Greinar þriðjudaginn 1. mars 2011

Fréttir

1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Ágreiningur um eignir Eyrarodda

Líklegt er að Byggðastofnun gerist meðeigandi Lotnu ehf. að eignum þrotabús Eyrarodda hf. á Flateyri. Náist ekki samningar mun Byggðastofnun leysa til sín þær eignir sem það á veð í. Aðrir veðkröfuhafar hafa samþykkt tilboð Lotnu. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 472 orð | 2 myndir

„En málið verður leyst“

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ljóst er að sveitarfélög geta ekki vikið sér undan þeirri skyldu að tryggja með einhverjum hætti öllum fötluðum keyrslu til og frá vinnu, eins og gert er í Reykjavík. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

„Með hreinan skjöld“

Baldur Arnarson baldura@mbl. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 420 orð | 3 myndir

„Þarf ekki mannlega krafta“

Gísli Baldur Gíslason Baldur Arnarson Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að afstaða sín og annarra þingmanna Vinstri grænna til fjárfestingaráætlunar um nýtt álver í Helguvík liggi fyrir, enda hafi þeir allir greitt atkvæði gegn henni á... Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Bræla á loðnumiðum og ótíð í kortunum

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það eru engar aðstæður þessa dagana til að stunda nótaveiðar, bræla og haugasjór,“ sagði Sturla Einarsson, skipstjóri á nótaskipinu Guðmundi VE, í samtali eftir hádegi í gær. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 340 orð | 1 mynd

Ekki lengur með hæstu lágmarkslaunin

Samningsbundin lágmarkslaun á Íslandi eru ekki lengur þau hæstu meðal Evrópuþjóða. Fyrir bankahrun voru lágmarkslaun á Íslandi þau hæstu í samanburði við önnur Evrópulönd og Bandaríkin, sem eru með lögbundin eða skuldbindandi ákvæði um lágmarkslaun. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Ekki meðal flutningsmanna tillögu

Þingsályktunartillaga um skipun stjórnlagaráðs var lögð fram á Alþingi í gær. Hún kveður á um að þeim sem landskjörstjórn úthlutaði sæti á stjórnlagaþingi verði boðin sæti í ráðinu og að það skili af sér frumvarpi til stjórnskipunarlaga fyrir júnílok. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Eldsneytisverð í hæstu hæðum

Ekkert lát er á verðhækkunum á eldsneyti. Þannig hækkaði bensínlítrinn um 4 kr. hjá Shell, Olís og N1 í gær í 226,90 kr. Dísilolía hækkaði hins vegar um 5 kr. í 231,80 kr. hjá stóru olíufélögunum þremur. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 1265 orð | 4 myndir

Fetum í fótspor innflytjenda

Baksvið Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Eftir að kreppan skall á hafa margir Íslendingar lent í nákvæmlega sömu stöðu og þeir innflytjendur sem komu hingað til lands í góðærinu í leit að vinnu og betra lífi. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 87 orð

Fundur um vísindi og nýsköpun

Vísinda- og tækniráð efnir til umræðu um vísinda- og nýsköpunarkerfi á fjórum opnum fundum. Annar fundurinn í þessari fundaröð verður haldinn á morgun, miðvikudag, kl. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Goðafoss í slipp og áhöfnin á heimleið

Ráðgert er að Goðafoss sigli í höfn í Óðinsvéum í Danmörku um fjögurleytið í dag, eftir stutta siglingu frá Óslóarfirði í Noregi. Þar verður Goðafoss tekinn í slipp, en töluverðar skemmdir urðu á skrokki skipsins er það strandaði við Hvaleyjar þann 17. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 85 orð

Gríðarfjöldi smáskjálfta

453 skjálftar mældust við Krýsuvík á 36 tímum Skjálftavirkni við Krýsuvík var að mestu yfirstaðin síðdegis í gær, en gríðarleg virkni hafði verið á svæðinu frá því aðfaranótt sunnudags. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 66 orð

Grænlenskur sjómaður drukknaði

Grænlenski sjómaðurinn sem féll fyrir borð út af Malarrifi á Snæfellsnesi á sunnudagskvöld var úrskurðaður látinn eftir að hann náðist um borð. Hann var sjómaður á grænlensku nótaveiðaskipi sem var við loðnuveiðar vestur af landinu. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 631 orð | 3 myndir

Halda sínu striki með fiskvinnslu á Flateyri

Fréttaskýring Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Eigendur Lotnu ehf. halda sínu striki með útgerð og fiskvinnslu í eignum þrotabús Eyrarodda á Flateyri þrátt fyrir að Byggðastofnun hafi hafnað yfirtöku þeirra á eignum sem stofnunin hefur veð í. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 181 orð | 3 myndir

Horfði um stund á bjargvættina áður en það hljóp til fjalla

Fjölskylda Láru Björnsdóttur á Fáskrúðsfirði bjargaði um helgina hreindýri sem var fast í gaddavír. „Við fjölskyldan vorum á leið í Mjóafjörð á Góugleði þeirra heimamanna,“ lýsir Lára atburðinum. Meira
1. mars 2011 | Erlendar fréttir | 294 orð | 2 myndir

Íhuga flugbann til að afstýra blóðbaði

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Ráðamenn á Vesturlöndum íhuguðu í gær þann möguleika að setja flugbann yfir Líbíu til að afstýra frekari fjöldamorðum í landinu en sögðust ekki ætla að grípa til slíkra aðgerða nema með samþykki öryggisráðs Sameinuðu... Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 67 orð

Jarðhitaráðstefna

Í dag, þriðjudag, verður ráðstefnan „Evrópski framhaldsnemadagurinn í jarðhitafræðum“ sett í húsi Orkustofnunar. Þetta er í annað sinn sem þessi ráðstefna er haldin en hún fór fyrst fram í Potzdam í fyrra. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 20 orð | 1 mynd

Kristinn

Innrömmun Anna Lára Kolbeins, brjóstaráðgjafi á kvennadeild Landspítalans, fræðir nýbakaða foreldra um brjóstagjöf, en mikil eftirspurn er eftir slíkri... Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Miðasala á fyrstu viðburði í tónlistarhúsinu hefst í dag

Miðasala hefst á hádegi í dag á fyrstu viðburði í tónlistarhúsinu Hörpu, en sérstök opnunarhátíð hefur verið dagsett 13. maí nk. Miðasala fer fram á www.harpa.is, www.midi.is, í síma 528-5050 og í miðasölunni Aðalstræti 2. Hægt verður m.a. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 375 orð | 2 myndir

Mottur á allra vörum í mars

Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Skautasvellið í Laugardalnum var löðrandi í karlmennsku í gær þegar lögreglumenn og slökkviliðsmenn tókust á í æsilegum íshokkíleik, allir prýddir myndarlegustu hormottum. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Peningasendingar erfiðari

Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Ég var oft spurð að því hér áður fyrr hvort það væri í menningu Pólverja að skilja börnin sín eftir. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 77 orð

Penninn segir upp starfsfólki

Penninn fækkar starfsfólki nú um mánaðamótin vegna skipulagsbreytinga og hagræðingaraðgerða innan fyrirtækisins. Þetta staðfestu forsvarsmenn fyrirtækisins við Morgunblaðið í gærkvöldi, en ekki fékkst staðfest hversu margir missa vinnuna. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Samtök um vímulausan lífsstíl

Landsþing samtakanna 0% fór fram um helgina, í þeim er ungt fólk á aldrinum 14-30 ára sem hefur valið sér lífsstíl án áfengis og annarra vímuefna. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Skattarnir á við mánaðarlaun

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jón Sveinsson leigubílstjóri er hættur að aka leigubíl suma virka daga vikunnar vegna þess að það borgar sig ekki lengur fyrir hann. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Skili af sér frumvarpi fyrir júnílok

Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Þingsályktunartillaga um skipun 25 manna stjórnlagaráðs var lögð fram á þingi í gær. Meira
1. mars 2011 | Erlendar fréttir | 455 orð | 1 mynd

Stefnir í deilu við Evrópusambandið

Bogi Þór Arason bogi@mbl. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 468 orð | 3 myndir

Sveitarfélög sýna fangelsi áhuga

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins eru nú þegar farin að undirbúa sig fyrir útboð á byggingu nýs fangelsis. Meira
1. mars 2011 | Erlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Talið að yfir 200 manns hafi látið lífið

Fyrsta útförin vegna jarðskjálftans í Christchurch á Nýja-Sjálandi fór fram í gær þegar fimm mánaða barn, sem fórst í hamförunum, var borið til grafar. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Útreiðartúr hressandi í veðurblíðunni

Útivera er yfirleitt flestum til góðs og hestamenn segja gjarnan að fátt jafnist á við góðan reiðtúr, ekki síst í veðurblíðu eins og verið hefur á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 302 orð

Vaxtakostnaður ofmetinn

Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Útreikningar um hugsanlegan kostnað íslenska ríkisins, fari svo að það tapi dómsmáli um Icesave, sem birtust í Fréttablaðinu og RÚV í gær byggjast á röngum forsendum, að sögn Reimars Péturssonar hæstaréttarlögmanns. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Vilja göng sem fyrst

AÐALFUNDUR Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri var haldinn á laugardag sl. Félagasvæði þess eru öll sveitarfélög Eyjafjarðarsýslu auk Fjallabyggðar og eru félagsmenn hátt í 400 talsins. Meira
1. mars 2011 | Innlendar fréttir | 420 orð | 2 myndir

Vonast eftir sátt um verndaráætlunina

Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hefur staðfest tillögu stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs að stjórnar- og verndaráætlun þjóðgarðsins. Þar með hefur áætlunin öðlast gildi. Meira

Ritstjórnargreinar

1. mars 2011 | Staksteinar | 204 orð | 1 mynd

Afsagnarkrafan var blekkingarleikur

Auðvitað kom ekkert annað til greina en að ríkisstjórnin kysi Ástráð Haraldsson aftur í stöðu formanns landskjörstjórnar. Ríkisstjórnin lét hann segja af sér vegna þess að hún hafði klúðrað lagasetningu um kosningu til stjórnlagaþings. Meira
1. mars 2011 | Leiðarar | 518 orð

Tími uppreisna

Vonandi verður hægt að tala með svipuðum hætti um 2011 og ár kraftaverkanna 1989 Meira

Menning

1. mars 2011 | Kvikmyndir | 99 orð | 2 myndir

Bieber! Bieber!

Táningspoppstjarnan og táningsstúlknatryllirinn Justin Bieber gerir það gott í íslenskum kvikmyndahúsum með þrívíddarkvikmyndinni Justin Bieber - Never Say Never. Meira
1. mars 2011 | Myndlist | 41 orð | 1 mynd

Draugabani og fjölfræðingur í skóla

Sýningin Marglaga – skynjunarskóli stendur nú yfir í Kling og Bang galleríi og verður skynjunarskólinn starfræktur meðan á sýningu stendur. Fyrsti viðburðurinn verður haldinn í kvöld kl. Meira
1. mars 2011 | Leiklist | 77 orð | 7 myndir

Draumur á Herranótt

Herranótt, leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, frumsýndi leikritið Draum á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare í Norðurpólnum föstudagskvöldið sl. Meira
1. mars 2011 | Fólk í fréttum | 434 orð | 2 myndir

Facebook-samfélagið

Hversu langt er þess að bíða að tíu þúsund „like“ á Facebook geti leitt til þess að forseti Íslands synji lögum staðfestingar? Meira
1. mars 2011 | Tónlist | 169 orð | 1 mynd

Flytja stórvirki Bachs

Listvinafélag Hallgrímskirkju og Mótettukórinn undirbúa nú af kappi flutning stórvirkisins Jóhannesarpassíu eftir Johann Sebastian Bach. Hún verður flutt eftir mánuð, á tónleikum í Hallgrímskirkju í Reykjavík 1. og 2. apríl og daginn eftir, 3. Meira
1. mars 2011 | Fólk í fréttum | 106 orð | 1 mynd

Fólk á heiðurslista í símaskrá Egils Gillz

* Egill „Gillz“ Einarsson greinir frá því á vef Já, ja.is, að í væntanlegri símaskrá ársins 2011 muni birtast myndir af fólki sem sé á sérstökum heiðurslista. Meira
1. mars 2011 | Tónlist | 347 orð | 2 myndir

Hjartadrottning mannsandans

Beethoven: Fiðlukonsert í D op. 61. Bruckner: Sinfónía nr. 4 í Es, „rómantíska“. Isabelle Faust fiðla og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Bertrand de Billy. Fimmtudaginn 24. febrúar kl. 19:30. Meira
1. mars 2011 | Fólk í fréttum | 217 orð | 1 mynd

Horft fram á við

Framtíðarlandið – félag áhugafólks um framtíð Íslands, stendur fyrir viðburði í kvöld í Bíó Paradís kl. 20 með yfirskriftinni „Á þunnum ís – horft framávið með fjórum listamönnum“. Meira
1. mars 2011 | Kvikmyndir | 423 orð | 1 mynd

Leið eins og Bruce Willis

Helga Mjöll Stefánsdóttir hms6@hi.is Þorsteinn Guðmundsson, aðalleikari og handritshöfundur kvikmyndarinnar Okkar eigin Osló, segir að sér hafi liðið eins og hasarhetju við tökur á myndinni. „Þetta var virkilega gaman. Meira
1. mars 2011 | Fólk í fréttum | 34 orð | 1 mynd

Maðurinn og myndirnar í Þjóðminjasafni

Í dag kl. 12. Meira
1. mars 2011 | Fólk í fréttum | 61 orð | 1 mynd

Nýtt menningarvefrit lítur dagsins ljós

* Vinkill nefnist nýtt menningarvefrit sem hleypt hefur verið af stokkunum á slóðinni vinkill.is. Í tilkynningu um ritið segir að í því sé fjallað um hvers kyns menningarmál og tilgangurinn að auðga menningarumfjöllun á Íslandi. Meira
1. mars 2011 | Menningarlíf | 299 orð | 1 mynd

Raddir þjóðar í Árnastofnun

Í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands verður á næstunni boðið upp á röð Háskólatónleika með frumsamdri íslenskkri tónlist á ólíkum stöðum um háskólasvæðið. Allir hefjast þeir klukkan 12.30, er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Meira
1. mars 2011 | Fjölmiðlar | 197 orð | 1 mynd

Rokkað með Elvis í Bagdad

Sá sem hér skrifar á það til að vera óður á sjónvarpsfjarstýringunni, hoppa á milli stöðva í sífellu og ku það vera meiri karlaíþrótt en kvenna. Meira
1. mars 2011 | Kvikmyndir | 174 orð | 9 myndir

The King's Speech besta kvikmyndin

Kvikmyndin The King's Speech hlaut fern Óskarsverðlaun í ár, jafnmörg og kvikmyndin Inception. The King's Speech var valin besta kvikmyndin og leikstjóri hennar, Tom Hooper, hlaut gullstyttuna fyrir bestu leikstjórn. Meira
1. mars 2011 | Leiklist | 606 orð | 2 myndir

Valinn maður í hverju rúmi

Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Hilmar Guðjónsson, Bergur Þór Ingólfsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Meira
1. mars 2011 | Fólk í fréttum | 25 orð | 1 mynd

Weird Girls frumsýna myndband á Bakkusi

Nýjasta myndbandsverk gjörningakvennahópsins Weird Girls verður frumsýnt á skemmtistaðnum Bakkusi í kvöld kl. 21. Þá verður og blásið til plötusnúðakvölds með yfirskriftinni Dance of... Meira

Umræðan

1. mars 2011 | Aðsent efni | 440 orð | 1 mynd

Ótæk tillaga um stjórnlagaráð

Eftir Birgi Ármannsson: "Tillagan felur einfaldlega í sér að úrslit stjórnlagaþingskosninganna eigi að standa, þrátt fyrir ógildinguna." Meira
1. mars 2011 | Aðsent efni | 661 orð | 1 mynd

Skattgreiðendur eru meðhöndlaðir eins og búfé

Eftir Jakobínu Ingunni Ólafsdóttur: "Við sjáum þróun sem felur í sér að stjórnvöld eru farin að versla með skattgreiðendur eins og búpening og gera skatttekjur að útflutningsvöru." Meira
1. mars 2011 | Aðsent efni | 825 orð | 1 mynd

Staðgöngumæðrun á Íslandi, hver gæti framvindan orðið?

Eftir Guðmund Pálsson: "Mín niðurstaða er sú að löggilding fullrar staðgöngumæðrunar feli í sér afar róttækar breytingar á samfélaginu og ráðlegt að bíða enn um sinn." Meira
1. mars 2011 | Aðsent efni | 439 orð | 1 mynd

Stjórnlagaþing og stjórnarskrárbreytingar

Eftir Vigdísi Hauksdóttur: "Umræðan er á þann hátt nú um stundir að látið er í veðri vaka að þjóðin komi ekki að breytingum á stjórnarskrá – það er blekking..." Meira
1. mars 2011 | Velvakandi | 172 orð | 1 mynd

Velvakandi

Næsta skref: Nicesave Þrátt fyrir að fjöldi löglærðra aðila hér á landi og erlendis telji að okkur Íslendingum beri engin skylda að borga skuldir gamla Landsbankans, berjast stjórnvöld hér samt um á hæl og hnakka að sannfæra þjóðina um annað. Meira
1. mars 2011 | Pistlar | 385 orð | 1 mynd

Þjóðsaga um mismunun

Þjóðsagan um að Íslendingar hafi mismunað innstæðueigendum eftir þjóðerni í kjölfar bankahrunsins er lífseig. Hún er notuð sem röksemd fyrir því að ríkissjóður eigi að taka ábyrgð á hinni svokölluðu Icesave-skuldbindingu þrotabús Landsbankans. Meira

Minningargreinar

1. mars 2011 | Minningargreinar | 780 orð | 1 mynd

Alma Einarsdóttir

Alma Einarsdóttir (Gógó) fæddist í Reykjavík 30. desember 1928. Hún lést á heimili sínu 20. febrúar 2011. Foreldrar hennar voru Helga Guðjónsdóttir, fædd í Reykjavík 8. mars 1909, d. 18. júní 1976, og Einar Magnússon, fæddur á Flankastöðum á Miðnesi 30. Meira  Kaupa minningabók
1. mars 2011 | Minningargreinar | 3784 orð | 1 mynd

Björn Bragi Sigurðsson (Diddi)

Björn Bragi Sigurðsson (Diddi) fæddist 11. apríl 1962. Hann lést á líknardeild Landspítalans 20. febrúar 2011. Foreldrar hans eru Sigurður Birgir Magnússon, fæddur 14.9. 1935 í Hafnarfirði, og Hjördís Hentze, fædd 7.9. 1932 í Færeyjum. Meira  Kaupa minningabók
1. mars 2011 | Minningargreinar | 1240 orð | 1 mynd

Ingibjörg Einarsdóttir

Ingibjörg Einarsdóttir, húsfreyja á Mýrum í Skriðdal, fæddist á Múlastekk í Skriðdal 27. október 1913. Hún lést á HSA á Egilsstöðum 15. febrúar 2011. Útför Ingibjargar fór fram frá Egilsstaðakirkju 26. febrúar 2011. Jarðsett var í heimagrafreit. Meira  Kaupa minningabók
1. mars 2011 | Minningargreinar | 2416 orð | 1 mynd

Kristín Guðný Einarsdóttir

Kristín Guðný Einarsdóttir var fædd á Bessastöðum í Hrútafirði 6. október 1949. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. febrúar 2011. Útför Kristínar var gerð frá Melstaðarkirkju í Miðfirði 26. febrúar 2011. Meira  Kaupa minningabók
1. mars 2011 | Minningargreinar | 2284 orð | 1 mynd

Leifur S. Halldórsson

Leifur Steinar Halldórsson fæddist í Stöðinni í Ólafsvík 15. febrúar 1934. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 9. febrúar 2011. Útför Leifs var gerð frá Ólafsvíkurkirkju 26. febrúar 2011. Meira  Kaupa minningabók
1. mars 2011 | Minningargreinar | 640 orð | 1 mynd

Ragna Sigurbjörg Guðmundsdóttir Norðdahl

Ragna Sigurbjörg Guðmundsdóttir Norðdahl fæddist að Geithálsi í Mosfellssveit 7. maí 1908. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 13. febrúar 2011. Foreldrar hennar voru Guðmundur Magnússon Norðdahl bóndi þar, f. 14. des. 1842, d. Meira  Kaupa minningabók
1. mars 2011 | Minningargreinar | 1919 orð | 1 mynd

Stefán Jónsson

Stefán Jónsson fæddist á Ystu-Grund í Blönduhlíð 12. mars 1932. Hann lést á krabbameinsdeild 11-E á Landspítalanum við Hringbraut 13. febrúar 2011. Útför Stefáns fór fram í Miklabæjarkirkju 26. febrúar 2011. Meira  Kaupa minningabók
1. mars 2011 | Minningargreinar | 488 orð | 1 mynd

Þorbergur Guðmundsson

Þorbergur Guðmundsson, útgerðarmaður á Raufarhöfn, fæddist í Sveinungsvík í Þistilfirði 8. janúar 1932. Hann lést á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn 10. janúar 2011. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Björnsdóttir frá Sveinungsvík, f. 25.11. 1906,... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

1. mars 2011 | Viðskiptafréttir | 81 orð

Kauphöllin hefur útreikning á nýrri vísitölu

NASDAQ OMX Iceland hóf í dag útreikning á 10 ára óverðtryggðri skuldabréfavísitölu. Meira
1. mars 2011 | Viðskiptafréttir | 47 orð

Mjög lítil velta

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1 prósent í afar litlum viðskiptum í gær og var lokagildi hennar 202,28 stig. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,17 prósent en sá óverðtryggði hækkaði um 0,1 prósent. Meira
1. mars 2011 | Viðskiptafréttir | 137 orð

Varðandi umfjöllun gærdagsins um Icesave II

Á viðskiptasíðu Morgunblaðsins í gær voru til umfjöllunar ummæli einstaklinga um Icesave II frá árinu 2009. Meðal annars var vísað til ummæla Ólafs Ísleifssonar, lektors í viðskiptafræði. Meira
1. mars 2011 | Viðskiptafréttir | 529 orð | 1 mynd

Vaxtakostnaður vegna dómsmáls stórlega ofmetinn

Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Útreikningar um hugsanlegan kostnað íslenska ríkisins, fari svo að það tapi dómsmáli um Icesave, sem birtust í Fréttablaðinu og RÚV í gær byggjast á röngum forsendum, að sögn Reimars Péturssonar hæstaréttarlögmanns. Meira

Daglegt líf

1. mars 2011 | Daglegt líf | 162 orð | 1 mynd

...farið á Laugavegsnámskeið

Vefsíðan Hlaup.is í samvinnu við Sigurð P. Sigmundsson býður upp á fjögurra mánaða undirbúningsnámskeið fyrir Laugavegshlaupið frá 17. mars til 16. júlí. Skráningarfrestur er til 16. mars og fer fram á Hlaup.is. Undirbúningsfundur verður 17. mars kl. Meira
1. mars 2011 | Daglegt líf | 94 orð | 1 mynd

Fyrir 100 km hlaupara

Félag 100 km hlaupara á Íslandi er með vefsíðuna www.notendur.hi.is/agust/hlaup/100km/100kmIsl.htm. Á síðunni segir að félagið hafi verið stofnað 26. september 2004 í Sundlaug Vesturbæjar að loknu Þingstaðahlaupi. Meira
1. mars 2011 | Daglegt líf | 119 orð | 1 mynd

Gervibros gerir ekki gott

Gervibros er ekki gott fyrir heilsuna, samkvæmt nýrri rannsókn, en það getur gert skapið enn verra og valdið því að þú dregur úr þeim verkefnum sem eru fyrir hendi. Meira
1. mars 2011 | Daglegt líf | 159 orð | 1 mynd

Þrekmótaröðin að hefjast

Fyrsta mót Þrekmótaraðarinnar verður Lífsstíls Meistarinn, en það verður haldið í Íþróttahöllinni í Keflavík laugardaginn 12. mars. Meira
1. mars 2011 | Daglegt líf | 151 orð | 3 myndir

Æfingastöðvar settar upp víða um borg

Útivistarfólk í Reykjavík hefur líklega tekið eftir því að komnar eru upp æfingastöðvar með tækjum víða meðfram göngustígum borgarinnar. Reykjavíkurborg setti tækin upp í fyrrahaust í samstarfi við hverfaráð borgarinnar. Meira
1. mars 2011 | Daglegt líf | 656 orð | 3 myndir

Ævintýrakeppni fyrir fjörugt fólk

Sumir vilja gera fleira en eitthvað eitt þegar kemur að útivist og hreyfingu og ekki er verra ef það er fjörugt og skemmtilegt. Einmitt þess vegna fóru fjórir siglingakennarar af stað í fyrra með ævintýrakeppni þar sem lið keppa sín á milli í ratleik þar sem er hlaupið, hjólað, siglt eða klifrað. Meira

Fastir þættir

1. mars 2011 | Í dag | 218 orð

Af vísum og karlakórnum Heimi

Langholtskirkja var sneisafull á tónleikum karlakórsins Heimis á laugardaginn var, eins og lesa má um á heimasíðu kórsins. Gunnar M. Meira
1. mars 2011 | Fastir þættir | 161 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Grandleg hönd. S-Allir. Norður &spade;ÁD852 &heart;76 ⋄1063 &klubs;KD5 Vestur Austur &spade;K6 &spade;10 &heart;D1042 &heart;KG853 ⋄ÁD52 ⋄987 &klubs;982 &klubs;10732 Suður &spade;G9743 &heart;Á9 ⋄KG4 &klubs;ÁG6 Suður spilar 4&spade;. Meira
1. mars 2011 | Í dag | 42 orð

Orð dagsins: Á þeim degi skulu leifarnar af Ísrael og þeir af Jakobs...

Orð dagsins: Á þeim degi skulu leifarnar af Ísrael og þeir af Jakobs húsi, sem af komast, eigi framar reiða sig á þann sem sló þá, heldur munu þeir með trúfestu reiða sig á Drottin, Hinn heilaga í Ísrael. (Jesaja 10, 20. Meira
1. mars 2011 | Fastir þættir | 133 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Bf4 Bg7 4. e3 O-O 5. Be2 d6 6. h3 Rbd7 7. O-O De8 8. c4 e5 9. dxe5 dxe5 10. Bh2 De7 11. Rc3 c6 12. Dd2 Re8 13. Had1 f5 14. Kh1 Kh8 15. Hfe1 Kg8 16. Bf1 e4 17. Rd4 Be5 18. Bxe5 Rxe5 19. Rb3 Be6 20. Dd4 Rf7 21. Dc5 Dh4 22. Meira
1. mars 2011 | Fastir þættir | 263 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji hitti á dögunum kunningja sinn sem á von á sínu fyrsta barni. Þar sem Víkverji er vel upp alinn byrjaði hann vitaskuld á því að óska kunningjanum til hamingju með frjósemina. Meira
1. mars 2011 | Árnað heilla | 197 orð | 1 mynd

Yfirleitt úti á sjó á afmælinu

„Ég var oftast úti á sjó á stórafmælum. Það var bara svoleiðis þá,“ segir Willard Fiske Ólason, fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður í Grindavík, sem verður 75 ára í dag. Hann rifjar í því efni upp sextugsafmælisdaginn. Meira
1. mars 2011 | Í dag | 148 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

1. mars 1940 Vélbáturinn Kristján kom að landi eftir tólf daga hrakninga í hafi. Skipshöfnin hafði verið talin af. 1. mars 1964 Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi lést, 69 ára. Meira

Íþróttir

1. mars 2011 | Íþróttir | 194 orð | 6 myndir

Akranes og Breiðablik sigursælust

Íslandsmeistaramót barna og unglinga í kata, sýningarhlutanum af karateíþróttinni, fór fram í Smáranum í Kópavogi sunnudaginn 20. febrúar. Meira
1. mars 2011 | Íþróttir | 253 orð | 1 mynd

Bandaríkin eða Brasilía?

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Ég er í raun ekkert búin að ákveða um hvar ég spila í sumar. Það kemur nánast allt til greina ennþá,“ sagði Katrín Ómarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, við Morgunblaðið. Meira
1. mars 2011 | Íþróttir | 544 orð | 1 mynd

„Við viljum spila við sterkustu liðin“

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Kvennalandsliðið í knattspyrnu kom saman á Algarve í Portúgal seint í gærkvöld en það spilar sinn fyrsta leik í Algarve-bikarnum gegn Svíum á morgun. Meira
1. mars 2011 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd

Brand hefur valið sinn hóp

Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, hefur valið 28 manna hóp fyrir leikina gegn Íslendingum í undankeppni Evrópumótsins sem fram fara 9. og 13. mars. Fyrri leikurinn verður hér á landi. Meira
1. mars 2011 | Íþróttir | 162 orð | 1 mynd

England Stoke – WBA 1:1 Rory Delap 53. – Carlos Vela 87...

England Stoke – WBA 1:1 Rory Delap 53. – Carlos Vela 87. Staðan: Man. Utd 27179161:2560 Arsenal 27175557:2756 Man. Meira
1. mars 2011 | Íþróttir | 119 orð | 1 mynd

Erfiður tími framundan

Portúgalinn Nani, sem hefur verið einn besti leikmaður Manchester United á tímabilinu, segir að nú sé að renna upp þýðingarmesti tíminn á tímabilinu en United á tvo afar erfiða leiki í vikunni. Meira
1. mars 2011 | Íþróttir | 323 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Birna Berg Haraldsdóttir , handknattleiksmaður hjá Fram, varð tvöfaldur bikarmeistari í handknattleik um helgina. Á laugardaginn skoraði hún tvö mörk þegar Fram vann Val, 25:22, í úrslitum Eimskipsbikarsins í meistaraflokki kvenna. Meira
1. mars 2011 | Íþróttir | 24 orð | 1 mynd

ÍSHOKKÍ Úrslit Íslandsmóts karla, 2. leikur: Laugardalur: SR – SA...

ÍSHOKKÍ Úrslit Íslandsmóts karla, 2. leikur: Laugardalur: SR – SA 20.15 *Staðan er 1:0 fyrir SR en þrjá sigra þarf til að verða... Meira
1. mars 2011 | Íþróttir | 116 orð | 1 mynd

Jonas Ernelind látinn

Jonas Ernelind, fyrrv. landsliðsmaður Svía í handknattleik, lést á föstudaginn. Hann var 34 ára gamall og lést af völdum húðkrabbameins sem hann hafði glímt við í nokkur ár og tók sig upp að nýju fyrir nokkrum vikum. Meira
1. mars 2011 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

Jón Guðni frá keppni í 2-3 vikur

Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Fram og U21 árs landsliðsins í knattspyrnu, verður að hafa hægt um sig næstu vikurnar en hann tognaði á ökkla í viðureign Fram og Fjölnis í Lengjubikarnum um síðustu helgi. Meira
1. mars 2011 | Íþróttir | 657 orð | 2 myndir

Markmiðið að komast í fremstu röð í heiminum

Golf Kristján Jónsson kris@mbl.is Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, stóð sig vel á sínu fyrsta móti á nýju ári í bandaríska háskólagolfinu á dögunum. Ólafur barðist þá um sigurinn á móti í Alabama-ríki en hafnaði í 9. sæti. Meira
1. mars 2011 | Íþróttir | 121 orð | 1 mynd

NBA-deildin Indiana – Phoenix 108:110 *Eftir framlengingu...

NBA-deildin Indiana – Phoenix 108:110 *Eftir framlengingu. Meira
1. mars 2011 | Íþróttir | 59 orð

Óvænt tap hjá Sundsvall

Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson og félagar í sænska körfuknattleikleiksliðinu Sundsvall Dragons töpuðu óvænt í gærkvöldi fyrir Jämtland Basket, 71:64, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni. Engu að síður heldur Sundsvall toppsæti... Meira
1. mars 2011 | Íþróttir | 135 orð | 1 mynd

Tiger Woods í 5. sæti

Tiger Woods er í 5. sæti á heimslistanum í golfi sem gefinn var út í gær. Hlutirnir gerast hratt á heimslistanum um þessar mundir því Tiger hefur fallið hratt eftir að hann tapaði loksins 1. sætinu og keppinautur hans Phil Mickelson er kominn niður í 6. Meira
1. mars 2011 | Íþróttir | 503 orð | 2 myndir

Til Portúgals í stað San Francisco

Viðtal Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Eftir þrjár aðgerðir á sama hnénu á þremur árum, og jafnlanga fjarveru frá íslenska landsliðinu, var Greta Mjöll Samúelsdóttir með önnur áform en að vera í Portúgal dagana 1. til 10. mars. Meira
1. mars 2011 | Íþróttir | 154 orð | 1 mynd

Vill halda Hansen til lífstíðar

Danski auðjöfurinn Jesper Nielsen, sem á handknattleiksliðið AG Köbenhavn, sem Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson leika með, segist vilja gera samning við dönsku stórskyttuna Mikkel Hansen út hans feril. Hansen verður 23 ára síðar á þessu ári. Meira
1. mars 2011 | Íþróttir | 178 orð | 1 mynd

Þormóður bætti stöðu sína sem var góð fyrir

Þormóður Árni Jónsson, úr Júdófélagi Reykjavíkur, væri gjaldgengur á Ólympíuleikana í London ef staða heimslistans í dag myndi gilda. Leikarnir fara fram á næsta ári og Þormóður er á réttri leið samkvæmt lista sem gefinn er út af Alþjóðajúdósambandinu. Meira

Ýmis aukablöð

1. mars 2011 | Blaðaukar | 239 orð | 2 myndir

Allir geta tamið sér góða lífshætti

Lykilatriði að finna skemmtilega hreyfingu og forðast öfgar í mataræði Meira
1. mars 2011 | Blaðaukar | 325 orð | 1 mynd

Baráttan við letina og slenið

Fyrir marga er ein mesta áskorunin við að stunda heilsusamlega hreyfingu að halda sér við efnið. Það getur verið auðvelt að slá skokktúrnum á frest eða skrópa einu sinni, tvisvar og svo þrisvar á æfingu. Meira
1. mars 2011 | Blaðaukar | 575 orð | 2 myndir

„Krafturinn í krökkunum er rosalegur“

Mjólkursamsalan hefur styrkt Skólahreysti frá upphafi. Vilja leggja sitt af mörkum til að auka hreyfingu og bæta mataræði ungmenna. Meira
1. mars 2011 | Blaðaukar | 404 orð | 4 myndir

Dramadrottning og Grettir sterki

Safar og þeytingar er ný bók með girnilegum og heilsusamlegum uppskriftum. Meira
1. mars 2011 | Blaðaukar | 459 orð | 2 myndir

Enginn íþróttaviðburður með aðra eins stemningu

Vikulegir þættir hjá ríkissjónvarpinu þar sem sagt verður frá hápunktum undanriðla. Öllu verður tjaldað til í beinni útsendingu frá úrslitakeppninni. Meira
1. mars 2011 | Blaðaukar | 169 orð | 1 mynd

Engir nemendur úr 8. bekk taki þátt

Skerpt á reglum varðandi þátttakendur í Skólahreysti. Meira
1. mars 2011 | Blaðaukar | 377 orð | 1 mynd

Hleypir öðrum að en boltaíþróttunum

Góður árangur í Skólahreysti næst vart nema með góðum stuðningi skólayfirvalda. Réttarholtsskóli er einn þeirra skóla sem hafa tekið þátt í Skólahreysti frá upphafi. Jón Þór Zimsen er aðstoðaskólastjóri þar á bæ. Meira
1. mars 2011 | Blaðaukar | 1332 orð | 3 myndir

Hollustan hefst heima

Þegar keppt er í íþróttum er mikilvægt að huga vel að næringu líkamans, sem á jú svo sem við flesta aðra daga. Meira
1. mars 2011 | Blaðaukar | 550 orð | 8 myndir

Hreystivellir fyrir alla

Í dag eru fimm Hreystivellir á suðvesturhorni landsins en um er að ræða leikvelli í anda Skólahreysti-keppninnar. Á völlunum leika krakkar sér og fá útrás fyrir hreyfiþörf auk þess sem fólk á öllum aldri og fjölskyldan í heild getur nýtt aðstöðuna til æfinga og skemmtunar. Meira
1. mars 2011 | Blaðaukar | 236 orð | 3 myndir

Hvað er Skólahreysti?

Keppt er í upphífingum, armbeygjum, dýfum, hreystigreip og hraðaþraut. Meira
1. mars 2011 | Blaðaukar | 326 orð | 2 myndir

Hver einasta æfing skiptir miklu máli

Hópur Evrópumeistara Gerplu í hópfimleikum samanstendur af hörkuduglegum íþróttakonum. Það kemur því trúlega fáum á óvart að í hópnum leynast nokkrir fyrrverandi keppendur í Skólahreysti. Fríða Rún Einarsdóttir er ein þeirra. Meira
1. mars 2011 | Blaðaukar | 493 orð | 2 myndir

Hörð samkeppni um að komast í liðið

Íþróttakennari Lindaskóla segist aðallega vera í því hlutverki að passa að keppendurnir leggi ekki of hart að sér við æfingar Meira
1. mars 2011 | Blaðaukar | 319 orð | 1 mynd

Langaði miklu meira í klappliðið

Bláir grallaraspóar vöktu athygli á lokakeppni Skólahreysti í fyrra Meira
1. mars 2011 | Blaðaukar | 243 orð | 1 mynd

Skólahreysti á hvíta tjaldið

Nú er í bígerð kvikmynd þar sem Skólahreysti kemur mikið við sögu. Margrét Örnólfsdóttir er handritshöfundur myndarinnar. Meira
1. mars 2011 | Blaðaukar | 1166 orð | 1 mynd

Skólahreysti er komin til að vera

Áhorfendaskarinn „bilaðist af spenningi“ á lokametrum úrslitakeppninnar í fyrra. Nær allir grunnskólar landsins taka þátt og hefur framtakið aukið áhuga barna á hollri hreyfingu. Meira
1. mars 2011 | Blaðaukar | 120 orð | 1 mynd

Vatn fyrir alla

Íþróttafólki er sérstaklega ráðlagt að drekka mikið vatn Meira
1. mars 2011 | Blaðaukar | 299 orð | 2 myndir

Vissara að gera æfingarnar af varkárni

Börn þurfa yfirleitt ekki að nota æfingaáhöld og röng notkun getur beinlínis verið hættuleg. Meira
1. mars 2011 | Blaðaukar | 435 orð | 1 mynd

Þetta var ótrúlega gaman

Meðal þeirra sem eiga góðar minningar frá þátttöku í Skólahreysti er sjöþrautarkonan frækna Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.