Greinar fimmtudaginn 23. ágúst 2001

Forsíða

23. ágúst 2001 | Forsíða | 352 orð

Sjö falla í átökum í Ísrael

SJÖ Palestínumenn féllu í bardögum í Ísrael í gær þrátt fyrir tilraunir erlendra ráðamanna til að hleypa nýju lífi í friðarviðræður Ísraelsstjórnar og Palestínumanna. Meira
23. ágúst 2001 | Forsíða | 95 orð

Skýri frá hagsmunatengslum

HIÐ virta vísindatímarit Nature hefur ákveðið að allir þeir vísindamenn sem skrifa greinar í blaðið skuli greina frá hugsanlegum fjárhagslegum hagsmunatengslum sínum við viðfangsefni rannsókna. Meira
23. ágúst 2001 | Forsíða | 228 orð | 1 mynd

Verðandi prinsessa harmar fortíð sína

VERÐANDI krónprinsessa Norðmanna, Mette-Marit Tjessem Højby, klökknaði á blaðamannafundi í gær þegar hún sagði fréttamönnum frá stormasamri fortíð sinni, sem mjög hefur verið til umræðu síðustu mánuðina. Meira
23. ágúst 2001 | Forsíða | 283 orð | 1 mynd

Vopnasöfnun NATO hafin í Makedóníu

HERMENN Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa nú 30 daga til að safna saman vopnum albanskra skæruliða í Makedóníu, en Norður-Atlantshafsráðið samþykkti í gær að senda herlið á vegum bandalagsins til landsins. Meira
23. ágúst 2001 | Forsíða | 92 orð | 1 mynd

Örn ræðst á litla stúlku

Sá fáheyrði atburður átti sér stað í Bandaríkjunum í gær að skallaörn steypti sér niður og læsti klónum í lítið barn sem lék sér á strönd í New Hampshire-ríki. Meira

Fréttir

23. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 191 orð

Aldrei fleiri nemendur í fjarnámi í VMA

ALLT að 650 manns stunda fjarnám við Verkmenntaskólann á Akureyri í vetur, eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Á síðustu önn voru rúmlega 570 nemendur við fjarnám í VMA. Fjarkennsla hófst í VMA á vorönn 1994 en þá voru 17 nemendur í tveimur áföngum í ensku. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 358 orð

Allt að 100 þúsund skráningar á ári

SIGURÐUR Guðmundsson landlæknir segir samræmda slysaskráningu hér á landi að fara í gang og gerir ráð fyrir að hún verði kynnt almenningi í næsta mánuði. Meira
23. ágúst 2001 | Suðurnes | 177 orð

Alútboð vegna Saltfiskseturs

GRINDAVÍKURBÆR hefur óskað eftir umsóknum um taka taka þátt í alútboði vegna Saltfiskseturs Íslands í Grindavík. Verkið nær til hönnunar, húsbyggingar og lóðar. Hönnun nær til 1.100 fermetra húsnæðis en verkframkvæmd til um 850 fermetra. Meira
23. ágúst 2001 | Suðurnes | 682 orð | 1 mynd

Aukin gistinýting hótela og meðalverð er hærra

Nýting hótelherbergja á Suðurnesjum hefur aukist verulega miðað við sama tíma í fyrra og í samtölum við Morgunblaðið segjast aðilar tengdir ferðaþjónustu mjög ánægðir með sumarið. Þá hefur meðalverð hótelherbergja hækkað. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 299 orð

Ákvörðun ráðuneytis ekki byggð á réttum lagagrundvelli

UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að úrskurður dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, þar sem staðfest var sú ákvörðun forstöðumanns fangelsisins á Litla-Hrauni að fangi skyldi sæta einangrun í fjóra daga, hafi ekki verið byggður á réttum... Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 286 orð

Ákæru um skemmdarverk í Hvalnesi vísað frá dómi

FYRIR skömmu vísaði Héraðsdómur Austurlands frá ákæru sýslumannsins á Höfn í Hornafirði á hendur tveimur mönnum sem sakaðir eru um stórfelld skemmdarverk að bænum Hvalnesi í Lóni. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 122 orð

Barnshafandi konum býðst lífefnavísamæling

BARNSHAFANDI konum gefst nú kostur á lífefnavísamælingu, samhliða hnakkaþykktarmælingu, til að meta líkur á litningagöllum. Meira
23. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Báðar þjóðirnar telja sig eiga tilkall til Gengis Khans

FRÉTTIR af hugsanlegum fundi hinstu hvílu Gengis Khans í Mongólíu hafa blásið nýju lífi í deilur Mongóla og Kínverja um arfleifð þessa forna stríðsgarps. Meira
23. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 73 orð | 1 mynd

Bisað við biðskylduna

NEI, það er ekki búið að afnema biðskylduna við Njörvasund eins og ætla mætti af þessari mynd sem ljósmyndari Morgunblaðsins tók á dögunum. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 63 orð

Blikar með bílaþvott

SUNNUDAGINN 26. ágúst n.k. munu leikmenn Breiðabliks í knattspyrnu verða í bílaþvottastöðinni Löðri, Bæjarlind 2, í Kópavogi, og aðstoða fólk við bílaþvott. Auk þess munu leikmenn kenna fólki á tæki þvottastöðvarinnar. Stöðin verður opin frá kl. 10-18. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 512 orð | 3 myndir

Brúin yfir Norðfjarðará stórskemmd

Mesta tjónið í úrhellinu sem gekk yfir Austfirði á þriðjudag felst í skemmdum á brúnni yfir Norðfjarðará og veginum milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar. Örlygur Steinn Sigurjónsson og Þorkell Þorkelsson kynntu sér skemmdirnar í gær. Meira
23. ágúst 2001 | Landsbyggðin | 193 orð | 1 mynd

Byggðasafn Snæfellinga fær muni frá Snorrastöðum

FYRR í sumar fór fram að Snorrastöðum í Kolbeinsstaðarhreppi afhending gamalla muna til varðveislu í Byggðasafni Snæfellinga. Gefendur eru systkinin á Snorrastöðum, þau Haukur, Elísabet Jóna, Helga Steinunn, Jóhannes og Kristján Sveinbjörnsbörn. Meira
23. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Býflugan og blómið flytja

BLÓMABÚÐIN Býflugan og blómið flytur í nýtt og stærra húsnæði í dag, fimmtudag, en það er við Glerárgötu 36 á Akureyri. Meira
23. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 130 orð | 1 mynd

Dagskrá Listasumars

LISTASUMRI á Akureyri fer senn að ljúka, en enn eru eftir nokkrir áhugaverðir dagskrárliðir. Stefán Ingólfsson og Paul Weeden leika á heitum fimmtudegi í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21.30. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 191 orð

Einelti áberandi í umræðunni

ÁRLEG haustþing svæðafélaga Félags grunnskólakennara standa nú yfir um allt land. Á haustþingum eru flutt erindi um þau málefni sem eru ofarlega á baugi á sviði skóla- og uppeldismála og kynntar nýjungar í námsefni og kennslugögnum. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 417 orð

Ekki dregur úr vímuefnavanda ungmenna

EKKERT hefur dregið úr vímuefnavanda ungmenna 19 ára og yngri hér á landi, að því er fram kemur í ársriti SÁÁ 2000/2001. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Ekki þorandi yfir á rútunni

BRÚIN yfir Norðfjarðará er stórskemmd eftir flóð í ánni aðfaranótt miðvikudags og því er ekki þorandi yfir hana á rútum og stórum bílum, enda þolir brúin ekki umferð bifreiða með heildarþunga yfir 3 tonnum. Meira
23. ágúst 2001 | Landsbyggðin | 144 orð | 1 mynd

Endurbætur á kirkjunni á Borg á Mýrum

ENDURBÆTUR á kirkjunni á Borg á Mýrum standa nú yfir. Kirkjan og prestsetrið eru á landnámsjörð Skalla-Gríms Kveldúlfssonar rétt utan við Borgarnes. Kirkjan var byggð 1880 og er álitið að Halldór Bjarnason hafi byggt hana. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 188 orð

Enn óvíst hversu mörgum verður sagt upp

FULLTRÚAR starfsmanna Áburðarverksmiðjunnar og forsvarsmenn fyrirtækisins hafa setið á lokuðum fundum síðustu tvo daga í kjölfar þess að til stendur að segja upp allt að 40 starfsmönnum, eða tveimur þriðju starfsmanna fyrirtækisins. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 95 orð

Ferðatilboð til áskrifenda Morgunblaðsins

ÁSKRIFENDUM Morgunblaðsins er boðið upp á nýtt áskrifendatilboð þar sem hægt er að velja um vikuferðir til Portúgals, annaðhvort með Úrvali-Útsýn eða Plús-ferðum. Ferðirnar sem áskrifendur geta valið um eru farnar 4., 11. og 18. september. Verð er frá... Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 142 orð

Fjöldi Grafarvogsbúa á námskeið

NÚ STANDA yfir þrjú námskeið í Grafarvogi. Námskeiðin fjalla um vinnu með börnum í anda svokallaðrar uppbyggingarstefnu. Dr. Jeff Grumley, sálfræðingur frá Bandaríkjunum, er hér á vegum Miðgarðs, fjölskylduþjónustunnar í Grafarvogi, og Foldaskóla. Meira
23. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 76 orð

Frestað til 2004

BORGARRÁÐ samþykkti í vikunni að fresta opnun nýrrar skolpdælustöðvar í Gufunesi um ár. Í bréfi til borgarráðs segir gatnamálastjóri að í athugun sé að auka við fyrirhugaðar landfyllingar við Gufunes. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 242 orð

Gagnkynhneigðir í meirihluta

Í TÖLUM sem sóttvarnalæknir hefur sent frá sér kemur fram að hægfara aukning hafi orðið á nýgengi alnæmissýkinga frá árinu 1993 og eigi hún jafnt við um konur sem karla. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 188 orð

Go lækkar lægstu fargjöldin

FLUGFÉLAGIÐ Go hefur lækkað lægstu fargjöld sín til og frá landinu ef bókað er á Netinu. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að yfir helmingur allra lægstu farmiða félagsins hafi verið lækkaður í verði. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 719 orð | 1 mynd

Grasrótarsamtök í Ástralíu

Sue Mariott fæddist í Victoria í Ástralíu 1944. Hún ólst upp á búgarði, en þegar hún hafði lokið almennu skólanámi tók hún hjúkrunarpróf. Hún hefur alltaf verið mjög áhugasöm um landvernd og hefur verið sauðfjárbóndi í 35 ár. Hún hefur ásamt manni sínum verið leiðandi í uppbyggingu landverndarstarfs í Ástralíu. Hún er gift John Mariott, bónda og ráðunaut í landbúnaði. Þau eiga þrjú börn. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 61 orð

Helgarnámskeið í sjálfsuppbyggingu

HEILARINN Patricia Howard er væntanleg til landsins og verður með tvö helgarnámskeið í sjálfsuppbyggingu í nuddstofunni Umhyggju á Vesturgötu 32, Reykjavík. Hið fyrra verður helgina 25. og 26. ágúst og hið síðara 15. og 16. september. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 62 orð

Hornsílaveiðar í Breiðholti

BÖRNIN í Breiðholti virtust una sér vel við hornsílaveiðar í lítilli tjörn á dögunum. Hvaða veiðarfæri voru notuð eða hvort veiðin var mikil fylgdi ekki sögunni, en óhætt er að segja að einbeitingin hafi skinið úr andlitum þeirra. Meira
23. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Hví eru næturnar nafnlausar?

HVÍ eru næturnar nafnlausar? er yfirskrift ljóðakvölds sem haldið verður í Deiglunni í Kaupvangsstræti á föstudagskvöld, 24. ágúst. Meira
23. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 130 orð

Hvítir menn og kristnin

ÞINGMAÐUR á ríkisþingi Norður-Karólínu í Bandaríkjunum áframsendi nú í vikunni tölvupóst til samþingmanna sinna þar sem sagt var: "Tvennt hefur gert [Bandaríkin] stórkostleg: Hvítir menn & kristnin." Þingmaðurinn, Don Davis, er repúblikani. Meira
23. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 278 orð

IMF veitir Argentínu 22 milljarða dala aðstoð

EFTIR langar samningaviðræður ákvað Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (IMF) að veita Argentínu viðbótarlán að upphæð átta milljarðar Bandaríkjadala, og mun þá styrkur sjóðsins til Argentínu alls nema um 22 milljörðum dala. Meira
23. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 644 orð | 1 mynd

IRA-menn ákærðir í Kólumbíu

ÞRÍR menn, sem talið er að séu meðlimir í Írska lýðveldishernum (IRA), eiga yfir höfði sér allt að átta mánaða gæsluvarðhaldsvist meðan kólumbískir saksóknarar undirbúa málsókn á hendur þeim. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 72 orð

Jeppi fór út af í Biskupstungum

JEPPABIFREIÐ fór út af Reykjavegi í Biskupstungum um klukkan níu í gærkvöldi. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 26 orð

Kaffi hjá Góða hirðinum

GÓÐI hirðirinn býður viðskiptavinum í kaffi og kökur í tilefni af formlegri opnun verslunarinnar eftir sumarlokun föstudaginn 24. ágúst kl. 12 í Hátúni 12. Allir eru... Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 115 orð

Leiðrétt

VEGNA mistaka við umbrot á viðhorfspistli (Stjörnur í fréttum) á bls. 30 í Morgunblaðinu í gær misfórst heimild tilvitnunarinnar í upphafi dálksins, en hún var höfð eftir Jamie Kellner, yfirmanni sjónvarpsdeildar AOL Time Warner. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 56 orð

Lítið eftirlit með sölu á villtum fuglum

VILLTIR fuglar, sem seldir eru í verslunum hér á landi, geta mögulega verið mengaðir af salmonellu og kamfýlobakter en lítið heilbrigðiseftirlit er með kjöti af þessu tagi, svo sem gæs, rjúpu, önd og svartfugli. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 56 orð

Lokahátíð leikjanámskeiða

Í DAG fer fram lokahátíð leikjanámskeiða Tónabæjar og Austurbæjarskóla. Á hátíðinni er öllum börnum sem verið hafa á námskeiðinu í sumar boðið að kíkja í heimsókn. Hátíðin hefst kl. 13.30 og stendur til kl. 15. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 361 orð | 2 myndir

Lundakeisari í Vestmannaeyjum

ÓVENJULEGT litarafbrigði lundapysju fannst í Vestmannaeyjum á þriðjudag og dvelur hún nú á Náttúrugripasafni Vestmannaeyja. "Það voru krakkar í lundapysjuleit sem komu með pysjuna á safnið, en hún fannst hér rétt hjá, nálægt Slippnum. Meira
23. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Major kveðst styðja Clarke

JOHN Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, lýsti í gær yfir stuðningi við Kenneth Clarke í leiðtogakjöri flokksins. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 259 orð

Mannekla og mikið álag helstu orsakir biðarinnar

AFGREIÐSLA á skotvopnaleyfum tekur nú um það bil viku vegna mikils álags og manneklu vegna sumarleyfa, að sögn Skarphéðins Njálssonar, varðstjóra í leyfadeild lögreglunnar í Reykjavík. Meira
23. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd

Málverk í "gíslingu"

SVO virðist sem listaverki eftir fransk-rússneska málarann Marc Chagall, sem stolið var á Jewish Museum í New York fyrir tveimur mánuðum, sé haldið í "gíslingu". Meira
23. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 434 orð

Mikill fjöldi íbúðarlóða er nú í boði

SVEITARSTJÓRN Eyjafjarðarsveitar vinnur að því að fjölga íbúum sveitarinnar og hefur m.a. Meira
23. ágúst 2001 | Suðurnes | 246 orð

Minnihlutinn vill auglýsa stöðu forvarnarfulltrúa

MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Reykjanesbæjar vísaði frá tillögu minnihlutans á bæjarstjórnarfundi í fyrradag þess efnis að ný staða forvarna- og íþróttafulltrúa bæjarins yrði auglýst. Meira
23. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 162 orð

Mótmælir byggingu hjúkrunarheimilis

STJÓRN Læknafélags Íslands ákvað á fundi á þriðjudag að mótmæla byggingu hjúkrunarheimilis sem áformað er að reisa á lóð við Nesstofu, sem tekin hefur verið frá fyrir byggingu lækningaminjasafns. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Ný almanök frá Snerruútgáfunni

SNERRUÚTGÁFAN ehf. hefur gefið út sex ný almanök fyrir árið 2002. Komandi ár er 20. útgáfuárgangurinn hjá Snerruútgáfunni. Íslenska almanakið er tólf síðna almanak með myndum vítt og breitt af landinu. Meira
23. ágúst 2001 | Landsbyggðin | 194 orð | 1 mynd

Nýr vegur yfir Kleifaheiði

Í SUMAR er verið að leggja lokahönd á fyrsta hluta nýbyggingar þjóðvegarins yfir Kleifaheiði í Vestur-Barðastrandarsýslu. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 116 orð

Ný stjórn Lánasjóðs

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna til næstu tveggja ára frá 1. ágúst 2001 að telja. Í stjórn sjóðsins sitja: Gunnar I. Birgisson formaður, án tilnefningar. Varamaður hans er Auður Guðmundsdóttir. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 203 orð

Nær 5 milljörðum kr. lakari útkoma

SJÓÐSTREYMI ríkissjóðs fyrstu sjö mánuði ársins sýnir tæplega fimm milljarða króna lakari niðurstöðu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Meira
23. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 257 orð

Offramboð á fótbolta?

BRESKIR áhugamenn um fótbolta höfðu úr nógu að moða um síðustu helgi, en talið er að á tæpum tveimur sólarhringum hafi 70 klukkustundum af knattspyrnu verið sjónvarpað á hinum ýmsu rásum landsins. Meira
23. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 472 orð | 1 mynd

Ortega segist nýr og betri maður

RÚMUM áratug eftir að hafa misst völdin í landinu eru líkur á að Daniel Ortega verði kjörinn forseti í Nicaragua næstkomandi laugardag. Meira
23. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Paul Weeden í aðalhlutverki í Deiglunni

NÍUNDU og síðustu djasstónleikar Listasumars verða í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 23. ágúst og hefjast þeir kl. 21.30. Meira
23. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 274 orð

Raforkuverð lækkar um mánaðamót

RAFORKUVERÐ í Hafnarfirði lækkar um 2-8 prósent um næstu mánaðamót vegna samræmingar gjaldskráa Hitaveitu Suðurnesja hf. Raforkuverð á Suðurnesjum mun hins vegar hækka um fimm prósent. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Samfylkingin á ferð norðan Vatnajökuls

ÞINGFLOKKUR, framkvæmdastjórn og umhverfishópur Samfylkingarinnar voru á ferð um virkjanasvæði norðan Vatnajökuls dagana 17. - 18. ágúst. Ferðast var um svæði vestan og austan Jökulsár á Brú undir leiðsögn þeirra dr. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 293 orð

Samstarf um vottun sjávarafurða

ÁRNI M. Meira
23. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 201 orð

Segja fermetraverð mun hærra en í öðrum skólabyggingum

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segja kostnaðaráætlun og tilboðsverð í byggingu og rekstur grunnskóla á Hörðuvöllum með ólíkindum há. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 126 orð

Siðfræði í dýralækningum og dýravernd

Í TENGSLUM við aðalfund Dýralæknafélags Íslands sem haldinn verður á Djúpavogi 25. ágúst nk. verður haldið fræðsluerindi um siðfræði í dýralækningum og dýravernd. Fyrirlesari er Bernand E. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 138 orð

Sigtúni hugsanlega breytt í skemmtistað

STEINGRÍMUR Haraldsson hjá verktakafyrirtækinu Magnúsi og Steingrími hf. segir að óráðið sé hvað muni verða í aðalstöðvum Símans við Austurvöll. Enda sé mjög stutt síðan gengið var frá kaupum á húsinu. Meira
23. ágúst 2001 | Miðopna | 1025 orð | 3 myndir

Sjó dælt í vistarverur til að slökkva eldinn

Eldsvoðar í skipum hafa verið óvenju tíðir undanfarna daga. Á síðasta sólarhring kom upp eldur í tveimur skipum, Mánatindi og Bjarti. Í báðum tilfellum tókst áhöfninni að hindra að eldurinn bærist um skipin. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 446 orð

SkjárEinn semur um fréttaþjónustu

SKJÁREINN hefur samið við DV um að sinna almennri fréttaþjónustu fyrir sjónvarpsstöðina, en um síðustu mánaðamót var öllum starfsmönnum fréttastofu stöðvarinnar sagt upp störfum og hefur verið unnið að endurskipulagningu á starfseminni og breytingum á... Meira
23. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 482 orð | 2 myndir

Soltys talinn hafa myrt þriggja ára son sinn

LÖGREGLA í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum fann sl. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 615 orð | 1 mynd

Stefnt að slysalausum degi í dag

Umferðarverkefnið "slysalaus dagur í umferðinni" fer fram í Reykjavík í dag. Lögregla mun hafa óvenju mikinn viðbúnað til að vekja athygli ökumanna á ábyrgð þeirra í umferðinni og hvetja þá til aðgætni. Enda veitir ekki af. 129 hafa látist í umferðarslysum hér á landi síðastliðin sex ár og Alþjóða rauði krossinn áætlar að árið 2020 verði umferðarslys orðin þriðja helsta dánarorsök á jörðinni. Meira
23. ágúst 2001 | Miðopna | 1430 orð | 1 mynd

Stendur fast á "grænum gildum"

Græninginn Renate Künast stýrir nýju sameinuðu ráðuneyti neytendaverndar-, landbúnaðar- og sjávarútvegsmála í Þýzkalandi. Auðunn Arnórsson hitti hana eftir viðræður hennar við Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Meira
23. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 229 orð

Stjarnan fær stúku

ÁHORFENDUR á heimaleikjum Stjörnunnar fá nú betri aðstöðu til að hvetja sitt lið því til stendur að byggja 1.200 manna, yfirbyggða stúku vestan megin við grasvöllinn hjá Stjörnuheimilinu. Meira
23. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 209 orð | 1 mynd

Stokkurinn varðveittur innan bæjarins

FRAMKVÆMDIR við niðurrif gamla hitaveitustokksins milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur eru nú í fullum gangi en samkomulag hefur náðst milli bæjarstjórnar og Þjóðminjasafns Íslands um varðveislu hluta stokksins. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 711 orð

Styttist í að öllum þunguðum konum bjóðist snemmómskoðun

BARNSHAFANDI konum gefst nú kostur á lífefnavísamælingu, samhliða hnakkaþykktarmælingu til að meta líkur á litningagöllum. Þessi þjónusta, sem farið var að bjóða upp á í sumar, kostar 10 þúsund krónur. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 121 orð

Stöðugildum fækkar

ALLS hafa 38 starfsmenn Flugfélags Íslands fengið uppsagnarbréf sökum tapreksturs undanfarin ár og mikils niðurskurðar í rekstri fyrirtækisins. "Við gengum frá öllu um síðustu mánaðamót. Þetta endaði þannig að við sendum út 38 uppsagnarbréf. Meira
23. ágúst 2001 | Suðurnes | 50 orð | 1 mynd

Tekið á í Grænásnum

STARFSMENN OSN-lagna tóku heldur betur á þegar þeir voru að koma vatnsröri í þar til gerðan skurð á Grænássvæðinu. Þar á ný íbúðarbyggð að rísa en gert hefur verið ráð fyrir 169 íbúðarhúsalóðum í Grænásnum, fyrir rað-, par- og einbýlishús. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Tíumilljónasti Latóseðillinn í umferð í Borgarnesi

KÁRI Gíslason í Borganesi var heppinn Æskulínufélagi og fékk tíumilljónasta Latóseðilinn. Viðtökur íslenskra barna við Latóhagkerfinu hafa verið vonum framar og því 10 milljónir Lató komnar í umferð. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Uppskeruhátíð KFUM&K í Ölveri

SUMARBÚÐIR KFUM&K í Ölveri halda sína árlegu kaffisölu næstkomandi sunnudag, þann 26. ágúst. Kaffisalan verður frá kl. 14-20 þar sem seldar verða kökur, kaffi og gos á vægu verði. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 226 orð

Varað við auglýsingum um áritanir

SENDIRÁÐ Bandaríkjanna tilkynnir að efnt verði til happdrættis um innflytjendaleyfi til Bandaríkjanna (Diversity Immigrant Visa Lottery - DV 2003) á þessu ári. Meira
23. ágúst 2001 | Suðurnes | 127 orð

Vilja byggja við Gömlu búð

BÆJARYFIRVÖLD í Reykjanesbæ hafa ákveðið að leita eftir formlegum svörum Húsafriðunarnefndar við því hvort heimilt sé að byggja við Gömlu búð á Duus-torfunni í Keflavík. Meira
23. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 86 orð | 1 mynd

Vinnuslys varð í Slippstöðinni

VINNUSLYS varð í Slippstöðinni á Akureyri um miðjan dag í gær. Síuhús á málningardælu, 9 kg stykki, losnaði upp á gengjum og spýttist af miklu afli í andlit manns. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 1818 orð | 2 myndir

Yfir eins milljarðs króna gengistap af hlutabréfum

Sex mánaða uppgjör Landsbanka Íslands sýnir töluvert minni hagnað en gert hafði verið ráð fyrir af markaðsaðilum og vegur gengistap af hlutabréfum þar þyngst. Steingerður Ólafsdóttir ræddi við Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 178 orð

Þakka ykkur fyrir, strákar!

BIRGIR Sigurjónsson, skipstjóri á Bjarti NK 121, sem dreginn var til hafnar í gær eftir bruna, sendi áhöfninni á Ljósafelli SU 70 hlýjar kveðjur eftir níu tíma tog til Neskaupstaðar. "Þakka ykkur fyrir, strákar. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 73 orð

Þingmenn halda opna fundi

ÞINGMENN Samfylkingarinnar, Svanfríður Jónasdóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir verða í Þingeyjarsýslum um helgina. Á föstudag verður kvöldkaffi frá kl. 20.30 til 22 á Hótel Jórvík á Þórshöfn. Morgunkaffi verður á laugardag frá 10. Meira
23. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Þorstanum svalað

SUMARIÐ er senn á enda og hefur það einkennst af góðu og mildu veðri. Margir borgarbúar hafa notfært sér nýja baðstrandaraðstöðu í Nauthólsvíkinni og svifið um leið í huganum til fjarlægra landa. Meira

Ritstjórnargreinar

23. ágúst 2001 | Staksteinar | 366 orð | 2 myndir

Mættum við fá meira að heyra (og sjá)

BLAÐIÐ Bæjarins besta á Ísafirði fjallar um átak, sem Ísafjarðarbær er að gera og kynna með sérstakri útgáfu þar vestra á möguleikum ungs fólks í bænum. Þar bíða tækifærin og enginn hefur efni á að sleppa þeim. Meira
23. ágúst 2001 | Leiðarar | 783 orð

UPPGRÖFTUR Í MOSFELLSDAL

Hópur bandarískra og norskra fræðimanna undir stjórn Jesses Byocks, prófessors í fornnorrænu og fornleifafræði við Kaliforníuháskóla, fann fyrr í vikunni beinagrind í landi Hrísbrúar í Mosfellsdal. Meira

Menning

23. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 399 orð | 2 myndir

* AKOGES-SALURINN, Sóltúni 3: Jóhann Örn...

* AKOGES-SALURINN, Sóltúni 3: Jóhann Örn danskennari kennir línudans fimmtudagskvöld. Tími fyrir lengra komna kl. 19 og fyrir byrjendur kl. 20. Frá kl. 21 verður svo almennur línudansleikur. Meira
23. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 1788 orð | 2 myndir

ALÍSLENSKT KVIKMYNDAVOR

NÍUNDI áratugurinn heilsar með íslensku kvikmyndavori, sem hafði látið á sér kræla 1977 með Morðsögu Reynis Oddssonar. 1980 fara hjólin að snúast af fullum þunga og fjarlægur draumur að rætast. Þrjár alíslenskar myndir frumsýndar við frábærar... Meira
23. ágúst 2001 | Menningarlíf | 274 orð | 1 mynd

Brúðuleikhús, teiknimynd og níu ný verk

"ÞETTA verða öðruvísi tónleikar!" segja þau í Atónal-hópnum sem heldur tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld klukkan hálfníu. Aðspurð segir Berglind María Tómasdóttir talsmaður hópsins að tónleikarnir verði öðruvísi af ýmsum ástæðum. Meira
23. ágúst 2001 | Menningarlíf | 142 orð | 2 myndir

Einsöngstónleikar í Stykkishólmi og í Hásölum

ELÍSA Sigríður Vilbergsdóttir sópransöngkona heldur einsöngstónleika í Stykkishólmskirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 og í Hásölum, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, sunnudaginn 26. ágúst kl. 17. Undirleikari á píanó er Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Meira
23. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 157 orð | 1 mynd

Framhald á Trainspotting

RITHÖFUNDURINN Irvine Welsh ætlar að leiða saman hinar skrautlegu persónur úr skáldsögu sinni Trainspotting í nýrri bók sem mun bera nafnið Porno . Meira
23. ágúst 2001 | Menningarlíf | 201 orð

Góðar viðtökur í Danmörku

KVIKMYNDIN 101 Reykjavík var frumsýnd í Danmörku sl. föstudag við góðar undirtektir þarlendra fjölmiðla. Meira
23. ágúst 2001 | Menningarlíf | 65 orð | 1 mynd

Himinn og jörð í glugga Sneglu

Í GLUGGUM Gallerís Sneglu, listhúsi á horni Klapparstígs og Grettisgötu, eru nú verk eftir Ingibjörgu Þ. Klemenzdóttur. Verkin eru unnin í leir undir áhrifum frá íslenskri náttúru sem hún útfærir í myndverkum og í áferð á skálum. Meira
23. ágúst 2001 | Myndlist | 291 orð | 1 mynd

Í rökkrinu

Til ágústloka. Opið daglega frá 11.30-23.30. Meira
23. ágúst 2001 | Menningarlíf | 403 orð | 1 mynd

Íslensk sönglög og léttar aríur

HJÓNIN Þóra Björnsdóttir sópran og Örvar Már Kristinsson tenór halda tónleika í Hafnarborg í kvöld þar sem þau munu flytja óperuaríur, íslensk sönglög og létt ljóð við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Meira
23. ágúst 2001 | Myndlist | 330 orð | 1 mynd

Línur sléttunnar

Til 15. september. Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-17. Meira
23. ágúst 2001 | Menningarlíf | 69 orð

Rúm fyrir einn á fjalirnar á ný

SÝNINGAR á leikritinu Rúm fyrir einn eftir Hallgrím Helgason eru að hefjast á ný eftir sumarfrí og verður fyrsta sýningin á morgun, föstudag, í Hádegisleikhúsinu, Iðnó. Rúm fyrir einn gerist í rúmaverslun í Reykjavík. Meira
23. ágúst 2001 | Menningarlíf | 129 orð | 1 mynd

Söngtónleikar í Hallgrímskirkju

GUÐRÚN Lóa Jónsdóttir messósópran og organistinn Sigrún Magna Þórsteinsdóttir bjóða kirkjugestum Hallgrímskirkju tónlistarstund í hádeginu í dag kl. 12-12.30. Meira
23. ágúst 2001 | Menningarlíf | 77 orð | 1 mynd

Söngvaranámskeið í Söngskólanum

SÖNGSKÓLINN í Reykjavík hefur starfsárið með "master-class" námskeiði fyrir íslenska söngvara og söngkennara í tónleikasal Söngskólans, Smára, Veghúsastíg 7, dagana 4.-8. september nk. Meira
23. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 362 orð | 2 myndir

Sönn saga af snillingi

AÐ ÞESSU sinni frumsýnir Filmundur myndina Cradle Will Rock frá 1999 þar sem hinn góðkunni leikari Tim Robbins leikstýrir og skrifar handrit, en hann er nú í hlutverki leikstjórans og handritshöfundarins í þriðja sinn. Meira
23. ágúst 2001 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

Ungur Íslendingur í Wigmore Hall

EVA Guðný Þórarinsdóttir, fiðlunemandi í Yehudi Menuhin-skólanum í Surrey á Englandi, lék La Campanella úr konsert nr. 2 í B minor eftir Paganini á l5 ára afmælisdaginn sinn fyrir skemmstu í Wigmore Hall í London, fyrir fullu húsi. Meira
23. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 102 orð | 1 mynd

Útgáfustuð og gleði

UMBOÐSSKRIFSTOFAN Eskimo models hélt á dögunum útgáfuteiti. Þar var verið að fagna dagatali sem skrifstofan ætlar að gefa út. Það prýða ljósmyndir af þeim stúlkum og strákum sem skrifstofan hefur á sínum snærum. Meira
23. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 244 orð | 2 myndir

Vetrardagskrá SkjásEins

SJÓNVARPSSTÖÐIN SkjárEinn tekur til sýningar þónokkra innlenda sjónvarpsþætti á vetrardagskrá sinni sem hefst 1. september næstkomandi. Þau Dóra Takefusa og Björn Jörundur fara í loftið með skemmtiþáttinn Þátturinn . Meira

Umræðan

23. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 30 orð | 1 mynd

50 ÁRA.

50 ÁRA. Í dag, fimmtudaginn 23. ágúst, verður fimmtugur Ágúst Þór Ormsson, framkvæmdastjóri Nýju bílasmiðjunnar hf., Brekkutanga 15, Mosfellsbæ. Eiginkona hans er Ingibjörg Kristinsdóttir. Ágúst dvelst á hálendi Íslands í... Meira
23. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 39 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 23. ágúst, verður 85 ára Elías Svavar Jónsson frá Drangsnesi, til heimilis að Hrafnistu, Reykjavík. Elías tekur á móti ættingjum og vinum sunnudaginn 2. september nk. frá kl. 15 í SEM-salnum, Sléttuvegi 3,... Meira
23. ágúst 2001 | Aðsent efni | 177 orð | 1 mynd

Athugasemd við grein Ellerts B. Schram

Enginn afsalar sér slíku, segir Birgir Guðjónsson, nema meiriháttar örðugleikar séu í starfsumhverfi. Meira
23. ágúst 2001 | Aðsent efni | 673 orð | 3 myndir

Áhrif og ábyrgð Morgunblaðsins

Ritstjórn Morgunblaðsins, segir Tómas Helgason, hefur gengið illa að skilja samhengið milli aðgengis vímuefna, sérstaklega áfengis, og misnotkunar. Meira
23. ágúst 2001 | Aðsent efni | 729 orð | 1 mynd

Ástæðulaust að ýfa upp deilur um vestursvæðið

Flestir bæjarbúar eru sammála um, segir Jón Hákon Magnússon, að á þessu svæði megi aðeins byggja menningarsögusafn. Meira
23. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 583 orð

Fatamóttaka Rauða krossins

SJÁLFBOÐALIÐI í fatamóttöku Rauða krossins hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri ábendingu til fólks að loka fatapokunum vel og setja minna í hvern poka. Meira
23. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 55 orð

HALLGRÍMSKIRKJA

Húsameistari ríkisins tók handfylli sína af leir og horfði dulráðum augum á reislur og kvarða: 51 x 19 + 18 ÷ 102, þá útkomu læt ég mig raunar lítils varða. Ef turninn er lóðréttur hallast kórinn til hægri. Meira
23. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 89 orð

Hvar er Unnur Jónsdóttir Cannada?

KÆRU lesendur! Ég heiti Annette (Grainger) Johnson og móðir mín er Betty Cannada. Tilefni þessara skrifa er, að mig langar til að fá fréttir af Unni Cannada eða öllu heldur Unni Jónsdóttur Cannada. Meira
23. ágúst 2001 | Aðsent efni | 614 orð | 1 mynd

Íslending heim

Hvorki ríki, sveitarfé-lög eða íslenskir fjármálamenn virðast hafa sinnu eða vilja til að endurheimta skipið, segir Ólafur Sigurgeirsson, þótt það hafi stórkostlegt gildi fyrir land og þjóð. Meira
23. ágúst 2001 | Aðsent efni | 776 orð | 1 mynd

Opinber innkaup - fagmennska en ekki fúsk

Ábyrgðin á opinberum innkaupum þarf að vera á einni hendi, segir Sveinn Hannesson, og hún þarf að komast úr höndum stjórnmálamanna, forstjóra stofnana og byggingarnefnda til fagaðila sem kunna til verka. Meira
23. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 1034 orð

Ófögnuður menningarnætur

ÉG ER einn í hópi þeirra tugþúsunda sem lögðu leið sína niður í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöld og fögnuðu menningarnótt í Reykjavík í ár. Meira
23. ágúst 2001 | Aðsent efni | 505 orð | 1 mynd

"Að spilla landi okkar"

Það er rangt mat að tala um að verið sé að spilla landinu, segir Gunnar Sveinsson, þótt verið sé að nýta gæði þess til hagsbóta fyrir íbúa þess. Meira
23. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 786 orð

(Sálm. 23, 4.)

Í dag er fimmtudagur 23. ágúst, 235. dagur ársins 2001. Hundadagar enda. Orð dagsins: Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Meira
23. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 474 orð

ÞAÐ hefur lengi verið lenska á...

ÞAÐ hefur lengi verið lenska á Íslandi og víða um heim að fjölfalda tölvuforrit á ólöglegan hátt frekar en að kaupa þau á löglegan hátt og borga fyrir þau fullt verð. Á seinni árum hefur verið reynt að berjast gegn þessu. Meira
23. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og...

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 7.450 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Lára Rut Jóhannsdóttir og Ásdís... Meira

Minningargreinar

23. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1134 orð | 1 mynd

BIRKIR ÞÓR ÁSGEIRSSON

Birkir Þór Ásgeirsson fæddist í Reykjavík 10. nóvember 1977. Hann lést af slysförum 12. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ásgeir Þór Ásgeirsson og Sigríður Stefanía Kristjánsdóttir. Bræður Birkis eru Hjalti Haukur, f. 31.10. 1973, og Ásgeir Þór Ásgeirsson, f. 10.11. 1977. Útför Birkis fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2001 | Minningargreinar | 573 orð | 1 mynd

ELÍAS SVAVAR JÓNSSON

TÍMINN er skrítinn "fugl". Stundum er eins og hann standi alveg í stað, t.d. þegar maður er að bíða eftir einhverju, en aðra stundina flýgur hann hjá skjótar en hugur manns. Og það hefur hann gert við okkur nú. Það er kominn 23. ágúst árið... Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1625 orð | 1 mynd

ELÍN PÉTURSDÓTTIR

Elín Pétursdóttir fæddist á Akureyri 9. júní 1944. Hún lést í Landspítala - háskólasjúkrahúsi mánudaginn 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Elínar voru Pétur Kristjánsson, f. 12.8. 1905, d. 18.9. 1969, og Bryndís Guðmundsdóttir, f. 30.11. 1910, d. 23.5. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2001 | Minningargreinar | 3164 orð | 1 mynd

EYJÓLFUR K. SIGURJÓNSSON

Eyjólfur Kolbeins Sigurjónsson fæddist í Vestmannaeyjum 23. ágúst 1924. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 14. ágúst síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2001 | Minningargreinar | 644 orð | 1 mynd

JÓN ERLENDUR HJARTARSON

Jón Erlendur Hjartarson fæddist á Siglufirði 8. mars 1946. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 16. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 22. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1663 orð | 1 mynd

ODDUR V. RAGNARSSON

Oddur Víkingur Ragnarsson fæddist á Staðarhóli við Akureyri 14. september 1937. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 10. ágúst síðastliðinn. Oddur var sonur hjónanna Lilju Oddsdóttur, f. 15.10. 1903, d. 10.4. 1991, og Ragnars Brynjólfssonar, f. 17.7. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2001 | Minningargreinar | 870 orð | 1 mynd

STEINUNN SIGHVATSDÓTTIR ROFF

Steinunn Sighvatsdóttir Roff fæddist í Reykjavík 11. desember 1916 og ólst þar upp. Hún lést á heimili sínu í Sacramento, Kaliforníu hinn 16. ágúst síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1288 orð | 1 mynd

VERA MAACK

Vera Maack fæddist á Vopnafirði 13. desember 1911. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Maack verslunarmaður, f. 10. nóvember 1878, d. 19. mars 1969, og Ólöf Magnúsdóttir frá Borgum í Þistilfirði, f. 9. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2001 | Minningargreinar | 947 orð | 1 mynd

ÞORGERÐUR ÞORKELSDÓTTIR

Þorgerður Þorkelsdóttir fæddist í Gerðum í Gaulverjabæjarhreppi hinn 6. júní 1918. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 7. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Gaulverjabæjarkirkju 21. ágúst. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

23. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 542 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 445 445 445...

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 445 445 445 12 5,385 Blálanga 15 15 15 27 405 Gellur 350 350 350 9 3,150 Grálúða 169 169 169 51 8,619 Gullkarfi 87 30 73 5,192 379,782 Hlýri 200 131 137 533 73,200 Háfur 10 10 10 93 930 Keila 65 30 63 117 7,395 Langa 150 100... Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 92 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.013,26 -0,77 FTSE 100 5.408,70 -0,40 DAX í Frankfurt 5.220,21 0,08 CAC 40 í París 4. Meira

Daglegt líf

23. ágúst 2001 | Neytendur | 164 orð | 1 mynd

Ekki í bígerð að selja koffínlaust kók

KOFFÍNLAUST Coca Cola hefur ekki verið til í verslunum hér á landi í um 16 ár. Meira
23. ágúst 2001 | Neytendur | 289 orð | 2 myndir

FJARÐARKAUP Gildir til 25.

FJARÐARKAUP Gildir til 25. ágúst nú kr. áður kr. mælie. Svína hnakki 898 1.078 898 kg Svína buff 898 1.098 898 kg Lamba sirilon 598 838 598 kg 1/2 lambaskrokkur 474 548 474 kg Skólaostur 719 899 719 kg HAGKAUP Gildir til 26. ágúst nú kr. áður kr. mælie. Meira
23. ágúst 2001 | Neytendur | 430 orð | 1 mynd

Geymsluskilyrði grænmetis eru mismunandi eftir tegundum

FÁTT bragðast betur en nýupptekið grænmeti úr garðinum en um þessar mundir eru eflaust margir að gæða sér á uppskeru sumarsins. Þegar geyma á grænmeti er ýmislegt sem hafa ber í huga til að gæðin haldist sem lengst. Meira
23. ágúst 2001 | Neytendur | 69 orð

Heilræði við salatgerð

Nokkur heilræði um meðferð á grænmeti sem nota á í ferskt salat. - Þvoið hendur ávallt vandlega áður en farið er að vinna með matvæli. - Veljið hráefni sem ekki er farið að skemmast. - Hreinsið skemmdir frá og skolið allt grænmeti vandlega. Meira
23. ágúst 2001 | Neytendur | 807 orð | 2 myndir

Mögulega mengað af salmonellu og kamfýlóbakter

LÍTIÐ heilbrigðiseftirlit er haft með kjöti af villtum fugli svo sem gæs, rjúpu, önd og svartfugli sem veiddur er hérlendis og seldur í verslunum; ólíkt öðru kjöti. Meira
23. ágúst 2001 | Neytendur | 346 orð | 1 mynd

Safaríkt kjöt Hvernig má koma í...

Safaríkt kjöt Hvernig má koma í veg fyrir að vökvi leki úr kjöti við steikingu? Meira
23. ágúst 2001 | Neytendur | 147 orð

Veiðimenn hlynntir banni á sölu

Í nýju eintaki af Skotvís, tímariti Skotveiðifélags Íslands, kemur fram að félagsmenn almennt eru fylgjandi því að bann verði lagt við sölu á villibráð í verslunum. Framkvæmd var könnun meðal félagsmanna þar sem þessi afstaða kom í ljós. Meira

Fastir þættir

23. ágúst 2001 | Fastir þættir | 454 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SUÐUR spilar sjö hjörtu. Eins og svo oft, eru það sagnir sem marka leiðina í úrspilinu: Suður gefur; NS á hættu. Meira
23. ágúst 2001 | Fastir þættir | 1089 orð | 2 myndir

Helgi Ólafsson sigraði í Blöndustöð

Maí - Sept. 2001 Meira
23. ágúst 2001 | Í dag | 288 orð | 1 mynd

Safnaðarferð Árbæjarsafnaðar

ÁRLEG safnaðarferð Árbæjarsafnaðar verður farin 26. ágúst nk. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 9 árdegis. Haldið verður áleiðis til Hvolsvallar og verður leiðsögumaður þangað Óskar Ólarsson. Þar tekur við leiðsögn sr. Meira
23. ágúst 2001 | Fastir þættir | 201 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

STAÐAN kom upp á Inline Czechia Cup mótinu í skákhátíðinni í Olomouc er lauk fyrir skömmu. Stefán Kristjánsson (2380) hafði hvítt gegn Artur Pieniacek (2403). 17. Dxc8! Meira
23. ágúst 2001 | Viðhorf | 875 orð

Stund sannleikans

Frelsið til að leita sannleikans í listsköpun í samtímanum fæst ekki nema með sjálfviljugri afplánun í viðjum fortíðarinnar. Meira

Íþróttir

23. ágúst 2001 | Íþróttir | 454 orð

Ánægður með dagsverkið

Friðrik Ingi Rúnarsson landsliðsþjálfari var ánægður með dagsverkið gegn Finnum þrátt fyrir að þriðji tapleikur íslenska liðsins í forkeppni Evrópumótsins væri staðreynd. Meira
23. ágúst 2001 | Íþróttir | 137 orð

Fer Ríkharður í uppskurð?

RÍKHARÐUR Daðason, leikmaður Stoke City, kemst að því í dag hvort hann þarf að fara í uppskurð vegna meiðsla á hné. Ríkharður hefur ekkert leikið með liðinu á þessu keppnistímabili og ekkert æft með aðalliðinu undanfarnar þrjár vikur. Meira
23. ágúst 2001 | Íþróttir | 214 orð

Fylkir ætlar að verjast

Fylkir mætir pólska liðinu Pogon í dag í Evrópukeppni félagsliða í borginni Szcezecin sem er nálægt þýsku landamærunum. Meira
23. ágúst 2001 | Íþróttir | 257 orð

Hvít-Rússi til liðs við Hauka

Vladimir Kahkanov, handknattleiksmaður frá Hvíta-Rússlandi, kom til liðs við Íslands- og bikarmeistara Hauka í gær og leikur með þeim í vetur ef allt gengur eftir. Meira
23. ágúst 2001 | Íþróttir | 140 orð

Ísland fellur um þrjú sæti hjá FIFA

ÍSLAND fellur um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem gefinn var út í gær. Ísland er nú í 55.-57. sæti ásamt Finnlandi og Grikklandi. Meira
23. ágúst 2001 | Íþróttir | 10 orð

KNATTSPYRNA Evrópukeppni félagsliða: Laugardalsvöllur: ÍA -...

KNATTSPYRNA Evrópukeppni félagsliða: Laugardalsvöllur: ÍA - Club Brugge 18.30 1. Meira
23. ágúst 2001 | Íþróttir | 468 orð

KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild karla KR...

KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild karla KR - Grindavík 2:0 ÍA 1492323:1129 ÍBV 1482414:1126 Fylkir 1474323:1225 FH 1474317:1325 Keflavík 1454521:2119 Grindavík 1460819:2518 Valur 1452716:2117 Fram 1451821:2116 KR 1442812:1914 Breiðablik 14311014:2610... Meira
23. ágúst 2001 | Íþróttir | 235 orð

Kylfingum hótað

FJÓRIR kylfingar sem tóku þátt í Íslandsmótinu í höggleik í Grafarholti fyrr í þessum mánuði hafa kært framkvæmd mótsins til golfdómstóls. Þeir segja að þeim hafi verið hótað ýmsu láti þeir sér ekki segjast, en það ætla þeir ekki að gera. Meira
23. ágúst 2001 | Íþróttir | 643 orð | 1 mynd

Langþráður sigur KR-inga

LOKSINS, loksins hugsuðu örugglega margir KR-ingar með sér í gærkvöldi þegar lið þeirra lagði Grindvíkinga 2:0 í Frostaskjóli. Leikurinn var í níundu umferð og löguðu Vesturbæingar stöðu sína nokkuð með sigrinum en eru þó enn tveimur stigum á eftir Fram og þremur á eftir Val. Grindvíkingar eru einu stigi þar fyrir ofan og alls ekki í góðum málum. Meira
23. ágúst 2001 | Íþróttir | 116 orð | 1 mynd

* LEE Bowyer leikmaður Leeds gæti...

* LEE Bowyer leikmaður Leeds gæti átt yfir höfði sér agabann vegna orðaskaks hans við Jeff Win ter dómara eftir að hann rak Bo wyer út af í leik Leeds og Arsenal í fyrrakvöld. Meira
23. ágúst 2001 | Íþróttir | 668 orð | 1 mynd

Möttöla of stór biti

ÞAÐ má segja að Hanno Möttöla, miðherji finnska körfuknattleikslandsliðsins, hafi nánast sigrað íslenska liðið einn síns liðs á Ásvöllum í gærkvöldi, þegar Finnar sigruðu Íslendinga með 84 stigum gegn 73, en í hálfleik var staðan 47:52. Meira
23. ágúst 2001 | Íþróttir | 235 orð | 1 mynd

* PATRIK Berger , sem leikur...

* PATRIK Berger , sem leikur með Liverpool í ensku úvalsdeildinni, hefur ákveðið að fara til Bandaríkjanna til þess að fá bót á hnémeiðslum. Þar mun hann hitta sama sérfræðing og skar hann upp við liðbandameiðslum í fyrra í von um að fá bót meina sinna. Meira
23. ágúst 2001 | Íþróttir | 73 orð

Skagamenn bjóða á leikinn

ÍA hefur ákveðið að bjóða Akurnesingum sem eru 16 ára og yngri á leikinn gegn Club Brugge á Laugardalsvelli í síðdegis í dag. Þurfa þeir sem geta og vilja nýta þetta boð að verða sér úti um miða í útibúi Búnaðarbanka Íslands á Akranesi í dag. Meira
23. ágúst 2001 | Íþróttir | 212 orð

Skagamenn vilja halda hreinu

SKAGAMENN mæta belgíska liðinu Club Brügge í síðari viðureign liðanna í forkeppni UEFA-keppninnar á Laugardalsvelli klukkan 18:30 í dag. Brügge vann fyrri leikinn 4:0 ytra og því á ÍA lítinn möguleika á að komast áfram í keppninni. Meira
23. ágúst 2001 | Íþróttir | 94 orð

Sterkt lið hjá Tékkum

TÉKKAR tilkynntu í gær 21 manns landsliðshóp fyrir leikinn gegn Íslendingum í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvellinum 1. september. Meira
23. ágúst 2001 | Íþróttir | 141 orð

Þórey stökk 4,30 í Þessalóníku

ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, stökk 4,30 metra og varð í 5. sæti á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Þessalóníku í Grikklandi í gærkvöldi. "Ég er alls ekki sátt við að fara ekki hærra," sagði Þórey í samtali við Morgunblaðið í... Meira

Viðskiptablað

23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 201 orð

4% aukning á útflutningsverðmæti

TEKJUR Norðmanna vegna útflutnings sjávarafurða á fyrstu sjö mánuðum ársins námu alls um 189 milljörðum íslenskra króna. Það er 6,6 milljörðum krónum meira en á sama tímabili síðasta árs sem er um 4% aukning. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 460 orð | 1 mynd

Ágætis karfaveiði er í úthafinu

VEL hefur aflast af úthafskarfa að undanförnu og er nú útlit fyrir að íslensku skipin nái að klára 45 þúsund tonna kvóta sem Íslendingum er úthlutað úr stofninum á þessu ári. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 943 orð | 1 mynd

Bílabransinn lá beint við

Erna Gísladóttir tók fyrr á þessu ári við embætti formanns Bílgreinasambandsins en hún hefur verið framkvæmdastjóri B&L í níu ár. Erna sagði Eyrúnu Magnúsdóttur frá sjálfri sér og bílabransanum. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 409 orð

DVD sækir í sig veðrið

SENN líður að því að DVD-upptökudrif verði að einhverju leyti almenningseign. Tæknifyrirtæki eru sögð vinna hörðum höndum að því að koma slíkri tækni á almennan markað en lengi vel var hún sögð allt of dýr til þess að geta náð til fjöldans. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 96 orð | 2 myndir

Einn góður frá Spáni

ENN er það lúðan, sprakan, flyðran og heilagfiskið eins og þessi göfugi fiskur er meðal annars nefndur. Lúðan er afar eftirsóttur matfiskur, hvort sem um stórlúðu eða smálúðu er að ræða. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 7 orð

Erna Gísladóttir er formaður Bílgreinasambandsins og...

Erna Gísladóttir er formaður Bílgreinasambandsins og framkvæmdastjóri... Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 513 orð

Flugleiðir endurskoða samstarfið við SAS eins og annað

FLUGLEIÐIR og SAS hafa átt með sér samstarf frá árinu 1993. Gerðir hafa verið tveir samstarfssamningar. Um er að ræða svokallað "code share" samstarf eða samkennd flug. Fyrri samningurinn er frá árinu 1993 og hinn seinni frá 1999. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 168 orð | 1 mynd

Fækkun í innanlandsflugi

FARÞEGUM í millilandaflugi Flugleiða fjölgaði um 0,2% í júlí í samanburði við júlí á síðasta ári. Þeir voru 175.762 nú en 175.428 í júlí í fyrra. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 300 orð | 1 mynd

Gengið frá langtíma-fjármögnun stækkunar

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Bravo sem á að fullu rússnesku bjórverksmiðjuna Bravo International í Sankti Pétursborg og er í meirihlutaeigu Íslendinga hefur gengið frá samningi um lánsfjármögnun. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 604 orð | 1 mynd

Gengistap af hlutabréfum

Gengi hlutabréfa Landsbanka Íslands hf. lækkuði um 5% í gær eftir að bankinn birti upplýsingar um afkomu sína á fyrri helmingi ársins. Þessi lækkun bréfanna þarf ekki að koma á óvart þegar afkoman er borin saman við væntingar fjármálafyrirtækja. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 511 orð | 1 mynd

Hagnaður Sjóvár-Almennra nam 350 milljónum króna

SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf. skiluðu 349,7 milljóna króna hagnaði á fyrri árshelmingi og er það tæplega 90% aukning samanborið við sama tímabil ársins 2000 en þá nam hagnaður félagsins 185,3 milljónum króna. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 530 orð

Hagnaður Verðbréfaþings Íslands hf. minnkar

Hagnaður Verðbréfaþings Íslands var 9 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins sem er 31% minni hagnaður en í fyrra þegar hann var 13 milljónir króna fyrir sama tímabil. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 239 orð | 1 mynd

Hólmaborgin aflahæst

Hólmaborg SU, nóta- og togveiðiskip Hraðfrystihúss Eskifjarðar, hefur borið mestan kolmunnaafla á land af íslensku veiðiskipunum á þessu ári. Alls er afli skipsins nú orðinn rúm 22.500 tonn samkvæmt upplýsingum Samtaka fiskvinnslustöðva. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 6 orð

Ímynd SAS-flugfélagsins hefur skaðast verulega að...

Ímynd SAS-flugfélagsins hefur skaðast verulega að... Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 94 orð

Liggur ekkert fyrir um sameiningu

"ÞAð liggur ekkert fyrir hér um sameiningu eða að nokkuð slíkt sé í gangi. Þróunin í sjávarútvegi hefur hins vegar verið sú að fyrirtæki eru að sameinast og Samherji er hér stærsti hluthafinn," segir Jóhann A. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 113 orð | 1 mynd

Myndabankinn Nordic Photos stækkar mikið

Nordic Photos er íslenskur ljósmyndabanki sem nýlega gerðist umboðsaðili á Íslandi fyrir Age Fotostock, einn stærsta myndabanka Evrópu, og breska myndabankann IT Stock, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 21 orð | 1 mynd

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 178 orð | 1 mynd

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 101 orð | 1 mynd

Nafn Stærð Afli Uppist.

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. GULLVER NS 12 423 40* Ufsi Gámur SJÓLI HF 1 875 68* Úthafskarfi Gámur JÓN VÍDALÍN ÁR 1 548 97 Karfi/Gullkarfi Vestmannaeyjar SÓLEY SIGURJÓNS GK 200 290 66 Karfi/Gullkarfi Sandgerði STURLAUGUR H. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 27 orð | 1 mynd

Nafn Stærð Afli Uppist.

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 29 orð | 1 mynd

Nafn Stærð Afli Uppist.

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 291 orð | 2 myndir

Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist.

Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 100 orð | 1 mynd

Ovalla komið með 18,02% í TM

OVALLA Trading Ltd. hefur nýtt valréttarsamning sem gerður var þann 30. júní sl. við Kaupþing hf. um kaup á 21 milljón að nafnvirði í Tryggingamiðstöðinni á verðinu 52,50. Söluverð hlutarins er 1.102,5 milljónir króna. Eignarhlutur Ovalla Trading Ltd. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 1276 orð | 1 mynd

Ókyrrð hjá SAS

Ímynd SAS-flugfélagsins hefur skaðast verulega að undanförnu og gerir forstjórinn sitt besta til að bæta hana. Steingerður Ólafsdóttir kynnti sér ástandið hjá SAS og einnig samstarf þess við Flugleiðir. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 468 orð

Prýðilegt í netin

NÚ líður senn að lokum fiskveiðiársins og því víða rólegt á fiskimiðunum við landið enda mörg skip búin eða langt komin með kvóta sína. Enn berast þó ágætar aflafréttir víða að, s.s. úr Breiðafirðinum en þar hafa netabátarnir fengið góðan afla að undanförnu. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 80 orð

Ráðstefna um skattasamkeppni

SKATTASAMKEPPNI: Tækifæri fyrir Ísland? er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík 2. nóvember á vegum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og International Policy Network. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 627 orð | 1 mynd

Safnar vegum

Una Eyþórsdóttir er fædd 23. febrúar 1955 í Reykjavík. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og lagði stund á nám í ensku og sálfræði við Háskóla Íslands. Hún er í MBA-námi við HÍ sem lýkur næsta vor. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 1606 orð | 3 myndir

Sameinaðir stöndum vér...

Sameining fyrirtækja í sjávarútvegi er stöðugt í umræðunni, enda getur hagræðing skilað góðum hagnaði. Hjörtur Gíslason kynnti sér stöðuna og þá möguleika, sem kunna að vera fyrir hendi, en eins og er eru engar beinar umræður í gangi. Líklegt er hins vegar að skriður komizt á þau mál síðar. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 217 orð

Sameiningin hefur tekist vel

SAMEINING dönsku hugbúnaðarfyrirtækjanna Navision Software og Damgaard í desember á síðasta ári hefur heppnast vel að sögn Erik Damgaard, stofnanda Damgaard og yfirmanns tæknimála hjá Navision, en svo heitir hið sameinaða fyrirtæki nú. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 384 orð | 1 mynd

Stjórnenda að halda RÚV innan rammans

MORGUNBLAÐIÐ leitaði til Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra vegna afkomu og fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins og var hann spurður að því hvort ráðuneytið hefði gripið til einhverra aðgerða af þessu tilefni. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 1003 orð | 4 myndir

Stofngerð þorsks

HAFRANNSÓKNIR - Um það hefur verið deilt hvort þorskurinn á Íslandsmiðum sé einn stofn eða fleiri. Rannsóknir dr. Ólafar D. B. Jónsdóttur og samstarfsfólks hennar benda til þess að þorskurinn hér við land sé mismunandi innbyrðis og greinist í afmarkaða stofna. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 102 orð | 1 mynd

Tangi og Sjólaver sameinast

Stjórn Tanga hf. og stjórn Sjólavers ehf. hafa undirritað samrunaáætlun og miðast samruninn við 1. júlí 2001. Samþykktir Tanga hf. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 281 orð

Tap Húsasmiðjunnar 161 milljón króna

AFKOMA Húsasmiðjunar fyrstu sex mánuði versnaði verulega, aðallega vegna mikilla hækkana á fjármagnsgjöldum og gengisbreytinga. Tap eftir skatta nam 161 milljón á fyrstu sex mánuðunum en í fyrra var hagnaðurinn 122 milljónir. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 695 orð | 1 mynd

Tekjur ekki í samræmi við kröfur um þjónustu

Í UMFJÖLLUN hér í blaðinu í síðustu viku kom fram að Ríkisútvarpið hefur verið rekið með tapi í átta ár af síðustu tíu og samanlagt nemur tapið síðasta áratug nálægt 700 milljónum króna. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 134 orð | 1 mynd

Umtalsverð aukning á meðalstærð rækju

VÍSITALA stofnstærðar úthafsrækju samkvæmt fyrstu útreikningum Hafrannsóknastofnunar er nú sú sama og á síðasta ári ef litið er á svæðið fyrir norðan og austan land í heild, um 40 % hærri en árið 1999 og 15% hærri en árið 1998. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 509 orð | 1 mynd

Víðast náðst góður árangur

Sameining í sjávarútvegi er stöðugt til umræðu enda markmið sameiningar hagræðing og bætt afkoma. Mörg fyrirtæki hafa þegar verið sameinuð með góðum árangri, en í nokkrum tilfellum hefur sameiningin ekki gengið upp. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 113 orð | 1 mynd

Víkjandi skuldabréf

TVEIR nýir flokkar víkjandi skuldabréfa verða skráðir á Verðbréfaþing Íslands hf. í þessari viku. Kaupþing hf. gaf út víkjandi, verðtryggð skuldabréf á mánudag og í dag gefur SPRON, út víkjandi skuldabréf. Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 9 orð

Vænlegar sameiningar í sjávarútvegi hafa verið...

Vænlegar sameiningar í sjávarútvegi hafa verið vinsælt umræðuefni undanfarin... Meira
23. ágúst 2001 | Viðskiptablað | 391 orð

Þögnin rofin

STJÓRNARMENN Hewlett-Packard rufu þögn, og þar með langa hefð stjórnarinnar, þegar þeir á dögunum höfðu samband við við Financial Times og lýstu því yfir að þeir stæðu 100% að baki framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Meira

Ýmis aukablöð

23. ágúst 2001 | Blaðaukar | 84 orð

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt.

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt. alm. Vísitölub. vextir skbr. lán Mars '00 21,0 16,1 9,0 Apríl '00 21,5 16,2 9,0 Maí ‘00 21,5 16,2 9,0 Júní '00 22,0 16,2 9,1 Júlí '00 22,5 16,8 9,8 Ágúst '00 23,0 17,0 9,8 Sept. Meira
23. ágúst 2001 | Blaðaukar | 74 orð

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1.

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1. ágúst síðustu (%) Kaupg. 3 mán. 6 mán. 12 mán. Kaupþing hf. Meira
23. ágúst 2001 | Blaðaukar | 95 orð

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv.

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv. Byggingar Launa- lánskj. til verðtr vísitala vísitala Maí '00 3,902 197,6 244,1 194,5 Júní '00 3,917 198,4 244,4 195,7 Júlí '00 3.931 199,1 244,8 196,4 Ágúst '00 3.951 200,1 244,9 196,6 Sept. '00 3.931 199,1 244,6 196,8 Okt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.