Greinar laugardaginn 25. febrúar 2006

Fréttir

25. febrúar 2006 | Erlendar fréttir | 205 orð

54 urðu eldi að bráð í Bangladesh

Chittagong. AP, AFP. | Að minnsta kosti 54 týndu lífi þegar eldur kom upp í vefnaðarvöruverksmiðju í borginni Chittagong í suðurhluta Bangladesh í gær. Meira en eitt hundrað manns til viðbótar slasaðist illa í brunanum. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 152 orð

80% beiðna afgreiddar á 2-4 dögum

MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Símanum vegna ummæla forsvarsmanna Dagsbrúnar í Viðskiptablaðinu í gær. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 105 orð

Afkoma Slippsins samkvæmt áætlun

Aðalfundur Slippsins Akureyri ehf. var haldinn um sl. helgi. Þetta er fyrsti aðalfundur félagsins en það hóf rekstur 11. október. Afkoma félagsins var skv. áætlun en reksturinn skilaði rúmlega 8,5 milljóna króna hagnaði eftir skatt. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 131 orð

Athuga strætó til Reykjavíkur

Reykjanesbær | Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að kanna möguleika á strætisvagnaferðum milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðsins í samstarfi við Strætó Reykjanes/Kynnisferðir og Strætó bs. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 70 orð

Á gjörgæslu eftir vinnuslys

KARLMAÐUR á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í vinnuslysi í Garðabæ um hádegisbil á fimmtudag. Maðurinn var við vinnu uppi á þaki húss sem verið var að rífa en svo virðist sem honum hafi skrikað fótur og við það fallið um fimm metra til jarðar. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 429 orð | 1 mynd

Ástandið er hrikalegt

EFtir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is "ÁSTANDIÐ er hrikalegt," segir Guðmundur Hjálmarsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins G. Hjálmarsson, en nú nýlega var öxulþungi á Eyjafjarðarbraut eystri lækkaður niður í 7 tonn. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Bollur í tuga þúsunda tali

ÞAÐ verður mikill handagangur í öskjunni hjá bökurum landsins síðustu stundirnar fyrir bolludaginn á mánudag enda þarf að metta bolluneytendur í tuga og hundraða þúsunda tali. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Breytt um verslun ef velta eykst ekki

Eftir Jón H. Sigurmundsson Þorlákshöfn | Bæjarstjórn og forsvarsmenn Kaupáss boðuðu til borgarafundar um málefni smásöluverslunar í Þorlákshöfn fyrr í vikunni. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Ekki 17. júní!

Nei, Bjarni minn, það er ekki 17. júní, sagði einn starfsmanna leikskólans Álfasteins í Hörgárbyggð. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Ekki hægt að mæla með útgáfu viðbótarkvóta

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 715 orð

Ekki sammála um leiðir til að draga úr vændi

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÍSLENDINGAR eru eina Norðurlandaþjóðin sem mælir fyrir um refsinæmi þeirrar háttsemi að selja aðgang að líkama sínum til kynlífsathafna. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 205 orð

Eldri einkahitaveitur verði styrktar

HEIMILAÐ verður að veita styrki vegna eldri einkahitaveitna með svipuðum hætti og vegna hitaveitna sem stofnaðar eru árið 1998 samkvæmt frumvarpi iðnaðarráðerra til laga um breytingu á lögum um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 347 orð

Engin banaslys í íslensku flugi síðustu fimm ár

Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is ENGIN banaslys hafa orðið í flugi íslenskra loftfara síðustu fimm árin, þ.e. árin 2001 til 2005. Árið 2001 létust tveir erlendir flugmenn þegar flugvél þeirra fórst við Þrídranga skammt frá Vestmannaeyjum. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

ENNEMM sigursælt á ÍMARK-hátíðinni

Auglýsingastofan ENNEMM hlaut fern verðlaun af þeim þrettán sem veitt voru á ÍMARK-verðlaunahátíðinni, en hún fór fram á skemmtistaðnum Broadway í gærkvöldi. Er þetta annað árið í röð sem ENNEMM er sigursælasta auglýsingastofan á hátíðinni. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Eyfirðingar sýna Kardimommubæinn

Eyjafjarðarsveit | Freyvangsleikhúsið hefur í vetur ráðist í mikið stórvirki og frumsýnir í dag, laugardag, hið góðkunna barnaleikrit Kardimommubæinn eftir norska leikritaskáldið Thorbjörn Egner í þýðingu Huldu Valtýsdóttur og Kristjáns frá Djúpalæk. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 144 orð

Fagna samkomulagi í stúdentaráði

FJÖLNIR Guðmannsson, oddviti Háskólalistans, fagnar því að tvær stærstu fylkingar stúdentaráðs, Vaka og Röskva, skuli hafa náð samkomulagi sín á milli um að starfa saman. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 125 orð

Félagsráðgjafar tilbúnir í verkfall

VERKFALL félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg kemur til greina ef viðsemjendur gefa ekki viðunandi svar á þriðjudag við gagntilboði sem Stéttarfélag félagsráðgjafa kom fram með á samningafundi við fulltrúa Reykjavíkurborgar í gær. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 97 orð

Fjárdráttur | Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt konu í 5 mánaða...

Fjárdráttur | Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt konu í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt en konan viðurkenndi að hafa misnotað aðstöðu sína sem starfsmaður í útibúi Íslandsbanka og dregið sér samtals tæpar 4,3 milljónir króna með... Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 753 orð | 1 mynd

Framför eða afturför?

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Lagafrumvarp ráðherra vekur blendin viðbrögð Stjórn Blindafélagsins lýsir sig andvíga framlögðu frumvarpi í ályktun nýlega. Meira
25. febrúar 2006 | Erlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Fuglaflensa greind á frönsku alifuglabúi

París. AFP. | Frakkar bjuggu sig undir hið versta í gær en þá var staðfest, að komin er upp fuglaflensa á stóru kalkúnabúi í Austur-Frakklandi. Það verður þó ekki ljóst fyrr en í dag hvort um er að ræða það afbrigðið, sem er hættulegt mönnum. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Gengið frá samningum um sölu lands til Eyktar

Hveragerði | Samningar á milli byggingafyrirtækisins Eyktar og Hveragerðisbæjar voru undirritaðir á bæjarskrifstofunum í Hveragerði fyrr í vikunni. Samningarnir hafa sem kunnugt verið umdeildir í bæjarfélaginu en nú hefur verið gengið frá þeim. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 57 orð

Gæsluvarðhald framlengt

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurðað tvo Litháa í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglunnar í Reykjavík á tilraun til smygls á amfetamínvökva á flöskum til landsins hinn 4. febrúar. Annar sakborninganna situr í gæslu til 7. Meira
25. febrúar 2006 | Erlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Hafa fundið "verulegt fé"

London. AP. | Breskir lögreglumenn, sem vinna að rannsókn mesta peningaráns í Bretlandi, fundu í gær hluta ránsfengsins í hvítum sendibíl. Hafði hann verið skilinn eftir við hótel ekki fjarri ránsstaðnum. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 220 orð

HÍ kynnir um 300 námsleiðir

HÁSKÓLI Íslands kynnir á morgun, sunnudaginn 26. febrúar, námsframboð næsta vetrar, bæði í grunnnámi og á framhaldsstigi. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 111 orð

Hólfaprófkjör hjá Í-lista í dag

Ísafjörður | Fjórir bjóða sig fram fyrir hvern þeirra þriggja flokka sem standa að sameiginlegu prófkjöri undir merkjum Í-listans í Ísafjarðarbæ. Prófkjörið fer fram í dag. Prófkjörið er svokallað hólfaprófkjör. Meira
25. febrúar 2006 | Erlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Hrundu árás á olíustöð

Riyadh. AFP. | Stjórnvöld í Sádi-Arabíu sögðu í gær, að hrundið hefði verið árás á stærstu olíuhreinsunarstöð í landinu. Hafði fréttin þau áhrif, að olíuverð hækkaði allmikið. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 118 orð

Ísland styður þjálfun georgískra lögreglumanna

FRAMLAG Íslands til erlends samstarfsverkefnis um þjálfun opinberra starfsmanna nemur 2,8 milljónum króna. Mun það fé fara í þjálfun lögreglumanna frá Georgíu en þjálfunin sjálf mun fara fram í Eistlandi. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 86 orð

Íslendingur lést í slysi í Danmörku

ÍSLENSKUR maður á fertugsaldri lést sl. miðvikudag eftir að hafa orðið undir vörubíl í bænum Rødovre, skammt utan Kaupmannahafnar í Danmörku. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Íþróttakennslan í Raggagarði

Það mætti halda að kominn væri maí eftir veðrinu að dæma. Blíðskaparveður er á Vestfjörðum þessa dagana. Veðrið var svo gott að íþróttakennarinn við Súðavíkurskóla ákvað að hafa íþróttakennsluna fyrir unglingana í Raggagarði í dag. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 135 orð

Kjaradeilan rædd aftur í dag hjá sáttasemjara

KJARADEILA Landssambands slökkviliðsmanna og Launanefndar sveitarfélaga (LN) var rædd hjá ríkissáttasemjara í gær í fyrsta sinn eftir að deilunni var formlega vísað til sáttasemjara og verður annar fundur haldinn kl. 10 í dag. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 66 orð

Kjaramál eldri borgara | Félög eldri borgara í Suðvestur-kjördæmi boða...

Kjaramál eldri borgara | Félög eldri borgara í Suðvestur-kjördæmi boða til sameiginlegs opins fundar um kjaramál eldri borgara í dag, laugardag, milli klukkan 14 og 17. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu Hraunseli, Flatahrauni 3, Hafnarfirði. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Krónan styrkist annan daginn í röð

KRÓNAN styrktist um 0,4% í gær. Þetta var annar dagurinn í röð sem krónan styrktist því hún styrktist um 1,0% í fyrradag eftir að hún hafði veikst um 2,0% á miðvikudag og um 4,5% á þriðjudag. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 58 orð

Leiðsögn um Heilsuverndarstöðina

MAGNÚS Skúlason, arkitekt og forstöðumaður Húsafriðunarnefndar ríkisins, verður með leiðsögn um Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg í dag kl. 14. Húsið þykir meðal merkustu húsa í Reykjavík og var nýlega selt til nýrra eigenda. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Lést eftir bílslys á Bæjarbraut

STÚLKAN sem lést eftir bílslys á Bæjarbraut í Garðabæ 15. febrúar sl. hét Halla Margrét Ásgeirsdóttir, til heimilis að Hólmatúni 24 á Álftanesi. Hún var fædd 20. október 1990, dóttir hjónanna Ásgeirs Þórs Ingasonar og Margrétar Elínar Þórðardóttur. Meira
25. febrúar 2006 | Erlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Mikil spenna í Nígeríu

Kano. AFP. | Að minnsta kosti þrír voru drepnir og níu kirkjur brenndar til grunna í Nígeríu í gær en átök milli kristinna manna og múslíma hafa blossað upp í landinu sl. viku. Meira
25. febrúar 2006 | Erlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd

Neyðarástandi lýst yfir á Filippseyjum

Manila. AP. | Forseti Filippseyja, Gloria Arroyo, lýsti í gær yfir neyðarástandi í landinu eftir að herinn kom í veg fyrir stjórnarbyltingu. Arroyo sagði að engu að síður stafaði þjóðinni mikil hætta af byltingaröflunum. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 154 orð

Níu gefa kost á sér í prófkjöri í Grindavík

Grindavík | Níu bjóða sig fram í prófkjöri sem fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Grindavík efnir til í dag, vegna uppstillingar á framboðslista vegna komandi sveitarstjórnarkosningar. Tveir bjóða sig fram í fyrsta sætið, Sigmar J. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 79 orð

Ók á skilti í annarlegu ástandi

LÖGREGLAN á Selfossi kom konu á fimmtugsaldri til aðstoðar eftir að hún hafði keyrt bifreið sinni upp á umferðareyju og á skilti á Selfossi í fyrrakvöld. Að sögn lögreglu var ástand konunnar annarlegt og er það rakið til ofnotkunar lyfja. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 90 orð

Óvíst hver sýnir á Feneyjatvíæringnum

ENN hefur ekki verið ákveðið hvar framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins verður til húsa á myndlistarhátíðinni, sem haldin verður í borginni næsta vor. Hingað til hafa Íslendingar sýnt í finnska skálanum, en það samstarf heldur ekki áfram. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 623 orð | 1 mynd

"Gott að hugsa meðan maður eldar"

Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | "Það er virkilega gaman að elda og fást við mat. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

"Hefur gríðarlega þýðingu"

"ÞESSI samningur hefur gríðarlega þýðingu, ekki síst fyrir íslenska hestinn," segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra um tollasamkomulag Íslands og ESB. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 264 orð | 2 myndir

"Ofmetnaðist af frægðinni"

"ÉG er náttúrlega sleginn. Starfsframi minn er í uppnámi enda kynnti ég nautið fyrir þjóðinni sem þarfasta þarfanautið. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 890 orð | 3 myndir

"Umfangið kemur nokkuð á óvart"

Eftir Jón Gunnar Ólafsson í London jongunnar.olafsson@gmail.com HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í viðtali við Financial Times í gær að gengisfall krónunnar væri jákvæð þróun og nú myndi íslenski markaðurinn ná jafnvægi. Meira
25. febrúar 2006 | Erlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Rektor hrökklast úr starfi

REKTOR hins virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, Lawrence Summers, tilkynnti um afsögn sína í vikunni en hann hafði sinnt starfinu í fimm ár. Sagði hann ástæðuna vera deilur við kennara skólans, er gert hafi sér erfitt um vik að sinna starfinu. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 1109 orð | 1 mynd

Ríkisborgarar á EES njóta forgangs

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is FRÁ því að reglum um atvinnuleyfi fyrir útlendinga var breytt í september á síðasta ári hefur Vinnumálastofnun hafnað um 350 umsóknum um atvinnuleyfi. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 58 orð

Rótahátíð

RÆTUR, félag áhugafólks um menningarfjölbreytni, hefur ákveðið að halda "Rótahátíð" í samstarfi við Fjölmenningarsetur og Rauða krossinn. Hátíðin verður haldin sunnudaginn 26. mars nk. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Rúllað á öðrum degi góu

Skagafjörður | Á öðrum degi í góu var verið að rúlla hálmi á túninu í Sólheimum í Blönduhlíð. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Samræmd stúdentspróf verða felld niður

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að fella niður samræmd stúdentspróf í framhaldsskóla í núverandi mynd. Meira
25. febrúar 2006 | Erlendar fréttir | 413 orð | 1 mynd

Shinawatra leysir upp þingið

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is TALSMAÐUR Bhumibols Adulyadejs, konungs Taílands, tilkynnti í gær að efnt yrði til nýrra kosninga í landinu 2. apríl nk. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 119 orð

SHS undirmannað í sjúkraflutningum

LITLU munaði að röskun hefði orðið á sjúkraflutningum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í gær sökum þess að ekki náðist að manna tvo aukasjúkrabíla. Vanalega eru aukabílarnir tveir á vakt alla virka daga milli kl. 8-18. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Sigraði í söngkeppni á Dillidögum

Húsavík | Meðal dagskráratriða á Dillidögum Framhaldsskólans á Húsavík var hin geysivinsæla undankeppni söngkeppni framhaldsskólanna sem fór fram að viðstöddu fjölmenni á Fosshóteli Húsavík. Mikil stemmning var á Fosshóteli á meðan keppnin fór fram. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 99 orð

Silvía er sexí

Pétur Stefánsson getur ekki látið dag líða án þess að setja saman stöku: Dagur kveður, bregður birtu, blikar roði sólarlagsins. Við eldhúsborð er skáld í skyrtu að skrifa fyrstu vísu dagsins. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 88 orð

Skipulag | Á fundi bæjarráðs í gær voru lögð fram drög að auglýsingu um...

Skipulag | Á fundi bæjarráðs í gær voru lögð fram drög að auglýsingu um uppbyggingarmöguleika á miðbæjarsvæðinu, en fyrirhugað er að auglýsa eftir áhugasömum fjárfestum og byggingaaðilum. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Skrýtin ljós hjá börnunum í Fríkirkjunni

Það bar ýmislegt óvenjulegt fyrir augu í Fríkirkjunni í Reykjavík í gær. Myndlistarkonurnar Edda Ýr Garðarsdóttir og Halla Dögg Sigurðardóttir stóðu þar fyrir Listasmiðju ljóss og skugga fyrir leikskólabörn. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 160 orð | 2 myndir

Sláðu í gegn!

Nokkrir nemendur úr Háskólanum á Akureyri færðu Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra hnefaleikahanska að gjöf í gærmorgun. Þeir voru áritaðir stórum stöfum: Sláðu í gegn! . Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 259 orð

Sóknartækifæri fyrir útflutning á búvörum

ÍSLAND og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi sem felur í niðurfellingu tolla á ýmsum vörum, meðal annars í viðskiptum með hesta, hreindýrakjöt í heilum og hálfum skrokkum, tómata, agúrkur og vatn. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Styrkir vegna ættleiðinga samþykktir

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is SAMÞYKKT var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær að hefja undirbúning þess að styrkja fólk sem ættleiðir börn frá útlöndum frá og með næstu áramótum. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 43 orð

Sýningarlok | Fyrstu sýningu ársins í Listasafninu á Akureyri...

Sýningarlok | Fyrstu sýningu ársins í Listasafninu á Akureyri, Hraunblómum, lýkur laugardaginn 25. febrúar. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 212 orð

Tillögu um Kerlingarfjöll var vísað frá

ÓLAFUR F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, lagði fram tillögu á borgarstjórnarfundi á þriðjudag um að borgarstjórn Reykjavíkur lýsti andstöðu við hugmyndir um jarðvarmavirkjanir í Kerlingarfjöllum. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Tveir fluttir á slysadeild

BÍLL valt á Eyrarbakkavegi, skammt frá Stekkum, um tíuleytið í gærkvöldi. Að sögn lögreglu á Selfossi er ekki vitað um orsök slyssins. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 282 orð

Um 350 umsóknum verið hafnað á skömmum tíma

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is VINNUMÁLASTOFNUN hefur á síðustu fimm mánuðum hafnað um 350 umsóknum um atvinnuleyfi. Nær allar umsóknir eru frá fólki frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Mikill og vaxandi stuðningur er við tvöföldun og lýsingu Suðurlandsvegar milli Reykjavíkur og Selfoss. Þetta er heitasta málið á Árborgarsvæðinu varðandi samgöngumál. Það kom berlega fram á fundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 16. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 106 orð

Varanleg gengislækkun krónu

HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra telur lækkun gengis íslensku krónunnar vera varanlega og kveðst vita að í framtíðinni muni krónan lækka meira, þótt það muni ekki gerast í stökkum. Þetta sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær í Lundúnum. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 41 orð

Velferð | Vinstri græn á Akureyri halda fund í dag, laugardaginn 25...

Velferð | Vinstri græn á Akureyri halda fund í dag, laugardaginn 25. febrúar, um undirbúning sveitarstjórnarkosninga undir yfirskriftinni Velferð, atvinna og umhverfi. Hann verður í húsnæði félagsins í Hafnarstræti 98 klukkan 14. Meira
25. febrúar 2006 | Erlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Vísað burt í mánuð

London. AP, AFP. | Ken Livingstone, borgarstjóra í Lundúnum, var vikið úr embætti í gær í mánuð fyrir að líkja fréttamanni og gyðingi við fangavörð í útrýmingarbúðum nasista. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 454 orð | 1 mynd

Vonast til að fljótlega verði ákveðið að koma upp bráðabirgðarannsóknastofu

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl. Meira
25. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Þjóðahátíð haldin í þriðja sinn

ÞJÓÐAHÁTÍÐ Alþjóðahússins verður haldin í þriðja sinn á sunnudag, en vinsældir hennar hafa aukist ár frá ári. Að þessu sinni fer hátíðin fram í gamla Blómavalshúsinu við Sigtún en hún er hlut af Vetrarhátíð í Reykjavík. Meira

Ritstjórnargreinar

25. febrúar 2006 | Leiðarar | 525 orð

Frumvarp um Fjármálaeftirlit

Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp, sem miðar að því að styrkja eftirlitsheimildir Fjármálaeftirlitsins (FME) og auðvelda því að gegna hlutverki sínu. Meira
25. febrúar 2006 | Leiðarar | 472 orð

Hungursneyð í Austur-Afríku

Í Austur-Afríku vofir nú hungursneyð yfir allt að 11 milljónum manna að talið er vegna mikilla þurrka. Meira
25. febrúar 2006 | Staksteinar | 299 orð | 1 mynd

Týndi strætisvagninn

Hrafnhildur Björk Baldursdóttir, íbúi í Grafarvogi, skrifaði grein hér í blaðið í fyrradag og fjallaði um ummæli, sem Dagur B. Meira

Menning

25. febrúar 2006 | Tónlist | 98 orð | 4 myndir

Ampop með tvenn verðlaun

TÓNLISTARVERÐLAUN X-FM voru afhent við hátíðlega athöfn í Austurbæ á fimmtudaginn. Verðlaunahátíðin þótti takast með eindæmum vel en hver stórsveitin á fætur annarri steig á svið, ýmist til að taka við verðlaunum eða taka lagið. Meira
25. febrúar 2006 | Tónlist | 112 orð | 1 mynd

Bach, Barber og Jón Nordal

Árlegir tónleikar strengjasveitar Listaháskóla Íslands verða í Neskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Á efnisskránni verða verk eftir Jóhann Sebastian Bach, Jón Nordal og Samuel Barber. Tónleikarnir eru hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík. Meira
25. febrúar 2006 | Leiklist | 145 orð | 1 mynd

Belgíska Kongó sýnt á ný

VÍS hefur gengið til samstarfs við Borgarleikhúsið um sýningar á Belgíska Kongó og var samstarfssamningur undirritaður í forsal Borgarleikhússins fyrir skömmu að viðstöddum gestum VÍS. Meira
25. febrúar 2006 | Myndlist | 274 orð | 1 mynd

Dvergurinn vaknar af dvala

Í DAG, laugardag, er opnuð í Galleríi Dverg sýning Hönnu Christel. Sýningarrýmið hefur verið starfrækt frá árinu 2002, í nokkra mánuði á ári í senn, og vaknar Dvergurinn af góðum dvala með þessari sýningu. Meira
25. febrúar 2006 | Fólk í fréttum | 111 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

FYRSTA viðureign í átta liða úrslitum Gettu betur fór fram í beinni útsendingu á fimmtudagskvöld. Þá áttust við Borgarholtsskóli í Reykjavík og Flensborgarskóli , Hafnarfirði. Meira
25. febrúar 2006 | Tónlist | 506 orð | 1 mynd

Frá Sveinbirni til Atla Heimis

Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is ATÓNAL eða tónal, ævintýrið um Dimmalimm og tríó síðan á 19. öld koma við sögu á íslenskum kammertónleikum KaSa-hópsins í Ráðhúsinu í dag. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og eru öllum opnir. Meira
25. febrúar 2006 | Fjölmiðlar | 259 orð

Löggan les í leyni

GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Hallmar Sigurðsson leiklistarstjóri útvarpsins og Kristján Kristjánsson sjónvarpsmaður. Meira
25. febrúar 2006 | Kvikmyndir | 122 orð | 1 mynd

Morð í Afríku

MYNDIN The Constant Gardener er nýjasta kvikmynd leikstjórans Fernando Meirelles, sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna árið 2004 fyrir leikstjórn kvikmyndarinnar City of God . Meira
25. febrúar 2006 | Myndlist | 376 orð | 1 mynd

Myndlist á mörkum framleiðslu

Sýningin stendur til 26. febrúar Opið fimmtudaga til föstudaga kl. 16-18 Meira
25. febrúar 2006 | Bókmenntir | 112 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Hjá Máli og menningu er komin út bókin Dýraríkið . Höfundur er Penelope Arlon . Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Þetta er önnur bókin í bráðskemmtilegum bókaflokki en í fyrra kom út bókin Atlas barnanna sem vakti verðskuldaða athygli og lof. Meira
25. febrúar 2006 | Tónlist | 802 orð | 1 mynd

Orð verða einskis virði

Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Hvað er joik? Meira
25. febrúar 2006 | Myndlist | 93 orð | 1 mynd

Prinsessur, píur, pútur

MAGDALENA Margrét Kjartansdóttir opnaði í gær sýningu sína í Grafíksafni Íslands, sal Íslenskrar grafíkur. Sýninguna nefnir Magdalena "Konur í 20 ár" og kennir þar alls frá gribbum og griðkonum til meyja og mamma. Meira
25. febrúar 2006 | Tónlist | 532 orð

Rokkað á Sinfóníutónleikum

Jeff Wayne: Innrásin frá Mars. Einsöngvarar: Jón Jósep Snæbjörnsson, Matthías Matthíasson, Margrét Eir og Friðrik Ómar Hjörleifsson. Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson. Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson. Fimmtudagur: 23. febrúar. Meira
25. febrúar 2006 | Kvikmyndir | 1309 orð | 3 myndir

Rósin í hnappagatinu

Philip Seymour Hoffman er hiklaust einn allra besti leikari sinnar kynslóðar og hvergi sýnir hann það jafnvel og í myndinni Capote, sem frumsýnd er um helgina. Arnar Eggert Thoroddsen hitti á kappann á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem fram fór nú á dögunum. Meira
25. febrúar 2006 | Kvikmyndir | 660 orð | 1 mynd

Síðan kemur sársau kinn

Leikstjóri: Árni Ólafur Ásgeirsson. Handrit: Árni Ólafur Ásgeirsson, Jón Atli Jónasson, Denijal Hasanovic. Kvikmyndatökustjóri: Helgi Sverrisson. Tónlist: Jóhann Jóhannsson. Hljóð: Gunnar Árnason. Leikmynd: Marta Luiza, Marinó Sigurðsson. Meira
25. febrúar 2006 | Bókmenntir | 113 orð | 1 mynd

Sonnevi fær bókmenntaverðlaunin

SÆNSKA skáldið Göran Sonnevi hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir ljóðasafnið Oceanen. Í umsögn dómnefndar segir: "Oceanen, eða Úthafið, er hafsjór af orðum sem hægt er að sökkva sér í eða láta umlykja sig. Meira
25. febrúar 2006 | Menningarlíf | 439 orð | 2 myndir

Spyrjum hvaðan gott kemur

Þegar hljóðfæraleikari flytur inn í hverfið þá eru góðar líkur á að einhver nágranninn dæsi og hugsi: "Jæja, þá er þetta hverfi ónýtt". Meira
25. febrúar 2006 | Fjölmiðlar | 117 orð | 1 mynd

Stelpurnar

NÝ þáttaröð af Stelpunum hefur göngu sína í kvöld á Stöð 2. Meira
25. febrúar 2006 | Tónlist | 518 orð

Varúð! Ekki fyrir tengdamæður!

Öll lög eru eftir Hildi Guðnadóttur og Dirk Dresselhaus. Upptökur fóru fram í Berlín á árinu 2004. John Sellekaers masteraði. Oral gefur út. 3 lög, 70:33. Meira

Umræðan

25. febrúar 2006 | Aðsent efni | 803 orð | 1 mynd

Álvinnsla hér dregur úr styrk koltvísýrings í andrúmslofti

Jakob Björnsson skrifar um álvinnslu og svarar grein Hjörleifs Guttormssonar: "Með engu öðru móti geta Íslendingar lagt jafnstóran skerf af mörkum til að hemja losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum..." Meira
25. febrúar 2006 | Aðsent efni | 474 orð | 1 mynd

Eina á kollótta

Kristinn H. Gunnarsson fjallar um hvernig tryggja megi hag þjóðar: "Meginatriðið er að festa í sessi þá stefnu að arðurinn af nýtingu auðlinda til lands og sjávar renni bæði til þjóðar og viðkomandi landsvæðis." Meira
25. febrúar 2006 | Aðsent efni | 641 orð | 1 mynd

Fjárfestum í menntun

Hlynur Hallsson skrifar um Háskólann á Akureyri: "Framtíð Háskólans á Akureyri er björt fái hann þann stuðning sem honum ber." Meira
25. febrúar 2006 | Aðsent efni | 759 orð | 1 mynd

Giftingin og samkynið

Snorri Óskarsson fjallar um kristna trú og hjónavígslu samkynhneigðra: "Sýnum í verki að við elskum Guð og hans Orð. Gerum Jesúm Krist að leiðtoga lífs okkar." Meira
25. febrúar 2006 | Aðsent efni | 605 orð | 2 myndir

Háskóli Íslands menntun, vísindi, þekking

Arnfríður Ólafsdóttir og Jónína Kárdal fjalla um Háskóla Íslands í tilefni af Háskóladeginum: "Við hvetjum alla til að koma á háskólasvæðið og nota þetta tækifæri til að kynna sér nám í Háskóla Íslands." Meira
25. febrúar 2006 | Bréf til blaðsins | 440 orð

Íslenskukennarar í MH vara við styttingu

Frá Ragnhildi Richter og Sigríði Stefánsdóttur: "ÍSLENSKUKENNARAR í Menntaskólanum við Hamrahlíð vara við hugmyndum um styttingu íslenskunáms í framhaldsskóla sem settar eru fram í tillögum að nýrri aðalnámskrá framhaldsskóla og menntamálaráðuneytið birti undir árslok 2005." Meira
25. febrúar 2006 | Aðsent efni | 822 orð | 1 mynd

Ný aðferðafræði í byggðaþróun

Fríða Vala Ásbjörnsdóttir skrifar f.h. Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni um samstarfsverkefni borgar og landsbyggðar (landlif@simnet.is): "Unglingunum gefst þarna tækifæri á að koma fram með hugmyndir sínar og fylgja þeim eftir á sínum forsendum." Meira
25. febrúar 2006 | Aðsent efni | 421 orð | 1 mynd

Opið hús í Háskóla Íslands - kynning á tölvunarfræði

Björn Leví Gunnarsson fjallar um Háskóla Íslands: "Ég hvet að lokum alla sem vilja kynnast námi með framtíð í tungutækni, gervigreind, leikjagerð, samskiptum manns og tölvu og á fjölmörgum öðrum sviðum til að mæta á opið hús í Háskólanum á sunnudaginn kemur." Meira
25. febrúar 2006 | Aðsent efni | 977 orð | 1 mynd

Reynsla af sjúkraflugi

Freydís Laxdal segir frá því hvernig beint flug milli Akureyrar og Reykjavíkur bjargaði lífi eiginmanns hennar: "Það er skelfilegt að hugsa til þess að fólk telji eftir sér að þola einhver óþægindi vegna flugvallar í Vatnsmýrinni ef það gæti orðið til að bjarga mannslífum..." Meira
25. febrúar 2006 | Aðsent efni | 673 orð | 1 mynd

Ríkisrekin atvinnustefna

Hörður Arnarson fjallar um arðsemi stóriðju: "Það er að mínu mati alger grundvallarkrafa ef á að verða af frekari uppbyggingu virkjana fyrir stóriðju hér á landi, að það verði án beinna afskipta ríkis og sveitarfélaga." Meira
25. febrúar 2006 | Aðsent efni | 382 orð

Spámaðurinn

Eitthvað varð það að heita á Viðskiptaþingi. Ekki hefir forsætisráðherra litizt á að ræða þar sérstaklega um dýrtíðarbylgjuna, sem flæðir yfir alla bakka efnahagslífsins. Meira
25. febrúar 2006 | Bréf til blaðsins | 342 orð

Stutt bréf til Eiríks Jónssonar

Frá Árna Hermannssyni framhaldsskólakennara: "ÁGÆTI formaður! Svo er að sjá að kastast hafi í kekki milli þín og framhaldsskólakennara í landinu. Við höfum nú lítið séð af þér nema þá helst í blöðunum þar sem þú slærð úr og í." Meira
25. febrúar 2006 | Aðsent efni | 436 orð | 1 mynd

Til varnar Háskólanum á Akureyri

Hermann Jón Tómasson fjallar um mikilvægi Háskólans á Akureyri: "Þeir sem skipa bæjarstjórn Akureyrar hafa á hverjum tíma þá skyldu að beita áhrifum sínum á framgang framfaramála í bæjarfélaginu." Meira
25. febrúar 2006 | Aðsent efni | 985 orð | 1 mynd

Tónlistarskólarnir í borginni

Eftir Stefán Jón Hafstein: "Markmið eru tvö: að gefa sem flestum á skólaaldri tækifæri á að stunda tónlistarnám, og gefa þeim sem hafa sérstaka köllun til að helga sig tónlist tækifæri til þess." Meira
25. febrúar 2006 | Aðsent efni | 2151 orð | 1 mynd

Um Baugsmál og starfshætti réttarríkisins

Eftir Morten Eriksen: "Ég geri þær athugasemdir við dóm Hæstaréttar að hann kallar á alveg nýja og aukna umfjöllun um lýsingar á atvikum þar sem fjalla þarf nánar um hvernig staðið var að verki..." Meira
25. febrúar 2006 | Velvakandi | 410 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Enginn á þessa óvirðingu skilið ÞAKKIR til Sigurðar Hólm Gunnarssonar fyrir grein hans í Morgunblaðinu 20. febrúar sl. Ég vil þakka þessum unga manni fyrir að vekja máls á þeirri óvirðingu sem líðst gagnvart eldra fólki og fötluðum. Meira
25. febrúar 2006 | Aðsent efni | 859 orð | 2 myndir

Þegar kerfið snýst um sig sjálft

Guðjón Sigurðsson og Sigursteinn Másson fjalla um málefni öryrkja og endurgreiðslukröfur Tryggingastofnunar: "Við skorum á alla, fyrirtæki, einstaklinga, félagasamtök og stjórnmálaflokka, að taka höndum saman með heildarsamtökum öryrkja og breyta því sem breyta þarf svo við getum með sanni sagt að á Íslandi byggjum við samfélag fyrir alla." Meira

Minningargreinar

25. febrúar 2006 | Minningargreinar | 2089 orð | 1 mynd

AÐALHEIÐUR VALGERÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR

Aðalheiður Valgerður Steingrímsdóttir fæddist á Kroppi í Eyjafjarðarsveit 6. apríl 1948. Hún lést á heimili sínu 18. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Óskar Steingrímur Guðjónsson, f. á Björk í Sölvadal 1.9. 1910, d. 27.12. Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2006 | Minningargreinar | 1015 orð | 1 mynd

ÁSTRÍÐUR I. SIGURÐARDÓTTIR

Ástríður Ingibjörg Sigurðardóttir fæddist á Eyrarbakka 22. júlí 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi 16. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Ólafsdóttir, f. 5. mars 1886, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2006 | Minningargreinar | 561 orð | 1 mynd

HREINN ÞORVALDSSON

Hreinn Þorvaldsson fæddist á Sauðárkróki 5. júní 1937. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 17. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorvaldur Þorvaldsson verslunarmaður, f. 5. september 1913, og Hulda Jónsdóttir húmóðir, f. 2. júní 1914, d. Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2006 | Minningargreinar | 524 orð | 1 mynd

HÖGNI KLEMENSSON

Högni Klemensson fæddist í Görðum í Mýrdal 12. desember 1924. Hann lést á Hjallatúni í Vík 14. febrúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Klemensar Árnasonar bónda í Görðum, f. 22.2. 1891, d. 1980, og Gunnheiðar Heiðmundsdóttur, f. 5.4. 1893, d.... Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2006 | Minningargreinar | 1156 orð | 1 mynd

JÓHANNES GÍSLI SVAVARSSON

Jóhannes Gísli Svavarsson fæddist í Reykjavík 2. janúar 1944. Hann lést á heimili sínu í Hamrahlíð 35 7. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Oktavía Jóhannesdóttir, ættuð frá Seyðisfirði, og Svavar Gíslason frá Viðey. Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2006 | Minningargreinar | 888 orð | 1 mynd

REYNIR BÖÐVARSSON

Reynir Böðvarsson fæddist í Steinsbæ á Eyrarbakka 29. desember 1925. Hann varð bráðkvaddur 19. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Böðvar Friðriksson, f. 7. mars 1878, d. 31. maí 1966, og Jónína Guðmundsdóttir, f. 18. júlí 1878, d. 13. Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2006 | Minningargreinar | 651 orð | 1 mynd

TÓMASÍNA ELÍN OLSEN

Tómasína Elín Olsen fæddist í Vestmannaeyjum 25. desember 1916. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala mánudaginn 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Þórðardóttir og Ditlev Olsen. Systkini Tómasínu voru Magnús, f. 1908, d. Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2006 | Minningargreinar | 240 orð | 1 mynd

ÞÓRA STEFÁNSDÓTTIR

Þóra Stefánsdóttir fæddist í Reykjavík 10. júlí 1924. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 26. janúar síðastliðinn og var jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík 7. febrúar. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

25. febrúar 2006 | Sjávarútvegur | 277 orð | 1 mynd

Verð á sjávarafurðum í sögulegu hámarki

Verðvísitala sjávarafurða hækkaði um 2,1% í janúar frá mánuðinum á undan og er nú í sögulegu hámarki mæld í erlendri mynt. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan birti í gær. Meira

Viðskipti

25. febrúar 2006 | Viðskiptafréttir | 60 orð

11,4 milljarða vöruskiptahalli í janúar

HALLI á vöruskiptum við útlönd var 11,4 milljarðar króna í janúar sl. Fluttar voru út vörur fyrir 14,1 milljarð króna en inn fyrir 25,5 milljarða. Til samanburðar nam vöruskiptahallinn í janúar á síðasta ári 4,3 milljörðum króna, miðað við fast gengi. Meira
25. febrúar 2006 | Viðskiptafréttir | 146 orð | 1 mynd

573 milljóna hagnaður hjá Frjálsa

FRJÁLSI fjárfestingarbankinn skilaði 573 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, þegar búið er að gera ráð fyrir skattgreiðslum. Þetta er örlítið meiri hagnaður en árið áður. Arðsemi eigin fjár var 17,1%. Meira
25. febrúar 2006 | Viðskiptafréttir | 62 orð

Frestun á ráðningu

STJÓRN Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins ákvað á fundi sínum í vikunni að fresta um sinn ráðningu framkvæmdastjóra. Meira
25. febrúar 2006 | Viðskiptafréttir | 276 orð | 2 myndir

Iceland Express verður áfram í eigu Fons

ICELANDAIR Express verður ekki selt og hefur það verið tekið úr sölumeðferð hjá Kaupþing banka og það verður því áfram í eigu Fons eignarhaldsfélags þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Meira
25. febrúar 2006 | Viðskiptafréttir | 363 orð | 1 mynd

Lánshæfið versnar í huga fjárfestanna

ÞRÁTT FYRIR að Fitch Ratings hafi ekki breytt lánshæfismati íslensku bankanna hefur lánshæfi þeirra þegar versnað í huga alþjóðlegra fjárfesta. Meira
25. febrúar 2006 | Viðskiptafréttir | 74 orð

Lítilsháttar hækkun Úrvalsvísitölunnar

ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kauphallar Íslands hækkaði um 0,1% í gær og er 6.671 stig. Mest viðskipti voru með hlutabréf í Íslandsbanka , 1,7 milljarðar króna, en heildarviðskipti með hlutabréf námu 6,8 milljörðum. Meira
25. febrúar 2006 | Viðskiptafréttir | 127 orð

Somerfield ætlar að selja Kwik Save

BRESKA verslunarkeðjan Somerfield ætlar að selja smásölukeðjuna Kwik Save, að því er fram kemur í breskum fjölmiðlum. Meira
25. febrúar 2006 | Viðskiptafréttir | 76 orð

Sund selur í Nýherja

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Sund hefur selt allan sinn 17% hlut í Nýherja. Fleiri hafa selt hluti sína í fyrirtækinu alls hefur Nýherji keypt 46,3 milljónir hluta, eða 18,67% af útgefnu hlutafé. Meira
25. febrúar 2006 | Viðskiptafréttir | 166 orð

Töpuðu eins og hálfs árs gróða

LÆKKUN á gengi krónunnar í vikunni leiddi til þess að ýmsir fjárfestar töpuðu á fjárfestingum sínum. Meira

Daglegt líf

25. febrúar 2006 | Ferðalög | 878 orð | 3 myndir

Fjölbreyttar flúðir og fagrir fossar

Fjögurra manna íslensk fjölskylda fór í átta daga ævintýrasiglingu niður Colorado River í gljúfrunum miklu Grand Canyon, sem er þjóðgarður í Bandaríkjunum. Jóhanna Ingvarsdóttir heyrði ferðasöguna. Meira
25. febrúar 2006 | Daglegt líf | 188 orð

Hófdrykkjufólk líklegra til að lenda á spítala

HÓFDRYKKJUFÓLK, sem af og til drekkur of mikið, endar oftar á skurðdeildum sjúkrahúsa en þeir sem drekka mikið að staðaldri. Svissnesk rannsókn hefur leitt þetta í ljós, en frá henni er m.a. greint í Göteborgs Posten . Meira
25. febrúar 2006 | Ferðalög | 126 orð | 1 mynd

Kveðjutónleikar B.B. King Bændaferðir bjóða upp á helgarferð 31. mars-2...

Kveðjutónleikar B.B. King Bændaferðir bjóða upp á helgarferð 31. mars-2. apríl á kveðjutónleika B.B. King sem mun koma fram ásamt Gary Moore. Moore mun leika fyrrihluta tónleikanna og King seinni. Meira
25. febrúar 2006 | Ferðalög | 443 orð | 1 mynd

Lággjaldaflugfélög metin

ÍSLENSKÆTTAÐA lágfargjaldaflugfélagið FlyMe fær frekar laka einkunn hjá ferðavef Aftenposten í prófi á nokkrum lágfargjaldaflugfélögum, eða 3 af 6 mögulegum. Sterling fékk aðeins hærri einkunn eða 4 af 6. Meira
25. febrúar 2006 | Daglegt líf | 273 orð | 3 myndir

Litrík og heillandi heimsálfa

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl. Meira
25. febrúar 2006 | Daglegt líf | 475 orð | 1 mynd

Það syngur enginn óhamingjusamur maður

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl. Meira

Fastir þættir

25. febrúar 2006 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli . Í dag, 25. febrúar, er sextug Guðrún Hlíf Lúðvíksdóttir...

60 ÁRA afmæli . Í dag, 25. febrúar, er sextug Guðrún Hlíf Lúðvíksdóttir, Fífuseli 32 . Hún tekur á móti gestum á heimili sonar síns á Langholtsvegi 172 á milli kl. 14 og 17 á... Meira
25. febrúar 2006 | Árnað heilla | 41 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli . Í dag, 25. febrúar, er áttræð Áslaug F. Guðmundsdóttir...

80 ÁRA afmæli . Í dag, 25. febrúar, er áttræð Áslaug F. Guðmundsdóttir frá Nesjavöllum í Grafningi, til heimilis að Kleppsvegi 24, Reykjavík. Áslaug tekur á móti gestum í dag eftir kl. 16 á heimili sonar síns að Háahvammi 12,... Meira
25. febrúar 2006 | Í dag | 2042 orð | 1 mynd

Alþjóðlegur bænadagur kvenna 2006 ALÞJÓÐLEGUR bænadagur kvenna hefur...

Alþjóðlegur bænadagur kvenna 2006 ALÞJÓÐLEGUR bænadagur kvenna hefur verið árviss viðburður innan kristinna safnaða á Íslandi í á fimmta áratug. Hann er jafnan haldinn fyrsta föstudag í mars, eins og í 180 löndum öðrum víðsvegar í heiminum. Meira
25. febrúar 2006 | Fastir þættir | 205 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Bridshátíð. Meira
25. febrúar 2006 | Í dag | 156 orð | 1 mynd

Dögun í Fold

Í DAG kl. 15 opnar Sveinbjörg Hallgrímsdóttir sýningu á handþrykktum tréristum í baksalnum í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Sýninguna nefnir hún Dögun. Verkin eru öll unnin á þessu ári og því síðasta. Meira
25. febrúar 2006 | Fastir þættir | 774 orð | 4 myndir

Hjörvar Steinn Norðurlandameistari

17.-19. febrúar 2006 Meira
25. febrúar 2006 | Í dag | 54 orð | 1 mynd

Hlý Vetrarhátíð

Austurvöllur | Vetrarhátíð er í mikilli sveiflu þessa helgina, eins og þessi mynd af opnunarhátíðinni gefur reyndar til kynna. Meira
25. febrúar 2006 | Í dag | 2517 orð | 1 mynd

(Matt. 3.)

Guðspjall dagsins: Skírn Krists. Meira
25. febrúar 2006 | Í dag | 18 orð

Orð dagsins: Vakna þú, sál mín, vakna þú harpa og gígja, ég vil vekja...

Orð dagsins: Vakna þú, sál mín, vakna þú harpa og gígja, ég vil vekja morgunroðann. (Sálm. 57, 9. Meira
25. febrúar 2006 | Fastir þættir | 175 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Rd7 4. O-O a6 5. Be2 Rgf6 6. d3 g6 7. He1 Bg7 8. Bf1 0-0 9. a4 b6 10. c3 Bb7 11. Rbd2 e5 12. b4 He8 13. bxc5 bxc5 14. c4 Bh6 15. Rb1 Bxc1 16. Dxc1 Hb8 17. a5 Rf8 18. Rc3 Bc8 19. Rd5 Re6 20. Dd2 Rxd5 21. exd5 Rg7 22. Meira
25. febrúar 2006 | Í dag | 553 orð | 1 mynd

Vetrarhátíð laugardagur

Kl. 9.00-17.00 Ímyndir norðursins Alþjóðleg ráðstefna ReykjavíkurAkademíunnar. Lykilfyrirlesari: Sherrill E. Grace - Canada and its Images of North, kl. 10.00 Málstofur: Ímyndir einstakra landa. Iðnó, Vonarstræti 3. Kl. 10.00 Út í bláinn! Meira
25. febrúar 2006 | Fastir þættir | 295 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverja er meinilla við fjárhættuspil. Sérstaklega þykir Víkverja erfitt að horfa upp á spilakassa-salina, sem starfræktir eru hér og þar um borgina, og sorgleg sjónin sem við blasir þegar inn er komið. Meira
25. febrúar 2006 | Í dag | 454 orð | 1 mynd

Öryggi aldraðra frá ýmsum hliðum

Auður Hafsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 1966. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1988 og diplóma í iðjuþjálfun við Hålso Högskolan í Jönköping 1995. Auður lauk sérskipulögðu BS-námi fyrir iðjuþjálfa við HA 2005. Meira

Íþróttir

25. febrúar 2006 | Íþróttir | 282 orð | 1 mynd

Álagið þýðir að við erum að ná góðum árangri

LIVERPOOL verður án Jamie Carraghers og Mohameds Sissokos á morgun, þegar Evrópumeistararnir fá Manchester City í heimsókn á Anfield. Meira
25. febrúar 2006 | Íþróttir | 260 orð | 1 mynd

Barátta Kahns og Lehmanns

JÜRGEN Klinsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands í knattspyrnu, lætur ekki undan þrýstingi um að hann tilnefni markvörð Þýskalands númer eitt - löngu fyrir heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi í sumar. Meira
25. febrúar 2006 | Íþróttir | 1443 orð | 2 myndir

Biðin eftir titlinum orðin allt of löng og pirrandi

SIGURBJÖRN Hreiðarsson, fyrirliði Vals í knattspyrnu, er mikill stuðningsmaður Evrópumeistara Liverpool. Hann segist hafa haldið með liðinu frá unga aldri og hafi því upplifað góða og vonda tíma með félaginu. Meira
25. febrúar 2006 | Íþróttir | 107 orð

Bjarni Þór með Everton?

BJARNI Þór Viðarsson verður hugsanlega í fyrsta sinn í leikmannahópi aðalliðs Everton í dag þegar liðið sækir Newcastle heim á St. James Park í ensku úrvalsdeildinni. Meira
25. febrúar 2006 | Íþróttir | 124 orð

Chelsea fordæmir hótanir

CHELSEA hefur fordæmt árásir og hótanir sem norski dómarinn Terje Hauge hefur mátt sæta eftir að hann dæmdi leik liðsins gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu og rak Asier Del Horno, Chelsea, af velli. Hauge hefur m.a. Meira
25. febrúar 2006 | Íþróttir | 178 orð | 1 mynd

Ensk lið með aukinn áhuga á Intertoto

ENSK félög sýna Intertoto-keppninni í knattspyrnu meiri áhuga en áður eftir að fyrirkomulagi hennar var breytt fyrir næsta keppnistímabil. Meira
25. febrúar 2006 | Íþróttir | 160 orð

Eyjólfur verður í Reading

EYJÓLFUR Sverrisson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, verður á meðal áhorfenda á Madejski-leikvanginum í Reading í dag þegar Íslendingafélagið mætir Preston í uppgjöri tveggja sterkustu liða ensku 1. deildarinnar. Meira
25. febrúar 2006 | Íþróttir | 488 orð | 1 mynd

Gerum ekki sömu mistök og Real Madrid

MARK Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn, ætlar ekki að falla í sömu gryfju og Spánverjarnir í Real Madrid gerðu á þriðjudagskvöldið þegar hann tekur á móti Arsenal í úrvalsdeildinni í dag. Meira
25. febrúar 2006 | Íþróttir | 214 orð | 1 mynd

Guðjón áfram markahæstur

GUÐJÓN Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður, heldur sínu striki og er sem fyrr markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Guðjón skoraði 5 mörk með Gummersbach í sigri liðsins á Düsseldorf, 32:22, í fyrrakvöld. Meira
25. febrúar 2006 | Íþróttir | 286 orð | 1 mynd

Hefjum sóknina að þrennunni gegn liði Portsmouth

LEIKMENN Portsmouth, sem eru í slæmum málum við botn ensku úrvalsdeildarinnar, hefðu eflaust óskað sér aðra andstæðinga í dag en Englandsmeistara Chelsea á Stamford Bridge. Meira
25. febrúar 2006 | Íþróttir | 446 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Breiðablik - Grindavík 65:78 Smárinn, 1. deild kvenna...

KÖRFUKNATTLEIKUR Breiðablik - Grindavík 65:78 Smárinn, 1. deild kvenna, Iceland Express-deildin, föstudagur 24. febrúar 2006. Gangur leiksins : 21:13, 39:36, 56:59, 65:78. Meira
25. febrúar 2006 | Íþróttir | 81 orð

Leikirnir

Laugardagur Birmingham - Sunderland 15 Blackburn - Arsenal 15 Charlton - Aston Villa 15 Chelsea - Portsmouth 15 Newcastle - Everton 17.15 Sunnudagur Liverpool - Man. City 12.15 Bolton - Fulham 13 WBA - Middlesbrough 15 Staðan: Chelsea 26213252:1666 Man. Meira
25. febrúar 2006 | Íþróttir | 400 orð | 1 mynd

* LIVERPOOL hefur gefið út yfirlýsingu um að miðjumaðurinn ungi Mohamed...

* LIVERPOOL hefur gefið út yfirlýsingu um að miðjumaðurinn ungi Mohamed Sissoko sé á batavegi. Óttast hefur verið að hann verði fyrir varanlegum skemmdum á auga eftir að hann fékk spark í leik liðsins gegn Benfica í Portúgal á þriðjudagskvöldið. Meira
25. febrúar 2006 | Íþróttir | 174 orð

Malmö sækir um HM 2009

SVEITARFÉLAGIÐ Malmö í Svíþjóð hefur ákveðið að sækja um að fá að halda heimsmeistaramótið í handknattleik karla árið 2009 og vera þá til vara sem umsækjandi fyrir mótið tveimur árum síðar. Meira
25. febrúar 2006 | Íþróttir | 156 orð

Man. Utd. og Liverpool fordæma árás á sjúkrabíl

ENSKU knattspyrnufélögin Manchester United og Liverpool hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau fordæma framferði nokkurra stuðningsmanna Liverpool síðasta laugardag. Meira
25. febrúar 2006 | Íþróttir | 294 orð | 1 mynd

* SNORRI Steinn Guðjónsson komst ekki á blað hjá Minden þegar liðið...

* SNORRI Steinn Guðjónsson komst ekki á blað hjá Minden þegar liðið gerði 22:22 jafntefli við Wetzlar á útivelli í þýsku deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Meira
25. febrúar 2006 | Íþróttir | 627 orð | 1 mynd

Spennan skiptir máli er á hólminn er komið

"ÞETTA verður alvöru bikarúrslitaleikur þar sem hlut eiga að máli tvö af þeim þremur liðum sem leikið hafa hvað best upp í vetur," segir Reynir Stefánsson, þjálfari KA, spurður um úrslitaleik bikarkeppni karla í handknattleik,... Meira
25. febrúar 2006 | Íþróttir | 603 orð | 2 myndir

Stórveldið mætir litla nágrannanum

ÞAÐ er varla hægt að hugsa sér meiri andstæður, þegar liðin tvö sem leika til úrslita um enska deildabikarinn hlaupa út á hinn glæsilega Millenium leikvang í velsku borginni Cardiff á morgun. Meira
25. febrúar 2006 | Íþróttir | 71 orð

Um helgina

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur Bikarkeppni HSÍ, SS-bikarkeppnin, úrslitaleikir í Laugardalshöll. Konur: Haukar - ÍBV 13.15 Karlar: Haukar - Stjarnan 15.45 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur 1. Meira
25. febrúar 2006 | Íþróttir | 438 orð

Uppskrift ÍBV er vænlegri til sigurs

"VIÐ getum svo sannarlega átt von á hörkuúrslitaleik tveggja liða sem byggjast á ólíkri hugmyndafræði," segir Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, spurður um úrslitaleik Hauka og ÍBV í bikarkeppni kvenna í handknattleik sem hefst í Laugardalshöll kl. 13.15 í dag. Meira
25. febrúar 2006 | Íþróttir | 277 orð

Westerveld vill sanna sig hjá Everton

HOLLENSKI markvörðurinn Sander Westerveld verður í marki Everton þegar liðið sækir Newcastle heim í síðasta leik dagsins í dag í ensku úrvalsdeildinni. Meira

Barnablað

25. febrúar 2006 | Barnablað | 36 orð | 1 mynd

Á sjó!

Eins og þið sjáið eru sjómennirnir 8 á myndunum hér fyrir ofan ekki allir eins. Samt sem áður getur það verið þrautin þyngri að finna út hvaða sjómaður á skuggann efst í vinstra horninu. Lausn... Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 24 orð | 1 mynd

Á sólarströnd

Andrea Eir, 10 ára, teiknaði þessa flottu mynd. Hún hefur greinilega farið á sólarströnd því hún hugar vel að öllum smáatriðum á þessari... Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 19 orð | 1 mynd

Ballerínukisa

Björk, 10 ára, teiknaði þessa skemmtilegu mynd af kisu í ballett. Hún gæti örugglega sýnt í sirkus, þessi... Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 19 orð | 1 mynd

Dísu dreka dreymir um að eignast derhúfu!

Geturðu hjálpað Dísu dreka að láta draum sinn rætast og fundið fyrir hana dásamlega fallegu rauðu og bleiku... Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 55 orð | 1 mynd

D og Ð

d D Dúfa um loftið á fjöðrum flaug er fróður Ari um gáttir smaug. Hún gerði sig líklega fyrst til að fara en flaug svo nær og sagði við Ara: ð Ð "Ð er sjaldan í orðum fremst. Í ánamaðkshausinn lítið kemst, svo lekur það burt ef laus er skrúfa. Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 28 orð | 1 mynd

Einn góður ...

Ella: "Af hverju gengurðu út á hlið eins og krabbi?" Dóra: "Æ, það er út af þessum nýju pillum sem læknirinn lét mig hafa. Þær hafa víst hliðarverkanir. Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 28 orð | 1 mynd

Felumynd

Á myndinni má finna hluti sem eru að öllu leyti eða að hluta til úr pappír. Getur þú fundið hlutina sem eru tilgreindir hér að ofan? Lausn... Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 19 orð | 1 mynd

Glaður pabbi!

Regína Sjöfn, 3 ára, teiknaði þessa fallegu mynd af pabba sínum. Sjáið hvað hann er með fallega rauðar... Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 232 orð | 1 mynd

Ha, ha, ha, ha!

Foringi á orrustuskipi var að stjórna leikfimiæfingu hjá hermönnum sínum. "Leggist á bakið," skipaði hann, "rekið síðan fæturna upp í loft og hreyfið þá eins og þið séuð að hjóla." Eftir stutta stund gafst einn hermannanna upp. Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 76 orð | 1 mynd

Hjálpum Árna!

Árni er mikill umhverfissinni og mjög meðvitaður um mikilvægi þess að umgangast náttúruna af virðingu. Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 15 orð | 1 mynd

Hver er ég?

Viltu klára að teikna mig? Svo verð ég líka svo ánægður ef þú litar... Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 159 orð | 1 mynd

Hvernig er pappír búinn til?

Þér finnst það kannski ótrúlegt en það er samt alveg dagsatt að pappír er búinn til úr trjám. Það er þó ekki þannig gert að trén eru söguð í þunnar sneiðar og þannig fáum við pappír heldur er þetta framleiðsluferli sem á sér stað í stórum verksmiðjum. Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 38 orð | 1 mynd

Kóngulóin undirbýr heimilisgerð

Nú er hún Klara kónguló búin að vera að undirbúa sig áður en hún leggur í að spinna fallega heimilisvefinn sinn sem hún ætlar að eyða ævinni í. Hversu marga æfingaþræði er Klara búin að spinna? Lausn... Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 15 orð | 2 myndir

Lausnir

Sjómaður númer 7 á skuggann í vinstra horninu. Kóngulóin er búin að spinna 10... Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 24 orð | 1 mynd

Leynimerki með aðeins einu striki!

Þetta leynimerki getur þú teiknað án þess að lyfta blýantinum nokkurn tímann upp. Ekki má fara í sömu línu með blýantinum tvisvar. Lausn... Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 98 orð | 1 mynd

Ljóðasamkeppni

Við hjá Barnablaðinu minnum enn og aftur á ljóðasamkeppni barna. Skilafrestur er 4. mars, eftir viku, svo nú er um að gera að setjast niður og leyfa skáldagáfunni að streyma um kroppinn. Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 268 orð | 2 myndir

Notaður pappír er ekki rusl!

M agnús Vatnar Skjaldarson, 10 ára blaðamaður úr Kópavogi, lagði leið sína í Sorpu til að forvitnast um endurvinnslu á pappír. Ragna Halldórsdóttir tók á móti Magnúsi og svaraði spurningum hans. Hvernig er pappír endurunninn? Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 281 orð | 1 mynd

Patti pjakkur

Einu sinni í gamla daga var álfur sem hét Patti pjakkur. Hann bjó með móður sinni í steini. Það bjó enginn annar álfur í grenndinni þannig að hann varð að leika sér einn. Einn daginn fattaði Patti upp á leik til að stríða mannfólkinu. Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 62 orð

Pennavinir

Hæ! Ég heiti Amon. Ég er 10 ára strákur frá Bandaríkjunum. Mig langar til að eignast íslenskan pennavin þar sem ég er í valáfanga núna að læra um Ísland. Mig langar til að vita meira um landið ykkar sem er ekki í bókum eða myndbandsspólum. Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 161 orð | 2 myndir

Skemmtilegt lestrarefni

Galdrastelpur - Söngur þagnarinnar eftir Lene Kaaberbol Bókin er um Irmu og bestu vinkonur hennar, Corneliu, Hay Lin, Will og Taranee sem eru hinar ofursvölu galdrastelpur er ráða yfir frumöflunum fjórum. Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 34 orð | 1 mynd

Stitch

Hrefna, 9 ára, teiknaði þessa glæsilegu mynd af Stitch. Hún teiknaði hana fríhendis með því einu að horfa á fyrirmyndina. Hrefna á heima í Kaupmannahöfn og sendir kæra kveðju til allra heima á... Meira
25. febrúar 2006 | Barnablað | 9 orð | 1 mynd

Sæla svínið sæta

Litaðu svínið og þá verður það örugglega enn... Meira

Lesbók

25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 2310 orð | 4 myndir

Að búa til staði

Í dag birtist fimmta og síðasta viðtalið í röð greina um íslenska byggingarlist þar sem átt er viðtal við arkitekta og þeir beðnir að íhuga afstöðu sína til umhverfisins. Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1051 orð | 1 mynd

Að loknum Myrkum músíkdögum

Myrkir músíkdagar voru glæsilegir, en þeim lauk nýlega. Mér er nokkuð annt um þessa hátíð, en ég stofnaði hana árið 1980. Mér fannst þá vanta vettvang fyrir nýja íslenska tónlist. Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 426 orð

Alvörufólk

Ný íslensk kvikmynd, Blóðbönd , var frumsýnd í gær. Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 482 orð | 2 myndir

Erlendar bækur

Í gegnum nýjustu bók Siri Hustvedt, ritgerðasafnið A Plea for Eros , skín í höfundinn sjálfan, anda hennar og ást á Brontë-systrunum. Líkt og eiginmaður hennar rithöfundurinn Paul Auster, þá er ríkt í skrifum Hustvedt að lýsa sjálfri sér og lífi sínu. Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 422 orð | 3 myndir

Erlendar kvikmyndir

Kvikmyndin De battre mon coeur s'est arrete var valin besta kvikmyndin á frönsku Lumiere-kvikmyndaverðlaununum, sem eru ekki ósvipuð bandarísku Golden Globe-verðlaununum að stærð og mikilvægi þar í landi. Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 428 orð | 2 myndir

Erlend tónlist

Michael Stipe söngvari R.E.M. Bright Eyes, Chuck D úr Public Enemy og Rufus Wainwright eru á meðal þeirra sem hyggjast koma fram ásamt friðarsinnanum Cindy Sheehan á tónleikum sem fengið hafa yfirskriftina Bring 'Em Home (ísl. Flytjum þá heim). Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 2172 orð | 1 mynd

Fegurðin í ásýnd hlutanna

Nýjasta skáldsaga breska rithöfundarins Zadie Smith, On Beauty , kom út í fyrra og vakti mikla athygli. Þessi þriðja bók Smith sýnir svo ekki verður um villst að merkilegur höfundur hefur stigið fram á sjónarsviðið. Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 642 orð

Frábært lítilræði

! Silvía Nótt er Ísland, segir fólk. Hvernig fær það staðist? Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 637 orð | 1 mynd

Frostpinni í helvíti?

Tónlist hippatímans var friðsæl og angurvær, svo sem hugsjónirnar gáfu tilefni til. Lítið var um átök og ögranir. Þegar hippisminn leið undir lok þurftu tónþyrst ungmenni því á vítamínsprautu að halda. Þéttingsföstu sparki í afturendann. Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 3230 orð | 3 myndir

Gaman með hvöss um broddi

Leikskáldið og leikkonan Vala Þórsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir leikrit sitt Eldhús eftir máli sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Vala er þó enginn nýgræðingur í leiklistinni og hefur samið og leikið eigið efni í ríflega áratug. Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 196 orð

Grindaskörð

Góðan dag, þér grároðnu ský yfir Grindaskörðum á nýbirtum morgni... Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1001 orð | 1 mynd

Harmur, huggun

Fjórða plata Beth Orton er líklega hennar persónulegasta verk til þessa, öll spil eru lögð á borð í innilegum, berstrípuðum lögum og samstarfsmaður er enginn annar en jaðarkóngurinn Jim O'Rourke. Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 96 orð

Í kápuskápu

Þú átt þínar skruddur í skápum en skoðar ei neitt nema kápur. Rykfallnar eru þær ónýttar nær. Þú átt þínar kápur í skápum. Þær hita upp húsið í vetur, að hugsa sér, jafnvel betur en öll þessi steinull, rándýr sem gull. Þær hita vel húsið í vetur. Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 777 orð | 2 myndir

Lesbók

Leiklist Að þessu sinni mælum við með spánnýju verki, Hungur , eftir eitt af okkar yngstu leikskáldum, Þórdísi Elvu Bachmann. Það er leikhópurinn Fimbulvetur sem sýnir þetta athyglisverða verk í Borgarleikhúsinu í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur. Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 684 orð | 1 mynd

Listrænt frelsi og lifandi frumkvæði

Sýningin stendur til 26. febrúar Opið alla daga nema mánudaga, kl . 12-17. Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 351 orð

Neðanmáls

I "Þið vitið ekki hvað þið hafið kosið yfir ykkur," kallaði Romario, kærasti Silvíu Nóttar, þegar úrslit höfðu verið tilkynnt í söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn, og auðvitað hljóta áhorfendur að hafa velt því fyrir sér hverju þeir eiga... Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 781 orð

Ofurfjölmiðlafyrirtæki

Ærið verkefni bíður nú þeirra sem koma munu að gerð nýs frumvarps um fjölmiðla hér á landi. Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1440 orð | 3 myndir

Rem Koolhaas í Reykjavík

Mikill fiðringur fór um Reykjavík í byrjun febrúarmánaðar þegar fréttist að hinn stjörnum prýddi og margverðlaunaði arkitekt Rem Koolhaas frá Hollandi væri væntanlegur til landsins. Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1771 orð | 1 mynd

Rithöfundar eru eins og gargandi fuglar á tjörn

Stefán Máni vakti töluverðar umræður með bók sinni Túrista sem kom út síðastliðið haust. Bókin dregur íslenskt bókmenntasamfélag sundur og saman í háði, nafnkunnir rithöfundar fá á baukinn og líka útgefendur. Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 443 orð

Skapandi lestur

Argentínski rithöfundurinn Alberto Manguel hélt dagbók um lestur sinn í heilt ár og hefur nú gefið hana út undir heitinu A Reading Diary: A year of favorite books (Lestrardagbók: Ár með uppáhaldsbókum, 2004). Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 846 orð | 1 mynd

Skáldskapurinn í veruleikanum

Capote , ný kvikmynd um bandaríska rithöfundinn Truman Capote, hefur vakið athygli vestan hafs og sópað til sín tugum verðlauna og -tilnefninga. Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 3256 orð | 1 mynd

Sýnileiki íslenskrar menningar varðar marga

Christian Schoen hefur veitt CIA.IS, Center for Icelandic Art eða Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, forstöðu allt frá því að stofnunin tók til starfa á vormánuðum í fyrra. Í samtali við blaðamann segist hann líta á CIA. Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 331 orð

Um mal

Eins og Ármann bendir á þurfa íslenskufræðingar ekki að taka til sín margvíslega ádeilu fyrir einangrunarhyggju, þjóðrembu eða málverndarfasisma sem gýs upp í hvert sinn sem einhver hefur orð á að hlúa þurfi að íslenskri menningu og tungu og minna á að... Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 570 orð | 1 mynd

Úthafshljómkviða Sonnevis

"Úthafshljómkviðan er því óvenju umfangsmikil ljóðabók hvernig sem á það er litið. Meira
25. febrúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 214 orð

Þór hinn heiðni

Hinn sterki Þór lifir - í undirvitund vorri varnargoð ása Það var landhreinsun mikil er hann lamdi hausa jötna með hamri svo höfuðskel var moluð í mél það varð óvinum öllum að falli ja þvílíkt skap og afl sem einu goði var gefið og stendur hér enn á... Meira

Annað

25. febrúar 2006 | Aðsend grein á mbl.is | 2155 orð

Um Baugsmál og starfshætti réttarríkisins

Eftir Morten Eriksen: "Ég geri þær athugasemdir við dóm Hæstaréttar að hann kallar á alveg nýja og aukna umfjöllun um lýsingar á atvikum þar sem fjalla þarf nánar um hvernig staðið var að verki..." Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.