Greinar miðvikudaginn 23. júní 2004

Forsíða

23. júní 2004 | Forsíða | 219 orð

Forkaupsréttur sveitarfélaga afnuminn

ÓHEIMILT verður að stofna ný ættaróðul eftir gildistöku nýrra jarðalaga 1. júlí nk og skal ættaróðal falla úr óðalsböndum og jörðin erfast í samræmi við ákvæði erfðalaga. Meira
23. júní 2004 | Forsíða | 93 orð | 1 mynd

Kýrnar og sumarkvöldið

Sólhvörf á sumri, sumarsólstöður, voru í gær og sólargangur er því aftur farinn að styttast. Á morgun er Jónsmessa, fæðingardagur Jóhannesar skírara, en Jón og Jóhannes eru tvær útgáfur af sama nafni. Meira
23. júní 2004 | Forsíða | 140 orð

Lömunarveikifaraldur í Afríku

MIKILL lömunarveikifaraldur er að brjótast út í Mið- og Vestur-Afríku að því er fram kom hjá WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, í gær. Meira
23. júní 2004 | Forsíða | 73 orð | 1 mynd

"Óskapleg sorg"

"SKELFILEGT, hræðilegt, óskapleg sorg" voru upphrópanirnar á Ítalíu í gær er ljóst var orðið að ítalska liðið kæmist ekki áfram í Evrópumeistaramótinu þrátt fyrir sigur á Búlgörum. Meira
23. júní 2004 | Forsíða | 144 orð | 1 mynd

S-Kóreumenn harmi slegnir

SUÐUR-Kóreumenn hörmuðu í gær lát landa síns, sem mannræningjar í Írak líflétu, en s-kóresk yfirvöld ítrekuðu, að 3.000 manna herlið yrði eftir sem áður sent til Íraks. Þau ákváðu hins vegar að flytja brott alla óbreytta, s-kóreska borgara frá landinu. Meira
23. júní 2004 | Forsíða | 150 orð | 1 mynd

Yfir 40% hækkun Úrvalsvísitölu í ár

ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði enn í gær og náði sínu hæsta lokagildi frá upphafi. Vísitalan endaði í 2.957 stigum og hækkaði um 1,1%. Það sem af er júnímánuði hefur vísitalan hækkað um 11%. Meira

Baksíða

23. júní 2004 | Baksíða | 83 orð

Drukknaði í höfninni á Þingeyri

ELDRI sjómaður drukknaði í höfninni á Þingeyri í gærkvöld. Fyrstu athuganir bentu til þess að maðurinn hefði fallið í sjóinn eftir að hafa landað úr bát sínum, en málið er enn í rannsókn samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Ísafirði. Meira
23. júní 2004 | Baksíða | 55 orð | 1 mynd

Gagnleg gegn flugunni

PELARGÓNÍA, öðru nafni mánabrúður, er til í um 250 afbrigðum og þær flestar frá Suður-Afríku. Hægt er að láta pelargóníur þrífast utandyra yfir sumartímann með góðu móti. Meira
23. júní 2004 | Baksíða | 137 orð

Húsflugur herja á borgarana

MARGIR höfuðborgarbúar hafa tekið eftir auknum fjölda húsflugna í híbýlum sínum nú undanfarið. Að sögn Erlings Ólafssonar skordýrafræðings er þar fyrst og fremst hlýindunum um að kenna. Meira
23. júní 2004 | Baksíða | 169 orð | 3 myndir

Komu Ófeigi til bjargar

"ÞETTA endaði vel," sagði Pétur Guðmundsson, verslunarstjóri í Melabúðinni, um frækilegt björgunarafrek í Vesturbænum en það var Stefán Kristinsson, slökkviliðsmaður í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem bjargað hafði staraunga sem var fastur... Meira
23. júní 2004 | Baksíða | 351 orð | 1 mynd

Legutími styttist og aðgerðum fjölgar

LEGUDÖGUM á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi hefur fækkað um 6,8% fyrstu fimm mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Meðallegutími styttist úr 8,7 dögum í 8,1 dag. Komum á göngudeildir fjölgar um 7,0% en fækkar á dagdeildum um 1,9%. Meira
23. júní 2004 | Baksíða | 148 orð

Rannsóknarsamfélagið gagnrýnt

Í GREIN sinni "Örfá orð um fræðimennsku fyrr og nú", sem birtist í bókinni Engli tímans sem út kemur í dag til minningar um Matthías Viðar Sæmundsson, gagnrýnir Álfrún Gunnlaugsdóttir, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands,... Meira
23. júní 2004 | Baksíða | 98 orð | 1 mynd

Sáttir ráðherrar

DÓMSMÁLARÁÐHERRA Danmerkur, Lene Espersen, og dómsmálaráðherra Svíþjóðar, Thomas Bodström, sem staddir eru hér á landi vegna fundar við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, fylgdust spenntir með leik Dana og Svía í Evrópukeppninni í knattspyrnu á Höfn í... Meira

Fréttir

23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 88 orð

2.550 kosið utan kjörfundar

ALLS 2.550 manns höfðu í gærmorgun kosið utan kjörfundar hjá Sýslumanninum í Reykjavík vegna forsetakjörs 26. júní nk. Meira
23. júní 2004 | Akureyri og nágrenni | 77 orð | 1 mynd

42 sóttu um starf upplýsingafulltrúa

MARGRÉT Víkingsdóttir hefur verið ráðin í starf upplýsingafulltrúa hjá Dalvíkurbyggð og mun hún hefja störf í haust. Alls sóttu 42 um starfið. Hún tekur við starfinu af Þórði Kristleifssyni sem mun láta af störfum síðar í sumar. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 156 orð

9 mánaða fangelsi fyrir hnífaárás

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega tvítugan mann í 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á mann með hnífi í Bankastræti í fyrrasumar og fyrir fíkniefnabrot. Var ákærði dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu um 470 þúsund krónur í... Meira
23. júní 2004 | Landsbyggðin | 102 orð

Aðsókn mikil að Garðyrkjuskólanum

Hveragerði | Metaðsókn er að Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi því um 50 nemendur hafa verið teknir inn í nám á starfsmenntabrautum skólans árin 2004-2006. Meira
23. júní 2004 | Akureyri og nágrenni | 320 orð | 3 myndir

Aflar fæðu í óða önn

"Ég hef bara ekkert heyrt í honum í nokkra daga," segir Sonja Kristinsson sem býr á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi við Drekagil. Fyrir nokkru gerði þrastapar sér hreiður í blómavasa, í öruggu skjóli við sýprusinn sem þar vex og dafnar. Meira
23. júní 2004 | Landsbyggðin | 169 orð | 1 mynd

Aukin löggæsla á hálendinu

Selfoss | Lögreglustjórarnir á Suðurlandi - í Vík, á Hvolsvelli og á Selfossi ætla að auka samstarf milli embætta sinna í sumar. Löggæsla á hálendinu verður efld. Meira
23. júní 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 297 orð | 1 mynd

Á slóðum franskra skútusjómanna

Miðborgin | Sýning fransks mannfræðings og ljósmyndara á sýn sinni á frönsku skútusjómennina sem veiddu við Íslandsstrendur frá miðri nítjándu öld fram á þá tuttugustu er nú í gangi í húsakynnum Alliance française í Reykjavík, og stendur út mánuðinn. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 150 orð

Ástand konunnar kemur málinu ekki við

Heilbrigðishópur Femínistafélags Íslands undrast fréttaflutning undanfarinna vikna af eiturlyfjasmygli ungrar konu sem kom hingað til lands með 5000 e-töflur. Í ályktun frá hópnum segir að fjölskylduhagir eða ástand konunnar komi málinu lítið við. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Baldur Ágústsson opnar útibú á Laugavegi

BALDUR Ágústsson forsetaframbjóðandi opnaði í gær kosningaskrifstofu að Laugavegi 56 í Reykjavík. Er það hugsað sem útibú frá kosningaskrifstofunni í Þverholti, að sögn Hrafnhildar Hafberg, kosningastjóra Baldurs. Meira
23. júní 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 80 orð | 1 mynd

Brettin fá bækistöð

Breiðholt | Fyrsti brettagarður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar var tekinn í notkun við íþróttamiðstöðina Austurberg í Breiðholti á föstudaginn. Meira
23. júní 2004 | Erlendar fréttir | 510 orð | 1 mynd

Dutroux í lífstíðarfangelsi

BELGÍSKI barnaníðingurinn Marc Dutroux var dæmdur í lífstíðarfangelsi í gær fyrir morð, mannrán og nauðganir. Fyrrverandi eiginkona hans, Michelle Martin, var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir mannrán og nauðgun. Meira
23. júní 2004 | Miðopna | 2727 orð | 4 myndir

Ekki alltaf full samstaða um sameiningartáknið

Þrír af þeim fimm mönnum sem gegnt hafa embætti forseta Íslands hafa setið á Alþingi og tóku um tíma virkan þátt í stjórnmálum. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 97 orð

Félagsmálaráðuneytið fór ekki að stjórnsýslulögum

UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur beint því til félagsmálaráðuneytisins að það taki mál fyrirtækis, sem hafði kvartað yfir samningi um háhraðanet í sveitarfélagi, til endurskoðunar. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 243 orð

Fimm ára börnum boðið gjaldfrjálst nám í þrjár stundir

SAMÞYKKT var á borgarráðsfundi í gær að leikskólanám fimm ára barna verði gjaldfrjálst að hluta. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 77 orð

Fjársöfnun til styrktar Ísak Mána Hjaltasyni

VINIR og aðstandendur Ísaks Mána Hjaltasonar, f. 6. apríl sl., hafa stofnað reikning við Íslandsbanka í Mjódd, númer 0537-14-104000, kt.: 040273-4419. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 490 orð | 2 myndir

Flóka byrjar með látum

VEIÐI byrjaði með miklum ágætum í Flókadalsá í Borgarfirði, en eftir tvo fyrstu dagana höfðu 25 laxar verið færðir til bókar. Meira
23. júní 2004 | Landsbyggðin | 85 orð | 1 mynd

Framtíð FSA rædd á ársfundi

FRAMTÍÐARHLUTVERK Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri verður aðalumræðuefni ársfundar FSA sem haldinn verður á fimmtudag, 24. júní. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Fruntaleg og tilefnislaus árás

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tæplega fertuga konu í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að kinnbeinsbrjóta sextuga konu með hnefahöggi og valda henni miklum augnskaða. Meira
23. júní 2004 | Erlendar fréttir | 145 orð | 2 myndir

Frúarkirkja í Dresden risin á ný

Í GÆR lauk formlega endurreisn Frúarkirkjunnar í Dresden en þá var kúpull hennar hífður upp og komið fyrir ofan á aðalturni kirkjunnar. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 89 orð | 2 myndir

Fuglalíf viðKringluna

TJALDAPAR hefur hreiðrað um sig með unga á fjórðu hæð litla turnsins í Kringlunni. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Færðu Grænlendingum táknræna gjöf

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Halldór Blöndal, forseti Alþingis, afhentu á mánudag Hans Enoksen, formanni grænlensku landsstjórnarinnar, málverk í tilefni 25 ára heimastjórnarafmælis Grænlendinga. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Færeyskir dagar í Ólafsvík

Ólafsvík | Færeysku dagarnir í Ólafsvík verða haldnir nú um næstu helgi í sjötta skiptið. Hefur aðsókn aukist á hverju ári og er nú ein af stærstu útihátíðum á landinu. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 211 orð

Gerð flestra lausra samninga lokið

RÍKIÐ hefur gert kjarasamning við flest þau stéttarfélög sem hafa verið með lausa samninga. Eftir eru nokkrir smærri hópar, s.s. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 57 orð

Grunnskólinn stækkaður

Eskifjörður | Ganga á til samninga við byggingafyrirtækið Viðhald fasteigna um stækkun Grunnskóla Eskifjarðar. Er það síðasti áfangi í stækkun skólans, nú um ríflega 200 fermetra, og verður þar vinnuaðstaða kennara og stjórnunarrými. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Gunnar Gränz sýnir hjá TM á Selfossi

Selfoss | Gunnar Gränz myndlistarmaður sýnir verk sín í húsnæði Tryggingamiðstöðvarinnar að Austurvegi 6 á Selfossi. Gunnar sýnir 23 vatnslitamyndir frá ýmsum stöðum á landinu. Sýningin er opin á afgreiðslutíma TM, klukkan 9 til... Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Hagnýt bók um göngur í óbyggðum

GENGIÐ um óbyggðir er nafn bókar eftir Jón Gauta Jónsson sem Almenna bókafélagið hefur gefið út. Meira
23. júní 2004 | Landsbyggðin | 62 orð | 1 mynd

Hákarla-Guðjón stendur sína plikt

Eskifjörður | Hann Hákarla-Guðjón er sjötíu og sjö ára gamall og lætur sig ekki muna um að fara á fætur klukkan fimm á hverjum morgni og beita sex línur í skúrnum í striklotu. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 66 orð

Hótaði afsögn

Í samgönguráðherratíð Matthíasar Bjarnason reyndi á synjunarvald forseta í kjölfar þess að Alþingi samþykkti lög um verkfall flugfreyja á kvenréttindadaginn 19. júní 1985. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 103 orð

Í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær...

Í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær vegna kynningar Íbúðalánasjóðs á bráðabirgðaútboðslýsingu í tengslum við fyrirhuguð skipti á tilgreindum flokkum húsbréfa og húsnæðisbréfa yfir í íbúðabréf var ekki greint rétt frá því hvar hin nýju íbúðabréf sjóðsins verða... Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 112 orð

Játar á sig vopnað bankarán

22 ÁRA maður játaði fyrir dómi í gær að hafa framið vopnað bankarán í útibúi Búnaðarbanka Íslands við Vesturgötu 17. nóvember á síðasta ári. Ríkissaksóknari hefur ákært manninn og 26 ára félaga hans og var málið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Kaupmenn vakandi yfir veðurkortunum

"UM leið og sólin sést hér á Íslandi snýst allt neyslumynstur við og sala á grillkjöti, hamborgurum og pylsum snareykst. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 61 orð

Klifr uð u í 11 tíma...

Klifr uð u í 11 tíma | Krakkarnir úr Björgúlfi, unglingadeild Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, fóru í klifurmaraþon síðastliðinn laugardag. Klifrað var í ellefu klukkustundir á klifurvegg Fimleikafélags Bjarkanna í Hafnarfirði. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 126 orð

Koníaksvísur

Á dögunum var grennslast fyrir um höfunda koníaksvísna og barst svar frá Eddu Magnúsdóttur: ""Ja hérna hér," sagði hún amma mín stundum þegar hún varð standandi aldeilis hlessa. Þannig fór fyrir mér í dag. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Langaði að endurnýja þekkinguna

MEÐAL kandídata með MBA-próf frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands að þessu sinni er Jón Viðar Matthíasson, aðstoðarslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 196 orð

Leggja áherslu á rétta notkun öryggisbúnaðar

HAFIÐ er sumarstarf umferðarfulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu. Meira
23. júní 2004 | Akureyri og nágrenni | 158 orð | 1 mynd

Listasumar í tólfta sinn

LISTASUMAR er hafið á Akureyri, í 12. sinn. Framundan er fjöldi viðburða af ýmsu tagi, en Listasumar stendur yfir í 10 vikur, lýkur með Akureyrarvöku í lok ágúst. Nefna má að í kvöld, miðvikudagskvöld, verður Jónsmessuhátíð í Kjarnaskógi, frá kl. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 77 orð | 2 myndir

Líkt og harður árekstur

FORMLEGT upphaf á starfi umferðarfulltrúa í sumar var að sýna hvernig bíll verður útleikinn eftir 25 til 30 metra fall sem svarar til áreksturs á 70 til 90 km hraða. Var bíll hífður upp með krana og látinn falla á framendann niður á malarborna jörð. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 51 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að hörðum árekstri á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar mánudaginn 21. júní kl. 15.32. Þar rákust saman grænn Nissan Double Cab og svartur Volkswagen Golf. Meira
23. júní 2004 | Erlendar fréttir | 244 orð | 3 myndir

Messier í gæsluvarðhaldi

FRANSKUR dómari framlengdi í gær varðhald yfir Jean-Marie Messier, fyrrverandi forstjóra frönsku fjölmiðlasamsteypunnar Vivendi Universal, vegna gruns um fjársvik. Messier gaf sig sjálfur fram við lögreglu á mánudag. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Miðnæturgolf að Jaðri

ÁTJÁNDA Arctic Open golfmótið verður sett í kvöld að Jaðri og keppni hefst síðdegis á morgun. Að þessu sinni eru útlendir þátttakendur 26, sem er heldur minna en oft áður. "Keppendur að þessu sinni verða 140, þar af 26 spilandi útlendingar. Meira
23. júní 2004 | Suðurnes | 442 orð | 1 mynd

Nota virk hráefni úr Bláa lóninu

Grindavík | Hráefnin í heilsuvörurnar sem kenndar eru við Bláa lónið eru unnin þar en vörurnar eru framleiddar og þeim pakkað í verksmiðju í Frakklandi. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 101 orð

Nýr forseti

Jón B.G. Jónsson sagði af sér trúnaðarstörfum fyrir bæjarstjórn Vesturbyggðar á síðasta fundi bæjarstjórnar. Hann er fluttur úr bæjarfélaginu. Guðmundur Sævar Guðjónsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar í hans stað. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 54 orð

Óbreytt líðan eftir slys

UNGUR maður liggur enn alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi vegna höfuðmeiðsla sem hann hlaut er hann féll út úr bifreið á ferð skammt norðan Akureyrar aðfaranótt 18. júní. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 155 orð

Ósanngjörn skattlagning

KRAFA sýslumannsins á Sauðárkróki um að mótshaldarar við landsmót UMFÍ á Sauðárkróki í sumar greiði 2,5 milljóna króna löggæslukostnað vegna mótanna, er ósanngjörn skattlagning á íþróttahreyfinguna að mati Ómars Braga Stefánssonar, framkvæmdastjóra... Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Samleið

Egilsstaðir | Sankti Bernharðs-hundurinn Brandý vekur hvarvetna athygli sökum stærðar sinnar og koníakslitarins á feldinum. Meira
23. júní 2004 | Erlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Segjast munu sleppa hermönnum

ALI Reza Afshar, sem situr í herráði Írans, sagði í gær að svo gæti farið að átta breskum landgönguhermönnum, sem handteknir voru á mánudag fyrir að sigla inn í íranska lögsögu, yrði fljótlega sleppt. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Siglt í gegnum Dyrhólaey

FÉLAGARNIR Haukur Snorrason, Róbert Schmidt, Gunnbjörn Steinarsson, Freyr Franksson og Hafsteinn Kristinsson reru í veðurblíðunni sl. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 658 orð | 1 mynd

Skýrt synjunarvald forseta

Talsverðar breytingar á stöðu forseta lýðveldisins fólust í stjórnarskrárfrumvarpi sem Gunnar Thoroddsen lagði fram árið 1983. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 39 orð

Slys í Landmannalaugum

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í gærkvöld stúlku sem hafði slasast á hnjálið í Landmannalaugum. Var þyrlan að lenda þegar haft var samband við Landhelgisgæsluna, skömmu fyrir klukkan 23 í gærkvöld. Torfært var um landleið og því var óskað eftir... Meira
23. júní 2004 | Landsbyggðin | 159 orð | 1 mynd

Stór fjölskylda

Blönduós | Þetta grágæsapar með ungana sína 32 spókaði sig í blíðunni á Blönduósi fyrir skömmu. Gömlu gæsirnar voru ekki hrifnar af því að láta mynda sig og gáfu það til kynna í orði og æði. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 495 orð | 1 mynd

Sumir skólar hafa þegar neitað nýnemum en aðrir bíða svara

FRAMHALDSSKÓLAR á höfuðborgarsvæðinu eru sumir hverjir þegar búnir að svara nýnemum og hafna þeim um skólavist næsta skólaár. Aðrir bíða eftir svörum stjórnvalda um hve mikið fjármagn verður veitt til að mæta mikilli fjölgun nemenda og aukinni aðsókn. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Sveitarstjóri Vestfjarða | Heimamaðurinn Ómar Már...

Sveitarstjóri Vestfjarða | Heimamaðurinn Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, sigraði í keppni um titilinn Sveitarstjóri Vestfjarða sem haldin var á Bryggjudögum í Súðavík síðastliðinn laugardag. Sagt er frá úrslitunum á vef Súðavíkurhrepps. Meira
23. júní 2004 | Erlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Sýndu mikið hugrekki

SABINE Dardenne og Laetitia Delhez, einu fórnarlömb Dutroux sem sluppu lifandi úr klóm hans, þykja hafa sýnt gífurlegt hugrekki er þær báru vitni í réttarhöldunum gegn kvalara sínum. Meira
23. júní 2004 | Akureyri og nágrenni | 112 orð | 1 mynd

Sýning á steindu gleri | Sigríður...

Sýning á steindu gleri | Sigríður Ásgeirsdóttir hefur opnað sýningu á steindu gleri á Amtsbókasafninu á Akureyri. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 85 orð

S ý ning | Kristinn G.

S ý ning | Kristinn G. Harðarson myndlistarmaður opnaði sýningu í galleríi Klaustri 11. júní sl. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 186 orð

Telja lækkun matvöruverðs hafa meiri forgang

ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinnar gagnrýnir stjórnvöld fyrir að leggja áherslu á fjögurra prósentustiga tekjuskattslækkun og afnám eignarskatts, í stað þess að leggja áherslu á að lækka matarverð og tryggja þannig að allir tekjuhópar í landinu njóti góðs af... Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 68 orð

Tvöföldun Vesturlandsvegar boðin út

VEGAGERÐIN hefur auglýst útboð á tvöföldun Vesturlandsvegar milli Víkurvegar og Skarhólabrautar í Mosfellsbæ. Alls er þetta 3,5 km langur kafli, að hluta nýr vegur með tveimur aðskildum akbrautum og að hluta ný akbraut með fram núverandi vegi. Meira
23. júní 2004 | Erlendar fréttir | 649 orð | 2 myndir

Uppreisnarmenn Tétsena felldu 57 manns í Ingúsetíu

MÖRG þúsund rússneskir hermenn voru í gær sendir til borgarinnar Tsérmen í sunnanverðu landinu til að elta uppi tétsenska uppreisnarmenn sem myrtu 57 manns í skyndiárásum sem gerðar voru samtímis á nokkra staði í sjálfstjórnarhéraðinu Ingúsetíu í Kákasus... Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 82 orð

Var synjað um innlögn á LSH

LANDLÆKNISEMBÆTTINU hefur borist kæra frá konu sem synjað var um innlögn á Landspítala - háskólasjúkrahús í síðustu viku. Konan býr á Suðurlandi og var síðar lögð inn á Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi, en þaðan hefur hún nú verið útskrifuð. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 502 orð | 1 mynd

Vísar á bug gagnrýni á þjónustumiðstöðvar

ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri segir gagnrýni Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn, á fyrirhugaðar þjónustumiðstöðvar í hverfum borgarinnar, koma á óvart. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 62 orð

Þremur mönnum vísað úr landi

ÞREMUR erlendum mönnum, sem komu hingað til lands 6. maí ýmist með stolin eða fölsuð skilríki, hefur verið vísað úr landi og voru tveir þeirra fluttir í lögreglufylgd til Noregs í gær. Þeim þriðja verður fylgt út í dag, miðvikudag. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 397 orð | 1 mynd

Þyrfti að setja ramma um málskotsréttinn

ÁSTÞÓR Magnússon forsetaframbjóðandi þurfti að svara mörgum og margvíslegum spurningum á netfundi sem hann hélt á vefnum www.forsetakosningar.is í gærkvöld en hann mun halda annan slíkan fund í kvöld. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 521 orð | 1 mynd

Ætlum að beita okkur með fræðslu og upplýsingum

SAMTÖK sem ætla að berjast gegn fjölmiðlalögunum hafa verið sett á laggirnar. Ólafur Hannibalsson hefur verið valinn talsmaður samtakanna og Hans Kristján Árnason hefur verið ráðinn starfsmaður. Ólafur segir fjölmarga einstaklinga standa að samtökunum. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 458 orð

Ættaróðulum verður útrýmt

ÓHEIMILT verður að stofna ný ættaróðul eftir gildistöku nýrra jarðalaga þann 1. júlí nk. Meira
23. júní 2004 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Öll landnýting grundvallist á skipulagsáætlunum

VILHJÁLMUR Þ. Meira

Ritstjórnargreinar

23. júní 2004 | Staksteinar | 344 orð | 1 mynd

Nýr bandamaður

Það er ástæða til að fagna því, að Valgerður Bjarnadóttir viðskiptafræðingur hefur á ný látið til sín taka í þjóðmálaumræðum. Meira
23. júní 2004 | Leiðarar | 508 orð

Ótryggur friður

Ótti fer nú vaxandi um að átök kunni að brjótast út á ný í Kongó. Á undanförnum mánuðum hefur verið ólga í landinu. Meira
23. júní 2004 | Leiðarar | 385 orð

Tengslin við Austur-Evrópu

Í fréttaskýringu Rúnars Pálmasonar blaðamanns í Morgunblaðinu í gær kemur fram að hagsmunagæzla Íslands og hinna EFTA-ríkjanna, sem aðild eiga að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, gagnvart Evrópusambandinu verði erfiðari og flóknari eftir stækkun... Meira

Menning

23. júní 2004 | Fólk í fréttum | 435 orð | 2 myndir

Aldurinn skaðlegri heyrninni en rokkið

Deep Purple mun halda tónleika í Laugardalshöllinni í kvöld, ekki í fyrsta sinn og ekki í það síðasta. Sveitin kom hingað til lands árið 1971 og lék í Höllinni og nú stendur til að hafa tónleikana tvenna, í kvöld og annað kvöld. Meira
23. júní 2004 | Fólk í fréttum | 274 orð | 1 mynd

Bang Gang spilar á Montreaux-hátíðinni

BARÐI Jóhannsson og Bang-gengið hans munu leggja land undir fót á næstunni og troða upp á tveimur tónlistarhátíðum. Meira
23. júní 2004 | Menningarlíf | 145 orð

Ben Jelloun hlaut Impac-verðlaunin

MAROKKÓSKI rithöfundurinn Tahar Ben Jelloun, sem er búsettur í Frakklandi, hlaut alþjóðlegu Impac- bókmenntaverðlaunin í ár fyrir bók sína "Cette aveuglante absence de lumière" eða "Þessi blindandi fjarvera birtu". Meira
23. júní 2004 | Fólk í fréttum | 92 orð | 1 mynd

Flottir fýrar

GEIMKÚREKAR ( Space Cowboys ) er bandarísk kvikmynd frá árinu 2000 í leikstjórn Clints Eastwood. Segir af gömlum kempum úr flugher Bandaríkjanna sem voru sviknir um ferð út í geiminn árið 1958 og finnst það enn þann dag í dag vera nokkuð súrt í broti. Meira
23. júní 2004 | Fólk í fréttum | 250 orð | 4 myndir

Fólk folk@mbl.is

Líkur eru á að frægasti koss síðustu ára verði endurtekinn á næstunni. Poppdívurnar Madonna og Britney Spears smelltu kossi hvor á aðra á síðustu tónlistarverðlaunum MTV sjónvarpsstöðvarinnar svo frægt varð. Meira
23. júní 2004 | Fólk í fréttum | 134 orð | 3 myndir

Fólk folk@mbl.is

Nokkrar Hollywood-stjörnur eru staddar hér á landi í þeim tilgangi að leika golf. Meira
23. júní 2004 | Fólk í fréttum | 122 orð | 1 mynd

...frambjóðanda í 70 mínútum

FORSETAKOSNINGAR eru á næsta leiti, nánar tiltekið á laugardaginn, og þetta árið eru frambjóðendur þrír. Einn þeirra, Baldur Ágústsson, gerir sér lítið fyrir í kvöld og ætlar að mæta í heimsókn til æringjanna og sprelligosanna í 70 mínútum. Meira
23. júní 2004 | Fólk í fréttum | 238 orð | 1 mynd

Fær lofsamlega dóma

KVIKMYND Barkar Gunnarssonar, Sterkt kaffi eða Silný kafe , hefur verið valin inn á kvikmyndahátíðina Art Film Festival í Teplice, Tékklandi. Einnig er mynd Hilmars Oddssonar, Kaldaljós , sýnd á hátíðinni en báðar eru þær í aðalkeppni hátíðarinnar. Meira
23. júní 2004 | Fólk í fréttum | 132 orð | 2 myndir

Gaudiburschen gera það gott í Bjarnarborg

STUÐMENN, eða Gaudiburschen eins og sveitin heitir á þýsku, léku fyrir dansi á skemmtistaðnum Big Eden i Berlín 16. júní sl. Þetta var í fyrsta sinn sem Stuðmenn léku í Berlín, en sveitin var í sinni fimmtu för til Þýskalands. Meira
23. júní 2004 | Fólk í fréttum | 515 orð | 1 mynd

Ísland rúmar allar tegundir tónlistar

UNDANFARNA mánuði hefur sýning Smekkleysu, Humar og frægð, staðið yfir í menningarhúsinu Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Margs kyns viðburðir hafa fylgt sýningunni, til dæmis tónleikar, ljóðagjörningar, fyrirlestrar og kvikmyndasýningar. Meira
23. júní 2004 | Fólk í fréttum | 65 orð | 1 mynd

...kátum piltum

Það er orðinn ómissandi þáttur í lífi margra unnenda góðra sjónvarpsþátta að fylgjast með ástum og örlögum félaganna Stuart, Vince og Nathan í bresku þáttunum Queer as Folk. Meira
23. júní 2004 | Menningarlíf | 88 orð | 1 mynd

Kór MH á leið til Eistlands

KÓR Menntaskólans við Hamrahlíð tekur þátt í alþjóðlegri kórahátíð í borgunum Tartu og Tallinn í Eistlandi 26. júní - 4. júlí. Meira
23. júní 2004 | Menningarlíf | 728 orð | 2 myndir

Leit að engli tímans

Engill tímans nefnist minningarbók um Matthías Viðar Sæmundsson sem kemur út í dag. Silja Björk Huldudóttir ræddi af því tilefni við Eirík Guðmundsson og Þröst Helgason, ritstjóra bókarinnar. Meira
23. júní 2004 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Málverk fyrir 8 milljarða

UM SEXTÍU málverk sem boðin voru upp hjá Sotheby's í London á mánudagskvöld höluðu inn um 61 milljón punda, sem samsvarar ríflega átta milljörðum íslenskra króna. Meira
23. júní 2004 | Menningarlíf | 638 orð

Menning á háreistri jarðhæð

Listahátíð var gagnrýnd á þessum vettvangi á sunnudag, fyrir að sinna "æðri listum fyrir útvalda" en vanrækja hinn almenna listunnanda, með því að bjóða ekki upp á popp- eða rokktónleika. Meira
23. júní 2004 | Menningarlíf | 250 orð | 1 mynd

Ný djasshátíð í Skógum

NÝRRI djasshátíð verður hleypt af stokkunum í sumar. Hátíðin ber heitir Jazz undir Fjöllum og fer fram í Skógum undir Eyjafjöllum helgina 9.-11. júlí. Meira
23. júní 2004 | Fólk í fréttum | 307 orð | 1 mynd

Spanna vítt svið

TÍMI er félagsskapur þriggja listamanna sem hafa það að markmiði "að efla framþróun og styrkja grundvöll og menningu fyrir allar gerðir tímalistar," eins og segir í yfirlýsingu frá hópnum. Meira
23. júní 2004 | Menningarlíf | 263 orð | 1 mynd

STUTTMYND - Reykjavík Shorts & Docs

Leikstjórn og handrit: Árni Ólafur Ásgeirsson. Aðalhlutverk: Iben Hjejle, Troela Lyby og Stine Stengade. Stuttmynd. 27 mín. Danmörk, 2003. Meira
23. júní 2004 | Tónlist | 238 orð

TÓNLIST - Hallgrímskirkja

Christopher Herrick lék verk eftir Widor, Guilmant, Bach, Liszt og Duruflé. Sunnudaginn 20. júní. Meira
23. júní 2004 | Fólk í fréttum | 105 orð

Útibíó í miðborginni

NORRÆN dómnefnd hefst handa í lok vikunnar við að velja úr þeim 449 nýju stutt- og heimildarmyndum sem sendar hafa verið í norrænu kvikmyndahátíðina og -keppnina Nordisk Panorama. Hátíð sem haldin er í 15. Meira

Umræðan

23. júní 2004 | Aðsent efni | 749 orð | 1 mynd

9.11. og 11.9.

Einar Benediktsson skrifar um varnar- og öryggismál: "Stefna okkar um að tryggja varnir landsins í tvíhliða samstarfi við Bandaríkin innan vébanda NATO breytist ekki." Meira
23. júní 2004 | Aðsent efni | 254 orð | 1 mynd

Enginn skóli í haust, Þorgerður?

Svandís Svavarsdóttir skrifar opið bréf til menntamálaráðherra: "Verður nemendum kannski vísað á skóla erlendis?" Meira
23. júní 2004 | Aðsent efni | 631 orð | 1 mynd

Lýðræðinu snúið á hvolf

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um lýðræði: "Skilyrði í anda þess sem Morgunblaðið lýsir gætu skrumskælt lýðræðið." Meira
23. júní 2004 | Aðsent efni | 792 orð | 1 mynd

Mannvonska á uppboði

Emil Als skrifar um mannréttindabrot: "Réttarvernd er nafnið tómt og sakir litlar eða engar hjá milljónum fangelsaðra." Meira
23. júní 2004 | Aðsent efni | 531 orð | 1 mynd

Morgunblaðið og þjóðaratkvæðagreiðslan

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar um afstöðu Morgunblaðsins: "Við eigum að sýna stjórnarskránni virðingu og okkur ber að fara eftir henni." Meira
23. júní 2004 | Bréf til blaðsins | 497 orð

Náttúruperlur sem vert er að heimsækja

NÚ þegar sumarið er runnið upp og sól skín í heiði er fátt yndislegra en að leggja land undir fót og njóta þess besta sem náttúran hefur upp á að bjóða. Í þjóðgörðum landsins er óviðjafnanleg náttúrufegurð sem ferðamenn geta notið allan ársins hring. Meira
23. júní 2004 | Aðsent efni | 421 orð | 1 mynd

Úr sálarkytru sjálfstæðismanns

Sigurjón Benediktsson skrifar um stjórnmál: "Gamlir göngugarpar og þjáningarbræður skældu og vældu yfir því að varnarliðið væri að fara." Meira
23. júní 2004 | Bréf til blaðsins | 324 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Banna hundahald? MIKIÐ varð ég undrandi þegar ég sá grein í Velvakanda fimmtudaginn 17. júní um að banna ætti hundahald. Ég er yfir mig hneyksluð á þeirri óvirðingu sem menn geta sýnt dýrum og rétti þeirra til að vera til. Meira
23. júní 2004 | Aðsent efni | 437 orð | 1 mynd

Yfirgangur Ólafs Ragnars

Þórunn Jóna Hauksdóttir skrifar um neitun forsetans: "Ólafur Ragnar hefur með neitun sinni valtað yfir kosningarétt minn, gert lítið úr embætti forseta Íslands." Meira
23. júní 2004 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd

Þessir þrír vösku sveinar, Viktor, Trausti...

Þessir þrír vösku sveinar, Viktor, Trausti og Hlynur, héldu flóamarkað til styrktar leikskólanum Lind á Laugarvatni og söfnuðu þeir kr.... Meira

Minningargreinar

23. júní 2004 | Minningargreinar | 420 orð | 1 mynd

JÓHANNES KR. ÁRNASON

Jóhannes Kristberg Árnason fæddist í Ólafsvík 24. júlí 1921. Hann lést á sambýli aldraðra í Gullsmára 11 í Kópavogi 10. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 21. júní. Meira  Kaupa minningabók
23. júní 2004 | Minningargreinar | 55 orð

Sigríður Jóna Ingólfsdóttir

Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig. Meira  Kaupa minningabók
23. júní 2004 | Minningargreinar | 673 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR JÓNA INGÓLFSDÓTTIR

Sigríður Jóna Ingólfsdóttir fæddist á Prestbakka í Hrútafirði 22. október 1922. Hún andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 5. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Prestbakkakirkju 18. júní. Meira  Kaupa minningabók
23. júní 2004 | Minningargreinar | 61 orð

Svafa Hildur Halldórsdóttir

Svafa Hildur Halldórsdóttir var tengdamóðir mín um nokkra hríð. Okkar samskipti voru friðsöm og lagði hún mér ætíð gott til. Sonum mínum og Önnu Karinar dóttur hennar reyndist hún óþreytandi að sinna og hlúa að og sá raunar ekki sólina fyrir þeim. Meira  Kaupa minningabók
23. júní 2004 | Minningargreinar | 443 orð | 1 mynd

SVAFA HILDUR HALLDÓRSDÓTTIR

Svafa Hildur Halldórsdóttir fæddist á Hnausum í Breiðuvík á Snæfellsnesi 18. desember 1912. Hún andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Eir 27. maí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
23. júní 2004 | Minningargreinar | 559 orð | 1 mynd

ÞÓRIR GUÐMUNDSSON

Þórir Guðmundsson fæddist í Lyngen í Tromsfylki í Noregi 9. maí 1919. Hann lést á Clinica Salus-sjúkrahúsinu á Benalmadena á Spáni mánudaginn 31. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 14. júní. Meira  Kaupa minningabók
23. júní 2004 | Minningargreinar | 2339 orð | 1 mynd

ÞÓRIR JÓNSSON

Þórir Jónsson fæddist í Hafnarfirði 25. mars 1952. Hann lést af slysförum að morgni 19. maí síðastliðins og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 27. maí. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

23. júní 2004 | Sjávarútvegur | 413 orð | 1 mynd

Auðvitað finnum við eitthvað

"ÞAÐ er engin ástæða til þess að afskrifa loðnuveiðar á komandi vertíð, jafnvel þótt við finnum ekkert núna. Þær breytingar sem orðið hafa síðustu árin hafa ekki gengið til baka, en þær gera það ábyggilega. Meira
23. júní 2004 | Sjávarútvegur | 289 orð | 1 mynd

Nýtt skip í flota Samskipa

SAMSKIP hafa bætt við skipi á móti Skaftafellinu á siglingaleiðinni milli Íslands, Færeyja og meginlands Evrópu. Verður félagið framvegis með viðkomu vikulega á Reyðarfirði og í Klakksvík í Færeyjum í stað hálfsmánaðarlega áður. Meira

Viðskipti

23. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Eyrir ehf. kaupir 6,56% hlut í Marel hf.

ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði enn í dag og náði sínu hæsta lokagildi frá upphafi. Vísitalan endaði í 2.957 stigum og hækkaði um 1,1%. Það sem af er júnímánuði hefur vísitalan hækkað um 11%. Hækkunin varð mest á bréfum Marel hf. en þau hækkuðu um 6,32%. Meira
23. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 127 orð

Laun rétt halda í við verðbólgu

MEÐALLAUN landsmanna gerðu lítið meira en halda í við verðbólguna á milli apríl og maí í ár, en bæði vísitala neysluverðs og launavísitala hækkuðu um 0,8% á tímabilinu. Kom þetta fram í tölum sem Hagstofan birti í gær. Meira
23. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 65 orð

Londis-keðjan seld

HLUTHAFAR í bresku verslunarkeðjunni Londis , en þeir reka jafnframt verslanir keðjunnar, samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að taka 60 milljón sterlingspunda yfirtökutilboði Musgrave . Í tilkynningu Londis Holdings Ltd segir að af þeim 1. Meira
23. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 891 orð | 1 mynd

Lækkun fasteignaverðs ekki líkleg á næstunni

Sérfræðingar greiningardeilda bankanna og hjá Seðlabankanum eru almennt sömu skoðunar og starfsmenn Hagfræðistofnunar um að litlar líkur séu á því að almennar lækkanir verði á fasteignamarkaði á næstunni. Þó heyrast efasemdir. Meira
23. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 72 orð | 1 mynd

Nýr yfirmaður Landsbanka í Lúxemborg

GUNNAR Thoroddsen hefur verið ráðinn bankastjóri Landsbanka Luxembourg S.A. frá 1. júlí næstkomandi. Meira

Daglegt líf

23. júní 2004 | Daglegt líf | 322 orð | 1 mynd

Á heima á sjóminjasafni

HÚNI II er merkilegur bátur, stærsti íslenzki trébáturinn sem er til. Björn heitinn á Löngumýri lét smíða hann hjá Skipasmíðastöð KEA, en þar voru menn þekktir fyrir vönduð vinnubrögð. Hann er smíðaður '63 og verður því 41 árs í sumar. Meira
23. júní 2004 | Daglegt líf | 391 orð | 1 mynd

Fetað í fótspor galdrastráksins

BRETLAND hefur löngum verið þekkt fyrir goðsagnir, sem og sögur af draugum, vatnaskrímslum og risum. Meira
23. júní 2004 | Daglegt líf | 173 orð | 1 mynd

Hávaði eykur löngun í popp og snakk

Rannsóknir sýna að hávaði í umhverfinu getur leitt til mikillar löngunar í ruslfæði hjá konum, að því er fram kemur á vef Evening Standard . Þetta getur verið hávaði í vinnuvélum eða hávær vinnufélagi að tala í símann. Meira
23. júní 2004 | Daglegt líf | 618 orð | 1 mynd

Meðferð gengur út á að lina fráhvörf

Þeir sem vilja hætta að reykja nota í auknum mæli hjálparefni til þess, í stað þess að hætta af sjálfsdáðum. Nikótíntyggjó, -stautar, -plástrar, -úði og -tungurótartöflur eru þekkt og nú einnig lyf sem dregur úr reykingalöngun og linar fráhvarf. Meira
23. júní 2004 | Daglegt líf | 502 orð | 2 myndir

Sjóstöng, hvalir og sjómannalögin

Það er ýmislegt hægt að gera um borð í skemmtibátnum Húna II. sem gerður er út frá Hafnarfirði og býður upp á reglubundna hvalaskoðun og sérferðir fyrir hópa, sem til dæmis vilja reyna fyrir sér í sjóstangaveiði og jafnvel grilla svo aflann um borð. Meira

Fastir þættir

23. júní 2004 | Árnað heilla | 54 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 23. júní, verður sjötug Ingibjörg Júlíusdóttir, Þórólfsgötu 7, Borgarnesi. Af því tilefni taka hún og eiginmaður hennar, Karl Torfason, á móti vinum og ættingjum laugardaginn 26. júní frá kl. Meira
23. júní 2004 | Árnað heilla | 22 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli .

85 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 23. júní, er 85 ára Guðlaug Karlsdóttir, Merkurgötu 3, Hafnarfirði. Guðlaug er að heiman í... Meira
23. júní 2004 | Árnað heilla | 38 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 23. júní, er níræð María Skúladóttir, Álftamýri 20, Reykjavík. Af því tilefni tekur hún á móti ættingjum og vinum á heimili sonar síns og tengdadóttur, Álfhólsvegi 89, Kópavogi, í dag kl.... Meira
23. júní 2004 | Fastir þættir | 171 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Lausn á þraut 1. Meira
23. júní 2004 | Fastir þættir | 284 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Tvö lið á Evrópumótið í brids í Svíþjóð Evrópumótið í sveitakeppni verður haldið í Malmö, Svíþjóð dagana 19. júní-3. júlí. Keppt verður í opnum flokki, kvennaflokki og flokki eldri spilara. Meira
23. júní 2004 | Viðhorf | 772 orð

Hamingjujafnan

... að stjórnvöld geti fremur aukið hamingju fólks með því að tryggja atvinnu en að gera ráðstafanir sem miða fyrst og fremst að auknum hagvexti og auðsköpun. Meira
23. júní 2004 | Dagbók | 26 orð

(Mark. 2,21.)

Orð dagsins: Enginn saumar bót af óþæfðum dúk á gamalt fat, því þá rífur nýja bótin af hinu gamla og verður af verri... Meira
23. júní 2004 | Dagbók | 474 orð | 1 mynd

Mikil uppsveifla í nútímadansi

Steinunn Ketilsdóttir er fædd árið 1977. Hún er stúdent frá FG í Garðabæ og lauk BS-prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002. Steinunn hóf nám í dansi við Hunter College í New York árið 2002 og hún mun ljúka BA-gráðu í dansi vorið 2005. Steinunn hóf að þjálfa fimleika hjá fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði árið 1993. Hún þjálfaði meðal annars meistarahóp félagsins í hópfimleikum sem varð Íslands- og bikarmeistari í hópfimleikum árið 2003. Meira
23. júní 2004 | Árnað heilla | 20 orð | 1 mynd

SILFURBRÚÐKAUP .

SILFURBRÚÐKAUP . Í dag, miðvikudaginn 23. júní, eiga 25 ára hjúskaparafmæli hjónin Ágústa Hreinsdóttir og Sigurður Ómar Sigurðsson, Grófarsmára 18,... Meira
23. júní 2004 | Fastir þættir | 59 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

Staðan kom upp í viðureign heimsliðsins gegn liði Tigrans Petrosjans sem lauk fyrir skömmu í Moskvu. Rafael Vagjanjan (2639), hvítt, lauk skák sinni gegn ofurstórmeistaranum Michael Adams (2731) á snyrtilegan máta. 37. d5! Meira
23. júní 2004 | Dagbók | 66 orð | 1 mynd

Sprettur í sólinni

Reykjavík | Veðrið hefur leikið við fólk víðast hvar á landinu í vikunni. Þessi ungi maður var staðráðinn í að láta ekki blíðuna fram hjá sér fara og tók á sprett í Nauthólsvíkinni í gær. Meira
23. júní 2004 | Fastir þættir | 280 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Nýlega brá Víkverji sér með fjölskylduna í sunnudagsbíltúr austur fyrir fjall. Stefnan var tekin á Stokkseyri því heyrst hafði af skemmtilegri nýjung í ferðaþjónustu þar í bæ, Veiðisafni hjónanna Páls Reynissonar og Fríðu Magnúsdóttur. Meira

Íþróttir

23. júní 2004 | Íþróttir | 265 orð | 1 mynd

Amma Wayne Rooneys hyggst taka bingó fram yfir fótbolta

AMMA enska knattspyrnumannsins Wayne Rooneys segist frekar ætla að fara á bingó eldri borgara í Liverpool en að fylgjast með dóttursyninum leika með enska landsliðinu gegn Portúgal í 8-liða úrslitum EM í knattspyrnu á fimmtudaginn. Meira
23. júní 2004 | Íþróttir | 117 orð

Barcelona bíður eftir Larsson

HENRIK Larsson, markvarðahrellirinn frá Svíþjóð, hefur fengið tilboð frá Barcelona - beðið er eftir að hann skrifi undir tveggja ára samning eftir EM í Portúgal. Meira
23. júní 2004 | Íþróttir | 218 orð

Flestir fá tækifæri gegn Belgíu

SIGURÐUR Ingimundar, landsliðsþjáflari karla í körfuknattleik, hefur undanfarnar vikur búið landsliðið undir þrjá leiki við Belga nú í vikunni. Meira
23. júní 2004 | Íþróttir | 147 orð

Garðar til liðs við Valsmenn

GARÐAR B. Gunnlaugsson, knattspyrnumaður frá Akranesi, gekk í gær til liðs við 1. deildarlið Vals og samdi við Hlíðarendafélagið til hálfs þriðja árs, eða út tímabilið 2006. Garðar er 21 árs sóknarmaður og hefur spilað með ÍA allan sinn feril. Meira
23. júní 2004 | Íþróttir | 57 orð | 1 mynd

Henrik Larsson, annar frá vinstri, fagnar...

Henrik Larsson, annar frá vinstri, fagnar ásamt liðsmönnum sínum eftir að Mattias Jonson jafnaði metin fyrir Svíþjóð gegn Danmörku í 2:2 í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Meira
23. júní 2004 | Íþróttir | 209 orð | 1 mynd

* HERMANN Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu,...

* HERMANN Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er á leið til Kína ásamt félögum sínum í Charlton Athletic en liðið fer þangað í æfingaferð seinnipartinn í júlí. Leikið verður gegn kínversku liðunum Jianlibao og Guangzhou 22. og 25. júlí. Meira
23. júní 2004 | Íþróttir | 346 orð

Hver dagur í boltanum er konfekt fyrir mig

GUÐMUNDUR Benediktsson skoraði langþráð mörk fyrir KR-inga í fyrrakvöld þegar þeir lögðu Fram að velli, 3:0. Þetta voru fyrstu mörk Guðmundar á Íslandsmótinu í knattspyrnu í þrjú ár, eða síðan hann skoraði jöfnunarmark KR gegn Breiðabliki, 1:1, á KR-vellinum hinn 28. júní 2001. Meira
23. júní 2004 | Íþróttir | 28 orð

Í KVÖLD

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Akureyri: KA - Fylkir 19.15 Keflavík: Keflavík - ÍA 19.15 Kaplakriki: FH - Grindavík 19.15 Víkin: Víkingur R. - ÍBV 19.15 2. deild karla: Sauðárkrókur: Tindastóll - Afturelding 20 3. Meira
23. júní 2004 | Íþróttir | 113 orð | 1 mynd

Ísland í hörkuriðli í undankeppni HM

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik lenti í hörkuriðli þegar dregið var í riðla í forkeppni heimsmeistaramótsins 2005, en forkeppnin fer fram í haust. Ísland dróst í riðil með Litháen, Makedóníu, Póllandi, Slóvakíu og Tyrklandi. Meira
23. júní 2004 | Íþróttir | 83 orð

Kjartan Henry og Atli Jóhannsson í leikbann

TVEIR leikmenn í Landsbankadeild karla í knattspyrnu voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar KSÍ í gær vegna fjögurra áminninga. Það voru þeir Kjartan Henry Finnbogason, KR, og Atli Jóhannsson, ÍBV, sem voru dæmdir í leikbann. Meira
23. júní 2004 | Íþróttir | 251 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild KR...

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild KR - Breiðablik 4:1 Guðlaug Jónsdóttir 17., Sif Atladóttir 42., Katrín Ómarsdóttir 63., Anna Berglind Jónsdóttir 78., - Ólína G. Viðarsdóttir 89. Fjölnir - Valur 0:3 Kristín Ýr Bjarnadóttir 30., 55. Meira
23. júní 2004 | Íþróttir | 325 orð

KR sigraði verðskuldað

KR-stúlkur höfðu sætaskipti við Breiðablik eftir leik liðanna í Vesturbænum í gær. KR sigraði örugglega með fjórum mörkum gegn einu og skutust þar með í þriðja sæti deildarinnar. Í Grafarvogi juku Valsstúlkur forskot sitt á ÍBV í fjögur stig þegar þær sigruðu Fjölni 0:3 og í Garðabæ fékk FH sitt fyrsta stig þegar liðið gerði jafntefli við Stjörnuna, 1:1. Meira
23. júní 2004 | Íþróttir | 100 orð

Lokaundirbúningur fyrir ÓL í Aþenu að hefjast

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik karla, sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar, kemur saman á fimmtudaginn á Laugarvatni þar sem leikmenn gangast undir þrekpróf, að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands... Meira
23. júní 2004 | Íþróttir | 108 orð | 1 mynd

Margrét Lára ekki lengi frá

MEIÐSL Margrétar Láru Viðarsdóttur, sem hún hlaut í leiknum gegn Þór/KA/KS á sunnudaginn var, eru ekki eins slæm og þau litu út fyrir að vera. Margrét Lára var borin af leikvelli í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið slæmt högg á ökkla. Meira
23. júní 2004 | Íþróttir | 399 orð | 1 mynd

* MARIAN Pahars, þekktasti og vinsælasti...

* MARIAN Pahars, þekktasti og vinsælasti knattspyrnumaður Letta, hefur ekki verið í byrjunarliði þeirra í tveimur fyrstu leikjunum á EM í Portúgal , aðeins komið við sögu sem varamaður í báðum. Meira
23. júní 2004 | Íþróttir | 441 orð | 1 mynd

Martröð Ítala að veruleika

MARTRÖÐ Ítala varð að veruleika í gærkvöld þegar Svíþjóð og Danmörk gerðu 2:2 jafntefli í Evrópukeppninni í knattspyrnu sem þýddi það að Ítalir áttu ekki möguleika á að komast í fjórðungsúrslitin, sama hvernig leikur þeirra við Búlgaríu fór. Ítalía sigraði Búlgaríu 2:1 og fékk fimm stig í riðlinum eins og Danmörk og Svíþjóð en Svíar og Danir voru með hagstæðari markatölu en Ítalir í innbyrðis viðureignum liðanna. Meira
23. júní 2004 | Íþróttir | 191 orð

Mikið að gera hjá HSÍ

"ÞAÐ hefur örugglega aldrei verið eins mikið um að vera hjá Handknattleikssambandi Íslands að sumarlagi og nú," segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, en fjögur landslið Íslands taka þátt í stórmótum í júlí og ágúst. Meira
23. júní 2004 | Íþróttir | 416 orð

Montgomery og Gaines kölluð inn á teppið

BANDARÍSKU spretthlaupararnir Tim Montgomery og Chryste Gaines hafa bæði fengið bréf frá lyfjastofnun bandaríska íþróttasambandsins þar sem þeim er tilkynnt að þau séu talin hafa brotið gegn reglum um lyfjaneyslu. Meira
23. júní 2004 | Íþróttir | 67 orð

Ólöf María er úr leik

ÓLÖF María Jónsdóttir, kylfingur úr Keili, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Futures-mótaröðinni sem fram fór í Illinois í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Meira
23. júní 2004 | Íþróttir | 273 orð | 1 mynd

* PORTÚGALSKA landsliðið í knattspyrnu mætir...

* PORTÚGALSKA landsliðið í knattspyrnu mætir því enska í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu á morgun. Meira
23. júní 2004 | Íþróttir | 160 orð

Safin féll úr keppni á Wimbledon

ÓVÆNT úrslit urðu í karlaflokki á Wimbledonmótinu í tennis í gær þegar Rússinn Marat Safin tapaði fyrir landa sínum Dmitry Tursunov, 4-6, 7-5, 6-3 og 7-6. Safin hefur ekki gengið vel á Wimbledon í gegnum tíðina en honum líkar ekki að keppa á mótinu. Meira

Bílablað

23. júní 2004 | Bílablað | 137 orð

38% Touareg sem seljast eru svört

VINSÆLDIR Touareg hafa aukist síðan hann kom fyrst á markað á haustmánuðum 2002. Á tímabilinu janúar til apríl 2004 voru seld 5.421 eintök af Touareg og er hann söluhæsta bifreiðin í flokki lúxusjeppa. Meira
23. júní 2004 | Bílablað | 356 orð | 1 mynd

3 m á lengd en lyftir 2,9 tonnum

NÝVERIÐ var fluttur inn fyrsti "smákraninn" til landsins en hann er af tegundinni Furukawa Unic 295. Meira
23. júní 2004 | Bílablað | 105 orð

Áfengislás í Saab-bíla

29% allra ökumanna sem deyja í umferðarslysum í Svíþjóð eru undir áhrifum áfengis. Þetta hlutfall er ögn lægra í Evrópu, eða 25%. Meira
23. júní 2004 | Bílablað | 316 orð | 4 myndir

Götuspyrna og bílasýning á Akureyri

Það er jafnan mikið um dýrðir á Akureyri sautjánda júní fyrir bílaáhugamenn. Bílaklúbbur Akureyrar stóð fyrir bílasýningunni Bíladagar og þar var keppt um fegurðarverðlaun í nokkrum flokkum en auk þess var haldin götuspyrna, eins og oft áður. Meira
23. júní 2004 | Bílablað | 112 orð

Jean-Pierre Goy, konungur glæfraakstursins

Á HVERJU ári er haldin mótorhjólasýning í bænum Beaulieu í Suður-Englandi. Að þessu sinni verður sýningin dagana 26.-27. júní og meðal hápunkta verður sýning heimsmeistarans í glæfrabrögðum, Jean-Pierre Goy. Meira
23. júní 2004 | Bílablað | 251 orð | 2 myndir

Renault Fluence

PATRICK Le Quément, yfirhönnuður Renault, hefur enn á ný fengið frjálsar hendur við hönnun hugmyndabíls. Að þessu sinni er um að ræða stóran og rennilegan fólksbíl sem kallast Fluence. Meira
23. júní 2004 | Bílablað | 432 orð | 2 myndir

Sigurður rauf sigurgöngu Halla P.

Önnur umferð Íslandsmeistaramótsins í torfæruakstri var haldin á Akureyri síðastliðinn laugardag í blíðskaparveðri. Mótið var liður í bíladögum á Akureyri sem Bílaklúbbur Akureyrar hélt. Meira
23. júní 2004 | Bílablað | 885 orð | 7 myndir

Sportlegur og aflmikill S60 R

ÞAÐ er ekki ofsagt að alger umskipti hafi orðið hjá Volvo hvað varðar hönnunarstefnu og vöruframboð. Margir minnast Volvo-bíla hér áður fyrr sem öruggra en þungra bíla með fremur óskemmtilegum og þyngslalegum aksturseiginleikum. Meira
23. júní 2004 | Bílablað | 522 orð | 3 myndir

Útlitshönnun sem stenst tímans tönn

VOLKSWAGEN Passat kom á markað í núverandi gerð árið 1996 og hefur því verið á markaði nánast óbreyttur útlitslega í átta ár. Meira
23. júní 2004 | Bílablað | 114 orð

Volvo S60R

Vél: Fimm strokka, 2,5 lítra bensínvél með háþrýstiforþjöppu og tveimur millikælum. Afl: 300 hestöfl við 5.550 snúninga á mínútu. Tog: 350 Nm frá 1.950-5.250 snúningum á mínútu. Hröðun: 7,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 250 km/klst. Meira
23. júní 2004 | Bílablað | 54 orð

VW Passat Advance 1.6

Vél: Fjórir strokkar, 8 ventlar, 1.595 rúmsentimetrar. Afl: 102 hestöfl við 5.600 snúninga á mínútu. Tog: 148 Nm við 3.800 snúninga á mínútu. Lengd: 4.703 mm. Breidd: 1.746 mm. Hæð: 1.462 mm. Eigin þyngd: 1.277 kg. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.