Greinar þriðjudaginn 25. júní 2002

Forsíða

25. júní 2002 | Forsíða | 163 orð | ókeypis

200 dóu í lestarslysi í Tansaníu

ÓTTAST er að a.m.k. tvö hundruð manns hafi farist og margir til viðbótar slasast þegar farþegalest lenti í árekstri við flutningalest í Tansaníu í gærmorgun. Slysið átti sér stað 400 km vestur af höfuðborg Tansaníu, Dar es Salaam, í Dodoma-héraði. Meira
25. júní 2002 | Forsíða | 396 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvetur Palestínumenn til að ýta Arafat til hliðar

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti Palestínumenn í gær í ræðu um málefni Mið-Austurlanda, sem beðið hefur verið eftir með nokkurri eftirvæntingu, til að velja sér nýja leiðtoga. Meira
25. júní 2002 | Forsíða | 234 orð | ókeypis

Kviðdómur ákvarði refsingu

HÆSTIRÉTTUR í Bandaríkjunum ógilti í gær dauðadóma yfir a.m.k. 150 sakamönnum þar í landi og úrskurðaði að kviðdómur, en ekki dómarar, skyldi ákveða refsingar. Meira
25. júní 2002 | Forsíða | 239 orð | 1 mynd | ókeypis

Pútín ver vináttuna við Vesturlönd

VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, brást í gær hart til varnar þeirri stefnu sinni að auka samskiptin við vestræn ríki á öllum sviðum. Sagði hann, að meginmarkmiðið með henni væri að bæta efnahagsástandið og þar með lífskjör rússnesks almennings. Meira

Fréttir

25. júní 2002 | Erlendar fréttir | 116 orð | ókeypis

30 þúsund hafa flúið

GÍFURLEGUR skógareldur nálgaðist í gær bæinn Show Low í austurhluta Arizona-ríkis í Bandaríkjunum og hafa íbúar bæjarins yfirgefið hann. Slökkviliðsmenn sögðu það einungis tímaspursmál hvenær eldurinn næði til bæjarins. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 215 orð | ókeypis

40 milljónir í björgunarlaun vegna Örfiriseyjar

BJÖRGUNARLAUN vegna björgunar togarans Örfiriseyjar nema 40 milljónum króna en skv. upplýsingum frá tryggingafélaginu Sjóvá-Almennum hf. náðist samkomulag um upphæð björgunarlaunanna nýverið. Meira
25. júní 2002 | Landsbyggðin | 267 orð | 1 mynd | ókeypis

Auka á samstarf milli prestakalla

AÐALFUNDUR Prestafélags Íslands var haldinn á Egilsstöðum í liðinni viku og sátu hann um 70 manns. Helstu viðfangsefni fundarins voru kjaramál og nauðsyn þess að auka samstarf á milli prestakalla. Sr. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 150 orð | ókeypis

Aukið frjálsræði í efnahagsmálum á Íslandi

ÍSLAND hefur frá árinu 1995 til ársins 2000 hækkað um sjö sæti á lista þar sem ríkjum heims er raðað eftir frjálsræði í efnahagsmálum og er í 11. sæti á nýútgefnum lista. Ísland deilir sæti með Finnlandi, en ríkin hafa 7,7 í einkunn af 10 mögulegum. Meira
25. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 162 orð | ókeypis

Benedikt áfram stjórnarformaður KEA

BENEDIKT Sigurðarson hefur verið kjörinn formaður stjórnar KEA svf. til tveggja ára. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 230 orð | ókeypis

Bíður löndunar í Hvalfirði

BILUN varð í löndunarbúnaði Norðuráls snemma í júní, en eitt skip bíður löndunar og er líklegt að það taki um viku til viðbótar að gera við búnaðinn. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 44 orð | ókeypis

Bílvelta á Kjalvegi

BÍLVELTA varð á Kjalvegi, tíu kílómetra frá Blönduvirkjun, um sjöleytið í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi missti ökumaður fólksbifreiðar stjórn á bifreiðinni í lausamöl og fór hún einn hring og lenti öfugt. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 65 orð | ókeypis

Bílvelta við Krókalæki

BÍLVELTA varð við Krókalæki á Holtavörðuheiði skömmu upp úr hádegi í gærdag. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi missti ökumaður stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum vinstra megin og fór hann tvær veltur. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 231 orð | ókeypis

Bætur fyrir vinnuslys árið 1991

TVEIR karlmenn, bræður á áttræðisaldri, voru í gær dæmdir til að greiða dóttur annars þeirra skaðabætur vegna slyss sem hún varð fyrir ásamt systur sinni í júní 1991. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd | ókeypis

Efri hæð hússins mikið skemmd

TILKYNNT var um bruna í einbýlishúsi á Álfhólsvegi 38 um tíuleytið í gærmorgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang og tókst að koma í veg fyrir stórbruna en efri hæð hússins skemmdist þó mikið af eldi. Meira
25. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 239 orð | ókeypis

Ekki verði gengið til samninga á meðan

KÆRUNEFND útboðsmála hefur gefið út bráðabirgðaúrskurð um að ekki verði gengið til samninga um byggingu rannsókna- og nýsköpunarhúss við Háskólann á Akureyri, á meðan nefndin fjallar um kæru Ístaks og Nýsis á framkvæmd útboðsins. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 51 orð | ókeypis

Eldur í hjóli flutningabifreiðar

ELDUR kviknaði í hjóli aftanívagns flutningabifreiðar við Hreinsstaði í Norðurárdal á sunnudagskvöld. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi virðist legan í hjólinu hafa gefið sig og hún ofhitnað með þeim afleiðingum að dekk og loftpúði sprungu. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 580 orð | ókeypis

Endurskoða þarf eignarhlut í Landsvirkjun

BORGARSTJÓRN hefur samþykkt að hefja vinnu við heildarstefnumörkun Reykjavíkur í orkumálum sem felur m.a. í sér endurskoðun á eignarhlut borgarinnar í Landsvirkjun. Meira
25. júní 2002 | Suðurnes | 503 orð | 1 mynd | ókeypis

Enginn ávinningur í því að vera að barma sér

SIGURÐUR Hallmannsson í Garði man tímana tvenna. Hann fagnar í næsta mánuði 92 ára afmæli en árin hafa farið um hann mjúkum höndum, þrátt fyrir oft og tíðum erfiða vinnu og ýmis áföll. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd | ókeypis

Erill í kaffihúsinu

ALÞJÓÐAHÚSIÐ við Hverfisgötu var formlega opnað um þarsíðustu helgi, og var þá meðal annars kaffihús á fyrstu hæð hússins tekið í notkun. Meira
25. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 233 orð | 1 mynd | ókeypis

Erum í sjöunda himni

"ÞETTA var alveg stórkostlegt, við erum í sjöunda himni," sagði Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, en á fimmta hundrað manns mætti í Jónsmessugöngu í Kjarnaskógi á sunnudagskvöld. Meira
25. júní 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 121 orð | ókeypis

Fjölmargar umsóknir hjá Vinnuskólanum

RÚMLEGA 90 fleiri hafa sótt um vinnu hjáVinnuskóla Mosfellsbæjar í ár en á sama tíma í fyrra. Um 200 manns starfa því hjá vinnuskólanum í sumar sem ætlaður er nemendum 8., 9. og 10. bekkjar grunnskóla. Að sögn Eddu R. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd | ókeypis

Fordómar fáranlegir

"Jú, þetta er bara skemmtilegt, það er fínt að læra um önnur lönd og fá að vita hvernig fólkið þar býr," sögðu þau Þórunn Friðriksdóttir og Árni Jón Gíslason, sem voru í menningar- og fordómafræðslu í Alþjóðahúsinu þegar blaðamann bar þar að... Meira
25. júní 2002 | Erlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd | ókeypis

Færri fórust í skjálftanum í Íran en óttast var

TALIÐ er að mun færri hafi látist í jarðskjálftanum sem reið yfir norður- og norðvesturhluta Írans á laugardag en upphaflegar tölur gáfu til kynna. Meira
25. júní 2002 | Suðurnes | 177 orð | ókeypis

Gjaldskrá hitaveitunnar hækkar um 3%

GJALDSKRÁ Hitaveitu Suðurnesja hf. hækkar um 3% frá 1. ágúst næstkomandi. Hækkunin nær til sölu á rafmagni og heitu vatni á orkuveitusvæðinu sem er Suðurnes, suðurhluti höfuðborgarsvæðisins og Vestmannaeyjar. Meira
25. júní 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 94 orð | 1 mynd | ókeypis

Gleðipinnar á grillið

FISKBÚÐIN Vör við Höfðabakka hefur tekið upp á þeirri nýjung að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svokallaða "gleðipinna" - fiskpinna á grillið með allrahanda fisktegundum á borð við keilu, rauðsprettu og steinbít. Að sögn Eiríks A. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd | ókeypis

Heyjað um hásumar

HEYSKAPUR er nú hafinn af fullum krafti. Á bænum Sökku í Svarfaðardal var verið að snúa heyi þegar ljósmyndarinn átti leið hjá og er ekki annað að sjá en að sprettan hafi verið bæði væn og græn að þessu... Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd | ókeypis

Hlýtur öryggisvottun Breta

VERKFRÆÐISTOFAN Stiki ehf. hlaut í apríl síðastliðnum öryggisvottun bresku staðlastofnunarinnar, BSI, en stofan er fyrst íslenskra fyrirtækja til að hljóta þá öryggisvottun. Meira
25. júní 2002 | Landsbyggðin | 163 orð | 1 mynd | ókeypis

Hnakkur fyrir fatlaða

RAUÐI krossinn afhenti nýlega Sambýlinu í Pálsgarði á Húsavík sérhannaðan hnakk fyrir fatlaða og fór afhendingin fram í Hestamiðstöðinni í Saltvík. Meira
25. júní 2002 | Landsbyggðin | 87 orð | 1 mynd | ókeypis

Hryssingslegur þjóðhátíðardagur á Héraði

FLJÓTSDALSHÉRAÐ er gjarnan rómað fyrir veðurblíðu, en heldur hefur þó verið kalsasamt á Héraðsbúum undanfarna daga. Tók steininn úr 17. júní þegar rigndi eins og hellt væri úr fötu mestallan daginn og gekk á með hvössum stormhviðum. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 288 orð | ókeypis

Íhuga að stefna ríkinu

"OKKUR eru eiginlega allar bjargir bannaðar. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 794 orð | 1 mynd | ókeypis

Ísland á að vera þjóðríki, velferðarríki og menntaríki

PÁLL Skúlason háskólarektor sagði í ræðu við brautskráningu kandídata um helgina að Háskóli Íslands hefði verið mikilvægasta tæki íslensku þjóðarinnar til að tileinka sér og nýta alþjóðleg vísindi og tækni til að byggja upp sjálfstætt íslenskt þjóðfélag... Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 330 orð | ókeypis

Játaði líkamsárás en var sýknaður

KARLMAÐUR, sem játaði að hafa ráðist á mann á heimili hans, snúið upp á handlegg hans og slegið hann í magann, hefur verið sýknaður af ákæru um líkamsárás fyrir héraðsdómi Suðurlands. Meira
25. júní 2002 | Landsbyggðin | 131 orð | 1 mynd | ókeypis

Jónsmessuganga á Höfðagerðissand

LC-KONUR á Húsavík stóðu fyrir Jónsmessugöngu sl. sunnudagskvöld og var gengið sem leið lá frá Gónhól að Eyvíkurfjöru eða Höfðagerðissandi sem fjaran heitir réttu nafni. Veðrið var eins og best var á kosið og lék við göngufólkið sem var á öllum aldri. Meira
25. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 134 orð | ókeypis

Júmbóþota á Flugsafnið á Akureyri?

FORSVARSMENN Flugsafnsins á Akureyri eru að kanna möguleika á að fá Boeing 747 breiðþotu á safnið næsta vor, samkæmt heimildum Morgunblaðsins. Slík þota er engin smásmíði og verður vafalaust erfitt að koma henni fyrir við safnið á Akureyrarflugvelli. Meira
25. júní 2002 | Landsbyggðin | 206 orð | 1 mynd | ókeypis

Kalt í Skagafirði

EINS og víða annars staðar á landinu blés köldu að norðan í Skagafirði á þjóðhátíðardaginn, en á þrem stöðum var efnt til hátíðarhalda, á Sauðárkróki, á Hofsósi og í Varmahlíð. Meira
25. júní 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 69 orð | 1 mynd | ókeypis

Kátir krakkar á sumarhátíð Sólborgar

LÍF og fjör var á sumarhátíð krakkanna á leikskólanum Sólborg sem haldin var í Nauthólsvík á dögunum í glimrandi góðu veðri. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 310 orð | ókeypis

Komið verði á vitnavernd í samstarfi við hin Norðurlöndin

VERIÐ er að skoða möguleika á því að sett verði á laggirnar vitnavernd hér á landi í samstarfi við hin Norðurlöndin. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 129 orð | ókeypis

Kvöldganga um Viðey

FARIÐ verður í kvöldgöngu í Viðey þriðjudaginn 25. júní. Viðeyjarferja flytur þátttakendur til eyjunnar kl. 19.30 og hefst gangan hjá Viðeyjarkirkju. Gengið verður meðfram túngarði Skúla Magnússonar og að norðurströnd Viðeyjar. Meira
25. júní 2002 | Erlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd | ókeypis

Kæling í Róm

FERÐAMAÐUR fær sér sturtu í gosbrunni í miðborg Rómar í gær, þar sem hitinn var vel yfir 30 gráðum. Svipað var uppi á teningnum annars staðar á Ítalíu. Meira
25. júní 2002 | Suðurnes | 269 orð | ókeypis

Kæra fyrrverandi stjórnarformann fyrir rangar sakargiftir

STJÓRN Sparisjóðsins í Keflavík hefur ákveðið að kæra fyrrverandi stjórnarformann kælivélaframleiðandans Thermo Plus í Reykjanesbæ til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og tilraun til fjárkúgunar og vísað vinnubrögðum blaðamanns DV til siðanefndar... Meira
25. júní 2002 | Erlendar fréttir | 791 orð | 2 myndir | ókeypis

Landamæraeftirlit hert og reglur samræmdar

LEIÐTOGAR Evrópusambandsríkjanna, ESB, náðu um það samkomulagi á fundi sínum í Sevilla á Spáni um helgina að stórherða landamæraeftirlit í því skyni að draga úr komu ólöglegra innflytjenda til ríkjanna. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 251 orð | ókeypis

Lentu í vandræðum vegna gengisfalls krónunnar

ÞRÍR íslenskir námsmenn erlendis hafa kært til málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) úrskurð stjórnar sjóðsins um að rétt hafi verið að reikna samanlagt hámark skólagjaldalána í gjaldmiðli námslands þrátt fyrir að hámarksupphæðin hafi verið... Meira
25. júní 2002 | Erlendar fréttir | 315 orð | ókeypis

Líflátnir, láti þeir ekki af störfum

FJÖLDI borgar- og bæjarstjóra í Kólumbíu hefur sagt af sér að undanförnu eftir hótanir marxísku skæruliðasamtakanna FARC, sem segjast munu lífláta þá, segi þeir ekki af sér. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd | ókeypis

Lokkandi litir

ÞAÐ er ekki dónalegt útsýnið hjá þessum litla herramanni sem spókaði sig ásamt mömmu sinni í miðbænum í góða veðrinu. Meira
25. júní 2002 | Miðopna | 1046 orð | 3 myndir | ókeypis

Meistari sem breytti sjálfsvitund þjóðar

Hugmyndin um Kjarvalsstofu er ekki síst hugsuð til að verða lyftistöng fyrir borgfirskt samfélag og til að gera minningu Jóa í Geitavík, eins og Kjarval var alltaf kallaður eystra, góð skil og sýna henni tilhlýðilega virðingu. Steinunn Ásmundsdóttir segir frá opnun safnsins. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 234 orð | ókeypis

Meta allt að 91% hækkun á hámarks-greiðslu

FJÓRAR breytingar til lækkunar á greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar ríkisins í lyfjakostnaði og lækkun lyfjaverðsnefndar á álagningu á lyfjum eru meðal þátta sem leitt hafa til hærra lyfjaverðs á undanförnum misserum að mati forsvarsmanna lyfjaverslana. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 372 orð | 1 mynd | ókeypis

Mun halda áfram að ræða kosti og galla aðildar að ESB

,,ÉG tel að það sé skylda mín sem utanríkisráðherra að fjalla um þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir í sambandi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra er borin voru undir hann þau ummæli Davíðs... Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 496 orð | 1 mynd | ókeypis

Notuð í bakstur og borðuð sem snakk

"LÚPÍNAN er dálítið eins og eldurinn, það þarf að fara varlega með hana, hún getur eftir aðstæðum bæði haft góð og slæm áhrif á gróður," segir dr. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 108 orð | ókeypis

Ók ölvaður á 150 km hraða

LÖGREGLAN í Hafnarfirði hafði afskipti af 31 ökumanni um helgina vegna umferðarlagabrota, þar af 14 vegna hraðaksturs. Sá sem hraðast ók var mældur á 150 km hraða á Reykjanesbraut í Garðabæ og er hann grunaður um ölvun við akstur. Meira
25. júní 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 164 orð | 2 myndir | ókeypis

Ólympíuleikar í ellefta sinn

ÞAÐ vantar ekki stórhug í íbúana við Jörfabakka 2-16 því að árlega efnir húsfélagið þar til ólympíuleika í garðinum hjá sér. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 116 orð | ókeypis

Ráðherrafundur EFTA á Egilsstöðum

DAGANA 26. og 27. júní nk. verður haldinn á Egilsstöðum ráðherrafundur EFTA. Á fundinum verður undirritaður fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna við Singapúr, sá fyrsti sinnar tegundar milli Evrópuríkja og Austur-Asíuríkis. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 524 orð | 1 mynd | ókeypis

Reykti og talaði í farsíma meðan hann ók flutningabíl

TALSVERT annríki var hjá lögreglu um helgina. Tilkynnt var um 36 umferðaróhöpp en engin alvarleg slys urðu á fólki. Um helgina voru 10 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur en 42 um of hraðan akstur. Meira
25. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 58 orð | 1 mynd | ókeypis

Roðagyllt miðnætursól

LENGSTI dagur ársins er nú að baki og daginn tekur smám saman að stytta. Enn geta menn þó notið þess að vaka um bjartar sumarnætur og fylgjast með roðagylltum himni þar sem miðnætursólin leikur stórt hlutverk. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 208 orð | ókeypis

Rúmlega 400 ám fargað

RÚMLEGA 400 ám var fargað á bænum Ríp í Skagafirði á laugardag en rúmlega 50 ær úr sama beitarhólfi drápust af völdum skæðrar salmonellusýkingar í síðastliðinni viku. Fargað var öllum ánum úr beitarhólfinu þar sem sýkingin gerði vart við sig. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 59 orð | ókeypis

Ræddi ráðningu nýs forstjóra

STJÓRN Landssímans kom saman til fundar síðdegis í gær og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stóð stjórnarfundurinn fram á kvöld. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 198 orð | ókeypis

Rætt um aðkomu nýrra fjárfesta

VIÐRÆÐUR um aðkomu nýrra fjárfesta að Fréttablaðinu hafa átt sér stað undanfarna daga og segir Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri blaðsins, að þær gangi vel og tíðinda sé að vænta á allra næstu dögum. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 334 orð | ókeypis

Segir félagið bundið af kjarasamningi LÍ

FÉLAGSDÓMUR felldi þann dóm sl. sunnudag að boðaðar verkfallsaðgerðir Félags ungra lækna næstu daga og vikur væru ólögmætar. Segir í niðurstöðu dómsins að félagið sé bundið af gildandi kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og Læknafélags Íslands. Meira
25. júní 2002 | Erlendar fréttir | 765 orð | ókeypis

Segja al-Qaeda geta gert árásir hvenær sem er

OSAMA bin Laden er á lífi og við góða heilsu, að því er fram kom í viðtali við mann er kynntur var sem talsmaður al-Qaeda í hljóðupptöku sem leikin var í sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera í Katar um helgina. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 108 orð | ókeypis

Skrúfan send til rannsóknar

RANNSÓKNARNEFND flugslysa vinnur nú að rannsókn á hvað olli því að hreyfilblað í eins hreyfils vél af gerðinni Jodel, TF-ULF, brotnaði í flugi á föstudagskvöld. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 110 orð | ókeypis

Skútan tryggð

AÐ SÖGN Gests Gestssonar, eiganda seglskútunnar Delis, sem skoska strandgæslan bjargaði á giftusamlegan hátt ásamt tveimur írskum félögum hans um 200 sjómílur norður af Írlandi 17. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 80 orð | ókeypis

Smádýr skoðuð í Elliðaárdal

ORKUVEITAN efnir til göngu- og fræðsluferðar í Elliðaárdal undir leiðsögn Guðmundar Halldórssonar skordýrafræðings og Odds Sigurðssonar jarðfræðings í kvöld, þriðjudagskvöldið 25. júní, kl. 19.30. Meira
25. júní 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 426 orð | ókeypis

Sorp verði hreinsað á tíu daga fresti

BREYTING verður á fyrirkomulagi sorphreinsunar í Kópavogi á næsta ári, nái tillögur framkvæmdadeildar bæjarins fram að ganga. Er lagt til að sorp frá heimilum verði hirt með tíu daga millibili í stað sjö frá og með 1. apríl 2003. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd | ókeypis

Sprellað á nýjum velli

KRAKKARNIR á Dalvík skemmtu sér konunglega þegar þeim var boðið á kynningu á nýjum fjögurra holna æfingavelli sem Golfklúbburinn Hamar útbjó nýlega. Æfingavöllurinn er í Kirkjubrekkunni, ofan heilsugæslustöðvarinnar. Meira
25. júní 2002 | Erlendar fréttir | 309 orð | ókeypis

Stefnu Alþjóðabankans mótmælt í Ósló

KJELL Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, setti í gær þriggja daga ráðstefnu Alþjóðabankans um fátækt í heiminum. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd | ókeypis

Sumarferð kvennadeildar RKÍ í Reykjavík

FARIÐ verður í hina árlegu sumarferð kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands fimmtudaginn 27. júní. Mæting í Umferðarmiðstöðinni kl. 8.30 og lagt af stað kl. 9. Að þessu sinni verður ekið til Skagastrandar. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd | ókeypis

Sumargrín á Ingólfstorgi

SUMARGRÍN Íþrótta- og tómstundaráðs hafði viðkomu á Ingólfstorgi í gær og undu börnin, sem sækja leikjanámskeið í Frostaskjóli og í Melaskóla, sér vel í hinum ýmsu leiktækjum, auk þess sem þau fengu andlitsmálningu. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 222 orð | ókeypis

Sýning um sauðfjárbúskap Strandamanna

SUNNUDAGINN 23. júní kl. 14 var opnuð sýning sem ber titilinn "Sauðfé í sögu þjóðar" í félagsheimilinu Sævangi sem stendur 12 km sunnan við Hólmavík á Ströndum. Þar er sagt frá sauðfjárbúskap fyrr og nú í máli og myndum. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 218 orð | ókeypis

Söfnunin gengur vonum framar

SÖFNUN sem vinir og aðstandendur Davíðs Tong Li, sem missti eiginkonu sína, son og foreldra í hörmulegu slysi við Blöndulón að kvöldi 17. júní sl, hefur gengið vonum framar að sögn Sveins Óskars Sigurðssonar, eins aðstandanda söfnunarinnar. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 834 orð | 1 mynd | ókeypis

Tekist á við sögu Japana

Kristín Ingvarsdóttir fæddist árið 1973 og er alin upp í Hafnarfirði. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1993, aðfararnámi í japönsku frá Københavns Universitet 1995 og BS-prófi í japönsku og hagfræði frá Handelshøjskolen i København vorið 1998. Meira
25. júní 2002 | Erlendar fréttir | 285 orð | ókeypis

Tugir manna fórust í flóðum í Rússlandi

HJÁLPARSTARFSMENN í suðurhluta Rússlands sögðu í gær að reynt yrði að veita fólki í Kákasushéraðinu Tsjetsjníu aðstoð en mikil rigning hefur valdið geysilegum flóðum víða í suðurhluta Rússlands síðustu daga. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 69 orð | ókeypis

Tveir sækja um Nesprestakall

TVEIR prestar sækja um embætti prests í Nesprestakalli í Reykjavík. Umsóknarfrestur rann út 14. júní síðastliðinn. Umsækjendur eru séra Skírnir Garðarsson og séra Örn Bárður Jónsson. Embættið verður veitt frá 1. október næstkomandi. Meira
25. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 402 orð | ókeypis

Tvívegis sýknaður en nú sakfelldur

KARLMAÐUR um fimmtugt hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur til að greiða 55 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs, þá er hann sviptur ökurétti í 6 mánuði og gert að geiða sakarkostnað. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd | ókeypis

Um grunnrannsóknir á astma

*HÁKON Hákonarson læknir varði doktorsritgerð sína: "Altered transmembrane signalling and responsiveness of asthmatic sensitized airway smooth muscle", 22. apríl sl. Meira
25. júní 2002 | Landsbyggðin | 245 orð | 1 mynd | ókeypis

Vel heppnuð sýning í skólanum

AÐ venju var haldin sýning á munum og vinnu nemenda Höfðaskóla kringum skólaslitin nú í vor. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 529 orð | ókeypis

Vilja fækka fólki í samgöngum og flutningum

FORSVARSMENN fyrirtækja og stofnana vildu í lok apríl og fyrri hluta maí fækka starfsfólki um 400 til 500 manns eða sem nemur um 0,4% af starfandi fólki í landinu. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 368 orð | ókeypis

Yfirlýsing frá Óðali

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Grétari Berndsen, framkvæmdastjóra Óðals við Austurvöll: "Vændi, eiturlyfjasala, rekstur spilavíta og margs konar önnur ólögleg starfsemi þrífst á Íslandi. Meira
25. júní 2002 | Miðopna | 931 orð | 2 myndir | ókeypis

Þingvellir gætu verið á lista 2004

Þingvellir gætu komist á alþjóðlegan lista UNESCO, um helstu menningar- og náttúruminjar heims í júní árið 2004 sæki Ísland formlega um það fyrir febrúarmánuð á næsta ári og ef umsóknin uppfyllir þau skilyrði sem sett eru. Meira
25. júní 2002 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd | ókeypis

Æfing sprengjusérfræðinga

ÆFING sprengjusérfræðinga frá fimm löndum fer fram á Keflavíkurflugvelli samhliða björgunaræfingu Atlantshafsbandalagsins, Samverði 2002, undir stjórn Landhelgisgæslunnar. Meira

Ritstjórnargreinar

25. júní 2002 | Leiðarar | 703 orð | ókeypis

Engin úrslitaáhrif

Viðtal Morgunblaðsins við Davíð Oddsson forsætisráðherra, sem birt var hér í blaðinu í fyrradag, hefur að vonum vakið mikla athygli enda talar forsætisráðherra skýrt. Í viðtalinu segir hann m.a. Meira
25. júní 2002 | Staksteinar | 318 orð | 2 myndir | ókeypis

Öryggi á kostnað mannréttinda

MÚRINN fjallar um öryggismál, sem talin eru á kostnað mannréttinda. Þar segir m.a.: "Eftir 11. september síðastliðinn tóku margir mætir menn til máls og ræddu nauðsyn þess að auka eftirlit með almenningi til að koma í veg fyrir slík voðaverk. Össur Skarphéðinsson var einn þeirra sem mættu í sjónvarpssal þennan dag og hvatti til aukinna öryggisaðgerða enda væri slíkt nauðsyn miðað við "breytta heimsmynd"". Meira

Menning

25. júní 2002 | Fólk í fréttum | 269 orð | 1 mynd | ókeypis

Afríkuævintýri Albarns

Þróunaraðstoð Damons Albarns skilar sér í þessari mikilvægustu plötu fyrir heimstónlistina frá því Paul Simon og vinir færðu okkur Graceland. Meira
25. júní 2002 | Tónlist | 521 orð | 1 mynd | ókeypis

Austan kaldinn á Vín blés

Norræn verk eftir Sommerfeldt, Nielsen, N. W. Gade, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Jón Leifs. Camerarctica-hópurinn (Hallfríður Ólafsdóttir, flauta; Ármann Helgason, klarínett; Hildigunnur Halldórsdóttir & Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðlur; Þórunn Marínósdóttir, víóla; Sigurður Halldórsson, selló; Örn Magnússon, píanó). Sunnudaginn 23. júní kl. 14. Meira
25. júní 2002 | Fólk í fréttum | 675 orð | 1 mynd | ókeypis

Bjartsýnn á farsælt samstarf

Á dögunum var staddur hér á landi skoski rithöfundurinn Chris Dolan sem skrifað hefur allmörg handrit að sjónvarpsþáttum, m.a. fyrir BBC. Birta Björnsdóttir hitti Dolan og fræddist um áhuga hans á samstarfi við íslenska kvikmyndagerðarmenn. Meira
25. júní 2002 | Fólk í fréttum | 82 orð | 1 mynd | ókeypis

Brúnin gengin út

THE EDGE, gítarleikari hljómsveitarinnar U2, gekk í það heilaga á dögunum með unnustu sinni Morleigh Steinberg. Athöfnin fór fram á Suður-Frakklandi og var gestalistinn stjörnum prýddur eins og vant er þegar þekktir einstaklingar ganga upp að altarinu. Meira
25. júní 2002 | Fólk í fréttum | 65 orð | 2 myndir | ókeypis

Bundin í báða skó

TÍSKUVÖRUVERSLANIR landsins leggja nú hver af annarri línurnar um hvernig landsmenn eigi að klæða sig í sumar til að vera samkvæmt nýjustu tísku. Meira
25. júní 2002 | Fólk í fréttum | 409 orð | 2 myndir | ókeypis

Cruise og Stitch í æsilegu kapphlaupi

MINORITY REPORT - fyrsta samstarfsverkefni draumaprinsa Hollywood, Stevens Spielbergs og Toms Cruise, var mest sótta kvikmyndin vestanhafs um helgina - en naumlega þó. Meira
25. júní 2002 | Myndlist | 571 orð | 1 mynd | ókeypis

Evrópsk fjölbreytni

Til júníloka. Opið eftir samkomulagi í síma 5518797. Meira
25. júní 2002 | Kvikmyndir | 216 orð | ókeypis

Falleg og spennandi

Leikstjórn: Stefan Fjeldmark og Michael Hegnar. Handrit: Fjeldmark og Karsten Külerich. Ísl. leikstj: Jakob Þór Einarsson. Ísl. leikraddir: Grímur Helgi Gíslason, Árni Egill, Íris Gunnarsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Steinn Ármann Magnússon, Stefán Jónsson og Laddi. 80 mín. DK/ÞÝS/ÍRL. Nordisk 2000. Meira
25. júní 2002 | Fólk í fréttum | 137 orð | 2 myndir | ókeypis

Hreimur kom, skaut og sigraði

FÓTBOLTAFÁRIÐ sem nú skekur heiminn lætur landsmenn síður en svo ósnortna og má víða sjá Beckham-klippta fótboltakappa etja kappi líkt og átrúnaðargoðin í heimsmeistarakeppninni. Meira
25. júní 2002 | Menningarlíf | 656 orð | ókeypis

Hver er Kári Árnason?

Sigurður Flosason, altósaxófón, Ómar Guðjónsson, gítar, Þorleifur Jónsson, bassa, og Kári Árnason, trommur. Hafnarborg, sunnudaginn 16. júní 2002. Jómfrúartorg, laugardaginn 22. júní 2002. Meira
25. júní 2002 | Fólk í fréttum | 173 orð | 1 mynd | ókeypis

Launuð heilsurækt

SIGURVEGARI blaðberakapphlaups Morgunblaðsins í maímánuði var hinn fótfrái Steinþór Ingvarsson. Blaðberakapphlaupið fer þannig fram að blaðberar fá stig við upphaf og lok blaðburðar en einnig fá þeir aukastig ef þeir ljúka burðinum fyrir kl. 7. Meira
25. júní 2002 | Menningarlíf | 86 orð | 1 mynd | ókeypis

Ljóð

ÚTGÁFAN Ljóðbylgja hefur gefið út bókina Kaldrifjaður félagi eftir samísku listakonuna Rose-Marie Huuva, í íslenskri þýðingu Einars Braga. Meira
25. júní 2002 | Fólk í fréttum | 163 orð | 1 mynd | ókeypis

Sleppt vegna skorts á sönnunum

TVEIR MENN hafa verið sýknaðir af ákæru um að hafa reynt að kúga fé af kvikmyndastjörnunni Russell Crowe. Meira
25. júní 2002 | Fólk í fréttum | 143 orð | 1 mynd | ókeypis

Staðlað og lítillækkandi

LEIKKONAN Angela Bassett hafnaði boði um að leika aðalhlutverkið í myndinni Monster's Ball vegna þess að hún taldi að ástarsambandið sem persónan stóð í væri lítillækkandi og byggðist á stöðluðum ímyndum um þeldökkar konur. Meira
25. júní 2002 | Fólk í fréttum | 89 orð | 1 mynd | ókeypis

Sumarsólstöður á Stonehenge

ÞAÐ var öllu hressilegri stemmning um helgina við steinana stóru hjá Stonehenge í Bretlandi en vant er. Rúmlega 16 þúsund manns söfnuðust þar saman síðastliðinn föstudag til að fagna sumarsólstöðunum, lengsta degi ársins. Meira
25. júní 2002 | Fólk í fréttum | 332 orð | 1 mynd | ókeypis

Útlaginn Farrell

HINN írskættaði Colin Farrell hefur heldur betur fest sig í sessi á fallvöltum stjörnuhimni kvikmyndaiðnaðarins. Nú í vikunni kemur á myndbandi kvikmyndin American Outlaws þar sem hann fer með hlutverk kúrekans Jesse James. Meira
25. júní 2002 | Fólk í fréttum | 246 orð | 1 mynd | ókeypis

Viktor Vogel *** Lúmskt fyndin og...

Viktor Vogel *** Lúmskt fyndin og skemmtileg þýsk ádeila á aurasýki í auglýsingabransanum. Mexíkóborg/Mexico City **½ Sterk spennumynd sem lýsir aðstæðum ferðamanna í örvæntingu í ókunnri borg, handan landamæra "siðmenningarinnar". Meira
25. júní 2002 | Fólk í fréttum | 482 orð | 2 myndir | ókeypis

Víkingarnir eru komnir

Í blóði og anda , plata svartþungarokksveitarinnar Sólstafa. Sveitin er skipuð þeim Aðalbirni Tryggvasyni (gítar, rödd, hljómborð), G.Ó. Pálmasyni (trommur) og Svavari Austmann (bassi). Tónlist og textar eftir Aðalbjörn og G.Ó., einn texta á Kola Krauze. Meira
25. júní 2002 | Menningarlíf | 212 orð | 1 mynd | ókeypis

Yfirlit um 20. öldina

SUMARSÝNING Listasafns Íslands verður opnuð í dag. Á henni eru tæplega 100 verk í eigu safnsins eftir 36 listamenn. Er þar gefið breitt yfirlit um íslenska myndlistarsögu á 20. öld, einkum fyrir 1980. Sýningarstjóri er Ólafur Kvaran. Meira

Umræðan

25. júní 2002 | Aðsent efni | 632 orð | 2 myndir | ókeypis

Á Fjallkonan engan forsvarsmann á Alþingi?

Vaknið, landsmenn! segir Herdís Þorvaldsdóttir. Landið okkar hrópar á ykkar hjálp. Meira
25. júní 2002 | Aðsent efni | 861 orð | 1 mynd | ókeypis

Falun Gong

Heimsókn forseta Kína hingað til lands veitti íslenskum ráðamönnum kjörið tækifæri, segir Bjarni Randver Sigurvinsson, til að ræða við hann um ástand mannréttindamála í landi hans. Meira
25. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 124 orð | ókeypis

Fertugur ítalskur karlmaður vill skrifast á...

Fertugur ítalskur karlmaður vill skrifast á við íslenska konu á svipuðum aldri á ítölsku, ensku eða spænsku. Rudi Cantore 28 Casi Fiori Reano Provinzia Torino Italia Festus, sem er 15 ára drengur frá Ghana, óskar eftir íslenskum pennavini. Meira
25. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 509 orð | ókeypis

Langur vinnutími unglækna ÉG VAR að...

Langur vinnutími unglækna ÉG VAR að lesa grein í Mbl. í dag, 22. júní, eftir Hjalta Má Björnsson, þar sem hann gagnrýnir þær hugmyndir að ungum læknum sé ætlað að þurfa að vinna allt upp í tólf sólarhringa í senn án hvíldar, skv. Meira
25. júní 2002 | Aðsent efni | 576 orð | 1 mynd | ókeypis

Ljósleiðaranetið - lausn til framtíðar

Lína.Net hefur markað sér skýra stefnu, segir Ásbjörn Torfason, að byggja upp og reka staðbundið öflugt ljósleiðaranet á höfuðborgarsvæðinu. Meira
25. júní 2002 | Aðsent efni | 892 orð | 1 mynd | ókeypis

Lögin um mat á umhverfisáhrifum

Aðkallandi er að endurskoða lögin, segir Jakob Björnsson. Ennþá brýnna er þó að vanda endurskoðunina. Meira
25. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 261 orð | ókeypis

Með hvaða valdi?

SUMIR prestar innan þjóðkirkjunnar hafa tekið upp á því að blessa sambönd samkynja einstaklinga sem hjónaband værir. Meira
25. júní 2002 | Aðsent efni | 668 orð | 1 mynd | ókeypis

Meint þjónusta Pósts og Síma

Svona framferði, segir Sverrir Páll Erlendsson, kallast á mannamáli dónaskapur. Meira
25. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 487 orð | ókeypis

Opið bréf til Braga Guðbrandssonar

NÚ ER stuttum en stormasömum rekstri meðferðarheimilis á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal lokið og allir eru fegnir. Meira
25. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 137 orð | ókeypis

Útsendingar úr kirkjum

EINS og útsendingum RÚV hefur verið háttað, bæði í hljóðvarpi og sjónvarpi, hafa útsendingar úr kirkjum landsins verið eftir gamla laginu - sem að sjálfsögðu er sígilt. Meira
25. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 26 orð | 1 mynd | ókeypis

Þessir duglegu krakkar héldu hlutaveltu á...

Þessir duglegu krakkar héldu hlutaveltu á Akureyri og söfnuðu 3.465 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Berglind Bernardsdóttir, Bjarki Bernardsson og Urður Steinunn Frostadóttir... Meira

Minningargreinar

25. júní 2002 | Minningargreinar | 4690 orð | 1 mynd | ókeypis

ANNA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR

Anna Guðrún Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík 28. júní 1952. Hún andaðist á heimili sínu í Reykjavík hinn 13. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Sigurjónsson flugvirki, f. 4. desember 1917, d. 6. mars 1981, og Halldóra V. Meira  Kaupa minningabók
25. júní 2002 | Minningargreinar | 4690 orð | 1 mynd | ókeypis

ANNA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR

Anna Guðrún Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík 28. júní 1952. Hún andaðist á heimili sínu í Reykjavík hinn 13. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Sigurjónsson flugvirki, f. 4. desember 1917, d. 6. mars 1981, og Halldóra V. Meira  Kaupa minningabók
25. júní 2002 | Minningargreinar | 5751 orð | 1 mynd | ókeypis

SIGRÍÐUR BÍLDDAL FREYMÓÐSSON

Sigríður Bílddal Freymóðsson fæddist á Siglufirði 27. febrúar 1930. Hún lést á Villa Bella, hjúkrunarheimili fyrir Alzheimer-sjúklinga í Santa Barbara, Kaliforníu, 3. mars síðastliðinn. Foreldrar Sigríðar voru hjónin Eugenia Guðmundsdóttir Bílddal (f.... Meira  Kaupa minningabók
25. júní 2002 | Minningargreinar | 2321 orð | 1 mynd | ókeypis

SIGÞRÚÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR

Sigþrúður Friðriksdóttir fæddist að Valadal í Skörðum 28. nóvember 1903. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 16. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Friðrik Stefánsson, bóndi í Valadal, f. 14. júlí 1871, d. 15. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

25. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 544 orð | ókeypis

Athugasemdir ef 5% hámark væri í viðskiptabanka

VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að ráðuneytið hafi vísbendingar um að athugasemdir yrðu gerðar við það ef Íslendingar settu sérreglu inn í lög þess efnis að hver hluthafi í viðskiptabanka gæti ekki farið með meira en 5% atkvæða en þannig... Meira
25. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 787 orð | ókeypis

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Keila 39 39 39 19...

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Keila 39 39 39 19 741 Lúða 290 270 287 163 46,710 Skarkoli 125 125 125 7 875 Skötuselur 195 195 195 52 10,140 Steinbítur 96 96 96 460 44,160 Und. Meira
25. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 140 orð | ókeypis

Breytingar hjá SIF Canada

Jóhann A. Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri SIF Canada frá 1. september nk. Jóhann starfaði sem skrifstofustjóri hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. frá 1976-1978 og sem framkvæmdastjóri frá 1978 til 2002. Meira
25. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 89 orð | ókeypis

FBA Holding enn án atkvæðisréttar

FBA Holding, sem á 15,55% eignarhlut í Íslandsbanka, er enn án atkvæðisréttar í bankanum en Fjármálaeftirlitið svipti félagið atkvæðisrétti sínum í Íslandsbanka 11 mars sl., sama dag og aðalfundur bankans var haldinn. Meira
25. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 362 orð | 1 mynd | ókeypis

Fríverslunarsamningur milli EFTA og Singapúr

Á MORGUN verður undirritaður fríverslunarsamningur á milli EFTA og Singapúr. Af þessu tilefni hélt Verslunarráð Íslands, í samvinnu við utanríkisráðuneytið, kynningarfund í gær um fríverslunarsamninga EFTA. Meira
25. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 783 orð | ókeypis

Ísland hækkar úr 18. í 11. sæti

ÍSLAND er, ásamt Finnlandi, efst Norðurlandanna í mælingu á efnahagslegu frjálsræði sem unnin hefur verið á vegum Fraser-stofnunarinnar í Kanada, Catostofnunarinnar í Bandaríkjunum og neti 54 óháðra stofnana í öðrum löndum. Meira
25. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 124 orð | ókeypis

Norskt hvalkjöt til Íslands

NORSKA sjávarútvegsráðuneytið mun að öllum líkindum gefa út leyfi til útflutnings á hvalkjöti til Íslands, hið fyrsta í 14 ár. Meira
25. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 64 orð | ókeypis

Nýbrauð gjaldþrota

BRAUÐFRAMLEIÐANDINN Nýbrauð ehf. í Mosfellsbæ var lýst gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðastliðinni viku að beiðni eigenda. Meira

Daglegt líf

25. júní 2002 | Neytendur | 64 orð | 1 mynd | ókeypis

Ískaldur sumarilmur

GASA hefur tekið til innflutnings nýja sumarilmi frá Carolinu Herrera fyrir dömur og herra. Ilmirnir eru merktir 212 og nefnast On Ice, að því er segir í tilkynningu. Umbúðirnar mynda jafnframt tvo ísmola og má nýta undir hvaðeina sem manni dettur í hug. Meira
25. júní 2002 | Neytendur | 83 orð | ókeypis

Neytendasamtökin þinga

ÞING Neytendasamtakanna 2002 verður haldið 27.-28. september næstkomandi. Þing samtakanna er æðsta vald í málefnum þeirra og verður það haldið í Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðinni). Þingið hefst föstudaginn 27. september klukkan 13. Meira
25. júní 2002 | Neytendur | 910 orð | 2 myndir | ókeypis

Segjast ekki geta tekið á sig fleiri lækkanir

VÍSITALA lyfjaverðs hækkaði um 18,2% á síðasta ári meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 5,9% á sama tíma. Vísitala lyfjaverðs stóð í 100,2 stigum í byrjun apríl og í 102,5 stigum í byrjun maí og er hún miðuð við hlut sjúklinga í lyfjaverði. Meira
25. júní 2002 | Neytendur | 340 orð | 1 mynd | ókeypis

Tugir þúsunda í seðilgjöld á ári

LANDSBANKINN og Búnaðarbankinn taka 430 krónur í seðilgjöld vegna skuldabréfa, samkvæmt könnun Neytendasamtakanna, sem greint er frá á heimasíðu þeirra. Næst á eftir koma Búnaðarbanki og Íslandsbanki með 410 krónur í seðilgjöld vegna skuldabréfa. Meira

Fastir þættir

25. júní 2002 | Viðhorf | 833 orð | ókeypis

Að hengja bakara ...

Það er gömul saga og ný að bakarar eru hengdir fyrir smiði, hvernig sem á því stendur. En hvað sem hver heldur ber Þórsarinn sem þetta skrifar hvorki kala til KA eða annars íþróttafélags á Íslandi. Meira
25. júní 2002 | Fastir þættir | 265 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÁRIÐ 1929 setti Theodore Lightner fram þá snjöllu hugmynd að dobl á slemmum ætti að nota til að benda á útspil og mótaði nokkrar leiðbeinandi reglur um það hvaða lit doblarinn vildi fá út. Meira
25. júní 2002 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. mars sl. í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Sigrúnu Óskarsdóttur Katrín H. Jónsdóttir og Jón M. Ívarsson . Heimili þeirra er í Starengi 48,... Meira
25. júní 2002 | Dagbók | 90 orð | ókeypis

FÁKAR

Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. Meira
25. júní 2002 | Dagbók | 171 orð | ókeypis

Hallgrímskirkja .

Hallgrímskirkja . Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bænastund í dag, þriðjudag, kl. 12 í kapellu safnaðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkjunnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Meira
25. júní 2002 | Dagbók | 818 orð | ókeypis

(Matt. 7,3.)

Í dag er þriðjudagurinn 25. júní, 176. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Meira
25. júní 2002 | Fastir þættir | 137 orð | 1 mynd | ókeypis

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 Bb7 8. d4 Rxd4 9. Rxd4 exd4 10. e5 Re4 11. Df3 O-O 12. Hxe4 c5 13. c4 f5 14. exf6 Bxf6 15. Rd2 Kh8 16. Bc2 bxc4 17. Rxc4 d5 18. He2 dxc4 19. Dxb7 d3 20. De4 He8 21. Dxc4 dxe2 22. Meira
25. júní 2002 | Fastir þættir | 643 orð | ókeypis

Útspilin réðu úrslitum gegn Rússum

Evrópumótið í brids er haldið í Salsomaggiore á Ítalíu dagana 16.-29. júní. Ísland tekur þátt í opnum flokki og kvennaflokki. Heimasíða mótsins er http://www.eurobridge.org Meira
25. júní 2002 | Fastir þættir | 491 orð | ókeypis

Víkverji skrifar...

KNATTSPYRNAN er skrýtin skepna. Það höfum við séð á heimsbikarmótinu sem senn er á enda. Fátt færir menn betur saman, í gleði og sorg. Meira

Íþróttir

25. júní 2002 | Íþróttir | 539 orð | 1 mynd | ókeypis

* 152 mörk hafa verið skoruð...

* 152 mörk hafa verið skoruð í leikjunum 60 á HM eða 2,53 að meðaltali í leik. Þetta eru heldur færri mörk en í síðustu tveimur HM-keppnum. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 15 orð | ókeypis

Aðalfundur hjá Fram Aðalfundur handknattleiksdeildar Fram...

Aðalfundur hjá Fram Aðalfundur handknattleiksdeildar Fram verður fimmtudaginn 27. júní kl. 18 í Íþróttahúsi Fram við... Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 219 orð | 1 mynd | ókeypis

Auðun úti í kuldanum hjá Lokeren

ARNAR Grétarsson og Rúnar Kristinsson skoruðu sitt markið hvor þegar Lokeren sigraði WIT Georgia Tbilisi, 3:1, í fyrri leik liðanna í 1. umferð Intertoto-keppninnar í knattspyrnu á laugardagskvöldið. Lokeren var mun betri aðilinn og hefði átt að vinna mun stærri sigur. Síðari leikur liðanna fer fram í Tbilisi um næstu helgi. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 623 orð | 1 mynd | ókeypis

Basl hjá Fylkismönnum

ÞRÁTT fyrir góða byrjun, tvö mörk úr tveimur fyrstu markskotunum og 2:0 forystu eftir 14 mínútur, þurftu Fylkismenn að taka á öllu sínu til að innbyrða sigur á Þórsurum, 4:2, í fyrrakvöld. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 136 orð | ókeypis

Björn tekur við af Júlíusi

JÚLÍUS Hafstein, fyrrverandi formaður Blaksambands Íslands, gaf ekki kost á sér til endurkjörs á ársþingi sambandsins í Ólafsvík á laugardaginn. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 92 orð | ókeypis

Dómarar hjá KSÍ auglýsa

KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands og Íslenskar getraunir hafa gert með sér samstarfssamning til fimm ára. Í samstarfinu felst meðal annars að A-, B- og C-deildardómarar verða með auglýsingar frá fyrirtækinu á ermum búninga sinna. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 550 orð | ókeypis

Dómarar og varnarleikur

DÓMARAR og stífur varnarleikur hafa heldur betur sett svip sinn á heimsmeistarakeppnina í Suður-Kóreu og Japan. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 123 orð | ókeypis

Eftirvænting í S-Kóreu

Mikil spenna ríkir nú í Seoul í Suður-Kóreu, þar sem Suður-Kóreumenn mæta Þjóðverjum í undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í dag kl. 11.30. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 415 orð | ókeypis

Eiður Smári á förum frá Chelsea

ENSKA knattspyrnufélagið Chelsea er komið í mikil fjárhagsvandræði og nú bendir allt til þess að það þurfi að selja sinn verðmætasta leikmann, Eið Smára Guðjohnsen. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 128 orð | ókeypis

Ellert Jón áfram á Skaganum

ELLERT Jón Björnsson, knattspyrnumaður, er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við knattspyrnufélag ÍA og þar með hafa náðst sættir á milli hans og forráðamanna félagsins. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd | ókeypis

Evrópubikarkeppnin, 2.

Evrópubikarkeppnin, 2. deild Eistlandi, 22.-23. júní 2002. KARLAR: 1. H-Rússland 127 (2.) Eistland 118 (3.) Írland 114,5 (4.) Lettland 94 (5.) Kýpur 87,5 (6.) Ísland 74 (7.) Georgía 48 (8.) Lúx. 47 *Hvíta-Rússland og Eistland unnu sér sæti í 1. deild. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 414 orð | 1 mynd | ókeypis

* EYJAMENN léku á sunnudaginn sinn...

* EYJAMENN léku á sunnudaginn sinn 500. leik á Íslandsmótinu, efstu deild, frá upphafi, og héldu upp á það með stórsigri á KR , 3:0. Af þessum 500 leikjum hefur ÍBV unnið 211, gert 104 jafntefli en tapað 185 og skorað 827 mörk gegn 766. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 731 orð | 2 myndir | ókeypis

Feðgarnir sigruðu með yfirburðum

FEÐGARNIR Baldur Jónsson og Jón R. Ragnarsson á Subaru Legacy unnu Hornafjarðarrall Essó sem fram fór um helgina í fallegu umhverfi í nágrenni Hafnar í Hornafirði. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 331 orð | ókeypis

Fengum óskabyrjun

VIÐ ætluðum að leyfa þeim að sækja aðeins á okkur en síðan fengum við óskabyrjun og tvö mörk á innan við tuttugu mínútum," sagði Kristinn R. Jónsson, þjálfari Fram, eftir góðan sigur á ÍA í Laugardal í gærkvöldi. "Ósjálfrátt færa menn sig þá aftar en það var ekki ætlunin eftir hlé því við fórum allt of aftarlega og héldum boltanum ekki nógu vel." Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 864 orð | 1 mynd | ókeypis

Ferrari leyfir Barrichello að vinna

EF marka má orð Ross Brawn tæknistjóra Ferrari hefur liðið dregið þann lærdóm af austurríska kappakstrinum í maí að gera ekki Rubens Barrichello að gefa félaga sínum Michael Schumacher mótssigur eins og þá. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 418 orð | 2 myndir | ókeypis

Frækinn sigur FH-inga í hitanum í Skopje

FH-INGAR eiga alla möguleika á að komast í 2. umferð Intertoto-keppninnar í knattspyrnu eftir frækinn útisigur á Cementarnica Skopje, 3:1, í fyrri viðureign félaganna sem fram fór í Skopje, höfuðborg Makedóníu, á laugardaginn. Síðari viðureign liðanna fer fram á Laugardalsvellinum á laugardaginn og komist FH-ingar áfram mæta þeir spænska félaginu Villarreal dagana 6. og 14. júlí. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 171 orð | ókeypis

Fylkir draumamótherji þjálfarans

HUGO Broos, þjálfari belgíska knattspyrnufélagsins Moeskroen, er ánægður með að hafa lent gegn Fylkismönnum í forkeppni UEFA-bikarsins. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 197 orð | ókeypis

Gott gengi Aftureldingar

AFTURELDING, sem var þriðja liðið til að komast upp í 1. deild, gerði sér lítið fyrir og tyllti sér í 2. sæti deildarinnar með 2:1 sigri á Haukum á Ásvöllum á laugardaginn. Sigurinn var þó ekki átakalaus en glæsileg tilþrif Axels Gomez, markvarðar Mosfellinga, gerðu gæfumuninn. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 74 orð | ókeypis

Guðmundur aftur til Grindavíkur

GUÐMUNDUR Bragason körfuknattleiksmaður er genginn til liðs við sína gömlu félaga í Grindavík á nýjan leik en hann hefur leikið með Haukum í Hafnarfirði undanfarin þrjú ár. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 106 orð | 1 mynd | ókeypis

Götuhjólreiðar við Hveragerði Íslandsmót var haldið...

Götuhjólreiðar við Hveragerði Íslandsmót var haldið í tímakeppni á götuhjólum við Hveragerði á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Gunnlaugur Jónasson var sigurvegari með 38,9 km/klst. í meðalhraða, hjólaði á tímanum 30.14,51 mín. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 237 orð | ókeypis

Hnefaleikamaður lést

HNEFALEIKAMAÐUR frá Panama, Pedro Alcazar, hneig niður og lést á hótelherbergi sínu 36 klukkustundum eftir að atvinnubardaga hans við Fernando Montiel lauk í Nevada í Bandaríkjunum sl. laugardag. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 201 orð | ókeypis

Íhugar að lögsækja FIFA

ÍTALSKA ríkissjónvarpsstöðin RAI íhugar nú að krefja Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, um skaðabætur vegna þess fjárhagslega tjóns sem stöðin telur sig hafa orðið fyrir í kjölfar þess að Ítalir féllu úr keppni í 16-liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í... Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 161 orð | ókeypis

Katrín skoraði

KATRÍN Jónsdóttir skoraði eitt marka Kolbotn sem sigraði Team Strömmen, 3:1, á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Katrín skoraði markið með skalla á 41. mínútu og jafnaði þá metin, 1:1. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 11 orð | ókeypis

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Símadeild: KR-völlur:KR...

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Símadeild: KR-völlur:KR - ÍBV 19 Grindavík:Grindavík - Valur 20 Kópavogur:Breiðablik - FH 20 Siglufjörður:Þór/KA/KS - Stjarnan... Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 347 orð | 1 mynd | ókeypis

Knattspyrnumenn í Noregi í umdeilt verkfall

Knattspyrnumenn hjá 15 liðum í tveimur efstu deildum í norsku knattspyrnunni fóru í verkfall á sunnudag og því var ekki leikið í deildunum á sunnudag eða í gær eins og til stóð. Hagsmunasamtök leikmanna höfðu boðað til verkfallsins, en leikmenn deila við félögin um tryggingamál, samninga, nýtt félagaskiptakerfi og ímyndarrétt. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 540 orð | 1 mynd | ókeypis

KR-ingar voru lagðir í Eyjum

EYJAMENN ráku af sér slyðruorðið þegar þeir lögðu KR-inga í Eyjum á sunnudag, 3:0. Fyrir leikinn sátu Eyjamenn á botni deildarinnar en færðust upp í fimmta sæti eftir sigurinn og eru með níu stig. KR-ingar sitja hins vegar í öðru sæti með tólf stig. Hlynur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði Eyjamanna, lék á ný með og við það komst festa á varnarleik ÍBV. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 241 orð | 1 mynd | ókeypis

* KÖRFUKNATTLEIKSDEILD Keflavíkur skilaði hagnaði á...

* KÖRFUKNATTLEIKSDEILD Keflavíkur skilaði hagnaði á sl. rekstrarári og er þetta annað árið í röð sem deildin skilar hagnaði. Alls var um 3 milljóna kr. hagnaður af um 40 millj. kr. brúttóveltu en hagnaður eftir fjármagnsliði var um 2 millj. kr. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 243 orð | ókeypis

Langþráð mark Vignis

VIGNIR Helgason, varnartengiliður Grindvíkinga, var manna kátastur í leikslok eftir leikinn gegn KA enda sá sem skoraði sigurmarkið mikilvæga. "Ég skoraði síðast gegn KR. Það er nokkuð langt síðan en ég man ekki hvenær," sagði hann, inntur eftir markaskorun síðustu ára, en eina mark Vignis í efstu deild fyrir leikinn gegn KA kom gegn KR fyrir rúmum fimm árum. Honum hafði ekki tekist að skora í 60 leikjum eftir það, þar til í fyrrakvöld. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 113 orð | ókeypis

Mikið um meiðsli hjá Þórsurum

ÞÓRSARAR þurftu að gera þrjár breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Fylki í fyrrakvöld vegna meiðsla. Þeir Alexandre Santos, Þórir Áskelsson og Andri H. Albertsson, sem allir spiluðu næsta leik á undan, gegn ÍBV, voru ekki leikfærir. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 276 orð | ókeypis

"Við vorum á hælunum"

SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson, framherji KR-inga, var ekki upplitsdjarfur að loknum leik þegar Morgunblaðið hafði tal af honum. "Við vorum einfaldlega á hælunum í leiknum. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 474 orð | 1 mynd | ókeypis

*REYNIR Leósson , varnarjaxl Akurnesinga ,...

*REYNIR Leósson , varnarjaxl Akurnesinga , fékk mikið höfuðhögg í leiknum við Fram í gærkvöldi. Hann reikaði um tíma um völlinn og var síðan tekinn út af enda með heilahristing. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 104 orð | ókeypis

Rúnar með tilboð frá Göppingen

RÚNAR Sigtryggsson, landsliðsmaður í handknattleik, sem leikið hefur með Haukum, er kominn með tilboð í hendurnar frá þýska 1. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 479 orð | 1 mynd | ókeypis

* SERGIO Cragnotti , forseti ítalska...

* SERGIO Cragnotti , forseti ítalska knattspyrnuliðsins Lazio , hefur lýst því yfir að spænski landsliðsmaðurinn Gaizka Mendieta sé á förum frá félaginu og gangi til liðs við Barcelona . Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 492 orð | 1 mynd | ókeypis

Símadeild, efsta deild karla ÍBV -...

Símadeild, efsta deild karla ÍBV - KR 3:0 Fylkir - Þór 4:2 KA - Grindavík 0:1 Fram - ÍA 3:2 Staðan: Fylkir 742115:914 KR 74129:713 Grindavík 732212:1111 Fram 723212:119 KA 72325:69 ÍBV 722310:98 Keflavík 62229:108 FH 62228:108 Þór 713310:146 ÍA... Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 98 orð | ókeypis

Stuðningsmenn Wimbledon stofna nýtt félag

STÓR hópur stuðningsmanna enska 1. deildarliðsins Wimbledon er ekki sáttur við þá ákvörðun norsku eigenda liðsins að flytja höfuðstöðvar liðsins til Milton Keynes í Lundúnum. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 622 orð | 2 myndir | ókeypis

Stutt gaman hjá meisturunum

FRAMARAR skutust upp í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 3:1 sigri á Íslandsmeisturum ÍA á Laugardalsvellinum í gærkvöld. Skagamenn gátu því ekki fagnað lengi. Þeir unnu sinn fyrsta sigur í deildinni í leik gegn Keflvíkingum í síðustu viku en eftir tapið í gær sitja þeir einir og yfirgefnir á botni deildarinnar. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 325 orð | 1 mynd | ókeypis

Tveir sigrar í 40 greinum í Tallinn

ÍSLAND hafnaði í sjötta sæti í 2. deild Evrópubikarkeppninnar í frjálsum íþróttum, bæði í karlaflokki og kvennaflokki, en keppnin fór fram í Tallinn, höfuðborg Eistlands, um helgina. Átta þjóðir kepptu í hvorum flokki, samtals í 40 greinum, og tókst Íslendingum að sigra í tveimur þeirra. Vala Flosadóttir sigraði í stangarstökki og Sveinn Margeirsson í 3.000 metra hindrunarhlaupi. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 124 orð | ókeypis

Töpuðu fyrir Albaníu

KVENNALANDSLIÐ Íslands í körfuknattleik tapaði fyrir Albaníu, 84:79, í úrslitaleik smáþjóðamóts Evrópu, Promotion Cup, í Andorra á laugardaginn. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 253 orð | 1 mynd | ókeypis

Tøfting í vondum málum

DANSKI knattspyrnumaðurinn Stig Tøfting, sem hætti að leika með danska landsliðinu eftir að liðið datt út á heimsmeistaramótinu, var handtekinn aðfaranótt sunnudags í Kaupmannahöfn og gefið að sök hafa gengið í skrokk á tveimur mönnum. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 278 orð | 1 mynd | ókeypis

* ÚTLIT er fyrir að brasilíski...

* ÚTLIT er fyrir að brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo verði klár í slaginn gegn Tyrkjum í undanúrslitum heimsmeistaramótsins á morgun, en hann meiddist í leik Brasilíumanna og Englendinga í átta liða úrslitum á föstudag. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 333 orð | 1 mynd | ókeypis

Við getum unnið Þjóðverjana

S-KÓREUMENN geta skráð nafn sitt feitu letri í knattspyrnusöguna takist þeim að leggja Þjóðverja að velli í undanúrslitaleik þjóðanna sem fram fer í Seoul í dag. S-Kóreumenn geta nefnilega orðið fyrsta Asíuþjóðin sem leikur til úrslita um heimsmeistaratitilinn og eins og vænta má ríkir gríðarleg spenna meðal íbúa S-Kóreu en sannkallað knattspyrnuæði hefur gripið um sig meðal þjóðarinnar. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 478 orð | 2 myndir | ókeypis

Vignir tryggði Grindvíkingum sigur

GRINDVÍKINGAR komust upp fyrir KA-menn á stigatöflunni með því að sigra þá á Akureyri á sunnudagskvöldið. Þrátt fyrir að leikið hafi verið við kjöraðstæður náðu liðin ekki að sýna sínar bestu hliðar og fátt bar til tíðinda langtímum saman. Leikurinn var tilþrifalítill og lítið um marktækifæri í honum, en mark Vignis Helgasonar í fyrri hálfleik réð úrslitum, 1:0. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 220 orð | ókeypis

Villar leggur fram kvörtun

MIKIL reiði ríkir á meðal Spánverja vegna frammistöðu dómaratríósins í leik Spánar og Suður-Kóreu í átta liða úrslitum á HM í knattspyrnu. Spánverjar töpuðu leiknum eftir vítaspyrnukeppni og eru úr leik. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 97 orð | ókeypis

Wooliscroft samdi við Þór

ENSKI knattspyrnumaðurinn Ashley Wooliscroft samdi við Þórsara á Akureyri um helgina og leikur með þeim út ágúst. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 315 orð | ókeypis

Þjálfara ÍBV dreymdi sigur

Njáll Eiðsson, þjálfari ÍBV, sagði sigurinn gegn KR vera mikinn létti fyrir Eyjamenn. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 481 orð | 1 mynd | ókeypis

Þjóðverjar með tak á Asíuþjóðum

ÞREFALDIR heimsmeistarar Þjóðverja eru á kunnuglegum slóðum. Í níunda sinn eiga Þjóðverjar lið í undanúrslitum HM en í fyrsta skipti frá árinu 1990. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 221 orð | ókeypis

Þrenna Egils felldi Blika

SINDRI vann sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í sumar þegar Hornfirðingar mættu Breiðabliki á Kópavogsvelli á laugardaginn. Þrír KR-ingar sem lánaðir voru tímabundið til Sindra voru allt í öllu hjá Hornfirðingum og einn þeirra, Egill Atlason, skoraði þrennu og tryggði Sindra þrjú mikilvæg stig. Meira
25. júní 2002 | Íþróttir | 305 orð | 1 mynd | ókeypis

Ætluðum okkur á toppinn

"ÞAÐ var engin spurning, eftir ósigur KR gegn ÍBV vorum við staðráðnir í að knýja fram sigur og komast í toppsætið í deildinni. Sigurinn náðist, þetta var kannski ekki falleg knattspyrna en okkur tókst það sem við ætluðum okkur," sagði Finnur Kolbeinsson, fyrirliði Fylkis, við Morgunblaðið eftir sigurinn á Þór í fyrrakvöld, 4:2. Meira

Fasteignablað

25. júní 2002 | Fasteignablað | 336 orð | 1 mynd | ókeypis

Barónsstígur 24

Reykj avík - Hjá fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar er nú til sölu íbúðarhús við Barónsstíg 24. "Þetta er mjög fallegt, bjart og mikið endurnýjað hús með aukaíbúð, bílskúr og einkabílastæði," segir Brynjólfur Jónsson. "Eignin er samkv. Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 219 orð | 1 mynd | ókeypis

Brekkuhlíð 4

Hafnarfjörður - Hjá Fasteignastofunni er nú til sölu sérlega glæsilegt og vandað parhús við Brekkuhlíð 4. "Þetta hús stendur á frábærum stað," segir Guðjón Árnason hjá Fasteignastofunni. Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 377 orð | 1 mynd | ókeypis

Eftirspurn mest eftir litlum íbúðum og miðlungsstórum eignum

SALA hefur verið góð og fasteignamarkaðurinn líflegur það sem af er þessu sumri að sögn Guðrúnar Árnadóttur, formanns Félags fasteignasala. En afföll af húsbréfum eru enn of há eða rúmlega 10%, þrátt fyrir það að vextir hafi lækkað. Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 1079 orð | 6 myndir | ókeypis

Eldhúsið - hjarta hússins!

Þeir sem eru farnir að búa sjálfir vita að eldhúsið skiptir miklu máli á heimilinu, en eins og flest annað í umhverfi okkar eru tískustraumar ráðandi í hönnun eldhúsa. Um þetta efni ræðir Guðrún Guðlaugsdóttir við Halldóru Vífilsdóttur, arkitekt FAÍ, sem hefur mikið fengist við hönnun eldhúsa í nýjum jafnt sem gömlum húsum. Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 436 orð | 1 mynd | ókeypis

Engin sprenging í húsbréfaútgáfu!

ÞÓTT fréttaflutningur undanfarinna daga af útgáfu húsbréfa hafi gefið til kynna "sprengingu" í útgáfu húsbréfa Íbúðalánasjóðs er sannleikurinn sá að óveruleg fjölgun varð á umsóknum hjá Íbúðalánasjóði í maí 2002 samanborið við maí 2001. Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 9 orð | 1 mynd | ókeypis

Fataskápar

Glæsilegir fataskápar af ýmsum gerðum eru til sölu hjá... Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 1160 orð | 5 myndir | ókeypis

Finnsk bjálkahús og einingahús úr timbri eftirsótt

Fasteignasalan Eignaval og Jón Hjörleifsson, umboðsmaður fyrir finnsku fyrirtækin Rantasalmi og Finndomo, hafa tekið höndum saman um sölu á timburhúsum. Magnús Sigurðsson kynnti sér þessi hús, en þau hafa verið að vinna sér sess hér á landi á síðustu árum. Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 11 orð | 1 mynd | ókeypis

Glæsileg mubla

Þessi glæsilega mubla er hluti af svefnherbergissetti sem fæst í versluninni... Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 12 orð | 1 mynd | ókeypis

Glæsilegt hjónarúm

Glæsileiki er í fyrirrúmi við hönnun þessa fallega hjónarúms sem fæst hjá... Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 14 orð | 1 mynd | ókeypis

Glæsilegur spegill

Þennan glæsilega spegil má fá í Gjafa-Galleríi, hann líkist helst kirkjuglugga og kostar 17.700... Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 18 orð | 1 mynd | ókeypis

Góðar hurðir

Takið eftir hversu þægilegar hurðir eru á þessum skápum, þær leggjast saman þegar opnað er. Skáparnir fást í... Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 12 orð | 1 mynd | ókeypis

Heimaskrifstofa

Heimaskrifstofur eru orðnar mjög vinsælar. Hér er slík aðstaða. Til sölu hjá... Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 822 orð | 1 mynd | ókeypis

Húsnæðismál í Danmörku

DANMÖRK er landfræðilega nær Evrópu en hin Norðurlöndin, enda brú germanskra þjóðflokka er þeir í fyrndinni streymdu norður á bóginn til Skandinavíuskagans. Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 132 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvammur í Dölum

Fæðingarstaður frægasta rithöfundar Íslendinga til forna, Snorra Sturlusonar, er Hvammur í Dölum. Þar er kirkjustaður og prestssetur. Hvammur var eitt mesta höfðingjasetur í Dalasýslu til forna. Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 1694 orð | 2 myndir | ókeypis

Kaupendur gæti sín!

Breytt staða kaupanda og seljanda samkvæmt nýjum lögum um fasteignakaup. Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 157 orð | 1 mynd | ókeypis

Laufás við Eyjafjörð

Laufás við austanverðan Eyjafjörð er fornt prestssetur og kirkjustaður, nú er þar safn. Þar hafa löngum setið þekktir prestar, bæði fyrr og nú. Þar bjó m.a. sálmaskáldið Björn Halldórsson. Hann varð þar prestur 1853. Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 1356 orð | 5 myndir | ókeypis

Lindargata 51, Franski spítalinn

Öll vinna við viðgerð á húsinu er sérstaklega vönduð og það er eitt af fegurstu húsum Reykjavíkur, segir Freyja Jónsdóttir. Innanhúss er unnið að því að minna á þann tíma sem Franski spítalinn var reistur. Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 594 orð | ókeypis

Lóðaframkvæmdir

ALLIR eigendur í fjöleignarhúsum eiga óskoraðan rétt á að eiga og taka þátt í öllum ákvörðunum er varða sameignina, bæði innan húss og utan og um sameiginleg málefni, sem snerta hana, beint og óbeint. Á þetta m.a. Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 318 orð | 1 mynd | ókeypis

Lyngrimi 9

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Borgum er nú til sölu mjög fallegt einbýlishús við Lyngrima 9. Húsið er á tveimur hæðum og 242 m 2 að stærð með innbyggðum bílskúr. Það stendur á friðsælum stað innst í botnlanga við hliðina á opnu svæði. Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 5 orð | 1 mynd | ókeypis

Púðar

Þessir púðar fást hjá Innrömmunarstofu... Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 686 orð | 1 mynd | ókeypis

Svolítið meira um snjóbræðslukerfi

ÁÐUR fyrr gengu púkar ljósum logum í öllum prentsmiðjum, illgjarnir skrattar sem kallaðir voru prentvillupúkar. Þessir skrattakollar eiga ekki eins hægt um vik og áður, tölvutæknin ætti að gera þeim erfitt fyrir. Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 836 orð | 2 myndir | ókeypis

Tröppur í görðum

Í stórum garði geta tröppur verið eitthvað sem setur mikinn svip á einstaka hluta hans. Það eru til ótal útfærslur af tröppum sem nota má til þess að fegra garðinn og bæta aðgengi. Þetta á sérstaklega við þar sem hæðarmismunur er mikill. Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 15 orð | 1 mynd | ókeypis

Upp í loft

Fataskápar sem ná alveg upp í loft eru mikið í tísku núna. Þessir fást hjá... Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 401 orð | ókeypis

Útreikningar í nýju greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
25. júní 2002 | Fasteignablað | 181 orð | 1 mynd | ókeypis

Viðarrimi 32

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Lundi er nú til sölu vandað og vel byggt timburhús við Viðarrima 32. Húsið er 129,3 m 2 á einni hæð ásamt innbyggðum 34,5 m 2 bílskúr, samtals 163,8 m 2 . Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.