Greinar laugardaginn 8. maí 2010

Fréttir

8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 86 orð | ókeypis

Árekstur í rafmagnsleysi

HARÐUR árekstur varð á mótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar á níunda tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu virðist mega rekja slysið til þess að umferðarljós á staðnum voru í ólagi vegna rafmagnsleysis. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd | ókeypis

„Frelsissvipting er ekkert gamanmál“

„ÞAÐ þarf talsvert til þess að dómari samþykki frelsissviptingu áður en genginn er dómur. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 1904 orð | 3 myndir | ókeypis

„Rúlluvél borgar sig alls ekki“

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Arnar Bjarni Eiríksson, sem rekur eitt stærsta kúabú landsins í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, á enga rúlluvél og engan áburðardreifara. Hann segir hagstæðara að láta verktaka sjá um heyskapinn. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 467 orð | 3 myndir | ókeypis

„Þarf að færa fram sterk rök“

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „VIÐ verðum að hafa það í huga að frelsissvipting er ekkert gamanmál. Það þarf talsvert til þess að dómari samþykki frelsissviptingu áður en genginn er dómur. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd | ókeypis

Bjóða stærri réttarsal

ÞINGMENN Hreyfingarinnar bjóðast til að útvega og standa straum af kostnaði við leigu á húsnæði vegna þinghalds í máli nímenninganna sem ákærðir hafa verið fyrir að hafa ruðst inn á Alþingi í desember 2008. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd | ókeypis

Blekkingum hefur verið beitt

SIGURÐUR Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að blekkingum hafi verið beitt á æðstu stöðum hvað varði loforð um launakjör seðlabankastjóra. Meira
8. maí 2010 | Erlendar fréttir | 149 orð | ókeypis

Bráðafundir um kreppu evrunnar

ENN varð verðfall á mörkuðum í Evrópu í gær og var ástæðan einkum talin vera ótti fjárfesta við að skuldakreppa Grikkja ætti eftir að breiðast út um álfuna og jafnvel víðar. Meira
8. maí 2010 | Erlendar fréttir | 560 orð | 3 myndir | ókeypis

Cameron leitar hófanna hjá Clegg

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÍHALDSFLOKKURINN breski fékk 306 þingsæti í kosningunum á fimmtudag, bætti við sig 98 þingsætum en skortir 20 sæti upp á þingmeirihluta. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd | ókeypis

Dýrbítar tóku lamb heima við fjárhús

SAUÐBURÐUR var ekki fyrr hafinn í Víðiholti í Skagafirði en refir gerðust nærgöngulir við lambféð. Þykir það háttalag óvenjulegt og sjaldgæft að refir leggist svo snemma vors á fé. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd | ókeypis

Eggert

Leikfangasaga? Fréttamenn reyndu að ná tali af Hreiðari Má Sigurðssyni fyrir utan héraðsdóm í gær, er hann var úrskurðaður í 12 daga varðhald. Hetjur Leikfangasögunnar „fylgdust... Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd | ókeypis

Eldsvoði á Akureyri rakinn til rafmagnsbilunarinnar

VÍÐTÆK rafmagnsbilun varð um allt land um níuleytið í gærkvöldi vegna truflunar sem hafði keðjuverkandi áhrif á stóran hluta dreifikerfisins. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd | ókeypis

Enn óljóst með lánstíma og vaxtakjör til sveitarfélaga

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is FULLTRÚAR sveitarfélaga og lífeyrissjóðanna funduðu í gær um framkvæmd og fjármögnun fyrirhugaðra viðhaldsverkefna sem til stendur að ráðast í með aðkomu lífeyrissjóðanna, í samvinnu við lánasjóð sveitarfélaga. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 229 orð | ókeypis

Faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur

BÆTA þarf pólitíska forystu framkvæmdavaldsins og skerpa á forystuhlutverki forsætisráðherra. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd | ókeypis

Fengu vatn og grímur

MIKIÐ öskufall var í Vík og nágrenni í gær og fóru svifryksmælingar í Vík langt yfir heilsuverndarmörk. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 317 orð | 2 myndir | ókeypis

Ferðum flýtt og öðrum aflýst

Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbls.is ICELANDAIR hefur breytt áætlun sinni fyrir síðari hluta dagsins í dag, en gert er ráð fyrir að vegna öskufalls úr eldgosinu í Eyjafjallajökli þurfi að loka Keflavíkurflugvelli þegar líður á daginn. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 70 orð | ókeypis

Fimm skipaðir og einn settur dómari

RAGNA Árnadóttir dómsmálaráðherra skipaði í gær í embætti fimm héraðsdómara vegna fjölgunar dómara og vegna lausnar dómara frá embætti. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 316 orð | ókeypis

Fjármunir eyrnamerktir sjóðnum

AF hálfu Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðar var margoft farið fram á viðræður út af lífeyrisskuldbindingum starfsmanna Byrs í Hafnarfirði og uppgjör á ábyrgðum. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd | ókeypis

Fríða Á. Sigurðardóttir

FRÍÐA Á. Sigurðardóttir rithöfundur andaðist í gær, 69 ára að aldri. Fríða fæddist á Hesteyri í Sléttuhreppi á Hornströndum 11. desember 1940 og var hún næstyngst 13 systkina. Foreldrar hennar voru Stefanía Halldóra Guðnadóttir húsmóðir (f. 22.6. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 456 orð | 1 mynd | ókeypis

Frjósemi sauðfjár talin vera breytileg eftir landsvæðum

FRJÓSEMI sauðfjár er talin verða þokkalega góð í vor, en þó misjöfn eftir landsvæðum. Sauðburður er víða hafinn eða að hefjast. Dr. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd | ókeypis

Gera hefði mátt meira árið 2006

HALLDÓR Ásgrímsson, fv. ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, kannast ekki við að sölu bankanna hafi verið handstýrt og vísbendingum um slíkt, sem fram komi í rannsóknarskýrslu Alþingis, sé hann fyrst að heyra af núna. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd | ókeypis

Gulur og rígvænn

ÞORSKURINN sem Jón Sigurðsson, sjómaður á Skvísu, hampaði við Reykjavíkurhöfn í gær er væntanlega einn sá vænsti sem hann hefur lengi fengið. Ágæt aflabrögð eru í Faxaflóanum þessa dagana og í gær voru nokkrir bátar á þeim slóðum. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 324 orð | 2 myndir | ókeypis

Gæsluvarðhald beggja kært til Hæstaréttar

Eftir Egil Ólafsson og Önund Pál Ragnarsson HREIÐAR Már Sigurðsson, fv. forstjóri Kaupþings banka, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 400 orð | 2 myndir | ókeypis

Helsingjarnir hvíla sig þúsundum saman

Björn Björnsson Nýlokið er árlegri Sæluviku Skagfirðinga, sem að flestra dómi var ágætlega heppnuð. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd | ókeypis

Hraunelfurin hefur stöðvast í ísnum

„ÞETTA eru átök íss og elds eins og þau gerast flottust,“ segir Ómar Þ. Ragnarsson fréttamaður. Hann flaug yfir Gígjökul í gær þar sem sjá mátti hvar hrauntunga hefur runnið fram og niður eftir stæði jökulsins og brætt ís ofan af sér. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 78 orð | ókeypis

Hreinsunardagur

Á morgun, sunnudag, standa hverfisráð Breiðholts og íbúasamtökin Betra Breiðholt fyrir fegrunar- og hreinsunardegi í Breiðholti. Viðburðurinn hefst kl. 11. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 70 orð | ókeypis

Húsfreyjur fá fría skoðun

GUNNAR Björnsson fósturtalningarmaður fer um á hverjum vetri frá Skagafirði og austur um að Egilsstöðum og telur fóstur í um 60 þúsund lambfullum ám. Við talninguna beitir hann ómsjá, ekki ólíkri þeim sem notaðar eru til að skoða börn í móðurkviði. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 95 orð | ókeypis

Landsmót hestamanna fer fram

HVERGI verður hvikað frá undirbúningi Landsmóts hestamanna í sumar þrátt fyrir smitandi hósta sem nú gengur yfir hrossastofninn. Þetta var ákveðið á fundi framkvæmdanefndar Landsmótsins sem haldinn var í Skagafirði í gærkvöld. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 40 orð | ókeypis

Leiðrétt

Bara Sjálandsskóli hjá Fasteign Í frétt um afkomu Garðabæjar í Morgunblaðinu í gær kemur fram að Garðabær leigi fjórar fasteignir af Eignarhaldsfélaginu Fasteign. Þetta er ekki rétt. Sveitarfélagið leigir eingöngu Sjálandsskóla af Fasteign. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 564 orð | 2 myndir | ókeypis

Lóðaskil gætu kostað borgina milljarða

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur eins og ráðuneyti sveitarstjórnarmála komist að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hafi ekki gætt jafnræðis í ákvörðunum um móttöku lóða. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd | ókeypis

Læknaritarar af sjúkrahúsunum

VINNUSTÖÐVAR stórs hluta læknaritara á Landspítalanum verða á næstu vikum fluttar af deildum sjúkrahússins sjálfs suður í Kópavog. Með þessu er stefnt að því að ná bæði fram hagræðingu og eins nýta betur dýrmætt pláss á sjúkradeildum. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 149 orð | ókeypis

Mest í Breiðafirði í netarallinu

NÝLEGA er lokið árlegri rannsókn Hafrannsóknastofnunarinnar á hrygningarslóð þorsks, svokölluðu netaralli og tóku sex bátar þátt í rallinu. Breiðafjörðurinn kom best út í þessum rannsóknum. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 562 orð | 2 myndir | ókeypis

Mor og aska yfir öllu í Vík

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „ÞETTA er frekar niðurdrepandi,“ sagði Drífa Bjarnadóttir, fiskeldisfræðingur í Vík í Mýrdal, eftir hádegið í gær. „Hér úti er umhverfið allt eins og gömul svarthvít filma. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 65 orð | ókeypis

Ný mál á borði sáttasemjara

Ríkissáttasemjari hefur fengið á sitt borð þrjár kjaradeilur. Sjómannafélag Íslands hefur vísað til sáttasemjara kjaradeilu sinni vegna félagsmanna á skipum Hafrannsóknastofnunar. Þá hefur FÍH f.h. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd | ókeypis

Ný störf fyrir ungt fólk

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is Í DAG verða auglýst alls 856 ný störf sem standa námsmönnum og atvinnuleitendum tímabundið til boða, en ráðningartímabil þeirra nemur allt frá sex vikum til sex mánaða. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 349 orð | ókeypis

Nýtingar- og verndarráð stjórni fiskveiðum

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is SÉRSTAKT nýtingar- og verndarráð sjávarauðlindarinnar mun móta nýtingarstefnu fyrir fiskstofnana og setja skýr umhverfis- og verndarmarkmið. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd | ókeypis

Óvíst um framboð í Dalabyggð

FRESTUR til að skila framboðum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí næstkomandi rennur út á hádegi í dag. Meðal þeirra sveitarfélaga sem óvíst er hvort komi fram einhverjir framboðslistar er Dalabyggð. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 496 orð | 3 myndir | ókeypis

Óöryggi og aukinn kostnaður

Hjónin Þórhallur Rúnar Rúnarsson og Guðrún Vigdís Jónasdóttir á Sauðárkróki segja að því fylgi mikil óvissa og aukakostnaður að þurfa að fara í annað bæjarfélag vegna fæðingar. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 468 orð | 2 myndir | ókeypis

Saltfiskshús fái nýtt hlutverk við Reykjavíkurhöfn

Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is Í BÍGERÐ er að gamla saltfiskverkunarhúsið Sólfell sem lengi stóð á Kirkjusandi verði valinn nýr staður við Reykjavíkurhöfn. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 90 orð | ókeypis

Samfylkingin 10 ára

UM helgina fagnar Samfylkingin 10 ára afmæli flokksins með hátíðahöldum vítt og breitt um landið, en Samfylkingin var stofnuð 5. maí árið 2000. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 415 orð | 1 mynd | ókeypis

Sektað 267 sinnum vegna strandveiða á síðasta ári

FISKISTOFA hefur lokið álagningu gjalds vegna ólögmæts sjávarafla íslenskra skipa á síðasta fiskveiðiári og er innheimtu nánast lokið. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd | ókeypis

Sköpunargleði í Hugmyndahúsinu

FYRSTA árs nemar í arkitektúr hafa unnið að LEGO-kubbaverkefni í samstarfi við arkitektastofuna Krads í Hugmyndahúsi háskólanna sem er til húsa á Grandagarði 2. Meira
8. maí 2010 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd | ókeypis

Slökkvikerið á Karíbahafi

LIÐSMENN olíufélagsins BP nota nú í samstarfi við bandarísku strandgæsluna vélmenni til að stjórna neðansjávarbúnaði í von um að komast fyrir lekann úr borholu félagsins á Mexíkóflóa í Karíbahafi. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 659 orð | 4 myndir | ókeypis

Spurningu enn ósvarað

Þrátt fyrir ítrekaðar spurningar hefur ekki enn fengist svar við því hver það var sem lofaði seðlabankastjóranum umtalsverðri launahækkun. Málið var til umræðu á Alþingi í gær. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd | ókeypis

Tugir tonna af skötusel koma til endurúthlutunar

AF þeim 500 tonnum af skötusel sem úthlutað var sérstaklega gegn gjaldi höfðu í fyrrakvöld borist greiðslur fyrir tæplega 379 tonn. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd | ókeypis

Umferðarstofa stofnun ársins

SFR stéttarfélag tilkynnti í gær niðurstöður á vali á stofnun ársins 2010. Í hópi stærri stofnana fékk Umferðarstofa hæstu einkunn annað árið í röð, eða 4,18 að meðaltali af 5 mögulegum. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd | ókeypis

Út úr þokunni

ÞRIÐJA daginn í röð umlukti þoka höfuðborgarbúa. Í gærmorgun, þegar þokunni létti stundarkorn, mátti sjá að grasbalar og börð höfðu tekið vel við sér og grænkað í rakanum undanfarna daga. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 307 orð | 2 myndir | ókeypis

Verð innfluttra vara tekið að lækka

Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is VEIKING evru undanfarin misseri er þegar farin að valda lækkun á verði ýmissa innfluttra vara og mun að óbreyttu valda áframhaldandi lækkun, segja viðmælendur Morgunblaðsins. Meira
8. maí 2010 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd | ókeypis

Þing til heiðurs Árna Eylands búnaðarfrömuði

EYLANDS-ÞING verður haldið á Hvanneyri í dag. Með þinginu á að minnast Árna G. Eylands og starfs hans sem einn helsti frumkvöðull tæknivæðingar og nýrra verkhátta í sveitum á tuttugustu öld. Árni var fæddur á Þúfum í Óslandshlíð 8. maí 1895. Meira

Ritstjórnargreinar

8. maí 2010 | Staksteinar | 207 orð | 2 myndir | ókeypis

Bankaráðsmönnum hótað

Fyrir tuttugu árum voru Mörður Árnason og Már Guðmundsson önnum kafnir við að aðstoða Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra við að slá met í skattahækkunum. (Það met hefur síðan fengið harða samkeppni frá Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra. Meira
8. maí 2010 | Leiðarar | 230 orð | ókeypis

Frelsissvipting er neyðarúrræði

Enginn getur í hjarta sínu fagnað gæslufangelsun tveggja bankamanna, þótt sú aðgerð kunni að hafa verið óhjákvæmileg. Og gildir hið sama um aðra þá sem í slíkum raunum lenda, hvort sem þeir eiga mikið undir sér eða lítið, sem oftar er. Meira
8. maí 2010 | Leiðarar | 391 orð | ókeypis

Þingi og þjóð sagt ósatt

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur sagt fjölmiðlum að hún hafi ekki lofað seðlabankastjóra betri launakjörum en lög gera ráð fyrir. Hún hefur, eftir að vera þráspurð um málið, veitt sömu svör á Alþingi. Meira

Menning

8. maí 2010 | Kvikmyndir | 128 orð | 1 mynd | ókeypis

13 myndir sýndar áfram

KVIKMYNDAHÁTÍÐ Græna ljóssins, Bíódögum 2010, lauk í fyrradag en ákveðið hefur verið að sýna 13 kvikmyndir áfram. Um 10 þúsund gestir sóttu hátíðina og segir Ísleifur B. Meira
8. maí 2010 | Fjölmiðlar | 182 orð | 1 mynd | ókeypis

Alltaf sami leikurinn?

Í nokkurn tíma hefur dagskrá Ríkissjónvarpsins raskast hvað eftir annað vegna beinna útsendinga frá handboltaleikjum. Í hugum þeirra sem líta ekki á boltaleiki sem göfuga og uppbyggilega iðju er þetta dagskrárrof ævinlega jafn dularfullt. Meira
8. maí 2010 | Tónlist | 43 orð | 1 mynd | ókeypis

Amadou & Mariam á HM í knattspyrnu

Malíska tónlistartvíeykið Amadou & Mariam kemur fram á opnunartónleikum Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Suður-Afríku 10. júní nk. ásamt Aliciu Keys, Shakiru og Black Eyed Peas, svo einhverjir séu nefndir. Meira
8. maí 2010 | Myndlist | 452 orð | 2 myndir | ókeypis

Ásjóna og rödd safnaðarins

Sýningin stendur fram á sumar. Sýningin er á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju. Sýningarstjóri Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarmaður. Aðgangur ókeypis. Meira
8. maí 2010 | Fólk í fréttum | 96 orð | 2 myndir | ókeypis

Brad Bird leikstýrir Tom Cruise

KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN Brad Bird hefur fengið það starf að leikstýra fjórðu Mission: Impossible-kvikmyndinni. Hann leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Monster á sínum tíma. Meira
8. maí 2010 | Tónlist | 326 orð | 2 myndir | ókeypis

Dansvænt ástarpopp

Eftir Matthías Árna Ingimarsson matthiasarni@mbl.is ÞAÐ er í mörg horn að líta hjá söngkonunni Heru Björk Þórhallsdóttur þessa dagana. Meira
8. maí 2010 | Menningarlíf | 129 orð | ókeypis

Ein bók fyrir alla

FYRIR rúmum áratug hrinti bókavörður í Seattle af stað verkefni sem felst í að fá sem flesta íbúa í tiltekinni borg til að lesa sömu bókina. Meira
8. maí 2010 | Tónlist | 46 orð | 1 mynd | ókeypis

Evróvisjónlög leikin á netútvarpsstöð

Eurorásin heitir íslensk netútvarpsstöð sem helgar sig Evróvisjóntónlist, á slóðinni www.eurorasin.is. Eru þar bæði leikin íslensk og erlend Evróvisjónlög. Gunnar nokkur Ásgeirsson gerir rásina út en kl. Meira
8. maí 2010 | Leiklist | 205 orð | 1 mynd | ókeypis

Gamanleikurinn 39 þrep kominn suður

VEGNA mikillar eftirspurnar hefur Leikfélag Akureyrar ákveðið að sýna gamanleikinn 39 þrep í Íslensku óperunni um helgina. Óhætt er að segja að sýningin hafi slegið í gegn þar sem uppselt var á nær 50 sýningar. Meira
8. maí 2010 | Fólk í fréttum | 349 orð | 1 mynd | ókeypis

Hádramatísk unglingsár

SUNNUDAGINN 16. maí ætlar leikkonan Anna Svava Knútsdóttir að flytja uppistandið Dagbók Önnu Knúts í annað sinn á Kaffi Rósenberg en það var einmitt frumflutt á sama stað nú á dögunum. Meira
8. maí 2010 | Leiklist | 106 orð | 1 mynd | ókeypis

Hellisbúinn flakkar um landið

SÝNINGUM á gamaneinleiknum Hellisbúanum lauk 30. apríl sl. í Íslensku óperunni. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að flytja Hellisbúann út á land og verður hann á ferðinni 5. – 19. júní. Sex bæjarfélög verða heimsótt sem hér segir: 5. Meira
8. maí 2010 | Dans | 71 orð | 1 mynd | ókeypis

Íd „óvænt stjarna“ danshátíðar í Bremen

* Íslenski dansflokkurinn sló í gegn á danshátíð í Bremen sem haldin var 9.-17. apríl. Meira
8. maí 2010 | Tónlist | 166 orð | 1 mynd | ókeypis

Íslenska óperan kemur á óvart úti um borg og bý

ÍSLENSKA óperan tekur þátt í Evrópska óperudeginum á morgun, en hann er árlegur viðburður Samtaka óperuhúsa og -hátíða í Evrópu og fer fram í fjölda óperuhúsa í mörgum löndum álfunnar. Meira
8. maí 2010 | Myndlist | 86 orð | 1 mynd | ókeypis

Jón Ingi sýnir í Gallerí Gónhól

JÓN INGI Sigurmundsson opnaði málverkasýningu í Gallerí Gónhól á Eyrarbakka 1. maí síðastliðinn. Á sýningunni eru aðallega landslagsmyndir og brugðið upp götumyndum frá Eyrarbakka, málað með olíu en þó mest með vatnslitum. Meira
8. maí 2010 | Tónlist | 52 orð | 1 mynd | ókeypis

Jussanam og Agnar flytja brasilísk lög

* Brasilíska söngkonan Jussanam mun syngja brasílísk lög eftir meistara á borð við Caetano Veloso, Jorge Ben og Tom Jobin í Kaffitári við Borgartún 10-12 á morgun, milli kl. 13 og 15. Agnar Már Magnússon mun leika undir á píanó. Meira
8. maí 2010 | Myndlist | 78 orð | 1 mynd | ókeypis

Ljósmyndasýning Önfirðingafélagsins

ÖNFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík efnir til ljósmyndasýningar í minningu Gunnlaugs Finnssonar á Sólbakka 6 á Flateyri á morgun kl. 15:30. Meira
8. maí 2010 | Bókmenntir | 400 orð | 1 mynd | ókeypis

Menningarhátíð Kópavogs

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is KÓPAVOGSDAGAR, árleg menningarhátíð Kópavogsbæjar, hefjast í dag og standa út næstu viku. Meira
8. maí 2010 | Fólk í fréttum | 127 orð | 1 mynd | ókeypis

Morrissey sigar lögmönnum á BBC

SÖNGVARINN Morrissey kom í veg fyrir að breska ríkisútvarpið, BBC, léki áður óheyrða upptöku af lagi með honum. Morrissey hótaði málsókn gegn BBC léki það upptökuna og fékk lögfræðinga til þess verks. Meira
8. maí 2010 | Fólk í fréttum | 360 orð | 4 myndir | ókeypis

Nýjasta stjarna hvíta tjaldsins

Nýjasta ungstirnið í Hollywood og sá sem flestar unglingsstúlkur slefa yfir um þessar mundir er breski leikarinn Aaron Perry Johnson. Johnson fer með aðalhlutverkið í gamanmyndinni Kick-Ass sem er ein sú vinsælasta í bíóhúsum hérlendis nú. Meira
8. maí 2010 | Fólk í fréttum | 56 orð | 1 mynd | ókeypis

Paltrow í fantaformi

LEIKKONAN Gwyneth Paltrow hefur greint frá því hvernig hún kom sér í form fyrir kvikmyndina Iron Man 2 . Meira
8. maí 2010 | Kvikmyndir | 773 orð | 2 myndir | ókeypis

Stjórnvöld hlusta ekki á Parrot

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is HEIMILDARMYNDIN Feathered Cocaine hefur vakið þónokkra athygli vestanhafs og þá einkum vegna þess að í henni er því haldið fram að Osama bin Laden, leiðtogi Al Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé í Íran. Meira
8. maí 2010 | Tónlist | 118 orð | 1 mynd | ókeypis

Sungið á sjö tungumálum

KVENNAKÓR Reykjavíkur stendur á þeim tímamótum að nýr stjórnandi hefur tekið við kórnum. Meira
8. maí 2010 | Kvikmyndir | 43 orð | 1 mynd | ókeypis

The Good Heart verðlaunuð í Póllandi

* Kvikmynd Dags Kára Péturssonar , The Good Heart, vann til áhorfendaverðlauna á kvikmyndahátíðinni Off Plus Camera í Kraká í Póllandi sem er nýlokið. Meira
8. maí 2010 | Bókmenntir | 60 orð | 1 mynd | ókeypis

Til heiðurs Jóhannesi úr Kötlum

HÁTÍÐARDAGSKRÁ til heiðurs Jóhannesi úr Kötlum verður haldin á morgun í Bókasal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu, í tilefni af útkomu nýrrar bókar með úrvali ljóða Jóhannesar. Dagskráin hefst kl. 16 og verk Jóhannesar verða flutt í tali og tónum. Meira
8. maí 2010 | Bókmenntir | 74 orð | 1 mynd | ókeypis

Þversagnarkennd skapgerð Egils

ÞVERSAGNARKENND skapgerð Egils Skallagrímssonar er viðfangsefni opins fyrirlestrar sem Laurence de Looze, prófessor í samanburðarbókmenntum við University of Western Ontario, flytur í stofu 101 í Odda á mánudag kl. 16:00. Meira

Umræðan

8. maí 2010 | Aðsent efni | 599 orð | 1 mynd | ókeypis

Að ausa auði úr annars buddu

Eftir Ásgeir Valdimarsson: "Hér dugir enginn kattaþvottur, mjálm eða yfirklór, stjórnvöld verða að fara að sýna hvort þau stjórna í þessu landi eða ekki." Meira
8. maí 2010 | Aðsent efni | 615 orð | 1 mynd | ókeypis

Athugasemdir vegna skrifa Jóhanns Páls Símonarsonar um Gildi

Eftir Vilhjálm Egilsson: "Jóhann Páll hefur lesið skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eins og skrattinn Biblíuna." Meira
8. maí 2010 | Aðsent efni | 331 orð | 1 mynd | ókeypis

Betra samfélag

Eftir Ingvar Mar Jónsson: "STARFS míns vegna hef ég ekki komist hjá því að bera Reykjavík saman við aðrar borgir. Ég hef séð flest það besta og það versta sem borgir víða um heim hafa upp á að bjóða. Það sem við getum gert til þess að Reykjavík verði betri borg er t.d." Meira
8. maí 2010 | Aðsent efni | 790 orð | 1 mynd | ókeypis

Gengislánin – Blekkingarleikur félagsmálaráðherra?

Eftir Braga Dór Hafþórsson: "Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að koma til móts við skuldara. Er það samt sem áður bara blekkingarleikur?" Meira
8. maí 2010 | Aðsent efni | 732 orð | 1 mynd | ókeypis

Háskóli Íslands í fallhættu

Eftir Svein Tryggvason: "Það er sök sér að hneigð prófessors til stjórnmálaáróðurs reki hann í ógöngur. Það er öllu verra að HÍ bjóði ekki upp á fjölbreyttari skoðanaskipti." Meira
8. maí 2010 | Aðsent efni | 257 orð | 1 mynd | ókeypis

Íbúalýðræði í Kópavogi

Eftir Helga Helgason: "ÞAÐ hefur vakið athygli mína að frambjóðendur gamla fjórflokksins í Kópavogi tala mjög fjálglega fyrir þessar bæjarstjórnarkosningar um opnari stjórnsýslu, að íbúar verði að hafa betri aðkomu að ákvörðunum um skipulag, að það verði að treysta..." Meira
8. maí 2010 | Aðsent efni | 462 orð | 1 mynd | ókeypis

Mikil og góð tíðindi fyrir Reykvíkinga

Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur: "Á hverjum einasta degi njóta borgarbúar þess í eigin fjárhag að í rekstri Reykjavíkurborgar hefur verið tekið á málum af framsýni og festu." Meira
8. maí 2010 | Aðsent efni | 787 orð | 1 mynd | ókeypis

Rökleysur loftslagsumræðunnar

Eftir Svein Atla Gunnarsson: "Í þessu ljósi eru það rökleysur þegar staðhæfingar eru settar fram án þess að á bak við þær liggi gögn byggð á rannsóknum sem framkvæmdar eru með vísindalegum aðferðum..." Meira
8. maí 2010 | Aðsent efni | 248 orð | 1 mynd | ókeypis

Sameinum krafta Álftnesinga

Eftir Snorra Finnlaugsson: "EFTIR tæpan mánuð fara fram kosningar til sveitarstjórnar á Álftanesi við mjög svo óvenjulegar aðstæður." Meira
8. maí 2010 | Aðsent efni | 300 orð | 1 mynd | ókeypis

Um dragnótaveiðar

Eftir Ragnar Sighvats.: "Hér í Skagafirði er almenn ánægja með þessa friðun sem sjávarútvegsráðherra leggur til og lengi er búið að berjast fyrir..." Meira
8. maí 2010 | Pistlar | 464 orð | 1 mynd | ókeypis

Uns sekt er sönnuð

Ábyrgð er eitt af hugtökum áratugarins. Mikið hefur verið rætt um þetta litla orð sem er þó svo stórt. Heiðarleiki og virðing eru önnur sem skipta sköpum í góðu samfélagi. Meira
8. maí 2010 | Velvakandi | 215 orð | 2 myndir | ókeypis

Velvakandi

Seldu fjörusteina og skeljar Þessar stúlkur í fyrsta, öðrum og þriðja bekk Grunnskólans á Þórshöfn settu upp lítið söluborð, þar sem þær seldu fallega fjörusteina, skeljar og annað smálegt. Þetta var til styrktar Rauða krossinum og söluágóðann, 10. Meira
8. maí 2010 | Aðsent efni | 765 orð | 1 mynd | ókeypis

Víkingar og skáld: Á réttri leið réttan veg?

Eftir Jónas Gunnar Einarsson: "Ef almannahag skyldi skipað til rétts öndvegis ofar sérhagsmunum í markaðshagkerfi fer nær lagi að segja góðan hálfan björn unninn..." Meira

Minningargreinar

8. maí 2010 | Minningargreinar | 3232 orð | 1 mynd | ókeypis

Anna Sigurkarlsdóttir

Anna Sigurkarlsdóttir fæddist 14. júlí 1927 í Kaupmannahöfn. Hún lést á Landspítalanum 26. apríl sl. Foreldrar hennar voru Sigurkarl Stefánsson, stærðfræðingur, f. 2. apríl 1902, frá Kleifum í Gilsfirði, og kona hans Sigríður Guðjónsdóttir, f. 25. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2010 | Minningargreinar | 1501 orð | 1 mynd | ókeypis

Álfheiður Björk Einarsdóttir

Álfheiður Björk Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 28. maí 1945. Hún lést á Landspítalanum 23. apríl síðastliðinn. Útför Álfheiðar fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 4. maí 2010. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2010 | Minningargreinar | 1962 orð | 1 mynd | ókeypis

Ármann Þór Ásmundsson

Ármann Þór Ásmundsson fæddist á Suðurgötu 25 hinn 19. maí 1934. Hann andaðist á Landspítalanum 25. apríl 2010. Útför Ármanns Þórs fór fram frá Bústaðakirkju 4. maí 2010. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2010 | Minningargreinar | 2993 orð | 1 mynd | ókeypis

Erlingur Hansson

Erlingur Hansson fæddist 13. apríl 1926 að Ketilsstöðum í Hörðudalshreppi, Dalasýslu. Hann lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti, 22. apríl síðastliðinn. Útför Erlings fór fram frá Hjallakirkju 4. maí 2010. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2010 | Minningargreinar | 1096 orð | 1 mynd | ókeypis

Guðbjörg Steindórsdóttir/Þórbergsdóttir

Guðbjörg Steindórsdóttir/Þórbergsdóttir (Bagga) fæddist hinn 24. janúar árið 1924. Hún lést á taugalækningadeild Landspítalans í Fossvogi hinn 27. apríl 2010. Foreldrar Guðbjargar voru Sólrún Jónsdóttir, f. 18. janúar 1897, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2010 | Minningargreinar | 1448 orð | 1 mynd | ókeypis

Hallgrímur Halldór Brynjarsson

Hallgrímur Halldór Brynjarsson sjómaður fæddist 15. apríl 1960. Hann lést í Göngustaðakoti í Svarfaðardal 18. apríl sl. Foreldrar hans eru Ólöf Hallgrímsdóttir húsmóðir og fiskverkakona og Brynjar Þór Halldórsson sjómaður og fiskeldismaður á Húsavík. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2010 | Minningargreinar | 885 orð | 1 mynd | ókeypis

Hólmfríður Rósa Árnadóttir

Hólmfríður Rósa Árnadóttir fæddist á Knarrareyri á Flateyjardal 1. apríl 1919. Hún lést á dvalarheimilinu Kjarnalundi 29. apríl 2010. Foreldrar hennar voru Jóhanna Jónsdóttir, húsfreyja á Knarrareyri, f. 4. júní 1877 í Neðribæ í Flatey á Skjálfanda, d. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2010 | Minningargreinar | 1681 orð | 1 mynd | ókeypis

Jóhanna Hrönn Ármannsdóttir

Jóhanna Hrönn Ármannsdóttir fæddist í Reykjavík þann 23. apríl 1953. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Kaupmannahöfn fimmtudaginn 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ármann Jónsson, hæstaréttarlögmaður, f. 27. júní 1920, d. 31. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2010 | Minningargreinar | 320 orð | 1 mynd | ókeypis

Jóhanna Lovísa Viggósdóttir

Jóhanna Lovísa Viggósdóttir, eða Hanna Lísa eins og allir kölluðu hana, fæddist í Reykjavík 22. október 1954. Hún lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 15. apríl síðastliðinn. Útför Hönnu Lísu fór fram frá Fossvogskirkju 23. apríl 2010. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2010 | Minningargreinar | 4113 orð | 1 mynd | ókeypis

Jón Karl Óðinsson

Jón Karl Óðinsson var fæddur 20. janúar 1983. Hann lést að Einarsnesi 29. apríl sl. Foreldrar hans eru Óðinn Sigþórsson, f. 5.7. 1951, sonur Sigþórs Karls Þórarinssonar, f. 28.1. 1918, d. 23.1. 1981 og Sigríðar Guðmundsdóttur, f. 11.12. 1916, d. 8.9. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2010 | Minningargreinar | 689 orð | 1 mynd | ókeypis

Karl Guðjón Guðmundsson

Karl Guðjón Guðmundsson fæddist í Þórisdal í Lóni 27. janúar 1920. Hann lést föstudaginn 30. apríl 2010. Foreldrar hans voru Guðmundur Halldórsson, f. 19.12. 1889, d. 14.12. 1974, og Ingibjörg Einarsdóttir, f. 3.6. 1890, d. 1.11. 1962. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2010 | Minningargreinar | 1446 orð | 1 mynd | ókeypis

Katrín Þorgrímsdóttir

Katrín Þorgrímsdóttir, nudd- og snyrtifræðingur, fæddist í Reykjavík 4. desember 1942. Hún lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi 22. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Sigríður Þórðardóttir, matráðskona, f. 14. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2010 | Minningargreinar | 750 orð | 1 mynd | ókeypis

Kristjón Pálmarsson

Kristjón Pálmarsson fæddist að Unhóli í Þykkvabæ 13. maí 1927. Hann lést á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu 24. apríl sl. Foreldrar hans voru hjónin og ábúendur á Unhóli, Pálmar Jónsson f. 9.6. 1899, d. 7.3. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2010 | Minningargreinar | 589 orð | 1 mynd | ókeypis

Magnús Margeir Jónsson

Magnús Margeir Jónsson húsasmíðameistari fæddist í Keflavík 21. janúar 1925. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 25. apríl sl. Útför Magnúsar fór fram frá Keflavíkurkirkju 7. maí 2010. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2010 | Minningargreinar | 342 orð | 1 mynd | ókeypis

Marheiður Viggósdóttir

Marheiður Viggósdóttir fæddist á Akureyri 6. ágúst 1926. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði, að morgni sunnudagsins 25. apríl sl. Útför Marheiðar fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 4. maí 2010. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2010 | Minningargreinar | 1234 orð | 1 mynd | ókeypis

Martha María Aðalsteinsdóttir

Martha María Aðalsteinsdóttir fæddist 5. október 1935 í Reykjavík. Hún lést á heimili sínu á Þorvaldsstöðum í Breiðdal 2. maí sl. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2010 | Minningargreinar | 2542 orð | 1 mynd | ókeypis

Ólafur Einir Gunnarsson

Ólafur Einir Gunnarsson fæddist í Reykjavík 13. febrúar 1941. Hann lést á heimili sínu, Íragerði 3, Stokkseyri, 27. apríl sl. Foreldrar hans voru Arndís Tómasdóttir, f. 27. nóv. 1905, d. 29. sept. 1986, og Gunnar Ólafsson, f. 25. apríl 1906, d. 29. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

8. maí 2010 | Viðskiptafréttir | 176 orð | 1 mynd | ókeypis

Arion hagnast

Hagnaður Arion banka á árinu 2009 nam 12,8 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár var 16,7%. Enginn arður verður greiddur til hluthafa bankans árið 2010 vegna hagnaðar hans á síðasta ári. Með yfirtöku Kaupskila á 87% hlut í Arion banka hinn 8. Meira
8. maí 2010 | Viðskiptafréttir | 34 orð | ókeypis

Skuldabréfavísitalan breyttist lítið í gær

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% í gær, í 5,5 milljarða króna viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 1,6 milljarða króna veltu og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 3,6 milljarða króna... Meira
8. maí 2010 | Viðskiptafréttir | 629 orð | 3 myndir | ókeypis

Ætlun Kaupþings var að hafa áhrif á markaðinn

Kaupþing varði miklum fjármunum haustið 2008 til að hafa áhrif á skuldatryggingaálag á bréfum sínum. Féð rann á endanum allt í vasa hins þýska Deutsche Bank. Meira

Daglegt líf

8. maí 2010 | Daglegt líf | 775 orð | 3 myndir | ókeypis

Að höggva eða vera höggvin

Víst er hún fögur þessi íþrótt en ekki er allt eins einfalt og virðist við fyrstu sýn. Blaðamaður brá sér á æfingu í skylmingum með höggsverði og fékk heldur betur að finna fyrir því í hraðkennslu hjá Norðurlandameistara. Meira
8. maí 2010 | Daglegt líf | 85 orð | 1 mynd | ókeypis

Afrakstur námsins

Vorsýning og opið hús verður í Kvöldskóla Kópavogs á morgun, sunnudaginn 9. maí, kl. 13 til 17 í Snælandsskóla. Á sýningunni er starfsemi skólans kynnt meðal annars með því að sýna afrakstur af vinnu nemenda í verklegum námskeiðum frá liðnum vetri. Meira
8. maí 2010 | Daglegt líf | 126 orð | 1 mynd | ókeypis

...fáið frítt kaffi og köku

Kvennafyrirtækið Kaffitár hefur heldur betur bætt kaffimenningu Íslands og í dag verður blásið til afmælishátíðar í öllum kaffihúsum Társins í tilefni af tuttugu ára afmæli fyrirtækisins. Meira

Fastir þættir

8. maí 2010 | Árnað heilla | 42 orð | 1 mynd | ókeypis

100 ára

Stefán Bjarnason frá Ölvisholti í Flóa varð hundrað ára í gær, 7. maí. Stefán heldur upp á afmælið í dag, laugardaginn 8. maí og verður með opið hús fyrir alla vini og kunningja á heimili sínu Sunnuvegi 19, Reykjavík, frá klukkan... Meira
8. maí 2010 | Dagbók | 183 orð | ókeypis

Af vísnaveiru og svínum

Hallmundur Kristinsson vakti máls á því á Leirnum, póstlista hagyrðinga, að vísnaflensuveiran væri „eldgamall genatískur sjúkdómsvaldur, trúlega upprunninn í Skagafirði og hefur þaðan breiðst út um nálæg byggðarlög í fyrstu, og síðan um land allt... Meira
8. maí 2010 | Fastir þættir | 151 orð | ókeypis

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Verst spilaða alslemman Norður &spade;KD53 &heart;G109863 ⋄4 &klubs;G7 Vestur Austur &spade;96 &spade;G108 &heart;42 &heart;K75 ⋄97532 ⋄G86 &klubs;KD92 &klubs;10865 Suður &spade;Á742 &heart;ÁD ⋄ÁKD10 &klubs;Á43 Suður spilar 7&spade;. Meira
8. maí 2010 | Fastir þættir | 208 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 4. maí var spilað á 18 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Bragi Björnss. – Bjarnar Ingimars 368 Auðunn Guðmss. – Óli Gíslason 362 Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 360 A/V Örn Einarss. Meira
8. maí 2010 | Í dag | 133 orð | 1 mynd | ókeypis

Gallagher gerir Bítlamynd

BÚIST er við því að söngvarinn Liam Gallagher muni kynna á kvikmyndahátíðinni í Cannes í næstu viku að hann sé að hefja framleiðslu á nýrri kvikmynd um síðustu ár Bítlanna. Meira
8. maí 2010 | Í dag | 1818 orð | ókeypis

(Jóh. 16)

Orð dagsins: Biðjið í Jesú nafni. Meira
8. maí 2010 | Í dag | 27 orð | ókeypis

Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og...

Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34. Meira
8. maí 2010 | Árnað heilla | 158 orð | 1 mynd | ókeypis

Sannkallað afmælisbarn

„ÉG er afmælisbarn og hef alltaf haldið upp á stórafmælin mín. Á minni afmælum koma vinir og fjölskylda einnig ávallt í heimsókn. Þar að auki er ég félagsvera og vil hafa margt fólk í kringum mig. Ég er t.d. Meira
8. maí 2010 | Fastir þættir | 113 orð | 1 mynd | ókeypis

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. c3 g6 3. d4 cxd4 4. cxd4 d5 5. exd5 Rf6 6. Rf3 Rxd5 7. Rc3 Bg7 8. Bc4 Rxc3 9. bxc3 O-O 10. Bf4 a6 11. a4 Da5 12. O-O Bd7 13. Re5 Dxc3 14. Hc1 Da3 15. Bb3 Be6 16. Bxe6 fxe6 17. Dg4 Db3 18. Hc7 Bxe5 19. dxe5 Rc6 20. Bh6 Hf5 21. Meira
8. maí 2010 | Fastir þættir | 297 orð | ókeypis

Víkverjiskrifar

Víkverji vill huga vel að heilsu sinni og hefur ákveðna kenningu um það hvernig hann geti haldið sjálfum sér í formi. Meira
8. maí 2010 | Í dag | 125 orð | 1 mynd | ókeypis

Þetta gerðist...

8. maí 1970 Lýður Jónsson, vegaverkstjóri á Vestfjörðum, hlaut Silfurbíl Samvinnutrygginga fyrir það frumkvæði sitt að skipta blindhæðum á þjóðvegum. Fyrsta hæðin sem hann skipti, sumarið 1954, var á veginum milli Haukadals og Meðaldals í Dýrafirði. 8. Meira

Íþróttir

8. maí 2010 | Íþróttir | 520 orð | 2 myndir | ókeypis

Allt undir á Ásvöllum

Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram í handknattleik, telur að úrslitaleikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla, sem fram fer á Ásvöllum í dag og hefst kl. 14 verði jafn og spennandi. Meira
8. maí 2010 | Íþróttir | 477 orð | 2 myndir | ókeypis

„Óheiðarlegt“ en öllum virtist alveg sama

Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu í gærkvöld sigur í meistarakeppni KSÍ með því að leggja „silfurlið“ Breiðabliks að velli, 4:0, í Kórnum. Meira
8. maí 2010 | Íþróttir | 271 orð | ókeypis

Birkir hefur alla burði

BIRKIR Bjarnason, leikmaður U21 árs landsliðsins og norska úrvalsdeildarliðsins Viking í Stavanger, er undir smásjá margra liða að sögn forráðamanna félagsins. Meira
8. maí 2010 | Íþróttir | 89 orð | ókeypis

Borce Ilievski tekur við liði Tindastóls

BORCE Ilievski mun færa sig um set innan norðvesturkjördæmis og verður næsti þjálfari úrvalsdeildarliðs Tindastóls í körfuknattleik karla. Samningur þess efnis var undirritaður á lokahófi Tindastóls á Sauðárkróki í gærkvöldi. Meira
8. maí 2010 | Íþróttir | 306 orð | 2 myndir | ókeypis

Chelsea með pálmann í höndunum en Ferguson vonast eftir kraftaverki

ÞAÐ ræðst á morgun hvort það verður Chelsea eða Manchester United sem hampar Englandsmeistaratitlinum í knattspyrnu í ár en þá fer fram lokaumferð deildarinnar. Chelsea er með pálmann í höndum. Meira
8. maí 2010 | Íþróttir | 99 orð | ókeypis

Einar tekur við hjá Haukum

EINAR Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Hauka í úrvalsdeildinni í handknattleik. Hann tekur við af Díönu Guðjónsdóttur sem leyst var frá störfum snemma í vikunni. Meira
8. maí 2010 | Íþróttir | 796 orð | 2 myndir | ókeypis

,,Enginn feluleikur, við ætlum okkur upp“

Akurnesingum er spáð velgengni í 1. deild karla í knattspyrnu í sumar en flautað verður til leiks í deildinni á morgun. Meira
8. maí 2010 | Íþróttir | 358 orð | 2 myndir | ókeypis

Fólk sport@mbl.is

Forráðamenn danska úrvalsdeildarliðsins Esbjerg segjast hafa fengið þau skilaboð frá enska 1. Meira
8. maí 2010 | Íþróttir | 284 orð | 1 mynd | ókeypis

Fólk sport@mbl.is

Harry Redknapp var í gær útnefndur knattspyrnustjóri tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni fyrir þann árangur að koma Tottenham í fjórða sætið og þar með í Meistaradeild Evrópu. Meira
8. maí 2010 | Íþróttir | 308 orð | 1 mynd | ókeypis

Grasið er gott í Vesturbæ og á Hlíðarenda

Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is ÞRÁTT fyrir kalt vor þar til fyrir skömmu er ástand grasvallanna víðast hvar orðið nokkuð gott. Meira
8. maí 2010 | Íþróttir | 383 orð | 1 mynd | ókeypis

Hamm gerir Einari tilboð

Þýska handknattleiksfélagið ASV Hamm mun eftir helgina gera Einari Hólmgeirssyni eins árs tilboð. Yfirgnæfandi líkur eru á að ASV Hamm leiki í 1. deild á næstu leiktíð en liðið trónir á toppi norðurriðils 2. deildar um þessar mundir. Meira
8. maí 2010 | Íþróttir | 46 orð | 2 myndir | ókeypis

ÍR varð tvöfaldur meistari í keilunni

ÍR-INGAR stóðu uppi sem Íslandsmeistarar í keilu, bæði í kvenna- og karlaflokki, eftir sigra í oddaleikjum Íslandsmótsins í Keiluhöllinni í fyrrakvöld. ÍR-KLS sigraði KFR-Lærlinga, 15:5, í karlaflokki og vann þar með einvígið 34:26. Meira
8. maí 2010 | Íþróttir | 174 orð | ókeypis

KNATTSPYRNA VISA-bikar karla Bikarkeppni KSÍ, 1. umferð: Gnúpverjar...

KNATTSPYRNA VISA-bikar karla Bikarkeppni KSÍ, 1. umferð: Gnúpverjar – Kjalnesingar 1:1 *Kjalnesingar unnu 3:0 í vítaspyrnukeppni og mæta Leikni R. í 2. umferð. Meira
8. maí 2010 | Íþróttir | 1074 orð | 12 myndir | ókeypis

Liðin sem leika í 1. deild karla 2010

Þróttur 2 Runólfur S. Sigmundsson. 3 Hallur Hallsson. 4 Helgi Pétur Magnússon. 5 Birkir Pálsson. 6 Eysteinn P. Lárusson. 7 Oddur Björnsson. 8 Milos Tanasic. 9 Muamer Sadikovic. 10 Erlingur Jack Guðmundsson. 11 Hjörvar Hermannsson. 14 Halldór A. Hilmisson. Meira
8. maí 2010 | Íþróttir | 289 orð | 1 mynd | ókeypis

Um 150 keppendur á NM í júdó

AFREKSFÓLK í júdó mun reyna með sér í Laugardalshöllinni um helgina þar sem fram fer Norðurlandamót í íþróttinni. Mótið er haldið hérlendis á fimm ára fresti að jafnaði og var síðast á Íslandi árið 2005. Meira

Sunnudagsblað

8. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 71 orð | ókeypis

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 9. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.