Greinar föstudaginn 16. júlí 2004

Fréttir

16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

30 ár frá opnun hringvegarins

HÓPUR fólks hittist í fyrradag, 14. júlí, í Skaftafelli, vegagerðarmenn, heimafólk og gestir, í tilefni þess að þann dag voru 30 ár liðin frá opnun hringvegarins um Skeiðarársand. Meira
16. júlí 2004 | Minn staður | 139 orð

Annríki í sjúkraflugi

SKÖMMU eftir miðnætti í fyrrinótt fékk Slökkvilið Akureyrar beiðni um sjúkraflug til Kulusuk á Grænlandi. Sækja þurfti alvarlega slasaðan 9 ára gamlan dreng. Meira
16. júlí 2004 | Minn staður | 314 orð | 1 mynd

Austfjarðatröll mæti öll á Breiðdalsvík

KAUPTÚNIÐ Breiðdalsvík iðar af lífi þessa dagana því fjöldi ferðamanna fer þar um á degi hverjum og nýtur gistingar, veitinga og annarrar þjónustu, að ógleymdri náttúrufegurð staðarins. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 53 orð

Banaslys á Bíldudal

BANASLYS varð á Bíldudal þegar ekið var á gangandi vegfaranda um sexleytið í gær. Bíl var ekið á unga stúlku sem var á gangi og talið er að hún hafi látist samstundis. Lögreglan gat ekki veitt frekari upplýsingar um tildrög slyssins í gærkvöld. Meira
16. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 742 orð | 1 mynd

Beita sér æ meira gegn jeppaeign

JEPPAR og eigendur þeirra hafa verið gagnrýndir mjög í Bandaríkjunum á síðustu árum þar sem slík farartæki þykja skapa hættu á vegum og vera óumhverfisvænir. Núna er röðin komin að Evrópu. Meira
16. júlí 2004 | Minn staður | 47 orð

Borgarverk bauð lægst í gerð vatnsveitu fyrir Fjarðaál

BORGARVERK ehf. átti lægsta tilboð í aðveitugöng vatnsveitu að álveri Fjarðaáls. Tilboð voru opnuð í vikunni og bauð Borgarverk tæpar 29,4 milljónir í verkið, sem er um 87% af áætluðum kostnaði, 33,8 milljónum. Meira
16. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Cheney kveðst ekki á förum

DICK Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, fullyrðir að hann muni áfram verða varaforsetaefni Georges W. Bush í kosningunum í nóvember nk. Bush hafi sagt afdráttarlaust að hann vilji "ekki að leiðir okkar skilji". Meira
16. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 100 orð

Dómaraást

RÚMENINN Sandu Gurguiatu hefur undanfarin fjögur ár höfðað tugi mála til þess eins að berja ástina sína augum, dómarann Elenu Lala. Gurguiatu varð ástfanginn af Lala þegar hann stefndi vinnuveitendum sínum fyrir ólögmætan brottrekstur fyrir fjórum árum. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 129 orð

Dæmd fyrir ofbeldi gegn lögreglu

HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur dæmt tvítuga konu í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kýla lögreglumann við skyldustörf á Ísafirði fyrir utan skemmtistað þar í bæ í október 2002. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 218 orð

Ekki vitað hvaðan smitið kemur

UPP er komin riða á bænum Árgerði í Skagafirði og er ekkert vitað hvernig sjúkdómurinn barst þangað. Síðast kom upp riða á bænum fyrir 19 árum. Eymundur Jóhannsson, bóndi í Árgerði, segist hafa tekið eftir riðunni fyrir um hálfum mánuði. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 309 orð

Erlendum skiptinemum fer fjölgandi

"Í DAG er staðan sú að við erum að taka á móti fleiri Erasmus-stúdentum heldur en við sendum. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 129 orð

Fleiri hektarar fara undir kornrækt á ári hverju

Um 150 bú á Íslandi stunda kornrækt að sögn Ólafs Eggertssonar, bónda á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Hann segir að kornrækt sé stunduð nánast um allt land en mikil aukning hefur átt sér stað á undanförnum 10-15 árum. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 79 orð

Flugvél hlekktist á í flugtaki

LÍTILLI eins hreyfils flugvél, af Citabria-gerð, hlekktist á í flugtaki á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ um klukkan hálfþrjú í gær. Um borð voru flugmaður og farþegi og sakaði þá ekki. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Framtíð Vestfjarða rædd af bjartsýni

"ÞAÐ er ævintýri að búa á þessari afskekktu eyju hér í norðurhöfum. Vestfirðir eru mikilvægur þáttur í þeirri heildarmynd sem gerir okkur að stoltum Íslendingum," sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra m.a. Meira
16. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 1182 orð | 3 myndir

Getur breska þjóðin treyst Blair aftur?

Fréttaskýring | Þótt Tony Blair hafi verið hreinsaður af ásökunum um að hafa blekkt bresku þjóðina af ásettu ráði til að réttlæta innrásina í Írak er hann ekki enn laus úr klípunni og trúverðugleiki hans er í hættu, að mati breskra dagblaða. Meira
16. júlí 2004 | Minn staður | 78 orð

Grafarþögn

Í Fréttablaðinu fyrir helgina sagði frá því að Arnaldur Indriðason eða bók hans Grafarþögn "trónir um þessar mundir í ellefta sæti" á metsölulista í Svíþjóð. Meira
16. júlí 2004 | Minn staður | 134 orð | 1 mynd

Gullmura

Mörgum finnst gullmuran líkjast mjög brennisóley en hún verður sjaldnast eins hávaxin. Blöð hennar eru talsvert minni en blöð brennisóleyjarinnar og ekki eins flipótt. Meira
16. júlí 2004 | Minn staður | 152 orð | 2 myndir

Gullmura á svörtum sandi

"GULLMURA er fallegt blóm sem dafnar vel þrátt fyrir að vaxtarskilyrði hennar séu oft ekki sem best. Hún sést bæði á láglendi en líka oft og raunar frekar á svörtum söndum inni á hálendinu. Meira
16. júlí 2004 | Minn staður | 35 orð | 1 mynd

Hafið, bláa hafið, hugann dregur

Stöðvarfjörður | Þessi mávur horfði langeygur til hafs, þar sem hann hafði viðdvöl á bryggjupolla í höfninni á Stöðvarfirði. Sjálfsagt dreymt um batnandi tíð og djarfa afkomendur, eða bara hvað skyldi étið og hvurt... Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 152 orð

Halli meira en 40 milljónir hjá á fjórða tug stofnana

Á FJÓRÐA tug stofnana og fjárlagaliða var með meira en 40 milljóna króna neikvæða stöðu um síðustu áramót. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga. Meira
16. júlí 2004 | Minn staður | 111 orð | 1 mynd

Handverk tengt jöklinum

Arnarstapi | Nýtt handverkshús var opnað á Arnarstapa á dögunum og ber það heitið Handverkshúsið Björk. Eigandi þess er Lovísa Sævarsdóttir á Staðarbakka sem var við afgreiðslu. Húsið stendur framan við heimili Lovísu. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 400 orð | 1 mynd

Heimsbikarmótinu í torfæru lýkur um helgina

HEIMSBIKARMÓTINU í torfæru lýkur hér á landi um helgina þegar fram fara þriðja og fjórða umferð mótsins. Á laugardaginn verður keppt í Stapafelli kl. 11 en á sunnudaginn verður keppt á Hellu og hefst sú keppni kl. 12. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 218 orð

Helgin verður notuð til úrvinnslu gagna

ENGAR ákvarðanir voru teknar um framgang fjölmiðlafrumvarpsins á fundi formanna ríkisstjórnarflokkanna í stjórnarráðinu í gær. Sögðu þeir að verið væri að vinna að málinu innan allsherjarnefndar Alþingis sem myndi líklega afgreiða það eftir helgi. Meira
16. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Hvað varð af sumrinu?

SNJÓKAST í júlí og vínið hitað en ekki kælt. Vorið kom og vorið fór og nú er farið að halla að hausti. Í Evrópu vita menn hins vegar ekki hvað varð af sumrinu. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 293 orð | 2 myndir

Hörkustemning á sumarhátíð Vinnuskólans

RAPPARARNIR í Fokköpps sigruðu í hæfileikakeppni sem Vinnuskóli Reykjavíkur hélt á sinni árlegu sumarhátíð í gær. Meira
16. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 350 orð

Ísland fellur um fimm sæti

ÍSLAND fellur úr öðru sæti í það sjöunda á lista Sameinuðu þjóðanna, SÞ, yfir þau lönd heimsins sem best er að búa í, samkvæmt skýrslu Þróunaráætlunar SÞ sem birt var í gær. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

James Brown heldur tónleika á Íslandi

James Brown, "Guðfaðir sálartónlistarinnar", mun spila í Laugardalshöll laugardagskvöldið 28. ágúst. Meira
16. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Khodorkovskíj sagður leiðtogi glæpahóps

DMITRY Shokhin, saksóknari í máli Mikhaíls Khodorkovskíjs, fyrrum framkvæmdastjóra olíufélagsins Yukos, sakaði hann í gær um að hafa farið fyrir glæpahópi með það að markmiði að sölsa undir sig hlutabréf með blekkingum. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 415 orð | 1 mynd

Kornið mun fyrr á ferðinni en oft áður

"VIÐ erum að hoppa inn í alveg nýja veröld með kornrækt á Íslandi," segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, en kornrækt hefur gengið vel um þessar mundir. Hann þakkar því góðu tíðarfari og nýju kynbættu yrki. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 149 orð

Korni sáð í um 3.000 hektara

KORNI var sáð í um 3.000 hektara í vor og hefur aldrei áður verið sáð jafnmiklu hér á landi. Í fyrra var sáð í um 2.600 hektara. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

LEIÐRÉTT

Mest seldu bílarnir Rangt var farið með tölur um innflutning nokkurra bíla í bílablaði Morgunblaðsins í gær. Rétt tafla birtist hér og er beðist velvirðingar á mistökunum. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Líkaði stórvel í Vín

EIRÍKUR Hauksson, nemandi í lögfræði við Háskóla Íslands, er nýkominn heim eftir að hafa verið sem skiptinemi við Háskólann í Vín í Austurríki, og lagði hann stund á Evrópu- og þjóðarrétt. Meira
16. júlí 2004 | Minn staður | 86 orð | 1 mynd

Ljósbrot og kaffidagar | Tvær sýningar...

Ljósbrot og kaffidagar | Tvær sýningar eru í sumar á jarðhæð Norska hússins í Stykkishólmi. Í Mjólkurstofunni er Ljósbrot, sýning Ernu Guðmarsdóttur myndlistarkonu og "helgar-Hólmara", eins og komist er að orði á vef Stykkishólmsbæjar. Meira
16. júlí 2004 | Minn staður | 135 orð

Matur og menning á Blönduósi

UM helgina verður haldin á Blönduósi fjölskylduhátíðin Matur og menning. Hún hefst í dag. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 412 orð | 2 myndir

Mikið um að vera í nágrenni við höfuðborgina

MIKIL og góð veiði hefur verið í ársprænunum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Mok í Leirvogsá og mjög góð veiði í Elliðaánum og Korpu. Leirvogsá er klárlega besta á landsins til þessa, en í gærmorgun voru þar komnir 226 laxar á land á tvær stangir. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Mikil aðsókn í Végarð

Heimsóknir í gestastofu Landsvirkjunar í Végarði í Fljótsdal hafa aldrei verið fleiri en um síðustu helgi. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 919 orð | 1 mynd

Mikilvægt að verja meira fé til rannsókna

Mary Harney, aðstoðarforsætisráðherra Írlands, gerði grein fyrir skipulagi stefnumótunar á sviði vísinda og tækni á Írlandi í erindi sem hún flutti í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Davíð Logi Sigurðsson hlýddi á erindið og ræddi stuttlega við Harney að því loknu. Meira
16. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 239 orð

Nokkrir háttsettir al-Qaeda-liðar handteknir í Írak

IYAD Allawi, forsætisráðherra Íraks, sagði frá því í gær að fjöldi uppreisnar- og hryðjuverkamanna hefði verið handtekinn í vikunni, þar af nokkrir háttsettir al-Qeda-liðar. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 210 orð

Ný próf greina riðu hraðar

ELÍSA, nýtt mótefnapróf til að greina riðu, hefur verið notað í nágrannalöndunum með góðum árangri og segir Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, að nú sé verið að athuga hvað það myndi kosta að fá slíkan búnað til nota hér á landi. Meira
16. júlí 2004 | Minn staður | 315 orð

Nýtt hjúkrunarheimili og endurbætur á Garðvangi

STEFNT er að byggingu nýs hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Reykjanesbæ og verður yfirstjórn þess á höndum stjórnar Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum. Jafnframt verður ráðist í endurbætur á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 74 orð

Óbreytt líðan

LÍÐAN karlmanns, sem ekið var á í Ártúnsbrekku aðfaranótt miðvikudags, er óbreytt. Hann liggur á gjörgæsludeild Landspítalans, tengdur við öndunarvél. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 378 orð | 2 myndir

"Við leysum þetta mál," segir Halldór

"VIÐ leysum þetta mál eins og við erum vanir að leysa mál," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra eftir fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra í Stjórnarráðinu í gær. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 722 orð | 1 mynd

Riða komin upp í Skagafirði á ný

RIÐA var nýlega staðfest á bænum Árgerði í Skagafirði. Ekki er vitað hvernig sjúkdómurinn barst þangað, en fyrir um nítján árum var síðast fargað riðufé í sömu sveit. Meira
16. júlí 2004 | Minn staður | 85 orð

Safnadagur á Minjasafni | Hátt í...

Safnadagur á Minjasafni | Hátt í tvö hundruð manns tók þátt í safnadeginum á Minjasafni Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn um helgina. Kemur það fram á Tíðis, www.patreksfjordur.is. Messað var í Saurbæjarkirkju og boðið upp á safnakaffi á Hnjóti. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 472 orð

Segja afgreiðslu frumvarpsins frestað til að útkljá ágreining

FORMENN stjórnarandstöðuflokkanna segja ríkisstjórnarflokkana nota allsherjarnefnd til að tefja fyrir framgöngu fjölmiðlafrumvarpsins á Alþingi á meðan verið sé að leysa úr djúpstæðum ágreiningi þeirra á milli um málið. Meira
16. júlí 2004 | Minn staður | 206 orð

Skiltin skila sér ekki

"VIÐ höfum ekki endurheimt nein skilti enn sem komið er," sagði Guðmundur Gunnarsson framkvæmdastjóri GV grafna en verktakafyrirtæki hans var í hópi þeirra fyrirtækja sem sáu ástæðu til þess á dögunum að auglýsa í staðarmiðlum á Akureyri eftir... Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 158 orð | 4 myndir

Skiptar skoðanir um forvarnargjald

LILJU Gunnlaugsdóttur líst ekkert á hugmyndir um sérstakt forvarnargjald á sykur eða gosdrykki. "Mér finnst það alger vitleysa. Annað hvort getur fólk hamið sig eða ekki. Það þarf ekki að ákveða allt fyrir fólk," segir Lilja. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 97 orð

Slasaður drengur sóttur til Grænlands

NÍU ára grænlenskur drengur, sem slasaðist alvarlega í Ammassalik á Grænlandi á miðvikudagskvöld, var sóttur með sjúkraflugi Flugfélags Íslands og komið undir læknishendur á Landspítalanum í gærmorgun. Meira
16. júlí 2004 | Minn staður | 734 orð | 1 mynd

Spuninn heillar mest

Reykjanesbær | Í blíðviðrinu á miðvikudag mátti sjá unga málarameistara munda pensilinn við Ægisgötu í Reykjanesbæ en þar voru á ferðinni nemendur í Listaskóla barna. Meira
16. júlí 2004 | Minn staður | 294 orð | 1 mynd

Stórt skref í uppbyggingu íþróttalífs í bænum

"ÞESSIR samningar marka stórt skref í uppbyggingu íþróttalífs á Akureyri, " sagði Guðný Jóhannesdóttir formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar þegar fulltrúar bæjarins og sjö íþrótta- og tómstundafélaga höfðu skrifað undir samninga í... Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Sumarhátíð við Tónabæ

Börnin voru ríkulega skreytt andlitslitum og skemmtu sér vel á sumarhátíð sem var haldin á vegum ÍTR við Tónabæ í gær. Skemmtunin var haldin fyrir krakka sem hafa sótt leikjanámskeið ÍTR í sumar. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 442 orð | 1 mynd

Svipuð hugmynd og er að baki bensíngjaldi

ÁHRIFIN af neysluskatti á borð við sérstakt gjald á sykur eða gosdrykki ræðst af framboði og eftirspurn en viðbrögð neytenda skipta þó meira máli um það hver áhrifin á neysluna verða þótt breytingar á framleiðslukostnaði og viðbrögð framleiðenda geti... Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 94 orð

Sæludagar í Vatnaskógi

SÆLUDAGAR verða í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina. Meðal dagskráratriða eru: KK og Ellen, Jón Ólafsson, Idol-stjarnan Rannveig, Lalli töframaður, Stoppleikhópurinn sýnir leikritið Hans Klaufa, haldin verður idol-keppni barnanna, tónleikar, bingó... Meira
16. júlí 2004 | Minn staður | 270 orð | 1 mynd

Treysta á seinni slátt

Fljót | Miklir þurrkar hafa verið í Fljótum undanfarnar fjórar vikur. Talsvert rigndi 17. júní en síðan hefur ekki komið dropi úr lofti fyrr en smá skúr að morgni 14. júlí. Meira
16. júlí 2004 | Minn staður | 118 orð

Tvöföld braut | Umferð verður hleypt...

Tvöföld braut | Umferð verður hleypt á nýja akrein tvöfaldrar Reykjanesbrautar fyrir verslunarmannahelgi, eða föstudaginn 29. júlí. Eftir það verða tvær akreinar í báðar áttir, frá bæjarmörkum Hafnarfjarðar og langleiðina að Vogavegamótum. Meira
16. júlí 2004 | Minn staður | 40 orð

Uppsalahnjúkur | Ferðafélag Akureyrar verður með...

Uppsalahnjúkur | Ferðafélag Akureyrar verður með göngu á Uppsalahnjúk í Staðarbyggðarfjalli á morgun, laugardaginn 17. júlí, og er brottför kl. 9. Upplýsingar og skráning á skrifstofu FFA, Strandgötu 23, en hún er opin virka daga frá kl. 16 til... Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 232 orð

Verið að reikna áhrif á neysluverðsvísitölu

ÞAÐ ER misskilningur af hálfu Samtaka iðnaðarins að Lýðheilsustöð sé að biðja Hagfræðistofnun um að reikna hversu miklar tekjur stofnunin geti fengið með hugsanlegu forvarnargjaldi á sykur. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 584 orð | 2 myndir

Vilja skerf af hagnaðinum

Bandalag íslenskra listamanna vill að hér á landi verði tekið upp sams konar fyrirkomulag við útdeilingu ágóða af rekstri lottósins og í Finnlandi og Noregi, en þar rennur um helmingur af rekstrarhagnaði til menningar og lista. Meira
16. júlí 2004 | Minn staður | 63 orð | 1 mynd

Vinsæl fyrirsæta

Fagr i dalur | Töluvert lundavarp er á Dyrhólaey. Fuglinn verpir í holur sem hann grefur sér og fóðrar að innan með þurrum gróðri. Oft eru holurnar frammi á bjargbrún og stundum eru heilu brekkurnar sundurgrafnar. Meira
16. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 132 orð

Vissu um al-Qaeda-sellur

RÉTT fyrir innrásina í Írak fékk breska leyniþjónustan upplýsingar um, að jórdanski al-Qaeda-foringinn al-Zarqawi hefði komið fyrir "sofandi sellum" í Írak, sem áttu að ráðast á bandaríska hermenn með bílsprengingum. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Þið hafið svolítið latan munn

"ÞETTA var frábært - ég setti í tvo stóra, en náði bara öðrum þeirra. Hann var fimmtán og hálft pund. Hinn slapp," sagði Dame Kiri Te Kanawa, óperusöngkonan heimsfræga, í gær, en hún dvaldi hér á landi í vikunni í sumarleyfi. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 421 orð | 1 mynd

Þrengsli á Hringbraut í mánuð vegna ræsagerðar

UMFERÐ um Hringbraut í Reykjavík verður aðþrengd í um mánaðartíma vegna framkvæmda þar, en gera má ráð fyrir að um miðjan ágúst verði aftur opnað fyrir umferð í báðar áttir. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 93 orð

Þrír áfrýja í Landssímamáli

RAGNAR Orri Benediktsson, sem fékk 8 mánaða fangelsisdóm í Landssímamálinu, hefur bæst í hóp þeirra sakborninga sem áfrýja dómi sínum til Hæstaréttar. Alls hafa því þrír sakborningar af fjórum sem sakfelldir voru, áfrýjað dómi sínum. Meira
16. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 189 orð

Þrír slösuðust í árekstri skammt frá Blönduósi

ÞRÍR slösuðust í árekstri skammt frá Blönduósi síðla dags í gær. Fólksbifreið sem var ekið í suðurátt frá Blönduósi, um Langadal, ók yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að hún lenti á jeppa sem kom á móti. Meira

Ritstjórnargreinar

16. júlí 2004 | Leiðarar | 293 orð | 2 myndir

Nafnlausar heimildir

Það er vandasamt fyrir blaðamenn og fréttamenn að nýta sér nafnlausar heimildir. Stundum er það réttlætanlegt. Í öðrum tilvikum ekki. Meira
16. júlí 2004 | Leiðarar | 519 orð

"Réttlæti sigurvegarans"

Fyrir dyrum standa réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi leiðtoga Íraks. Saddam kom fyrir dómara í Bagdad í upphafi mánaðarins og var þar tónninn gefinn fyrir það sem koma skyldi. Meira
16. júlí 2004 | Leiðarar | 246 orð

Skyldur stjórnarflokkanna

Þrátt fyrir stöðugar hrakspár forystumanna stjórnarandstöðunnar og sumra fjölmiðla er augljóst, að enginn bilbugur er á Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki varðandi samstarf þeirra í ríkisstjórn. Meira

Menning

16. júlí 2004 | Menningarlíf | 325 orð | 1 mynd

Allar dýnurnar úr Bláfjöllum notaðar

KÓRAMÓT stendur yfir þessa dagana í Kópavogi. Mótið, sem ber yfirskriftina "Söngvika", hófst á mánudag og stendur fram yfir helgi. Meira
16. júlí 2004 | Menningarlíf | 186 orð | 1 mynd

Angels in America með 21 tilnefningu

SJÓNVARPSÞÁTTARÖÐIN Angels in America, sem fjallar um alnæmisvandann á níunda áratug síðustu aldar, fékk 21 tilnefningu til Emmy-verðlauna, helstu verðlauna sem veitt eru fyrir sjónvarpsefni í Bandaríkjunum. Meira
16. júlí 2004 | Menningarlíf | 74 orð

Bókaforlagið Bjartur hefur gefið út skáldsöguna...

Bókaforlagið Bjartur hefur gefið út skáldsöguna Vernon G. Little eftir D.B.C. Pierre , í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar. Bókin kemur út í Neon-flokki forlagsins sem helgaður er nýjum erlendum skáldskap. Vernon G. Meira
16. júlí 2004 | Menningarlíf | 166 orð | 1 mynd

Búningurinn til vandræða

BANDARÍSKA kvikmyndastjarnan Halle Berry segir að óvænt vandamál hafi komið upp þegar verið var að taka kvikmyndina Catwoman, sem Berry leikur aðalhlutverkið í. Meira
16. júlí 2004 | Menningarlíf | 353 orð | 3 myndir

Fólk folk@mbl.is

Á dögunum vann Ewan McGregor mál sem hann höfðaði á hendur fjölmiðlum fyrir að birta myndir af sér og börnum sínum í sumarleyfi. Meira
16. júlí 2004 | Menningarlíf | 415 orð

Hitt húsið og "hitt" starfið

Unglingar í blómabeðum og við aðrar fegrunaraðgerðir í borginni eru jafn öruggur fyrirboði sumarsins og andarungarnir á tjörninni. Meira
16. júlí 2004 | Menningarlíf | 340 orð | 1 mynd

Hrafn Jökulsson gefur allar bækur sínar fyrir málstaðinn

HRAFN Jökulsson, stofnandi og formaður taflfélagsins Hróksins, ætlar að gefa félaginu allar bækur í eigu sinni. Bækur Hrafns, auk bóka úr eigu annarra þekktra Íslendinga, verða seldar á bókamarkaði Hróksins við útitaflið á Lækjargötu í dag og á morgun. Meira
16. júlí 2004 | Bókmenntir | 241 orð | 1 mynd

Launmorðinginn Bourne til Íslands

OFT ER talað um að persónur bókmennta verði ódauðlegar. Það sama má því miður ekki segja um skapara þeirra, rithöfundana. Það er sjaldan sem út koma sögur af persónum þegar höfundur þeirra er kominn undir græna torfu. Meira
16. júlí 2004 | Menningarlíf | 179 orð | 2 myndir

Léttir að koma efninu frá sér

HLJÓMSVEITIN Isidor er orðin nokkuð gömul í hettunni, hefur starfað síðan um haustið 2001, en núna loksins kemur plata frá sveitinni, Betty Takes a Ride . Meira
16. júlí 2004 | Menningarlíf | 56 orð | 1 mynd

Meira ógnareðli

SHARON Stone staðfesti það fyrr í vikunni að ákveðið hefði verið að gera framhaldsmynd spennutryllisins Ógnareðlis ( Basic Instinct ) frá árinu 1992. Þær fregnir hafa öðru hverju borist að framhaldsmynd væri í burðarliðnum. Meira
16. júlí 2004 | Myndlist | 352 orð | 1 mynd

MYNDLIST - Ráðhúsið

Til 18. júlí. Meira
16. júlí 2004 | Bókmenntir | 47 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Bókaforlagið Bjartur hefur gefið út Ódysseifskviðu Hómers. Íslensk þýðing Sveinbjarnar Egilssonar á Ódysseifskviðu birtist fyrst á árunum 1829-1840. Hún kemur nú út í nýrri útgáfu Svavars Hrafns Svavarssonar sem jafnframt skrifar eftirmála. Meira
16. júlí 2004 | Menningarlíf | 97 orð

Óskað eftir listaverki um Lagarfljótsorm

Í TILEFNI af Ormsteiti í ágúst efna Ormsskrínið og Ormsteiti-Héraðshátíð, til hugmyndasamkeppni meðal ungs fólks á aldrinum 18 ára til þrítugs sem búsett er á Austurlandi. Keppnin varðar útilistaverk sem hefur Lagarfljótsorminn að viðfangsefni. Meira
16. júlí 2004 | Menningarlíf | 79 orð | 1 mynd

Pétur Behrens sýnir hesta og menn

PÉTUR Behrens myndlistarmaður hefur opnað sýningu í Galleríi Klaustri á Skriðuklaustri. Ber sýningin heitið "Líthógrafíur og gæðingar" og er um að ræða myndir unnar með steinþrykki og vatnslitamyndir af hestum og mönnum. Meira
16. júlí 2004 | Menningarlíf | 1229 orð | 1 mynd

"Allir söngvarar nota einhver brögð"

Kiri Te Kanawa, óperusöngkonan heimskunna, sagði frá því í viðtali við Morgunblaðið í skammdeginu í vetur, þegar hún hélt hér tónleika, að hún hefði alist upp í fiskimannasamfélagi á Nýja-Sjálandi, og kynni vel að meta fisk; bæði að veiða hann, matreiða... Meira
16. júlí 2004 | Menningarlíf | 71 orð | 1 mynd

Rokk og fótbolti

Á DÖGUNUM var opnuð ný krá í Ármúla þar sem aðal áherslan verður lögð á íþróttaviðburði og rokktónlist upp á gamla mátann. Daði Pétursson er eigandi Classic Rock, en svo nefnist staðurinn. Meira
16. júlí 2004 | Menningarlíf | 449 orð | 2 myndir

Starf hennar var hljóðlegt en mikilvægt

"EIN SAGA er geymd" nefnist ferð sem farin verður á söguslóðir Ólafíu Jóhannsdóttur á morgun. Lagt verður af stað frá Sundahöfn kl. Meira
16. júlí 2004 | Menningarlíf | 119 orð | 1 mynd

Svikarar á sjó

Gamanmyndin Á sjó ( Out to Sea ) er frá árinu 1997. Hún segir frá tveimur gömlum körlum sem taka sér ferð með skemmtiferðaskipi í því skyni að féfletta ríkar ekkjur. Meira
16. júlí 2004 | Menningarlíf | 119 orð | 1 mynd

...tilgangi lífsins

GRÍNURUNUM í Monty Python-genginu er fátt heilagt. Sama hvort um er að ræða biblíusögur, riddarasögur eða hinn margumdeilda tilgang lífsins eru þeir félagar flinkir í að finna skoplegar hliðar á hverjum aðstæðum. Meira
16. júlí 2004 | Menningarlíf | 241 orð

Þjóðverjar hrifnir af Stuðmönnum

STUÐMENN munu troða upp á NASA annað kvöld. Meira

Umræðan

16. júlí 2004 | Aðsent efni | 229 orð

2 + 2 = 5

"SÝSLUMAÐURINN á Akranesi er æðsti handhafi löggjafarvalds á Íslandi." Því miður fyrir virðulegan sýslumanninn er þessi staðhæfing er ekki aðeins röng heldur tóm della. Meira
16. júlí 2004 | Aðsent efni | 498 orð | 1 mynd

Blattafram.is

Ásdís H. Bjarnadóttir fjallar um verkefni UMFÍ: "Verkefnið er unnið í samvinnu við Ungmennafélag Íslands og hefur það að markmiði að efla forvarnir vegna kynferðislegs ofbeldis á börnum á Íslandi." Meira
16. júlí 2004 | Aðsent efni | 410 orð | 1 mynd

Engin lækkun á tekju-skatti einstaklinga!

Björgvin Guðmundsson skrifar um stjórnmál: "Allt bendir til þess, að þetta stóra kosningaloforð hafi verið gefið í þeim tilgangi einum að blekkja kjósendur og tryggja áframhaldandi völd ríkisstjórnarinnar." Meira
16. júlí 2004 | Aðsent efni | 186 orð

Hjálpin er oftast nær en maður heldur

ALDREI fer það svo að hjálpin berst ekki og þá oftast úr óvæntustu átt. Fyrr átti ég von á dauða mínum en að eitthvað jákvætt kæmi úr penna Ögmundar Jónassonar um fjölmiðlafrumvarpið. Í grein sinni "Á hvaða vegferð er Morgunblaðið? Meira
16. júlí 2004 | Aðsent efni | 515 orð | 1 mynd

Leikið á lýðræðið

Helgi Jóhann Hauksson fjallar um stjórnmálaviðhorfið: "Það væri afar alvarlegt mál ef forsætisráðherra ríkis græfi sjálfur undan stofnunum samfélagsins með árásum á þær." Meira
16. júlí 2004 | Bréf til blaðsins | 950 orð

Opið bréf til Jóns Kristjáns- sonar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra

UNDIRRITAÐUR hefur verið að reyna að ná sambandi við þig Jón Kristjánsson um langan tíma, en ávallt mistekist. Skilaboðum hefur verið komið til þín og mér hefur verið sagt að þú vitir af mér og munir hafa samband, en ekkert gerist. Meira
16. júlí 2004 | Aðsent efni | 374 orð | 1 mynd

Skrýtinn elgur

Sigurður Ægisson fjallar um þýðingar í sjónvarpi: "Í Evrópu merkir enska orðið "elk" því elgur, en ekki í Norður-Ameríku; þar er "elk" vapítihjörtur, næststærsta hjartartegund jarðar, næst á eftir elgnum." Meira
16. júlí 2004 | Aðsent efni | 238 orð | 1 mynd

Svikamylla

Pálmi Pálmason fjallar um fjölmiðlafrumvarpið: "Síðasta frumvarp Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra slær nú öllu öðru við." Meira
16. júlí 2004 | Aðsent efni | 814 orð | 1 mynd

Tryggja ber áætlunarflug milli lands og Eyja

Árni Johnsen skorar á samgönguráðherra að tryggja flugsamgöngur við Eyjar: "Tvo flugdaga fyrir skömmu, föstudag og sunnudag, var fullbókað snemma í 19 sæta vélar Íslandsflugs til Eyja." Meira
16. júlí 2004 | Bréf til blaðsins | 216 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Verð á hárgreiðslustofum Í Morgunblaðinu miðvikudaginn 14. júlí er birt verðkönnun Samkeppnisstofnunar hjá hárgreiðslustofum á höfuðborgarsvæðinu. Við erum nokkrar sem höfum verið að tala um hvað verð á hárgreiðslustofum sé orðið hátt. Meira

Minningargreinar

16. júlí 2004 | Minningargreinar | 900 orð | 1 mynd

BORGHILDUR SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR

Borghildur Sólveig Ólafsdóttir frá Patreksfirði fæddist í Reykjavík 29. janúar 1926. Hún andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 7. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Oddný Sölvadóttir, f. 28.12. 1897. d. 5.8. Meira  Kaupa minningabók
16. júlí 2004 | Minningargreinar | 2688 orð | 1 mynd

GUÐMUNDA LILJA ÓLAFSDÓTTIR

Guðmunda Lilja Ólafsdóttir fæddist í Reykjahjáleigu í Ölfusi í Árnessýslu 28. maí 1911. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Seljahlíð hinn 5. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðríður Ásgrímsdóttir, f. 9. september 1877, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
16. júlí 2004 | Minningargreinar | 780 orð | 1 mynd

HAFÞÓR L. JÓNSSON

Hafþór Arnfinnur Líndal Jónsson fæddist á Minni-Bakka við Nesveg í Reykjavík 18. ágúst 1947. Hann lést af slysförum á heimili sínu í Reykjavík 7. júlí síðastliðinn. Foreldrar Hafþórs voru hjónin Jón Helgi Líndal Arnfinnsson, f. á Ísafirði 15. maí 1912,... Meira  Kaupa minningabók
16. júlí 2004 | Minningargreinar | 1596 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR

Ingibjörg Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 11. apríl 1908. Hún lést í Reykjavík 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Bjarni Kristjánsson, skipstjóri og kennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík, f. 26. jan. 1879, d. 18. feb. Meira  Kaupa minningabók
16. júlí 2004 | Minningargreinar | 383 orð | 1 mynd

PÉTUR INGI SCHWEITZ ÁGÚSTSSON

Pétur Ingi Schweitz Ágústsson fæddist í Reykjavík 16. júlí 1954. Hann lést á heimili sínu sunnudaginn 21. september 2003 og var útför hans gerð frá Árbæjarkirkju 30. september. Meira  Kaupa minningabók
16. júlí 2004 | Minningargreinar | 749 orð | 1 mynd

ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR

Þuríður Jónsdóttir fæddist í Holti í Álftaveri í Vestur-Skaftafellssýslu 28. ágúst 1916, hún lést á Borgarspítalanum 4. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Árnason, f. 1889, d. 1965, og Gunnarína Gestsdóttir, f. 1890, d. 1975. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

16. júlí 2004 | Sjávarútvegur | 389 orð | 1 mynd

Minni afli og lægra verð í júní

HEILDARAFLI íslenskra skipa í nýliðnum júnímánuði var rúmlega 178.300 tonn sem er 11.000 tonnum minni afli en í júnímánuði 2003 en þá veiddust 189.400 tonn. Meira

Viðskipti

16. júlí 2004 | Viðskiptafréttir | 130 orð | 1 mynd

Actavis selur hlut sinn í Velefarm

ACTAVIS hefur selt 15% hlut sinn í serbneska lyfjadreifingarfyrirtækinu Velefarm , að því er fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar í dag. Söluverðið var 1,7 milljónir evra , sem er sama verð og hluturinn var keyptur á í september 2003. Meira
16. júlí 2004 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Fjörug viðskipti í Kauphöllinni

ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 1% í gær í fjörugum viðskiptum. Meira
16. júlí 2004 | Viðskiptafréttir | 86 orð

Gengisskráningarvog endurskoðuð

SEÐLABANKI Íslands hefur endurskoðað gengisskráningarvog krónunnar í ljósi utanríkisviðskipta ársins 2003, að því er segir í frétt Seðlabankans. Nýja vogin gildir frá deginum í dag og þar til næsta endurskoðun fer fram eftir um ár. Meira
16. júlí 2004 | Viðskiptafréttir | 381 orð | 2 myndir

Meira frelsi í efnahagsmálum leiðir til aukinna fjárfestinga

ÍSLAND er í fjórtánda sæti yfir þau lönd þar sem frelsi er mest í efnahagsmálum í heiminum samkvæmt nýrri rannsókn sem birt er í skýrslunni Frjálsræði í efnahagsmálum í heiminum: Ársskýrsla 2004 . Meira
16. júlí 2004 | Viðskiptafréttir | 168 orð | 1 mynd

Reglulegar fyrirspurnir um fyrirtæki Baugs Group

SKARPHÉÐINN Berg Steinarsson framkvæmdastjóri innlendra fjárfestinga Baugs Group segir að félagið fái í hverri viku óformlegar fyrirspurnir frá áhugasömum aðilum um einhverjar af eignum félagsins hér á landi, þar með talið um Haga og fyrirtæki þess, sem... Meira

Daglegt líf

16. júlí 2004 | Daglegt líf | 136 orð | 1 mynd

Hefur streita móður áhrif á fóstrið?

Niðurstöður dýratilrauna gefa til kynna að fóstur í móðurkviði eru viðkvæmari fyrir streitu móðurinnar en hingað til hefur verið gert ráð fyrir, að því er fram kemur á vef Berlingske Tidende . Meira
16. júlí 2004 | Daglegt líf | 394 orð | 1 mynd

Sælgæti og smáhlutir geta valdið köfnun

Það er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn barna séu vakandi fyrir þeim hættum sem fylgt geta sælgæti og smáhlutum. Árlega eru mörg börn hætt komin hér á landi vegna aðskotahluta sem festast í hálsi þeirra. Meira
16. júlí 2004 | Daglegt líf | 82 orð | 1 mynd

Vissir þú að...

* Sælgæti stærra en 2 cm í þvermál er líklegt til að valda köfnun. * Sælgæti sem er seigt, s.s. hlaup, gúmmí og lakkrís, getur lagst yfir og lokað fyrir öndunarveg barna. *Sælgæti sem er hart og/eða kúlulaga, s.s. Meira

Fastir þættir

16. júlí 2004 | Dagbók | 45 orð | 1 mynd

40 ÁRA afmæli eiga á árinu...

40 ÁRA afmæli eiga á árinu þau Eiríkur Davíðsson og Solveig Eysteinsdóttir, Kanastöðum, og Bertha G. Kvaran, Miðhjáleigu. Af því tilefni bjóða þau vinum og vandamönnum að gleðjast með sér í félagsheimilinu Gunnarshólma, Austur-Landeyjum, laugardaginn 17. Meira
16. júlí 2004 | Dagbók | 45 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, 16. júlí, er fimmtug Júlía Halldóra Gunnarsdóttir, Vogagerði 17, Vogum. Meira
16. júlí 2004 | Dagbók | 54 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Á morgun, laugardaginn 17. júlí, verður Lísa Thomsen sextug. Því ætlum við að samfagna með henni á Gömlu Borg í Grímsnesi milli kl. 19.30 og 22.00 og bjóðum alla vini hennar og ættingja velkomna. Meira
16. júlí 2004 | Dagbók | 43 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 17. júlí, verður frú Jóna Ármann á Skorrastað í Norðfirði 80 ára. Meira
16. júlí 2004 | Dagbók | 570 orð | 1 mynd

Ánægjustundir í Árnesi

Bergleif Gannt Joensen er fæddur 6. apríl 1942, í Fuglafirði, Færeyjum. Hann fluttist til Íslands árið 1982 en hefur séð um rekstur félagsheimilisins Árness í Gnúpverjahreppi síðan 1999, auk þess að reka þar farfuglaheimili, veitingastað og tjaldsvæði. Meira
16. júlí 2004 | Dagbók | 44 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

90 ÁRA afmæli. Hinn 18. júlí nk. verður níræður Sigurgeir Ingvarsson, fyrrverandi kaupmaður á Selfossi . Hann tekur á móti gestum í Grænumörk 5, Selfossi, hinn 17. júlí nk. milli kl. 17 og 20. Hann vonast til að sjá sem flest af frændfólki og... Meira
16. júlí 2004 | Fastir þættir | 203 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson| dagbok@mbl.is

Ekki þarf lengi að telja á fingrum sér til að sjá hvernig punktar varnarinnar skiptast og þar með hvar drottningin í trompi liggur. Meira
16. júlí 2004 | Dagbók | 44 orð | 1 mynd

Fornleifafyrirlestrar

GUNNARSSTOFNUN og Skriðuklaustursrannsóknir bjóða upp á tvo fyrirlestra um fornleifarannsóknir kl. 17 á mánudag. Dr. Jürg Goll fjallar um rannsókn sem hann hefur stýrt frá árinu 1987 í St. Johanklaustrinu í Müstair í Sviss. Meira
16. júlí 2004 | Viðhorf | 808 orð

"Rífðu niður þennan múr"

Múrinn er svo hrikalegt brot á mannréttindum og svo skýrt dæmi um kynþáttahyggju að óverjandi er að ekki sé barist ákafar gegn honum af hinu svonefnda alþjóðasamfélagi. Meira
16. júlí 2004 | Fastir þættir | 184 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e5 2. Bc4 Rf6 3. d3 Rc6 4. Rf3 Bc5 5. c3 a6 6. 0-0-0-0 7. d4 Ba7 8. Bg5 h6 9. Bh4 d6 10. h3 De7 11. He1 Kh8 12. Rbd2 Ra5 13. Bd3 c5 14. dxe5 dxe5 15. Bg3 Hd8 16. De2 Bb8 17. Had1 b5 18. Bc2 Rc6 19. Rh4 g6 20. Df3 Ha7 21. Rf1 Hxd1 22. Hxd1 Hd7 23. Meira
16. júlí 2004 | Dagbók | 65 orð | 1 mynd

Sparkendur á faraldsfæti

Fótboltamót | Um 70 knattspyrnustúlkur úr Íþróttafélaginu Þór á Akureyri, í 5., 4. og 3. aldursflokki, auk þjálfara og fararstjóra, héldu suður yfir heiðar í gær, til þátttöku í hinu árlega Gullmóti JB, sem Breiðablik í Kópavogi stendur að. Meira
16. júlí 2004 | Fastir þættir | 290 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji hefur mikinn áhuga á umhverfisvernd og flokkar því ruslið sitt samviskusamlega. Þannig safnar Víkverji dagblöðum, fernum, dósum og flöskum og er öllu síðan komið á réttan stað, í endurvinnslu. Meira

Íþróttir

16. júlí 2004 | Íþróttir | 97 orð

Andorrafarar valdir

ÍVAR Ásgrímsson landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik hefur valið 10 manna hóp sem leikur fyrir Íslands hönd á Promotion Cup sem fram í Andorra síðar í þessum mánuði. Liðið er þannig skipað: Alda Leif Jónsdóttir, ÍS, Anna M. Meira
16. júlí 2004 | Íþróttir | 383 orð | 1 mynd

* ANTON Rúnarsson , 15 ára...

* ANTON Rúnarsson , 15 ára knattspyrnumaður hefur skrifað undir þriggja ára samning við Val . Anton er yngsti leikmaður sem knattspyrnudeild Vals hefur gert samning við. Anton sem er fæddur 1988 er fyrirliði 3. Meira
16. júlí 2004 | Íþróttir | 125 orð

Bjarni byrjar vel hjá Everton

BJARNI Þór Viðarsson, hinn 16 ára gamli knattspyrnumaður úr FH sem sem gekk í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Everton í vor, lék sína fyrstu leiki í búningi Everton í vikunni. Meira
16. júlí 2004 | Íþróttir | 286 orð | 1 mynd

Borgvardt bjargaði FH

ALLAN Borgvardt, framherji FH, tryggði liðinu 1:0 sigur í Cardiff í Wales í gær, en þar átti Hafnarfjarðarliðið í höggi við Haverfordwest á Ninian Park, heimavelli Cardiff sem leikur í ensku 1. deildinni. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að leikurinn hefði verið FH-liðinu erfiður frá upphafi til enda. Meira
16. júlí 2004 | Íþróttir | 221 orð

Davíð Þór kominn til FH-inga

DAVÍÐ Þór Viðarsson er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið FH í knattspyrnu. Meira
16. júlí 2004 | Íþróttir | 226 orð

Heimskulegt hjá Stefáni

"ÞAÐ var ánægjulegt að fara með sigur af hólmi en við fórum illa að ráði okkar í seinni hálfleik. Við vorum værukærir þegar þeir skoruðu fyrra markið og svo gerði Stefán þessa bölvaða vitleysu. Meira
16. júlí 2004 | Íþróttir | 192 orð

Heimsmeistarinn Torri Edwards féll á lyfjaprófi

BANDARÍSKA hlaupakonan Torri Edwards, heimsmeistari í 100 metra hlaupi, á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann. Edwards féll á lyfjaprófi sem tekið var af henni í apríl en leifar örvandi lyfs, Nikethamide, fundust við lyfjaprófið á henni. Meira
16. júlí 2004 | Íþróttir | 54 orð

Í KVÖLD

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild KR-völlur: KR - Valur 20 1. deild kvenna Keflavíkurvöllur: Keflavík - Ægir 20 Fagrilundur: HK/Víkingur - Haukar 20 1. deild karla Fjölnisvöllur. Fjölnir - HK 20 Valbjarnarvöllur: Þróttur R. - Völsungur 20... Meira
16. júlí 2004 | Íþróttir | 278 orð

KNATTSPYRNA UEFA-keppnin Forkeppni, 1.

KNATTSPYRNA UEFA-keppnin Forkeppni, 1. umferð, fyrri leikur: ÍA - TVMK Tallinn 4:2 Mörk ÍA : Reynir Leósson 6., Stefán Þórðarson 36., Ellert Jón Björnsson 53., Julian Johnsson 90. Mörk TVMK : Denis Malov 14., Maksim Smirnov 58. Gult spjald : Enginn. Meira
16. júlí 2004 | Íþróttir | 709 orð | 1 mynd

Mjög dýrmætt mark Julians

MARK frá færeyska landsliðsmanninum Julian Johnsson á lokasekúndum leiksins í viðureign ÍA og eistneska liðsins FC Tallinn í UEFA-keppninni á Akranesi í gærkvöld gæti átt eftir að vega þungt þegar liðin mætast í Tallinn eftir hálfan mánuð. Þangað halda Akurnesingar með ágætt veganesti því þeir lögðu Eistana að velli, 4:2. Meira
16. júlí 2004 | Íþróttir | 281 orð

Njarðvík hélt Blikum í skefjum

EKKI tókst Blikum að hefna harma sinna þegar þeir fengu Njarðvík í heimsókn í Kópavoginn í gærkvöldi. Njarðvíkingar unnu fyrri leik liðanna í deildinni og slógu þá út úr bikarkeppninni svo þeir hreyfðu lítið við leikskipulaginu og létu Blika um mesta puðið. Það gekk upp og eftir 1:1 jafntefli halda liðin sætum sínum í deildinni, Blikar í 3. og Njarðvík í fjórða. Meira
16. júlí 2004 | Íþróttir | 296 orð | 1 mynd

"Er mjög stolt af árangri mínum"

ÁSDÍS Hjálmsdóttir, Ármanni, varð í sjötta sæti í spjótkasti á heimsmeistaramóti unglinga, 19 ára og yngri, í frjálsíþróttum í Grosseto á Ítalíu síðdegis í gær. Ásdís kastaði spjótinu 54,05 metra sem er hennar næstbesti árangur á ferlinum, en hún kastaði spjótinu 55,51 metra í undankeppninni á þriðjudag. Meira
16. júlí 2004 | Íþróttir | 274 orð | 1 mynd

* RAGNHILDUR Sigurðardóttir , GR, setti...

* RAGNHILDUR Sigurðardóttir , GR, setti nýtt vallarmet á fyrsta hring á meistaramóti Golfklúbbs Reykjavíkur sem nú stendur yfir. Ragnhildur lauk hringnum á Korpuvelli á 70 höggum og bætti eigið vallarmet, 71 högg, sem hún setti á Toyota mótaröðinni í... Meira
16. júlí 2004 | Íþróttir | 292 orð | 1 mynd

Sankovic hættur hjá Grindavík

STJÓRN knattspyrnudeildar Grindavíkur og Zeljko Sankovic komust að samkomulagi í gær um að Sankovic hætti störfum sem þjálfari karlaliðs félagsins sem er sem stendur í fallsæti eftir 2:0-tap í Eyjum í fyrrakvöld. Meira
16. júlí 2004 | Íþróttir | 215 orð

Shaquille O'Neal er formlega leikmaður Miami

FORRÁÐAMENN NBA-liðanna Los Angels Lakers og Miami Heat gengu formlega frá leikmannaskiptum í gær þar sem miðherjinn Shaquille O'Neal fer frá Lakers í skiptum fyrir Caron Butler, Lamar Odom, Brian Grant og fyrsta valrétt í háskólavali. Meira
16. júlí 2004 | Íþróttir | 249 orð

Sjöunda jafntefli Þórsara

ÞÓRSARAR héldu jafnteflisgöngu sinni í 1. deild karla áfram í gærkvöld þegar Valsmenn komu í heimsókn. Þetta var fjórða jafntefli liðsins í röð og það sjöunda í tíu umferðum. Hvorugu liðinu tókst að skora í leiknum en Valsmenn geta verið stiginu fegnir, því litlu mátti muna að þeir töpuðu þriðja leik sínum í röð. Meira
16. júlí 2004 | Íþróttir | 188 orð

Sjöundi ásinn hjá Ernie Els

KYLFINGURINN Ernie Els frá S-Afríku gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á fyrsta degi Opna breska meistaramótsins í golfi sem fer fram á Royal Troon-vellinum. Meira
16. júlí 2004 | Íþróttir | 286 orð

Stjarnan með en óvíst með ÍBV

Kvennalið Stjörnunnar í handknattleik tekur þátt í Áskorendakeppni Evrópu en það láðist að nefna liðið í blaðinu í gær þegar greint var frá þátttöku íslensku félaganna á Evrópumótunum í handknattleik á komandi tímabili. Meira
16. júlí 2004 | Íþróttir | 134 orð

Svavar og Samúel til ÍBV

SVAVAR Vignisson, línumaðurinn sterki, er kominn til liðs við ÍBV á nýjan leik en hann hefur leikið með FH-ingum undanfarin tvö ár. Meira
16. júlí 2004 | Íþróttir | 369 orð | 1 mynd

Woods stóð af sér spennuna

SAMKVÆMT venju beindust allra augu að bandaríska kylfingnum Tiger Woods á opnunardegi Opna breska meistaramótsins í golfi sem hófst á Royal Troon vellinum í gær. Woods hefur ekki unnið stórmót frá því að hann sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2002 og hafa margir sagt að hann sé ekki lengur með þá yfirburði sem hann var með á þeim tíma. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.