Greinar sunnudaginn 3. júní 2007

Fréttir

3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 226 orð

Auðvelt fyrir ungt fólk að fá sumarvinnu

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is "Ég hef á tilfinningunni að það sé frekar auðvelt fyrir ungt fólk að fá sumarstarf," segir Gerður Dýrfjörð, deildarstjóri Vinnumiðlunar ungs fólks í Hinu húsinu. Meira
3. júní 2007 | Innlent - greinar | 1054 orð | 5 myndir

Betur sjá augu en auga

Ofbeldisglæpir hafa verið tíðir um helgar í miðborg Reykjavíkur. Svo tíðir að margir eru uggandi um öryggi sitt. Löggæslumyndavélar eru eitt af þeim tækjum sem lögreglan hefur til að stemma stigu við ofbeldinu. Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 124 orð

Byggðaþing á Hvanneyri

SAMTÖKIN Landsbyggðin lifi efnir til byggðaþings á Hvanneyri í samvinnu við Landbúnaðarháskólann, laugardaginn 9. júní kl. 14–18. Magnús B. Jónsson, prófessor, verður ráðstefnustjóri. Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 633 orð | 1 mynd

Einhverfa er aðallega ættgengur sjúkdómur

Eftir Gunnar Hrafn Jónsson Umhverfisþættir hafa lítil áhrif á það hvort börn greinast með einhverfu og ekkert bendir til þess að bólusetningar séu á nokkurn hátt orsakavaldur heilkennisins. Meira
3. júní 2007 | Innlent - greinar | 1999 orð | 2 myndir

Fallegast, skemmtilegast og best

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Djöfull er það tregt." Sigurður Steindórsson kemur gangandi upp frá kunnum veiðistað með skrýtið nafn í þjóðgarðinum á Þingvöllum – Öfugsnáða – og bölvar fiskleysinu. Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Fánavarningurinn vinsæll

"ÞAÐ eru flestir ánægðir með þetta og stoltir," segir Hanna Bjarnadóttir, verslunarstjóri verslunarinnar Islandia í Kringlunni, en þar, líkt og í fleiri ferðamannaverslunum, er boðið upp á ýmsan varning sem skreyttur er íslenska fánanum. Meira
3. júní 2007 | Innlent - greinar | 389 orð | 1 mynd

Gæta skal hófs

Í 4. grein reglna nr. 837/2006 um rafræna vöktun segir að hún verði að fara fram í yfirlýstum, skýrum og málefnalegum tilgangi, s.s. í þágu öryggis og eignavörslu. Í 5. Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 146 orð

Hótelið greiðir kostnað

HÓTEL Saga hefur ákveðið að semja við gesti og skipuleggjendur klámkaupstefnu sem til stóð að halda hér á landi í mars með því að greiða þeim tapaðan kostnað við ferðir, gistingu og fleira sem féll til þegar hótelið ákvað með stuttum fyrirvara að úthýsa... Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Kál, rófur og kartöflur

Það verður nóg að gera í skólagörðunum næstu daga. Börn og unglingar vinna þá af kappi að því að setja niður kartöflur og fræ fyrir rófur, kál, salat og fleiri matjurtir. Innritun í Skólagarða Reykjavíkur stendur enn yfir. Gróðursetning fer fram frá 7. Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Kolsvört veiðiráðgjöf Hafró

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is KOLSVÖRT skýrsla Hafrannsóknastofnunarinnar leggur til að hámarksafli á næsta fiskveiðiári verði aðeins 130.000 tonn, sá minnsti síðan 1937. Það er 63.000 tonnum minna, um 30%, en kvótinn á þessu fiskveiðiári. Meira
3. júní 2007 | Innlent - greinar | 122 orð

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Hlutirnir verða ekki eins og þeir eiga að sér að vera fyrstu viku mánaðarins. Andrúmsloftið er strekkt og þú lendir í prófraunum eða leiðinlegu fólki. Eftir það ættir þú að fá nýjar fréttir en skalt bíða til 9. Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Landsmót Skotfélags Reykjavíkur blásið af

SKOTFÉLAGI Reykjavíkur var ekki veitt bráðabirgðaleyfi til að halda landsmót nú um helgina en yfirstjórn umhverfissviðs Reykjavíkurborgar telur jarðveg nýs svæðis félagsins í Álfsnesi ekki í lagi fyrir skotæfingar. Meira
3. júní 2007 | Innlent - greinar | 520 orð | 1 mynd

Litvínenkó óttaðist um líf sitt

Erlent | Kazakhstan er sögusvið einræðisherrans Núrsúltans Nasarbajevs og fjölskyldu hans. Innlent | Ýmislegt hefði mátt betur fara á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Meira
3. júní 2007 | Innlent - greinar | 121 orð

Ljón 23. júlí - 23. ágúst

Með sólina í tvíburum einbeitir þú þér að vinum, hópum og sameiginlegum áhugamálum. Þegar Venus smeygir sér inn í merkið þitt hinn 5. júní verður þú í essinu þínu, út um allt að skemmta þér og skemmta öðrum, en mest að lifa lífinu. Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Margir reyndu við Íslandsmet með því að ganga á Esjuna

MARGIR lögðu leið sína á Esjuna í gær en hópurinn 5 tindar hvatti til að slegið yrði Íslandsmet í fjölda göngumanna á Esjuna. Meira
3. júní 2007 | Innlent - greinar | 2005 orð | 4 myndir

Menntaviðreisnin í sveitunum

Eftir Hallgrím Helga Helgason Jónas Jónsson frá Hriflu kom eins og sprengja inn í íslensk stjórnmál er hann tók sæti í ríkisstjórn framsóknarmanna haustið 1927 sem dómsmálaráðherra og yfirmaður skóla- og menntamála í landinu. Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 75 orð

Morgunverðarfundur um unglinga

SAMSTARFSHÓPURINN Náum áttum heldur fræðslufund um sumartímann í lífi ungmenna á Grand hóteli þriðjudaginn 5. júní nk. kl. 8.15 til 10. Fundarstjóri er Bergþóra Valsdóttir. Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Níu hæða blokk til sölu í einu lagi

BRYNJA, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, hefur ákveðið að selja Fannborg 1 í heilu lagi en um er að ræða níu hæða blokk með alls 43 íbúðum. Í staðinn verða keyptar stakar íbúðir hér og þar á höfuðborgarsvæðinu fyrir íbúa í blokkinni. Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Notkun löggæslumyndavéla háð skýrum reglum

Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is NOTKUN löggæslumyndavéla í miðborg Reykjavíkur er háð skýrum reglum um rökstuðning, meðalhóf og gagnsæi. Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 103 orð

Ný björgunarþyrla

LANDHELGISGÆSLAN fékk nýja björgunarþyrlu í hendur um hádegisbilið í gær. Þyrlan er af gerðinni Super Puma og kemur í stað þyrlunnar LN-OBX sem Gæslan hefur haft á leigu. Nýja þyrlan ber kallmerkið TF-GNÁ og er einnig leiguvél. Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 410 orð | 1 mynd

Nýir yfirmenn ráðnir hjá embætti ríkislögreglustjóra

Í KJÖLFAR skipulagsbreytinga hjá embætti ríkislögreglustjóra sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn hafa nýir yfirmenn verið ráðnir til embættisins. Það eru Sigríður B. Guðjónsdóttir, aðstoðarríkislögreglustjóri, Páll E. Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

"Ekki samboðið sjúklingum á Íslandi árið 2007"

Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is LÆKNARÁÐ ályktaði nýverið að framkvæmdastjórn Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) þyrfti að sjá til þess að gangainnlagnir kæmu framvegis ekki til álita í starfsemi spítalans. Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 326 orð

Reykvíkingar verða fyrir óbeinum reykingum

ÞÓTT mjög hafi dregið úr reykingum hér á landi síðustu ár verður enn hátt í fjórði hver Reykvíkingur sem ekki reykir fyrir óbeinum reykingum. Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 106 orð

Rithöfundar og ráðherra á skákmóti í Vin

SUMARÆVINTÝRASKÁKMÓT Skákfélags Vinjar og Hróksins verður haldið mánudaginn 4. júní kl. 13 í Vin, Hverfisgötu 47. Meðal keppenda verða þingmenn, ráðherra og rithöfundar, auk skákmeistara og áhugamanna á öllum aldri. Heiðursgestur á mótinu er Björgvin G. Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Starf skólagarðanna í Reykjavík að hefjast

INNRITUN í Skólagarða Reykjavíkur hófst 1. júní. Gróðursetning stendur yfir frá 7.-15. júní og mæta börnin alla fyrstu dagana og fá aðstoð við að gróðursetja grænmetið. Ráðlagt er að hverjum garði sé sinnt að minnsta kosti 2-3 sinnum í viku. Meira
3. júní 2007 | Innlent - greinar | 1084 orð | 2 myndir

Stóra húsið á steppunni

Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is OFMAT hann eigin stöðu eða misskildi hann gjörsamlega tengdaföður sinn? Og hver er afstaða eiginkonunnar og dóttur forsetans þaulsetna í þeirri makalausu valdabaráttu sem nú fer fram í Kazakhstan? Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 877 orð | 1 mynd

Stærð veiðistofns þorsks nálægt sögulegu lágmarki

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN leggur nú til verulegan niðurskurð á heildarafla á þremur helztu nytjategundum okkar, þorski, ýsu og ufsa. Samtals er lagt til að afli þessara tegunda verði skorinn niður um 93. Meira
3. júní 2007 | Innlent - greinar | 251 orð | 1 mynd

Ummæli vikunnar

» Almenningur hér í Vestmannaeyjum fylgist kvíðafullur með, því það hefur sést sviðin jörð eftir yfirtökutilboð og sölur á útgerðarfélögum annars staðar á landinu. Arnar G. Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Útskrift í Fjölbrautaskólanum við Ármúla

VORÚTSKRIFT Fjölbrautaskólans við Ármúla fór fram í Háskólabíói 22. maí síðastliðinn. Brautskráðir voru 166 nemendur af 11 námsbrautum, 86 úr Heilbrigðisskólanum, 77 nýstúdentar og þrír nemendur af sérnámsbraut. Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Veiðarnar of miklar

"ÞAÐ er stórmerkilegt að við skulum ekki vera búnir að eyða þorskinum gjörsamlega. Meira
3. júní 2007 | Innlent - greinar | 1830 orð | 3 myndir

Við tökum of mikið æti frá þorskinum

Kristján Pétursson er einn fengsælasti og farsælasti skipstjóri íslenzka fiskiskipaflotans. Hjörtur Gíslason hitti Kristján, sem rakti viðburðaríkan feril og skoðanir sínar á málefnum sjávarútvegsins Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Viltu finna lykt af nýjum og gömlum þorski?

Hvernig breytist fiskur við geymslu? Þetta er ein af þeim spurningum sem hægt er að fá svör við á Hátíð hafsins við Reykjavíkurhöfn í dag. Þar verður m.a. Meira
3. júní 2007 | Innlent - greinar | 757 orð | 3 myndir

Ýmislegt hefði mátt betur fara

Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl. Meira
3. júní 2007 | Innlent - greinar | 754 orð | 2 myndir

Þetta er vígið; hér eru uppreisnarseggirnir

Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Á dómsdegi er nær ómögulegt að finna stæði í miðbænum. Og í huga sumra er þetta fimmtudagskvöld dómsdegi líkast. Þetta er nefnilega hinsta kvöldið sem má reykja á öldurhúsum. Meira
3. júní 2007 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Þingflokkur VG ræðir við heimamenn á Flateyri

Jón Bjarnason, alþingismaður Vinstri grænna, segist undrandi á aðgerðar- og áhugaleysi stjórnvalda á ástandinu á Flateyri. Meira

Ritstjórnargreinar

3. júní 2007 | Leiðarar | 538 orð

Hátíð íslenskra sjómanna

Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Þessi hátíðisdagur er verðskuldaður virðingarvottur við sjómenn, sem hafa með dugnaði sínum og elju, staðið undir stórum hluta bættra lífskjara þjóðarinnar allrar. Meira
3. júní 2007 | Reykjavíkurbréf | 2486 orð | 1 mynd

Reykjavíkurbréf

Ef horft er til íslensks veruleika er ljóst að hér hefur staðið yfir samfelld hátíð lista nánast allt frá upphafi þessa árs. Meira
3. júní 2007 | Staksteinar | 171 orð | 1 mynd

Réttur hluthafa

Í Sviss hefur hluthafi hafið baráttu gegn því, sem hann telur vera óhófleg launakjör stjórnenda almenningshlutafélaga. Í nýjasta heftir brezka vikuritsins Economist er sagt frá tveimur ársfundum bandarísks fyrirtækis, sem heitir Home Depot. Meira
3. júní 2007 | Leiðarar | 322 orð

Úr gömlum leiðurum

5. júní 1977 : "Hvert sinn, sem við leiðum hugann að sjávarútvegi, hlýtur hann að staldra við hættulegasta vandamál þessarar þjóðar, ástand fiskstofnanna, einkum þorsksins, sem verið hefur burðarásinn í verðmætasköpun okkar um áratugaskeið. Meira

Menning

3. júní 2007 | Tónlist | 137 orð | 1 mynd

75 þúsund miðar á Hróarskelduhátíðina seldust hratt

UPPSELT er á Hróarskelduhátíðina sem fer fram í Danmörku dagana 5. til 8. júlí. Allir 75 þúsund miðarnir sem í boði voru hafa selst og að sögn aðstandenda hátíðarinnar seldust þeir óvenjuhratt upp. Meira
3. júní 2007 | Kvikmyndir | 377 orð | 1 mynd

Borgin sem eyðiland

Leikstjórn: Juan Carlos Fresnadillo. Aðahlutverk: Robert Carlyle, Rose Byrne, Jeremy Renner og Amanda Walker. Bretland, 99 mín. Meira
3. júní 2007 | Fólk í fréttum | 178 orð | 1 mynd

Bubbi á Björtum dögum

NÓG verður um að vera á Björtum dögum í Hafnarfirði í dag, sjómannadag. Boðið verður upp á dagskrá frá morgni til kvölds, og er hún sem hér segir: Kl. 8: Fánar dregnir að húni. Kl. 10: Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við Hrafnistu. Kl. 10. Meira
3. júní 2007 | Tónlist | 115 orð | 1 mynd

Cornell til landsins

BANDARÍSKI rokkarinn Chris Cornell heldur tónleika í Laugardalshöll laugardagskvöldið 8. september næstkomandi. Meira
3. júní 2007 | Fólk í fréttum | 131 orð | 2 myndir

Eli Roth vill láta misþyrma Kate Hudson

BANDARÍSKI leikstjórinn og Íslandsvinurinn Eli Roth hefur viðurkennt að hann langi til þess að láta pynda leikkonuna Kate Hudson á hvíta tjaldinu. "Það væri frábært að fá að misþyrma Kate Hudson í einhverri hryllingsmynd. Meira
3. júní 2007 | Fólk í fréttum | 782 orð | 3 myndir

Endurreisnarmaður kveður fortíðina

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is VYTAUTAS Narbutas, kallaður Vytas, er sérstakur maður. Endurreisnarmaður. Vytas er Lithái og býr á Íslandi. Hann er þekktur hér á landi fyrir leikmyndahönnun en færri þekkja til myndlistarmannsins Vytasar. Meira
3. júní 2007 | Myndlist | 114 orð | 1 mynd

Laugar í íslensku landslagi

Í TENGSLUM við yfirstandandi sýningu Roni Horn, MY OZ í Listasafni Reykjavíkur, mun Guja Dögg, arkitekt og deildarstjóri byggingarlistardeildar safnsins, halda fyrirlestur um manngerðar laugar í íslensku landslagi í dag, sunnudag. Meira
3. júní 2007 | Fólk í fréttum | 143 orð | 1 mynd

Moby mótmælir ofsatrúarmönnum

BANDARÍSKI tónlistarmaðurinn Moby segir að hugsanlegt sé að Guð beiti náttúruhamförum gegn repúblíkönum. Meira
3. júní 2007 | Myndlist | 330 orð | 1 mynd

Múrar hrynja

Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is DÍÓNÝSÍA kallast nýtt samvinnuverkefni rúmlega fjörutíu listamanna og hefur það að markmiði að brjóta niður innbyrðis höft ólíkra listgreina og ytri múra á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Meira
3. júní 2007 | Fólk í fréttum | 240 orð | 2 myndir

Þaðan, þangað, áfram, aftur

Eina stundina leika íslenskir djassistar kúbverska sveiflu. Svo röltir maður í rólegheitum meðfram Strandgötunni áður en maður heldur inn á Græna hattinn og hlustar á þýska, belgíska og íslenska bjóða upp á tilraunapopp. Meira
3. júní 2007 | Tónlist | 667 orð | 2 myndir

Þung framúrstefna

Bandaríska sveitin Grails hefur gengið í gegnum sitt hvað um dagana, en verður bara betri við mótlætið, eins og heyra má á hennar nýjustu plötu. Meira

Umræðan

3. júní 2007 | Velvakandi | 494 orð | 1 mynd

dagbók / velvakandi

3. júní 2007 | Blogg | 139 orð | 1 mynd

Elly Armannsdottir | 1. júní 2007 "Ég er ráðþrota" Myndarlegi...

Elly Armannsdottir | 1. júní 2007 "Ég er ráðþrota" Myndarlegi, rómantíski maðurinn fjárfesti í konfektkassa og rósabúnti sem að hans sögn kom æskuvinkonu minni engan veginn til. "Ég er ráðþrota. Meira
3. júní 2007 | Bréf til blaðsins | 171 orð

Fyllum upp í höfnina

Frá Ólafi Auðunssyni: "MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um flugvöllinn í Reykjavík og þá hvort hann eigi að vera eða fara enn." Meira
3. júní 2007 | Aðsent efni | 691 orð | 1 mynd

Hafa skal það sem sannara reynist

Indriði Aðalsteinsson segir Jón Kristjánsson fara með rangt mál: "Raddir vorsins eru að þagna austur eftir öllum Ströndum og í Jökulfjörðum, rjúpa gersamlega að hverfa hér við Djúp" Meira
3. júní 2007 | Aðsent efni | 538 orð | 1 mynd

Hagfræði heljar

Jónas Bjarnason skrifar um hagfræði: "Sumir segja að selja eigi kvóta fyrir ofurfé. Hagfræðingar ræða um hagræðingu, en sjá ekki allt tjónið." Meira
3. júní 2007 | Aðsent efni | 804 orð | 1 mynd

Hvers vegna heimurinn hefur breyst Sameinuðu þjóðunum í hag

Ban Ki-moon skrifar um hlutverk sitt og áherslur sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna: "Samkvæmt nýrri alþjóðlegri skoðanakönnun telur mikill meirihluti (74%) að Sameinuðu þjóðirnar eigi að leika stærra hlutverk í heiminum." Meira
3. júní 2007 | Aðsent efni | 691 orð | 2 myndir

Jafnréttis- og kynjasjónarmið í náms- og starfsráðgjöf

Ágústa E. Ingþórsdóttir og Ragnheiður Bóasdóttir skrifa um náms- og starfsfræðslu í skólum: "Náms- og starfsráðgjöf og öflug náms- og starfsfræðsla í skólum er augljós leið til að sporna við kynjaskiptingu í námi og störfum." Meira
3. júní 2007 | Blogg | 65 orð | 1 mynd

Marta G. Guðmundsdóttir | 1. júní Hálfnuð yfir jökulinn Í dag vöktu...

Marta G. Guðmundsdóttir | 1. júní Hálfnuð yfir jökulinn Í dag vöktu tveir fuglar athygli okkar, frekar einmana greyin. Yfirleitt sjást tvær tegundir fugla á jöklinum, önnur er smáfugl, snjótittlingur eða þvíumlíkt, sem fýkur inn á ísinn gegn eigin... Meira
3. júní 2007 | Aðsent efni | 383 orð | 1 mynd

Mikilvægur íþrótta- og menningarviðburður

Stefán Konráðsson minnir á Kvennahlaup ÍSÍ: "Þessi merkilegi íþrótta- og menningarviðburður hefur svo sannarlega fest sig í sessi í hreyfidagskrá íslenskra kvenna." Meira
3. júní 2007 | Aðsent efni | 371 orð | 2 myndir

Notkun beggja heilahvela skilar bestum námsárangri

Lilja Petra Ásgeirsdóttir skrifar um mikilvægi samstillingar heilahvela hjá börnum með námsörðugleika og athyglisbrest: "Hemi-Sync er tvítóna hljóðtækni sem samstillir heilahvelin og auðveldar nám. Tæknin hefur m.a. verið þróuð með tilliti til ADD/ADHD og einhverfu." Meira
3. júní 2007 | Aðsent efni | 600 orð | 1 mynd

Ríkisstjórnin hin nýja – réttið hlut Flateyrar

Tryggvi Helgason skrifar um málefni Flateyrar: "Það er því ennþá hægt að taka nýjar ákvarðanir, ef viljinn er fyrir hendi. Og þar komum við reyndar að kjarna málsins – viljinn er allt sem þarf." Meira
3. júní 2007 | Blogg | 65 orð | 1 mynd

Sóley Tómasdóttir | 1. júní 2007 Áfram stelpur I Enn þann dag í dag fer...

Sóley Tómasdóttir | 1. júní 2007 Áfram stelpur I Enn þann dag í dag fer lítið fyrir konum þegar sagan er rituð. Karlarnir sem stýra fjölmiðlunum hafa ámóta vit á reynsluheimi kvenna og karlarnir sem stýrðu Íslendingasögunum höfðu á búskapnum. Meira
3. júní 2007 | Aðsent efni | 636 orð | 2 myndir

Stillum hitann hóflega

Ásdís Gíslason og Jakob Sigurður Friðriksson skrifa um hættu sem getur skapast af of heitu kranavatni: "Nauðsynlegt er að hugarfarsbreyting verði hjá almenningi í umgengni við heita vatnið til að fækka brunaslysum af völdum þess." Meira
3. júní 2007 | Aðsent efni | 331 orð | 1 mynd

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Einar Ólafsson spyr um stuðning stjórnvalda við innrásina í Írak: "Ég er bara að biðja um það að Ísland láti af stuðningi sínum við stríðsreksturinn í Írak." Meira
3. júní 2007 | Aðsent efni | 660 orð | 1 mynd

Umhyggjan yfir oss: Mundi bannað að leiðrétta stærstu kerfisvilluna?

Jónas Gunnar Einarsson skrifar um efnahagsmál: "Fyrsta skref að þeirri framtíð er að hefja margþætta leiðréttingu stærstu kerfisvillu íslenska fjármálamarkaðarins..." Meira
3. júní 2007 | Bréf til blaðsins | 769 orð

Viðhald og reisn Núps í Dýrafirði

Frá Aðalsteini Eiríkssyni og Gunnhildi Valdimarsdóttur: "STÖKU sinnum í framvindunni koma upp kringumstæður og vandi sem kalla á úrlausnir en eru tækifæri í senn. Hér gildir hið sama hvort sem litið er til einstaklingsins og æviára hans eða sögu héraða og þjóða sem mælist á kvarða aldanna." Meira

Minningargreinar

3. júní 2007 | Minningargreinar | 1643 orð | 1 mynd

Ásgeir Magnússon

Ásgeir Magnússon fæddist í Reykjavík 22. september 1933. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Janus Guðmundsson frá Patreksfirði, f. 26.12. 1901, d. 30.5. Meira  Kaupa minningabók
3. júní 2007 | Minningargreinar | 889 orð | 1 mynd

Jóhann Bragi Baldursson

Jóhann Bragi Baldursson fæddist í Reykjavík 2. janúar 1957. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Matthildur Finnbogadóttir, f. í Presthúsum í V-Skaftafellssýslu 21. september 1922, og Baldur Sigurðsson, f. Meira  Kaupa minningabók
3. júní 2007 | Minningargreinar | 763 orð | 1 mynd

Jón Guðmundsson

Jón Maríus Guðmundsson fæddist í Vestmannaeyjum 9. febrúar 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 27. apríl 2006 og var jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 6. maí sama ár. Meira  Kaupa minningabók
3. júní 2007 | Minningargreinar | 1774 orð | 1 mynd

Steinar Þorsteinsson

Steinar Þorsteinsson fæddist í Reykjavík 28. apríl 1924. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga Þorgerður Guðmundsdóttir, f. 7. desember 1896, d. 6. apríl 1967, og Þorsteinn Kristinn Magnússon, f. 7. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

3. júní 2007 | Sjávarútvegur | 118 orð | 1 mynd

Stærri humarstofn

Humaraflinn árið 2006 var 1.875 tonn, samanborið við 2.030 tonn árið 2005. Afli á sóknareiningu árið 2006 var 66 kg, miðað við 45 kg árið 2005 og 39 kg árið 2004. Veiðistofn humars árið 2007 er nú metinn um 16. Meira

Viðskipti

3. júní 2007 | Viðskiptafréttir | 121 orð | 1 mynd

Allir eins inn við beinið

Samtökin Ísland Panorama voru stofnuð 18. mars á síðasta ári. Markmið þeirra er að vinna að auknum skilningi og gagnkvæmri virðingu á milli fólks af ólíkum uppruna sem búsett er á Íslandi. Meira
3. júní 2007 | Viðskiptafréttir | 522 orð | 4 myndir

atvinna

Reyklausir vinnustaðir · Laugardaginn 1. júní tóku gildi lög um bann við reykingum inni á veitinga- og skemmtistöðum en fjölmargir eigendur slíkra staða höfðu áður gert staði sína reyklausa eða takmarkað reykingar með ýmsum hætti. Meira
3. júní 2007 | Viðskiptafréttir | 448 orð | 1 mynd

Gerð ferilskrár er mikilvæg

Gerð góðrar og skilmerkilegrar ferilskrár er mikilvægur þáttur í atvinnuumsókn. Leiðbeiningar um gerð ferilskrár má finna á fjölmörgum vefsíðum, hér eru ráð sem sótt eru á heimasíðu VR, en bæði stéttarfélög og ráðningaþjónustur veita slíkar... Meira
3. júní 2007 | Viðskiptafréttir | 618 orð

Góð ráð fyrir starfsviðtalið

Starfsviðtalið er það sem vegur einna þyngst í leitinni að starfi. Meira
3. júní 2007 | Viðskiptafréttir | 236 orð | 1 mynd

Óhagstæð vöruskipti við útlönd

Í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir 19,0 milljarða króna og inn fyrir 30,3 milljarða króna fob (33,1 milljarð króna cif). Vöruskiptin í apríl, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 11,3 milljarða króna. Meira
3. júní 2007 | Viðskiptafréttir | 816 orð | 1 mynd

Ólöglegar eftirlíkingar vandamál hér á landi

Á síðustu árum hafa ýmis konar eftirlíkingar af framleiðsluvörum, flestar upprunnar í Kína, flætt yfir Vesturlönd. Meira
3. júní 2007 | Viðskiptafréttir | 156 orð | 1 mynd

Styrkir til atvinnumála kvenna

Fyrrverandi félagsmálaráðherra, Magnús Stefánsson, úthlutaði styrkjum til atvinnumála kvenna fyrir árið 2007. Þetta kemur fram á vefsíðu Vinnumálastofnunar. Meira
3. júní 2007 | Viðskiptafréttir | 437 orð | 1 mynd

Yfirlýsing vegna Kárahnjúka

Á föstudaginn sendu Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður við Kárahnjúka, og Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs, frá sér yfirlýsingu vegna aðbúnaðar starfsfólk við virkjunina á Kárahnjúkum. Meira

Daglegt líf

3. júní 2007 | Daglegt líf | 699 orð | 2 myndir

Eins manns þróunarhjálp

Það er dyggð að spara. Þetta vita menn. Sparnaður gerir menn ríka því græddur er geymdur eyrir. En það er ekki nóg að spara því það þarf líka að eyða peningum. Peningar renna eins og blóð um æðar hagkerfisins og ef rennslið stöðvast lamast kerfið. Meira
3. júní 2007 | Daglegt líf | 875 orð | 2 myndir

Gehry, skipulag og fleira

Í upphafi þessa pistils dreg ég með drjúgri ánægju skrif mín um ótímabært andlát hins mikla ameríska arkitekts Franks O. Gehrys til baka. Meira
3. júní 2007 | Daglegt líf | 3484 orð | 15 myndir

Lífið er púsluspil

"Það er einsog einhver öfl sem stýri manni á lífsleiðinni og ég trúi að það sé í einhverjum tilgangi gert," segir Katrín Stella Briem m.a. í samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur. Katrín hefur átt viðburðaríkt og á margan hátt óvenjulegt lífshlaup. Meira
3. júní 2007 | Daglegt líf | 1209 orð | 1 mynd

Nú dýrka menn bara jeppa

Eldhuginn Einar Hákonarson hefur söðlað um og er sestur að á Ströndum, þar sem hann hyggst mála sem aldrei fyrr undir áhrifum frá göldrum og ægifagurri náttúru. Orri Páll Ormarsson hitti Einar að máli í Listhúsi Ófeigs en þar sýnir hann glæný málverk þessa dagana. Meira
3. júní 2007 | Daglegt líf | 1904 orð | 6 myndir

Sagan er svo lokkandi

Við Efstasund er gamalt hús að skipta um ham og færast til fyrra horfs. Flest elztu húsin í Reykjavík standa í Kvosinni og þar hjá; þau sem ekki hafa verið flutt í Árbæjarsafn. Meira
3. júní 2007 | Daglegt líf | 3179 orð | 2 myndir

Vali fylgir vald

Það er í mörg horn að líta hjá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, sem er fyrsti heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins í tvo áratugi. Pétur Blöndal talaði við hann um biðlista, fjölbreyttari rekstrarform, hátæknisjúkrahús og önnur brýn úrlausnarefni. Meira
3. júní 2007 | Daglegt líf | 1531 orð | 1 mynd

Þarna er skáldið okkar

Leifur Eiríksson á hundrað ára afmæli á sjómannadaginn. Af því tilefni var gefin út bók með ljóðum hans um lífið og tilveruna á Hrafnistu í Hafnarfirði. Meira

Fastir þættir

3. júní 2007 | Fastir þættir | 123 orð | 1 mynd

Bjargaði barni frá drukknun

Á þriðjudags-kvöld var lífi 2 ára stúlku bjargað á síðustu stundu í sund-laug í Mosfells-bæ. Var það að þakka skjótum við-brögðum sundlaugar-gests og ungs sundlauga-varðar, Jóhanns Inga Guðbergssonar. Meira
3. júní 2007 | Fastir þættir | 116 orð | 1 mynd

Chavez lokar sjónvarps-stöð

Á mánu-daginn var RCTV, elstu og vin-sælustu sjónvarps-stöðinni í Venesúela, lokað. Hugo Chavez, for-seti landsins, neitaði að endur-nýja útsendinga-leyfi hennar. Hann segir að þar hafi verið haldið uppi undirróður-starfsemi gegn ríkis-stjórn landsins. Meira
3. júní 2007 | Fastir þættir | 84 orð

Gull-pálminn veittur

Á sunnudags-kvöld fékk rúm-enski leik-stjórinn Cristian Mungiu Gull-pálmann í Cannes fyrir myndina 4 Luni, 3 Saptamini si 2 Zile (4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar). Meira
3. júní 2007 | Fastir þættir | 35 orð | 1 mynd

Heims-dans á Ís-landi

Bandaríkja-maðurinn Matthew Harding dansar hér sér-hannaðan dans með Ís-lendingum á Ingólfs-torgi. Matthew hefur ferðast til allra heims-álfanna og tekur dansinn upp á mynd-band. Það sýnir hann á heima-síðunni sinni sem 10 milljónir manns hafa... Meira
3. júní 2007 | Í dag | 207 orð | 1 mynd

Hetjur og pólitík

SÖGURNAR um hetjurnar í X-Men hafa hermt það eftir sögupersónunum að stökkbreytast reglulega. Meira
3. júní 2007 | Í dag | 27 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur, Dagný Þóra Óskarsdóttir og Margrét...

Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur, Dagný Þóra Óskarsdóttir og Margrét Árnadóttir, héldu tombólu við verslun Samkaupa við Hrísalund og styrktu Rauða krossinn með ágóðanum, alls 7.941... Meira
3. júní 2007 | Fastir þættir | 82 orð

Ný tóbaksvarna-lög

Ný tóbaksvarna-lög tóku gildi á föstu-daginn, 1. júní. Breytingarnar fela í sér bann við reykingum á öllum opin-berum stöðum, þar með í þjónustu-rými allra veitinga- og skemmti-staða. Meira
3. júní 2007 | Í dag | 19 orð

Orð dagsins: Ég segi við Drottin: "Þú ert Drottinn minn, ég á engin...

Orð dagsins: Ég segi við Drottin: "Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig." (Sálm. 16, 2. Meira
3. júní 2007 | Fastir þættir | 102 orð | 1 mynd

Setn-ing Al-þingis

Alþingi var sett í 134. skipti á fimmtu-daginn. Þing-setningar-athöfn hófst með guðs-þjónustu í Dóm-kirkjunni. Að henni lokinni gengu for-seti Íslands, og biskup landsins, ráð-herrar og alþingis-menn til þing-hússins. Meira
3. júní 2007 | Fastir þættir | 721 orð | 1 mynd

Sjómannabænir

sigurdur.aegisson@kirkjan.is: "Sjómannadagurinn heilsar eitt árið enn og er það vel og dýrmætt að Íslendingar minnist þannig róta sinna er liggja í hinum bláa akri. Sigurður Ægisson gerir í þessum pistli að umtalsefni sjóferðabænir gamla og nýja tímans." Meira
3. júní 2007 | Fastir þættir | 166 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Re2 Rf6 3. Rbc3 Rc6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 f5 11. g3 fxe4 12. Bg2 Bf5 13. f3 Bg7 14. fxe4 Be6 15. 0-0 0-0 16. Dd3 Re7 17. Re3 Db6 18. Kh1 Hac8 19. c3 b4 20. Rac4 Dc5 21. b3 bxc3 22. Meira
3. júní 2007 | Í dag | 118 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Bátur sem er nákvæm eftirlíking landhelgisbátsins Ingjaldar hefur verið endurgerður. Hvaða nafn ber hann? 2 Fréttamaður af Stöð 2 hefur verið ráðinn ritstjóri Iceland Rewiew. Hver er hann? Meira
3. júní 2007 | Fastir þættir | 75 orð | 1 mynd

Unnu fyrsta leik Evrópu-mótsins

Ís-land sigraði Grikk-land örugg-lega í Aþenu á fimmtu-daginn, en þá fór fram fyrsti leikur ís-lenska kvenna-landliðsins í knatt-spyrnu í undan-keppni Evrópu-mótsins. Meira
3. júní 2007 | Í dag | 347 orð | 1 mynd

Víða skortir samkeppni

Birgir Tjörvi Pétursson fæddist í Reykjavík 1972. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1992, útskrifaðist frá lagadeild HÍ 1998 og hlaut lögmannsréttindi 1999. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.