Greinar föstudaginn 10. janúar 2003

Forsíða

10. janúar 2003 | Forsíða | 129 orð | 1 mynd

Atvinnuleysi fer yfir 10%

ATVINNULEYSIÐ í Þýskalandi jókst í desember síðastliðnum og hefur ekki verið meira í þeim mánuði í fimm ár, samkvæmt nýjum hagtölum sem birtar voru í gær. Meira
10. janúar 2003 | Forsíða | 171 orð

Fjárkröfur ESB "óraunhæfar"

KJARTAN Jóhannsson, aðalsamningamaður Íslands á samningafundi Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna í Brussel í gær, segir kröfur ESB um greiðslur í þróunarsjóð algerlega óraunhæfar. Meira
10. janúar 2003 | Forsíða | 150 orð

Hefur stórbætt líðan sjúklinga

BYLTING hefur orðið í meðferð ákveðinna tegunda langvarandi hvítblæðis, en fyrir ári kom á markað lyf sem ræðst eingöngu gegn krabbameinsfrumunum en lætur heilbrigðar frumur í friði. Meira
10. janúar 2003 | Forsíða | 176 orð | 1 mynd

Segir einræktun ekki vera gabb

BRIGITTE Boisselier, forstjóri fyrirtækisins Clonaid, segir að þess verði ekki langt að bíða að sannað verði að fyrsta klónaða eða einræktaða barnið hafi fæðst á jóladag. Meira
10. janúar 2003 | Forsíða | 214 orð | 2 myndir

Sharon kveðst sæta "auvirðilegum rógi"

ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, veittist í gær harkalega að Verkamannaflokknum og sakaði hann um að standa á bak við ásakanir á hendur honum um spillingu og aðild að fjármálahneyksli sem hefur minnkað líkurnar á því að hann geti myndað... Meira

Fréttir

10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

15 þúsund ferðir í rennibraut

AÐALSTEINN Gíslason lætur Elli kellingu ekki aftra sér frá því að skemmta sér í rennibrautinni í Sundlaug Kópavogs. Nær daglega syndir hann 600 metra, skellir sér í heitan pott og gufu og kórónar ferðina svo með því að fara a.m.k. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 1164 orð

Ábyrgð á ábyrgð

Ábyrgð eigenda Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar verður tekin fyrir í borgarstjórn í næstu viku. Innan Reykjavíkurlistans eru hins vegar skiptar skoðanir um málið. Steingrímur Sigurgeirsson fjallar um þau viðhorf sem þar eru uppi. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Áhyggjuefni

ARI Edwald, framkvæmdastjóri SA, telur að skýringa á því hvers vegna beri jafnmikið á boðuðum hópuppsögnum stærri fyrirtækja og raun ber vitni megi m.a. leita í sterkari svörun þeirra í könnuninni en minni fyrirtækja. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 96 orð

Ákvarðana að vænta í dag

ÁKVARÐANA er að vænta síðdegis í dag frá Landsvirkjun og Alcoa um hvort skrifað verði undir samninga vegna álvers í Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjunar. Meira
10. janúar 2003 | Suðurnes | 493 orð | 1 mynd

Ákveðið að loka verslun Hagkaupa

HAGKAUP hafa ákveðið að hætta rekstri verslunar sinnar í Njarðvík. Ekki hefur verið sagt hvenær. Öllu starfsfólki, um 35 manns, verður sagt upp störfum en reynt að bjóða þeim störf í öðrum Hagkaupsverslunum. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Brutu sér leið í gegnum rúðuna á stolnum jeppa

SJÖ manns voru handteknir í gær vegna bíræfins innbrots í verslun Hans Petersen í Reykjavík ofarlega á Laugavegi snemma í gærmorgun. Lögreglan handtók fyrst tvo menn en sleppti öðrum þeirra eftir yfirheyrslur. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Bætir stöðu Íslands á sviði örtækni

REKTOR Konunglega tækniháskólans í Stokkhólmi, dr. Anders Flodström, er í heimsókn hér á landi í tilefni af því að skólinn hefur gefið Háskóla Íslands tæki sem notað er í eðlisfræðirannsóknum. Meira
10. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 149 orð

Dýrt spaug að reykja

SEXTÍU og fimm ára gömul kona, sem reykir 25 vindlinga á dag, kostar danska heilbrigðiskerfið um 292.000 ísl. kr. á ári hverju. Er þá allt tínt til, koma til læknis eða sjúkraþjálfara, lyf og önnur þjónusta heilbrigðiskerfisins. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 278 orð

Eldra starfsfólk verðmætara en það yngra

FORSVARSMENN 35% fyrirtækja telja eldra starfsfólk verðmætara en það yngra, samkvæmt könnun Samtaka atvinnulífsins á viðhorfum aðildarfyrirtækja sinna til eldra starfsfólks. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 283 orð | 4 myndir

Fjórir prestar hafa þegar tilkynnt framboð sitt

FRESTUR til að skila inn tilnefningum um vígslubiskupsefni í Hólastifti rennur út síðdegis í dag hjá Biskupsstofu. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Flaggar fána Alcoa í dag

SIGTRYGGUR Hreggviðsson, góðborgari á Eskifirði, ætlar að draga fána bandaríska álfyrirtækisins Alcoa að húni í dag vegna væntanlegs samþykkis stjórnar fyrirtækisins fyrir byggingu álvers í Reyðarfirði. Meira
10. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 172 orð

Flugvélar með 46 manns saknað

FLUGVÉLAR flughers Perú leituðu í gærkvöldi að farþegavél sem hvarf yfir Amasón-frumskógi í gær. Í vélinni voru 42 farþegar og fjögurra manna áhöfn. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 135 orð

Fordæmir vinnubrögð stjórnvalda

VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Vaka á Siglufirði samþykkti nýverið ályktun um kjaramál. Þar segir meðal annars: "Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku fordæmir þau vinnubrögð stjórnvalda að vanvirða tilraunir verkalýðshreyfingarinnar til að halda verðbólgunni í skefjum. Meira
10. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Framboð arabískra þingmanna leyft í Ísrael

HÆSTIRÉTTUR Ísraels úrskurðaði í gær að tveir umdeildir þingmenn úr röðum arabíska minnihlutans í landinu, Azmi Bishara og Ahmed Tibi, mættu vera í framboði í þingkosningunum 28. janúar. Meira
10. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Frost í Hamborg

SÓLARGEISLAR brjótast í gegn um skýin yfir ísi lagðri höfninni í Hamborg, þar sem tveir dráttarbátar sjást brjóta sér leið í gær. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Frumsýnir Volvo-jeppa

VOLVO XC90 lúxusjeppinn verður frumsýndur hjá Brimborg um helgina. Opið verður kl. 12-16 laugardag og sunnudag. Boðið verður upp á kaffi og kleinur. Volvo XC90 er lúxusjeppi frá Volvo og er þetta frumraun Volvo á jeppamarkaði. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 311 orð

Fyrirtæki boða hópuppsagnir á næstunni

FYRIRTÆKI munu fækka starfsfólki um 1,55% að meðaltali á næstu tveimur til þremur mánuðum, samkvæmt könnun Samtaka atvinnulífsins sem gerð var í desembermánuði. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Gengið rýrir hlut sjómanna

UPPHAF vetrarloðnuvertíðar lofar góðu um framhaldið en á fyrstu 10 dögum ársins hafa borist rúm 23 þúsund tonn af loðnu á land. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 510 orð

Gert að beiðni ríkisstjórnarinnar

STJÓRN Íbúðaljánasjóðs hefur ákveðið að verða við ósk ríkisstjórnarinnar og lækka nýlega ákvarðaða vexti leiguíbúðalána og annarra peningalána en viðbótarlána. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Góð tíð fyrir hjólreiðamenn

HJÓLREIÐAMENN eru í hópi þeirra sem vísast hafa fagnað snjóleysinu í vetur. Meira
10. janúar 2003 | Landsbyggðin | 194 orð

Græn jól í Meðallandi

ÓVENJULEGT tíðarfar hefur verið hér eins og segja má alls staðar á landinu, þannig að græn slikja hefur haldist á túnum og því verið græn jól en ekki rauð eins og venjulega þegar autt er. Meira
10. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 371 orð | 1 mynd

Hafa ekki staðið Íraka að skýlausum brotum

HANS Blix, formaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sagði á fundi öryggisráðs samtakanna í gær að rækileg athugun á vopnaskýrslu Íraka staðfesti að enn væri mörgum spurningum ósvarað um vopnaeign þeirra, fimm vikum eftir að skýrslan var lögð... Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 122 orð

Handteknir fyrir maríjúanaræktun

FJÓRIR menn hafa verið handteknir vegna innbrota og fíkniefnabrota og hefur þýfi úr innbrotunum verið endurheimt. Málið hófst á mánudag með tilkynningu um innbrot í hús í Breiðholti í Reykjavík. Stolið var fartölvu, heimabíói, þráðlausum síma og fleira. Meira
10. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Hindúaguð í molum

INDVERSKIR verkamenn vinna við að brjóta leifarnar af 33 metra hárri steinsteyptri styttu af hindúa-guðnum Krishna í bænum Narsinghpur í Gurgaon-fylki á Indlandi í gær. Meira
10. janúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 319 orð

Hugmyndin að þrengja starfssviðið og skerpa áherslur

STARFSEMI Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, AFE, hefur verið til endurskoðunar að undanförnu í ljósi breytinga á starfsumhverfi félagsins. Þar er m.a. Meira
10. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 285 orð

Höfðu sótt um hæli sem flóttamenn

KOMIÐ hefur í ljós að íbúðin í Lundúnum, þar sem leifar af eiturefninu rísíni fundust fyrr í vikunni, er í opinberri eigu og var notuð til að hýsa tvo unga hælisbeiðendur frá Norður-Afríku. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 33 orð

Í dag S igmund 8 F...

Í dag S igmund 8 F orystugrein 26 V iðskipti 12 V iðhorf 30 E rlent 14/16 M inningar 30/36 H öfuðborgin 17 S taksteinar 38 A kureyri 18 B réf 40 S uðurnes 19 D agbók 42/43 L andið 20 F ólk 44/49 L istir 21/22 B íó 43/49 M enntun 23 L jósvakamiðlar 50 U... Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 79 orð

Íslenska í Prag

"ÍSLENSKAN bauðst mér svo sem aukafag, loksins þegar ég komst inn í þennan blessaða háskóla," segir Marta Jerábková, ung tékknesk kona, um tildrög þess að hún hóf nám í íslensku hjá Helenu Kadecková, norskukennara við Karlsháskólann í Prag. Meira
10. janúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Jólatrjám safnað

SÍÐASTI dagur jólatrjáasöfnunar á Akureyri er í dag, föstudaginn 10. janúar. Starfsmenn Framkvæmdamiðstöðvar hafa í vikunni farið um bæinn og safnað saman jólatrjám sem sett hafa verið út á gangstéttir. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 264 orð

Kauphöllin krefur Búnaðarbankann um skýringar

KAUPHÖLL Íslands hefur óskað eftir upplýsingum frá Búnaðarbankanum um samning sem Árni Tómasson bankastjóri og Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfaviðskipta Búnaðarbankans (BÍ), eiga að hafa gert um kauprétt til handa Fjárfari ehf. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Kaupmáttur aukist um 30% á 10 árum

VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur er að hefja undirbúning að næstu kjarasamningum. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 35 orð

Kjördæmafélag Samfylkingarinnar í Reykjavík heldur fund...

Kjördæmafélag Samfylkingarinnar í Reykjavík heldur fund á morgun, laugardaginn 11. janúar, um borgarpólitík Reykjavíkurlistans. Málshefjendur eru Helgi Hjörvar og Ingvar Sverrisson. Fundurinn er haldinn á Hótel Skjaldbreið, Laugavegi 16 kl. Meira
10. janúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Kjörin leið að hafa áhrif innan flokksins

BÆJARRÁÐ Akureyrar fjallaði á fundi sínum í gær um erindi frá formönnum stéttarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu sem sent var ráðinu skömmu fyrir jól, en í því var skorað á bæjarstjórn Akureyrar að taka þátt í að tryggja lága verðbólgu og stöðugt efnahagslíf á... Meira
10. janúar 2003 | Miðopna | 1537 orð | 1 mynd

Klónun manna er siðferðislega réttmæt

Brigitte Boisselier segir að innan fárra daga eða vikna muni fyrirtækið Clonaid staðfesta að því hafi tekist að einrækta börn. Í samtali við Davíð Loga Sigurðsson neitar hún því að um gabb sé að ræða. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 51 orð

Kærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni

STARFSMAÐUR leikskóla í Reykjavík sem var tímabundið við störf þar, hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi gegn fjögurra ára barni og er lögreglan í Reykjavík að ljúka rannsókn á málinu. Málið var kært í desember síðastliðnum. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 353 orð

Leiga betri en kaup á lánum

REKSTRARLEIGA á bílum til einstaklinga hófst í haust en er þegar orðin nokkuð útbreidd víða erlendis. Viðhorf fólks til bílaeignar hefur smám saman verið að breytast, þ.e að frekar sé um að ræða nauðsynlegan kostnað en ekki fjárfestingu. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 87 orð

Lýst eftir vitnum

LÝST er eftir vitnum og ökumanni á hvítum jeppa sem stórskemmdi kyrrstæða Toyotu Corolla á bifreiðastæði við Heiðagerði/Stóragerði 7. janúar. Ekið var aftan á bifreiðina um kl. 18.28. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 142 orð

Lögreglunni gæti hafa missýnst

FIMMTUG kona sem ákærð var fyrir að reyna ítrekað að komast inn á vettvang bruna í veitingahúsinu Ítalíu við Laugaveg fyrir tæpu ári hefur verið sýknuð af ákærunni. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 434 orð

Mati á þjóðhagslegum áhrifum ábótavant

GREININGARDEILD Búnaðarbankans telur að mat Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins á þjóðhagslegum áhrifum af stóriðjuframkvæmdum sé að mörgu leyti ábótavant enda nánast útilokað að meta jafn umfangsmikil og flókin áhrif með nákvæmum hætti, að því er... Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 48 orð

Málfundur aðstandenda sósíalíska fréttablaðsins Militant verður...

Málfundur aðstandenda sósíalíska fréttablaðsins Militant verður haldinn í dag, föstudaginn 10. janúar kl. 17.30 í Pathfinder bóksölunni, Skólavörðustíg 6 b (bakatil) í Reykjavík. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 402 orð

Málverkin ekki eftir Sigurð Guðmundsson

TVEIR sérfróðir matsmenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að tvö málverk, sem sögð voru eftir Sigurð Guðmundsson málara og seld á uppboði hjá Galleríi Borg árið 1990, séu ekki eftir Sigurð. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 803 orð

Mismunun ef opnað er fyrir fjárfestingu í sjávarútvegi

VEL á annað hundrað fulltrúa mætti á fyrsta samningafund Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein, í Brussel í gær vegna stækkunar Evrópska efnahagssvæðisins. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 124 orð

Mistök í verkbeiðni við leit að konu

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur sent frá sér tilkynningu vegna máls konu sem leitað var að hér á landi um áramótin en reyndist síðan hafa farið til Kaupmannahafnar í árslok. Meira
10. janúar 2003 | Suðurnes | 137 orð

Mótmæli á heilsugæslustöðinni í dag

NOKKRIR íbúar í Reykjanesbæ sem þurfa á læknisþjónustu að halda standa í dag fyrir mótmælum gegn læknisleysi á heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Keflavík. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 129 orð

Námskeið um viðbúnað vegna flugslysa

RANNSÓKNANEFND flugslysa, RNF, efnir í næstu viku til námskeiðs fyrir flugrekendur þar sem fjallað verður um viðbúnaðaráætlanir og samskipti við rannsakendur flugatvika og flugslysa. Meira
10. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 268 orð

N-Kórea nýtir sér eina trompið á hendi

TALSMAÐUR Suður-Kóreustjórnar sagði í gær, að Norður-Kóreustjórn hefði farið fram á viðræður milli ríkjanna síðar í þessum mánuði. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 576 orð | 1 mynd

Norska ríkið grípur inn í ef fjármögnun verður ekki tryggð

ÍSHÚS Njarðvíkur hefur frest til þriðjudags til að ljúka við fjármögnun vegna björgunar Guðrúnar Gísladóttur KE-15, sem liggur á 40 metra dýpi við strendur N-Noregs. Meira
10. janúar 2003 | Landsbyggðin | 353 orð | 1 mynd

Nýtt nám í hestamennsku

NÚ í lok haustannar kom hópur fólks saman í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki til þess að gera upp árangur af kennslu í fyrsta áfanga nýs námsefnis í hestamennsku, en hér er um að ræða efni sem ætlað er til notkunar í framhaldsskólum og jafnvel... Meira
10. janúar 2003 | Suðurnes | 226 orð | 1 mynd

Óska eftir að hámarkshraði verði lækkaður

HREPPSNEFND Vatnsleysustrandarhrepps telur að Vatnsleysustrandarvegur beri ekki þann 90 kílómetra hraða sem þar er leyfður og hefur skorað á Vegagerðina að lækka hámarkshraðann niður í 70 kílómetra. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 289 orð

Óvenjumargir hafa greinst með lungnabólgu

ÞÓRÐUR G. Ólafsson, yfirlæknir Læknavaktarinnar, segir að 171 einstaklingur hafi verið greindur með lungnabólgu í desember. Það séu heldur fleiri en í venjulegum mánuði. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 94 orð

Óvissuferð Hópur fólks á aldrinum 40-60...

Óvissuferð Hópur fólks á aldrinum 40-60 ára sem stofnað hefur óformlegan klúbb undir nafninu 40-60 verður með sína þriðju óvissuferð helgina 21. - 23. febrúar n.k. Nýir félagar eru velkomnir. Nánari upplýsingar gydarich@mi. Meira
10. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

"Fer ekki aftur upp í flugvél"

TYRKNESKIR sérfræðingar hófu í gær rannsókn á því hvað hefði valdið flugslysinu í fyrradag þegar farþegavél frá Turkish Airlines brotlenti við flugvöllinn í borginni Diyarbakir í suðausturhluta Tyrklands. Týndu 75 manns lífi en fimm komust af. Meira
10. janúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 756 orð | 1 mynd

"Orðinn barn fyrir löngu í annað sinn"

Á HVERJUM degi, eða allt að því, mætir Aðalsteinn Gíslason í bítið í Sundlaug Kópavogs. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 231 orð

RÚV sýnir leiki Íslands á HM

ALLIR leikir íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Portúgal verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV. Meira
10. janúar 2003 | Miðopna | 1379 orð | 2 myndir

Ræðst eingöngu gegn krabbameinsfrumum

Meðferð ákveðinna hvítblæðissjúklinga hefur gjörbreyst eftir að þróað var lyf sem ræðst beint gegn krabbameinsfrumunum. Lyfið hefur sárafáar aukaverkanir og hefur því stórbætt líðan sjúklinga. Magnús Karl Magnússon læknir sagði Nínu Björk Jónsdóttur frá rannsóknum sínum og þróun í krabbameinslækningum. Meira
10. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 293 orð | 2 myndir

Saddam ekki til Moskvu

TALSMAÐUR rússneska utanríkisráðuneytisins vísaði því á bug í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu boðið Saddam Hussein Íraksforseta hæli, í því skyni að forða stríðsátökum. Meira
10. janúar 2003 | Landsbyggðin | 67 orð | 1 mynd

Sagað og höggvið í eldinn

LÍTILL skógarlundur er hjá bænum Götum í Mýrdal. Þarna eru mjög falleg tré og meðal annars furur sem eru óvenju gróskumiklar og háar, en alltaf er eitthvað sem þarf að grisja og hreinsa burt, dauðar og brotnar greinar og tré sem hafa drepist inni á... Meira
10. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Sakar stjórnina um að ýta undir bókstafstrú

YFIRMAÐUR tyrkneska hersins hefur sakað nýja ríkisstjórn landsins um að ýta undir íslamska bókstafstrúarstarfsemi. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 140 orð

Samkeppnisrekstur skilinn frá annarri starfsemi

JÓN Kristjánsson, heilbrigðisráðherra hefur í samráði við Landspítala - háskólasjúkrahús (LSH) ákveðið að breyta rekstrarformi sjúkrahúsapóteks spítalans. Meira
10. janúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 544 orð | 2 myndir

Samkeppni um hönnun hjúkrunarheimilis hafin

LOKAÐRI samkeppni um hönnun hjúkrunarheimilis og þjónustuíbúða fyrir aldraða í Sogamýri var hrundið af stað í gær með því að hönnunargögn voru afhent keppendum. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 107 orð

Sjóvá-Almennar kaupa 25% í Toyota-umboðinu

SJÓVÁ-Almennar tryggingar keyptu í gær 25% hlut í Eignarhaldsfélaginu Stofni, móðurfélagi P. Samúelssonar, sem er umboðs- og söluaðili fyrir Toyota bifreiðar. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 368 orð

Skilgreina mikilvægan erfðafræðilegan áhættuþátt beinþynningar

VÍSINDAMENN Íslenskrar erfðagreiningar hafa skilgreint ákveðinn breytileika í erfðavísi sem veldur verulega aukinni hættu á beinþynningu, ÍE og Roche Diagnostics greindu frá þessu í gær. Meira
10. janúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 239 orð

Skilorðsbundið fangelsi vegna líkamsárásar

UNG kona hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á sorphaugum Akureyrarbæjar í Glerárdal haustið 2001. Einnig að greiða 75 þúsund krónur í skaðabætur ásamt vöxtum og sakarkostnaði. Meira
10. janúar 2003 | Landsbyggðin | 179 orð | 1 mynd

Sparisjóður veitti fimm styrki

ÁRLEG úthlutun úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyinga, sem stofnaður var til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra, fór fram í fimmta sinn fyrir nokkru. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Treg aflabrögð á Snæfellsnesi

AFLABRÖGÐ á Snæfellsnesi hafa verið treg að undanförnu, en þó hafa helst línubátar fengið ágætisafla. Heldur dauft hefur verið á dragnótina, en aflabrögð netabátanna hafa þó skánað eftir heldur dapurlegt haust. Meira
10. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 258 orð

Utanríkisráðherra Mexíkó segir af sér

EKKI er fullkomlega öruggt að Vicente Fox, forseti Mexíkó, muni samþykkja brotthvarf Jorges Castañedas utanríkisráðherra úr embætti en Castañeda sagði af sér seint í fyrrakvöld. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Vann flugferð í rannsóknarhappdrætti

NÝLEGA var dregið um vinninga í happdrætti í tengslum við þátttöku í langtímarannsókn á lífi ungs fólks, sem Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við HÍ stendur að. Árganginum 1979 í Reykjavík hefur verið fylgt eftir síðan hann var í 9. bekk vorið 1994. Meira
10. janúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 156 orð | 1 mynd

Veiðimenn í útnorðri

"VEIÐIMENN í útnorðri" er heiti á sýningu sem opnuð verður í Ketilhúsinu á Akureyri á morgun, laugardaginn 11. janúar kl. 14. Sven Ludviksen, sjávarútvegsráðherra Noregs, sem jafnframt er samstarfsráðherra Norðurlanda í Noregi, opnar sýninguna. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 105 orð

Verkaskipting frágengin

ÁKVEÐIÐ hefur verið innan forystu Samfylkingarinnar hvernig hún mun skipta með sér verkum í komandi alþingiskosningum. Verður greint frá því opinberlega á allra næstu dögum, jafnvel í dag, hver verkaskiptingin verður. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 325 orð

Vitni ekki á einu máli um málsatvik

VITNI eru ekki á einu máli um málsatvik í Hafnarstræti í Reykjavík 25. maí sl. þegar Magnús Freyr Sveinbjörnsson, 22 ára, hlaut áverka í átökum sem drógu hann til dauða viku síðar. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 216 orð | 5 myndir

Yfirlit

KVEÐST SÆTA RÓGI Kjörstjórn Ísraels rauf í gær útsendingu sjónvarpsávarps Ariels Sharons, forsætisráðherra landsins, eftir að hann hafði sakað andstæðinga sína, einkum Verkamannaflokkinn, um "auvirðilegan róg". Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 797 orð | 1 mynd

Þarf mun minni snjó en áður

Grétar Hallur Þórisson er fæddur 7. desember 1966 í Neskaupstað. Grétar er lærður vélvirki, útskrifaður frá Iðnskólanum í Reykjavík 1998. Hann hóf störf á skíðasvæðinu í Skálafelli árið 1991 og starfaði þar til ársins 1998 en hefur verið forstöðumaður skíðasvæðisins í Bláfjöllum allar götur síðan. Maki Grétars er Ólöf Anna Gísladóttir og eiga þau alls fimm börn. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Þéttur hafís út af Vestfjarðamiðum

Í ÍSKÖNNUNARFLUGI Landhelgisgæslunnar í fyrradag sást hafís sem kominn er inn fyrir lögsögu Íslands út af Vestfjarðamiðum. Næst landi er hann 48 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er ísinn talsvert þéttur. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 391 orð | 1 mynd

Þrír af hverjum fjórum í umframlífeyrissparnaði

NÁLEGA þrír af hverjum fjórum launþegum á almennum vinnumarkaði tóku þátt í lífeyrissparnaði umfram samningsbundið lágmark í september síðastliðnum og hafði þeim fjölgað mjög mikið frá því í marsmánuði eða um 18 prósentustig úr 55% í 73%. Meira
10. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 85 orð

Örorkumati ekki breytt

EFTIRFARANDI athugasemd hefur borist frá Lífeyrissjóði Norðurlands: "Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um örorkumat lífeyrisþega er þeirri leiðréttingu hér með komið á framfæri að tryggingalæknir Lífeyrissjóðs Norðurlands hefur ekki breytt örorkumati,... Meira

Ritstjórnargreinar

10. janúar 2003 | Staksteinar | 387 orð | 2 myndir

Kosningahamur

Í Vefþjóðviljanum er frétt Stöðvar 2 um hækkun gjalda í heilbrigðiskerfinu talin vera forsmekkurinn af því sem koma skal, enda fleiri og fleiri fjölmiðlar komnir í kosningaham. Meira
10. janúar 2003 | Leiðarar | 870 orð

Viðskiptalífið í nærmynd

Síðustu fjóra daga hefur birzt hér í Morgunblaðinu greinaflokkur eftir einn af fréttastjórum blaðsins, Agnesi Bragadóttur, þar sem fjallað hefur verið um harkaleg átök, sem stóðu í nokkur misseri um yfirráð yfir stærsta og öflugasta banka þjóðarinnar,... Meira

Menning

10. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 227 orð | 2 myndir

Allir leggjast á eitt

Framkvæmdaforkólfurinn Einar Bárðarson hefur staðið fyrir stórtónleikum til styrktar krabbameinssjúkum börnum um hver áramót. Næstkomandi sunnudag verða þeir haldnir í fimmta sinn og fara þeir fram í Háskólabíói. Meira
10. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 147 orð | 1 mynd

Ameríkanar í Amsterdam

Holland 1999. Skífan VHS. (100 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn og handrit Dick Maas. Aðalhlutverk William Hurt, Jennifer Tilly, Denis Leary. Meira
10. janúar 2003 | Menningarlíf | 667 orð | 3 myndir

Arfleifð Jacksons Pollocks

Eftir Jón B.K. Ransu Meira
10. janúar 2003 | Menningarlíf | 93 orð

Díana Hrafnsdóttir myndlistarmaður opnar sýningu á...

Díana Hrafnsdóttir myndlistarmaður opnar sýningu á leirverkum í Gallerý Hár og list - Hjá Halla rakara, Strandgötu 39, Hafnarfirði kl. 15. Sýningin nefnist Krossmörk og eru verkin öll unnin á þessu og á nýliðnu ári og er hennar þriðja einkasýning. Meira
10. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 238 orð | 1 mynd

Eilíft algleymi

ÞAÐ þótti mörgum tímabært að það kæmi út safnplata með Nirvana, en heildstætt safn leit loksins ljós síðasta haust og hefur selst vel. Meira
10. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 57 orð | 1 mynd

Fatalína frá Eminem

SVO gæti farið að í ár komi föt á markaðinn, eignuð rapparanum ógnarvinsæla Eminem. Línan mun bera nafnið Shady og kæmi líklega í búðir í haust. Samkvæmt innanbúðarmanni yrðu fötin afar nálægt því sem Eminem gengur í alla jafna. Meira
10. janúar 2003 | Kvikmyndir | 231 orð | 1 mynd

Fleiri þurfa sálfræðihjálp

GAMANMYNDIN Analyze That er framhald af hinni vinsælu grínmynd Analyze This frá árinu 1999. Sú mynd skartaði Billy Crystal, Robert De Niro og Lisu Kudrow í aðalhlutverkum og eru þau nú öll komin aftur í nýju myndinni í sömu hlutverkum. Meira
10. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 287 orð

Fólk í fréttum

Hafið Með Hafinu er komið fram verk sem ber þess vitni að íslenskt listafólk hafi náð fullkomnum tökum á hinu alþjóðlega tungumáli kvikmyndalistarinnar. (H.J.) Háskólabíó . The Twin Towers: Ósvikin epík um hugrekki, vináttu og drenglyndi. (S.V. Meira
10. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 364 orð | 2 myndir

JENNIFER Aniston vill sættast við Nancy...

JENNIFER Aniston vill sættast við Nancy móður sína en þær hafa átt í útistöðum hvor við aðra síðustu sjö árin. Leikkonan er því búin að skipta um skoðun en móðir hennar fékk ekki að vera viðstödd brúðkaup hennar og hjartaknúsarans Brads Pitts . Meira
10. janúar 2003 | Menningarlíf | 676 orð | 1 mynd

Johnny Guitar endurlitinn

ALLTAF er stemning yfir því að fara í bíó í Action Christine Odéon, í götunni indælu sem er í vari fyrir mesta flaumi ferðamanna, þótt hún sé svona miðsvæðis. Meira
10. janúar 2003 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Róbert Reynisson gítarleikari heldur burtfarartónleika frá...

Róbert Reynisson gítarleikari heldur burtfarartónleika frá Tónlistarskóla FÍH kl. 17 í sal skólans. Róbert er fæddur 1978 á Akureyri og hefur numið við Tónlistarskóla FÍH frá árinu 1998. Meira
10. janúar 2003 | Kvikmyndir | 270 orð | 1 mynd

Sendisveinar spyrja einskis

SPENNUTRYLLIRINN The Transporter, sem frumsýnd verður í dag, fjallar um fyrrum sérsveitarmanninn Frank Martin, sem virðist lifa rólegu lífi við franska Miðjarðarhafsströnd, en leigir í raun sjálfan sig út sem sendisvein. Meira
10. janúar 2003 | Menningarlíf | 158 orð | 2 myndir

Tvær ungar söngraddir á Rótarýtónleikum

RÓTARÝHREYFINGIN efnir til sinna árlegu hátíðartónleika í kvöld kl. 20 og er þetta sjöunda árið sem hreyfingin stendur fyrir slíkum tónleikum fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Stjórnandi er Jónas Ingimundarson píanóleikari. Meira
10. janúar 2003 | Menningarlíf | 86 orð

Unglingar

Spæjarafélagið I - Dularfullar vísbendingar er eftir Fionu Kelly í þýðingu Önnu Maríu Hilmarsdóttur. Halla Adams er 15 ára. Ekkert heillar hana meira en ráðgátur og dularfullir atburðir. Meira
10. janúar 2003 | Skólar/Menntun | 710 orð | 1 mynd

Vísindastefna í deiglunni

Tekist var á um skólagjöld, rannsóknir, samkeppni og rekstrarfé íslenskra háskóla á ráðstefnu ReykjavíkurAkademíunnar 3. janúar eins og sagt var frá á menntasíðu á þriðjudaginn. Meira
10. janúar 2003 | Skólar/Menntun | 879 orð | 1 mynd

Þekking á starfi sjálfboðaliða

Sjálfboðaliðar/ Rauði kross Íslands fjármagnar lektorsstöðu í félagsráðgjöf HÍ með áherslu á sjálfboðaliðastarf. Steinunn Hrafnsdóttir gegnir henni og hefur kennslu á mánudaginn í þessum fræðum. Gunnar Hersveinn spurði hana um námskeiðið og aðra þætti varðandi sjálfboðaliða, gildi starfsins í samfélaginu og menntun barna í þessu. Meira

Umræðan

10. janúar 2003 | Aðsent efni | 496 orð | 1 mynd

Efling leigumarkaðarins á Íslandi

"Félagsbústaðir hf. munu hækka leiguverð hjá sínum leigjendum um 12% hinn 1. mars." Meira
10. janúar 2003 | Aðsent efni | 447 orð | 1 mynd

Er ekki mál að linni?

"Ávinningurinn er augljós og vonandi mun fólk taka höndum saman og samfagna Austfirðingum." Meira
10. janúar 2003 | Bréf til blaðsins | 324 orð

Flagð undir fögru skinni!

JÆJA jæja jæja, nú ætlar frúin í landspólitíkina. Það er ekki nóg með að hún gangi á bak orða sinna einu sinni, þ.e.a.s. í flugvallarkosningunum, heldur gerir hún það aftur núna og enn fylgir fólk henni og kallar hana drottningu! Meira
10. janúar 2003 | Aðsent efni | 539 orð | 1 mynd

Gleymda sveitarfélagið

"Þingmenn mega ekki gleyma sveitarfélaginu eða hagsmunum þess..." Meira
10. janúar 2003 | Bréf til blaðsins | 672 orð

"Einn komma fjórir milljarðar"

HNÍFUR er stórhættulegur í höndum margra, svo sem alþingismanna, sem hamast við að nota aðstöðu sína til að skera niður þær mikilvægu greiðslur, sem fólk hefur unnið sér rétt á með því að leggja fjármuni sína til hliðar í gegnum árin til elliáranna. Meira
10. janúar 2003 | Bréf til blaðsins | 370 orð | 1 mynd

Siðferði okkar bogið?

Siðferði okkar bogið? EFTIR að ég heyrði hver hlaut titilinn maður ársins 2002 á rás 2 þá datt mér í hug: Á hvaða leið erum við? Er eitthvað bogið við siðferði okkar þegar við heiðrum þá sem ganga á bak orða sinna? Meira
10. janúar 2003 | Aðsent efni | 315 orð | 1 mynd

Starfsheiður varinn fyrir dómi

"Jón Steinar lætur sem dómsmálið hafi snúist um sérvitringslega orðnotkun." Meira
10. janúar 2003 | Aðsent efni | 426 orð | 1 mynd

Stúdentagarðar í miðbænum

"Stúdentar HÍ treysta á að viljayfirlýsing fráfarandi borgarstjóra standi." Meira
10. janúar 2003 | Aðsent efni | 897 orð | 1 mynd

Stöðumat og herkænska

"...allir hafa sagt: Við verðum að fá Ingibjörgu Sólrúnu í slaginn." Meira
10. janúar 2003 | Aðsent efni | 400 orð | 1 mynd

Villandi sjónvarpskynning

"Sjónvarpsmynd þessi er afar útsmogin og sum atriði þess eðlis, að talsverða kunnáttu þarf til að greina blekkinguna." Meira
10. janúar 2003 | Bréf til blaðsins | 432 orð | 1 mynd

Þjónusta í Sporthúsinu

KÆRA Guðríður (og vinkonur). Eftir að hafa lesið grein þína þá velti ég því fyrir mér hvort við (í Sporthúsinu) værum að veita lélega þjónustu. Meira

Minningargreinar

10. janúar 2003 | Minningargreinar | 311 orð | 1 mynd

ANNA INGUNN BJÖRNSDÓTTIR

Anna Ingunn Björnsdóttir fæddist á Malarlandi í Kálfshamarsvík 2. júlí 1913. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Langholtskirkju 9. janúar. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2003 | Minningargreinar | 3501 orð | 1 mynd

ÁSLAUG SIGGEIRSDÓTTIR

Áslaug Siggeirsdóttir fæddist í Reykjavík 25. nóvember 1917. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Siggeir Helgason, bóndi í Teigi í Fljótshlíð, og kona hans, Guðbjörg Jónsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2003 | Minningargreinar | 1282 orð | 1 mynd

GERÐUR G. ÞORVALDSDÓTTIR

Gerður Guðrún Þorvaldsdóttir fæddist í Reykjavík 10. maí 1951. Hún andaðist á Hillerød Sygehus í Danmörku 10. desember síðastliðinn. Faðir Gerðar var Þorvaldur Daníelsson frá Kollsá í Hrútafirði, flugvélavirki og húsasmíðameistari, f. 8. júní 1920, d. 7. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2003 | Minningargreinar | 3990 orð | 1 mynd

GUÐFINNA MAGNEY GUÐMUNDSDÓTTIR

Guðfinna Magney Guðmundsdóttir fæddist í Naustvík í Árneshreppi á Ströndum 3. maí 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 1. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Árnason bóndi í Naustvík í Árneshreppi, f. 29.5. 1889, d. 2.4. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2003 | Minningargreinar | 1488 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR

Ingibjörg Sigurgeirsdóttir fæddist 8. janúar 1921 í Borgarnesi en fluttist þriggja ára gömul til Hafnarfjarðar. Hún lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 2. janúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2003 | Minningargreinar | 753 orð | 1 mynd

JÓN GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON

Jón G. Benediktsson fæddist á Aðalbóli í Miðfirði 23. maí 1921. Hann lést á LSH í Fossvogi 30. des. síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 9. janúar. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2003 | Minningargreinar | 1148 orð | 1 mynd

SÓLVEIG AXELSDÓTTIR

Sólveig Axelsdóttir fæddist í Reykjavík 23. desember 1933. Hún lést á Landspítalanum 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Axel Sveinsson verkfræðingur, vita- og hafnarmálastjóri um skeið og yfirverkfræðingur hafnarmála, f. 3. apríl 1896, d. 14. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 246 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 92 30 70...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 92 30 70 51 3,590 Djúpkarfi 42 40 40 3,700 149,141 Gellur 600 600 600 54 32,400 Grálúða 199 199 199 340 67,660 Grásleppa 30 30 30 128 3,840 Gullkarfi 139 30 131 8,293 1,084,220 Hlýri 199 150 185 2,542 469,952 Keila 99 30 85... Meira
10. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 381 orð | 1 mynd

Félagið metið á 2,2 til 2,9 milljarða króna

SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf. keyptu í gær 25% hlutafjár í Eignarhaldsfélaginu Stofni ehf., móðurfélagi P. Samúelssonar hf., Kraftvéla, Arctic Trucks og P. S. fasteigna sem er félag um fasteignir félaga sem eru í eigu Stofns. P. Meira
10. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 212 orð | 1 mynd

Mecca Cola haslar sér völl meðal múslima

FRANSKUR athafnamaður, Tawfik Mathlouthi, hefur sett á markað gosdrykkinn Mecca Cola, ætlaðan múslimum um víða veröld. Meira
10. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 354 orð | 1 mynd

Nýtt skipurit hjá Símanum

SÍMINN kynnti nýtt skipurit í gær sem felur í sér töluverðar breytingar á stjórnskipulagi félagsins. Meira
10. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 245 orð | 1 mynd

Seldu tæp fimm þúsund sæti á fyrsta degi

SALA farmiða hjá Iceland Express gekk vonum framar í gær, en alls seldust 4.800 flugsæti á þessum fyrsta starfsdegi félagsins. Meira
10. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 93 orð | 2 myndir

Virði SH og SÍF metið

HAFIN er vinna við framkvæmd á mati á rekstrar- og eignavirði SH og SÍF vegna undirbúnings að formlegum viðræðum um mögulegan samruna þeirra. Samið hefur verið við Fyrirtækjaþróun Landsbanka Íslands hf. Meira

Fastir þættir

10. janúar 2003 | Árnað heilla | 42 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 10. janúar, er sextug Eydís Lilja Eiríksdóttir, húsfreyja í Kolsholti, Villingaholtshreppi. Eiginmaður hennar er Guðjón S. Sigurðsson, bóndi og byggingafulltrúi. Meira
10. janúar 2003 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . 12. janúar nk. verður sextugur Ásgeir M. Hjálmarsson, skipstjóri. Af því tilefni mun hann og eiginkona hans, Sigurjóna Guðnadóttir , taka á móti gestum í samkomuhúsinu í Garði laugardaginn 11. janúar kl.... Meira
10. janúar 2003 | Árnað heilla | 37 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 10. janúar, er 80 ára Ragnhildur Haraldsdóttir til heimilis að Sólvangi, Hafnarfirði . Af því tilefni verður heitt á könnunni laugardaginn 11. janúar á milli kl. 15 og 17 í kaffisal... Meira
10. janúar 2003 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 10. janúar, er níræður dr. Sveinn Þórðarson, Red Deer, Alberta, Kanada, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Hann dvelur nú hjá dóttur sinni í... Meira
10. janúar 2003 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 10. janúar, er níræð Jónína Davíðsdóttir, áður búsett að Kópavogsbraut 1b, en dvelur nú á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í... Meira
10. janúar 2003 | Dagbók | 113 orð

Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9.

Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. Meira
10. janúar 2003 | Fastir þættir | 322 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Mikið fjölmenni á Bridshátíð Vesturlands Bridshátíð Vesturlands fór fram um helgina á Hótel Borgarnesi. Þátttaka var mjög góð og sló öll fyrri met. 34 sveitir tóku þátt í sveitakeppninni á laugardeginum og 64 pör í tvímenningnum á sunnudeginum. Meira
10. janúar 2003 | Fastir þættir | 227 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SABINE Auken er án efa ein þekktasta bridskona heims. Hún hefur lengi verið lykilspilari í þýska kvennalandsliðinu ásamt makker sínum Danielu von Arnim. Þær stöllur vöktu fyrst verulega athygli á opna heimsmeistaramótinu í Miami árið 1986. Meira
10. janúar 2003 | Viðhorf | 897 orð

Fátækleg umræða

"Breytt viðhorf til aðstoðar þýðir hins vegar að allur samanburður á tölum nú og fyrr er marklaus. Þar er verið að bera saman ólíka hluti og þar með að draga ályktanir um umfang fátæktar út frá röngum forsendum." Meira
10. janúar 2003 | Dagbók | 53 orð

Gekk eg í gljúfr ið dökkva,...

Gekk eg í gljúfr ið dökkva, gein veltiflug steina við hjörgæði hríðar hlunns úrsvölum munni. Fast lá framan að brjósti flugstraumur í sal Naumu; heldr kom á herðar skáldi hörð fjón Braga kvónar. Meira
10. janúar 2003 | Dagbók | 868 orð

(Róm. 15, 14, 17.)

Í dag er föstudagur 10. janúar, 10. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Því að ekki er Guðs ríki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda. Meira
10. janúar 2003 | Fastir þættir | 146 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. c4 Rf6 2. g3 c6 3. Bg2 d5 4. cxd5 cxd5 5. Rf3 Rc6 6. O-O Bg4 7. Da4 e6 8. d3 Bh5 9. Bf4 Be7 10. Db5 Dd7 11. Rbd2 O-O 12. Hfc1 h6 13. Rb3 Staðan kom upp á ofurmótinu í Sarajevo sem fram fór vorið 2002. Meira
10. janúar 2003 | Fastir þættir | 441 orð

Víkverji skrifar...

STUNDUM gefa menn eignum sínum viðeigandi nöfn, sem eiga að gefa eitthvað til kynna um það til hvers á að nota hlutinn. Sumar flugvélar Flugleiða bera t.d. nöfn íslenzkra landkönnuða til forna, enda fljúga þær um allan heim. Meira

Íþróttir

10. janúar 2003 | Íþróttir | 33 orð | 1 mynd

Á ferðinni!

Á ferðinni! Þessi skemmtilega mynd sýnir Kolbrúnu Stefánsdóttur, leikmann kvennaliðs Vals í handknattleik, á leið í hraðaupphlaup í leik gegn FH á dögunum. Fjórir leikir verða leiknir í 1. deild kvenna í... Meira
10. janúar 2003 | Íþróttir | 181 orð

Ferguson ekki hættur

DUNCAN Ferguson, framherjinn stóri og stæðilegi hjá Everton, er ekki tilbúinn til að binda enda á knattspyrnuferil sinn, en þessi 31 árs gamli Skoti hefur farið illa út úr meiðslum og margoft hefur hann alvarlega íhugað að leggja knattspyrnuskóna á... Meira
10. janúar 2003 | Íþróttir | 81 orð

Fótboltinn af stað

KNATTSPYRNUVERTÍÐIN 2003 hefst formlega í kvöld þegar fyrstu leikir Reykjavíkurmóts karla verða leiknir í Egilshöllinni. Léttir og KR mætast klukkan 19 og ÍR mætir Víkingi klukkan 21. Á sunnudagskvöld leikur Fjölnir við Fylki kl. 19 og Leiknir R. Meira
10. janúar 2003 | Íþróttir | 31 orð

HANDKNATTLEIKUR 1.

HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Essodeild: Framhús: Fram - Stjarnan 20 Ásvellir: Haukar - Víkingur 20 KA-heimilið: KA/Þór - Valur 20 Seltjarnarn. Meira
10. janúar 2003 | Íþróttir | 122 orð

Ipswich bauð Hermann til sölu

STEVE Bruce, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Birmingham, óskaði eftir því við forráðamenn Ipswich fyrr í þessari viku að fá Hermann Hreiðarsson að láni. Meira
10. janúar 2003 | Íþróttir | 503 orð | 1 mynd

*JAPANSKI miðvallarleikmaðurinn Kazuyuki Toda er þessa...

*JAPANSKI miðvallarleikmaðurinn Kazuyuki Toda er þessa dagana til reynslu hjá Sunderland í Englandi. Toda , sem er 25 ára, lék alla leiki Japans á HM í sumar. Hann mun dvelja í tvær vikur hjá Sunderland. Meira
10. janúar 2003 | Íþróttir | 551 orð | 1 mynd

* KRISTJÁN Helgason átti náðugan dag...

* KRISTJÁN Helgason átti náðugan dag í 1. umferð Regal Scottish atvinnumannamótsins í snóker í gær í Blackpool en keppinautur hans Matthew Farrant mætti ekki til leiks. Kristján mætir Darren Clarke í 2. umferð en hann er í 100. Meira
10. janúar 2003 | Íþróttir | 233 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni KKÍ Doritos-bikar karla, 8-liða...

KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni KKÍ Doritos-bikar karla, 8-liða úrslit: Snæfell - Tindastóll 78:74 Stig Snæfells : Jón Ólafur Jónsson 18, Hlynur Bæringsson 15, Lýður Vignisson 13, Clifton Bush 13, Helgi Reynir Guðmundsson 10, Sigurbjörn Þórðarson 5, Daði... Meira
10. janúar 2003 | Íþróttir | 127 orð

Lindgren hættir með Svíum

OLA Lindgren, fyrirliði sænska handknattleikslandsliðsins og leikmaður Nordhorn í Þýskalandi, tekur við þjálfun Nordhorn í vor þegar Kent-Harry Anderson flytur sig yfir til Flensborgar. Meira
10. janúar 2003 | Íþróttir | 149 orð

Pettersons æfir í Danmörku

ALEXANDERS Pettersons, leikmaður Gróttu/KR, æfir um þessar mundir með danska úrvalsdeildarliðinu Team Tvis Holstebro, eftir því sem fram kom á heimasíðu félagsins. Meira
10. janúar 2003 | Íþróttir | 142 orð

Saunders til Keflvíkinga

KEFLVÍKINGAR hafa fengið bandarískan körfuknattleiksmann til landsins til reynslu og mun hann væntanlega ganga til liðs við Keflvíkinga á næstu dögum. Leikmaðurinn heitir Edmund Saunders, er rúmlega tveir metrar á hæð og 24 ára gamall. Meira
10. janúar 2003 | Íþróttir | 898 orð | 1 mynd

Sex núll vörnin er deyjandi vörn

CLAUDE Onesta, landsliðsþjálfari heimsmeistara Frakka í handknattleik, hélt því fram og færði fyrir því rök á þjálfararáðstefnu í Belgrad um síðustu helgi að 6/0 vörn tilheyrði fortíðinni í alþjóðlegum handknattleik. Ástæðan væri m.a. sú að hraðinn væri sífellt að aukast í íþróttinni um leið og leikmenn væru fjölhæfari. Af þeim sökum væri erfiðara að verjast þeim aftarlega á vellinum. Þess má geta að íslenska landsliðið í handknattleik leikur aðallega 6/0 vörn. Meira
10. janúar 2003 | Íþróttir | 174 orð

Stjörnuliðin

ÞJÁLFARAR Stjörnuliða KKÍ hafa valið sjö leikmenn til viðbótar við þá sem valdir voru í byrjunarliðin á Netinu. Meira
10. janúar 2003 | Íþróttir | 189 orð

Úlfarnir vilja ekki lána Ívar

ENSKA 1. deildarliðið Wolves hefur hafnað beiðni tveggja enskra liða auk liða frá Norðurlöndum um að fá landsliðsmanninn Ívar Ingimarsson að láni. Ívar, sem gekk í raðir Úlfanna sl. sumar hefur verið úti í kuldanum hjá knattspyrnustjóranum Dave Jones að undanförnu- eftir að hafa verið fastamaður liðsins í upphafi leiktíðar. Meira
10. janúar 2003 | Íþróttir | 350 orð | 1 mynd

Valur sprakk á limminu

VALSMENN sprungu á limminu að Hlíðarenda í gærkvöldi þegar þeir náðu ekki að fylgja eftir baráttuþrungnum þriðja leikhluta sem skilaði forskoti því ÍR sneri rækilega við blaðinu og vann 90:83. Fyrir vikið eru Breiðhyltingar komnir í undanúrslit bikarkeppninnar. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

10. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 318 orð | 1 mynd

Altalað innan lögreglunnar

ÞAÐ hefur verið altalað innan lögreglunnar að fullt tungl og stórstreymi hafi áhrif á fólk," segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Meira
10. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 1309 orð | 14 myndir

Á flugi í fótapressu

Það er árviss viðburður að fólk flykkist á líkamsræktarstöðvarnar eftir að jólahátíðin og öll veisluhöldin henni tengd eru yfirstaðin. Steingerður Ólafsdóttir fékk ráðgjöf við þjálfunartæki í líkamsræktarstöð í Kópavogi. Meira
10. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 442 orð | 4 myndir

Ekkert groddalegt í gangi

ALLIR bandaskórnir og támjóu spariskórnir sem nú eru á afslætti eftir jólin eiga eftir að koma sér vel við hermannabuxurnar næsta sumar. Ef einhvers staðar eru slíkir skór með útsaumi eru það hin bestu kaup því útsaumur heldur velli og vel það. Meira
10. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 737 orð

Erfitt í byrjun - og er enn

ALEŠ Chejn er 25 ára og er frá smábænum Pardubice. Hann hefur lokið eins árs íslenskunámi hjá Helenu Kadeckovu við Karlsháskólann í Prag, og hyggst halda áfram að nema málið upp á eigin spýtur. Meira
10. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 544 orð | 1 mynd

Hef sannreynt þetta á sjálfri mér

VIGDÍS Ágústsdóttir hefur verið flogaveik síðan hún man eftir sér og kveðst hafa sannreynt það á sjálfri sér að köstin komi yfirleitt þegar stórstreymt er, sem fylgir fullu og nýju tungli. Meira
10. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 395 orð | 6 myndir

Hermenn í háhæluðum skóm

Á ÚTSÖLUNUM sem nú standa yfir í flestum tískuverslunum má gera góð kaup, hvort sem leitað er að tískufatnaði sem gildir í núinu eða klassískari fötum sem gætu átt lengri lífdaga. Meira
10. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 58 orð

Hryssa trylltist við flugeldaskot

HRYSSA, sem Axel Jón Birgisson reið, trylltist þegar flugeldum var skotið á loft. Hann var í útreiðartúr í Elliðaárdalnum síðasta laugardagskvöld. Þegar hann var að fara af baki í gerði við Árbæjar-stífluna var sprengd upp flugelda-terta í nágrenninu. Meira
10. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 121 orð | 1 mynd

Íslendingur tilnefndur til Grammy-verðlauna

STEINAR Höskuldsson , íslenskur hljóð-maður sem býr og starfar í Los Angeles í Bandaríkjunum, hefur verið tilnefndur til hinna virtu bandarísku Grammy-tónlistarverðlauna. S. Meira
10. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 55 orð

Leikið við Slóvena

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik lék þrjá leiki við Slóvena hér á landi í vikunni. Liðið vann fyrsta leikinn í Hafnarfirði 37 mörk gegn 29, gerði síðan 26:26 jafntefli í Laugardalshöll og síðasta leikinn unnu Slóvenar 32:25. Meira
10. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 486 orð | 2 myndir

Líkamsrækt

Sagan: Um miðja síðustu öld voru komin fram líkamsræktartæki, vísir að tækjunum eins og þekkt eru á öllum líkamsræktarstöðvunum í dag. Meira
10. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 107 orð | 1 mynd

Mannskæð flugslys

75 manns fórust í flugslysi í Tyrklandi á miðvikudag. Fyrr um daginn hafði 21 týnt lífi í flugslysi í Bandaríkjunum. Fimm manns lifðu af slysið í Tyrklandi. Flugvélin var að lenda á flugvellinum í borginni Diyarbakir. Meira
10. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 312 orð | 1 mynd

Máninn var fullur og ekkert gerðist

"FRÁ sjónarhóli vísindanna er þetta afar óspennandi viðfangsefni," sagði Einar H. Guðmundsson, prófessor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands er hann var inntur álits á hugmyndum um meint áhrif tunglsins á daglegt líf og hegðan manna. Meira
10. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 166 orð | 1 mynd

Miklar líkur á hagnaði af Kárahnjúkavirkjun

Í VIKUNNI kom út skýrsla sem gerð var fyrir eigendur Landsvirkjunar. Í henni kom fram að yfirgnæfandi líkur séu á að bygging og rekstur Kárahnjúka-virkjunar skili Landsvirkjun hagnaði. Meira
10. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 82 orð | 1 mynd

Ólafur Íþróttamaður ársins 2002

ÓLAFUR Stefánsson , handknattleiks-maður hjá Magdeburg í Þýskalandi, hefur verið útnefndur Íþróttamaður ársins 2002. Það voru Samtök íþróttafrétta-manna sem útnefndu Ólaf sem hlaut glæsilega kosningu. Hann fékk 410 atkvæði af 420 mögulegum. Meira
10. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 1719 orð | 4 myndir

Tunglið, tunglið taktu mig

Fullt tungl verður næst hinn 18. janúar næstkomandi og viðbúið að þeir sem trúa á áhrif þess á mannlífið verði þá á varðbergi. Sveinn Guðjónsson rifjar upp goðsagnir um tunglið og reifar málið frá ýmsum hliðum. Meira
10. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 1559 orð | 2 myndir

Undarlegt mál í Prag

Íslenska er kennd sem valgrein við Karlsháskólann í Prag, í deild norsku og þýsku. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.