Greinar þriðjudaginn 13. nóvember 2007

Fréttir

13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

150 ár frá fæðingu Nonna

SÝNING um ævi og störf hins kunna jesúítaprests og barnabókahöfundar Jóns Sveinssonar, Nonna, hefur verið opnuð á Amtsbókasafninu. Næstkomandi föstudag, 16. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 132 orð

17 milljónir söfnuðust hjá Barnaheillum

17 MILLJÓNIR söfnuðust á fjáröflunarkvöldverði Barnaheilla á Hilton Reykjavík Nordica sl. föstudag. Þar voru boðin upp 11 listaverk sem öll seldust og rennur ágóði kvöldsins óskiptur til verkefna Barnaheilla hérlendis og erlendis. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Aldargamalt í endurnýjun lífdaga

Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Aðalgata 11 á Blönduósi er reisulegt hús sem staðið hefur í heila öld. Þetta gamla hús var töluvert farið að líða fyrir aldur sinn og var komin tími til að hlúa að því og það verulega. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 192 orð

Atvinnuleysi 0,8% í október

SKRÁÐ atvinnuleysi í október var 0,8%, eða það sama og í september. Að meðaltali voru 1.315 manns á atvinnuleysisskrá, sem er 21 færri en í september. Atvinnuleysi er minna nú en það var á sama tíma fyrir ári. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 402 orð | 1 mynd

Búta niður skip til útflutnings

HAFIST verður handa í dag við að búta niður fiskiskipið Hegranes í Krossanesi. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Einhleypar í tæknifrjógvun?

"ÉG TEL að einhleypum konum eigi að vera heimilt að fara í tæknifrjóvgun," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra í umræðum um nýtt stofnfrumufrumvarp á Alþingi í gær, en nokkrir þingmenn sem tóku þátt í umræðunum óskuðu eftir... Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 51 orð

Enn á gjörgæsludeild

LÍÐAN mannsins sem slasaðist í bílslysi undir Eyjafjöllum á laugardag er enn óbreytt. Liggur hann á gjörgæsludeild Landspítalans og er tengdur við öndunarvél að sögn læknis. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Eyrin með sína gömlu sögu fær nýtt hlutverk

Eftir Kristínu Ágústsdóttur Neskaupstaður | Nýstofnuð íbúasamtök í Neskaupstað stóðu fyrir sínum fyrsta fundi nýverið. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Fagnar Hagavatnskönnun

LANDGRÆÐSLA ríkisins, Bláskógabyggð, landeigendur Úthlíðartorfunnar og Orkuveita Reykjavíkur hafa ákveðið að hafa samstarf um að kanna möguleika á því að endurheimta fyrri stærð Hagavatns. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 177 orð

Farþegum í strætó fer fjölgandi

FARÞEGUM í strætó fjölgaði undanfarna tólf mánuði um 13,65%, eða úr 711.176 í 808.242, sem er 97.066 fleiri farþegar en árið á undan. Árið áður hafði farþegum fjölgað um 10,52%, eða um 67.718 farþega. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 318 orð | 1 mynd

Ferðagleðin aldrei meiri

Eftir Andra Karl andri@mbl. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 62 orð

Fjármagnið á Suðurnesin

SVEITARSTJÓRNARMENN leggja ríka áherslu á að þeir fjármunir sem urðu til vegna sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja, fjármagnstekjuskattur sveitarfélaganna vegna söluandvirðis HS og sölu ríkisins af eignum á Keflavíkurflugvelli renni til... Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 556 orð | 1 mynd

Fleiri gegna mörgum störfum um starfsævina

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Það verður æ algengara að fólk, sem fer út á vinnumarkaðinn, gegni þremur til fjórum ólíkum störfum um starfsævina. Því er mikilvægt að huga stöðugt að endurmenntun og fullorðinsfræðslu. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 795 orð | 3 myndir

Forsætisráðherra spáir vaxtalækkun

VÆNTA má skýrslu fyrir næstu mánaðamót frá starfshópi félagsmálaráðherra sem er að kanna ástand húsnæðismarkaðarins og vinna að tillögum um hvernig megi bæta stöðu leigjenda og fólks sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Fossvogslaug

FUNDUR fyrir íbúa Fossvogs og Smáíbúðahverfis verður haldinn í safnaðarheimili Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 13. nóvember, kl. 20. Rætt verður um framkomna tillögu borgarstjóra um byggingu sundlaugar í Fossvogi. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 44 orð

Fundur um skólamál

SKÓLANEFND heldur opinn fund um málefni leikskóla og grunnskóla í Lundarhverfi, í sal Lundarskóla í kvöld kl. 20-22. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 268 orð | 2 myndir

Fyrirhugaðar framkvæmdir og orkusala haldast í hendur

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is HJÖRLEIFUR B. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 82 orð

Fyrirlestur um starf í anda Reggio Emilia

ALMENN kynning á starfi í anda Reggio Emilia leikskólans á Ítalíu verður haldin fimmtudaginn 15. nóvember kl. 16–18 í Skriðu, fyrirlestrasal Kennaraháskóla Íslands v/ Stakkahlíð. Meira
13. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Gríðarleg spenna í Danmörku

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Guðný hlaut bjartsýnisverðlaunin

GUÐNÝ Halldórsdóttir kvikmyndaleikstjóri hlaut í gær Íslensku bjartsýnisverðlaunin árið 2007. Það var Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sem afhenti henni verðlaunin, ásamt ávísun að upphæð 1.000.000 kr., í Iðnó við hátíðlega athöfn. Þetta var í 27. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 157 orð

Hafði opinn reikning í bankanum

KEA var með opinn hlaupareikning í Landsbankanum um langt skeið og voru engin skilyrði fyrir notkun reikningsins önnur en að hann skyldi vera skuldlaus um hver áramót. Í ritgerð Jónasar H. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 261 orð

Hefur gífurleg áhrif á greiðslubyrði heimilanna

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is "ÞESSI hækkun á vöxtum hefur gífurleg áhrif á greiðslubyrði heimilanna. Við sjáum afleiðingarnar," segir Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu heimilanna um fjármál. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd

Hermir endurnýjaður

Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is Nýr geislahermir var formlega tekinn í notkun á geislameðferðardeild krabbameinslækninga Landspítalans í gær. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Hornafjarðarmanni til styrktar UNICEF

Á SÍÐASTA unglingalandsmóti UMFÍ, sem haldið var um verslunarmannahelgina á Hornafirði, var haldið spilamót í Hornafjarðarmanna til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 27 orð

Hóflega ekið

AÐEINS 0,03% ökumanna 31.535 ökutækja sem óku suður Kringlumýrarbraut og yfir gatnamótin við Miklubraut frá fimmtudegi til mánudags óku of hratt. Meðalhraði hinna brotlegu var 77... Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 162 orð

Hæstiréttur synjar framsalsbeiðni

HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi ákvörðun dómsmálaráðherra frá því 8. október sl. um framsal 18 ára litháísks ríkisborgara. Meira
13. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Jóhann Karl var heppinn

Caracas. AFP. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Jólagjafir í þróunarverkefni

GRÝLA og jólasveinarnir komu sérstaklega til byggða í gær til að leggja Hjálparstarfi kirkjunnar lið. Þau lærðu að versla á nýjum vef Hjálparstarfsins www.gjofsemgefur.is og eyddu rúmlega 800. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Jólakortasala Kaldár

HIN árlega jólakortasala Lionsklúbbsins Kaldár í Hafnarfirði er hafin. Erla Sigurðardóttir myndlistarkona hannaði kortið í ár. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála en markmið klúbbsins er að leggja ýmsum góðum málefnum lið. Meira
13. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Kosningarnar ekki frjálsar

Íslamabad, London. AFP. | Líklegt er að þingkosningar sem ráðgerðar eru í Pakistan í janúar verði hvorki frjálsar né sanngjarnar vegna neyðarlaga og nýrra laga sem heimila að óbreyttir borgarar verði dregnir fyrir herdómstóla, að sögn... Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Lára á Bláþræði

Egilsstaðir | Lára Vilbergsdóttir sýnir nú á Bláþræði í Gallerí Bláskjá á Egilsstöðum. Sýningin nefnist Sveifla haka og rækta nýjan skóg og stendur hún til 25. nóvember nk. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 53 orð

LEIÐRÉTT

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Föðurnafn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar misritaðist í umfjöllun um þing Framtíðarlandsins á Ísafirði í Morgunblaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Lítill fornleifafræðingur

GUÐFINNA Björt Þórdísardóttir, sex ára, hlaut í gær fundarlaun frá Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði. Guðfinna fann öxi þegar hún var í útilegu ásamt móður sinni, Þórdísi Guðbjartsdóttur, fyrir tveimur árum í Þjórsárdal. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Lungnateppa vaxandi vandi

RANNSÓKNARSTOFNUN í hjúkrunarfræði stóð í gær fyrir málstofu um lungnasjúkdóma, en lungnasjúklingum hefur hraðfjölgað á Íslandi sem og í hinum vestræna heimi. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 86 orð

Málstofa um kynþáttamismunun

MIÐVIKUDAGINN 14. nóvember stendur Mannréttindastofnun Háskóla Íslands fyrir málstofunni "Innflytjendur og kynþáttamismunun" í stofu 101 í Lögberg frá kl. 12:15. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 132 orð

Málþing um biblíuþýðinguna haldið í Skálholti

Á DEGI hinnar íslensku tungu næstkomandi föstudag verður efnt til málþings í Skálholti í tilefni hinnar nýju biblíuþýðingar sem út kom 19. október síðastliðinn. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Með gustinn í bakið

ÞAÐ gustaði vel um vegfarendur í Lækjargötu í Reykjavík í gær líkt og víðar á landinu. Veðurstofan gerir ráð fyrir norðanátt í dag, 8-13 m/s, og stöku éljum en hægari vindi og hálfskýjuðu sunnanlands. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 115 orð

Norræna í erfiðleikum

FARÞEGAFERJAN Norræna lenti í erfiðleikum í fyrrinótt þegar skipið lenti í miklum sjógangi milli Hjaltlandseyja og Noregs. Rafmagn fór af skipinu og stöðugleikauggar skemmdust. 325 manns voru um borð og meiddust einhverjir en ekki alvarlega. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Nýr formaður hjá SSS

GARÐAR K. Vilhjálmsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, var kosinn nýr fulltrúi í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum á aðalfundi sem haldinn var á Vallarheiði um helgina. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 31 orð

Óku of hratt

FIMM ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í gær. Einn mældist á 154 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Tveiróku út af í fyrrinótt á... Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 248 orð | 2 myndir

"Tók skyndilega ákvörðun af allt öðru tagi"

SVERRIR Hermannsson var ráðinn bankastjóri Landsbankans árið 1988 að undirlagi þáverandi forsætisráðherra, Þorsteins Pálssonar, þrátt fyrir að vilji væri fyrir því innan bankaráðs bankans að ráða starfsmann Landsbankans, Tryggva Pálsson. Meira
13. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 74 orð

Rauðir khmerar sóttir til saka

YFIRVÖLD í Kambódíu handtóku í gær hjón, sem voru á meðal forystumanna stjórnar Rauðu khmeranna illræmdu á árunum 1975-1979, og ákærðu þau fyrir glæpi gegn mannkyninu. Talið er að Rauðu khmerarnir hafi orðið um milljón manna að bana á þessum tíma. Meira
13. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 85 orð

Reyndi að ráðast á Angelu Merkel

KARLMAÐUR reyndi að ráðast á Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, þegar hún tók á móti Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, í Berlín um miðjan dag í gær. Meira
13. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 1499 orð | 3 myndir

Risaríki á brauðfótum

Göran Malmqvist er einn helsti Kínafræðingur Norðurlanda. Hann útskýrði fyrir Baldri Arnarsyni hvers vegna hann óttast að kínverskt samfélag ójafnaðar kunni að gliðna í sundur. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Selja íbúðir fyrir ferðaþjónustu

Eftir Örn Þórarinsson Siglufjörður | Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á dögunum að taka tilboði Rauðku ehf. í fjögur hús sem í eru sex íbúðir í Siglufirði. Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 40 milljónir króna en á húsunum hvíla 75 milljónir. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Sigurður Jónsson

SIGURÐUR Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Síldarverksmiðju ríkisins og Sjóvátryggingafélags Íslands hf., lést 11. nóvember sl., á 94. aldursári. Sigurður fæddist í Hafnarfirði 11. desember 1913. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Sjónhverfingar af hálfu Landsvirkjunar

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is "VÆRI ekki um sjónhverfingar af hálfu stjórnar Landsvirkjunar að ræða væri ástæða til að fagna," sagði Steingrímur J. Meira
13. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Sjö féllu í árás í Gazaborg

Gazaborg. AFP. | Lögreglumenn Hamas-hreyfingarinnar skutu sjö menn til bana í Gazaborg í gær þegar hundruð þúsunda manna söfnuðust þar saman til að minnast þess að þrjú ár eru liðin frá dauða Yassers Arafats. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 90 orð

Skálholtskórinn með útgáfutónleika í kirkjunni

Skálholt | Skálholtskórinn mun halda útgáfutónleika í Skálholtsdómkirkju laugardaginn 17. nóvember næstkomandi, ásamt Barna- og Kammerkór Biskupstungna. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Skrekkur kominn í fullan gang

ÞAÐ voru Korpuskóli og Árbæjarskóli sem komust áfram á fyrsta undanúrslitakvöldi Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, sem fram fór í gærkvöldi í Borgarleikhúsinu. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Soroptomistar styrkja BUGL

SOROPTIMISTAKLÚBBUR Bakka og Selja afhenti nýlega Barna- og unglingageðdeild Landspítalans kr. 400.000 að gjöf til styrktar verkefninu "Ráð við reiði". Soroptimistaklúbbur Bakka og Selja er einn af 16 klúbbum í Soroptimistasambandi Íslands. Meira
13. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Sólarbirnir taldir í hættu

SÓLARBJÖRNUM, minnstu bjarndýrum heimsins, hefur fækkað um að minnsta kosti 30% á síðustu 30 árum, að sögn umhverfisverndarsamtakanna International Union for Conservation of Nature (IUCN). Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 549 orð | 1 mynd

Sótt að höfuðlúsinni með sílikoni

RANNSÓKNIR sem gerðar hafa verið víða í heiminum á undanförnum árum benda til þess að höfuðlús verði ónæm gegn þeim lúsasjampó-tegundum sem mest eru notaðar hverju sinni í baráttunni við þennan óvelkomna höfuðgest. Meira
13. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 523 orð

Stéttarfélög reyna að setja Sarkozy út af sporinu

Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is VERULEGA reynir á áform Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta um breytingar í lífeyrismálum og á vinnumarkaði næstu daga. Meira
13. nóvember 2007 | Erlendar fréttir | 51 orð

Stjórnarandstaðan sameinast

STJÓRNARANDSTAÐAN í Georgíu samþykkti í gær að sameinast um einn frambjóðanda gegn Mikhail Saakashvili forseta í kosningum 5. janúar. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 79 orð

Stórsveit Suðurlands leikur á Tónum við hafið

Þorlákshöfn | Stórsveit Suðurlands kemur fram á tónleikum Tóna við hafið í Þorlákshöfn á morgun, miðvikudag, ásamt djasssöngkonunum Kristjönu Stefánsdóttur og Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 87 orð

Styðja nýtt álver í Helguvík

AÐALFUNDUR Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lýsti yfir fullum stuðningi við áform um byggingu álvers í Helguvík. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 104 orð

Stæðum fjölgað

BÍLASTÆÐUM fyrir flugfarþega í áætlunarflugi á vegum Flugfélags Íslands um Reykjavíkurflugvöll verður fjölgað um helming. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 336 orð | 2 myndir

Taka frá land fyrir stóriðju í Grindavík

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Grindavík | Verið er að skipuleggja eða undirbúa skipulagningu stórra iðnaðarsvæða í landi Grindavíkur. Jafnframt mun bærinn efna til markaðssetningar á bænum til uppbyggingar iðnaðar. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 281 orð

Til skoðunar að taka fasteignir út úr vísitölunni

VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,65% milli mánaða, sem er mesta hækkun í nóvembermánuði í 17 ár. Segja greiningardeildir Glitnis og Kaupþings að líkur hafi aukist á stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands. Björgvin G. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Umhverfisáhrif Norðfjarðarganga skoðuð

SKIPULAGSSTOFNUN barst 2. nóvember sl. tillaga Vegagerðarinnar að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum Norðfjarðarvegar um Norðfjarðargöng, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar í Fjarðabyggð. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Veðravíti við Ísland

FLEST verstu óveðrin á Norður-Atlantshafi síðastliðin fimm ár urðu í kringum Ísland, að því er athugun norskra nemenda Haraldar Ólafssonar prófessors í veðurfræði leiddi í ljós. Nemendurnir könnuðu gögn úr gervitunglum sem mæla vindhraða yfir hafinu. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 65 orð

Vegfarandi varð fyrir bíl

GANGANDI vegfarandi varð fyrir bíl í Kópavogi laust fyrir klukkan 18 í gær. Að sögn lögreglu var talið líklegt að sjón- og heyrnarskertur 59 ára gamall karlmaður hefði gengið yfir á rauðu gönguljósi á gatnamótum Nýbýlavegar og Valahjalla í Kópavogi. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 715 orð | 2 myndir

Verðbólgan á uppleið á ný

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MIKIL hækkun á fasteignaverði er meginskýringin á meiri verðbólgu. Einnig á hækkun á olíuverði þátt í aukinni verðbólgu, en hún mælist 5,2% miðað við síðustu 12 mánuði. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 361 orð | 2 myndir

Verstu óveðrin á Norður-Atlantshafi undanfarin fimm ár urðu við Ísland

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FLEST allra verstu óveður á Norður-Atlantshafi síðastliðin fimm ár urðu umhverfis Ísland. Þá er verið að tala um fárviðri með vindhraða yfir 40 metra á sekúndu. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 127 orð

Vilja framhaldsskóla í Grindavík

SVEITARSTJÓRNARMENN á Suðurnesjum telja tímabært að hugað verði að stækkun húsnæðis Fjölbrautaskóla Suðurnesja og umræðu vegna nýrra framhaldsskóla. Kemur það fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi SSS um helgina. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Þátttakan framar vonum

"ÞÁTTTAKAN var framar vonum," segir Þorvaldur Víðisson, miðborgarprestur Dómkirkjunnar, um bænagöngu sem fram fór á laugardag. Að göngunni stóð fólk úr fjölda trúfélaga á Íslandi, þar á meðal þjóðkirkjunni. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 106 orð

Þegar ljósið slokknar: kynningar- og umræðufundur um geðhvörf

KYNNINGAR- og umræðufundur um geðhvörf verður á Amtsbókasafninu í kvöld kl. 20. Clare Dickens, móðir Titus Dickens sem greindist með sjúkdóminn 16 ára, segir frá reynslu sinni og Títusar sonar síns; glímunni við sjúkdóminn og kerfið. Meira
13. nóvember 2007 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Þetta helst...

Aldraðir til Jóhönnu Heilbrigðisráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær sem er í samræmi við áður gefin fyrirheit um að breyta verkaskiptingu milli heilbrigðisráðuneytisins og félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Meira

Ritstjórnargreinar

13. nóvember 2007 | Staksteinar | 185 orð | 1 mynd

Ólæs á Morgunblaðið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra var í viðtali við Egil Helgason, í Silfri Egils í fyrradag. Meira
13. nóvember 2007 | Leiðarar | 377 orð

Skoðanalaus borgarstjórn

Sú ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar að selja ekki raforku til nýrra álvera á Suðurlandi og Vesturlandi að sinni er áreiðanlega tekin út frá viðskiptalegum sjónarmiðum fyrirtækisins en jafnframt mjög sniðin að þeim pólitísku viðhorfum, sem hafa verið... Meira
13. nóvember 2007 | Leiðarar | 433 orð

Tilgangur tungumáls

Staða íslenskunnar og íslensk málstefna voru til umræðu á málræktarþingi, sem haldið var um helgina. Ljóst er að áhrif ensku fara vaxandi um allan heim og víða eiga tungumál undir högg að sækja. Meira

Menning

13. nóvember 2007 | Bókmenntir | 347 orð | 1 mynd

Á hverfanda hveli

Eftir Eyvind P. Eiríksson EPE. Reykjavík. 2007. 206 bls. Meira
13. nóvember 2007 | Menningarlíf | 526 orð | 2 myndir

Bakspegilsyfirlit af leið inn í "Fjallið"

Ég minnist sumarsýningar Listasafnsins á Akureyri nú í sumar. Þetta var yfirlitssýning á málverkum eftir Georg Guðna Hauksson, einn okkar fremstu myndlistarmanna. Meira
13. nóvember 2007 | Fólk í fréttum | 180 orð | 1 mynd

Brighton fram yfir Hollywood

CATE Blanchett tekur Bretland fram yfir Hollywood. Ástralska leikkonan bjó í Brighton á Englandi með eiginmanni sínum, rithöfundinum Andrew Upton, og tveimur börnum þeirra þar til á seinasta ári þegar þau fluttu til Bandaríkjana. Meira
13. nóvember 2007 | Tónlist | 350 orð | 1 mynd

Draugalegt debút

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is "VIÐ Guðrún hittumst fyrst við athöfn, þar sem verið var að veita framúrskarandi ungu fólki styrki. Meira
13. nóvember 2007 | Kvikmyndir | 251 orð | 2 myndir

Fjöldi manns lét hræða úr sér líftóruna um helgina

HROLLVEKJAN 30 Days Of Night var mest sótta myndin í íslenskum kvikmyndahúsum um helgina, en um það bil 2.500 manns létu hræða úr sér líftóruna með því að skella sér á myndina, sem þykir í óhugnanlegra lagi. Meira
13. nóvember 2007 | Fólk í fréttum | 80 orð | 4 myndir

Frumleiki og fimi á Skrekk

FYRSTA undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkurborgar, fór fram í gærkvöldi í Borgarleikhúsinu. Meira
13. nóvember 2007 | Fólk í fréttum | 107 orð | 1 mynd

Gítarinn hans Bubba kominn í 210.000 kr.

* Gítar sem Bubbi Morthens gaf til góðgerðaruppboðs í útvarpsþættinum Frá A til J á Rás 2 var kominn upp í 210 þúsund krónur um hádegisbilið í gær. Meira
13. nóvember 2007 | Fólk í fréttum | 137 orð | 1 mynd

Glóir á meðgöngunni

LEIKKONAN Nicolette Sheridan er ófrísk að sínu fyrsta barni. Sheridan leikur Edie Britt í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdar eiginkonur og er trúlofuð söngvaranum Michael Bolton. Parið mun vera mjög ánægt með væntanlega fjölgun. Meira
13. nóvember 2007 | Myndlist | 242 orð | 1 mynd

Grænir í framan: Úr dómsal hinna listrænu gilda

Opið á verslunartíma. Sýningu lýkur 14. nóvember. Aðgangur ókeypis. Meira
13. nóvember 2007 | Kvikmyndir | 226 orð | 1 mynd

Hryðjuverk og stjórnmál

Leikstjórn: Robert Redford. Aðalhlutverk: Robert Redford, Tom Cruise, Meryl Streep, Michael Pena, Andrew Garfield. Bandaríkin, 88 mín. Meira
13. nóvember 2007 | Fólk í fréttum | 61 orð | 14 myndir

Í sínu fínasta pússi

EINS og við var að búast klæddust allir í sitt fínasta púss á Edduverðlaunahátíðinni sem fram fór á sunnudagskvöldið á Hilton hótelinu. Meira
13. nóvember 2007 | Menningarlíf | 567 orð | 1 mynd

Íslensk menningarbomba í Berlín

Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson olafurgudsteinn@googlemail.com MIKIÐ hefir átt sér stað undanfarið á íslenskum menningarvettvangi í Berlín. Mætti hugsanlega ganga svo langt að tala um íslenska menningarinnrás. Meira
13. nóvember 2007 | Bókmenntir | 499 orð

Karlar í vandræðum

Eftir Einar Kárason, Mál og menning. 2007. 165 bls. Meira
13. nóvember 2007 | Bókmenntir | 319 orð | 1 mynd

Krimmi á villigötum

Eftir Fritz Má Jörgensson, Skjaldborg. 2007. 237 bls. Meira
13. nóvember 2007 | Kvikmyndir | 241 orð | 1 mynd

Kvikindið hann Woodcock

Leikstjóri: Craig Gillespie. Aðalleikarar: Billy Bob Thornton, Sean William Scott, Susan Sarandon. 87 mín. Bandaríkin 2007. Meira
13. nóvember 2007 | Hugvísindi | 68 orð | 1 mynd

Lifandi leiðsögn í Þjóðminjasafninu

ÞÓRA Kristjánsdóttir listfræðingur eys úr viskubrunnum á Þjóðminjasafni Íslands í dag kl. 12.05 Mun hún ganga með gestum um sýninguna Á efsta degi – býsönsk dómsdagsmynd á Hólum í Bogasal safnsins. Á sýningunni má sjá fagurlega útskornar fjalir. Meira
13. nóvember 2007 | Leiklist | 700 orð | 1 mynd

Lífið ein allsherjar skemmtun?

Eftir leikhópinn. Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Leikmynd: Kristján Björn Þórðarson. Búningar: Rannveig Kristjánsdóttir. Tónlist og tónlistarstjórn: Hallur Ingólfsson. Söngþjálfun: Kristjana Stefánsdóttir. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson, Kári Gíslason. Meira
13. nóvember 2007 | Bókmenntir | 688 orð | 1 mynd

Ljóðið er trúnaðarmál

Ólína Þorvarðardóttir er landskunnur hagyrðingur. Nú sendir hún frá sér sína fyrstu ljóðabók. Freysteinn Jóhannsson talaði við hana. Meira
13. nóvember 2007 | Fólk í fréttum | 115 orð | 1 mynd

Mengella opinberar sig

* Raunverulegt "ídentítet" bloggarans Mengellu hefur verið mörgum hugleikið þetta ár sem hún hefur skrifað á mengella.blogspot.com. Meira
13. nóvember 2007 | Fólk í fréttum | 96 orð | 5 myndir

Mögnuð tilþrif

LISTAHÁTÍÐ ungs fólks, Unglist, lauk um síðustu helgi og er óhætt að segja að hátíðin í ár hafi verið mjög fjölbreytt; tónlist, hönnun, myndlist, gjörningar, leiklist og fleira góðmeti var borið fram af ungu fólki af elju og metnaði og fóru skipulagðir... Meira
13. nóvember 2007 | Menningarlíf | 366 orð | 1 mynd

Nett fótspor höfundarins í sallanum

Eftir Ara Jóhannesson, Uppheimar, 2007, 82 bls. Meira
13. nóvember 2007 | Kvikmyndir | 270 orð | 1 mynd

Ófriður í Friskó

Leikstjóri: Philip G. Atwell. Aðalleikarar: Jet Li, Jason Statham, John Lone, Luis Guzmán, Saul Rubinek. 105 mín. Bandaríkin 2007. Meira
13. nóvember 2007 | Fjölmiðlar | 238 orð | 1 mynd

Óska eftir "mínum" þætti

VETRARDAGSKRÁ sjónvarpsstöðvanna hófst formlega í september. Í kjölfar nýrrar dagskrár fylgja oft góðir tímar sjónvarpsgláps þar sem hver nýi þátturinn á fætur öðrum verður ómissandi. Meira
13. nóvember 2007 | Fólk í fréttum | 122 orð | 1 mynd

Óttast að veikjast á ný

ÁSTRALSKA söngkonan Kylie Minogue óttast að brjóstakrabbameinið taki sig upp aftur en hún greindist með krabbamein í maí 2005. Meira
13. nóvember 2007 | Kvikmyndir | 583 orð | 1 mynd

"Engin gjöf til gjalda"

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is VIÐBRÖGÐ við samningi Ríkisútvarpsins og Björgólfs Guðmundssonar, þar sem Björgólfur leggur til umtalsvert fé á móti RÚV til framleiðslu íslensks dagskrárefnis, eru ærið misjöfn. Meira
13. nóvember 2007 | Menningarlíf | 77 orð | 1 mynd

Rit Hins íslenska þjóðvinafélags

ANDVARI, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út, 132. árgangur, hinn 49. í nýjum flokki. Aðalgreinin í ár er æviágrip Katrínar Thoroddsen, læknis og alþingismanns, eftir Kristínu Ástgeirsdóttur sagnfræðing. Meira
13. nóvember 2007 | Menningarlíf | 69 orð | 1 mynd

Ungir píanóleikarar sýna færni sína

TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík heldur píanótónleika í dag 13. nóv. kl. 20 í Von, sal SÁÁ, Efstaleiti 7. Þar spila lengra komnir nemendur verk eftir stórtónskáldin Bach, Chopin, Mozart, Grieg, Debussy, Schubert og Beethoven. Meira
13. nóvember 2007 | Tónlist | 45 orð | 1 mynd

Uppselt á Kiri

MIÐAR á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands og FL Group 7. desember, til styrktar BUGL seldust upp á rúmri klukkustund í gær. Einsöngvarar á tónleikunum verða Kiri Te Kanawa og Garðar Thór Cortes. Meira
13. nóvember 2007 | Tónlist | 217 orð | 1 mynd

Verkfall á Scala

TÓNLEIKAGESTIR sem ætluðu að sækja Scala óperuna í Mílanó á föstudagskvöld, þar sem flytja átti Sálumessu Verdis í stjórn Daniels Barenboim, komu að lokuðum dyrum. Meira
13. nóvember 2007 | Bókmenntir | 390 orð | 1 mynd

Við sama heygarðshornið

Eftir Marinu Lewycku. 340 bls. Guðmundur Andri Thorsson þýddi. Mál og menning 2007. Meira
13. nóvember 2007 | Tónlist | 641 orð | 2 myndir

Þetta er lífið hans Geirs

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is "ÞARNA eru náttúrulega valinkunnir standardar," segir Geir Ólafsson um sína aðra sólóplötu, Svona er lífið , sem kom út nú um helgina. Meira

Umræðan

13. nóvember 2007 | Aðsent efni | 101 orð

60+ vill meiri kjarabætur

BIRT var í fjölmiðlum í fyrradag "sameiginleg ályktun" eldri sjálfstæðismanna og 60+ í Samfylkingunni. Þar er lögð áhersla á kjarabætur fyrir aldraða. Mistök áttu sér stað við meðferð málsins. Meira
13. nóvember 2007 | Blogg | 60 orð | 1 mynd

Ágúst Ólafur Ágústsson | 12. nóvember Lækkum verðlagið Það ætti ekki að...

Ágúst Ólafur Ágústsson | 12. nóvember Lækkum verðlagið Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að ný ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefur sett neytendamálin á oddinn. Meira
13. nóvember 2007 | Aðsent efni | 776 orð | 1 mynd

Ályktanaglöðum umhverfissinna svarað

Gústaf Adolf Skúlason svarar Sigurði Hr. Sigurðssyni: "Óhugsandi er að maðurinn telji í alvörunni að hægt sé... að selja honum raforku til heimilisafnota á sama verði og stóriðjan kaupir orkuna" Meira
13. nóvember 2007 | Aðsent efni | 741 orð | 1 mynd

Efri árin

Ólafur Runólfsson skrifar um slæmt aðgengi eldri borgara í kringum og við íbúðir þeirra: "Húsið er, jú, byggt fyrir eldra fólkið, en ekki fyrir bílana, sem hanga utan á því í röðum líkt og grísir á gyltu, en hindra þar um leið eðlilegan og nauðsynlegan umgang." Meira
13. nóvember 2007 | Blogg | 67 orð | 1 mynd

Guðmundur Auðunsson | 12. nóvember Hver kaus Spánarkonung? Nú finnst mér...

Guðmundur Auðunsson | 12. nóvember Hver kaus Spánarkonung? Nú finnst mér Chavez hafa verið með óþarfa upphlaup á fundinum og e.t.v. Meira
13. nóvember 2007 | Bréf til blaðsins | 528 orð

Launajafnrétti kynjanna

Frá Höllu Tinnu Arnardóttur: "ÉG er 19 ára stelpa og árið er 2007. Ég er sjálfráða og hef bæði eignarétt og kosningarétt. Ég get búist við því að eiga jafnan rétt og strákur hvað varðar menntun og skólagöngu." Meira
13. nóvember 2007 | Aðsent efni | 297 orð | 1 mynd

Mannekla á leikskólum Kópavogs - hvar eru lausnirnar?

Guðríður Arnardóttir skrifar um manneklu í leikskólum í Kópavogi: "Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur í Kópavogi draga lappirnar þegar kemur að því að leiðrétta kjör leikskólastarfsmanna." Meira
13. nóvember 2007 | Aðsent efni | 336 orð | 1 mynd

Ofstækið og móðursýkin

Helgi Seljan skrifar um áfengisfrumvarp: "...þó að erfitt sé að sjá hvaða eða hverra hagsmunum er verið að þjóna með frumvarpinu og hvaða gæði eiga að fylgja í kjölfarið." Meira
13. nóvember 2007 | Aðsent efni | 736 orð | 1 mynd

Orkan og útlönd

Magnús Árni Skúlason skrifar um orkumál og útrás fyrirtækja: "Það er ekki þörf á frekari uppbyggingu orkuvera á næstu árum fyrir almennan markað." Meira
13. nóvember 2007 | Blogg | 314 orð | 1 mynd

Páll Helgi Hannesson | 12. nóvember Nauðsyn að OR haldi sjó Nú ríður á...

Páll Helgi Hannesson | 12. nóvember Nauðsyn að OR haldi sjó Nú ríður á að halda sjó í málefnum OR. Þrýstingurinn á að fallið verði í sama far og áður og að sameining REI og GGE verði látin standa, eykst greinilega dag frá degi. Meira
13. nóvember 2007 | Aðsent efni | 810 orð | 1 mynd

Ræktunarjörð, auðlindin mesta

Hólmgeir Björnsson skrifar um landnýtingu, landgræðslu og skógrækt: "En það eru blikur á lofti, annars vegar aukin gróðurhúsaáhrif, hins vegar ásókn í að taka besta landið undir mannvirki" Meira
13. nóvember 2007 | Blogg | 73 orð | 1 mynd

Stefán Friðrik Stefánsson | 12. nóv. Körfuboltastarfsmaður missir... Það...

Stefán Friðrik Stefánsson | 12. nóv. Körfuboltastarfsmaður missir... Það er alveg rosalegt að lesa fréttina um körfuboltaslysið í Ísrael. Það er ekki á hverjum degi sem slys af þessu tagi gerist á íþróttaleik. Meira
13. nóvember 2007 | Velvakandi | 643 orð | 1 mynd

velvakandi

Enn á að herja á lífeyrisþega Í Blaðinu í lok september er grein eftir viðskiptaráðherra um flatan skatt. Meira
13. nóvember 2007 | Bréf til blaðsins | 257 orð

Vísindaheimurinn

Frá Helgi Björnssyni: "VIÐ vetrarbyrjun vaknar forvitni um fræðirit í bókaflóðinu. Þegar hafa sést þýddar bækur um alþjóðleg fræði sem fengur er að til fróðleiks og viðhalds íslensku." Meira

Minningargreinar

13. nóvember 2007 | Minningargreinar | 3409 orð | 1 mynd

Garðar Steinarsson

Garðar Steinarsson fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1938. Hann lést á heimili sínu að Flyðrugranda 4 í Reykjavík hinn 6. nóvember síðastliðinn, en mestan hluta ævi sinnar bjó hann á Seltjarnarnesi. Foreldrar hans voru Steinar Bjarnason, f. 17. des. 1905, d. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2007 | Minningargreinar | 248 orð | 1 mynd

Gestur Sigurðsson

Gestur Sigurðsson fæddist 18. desember 1918 á Siglufirði. Hann lést í Reykjavík 27. október síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 5. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2007 | Minningargreinar | 394 orð | 1 mynd

Hansína Einarsdóttir

Hansína Einarsdóttir, eða Hanna eins og hún var kölluð, fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 13. nóvember 1940. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 11. ágúst síðastliðinn og var jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju 18. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2007 | Minningargreinar | 777 orð | 1 mynd

Hektor Sigurðsson

Hektor Sigurðsson fæddist á Akureyri 13. september 1921. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 22. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 5. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2007 | Minningargreinar | 1412 orð | 1 mynd

Helga Guðjónsdóttir

Helga Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 15. maí 1920. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 4. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Þorbergsson mótoristi frá Ísafirði, f. 13.6. 1884, d. 19.12. 1962 og Eggertsína Þ. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2007 | Minningargreinar | 972 orð | 1 mynd

Hjördís Antonsdóttir

Hjördís Antonsdóttir fæddist á Eyrarbakka 17. janúar 1929. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 5. nóvember síðastliðinn. Útför Hjördísar fór fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 10. nóvember. Minningarathöfn verður í Fossvogskirkju í dag og hefst hún klukkan 11. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2007 | Minningargreinar | 508 orð | 1 mynd

Jóna Soffía Tómasdóttir

Jóna Soffía Tómasdóttir fæddist 26. júní 1924 í Færeyjum. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 3. nóvember sl. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2007 | Minningargreinar | 1872 orð | 1 mynd

Kristín S. Kvaran

Kristín S. Kvaran kaupmaður fæddist í Reykjavík 5. janúar 1946. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans sunnudaginn 28. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Digraneskirkju 6. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2007 | Minningargreinar | 895 orð | 1 mynd

Magnús Hannesson Stephensen

Magnús H Stephensen fæddist í Reykjavík 30.maí 1928.Hann lést á Droplaugarstöðum 2. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hannes M. Stephensen, verkamaður síðar formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, frá Berustöðum, Ásahreppi f.17.04 1902 d. 04. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2007 | Minningargreinar | 796 orð | 1 mynd

Petrea Guðný Konráðsdóttir

Petrea Guðný Konráðsdóttir ljósmóðir fæddist á Böðvarshólum í Vestur-Húnavatnssýslu 5. janúar 1931. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 29. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrarkirkju 9. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2007 | Minningargreinar | 765 orð | 1 mynd

Sigurbjört Kristjánsdóttir

Sigurbjört Kristjánsdóttir fæddist á Akri í Vestmannaeyjum 20. nóvember 1915. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 23. október sl. Útför Sigurbjartar fór fram frá Stokkseyrarkirkju 3. nóvember sl. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2007 | Minningargreinar | 5256 orð | 1 mynd

Sigurður Þorkell Guðmundsson

Sigurður Þorkell Guðmundsson læknir fæddist 25. júní árið 1930. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 31. október síðastliðinn. Foreldrar Sigurðar voru hjónin Helga Kristjánsdóttir f. á Flateyri við Önundarfjörð 19.3. 1903, d. 22.6. Meira  Kaupa minningabók
13. nóvember 2007 | Minningargreinar | 446 orð | 1 mynd

Þórunn J. Sigfúsdóttir

Þórunn Jóna Sigfúsdóttir fæddist í Reykjavík 6. maí 1941. Hún lést þar 18. október síðastliðinn og var jarðsungin í kyrrþey 30. október. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

13. nóvember 2007 | Sjávarútvegur | 483 orð | 1 mynd

Mikið minna kaup

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is "ÞAÐ er nú frekar rólegt yfir því. Við erum staddir á Papagrunni og erum að reyna við ýsuna. Aflinn í haust er búinn að vera mun minni en undanfarin haust. Meira

Viðskipti

13. nóvember 2007 | Viðskiptafréttir | 102 orð

Áfram lækkanir ytra

ÁKVÖRÐUN þriggja stórra bandarískra banka, Citigroup, Bank of America og JPMorgan Chase, um að setja á stofn 80 milljarða dala sjóð, sem á að styrkja skammtímalánamarkaðinn, virðist ekki hafa nægt til að halda aftur af frekari lækkunum á bandarískum... Meira
13. nóvember 2007 | Viðskiptafréttir | 100 orð

Bjóða endurkaup hlutafjár

BHP Billiton hefur boðist til að kaupa aftur hlutabréf að andvirði um 30 milljarða dollara (um 1.800 milljarða króna) gangi yfirtaka BHP á námafyrirtækinu Rio Tinto eftir. Meira
13. nóvember 2007 | Viðskiptafréttir | 87 orð | 1 mynd

Elín tekur við af Gylfa hjá Opnum kerfum

ELÍN Þórðardóttir hefur verið ráðin forstjóri Opinna Kerfa Group hf. í stað Gylfa Árnasonar , sem starfað hefur hjá félaginu til margra ára. Meira
13. nóvember 2007 | Viðskiptafréttir | 218 orð | 1 mynd

Enn hækkar álagið

ÁFRAM heldur skuldatryggingarálag á skuldabréfum bankanna að hækka. Í gærmorgun var álagið á bréf Kaupþings 2,62%, Glitnis, 1,63% og Landsbanka 1,18%. Meira
13. nóvember 2007 | Viðskiptafréttir | 365 orð | 1 mynd

Mesta nóvemberverðbólga í 17 ár

VERÐBÓLGAN á ársgrundvelli mælist nú 5,2% eftir að Hagstofan birti í gær nýjustu mælingar á vísitölu neysluverðs, sem er nú 279,9 stig. Hún hækkaði milli mánaða um 0,65% sem er mesta hækkun í nóvembermánuði í 17 ár og nokkru meiri en t.d. Meira
13. nóvember 2007 | Viðskiptafréttir | 116 orð | 1 mynd

Sala dregst saman hjá French Connection milli ágúst og október

SALA hjá bresku tískuvörukeðjunni French Connection dróst saman um 3% á tímabilinu ágúst til október í þeim verslunum sem einnig voru starfræktar á sama tímabili í fyrra. Hins vegar jókst sala félagsins um 1% á milli tímabila. Meira
13. nóvember 2007 | Viðskiptafréttir | 153 orð

Tchenguiz tapar

SÍÐASTA vika hefur verið fasteignamógúlnum og fjárfestinum Robert Tchenguiz erfið. Meira
13. nóvember 2007 | Viðskiptafréttir | 77 orð

Úrvalsvísitalan tekur skref upp á við

HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,42% og var 7.325 stig við lokun markaða. Bréf Atlantic Petroleum hækkuðu um 2,66%, bréf Century Aluminum hækkuðu um 2,54% og Kaupþings um 2,51%. Meira

Daglegt líf

13. nóvember 2007 | Daglegt líf | 661 orð | 1 mynd

Fólk vill fá meira út úr hjónabandinu en áður

Eftir Halldóru Traustadóttur Flestir munu vera sammála því að ástin sé eitt mikilvægasta afl í lífi hvers og eins og því sé mikilvægt að rækta hana. Meira
13. nóvember 2007 | Daglegt líf | 446 orð | 2 myndir

GRUNDARFJÖRÐUR

Rökkurdagar er nafn á árvissri menningarhátíð Grundfirðinga sem stendur yfir um þessar mundir. Meira
13. nóvember 2007 | Daglegt líf | 649 orð | 1 mynd

Lystugar Lostalengjur úr ærkjöti

Vinnsla á ærkjöti var gamall draumur hjá þeim Matthíasi Lýðssyni og Hafdísi Sturludóttur, draumur sem þau eru nú að gera að veruleika með framleiðslu á Lostalengjum. Kristín Sigurrós Einarsdóttir ræddi við þau. Meira
13. nóvember 2007 | Daglegt líf | 105 orð

Nú er kominn nóvember

Hjálmar Freysteinsson yrkir í upphafi vetrar: Tindilfættur tíminn er tekur engin hliðarspor, nú er kominn nóvember á næsta leiti aftur vor. Pétur Stefánsson bætir við: Veðurblíða úti er, – ekkert rok að viti. Nú í byrjun nóvember er níu stiga... Meira
13. nóvember 2007 | Daglegt líf | 51 orð | 2 myndir

Tískusýning fyrir bragðlaukana

Draumatískusýning allra súkkulaðifíkla fór fram í New York nú um helgina. En á 10. alþjóðlegu súkkulaðisýningunni var að finna hátískusúkkulaðifatnað sem efalítið gladdi ekki síður bragðlauka en augu viðstaddra. Meira
13. nóvember 2007 | Daglegt líf | 739 orð | 2 myndir

Yndislegt að leiðbeina börnum

Rauði krossinn hefur upp á fjölmargt að bjóða sjálfboðaliðum. Júlíana Elín Kjartansdóttir sagði Guðrúnu Guðlaugsdóttur hvers vegna hún valdi að leiðbeina nýbúabörnum og Jón Ingi Bergsteinsson kynnti hana fyrir spilagleði á Skjólbraut. Meira

Fastir þættir

13. nóvember 2007 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

70 ára afmæli. Sjötugur er í dag, 13. nóvember, Jóhannes Eric Konráðsson...

70 ára afmæli. Sjötugur er í dag, 13. nóvember, Jóhannes Eric Konráðsson bifreiðastjóri, Sléttuvegi 21, eiginkona hans er Þóra Steinunn Kristjánsdóttir. Þau hjón dvelja nú á... Meira
13. nóvember 2007 | Fastir þættir | 142 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Blekkingarleikur. Norður &spade;D653 &heart;ÁDG875 ⋄2 &klubs;D4 Vestur Austur &spade;G72 &spade;8 &heart;10963 &heart;42 ⋄104 ⋄ÁDG9852 &klubs;Á652 &klubs;K93 Suður &spade;ÁK1094 &heart;K ⋄K76 &klubs;G1087 Suður spilar 4&spade;. Meira
13. nóvember 2007 | Fastir þættir | 543 orð | 2 myndir

Er landsliðið á réttri braut?

26. október – 7. nóvember 2007 Meira
13. nóvember 2007 | Í dag | 310 orð | 1 mynd

Matur og framtíð

Gísli Þorsteinsson fæddist í Reykjavík 1971. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1991, BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1995, gráðu í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla 1998 og leggur nú stund á MBA-nám við Háskólann í Reykjavík. Meira
13. nóvember 2007 | Í dag | 21 orð

Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yður, því að þér trúið ekki þeim...

Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yður, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi. (Jóh. 5, 38. Meira
13. nóvember 2007 | Fastir þættir | 110 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

Staðan kom upp á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri sem lauk fyrir skömmu í Yerevan í Armeníu. Kínverski stórmeistarinn Wang Hao (2.643) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Tornike Sanikidze (2.455) frá Georgíu. Meira
13. nóvember 2007 | Í dag | 143 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Ragna Ingólfsdóttir vann tvöfaldan sigur á alþjóðlegu badmintonmóti hér um helgina, bæði í einliðaleik og tvíliðaleik. Hver var meðspilari hennar í tvíliðaleiknum? 2 Hvað var nýja þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð þegar hún var hér í leigu sl. vetur? Meira
13. nóvember 2007 | Fastir þættir | 388 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Víkverji brá sér í bíó á barnasýningu um helgina, myndina Íþróttahetjan í Sambíóunum í Álfabakka. Fín mynd og ekkert út á hana að setja. Fullur salur og góð stemmning. Popp og kók og allur pakkinn, eftirvænting og spenna í hverju andliti. Meira

Íþróttir

13. nóvember 2007 | Íþróttir | 228 orð | 1 mynd

Aftur á toppinn og markamúrinn rofinn

ARSENAL skaust í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýjan leik í gærkvöldi með öruggum 3:1 sigri á Reading á útivelli. Arsenal er með jafnmörg stig og Manchester United en á leik til góða. Nú kemur nokkurt hlé í deildarkeppnina vegna landsliðsverkefna um alla Evrópu. Meira
13. nóvember 2007 | Íþróttir | 83 orð

Bjarni aðstoðarmaður Ólafs

BJARNI Sigurðsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, hefur verið ráðinn markmannaþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og verður þar með í þjálfaraliði Ólafs Jóhannessonar nýráðins þjálfara landsliðsins. Meira
13. nóvember 2007 | Íþróttir | 116 orð

Fer Valur til Baku?

EITT þeirra liða sem kvennalið Vals í handknattleik getur dregist gegn í Áskorendakeppni Evrópu, 16 liða úrslitum, er ABU Baku frá höfuðborg Aserbaídsjan. Dregið verður í 16 liða úrslit árdegis í dag í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu. Meira
13. nóvember 2007 | Íþróttir | 327 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Enska knattspyrnusambandið ákvað í gær að grípa ekki til aðgerða gagnvart Joey Barton , leikmanni Newcastle vegna atviks sem varð í leik liðsins við Sunderland um helgina. Meira
13. nóvember 2007 | Íþróttir | 315 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Steinþór Gíslason hefur framlengt samning við Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu til loka ársins 2009. Steinþór er 24 ára gamall varnarmaður sem átti fast sæti í liði Vals árin 2005 og 2006 en hann gat ekkert leikið með liðinu í sumar vegna meiðsla. Meira
13. nóvember 2007 | Íþróttir | 396 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Bjarni Fritzson skoraði 6 mörk fyrir St Raphael þegar liðið vann Créteil , fyrrverandi lið Bjarna, 28:24, á heimavelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. St Raphael situr í fjórða sæti deildarinnar. Meira
13. nóvember 2007 | Íþróttir | 202 orð

Greip skoteld í körfuboltaleik

STARFSMAÐUR sem starfaði sem öryggisvörður á körfuboltaleik í Ísrael sýndi mikið hugrekki þegar hann greip skoteld sem kastað var inn á völlinn þar sem Hapoel Jerusalem og Hapoel Holon áttust við. Meira
13. nóvember 2007 | Íþróttir | 337 orð | 1 mynd

Kristján Örn í fremstu röð

KRISTJÁN Örn Sigurðsson leikmaður meistaraliðs Brann í Noregi er í fremstu röð atvinnumanna þar í landi en hann var á sunnudaginn valinn í úrvalslið ársins en það eru samtök atvinnuíþróttamanna, NISO, sem standa að þessu kjöri. Meira
13. nóvember 2007 | Íþróttir | 194 orð

KSÍ úthlutar 37 milljónum

KNATTSPYRNUSAMBANDIÐ hefur úthlutað nærri 37 milljónum króna til félaganna í landinu. Meira
13. nóvember 2007 | Íþróttir | 349 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR KR – Stjarnan 70:63 DHL-höllin, úrvalsdeild...

KÖRFUKNATTLEIKUR KR – Stjarnan 70:63 DHL-höllin, úrvalsdeild karla, Iceland-Express-deildin, mánudaginn 12. nóvember 2007. Meira
13. nóvember 2007 | Íþróttir | 283 orð | 1 mynd

Óeirðirnar hafa ekkert með fótboltann á Ítalíu að gera

HOLLENSKI miðjumaðurinn Clarence Seedorf leikmaður Evrópumeistara AC Milan segir að ekki sé hægt að kenna fótboltanum um það ofbeldi sem enn og aftur blossaði upp á nokkrum knattspyrnuvöllum á Ítalíu á sunnudaginn. Meira
13. nóvember 2007 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd

Ólafur kallar á Eggert Gunnþór í landsliðið

ÓLAFUR Jóhannesson þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu tilkynnir í dag sinn fyrsta landsliðshóp en hann stýrir íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á miðvikudaginn í næstu viku þegar Íslendingar sækja Dani heim á Parken í lokaumferð riðlakeppni... Meira
13. nóvember 2007 | Íþróttir | 370 orð | 1 mynd

Ólafur Páll er laus allra mála hjá FH og ætlar að snúa aftur til æskustöðvanna

Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is ÓLAFUR Páll Snorrason, sem leikið hefur með FH-ingum síðustu árin, hefur fengið sig lausan undan samningi hjá félaginu og ætlar að ganga til liðs við nýliðana í Landsbankadeildinni, Fjölni í Grafarvogi. Meira
13. nóvember 2007 | Íþróttir | 161 orð

Rutenka er spænskur

Handknattleiksmaðurinn Sergei Rutenka hjá Ciudad Real á Spáni hefur fengið spænskt ríkisfang. Um leið hefur hann skilað inn slóvensku ríkisfangi sem hann fékk fyrir nokkrum árum eftir að hafa leikið um árabil með Celje Lasko. Meira
13. nóvember 2007 | Íþróttir | 188 orð | 1 mynd

Zlatan Ibrahimovic fékk gullboltann í annað sinn

Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is SÆNSKI sóknarmaðurinn hjá Inter Milan, Zlatan Ibrahimovic, fékk í gær gullboltann á uppskeruhátíð sænskra knattspyrnumanna sem fram fór í gærkvöldi. Meira
13. nóvember 2007 | Íþróttir | 200 orð

Þormóður fékk gull á opna finnska meistaramótinu

JÚDÓMAÐURINN Þormóður Jónsson vann á sunnudaginn gullverðlaun í +100 kg flokki á opna finnska meistaramótinu sem haldið var í Helsinki. Þormóður lagði alla andstæðinga sína á mótinu, meðal annars Norðurlandameistarann. Meira
13. nóvember 2007 | Íþróttir | 293 orð | 1 mynd

Þurfti áskorun

,,MÉR fannst ég þurfa á breytingu og nýrri áskorun að halda og það er aðalástæðan fyrir því að ég er kominn til KR. Ég tók mér góðan tíma til að fara yfir stöðuna. Meira
13. nóvember 2007 | Íþróttir | 600 orð | 1 mynd

Ögn skárri skotnýting skilaði KR-ingum sigri

SKOTNÝTINGIN var skrautleg í DHL-höllinni í Vesturbænum í gærkvöldi þegar nýliðar Stjörnunnar sóttu Íslandsmeistara KR heim. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.