Greinar sunnudaginn 7. desember 2003

Forsíða

7. desember 2003 | Forsíða | 124 orð

Aukin bjartsýni í Bandaríkjunum

AUKIN bjartsýni ríkir meðal Bandaríkjamanna um horfur í efnahags- og atvinnumálum. Þessi aukna bjartsýni hefur þau áhrif að aukin ánægja er með störf George W. Meira
7. desember 2003 | Forsíða | 196 orð | 1 mynd

Fékk lífshættulegt ofnæmislost

ÍSLENDINGUR með ofnæmi fyrir æðvængjum, þ.e. geitungum, býflugum eða humlum, var stunginn af geitungi í fyrra og fékk lífshættulegt ofnæmislost en skjót og rétt meðferð varð honum til bjargar. Meira
7. desember 2003 | Forsíða | 112 orð | 1 mynd

Greiði atkvæði um flugskeyti Kínverja

CHEN Shui-bian, forseti Taívans, hefur ákveðið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem landsmenn verði beðnir um að leggja blessun sína yfir þá kröfu að Kínverjar beini eldflaugum sínum ekki lengur að Taívan. Stefnt er að því að halda atkvæðagreiðsluna... Meira
7. desember 2003 | Forsíða | 60 orð | 1 mynd

Klippt og skorið

NÓG hefur verið að gera á hárgreiðslu- og rakarastofum að undanförnu enda vill fólk vera vel til haft um hátíðirnar og í desembermánuði er ævinlega mikið um að vera. Ekki er seinna vænna fyrir þá sem eru enn óklipptir að fara að huga að jólaklippingunni. Meira
7. desember 2003 | Forsíða | 124 orð

Kveikti í fæti í lækningaskyni

HÚSVÖRÐUR í skóla í Suður-Portúgal kveikti í fæti unglings í skólanum, í því skyni að hjálpa unglingnum að ná sér af meiðslum sem hann varð fyrir á skólalóðinni. Meira
7. desember 2003 | Forsíða | 211 orð | 1 mynd

Um 900 fegrunaraðgerðir á hverju ári

GERA má ráð fyrir að um 900 fegrunaraðgerðir séu gerðar hér á landi á ári og skiptast þær á milli átta lýtalækna. Meira
7. desember 2003 | Forsíða | 126 orð

Viðbrögð utan stungustaðar óeðlileg

UNNUR Steina Björnsdóttir, sérfræðingur í ofnæmis- og ónæmislækningum og einn höfundur greinarinnar, segir að ástæða þess að hún birtist nú en ekki að vori sé sú að læknar óttist að fólk sem hafi verið stungið og fengið einkenni hafi ekki áttað sig á því... Meira

Baksíða

7. desember 2003 | Baksíða | 112 orð

Bauð Ítölum til landsleiks á Íslandi

EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, ræddi við Giovanni Trapattoni, landsliðsþjálfara Ítalíu, í Frankfurt í Þýskalandi á fimmtudagskvöldið og bauð honum að koma með landslið sitt til Íslands næsta sumar. Meira
7. desember 2003 | Baksíða | 131 orð

Fatlaðir mæta vel í vinnuna

FATLAÐIR eru sjaldnar veikir en aðrir og mæta betur til vinnu. Fatlaðir hafa oft langa starfsreynslu hjá sama fyrirtæki. Þeir eru tryggir vinnuveitendum sínum. Um þetta var talað á þingi um mál fatlaðra í liðinni viku. Meira
7. desember 2003 | Baksíða | 68 orð | 1 mynd

Fimm þúsund snjótittlingar

MÖRG þúsund snjótittlingar voru um daginn við kartöflugarða á Suðurlandi. Bændurnir á bæjunum þar sem garðarnir eru hafa aldrei séð annað eins. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segist aldrei hafa séð annað eins heldur. Meira
7. desember 2003 | Baksíða | 121 orð

Fjöldamorð í Rússlandi

SPRENGING varð í járnbrautarlest í suðurhluta Rússlands í gærmorgun. Talið er að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Að minnsta kosti 40 manns fórust í árásinni. Um 150 særðust. Sprengingin varð um kl. fimm að íslenskum tíma. Meira
7. desember 2003 | Baksíða | 235 orð | 1 mynd

Jákvæðar breytingar á íslensku samfélagi

MIKLAR og jákvæðar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi undanfarin ár að mati Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, en hann ræðir við Árna Þórarinsson í Tímariti Morgunblaðsins í dag. Meira
7. desember 2003 | Baksíða | 108 orð | 1 mynd

Mínus fékk flestar tilnefningar

ÍSLENSKU tónlistarverðlaunin verða afhent á næsta ári í janúar. En fyrst þarf að tilnefna þá sem koma til greina. Það var gert á fimmtudaginn í Borgarleikhúsinu. Þá voru lesin upp nöfn þeirra sem koma til greina. Meira
7. desember 2003 | Baksíða | 129 orð

Mjólkurvörur hækka ekki

VERÐLAGSNEFND búvara hefur tekið sameiginlega ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, breytist ekki um næstu áramót eins og til stóð. Meira
7. desember 2003 | Baksíða | 301 orð | 1 mynd

Ólafur Ingi lék með Arsenal

"ÞETTA var hreint út sagt æðisleg tilfinning og algjör draumur að rætast hjá mér," sagði Ólafur Ingi Skúlason , 20 ára landsliðsmaður í knattspyrnu, eftir að hann fékk fyrsta tækifæri sitt með aðalliði Arsenal - þegar liðið burstaði Wolves,... Meira
7. desember 2003 | Baksíða | 402 orð

"Ég var mjög ákveðin og það bjargaði mér"

KARLMAÐUR um þrítugt réðst á unga konu sem var á morgunskokki í Laugardalnum á níunda tímanum í gærmorgun. Meira
7. desember 2003 | Baksíða | 72 orð | 1 mynd

Tombólubörnum boðið í bíó

ÞESSI börn höfðu sannarlega unnið fyrir bíóferð og poppinu í hléinu því þarna voru á ferðinni tombólubörn Rauða kross Íslands en þau hafa safnað nærri 400 þúsund krónum á árinu. Féð verður notað til að aðstoða fötluð börn í Afganistan. Meira
7. desember 2003 | Baksíða | 71 orð

Tveir teknir ölvaðir á vinnuvélum

LÖGREGLAN á Egilsstöðum stöðvaði tvo starfsmenn á veghefli og jarðýtu á Fljótsdalsheiði síðdegis á föstudag og reyndust báðir mennirnir vera undir áhrifum áfengis. Meira

Fréttir

7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 53 orð

Atvinnuleysi eykst enn

SKRÁÐIR atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun eru nú yfir fimm þúsund eða 5.060 talsins. Þetta er rúmlega 11% fjölgun síðan í lok október, en þá voru 4.535 skráðir atvinnulausir samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 647 orð | 2 myndir

Atvinnuleysi snertir fyrst og fremst manneskjur

ÞEGAR talað er um atvinnuástandið er mikilvægt að muna að þeir sem eru atvinnulausir eru fyrst og fremst manneskjur sem upplifa mikla örvæntingu og eru í mikilli neyð. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 466 orð | 1 mynd

Atvinnuumsóknin

Vel heppnuð atvinnuumsókn er aðgöngumiði í atvinnuviðtal. Þegar umsókn er í góðu samhengi við ferilskrá og dregur fram styrkleika og kosti umsækjanda er hún sterkt vopn í atvinnuleitinni. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

...baðvörður?

JÓNA Þorgeirsdóttir starfar sem baðvörður í kvennaböðum Sundhallar Reykjavíkur. Hún hefur unnið í Sundhöllinni í tvö ár og kann mjög vel við vinnuna sína. "Ég hef umsjón með böðunum, að allir fari í bað áður en þeir fara ofan í. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 583 orð | 4 myndir

Draumastörfin

Á Skólavörðuholtinu er jafnan að finna nokkuð ríkulegt mannlíf. Þar eru Iðnskólinn og Austurbæjarskóli til húsa auk Sundhallarinnar. Í gönguferð um holtið var spjallað við fólkið um draumastörfin. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 77 orð

Dæmdur daginn eftir að hann var tekinn

KARLMAÐUR á sextugsaldri sem tekinn var með tæp 2 kg af hassi í Leifsstöð á fimmtudag var dæmdur í hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Ekið á fjórtán kindur í Hornafirði

EKIÐ var á fjórtán kindur við Haga í Hornafirði um hálfsexleytið á fimmtudaginn. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Eldað með hjálp fartölvu

GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra tók á móti fyrsta eintakinu af nýjum margmiðlunardiski með lambakjötsuppskriftum í verslun Hagkaupa í Smáralind á föstudag. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 487 orð | 1 mynd

Gert ráð fyrir 1.700 manna byggð á Bifröst árið 2025

HALDIÐ var upp á 85 ára afmæli skólans á Bifröst á föstudagskvöldið. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

Greiðari aðgangur að dönskunámi

NORRÆNUDEILD Kaupmannahafnarháskóla og Háskóli Íslands hafa undirritað samning um greiðari aðgang íslenskra nemenda að dönskunámi í Kaupmannahöfn. Samningurinn felur meðal annars í sér að nemendur sem útskrifast með fyrstu einkunn úr B.A. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Grænlenska hreindýrakjötið á leið í verslanir

VINNSLA hófst á föstudag á grænlensku hreindýrakjöti hjá kjötvinnslufyrirtækinu Viðbót ehf. á Húsavík, en landbúnaðarráðuneytið gaf þá út bráðabirgðaleyfi fyrir því að fimm tonn af kjöti yrðu verkuð fyrir innanlandsmarkað. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Hárgreiðslustofan Andromeda í nýtt húsnæði

HÁRGREIÐSLUSTOFAN Andromeda, Iðnbúð 4, Garðabæ, er komin í nýtt og stærra húsnæði og við hefur bæst annar eigandi. Eigendur eru nú Fanney Davíðsdóttir, sem rekið hefur stofuna í rúm 20 ár, og Steinunn Bára Þorgilsdóttir. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 43 orð

Hrossið drapst við höggið

BIFREIÐ var ekið á hross á Snæfellsnesvegi við Ásbrú í Kolbeinsstaðahreppi á föstudagskvöldið. Engin slys urðu á fólki en hrossið drapst við höggið. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 206 orð

Jólafundur Aglow verður haldinn á morgun,...

Jólafundur Aglow verður haldinn á morgun, mánudaginn 8. desember, kl. 20 í Skipholti 70, efri hæð. Fundurinn er opinn fyrir konur og karlmenn. Gestur fundarins verður Friðrik Schram, prestur íslensku Kristskirkjunnar. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Kærleikskúla með mynd Errós

STYRKTARFÉLAG lamaðra og fatlaðra selur Kærleikskúluna sem kemur út í fyrsta sinn nú fyrir jólin. Ætlunin er að ný kúla komi út ár hvert skreytt verkum íslenskra listamanna. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 370 orð

Lítill árangur af bíllausa deginum

ÞEGAR Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlaði að spyrja frekar um kostnaðarliði vegna samgönguviku Reykjavíkurborgar á fundi samgöngunefndar í enda nóvember neitaði Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-listans og formaður... Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 155 orð

Matarhátíð haldin hérlendis í febrúar

MATAR- og skemmtihátíðin "Food and Fun Festival" verður haldin á Íslandi í þriðja sinn dagana 18.-22. febrúar næstkomandi. Hátíðin er haldin í samstarfi við Reykjavíkurborg og er á sama tíma og vetrarhátíð sem borgin stendur fyrir. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 239 orð

Málþing um aðgerðarrými Þriðjudaginn 16.

Málþing um aðgerðarrými Þriðjudaginn 16. desember kl. 13-18 verður málþing á Radisson SAS Hótel Saga undir heitinu "Aðgerðarrými - uppsetning, öryggi og eftirlit". M.a. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 596 orð | 2 myndir

Mjótt á munum

Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur er nýafstaðinn og þar var meiri hasar í stjórnarkjöri en í langan tíma. Þrír nýir menn taka nú sæti í stjórn og voru tveir hinna gömlu felldir í kosningu, en sá þriðji gaf ekki kost á sér. Eiríkur St. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 388 orð | 4 myndir

Nýir starfsmenn Fróða hf.

Steingrímur S. Ólafsson hefur verið ráðinn kynningarstjóri hjá Fróða hf. Markmiðið með ráðningu hans er að efla mjög alla kynningu á blöðum Fróða og fyrirtækinu sjálfu og mun Steingrímur gegna lykilhlutverki í þeirri vinnu. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 72 orð

Perlujól jólahátíð fatlaðra verður haldin í...

Perlujól jólahátíð fatlaðra verður haldin í Súlnasal Hótels Sögu í dag, sunnudaginn 7. desember, kl. 15.30-18. Boðið verður upp á fjölbreytt skemmtiatriði. M.a. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 276 orð | 2 myndir

Rafiðnaðarmenn hækka ört í launum

MEÐALLAUN rafiðnaðarmanna hafa hækkað um 22% frá fyrsta ársfjórðungi 2000 til þriðja ársfjórðungs 2003. Á sama tíma hækkuðu meðallaun iðnaðarmanna um 2%. Viktuð meðalheildarmánaðarlaun rafiðnaðarmanna, þ.e. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Ráðuneytið bíður eftir Hæstaréttardómi

BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra segir að bréf umboðsmanns Alþingis varðandi bótaskyldu til þolenda líkamsárása, sem greint var frá í blaðinu á föstudag, hafi sætt ítarlegi skoðun af hálfu sérfræðinga ráðuneytisins. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 39 orð

Reyndu að brjótast inn í geymslu

LÖGREGLU í Reykjavík barst í fyrrinótt tilkynning um innbrotstilraun við útibú Íslandsbanka í Skútuvogi en þar gerðu þjófarnir tilraun til að brjótast gegnum hurð á geymslunni en þeim tókst ekki að komast inn. Enginn hefur verið handtekinn vegna... Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 275 orð

Segir Eyjamenn tapa hátt í 2.000 tonnum

MAGNÚS Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, gagnrýnir harðlega frumvarp sjávarútvegsráðherra um línuívilnun. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 760 orð | 2 myndir

Spurning um skemmtanagildi og ábyrga spá

"ALLT sem hann segir um veðurspár er rétt en mér finnst allt í lagi að leyfa fólki að vera þátttakendur í því sem við sjáum. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 678 orð | 1 mynd

Stuðningurinn mun minni

Stefán Hreiðarsson fæddist á Akureyri 1947. Tók lækningapróf frá Háskóla Íslands 1974. Stundaði nám í almennum barnalækningum í Bandaríkjunum 1976-79 og í fötlunum barna við Kennedy-stofnunina og John Hopkins-háskólann í Baltimore 1979-82. Er sérfræðingur í fötlunum barna sem undirgrein við barnalækningar og hefur verið forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins frá 1986. Er kvæntur Margréti O. Magnúsdóttur meinatækni, börnin eru þrjú og barnabörnin fjögur. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 650 orð | 1 mynd

Sveigjanleiki nauðsynlegur hjá öllum aðilum

Guðný Harðardóttir, framkvæmdastjóri STRÁ-MRI ráðningarþjónustu, segir ýmislegt vera í spilunum sem atvinnumarkaðurinn hefur ekki enn tekið tillit til. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 202 orð

Utanríkisráðherra áréttar boð Íslands

Á FUNDI utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Brussel áréttaði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra boð ríkisstjórnarinnar um að Ísland taki að sér leiðandi samræmingarhlutverk á flugvellinum í Kabúl í Afganistan frá og með næsta vori. Meira
7. desember 2003 | Innlendar fréttir | 99 orð

Vítisenglar sendir úr landi

MÖNNUNUM fimm sem taldir eru vera í bifhjólasamtökunum Vítisenglum var vísað úr landi í gærmorgun. Meira

Ritstjórnargreinar

7. desember 2003 | Staksteinar | 358 orð

- Lifibrauð forstjóra

Benedikt Jóhannesson rifjar það upp í tímaritinu Vísbendingu að fyrir nokkrum árum notaði fyrirtækið Bónus kjörorðið: "Gróði en ekki græðgi. Meira
7. desember 2003 | Leiðarar | 628 orð

Mannréttindi og hugmyndafræði

Henry Kissingar er einn umdeildasti núlifandi áhrifavaldur mannkynssögunnar. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1973 ásamt Le Duc Tho fyrir að semja um lok stríðsins í Víetnam. Meira
7. desember 2003 | Leiðarar | 2238 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

Bækur um blöð, blaðaútgefendur, ritstjóra og einstaka blaðamenn eru oft mjög skemmtilegar og upplýsandi bækur ekki sízt vegna þess, að þær eru öðrum þræði saga samtíma þess, sem um er fjallað frá svolítið öðrum sjónarhóli en algengast er. Meira

Menning

7. desember 2003 | Fólk í fréttum | 919 orð | 1 mynd

Allt eins og það á að vera

Vatnið með Sálinni og Sinfó er nú komið út á hljóm- og mynddiski. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Guðmund Jónsson um þetta krefjandi verkefni Sálarliða sem verður það síðasta...í bili. Meira
7. desember 2003 | Fólk í fréttum | 340 orð | 2 myndir

Álfar og tröll í sjónrænum búningi

ÚT ER komið nýtt íslenskt myndband þar sem nokkrar þekktar þjóðsögur og kunn íslensk ævintýri hafa verið færð í sjónrænan búning, eins og segir í lýsingu. Meira
7. desember 2003 | Fólk í fréttum | 65 orð

CAFÉ AROMA Kristjana Stefánsdóttir söngkona mun...

CAFÉ AROMA Kristjana Stefánsdóttir söngkona mun ásamt gítarleikaranum Birni Thoroddsen og Jóni Rafnssyni bassaleikara leika nokkra vel valda djass-standarda og jólastemningin verður ekki langt undan. Meira
7. desember 2003 | Fólk í fréttum | 373 orð | 1 mynd

Dótakassinn opnaður

STIKUR er heiti nýrrar plötu sem djassararnir góðkunnu Jóel Pálsson og Sigurður Flosason hafa unnið í sameiningu og er nýkomin út á vegum Smekkleysu. Á plötunni eru frumsamin lög sem bæði eru skrifuð og spunninn. Meira
7. desember 2003 | Fólk í fréttum | 99 orð | 1 mynd

Dulá á toppnum

LANDSSAMTÖK gagnrýnenda í Bandaríkjunum hafa valið Dulá bestu mynd ársins. Clint Eastwood leikstýrir myndinni en í aðalhlutverki er Sean Penn, sem samtökin nefndu einnig besta leikarann. Meira
7. desember 2003 | Fólk í fréttum | 124 orð | 1 mynd

Einn af athyglisverðustu leikstjórum Evrópu

RÆTT er um Dag Kára, leikstjóra Nóa albínóa , sem einn af athyglisverðustu leikstjórum Evrópu um þessar mundir í samantekt á netsíðu hins virta tímarits, Variety . Meira
7. desember 2003 | Fólk í fréttum | 589 orð | 1 mynd

Eitt líf er nóg

Á FIMMTUDAGINN var tilkynnt um tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna. Rokksveitin Mínus varð fengsæl og fékk alls fimm tilnefningar. Þriðja breiðskífa sveitarinnar, Halldór Laxness , hefur enda verið lofuð í hástert innanlands sem utan. Meira
7. desember 2003 | Fólk í fréttum | 61 orð | 1 mynd

Hljómar í 40 ár

HLJÓMARNIR keflvísku eru 40 ára, ef það hefur farið framhjá einhverjum, og til þess að fagna þeim merka áfanga hjá þessari ástsælu rokksveit verður sýnd í Sjónvarpinu heimildarmynd tileinkuð ferli hennar og tónlist. Meira
7. desember 2003 | Fólk í fréttum | 135 orð | 1 mynd

Kanínuhopp í hálfa öld

BANDARÍSKA karlablaðið Playboy heldur upp á hálfrar aldar afmæli sitt um þessar mundir og kom 50 ára afmælisblaðið út í vikunni. Sumir þykjast sjá nokkur aldursmerki á blaðinu, þótt leikfang mánaðarins, Colleen Shannon, sé aðeins 25 ára að aldri. Meira
7. desember 2003 | Bókmenntir | 102 orð | 1 mynd

Leikhús

Tóma rýmið eftir Peter Brook er í þýðingu Silju Bjarkar Huldudóttur. Hún ritar einnig inngang. Ritstjóri er Guðni Elísson. Breski leikstjórinn Peter Brook hefur haft ótvíræð áhrif á vestrænan leikhúsheim. Meira
7. desember 2003 | Fólk í fréttum | 141 orð

Leitin að Nemó (Finding Nemo) Bullandi...

Leitin að Nemó (Finding Nemo) Bullandi sköpunargleði blandast fagmennsku á öllum sviðum, húmorinn er vel heppnaður og ætti að höfða til barna jafnt sem fullorðinna. (H.J.) *** ½ Sambíóin Álfabakka, Kringlunni og Keflavík. Meira
7. desember 2003 | Menningarlíf | 39 orð

Listasafn Árnesinga, Austurmörk kl.

Listasafn Árnesinga, Austurmörk kl. 15 Safnið opnar jólasýningu á verkum Bjarna Kristjánssonar tréútskurðarmanns, Guðrúnar Marinósdóttur textílhönnuðar og verk nemenda úr 6. bekk BES, Barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar. Meira
7. desember 2003 | Menningarlíf | 1434 orð | 2 myndir

Listhatur eða náttúrudýrkun?

Hálf öld er liðin síðan hatrammar deilur urðu um fyrirhugaða uppsetningu höggmyndar Ásmundar Sveinssonar, Vatnsberans, við Lækjargötu í Reykjavík. Meira
7. desember 2003 | Bókmenntir | 33 orð | 1 mynd

Ljóð

Stjörnugarður nefnist ljóðabók eftir Þórarin Torfason. Stjörnugarður er þriðja ljóðabók höfundar sem einnig hefur skrifað skáldsögu og smásögur. Útgefandi er Bókaútgáfan Ylur. Bókin fæst aðeins hjá útgefanda á netfanginu ylur@mi.is. Verð: 1.000... Meira
7. desember 2003 | Fólk í fréttum | 901 orð | 3 myndir

Mesta og merkasta safnið

Merkasta útgáfa á þjóðlaga- og þjóðlegri tónlist vestan hafs, og þótt víðar væri leitað, var Folkways-útgáfa Moses Asch. Tónlistin sem hann hljóðritaði er nú fáanleg hér á landi aftur eftir langt hlé í útgáfu Smithsonian-stofnunarinnar. Meira
7. desember 2003 | Fólk í fréttum | 266 orð | 2 myndir

Stjörnuleitin er mér að kenna

BRESKI kvikmyndaleikstjórinn Alan Parker er á þeirri skoðun að sjónvarpshæfileikakeppnir á borð við Idol-Stjörnuleit og Fame Academy séu stolnar frá mynd hans Fame - og skammast sín mjög fyrir það. Meira
7. desember 2003 | Menningarlíf | 542 orð | 1 mynd

Vil virkja skapandi hugsun áhorfenda

ÁSLAUG Arna Stefánsdóttir opnaði sýninguna Kynsl í Galleríi Skugga um síðustu helgi. Kynsl er fyrsta einkasýning Áslaugar á Íslandi að námi loknu, en hún lauk B.A. gráðu frá The National College of Art and Design í Dublin á Írlandi á síðasta ári. Meira

Umræðan

7. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 660 orð

Af hverju hættirðu ekki að bera út blöðin?

ÉG hef að undanförnu reynt að vekja athygli á stöðu blaðburðarbarna út frá ýmsum sjónarhornum. Í framhaldi af því hefur skapast nokkur umræða um stöðu þeirra og vinnuaðstæður og er það vel. Meira
7. desember 2003 | Aðsent efni | 1454 orð | 1 mynd

Brauð veiti sonum ...

UNDANFARNAR vikur hefur ágæt kona á Akranesi haldið uppi kennslu um íslenskan landbúnað, enda kennari að starfi, öðrum þræði. Meira
7. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 393 orð

Í baðstofu Hallgríms Péturssonar

FYRST kom Davíð með Hallgrím Pétursson og lék fyrsta leikinn í þekktu leikriti um götustrákinn og hinn slynga stjórnmálamann. Meira
7. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 376 orð | 2 myndir

Jólasería frá 1938 LESANDI hafði samband...

Jólasería frá 1938 LESANDI hafði samband við Velvakanda vegna pistils sem birtist um endingargóða jólaseríu frá 1957. Sagðist lesandi hafa unnið hjá fyrirtæki sem hafði umboð fyrir Osram og var að læra þar rafvirkjun. Meira
7. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 396 orð

Savannatríóið og bítlagargið

UNDIRRITAÐUR sendi svolítinn pistil í blaðið um daginn og var þar að rifja upp haustið 1963 og upphaf bítlaæðisins. Þar láðist að nefna til sögunnar Savannatríóið. Svo vill til að upphaf Savannatríósins fellur alveg saman við upphaf bítlaæðisins. Meira
7. desember 2003 | Aðsent efni | 1219 orð | 1 mynd

Sjónarhorn á baráttu samkynhneigðra

Í MORGUNBLAÐINU 10. nóvember skrifar fræðslufulltrúi Samtakana 78 grein um baráttu samkynhneigðra við fordóma í þeirra garð. Eins og oft áður er ítrekaður sá árangur sem náðst hefur í baráttunni og hvatt til aukinnar almennrar umræðu. Meira

Minningargreinar

7. desember 2003 | Minningargreinar | 484 orð | 1 mynd

BJARNI ÞÓRHALLSSON

Bjarni Þórhallsson fæddist á Breiðabólsstað í Suðursveit 9. desember 1922. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórhallur Bjarnason, f. 22. ágúst 1897, d. 1967, og Steinunn Þórarinsdóttir f. 30. júlí 1895, d. 1963. Útför Bjarna var gerð frá Kálfafellsstaðarkirkju 29. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
7. desember 2003 | Minningargreinar | 1061 orð | 1 mynd

EINAR H. ZOËGA

Einar H. Zoëga fæddist í Reykjavík 26. mars 1934. Hann lést á Landspítalanum 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bertha Zoëga, f. Tang, f. 8. júlí 1911, d. 21.12 1945, og Helgi H. Zoëga, f. 27. júlí 1905, d. 30. október 1998. Meira  Kaupa minningabók
7. desember 2003 | Minningargreinar | 1486 orð | 1 mynd

KARLOTTA MARÍA FRIÐRIKSDÓTTIR

Karlotta María Friðriksdóttir frá Hóli við Nesveg fæddist þar 3. júlí 1911. Hún lést á öldrunardeild Landspítala Landakoti 5. nóvember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
7. desember 2003 | Minningargreinar | 179 orð | 1 mynd

KRISTÍN PÁLSDÓTTIR

Kristín Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 4. október 1926. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 23. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 1. desember. Meira  Kaupa minningabók
7. desember 2003 | Minningargreinar | 1026 orð | 1 mynd

MAGNEA EINARSDÓTTIR

Magnea Einarsdóttir, yfirleitt kennd við Klöpp í Sandgerði, fæddist í Fagurhlíð í Sandgerði 4. nóvember 1932. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. nóvember síðastliðinn eftir stutta sjúkdómslegu. Meira  Kaupa minningabók
7. desember 2003 | Minningargreinar | 909 orð | 1 mynd

PETRÍNA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR

Petrína Margrét Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 20. maí 1921. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut hinn 21. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Pétursson, verkamaður í Reykjavík, ættaður frá Miðdal í Kjós, f. 14.9. 1891, d. 9.1. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

7. desember 2003 | Dagbók | 478 orð

(1Pt. 2, 2.)

Í dag er sunnudagur 7. desember, 341. dagur ársins 2003, Ambrósíumessa. Orð dagsins: Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af henni getið dafnað til hjálpræðis. Meira
7. desember 2003 | Í dag | 111 orð | 1 mynd

Aðventustund í Vídalínskirkju

HIN árlega aðventustund Garðasóknar verður í kvöld kl. 20 í Vídalínskirkju. Að venju verður fjölbreyttur söngur, sem hvílir að mestu á herðum kirkjukórsins, en stjórnandi hans er Jóhann Baldvinsson, organisti. Meira
7. desember 2003 | Fastir þættir | 227 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Alþjóðasamband bridsblaðamanna hefur þann ágæta sið að velja bestu spil hvers árs og veita viðkomandi spilurum sérstaka viðurkenningu. Veitt eru verðlaun fyrir bestu sagnröðina, bestu vörnina og besta úrspilið. Meira
7. desember 2003 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Grenjaðarstaðakirkju 14. júní sl. þau Sólveig Tryggvadóttir og Víðir Rósberg Egilsson . Með þeim á myndinni er Sævar Helgi... Meira
7. desember 2003 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Hinn 28. júní sl. voru gefin saman í Seljakirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni þau Halldóra Ingvarsdóttir og Magnús Ingimundarson. Heimili þeirra er í... Meira
7. desember 2003 | Dagbók | 45 orð

GAMALL MAÐUR MEÐ STAF

Meðan vindurinn lék sér við garðblóm hins guðhrædda manns og gatan dunaði af skóhljóði erlendra herja, sat ég og horfði á ljósið, sem leiftraði um veginn, og leitaði að minningu einhvers, sem hafði gerzt. Meira
7. desember 2003 | Í dag | 192 orð

Grensáskirkja.

Grensáskirkja. Unglingastarf 9. og 10. bekkjar sunnudagskvöld kl. 19.30. Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Skráning í síma 5115405. Neskirkja. Umræður um Palestínu kl. 20. Sr. Meira
7. desember 2003 | Í dag | 450 orð | 1 mynd

Jólasálmur barnanna

Í síðasta pistli var hér fjallað um einn af þekktustu aðventusálmum Norðmanna, um kertin fjögur. Í dag ritar Sigurður Ægisson um einhvern vinsælasta jólasálm þessara frænda okkar, kannski vegna þess að hann er ortur á máli barnanna, einlægu og tæru. Meira
7. desember 2003 | Fastir þættir | 106 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. d4 d6 2. e4 Rf6 3. f3 e5 4. d5 Be7 5. Be3 Rh5 6. Re2 Bg5 7. Bf2 g6 8. h4 Bh6 9. c4 f5 10. Rbc3 O-O 11. exf5 gxf5 12. Hg1 Kh8 13. g4 fxg4 14. fxg4 Staðan kom upp í atskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Benidorm. Meira
7. desember 2003 | Fastir þættir | 395 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Föndurdót er alveg ótrúlega dýrt. Það er alveg sama í hvaða föndurbúð er farið, verðið er algjörlega úr öllu samhengi við allt annað. Meira

Sunnudagsblað

7. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1897 orð | 3 myndir

Beckham - Mín hlið

Bókarkafli Um fáa íþróttamenn hefur verið meira rætt og ritað en enska knattspyrnusnillinginn David Beckham. En hver er maðurinn á bak við fótboltahetjuna, fjölskyldumanninn og tískufyrirmyndina? Íþróttafréttamaðurinn og rithöfundurinnTom Watt kynnti sér lífshlaup kappans. Meira
7. desember 2003 | Sunnudagsblað | 938 orð | 1 mynd

Ekkert fær stöðvað Stuðmenn

Stuðmenn láta ekki deigan síga; brugðu sér í sveitina í sumar og tóku upp hátt í sextíu lög og hugmyndir. Árni Matthíasson ræddi við tvo Stuðmenn um dvölina í sveitinni og afrakstur hennar. Meira
7. desember 2003 | Sunnudagsblað | 768 orð | 1 mynd

Fluga á vegg

Hættu þessu helvíti! heyrist hrópað frá strákaborðinu þegar hækkað er í lagi með Christina Aguilera. Það eru frímínútur. Krakkarnir streyma út úr stofunum og flæða um gangana í Valhúsaskóla. Allir síðhærðir - bæði strákar og stelpur. Meira
7. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1402 orð | 3 myndir

Gjafmildur en umdeildur

Danski auðkýfingurinn Mærsk McKinney Møller veitir árlega mörg hundruð þúsund krónur í styrki til íslenskra námsmanna og gaf um 240 milljónir króna til Norðurbryggju, nýrrar menningar- og rannsóknarmiðstöðvar Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga, í Kaupmannahöfn. Helgi Þorsteinsson segir frá öldungnum gjafmilda, sem í Danmörku er goðsögn í lifanda lífi. Meira
7. desember 2003 | Sunnudagsblað | 856 orð | 3 myndir

Glösin í Möttu rósinni enn vinsælust

Gjafavöruverslun Hjartar Nielsen fagnar hálfrar aldar afmæli um þessar mundir. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir kynnti sér söguna sem að baki liggur. Meira
7. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1375 orð | 7 myndir

Hann tengdi Ísland við nýja heiminn

,,Á meðan Thor Thors var sendiherra Íslands í Washington, höfðu Íslendingar þar sannarlega áhrif langt umfram það, sem ætla mætti af fjölda landsmanna." Þannig lýsti Dean Rusk, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, langri reynslu sinni af störfum þess manns, sem í tæpan aldarfjórðung var fulltrúi Íslendinga í Vesturheimi og sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum. Þór Whitehead fjallar um Thor Thors í tilefni af því að þess er nú minnst að öld er liðin frá fæðingu hans. Meira
7. desember 2003 | Sunnudagsblað | 630 orð

Hér var allt á fljúgandi ferð

ÖRLYGUR Hálfdánarson segir, að þegar ritverkið var komið á koppinn hafi verið ljóst "að semja þyrfti vandaðan inngang sem yrði eins konar rammi utan um verkið, skipaði því í samhengi við sinn tíma og væri um leið hnitmiðað yfirlit um menningar- og... Meira
7. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1288 orð | 3 myndir

Húsin við Tjörnina

Bókarkafli Í lok nítjándu aldar og upphafi þeirrar tuttugustu höfðu Norðmenn töluverð umsvif í síld- og hvalveiðum við Ísland. Sumir þeirra settust hér að og þeim fylgdu nýir straumar og menningartengsl í ýmsum efnum, m.a. í byggingarlist. Hér varð til séríslenskt afbrigði af svonefndum sveitserstíl í húsagerð sem á rætur að rekja til Evrópu en var útbreiddur í Noregi. Meira
7. desember 2003 | Sunnudagsblað | 289 orð | 1 mynd

Í vörn

Þetta var mjög gagnleg umræða og mjög hreinskiptin. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um fund sinn með Mohammad Khatami, forseta Írans. Í núverandi mynd setur Kyoto-bókunin hagvexti í Rússlandi umtalsverðar skorður. Meira
7. desember 2003 | Sunnudagsblað | 2999 orð | 7 myndir

Lifandi bækur um liðna tíð

Úr torfbæjum inn í tækniöld heitir þriggja binda ritverk, sem Bókaútgáfan Örn og Örlygur ehf. hefur gefið út um íslenzkt mannlíf milli stríða. Freysteinn Jóhannsson ræddi við Örlyg Hálfdánarson útgefanda. Meira
7. desember 2003 | Sunnudagsblað | 242 orð

Rætt um hjartalækningar fyrir Færeyinga

Eitt af því sem komið hefur til tals að undanförnu er að Landspítali taki að sér verkefni á sviði hjartalækninga fyrir Færeyinga. Hvernig miðar því máli? Er þetta fýsilegt fyrir spítalann? Meira
7. desember 2003 | Sunnudagsblað | 171 orð

Sterk vinátta og gagnkvæm virðing

Nú furðar margur sig eflaust á því hvernig Stuðmenn ná ekki bara að starfa saman svo lengi heldur af slíkri atorku að annað eins sé hægt, að hljómsveitin geti tekið sig til og skellt saman á sjötta tug laga á einni viku eða svo líkt og gerist í... Meira
7. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1167 orð | 1 mynd

Teflt við páfann

Bókarkafli Trúmál, sögulegir hlutir, heimsmálin, svipmyndir af samferðafólki, stjórnmál og æskuminningar. Allt hefur þetta orðið Þóri S. Gröndal að umfjöllunarefni í greinum hans undanfarna áratugi. Hér segir af kynlegum samskiptum Þóris og sjálfs páfans. Meira
7. desember 2003 | Sunnudagsblað | 1125 orð | 1 mynd

Tvö fullorðin börn hittast

Bókarkafli Alkóhólismi herjar ekki eingöngu á þann drykkfellda, heldur smitar sjúkdómurinn út frá sér og brýtur niður þá sem næst alkóhólistanum standa. Hlín Agnarsdóttir veitir hér innsýn í heim aðstandandans í gegnum minningar sínar um ástvin sinn og sambýlismann til margra ára. Hér er gripið niður í frásögninni við þeirra fyrstu kynni. Meira
7. desember 2003 | Sunnudagsblað | 3061 orð | 2 myndir

Vandinn væri meiri án sameiningar

Ríkisendurskoðun segir í nýlegri skýrslu að markmið sem sett voru við sameiningu Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur hafi ekki náðst. Við samþykkt fjárlaga skortir vel á annan milljarð upp á að Landspítalinn fái þær fjárveitingar sem hann telur nauðsynlegar vegna næsta árs. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við Magnús Pétursson, forstjóra Landspítalans, um stöðu spítalans og framtíðina. Meira

Tímarit Morgunblaðsins

7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 299 orð

7.12.03

Hver er þinn mesti veikleiki? Þetta er spurning sem fáir kæra sig um að svara hreinskilnislega, a.m.k. á opinberum vettvangi. Flestir eru efalítið varir um sig og telja einlægt svar til þess eins fallið að gefa höggstað á sér. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 590 orð | 1 mynd

Allir eins

Á hrifa hnattvæðingarinnar gætir í ólíkustu kimum tilverunnar og er þar sífellt færra undanskilið. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 4333 orð | 3 myndir

Allt fyrir fegurðina

Gera má ráð fyrir að a.m.k. 2.000 konur á Íslandi séu með sílikonpúða í brjóstunum eftir brjóstastækkunaraðgerð. Þá eru ekki taldar með þær konur sem farið hafa í aðgerð vegna brjóstamissis eftir krabbamein eða aðgerðir vegna meðfæddra lýta. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 35 orð

Almenn áhætta af skurðaðgerðum er sýking...

Almenn áhætta af skurðaðgerðum er sýking eða blæðing. Heildarfjöldi aðgerða á ári er líklega 900 og heildarkostnaður á ári á bilinu 120,5-183 milljónir króna. Þá eru einungis teknar saman áætlaðar tölur yfir sex algengustu... Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 867 orð

Andlitslyfting

F yrir 350 þúsund krónur hefur brosmild 56 ára kona fengið sléttara andlit og háls. Hún fór í andlitslyftingu á neðri hluta andlitsins þar sem tveir sentímetrar voru teknir hvorum megin, við eyrun þar sem skorið er. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 33 orð

Andlitslyfting Verð: 200-400 þúsund.

Andlitslyfting Verð: 200-400 þúsund. Áætlaður fjöldi: 80* á ári. Lengd aðgerðar: 4-6 klst., róandi og staðdeyfing. Áhætta: Blóðrásartruflanir í vef, sérstaklega hjá reykingafólki, auk venjulegrar áhættu. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 24 orð

Augnabrúna- og ennislyfting Verð: 120 þúsund.

Augnabrúna- og ennislyfting Verð: 120 þúsund. Lengd aðgerðar: 1½ klst., svæfing. Áhætta: Lömun í ennisvöðvum (óalgengt) eða dofi í höfði (algengt). Ending: A.m.k. 15 ár til... Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 30 orð

Augnlokaaðgerð Verð: 65-80 þúsund.

Augnlokaaðgerð Verð: 65-80 þúsund. Áætlaður fjöldi: Allt að 300* á ári. Lengd aðgerðar: 1 klst., róandi og staðdeyfing. Áhætta: Lítil áhætta, aðallega blæðingar. Ending: Varanleg í 15 ár, kemur ekki í veg fyrir... Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 60 orð

Austur-Indíafjelagið

Hverfisgötu 56. Sími: 5521630. www.austurindia.is Andrúmsloft: Matsalurinn hefur fengið andlitslyftingu og er léttari og nútímalegri. Austurlensk vin í höfuðborginni. Þjónusta: Sömu andlitin ár eftir ár, þægileg þjónusta og vel að sér um matseðilinn. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 716 orð | 9 myndir

Boðflenna um víðan völl

Hann var nú að kvarta undan því pilturinn sem skrifaði hér um daginn að fólk undir miðjum aldri fengi ekki boð á opnanir á listasöfnum og þvílíku. Það var svo sem eftir öllu að þessi ofdýrkuðu ungmenni gætu fundið eitthvað til að nöldra yfir. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 22 orð

Brjóstalyfting Verð: 260-300 þúsund.

Brjóstalyfting Verð: 260-300 þúsund. Áætlaður fjöldi: 100* á ári. Aðgerð: 3 klst., svæfing Áhætta: Venjuleg áhætta af skurðaðgerð, þ.e. blæðing og sýking. Ending: 10-15... Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 687 orð

Brjóstastækkun

Um áramótin verða sjö ár liðin síðan hún fór í brjóstastækkun, þá 24 ára móðir tæplega ársgamals barns. Hún var mjög ánægð með útkomuna allt þar til hún varð ólétt í annað skipti fyrir um þremur árum. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 32 orð

Brjóstastækkun Verð: 200-230 þúsund.

Brjóstastækkun Verð: 200-230 þúsund. Áætlaður fjöldi: Um 200* á ári. Lengd aðgerðar: Tekur 1-2 klst., svæfing. Áhætta: Að brjóstið verði hart, 5% áhætta á örmyndun í kringum púðann, auk venjulegrar áhættu af skurðaðgerð. Ending: 10-30... Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 2037 orð | 5 myndir

Endurheimt villtrar náttúru

S nöggt stökk, stang eða högg gæti auðveldlega gert út af við mig. Ég átti ekki von á því að fara þarna í göngutúr - um náttúruleg heimkynni villtra dýra eins og ljóna, fíla, hlébarða, vísunda og nashyrninga. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 466 orð | 1 mynd

Er ekki óþægilega mikil athygli á leiðindunum í lífinu?

É g held að fátt hafi orðið okkur til jafnmikils andlegs tjóns nú um stundir og orðið: Hagræðing. Kannast hlustendur við það? Nú er ekkert að því að sýna stillingu í fjármálum, en fyrr má nú vera. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 17 orð

Eyrnaaðgerð Verð: 90 þúsund.

Eyrnaaðgerð Verð: 90 þúsund. Lengd aðgerðar: 1½ -2 klst., deyfing eða svæfing. Áhætta: Venjuleg áhætta af skurðaðgerð. Ending: Endist... Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 36 orð

Fitusog Verð: 80-200 þúsund.

Fitusog Verð: 80-200 þúsund. Áætlaður fjöldi: 150* á ári. Lengd aðgerðar: 1-3 klst., svæfing. Áhætta: Að dældir myndist á staðinn þar sem fitusog hefur farið fram ef viðkomandi fitnar mjög mikið eftir aðgerð, auk venjulegrar áhættu af skurðaðgerð. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 1561 orð | 3 myndir

Fjölskylda og ættarleyndarmál

Ég horfi rannsóknaraugum á konuna fyrir framan mig - á jarpt stutt hárið, breið kinnbein og stór augun, svolítið kembd á lit bak við gleraugun - augnaráðið fullt af einurð. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 318 orð | 1 mynd

Frá mínum sófa séð og heyrt Valgeir Guðjónsson

Ú t er komin breiðskífa, sem ber heitið Fugl tímans, þar sem tónlistarmaðurinn og fyrrverandi stuðmaðurinn Valgeir Guðjónsson vinnur með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 20 orð

Fylling í andlit Verð: 100-200 þúsund.

Fylling í andlit Verð: 100-200 þúsund. Lengd aðgerðar: 1½ klst., svæfing. Áhætta: Venjuleg áhætta af skurðaðgerð. Ekki algeng aðgerð. Ending: Endist... Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 531 orð | 1 mynd

Góður sláttur fyrir handan

Eru skilaboð að handan, að þínum dómi, merkari upplýsingar en frá lifandi fólki? Já, þau geta verið það. Einstaklingurinn fær upplýsingar um framtíð sína. Sömuleiðis skilaboð frá látnum ástvinum sem eru að láta vita af sér. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 77 orð | 1 mynd

Hátalarar

Hátalarar Stefán Hermannsson rafvirkjameistari hefur hannað og smíðað hágæðahátalara sem hann framleiðir eftir pöntunum. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 318 orð | 1 mynd

Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Heiðrún Lind Marteinsdóttir er fædd 1979 og er ofan af Akranesi. Hún flutti 16 ára gömul til Reykjavíkur þegar hún hóf nám við Menntaskólann í Reykjavík. Árið eftir stúdentspróf starfaði hún sem verslunarstjóri í skóbúð Sautján á Laugaveginum. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 503 orð | 1 mynd

Hvernig á að styrkja sjálfsmynd "mömmudrengs"?

F yrir nokkru hafði samband við mig kona sem á 26 ára gamlan son sem lengst af var mikið "mömmubarn" og enn er í foreldrahúsum. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 1043 orð | 7 myndir

Hver verÐur Bond - James Bond?

U M fátt er rætt og rifist af meiri áhuga af kvikmyndaáhugafólki þessi misserin en það hvaða leikari kemur til með að verða næsti James Bond. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 119 orð | 1 mynd

Jólalegt bað

Þegar jólin nálgast eykst annríkið í dagsins önn oft verulega. Ganga þarf frá jólagjafakaupum, senda jólakort, sinna bakstri, matargerð, tiltekt og öðru því sem tilheyrir jólaundirbúningnum á heimilum landsmanna ár hvert. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 395 orð | 3 myndir

Jól með Georg Jensen

M argir Íslendingar þekkja danska vörumerkið Georg Jensen. Sennilega er það mikið til vegna jólaskrautsins sem fyrirtækið framleiðir og þá sérstaklega vegna jólaóróanna sem finna má á mörgum heimilum og koma út árlega. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 246 orð | 1 mynd

Kona eins og ég

Hvaða bók breytti lífi þínu? Myndin af Dorian Gray eftir Oscar Wilde. Hvaða persónu mannkynssögunnar metur þú mest? Jesú Krist. Hvaða dýr finnst þér flottast? Kötturinn, hreyfingarnar eru ómótstæðilegar. Hvaða lífsspeki ferðu eftir? Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 143 orð | 1 mynd

Kryddstaukar

Kryddstaukar Góð hönnun sprettur oft fram af hreinni nauðsyn. Þannig var það með kryddstaukana frá fyrirtækinu "Soho Spices" sem Laura Martin hannaði. Hún bjó við þröngar aðstæður í New York og eldhúsið hennar var sérlega lítið. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 40 orð

Malilangwe

Markmið: Safarí eða Game Drive um heimkynni villtra dýra. Staðsetning: Sunnanverð Afríka, Zimbabve, Malilangwe, 21 gráða suður. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 19 orð

Nefaðgerð Verð: 100-300 þúsund.

Nefaðgerð Verð: 100-300 þúsund. Áætlaður fjöldi: 70* á ári. Aðgerð: 1-2 klst., deyfing eða svæfing. Áhætta: Venjuleg áhætta af skurðaðgerð. Ending: Endist... Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 269 orð

Nr.

Nr. Meðferðir án skurðaðgerðar Hvað er Áhætta Varanleiki Kostnaður Tími Aldur þess sem fer í aðgerðina Hversu lengi að jafna sig 1. Fylliefnið Restylane Hyaluronic-sýra, lífefnaframleiðsla. T.d. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 321 orð

Nr.

Nr. Skurðaðgerðir Hvað er Aldur þess sem fer í aðgerðina Hversu lengi að jafna sig 1. Augnlokaaðgerð Hangandi húð- og/eða augnpokar. Húð, vöðvi og fita fjarlægð úr efri og neðri augnlokum. 25-80 ára 7-10 dagar 2. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 223 orð | 2 myndir

Orecchiette með spergilkáli og ansjósum

Þetta verðið þið að prófa. Penne og rigatoni er fínt í staðinn fyrir orecchiette og fæst víðast hvar. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 140 orð | 1 mynd

Rússneska ballerínan endurráðin

Anastasía Volotsjkova er ein af þekktustu ballerínum Rússlands. Í vikunni heimsótti hún Bolshoj leikhúsið í Moskvu þaðan sem hún var rekin fyrir nokkru. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 77 orð | 1 mynd

Skálar og vasar

Skálar og vasar Iittala hefur hafið framleiðslu á nýjum grunni á hinum þekktu skálum og vösum eftir finnska arkitektinn Alvar Aalto. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 782 orð | 3 myndir

Skrauthyggja í stað naumhyggju

S amkvæmt nýjustu fregnum úr heimi innanhússhönnunar hefur einokun naumhyggjunnar nú loks verið aflétt. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 494 orð | 1 mynd

Stemmning sem passar

E gill Ólafsson er fjölhæfur tónlistarmaður og afkastamikill, ekki er bara að hann vinnur með Stuðmönnum og á sér eigin sólóferil, heldur hefur hann samið umtalsvert af tónlist bæði fyrir svið og hvíta tjaldið. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 5475 orð | 3 myndir

Stríðið við illskuna í manninum

Í fyrsta sinn sem Geir Jón Þórisson klæddist einkennisbúningi lögreglunnar segist hann hafa orðið feiminn. Það kemur ekki beinlínis á óvart. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 589 orð | 1 mynd

Stöðugleiki og stöðug þróun

A ustur-Indíafjelagið við Hverfisgötu hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem "indverski" staðurinn á Íslandi og ekki spillir fyrir að hann stendur vönduðum indverskum veitingastöðum í nágrannaríkjunum síst að baki. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 14 orð

Svuntuaðgerð Verð: 280-320 þúsund.

Svuntuaðgerð Verð: 280-320 þúsund. Lengd aðgerðar: 3-4 klst., svæfing. Áhætta: Venjuleg áhætta af skurðaðgerð. Ending: Endist... Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 253 orð | 18 myndir

Undirföt

F áar flíkur hafa líklega tekið jafnmiklum breytingum sl. hundrað ár og undirfatnaður og þótt þróunin sé ekki jafnör og innan fatatískunnar tekur hönnun þessara efnislitlu klæða engu að síður töluverðum breytingum. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 24 orð

Varastækkun Verð: 80 þúsund.

Varastækkun Verð: 80 þúsund. Lengd aðgerðar: 1½ -2 klst., deyfing. Áhætta: Lítil áhætta vegna þess að eigin fita er notuð, en bólgumyndun fyrstu vikuna. Ending: Endist... Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 253 orð | 3 myndir

Vín

Frá vesturhluta Ástralíu kemur vínið Palandri Margaret River Shiraz 2001 og er það að mínu mati það besta af Palandri-vínunum sem hér fást. Þurrkaður ávöxtur, leður og tóbak í nefinu í bland við sæta vanillu. Fágað og þægilegt, verulega gott matarvín. 1. Meira
7. desember 2003 | Tímarit Morgunblaðsins | 21 orð

*Þar sem upplýsingum er ekki safnað...

*Þar sem upplýsingum er ekki safnað á einn stað eru tölur áætlaðar út frá fyrirliggjandi upplýsingum um brjóstastækkanir og ágiskunum... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.