Greinar föstudaginn 10. mars 2000

Forsíða

10. mars 2000 | Forsíða | 398 orð | 1 mynd

Bondevik biðst lausnar fyrir stjórnina

KJELL Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, mun í dag biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína eftir að stjórnarandstaðan felldi tillögu stjórnarinnar, sem lögð var fram til að girða fyrir hugsanlegar breytingar á löggjöf um umhverfismál. Meira
10. mars 2000 | Forsíða | 170 orð | 1 mynd

McCain og Bradley úr leik

JOHN McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, tilkynnti í gær að hann hefði dregið sig í hlé í baráttunni um að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins vegna kosninga til embættis forseta Bandaríkjanna næsta haust. Meira
10. mars 2000 | Forsíða | 360 orð

Stöðugleiki ein helsta röksemdin

"MEÐ nýjum kjarasamningum hefur verið lagður einstæður grundvöllur að stöðugleika næstu fjögur árin og með honum hafa aðilar vinnumarkaðarins lagt sitt af mörkum. Meira
10. mars 2000 | Forsíða | 150 orð | 1 mynd

Uppkast að samningi tilbúið í maí

HOSNI Mubarak, forseti Egyptalands, sagði í gær að hann væri vongóður um að Ísraelum og Palestínumönnum tækist að ljúka endanlegu friðarsamkomulagi fyrir haustið. Meira

Fréttir

10. mars 2000 | Miðopna | 445 orð | 1 mynd

Alls 5,7 milljarða tap af rekstrinum frá upphafi

TAP hefur verið af rekstri deCODE allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1996, alls um 76,7 milljónir dollara, sem samsvarar um 5,7 milljörðum króna. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 149 orð

Aukin framlög til nýsköpunar

NÝSKÖPUNARSJÓÐUR námsmanna veitir námsmönnum styrki til að vinna að nýsköpun í atvinnulífi og á fræðasviði yfir sumarmánuðina. Verkefnin gefa námsmönnum kost á að starfa að menntaðarfullum og krefjandi verkefnum í sínu fagi. Meira
10. mars 2000 | Erlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Biður fyrirgefningar á syndum kirkjunnar

HELFÖRIN, krossferðirnar, rannsóknarrétturinn og virðingarleysi við konur. Á þessu og ýmsu öðru ætlar Jóhannes Páll páfi II að biðjast afsökunar við messu í Péturskirkjunni á sunnudag. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 117 orð

Bingó aldarinnar haldið á Patreksfirði

UNGLINGAR í Félagsmiðstöðinni Vest-End hafa ákveðið að efna til bingós á Patreksfirði, sem þeir kalla bingó aldarinnar. Allir vinningar á bingóinu koma frá fyrirtækjum og verslunum í Reykjavík. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 316 orð

Bjóða á út hlutafé sem svarar til 14,8 milljarða króna

deCODE genetics Inc., móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, hefur sótt um skráningu á hlutabréfum félagsins á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Meira
10. mars 2000 | Erlendar fréttir | 489 orð | 1 mynd

Efnahagsbatinn er beittasta vopn Aznars

MIKIL umskipti hafa orðið í efnahagsmálum Spánar síðustu fjögur árin og eru þau talin beittasta vopn José María Aznars forsætisráðherra í baráttunni við sósíalista fyrir þingkosningarnar sem fara fram á sunnudag. Meira
10. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 367 orð

Efnilegt æskufólk lent í alvarlegum vítahring

SKÓLAMEISTARAR Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri, svo og forvarnarfulltrúar skólanna hittust á fundi í vikunni til að ræða aukna óreglu og jafnframt vanlíðan nemenda og slælegar mætingar þeirra á föstudögum. Meira
10. mars 2000 | Erlendar fréttir | 389 orð

Eiturbrugg og ráðabrugg

DAUÐANN á Níl kalla Bretar morðið á Cheryl Lewis, sem var byrlað eitur á ferðalagi í Egyptalandi. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 290 orð

Ekki rétt að etja saman tveimur byggðarlögum

HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis og fyrsti þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra, segir að sér komi mjög á óvart sú tillaga Kristins H. Meira
10. mars 2000 | Erlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Embættismaður líflátinn

KÍNVERSKUR embættismaður, Hu Changqing, fyrrverandi aðstoðarríkisstjóri í Jiangxi, var tekinn af lífi í fyrradag fyrir spillingu. Meira
10. mars 2000 | Miðopna | 1181 orð | 1 mynd

Engin trygging fyrir árangri eða tekjum

Rekstur og starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar er mjög áhættusöm að því er fram kemur í skráningarlýsingu sem deCODE hefur sent bandarísku verðbréfa- og kauphallarnefndinni. Skv. reglum um skráningu á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði ber fyrirtækinu að lýsa ítarlega fjölmörgum áhættuþáttum sem starfsemi þess er háð fyrir væntanlega kaupendur og eru þeir raktir í skráningarlýsingunni, sem birt var í gær. Meira
10. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 292 orð

Engin tæki í eynni og brautin breytist í svellbunka í hálkunni

FYRIRHUGAÐ var að bera sand á flugvöllinn í Grímsey í gær en slíkt hefur ekki verið prófað áður. Meira
10. mars 2000 | Erlendar fréttir | 607 orð | 1 mynd

Er búinn að safna fyrir sektunum

HELMUT Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, greindi frá því á blaðamannafundi í Berlín í gær, að hann væri nú búinn að safna 5,9 milljónum marka, jafnvirði 213 milljóna króna, til að mæta sektum sem flokki hans, Kristilegum demókrötum (CDU), verður að... Meira
10. mars 2000 | Erlendar fréttir | 240 orð

ESB vill ekki framlengja sænskar áfengisundanþágur

EFTIR óformlegar viðræður Bosses Ringholms, fjármálaráðherra Svía, og Frits Bolkesteins í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, á mánudag bendir allt til að málaumleitan Svía um framlengdar undanþágur frá ESB-reglum um hvað fólk megi taka með sér af... Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 117 orð

FB lagður í einelti af fjölmiðlum

MORGUNBLAÐINU hefur borist bréf frá Steindóri Hólm og Hlyni Haukssyni, sem eru í forsvari fyrir dansleikjahald á vegum Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Meira
10. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 269 orð | 1 mynd

Fjölbýlishús við Hjallabraut var valið til þátttöku

FJÖLBÝLISHÚSIÐ við Hjallabraut 35 til 43 í Hafnarfirði hefur verið valið til að taka þátt í tilraunaverkefni um gagnaflutninga gegnum loftnet Skýrr, en þann 15. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Fjör á öskudagsballi í Vík

Fagradal - Þótt frí sé gefið í skólanum í Vík á öskudeginum taka börn í Mýrdalnum daginn snemma og fara í hópum og syngja í flestum fyrirtækjum í Vík, og er þeim launað fyrir sönginn með sælgæti, frönskum kartöflum og sokkum í Víkurprjóni. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 93 orð

Fordæmabrask og arðrán

AÐALFUNDUR Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, haldinn 4. mars sl., "fordæmir það blygðunarlausa brask og arðrán sem viðgengst nú á Íslandi og birtist m.a. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

Foreldrar vinna mikilvæg störf í skólum

FORELDRAR, sem unnið hafa uppbyggjandi starf í skólum, halda erindi á morgun í Breiðholtsskóla, en þar verður haldið Foreldraþingið 2000. Það er SAMFOK og SAMKÓP sem standa að þessu þingi. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 683 orð | 1 mynd

Gagnagrunnsmálið frá ýmsum hliðum

Mike Fortun fæddist í Pittsburgh 1958. Hann lauk prófi frá Harvard-háskóla 1993 í vísindasögu. Hann hefur starfað við kennslu, nú kennir hann við Rensselaer Polytechnic Institute og einnig í Boston við MIT. Hann er kvæntur Kim Fortun, sem kennir mannfræði við Rensselaer og hefur rannsakað afleiðingar slyssins í Bophal á Indlandi. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 156 orð

Gagnrýna olíuverð og hagnað olíufélaga

VERKAMANNASAMBAND Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi: "Verkamannasamband Íslands vekur athygli almennings á þeim stóraukna gróða sem olíufélögin eru að skila. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 617 orð | 1 mynd

Gífurlega yfirgripsmikil skráningarlýsing

SKRÁNINGARLÝSING sú sem deCODE genetics Inc., móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, hefur lagt inn hjá bandarísku verðbréfa- og kauphallarnefndinni (SEC) um fyrsta útboð á almennum hlutabréfum félagsins er á áttunda hundrað síður að lengd. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 175 orð

Guðmundur Árni gefur ekki kost á sér

GUÐMUNDUR Árni Stefánsson alþingismaður hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann segist ekki munu gefa kost á sér í formannskjöri Samfylkingarinnar. Hann segir að ástæður þessarar ákvörðunar séu bæði persónulegar og pólitískar. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Gunnar Páll á Grand Hóteli

GRAND Hótel hefur endurnýjað samning sinn við Gunnar Pál, tónlistarmann, sem hefur sungið og spilað fyrir gesti hótelsins undanfarin fjögur ár. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 211 orð

Hagnaður jókst um rúmar 600 milljónir

HAGNAÐUR Landsbanka Íslands jókst um 609 milljónir milli ára og er afkoma bankans árið 1999 sú besta í sögu Landsbankasamstæðunnar. Afkoman batnaði um 67% á milli ára og segir Halldór J. Meira
10. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 46 orð

Hádegistónleikar

BJÖRN Steinar Sólbergsson, orgelleikari Akureyrarkirkju, leikur á hádegistónleikum í kirkjunni á morgun, laugardag, kl. 12. Leikur hann verk eftir Johann Sebastian Bach vegna 250 ára ártíðar hans. Lesari er Gunnlaugur P. Kristinsson. Meira
10. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 88 orð | 1 mynd

Hátt uppi og hress

ÞÓTT ötullega hafi verið unnið að því að flytja snjó á vörubílum ofan í sjó vantar ekki gríðarstóra snjóskafla á Akureyri. Meira
10. mars 2000 | Erlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Hjónabönd samkynhneigðra bönnuð

SAMÞYKKT var með miklum meirihluta í Kaliforníu á þriðjudag að banna hjónabönd samkynhneigðs fólks. Var um þetta kosið samtímis forkosningum stjórnmálaflokkanna. Meira
10. mars 2000 | Miðopna | 302 orð | 1 mynd

Hoffman La Roche er stærsti hluthafinn

Í skráningarlýsingu deCODE kemur fram að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á næststærsta hlutinn í fyrirtækinu eða 9,6% hlutafjár. Stærsta hlutinn á fyrirtækið Hoffman La Roche. Meira
10. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 96 orð | 1 mynd

Hringanóri í Elliðavogi

SJALDSÉÐUR gestur var á ferð nýlega í Elliðavogi. Hringanóri hélt sig í smábátahöfn Snarfara yfir helgina. Hringanóri er minnsti selur sem sést við Ísland, talsvert minni en landselur. Meira
10. mars 2000 | Erlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Hryðjuverk ekki útilokað

RÚSSNESK farþegaþota í einkaeigu fórst í gær í flugtaki á Sheremetyevo-flugvelli í Moskvu. Allir sem um borð voru, níu manns, fórust í slysinu en orsakir þess eru ókunnar. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Humarhúsið veitingastaður febrúarmánaðar

VEITINGAHÚSIÐ Humarhúsið var valið veitingahús febrúarmánaðar af gestum veitingahúsa, en allt þetta ár mun Klúbbur matreiðslumeistara standa fyrir vali á veitingahúsi mánaðarins í samvinnu við Reykjavík menningarborg. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 1668 orð | 1 mynd

Hægt að taka á móti 75 þúsund manns

1994 varð þjóðhátíð að þjóðvegahátíð. Karl Sigurbjörnsson biskup sagði á kynningarfundi um kristnihátíð á Þingvöllum þar sem gert er ráð fyrir að taka megi á móti 75 þúsund manns að öngþveiti ársins 2000 hafi verið í Þrengslunum og hátíðin 1. og 2. júlí verði vegahátíð í þeim skilningi að hún vísi okkur veginn til framtíðar. Meira
10. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 49 orð

Indlandskvöld

INDLANDSKVÖLD verður haldið í safnaðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld, föstudagskvöldið 10. mars, og hefst það kl. 20. Það er liður í kirkjuviku sem stendur yfir í Akureyrarkirkju. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 40 orð

Innbrot á Stokkseyri

BROTIST var inn í saltfiskvinnsluna Hólmaröst aðfaranótt miðvikudagsins og þaðan stolið tölvubúnaði, faxtæki og símum. Einnig fóru þjófarnir inn í frystigeymslu sem Þormóður rammi - Sæberg hf. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 635 orð

Inntak samkomulagsins mikil vonbrigði

BJÖRN Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, óskaði Flóabandalaginu í gær til hamingju með nýgert samkomulag við Samtök atvinnulífsins um inntak kjarasamnings en benti um leið á að mjög mikið beri milli þeirra markmiða sem félögin á... Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 93 orð

Íslandsmeistaramót í samkvæmisdönsum með frjálsri aðferð

ÍSLANDSMEISTARAMÓT í samkvæmisdönsum með frjálsri aðferð verður haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði helgina 11. og 12. mars. Meira
10. mars 2000 | Erlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Kallar Chirac "Vasa-Napóleon"

DAGINN eftir að Thomas Klestil, forseti Austurríkis, fór bónför til Brussel til að mælast til þess að dregið yrði úr pólitískum refsiaðgerðum hinna ESB-ríkjanna 14 gegn Austurríki vegna stjórnarþátttöku hins umdeilda Frelsisflokks, blés Jörg Haider, sem... Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 175 orð

Kaupþing opnar í New York og Stokkhólmi

Á AÐALFUNDI Kaupþings, sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík í gær, kynnti Guðmundur Hauksson stjórnarformaður tillögu þess efnis að stjórn félagsins yrði falið að kanna með hvaða hætti best yrði staðið að opnun og skráningu Kaupþings á Verðbréfaþingi... Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 696 orð | 2 myndir

KÁ kaupir Hótel Selfoss fyrir 40 millj.

Selfossi - Sveitarfélagið Árborg og Kaupfélag Árnesinga svf. hafa gert samning um kaup félagsins á húseigninni Ársölum, Eyravegi 2, Selfossi þar sem KÁ hefur starfrækt Hótel Selfoss frá 5. febrúar 1998. Heildarkaupverð er kr. 40 millj. og þar af verða... Meira
10. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 29 orð

Kirkjustarf

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju á morgun, laugardaginn 11. mars, kl. 13.30. Kirkjuskóli verður í Svalbarðskirkju kl. 11 sama dag. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 21 á sunnudagskvöld, 12.... Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 97 orð

Knattspyrnuhús í Garðabæ

VIÐRÆÐUR um byggingu knattspyrnuhúss við Vetrarmýri í Garðabæ eru komnar á fullan skrið, en framkvæmdastjórn Knatthúsa ehf. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Kynningardagar í leikskólum Mosfellsbæjar

LEIKSKÓLAR Mosfellsbæjar verða með kynningardag fyrir nýja íbúa Mosfellsbæjar í dag, föstudaginn 10. mars, kl. 9 og 15. Skólastjórar munu taka á móti gestum og kynna stefnu og starfshætti leikskólanna. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 30 orð

LEIÐRÉTT

Rangt nafn Í VIÐSKIPTABLAÐI Morgunblaðsins í gær misritaðist nafn viðmælandans í myndatexta með frétt af Gulu línunni. Hið rétta er að viðmælandinn heitir Björn Jónsson og biðst Morgunblaðið velvirðingar á þessum... Meira
10. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 202 orð | 1 mynd

Lóðin líklega boðin út í vor

BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að borgin kaupi lóðina við Höfðatún 2, á horni Borgartúns og Höfðatúns, ásamt tæplega 1.800 fermetra húsi sem á henni stendur. Kaupverð er 111 milljónir króna. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 124 orð

Málþing Mannverndar

MANNVERND, samtök um persónuvernd og rannsóknafrelsi, efna til málþings laugardaginn 11. mars í Odda, stofu 101, og hefst það kl. 14-17. Þar verður fjallað um hið mikilvæga umræðuefni hér á landi sem erlendis, gagnagrunnsmálið, með nýstárlegum hætti. Meira
10. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Málþing um stafræn bókasöfn

STAFRÆNA bókasafnið - aðgangur bókasafna að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum er yfirskrift málþings á vegum Bókasafns Háskólans á Akureyri, en það verður haldið í dag, föstudaginn 10. mars. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 233 orð

Merkt erfðabreytt matvæli í verslanir um áramót

EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur styrkt rannsóknir á áhrifum erfðabreyttra lífvera á umhverfi og fæðu um 20 milljónir evra eða rúmlega 1,4 milljarða íslenskra króna frá því farið var að vinna eftir 5. rammaáætlun sambandsins á síðasta ári. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 101 orð

Mýflug hættir flugi til Húsavíkur

STJÓRN Mýflugs hf. hefur ákveðið að flugi félagsins milli Húsavíkur og Reykjavíkur verði hætt. Síðasta ferðin verður farin nk. sunnudag. Mýflug hf. hefur staðið að áætlunarflugi á milli Húsavíkur og Reykjavíkur allt frá því í september 1998. Meira
10. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 355 orð

Nennir ekki lengur að berjast í bönkum

BENEDIKT Hjaltason, bóndi á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit og stærsti mjólkurframleiðandi landsins, stefnir að því að selja mjólkurkvóta sinn, tæplega 500.000 lítra og hætta búskap. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 81 orð

Nýtt kvikmyndafyrirtæki

BÚIST ER við að á næstu dögum nái Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Los Angeles, og Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri og framleiðandi á Íslandi, samkomulagi um stofnun fyrirtækis um framleiðslu kvikmynda. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 362 orð

Nýtt skattþrep ólíklegt í þessari atrennu

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist fagna því að kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins skuli vera á næsta leiti. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 54 orð

Opinn fundur Vg um sjávarútvegsmál

KJÖRDÆMISFÉLAG Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík heldur opinn fund laugardaginn 11. mars um sjávarútvegsmál í Hafnarstræti 20, 3. hæð. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 104 orð

Opnir dagar í Bergís

HEILDVERSLUNIN Bergís ehf. flutti starfsemi sína sl. áramót yfir á Réttarháls 4 í Reykjavík. Með flutningnum sameinaðist söluaðstaða fyrir Melka-herrafatnaðinn og Tenson-útivistarfatnaðinn annarsvegar og gjafavörudeildina hinsvegar. Meira
10. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 36 orð

Óvissuferð FA

FERÐAFÉLAG Akureyrar býður upp á óvissuferð nk. laugardag, 11. mars, kl. 9. Um er að ræða skíðagönguferð. Skráning í ferðina er á skrifstofu félagsins við Strandgötu, en þar er opið á föstudögum frá kl. 17.30 til... Meira
10. mars 2000 | Landsbyggðin | 77 orð | 1 mynd

Prinsessur og hlébarðar á Flateyri

Flateyri- Á meðan eldri krakkarnir gengu um bæinn og tóku lagið gegn vænum poka af sælgæti, skemmtu þau allra yngstu sér á Leikskólanum Grænagarði á Flateyri uppáklædd sem prinsessur, hlébarði o.fl. í tilefni þess að öskudagur var enn á ný runninn upp. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Rak hratt í átt að bjarginu

VÉLAR grænlenska loðnuskipsins Ammasat stöðvuðust þegar skipið var statt tæpar 2 sjómílur undan Krísuvíkurbjargi á fimmta tímanum í gærmorgun en skipið var þá á leið til Þorlákshafnar. Meira
10. mars 2000 | Erlendar fréttir | 594 orð

Sagður hafa ljóstrað upp fyrirhuguðum árásarferðum

NJÓSNARI innan Atlantshafsbandalagsins lét Serbum í té leynilegar upplýsingar um fyrirhuguð skotmörk og allar ferðir flugvéla bandalagsins í loftárásunum á Júgóslavíu á síðasta ári fyrstu tvær vikurnar eftir að þær hófust, að því er breskir fjölmiðlar... Meira
10. mars 2000 | Landsbyggðin | 286 orð

Samstarf um félagsþjónustu og framhaldsskóla

Grundarfirði- Fjögur sveitarfélög á Snæfellsnesi hafa ákveðið að fara í samstarf um félagsþjónustu og framhaldsskóla. Sveitarfélögin fjögur eru Snæfellsbær, Eyrarsveit, Stykkishólmsbær og Helgafellssveit. Meira
10. mars 2000 | Erlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Segir Thatcher þurfa læknisskoðun

UTANRÍKISRÁÐHERRA Spánar, Abel Matutes, hefur sagt að hann álíti að Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hafi jafn mikla þörf fyrir læknisskoðun og Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 19 orð | 1 mynd

Sinfónían hyllt

SIGRÚN Eðvaldsdóttir konsertmeistari og Petri Sakari hljómsveitarstjóri taka við hamingjuóskum gesta að loknum afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói í... Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 159 orð

Spurningakeppni í Breiðfirðingabúð

HIN árlega Spurningakeppni átthagafélaga á höfuðborgarsvæðinu hefst á sunnudaginn kemur, 12. mars. Alls munu 14 átthagafélög senda keppnislið og fer keppnin fram í Breiðfirðingabúð næstu sunnudagskvöld, 12., 19. og 26. mars. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 503 orð

Stefnt að undirritun um helgina

SAMKOMULAG tókst í fyrrinótt milli samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins um megininntak kjarasamnings. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 323 orð | 2 myndir

Stíga fyrstu sporin í kvöld

ÍSLENSKU norðurpólsfararnir, þeir Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason taka fyrstu sporin í átt til norðurpólsins um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma í kvöld, samkvæmt áætlun þeirra. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 469 orð | 1 mynd

Stjórnin skilgreinir hlutverk og framtíðarsýn félagsins

Á AÐALFUNDI Eimskipafélags Íslands á Hótel Sögu í gær kynnti Benedikt Sveinsson nýja skilgreiningu stjórnar á hlutverki og framtíðarsýn félagsins. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 106 orð

Stofnfundur Ungra jafnaðarmanna í Iðnó

STOFNFUNDUR Ungra jafnaðarmanna verður haldinn í Iðnó laugardaginn 11.mars kl. 15, en þar renna saman í eina sæng ungliðahreyfingar Alþýðubandalagsins, Kvennalista og Alþýðuflokksins. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 106 orð

SUS furðar sig á umræðu um laun

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna furðar sig á þeirri umræðu sem skapast hefur meðal íslenskra stjórnmálamanna um launaumhverfi einstakra einkafyrirtækja og laun einstakra manna. Meira
10. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 404 orð

Sveitarfélögin greiði 31 milljón á ári í leigu

FRAMKVÆMDASTJÓRN Knatthúsa ehf. sendi, í lok febrúar, fjórum sveitarfélögum, þ.e. Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Bessastaðahreppi tillögu að viljayfirlýsingu um þátttöku í byggingu knattspyrnuhúss við Vetrarmýri í Garðabæ. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 732 orð

Svokallað þagnartímabil hafið

SVOKALLAÐ "þagnartímabil" er hafið, nú þegar deCODE genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, hefur lagt inn skráningarlýsingu hjá bandarísku verðbréfa- og kauphallarnefndinni (SEC). Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 139 orð

Tæpra 100 milljóna mjólkurkvóti til sölu

BENEDIKT Hjaltason, bóndi á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, stærsti mjólkurframleiðandi landsins, hefur ákveðið að selja mjólkurkvóta sinn, tæplega 500.000 lítra, og hætta búskap. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 426 orð

Útilokað að dreifikerfið nái til allra fyrir lok ársins

ÞINGSÁLYKTUNARTILAGA, ellefu þingmanna úr fjórum flokkum, um að uppbygging dreifikerfis Ríkisútvarpsins verði þannig að öll heimili í landinu nái sjónvarpsútsendingum þess fyrir árslok árið 2000, liggur nú til umsagnar hjá Ríkisútvarpinu. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 32 orð

Útvarp Bústaðir FM 106,0

ÚTVARP Bústaðir er í gangi í félagsmiðstöðinni Bústöðum milli kl. 14.30-22 alla virka daga á athafnadögum Bústaða frá 6.-17. mars. Um 25 unglingar eru þátttakendur og er hver þáttur í einn og hálfan... Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 194 orð

Vekur spurningar um samstarf við VMSÍ

FLÓABANDALAGIÐ sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna ummæla tveggja forystumanna VMSÍ um samkomulag bandalagsins og SA, sem fram komu í hádegisfréttum RÚV í gær. Er þar vitnað til orða Péturs Sigurðssonar, formanns Vlf. Meira
10. mars 2000 | Landsbyggðin | 115 orð | 1 mynd

Þeir fullorðnu eru líka með

Dalvík - Öskudagurinn á Dalvík fór fram með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 1294 orð

Þetta er allt saman hræsni

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra gagnrýndi stjórnarandstöðuna harkalega fyrir hræsni í umræðunni um fjárreiður stjórnmálaflokkanna á þingi á mánudag. Morgunblaðið óskaði eftir nánari skýringum forsætisráðherra við ummælum sínum í gær. Meira
10. mars 2000 | Landsbyggðin | 88 orð | 1 mynd

Öskudagsgrín á Flúðum

Hrunamannahreppi - Börnin í leikskólanum á Flúðum héldu upp á öskudaginn með tilheyrandi glensi og gríni. Góður gestur, Eygló eyðslukló, fulltrúi frá Latabæ, kom í heimsókn og skemmtu krakkarnir sér konunglega. Meira
10. mars 2000 | Landsbyggðin | 75 orð | 1 mynd

Öskudagur á Seyðisfirði

Seyðisfirði - Seyðfirsk börn sprönguðu um bæinn á öskudaginn til þess að gleðja kaupmenn og aðra með söng og glensi. Frí var í "stóra skólanum" og margar óprúttnar verur, látnar sem lifandi, voru á ferli. Meira
10. mars 2000 | Landsbyggðin | 111 orð | 1 mynd

Öskudagurinn í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjum- Öskudagurinn í Eyjum var haldinn í blíðskaparveðri, loksins, sögðu krakkarnir eftir stöðugar brælur undanfarna daga og vikur og þau tóku til óspilltra málanna við söng og gleði í verslunum og fyrirtækjum bæjarins. Meira
10. mars 2000 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Öskudagur í Árseli

Félagsmiðstöðin Ársel í Árbæ stóð að venju fyrir Öskudagsballi. Fjöldi barna og unglinga lagði leið sína í Ársel, þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni og tunnukóngur krýndur. Unglingar í Árseli sáu um tónlistina, máluðu andlit og stjórnuðu leikjum. Meira

Ritstjórnargreinar

10. mars 2000 | Staksteinar | 395 orð | 2 myndir

Mannauður

BÆJARINS besta á Ísafirði ræðir væntanlega kjarasamninga og niðurstöður nýlegs aðalfundar Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og finnst, eins og fleirum, ekki mikið samræmi þar á milli. Meira
10. mars 2000 | Leiðarar | 722 orð

SAMNINGAR TRYGGJA STÖÐUGLEIKA

Samkomulag tókst í fyrrinótt milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Flóabandalagsins svonefnda um megininntak nýs kjarasamnings, sem gert er ráð fyrir að verði undirritaður á laugardag eða þegar ljóst er á hvern hátt ríkisvaldið kemur inn í samningsgerðina... Meira

Menning

10. mars 2000 | Menningarlíf | 247 orð | 1 mynd

Afmælistónleikar Karlakórs Rangæinga

KARLAKÓR Rangæinga hélt upp á 10 ára afmæli kórsins um síðustu helgi í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Meira
10. mars 2000 | Fólk í fréttum | 112 orð | 1 mynd

Bað um ógildingu

DARVA Conger, sem þekktust er fyrir að hafa gifst í beinni útsendingu ókunnugum manni, mætti í spjallþátt Larry Kings á miðvikudag og svaraði spurningum. Meira
10. mars 2000 | Tónlist | 823 orð | 1 mynd

Barnið og heimspekingurinn

Mahler: Sinfónía nr. 3. Barbara Deaver mezzosópran, Kvennakór Íslenzku óperunnar, barnakór og Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Petris Sakaris. Fimmtudaginn 9. marz kl. 20. Meira
10. mars 2000 | Fólk í fréttum | 54 orð | 1 mynd

Besti hundurinn?

HUNDAR þessir eru af Yorkshire Terrier-kyni og þurftu að bíða þar til röðin var komin að þeim á Crufts-hundasýningunni í Birmingham á Englandi í gær. Crufts-sýningin var fyrst haldin árið 1891 og er því elsta sýning sinnar tegundar í heiminum. Meira
10. mars 2000 | Fólk í fréttum | 47 orð | 1 mynd

Brúðarkjóll í Madríd

Spænska ofurfyrirsætan Esther Canadas sést hér í brúðarkjól sem hönnuðurinn Jesus del Pozo gerði. Kjóllinn var sýndur á tískusýningu í Madríd á dögunum og vakti mikla athygli. Meira
10. mars 2000 | Fólk í fréttum | 259 orð | 1 mynd

Buckley lifandi

NÚ ERU liðin tæp þrjú ár síðan söngvarinn með englaröddina, Jeff Buckley, drukknaði sviplega í Mississippi-fljóti, aðeins þrítugur að aldri. Meira
10. mars 2000 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Burtfararpróf í Salnum

Burtfararprófstónleikar Ingunnar Jónsdóttur, flautuleikara, frá Tónlistarskólanum í Reykjavík verða í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, á sunnudag kl. 17. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur með á píanó. Á efnisskrá eru Sónata í D-dúr Wq. 83 eftir C.P.E. Meira
10. mars 2000 | Fólk í fréttum | 88 orð | 1 mynd

Dans gleðinnar á toppnum

DANS gleðinnar, bestu lög Vilhjálms Vilhjálmssonar, er enn á toppi Gamals og góðs tónlistans. Safnplata með lögum Cats Stevens er í öðru sæti og Gling Gló með Björk er komin í þriðja sætið en platan hefur verið í 72 vikur á lista. Meira
10. mars 2000 | Menningarlíf | 93 orð

Draumur á Jónsmessunótt

Endurmenntunarstofnun og Þjóðleikhúsið standa að námskeiði um Draum á Jónsmessunótt og hefst það þriðjudaginn 14. mars. Í þessu kunna gamanleikriti segir af ungum elskendum sem meinað er að eigast, og þau flýja út í skóg. Meira
10. mars 2000 | Menningarlíf | 31 orð

Elísabet Ýr sýnir á Kaffi 17

ELÍSABET Ýr Sigurðardóttir opnar myndlistarsýningu á Kaffi 17, Laugavegi 91, í dag, föstudag. Elísabet er fædd 20. apríl 1978. Hún lærði hönnun í Iðnskóla Hafnarfjarðar. Einnig hefur hún sótt námskeið í... Meira
10. mars 2000 | Menningarlíf | 104 orð

Fyrirlestrar og námskeið í LHÍ

Í LISTAHÁSKÓLA Íslands verða tveir fyrirlestrar í næstu viku. Olga Bergmann myndlistarmaður fjallar um eigin verk og hugmyndir tengdar þeim á mánudaginn kl.12.30 á Laugarnesvegi 91, í stofu 24. Meira
10. mars 2000 | Fólk í fréttum | 259 orð | 4 myndir

Gildran búin að "Eika'ða!"

TVÖ af sterkari öflum rokksögu Íslands ætla að sameinast á sannkallaðri rokkhátíð sem haldin verður í Mosfellsbæ í kvöld og annað kvöld. Það er engin önnur en keyrslurokksveitin Gildran og hinn ókrýndi mótorfákskonungur Eiríkur Hauksson. Meira
10. mars 2000 | Fólk í fréttum | 455 orð | 1 mynd

Hast spaðabrokk og heimsfrægð

HINIR ástsælu Spaðar munu halda samkomu í Kaffileikhúsinu í kvöld. Boðið verður upp á kvöldverð kl. 21 en dansleikurinn hefst kl. 23. Meira
10. mars 2000 | Fólk í fréttum | 57 orð | 1 mynd

Hláturinn lengir lífið

LEIKARINN Jim Carrey sést hér hlæja þegar hann sér sjálfan sig á risaskjá í leikhléi á leik körfuknattleiksliðanna Los Angeles Lakers og Miami Heat 5. mars síðastliðinn, en Lakers sigruðu Heat, 93- 80. Meira
10. mars 2000 | Menningarlíf | 141 orð

Íslandsklukkan í Brautartungu

LEIKDEILD Ungmennafélagsins Dagrenningar frumsýnir Íslandsklukkuna eftir Halldór Laxness í Félagsheimilinu Brautartungu í Lundarreykjadal, annaðkvöld, laugardagskvöld, kl. 21. Meira
10. mars 2000 | Menningarlíf | 289 orð | 1 mynd

Íslensk hönnun með japönskum áhrifum

DÖGG Guðmundsdóttir iðnhönnuður er ein nokkurra ungra hönnuða, sem boðið var að sýna á árlegri sýningu Københavns Snedkerlaug, sem eru samtök danskra húsgagnahönnuða. Sýningin er í Kunstindustrimuseet í Bredgade og stendur til 26. mars. Meira
10. mars 2000 | Menningarlíf | 593 orð | 3 myndir

Leikir karls og konu

Nýtt leikrit, Leikir, eftir Bjarna Bjarnason, verður frumsýnt í hádeginu í dag í Iðnó. Þetta er eitt verðlaunaleikritanna úr samkeppni Leikfélags Íslands um leikþætti sem efnt var til fyrir tveimur árum. Meira
10. mars 2000 | Myndlist | 1624 orð | 3 myndir

Listamenn í felum

Til 19. mars. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11 til 17; fimmtudaga frá kl. 11 til 19. Meira
10. mars 2000 | Fólk í fréttum | 239 orð | 1 mynd

Líf í tuskun-um á Skaga

Í KVÖLD verður söngleikurinn "Rocky Horror Picture Show" eftir Richard O'Brien frumsýndur á sal Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þýðandi er Veturliði Guðnason en leikstjórn er í höndum Ara Matthíassonar. Meira
10. mars 2000 | Fólk í fréttum | 177 orð | 1 mynd

Locklear áfram í ráðhúsinu

MIKLAR mannabreytingar hafa verið gerðar í þættinum Ó, Ráðhús eða Spin City eftir að aðalleikarinn, Michael J. Fox tilkynnti að hann væri að draga sig í hlé. En maður kemur í manns stað og mun leikarinn Charlie Sheen taka við af honum í næstu þáttaröð. Meira
10. mars 2000 | Menningarlíf | 506 orð

Lögreglumaðurinn í Feneyjum

Eftir Donna Leon. Arrow 1999. 303 síður. Meira
10. mars 2000 | Fólk í fréttum | 370 orð | 1 mynd

Madonna er alvöru amerísk pæja

MADONNA lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn. Nýja lagið hennar, hin umdeilda endurgerð á gamla Don McClean-laginu "American Pie" tröllríður öllum vinsældalistum þessa vikuna líkt og spáð var. Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndir | 627 orð

Myrkraöflin tamin

Leikstjóri: Tim Burton. Handrit: Kevin Yagher eftir skáldsögu Washington Irving. Kvikmyndataka: Emmanuel Lubezki. Tónlist: Danny Elfman. Aðalhlutverk: Johnny Depp, Christina Ricci, Miranda Richardson, Michael Gambon, Casper van Dien, Jeffrey Jones og Christopher Walken. Paramount Pictures 1999. Meira
10. mars 2000 | Menningarlíf | 169 orð

Niflungahringurinn á myndbandi í Norræna húsinu

RICHARD Wagner-félagið á Íslandi mun ljúka myndbandssýningum frá uppfærslu Metropolitan-óperunnar í New York á Niflungahring Richards Wagner á morgun, laugardag, kl. 12, í Norræna húsinu. Meira
10. mars 2000 | Fólk í fréttum | 176 orð

Ný U2 plata í september

EIN virtasta hljómsveit jarðarinnar, U2, er með plötu í pokahorninu sem þeir ætla að gefa út í september á þessu ári. Platan er unnin í samstarfi við Brian Eno og Daniel Lanois en þeir komu einnig við sögu plötunnar "Achtung Baby". Meira
10. mars 2000 | Menningarlíf | 32 orð | 1 mynd

Sagan af bláa hnettinun tilnefnd

SAGAN af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason hefur verið tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna. Bókinni hefur verið vel tekið af gagnrýnendum og hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin nýverið. Áslaug Jónsdóttir hannaði bókina og... Meira
10. mars 2000 | Fólk í fréttum | 173 orð | 1 mynd

Sagan endalausa

"HÚN er flutt út," fullyrðir vinur Pamelu Anderson og segir það endi á sambandi hennar og rokkarans Tommy Lee. Meira
10. mars 2000 | Fólk í fréttum | 436 orð | 1 mynd

Sagan um gerð Míkadó

KVIKMYNDIR/Háskólabíó frumsýnir mynd Mike Leigh, Topsy - Turvy með Jim Broadbent og Allan Corduner í aðalhlutverkum. Meira
10. mars 2000 | Menningarlíf | 305 orð | 1 mynd

Snædrottningin í Hafnarfirði

FINNSKA brúðuleikhúsið Vihreä omena eða Græna eplið sýnir Snædrottninguna í Hafnarfjarðarleikhúsinu laugardaginn 11. mars kl. 14 og aftur kl 16. Fjórir leikarar ásamt tveimur tónlistarmönnum taka þátt í sýningunni. Meira
10. mars 2000 | Myndlist | 258 orð | 1 mynd

Spýtufólk og -dýr

Sýningin er opin frá 10 til 23 og stendur til 11. mars. Meira
10. mars 2000 | Menningarlíf | 752 orð

Starfslaun listamanna fyrir árið 2000

ALLS bárust 553 umsóknir um starfslaun listamanna 2000, en árið 1999 bárust 572 umsóknir. Skipting umsókna milli sjóða 2000 var eftirfarandi: Launasjóður rithöfunda 156 umsóknir. Launasjóður myndlistarmanna 218 umsóknir. Tónskáldasjóður 26 umsóknir. Meira
10. mars 2000 | Fólk í fréttum | 179 orð | 1 mynd

Streita á vinnustað

½ Leikstjóri: Mike Newell. Handrit: Glen og Les Charles. Aðalhlutverk: John Cusack, Cate Blanchett, Billy Bob Thornton og Angelina Jolie. (100 mín) Bandaríkin. Skífan, febrúar 2000. Öllum leyfð. Meira
10. mars 2000 | Menningarlíf | 45 orð | 1 mynd

Stríð í friði sýnt í Mosfellsbæ

LEIKFÉLAG Mosfellssveitar frumsýnir leikritið Stríð í friði eftir Birgi J. Sigurðsson, í Bæjarleikhúsinu við Þverholt í Mosfellsbæ, í dag, föstudag, kl. 20.30. Meira
10. mars 2000 | Fólk í fréttum | 305 orð | 2 myndir

Stríð og friður í sveitinni

ÞAÐ sætir ætíð tíðindum þegar nýtt íslenskt leikrit er frumsýnt. Leikfélag Mosfellssveitar afhjúpar í kvöld eitt slíkt sem ber nafnið Stríð í friði og er eftir Mosfellinginn Birgi Sigurðsson. Meira
10. mars 2000 | Fólk í fréttum | 128 orð | 1 mynd

Syrtir í álinn

Leikstjórn og handrit: Alex Winter. Aðalhlutverk: Henry Thomas, Teri Hatcher og David O'Hara. (95 mín) Bretland. Skífan febrúar, 2000. Bönnuð innan 16 ára. Meira
10. mars 2000 | Menningarlíf | 70 orð

Sýningum lýkur

Listasafn ASÍ Sýningunni NORRÚT lýkur nú á sunnudag. Á sýningunni eiga verk listakonurnar Guðrún Gunnarsdóttir frá Íslandi, Agneta Hobin og Ulla-Maija Vikman frá Finnlandi og Inger-Johanne Brautaset frá Noregi, sem sýna þráðlistaverk og verk úr pappír. Meira
10. mars 2000 | Myndlist | 345 orð

Tíminn og trúin

Sýningunni er lokið í Vídalínskirkju en verður í ýmsum kirkjum landsins fram í nóvember á þessu ári. Meira
10. mars 2000 | Menningarlíf | 53 orð

Tónleikar Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykjavík

SEINNI tónleikar Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykjavík á þessu skólaári verða haldnir í sal Menntaskólans við Hamrahlíð á morgun, laugardag, kl. 17. Meira
10. mars 2000 | Menningarlíf | 42 orð

Verk úr umslögum í Galleríi Geysi

JOSEPH Marzolla, ungur listamaður frá Frakklandi, opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí Geysi, Hinu húsinu v/Ingólfstorg, kl. 16 á morgun, laugardag. Verkin eru unnin úr umslögum og plasti. Sýningin stendur til 26. mars og er opin alla virka daga frá... Meira
10. mars 2000 | Fólk í fréttum | 56 orð | 1 mynd

Vinalegir boxarar

ÞEIR áttust við á blaðamannafundi í London í gær, hinn suður-afríski hnefaleikamaður Vuyani Bungu og hinn ótrúlega fimi Naseem Hamed sem jafnan er kallaður Prinsinn. Meira
10. mars 2000 | Leiklist | 505 orð

Þrír hesimar

Eftir William Shakespeare. Þýðing: Helgi Hálfdanarson. Leikstjóri: Sigrún Sól Ólafsdóttir. Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði. Meira
10. mars 2000 | Fólk í fréttum | 64 orð | 1 mynd

Öskudagurinn á Spáni

KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐIR og öskudagar eru haldnir hátíðlegir víðar en í Brasilíu og Reykjavík. Á Spáni flykktist fólk út á götur, klætt í fagra búninga og lét öllum illum látum. Meira

Umræðan

10. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 29 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Nk. sunnudag, 12. mars, verður sextugur Bjarni Georgsson, sjómaður, Hátúni 10a, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í Safnaðarheimilinu (Sæborg), Garðabraut 69a, Garði, á sunnudag kl.... Meira
10. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 29 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Nk. sunnudag, 12. mars, verður áttræður Sigurvin Grundfjörð Georgsson, Silfurtúni 20c, Garði . Hann tekur á móti gestum í Safnaðarheimilinu (Sæborg), Garðbraut 69a, Garði, á sunnudag kl.... Meira
10. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 18 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 10. mars, verður áttatíu og fimm ára Eggert Magnússon, lífskúnstner, Víkurási 3,... Meira
10. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 554 orð | 2 myndir

Aðalsafnaðarfundur Laugarneskirkju

Aðalsafnaðarfundur Laugarnessafnaðar verður haldinn í safnaðarheimili Laugarneskirkju sunnudaginn 12. mars að lokinni guðsþjónustu kl. 12.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Meira
10. mars 2000 | Aðsent efni | 564 orð | 1 mynd

Alþingi árið 1000 og árið 2000

Störf í málmbræðslum eru engri þjóð hugsjón, segir Siglaugur Brynleifsson, nema ef vera skyldi Íslendingum. Meira
10. mars 2000 | Aðsent efni | 946 orð | 1 mynd

Annarlegar höfuðkvalir

Hin íslenska þjóð kærir sig ekki um þau uppeldislegu gildi, sem oftlega má tengja við forvarnir, segir Stefán Þór Sæmundsson, heldur vill hún taumlaust frelsi. Meira
10. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 283 orð

Eiturlyf á Netinu

Í Morgunblaðinu föstudaginn 3. mars bls. 2 er haft eftir Sigrúnu H. Magnúsdóttur félagsráðgjafa að nálega 100 heimasíður um kannabisefni sé að finna á Netinu. Fínt hjá henni, nú verður meira að gera hjá henni í vinnunni. Meira
10. mars 2000 | Aðsent efni | 940 orð | 1 mynd

Er betra að veifa röngu tré en öngvu?

Ég hef í gegnum tíðina orðið þess vör, segir Bryndís Kristinsdóttir, að sumir meðlimir TFÍ hafa reynt að koma höggi á mig og bera mig út. Meira
10. mars 2000 | Aðsent efni | 500 orð | 1 mynd

Ert þú nútímajafnaðarmað-ur án þess að vita af því?

Nútímajafnaðarstefna, segir Ágúst Ágústsson, er stefna ungs fólks og almennrar skynsemi. Meira
10. mars 2000 | Aðsent efni | 901 orð | 2 myndir

ESB smáklíkuræði, ekki lýðræði

Það er kaldhæðnislegt, að ,,Evrópulýðræðið" er í meginatriðum hliðstætt smáklíkuræði Kremlverja, segir Hannes Jónsson, sem Austur-Evrópa hefur í óða önn verið að losa sig undan síðan 1989. Meira
10. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 52 orð

Fimm börn

Þau sitja í brekkunni saman syngjandi lag tvær stúlkur, þrír drengir með bros um brár, sem blóma leita í dag. Þau vita ekki að heimurinn hjarir á heljarþröm, - þau elztu tvö eru aðeins fjögra, og öllum er gleðin töm. Meira
10. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 637 orð

Fuglafóður og söngleikir

ÉG ER ein af þeim sem hef hænt að mér fugla á svalirnar mínar með fuglafóðri. Ég varð undrandi þegar ég sá um daginn að pokinn kostar 78 kr. í verslunum 10-11, en sams konar poki kostar 96 kr. í Nóatúni. Meira
10. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 356 orð

Lögreglustjóri svarar fyrirspurn Þráins

Í Morgunblaðinu 4. mars sl. vekur Þráinn Sigurbjarnarson athygli á því að lengi hafi gengið að fá lögreglu til að taka við upplýsingum, sem hann bjó yfir um innbrot og eftir það hafi lítið gerst í málinu. Meira
10. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 49 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Meira
10. mars 2000 | Aðsent efni | 633 orð | 1 mynd

Veldur fákeppni verðbólgunni?

Hvar koma þessir fjármunir fram sem hafa verið teknir af neytendum í landinu í skjóli fákeppni á sl. ári, spyr Jón Bjarnason. Þeir hafa ekki orðið til af sjálfu sér, svo mikið er víst. Meira
10. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 356 orð

V ÍKVERJI dagsins hefur síðustu daga,...

V ÍKVERJI dagsins hefur síðustu daga, eins og flestir landsmenn aðrir, háð hina árlegu orrustu við skattskýrsluna. Í þeirri baráttu undrast hann alltaf jafn mikið þá vankanta sem eru á leiðbeiningunum um hvernig fylla skuli út framtalið. Meira

Minningargreinar

10. mars 2000 | Minningargreinar | 1933 orð | 1 mynd

ÁRNI GUNNAR SIGURJÓNSSON

Árni Gunnar Sigurjónsson fæddist á Húsavík 21. apríl 1945. Hann lést á líknardeild Landspítalans 27. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Rósa Árnadóttir, f. 15.5. 1906 á Ísólfsstöðum á Tjörnesi, d. 1977, og Sigurjón Jónsson, f. 20.6. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2000 | Minningargreinar | 5708 orð | 1 mynd

BJÖRN GÍSLASON

Björn Gíslason fæddist í Hafnarfirði 28. febrúar 1963. Hann lést í umferðarslysi á Kjalarnesi 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Elín Björg Magnúsdóttir, f. 1942, og Gísli Björnsson lögreglumaður, f. 1935, d. 1991. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2000 | Minningargreinar | 1169 orð

GÍSLI BRYNJÓLFSSON

Gísli Brynjólfsson fæddist að Hrafnabjörgum á Hvalfjarðarströnd 5. ágúst 1906. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 3. mars síðastliðinn. Gísli var elstur fimm sona hjónanna Brynjólfs Einarssonar, f. 1.10. 1871, d. 17.7. 1959, og Ástríðar Þorláksdóttur, f.... Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2000 | Minningargreinar | 311 orð | 1 mynd

GUÐLAUG ÞORBERGSDÓTTIR

Guðlaug Þorbergsdóttir fæddist á Gvendarnesi á Fáskrúðsfirði hinn 17. júlí 1932. Foreldrar hennar voru Níelsína Sigurðardóttir og Þorbergur Þorvaldsson. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2000 | Minningargreinar | 2393 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON

Guðmundur Benediktsson fæddist í Melshúsum við Hafnarfjörð 11. desember 1924. Hann lést á heimili sínu, Miðleiti 12, hinn 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Benedikt Ögmundsson, skipstjóri í Hafnarfirði, f. 4. október 1902, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2000 | Minningargreinar | 1307 orð | 1 mynd

GUÐRÚN VILBORG GÍSLADÓTTIR

Guðrún Vilborg Gísladóttir fæddist á bænum Hóli í Hjaltastaðaþinghá í Norður-Múlasýslu 13. mars 1909. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 28. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Kristrún Ólafsdóttir, húsfreyja á Héraði, f. 12. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2000 | Minningargreinar | 1350 orð | 1 mynd

GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR

Guðrún Þórðardóttir var fædd að Firði í Múlasveit 9. október 1915. Hún var þriðja í röðinni af fimm börnum Þórðar Jónssonar hreppstjóra og bónda þar og konu hans Bergljótar Einarsdóttir. Elstur af systkinunum var Óskar bóndi og hreppstjóri að Firði, f. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2000 | Minningargreinar | 845 orð | 1 mynd

HANSÍNA KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR

Hansína Kristín Þorsteinsdóttir fæddist á aðfangadag jóla árið 1908, að Gröf á Vatnsnesi. Hún lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga að morgni sunnudagsins 5. mars sl. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar H. Pálmadóttur, f. 22.7. 1874, d. 18.9. 1953 og Þorsteins S. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2000 | Minningargreinar | 2174 orð | 1 mynd

JÓN GUNNAR GUNNARSSON

Jón Gunnar Gunnarsson fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1984. Hann lést 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Gunnar Stígsson, verkstjóri, f. 4. júní 1956, og Jónína Þórarinsdóttir, afgreiðslukona, f. 3. ágúst 1959. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2000 | Minningargreinar | 659 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR KONRÁÐSDÓTTIR

Sigríður Konráðsdóttir fæddist á Tjörnum í Sléttuhlíð í Skagafirði 18. nóvember 1900. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 22. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Konráð Karl Kristinsson og Anna Pétursdóttir. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2000 | Minningargreinar | 4376 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR ÞÓRA GESTSDÓTTIR

Sigríður Þóra Gestsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júní 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gestur Pálsson, lögfræðingur og leikari, og eiginkona hans Dóra Þórarinsdóttir, húsmóðir. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2000 | Minningargreinar | 1748 orð | 1 mynd

ÞÓRUNN EINARSDÓTTIR

Þórunn Einarsdóttir (Tóta) fæddist á Ísafirði 7. júní 1908. Hún lést á heimili sínu í Blesugróf 32, hinn 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Björnsdóttir, f. 30.12. 1873, d. 1959, og Einar Bjarnason smiður, f. 19.9. 1852, d. 15.9. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 403 orð

Alþjóðleg bankasamrunabylgja

TALSMENN þýzka stórbankans Deutsche Bank, sem nú þegar er eignamesti banki heims, staðfestu í gær að til stæði að Dresdner Bank, þriðji stærsti banki Þýzkalands, sameinaðist bankanum. Á samruninn að ganga yfir fyrir 1. júlí nk. Meira
10. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 543 orð | 1 mynd

Bankinn hagnaðist um 1,5 milljarða

LANDSBANKI Íslands var rekinn með 1.520 milljóna króna hagnaði árið 1999. Hagnaður ársins 1998 var 911 milljónir króna og jókst hagnaður Landsbankans því um 66,9% á milli ára, segir í frétt frá bankanum. Meira
10. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 192 orð | 1 mynd

Bláa lónið hlaut Nýsköpunarverðlaunin

FYRIRTÆKINU Bláa lóninu voru í gær afhent nýsköpunarverðlaun Rannsóknarráðs Íslands og Útflutningsráðs Íslands í ár. Verðlaunin voru afhent á Nýsköpunarþingi, sem fram fór á hótel Loftleiðum. Meira
10. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 117 orð

Gengi lækkar úr 260 í 52

Á AÐALFUNDI Opinna kerfa hf., sem haldinn var í gær, voru allar tillögur stjórnar félagsins samþykktar, þ.ám. tillögur um fimmfalda jöfnun hlutafjár og 100% arðgreiðslu. Meira
10. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 391 orð | 1 mynd

Hagnaður 332 milljónir

PHARMACO var rekið með 331,8 milljóna króna hagnaði árið 1999, í samanburði við 143,6 milljóna króna hagnað árið 1998 og jókst hagnaður um 130% milli ára sem er besta afkoma félagsins frá upphafi. Rekstrartekjur námu 3. Meira
10. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 185 orð | 1 mynd

Hagnaður Baugs hf. jókst um 61%

HAGNAÐUR Baugs hf. nam 646,6 milljónum króna árið 1999 en var 401,5 milljónir króna árið 1998, og jókst hagnaðurinn því um 61% milli ára. Heildartekjur félagsins voru 24.617 milljónir króna en 18.663 milljónir árið áður. Tekjuaukning er því 32% milli... Meira
10. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 191 orð

Nasdaq yfir 5.000 stig

Nasdaq hlutabréfavísitalan hækkaði um 3% í gær og náði 15. metinu á þessu ári, og náði lokaverði yfir 5. Meira
10. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 81 orð

Ráðinn framkvæmdastjóri

GUNNLAUGUR Sævar Gunnlaugsson lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Urður, Verðandi, Skuld ehf. Hann mun hefja störf í byrjun maí. Um er að ræða nýja stöðu sem er skref í myndun nýrrar framkvæmdastjórnar fyrirtækisins. Meira

Fastir þættir

10. mars 2000 | Fastir þættir | 905 orð | 2 myndir

Afleitur vetur fyrir hross

Langt er síðan hrossabændur og hestamenn hafa upplifað jafn erfiðan vetur og nú með jarðbönnum, erfiðri færð, kaffærðum girðingum, snjóflóði, öskufalli og gífurlegri hálku. Ásdís Haraldsdóttir veltir fyrir sér hvernig best sé að bregðast við þessari óáran. Meira
10. mars 2000 | Fastir þættir | 203 orð | 2 myndir

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sveit Sigurbjörns Íslands-meistari yngri spilara Því miður tóku aðeins tvær sveitir þátt í yngri spilara mótinu í sveitakeppni 2000. Þær spiluðu 96 spila úrslitaleik og varð sveit Sigurbjörns Haraldssonar hlutskarpari með 378 impa gegn 195. Meira
10. mars 2000 | Viðhorf | 853 orð

Búsmalinn hundsaður

Íslendingar eru jafnaðarmenn þegar dýraríkið er annars vegar. Meira
10. mars 2000 | Fastir þættir | 236 orð

EDDIE Kantar hefur lengi fengist við...

EDDIE Kantar hefur lengi fengist við bridskennslu í Kaliforníu. Spilamennskan gengur oft hægt fyrir sig og hann hvetur nemendur sína til að vera iðnari við að leggja upp í einföldum spilum. Sú ráðlegging flýtir þó ekki alltaf fyrir spilamennskunni. Meira
10. mars 2000 | Fastir þættir | 353 orð | 1 mynd

Fimm mót á dagskrá um næstu helgi

STIGAMÓTI Geysis, sem fyrirhugað var að halda á laugardag, var frestað vegna veðurs og verður haldið um næstu helgi. Það var því ekkert mót haldið um helgina en bragarbót verður á því um næstu helgi þegar mikið verður um að vera. Meira
10. mars 2000 | Fastir þættir | 208 orð

Hrossaræktin 1999 II er komin út

Hrossaræktin 1999 II er komin út hjá Bændasamtökum Íslands. Þar eru að finna alla dóma kynbótahrossa og tölulegt yfirlit frá síðasta ári. Fyrir áramót kom Hrossaræktin 1999 I út en hún hefur að geyma kynbótamat fyrir undaneldishross. Meira
10. mars 2000 | Dagbók | 662 orð

(Markús 2, 27. )

Í dag er föstudagur 10. mars, 70. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Og hann sagði við þá: "Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins." Meira
10. mars 2000 | Fastir þættir | 65 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Svartur á leik. Gamla stórmeistarakempan Wolfgang Uhlmann (2.482) hafði svart í meðfylgjandi stöðu gegn alþjóðlega meistaranum Otto Borik (2.416) í þýsku úrvalsdeildinni fyrir stuttu. 31. - Rg2! 32. Dxg2 32. Bxg2 leiðir einnig til taps eftir 32. Meira

Íþróttir

10. mars 2000 | Íþróttir | 108 orð

57,8 milljarðar horfðu á

Formúla-1 er víða meðal vinsælasta sjónvarpsefnis en samkvæmt áhorfsmælingum horfðu 57,8 milljarðar manna á útsendingar frá Formúlu-1 á nýliðnu ári. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 49 orð

Aðeins sex fyrstu í mark fá stig

Einungis fyrstu sex ökumenn í mark í hverju móti vinna stig í stigakeppni ökuþóra til heimsmeistaratitils. Sömuleiðis fá fyrstu sex bílarnir stig í keppni bílsmiða. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 40 orð

Aðvörun til Stoke

STUÐNINGSMENN Stoke eru beðnir um að hegða sér sómasamlega þegar liðið leikur útileik gegn Rochdale í bikarkeppni neðri deildarliða á þriðjudag. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 494 orð | 1 mynd

Á grasi um miðjan apríl við 70. breiddarbaug

TROMSÖ er einn af nyrstu bæjum Noregs og liggur rétt við 70. breiddarbauginn. Samt sem áður hefur knattspyrnulið staðarins gert það gott á undanförnum árum og staðið sig með ágætum í norsku úrvalsdeildinni. Sá árangur hefur að mestu verið þakkaður knattspyrnuhöllinni sem reist var þar fyrir tæpum áratug og gjörbreytti aðstæðum knattspyrnumanna á svæðinu eins og nærri má geta en sumarið á þessum slóðum er enn styttra en hér á Íslandi. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 173 orð

ÁRNI Gautur Arason fær hæstu einkunn...

ÁRNI Gautur Arason fær hæstu einkunn leikmanna Rosenborgar í norskum fjölmiðlum eftir leikinn gegn Dynamo Kiev í Meistaradeildinni á miðvikudag. Í bæði Verdens Gang og Dagbladet fékk hann 8 í einkunn. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 878 orð | 3 myndir

Bílsmiðir stæla McLaren og vélarnar gætu ráðið úrslitum

KEPPNISBÍLAR í Formúlu-1 taka stöðugum breytingum þar sem liðin freista þess að bæta þá og gera samkeppnishæfari ár frá ári. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 639 orð | 2 myndir

Brimarbúar tóku völdin

NÚVERANDI Evrópumeistarar félagsliða hafa játað sig sigraða í titilvörn sinni. Ítalska liðið Parma beið lægri hlut fyrir Werder Bremen, 3:1, í æsispennandi viðureign í Brimarborg í gærkvöldi eftir að varnarmaðurinn Fabio Cannavaro gerði sjálfsmark, sem réði úrslitum. Þýska liðið vann samanlagt, 3:2, og komst í átta liða úrslit Evrópukeppni félagsliða. Cannavaro sendi knöttinn í eigið net um miðbik síðari hálfleiks er Brasilíumaðurinn Ailton þjarmaði að honum. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 108 orð

Dagur líklega á förum frá Wuppertal

DAGUR Sigurðsson, fyrirliði Wuppertal og íslenska landsliðsins, er líklega á leið frá félaginu, en hann hefur leikið fjögur tímabil með því. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 266 orð

Eftirsóknarvert að vera í heiðursstúku

Viðskiptajöfrar hafa að undanförnu pungað út meiri peningum en nokkru sinni fyrr til þess eins að fá að horfa á knattspyrnu úr bestu sætunum. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 114 orð

Ege aftur með Noregi

Steinar Ege, fremsti handknattleiksmarkvörður Norðmanna og leikmaður þýska meistaraliðsins, Kiel, hefur á ný gefið kost á sér í norska landsliðið. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 403 orð

Formúluárið líklega jafnara og tvísýnna

VERTÍÐIN í formúlu-1 í ár hefst með Ástralíukappakstrinum í Melbourne nú um helgina og að mörgu leyti er talið að keppnin í ár verði jafnvel jafnari og tvísýnni en í fyrra og vantaði þó alls ekki spennu í glímuna um heimsmeistaratign bæði ökuþóra og... Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 247 orð | 1 mynd

GARY Megson hefur tekið við starfi...

GARY Megson hefur tekið við starfi knattspyrnustjóra WBA . Hann tekur við af Brian Little , sem var leystur frá störfum á mánudag. Megson stjórnaði áður Stoke City en var látinn fara frá liðinu er íslenskir fjárfestar keyptu í félaginu. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 70 orð

HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni kvenna, fyrstu leikir í...

HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni kvenna, fyrstu leikir í 8-liða úrslitum: Kaplakriki:FH - Valur 20 Vestmannaeyjar:ÍBV - Fram 20 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, síðasta umferð: Keflavík:Keflavík - Njarðvík 20 Strandgata:Haukar - KFÍ 20... Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 348 orð

HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni Víkingur - Haukar 27:24...

HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni Víkingur - Haukar 27:24 Víkin, úrslitakeppni kvenna í handknattleik, fyrsti leikur í 8 liða úrslitum, fimmtudagur 9. mars 2000. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 194 orð

Heskey á leið til Liverpool

SAMKVÆMT fréttaflutningi breskra fjölmiðla mun Emile Heskey, framherji Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, ganga til liðs við Liverpool í dag. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 325 orð

Hvað er Formúla-1?

Formúla-1 kappaksturskeppnin er í senn keppni ökuþóra um heimsmeistaratitil og keppnisliða um heimsmeistaratitil bílsmiða. Í hverju móti er keppnislengdin a.m.k. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 122 orð

Hvert mót tekur þrjá daga

Frjálsar æfingar í braut eru heimilar tveimur dögum fyrir keppni (þremur í Mónakó) frá klukkan 11-12 og 13-14 að staðartíma. Daginn fyrir keppni eru sömuleiðis frjálsar æfingar frá 9-9:45 og 10:15 til 11 að staðartíma. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 82 orð

Hörð keppni milli fremstu liða

HÖRÐ keppni er milli fremstu liðanna í Formúlu-1 um sigur í mótum. Bítast McLaren og Ferrari um efsta sætið hvað sigurfjölda varðar. McLaren hefur sótt mjög að Ferrari undanfarin tvö ár og minnkað bilið. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 341 orð | 1 mynd

Íslendingar lágu flatir í Stokkhólmi

ÍSLENSKA liðið í handknattleik tapaði með 10 marka mun, 28:18, gegn heims- og Evrópumeisturum Svía í vináttuleik í Stokkhólmi í gærkvöldi. Íslenska liðið hélt í við Svíana fram yfir hálfleik en þá dró í sundur og nýkrýndir Evrópumeistarar kjöldrógu Íslendinga á síðustu 15 mínútum leiksins. Jesper Larsson, markvörður Svía, sem er þriðji markvörður liðsins, var Íslendingum erfiður ljár í þúfu, varði 22 skot og átti stóran þátt í yfirburðum Svía. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 110 orð

Jóhannes í liði vikunnar

Jóhannes Karl Guðjónsson var valinn í lið vikunnar hjá hinu virta hollenska knattspyrnutímariti Voetbal International , eftir frammistöðu sína með MVV gegn Cambuur í hollensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 56 orð

Keppnislengdin 305 km

Fjöldi hringja sem ekinn er í hverjum kappakstri ræðst af brautarlengd á hverju stað, en keppnislengdin skal að lágmarki vera 305 kílómetrar. Undantekning er Mónakókappaksturinn þar sem heildarvegalengdin er 259,6 kílómetrar. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 131 orð

KNATTSPYRNA UEFA-keppnin 16-liða úrslit, seinni leikir.

KNATTSPYRNA UEFA-keppnin 16-liða úrslit, seinni leikir. Ístanbúl, Tyrklandi: Galatasaray - Dortmund 0:0 35.000. Galatasary vann samanlagt 2:0. Mónakó, Frakklandi: Mónakó - Mallorka 1:0 Simone 28. - 10.000. Mallorka vann samanlagt 4:2. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 228 orð

Krauss byrjaður að taka til

Bernd Krauss, hinn nýi þjálfari Dortmund, er byrjaður að láta finna fyrir sér. Hann setti þrjá leikmenn út úr hópnum fyrir síðasta leik, vegna agabrota. Leikmennirnir Dede, Brasilíu, og Sergej Barbares, Bosníu, voru ekki komnir heim til sín fyrir kl. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 110 orð

KR-ingar ræða við Bjarka

KR-ingar eiga í viðræðum við Bjarka Gunnlaugsson um að hann leiki með liðinu næsta sumar. Bjarki, sem er á samningi hjá Preston í Englandi fram á vor, gekk til liðs við KR frá Brann í Noregi síðasta vor. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 203 orð

Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði hafnaði í...

Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði hafnaði í 18. sæti í svigkeppni heimsbikarsins sem fram fór í Schladming í Austurríki í gær. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 142 orð

Köln skoðar Auðun

ÞÝSKA 2. deildarfélagið FC Köln hefur fylgst með Auðuni Helgasyni, leikmanni íslenska landsliðsins og Viking í Noregi. Þýska liðið sendi útsendara til La Manga á Spáni þar sem Viking tók þátt í æfingamóti fyrir skömmu og sá Auðun í leik. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 317 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Skallagrímur - Hamar 65:68 Íþróttahúsið...

KÖRFUKNATTLEIKUR Skallagrímur - Hamar 65:68 Íþróttahúsið í Borgarnesi: Íslandsmótið í körfuknattleik, úrvalsdeildin (Epson-deild karla), 22. og síðasta umferð miðvikudaginn 9. mars 2000. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 65 orð

Meinað að heita Manchester United

MARTIN Zdravkov, 36 ára gömlum Búlgara, hefur verið meinað að taka upp nafnið Manchester United af dómstóli í heimalandi sínu. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 99 orð

Mikið lagt upp úr keppni bílsmiða

ÁSAMT stigakeppni ökuþóra um heimsmeistaratign snýst keppnin í Formúlu-1 ekki síður um stigakeppni bílsmiða. Leggja eigendur keppnisliða jafnvel meira upp úr þeim heimsmeistaratitli. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 100 orð

Mistök að láta Brian Little fara

LÁRUS Orri Sigurðsson, leikmaður enska 1. deildarliðsins WBA, segir það mistök hjá stjórn félagsins að láta Brian Little hætta sem knattspyrnustjóra. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 207 orð | 1 mynd

Misþungir mótorar knýja bílana áfram

KEPPNISLIÐIN í Formúlu-1 þurfa að yfirstíga fjölda tæknilegra hindrana til að geta smíðað sem samkeppnishæfasta bíla. Ein hindrunin er þungi mótoranna sem knýja bílana áfram og má segja að hún sé hærri eftir því sem liðin hafa minna fé á milli handa. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 81 orð

Nafnarnir mætast í Neskaupstað

NÝKRÝNDIR deildarmeistarar Þróttar frá Neskaupstað í blaki kvenna taka á móti nafna sínum frá Reykjavík í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Þróttur Nes. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 31 orð

NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Washington -...

NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Washington - New York Knicks 118:113 Boston - Milwaukee 112:101 Philadelphia - Vancouver 107:90 New Jersey - Portland 115:103 Orlando - Chicago 103:67 Detroit - Denver 130:116 Sacramento - Charlotte 105:92 Toronto - LA... Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 110 orð

Óðinn fótbrotnaði í Danmörku

ÓÐINN Árnason, knattspyrnumaður úr Þór á Akureyri, fótbrotnaði mjög illa í leik með danska liðinu FC Mydtjylland á Jótlandi um síðustu helgi og liggur hann á sjúkrahúsi ytra. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 132 orð

ÓLAFUR Stefánsson, leikmaður þýska liðsins Magdeburg,...

ÓLAFUR Stefánsson, leikmaður þýska liðsins Magdeburg, stóðst ekki læknisskoðun hjá félagi sínu og getur því ekki tekið þátt í tveimur leikjum íslenska liðsins við Svía í Svíþjóð. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 305 orð | 1 mynd

PAOLO di Canio , leikmaður West...

PAOLO di Canio , leikmaður West Ham hefur verið sektaður um 600.000 krónur fyrir óíþróttamannslega framkomu í leik West Ham og Aston Villa í janúar sl. Jafnframt fékk hann áminningu um að haga sér betur og annað brot gæti þýtt þyngri refsingu. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 537 orð | 1 mynd

Portland að láta undan

VEL mannað lið Portland TrailBlazers í NBA-deildinni í körfuknattleik virðist nú gefa eftir í baráttu sinni við Los Angeles Lakers um toppsætið í vesturdeild. Í fyrrinótt tapaði liðið þriðja sinni í síðustu fjórum leikjum sínum, að þessu sinni fyrir liði í ellefta sæti austurdeildar, New Jersey Nets, 115:103, á heimavelli síðarnefnda liðsins. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 122 orð

Prost sigursælasti ökuþórinn

FÁIR ÚTVALDIR fara jafnan með sigur af hólmi í Formúlu-1-kappakstri. Hæfileikar ökuþórsins ráða miklu en mörgum finnst þó meiru skipta hversu góður bíllinn hans er. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 148 orð

"VIÐ ákváðum að byrja brjálaðar því...

"VIÐ ákváðum að byrja brjálaðar því þær hafa átt erfitt tímabil og ef við ætluðum á annað borð að brjóta þær niður yrði það að gerast snemma í leiknum," sagði Sóley Halldórsdóttir, markvörður Stjörnunnar, sem varði mjög vel í gærkvöldi - þar á... Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 109 orð

Reyndir keppnismenn sjá um útsendingar frá Formúlu-1

Nýir umsjónarmenn verða með útsendingum Sjónvarpsins frá Formúlu-1 í ár en báðir hafa aðstoðað fráfarandi umsjónarmann í útsendingum á undanförnum þremur árum. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 476 orð | 1 mynd

Segir konur ekki eiga möguleika í Formúlu-1

Formúla-1 er ekki fyrir konur og líklega eiga menn aldrei eftir að sjá konu aftur í ökumannssæti keppnisbíls, að því er alráður Formúlu-1, Bernie Ecclestone heldur fram. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 34 orð

Sjávarréttakvöld ÍA Sjávarréttakvöld knattspyrnufélags ÍA verður...

Sjávarréttakvöld ÍA Sjávarréttakvöld knattspyrnufélags ÍA verður haldið í Þróttaraheimilinu í Laugardal í kvöld. Húsið verður opnað klukkan 19.00 og er boðið upp á glæsilegt sjávarréttahlaðborð auk frábærra skemmtiatriða. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 48 orð

Skíði Heimsbikarinn í svigi Schladming, Austurríki:...

Skíði Heimsbikarinn í svigi Schladming, Austurríki: 1. Mario Matt (Austurr.) 1.44,72 (50.25/54.47) 2. Ole Chr. Furuseth (Noregi) 1.45,53 (50.61/54.92) 3. T. Stangassinger (Austurr.) 1.45,62 (50.29/55.33) 4. Kjetil Andre Aamodt (Noregi) 1.45,80 (50.49/55. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd

Stefna báðir á þriðja meistaratitilinn

Mika Häkkinen hefur um helgina sitt 10. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 373 orð | 1 mynd

Stjarnan gaf engin grið

STJÖRNUSTÚLKUR mættu vígreifar á Seltjarnarnesið í gærkvöldi til að mæta Gróttu/KR í fyrri leik í 8 liða úrslitum Íslandsmótsins og með grimmri vörn, sem gaf engin grið, tókst þeim að brjóta lið Gróttu/KR á bak aftur með 21:26 sigri. Munaði þar miklu um að Sóley Halldórsdóttir markvörður Stjörnunnar var í miklum ham og varði tuttugu skot, þar af tvö vítaskot. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 508 orð

Styrkur okkar ekki meiri í þessum leik

Við hófum leikinn ágætlega og ég er sáttur við frammistöðu okkar í fyrri hálfleik. En við spiluðum leikinn frá okkur í þeim síðari. Við vorum óskynsamir og gerðum mistök maður á móti manni. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Sýning í Skautahöllinni

SKAUTAFÉLAG Reykjavíkur verður með fyrstu listskautasýninguna, sem haldin hefur verið hér á landi, 18. mars. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 84 orð

Tómas Holton leggur skóna á hilluna

"VIÐ köstuðum sigrinum frá okkur. Hamarsmenn eiga heiður skilinn fyrir baráttuna í lokin. Við gerðum allt of mörg mistök og það réð úrslitum," sagði Tómas Holton, leikmaður og þjálfari Skallagríms, eftir tapið fyrir Hamri í gærkvöldi. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 70 orð

Tryggvi skoraði tvö mörk

TRYGGVI Guðmundsson, landsliðsmiðherji í knattspyrnu, heldur áfram að hrella markverði í Noregi - hann skoraði tvö mörk fyrir Tromsö, sem lagði Tromsdalen í gær í Skarphöllinni í Tromsö. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 872 orð

Viljinn var Hamarsmanna

ÁHORFENDAPALLARNIR í Íþróttahúsinu í Borgarnesi voru troðfullir á leik Skallagríms og Hamars enda mikið í húfi, áttunda sætið í úrslitakeppninni. Hart var barist allan tímann. Staðan var 38:33 í hálfleik en gestirnir úr Hveragerði knúðu fram sigur, 65:68, með mikilli baráttu. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 460 orð | 2 myndir

Víkingar misstu aldrei trúna á sigur

DEILDARMEISTARAR Víkings lentu í kröppum dansi gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum og þurfti að framlengja leikinn til þess að knýja fram úrslit. Jafnt var með liðunum að loknum venjulegum leiktíma, 21:21, en Víkingar voru sterkari í framlengingunni og sigruðu 27:24. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 85 orð

Þórarinn til reynslu hjá Hibernian

ÞÓRARINN Kristjánsson, leikmaður Keflavíkur, er til reynslu hjá skoska úrvalsdeildarliðinu Hibernian. Hjá skoska félaginu hittir hann fyrir Ólaf Gottskálksson, Keflvíking, sem varið hefur mark liðsins undanfarin ár. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 198 orð

Þretttán ára stúlka lék með Stúdínum

Stúdínur, núverandi Íslands- og bikarmeistarar í blaki, hlutu slæman skell í Hagaskólanum í gærkvöldi þegar að þær töpuðu 3:1 fyrir KA í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni. Hrinurnar enduðu 25:21, 12:25,25:21 og 25:12 fyrir KA. Meira
10. mars 2000 | Íþróttir | 221 orð | 3 myndir

Þrír nýliðar keppa í fyrsta sinn í Melbourne

ÞRÍR ÖKUÞÓRAR þreyta frumraun sína í Formúlu-1 í Ástralíukappakstrinum um helgina. Hér er um að ræða Nick Heidfeld hjá Prost, Gaston Mazzacane hjá Minardi og Jenson Button hjá Williams. Meira

Úr verinu

10. mars 2000 | Úr verinu | 616 orð | 2 myndir

"Hrognin falleg og fullþroskuð"

VINNSLA loðnuhrogna er nú í fullum gangi víða um land en hrognatakan stendur aðeins yfir í stuttan tíma og lýkur væntanlega í næstu viku. Hjá Faxamjöli hf. í Reykjavík hóft hrognavinnslan um síðustu helgi og er stefnt á að framleiða um 700 tonn. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

10. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 79 orð

1 Sigríður Eiríksdóttir hundasnyrtir kembir Erró...

1 Sigríður Eiríksdóttir hundasnyrtir kembir Erró áður en hann fer í bað. 2 Maður er nú ósköp vesældarlegur svona blautur. Ingibjörg þvær Bjarti vandlega með sjampói en það þarf að gera tvisvar áður en hárnæringin fer í. Meira
10. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 845 orð | 6 myndir

Á snyrtistofu um hánótt

Það er meira en að segja það að fara með hund á hundasýningu. Skúli Unnar Sveinsson fór með hundinn sinn í snyrtingu og fylgdist með undirbúningi nokkurra hunda fyrir alþjóðlega hundasýningu. Meira
10. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 270 orð | 2 myndir

Elsti knöttur heims

ELSTI fótbolti veraldar, konunglegur að uppruna, mun senn koma fyrir sjónir almennings í fyrsta sinn svo öldum skiptir. Boltinn er 400 ára gamall og gerður úr grísagallblöðru sem vafin er leðri. Meira
10. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1695 orð | 1 mynd

Emil í Kattholti er víða á kreiki

Hægt er að kenna ofvirkum nemanda eins og hverjum öðrum, að mati Rögnu Freyju Karlsdóttur sérkennara. Í samtali við Sindra Freysson líkir hún ofvirku barni við fínan bíl sem hefur engar bremsur. Meira
10. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 613 orð | 2 myndir

Fundu Rómverjar upp kampavínið?

FRÖNSKUM vínspekúlöntum svelgist nú á kampavíni sínu vegna nýtilkominna staðhæfinga ítalskra fræðimanna um uppruna kampavínsins. Meira
10. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 203 orð | 14 myndir

Köln

HÖNNUN - Eitt stærsta stefnumótið í heimi húsgagnahönnunar er stóra Möbelmesse-sýningin. Sigríður Heimisdóttir var á sýningunni, sem haldin var í Köln í janúar. Meira
10. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 839 orð | 1 mynd

Ráðabanki Rögnu Freyju

RAGNA Freyja hefur sett saman lista yfir ráð sem reynst hafa vel við kennslu ofvirkra nemenda. Listinn er gagnlegur en vissulega ekki tæmandi, auk þess sem vega verður og meta hverju sinni hvað hverjum einstaklingi hentar og haga kennslunni eftir því. Þessi listi gagnast einnig foreldrum að ýmsu leyti, ásamt því að auðga skilning þeirra á vinnubrögðum kennara ofvirkra barna. Meira
10. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1746 orð | 6 myndir

Svo á jörðu sem á himni

Ekki er á allra færi að deila 0,36548 í 8645 í krossaprófi á tuttugu sekúndum. Nýju flugumferðarstjórarnir fjórir þurftu að spreyta sig á því dæmi og öðrum snúnum á inntökuprófinu. Krafan um færni í slíkri hugarleikfimi þótti Valgerði Þ. Jónsdóttur skiljanleg í ljósi þess að Alma, Heiðrún Erla, Inga Sonja og Lára hafa umferð háloftanna í hendi sér. Meira
10. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 405 orð | 6 myndir

ÞAÐ er ekki seinna vænna en...

ÞAÐ er ekki seinna vænna en að kynna sér lag og liti sólgleraugna í ár. Sól fer ört hækkandi á lofti og þegar er orðið nauðsynlegt að grípa til skyggðu glerjanna, í það minnsta við akstur. Meira

Ýmis aukablöð

10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 110 orð | 1 mynd

101 Reykjavík kynnt á Netinu

KVIKMYND Baltasars Kormáks , 101 Reykjavík , verður væntanlega frumsýnd um mánaðamótin apríl-maí, en nú þegar geta kvikmyndaáhugamenn og netgestir kynnt sér myndina og efni hennar. Kynningarmynd um 101 Reykjavík er komin á Netið (slóðin:http://www.101. Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 60 orð | 1 mynd

Carrey leikur Kaufman

Væntanleg er í Sambíóin nýjasta mynd Milos Formans , "Man on the Moon", sem fjallar um ævi bandaríska grínistans Andys Kaufmans . Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 421 orð | 2 myndir

Denzel er Fellibylurinn

Sagabíó, Kringlubíó og Nýja bíó Akureyri sýna The Hurricane með Denzel Washington í aðalhlutverki. Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 420 orð | 2 myndir

DiCaprio á ströndinni

Regnboginn, Laugarásbíó, Sambíóin Álfabakka og Borgarbíó Akureyri frumsýna Ströndina með Leonardo DiCaprio og Robert Carlyle. Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 368 orð | 2 myndir

Erfðabreyttar blökur

Stjörnubíó frumsýnir hrollvekjuna Blökur með Lou Diamond Philips og Dina Meyer í aðalhlutverkum. Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 53 orð | 1 mynd

Fellibylurinn og Washington

Sambíóin frumsýna núna um helgina nýjustu mynd Denzels Washingtons sem heitir Fellibylur eða "Hurricane". Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 93 orð | 1 mynd

Frumsýning á Fíaskó

FÍASKÓ , kvikmynd Ragnars Bragasonar , framleidd af Zik Zak, fyrirtæki Þóris Snæs Sigurjónssonar og Skúla Fr. Malmquist , verður frumsýnd í kvöld. Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 33 orð

Geymdar en ekki gleymdar

Sumar kvikmyndir detta milli stafs og hurðar hjá samtíð sinni, koma á ská en ná svo beinni ferð eftir því sem tíminn líður. Jónas Knútsson mun vekja athygli á slíkum myndum í Úr... Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 289 orð | 1 mynd

Glíman við Golíat

Alkunna er að það hallar undan fæti hjá evrópskum kvikmyndaframleiðendum í glímunni við risann vestanhafs. Vivian Reding, sem hefur umsjón með menningu og menntun í Evrópusambandinu, kallaði það nýverið "hneyksli" að evrópskar kvikmyndir næðu sjaldnast út fyrir eigin landamæri og vísaði til þeirrar staðreyndar að bandarískar kvikmyndir hrifsa að jafnaði til sín um 80% af aðsókn í Evrópu, 15% áhorfenda sækja evrópskar myndir og 5% myndir frá öðrum heimshlutum. Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 36 orð

Hundurinn og höfrungurinn

Væntanleg er í Sambíóin barna- og fjölskyldumyndin Hundurinn og höfrungurinn með Steve Guttenberg í aðalhlutverki. Leikstjóri hennar er George Miller en myndin segir frá vináttu hunds og höfrungs. Með önnur hlutverk fara Miko Hughes og Kathleen... Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 1413 orð | 4 myndir

Höfum öll sömu tilfinningar

Einmanaleiki og óendurgoldin ást geta virst þungt efni í gamanmynd. Í Fíaskó takast þrjár kynslóðir á við ástina og Ragnar Bragason leikstjóri minnir Hildi Loftsdóttur á að hláturinn og gráturinn eru tvær hliðar á sama peningi. Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 51 orð | 1 mynd

Leðurblökur í Stjörnubíói

Stjörnubíó frumsýnir hrollvekjuna Blökur eða "Bats" með Lou Diamond Phillips í aðalhlutverki. Hún segir af því þegar leðurblökur taka að herja á smábæ í Texas en þær eru sérstaklega árásargjarnar vegna þess að þær eru erfðabreyttar. Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 59 orð | 1 mynd

Leigumorðingi í næsta húsi

Þá mun væntanleg í Laugarásbíó og Háskólabíó ný gamanmynd með Matthew Perry úr sjónvarpsþáttunum Vinum og Bruce Willis , sem heitir The Whole Nine Yards . Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 539 orð

Magnaður leikari

Hollywood dregur að sér leikara hvaðanæva úr heiminum. Sumir stoppa stutt við í draumaverksmiðjunni en aðrir lengur og jafnvel alla sína ævi. Einn af þeim leikurum sem komnir eru hvað lengst að til þess að setja nafn sitt á borgina er Russell Crowe . Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 638 orð | 1 mynd

Máltíð í stað mola

Lárus Ýmir Óskarsson er fluttur heim frá Svíþjóð, orðinn leiklistarráðgjafi Sjónvarpsins og, eins og fram kemur í spjalli hans við Árna Þórarinsson, er með 6-7 bíómyndir í hausnum. Hann leikstýrir í vor sjónvarpsleikriti eftir Ólaf Hauk Símonarson. Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 129 orð | 2 myndir

Milljarður í nýtt framleiðslufyrirtæki

SIGURJÓN Sighvatsson , kvikmyndaframleiðandi í Los Angeles, og Friðrik Þór Friðriksson , leikstjóri og framleiðandi á Íslandi, eiga í viðræðum um stofnun nýs fyrirtækis um framleiðslu kvikmynda og er búist við jákvæðri niðurstöðu alveg á næstu dögum. Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 137 orð

Morðið í geimferjunni

Nú á Agatha Christie að komast á hvíta tjaldið í öllu sínu veldi, en þó færð til nútímans, eins og þurfa þykir. Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 38 orð

Nýjar áherslur í leiknu efni

Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndaleikstjóri hefur verið ráðinn til að sinna leiklistarráðgjöf við Ríkissjónvarpið. Lárus Ýmir hefur undanfarin ár búið og starfað í Svíþjóð en er nú fluttur heim. Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 503 orð | 1 mynd

Og svo hringir síminn...

Við vorum komin vel inn í myndina. Fólk hafði verið lengi að koma sér fyrir. Fjöldinn allur kom inn eftir að myndin var byrjuð og allar auglýsingarnar búnar og kynningarmyndirnar fyrir næstu mynd en loksins var komin kyrrð á salinn og myndin var góð. Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 662 orð | 3 myndir

Peck stígur af sviðinu

Stundum er talað um að það sé eitt að vera góður leikari og annað að vera kvikmyndastjarna, skrifar Arnaldur Indriðason í tilefni af því að gamla kempan Gregory Peck hefur kvatt kastljósið. Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 741 orð | 2 myndir

Seint koma sumir en koma þó

MARGAR merkar myndir fara fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfendum og gleymast í tímans rás. Oft er mikil eftirsjá að þessum myndum en ýmsar ástæður geta verið til þess að þær falla í gleymsku. Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 310 orð | 1 mynd

Sjötta dogma-myndin

Þær eru þegar orðnar þrjár, en eins og er stefnir í að dogma-myndirnar verði átta. Eina er verið að taka upp um þessar mundir og í hinum rétta dogma-anda leika tvær díakonissur sjálfar sig. Í vikunni hefur NatFilm hátíðin einnig staðið yfir, sem er fyrir fleiri en dægurvillt kvikmyndafrík. Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 49 orð

Stjarna fæðist og önnur fer

Ástralski leikarinn Russell Crowe hefur hlotið gott brautargengi í kvikmyndaheiminum undanfarin ár fyrir hæfileika frekar en útlit. Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 55 orð

Ströndin eftir Boyle

Í dag frumsýna Regnboginn og fleiri kvikmyndahús nýjustu myndina með hjartaknúsaranum Leonardo DiCaprio , Ströndina eða "The Beach" . Hún segir af ungum manni sem kemur á afskekkta strönd í Thailandi þar sem gerast dularfullir atburðir. Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 1341 orð

SÝNINGAR FÖSTUDAG, LAUGARDAG, SUNNUDAG, MÁNUDAG.

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 786 orð | 1 mynd

Zik Zak íslenskt alþjóðafyrirtæki

Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Fr. Malmquist stofnuðu Zik Zak kvikmyndir árið 1995. Í kvöld frumsýna þeir í Háskólabíói sína fyrstu mynd, Fíaskó, í samvinnu við Friðrik Þór Friðriksson, en leikstjóri og handritshöfundur er Ragnar Bragason. Af því tilefni spjallaði Páll Kristinn Pálsson við þá félaga. Meira
10. mars 2000 | Kvikmyndablað | 699 orð | 1 mynd

Ævintýri Evans

The Kid Stays In the Picture. Eftir Robert Evans.Hyperion. New York, 1995. 412 bls. Kvikmyndir fjalla gjarnan um ótrúlega atburðarás, meðalmennskan er ekki vænleg til aðsóknar. Stundum er líf þeirra sem skapa þær jafnvel enn ævintýralegra. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.