Greinar þriðjudaginn 11. janúar 2005

Fréttir

11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

100 milljóna króna skúlptúrar til sýnis

SKÚLPTÚRAR úr nýprentuðum, alvöru íslenskum peningaseðlum - alls 100 milljónir króna - verða á næstu sýningu Listasafnsins á Akureyri sem hefst á laugardag. Sýningin varð til í samstarfi listamannsins Ashkan Sahihi og Hannesar Sigurðssonar safnstjóra. Meira
11. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

220.000 heimili án rafmagns

UM 220.000 heimili voru enn án rafmagns í Svíþjóð í gær eftir óveður sem kostaði minnst fjórtán manns lífið í norðanverðri Evrópu um helgina. Sjö menn fórust í Svíþjóð, fjórir í Danmörku og þrír í Bretlandi. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 155 orð

3,5 milljónir söfnuðust á aukasýningu Hársins

UM 3,5 milljónir söfnuðust á sýningu á Hárinu í Austurbæ nýverið sem haldin var til styrktar fórnarlömbum flóðanna í Asíu. Að sögn Björns Thors, eins aðstandenda sýningarinnar, er þetta hærri upphæð en björtustu vonir höfðu staðið til. Meira
11. janúar 2005 | Minn staður | 147 orð

Aldrei fleiri gestir í Bláa lóninu

Grindavík | Aldrei hafa fleiri gestir heimsótt Bláa lónið - heilsulind en á nýliðnu ári. Þangað komu 354.552 gestir sem er 10,6% aukning frá árinu á undan. Alls hafa 1766 þúsund gestir heimsótt heilsulindina frá opnun hennar í júlí 1999. Meira
11. janúar 2005 | Minn staður | 344 orð | 1 mynd

Allt fer af stað þegar fréttir berast af loðnu

Grindavík | "Þegar góðar fréttir berast af loðnunni, eins og í morgun, fer allt af stað," sagði Kristinn Jóhannsson í netagerðinni Krosshúsum í Grindavík í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
11. janúar 2005 | Minn staður | 166 orð | 1 mynd

Arnór Íþróttamaður KA

ARNÓR Atlason, landsliðsmaður í handbolta, var kjörinn Íþróttmaður KA fyrir árið 2004 en kjörinu var lýst fyrir góðgerðarleik núverandi bikarmeistara KA og bikarmeistara félagins árið 1995 sl. laugardag, á 77 ára afmælisdegi KA. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 106 orð

Atlanta flytur hjálpargögn til Sri Lanka

ÞOTA frá Air Atlanta fer í dag áleiðis frá Dubai til Sri Lanka með nærri 100 tonna farm af hjálpargögnum á vegum Alþjóða Rauða krossins. Meira
11. janúar 2005 | Minn staður | 130 orð | 1 mynd

Atskákmót

ATSKÁKMÓT Austurlands var haldið á Reyðarfirði sl sunnudag. Tefldar voru 5 umferðir Monrad með 25 mínútna umhugsunartíma. Þátttakendur voru 11 talsins, frá Reyðarfirði, Eskifirði, Skriðdal, Hallormsstað og Fellabæ. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 204 orð

Ákvörðun um Villinganesvirkjun ógilt

Skagafjörður | Félagsmálaráðuneytið hefur úrskurðað að ákvörðun sveitarstjórnar Skagafjarðar um að setja Villinganesvirkjun inn í kynningartexta með tillögu að aðalskipulagi Skagafjarðar sé ógild. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 394 orð

Álagning hækkar ekki

STEINUNN Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri mun leggja fram tillögu í borgarráði á fimmtudag um að álagningarprósenta fasteignaskatts í Reykjavík hækki ekki í ár úr 0,320% í 0,345% eins og ákveðið hafði verið vegna mikillar hækkunar fasteignamats um... Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Ánægðir þátttakendur á stærðfræðiþingi

24. NORRÆNA og 1. fransk-norræna stærðfræðingaþinginu, sem haldið var hér á landi, lauk á sunnudag. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Bagalegt að vera sambandslaus í marga tíma

"SÍMINN hefur ákveðið að leita leiða til að koma í veg fyrir að svona atburðir geti komið fyrir aftur," segir Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, en íbúar í Súðavík voru ekki í símasambandi við umheiminn í um það bil tíu klukkustundir... Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Blóm handa Þjóðleikhússtjóra

ÞAR sem Tinna Gunnlaugsdóttir hefur nú tekið við starfi Þjóðleikhússtjóra, fyrst kvenna, færði Kvenréttindafélag Íslands henni blómvönd í gær með ósk um velfarnað í starfi. Meira
11. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Bush vill ræða við Abbas

GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær, að hann hygðist bjóða Mahmoud Abbas, sigurvegara forsetakosninganna í Palestínu, til Washington. Meira
11. janúar 2005 | Minn staður | 91 orð | 1 mynd

Dolfallin yfir ljósaganginum

Egilsstaðir | Þrettándagleðin er að baki og hafa ekki borist fregnir af öðru en hún hafi tekist vel víða um Austurland, utan að maður meiddist illa á hendi á Borgarfirði eystra þegar kínverji sprakk í hendi hans. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 96 orð

Enn eitt flugeldaslysið

UNGUR maður í Hafnarfirði hlaut 1. og 2. stigs bruna í andliti um helgina þegar flugeldaterta, sem hann hafði tekið í sundur, sprakk. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 151 orð

Erlend flugvél í vandræðum

ÓTTAST var um tíma í gærkvöldi um eins hreyfils erlenda flugvél eftir að neyðarkall barst frá henni seint á níunda tímanum. Drepist hafði á hreyflinum þegar hún var um 100 sjómílur vestur af Keflavík. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 94 orð

Flugleiðir skoða frekari útrás

FLUGLEIÐIR eru að undirbúa yfirtöku á flugfélagi í Evrópu, að því er fram kemur í Financial Times . Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, vildi í samtali við FT ekki gefa upp nöfn á flugfélögum sem væru til skoðunar. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 83 orð

Flygill í bæinn

Íbúum á Kópaskeri hefur borist góð gjöf, nýr flygill er kominn í bæinn og hefur honum verið komið fyrir í Grunnskólanum. Flygillinn er gjöf frá Aðalheiði Árnadóttur frá Bakka á Kópaskeri til íbúa Kópaskers og nágrennis. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 43 orð

Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Kína

HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, mun heimsækja Kína 11.-18. janúar í boði forseta kínverska þingsins, ásamt eiginkonu sinni Kristrúnu Eymundsdóttur. Meira
11. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 248 orð

Fórnarlambanna minnst í Stokkhólmi

KARL Gústaf XVI Svíakonungur hvatti í gær Svía til að sýna samhug og styrk vegna óvissunnar um afdrif margra sænskra ferðamanna eftir náttúruhamfarirnar annan dag jóla. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 182 orð

Framsóknarmenn andvígir vinnslu klórgass

FRAMSÓKNARMENN í Kópavogi leggjast gegn því að Frigg Mjöll fái leyfi til vinnslu á klórgasi við Vesturvör. Verksmiðjan flutti starfsemi sína í Kópavog sl. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Gámaþjónustan styrkir BUGL

BENÓNÝ Ólafsson, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar hf, afhenti Ólafi Ó. Guðmundssyni yfirlækni Barna- og unglingageðdeildar 150.000 kr. 29. desember sl. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 1286 orð | 1 mynd

Gegnsæi Fjármálaeftirlitsins mikilvægt

Fjármálaeftirlitið efndi í gær til ráðstefnu um eftirlit á fjármálamörkuðum Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Gjöf til MND-félagsins

Upptökuheimilið Geimsteinn í Keflavík sem Rúnar Júlíusson stýrir gaf fimmtíu geisladiska í happdrætti MND-félagsins. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 316 orð

Gripinn með tæpt kíló af kókaíni innvortis

UNGVERSKUR karlmaður reyndi fyrir áramót að smygla innvortis tæplega einu kílói af kókaíni til landsins. Þegar hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli 30. desember fundust ríflega 80 fíkniefnahylki í meltingarvegi hans. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 128 orð

Hafa tryggt sér 94,4% hlutafjár í Magasin

YFIRTÖKUTILBOÐ M-Holding ehf., sem er í eigu Baugs Group, Straums Fjárfestingarbanka og B2B Holding, í hlutafé í A/S Th. Wessel & Vett, sem á Magasin du Nord, rann út síðastliðinn föstudag. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 225 orð

Hertar reglur vegna launa og þóknana

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur hert reglur um upplýsingaskyldu vegna launa og þóknana til stjórnarmanna og framkvæmdastjóra í lífeyrissjóðum vegna starfa í þágu sjóðsins og skulu upplýsingarnar sérgreindar á hvern og einn. Meira
11. janúar 2005 | Minn staður | 107 orð | 1 mynd

Heyra ekki svo vel í skólabjöllunni!

MEIRI snjór er nú í Svarfaðardal en þar hefur sést síðastliðin ár, þrjú til fjögur. Nemendur í Húsabakkaskóla eru hæstánægðir með fannfergið og gengur fremur illa að fá þá inn úr frímínútum því útiveran heillar. Meira
11. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Hjálparstarf komið á góðan rekspöl í Aceh

HJÁLPARSTARFIÐ í Aceh-héraði í Indónesíu var komið á góðan rekspöl í gær, rúmum hálfum mánuði eftir náttúruhamfarirnar við Indlandshaf, og sjá mátti merki um að lífið þar væri smám saman að færast í eðlilegt horf. Talið er að yfir 156. Meira
11. janúar 2005 | Minn staður | 184 orð

Hlynnt stórri sameiningu

Dalvíkurbyggð | Bæjarráð Dalvíkurbyggðar leggur til að við kosningu um sameiningu sveitarfélaga í apríl næstkomandi verði að tillögu sameiningarnefndar félagsmálaráðherra kosið um sameiningu allra sveitarfélaga í Eyjafirði í eitt. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Hrogn og lifur með fyrra fallinu

"HROGN og lifur komu fyrst í búðina í síðustu viku sem er frekar snemmt, þetta kemur með fyrra fallinu núna," segir Kjartan Andrésson, fiskali í Sjávargallerý á Háaleitisbraut. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 650 orð | 1 mynd

Hús OR um 40% dýrara

Kostnaður við byggingu höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er miklu hærri en kostnaður við vandaða grunnskólabyggingu í Reykjavík. Munurinn er a.m.k. 40%. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 104 orð

Hægt að bóka atvinnuauglýsingar á mbl.is

NOTENDUR mbl.is geta nú bókað auglýsingar á Atvinnuvef mbl.is. Boðið er upp á tvo flokka auglýsinga: Atvinna í boði og Atvinna óskast . Hægt er að tengja merki við auglýsingar, ýmist svarthvít eða í lit. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 95 orð

Íslendingar sagðir í hópi hamingjusömustu þjóða

HOLLENSKUR félagsfræðingur hefur birt niðurstöður rannsóknar, sem hann hefur gert á hamingju meðal þjóða. Samkvæmt því eru Íslendingar 4.-5. hamingjusamasta þjóð heims ásamt Írum; aðeins Danir, Maltverjar og Svisslendingar eru ánægðari. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 74 orð

Jörðin skelfur

Í jarðskjálftanum í Asíu gengu flekarnir saman á meðan þeir gliðna á Norðurlandi. Friðrik Steingrímsson orti: Núna er víða neyðarstand. Núna er ekki tíðin blíð. Núna skelfur Norðurland. Núna stækkar Reykjahlíð. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 255 orð

Kaupverð 856 milljónir króna

VALSMENN hf. áforma að kaupa byggingarrétt við Hlíðarenda af knattspyrnufélaginu Val fyrir 856 milljónir króna. Verður tillaga um kaupin lögð fyrir hluthafafund 19. janúar nk. Valsmenn hf. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Kynslóðirnar hittast á Barónsborg

KYNSLÓÐIRNAR hittust á leikskólanum Barónsborg í gær þegar þrjá góða gesti bar að garði og röbbuðu við börnin nokkra stund. Þar voru á ferð Eyjólfur Jónsson, betur þekktur sem Eyjólfur sundkappi, Pétur Pétursson þulur og Þorgerður Ingólfsdóttir... Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 278 orð

Lækkun matarskatts myndi þýða kjarabót

GUÐNI Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að Framsóknarflokkurinn hafi ekki lagst gegn lækkun virðisaukaskattsins á matvæli. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 389 orð | 1 mynd

Með loftskipi til Vestmannaeyja?

GÆTI hugsast að framtíðarferðamáti milli lands og Eyja yrði gríðarstórt loftskip? Gæti hugsast að sá ferðamáti yrði allt í senn ódýrari, öruggari og fljótari? Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 97 orð

Námskrá í hestaíþróttum hjá FSU

Selfoss | Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur fengið þriggja milljóna kr. styrk Átaksverkefnis í hestamennsku vegna námskrárgerðar í hestaíþróttum. Meira
11. janúar 2005 | Minn staður | 154 orð

Ný slökkvistöð | Forvarnastarf er ekki...

Ný slökkvistöð | Forvarnastarf er ekki síður hlutverk slökkviliðsmanna en að kljást við eldsvoða. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Nýtt tímatal hjá Hrunamönnum

Flúðir | Óvíða eru stærri brennur en á Flúðum. Þar njóta íbúarnir góðs af verksmiðju Límtrés þar sem til fellur töluvert efni sem notað er til að hlaða bálkesti. Meira
11. janúar 2005 | Minn staður | 124 orð

Orkusamningur | Skömmu fyrir áramót var...

Orkusamningur | Skömmu fyrir áramót var undirritaður orkusamningur á milli Rafveitu Reyðarfjarðar og Landsvirkjunar. Á vefnum fjardabyggd. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 682 orð

"Aldan það versta sem ég hef nokkru sinni upplifað"

ÞAÐ virðist hafa verið fyrir tilviljun að Johan Svensson, framkvæmdastjóri Íslenska járnblendifélagsins, sem staddur var í Taílandi annan í jólum, tók eftir aðdraganda flóðbylgjunnar miklu og tókst naumlega að forða sér og fjölskyldu sinni upp á... Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 344 orð | 2 myndir

"Fólk situr bara á rústunum"

"FLÓÐBYLGJAN sópaði öllum húsunum í burtu, það er því ekkert eftir, fólk situr bara á rústunum," segir Vilhjálmur Jónsson, er hann lýsir ástandinu í sjávarþorpinu Thazhanguda, á Suður-Indlandi, eftir náttúruhamfarirnar annan í jólum. Um 3. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 305 orð

"Sáum að mörg sætanna voru auð"

ÆVAR Guðmundsson var staddur ásamt konu sinni og tveimur börnum þeirra í Hua Hin í Taílandi þegar miklar flóðbylgjur skullu á Suður-Asíu á annan dag jóla. Meira
11. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 81 orð

"Stjórnlaus" GSM-notkun

FRAM kemur í breskri skýrslu, sem kynnt verður í dag, að GSM-símanotkun barna og fullorðinna líka sé að verða "stjórnlaus" þrátt fyrir viðvaranir um hugsanlegt heilsutjón. Meira
11. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

"Verkalýðshreyfingin tók ekki afstöðu"

ÞRÍR Íslendingar, þeir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, og Borgþór Kjærnested voru á svæðum Palestínumanna á kjördag fyrir tilstuðlan félagsins Ísland-Palestína. Meira
11. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 699 orð | 1 mynd

"Þeir geta verið stoltir"

MAHMOUD Abbas tileinkar forvera sínum, Yasser Arafat, sigurinn í forsetakosningunum á sunnudag. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Ráðinn lögfræðingur í forsætisráðuneyti

PÁLL Þórhallsson hefur verið ráðinn lögfræðingur á aðalskrifstofu forsætisráðuneytisins samkvæmt auglýsingu sem birt var í byrjun desember 2004. Páll mun m.a. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 559 orð | 1 mynd

Reglugerðir auðvelda starf FME

Sir Howard Davies var aðalræðumaður á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins í gær. Sir Howard hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum á ferli sínum innan bresks fjármálalífs. Guðmundur Sverrir Þór hitti hann að máli að ráðstefnunni lokinni. Meira
11. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 159 orð

Reknir vegna fréttar um herþjónustu Bush

BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin CBS skýrði frá því í gær að þremur af stjórnendum stöðvarinnar og einum fréttaþáttaframleiðanda hefði verið vikið úr starfi fyrir þátt sinn í umdeildri fréttaskýringu um herþjónustu George W. Bush, Bandaríkjaforseta. Meira
11. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 138 orð

Reykbann á Ítalíu

BANN við reykingum á opinberum stöðum tók gildi á Ítalíu í gær. Reykingar eru nú bannaðar á börum, veitingahúsum, diskótekum og skrifstofubyggingum nema í þar til gerðum sérlega loftræstum reykingarherbergjum, séu þau á annað borð fyrir hendi. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 96 orð

Segir unnt að horfa á konur á klósetti

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur verið beðin rannsaka hvort speglabúnaður á karlasalerni skemmtistaðar í miðbænum geri körlum kleift að kíkja á konur á kvennasalerni hinum megin veggjar. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 92 orð

Sjö mánaða fangelsi fyrir hasssmygl

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær þrítugan mann í 7 mánaða fangelsi, þar af 5 mánuði skilorðsbundið, fyrir að reyna að flytja til landsins 190,60 grömm af hassi í fyrra. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Snyrta aðeins í hliðum og stytta toppinn?

JÓLAKLIPPINGIN er um það bil að vaxa úr sér hjá mörgum og því ekki annað um að ræða en að bregða sér á næstu rakarastofu og láta snyrta aðeins í hliðum og stytta toppinn. Upplagt að nota tækifærið til að kíkja í tímarit og spjalla aðeins við... Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 87 orð

Spáir minnkandi atvinnuleysi

GREINING Íslandsbanka spáir minnkandi atvinnuleysi á þessu ári. Samkvæmt Morgunkorni Íslandsbanka í gær skilar hinn mikli hagvöxtur sem nú er á Íslandi sér í minnkandi árstíðarleiðréttu atvinnuleysi. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 132 orð

Stofna sjóð til minningar um Ingólf A. Þorkelsson

FYRRVERANDI nemendur Menntaskólans í Kópavogi hafa beitt sér fyrir stofnun sjóðs sem kenndur er við fyrsta skólameistara skólans, Ingólf A. Þorkelsson, en hann lést nýverið. Sjóðurinn heitir Ingólfssjóður. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 87 orð

Styðja endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði

STEINN Kárason, sem unnið hefur að endurheimt hinna fornu Brimnesskóga í Skagafirði, hefur stofnað félag um verkefnið. Í stjórn þess eru Vilhjálmur Egilsson ráðuneytisstjóri, Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri og Sölvi Sveinsson skólameistari. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Tekist á um mörg atriði

MUNNLEGUM málflutningi í olíumálinu svonefnda fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála lauk um klukkan 21 í gærkvöldi og hafði hann þá staðið yfir í rúmlega tólf klukkustundir. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 575 orð | 2 myndir

Tengir uppsögnina við eigendaskipti á Norðurljósum

SIGRÍÐI Árnadóttur, sem verið hefur fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar, var sagt upp störfum fyrirvaralaust í gær, og mun Páll Magnússon sjónvarpsstjóri sinna starfi fréttastjóra þar til annað verður ákveðið. Meira
11. janúar 2005 | Minn staður | 222 orð

Tíðni keisaraskurða lækkar milli ára

ÓVENJUMIKIÐ var um fæðingar á kvennadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri um hátíðarnar og það sem af er árinu. Meira
11. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 187 orð

Úkraínska liðið í Írak senn heim

LEONÍD Kútsjma, fráfarandi forseti Úkraínu, ákvað í gær, að úkraínska herliðið í Írak yrði kallað heim innan hálfs árs. Tók hann þessa ákvörðun eftir að átta úkraínskir hermenn féllu í sprengingu í Írak. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 418 orð

Úr bæjarlífinu

Íbúar á Hellu og nágrenni sem lentu í því að vera inni við á heimilum sínum 17. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 394 orð | 1 mynd

Vinna að gagnagrunnum fyrir alla Evrópu

ÁKVEÐIÐ hefur verið að næsta þing samtaka korta- og fasteignaskráningarstofnana í Evrópu (EuroGeographics) verði haldið hér á landi á þessu ári. Meira
11. janúar 2005 | Minn staður | 850 orð | 1 mynd

Þurftum að þétta hópinn

Náttúra Íslands og nýting hennar er viðfangsefni hins nýja Landbúnaðarháskóla Íslands. Helgi Bjarnason ræddi við Ágúst Sigurðsson rektor um áherslur hans. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 411 orð

Þurfum að ná víðtækri samstöðu um sölu Símans

GUÐNI Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að ná þurfi víðtækri samstöðu um það hvernig selja eigi Símann áður en rætt sé um það hvað gera eigi við væntanlegan söluhagnað. Meira
11. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 1024 orð | 2 myndir

Æfingar og skemmtun fara saman

Tæplega 30 þúsund Íslendingar æfa í þremur stórum líkamsræktarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Sunna Ósk Logadóttir komst að því að samkeppnin er ekki aðeins á milli stöðvanna heldur og við bíó og aðra afþreyingu. Meira

Ritstjórnargreinar

11. janúar 2005 | Leiðarar | 358 orð | 1 mynd

Fjölskylduvænt þjóðfélag

Margrét Einarsdóttir fjallar um stöðu fjölskyldunnar í grein á vefritinu Deiglunni, í kjölfar ummæla biskups, forseta Íslands og forsætisráðherra þar að lútandi í áramótaávörpum. Meira
11. janúar 2005 | Leiðarar | 519 orð

Kosningar í Palestínu marka tímamót

Ótvíræður sigur Mahmouds Abbas í forsetakosningunum í Palestínu á sunnudag og jákvæð viðbrögð Ísraela og umheimsins við úrslitunum vekja vonir um að skriður geti loks komist á ný á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Meira
11. janúar 2005 | Leiðarar | 448 orð

Skóli er á við stóriðju

Í umfjöllun um nýjan Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði í Morgunblaðinu í gær kom fram að umbætur í samgöngum og skólamálum auka lífsgæði og bæta búsetuskilyrði í sveitarfélögum á Snæfellsnesi, að mati Bjargar Ágústsdóttur, bæjarstjóra í... Meira

Menning

11. janúar 2005 | Tónlist | 314 orð | 1 mynd

Afburðapíanóleikari

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari flutti verk eftir Bach, Schumann, Bartók og Schubert. Sunnudagur 9. janúar. Meira
11. janúar 2005 | Kvikmyndir | 203 orð | 1 mynd

Allir vilja hitta Fockers-fjölskylduna

GAMANMYNDIN Meet the Fockers er áfram vinsælasta kvikmyndin vestanhafs en tekjur af sýningu myndarinnar námu 28.5 milljónum dala (1,8 milljörðum kr.) í Norður-Ameríku um helgina. Meira
11. janúar 2005 | Kvikmyndir | 333 orð | 2 myndir

Bandaríska þjóðin valdi Fahrenheit 9/11

MICHAEL Moore reynsdist óvæntur sigurvegari á Verðlaunahátíð fólksins í Bandaríkjunum - US People's Choice Awards - sem haldin var í Los Angeles á sunnudag. Meira
11. janúar 2005 | Menningarlíf | 159 orð | 1 mynd

Berry heldur eigum sínum

LEIKKONAN Halle Berry er loks endanlega skilin við eiginmanninn, tónlistarmanninn Eric Benet, og niðurstaðan er sú að hún heldur eigum sínum. Benet hafði reynt að fá kaupmála þeirra hjóna ógiltan, en hjónaband þeirra entist í 32 mánuði. Meira
11. janúar 2005 | Menningarlíf | 146 orð | 1 mynd

Bestu brellurnar í Stjörnustríði

Byrjunaratriðið í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni frá 1977 hefur verið kosið áhrifaríkasta tæknibrelluatriði kvikmyndasögunnar. Meira
11. janúar 2005 | Menningarlíf | 469 orð | 3 myndir

Bílþjófnaður er sívinsæll

ÞEIR sem eyða vilja stundum sínum í tölvuleikjaheimum hafa greinilega mest dálæti á því að ræna bílum og lumbra á laganna vörðum. Í það minnsta ef marka má listann yfir söluhæstu leiki ársins hjá stærsta tölvuleikjainnflytjandanum Skífunni. Meira
11. janúar 2005 | Menningarlíf | 550 orð | 2 myndir

Ekta veruleikaþáttur

TVÖFALDUR upphafsþáttur í nýrri þáttaröð Kapphlaupsins mikla ( Amazing Race ) verður sýndur á Stöð 2 í kvöld. Eins og frægt er orðið voru þættirnir teknir upp hérlendis á þremur dögum í ágúst á síðasta ári. Meira
11. janúar 2005 | Menningarlíf | 160 orð | 1 mynd

EST-tríóið fær Evrópsku djassverðlaunin

EST - tríó sænska djasspíanóleikarans Esbjörns Svenssons hlaut Evrópsku djassverðlaunin fyrir árið 2004, sem veitt voru í Vínarborg seint á liðnu ári. Að valinu stóð 23 manna dómnefnd tónlistarfræðinga og gagnrýnenda frá jafnmörgum Evrópulöndum. Meira
11. janúar 2005 | Menningarlíf | 183 orð | 1 mynd

Fékk vinjettusafn að gjöf

ÁRMANN Reynisson rithöfundur afhenti um helgina sir Howard Davies, rektor London School of Economics and Political Science, vinjettusafn sitt við athöfn í Skólabæ. Meira
11. janúar 2005 | Menningarlíf | 378 orð | 3 myndir

Fólk folk@mbl.is

Liz Hurley er trúlofuð kærastanum sínum Arun Nayer sem er indverskur kaupsýslumaður. Hún er sögð vera skýjunum eftir að hann bað hennar um jólin. Þau hafa verið saman í 18 mánuði. Meira
11. janúar 2005 | Menningarlíf | 655 orð | 1 mynd

Gjöf verður grunnur að fræðimennsku í tónlist

Ein höfðinglegasta gjöf einstaklings til íslenskrar menningar er vafalítið gjöf Halldórs Hansen, barnalæknis og söngvinar, til Listaháskóla Íslands. Meira
11. janúar 2005 | Menningarlíf | 63 orð | 1 mynd

Hallgrímskirkja úr ís?

Kínverjar bralla ýmislegt. Hérna má sjá kínversk ungmenni leika sér fyrir framan risastóran turn sem gerður var úr ís í Harbin, höfuðborg Heilongjiang-héraðs. Meira
11. janúar 2005 | Menningarlíf | 117 orð | 1 mynd

Hár og fegurð

FRAMLEIÐENDUR The Restaurant hafa sent frá sér nýjan veruleikaþátt, Blow Out , og verður fyrsti þátturinn á dagskrá Skjás eins í kvöld. Hárgreiðslumaðurinn Jonathan Antin fær þrjár vikur til að opna glæsilega hárgreiðslustofu í Beverly Hills. Meira
11. janúar 2005 | Tónlist | 325 orð | 1 mynd

Himneskir sælutónar

Verk eftir Bax, Fauré, Jolivet og Debussy. Tríó Artis (Kristjana Helgadóttir flauta, Jónína Auður Hilmarsdóttir víóla og Gunnhildur Einarsdóttir harpa). Sunnudaginn 9. janúar kl. 17. Meira
11. janúar 2005 | Menningarlíf | 282 orð | 1 mynd

Húmor hversdagsins

UPPÁHALDS sjónvarpsþátturinn minn er gamanþátturinn Seinfeld en þeir þættir voru sýndir á Stöð 2. Meira
11. janúar 2005 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

Kvikmyndagerðarmenn af fingrum fram

TAKA tvö , er nafnið á nýjum "samtalsþætti", sem hefur göngu sína í Sjónvarpinu næsta mánudagskvöld. Meira
11. janúar 2005 | Menningarlíf | 366 orð

Nóg í boði á næstunni

UNNENDUR tölvuleikja hafa ýmislegt til að hlakka til á þessu ári, þótt þeir hafi klárað Doom 3 , Half Live 2 og Halo 2 , samkvæmt niðurstöðum tölvuleikjasérfræðinga BBC . Meira
11. janúar 2005 | Myndlist | 999 orð | 1 mynd

Skúlptúrar úr eitt hundrað milljónum króna í reiðufé

Skúlptúrar úr íslenskum peningaseðlum - alls 100 milljónir króna - verða á sýningu Listasafnsins á Akureyri sem hefst næsta laugardag. Skapti Hallgrímsson forvitnaðist um sýninguna hjá Hannesi Sigurðssyni safnstjóra. Meira
11. janúar 2005 | Tónlist | 204 orð | 1 mynd

Topplag númer 999

ROKKKÓNGURINN fagnaði sjötugsafmæli sínu að handan með því að næla sér í sitt 19. topplag á breska vinsældalistanum. Meira
11. janúar 2005 | Menningarlíf | 202 orð | 1 mynd

Von í lofti fyrir Davíð

TIL GREINA kemur að hjúpa hina fimm hundruð ára gömlu styttu Michelangelos af hirðinum Davíð ósýnilegum "lofthjúpi", til þess að vernda hana fyrir ryki og óhreinindum. Meira

Umræðan

11. janúar 2005 | Aðsent efni | 226 orð | 1 mynd

Afskaplega ósmekklegt

Mörður Árnason fjallar um ummæli Davíðs Oddssonar: "Þessi svör eru óviðeigandi af hálfu ráðherrans." Meira
11. janúar 2005 | Aðsent efni | 443 orð | 1 mynd

Afskiptum þarf að linna

Friðbjörn Orri Ketilsson fjallar um frelsið: "Frelsið er það sem fólk þarf til að ná árangri og finna hamingjuna." Meira
11. janúar 2005 | Aðsent efni | 693 orð | 1 mynd

Borgarstjóri á flótta undan ábyrgð

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson svarar borgarstjóra: "Útúrsnúningar breyta ekki þeirri staðreynd að skattar, fasteignagjöld og ýmis þjónustugjöld í Reykjavík eru að hækka meira en góðu hófu gegnir." Meira
11. janúar 2005 | Aðsent efni | 564 orð | 1 mynd

Bygging spítala sífellt "ódýrari"

Sigurbjörn Sveinsson fjallar um byggingu nýs spítala: "Fagnaðarefni er, að stjórnmálaforingi sem Davíð Oddsson skuli nú leggja þeim lið á þennan djarfa og frumlega hátt." Meira
11. janúar 2005 | Aðsent efni | 1071 orð | 3 myndir

Flutningur á hættulegum farmi á vegum

Eyjólfur Sæmundsson og Víðir Kristjánsson fjalla um flutninga hættulegra efna á þjóðvegum landsins: "Samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna er hættulegur varningur efni og hlutir sem vegna efna- eða eðlisfræðilegra eiginleika eru sprengifimir, eldfimir, með hættu á sjálftendrun, eitraðir, geislavirkir eða ætandi og sem við ranga eða óvarkára meðhöndlun við flutning geta valdið skaða á dýrum, fólki og umhverfi." Meira
11. janúar 2005 | Aðsent efni | 367 orð | 1 mynd

Ósanngjarnt fyrirkomulag

Jóhann Guðni Reynisson fjallar um flutningskostnað: "Ýmislegt má gera til þess að leiðrétta þessa stöðu." Meira
11. janúar 2005 | Bréf til blaðsins | 414 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Hver er stefna stjórnvalda í mannúðarmálum? STEFNA Davíðs Oddssonar eða íslenskra stjórnvalda í málefnum Bobby Fischers, á hún rétt á sér? Ég segi nei, á meðan íslenskur þegn hefur setið í bandarísku fangelsi hálfa ævi sína og fær ekki úrlausn mála... Meira
11. janúar 2005 | Bréf til blaðsins | 290 orð

Öndvegissúlurnar aftur á flot

Frá Jóni Sigurðssyni:: "ÞAÐ ER ábyrgðarhluti að vera höfuð ættarinnar, höfuð fjölskyldunnar eða höfuð þjóðarinnar. Að vera í efsta laginu er virðingarstaða, það er áhugavert og síðast en ekki síst, krefjandi." Meira

Minningargreinar

11. janúar 2005 | Minningargreinar | 890 orð | 1 mynd

ALMUT ALFONSSON

Almut Alfonsson fæddist í Rendsburg í Þýskalandi 9. júlí 1936. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. desember síðastliðinn og var jarðsungin frá Áskirkju 7. janúar. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2005 | Minningargreinar | 2320 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR MAGNÚS JÓNSSON

Guðmundur Magnús Jónsson fæddist í Reykjavík 11. apríl 1932. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Helgi Guðmundsson prentari og ritstjóri Vikunnar, f. 21. júlí 1906, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2005 | Minningargreinar | 5076 orð | 1 mynd

INGÓLFUR ARNAR ÞORKELSSON

Ingólfur Arnar Þorkelsson fæddist á Háreksstöðum á Jökuldalsheiði 23. janúar 1925 og var hann síðasta barnið er fæddist á þeim bæ. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 3. janúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2005 | Minningargreinar | 54 orð

Pétur V. Sigurðsson

Aumingja afinn minn, hann var svo góður að mig langaði að afinn minn deyi ekki. Pabbinn minn var svo leiður og ég fékk að kveikja á tveimur kertum fyrir afa Pétur til að gleðja mig. Arna Petra. Afinn minn er dáinn. Mig langar aftur í afa minn. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2005 | Minningargreinar | 2008 orð | 1 mynd

PÉTUR V. SIGURÐSSON

Pétur Valves Sigurðsson fæddist á Hjalteyri við Eyjafjörð 26.8. 1924. Hann lést á heimili sínu 1. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Gunnar Jónsson, f. á Sauðárkróki 7.8. 1895, d. af slysförum á Hjalteyri 28.6. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2005 | Minningargreinar | 1026 orð | 1 mynd

STEFÁN ÞÓRÐARSON

Stefán Þórðarson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 30. október 1914. Hann lést á líknardeild Landakots 28. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Einarsdóttir og Þórður Stefánsson. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2005 | Minningargreinar | 3651 orð | 1 mynd

VALGERÐUR FRÍMANN

Valgerður Frímann fæddist á Akureyri 9. desember 1935. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Frímann frá Hvammi í Langadal, f. 29. júlí 1903, d. 14. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

11. janúar 2005 | Sjávarútvegur | 224 orð

Fiskveiðistefnan stórslys

BREZKI Íhaldsflokkurinn hefur kynnt tillögur að fiskveiðistjórnun, sem færir Bretum yfirráðin yfir lögsögu sinni á ný. Meira
11. janúar 2005 | Sjávarútvegur | 233 orð | 2 myndir

Víkingur með fullfermi í nót

LOÐNUVEIÐARNAR ganga mjög vel enda mikil loðna við landið norðaustanvert. Síldin veiðist bæði í flottroll og nót og er mikið fryst af henni bæði um borð og í landi. Meira

Viðskipti

11. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 78 orð

Hækkun heimsmarkaðsverðs

DÆGURVERÐ á 95 oktana blýlausu bensíni hafa hækkað verulega á undanförnum dögum á heimsmarkaði. Í upphafi ársins kostaði tonnið 358 Bandaríkjadali og við lokun markaða á föstudag var verðið orðið 387 dalir fyrir hvert tonn. Meira
11. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 82 orð

Mest viðskipti með bréf Íslandsbanka

VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu liðlega 13,4 milljörðum króna í gær. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 2,4 milljarða . Nærri helmingur af þeim viðskiptum var með hlutabréf í Íslandsbanka , eða 1,1 milljaður og hækkaði gengi þeirra um 0,9%. Meira
11. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 161 orð | 1 mynd

Orkla með meirihluta í Elkem

NORSKA efnablöndu- og landbúnaðarvörufyrirtækið Orkla hefur eignast meirihluta í norska málmfyrirtækinu Elkem, næst stærsta álfyrirtæki Noregs á eftir Hydro. Hefur Orkla aukið eignarhlut sinn úr 39,85% í 50,03%. Frá þessu var m.a. Meira
11. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 508 orð | 1 mynd

Skattaskipulagning ekki skyld svikum

SKATTASKIPULAGNING miðar að því að lágmarka skattgreiðslur innan ramma skattalaganna og því á hún ekkert skylt við skattsvik. Meira
11. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 100 orð

Stefnumiðað árangursmat hjá sveitarfélögum er yfirskrift...

Stefnumiðað árangursmat hjá sveitarfélögum er yfirskrift erindis sem Snjólfur Ólafsson, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, flytur í málstofu hagfræði- og viðskiptafræðistofnunar á morgun, miðvikudaginn 12. janúar, kl. Meira
11. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 80 orð | 1 mynd

Viðskiptavakt með Nýherja hætt tímabundið

NÝHERJI og KB banki hafa komist að samkomulagi um að viðskiptavakt KB banka á útgefnu hlutafé Nýherja verði hætt tímabundið. Frá þessu var greint í tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær. Meira

Daglegt líf

11. janúar 2005 | Daglegt líf | 917 orð | 2 myndir

Hvert barn á að fá kennslu við hæfi

Í Sjálandsskóla verða hvorki hefðbundnar skólastofur né hefðbundin bekkjaskipting. Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að skólinn tæki til starfa næsta haust og foreldrar í Garðabæ gætu þá valið úr fimm grunnskólum fyrir börnin, óháð búsetu í bænum. Meira

Fastir þættir

11. janúar 2005 | Dagbók | 32 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . 16. janúar nk. verður sextug Bjarney Guðrún Björgvinsdóttir, Frostafold 4, Reykjavík. Af því tilefni tekur hún á móti ættingjum og vinum 15. janúar nk. í Safnaðarheimili Háteigskirkju kl.... Meira
11. janúar 2005 | Dagbók | 40 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 11. janúar, er áttræð Margrét Nikulásdóttir frá Ási, Kelduhverfi . Af því tilefni býður hún til kaffisamsætis í Laugarborg kl. 14 laugardaginn 15. janúar. Vonandi sjá sem flestir ættingjar og vinir sér fært að... Meira
11. janúar 2005 | Dagbók | 22 orð

Allt sem þér viljið, að aðrir...

Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámennirnir.(Matt. 7, 12.) Meira
11. janúar 2005 | Dagbók | 496 orð | 1 mynd

Alþjóðlegt samhengi mikilvægt

Árni Harðarson er fæddur í Reykjavík 1966. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1993 og fékk réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi í apríl 1999. Hann var ráðinn yfirmaður skatta- og lögfræðideildar Deloitte & Touche hf. 1999 og varð meðeigandi í Deloitte hf. árið 2002. Árni er kvæntur Önnu Margrétar Jónsdóttur, verkefnisstjóra í markaðs og þjónustudeild Icelandair, og eiga þau tvö börn. Meira
11. janúar 2005 | Dagbók | 47 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

90 ÁRA afmæli. Í dag, 11. janúar, er níræður Hjalti Árnason frá Skeggjastöðum á Skaga. Hjalti ætlar að taka á móti gestum í Skagabúð 15. janúar nk. milli kl. 14 og 17. Meira
11. janúar 2005 | Dagbók | 278 orð | 1 mynd

Ástarbrot í Hafnarfjarðarleikhúsinu

ÆFINGAR eru hafnar í Hafnarfjarðarleikhúsinu á Brotinu, nýju leikriti Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur Bachman, en áætlað er að frumsýna verkið um miðjan febrúar. Meira
11. janúar 2005 | Fastir þættir | 157 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Punktatalning. Norður &spade;G5 &heart;G872 A/Allir ⋄10962 &klubs;843 Suður &spade;ÁD10987 &heart;Á ⋄ÁKG4 &klubs;65 Austur opnar á 15-17 punkta grandi og suður stekkur beint í fjóra spaða. Meira
11. janúar 2005 | Viðhorf | 853 orð

Fylgjum draumum

Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is: "Ef við lærum það sem við viljum og þráum höfum við brennandi áhuga á efninu og munum skara fram úr í því. Það þýðir að við munum fá vinnu í því. Ekki satt?" Meira
11. janúar 2005 | Dagbók | 62 orð

Fyrirlestrar og pallborð á Kaffi Hljómalind

GRASRÓTARKAFFIHÚSIÐ Kaffi Hljómalind stendur í dag fyrir fyrirlestri um dulspeki og meðvitund undir yfirskriftinni "Lærðu að þekkja þitt sanna sjálf." Fyrirlesturinn hefst kl. 12.15. Meira
11. janúar 2005 | Fastir þættir | 179 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Db6 5. Rf3 Bd7 6. Be2 Rc6 7. O-O cxd4 8. cxd4 Rge7 9. Ra3 Rf5 10. Rc2 h5 11. b3 a5 12. Bb2 Be7 13. Re3 Rxe3 14. fxe3 a4 15. Hb1 axb3 16. axb3 Ha2 17. Kh1 Rb4 18. Bc3 O-O 19. Rg1 h4 20. Rh3 Rc2 21. Bd2 Ra3 22. Hc1 Hb2 23. Meira
11. janúar 2005 | Fastir þættir | 307 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji lenti í þeirri leiðinlegu lífsreynslu á dögunum að gömlu SAAB 9000i bifreiðinni hans var slátrað þar sem hún lá á bílastæði í Lækjargötunni. Meira
11. janúar 2005 | Dagbók | 81 orð | 1 mynd

Öflugur Eyjamaður

Vestmannaeyjar | Blaðið Fréttir í Vestmannaeyjum veitir árlega viðurkenningu þeim Eyjamönnum sem þykja hafa skarað fram úr á einhverju sviði, t.d. í íþróttum, listum eða viðskiptum. Í ár fengu nokkrir valinkunnir Eyjamenn viðurkenningu, þ. á m. Meira

Íþróttir

11. janúar 2005 | Íþróttir | 738 orð | 2 myndir

Appleby lék frábærlega

ÞAÐ benti fátt til þess að Ástralinn Stuart Appleby myndi verja titilinn á Mercedes golfmótinu eftir fyrsta keppnisdag á Hawaii þar sem Appleby lék á einu höggi yfir pari, 74 höggum. Meira
11. janúar 2005 | Íþróttir | 377 orð | 1 mynd

* ÁSGRÍMUR Albertsson , knattspyrnumaður úr...

* ÁSGRÍMUR Albertsson , knattspyrnumaður úr HK , er á leið til bikarmeistara Keflavíkur og gengur frá tveggja ára samningi við þá í vikunni. Meira
11. janúar 2005 | Íþróttir | 108 orð

Bristol á förum frá Keflavík

BANDARÍSKAkörfuknattleikskonan Reshea Bristol er á förum frá meistaraliði Keflavíkur. Bristol leikur sinn síðasta leik með Keflavíkurliðinu í kvöld gegn Haukum en hún heldur af landi brott á miðvikudag. Meira
11. janúar 2005 | Íþróttir | 251 orð

Ekkert við Garcia að gera

"ÞAÐ náðist loks í Garcia seint á sunnudagskvöldið og þá gat hann ekki gefið neinar skýringar á framkomu sinni, var bara með tuð. Ég hef því ekkert við hann að gera," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari í handknattleik í gær eftir að hann ákvað að hætta við að velja Jaliesky Garcia í landsliðið fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik. Vilhjálmur Halldórsson, Val, kemur í staðinn en hann hefur æft með landsliðinu frá upphafi undirbúningsins þar sem óvissa ríkti um þátttöku Garcia. Meira
11. janúar 2005 | Íþróttir | 176 orð

Exeter malar gull

PAUL Jones, markvörður utandeildarliðs Exeter City, hefur varað liðsmenn Manchester United við þegar liðin mætast á heimavelli Exeter í endurteknum bikarleik hinn 19. þessa mánaðar. Leikurinn fer fram á St. Meira
11. janúar 2005 | Íþróttir | 127 orð

Fjórir samherjar Ólafs í liði Spánar

JUAN Carlos Pastor, landsliðsþjálfari Spánverja í handknattleik, er með fjóra samherja Ólafs Stefánssonar í Ciudad Real í landsliðshópi sínum sem hann valdi á dögunum vegna heimsmeistaramótsins í Túnis. Meira
11. janúar 2005 | Íþróttir | 119 orð

Flestir veðja á Chelsea

CHELSEA er efst á blaði hjá veðbönkum í London - þegar er veðjað er um sigurvegara í bikarkeppninni, með 5-2. Liðið mætir Birmingham á heimavelli í fjórðu umferð, 32 liða úrslitum, en dregið var í gær í bikarkeppninni - dráttinn má sjá í úrslitadálknum. Meira
11. janúar 2005 | Íþróttir | 173 orð

Fylkismenn leita erlendis

FYLKISMENN ætla að leita eftir liðsstyrk að utan en talsverð skakkaföll hafa orðið á leikmannahópi Árbæjarliðsins frá því Íslandsmótinu lauk í haust. Meira
11. janúar 2005 | Íþróttir | 22 orð

HANDKNATTLEIKUR 1.

HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, DHL-deildin: Kaplakriki: FH - ÍBV 19.15 Hlíðarendi: Valur - Víkingur 19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: DHL-höllin: KR - ÍS 19.15 BLAK 1. Meira
11. janúar 2005 | Íþróttir | 67 orð | 2 myndir

Janne Ahonen er óstöðvandi

FINNSKI skíðastökkvarinn Janne Ahonen er óstöðvandi - vann sinn ellefta sigur í heimsbikarkeppnni í skíðastökki í Willingen í Þýskalandi á sunnudaginn. Ahonen stökk 152 metra, sem er metstökk. Meira
11. janúar 2005 | Íþróttir | 286 orð | 1 mynd

* JÓHANN Þórhallsson skoraði 5 mörk...

* JÓHANN Þórhallsson skoraði 5 mörk fyrir KA þegar lið hans vann yfirburðasigur á Hvöt frá Blönduósi , 14:1, í fyrstu umferð Norðurlandsmótsins í knattspyrnu í Boganum á Akureyri á sunnudaginn. Meira
11. janúar 2005 | Íþróttir | 230 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR 1.

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla Breiðablik - Ármann/Þróttur 110:47 Staðan: Stjarnan 1082811:74916 Valur 1082907:77816 Þór A. 981841:63116 Höttur 963734:71312 Breiðablik 1055835:77010 Þór Þorl. Meira
11. janúar 2005 | Íþróttir | 33 orð

Leiðrétting Jóhannes B.

Leiðrétting Jóhannes B. Jóhannesson sigraði Peter Pace frá Möltu, 4:0, í leiknum um 3. sætið á bikarmótinu í snóker sem lauk á sunnudaginn. Úrslit í leiknum um þriðja sætið misrituðust í blaðinu í... Meira
11. janúar 2005 | Íþróttir | 200 orð

Margir reyndir hættir hjá Breiðabliki

MARGIR af reyndustu leikmönnum 1. deildarliðs Breiðabliks í knattspyrnu eru hættir og verða ekki með Kópavogsliðinu á komandi tímabili. Meira
11. janúar 2005 | Íþróttir | 142 orð

Mætir Stjarnan þýsku liði?

ÞAÐ kemur í ljós í dag hverjir mótherjar Stjörnunnar verða í 16-liða úrslitum Áskorendabikarsins í handknattleik kvenna. Stjarnan og Nottwil frá Sviss komust áfram úr riðlinum sem leikinn var í Garðabænum. Meira
11. janúar 2005 | Íþróttir | 61 orð

Ólafur á heimavelli

ÓLAFUR Stefánsson leikur á heimavelli þegar íslenska landsliðið í handknattleik tekur þátt í fjögurra þjóða móti á Spáni um næstu helgi. Mótið fer fram í Ciudad Real, þar sem Ólafur er búsettur og leikur með samnefndu liði. Meira
11. janúar 2005 | Íþróttir | 130 orð

"Besti liðsandi sem ég hef kynnst"

BJARNI Guðjónsson var besti maður Plymouth í bikarleiknum gegn Everton á laugardaginn, samkvæmt staðarblaðinu Plymouth Evening Herald. Meira
11. janúar 2005 | Íþróttir | 174 orð

Rúnar og lærisveinar skelltu Alsír

RÚNAR Sigtrygsson og lærisveinar hans í þýska 2. deildarliðinu Eisenach skelltu landsliði Alsír, 25:22, á æfingamóti í handknattleik um helgina. Alsír leikur í riðli með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Túnis síðar í þessum mánuði. Meira
11. janúar 2005 | Íþróttir | 210 orð | 1 mynd

Samstaða hjá leikmönnum GUIF

KRISTJÁN Andrésson, fyrirliði sænska handknattleiksliðsins GUIF, segir að samstaða hafi náðst meðal flestra leikmanna liðsins um að spila áfram með því út þetta tímabil þrátt fyrir að samningum þeirra hafi verið sagt upp vegna fjárhagsvandræða félagsins. Meira
11. janúar 2005 | Íþróttir | 259 orð | 1 mynd

Tekst Heiðari að skora á Anfield?

HEIÐAR Helguson og Brynjar Björn Gunnarsson verða í eldlínunni með Watford í kvöld þegar 1. deildarliðið mætir Liverpool á Anfield í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum deildabikarkeppninnar. Síðari leikurinn verður á Vicarage Road, heimavelli Watford, hinn 25. þessa mánaðar og sigurvegarinn úr leikjunum tveimur mætir annaðhvort Chelsea eða Manchester United í úrslitum á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Meira
11. janúar 2005 | Íþróttir | 752 orð | 1 mynd

Vonaði innst inni að vera valinn

VILHJÁLMUR Halldórsson, handknattleiksmaður úr Val, er nýjasti nýliðinn í landsliðshópi Viggós Sigurðssonar. Vilhjálmur var ekki valinn í upprunalega hópinn, en þegar Jaliesky Garcia mætti ekki til leiks ákvað Viggó að taka Vilhjálm í hópinn og hefur hann æft með honum allan tímann þar sem óvíst var hvort Garcia kæmi til landsins eður ei. Í gær ákvað Viggó að hann hefði ekki þörf fyrir Garcia og Vilhjálmur verður því í landsliðinu sem keppir á HM í Túnis síðar í mánuðinum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.