Greinar sunnudaginn 18. maí 2003

Forsíða

18. maí 2003 | Forsíða | 105 orð | 1 mynd

Mannskætt rútuslys í Frakklandi

TVEGGJA hæða langferðabíll með þýzka ferðamenn innanborðs valt út af hraðbraut í mikilli rigningu í SA-Frakklandi í gærmorgun. Af þeim 74 sem um borð voru létu að minnsta kosti 28 lífið, eftir því sem lögregla greindi frá. Meira
18. maí 2003 | Forsíða | 336 orð | 1 mynd

Sjálfsmorðssprengjuárásir bana yfir 40 manns

AÐ MINNSTA kosti fjörutíu manns létu lífið í röð sjálfsmorðssprengjuárása hryðjuverkamanna í miðborg Casablanca á föstudagskvöld, að sögn marokkósks stjórnarerindreka. Tugir til viðbótar slösuðust. Meira
18. maí 2003 | Forsíða | 226 orð | 1 mynd

Þreytt og svöng en heilsugóð

"ÉG var að koma niður og er enn ekki búin að átta mig á þessu, ég er svo þreytt og svöng," sagði Anna Svavarsdóttir fjallgöngukona hlæjandi, aðspurð í gær hvernig væri að verða fyrst íslenskra kvenna til að klífa tind yfir 8.000 metra hæð. Meira
18. maí 2003 | Forsíða | 131 orð | 1 mynd

Þrjátíu manns vakta tölvuleik

ÞRJÁTÍU starfsmenn þjónustuvers Símans í Ármúla eru við tölvurnar allan sólarhringinn og aðstoða fólk sem spilar tölvuleikinn EVE Online. Engu skiptir hvort beiðni berst á nýársdag eða jólanótt, hjálpin er alltaf nærri. Meira

Fréttir

18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 189 orð

23% kjósenda gerðu upp hug sinn á kjördag

TÆPLEGA 23% kjósenda (22,8%) segjast hafa ákveðið á kjördag hvað þau ætluðu að kjósa samkvæmt niðurstöðum könnunar IBM Viðskiptaráðgjafar. Þar af ákváðu rúmlega 10% sig í kjörklefanum. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 502 orð

540 börn þurfa mikla sérkennslu

SÉRKENNSLUVER sem eiga að sinna fötluðum börnum og börnum með miklar sérkennsluþarfir verða sett upp við alla grunnskóla Reykjavíkur næsta skólaár og hefur Fræðsluráð ákveðið að úthluta um 320 milljónum til skólanna í þessu skini. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 174 orð

Áætlaður tekjujöfnuður ríkissjóðs 9,6 milljarðar

ÁÆTLAÐUR tekjujöfnuður ríkissjóðs á yfirstandandi ári er 9,6 milljarðar kr., að því er fram kemur í vorskýrslu fjármálaráðuneytisins um þjóðarbúskapinn. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Bakarahátíð í Smáralind

UNDANFARNA daga hafa bakarar sýnt listir sínar í brauð- og kökubakstri í Vetrargarðinum í Smáralind. Í fyrradag fór fram fyrri hluti baksturskeppni bakaríanna og Bakó, þar sem kepptu tvö 9 manna lið frá jafnmörgum bakaríum. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 259 orð

Ellefu manns vinna að björgun Guðrúnar Gísladóttur KE-15

ELLEFU manns eru nú að vinna að björgun Guðrúnar Gísladóttur KE-15, en samkvæmt fréttum norska ríkisútvarpsins íhugar siglingastofnun að beita eigendur skipsins, Íshús Njarðvíkur, dagsektum vegna vanefnda við að lyfta skipinu af hafsbotni. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 105 orð

Evróvisjón-teymið utan í dag

ÍSLENSKA teymið sem þátt tekur í 48. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva heldur utan í dag. Förinni er heitið til Riga í Lettlandi þar sem keppnin fer fram á laugardag. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 617 orð | 1 mynd

Fá hjálparbeiðnir úr óravíddum geimsins

"HVERNIG á ég að losna undan árásum "sjóræningja"? Hvaða málma er best að vinna í þessu loftsteinabelti? Hverskonar vélbúnað þarf ég á tölvuna mína? Getið þið bjargað mér út úr þessu hættulega sólkerfi? Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 78 orð

Félög tannsmiða á Íslandi sameinast

ÞAU tvö félög, sem tannsmiðir hafa átt með sér fram að þessu, ákváðu á sameiginlegum fundi hinn 15. maí að leggja niður Samband íslenskra tannsmíðaverkstæða og Tannsmiðafélag Íslands, hið eldra, og stofna ný heildarsamtök undir nafni hins síðarnefnda. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 811 orð | 1 mynd

Fornkonur sem buðu birginn

Valgarð Runólfsson leiðsögumaður er fæddur 24. apríl 1927 í Reykjavík. Stúdent frá MR 1948, kennarapróf 1952 og próf í íslensku og bókmenntafræði frá HÍ 1983. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 51 orð

Fyrirlestur í Líffræðistofnun HÍ.

Fyrirlestur í Líffræðistofnun HÍ. Í boði Umhverfisstofnunar HÍ og Líffræðistofnunar heldur Marc D. Abrams, prófessor við Pennsylvania State University, fyrirlestur sem fer fram á ensku á morgun í stofu G-6 á Grensásvegi 12, kl. 12. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Fyrsta Liebherr-jarðýtan afhent

MERKÚR hf. afhenti nýlega fyrstu Liebherr-jarðýtuna sem fyrirtækið selur frá því það tók formlega við umboðinu fyrir Liebherr-jarðvinnuvélar í byrjun þessa árs. Fyrir var Merkúr hf. með umboð fyrir flestar framleiðslueiningar Liebherr, s.s. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 311 orð

Fyrsti veikindadagur launalaus?

GUNNAR Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, telur að ef við tækjum upp danska kjarasamninga hér á landi gæti það haft í för með sér umtalsverðar launahækkanir. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Girðing reist við klettana í öryggisskyni

RANNSÓKN á tildrögum banaslyss sem varð þegar karlmaður á þrítugsaldri féll fram af klettum við veitingahúsið Svörtuloft á Hellissandi í´ síðustu viku stendur yfir hjá lögreglunni á Ólafsvík. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 265 orð

Hátt í 700 milljóna tap á tveimur árum

Á STJÓRNARFUNDI í Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sl. föstudag var m.a. farið yfir ársreikninga dótturfyrirtækja OR. Í bókun sjálfstæðismannanna Björns Bjarnasonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem sitja í stjórn OR, segir að rekstrartap Línu. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Heimasíða fyrir blinda og sjónskerta

AÐALFUNDUR Blindrafélagins fór fram í gær en við það tilefni opnaði Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra nýja heimasíðu félagsins. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Hlustað á Geysi

"ÉG HLUSTA stundum á Geysi. Maður heyrir svona dynki áður en hann gýs. Stundum á maður fótum sínum fjör að launa, maður verður að vera snöggur til," segir Már Sigurðsson, eigandi Hótels Geysis í Haukadal. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

ÍAV og Ístak saman í útboði í fyrsta sinn

ÍSLENSKIR aðalverktakar, ÍAV, og Ístak taka í fyrsta sinn þátt saman í útboði þegar tilboð verða opnuð 5. júní nk. hjá Landsvirkjun í þrjá verkþætti Kárahnjúkavirkjunar. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 171 orð

Í "spyrnu" á Fiskislóð

LÖGREGLAN í Reykjavík fékk ábendingu frá borgara um að menn væru í svokallaðri spyrnu á bílum sínum á Fiskislóð á Granda um tvöleytið aðfaranótt laugardags. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Könnuðu blóðfitu og blóðþrýsting

LAUGARDAGINN 3. maí sl. fór fram mæling á blóðfitu- og blóðþrýstingi í safnaðarheimilinu Ólafsvík á vegum Félags hjartasjúklinga á Vesturlandi, Landssamtaka hjartasjúklinga og heilsugæslunnar í Ólafsvík. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Landsmót í skólaskák

ÚRSLITAKEPPNI 25. Landsmóts í skólaskák í Vestmannaeyjum lýkur í dag. Það er Skákskóli Íslands í samvinnu við Skákfélag Vestmannaeyja sem sér um mótið. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Lóð Ísaksskóla sópuð og snyrt

FORELDRAR og nemendur í Ísaksskóla tóku til hendi í gær við hreinsun og snyrtingu skólalóðarinnar. Unnu þar margar hendur létt verk og máttu ungir sem aldnir vera ánægðir með dagsverkið. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Málar og spilar í frístundum

"ÞETTA var mjög vel heppnað og skemmtilegt í alla staði," sagði Ásdís Jónsdóttir en um 150 sóttu listakonuna heim þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í félagsheimilinu Sævangi hinn 16. apríl. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 219 orð

Meistaranám á Bifröst samþykkt

TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráðherra og Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, skrifuðu fyrir helgi undir samning um viðurkenningu ráðuneytisins á meistaranámi við skólann. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 180 orð

Segir útvarpslög brotin daglega

ÞORSTEINN Þorsteinsson, forstöðumaður markaðssviðs Ríkisútvarpsins, segir að útvarpslög séu daglega brotin á Íslandi. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Setja upp sjórekið fjarskiptamastur

FÉLAGAR úr björgunarsveitinni Víkverja í Vík í Mýrdal voru í óðaönn að reisa fjarskiptamastur við björgunarsveitarskýlið í Vík í gær en að sögn Reynis Ragnarssonar, björgunarsveitarmanns í Víkverja, standa vonir til að fjarskipti muni batna til muna með... Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Sjóbjörgunaræfing í Hvalfirðinum

BJÖRGUNARSVEITIN Ársæll í Reykjavík og á Seltjarnarnesi hélt umfangsmikla sjóbjörgunaræfingu í Hvalfirðinum í gær. Í henni tóku þátt um 120 manns og voru tuttugu bátar og tvær þyrlur notuð við æfingarnar. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 290 orð

Sprungur í loftskrúfu

RANNSÓKNARNEFND flugslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að loftskrúfa flugvélarinnar TF-ULF sem brotnaði á flugi vélarinnar við Dagverðarnes í Dalasýslu í fyrrasumar, hafi brotnað vegna þess að málmþreytusprunga hafi myndast frá galla undir yfirborði... Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 124 orð

Styrkir úr Fornleifasjóði

STJÓRN Fornleifasjóðs hefur nýlega lokið fyrstu úthlutun. Hlutverk hans er að stuðla að varðveislu og rannsóknum á fornleifum og forngripum. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Styrkir veittir til sálfræðirannsókna

VEITT var úr Minningar- og vísindasjóði Arnórs Björnssonar í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Skólabæ, 6. maí sl. Styrkinn hlaut Eiríkur Örn Arnarson, klínískur sálfræðingur, fyrir rannsóknarverkefni um forvarnir gegn þunglyndi hjá ungu fólki. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 148 orð

Sumarferðir Félags eldri borgara í Reykjavík

NÚ eru að hefjast sumarferðir á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík. Vegna sífellt vaxandi vinsælda hefur ferðum fjölgað stöðugt og hafa í nokkur ár verið farnar um 20 ferðir á sumri, bæði dagsferðir og lengri ferðir undir stjórn reyndra fararstjóra. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Sölusýning í leikskólanum Lækjarbrekku

ÞAÐ hefur verið handagangur í öskjunni á leikskólanum Lækjarbrekku undanfarna daga þegar hátt í þrjátíu börn sem þar dvelja voru að leggja lokahönd á vorsýningu sína. Sýningin var haldin á kosningadaginn þann 10. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 99 orð

Tölvubúnaður sem breytir augnlit

THORARENSEN Lyf sem er umboðsaðili FreshLook-litalinsa á Íslandi hélt kynningarkvöld í samvinnu við No Name sl. miðvikudag. Um 150 gestir mættu í höfuðstöðvar Lífs hf. og skoðuðu það nýjasta í lituðum linsum og förðun. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Undirritun verksamnings - nýtt ómskoðunartæki

HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðherra, Jón Kristjánsson, hefur undirritað verksamning við fyrirtækið Kjöl ehf. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 36 orð

Útskrifuð úr leiklistardeild LÍ Í Morgunblaðinu...

Útskrifuð úr leiklistardeild LÍ Í Morgunblaðinu í gær var sagt að Ilmur Stefánsdóttir hefði útskrifast úr Leiklistarskóla Íslands. Leiklistarskólinn var lagður niður árið 2000 og útskrifaðist Ilmur því úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Veiddi mink á flugu

TVEIR félagar sem héldu til sjóbirtingsveiða í Fitjaflóði í Grenlæk 11.-13. maí sl. lentu í óvæntum veiðiskap. Meira
18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 164 orð

Þakka vinnu ASÍ að velferðarmálum

Verkalýðsfélag Borgarness samþykkti nýlega ályktun á aðalfundi sínum þar sem þökkuð er mikil og góð vinna Alþýðusambands Íslands við að greina stöðu velferðarmála þjóðarinnar, eins og það er orðað. Meira

Ritstjórnargreinar

18. maí 2003 | Leiðarar | 255 orð

23.

23. Meira
18. maí 2003 | Staksteinar | 360 orð

- "Svona lagað verður alltaf að leiðrétta"

Verð á landbúnaðarvörum hefur lengi verið eitt helsta umkvörtunarefni íslenskra neytenda. Upp á síðkastið hefur verð, ekki síst á kjötafurðum, lækkað verulega vegna stóraukinnar samkeppni á þessum markaði. Meira
18. maí 2003 | Leiðarar | 2378 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

Viku bókarinnar lauk fyrir skömmu, en hún er orðin árviss viðburður í menningarlífi þjóðarinnar og hefst á afmælisdegi Halldórs Laxness, 23. apríl, sem reyndar ber upp á þann dag er Sameinuðu þjóðirnar hafa gert að alþjóðlegum degi bókarinnar. Meira
18. maí 2003 | Leiðarar | 528 orð

Skref í rétta átt

Hinn 1. júlí nk. taka gildi lög, sem sett voru á Alþingi í vetur um að yfirtökuskylda í skráðum félögum skapist þegar tiltekinn aðili ráði yfir 40% hlut í fyrirtæki, en fyrri lagaákvæði voru miðuð við 50% hlut. Þessar breytingar eru skref í rétta átt. Meira

Menning

18. maí 2003 | Tónlist | 809 orð

Abba betri heima í stofu

West End-hópurinn, sönghópurinn Elektravox, hrynsveit og Sinfóníuhljómsveit Íslands fluttu tónlist hljómsveitarinnar ABBA í útsetningum Martins Yates. Föstudag kl. 19.30. Meira
18. maí 2003 | Fólk í fréttum | 432 orð | 1 mynd

Á einlægu tali við fólkið í sviðsljósinu

JÓN Ársæll er nú að ljúka öðru ári þáttaraðar sinnar, Sjálfstætt fólk , sem notið hefur mikilla vinsælda allt frá því hún hóf göngu sína fyrir tveimur árum. Meira
18. maí 2003 | Menningarlíf | 294 orð | 1 mynd

Ástaróbó og kontrafagott í Gerðubergi

Dagur hljóðfærisins verður haldinn í Gerðubergi í sjötta sinn í dag, sunnudag, og heiðrar í þetta sinn þá tvíblöðunga óbó og fagott. Dagurinn er samvinnuverkefni Félags íslenskra tónlistarmanna og Gerðubergs. Meira
18. maí 2003 | Fólk í fréttum | 91 orð | 1 mynd

Gamall og góður!

GAMLI hippinn hann Bob Dylan lætur á sér kræla eftir nokkurt hlé, með diskinum Desire , sem var upphaflega gefinn út '76. Meira
18. maí 2003 | Fólk í fréttum | 111 orð | 1 mynd

Grahamsleysi!

ÍSLANDSVINURINN með lubbann, Damon Albarn og félagar hans í Blur koma sterkir inn í 9. sæti með nýju plötuna Think Tank . Meira
18. maí 2003 | Fólk í fréttum | 63 orð

*HAFNARHÚS Tískusýning í porti Listasafns Reykjavíkur...

*HAFNARHÚS Tískusýning í porti Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu kl. 16 á vegum fyrsta- og annars árs nema í textíl- og fatahönnun hjá LHÍ. *VÍDALÍN Fimmta herdeildin spilar í kvöld. Sveitin er nýkominn frá St. Meira
18. maí 2003 | Fólk í fréttum | 950 orð | 2 myndir

Hljóðlátur byltingarmaður

Kanadamaðurinn Tim Hecker er framarlega í flokki þeirra sem eru að endurskapa raftónlistina og færa hana nær nútímatónlist. Hann sendi frá sér nýja plötu um daginn sem byggist meðal annars á upptökum frá daglegu lífi í hafnarborg í Hondúras. Meira
18. maí 2003 | Menningarlíf | 45 orð

Í dag

Ráðhús Ölfuss, Selfossi kl. 20 Jón Óskar Guðlaugsson trompetleikari heldur 8. stigs tónleika og eru þeir hluti af prófi hans frá Tónlistarskóla Árnesinga. Undirleikari er Jörg Sondermann. Meira
18. maí 2003 | Menningarlíf | 453 orð | 1 mynd

Í spor líkfylgdar Jóns Arasonar

VORIÐ 1551 riðu þrjátíu menn að norðan að til þess að sækja lík Jóns Arasonar og sona hans, sem höfðu verið hálshöggnir við Skálholt 7. nóvember 1550. Meira
18. maí 2003 | Fólk í fréttum | 96 orð | 1 mynd

LEIKKONAN Nicole Kidman á um þessar...

LEIKKONAN Nicole Kidman á um þessar mundir vingott við rappstjörnuna Q-Tip , sem er þekktur fyrir veru sína í A Tribe Called Quest. Meira
18. maí 2003 | Fólk í fréttum | 502 orð | 2 myndir

Lífið heldur áfram - í gleði og í sorg

Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ fara fram nokkuð sérstæðir styrktartónleikar á Gauki á Stöng þar sem fram koma hljómsveitirnar Tvö dónaleg haust, Sign, Heimilistónar, Amos og Land og synir Sigfús Ólafsson, trymbill Tveggja dónalegra hausta, missti skiptinemabróður... Meira
18. maí 2003 | Leiklist | 535 orð

Martraðir og draumar, höfuðhögg og ljóð

Höfundar og leikstjórar: Hugleikarar. Sýnt í Kaffileikhúsinu 26. apríl. Meira
18. maí 2003 | Menningarlíf | 1494 orð | 1 mynd

Með betlistaf í vel byggðum húsum

Leikfélag Akureyrar sagði í vetur upp öllum starfsmönnum sínum og að óbreyttu stefnir í að starfsemi leikhússins leggist af í lok leikársins. Meira
18. maí 2003 | Menningarlíf | 53 orð

Myndlistar-uppboð á Sögu

GALLERÍ Fold stendur fyrir listmunauppboði í Súlnasal Hótels Sögu í kvöld kl. 20. Boðin verða upp 108 verk af ýmsum toga, þar á meðal óvenju mörg verk gömlu meistaranna. Verkin eru til sýnis í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16, frá kl. 12-17. Meira
18. maí 2003 | Fólk í fréttum | 60 orð | 1 mynd

Pottþétt Birgitta!

SÖLUHÆSTA geislaplatan þessa vikuna, enn og aftur, var Pottþétt 31. Meira
18. maí 2003 | Menningarlíf | 481 orð | 1 mynd

"Þægilegt að syngja á latínu"

DRENGJAKÓR Neskirkju heldur vortónleika kl. 15.00 í dag í kirkjunni sinni. Meðal verka á efnisskránni eru ný verk, eftir Szymon Kuran og Hildigunni Rúnarsdóttur. Meira
18. maí 2003 | Fólk í fréttum | 73 orð | 1 mynd

Slagsmálatónlist!

TÓNLISTIN við framhaldskvikmyndina Matrix -Endurhlaðið ("Matrix Reloaded") kemst í 11. sæti. Meira
18. maí 2003 | Fólk í fréttum | 527 orð | 2 myndir

Strippað í stúdíóinu

HANN heitir Jochen Naaf, er 27 ára Dortmundarbúi sem svarar í símann með þýðum og glaðværum þýskum hreim þegar blaðamaður slær á þráðinn. Meira
18. maí 2003 | Fólk í fréttum | 499 orð | 3 myndir

SÖNGVARI Brotherhood Of Man , Martin...

SÖNGVARI Brotherhood Of Man , Martin Lee , og Katrina Leskanich , söngkona Katrina and the Waves , gera lítið úr Evróvisjón og telja keppnina vera leiðinlegt sjónvarpsefni. Meira
18. maí 2003 | Menningarlíf | 1867 orð | 6 myndir

Tónmenntaskóli Reykjavíkur 50 ára

Tónmenntaskóli Reykjavíkur fagnar fimmtíu ára afmæli sínu um þessar mundir. Skólastjórinn, Stefán Edelstein, hefur jafnframt gegnt starfi sínu í fjörutíu ár. Hann segir Bergþóru Jónsdóttur hér frá skólanum sem faðir hans stofnaði og kennslunni, nemendunum og frá þeirri góðu tilfinningu að horfa yfir sviðið á Sinfóníutónleikum og sjá gamla nemendur að störfum - sjá að fræjunum sem sáð var þegar þetta fólk var sex eða sjö ára var ekki illa varið. Meira
18. maí 2003 | Menningarlíf | 69 orð | 1 mynd

Vel látið af verkum íslenskra tónskálda

TÓNLEIKAR Rutar Ingólfsdóttur, fiðluleikara, og Gerrit Schuil, píanóleikara, voru haldnir í sal Norræna hússins í New York sl. þriðjudagskvöld. Á efnisskrá voru m.a. verk eftir Jón Nordal og Karl O. Runólfsson. Meira
18. maí 2003 | Fólk í fréttum | 89 orð | 1 mynd

...viðtali við Guðna Bergsson

LOGI Bergmann Eiðsson tekur knattspyrnukappann Guðna Bergsson tali í þættinum Tár, bros og takkaskór , sem sýndur er í kvöld. Meira

Umræðan

18. maí 2003 | Aðsent efni | 534 orð | 1 mynd

Alþjóðlegi safnadagurinn - Söfn og vinir

ALÞJÓÐARÁÐ safna (International Council of Museums ICOM) hefur starfað frá árinu 1946. Ráðið lætur til sín taka á alþjóðavettvangi þegar þurfa þykir. Meira
18. maí 2003 | Aðsent efni | 1950 orð | 1 mynd

Bréf til formanns!

KÆRI Sigurbjörn Sveinsson. Eftir viðtal við þig sem formann Læknafélags Íslands, er birtist í Morgunblaðinu 9. Meira
18. maí 2003 | Aðsent efni | 1241 orð | 1 mynd

Daggjöld til öldrunarheimila - endurskoðunar er þörf

DAGGJÖLD til hjúkrunarheimila eru einhliða ákvörðuð af heilbrigðisráðuneytinu og er m.a. haft til hliðsjónar svokallað RAI-mat sem gert er á íbúum heimilanna. Meira
18. maí 2003 | Aðsent efni | 177 orð | 1 mynd

Forðumst glundroða!

SÚ umræða sem hefur skapast að loknum alþingiskosningum um að Ingibjörg Sólrún eigi að taka við formennsku í Samfylkingunni af Össuri Skarphéðinssyni er hávær þessa dagana. Meira
18. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 316 orð

Í Foldaskóla er dansað til fyrirmyndar

ÉG er faðir sjö ára drengs í fyrsta bekk í Foldaskóla. Fimmtudaginn 15. maí kom minn maður heim úr skólanum um kl. 16 og tilkynnti mér að fyrir dyrum stæði danssýning nemenda, allir væru velkomnir og sýningin hæfist kl. 23:30. Meira
18. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 412 orð | 4 myndir

Kannast einhver við fólkið á myndunum?

Kannast einhver við fólkið á myndunum? MYNDIRNAR munu hafa verið í eigu konu sem bjó í Reykjavík u.þ.b. á árunum 1915-1945 og var ættuð úr Landsveit í Rangárvallasýslu. Meira
18. maí 2003 | Aðsent efni | 344 orð | 1 mynd

Réttur sjávarjarða

FYRIR 1100 árum flýðu forfeður okkar hingað til lands, undan kvóta og þjóðlendulögum Haraldar hárfagra. Fljótlega eftir landnám var landinu skipt upp í bújarðir. Hver beitijörð varð að geta framfleitt ákveðinni stærð af fjölskyldu. Meira
18. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 352 orð | 1 mynd

Tónlistar- og ráðstefnuhús í stjórnarsáttmála

ÁTTUNDA maí síðastliðinn var haldinn fundur í þröngri og loftlausri kaffistofu Sinfóníuhljómsveitar Íslands með fulltrúum stjórnmálaflokka. Meira
18. maí 2003 | Aðsent efni | 427 orð | 1 mynd

Virkjun vindafls

ÍSLENDINGAR ráða yfir miklu magni nýtanlegrar og umhverfisvænnar orku. Nýting vatnsafls og jarðhita hefur stuðlað að hagsæld þjóðarinnar undanfarna áratugi. Skynsamleg nýting þessara náttúruauðlinda er sjálfsögð og nauðsynleg í nútíma þjóðfélagi. Meira

Minningargreinar

18. maí 2003 | Minningargreinar | 2087 orð | 1 mynd

HÁKON MAGNÚSSON

Hákon Magnússon fæddist í Reykjarfirði 30. desember 1930. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut að kvöldi föstudagsins 9. maí síðastliðins. Foreldrar hans voru Magnús Hákonarson bóndi, f. á Reykhólum í Reykhólasveit 4. maí 1899, d. 24. Meira  Kaupa minningabók
18. maí 2003 | Minningargreinar | 615 orð | 1 mynd

HÖGNI JÓNSSON

Högni Jónsson fæddist í Sveinshúsi á Flateyri við Önundarfjörð 20. maí 1923. Hann varð bráðkvaddur 25. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Tómasdóttir húsfreyja, f. 1881, d. 1963, og Jón R. Sveinsson bóndi á Hvilft við Önundarfjörð, f. Meira  Kaupa minningabók
18. maí 2003 | Minningargreinar | 410 orð | 1 mynd

STEFANÍA JÓNASDÓTTIR

Stefanía Jónasdóttir fæddist á Smáragrund á Jökuldal 11. maí 1939. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrarkirkju 13. maí. Meira  Kaupa minningabók
18. maí 2003 | Minningargreinar | 1218 orð | 1 mynd

VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON

Vilhjálmur Vilhjálmsson (Wilfried Hans-Günther Steinmüller) fæddist í Neustadt í Slésvík-Holstein í Þýskalandi 2. október 1944. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 7. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 22. apríl. Meira  Kaupa minningabók
18. maí 2003 | Minningargreinar | 1204 orð | 1 mynd

ÞRÁINN LÖVE

Þráinn Löve fæddist í Reykjavík 10. júlí 1920. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar Þráins voru S. Carl Löve, skipstjóri og vitavörður í Hornbjargsvita, f. 31. janúar 1876, d. 2. ágúst 1952, og kona hans Þóra G. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

18. maí 2003 | Ferðalög | 141 orð | 1 mynd

Á flugi yfir Íslandi

Í byrjun desember kom út ný og endurbætt útgáfa af geisladiski Landmælinga Íslands, "Á flugi yfir Íslandi". Á honum er þrívíddarmynd af landinu í raunlitum sem hægt er að fljúga yfir og skoða frá mismunandi sjónarhornum. Meira
18. maí 2003 | Ferðalög | 202 orð | 3 myndir

Ísland Hótel Örk býður Sumarlykil Hótel...

Ísland Hótel Örk býður Sumarlykil Hótel Örk hefur ákeðið að bjóða upp á svokallaðan Sumarlykil í sumar. Hann felur í sér gistingu, morgunverð af hlaðborði og þríréttaðan kvöldverð á 7.250 krónur. Aukagjald fyrir börn 6-12 ára er 1. Meira
18. maí 2003 | Ferðalög | 191 orð | 2 myndir

Leirlist og kaffibolli

Í Miðgarði á Selfossi er búið að opna allsérstakt kaffihús í kjallaranum, Eldstó Café & Hús leirkerasmiðsins. Kaffihúsið er nefnilega hluti af leirkeraverkstæði hjónanna Þórs Sveinssonar leirkerasmiðs og Guðlaugar Helgu Ingadóttur leirlistakonu. Meira
18. maí 2003 | Ferðalög | 390 orð | 1 mynd

Ódýr gisting í London

London er spennandi borg að sækja heim en gisting á stórum og þekktum hótelum í miðborginni er of dýr fyrir suma. Það þarf þó ekki að leita lengi til að finna gistingu í borginni sem getur bæði verið spennandi og hagkvæm. Meira
18. maí 2003 | Ferðalög | 77 orð | 1 mynd

Rokkað í Vín í sumar

Stór nöfn í poppheiminum ætla að heiðra Vínarbúa með tónleikahaldi í sumar. Flestir tónleikanna fara fram á Ernst Happel-leikvanginum sem kenndur er við þekktasta knattspyruþjálfara þeirra Austurríkismanna. Meira
18. maí 2003 | Ferðalög | 502 orð | 2 myndir

Veiðivatn Puccinis

Ítalska tónskáldið Giacomo Puccini var ekki aðeins tónsnillingur, hann var einnig mikill veiðimaður. Í húsi Puccinis við Massaciuccoli-vatn í Toskana er safn til minningar um hann. Helgi Þorsteinsson sigldi um vatnið, skoðaði haglabyssur og leitaði árangurslaust að afkomendum tónskáldsins. Meira
18. maí 2003 | Ferðalög | 437 orð | 3 myndir

Ævintýraleg stund í Bjarnarflagi

Í fyrrasumar fór Guðmunda Ólafsdóttir með fjölskyldu og vinum á Mývatn. Hún lenti í óvæntri uppákomu í Bjarnarflagi sem stundum er kallað Bláa lón norðursins. Meira

Fastir þættir

18. maí 2003 | Árnað heilla | 32 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 18. maí, er áttatíu og fimm ára, Helga Stefánsdóttir, Víðilundi 24, Akureyri, hún verður stödd á heimili dóttur sinnar í Borgarnesi og fagnar afmælinu með... Meira
18. maí 2003 | Fastir þættir | 351 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÁRIÐ 1975 stóð Cavendish-klúbburinn í New York fyrir alþjóðlegu boðsmóti með umtalsverðum peningaverðlaunum. Meira
18. maí 2003 | Dagbók | 132 orð

Eivind Fröen með hjónanámskeið

FJÖLSKYLDURÁÐGJAFINN Eivind Fröen kemur til landsins þessa helgi eftir nokkurra ára hlé. Margir þekkja hann vegna hjóna- og fjölskyldunámskeiðanna sem hann kenndi á víðs vegar um land fyrir nokkrum árum. Meira
18. maí 2003 | Dagbók | 203 orð | 1 mynd

Háteigskirkja.

Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Árbæjarkirkja. Sunnudagur: Æskulýðsfélagið Lúkas með fund í safnaðarheimilinu kl. 20.00. Fella- og Hólakirkja. Kl. 13.00-15.30. Meira
18. maí 2003 | Dagbók | 70 orð

ÍSLAND

Ísland, farsældafrón og hagsælda, hrímhvíta móðir! Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin bezt? Allt er í heiminum hverfult, og stund þíns fegursta frama lýsir sem leiftur um nótt langt fram á horfinni öld. Meira
18. maí 2003 | Fastir þættir | 733 orð | 1 mynd

Kirkjan til fólksins

Sumt fólk vill hvergi annars staðar giftast en í kirkjunni sinni, en aðrir líta gjarnan út fyrir veggi musteranna. Sigurður Ægisson rifjar í dag upp blaðagrein, sem fjallar um þá hluti. Meira
18. maí 2003 | Dagbók | 479 orð

(Rómv. 12, 14.)

Í dag er sunnudagur 18. maí, 138. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Blessið þá, er ofsækja yður, blessið þá, en bölvið þeim ekki. Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum. Meira
18. maí 2003 | Fastir þættir | 153 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. d4 e6 2. c4 Bb4+ 3. Bd2 Bxd2+ 4. Rxd2 Rc6 5. Rgf3 d6 6. e4 Rf6 7. Bd3 0-0 8. 0-0 e5 9. d5 Rb4 10. Be2 a5 11. a3 Ra6 12. b4 Bg4 13. Db1 c5 14. b5 Rc7 15. h3 Bxf3 16. Bxf3 g6 17. Dd3 Rce8 18. g3 Rg7 19. Bg2 Rfh5 20. f4 exf4 21. gxf4 Dh4 22. Df3 f5 23. Meira
18. maí 2003 | Fastir þættir | 355 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

EKKI er annað hægt að segja en að uppistandið í kringum landsliðið í knattspyrnu síðan það tapaði vináttuleik gegn Finnum í Helsinki á dögunum hafi vakið athygli - Víkverja og annarra knattspyrnuáhugamanna. Meira

Sunnudagsblað

18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 2186 orð | 1 mynd

Alltaf á tánum

Hvað fær nær menntunarlausan tvítugan sveitapilt til að taka sig upp úr sveitinni og fikra sig áfram í rekstri í Reykjavík? Anna G. Ólafsdóttir dreypti á sítrónutei með Erni Svavarssyni, framkvæmdastjóra Heilsu ehf., og forvitnaðist um upphaf og uppgang fyrirtækisins sem á 30 ára afmæli um þessar mundir. Meira
18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 2628 orð | 1 mynd

Danska leiðin gæti skilað töluverðri launahækkun

Til eru menn sem vinna að því allt árið um kring að bæta lífskjör okkar hinna. Pétur Blöndal talaði við Gunnar Pál Pálsson, formann VR, sem hefur nýstárlegar hugmyndir um sjúkrasjóði, orlofsdaga og aðkomu stéttarfélaga að stjórnum fyrirtækja. Meira
18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 236 orð | 1 mynd

Dauðinn og skatturinn

Félagsmönnum hefur fjölgað í VR upp í 20 þúsund, en á sama tíma er minna um að þeir sæki fundi sem boðað er til. Til að bregðast við því hefur VR annars vegar farið þá leið að auglýsa og þannig fært fundina heim í stofu félagsmanna. Meira
18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 3046 orð | 2 myndir

Drottning í einn dag

Þegar unglingsstúlkan Sandra Kim stóð í fljóðljósum Evróvisjón-keppninnar árið 1986, sat sjö ára Húsavíkurhnáta við sjónvarpið sitt og sagði stundarhátt: "Ó, hvað væri gaman að fá að syngja þarna..." Draumur Birgittu Haukdal rætist á laugardaginn. Sigurbjörg Þrastardóttir hleraði hjartslátt söngkonunnar./B2 Meira
18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 3046 orð | 1 mynd

Drottning í einn dag

Þegar unglingsstúlkan Sandra Kim stóð í fljóðljósum Evróvisjón-keppninnar árið 1986, sat sjö ára Húsavíkurhnáta við sjónvarpið sitt og sagði stundarhátt: "Ó, hvað væri gaman að fá að syngja þarna..." Draumur Birgittu Haukdal rætist á laugardaginn. Sigurbjörg Þrastardóttir hleraði hjartslátt söngkonunnar./B2 Meira
18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 36 orð | 1 mynd

Einkunnagjöf vína byggist á heildstæðu mati...

Einkunnagjöf vína byggist á heildstæðu mati á gæðum, upprunaeinkennum og hlutfalli verðs og gæða. Vín getur fengið að hámarki 20 stig í einkunn. Ef um mjög góð kaup er að ræða er vínið merkt með... Meira
18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 313 orð | 1 mynd

Flokkunum blandað

Töluverð breyting hefur orðið á uppröðum vína í þeim vínbúðum, sem bjóða upp á sérlistavín, þ.e. verslununum á Stuðlahálsi og í Kringlunni. Meira
18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 198 orð | 1 mynd

Himinninn yfir Húsavík

BIRGITTA Haukdal er fædd og uppalin á Húsavík. Hún talar hlýlega um heimabæinn þar sem hún bjó til 18 ára aldurs og kveðst oft fara þangað til þess að endurnýja orkuna og hitta fjölskyldu og vini. "Það var yndislegt að alast upp á Húsavík. Meira
18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 1738 orð | 5 myndir

Hin heilaga þrenning

"Það er ein leið til að bjarga borginni okkar. Neo." Orð að sönnu - ef þú trúir á Matrix-bókstafinn og sannfæringu Morpheusar, þessa nýjustu og heilögustu ritningu bíóáhangenda um heim allan. Innsiglið var rofið á annarri bókinni í hinni heilögu Matrix-þrenningu fyrir helgi og nú bítast hinir heittrúuðu um að vera fyrstir til að drekka í sig boðskapinn. Skarphéðinn Guðmundsson fór í pílagrímsför til Mekka bíómyndanna, Cannes, og hlýddi þar á orð lærisveina Wachowski-bræðra. Meira
18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 2424 orð | 10 myndir

Híbýli helgra manna

Á Skriðuklaustri bjuggu og störfuðu munkar af Ágústínusarreglu í sextíu ár. Snögg siðaskiptin bundu enda á bænir þeirra. Rústir híbýla þeirra eru þó vel varðveittar, og geyma sterkar vísbendingar um bókagerð. Gunnar Hersveinn fylgdist með hópi sem rýndi í minjar munkanna: "Hvernig er fornleifarannsókn framkvæmd, hvaða aðferðir eru notaðar og hvernig ber hópurinn sig að?" Meira
18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 413 orð | 3 myndir

Hættur veiðiskap í Heiðarvatni eftir 50 ár?

GÚSTAF Gústafsson blikksmiður er 75 ára og hefur stundað veiðiskap í Heiðarvatni í Mýrdal í rúma hálfa öld. Meira
18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 268 orð | 1 mynd

Kjúklingurinn hans Alibab

Þessa uppskrift fann ég á sínum tíma í sænskri matreiðslubók frá áttunda áratugnum og var rétturinn þar kenndur við "Alibab" sem sagður var hafa verið þekktur matgæðingur í París á þriðja áratugnum. Meira
18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 156 orð

Kristni-

Síðastliðið sumar einkenndist m.a. af því að óvenjumikið var um fornleifauppgröft á landinu. Meginástæðan var úthlutun úr Kristnihátíðarsjóði, en hann var stofnaður af Alþingi til að minnast þess að 1. Meira
18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 216 orð

Saga og menning

Skriðu í Fljótsdal er ekki getið í fornritum, og raunar fer engum sögum af staðnum fyrr en klaustur var stofnað þar laust fyrir aldamótin 1500. Hér á landi störfuðu tvær klausturreglur í kaþólskum tíma; Benediktsregla og Ágústínusarregla. Meira
18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 381 orð | 2 myndir

Sinnepið frá Dijon

Meðlæti með mat þarf ekki að vera flókið. Þetta hafa Frakkar ávallt vitað og þótt frönsk matargerð sé oft einstaklega flókin getur franska heimilismatargerðin verið ótrúlega einföld. Það sem mestu máli skiptir er að hafa réttu hráefnin. Meira
18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 409 orð | 3 myndir

Stellenzicht

Suður-afrísk vín njóta vaxandi vinsælda og framleiðandinn Stellenzicht er eitt þeirra víngerðarahúsa sem menn ættu að gefa gaum. Meira
18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 2986 orð | 7 myndir

Stríðshrjáð Afríkuríki rær lífróður eftir tíu ára hörmungar

Í Sierra Leone, sem af landsins gæðum gæti verið mesta velmegunarríki Afríku, hefur ellefu ára grimmilegt borgarastríð lagt allt mannlíf í rúst. Í kjölfar friðar og frjálsra kosninga vinnur stærsta friðargæslulið SÞ þar nú að víðfeðmri endurreisn. Elín Pálmadóttir fékk að kynnast þessu gífurlega átaki á staðnum. Meira
18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 251 orð | 10 myndir

Sumarið komið á Bakkatjörn

Reykvíkingar hafa sína Reykjavíkurtjörn, en Seltirningar hafa Bakkatjörn, litla náttúruperlu sem iðar af lífi allan ársins hring, en aldrei eins og á vorin og fram eftir sumri. Meira
18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 614 orð | 1 mynd

Sumarnótt í Reykjavík

ÞAÐ er sumarnótt í Reykjavík. Í blíðskaparveðri undir björtum og heiðskírum himni tínast Reykvíkingar til öldurhúsanna í miðbænum. Að finna ferskan andvarann á hörundinu svipar dálítið til þess að borða ferskt og brakandi grænmeti eða drekka kalda mjólk. Meira
18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 2557 orð | 1 mynd

Undirmaður á ekki að máta sig í spor yfirmanns

Einn skipstjórasonur tekur við af öðrum þegar skólameistaraskipti verða við Menntaskólann á Akureyri í sumar. Sá að austan, Tryggvi Gíslason, hættir eftir um það bil þriggja áratuga setu í embætti og við tekur Jón Már Héðinsson, sem er að vestan. Meira
18. maí 2003 | Sunnudagsblað | 1373 orð | 5 myndir

Ævintýri á gönguför

Í afluktum dal í fáförnu fjalllendi fellur úfinn Breiðamerkurjökull inn í Innri-Veðurárdal. Komu þangað hefur verið líkt við að "tjald sé dregið frá í ævintýri". Gerður Steinþórsdóttir gerði sér ferð í Mávatorfu, einstæða tó með hvanngrænum skellum. Meira

Barnablað

18. maí 2003 | Barnablað | 610 orð | 3 myndir

Áfram Birgitta!

Nú eru bara sex dagar þar til Evróvisjónkeppnin hefst í Riga sem er höfuðborg Lettlands (allir að kíkja í landabréfabók!). Meira
18. maí 2003 | Barnablað | 257 orð | 1 mynd

Evrópupartí

Hvernig væri að fá að halda smá Evróvisjónpartí með nokkrum krökkum? Þá er Evrópa auðvitað þema partísins. Nema hvað? Boðskortið er aðalmálið, því í því koma fram allar helstu reglur sem gilda í Evrópupartíinu. Meira
18. maí 2003 | Barnablað | 40 orð | 1 mynd

Móglí sjálfur

Móglí ætti að passa sig, því þar sem hann er að spóka sig í skóginum leynist eiturslanga uppi í tré. Þessa fínu mynd teiknaði Elín Ásta Finnsdóttir 7 ára, Skólavörðustíg 29 í Reykjavík, og fékk verðlaun fyrir í myndlistarkeppni Skógarlífs... Meira
18. maí 2003 | Barnablað | 124 orð | 1 mynd

Og vinningshafarnir eru...

Eins og alltaf þegar við erum með skemmtilega keppni í gangi þurfti dómnefndin að horfa sveitt á alla myndahrúguna sem barst okkur. Meira
18. maí 2003 | Barnablað | 53 orð | 1 mynd

Tónlist

Ég hlusta á tónlist það finnst mér gaman. Stundum koma vinir mínir og þá hlustum við saman. Tónlist er skemmtileg bæði skrýtin og fyndin. Maður raular hana, syngur og hún minnir á vindinn. Já, tónlistin er svo sannarlega mikilvæg í lífi okkar. Meira
18. maí 2003 | Barnablað | 128 orð | 1 mynd

Viltu vinna geisladisk?

Ef svarið er já, þá er geisladiskurinn umræddi auðvitað með Evróvisjónlaginu árið 2003, "Open Your Heart / Segðu mér allt" í flutningi Birgittu yfirpæju. Meira
18. maí 2003 | Barnablað | 313 orð | 6 myndir

Vonandi 1. sæti!

Nafn: Erna Hörn Davíðsdóttir. Aldur: 5 ára. Leikskóli: Sólvellir Seyðisfirði. "Birgitta er uppáhaldssöngkonan mín. Ég á eina Írafársplötu og svo á ég diskinn með Evróvisjónlaginu. Ég hlustaði þrisvar sinnum á lagið í gær, og líka þrisvar í dag. Meira

Ýmis aukablöð

18. maí 2003 | Kvikmyndablað | 1077 orð

Bíóbræðrabönd

Ber er hver að baki nema sér bróður eigi, segir hið fornkveðna og virðist í fullu gildi enn í dag vestur í Hollywood. Þar starfa nú a.m.k. þrjú mikilsmetin bræðrapör við leikstjórn, framleiðslu og handritsgerð. Meira
18. maí 2003 | Kvikmyndablað | 110 orð | 1 mynd

Hollywood endurgerir argentískan hasar

Í NÆSTA mánuði eiga að hefjast tökur vestur í Hollywood á endurgerð argentíska hasarsmellsins Níu drottningar eða Nueve Reinas undir titlinum Criminal . Meira
18. maí 2003 | Kvikmyndablað | 108 orð | 1 mynd

Hollywood kaupir Bollywood

BANDARÍSKA Miramax-fyrirtækið hefur fjárfest í Ameríkuréttinum fyrir Bollywood-stórmynd indversk-breska leikstjórans Gurinder Chadha , en mynd hennar Bend It Like Beckham græddi 11 milljónir dollara í Bretlandi og er nú óvæntur smellur vestra þar sem... Meira
18. maí 2003 | Kvikmyndablað | 58 orð | 1 mynd

Larry og Andy Wachowski

vita nákvæmlega hvað þeir vilja, segir aðalleikari Matrix -þríleiksins, Keanu Reeves . Hann segist hafa fengið handritin að nýju myndunum hálfu ári fyrir tökur og síðan hafi ekkert breyst. "Ekki ein setning hefur breyst ... Ég dáist að þeim. Meira
18. maí 2003 | Kvikmyndablað | 134 orð | 1 mynd

Lenín lifir í þýskum smelli

EINHVER stærsti smellur þýskrar kvikmyndagerðar undanfarin misseri er gamanmyndin Good Bye, Lenin! en þar er gantast með fortíð sameinaðs Þýskalands. Meira
18. maí 2003 | Kvikmyndablað | 950 orð | 1 mynd

Norrænt í nærmynd

Þrátt fyrir að enn eitt skiptið sé umtalað á skrifstofu Norrænu kvikmyndamiðstöðvanna/stofnananna á kvikmyndahátíðinni í Cannes hversu rýr hlutur norrænna mynda á hátíðinni er þá er norræn kvikmyndagerð í nærmynd í aprílhefti fagtímaritsins franska Cahiers Du Cinema sem allir blaðamenn á hátíðinni - a.m.k. fjögur þúsund talsins sem koma hvaðanæva að úr heiminum - fengu í hendurnar með hátíðarpassa sínum. Meira
18. maí 2003 | Kvikmyndablað | 516 orð | 1 mynd

Spurt á la Croisette nr. 55

"Frakkland er land þar sem peningaseðlarnir detta í sundur en engin leið er að rífa af salernispappírnum," sagði Billy heitinn Wilder. Hafi þetta verið rétt einhvern tíma er ekki víst að svo sé enn; a.m.k. frankinn er fokinn ofaní evruginið. Meiri spurning er með salernispappírinn. Þessa dagana fá útsendarar úr alþjóðlegum kvikmyndaheimi svör við henni á Canneshátíðinni. Og vonandi svör við fleiri brennandi spurningum. Meira
18. maí 2003 | Kvikmyndablað | 135 orð | 1 mynd

Ullmann segir Bergman hættan

SÆNSKI snillingurinn Ingmar Bergman , sem fyrir mörgum árum sagðist hættur kvikmyndagerð, kom sem kunnugt er úr þeirri sjálfskipuðu útlegð fyrir skömmu til að leikstýra sjónvarpsmynd eftir eigin handriti sem heitir Sarabande . Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.