Greinar laugardaginn 22. desember 2001

Forsíða

22. desember 2001 | Forsíða | 73 orð

Átta tróðust undir

TIL stimpinga kom í gær þegar unglingar í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, reyndu að komast inn á diskóstaðinn Indigo í miðborginni og fór svo að átta tróðust undir. Fimm að auki slösuðust illa. Meira
22. desember 2001 | Forsíða | 150 orð

Fúlgur fjár fyrir sjóræningjamyndbönd

DREIFINGARFYRIRTÆKI í Júgóslavíu tilkynnti í gær að það myndi verðlauna hvern þann, sem skilaði inn svokölluðum "sjóræningjaútgáfum" af kvikmyndunum Harry Potter og Hringadróttinssögu, um tíu þúsund þýsk mörk, eða um 460 þúsund ísl. kr. Meira
22. desember 2001 | Forsíða | 113 orð | 1 mynd

Mannfall á Gaza

SEX manns féllu í átökum öryggislögreglu heimastjórnar Palestínumanna og liðsmanna íslamskra öfgasamtaka á Gazaströndinni í gær en Yasser Arafat, forseti heimastjórnarinnar, reynir nú að koma böndum á róttækari öflin í röðum Palestínumanna. Meira
22. desember 2001 | Forsíða | 326 orð | 1 mynd

Puerta forseti til bráðabirgða

PERONISTINN Ramon Puerta tók í gær við forsetaembætti í Argentínu af Fernando de la Rua sem sagði af sér á fimmtudag eftir tveggja daga blóðugar óeirðir sem kostuðu alls 27 manns lífið. Efnahagsöngþveiti er í landinu og erlendar skuldir að sliga það. Meira
22. desember 2001 | Forsíða | 388 orð

Stjórn Karzais tekur við í dag

TALSMENN bandaríska varnarmálaráðuneytisins sögðu í gærkvöldi að enginn vafi léki á því að menn sem féllu í loftárás á bílalest skammt frá Khost í Afganistan í gærmorgun hefðu verið úr röðum talibana eða samtakanna al-Qaeda. Meira

Fréttir

22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

13 milljónir til kaupa á nætursjónaukum

STÝRIMANNASKÓLINN í Reykjavík afhenti Landhelgisgæslu Íslands á fimmtudag 13 milljóna króna úthlutun úr Björgunarsjóði skólans, til kaupa á nætursjónaukum í þyrlu gæslunnar. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

286.275 þúsund búsettir á landinu

SAMTALS voru 286.275 manns búsettir á landinu 1. desember sl., samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár, þar af 143.302 karlar og 142.973 konur. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 260 orð

48 milljóna skuld Vesturbyggðar afskrifuð

VANSKIL með kostnaði og dráttarvöxtum af hefðbundnum langtímalánum Vesturbyggðar eru um 150 milljónir, samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði, en sjóðurinn hefur afskrifað 48 milljóna króna skuldir Vesturbyggðar og 20 milljóna skuldir Reykhólahrepps. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 33 orð

Allir stöðvaðir og fimm ölvaðir

LÖGREGLAN í Kópavogi og Reykjavík tóku höndum saman í fyrrinótt og stöðvuðu alla ökumenn sem voru á leið suður Kringlumýrarbrautina við Nesti í Fossvogi. Aðgerðin hófst nokkru eftir miðnætti og stóð í ríflega... Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 56 orð

Askasleikir á Eiðistorgi

JÓLASVEINNINN Askasleikir heimsækir Seltjarnarnesið í dag, laugardaginn 22. desember, upp úr klukkan tvö. Með honum verða tveir aðstoðarjólasveinar. Hljóðfærasláttur og söngur verður á svæðinu meðan jólasveinarnir eru í heimsókn ásamt margskonar sprelli. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 294 orð

Athugasemd við frétt

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Kristjáni Jónssyni, forstjóra RARIK: "Í Morgunblaðinu í dag, 21. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 130 orð

Atlanta bætir við sig fjórum breiðþotum

SKRÁÐAR voru í gær hjá íslenskum loftferðayfirvöldum þrjár Boeing 747-breiðþotur sem Flugfélagið Atlanta hefur tekið á leigu vegna pílagrímaflugs og áætlunarflugs. Fjórða viðbótarþotan verður skráð í janúar. Meira
22. desember 2001 | Erlendar fréttir | 660 orð | 1 mynd

Augljósar gloppur í myndbandinu

AUGLJÓSAR gloppur eru í opinberri þýðingu myndbands, sem bandarísk yfirvöld birtu í síðustu viku þar sem Osama bin Laden ræðir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin. Þar kemur t.d. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 335 orð

Áhersla lögð á þá sem halda til í miðborginni

FÉLAGSÞJÓNUSTAN í Reykjavík hefur nýlega skipað samstarfshóp til eins árs sem ætlað er að koma með tillögur að bættri þjónustu við geðfatlaða og þá sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Meira
22. desember 2001 | Suðurnes | 76 orð

Áramótafagnaður í Bláa lóninu

ÁRAMÓTAFAGNAÐUR verður haldinn í Bláa lóninu laugardaginn 29. desember og hefst hann klukkan 19. Kvöldið er samstarfsverkefni Bláa lónsins og Lionsklúbbanna og mun ágóði af skemmtuninni renna til líknarmála á Suðurnesjum. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Barnabiðstofa tekin í notkun

NÝ BARNABIÐSTOFA var formlega tekin í notkun á slysa- og bráðamóttöku Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi í gærdag. Þar er góð og hlýleg aðstaða fyrir börnin meðan þau bíða eftir að læknar og hjúkrunarfólk hlúi að meiðslum þeirra, s.s. Meira
22. desember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 173 orð

Beðið með ákvarðanatöku fram yfir kosningar

SAMÞYKKT var á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness á miðvikudag að fresta samþykkt deiliskipulags fyrir Hrólfsskálamel þar til eftir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Belti fyrir hvert barn í nýju skólabílunum

HVERT barn fær sæti með öryggisbelti í nýjum skólabílum í Hafnarfjarðarbæ. Þetta var krafa sem bæjaryfirvöld settu við endurskoðun samnings við Hópbíla hf. um skólaakstur í bænum sem var undirritaður í gær. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 540 orð

Borgin styrkt sem vistvæn og alþjóðleg höfuðborg

ÖNNUR umræða um aðalskipulag Reykjavíkur 2001 til 2024 fór fram á fundi borgarstjórnar í fyrradag, en tillagan var lögð fram í borgarstjórn fyrir fjórum vikum. Samþykkt var með atkvæðum meirihlutans að afgreiða tillöguna til auglýsingar. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 82 orð

Bætur almannatrygginga hækka

BÆTUR almannatrygginga hækka um 8,5% frá 1. janúar 2002, en umönnunargreiðslur barna hækka hins vegar um 8,72% frá sama tíma. Bæturnar hækka í samræmi við lög um almannatryggingar og samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Meira
22. desember 2001 | Erlendar fréttir | 757 orð | 1 mynd

De la Rua mistókst að rétta við efnahag Argentínu

Það gekk vel í fyrstu, þegar Fernando de la Rua tók við forsetaembættinu í Argentínu fyrir tveim árum, og lagði áherslu á aðhald í efnahagsmálum. En svo fór að lokum, að uppúr sauð hjá sístækkandi hópi fátækra í landinu, og þeir hröktu forsetann frá völdum. Meira
22. desember 2001 | Akureyri og nágrenni | 372 orð | 2 myndir

Dúxinn lauk námi á sjö önnum

ALLS var 41 nemandi brautskráður frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Í hópnum voru 29 stúdentar, 6 sjúkraliðar, fjórir iðnaðarmenn og tveir iðnmeistarar. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 148 orð

Einkavæðingu Landsbanka frestað

SÖLU á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands til kjölfestufjárfestis hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna slæmra markaðsskilyrða. Stefnt hafði verið að því að selja a.m.k. þriðjung hlutafjár í félaginu fyrir lok ársins. Meira
22. desember 2001 | Miðopna | 1065 orð

Ekki skýrt kveðið á um mótvægisaðgerðir

Í undirbúningi er að breyta nýlegum lögum um mat á umhverfisáhrifum, en umhverfisráðherra telur að nauðsynlegt sé að endurskoða lögin. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 64 orð

Ekki verið óskað eftir friðargæsluliðum

AUÐUNN Atlason, sendiráðsritari í utanríkisráðuneytinu, segir að ef beiðni berist til utanríkisráðuneytisins um að Ísland sendi fólk til friðargæslustarfa í Afganistan muni ráðuneytið taka það til skoðunar. Engin slík beiðni hefur enn borist ráðuneytinu. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Fagnaðarfundir þegar fiðlum var skilað

FIÐLULEIKARINN og tónlistarkennarinn Ewa Tosik trúði varla sínum eigin eyrum þegar lögreglan tilkynnti henni að tvær fiðlur, sem stolið var af heimili hennar fyrir um mánuði, hefðu komið í leitirnar. Meira
22. desember 2001 | Suðurnes | 168 orð | 1 mynd

Fimm málverkum stolið

FIMM málverkum úr eigu Listasafns Birgis Guðnasonar var stolið úr geymslu við bakinngang að sýningarsal þess í Grófinni 8 í Keflavík. Atburðurinn hefur að öllum líkindum átt sér stað á tímabilinu 23. til 27. nóvember síðastliðinn. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Fjórða konan fær 3. stigs réttindi

STÝRIMANNASKÓLINN í Reykjavík útskrifaði á fimmtudag sex nemendur sem lokið hafa skipstjórnarprófi 3. stigs. Þetta eru fyrstu nemendurnir sem ljúka þessum áfanga eftir nýrri skipan skipstjórnarnámsins sem tekið var upp árið 1998. Með 3. Meira
22. desember 2001 | Erlendar fréttir | 450 orð

Fjölmargar kenningar um fylgsni bin Ladens

MARGIR hafa leitt getum að því að Osama bin Laden hafi flúið yfir snævi þakin fjöll Austur-Afganistans fyrir rúmri viku og leitað á náðir pakistanskra ættbálka sem séu vinveittir hryðjuverkaforingjanum. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Flugfélagið Atlanta styrkir Götusmiðjuna

Í ÁR hefur Flugfélagið Atlanta hf. ákveðið að í stað þess að færa starfsfólki sínu jólagjöf verði góðu málefni lagt lið. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 64 orð

Flugvirkjar vilja úr ASÍ

MEIRIHLUTI félagsmanna Flugvirkjafélags Íslands samþykkti nýlega í allsherjaratkvæðagreiðslu að félagið gengi úr Alþýðusambandi Íslands. Alls greiddu atkvæði um úrsögnina 183 af 238 sem voru á kjörskrá eða 76%. Meira
22. desember 2001 | Miðopna | 541 orð

Framkvæmdaraðili beriskaða af skorti á gögnum

STEFÁN Thors, skipulagsstjóri ríkisins, segir að stofnunin hafi ekki talið sér fært að fara fram á frekari gögn af hálfu Landsvirkjunar vegna úrskurðar um umhverfismat vegna Kárahnjúkavirkjunar. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 120 orð

Framsalsbeiðni hefur borist

FRAMSALSBEIÐNI yfir Lettanum sem handtekinn var á Dalvík fyrir skömmu hefur borist til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra og er hún til meðferðar hjá dómsmálaráðuneytinu og ríkissaksóknara. Gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 24. Meira
22. desember 2001 | Akureyri og nágrenni | 29 orð

Framtíðaráform rædd

FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til almenns félagsfundar á Strandgötu 23 fimmtudagskvöldið 27. desember kl. 20. Þar verður m.a. rætt um framtíðaráform félagsins. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og viðra hugmyndir... Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 103 orð

Fyrsta breiðþotuflug Íslandsflugs

AIRBUS-breiðþota sem Íslandsflug hefur á leigu til fraktflutninga fór fyrstu ferð sína í fyrradag. Er hún af gerðinni Airbus A310-300 með skrásetningarstafina TF-ELS. Var flogið fyrir TNT-hraðflutninga frá Liege í Belgíu til Barcelóna á Spáni og til... Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Gámaþjónustan styrkir LAUF

GÁMAÞJÓNUSTAN ákvað að senda viðskiptavinum sínum ekki jólakort um þessi jól heldur láta andvirði þeirra renna til LAUFS sem eru landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Meira
22. desember 2001 | Suðurnes | 371 orð | 1 mynd

Gefa tæki að verðmæti 50-60 milljónir

HEILBRIGÐISSTOFNUN Suðurnesja hefur fengið á þessu ári gjafir að verðmæti á sjötta tug milljóna króna, sérstaklega tæki í hina nýju D-álmu sem formlega var opnuð v í gær. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 401 orð

Gengið til viðræðna við TDC eftir áramót

ÁKVEÐIÐ hefur verið að hefja viðræður við danska fjarskiptafyrirtækið TDC, sem áður hét TeleDanmark, um kaup á fjórðungshlut í Landssíma Íslands og heimild til kaupa á 10% viðbótarhlut að ári. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Gjafir handa börnum og unglingum

MÆÐRASTYRKSNEFND voru afhentir jólapakkar sem safnað var undir jólatré í gestamóttöku Hótels Loftleiða. Meira
22. desember 2001 | Erlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Gjaldþrot yfirvofandi

SEGJA má að viðskiptagrundvellinum hafi verið kippt undan stétt búrku-klæðskera eftir að talibanar voru hraktir frá völdum í Afganistan. Meira
22. desember 2001 | Akureyri og nágrenni | 143 orð | 1 mynd

Grímsey klæðist glitrandi jólakjól

GRÍMSEY er óðum að klæðast glitrandi ljósprýddum jólakjól. Þrátt fyrir snjóleysi og dimmu skammdegisins er bjart um að litast í eynni, en jólaljós loga nú í gluggum, á þökum, sólpöllum og í görðum Grímseyinga. Meira
22. desember 2001 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Gróska í Gilinu

FJÖLMARGT verður í boði í Gilinu á morgun, Þorláksmessu, frá kl. 14 til 18. Vinnustofur listamanna verða opnar og þar verður hægt að fylgjast með myndverkum á ýmsum vinnslustigum, m.a í Svartfugli, Kompunni og vinnustofu Hrefnu. Meira
22. desember 2001 | Miðopna | 1295 orð | 2 myndir

Hafa mikla trú á hliðaráhrifum framkvæmda

FRAMKVÆMDIR við fyrirhugað álver í Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun munu fyrirsjáanlega hafa umtalsverð áhrif á atvinnulíf á Austurlandi, bæði neikvæð og jákvæð áhrif sem fylgja miklum umsvifum á svæði þar sem atvinnulífið hefur verið í föstum skorðum um... Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Háskólinn í Reykjavík styrkir SÁÁ

FYRIR þessi jól mun Háskólinn í Reykjavík ekki senda út jólakort til vina skólans og viðskiptafélaga. Þess í stað notaði skólinn þá peninga sem spöruðust til að styrkja starfsemi unglingadeildar SÁÁ um kr. 250.000. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 805 orð | 1 mynd

Hátíðleikinn verður alltaf til staðar

Sævar Karl Ólason fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1947. Nam fyrst loftskeytamennsku, en síðan klæðskurð árið 1974 og hefur rekið fyrirtæki sitt sem kaupmaður og klæðskeri í miðborg Reykjavíkur allar götur síðan. Eiginkona Sævars og samstarfsmaður er Erla Þórarinsdóttir og eiga þau tvo uppkomna syni, Þórarin Örn háls-, nef og eyrnalækni í Noregi, og Atla Frey uppeldisfræðing og heimspeking í Þýskalandi. Sævar Karl er meðlimur að International Mens Wear Group. Meira
22. desember 2001 | Erlendar fréttir | 425 orð | 1 mynd

Hellarnir í Tora Bora grafnir út eftir loftárásirnar

BANDARÍSKIR hermenn standa nú fyrir umfangsmikilli leit í hellunum í Tora Bora, helstu bækistöðvum al-Qaeda, hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens, í Afganistan. Meira
22. desember 2001 | Landsbyggðin | 249 orð | 1 mynd

Hitaveita tekin formlega í notkun

Á FIMMTUDAG, 20. desember, kom nokkur hópur fólks saman við Hrepphólakirkju þegar þeim áfanga var náð að búið var að leggja heitt vatn frá Flúðum til 22 notenda í sunnanverðum Hrunamannahreppi. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 77 orð

Íslistamaður í Kringlunni

OTTÓ Magnússon íslistamaður mun skapa listaverk úr klaka laugardaginn 22. desember frá hádegi og til kl. 22 í Kringlunni, við hlið inngangs hjá Nýkaupi. Helgistund verður á vegum Fríkirkjunnar kl. 11, Ketkrókur er á ferðinni kl. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 44 orð

Jólaball Greiningarstöðvar

FORELDRA- og styrktarfélag Greiningarstöðvar heldur jólaball í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ fimmtudaginn 27. desember frá kl. 15 til 17. Boðið verður upp á kökuhlaðborð, kaffi og gos. Aðgangseyrir er kr. 300 fyrir börnin en kr. Meira
22. desember 2001 | Landsbyggðin | 120 orð | 1 mynd

Jólagleði

KÓR yngsta stigs grunnskólans hér í bæ setti upp leikritið Jólagleði, sem er söngleikur með leikrænu ívafi. Höfundur tónlistar er Daninn Niels Bystrup en textann samdi Esther Traneberg. Meira
22. desember 2001 | Suðurnes | 320 orð | 2 myndir

Jólahúsið útnefnt

HÚSIÐ á Týsvöllum 1 í Keflavík var útnefnt Jólahús Reykjanesbæjar 2001, við athöfn sem fram fór í Kjarna í gær. Markaðs-, atvinnumála- og menningarskrifstofa Reykjanesbæjar stóð fyrir vali á Jólahúsi Reykjanesbæjar. Tilnefningar bárust um 30 hús. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Jólastyrkur ISAL afhentur

HINN árlegi jólastyrkur ISAL hefur verið afhentur og skiptist hann að þessu sinni milli þriggja aðila. Meira
22. desember 2001 | Landsbyggðin | 68 orð | 1 mynd

Jólatónleikar tónlistarskólans

NEMENDUR tónlistarskólans á Þórshöfn stóðu sig með prýði á jólatónleikum í Þórshafnarkirkju þrátt fyrir langt verkfall tónlistarkennara á önninni. Nemendur komu þar fram og léku á píanó, blokkflautu, þverflautu, klarinett og gítar. Meira
22. desember 2001 | Landsbyggðin | 289 orð | 1 mynd

Kaupir Bjarkalund af kaupfélaginu

GUÐMUNDUR Ólafsson á Grund í Reykhólasveit hefur keypt Hótel Bjarkalund af Kaupfélagi Króksfjarðar. Í sumar verður þar rekin alhliða ferðaþjónusta eins og undanfarin ár. Meira
22. desember 2001 | Akureyri og nágrenni | 396 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Aftansöngur kl. 18 á aðfangadagskvöld. Leikið á orgel kirkjunnar frá kl. 17.30. Björg Þórhallsdóttir syngur einsöng. Miðnæturmessa kl. 23.30. Kammerkór Akureyrarkirkju syngur, Rósa Kristín Baldursdóttir syngur einsöng. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Kjörin forseti Hæstaréttar

GUÐRÚN Erlendsdóttir hæstaréttardómari var í vikunni kjörin forseti Hæstaréttar Íslands árin 2002 til 2003. Varaforseti var kjörinn Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Knattspyrnumenn á stall

LISTAVERKIÐ "Knattspyrnumennirnir" eftir Sigurjón Ólafsson verður afhjúpað við hátíðlega athöfn á Akranesi á Þorláksmessu kl. 15. Verkið var gert 1936 en var talið glatað í Danmörku um árabil. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 213 orð | 2 myndir

Konur áberandi við útskrift í Vélskóla Íslands

VIÐ útskriftarathöfn í Vélskóla Íslands hinn 20. desember síðastliðinn voru brautskráðir tíu vélstjórar og vélfræðingar. Sjö voru brautskráðir af 1. stigi og þrír af 4.stigi, sem er grunnurinn undir hæstu starfsréttindi. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 263 orð

Konur fá frí á aðfangadag

KONUR sem starfa hjá Ríkisendurskoðun fá frí í vinnunni á aðfangadag jóla en karlar sem starfa hjá stofnuninni vinna þann dag fram til hádegis. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 382 orð

Kveðst efast um að aðgerðirnar dugi til

GRÍPA verður til fjölþættra aðhaldsaðgerða á Landspítala - háskólasjúkrahúsi til að þjónustan samræmist framlögum til hans í fjárlögum að mati stjórnarnefndar spítalans. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 122 orð

Launanefndin samþykkti samninginn

LAUNANEFND sveitarfélaganna samþykkti í gær kjarasamning sem nefndin gerði við Félag tónlistarskólakennara í síðasta mánuði. Áður hafði nefndin náð samkomulagi við fulltrúa félagsins um yfirlýsingu sem nefndin telur tryggja að forsendur samningsins... Meira
22. desember 2001 | Suðurnes | 108 orð

Lána körfuboltanum 3 milljónir

BÆJARSTJÓRN Grindavíkur hefur samþykkt að lána körfuknattleiksdeild UMFG þrjár milljónir kr. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 80 orð

Leiðrétt

Í NIÐURLAGI fréttar um útskrift í Menntaskólanum í Hamrahlíð í gær var rangt farið með nafn Eyþórs Arnar Jónssonar. Beðist er velvirðingar á því. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 169 orð

Lík Wileys fundið

LÍK bandaríska lífefnafræðingsins Dons C. Wileys, sem ekkert hefur spurst til síðan 14. nóvember sl., fannst í fyrradag í þverá Mississippifljóts í Louisiana eða um 500 km suður af Memphisborg í Tennesseefylki í Bandaríkjunum. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 156 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að tjóni sem unnið var á rauðri Toyotu á bílastæði við Nettó í Mjódd 19. desember. Bifreiðin er rauð, með númerinu BZ-040 og var kyrrstæð og mannlaus er á hana var ekið. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 35 orð

Matreiðslumenn hjá Sævari Karli

MATREIÐSLUMENN og vínþjónar af veitingastaðnum Sommelier verða í verslun Sævars Karls í Bankastræti á Þorláksmessu kl. 18-21 og veita viðskiptavinum ráð varðandi matinn yfir hátíðirnar. Meira
22. desember 2001 | Erlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Málverk Freuds af Bretadrottningu gagnrýnt

NÝTT málverk listmálarans Lucians Freuds af Elísabetu Bretadrottningu hefur verið gagnrýnt harðlega í nokkrum af fjölmiðlum Bretlands. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 501 orð

Nýr farvegur búinn til utan laga

ÞINGFLOKKUR Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, VG, kom saman til fundar í gær vegna úrskurðar Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra um Kárahnjúkavirkjun. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 140 orð

Nýr þjónustusamningur undirritaður

JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur undirritað nýjan þjónustusamning við stjórnendur Náttúrulækningafélags Íslands vegna reksturs Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Ný stjórn Skólastjórafélagsins

AÐALFUNDUR Skólastjórafélags Íslands var haldinn í Borgartúni 6 í Reykjavík 3. nóvember sl. Í Skólastjórafélaginu eru skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og deildarstjórar grunnskóla og kennsluráðgjafar á skólaskrifstofum. Meira
22. desember 2001 | Erlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Nýta ruslið til að orna sér

VEGNA eldsneytisskorts í Kabúl hafa margir íbúar borgarinnar gripið til þess ráðs að tína spýtnabrak, pappír og ýmiss konar rusl af götunum til að geta kveikt arinelda á heimilum sínum í vetrarkuldanum. Meira
22. desember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 1112 orð | 3 myndir

Nýtt hverfi í hjarta bæjarins

Norðurbakki er nafn nýs einkahlutafélags sem stofnað var í gær en aðilar að því eru Hafnarfjarðarkaupstaður, Þyrping hf. og J&K ehf. sem allir eiga fasteignir á norðurbakka hafnarinnar. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir forvitnaðist nánar um væntanlegt bryggjuhverfi. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 64 orð

Opið hjá Samhjálp um jólin

KAFFISTOFA Samhjálpar við Hverfisgötu í Reykjavík verður opin um hátíðarnar. Samhjálp rekur kaffistofuna fyrir utangarðsfólk og aðra sem leita vilja skjóls þessa daga. Opið verður á aðfangadag milli kl. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 86 orð

OR lækkar afltaxta til fyrirtækja

SAMÞYKKT var einróma á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á fimmtudag að lækka afltaxta Orkuveitu Reykjavíkur. Tekur lækkunin gildi frá næstu áramótum. Afltaxtar rafmagns eru einkum notaðir af fyrirtækjum og verða þeir lækkaðir um 10%. Meira
22. desember 2001 | Akureyri og nágrenni | 49 orð | 1 mynd

Plægir völlinn líkt og á vordegi

STÓRBÆNDURNIR á Hrafnagili hafa nýtt sér góðu tíðina að undanförnu til þess að búa í haginn fyrir vorið. Þeir hafa tekið land á leigu á Jódísarstöðum og sáð þar ríggresi í tugi hektara. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Rúmlega 167 þúsund manns voru við störf hér á landi

SAMTALS 167.177 manns mældist í vinnu hér á landi á þriðja ársfjórðungi þessa árs og hafa aldrei fleiri mælst í vinnu hér á landi. Þar af eru 89.418 karlar og 77.759 konur. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 109 orð

Safnast hafa 800 þúsund krónur

SAFNAST hafa rúmar 800 þúsund krónur í landssöfnun vegna sjóslysa síðustu vikna, en hún hefur staðið í tæpa viku. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 103 orð

Samkomur hjá Samtökunum '78

Á AÐFANGADAGSKVÖLD safnast félagar úr Samtökunum '78 til helgistundar í félags- og menningarmiðstöð félagsins á Laugavegi 3 og hefst hún kl. 23.30. Að henni lokinni er gestum boðið upp á jólakaffi, heitt súkkulaði og smákökur. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Samstarf Garðabæjar og Námsgagnastofnunar

BÆJARSTJÓRI Garðabæjar og forstjóri Námsgagnastofnunar hafa undirritað samkomulag um samstarf á sviði upplýsingatækni í grunnskólum. Meira
22. desember 2001 | Suðurnes | 63 orð

SEES leggur Klettás

VERKTAKINN SEES ehf. átti lægsta tilboð í gatnagerð við Klettás, annan áfanga Grænaáss og Njarðvíkurfitja. Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt tillögu forstöðumanns umhverfis- og tæknisviðs um að tilboði fyrirtækisins verði tekið. Meira
22. desember 2001 | Erlendar fréttir | 315 orð | 2 myndir

Sendiherra kallaður heim frá Pakistan

INDVERSK stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hygðust kalla sendiherra sinn í Pakistan heim í kjölfar sjálfsmorðsárásarinnar í Nýju-Delhí fyrir rúmri viku sem Indverjar gruna stjórnvöld í Islamabad um að bera ábyrgð á. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Skógræktarritið komið út

SKÓGRÆKTARRITIÐ, 2. hefti 2001 er komið út. Þetta er fagrit allra þeirra sem stunda skógrækt í minni eða stærri stíl og nýtist einnig mjög vel þeim garðeigendum sem prýða vilja garðinn með trjám og runnum. Forsíðumynd: Skógarmynd Þórarins B. Meira
22. desember 2001 | Suðurnes | 418 orð

Skuldir ekki auknar þrátt fyrir fjárfestingar

GREIÐSLUR frá Hitaveitu Suðurnesja gera það að verkum að Grindavíkurbær eykur ekki skuldir sínar á næsta ári þrátt fyrir verulegar kostnaðarhækkanir, óbreytta útsvarsprósentu og þónokkrar framkvæmdir. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 87 orð

Stakk af eftir að hafa ekið á leigubíl

LÖGREGLAN í Reykjavík fann í gær bíl ökumanns sem stakk af eftir að hafa ekið á leigubíl á Hringbraut við Landspítalann í fyrrinótt. Bíllinn fannst mannlaus í Öskjuhlíð í gærmorgun og leitaði lögregla ökumanns í gær. Meira
22. desember 2001 | Landsbyggðin | 58 orð | 1 mynd

Sumarhiti og flestir komnir heim

ÍBÚAR Árneshrepps hugsa mikið um það þessa dagana hvað vakir fyrir veðurguðunum, en síðan níunda þessa mánaðar hefur verið hér veðurblíða og hiti allt að 14 gráður. Meira
22. desember 2001 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Tekið við framlögum

HJÁLPARSTARF kirkjunnar verður með fólk í bíl í göngugötunni í Hafnarstræti á Þorláksmessu en það tekur á móti framlögum frá almenningi og eins verður tekið á móti baukum sem sendir voru inn á hvert heimili. Meira
22. desember 2001 | Akureyri og nágrenni | 35 orð

Tónleikar í Ungó

FRIÐRIK Ómar Hjörleifsson heldur tónleika í Ungó, leikhúsinu á Dalvík, næstkomandi fimmtudag, 27. desember, og hefjast þeir kl. 20:30. Á efnisskránni eru jólalög og dægurlög. Undirleik annast Magnús Ólafsson gítarleikari. Meira
22. desember 2001 | Landsbyggðin | 113 orð | 1 mynd

Unga kynslóðin býr sig undir jólin

NÚ er ekki langt til jólanna og á flestum barnaheimilunum er tilhlökkunin orðin mikil. Í Stykkishólmi er undirbúningur jólanna með hefðbundnu sniði. Það sem mest ber á eru skreytingarnar á húsum og í görðum sem aukast með hverju árinu. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 464 orð

Úrskurðurinn talinn jákvæður fyrir fjármögnun álvers

ENN er stefnt að því að ákvörðun um hvort ráðist verður í framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði verði tekin næsta haust. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 283 orð

Útflutningsverðmæti eykst um 6 milljarða

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA, Árni M. Mathiesen, ákvað í gær að auka leyfilegan heildarafla fiskveiðiársins á ýsu, ufsa, skarkola og steinbít. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 411 orð | 2 myndir

Útskrift frá Flensborgarskólanum

ÚTSKRIFAÐIR voru 29 stúdentar frá Flensborgarskólanum fimmtudaginn 20. desember. Útskriftin fór fram í Víðistaðakirkju. Bestum árangri nýstúdenta náði Hilda Guðný Svavarsdóttir en hún var með hæsta meðaleinkunn og rétt á eftir kom Kristín M.... Meira
22. desember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 344 orð | 1 mynd

Vatnsleikjagarður á teikniborðinu

FRUMHÖNNUN að vatnsleikjagarði við íþróttamiðstöðina Ásgarði var kynnt á fundi bæjarráðs Garðabæjar í vikunni. Kostnaður við slíkan vatnsleikjagarð er áætlaður um 127 til 147 milljónir króna. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 222 orð | 2 myndir

Vel kæst skata á Þorlák

MJÖG góð skötusala hefur verið undanfarna daga enda skata hátíðarmatur hjá mörgum landsmanna á Þorláksmessu. Meira
22. desember 2001 | Akureyri og nágrenni | 216 orð

Vilhelm Þorsteinsson EA með 1.340 milljónir í aflaverðmæti

VILHELM Þorsteinsson EA, fjölveiðiskip Samherja hf., fiskaði um 46.000 tonn á þessu ári og er aflaverðmæti skipsins 1.340 milljónir króna. Það verður því að telja líklegt að skipið verði í efsta sæti yfir aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa á árinu. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 288 orð

Vill leggja sálfræðiskýrslu um mat á vitnum fyrir dóm

VERJANDI fyrrum flugrekstrarstjóra Leiguflugs Ísleifs Ottesen fór fram á að fá að leggja fyrir dóminn sálfræðiskýrslu dr. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 116 orð

WWF krefst þess að Norsk Hydro hætti við álverið

SAMTÖKIN World Wide Fund for Nature, WWF, krefjast þess að Norsk Hydro hætti við fyrirhugað álver í Reyðarfirði vegna þeirra náttúruspjalla sem bygging Kárahnjúkavirkjunar muni valda. Meira
22. desember 2001 | Innlendar fréttir | 459 orð | 1 mynd

Ætlað að hvetja háskólafólk til dáða í rannsóknastarfi

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra og Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands undirrituðu í gær sérstakan samning um rannsóknir við Háskóla Íslands. Meira

Ritstjórnargreinar

22. desember 2001 | Leiðarar | 755 orð

Argentína og evruumræðan

Argentína, landið sem heitir eftir góðmálminum silfri og var lengi í hópi ríkustu landa heims, hefur undanfarin ár átt í miklum efnahagserfiðleikum. Meira
22. desember 2001 | Staksteinar | 461 orð | 2 myndir

Slagurinn við verðbólguna

Allt þetta upphlaup miðast við nýja hugmyndafræði, sem varla er hægt að tengja hagfræði, að efnahagssveiflur séu meira og minna huglægar. Þetta segir í Vísbendingu. Meira

Menning

22. desember 2001 | Menningarlíf | 213 orð | 1 mynd

Aðventkirkjan við Ingólfsstræti Kór Aðventkirkjunnar í...

Aðventkirkjan við Ingólfsstræti Kór Aðventkirkjunnar í Reykjavík flytur tónverkið Friður á jörðu eftir Björgvin Guðmundsson kl. 16. Einsöngvarar eru Nanna María Cortes og Garðar Thór Cortes. Stjórnandi er Garðar Cortes. Meira
22. desember 2001 | Fólk í fréttum | 434 orð | 1 mynd

Aftur til upprunans...í Kentucky

MICHAEL Pollock hefur fengist við tónlist og skáldskap í fjölmörg ár og hefur ásamt Daniel bróður sínum verið áberandi í íslenskum tónlistarheimi. Meira
22. desember 2001 | Fólk í fréttum | 192 orð | 3 myndir

Ágætis rokköld

ÞAÐ var mikið rokk í Iðnó á fimmtudag þegar niðurstöður könnunar Dr. Gunna um það hver þætti rokkplata aldarinnar voru kunngjörðar formlega. Könnunina gerði doktorinn í tengslum við bók sína Eru ekki allir í stuði? Meira
22. desember 2001 | Menningarlíf | 840 orð | 1 mynd

Ástin á myndlistinni

Gjörningaklúbburinn hefur opnað sýningu í Galleríi Hlemmi sem er afrakstur dvalar meðlimanna meðal íkorna, froska og refa í gestavinnustofu í Finnlandi. Heiða Jóhannsdóttir forvitnaðist um ævintýri þeirra undanfarna og komandi mánuði. Meira
22. desember 2001 | Menningarlíf | 758 orð

Besta útflutningsvara Íslendinga

HEILDARÚTGÁFA Íslendingasagnanna á enskri tungu fékk lofsamlega umfjöllun hjá Brad Leithauser, gagnrýnanda bókablaðs New York Times, nú fyrir skemmstu. Meira
22. desember 2001 | Bókmenntir | 533 orð | 1 mynd

Blessuð vísan lifir enn

Fimmtán ára gamall ætlaði hann að taka þátt í ljóðasamkeppni, en komst ekki lengra en að setja saman eina vísu: Er alheimur dunar af orrustugný og allt er gengið úr skorðum, íslenzka þjóðin öðlast á ný þann arf sem hún glataði forðum. Meira
22. desember 2001 | Menningarlíf | 262 orð

Bókmenntaverðlaun bókaverslana

FÉLAG starfsfólks bókaverslana um allt land hefur nú veitt bókmenntaverðlaun sín í annað sinn. Meira
22. desember 2001 | Menningarlíf | 91 orð | 1 mynd

Djass

Lemon River nefnist ný plata með íslensk-dönsku hljómsveitinni Klakki. Á plötunni eru 15 lög eftir Nínu Björk Elíasson og Hesse Poulsen, innblásin af fornum kínverskum ljóðum. Meira
22. desember 2001 | Bókmenntir | 341 orð | 1 mynd

Dýr í tilvistarkreppu

eftir Guðberg Bergsson. Teikningar: Halldór Baldursson. JPV-útgáfa 2001. 92 bls. Meira
22. desember 2001 | Tónlist | 519 orð

Eftir tuttugu ár

Íslenska tríóið flutti verk eftir Beethoven, Brahms og Atla Heimi Sveinsson. Fimmtudagurinn 20. desember, 2001. Meira
22. desember 2001 | Bókmenntir | 562 orð

,,Ég fæ kannski náðun"

eftir Mats Wahl í þýðingu Hilmars Hilmarssonar. Mál og menning 2001, 223 bls. Meira
22. desember 2001 | Fólk í fréttum | 151 orð | 1 mynd

Fjölskylduvandamál

Bandaríkin 1998. Skífan. VHS. Bönnuð innan 16 ára. (88 mín.) Leikstjórn Michael Steinberg. Aðalhlutverk Julia Stiles, William R. Moses. Meira
22. desember 2001 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Fær góða dóma í Finnlandi

FYRIR skömmu hélt Helga Egilsdóttir listmálari einkasýningu í tm.galleria í Helsinki en tm.galleria er rekið af félagi finnskra listmálara. Sýningu Helgu sem bar nafnið "Myndin" (KUVA) var vel tekið og fékk hún góða dóma. Meira
22. desember 2001 | Menningarlíf | 76 orð

Hafnarhúsið viðurkennt

HAFNARHÚSIÐ í Reykjavík hlaut þá viðurkenningu nýverið, að vera tilnefnt til Blueprint Architecture-verðlaunanna fyrir árið 2000 í flokki opinberra bygginga sem gerðar hafa verið upp. Meira
22. desember 2001 | Bókmenntir | 463 orð

Heillandi vísindi

a) Miklihvellur og svo kom lífið, b) Langt út í geim, c) Heimur vélanna, d) Hin mennska vél, e) Fornmenning og frægar þjóðir og f) Frá risaeðlum til manna. 52 bls. hver bók. Útgefandi er Skjaldborg ehf. 2001. Meira
22. desember 2001 | Bókmenntir | 257 orð | 1 mynd

Heimur indverskrar stelpu

eftir Öddu Steinu Björnsdóttur. Teikningar: Margrét E. Laxness. Æskan 2001. 39 bls. Meira
22. desember 2001 | Fólk í fréttum | 777 orð | 5 myndir

Helstu tölvuleikirnir

Það getur verið úr vöndu að ráða þegar velja á leiki í jólapakkann, eða bara til að spila yfir jólin. Ingvi Matthías Árnason rennir yfir þá álitlegustu. Meira
22. desember 2001 | Fólk í fréttum | 870 orð | 2 myndir

Hljómsveit sem er okkur í blóð borin

Á dögunum kom út tvöfaldur safndiskur með hljómsveit allra landsmanna, Stuðmönnum, og nefnist hann Tvöfalda bítið. Arnar Eggert Thoroddsen settist niður með þremur aðdáendum sveitarinnar og skrafaði með þeim og skeggræddi. Meira
22. desember 2001 | Bókmenntir | 445 orð

Hugþekkur Strandamaður

Endurminningar II. Torfi Guðbrandsson. Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 2001, 336 bls. Meira
22. desember 2001 | Menningarlíf | 717 orð | 1 mynd

Innreið í nútímann

"ÞETTA er bók sem segir frá innreið nútímans á Íslandi. Nafnið er svolítið villandi, því rafeindatæknin sjálf er minnstur hluti bókarinnar," segir Þorsteinn Jón Óskarsson höfundur bókarinnar Rafeindatækni í 150 ár. Meira
22. desember 2001 | Fólk í fréttum | 115 orð | 2 myndir

Jólagjöf til Alnæmissamtakanna

XMAS, árlegir jólarokktónleikar útvarpsstöðvarinnar Radíó-X, fóru fram á Gauki á Stöng á fimmtudagskvöld við góðar undirtektir. Meira
22. desember 2001 | Tónlist | 810 orð

Jörmundagskrá á jólatónleikum

Jólatónleikar Kórs og Gradualekórs Langholtskirkju. Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópran, Ólafur Kjartan Sigurðarson barýton. Bernard S. Wilkinson, Hallfríður Ólafsdóttir, flautur; Halldór Torfason, einsöngur; Jón Sigurðsson, kontrabassi; Kjartan Valdemarsson, píanó; Lára Bryndís Eggertsdóttir, orgel; Monika Abendroth, harpa; Pétur Grétarsson, trommur; Ragnheiður Helgadóttir/Þóra Sif Friðriksdóttir, einsöngur. Stjórnandi: Jón Stefánsson. Fimmtudaginn 20. desember kl. 20. Meira
22. desember 2001 | Bókmenntir | 100 orð | 1 mynd

Ljóð

Hvítalogn er 15 ljóðabók Ingimars Erlendar Sigurðssonar . Í kynningu segir m.a. Meira
22. desember 2001 | Menningarlíf | 473 orð | 1 mynd

Ljóð og tónar íslenskra kvenna

Ásgerður Júníusdóttir mezzósópran hefur gefið út hljómdisk, Minn heimur og þinn, sem hefur að geyma tónsmíðar og ljóð eftir íslenskar konur. Heiða Jóhannsdóttir forvitnaðist nánar um þennan fyrsta disk söngkonunnar. Meira
22. desember 2001 | Bókmenntir | 745 orð | 1 mynd

Magnaðar ljóðaþýðingar

Magnús Ásgeirsson. Sölvi Björn Sigurðsson valdi kvæðin og ritaði formála. Mál og menning, 2001. Meira
22. desember 2001 | Menningarlíf | 936 orð | 2 myndir

"Mikið lifandis ósköp þótti börnunum gaman að þessu"

ÞÆR Þuríður Pálsdóttir söngkona og Jórunn Viðar píanóleikari og tónskáld eru ekki bara náfrænkur. Meira
22. desember 2001 | Fólk í fréttum | 550 orð | 1 mynd

"Varð að kýla á þetta núna"

GUNNLAUG Briem þarf vart að kynna en hann er með þekktari trommuleikurum landsins, og líklega kunnastur fyrir störf sín með Mezzoforte. Gunnlaugur er nú búsettur í Bretlandi og á dögunum kom út fyrsta einherjaskífa kappans sem hann kallar Earth . Meira
22. desember 2001 | Menningarlíf | 368 orð | 1 mynd

Ríflega níu milljónum úthlutað til 37 aðila

RÚMLEGA níu milljónum var úthlutað til 37 aðila úr Menningar- og styrktarsjóði Búnaðarbanka Íslands hf. við athöfn í Gerðarsafni í Kópavogi. Styrkinn hlutu að þessu sinni: Miðborgarstarf KFUM & K, til forvarnarstarfs ungs fólks. Meira
22. desember 2001 | Fólk í fréttum | 117 orð | 1 mynd

Shaggy og Dido söluhæst

JAMAÍKA-ættaði tónlistarmaðurinn Shaggy átti söluhæstu breiðskífuna í Bandaríkjunum þetta árið. Meira
22. desember 2001 | Fólk í fréttum | 735 orð | 3 myndir

Skotleikir Half Life: Leikurinn sem gerði...

Skotleikir Half Life: Leikurinn sem gerði PC-eigendur hrædda jólin 1998 er kominn á PS2. Gengur út að að sleppa frá rannsóknarstofu fullri af geimverum og álíka ófögnuði með hjálp risastórs vopnabúrs og öryggisvarða sem heita allir Barney. Meira
22. desember 2001 | Fólk í fréttum | 264 orð | 1 mynd

Stormskerið talar

- KOMDU sæll, minn kæri herra Sverrir Stormsker. - Já, komdu sæll og blessaður. - Þú ert með þennan disk, segirðu... - Jú, jú. Hann átti reyndar að koma út í fyrra en plötunni var óvart dreift á Grænhöfðaeyjum og í Ástralíu. Meira
22. desember 2001 | Menningarlíf | 148 orð

Tímarit

BREIÐFIRÐINGUR , tímarit Breiðfirðingafélagsins, 58.-59. árgangur, fyrir árin 2000-2001, er kominn út. Meðal annars eru í ritinu greinar um Leifshátíðina á Eiríksstöðum í Haukadal sumarið 2000 og fyrirtækið Sæferðir í Stykkishólmi. Meira
22. desember 2001 | Menningarlíf | 56 orð

Tveir fá Snorra-styrk

STYRKIR Snorra Sturlusonar eru nú veittir í tíunda sinn. Fimmtíu og fimm umsóknir bárust frá tuttugu og einu landi. Að þessu sinni hljóta styrk, til þriggja mánaða, dr. Meira
22. desember 2001 | Bókmenntir | 744 orð | 1 mynd

Vinafundur í sjónvarpi

Hans Kristján Árnason ræðir við Jón Baldvin Hannibalsson í sjónvarpssal. Sýnt á Stöð 2 í nóvember. Útgefandi: HKÁ í samvinnu við Stöð 2. Tveir þættir, lengd alls 133 mínútur. Meira

Umræðan

22. desember 2001 | Bréf til blaðsins | 261 orð | 1 mynd

Áhrif hlýindanna á trjágróður

MARGIR hafa spurt mig hvaða áhrif hlýindin undanfarna daga myndu hafa á trjágróður. Þess vegna dettur mér í hug að birta hér upplýsingar úr rannsóknum mínum, sem ég gerði á því hvernig runnategundir hegðuðu sér yfir vetrarmánuðina gagnvart hitastigi. Meira
22. desember 2001 | Aðsent efni | 532 orð | 1 mynd

Ekkert merkilegt!

Ég hvet fréttamenn, segir Birgir Gunnlaugsson, til að gæta jafnræðis í fréttaflutningi sínum. Meira
22. desember 2001 | Aðsent efni | 315 orð | 1 mynd

Hefjum árið með bæn um frið

Í stríði, segir Guðrún G. Bergmann, verður í raun aldrei neinn sigurvegari. Meira
22. desember 2001 | Bréf til blaðsins | 202 orð | 2 myndir

Hefur þú efni á að drekka ekki mjólk?

UM ÁRAMÓTIN hækkar heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum um 6-7%. Þegar þessi ákvörðun var tilkynnt í lok október varð nokkur umræða í kjölfarið og sýndist sitt hverjum. Meira
22. desember 2001 | Aðsent efni | 548 orð | 1 mynd

Hinir útskúfuðu

Svo lengi, segir Karl Gústaf Ásgrímsson, má brýna deigt járn að það bíti. Meira
22. desember 2001 | Aðsent efni | 791 orð | 1 mynd

Í orði og á borði

Ég tel að legudeild sé neyðarúrræði, segir Hilmar Harðarson, sem þarf að nota þegar allt annað bregst. Meira
22. desember 2001 | Bréf til blaðsins | 307 orð | 1 mynd

Klassískar perlur í dægurlög?

Klassískar perlur í dægurlög? ÉG var að hlusta á Mósaík og í þættinum var flutt lagið Ave María eftir Kaldalóns. Þetta er mjög fallegt lag og það er oftast nær flutt af góðum söngvurum og kórum. Meira
22. desember 2001 | Aðsent efni | 573 orð | 1 mynd

Loftslagssamningar

Ástæða er til að hvetja alla sem fjalla um loftslagsmál, segir Stefán Gíslason, til að kynna sér innlend og erlend gögn. Meira
22. desember 2001 | Bréf til blaðsins | 38 orð | 1 mynd

Morgunblaðið/Kristján Þessar duglegu stúlkur á Akureyri...

Morgunblaðið/Kristján Þessar duglegu stúlkur á Akureyri héldu hlutaveltu á dögunum og söfnuðu 4795 krónum sem þær færðu Rauða krossdeildinni á Akureyri að gjöf. Meira
22. desember 2001 | Aðsent efni | 793 orð | 1 mynd

Njótum jólanna

Jólin, segir Guðný Hallgrímsdóttir, eru þrá eftir því sem er heilt og gott. Meira
22. desember 2001 | Aðsent efni | 981 orð | 1 mynd

Pólitísk gerningaþoka á Tröllaskaga

Flest rök hníga að því, segir Guðjón Jónsson, að göng á Tröllaskaga þurfi lengri umþóttunartíma. Meira
22. desember 2001 | Aðsent efni | 891 orð | 1 mynd

Raunsýn eða tálsýn?

Þjóðin á að krefjast þess, segir Hafsteinn Hjaltason, að sýnt sé óyggjandi að aðrir kostir séu betri. Meira
22. desember 2001 | Bréf til blaðsins | 170 orð

Rautt greipaldin

ÉG er mikill aðdáandi og stór neytandi rauðs greipaldins (grapefruit), enda er það sérstaklega hollur sítrusávöxtur. Því miður er það stundum þrautaganga að finna þá tegund ávaxtarins, sem fellur að mínum smekk og bragðlaukum. Meira
22. desember 2001 | Aðsent efni | 433 orð | 1 mynd

Snjókorn falla, á allt og alla

Jólasöngvar duna, segir Heiðar Guðnason, börnin ærslast, full af tilhlökkun. Meira
22. desember 2001 | Aðsent efni | 422 orð | 1 mynd

Traustatak á fjármálum Hafnarfjarðarbæjar

Framkvæmdir og framfarir í Hafnarfirði, segir Magnús Gunnarsson, hafa verið meiri en nokkru sinni í sögu kaupstaðarins. Meira
22. desember 2001 | Aðsent efni | 845 orð | 1 mynd

Um miðborg Reykjavíkur

Miðborg Reykjavíkur er að mínu mati, segir Andri Júlíusson, ákaflega skemmtilegur og aðlaðandi staður. Meira

Minningargreinar

22. desember 2001 | Minningargreinar | 1117 orð | 1 mynd

ÁSDÍS ÞÓRHALLSDÓTTIR

Ásdís Þórhallsdóttir fæddist í Hofsgerði í Hofshreppi í Skagafjarðarsýslu 12. ágúst 1922. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Víðinesi 5. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 14. desember. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2001 | Minningargreinar | 577 orð | 1 mynd

BIRGIR AXELSSON

Birgir Axelsson fæddist 21. ágúst 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 14. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 21. desember. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2001 | Minningargreinar | 609 orð | 1 mynd

ELÍNBJÖRG ORMSDÓTTIR

Elínbjörg Ormsdóttir fæddist 29. maí 1929. Hún lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 11. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ormur Grímsson, f. 7. maí 1892 d. 27. apríl 1979, og Kristín Jónasdóttir, f. 22. ágúst 1907, d. 18.mars 1970. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2001 | Minningargreinar | 220 orð | 1 mynd

ERNA SVANHVÍT JÓHANNESDÓTTIR

Erna Svanhvít Jóhannesdóttir fæddist í Þverdal í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 16. nóvember 1940. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn 2. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 10. desember. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2001 | Minningargreinar | 233 orð | 1 mynd

GUÐRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR

Guðríður Magnúsdóttir fæddist á Efra-Skarði í Svínadal 8. september 1909. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ (Efstabæ) 13. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seljakirkju 19. desember. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2001 | Minningargreinar | 576 orð | 1 mynd

GUÐRÚN BERGLIND SIGURJÓNSDÓTTIR

Guðrún Berglind Sigurjónsdóttir fæddist 19. júní 1932 í Vatnsholti í Flóa. Hún lést á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi 29. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 6. desember. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2001 | Minningargreinar | 3341 orð | 1 mynd

INGÓLFUR SIGURGEIRSSON

Ingólfur Sigurgeirsson fæddist 16. desember 1907. Hann lést 16. desember síðastliðinn. Hann var sonur Sigurgeirs Tómassonar, f. 22. desember 1860, d. 30. október 1939, og Kristínar Ingibjargar Tómasdóttur, f. 14. október 1872, d. 23. apríl 1963. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2001 | Minningargreinar | 828 orð | 1 mynd

JÓN ÞÓRISSON

Jón Þórisson fæddist í Álftagerði í Mývatnssveit 22. september 1920. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 5. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Reykholtskirkju 15. desember. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2001 | Minningargreinar | 298 orð | 1 mynd

LOFTUR STEINBERGSSON

Loftur Gunnar Steinbergsson fæddist 22. apríl árið 1943. Hann lést á heimili sínu 25. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Steinberg Jónsson frá Dalvík, f. 17.11. 1903, og Ágústa Sigurðardóttir frá Skambeinsstöðum, Rangárvallasýslu, f. 14.2. 1905. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2001 | Minningargreinar | 2441 orð | 1 mynd

SIGGEIR PÁLSSON

Siggeir Pálsson fæddist á Baugsstöðum í Stokkseyrarhreppi 6. júlí 1925. Hann lést af slysförum miðvikudaginn 12. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Guðmundsson bóndi á Baugsstöðum, f. 31. júlí 1887, d. 30. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2001 | Minningargreinar | 260 orð | 1 mynd

SIGRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR

Sigrún Þórðardóttir fæddist í Hafnarfirði 20.7. 1931. Hún lést á St. Jósefsspítala 15. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Eyjólfsson, f. 6.5. 1898, d. 6.2. 1965, og kona hans Salóme Salómonsdóttir, f. 28.5. 1899, d. 8.12. 1966. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2001 | Minningargreinar | 6897 orð | 1 mynd

SÆBJÖRN VIGNIR ÁSGEIRSSON

Sæbjörn Vignir Ásgeirsson fæddist á Norðfirði 6. september 1961. Hann fórst með Svanborgu SH 404 7. desember síðastliðinn. Foreldrar Sæbjörns eru Dorothy Senior, f. 11.3. 1942, og Ásgeir Methúsalemsson, f. 27.1. 1941, bæði frá Reyðarfirði. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2001 | Minningargreinar | 5010 orð | 1 mynd

ÞÓRIR SKARPHÉÐINSSON

Þórir Skarphéðinsson fæddist á Hróastöðum í Öxarfirði í N-Þing. 7. febrúar 1914. Hann lést á heimili sínu 15. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Skarphéðinn Sigvaldason bóndi, f. 4. apríl 1876, d. 15. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

22. desember 2001 | Viðskiptafréttir | 589 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 290 201 258...

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 290 201 258 80 20,660 Blálanga 88 85 87 240 20,760 Gellur 380 380 380 5 1,900 Grálúða 160 160 160 104 16,640 Gullkarfi 89 30 65 3,064 199,153 Hlýri 170 170 170 389 66,130 Hrogn Ýmis 50 50 50 103 5,150 Keila 116 58 92 1,938... Meira
22. desember 2001 | Viðskiptafréttir | 602 orð | 1 mynd

Áform um afskráningu Reitan Narvesen

YFIRTÖKUTILBOÐ Odd Reitan og fjölskyldu hans í öll hlutabréf í norska verslunarveldinu Reitan Narvesen rann út á þriðjudag og hefur fjölskyldan tryggt sér a.m.k. 89,3% hlutafjár í félaginu. Meira
22. desember 2001 | Viðskiptafréttir | 236 orð

Ekkert athugavert við fyrirkomulag stjórnar

VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segist ekki gera athugasemdir við það fyrirkomulag að forstjóri Samkeppnisstofnunar sitji í stjórn Flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara með fulltrúum olíufélaganna. Meira
22. desember 2001 | Viðskiptafréttir | 112 orð

ESB rannsakar breskan tryggingamarkað

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur beðið bresku ríkisstjórnina um upplýsingar um reglur um tryggingastarfsemi Lloyd's of London. Meira
22. desember 2001 | Viðskiptafréttir | 259 orð

Fjármálafyrirtæki upplýsi um hagsmunatengsl

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur gert athugasemdir við það að fjármálafyrirtæki eða greiningardeildir á vegum þeirra veki opinberlega athygli á ýmsum fjárfestingarkostum fyrir almenning án þess að tekið sé fram hvort viðkomandi fjármálafyrirtæki eigi hagsmuna að... Meira
22. desember 2001 | Viðskiptafréttir | 81 orð | 1 mynd

Lakari ávöxtun íslenskra hlutabréfa

ÁVÖXTUN hlutabréfasjóða sem sérhæfa sig í íslenskum hlutabréfum var lakari en þeirra sem fjárfesta í alþjóðlegum eða blönduðum hlutabréfum á tólf mánaða tímabilinu frá 1. desember 2000 til 30. Meira
22. desember 2001 | Viðskiptafréttir | 102 orð

Mikil aukning í rækjuveiði

Mikil aukning varð á veiði ísrækjutogara Þormóðs ramma-Sæbergs hf. milli ára. Fyrirtækið gerir út fjóra ísrækjutogara sem landa afla sínum hjá rækjuverksmiðju þess á Siglufirði. Heildarafli þeirra í ár er 4. Meira
22. desember 2001 | Viðskiptafréttir | 103 orð

Norsk Hydro verður þriðji stærsti álframleiðandi heims

NORSK Hydro verður brátt þriðji stærsti álframleiðandi heims, eftir að félagið hefur keypt þýska álfyrirtækið Vaw af E.on fyrir a.m.k. 220 milljarða íslenskra króna og verður það stærsta yfirtaka norsks fyrirtækis á öðru til þessa. Meira
22. desember 2001 | Viðskiptafréttir | 394 orð

Samdráttur í byggingariðnaði en vöxtur í þjónustu

SAMKVÆMT könnun Vinnumálastofnunar meðal fyrirtækja í fimm atvinnugreinum má vænta umtalsverðs samdráttar í byggingariðnaði þegar kemur fram á veturinn. Meira
22. desember 2001 | Viðskiptafréttir | 62 orð

Steypustöðvar tilkynntu hækkun sama dag

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur borist afrit af bréfum frá steypustöðvunum BM Vallá hf. og Steypustöðinni hf. til viðskiptavina þeirra, þar sem tilkynnt er 7-9% hækkun á steypuverði. Meira
22. desember 2001 | Viðskiptafréttir | 175 orð

Útistandandi bréf lækkuð um 300 milljónir

ÍSLANDSBANKI hefur fært hlutabréf í bankanum að nafnverði 195 milljónir króna úr veltubók til lækkunar á eigin fé. Meira
22. desember 2001 | Viðskiptafréttir | 705 orð | 1 mynd

Ýsukvótinn aukinn um 11 þúsund tonn

ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, hefur ákveðið að auka leyfilegan heildarafla ýsu, ufsa, skarkola og steinbíts á fiskveiðiárinu. Meira

Daglegt líf

22. desember 2001 | Neytendur | 325 orð | 2 myndir

Kostnaður á ekinn kílómetra raunhæfastur

RAUNHÆFASTI samanburðurinn á kostnaði við akstur leigubíla milli áfangastaða felst í kostnaði á hvern ekinn kílómetra, segir Ástgeir Þorsteinsson formaður Bandalags íslenskra leigubílstjóra og Frama. Meira
22. desember 2001 | Neytendur | 689 orð | 1 mynd

Nokkur góð ráð við jólamatseldina

NÓG er að gera á Leiðbeiningastöð heimilanna þegar nær dregur jólum, enda eru fyrirspurnirnar eins misjafnar og þær eru margar. Hjördís Edda Broddadóttir, framkvæmdastjóri Leiðbeiningastöðvarinnar, valdi nokkur góð jólaráð fyrir lesendur. Meira

Fastir þættir

22. desember 2001 | Viðhorf | 753 orð

Aðventa í janúar

En það er nú gott og blessað ef börnin fá Harry-lego ef það er það sem þau vilja og geta notið. Enginn vill a.m.k. fá fiskhausa í loftþéttum umbúðum eða tvö kíló af fitu í jólagjöf, en þetta var meðal gjafa sem kjörnar voru þær verstu af lesendum norska Dagblaðsins á Netinu. Meira
22. desember 2001 | Fastir þættir | 485 orð | 1 mynd

Á að hætta að reykja um áramótin?

Lesendur Morgunblaðsins geta komið spurningum varðandi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Meira
22. desember 2001 | Fastir þættir | 249 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

FRÆG er sagan af frúnni sem átti út gegn sjö gröndum breska meistarans Harrison-Gray. Hún doblaði ekki, en tók þó á ásinn sinn. "Af hverju doblaðirðu ekki?" spurði undrandi áhorfandi. "Herra minn - þér þekkið ekki Harrison-Gray. Meira
22. desember 2001 | Árnað heilla | 20 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. ágúst sl. í Dómkirkjunni í Reykjavík af sr. Sigurði Pálssyni Hildur Stefánsdóttir og Jónas Páll... Meira
22. desember 2001 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. ágúst sl. í Digraneskirkju af sr. Gunnari Sigurjónssyni Sigrún Rafnsdóttir og Daði Þór Einarsson . Heimili þeirra er að Fyrrevænget 12, 6900 - Skjern,... Meira
22. desember 2001 | Árnað heilla | 18 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. september sl. í Kotstrandarkirkju af sr. Theódóri Birgissyni Sólrún Margrét Stefánsdóttir og Markús... Meira
22. desember 2001 | Árnað heilla | 17 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. júlí sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Hulda Guðmundsdóttir og Þór... Meira
22. desember 2001 | Fastir þættir | 472 orð | 1 mynd

Hátíðirnar geta reynst sykursjúkum erfiðar

Fyrir mörg okkar er óhóf í neyslu sykurs meðan á hátíðunum stendur fremur regla en undantekning. Afleiðingin er oftast þyngdaraukning sem tekist er á við í janúar. En ofgnótt veislumatar hefur alvarlegri afleiðingar fyrir sykursjúka. Meira
22. desember 2001 | Í dag | 1295 orð | 1 mynd

Helgihald á jólum í Neskirkju

Lesið úr Þorlákssögu Á Þorláksmessu, sunnudaginn 23. desember, verður messa kl. 11 í Neskirkju. Um er að ræða styttri gerð af messu þar sem áhersla verður lögð á fyrirbænir. Meira
22. desember 2001 | Í dag | 4480 orð | 1 mynd

(Jóh. 1.).

Guðspjall dagsins: Vitnisburður Jóhannesar. Meira
22. desember 2001 | Dagbók | 815 orð

(Orðskv. 13, 20.)

Í dag er laugardagur 22. desember, 356. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Haf umgengni við vitra menn, þá verður þú vitur, en illa fer þeim, sem leggur lag sitt við heimskingja. Meira
22. desember 2001 | Fastir þættir | 787 orð | 1 mynd

Óhollara mataræði eftir atburðina 11. september

Ný könnun sem gerð var af Amerísku krabbameinsrannsóknarstofnuninni (American Institute for Cancer Research) (AICR) sýnir að 20% Bandaríkjamanna hafa breytt mataræði sínu til hins verra eftir hryðjuverkaárásina á New York og Washington, 11. Meira
22. desember 2001 | Fastir þættir | 168 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 Rg4 7. Bc1 Rf6 8. Be3 Rg4 9. Bg5 Rc6 10. h3 Da5 11. Rxc6 bxc6 12. Bd2 Re5 13. f4 Rd7 14. Bc4 Hb8 15. Bb3 g6 16. De2 Bg7 17. 0-0-0 0-0 18. Kb1 Rc5 19. g4 Be6 20. f5 Bxb3 21. Meira
22. desember 2001 | Dagbók | 33 orð

Svo frjáls vertu móðir sem vindur...

Svo frjáls vertu móðir sem vindur á vog, sem vötn þín með straumunum þungu, sem himins þíns bragandi norðljósa log og ljóðin á skáldanna tungu. Og aldregi aldregi bindi þig bönd, nema bláfjötur Ægis við klettótta... Meira
22. desember 2001 | Fastir þættir | 494 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI hafði vit á því að skella sér á tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur í Laugardalshöllinni á miðvikudag og sér ekki eftir því. Vissulega er þetta farið að hljóma eins og gömul tugga en stúlkan sú er hreinn og beinn snillingur. Meira

Íþróttir

22. desember 2001 | Íþróttir | 122 orð

Anelka til Liverpool

LIVERPOOL fékk í gærkvöld franska knattspyrnumanninn Nicolas Anelka á leigu frá Paris St. Germain út þetta keppnistímabil. Að því loknu hefur Liverpool forkaupsrétt á þessum 24 ára gamla sóknarmanni sem sló í gegn með Arsenal fyrir nokkrum árum. Meira
22. desember 2001 | Íþróttir | 110 orð

Árna hrósað í hástert í Portúgal

FÖSTUDAGINN 2. nóvember sl. var sagt frá því í Morgunblaðinu að blöð í Portúgal kepptust við að hrósa Árna Gauti Arasyni, markverði Rosenborg, fyrir leik sinn gegn Porto og er honum hrósað í hástert - talinn besti maður leiksins, sem Portó vann, 1:0. Meira
22. desember 2001 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

Árni Gautur fór á kostum

FIMMTUDAGINN 18. október sl. var sagt frá afreki Árna Gauts gegn Juventus: "Árni Gautur Arason átti frábæran leik í marki Rosenborgar sem tapaði fyrir Juventus, 1:0, í E-riðli Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í Tórinó gær. Meira
22. desember 2001 | Íþróttir | 105 orð

Bestur í Noregi

ÁRNI Gautur Arason var útnefndur besti markvörðurinn í Noregi á þessu ári en hann lék 24 af 26 leikjum liðsins í deildinni og alla leiki liðsins í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Meira
22. desember 2001 | Íþróttir | 180 orð | 1 mynd

* BODO Wermelskirchen , yfirþjálfari sundfélagsins...

* BODO Wermelskirchen , yfirþjálfari sundfélagsins Ægis , hefur sagt upp störfum hjá félaginu og hættir væntanlega 1. febrúar nk. Uppsögnin er gerð í sátt við stjórn félagsins. Wermelskirchen hefur ráðið sig sem þjálfara sundfélags í Lúxem borg . Meira
22. desember 2001 | Íþróttir | 729 orð | 1 mynd

Eiður Smári í sviðsljósinu á Highbury

KNATTSPYRNUMENNIRNIR í ensku úrvalsdeildinni standa í ströngu næstu dagana en á einni viku verða þrjár umferðir á dagskrá. Fjörið byrjar um helgina en þá fer fram ein umferð sem leikin verður á laugardag og sunnudag, á öðrum degi jóla er heil umferð og um aðra helgi er svo þriðja umferðin í þessari miklu törn. Meira
22. desember 2001 | Íþróttir | 2989 orð | 1 mynd

Gengur best þegar mikið er í húfi

Árni Gautur Arason hefur vakið athygli í hinum stóra knattspyrnuheimi þar sem hann stóð í ströngu með liði sínu Rosenborg í meistaradeild Evópu í haust. Sigurður Elvar Þórólfsson ræddi við landsliðsmarkvörðinn um gang mála í Noregi, námið, landsliðið og að sjálfsögðu var hann inntur eftir því hvort hann væri á förum til stórliðs í Evrópu. Meira
22. desember 2001 | Íþróttir | 113 orð

Jóhann gerir falleg mörk

JÓHANN Birnir Guðmundsson, leikmaður með Lyn í Noregi, virðist gera falleg mörk fyrir lið sitt ef marka má lista yfir tíu bestu mörk liðsins á árinu. Á heimasíðu félagsins er listi yfir tíu mörk og eru notendur beðnir að kjósa besta markið. Meira
22. desember 2001 | Íþróttir | 108 orð

Jólaleikir

Leikirnir í ensku úrvalsdeildinni um helgina og á öðrum degi jóla eru þessir: Laugardagur Derby - Aston Villa Charlton - Blackburn Leeds - Newcastle Leicester - West Ham Man. Meira
22. desember 2001 | Íþróttir | 52 orð

KNATTSPYRNA Belgía Anderlecht - Club Brugge...

KNATTSPYRNA Belgía Anderlecht - Club Brugge 1:0 England 2. deild: Brentford - Northampton 3:0 *Ólafur Gottskálksson og Ívar Ingimarsson léku allan leikinn með Brentford. Meira
22. desember 2001 | Íþróttir | 81 orð

Ólafur fór á kostum

ÓLAFUR Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik, fór hreinlega á kostum í gærkvöld þegar lið hans, Magdeburg, vann Solingen, 29:24, í þýsku 1. deildinni. Meira
22. desember 2001 | Íþróttir | 119 orð

Óvíst með Gunnleif

ALLSENDIS óvíst er hvar Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Keflvíkinga, leikur næsta sumar, en skýrt hafði verið frá áhuga HK-manna á að fá hann til liðs við félagið. Meira
22. desember 2001 | Íþróttir | 141 orð

Tveir nýliðar í Arabíuferð

KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands ákvað í gær að taka tilboði Kúveita og Sádi-Araba um að leika við þá landsleiki dagana 8. og 10. janúar. Atli Eðvaldsson valdi strax í gær 18 manna hóp fyrir ferðina og í honum eru tveir nýliðar. Það eru þeir Hjálmar Jónsson úr Keflavík og Baldur Aðalsteinsson úr ÍA, sem báðir eru 21 árs og spiluðu með 21-árs landsliðinu í ár. Meira
22. desember 2001 | Íþróttir | 462 orð

Vali á Póllandsförunum seinkar

GUÐMUNDUR Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, ætlar að tilkynna á öðrum degi jóla hvaða leikmenn úr 22 manna landsliðshópi sínum hann ætlar að velja til þess að fara til Póllands og leika þar þrjá vináttulandsleiki á milli jóla og nýárs. Meira

Lesbók

22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 84 orð

AÐFANGADAGSKVÖLD

Hylur fjöll og hylur dali hvítur snjór, sem augun lokkar, eins og Drottinn til vor tali um tign og fegurð jarðar okkar. Úti er snjór og ís um lendur. Enn er jólafasta liðin. Drottinn gef oss hjálparhendur, hugarró og sálarfriðinn. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 838 orð | 1 mynd

Arfsagnir og landafundir

og írskar ritningar eftir Hermann Pálsson. 243 bls. Háskólaútgáfan. Prentumsjón: Gutenberg. 2001. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 109 orð | 1 mynd

Ágætur farþegi

"Ég keyrði Kjarval oft," segir Ragnar Skjóldal. "Oftast keyrði ég hann í Reykjadal eða sótti. Ég á enn eina ljósmynd, sem ég tók af honum í þessum ferðum. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 417 orð

BEIN EÐA ÓBEIN ÚTSENDING

ÉG VAR ekki hár í loftinu þegar pabbi tók mig með sér á Laugardalsvöllinn til að horfa á íslenska landsliðið í knattspyrnu keppa við það austur-þýska. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 4917 orð | 2 myndir

FERÐALEIÐIR Á KILI

Árbók Ferðafélags Íslands 2001 kom út í haust og nefnist hún að þessu sinni Kjölur og kjalverðir. Höfundar eru Arnór Karlsson og Oddur Sigurðsson. Kaflinn sem birtur er hér að neðan er eftir Arnór. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 433 orð

Frazen vekur athygli

BANDARÍSKI rithöfundurinn Jonathan Frazen átti líklega innkomu ársins í bandarískan bókmenntaheim með skáldsögunni The Corrections (Bót og betrun). Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 182 orð

FRÁ BYRJUN

Manstu þegar við spegluðum andlit okkar í vatninu og vindurinn gáraði vatnið manstu þegar við spegluðum mynd okkar í himninum og vindurinn gáraði himininn manstu þegar við önduðum að okkur ilmi af skógi og rótum og andvarinn gáraði laufgrænar fléttur þá... Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1549 orð | 1 mynd

FULLVELDIÐ ENDURSKOÐAÐ

Í NÝJUM heimi þurfum við að endurskilgreina hugtökin fullveldi og sjálfstæði, skrifar Jack Straw, utanríkisráðherra Breta, í grein sem birtist í breska dagblaðinu Independent síðla í nýliðnum nóvembermánuði. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 953 orð | 1 mynd

Heimspeki um heimspeki, hvað er nú það?

Tíu greinar frá tuttugustu öld. Róbert Jack og Ármann Halldórsson (ritstj.). 252 bls. Hugvísindastofnun Háskóla Íslands 2001 Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 601 orð | 1 mynd

Heppnastir allra kynslóða

1. "Ég skrifa bækur ekki eftir formúlu; maður sem teiknar, hann ljósritar ekki aðkeyptar myndir," segir Valgarður Egilsson krabbameinslæknir sem var að senda frá sér skáldsöguna Waiting for the South Wind . Þetta er veraldarsaga drengs. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 605 orð

Holl fyrir umræðuna

Eftir Bexell og Grenholm í þýðingu Aðalsteins Davíðssonar. Skálholtsútgáfan og Siðfræðistofnun HÍ. 2001. 452 bls. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 861 orð | 1 mynd

HVER ER SAGA JÓLAGRAUTSINS?

Í vikunni sem er að líða bar að venju margt á góma á Vísindavefnum. Meðal þeirra spurninga sem var svarað eru "Hvað er ensím?" "Hvað hleypur strúturinn hratt?" "Hvað voru Ný félagsrit?" og "Hvað þýðir orðið amen?" Nú eru svör á Vísindavefnum orðin rúmlega 1.900 svo það er af nógu að taka fyrir þá sem vilja forvitnast um hvers kyns fræði og vísindi. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 6538 orð | 2 myndir

Í FÓTSPOR JÓNS TRAUSTA

Var Jón Trausti einn helsti áhrifavaldur Ólafs Jóhanns Sigurðssonar? Engar heimildir eru um að Ólafur Jóhann hafi hrifist af bókum Jóns Trausta í æsku en engu að síður virðist sú örlagasaga sem Jón Trausti skrifaði um lífsbaráttu og örlög þeirra sem byggðu heiðarbýlin hafa brennst inn í vitund hans á æsku- og unglingsárum og komið óboðin upp á yfirborðið þegar hann valdi sér það viðfangsefni að skrifa um áþekkt söguefni. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1213 orð | 8 myndir

Kortin frá Kjarval

Jóhannesi Kjarval listmálara og Kristjáni Kristjánssyni bílakóngi var vel til vina. FREYSTEINN JÓHANNSSON ræddi við börn Kristjáns og tengdadóttur, gluggaði í ævisögu Kjarvals eftir Indriða G. Þorsteinsson og skoðaði kort sem Kjarval sendi þessum vini sínum fyrir norðan. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 68 orð

Leikarar og listrænir stjórnendur

CYRANÓ FRÁ BERGERAC eftir Edmund Rostand í þýðingu Kristjáns Árnasonar. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 899 orð

MANSTU

JÓL! Er til nokkurt orð sem hlýjar manni eins um hjartarætur? Umsvifalaust fer barnið í manni á kreik, þetta ómálga barn sem kann bara að skríkja, hlæja og syngja. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 353 orð | 1 mynd

MÁL SKÍRNIS

ÞAÐ er athygli vert að á Íslandi hefur í tæpar tvær aldir verið nægilega stór hópur manna úr flestum stéttum þjóðfélagsins til að halda uppi fræðafélagi eins og Hinu íslenzka bókmenntafélagi, þ.ám. útgáfu tímarits eins og Skírnis . Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 500 orð

Minningaþættir merkismanns

eftir Ármann Halldórsson. 191 bls. Gullvör, Fellabæ, 2001 Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 524 orð

NEÐANMÁLS -

I Verðstríðið á bókamarkaðnum fyrir þessi jólin hefur tekið á sig ýmsar myndir. Mestur afsláttur er gefinn í stórmörkuðunum og verðið í dag er annað en verðið í gær. Verðið á morgun er síðan óráðin gáta. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 476 orð

Nýtt guðspjall

Höfundur: Tómas postuli. Þýðandi: Jón Ma. Ásgeirsson. 224 bls. Hið íslenska bókmenntafélag 2001 Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1073 orð | 4 myndir

Nýtt nef á hverjum degi

Skoplegur hetjuleikur er jólafrumsýning Þjóðleik- hússins í ár. Þetta er leikritið um hinn hugum- og nefstóra franska aðalsmann Cyranó frá Bergerac. HÁVAR SIGURJÓNSSON ræddi við þrjá af listrænum stjórnendum sýningarinnar og leikarann Stefán Karl Stefánsson sem fer með hlutverk Cyranós. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 252 orð | 1 mynd

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýning opin þri.- fös. 14-16. Til 15.5. Galleri@hlemmur.is: Gjörningaklúbburinn. Til 6.1. Gallerí Reykjavík: Benedikt F. Lafleur. Til 30. des. Gallerí Skuggi: Jón Sæmundur Auðarson og Páll Banine. Til 23. des. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2475 orð | 4 myndir

"ENGEY BROSIR Á MÓTI ÞÉR"

ENGEY hefur oft orðið mönnum að umræðuefni. Í Lesbók Morgunblaðsins 12. ágúst síðastliðinn birtist til dæmis grein þar sem ýmsan fróðleik er að finna um síðustu ábúendur í Engey um miðja nýliðna öld. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 4168 orð | 1 mynd

SKÁLDLEG TÖK ERU ALLTAF NÝ

Matthías Johannessen hefur gefið út tvær bækur á þessu hausti, ljóðaúrval sem Silja Aðalsteinsdóttir hefur valið úr öllum ljóðabókum hans og skáldsöguna Hann nærist á góðum minningum. ÞRÖSTUR HELGASON ræddi við Matthías um bækurnar og skáldskapinn í fortíð, samtíð og framtíð. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 47 orð

STJARNAN

Tökum henni opnum huga opnum örmum þegar hún birtist Hún flytur boðskap birtu - kærleiks - friðar Jólastjarnan Í hrakviðrum daganna hún er þarna enn innst í sálarkimanum Hún leiðir og lýsir langþreyttum - fótsárum Friðarstjarnan Leið liggur um skóginn á... Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 23 orð | 1 mynd

VERÐLAUNAKROSSGÁTA

Þrenn verðlaun verða veitt fyrir réttar lausnir, 25.000 kr., 20.000 kr. og 15.000 kr. Ráðning berist fyrir 14. janúar merkt: Lesbók Morgunblaðsins -... Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 39 orð | 1 mynd

VERÐLAUNAMYNDAGÁTA

Þrenn verðlaun verða veitt fyrir réttar lausnir, 25.000 kr., 20.000 kr. og 15.000 kr. Ráðning berist fyrir 14. janúar merkt: Lesbók Morgunblaðsins - Myndagáta. Ekki er gerður greinarmunur á breiðum og grönnum sérhljóða. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 357 orð | 1 mynd

Viðbrögð við sorg

Höfundur: Bragi Skúlason. Útgefandi: Bragi Skúlason 2001. Stærð: 120 blaðsíður. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2915 orð | 1 mynd

ÞAÐ VEITIR MÉR MEIRA ÖRYGGI AÐ LEGGJA ÚT Í ÓVISSUNA

Álfrún Gunnlaugsdóttir segir að það sé hættulegt að lifa í heimi goðsagna eins og við höfum tilhneigingu til að gera. Í nýrri skáldsögu sinni, Yfir Ebrofljótið, fjallar hún um reynslu ungs manns í hildarleik borgarastyrjaldarinnar á Spáni og afhjúpar þau ógnvekjandi öfl sem að baki hugsjónum búa þegar tekist er á um völd. Í samtali við FRÍÐU BJÖRK INGVARSDÓTTUR ræðir hún meðal annars um hlutverk fortíðarinnar og sköpunarferlið. Meira
22. desember 2001 | Menningarblað/Lesbók | 552 orð | 3 myndir

Þrá augans

Hörður Daníelsson ljósmyndari hefur gefið út tvær ljósmyndabækur, aðra um Snæfellsjökul og umhverfi hans og hina um Þingvelli. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.