til 1998 voru 30% að meðaltali. Laun lækna hækkuðu mest eða um 42% en minnst hjá ófaglærðum, eða 18%. Miðað er við heildarlaun fyrir hvert stöðugildi. Þetta kemur fram í grein Eddu Rósar Karlsdóttur, hagfræðings ASÍ, í nýútkomnu tölublaði Eflingar ­ stéttarfélags. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð | ókeypis

Leiðrétt Engin díoxínmengun hjá Coke Í FRÉTT M

Í FRÉTT Morgunblaðsins í gær um rannsókn á samkeppnisháttum hjá Coca-cola í Evrópu, kom ranglega fram að Coca-cola hefði þurft að innkalla vörur í Belgíu vegna díoxínmengunar. Orsök innköllunar gosdrykkjaframleiðandans á vörum var m.a. galli í kolsýru. Díoxínmengunar varð vart hjá ýmsum matvælafyrirtækjum í Belgíu í síðasta mánuði en Coca-cola var ekki á meðal þeirra fyrirtækja. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 44 orð | ókeypis

Lést í bifhjólaslysi

MAÐURINN sem lést í bifhjólaslysi á Hringbraut aðfaranótt síðastliðins fimmtudags hét Halldór Viðar Halldórsson, til heimilis að Vallarbarði 19, Hafnarfirði. Halldór Viðar var tvítugur að aldri, fæddur 30. nóvember árið 1978. Hann var ókvæntur og barnlaus, en lætur eftir sig unnustu. Meira
24. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 109 orð | ókeypis

Listasmiðja á Listasumri

LISTASMIÐJA verður starfrækt á Akureyri sem hluti af dagskrá Listasumars '99. Fjórir ungir myndlistarmenn, Aðalsteinn Þórsson, Barry Camps, Camilla Singh og Walter Willems eru frumkvöðlar smiðjunnar en þau eru öll frá AK12, Listaháskólanum í Hollandi. Aðalverkefni listasmiðjunnar verður gerð stuttmyndar sem sýnd verður í Ketilhúsinu á Akureyri og Neuwe Vida, Haarlem í Hollandi. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð | ókeypis

Líflegur lokadagur

LOKADAGUR íþrótta- og leikjanámskeiða Æskulýðs- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar var haldinn hátíðlegur með pompi og pragt á fimmtudaginn. Hátíðin var haldin á Thorsplaninu og gerðu krakkarnir sér ýmislegt til skemmtunar. Keppt var í kassabílaralli, flokksstjórar sýndu listir sínar og sett voru upp leiktæki á planinu. Meira
24. júlí 1999 | Landsbyggðin | 387 orð | ókeypis

Meðferðarheimili með seglum

Ísafirði-Af skiljanlegum ástæðum eiga Svisslendingar ekki stóran skipastól. Um þessar mundir liggur þó svissneskt skip í Ísafjarðarhöfn, tvímöstruð skonnorta sem reyndar er skráð á Gíbraltar, enda væri fremur örðugt að sigla henni til hafnar í heimalandinu. Þessi rennilegi farkostur er skólaskip og meðferðarheimili í senn og rekinn af þremur svissneskum skólum. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð | ókeypis

Minningarathöfn vegna fósturláta

ÁRLEG minningarathöfn vegna fósturláta verður í Fossvogskapellu miðvikudaginn 18. ágúst nk. kl. 17. Athöfnin er öllum opin. Fósturreiturinn í Fossvogskirkjugarði var vígður 17. september 1997 og 18. október 1994 var Minnisvarði um líf, sem stendur nálægt kirkjudyrum Fossvogskirkju, vígður. Eftir minningarathöfnina verður fylgd að Minnisvarðanum og í Fósturreitinn. Þetta er í 5. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð | ókeypis

Mistök við skráningu á skarkola

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Kvótaþingi Íslands: "ÞAU mistök urðu við skráningu kauptilboðs í sandkola á Kvótaþingi Íslands þann 16. júlí sl. að slegið var inn rangt verð. Í stað 22,20 kr. var slegið inn 47,20. Þetta leiddi til viðskipta þrjá daga í röð. Svo virðist sem verkferli sem grípa eiga svona mistök hafi brugðist og er skýringa nú leitað. Meira
24. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 294 orð | ókeypis

Neytendur læri að kvarta

VIÐSKIPTA- og iðnaðarráðuneytið í Bretlandi hefur hvatt neytendur til að losa um "stífu efrivörina" og læra að kvarta eins og Bandaríkjamenn. Hafa bresk stjórnvöld hleypt af stokkunum átaki til að koma í veg fyrir að Bretar verði áfram rúnir inn að skyrtunni. Meira
24. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 253 orð | ókeypis

Nýbygging sundlaugarinnar tekin í notkun

NÝBYGGING við Sundlaug Akureyrar var tekin í notkun í gær, en þar er anddyri, búningsklefar kvenna, sturtur og glerhús með heitum potti. Með tengigangi við Íþróttahúsið við Laugagötu er byggingin rúmlega 1.300 fermetrar að stærð. Þá voru einnig teknir í notkun nýir útiklefar bæði fyrir karla og konur auk þess sem nýr og öflugur hreinsibúnaður hefur verið tekinn í notkun við laugina. Meira
24. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 232 orð | ókeypis

Nýtt díoxínfár í Belgíu

NÝTT FÁR vegna díoxínmengunar í matvælum upphófst í Belgíu í gær, þegar upplýst var að allt að 200 svínabú í landinu hefðu hugsanlega fóðrað sláturdýr með díoxínmenguðu fóðri í febrúar og marz síðastliðnum. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 411 orð | ókeypis

Nærri 400 tonn gætu komið til Þingeyrar

ALLT að 387 tonna þorskkvóti gæti verið á leið til Þingeyrar samkvæmt úthlutun Byggðastofnunar og samþykkt bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Af 1.500 tonnum kemur þetta magn í hlut Ísafjarðarbæjar, en samkvæmt tillögum Byggðastofnunar á það að deilast á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð | ókeypis

Orlofsdagar á Löngumýri

ORLOFSDVÖL fyrir aldraða verður dagana 2.­7. ágúst í Löngumýrarskóla í Skagafirði. Í fréttatilkynningu segir að undanfarin sumur hafi þar verið margir hópar aldraðra, en vegna skyndilegs fráfalls Margrétar Jónsdóttur forstöðukonu í vor hafi orðið breyting á starfseminni. Nú séu þar starfandi til bráðabirgða hjónin sr. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 746 orð | ókeypis

Óráðin framtíð

Dagana 2. til 7. ágúst nk. tekur Löngumýrarskóli í Skagafirði á móti öldruðu fólki í orlofsvist. Undanfarinn aldarfjórðung hafa margir aldraðir einstaklingar dvalið á Löngumýri á vegum þjóðkirkjunnar í lengri eða skemmri tíma í orlofi. Séra Stína Gísladóttir hefur umsjón með orlofsvist aldraðra á Löngumýri í ár. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 167 orð | ókeypis

Rafmagnsgirðing sett upp til varnar búfénaði

UNNIÐ hefur verið að uppsetningu rafmagnsgirðingar meðfram þjóðvegi 85 í Aðaldalshrauni í Suður- Þingeyjarsýslu til að halda búfénaði frá veginum og er gert ráð fyrir að ljúka við girðingarvinnuna um næstu mánaðamót. Valinn var sá kostur að setja upp rafmagnsgirðingu meðfram veginum vegna lítils kostnaðar en alls nemur lengd girðingarinnar um 20 kílómetrum og nær hún út að Skjálfandafljóti. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 274 orð | ókeypis

Sameiginleg velta áætluð á annan milljarð kr.

KAUPFÉLAG Austur-Skaftfellinga, KASK, hefur keypt meirihluta hlutafjár í Sláturfélaginu Þríhyrningi hf., af Fjárfestingarfélaginu Þor ehf. og fleiri aðilum. Stefnt er að samruna á starfsemi Sláturhúss KASK við Þríhyrning hf. til að ná fram aukinni hagræðingu í slátrun en áætluð velta hins sameinaða félags er á annan milljarð króna. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 264 orð | ókeypis

Samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi

BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti í gær að auglýst verði breyting á deiliskipulagi í Laugardal. Er það í framhaldi samkomulags Reykjavíkurborgar og Landssíma Íslands hf. um úthlutun á um 25 þúsund fermetra lóð á horni Suðurlandsbrautar og Engjavegar til fyrirtækisins. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 349 orð | ókeypis

Segir skýrslu Heilbrigðiseftirlits víðsfjarri sannleikanum

GRÉTAR Hrafn Harðarson, héraðsdýralæknir á Hellu, heimsótti í gær kjúklingabú Reykjagarðs hf. á Ásmundarstöðum að beiðni staðgengis yfirdýralæknis. Beiðnin kom í kjölfar skýrslu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um hreinlætismál á búinu og fjölmiðlaumræðu í kjölfarið. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð | ókeypis

Segjast ekkert hafa að fela

OPIÐ hús verður á kjúklingabúinu að Ásmundarstöðum í Rangárvallasýslu í dag, á laugardag og á sunnudag, og hvetur starfsfólk Holtakjúklinga almenning til að koma og kynna sér framleiðsluferlið hjá fyrirtækinu. Meira
24. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 27 orð | ókeypis

Síðasta sýningarhelgi

Síðasta sýningarhelgi SÍÐASTA sýningarhelgi er á verkum Ólafar Erlu Bjarnadóttur á leirverkum í Gallerí Svartfugli, Listagilinu Akureyri. Sýningunni lýkur 25. júlí. Galleríið er opið frá kl. 14­18. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 284 orð | ókeypis

Skógræktarritið komið út

Í ÁR er 100 ára afmæli skipulagðrar skógræktar á Íslandi. Það er kveikja hugleiðinga Huldu Valtýsdóttur, formanns Skógræktarfélags Íslands, og Jóns Loftssonar, skógræktarstjóra Skógræktar ríkisins sem birtar eru í ritinu. "Margar áhugaverðar greinar eru í ritinu," segir í fréttatilkynningu: "Vilhjálmur Lúðvíksson segir frá "huldufélagsskapnum" Gróðurbótafélaginu, sem tengist m.a. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 184 orð | ókeypis

Stífar æfingar hjá skíðagöngulandsliðinu

FÉLAGAR í landsliði Íslands í skíðagöngu sem og þeir sem eru í unglingalandsliðinu eru við æfingar á Akureyri þessa dagana, en þeir hittust og æfðu saman í Ólafsfirði í síðasta mánuði. Þorsteinn Hymer sem umsjón hefur með æfingum í sumar sagði að æfingadagskráin væri stíf og fjölbreytt, hlaup upp á fjöll, hjólaskíði og fleira. Meira
24. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 97 orð | ókeypis

Sýnilegur hljóðmúr

VENJULEGA rjúfa flugvélar hljóðmúrinn í mikilli flughæð og þá verða menn þess einungis varir er hvellur heyrist. Annað er uppi á teningnum ef múrinn er rofinn í lítilli hæð yfir vatni. Þá verður rofið sýnilegt, eins og þegar Ron Candiloro, lautinant í bardagasveit-151 í bandaríska flotanum, rauf hljóðmúrinn á F/A-18 Hornet þotu í gærmorgun, skammt frá flotastöðinni í Yokosuka í Japan. Meira
24. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 89 orð | ókeypis

Tímans hringrás

DAGSKRÁ úr ljóðabálki Pjeturs Hafsteins Lárussonar "Vökuborg og draums/Tímans hringrás í Reykjavík" verður frumflutt í Deiglunni við Kaupvangsstræti annað kvöld, sunnudagskvöldið 25. júlí kl. 21.30. Leikararnir Baldvin Halldórsson og Karl Guðmundsson lesa upp. Árni Ísleifsson hefur samið tónlist við ljóðabálkinn og flytur hana. Meira
24. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 513 orð | ókeypis

Trúboð, mannvíg og blóðhefndir

Í TILEFNI af Fjölskylduhátíð Kirkjunnar í Kjarnaskógi næstkomandi sunnudag, var Böðvar Guðmundsson fenginn til að semja leikrit sem á einhvern hátt kæmi inn á kristnitökuna í Eyjafirði fyrir tæpum þúsund árum. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 243 orð | ókeypis

Umdeild ákvörðun

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum s.l. þriðjudag að heimila að íbúðarhúsinu við Álfatún 2 verði breytt í einkarekinn leikskóla. Telur meirihluti bæjarstjórnar það vera íbúum til hagsbóta að fjölga leikskólum í austurbænum. Styrr hefur staðið um þessa ákvörðun og bárust athugasemdir frá 300 íbúum við Álfatún, Bæjartún, Grænatún, Hvannhólma, Kjarrhólma, Starhólma og Vallhólma. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð | ókeypis

Veiðiþjófur handtekinn

LÖGREGLAN á Selfossi handtók í gær veiðiþjóf sem lagt hafði net út frá ströndinni austan við Ölfusárósa. Veiðiverðir í flugvél urðu hans varir um klukkan 18, og létu lögreglu vita. Fór hún á vettvang og handtók manninn stundarfjórðungi síðar. Veiðiþjófurinn, sem er karlmaður á fertugsaldri, var að vitja netsins þegar hann var staðinn að verki. Meira
24. júlí 1999 | Landsbyggðin | 229 orð | ókeypis

Vel heppnað sjóstangaveiðimót

Ólafsvík-Hið árlega opna mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness, SJÓSNÆ, var haldið dagana 16. og 17. júlí. Þátttakendur voru alls 55 og komu víðsvegar af landinu. Róið var frá Ólafsvík á 17 bátum. Aflinn var mikill og góður en alls komu 20.782 kg að landi eftir báða dagana. Veiddust fjölmargar tegundir að vanda. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 690 orð | ókeypis

Vísar ábyrgð á gámafyrirtæki

HÉRAÐSDÝRALÆKNIRINN á Hellu, Grétar Hrafn Harðarson, heimsótti í gær kjúklingabú Reykjagarðs hf. að Ásmundarstöðum og skoðaði það að beiðni staðgengils yfirdýralæknis. "Það er ýmislegt sem fara má betur í svona stórum búrekstri. Meira
24. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 212 orð | ókeypis

Vænta bættra samskipta

FASTAFULLTRÚAR aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) áttu í gær fund með rússneskum fulltrúum fastanefndar Rússlands hjá NATO, í fyrsta sinn síðan Rússar slitu formlegu samstarfi við bandalagið í mars sl. vegna loftárása NATO á Júgóslavíu. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 248 orð | ókeypis

Yfirlýsing Birgis Þórðarsonar

BIRGIR Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, sendi í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna yfirlýsingar Grétars Harðarssonar, héraðsdýralæknis á Hellu: Rétt er að hafa í huga að einn aðalviðskiptavinur Grétars er einmitt Reykjagarður hf., þ.e. hann þjónar kjúklingabúinu á Ásmundarstöðum, útungunarstöðinni á Hellu og sláturhúsi Reykjagarðs á Hellu. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 510 orð | ókeypis

Yfirlýsing frá Reykjagarði hf.

Í FRÉTTUM fjölmiðla í gær og í dag er vitnað í greinargerð Heilbrigðiseftirlits Suðurlands "vegna skoðunar á umhverfisþáttum að Ásmundarstöðum í Ásahreppi, Rangárvallasýslu" dags. 14. júlí 1999. Greinargerð þessi er ófaglega unnin og í þeim tilgangi að koma höggi á stærsta kjúklingaframleiðanda landsins. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 172 orð | ókeypis

Yfirlýsing héraðsdýralæknis

HÉR fer á eftir í heild yfirlýsing Grétars Hrafns Harðarsonar, héraðsdýralæknis á Hellu, varðandi skýrslu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dagsett 13.7. 1999 um starfsemi Reykjagarðs hf. á Ásmundarstöðum, dagsett í gær: Að gefnu tilefni vill héraðsdýralæknirinn í Helluumdæmi taka eftirfarandi fram. Meira
24. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 1425 orð | ókeypis

"Það var sýra sem var að brenna af mér andlitið" Tíðni svokallaðra sýruárása gegn konum í Bangladesh hefur aukist mjög

AUGUN, sem glittir í undan sjalinu, eru enn þá falleg en það litla sem eftir er af andliti Nurun Nahar, sem áður geislaði af lífsorku og gleði, eru nokkrar vel varðveittar ljósmyndir. Fyrir þremur árum, þegar Nurun var sextán ára, var hún við nám og átti sér þann draum að verða lögfræðingur. Meira
24. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 53 orð | ókeypis

Þegar vonin lifir

DÓMKIRKJAN er nú undirlögð vegna gagngerra endurbóta. Af þeim sökum er leiðin til himna torsótt á meðan ekki er messufært í kirkjunni. Ekki er þó öll nótt úti enn. Til líknar þeim, er þann veg kjósa, stendur hjáleið vonarinnar til boða á meðan stræti kirkjunnar er ófært. Morgunblaðið/Eiríkur P. Meira
24. júlí 1999 | Miðopna | 1366 orð | ókeypis

ÖLL HÚS FULL Á NÝ

Þensla er á Tálknafirði, litla "fríríkinu" inni í Vesturbyggð. Íbúum fjölgar stöðugt og nú er á ný búið í öllum húsum í þorpinu. Atvinnulífið er tiltölulega fjölbreytt og erfiðleikar eins fyrirtækis eiga ekki að kollvarpa byggðinni. Helgi Bjarnason ræddi við oddvita og sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps sem líta bjartsýnir fram á veginn. Meira

Ritstjórnargreinar

24. júlí 1999 | Leiðarar | 698 orð | ókeypis

VERÐBÓLGA Á UPPLEIÐ

leiðariVERÐBÓLGA Á UPPLEIÐ MÖRGUM HEFUR vafalaust hnykkt við þeirri spá Seðlabankans, að verðbólga frá upphafi til loka ársins verði 4%. Það er umtalsvert meiri verðbólga en Seðlabankinn spáði í aprílmánuði, en þá taldi hann verðbólgu innan ársins verða 2,8%. Þetta er veruleg breyting, sem ríkisstjórn og fjármálayfirvöld verða að taka alvarlega. Meira

Menning

24. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 63 orð | ókeypis

Afmæli Everest-farans

HANN Edmund Hilary varð áttræður á dögunum en hann vann sér það helst til frægðar á yngri árum að klífa Everest- tind fyrstur manna svo vitað sé. Ríkisstjórn Nýja-Sjálands hélt honum veglega veislu til að gleðja hinn aldraða fjallagarp. Margir hafa reynt við tindinn og fjöldi látið lífið á fjallinu enda erfitt að komast á toppinn án sérstaks útbúnaðar vegna súrefnisskorts. Meira
24. júlí 1999 | Margmiðlun | 161 orð | ókeypis

Crash-sagan öll?

CRASH Bandicoot er einn helsti leikur sem fram hefur komið fyrir PlayStation og átti snaran þátt í vinsældum tölvunnar. Þrír kaflar eru komnir út í sögunni um Crash, en ekki er ljóst hvort þeir verði fleiri eftir að slitnaði upp úr samstarfi útgefanda og hönnuða. Meira
24. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 845 orð | ókeypis

Dásamlegt að koma heim til Íslands

Jón Laxdal hefur starfað sem leikari í Evrópu mest alla sína starfsævi. Hann rekur eigið leikhús í Kaisersthul í Sviss og er nú staddur heima á Íslandi í fyrsta sinn í fimmtán ár. Hann hitti Birnu Önnu Björnsdóttur og spjallaði um leikhúsið sitt, fjölskyldu sína og það hvernig Reykjavík kemur honum fyrir sjónir eftir svona langa fjarveru. Meira
24. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 62 orð | ókeypis

Enn ein stjarnan

STJÖRNU með nafni sveitasöngvarans Charleys Prides var komið fyrir í götu fræga fólksins í Hollywood á fimmtudag við hátíðlega athöfn. Eiginkonan Rozene stóð við hlið manns síns en ferill hans spannar þrjátíu ár og hafa plötur hans selst í meira en 35 milljónum eintaka. Þekktasta lag hans, "Kiss an Angel Good Morning" heyrist enn mikið spilað á öldum ljósvakans. Meira
24. júlí 1999 | Menningarlíf | 1299 orð | ókeypis

Glíman við dýrið

EITT AF mögnuðustu verkum Hemingways er ævi hans. Og kannski er hún það lífseigasta líka, að minnsta kosti læðist að manni sá grunur að fólk þekki almennt betur til ævi hans en bóka. Ástæðan er kannski sú að á síðustu áratugum hafa verið gerðar ófáar sjónvarpsmyndir og kvikmyndir sem eru byggðar að meira eða minna leyti á ævintýralegu lífi hans þar sem við sögu koma tvær heimsstyrjaldir, Meira
24. júlí 1999 | Margmiðlun | 723 orð | ókeypis

Gluggakerfi í glugga Aldrei er maður með of mikið af stýrikerfum uppsettum, að mati Árna Matthíassonar, sem rakst á bráðsnjalla

ÞAÐ GETUR verið hægara sagt en gert að setja upp nýtt stýrikerfi, ekki síst ef um er að ræða vinnuvélina sem aldrei má stoppa, hvað þá að hægt sé að leggja hana í tilraunamennsku. Við þessu er þó bráðsnjallt svar sem gerir mönnum kleift að prófa ólík stýrikerfi án þess að þurfa að skipta hörðum disk sínum í ótal hluta með tilheyrandi ógn við gögnin sem á disknum eru fyrir. Meira
24. júlí 1999 | Bókmenntir | 634 orð | ókeypis

Grimmur Hughes

eftir Ted Hughes. Hallberg Hallmundsson sneri úr ensku. Brú. Reykjavík, New York 1999. 32 s. ÞAÐ var kominn tími til að út kæmi safn þýðinga á ljóðum breska skáldsins, Ted Hughes. Ljóð Hughes eru vafalaust ekki mjög þekkt hér á landi en hann var talinn eitt af fremstu skáldum Breta á síðari hluta aldarinnar og bar þann virðulega titil, lárviðarskáld drottningar, Meira
24. júlí 1999 | Margmiðlun | 162 orð | ókeypis

Hermt eftir iMakka

Á PC-Expo-sýningunni í New York fyrir skemmstu vakti einna mesta athygli tölva frá fyrirtækinu Future Power sem það kaus að kalla E-Power. Eflaust hefur einhverjum fundist sem hann hefði séð tölvuna áður því hún er nánast eins og iMac-tölva Apple. Kemur ekki á óvart að Apple fór í mál. Meira
24. júlí 1999 | Tónlist | 502 orð | ókeypis

HERRA FÓNSÚNA

Antti Rissanen (básúna), Mikko Innanen (sópran- og altsaxófónn), Kari Ikonen (píanó), Tuure Koski (bassi) og Teppe Mäkynen (trommur). Verk eftir hljómsveitarfélaga. Norræna húsið, miðvikudagskvöldið 21.7. 1999. Meira
24. júlí 1999 | Menningarlíf | 137 orð | ókeypis

Jazzhátíð í Garðabæ

NÆSTU tónleikar á Jazzhátíðinni í Garðabæ verða á sunnudagskvöldið 25. júlí í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Þá leikur yngsti jazzleikari hátíðarinnar, Garðbæingurinn Haukur Gröndal, ásamt dönskum tónlistarmönnum sem hafa leikið með honum undanfarna mánuði í Kaupmannahöfn. Meira
24. júlí 1999 | Bókmenntir | 532 orð | ókeypis

Kaldir dagar í Alaska

eftir Dana Stabenow. Berkley Fiction 1999. 244 síður. DANA Stabenow er spennusagnahöfundur sem býr í Anchorage í Alaska og skrifar sakamálasögur um Kate nokkra Shugak, fyrrum starfsmann hjá saksóknaranum í höfuðstaðnum, sem flutt hefur aftur til sinnar heimabyggðar í norðurhéruðum Alaska þar sem hún hefur enn not fyrir reynslu sína af glæparannsóknum. Meira
24. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 230 orð | ókeypis

Listagóður með skífurnar

Á KAFFI Thomsen í kvöld spilar plötusnúðurinn Craze sem er DMC- heimsmeistari og einnig ITF Scratch-Off-meistari og því sannkallaður snillingur á sínu sviði. Hann er þriðji snúðurinn sem Raw Promotion sér um að koma hingað til lands en hinir tveir voru Roc Raida úr X-ecutioners og Mista Sinista. Meira
24. júlí 1999 | Menningarlíf | 37 orð | ókeypis

Ljósmyndasýning Magdalenu framlengd

LJÓSMYNDASÝNING Magdalenu M. Hermanns í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 hefur verið framlengd til og með miðvikudeginum 28. júlí. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10 til 18 og laugardaga frá 11 til 14. Meira
24. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 510 orð | ókeypis

Ljósmyndir flakkarans Góð leið til að kynnast náttúru og mannlífi landa er að ferðast einn um á hjóli. Þýski ljósmyndarinn,

"ÉG VEIT ekki hvar ég kem til með að enda ferðalagið, það er opið í annan endann," sagði Jürgen daginn áður en hann kvaddi Ísland en hér dvaldi hann í þrjá mánuði. "Núna er ferðinni heitið til Himalayafjallanna og þaðan til Nýja- Sjálands og Suður-Ameríku. Mér finnst mjög mikilvægt að hafa góðan tíma í hverju landi og geta kynnst fólkinu. Meira
24. júlí 1999 | Menningarlíf | 62 orð | ókeypis

Ópera til heiðurs guðunum

TVEIR meðlimir flokks kínverskra óperuleikara sýna listir sínar á sýningu, sem haldin er undir beru lofti í fjallahofi Hvítra skýja í Jiaxian, í Shaanxi-héraði í Kína. Hundruðir manna koma dag hvern til að fylgjast með listsýningum sem haldnar eru í tengslum við árlegan markað í Shaanxi. Í verkum sínum leika listamennirnir á als oddi, guðunum til heiðurs. Meira
24. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 704 orð | ókeypis

Óþarfi að loka á fimmtudögum

VIÐ byrjun sjónvarpsútsendinga hérlendis voru áhorfendur öllu fegnir. Landsfeður vildu hafa stjórn á þessu nýja æði og óttuðust það mjög, eða nóg til þess að hafa ekkert sjónvarp á fimmtudögum. Þá réðu aðrar kyndslóðir í landinu en nú, þegar aldrei er nóg af gargi og afró barsmíð á trommur. Það er eins og sumt af hinni dáðu æsku sé að reyna að troðast aftur til frumbernsku mannkyns. Meira
24. júlí 1999 | Menningarlíf | 34 orð | ókeypis

Ríkey sýnir á Arnarstapa

RÍKEY Ingimundardóttir heldur sýningu nú um helgina á sérstöku úrvali af listaverkum sínum á Arnarstapa á Snæfellsnesi í þjónustumiðstöð Snæfells. Sýningin stendur fram yfir verslunarmannahelgi. EITT verka Ríkeyjar; Einhverft barn. Meira
24. júlí 1999 | Myndlist | 352 orð | ókeypis

Rósavængir

Opið alla daga á tíma Mokka til 5. ágúst. Aðgangur ókeypis. STEFNUMÖRKIN á Mokka- kaffi eru um þessar mundir að lyfta undir ungu kynslóðina, jafnframt þeim nýviðhorfum sem við hana eru kennd. Nú hefur aðeins verið vikið af leið með því að setja upp sýningu á hefðbundnum módernískum vinnubrögðum í málverki. Meira
24. júlí 1999 | Margmiðlun | 469 orð | ókeypis

Sá besti sinnar tegundar

Sony Japan gaf nýlega út fyrsta leikinn sem hannaður er aðeins fyrir Dual Shock-stýripinnann, leikurinn ber heitið Ape Escape og þarfnast minniskorts. Leikurinn fjallar um hóp apa sem brjótast inn í rannsóknarstofu frægs prófessors. Þegar inn er komið finna þeir haug af hjálmum sem reynast veita gífurlega auknar gáfur. Meira
24. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 905 orð | ókeypis

Séð með augum kvenna

Kvikmyndagerðarkonurnar Susan Muska og Gréta Ólafsdóttir þeysast milli heimsálfa við gerð nýrra heimildamynda. Hildur Loftsdóttir náði í skottið á þeim um daginn. Meira
24. júlí 1999 | Menningarlíf | 42 orð | ókeypis

Síðasta sýningarhelgi

SÝNINGU Þórdísar Aðalsteinsdóttur í Galleríi Nema Hvað, Skólavörðustíg 22c, lýkur nú um helgina. Til sýnis er vídeóverk hennar "Gréta, ástir og örlög konu" og innsetning í tengslum við það. Galleríið er opið frá kl. 14­18. Sunnudagurinn er síðasti sýningardagur. Allir velkomnir. Meira
24. júlí 1999 | Menningarlíf | 19 orð | ókeypis

Síðasta sýningarhelgi

Síðasta sýningarhelgi SÝNINGU hollenska listamannsins Zeger Reyers og samsýningu norrænna listamanna lýkur sunnudaginn 25. júlí í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b Reykjavík. Meira
24. júlí 1999 | Menningarlíf | 127 orð | ókeypis

Skúlptúrsýning í smiðju Myndhöggvarafélagsins

GÍSLI Kristjánsson opnar fyrstu einkasýningu sína í smiðju Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík á Nýlendugötu 15 laugardaginn 24. júlí kl. 16. Sýningin stendur til 2. ágúst og er opin alla daga frá kl. 14­18. Meira
24. júlí 1999 | Menningarlíf | 46 orð | ókeypis

Sýning Húberts Nóa framlengd

AF óviðráðanlegum orsökum fellur niður fyrirhuguð sýning næsta sýningartímabils í Onoone Gallerí. Af þessum sökum verður sýning Húberts Nóa framlengd um eina viku. Galleríið er á Laugavegi 48b og er opið kl. 11­19 mánudaga til föstudaga, kl. 11­17 laugardaga og 14­17 sunnudaga. Meira
24. júlí 1999 | Menningarlíf | 57 orð | ókeypis

Sýningu Huldu að ljúka

Í PERLUNNI stendur nú yfir sýning á verkum Huldu Halldórs. Síðasta sýningarvika er að renna upp, en sýningunni lýkur um komandi helgi, 1. ágúst. Á sýningunni, sem Hulda nefnir "Strendur Íslands", eru akrýlverk unnin á þessu ári og í fyrra. Þetta er 8. einkasýning Huldu. EITT verka Huldu Halldórs á sýningunni í Perlunni. Meira
24. júlí 1999 | Menningarlíf | 81 orð | ókeypis

Tvær sýningar í Listakoti

TVÆR sýningar verða opnaðar laugardaginn 24. júlí í Gallerí Listakoti, Laugavegi 70. Breska listakonan Aine Scannell sýnir verk unnin með blandaðri tækni undir heitinu "Ice-babies" og Jóhanna Sveinsdóttir opnar ný grafíkverk undir yfirskriftinni "Víddir". Jóhanna útskrifaðist 1991 úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Meira
24. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 214 orð | ókeypis

Útsaumur og rómantík hjá Yves Saint-Laurent

FRANSKI tískuhönnuðurinn Yves Saint-Laurent kynnti haust- og vetrarlínu sína í París nú í vikunni og virðist náttúran hafa veitt honum þó nokkurn innblástur. Fötin voru mikið til útsaumuð með blómamynstrum og báru fyrirsæturnar villtar jurtir bæði í höndum og hári og voru margir skartgripanna eins og blóm og fiðrildi. Ennfremur var sviðið skreytt með stórum og miklum blómasúlum. Meira
24. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 353 orð | ókeypis

Woodstock lifir!

Í SUMAR eru þrjátíu ár liðin síðan að hin goðsagnakennda tónlistarhátíð Woodstock var haldin í Bandaríkjunum. Börn og barnabörn þeirra sem þá hátíð sóttu eiga þess nú kost að upplifa svipaða stemmningu því haldin verður afmælishátíð, Woodstock 99, í gamalli herstöð í Rome í New York-fylki nú um helgina. Meira
24. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 58 orð | ókeypis

Ærslast í sandinum

STRANDBLAK verður vinsælla með hverju árinu sem líður og víða um heim er keppt í íþróttinni. Á franska strandblakmótinu var steikjandi sól og hiti á fimmtudag þegar piltar og stúlkur stukku og "smössuðu" í hvítum sandinum. Martin Laciga frá Sviss og Portúgalinn Brenha nutu þess að kljást á ströndinni en lokaleikur keppninnar verður á sunndag. Meira

Umræðan

24. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 363 orð | ókeypis

Eftirmáli við konur og íþróttir

Í MORGUNBLAÐINU sl. sunnudag var ákaflega fróðleg grein um konur, íþróttir og kastljós fjölmiðla. Þó gætir ónákvæmni á einum stað í tilvitnun í orð undirritaðs varðandi HM í knattspyrnu kvenna. Sagt er að ég hafi látið þau orð falla að "það hafi verið mistök af hálfu útvarpsráðs að taka þá ákvörðun að sýna ekki frá heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu... Meira
24. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 189 orð | ókeypis

Eitraðar plöntur og villikettir

ILLUGI Jökulsson hefur löngum verið átrúnaðargoð hjá einni frænku minni. Því brá mér, þegar ég kom síðast til hennar og sá, að hann var orðinn verulega valtur á stallinum. Ég spurði, hverju þetta sætti. Jú, í staðinn fyrir að láta hugann reika um forna tíma, kryfja atburði þeirra og færa í ævintýrabúning eins og fór honum svo vel, var hann kominn hættulega nærri heimahögunum. Meira
24. júlí 1999 | Aðsent efni | 1034 orð | ókeypis

Hvern vantar lögsögu?

Í reynd er þetta, segir Eyvindur Erlendsson, hertaka undir yfirskini löggernings. Meira
24. júlí 1999 | Aðsent efni | 468 orð | ókeypis

Klámvísur og kvennamenning

Grjótaþorpið Þetta mál snýst um friðhelgi einkalífsins. Þráinn Bertelsson fjallar hér um réttinn til að fá að vera í friði. Meira
24. júlí 1999 | Aðsent efni | 856 orð | ókeypis

Minnisvarði um Sigvalda Kaldalóns

Heildarverk Sigvalda hafa aldrei verið gefin út, segir Birna Hreiðarsdóttir. Ég vildi sjá í framtíðinni öll lögin hans og textana við þau á vefnum. Meira
24. júlí 1999 | Aðsent efni | 1055 orð | ókeypis

Rís nýtt Nato úr rústum Kosovo?

ATBURÐIRNIR og ástandið í Kosovo og reyndar allri Júgóslavíu eru einhver alvarlegustu atvik í samskiptum austurs og vesturs á síðari árum. Balkanskaginn hefur lengi verið þrætuepli og púðurtunna Evrópu. Í fyrri heimsstyrjöldinni réðust Þjóðverjar og Austurríkismenn inn í Serbíu yfir Dóná og tóku Belgrad 9. október 1915. Nokkrum dögum síðar fór búlgarski herinn inn í Kosovo. Meira
24. júlí 1999 | Aðsent efni | 643 orð | ókeypis

Stóriðja og menning við Eyjafjörð

Til að stöðva þá niðursveiflu sem nú á sér stað á Akureyri, segir Svanbjörn Sigurðsson, þarf að koma á fót stóriðju við Eyjafjörð.Frjálsleg meðferð fór um garð en fegurra varð það eigi, er menningin að mengun varð í meðhöndlun hjá Degi. Meira
24. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 394 orð | ókeypis

Sæludagar í Vatnaskógi

FYRIR okkur lang flesta sem höfum notið þeirra forréttinda að fá að dvelja í Vatnaskógi um lengri eða skemmri tíma er um sannkallaða sæludaga að ræða. Kærkomið frí og tilbreyting um leið og okkar andlegu batterí eru hlaðin og tekið er þátt í íþróttum og leikjum af margvíslegu tagi. Meira
24. júlí 1999 | Aðsent efni | 601 orð | ókeypis

Umhverfisráðherra féll á fyrsta prófinu Umhverfismál K

Komandi kynslóðir munu seint geta fyrirgefið stjórnvöldum þau hrikalegu mistök sem aldrei verða bætt, segir Jóhanna Sigurðardóttir, ef Eyjabökkum verður sökkt undir miðlunarlón. Meira
24. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 866 orð | ókeypis

Vallstrætisbotnar

CAFÉ Paris er veitingastaður sem mörg ykkar hafa heyrt um, gengið framhjá og jafnvel sest inn og pantað ykkur veitingar. Staðsetning staðarins hefur æðaslátt sinn í hjarta bæjarins og ætti því ekki að vera vandasamt að fá fólk til að hlusta eftir þeim hjartslætti. Einn sólríkan dag í júní lá leið mín á Café Paris eins og svo oft áður. Meira
24. júlí 1999 | Aðsent efni | 617 orð | ókeypis

"Velgjörðir vinnuveitenda"

Sú sérstaka vernd sem stjórnarskráin veitir stofnun og starfsemi stéttarfélaga, segir Gísli Tryggvason, er ekki ætluð atvinnurekendum ­ heldur launafólki sjálfu. Meira

Minningargreinar

24. júlí 1999 | Minningargreinar | 750 orð | ókeypis

Árni Arason

Alltaf þegar mér berast fregnir um lát ættmanns eða góðs vinar þá koma þessar ljóðlínur Kristjáns Fjallaskálds upp í huga minn. Öll vitum við að sá sannleikur, sem felst í þessum ljóðlínum mun fyrr eða síðar rætast þó endalokin verði með mismunandi hætti. Nú hefur kvatt þennan heim góðvinur minn, Árni Arason, bóndi að Helluvaði á Rangárvöllum, en hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands hinn 17. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 361 orð | ókeypis

Árni Arason

Fyrir rétt rúmlega þremur mánuðum veiktist afi okkar alvarlega, þar sem hann var að hjálpa til við að byggja við húsið okkar, en smíðar voru eitt af því sem afa þótti mjög gaman að vinna við. Eftir að þetta gerðist hefur verið mjög tómlegt hérna heima, því við vorum svo vön að hafa hann nálægt okkur, gátum leitað til hans, þar sem alltaf var hægt að finna hann, úti í skúr, Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 447 orð | ókeypis

Árni Arason

Ég minnist Árna fyrst þegar ég var í sveit hjá afa og ömmu á Heiði en þá var Árný móðursystir mín heimasæta á Heiði. Árni sem var þá ráðsmaður í Gunnarsholti hafði uppgötvað heimasætuna og kom oft í heimsókn á litla franska bílnum sínum og náði því að fá Árnýju á sitt band. Þau keyptu svo hluta af Helluvaði á Rangárvöllum og byrjuðu að búa þar 1962. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 597 orð | ókeypis

Árni Arason

Nú er genginn góður drengur og segja má að nokkur léttir sé það hans nánustu, þar sem útséð var að nokkur bati væri í sjónmáli eftir áfallið sem hann varð fyrir í vor. Þessum hressa og glaðlynda dugnaðarmanni leið ekki vel að geta hvorki komist hjálparlaust á milli staða né tjáð sig. Árni kvæntist móðursystur minni, Árnýju, árið 1961 og hófu þau búskap á Helluvaði stuttu síðar. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 252 orð | ókeypis

ÁRNI ARASON

ÁRNI ARASON Árni Arason fæddist á Grýtubakka, S-Þingeyjarsýslu 6. september 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 17. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ari Bjarnason bóndi, Grýtubakka, f. 24.8. 1893, d. 11.3. 1965 og Sigríður Árnadóttir, f. 18.9. 1896, d. 27.4. 1941. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 521 orð | ókeypis

Barði Helgason

Kæri bróðir. Þar sem við sitjum hér og setjum fáeinar línur á blað finnst okkur nær óskiljanlegt að þú skulir vera farinn og við eigum þess ekki lengur kost að hringja til að heyra í þér hljóðið og fá helstu fréttir af fjölskyldunni, heilsufarinu, aflabrögðum og veðri. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 250 orð | ókeypis

Barði Helgason

Hinn 16. júlí sl. var dagur mikillar eftirvæntingar. "Lottómótið" sem litlu knattspynumennirnir okkar, barnabörn þín, höfðu beðið eftir svo lengi var hafið. Ekki óraði okkur fyrir þeim sorgarfréttum sem við fengum áður en dagur leið að kveldi. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 134 orð | ókeypis

BARÐI HELGASON

BARÐI HELGASON Barði Helgason fæddist 7. júní 1945 að Hvallátrum í Rauðasandshreppi. Hann lést á Bakkafirði 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Elíasson f. 18. apríl 1917, d. 4. október 1978 og Ingibjörg Ingimundardóttir, f. 8. febrúar 1918. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 1433 orð | ókeypis

Elínborg Margrét Halldórsdóttir

Þessar ljóðlínur eftir Herdísi Andrésdóttur skáldkonu koma í hugann við fráfall stóru systur minnar, Elínborgar. Elínborg Margrét hét hún og bar nafn móðurömmu sinnar sem hafði látist úr lungnabólgu frá þremur ungum dætrum snemma á þessari öld. Og það var einnig lungnabólga sem að lokum varð nöfnu hennar og elsta barnabarni að aldurtila. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 350 orð | ókeypis

Elínborg Margrét Halldórsdóttir

Með þessum fátælegu línum langar mig til að minnast vinkonu minnar Elínborgar Margrétar Halldórsdóttur fyrrverandi húsfreyju í Kambshóli, Víðidal. Við komum báðar og byrjuðum búskap okkar um svipað leyti í Víðidalnum. Ekki voru mikil samskipti fyrstu árin því að mörgu var að hyggja við að búa í haginn fyrir framtíðina. En samskiptin jukust er leið á búskaparárin. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 289 orð | ókeypis

ELÍNBORG MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR

ELÍNBORG MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR Elínborg Margrét Halldórsdóttir húsmóðir og síðar starfsstúlka á saumastofu, til heimilis að Melavegi 3 á Hvammstanga, fæddist á Sauðárkróki 31. maí 1920. Hún lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 16. júlí síðastliðinn. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 380 orð | ókeypis

Guðrún Gísladóttir

Ég var sjö ára þegar ég kom fyrst í sauðburðinn á Laugum vorið 1961. Kaupstaðarstrákur að sunnan, áhugasamur og sjálfsagt dálítið frakkur, en samt bara sjö ára. Og það var hún Gunna á Laugum sem tók mig inn á heimilið þetta sumar og næstu sex. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 177 orð | ókeypis

GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR

GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Guðrún Gísladóttir fæddist á Hóli á Bíldudal 29. mars 1928. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands 18. júlí síðastliðinn. Guðrún var dóttir hjónanna Gísla Finnssonar, f. 17.6. 1882, d. 28.10. 1958 og Maríu Petrínu Finnbogadóttur, f. 28.11. 1898, d. 6.8. 1974. Systkini: Guðfinnur Kristberg, f. 2.10. 1925, Ólafur, f. 8.3. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 142 orð | ókeypis

Hákon Pétursson

Elsku afi minn. Engan mann hef ég þekkt sem var jafn skemmtilegur og hafði jafn gaman af því að segja frá eigin frægðarsögum. Í hvert sinn sem við hittumst komstu með nýja sögu úr sveitinni í Jökuldalnum og stundum sagðirðu okkur sömu söguna aftur og aftur. Þú dróst ekki af í frásögnunum og einu sinni voru rjúpurnar orðnar 14 í einu skoti í þinni frásagnargleði. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 577 orð | ókeypis

Hákon Pétursson

Fjölmargar minningar sækja að við tímamót sem þessi þegar horft er á eftir elskulegum föður. Þó að vitað væri að hverju stefndi er maðurinn aldrei undirbúinn þegar til umskiptanna kemur. Ég hugsa um fótinn þinn sem kvaldi þig svo mjög og veit að nú hefur skipt til hins betra. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 107 orð | ókeypis

HÁKON PÉTURSSON

HÁKON PÉTURSSON Hákon Pétursson fæddist á Hákonarstöðum í Jökuldal 12. ágúst 1914. Foreldrar hans voru Pétur Kristjánsson, bóndi á Hákonarstöðum, og Gyðný Torfadóttir. Systkini hans voru Margrét Pétursdóttir og Kristján Jökull Pétusson sem nú er látinn. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 606 orð | ókeypis

Hugi Vigfússon

Kominn heim til Rósu. Undir þessi orð held ég að allir geti tekið sem þekktu til þeirra sæmdarhjóna Huga Vigfússonar og Rósu Guðmundsdóttir Ottesen, sem bjuggu að Barmahlíð 5 í Reykjavík öll sín hjúskaparár. En Hugi lést að Hrafnistu þann 10. júlí síðastliðinn, eftir að hafa dvalist þar um árabil í góðum höndum þess frábæra starfsfólks sem þar starfar. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 353 orð | ókeypis

Hugi Vigfússon

Hjartans afi minn nú get ég ekki lengur skroppið til þín og knúsað þig, það var æðislegt að geta heimsótt þig niður á G-2 á Hrafnistu, þar sem þú bjóst seinustu æviárin þín. Öllu starfsfólkinu á Hrafnistu vil ég þakka fyrir alla þá umhyggju sem þau síndu afa meðan hann dvaldist þar. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 328 orð | ókeypis

Hugi Vigfússon

Elsku afi, nú loksins færð þú að hitta hana ömmu eftir þessa löngu og oft ströngu bið. Í öll þessi ár hefur hún vakað yfir okkur og nú sameinist þið líkt og forðum við að leiðbeina okkur í gegnum lífið. Fyrir kennslu ykkar og lífsspeki verð ég ævinlega þakklátur. Í návist ykkar leið manni eins og höfðingja en inn á milli í öllum vellystingunum fékk ég skýr og gagnleg skilaboð. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 127 orð | ókeypis

HUGI VIGFÚSSON

HUGI VIGFÚSSON Hugi Vigfússon fæddist 11. október 1907 í Ólafsvík. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 10. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þóra Egilsdóttir og Vigfús Eyjólfsson. Auk Huga áttu þau sex börn; Önnu, Ástu, Árna, Jóhannes, Karólínu og Þórð sem er einn eftirlifandi. Hugi kvæntist 26. maí 1944 Rósu Guðmundsdóttur Ottesen, f. 9. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 525 orð | ókeypis

Ingibjörg María Jónsdóttir

Mig langar hér með nokkrum orðum að kveðja Ebbu frá Flugumýrarhvammi, sem fæddist þann 9. júlí 1908 og lést í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 8. júlí síðastliðinn. Kynslóðir koma og fara. Það er aðeins eitt sem við eigum víst í þessu lífi og það er að deyja. En samt er það nú svo að alltaf kemur það manni á óvart þegar einhver deyr og svo var einnig nú. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 218 orð | ókeypis

Ingibjörg María Jónsdóttir

Elsku amma mín. Mig langar til að þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem ég hef átt með þér og afa, bæði í Hvammi og fyrir sunnan. Kærleikur og hlýja eru þeir eiginleikar sem mér hafa alltaf fundist einkenna þig, nærveru þína og framkomu. Sú minning sem lifir hvað sterkust í huga mér og er mér kærust eru samskipti ykkar afa. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 670 orð | ókeypis

Ingibjörg María Jónsdóttir

Það var fallegt sumarkvöld í júlí, kvöldið sem Ebba föðursystir mín kvaddi þetta líf. Þegar ég fór frá sjúkrahúsinu og ók yfir Hegranesið á leið heim horfði ég, eins og svo oft áður, út á fjörðinn. Kvöldsólin stafaði geislum sínum á hafflötinn og Drangey, Málmey og Þórðarhöfði voru eins og stoltir útverðir í norðri. Óhagganlegir, rétt eins og gangur lífsins. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 134 orð | ókeypis

Ingibjörg María Jónsdóttir

Elsku langamma, við þökkum þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, við munum geyma þær í hjarta okkar eins lengi og við lifum. Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, engill fram hjá fer Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 595 orð | ókeypis

Ingibjörg María Jónsdóttir

Ebba, frænka mín, í Hvammi er öll. Hún lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga að kvöldi dags hinn 8. júlí sl. eftir tæplega tveggja vikna dvöl þar. Hefði hún lifað einum degi lengur, hefði hún náð 91 árs aldri. Hennar kvöld var ekki langdregið, sem betur fór. Hún hafði skýra og fulla hugsun framundir ferðalok. En líkamleg þreyta var farin að hrjá hana. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 256 orð | ókeypis

INGIBJÖRG MARÍA JÓNSDÓTTIR

INGIBJÖRG MARÍA JÓNSDÓTTIR Ingibjörg María Jónsdóttir, Ebba eins og hún var jafnan nefnd, fæddist á Flugumýri í Skagafirði 9. júlí 1908. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónasson bóndi á Flugumýri, f. 1.1. 1855, d. 1.3. 1936, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir, f. 10.6. 1879, d. 22.12. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 137 orð | ókeypis

Jón Freyr Óskarsson

Elsku Jón Freyr, hinn 19.júní sl. fengum við hörmulega frétt, frétt um að þú hefðir yfirgefið þennan heim. Það er sárt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að eyða fleiri stundum með þér, eins og við áttum margar góðar og skemmtilegar stundir saman. Þó að samverustundunum hafi fækkað með árunum þá var vináttan alltaf til staðar. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 461 orð | ókeypis

Kristín Margrét Konráðsdóttir

Losnað hefur úr fjötrum andi elskulegrar frænku minnar sem nú hefur kvatt þennan heim. Það varð mitt lífslán og veganesti að fá að kynnast Æddu, eins og hún var jafnan kölluð. En fyrir nær átján árum bauð hún faðm sinn og hjartahlýju ungum manni sem kom ókunnugur inn á heimilið, tók sál hans traustataki og sleppti aldrei. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | -1 orð | ókeypis

Kristín Margrét Konráðsdóttir

Elsku Ædda, nú er hvíldin komin og þjáningarnar að baki. Ædda var aðeins 15 ára gömul þegar hún veiktist og fékk lömunarveikina og hefur hún verið rúmföst síðan. Ég kynntist Æddu sem ung stúlka þegar ég bjó með henni hjá ömmu minni Önnu og afa Venna á Laugavegi 5. Æddu voru þau hjón búin að annast allan sinn búskap eða þar til árið 1965. Þá dó amma mín. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 271 orð | ókeypis

Kristín Margrét Konráðsdóttir

Þakklæti er mér efst í huga þegar ég kveð þig, elsku Ædda. Þakklæti fyrir að hafa átt þig að og fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir mig og mína. Líf Æddu var oft erfitt. Aðeins 15 ára gömul veiktist hún af lömunarveiki og var bundin hjólastól upp frá því. Þetta var henni, óhörnuðum unglingi afar erfitt. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 507 orð | ókeypis

Kristín Margrét Konráðsdóttir

Elsku Ædda, þú varst alltaf rómantísk sál. Hesturinn í sögunum okkar átti að heita Sólfaxi og stúlkan Sóley. Bjartsýni og ást þín á lífinu, á fólkinu þínu, heimaslóðum þínum í Skagafirði og á Siglufirði varði til æviloka. Það var alltaf sól á Siglufirði. Þú varst til þegar við fæddumst og einhvern veginn fannst okkur eins og þú yrðir alltaf hér og það verður þú í huga okkar. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 440 orð | ókeypis

Kristín Margrét Konráðsdóttir

Í dag, 24. júlí, er til moldar borin háöldruð frænka mín, Kristín Margrét Konráðsdóttir, níræð að aldri. Fimmtán ára gömul, 7. ágúst 1924, fékk hún lömunarveiki og lamaðist upp að hálsi. Nokkru síðar fékk hún mátt í hendurnar. Fyrstu fjögur árin eftir veikindin lá Ædda, eins og hún var kölluð af fjölskyldunni, á Sauðárkróksspítala en hinn 9. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 289 orð | ókeypis

Kristín Margrét Konráðsdóttir

Fyrir rúmum 40 árum ákváðu nokkrir fatlaðir einstaklingar norður á Siglufirði að stofna með sér samtök til að berjast fyrir réttindum fatlaðra. Þessi samtök sem hlutu nafnið Sjálfsbjörg uxu og efldust í tímans rás um allt land. Meðal stofnendanna var hún Margrét eða Ædda eins og hún var alltaf kölluð af fjölskyldu sinni og vinum. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 648 orð | ókeypis

Kristín Margrét Konráðsdóttir

Hún Ædda var galdrakona. Hún bjó yfir einhverjum töframætti sem aðrir fullorðnir höfðu ekki. Það kom aldrei til greina annað en að hlýða því sem hún Ædda sagði. Við krakkarnir gátum verið með alls konar óþekkt og uppátæki en Æddu gegndum við skilyrðislaust. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 106 orð | ókeypis

KRISTÍN MARGRÉT KONRÁÐSDÓTTIR

KRISTÍN MARGRÉT KONRÁÐSDÓTTIR Kristín Margrét Konráðsdóttir (Ædda) Fæddist að Tjörnum í Sléttuhlíð 11. nóvember 1908. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 18. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Pétursdóttir, fædd 12. desember 1866, Fjalli í Sléttuhlíð, dáin 8. desember 1958, og Konráð Karl Kristinsson, fæddur 17. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 274 orð | ókeypis

Magnús Tómasson

Elsku afi minn. Er ég kveð þig nú langar mig að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og fyrir alla hjálpina sem þú veittir mér og fjölskyldu minni. Er ég var í skóla átti ég alltaf öruggt skjól hjá þér í hádeginu, þar beið mín kókómjólk og flatkökur, því þú vissir að það þætti mér svo gott. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 325 orð | ókeypis

Magnús Tómasson

Elsku afi og langafi. Ég man vel eftir mér í æsku þegar ég kom í Gyðufell. Þú sast á rúminu þínu þegar ég kom inn. Ég gekk til þín og spurði: "Afi, hvað ertu að gera?" Ég er bara að lesa bók og svo kom: "Farðu inn í ísskáp og fáðu þér kókómjólk og síðan eru flakkökur á borðinu og hangikjötið inni í skáp. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 651 orð | ókeypis

Magnús Tómasson

Trúðu á tvennt í heimi tign er æðsta ber Guð í alheimsgeimi Guð í sjálfum þér (Höf. ókunnur.) Biskupstungur eru falleg sveit og í dalnum og bænum Helludal er yndislegt á sumrin, kjarrivaxnar hlíðar og grösugir hagar. Þarna getur vetur konungur verið harður og óblíður, þarna fæddist mágur minn, sem við kveðjum í dag, og ólst upp. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 781 orð | ókeypis

Magnús Tómasson

Hann Magnús frá Helludal er kominn yfir móðuna miklu. Það má á vissan hátt flokka andlát fólks með tvennum hætti, annars vegar þar sem um er að ræða fólk sem fellur frá í blóma lífsins og hins vegar þá sem hafa lokið sinni starfsævi og óskað þess um langt skeið að fá hvíldina. Magnús tilheyrði síðarnefnda flokknum. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 720 orð | ókeypis

Magnús Tómasson

Elsku pabbi, á þessum tímamótum er margt sem rennur í gegnum huga okkar systranna og margs er að minnast. Við eigum aldrei eftir að gleyma jólunum heima í Bakkagerðinu eða heldur í Hólmgarðinum. Það er yndislegt til þess að hugsa hversu mikil jólabörn þið mamma voruð. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 450 orð | ókeypis

Magnús Tómasson

Mig langar til að minnast Magnúsar móðurbróður míns með fáeinum orðum. Hann var næstyngstur Helludalssystkinanna og var fluttur að heiman og búinn að stofna heimili sitt í Reykjavík um það leyti sem ég fór að muna eftir mér. Oft heimsótti hann þó æskuslóðirnar, átti reyndar iðulega leið austur fyrir fjall því hann vann í mörg ár við akstur fyrir Garðar Gíslason sem átti verslunina á Minni-Borg. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 414 orð | ókeypis

MAGNÚS TÓMASSON

MAGNÚS TÓMASSON Magnús Tómasson fæddist í Helludal í Biskupstungum hinn 22. apríl 1919. Hann lést á Elliheimilinu Eir hinn 16. júlí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Tómasar Bjarnasonar frá Hólum, f. 24. apríl 1886, d. 22. desember 1937 og Óskar Tómasdóttur frá Brattholti, f. 22. ágúst 1883, d. 7. maí 1968. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 84 orð | ókeypis

Snorri Sveinn Friðriksson

Snorri Sveinn Friðriksson gæska grúfir grætur frænda gæðing allra göfugra listin lotin leiðir tregann syrgir látinn listamann minning mær um mildan frænda skín í huga skuggalaus kær hann klæddi kaldar hendur þegar frostið frænku beit víða v Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 28 orð | ókeypis

SNORRI SVEINN FRIÐRIKSSON

SNORRI SVEINN FRIÐRIKSSON Snorri Sveinn Friðriksson fæddist á Sauðárkróki 1. desember 1934. Hann lést á Landspítalanum 31. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 8. júní. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 667 orð | ókeypis

Snæbjörn Jónasson

"Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð," sagði Steinn Steinarr einhvern tíma. Nú hefur Snæbjörn tengdafaðir minn háð sitt. Það var erfitt, en fremur stutt og snarpt. Flest myndum við þó kjósa að fá að kveðja heiminn eftir skammæ átök, ekki síst þegar úrslitin hafa verið ráðin. Honum hefðu ekki verið langdregin endalok að skapi. Við höfðum þekkst í rúm þrjátíu ár. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 38 orð | ókeypis

SNÆBJÖRN JÓNASSON

SNÆBJÖRN JÓNASSON Snæbjörn Jónasson fæddist á Akureyri 18. desember 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 16. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 23. júlí. Vegna mistaka við vinnslu blaðsins í gær birtist eftirfarandi grein aftur. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 991 orð | ókeypis

Þórður Gíslason

Andlát Þórðar Gíslasonar, tengdaföður míns, kom okkur í fjölskyldu hans ekki á óvart. Hann hafði átt við erfið veikindi að stríða um árabil, en aldrei bugast. Undir lokin var ekki við ráðið þrátt fyrir góða baráttu lækna og hjúkrunarfólks á deild 13 D Landspítalans sem önnuðust hann af nærfærni og eru þeim hér með færðar þakkir fyrir. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 484 orð | ókeypis

Þórður Gíslason

Mig langar að minnast föður míns þar sem ég náði ekki að kveðja hann áður en hann lést. Vegna búsetu minnar í Danmörku síðustu tuttugu ár hafa samverustundir okkar ekki verið eins margar og ég hefði kosið. Því verða þær minningar sem ég á um hann ennþá dýrmætari. Ég var strax mikil pabbastelpa og mínar fyrstu minningar heima í Gaulverjaskóla eru tengdar honum. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 199 orð | ókeypis

Þórður Gíslason

"Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu." (Halldór Laxness, Heimsljós). Þórði Gíslasyni skólastjóra var margt gott af guði gefið. Hann var skáld, afbragðs völundur og framúrskarandi kennari. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 282 orð | ókeypis

Þórður Gíslason

Með örfáum orðum langar mig að minnast Þórðar Gíslasonar, fyrrum skólastjóra Gaulverjaskóla, en hann lést eftir erfið veikindi þann 14. þessa mánaðar. Þórður var skólastjóri og kennari hér í sveitinni í 40 ár og fórst honum það starf vel úr hendi. Í 27 ár var hann eini kennarinn við skólann nema Guðfinna kona hans kenndi stúlkum handavinnu. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 314 orð | ókeypis

Þórður Gíslason

Sá mæti maður Þórður Gíslason, fyrrverandi skólastjóri, er látinn eftir langvin veikindi. Kynni mín af Þórði hófust fyrir hartnær aldarfjórðungi er ég kvæntist Jóhönnu, systurdóttur hans. Góðir kostir Þórðar voru mér strax ljósir. Hann hafði yfirvegað og íhugult yfirbragð, en var að eðlisfari hlédrægur og sóttist ekki eftir metorðum. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 407 orð | ókeypis

ÞÓRÐUR GÍSLASON

ÞÓRÐUR GÍSLASON Þórður Gíslason fæddist á Torfastöðum í Grafningi, Árnessýslu, 14. ágúst 1916. Hann lést á Landspítalanum 14. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gísli Snorrason, bóndi á Torfastöðum, f. 1883, d. 1958, og Árný Valgerður Einarsdóttir húsmóðir, f. 1885, d. 1966. Þórður átti níu systkini. Meira
24. júlí 1999 | Minningargreinar | 24 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Viðskipti

24. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 236 orð | ókeypis

Dollar lágur og evrópsk bréf lækka

GENGI evrópskra hlutabréfa var talsvert lægra við lokun markaða og dollar var áfram lágur gagnvart jeni í gær, þegar taugaveiklaðir fjármálamarkaðir íhuguðu skilaboð Alan Greenspan Seðlabankastjóra Bandaríkjanna frá deginum áður, sem voru beinskeittari en búist hafði verið við. Meira
24. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 93 orð | ókeypis

ÐElf hafnar tilboði TotalFina

STJÓRN franska olíufélagsins Elf hefur samþykkt að hafna tilboði keppinautarins TotalFina og segir það ófullnægjandi. Thierry Desmarest, stjórnarformaður TotalFina, hafði stuttu áður lýst yfir vilja til viðræðna við stjórn Elf en sagði jafnframt að TotalFina myndi ekki hækka 44 milljarða dollara tilboð sitt. Meira
24. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 89 orð | ókeypis

ÐJohnson & Johnson kaupir líftæknifyrirtæki

JOHNSON & Johnson, bandaríski heilsuvöruframleiðandinn, hefur ákveðið að kaupa líftæknifyrirtækið Centocor Inc. fyrir 4,9 milljarða dollara eða sem svarar 362 milljörðum íslenskra króna. Johnson & Johnson munu greiða 61 dollara fyrir hvern hlut í Centocor, eins og fram kemur í sameiginlegri tilkynningu frá fyrirtækjunum. Búist er við að samningum ljúki í lok þessa árs. Meira
24. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 106 orð | ókeypis

ÐTilboðsstríði lokið

BRESKA kráakeðjan Allied Domecq PLC hefur ákveðið að selja krár sínar fyrirtækinu Punch Taverns Ltd. fyrir 4,4 milljarða dollara, eða sem svarar um 325 milljörðum íslenskra króna. Tilboðsstríð á milli Punch og Whitbread PLC um krár Allied Domecq hefur staðið yfir um nokkra hríð. Um er að ræða 3.600 krár og veitingastaði í Bretlandi. Meira
24. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 52 orð | ókeypis

Gengið hækkað um 0,3%

Í FRÉTT um nýja verðbólguspá Seðlabankans sem birtist í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Má Guðmundssyni, aðalhagfræðingi bankans, að gengið hefði sigið í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabankans um miðjan júní. Hið rétta er að gengið hefur stigið um 0,3% í kjölfar hækkunarinnar og er beðist velvirðingar á mistökunum. Meira
24. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 212 orð | ókeypis

Heimila útflutning á dulkóðurum

SKIPTAR skoðanir eru á Bandaríkjaþingi um nýtt frumvarpi um útflutning hugbúnaðar. Frumvarpið fjallar um útflutning á hugbúnaði sem dulkóðar rafrænar upplýsingar en hingað til hafa verið í gildi mjög strangar reglur um slíkan útflutning í Bandaríkjunum. Meira
24. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 108 orð | ókeypis

Hlutdeild ekki gefin upp

LANDSBANKI Íslands vann ásamt þremur erlendum bönkum; Chase Manhattan Bank, ABN Amro Bank og De Nationale Investeringsbank, að fjármögnun Norðurljósa. Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, Meira
24. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 167 orð | ókeypis

Mikill vöxtur hjá Nokia

REKSTUR finnska fjarskiptarisans Nokia á fyrri hluta þessa árs skilaði hagnaði upp á 1.635 milljónir evra fyrir skatta sem svarar til um 126 milljarða íslenskra króna, samkvæmt fréttum sænska blaðsins Dagens Nyheter. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 933 milljónir evra og er vöxturinn því um 75%. Þetta er töluvert meiri hagnaður en fjármálasérfræðingar höfðu búist við. Meira
24. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 622 orð | ókeypis

Sjá mikil sóknarfæri í starfseminni

NÝSTOFNAÐ áhættufjárfestingarfélag í eigu Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasona og Páls Kr. Pálssonar hefur keypt helmingshlut Péturs Steingrímssonar í Japis hf. Pétur Steingrímsson og Birgir Skaptason stofnuðu Japis árið 1978. Meira
24. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 466 orð | ókeypis

Stendur undir skuldbindingum

KAUPÞING hf. mun sjá um skráningu og sölu hlutabréfa í Norðurljósum hf., nýrri samsteypu fyrirtækja á sviði afþreyingar og fjarskipta, á almennum hlutabréfamarkaði á næsta ári og hefur jafnframt keypt 15% hlut í fyrirtækinu. Kaupþing hefur unnið að verðmati á fyrirtækinu frá síðustu áramótum en það er áætlað 7 milljarðar króna. Meira
24. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 537 orð | ókeypis

Utanþingsviðskipti námu um 74% af veltunni

19,8 milljarða króna viðskipti voru með hlutabréf á síðasta ársfjórðungi en það er um 13% minnkun frá fyrsta ársfjórðungi ársins. Samt sem áður munu þetta vera ein mestu viðskipti sem hafa verið með hlutabréf. Til samanburðar voru viðskipti með hlutabréf 6,5 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Meira
24. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 667 orð | ókeypis

Verð hlutabréfa lækkar um 6,4%

VERÐ hlutabréfa í Tæknivali hf. lækkaði um 6,4%, úr 9,10 í 8,52, á Verðbréfaþingi Íslands í gær í kjölfar afkomuviðvörunar félagsins frá því á fimmtudag. Í gær var afkomuviðvörunin gerð að umtalsefni í morgunfréttum ýmissa fjármálafyrirtækja. Meira
24. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 39 orð | ókeypis

Víxl á dálkum í töflu

Í töflu er birtist með grein Árna Blöndal og Sigurgeirs Jónssonar "Gjaldeyrisbrask eða áhættustýring" í viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudag víxluðust dálkar í töflu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og birtist hér leiðrétt tafla. Meira

Daglegt líf

24. júlí 1999 | Neytendur | 211 orð | ókeypis

Auglýst tilboðsvara ekki til

Bónus gefur út auglýsingabækling og lætur dreifa í hús. Í þessari viku eiga tilbúnar langlokur að vera á tilboði á 129 krónur en algengt verð í söluturnum er um 240 krónur. Viðskiptavinur fór í Bónus á Seltjarnarnesi og ætlaði að kaupa langloku laust eftir hádegi á þriðjudag. Þær voru þá þegar, klukkutíma eftir opnun verslunarinnar, uppseldar. Meira
24. júlí 1999 | Neytendur | 377 orð | ókeypis

Bónus með lægsta vöruverðið

Bónus er með lægsta vöruverðið og sjö verslanir af tíu hafa lækkað vöruverð frá því í mars sl. Þrjár verslanir hafa hækkað verðið, 11-11 um 2%, Nóatún um 6,3% og Nýkaup um 2,7%. Þessar upplýsingar koma fram í niðurstöðum verðkönnunar sem samstarfsverkefni Neytendasamtakanna og ASÍ á höfuðborgarsvæðinu lét gera í tíu verslunum þann 8. júlí sl. Meira
24. júlí 1999 | Neytendur | 735 orð | ókeypis

Helst í hendur með aukinni neyslu á ferskum kjúklingi

Breyttar framleiðsluaðferðir, aukin sala á kjúklingi og röng meðhöndlun neytenda á matvælum eru líklegar ástæður fyrir aukinni tíðni kampýlóbaktersýkinga hér á landi. Franklín Georgsson, forstöðumaður rannsóknastofu Hollustuverndar ríkisins, segir að þegar fjölgun sýkinga sé skoðuð í samhengi við breyttar áherslur í alifuglaframleiðslu og aukna neyslu komi í ljós fylgni þar á milli. Meira

Fastir þættir

24. júlí 1999 | Í dag | 40 orð | ókeypis

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 25. júlí, verður fimmtugur Þorsteinn Geirsson, þjónustuverktaki, Nesbala 25, Seltjarnarnesi. Hann og eiginkona hans, Jóna Kristjánsdóttir, taka á móti ættingjum og vinum í Félagsheimili Fóstbræðra, Langholtsvegi 109, í dag, laugardaginn 24. júlí, frá kl. 20.30. Meira
24. júlí 1999 | Í dag | 24 orð | ókeypis

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 24. júlí, verður áttræður Guðmundur Bergmann Magnússon, fv. bóndi á Vindhæli, A-Húnavatnssýslu. Hann mun dvelja á Vindhæli í dag. Meira
24. júlí 1999 | Fastir þættir | 343 orð | ókeypis

Fyrirburum hættara við lystarstoli

NÝ rannsókn sem gerð hefur verið í Svíþjóð sýnist leiða í ljós að stúlkum, sem fæðast fyrirburar, sé mun hættara við lystarstoli (anorexiu) síðar á lífsleiðinni. Lystarstol er sjúkdómur sem lýsir sér á þann veg að sjúklingurinn getur ekki borðað mat og sveltir sig. Þessi sjúkdómur er nokkuð algengur á Vesturlöndum og leggst einkum á unglingsstúlkur og yngri konur. Meira
24. júlí 1999 | Fastir þættir | 227 orð | ókeypis

Gangan af hinu góða Eldri karlmenn geta dregið verulega úr líkunum á hjartaáfalli með daglegum gönguferðum

MENN hafa lengi talið sig vita að regluleg ganga sé hin mesta heilsubót. Nú liggja fyrir niðurstöður könnunar, sem gefur til kynna að eldri karlmenn geti dregið verulega úr líkunum á hjartaáfalli með því að fara á degi hverjum í göngutúra. Meira
24. júlí 1999 | Fastir þættir | 218 orð | ókeypis

Geðheilsa barna sögð vanrækt

RÁÐAMENN og fjölmiðlar í Bretlandi eru orðnir svo gagnteknir af námsárangri og líkamlegri heilsu barna og unglinga að þeir hafa vanrækt geðheilsu þeirra, að sögn breskrar geðverndarstofnunar. Geðheilsustofnunin (MHF) áætlar að fimmtungur Breta undir 20 ára aldri eigi við geðræn vandamál að stríða, allt frá kvíða til alvarlegra geðtruflana. Meira
24. júlí 1999 | Fastir þættir | 172 orð | ókeypis

Getnaðarvarnarplástur

BANDARÍSKA lyfjafyrirtækið Johnson and Johnson telur sig hafa fundið lausn fyrir þær fjölmörgu konur, sem eiga í erfiðleikum með að muna eftir að taka inn getnaðarvarnarpilluna á réttum tíma. Sérfræðingar á vegum fyrirtækisins vinna nú að þróun getnaðarvarnarplásturs, sem ekki hefur verið til áður í heimi hér. Meira
24. júlí 1999 | Í dag | 554 orð | ókeypis

Góð grein Péturs

ÉG VIL þakka Pétri Péturssyni fyrir hans ágætu grein í Morgunblaðinu 21. júlí sl. Það var mál til komið að flengja þetta stríðsóða lið sem kaninn hefur heilaþvegið. NATO­ill var þess fyrsta ganga 30. Meira
24. júlí 1999 | Fastir þættir | 782 orð | ókeypis

Guðspjall dagsins: Um falsspámenn. (Matt. 7

Um falsspámenn. (Matt. 7.) ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Prestur sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Sr. Bjarni Karlsson prédikar. Meira
24. júlí 1999 | Í dag | 27 orð | ókeypis

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 24. júlí, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Sigurbjörg S. Kristinsdóttir og Frantz A. Pétursson. Þau taka á móti gestum í sumarhúsi sínu í Ólafsfirði. Meira
24. júlí 1999 | Fastir þættir | 841 orð | ókeypis

Gullöld drauma

Tíminn er afstæður og það sem þótti púkó og hallærislegt í gær er rosa flott í dag og enginn unglingur maður með mönnum nema í stíl, samanber poka- og lúfulegan bændastíl í klæðaburði sem þótti afar hallærislegur á tímum rokks og pops, en er nú það flottasta af öllu flottu. Draumarnir eiga líka sína uppgangstíma og brot. Meira
24. júlí 1999 | Í dag | 78 orð | ókeypis

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl. 12. Susan Landale organisti frá Skotlandi leikur. Hjálpræðisherinn. Kennsla/ Workshop í fyrirbænaþjónustu kl. 11, 14.30 og 16.30. Kl. 22 unglingasamkoma. Majsan og Ingemar Myrin frá Svíþjóð tala. Sigurður Ingimarsson syngur. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Meira
24. júlí 1999 | Fastir þættir | 1159 orð | ókeypis

Hreinleiki íslenskra hafsvæða Vegna sérstakra hagsmuna Íslendinga af fiskveiðum þurfa þeir að beita sér af alefli á

MENGUNAREFNI má skilgreina með ýmsum hætti en segja má að þau efni sem finnast í matvælum og eru ekki náttúruleg efni séu mengunarefni. Ýmis náttúruleg efni geta einnig verið mengunarefni fari þau yfir eðlilegan styrk sinn í matvælum en það getur gerst af manna völdum t.d. Meira
24. júlí 1999 | Fastir þættir | -1 orð | ókeypis

Hvað er sjálfsofnæmi?

Spurning: Er hugsanlegt að fólk sé með sjálfsofnæmi? Móðir mín hefur ofnæmi fyrir aukaefnum í fatnaði og ýmsu fleiru, en stundum er eins og ekkert þurfi til. Ef sjálfsofnæmi er til, er þá nokkur lækning við því? Hvert á maður að snúa sér til að fá úr því skorið? Svar: Sjálfsofnæmi er vissulega til og er talið vera orsök allmargra sjúkdóma. Meira
24. júlí 1999 | Dagbók | 881 orð | ókeypis

Í dag er laugardagur 24. júlí, 205. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Þú

Í dag er laugardagur 24. júlí, 205. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tímóteusarbréf 3, 10.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Poseidon fer í dag. Marion Dufresne kemur í dag. Meira
24. júlí 1999 | Í dag | 27 orð | ókeypis

Í dag, laugardaginn 24. júlí, verður áttræður Jón Vignir Jónsson

Í dag, laugardaginn 24. júlí, verður áttræður Jón Vignir Jónsson, forstjóri verktakafyrirtækisins J.V.J., Sævangi 15, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Soffía Jónsdóttir. Jón Vignir verður að heiman á afmælisdaginn. Meira
24. júlí 1999 | Fastir þættir | 841 orð | ókeypis

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1.015. þáttur

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1.015. þáttur GUÐMUNDUR Elíasson í Garðabæ er eins og við fleiri hugsandi út af orðtakinu að bera beinin= deyja. Um þetta orðtak er til fjöldi dæma bæði gamall og nýr, en sögnin er eins og Guðmundur segir, oft í nafnhætti, þannig að beygingin mætti þess vegna vera bæði veik eða sterk. Meira
24. júlí 1999 | Fastir þættir | 296 orð | ókeypis

Krabbameinið greinist fyrr

NÝLEG rannsókn bendir til þess að hægt sé að greina lungnakrabbamein strax á byrjunarstigi með tölvusneiðmyndun og auka þannig líkurnar á lækningu. Vísindamenn í New York og Montreal í Kanada segja í grein í The Lancet að tölvusneiðmyndun, sem sameinar notkun röngtengeisla og tölvutækni, hafi reynst mun árangursríkari við krabbameinsleit en venjuleg röntgenskoðun. Meira
24. júlí 1999 | Fastir þættir | 667 orð | ókeypis

Netið getur nýst sjúklingum vel Þótt mikið gagn megi hafa af hvers konar upplýsingum á Netinu um sjúkdóma og meðferð, og jafnvel

Þótt mikið gagn megi hafa af hvers konar upplýsingum á Netinu um sjúkdóma og meðferð, og jafnvel þátttöku í lyfjatilraunum, setur það strik í reikninginn að í netheimum ríkir algert stjórnleysi og enginn hefur eftirlit með þeim upplýsingum sem þar er að finna. Medical Tribune News Service, Reuters. Meira
24. júlí 1999 | Fastir þættir | 858 orð | ókeypis

Út í veður og vind "Nú veltur allt á því hvort Schmeiser getur sannað að vindurinn sé sekur en ekki hann sjálfur og niðurstaðan

MYNDIR af jarðýtum sem ekið er yfir geislaplötur í Kína, plötur með vestrænni popptónlist sem hefur verið fjölfölduð án þess að spyrja kóng eða prest, sýna að réttlætið og lögin sigra en ekki er þetta fögur sjón. Þetta er nú einu sinni tónlist. Meira
24. júlí 1999 | Fastir þættir | 1208 orð | ókeypis

Vatnaleiðin Vatnaleiðin er þriggja daga gönguleið, sem farin er árlega á vegum Ferðafélags Íslands. Í ár var farið frá

FERÐAFÉLAG Íslands skipulagði fyrir nokkrum árum þriggja daga gönguleið, sem hlaut nafnið Vatnaleiðin. Hún hefur verið farin í byrjun júlí. Í fyrstu var gengið frá Hreðavatni að Hlíðarvatni en síðustu tvö sumur í öndverða átt og hefur leiðin jafnframt verið einfölduð. Meira
24. júlí 1999 | Í dag | 466 orð | ókeypis

VÍKVERJI hefur áhyggjur af þróun mála í Laugardalnum og er ósáttu

VÍKVERJI hefur áhyggjur af þróun mála í Laugardalnum og er ósáttur við tillögur að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið, þar sem gert er ráð fyrir lóð undir höfuðstöðvar Landssímans annars vegar og lóð undir nýtt kvikmyndahús í eigu Jóns Ólafssonar hins vegar. Meira
24. júlí 1999 | Í dag | 42 orð | ókeypis

VORVÍSUR

Vorið góða, grænt og hlýtt, græðir fjör um dalinn. Allt er nú sem orðið nýtt, ærnar, kýr og smalinn. Kveður í runni, kvakar í mó kvikur þrastasöngur. Eins mig fýsir alltaf þó aftur að fara í göngur. Meira
24. júlí 1999 | Fastir þættir | 34 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Netið Upplýsingar á Netinu eru misjafnlega áreiðanlegar. Börn Hefur geðheilsan gleymst í umönnun barna og unglinga? Rannsóknir Nýjar upplýsingar um hættuna á lystarstoli kvenna. Lífshættir Meira

Íþróttir

24. júlí 1999 | Íþróttir | 291 orð | ókeypis

Auðvelt hjá Stjörnunni

Stjörnumenn voru miklu betri en Skallagrímsmenn í viðureign liðanna í Borgarnesi og unnu þeir verðskuldaðann 4:2-sigur. Strax í upphafi leiks tóku leikmenn Stjörnunnar völd á vellinum og gáfu þar með tóninn fyrir það sem koma skyldi. Garðbæingar fengu nokkur góð færi á fyrsta hálftímanum en gekk illa að nýta þau allt þar til á 32. mínútu. Meira
24. júlí 1999 | Íþróttir | 170 orð | ókeypis

Chester stefnir á 1. deild

NÝR eigandi er að taka við enska þriðju deildarfélaginu Chester City, sem Pétur Björn Jónsson leikur með. Það er Terry Smith, sem ætlar að koma liðinu í 1. deild að þremur árum liðnum. Smith segist ætla að nýta sér bandarískar markaðsaðferðir og þjálfunartækni, sem hann lærði í Manchester, til þess að koma félaginu í efri deildir. Meira
24. júlí 1999 | Íþróttir | 161 orð | ókeypis

Engar breytingar hjá ÍA

STJÓRN knattspyrnufélags ÍA hélt fund í gærdag með Loga Ólafssyni, þjálfara liðsins, þar sem rætt var um stöðu þess í næstneðsta sæti í efstu deild. Á fundinum lýstu stjórnarmenn stuðningi við störf Loga og leikmenn liðsins. Meira
24. júlí 1999 | Íþróttir | 52 orð | ókeypis

Eyjamenn til Króatíu?

EYJAMENN hafa oft farið til Austur-Evrópu til að leika Evrópuleiki. Þeir eru nýkomnir frá Albaníu og eru á leið til Ungverjalands. Ef ÍBV nær að leggja MTK Búdapest að velli í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu, leika þeir í Króatíu í þriðju umferð ­ mæta hinu sterka liði Croatia Zagreb. Meira
24. júlí 1999 | Íþróttir | 481 orð | ókeypis

Fylkismenn knésettir

EFSTU lið 1. deildar karla, Fylkir og ÍR, urðu bæði að sætta sig við tap í viðureingum sínum í 10. umferð deildarinnar sem lauk í gærkvöldi. Fylkir tapaði 4:2 fyrri FH og ÍR 3:2 á móti Þróttir sem virðast vera að rísa úr öskustónni. Stjarnan hrökk upp í þriðja sætið með sannfærandi sigri á Skallgrími 4:1 og Dalvík lagði gesti sína að austan, KVA, 4:3. Meira
24. júlí 1999 | Íþróttir | 321 orð | ókeypis

GESTUR Gylfason, leikmaður

GESTUR Gylfason, leikmaður Keflvíkinga, þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik gegn Víkingi í efstu deild á fimmtudag. Hann er meiddur á ökkla. Þá er Karl Finnbogason, leikmaður Keflvíkinga, einnig meiddur. Meira
24. júlí 1999 | Íþróttir | 93 orð | ókeypis

Lárus frá Stoke?

LÍKUR hafa aukist á að Lárus Orri Sigurðsson, leikmaður enska 2. deildar liðsins Stoke City, gangi til liðs við skoska úrvalsdeildarfélagið Aberdeen. Á spjallsíðu Aberdeen segir að Stoke hafi samþykkt að selja leikmanninn og kaupverð sé tæplega 60 milljónir króna. Þá er talið líklegt að Aberdeen láti einn leikmann ganga upp í kaupin. Meira
24. júlí 1999 | Íþróttir | 183 orð | ókeypis

Liðin sem mætast

LIÐIN sem mætast í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eru: Rapid Vín (Austurríki) eða Valletta (Möltu) - Galatasaray (Tyrklandi) Herta Berlín (Þýskal.) - A. Famagusta (Kýpur) eða Slovan Bratislava (Slovakíu) Spartak Moskva (Rússl. Meira
24. júlí 1999 | Íþróttir | 494 orð | ókeypis

Lillestrøm hafnaði tilboði Graz AK í Rúnar

LILLESTRØM hafnaði tilboði austurríska liðsins Graz AK í Rúnar Kristinsson í gær. Allt útlit er fyrir að leikmaðurinn verði hjá norska liðinu út keppnistímabilið. Lillestrøm hyggst bjóða honum nýjan samning en Rúnar segir ólíklegt að hann gangi að honum. Meira
24. júlí 1999 | Íþróttir | 269 orð | ókeypis

Markaregn á Dalvík

Heimaleikir Dalvíkinga hafa verið gulltrygg skemmtun í sumar, mikil stemmning og mörk eftir mörk skoruð. Í leik Dalvíkur og KVA í gær urðu mörkin sjö, þar af tvö að loknum venjulegum leiktíma þegar varamenn Dalvíkinga breyttu stöðunni úr 2:3 í 4:3 og tryggðu liðinu sigur á elleftu stundu. Meira
24. júlí 1999 | Íþróttir | 143 orð | ókeypis

Nígeríumaður til Fram

SAINT Paul Edeh, nígerískur varnarleikmaður, er væntanlegur til Fram á þriðjudag. Leikmaðurinn, sem er 20 ára og hefur leikið með félögum í Nígeríu og á Indlandi, verður til reynslu hjá Fram í nokkra daga áður en ákveðið verður hvort gengið verður til samninga við hann. Meira
24. júlí 1999 | Íþróttir | 91 orð | ókeypis

Sex á EM unglinga

SEX íslenskir frjálsíþróttamenn hafa unnið sér inn þátttökurétt á Evrópumeistaramót unglinga sem fram undan eru ­ 19 ára og yngri, sem fram fer í Ríga í Léttlandi eftir tvær vikur og síðan 22 ára og yngri sem haldið verður í Gautaborg um aðra helgi. Stangarstökkvararnir Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir hafa báðar náð lágmörkum fyrir 22 ára mótið auk Sveins Margeirssonar, 3. Meira
24. júlí 1999 | Íþróttir | 284 orð | ókeypis

Slær Jóhannes met Jóns Arnars?

Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum fer fram í 74. sinn um helgina á Kópavogsvelli, en þetta er í fyrsta sinni sem mótið fer þar fram. Flestir bestu frjálsíþróttamenn landsins taka þátt í mótinu, m.a. Guðrún Arnardóttir, Jón Arnar Magnússon, Vala Flosadóttir, Martha Ernstsdóttir, Einar Karl Hjartarson og Jóhannes Már Marteinsson svo nokkrir séu nefndir. Meira
24. júlí 1999 | Íþróttir | 133 orð | ókeypis

Stigakeppnin

Karlar: 1. Örn Ævar Hjartarson, GS195 2. Helgi Birkir Þórisson, Keili175 3. Júlíus Hallgrímsson, GV151 4. Haraldur Heimisson, GR150 5. Hjalti Nílsen, Leyni148 6. Kristinn Árnason, GR144 7. Auðunn Einarsson, GÍ141 8. Björgvin Þorsteinsson, GA136 9. Þorsteinn Hallgrímsson, GR135 10. Meira
24. júlí 1999 | Íþróttir | 160 orð | ókeypis

Tvö fyrirtæki styðja Guðrúnu

Íþróttamönnum, eins og öðrum, er mikilvægt að þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af fjármálum og þessi samningur léttir verulega undir með mér," segir Guðrún Arnardóttir, Íslandsmethafi í sprett- og grindahlaupum, en hún gerði í gær samning við Europay Ísland og Sparisjóðina um þeir styðji við bakið á henni við íþróttaiðkun hennar. Samningur Guðrúnar við Europay gildir frá 1. Meira
24. júlí 1999 | Íþróttir | 479 orð | ókeypis

Vekja þurfti þau bestu

VEKJA þurfti bæði KR í Eyjum og Breiðablik í Grindavík af værum blundi með því að skora hjá þeim mark þegar leikið var í undanúrslitum Bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi. Liðin glaðvöknuðu þá líka því KR-stúlkur svöruðu strax með jöfnunarmarki og unnu ÍBV síðan 3:1 en Blikastúlkur gerðu aðeins betur, jöfnuðu einnig um hæl en unnu síðan Grindavík 5:1. Meira
24. júlí 1999 | Íþróttir | 115 orð | ókeypis

Vigdís í Sydneyhópinn

VIGDÍS Guðjónsdóttir, spjótkastari úr HSK, hefur unnið sér sæti í Sydney-hópi Frjálsíþróttasambandsins, FRÍ, en í honum eru íþróttamenn sem hafa náð tilteknum lágmörkum settum af FRÍ og eiga raunhæfa möguleika á að vinna sér inn keppnisrétt á næstu Ólympíuleikum í Sydney á næsta ári. Meira
24. júlí 1999 | Íþróttir | 195 orð | ókeypis

Þau verða á Akureyri

Eftirfarandi kylfingar reyna með sér á Jaðarsvelli Golfklúbbs Akureyrar um helgina. Nafn, klúbbur, vallarforgjöf. Karlar: Örn Ævar Hjartarson, GS+2 Sigurpáll Geir Sveinsson, GA+1 Helgi Þórisson, GS0 Björgvin Sigurbergsson, Keili0 Sigurður Hafsteinsson, NK, atv.maður0 Kristinn G. Bjarnason, GR, atv. Meira
24. júlí 1999 | Íþróttir | 445 orð | ókeypis

Þróttarar mættir í slaginn

Eftir stórsigra í undanförnum leikjum var ÍR-ingum skellt niður á jörðina á heimavelli sínum í gærkvöldi, þegar Þróttarar sigruðu þá með þremur mörkum gegn tveimur. Með sigrinum lyftu gestirnir sér úr hópi neðstu liða og eru nú komnir í harða baráttu um sæti í efstu deild að ári. Meira

Úr verinu

24. júlí 1999 | Úr verinu | 552 orð | ókeypis

Get ekki sagt að við séum ánægðir

"ÉG GET nú ekki sagt að við séum mjög ánægðir með þessa úthlutun. Við áttum von á meiru til Breiðdalsvíkur," segir Rúnar Björgvinsson, sveitarstjóri á Breiðdalsvík, í samtali við Morgunblaðið. "Við héldum að þessu yrði ekki deilt niður á svona marga staði, þannig að meira kæmi í hlut hvers. Meira
24. júlí 1999 | Úr verinu | 661 orð | ókeypis

Mest fer á Vestfirðina og til Austurlands

ÍSAFJARÐARBÆR fær til ráðstöfunar 387 tonn af þorski af 1.500 tonna byggðakvóta, sem nú er úthlutað í fyrsta sinn. Í tillögum Byggðastofnunar er lagt til að þessum heimildum verði úthlutað á þrjá staði, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir á hinn bóginn að til að heimildirnar nýtist sem best, þurfi þær allar að fara á einn stað. Meira

Lesbók

24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 290 orð | ókeypis

Aska Dantes í leitirnar

HLUTI af ösku Dantes Alighieris, frægasta ljóðskálds Ítala, fannst í litlum poka í bókahillu í Flórens í vikunni. Meira en sjötíu ár eru liðin síðan askan hvarf og vakti fundurinn því mikla gleði þeirra sem héldu að hún væri horfin að eilífu. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2615 orð | ókeypis

BLÓÐI DRIFIN SLÓÐ HERNANDO DE SOTO EFTIR BALDUR Á. SIGURVINSSON Árið 1539 lagði Hernando de Soto upp í afdrifaríkan fjögurra ára

"Er það mögulegt að þér metið hlut svo mikils, sem er svo lítils verður virðingar yðar? Og að þér skulið yfirgefa friðsæld heimila yðar, fara yfir svo mörg höf, setja yður í svo margvíslegar hættur, til að angra þá sem lifa friðsamlega í sínu eigin landi. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 38 orð | ókeypis

DAGUR FULLKOMNUNAR

Hvítar strendurvið mér blasa,ómur hafsinstil eyrna berst.Þú heldur um migsterkum höndum,aldrei muntubregðast mér.Sofnar sólinbak við sæinn,saman liggjumánægð tvö.Er vaknar dagurfullkomnunar,horfir þúí augu mér.Sameining okkarer sundur vorum,að nýju loksinshafin er.Höfundur er nemi á Selfossi. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1653 orð | ókeypis

DAUÐINN OG HVAÐ SVO?

Stundum er því haldið fram að kirkjan á Íslandi boði ekki trú á tilvist eftir dauðann eða framhaldslíf. Hið rétta er reyndar að trúin á tilvist eftir dauðann er kjarninn í kristinni trú og kenningu. Hvernig nákvæmlega sú tilvera er sem bíður hafa hinar ýmsu kirkjudeildir reyndar ekki getað komið sér saman um. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 504 orð | ókeypis

DRAUMUR FRÁ ÍTALÍU OG DANMÖRKU

DRAUMUR heitir nýtt verk sem danska tónskáldið Hans-Henrik Nordstrøm samdi fyrir Kolbein og Guðrúnu til flutnings á Sumartónleikum í Skálholti. Verkið er skrifað fyrir þrjár flautur og sembal; venjulega C-flautu, altflautu og bassaflautu. Tónskáldið lýsir því þannig að hreyfingin hjá flautunum sé í áttina niður meðan semballinn feti sig í áttina upp. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 285 orð | ókeypis

efni 24. júlí

Spegill tímans Blöð og tímarit, sem út hafa komið á öldinni, eru spegill tímans og í þann spegil lítur greinarhöfundurinn, Halldór Carlsson. Þar sést að merkar nýjungar sem mörkuðu tímamót hafa úrelst fljótt og því eru líkur á því að farsímar, tölvur og sjónvarpstæki í þeirri mynd sem notuð eru daglega núna, fari á ruslahaug sögunnar ásamt með hestasláttuvélum og ritvélum. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 365 orð | ókeypis

Gildra á þjóðveginum

SVERRIR og Ingibjörg kona hans buðu Ásgrími Sveinssyni í ferð um æskuslóðir hans í Dölum á sjötugsafmæli listamannsins. Textann sem hér fer á eftir tók Sverrir úr dagbók Ingibjargar. Margt rifjaðist upp fyrir Ásmundi þarna á æskustöðvunum, Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2171 orð | ókeypis

HIN STAFRÆNA LIST Í þessari grein, sem er sú fyrri af tveimur, fjallar ÞÓRHALLUR MAGNÚSSON um áhrif þeirrar framþróunar sem

Í þessari grein, sem er sú fyrri af tveimur, fjallar ÞÓRHALLUR MAGNÚSSON um áhrif þeirrar framþróunar sem orðið hefur í tölvugeiranum á listsköpun. Hér er talað um hvernig ný fagurfræði verður til í gagnvirkum miðli sem gerir aðrar kröfur til viðtakenda en fyrri listform. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1589 orð | ókeypis

Hún ÓSKAR SMÁSAGA EFTIR KRISTÍNU JÓNU ÞORSTEINSDÓTTUR

ÞAÐ heyrðist smellur og í kjölfarið lágt marr er hurðin opnaðist. Hún var ringluð á svipinn. Hvað er ég að gera? Ég á ekkert með það að vera hér, hugsaði hún. Hann sagðist þurfa að hugsa málin, svo hann er hérna í okkar íbúð á meðan ég er hjá mömmu. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 567 orð | ókeypis

Í SKÁLHOLTI VERÐUR MAÐUR AÐ SPILA ALVÖRU MÚSÍK

Kolbeinn Bjarnason og Guðrún Óskarsdóttir leika verk fyrir flautu og sembal á Sumartónleikum í Skálholtskirkju um helgina, þar af tvö sem eru samin sérstaklega fyrir þau til flutnings í Skálholti. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR hitti þau heiðurshjón í Skálholtsbúðum í vikunni og einnig tónskáldin tvö sem þau pöntuðu verkin hjá, þá Svein Lúðvík Björnsson og Hans-Henrik Nordstrøm. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 385 orð | ókeypis

JUSSI BJÖRLING MESTI SÖNGVARI ALDARINNAR

SÆNSKI tenórinn Jussi Björling er mesti söngvari aldarinnar að áliti gagnrýnenda brezka tónlistarblaðsins Classic CD, en þeir settust niður og tilnefndi hver þá 20 söngvara, sem að hans mati verður minnzt sem mestu söngvara aldarinnar. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 108 orð | ókeypis

LEITIN AÐ GULLINU

Á götunni fólkið ferðast og flýtir sér. Örlítið brot af eilífð vor ævi er. Einn á sinn farareyri annar snauður og seinn. Enginn þó öðrum meiri og lífsins dómur einn. Þó er hver bróðir að berjast um brauðið hér. Og biðja sinn guð að greinist hvar gullið er. Svo finna þeir gullið falda sem fúinn meið. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 514 orð | ókeypis

LÖNGUNIN VARÐ VIRÐINGUNNI YFIRSTERKARI

Snorri Sigfús Birgisson er annað tveggja staðartónskálda Sumartónleika í Skálholtskirkju að þessu sinni og um helgina verða þar flutt eftir hann þrjú kammerverk. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR átti við hann orð um kvæði Hallgríms Péturssonar. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 445 orð | ókeypis

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1402 orð | ókeypis

NÝJAR VÍDDIR Í TEXTÍLGERÐ MEÐ HÖRNUM Hör er einkar sveigjanlegt efni sem hægt er að nota til listaverkagerðar ekki síður en að

Hör er einkar sveigjanlegt efni sem hægt er að nota til listaverkagerðar ekki síður en að vinna úr honum lín og pappír. ANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR fræddist um hörrækt og -vinnslu hjá Ingibjörgu Styrgerði Haraldsdóttur sem stundað hefur hörrækt á Íslandi undanfarin ár. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 802 orð | ókeypis

RANNSÓKNARSJÓÐURINN GEFUR SAFNINU NÝTT HLUTVERK

LISTASAFN Háskóla Íslands var stofnað 1980 fyrir stofngjöf þeirra Sverris Sigurðssonar og konu hans Ingibjargar Guðmundsdóttur. Safnið hefur vaxið hratt frá stofnun og eru nú um 700 verk í eigu þess. Sverrir færði safninu nýlega enn eina gjöfina, 10 milljón kr. til stofnunar rannsóknarsjóðs á íslenskri myndlist. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1055 orð | ókeypis

SKÓLA HVAÐ?

ÞEGAR þetta var ritað var innritun í framhaldsskóla að ljúka. Að venju stóð út af borðinu, ­ eins og það er kallað í samningum, lítill hópur sem hvergi fékk skólavist. Almennt er álitið að þeir sem sitja í þessari súpu séu forsvarsmenn menntamála á Íslandi. Raunin mun að nemendurnir sitja í henni ­ fram í ágúst ef satt skal segja. Þetta ástand verður til af mörgum sökum. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 3087 orð | ókeypis

SPEGILL TÍMANS EFTIR HALLDÓR CARLSSON

SPEGILL TÍMANS EFTIR HALLDÓR CARLSSON Fyrri hluti Blöð og tímarit eru að sönnu spegill tímans og í þennan spegil er horft í þessari grein til að virða fyrir sér hvernig samtíminn hefur litið á ýmsar breytingar og tækninýjungar. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 23 orð | ókeypis

Sumarsýning

Sumarsýning Sumarsýningar standa nú yfir í flestum listasafnanna og meðal þess, sem listasöfn borgarinnar bjóða upp á er yfirlitssýning Ásmundarsafns á verkum Ásmundar Sveinssonar. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 229 orð | ókeypis

SUSAN LANDALE Í HALLGRÍMSKIRKJU

SUSAN Landale leikur á áttundu tónleikum sumarsins á vegum Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju og verða tónleikarnir á sunnudaginn 25. júlí og hefjast kl. 20.30. Susan Landale, sem er skosk að uppruna, hefur búið í París frá því hún lauk framhaldsnámi þar hjá André Marchal. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2545 orð | ókeypis

SÖFNUNARÁRÁTTAN ER ÁSTRÍÐA

Hann ætlaði að verða landbúnaðarráðunautur en er með stærri listaverkasöfnurum Íslands, sérstaklega á verkum Þorvaldar Skúlasonar. Hann gaf Háskólanum stofngjöf að listasafni ásamt fleiri góðum gjöfum. ANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR hitti Sverri Sigurðsson og fræddist um styrktarsjóð til rannsókna á íslenskri myndlist, söfnunaráráttuna og vináttuna við Þorvald. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 51 orð | ókeypis

TIL RAFVIRKJANS

Ég hringi í þig óvænt ég öskra nafnið þitt þú sýpur hveljur og hljóðnar og færð tilfelli Þú segist ætla að koma á kristilegum tíma og líta á þvottavélina mína Ég vil að þú komir á ókristilegum tíma og lítir á mig. Höfundurinn er húsmóðir í Reykjavík. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 144 orð | ókeypis

UPPRIFJUN

Ungur gekkstu um mýrina þar sem brunnklukkan syndir í pyttum og lontan felur sig undir holum árbökkum og smalaðir beitarfé fyrir prestinn á vetrardögum. Og þú varst oftast glaður og hlóst hátt svo undir tók í holtum og hólum. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 741 orð | ókeypis

ÞEGAR MÚKKINN ÞAGNAÐI Í ÁSBYRGI EFTIR GUÐMUND NORÐDAHL

Páll Ísólfsson, tónskáld og orgelsnillingur, fór með Lúðrasveit Reykjavíkur í ferð norður á land. Þetta var snemma á öldinni, sem er að líða. Páll var stjórnandi lúðrasveitarinnar í 12 ár. Hópurinn komst alla leið norður í Ásbyrgi og hélt þar eftirminnilega hljómleika fyrir mófuglinn þarna úti í guðsgrænni náttúrunni. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 489 orð | ókeypis

ÞRJÁR LITLAR MYNDIR

KANNSKI núna eða... er titill á örstuttu verki fyrir bassaflautu og sembal sem Sveinn Lúðvík Björnsson samdi að beiðni þeirra Kolbeins og Guðrúnar. "...eða hvenær?" kemur blaðamanni fyrst í hug að spyrja. "Til dæmis bara í dag eða í gær," svarar tónskáldið og eyðir svo öllu tali um titilinn. Sveinn Lúðvík er fáorður um verkið, enda rétt nýbúinn að sleppa af því hendinni. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 195 orð | ókeypis

ÞÚ SILFURÖRVA GYÐJA

Nýlega fundu menn ör úr silfri á gruggugum botni Thamesár; fiskar höfu þar svamlað yfir slýi þaktan málmfleininn allt frá tímum Rómaveldis. Á örina var nafnið "Artemis" grafið á forn-grísku á teininn. Það sem vakti mesta undrun var hve fullkomlega mótuð örin var í odd og fanir; svo engin missmíði sáust á þessu heilsteypta skærmelmi. Meira
24. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 138 orð | ókeypis

ÖRNINN BALDUR ÓSKARSSON OG FRANZ GÍSLASON ÞÝDDU

Smiðjan stynur í svefni. Nýjað þakið nær að brún skýjabekks hvar örninn situr, hyldýpið í hvítum klóm. Augnakóngur, kverkin heit ­ á ævilöngu steypiflugi ævilöngu meginorð: sem gamlir trúðar sökkvi í sagið ­ reglubundinn ærslaleikur hringinn kringum svið ­ og hlæi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.