Greinar föstudaginn 10. desember 1999

Forsíða

10. desember 1999 | Forsíða | 108 orð | 1 mynd

Átta farast í flugslysi

ÁTTA manns fórust þegar lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Piper PA-31 hrapaði í miðhluta Svíþjóðar í gær. Flugvélin gjöreyðilagðist og flak hennar fannst í skógi um 10 km norðvestan við Midlanda-flugvöll nálægt Sundsvall. Meira
10. desember 1999 | Forsíða | 350 orð | 1 mynd

Jeltsín frábiður sér afskipti Bills Clintons

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti fór í gær hörðum orðum um gagnrýni Bills Clintons Bandaríkjaforseta á hernaðaraðgerðir Rússa í Tsjetsjníu og sagði að hann mætti ekki gleyma því að Rússland er kjarnorkuveldi. Meira
10. desember 1999 | Forsíða | 150 orð

Kennarar stóðu fyrir prófsvindli

KENNARAR í grunnskólum New York-borgar hafa orðið uppvísir að því að hjálpa nemendum á samræmdum prófum með því að láta þá hafa spurningar fyrirfram og jafnvel útbúa rétt svör handa þeim. Meira
10. desember 1999 | Forsíða | 266 orð | 2 myndir

Spáir samningi á næstu mánuðum

EHUD Barak, forsætisráðherra Ísraels, spáði því í gær að Ísraelar næðu friðarsamkomulagi við Sýrlendinga á næstu mánuðum ef fyrsti fundur þeirra í Washington í næstu viku gengi að óskum. Meira

Fréttir

10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 195 orð

3,6 milljarðar í aukin útgjöld ríkissjóðs

BREYTINGATILLÖGUR meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við fjárlagafrumvarpið vegna annarrar umræðu um fjárlagafrumvarpið, sem fram fer á Alþingi í dag, gera ráð fyrir 3.639 m.kr. aukningu á útgjöldum ríkisins. Þar af eru 2.100 m.kr. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 195 orð

3,6 milljarðar í aukin útgjöld ríkissjóðs

BREYTINGATILLÖGUR meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við fjárlagafrumvarpið vegna annarrar umræðu um fjárlagafrumvarpið, sem fram fer á Alþingi í dag, gera ráð fyrir 3.639 m.kr. aukningu á útgjöldum ríkisins. Þar af eru 2.100 m.kr. Meira
10. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Aðalheiður með myndlistarsýningu

AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir opnar myndlistarsýningu í Bókasafni Háskólans á Akureyri föstudaginn 10. desember frá kl. 16-18. Sýningin ber yfirskriftina Gluggar. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 136 orð

Aðalheiður sýnir

AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir opnar sýningu í Bókasafni Háskólans á Akureyri föstudaginn 10. desember frá kl. 16-18. Sýningin ber yfirskriftina "Gluggar". Meira
10. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Aðventukvöld í Bakkakirkju

SAMEIGINLEGT aðventukvöld fyrir Bægisár- og Bakkasókn í Möðruvallaprestakalli verður haldið í Bakkakirkju í Öxnadal á sunnudagskvöld, 12. desember og hefst það kl. 20.30. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 319 orð | 2 myndir

Annarri umræðu um bankafrumvarpið lokið

ANNARRI umræðu um frumvarp til laga um sölu á 15% af eignarhluta ríkisins í Búnaðarbanka og Landsbanka lauk á Alþingi í gærkvöldi. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 319 orð | 2 myndir

Annarri umræðu um bankafrumvarpið lokið

ANNARRI umræðu um frumvarp til laga um sölu á 15% af eignarhluta ríkisins í Búnaðarbanka og Landsbanka lauk á Alþingi í gærkvöldi. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 254 orð | 2 myndir

Apótek opnað í Reykjavíkurapóteki

VEITINGASTAÐURINN Apótek hefur verið opnaður í Austurstræti 16, þar sem áður var til húsa Reykjavíkurapótek. Það eru þau hjónin, Guðvarður Gíslason og Guðlaug Halldórsdóttir, sem leigja húsnæðið og reka veitingastaðinn. Meira
10. desember 1999 | Erlendar fréttir | 329 orð

Atvikið vottur um versnandi sambúð

HER Júgóslavíu féllst í gær á að opna að nýju aðalflugvöll sambandslýðveldisins Svartfjallalands sem herinn yfirtók á miðvikudag. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Á göngu í vetrartíð

NÚ er vetrartíð enda ýlir hálfnaður samkvæmt fornu tímatali. Kalt er í veðri og víða þekja snjókornin jörð. Sums staðar má þó tylla tá á upphitaðar gangstéttir en slík nútímaþægindi varna þó ekki Frosta gamla að bíta í kinnarnar. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 189 orð

Bannað að auglýsa hvar vara fæst ekki

SAMKEPPNISRÁÐ hefur kveðið upp þann úrskurð að Eðalvörum ehf. sé bannað að birta auglýsingu fyrir Acidophilus+ mjólkursýrugerla þar sem segir að varan fáist í öllum apótekum nema Lyfju. Ráðið telur auglýsinguna brjóta í bága við ákvæði samkeppnislega. Meira
10. desember 1999 | Erlendar fréttir | 59 orð

Breyta mállöggjöf

LETTNESKA þingið samþykkti í gær breytingar á umdeildri tungumálalöggjöf, sem þykir skipta miklu fyrir viðleitni Lettlands til að fá inngöngu í Evrópusambandið, ESB. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð | 2 myndir

Byggt við Gauk á Stöng

TIL stendur að byggja til vesturs við hús númer 22 við Tryggvagötu, betur þekkt sem veitingahúsið Gaukur á Stöng. Hafist verður handa við framkvæmdirnar um leið og leyfi fæst hjá byggingarnefnd Reykjavíkurborgar. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Börn gefa olíumálverk

BÖRN í 6. bekk í Varmárskóla Mosfellsbæ hafa gefið skólanum sínum tvö stór olíumálverk sem þau unnu undir handleiðslu Tolla á vinnustofu hans í Álafosskvosinni. Verkin voru afhent á laugardag á jólahátíð sem haldin var í Kjarna í Mosfellsbæ. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 469 orð

Eðlilegt verð fyrst markaðurinn metur það svo

INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir þau háu tilboð sem bárust í byggingarrétt á lóðum í Grafarholtshverfi vera "afleiðingar af lóðaskortsstefnu R-listans", en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, segir... Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð

Ekið á kyrrstæðan bíl

EKIÐ var á kyrrstæða bifreið í bifreiðastæði í Kjartansgötu við Gunnarsbraut miðvikudaginn 8. desember sl. milli kl. 15 og 17. Um er að ræða hvíta Toyota Corolla-bifreið sem færðist til eina bíllengd við áreksturinn. Tjónvaldur fór af vettvangi. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 169 orð | 2 myndir

Ekki varð af heimsókn Albright

ÖRYGGISREGLUR um flugferðir æðstu manna Bandaríkjanna komu í veg fyrir að þota Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Meira
10. desember 1999 | Miðopna | 169 orð | 2 myndir

Ekki varð af heimsókn Albright

ÖRYGGISREGLUR um flugferðir æðstu manna Bandaríkjanna komu í veg fyrir að þota Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 382 orð

Endurskoðendur ábyrgir vegna fjárdráttar gjaldkera

FYRIRTÆKI endurskoðenda og endurskoðandi sem starfar hjá því hafa verið dæmd til að greiða 4 milljónir króna í skaðabætur vegna fjárdráttar gjaldkera fyrirtækis, en endurskoðendafyrirtækið hafði um árabil annast endurskoðunar- og sérfræðiþjónustu við... Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 119 orð

Fangelsi fyrir hættuakstur

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm héraðsdóms um 60 daga fangelsi yfir manni, sem ók stórum jeppa að þvögu fólks fyrir utan samkomustað á Selfossi í janúar í fyrra. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 516 orð

Farið fram á ógildingu

BÆJARFULLTRÚAR Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hafa kært afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir árið 2000 til félagsmálaráðherra. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 233 orð

Fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða rýmkaðar

FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem rýmkar heimildir lífeyrissjóðanna til fjárfestinga. Meira
10. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 221 orð

Fjölbreytt dagskrá í miðbænum

ÞAÐ verður líf og fjör í göngugötunni í dag, föstudag, og um helgina, í tengslum við Jólabæinn Akureyri. Leikskólabörn verða fyrirferðarmikil í miðbænum í dag en þau ætla að koma í heimsókn í sögutjaldið í göngugötunni. Meira
10. desember 1999 | Miðopna | 542 orð | 3 myndir

Fjölbreytt starf um land allt

Mannúðarmál hafa verið ofarlega á baugi hjá Rauða krossi Íslands á starfstíma deildarinnar, en RKÍ fagnar 75 ára afmæli sínu um þessar mundir. Meira
10. desember 1999 | Landsbyggðin | 215 orð

Fræðsla með aðstoð fjarfundatækni

Bolungarvík- Kennarar og starfsfólk Grunnskóla Bolungarvíkur nýttu sér fjarfundabúnað Íslenskrar miðlunar til námskeiðshalds á starfsdegi skólans 1. desember sl. Meira
10. desember 1999 | Erlendar fréttir | 163 orð

Getur skyggt á Helsinki-fundinn

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins, ESB, hét í gær að hefja málssókn gegn frönsku stjórninni vegna þeirrar ákvörðunar hennar að aflétta ekki banni við innflutningi bresks nautakjöts. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 432 orð

Greiða 6 milljarða umfram skyldu

RÍKISSJÓÐUR greiðir á þessu ári 6 milljarða króna umfram það sem skylt er til B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga til að styrkja fjárhag sjóðanna og er stefnt að því að halda aukagreiðslum áfram á næstu árum... Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 191 orð

Göngin ein þau lengstu í Evrópu

RÚMLEGA 31 kílómetra löng jarðgöng munu leiða Jökulsá í Fljótsdal frá Eyjabakkalóni og niður að stöðvarhúsi í Norðurdal þar sem áin verður virkjuð. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Gönguferðir á Þingvöllum

Á AÐVENTUNNI mun þjóðgarðurinn á Þingvöllum bjóða upp á gönguferðir með leiðsögn alla laugardaga kl. 13. Farið verður vítt um og litið til náttúrunnar í vetrarbúningi, rifjaðar upp sögur af mannlífi í Þingvallahrauni og undirbúningi jóla áður fyrr. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Hafnfirsk jólatré seld

SKÓGRÆKTARFÉLAG Hafnarfjarðar verður með jólatréssölu á morgun, laugardaginn 11. des. Verður hún í Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn frá kl. 13-16. Er ekið inn frá Kaldárselsvegi. Meira
10. desember 1999 | Miðopna | 147 orð

Hertar reglur eftir andlát bandarísks viðskiptaráðherra í flugslysi

RON Brown, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna fórst í flugslysi við Dubrovnik í Króatíu 3. apríl 1996. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 398 orð | 1 mynd

Hestamiðstöð Íslands formlega stofnuð

FJÓRIR ráðherrar hafa undirritað samninga um tvö átaksverkefni til eflingar hrossarækt og hestamennsku. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 164 orð | 2 myndir

Hlaut fyrstu verðlaun í flokknum fjármálaþjónusta

STAÐFEST var í fyrradag að auglýsingastofan Hvíta húsið hefði hlotið verðlaun í Evrópsku auglýsingakeppninni EPICA (Europes Premiere Creative Awards) og mun það vera í fyrsta sinn sem íslensk auglýsingastofa hlýtur verðlaunin. Meira
10. desember 1999 | Landsbyggðin | 86 orð

Hvalamiðstöðin á Húsavík heiðruð

PRINS Bernhard af Hollandi veitti Ásbirni Björgvinssyni forstöðumanni Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík orðu hinnar Gullnu Arkar í konungshöllinni í Haag fyrir skömmu. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 661 orð | 1 mynd

Hvarf af yfirborði jarðar

"ÉG hvarf af yfirborði jarðar, sem þótti skrýtið og því spunnust skemmtilegar sögur um hvarf mitt," segir Jóhannes Kristjánsson, skemmtikraftur og eftirherma, en lítið hefur farið fyrir honum síðan í lok sumars. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 135 orð

Ísland fullgildir samþykkt um vinnu barna

Utanríkisráðuneytið hefur afhent Alþjóða vinnumálastofnuninni,, ILO fullgildingarskjöl Íslands varðandi samþykkt stofnunarinnar nr. 138 um lágmarksaldur við vinnu. Þar með tekur samþykktin gildi hér á landi. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 23 orð

Jólagleði Hauka

Jólagleði handknattleiksdeildar Hauka verður haldin í Hraunholti, sal 2, í Hafnarfirði laugardaginn 11. desember nk. Húsið verður opnað kl. 19. Verð er 1.500... Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Jólauppbót skerðir ekki fjárhagsaðstoð

FÉLAGSMÁLARÁÐ Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum föstudaginn 3. desember s.l. að jólauppbót frá Tryggingastofnun ríkisins eða frá atvinnurekendum komi ekki til lækkunar á fjárhagsaðstoð nú í desember. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 143 orð

Jól á Laugavegi

MARGT verður um að vera á Laugavegi allar helgar fram að jólum. Laugardaginn 11. desember hefst uppákoman með því að safnast verður saman við Hlemm kl. 15:30. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 410 orð

Kona dæmd líffræðileg móðir dóttur sinnar

HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað kröfum fimmtugrar konu, sem vildi að viðurkennt yrði að konan, sem öll opinber plögg sögðu vera móður hennar, væri ekki líffræðileg móðir hennar. Meira
10. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 233 orð

Konurnar sjá um heimsendingar á bókum

ALÞJÓÐLEGUR dagur soroptimista er í dag, 10. desember. Alþjóðasamband soroptimista er samtök starfsgreindra þjónustuklúbba sem ná yfir heimsbyggð alla. Meira
10. desember 1999 | Erlendar fréttir | 169 orð

Krefst 58 millj. kr. í skaðabætur

LÖGFRÆÐINGUR Raouls Wutrichs, svissnesk-bandaríska drengsins, sem sakaður var um sifjaspell í Colorado í Bandaríkjunum, ætlar að höfða skaðabótamál á hendur yfirvöldum í ríkinu. Meira
10. desember 1999 | Erlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Kviðdómur í King-máli sannfærist um samsæri

KVIÐDÓMUR í Memphis í Bandaríkjunum úrskurðaði á miðvikudag að hópur samsærismanna en ekki einn tilræðismaður hefði verið að baki morðinu á blökkumannaleiðtoganum Martin Luther King árið 1968. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 45 orð

Kvöldvökustemmning í Nönnukoti

Í REYKLAUSA kaffihúsinu Nönnukoti í Hafnarfirði verður haldin jólakvöldvaka föstudagskvöldið 10. desember kl. 20-22. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð

Matur og opin félagsmiðstöð hjá Geðhjálp um jól og áramót

FÉLAGSMIÐSTÖÐ Geðhjálpar verður opin um jól og áramót og verður boðið upp á mat alla hátíðisdagana. Máltíðin kostar 300 krónur og eru þeir sem ætla að koma í mat beðnir um að láta Geðhjálp vita í síma 570 1700. Opið verður á þessum tíma: 24. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 95 orð

Málþing um mannúðarmál

Í TENGSLUM við 75 ára afmæli Rauða kross Íslands verður haldið málþing um alþjóðleg mannúðarmál. Meira
10. desember 1999 | Erlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Meintum njósnara vísað úr landi

BANDARÍSK stjórnvöld hafa ákveðið að vísa úr landi rússneskum stjórnarerindreka, sem var staðinn að verki við að safna upplýsingum með hlerunartæki í utanríkisráðuneytinu í Washington. Meira
10. desember 1999 | Erlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Mikil mótmæli í Havana

STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að faðir sex ára kúbversks drengs, sem Kúbustjórn vill að verði skilað heim, gæti gætt hagsmuna sinna fyrir forræðisrétti í Bandaríkjunum. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð

Námskeið um smitvarnir á alifuglum

HALDIÐ verður námskeið föstudaginn 10. desember á Hvanneyri um smitvarnir á alifuglabúum. Námskeið er haldið á vegum Landbúnaðarskólans á Hvanneyri og embættis yfirdýralæknis fyrir alifuglabændur og aðra sem áhuga hafa á smitvörnum í búgreininni. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 363 orð

NEOS fellur frá tilboði sínu í FPI

RÍKISSTJÓRN Nýfundnalands hefur ákveðið að aflétta ekki skilyrði um 15% lágmarkseignaraðild heimamanna að sjávarútvegsfyrirtækinu Fishery Products International á Nýfundnalandi á núverandi þingi. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 140 orð

Norrænar kvikmyndasýningar fyrir börn

Í NORRÆNA húsinu á laugardaginn 11. desember kl. 14 -15 verða sýndar tvær kvikmyndir fyrir börn. Jólin hennar Línu Langsokks eða "Pippis jul" er sænsk kvikmynd frá árinu 1972. Meira
10. desember 1999 | Landsbyggðin | 53 orð | 1 mynd

Ný brú á Grímsá

HAFIN er smíði nýrrar brúar yfir Grímsá við Fossatún. Er hún hluti af fyrirhuguðum vegaframkvæmdum þar sem leggja á nýjan veg frá Andakílsá að Hnakkatjarnarlæk. Í haust var lokið við að leggja slitlag á veginn frá Hnakkatjarnarlæk að Kleppjárnsreykjum. Meira
10. desember 1999 | Landsbyggðin | 283 orð

Nýsir sinnir atvinnumálum fyrir bæinn

NÝSIR hefur opnað skrifstofu á Seyðisfirði og hefur Seyðisfjarðarbær gert samning við fyrirtækið um að sinna atvinnumálum fyrir bæinn. Meira
10. desember 1999 | Miðopna | 660 orð | 1 mynd

Óraunhæfir kjarasamningar geta leitt til fjármálakreppu

AÐ GEFNUM ákveðnum forsendum geta óraunhæfir kjarasamningar leitt til fjármálakreppu. Þetta kom fram í erindi Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, á morgunfundi Samtaka atvinnulífsins í gær. Meira
10. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 243 orð

"Höfum ekki umboð til að borga með verkefnunum"

STAÐA samningaviðræðna við ráðuneyti heilbrigðis- og félagsmála vegna reynsluverkefna Akureyrarbæjar var kynnt á fundi bæjarráðs í gær, svo og bókun reynsluverkefnanefndar, sem bæjarráð samþykkti. Þar kemur m.a. Meira
10. desember 1999 | Erlendar fréttir | 165 orð

Réttarhöldin hefjast í maí

SKOSKUR dómari úrskurðaði í fyrradag, að réttað skyldi yfir tveimur Líbýumönnum, sem sakaðir eru um að hafa grandað farþegaflugvél yfir Lockerbie í Skotlandi 21. des. 1988. Með vélinni fórust 259 manns og 11 á jörðu niðri. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 288 orð

Réttmætt að handtaka vegna hótana

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu manns, sem var handtekinn í Kömbum við Hellisheiði snemma desembermorguns árið 1996 og haldið á lögreglustöðinni á Selfossi í tæpa þrjá tíma. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 217 orð

Rétt nafn flugvallarins verði notað

MARKAÐS- og atvinnuráð Reykjanesbæjar hefur krafist þess að samgönguráðuneytið beiti sér fyrir að nafnbreyting Flugleiða á "Keflavík International Airport" í "Reykjavík International Airport" verði afturkölluð. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 239 orð

Ríkisbankar verði sameinaðir áður en þeir verði seldir

ÞINGMENN Frjálslynda flokksins hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um sameiningu ríkisbanka áður en þeir verði seldir. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 1360 orð | 1 mynd

Sameining ofarlega í hugum manna

HUGSANLEG sameining í bankakerfinu var þingmönnum ofarlega í huga í gær en þá fór fram önnur umræða á Alþingi um frumvarp ríkisstjórnarinnar sem miðar að því að leyfa sölu 15% hlutafjár ríkisins í Landsbanka og Búnaðarbanka. Stjórnarandstæðingar lýstu m. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 492 orð

Samiðn krefst 4-5% kaupmáttaraukningar á ári

VIÐRÆÐUR vegna endurnýjunar kjarasamninga eru hafnar á almenna vinnumarkaðinum. Fulltrúar Rafiðnaðarsambandsins og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fyrsta samningafundarins 1. desember sl. og lögðu rafiðnaðarmenn þar fram kröfugerð sína. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 200 orð

Samstarf við Landssímann

LANDSBANKINN og Búnaðarbankinn hafa gert samstarfssamning við Landssímann um að bjóða ókeypis aðgang að Netinu. Skráning hófst hjá Búnaðarbanka kl. Meira
10. desember 1999 | Erlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

Skattamálin enn í hnút

FJÁRMÁLARÁÐHERRAR hinna fimmtán aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) hittust í Helsinki í gær til að gera lokatilraun til að ná samkomulagi um sameiginlegar aðgerðir gegn skattsvikum, fyrir leiðtogafund sambandsins sem hefst þar í borg í dag. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 54 orð

Snæugla á Hólsfjöllum

SNÆUGLUR eru tiltölulega sjaldgæfir fuglar hér á landi og því þykja áhugamönnum það nokkur tíðindi þegar hennar verður vart, hvað þá þegar hún er fest á filmu. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 191 orð

Sótt um vínveitingaleyfi á Kristnihátíð

FRAMKVÆMDANEFND Kristnihátíðarnefndar hefur ákveðið að sækja um vínveitingaleyfi í þremur 600 manna veitingatjöldum á Þingvöllum dagana 1. og 2. júlí á næsta ári þegar þúsund ára afmælis kristnitöku verður minnst. Meira
10. desember 1999 | Erlendar fréttir | 266 orð | 2 myndir

Spáir samningi á næstu mánuðum

EHUD Barak, forsætisráðherra Ísraels, spáði því í gær að Ísraelar næðu friðarsamkomulagi við Sýrlendinga á næstu mánuðum ef fyrsti fundur þeirra í Washington í næstu viku gengi að óskum. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 203 orð

Stuðningur við framkvæmdir Fljótsdalsvirkjunar

Á FUNDI stjórnar Alþýðusambands Austurlands, sem haldinn var á Eskifirði þriðjudaginn 30. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Sýning á Eyjabökkum í klakaböndum

EYJABAKKAR í klakaböndum heitir sýning sem opnuð verður í sal Umhverfisvina í Síðumúla 34, laugardaginn 11. desember kl. 14. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 52 orð

Sýning fyrir bakara

HALDIN verður sýning á Ulma pökkunarvélum og Treif brauðskurðarhnífum fyrir bakarí laugardaginn 11. desember. Sýningin verður haldin í sýningarsal PMT að Krókhálsi 1 milli kl. 14 og 17. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Tónleikar tónlistarskóla

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts halda tónleika í sal Breiðholtsskóla á morgun, laugardag, kl. 14.30. Stjórnandi er Lilja Valdimarsdóttir. Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar Tónskóli Sigursveins D. Meira
10. desember 1999 | Akureyri og nágrenni | 448 orð

Tveir barnakórar syngja með

JÓLATÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands verða haldnir í Akureyrarkirkju annað kvöld, laugardagskvöldið 11. desember, kl. 20.30 og í Dalvíkurkirkju á sunnudag, 12. desember kl. 16. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Umbúðasýning og úrslit í umbúðasamkeppni

FYRIRHUGAÐ er fagsýning hönnuða, framleiðenda, félaga og stofnana er tengjast málefnum umbúða á Íslandi dagna 14. til 16. janúar 2000 í Perlunni. Meira
10. desember 1999 | Erlendar fréttir | 391 orð

Undanþágur hindra þátttöku Dana í varnarsamstarfi

FYRIR leiðtogafund Evrópusambandsins, ESB, sem hefst í dag, hefur danska stjórnin undirstrikað að undanþágur Dana frá þátttöku í hugsanlegu varnar- og hernaðarsamstarfi ESB hindri þá frá þátttöku í öllu samstarfi af því tagi, þar með talinni friðargæslu,... Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 85 orð

Unnið í vetrarnepju

MÖRG störfin eru unnin til sjávar og sveita á virkum vinnudegi þegar hjól atvinnulífsins snúast sem hraðast. Þótt tæknin létti mönnum erfiðið á mörgum sviðum má engu að síður oft sjá karlmenni í aldarlok taka hraustlega á við sjávarsíðuna í vetrarnepju. Meira
10. desember 1999 | Erlendar fréttir | 1080 orð | 1 mynd

Verðlag mun hærra en í Bandaríkjunum

VAXANDI samkeppni er að gerbreyta viðhorfi neytenda í Evrópu, að því er segir í grein í tímaritinu Time . Þýskir viðskiptavinir stórmarkaða sjá að vöruverð í útibúi bandaríska risans Wal-Mart í Dortmund er mun lægra en hjá innlendu keppinautunum. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 864 orð | 1 mynd

Vill gera hvort tveggja áfram

Páll Hersteinsson fæddist 22. mars 1951 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1971 og BSc-prófi frá Háskólanum í Dundee í Skotlandi árið 1975 í lífeðlisfræði. Meira
10. desember 1999 | Innlendar fréttir | 196 orð

Vill vita aldur stúlkna á vegum Elite

UMBOÐSMAÐUR barna hefur sent skóla Johns Casablancas og Eskimos Models fyrirspurn um hve margar stúlkur hafi dvalið erlendis á vegum þessara skrifstofa síðustu fimm árin. Óskað er eftir upplýsingum um á hvaða aldri stúlkurnar hafi þá verið. Meira

Ritstjórnargreinar

10. desember 1999 | Leiðarar | 638 orð

EYÐSLA UMFRAM HEIMILDIR

ALVARLEGUR misbrestur er auðsjáanlega í fjármálalegum rekstri heilbrigðiskerfisins og í eftirliti með útgjöldum ríkisins. Meira
10. desember 1999 | Staksteinar | 548 orð

Skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu

AÐ UNDANFÖRNU hefur verið í gangi vinna á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu undir yfirskriftinni: Á hverju á höfuðborgarsvæðið að lifa á 21. öldinni? Nú fjallar "Íslenskur iðnaður" um þetta í leiðara nýjasta heftisins, sem komið er út. Meira

Menning

10. desember 1999 | Menningarlíf | 209 orð

89% búa á höfuðborgarsvæðinu

Í SVARI menntamálaráðherra við fyrirspurn Hjálmars Árnasonar á Alþingi um úthlutun listamannalauna kemur fram að alls bárust 572 umsóknir um starfslaun listamanna á þessu ári og úthlutað var launum til 132 einstaklinga og níu leikhópa. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 336 orð | 1 mynd

Að kveðja og þakka fyrir sig

PÍANÓLEIKARINN og lögfræðingurinn Ólafur Reynir Guðmundsson leikur verk eftir Bach, Chopin og Rachmaninov á tónleikum í Hömrum, nýjum tónleikasal Tónlistarskólans á Ísafirði í dag, laugardag, kl. 17. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 67 orð | 1 mynd

ALLT um tröll er eftir Brian...

ALLT um tröll er eftir Brian Pilkington, og kemur jafnframt út á ensku og nefnist Icelandic Trolls. Í fréttatilkynningu segir: Í þessari myndabók blæs Brian Pilkington nýju lífi í furðuveröld tröllanna á nýstárlegan hátt. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 152 orð

Aukatónleikar Jólasöngva

TUTTUGUSTU og fyrstu Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju verða haldnir að venju seinustu helgi fyrir jól. Fyrstu jólasöngvarnir eru föstudaginn 17. desember kl. 23. Aðrir tónleikar verða laugardaginn 18. desember kl. 23. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 38 orð

Árnesingakórinn í Bústaðakirkju

ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík heldur tónleika í safnaðarheimili Bústaðakirkju á sunnudaginn klukkan 16. Á tónleikunum flytur kórinn jólalög og einnig verða flutt lög af nýútkominni geislaplötu kórsins, Náttmál, sem kom út nú í haust. Meira
10. desember 1999 | Fólk í fréttum | 215 orð | 7 myndir

Backstreet Boys heiðraðir

HJARTAKNÚSARARNIR í strákasveitinni Backstreet Boys komu, sáu og sigruðu á Billboard-tónlistarhátíðinni á miðvikudag þar sem þeir voru kjörnir tónlistarmenn ársins 1999. Meira
10. desember 1999 | Fólk í fréttum | 90 orð | 1 mynd

Bono týnir tösku

BONO, söngvari hljómsveitarinnar U2, býður góð fundarlaun fyrir tösku sem hann týndi í Dublin síðastliðinnmánudag. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 60 orð

Bókakynning í Kaffileikhúsinu

KAFFILEIKHÚSIÐ stendur fyrir bókakynningu á morgun, laugardag, frá kl. 15-17. Fjórir rithöfundar lesa úr verkum sínum: Páll Valsson les úr bók sinni um Jónas Hallgrímsson, Bragi Ólafsson les úr Hvíldardagar, Björn Th. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 31 orð

Bóklestur í Garðabæ

HELGA Kristín Gunnarsdóttir les úr bók sinni Milljón steinar og Hrollur í dalnum í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7, á morgun, laugardag, kl. 13. Þá munu nemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar flytja nokkur... Meira
10. desember 1999 | Fólk í fréttum | 109 orð | 1 mynd

Byggir sína eigin hvelfingu

LEIKARINN Rowan Atkinson sem flestir þekkja sem Mr. Bean er að byggja sína eigin árþúsundahvelfingu líkt og þá sem verið er að byggja í London um þessar mundir. Meira
10. desember 1999 | Tónlist | 372 orð

Djass að norðan

Margot Kiis söng með Kaldo Kiis básúnu, Jan Alavera píanó, Stefáni Ingólfssyni rafbassa og Benedikt Brynleifssyni trommur. Föstudagskvöldið 3. desember 1999. Meira
10. desember 1999 | Bókmenntir | 392 orð

Einelti og samviskubit

Höfundur: Annika Thor. Íslensk þýðing: Sigrún Ástríður Eiríksdóttir Æskan, 1999 -147 s. Meira
10. desember 1999 | Bókmenntir | 811 orð

Fjölmiðlafrægð

eftir Gísla Martein Baldursson og Ólaf Teit Guðnason. 287 bls. Nýja bókafélagið. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1999. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 124 orð

Flautu- og píanótónleikar á Austurlandi

Egilsstaðir - Stefán Ragnar Höskuldsson, þverflautuleikari og Elizaveta Kopelman, píanóleikari, voru á tónleikaferðalagi á Austurlandi. Þau héldu tónleika á Egilsstöðum, Seyðisfirði og í Neskaupstað. Meira
10. desember 1999 | Kvikmyndir | 273 orð

Furðulega heillandi par

Leikstjórn: Paul Greengrass. Handrit: Richard Hawkins. Aðalhlutverk: Kenneth Branagh og Helena Bonham Carter. BBC 1999. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 94 orð

FYRIRHEITNA landið - Frásagnir úr Biblíunni.

FYRIRHEITNA landið - Frásagnir úr Biblíunni . Jón Þórisson ritstýrði og valdi texta. Í fréttatilkynningu segir að í bókinni séu "þekktustu" frásagnir Biblíunnar. Saman sýni þær á ljóslifandi hátt sögu hinnar guðs útvöldu þjóðar. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 76 orð

Gjörningaklúbburinn í OneOOne

GJÖRNINGAKLÚBBURINN/The Icelandic Love Corporation opnar myndlistarsýningu í Galleríi OneOOne, Laugavegi 48b, á morgun, laugardag, kl. 17. Í fréttatilkynningu segir að á sýningunni sé blanda af ísköldum veruleika, viðbjóðslegum hugsunum og fegurð. Meira
10. desember 1999 | Fólk í fréttum | 413 orð | 3 myndir

Hasarblaðahetjurnar

ROY (Ben Stiller) vinnur á ruslahaug. Yfirmaðurinn er óþolandi og Roy þarf á allri sinni skapstillingu að halda til þess að þola hann. Jeffrey (Hank Azaria) býr heima hjá mömmu sinni og lokar sig inni í herbergi við undarlega iðju. Eddie (William H. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Hátíðartónleikar í Langholtskirkju

HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Íslandsdeildar Amnesty International verða haldnir í Langholtskirkju í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20, á alþjóðlegum mannréttindadegi. Meira
10. desember 1999 | Bókmenntir | 746 orð | 1 mynd

Hin sanna uppspretta óttans...

eftir Sæunni Kjartansdóttur. Meira
10. desember 1999 | Leiklist | 429 orð

Í felum á friðarhátíðinni

Höfundur: Pétur Eggerz. Tónlist: Vilhjálmur Guðjónsson. Leikstjóri og leikmyndarhönnuður: Bjarni Ingvarsson. Aðstoð á æfingum: Aino Freyja Järvelä. Búningar: Katrín Þorvaldsdóttir. Leikarar: Bjarni Ingvarsson (rödd af segulbandi), Hrefna Hallgrímsdóttir og Pétur Eggerz. Föstudagur 3. desember. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 142 orð | 1 mynd

Jólaspuni í Langholtskirkju

SIGURÐUR Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson organisti halda tónleika í Langholtskirkju undir yfirskriftinni "Jólaspuni í Langholtskirkju" á morgun, laugardaginn 11. desember, kl. 17. Meira
10. desember 1999 | Fólk í fréttum | 98 orð

Jólin allsráðandi

Bubbi víkur úr efsta sæti Safnlistans eftir að hafa einokað efsta sætið um margra vikna skeið, en allt bendir til að plata hans nái gullsölu í dag. Jólastemmningin ræður ríkjum á listanum, en helmingur platnanna á listanum eru jólaplötur. Meira
10. desember 1999 | Bókmenntir | 579 orð

Kristinn boðskapur

eftir ýmsa höfunda í þýðingu margra og margir hafa myndskreytt. Útgefandi: Skálholtsútgáfan. 96 bls. Meira
10. desember 1999 | Fólk í fréttum | 165 orð | 1 mynd

Kryddpíurnar enn að

UM NOKKURN tíma hafa verið á kreiki sögusagnir um að stúlkurnar fjórar í hljómsveitinni Spice Girls ætli að halda hver í sína áttina en þrjár þeirra, Mel G, Mel C, og Emma Bunton hafa þegar hafið sólóferil. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 83 orð

Leikverk í Listasalnum Man

ELÍSABET Haraldsdóttir sýnir fjöll og fjallabrot úr leir í Listasal Man, Skólavörðustíg 14. Elísabet stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, og í listaháskólanum í Vínarborg og lauk þaðan námi árið 1976. Meira
10. desember 1999 | Fólk í fréttum | 417 orð | 4 myndir

Ljúft og rómantískt

Út er kominn nýr geisladiskur með hinni frábæru og afkastamiklu söngkonu Celine Dion. Ber diskurinn nafnið "All the way: A decade of songs". Á honum eru sextán lög þar af níu eldri lög af fyrri plötum söngkonunnar og svo sjö ný lög. Meira
10. desember 1999 | Fólk í fréttum | 307 orð | 2 myndir

Meira af stríðsmönnum

Beth Heke (Rena Owen) yfirgefur eiginmann sinn, Jake (Temuera Morrison), og flýr óvissuna, ofbeldið og hatrið. Hún flyst í rólegt og öruggt millistéttarumhverfi, víðsfjarri hinni ofsafengnu veröld Jakes. Jake er hins vegar við sama heygarðshornið. Meira
10. desember 1999 | Myndlist | 671 orð | 1 mynd

Milli góðs og ills

Til 16. desember. Opið alla daga frá kl. 9-18. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 397 orð | 1 mynd

Mjóir vísar

eftir Ágúst Borgþór Sverrisson Ormstunga 1999 - 105 bls. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 79 orð

Myndlist frá Eistlandi

Í GALLERÍ- Geysir, Hinu húsinu v/Ingólfstorg opnar Liis Theresia Ulman ung myndlistarkona frá Tallin-sýningu á olíupastel-myndum á morgun, laugardag kl. 16. Liis Theresia kemur frá Eistlandi og hefur stundað myndlistarnám í Tallin. Liis Theresia. Meira
10. desember 1999 | Fólk í fréttum | 29 orð | 1 mynd

Mætti með mömmu

LEIKARINN Tom Cruise mætti með móður sína, Mary South, upp á arminn til frumsýningar myndarinnar Magnolia. Cruise fer með hlutverk "týnda" sonarins en myndin fjallar um fjölskyldubönd og brostin... Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 119 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

VIÐ Kárahnjúka og önnur kennileiti heitir bók eftir Matthías Johannessen. Í bókinni eru m.a greinar og ljóð sem birst hafa í Helgispjöllum Matthíasar í Morgunblaðinu og í Lesbók Morgunblaðsins. Bókin hefst á greininni Samkenndarþjóðfélagið sem fjallar m. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

UNDIRSTRAUMAR - Greinar og fyrirlestrar er eftir Dagnýju Kristjánsdóttur. Fjallað er um bókmenntatexta margra og ólíkra höfunda: Jónasar Hallgrímssonar, Þorgeirs Þorgeirsonar, Halldórs Laxness og Svövu Jakobsdóttur o.fl. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 81 orð

Nýjar bækur

STJARNAN hennar Láru eftir þýska höfundinn Klaus Baumgart er í þýðingu Hildar Hermóðsdóttur. Einu sinni sem oftar getur Lára ekki sofnað. Hún sest við gluggann og sér þá litla stjörnu hrapa og lenda á gangstéttinni utan við húsið. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 181 orð | 1 mynd

Nýjar plötur

HEILL þér himeska orð er heiti nýrrar plötu með Söngsveitinni Fílharmóníu og er fyrsta hending í íslenskri þýðingu Böðvars Guðmundssonar á verki Gabriels Fauré Cantique de Jean Racine og má kallast sanmefnari fyrir efni og inntak þeirra tónverka sem á... Meira
10. desember 1999 | Bókmenntir | 631 orð

Óðal refanna

eftir Pál Hersteinsson. 110 bls. Útgefandi er bókaforlagið Ritverk, Reykjavík, 1999. Verð 4490 kr. Meira
10. desember 1999 | Bókmenntir | 480 orð | 1 mynd

Pottþétt unglingasaga

eftir Karl Helgason. Kápumynd gerð af Halldóri Baldurssyni. Æskan ehf. 1999. Prentsmiðjan Oddi hf. Samtals 148 bls. Meira
10. desember 1999 | Fólk í fréttum | 381 orð | 3 myndir

Rokkað í Detroit

Unglingagamanmyndin "Detroit Rock City" segir af fjórum ungmennum á áttunda áratugnum sem reyna allt sem þeir geta til þess að verða sér úti um miða á tónleika hljómsveitarinnar Kiss. Meira
10. desember 1999 | Bókmenntir | 880 orð | 1 mynd

Samkennd og sóknarhugur

Bréfaskipti Valtýs Guðmundssonar og Jóhannesar Jóhannessonar 1895-1909. Jón Þ. Þór bjó til pr. 320 bls. Nýja bókafélagið. Prentun: Steinholt ehf. Reykjavík, 1999. Meira
10. desember 1999 | Fólk í fréttum | 197 orð | 1 mynd

Selma stefnir í gullsölu

SELMA Björnsdóttir hefur sungið sig inn í hjörtu Íslendinga með frammistöðu sinni í Evróvisjón-keppninni síðustu, því hún er ennþá í efsta sæti Tónlistans, fjórðu vikuna í röð, og stefnir hraðbyri í gullsölu. Meira
10. desember 1999 | Fólk í fréttum | 35 orð | 1 mynd

Sókndjarfur forseti

FORSETI Argentínu Carlos Menem sækir fram völlinn í vináttuleik milli starfsmanna sinna og skólanema í úthverfi Buenos Aires. Tíu ára valtatíð Menems lýkur í dag, 10. desember, þegar Fernando de la Rua tekur við af... Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 49 orð | 1 mynd

Svava Axelsdóttir sýnir á Blönduósi

Blönduósi- Garðbæingurinn Svava Axelsdóttir opnaði sína fyrstu myndlistarsýningu í veitingahúsinu Við árbakkann fyrir skömmu. Myndefnið sækir Svava allt í kringum sig og segir hún að myndirnar fjalli um allt milli himins og jarðar. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 59 orð

Sýningu lýkur

Hafnarborg FJÓRUM sýningum í Hafnarborg lýkur á sunnudag. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 659 orð | 1 mynd

Sögur úr ríki sálarinnar

BJARNI Bjarnason hefur sent frá sér bókina Næturvörður kyrrðarinnar, sem er sjálfstætt framhald Borgarinnar á bak við orðin, skáldsögu hans frá því í fyrra. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 41 orð

Tónleikar í Grafarvogskirkju

Þrennir tónleikar Tónlistarskólans í Grafarvogi verða í Grafarvogskirkju laugardaginn 18. desember. Kl. 10 kemur fram yngri hljóðfæradeild skólans, kl. 11.30 verða tónleikar eldri nemenda. Þriðju tónleikarnir verða kl 15. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 122 orð | 1 mynd

Umbrot

Umbrot - Bókmenntir og nútími er eftir Ástráð Eysteinsson . Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 89 orð | 1 mynd

UM víðan völl er fjórða greinasafn...

UM víðan völl er fjórða greinasafn eftir Jóhannes Helga . Meira
10. desember 1999 | Bókmenntir | 573 orð

Vandi mannlegs hjarta

eftir William Faulkner. Rúnar Helgi Vignisson þýddi og ritaði eftirmála. Gutenberg prentaði. Bjartur 1999. 379 síður. Meira
10. desember 1999 | Bókmenntir | 320 orð

Veiðisæl dýr

eftir Bent Jørgensen. Teikningar eftir Birde Poulsen. Gissur Ó. Erlingsson þýddi. 45 bls. Útgefandi er Skjaldborg, Reykjavík, 1999. Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 318 orð | 1 mynd

Verðlaunagarðhús

GARÐHÚSABÆR (Kolonihaven) - alþjóðlegt verkefni í byggingarlist - er sameiginlegt framlag Arkitektafélags Íslands og Listasafns Reykjavíkur til dagskrár verkefnisins Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 sem jafnframt er liður í dagskrá Listahátíðar í... Meira
10. desember 1999 | Menningarlíf | 569 orð | 1 mynd

Þjóðsagan átakanleg og ægileg

ENN leitar Björn Th. Björnsson aftur til horfinnar tíðar í nýjustu skáldsögu sinni, Hlaðhamri . En andstætt því sem raunin hefur verið með fyrri sögulegar skáldsögur hans hafði hann að þessu sinni einungis úr afar takmörkuðum heimildum að moða. Meira

Umræðan

10. desember 1999 | Aðsent efni | 354 orð | 1 mynd

Björk

Björk, segir Guðmundur Gunnarsson, hefur reynst Íslandi stærsta og öflugasta kynning sem landið hefur eignast fyrr og síðar. Meira
10. desember 1999 | Aðsent efni | 831 orð | 1 mynd

Enn um kannanir Neytendasamtakanna og fleiri

Menn ættu ekki að vera svo viðkvæmir fyrir gagnrýni, segir Sigurður Jónsson, sem er sett fram með rökum. Meira
10. desember 1999 | Aðsent efni | 916 orð | 1 mynd

Fljótsdalsvirkjun ...! Enn á ný á Alþingi

Virðum leikhús þjóðarinnar, segir Erling Garðar Jónasson, en klárum virkjun í Fljótsdal. Meira
10. desember 1999 | Aðsent efni | 476 orð | 1 mynd

Framtíð okkar allra

Stöldrum við á þessari aðventu og hugum að framtíðinni, segir Halla Jónsdóttir. Meira
10. desember 1999 | Aðsent efni | 554 orð | 1 mynd

Glórulaus hallarekstur og gríðarleg skuldaaukning

Félagsmálaráðuneytið þarf að gefa skýr svör um, segir Tryggvi Harðarson, hvernig skuli fara með fjárhagslegar skuldbindingar sveitarfélaganna. Meira
10. desember 1999 | Aðsent efni | 1957 orð

HANNA SESSELJA HÁLFDANARDÓTTIR

Hanna Sesselja Hálfdanardóttir fæddist í Hafnarfirði 13. nóvember 1938. Hún lést á Landspítalanum 3. desember síðastliðinn, 61 árs að aldri. Faðir hennar var Hálfdan Helgason, bifvélavirki, f. 6. janúar 1910 á Stokkseyri, d. 2. mars 1985. Meira
10. desember 1999 | Bréf til blaðsins | 578 orð

Hávaxnir og tæknilegir

EFTIR lestur á grein Stefáns Ingólfssonar í DV nýlega getur undirritaður ekki orða bundist um ýmsar fullyrðingar sem þar eru settar fram. Meira
10. desember 1999 | Bréf til blaðsins | 411 orð | 1 mynd

Hugleiðing áhugamanns um nýtt ræktunartakmark

Fyrirhugaðar eru breytingar á ræktunartakmarki íslenska hestsins og veitir ekki af þar sem við höfum ekki verið að rækta í samræmi við óskir markaðarins. Til dæmis í Bandaríkjunum og Kanada, sem á eftir að verða okkar stærsti markaður í framtíðinni. Meira
10. desember 1999 | Aðsent efni | 746 orð | 1 mynd

Skógrækt og skilningsleysi

Það er von mín að einhver geti fengið ráðamenn Siglufjarðar til að hætta við áform sín, segir Hannes Baldvinsson, og breyta legu vegarins þannig að Skógræktin fái að vera í friði. Meira
10. desember 1999 | Aðsent efni | 860 orð | 2 myndir

Skólahjúkrunarfræðingar ekki "stikkfrí"

Skólahjúkrunarfræðingar hafa lagt metnað sinn í að bæta þjónustu, segja Ása Sjöfn Lórensdóttir og Jórunn Sigurjónsdóttir, og koma til móts við breytta tíma. Meira
10. desember 1999 | Aðsent efni | 461 orð | 1 mynd

Svar óskast frá ríkisstjórn Íslands

Sú krafa hlýtur að vera gerð til Alþingis, segir Áslaug Thorlacius, að það endurskoði gamlar og úreltar ákvarðanir sínar á grundvelli breyttra forsendna. Meira
10. desember 1999 | Aðsent efni | 575 orð | 1 mynd

Til varnar saklausu fólki

Alþjóðlegum sakamáladómstól, segir Ásta Möller, er ætlað að lögsækja einstaklinga sem grunaðir eru um yfirgang, stríðsglæpi, þátttöku í þjóðarmorði eða aðra alvarlega glæpi gegn mannkyni. Meira
10. desember 1999 | Aðsent efni | 1078 orð | 1 mynd

Um innflutning fósturvísa

Íslenskar kýr eru dýrmætur erfðahópur sem hefur þróast við hérlendar aðstæður frá upphafi Íslandsbyggðar, segir Birkir Friðbertsson, og í sínum margvíslegu litum eru þær hluti íslensks umhverfis. Meira
10. desember 1999 | Aðsent efni | 366 orð | 1 mynd

Við Austfirðingar!

Er þetta ekki dapurleg framtíðarsýn, spyr Karen Erla Erlingsdóttir, að stóriðja skuli vera eina von okkar Austfirðinga? Meira

Minningargreinar

10. desember 1999 | Minningargreinar | 436 orð | 1 mynd

BJÖRG BJARNADÓTTIR

Björg Bjarnadóttir fæddist á Geitabergi í Svínadal 26. janúar 1909. Hún lést 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarnason, hreppstjóri, f. 4. janúar 1866, d. 31. desember 1928, og Sigríður Einarsdóttir, f. 14. ágúst 1867, d. 27. Meira
10. desember 1999 | Minningargreinar | 1840 orð | 1 mynd

ELÍN MÁLFRÍÐUR HELGADÓTTIR

Elín Málfríður Helgadóttir fæddist á Herríðarhóli í Holtum 24. júní 1904. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund hinn 3. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingveldur Andrésdóttir, f. 1880, d. Meira
10. desember 1999 | Minningargreinar | 1880 orð | 1 mynd

ERNA KRISTINSDÓTTIR

Erna Kristinsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 22. mars 1935. Hún andaðist á Vífilsstaðaspítala 2. desember síðastliðinn. Meira
10. desember 1999 | Minningargreinar | 3717 orð | 1 mynd

Guðmundur Magnússon

Guðmundur Magnússon fæddist á Kjörvogi í Árneshreppi í Strandasýslu 8. desember 1913. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 3. desember síðastliðinn. Meira
10. desember 1999 | Minningargreinar | 954 orð | 1 mynd

HJÖRLEIFUR MÁR ERLENDSSON

Hjörleifur Már Erlendsson fæddist á Reykjum í Vestmannaeyjum 13. október 1927. Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði 3. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Erlendur Erlendsson veitingamaður, f. 7.9. 1905 á Giljum í Hvolhreppi, d.... Meira
10. desember 1999 | Minningargreinar | 1553 orð | 1 mynd

HULDA KLARA RANDRUP

Hulda Klara Randrup fæddist 21. ágúst 1920. Hún lést á Landspítalanum 2. desember síðastliðinn. Hulda var gift Adolfi Sveinssyni, f. 13 maí 1920, d. 21 apríl 1967 og áttu þau sex börn: 1) Snæbjörn, f. Meira
10. desember 1999 | Minningargreinar | 4466 orð | 1 mynd

SIGURBJÖRG EINARSDÓTTIR

Sigurbjörg Einarsdóttir fæddist á Lindargötu í Reykjavík 24. júní 1919. Foreldrar hennar voru hjónin Þórstína Björg Gunnarsdóttir frá Fögruhlíð á Djúpavogi, f. 15.8. 1882, d. 13.1 1950 og Einar Ólafsson, matsveinn og verkamaður, f. 8. 1. 1884, d. 28. Meira
10. desember 1999 | Minningargreinar | 3647 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN JÓNSSON

Þorsteinn Jónsson fæddist í Bolungarvík 20. júlí 1920. Hann lést 3. desember síðastliðinn.Foreldrar hans voru Jón J. Eyfirðingur, f. 20. janúar 1880, d. 29. október 1972, og Sigurlína Ingibjörg Þorleifsdóttir, f. 23. september 1891, d. 2. maí 1939. Meira

Viðskipti

10. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 96 orð | 1 mynd

Aco og Síminn í samstarf

SAMNINGUR á milli Landssímans og Aco um tímabundið samstarf fyrirtækjanna var undirritaður nýlega. Í samningnum felst að til áramóta mun Síminn leigja Aco innréttingar og aðstöðu í Kringlunni til að selja tölvubúnað. Meira
10. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 517 orð | 1 mynd

Microsoft inn á farsímasviðið

"Við höfum sömu draumsýnir," sagði Steve Ballmer framkvæmdastjóri Microsoft á blaðamannafundi í Stokkhólmi í gær, þar sem kynnt var nánar samstarf Microsoft og Ericsson símafyrirtækisins til að þróa þráðlaus netsamskipti, en um það var tilkynnt... Meira
10. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 690 orð | 1 mynd

"Viðurkenning á alþjóðavísu"

AUGLÝSINGASTOFAN Gott fólk hefur gengið til samstarfs við bandarísku auglýsingakeðjuna McCann-Erickson, sem er sú stærsta í heimi og heitir fyrirtækið nú Gott fólk McCann-Erickson. Meira
10. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 447 orð

Starfsemi Þormóðs ramma uppistaðan í tekjum bæjarsjóðs

MIKLAR breytingar hafa orðið í útgerð og fiskvinnslu í Ólafsfirði á þessum áratug. Öflug landvinnsla hafði verið í bænum, tvö frystihús voru rekin þar með fjölda starfsfólks, en nú eftir að fyrirtækið Sæunn Axels hf. Meira
10. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 203 orð

VERÐBRÉFAMARKAÐUR

EVRAN hélt sig rétt ofan við þriggja daga lágmark í gær, eftir að Otmar Issing, yfirhagfræðingur Seðlabanka Evrópu, kunngerði þá skoðun sína að upphafsverð evrunnar í janúar síðastliðnum hefði klárlega verið í hærri kantinum. Meira
10. desember 1999 | Viðskiptafréttir | 227 orð

Viðskiptahallinn 31,9 milljarðar

31,9 MILLJARÐA viðskiptahalli var við útlönd á fyrstu níu mánuðum ársins borið saman við 31,4 milljarða króna halla á sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands. Meira

Fastir þættir

10. desember 1999 | Í dag | 42 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Þann 24. nóvember sl. varð fimmtugur Einar Gunnarsson, blikksmíðameistari. Eiginkona hans er Ingibjörg Harðardóttir, yfirgjaldkeri hjá Íslandsbanka. Meira
10. desember 1999 | Í dag | 49 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Fimmtugur er á morgun, Ólafur Jóhann Óskarsson, húsasmiður, Reykjamörk 1a, Hveragerði. Eiginkona hans, Adda Hörn Hermannsdóttir, varð fimmtug 22. nóvember sl. og í tilefni afmælis beggja taka þau á móti gestum á morgun, laugardaginn 11. Meira
10. desember 1999 | Í dag | 31 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 10. desember, verður áttræð Áslaug Jónsdóttir. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á heimili sonar síns að Sævargörðum 4, Seltjarnarnesi, í dag frá kl.... Meira
10. desember 1999 | Dagbók | 0 orð

APÓTEK...

APÓTEK Meira
10. desember 1999 | Í dag | 80 orð

ÁSTAVÍSUR TIL ÍSLANDS

Minn ljóðgöngull hugur á hánorður leið mig hrífur að ættarjörð sinni, er vorsólin lýsir um lágnættisskeið sem ljóshvel í útfjarðamynni, þar eyjan vor hjartkæra heitkennd við ís sem hafmey úr báróttum Norðursæ rís. Meira
10. desember 1999 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. september sl. í Lágafellskirkju af sr. Írisi Kristjánsdóttur Bryndís Erla Eggertsdóttir og Gísli Geir Harðarson. Heimili þeirra er í... Meira
10. desember 1999 | Í dag | 584 orð

Böl spilakassanna

KONA hafði samband við Velvakanda og vildi koma því á framfæri hvílíkt böl Rauða kross-spilakassarnir væru. Hún á sautján ára strák sem er forfallinn spilasjúklingur. Meira
10. desember 1999 | Fastir þættir | 252 orð

Safnaðarstarf

Langholtskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 11-13. Kaffi er alltaf á könnunni, gott er að hittast og spjalla saman. Síðan er heilsupistill, létt hreyfing, slökun og kristin íhugun. Undir orgelspili er gengið til kyrrðar- og fyrirbænar í... Meira
10. desember 1999 | Dagbók | 716 orð

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Tunnulik og Torben koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Bliki og Kyndill komu í gær. Katla og Polar Siglir koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sólvallagötu 48, sími 5514349, gíró 36600-5. Meira
10. desember 1999 | Fastir þættir | 867 orð | 1 mynd

Skylda að sjá til þess að hross fái fóður

Hestaflutningamenn hafa átt annríkt að undanförnu enda margir að reyna að koma hestunum sínum inn eftir að vetur gekk í garð með fullum þunga um allt land. Meira
10. desember 1999 | Fastir þættir | 107 orð

- Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Kópavogi

Þrítugasta nóv. spiluðu 20 pör tvímenning og urðu úrslit þessi í N/S: Þorleifur Þórarinsson - Ólafur Láruss. 276 Albert Þorsteinss. - Björn Árnason 274 Ragnar Björnsson - Hreinn Hjartarson 245 Hæsta skor í A/V: Magnús Oddsson - Guðjón Kristjánss. Meira
10. desember 1999 | Í dag | 510 orð

VÍKVERJI dagsins er einn af þeim...

VÍKVERJI dagsins er einn af þeim mörgu sem hafa sætt sig við dálítinn hluta af tækniþróuninni og fengið sér farsíma. Ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan þessi tímamót urðu í lífi hans. Meira

Íþróttir

10. desember 1999 | Íþróttir | 299 orð

Að sigra og sannfæra

Haukar sigruðu Snæfell frá Stykkishólmi næsta örugglega, 75:60, í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í gærkvöldi. Sigurinn var ekki beinlínis sannfærandi, a.m.k. miðað við muninn á fjölda stiganna, sem liðunum auðnaðist að skora. Meira
10. desember 1999 | Íþróttir | 221 orð | 1 mynd

ARON Kristjánsson og félagar hans í...

ARON Kristjánsson og félagar hans í danska liðinu Skjern töpuðu fyrir Viborg, 22:21, í dönsku 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Aron skoraði fimm mörk í leiknum. Meira
10. desember 1999 | Íþróttir | 591 orð

Barkley var ákaft fagnað fyrir leik...

EINUM farsælasta keppnisferli leikmanns í NBA-deildinni er sennilega lokið. Charles Barkley hafði ætlað að leika út keppnistímabilið með Houston Rockets áður en hann legði skóna á hilluna, en sú áætlun hans varð að martröð í Fíladelfíuborg á miðvikudagskvöld þegar hann meiddist illilega á hné. Meira
10. desember 1999 | Íþróttir | 205 orð | 1 mynd

DAVID Beckham , leikmaður Manchester United...

DAVID Beckham , leikmaður Manchester United , hefur verið sviptur ökuréttindum í 8 mánuði vegna hraðaksturs. Einnig var hann sektaður um 90.000 krónur fyrir athæfið. Meira
10. desember 1999 | Íþróttir | 129 orð

Eiríkur með stórleik

EIRÍKUR Önundarson, fyrrum leikmaður ÍR og KR, átti mjög góðan leik með liðinu Holbæk sem vann Sisu 77:64 í dönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í fyrrakvöld. Hann var stigahæstur í liðinu, gerði 25 stig og tók sjö fráköst. Meira
10. desember 1999 | Íþróttir | 420 orð

Fimm met í Lissabon

Örn Arnarson, sundkappi úr SH, náði bestum árangri íslensku keppendanna á fyrsta degi Evrópumótsins í 25 metra laug sem hófst í Lissabon í Portgúal í gær. Hann setti Íslandsmet í undanrásunum í 200 metra skriðsundi og komst í A-úrslit og hafnaði þar í 7. Meira
10. desember 1999 | Íþróttir | 133 orð

Guðbjörg með 26 stig

ÍSLANDSMEISTARAR KR sýndu sínar bestu hliðar þegar Keflavíkurstúlkur komu í heimsókn í Frostaskjólið í gærkvöld og unnu 66:45. Meira
10. desember 1999 | Íþróttir | 235 orð

ÍR-mótið verður í Höllinni í mars

ÁKVEÐIÐ hefur verið að árlegt innanhússmót ÍR í frjálsíþróttum verði haldið 5. mars á næsta ári, en ekki í janúar eins og undanfarin þrjú ár, en mótið verður nú haldið í fjórða skipti. Meira
10. desember 1999 | Íþróttir | 364 orð | 1 mynd

KR-ingar, með Jónatan Bow í aðalhlutverki,...

KR-INGAR unnu sjötta leik sinn í röð í úrvalsdeildinni þegar nýliðar Hamars komu í heimsókn í íþróttahús KR-inga í gærkvöld, 82:69. KR er því enn sem fyrr í efsta sæti deildarinnar. Hamar, sem er í 7. sæti, hafði fjögurra stiga forskot í hálfleik, 39:43. Meira
10. desember 1999 | Íþróttir | 687 orð

Létt hjá Keflavík

Skagamenn voru ekki hálfdrættingar á við Keflavíkinga þegar liðin mættust í Keflavík í gærkvöldi og máttu þola stórt tap þar sem 52 stig skildu að í lokin. Úrslit leiksins urðu 105:53 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 50:35. Skagamenn settu aðeins 18 stig í síðari hálfleik sem hlýtur að vera lakasti árangur liðsins. Þá lögðu Grindvíkingar liðsmenn KFÍ, 85:73 og Skallagrímur tapaði stórt heima fyrir Njarðvík, 106:74. Meira
10. desember 1999 | Íþróttir | 366 orð

Naumt hjá Leeds

Liðsmenn Leeds geta þakkað Luicas Radebe fyrir að þeir komust í fjórðu umferð Evrópukeppninnar. Meira
10. desember 1999 | Íþróttir | 338 orð

Rosenborg leitar að markverði

NORSKA liðið Rosenborg leitar að nýjum markverði ef marka má fréttir í norskum fjölmiðlum í gær. Sagt er að Frode Olsen, markvörður Stabæk og landsliðsins, og Magnus Kihlstedt hjá Brann séu efstir á óskalistanum hjá félaginu. Talað er um að ef Kihlstedt verði fenginn frá Brann væri Rosenborg tilbúið að láta íslenska markvörðinn Árna Gaut Arason í staðinn. Meira
10. desember 1999 | Íþróttir | 76 orð

Svitinn spratt fram þegar hann heyrði nafn Íslands

KONISHOKI, einn frægasti kúmóglímumaður Japans, sýndi skemmtilegt látbragð þegar nafn Íslands kom upp úr hattinum þegar dregið var í riðla í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í Tókýó á þriðjudaginn. Meira
10. desember 1999 | Íþróttir | 127 orð

Þorbjörn Atli til liðs við Fram

ÞORBJÖRN Atli Sveinsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Fram, en hann er hefur verið hjá Bröndby í Danmörku síðasta hálft annað árið. Meira
10. desember 1999 | Íþróttir | 401 orð

Þorbjörn valdi "Íslendinga"

ÞORBJÖRN Jensson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, tilkynnti val sitt á landsliðshópnum sem heldur til þátttöku í móti sex þjóða í Hollandi í næstu viku. Liðið er eingöngu skipað leikmönnum, er leika með íslenskum félagsliðum, því ekki var unnt að fá Íslendinga erlendis lausa í verkefnið, sem felur í sér fimm leiki á jafnmörgum dögum. Meira

Sunnudagsblað

10. desember 1999 | Sunnudagsblað | 322 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Landstvímenningurinn í kvöld Landstvímenningurinn 1999 sem jafnframt er samnorrænn tvímenningur, verður spilaður í kvöld á eftirfarandi stöðum: Akranes, Patreksfjörður, Þingeyri, Siglufjörður, Akureyri, Húsavík, Seyðisfjörður, Hornafjörður og Reykjavík. Meira
10. desember 1999 | Sunnudagsblað | 322 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Landstvímenningurinn í kvöld Landstvímenningurinn 1999 sem jafnframt er samnorrænn tvímenningur, verður spilaður í kvöld á eftirfarandi stöðum: Akranes, Patreksfjörður, Þingeyri, Siglufjörður, Akureyri, Húsavík, Seyðisfjörður, Hornafjörður og Reykjavík. Meira

Úr verinu

10. desember 1999 | Úr verinu | 358 orð | 3 myndir

Fiskur dagsins er tunglfiskur

TUNGLFISKUR er ekki á hvers manns diski en Rúnar Marvinsson matreiddi kykvendið í gær og reyndist það hið mesta lostæti. Þetta er líklega í fyrsta sinn, sem boðið er upp á tunglfisk, sem rétt dagsins á íslenzku veitingahúsi. Meira
10. desember 1999 | Úr verinu | 66 orð

Norðmenn borða meira af laxinum

SALA á eldislaxi í Noregi verður allt að 30.000 tonn á þessu ári og skilar hún eldinu um 7 milljörðum króna í tekjur. Það er nærri tvöfalt meira en á síðasta ári. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

10. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1243 orð | 3 myndir

Afkastamikill málari og íþróttagarpur

Sigrún Huld Hrafnsdóttir, fyrrum ólympíumeistari í sundi þroskaheftra, hefur hengt sundbolinn til þerris en einbeitt sér þess í stað að myndlist og keilu. Hrönn Marinósdóttir átti fund með konunni kappsfullu og glaðværu. Meira
10. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 471 orð | 5 myndir

Allir eru kóngar á Íslandi

Almenningur á Vesturlöndum, þá sérstaklega konur, hefur á síðustu tímum tekið upp á því að bera kórónur gerðar úr ódýrari efnum við hin ýmsu tækifæri. Dæmi um það eru brúðir sem skarta kórónunum við glæsilega brúðarkjóla. Meira
10. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 615 orð | 1 mynd

Átján mánaða í enskutímum

SÍÐUSTU ár hefur hálfgert enskuæði verið að grípa um sig á meðal Spánverja. Til marks um það er mikill fjöldi enskuskóla sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur með gylliboð á götum úti og í helstu fjölmiðlum landsins. Meira
10. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 316 orð | 1 mynd

Dýr, hús og tré í uppáhaldi

"HVERNIG líta trén út í dag?" spyr Lóa Guðjónsdóttir, myndlistarmaður og leiðbeinandi, og horfir útum gluggann á vinnustofu sinni á Bræðraborgarstíg ásamt nemandanum, Sigrúnu Huld . "Þau eru flott," svarar Sigrún Huld. Meira
10. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1441 orð

Egg eru ekki bara egg

Hvort kemur á undan, eggið eða hænan? Haukur Halldórsson eggjabóndi svarar ekki þeirri spurningu en í spjalli við Svein Guðjónsson ræðir hann hins vegar um vistvæna eggjaframleiðslu og sitthvað fleira varðandi hænsnarækt. Meira
10. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 879 orð | 5 myndir

Í HAUST tóku vegfarendur eftir ungum...

Steinsmíði er aldagamalt og virðulegt handverk sem enn er í fullu gildi. Hildur Einarsdóttir fylgdst með vinnu steinsmiðsins Þórs Sigmundssonar sem heldur fast við gamlar hefðir. Meira
10. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 550 orð | 5 myndir

Prúðbúnir sveinar í ráðhúsinu

STEKKJARSTAUR er væntanlegur til byggða á sunnudag. Hans er beðið með mikilli eftirvæntingu ekki síst fyrir þær sakir að sveinki klæðist nýjum fötum að þessu sinni. Meira
10. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1574 orð | 1 mynd

Sjálfsstyrking Hinn gullni meðalvegur

Tilfinningar, hamingja, sambönd, sjálfsálit, sjálfsmynd. Einnig sigur á kvíða og þunglyndi. En hvernig? Gunnar Hersveinn spurði Önnu Valdimarsdóttur sem hefur skrifað bók um leiðir fyrir einstaklinga til að vera þeir sjálfir. Meira
10. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 561 orð | 4 myndir

Tákn um æðstu tign og virðingu

Lengi vel var kórónan umbun fyrir hugrekki í hernaði og tákn um æðstu tign og virðingu. Nú er farið að nota kórónur við ólíklegustu tækifæri. Hildur Einarsdóttir skoðaði hvernig kórónur og notkun þeirra hafa breyst í aldanna rás. Meira
10. desember 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 579 orð | 3 myndir

Vættir eru allt önnur

"ÞEGAR jörðin hættir að anda á meðan nóttin hverfur. Þá er óskastund þar til hún andar frá sér nýjum degi," segir Skógardísin. Svo segir í bók eftir Oddbjörgu Sigfúsdóttur húsmóður sem býr í Fellabæ á Héraði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.