Greinar miðvikudaginn 19. júní 2002

Forsíða

19. júní 2002 | Forsíða | 68 orð

Al-Qaeda-liðar handteknir

YFIRVÖLD í Sádi-Arabíu hafa handtekið ellefu Sádi-Araba, einn Súdana og Íraka sem tengjast al-Qaeda, hryðjuverkasamtökum Osama bin Ladens, og eru grunaðir um að hafa lagt á ráðin um sprengju- og flugskeytaárásir á mikilvæg mannvirki í landinu. Meira
19. júní 2002 | Forsíða | 422 orð

Óttast að árásin hindri stofnun Palestínuríkis

PALESTÍNUMAÐUR varð sjálfum sér og nítján öðrum að bana í Jerúsalem í gær þegar hann sprengdi naglasprengju í strætisvagni sem var fullur af skólabörnum og fólki á leið til vinnu. Meira
19. júní 2002 | Forsíða | 228 orð | 1 mynd

S-Kóreumenn í sigurvímu

MILLJÓNIR manna fögnuðu á götum borga í Suður-Kóreu í gær eftir sigur landsins á Ítalíu í sextán liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Eru þetta ein af óvæntustu úrslitunum í 72 ára sögu keppninnar. Meira
19. júní 2002 | Forsíða | 175 orð | 1 mynd

Ætla að sigra mennina eftir hálfa öld

Knattspyrnustjörnur á borð við Ronaldo þurfa ekki að hafa áhyggjur af starfinu sínu, enn sem komið er að minnsta kosti. Meira

Fréttir

19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 129 orð

140 teknir fyrir hraðakstur

FIMM umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi um helgina og var eitt þeirra alvarlegt. Þá voru 140 teknir fyrir of hraðan akstur og var mesti hraðinn sem mældist 140 km á klukkustund. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 350 orð

Alþjóðlegi jarðvegsverndardagurinn

"LANDHNIGNUN og eyðimerkurmyndun er einhver alvarlegasti umhverfisvandi heimsins. Til að efla samstöðuna í baráttunni gegn þessum vágesti hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað 17. júní ár hvert verndun jarðvegs. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 230 orð

Ágæt byrjun Íslands á EM í brids

ÍSLENSKA landsliðið í opnum flokki á Evrópumótinu í brids hefur byrjað ágætlega en mótið hófst á sunnudag. Eftir sjö umferðir af 37 var liðið í 2. sæti með 135 stig en Ítalir höfðu forustu með 146 stig. Norðmenn voru í 3. Meira
19. júní 2002 | Erlendar fréttir | 522 orð | 2 myndir

Áhrifamenn lýsa stuðningi við stefnu Bush

DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, varaði á mánudag við því að sífellt meiri ógn stafaði af Írak enda ynnu stjórnvöld þar í landi að því hörðum höndum að þróa gereyðingarvopn. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 112 orð

Átta af 59 bátum haffærir

51 af 59 bátum í eigu félagsmanna Snarfara - félags sportbátaeigenda, hefur verið settur í farbann í kjölfar eftirlitsskoðunar fulltrúa Siglingastofnunar Íslands á bátunum á laugardag. Í ljós kom að þeir uppfylltu ekki skilyrði um haffærni. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 46 orð

Bíll valt á Snæfellsnesi

BÍLVELTA varð á Snæfellsnesvegi við Grímsá skömmu fyrir klukkan 11 í gærmorgun. Fjögur systkini voru í bílnum og ók hið elsta þeirra, sautján ára stúlka, bílnum, að sögn lögreglunnar á Ólafsvík. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 51 orð

Bílvelta á Suðurlandsvegi

HVASSVIÐRI olli því að bíll með hjólhýsi í eftirdragi fór út af veginum og valt á Suðurlandsvegi rétt austan við Hvamm undir Eyjafjöllum í gær. Ökumaður skarst á höfði og var fluttur til læknis á Hvolsvelli, að sögn lögreglu á staðnum. Meira
19. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

Bílvelta við Mógil

ÖKUMAÐUR og farþegi slösuðust talsvert í bílveltu við Mógil á Svalbarðsströnd seinni part laugardags. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Brúin yfir Þverá fór í ána

VEGNA vatnavaxta fór brúin yfir Þverá við Vopnafjörð í ána í fyrrinótt og var Sunnudalsvegi því lokað. Meira
19. júní 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 305 orð | 1 mynd

Deiliskipulag við Arnarnesvog samþykkt

BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur samþykkt tillögu að deiliskipulagi við Arnarnesvog á svæði þar sem nýtt strandhverfi er fyrirhugað. Einnig var samþykkt breyting á aðalskipulagi Garðabæjar á svæðinu. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 104 orð

Efni um kvennadaginn á mbl.is

Í TILEFNI af kvennadeginum, 19. júní, hefur verið tekinn saman ýmis fróðleikur um kvenréttindamál á mbl.is. Þar má m.a. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 70 orð

Eldur hjá Blindrafélaginu

TALSVERÐUR reykur barst um húsnæði Blindrafélagins við Hamrahlíð í hádeginu gær eftir að kviknað hafði í potti með sérstakri olíu sem notuð er til að lita gleraugu, skv. upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Endurmenntunarstofnun HÍ útskrifar 93 nemendur

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands útskrifaði 93 nemendur við hátíðlega athöfn í Háskólabíói 7. júní síðastliðinn, en nemendurnir hafa allir stundað nám samhliða vinnu. Meira
19. júní 2002 | Erlendar fréttir | 168 orð

Falun Gong-iðkendur fyrir rétti í Hong Kong

SEXTÁN Falun Gong-iðkendur mættu fyrir rétt í Hong Kong á mánudag en þeir eru sakaðir um að hafa valdið truflun þegar þeir mótmæltu fyrir utan skrifstofu kínverskra yfirvalda í borginni í mars. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 123 orð

Fá fulltrúa í tvær nefndir auk borgarráðs

Á FUNDI borgarráðs á föstudag í síðustu viku var tekið fyrir bréf Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, varðandi ósk listans um að fá áheyrnarfulltrúa í tilteknar nefndir og ráð á vegum borgarinnar. Meira
19. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 370 orð | 2 myndir

Félagsvísindadeild tekur til starfa haustið 2003

KENNSLA í félagsvísindadeild hefst við Háskólann á Akureyri haustið 2003, en nú er unnið að stofnun slíkrar deildar. Stefnt er að því í fyrstu að bjóða upp á nám í félagsfræði og lögfræði við deildina og mun það standa nemendum til boða þar næsta haust. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 362 orð

Fimm létust í umferðinni á mánudag

FIMM manns létust í tveimur bílslysum í fyrradag. Annað varð við Blöndulón á Kjalvegi og hitt við Finnafjarðará í Finnafirði við Bakkaflóa. Alls hafa 17 látist í umferðarslysum á árinu. Fjórir fórust sl. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Fimmtán sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi fimmtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 17. júní. Meira
19. júní 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 216 orð | 1 mynd

Fjallkona ættuð frá framandi landi

Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN hefur myndast sú hefð sem liður í hátíðardagskránni að ungar konur komi fram í hlutverki fjallkonunnar, klæddar skautbúningi, og fari með ljóð sem oft er óður til ættjarðarinnar. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 363 orð | 2 myndir

Fjórir biðu bana er bíll fór í Blöndulón

FJÖGUR biðu bana er bíll sem þau voru farþegar í lenti í Blöndulóni á mánudagskvöld. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Fjórir ættliðir

KVENNAHLAUP ÍSÍ fór fram á Eskifirði eins og víða annars staðar um land á laugardaginn. Í hlaupinu tóku þátt fjórir ættliðir, ættmóðirin Sigríður Rósa Kristinsdóttir, Guðný Ragnarsdóttir, Rósa Björg Jónsdóttir og Áróra Erika... Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 391 orð | 1 mynd

Fjöldi húsa talinn vera á hættusvæðum

FJÖLDI húsa í Holtahverfi á Ísafirði er á skilgreindum hættusvæðum vegna mögulegra snjóflóða og er forgangsmál að auka öryggi á því svæði, samkvæmt niðurstöðum mats á hættu vegna ofanflóða á Ísafirði og í Hnífsdal, sem nú liggur fyrir. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 18 orð

Fjöruhlaðborði í Hamarsbúð aflýst

FYRIRHUGUÐU fjöruhlaðborði Húsfreyjanna í Hamarsbúð á Vatnsnesi, sem vera átti laugardaginn 22. júní nk., er aflýst af óviðráðanlegum... Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 354 orð

Fólki bjargað frá gosi og skjálftum

ALMANNAVARNAÆFINGIN Samvörður 2002 verður haldin á Íslandi dagana 24.-30. júní næstkomandi, en æfingin er hluti af alþjóðlegu öryggis- og varnarmálasamstarfi Atlantshafsbandalagsins og var kynnt í gær. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 276 orð | 4 myndir

Fór héðan í opinbera heimsókn til Litháen

OPINBERRI heimsókn Jiang Zemins, forseta Kína, lauk á sunnudagsmorgun þegar hann fór af landi brott ásamt fylgdarliði sínu, áleiðis til Litháen. Meira
19. júní 2002 | Erlendar fréttir | 1075 orð | 1 mynd

Franskir sósíalistar á krossgötum

Stórsigur hægri manna í þingkosningunum um helgina hefur tæpast miklar breytingar í för með sér fyrir almenning í Frakklandi. Stjórnmálaskýrendur segja þó ljóst að staða sósíalista kalli á átök innan flokksins um völdin og stefnuna. Meira
19. júní 2002 | Suðurnes | 197 orð | 1 mynd

Fráfarandi bæjarstjóri þakkar fyrir sig

ÞÓTT frekar hvasst hafi verið á þjóðhátíðardaginn í Grindavík var þokkalegt skjól við félagsheimilið Festi þar sem heimafólk og gestir skemmtu sér vel. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 66 orð

Fundi allsherjarnefndar frestað til föstudags

FUNDI í allsherjarnefnd Alþingis sem halda átti í gær var frestað til næsta föstudags. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 618 orð | 1 mynd

Furðufataball á traustu þaki

UM helgina voru 16 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur, 23 um of hraðan akstur og 14 um að virða ekki stöðvunarskyldu. Síðdegis á föstudag var tilkynnt um að bifreið hefði runnið á konu og hún hugsanlega fótbrotnað. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 131 orð

Færðu lögreglunni tónlist til æfinga

FULLTRÚAR Falun Gong-iðkenda hér á landi færðu lögreglunni í Reykjavík í gær þakkir fyrir samstarfið fyrir og á meðan á heimsókn Jiang Zemins, forseta Kína, stóð. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Guðni Ágústsson í heimsókn í Manitoba

GUÐNI Ágústsson, landbúnaðarráðherra, Margrét Hauksdóttir, eiginkona hans, og Connie Magnusson, fjallkona, lögðu blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar í Winnipeg í Kanada 17. júní að viðstöddu miklu fjölmenni. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 140 orð

Halldór Ásgrímsson fari fram í Reykjavík

ÞING Sambands ungra framsóknarmanna samþykkti ályktun um helgina þar sem skorað er á Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formann Framsóknarflokksins, að bjóða sig fram í Reykjavík í næstu kosningum. Meira
19. júní 2002 | Landsbyggðin | 89 orð | 1 mynd

Hátíðartónleikar í Reykjahlíð

MIKIÐ fjölmenni var saman komið í Íþróttahúsinu Reykjahlíð á sunnudaginn þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, 80 manna blandaður kór úr Þingeyjarsýslu ásamt Kammerkór Norðurlands, einnig Ásgeir H. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 725 orð | 1 mynd

Heilbrigði, tækni og vísindi 2002

Brynjar Ragnarsson, markaðsstjóri Samtaka iðnaðarins, fæddist 17. maí 1966. Útskrifaðist sem tækniteiknari úr Iðnskóla Hafnarfjarðar 1984, starfaði með námi á tæknideildum og verkfræðistofum en hóf störf sem útlitshönnuður hjá Morgunblaðinu þá um... Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 64 orð

Hótun um sprengju í sendiráði

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók á mánudagskvöld tæplega fertugan karlmann sem grunaður er um að hafa tilkynnt um sprengju í danska sendiráðinu fyrr um kvöldið. Hann mun eiga við andleg veikindi að stríða. Meira
19. júní 2002 | Landsbyggðin | 342 orð | 1 mynd

Hýsir íþrótta- og menningarstarfsemi

SÍÐASTA embættisverk fráfarandi oddvita og sveitarstjórnar í Djúpárhreppi í Rangárvallasýslu var að afhenda hreppsbúum glæsilegt fjölnota samkomuhús, sem héðan í frá mun nýtast íbúum hins nýsameinaða sveitarfélags í vestanverðri sýslunni, áður... Meira
19. júní 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 139 orð | 1 mynd

Íþróttir og ísskúlptúrar

ÞAÐ VAR margt til gamans gert 17. júní í Kópavogi. Tónlist ómaði víða en pallbílar á vegum bæjarins óku með "brassbönd" um göturnar gestum og gangandi til skemmtunar. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 82 orð

Kokkarnir sóttu gull til Suður-Kóreu

ÍSLENSKA kokkalandsliðið hefur hlotið tvenn gullverðlaun á Seoul International Expo 2002, alþjóðlegri matreiðslukeppni sem nú fer fram í Seoul í Suður-Kóreu. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 428 orð | 2 myndir

Langá og Miðfjarðará byrja vel

NOKKRAR laxveiðiár voru opnaðar þessa löngu helgi sem afstaðin er. Gekk á ýmsu, allt frá því að menn voru sáttir mjög, t.d. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 285 orð | 2 myndir

Lést í bílslysi í Finnafirði

KONA lést þegar jeppi, sem hún var farþegi í, fór út af brú um kl. 13 í fyrradag á Finnafjarðará í Finnafirði sem gengur inn af Bakkaflóa. Meira
19. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Líkamsárás við tjaldsvæðið

SLÖKKVILIÐ Akureyrar fékk tilkynningu um meðvitundarlausan mann sem lá í blóði sínu eftir líkamsárás við tjaldsvæðið við Þórunnarstræti snemma á sunnudagsmorgun. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 166 orð

Meistaraverkefni um tengingu við endanotendur

MIÐVIKUDAGINN 19. júní kl. 16.00 flytur Björn Brynjúlfsson fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands. Meira
19. júní 2002 | Miðopna | 1169 orð

Nýtt framfaraskeið Íslandssögu í burðarliðnum

HÉR fer á eftir í heild ávarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn. Millifyrirsagnir eru Morgunblaðsins: Góðir Íslendingar. Hér á Austurvelli komumst við sennilega næst því að vera stödd í hjarta höfuðborgarinnar okkar. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 192 orð

Nýtt vefrit opnað

VEFRITIÐ tikin.is verður formlega opnað og kynnt á kvennafrídeginum 19. júní. Opnunarhófið verður á milli kl. 17:00 og 19:00 á Thorvaldsen-bar. Guðríður Sigurðardóttir og Helga Árnadóttir ritstjórnarfulltrúar opna vefritið og kynna það gestum. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 1060 orð | 1 mynd

Óábyrgt að útiloka að hagsmunum sé betur borgið innan ESB en utan

ÞAÐ er óábyrgt, að mati Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, að útiloka að sá tími geti runnið upp að Íslendingar telji hagsmunum sínum betur borgið innan Evrópusambandsins en utan þess, að því er fram kom í hátíðarræðu hans á Hrafnseyri við... Meira
19. júní 2002 | Suðurnes | 338 orð

Óttast að aukning á botnfiskafla gangi til baka

HELDUR minni afli kom á land á Suðurnesjum fyrstu fimm mánuði ársins en á sama tíma á síðasta ári, einkum loðna og síld. Grindavík er sem fyrr mesta fiskihöfnin. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

PÁLL ARNAR GUÐMUNDSSON

PÁLL Arnar Guðmundsson prentsmiður lést aðfaranótt 18. júní, eftir langvarandi veikindi. Hann var á fimmtugasta og öðru aldursári. Páll Arnar fæddist 3. ágúst 1950 á Barðastöðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Meira
19. júní 2002 | Erlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

"Eins og Guð hefði dregið mig í skjól"

TUTTUGU manns að minnsta kosti biðu bana þegar Palestínumaður sprengdi sjálfan sig í loft upp í strætisvagni í Jerúsalem snemma í gærmorgun. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 631 orð | 2 myndir

Reyna átti að koma skipinu á flot á morgunflóði

TUTTUGU manna áhöfn var bjargað eftir að nóta- og togskipið Guðrún Gísladóttir KE-15 strandaði við Lofoten í Norður-Noregi í gærmorgun. Í tvígang mistókst að koma skipinu á flot í gærkvöldi. Meira
19. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 51 orð | 1 mynd

Rigning og kuldi á þjóðhátíðardaginn

AKUREYRINGAR tóku virkan þátt í hátíðarhöldum í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní, þrátt fyrir leiðindaveður, rigningu og kulda. Hátíðardagskrá fór fram á Hamarkotsklöppum og fjölbreytt skemmtidagskrá á Ráðhústorgi, bæði um miðjan daginn og um kvöldið. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 96 orð

Ríkið greiðir kostnað Flugleiða

ÍSLENSKA ríkið mun standa straum af kostnaði sem Flugleiðir verða fyrir vegna endurgreiðslna á farseðlum og útlögðum kostnaði til þeirra farþega sem komust ekki til landsins vegna aðgerða stjórnvalda gegn Falun Gong, að sögn Björns Friðfinnssonar,... Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 112 orð

Röskun á Evrópuflugi vegna verkfalla

FLUGI Flugleiða til og frá París seinkar í dag sökum verkfalls flugumferðarstjóra í Frakklandi. Ferð frá Keflavík til Parísar í morgun, sem fara átti klukkan 7:45, seinkar og fer vélin í loftið kl. 17:30 síðdegis. Meira
19. júní 2002 | Miðopna | 447 orð

Samræmd próf í 10.

Samræmd próf í 10. bekk 2002 Meðaleinkunnir skóla Reykjavík Íslenska Enska Náttúrufr. Stærðfr. Danska Fj. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 111 orð

Segja áfengi valda mestu tjóni

Á LANDSFUNDI Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi, sem haldinn var fyrir skömmu, voru samþykktar nokkrar ályktanir. Hér á eftir fer hluti þeirra: "Landsfundurinn mótmælir eindregið hugmyndum sem fram hafa komið um sölu áfengis í matvöruverslunum. Meira
19. júní 2002 | Erlendar fréttir | 623 orð

Sérstaðan nýtt í þágu vísindanna

BANDARÍSKA dagblaðið The New York Times fjallar í gær um kort það yfir erfðamengi mannsins, sem Íslensk erfðagreining hefur unnið, og leit vísindamanna á vegum fyrirtækisins að erfðafræðilegum orsökum ýmissa illvígra sjúkdóma. Meira
19. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 101 orð

Sigríður sýnir

SÝNING á listaverkum eftir Sigríði Ágústsdóttur á Akureyri hefur verið opnuð í Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Hún hefur stundað myndlistarnám í Englandi og Frakklandi. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Skerin voru ekki merkt á sjókort

EKKI tókst að koma Guðrúnu Gísladóttur KE-15, sem strandaði við Lofoten í Noregi í gær, á flot í gærkvöld. Til stóð að gera aðra tilraun til að koma skipinu á flot á háflóði klukkan 6 að íslenskum tíma í morgun. Meira
19. júní 2002 | Landsbyggðin | 91 orð | 1 mynd

Skipulagsfulltrúi ráðinn

Á FUNDI bæjarstjórnar 14. maí s.l. var samþykkt að í tilefni 60 ára afmælis kaupstaðarins skyldi gert átak í skipulags- og umhverfismálum bæjarins. Í því skyni yrði ráðinn til tveggja ára aðili er hefði menntun og reynslu af skipulagsvinnu og hönnun. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 53 orð

Skógafoss dreginn 762 sjómílur

VARÐSKIPIÐ Ægir kom með flutningaskipið Skógafoss að ytri höfninni í Reykjavík á laugardagsmorgun og hafði þá dregið skipið í tæplega fjóra sólarhringa, alls 762 sjómílur. Meira
19. júní 2002 | Miðopna | 412 orð

Skólar á höfuðborgarsvæðinu með hæsta meðaltalið

MEÐALEINKUNNIR skóla úr samræmdum prófum í 10. bekk fyrir árið 2002 hafa verið birtar og líkt og fyrri ár kemur niðurstaðan best út fyrir skólana í Reykjavík og nágrenni. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Skýrar heimildir studdar dómum

ALLMÖRGUM mótmælaspjöldum með áletrunum á borð við "Vér mótmælum allir" og "Ég skammast mín" var haldið á loft við hátíðarhöld á Austurvelli á mánudagsmorgun. Meira
19. júní 2002 | Landsbyggðin | 70 orð | 1 mynd

Sólarlag við Dyrhólaey

DYRHÓLAEY er einn af þeim stöðum á Íslandi sem draga til sín mikinn fjölda ferðalanga á hverju ári. Dyrhólaey er lokuð á vorin og fram í júní til að vernda viðkvæmt fuglalíf og gróður eyjarinnar. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 158 orð

Stefnumótun rædd á prestastefnu á Egilsstöðum

PRESTASTEFNAN verður haldin dagana 19. og 20. júní á Egilsstöðum. Helsta viðfangsefni prestastefnunnar að þessu sinni verður stefnumótun fyrir Þjóðkirkjuna. Prestastefna hefst með messu í Egilsstaðakirkju kl. 9 fyrir hádegi í dag, 19. Meira
19. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 200 orð | 3 myndir

Stofnað til náms- og rannsóknastyrkja við háskólann

ÞAÐ var mikið um dýrðir hjá útibúi Landsbankans á Akureyri í gær þegar haldið var upp á 100 ára afmæli þess. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 68 orð

Sumarhátíð í Kópavogi

LEIKSKÓLAR Kópavogs halda sumarhátíð í Hlíðargarðinum í Kópavogi á morgun, fimmtudaginn 20. júní. "Eldri börnin í leikskólum Kópavogs taka þátt í hátíðinni og hefst hún á skrúðgöngu frá Fannborg 2 kl. 9. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Talið að eldur hafi kraumað lengi

EFRI hæð íbúðarhúss í Mosfellsbæ gjöreyðilagðist í eldsvoða í gærmorgun en stöðvarstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins telur að eldur hafi kraumað lengi í húsinu áður en hann braust út. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 73 orð

Utanríkisráðherra í opinberri heimsókn í Noregi

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra heldur í dag í tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs. Halldór mun í dag eiga fundi með Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, og Jan Petersen utanríkisráðherra. Meira
19. júní 2002 | Landsbyggðin | 320 orð | 1 mynd

Útskrift í Grunnskóla Borgarness

GRUNNSKÓLA Borgarness var slitið á hefðbundinn hátt í vor þótt skólaslitin væru nú í fyrsta sinn í júní. Skólanum var slitið formlega í íþróttahúsinu þar sem nemendur í 1. til 9. bekk fengu einkunnir sínar afhentar. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 201 orð

Viðskiptabankar lækka vexti í kjölfar lækkunar Seðlabankans

BANKASTJÓRN Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir um 0,3% í 8,5% frá og með 25. júní nk. Seðlabankinn lækkaði síðast vexti í maí sl. og hafa vextirnir nú lækkað um 1,3% frá aprílbyrjun. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 794 orð | 1 mynd

Vill að málið verði til lykta leitt fyrir frönskum dómstólum

FRAKKINN Francois Scheefer, sem deilt hefur um forræði yfir tæplega þriggja ára gamalli dóttur sinni við franska móður hennar, var staddur hér á landi fyrr í þessum mánuði til að freista þess að hitta barnið. Meira
19. júní 2002 | Erlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Yfirvöld herða eftirlit til muna

KÍNVERSK yfirvöld hafa í kjölfar bruna netkaffihúss í Peking aðfaranótt sunnudags að kínverskum tíma, þar sem 24 námsmenn létu lífið af völdum reyks, látið loka öðrum netkaffihúsum í borgum víðsvegar um Kína. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 478 orð

Þakkir til fólksins á Íslandi

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ávarp frá Falun Gong iðkendum: "Þeim fjölmörgu Íslendingum og fjölmiðlum á Íslandi sem hafa stutt Falun Gong og mannréttindamálstað Falun Gong færum við okkar einlægustu og hjartanlegustu þakkir. Meira
19. júní 2002 | Suðurnes | 62 orð | 1 mynd

Þjóðfáninn dreginn að húni

FJÖLMENNI var í skrúðgarðinum í Keflavík þar sem meginhluti hátíðarhalda íbúa Reykjanesbæjar fór fram á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Samkvæmt venju var risastór fáni dreginn að húni en það gerðu skátar undir stjórn Önnu Maríu Sveinsdóttur. Meira
19. júní 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 325 orð | 2 myndir

Þúsundir fögnuðu þjóðhátíð í höfuðborginni

HÁTÍÐARHÖLD 17. júní voru vel sótt á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir norðan hvassviðri og kulda eftir mikla veðurblíðu dagana á undan. Meira
19. júní 2002 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Þúsundir kvenna hlupu

TÆPLEGA 19 þúsund konur tóku þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ sem haldið var á yfir 90 stöðum um land allt á sunnudaginn, að sögn Gígju Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hlaupsins. Í hlaupinu söfnuðust 800-900 þúsund krónur sem runnu til Samhjálpar kvenna. Meira
19. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 145 orð

Ökumaður bifhjóls slasaðist alvarlega

ÖKUMAÐUR bifhjóls slasaðist alvarlega í spyrnukeppni á Akureyri sl. laugardag. Bíl var ekið inn á keppnisbrautina við Tryggvabraut og í veg fyrir bifhjólið. Meira

Ritstjórnargreinar

19. júní 2002 | Staksteinar | 355 orð | 2 myndir

Heimsókn Falun Gong

GÍFURLEG óánægja hefur verið meðal fólks vegna viðbragða stjórnvalda við komu liðsmanna Falung Gong og á hvern hátt þeir hafa verið meðhöndlaðir hérlendis. Frelsarinn skrifaði um þetta í síðustu viku. Meira
19. júní 2002 | Leiðarar | 797 orð

Nýtt framfaraskeið

Í þjóðhátíðarræðu sinni á Austurvelli í fyrradag sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, m.a.: "Flest bendir... til þess að nýtt framfaraskeið Íslandssögu sé í burðarliðnum. Meira

Menning

19. júní 2002 | Fólk í fréttum | 383 orð | 2 myndir

Barrymore með barn í maga

NOKKRAR athyglisverðar myndir koma út á leigumyndbandi í vikunni. Meira
19. júní 2002 | Myndlist | 329 orð | 1 mynd

Enn af doktornum dularfulla

Til 20. júní. Opið á verslunartíma. Meira
19. júní 2002 | Fólk í fréttum | 131 orð | 1 mynd

Glaumgosi gengur út

LEIKARINN Charlie Sheen gekk að eiga hina íturvöxnu Denise Richards í Los Angeles á dögunum. Vígslan var að kaþólskum sið og fór fram á heimili framleiðanda sjónvarpsþáttanna Spin City, þar sem Sheen fer með aðalhlutverkið. Meira
19. júní 2002 | Myndlist | 520 orð | 1 mynd

Hegðunarmynstur hópsins

Til loka júní. Opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 13-17. Meira
19. júní 2002 | Fólk í fréttum | 73 orð | 5 myndir

Hæ, hó, jibbí jei...

ÞAÐ VÆRI synd að segja að veðrið hefði beinlínis leikið við borgarbúa á þjóðhátíðardegi landsmanna. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru þó ekkert að láta veðrið aftra sér og flykktust í bæinn til að sýna sig og sjá aðra. Meira
19. júní 2002 | Fólk í fréttum | 145 orð | 1 mynd

Misheppnuð fjársjóðsleit

Bandaríkin, 2001. Myndform VHS. (100 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Jim Wynorski. Aðalhlutverk: Treat Williams, Michael Dudikoff og Tim Thomerson. Meira
19. júní 2002 | Tónlist | 550 orð

Ógleymanlegur söngur

Orphei Drängar, undir stjórn Robert Sund, fluttu karlakórsverk samin um og eftir aldamótin 1900. Föstudagurinn 14. júní 2002. Meira
19. júní 2002 | Fólk í fréttum | 182 orð | 1 mynd

Presley bakar Bítlana

ROKKÓNGURINN Elvis Presley heldur svo sannarlega áfram að standa undir nafni, jafnvel nú 25 árum eftir að hafa horfið yfir móðuna miklu. Meira
19. júní 2002 | Menningarlíf | 430 orð | 1 mynd

"Hefur auðgað menningarlíf borgarinnar"

Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN, 17. júní, var Hörður Áskelsson kantor í Hallgrímskirkju útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur samkvæmt þeim reglum sem samþykktar voru í borgarráði 1995. Meira
19. júní 2002 | Fólk í fréttum | 304 orð | 2 myndir

Scooby Doo er hundur sem segir voff

NÝ kvikmynd gerð eftir vinsælu teiknimyndaþáttunum um hundinn Scooby Doo og vini hans glefsaði til sín toppsæti bandaríska bíólistans um helgina. Meira
19. júní 2002 | Fólk í fréttum | 232 orð | 1 mynd

Seldi sálu sína fyrir 1.500 krónur

GARETH Malham, 26 ára gamall háskólanemi og listamaður frá Newcastle-upon-Tyne í Englandi, hefur selt sálu sína fyrir rétt rúmar 1500 krónur. Salan fór fram á Netinu þar sem Malham bauð sál sína hæstbjóðanda á eBay uppboðsvefsetrinu. Meira
19. júní 2002 | Fólk í fréttum | 275 orð

Skotinn í hjartað/ Shot in the...

Skotinn í hjartað/ Shot in the Heart *** Ágeng en lágstemmd og djúpræn lýsing á síðustu dögum Gary Gilmore sem varð árið 1977 fyrsti fanginn til þess að vera tekinn af lífi í Bandaríkjunum í áratug. Meira
19. júní 2002 | Tónlist | 711 orð

Sneisafylli af andríki, lífsorku og ægifegurð

Leclair: Sónata nr. 2 í E. Schubert: 6 sönglög. Schumann: Píanókvartett í Es Op. 47. Guðný Guðmundsdóttir, Sif Tulinius, fiðlur; Sólrún Bragadóttir sópran; Peter Máté, Miklos Dalmay, píanó; Guðmundur Kristmundsson, víóla; Bryndís Halla Gylfadóttir, selló. Föstudaginn 14. júní kl. 20:30. Meira
19. júní 2002 | Fólk í fréttum | 142 orð | 3 myndir

Sterkasti víkingur landsins

ÞAÐ VAR þjóðlegur andi sem sveif yfir vötnum í nágrenni Fjörukrárinnar í Hafnarfirði um helgina þar sem svonefnd Víkingahátíð var í algleymingi. Fjölbreytt dagskrá var í boði fyrir alla fjölskylduna. Meira
19. júní 2002 | Leiklist | 538 orð | 1 mynd

Sumar og sól

Handrit, brúðugerð og leikstjórn: Helga Steffensen. Höfundar og þýðendur vísna og sagna: Ísak Jónsson, Ómar Ragnarsson, Stefán Jónsson, Werner Holzwarth, Wolf Erlbruch og Þórarinn Eldjárn. Brúðuhreyfingar: Edda Björk Þórðardóttir og Helga Steffensen. Meira

Umræðan

19. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 562 orð

Ísrael-Palestína

MIKILL hluti Palestínuaraba býr ennþá undir sjálfstjórn Arafats herforingja með meiru, en ekki í sjálfstæðu ríki og allt of margir hafa látið lífið í baráttu sinni fyrir sjálfstæði en ekki vegna þess að þráin eftir Palestínu sem sjálfstæðu ríki við hlið... Meira
19. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 383 orð

Ljótir gestgjafar

VIÐ Íslendingar hljótum að teljast frekar tvöfaldir í roðinu þessa dagana í tengslum við heimsókn forseta Kína til vors litla lands. Meira
19. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 93 orð

Mannlíf í mótun

ÉG sá heimildarmyndaflokkinn í Ríkissjónvarpinu um erfðaeiginleika mannsins og nýjar uppgötvanir á því sviði. Allt ku vera til staðar í 4 genum, orka, eða ekki orka, glæpahneigð eða ekki glæpahneigð, og annað þar á milli. Meira
19. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 366 orð | 2 myndir

Málfrelsi í hávegum haft UM þessar...

Málfrelsi í hávegum haft UM þessar mundir verður mönnum tíðrætt um menningarbyltingar, Íslendingar hafa einnig kynnst þeim með ýmsum hætti. Meira
19. júní 2002 | Aðsent efni | 498 orð | 1 mynd

Neyðarvarnir borga sig

Mörg lönd heims eru, segir Úlfar Hauksson, í svipaðri stöðu og Íslendingar á átjándu öld. Meira
19. júní 2002 | Aðsent efni | 970 orð | 1 mynd

Samkynhneigð og biblíuleg trú

Niðurstaða mín er hins vegar sú, segir Toshiki Toma, að við getum ekki fordæmt samkynhneigð og samkynhneigt fólk með beinum tilvitnunum í orð Biblíunnar. Meira
19. júní 2002 | Aðsent efni | 526 orð | 1 mynd

Staðreyndir um Sólheima

Jafnvel löngu eftir að fólk hefur hætt þar störfum, segir Óli Tynes, heldur það tryggð við staðinn. Meira
19. júní 2002 | Aðsent efni | 605 orð | 1 mynd

Tæknimenntun á tímamótum

Miðað við annað nám, segir Sigríður Jóhannesdóttir, hefur tæknifræðinám nokkra sérstöðu. Meira
19. júní 2002 | Aðsent efni | 523 orð | 1 mynd

Þarf að óttast samheitalyf?

Sambærileg lyf geta, segir Rannveig Gunnarsdóttir, verkað mismunandi í einstaklingum. Meira

Minningargreinar

19. júní 2002 | Minningargreinar | 1637 orð | 1 mynd

EINAR SIGURBJÖRN LEIFSSON

Einar Sigurbjörn Leifsson er fæddur í Keflavík 24. maí 1953. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 6. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðrún Sumarliðadóttir, f. á Meiðastöðum í Garði 29. nóvember 1927, og Leifur Sædal Einarsson, f. í Keflavík 22. Meira  Kaupa minningabók
19. júní 2002 | Minningargreinar | 1045 orð | 1 mynd

ELSE MARGRETHE RUNÓLFSSON

Else Margrethe Runólfsson fæddist í Tranekær á Langalandi í Danmörku 25. janúar 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 11. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Nils og Marie Rasmussen og systkini hennar voru Henning og Karen. Meira  Kaupa minningabók
19. júní 2002 | Minningargreinar | 1893 orð | 1 mynd

SVEINN ÁSGEIRSSON

Sveinn Gunnar Ásgeirsson fæddist l7. júlí l925 í Reykjavík. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans 7. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá, skrifstofustjóri í Reykjavík, f. 9. ágúst l897, d. 2l. Meira  Kaupa minningabók
19. júní 2002 | Minningargreinar | 1386 orð | 1 mynd

ÞÓR ÁSTÞÓRSSON

Þór Ástþórsson fæddist í Reykjavík 3. mars 1932. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ástþór Matthíasson, f. 29.11. 1899, d. 7.12. 1970, og Sigríður Gísladóttir, f. 22.11. 1904, d. 2.9. 1990. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

19. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 643 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 118 40 102...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 118 40 102 178 18,154 Flök/Bleikja 460 355 363 78 28,320 Gellur 490 490 490 50 24,500 Gullkarfi 92 5 75 17,302 1,299,668 Hlýri 167 100 124 947 117,423 Háfur 8 8 8 17 136 Keila 83 68 79 784 62,219 Langa 146 80 135 2,703 365,044... Meira
19. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 174 orð

Birtingu auglýsinga verði hætt

SPARISJÓÐSSTJÓRI nb.is-sparisjóðs hefur sent Samkeppnisstofnun erindi þar sem farið er fram á að strax verði hætt birtingu auglýsinga frá Íslandsbanka þar sem að mati nb.is koma fram rangar og villandi upplýsingar. Að mati nb. Meira
19. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 428 orð | 1 mynd

Eiríkur S. Jóhannsson verður framkvæmdastjóri Kaldbaks

EIRÍKUR S. Jóhannsson lætur í dag, miðvikudag, af störfum sem kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga og verður nú framkvæmdastjóri Kaldbaks. Eiríkur hefur gegnt báðum þessum störfum að undanförnu. Meira
19. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 168 orð | 1 mynd

Lífeyrissjóðir Bankastræti og TM stærstir

STÆRSTU hluthafar í Landsbanka Íslands, á eftir ríkissjóði, eru Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 og Tryggingamiðstöðin hf. eftir sölu á 20% hlut ríkisins í bankanum í sl. viku. Meira
19. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 126 orð | 1 mynd

Nýr framkvæmdastjóri hjá Olís

Helga Friðriksdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra markaðssviðs smásölu hjá Olíuverzlun Íslands. Helga lauk B.Sc.-námi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1993 auk þess sem hún hefur lokið völdum áföngum í viðskiptafræði. Meira
19. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 104 orð

Ný stjórn AcoTæknivals

NÝ stjórn og varastjórn var kjörin á hluthafafundi AcoTæknivals á föstudag í framhaldi af afsögn fyrrverandi stjórnar og varastjórnar. Meira
19. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 380 orð

SÍF aðili að yfirtöku í Frakklandi

VIÐSKIPTARÉTTURINN í Le Havre í Frakklandi hefur samþykkt sameiginlegt tilboð frá SIF France, dótturfélagi SÍF hf., og hópi stjórnenda frönsku matvælafyrirtækjanna Servifrais og Pêcheries de Fécamp um yfirtöku á tækjum og rekstri félaganna tveggja. Meira
19. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 71 orð

Skipaður forstjóri Lánasýslu ríkisins

FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Sigurð Á. Kjartansson forstjóra Lánasýslu ríkisins frá og með 15. júlí 2002 til og með 31. júlí 2004, þ.e. meðan á leyfi núverandi forstjóra, Þórðar Jónassonar, frá embættinu stendur. Meira
19. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 266 orð

Sæplast styrkir stöðu sína í Asíu

SÆPLAST mun væntanlega styrkja stöðu sína enn frekar á Asíumarkaði á komandi árum, enda útlit fyrir að markaðurinn muni vaxa umtalsvert með auknu fiskeldi og matvælaframleiðslu, að mati Steindórs Sigurgeirssonar, sjávarútvegsfræðings, en hann er sölu- og... Meira
19. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 543 orð | 1 mynd

Vaxtalækkun nú á ekki að koma á óvart

BANKASTJÓRN Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir um 0,3% í 8,5% frá og með 25. júní nk. Seðlabankinn lækkaði síðast vexti í maí sl. og hafa vextirnir nú lækkað um 1,3% frá aprílbyrjun. Meira

Fastir þættir

19. júní 2002 | Árnað heilla | 22 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli .

85 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 19. júní, er 85 ára Margrét Herdís Thoroddsen, viðskiptafræðingur og fyrrv. deildarstjóri hjá Tryggingastofnun, Sólheimum 25,... Meira
19. júní 2002 | Fastir þættir | 325 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

HVENÆR á að spila út trompi og hvenær ekki? Frægt er tilsvar Bandaríkjamannsins Lews Mathes um það efni. Meira
19. júní 2002 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Hinn 1. júní sl. voru Ölöf Guðrún Ólafsdóttir og Thibaut Guilbrt gefin saman í Akureyrarkirkju af séra Svavari B. Jónssyni. Heimili þeirra er í... Meira
19. júní 2002 | Dagbók | 188 orð

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 5209700. Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa og brauð kl. 12 á hádegi í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara. Meira
19. júní 2002 | Fastir þættir | 697 orð | 3 myndir

Hörð barátta framundan hjá elstu stóðhestunum

Tvö hundruð fjörutíu og átta kynbóta- hross hafa tryggt sér farseðil í einstaklings- dóm á landsmótinu á Vindheimamelum í byrjun júlí. Valdimar Kristinsson kynnti sér hestakostinn sem þar mun væntanlega gleðja mótsgesti. Meira
19. júní 2002 | Dagbók | 837 orð

(Lúk. 4,43.)

Í dag er miðvikudagur 19. júní, 170. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En hann sagði við þá: "Mér ber og að flytja hinum borgunum fagnaðarerindið um Guðs ríki, því að til þess var ég sendur." Meira
19. júní 2002 | Viðhorf | 897 orð

Menn og múrar

"Það er fróðlegt að bera myndir af þessum stöðum saman við hreinu og fallegu einbýlishúsahverfin sem Ísraelsmenn byggja í fullkomnu trássi við alþjóðalög á svæðum Palestínumanna." Meira
19. júní 2002 | Fastir þættir | 240 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. Rg5 d5 5. exd5 Ra5 6. Bb5+ c6 7. dxc6 bxc6 8. Be2 h6 9. Rh3 Bd6 10. d3 O-O 11. Rc3 Rd5 12. O-O Hb8 13. Kh1 Rxc3 14. bxc3 Be6 15. f4 Bxh3 16. gxh3 exf4 17. Bxf4 c5 18. Dd2 Hb6 19. Be3 Dh4 20. Bg4 Kh7 21. Hf5 De7 22. Meira
19. júní 2002 | Fastir þættir | 521 orð | 2 myndir

Sævar og Sigurður Daði sigruðu

3.-13. júní 2002 Meira
19. júní 2002 | Dagbók | 58 orð

UM HANA SYSTUR MÍNA

Sáuð þið hana systur mína sitja lömb og spinna ull? Fyrrum átti ég falleg gull. Nú er ég búinn að brjóta og týna. Einatt hefur hún sagt mér sögu. Svo er hún ekki heldur nízk: Hún hefur gefið mér hörpudisk fyrir að yrkja um sig bögu. Meira
19. júní 2002 | Fastir þættir | 498 orð

Úrslit á hestamóti Geysis á Gaddstaðaflötum

A-flokkur 1. Víglundur frá Vestra-Fíflholti, kn.: Jóhann G. Jóhannsson, eig: Kvistir ehf., 8,63/8,90 2. Andvari frá Sléttabóli, kn.: Vignir Siggeirsson, eig.: Jóhann Svavarsson, 8,51/8,66 3. Kvistur frá Hvolsvelli, kn.: Elvar Þormarsson, eig. Meira
19. júní 2002 | Fastir þættir | 474 orð

Víkverji skrifar...

Menning var nokkuð ofarlega á dagskrá Víkverja um liðna helgi. Meðal afreka hans var að sækja ekki færri en tvær listsýningar. Er það mikið á venjulegan mælikvarða hans þar sem hann er af einhverjum ástæðum ekki meðal helstu áhugamanna um myndlist. Meira

Íþróttir

19. júní 2002 | Íþróttir | 466 orð

1.

1. deild karla: Breiðablik - Afturelding 7:4 Ívar Sigurjónsson 6., 15, 40., Hörður Bjarnason 38., Ásgeir Baldurs 42., Kristján Óli Sigurðsson 68., Kristófer Sigurgeirsson 83.- Geir Rúnar Birgisson 17. (víti), Bjarki Már Árnason 35., Boban Ristic 44. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 138 orð

Aðalsteinn þjálfar kvennalið Gróttu/KR

GRÓTTA/KR samdi í gær við Aðalstein R. Eyjólfsson um taka að sér þjálfun meistaraflokks kvenna næstu tvö ár. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 204 orð

Besti árangurinn í 72 ár

BANDARÍKJAMENN komu á óvart og sigruðu nágranna sína frá Mexíkó, 2:0, í 16-liða úrslitum á HM á mánudaginn. Þetta er það lengsta sem þeir hafa náð í keppninni frá árinu 1930, þegar hún var haldin í fyrsta skipti, en þá enduðu Bandaríkin í 3.-4. sæti. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 291 orð

Besti árangur Jóns Arnars í fjögur ár

JÓN Arnar Magnússon, tugþrautarmaður úr Breiðabliki, hafnaði í þriðja sæti á tugþrautarmóti í Ratingen í Þýskalandi á laugardag og sunnudag. Jón Arnar fékk 8.390 stig, sem er besti árangur sem hann hefur náð í fjögur ár eða allt síðan hann vann tugþrautarkeppnina í Talence í Frakklandi í september 1998 og fékk 8.410 stig. Tékkinn Roman Sebrle varð efstur í tugþrautinni í Ratingen, hlaut 8.701 stig og annar varð Rússinn Lev Lobodin með 8.433 stig. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 203 orð

Birgir Leifur missti af lestinni

BIRGIR Leifur Hafþórsson, GL, náði ekki að láta kné fylgja kviði á lokadegi áskorendamóts atvinnumanna sem fram fór í Frakklandi. Birgir Leifur var í hópi efstu manna allt fram að lokadegi mótsins, sem er eitt af stærstu mótum ársins á mótaröðinni. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 151 orð

Birmingham sækir Arsenal heim

ARSENAL hefur titilvörnina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu gegn nýliðum Birmingham á heimavelli sínum, Highbury, laugardaginn 17. ágúst. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 196 orð

Casillas í guða tölu á Spáni

IKER Casillas markvörður Real Madrid og spænska landsliðsins er kominn í guða tölu á Spáni fyrir frábæra frammistöðu sína í leiknum við Íra í 16-liða úrslitunum á HM. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 260 orð | 1 mynd

Dómarinn bað Wilmots afsökunar

BELGÍSKA þjóðin spyr sig í dag hvort úrslitin í leik Belga og Brasilíumanna hefðu orðið önnur ef markið sem fyrirliði liðsins skoraði í fyrri hálfleik með skalla hefði ekki verið dæmt af. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 360 orð

Draumur Japana á enda

TYRKLAND tryggði sér í fyrsta skipti í sögunni sæti í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu þegar liðið lagði gestgjafa Japana 1:0 í 16-liða úrslitum í gær. Þar með luku heimamenn þátttöku á mótinu og draumur áhangenda liðsins á enda, en Tyrkir mæta Senegölum í átta liða úrslitum. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 244 orð

Eiður Smári vill vera um kyrrt hjá Chelsea

EIÐUR Smári Guðjohnsen segir í samtali við breska fjölmiðla að hann vilji vera um kyrrt í herbúðum Chelsea en vangaveltur hafa verið í gangi að hann sé jafnvel á leið til Roma á Ítalíu. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 247 orð

Ellefu mörk í Kópavogi

ELLEFU mörk náðu að ylja áhorfendum í nepjunni á Kópavogsvellinum í gærkvöldi. Þá sigruðu Blikar Aftureldingu, 7:4, og komust yfir vikið úr 9. sæti upp í það fimmta, næsta fyrir neðan Mosfellinga. Leita þarf fjögur ár aftur í tímann til að finna annan eins markaleik í tveimur efstu deildum karla. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 78 orð

EM í Slóveníu 2004

EVRÓPUKEPPNI landsliða í handknattleik fer fram í Slóveníu 2004. Íslenska landsliðið tekur þátt í keppninni, þar sem leikmenn liðsins unnu sér farseðilinn í úrslitakeppni EM með því að verða í fjórða sæti á EM í Svíþjóð fyrr á árinu. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 326 orð

FH sækir bikarmeistarana heim

FYLKIR heldur áfram titilvörn sinni í bikarkeppni KSÍ og Coca-Cola á heimavelli gegn FH í 16-liða úrslitum keppninnar en dregið var í gær. Reykjavíkurslagur KR og Fram er einnig athygliverð rimma sem og leikur ÍA gegn Grindavík á Skipaskaga. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 545 orð | 1 mynd

* FORRÁÐAMENN Kaiserslautern sögðu fyrir viku...

* FORRÁÐAMENN Kaiserslautern sögðu fyrir viku að þýski landsliðsmaðurinn Miroslav Klose væri ekki falur en nú er annað hljóð komið í strokkinn. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 175 orð

Guðjón bíður átekta

"WATFORD og Huddersfield eru áhugaverð lið og þar eru laus störf í boði. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 323 orð | 1 mynd

Hálfnaður með ætlunarverkið

TIGER Woods sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk í New York-fylki á sunudag, en Woods var í fyrsta sæti á öllum fjórum keppnisdögunum. Woods lauk leik á 3 undir pari Black Course-vallarins en heimamenn röðuðu sér í þrjú efstu sætin. Phil Mickaelson varð annar á pari og Jeff Maggart varð þriðji á tveimur höggum yfir pari, einu höggi minna en Spánverjinn Sergio Garcia. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 114 orð

Herskyldu aflétt af liði S-Kóreu

Í Suður-Kóreu hefur varnarmálaráðuneytið gefið út yfirlýsingu þess efnis að 26 mánaða herskyldu leikmanna knattspyrnulandsliðs S-Kóreu verði aflétt í kjölfar góðrar frammistöðu á HM. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 859 orð

HM í Japan og Suður-Kóreu 16-LIÐA...

HM í Japan og Suður-Kóreu 16-LIÐA ÚRSLIT: Brasilía - Belgía 2:0 Mörk Brasilíu : Rivaldo 67., Ronaldo 87. Markskot : Brasilía 14 - Belgía 13. Horn : Brasilía 6 - Belgía 7. Rangstaða : Brasilía 3 - Belgía 2. Gul spjöld : Yves Vanderhaeghe, Belgíu 24. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 422 orð | 1 mynd

Írar féllu með sæmd

SKYLDI tími Spánverja á stórmóti í knattspyrnu loksins vera að renna upp? Þessari spurningu hafa margir velt fyrir sér og ekki síst eftir að ljóst varð að Spánverjar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum HM með því að leggja Íra að velli í frábærum leik í 16-liða úrslitunum þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 332 orð | 1 mynd

* ÍSLENDINGARNIR Helgi Sigurðsson og Jóhann...

* ÍSLENDINGARNIR Helgi Sigurðsson og Jóhann B. Guðmundsson hjá norska knattspyrnuliðinu Lyn hafa fengið nýjan þjálfara þrátt fyrir að Óslóar-liðið sé í efsta sæti úrvalsdeildarinnar. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 24 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Símadeild: Akranes:ÍA...

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Símadeild: Akranes:ÍA - Keflavík 19.15 Kaplakriki:FH - KA 19.15 Akureyri:Þór A. - ÍBV 19.15 Fylkisvöllur:Fylkir - Grindavík 19.15 Efsta deild kvenna, Símadeild: Garðabær:Stjarnan - ÍBV 20 Hlíðarendi:Valur - Breiðablik 20 1. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 142 orð

Landsliðsmarkvörður Makedóníu til ÍBV?

KARLALIÐ ÍBV í handknattleik er að reyna að fá Petar Angelov, landsliðsmarkvörð Makedóníu, til liðs við sig fyrir næstu leiktíð en Eyjamenn hafa verið í markvarðarleit eftir að ljóst varð að Hörður Flóki Ólafsson verður ekki með liðinu á næstu leiktíð. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 337 orð

Leikir kvöldsins

ÍA - Keflavík Akranesvöllur, miðvikudaginn 19. júní kl. 19.15. *Skagamenn hafa unnið 43 af 73 viðureignum sínum við Keflavík í efstu deild en aðeins tapað 19. Skagamenn hafa skorað 153 mörk en Keflvíkingar 86. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 224 orð

Ljós í myrkrinu í Tyrklandi

ALMENNINGUR í Tyrklandi trylltist af kæti í gær eftir að ljóst varð að knattspyrnulið þeirra hafði lagt Japan 1:0 í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins og þannig tryggt sér sæti í átta liða úrslitum. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 218 orð

Lyn heldur sínu striki

JÓHANN B. Guðmundsson, leikmaður norska liðsins Lyn, upplifði eftirminnilega helgi jafnt utan vallar sem og innan. Jóhann skoraði eitt þriggja marka Oslóarliðsins gegn Odd/Grenland og hefur Lyn 4 stiga forskot á Molde, sem er í öðru sæti. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 162 orð

McCarthy verður áfram með Írana

SKÖMMU eftir ósigur Íra gegn Spánverjum í 16-liða úrslitunum á HM tilkynntu forráðamenn írska landsliðsins að Mick McCarthy landsliðsþjálfari hefði samþykkt að framlengja samning sinn við írska knattspyrnusambandið um tvö ár. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 502 orð | 1 mynd

* MICHEL Platini, fyrrverandi fyrirliði Frakklands,...

* MICHEL Platini, fyrrverandi fyrirliði Frakklands, segir að miklar breytingar hafi orðið á knattspyrnu á HM síðan 1986 í Mexíkó, þar sem knattspyrnan einkenndist af góðri samvinnu miðjumanna og sóknarleikmanna. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 301 orð

Opna bandaríska meistaramótið Black Course -...

Opna bandaríska meistaramótið Black Course - New York (par 70): Tiger Woods 277 67 68 70 72 Phil Mickelson 280 70 73 67 70 Jeff Maggert 282 69 73 68 72 Sergio Garcia, Spánn 283 68 74 67 74 Scott Hoch 285 71 75 70 69 Nick Faldo, England 285 70 76 66 73... Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 282 orð | 1 mynd

Pinto í eins árs leikbann?

PORTÚGALSKI landsliðsmaðurinn Joao Pinto á yfir höfði sér eins árs leikbann alþjóða knattspyrnusambandsins eftir að hafa kýlt argentínska dómarann Angel Sanchez í andlitið í landsleik Portúgals og Suður-Kóreu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Argentínskur dómarinn hefur þegar skilað inn til Alþjóða knattspyrnusambandsins skýrslu um atvikið, sem átti sér stað á 28. mínútu. Dómarinn sýndi Pinto þá rauða spjaldið eftir afar ljótt brot hans á einum leikmanni kóreska liðsins. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 547 orð | 1 mynd

*RIO Ferdinand, miðvörðurinn sterki í enska...

*RIO Ferdinand, miðvörðurinn sterki í enska landsliðinu, segir að hann hlakki mikið til að mæta Brasilíu á HM og glíma við Ronaldo, sem hann hefur lengi haft dálæti á. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 380 orð | 1 mynd

Ronaldo brosir breitt á ný

ATGANGUR fjölmiðla hvaðanæva úr heiminum er gríðarlegur á blaðamannfundi landsliðs Brasilíu og flestir beina spjótum sínum að 25 ára gömlum sóknarmanni sem flestir töldu búinn að vera sem knattspyrnumaður í fremstu röð. Eftir tvær erfiðar aðgerðir á hné og tveggja ára veru í "skugganum" er Ronaldo búinn að slá á allar efasemdaraddir og baðar sig í sviðsljósinu á ný. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 131 orð

Ronaldo ógnar meti Müllers

RONALDO, leikmaður landsliðs Brasilíu, þarf aðeins að skora fimm mörk til viðbótar á ferli sínum í lokakeppni HM til þess að jafna markamet Þjóðverjans Gerd Müllers sem á metið - 14 mörk. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 52 orð | 1 mynd

Suður-Kóreumenn komu heldur betur á óvart...

Suður-Kóreumenn komu heldur betur á óvart í gær er þeir lögðu Ítali að velli í heimsmeistarakeppninni, 2:1. Ahn Jung Hwan var hetja Kóreumanna, en hann skoraði {dbcomma}gullmark{ldquo} í framlengingu. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 451 orð | 3 myndir

Vel heppnað pæjumót í Eyjum

RÚMLEGA 600 stúlkur tóku þátt í pæjumóti í knattspyrnu, Vöruvalsmótinu, í Vestmannaeyjum um helgina. Um 230 leikir voru spilaðir í mótinu af 53 liðum sem komu frá tíu félögum. Oft og tíðum sáust glæsileg tilþrif hjá stúlkunum og ljóst að kvennaknattspyrnan er í miklum blóma. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 203 orð

Völler svarar fyrir sig

Rudi Völler, þjálfari þýska landsliðsins í knattspyrnu, er að missa þolinmæðina í garð landa sinna sem sífellt eru að gagnrýna landsliðið, leik þess og val á leikmönnum. "Það bjóst enginn við neinu af okkar hálfu hér í Asíu. Meira
19. júní 2002 | Íþróttir | 524 orð | 1 mynd

Önnur Kóreumartröð hjá Ítölum

SUÐUR-KÓREUMENN rituðu nafn sitt í sögubækur í gær þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu Ítali, 2:1, í 16-liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Meira

Fasteignablað

19. júní 2002 | Fasteignablað | 274 orð | 1 mynd

Ásendi 19

Reykjavík - Hjá Húsakaupum er nú í sölu þríbýlishús að Ásenda 19 í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1966 og er það 224,8 ferm., en bílskúrinn er sérstæður og 28,1 ferm. Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 1227 orð | 4 myndir

Bankastræti 2, Lækjarbrekka

Húsin í Bankastræti 2 eru stolt okkar Reykvíkinga eins og raunar öll húsin á Bernhöftstorfunni, segir Freyja Jónsdóttir. Mjög vel hefur tekist með uppbyggingu þeirra og allar endurbætur. Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 13 orð | 1 mynd

Blaðagrind

Blaðagrind frá Umbra, hönnuð af Poul Rowan. Er til sölu hjá Gegn um... Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 251 orð | 1 mynd

Brekkugerði 7

Reykjavík - Fasteignasalan Austurbær er nú með í einkasölu einbýlishús að Brekkugerði 7 í Reykjavík. Um er að ræða hús úr steyptum einingum byggt 1961 og bílskúr, sem er innbyggður og jafngamall. Húsið er 255,4 ferm., en bílskúrinn er 39 ferm. Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 1392 orð | 5 myndir

BYGG ehf. hyggst reisa tvær stórbyggingar við Bíldshöfða

Ártúnshöfðinn á eftir að breyta um yfirbragð í framtíðinni. Magnús Sigurðsson kynnti sér fyrirhugaðar nýbyggingar BYGG við Bíldshöfða 9. Þær verða átta hæðir og samtals um 11.000 ferm. Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 13 orð | 1 mynd

Falleg borðstofuhúsgögn

Borðstofuhúsgögnin setja mikinn svip á heimilið. Þessi fallegu húsgögn eru til sölu hjá... Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 12 orð | 1 mynd

Fallegur kökudiskur

Þessi fallegi kökudiskur er frá Gunter Lambert og fæst hjá Gegn um... Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 5 orð | 1 mynd

Flottur skápur

Þessi fallegi "skenkur" fæst hjá... Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd

Fyrir blómapottana

Hér er skemmtileg blómapottahlíf hönnuð af Ola Rune, framleidd hjá Sappellini og er til sölu hjá fyrirtækinu Gegn um... Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 32 orð | 1 mynd

Fyrir þá rómantísku

Glæsileg ljósakróna frá Flórens á Ítalíu með handblásnum glerjum sem gera hverja krónu einstaka. Einnig fáanleg samstæð veggljós og borðlampi. Krónan kostar 62.400 og fæst í Ítölskum ljósum - Rafmagni ehf., Síðumúla... Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 28 orð | 1 mynd

Geymslukassar

Hér eru Trofast-geymslukassar sem má stafla upp og spara þannig pláss. Þeir eru úr slitsterku plasti og kosta frá 290 til 390 kr. í Ikea. Lokin eru seld... Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 128 orð | 1 mynd

Glaumbær í Skagafirði

Glaumbær í Skagafirði er athyglisvert byggðasafn. Eldhús og búr eru að stofni til frá 18. öld og norðurstofan er frá 1841. Baðstofu og framhúsin byggði séra Jón Hallsson sem var prestur í Glaumbæ á 19. öld. Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 226 orð | 2 myndir

Golfmót starfsfólks á fasteignasölum

Hið árlega golfmót starfsfólks á fasteignasölum var haldið fyrir skömmu hjá Golfklúbbi Setbergs í Hafnarfirði. Þátttakendur voru 47 frá 17 fasteignasölum. Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 40 orð | 1 mynd

Gott fyrir hnén

Hjá Kays hf. fæst þessi ágæti garðvinnustóll úr plasti, hægt að snúa honum við og þá er kominn stóll til að hvíla á lúin bein. Gigtarfélagið mælir með honum. Geymsla er undir setu, og gripurinn er veðurþolinn. Fæst einnig í... Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 14 orð | 1 mynd

Góður öskubakki

Öskubakki hannaður af Andreas Brandolini fyrir ítalska fyrirtækið Cappellini. Hann fæst hjá Gegn um... Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 199 orð | 1 mynd

Grund í Eyjafirði

GRUND í Eyjafirði er í hópi kunnustu höfuðbóla á landinu. Þar bjuggu Sturlungar á 13. öld og þaðan fór Sighvatur Sturluson til bardagans á Örlygsstöðum. Tvær konur gerðu m.a. Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 32 orð | 1 mynd

Halogen-kastari

Þessi halogen-kastari passar beint á hefðbundna loftdós og er einstaklega stílhreinn og fallegur, hann kostar frá 8.485 kr. og er fáanlegur í fleiri útfærslum. Fæst í Ítölskum ljósum - Rafmagni ehf. Síðumúla... Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 21 orð | 1 mynd

Hillusett

Þetta einfalda og stílhreina hillusett, raunar með lokuðum skápum, fæst hjá Kósý. Hentar vel þar sem fólk vill hafa látleysi í... Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 11 orð | 1 mynd

Hjónarúm

Hjónarúm sem uppfyllir kröfur. Takið eftir skápunum í stíl. Fæst hjá... Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 11 orð | 1 mynd

Ítölsk hönnun

Þennan skemmtilega stól, ættaðan frá Ítalíu, má fá í Artform á... Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 195 orð | 1 mynd

Langamýri 1

Garðabær - Hjá Garðatorgi er nú í sölu einbýlishús að Löngumýri 1 í Garðabæ. Þetta er timburhús, byggt 1983 og er það 186 ferm. Bílskúrinn er einnig úr timbri og er hann 41,5 ferm. "Þetta er mjög fallegt tvílyft hús á frábærum stað í Garðabænum. Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 1355 orð | 4 myndir

Leikfélag Reykjavíkur var stofnað í húsinu

Við Grjótagötu 11 stendur einstaklega fallegt og vel uppgert gult timburhús. Perla Torfadóttir ræddi við hjónin Finn Guðsteinsson og Fanney Sigurðardóttur um þá miklu vinnu sem þau hafa lagt í þetta merka hús. Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 245 orð | 1 mynd

Markarflöt 12

Garðabær - Hjá Hraunhamri er nú í sölu einbýlishús að Markarflöt 12 í Garðabæ. Húsið er steinhús, byggt 1965 og 258,6 ferm. að stærð. Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 805 orð | 1 mynd

Nokkur góð ráð varðandi snjóbræðslukerfi

FYRIR um þrjátíu árum hófst merkileg þróun í lagnamálum á Íslandi og þar með byrjaði ný og næstum áður óþekkt nýting á jarðvarma í snjóbræðslukerfi. Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 861 orð | 1 mynd

Nýir þolhönnunarstaðlar taka gildi 1. júlí

Þolhönnunarstaðlar eru mikilvægir vegna þess að þar koma fram öryggiskröfur, álagsforsendur og hönnunarreglur sem gilda um hönnun mannvirkja. Dr. Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Byggingarstaðlaráðs, fjallar hér um endurskoðun þolhönnunarstaðlanna. Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 359 orð | 2 myndir

Nýjar íbúðarhúsalóðir til umsóknar í Naustahverfi á Akureyri

MJÖG líflegt hefur verið á byggingamarkaðnum á Akureyri undanfarin misseri og mikið verið byggt af íbúðarhúsnæði og einnig á vegum hins opinbera. Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 162 orð | 1 mynd

Ólafsgeisli 61

Reykjavík - Röng mynd birtist í síðasta fasteignablaði Morgunblaðsins af húsinu við Ólafsgeisla 61 í Reykjavík og er beðizt velvirðingar á því. Húsið er í sölu hjá fasteignasölunni Holti. Þetta er steinsteypt einbýlishús, 198 ferm. Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 322 orð | 1 mynd

Salthamrar 13

Reykjavík - Hjá fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar er nú í sölu steinsteypt einbýlishús byggt 1991 með innbyggðum bílskúr. Alls er húsið 219,6 ferm., þar af er bílskúrinn 46 ferm. Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 20 orð | 1 mynd

Skilrúm

Þetta glæsilega skilrúm er hannað af hópi arkitekta sem vinna fyrir fyrirtækið Umbra. Gripurinn er til sölu hjá Gegn um... Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 26 orð | 1 mynd

Skúffur fyrir silfur

Í öllum borðstofum er nauðsynlegt að hafa góðar geymslur fyrir silfurmuni og annað borðbúnað. Hér má sjá skáp með góðum skúffum fyrir slíka muni. Fæst hjá... Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 18 orð | 1 mynd

Speglar

Þessir skemmtilegu speglar eru hannaðir af Pooul Rowan fyrir Umbra-fyrirtækið - speglarnir eru til sölu hjá Gegn um... Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 1055 orð | 2 myndir

Trépallar

HÆGT er að auka verðmæti íbúðarhúss með því að hafa góða verönd í garðinum þar sem það eykur notkunarmöguleika garðsins. Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Tröppur

Step 90 kallast þessi ágæta trappa sem er frá Magis á Ítalíu en fæst í Artform á... Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 29 orð | 1 mynd

Úr burstuðu stáli

Ítölsk hönnun í sérflokki. Þessi einstaklega fallegu ljós eru úr burstuðu stáli og möttu ópalgleri. Þau kosta frá 14.200 kr. og fást í Ítölsk ljós - Rafmagn ehf. Síðumúla... Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 401 orð

Útreikningar í nýju greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 246 orð | 1 mynd

Verslunin Virkið á Rifi

Snæfellsbær - Hjá fasteignasölunni Ásbyrgi er nú til sölu verslunin Virkið á Rifi á Snæfellsnesi, sem er matvöru- og byggingavöruverslun í eigin húsnæði á jarðhæð hússins að Hafnargötu 11. Verslunin þjónar svæðinu Ólafsvík, Rif og Hellissandur. Meira
19. júní 2002 | Fasteignablað | 35 orð | 1 mynd

Þar sem plássið er lítið

Þar sem plássið er lítið er gott að hafa felliborð. Þetta er úr lútaðri gegnheilli furu og fæst í Ikea, það heitir Abo og kostar 7.900 kr. Stóllinn er úr sama efnivið og kostar 4.900... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.