Greinar sunnudaginn 12. september 1999

Forsíða

12. september 1999 | Forsíða | 105 orð | ókeypis

Blóðug átök í Dagestan

HARÐIR bardagar geisuðu í gær í Dagestan þar sem múslímskir skæruliðar, sem stofna vilja íslamskt ríki, hafa barist við rússneskar hersveitir undanfarnar vikur. Rússneskir embættismenn sögðu í gær að yfir fjörutíu hermenn úr röðum rússneska hersins hefðu fallið á einum sólarhring. Meira
12. september 1999 | Forsíða | 514 orð | ókeypis

Ljær máls á komu friðargæsluliðs

YFIRMAÐUR herafla Indónesíu, Wiranto hershöfðingi, lýsti því yfir í gær við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að hann myndi hvetja Indónesíustjórn til þess að leyfa komu alþjóðlegs friðargæsluliðs til Austur-Tímor. Að sögn eins fulltrúa sendinefndar SÞ, sem fór í gær um A-Tímor til að meta þar ástand mála, sagðist Wiranto mundu biðja B.J. Meira
12. september 1999 | Forsíða | 320 orð | ókeypis

Ofurnjósnari á níræðisaldri

Einn mikilvægasti njósnari Sovétmanna í kalda stríðinu afhjúpaður Ofurnjósnari á níræðisaldri Lundúnum. Reuters. UPPLÝST var í gær að Melita Norwood, 87 ára gömul ekkja, sem lifað hefur hæglátu lífi í bresku sveitasælunni var um árabil einn mikilvægasti hlekkur í njósnaneti sovésku leyniþjónustunnar, KGB, Meira

Fréttir

12. september 1999 | Innlendar fréttir | 213 orð | ókeypis

Allar sprænur hvítfyssandi

ÚRFELLI seinnihluta föstudags og aðfaranótt laugardags olli talsverðum vatnavöxtum á Ströndum í gær. Vegurinn í Bjarnarfirði fór á kaf á löngum kafla og rofnaði við brúna yfir Halladalsá, rétt norðan við Glúku. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 137 orð | ókeypis

ÐGlerálskílóið á 70 þúsund kr.

VERÐ á glerál er komið upp í 70 þúsund kr. kílóið. Framboð á glerál hefur minnkað og verð rokið upp. Fyrir tveimur árum var verðið um 47 þúsund krónur kílóið. Bjarni Jónsson fiskifræðingur, sem stundar rannsóknir á álnum um þessar mundir, telur vísbendingar lofa góðu um að veiðar á glerál geti verið arðbærar. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð | ókeypis

Eigendaskipti á Hár og förðun

EIGENDASKIPTI urðu á hárgreiðslustofunni Hár og förðun 1. júní sl. og er nýr eigandi Freyja Lárusdóttir. Eins og fyrr er boðið upp á alhliða hársnyrtingu fyrir dömur og herra. Einnig er boðið upp á förðun. Á stofunni eru fimm starfsmenn og er hún opin mánudaga til fimmtudaga kl. 9­18, föstudaga kl. 9­19 og laugardaga kl. 10­14. Meira
12. september 1999 | Erlendar fréttir | 415 orð | ókeypis

Ekki taldar hafa skaðað líkurnar á útnefningu

YFIRLÝSINGAR Michael Portillos, fyrrum varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Íhaldsflokksins, um reynslu sína af samkynhneigð á yngri árum virðast enn sem komið er ekki hafa skaðað líkurnar á því að hann verði útnefndur af Íhaldsflokknum sem frambjóðandi í kjördæminu Kensington og Chelsea í aukaþingkosningum sem ráðgert er að halda í desember nk. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð | ókeypis

Endurfundir eldri skáta

ELDRI skátar hófu að hittast í nóvember 1998 og hafa hist síðan annan hvern mánudag nema yfir hásumarið. Næsti fundur verður mánudaginn 13. september nk. kl. 11.30 í Skátahúsinu við Snorrabraut og verða fundir í vetur annan hvern mánudag sem fyrr. Tilgangur þessara funda er að efla tengsl og samhug eldri skáta. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 372 orð | ókeypis

Endurskoða þarf tekjustofna sveitarfélaga

ENDURSKOÐA þarf tekjustofna sveitarfélaga eigi að nást árangur í stjórn fjármála hins opinbera að mati Þórðar Skúlasonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur Vinnuveitendasambands Íslands, Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 153 orð | ókeypis

Fyrirlestur um fúkkalyfjaónæmi

JULIAN E. Davies, prófessor við Háskólann í Bresku Kólumbíu í Vancouver, flytur á þriðjudag fyrirlestur um fúkkalyfjaónæmi, uppruna þess og þróun. Fyrirlesturinn verður klukkan 16 í kennslustofu á þriðju hæð í Læknagarði. Davies er fæddur og uppalinn í Wales. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð | ókeypis

Fyrirlestur um vefstudda kennslu

FJARNÁM og hagnýting upplýsingatækni í kennslu hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Háskólinn á Akureyri hefur lagt áherslu á nýtingu slíkrar tækni og hefur m.a. boðið upp á fjarkennslu í einstökum námsáföngum. Háskólinn á Akureyri hefur fengið dr. Juan José Gutiérrez frá Kaliforníuháskóla í Monterey Bay til að halda námskeið og kynningarfyrirlestur um vefstudda kennslu. Dr. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 168 orð | ókeypis

Gjöf í gluggasjóð Langholtskirkju

Gjöf í gluggasjóð Langholtskirkju GLUGGASJÓÐI Langholtskirkju hefur borist höfðingleg gjöf frá Kvenfélagi Langholtssóknar en þær gáfu nýverið 500.000 kr. í sjóðinn. Í tilkynningu frá kvenfélaginu segir: "Kvenfélag Langholtssóknar hefur verið starfrækt síðan 12. mars 1953 og er því 46 ára. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 171 orð | ókeypis

Háskólafyrirlestur um marxisma

KIT Christensen, prófessor í heimspeki við Bemidji State háskólann í Minnesota í Bandaríkjunum, heldur opinberan fyrirlestur þriðjudaginn 14. september kl. 17.15 í boði heimspekideildar Háskóla Íslands og Félags áhugamanna um heimspeki í hátíðasal Háskólans í aðalbyggingu. Fyrirlesturinn nefnist "Is Marx still relevant?" og verður fluttur á ensku. Meira
12. september 1999 | Erlendar fréttir | 105 orð | ókeypis

Heimsins stærsta Parísarhjól

Reuters Heimsins stærsta Parísarhjól Byrjað var að reisa heimsins stærsta Parísarhjól við Thames- ána í Lundúnum í gær. Hjólið er reist í tilefni af hátíðahöldum vegna árþúsundamótanna, en arkitektarnir vonast til að það muni verða hluti af landslagi borgarinnar um ókomin ár og öðlast svipaðan sess og Eiffel- turninn hefur í París. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 133 orð | ókeypis

Hraðskákmót á Mátnetinu

HALDIÐ verður hraðskákmót á Mátnetinu, skákþjóni Símans Internet, sunnudaginn 12. september kl. 20. Tefldar verða sjö umferðir með umhugsunartímanum fjórar mínútur á skák og síðan tvær sekúndur til viðbótar á hvern leik. Áætlað er að mótinu ljúki kl. 22.30­23. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 550 orð | ókeypis

Kröftug sjóbirtingsganga í Vatnamótunum

SVO virðist sem sjóbirtingur sé byrjaður að ganga af krafti á Skaftársvæðinu, en veiðimenn í svokölluðum Vatnamótum hafa verið að gera það gott síðustu daga. Hópur sem lauk veiðum á hádegi í gær var með tæpa 30 fiska og hópurinn þar á undan var með 34 birtinga. Þar á undan var holl með 15 stykki. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 268 orð | ókeypis

Kví Keikós brotnaði undan straumþunga

KVÍIN sem háhyrningurinn Keikó dvelur í brotnaði undan miklum straumþunga í sjónum við Vestmanneyjar í fyrrinótt. Keikó var fluttur yfir í norðurhluta kvíarinnar, sem hefur verið girtur af. Um tíma hefði Keikó getað sloppið út, en viðgerðir standa nú yfir og unir Keikó hag sínum vel í kvínni, að sögn Halls Hallsonar. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 196 orð | ókeypis

Lagt hald á fíkniefni, peninga og skotvopn

KOMIST hefur upp um eitt stærsta fíkniefnamál síðustu ára hér á landi, en undanfarna daga hefur lögreglan í Reykjavík lagt hald á 24 kíló af hassi, um 6.000 e-töflur, 4 kíló af amfetamíni og tæplega 1 kíló af kókaíni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur hún aldrei áður gert jafnmikið magn af fíkniefnum upptækt í einu lagi. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð | ókeypis

Leiðrétt

Ónákvæmni gætti í frásögn af slysi á Gullengi á bls. 2 í blaðinu í gær. Hið rétta er að drengurinn hljóp ekki fyrir bílinnn heldur á hlið hans. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.Bréf stjórnar Ranghermt var í blaðinu í gær að bréf til Sturðu Böðvarssonar samgönguráðherra sem birtist væri frá Erni Sigurðssyni varaformanni Samtaka um betri byggð. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð | ókeypis

Lyklaveski til styrktar Krabbameinsfélaginu

UM helgina verða seld lyklaveski um land allt til styrktar starfi Krabbameinsfélagsins. Verður bæði selt við verslanir og gengið í hús þar sem því verður við komið. Ágóði rennur til aðildarfélaga Krabbameinsfélags Íslands en sum þeirra hafa tekist á hendur ýmis verkefni í heimabyggð sinni og stuðningshópar hafa unnið í þágu krabbameinssjúklinga og aðstandenda. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 613 orð | ókeypis

Mögulegt að stífla Jökulsá í Fljótsdal neðar í farveginum 23

Það er tæknilega mögulegt að stífla Jökulsá í Fljótsdal við Hrakstrandarfoss, nokkrum km neðar en nú er gert ráð fyrir. Sá kostur hlífir Eyjabökkum en er tvöfalt dýrari en núverandi tilhögun Fljótsdalsvirkjunar. Helgi Bjarnason sagði Rögnu Söru Jónsdóttur nánar frá kostum og göllum tilhögunarinnar. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 216 orð | ókeypis

Nýstárlegar skýringar á rústunum

ÞÓR Magnússon þjóðminjavörður hyggst fara til Hornafjarðar í dag og ætlar hann að skoða rústirnar sem fundist hafa við uppgröft við Hólm í Nesjum í Hornafirði. Hann segist lítið getað sagt um þennan fund á þessari stundu þar sem hann hafi ekki fengið tækifæri til að skoða uppgröftinn nánar. Þór segir skýringar Bjarna F. Einarssonar fornleifafræðings á rústunum vera alveg nýjar hér á landi. Meira
12. september 1999 | Erlendar fréttir | 393 orð | ókeypis

Ógnarástand á Austur-Tímor

VOPNAÐAR sveitir ofstækisfullra andstæðinga sjálfstæðis Austur-Tímor gengu berserksgang í vikunni eftir að ljóst var að yfirgnæfandi meirihluti íbúa A-Tímor hafði kosið sjálfstæði A-Tímor frá Indónesíu. Hundruð og e.t.v. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 368 orð | ókeypis

Reikna með að kvóti Íslendinga falli niður

Lélegasti þorskárgangur í Barentshafi frá því stofninn hrundi Reikna með að kvóti Íslendinga falli niður NIÐURSTÖÐUR seiðaleiðangurs Norðmanna og Rússa benda til að nýliðun í þorskstofninum í Barentshafi sé minni en verið hefur frá því á árunum 1987 til 1988 þegar stofninn hrundi. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 733 orð | ókeypis

Sjálfsvörn sýnd og fleira

Í DAG er sérstakur kynningardagur Karatefélagsins Þórshamars og opið klukkan 14 til 16 í húsakynnum félagsins í Brautarholti 22. Helgi Jóhannesson, formaður félagsins, var spurður hvers vegna sérstakur kynningardagur félagsins væri núna. Hann er í tilefni af tuttugu ára afmæli félagsins, en það var stofnað 27. maí 1979. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 59 orð | ókeypis

Spenntir KR-ingar í Laugardal

GÍFURLEG stemning ríkti á Laugardalsvellinum í gær þegar Víkingar tóku á móti KR-ingum í úrvalsdeildinni. Um 4000 áhorfendur voru mættir og voru flestir á bandi KR, en hið fornfræga félag í vesturbænum gat tryggt sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár. Íþróttafréttir helgarinnar er að finna á Fréttavef Morgunblaðsins. Slóðin á vefnum er www.mbl.is/sport. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð | ókeypis

Stofnkostnaður myndi tvöfaldast

KOSTNAÐUR við Fljótsdalsvirkjun myndi tvöfaldast ef miðlunarlón virkjunarinnar yrði fært neðar í árfarveginn og Eyjabökkum hlíft. Þá myndi orkugeta virkjunarinnar minnka um 10-15% vegna minni fallhæðar. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 223 orð | ókeypis

Tilraunir með steypuslitlag í Kópavogi FYRSTU tilraunir er

Tilraunir með steypuslitlag í Kópavogi FYRSTU tilraunir eru hafnar með að leggja þunnt steypuslitlag ofan á gamalt asfalt á götum. Í gær lagði Steinvegur ehf. steypuslitlag á aðfærslurein Fífuhvammsvegar inn á Hafnarfjarðarveg og er verkið unnið í samvinnu við bæjaryfirvöld í Kópavogi. Meira
12. september 1999 | Erlendar fréttir | 271 orð | ókeypis

Umbætur engan veginn nógu langt á veg komnar

ALLT starf framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins einkennist af óstjórn, mismunun og vanhæfni, og umbætur á stofnuninni eru bráðnauðsynlegar, að því er segir í afar harðorðri skýrslu óháðrar sérfræðinganefndar, sem gerð var opinber á föstudag. Er í skýrslunni komist að þeirri niðurstöðu að umbætur, sem efnt var til nýlega, hafi engan veginn gengið nógu langt. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 505 orð | ókeypis

Verðbólguhraðinn eykst

FORSTJÓRI Þjóðhagsstofnunar, Þórður Friðjónsson, segir að verðlagsþróun undanfarið bendi til þess að verðbólguhraðinn hér á landi sé tvö- til þrefaldur miðað við flest lönd Evrópu. Hann sagði að það hlyti að verða meginverkefnið á næstunni að hægja á vexti þjóðarútgjalda og draga úr spennu í efnahagslífinu. Meira
12. september 1999 | Innlendar fréttir | 128 orð | ókeypis

Þurftu tvívegis að endurskoða áætlanir

ÚTLIT er fyrir að Sementsverksmiðjan á Akranesi selji um 130 þúsund tonn af sementi í ár. Er það umtalsvert meira en undanfarin ár en svipað og seldist á framkvæmdaárunum 1987 og 1988. Salan er mun meiri en stjórnendur fyrirtækisins reiknuðu með. "Við þurftum að endurskoða áætlanir okkar tvisvar, salan var svo mikil í sumar," segir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar hf. Meira

Ritstjórnargreinar

12. september 1999 | Leiðarar | 738 orð | ókeypis

EIGNARHALD Á BÖNKUM

EIGNARHALD Á BÖNKUM Í UMRÆÐUM undanfarinna vikna um eignarhald á bönkum hefur því hvað eftir annað verið haldið fram, að ekki væri unnt að setja og framfylgja ákveðnum reglum, sem tryggðu dreifða eignaraðild að bönkum. Meira
12. september 1999 | Leiðarar | 1938 orð | ókeypis

Ný aðalnámskrá fyrir grunn- og framhaldsskóla hefur tekið gildi. Gríðar

Ný aðalnámskrá fyrir grunn- og framhaldsskóla hefur tekið gildi. Gríðarleg vinna liggur að baki en þetta er í fyrsta sinn sem námskrár fyrir grunn- og framhaldsskóla eru endurskoðaðar saman. Einnig var unnið að gerð fyrstu námskrár leikskóla og nýrrar námskrár um tónlistarskóla. Helstu breytingar með námskránni eru meðal annars aukin tungumálakennsla og aukin áhersla á raungreinar. Meira

Menning

12. september 1999 | Menningarlíf | 106 orð | ókeypis

Alfredo Kraus

SPÆNSKI óperusöngvarinn Alfredo Kraus lést úr krabbameini á heimili sínu í Madrid í gær, 71 árs að aldri. Hann var talinn einn af fremstu tenórum sinnar kynslóðar en hafði ekki sungið opinberlega síðan í janúar á þessu ári vegna veikinda. Meira
12. september 1999 | Menningarlíf | 393 orð | ókeypis

Ávaxtakarfan á myndband

"DRAUMASMIÐJAN er sjálfstætt starfandi leikhús. Það var stofnað 1994 og hefur sett upp nokkur verkefni. Ávaxtakarfan er nýjasta og jafnframt viðamesta verk Draumasmiðjunnar og fór velgengni þeirrar sýningar langt fram úr björtustu vonum okkar," segir Gunnar Gunnsteinsson, leikari og leikstjóri Draumasmiðjunnar. Meira
12. september 1999 | Menningarlíf | 93 orð | ókeypis

Birgit Cullberg

SÆNSKI dansarinn, danshöfundurinn og ballettstjórinn Birgit Cullberg lést í vikunni úr lungnabólgu, 91 árs að aldri. Það var með ballettinum Fröken Júlíu eftir samnefndu leikriti Augusts Strindbergs að Cullberg steig fram á danssviðið 1950 svo um munaði. Hún var þá ráðin að Stokkhólmsóperunni en hætti þar 1957, sagðist hafa verið rekin. Meira
12. september 1999 | Menningarlíf | 55 orð | ókeypis

Chirac skoðar Chardin

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, sýnir málverki franska átjándu aldar listmálarans Jeans- Simeons Chardins "Lítil stúlka að leik" áhuga, en Chirac var meðal heiðursgesta þegar sýning á verkum Chardins var opnuð í París á fimmtudag í tilefni þess að þrjú hundruð ár eru liðin frá fæðingu listamannsins. Sýningin stendur til 22. nóvember. Meira
12. september 1999 | Menningarlíf | 560 orð | ókeypis

EINRÆKTAÐUR ÁSTARÞRÍHYRNINGUR

eftir Danielle Steel. Dell Fiction 1999. 245 síður. EF karlar hafa gert Stephen King að metsöluhöfundi heimsins hafa konur gert það sama við bandaríska metsöluhöfundinn Danielle Steel. King skrifar sem gjörkunnugt er hrollvekju- og spennusögur sem höfða meira til karla en kvenna. Meira
12. september 1999 | Menningarlíf | 246 orð | ókeypis

Elaine Padmore ráðin óperustjóri við Covent Garden

HIN enska Elaine Padmore, fráfarandi óperustjóri við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, mun taka við starfi óperustjóra við Covent Garden í byrjun næsta árs. Í stjórn hússins er hljómsveitarstjórinn Bernard Haitink, sem er tónlistarstjóri hússins og yfirmaður þess, en í stjórninni mun Padmore sitja, auk Peter Mario Katona. Meira
12. september 1999 | Fólk í fréttum | 225 orð | ókeypis

Fannst tímabært að taka við taumunum

FYRSTA kvikmynd undir leikstjórn spænska leikarans Antonios Banderas var frumsýnd í vikunni á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og fékk hún ágætar viðtökur hjá gagnrýnendum. "Mér fannst ég þyrfti sjálfur að taka við taumunum," sagði Banderas á blaðamannafundi en hann hefur leikið í 52 kvikmyndum. Meira
12. september 1999 | Menningarlíf | 103 orð | ókeypis

Frestun á Hatti og Fatti

Sýning á barnasöngleiknum Nú er ég hissa um félaganna Hatt og Fatt frestast um eina viku vegna meiðsla eins leikarans. Fyrsta sýning eftir sumarfrí átti verða sunnudaginn 12. september en verður í stað þess að sunnudaginn 19. september. Meira
12. september 1999 | Menningarlíf | 127 orð | ókeypis

Fyrirlestur um listina í Snorra Eddu

VÉSTEINN Ólason prófessor, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, flytur opinberan fyrirlestur um listina í Snorra Eddu í Norræna húsinu þriðjudaginn 14. september nk., á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals, kl. 17. Fyrirlesturinn er í boði Stofnunar Sigurðar Nordals og nefnist: "List og tvísæi í Snorra Eddu. Meira
12. september 1999 | Fólk í fréttum | 893 orð | ókeypis

Færeysk fegurð og íslenskur eldmóður

FEGURÐARSAMKEPPNI Færeyja eða Vakurleikakapping Føroya, var haldin í Badmintonhöllinni í Þórshöfn þann 28. ágúst síðastliðinn þar sem ungt, glæsilegt fólk keppti um titlana "Føroya sprund", eða ungfrú Færeyjar og "Føroya kallur" sem er herra Færeyjar. Meira
12. september 1999 | Fólk í fréttum | 165 orð | ókeypis

Glaðlegur og fjörugur djass

Á SÓLONI Íslandusi hefjast tónleikar Dixielandhljómsveitar Árna Ísleifssonar kl. 15. Árni leikur á píanó og með honum trompetleikarinn Sverrir Sveinsson, básúnuleikararnir Friðrik Theodórsson og Þórarinn Óskarsson, Björn Björnsson á altósaxófón, Guðmundur Norðdahl á klarínett, gítaristinn Örn Egilsson, bassaleikarinn Leifur Benediktsson og Guðmundur Steinsson lemur húðir. Meira
12. september 1999 | Fólk í fréttum | 126 orð | ókeypis

Hlátur og grátur Humarhúsið (Blue Moon)

Leikstjóri: Ron Lagomarsino. Aðalhlutverk: Sharon Lawrence, Jeffrey Nordling og Kim Hunter. (91 mín.) Bandaríkin. Skífan, ágúst 1999. Öllum leyfð. Í ÞESSARI vinalegu fjölskyldumynd er sögð saga Keating-fjölskyldunnar, sem verið hefur burðarásinn í atvinnulífi lítils fiskibæjar. Meira
12. september 1999 | Menningarlíf | 591 orð | ókeypis

Ítalskt kvöld í Málmey Óperusýning felld inn

Óperusýning felld inn í ítalska veislu er uppákoma sem Malmö Musikteater býður upp á. Sigrún Davíðsdóttirbrá sér til Málmeyjar. Meira
12. september 1999 | Menningarlíf | 91 orð | ókeypis

Kol og neon í Hallgrímskirkju

Í ANDDYRI Hallgrímskirkju verður opnuð sýning á verkum Jóns Axels Björnssonar í dag, sunnudag, kl. 12.15. Jón Axel sýnir fjórar myndir, kol á striga og neonljós, og kallast sýningin "Himinn og jörð". Allar myndirnar eru gerðar sérstaklega í tilefni þessari sýningu. Þetta er síðasta sýningin á 17. Meira
12. september 1999 | Menningarlíf | 1382 orð | ókeypis

Leitast við að vera gagnrýnin á sjálfan mig

Í Árbæjarsafninu gengur tíminn bæði aftur á bak og áfram þessa dagana. En þar má sjá sex pör af klukkum sem ganga sem spegilmynd hver af annarri. ANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR ræddi við pólska listamanninn Jaroslaw Kozlowski sem tekur þátt í FIRMA '99, sýningu Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Meira
12. september 1999 | Fólk í fréttum | 436 orð | ókeypis

Líf fyrir allra augum

STÚLKURNAR á Flórída heimavistinni segjast vera eins og hverjar aðrar menntaskólastúlkur sem leigja saman, nema að þær borða, sofa, baða sig og skipta um föt fyrir framan fjörutíu myndavélar. Hús þeirra er í rólegu úthverfi í borginni Tampa en þaðan er sýnt beint á vefsíðuna www.voyeurdorm.com. Meira
12. september 1999 | Fólk í fréttum | 646 orð | ókeypis

MyndböndSamningamaðurinn (The Negotia

Samningamaðurinn (The Negotiator) Tæknilega fullkomin, áferðarfalleg og mjög vel unnin kvikmynd og án efa í flokki bestu hasarmynda síðustu ára. Jackson og Spacey eru alvöru töffarar. Dauði á vistinni (Dead Man on Campus) Þokkalega skemmtileg vitleysa og fín gamanmynd. Meira
12. september 1999 | Menningarlíf | 118 orð | ókeypis

Nýjar bækur LJÓÐVISSA

LJÓÐVISSA er fjórða ljóðabók Berglindar Gunnarsdóttur. Bókin skiptist í þrjá kafla; ljóð almenns eðlis, m.a. ferðaljóð og þrjú ljóð um dauðann; ástarljóð, sem ber heitið 12 ljóð um svartbjarta ást og þriðji kaflinn heitir Ljóð um land og er elegía eftir föður höfundarins. Meira
12. september 1999 | Menningarlíf | 89 orð | ókeypis

Nýjar plötur JÓNAS Ingimundarson ­

JÓNAS Ingimundarson ­ Chopin. Á plötunni leikur Jónas Ingimundarson á píanó verk eftir Chopin, Polonesa og Mazurka, en hinn 17. október eru liðin 150 ár frá því að Chopin lést. Jónas hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum, leikið inn á fjölda hljómplatna og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir list sína. Útgefandi er Japis. Meira
12. september 1999 | Fólk í fréttum | 305 orð | ókeypis

Nýr flötur á sálmunum

SÁLMAR lífsins er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Hallgrímskirkju kl. 14 í dag. Þar munu Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson, píanóleikari og organisti, leika á sinn hátt sálma íslensku þjóðkirkjunnar sem tengjast lífi mannsins frá vöggu til grafar. Meira
12. september 1999 | Fólk í fréttum | 615 orð | ókeypis

Opin tónlist og frjáls

John Abercrombie, einn helsti áhrifavaldur í nútíma djassgítarleik, spilar í Íslensku óperunni í kvöld. Meira
12. september 1999 | Menningarlíf | 384 orð | ókeypis

Sýningu fjögurra íslenskra listamanna í Sívala turni vel tekið

"FÍN sýning á íslenskri list í Sívala turninum" er undirfyrirsögn umsagnar í Berlingske Tidende í gær um sýningu fjögurra íslenskra listamanna í turninum. Það eru þau Bjarni Sigurbjörnsson, Guðjón Bjarnason, Guðrún Kristjánsdóttir og Helga Egilsdóttir sem sýna þar málverk og skúlptúr. Meira

Umræðan

12. september 1999 | Bréf til blaðsins | 763 orð | ókeypis

Ég verð að taka til máls

ÉG er svo reið og sár, mér verður næstum orðfall. Ég vinn á skrifstofu á Reyðarfirði þar sem hið væntanlega hræðilega álver á að rísa. Um daginn var ég á tali við konu sem vinnur hjá stofnun í Reykjavík, hún átti ekki til orð yfir hvers konar náttúruníðingar og umhverfismorðingjar við værum. Meira
12. september 1999 | Bréf til blaðsins | 199 orð | ókeypis

Rabarbarinn fyrir vestan...

HVAÐ heitir þessi staður á Patró? Detti af mér allar dauðar lýs. Jú svo sannarlega heitir þessi staður þetta. Býður upp á viðmót og ferskleika í ofanálag. Hví í ósköpunum heitir hann þetta, enn er manni spurn? Maðurinn á bak við veitingastaðinn heitir nefnilega Rafn. Sonur hans er honum til trausts og halds, aukinheldur eiginkonan sjálf (Lady of the house). Meira
12. september 1999 | Aðsent efni | 2032 orð | ókeypis

SJÓNVARPIÐ, FRÁ SJÓNARHÓLI ÁSKRIFANDA

Sjónvarpið á að vera öflug miðstöð kvikmyndagerðar á landinu, segir Geir Hólmarsson, vera miðja þess og kjarni. Meira
12. september 1999 | Bréf til blaðsins | 523 orð | ókeypis

Þórhallsgeisli í Vesöld

SKIPULAG og merkingar hverfa og gatna eiga að mínu viti að þjóna þeim tilgangi að gera fólki auðvelt að rata um borgina og hverfin. Götunöfn eru ekki örnefni, heldur vegvísar. Eitt sinn skammaði ég bónda sem ég þekki fyrir að merkja ekki hjá sér heimreiðina. Meira

Minningargreinar

12. september 1999 | Minningargreinar | 470 orð | ókeypis

Birna Valdís Hjartardóttir

Mig langar að minnast í nokkrum orðum móðursystur minnar, Valdísar Hjartardóttur. Ég minnist fyrst þess tíma þegar síldarárin voru. Valdís saltaði af miklu kappi og ég fékk stundum að fara með til að raða niður í tunnur. Hún vann sér inn pening í síldinni til að kosta sitt nám í Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem hún tók stúdentspróf. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 154 orð | ókeypis

BIRNA VALDÍS HJARTARDÓTTIR

BIRNA VALDÍS HJARTARDÓTTIR Birna Valdís Hjartardóttir fæddist á Lækjamóti við Fáskrúðsfjörð 10. maí 1946. Hún lést á líknardeild Landspítalans 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Hjörtur Guðmundsson, f. 12. ágúst 1907, d. 6. október 1986 og Guðrún Sigríður Bjarnadóttir, f. 5. apríl 1913. Systur Valdísar eru: Ragnheiður Malmquist, f. 21. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 673 orð | ókeypis

Hafsteinn Stefánsson

Þegar fregnin barst um að Hafsteinn Stefánsson væri allur börðust tvennskonar tilfinningar um völdin, tregi vegna þess að góður vinur og félagi var horfinn, hann hefði átt að geta verið hjá okkur mikið lengur, og þakklæti til Alföður sem bænheyrði hann og leyfði honum að fara fljótt, en það vildi hann þegar vitað var að hverju drægi. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 422 orð | ókeypis

Hafsteinn Stefánsson

"Nú siglir hann út á sundið frítt, síst með geði þungu." Hafsteini léku snemma ljóð á tungu. Hann var sannur hagleiksmaður til hugar og handa, orðs og æðis. Það var ánægjulegt og áhugavert að fylgjast með hugleikni hans og handaverkum síðasta áratug lífsferðar hans. Hann var agaður en gagnrýninn, jafnt á eigin verk sem og þjóðmálin almennt. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 30 orð | ókeypis

HAFSTEINN STEFÁNSSON

HAFSTEINN STEFÁNSSON Hafsteinn Stefánsson fæddist á Högnastöðum við Eskifjörð 30. mars 1921. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Selfoss hinn 29. ágúst síðastliðinn. Útför Hafsteins fór fram frá Selfosskirkju laugardaginn 11. september. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 389 orð | ókeypis

Ingibjörg Halldórsdóttir

Ingibjörg Halldórsdóttir lést 3. ágúst á Dvalarheimilinu Hlíð, 92 ára að aldri. Þar hafði hún búið síðustu árin í góðu skjóli sem hún hafði unnið vel að sjálf að komið yrði upp. Það hafði verið eitt af hennar brennandi baráttumálum. Lengi hafði hún staðið sterk í stormum sinna tíða, en það er örlagaorð að falls sé von að fornu tré. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 29 orð | ókeypis

INGIBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR

INGIBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR Ingibjörg Halldórsdóttir fæddist á Akureyri 29. október 1906. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 3. ágúst síaðstliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 12. ágúst. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 513 orð | ókeypis

Otto W. Magnússon

Fráfall afa míns er mér mjög þungbært. En vitneskjan um það að hann hafi fengið þann viðskilnað sem hann óskaði sér, veitir mér stuðning í sorginni. Þjáning hans í þrálátum veikindum er liðin og hefur sálin fengið hvíld á nýjum stað meðal ástvina og ættingja. Við nafnarnir vorum alla tíð mjög nánir. Mínar fyrstu minningar eru honum tengdar og húsinu hans við Brekkugötu á Seyðisfirði. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 296 orð | ókeypis

Otto W. Magnússon

Ottó W. Magnússon er nú látinn og hefir lokið göngu sinni hér í okkar hópi. Margir munu minnast hans nú með þakklæti fyrir samfylgdina. Hann var hin mikla hjálparhella margra manna sem umboðsmaður Olís á Seyðisfirði til margra ára, því að margir nutu meðfæddrar hjálpsemi hans og greiðvikni á lífsgöngu hans hér. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 385 orð | ókeypis

Otto W. Magnússon

Gull af manni er genginn á fund feðra sinna. Þetta er hann Ottó minn og eitt er víst að minning hans mun lifa í afkomendum og öðrum sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast honum. Er ég ein af þeim. Ottó kom inn í líf mitt í flóknum kafla, þ.e. þegar gjöfull faðir minn lést. Á sjötta áratugnum var amma ráðskona hjá Ottó, er aðeins tún á milli heimilanna, gamli tíminn stóð austanvert, þ.e. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 637 orð | ókeypis

Otto W. Magnússon

Þegar dauðinn heggur nærri rifjast óneitanlega upp orðin úr biblíunni, ...Það liggur fyrir mönnum eitt sinn að deyja.... Þó að venjulega í daglegu lífi reynum við að halda þeirri hugsun frá, en nú á þessari stund sækir hún ef til vill á, að sá tími kemur að þessi heimur verður kvaddur og við tekur annar sem varir um eilífð. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 144 orð | ókeypis

Otto W. Magnússon

Ottó afi hefur nú kvatt þennan heim. Við sem eftir sitjum eigum hlýjar minningar um góðan og einstakan mann. Síðan ég man eftir mér hefur afi Ottó verið ómissandi hluti af heimilishaldinu á Sæbrautinni og verður hans sárt saknað. Hann var einstaklega hlýr maður og góður afi. Við ýmis sérstök tilefni í lífi okkar í fjölskyldunni orti afi Ottó til okkar falleg og hlý kvæði. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 293 orð | ókeypis

OTTO W. MAGNÚSSON

OTTO W. MAGNÚSSON Ottó W. Magnússon fæddist á Eskifirði 8. júní 1910. Hann lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 6. september síðastliðinn. Foreldrar Ottós voru Magnús Arngrímsson, f. 9.5. 1884, vegaverkstjóri, og Anna Jörgensen, f. 20.6. 1884, húsmóðir af dönskum ættum. Systkini Ottós voru Charles Magnússon, f. 10.8. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 70 orð | ókeypis

Ragna Gísladóttir

Kveðja frá tengdadóttur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 376 orð | ókeypis

Ragna Gísladóttir

Elsku amma Ragna, nú er komið að því að við verðum að kveðja þig í hinsta sinn. Þegar horft er til baka koma upp ótal minningar. Allar eiga þær það sameiginlegt að geta yljað okkur um hjartarætur það sem við sjálf eigum eftir ólifað. Það er ótrúlegt hversu ljóslifandi jafnvel okkar elstu minningar um þig eru. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 620 orð | ókeypis

Ragna Gísladóttir

Það er með mikilli eftirsjá að ég kveð elskulega tengdamóður mína, Rögnu Gísladóttur, eftir löng og góð kynni sem aldrei bar skugga á. Ragna var af skaftfellskum ættum en ólst upp, ásamt systkinum sínum Ósk og Sigurjóni, á Laugavegi 171 í Reykjavík, í húsi sem nú er horfið. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 273 orð | ókeypis

Ragna Gísladóttir

Ég vil segja nokkur orð um kæran vin, Rögnu Gísladóttur. Mér þótti afar sárt að heyra af andláti Rögnu. Vinskapur okkar byrjaði í Árbænum fyrir allmörgum árum. Ég var svo lánsamur að búa í næsta húsi við hlið Rögnu og Bjarna. Það rann upp fyrir mér mjög fljótt hversu mikil góðmennska bjó í hjarta þeirra hjóna, þau geisluðu af góðmennsku og hjartahlýju. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 180 orð | ókeypis

Ragna Gísladóttir

Með örfáum línum vil ég minnast hennar ömmu minnar. Hún var ein besta manneskja sem ég hef kynnst. Alltaf bar hún velferð okkar barnanna fyrir brjósti og fylgdist vel með okkar daglega lífi, tók þátt í gleði okkar og sorgum. Umhyggja fyrir okkur var alltaf skýlaus. Aldrei nokkurn tíma heyrði ég ömmu hallmæla neinum því alltaf sá hún það góða í öllum. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 235 orð | ókeypis

Ragna Gísladóttir

Að kveðja þig amma mín er það erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann gert. Þessi langa og ánægjuríka ævi þín er nú á enda og þú hefur fengið hina hinstu hvíld. Þessa síðustu daga hafa minningarnar streymt að og ég hef velt því fyrir mér hversu mikið amma hefur kennt mér og hvaða lífsreglur ég hef lært af henni. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 484 orð | ókeypis

Ragna Gísladóttir

Elsku amma okkar Ragna er farin á vit annarra heima. Afi og Ósk eru enn hjá okkur og bíða eftir að þið sameinist hjá guði. Þangað til hugsum við vel um þau. Þið hafið átt svo mikinn þátt í lífi okkar. Við fáum ykkur aldrei fullþakkað fyrir það sem þið hafið gert fyrir okkur. Við vorum svo heppin að alast upp í göngufjarlægð frá heimili ykkar og þið voruð fastur punktur í lífi okkar. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 228 orð | ókeypis

RAGNA GÍSLADÓTTIR

RAGNA GÍSLADÓTTIR Ragna Gísladóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1912. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Gísli Gíslason, útvegsbóndi og silfursmiður, frá Rauðabergi í V- Skaftafellssýslu, f. 30.4. 1872, d. 26.4. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 45 orð | ókeypis

Unnur Oddsdóttir

Elskuleg amma og langamma okkar. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu og yndislegu stundirnar okkar saman í gegnum tíðina. Við munum geyma þessar kæru minningar í hjarta okkar um ókomin ár. Bjarni, Elna, Guðmundur og langömmubörnin, Guðfríður Björg, Stefanía Ósk og Kristín Unnur. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 113 orð | ókeypis

Unnur Oddsdóttir

Kæra Unnur. Nú ertu farin til æðri "heima" minningu um þig við munum geyma. Með örfáum orðum ætlum við fjölskyldan að kveðja þig og þakka þér allar samverustundir á liðnum árum. Fyrstu kynni okkar af þér voru þegar Elna, ömmubarnið þitt, giftist Guðmundi, syni okkar. Eftir það áttu fjölskyldurnar margar góðar stundir saman. Með söknuði kveðjum við þig. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 284 orð | ókeypis

Unnur Oddsdóttir

Ég vil gjarnan minnast Unnar Oddsdóttur með nokkrum fátæklegum línum. Unnur ólst upp á Brimilsvöllum í Fróðárhreppi á norðanverðu Snæfellsnesi. Hún réðst ung í vist eins og þá tíðkaðist og vann við heimilisaðstoð, fyrst á Norðurlandi í námunda við Blönduós og síðan í Reykjavík. Hér fyrir sunnan starfaði Unnur einnig við fiskvinnslu og saumaskap, m.a. hjá Fötum hf. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 103 orð | ókeypis

UNNUR ODDSDÓTTIR

UNNUR ODDSDÓTTIR Unnur Oddsdóttir fæddist á Brimilsvöllum í Fróðárhreppi 20. janúar 1913. Hún lést á Elliheimilinu Grund 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Oddur Ólafsson og Sólveig Önundardóttir, sem bæði eru látin fyrir allmörgum árum. Meira
12. september 1999 | Minningargreinar | 234 orð | ókeypis

Valdís Hjartardóttir

Okkur langar í þessum fáu orðum að minnast eins af eftirminnilegustu kennurunum okkar alla skólagönguna. Valdís kenndi okkur allan barnaskólann, frá 1975-1980 og lagði grunninn að því sem við erum í dag. Valdís hafði einstakt lag á því að draga það besta fram í hverju okkar og hún náði að halda okkur ánægðum en þó oftast ósköp þægum. Meira

Daglegt líf

12. september 1999 | Bílar | 138 orð | ókeypis

Audi kynnir A2 borgarbílinn

AUDI undirbýr nú sókn frá tveimur hliðum að Mercedes-Benz, helsta keppinautnum í lúxusbílaflokki í Þýskalandi ásamt BMW. Audi kynnir á bílasýningunni í Frankfurt Audi A2 sem er bíll í sama stærðarflokki og Mercedes-Benz A. Þá er nýjum A8 með tólf strokka w-laga vél ætlað að velgja S-flaggskipi Mercedes-Benz undir uggum. Meira
12. september 1999 | Bílar | 114 orð | ókeypis

BMW X5 sá öruggasti

BMW segir að nýr X5 jeppi fyrirtækisins sé öruggasti jeppi í heimi. Yfirlýsingarnar koma í kjölfar árekstrarprófana í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum. Árekstrarprófið, sem útfært var af BMW, líkti eftir Euro NCAP prófinu. X5 var ekið á 65 km hraða með 40% af framhluta bílsins á hindrun sem hafði engin áhrif á ökumannsrýmið. Meira
12. september 1999 | Bílar | 145 orð | ókeypis

Býður DaimlerChrysler tryggingu með bílum?

SVO gæti farið að DaimlerChrysler hefji starfsemi tryggingafélags í Evrópu og selji kaupendum Mercedes-Benz, Chrysler og Smart bifreiða ökutækjatryggingar. Klaus Mangold, sem á sæti í framkvæmdanefnd DaimlerChrysler, segir að hugsanlegt að þessari hugmynd verði hrundið í framkvæmd. Velta ökutækjatryggingamarkaðar í Evrópu er um 83 milljarðar dollara á ár. Meira
12. september 1999 | Bílar | 171 orð | ókeypis

Evrópufrumsýning Sirion 4x4 á Íslandi

DAIHATSU Sirion smábíllinn með fjórhjóladrifi er frumsýndur í Evrópu á Íslandi um helgina. Bíllinn er með 989 rúmsentimetra, þriggja strokka vél sem er hagkvæm og sparneytin. Hún er með tólf ventlum og tveimur yfirliggjandi knastásum og skilar 55 hestöflum. Meira
12. september 1999 | Ferðalög | 317 orð | ókeypis

Farið frá London til Dublin kostar um 3.300 krónur

Margir þurfa á tengiflugum að halda frá borgum eins og London, Frankfurt eða Stokkhólmi. Nýlega þurfti lesandi að kaupa flugmiða frá London til Dublin. Hann fékk þau svör hér heima að flugfargjald með British Midland frá Heathrow kostaði í september 182 pund aðra leiðina sem er um 21.000 krónur. Meira
12. september 1999 | Ferðalög | 800 orð | ókeypis

Ferð inn í fegurð

Nóttin hefst á rauðleitum himni undir óræðum Dyrfjöllum. Gunnar Hersveinnsegir hér frá gönguferð fjölskyldunnar í Stórurð á Austur-Héraði og dásemdum á leiðinni. Meira
12. september 1999 | Bílar | 887 orð | ókeypis

Forstjórabíll á jeppaverði

B&L, umboðsaðili Hyundai, kynnir um helgina flaggskipið frá verksmiðjunum, Grandeur XG, með 2,5 lítra og 3,0 lítra V6 vélum. Þetta er hinn glæsilegasti farkostur með flestum þeim þæginda- og öryggisbúnaði sem fylgir bílum í þessum flokki en það sem mesta athygli vekur er verðið, eins og yfirleitt þegar Hyundai á í hlut. Meira
12. september 1999 | Bílar | 1393 orð | ókeypis

Framleiðendur skjóta upp aldamótaflugeldunum

UM eitt hundrað nýir bílar verða frumkynntir á næsta ári. Bílframleiðendur í bílaálfunum þremur, Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu, ætla ekki að láta sitt eftir liggja þegar nýrri öld verður fagnað og sýna hvers þeir eru megnugir á næstu þremur stóru bílasýningunum í Frankfurt í september, Tókíó í október og Detroit í janúar. Meira
12. september 1999 | Bílar | 91 orð | ókeypis

Fyrsti Trooper fyrir björgunarsveit

FJALLASPORT efh. hefur afhent Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík fyrsta Isuzu Trooper bílinn sem er sérstaklega breyttur fyrir björgunarsveit. Bíllinn er m.a. með vökvaknúið spil og var honum breytt fyrir 38 tommu hjólbarða. Meira
12. september 1999 | Ferðalög | 99 orð | ókeypis

Gengið um Langtangþjóðgarðinn

Á VEGUM ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar verður farið til Nepal í byrjun næsta mánaðar. Síðari brottförin er í lok október. Gengið verður um Langtang-þjóðgarðinn og upp að hinum heilögu vötnum Gosainkund og síðan um byggðir Sherpa í Helambu. Eftir gönguna verður farið á villidýraslóðir í Chihwan- þjóðgarði nálægt landamærum Indlands. Meira
12. september 1999 | Ferðalög | 671 orð | ókeypis

Iðandi mannlíf við lítil torg.

Skemmtilegasta hverfið í Sevilla er án efa Santa Cruz, gamla gyðingahverfið frá miðöldum. Það er í miðborginni, norðan við dómkirkjuna, og liggur þétt við múra Márahallarinnar. Hverfið er eins og völundarhús með þröngum götum sem hlykkjast óreglulega í allir áttir en opnast þó fyrr eða síðar út á lítil torg. Meira
12. september 1999 | Ferðalög | 508 orð | ókeypis

Menn vita sáralítið um Ísland

"ÍSLANDSVINUR" er nafnbót sem fáir eiga jafnríkt tilkall til og Rohan Stefan Nandkisore útgefandi. Hann er ekki aðeins hrifinn af landi og þjóð heldur tók hann það upp hjá sjálfum sér að "koma Íslandi á kortið", eins og hann orðar það og hóf að gefa út blað um þetta litla land í norðri. Meira
12. september 1999 | Ferðalög | 103 orð | ókeypis

Met í óstundvísi

Júnímánuður var einn versti mánuður í flugsögunni með tilliti til fjölda flugáætlana sem fóru úr skorðum. Fjórar af hverjum tíu flugáætlunum í Evrópu seinkaði samkvæmt upplýsingum frá Samtökum evrópsku flugfélaganna. Þetta kemur fram í blaðinu Scandinavian Boarding. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs var meira en 15 mínútna seinkun á 35% áætlunarflugs innan Evrópu. Meira
12. september 1999 | Bílar | 218 orð | ókeypis

Mikil spurn eftir Zafira

MIKIL spurn er eftir Opel Zafira fjölnotabílnum í Evrópu. Fáeinum mánuðum eftir markaðssetningu hans í Evrópu hafa verksmiðjunum í Rüsselsheim borist yfir 100 þúsund pantanir í bílinn. Zafira er óvenjulegur að því leyti að hann tekur sjö manns í sæti og skákar þar með keppinautum í sama stærðarflokki. Meira
12. september 1999 | Ferðalög | 138 orð | ókeypis

Stórurð

STÓRURÐ er í Hjaltastaðaþinghá á Austur-Héraði en hún tilheyrir jörðinni Hrafnabjörgum. Stórurð er eitt stórfenglegasta framhlaup (berghlaup) á Íslandi. Þar eru eggsléttir grasbalar og hyldjúpar tjarnir innan um björg á stærð við fjölbýlishús og yfir henni gnæfa Dyrfjöll og hinumegin við þau er Borgarfjörður eystra. Meira
12. september 1999 | Ferðalög | 455 orð | ókeypis

Sumir sem komast inn fá ekki að kaupa sér flík Einungis útvaldir geta keypt fötin sín í búðinni Voyage í London. Birna

Einungis útvaldir geta keypt fötin sín í búðinni Voyage í London. Birna Helgadóttirsegir að síðan fái ekki nema sumir sem komast inn að kaupa sér flíkur. Meira
12. september 1999 | Ferðalög | 200 orð | ókeypis

Vikutilboð á hótelgistingu

SÍÐASTLIÐIÐ vor hóf Vala Baldursdóttir rekstur Green Key-hótelsins í Kaupmannahöfn. Hún segir að hótelnýtingin frá þeim tíma hafi verið 95% sem er framar hennar björtustu vonum. Stærstur hluti gestanna hafa verið Íslendingar. Vala segir að frá og með 1. október næstkomandi verður sérstakt vikutilboð í gangi á Green Key-hótelinu. Vika í tveggja manna herbergi mun kosta 1.900 dkr. Meira
12. september 1999 | Bílar | 617 orð | ókeypis

Þarf sjálfskipting viðhald?

EINS og með flesta aðra hluti þarf að halda sjálfskiptingu við. Sá misskilningur virðist furðu útbreiddur á meðal bíleigenda, að ekki þurfi að huga að öðru en magni vökvans á skiptingunni. Því er mörg bilunin í sjálfskiptingu ótímabær og oft afleiðing vanþekkingar og trassaskapar. Meira

Fastir þættir

12. september 1999 | Í dag | 35 orð | ókeypis

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 12. september, verður sjötug Pálína Hermannsdóttir, Hvassaleiti 111, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Sveinbjörn Dagfinnsson, fyrrv. ráðuneytisstjóri. Þau dvelja þessa helgi á Hótel Geysi í Haukadal ásamt börnum, tengdasonum og barnabörnum. Meira
12. september 1999 | Fastir þættir | 753 orð | ókeypis

Áttaviti og kjölfesta

Mikilvægt er að kunna skil á umferðarreglum þjóðveganna. Stefán Friðbjarnarson telur ekki síður þörf á að fólk temji sér réttar umferðarreglur á öðrum samskiptaleiðum mannfólksins. Meira
12. september 1999 | Í dag | 28 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júlí sl. í Grundarfjarðarkirkju af sr. Karli V. Matthíassyni Sigríður Kristjánsdóttir og Gunnlaugur Kristjánsson. Brúðarbörn eru: Anna Guðrún, Kristrún, Andrea Ósk og Vilberg Sindri. Meira
12. september 1999 | Í dag | 26 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júlí í Kópavogskirkju af sr. Gunnari Sigurjónssyni Jóna Þóra Jensdóttir og Andrés Einar Hilmarsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
12. september 1999 | Í dag | 271 orð | ókeypis

Djassinn er hafinn í Laugarneskirkju

KVÖLDMESSUR Laugarneskirkju heilsa nú að nýju. Í kvöldmessum okkar ríkir létt sveifla í tónum og tali en helg alvara guðs orðs mætir spurningum hjartans. Næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20.30 hefst kvöldmessa septembermánaðar. Hjónin Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir þjóna við messuna ásamt framúrskarandi tónlistarfólki. Þar eru þeir Tómas R. Meira
12. september 1999 | Dagbók | 921 orð | ókeypis

Í dag er sunnudagur 12. september, 255. dagur ársins 1999. Orð dagsins:

Í dag er sunnudagur 12. september, 255. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Betra er að þú heitir engu en að þú heitir og efnir ekki. (Prédikarinn 5, 4.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Seabourn Bride kemur og fer í dag. Hanse Duo, Bakkafoss og Vigri koma í dag. Meira
12. september 1999 | Í dag | 220 orð | ókeypis

Kátir félagar

KARLAKÓRINN Kátir félagar starfaði á árunum 1933­44. Á myndinni eru kórfélagar og er vitað um nöfn allra nema þeirra tveggja sem búið er að merkja við. Telji einhver sig þekkja þessa menn er hann vinsamlega beðinn að hafa samband við Ara Ólafsson í síma 5611611. Meira
12. september 1999 | Í dag | 97 orð | ókeypis

TIL ÍSLANDS

Þín fornöld og sögur mér búa í barm og bergmál frá dölum og hörgum, þín forlög og vonir um frægðir og harm mér fylgja á draumþingum mörgum. Þinn svipurinn ljúfi, þitt líf og þitt mál, í lögum þeim hljóma, er kveður mín sál. Meira
12. september 1999 | Í dag | 845 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Á ÍÞRÓTTASVIÐINU hefur athyglin í vikunni heldur betur beinst að karlalandsliðum Íslands í tveimur vinsælustu íþróttagreinum þjóðarinnar, knattspyrnu og handknattleik. Fyrrnefnda landsliðið átti athygli þjóðarinnar allrar í tveimur verkefnum í vikunni, en nú er komið að handknattleiksliðinu og etur það kappi við landslið Makedóníu í tveimur geysimikilvægum leikjum, heima og heiman. Meira

Íþróttir

12. september 1999 | Íþróttir | 83 orð | ókeypis

Heima eða hótel

UNDIRBÚNINGUR liðanna var með ólíkum hætti. KR-ingar fóru á leik KR og Víkinga í gær, héldu síðan á hótel í Keflavík til að slaka á. Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur, sem verið hefur KR-piltunum til aðstoðar, ræddi málin við stúlkurnar ­ það hefur hann ekki gert fyrr í sumar. Meira
12. september 1999 | Íþróttir | 155 orð | ókeypis

Hvergi smeyk við KR-liðið

"LEIKURINN leggst mjög vel í mig, það er góð stemmning í hópnum og leikmenn eru virkilega ákveðnir í að standa sig ­ mynstrið er svipað og í fyrra en eins og venjulega byrjar bikarúrslitaleikurinn í stöðunni 0:0 og síðan getur allt gerst," sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari Blikastúlkna vígreifur. "Við erum hvergi smeyk við þetta KR-lið. Meira
12. september 1999 | Íþróttir | 241 orð | ókeypis

Þarf að vera fiðrildi í maganum

"ÞAÐ gengur vel að skapa stemmningu í liðinu en ég vona að ég þurfi sem minnst að sjá um það, heldur að það komi innan frá hjá stelpunum sjálfum ­ að þær hafi löngun og vilja til að vinna loksins þennan bikar eftir úrslitin undanfarin ár," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari KR-liðsins. Meira

Sunnudagsblað

12. september 1999 | Sunnudagsblað | 1846 orð | ókeypis

Ábyrg hagstjórn sögð lykilforsenda fullvalda Færeyja

Í KJÖLFAR þess að færeyska lögþingið tók um það ákvörðun 2. október í fyrra, að stefna skyldi að sjálfstæði Færeyja, var skipuð nefnd sem falið var að vinna skýrslu um hvaða leiðir væru færar að því markmiði. Skýrsla þessi, Hvítbókin um sjálfstæðismál Færeyja, var lögð fram á Ólafsvöku í lok júlí sl. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 1945 orð | ókeypis

Á ólympíuleikum skrúðgarðyrkjunnar Í borginni Kunming í Kína stendur nú yfir alþjóðleg skrúðgarðasýning undir einkunnarorðunum

ALÞJÓÐLEGAR skrúðgarðyrkjusýningar eru haldnar á nokkurra ára fresti og nú í ár stendur yfir þess konar sýning í borginni Kunming, sem er höfuðborg Yunnan-fylkis í Kína og nefnist hún Expo '99. Hér er ekki um vöru- eða sölusýningar að ræða, svo kallaðar messur, heldur leitast þátttökulöndin við að tjá stöðu sína í garðlist, búsetumenningu og afstöðu til náttúrunnar. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 1202 orð | ókeypis

Bjargað úr arnarklóm Óljóst er hve mikið er hæft í ýmsum þjóðsögum um að ernir hafi ráðist á börn. Til er þó staðfest frásögn af

Óljóst er hve mikið er hæft í ýmsum þjóðsögum um að ernir hafi ráðist á börn. Til er þó staðfest frásögn af slíku barnsráni frá seinni hluta síðustu aldar. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 157 orð | ókeypis

Einkaleyfi hlutfallslega fá

SÉ miðað við höfðatölu sækja Íslendingar tíu sinnum sjaldnar um einkaleyfi og fá slík leyfi 30 sinnum sjaldnar en gerist meðal nokkurra grannþjóða og Japana, segir í fréttabréfi Vinnuveitendasambands Íslands, Af vettvangi. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 1496 orð | ókeypis

ÉG VIL KYNNA ÍSLAND FYRIR ÞJÓÐ MINNI Bækur með íslenskum sögum og Leyndardómar Snæfellsjökul kveiktu á barnsaldri ódrepandi

Bækur með íslenskum sögum og Leyndardómar Snæfellsjökul kveiktu á barnsaldri ódrepandi Íslandsáhuga hjá pólska embættismanninum Grzegorz Witkowski. Nú er hann aðstoðarforstjóri kynningar- og utanríkisskrifstofu héraðsstjórnar Neðri-Slesíu, og Þorleifur Friðriksson sótti hann þangað heim. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 70 orð | ókeypis

Framfarir í sorptunnuþvotti

SORPTUNNUÞJÓNUSTAN Sótthreinsun og þrif ehf. hefur nýlega tekið í notkun nýjan sorptunnuþvottabíl framleiddan af Haller í Þýskalandi. Bifreiðin er af gerðinni Mercedez Benz Atego og er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi en um er að ræða umhverfisvænan sorptunnuþvottabúnað sem þvær án sápuefna. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 710 orð | ókeypis

Gallsteinar

UM fimmti hver einstaklingur yfir 65 ára er með gallsteina og mikill fjöldi gengst árlega undir aðgerð þar sem gallsteinar ásamt gallblöðrunni eru fjarlægðir. Talið er að um 10% allra einstaklinga séu með gallsteina og þeir eru um helmingi algengari meðal kvenna en karla. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 244 orð | ókeypis

Garðrækt Creed

HLJÓMSVEITIN Creed varð vinsæl nær óforvarandis fyrir tæpum tveimur árum og reyndar nokkuð á skjön við viðtekna sölumennsku og markaðssetningu. Í næstu viku kemur út önnur plata sveitarinnar, Human Clay, en sú síðasta náði metsölu víða um heim og seldist til að mynda afskaplega vel hér á landi. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 83 orð | ókeypis

Háfell endurnýjar tæki

Háfell ehf hefur lokið við endurnýjun á tækjaflota sínum og á því í dag níu tæki af gerðinni Komatsu, jarðýtur, trukka, belta og hjólagröfur. Háfell ehf. vinnur nú að tveimur stórum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar er um að ræða lagningu Vesturlandsvegar sem fyrirtækið áætlar að ljúka hálfu ári á undan áætlun og hins vegar breikkun Suðurlandsbrautar. Þess má einnig geta að Háfell ehf. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 104 orð | ókeypis

Hitamælir Emmessíss hlaut bronsverðlaun

Sýning Samtaka evrópskra silkiprentara Hitamælir Emmessíss hlaut bronsverðlaun AUGLÝSINGASKILTI sem danska fyrirtækið Sericol Reklame A/S útfærði fyrir Emmessís hlaut bronsverðlaun í samkeppni í tengslum við kaupstefnu og sýningu Samtaka evrópskra silkiprentara, FESPA, sem haldin var í München í sumar. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 1363 orð | ókeypis

Hvað sáu þau 1918?

AF þeim mörgu stórviðburðum Íslandssögunnar, sem menn hafa löngum minnst frá árinu 1918, ætla ég aðeins að minna á einn. Þegar ég var barn og unglingur fyrir og í heimsstyrjöldinni síðari og nokkur árin þar á eftir, var ég í sveit hjá þeim góðu hjónum Vigfúsi Gunnarssyni óðalsbónda á Flögu í Skaftártungu og konu hans Sigríði Sveinsdóttur. Oft bað ég þau að segja mér frá Kötlugosinu 1918. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 75 orð | ókeypis

Hörður flytur sig um set

FYRIR 23 árum hóf Hörður Torfason að halda hausttónleika sína og heldur þeirri iðju enn, því næstkomandi föstudagskvöld heldur hann tónleika í Íslensku óperunni. Undanfarin átta ár hefur Hörður haldið hausttónleikana í Borgarleikhúsinu, en að þesssu sinnig verða þeir í Íslensku óperunni. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 104 orð | ókeypis

Höskuldur Jónsson flutti Kjartani Pálssyni ljóð á áttræðisafmæli han

Áttatíu ára 28. júlí 1998 Hér er bæði stund og staðurstórhöfðingja að flytja brag.Óðalsbóndinn öðlingsmaðurer áttatíu ára í dag. Fyrir rúmum fimmtíu árumframtíð margra virtist snauð.Enda þjóðin enn í sárumeftir marga harða nauð. Með dug og orku, er áttir nóga,efldist brátt þín gripahjörð. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 2348 orð | ókeypis

Íslendingar í miklum metum á Ítalíu Ítalir státa gjarnan af því að þjóð þeirra búi yfir miklu hugviti og þó að þeir hafi ekki

Íslendingar í miklum metum á Ítalíu Ítalir státa gjarnan af því að þjóð þeirra búi yfir miklu hugviti og þó að þeir hafi ekki yfir miklum náttúruauðlindun að ráða flytja þeir hráefnið einfaldlega inn, umbreyta því og selja úr landi. Þannig verður hugvitið þeirra aðalútflutningsvara. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 446 orð | ókeypis

KLIKKUÐ LÖG

FÁAR hljómsveitir hafa haft eins mikil áhrif á tónlistarþróun átratugarins og Pavement, sem hefur þó aldrei notið teljandi vinsælda, þótt skífur sveitarinnar hafi jafnan selst þokkalega. Þeir Pavement-liðar hafa ekki síst notið virðingar fyrir að fara ævinlega eigin leiðir í sífelldri leit að besta tjáningarmátanum og ekki er langt síðan Blur-liðar nýttu hvert tækifæri til að mæra Pavement, Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 435 orð | ókeypis

Matreiðslumaður ársins í Perlunni um helgina

ALLT frá árinu 1994 hafa nokkrir af bestu matreiðslumönnum landsins komið saman og keppt um titilinn "matreiðslumaður ársins". Að þessu sinni fer keppnin fram í Perlunni og er það Klúbbur matreiðslumanna sem hefur nú í fyrsta skipti veg og vanda af keppninni með stuðningi samtaka og fyrirtækja í landbúnaði og öðrum sviðum matvælageirans. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 3636 orð | ókeypis

Með munkum vestan hafs Síðastliðið vor dvaldi sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson í kaþólsku munkaklaustri í Bandaríkjunum sér til

HÉR í Massachusetts koma vordagarnir hver öðrum fegurri. Trén eru sem óðast að klæðast laufi. Sum standa þegar með blómum, hvítum eða bleikum. Sólin tekur að skína um fimmleytið á morgnana, en þá erum við bræðurnir búnir að vera á fótum í nærri tvo tíma. Já, ég segi það satt að hér rísa menn til bæna upp úr klukkan þrjú á nóttunni og það venst bara furðu fljótt. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 224 orð | ókeypis

Nýtt tæki til ísótóparannsókna

SKRIFAÐ var undir kaup á nýju tæki fyrir ísótóparannsóknir á röntgendeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í vikunni. Tækið er keypt að undangengnu útboði hjá Heklu hf., sem hefur umboð fyrir tæki frá bandaríska framleiðandanum General Electric, og kostar um 40 milljónir króna. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 244 orð | ókeypis

NÆMT EYRA

EKKI ÞYKIR öllum mikið til Sean Combs koma, en þó er hann vinsælasti rappari síðustu ára og hreint ótrúlega naskur útgefandi; allt það sem hann leggur gjörva hönd á verður að gulli og platínu. Sean Combs, sem allir þekkja sem Puff Daddy, Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 580 orð | ókeypis

Pasta og laukur fyrir Rambo!

FRÆGA fólkið og lifnaðarhættir þess virðist ætíð vera óþrjótandi uppspretta viðtala, umfjöllunar, bíómynda, ljósmyndunar svo fátt eitt sé nefnt. Af hverju? Almenningur er greinilega alltaf jafn ólmur í að smjatta á einkalífi nafnkunnra, ef marka má framboð og sölu "kjaftablaða". Það að smjatta á, á sérstaklega vel við um bók eina sem ég á í fórum mínum. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 1176 orð | ókeypis

Síðustu Hollywoodmyndirnar Martin Scorsese, Gwyneth Paltrow, Tom Hanks, Nicholas Cage, Susan Sarandon, Tim Robbins og margir

Martin Scorsese, Gwyneth Paltrow, Tom Hanks, Nicholas Cage, Susan Sarandon, Tim Robbins og margir fleiri verða áberandi í haustmyndunum frá Hollywood. Arnaldur Indriðason athugar hvaða myndir Hollywood mun senda frá sér á síðustu mánuðum aldarinnar Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 2407 orð | ókeypis

SKEMMTANAIÐNAÐURINN ÖRT VAXANDI

BIRGIR Skaptason fæddist 7. apríl 1955 og ólst upp í Reykjavík en var 10 sumur í sveit. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands. Eftir stúdentspróf 1975 stofnaði hann ásamt nokkrum félögum fyrirtækið Rafrás. Árið 1976 opnaði hann síðan verslun í Tryggvagötu sem bar nafnið Steríó sem sérhæfði sig í hljómtækjum fyrir þá kröfuhörðustu. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 228 orð | ókeypis

Starfsmaður hjá Nýherja

TÖLVUFYRIRTÆKIÐ Nýherji auglýsir eftir dugmiklu starfsfólki til að vinna við SAP, IBM lausnir, Lotus Notes og fleira. Sagt er að í boði séu "góð laun, krefjandi og skemmtileg verkefni og góður starfsandi". Framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ auglýsir laust til umsóknar embætti framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs Íslands. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 679 orð | ókeypis

Umgjörð æskunnar Gunnlaugur Scheving: Fyrsta endurmin

Gunnlaugur Scheving: Fyrsta endurminning mín úr þessu jarðneska lífi er sú, að ég var stundum úti að vokka og gá að því hvort ég kæmi auga á einhverja mannssál, sem væri á leið til himna, þar sem guð átti heima. Mér hafði af góðu fólki verið sagt, að sál þess sem deyr og kveður þennan heim, stigi upp til himnaföðurins, og hafði ég mikla löngun til að fylgjast með því ferðalagi. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 239 orð | ókeypis

UNGLINGSSTÚLKNAKVARTETT

EKKI er þverfótað fyrir stúlkna- og strákahljómsveitum vestan hafs og austan um þessar mundir. Alsiða er að dubba upp í slíkar sveitir ungmenni sem líta þokkalega út og geta dansað, en söngkunnátta kemur þar á eftir. Meðal nýrra sveita á markaði vestan hafs er Destiny's Child, sem hefur allt þrennt með sér og hefur enda gengið flest í haginn. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 1218 orð | ókeypis

Vellíðan og sjálfsöryggi hjá manni og hesti

Draumur skólastjórahjónanna á Laugarbakka um jarðarskika fyrir hestana hefur breyst. Skiki Jóhanns Albertssonar og Sigríðar Lárusdóttur er Gauksmýri í Húnaþingi vestra ein af stærstu jörðum sýslunnar. Eitthvað varð að gera við eignirnar og eftir að Magnús Pálsson reiðkennari gekk til liðs við þau var ákveðið að stofna alhliða hestamiðstöð á bænum. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 2824 orð | ókeypis

Við erum aldrei ein Sem barn var Kjartan Pálsson settur í fóstur uppi í sveit hjá vandalausum. Nú er hann stórbóndi í sömu sveit

Kjartan og Helga búa í nýju bjálkahúsi í Vaðnesi sem þau byggðu þegar börnin tóku við búskapnum fyrir ári. Nýja húsið er það þriðja í röðinni af þeim íbúðarhúsum sem Kjartan hefur reist í Vaðnesi. Með því að flytja sig aðeins ofar í bæjarstæðinu sjá þau hjónin nú yfir til Selfoss í góðu veðri og hluta af sumarbústöðunum sem risið hafa í landi þeirra. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 1445 orð | ókeypis

Þrjóskan sýndi mér að allt er hægt Sérfræðingar kváðu vonlaust að rækta nokkuð þar sem Ólafur Jensson og María Guðmundsdóttir

Sérfræðingar kváðu vonlaust að rækta nokkuð þar sem Ólafur Jensson og María Guðmundsdóttir reistu sér sumarbústað á áttunda áratugnum. Skapti Hallgrímsson fór í heimsókn, niður að sjó í Hvalfirði, þar sem mikill og glæsilegur gróður er nú þar sem áður var bara mýrarland og melur. Meira
12. september 1999 | Sunnudagsblað | 1528 orð | ókeypis

Ættingjarnir í Vínlandi

Fjöldi Íslendinga fluttist vestur um haf á öldinni sem leið og fram á þessa öld. Kristján Jónsson ræddi við aðstandendur nýrrar sjö þátta heimildarkvikmyndar, Í vesturvíking, um þessa ættingja okkar handan hafsins. Þáttaröðin verður sýnd í grunnskólum í vetur og í ríkissjónvarpinu eftir áramótin. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.