Greinar laugardaginn 8. apríl 2000

Forsíða

8. apríl 2000 | Forsíða | 244 orð

Hernaðinum haldið áfram í Tsjetsjníu

ÍGOR Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær, að Rússar myndu halda áfram hernaði sínum í Tsjetsjníu hvað sem liði refsiaðgerðum Evrópuráðsins en Vladímír Pútín, forseti landsins, boðaði áætlun um frið í landinu í næstu viku. Meira
8. apríl 2000 | Forsíða | 81 orð

Olía lækkar

OLÍUVERÐ lækkaði í gær og hafði þá ekki verið lægra síðan í janúar. Fyrst eftir að OPEC, Samtök olíuútflutningsríkja, ákváðu í mars að auka olíuvinnsluna lækkaði verðið fremur lítið enda var þá enn mikil óvissa um birgðastöðuna víða. Meira
8. apríl 2000 | Forsíða | 71 orð | 1 mynd

Shevardnadze í kosningaham

FORSETAKOSNINGAR eru í Georgíu á morgun og sækist Eduard Shevardnadze, núverandi forseti og fyrrverandi utanríkisráðherra Sovétríkjanna, eftir embættinu öðru sinni. Meira
8. apríl 2000 | Forsíða | 154 orð

Starfsmönnum greitt fyrir barneignir

Leikfangaframleiðandi nokkur í Japan hefur gripið til óvenjulegra ráða til að fjölga viðskiptavinum sínum. Fyrirtækið býður nú starfsmönnum sínum tæpar sjö hundruð þúsund krónur fyrir hvert barn sem þeir eignast umfram tvö. Fyrirtækið Bandai Co. Meira
8. apríl 2000 | Forsíða | 166 orð

Tekjutenging ellilauna afnumin

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, undirritaði lög í gær sem afnema tekjutengingu opinberra ellilauna. Að auki vígði hann nýja þjónustu, vefsíðu þar sem fólk getur séð það svart á hvítu hver ellilaunin þess verða. Meira
8. apríl 2000 | Forsíða | 270 orð | 1 mynd

Ættingjum skipað að afhenda drenginn

STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum fullvissuðu í gær Juan Miguel Gonzalez, föður kúbverska drengsins, sem nú er hjá ættingjum sínum á Miami, um að hann fengi son sinn aftur. Meira

Fréttir

8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 133 orð

30-40 af 156 flug-virkjum í verkfall

FLUGVIRKJAR leggja væntanlega fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Flugleiða á samningafundi sem hefst klukkan 13 í dag, að sögn Emils Eyjólfssonar, formanns samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 550 orð

37% hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu á þremur árum

TEKIÐ verður tillit til verðbreytinga á íbúðarhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins við útreikning vísitölu neysluverðs í apríl, en til þessa hefur einvörðungu verið hægt að miða við verðbreytingar á markaðsverði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu að því er... Meira
8. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 361 orð | 1 mynd

43% styðja Mori

RÍKISSTJÓRN nýskipaðs forsætisráðherra í Japan, Yoshiros Moris, nýtur stuðnings um 43% japanskra kjósenda, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Könnunin er sú fyrsta sem gerð er í Japan eftir að Mori tók við embætti síðastliðinn miðvikudag. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 127 orð

5 mánaða fangelsi fyrir smygl á 2 kg af hassi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega tvítugan mann í 5 mánaða fangelsi, þar af 3 mánuði skilorðsbundið, fyrir að flytja inn tæplega 2 kg af hassi. Maðurinn kom með efnið í flugvél frá Lúxemborg í október sl. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 149 orð

Afmælisganga Útivistar á Keili

FERÐAFÉLAGIÐ Útivist er 25 ára á þessu ári og jafnframt eru 25 ár liðin frá fyrstu ferð félagsins sem var 6. apríl árið 1975. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 88 orð

Aukin leiðni í Jökulsá á Sólheimasandi

AUKIN leiðni hefur mælst í Jökulsá á Sólheimasandi að undanförnu. Leiðnin gefur vísbendingu um að efni myndist í jarðhita og berist í árvatnið. Reynir Ragnarsson, lögreglumaður í Vík, mælir leiðnina í Jökulsá reglulega. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

ÁG-Mótorsport frumsýnir bíla

VERSLUNIN ÁG-Mótorsport var opnuð í gær, föstudag, á Tangarhöfða 8-12.Verslunin sérhæfir sig í aukahlutum fyrir götubíla. Vegna opnunar ÁG Mótorsport verður bílasýning í dag, laugardaginn 8. apríl, kl. 10-17. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 488 orð | 1 mynd

Baráttan harðnar á Reykjavíkurskákmótinu

ÖNNUR umferð á Reykjavíkurskákmótinu var tefld í Ráðhúsi Reykjavíkur sl. fimmtudag. Sterkustu menn mótsins eru farnir að tefla innbyrðis og baráttan harðnar. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Bjargað á miðri leið yfir landið

FRÖNSKUM hjónum, Oliver og Yiann Pezeron, sem voru á leið á skíðum þvert yfir landið, var bjargað til byggða á miðri leið eftir daglangan barning við íslenskt veðurfar á fimmtudag. Meira
8. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 16 orð | 1 mynd

Blóma-páskaegg í Erfurt

RISAVAXIÐ "páskaegg" úr blómum prýðir sérstaka páskasýningu sem opnuð verður á morgun í borginni Erfurt í... Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 379 orð

Borgin býður út fjölskylduráðgjöf

FÉLAGSMÁLARÁÐ Reykjavíkur vinnur nú að því að bjóða út fjölskylduráðgjöf á vegum fjölskylduþjónustunnar í borginni og vill að samið verði við Jóhann Loftsson sálfræðing um þjónustuna á grundvelli útboðs sem fram fór nýlega. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 276 orð | 2 myndir

Bryggja gerð við Vesturfarasetrið

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra ásamt Jóni Birgi Jónssyni ráðuneytisstjóra og Jóni Leví frá Siglingamálastofnun heimsóttu Vesturfarasetrið á Hofsósi síðastliðinn miðvikudag. Meira
8. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 221 orð

Byggt ofan á gömlu Hagabúðina

STEFNT er að því að byggja eina hæð ofan á húsnæði gömlu Hagabúðarinnar við Hjarðarhaga í sumar eða um leið og leyfi fæst frá skipulagsyfirvöldum Reykjavíkurborgar. Meira
8. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 222 orð

Craig Venter lýsir yfir "sigri"

BANDARÍSKA líftæknifyrirtækið Celera Genomics hefur að sögn forstjóra þess og stofnanda, Craig Venter, lokið kortlagningu um 99% alls genamengis mannsins. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 124 orð

Einkamál höfðað á hendur ríkinu

SVAVAR Guðnason útgerðarmaður, sem var sakfelldur fyrir ólöglegar veiðar í Vatneyrardóminum, hefur ákveðið að höfða einkamál á hendur íslenska ríkinu. Meira
8. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 94 orð

EMU örugg höfn fyrir Svía

GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að Svíar þurfi á aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) að halda til að girða fyrir áföll þegar hægir á vexti sænsks efnahagslífs. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 1369 orð | 1 mynd

Engin þróun ef hluti starfsins hverfur frá sjúkrahúsum

Um 15 þúsund svonefndar dæguraðgerðir fóru fram á sjúklingum á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári og hefur slíkum aðgerðum farið fjölgandi. Jóhannes Tómasson hlýddi á umræður um kosti þeirra og galla á þingi skurð- og svæfingarlækna í gær. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 78 orð

Farmenn greiða atkvæði um verkfall

FARMENN innan Sjómannafélags Reykjavíkur greiða þessa dagana atkvæði um hvort boða skuli til verkfalls á kaupskipum frá 1. maí nk. semjist ekki fyrir þann tíma. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 591 orð | 3 myndir

Ferðin gefur sterk skilaboð um bjartsýni

SEINNI dagur opinberrar heimsóknar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í Rangárvallasýslu hófst í Odda á Rangárvöllum í gærmorgun. Þar tók sr. Sigurður Jónsson á móti forseta og fylgdarliði og bauð til kirkju. Sr. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 163 orð

Félag stofnað um dagvist MS-félagsins

Á FUNDI stjórnar MS-félagsins um síðustu áramót var ákveðið að athuga hvort ekki væri hentugra fyrir félagið að stofna sérstakt félag fyrir dagvist félagsins. Meira
8. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 822 orð | 1 mynd

Fjölmargir möguleikar á samstarfi

Japönsk menningarmiðstöð var opnuð formlega sl. miðvikudag og er undanfari japanska sendiráðsins sem opnað verður hér á landi á næsta ári. Toshiaki Tanabe, sem gegna mun stöðu sendiherra Japans á Íslandi, var viðstaddur opnunina. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Flettiskiltið fegrað

ÞAÐ ER ugglaust einmanaleg og einhæf tilvera að vera flettiskilti. Auglýsing um ávexti, auglýsing um pakkamat, auglýsing um ávexti, auglýsing um pakkamat... Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 121 orð

Fyrirlestur um breytingar á alþjóðastjórnmálum

DR. LASSI Heininen, fræðimaður við Norðurheimskautsstofnunina við Háskóla Lapplands, í Rovaniemi í Finnlandi, flytur opinberan fyrirlestur á vegum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Háskólans á Akureyri, mánudaginn 10. apríl. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 96 orð

GENGISSKRÁNING SEÐLABANKA ÍSLANDS 07-04-2000 Gengi Kaup...

GENGISSKRÁNING SEÐLABANKA ÍSLANDS 07-04-2000 Gengi Kaup Sala Dollari 73,48000 73,28000 73,68000 Sterlpund. 116,3400 116,0300 116,6500 Kan. dollari 50,55000 50,39000 50,71000 Dönsk kr. 9,45100 9,42400 9,47800 Norsk kr. 8,65700 8,63200 8,68200 Sænsk kr. Meira
8. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 304 orð | 1 mynd

Gott ástand mála

ÁSTAND fíkniefnamála í Garðabæ er gott, miðað við önnur sveitarfélög. Þetta kom fram í máli Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra á opnum borgarafundi sem Sjálfstæðisfélag Garðabæjar hélt s.l. miðvikudag. Meira
8. apríl 2000 | Miðopna | 2689 orð | 1 mynd

Grundvallarspurningum svarað í forsendum Vatneyrardóms

Með dómi Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu svonefnda hefur niðurstaða fengist um stjórnskipulegt gildi 7. gr. laga um stjórn fiskveiða. Héraðsdómur Vestfjarða hafði áður lagt mat á gildi ákvæðisins og byggði niðurstöðu sína að mestu á dómi Hæstaréttar frá 3. desember 1998 í máli Valdimars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu. Jón Sigurðsson rýndi í dómana þrjá. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 73 orð

Hannes er meðal efstu manna

NICK E. De Firmian, Hannes Hlífar Stefánsson og Luke J. Mcshane unnu skákir sínar í þriðju umferð á Reykjavíkurmótinu í skák í gær. Þeir eru því efstir, með þrjá vinninga af þremur mögulegum. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

Haraldur kominn inn á varhugavert vakasvæði

HARALDUR Örn Ólafsson pólfari átti góðu gengi að fagna á fimmtudag er hann gekk 16,5 kílómetra og mjakaði sér norður yfir 85. breiddargráðu. Hann hefur lagt 226 km að baki á 29 dögum, þar af 140 km á 10 dögum og á eftir um 540 km á pólinn. Meira
8. apríl 2000 | Landsbyggðin | 89 orð | 1 mynd

Hákarl veiddist við Grímsey

LIÐLEGA fimm metra hákarl veiddist um fjórar og hálfa sjómílu suðaustur af Grímsey í vikunni. Hákarlinn hafði flækt sporðinn í þorskanetum á 220 faðma dýpi en var dreginn upp lifandi. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 126 orð

Hekla lækkar bílverð umfram vörugjaldið

HEKLA hf. ætlar að lækka verð á nokkrum gerðum bíla umfram það sem breytingar á vörugjaldi gefa tilefni til. Einnig lækkar Hekla verð á sumum bílum þótt vörugjald af þeim hafi ekki breyst. Meira
8. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Hillary yfir í skoðanakönnunum

HILLARY CLINTON, forsetafrú Bandaríkjanna, sem er í framboði til setu í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir New York-ríki, mælist nú með meira fylgi en aðalkeppinautur hennar, Rudolph Guiliani borgarstjóri. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 110 orð

Hlýja handa þinna sýnd í bíósal MÍR

HLÝJA handa þinna, kvikmynd sem var gerð í Georgíu 1972, verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 9. apríl kl. 15. Leikstjórar eru Sjota og Nodar Mamagazde. Aðalhlutverk leikur Sofiko Tsiaurelí. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Hægara sagt en gert

ALÞINGISMÖNNUM var í gær boðið að skyggnast inn í heim heyrnarlausra og kynnast táknmáli, uppbyggingu þess og nokkrum táknum. Félag heyrnarlausra bauð upp á þessa kennslustund og nýttu margir þingmenn sér tækifærið. Meira
8. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Íslandsmótið í dorgveiði

ÍSLANDSMÓTIÐ í dorgveiði verður haldið á Ólafsfjarðarvatni í Ólafsfirðií dag, laugardaginn 8. apríl nk. Mótið hefst kl. 10.30 og því lýkur með verðlaunaafhendingu kl. 16.00. Keppt verður í tveimur flokkum og verða veitt fjölmörg verðlaun í mótslok. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 825 orð | 1 mynd

Japanir ekki svo ólíkir okkur

Berglind Jónsdóttir fæddist 17. desember 1967 í Reykjavík. Hún stundaði nám í Verslunarskóla Íslands og í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Meira
8. apríl 2000 | Landsbyggðin | 188 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Barna- og unglingakór kirkjunnar syngur. Léttar veitingar eftir guðsþjónustu Þá verður einnig opnuð sýningin "Tíminn og trúin" þar sem sjö listakonur sýna verk sín. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 95 orð

Kostnaður rúmar 60 milljónir

KOSTNAÐUR við útgáfu ritverksins Kristni á Íslandi, sem kemur út 12. apríl nk., er ríflega 60 milljónir króna. Alþingi gefur verkið út og er það framlag þess til kristnihátíðar. Undirbúningur verksins hófst árið 1990. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 205 orð

Kringluvinir taka til starfa í dag

KRINGLUVINIR er nýr fjölskylduklúbbur sem stendur öllum Kringlugestum til boða. Lögð er áhersla á fjölbreytta dagskrá þar sem skemmtun og fræðsla ráða ríkjum. Fyrsta uppákoman á vegum klúbbsins verður laugardaginn 8. apríl kl. 10. Meira
8. apríl 2000 | Landsbyggðin | 109 orð | 1 mynd

Kristnihátíð barnanna í Glerárkirkju

KRISTNIHÁTÍÐ barnanna hefur staðið yfir í Glerárkirkju síðustu daga og hafa börn úr skólum í sókninni, Glerárskóla, Giljaskóla og Síðuskóla komið í heimsókn í kirkjuna og spjallað við sóknarprestinn sr. Gunnlaug Garðarsson um kristnitökuna og kristna... Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 114 orð

Kynningarfundur Ásatrúarfélagsins

ÁSATRÚARFÉLAGIÐ býður til kynningarfundar laugardaginn 8. apríl kl. 14 um heiðinn sið og starfsemi Ásatrúarmanna. Félagið hefur fest kaup á húsnæði á þriðju hæð að Grandagarði 8 í Reykjavík og verður fundurinn haldinn þar. Húsið verður opnað kl. 13. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 294 orð

Lögreglan nýtur mikils trausts 69% aðspurðra

FORMAÐUR Landssambands lögreglumanna telur flestar niðurstöður Gallup-könnunar á viðhorfi almennings til málefna lögreglunnar jákvæðar fyrir lögregluna en samkvæmt könnuninni nýtur lögreglan mikils trausts 69% aðspurðra landsmanna. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Lögreglumaður á staðnum vegna vaxandi ofbeldis

BÆTT hefur verið úr brýnni þörf fyrir löggæslu á slysa- og bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi með nýju samkomulagi Lögreglustjórans í Reykjavík og spítalans þar að lútandi. Meira
8. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 471 orð

Margir leita aðstoðar vegna mikillar greiðslubyrði lána

ÖRYRKJUM sem fá fjárhagsaðstoð hjá Akureyrarbæ hefur fjölgað en atvinnulausum fækkað, en þessir tveir hópar eru fjölmennastir þeirra sem fá fjárhagsaðstoð að því er fram kemur í útttekt fjölskyldudeildar á fjárhagsaðstoð bæjarins, en þar var gerður... Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Margrét Hallgrímsdóttir ráðin þjóðminjavörður

"ÞETTA er mjög spennandi verkefni að takast á við," sagði Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörður, nýráðinn þjóðminjavörður. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 390 orð

Matvælaeftirlit verði gert skilvirkara

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sagði á Alþingi í gær að hún teldi brýnt að matvælaeftirlit yrði einfaldað hér á landi. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 142 orð

Málningarstyrkir Hörpu í þriðja sinn

NÚ Í VOR veitir Harpa hf., þriðja árið í röð, styrki í formi málningar til góðra verkefna á vegum líknarfélaga, sjálfboðaliða, þjónustufélaga, menningarsamtaka og annarra þeirra sem vilja hafa forystu um að fegra og prýða umhverfi sitt. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 10 orð | 1 mynd

Með Morgunblaðinu í dag er dreift...

Með Morgunblaðinu í dag er dreift blaði Félags bókaútgefenda "Vika... Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 226 orð

Metaðsókn að Viðey

ÁRIÐ 1999 var mjög farsælt í Viðey og þá var sett met í gestakomu til eyjarinnar. "Flestir komu fyrstu 12 mánuðina eftir að eyjan var opnuð og voru þá um 25 þúsund manns frá 18. ágúst 1988 til jafnlengdar 1989. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 83 orð

Mikil viðskipti á kvótaþingi

MIKIL viðskipti voru á Kvótaþingi í gær en þá seldust meðal annars 552 tonn af þorski og var meðalverðið 119,98 krónur. Þetta er mesta magn síðan 10. febrúar sl. en þá seldust 622 tonn af þorski og var meðalverðið 116,20 kr. Frá 1. apríl til og með 7. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 227 orð

Núverandi staða bankans verður metin

BANKARÁÐ Búnaðarbanka Íslands hf. Meira
8. apríl 2000 | Miðopna | 852 orð | 1 mynd

Nýrómantísk þjóðernishyggja í umhverfismálum

EITT af því sem einkennt hefur umræðu hérlendis um umhverfismál á undanförnum árum er nýrómantísk þjóðernishyggja, þar sem náttúra landsins tekur á sig ósnertanlegan helgiblæ. Meira
8. apríl 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 288 orð | 1 mynd

Offituvandamálið eitt helsta verkefni næringarfræðinnar

MÁLÞING Háskóla Íslands sem nefnist Manneldi á nýrri öld hefst í dag, laugardag, í Odda kl. 13. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 47 orð

Opið hús hjá Hússtjórnarskólanum

HÚSSTJÓRNARSKÓLINN í Reykjavík, Sólvallagötu 12, verður með opið hús laugardaginn 8. apríl kl. 13.30-17. Selt verður kaffi, súkkulaði og kökur. Sýnd er handavinna sem nemendur hafa unnið t.d. útsaumur, fatasaumur, prjón og vefnaður. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 358 orð

Opnaði heimasíðu sem er ætlað að tengja Ísland við Ameríku

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra átti í gær fund með viðskiptaaðilum frá Íslandi og Kanada. Við það tækifæri opnaði hann heimasíðu sem er ætlað að vera vettvangur fyrir tengsl Íslands við N-Ameríku. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 263 orð

Óheimilt að draga ferðakostnað frá rekstrarreikningi

ÁKVÖRÐUN Samkeppnisstofnunar styður það álit Skattstofu Suðurlandsumdæmis að sjálfstæðum atvinnurekanda við sendibifreiðaakstur sé ekki heimilt að draga frá tekjum dagpeninga vegna ferðakostnaðar. Samkeppnisstofnun barst erindi sl. Meira
8. apríl 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 304 orð

Óvíst hve mikil lækkun verður á bílaleigubílum

FORSVARSMENN bílaleiga, sem Morgunblaðið hafði samband við, vegna lækkunar vörugjalds á bílum til bílaleiga í 10% og 13% eftir vélarstærð, telja að breytingin muni leiða til lækkunar á bílaleigubílum. Sú lækkun muni þó ekki koma strax fram. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 138 orð

Ráðstefna um mannvistarlandfræði

FÉLAG landfræðinga stendur fyrir ráðstefnu er nefnist "Íslensk mannvistarlandfræði við árþúsundamót" á Kornhlöðuloftinu (Lækjarbrekku) við Bankastræti í dag, laugardaginn 8. apríl. Meira
8. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 174 orð | 3 myndir

Samgöngustefna mótuð til framtíðar

Í KÖNNUN Gallup um umferð í miðborg Reykjavíkur kemur m.a. fram að um 20% íbúa á miðborgarsvæðinu leggja bílum sínum við stöðumæli eða í bílastæðahús. Meira
8. apríl 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 546 orð

Samningurinn til 5 ára og lögin því afturvirk

FRAMKVÆMDASTJÓRI Atlantsskipa, Stefán Kjærnested, segir engan vafa leika á því að bráðabirgðaákvæði í lagafrumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi um framkvæmd tiltekinna þátta í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna sé afturvirkt, þegar litið sé til... Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 91 orð

Síbrotamenn dæmdir í fangelsi

TVEIR rúmlega fertugir síbrotamenn hafa verið dæmdir í 4 og 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir þjófnað. Mennirnir brutust í október sl. Meira
8. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Sjúkraflugvél verði staðsett nyrðra

AÐALFUNDUR Slysavarnadeildar kvenna á Akureyri, sem haldinn var nýlega, samþykkti einróma að styðja ályktun Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, um nauðsyn þess að velútbúin sjúkraflugvél verði staðsett á Akureyri. Meira
8. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 144 orð | 1 mynd

Sjö luku neyðarflutninganámskeiði

SJÖ slökkviliðsmenn í Slökkviliði Akureyrar luku nýlega neyðarflutninganámskeiði sem staðið hefur yfir síðasta hálfa árið hjá Slökkviliði Akureyrar. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 495 orð

Skattlagningu kaupréttartekna komið í fastan farveg

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra mælti á fimmtudag fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt en frumvarpið lýtur að skattlagningu tekna sem myndast vegna kaupa á hlutabréfum skv. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 598 orð | 2 myndir

Skiptar skoðanir um ágæti búvörusamnings

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og starfandi landbúnaðarráðherra, mælti s.l. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 1119 orð

Skiptar skoðanir um dóm Hæstaréttar

SKIPTAR skoðanir eru um dóm Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu, sem kveðinn var upp í fyrradag. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 39 orð

Skipt um 500 perur

HVALFJARÐARGÖNGIN voru lokuð þrjár nætur í vikunni vegna viðhalds. Meira
8. apríl 2000 | Landsbyggðin | 302 orð | 1 mynd

Skref í baráttu gegn vímutengdri æskumenningu

BORGARAFUNDUR um fíkniefnavandann, félagslíf og forvarnir verður haldinn á Akureyri næstkomandi þriðjudag, 11. apríl í Gryfjunni í Verkmenntaskólanum á Akureyri og hefst hann kl. 20. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra flytur ávarp á fundinum. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 190 orð

Sleipnir getur ekki boðið upp á sömu kjör

SJÖFN Ingólfsdóttir, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur, segir að stéttarfélagið Sleipnir geti ekki boðið vagnstjórum Strætisvagna Reykjavíkur upp á sömu kjör og kjarasamningur Starfsmannafélags Reykjavíkur við Reykjavíkurborg, en 58 vagnstjórar... Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Stofnað verði samstarfsráð höfuðborgarsvæðisins

Í SKÝRSLU um lífsskilyrði og atvinnuhætti á höfuðborgarsvæðinu er lagt til að stofnað verði samstarfsráð höfuðborgarsvæðisins, sem samstarfsvettvangur milli sveitarfélaganna, ríkisins, atvinnulífsins og ýmissa samtaka. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Styrkja Augndeild Landspítalans

Í GRAFARVOGI eru starfandi tveir Lionsklúbbar, Fold og Fjörgyn, sem verða 10 ára í vor. Þeir hafa ákveðið að leggja Augndeild Landspítalans lið með kaupum á tæki sem kostar 1,7 milljónir kr. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 52 orð

Styrkur til tungumálanáms á Ítalíu

STOFNUN Dante Alighieri vill vekja athygli á því að til boða eru styrkir til tungumálanáms á Ítalíu sumarið 2000. Um er að ræða styrki til eins mánaðar náms við tungumálaskóla í Camerino og Urbania. Meira
8. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Stýrði þjóðernishreinsunum í Bosníu

EINN æðstu yfirmanna Bosníu- Serba á þeim tíma er stríð stóð yfir þar á árunum 1992-1995 var í gær leiddur fyrir Alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn í Haag. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 350 orð

Sultaról gegn offitu

ÁRIN 1990 til 1999 voru gerðar 28 aðgerðir á jafnmörgum sjúklingum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur vegna offitu þeirra. Af þeim léttust 25, átján mættu áfram til regulegs eftirlits til síðustu áramóta en 10 hurfu úr reglulegu eftirliti innan árs. Jóhannes M. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 181 orð

Sumarbúðir í Ölveri að hefjast í 60. sinn

SUMARBÚÐIR KFUM & K að Ölveri í Melasveit eru nú að hefja sitt 60. starfsár. Sumarbúðirnar voru stofnaðar árið 1940 og hafa starfað óslitið síðan en verið starfræktar frá árinu 1952 í Ölveri. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 475 orð

Sýnir að breytingin var rétt og skynsamleg

GEIR H. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 75 orð

Tvennir tónleikar Tónskóla Sigursveins

TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristinssonar heldur tvenna tónleika laugardaginn 8. apríl. Kl. 11 verða tónleikar Suzukideildar í Grensáskirkju. Þar koma fram 80 nemendur deildarinnar á fiðlu, selló og píanó í einleik og hópspili undir stjórn kennara sinna. Kl. Meira
8. apríl 2000 | Landsbyggðin | 735 orð

Um ítrekuð brot að ræða á byggingareglugerðum

JÓN Geir Ágústsson, byggingafulltrúi Akureyrarbæjar, sagði að ekki væri nokkur vafi á því að sumir íbúar bæjarins væru að fást við byggingaframkvæmdir í óleyfi. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð

Umræðu- fundur um verk- og tæknifræði

OPINN umræðufundur um verk- og tæknifræði fyrir ungt fólk er hyggur á háskólanám verður haldinn sunnudaginn 9. apríl kl. 14 í stofu 101 í Odda á vegum Samtaka iðnaðarins. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 216 orð

Unnið að tillögum um vernd íslenska laxastofnsins

ÓTTAST er að vírusinn ISA berist í íslenska laxastofninn en vírusinn greindist í laxeldisstöð í Fuglafirði í Færeyjum með þeim afleiðingum að Færeyingar neyðast til að slátra eldislaxi að verðmæti 700 milljónir króna. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 139 orð

Úrslitatilraun um helgina

SAMNINGANEFNDIR Verkamannasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hittast á fundi í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 10 í dag en fundi aðilanna í gær var frestað um klukkan 20. Meira
8. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 393 orð | 1 mynd

Var McGuinness fyrstur til að skjóta?

NÝJAR vísbendingar hafa komið fram sem benda til þess að Martin McGuinness, einn af helstu leiðtogum Sinn Fein á Norður-Írlandi, hafi komið af stað blóðbaðinu í Londonderry 1972 sem nefnt hefur verið "Blóðugi sunnudagurinn". Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Veiðiflugan flytur

VERSLUNIN Veiðiflugan á Reyðarfirði er flutt að Búðareyri 25. Þar er mjög fjölbreytt úrval af veiði- og útivistarvörum. Einnig ritföng, leikföng, gjafavara, keramik og járn eftir íslenska hönnuði og víngerðarefni. Meira
8. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 158 orð

Veirusýking í færeysku laxeldisfyrirtæki veldur ótta

ÓTTI hefur gripið um sig meðal laxeldisfyrirtækja vegna fréttar um banvæna veirusýki í laxi, ISA, sem nú hefur stungið sér niður hjá Alilaks í Fuglafirði, að því er segir í fréttatilkynningu frá Norður- Atlantshafs laxverndunarsjóðnum. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 576 orð

Viðræður við öll verslunarmannafélög í uppnámi

SAMNINGANEFND Verslunarmannafélags Reykjavíkur ákvað á fundi í gær, sem haldinn var eftir að upp úr viðræðum við vinnuveitendur slitnaði, að halda sig við fyrri kröfur en lýsa sig reiðubúna til að skoða útfærslur á einstökum þáttum áður en gripið yrði... Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 215 orð

Vörugjald af snakki fellt niður

VÖRUGJALD verður fellt niður af tilteknum vörum og fjárhæð gjaldsins breytt verði frumvarp, sem Geir H. Haarde fjármálaráðherra mælti fyrir á Alþingi á fimmtudag, að lögum. Meira
8. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 332 orð

Þremur gæsluvöllum lokað í 4 mánuði á ári

FÉLAGSMÁLARÁÐ Hafnarfjarðar hefur lagt til við bæjaryfirvöld að þremur af fimm gæsluvöllum bæjarins verði lokað í 4 mánuði yfir veturinn. Meira
8. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 407 orð

Öll vöruhúsaþjónusta verður boðin út

BÚR ehf., sameiginlegt innkaupa- og birgðahaldsfyrirtæki Kaupáss, Samkaups, kaupfélaganna, Olíufélagsins og fleiri aðila, bauð í gær út alla vöruhúsaþjónustu félagsins. Meira

Ritstjórnargreinar

8. apríl 2000 | Staksteinar | 258 orð | 2 myndir

Klaufaskapur forystu Verkamannaflokksins

MAGNÚS Árni Magnússon, fyrrverandi alþingismaður og nú háskólanemi í Cambridge á Englandi, ritar skoðun á vefritið Grósku, þar sem hann fjallar um brezk stjórnmál. Meira
8. apríl 2000 | Leiðarar | 672 orð

PÓLITÍSK SÁTT Á LÖGFRÆÐILEGUM FORSENDUM

Í MORGUNBLAÐINU í gær birtist umsögn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um Vatneyrardóminn svonefnda. Meira

Menning

8. apríl 2000 | Menningarlíf | 66 orð

Áheyrnarpróf fyrir leikara og söngvara

FÉLAG íslenskra leikara, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur og Leikfélag Akureyrar standa fyrir áheyrnarprófi vegna næsta leikárs. Áheyrnarprófið verður haldið á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins mánudaginn 10. apríl nk. frá kl. 16-18. Meira
8. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 249 orð | 2 myndir

Árshátíð í Borgaskóla

ÞAÐ FÓR ekki mikið fyrir húsnæði Borgaskóla haustið 1998 og fátt sem benti til að skólastarf væri að hefjast. Meira
8. apríl 2000 | Menningarlíf | 175 orð | 2 myndir

Burtfararprófstónleikar í Salnum

SEINNI hluti einleikaraprófs Hildar Ársælsdóttur fiðluleikara frá Tónlistarskólanum í Reykjavík verður mánudaginn 10. apríl kl. 20.30. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur með á píanó. Auk þeirra kemur fram María Huld Markan Sigfúsdóttir fiðluleikari. Meira
8. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 252 orð | 1 mynd

Cage hættir við skilnað - Goldberg einhleyp á ný

FRÉTTIR af ástarlífi fræga fólksins ferðast fljótt og aldrei líður langur tími frá því skilnaður, barneignir eða þungun á sér stað þar til heimspressan er komin í málið. Meira
8. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 547 orð

Draugatrúin og tæknin

Í vöxt fer að sýna allskonar grillumyndir í dagskrá sjónvarpa, sem virðast eiga að koma í staðinn fyrir aldagamla þörf Evrópumanna fyrir draugatrú. Hún er að vísu nokkuð breytileg eftir löndum og skipti dálítið um ham eftir meðalhita viðkomandi lands. Meira
8. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 756 orð | 4 myndir

Einlægt uppgjör

"Daisies of the galaxy" er glæný plata frá bandarísku hljómsveitinni Eels. Það er reyndar hálfskrítið að kalla þetta hljómsveit þar sem liðsmenn eru aðeins tveir, þeir Butch og E; dúett væri réttara. Meira
8. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 86 orð | 1 mynd

Filmundur tekinn til starfa

KVIKMYNDAKLÚBBURINN Filmundur er tekinn til starfa og var troðfullt á fyrstu sýningu hans, myndina "Ghost Dog: The Way of the Samurai" eftir Jim Jarmusch í Háskólabíói á fimmtudagskvöld. Í kynningu á klúbbnum í Morgunblaðinu 6. Meira
8. apríl 2000 | Menningarlíf | 240 orð | 1 mynd

Fjölbreytt dagskrá á fimmtu listahátíð

FIMMTA listahátíð Seltjarnarneskirkju hefst í dag, laugardag, kl. 14 með setningarávarpi formanns listahátíðarnefndar, Gunnlaugs A. Jónssonar. Yfirskrift og meginefni hátíðarinnar er Kristnitakan - þúsund ára afmæli kristnitökunnar á Íslandi. Meira
8. apríl 2000 | Menningarlíf | 512 orð

Fornbókasalinn og svipir fortíðar

eftir Marianne Macdonald. Harper Mistery 2000. 294 síður. Meira
8. apríl 2000 | Menningarlíf | 289 orð | 1 mynd

Gradualekór Langholtskirkju í Salnum

SÍÐUSTU TÍBRÁR tónleikar í röð 2 í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, verða í dag, laugardag, kl. 16. Þar kemur fram Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar og flytur efnisskrá úr ýmsum áttum. Meira
8. apríl 2000 | Menningarlíf | 147 orð

HEIMSPEKI og börn er eftir bandaríska...

HEIMSPEKI og börn er eftir bandaríska heimspekinginn Gareth B. Matthews í þýðingu Skúla Pálssonar. Bókin er ætluð foreldrum, kennurum og öðrum sem vinna með börnum og lýsir höfundurinn heimspekilegum samtölum við þau. Meira
8. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 62 orð | 1 mynd

Hundaæði á Gauknum

SIGURSVEIT Músíktilrauna Tónabæjar árið 2000, 110 Rotweiler-hundar, stálu gjörsamlega senunni á 26. Stefnumóti Undirtóna sem haldið var á Gauknum síðastliðið þriðjudagskvöld. Hljómsveitin er fyrsta hip-hop/rapphljómsveitin sem sigrar í Músíktilraunum. Meira
8. apríl 2000 | Kvikmyndir | 390 orð

Hvað er að vera maður?

Leikstjórn og handrit: Joel Schumacher. Aðalhlutverk: Robert De Niro, Philip Seymour Hoffman, Daphne Rubin-Vega, Skipp Sudduth og Barry Miller. MGM 1999. Meira
8. apríl 2000 | Menningarlíf | 221 orð

Kirkjukórasamband N-Þingeyinga 50 ára

50 ÁRA afmælis síns minntist Kirkjukórasamband Norður-Þingeyinga með veglegri söguhátíð um síðustu helgi í Skúlagarði fyrir fullu húsi og við mjög góðar viðtökur áheyrenda. Meira
8. apríl 2000 | Menningarlíf | 220 orð | 1 mynd

Konsert fyrir tvö horn og hljómsveit

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna heldur tónleika í Neskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Stjórnandi á tónleikunum er Ingvar Jónasson og einleikarar á horn eru Emil Friðfinnsson og Anna Sigurbjörnsdóttir. Meira
8. apríl 2000 | Menningarlíf | 44 orð

Kórsöngur í Breiðholti

GERÐUBERGSKÓRINN heldur tónleikar í Breiðholtskirkju í kvöld kl. 17. Með kórnum syngja einsöng Kári Friðriksson, Kjartan Ólafsson og Ólafur M. Magnússon. Píanóundirleik annast Eiríkur Grímsson og Unnur Eyfells og á harmóníku leikur Benedikt Egilsson. Meira
8. apríl 2000 | Menningarlíf | 190 orð | 1 mynd

M-2000

Laugardagur 8. apríl Myndlistarsýning - Gallerí i8. Catherine Yass. Nýlegt verk sem vakið hefur mikla athygli er sería af átta ljósakössum með myndum af baðhúsi í Baden-Baden. Meira
8. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 157 orð | 1 mynd

Margrödduð frásögn

½ Leikstjórn og handrit: Willard Carrol. 6Aðalhlutverk: Gillian Anderson, Angelia Jolie, Ryan Philippe, Sean Connery, Gena Rowlands, Dennis Quaid. (120 mín.) Bandaríkin. Myndform, 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
8. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 147 orð | 1 mynd

Myndbandafóður

½ Leikstjóri: Kevin Elders. Handrit: Moshe Diamant og Rudy Cohen. Aðalhlutverk: Dennis Rodman, Emma Sjoberg. (90 mín.) Bandaríkin. Skífan, mars 2000. Bönnuð innan 16 ára. Meira
8. apríl 2000 | Menningarlíf | 138 orð

Nemendatónleikar

Tónmenntaskóli Reykjavíkur Hljómsveitartónleikar Tónmenntaskólans í Reykjavík verða í Háskólabíói í dag, laugardag, kl. 14. Fram koma yngri og eldri strengjasveitir, yngri og eldri blásarasveitir og léttsveit. Meira
8. apríl 2000 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

ÆTTJARÐARLJÓÐ á atómöld er heiti nýrrar hljóðbókar þar sem Matthías Johannessen flytur frumort ljóð. Meira
8. apríl 2000 | Menningarlíf | 137 orð

Nýjar bækur

ÓTROÐNAR slóðir - Leiðbeiningar um þróunarstarf er eftir Guðrúnu Kristinsdóttur dósent við Kennaraháskólann. Þetta er handbók fyrir kennara þar sem leiðbeint er um þróunarstarf og getur hún einnig nýst skyldum starfsstéttum, segir í fréttatilkynningu. Meira
8. apríl 2000 | Leiklist | 385 orð

Pókók fyrir alla

Eftir Jökul Jakobsson. Leikstjórar: Ingibjörg Guðmundsdóttir og Tristan Gribbin. Leikmynd: Ásta Þórisdóttir. Lýsing: Geir Magnússon. Tónlist: Sigurður Thoroddsen. Meira
8. apríl 2000 | Menningarlíf | 711 orð | 1 mynd

"Hornið er syngjandi hljóðfæri"

HINN heimsþekkti þýski hornleikari, Hermann Baumann, leikur ásamt Gerrit Schuil píanóleikara og Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara á öðrum tónleikunum í röðinni "Kammertónleikar í Garðabæ" í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í dag kl. 17. Meira
8. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 45 orð | 1 mynd

Ronaldo orðinn pabbi

BRASILÍSKA fótboltastjarnan Ronaldo og eiginkona hans, Milene, eignuðust son á fimmtudaginn. Sá var stór og stæðilegur eins og sjá má á myndinni og var gefið nafnið Ronald. Meira
8. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 110 orð | 1 mynd

Rólegt og rómantískt hjá Botnleðju

ROKKFRÖMUÐIRNIR í hljómsveitinni Botnleðju sýndu á sér nýja hlið á Sítrónutónleikum vikublaðsins 24-7 og Hard Rock Café síðastliðið fimmtudagskvöld. Meira
8. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 298 orð | 2 myndir

Rússapopp

Sjór, Kavíar Mumintroll REC-Records Rússland Meira
8. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 327 orð | 1 mynd

Sokolov í kröppum dansi á Grandrokk

STÓRMEISTARINN Ivan Sokolov frá Sarajevo í Bosníu lenti í kröppum dansi í fjöltefli á Grandrokk á mánudagskvöldið. Sokolov, sem er 32 ára, er einn sterkasti skákmaður heims og getur m.a. Meira
8. apríl 2000 | Menningarlíf | 1109 orð | 1 mynd

Spurning um að velja og hafna

Þegar flestir vinir Hildar Elínar Ólafsdóttur hófu menntaskólanám hleypti hún heimdraganum og hélt til Hollands, þar sem hún stundaði dansnám í Konunglega listaháskólanum í Haag í þrjú ár. Margrét Sveinbjörnsdóttir hitti stúlkuna, sem er nýorðin tvítug og er komin á samning hjá Rínaróperunni í Þýskalandi. Meira
8. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 466 orð | 2 myndir

Stórstjörnur á Íslandi

ÞAÐ hafa eflaust flestir einhvern tímann á ævinni tekið sér hárbursta í hönd og skellt sér í hlutverk síns uppáhalds tónlistarflytjanda fyrir framan baðherbergisspegilinn. Meira
8. apríl 2000 | Menningarlíf | 36 orð

Sýningu lýkur

Listasafn Íslands Sýningu á verkinu Cosmos eftir Jón Gunnar Árnason lýkur á morgun. Verk þetta er innsetning fyrir afmarkað rými og var fyrst sýnt á Tvíæringnum í Feneyjum 1982. Listasafn Íslands er opið alla daga, nema mánudaga, kl.... Meira
8. apríl 2000 | Menningarlíf | 652 orð | 1 mynd

Söngur, selló og slagharpa

SÍÐUSTU tónleikar vetrarins í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar verða annað kvöld kl. 20. Á efnisskrá kennir margra grasa en sérstakur gestur tríósins verður Finnur Bjarnason tenórsöngvari. Tónleikarnir leggjast vel í Finn. Meira
8. apríl 2000 | Menningarlíf | 103 orð

Tíminn og trúin í Akureyrarkirkju

TÍMINN og trúin, sýning sjö listakvenna, verður opnuð í safnaðarheimili Akureyrarkirkju að lokinni messu sem hefst kl. 11 á sunnudag. Sýningin kemur frá Reykholtskirkju. Meira
8. apríl 2000 | Menningarlíf | 1252 orð | 1 mynd

Vegleg útgáfa íslenskra þjóðsagna

Vaka-Helgafell hefur gefið út veglegt safn íslenskra þjóðsagna sem markar nokkur tímamót. Hávar Sigurjónsson ræddi við þau Ólaf Ragnarsson, Sverri Jakobsson og Margréti Guðmundsdóttur, sem eru ritstjórar hinnar nýju útgáfu. Meira

Umræðan

8. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 40 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 9. apríl, verður fimmtugur Hjörtur S. Sigurðsson, Háaleiti 13, Keflavík . Af því tilefni munu hann og eiginkona hans , Erna Björnsdóttir , taka á móti gestum á heimili sínu í dag, laugardaginn 8. apríl, eftir kl.... Meira
8. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 28 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 8. apríl, er sjötugur Guðni B. Friðriksson, aðalbókari, Silfurgötu 26, Stykkishólmi. Eiginkona hans er Elsa S. Valentínusdóttir . Þau verða að heiman á... Meira
8. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 28 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 8. apríl, verður áttatíu og fimm ára Anna Þorsteinsdóttir, Ofanleiti 17, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Kristinn Hóseason. Þau eru að heiman í... Meira
8. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 323 orð

Augu Akureyrar

APRÍL er undir nautstákni - fegursti mánuður fyrir þá, sem minnast afmælis síns. Akureyri er falleg í þessum mánuði í sínum fjölbreytileik. Súlur, Vindheimajökull, Kaldbakur við hið yzta haf, Vaðlaheiðin og svo Pollurinn sem minnir á athöfn. Meira
8. apríl 2000 | Aðsent efni | 508 orð | 1 mynd

Áfangasigur og sóknarfæri

Glæsilegur árangur nokkurra vikna erfiðis, segir Kristín Halldórsdóttir, er til vitnis um vaxandi skilning og umhyggju landsmanna fyrir náttúruverðmætum. Meira
8. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 30 orð

Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Þriðjudagskvöldið 4.

Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Þriðjudagskvöldið 4. Meira
8. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 205 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Fimmtudagsspilamennskan Fimmtudaginn 23. mars mættu 22 pör til leiks. Spilaður var Mitchell með þremur spilum á milli para. Miðlungur var 216 og lokastaða varð þessi: NS Snjólfur Ólafss. - Jón Gíslas. 276 Áróra Jóhannsd. - Bergljót Aðalsteinsd. Meira
8. apríl 2000 | Aðsent efni | 896 orð

Ferdínand Jónsson á Fossi, - það...

Athyglisvert eða athyglivert , leikfimishús eða leikfimihús . Þessar orðmyndir eiga ekki óskilið mál, því að athygli hefur frá því í fornöld ýmist verið hvorugkyns eða kvenkyns, ekki síður hvorugkyns á árum áður. Meira
8. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 100 orð

Félag eldri borgara í Kópavogi Föstudaginn...

Félag eldri borgara í Kópavogi Föstudaginn 31. marz mætti 21 par til keppni og var að venju spilaður Mitchell-tvímenningur. Lokastaða efstu para í N/S: Sigrún Pétursd. - Garðar Sigurðsson 274 Rafn Kristjánss. - Oliver Kristóferss. Meira
8. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 233 orð

Hælbítar

ÞEGAR Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður á Degi og áður á Þjóðviljanum sáluga fór að velta fyrir sér hverja Davíð ætti við, þegar hann talaði um hælbíta sem alltaf fylgdu sér eins og skugginn, sagði Sigurdór í blaði sínu að greinilegt væri að þarna ætti... Meira
8. apríl 2000 | Aðsent efni | 386 orð | 1 mynd

Jafnrétti á nýrri öld

Frumvarpið hefur í för með sér, segir Margrét Einarsdóttir, að konur verða verðmætari starfskraftur á vinnumarkaðinum. Meira
8. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 992 orð

Klámhundar í litlu sætu og saklausu Reykjavík

EF ÞÚ rekur fjölmiðil og þarft að láta hann skila arði þarftu að hafa eitthvað til að selja og ekki bara það, heldur þarf að selja vel, og ef það gengur eftir þá er sá í góðum málum sem að stendur. Meira
8. apríl 2000 | Aðsent efni | 921 orð | 1 mynd

Kúamjólk og sykursýki í börnum

Það er alvarleg mistúlkun hjá Sveini, segir Stefán Aðalsteinsson, að um það bil helmingur norskra kúa sé laus við betakaseín A1. Meira
8. apríl 2000 | Aðsent efni | 291 orð | 1 mynd

Moskvulínan

Það væri ákaflega æskilegt að íslenskir menntamenn læsu bók Arnórs, segir Benjamín H.J. Eiríksson, og legðu orð hans sér á hjarta. Meira
8. apríl 2000 | Aðsent efni | 702 orð | 1 mynd

"Landið fýkur burt"

Brýnt er, segir Elsa Sigríður Jónsdóttir, að stuðningur við fjarnema í heima- byggð verði efldur. Meira
8. apríl 2000 | Aðsent efni | 576 orð | 1 mynd

Skömmtun innflutningsleyfa - Skömmtun veiðileyfa

Skortur á fiski í sjónum, segir Páll V. Daníelsson, varð til að mynda nýtt hafta- og skömmtunarkerfi. Meira
8. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 36 orð

VÍS tvímenningurinn á Húsavík LOKASTAÐA efstu...

VÍS tvímenningurinn á Húsavík LOKASTAÐA efstu para í aðaltvímenningi Bridsfélags Húsavíkur varð sem hér segir: Gunnar - Hermann 124 Magnús - Þóra 110 Friðrik - Torfi 79 Óli - Pétur 73 Þórólfur - Ísak 54 Bridsfélag Húsavíkur þakkar Vátryggingafélagi... Meira
8. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 31 orð

VORVÍSUR

Vorið góða, grænt og hlýtt, græðir fjör um dalinn. Allt er nú sem orðið nýtt, ærnar, kýr og smalinn. Kveður í runni, kvakar í mó kvikur þrastasöngur. Eins mig fýsir alltaf þó aftur að fara í... Meira
8. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 755 orð

Þakkir fyrir grein

SIGURFINNUR hafði samband við Velvakanda og langaði að þakka fyrir grein sem birtist í Morgunblaðinu 5. apríl sl. Greinin heitir Umhverfisslys í ýmsum myndum eftir Jón Vigfússon. Ég segi nú bara Ísland fyrir Íslendinga. Bestu þakkir fyrir þessa grein. Meira
8. apríl 2000 | Aðsent efni | 499 orð | 1 mynd

Þegar kosningaloforð rætast

Nú er kominn tími til að menn tali fullum hálsi um jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, segir Egill Jónsson, svo vel skiljanlegt sé hvað við er átt. Meira
8. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 540 orð

ÞJÓÐARSTOLT Víkverja var sært er hann...

ÞJÓÐARSTOLT Víkverja var sært er hann las á forsíðu Morgunblaðsins nú í vikunni að McDonalds-skyndibitakeðjan hefði í auglýsingu gert grín að íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Meira

Minningargreinar

8. apríl 2000 | Minningargreinar | 1365 orð | 1 mynd

ANNA ÞORSTEINSDÓTTIR

Það leiðir af sjálfu sér, að þeir sem víða fara, kynnist mörgum. Ekki er þó sjálfgefið, að allt þetta fólk sé manni að skapi, því að svo margt er sinnið sem skinnið. Og vitanlega kynnumst við aldrei nema fáum að nokkru ráði, þótt við umgöngumst marga. Meira  Kaupa minningabók
8. apríl 2000 | Minningargreinar | 7753 orð

ÁRNI BJÖRGVIN HALLDÓRSSON

Árni Björgvin Halldórsson hæstaréttarlögmaður fæddist á Borg í Bakkagerði á Borgarfirði eystra 17. október 1922. Hann lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Ásgrímsson frá Grund í Borgarfirði eystra, f. 17. Meira  Kaupa minningabók
8. apríl 2000 | Minningargreinar | 362 orð | 1 mynd

BRYNDÍS (STELLA) MATTHÍASDÓTTIR

Bryndís (Stella) Matthíasdóttir fæddist í Hafnarfirði 3. september 1930. Hún lést á Landspítalanum, Fossvogi 26. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 4. apríl. Meira  Kaupa minningabók
8. apríl 2000 | Minningargreinar | 2378 orð | 1 mynd

EINAR EINARSSON

Einar Einarsson fæddist í Nýjabæ í Vestur-Eyjafjöllum 11. febrúar 1932. Hann lést á Ljósheimum á Selfossi 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Katrín Vigfúsdóttir ljósmóðir frá Brúnum, f. 29.8. 1891, d. 18.8. Meira  Kaupa minningabók
8. apríl 2000 | Minningargreinar | 377 orð | 1 mynd

GESTUR EYJÓLFSSON

Gestur Eyjólfsson fæddist á Húsatóftum á Skeiðum 11. maí 1921. Hann lést á Landspítalanum 21. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hveragerðiskirkju 1. apríl. Meira  Kaupa minningabók
8. apríl 2000 | Minningargreinar | 2074 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR PÉTURSSON

Guðmundur Pétursson fæddist í Vík í Mýrdal 28. ágúst 1911. Hann lést 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Hansson, smiður þar, og kona hans, Ólafía Árnadóttir, bónda á Leiðvelli í Meðallandi, Árnasonar. Guðmundur kvæntist 16. Meira  Kaupa minningabók
8. apríl 2000 | Minningargreinar | 3360 orð | 1 mynd

GUÐRÚN MARÍA ÓLAFSDÓTTIR

Guðrún María Ólafsdóttir fæddist á Leirum, A-Eyjafjöllum, 8. júní 1908. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Þórðardóttir, f. 14.3. 1872, d. 12.1. 1947, og Ólafur Jónsson, f. 7.11. 1872, d. 20.7. 1955. Meira  Kaupa minningabók
8. apríl 2000 | Minningargreinar | 292 orð | 1 mynd

KATRÍN ÞORLÁKSDÓTTIR

Katrín Þorláksdóttir fæddist 9. ágúst 1936. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 26. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 5. apríl. Meira  Kaupa minningabók
8. apríl 2000 | Minningargreinar | 852 orð | 1 mynd

ÓSK JÓHANNA KRISTJÁNSSON

Ósk Jóhanna Kristjánsson fæddist í Lundar í Manitobafylki í Kanada 8. apríl 1919. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 2. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 7. apríl. Meira  Kaupa minningabók
8. apríl 2000 | Minningargreinar | 827 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR

Sigríður Hallgrímsdóttir fæddist 6. mars 1922. Hún lést 29. febrúar síðastliðinn. Sigríður var dóttir Guðrúnar Bjarnínu Jakobsdóttur, f. 25. október 1892, d. 25. febrúar 1989 og Hallgríms Sigurðssonar, verkstjóra, f. 29. september 1891, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
8. apríl 2000 | Minningargreinar | 201 orð

SIGURBORG HAFSTEINSDÓTTIR

Sigurborg Hafsteinsdóttir fæddist í Keflavík 20. september 1962. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 29. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 6. apríl. Meira  Kaupa minningabók
8. apríl 2000 | Minningargreinar | 700 orð | 1 mynd

STURLA HJALTASON

Sturla Hjaltason fæddist á Raufarhöfn 10. desember 1940. Hann lést á Akureyri 17. mars síðastliðinn. Foreldrar: Þórhildur Kristinsdóttir, f. 29. janúar 1913 í Garðstungu í Þistilfirði, d. 15. júlí 1995, og Hjalti Friðgeirsson, f. 10. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

8. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 379 orð | 2 myndir

Allsherjar innri styrking

YDDA auglýsingastofa er á 14. starfsári og þar stendur nú yfir allsherjar innri styrking, að sögn Halls A. Baldurssonar framkvæmdastjóra. Meira
8. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 1407 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 07.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 07.04.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) FMS Á ÍSAFIRÐI Gellur 220 220 220 21 4.620 Hlýri 66 66 66 56 3.696 Hrogn 220 220 220 66 14.520 Þorskur 152 100 106 5.758 608.678 Samtals 107 5. Meira
8. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
8. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 117 orð

GENGI GJALDMIÐLA Reuter, 7.

GENGI GJALDMIÐLA Reuter, 7. mars Eftirfarandi eru kaup og sölugengi helstu gjaldmiðla gagnvart evrunni á miðdegismarkaði í Lundúnum. NÝJAST HÆST LÆGST Dollari 0.9587 0.9594 0.9552 Japanskt jen 100.55 101.15 100.23 Sterlingspund 0.605 0.6064 0.6049 Sv. Meira
8. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 33 orð

Leiðrétt

Í viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudag var rangt farið með föðurnafn Bjarna Markússonar, framkvæmdastjóra ITC Ísland ehf., dótturfélags Kaupþings hf. Í viðtalinu var Bjarni sagður Þórisson en ekki Markússon. Meira
8. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 548 orð | 1 mynd

Methagnaður af rekstri Sparisjóðabankans

HAGNAÐUR af rekstri Sparisjóðabankans á árinu 1999 varð 318,5 milljónir króna en 206,9 milljónir króna að frádregnum reiknuðum sköttum. Er þetta besti árangur sem náðst hefur í rekstri bankans frá upphafi. Meira
8. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Tæknifélög leiða hlutabréfahækkun

HÆKKUN varð á helstu hlutabréfamörkuðum Evrópu í gær. Voru það tækni-, fjölmiðlunar- og fjarskiptafyrirtæki sem leiddu hækkun gærdagsins eftir lækkun fyrr í vikunni. Í London hækkaði FTSE 100-hlutabréfavísitalan um 1,8% í 6.569,9 stig. Meira
8. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 440 orð

Uggur vegna karfaveiða á Reykjaneshrygg

GRANDI stendur frammi fyrir ákveðinni óvissu um horfur í rekstri og afkomu og vildi stjórnarformaður félagsins, Árni Vilhjálmsson, hafa sem fæst orð um horfur félagsins á aðalfundi þess í gær. Meira
8. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 641 orð | 1 mynd

Uppbyggingarstarf áfram tryggt í íslenskum sjávarútvegi

STJÓRNARFORMAÐUR Samherja, Kári Arnór Kárason, gerði dóm Hæstaréttar í svokölluðu Vatneyrarmáli að umtalsefni í ávarpi sínu á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Nýja bíói á Akureyri í gær. Meira
8. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 69 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 31.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 31.3. 2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Daglegt líf

8. apríl 2000 | Neytendur | 349 orð | 1 mynd

Aukning í sölu hljómtækja

"Það er ekki okkar reynsla að unglingar vilji ekki lengur hljómtæki. Þvert á móti þá sjáum við hjá Radíóbæ fram á 50% aukningu í sölu fyrir fermingarnar ef við miðum við árið í fyrra," segir Sigurður J. Hafsteinsson hjá Radíóbæ ehf. Meira
8. apríl 2000 | Neytendur | 154 orð | 1 mynd

D-vítamínbættur mjólkurdrykkur

Mjólkursamsalan hefur sett á markað nýjan mjólkurdrykk, Keilu. Meira
8. apríl 2000 | Neytendur | 38 orð | 1 mynd

Páskamalt

Komið er á markaðinn páskamalt sem framleitt er hjá Sól-Víking á Akureyri. Bragðið einkennist af malti, karamellu og lakkrís. Páskamalt er orkuríkt og inniheldur meðal annars flókin kolvetnissambönd. Meira
8. apríl 2000 | Neytendur | 236 orð | 1 mynd

Pönnukökuduftið varð að djúpsteikingardeigi

Matvælaiðjan Vilko á Blönduósi er að senda frá sér sína átjándu afurð þessa dagana. Um er að ræða djúpsteikingardeig sem nefnist orlydeig. Meira
8. apríl 2000 | Neytendur | 67 orð | 1 mynd

Rakakrem

Rakakremið Hydraxx Forte er komið á markað fyrir þurra og viðkvæma húð. Rakakremið er eingöngu byggt upp á jurtum og inniheldur B-vítamín. Í fréttatilkynningu frá Ýmus ehf. Meira
8. apríl 2000 | Neytendur | 306 orð

Saltfiskur

Tómas R. Einarsson bassaleikari var heimsóttur í sjónvarpsþættinum Eldhúsi sannleikans í gær, föstudag. Eldaður var saltfiskréttur. Meira
8. apríl 2000 | Neytendur | 166 orð

Verðið á pítsunni hafði hækkað

Viðskiptavinur Bónus tók eftir því þegar hann keypti Chicago Town-pítsu að hún hafði hækkað úr 297 krónum í 339 krónur. Afhverju þessi hækkun? Meira

Fastir þættir

8. apríl 2000 | Fastir þættir | 256 orð | 1 mynd

Aðrir vafrar

FLEIRI VAFRAR eru fáanlegir en Internet Explorer og Netscape Navigator. Opera heitir vafri af norsku bergi brotinn sem seldur er á Netinu, en einnig eru til fleiri ókeypis vafrar, þar á meðal NeoPlanet sem býður upp á ýmsa skemmtilega möguleika. Meira
8. apríl 2000 | Fastir þættir | 274 orð | 1 mynd

Aukaverkanir lyfja vilja gleymast

SJÚKLINGAR finna oft fyrir aukaverkunum lyfseðilsskyldra lyfja, en yfirleitt láta þeir lækna sína ekki vita af þeim. Meira
8. apríl 2000 | Í dag | 392 orð | 1 mynd

Biblían og þjáningin

Á FRÆÐSLUMORGNI í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudaginn 9. apríl, mun séra Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur flytja erindi sem hann nefnir "Biblían og þjáningin". Meira
8. apríl 2000 | Fastir þættir | 191 orð

Blinda vegna næringarskorts

ÞEIR sem neyta eingöngu grænmetisfæðu eiga á hættu að þjást af næringarskorti ef þeir taka ekki vítamínbætiefni, að því er fram kemur í greinargerð franskra vísindamanna í læknaritinu New England Journal of Medicine 23. mars sl. Meira
8. apríl 2000 | Fastir þættir | 331 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Hér er gáta sem gæti tekið nokkurn tíma að ráða: Laufnía vesturs er lykillinn að vörninni gegn fjórum spöðum suðurs. Hvers vegna í ósköpunum? Suður gefur; NS á hættu. Meira
8. apríl 2000 | Fastir þættir | 78 orð

DVD PlayStation

Athygli hefur vakið að ekki eru allir að kaupa sér PlayStation 2-leikjatölvur til að nota sem leikjavél. Meira
8. apríl 2000 | Í dag | 2660 orð | 1 mynd

Ferming í Áskirkju 9.

Ferming í Áskirkju 9. apríl kl. 14. Prestur sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Fermd verða: Erla Grímsdóttir, Efstasundi 57. Halla Kari Hjaltested, Smárarima 16. Hanna Lísa Ólafsdóttir, Austurbrún 18. Helga Kristín Mogensen, Norðurbrún 20. Meira
8. apríl 2000 | Fastir þættir | 318 orð | 1 mynd

Framúrskarandi körfuboltaleikur

Midway hannaði og gaf nýlega út körfuboltaleik að nafni NBA Showtime: NBC On NBA. Leikurinn er fyrir Dreamcast-tölvurnar og aðallega ætlaður fyrir tvo spilara. Meira
8. apríl 2000 | Í dag | 1093 orð | 1 mynd

Guðspjall dagsins: Hví trúið þér ekki?

(Jóh. 8.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Ferming og altarisganga kl. 14:00. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnastarfið fer í heimsókn í Langholtskirkju. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 10:45. Fermingarmessa kl. 10:30 og kl. 13:30. Meira
8. apríl 2000 | Fastir þættir | 2036 orð | 3 myndir

Hvað er vitað um hraða sjónskynjunar?

Svör Vísindavefsins snerta á margan hátt það sem efst er á baugi í samfélaginu á hverjum tíma. Til dæmis barst vefnum í þessari viku svar eðlisfræðings við spurningu um áhrif frá raftækjum eins og farsímum eða örbylgjuofnum á fólk. Meira
8. apríl 2000 | Fastir þættir | 766 orð | 1 mynd

Hvernig er hægt að meta hreysti?

BETTY Ball hafði verið leikfimikennari í Kaliforníu í átján ár og fylgst með hundruðum krakka svitna og þrælast í gegnum fjöldamörg leikfimipróf. Meira
8. apríl 2000 | Fastir þættir | 742 orð | 1 mynd

Lengi von á einum

Það þóttu mikil tíðindi þegar ný betaútgáfa af Navigator 6 barst á Netið. Árni Matthíasson sótti sér eintak og segir að vafrinn hleypi nýju lífi í vafrasamkeppni. Meira
8. apríl 2000 | Fastir þættir | 663 orð | 1 mynd

Mig dreymdi dal

FRAM að þessu höfum við farið um bjart láglendi þar sem gul þokuslæðan lýsti upp eða huldi á víxl fornar mannvistarleifar. Meira
8. apríl 2000 | Fastir þættir | 136 orð | 1 mynd

Ólífuolía gegn háþrýstingi

ÍTALSKIR vísindamenn greina frá því að sjúklingar með of háan blóðþrýsting þurfi ekki að taka eins mikið af blóðþrýstingslyfjum með því að breyta mataræði sínu og borða meira af fæðu sem inniheldur lítið af mettaðri fitu og mikið af ólífuolíu. Meira
8. apríl 2000 | Dagbók | 479 orð

(Róm. 13, 11.)

Í dag er laugardagur 8. apríl, 99. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Gjörið þetta því heldur sem þér þekkið tímann, að yður er mál að rísa af svefni, því að nú er oss hjálpræðið nær en þá er vér tókum trú. Meira
8. apríl 2000 | Fastir þættir | 210 orð | 1 mynd

Ræða nýjar lyfjaleiðir

TÆKI sem geta komið lyfjum í gegnum húðina á hljóðhraða, örflögur sem stjórna lyfjagjöf og genabreytt matvæli, sérhönnuð til að bera lyf eru meðal þeirra leiða sem ræddar voru á þingi vísindamanna um aðrar leiðir til lyfjagjafa en nál og sprautu. Meira
8. apríl 2000 | Fastir þættir | 167 orð | 1 mynd

Safnast er saman kemur

BANDARÍKJAMENN bæta ekki á sig jafn mörgum kílóum um hátíðarnar og almennt hefur verið talið, en þau safnast saman með árunum, segir í læknaritinu New England Journal of Medicine nýverið. Meira
8. apríl 2000 | Fastir þættir | 89 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Hvítur á leik. Meðfylgjandi staða kom upp í Íslandsflugsdeildinni sem lauk fyrir stuttu á milli stórmeistarans Jóhanns Hjartarsonar, hvítt, (2640) og Braga Þorfinnssonar (2350). Meira
8. apríl 2000 | Viðhorf | 795 orð

Tölva í hvert hreysi?

Tölvuvæðing vestrænna þjóðfélaga hefur vissulega valdið byltingu. Hins vegar fer því fjarri, enn sem komið er að minnsta kosti, að sú bylting nái til allra þjóðfélagsþegna. Í Bandaríkjunum hafa menn af því æ meiri áhyggjur að tölvuvæðingin myndi gjá á milli þeirra sem hafa aðgang að nýjustu tækni og hinna sem hafa ekki tækifæri til að færa sér þessa tækni í nyt. Meira
8. apríl 2000 | Fastir þættir | 539 orð | 1 mynd

Þegar ekkert er að

Spurning: Hvað er að, þegar ekkert er að, en samt er ekki allt í lagi? Svar: Þetta er góð spurning og spennandi að velta henni fyrir sér, þótt kannske verði svarið aldrei eins áhugavert og spurningin sjálf. Meira

Íþróttir

8. apríl 2000 | Íþróttir | 407 orð

Afturelding milli steins og sleggju

Haukar úr Hafnarfirði gerðu sér lítið fyrir og lögðu Íslands- og deildarmeistara Aftureldingar, 31:25, í gærkvöld í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik karla. Hafnfirðingar, sem léku sennilega einn sinn besta leik í vetur, höfðu tögl og hagldir í leiknum en meistararnir úr Mosfellsbæ voru ekki svipur hjá sjón og eiga erfitt verkefni fyrir höndum fyrir leik liðanna í Hafnarfirði á sunnudagskvöld. Meira
8. apríl 2000 | Íþróttir | 275 orð | 1 mynd

Betri sigur en við ætluðum okkur

ÉG bjóst við þeim miklu grimmari og að leikurinn yrði barátta fram á síðustu mínútu en við hleyptum þeim ekki lengra en við vildum sjálfir og þetta var stórkostlegur sigur, raunar betri en við ætluðum okkur," sagði Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, sem átti prýðisleik og skoraði sjö mörk gegn Íslands- og deildarmeisturum Aftureldingar í gærkvöld. Meira
8. apríl 2000 | Íþróttir | 85 orð

Góðar minningar

BANDARÍSKA landsliðið á góðar minningar frá Ericson-leikvanginum í Charlotte en það hefur einu sinni leikið á honum áður. Það var í vináttulandsleik við Japan 29. Meira
8. apríl 2000 | Íþróttir | 130 orð

GUÐMUNDUR Hreiðarsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari kvenna, stýrir íslenska...

GUÐMUNDUR Hreiðarsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari kvenna, stýrir íslenska liðinu í dag í fjarveru Loga Ólafssonar landsliðsþjálfara sem hélt heim eftir æfingu landsliðsins á fimmtudag til að vera við fermingu sonar síns á sunnudag. Meira
8. apríl 2000 | Íþróttir | 163 orð

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Undanúrslit karla, fyrsti leikur:...

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Undanúrslit karla, fyrsti leikur: KA-heimili:KA - Fram 16.30 2. deild karla: Grafarvogur:Fjölnir - Þór A. 16 Seljaskóli:ÍR b - Völsungur 13.30 Sunnudagur: Undanúrslit karla, annar leikur: Strandgata:Haukar - UMFA 20 2. Meira
8. apríl 2000 | Íþróttir | 80 orð

Heimsmet í hverjum leik

BANDARÍKJAMENN fullyrða að Kristine Lilly hafi leikið fleiri landsleiki en nokkur önnur kona í heiminum og þar sem hún er enn í landsliði þeirra bætir hún heimsmetið í hverjum leik. Lilly lék sinn 197. Meira
8. apríl 2000 | Íþróttir | 350 orð

HM skili hagnaði

UM 300 manns, keppendur og fylgdarlið, koma hingað til landsins í tengslum við keppni í d-riðli heimsmeistaramótsins í íshokkí, sem hefst á mánudaginn í Skautahöllinni í Laugardal. Liðin koma frá níu þjóðum. Kostnaður Íshokkísambands Íslands við mótið er um 30 milljónir króna en Magnús Jónasson, formaður sambandsins, segir að með þátttöku fjölmargra fyrirtækja muni það ekki beran skarðan hlut frá borði heldur sé stefnt að því að mótið skili sambandinu hagnaði. Meira
8. apríl 2000 | Íþróttir | 547 orð

Íslendingar í sviðsljósinu

NORÐMENN og Svíar hefja um helgina sína deildakeppni í knattspyrnu. Norðmenn eru hálfum mánuði fyrr en venjulega vegna Evrópukeppninnar í sumar en Svíar á sama tíma og áður. Í Noregi hefur verið taugatitringur vegna mikilla snjóa en þó eiga allir leikir þar að geta farið fram. Opnunarleikurinn í Noregi er í dag, laugardag, þegar Stabæk tekur á móti Rosenborg, en aðrir leikir eru á morgun. Í Svíþjóð mætast Örgryte og Helsingborg í dag en hinir leikirnir eru á morgun og mánudag. Meira
8. apríl 2000 | Íþróttir | 53 orð | 1 mynd

KR-búningurinn kynntur

Knattspyrnufélagið KR kynnti í gærkvöldi til sögunnar nýjan keppnisbúning félagsins fyrir keppnistímabilið í knattspyrnu, sem senn fer í hönd. Kynning félagsins fór fram á Eiðistorgi að viðstöddu fjölmenni. Meira
8. apríl 2000 | Íþróttir | 69 orð

Landsliðsmenn á faraldsfæti

SEX leikmenn íslenska landsliðsins í íshokkí hafa æft og keppt erlendis í vetur. Meira
8. apríl 2000 | Íþróttir | 63 orð

Leikurinn í sjónvarpi

LEIKUR Íslands og Bandaríkjanna á Ericsson-leikvanginum íkvöld hefst kl. 23.30 að íslenskum tíma, eða 19.30 á staðartíma í Charlotte. Meira
8. apríl 2000 | Íþróttir | 308 orð

Margrét slær met Vöndu

ÞETTA er að sjálfsögðu skemmtilegur áfangi en ég leiði hugann ekki mikið að því, segir Margrét Ólafsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, um þann áfanga sem hún nær í kvöld þegar hún kemur til með að slá landsleikjamet Vöndu Sigurgeirsdóttur og leika sinn... Meira
8. apríl 2000 | Íþróttir | 194 orð

Níræður og hleypur maraþon

ABE Weintraub, níræður New York-búi, neitar að leggjast í kör, þvert á móti þá hleypur hann eins fætur toga á hverjum degi í Central Park. Meira
8. apríl 2000 | Íþróttir | 194 orð

Thomas Billgren, þjálfari íslenska landsliðsins í...

Thomas Billgren, þjálfari íslenska landsliðsins í íshokkí, segir að markmið liðsins sé að vinna einn leik í riðli liðsins og ná 4.-6. sæti keppninnar. Íslenska liðið hefur einu sinni áður tekið þátt í d-riðli HM, en það var í Suður-Afríku í fyrra. Meira
8. apríl 2000 | Íþróttir | 60 orð

Tveir nýliðar fyrir EM

Sigurður Hjörleifsson, þjálfari unglingalandsliðs karla í körfuknattleik, tilkynnti á fimmtudaginn tólf manna landslið sitt sem tekur þátt í Evrópukeppni unglingaliða í Þýskalandi í næstu viku. Meira
8. apríl 2000 | Íþróttir | 525 orð | 1 mynd

Verðum að fara áfram á skapinu

"ÞAÐ eru allir leikmenn staðráðnir í að gera betur," segir Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sem mætir Bandaríkjunum í síðari vináttulandsleik þjóðanna í Charlotte í kvöld. "Við ætlum að standa betur saman sem lið og bæta varnarleikinn þannig að vörnin opnist ekki jafn illilega og hún gerði á miðvikudaginn." Meira
8. apríl 2000 | Íþróttir | 52 orð

Þannig vörðu þeir

Markvarslan í gærkvöldi, innan sviga hve oft knötturinn hafnaði hjá mótherja. Ásmundur Einarsson, Aftureldingu, 5. 2 langskot, 2 úr horni, 1 af línu. Bergsveinn Bergsveinsson, Aftureldingu, 4 (2). 2 (1) langskot, 1 af línu, 1 úr hraðaupphlaupi. Meira

Úr verinu

8. apríl 2000 | Úr verinu | 1271 orð | 1 mynd

Barátta í nær tvo áratugi

Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hefur stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna ákveðið að höfða mál á hendur íslenska ríkinu þar sem krafist er greiðslu á tæplega 1.372 milljónum króna vegna kostnaðar sem féll á sjóðinn á árunum 1981 til 1994 í kjölfar breytinga Alþingis á lögum um Lífeyrissjóð sjómanna 1981. Steinþór Guðbjartsson kynnti sér málavexti. Meira
8. apríl 2000 | Úr verinu | 292 orð | 1 mynd

Samkeppnin við fiskeldið

FISKELDI mun veita íslenskum sjávarútvegi hvað mesta samkeppni í framtíðinni, einkum ef eldi á þorski eykst á komandi árum. Þetta kom m.a. Meira

Lesbók

8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 48 orð | 1 mynd

Agnar Klemens Jónsson

var sendiherra í Bretlandi þegar Bretar beittu löndunarbanni 1952 í kjölfar stækkunar á íslensku fiskveiðilandhelginni og það kom í hlut sendiherrans að ganga á fund Anthonys Edens utanríkisráðherra Breta. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 30 orð

ANDVÖKUNÓTT

Ófresk fótatök marra við fjörukamb á andvökunótt er Ránardætur skila skipsflaki marhálmi setnu úr götóttu regindjúpi. Alfaðir sendir andvara að stilla storma. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1947 orð | 5 myndir

AUGA OG ATHUGUN

Alfræðibækur heimsins greina frá mörgum þáttum í lífi Goethes, eins mesta persónuleika sem lifað hefur á jörðinni, eins og þar stendur iðulega, en lítið ef nokkuð af rannsóknum hans á ljósinu og litafræðinni. Skáldið gerði af tilviljun uppgötvun, sem hann taldi afsanna eldri kenningar Newtons um eðli lita og hóf ævilanga baráttu gegn þeim. BRAGI ÁSGEIRSSON hermir í seinni grein sinni fleira af pataldrinum og deilum sem staðið hafa í 200 ár og virðist lokið með sigri beggja. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1591 orð | 1 mynd

Áhrif siðbreytingarinnar

Ú tgáfa bóka til helgihalds í kirkjum og heimahúsum var forgangsverkefni í siðbreytingunni. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 690 orð | 1 mynd

BERIO OG SEQUENZURNAR

Á morgun, sunnudag, kl. 20.30, munu meðlimir úr Caput-hópnum flytja sjö sequenzur eftir Luciano Berio í Salnum í Kópavogi. SNORRI SIGFÚS BIRGISSON segir frá þessu ítalska tónskáldi. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1693 orð | 2 myndir

BLÁSIÐ Í GAMLAR GLÆÐUR

Fyrir tveimur árum var ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar ýtt úr vör. Um er að ræða útgáfur á dagbókum og bréfasöfnum einkum frá 19. öld sem veita óvenjulega sýn til fortíðar þar sem sögupersónur eru oft á tíðum alþýðufólk við hversdagsstörf. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 54 orð

Bókaútgáfa biskups

Fyrsta bókin, sem Guðbrandur biskup gaf út, var eftir læriföður hans, Niels Hemmingsen, Lífs vegur. Hann fór síðan fljótlega að vinna að útgáfu Biblíunnar, einhverju mesta stórvirki íslenskrar menningarsögu. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 59 orð | 1 mynd

Bréfasamband Ólafar og Þorsteins

Á morgun eru liðin 143 ár frá fæðingu skáldkonunnar Ólafar Sigurðardóttur frá Hlöðum og af því tilefni skrifar Erna Sverrisdóttir bókmenntafræðingur grein um Ólöfu sem var fyrsta yfirlýsta kvenréttindakonan í íslenskri ljóðagerð. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 53 orð | 1 mynd

Catherine Yass

opnar sýningu í i8 í dag. Hún er ein þeirra sem kom fram í kjölfar Freeze-hópsins margumtalaða með Damien Hirst í fararbroddi og segir sjálf að listsköpun þess hóps hafi valdið straumhvörfum í samtímalist í Bretlandi, sem allt í einu var tekin alvarlega. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 70 orð

DAGSDAGLEGA

Engar gleðir vatnið skjólufylli vís í lungum hans en fór á stultum hæðnishlátri um landið hversvegna brenndi hann það sem hann festi á blað blýanti yddum og hví var þá hver tónn svo mjór sem hjákátlegur vildi fá að hljóma hversvegna og hvað öskraði af... Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 709 orð | 1 mynd

Draumur einleikarans að rætast

SÍÐUSTU tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á þessu starfsári verða haldnir í Íþróttaskemmunni á Akureyri á morgun, sunnudaginn 9. apríl, og hefjst þeir kl. 16. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 102 orð

Dulin útbreiðsla kristni

Dulin útbreiðsla kristni meðal Íslendinga átti sér langa sögu. E.t.v. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 2500 orð | 1 mynd

EINVALDI SVIÐINSVÍKUR

Enginn íslenskur stjórnmálamaður fjórða áratugarins lagði Halldóri Laxness til meira efni í persónuna Pétur Þríhross en Jónas Jónsson frá Hriflu. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 856 orð

GOLFSTRAUMUR OG HITAFAR

Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sunnudaginn 26. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 66 orð

Guðfræði

Guðfræði upplýsingartímans hafði ekki þau áhrif á hugmyndaheim Íslendinga á fyrri hluta 19. aldar að efahyggja festi hér rætur. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 76 orð

Guðsmynd frumkristni

Flest bendir til að Norðurlandabúar og þar á meðal Íslendingar hafi veitt Guði kristinna manna viðtöku sem hátt upp höfnum skapara og konungi alheimsins, og þeir eiginleikar Guðs sem helst voru í forgrunni hafa verið réttlæti hans og strangleiki. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1689 orð | 3 myndir

HIN EXPRESSJÓNÍSKA LISTSÝN

Sýningin listamenn 4. áratugarins, sem opnuð verður í Listasafni Íslands í dag, er sýning á verkum í eigu safnsins eftir Snorra Arinbjarnar, Jóhann Briem og Jón Engilberts. ÓLAFUR KVARAN fjallar hér um sýninguna. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 49 orð | 1 mynd

Hjá Nordal níræðum

Jóhannes Nordal, löngum kenndur við Nordalsíshús sem hann átti og stjórnaði, lærði kælitæknina í Kanada, en þangað fór hann ungur. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 3598 orð | 5 myndir

HRAKTIR FRÁ ÍSLANDI ÚT Á HIN HÆTTULEGU GRÆNLANDSMIÐ

Nú er þess minnst að utanríkisþjónustan á Íslandi er 60 ára, en 10. apríl 1940, daginn eftir hernám Danmerkur, tókum við hana í okkar hendur. Af því tilefni birtir Lesbók kafla úr óbirtum endurminningum Agnars Klemens Jónssonar sendiherra. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 76 orð

Hrelldust kalda vatnið

Í Kristni sögu segir að þingmenn hafi verið skírðir á leið heim, Norðlendingar og Sunnlendingar í Reykjalaug (Vígðulaug) í Laugardal en flestir Vestlendingar í Reykjalaug í Lundarreykjadal. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 3339 orð | 5 myndir

HÚN HELST KAUS AÐ ELSKA OG SKRIFA

Á morgun eru liðin 143 ár frá fæðingu Ólafar Sigurðardóttur, skáldkonunnar sem kenndi sig við Hlaðir í Hörgárdal. Hún fæddist hinn níunda apríl árið 1857 á Sauðdalsá á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu, dóttir fátækra og barnmargra hjóna. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 5772 orð | 7 myndir

Í HEIMSÓKN HJÁ JÓHANNESI NORDAL NÍRÆÐUM

Jóhannes fór til Ameríku árið 1887, tók þar upp ættarnafnið Nordal, vann við að byggja íshús og frysta fisk og hafði með sér verðmæta þekkingu þegar hann sneri heim að sjö árum liðnum. Hann stofnaði með öðrum Ísfélagið og varð íshússtjóri í Nordalsíshúsi sem stóð við Kalkofnsveg. Í viðtalinu segir hann frá kynnum við ýmsa þekkta menn og því sem á dagana dreif. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 60 orð

Í húsvitjunum

Þá er nú presturinn kemur nokkurstaðar til húsvitjunar, skal hann auðsýna sig alvarlegan, guðhræddan, ódrukkinn og vingjarnlegan [... Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 65 orð

ÍSLAND

Gott er að vita áður en ég var til, varst þú til. Ísland með sínum fossum, jöklum, hrauni og fannbreiðum. Minntu okkur á að láta þig í friði, eða að minnsta kosti bera virðingu fyrir þér. Ísland rektu upp öskur og yfirgnæfðu skvaldrið frá okkur. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 71 orð

Jarteikn á sjó

Sumarið 1360 bar til að Gyrðir Ívarsson Skálholtsbiskup og fjöldi manns lagði af stað til Noregs á litlu kaupskipi. Þegar þeir voru komnir úr landsýn sökk skipið með öllu góssi. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 64 orð

Kaþólskt starf

Árið 1895 hóf rómversk-kaþólska kirkjan aftur starf hér á landi og fékk það þá meiri hljómgrunn, enda var meira í það lagt en áður hafði verið. Tveir prestar voru það ár sendir til Íslands af rómversk-kaþólska biskupnum í Danmörku. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 84 orð

Kirkjulegur skattur

Kirkjulegur skattur, tíund, var lögfestur nálægt miðjum embættistíma Gissurar Ísleifssonar eða á árunum 1096-1098, og var þessi nýbreytni einn af mörgum stórviðburðum sem urðu í biskupstíð hans og mörkuðu þáttaskil í sögu kirkju og einkum biskupsdóms í... Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 728 orð | 1 mynd

Konur hafa alltaf stutt kirkjuna

Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur fékk það verkefni árið 1994 að skrifa nokkrar stuttar greinar, eða sjö blaðsíður í hvert fjögurra binda Kristni á Íslandi, um málefni tengd konum og kristni. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 82 orð

Kraftaverk kristnitöku

Í yngri miðaldaritum að Heimskringlu undanskilinni, er kristnitakan túlkuð á kirkjulegan, guðfræðilegan eða trúarlegan hátt og því litið á hana sem kraftaverk. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 231 orð | 1 mynd

Kristni á Íslandi

Verkið er í fjórum bindum, samtals nærri 1.600 síður, litprentuð í stóru broti og inniheldur meira en þúsund myndir. 1. bindi - Íslensk frumkristni og upphaf kirkju , fjallar um trúarlega menningu Íslendinga fram um miðbik 12. aldar. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 58 orð

Kristni og hetjudýrkun

Sennilega hefur kristindómur og heiðin hetjudýrkun óvíða runnið betur saman á Sturlungaöld en á vígvellinum, á dauðastundinni. Píslarvottur og víkingur áttu það sameiginlegt að kveinka sér ekki við þjáningu og dauða. Annað skildi á milli. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 91 orð

Laxness og trúin

Í verkum Halldórs Laxness gætir trúarinnar með öðrum hætti en áður hafði þekkst í íslenskum bókmenntum. Víða í skáldverkum hans er fjallað um kirkjur og klerka og kveður þá stundum við sama tón og í verkum raunsæisskáldanna þar sem kirkjan, þ.e. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 92 orð

Lúther í klaustur

Foreldrar Marteins Lúthers (1483-1546) voru af bænda- og millistétt og gátu þess vegna sett soninn til mennta. Tuttugu og eins árs að aldri lauk Lúther meistaraprófi við háskólann í Erfurt og hóf síðan nám í lögfræði. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 739 orð | 1 mynd

Menningarbylting í alþýðufræðslu

Loftur Guttormsson prófessor er aðalhöfundur 3. bindis Kristni á Íslandi. Það fjallar um lútherska siðbreytingu til loka upplýsingaraldar, þ.e. frá fyrri helmingi 16. aldar og til 1830-40. Loftur kannaði ekki síst áhrif siðbreytingarinnar á menntun og uppfræðslu. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 342 orð | 1 mynd

Merkasta löggjöf Alþingis

Ritverkið Kristni á Íslandi er gefið út að tilhlutan Alþingis. Halldór Blöndal, forseti þingsins, fylgir verkinu úr hlaði með eftirfarandi ávarpi: Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 236 orð | 1 mynd

MINNINGARSÝNING BIRGIS ENGILBERTS

MINNINGARSÝNING Birgis Engilberts verður opnuð í Galleríi Reykjavík í dag kl. 16. Birgir, sem lést fyrir ári, var kunnur sem leikritaskáld og leikmyndamálari en málverk hans þekktu afar fáir. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 72 orð

MINNING Í NÚTÍÐ

Þegar vorsólin vanga þína roðarveröldin syngur um líf og ástir boðar,þá göngum við út í grænan hvannamóinneða glaðbeitt um víkurnar við sjóinn.Og þar eigum við yndislegar stundiræskuþrótturinn hitar vorar undir. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 559 orð

Minnisvarði um kristnitöku

kvörðun Alþingis á Þingvöllum árið 1000 um að lögtaka kristni hér á landi er ein sú merkasta og afdrifaríkasta í sögu þings og þjóðar. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 84 orð

Munkareglur

Hér á landi störfuðu tvær reglur, Benediktsregla og Ágústínusarregla, kenndar við hina helgu menn, Benedikt frá Núrsíu (um 480 til um 550) og Ágústínus kirkjuföður (354-430). Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 28 orð

NJARÐARGLÍMA

Við sjávarsíðuna fór um mosagróna hrúðurkarla og máfager er holskeflan óð upp að ströndum. Stormhviður stika um í sjóstökkum hvar annes og bátsskel verjast fyssandi faðmtökum Njarðar. Vábrestir buldu þá nótt. Í hjáleigu ljóstýra í ljóra. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 75 orð

Nýir straumar

Með kirkjunni bárust sífellt nýir menningarstraumar hingað til lands. Þetta átti sér greinilega stað á 15. öld þegar hér settust að útlendir biskupar skipaðir af páfa. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 435 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Akureyrarkirkja: Tíminn og trúin. Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Ásmundarsafn: Steinunn Þórarinsdóttir. Til 14. maí. Verk í eigu safnsins. Bílar og list: Lilja Kristjánsd. Til 29. apr. Galleri@hlemmur.is: Bjargey Ólafsdóttir. Til 23. apr. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 100 orð

Oddur þýðir í fjósi

... en stundum var Oddur heitinn Gottskálksson úti í fjósi, og gerði sér þar hjall, og lést vera bæði að lesa þar gamlar bækur og skrifa biskupa statútur og sýndi það þeim sem komu, en enginn vissi af hinu. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 19 orð

ORÐALEIKUR

Gleðibragur glettin orð glaðra fljóða. Tregaslagur, talað mál á tungu ljóða. Andlátsfregn högg að hjarta hetjuvinar. Táraregn, tilgangslaust en trega... Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 91 orð

Óskilgetin börn

Umburðarlyndi gagnvart fólki sem ekki fékk að ganga í hjónaband og átti óskilgetin börn hlýtur að hafa aukist eftir að fólk var ekki lengur minnt á það á þingum og í kirkju að húðlát og trúarleg útskúfun væru fylgifiskar lauslætis. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1707 orð | 1 mynd

"Sannleikurinn er annað..."

Catherine Yass opnar sýningu í i8 í dag. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR kom að máli við hana, en á sýningunni veitir Yass okkur innsýn inn í það sem flestum yfirsést. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 95 orð

Réttindi kvenna

Upp úr 1880 fór löggjafinn hér að huga að réttindum kvenna, konur fengu kosningarrétt hér á safnaðarfundum árið 1882 og árið 1886 rétt til að gangast undir sérstakt próf í guðfræði við Prestaskólann og njóta þar kennslu að nokkru leyti. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 494 orð

RÆTT VIÐ GEORG VI UM ELDFJÖLL, HITAVEITU OG FISKVEIÐAR

Agnar Klemens fór utan til Englands í febrúar 1951 ásamt fjölskyldu sinni, og hóf þá strax störf í sendiráðinu. Hér segir hann frá því þegar hann afhenti konungi trúnaðarbréf sitt. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 58 orð

Sagnritun

Sagnritun þeirra Arngríms lærða og Jóns í Hítardal var veigamikill þáttur í hugmyndafræðilegri eflingu lúthersku kirkjunnar, en um leið er hún merkilegur vitnisburður um sjálfsskilning höfundanna og söguskoðun. [... Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 63 orð

Samstarf

Án samstarfs við heimilin hefði kirkjan aldrei megnað að rækta með þjóðinni kristna trú. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 62 orð

Sérfræðingar

Sérfræðingar á sviði fræðslu, uppeldismála, heilsugæslu og félagsmála hafa tekið við mörgum þeim hlutverkum sem sjálfsagt þótti áður að væru hluti prestsstarfsins. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 110 orð | 1 mynd

Síðustu nótur Bach

SÍÐASTA tónverk Johanns Sebastians Bach hefur fundizt í skjalasafni í Kiev. Þetta verk, sem er viðbót við sálm eftir frænda hans Johann Christoph Bach, samdi J. S. Bach fyrir útför sína . Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 303 orð

Spáð fyrir biskupum og mæðrum þeirra

Sjaldnast hafa konur haft formlegt umboð til að tala fyrir hönd andlegra eða veraldlegra stjórnvalda. Þær stóðu hvorki á Lögbergi né í predikunarstólum, höfðu enga opinbera rödd ef svo mætti segja. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 42 orð

TENGDÓ

Hann átti von á dauða sínum í hálkunni; það var það versta En næst versta þegar tengdamamma fór að hlæja með innsogið á fullu norðanlands Hún tók pásu - því sambandið slitnaði Ilmandi blómvöndurinn var splundraður á spítalanum - Samtalið mín megin var... Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 191 orð | 1 mynd

Tólftu aldar söngur í Hallgrímskirkju

CODEX CALIXTINUS er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Hallgrímskirkju 29. apríl næstkomandi kl.16. Einsöngvarar verða Damien Poisblaud, Frederic Tavernier, Christian Barriere, Robert Pozarski, Frederic Richard og Marcin Bornus-Szczycinski. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 97 orð

Tónleikar Frímúrarakórsins

FRÍMÚRARAKÓRINN heldur árlega tónleika sunnudaginn 9. apríl kl. 17 í regluheimili Frímúrara við Skúlagötu. Efnisskráin hefur að geyma bæði innlend og erlend lög. Einsöng með kórnum syngja Einar Gunnarsson, Eiríkur Hreinn Helgason og Friðbjörn G. Jónsson. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 70 orð

Trúboð Þangbrands

Um trúboðsaðferðir Þangbrands er lítið vitað. Sögur um hann benda þó til þess að hann hafi einkum beitt trúboði í verki auk þeirra trúboðspredikana sem hann hefur eflaust flutt. Engar forsendur voru aftur á móti fyrir trúboði með valdi hér um slóðir. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1967 orð

Túlkun Íslendingabókar á kristnitökunni

Íslendingabók varð til í samvinnu heils hóps manna. Af þeim sökum verður ekki úr því skorið hvort sú túlkun á kristnitökunni, sem fram kemur í ritinu, sé til vitnis um persónuleg viðhorf Ara eða skoðanir allra sem að bókinni stóðu. Hér verður Ari fróði þó einkum kallaður til ábyrgðar. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 56 orð

Varúð viðhöfð

Varúð var ekki síður viðhöfð þegar kaþólskir prestar komu hér laust fyrir 1860. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð

Veraldlegt stúss

Áður en öld sérhæfingar rann upp benti "einn af vorum fremstu prestum" á umfangsmikið veraldlegt stúss presta, þeir þyrftu að gefa sig að fjallskilafundum, fjárleitum, réttahöldum, fjármörkuðum, hreppastefnum, hreppafundum, hreppapólitík,... Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 138 orð

Vortónleikatíð í Ými

KVENNAKÓR Reykjavíkur og eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur hefja tónleikavertíðina í Ými á þessu vori. Alls munu á annan tug kóra halda tónleika í Ými í apríl og maí. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 75 orð

Væntingar til presta

Þátttöku kirkju og presta er vænst við helgiathafnir og hátíðir í lífi sveita og bæjarfélaga. Kannanir hafa sýnt að fólk leggur almennt mikið upp úr því að prestar séu alþýðlegir og félagslyndir. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 53 orð

Yfirnáttúruleg fyrirbrigði

Eitt af því sem vakti mikla athygli og jók mjög á margbreytileika umræðunnar um trúmál eftir aldamótin voru sálarrannsóknir sem spíritistar stunduðu. Sálarrannsóknir í þeirri merkingu sem hér um ræðir má rekja til miðbiks 19. Meira
8. apríl 2000 | Menningarblað/Lesbók | 759 orð | 1 mynd

Þjóðkirkja eða fríkirkja

Afnám einveldis og trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar [1874] gerðu það nauðsynlegt að skilgreina stöðu kirkjunnar, stjórn og starfshætti á nýjan leik. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.