Greinar laugardaginn 25. maí 2002

Forsíða

25. maí 2002 | Forsíða | 151 orð | 1 mynd

Ahern vill sættir

DEILUR Micks McCarthys, þjálfara írska landsliðsins í knattspyrnu, og Roys Keanes, fyrirliða liðsins, rötuðu alla leið inn á borð Berties Aherns, forsætisráðherra Írlands, í fyrradag en The Irish Times segir frá því í gær að Ahern hafi verið reiðubúinn... Meira
25. maí 2002 | Forsíða | 187 orð

Dregur úr stríðsótta

ATAL Behari Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, hélt til fjalla í gær í stutt frí, er heldur dró úr ótta við að styrjöld milli Indverja og Pakistana væri yfirvofandi. Alþjóðlegur þrýstingur á báða aðila hefur verið mikill. Meira
25. maí 2002 | Forsíða | 85 orð | 1 mynd

Hátíð í Niðarósi

Marta Lovísa Noregsprinsessa og rithöfundurinn Ari Behn voru gefin saman í hjónaband í gær í dómkirkjunni í Niðarósi. Kom prinsessan til vígslunnar ásamt föður sínum, Haraldi konungi, sem leiddi hana upp að altarinu. Meira
25. maí 2002 | Forsíða | 129 orð

Røkke ákærður fyrir mútur

KJELL Inge Røkke, kunnasti kaupsýslumaður í Noregi, hefur verið ákærður fyrir að múta sænskum embættismanni og verða sér þannig úti um réttindi til að stjórna stórri lystisnekkju. Meira
25. maí 2002 | Forsíða | 239 orð | 1 mynd

Tímamótasamningur um fækkun kjarnavopna

GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, undirrituðu í gær tímamótasamning um kjarnorkuafvopnun. Fögnuðu þeir þessum áfanga í samskiptum ríkjanna og sögðu hann mundu leiða til "ótrúlega mikils samstarfs". Meira
25. maí 2002 | Forsíða | 105 orð

Varað við árásum í Evrópu

OTTO Schily, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær, að verið væri að kanna fréttir um, að liðsmönnum al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna og talibönum hefði verið smyglað til Evrópu þar sem þeir væru að undirbúa hryðjuverk. Meira

Fréttir

25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 283 orð

17 manns leita eftir pólitísku hæli

SAUTJÁN manns, sennilega frá Rúmeníu eða Albaníu, leituðu hælis hér sem pólitískir flóttamenn um miðjan dag í gær, en fólkið hefur að öllum líkindum komið til landsins með Norrænu að morgni fimmtudagsins. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 562 orð | 1 mynd

219 nemar útskrifaðir frá MK í vor

133 NEMAR frá Menntaskólanum í Kópavogi voru brautskráðir við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju 17. maí síðastliðinn. Meira
25. maí 2002 | Suðurnes | 140 orð

26 milljóna kr. rekstrarsamningar

TÓMSTUNDA- og íþróttaráð Reykjanesbæjar hefur gert nítján rekstrarsamninga við íþrótta- og tómstundafélög í bæjarfélaginu. Samningarnir hljóða upp á alls um 26 milljónir kr., sá hæsti til knattspyrnudeildar Keflavíkur vegna reksturs íþróttavalla. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 137 orð

70% telja lambakjöt ósvikinn helgarmat

TÆP 70% telja lambakjöt ósvikinn sunnudags- eða helgarmat og 62% telja lambakjöt best til matreiðslu og treysta því að það "bragðist alltaf fullkomlega" samkvæmt nýrri neyslu- og viðhorfskönnun sem unnin var fyrir Markaðsráð lambakjöts. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 74 orð

Aðalfundur SAMFOK

AÐALFUNDUR SAMFOK verður haldinn þriðjudaginn 28. maí kl. 20 í Álftamýrarskóla; gengið inn frá Safamýri. Óskar Ísfeld Sigurðsson, formaður SAMFOK, setur fundinn. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 622 orð | 1 mynd

Allir fengu rétt fyrir þrjú dæmi

TÆPLEGA 3.700 nemendur í 10. bekk grunnskólans þreyttu samræmd próf og voru niðurstöður birtar í gær en einkunnirnar eru svipaðar og í fyrra. Meira
25. maí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 78 orð | 1 mynd

Askur Yggdrasils á skólalóðinni

FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Garðabæ var í gær afhent stórt útilistaverk úr stáli. Listaverkið er á Urðarbrunni, sem er hátíðarsalur skólans. Meira
25. maí 2002 | Árborgarsvæðið | 130 orð | 1 mynd

Bekkjarfélagar hittast

LÍKT og farfuglarnir sem koma á vorin, flykkist fólk til æskustöðvanna og rifjar upp gamla tíma. Fyrir skemmstu hittust gamlir bekkjarfélagar hér í Hveragerði. Tilefnið var að stór hluti þeirra verður 60 ára á þessu ári. Meira
25. maí 2002 | Erlendar fréttir | 260 orð

Birgir jarl var í gröfinni

SÆNSKIR vísindamenn opnuðu í fyrradag grafhvelfingu sem löngum hefur verið talin hinsta hvíla Birgis jarls, sem var forðum æðsti maður í Svíþjóð og stofnaði Stokkhólmsborg 14 árum áður en hann lést 1266. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 93 orð

Bílþjófur náðist á hlaupum

ÖKUMAÐUR stolins bíls reyndi að komast undan á hlaupum eftir að hafa árangurslaust reynt að hrista lögreglu af sér í fyrrakvöld. Bílnum hafði verið stolið í Njarðvík um kvöldmatarleytið og sendi fjarskiptamiðstöð lögreglunnar út tilkynningu um... Meira
25. maí 2002 | Erlendar fréttir | 1461 orð | 1 mynd

Bjartsýni þrátt fyrir náttúruhamfarir

Utanríkisráðherra El Salvador segir þjóðina bjartsýna á að framfarir eigi eftir að tryggja betri kjör. Friður árið 1992 eftir langvinnt borgarastríð hafi ásamt áherslu á markaðshagkerfið fest lýðræði í sessi. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 552 orð

Björgólfur Guðmundsson eignast meirihluta í Eddu

EFTIR hluthafafund í Eddu - miðlun og útgáfu hf. í gær er Björgólfur Guðmundsson orðinn meirihlutaeigandi að fyrirtækinu. Hinn helsti eigandi fyrirtækisins er Mál og menning - Heimskringla. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Brautskráning frá Vélskóla Íslands

VIÐ skólaslitaathöfn í Vélskóla Íslands þann 18. maí síðastliðinn voru brautskráðir 35 vélstjórar og vélfræðingar. Athöfnin fór fram í hátíðarsal Sjómannaskólans að viðstöddum fjölmörgum gestum. Þrír voru brautskráðir með 1. stig, nítján með 2. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 596 orð | 1 mynd

Dansleikur í Miðgarði blásinn af

HLJÓMSVEITIN Á móti sól er ósátt við að ekki fékkst gefið út skemmtanaleyfi fyrir dansleik sem halda átti í Miðgarði í Varmahlíð í gærkvöld og segir algjört skilnings- og virðingarleysi hjá lögregluyfirvöldum í Skagafirði gagnvart skemmtanahaldi unglinga... Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 61 orð

Eins árs afmælishátíð Heimsþorps

HEIMSÞORP - samtök gegn kynþáttafordómum á Íslandi - halda upp á eins árs afmælið sunnudaginn 26. maí kl. 15 í Hinu húsinu við Pósthússtræti. Boðið verður upp á kaffi og með því, að loknum skemmtiatriðum og ræðuhöldum. Meira
25. maí 2002 | Akureyri og nágrenni | 482 orð

Engar framkvæmdir við nýbyggingu og fjárveiting lækkuð

JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd sem vera á til ráðgjafar varðandi skipulag á uppbyggingu húsnæðismála Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Elsa B. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Fangelsismúrar við Hegningarhúsið falla

ÚTLIT Skólavörðustígs mun breytast mikið í sumar en fangelsismúrarnir á Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg 9 hafa verið brotnir niður þannig að framhlið hússins nýtur sín nú betur. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 404 orð

Félagsbústaðir verða áfram skuldsettir

HÚSNÆÐISVANDINN í Reykjavík var talsvert til umræðu í umræðuþætti með forystumönnum allra framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði m.a. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 86 orð

Fimm grunaðir um innbrot og þjófnaði

FIMM menn voru handteknir grunaðir um innbrot og þjófnaði í Reykjavík í fyrrinótt. Þrír voru handteknir á milli klukkan þrjú og fjögur eftir að brotist var inn í gám við Húsasmiðjuna í Grafarvogi skömmu fyrir miðnætti. Meira
25. maí 2002 | Akureyri og nágrenni | 178 orð

Fjölbreyttar sýningar í Safnasafninu

NÝJAR sýningar hafa verið opnaðar í Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Á jarðhæð eru einkasýningar á viðarverkum eftir Sæmund Valdimarsson og Björn Guðmundsson. Meira
25. maí 2002 | Erlendar fréttir | 311 orð | 1 mynd

Flest bendir til að Levy hafi verið myrt

LÖGREGLA í Washington sagði í gær að flest benti til að starfsstúlkan Chandra Levy hefði verið myrt, en lík hennar fannst á miðvikudag. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 76 orð

Fréttaþjónusta mbl.is á kosninganótt

FRÉTTAÞJÓNUSTA verður veitt á mbl.is á Netinu á kosninganótt og munu birtast þar fréttir af talningu og viðbrögðum frambjóðenda frá því kjörfundi lýkur klukkan 22 og fram á nótt. Meira
25. maí 2002 | Akureyri og nágrenni | 74 orð | 3 myndir

Fullur bær af fólki

BESTA ráðið til að lífga upp á miðbæinn á Akureyri er að efna til kosninga einu sinni í mánuði. Þessi tillaga kom fram hjá ánægðum bæjarbúa síðdegis í gær, en þá iðaði miðbærinn af lífi. Meira
25. maí 2002 | Árborgarsvæðið | 279 orð | 1 mynd

Fundarmenn skráðu sig fyrir einni milljón

RÍFLEGA 50 manns mættu á stofnfund sjálfseignarstofnunar um menningarsalinn á Selfossi, sem haldinn var 18. maí í fokheldum salnum sem bíður uppbyggingar í Ársölum á Selfossi. Meira
25. maí 2002 | Akureyri og nágrenni | 25 orð

Fundur hjá Aglow

AGLOW, kristileg samtök kvenna, halda fund í félagsmiðstöðinni Víðilundi mánudagskvöldið 27. maí kl. 20. Ann Merethe Jacobsen flytur ræður kvöldsins, þá verður fjölbreyttur söngur og... Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 111 orð

Fundur um framtíð Evrópusambandsins

FÉLAG stjórnmálafræðinga og fastanefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) fyrir Ísland og Noreg, í samstarfi við Háskóla Íslands, boða til fundar um framtíð Evrópusambandsins þar sem sjónum verður einkum beint að framtíðarráðstefnunni sem nú... Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 61 orð

Fyrsti sigur á Svíum í handbolta í 14 ár

ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik vann Svía 31:23 í landsleik á móti í Belgíu í gærkvöldi. Þetta er fyrsti sigur Íslendinga á Svíum síðan 21. desember 1988, eða í tæp 14 ár, en þá vann Ísland 23:22 í Laugardalshöll. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 111 orð

Ganga um Ólafsskarðsveg

GENGINN verður Ólafsskarðsvegur á vegum Ferðafélags Íslands sunnudaginn 26. maí, en sú leið er forn alfaraleið frá syðstu bæjum í Ölfusi til Reykjavíkur. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 117 orð

Gengið fyrir konur í Afganistan

GENGIÐ verður fyrir konur í Afganistan sunnudaginn 26. maí kl. 14. Hist verður á bílastæði við Vífilsstaðahlíð og farið í stutta gönguferð um svæðið. UNIFEM á Íslandi vinnur nú að fjáröflun fyrir starf UNIFEM í Afganistan. Dagarnir 22.-29. Meira
25. maí 2002 | Suðurnes | 86 orð | 1 mynd

Golfmót öldunga um hvítasunnuna

LEK mót í golfi öldunga var haldið á golfvellinum á Torfmýri í Vestmannaeyjum um hvítasunnuhelgina. Alls tóku 69 manns þátt í mótunum en keppt var í flokkum karla 55-69 ára og 70 ára og eldri og opnum kvennaflokki. Meira
25. maí 2002 | Suðurnes | 386 orð | 1 mynd

Hafa hug á frekari fjárfestingum hér á landi

SAMNINGAR um aðstöðu fyrir byggingu og rekstur stálröraverksmiðju í Helguvík voru undirritaðir í gær og verður það stærsta fjárfesting einkaaðila í Reykjanesbæ. Eigandi fyrirtækisins segist hafa áhuga á frekari fjárfestingum á þessu sviði. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Heiðlóan sigraði

HEIÐLÓAN sigraði í árlegu Evrópufuglasöngkeppninni en úrslit hennar voru kunngerð í gær. Lóan var fulltrúi Íslands í keppninni og hlaut hún rúmlega 3,6 stig að meðaltali en hægt var að gefa fuglunum stig frá 1 upp í 5. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 626 orð

Hlutast ekki til um hvernig styrkveitingum er háttað

KRISTÍN Blöndal, formaður leikskólaráðs, segir að Reykjavíkurborg hlutist ekki til um hvaða gjöld einkareknir leikskólar í borginni taki fyrir þjónustu sína, eða hvaða afslætti skólarnir veita foreldrum barna sem ganga í einkarekna leikskóla. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 417 orð

Hluti af samfélagsskyldu

Í SJÓNVARPSUMRÆÐUM leiðtoga þriggja framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar á Stöð 2 í gærkvöldi var m.a. deilt um þátttöku Orkuveitu Reykjavíkur í risarækjueldi í Ölfusi. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Hrafnagaldri Óðins vel tekið

HRAFNAGALDUR Óðins var frumfluttur á Íslandi á tónleikum Listahátíðar í Reykjavík í Laugardalshöll í gærkveldi fyrir fullu húsi áhorfenda. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 365 orð

Höfum enn áhuga á álveri í Reyðarfirði

UPPLÝSINGAFULLTRÚI Norsk Hydro, Thomas Knutzen, segir að fyrirtækið hafi ennþá áhuga á að reisa álver í Reyðarfirði þrátt fyrir þann mikla áhuga sem Alcoa hafi sýnt verkefninu, nú síðast með því að framlengja könnunarviðræður við íslensk stjórnvöld um... Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 332 orð

Íslendingar flykkjast til Karíbahafsins

HEIMSFERÐIR auglýstu á dögunum ferðir til Karíbahafsins og hefur aðsóknin verið gífurleg. Mikill samdráttur hefur verið í ferðaþjónustu undanfarna mánuði og eru auglýsingar um ferðir til framandi staða því mun sjaldgæfari sjón nú en verið hefur. Meira
25. maí 2002 | Suðurnes | 155 orð | 1 mynd

Kafa þurfti eftir hákarli í höfninni

ÞEGAR Brandur ÞH 21 kom að landi á Húsavík fyrir skömmu með allvænan hákarl vildi ekki betur til en svo að þegar hífa átti hann upp á bryggjuna slitnaði taugin sem bundin var um sporð hans. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 36 orð

Kosningahandbók á vefnum

KOSNINGAHANDBÓKIN, sem fylgdi Morgunblaðinu á fimmtudag, er einnig birt á kosningavef blaðsins, mbl.is/kosningar. Hægt er að nálgast handbókina í hægri dálki kosningavefjarins, undir yfirskriftinni upplýsingar. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 67 orð

Kosningakaffi og akstur

KOSNINGASKRIFSTOFA Samfylkingarinnar í Alþýðuhúsinu á Strandgötu 32 í Hafnarfirði verður opin frá kl. 8-22 á kosningadag. Boðið er uppá akstur á kjörstað og kosningakaffi. Upplýsingar verða veittar um kjördeildir og kjörskrá. Allir eru velkomnir. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 42 orð

Kosningakaffi sjálfstæðismanna í Kópavogi

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN býður Kópavogsbúum í kaffi og meðlæti á kosningaskrifstofum flokksins á kjördag. Kosningaskrifstofurnar eru til húsa í Bæjarlind 12 og Hamraborg 1, 3. hæð. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 399 orð | 3 myndir

Kosningavökur ljósvakamiðla með hefðbundnu sniði

KOSNINGAVÖKUR ljósvakamiðlanna verða með hefðbundnu sniði í kvöld. Á Ríkissjónvarpinu hefst útsending strax að lokinni Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva eða laust fyrir kl. 22. Á Stöð 2 hefst formleg kosningavaka kl. 20.30 og á Ríkisútvarpinu kl. 21. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 92 orð

Körfuboltaskóli á Ísafirði og í Stykkishólmi

ÁGÚST Björgvinsson, unglingalandsliðsþjálfari, og Pétur Guðmundsson verða með körfuboltaskóla dagana 25. og 26. maí. Á Ísafirði verður kennslan í dag, laugardaginn 25 maí, kl. 10.30-12 fyrir 8-11 ára og kl. 13-16 fyrir 12-16 ára. Skráning hjá Gauja. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 27 orð

Leiðrétt

Höfundarnafn misritaðist Nafn Gunnars Guðmundssonar frá Heiðarbrún misritaðist í upphafi greinar hans, "Til frændfólks og vina í Reykjavík", sem birtist í blaðinu í gær. Morgunblaðið biðst velvirðingar á... Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 821 orð | 1 mynd

Leið til að stuðla að friði

Aðalbjörg Þorvarðardóttir er fædd í Reykjavík 1953. Próf frá Hjúkrunarskóla Íslands 1976, framhaldsnám í handlæknis- og lyflæknishjúkrun 1979-80. Starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi og víðar með hléum. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 195 orð

Lengra komið en búast hefði mátt við

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að enginn vafi sé á því að bandaríska álfyrirtækið Alcoa hafi mikinn áhuga á byggingu álvers í Reyðarfirði. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 48 orð | 3 myndir

Lokaspretturinn

FRAMBJÓÐENDUR í Reykjavík höfðu í nógu að snúast í gær á lokaspretti kosningabaráttunnar. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Lýst eftir bifreið

LÖGREGLAN á Selfossi lýsir eftir bifreiðinni XR 048 sem var stolið af bílastæði við Breiðumörk 29 í Hveragerði á tímabilinu frá miðnætti til kl. 17 sunnudaginn 19. maí síðastliðinn. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 509 orð | 1 mynd

Meðfædd sköpunargáfa og tær stíll

HELGI Tómasson, stjórnandi San Francisco-ballettsins, var meðal þeirra sem sæmdir voru heiðursdoktorsnafnbót við Juilliard-listaháskólann í New York í gær. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 99 orð

Minningarguðsþjónusta

Minningarguðsþjónusta verður í Fríkirkjunni Reykjavík sunnudaginn 26. maí klukkan 14. Minningarguðsþjónustan er vegna allra þeirra sem látist hafa af völdum alnæmis hér á landi. Minningarathöfn þessi er alþjóðleg "Candlelight Memorial Day". Meira
25. maí 2002 | Miðopna | 822 orð | 1 mynd

Norðlingaölduveita nauðsynleg fyrir Norðurál

Landsvirkjun getur ekki annað orkuþörf vegna stækkunaráforma bæði Norðuráls og ISAL að sögn forstjóra Landsvirkjunar. Að mati Þjóðhagsstofnunar gæti snöggur samdráttur í framkvæmdum í kjölfar fjárfestingartoppa vegna álvera valdið tímabundinni stöðnun hér á landi. Meira
25. maí 2002 | Árborgarsvæðið | 215 orð | 1 mynd

Nýr flygill tekinn í notkun

SVEITARFÉLAGIÐ Ölfus bauð íbúum á tónleika nýlega í tilefni þess að nýr flygill var tekinn í notkun í Versölum, hátíðarsölum Ráðhússins. Þar með var rekinn endahnútur á framkvæmdir við Ráðhúsið og það fullbúið til notkunar. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 41 orð

Opið í ÁTVR í dag

VERSLANIR ÁTVR verða opnar í dag eins og aðra laugardaga. Á kjördag við sveitarstjórnarkosningar fyrir fjórum árum voru þær lokaðar vegna ákvæðis í kosningalögum þess efnis, að ekki væri heimilt að selja áfengi á kjördag. Meira
25. maí 2002 | Erlendar fréttir | 632 orð

Pakistanar sæta auknum alþjóðlegum þrýstingi

HÆTTAN á að styrjöld brjótist út á milli Pakistana og Indverja virðist vera að minnka, en líklegt er að Pakistanar muni sæta auknum, alþjóðlegum þrýstingi á að hafa hemil á skæruliðum sem Indverjar segja hafa staðið að tilræðum í Kasmírhéraði. Meira
25. maí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 225 orð

PMT-foreldrafærni kynnt fjölskyldusviði

PMT-meðferð fyrir foreldra barna með hegðunarerfiðleika er hafin í Hafnarfirði en verkefnið er hluti af Forvarnaáætlun Hafnarfjarðar. Meira
25. maí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 375 orð | 1 mynd

Rafrænt greiðslukerfi í mötuneyti

Upplýsingasjónvarp Valhúsaskóla var formlega tekið í notkun í vikunni við hátíðlega athöfn svo og rafrænt greiðslukerfi í mötuneyti skólans. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 396 orð

R- og D-listi fengu lista yfir utankjörfundarkjósendur

UMBOÐSMENN R-listans og D-listans hafa fengið afhenta lista með nöfnum þeirra sem hafa kosið utan kjörfundar í Reykjavík. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 110 orð

Rúmlega 30 manns á vitnalista

SAMKVÆMT vitnalista ríkissaksóknara munu rúmlega 30 vitni koma fyrir dóm í máli ákæruvaldsins gegn Árna Johnsen og fjórum öðrum. Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari sagði þó að vitnunum gæti fækkað þegar skýrsla ákærða fyrir dómi lægi fyrir. Meira
25. maí 2002 | Landsbyggðin | 464 orð

Ræddu vorverk í sveitum og vinsæl vorljóð

ELDRI borgarar í uppsveitum Árnessýslu koma reglulega saman í Skálholtsskóla og njóta þar góðra veitinga og uppörvandi félagsskapar. Vorkoman var aðallega á dagskrá á samveru þeirra núna á þriðja í hvítasunnu. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 63 orð

Sektaður fyrir blygðunarsemisbrot

25 ÁRA karlmaður, sem ákærður hafði verið fyrir blygðunarsemisbrot gegn tveimur konum, féllst á að greiða 70.000 krónur í sekt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Brotin áttu sér stað í febrúar og mars sl. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 232 orð

Sex mánaða fangelsi fyrir skotárás

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 27 ára karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir að skjóta átta skotum á bifreið sem í voru fjórir menn. Skotárásin var gerð á bílastæði við íþróttahús ÍR í Breiðholti 29. apríl á sl. ári eftir átök milli tveggja hópa manna. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Síðustu kannanir samhljóma

SÍÐUSTU kannanir Félagsvísindastofnunar, Gallup, Talnakönnunar og DV gefa til kynna mjög svipaða niðurstöðu. Samkvæmt þeim fær R-listi 51-54 prósent greiddra atkvæða, D-listi 41-45% og F-listi 3-5%. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 186 orð

Sjálfskipt Laguna sýnd hjá B&L

NÝ útgáfa af 5 stjörnu Renault Laguna II verður frumsýnd hjá B&L, Grjóthálsi 1, um helgina. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 233 orð

Svíar og Þjóðverjar sigurstranglegastir

FLESTIR spá Svíum eða Þjóðverjum sigri í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Tallinn í Eistlandi í kvöld, að sögn Loga Bergmanns Eiðssonar fréttamanns, sem staddur er ytra vegna keppninnar. Meira
25. maí 2002 | Árborgarsvæðið | 203 orð

Sýning í Óðinshúsi um helgina

UM helgina verður opin leirlista- og málverkasýning í Óðinshúsi við Eyrargötu á Eyrarbakka, en sýningin var opnuð um hvítasunnuhelgina. Sýnendur eru Ingibjörg Klemenzdóttir leirlistamaður og Sverrir Geirmundsson málari. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 801 orð

Telja bann skekkja samkeppnisstöðu fjölmiðla

DULDAR áfengisauglýsingar eru töluvert áberandi í fjölmiðlum og þá sérstaklega þeim sem ætlaðir eru ungu fólki, en þetta kemur fram í rannsókn sex framhaldsskólanema á áhrifum fjölmiðla á lífsstíl ungs fólks sem Morgunblaðið greindi frá á föstudag. Meira
25. maí 2002 | Suðurnes | 174 orð

Tilboð Húsagerðarinnar metið best

HÚSAGERÐIN ehf. í Keflavík átti bestu teikningarnar að mati dómnefndar og jafnframt lægsta tilboðið í byggingu íbúða fyrir aldraða í Garði. Byggingarnefndin ákvað að taka tilboði fyrirtækisins. Meira
25. maí 2002 | Erlendar fréttir | 204 orð

Tillaga um veiðar frumbyggja felld aftur

ENGAR breytingar verða á afstöðu Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) til banns á hvalveiðum í atvinnuskyni en stormasömum ársfundi ráðsins lauk í Japan í gær. Meira
25. maí 2002 | Miðopna | 634 orð

Tímabundin stöðnun talin hugsanleg

SNÖGGUR samdráttur í framkvæmdum í kjölfar fjárfestingartoppa vegna stækkunar ISAL auk byggingar álvers á Reyðarfirði gæti valdið tímabundinni stöðnun hér á landi. Meira
25. maí 2002 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Tónleikar í Dalvíkurkirkju

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna efnir til tónleika í Dalvíkurkirkju á sunnudag, 26. maí, kl. 14. Þeir eru hluti af vígsluhátíð í tilefni þess að Sparisjóður Svarfdæla gaf Dalvíkingum nýjan flygil á dögunum. Meira
25. maí 2002 | Erlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Trúði aldrei kenningum um aðild Búlgara

JÓHANNES Páll páfi sagði í gær að hann hefði aldrei lagt trúnað á staðhæfingar þess efnis að búlgarska leyniþjónustan hefði hugsanlega staðið á bak við tilræðið við páfa árið 1981. Meira
25. maí 2002 | Erlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Tunglflug

FARÞEGAÞOTA teiknar rák á kvöldhimininn yfir Portsmouth í New Hampshire í Bandaríkjunum. Flugvélarslóði sem þessi er úr vatnsdropum eða ísögnum og myndast af útblæstri hreyflanna í köldu... Meira
25. maí 2002 | Suðurnes | 82 orð | 1 mynd

Ungur bátaeigandi

ÞAÐ er bjart yfir Grímsey og mikil gróska í sjómennskunni. Sigurður Henningsson, 18 ára skipstjóri, sigldi á bát sínum hraðbyri til Grímseyjar frá Akureyri á innan við tveimur klukkustundum á dögunum. Meira
25. maí 2002 | Suðurnes | 74 orð | 1 mynd

Veggspjöld um nám

REYKJANESBÆR hefur gefið út veggspjaldið Nám til framtíðar, til að auðvelda nemendum grunnskóla að velja áframhaldandi nám. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 119 orð

Veiðimaður komst ekki í land

BJÖRGUNARFÉLAG Árborgar var kallað út seint í fyrrakvöld til að aðstoða veiðimann sem hafði vaðið út í Þingvallavatn en treysti sér ekki til baka. Meira
25. maí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 167 orð | 1 mynd

Verk Gjörningaklúbbsins besta tillagan

VERK Gjörningaklúbbsins var valið til frekari útfærslu og framkvæmda í samkeppni um útilistverk við Borgarholtsskóla en um 30 tillögur bárust í samkeppnina. Meira
25. maí 2002 | Miðopna | 1234 orð | 1 mynd

Viltu verða atvinnumaður í fótbolta í Kína?

ÞAÐ fyrsta sem Eysteini Haukssyni flaug í hug var að útvarpsmenn á Radio-X væru að gera honum grikk. Röddin í símanum spurði nefnilega hvort hann hefði áhuga á því að leika sem atvinnumaður í fótbolta í Kína. Meira
25. maí 2002 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Víóla og kontrabassi

DÚÓTÓNLEIKAR víólu og kontrabassa verða haldnir í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 26. maí, og hefjast þeir kl. 16. Flytjendur eru Guðmundur Kristmundsson víóluleikari og Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 137 orð | 2 myndir

Vænir urriðar úr Þingvallavatni

FREMUR lítið hefur sést til stóru Þingvallaurriðanna það sem af er vori, en fyrir skemmstu veiddust þó tveir í landi Kárastaða. Þeir voru 6 og 7 punda og veiddust báðir á maðk. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 343 orð

Yfir 204 þúsund kjósendur í 105 sveitarfélögum

KOSIÐ verður til sveitarstjórna í dag í 105 sveitarfélögum en þau voru 124 í sveitarstjórnarkosningunum 1998. Alls eru 204.923 á kjörskrá, 101.837 karlar og 103.086 konur, og hefur þeim fjölgað um 5,8% frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Yfirdýralæknir óskar frekari gagna

EMBÆTTI yfirdýralæknis er nú með til umsagnar umsókn Húsavíkurbæjar á innflutningi á krókódílum frá Bandaríkjunum af tegundinni Alligator mississippiensis. Meira
25. maí 2002 | Innlendar fréttir | 422 orð

Þörf á nýju mati ef framkvæmdin er önnur en í úrskurði

STEFÁN Thors skipulagsstjóri telur að ef framkvæmd Alcoa á álveri í Reyðarfirði verður önnur en sú sem Skipulagsstofnun úrskurðaði um vegna álvers og rafskautaverksmiðju Reyðaráls þurfi að fara fram nýtt mat á umhverfisáhrifum. Meira

Ritstjórnargreinar

25. maí 2002 | Leiðarar | 330 orð

Alcoa og álverið

Hröð atburðarás í viðræðum við bandaríska fyrirtækið Alcoa um álver í Reyðarfirði eftir að forráðamenn Norsk Hydro ákváðu að beina kröftum sínum fyrst og fremst annað á næstunni hefur komið á óvart. Meira
25. maí 2002 | Leiðarar | 656 orð

Kosningadagur

Baráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar er nú á enda og í dag er gengið að kjörborðinu. Úrslit kosninganna, sem koma í ljós í kvöld, ráða því auðvitað hverjir verða við völd í einstökum sveitarfélögum næstu fjögur árin. Meira
25. maí 2002 | Staksteinar | 385 orð | 2 myndir

Vextir, krónan og samkeppni

Háir vextir draga úr fjárfestingum, hagvexti og bitnar á samkeppnisstöðu íslenzkra fyrirtækja. Þetta segir í "Íslenskum iðnaði". Meira

Menning

25. maí 2002 | Menningarlíf | 101 orð

75 nemendur útskrifast á þriðja starfsári

LISTAHÁSKÓLI Íslands brautskráir nemendur frá skólanum á hátíðarsamkomu sem haldin verður í Borgarleikhúsinu í dag kl. 14. Með brautskráningu lýkur þriðja starfsári Listaháskólans. Meira
25. maí 2002 | Menningarlíf | 63 orð | 1 mynd

Alda Ármanna og konur í borginni

ALDA Ármanna Sveinsdóttir opnar stuttsýningu, í Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16, í dag, laugardag, kl. 16. Yfirskrift sýningarinnar er Konur í borginni og sýnir hún olíumálverk unnin á árinu. Meira
25. maí 2002 | Fólk í fréttum | 96 orð | 1 mynd

Algerir klunnar!

AÐ vera klunnalegur er víst þýðingin á titli nýjustu breiðskífu Rivers Cuomo og félaga í Weezer. Sú lýsing á þó illa við þessa frábæru rokksveit sem er á þessari líka hörkusiglingu, dælir öruggum og grípandi slögurum frá sér í massavís. Meira
25. maí 2002 | Menningarlíf | 324 orð | 1 mynd

Arnaldur Indriðason hlutskarpastur

TILKYNNT var í gær í Helsinki að Mýrin eftir Arnald Indriðason hefði hlotið Glerlykilinn, Norrænu glæpasagnaverðlaunin í ár. Meira
25. maí 2002 | Fólk í fréttum | 352 orð | 1 mynd

Baulað í bíói

IRRÉVERSIBLE, mynd argentínska kvikmyndagerðarmannsins Gaspar Noé, sem þátt tekur í keppninni um Gullpálmann og var frumsýnd í gær, hefur aldeilis ýtt við fólki í Cannes, sökum óheflaðs ofbeldis og kynlífslýsinga. Meira
25. maí 2002 | Fólk í fréttum | 198 orð

* BREIÐIN, Akranesi: Dansleikur með Lúdó...

* BREIÐIN, Akranesi: Dansleikur með Lúdó og Stefán. * BROADWAY: Kosningavaka R-listans laugardagskvöld. Hljómsveitin Magga Stína og Hringir leika fyrir dansi. * CAFÉ AMSTERDAM: Rokk-, salsa-, pönk- diskó- og sálartríóið Úlrik. Meira
25. maí 2002 | Fólk í fréttum | 115 orð | 1 mynd

Britney og Buffy í hár saman

BRITNEY Spears ætlar að halda ótrauð áfram að koma sér á framfæri á sviði leiklistar þó svo að umsagnir um leik hennar í kvikmyndinni Crossroads hafi verið upp og ofan. Meira
25. maí 2002 | Fólk í fréttum | 134 orð | 1 mynd

Börn leika fyrir börn

Í DAG frumsýnir Barnakórinn Heimsljósin nýjan söngleik sem nefnist Söngurinn í skóginum og er byggður á ævintýri frá Víetnam. Leikurinn fer fram á íslensku en samtvinnuð eru kórlög frá Víetnam. Meira
25. maí 2002 | Menningarlíf | 117 orð

Dagskráin í dag

Laugardagur 25. maí Kl. 14 og 17 Íslenska óperan Sápukúlusýningin Ambrossia. Spænski arkitektinn og listamaðurinn Pep Bou frá Barcelona gerir ótrúlegar kúnstir með litskrúðugum sápukúlum. Sýning fyrir alla fjölskylduna. Kl. Meira
25. maí 2002 | Menningarlíf | 153 orð | 1 mynd

Danskur djassfiðluleikari á tónleikum í Hafnarhúsinu

DANSKI djassfiðluleikarinn Kristian Jörgensen er nýjasta stjarna Dana í fiðluleik. Hann er hingað kominn á Listahátíð og leikur með Birni Thoroddsen gítarleikara og Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, í kvöld kl. 21. Meira
25. maí 2002 | Fólk í fréttum | 237 orð | 1 mynd

Ekkert mjólkurglas!

Pálmi Gestsson er einn af ástsælustu leikurum þjóðarinnar og þarf hann vart að kynna. Hann hefur á leikferlinum túlkað fjöldan allan af fjölbreyttum persónum, hvort sem er á leiksviði eða á hvíta tjaldinu. Meira
25. maí 2002 | Fólk í fréttum | 98 orð | 1 mynd

Evróvisjónhiti!

SAFNPLATAN Pottþétt 80's 2 gægist inn á lista þessa vikuna óforvarandis - eða hvað? Það er afar líklegt að bráðkomandi Evróvisjónkeppni, sem í þetta sinnið er haldin í Eistlandi, nú á laugardaginn, spili eilítið inní þetta. Meira
25. maí 2002 | Fólk í fréttum | 90 orð | 1 mynd

Ég er 18!

ÞAÐ hafa eflaust margir beðið þessarar nýjustu plötu Moby með óþreyju. Síðasta verk kappans, Play , seldist hreint ótrúlega vel og virtist höfða jafnt til pólitíkusa, pönkara og póstburðarmanna. Meira
25. maí 2002 | Fólk í fréttum | 46 orð | 1 mynd

Fæddur sonur

FYRRVERANDI Playboy-kanínan og leikkonan Jenny McCarthy eignaðist dreng á dögunum. McCarthy, sem er 29 ára, hefur verið gift leikstjóranum John Asher í tvö ár en þetta er þeirra fyrsta barn. Meira
25. maí 2002 | Fólk í fréttum | 183 orð | 1 mynd

G, C, D

Þriggja gripa helvíti eða himnaríki, allt eftir því hvernig litið er á það. Meira
25. maí 2002 | Menningarlíf | 92 orð

Grafíklist frá Litháen

GRAFÍKLISTAKONAN Asta Rakauskaite frá Litháen opnar sýningu í sal félagsins Íslensk grafík, Tryggvagötu 17, Hafnarhúsinu, í dag, laugardag. Asta er fædd 1974 í Vilnius, Litháen, þar sem hún býr nú og starfar. Meira
25. maí 2002 | Menningarlíf | 123 orð

Grafíkverk og ljósmyndir í Fold

Í RAUÐU stofu Gallerís Foldar opnar Olga Pálsdóttir sýningu á grafíkverkum í dag, laugardag, kl. 15 og í Ljósfold opnar Emil Þór Sigurðsson sýningu á ljósmyndum. Þetta er þriðja einkasýning Olgu og hefur yfirskriftina Reykjavík. Meira
25. maí 2002 | Tónlist | 469 orð

Hámúsíkalskt lágtíðniskaup

Einleiksverk fyrir kontrabassa eftir Childs, Turetzky og Johnson; útsetningar á verkum eftir Satie og Bach eftir Dean Ferrell. Dean Ferrell, kontrabassi. Þriðjudaginn 21. maí kl. 12:30. Meira
25. maí 2002 | Menningarlíf | 457 orð

Hundar og menn

Leikstjóri: Alejandro González Inárritu. Handrit: Guillermo Arriaga Jordan. Kvikmyndataka: Rodrigo Prieto. Aðalhlutverk: Emilio Echevarría, Gael García Bernal, Goya Toledo, Álvaro Guerrero, Vanessa Bauche, o.fl. Sýningartími: 153 mín. Mexíkó, 2000. Meira
25. maí 2002 | Fólk í fréttum | 82 orð | 1 mynd

Komdu í partí!

ÚTVARPSSTÖÐIN FM957 hefur undanfarin misseri staðið fyrir svofelldum eldhúspartíum, hvar flestar af frambærilegustu poppsveitum landsins hafa troðið upp, ótengdar en æsandi. Meira
25. maí 2002 | Menningarlíf | 370 orð

Listasafn Íslands Leiðsögn í fylgd Rakelar...

Listasafn Íslands Leiðsögn í fylgd Rakelar Pétursdóttur um rússnesku sýninguna Hin nýja sýn kl. 14-14.40. Sögustund og leiðsögn fyrir börn í fylgd Kjuregej Alexöndru Argunova fjöllistakonu kl. 15-15.30. Meira
25. maí 2002 | Fólk í fréttum | 378 orð | 1 mynd

"Erum á réttri braut"

ÍSLENSKT fyrirtæki hlaut Cool Stuff- verðlaun fréttablaðsins Radio World á ráðstefnu bandarískra ljósvakamiðla í Las Vegas. Meira
25. maí 2002 | Fólk í fréttum | 107 orð | 1 mynd

Sápukúluskúlptúrar í óperunni

SPÆNSKIR trúðar frá Barcelóna sýna listir sínar í Íslensku óperunni í dag, laugardag, kl. 14 og skapa margformaða ljóðræna litaskúlptúra með sápukúluvatni einu saman. Meira
25. maí 2002 | Menningarlíf | 26 orð

Sígaunatónlist í Kringlunni

RÚMENSKA sígaunahljómsveitin Taraf de Haïdouks spilar nokkur lög fyrir Kringlugesti kl. 17 á þriðjudag. Hljómsveitin kemur hingað til lands á Listahátíð í Reykjavík og heldur þrenna... Meira
25. maí 2002 | Tónlist | 275 orð

Slagverkssnillingar

Tomer Yariv og Adi Morag fluttu tónverk samin fyrir ýmsar gerðir slagverks. Mánudagurinn 20. maí, 2002. Meira
25. maí 2002 | Menningarlíf | 406 orð | 1 mynd

Spilað til styrktar sumarbúðum

SUZUKITÓNLISTARSKÓLINN Allegro efnir í dag kl. 14 til tónleika í Langholtskirkju. Tónleikarnir eru til styrktar tónlistarsumarbúðum barna í Skálholti í sumar. Meira
25. maí 2002 | Menningarlíf | 43 orð

Sýning framlengd

Listamiðstöðin Straumi Ljósmyndasýningin Lífið í fókus er framlengd til 2. júní. Það er Fókus, félag áhugaljósmyndara, sem stendur fyrir sýningunni í tilefni þriggja ára afmælis félagsins. Sýningin er opin virka daga frá kl. 17-21 en um helgar frá kl. Meira
25. maí 2002 | Menningarlíf | 98 orð

Tannstönglar í Slunkaríki

JORIS Rademaker opnar sýninguna "VooDoo..." í Slunkaríki á Ísafirði í dag, laugardag, kl. 16. "Á síðustu fjórum árum hef ég notað tré og tannstöngla mikið í verk mín. Meira
25. maí 2002 | Menningarlíf | 74 orð | 1 mynd

Textíll í handprjóni

Í STÖÐLAKOTI, Bókhlöðustíg 6, opnar Hulda Jósefsdóttir sýningu í dag, laugardag, kl. 15. Hún sýnir handprjónuð textílverk en Hulda hefur unnið að textílhönnun frá árinu 1952 með aðaláherslu á prjón. Meira
25. maí 2002 | Kvikmyndir | 410 orð

Önnur hryllingssaga

Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Handrit: John Milius, Michael Herr og Francis Ford Coppola, byggt lauslega á smásögu Josephs Conrads Heart of Darkness. Kvikmyndataka: Vittorio Storaro. Aðalhlutverk: Martin Sheen, Robert Duvall, Laurence Fishburne, Dennis Hopper, Frederic Forrest, Sam Bottoms, Albert Hall, Harrison Ford og Marlon Brando. 202 mín. USA. United Artists 2001. Meira

Umræðan

25. maí 2002 | Aðsent efni | 873 orð | 1 mynd

3,6 milljarðar til íþrótta- og æskulýðsmála

Við teljum mikilvægt, segir Una María Óskarsdóttir, að Kópavogsbær greiði íþróttaþjálfun barna að 10 ára aldri. Meira
25. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 217 orð

Að taka málið föstum tökum

Í KASTLJÓSI Sjónvarpsins hinn 13. maí sl. tókust þau á borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, Björn Bjarnason. Þar sagði Björn m.a. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 361 orð | 1 mynd

Aukin áhersla á almenna heilsugæsluþjónustu

Eftirsóknarvert er að draga úr stofnanadvöl aldraðra, segir Sigrún Tryggvadóttir, og efla getu þeirra til sjálfsbjargar. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 1223 orð | 1 mynd

Árangur og framtíðarsýn Reykjavíkurlistans

Reykjavíkurlistinn, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er stórhuga framboð sem lætur verkin tala og fylgir sannfæringu sinni og hugsjónum. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 319 orð | 2 myndir

Byggt yfir Kópavogsgjána

Uppbyggingin í og við Borgarholtið hefur verið með ólíkindum á undanförnum árum, segir Ármann Kr. Ólafsson. Það eru ekki mörg ár síðan Kópavogskirkja stóð þar á milli hálfkaraðs Gerðarsafns og úr sér genginnar bensínstöðvar. Meira
25. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 563 orð

Dýrtíð í fjölskyldugarði ÉG fór með...

Dýrtíð í fjölskyldugarði ÉG fór með nokkrum konum af mömmumorgnum í Grafarvogi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn s.l. miðvikudag, þ.e. 15. maí, daginn sem hann opnaði aftur eftir veturinn og höfðum við það notalegt þarna í góðu veðri. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 484 orð | 1 mynd

Ef nú hjá D-listanum einn fimmeyring ég fengi

Er það hagræðing, spyr Ingileif Ástvaldsdóttir, að byggja ný hús undir starfsemi sem þegar hefur húsnæði? Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 193 orð | 1 mynd

Eina ósk!

Á kjördag á ég eina ósk, segir Ellert Eiríksson, að sem flestir velji Sjálfstæðisflokkinn til forystu og setji Reykjanesbæ í 1. sæti. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 330 orð | 1 mynd

Einstakur listviðburður

Hér var, segir Hjördís Guðbjörnsdóttir, um einstakan listviðburð að ræða. Meira
25. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 405 orð

Er ekki allt í lagi?

NÚ GET ég ekki lengur orða bundist yfir þröngsýni sumra manna sem hafa undanfarið tjáð sig á síðum blaðsins og núna síðast í grein frá Karli nokkrum Jónatanssyni sem birtist hinn 10. maí sl. Meira
25. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 290 orð

Er Reykjavík erfðagóss Flokksins?

EF TIL vill finnst mörgum erfitt að greina rétt og rangt í þessari kosningabaráttu. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 180 orð | 1 mynd

Éta börnin byltinguna?

Listi Frjálslyndra og óháðra, F-listi, segir Lúðvíg Thorberg, stefnir að umhyggju, hreinskilni og réttlæti. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 257 orð | 1 mynd

Fimm milljarðar í vaxtagjöld

Er það eftirsóknarvert, spyr Kjartan Magnússon, að greiða fimm milljarða króna í vaxtagjöld? Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 639 orð | 1 mynd

F-listinn til farsældar fyrir Reykjavík

Það yrði til farsældar fyrir borgarbúa, segir Ólafur F. Magnússon, að veita F-listanum brautargengi í kosningunum í dag. Meira
25. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 129 orð

Gott aðgengi fyrir alla

HVAR eiga fatlaðir að kjósa var fyrirsögn greinar Þórðar Jónssonar í Morgunblaðinu. Tek ég undir að vert væri að fá svar við þessari spurningu. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 471 orð | 1 mynd

Góður bær sem getur orðið enn betri

Atkvæði greitt D-lista tryggir, segir Ásdís Halla Bragadóttir, að í Garðabæ muni áfram ríkja ábyrg fjármálastjórn, kraftmikil uppbygging og góð þjónusta. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 749 orð | 1 mynd

Hver ber ábyrgð á fjárhagsvandanum?

Því miður, segir Hörður Þorsteinsson, er bæjarstjórnum gefinn of laus taumur til að ráðstafa framtíðarskatttekjum. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 216 orð | 1 mynd

Hvert atkvæði skiptir máli

Sjálfstæðismenn hlusta ekki eftir röddum bæjarbúa nema rétt fyrir kosningar, segir Einar Sveinbjörnsson. Þess á milli þarf undirskriftasafnanir og fjölmiðla- umfjöllun til að ná eyrum þeirra. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 648 orð | 1 mynd

Í frábæru umhverfi á Álftanesi

Með skipulagi í Bessastaðahreppi hefur tekist að byggja upp sveitarfélag, segir Guðmundur G. Gunnarsson, sem er engu öðru líkt. Meira
25. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 288 orð

Íslensk heimspeki í stað trúarbragða

ÞAÐ er aðeins örstutt skref að því að augu jarðarbúa opnist fyrir því, að þeir eru þáttur í ólýsanlegu sköpunarverki sem mætti kalla guð. Í miðju þess sköpunarverks er hvert einasta kvikindi og hver smæsta efniseind. Meira
25. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 8 orð | 1 mynd

Konan mín skilur mig ekki og...

Konan mín skilur mig ekki og ekki þjónninn... Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 389 orð | 1 mynd

Kópavogsbúar eiga síðasta orðið

Kjósendur í Kópavogi taka til máls í dag, segir Gunnar I. Birgisson. Með því að tryggja fimmta manni á lista Sjálfstæðisflokksins sæti í bæjarstjórn auka þeir verulega líkurnar á því að áfram verði haldið á sömu braut. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 951 orð | 1 mynd

Lifandi vatn

Ég tel að hefðbundin meðferð vatns í vatnsveitum misbjóði náttúrulegum eiginleikum þess, segir Bergur Björnsson, og dragi úr lífsorku þess. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 471 orð | 1 mynd

Ljósið í myrkrinu

Að mínu mati liggur hin bjarta framtíð okkar í atgervi fólksins á staðnum, segir Bergur Þórðarson Thorberg, og vilja þess til góðra verka. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 375 orð | 1 mynd

Lokasvar til Árna Þormóðssonar

Misskilningur Árna, segir Pétur Bjarnason, stendur óhaggaður. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 575 orð | 1 mynd

Lyfjafræðileg umsjá - ný tækifæri

Lyfjafræðilega umsjá er ekki hægt að vinna samtímis afgreiðslu lyfseðla, segir Anna Birna Almarsdóttir, heldur með sérstökum viðtölum milli sjúklings og lyfjafræðings. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 366 orð | 1 mynd

Mannlíf og menning

Æskilegt er, segir Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, að sem flestir komi að menningarstarfi í Hafnarfirði, gefendur jafnt sem þiggjendur. Meira
25. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 244 orð

Mannréttindabrot í kjörklefum

ÞAÐ er hreinn og beinn útúrsnúningur hjá Birni Bjarnasyni í fréttum á miðvikudag, að halda því fram að starfsmenn Sjálfstæðisflokksins tryggi lýðræðislega framkvæmd kosninganna. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 596 orð | 1 mynd

Misnotkun tölvubúnaðar fyrirtækja

Tilgangur starfsreglna fyrir tölvunotkun, segir Guðjón Viðar Valdimarsson, er að vernda fyrirtækið og starfsmenn þess. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 494 orð | 1 mynd

Nýja og ábyrga forystu í Kópavogi

Samfylkingin, segir Hafsteinn Karlsson, er traust afl. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 518 orð | 1 mynd

Reykjavík - sjálfbært samfélag

Tryggjum bjarta framtíðarsýn um sjálfbært samfélag, segir Kolbrún Halldórsdóttir, kjósum Reykjavíkurlistann. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 709 orð | 1 mynd

Sameinuðu þjóðirnar og réttindi barna

Lífsskilyrði barna hafa batnað, segir Ingibjörg Broddadóttir, en víða um heim búa þau við óviðunandi aðstæður. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 762 orð | 1 mynd

Samfylkingin og gullni þríhyrningurinn

Í þessum kosningum mun koma fram, segir Össur Skarphéðinsson, hvert er bakland nýju flokkanna á vinstri vængnum. Meira
25. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 343 orð

Sannur boðskapur

EFTIR því sem ég best veit kalla um 90% þjóðarinnar sig kristin. Kristnir menn eiga víst að notast við helgirit sem kallast Biblían. Í þessari bók, sem samanstendur af 66 bókum og bréfum, er mörgu fleygt fram sem menn hafa löngum deilt um. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 590 orð | 1 mynd

Setjum Reykjavík í fyrsta sæti!

Valið stendur um stefnu og hóp fólks, segir Björn Bjarnason, sem nær bestum árangri með samstöðu sinni. Meira
25. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 224 orð

Siðleysi R-listans

ÁRIÐ 1949 gaf borgarstjórn Reykjavíkur skriflegt loforð þess efnis að land barnaheimilisins Steinahlíðar yrði aldrei skert. Landið var þá fjórir hektarar að stærð. Meira
25. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 145 orð

Slysatryggingar barna

Ágætu foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík. Nú þegar þið gangið að kjörborðinu ættu þið að hafa í huga að börnin ykkar eru ekki tryggð fyrir slysum sem kunna að henda á meðan þau eru í skólanum nema að mjög takmörkuðu leyti. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 551 orð | 1 mynd

Traust forysta til framtíðar

Hvert atkvæði skiptir máli, segir Jónmundur Guðmarsson, í baráttunni um framtíð Seltjarnarness. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 340 orð | 1 mynd

Tveir listar bjóða fram í fyrsta skipti

Ráða fordómar, spyr Hermann Óskarsson, stjórnmálaskoðunum Akureyringa? Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 701 orð | 2 myndir

Týndist Kvennaskólinn í kerfinu?

Kvennaskólinn er merkileg menntastofnun, segja Laufey Helga Guðmundsdóttir og Sigríður Magnúsdóttir, með langa sögu og á betra skilið. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 493 orð | 1 mynd

Um fólksfjölda jarðar

Hvort sem okkur líkar betur eða verr mun fólksfjölgunin, segir Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, með einum eða öðrum hætti hafa áhrif á líf okkar og breyta þeim heimi sem við lifum í. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 648 orð | 1 mynd

Verkstjórar hvetja til stöðugleika og vaxtalækkana

Við höfum nú sem þjóð einstakt tækifæri til, segir Kristín Sigurðardóttir, að halda áfram á réttri braut og bæta hag okkar verulega. Meira
25. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 152 orð

Verndum sögustaðinn Breiðholt

SIGURÐUR Thoroddsen skrifar ágæta grein í Morgunblaðið 15. maí um verndun fyrrum lóðar Alaska í Breiðholti. Við það, sem hann segir um sögu Breiðholtsbæjar, má bæta að þar bjó Árni Helgason dómkirkjuprestur og síðar biskup og kennari við Bessastaðaskóla. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 523 orð | 1 mynd

Við veljum ódýrustu leiðina að bestu þjónustunni

Framkvæmdir, framþróun og frumkvæði, segir Magnús Gunnarsson, krefst þess að stjórnendur sveitarfélaga hafi kjark til þess að taka ákvarðanir. Meira
25. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 250 orð

Þegar landið fær vængi

PENINGARNIR eru afl þeirra hluta sem gera skal. Það er víst staðreynd sem blífur í þjóðfélagi okkar. Og á því kann Sjálfstæðisflokkurinn full skil. Meira
25. maí 2002 | Aðsent efni | 573 orð | 1 mynd

Þurfa íslensk fyrirtæki þekkingarstjóra?

Þekking, segir Sigrún Kjartansdóttir, er ein mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis. Meira

Minningargreinar

25. maí 2002 | Minningargreinar | 595 orð | 1 mynd

HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

Hólmfríður Jónsdóttir fæddist á Vatni á Höfðaströnd í Skagafirði 3. apríl 1915. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 16. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Sauðárkrókskirkju 24. maí. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2002 | Minningargreinar | 738 orð | 1 mynd

MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR

Í dag, 25. maí, hefði amma mín Margrét Björnsdóttir orðið hundrað ára hefði hún lifað. Hún lést 2. maí 1981. Amma var fædd á Vopnafirði elst fimm barna Þórarins Björns Stefánssonar og Margrétar Katrínar Jónsdóttur. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2002 | Minningargreinar | 491 orð | 1 mynd

ÓSKAR SIGURÐSSON

Óskar Sigurðsson fæddist á Fáskrúðsfirði 10. október 1924. Hann lést á dvalarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði 16. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundsson trésmiður, f. 7. desember 1891, d. 1969, og Þóra Guðbrandsdóttir, f. 25. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2002 | Minningargreinar | 643 orð | 1 mynd

PÁLL SIGURBERGSSON

Páll Sigurbergsson fæddist í Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi 10. apríl 1937. Hann lést á heimili sínu 10. maí síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2002 | Minningargreinar | 439 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR REYNISDÓTTIR

Sigríður Reynisdóttir fæddist í Reykjavík 13. desember 1976. Hún lést á heimili sínu 2. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Digraneskirkju 10. maí. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2002 | Minningargreinar | 178 orð | 1 mynd

SVANFRÍÐUR ÖRNÓLFSDÓTTIR

Svanfríður Örnólfsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 4. mars 1920. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 1. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 13. maí. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

25. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 216 orð

241 millj. kr. hagnaður

HRAÐFRYSTISTÖÐ Þórshafnar skilaði 241 milljónar króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins, en allt árið í fyrra var 23 milljóna króna tap af rekstri félagsins. Ekki liggja fyrir samanburðartölur fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Meira
25. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 256 orð | 1 mynd

Aðildarskjöl Íslands að hvalveiðiráðinu

VEGNA ágreinings Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, og Bo Fernholm, formanns Alþjóðahvalveiðiráðsins, birtir Morgunblaðið aðildarskjöl Íslands að ráðinu frá því á síðasta ári og á þessu ári. Meira
25. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 641 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 91 40 90...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 91 40 90 558 50,454 Flök/Steinbítur 250 250 250 600 150,000 Grálúða 100 100 100 3 300 Gullkarfi 78 50 69 13,511 938,403 Hlýri 132 70 114 486 55,573 Humar 2,040 1,900 1,928 100 192,800 Keila 92 34 62 1,627 101,083 Keilubland 50... Meira
25. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 207 orð | 1 mynd

Atlantsskip hefja áætlunarsiglingar til Esbjerg

ATLANTSSKIP hafa bætt Esbjerg í Danmörku við sem viðkomuhöfn í áætlunarsiglingum sínum til og frá Evrópu. Í samvinnu við samstarfsaðila Atlantsskipa í Danmörku mun móttaka stykkjavöru verða í Aarhus og varan lestuð þar í gáma. Meira
25. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 254 orð

Bætt afkoma Sláturfélagsins

REKSTRARTAP Sláturfélags Suðurlands á tímabilinu janúar til mars 2002 var 8,5 milljónir, en árið áður 36,1 milljón. Bætt afkoma stafar fyrst og fremst af lækkun fjármagnsgjalda vegna gengishækkunar krónunnar. Eigið fé Sláturfélagsins er 1. Meira
25. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 621 orð

Fráleitur og aumkunarverður málflutningur

TÓMAS H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, segir málflutning Bos Fernholms, formanns Alþjóðahvalveiðiráðsins, þar sem hann réttlæti þá meðferð sem aðild Íslands að ráðinu fékk, vera fráleitan og í raun aumkunarverðan. Meira
25. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 138 orð

Fundur um verk styrkt af Þróunarsjóði EFTA

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ og Útflutningsráð Íslands munu standa fyrir morgunverðarfundi næstkomandi þriðjudag, 28. maí, þar sem kynntir verða möguleikar íslenskra fyrirtækja á þátttöku í verkum sem styrkt eru af Þróunarsjóði EFTA. Meira
25. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 257 orð

Greiðsluafkoma ríkissjóðs batnar frá fyrra ári

GREIÐSLUAFKOMA ríkissjóðs var jákvæð um 4,3 milljarða króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2002, samanborið við rúman 1 milljarð á sama tímabili í fyrra. Meira
25. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 367 orð

Hagnaður af rekstri SÍF hf. 153 m. kr.

SÍF hf. skilaði 1,7 milljónum evra hagnaði eftir skatta (153 millj. kr.) á fyrstu þremur mánuðum ársins, en hagnaður á fyrsta ársfjórðungi í fyrra var 1,3 milljónir evra (107 millj. kr.), sem er breyting upp á 383 þúsundir evra. Hagnaður SÍF hf. Meira
25. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 358 orð

Hagnaður Samherja 1.056 milljarðar króna

SAMHERJI hf. var rekinn með 1.056 milljóna króna hagnaði fyrstu þrjá mánuði ársins 2002 sem er um 928 milljónum króna betri afkoma en á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) er 1. Meira
25. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 153 orð | 1 mynd

Kjötvinnslukerfi fyrir 400 milljónir

MAREL er nú um það bil að senda frá sér kjötvinnslukerfi sem búið er að vera í smíðum sl. mánuði. Fer það í nýja kjötvinnslu í Texas í Bandaríkjunum og verður þetta fullkomnasta vinnslukerfi sinnar tegundar. Meira
25. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 441 orð

Meirihluti hagnaðar Baugs kemur að utan

ÁHRIF hlutdeildarfélaga á afkomu samstæðu Baugs hf. fyrir skatta voru 2.352 milljónir króna í 14 mánaða uppgjöri félagsins sem sagt var frá í gær. Hagnaður fyrir skatta var 1. Meira
25. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 51 orð

Selja vélaverkstæði

Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. hefur skrifað undir samning um sölu á meirihluta í vélaverkstæði félagsins til Hamars Kópavogi. Stofnað hefur verið nýtt hlutafélag, Hamar Austurland, um starfsemi hins nýja verkstæðis. Meira

Daglegt líf

25. maí 2002 | Neytendur | 1345 orð | 5 myndir

Rúm 62% telja lambakjötið best til matreiðslu

Markaðsráð lambakjöts hefur látið gera könnun um viðhorf fólks til lambakjöts. Helga Kristín Einarsdóttir tók saman niðurstöður og ræddi við framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda. Meira

Fastir þættir

25. maí 2002 | Árnað heilla | 40 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 25. maí, er fimmtugur Rafn Benediktsson, bóndi á Staðarbakka 1, Húnaþingi vestra. Af þessu tilefni mun hann, og fjölskylda hans, taka á móti gestum í félagsheimilinu Ásbyrgi, Laugarbakka, frá kl. 20 sunnudaginn 16. Meira
25. maí 2002 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 25. maí, er áttræður Magnús Ágústsson, fyrrverandi útgerðarmaður, Hafnargötu 9, Vogum, Vatnsleysuströnd. Kona hans er Hallveig Árnadóttir . Magnús er að heiman í... Meira
25. maí 2002 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

95 ÁRA afmæli.

95 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 25. maí, er 95 ára María Jóhannsdóttir, fv. stöðvarstjóri Pósts og síma, Flateyri . Hún tekur á móti gestum í dag á heimili sonar síns, Einars Odds, Sólbakka,... Meira
25. maí 2002 | Fastir þættir | 333 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SVAR á grandi við opnunardobli hefur sömu merkingu og grandsvar við litaropnun í Standard - sýnir 6-10 punkta. Í því ljósi virðist hækkun norðurs í tvö grönd á 14 punkta óþarflega hörð. Hvað finnst lesandanum um það? Vestur gefur; allir á hættu. Meira
25. maí 2002 | Dagbók | 51 orð

DRAUMUR

Fannhvítu seglin flytja fleyið að óþekktri strönd, innanborðs erum við bæði og ætlum að nema þar lönd, sem vitið og víðsýnið ráða og voldug mannúðin býr, þar friður og farsældin ríkir og finnast ei mannleg villidýr. Meira
25. maí 2002 | Viðhorf | 840 orð

Eru lítil bú betri en stór?

Í bæklingi sem Stéttarsamband bænda gaf út árið 1994 er að finna þessa furðulegu fullyrðingu: "Það er mikill misskilningur að búrekstur gangi því betur sem búin séu stærri." Meira
25. maí 2002 | Dagbók | 47 orð | 1 mynd

Fermingar á morgun

Ferming í Óháða söfnuðinum sunnud. 26. maí, kl. 14. Prestur sr. Pétur Þorsteinsson. Fermd verða: Alexandra Guðjónsdóttir, Vogagerði 25, Vogum. Brynhildur Guðjónsdóttir, Vogagerði 25, Vogum. Diljá Guðjónsdóttir, Vogagerði 25, Vogum. Meira
25. maí 2002 | Fastir þættir | 588 orð | 1 mynd

Hannes og Short mætast á Sigeman-mótinu

12.-20. júní 2002 Meira
25. maí 2002 | Fastir þættir | 222 orð | 1 mynd

Hjúskaparstaða hefur áhrif á karlhormón

Hormónið testosterón mælist í meira magni hjá einhleypum mönnum en kvæntum mönnum, sem eiga börn samkvæmt niðurstöðum vísindamanna við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Telja þeir að muninn megi skýra með ólíku félagslegu umhverfi. Meira
25. maí 2002 | Fastir þættir | 633 orð | 1 mynd

Hvaða vandamál tengjast óánægju með útlit?

Lesendur Morgunblaðsins geta komið spurningum varðandi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Meira
25. maí 2002 | Fastir þættir | 747 orð

Íslenskt mál

Húsavíkurkirkja er falleg og stílhrein bygging, smíðuð úr timbri á fyrsta áratug síðustu aldar. Sem sé komin til ára sinna en þjónar hlutverki sínu óaðfinnanlega. Meira
25. maí 2002 | Í dag | 1511 orð | 1 mynd

(Jóh. 3.)

Guðspjall dagsins: Kristur og Nikódemus. Meira
25. maí 2002 | Dagbók | 872 orð

(Lúk. 13, 30.)

Í dag er laugardagur 25. maí, 145. dagur ársins 2002. Urbanusmessa. Orð dagsins: En til eru síðastir, er verða munu fyrstir, og til eru fyrstir er verða munu síðastir. Meira
25. maí 2002 | Fastir þættir | 267 orð | 1 mynd

Mótefni líkamans notuð í stað sýklalyfja

VÍSINDAMENN hafa fundið nýja lausn í baráttunni við sýkla með áunnið ónæmi fyrir sýklalyfjum. Ónæmið hindrar notkun sýklalyfjanna í meðferð sjúkdóma og setur sjúklinga í hættu. Meira
25. maí 2002 | Fastir þættir | 196 orð

Myndapilla gegn magaverkjum

MYNDAVÉL í pilluformi er ekki lengur hugarfóstur höfunda vísindaskáldsagna, heldur nauðsynlegt hjálpartæki lækna við rannsóknir á iðrum mannsins. Meira
25. maí 2002 | Fastir þættir | 87 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1.c4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg2 e6 4. Rf3 d5 5. O-O Bd6 6. Rc3 O-O 7. d3 c6 8. cxd5 exd5 9. e4 d4 10. Rxd4 Bxg3 11. Rxf5 Bc7 12. Rg3 Rg4 13. Be3 Dh4 14. h3 Rf6 15. Kh2 15... Bxh3 16. Bxh3 g5 17. Db3+ Kh8 18. Bxg5 Rg4+ 19. Meira
25. maí 2002 | Í dag | 1006 orð | 1 mynd

Sumardagar í kirkjunni

EINS og undanfarin ár verða sumarguðsþjónustur eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæmum. Guðsþjónusturnar færast á milli kirknanna í prófastsdæmunum. Að þessu sinni verður guðsþjónustan í Árbæjarkirkju miðvikudaginn 29. maí kl. 14. Sr. Meira
25. maí 2002 | Fastir þættir | 427 orð

Víkverji skrifar...

ÞAÐ er einhver fiðringur lengst oní mallanum á Víkverja. Einhver eftirvænting sem kraumar í hverju beini í skrokknum. Einhver hríslandi tilfinning um að eitthvað sé í vændum. Víkverji hefur svolítið verið að velta því fyrir sér hvað veldur. Meira

Íþróttir

25. maí 2002 | Íþróttir | 82 orð

Andri frá í 4-6 vikur

ANDRI Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Molde, verður frá keppni í 4-6 vikur. Meira
25. maí 2002 | Íþróttir | 100 orð

Auðvelt að finna golfmót við hæfi

KYLFINGAR landsins á öllum aldri og af báðum kynjum ættu ekki að vera í vandræðum með að finna sér opin golfmót við hæfi í sumar. Alls eru 200 opin mót á dagskrá frá tímabilinu apríl og fram til loka september. Meira
25. maí 2002 | Íþróttir | 282 orð

Átakalaus Valssigur fyrir norðan

SAMEIGINLEGT lið Leifturs og Dalvíkur tók á móti Valsmönnum í fyrsta leik 2. umferðar í 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Leikurinn fór fram á Árskógsstrandarvelli, þar sem vellir í Ólafsfirði og á Dalvík eru ekki komnir í leikhæft ástand. Gestirnir að sunnan voru sterkari aðilinn allan leikinn og unnu sanngjarnan 2:0 sigur. Meira
25. maí 2002 | Íþróttir | 326 orð | 1 mynd

* EINAR Karl Hjartarson , hástökkvari...

* EINAR Karl Hjartarson , hástökkvari úr ÍR , verður eini Íslendingurinn sem keppir á bandaríska háskólameistaramótinu í frjálsum íþróttum um næstu helgi. Einar Karl stökk 2,18 metra í mars og það fleytti honum inn sem síðasta manni. Meira
25. maí 2002 | Íþróttir | 656 orð | 1 mynd

Enn tapar ÍA í Frostaskjóli

KR-ingar héldu uppteknum hætti gegn Skagamönnum á heimavelli sínum í gær en áttunda leikinn í röð gengu Akurnesingar af velli í Frostaskjólinu með tap á bakinu. KR-ingar lögðu meistarana á sanngjarnan hátt í skemmtilegum leik, 3:1, og tylltu sér í toppsætið en Skagamenn sitja eftir í sárum - eru stigalausir eftir tvo fyrstu leiki sína og mega taka sig verulega á ef þeir ætla að eiga möguleika á að verja titilinn. Meira
25. maí 2002 | Íþróttir | 125 orð

Fyrsti sigurinn á Svíum í 14 ár

ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem íslenska landsliðið í handknattleik leggur Svía að velli í opinberum landsleik í handknattleik. Það gerðist þó í gærkvöldi og er það í fyrsta sinn í tæp 14 ár sem Íslendingum tekst að leggja Svía. Meira
25. maí 2002 | Íþróttir | 487 orð | 1 mynd

* GESTUR Gylfason fékk í gær...

* GESTUR Gylfason fékk í gær leikheimild með Grindavík og verður líklega í byrjunarliðinu gegn Fram í Grindavík í dag. Gestur kemur frá Hjörring í Danmörku þar sem hann spilaði í nokkrar vikur en hann lék með Keflavík um langt árabil. Meira
25. maí 2002 | Íþróttir | 398 orð

Íslendingar burstuðu Svía

ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik lagði Svía 31:23 á æfingamóti í Belgíu í gærkvöldi. Staðan í leikhléi var 18:10 fyrir Ísland og sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari að lið sitt hefði leikið mjög vel. Meira
25. maí 2002 | Íþróttir | 219 orð

KNATTSPYRNA 1.

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Leiftur/Dalvík - Valur 0:2 - Sigurður Sæberg Þorsteinsson 36., Sigbjörn Hreiðarsson 57. Rautt spjald: Hermann Albertsson Leiftri/Dalvík (87.) 1. Meira
25. maí 2002 | Íþróttir | 67 orð

KNATTSPYRNA Sunnudagur: Efsta deild kvenna, Símadeild:...

KNATTSPYRNA Sunnudagur: Efsta deild kvenna, Símadeild: Stjörnuvöllur:Stjarnan - Valur 14 Akureyri:Þór/KA/KS - Breiðablik 14 Hásteinsvöllur:ÍBV - Grindavík 14 KR-völlur:KR - FH 14 1. deild karla: Kópavogur:Breiðablik - ÍR 14 Valbjarnarvöllur:Þróttur R. Meira
25. maí 2002 | Íþróttir | 21 orð | 1 mynd

Komnir í efsta sæti!

Komnir í efsta sæti! KR-ingar fagna öðru marki Sigurvins Ólafssonar. Frá vinstri eru Jökull I. Elísa betarson, Sigþór Júlíusson, Sigurvin og Jón... Meira
25. maí 2002 | Íþróttir | 156 orð

Leifur í meistaradeildina?

LEIFUR Garðarsson, milliríkjadómari í körfuknattleik, hefur verið valinn í sjö manna úrtakshóp til undirbúnings fyrir meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. Meira
25. maí 2002 | Íþróttir | 301 orð

Leikir dagsins ...

Grindavík - Fram Grindavíkurvelli 25. maí kl. 14. * Fram hefur aðeins unnið einu sinni í sex heimsóknum til Grindavíkur í efstu deild, 3:1 í fyrra. Það var ennfremur aðeins annar sigur Fram á Grindavík í 12 leikjum liðanna. Meira
25. maí 2002 | Íþróttir | 142 orð

Makedóníumenn í Egyptalandi

Handknattleikslandslið Makedóníu býr sig þessa dagana af kappi fyrir leikina gegn Íslandi í byrjun júní. Þjóðirnar leika þá heima og heiman um sæti í Evrópukeppninni í Portúgal á næsta ári, fyrst í Prilep hinn 2. júní. Meira
25. maí 2002 | Íþróttir | 242 orð

Óskabyrjun Sigurvins

Það er alltaf gaman að vinna og það er óskabyrjun að skora öll þessi mörk," sagði Sigurvin Ólafsson kampakátur eftir sigurinn á Skagamönnum. Meira
25. maí 2002 | Íþróttir | 463 orð | 1 mynd

"Draumi líkast fyrir mig"

EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hélt í morgun til Suður-Kóreu. Hann mun dvelja þar og í Japan í fimm vikur, eða til 2. júlí vegna starfa sinna í framkvæmdanefnd heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Með Eggerti í för í morgun voru þeir Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, og Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, en þeir munu ásamt honum sitja þing Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, á þriðjudag og miðvikudag. Meira
25. maí 2002 | Íþróttir | 456 orð | 1 mynd

"Hákarlarnir" fjórir verða lítið með

HÖRÐUR Arnarson, golfkennari hjá GK, var nokkuð viss í sinni sök er hann spáði í spilin fyrir Morgunblaðið um gengi kylfinga á mótum sumarsins en fyrsta stigamót sumarsins hófst í dag í Vestmannaeyjum og verða leiknar 36 holur í dag og 18 holur á morgun,... Meira
25. maí 2002 | Íþróttir | 222 orð | 1 mynd

Refsað fyrir að nýta ekki færin okkar

Það var mjög sárt að tapa þessum leik en ef við nýtum ekki færin verður okkur refsað," sagði Gunnlaugur Jónsson fyrirliði Akurnesinga eftir tapið fyrir KR í gærkvöldi. Meira
25. maí 2002 | Íþróttir | 51 orð

Tvær skoskar í Grindavík

ÚRVALSDEILDARLIÐ Grindavíkur í knattspyrnu kvenna fékk liðsstyrk í gær. Tvær skoskar stúlkur gengu þá til liðs við félagið en þær heita Karen Penglase og Tracey Donachie og eru báðar tvítugar að aldri. Meira
25. maí 2002 | Íþróttir | 18 orð

Uppskeruhátíð hjá FH Uppskeruhátíð yngri flokka...

Uppskeruhátíð hjá FH Uppskeruhátíð yngri flokka FH í handknattleik verður haldin í dag, laugardag, í Kaplakrika kl. 13 til... Meira
25. maí 2002 | Íþróttir | 116 orð

Vefur um HM 2002

OPNAÐUR hefur verið vefur á mbl.is helgaður heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu sem haldin verður í Japan og Kóreu frá 31. maí til 30. júní næstkomandi. Meira

Lesbók

25. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1857 orð | 5 myndir

BRJÓSTSYKUR, SLÖNGUR OG SKÝ

ÞAÐ er sagt að á Mílanósýningunni sé ekki aðeins kynnt það helsta sem er á döfinni í hönnunarheiminum líkt og á öðrum alþjóðlegum húsgagnasýningum heldur gegni hún forystuhlutverki, þar skapist nýjar línur, form og tilhneigingar. Meira
25. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 388 orð | 1 mynd

Deilt um freskurnar í Pisa

HREINSUN og viðgerð listaverka á Ítalíu þykir almennt mjög umdeild og mætir yfirleitt miklum mótmælum. Hreinsun á 14. og 15. Meira
25. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 547 orð

Forkosningar fjölmiðlanna

FYRIR nokkrum árum tók ég útvarpsviðtal við Pétur Gunnarsson rithöfund um þýðingu hans á metsölubókinni Brýrnar í Madisonsýslu eftir Robert James Waller. Ég spurði hann meðal annars hvers vegna hann teldi að bókin væri jafn vinsæl og raun bar vitni. Meira
25. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 541 orð | 1 mynd

Hljóðdvöl í Hrafnagaldri Óðins

Jónas Kristjánsson ritar fróðlega grein í Lesbók Morgunblaðsins 27. apríl síðastliðinn og færir rök fyrir því að kvæðið Hrafnagaldur sé eldra en áður var talið. (Sophus Bugge taldi að kvæðið væri frá 17. Meira
25. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 94 orð

Hugsað heim

Hér blómstra greinar bleikum skúfum með, sem brúðarvöndur skartar perutréð. Og gullnir sprotar gleðja augu mín á gráum runna hvíta rósin skín. En heima á Fróni stendur barkflett björk með brotna grein sem norðanveðrið sló. Meira
25. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 328 orð | 1 mynd

Hvers konar lýðræði?

"Þjóðin var sammála um að Ísland ætti að vera lýðræðisríki og lýðveldi. Hins vegar skiptist þjóðin í tvær misstórar fylkingar er koma að spurningunni hvað það lýðræði merkti í raun og veru. Meira
25. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 925 orð

Í leit að liðinni tíð

AF HVERJU fær maður aldrei almennileg epli nú til dags? segi ég um leið og ég teygi mig í marmelaðikrukkuna. - Veistu hvað? segir konan mín og er risin á fætur, búin að þurrka sér um munninn og smella kossi á ennið á mér. Meira
25. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 85 orð

Kattleikur

þegar villikettirnir og borgarkettirnir hafa gert með sér bandalag um að elska og svíkja með atlotum atlæti og aðförum þegar draumar þínir koma blíðmálgir sléttgreiddir og kattþvegnir þegar rottuholan er orðin þitt eina athvarf þá dugar ekki að taka til... Meira
25. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 926 orð | 1 mynd

LÍFIÐ ENN MERKILEGRA EN ÁÐUR

"Sagt er að öll ferðalög eigi sér stað á tveimur sviðum, og er það ferðalag sem á sér stað í hausnum á manni ekki síður mikilvægt," segir Tryggvi Ólafsson listmálari sem kominn er heim með á fjórða tug nýrra málverka í farteskinu. Hann opnar sýningu í Galleríi Fold í dag og ræddi HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR við hann af því tilefni. Meira
25. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1454 orð | 1 mynd

LÍKAMAR Í AFMÖRKUÐU RÝMI

Framlag Nýlistasafnsins til Listahátíðar í Reykjavík er að þessu sinni sýning hollenska myndlistarmannsins Aernout Mik. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR ræddi við Aernout um myndlist hans. Meira
25. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 968 orð | 1 mynd

MORGUNVERÐUR

Hinn 27. febrúar sl. voru liðin 100 ár frá fæðingu bandaríska nóbelsverðlaunahöfundarins John Steinbeck. Gyrðir Elíasson hefur þýtt eina af smásögum skáldsins af því tilefni. Meira
25. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 449 orð

NEÐANMÁLS -

I Gífurlegar virkjunarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á vatnasvæði Amazon-frumskógarins í Brazilíu. "Áform eru auk þess um að byggja 15 nýjar virkjanir í viðbót í þessu vatnakerfi, sem verður þá miklu stærra en Frakkland eða um 10% af Brazilíu allri. Meira
25. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 357 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Englaborg, Flókagötu 17: Sigtryggur Bjarni Baldvinsson. Til 26.5. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Tryggvi Ólafsson, Olga Pálsdóttir og Emil Þór Sigurðsson. Til 9. júní. Galleri@hlemmur.is: Björk Guðnadóttir. Til 26.5. Meira
25. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 933 orð | 1 mynd

Shakuhachi-hljóðfæri samúræjanna

MEISTARI Teruhisa Fukuda shakuhaci flautuleikari frá Japan er kominn til landsins ásamt eiginkonu sinni, shamisen-leikaranum Shiho Kineya. Þau eru gestir Listahátíðar og leika á tónleikum á Hafnarhússkvöldi á sunnudagskvöld kl. Meira
25. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1497 orð | 2 myndir

Skrif við frostmark

Rithöfundurinn og lögfræðingurinn Andrew Vachss hefur vakið sívaxandi athygli fyrir skáldsögur sínar á undanförnum árum, en kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er sérsvið hans í lögfræðinni og myndar gjarnan baksvið verka hans. Meira
25. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1001 orð | 2 myndir

Sníkjudýr og hiksti

Á meðal þeirra spurninga sem hefur verið svarað á Vísindavefnum að undanförnu má nefna: hvað var vistarbandið, eru fordómar á Íslandi, hvort er hagkvæmara að byggja borg þétt eða dreift og hvað eru margar stjörnur í sólkerfinu? Meira
25. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1974 orð | 6 myndir

Stöðvarfjörður

Árbók Ferðafélags Íslands 2002 ber heitið: Austfirðir frá Álftafirði til Fáskrúðsfjarðar. Bókin kemur út í lok maímánaðar. Hér er birt efni úr kafla um Stöðvarfjörð. Meira
25. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 146 orð | 1 mynd

SUNDHÖLL, REYKJAVÍK, 2001 : Ég er...

SUNDHÖLL, REYKJAVÍK, 2001 : Ég er enn við búningsherbergi nr. 124,* og nota gægjugatið eins og sjónauka, súma að henni, jafnvel þó hún sé að ganga í burtu. Meira
25. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 2326 orð | 2 myndir

Vatnsvirkjanir í Brazilíu og umhverfismál

Fyrirhugaðar eru stórfelldar framkvæmdir við vatnsaflsvirkjanir í Brazilíu á komandi árum og áratugum. Allir eru sammála um gríðarlegan fórnarkostnað sem þessu er samfara og sumir ganga svo langt að tala um stóráfall í umhverfismálum heimsins. Meira
25. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 442 orð | 1 mynd

Ævisaga Angelou

BANDARÍSKI rithöfundurinn Maya Angelou hefur lokið við sex binda æviminningaflokk sinn með útgáfu sjötta og síðasta hluta hans, bókarinnar A Song Flung Up to Heaven (Söng fleytt upp til himins). Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.