Greinar fimmtudaginn 13. júní 2002

Forsíða

13. júní 2002 | Forsíða | 164 orð

Alnæmi ýtir undir matvælaskort

SJÖ milljónir bænda í Afríku hafa dáið úr alnæmi á síðustu tveimur áratugum og framleiðnin hefur minnkað um allt að 50% af þeim sökum, að sögn fulltrúa alnæmisstofnunar Sameinuðu þjóðanna á matvælaráðstefnu samtakanna í Róm í gær. Meira
13. júní 2002 | Forsíða | 85 orð | 1 mynd

Iðkendur Falun Gong mótmæla í Hong Kong

LÖGREGLUMAÐUR fylgist með hópi iðkenda Falun Gong sem efndi til mótmæla á torgi í miðborg Hong Kong í gær. Meira
13. júní 2002 | Forsíða | 172 orð

Konunum líkar daðrið vel

FLESTAR útivinnandi konur í Bretlandi telja, að daður sé gott fyrir heilsuna og sjálfsálitið og ein af hverjum 10 hefur átt í einhverju ástarsambandi við yfirmann sinn. Kemur þetta fram í könnun, sem birt verður í dag. Meira
13. júní 2002 | Forsíða | 239 orð | 1 mynd

Rússar verji stöðu sína

RÚSSAR þurfa að læra að verja stöðu sína í heiminum sem stórveldi með glæsta sögu þótt þeir leiti eftir sáttum við forna fjendur, sagði Vladímír Pútín Rússlandsforseti í ræðu sem hann flutti í gær í tilefni af því að tólf ár eru liðin frá því að þing... Meira
13. júní 2002 | Forsíða | 65 orð | 1 mynd

Skógareldar ógna bæjum

YFIRVÖLD í Colorado óskuðu í gær eftir aðstoð slökkviliðsmanna frá öðrum ríkjum við að hefta útbreiðslu skógarelda sem ógna bæjum í grennd við Denver. Eru þetta mestu skógareldar í sögu Colorado og höfðu um 36.000 hektarar brunnið í gær. Meira
13. júní 2002 | Forsíða | 252 orð

Vísbendingar um að al-Qaeda starfi í Kasmír

DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að fram hefðu komið vísbendingar um að liðsmenn al-Qaeda, hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens, störfuðu í Kasmír. Meira

Fréttir

13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 51 orð

242 milljónir skiptust í fernt

ÍSLENDINGAR höfðu ekki heppnina með sér þegar dregið var um fjórfaldan pott í Víkingalottóinu í gærkvöldi. Fyrsta vinningi, rúmum 242 milljónum króna, skiptu Danir og Norðmenn bróðurlega á milli sín og kom tæp 61 milljón í hlut hvers. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

36 voru útskrifaðir í Leiðsöguskóla Íslands

LEIÐSÖGUSKÓLI Íslands útskrifaði 36 leiðsögumenn 28. maí sl. eftir níu mánaða sérhæft leiðsögunám. Samtals stóðust nemendur munnleg próf á 10 erlendum tungumálum. Meira
13. júní 2002 | Suðurnes | 181 orð

405 nemendur í vinnuskólanum

MIKIL fjölgun hefur orðið í vinnuskóla Reykjanesbæjar frá síðasta sumri. Þar starfa í sumar 405 unglingar og er hann fjölmennasti vinnustaðurinn á Suðurnesjum. Meira
13. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 184 orð | 1 mynd

Afmælisdagskrá og bók gefin út

MENOR, Menningarsamtök Norðlendinga, minntust 20 ára afmælis síns um liðna helgi. Boðið var upp á fjölbreytta skemmtidagskrá í Laugarborg af þessu tilefni. Ólafur Þ. Hallgrímsson formaður samtakanna flutti ávarp, Þórhildur Örvarsdóttir söng og Kristinn... Meira
13. júní 2002 | Landsbyggðin | 352 orð | 1 mynd

Andakílsskóli þriðji skólinn sem hlýtur Grænfánann

VIÐ skólaslit Andakílsskóla þriðjudaginn 4. júní sl. voru mættar þær Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og Sigrún Helgadóttir verkefnisstjóri Grænfánans með Grænfána handa Andakílsskóla, en hann er þriðji skólinn á Íslandi sem flaggar slíkum fána. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 229 orð

Áfram aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum

FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Norðurlanda staðfestu á fundi sínum í Asker í Noregi á miðvikudag að dregið hefði úr hagvexti undanfarið en það skýrðist fyrst og fremst af niðursveiflu á alþjóðavettvangi. Meira
13. júní 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 487 orð | 1 mynd

Árlegur landnámsdagur og merkingar sögustaða

LANDNÁMSSKÁLINN í Aðalstræti, merkingar söguminja og Viðey eru þau þrjú atriði sem hvað mesta áherslu ber að leggja á í menningartengdri ferðaþjónustu í Reykjavík. Meira
13. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 366 orð

Birkiplöntum úr þjóðargjöf Finnlands plantað í landið

SKÓGRÆKTARFÉLAG Eyfirðinga fær 150 ha af óræktuðu landi jarðarinnar Saurbæjar í Eyjafjarðarsveit til skógræktar. Samkomulag hefur orðið um þetta við landbúnaðarráðuneytið og væntanlega verður skrifað undir samning þessa efnis innan tíðar. Meira
13. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 142 orð

Blásarar á leið til Svíþjóðar

LÚÐRASVEIT Akureyrar verður 60 ára síðar á árinu og verður haldið upp á afmælið með ýmsum hætti þegar haustar. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Bókagerðarmenn heimsóttu Gljúfrastein

AÐALFUNDUR Félags norrænna bókagerðarmanna var haldinn á Íslandi 10. og 11. júní og af því tilefni komu til landsins um fimmtíu manns frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 370 orð | 1 mynd

Búist við hlýindum næstu daga

HITAMET var slegið í Reykjavík á þriðjudag þegar hitinn fór upp í 22,4 stig og er það mestur hiti sem mælst hefur í Reykjavík í júnímánuði frá því að nútímamælingar hófust. Hæstur hiti fram að því var 20,7 gráður sem mældist 6. Meira
13. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 136 orð | 1 mynd

Dauður og hálfdauður smáufsi í fjöruborðinu

ÞAÐ var heldur einkennileg sjón sem blasti við á tjörninni framan við veitingastaðinn Pollinn á Akureyri í gærmorgun. Í fjöruborðinu lá dauður smáufsi í tugatali og annar eins fjöldi að reyna að synda á land af miklum móð. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 751 orð | 1 mynd

Diplóma í leikskólafræði

Arna H. Jónsdóttir fæddist á Akureyri 10. september 1953. Hún er lektor á sviði leikskólafræði og stjórnunar og forstöðumaður leikskólabrautar Kennaraháskóla Íslands. Arna starfaði lengi hjá Leikskólum Reykjavíkur sem leikskólastjóri og leikskólaráðgjafi og einnig í forystu stéttarfélags leikskólakennara. Maki er Guðmundur Vignir Óskarsson, verkefnastjóri hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 717 orð

Engin atvinnuleyfi til dansara Óðals í tvær vikur

ENGIN ATVINNULEYFI hafa verið veitt síðastliðinn hálfan mánuð til dansmeyja sem hyggjast starfa á veitingastaðnum Óðali, að því er kom fram í máli Grétars Berndsen, framkvæmdastjóra staðarins, á blaðamannafundi í fyrradag. Meira
13. júní 2002 | Erlendar fréttir | 178 orð

Evrunni vex ásmegin

GENGI evrunnar gagnvart Bandaríkjadollara hækkaði í gær á markaði í London og komst í 0,95 um hríð en lækkaði aftur í 0,9460. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Fékk fálkaorðu fyrir sölu á síld

FORSETI Íslands veitti forstjóra elstu síldarverksmiðju Dana, Lykkeberg A/S, riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu í síðustu viku sem þakklætisvott fyrir áralanga sölu á íslenskri síld til danskra neytenda. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Fjallvegir opnaðir fyrr en venjulega

UM HELGINA verða opnaðir tveir af helstu fjallvegum landsins. Vegirnir sem opnaðir verða eru Kjalvegur að sunnanverðu, en nyrðri hluti vegarins var opnaður fyrir viku, og einnig verður Fjallabaksleið nyrðri opnuð. Vegurinn inn í Lón opnast líka. Meira
13. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Fjögurra metra fjarlægð

NÝKJÖRIN bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fyrsta fundi sínum breytingu á lögreglusamþykkt Akureyrar varðandi einkadans og sýningar á nektarstöðum. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 388 orð | 1 mynd

Forseti Kína væntanlegur síðdegis í dag

FORSETI Kína, Jiang Zemin, kemur í opinbera heimsókn til Íslands síðdegis í dag. Ráðgert er að Boeing 747- þota hans lendi á Keflavíkurflugvelli um kl. 17. Forsetinn heldur síðan af landi brott að morgni sunnudags. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 37 orð

Fræðslufundur CCU-samtakanna

CCU-samtökin, samtök fólks með króníska bólgusjúkdóma í meltingarfærum, heldur fræðslufund í dag, fimmtudaginn 13. júní, kl. 20 að Grand Hótel, Sigtúni 28. Erindi fundarins verður: langvinn veikindi, sjúklingurinn og fjölskyldan. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 138 orð

Gengið um þjóðgarðinn í Skaftafelli

BOÐIÐ verður upp á fyrstu göngur sumarsins í þjóðgarðinum í Skaftafelli um helgina. Á laugardag kl. 10 hefst ganga í Bæjarstaðaskóg og kl. 15 verður gengið að Skaftafellsjökli. Öllum börnum frá 6-12 ára verður boðið í náttúruskoðun kl. 10-11. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 567 orð | 2 myndir

Glæðist í Borgarfirðinum

LAXVEIÐI er aðeins að glæðast í Borgarfirði um þessar mundir. Áður hafði verið sagt frá því að veiðimenn á bændadögum hefðu orðið varir við dálitla göngu og fengið nokkra fiska í Þverá á bændadögum um helgina og á mánudaginn. Meira
13. júní 2002 | Erlendar fréttir | 93 orð

Handtökur í Pakistan

PAKISTANSKIR öryggislögreglumenn hafa handtekið tvo menn, sem grunaðir eru um að hafa verið í sambandi við Abdullah al-Muhajir, sem er sagður hafa ætlað að sprengja svokallaða "skítuga sprengju" í Bandaríkjunum. Meira
13. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 134 orð | 1 mynd

Heiðra Magneu frá Kleifum

AKUREYRARDEILD Félags kvenna í fræðslustörfum heiðraði Magneu Magnúsdóttur frá Kleifum nýlega. Félagskonur heiðruðu Magneu frá Kleifum fyrir framlag hennar til barnamenningar. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 98 orð

Hlutu verðlaun UNESCO

ÁSLANDSSKÓLI í Hafnarfirði fylgir skólastefnu sem byggist á heimspeki og fyrirkomulagi sem kennt er við Council for Global Education, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá skólanum. Meira
13. júní 2002 | Suðurnes | 132 orð | 1 mynd

Hnúfubakur í netin hjá Lukkuláka

SKIPVERJARNIR á Lukkuláka SH 501 frá Ólafsvík lönduðu óvenjulegum afla í Sandgerði í gær, hnúfubak sem festist í netunum. Hvalurinn var dauður í netunum þegar þeir vitjuðu þeirra á Ólafsvöllum, um 15 mílur norðvestur af Garðskaga. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 73 orð

Hrafnaspark endurútgefið

ÞRAUTABLAÐIÐ Hrafnaspark nr. 1 og 2 hefur verið endurútgefið og betrumbætt. Hrafnaspark kom fyrst út 1994 og var selt bæði í lausasölu og í áskrift. Það mun nú eingöngu verða selt í lausasölu. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 290 orð

Hvetja stjórnvöld til að ræða mannréttindabrot

STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands hefur samþykkt einróma eftirfarandi ályktun í tilefni af heimsókn Jiang Zemin, forseta Kína, hingað til lands: "Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar á stjórnvöld á Íslandi að nota tækifærið þegar Jiang Zemin, forseti Kína,... Meira
13. júní 2002 | Erlendar fréttir | 194 orð

Hægrimönnum spáð meirihluta

NÝ skoðanakönnun sem birt var í Frakklandi í gær gefur til kynna að hægri- og miðjuflokkarnir vinni yfirburðasigur í seinni umferð þingkosninganna á sunnudag. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 177 orð

Hækkun vísitölu við efri mörk

VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í júníbyrjun 2002 var 222,8 stig og hækkaði um 0,45% frá fyrra mánuði, samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands í gær. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 221,8 stig og hækkaði um 0,50%. Meira
13. júní 2002 | Suðurnes | 64 orð

Hættir á fyrsta fundi

ÞORSTEINN Árnason, fyrsti varamaður framsóknarmanna í nýkjörinni bæjarstjórn Reykjanesbæjar, óskaði eftir lausn frá þeim störfum á fyrsta fundi bæjarstjórnar og veitti bæjarstjórn honum samhljóða lausn. Meira
13. júní 2002 | Suðurnes | 211 orð | 2 myndir

Ingimundur kjörinn oddviti

INGIMUNDUR Þ. Guðnason var kosinn oddviti á fyrsta fundi nýkjörinnar hreppsnefndar Gerðahrepps. Þá var ákveðið að endurráða Sigurð Jónsson sem sveitarstjóra. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 280 orð

Ísafoldarprentsmiðjan seld

GENGIÐ var frá sölu Ísafoldarprentsmiðjunnar hf. og dótturfélaga hennar, ÍP-Prentþjónustunnar og Flateyjar bókbandsstofu, í gær. Meira
13. júní 2002 | Erlendar fréttir | 220 orð

Ísraelar frá Ramallah

ÍSRAELAR drógu í gær her sinn frá borginni Ramallah á Vesturbakkanum en þessi síðasta innrás þeirra stóð í tvo daga. Einn Ísraeli og 11 Palestínumenn hafa fallið fyrir ofbeldinu frá því á þriðjudag. Meira
13. júní 2002 | Suðurnes | 108 orð | 2 myndir

Jón Gunnarsson oddviti á ný

JÓN Gunnarsson var kosinn oddviti nýrrar hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps á fyrsta fundi nefndarinnar. Þá var Jóhanna Reynisdóttir endurráðin sveitarstjóri. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 56 orð

Jónmundur kjörinn bæjarstjóri

Á FYRSTA fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar Seltjarnarness í gær var Jónmundur Guðmarsson kjörinn bæjarstjóri. Hann mun taka við embættinu af Sigurgeiri Sigurðssyni síðar í þessum mánuði, en Sigurgeir hefur gegnt því í tæp 40 ár. Meira
13. júní 2002 | Erlendar fréttir | 667 orð | 1 mynd

Karzai þykir hafa tryggt stöðu sína

GERT er ráð fyrir því að nýsett þing Afgana, Loya Jirga, muni fela Hamid Karzai, sem stýrt hefur bráðabirgðastjórn í landinu undanfarna sex mánuði, það hlutverk að mynda nýja ríkisstjórn í landinu er starfi fram að almennum þingkosningum en óljóst er... Meira
13. júní 2002 | Erlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Knattspyrna og kosningar

KOSIÐ verður til sveitarstjórna í Suður-Kóreu í dag, 13. júní, og kosningaáróðurinn blasir við augum hvert sem litið er. Meira
13. júní 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 256 orð | 1 mynd

Leyfi þarf fyrir kanínum og dúfum

ÞEIR sem eiga kanínur eða dúfur og búa í þéttbýli þurfa sérstakt leyfi frá heilbrigðisnefndum til að halda þessi dýr. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 365 orð

Líst vel á tilraunir til einkareksturs einstakra þátta

"MÉR líst ágætlega á tilraunir til einkareksturs einstakra þjónustuþátta í tengslum við spítalann eða inni á spítalanum og við höfum reyndar gert svolítið af því," segir Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss, LSH, er hann... Meira
13. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 135 orð | 1 mynd

Ljóðatónleikar í Laugarborg og á Þórshöfn

ÞURÍÐUR Vilhjálmsdóttir sópransöngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari halda ljóðatónleika í Félagsheimilinu Laugarborg fimmtudaginn 13. júní og hefjast þeir kl. 20:30. Meira
13. júní 2002 | Miðopna | 1872 orð | 1 mynd

Lærisveinn Dengs reyndist ekki vera "blómapottur"

Er Jiang Zemin varð óvænt aðalritari kommúnistaflokks Kína 1989 spáðu flestir sérfræðingar að hann sæti ekki lengi, segir í grein Kristjáns Jónssonar. En Jiang hefur reynst slungnari í valdabaráttunni en keppinautarnir. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 229 orð

Lögreglan stóð vel að öryggisgæslu

LÖGREGLAN stóð vel að öryggisgæslunni vegna NATO-fundarins í Reykjavík í nýliðnum mánuði, samkvæmt símakönnun ÍM Gallup. Meira
13. júní 2002 | Landsbyggðin | 147 orð | 1 mynd

Meirihluti í Húnaþingi vestra

FRÁ sveitarstjórnarkosningunum 25. maí sl. hafa staðið yfir formlegar og óformlegar viðræður milli þeirra fjögurra framboðslista, sem buðu fram til sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra í vor. Hinn 5. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 80 orð

Meistarafyrirlestur í eðlisfræði

UNNAR B. Arnalds heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í eðlisfræði við raunvísindadeild Háskóla Íslands. Verkefnið heitir "Smíði á smugsjá með atómupplausn". Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 158 í VR-II við Hjarðarhaga... Meira
13. júní 2002 | Miðopna | 1185 orð | 1 mynd

Mikilvægt að skírskotað sé til sögunnar

Bandaríski skipulagsfræðingurinn Ronald Lee Fleming telur að lista- og handverksmenn þurfi að koma í ríkari mæli að skipulagningu borga. Til að hver staður fái ákveðinn tilgang og þýðingu segir hann nauðsynlegt að skírskotað sé til sögunnar. Í samtali við Nínu Björk Jónsdóttur nefnir hann t.d. fisk, þvott og jarðhita sem atriði sem hægt er að líta til í Reykjavík. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 456 orð | 1 mynd

Mikilvægt að sýna skilning og samhygð frá upphafi

MIKILVÆGT er að starfsmenn á bráðamóttöku og heilsugæslu sinni brotaþolum kynferðisofbeldis með sem bestum hætti. Meira
13. júní 2002 | Landsbyggðin | 179 orð | 1 mynd

ML brautskráir 15 stúdenta

"Í DAG er eintóm hamingja eins og einn ykkar í hópnum er vanur að hafa á orði" sagði Halldór Páll Halldórsson, nýskipaður skólameistari ML, er brautskráning fór fram frá Menntaskólanum að Laugarvatni í fertugasta og níunda sinn föstudaginn 31. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Mótmæltu með bundið fyrir munninn

UM 60 manns, aðallega ungt fólk, varðaði leiðina upp tröppur stjórnarráðsins þegar ráðherrar komu þangað á ríkisstjórnarfund í gærmorgun. Fólkið hafði bundið svarta borða fyrir munn sér og stóð þögult meðan ráðherrarnir gengu framhjá. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 546 orð

Mörgum farþegum vísað frá afgreiðslu Flugleiða erlendis

ENGUM farþega var meinað um landvistarleyfi í Leifsstöð í gær, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli, en að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, voru tugir manna stöðvaðir við innritun á áfangastöðum félagsins í... Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 20 orð

Nafn höfundar féll niður Nafn höfundar...

Nafn höfundar féll niður Nafn höfundar greinar um Willy's jeppa sem birtist í bílablaðinu sl. sunnudag féll niður. Höfundurinn er Þorsteinn... Meira
13. júní 2002 | Landsbyggðin | 316 orð

Nafnið Bláskógabyggð samþykkt í sveitarstjórn

NÝ sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að taka upp nafnið Bláskógabyggð á sameinað sveitarfélag. Meira
13. júní 2002 | Erlendar fréttir | 259 orð

Nákvæmara og ítarlegra en eldri kort

BANDARÍSKA dagblaðið The Wall Street Journal birti sl. mánudag grein eftir einn af fréttamönnum sínum þar sem skýrt var frá korti Íslenskrar erfðagreiningar yfir erfðamengi mannsins. Meira
13. júní 2002 | Erlendar fréttir | 344 orð

Neikvæð niðurstaða vekur deilur

NIÐURSTÖÐUR nýrrar rannsóknar benda til þess, að um tvö þúsund manns látist í Bandaríkjunum árlega einfaldlega vegna þess að þeir eru meðhöndlaðir á einkareknum sjúkrahúsum sem rekin eru í hagnaðarskyni, að því er greint var frá í bandaríska blaðinu USA... Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 229 orð

Nokkur erlend samtök sendu mótmæli

FRESTUR til að skila inn athugasemdum til Skipulagsstofnunar við umhverfismatsskýrslu Landsvirkjunar um Norðlingaölduveitu í Þjórsárverum rann út á miðnætti í fyrrinótt. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 95 orð

Norðurlönd og Evrópa 1700-1830

FÉLAG um átjándu aldar fræði boðar til norrænnar ráðstefnu í Odda, húsi Háskóla Íslands, dagana 14.-15. júní kl. 9. Norðurlönd og Evrópa 1700-1830. Gagnkvæm menningaráhrif. Ráðstefnan er öllum opin. Þátttökugjald er kr. 1.000. Meira
13. júní 2002 | Erlendar fréttir | 111 orð

Ný hraðlest milli Óslóar og Stokkhólms

FRÁ og með næsta sunnudegi verður unnt að fara á milli Óslóar og Stokkhólms með hraðlest á aðeins fjórum og hálfum klukkutíma. Hingað til hefur ferðin með lest á milli borganna tekið rúmar sex klukkustundir. Farið aðra leiðina mun kosta um 3. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 104 orð

Nýir Íslandsmeistarar í hreysti

Í LJÓSI niðurstaðna lyfjaprófa sem tekin voru á Íslandsmóti IFBB í hreysti er ljóst að Kristján Samúelsson og Freyja Sigurðardóttir missa titla sína sem Íslandsmeistarar í hreysti 2002 og að Guðni Freyr Sigurðsson missir annað sætið. Meira
13. júní 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 71 orð | 1 mynd

Nýr bæjarstjóri tekinn við

LÚÐVÍK Geirsson, nýr bæjarstjóri í Hafnarfirði, tók við lyklavöldum úr hendi Magnúsar Gunnarssonar, fráfarandi bæjarstjóra, á skrifstofum Ráðhúss Hafnarfjarðar í gær. Magnús Gunnarsson hefur gegnt embætti bæjarstjóra síðastliðin fjögur ár. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Nýr Evrópuforseti Kiwanis

ÁSTBJÖRN Egilsson hefur verið kjörinn Evrópuforseti Kiwanis-hreyfingarinnar, en að sögn hans felur kjörið í sér að hann verður kjörforseti hreyfingarinnar í Evrópu á næsta starfsári sem hefst 1. október og svo forseti hreyfingarinnar árið þar á eftir. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 92 orð

Opið bogfimimót

ÞÝSKAR bogaskyttur verða staddar hér á landi dagana 9.-16. júní í boði bogfimideildar Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík. Félagar úr bogfimideild ÍFR hafa farið til Þýskalands til æfinga og keppni annað hvert ár frá árinu 1984, segir í fréttatilkynningu. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 271 orð

Óvissa ríkir á hótelum og gistiheimilum borgarinnar

NOKKRIR fylgjendur Falun Gong-hreyfingarinnar, sem dvöldu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Njarðvíkurskóla á þriðjudag og sleppt var seint á þriðjudagskvöld, lentu í því að hafa ekkert húsaskjól þegar þeir komu til Reykjavíkur. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Rjúpnastofnar í algeru lágmarki

RJÚPNATALNINGAR á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands nú í vor sýndu fækkun eða kyrrstöðu stofna miðað við árið á undan og í frétt frá stofnuninni segir að rjúpnastofnar séu nú í algjöru lágmarki víðast hvar um landið. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 306 orð

Rúmlega 1.000 manns taka þátt í Samverði 2002

ALMANNAVARNAÆFINGIN Samvörður 2002 verður haldin á Íslandi dagana 24. til 30. júní, en samkvæmt fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu er æfingin hluti af alþjóðlegu öryggis- og varnarmálasamstarfi Atlantshafsbandalagsins. Meira
13. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Sex stofur keppa

STJÓRN Fasteigna Akureyrar hefur samþykkt tillögu forvalsnefndar varðandi boðkeppni um hönnun viðbyggingar við Brekkuskóla. Alls var sex arkitektastofum boðið að taka þátt, en þær eru AVH, Arkitekta- og verkfræðistofa Hauks, Arkitektur. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Síðasta útskrift Tækniskólans

SÍÐASTI hópur nema sem útskrifaður er frá Tækniskóla Íslands brautskráðist laugardaginn 1. júní síðastliðinn, en nú hefur Tækniháskóli Íslands tekið til starfa á undirstöðum hins gamla Tækniskóla, er starfað hefur óslitið frá árinu 1964. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 110 orð

Skógarganga um Keldnaholt

ÞRIÐJA skógarganga sumarsins, í röð gangna á vegum skógræktarfélaganna í fræðslusamstarfi þeirra við Búnaðarbanka Íslands, verður fimmtudaginn 13. júní kl. 20.00. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 313 orð

Starfsemin fer seinna af stað

ÞAÐ hefur vart farið framhjá neinum að Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stendur sem hæst um þessar mundir og er áhrifa hennar farið að gæta á fáeinar starfstéttir í landinu. Meira
13. júní 2002 | Suðurnes | 85 orð | 1 mynd

Stálþili skipað upp

STÁLÞILI sem reka á niður við Norðurgarð í Sandgerðishöfn var skipað upp úr flutningaskipi þar í höfninni í vikunni. Stálið vó 230 tonn. Guðlaugur Einarsson verktaki átti lægsta tilboð í niðursetningu stálþilsins og hefur hann hafið framkvæmdir. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 67 orð

Stöðvar Norðurljósa á Netið

FRAMVEGIS verður hægt að nálgast allar útvarpsstöðvar Norðurljósa á netinu með streymisþjónustu Símans. Hægt er að nálgast stöðvarnar á heimasíðu Norðurljósa, www.ys.is og www.straumar.is. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 90 orð

Syngja í Blómavali og Smáralind

HÓPUR leikara og söngvara úr Leikfélagi Sólheima mun syngja lög úr Hárinu föstudaginn 14. júní í Blómavali í Sigtúni kl. 17, þar sem Listhús Sólheima er í Reykjavík. Meira
13. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 25 orð | 1 mynd

Sýning í Reykjahlíðarkirkju

SÓLVEIG Illugadóttir myndlistarkona hefur opnað málverkasýningu í Reykjahlíðarkirkju og verður sýningin uppi þar í sumar. Þetta er 17. einkasýning Sólveigar. Myndirnar eru flestar til... Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Tryggingamiðstöðin opnar skrifstofu

TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. hefur opnað nýja skrifstofu á Miðvangi 2-4 á Egilsstöðum. Félagið hefur um árabil haft umboðsmann í sveitarfélaginu, en vegna aukinna umsvifa var ákveðið að opna skrifstofu með föstum starfsmanni. Það er tölvuskólinn Spyrnir ehf. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 244 orð

UVG segja stórfelld mannréttindabrot framin í Kína

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun stjórnar UVG vegna opinberrar heimsóknar Jiangs Zemins, forseta Kína, til Íslands: "Stjórn Ungra vinstri-grænna mótmælir harðlega þeim óviðfelldnu aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa nú gripið til í... Meira
13. júní 2002 | Erlendar fréttir | 106 orð

Varað við hryðjuverki

ÞÝSK yfirvöld sögðu í gær, að þau hefðu verið vöruð við, að hryðjuverkamenn hygðust reyna að skjóta niður farþegaflugvél yfir landinu. Tekið var fram, að engar aðrar vísbendingar væru um áætlanir af þessum toga. Meira
13. júní 2002 | Erlendar fréttir | 135 orð

Varað við "stríði" gegn innflytjendum

AMNESTY International-samtökin vöruðu í gær við því að Evrópusambandið (ESB) hæfi "stríð" gegn innflytjendum, og sögðu að fjöldi hælisleitenda færi í raun og veru minnkandi. Meira
13. júní 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 213 orð | 1 mynd

Vegurinn breikkaður við Hvalfjarðargöngin

FRAMKVÆMDIR við suðurenda Hvalfjarðarganganna standa nú yfir en verið er að breikka veginn á leiðinni út úr göngunum. Það er Vegagerðin sem annast verkefnið en Spölur ehf. leggur allt að 40 milljónir til verkefnisins. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 387 orð

Verða á þremur stöðum í miðborginni

LÖGREGLAN í Reykjavík og fjórir talsmenn Falun Gong undirrituðu í gær yfirlýsingu um hvar Falun Gong-iðkendur myndu gera sínar æfingar meðan á heimsókn forseta Kína stendur. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 117 orð

Vilja að yfirvöld mótmæli mannréttindabrotum

VEGNA heimsóknar Jiang Zemin, forseta Kína, til Íslands vill Íslandsdeild Amnesty International mótmæla grófum mannréttindabrotum yfirvalda í Kína á stórum hópum íbúa landsins. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 142 orð

Vilja auka hlut efnis á þýsku

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi áskorun til RÚV frá Hollvinafélagi Goethe-Zentrum: "Á fjölmennum aðalfundi Hollvinafélags Goethe-Zentrum, sem haldinn var þann 30. maí sl., var rætt um efni á þýsku í íslensku sjónvarpi. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 82 orð

Vilja meira fé til löggæslumála

STJÓRN Landssambands lögreglumanna sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna ummæla ráðamanna þjóðarinnar vegna heimsóknar forseta Kína til Íslands, eins og það er orðað. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 262 orð

Yfirvöld munu beita sér fyrir fræðslu

HAUKUR Valdimarsson aðstoðarlandlæknir segir að fregnir af aukinni neyslu fæðubótarefna hér á landi sem innihalda efedrín sé mikið áhyggjuefni sem taka þurfi strax á með aukinni fræðslu og umræðu í þjóðfélaginu. Meira
13. júní 2002 | Innlendar fréttir | 1336 orð | 1 mynd

Þetta fólk fer eins langt og það kemst

Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að tekið hafi verið mjög mildilega á málum meðlima Falun Gong. Stjórnvöld hafi staðið frammi fyrir þeim kostum að grípa til þeirra aðgerða sem gert var eða aflýsa heimsókninni. Meira
13. júní 2002 | Erlendar fréttir | 220 orð

Ætluðu að gera árás á breska þinghúsið 11. september

FÉLAGAR úr hryðjuverkasamtökum Sádi-Arabans Osama bin Ladens, al-Qaeda, áformuðu að ræna þotu og fljúga á Big Ben-turninn á þinghúsinu í London 11. september sl., að sögn bresks sérfræðings um hryðjuverkastarfsemi. Meira

Ritstjórnargreinar

13. júní 2002 | Staksteinar | 360 orð | 2 myndir

Frjáls hjálparsamtök

VIÐ þurfum hvorttveggja, opinbert velferðarkerfi og frjáls líknar- og hjálparsamtök, um ókomna tíð. Þetta segir í Austurglugganum. Meira
13. júní 2002 | Leiðarar | 813 orð

Heimsókn forseta Kína

Jiang Zemin, forseti Kína, kemur í dag til landsins og ræðir á morgun við Ólaf Ragnar Grímsson forseta, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Samskipti Íslands við Kína voru ekki mikil framan af tuttugustu öldinni. Meira

Menning

13. júní 2002 | Fólk í fréttum | 409 orð

* AKOGES-SALURINN, Sóltúni 3: Línudans í...

* AKOGES-SALURINN, Sóltúni 3: Línudans í kvöld fimmtudagskvöld kl. 20:30. Dansstjórn og kennsla Jóhann Örn. Allir velkomnir. * ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur öll sunnudagskvöld kl. 20:00 til 23:30. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Meira
13. júní 2002 | Kvikmyndir | 154 orð

Algjört bull

Leikstjórn og handrit: Stephen Carpenter. Kvikm.t: Fred Murphy. Aðalhlutverk: Melissa Sagemiller, Wes Bentley, Casey Affleck, Eliza Dushku og Luke Wilson. 84 mín. USA. Artisan Ent. 2001. Meira
13. júní 2002 | Fólk í fréttum | 58 orð | 1 mynd

Bannað að syngja

TÓNLISTARMAÐURINN Wyclef Jean var handtekinn á dögunum fyrir að syngja! Ekki stendur þó til að svipta þennan fyrrverandi liðsmann Fugees lifibrauðinu heldur var ástæða handtökunnar sú að hann söng í mótmælaskyni. Meira
13. júní 2002 | Fólk í fréttum | 186 orð | 2 myndir

Bítlabrúðkaup aldarinnar

SIR PAUL McCartney og fyrrum fyrirsætan Heather Mills voru gefin saman í sannkölluðu ævintýrabrúðkaupi á Írlandi síðastliðinn þriðjudag. Athöfnin fór fram í Leslie-kastala í Glaslough í Monaghan-sýslu og voru vinir brúðhjónanna viðstaddir auk fjölskyldu. Meira
13. júní 2002 | Fólk í fréttum | 1283 orð | 2 myndir

Bölvun Woodys Allen

The Curse of the Jade Scorpion er "undir áhrifum frá þeim kvikmyndum sem ég ólst upp við á 5. áratugnum, myndum Lubitsch og Billys Wilder, gamanmyndum með hríðskotasamtölum," segir höfundurinn Woody Allen um myndina sem frumsýnd var um síðustu helgi. Árni Þórarinsson greinir frá fundi Allens með aðdáendum sínum í National Film Theatre í London. Meira
13. júní 2002 | Fólk í fréttum | 277 orð | 1 mynd

Casablanca besta ástarsaga hvíta tjaldsins

ÞAÐ jafnast ekkert á við gömlu góðu rómantíkina. Allavega er það skoðun kvikmyndagerðarmanna sem eru meðlimir í Bandarísku kvikmyndastofnuninni, American Film Institute. Meira
13. júní 2002 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd

Drottningin!

ÞAÐ er nýfarið að kalla hann drottninguna og virðist hann alls ekki kunna því illa. Elton John hefur alltaf verið með blátt popparablóð í æðum, búið til konunglega tóna sem gnæfa tignarlega yfir alla aðra. Og hann hatar sko ekki glys og glaum. Meira
13. júní 2002 | Menningarlíf | 457 orð | 1 mynd

Fjallað um menningaráhrif á Norðurlöndum og í Evrópu

FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur á morgun og laugardag ráðstefnu undir fyrirsögninni Norðurlönd og Evrópa 1700-1830: Gagnkvæm menningaráhrif. Meira
13. júní 2002 | Fólk í fréttum | 103 orð | 1 mynd

Fyrri misgjörðir dregnar fram

SAKSÓKNARAR í málaferlunum gegn leikkonunni Winonu Ryder hyggjast leiða líkur að því að þjófnaður, sem hún er sökuð um, hafi verið hluti af stærra hegðunarvandamáli. Meira
13. júní 2002 | Fólk í fréttum | 621 orð | 1 mynd

Hallærislega skemmtilegt

Í kvöld hefur göngu sína nýr íslenskur sjónvarpsþáttur á Skjá einum. Af því tilefni hitti Birta Björnsdóttir strætóstjórana Mariko Margréti Ragnarsdóttur og Þóru Karítas Árnadóttur. Meira
13. júní 2002 | Menningarlíf | 169 orð

Í Kaffileikhúsinu kl.

Í Kaffileikhúsinu kl. 21.00 leikur Valgeir Skagfjörð undir yfirskriftinni "Söngvaskáldið gengur laust". Valgeir ætlar að leika og syngja ýmsa tónlist og texta sem hann hefur samið sl. 25 ár. Meira
13. júní 2002 | Skólar/Menntun | 50 orð

Jákvætt og neikvætt

Hvaða atriði í fari kennara hafa jákvæð/neikvæð áhrif á nám nemandans? Jákvæð 1. Hvatning og bros 2. Áhugi á framförum nemenda 3. Góðar útskýringar 4. Fer yfir heimavinnu 5. Hefur góða þekkingu á faginu 6. Áhugaverður persónuleiki Neikvæð 1. Meira
13. júní 2002 | Fólk í fréttum | 105 orð | 1 mynd

Jó!

HANN þráir ekkert heitar en að vera einn af genginu, gnísta gulltönnunum, veifa gullkeðjunni, umvafinn föngulegum þrýstnum unglingsstúlkum. Hann er Ali G og honum er ekkert heilagt, nema hipp-hoppið. Meira
13. júní 2002 | Menningarlíf | 50 orð

Málverk Páls í Lónkoti

PÁLL Guðmundsson frá Húsafelli heldur nú málverkasýningu í Galleríi Sölva Helgasonar í Lónkoti í Skagafirði. Sýningin stendur út júnímánuð. Á sýningunni eru eingöngu olíumyndir að stofni frá árunum 1999-2000. Meira
13. júní 2002 | Skólar/Menntun | 359 orð | 1 mynd

Nám og störf

Kyn : Kona Aldur : 22 ára Spurning : Hvaða nám liggur að baki röntgentækni? Svar : Samkvæmt upplýsingum á vefsetri Tækniháskóla Íslands er búið að breyta starfsheiti röntgentækna í geislafræðing, það þykir betur lýsa náminu og starfinu. Meira
13. júní 2002 | Skólar/Menntun | 1280 orð | 2 myndir

"Hvaða kennsluaðferð má bjóða þér?"

Erlent samstarf/ Nemendur í Menntaskólanum við Sund, Borgaregatansskola í Vasa í Finnlandi og De Groene Driehoek í Hoogeveen í Hollandi unnu saman verkefni á liðnu skólaári. Þeir spáðu í einkenni kennara og kennsluaðferðir. Gunnar Hersveinn skoðar niðurstöður og Halla Kjartansdóttir kennari segir frá ferðagleðinni. Meira
13. júní 2002 | Menningarlíf | 902 orð | 1 mynd

"Þetta eru ákjósanlegustu aðstæður"

TRÍÓ Reykjavíkur býður nú í sjötta sinn til tónlistarhátíðarinnar Bjartra sumarnátta í Hveragerði. Þrennir tónleikar verða á hátíðinni; á föstudagskvöld kl. 20.30, á laugardag kl. 17.00 og á sunnudagskvöld kl. 20.30. Meira
13. júní 2002 | Fólk í fréttum | 94 orð | 1 mynd

Reiðastur!

VINSÆLASTI popparinn í heiminum í dag er jafnframt sá allra reiðasti. Af nýju plötunni að dæma virðisti velgengnin lítið hafa aukið jákvæðni í fari Eminem. Meira
13. júní 2002 | Menningarlíf | 281 orð | 1 mynd

Rit um einsetningu grunnskóla

FASTEIGNASTOFA, Umhverfis- og tæknisvið og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hafa gefið út sögulegt yfirlit yfir einsetningu allra grunnskóla borgarinnar. Árið 1994 voru almennir grunnskólar borgarinnar 28, þar af voru 4 einsetnir. Meira
13. júní 2002 | Fólk í fréttum | 288 orð | 2 myndir

Rykfallið rokk

D.u.s.t., frumburður samnefndrar rokksveitar. Sveitina skipa Albert, Bæring, Magnús og Davíð. Tónlist og textar eftir Albert og Davíð. Hljóðblöndun og upptökustjórn var í höndum d.u.s.t.. Hljómjafnað af Bjarna Braga Kjartanssyni. Meira
13. júní 2002 | Menningarlíf | 111 orð | 1 mynd

Sakamálasaga

ÚT ER komin hjá Bókaútgáfunni Smáragili sagan Skugginn af svartri flugu eftir Erlend Jónsson . Þetta er sextánda bók höfundar en hann hefur áður sent frá sér skáldsögu og smásagnasöfn. Meira
13. júní 2002 | Fólk í fréttum | 344 orð | 1 mynd

Sami Slim Shady

Þriðja plata vinsælasta rappara sem um getur. Ennþá jafnreiður. Meira
13. júní 2002 | Menningarlíf | 135 orð

Skáldsaga

KOMIN er út hér á Íslandi skáldsagan A durable fire once and this eftir Bandaríkjamanninn Dall Wilson. Hann hefur dvalið hér á landi frá því í haust og unnið að skriftum og nú hefur skáldsagan litið dagsins ljós. Meira
13. júní 2002 | Menningarlíf | 77 orð | 1 mynd

Skáldsaga

SKÁLDSAGAN Balzac og kínverska saumastúlkan eftir kínverska rithöfundinn Dai Sijie í þýðingu Friðriks Rafnssonar kemur út hjá Bjarti í dag. Meira
13. júní 2002 | Menningarlíf | 166 orð

Skógasýning í Borgarnesi

SÝNINGIN "Milli fjalls og fjöru" verður opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi, á föstudag kl. 16. Meira
13. júní 2002 | Fólk í fréttum | 105 orð | 1 mynd

Skuggalegur!

HANN er einhver virtasti plötusnúður sem um getur og hefur verið að í meira en áratug. Kaliforníu-búinn Dj Shadow hóf ferilinn sem plötusnúður í fylkingum nafntogaðra hipp-hopp-goðsagna á borð við Eric B & Rakim og Public Enemy. Meira
13. júní 2002 | Menningarlíf | 67 orð

Sýning á bókmenntum Íslendinga í Vesturheimi

SÝNING á vegum Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns á bókmenntum Íslendinga í Vesturheimi hefur verið opnuð í bókasal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu. Á sýningunni er athyglin dregin að nokkrum þekktustu skáldanna og einnig að blaðaútgáfu. Meira
13. júní 2002 | Tónlist | 581 orð

Tíu ára kammerafmæli

Crusell: Klarínettkvartett Op. 7. Nielsen: Strengjakvartett nr. 1 Op. 13. Þorkell Sigurbjörnsson: Örlagafugl f. flautu, klarínett og strengjakvartett (frumfl.). Kammerhópurinn Camerarctica (Ármann Helgason, klarínett; Hallfríður Ólafsdóttir, flauta; Hildigunnur Halldórsdóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðlur; Guðmundur Kristmundsson, víóla; Sigurður Halldórsson, selló). Sunnudaginn 9. júní kl. 14. Meira
13. júní 2002 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Verk Gyðu sýnd á Blönduósi

GYÐA Ölvisdóttir sýnir vatnslita- og akrýlmyndir á kaffihúsinu Við árbakkann á Blönduósi. Gyða, sem er lærður hjúkrunarfræðingur, stundaði fjarnám við Handmenntaskóla Íslands árið 1988 í teiknun og málun. Meira
13. júní 2002 | Fólk í fréttum | 307 orð | 2 myndir

Öllum velkomið að stökkva

VIKUNA 21. til 30. júlí verður haldin á Egilsstöðum sannkölluð ævintýrahátíð fyrir ofurhuga en þar mun fara fram fallhlífastökksmót. Meira

Umræðan

13. júní 2002 | Aðsent efni | 181 orð

Að gefnu tilefni

TVISVAR hafa birst greinar hér í Morgunblaðinu þar sem fram hafa komið óskir um mig sem æskilegan bæjarstjóra í samstarfi við væntanlegan minnihluta. Sú áskorun hefur verið sett fram af fólki sem ég þekki ekki og ég held að ég hafi aldrei talað við. Meira
13. júní 2002 | Aðsent efni | 925 orð | 1 mynd

Af viðvarandi annarlegu hugarástandi

Trúarástundun er að mínu viti, segir Birgir Baldursson, fyrst og fremst tæki til að koma sér í annarlegt hugarástand. Meira
13. júní 2002 | Aðsent efni | 511 orð | 1 mynd

Eins og knattspyrnuleikur

Að mörgu leyti má líkja ævi okkar mannanna við knattspyrnuleik, segir Sigurbjörn Þorkelsson. Það ríkir eftirvænting, spenna og hraði. Meira
13. júní 2002 | Aðsent efni | 815 orð | 1 mynd

Hugleiðingar um staðsetningu höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna í New York

Er hugsanlegt að Ísland - og þá Reykjavík, spyr Hans Kristján Árnason, geti komið til greina sem framtíðarheimili fyrir Sameinuðu þjóðirnar, eða einhverjar aðrar gildar alþjóðastofnanir? Meira
13. júní 2002 | Aðsent efni | 963 orð | 1 mynd

Íslenskt djíhad

Deilur Ísraela og Palestínumanna eru flóknar og margþættar, segir Stefán Snævarr. Hvorugur aðilinn er alsaklaus eða alsekur. Meira
13. júní 2002 | Aðsent efni | 434 orð | 1 mynd

Kína og Mannréttindayfirlýsingin

Í tilefni heimsóknar forseta Kína, segir Torfi Jónsson, er rétt að minna forseta Íslands á það heit sem hann gaf 1998 með undirskrift sinni á fimmtíu ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar. Meira
13. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 167 orð

Opið bréf til forseta Íslands og ráðherra

VEGNA ákvörðunar forseta Íslands og íslensku ríkisstjórnarinnar, að bjóða forseta kínverska alþýðulýðveldisins, Jiang Zemin, í opinbera heimsókn til Íslands, mótmælum við harðlega þeim afleiðingum sem sú ákvörðun virðist ætla að hafa í för með sér. Meira
13. júní 2002 | Aðsent efni | 835 orð | 1 mynd

Sigríður í Brattholti

Munu komandi kynslóðir, spyr Ólafur Þ. Hallgrímsson, reisa Halldóri Ásgrímssyni minnisvarða við Kárahnjúka? Meira
13. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 119 orð

Svarbréf

Í MORGUNBLAÐINU 11. júní birtist bréf eftir Reyni Smára Atlason, nema í Menntaskólanum á Akureyri, um eyðslusemi embætta. Meira
13. júní 2002 | Aðsent efni | 931 orð | 1 mynd

Tilfinning, fordómar og samkynhneigð

Innan kirkjunnar er enn að finna, segir Toshiki Toma, mikinn misskilning og fordóma í garð samkynhneigðra. Meira
13. júní 2002 | Aðsent efni | 840 orð | 1 mynd

Vísindagarðarnir í Vatnsmýri

Íslensk erfðagreining, segir Ari Skúlason, er nú þegar komin inn á jaðar svæðisins. Meira
13. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 364 orð

Þakkir fyrir veitta aðstoð

Í SÍÐASTA mánuði sótti ég Ísland heim ásamt unnustu minni og barnabarni hennar og nutum við fegurðar landsins og gestrisni fólksins heima. En er ferðalagið var á enda kom heldur betur babb í bátinn. Meira
13. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 23 orð | 1 mynd

Þessir duglegu drengir, Helgi Andrésson, Stefán...

Þessir duglegu drengir, Helgi Andrésson, Stefán Darri Þórsson og Valtýr Már Hákonarson, héldu tombólu og söfnuðu þeir 7.325 kr. til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra... Meira
13. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 407 orð

Þrengsli á bílastæðum MIG langar til...

Þrengsli á bílastæðum MIG langar til að þakka skrif Víkverja fyrir stuttu varðandi þrengsli á bílastæðum. Ég sé að bíllinn minn ber þess greinileg merki á mörgum stöðum að bílhurðum hefur verið skellt ótæpilega utan í hann. Meira
13. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 155 orð

Ömurleg framkoma við blaðbera

MIG langar að taka undir orð Sigríðar Hjartardóttur varðandi framkomu Fréttablaðsins við blaðbera sína. Dóttir mín er 13 ára og byrjaði að bera út Fréttablaðið í haust. Meira

Minningargreinar

13. júní 2002 | Minningargreinar | 411 orð | 1 mynd

DAGBJÖRT HANNESÍNA NÍELSDÓTTIR

Dagbjört Hannesína Níelsdóttir fæddist á Þingvöllum í Helgafellssveit 6. febrúar 1906. Hún lést á St. Franciskusspítala í Stykkishólmi 14. maí síðastliðinn og var útför Dagbjartar gerð frá Stykkishólmskirkju 24. maí. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2002 | Minningargreinar | 1005 orð | 1 mynd

ELÍN RUT KRISTINSDÓTTIR

Elín Rut Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 27. mars 1981. Hún lést í bílslysi í Bandaríkjunum 23. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 7. júní. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2002 | Minningargreinar | 289 orð | 1 mynd

ELLEN ÞÓRA SNÆBJÖRNSDÓTTIR

Ellen Þóra Snæbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 6. maí 1935. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 23. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 6. júní. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2002 | Minningargreinar | 339 orð | 1 mynd

GRÉTAR HJARTARSON

Grétar Hjartarson fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1934. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 5. júní. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2002 | Minningargreinar | 186 orð | 1 mynd

GUÐRÚN EYJÓLFSDÓTTIR

Guðrún Eyjólfsdóttir fæddist í Sólheimum í Laxárdal í Dalasýslu 13. nóvember 1920. Hún lést 31. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Lágafellskirkju 7. júní. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2002 | Minningargreinar | 1972 orð | 1 mynd

JÓHANNA RANNVEIG SKAFTADÓTTIR

Jóhanna Rannveig Skaftadóttir fæddist í Reykjavík 25. apríl 1962. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt 5. júní síðastliðins og var hún jarðsungin frá Seljakirkju í Breiðholti 12. júní. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2002 | Minningargreinar | 1549 orð | 1 mynd

JÓNAS GUÐMUNDUR BJÖRNSSON

Jónas Guðmundur Björnsson fæddist á Ísafirði 6. ágúst 1929. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut, deild 11e, 7. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Jóhannsson og Guðbjörg Sigurðardóttir og var hann fimmti í röðinni af sjö systkinum. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2002 | Minningargreinar | 226 orð | 1 mynd

MAGNÚS FREYR SVEINBJÖRNSSON

Magnús Freyr Sveinbjörnsson fæddist á Seyðisfirði hinn 2. mars 1980. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 2. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ísafjarðarkirkju 8. júní. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2002 | Minningargreinar | 215 orð | 1 mynd

ÓSKAR LÁRUSSON

Óskar Lárusson fæddist á Norðfirði 13. desember 1911. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 29. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 6. júní. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2002 | Minningargreinar | 317 orð | 1 mynd

RAGNHEIÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR

Ragnheiður Þórðardóttir fæddist á Akranesi 22. ágúst 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni 20. maí síðastliðins og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 28. maí. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2002 | Minningargreinar | 747 orð | 1 mynd

ROLF HANSEN

Rolf Hanssen var fæddur í Hamar í Noregi 13. júní 1949. Hann lést á sjúkrahúsinu í Hamar 24. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Arvid og Martha Hanssen sem bæði eru látinn. Rolf var yngstur þriggja systkina. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2002 | Minningargreinar | 304 orð | 1 mynd

TRAUSTI GUÐMUNDSSON

Trausti Guðmundsson fæddist 20. nóvember 1919. Hann lést á heimili sínu 2. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Sæmundsson, f. 10. febrúar 1891, d. 1966, og Guðbjörg Sveinsdóttir, f. 12. september 1889, d. 1937. Systkini hans eru Sæmundur, f. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2002 | Minningargreinar | 587 orð | 1 mynd

UNNUR BJARKLIND

Unnur Bjarklind fæddist í Reykjavík 22. mars 1951. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut 16. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 27. maí. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2002 | Minningargreinar | 906 orð | 1 mynd

ÞÓRIR HAFBERG STEFÁNSSON

Þórir Hafberg Stefánsson fæddist á Siglufirði 10. mars 1945. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 5. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Sigurður Guðmundsson, f. 28. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

13. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 727 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 101 95 101...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 101 95 101 491 49,477 Gellur 545 475 493 170 83,750 Gullkarfi 94 50 75 5,098 381,870 Hlýri 140 107 126 1,609 202,200 Keila 80 34 60 4,260 253,707 Kinnfiskur 180 180 180 25 4,500 Langa 131 40 104 1,275 132,099 Langlúra 100 70... Meira

Daglegt líf

13. júní 2002 | Neytendur | 129 orð | 1 mynd

Gashylki úr trefjaplasti

ÍSAGA ehf. hefur byrjað sölu á AGA Gasol, gashylki úr sterku trefjaplasti. Hylkið er með hlífðarkápu úr plasti og inniheldur blöndu af própangasi frá AGA í Svíþjóð, að því er segir í tilkynningu frá ÍSAGA. Meira
13. júní 2002 | Neytendur | 469 orð | 1 mynd

Hámarksskammtur koffíns í þurrvöru er 300 mg

ÁKVEÐIÐ hefur verið á fundi sérfræðinefndar um fæðubótarefni að heimila koffín í fæðubótarefnum og náttúruvörum. Í nefndinni sitja fulltrúar frá Hollustuvernd ríkisins, Manneldisráði Íslands, Landlæknisembættinu og Lyfjastofnun. Meira
13. júní 2002 | Neytendur | 444 orð

Ís og jarðarber á tilboðsverði

ESSÓ-stöðvarnar Gildir til 30. júní nú kr. áður kr. mælie. Anton Berg marsipanbrauð, 40 g 99 115 2.475 kg Anton Berg kókósbrauð, 40 g 99 115 2.475 kg Anton Berg nöddeknas, 40 g 99 115 2.475 kg Emmess toppís 149 172 2. Meira
13. júní 2002 | Neytendur | 352 orð | 1 mynd

Nýstárleg kolagrill á þremur hæðum

SKORRI ehf. hefur fengið umboð fyrir nýja gerð af kolagrillum úr áli og á þremur hæðum sem sett voru á markað hérlendis nú í byrjun mánaðar. Grillin komu á markað erlendis í fyrra og kveðst Örn Johnson, framkvæmdastjóri Skorra ehf. Meira
13. júní 2002 | Neytendur | 98 orð | 1 mynd

Tæki til þess að gata eyru

ÝMUS ehf. flytur nú inn tæki frá sænska fyrirtækinu Blomdahl AB til þess að gera göt í eyru, að því er segir í tilkynningu. Meira

Fastir þættir

13. júní 2002 | Árnað heilla | 38 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 13. júní, er fimmtugur Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður, Öldugötu 44. Eiginkona hans er María Helena Haraldsdóttir . Í tilefni þessa taka þau á móti vinum og vandamönnum á heimili sínu eftir kl. 18 í... Meira
13. júní 2002 | Árnað heilla | 39 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Á morgun, föstudaginn 14. júní, er sextugur Halldór Snorrason, matreiðslumeistari, Hofslundi 11, Garðabæ. Halldór og eiginkona hans, Sigurveig Sæmundsdóttir, taka á móti gestum á afmælisdaginn milli kl. 17.30 og 21. Meira
13. júní 2002 | Fastir þættir | 453 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Úrslit í Sumarbrids 2002 Miðvikudagskvöldið 5. júní mættu 20 pör til leiks og urðu þessi hlutskörpust (meðalskor 216) NS Erla Sigurjónsdóttir - Sigfús Þórðarson 291 Baldur Bjartmarss. - Jörundur Þórðars. Meira
13. júní 2002 | Fastir þættir | 302 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Undarleg staða kemur upp í sex tíglum suðurs, sem býður upp á margar útfærslur. Sagnhafi á tólf slagi, en þó enga örugga leið til að nálgast þá alla. Meira
13. júní 2002 | Dagbók | 17 orð

Fermingar

Hans Herradómur Jóhannes Gijsen Reykjavíkurbiskup veitir eftirfarandi barni fermingarsakramenti hinn 15. júní í kapellunni á Kirkjubæjarklaustri: Tinna Lárusdóttir, Skriðuvöllum 1,... Meira
13. júní 2002 | Í dag | 131 orð

Háteigskirkja.

Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Íhugun kl. 19. Taizé-messa kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi kl. 10.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22 . Ath. breyttan tíma. Meira
13. júní 2002 | Dagbók | 63 orð

HEILRÆÐAVÍSUR

Ungum er það allra bezt að óttast guð, sinn herra. Þeim mun vizkan veitast mest og virðing aldrei þverra. Hafðu hvorki háð né spott, hugsa um ræðu mína, elska guð og gerðu gott, geym vel æru þína. Foreldrum þínum þéna af dyggð, það má gæfu veita. Meira
13. júní 2002 | Dagbók | 921 orð

(Lúk. 12,50.)

Í dag er fimmtudagur 13. júní, 164. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Skírn á ég að skírast. Hversu þungt er mér, uns hún er fullnuð. Meira
13. júní 2002 | Í dag | 41 orð | 1 mynd

Messa í Skálmarnesmúlakirkju

MESSAÐ verður í kirkjunni í Skálmarnesmúla í hinni gömlu Múlasveit, nú Reykhólahreppi, laugardaginn 15. júní nk. kl. 14. Meira
13. júní 2002 | Fastir þættir | 648 orð | 2 myndir

Sigurður Daði og Sævar efstir á Stigamóti Hellis

3.-13. júní 2002 Meira
13. júní 2002 | Fastir þættir | 141 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bc4 e6 7. Be3 a6 8. Bb3 Dc7 9. De2 Be7 10. 0-0-0 0-0 11. g4 Rd7 12. Hhg1 Rc5 13. Rf5 b5 14. Bd5 Bb7 15. g5 b4 16. Dh5 Re5 17. f4 bxc3 18. fxe5 cxb2+ 19. Kb1 Rxe4 20. g6 Rc3+ 21. Kxb2 Rxd1+ 22. Meira
13. júní 2002 | Viðhorf | 850 orð

Veislur og vandræði

"Í hvert sinn sem afmæli bregður fyrir í sjónvarpinu verður málrómur sonarins grátklökkur og bitrar ásakanir taka að fjúka." Meira
13. júní 2002 | Fastir þættir | 503 orð

Víkverji skrifar...

ÞEIM fer fækkandi bílunum á götunum sem eru eldri en einkabíll Víkverja sem er orðinn fullra fimmtán ára og lætur tiltölulega lítið á sjá. Meira

Íþróttir

13. júní 2002 | Íþróttir | 264 orð | 1 mynd

Argentínska þjóðin er í sárum eftir HM

ARGENTÍNSKA þjóðin er í sárum eftir hina beisku niðurstöðu í F-riðli heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Argentína, sem vann svo glæsilegan sigur í undankeppninni í Suður-Ameríku og þótti af mörgum líkleg til að hampa sjálfum heimsbikarnum í lok júní, sat eftir í þriðja sætinu, á eftir Svíum og Englendingum, og komst ekki upp úr riðlakeppni HM í fyrsta skipti síðan 1962. Meira
13. júní 2002 | Íþróttir | 345 orð

Bjarki kominn í ÍA

Bjarki Gunnlaugsson knattspyrnumaður er genginn til liðs við Íslandsmeistara ÍA frá 3. deildarliðinu Deiglunni. Meira
13. júní 2002 | Íþróttir | 412 orð | 1 mynd

* BORGARSTJÓRINN í Moskvu, Júrí Luzhkov...

* BORGARSTJÓRINN í Moskvu, Júrí Luzhkov , hefur tilkynnt að Moskvubúar muni áfram geta fylgst með leikjum á HM á risaskjám í borginni. Meira
13. júní 2002 | Íþróttir | 179 orð | 1 mynd

Cuevas sló í gegn

NELSON Cuevas var hin óvænta hetja Paragvæa þegar þeir sigruðu Slóveníu, 3:1, í lokaumferð B-riðilsins í gær og tryggðu sér með því sæti í 16-liða úrslitum HM. Cuevas, sem er 22 ára og leikur með River Plate í Argentínu, hafði ekki skorað mark í 11 leikjum fyrir þjóð sína og ekki komið við sögu á HM. Meira
13. júní 2002 | Íþróttir | 298 orð

Eyjakonur loks í gang

Loksins, loksins hafa Eyjastúlkur eflaust sagt eftir að þær báru sigurorð af FH-stúlkum í fjórðu umferð Íslandsmótsins í Eyjum í gærkvöldi. Meira
13. júní 2002 | Íþróttir | 156 orð

Hlynur samdi við Team Helsinge

Hlynur Jóhannesson, handknattleiksmarkvörður sem áður lék með HK og ÍBV, gerði í gær eins árs samning við danska úrvalsdeildarfélagið Team Helsinge. Hlynur lék með Midtsjælland í dönsku 1. Meira
13. júní 2002 | Íþróttir | 270 orð

Jafntefli nægði Englandi

ENGLENDINGAR tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar með því að gera markalaust jafntefli gegn Nígeríu í bragðdaufum leik í síðustu umferð riðlakeppninnar. England hafnaði í 2. sæti í F-riðli og mætir næst Dönum sem sigruðu í A-riðli. Meira
13. júní 2002 | Íþróttir | 385 orð | 1 mynd

* KJARTAN Antonsson, varnarmaður hjá ÍBV...

* KJARTAN Antonsson, varnarmaður hjá ÍBV í Símadeildinni , er á batavegi eftir nárameiðsli sem hann hlaut í leik gegn Fram í 3. umferð. Meira
13. júní 2002 | Íþróttir | 698 orð

KNATTSPYRNA HM í Japan og Suður-Kóreu...

KNATTSPYRNA HM í Japan og Suður-Kóreu B-RIÐILL: Suður-Afríka - Spánn 2:3 Mörk Suður-Afríku: Benni McCarthy 31., Lucas Radebe 53. Mörk Spánar : Raúl Gonzalez 4., 56., Gaizka Mendieta 45. Markskot : Suður-Afríka 5 - Spánn 12. Meira
13. júní 2002 | Íþróttir | 20 orð

KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild kvenna: Akureyrarv.

KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild kvenna: Akureyrarv.:Þór/KA/KS - Valur 20 KR-völlur:KR - Stjarnan 20 2. deild karla: Húsavík:Völsungur - KS 20 1. Meira
13. júní 2002 | Íþróttir | 158 orð

Línurnar teknar að skýrast

NÚ er ljóst hverjir fyrri fjórir leikirnir verða í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar, sem fram fara á laugardag og sunnudag. Á laugardagsmorgun kl. 6.30 mætast Þýskaland og Paragvæ og kl. 11.30 eru það Danmörk og England. Á sunnudagsmorgun kl. 6. Meira
13. júní 2002 | Íþróttir | 189 orð

S-Afríka féll á minnsta mun

Hetjuleg barátta Suður-Afríku fyrir sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í fyrsta skipti dugði ekki gegn sterku liði Spánverja í lokaumferð B-riðilsins á HM í gær. Suður-Afríkubúar sýndu góða sóknartilburði og náðu að jafna metin tvívegis. Meira
13. júní 2002 | Íþróttir | 199 orð | 1 mynd

Svíar fögnuðu á ný

SVÍAR glöddust að vonum mikið þegar ljóst varð að lið þeirra hefði sigrað í F-riðli og þar með tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Meira
13. júní 2002 | Íþróttir | 417 orð

Svíar sigruðu í "dauðariðlinum"

SVÍAR gerðu sér lítið fyrir og slógu Argentínumenn, sigurstranglegasta lið keppninnar, út með því að gera jafntefli við þá,1:1, í gær. Þar með sigruðu Svíar í F-riðli sem fyrir mótið hafði fengið viðurnefnið "dauðariðillinn" vegna þess hve hann var erfiður. Meira
13. júní 2002 | Íþróttir | 85 orð

Tvær bandarískar til liðs við FH-inga

KVENNALIÐ FH í knattspyrnu hefur fengið tvær bandarískar stúlkur til liðs við sig fyrir baráttuna í úrvalsdeildinni og komu þær til landsins í tæka tíð fyrir leikinn gegn ÍBV í gærkvöld. Meira
13. júní 2002 | Íþróttir | 323 orð

Valur að stinga af

Valsmenn náðu í fimm stiga forskot í 1. deild karla í knattspyrnu þegar þeir lögðu Breiðablik, 2:1, á heimavelli sínum á Hlíðarenda í gærkvöldi. Þarna áttust við liðin sem féllu úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og með sigrinum má segja að Valsmenn hafi náð að hefna ófaranna frá síðasta hausti en í lokaumferð úrvalsdeildarinnar sigruðu Blikarnir lið Vals og tóku þá með sér niður í 1. deildina. Meira

Viðskiptablað

13. júní 2002 | Viðskiptablað | 221 orð

Aflastöðulisti á vef Fiskistofu

FISKISTOFA hefur tekið í gagnið nýja vefsíðu sem gerir notendum kleift að kalla fram upplýsingar um aflaheimildir, afla og aflastöðu allra skipa í valinni aflamarkstegund. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 255 orð

Afl tapar 293 milljónum króna

AFL fjárfestingarfélag hf. tapaði 293,2 milljónum króna á tólf mánuðunum frá byrjun maí í fyrra til loka apríl í ár. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 216 orð

Aukin neysla á frosnum fiski

NEYSLA á frystum sjávarafurðum jókst um 10% á síðasta ári, ef marka má niðurstöður markaðsrannsóknafyrirtækisins AC Nielsen sem birtar voru fyrr í þessum mánuði og greint er frá í Morgunfréttum Íslandsbanka. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 504 orð | 1 mynd

Áfram í óbreyttri mynd?

Þar kom að því að afkomendur Snorra Halldórssonar seldu eignarhlut sinn í Húsasmiðjunni, eins og lengi hefur staðið til. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 556 orð

Bankakerfi eða markaðskerfi?

ÖLL lönd þurfa á því að halda að flytja fjármuni á milli þeirra sem spara fé til síðari tíma og hinna sem vilja nota það nú, ýmist í neyslu eða fjárfestingar. Fjármagnsmarkaðurinn gegnir þessu hlutverki, en hann er nokkuð ólíkur frá einu landi til... Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 205 orð | 1 mynd

Bátar

Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. FREYJA RE 38 136 13* Karfi/Gullkarfi 1 Gámur HÁSTEINN ÁR 8 113 24* Dragnót Þykkval. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 123 orð

Bergspá flytur

Bergspá ehf. - Petromodel sem hefur undanfarin tvö ár verið með aðsetur á frumkvöðlasetri Iðntæknistofnunar flutti nýverið í Borgartún 20. Bergspá -Petromodel er þekkingarfyrirtæki sem þróar hátæknilausnir á sviði gæðastýringar fyrir steinefnaiðnað. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 120 orð

Betra útlit hjá Procter & Gamble

Bandaríski neysluvöruframleiðandinn Procter & Gamble birti í gær jákvæðar tölur um áætlaða sölu á næsta fjórðungi, en jákvæðar fréttir af bandaríska markaðnum hafa verið fátíðar að undanförnu. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 80 orð

DMM Lausnir til Kanada

DMM Lausnir ehf. hefur sett á stofn nýtt félag , sem kallast DMM Solutions North America, í samvinnu við bandarískt fyrirtæki, The Weiner Group. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 65 orð | 1 mynd

Eimskip og Fakta semja

Nýlega gengu Eimskipafélag Íslands hf. og Fakta ehf. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 1524 orð | 2 myndir

Ellefu fyrirtæki í fjórum álfum

Hampiðjan hefur vaxið og dafnað á liðnum áratug og treyst sig í sessi sem einn öflugasti framleiðandi togveiðarfæra í heiminum. Jón Guðmann Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar, sagði Helga Mar Árnasyni frá útrás félagsins og styrkri stöðu þess við Norður-Atlantshaf. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 9 orð | 1 mynd

Erlend skip

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 177 orð | 1 mynd

Fimmföld aðsókn í meistaranám

AÐSÓKN í meistaranám í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands var fimmföld á við aðsóknina á síðasta ári en ríflega 280 umsóknir bárust innan tilskilins frests, að því er fram kemur í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 62 orð | 1 mynd

Frystiskip

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. ÞÓRUNN SVEINSD. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 310 orð

Gengur hvorki né rekur

MJÖG lítill árangur hefur náðst við uppbyggingu þorskstofnanna við Kanada. Fiskifræðingar hafa verulegar áhyggjur af stöðu þeirra og hafa enn einu sinni lagt til að dregið verði úr veiðum. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 255 orð | 2 myndir

Góðri grásleppuvertíð lokið

Húsavík - Einni bestu grásleppuvertíð til margra ára lauk 10. júní sl. en þá drógu grásleppukarlar upp síðustu netin á vertíðinni sem hófst 20 mars sl. Karlarnir voru yfirleitt ánægðir með vertíðina að þessu sinni. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 443 orð

Góð veiði á Hryggnum

ÚTHAFSKARFAVEIÐIN á Reykjaneshrygg hefur gengið vel á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu hafa íslensku skipin nú borið á land um 23.343 tonn af úthafskarfa frá því að veiðarnar hófust um miðjan aprílmánuð. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 180 orð | 1 mynd

Grillaður háfur með tartarsósu

SUMARIÐ er hátíð grillaranna og á fallegum sumarkvöldum fyllir grillanganin vitin í heilu íbúðarhverfunum. Allur fiskur fer vel á grillinu og þeir sem vilja láta fjölbreytnina ráða ríkjum ættu að prófa að grilla sér háf, enda um öndvegis matfisk að ræða. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 52 orð

Hagnýting Sarps

NÝVERIÐ var undirritaður samningur Þjóðminjasafns Íslands og hugbúnaðarfyrirtækisins Hugvits hf. um höfundarrétt og hagnýtingu á upplýsingakerfinu Sarpi og samkomulag um áframhaldandi samvinnu um þróun kerfisins. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 59 orð | 1 mynd

Humarbátar

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. JÓN Á HOFI ÁR 62 276 5 7 1 Þorlákshöfn ÞORSTEINN GK 16 138 2 3 1 Þorlákshöfn HAFBERG GK 377 189 2 8 1 Grindavík STURLA GK 12 297 2 9 1 Grindavík ÞORSTEINN GÍSLASON GK 2 76 2 4 1 Grindavík ÞURÍÐUR HALLDÓRSD. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 600 orð | 1 mynd

Japönsk farsímainnrás

Þjónusta sem nefnist i-mode frá japanska fjarskiptafyrirtækinu NTT DoCoMo hefur náð fótfestu í Evrópu. Japanska fyrirtækið hefur þegar haslað sér völl í Hollandi, Belgíu, Þýskalandi og Frakklandi. Þá er ekki loku fyrir það skotið að þjónustan verði einnig tekin upp víðar. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 285 orð | 1 mynd

Krónan styrkist gagnvart helstu gjaldmiðlum

GENGI íslensku krónunnar hefur styrkst á undanförnum mánuðum. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 31 orð | 1 mynd

Lína.Net flytur

Lína.Net h.f. hefur flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði að Skaftahlíð 24. Áður var starfsemi félagsins á tveimur stöðum að Skúlagötu 19 og Skúlagötu 21, en er nú öll undir einu... Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 336 orð

Mikil áhrif hlýsjávar suður og vestur af landinu

NIÐURSTÖÐUR vorleiðangurs Hafrannsóknastofnunar, sem nú er nýlokið, sýna tiltölulega mikil áhrif hlýsjávar fyrir Suður- og Vesturlandi. Útbreiðsla hans fyrir Norðurlandi var hins vegar heldur minni en undanfarin ár. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 180 orð | 1 mynd

MMS að taka við hlutverki SMS

Búist er við að MMS-þjónusta, sem gerir farsímanotendum kleift að senda texta, myndir og hljóð um farsíma, muni taka við hlutverki SMS-þjónustunnar á næstu þremur árum, að sögn sænska fjarskiptafyrirtækisins Ericsson. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 616 orð | 1 mynd

Ólíkir skólar á Spáni og Íslandi

Anna Margrét Marinósdóttir er fædd í Reykjavík árið 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1987, viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands 1992 og MBA-prófi frá IESE-viðskiptaháskólanum í Barcelona 1997. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 152 orð | 1 mynd

Rafræn innkaup hins opinbera

RAFRÆNT markaðstorg ríkisins var opnað á mánudag af Geir H. Haarde fjármálaráðherra sem keypti ljósritunarpappír hjá Pennanum og geisladiska hjá EJS. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 299 orð | 1 mynd

Rekstrarbati hjá Sjöfn hf. á Akureyri

SJÖFN hf. á Akureyri hagnaðist um 113,5 milljónir króna fyrir skatta á árinu 2001 samkvæmt samstæðuuppgjöri. Þetta er verulegur bati frá rekstri síðustu þriggja ára þegar tap varð á rekstri fyrirtækisins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 43 orð | 1 mynd

Rækjubátar

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 164 orð | 1 mynd

Sala á ólöglega afrituðum diskum eykst

SALA á ólöglega afritaðri tónlist í heiminum jókst um næstum 50% á árinu 2001 og voru 950 milljónir geisladiska með slíkri tónlist seldar á því ári, samkvæmt skýrslu sem vitnað er til á fréttavef BBC . Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 184 orð | 1 mynd

Salan hjá Nokia minnkar

FINNSKI farsímaframleiðandinn Nokia gerir, í endurskoðaðri söluáætlun sinni, ráð fyrir að sala fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi verði minni en áður hefur verið áætlað. Ennfremur að sala farsíma verði minni en ráðgert var á árinu í heild. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 212 orð

Samdráttur í útflutningi Norðmanna

NORÐMENN fluttu út eldislax og -silung fyrir um 11,2 milljarða króna í maímánuði, sem er 524 milljónum króna meira verðmæti en í sama mánuði síðasta árs. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 110 orð | 1 mynd

Samskip og ESSO semja við Tal

SAMSKIP hf. og Olíufélagið Esso hafa skrifað undir samninga við Tal hf. um að færa alla GSM-þjónustu sína yfir til Tals. Félögin munu jafnframt færa hluta af sínum landlínuviðskiptum til Tals. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 54 orð | 1 mynd

Samtak selur bát til Færeyja

BÁTAGERÐIN Samtak hf. í Hafnarfirði afhenti nýverið bát af gerðinni Víkingur 800 til Færeyja. Báturinn hefur hlotið nafnið Jastrid og er kaupandinn Hákun Thomsen í Hoyvík. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 14 orð | 1 mynd

Síldarbátar

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 7 orð | 1 mynd

Skelfiskbátar

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 773 orð | 1 mynd

Staðlastríð

Þrír staðlar fyrir DVD-skrifara hafa ráðið ferðinni og barist um hylli notenda á liðnum mánuðum. Nú bendir margt til þess að einn staðall, DVD+RW, hafi náð traustri fótfestu á kostnað hinna. Gísli Þorsteinsson ræddi við Eggert Benedikt Guðmundsson, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunarsviðs hjá Royal Philips Electronics í Bandaríkjunum. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 799 orð

Starfsævi fólks mun lengjast á ný

Dr. Sarah Harper rannsakar afleiðingar þess að þjóðir eldist og fólk hætti fyrr á vinnumarkaði en áður. Í samtali við Harald Johannessen segir hún breytingar framundan sem muni fela í sér að vandinn sem við blasir verði minni en margir óttist. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 2388 orð | 5 myndir

Stilla eða svikalogn?

Eftir kaup Hewlett-Packard á Compaq hafa kviknað spurningar um framtíðarsamskipti tæknirisans nýja við íslenska samstarfsaðila. Árni Matthíasson ræddi við forsvarsmenn Opinna kerfa og AcoTæknivals. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 159 orð | 1 mynd

Sumarið kemur með íslensku síldinni

NÝTT síldar- og kartöfluár hófst í gær í bænum Rymättylä í Finnlandi og var haldin mikil hátíð í tilefni þess. Fyrir þessari hátíð er gömul hefð sem haldin er í heiðri enn í dag og hafa fulltrúar Síldarvinnslunnar hf. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 454 orð

Talsverð áhrif af samrunanum

Í kjölfar kaupa Hewlett-Packard á Compaq, sem gerði HP að öðru stærsta tölvufyrirtæki heims, aðeins IBM er stærra, hafa kviknað spurningar um framtíð samstarfsaðila fyrirtækjanna og þá aðallega þá sem skipt hafa við Compaq. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 147 orð | 1 mynd

Telenor hagnast of mikið

NORSKA símafélagið Telenor hefur á síðustu þremur árum hagnast sex milljörðum norskra króna meira en leyfilegt er samkvæmt norskum lögum. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 58 orð | 1 mynd

Togarar

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 343 orð

Umtalsverðar breytingar

Eins og gefur að skilja verða umtalsverðar breytingar á framleiðslulínum fyrirtækjanna tveggja nú þegar þau hafa runnið saman í eitt. Miðlarar : Allir miðlarar munu bera merki HP, en mismunandi framleiðslulínum haldið. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 182 orð | 1 mynd

Vaxtamunur minnkað frá áramótum

VAXTAMUNUR Íslands við helstu viðskiptalönd hefur minnkað um rúmt 1% frá áramótum og er nú á bilinu 3 til 3½%, að því er segir í frétt frá Íslandsbanka. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 126 orð

Vilja norrænar reglur um ferskfisk

NORRÆNIR fiskkaupmenn hafna nýjum ESB-reglum um öryggi matvæla. Þeir vilja heldur að settar verði norrænar reglur um ferskan fisk, að því er fram kemur í danska viðskiptablaðinu Børsen . Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 596 orð | 1 mynd

Vísitalan hækkar um 0,45%

VÍSITALA neysluverðs miðuð við verðlag í júníbyrjun 2002 var 222,8 stig og hækkaði um 0,45% frá fyrra mánuði, samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands í gær. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 221,8 stig og hækkaði um 0,50%. Meira
13. júní 2002 | Viðskiptablað | 571 orð | 1 mynd

Þorskstofninn við Grænland sýnir batamerki

RANNSÓKNIR þýskra fiskifræðinga hafa leitt í ljós að þorskstofninn við Grænland sýnir nú batamerki en er þó langt frá því að ná fullum bata og er því talið óráðlegt að hefja úr honum veiðar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.